Ferðaþjónusta

Fjármálaáætlun 2018-2022

1. Umfang

Starfsemi á málefnasviði ferðaþjónustu er á ábyrgð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Málefnasviðið skiptist í tvo málaflokka, en þeir eru:

  • Stjórnun ferðamála.
  • Rannsóknir, þróun og nýsköpun.

Stjórnun ferðamála varðar stjórnsýslu Ferðamálastofu, vöktun og eftirlit stjórnvalda með þróun starfsemi ferðaþjónustu.

Rannsóknir, þróun og nýsköpun varðar aðgerðir stjórnvalda til að stuðla að aukinni verðmætasköpun, framþróun og sjálfbærni ferðaþjónustu. 

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Á síðustu árum hefur þjóðhagslegt vægi ferðaþjónustu aukist verulega samhliða hröðum vexti greinarinnar. Ástæður vinsælda Íslands sem áfangastaðar eru fjölþættar og tengjast m.a. lýðfræðilegum breytingum og breyttri ferðahegðun flestra aldurshópa, auknu framboði flugleiða til og frá landinu og jákvæðri ímynd Íslands m.t.t. náttúru og menningar.

Árið 2016 kom 1,7 milljón erlendra ferðamanna til landsins um Keflavíkurflugvöll, sem er um 40% aukning frá árinu áður og aukning um 218% frá árinu 2011. Til samanburðar er árlegur  alþjóðlegur  vöxtur  í  ferðaþjónustu  um  3,5-4,5%. Ferðamálastofnun  Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir að um 1,2 milljarðar manna ferðist yfir landamæri á árinu 2017.

Á síðustu árum hafa stjórnvöld lagt áherslu á að laða ferðamenn til Íslands með samhæfðum  markaðsaðgerðum. Þá hafa aðgerðir miðað að því að dreifa ferðamönnum víðar um landið og yfir allt árið með góðum árangri. Með hliðsjón af auknum umsvifum ferðaþjónustu og álagi á innviði og náttúru er mikilvægt að endurmeta áherslur stjórnvalda um þróun greinarinnar og sjálfbærni. Liður í því er að bregðast við því ójafnvægi sem hefur myndast milli hraðs vaxtar greinarinnar og tímafrekrar uppbyggingar innviða og þjónustu. Í þessu samhengi ber að hafa í huga að hröðum vexti atvinnustarfsemi fylgja ýmsar áskoranir s.s. við að tryggja gæði þjónustu, æskilega framleiðni, jafnvægi fjárfestinga til lengri tíma og vernd umhverfis og auðlinda.

Um 27.000 manns starfa í ferðaþjónustu hjá rúmlega 2.900 fyrirtækjum. Þetta þýðir að um 11%  starfsmanna  á íslenskum vinnumarkaði  starfa  við  ferðaþjónustu.  Með vaxandi fjölda ferðamanna hafa tekjur þjóðarbúsins aukist umtalsvert og frá 2010 hafa orðið til um 13.000 ný störf í greininni, sem er um 40% þeirra starfa, sem hafa skapast á tímabilinu.

Þessi umsvif hafa leitt til þess að gjaldeyristekjur greinarinnar hafa vaxið hröðum skrefum og eru áætlaðar um 460 milljarðar króna á árinu 2016. Gangi spár eftir er gert ráð fyrir að gjaldeyristekjur verði um 620 milljarðar árið 2020. Til samanburðar má benda á að heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar árið 2015 námu um 1.140 milljörðum króna. Áætluð hlutdeild ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu (VLF) er nú um 8%. Afkoma ferðaþjónustu styrkist ár frá ári þótt arðsemi innan greinarinnar sé mismunandi eftir stærð og staðsetningu fyrirtækja.

Gangi spár eftir verða erlendir ferðamenn nálægt 2,4 milljónum á árinu 2017, sem er fjölgun sem nemur 33% frá árinu 2016, rúmlega 3,4 milljónir árið 2022 og um 4,3 milljónir árið 2030. Nokkur óvissa ríkir um þróun eftirspurnar til lengri tíma og sterkara gengi kann að magna neikvæð áhrif á eftirspurn og neyslu ferðamanna. Mikilvægt er því að gæta varúðar og stuðla að jafnvægi í fjárfestingum ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um leið og gætt er að sjálfbærni greinarinnar til lengri tíma. Í því samhengi skal bent á að verkefnastjórn á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis vinnur að gerð tillagna um stefnumarkandi landsáætlun til tólf ára og þriggja ára verkefnaáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Þá er nefnd að störfum á vegum stjórnvalda sem fjallar um hvernig staðið skuli að stýringu á ferðaþjónustu á grundvelli náttúruverndar og nauðsynlegrar auðlindastýringar, sem nýting ferðaþjónustunnar á náttúrunni hefur óhjákvæmilega í för með sér. Fulltrúar ráðherra ferðamála sitja í verkefnastjórn um gerð landsáætlunar og nefnd um stýringu ferðaþjónustu. Ýmis önnur verkefni stjórnvalda, þ.m.t. á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, tengjast uppbyggingu og þróun greinarinnar s.s. endurskoðun á skipan ferðamála og gerð langtímastefnu um þróun ferðaþjónustu. Mikilvægt er að stjórnun ferðamála sé heildstæð og hún taki mið af áætlaðri eftirspurn næstu ár og viðbrögð í því ljósi, æskilegri dreifingu ferðamanna um landið og aðgerðum til að stjórna aðgangi að viðkvæmum náttúruperlum. Í því ljósi er brýnt að umsjónaraðilar ferðamannasvæða geti byggt upp þjónustu fyrir ferðamenn með sjálfbærum hætti og að mótuð verði heildstæð sýn um fjármögnun slíkra framkvæmda.

Ferðaþjónustan mun á næstu árum líkt og aðrar atvinnugreinar þurfa að takast á við margvíslegar áskoranir í umhverfis- og loftslagsmálum. Þessum áskorunum verður aðeins mætt á grunni samvinnu ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja á markaði s.s. við mótun hvata og stuðningsaðgerða til að stuðla að orkusparnaði, minni sóun og vistvænni starfsemi. Ferðaþjónusta teygir anga sína þvert á aðrar atvinnugreinar og mikilvægt að fyrirtæki innan greinarinnar vinni með öðrum  atvinnugreinum  við  að  draga  úr  neikvæðum umhverfisáhrifum starfsemi. Um leið gefst tækifæri til að auka verðmætasköpun í gegnum alla þætti virðiskeðjunnar og tryggja betur jákvæða upplifun ferðamanna, innlendra sem erlendra.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn málefnasviðsins er að Ísland sé eftirsóttur áfangastaður vegna sérstöðu, hreinleika umhverfis, fagmennsku og gæða.

Meginmarkmið málefnasviðsins er aukin samkeppnishæfni ferðaþjónustu á grunni efnahagslegs,  umhverfislegs og samfélagslegs jafnvægis. Ferðaþjónusta er að miklu leyti auðlindadrifin atvinnugrein og því þarf að huga að áhrifum af starfsemi greinarinnar á umhverfið s.s. með tilliti til þolmarka náttúru. Þá er mikilvægt að orðspor greinarinnar sé jákvætt í augum samfélags ekki síður en meðal erlendra ferðamanna.

Til að framtíðarsýn og meginmarkmið málefnasviðsins nái fram að ganga verður lögð áhersla á skilvirka stjórnsýslu greinarinnar, öryggismál ferðamanna í víðu samhengi og gerð langtímastefnu um sjálfbæra þróun greinarinnar. Því þarf að styðja enn frekar við rannsóknir um þróun og áhrif ferðaþjónustu m.a. á umhverfi og samfélag og tryggja að ákvarðanir stjórnvalda byggi á gegnsæi, fyrirsjáanleika og stuðli að aukinni arðsemi greinarinnar.

Meginmarkmið málefnasviðsins er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá 2016. Markmiðin fela m.a. í sér að ferðaþjónusta verði sjálfbær atvinnugrein fyrir árið 2030 og stuðli að auknum efnahagslegum tækifærum, aukinni velmegun og byggi á ábyrgri nýtingu auðlinda.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Stjórnun ferðamála. Í kaflanum koma fram markmið og lagðar til aðgerðir, sem miða að því að ná fram auknum árangri. Við markmiðssetningu er litið til þess að skapa jafnvægi milli efnahagslegra, umhverfislegra og samfélagslegra þátta.

Markmið 1. Árleg aukning framleiðni.

Markmiðið felur í sér að framleiðni greinarinnar aukist árlega um tvö prósent á grunni mælikvarða um framleiðni vinnuafls. Mikilvægt að stjórnvöld fylgist með þróun framleiðni milli  ára  m.a.  við  mat  á  aðgerðum til að styðja við verðmætasköpun,  til að stuðla að heilbrigðum rekstrarskilyrðum og til að geta lagt mat á samkeppnishæfni greinarinnar í samanburði við aðra atvinnuvegi.

Markmið 2. Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Markmiðið byggir á grunni Parísarsamkomulagsins þar sem töluleg viðmið um skuldbindingar samningsríkja koma fram. Hlutverk   stjórnvalda er að skilgreina aðgerðir sem leiði til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi greinarinnar.

Markmið 3. Viðhalda jákvæðu viðhorfi til ferðaþjónustu.

Markmiðið felur í sér að stjórnvöld fylgist reglulega með þróun viðhorfs til fyrirkomulags og starfsemi ferðaþjónustu meðal landsmanna og erlendra ferðamanna. Á grunni slíkra upplýsinga geta stjórnvöld tekið markvissari ákvarðanir um þróun og uppbyggingu greinarinnar, álagsstýringu og umhverfisvernd.

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Árleg aukning framleiðni63
9
Framleiðni vinnuafls64
Grunngildi
+2%
+2%
2
Árlegur
samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda.
13
Heildarlosun
gróðurhúsalofttegunda (þúsund tonn CO2-ígilda)
Grunngildi
-2%
-2%
 

 

 
 
 
3
Viðhalda
jákvæðu viðhorfi til ferðaþjónustu
11
Meðmælaskor
erlendra ferðamanna
7266
≥ 2016
≥ 2018
Hlutfall
landsmanna sem eru jákvæðir í garð
ferðaþjónustu
9-54%67
≥ 60%
≥ 65%

 

NR.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Endurskoða skipan ferðamála til að auka
skilvirkni og yfirsýn stjórnsýslu greinarinnar og samhæfingu aðgerða.
2018–
2019
Verður
forgangsraðað innan ramma
ANR
2
1,3
Móta langtímastefnu um þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu.68
2018–
2020
Verður
forgangsraðað innan
ramma
ANR
3
3
Gera aðgerðaáætlun um samhæfingu
öryggismála, löggæslu, heilsugæslu og samgangna m.t.t. ferðaþjónustu.
2018–
2020
Verður
forgangsraðað innan
ramma
ANR

Rannsóknir, þróun og nýsköpun. Í kaflanum koma fram markmið og aðgerðir, sem miða að því að ná fram betri árangri í starfsemi ferðaþjónustu á grunni rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Í því ljósi er rétt að hafa í huga að bein tengsl eru milli rannsóknastarfs og aukinnar framleiðni í starfsemi, sbr. markmið málaflokks 14.1.

Markmið 1. Aukið umfang rannsókna og nýsköpunar í ferðamálum m.t.t. sjálfbærni og aukins virðisauka.

Markmiðið felur í sér að stjórnvöld stuðli að auknum rannsóknum og nýsköpun í starfsemi ferðaþjónustu og áhersla sé lögð á gæði og hagnýtingu niðurstaðna. Í því samhengi skal m.a. horft til þverlægra rannsókna t.d. um samspil ferðaþjónustu og annarra atvinnugreina, áhrif ferðaþjónustu á samfélag og náttúru og um stjórnun og eftirlit með starfsemi greinarinnar.

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Aukið umfang
rannsókna og
9
Árleg fjölgun
rannsókna- og nýsköpunar
m.t.t. sjálfbærni og aukins virðisauka.
Grunngildi nýsköpunarverk efna.
+5%
+5%

 

NR.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Meta fyrirkomulag greininga, rannsókna og
þróunarstarfs s.s. með tilliti til gagnaöflunar, forgangsröðunar, fyrirkomulags verkefna og fjármögnunar.
2018–
2020
Verður
forgangs- raðað innan ramma
ANR
2
1
Auka rannsóknir m.a. um umbætur, þróun,
vöxt og áhrif ferðaþjónustu á umhverfi og samfélag, auk sviðsmyndagreininga til skemmri og lengri tíma 70.
2018–
2022
Verður
forgangs- raðað innan ramma
ANR
3
1
Endurmeta þátttöku í alþjóðlegu samstarfi til
að stuðla að markvissari áætlanagerð, þekkingaröflun og skilvirkri stjórnsýslu.
2018–
2020
Verður
forgangs- raðað innan
ramma
ANR

 

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn