Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Aðgerðaáætlun um notkun varnarefna komin út

Blóm við himinn

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út aðgerðaáætlun um notkun varnarefna til ársins 2031. Áætluninni er ætlað að ýta undir þróun nýrra varna í plöntuvernd og innleiða aðferðir sem ekki byggja á notkun efna, í því skyni að draga úr notkun þeirra við matvælaframleiðslu.

Áætlunin nær til plöntuverndarvara en í henni koma fram mælanleg markmið, upplýsingar um notkun varnarefna og tímaáætlun, aðgerðir og stefnumörkun.  Markmiðið er að draga markvisst úr notkun varnarefna og stuðla að sjálfbærri notkun þeirra í því skyni að draga úr áhættu fyrir heilsu og umhverfið.

Aðgerðaáætlunin var unnin af Umhverfisstofnun eftir samráð við helstu stofnanir og hagsmunaaðila. Hún er sett í samræmi við efnalög frá árinu 2013 og skal endurskoðuð á fimm ára fresti.

Aðgerðaáætlun um notkun varnarefna 2016-2031

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum