Framhaldsskólastig

Fjármálaáætlun 2018-2022

1.   Umfang

Stjórnarmálefni á þessu málefnasviði ber undir mennta- og menningarmálaráðherra. Málefnasviðið skiptist í fjóra málaflokka, en þeir eru:

  • Framhaldsskólar.
  • Tónlistarfræðsla.
  • Vinnustaðanám og styrkir.
  • Jöfnun námskostnaðar.

Framhaldsskólar. Meginverkefni málaflokksins er rekstur, kennsla og nám á framhaldsskólastigi. Um málaflokkinn gilda lög um framhaldsskóla nr. 92/2008. Þau taka til opinberra framhaldsskóla og annarra framhaldsskóla, bæði skóla sem hlotið hafa viðurkenningu til kennslu á framhaldsskólastigi og skóla sem ekki eru viðurkenndir. Skólarnir bjóða ýmist upp á almennt eða sérhæft nám. Undir málaflokkinn falla einnig starfsþróun kennara, námskrárgerð og innleiðing aðalnámskrár auk stuðnings við forvarnir og nemakeppnir.

Um 50 skólar sem bjóða nám á framhaldsskólastigi fá framlög úr ríkissjóði á grunni mismunandi tegunda samninga við mennta- og menningarmálaráðuneyti. Þar af bjóða 30 þeirra heildstætt nám skv. aðalnámskrá framhaldsskóla. Skólasamningar hafa verið gerðir við opinbera framhaldsskóla, þjónustu- og skólasamningar um fjárframlög til kennslu eru gerðir við viðurkennda framhaldsskóla og rekstrarsamningar um fjárframlög til kennslu við skóla sem ekki eru viðurkenndir af mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Tónlistarfræðsla. Um málaflokkinn gilda lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985, þau taka til tónlistarskóla sem reknir eru af sveitarfélögum og annarra sem njóta styrks skv. lögunum. Ríki og sveitarfélög hafa gert samkomulag um fjárhagslegan stuðning ríkisins við tónlistarnám á vegum sveitarfélaga á framhaldsstigi í hljóðfæraleik og mið- og framhaldsstigi í söng. Gildistími samkomulagsins er 1. janúar 2016 til 31. desember 2018.

Vinnustaðanám og styrkir. Undir málaflokkinn falla lög um vinnustaðanámssjóð nr. 71/2012. Styrkir eru veittir til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

Styrkjunum er ætlað að auðvelda nemendum að ljúka starfsnámi og koma til móts við kostnað fyrirtækja og stofnana af vinnustaðanámi.

Jöfnun námskostnaðar. Undir málaflokkinn falla lög um námsstyrki nr. 79/2003. Námsstyrkir eru veittir til jöfnunar á fjárhagslegum aðstöðumun nemenda í framhaldsskólum að því leyti sem búseta veldur þeim misþungum fjárhagsbyrðum eða efnaleysi torveldar þeim nám.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Nám á framhaldsskólastigi er ekki skylda en allir sem náð hafa 16 ára aldri eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla og stunda það til 18 ára aldurs. Yfir 95% 16 ára nemenda hefja nám í framhaldsskóla. Skólaárið 2016–2017 fengu 90% nýnema úr grunnskóla skólavist í þeim skóla sem þeir settu í fyrsta val og 9% í þeim skóla sem þeir settu í annað val Árið 2016 var stofnaður nýr framhaldsskóli sem býður stúdentspróf með áherslu á sérhæfingu í tónlist sem undirbúning undir áframhaldandi tónlistarnám.

Árið 2013 voru rúmlega 20.000 ársnemendur í opinberum og viðurkenndum framhaldsskólum sem starfa skv. lögum um framhaldsskóla, með stuðningi ríkisins.

Á síðustu árum hefur framhaldsskólanemendum fækkað og er búist við áframhaldandi fækkun til ársins 2020. Fyrirsjáanlega fækkun má m.a. rekja til minni árganga upp úr grunnskóla og endurskipulagningar á námi til stúdentsprófs. Fækkun nemenda hefur verið hlutfallslega mest í fámennum skólum á landsbyggðinni sem hafa færri en 250 ársnemendur. Þeir skólar eru nú tíu. Fækkunin eykur hættu á erfiðleikum við að halda úti nógu fjölbreyttu námi, erfiðara getur orðið að fá sérmenntaða kennara í einstaka greinum og stoðþjónusta og stjórnsýsla stenst síður faglegar kröfur. Því er spáð að ársnemendur í skólum sem starfa samkvæmt lögum um framhaldsskóla verði næstum 3.000 færri árið 2020 en árið 2015 sem samsvarar 15% fækkun að meðaltali en allt upp í 17% í einstökum landshlutum.

Langvarandi aðhald í fjárheimildum til framhaldsskóla hefur sett mark sitt á starfsemi framhaldsskóla og rekstrarstöðu þeirra. Undirfjármögnun hefur bitnað á gæðum kennslu og námsframboði og hvorki hefur verið unnt að veita viðunandi stoðþjónustu né endurnýja búnað og kennslutæki. Gert var ráð fyrir að fjárhagslegt svigrúm sem myndaðist við fækkun nemenda yrði notað til að ná jafnvægi í fjármögnun framhaldsskóla. Frá árinu 2014 hefur svigrúmið verið notað til að hækka framlag á hvern ársnemanda. Hækkun framlags bætir rekstrarstöðu framhaldsskóla og dregur úr frávikum frá heildarfjárheimildum.

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar sækja langflestir framhaldsskólanemendur, þ.e. ríflega 50%, stúdentsprófsbrautir. Um 35% nemenda sækja starfsnámsbrautir og um 15% sækja almennt undirbúningsnám. Hlutfall nemenda í bóknámi til stúdentsprófs hefur heldur aukist eftir árið 2008 en hlutfall nemenda sem stundar starfsnám hefur heldur lækkað. Í Hvítbók um umbætur í menntun, sem ráðuneytið gaf út árið 2014, kemur fram að einungis 14% nemenda skráðu sig á starfsnámsbrautir haustið 2007, strax að loknum grunnskóla. Til samanburðar innritast að meðaltali um 50% nemenda á starfsnámsbrautir í ríkjum innan Evrópusambandsins. Mikið ójafnvægi er í kynjadreifingu milli starfsnámsbrauta og er lögð áhersla á að allt starfsnám sé aðgengilegt báðum kynjum.

Heildarfjöldi útgefinna meistarabréfa í iðngreinum hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár, sveiflast á milli 145 og 187 á ári síðan 2007, að meðaltali 164 á ári. Flest þeirra eru gefin út í húsasmíði, rafvirkjun og matreiðslu.

Fram kemur í Hvítbókinni að 44% nemenda sem innrituðust í framhaldsskóla 2007 hafi lokið námi á tilskildum tíma og samtals 58% sex árum eftir innritun. Í samanburði er hlutfall þeirra sem ljúka prófi úr framhaldsskóla á tilskildum tíma að meðaltali 68,8% í ríkjum innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Þetta þýðir að fleiri íslenskir framhalds- skólanemendur hverfa frá námi, tefjast í námi eða fresta brautskráningu. Í samanburðarlöndum er brotthvarf á framhaldsskólastigi í Evrópu einna hæst á Íslandi. Haustið 2015 hófst þriggja ára átak í að skima fyrir nýnemum sem eru líklegir til að hverfa frá námi, í þeim tilgangi að grípa til viðeigandi aðgerða. Markmiðið er að auknar aðgerðir gegn brotthvarfi og áhersla á læsi í grunnskóla leiði til þess að á næstu árum ljúki hærra hlutfall framhaldsskólanemenda námi á tilskildum tíma. Samtímis er búist við að hlutfall fullorðinna framhaldsskólanemenda lækki en haustið 2013 voru 32% nemenda í framhaldsskólum 21 árs eða eldri.

Samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2004 var til 131 námsbraut á framhaldsskólastigi. Misjafnt hefur verið hversu margar námsbrautir eru í boði, bæði milli framhaldsskóla og milli ára. Með lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 fengu framhaldsskólarnir aukið umboð til að byggja upp nám sem tekur mið af sérstöðu skóla, þörfum nemenda, nærsamfélags  og  atvinnulífs.  Þetta  skipulag  átti  jafnframt  að  veita  skólum  tækifæri  til  að bregðast markvisst við þörfum nemenda, samfélags og atvinnulífs, niðurstöðum rannsókna og gæðaeftirlits. Í aðalnámskrá framhaldsskóla, sem kom út árið 2011, voru birt ákvæði um gerð námsbrauta en lögin fólu í sér þá kröfu að endurskipuleggja og endurskrifa þurfti allar námsbrauta- og áfangalýsingar. Þar sem skipulag námsbrauta er á forræði skólanna en ekki ráðuneytisins hafa orðið til miklu fleiri bóknámsbrautir til stúdentsprófs en áður var. Nær allir opinberir og viðurkenndir framhaldsskólar bjóða stúdentsprófsbrautir sem eru annaðhvort staðfestar eða í staðfestingarferli. Mun færri starfsnámsbrautir eru komnar í staðfestingarferli en skýringin er m.a. sú að þar er ferlið mun flóknara.

Allir   framhaldsskólar   landsins   hafa   nú   tekið  upp  stúdentsprófsbrautir   sem  gera nemendum kleift að ljúka stúdentsprófi á þremur árum. Eftir þessa breytingu er heildarnámstími í grunn- og framhaldsskóla til stúdentsprófs samtals 13 ár sem er einu ári lengri námstími en meðaltal ríkja innan OECD. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands frá 2015, Efnahagsleg áhrif af styttingu framhaldsnáms, er gert ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 14–17 ma.kr. og skili ríkissjóði samtals 5–7 ma.kr. í auknum skatttekjum á 4–5 árum, meðan endurskipulagning gengur yfir.

Mikilvægt er að endurnýjun í hópi framhaldsskólakennara mæti þörfum fyrir nýliðun, sérstaklega til að bæta kennslu í stærðfræði og raungreinum. Á næstu árum munu reynslumiklir kennarar hætta störfum vegna aldurs. Til að bregðast við þessu tók Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda til starfa árið 2016 og er áætlað að það ljúki störfum árið 2018. Samstarfsráðinu er ætlað að vinna að aðgerðum til eflingar á starfsþróun, meðal annars með það að markmiði að gera kennarastarfið eftirsóknarvert. Um bætta nýliðun kennara er m.a. vísað til markmiðs þar um í málaflokki 21.1; háskólar.

Samkvæmt samkomulagi, sem fyrst var undirritað árið 2011, um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, er 520 m.kr. framlagi í fjárlögum veitt til kennslukostnaðar í tónlistarskólum sem eru á hendi sveitarfélaga. Á móti skuldbundu sveitarfélög sig til að taka tímabundið yfir ný verkefni frá ríkinu fyrir sem nemur 230 m.kr. Framlag ríkisins rennur í jöfnunarsjóð sveitarfélaga til greiðslu kennslukostnaðar vegna nemenda í framhaldsnámi í hljóðfæraleik og söng, nemenda sem stunda söngnám á miðstigi og annarra nemenda sem þurfa af gildum ástæðum að sækja tónlistarskóla utan lögheimilis sveitarfélags, skv. nánari skilyrðum sem sett eru í reglum sem innanríkisráðherra gefur út.

Árið 2016 lét ráðuneytið gera úttekt á samþættingu og gæðum vinnustaðanáms í tilteknum skólum og á tilteknum námsbrautum. Niðurstaðan var að verulega þarf að bæta utanumhald með námi á vinnustöðum og efla samskipti skóla og atvinnulífs. Lögð er áhersla á að taka upp rafrænar ferilbækur sem bæði vinnustaður og skóli nota, tryggja gerð náms- samninga, horfa til þess hvort skipuleggja skuli nám fyrir tilsjónarmenn nemenda á vinnustað og skoða skipulag nemaleyfisnefnda.

Námsstyrkir renna annars vegar til jöfnunar á námskostnaði og hins vegar niðurgreiðslu á skólaakstri. Lánasjóður íslenskra námsmanna sér um þjónustu vegna styrkjanna.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn málefnasviðsins er að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar í lýðræðisþjóðfélagi að loknu námi á framhaldsskólastigi. Þeir verði einnig vel búnir undir þátttöku í atvinnulífinu og fyrir fræðilegt og starfstengt háskólanám. Meginmarkmið málefnasviðsins til 2022 er að fleiri og yngri nemendur ljúki starfsnámi sem skili þeim vel undirbúnum undir fjölbreytt störf í atvinnulífinu og áframhaldandi nám.

Ráðuneytið vinnur að gerð nýs reiknilíkans þar sem jafnt verður hugað að almennum grunnþörfum skólanna og sérstökum þörfum þeirra. Árið 2014 benti Ríkisendurskoðun á  mikilvægi  þess  að  reiknilíkan  framhaldsskólanna  nýtist sem  virkt  stjórn-  og samskiptatæki ráðuneytisins og skólanna og að það stuðli að jafnræði og sjálfsábyrgð skóla. Bent er á að nemendahópurinn sé mismunandi milli skóla, framhaldsskólum hafi fjölgað þótt nemendum hafi ekki fjölgað að sama skapi, 40% brotthvarf sé óásættanlegt og óvíst sé hvernig litlum skólum á landsbyggðinni gangi að bregðast við endurskipulagningu náms til stúdentsprófs. Ríkisendurskoðun ályktar að fækkun nemenda um allt að fjórðung muni óhjákvæmilega hafa áhrif á skólakerfið í heild sinni og kalla á róttæka uppstokkun þess. Gera má ráð fyrir því að kennurum muni fækkaNiðurstöður úr umfangsmikilli úttekt Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir, á framkvæmd menntunar án aðgreiningar í leik-, grunn- og framhaldsskólum, voru birtar í mars 2017. Þar kemur m.a. fram að mikilvægt sé að dreifing fjármagns taki mið af sjónarmiðum um jafnræði, skilvirkni og hagkvæmni. Ætlunin er að nýtt reiknilíkan stuðli að jafnræði, skilvirkni, góðri nýtingu á opinberu fé og framkvæmd á menntastefnu yfirvalda.

  • Í tengslum við ákvæði í lögum um opinber fjármál nr. 123/2015, lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 og þróun skólakerfisins síðan lög um framhaldsskóla voru sett og tilheyrandi aðalnámskrá framhaldsskóla gefin út, hefur verið ákveðið að endurskoða lög um framhaldsskóla nr. 92/2008. Jafnhliða verður aðalnámskrá framhaldsskóla endurskoðuð. Við endurskoðunina verður horft til áherslu ráðuneytisins á eflingu starfsmenntunar og athugasemdir Ríkisendurskoðunar um að einfalda og efla þurfi stjórnskipulag starfsréttindanáms.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Framhaldsskólar.  Til  að  koma  til  móts  við  framtíðarsýn  málefnasviðsins  eru  þrjú markmið skilgreind sérstaklega fyrir málaflokkinn.

1.  Fleiri nemendur ljúki prófi úr framhaldsskóla á tilskildum tíma. Stefnt er að því að fleiri nemendur ljúki prófi úr framhaldsskóla á tilskildum tíma en það er jafnframt liður í því að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Framhaldsskólakerfið einkennist af hægri námsframvindu nemenda og miklu brotthvarfi. Með því að endurskipuleggja námstíma í framhaldsskólum og námsbrautalýsingar, auka samstarf skóla og atvinnulífs og taka aukið tillit til mismunandi þarfa ýmissa nemendahópa er stuðlað að því að fleiri ljúki námi á tilskildum tíma.

2.  Nemendur í öllum landshlutum hafi aðgengi að fjölbreyttu bók- og starfsnámi sem uppfyllir kröfur næsta skólastigs og/eða atvinnulífs. Lögð er áhersla á að nemendur í öllum landshlutum hafi aðgengi að fjölbreyttu bók- og starfsnámi sem uppfylli kröfur næsta skólastigs og/eða atvinnulífs. Mikilvægt er aðgangur nemenda að gæðanámi og fullnægjandi stoðþjónustu sé greiður og nám sé skipulagt með þeim hætti að nemendur geti stundað það því sem næst óháð búsetu.

3. Nemendum bjóðist heildstætt og markvisst starfsnám er liður í því að fjölga nemendum sem ljúka starfsnámi sem gefur möguleika á áframhaldandi námi, s.s. á háskólastigi. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur bent á að stjórnsýsla, skipulag grunnnáms, útfærsla vinnustaðanáms og framhaldsnám starfsnáms sé flókið og óskýrt. Jafnframt sýna kannanir að þeir sem leggja stund á starfsnám virðast flestir hefja það nám eftir tvítugt.

 

Nr. Markm HM # Mælikvarðar Staða 2016 Viðmið 2018 Viðmið 2022
1 Fleiri nemendur ljúki prófi úr   Hlutfall nemenda sem eru brautskráðir af Árið 2011 varhlutfall braut- skráðra 44%, Hlutfall braut-skráðra verði að lágmarki 55%. Hlutfall braut-skráðra verði að lágmarki

 

  framhaldsskóla á tilskildum tíma.   bóknáms- og starfsnámsbraut um með námslok á 2. og3. hæfniþrepi,miðað við tilskilinn náms- tíma samkvæmt aðalnámskrá 2011. 38% karlar og52% konur.   60%.
Hlutfall nemenda sem hverfa brott úr námi,innan tilskilinsnámstíma. Árið 2011 var hlutfall nem- endanna 30%, 34% karlar og24% konur. Hlutfall nemendanna verði ekki hærra en25%. Hlutfall nem-endanna verði ekki hærra en20%.
Meðalnámstími á námsleiðum til stúdentsprófs,frá innritun nýnema til brautskráningar. Árið 2013 var meðalnáms- tíminn 4,2 ár. Meðalnámstími verði styttri en2013. Meðalnámstími verði ekki lengri en 3,2 ár.
2 Nemendur í öllum lands- hlutum hafi aðgengi að fjölbreyttu bók- og starfsnámi sem uppfyllir kröfur næsta skólastigs og/eða atvinnulífs. 4.3 Hlutfall brautskráðra nemenda ílöggiltu iðnnámisem lýkur með sveinsprófi, eftirlandshlutum. Árið 2013 varhlutfall braut- skráðranemenda meðsveinspróf 9%á landsvísu. Hlutfall brautskráðra með sveinspróf verðiað lágmarki10% í öllum landshlutum. Hlutfall braut-skráðra með sveinsprófverði að lág-marki 12% í öllum lands-hlutum.
Hlutfall kennara með sérhæfingu á því greinasviði sem þeir kenna, eftir landshlutum. Staðan verður reiknuð fyrir árið 2016 og í framhaldi skilgreind viðmið. Fer eftir stöðu2016. Fer eftirviðmiði 2018.
Kyngreint hlutfall nýnema í háskólum af heildarfjölda stúdenta, yngri en 25 ára, eftir landshlutum. Árið 2013 var hlutfall nýnema 93% á landsvísu,96% karlar og90% konur. Hlutfall nýnema verði 94%. Hlutfall nýnema verði95%.
3 Nemendum bjóðist heildstætt og markvisst starfsnám. 4.4 Fjöldi staðfestra starfsnámsbrauta á 2., 3. og 4. hæfni-þrepi, flokkaður í 12 starfssvið. 1. febrúar2017 voru níu starfsnámsbrautir staðfestar á tveimur starfssviðum. Staðfestar starfsnámsbrautir á öllum starfssviðum. Viðmiði náð.
Fjöldi rafrænnaferil bóka í starfsnámi. Engarrafrænar ferilbækur. Að minnstakosti fimm rafrænar ferilbækur. Rafrænar ferilbækur á öllum starfssviðum.
Hlutfall nemenda á námssamningi af fjölda nemenda í löggiltu iðnnámi, eftirkyni. Árið 2014 varhlutfall nemenda á námssamningi65%, 23% konur. Hlutfall nemenda á námssamningi verði 66%. Hlutfall nemenda á námssamningi verði 68%.

 

Nr.

Tengist markmiði

nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun

Kostnaður

*

Ábyrgðar- aðili
1 1 Gera aðgerðaáætlun til að sporna gegn brotthvarfi, á grundvelli niðurstaðna úr skimunum meðal nýnema. Útbúið verður upplýsingaefni sem getur nýst öllum framhaldsskólum. 2015-2015-2018   Mennta-mála- stofnun
2 2 Endurskoða reiknilíkan og nota það við fjárlagagerð 2018. Það verður áfram í þróun. 2017–2019   MRN
3 2 Skilgreina árangursvísa og setja viðmið, í samráði við hagsmunaaðila. 2017–2019   MRN
4 2 Stuðla að samvinnu framhaldsskóla umheildstætt og fjölbreytt námsframboð, stoðþjónustu og stjórnsýslu. 2017–2019   MRN
5 3 Endurskoða starfsnámsbrautir og skila þeim ístaðfestingaferli. 2017–2018   Skólar sem bjóða starfsnám
6 3 Skipuleggja og koma í notkun rafrænum ferilbókum í starfsnámi, í samráði við hagsmunaaðila. 2017–2021   MRN
7 3 Bæta skipulag og framkvæmd vinnustaðanáms á grundvelli úttektar á framkvæmd og gæðum starfsnáms á vinnustöðum, í samráði við hagsmunaaðila. 2017–2022   MRN

*Ráðuneytið birtir að þessu sinni ekki áætlaðan kostnað við einstaka aðgerðir. Það er mat ráðuneytisins að samræmdar verklagsreglur um hvernig skuli áætla fyrir slíkum kostnaði þurfi að liggja fyrir eigi slíkt að yfirlit að hafa það upplýsingagildi sem að er stefnt. Almennt er verkbókhald ekki haldið og því viðbúið að talsvert misræmi sé í því hvernig kostnaðurinn er áætlaður. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir að framkvæmd þeirra aðgerða sem tilgreindar eru rúmist innan fjárveitinga til viðkomandi ábyrgðaraðila.

Tónlistarfræðsla. Lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla taka til skóla sem reknir eru af sveitarfélögum og öðrum sem njóta styrks skv. lögunum. Í þeim er m.a. kveðið á um að tónlistarskólar skuli kenna eftir námskrá sem gefin er út af menntamálaráðuneyti. Aðalnámskráin skiptist annars vegar í almennan hluta og hins vegar í greinanámskrár fyrir einstök hljóðfæri og námsgreinar í tónlistarskólum. Eðli málaflokksins er með þeim hætti að ekki verður fjallað um markmið og aðgerðir varðandi starfsemi hans.

Vinnustaðanám og styrkir. Tilgangur vinnustaðanámssjóðs er að auðvelda nemendum að ljúka tilskildu námi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla, koma til móts við kostnað fyrirtækja og stofnana af vinnustaðanámi og auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að taka nemendur á náms- eða starfsþjálfunarsamning. Eðli málaflokksins er með þeim hætti að markmið og aðgerðir í öðrum málaflokkum málefnasviðsins eru að hluta til leiðandi fyrir úthlutun úr vinnustaðanámssjóði. Til að skerpa á tilgangi sjóðsins og áherslu ráðuneytisins um eflingu starfsmenntunar er áformað að skoða starfsemi og úthlutanir úr sjóðnum með tilliti  til  markmiðs  þrjú  í  málaflokki  20.1;  framhaldsskólar.  Í  framhaldi  verður  tekin ákvörðun um næstu skref.

Jöfnun námskostnaðar. Eðli málaflokksins er með þeim hætti að markmið og aðgerðir í öðrum málaflokkum málefnasviðsins eru að hluta til leiðandi fyrir úthlutun námsstyrkja. Á árinu 2019 er áformað að skoða hvernig lög um námsstyrki frá 2003 og fylgjandi reglugerð þjóna hlutverki sínu og í kjölfarið ákveða hvort þörf er á breytingum.

 

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn