Hoppa yfir valmynd
10. maí 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisstofnun skilar skýrslu um áætlaðan samdrátt í losun

Umhverfisstofnun hefur skilað skýrslu til Evrópusambandsins með spá fyrir losun gróðurhúsalofttegunda fyrir Ísland til 2035. Spáin byggir m.a. á orku- og eldsneytisspá og á upplýsingum sem stofnunin hefur safnað.

Skýrslan er hin fyrsta sinnar tegundar sem Ísland skilar skv. Evrópureglum og er henni ætlað að meta líklega þróun losunar gróðurhúsalofttegunda á komandi árum út frá m.a. opinberum greiningum, spám um þróun varðandi stóriðju, orku- og eldsneytisspá Orkustofnunar frá 2016 o.fl. Reynt er að meta líklega þróun við rafbílavæðingu, en spá þar að lútandi er einkum byggð á rafbílaspá Orkuveitu Reykjavíkur frá mars 2018, eða áður en ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum kom út sl. haust.

Umhverfisstofnun áætlar, miðað við framangreindar forsendur að losun muni dragast saman um 19% til 2030 og um 28% til 2035 miðað við 2005 í þeim geirum sem falla undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Áætlaðan ávinning af aðgerðum sem er að finna í gildandi aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum var einungis hægt að meta að takmörkuðu leyti og vegna skorts á tölulegum gögnum reyndist almennt ekki unnt að taka tillit til ýmissa annarra aðgerða í samfélaginu. Þá var að þessu sinni ekki unnt að meta kolefnisbindingu eða breytta landnotkun vegna skorts á gögnum.

Nú er unnið að útfærslu og framkvæmd einstakra aðgerða í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, sem kynnt var síðastliðið haust. Þá er unnið að því að uppfæra áætlunina og meta hver áhrif einstakra aðgerða hennar eru á losun. Í framtíðinni er stefnt að því að bæta reglulegar spár um losun og einnig mat á líklegum áhrifum aðgerða í loftslagsmálum, svo hægt sé að forgangsraða áherslum og fjárveitingum til aðgerða hverju sinni í ljósi nýjustu og bestu upplýsinga.

Frétt Umhverfisstofnunar

Skýrslan á ensku: Report on Policies, Measures and Proections - Projections of Greenhouse Gas emissions in Iceland til 2035

Útdráttur á íslensku


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 13 Verndun jarðarinnar
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum