Hoppa yfir valmynd

86. Skattleggja ökustyrki til jafns við venjulegar launatekjur - Árni Davíðsson

Skattleggja ökustyrki til jafns við venjulegar launatekjur.

Færa má rök fyrir því að ökustyrkir séu skattlagðir með mun lægri skattprósentu en launatekjur. Það borgar sig því fyrir launþega að fá greiddar tekjur sem ökustyrki heldur en sem laun. Þar að auki bera ökustyrkir ekki launatengd gjöld, þ.e. það er ekki greitt af þeim í lífeyrissjóð né tryggingagjald. Þetta gerir það að verkum að launagreiðendur og launþegar vilja frekar greiða laun og fá laun greidd sem ökustyrki heldur en sem venjuleg laun. Ökustyrkir eru því misnotaðir sem yfirborganir á mörgum vinnustöðum, það er, launþegar fá greitt fyrir mun meiri akstur en þeir inna af hendi í þágu launagreiðanda. Ef skatthlutfall ökustyrkja verður lagfært og verður ekki lægra en lægsta skattprósenta launatekna ætti skjálfkrafa að draga úr þessari misnotkun. Ökustyrkir er sennilega stór þáttur í launamisrétti kynjanna þar sem karlar eru mun líklegri til að fá greidda ökustyrki heldur en konur.

Lagt er til að gerð verði úttekt á hverju munar og að skattlagning ökustyrkja verði aukin til samræmis þannig að skatthlutfall ökustyrkja verði ekki lægra en lægsta skattprósenta launatekna.
Lagt er til að gerð verði úttekt á umfangi yfirborgana með ökustyrkjum, hvaða upphæðir eru um að ræða og hver þáttur ökustyrkja er í launamisrétti.

Áhrif á loftlagsmál. Ef dregur úr misnotkun ökustyrkja minnka niðurgreiðslur hins opinbera með bifreiðaeign og akstri og það ætti að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Áhrif á launajafnrétti. Draga mundi úr kynbundnu misrétti launa þar sem það eru mun oftar karlar sem fá greidda ökustyrki.


kveðja

Árni Davíðsson


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira