Hoppa yfir valmynd
10. desember 2007 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samgönguráðuneytið auglýsir stöður lögfræðinga

Samgönguráðuneytið hefur auglýst stöður tveggja lögfræðinga með umsóknarfresti til 27. desember. Verkefni annars lögfræðingsins snúast um málefni sveitarfélaga en hins um verkefni á sviði fjarskipta.

Vegna flutnings á málefnum sveitarfélaga til samgönguráðuneytisins um áramótin er auglýst eftir lögfræðingi er sinni lögfræðistörfum á sviði stjórnsýslu, lagafrumvarpa og reglugerða, annist úrskurði og álitsgjöf á sviði sveitastjórnarmála og taki þátt í stefnumörkun í málaflokknum.

Hin staðan varðar lögfræðistörf á sviði stjórnsýslu, lagafrumvarpa og reglugerða, svo og innleiðingu Evrópugerða, stefnumörkun fjarskiptamála og framkvæmd fjarskiptaáætlunar.

Upplýsingar um bæði störfin veita Unnur Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, [email protected] og Ari Eyberg hjá Hagvangi, [email protected].

Umsóknir óskast fylltar út á vefsíðunni hagvangur.is og skal þeim skilað þangað fyrir 27. desember.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum