Hoppa yfir valmynd
10. júní 2021 Dómsmálaráðuneytið

Hlynur Jónsson skipaður dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Hlyn Jónsson, lögmann, í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra frá og með 10. júní 2021. 

Hlynur Jónsson lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1996 og framhaldsnámi í lögfræði frá Chicago-háskóla árið 1998. Frá þeim tíma hefur Hlynur starfað sem lögmaður í um 16 ár, þar af með réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands frá árinu 2011. Þá hefur hann starfað sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu auk þess sem hann var á árinu 2009 skipaður formaður slitastjórna þriggja fjármálafyrirtækja. Hlynur hefur einnig setið í ráðherraskipuðum nefndum sem samið hafa drög að lagafrumvörpum og þá sinnti hann stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands um hríð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum