Fjölmiðlun

Fjármálaáætlun 2018-2022 

1. Umfang

Stjórnarmálefni á þessu málefnasviði ber undir mennta- og menningarmálaráðuneyti. Málefnasviðið er einn málaflokkur, en hann er:

  • Fjölmiðlun.

Fjölmiðlun. Markmið laga um fjölmiðlun er m.a. að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga,  fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í   fjölmiðlum sem og að efla vernd neytenda á þeim vettvangi. Fjölmiðlanefnd hefur eftirlit með fjölmiðlum og annast daglega stjórnsýslu.

Undir málaflokkinn heyrir einnig starfsemi Ríkisútvarpsins ohf. Markmið þess samkvæmt  lögum er að stuðla að lýðræðislegri  umræðu, menningarlegri  fjölbreytni  og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi, eins og nánar er kveðið á um í samningi við ráðherra.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Fjölmiðlun.  Fjölmiðlanefnd  er  sjálfstæð  stjórnsýslunefnd  sem heyrir  undir  ráðherra.

Ákvörðunum nefndarinnar verður ekki skotið til annarra stjórnvalda. Hlutverk ráðuneytisins gagnvart fjölmiðlanefnd felst einkum í því að skapa umgjörð sem gerir henni mögulegt að sinna lögbundnum hlutverkum sínum, bæði hvað varðar stjórnsýslumál og önnur verkefni. Þróun fjölmiðlunar hefur áhrif á starf nefndarinnar. Flókið eignarhald á fjölmiðlum gerir skráningu og eftirlit umfangsmikið auk þess sem kærumál af ýmsum toga krefjast vandaðrar og málefnalegrar umfjöllunar. Árið 2015 var bætt við nýjum ákvæðum í fjölmiðlalög um eftirlit með eignarhaldi á fjölmiðlum og við það jukust störf fjölmiðlanefndar umtalsvert. Nefndin  hefur  þurft  að  forgangsraða  verkefnum  sínum  og  lagt  áherslu  á eftirlit  með ákvæðum laga um ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla, eignarhald á fjölmiðlum, viðskiptaboð og vernd barna og ungmenna.

Vegna  áhrifa  netsins  á  fjölmiðlun  og  hljóð- og  myndmiðlaþjónustu  hefur  fjölmiðlaumhverfið tekið gagngerum breytingum á undanförnum árum. Almenningur reiðir sig í auknum mæli  á  samfélagsmiðla  og  netmiðla  til fréttaöflunar  og  áskrifendum að  frétta þjónustu og dagblöðum fer sífellt fækkandi. Þessir þættir ásamt fleiri breytingum geta haft áhrif á fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun og því þarf að athuga hvernig hægt er að sjá til þess að einkareknir fjölmiðlar geti þrifist svo almenningur hafi aðgang að fjölbreyttu efni, fréttum, samfélagsumræðu og íslenskri menningu. Fækkun eða fjölgun fjölmiðla á ýmsum sviðum,  t.d.  dagblöðum,  netmiðlum  og  útvarpsstöðvum, getur gefið vísbendingar um þróunina og einnig hversu eignaraðild þeirra dreifist. Kynjahlutföll, bæði meðal starfsmanna og viðmælenda í fjölmiðlum, gefa einnig vísbendingar um fjölbreytni en konur eru í meirihluta blaðamanna (56%) en aðeins 37% dagskrárgerðarfólks í hljóð- og myndmiðlum eru konur.

Í samningi ráðuneytisins við Ríkisútvarpið ohf. um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu, með gildistíma 2016–2019, koma fram áherslur um aukið framboð á íslensku menningarefni, leiknu efni og efni fyrir yngstu kynslóðina auk þess sem kaup og samframleiðsla á efni með sjálfstæðum framleiðendum verður aukin. Átak hefur verið gert í fjármálastjórnun og starfsemin löguð að þeim tekjum sem Ríkisútvarpið hefur til ráðstöfunar, m.a. með sölu á eignum og lækkun húsnæðiskostnaðar. Ríkisútvarpið mun áfram leitast við að fylgja þróun fjölmiðlunar, meðal annars með breyttum áherslum í dagskrá og fjölbreyttara efnisframboði á vef auk þess að gera eldra efni aðgengilegra en áður. Helstu áherslur næstu ára eru annars vegar að minnka skuldir félagsins og hins vegar að tekjur haldist óbreyttar til að hægt verði að halda úti sambærilegri dagskrá og verið hefur undanfarin tvö ár.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn  málefnasviðsins/málaflokksins  er  að  almenningur  eigi  aðgang  að  fjölbreyttu menningar-, fræðslu- og afþreyingarefni í fjölmiðlum. Meginmarkmið fjölmiðlunar er að hér verði fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði og að lagaumgjörðin stuðli að eðlilegri þróun á því sviði. Eftirlit með fjölmiðlum verði til þess fallið að gæta að réttindum og skyldum þeirra. Þá verði unnið að auknu fjölmiðlalæsi almennings og aukinni vernd barna og ungmenna fyrir skaðlegu efni í fjölmiðlum.

  • Fyrirsjáanlegar eru breytingar á fjölmiðlalögum nr. 38/2011 vegna breytinga á tilskipun ESB um fjölmiðla og hugsanlegra breytinga sem leiða af reynslu af beitingu laganna frá gildistöku þeirra. Í því sambandi verða einnig lög nr. 62/2006 um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum endurskoðuð til að tryggja betur að farið sé að ákvæðum þeirra um aldursmerkingar og fleira.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Fjölmiðlun. Til að uppfylla meginmarkmið fjölmiðlunar eru tvö markmið skilgreind sérstaklega fyrir málaflokkinn.

1.  Auka fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði. Á Vesturlöndum hefur verið lögð áhersla á að forsenda lýðræðis sé óheft aðgengi almennings að fjölbreyttum og óháðum upplýsingum og samfélagslegri umræðu í fjölmiðlum. Til að tryggja fjölræði í fjölmiðlum eru m.a. takmarkanir á samþjöppun á eignarhaldi.

2.  Auka innlenda dagskrárgerð og framboð af íslensku barna- og menningarefni.

Innlent dagskrárefni stuðlar að aukinni menningarlegri fjölbreytni, eflir íslenska tungu, listir og menningu auk þess að bæta möguleika Íslendinga á að kynnast eigin samfélagi. Einnig stuðlar innlend dagskrárgerð að aukinni fagþekkingu, fleiri störfum og öflugri kvikmyndagerð hér á landi.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Auka fjöl-
breytni og fjölræði á
fjölmiðla-
markaði.
 
Dreifing
eignaraðildar, þ.e. fjöldi
skráningaraðila
og leyfishafa.
Fjöldi
samtals 100.
Óbreytt eða
aukning miðað við 2016.
Óbreytt eða
aukning miðað við
2018.
Tegundir
fjölmiðlunar.
Samtals 23
myndmiðlar,
Óbreytt eða
aukning miðað
Óbreytt eða
aukning

 

 
 
 
 
23 hljóð-
miðlar, 81 vefmiðill og
66 prent- miðlar.
við 2016.
miðað við
2018.
Kynjahlutfall
viðmælenda og starfsmanna í
fjölmiðlum.
Árið 2014 var
hlutfall viðmælenda
67% karlar og
33% konur. Hlutfall starfsmanna
var 40,6%
konur og
59,4% karlar.
Hlutfall
viðmælenda verði 65%
karlar og 35% konur. Hlutfall starfsmanna verði 42%
konur og 58%
karlar.
Hlutfall
viðmælenda verði 60%
karlar og 40%
konur. Hlutfall starfsmanna
verði 45% konur og 55% karlar.
2
Auka
innlenda dagskrárgerð og framboð af íslensku
barna- og menningarefni
 
Hlutfall inn-
lendrar dagskrár í Ríkisútvarpinu
– sjónvarpi.
Hlutfallið var
45%.
Hlutfallið verði
47%.
Hlutfallið
verði 50%.
Innlent
sjónvarpsefni í Ríkisútvarpinu framleitt af eða
samframleiðsla með sjálfstæðum fram- leiðendum.
Hlutfallið var
8% af heildar- tekjum.
Hlutfallið verði
10% af heildartekjum.
Hlutfallið
verði 11% af heildartekjum.

 

Nr.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
*
Ábyrgðar- aðili
1
1
Einfalda stjórnsýslu fjölmiðlanefndar með
breytingu á fjölmiðlalögum nr. 38/2011. Einnig að endurskoða lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum nr.
62/2006.
2018–
2019
 
MRN
2
2
Auka meðframleiðslu, framleiðslu og kaup
Ríkisútvarpsins-sjónvarps á íslensku barna- og menningarefni og innlendu efni frá
sjálfstæðum framleiðendum.
2018–
2019
 
Ríkisút-
varpið ohf.

*Ráðuneytið birtir að þessu sinni ekki áætlaðan kostnað við einstaka aðgerðir. Það er mat ráðuneytisins að samræmdar verklagsreglur um hvernig skuli áætla fyrir slíkum kostnaði þurfi að liggja fyrir eigi slíkt að yfirlit að hafa það upplýsingagildi sem að er stefnt. Almennt er verkbókhald ekki haldið og því viðbúið að talsvert misræmi sé í því hvernig kostnaðurinn er áætlaður. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir að framkvæmd þeirra aðgerða sem tilgreindar eru rúmist innan fjárveitinga til viðkomandi ábyrgðaraðila.

 

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn