Fjölskyldumál

Fjármálaáætlun 2018-2022

1. Umfang

Viðfangsefni málefnasviðsins eru á ábyrgð félags- og jafnréttismálaráðherra velferðar- ráðuneytisins að undanskildum bótum vegna veikinda og slysa er heyra undir heilbrigðisráðherra sama ráðuneytis, barnabótum sem heyra undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, umboðsmanni barna sem heyrir undir forsætisráðuneytið, og meðlögum samkvæmt lögum nr. 76/2003 sem heyra undir innanríkisráðuneytið. Málefnasviðið skiptist í sjö málaflokka, en þeir eru:

 • Barnabætur.
 • Fæðingarorlof.
 • Bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.
 • Stuðningur við einstaklinga, fjölskyldur og börn.
 • Bætur til eftirlifenda.
 • Bætur vegna veikinda og slysa.
 • Málefni innflytjenda og flóttamanna.

Barnabætur. Réttur til barnabóta ræðst af nokkrum meginþáttum, þ.e. hjúskaparstétt, fjölda barna, aldri barna sem og fjölskyldutekjum skv. lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt. Bæturnar eru greiddar fjölskyldum með börn undir 18 ára aldri. Samkvæmt gildandi kerfi eru óskertar grunnbætur með hverju barni hærri hjá einstæðum foreldrum en hjónum og sambúðarfólki. Stofnunin er heyrir undir málaflokkinn er Embætti ríkisskattsstjóra.

Fæðingarorlof. Málaflokkurinn tekur til greiðslna samkvæmt lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum, sem taka til foreldra sem njóta réttinda til greiðslna í fæðingarorlofi.

tur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Málaflokkurinn tekur til greiðslna samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Um er að ræða heimildargreiðslur sem eru háðar mati hverju sinni. Málaflokkurinn tekur til mæðra- og feðralauna og endurgreiðslu umtalsverðs kostnaðar við læknishjálp og lyf.

Stuðningur við einstaklinga, fjölskyldur og börn. Málaflokkurinn skiptist í níu undirflokka:

 • Umboðsmann skuldara er starfar einkum skv. lögum nr. 100/2010, nr. 100/2010, laga um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011, laga um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010 og laga um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta, nr. 9/2014.
 • Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, samkvæmt lögum nr. 83/2003.
 • Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, samkvæmt lögum nr. 160/2008.
 • Umboðsmaður barna skv. lögum nr. 83/1994.
 • Umönnunargreiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, samkvæmt lögum nr. 99/2007.
 • Meðlög samkvæmt lögum nr. 76/2003.
 • Barnaverndarstofa samkvæmt lögum nr. 80/2002.
 • Félagsmál, ýmis starfsemi.
 • Bætur skv. lögum um félagslega aðstoð.

tur til eftirlifenda. Málaflokkurinn tekur til barnalífeyris samkvæmt lögum um almannatryggingar. Þá tekur málaflokkurinn til greiðslna samkvæmt lögum um félagslega aðstoð en þar er um að ræða heimildargreiðslur sem eru háðar mati hverju sinni. Mála- flokkurinn tekur til maka- og umönnunarbóta, dánarbóta og barnalífeyris vegna menntunar.

tur vegna veikinda og slysa. Málaflokkurinn tekur til bóta samkvæmt lögum um sjúkratryggingar, lögum um slysatryggingar og lögum um sjúklingatryggingu.

Málefni innflytjenda og flóttamanna. Málaflokkurinn tekur annars vegar til innflytjenda sem koma hingað til atvinnuþátttöku, náms eða vegna fjölskylduaðstæðna og hins vegar til flóttafólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Þetta á bæði við um fólk sem kemur fyrir tilstuðlan stjórnvalda og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem og þess sem kemur á eigin vegum. Málaflokkurinn tekur einnig til endurgreiðslna til sveitarfélaga vegna fjárhagsaðstoðar við erlenda ríkisborgara skv. 15. gr. laga nr. 40/1991.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Barnabætur. Í upphafi árs 2017 voru viðmiðunarfjárhæðir barnabóta hækkaðar um 3% og skerðingarmörk tekna voru hækkuð um 12,5%. Við gerð fjárlaga ár hvert er tekin ákvörðun um breytingar á viðmiðunarfjárhæðum barnabóta, t.d. með tilliti til verðlags eins og um síðustu áramót. Skerðingarmörk tekna höfðu hins vegar haldist óbreytt frá árinu 2013.

Helstu áskoranir málaflokksins eru að gera barnabótakerfið markvissara gagnvart fjölskyldum með lágar tekjur, jafnframt því að bæta kjör þeirra barnafjölskyldna sem lægstar tekjur  hafa.  Að  mati  sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins  (AGS)  er  veruleg  þörf  á endurskoðun á barnabótakerfinu í átt til einföldunar, auk þess að beina bótunum í auknum mæli til lágtekjuheimila. Kemur þetta fram í niðurstöðum úttektar á tekjuskattlagningu einstaklinga og á barna- og vaxtabótakerfunum sem unnin var af AGS árið 2015, að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra. Í því sambandi þarf að hefja heildstæða skoðun á stuðningi við barnafjölskyldur þannig að hugsanlega komi ein tegund barnabóta í stað almennra barnabóta, barnalífeyris almannatrygginga, mæðralauna, barnabóta atvinnuleysistryggingakerfisins auk annarra bóta frá ríki til barnafjölskyldna.

Fæðingarorlof. Fæðingarorlofssjóður annast greiðslur til foreldra sem réttinda njóta til greiðslu í fæðingarorlofi og er sjóðurinn í vörslu Vinnumálastofnunar.

Greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi voru endurskoðaðar árið 2016 og var hámarksgreiðsla til foreldra hækkuð í 500.000 krónur í október 2016. Útgjöld sjóðsins voru rúmir 9,5 mia. kr. á árinu 2016 og er áætlað að útgjöldin árið 2017 verði rúmir 10,3 mia. kr.

Helstu áhættuþættir sjóðsins er fjöldi foreldra sem tekur fæðingarorlof vegna fæðingar barna sinna, ættleiðingar eða töku þeirra í varanlegt fóstur. Fæðingum hefur fækkað undanfarin ár frá því að þær voru flestar árið 2009. Árið 2015 fæddust 4.129 börn sem var nokkur fækkun frá árinu 2014 þegar fæddust 4.375 börn.

Helsta áskorun fæðingarorlofskerfisins er að tryggja að röskun á tekjum foreldra verði sem minnst þegar þeir þurfa að leggja niður störf til að hugsa um nýja fjölskyldumeðlimi. Ef foreldrar verða fyrir lítilli röskun á tekjuinnkomu við barneignir eru meiri líkur á að þeir eignist börn en yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Árið 2015 var frjósemi íslenskra kvenna 1,81 barn á ævi hverrar konu og hefur aldrei verið minni frá því að talningar hófust árið 1853.

Stefna stjórnvalda er að endurreisa kerfið með því að hækka hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi þannig að þeir séu líklegri til að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs, ekki síst feður. Með því er jafnframt gætt að hagsmunum barna til að geta verið lengur heima áður en til dagvistunar kemur. Við ákvörðun á fjárhæð hámarksgreiðslna þarf jafnframt að horfa til tekjudreifingar launafólks á innlendum vinnumarkaði þannig að hámarksgreiðslur leiði almennt til þess að um 60–70% launafólks fái um 80% af viðmiðunartekjum í mánaðarlegar greiðslur úr sjóðnum eigi það rétt á fæðingarorlofi.

Stuðningur við einstaklinga, fjölskyldur og börn. Á árinu 2016 voru unnar tillögur að nýrri stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun innan velferðarráðuneytisins og unnið að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd. Unnið var að stofnun nýs meðferðar- heimilis fyrir börn með fjölþættan vanda vegna þroska og hegðunarraskana og þjónusta Barnahúss efld með þarfir fatlaðra barna í huga. Einnig barna sem orðið hafa fyrir svo alvarlegu líkamlegu ofbeldi á heimilum að það hefur verið kært til lögreglu.

Áskoranir eru margar á þessu víðfeðma sviði. Má þar meðal annars nefna vaxandi geð- heilbrigðisvanda barna og fullorðinna. Einnig er það mikil áskorun að ungu fólki með örorku fjölgar en geðraskanir er langalgengasta ástæða örorku hjá ungu fólki. Nýbirt rannsókn Staða ungs fólks með örorku eða endurhæfingarlífeyri 85sýnir að stór hluti hópsins hefur fengið óviðunandi stuðning á yngri árum, bæði heima og í skóla. Helmingur hans hefur eingöngu lokið grunnskólaprófi og 3% ekki lokið grunnskóla. Að auki eignaðist þriðjungur ungu kvennanna barn fyrir tvítugt sem sker sig mjög úr fæðingaraldri mæðra í landinu í dag. Einnig er áskorun að eftirliti með félagsþjónustu hefur verið ábótavant sem eykur á vandann. Skortur er á skilgreindum gæðaviðmiðum og leiðbeiningum til að styrkja þjónustuna og auka öryggi hennar. Ástæður þess að við stöndum frammi fyrir þessum áskorunum eru margvíslegar. Í tilfelli bæði barna og fullorðinna má leita skýringa í þjónustu þar sem skortir heildarsýn, teymisvinnu, ráðgjöf, leiðbeiningar og aðgang að viðtalsmeðferð. Mikilvægt er til að mæta þessum áskorunum með því að styrkja grunnþjónustu, efla forvarnir og snemmtæka íhlutun. Auka þarf aðgang að geðheilbrigðisþjónustu. Staðan í málefnum barna með geð- og þroskaraskanir einkennist af skorti á heildarsýn, sem og skorti á samþættingu og samstarfi og skorti á þjónustu á ákveðnum sviðum. Afleiðingar eru meðal annars þær að ungum öryrkjum 18–24  ára  fjölgar,  voru  2%  af aldurshópi  2006  en eru 2,5% 2016.

Algengustu ástæður örorku ungs fólks eru í fyrsta lagi geðheilbrigðisvandi og stoðkerfisvandi í öðru lagi. Tauga- og geðlyfjanotkun er meiri hérlendis en á hinum Norðurlöndunum meðan viðtalsmeðferð er aðgengilegra og algengara úrræði þar. Leiða má að því líkum að tauga- og geðlyfjanotkun yrði líkari notkun á hinum Norðurlöndunum ef framboð á ráðgjöf og viðtalsmeðferð, á viðráðanlegu verði fyrir almenning, væri meiri. Geðheilbrigðisvanda barna og fullorðinna má því skýra að hluta til með skorti á heildarsýn og teymisstarfi í þjónustunni sem og vöntun á ráðgjöf, leiðbeiningum og aðgangi að viðtalsmeðferð. Auka þarf samvinnu ólíkra þjónustukerfa, styrkja grunnþjónustu og efla forvarnir og snemmtæka íhlutun og hlutverk málsstjóra í grunnþjónustu sveitarfélaga. Einnig þarf að auka stuðning og ráðgjöf við foreldra í uppeldishlutverki sínu, meðal annars með aukinni fræðslu og ráðgjöf en einnig með því að tryggja fjárhagslegan grunn og stöðugleika, því þó að Ísland standi sig einna best í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir þá er það áskorun að 11,3% barna undir 18 ára  aldri  búi  á  heimilum  sem eru  með  tekjur  undir  lágtekjumörkum og  6,8% barna  á heimilum þar sem skorti efnisleg gæði.87 Að minnka fátækt er eitt af markmiðunum í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Efla þarf ráðgjöf og fræðslu við foreldra og fagfólk, auka almennan  stuðning,  svo  sem  leikskóla frá  eins  árs  aldri  og  gjaldfrjálsan  grunn-  og framhaldsskóla. Samandregið má segja að bæta þurfi líðan barna og ungmenna í skólum, efla geðheilbrigðisþjónustu og félagslega þjónustu sveitarfélaga og auka þverfaglegt samstarf í nærumhverfi, meðal annars með stofnun samstarfsteyma.

Ljóst er að lélegt fjármálalæsi hjá almenningi er ákveðin áskorun þar sem þá er meiri hætta á að fólk lendi í fjárhagslegum erfiðleikum. Nauðsynlegt er að í boði sé ráðgjöf og þjónusta fyrir einstaklinga í greiðsluerfiðleikum þannig að skuldarar öðlist heildaryfirsýn yfir fjármál sín og fái milligöngu um samskipti og samninga við kröfuhafa með hagsmuni skuldara að leiðarljósi.

tur vegna veikinda og slysa. Helsta áskorun er að fjárhæðir sjúkra- og slysadagpeninga eru lágar.

Málefni innflytjenda og flóttafólks. Mikilvægt er að samfélagið sé í stakk búið til að taka vel á móti nýjum þegnum. Innflytjendum á Íslandi hefur fjölgað verulega sem er jákvæð þróun sem stuðlar að fjölbreyttara samfélagi með samfélagslegum ávinningi. Tryggja þarf að innflytjendur  fá  viðunandi  tækifæri  til  þess  að  verða  fullgildir  og  virkir þátttakendur  í íslensku samfélagi.

Þá hafa  stjórnvöld  tekið  á  móti  fleira  flóttafólki  í  samstarfi  við  Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og stefna stjórnvalda er sú að móttaka kvótaflóttafólks verði reglubundin og fleira flóttafólki verði boðið að setjast að hér á landi. Aldrei hafa verið jafnmargir einstaklingar á flótta vegna stríðsátaka í heiminum og hefur flóttafólki sem kemur hingað á eigin vegum fjölgað mikið á síðustu tveimur árum. Árið 2014 sóttu um 170 manns um stöðu flóttamanns hér á landi en tveimur árum síðar sóttu 1132 einstaklingar um alþjóðlega vernd. Samhliða mikilli fjölgun hælisleitenda þá hefur orðið fjölgun meðal þeirra einstaklinga sem fá stöðu flóttamanns hér á landi. Árið 2014 var 35 einstaklingum veitt staða flóttamanns en árið 2016 þá fengu 111 einstaklingar vernd á Íslandi. Þá eru ekki taldir með einstaklingar sem fá alþjóðlega vernd á grundvelli fjölskyldusameiningar en mikill fjölgun hefur orðið í útgáfu þeirra leyfa. Þá hefur fylgdarlausum börnum sem leita til Íslands einnig fjölgað á undanförnum árum.

Vanda  þarf  móttöku  flóttafólks  sem  kemur  hingað  á  eigin  vegum  en  allt  á  það sameiginlegt að eiga að baki erfiða reynslu. Mikil áhersla er á að flóttafólk fái nauðsynlega aðstoð til að vinna úr þeim áföllum sem það þarf að kljást við en jafnframt að það fái fljótt tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, hvort sem er á vinnumarkaði, varðandi menntun eða á öðrum sviðum. Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda var samþykkt í september 2016 og meðal þeirra aðgerða sem eru tilgreindar þar eru samræmt móttökukerfi fyrir flóttafólk óháð því hvernig það kemur til landsins.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Stuðlað verður að þátttöku allra í samfélaginu í starfi eða annarri virkni. Ísland verði land sem fagnar fjölbreytileika. Þjónusta við börn, unglinga og fjölskyldur verði í samræmi við þarfir allra. Ísland verði samkeppnishæft við hin Norðurlöndin um lífskjör en mikilvægur þáttur þess er að búa vel að fjölskyldum og börnum. Samfélagið styðji ólíkar fjölskyldugerðir og hvetji til þess að réttur barna sé tryggður í hvívetna. Þjónusta sé góð og miðuð að þörfum íbúa. Eftirlit sé til staðar sem tryggir öryggi og gæði þjónustunnar og jafnræði með íbúum landsins.

Meginmarkmið málefnasviðsins er að á Íslandi verði börnum og fjölskyldum þeirra búið gott líf, þar sem allir búi við jöfn tækifæri og öryggi sem leiði til bættra lífsgæða óháð uppruna, þjóðerni, kyni, kynhneigð, trú, fötlun eða stjórnmálaskoðunum. Þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra verði samþætt og samfelld, með samstarfi þvert á málaflokka, stofnanir og  stjórnsýslu  með  samhæfingu,  yfirsýn  og  heildarstefnu  að  leiðarljósi.  Gagnreyndar aðferðir verði festar í sessi í starfi með börnum og fjölskyldum þeirra.

Stefnt er að því að bjóða flóttafólki uppá samræmt móttökukerfi óháð því hvernig það kemur til landsins. Þá er stefnt að því að til staðar sé ætíð einn samhæfingaraðili þar sem fjölskylda eða barn þarf á umfangsmikilli þjónustu að halda sem veitt er af mismunandi þjónustukerfum þannig að stuðningurinn verði heildstæður. Til að tryggja gæðaviðmið í samræmi við reglur og verklag er stefnt að því að setja á laggirnar sérstaka eftirlits- og stjórnsýslustofnun eða ráðuneytisstofnun á málaefnasviðinu.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Barnabætur. Markmið málaflokksins miða að því að einfalda barnabótakerfið og beina bótum í auknum mæli til þeirra barnafjölskyldna sem lægstar tekjur hafa. Er þetta í samræmi við hugmyndir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í því miði að takast á við helstu áskoranir málaflokksins.

Fyrra markmiðið er óbreytt frá liðnu ári. Síðara markmiðið er nýtt og vísar til endurskoðunar á barnabótakerfinu í átt til einföldunar.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Auka stuðning
við tekjulága foreldra.
10
Hlutfall tekju-
lágra foreldra sem fá stuðning,
út frá hug-
myndum sem settar eru fram í
skýrslu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins.
Viðmið ekki
skilgreind
Verður ákveðið
þegar viðmið ársins 2017
liggja fyrir
 
2
Aukin
einföldun og skilvirkni á barnabóta-
kerfinu.
 
 
16.6
 
Fjöldi ákvörðunarþátta við ákvörðun barnabóta
 
 
9 ákvörðunar- þættir
 
 
7 ákvörðunar- þættir
 
 
5 ákvörðunar- þættir

Aðgerð birtist hér í fyrsta sinn fyrir málaflokkinn, en talin var ástæða til að skýra næstu skref til að ná markmiði um aukna einföldun og skilvirkni á barnabótakerfinu sem styður jafnframt við markmiðin.

 

Nr.

Tengist markmiði

nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1 og 2
Endurskoðun á barnabótakerfinu til
einföldunar, m.a. með hliðsjón af tillögum
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
2019
 
FJR í
samvinnu við VEL

Fæðingarorlof. Eitt markmið hefur verið skilgreint sérstaklega fyrir málaflokkinn.

1.  Draga úr röskun á tekjuinnkomu foreldra í fæðingarorlofi. Mikilvægt er að draga úr röskun á tekjum foreldra er þeir leggja niður störf í fæðingarorlofi til að annast börn sín. Tölulegar upplýsingar frá Vinnumálastofnun benda til þess að eftir að byrjað var að skerða hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi árið 2009 hefur þeim feðrum fækkað jafnt og þétt sem hafa nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs. Árið 2008 voru umsóknir feðra í fæðingarorlofi um 90% af umsóknum mæðra en á árunum 2013 og 2014 voru umsóknir ferða um 80% af umsóknum mæðranna. Enn fremur virðist sem að feður nýti færri daga í fæðingarorlofi eftir  að hámarksgreiðslur  lækkuðu en 19% feðra nýttu minna en þrjá mánuði af sjálfstæðum rétti sínum árið 2009 en sama hlutfall var 35% fyrir árið 2013 og 40% vegna ársins 2014. Verður að ætla að sú röskun sem verður á tekjum fjölskyldna í tengslum við barneignir eigi stóran þátt í ákvörðunartöku foreldra í tengslum við nýtingu þeirra á rétti til fæðingarorlofs. Mikilvægt er talið að hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði verði hækkaðar þannig að dregið verði úr tekjumissi fjölskyldna nýti foreldrar rétt sinn til fæðingarorlofs. Með því er talið að auka megi líkur á að foreldrar sjái sér hag í því að fullnýta rétt sinn til fæðingarorlofs þannig að markmiðum laga um fæðingar- og foreldraorlof verði náð. Markmiðið er að fyrstu sjö tekjutíundir fái sem svari til 80% launa sinna greitt í fæðingarorlofi.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016*
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Draga úr
röskun á tekjuinnkomu
foreldra í
fæðingarorlofi
 
Hlutfall feðra
m.v. mæður sem fullnýta sjálf-
stæðan rétt sinn
í fæðingarorlofi
54,7% (mv.
börn fædd
2015)
58%
60%
Hlutfall foreldra
sem fá hámarks- greiðslur í fæðingarorlofi
32,8%
30%
25%

*Miðað við foreldra barna sem fædd eru árið 2015 eða hafa verið ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á því ári.

 

Nr.

Tengist markmiði nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Breyta reglugerð þannig að mánaðarlegar
hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækki í 520 þúsund kr. vegna barna sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur árið 2018
og 560 þúsund kr. vegna barna sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2019 og 600 þúsund kr. vegna barna sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt
fóstur árið 2020 eða síðar.
2018–
2020
 
VEL

tur skv. lögum um félagslega aðstoð. Eðli málaflokksins er með þeim hætti að ekki verður fjallað um markmið og aðgerðir varðandi starfsemi hans.

Stuðningur við einstaklinga, fjölskyldur og börn. Þrjú markmið hafa verið skilgreind fyrir málaflokkinn.

1. Börn og fjölskyldur fái heildstæðan stuðning þó að ólík þjónustukerfi komi að þjónustunni. Rannsóknarniðurstöður sýna að þjónusta við börn sem eiga við margþættan vanda að etja og fjölskyldur þeirra er brotakennd, það skortir á samstarf þjónustuaðila, samþættingu er ábótavant og heildarsýn skortir. Markmiðið er að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra

2.  Bætt eftirlit með félagslegri þjónustu. Eftirlit með félagslegri þjónustu hefur ekki verið nægilegt og fyrir liggja tillögur um að stofnuð verði stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun eða ráðuneytisstofnun til að bæta gæði og öryggi velferðarþjónustunnar.

3.  Spornað verði gegn fátækt. Þó að Ísland standi sig einna best í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir þá eru 9,6% Íslendinga undir lágtekjumörkum árið 2015 og 11,3% barna. Á sama tíma búa 6,8% barna á heimilum þar sem skortir efnisleg gæði. Mikilvægt er að halda áfram vinnu gegn fátækt með stuðningi við tekjulægstu foreldra í samfélaginu. Þetta markmið er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Börn með
fjölþættan vanda og
fjölskyldur þeirra fái heildstæðan stuðning þótt
ólík þjónustu- kerfi komi að þjónustunni
 
Málstjóri sinni
samhæfingarhlutverki hjá
sveitarfélögum
Óþekkt
Verður
skilgreint fyrir árið 2018
Verður sett í
framhaldi af útreikningum
á viðmiði ársins 2018
2
Bætt eftirlit
með félags- legri þjónustu
 
Stjórnsýslu- og
eftirlitsstofnun eða ráðuneytisstofnun verði sett á laggirnar
Skýrsla liggur
fyrir
Stofnunin hefur
hafið starfsemi
Stofnunin er
starfrækt að öllu leyti
3
Spornað verði
gegn fátækt
 
Hlutfall barna á
heimilum þar sem skortir
efnisleg gæði
6,8% (2015)
6,0%
4,0%
Hlutfall barna á
heimilum með tekjur undir
lágtekjumörkum
11,3% (2015)
10,3%
8%

 

NR.

Tengist markmiði

nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Sveitarfélögin í samvinnu við viðeigandi aðila
hjá ríkinu vinni að því að innleiða verklag um að börn með fjölþættan vanda fái málstjóra eða
samhæfingaraðila. Sjá aðgerð 6.1 í
fjölskyldustefnu 2017–2021
 
 
VEL

 

2
2
Komið verði á fót stjórnsýslu- og
eftirlitsstofnun/einingu
2018–
2020
 
VEL
3
3
Tillögur um barnabætur (29.1) og breytt
fyrirkomulag greiðslna með börnum sem miðar að því að þær byggi á tekjum foreldra, en ekki stöðu þeirra munu ásamt fleiri aðgerðum vinna gegn fátækt á heimilum þar sem tekjur eru undir lágtekjumörkum (sjá aðgerð 1.1 í tillögu til þingsályktunar um fjölskyldustefnu 2017–2021)
2018–
2022
 
VEL

tur til eftirlifenda. Eðli málaflokksins er með þeim hætti að ekki verður fjallað um markmið og aðgerðir varðandi starfsemi hans.

tur vegna veikinda og slysa. Eðli málaflokksins er með þeim hætti að ekki verður fjallað um markmið og aðgerðir varðandi starfsemi hans.

Málefni innflytjenda og flóttamanna. Þrjú markmið hafa verið skilgreind sérstaklega fyrir málaflokkinn:

1.  Jafna tækifæri landsmanna óháð einstaklingsbundnum þáttum og aðstæðum.

2.  Auka samstarf milli allra þjónustuaðila.

Rökstuðningur markmiða nr. 1 og 2 er að taka skal tillit til innflytjenda í allri stefnumótun, stjórnsýslu og opinberri þjónustu og stuðlað að víðtæku samstarfi allra þjónustuaðila og innflytjenda. Vinna þarf að því að innflytjendur njóti jafnra tækifæri til menntunar, mats á menntun og á vinnumarkaði. Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda var samþykkt í september árið 2016 og gildir til ársins 2019. Sú áætlun byggist á fimm stoðum sem eru samfélagið, fjölskyldan, menntun, vinnumarkaðurinn og málefni flóttafólks.

3.  Móttaka flóttafólks verði samræmd óháð því hvort það komi sem kvótaflóttafólk eða á eigin vegum.

Megináherslan er að stuðningur verði með þeim hætti að flóttafólk geti orðið virkir þegnar hvort sem er í námi eða starfi. Huga þarf að samfélagsfræðslu, íslenskukennslu og upplýsingagjöf. Tryggja þarf að þjónusta og móttaka flóttafólks sé jöfn og óháð leiðunum sem flóttafólk kemur eftir til landsins.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Jafna tækifæri
landsmanna óháð einstaklings- bundnum þáttum og aðstæðum
 
Hlutfall
atvinnulausra innflytjenda
4,5%
3,5%
3,5%
Mæling á
viðhorfum
Könnun
undirbúin
Viðmið verður
sett út frá niðurstöðum mælinga árið
2017
Verður
ákveðið þegar viðmið 2018 liggur fyrir
2
Aukið sam-
starf milli
allra þjónustu- aðila
 
Móttökuáætlanir
sveitafélaga
Fjöldi hefur
ekki mældur
Viðmið ársins er
að í lok þess árs verði 15 sveitarfélög
komin með móttökuáætlun
Þrjátíu
sveitarfélög verði komin með móttöku-
áætlun
3
Móttaka
flóttafólks verði samræmd
óháð því hvort
fólk komi sem kvótaflótta- fólk eða á
eigin vegum
 
Samræmd
móttaka flóttafólks
 
Unnið að
innleiðingu á samræmdri móttöku
Samræmt
móttökukerfi fyrir flóttafólk

 

Nr.

Tengist markmiði nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1 og 2
Innleiðing framkvæmdaáætlunar í málefnum
innflytjenda til ársins 2019
2017–
2019
 
VEL
2
1 og 2
Aðgengi að upplýsingum bætt fyrir
innflytjendur fyrst eftir komu og upplýsingar til innflytjenda frá sveitarfélögum
2017–
2022
 
VEL
3
3
Fyrirmynd að móttökuáætlun fyrir sveitarfélög,
kynningar og innleiðing
2017–
2022
 
VEL
4
3
Samræmd móttaka fyrir flóttafólk óháð því
eftir hvaða leiðum það kemur til landsins
2018
 
VEL
 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn