Hoppa yfir valmynd
15. júlí 2020 Dómsmálaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Til áréttingar um framkvæmd landamæraeftirlits vegna ferðatakmarkana

Ferðatakmarkanir voru fyrst teknar upp á grundvelli bráðabirgðaákvæðis við reglugerð um för yfir landamæri nr. 866/2017 þann 20. mars sl. og eru þær enn í gildi með orðnum breytingum. Um gildandi reglur má finna ítarlegar leiðbeiningar á vef Útlendingastofnunar 

Samkvæmt 1. gr. reglugerðar um för yfir landamæri ber lögregla ábyrgð á og annast framkvæmd landamæraeftirlits. Bráðabirgðaákvæði við reglugerð um för yfir landamæri felur ekki í sér sérstakt umsóknarferli en einstaklingar þurfa að geta sýnt fram á að falla undir undanþágur ákvæðisins við landamærin. Vegna ferðatakmarkana tekur utanríkisráðuneytið á móti fyrirspurnum um undanþágur vegna brýnna erindagjörða. Útlendingastofnun hefur vegna sérþekkingar sinnar á heimild útlendinga til dvalar hér á landi veitt ráðgjöf um það hvort skilyrði fyrir komu til landsins séu uppfyllt þegar eftir því hefur verið óskaði. Samráð við úrvinnslu erinda á sér því stað milli Útlendingastofnunar, utanríkisráðuneytisins og lögreglu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum