Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um markaðsgreiningar í fjarskiptum til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um markaðsgreiningar á sviði fjarskipta. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 17. janúar 2018 á netfangið [email protected].

Breytingarnar lúta að því að uppfæra reglugerðina í samræmi við tilmæli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Annars vegar er um að ræða tilmæli um tilkynningar, fresti og samráð frá 2. desember 2009 og hins vegar tilmæli um viðeigandi markaði frá 11. maí 2016. Ekki eru lagðar til aðrar breytingar á reglugerðinni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn