Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2006 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Ísland altengt

Fjarskiptaáætlun til ársins 2010 kynnt fyrir landsmönnum.

Samgönguráðuneytið hefur gefið út kynningarrit um Fjarskiptaáætlun til ársins 2010 sem dreift hefur verið inn á öll heimili landsins. Í kjölfarið efnir samgönguráðherra til tæplega þrjátíu kynningarfunda víðsvegar um landið á næstu vikum þar sem markmið Fjarskiptaáætlunar verða kynnt.

Grundvallaratriði Fjarskiptaáætlunar er að landsmenn sitji allir við sama borð óháð búsetu. Ísland verði þannig altengt. Gert er ráð fyrir því að þjónustugjöld einkarekinna fjarskiptafyrirtækja standi undir uppbyggingarkostnaði og rekstri þjónustunnar nema á einstaka svæðum þar sem stjórnvöld munu taka þátt í kostnaði til þess að tryggja fulla þjónustu.

Í Fjarskiptaáætlun er gert ráð fyrir að allir landsmenn geti tengst háhraðaneti fyrir lok ársins 2007 og er sérstök áhersla lögð á að menntastofnanir landsins njóti slíkrar þjónustu sem allra fyrst. GSM-farsímanetið verður þétt og er meðal annars stefnt að því að fyrir lok þessa árs verði GSM þjónusta á öllum hringveginum og öðrum helstu stofnvegum, á helstu ferðamannastöðum og minni þéttbýlisstöðum. Jafnframt standi langdræg stafræn farsímaþjónusta til boða um allt land og á miðum við landið eftir að rekstri NMT-kerfisins lýkur. Þá er gert ráð fyrir að allir landsmenn hafi aðgang að gagnvirku stafrænu sjónvarpi og jafnframt að dreifing sjónvarpsdagskrár RÚV, auk hljóðvarps Rásar 1 og Rásar 2, verði stafræn um gervihnött til sjómanna á miðum við landið og strjálbýlli svæða.

Í Fjarskiptaáætlun er lögð áhersla á öryggi almennra fjarskiptaneta innanlands og við umheiminn. Jafnframt lýsa stjórnvöld yfir vilja sínum til að stuðla að lækkun einingaverðs í fjarskiptatengingum milli landa og jöfnun verðs fyrir fjarskiptaþjónustu um land allt.

Fundirnir verða haldnir sem hér segir:

Bifröst – Fimmtudaginn 12. janúar - Viðskiptaháskólinn á Bifröst kl. 16:10
Búðardalur – Miðvikudaginn 18. janúar – Rauðkrosshúsið kl. 20:00
Stykkishólmur – Fimmtudaginn 19. janúar – Fimm fiskar kl. 17:00
Ólafsvík – Mánudaginn 23. janúar – Hótel Ólafsvík kl. 20:00
Ísafjörður – Miðvikudaginn 25. janúar – Hótel Ísafjörður kl. 20:00
Akranes – Fimmtudaginn 26. janúar – Hótel Barbro kl. 20:00
Blönduós - Laugardaginn 28. janúar – Hótel Blönduós kl. 14:00
Sauðárkrók – Sunnudaginn 29. janúar – Kaffi Krókur kl. 15:00
Húsavík – Þriðjudaginn 31. janúar – Veitingahúsið Salka kl. 20:00
Keflavík – Miðvikudaginn 1. febrúar – Hótel Keflavík kl. 20:00
Akureyri - Mánudaginn 20. febrúar - Háskólinn Akureyri kl. 20:00
Egilsstaðir – Þriðjudaginn 21. febrúar – Hótel Hérað kl. 20:00
Neskaupsstaður – Miðvikudaginn 22. febrúar – Egilsbúð kl. 12:00
Grindavík – Fimmtudaginn 23. febrúar – Saltfisksetrið kl. 20:00
Raufarhöfn – Mánudaginn 27. febrúar – Hótel Norðurljós kl. 20:00
Vopnafjörður – Þriðjudaginn 28. febrúar – Félagsheimilið kl. 20:00
Djúpivogur – Þriðjudaginn 7. mars – Hótel Framtíð kl. 20:00
Höfn – Miðvikudaginn 8. mars – Hótel Höfn kl. 20:00
Vík – Fimmtudaginn 9. mars – Víkurskáli kl. 12:00
Hella – Fimmtudaginn 9. mars – Árhús kl. 20:00
Patreksfjörður – Sunnudaginn 12. mars – Félagsheimilið kl. 14:00
Ólafsfjörður – Þriðjudaginn 14. mars – Félagsheimilið Tjarnaborg kl. 20:00
Siglufjörður – Miðvikudagurinn 29. mars - BíóCafé kl. 20:00
Hvammstangi – Fimmtudaginn 30. mars - kl. 12:00
Reykjavík – Frestað – Annar fundartími óákveðinn
Kópavogur – Frestað – Annar fundartími óákveðinn
Selfoss – Frestað – Annar fundartími óákveðinn
Vestmannaeyjar – Frestað - Annar fundartími óákveðinn

Nánari upplýsingar gefur Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum