Almanna- og réttaröryggi

Fjármálaáætlun 2018-2022

1. Umfang

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð dómsmálráðherra og forsætisráðherra. Það skiptist í fimm málaflokka, en þeir eru:

  • Löggæslu.
  • Landhelgi.
  • Ákæruvald og réttarvarsla.
  • Réttaraðstoð og bætur.
  • Fullnustumál.

Löggæsla. Undir málaflokkinn fellur starfsemi embættis ríkislögreglustjóra, 9 lögregluembætta, þ.m.t. löggæsla, landamæraeftirlit, almannavarnir, leit og björgun á landi. Einnig falla undir málaflokkinn samræmd neyðarsvörun og ýmis löggæslu- og öryggismál s.s. tilkynningaskylda íslenskra skipa.

Landhelgi. Undir málaflokkinn fellur starfsemi Landhelgisgæslu Íslands þ.m.t. löggæsla á hafinu, gæsla fullveldis og landamæraeftirlit á hafinu, leit og björgun á hafi, aðkallandi sjúkraflutningar, sprengjueyðing og sjómælingar.

Ákæruvald og réttarvarsla. Undir málaflokkinn fellur starfsemi stofnana ákæruvaldsins þ.e.  embætti  ríkissaksóknara,  embætti  héraðssaksóknara  og  lögreglustjóraembætti  hvað varðar meðferð ákæruvalds. Undir hann fellur einnig starfsemi Óbyggðanefndar og ríkislögmanns sem eru á ábyrgð forsætisráðherra.

Réttaraðstoð og bætur. Til málaflokksins heyrir fjárhagslegur stuðningur ríkisins við þá sem leita þurfa réttar síns fyrir dómstólum en hafa ekki til þess fjárhagslegt bolmagn, greiðslur til brotaþola vegna líkamstjóns og miska sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum, greiðsla kostnaðar sem embætti lögreglustjóra, héraðsdómstólar og embætti ríkissaksóknara greiða öðrum en starfsmönnum viðkomandi embættis vegna rannsóknar og reksturs opinberra mála.

Fullnustumál. Undir málaflokkinn fellur starfsemi Fangelsismálastofnunar, fangelsa ríkisins og innheimta sekta og sakarkostnaðar hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Tölvuverðar breytingar hafa verið í málaflokkum málefnasviðsins síðustu misseri. Ráðist hefur verið í ýmsar aðgerðir og verkefni til að styrkja starf lögreglunnar á undanförnum árum. Má þar helst nefna það viðbótarfjármagn sem varið hefur verið til lögreglu og umfangsmiklar skipulagsbreytingar hjá lögreglunni með fækkun lögregluembætta úr 15 í 9 og aðskilnaði lögregluembætta og sýslumannsembætta árið 2015. Aðgerðin miðaði að því að styrkja rekstrarumgjörð lögreglunnar með stærri einingum og ná meiri sveigjanleika í rekstri og starfsemi. Gert er ráð fyrir að markmið breytinganna náist á 3-5 árum. Viðbótarfjármagni hefur verið veitt í eflingu lögreglunnar árin 2014–2017 og nemur aukningin frá 2013 alls um 34% eða ríflega 4,7 milljörðum. Fjármagninu hefur verið veitt til ýmissa verkefna meðal annars til að mæta auknu álagi við landamæri í Keflavík, fjölgunar lögreglumanna á landsvísu og endurnýjun á búnaði og tækjum.

Árið 2016 urðu miklar breytingar í menntun lögreglu sem var færð á háskólastig. Bóklegt nám lögreglu er nú við Háskólann á Akureyri og verklegt nám fer fram hjá mennta- og starfsþróunarsetri embættis ríkislögreglustjóra. Einnig hefur verið sett á fót eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar. Markmiðið er að borgari sem telur brotið gegn rétti sínum geti treyst því að leyst verði úr málinu með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Bráðabirgðatölur í afbrotatölfræði embættis ríkislögreglustjóra vegna ársins 2016 sýna að hegningarlagabrotum hefur heldur fækkað. Fjöldi sérrefsilagabrota stendur nánast í stað. Um 78% hegningarlagabrota voru skráð hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og um 6% hegningarlagabrota skráð hjá embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Þróun í tölvu- og netglæpum er hröð og hefur verið brugðist við þeirri þróun með samstarfi embættis ríkislögreglustjóra, embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embætti lögreglunnar á Suðurnesjum, netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar og embætti héraðssaksóknara á sviði tölvurannsókna og rannsókna á netglæpum. Fjölgun á brotum gegn friðhelgi einkalífsins og ofbeldisbrota, má að einhverju leyti rekja til vitundarvakningar og nýrra áherslna stjórnvalda við að takast á við þessi brot. Til að bregðast við þessu er unnið að ýmsum verkefnum hjá lögreglu og má þar til að mynda nefna fjölgun lögreglumanna til að efla getu til að bregðast við kynferðisbrota- og heimilisofbeldismálum og tölvu- og netglæpum.

Landamæravarsla hefur verið töluverð áskorun hjá lögreglu og verður áfram ef spár um fjölgun ferðamanna ganga eftir. Vaxandi álag hefur verið við landamæragæslu á undanförnum árum bæði hvað varðar flug og skemmtiferðaskip. Árið 2016 var fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll yfir 40% frá árinu áður, eða um 6,8 milljónir. Spáin fyrir 2017 gerir ráð fyrir að yfir 8,7 milljónir farþega fari um völlinn eða yfir 28% aukningu milli ára og eftir það er áfram spáð töluverðum vexti.

Gerðar eru auknar kröfur til landamæraeftirlits og löggæslu á grundvelli þeirra alþjóðaskuldbindinga sem Ísland hefur gengist undir, þar á meðal á vettvangi Schengen samstarfsins. Má þar helst nefna ný gagna- og upplýsingarkerfi sem á eftir að innleiða hér á landi á grundvelli samstarfsins og styrking þeirra kerfa sem nú þegar eru starfrækt innan lögreglu. Þannig er Ísland skuldbundið til að innleiða ýmis upplýsingakerfi meðal annars vegna koma og brottfara inn á Schengen svæðið, sem áætlað er að verði tekið í gagnið 2020, og upplýsingakerfi um heimild til ferðar. Unnið er að eflingu viðbúnaðar lögreglu við landamæravörslu m.a. til að tryggja öryggi en einnig skilvirkni til þess að hægt sé að halda uppi fullnægjandi afgreiðsluhraða við landamæragæslu miðað við farþegaumferð einkum á Keflavíkurflugvelli. Í þessu skyni er í samvinnu tollgæslu og löggæslu unnið að úrbótum á greiningu farþegaumferðar til landsins með uppsetningu nýs móttökukerfis fyrir farþegaupplýsingar og uppsetningu sjálfvirkra landamærahliða.

Töluverð áskorun felst í ákveðnum breytingum á vinnuumhverfi löggæslunnar með fjölgun ferðamanna, erlendu vinnuafli, hælisleitendum og nauðsynlegu hálendiseftirliti. Brugðist hefur verið við þessu með fjölgun lögreglumanna þar sem álagið er mest en fyrirsjáanlegt er að fjölgun lögreglumanna þarf að haldast í hendur við breytingar í starfsumhverfi svo sem fjölgun íbúa og erlendra ferðamanna og vinnuafls.

Breytingar á starfsumhverfi Landhelgisgæslu Íslands hafa verið töluverðar meðal annars með fjölgun ferðamanna en einnig vegna breytinga á norðurslóðum með aukinni skipaumferð um norðurheimsskautssvæðið og vaxandi hagsmuna Íslands þar. Þá hefur umferð skemmtiferðaskipa við Ísland og á nærliggjandi hafsvæðum einnig aukist mikið. Hafa ber í huga að ábyrgðarsvæði Íslands vegna leitar- og björgunar er nær tvöfalt stærra en íslenska efnahagslögsagan.

Ein stærsta áskorun málaflokksins er eftirlit og aðstoð í landhelginni en einnig fjölgun ferðamanna á landi í vanda. Útköllum björgunarþyrlna vegna innlendra og erlendra ferðamanna í vandræðum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum eða ríflega 80% milli áranna 2008-2016. Aukningin sem hefur átt sér stað er farin að hafa áhrif á rekstur Landhelgisgæslunnar og tvísýnt er hvort hægt sé að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem áhafnir eru ekki nægilega margar til að bregðast við þessari aukningu.

Úthaldsdögum varðskipa hefur fækkað undanfarin ár og það getur tekið varðskip allt að 48 klukkustundir að komast á vettvang slysa eða óhappa innan efnahagslögsögunnar. Tvær varðskipsáhafnir eru á varðskipunum Þór og Tý. Eru þau því gerð út til skiptis, hvort skip um helming ársins, en varðskipið Ægir er ekki haffært. Árið 2016 var ekkert útkallshæft skip til reiðu 165 daga ársins. Kostnaður við að bæta við áhöfn er áætlaður um 330 m.kr. en til að halda skipi í fullri nýtingu þarf tvær áhafnir. Til þess að stytta viðbragðstíma niður í 24 klst. þarf að fjölga skipum í notkun og áhöfnum en ekki er svigrúm til þess í fjármálaáætlun 2018–2022.

Stofnunin hefur einnig yfir að ráða sérútbúinni flugvél til að sinna löggæslu á hafi, en undanfarin ár hefur vélin verið í erlendum verkefnum helming ársins.

Þátttaka í erlendum verkefnum hefur verið hluti af verkefnum stofnunarinnar undanfarin ár vegna samdráttar í fjárveitingum. Verkefnin eru meðal annars fyrir Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Tekjur af erlendum verkefnum hafa meðal annars verið nýttar til að sinna viðhaldi og eftirliti með flugvél, þyrlum og varðskipum. Með þessum hætti hefur stofnunin haldið í reynda starfsmenn þannig að erlendum verkefnum hefur fylgt bæði faglegur og fjárhagslegur ávinningur.  Forsendur fyrir áframhaldandi þátttöku í þessum verkefnum  eru breyttar og minni líkur eru á að stofnunin muni sinna verkefnum af þessu tagi. Það verður því áskorun fyrir stofnunina á næstu árum að halda uppi viðunandi þjónustustigi við eftirlit, leit og björgun.

Miklar breytingar hafa verið hjá ákæruvaldinu að undanförnu. Embætti héraðssaksóknara tók til starfa 1. janúar 2016 og tók embættið við verkefnum sérstaks saksóknara á sviði rannsókna, saksókna skattalaga- og efnahagsbrota og ákæruvaldi í málum sem áður voru á hendi ríkissaksóknara svo sem vegna kynferðisbrota, fíkniefnamála, manndrápa og brota gegn valdstjórninni. Þá var einnig skerpt á eftirlits- og stjórnunarhlutverki ríkissaksóknara.

Einn stærsti áhrifavaldurinn á ákæruvaldið á næstu árum eru breytingar á dómstólaskipan með stofnun millidómstigs sem tekur til starfa 1. janúar 2018. Það mun koma til með að auka álag á embætti ríkissaksóknara en einnig hefur fjölgun og aukin þyngd mála vegna breytts og flóknara brotamynsturs áhrif á embætti ákæruvaldsins í heild. Á undanförnum árum hefur málsmeðferðartími hjá ákæruvaldinu lengst vegna fjölgunar mála sem má meðal annars rekja til aukins fólksfjölda og lagabreytinga en ekki síður til þess að harðar er tekið til varna í sakamálum en áður með þeim afleiðingum að dómsmeðferð mála er orðin mjög tímafrek, sem bitnar á afgreiðslutíma sakamála almennt. Þá eru gerðar meiri kröfur um málshraða í refsimálum er snúa að umsýslu verðmæta sem hafa verið haldlögð eða kyrrsett vegna upptöku ólögmæts ávinnings af brotastarfsemi. Mikilvægt er að réttaröryggi í landinu skaðist ekki vegna of langs málmeðferðartíma en dómstólar hafa gert athugasemdir vegna tafa við meðferð mála og virt langan málsmeðferðartíma sakborningi til refsilækkunar. Mikilvægustu aðgerðir til þess að sporna gegn þessari þróun er þjálfun og fræðsla ákærenda og aukinn fjöldi ákærenda. Sem lið í því að mæta daglegum áskorunum ákæruvaldsins mun embætti ríkissaksóknara gera ríkari kröfur til þeirra sem starfa við málefnið og standa fyrir árlegu skyldunámskeiði fyrir þá sem hefja störf hjá ákæruvaldinu sem og símenntun fyrir starfandi ákærendur.

Með breyttum verkefnum ríkissaksóknara verður meiri áhersla á alþjóðlegt samstarf. Auk þess að auðvelda rannsóknir á milli landa þá hefur alþjóðlegt samstarf mikla þýðingu á sviði menntunar og miðlunar þekkingar sem er til þess fallið að auka gæði innan ákæruvaldsins hér á landi. Þá snúa breytt og aukin verkefni einnig að gildistöku samnings um evrópsku handtökuskipunina og auknu eftirliti með hlustunum og sérstökum rannsóknaraðgerðum.

Annar liður í því að mæta daglegum áskorunum ákæruvaldsins lýtur að málshraða vegna uppsafnaðra mála hjá embætti héraðssaksóknara. Þetta eru meðal annars mál sem færðust til embættisins frá ríkissaksóknara, og er sérstök áhersla lögð á bætta meðferð og málshraða í kynferðisbrotamálum.

Óbyggðanefnd hefur nú lokið málsmeðferð á 81,7% af flatarmáli landsins alls, þar af 98,7% af miðhálendinu, eins og það er skilgreint samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins. Vegna niðurskurðar var starfsemi óbyggðanefndar í lágmarki árin 2009−2012. Starfsemi hennar var aftur færð í eðlilegt horf árið 2013, þó með umtalsvert lægri fjárheimildum en áður. Af þeim sökum tekur nefndin nú til umfjöllunar smærri svæði en áður. Með auknum fjárveitingum sem nema 30 m.kr. á ári er stefnt að því að nefndin kveði upp síðustu úrskurðina 2023 og ljúki frágangi snemma árs 2024. Með því eru útgjöld aukin til skamms tíma en sparað til lengri tíma. Um leið er styttur sá tími sem óvissa ríkir um eignarhald á landsvæðum sem nefndin hefur ekki enn tekið fyrir. Einn helsti áhættuþáttur í starfi nefndarinnar er að mannaskipti verði í nefndinni eða í starfsliði enda er hér um mjög sérhæfðan málaflokk að ræða sem tekur mörg ár að komast inn í. Með því að flýta starfslokum nefndarinnar er einnig dregið úr áhættu af þessum sökum.

Ríkislögmaður annast rekstur dómsmála gegn ríkinu, meðferð bótakrafna og álitsgerðir. Fjölgun hefur orðið á dómsmálum hjá ríkislögmanni á síðustu árum og eru mörg þeirra umfangsmeiri en áður. Síðustu misseri hafa virk dómsmál verið um 200 talsins. Þá hefur bótakröfum fjölgað umtalsvert eða um það bil 50% frá 2012. Þá hefur embættið frá og með síðustu áramótum tekið við fyrirsvari ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu sem var áður í innanríkisráðuneytinu. Starfsmönnum hefur verið fjölgað til að mæta auknum verkefnum og minnka álag. Helstu áhættuþættir í rekstri eru fjölgun dómsmála, að hvert dómsmál verði umfangsmeira en áður að jafnaði. Sama á við um bótakröfur. Þá ríkir nokkur óvissa um húsnæðismál embættisins en stuttur tími er eftir af leigusamningi að Hverfisgötu 6. Tilkoma Landsréttar mun hafa einhver áhrif á skipulag embættisins og kallar á sérstakan undirbúning.

Um áramótin 2014/2015 lauk greiðslum sanngirnisbóta vegna níu heimila sem vistheimilanefnd hafði lokið könnun á. Árið 2016 var opnað fyrir greiðslu bóta til fyrrverandi nemenda í Heyrnleysingjaskólanum, í kjölfar breytingar sem varð vegna dóms Hæstaréttar, og svo fyrrverandi nemenda í Landakotsskóla, samkvæmt ákvörðun ráðherra. Nokkur þeirra mála eru enn til meðferðar á árinu 2017. Nokkuð mun verða greitt af bótum á árinu 2018 vegna þessara stofnana. Búast má við að á árinu 2017 verði ráðist í greiðslu bóta til fyrrverandi vistmanna á Kópavogshælinu í kjölfar skýrslu Vistheimilanefndar sem kom út í ársbyrjun.

Víðtæk uppbygging hefur átt sér stað í fangelsiskerfinu undanfarin ár og fangarýmum fjölgað, að undanskildu tímabilinu júní 2015 til október 2016 þegar tvö fangelsi voru tekin úr notkun og fækkaði því fangarýmum tímabundið. Með tilkomu fangelsis á Hólmsheiði á árinu 2016 fjölgar afplánunarrýmum um 30 miðað við fjölda fangarýma í maí 2015. Notkun á samfélagsþjónustu hefur verið rýmkuð og rafrænt eftirlit  sem fullnustuúrræði  tekið  í gagnið árið 2011. Þá tóku ný fullnustulög gildi árið 2016 sem höfðu í för með sér mikla réttarbót. Löggjöfin endurspeglar það markmið að draga úr endurkomutíðni með því að stuðla að farsælli aðlögun dómþola að samfélaginu. Í lögunum er kveðið á um að hverju sé stefnt með fullnustu refsinga, sérstök ákvæði eru um stjórnsýslu fangelsismála og kveðið er á um bakgrunnskoðun þeirra sem starfa í fangelsi. Í lögunum er gerður greinarmunur á opnu og lokuðu fangelsi og skerpt var á ákvæðum um heilbrigðisþjónustu fanga. Í lögunum eru ákvæði um réttindi og skyldur fanga og eru þau flest til þess fallinn að bæta stöðu fanga. Þá eru ákvæði um leyfi úr fangelsi en fjölskylduleyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er nýmæli. Með lögunum er einnig kveðið á um að fleiri föngum gefist kostur á að ljúka afplánun undir rafrænu eftirliti.

Þrátt fyrir uppbygginguna hefur fangelsiskerfið fram að þessu ekki verið í aðstöðu til að fullnusta strax allar dæmdar fangelsisrefsingar og vararefsingar fésekta vegna skorts á afplánunarrýmum. Þannig hefur fjöldi refsinga sem fyrnast aukist talsvert undanfarin ár. Fjöldi þeirra sem bíður afplánunar óskilorðsbundinna fangelsisrefsinga er í dag 550 og hefur árafjöldi refsinga einnig hækkað undanfarin ár. 

Sú rýmkun sem gerð var á samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti með nýjum lögum um fullnustu refsinga og fjölgun rýma sem bætast við fangelsiskerfið með fangelsinu á Hólmsheiði koma til með að stuðla bæði að því að bið eftir afplánun minnki og að refsingar fyrnist síður. Endurkomutíðni í fangelsin er í dag um 24%. Með innleiðingu fjölskylduleyfa og auknu fjármagni í félags- og sálfræðiráðgjöf innan fangelsanna munu dómþolar vonandi aðlagast betur að samfélaginu eftir að fangelsisvist líkur og ítrekun brota þannig síður líkleg.

Skortur er á virkum innheimtuúrræðum í samanburði við svipuð úrræði á öðrum Norðurlöndum. Ein af áskorunum fullnustukerfisins á næstu árum verður að finna leiðir til að bæta innheimtu sekta og sakakostnaðar og er unnið að tillögum um hvernig megi sem best útfæra úrbætur. Óinnheimtar sektir sem komnar eru í vararefsingarferli nema 3,2 milljörðum króna. Fjöldi þeirra sem bíður vararefsingar fésekta er um 2.859. Auk þess eru óbirtar ákvarðanir á 1.946 einstaklinga. Starfandi er vinnuhópur sem er að skoða virkari innheimtuúrræði og mun hann í framhaldinu koma með tillögur að breytingum.

3. Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn málefnasviðsins er að allir íbúar landsins búi við frið, öryggi og borgaraleg réttindi.
Unnið hefur verið með tvær stefnur á málefnasviðinu, annars vegar stefnu í almannavarnar- og öryggismálum 2015–2017 og vinna stendur yfir við réttaröryggisáætlun. Meginmarkmið réttaröryggisáætlunar er að skapa traust til stofnana réttarvörslukerfisins með því að tryggja að aðgangur að því sé greiður og málsmeðferð réttlát sem og tryggja öryggi almennings, gagna og upplýsinga. Sama markmið er lagt til grundvallar í stefnu stjórnvalda á sviði almannavarna- og öryggismála, en hafinn er undirbúningur á endurskoðun hennar.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar koma fram áherslur næstu ára á sviði almanna- og réttaröryggis sem ná yfir breitt svið, má þar nefna áherslu á að byggja upp löggæslu meðal annars með vísan til aukins ferðamannaálags og landamæraeftirlits. Einnig er áhersla á að efla getu lögreglu og ákæruvalds til að bregðast við kynferðisbrota- og heimilisofbeldismálum, meðal annars með bættum verkferlum. Þá er einnig horft til betrunar við stefnumótun í fangelsismálum svo draga megi úr endurkomutíðni í fangelsi og að standa vörð um fullnægjandi réttarvernd og stuðning við þolendur mansals.

Það umfangsmesta framundan á málefnasviðinu eru kaup á þremur nýjum þyrlum fyrir Landhelgisgæslu Íslands. Stefnt er að því að styrkja rekstur Landhelgisgæslunnar að nokkru leyti á tímabili fjármálaáætlunar til að bregðast við minni tekjum af erlendri starfsemi. Fjárhagslegt svigrúm til fjölgunar áhafna á þyrlur og varðskip er því miður lítið Þyrlusveitin gegnir lykilhlutverki í leit og björgun, jafnt á sjó og á landi. Núverandi þyrlukostur sem er kominn til ára sinna samanstendur af tveimur leiguþyrlum og einni í eigu stofnunarinnar. Þyrlurnar eru mismunandi útbúnar sem veldur takmörkunum í starfi og minnkar öryggi. Aðeins önnur leiguþyrlanna útbúin til leitar og björgunar við íslenskar aðstæður. Með endurnýjun þyrluflotans eykst rekstraröryggi og hagkvæmni. Nýju þyrlurnar verða útbúnar fullkomnum tækjabúnaði sem gerir þeim enn betur kleift að koma sjófarendum til bjargar og sinna meira álagi í verkefnum á landi, svo sem vegna aukins ferðamannastraums.

Auknu fé var veitt til löggæslu í fjárlögum 2017. Stefnt er að því að tryggja fé til löggæslumála þannig að meðal annars verði hægt að leggja áherslu á hálendiseftirlit, netglæpi, kynferðisbrot og heimilisofbeldi. Þá er kapp lagt á að byggja upp landamæravörslu sem er sívaxandi hluti löggæslu og er mikilvægur þáttur í öryggismála þjóðarinnar.

Þá er einnig stefnt að því að auka sálfræði- og meðferðarúrræði í fangelsum til að stuðla betur að farsælli aðlögun dómþola að samfélaginu eftir afplánun.

Í tengslum við réttaröryggisáætlun sem tekur til stofnana réttarvörslukerfisins og hagsmunaaðila er unnið að undirbúningi þess að tengja upplýsingakerfi þessara stofnana saman með rafrænum hætti í eins konar rafrænt þjónustulag. Til réttarvörslukerfisins teljast löggæsla, ákæruvald, dómstólar og fullnustuyfirvöld.

Núverandi fyrirkomulag gagnasamskipta milli stofnana réttarvörslukerfisins byggir á flæði upplýsinga á milli embætta með bréfpósti eða tölvupósti. Það að senda gögn „handvirkt“ á milli krefst mikillar vinnu bæði af sendanda og móttakanda. Starfsmenn þeirra stofnana sem senda gögnin verða að undirbúa þau sérstaklega til sendingar og sjá um að þau komist inn á upplýsingakerfi embættisins með því að slá þau inn. Það að mannshöndin þurfi að koma að gagnasamskiptum með þessum hætti hefur mikið óhagræði í för með sér og rýrir verulega öryggi gagnanna. Auk þess er algengt að gögn séu ljósrituð, stundum í mörgum eintökum og færð þannig á milli stofnana sem er tímafrek, kostnaðarsöm, óumhverfisvæn og óörugg aðferð við flutning viðkvæmra gagna.

Með því að tengja upplýsingakerfi stofnana réttarvörslukerfisins saman með rafrænum hætti má bæta yfirsýn og samfellu málsmeðferðar, auka hagkvæmni og skilvirkni, auðvelda tölfræðivinnslu, spara pappírskostnað og stórauka gagnaöryggi.

4. Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Besta
mögulega þjónustustig.
3.6
11.5
5.2
3.6
16.2
16.4
16.5
Viðbragðstími
lögreglu vegna útkalla.
Ekki byrjað að
mæla.
Fyrstu
niðurstöður liggja fyrir.
Lögregla
komin á vett- vang á innan við 10 mínút-
um að meðal- tali innan hvers lögreglu umdæmis í
forgangsflokk um F1 og F2
Útkallsöku-
tæki er laust og mannað til
að sinna
útkalli í 90%
tilvika í forgangs-
flokkum F1
og F2 og í
70% tilvika í forgangsflokk
um F3 og F4.
Tíðni afbrota
eftir mála- flokkum / aukin
tíðni tilkynntra
brota.
Sjá afbrota-
tölfræði ríkislögreglu-
stjóra eftir
málaflokkum
24
Viðmið eftir
flokkum brota: Líkamsárásum
fækki um 2% á
ári, auðgunar- brotum um 3%,
hlutfall heimilis- ofbeldisbrota, sem tilkynnt er
um, aukist um
5% á ári en ítrekunarbrotum fækki um 5%,
og hlutfall tilkynntra tölvu- brota hækki um
10%.
Framangreind
markmið eru árleg eftir það.
Málsmeðferðar-
tími í nauðgunar-
málum og stórfelldum líkamsárásum.
Nauðgunar-
mál: 232 dagar
Stórfelldar líkamsárásir
284 dagar.
Nauðgunarmál:
< 200 dagar
Stórfelldar líkamsárásir: <
250 dagar).
Nauðgunar-
mál < 60 dagar
Stórfelldar líkamsárásir
< 90 dagar.
 
 
 
 
 
 
 
Ánægja með
a) störf lögreglu b) þjónustu
lögreglu samkvæmt könnunum.
a) 23,6%
mjög ánægð og 87,1%
mjög eða frekar ánægð, b) 45,6% mjög ánægð
og 84,1% mjög eða frekar ánægð.
a) 30% mjög
ánægð og 90%
mjög eða frekar ánægð,
b) 50% mjög
ánægð og 90%
mjög eða frekar ánægð.
Sömu viðmið
og fyrir árið
2018.
2
Hæsta
mögulega öryggisstig.
11.5
11.6
Áhættumæling í
umdæmum lögreglu.
Mikil eða
gífurleg áhætta.
Áhættustig
verði í flestum umdæmum ekki hærra en gult25.
Áhættustig
2020 verði hvergi hærra en gult.
Öryggis-
tilfinning mæld hjá
a) almenningi
b) lögreglu- mönnum.
a) 50,0%
mjög örugg og
92,3% mjög eða frekar
örugg
b) 2015 nutu
80% fullnægj- andi öryggis.
a) 60% mjög
örugg og 95% mjög eða frekar örugg
b) 90% njóti fullnægjandi öryggis.
Sömu viðmið
og fyrir árið
2018.
3
Traust og
heiðarleg lögregla.
16.5
16.6
Greiningar og
tölfræðiskýrslur.
Gerðar eru
reglubundnar hættumats-
skýrslur og
afbrota- tölfræði-
skýrslur.
Nýjustu
hættumats- upplýsingar 26 alltaf til reiðu.
Nýjustu
upplýsingar alltaf til reiðu
(sama viðmið
og árið 2018).
Gagnaöryggi.
Komið hefur
verið á fót upplýsinga-
öryggiskerfi með skilgreindri öryggisstefnu,
skjalfestu áhættumati og skilgreindum öryggisráð-
stöfunum sem embættin hyggjast grípa til vegna
þeirra áhættu sem að steðjar.
Árleg veikleika-
greining tölvudeildar
ríkislögreglu- stjóra.
Sömu viðmið
og fyrir árið
2018.
 
 
 
Eftirlit með
störfum lögreglu.
Eftirlitsnefnd
með störfum lögreglu skipuð og tók til starfa
1.1.2017.
Eftirlitsnefnd
með störfum lögreglu starfi í samræmi við lög.
Tryggt að
erindi borgarans verði tekið til viðeigandi skoðunar og meðferðar. Fullnægjandi tölfræði um fjölda mála liggi fyrir og þau skráð með viðeigandi hætti.
Rafrænt
gagnaflæði/ þjónustugátt sem uppfylli kröfur um viðunandi gagnaöryggi fyrir viðkvæm gögn.
 
Útboð á
framtíðar- samskiptalausn fyrir stofnanir réttarvörslu- kerfisins og þá ytri aðila er þeim tengjast.
Gagna-
samskipti milli stofnana réttarvörslu- kerfisins og ytri aðila er þeim tengist
er að fullu rafræn.
NR.
Tengist markmiði nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
2
Styrking landamæravörslu á Keflavíkur-
flugvelli m.t.t. fjölgunar ferðamanna.
2017–
2022
 
Lögreglu-
embættið á
Suður- nesjum
2
1 og 2
Farþegalistagreining og uppfærsla gagnakerfa
lögreglu.
2017–
2022
 
Ríkislög-
reglustjóri
/lögreglu- embættið á Suður- nesjum
3
1, 2 og 3
Árangursmælaborð lögreglu og
árangursmælingar.
2017–
2018
 
Ríkis-
lögreglu- stjóri
4
1 og 2
Tæknivæðing lögreglubíla svo mæla megi
neyðarútkalls viðbragð og auka skilvirkni við framkvæmd lögreglustarfa.
2017–
2018
 
Ríkis-
lögreglu- stjóri
5

2

Samhæfingarmiðstöðvar lögreglu í öllum
umdæmum.
2017–
2018
 
Lögreglu-
embættin
6
1
Efling löggæslu á svið tölvu og netglæpa.
2017–
2018
 
Lögreglan
á höfuð- borgar-
svæðinu
7
1, 2 og 3
Styrking almennrar löggæslu og rannsóknar
2017–
 
Lögreglu-
 
 
mála til að ná þjónustustigi og mæta fjölgun
ferðamanna.
2022
 
embættin
8

2

Bættur búnaður lögreglu: Varnar og öryggis-
búnaði vegna hryðjuverkavarna og stórfelldra ofbeldisbrot, almennur búnaður vegna
löggæslustarfa, rannsóknarbúnaður og annar
tæknibúnaður.
2017–
2022
 
Lögreglu-
embættin
9
1, 2 og 3
Unnið að rafrænu gagnaflæði milli stofnana
réttarvörslukerfisins sem tryggir yfirsýn og rekjanleika mála innan þess.
2016-
2022
 
DMR og
stofnanir réttar- vörslu-
kerfisins

 

Landhelgi

Nr.
Markm27
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Tryggja
almanna- öryggi, lög-
gæslu og eftir- lit í auðlinda- lögsögu Íslands í
samræmi við öryggis- og þjónustustig.
 
Rauneftirlit
sýnir undir 3%
frávik frá fjareftirlits-
kerfum.
> 3%
>3%
>3%
Hlutfall
vöktunar í gegnum
gervitungl.
20%
30%
40%
Hlutfall skipa
sem sigla í íslenskri
lögsögu sem eru könnuð á
ársgrundvelli.
10%
20%
20%
2
Viðbúnaður í
leit og björgun verði í
samræmi við öryggis- og þjónustustig.
 
Björgunar-
þjónusta með þyrlu innan
efnahagslög- sögu Íslands er möguleg innan sex klst., þ. á m.
samningsbundin þjónusta við NATO.
40% ársins.
40% ársins.
75% ársins.
Björgunar-
þjónusta með varðskipi innan efnahags-
lögsögu Íslands er möguleg innan tuttugu og fjögurra klukkustunda.
48 tímar 300
daga á ári.
 
Ótrygg geta
65 daga á ári.
48 tímar 200
daga á ári.
 
Ekkert útkallshæft skip
165 daga á ári.
48 tímar 200
daga á ári.
 
Ekkert útkallshæft skip 165 daga á ári.
Björgunar-
þjónusta með flugvél innan
leitar- og björgunarsvæðis
57% ársins.
57% ársins.
95% ársins.
 
 
 
Íslands er
möguleg innan sex klukkustunda.
 
 
 
NR.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
2
Kaup á nýjum þyrlum.
2018–
2022
Útboð
Landhelgis
-gæsla
2
2
Blindflugsbúnaður endurnýjaður í TF LÍF.
2018
150 m.kr.
Landhelgis
-gæsla
3
1
Leitað verði leiða til að koma á vöktun
lögsögunnar með AIS (sjálfvirkt auðkenningakerfi skipa ) í gegnum gervitungl.
2017–
2020
 
Landhelgis
-gæsla
4
1
Aukin löggæsla og björgunargeta með flugvél.
2022
 
Landhelgis
-gæsla
5
1
Unnið verður markvisst að mælingum á
hafsbotninum við Ísland með nútíma tækni og í samræmi við áætlun LHG og samningi við atvinnuvegaráðuneyti.
2017–
2026
 
Landhelgis
-gæsla
6
1,2
Endurnýjun og uppfærsla ýmiss búnaðar.
2018–
2019
 
Landhelgis
-gæsla

 

 

Ákæruvald og réttarvarsla

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Að aðgangur
að réttarvörslu-
kerfinu sé
greiður, málsmeðferð
réttlát og mannréttindi virt í hvívetna.
 
Hlutfall
landssvæða sem
Óbyggðanefnd hefur úrskurðað um.
12/18 svæðum
lokið.
14 af 18
svæðum lokið.
16 af 18
svæðum lokið.
Unnið að
mælikvörðum fyrir ákæruvaldið.
 
 
 
Fjöldi virkra
dómsmála á hvern lögmann hjá embætti
ríkislögmanns.
35
25
25
2
Að öryggi
almennings, gagna og
upplýsinga sé tryggt.
 
Rafrænt
gagnaflæði/
þjónustugátt sem uppfylli
kröfur um
viðunandi gagnaöryggi
fyrir viðkvæm gögn.
 
Útboð á
framtíðar- samskiptalausn
fyrir stofnanir réttarvörslu- kerfisins og þá ytri aðila er
þeim tengjast.
Gagna-
samskipti milli stofnana
réttarvörslu- kerfisins og ytri aðila er þeim tengist
er að fullu rafræn.
NR.

Tengist markmiði nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1,2
Efling á starfsemi ríkissaksóknara um tvo
2018–
 
Ríkis-
 
 
saksóknara til að mæta auknu álagi með
tilkomu Landsréttar.
2022
 
saksóknari
2
1
Ríkissaksóknari heldur málstofur og námskeið
fyrir ákærendur til að auka gæði ákæruvaldsstarfa.
2018–
2022
 
Ríkis-
saksóknari
3
1,2
Unnið að undirbúningi að rafrænu gagnaflæði
milli stofnana réttarvörslukerfisins sem tryggir yfirsýn og rekjanleika mála innan þess.
2016-
2022
 
Ríkis-
saksóknari og héraðs-
saksóknari
4
2
Efling á starfsemi óbyggðanefndar til að flýta
málsmeðferð.
2018–
2022
150 m.kr.
Óbyggða-
nefnd

 

Réttaraðstoð og bætur. Eðli málaflokksins er með þeim hætti að ekki verður fjallað um markmið og aðgerðir varðandi starfsemi hans.

Fullnustumál

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Fullnustuyfir-
völd verði í stakk búin til
að fullnusta
refsingar með öruggum, skil-
virkum og árangursríkum hætti í sam- ræmi við sam-
félagslega og tæknilega þróun og að tryggja að
sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu
virk.
 
Aukinn
innheimtu- árangur/töl-
fræðigögn um
innheimtu- árangur,
beitingu vara- refsingar, fyrningu sekta og sakar-
kostnað.
5-25%
innheimtu- árangur eftir
fjárhæð sekta 28.
Unnið er að
viðmiðum varðandi
innheimtu-
árangur.
 
 
Talning
dómþola á boðunarlista, talning fyrndra
refsinga.
550 dómþolar
á boðunarlista vegna óskilorðs-
bundinna refsinga og 33 fyrndar óskilorðs- bundnar
refsingar.
20 fyrndar
óskilorðs- bundnar refsingar.
13 fyrndar
óskilorðs- bundnar refsingar .
2
Stuðla að
farsælli aðlögun dómþola að
samfélaginu.
 
Tölur um endurkomu.29
Endurkomu-
tíðni er um
24%.
Endurkomu-
tíðni hækki ekki.
Lækka
endurkomu- tíðni < 24% .

 

3
Að öryggi
almennings, gagna og upplýsinga sé tryggt.
 
Rafrænt
gagnaflæði/ þjónustugátt sem uppfylli kröfur um viðunandi gagnaöryggi fyrir viðkvæm gögn.
 
Útboð á
framtíðar- samskipta-lausn fyrir stofnanir réttarvörslu- kerfisins og þá ytri aðila sem þeim tengjast.
Gagna-
samskipti milli stofnana réttarvörslu- kerfisins og ytri aðila sem þeim tengjast er að fullu rafræn.

 

NR.

Tengist markmiði nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1,2
Innleiðing fjölskylduleyfa fyrir fanga.
2016-
2018
 
DMR og
Fangelsis- mála- stofnun
2
1,2
Fjórðungur óskilorðsbundinna fangelsis-
refsinga er afplánaður utan fangelsis. Árangur skoðaður í lok tímabils.
2016-
2019
 
Fangelsis-
mála- stofnun
3
1
Aðgerðir sem miða að auknum
innheimtuárangri.
2018–
2022
 
DMR og
embætti sýslu- mannsins á
NV
4
1
Taka í notkun fleiri fangarými, þ.e. tryggja
fullan rekstur á Hólmsheiði svo afplánun geti hafist á réttum tíma.
2018–
2019
 
Fangelsis-
mála- stofnun
5
3
Unnið að undirbúningi að rafrænu gagnaflæði
milli stofnana réttarvörslukerfisins sem tryggir yfirsýn og rekjanleika mála innan þess.
2016-
2022
 
Fangelsis-
mála- stofnun
6
1,2
Efling á sálfræði- og meðferðarúrræðum í
fangelsum
2018–
2022
 
Fangelsis-
mála- stofnun

 

 

 

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn