Hoppa yfir valmynd
20. mars 2019 Innviðaráðuneytið

Tæknin mikilvægt tæki til að auka lífsgæði

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, með Angel Gurría, framkvæmdastjóra OECD. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tekur þátt í ráðherrafundi Efnahags- og framfarastofnunar (OECD) um stefnumörkun í byggðaþróun sem stendur nú yfir í Aþenu. Fjallaði ráðherra sérstaklega um verkefnið Ísland ljóstengt en því verkefni lýkur í lok árs 2020 með því að 99,9% heimila og fyrirtækja á Íslandi verða tengd með ljósleiðara. Með þessu verkefni hefur Ísland skipað sér í fremstu röð í heiminum og er númer eitt samkvæmt vísum í upplýsinga- og samskiptatækni (Information and Communication Technology Development Index 2017).

Ráðherra sagði í ræðu sinni að háhraðatenging nánast allra landsmanna væri lykilinn að því að takast á við ný verkefni sem framtíðin færir okkur og þau tækifæri sem liggja í því að byggja samfélag þar sem fólk hefur aukið frelsi til að velja sér heimili hvar sem er á landinu. Sterkir tæknilegir innviðir væru líka grundvöllur þess að við næðum að standa við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. „Ef okkur lánast ekki að nýta tæknina til að ná heimsmarkmiðunum, tryggja hreinna umhverfi og bæta heilbrigðisþjónustu, lít ég svo á að okkur hafi mistekist,“ sagði Sigurður Ingi.

Nánar um ráðherrafundinn (OECD Regional Development Ministerial)

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum