Hoppa yfir valmynd
6. maí 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherra skipar vísindanefnd til að fjalla um áhrif loftslagsbreytinga

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flytur ávarp á ársfundi Veðurstofu Íslands. - myndVeðurstofan

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað nefnd, sem falið hefur verið að vinna að gerð vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag á Íslandi.

Skýrslan á að taka mið af reglulegum úttektarskýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) og byggja á víðtæku samráði við íslenskt vísindasamfélag. Þetta er í þriðja sinn sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið lætur vinna  vísindaskýrslu um afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi en fyrri skýrslur komu út árin 2000, 2008 og 2018.  Í skýrslunum eru settar fram nýjustu og bestu upplýsingar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi hverju sinni.

Guðmundur Ingi greindi frá skipan nefndarinnar á ársfundi Veðurstofu Íslands í gær. „Með breytingum á lögum um loftslagsmál sem ég mælti fyrir á Alþingi og samþykktar voru árið 2019 er umhverfis- og auðlindaráðherra falið að láta reglulega vinna vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag á Íslandi. Þar eru settar fram nýjustu og bestu upplýsingar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi hverju sinni, en Veðurstofunni er falið að leiða þessa vinnu með aðkomu sérfræðinga á sviði náttúruvísinda og samfélagslegra þátta,“ sagði ráðherra í ávarpi sínu.

Nefndin á að skila skýrslunni til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir 1. júní 2023.

 

Formaður nefndarinnar er Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands.

Í nefndinni eiga einnig sæti:

Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands,

Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands,

Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor á Verkfræði og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands,

Helga Ögmundardóttir, lektor á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands,

Starri Heiðmarsson, sviðsstjóri í grasafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands,

Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis,

Hildur Pétursdóttir, sjávarvistfræðingur og Guðjón Már Sigurðsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum