Hoppa yfir valmynd
16. október 2020 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um evrópska tilskipun um snjallkerfi í samgöngum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um endurskoðun tilskipunar nr. 2010/40, um snjallkerfi í samgöngum (e. intelligent transport systems) sem stendur til 19. nóvember 2020.

Snjallkerfi í samgöngum eru til þess fallin að auka öryggi og skilvirkni. Þá verða þau til að auka þægindi og til þess að ákvarðanir verða betri. Í reglugerðinni verður m.a. tekin afstaða til nýrra þátta eins og sjálfkeyrandi ökutækja og sameiginlegum vettvangi á netinu fyrir fólk að skoða hvernig það getur nýtt ólíka samgöngumáta til að komast á milli staða. 

Hægt er að koma að athugasemdum og sjónarmiðum frá 8. október til 19. nóvember 2020.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum