Hoppa yfir valmynd
28. mars 2017 Matvælaráðuneytið

Skýrsla um Matvælastofnun

Matvælastofnun
Matvælastofnun

Matvælastofnun býr að verðmætum mannauði en styrkja þarf starf stofnunarinnar, m.a. með markvissari stjórnun og stefnumótun, skýrari verklagsreglum og betri miðlun upplýsinga. Jafnframt er þörf á heildstæðri matvælastefnu auk þess sem skipulag matvælaeftirlits er of flókið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Bjarna Snæbjarnar Jónssonar stjórnunarráðgjafa og Ólafs Oddgeirssonar dýralæknis sem falið var að gera úttekt á stjórnun og starfi Matvælastofnunar og því hvernig stofnunin sinnir matvælaeftirliti og eftirliti með dýravelferð. 

Svokallað Brúneggjamál var skoðað sérstaklega. Í því hafi veikleikar Matvælastofnunar sýnt sig og draga þurfi af því lærdóm. Stofnunin hafi veigrað sér við því að ganga fram af fullum þunga og að hluta til hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst um of af varfærni í ákvarðanatöku.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: „Ég lít á þessa skýrslu sem mikilvægt verkfæri til að efla og styrkja matvælaeftirlit og dýravelferð - og auka þar með öryggi neytenda. Í skýrslunni er bent á ákveðna veikleika, bæði í starfi Matvælastofnunar og stjórnvalda sem við tökum alvarlega. Í skýrslunni koma hins vegar fram skýrar tillögur hvernig við getum bætt úr þessum ágöllum og nú skiptir öllu að horfa fram á við og vinna staðfastlega að úrbótum. Ég mun nú þegar skipa starfshóp sem mun stýra úrvinnslu á þeim tillögum sem lagðar eru til í skýrslunni varðandi mótun matvælastefnu og nauðsynlega uppbyggingu á innra starfi Matvælastofnunar. Þá mun ég funda með Sambandi íslenskra sveitarfélaga um það hvernig megi einfalda matvælaeftirlit og gera það skilvirkara.“

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum