Hoppa yfir valmynd
15. mars 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ísland skilar landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins

Merki Árósasamningsins

Ísland hefur skilað skýrslu sinni til Árósasamningsins um stöðu innleiðingar samningsins hér á landi. Aðildarríkjum hans ber að skila slíkum skýrslum til skrifstofu samningsins á þriggja ára fresti.

Ísland fullgilti í október 2011 Árósasamninginn um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Þar með varð Ísland fullgildur aðili að samningnum og því starfi sem tengist honum. Aðildarríkjaráðstefna er haldin á þriggja ára fresti þar sem teknar eru ákvarðanir um framkvæmd samningsins svo sem þróunaráætlun og vinnuáætlun. Á milli aðildarríkjaráðstefna er það skrifstofan og vinnuhópur aðildarríkja sem sjá um framkvæmd samningsins og á Ísland fulltrúa í vinnuhópnum. Auk þess eru á vettvangi samningsins reknir vinnuhópar um helstu málefni samningsins, þ.e. aðgang að upplýsingum, þátttökuréttindi almennings og aðgang að réttlátri málsmeðferð. Þá er rekin sérstök nefnd um framfylgni (Compliance Committee) sem fylgist með framkvæmd samningsins í aðildarríkjum hans.

Aðildarríkjum ber að skila aðildarríkjaskýrslu til skrifstofu samningsins á þriggja ára fresti þar sem farið er yfir stöðu innleiðingar ákvæða samningsins í viðkomandi ríki. Aðildarríki samningsins skiluðu skýrslu sinni síðast árið 2014 og var Ísland þar á meðal. Á aðildarríkjaráðstefnu samningsins næsta haust verða skýrslurnar lagðar fram og munu fulltrúar íslenskra stjórnvalda þá taka þátt í ríkjaráðstefnunni í annað sinn.

Önnur skýrsla Íslands um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi (pdf skjal)

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum