Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2016 Matvælaráðuneytið

Ný skýrsla RHA um ráðstöfun aflamarks og áhrif þess á byggðafestu

Fiskveiðar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fól á síðasta ári Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) að leggja sérstakt mat á byggðafestuáhrif hinna einstöku aðgerða vegna atvinnu-, félags- og byggðaráðstafana í fiskveiðistjórnarkerfinu og jafnframt hvort einhverjar aðrar leiðir væru hentugri til að tryggja byggðafestuna.

Þær aðgerðir sem hér um ræðir eru línuívilnun, almenni byggðakvótinn, byggðakvóti Byggðastofnunar, rækju- og skelbætur og strandveiðar. Gagnasafn yfir allar hafnir á landinu á tímabilinu 2004-2014 var lagt til grundvallar niðurstöðunum.

Skýrsla RHA er meðfylgjandi ásamt sérstöku ágripi unnu upp úr efni hennar.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum