Hagsýslugerð, grunnskrár og upplýsingamál

Málefnasviðsstefnur

 Fjármálaáætlun 2018-2022

1.   Umfang

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Undir þetta svið heyrir einn málaflokkur sem ber sama heiti og málefnasviðið. Eftirfarandi þættir varða málefnasviðið:

  • Miðlun upplýsinga og rekstur á grunnskrám um mikilvæg réttindi.
  • Hagskýrslugerð, samræming hagtalna og hagrannsóknir.
  • Rafrænar lausnir, upplýsinga- og þjónustuveitur og útgáfa skilríkja.
  • Grunngerð, öflun, viðhald og miðlun landupplýsinga.
  • Stefnumótun, innleiðingu og samræming rafrænnar stjórnsýslu og upplýsingatækni hjá hinu opinbera.

Undir málefnasviðinu eru þrjár stofnanir og eitt verkefni: Hagstofa Íslands sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðherra, Þjóðskrá Íslands og málefni upplýsingasamfélagsins sem heyra undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Landmælingar Íslands sem heyra undir umhverfis- og auðlindaráðherra.

Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og hefur forystu um tilhögun, samræmingu og framkvæmd hennar, svo og um samskipti við alþjóðlegar stofnanir um hagskýrslu- og tölfræðimálefni. Þjóðskrá Íslands hefur það hlutverk að halda fasteignaskrá, þjóðskrá, ákveða brunabóta- og fasteignamat, gefa út vegabréf, nafnskírteini og ýmis vottorð. Stofnun leggur áherslu á rafræna stjórnsýslu og rekur meðal annars upplýsinga- og þjónustuveituna Ísland.is. Þjóðskrá sér einnig um rekstur starfs- og upplýsingakerfa fyrir sýslumenn og sveitarfélög. Landmælingar Íslands hafa það hlutverk að  safna, vinna úr, varðveita og miðla landupplýsingum um Ísland. Landupplýsingar eru grundvallargögn hvers samfélags og tryggja aðgang samfélagsins að upplýsingum um umhverfi og náttúru. Landupplýsingar eru einnig mikilvægar til þess að styðja stefnumótun stjórnvalda á ýmsum sviðum s.s. á sviði framkvæmda, skipulagsmála, umhverfismála og vöktunar á náttúruvá.

Í eftirfarandi töflu má sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2015–2017.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Á síðustu árum hefur samfélagið þurfta á aukinni skráningu gagna að halda, sem og miðlun ýmissa upplýsinga. Almenningur,  atvinnulíf og fræðasamfélagið  þurfa  að  hafa greiðan aðgang að gögnum á aðgengilegu formi um lýðfræðilega þætti, atvinnuvegi, efnahag og umhverfi sem t.d. tengjast réttindum og skyldum einstaklinga eða vinnumarkaðsmálum. Má þar nefna upplýsingar um fjölskylduhagi, þróun launa, upplýsingar um forsjá barna, sundurliðun séreigna í fjöleignarhúsum og ýmis konar landfræðilegar upplýsingar. Þá má nefna söfnun upplýsinga um umhverfisþætti, svokallaða umhverfisreikninga. Um leið er gerð rík krafa um tímanleika og heilleika gagnanna sem og persónuvernd. Slík verkefni geta verið kostnaðarsöm þegar um er að ræða mikla skráningu hjá stofnunum eða endurnýjun á úreltum tölvukerfum.

Unnið hefur verið að þróun grunnskráa og rekstri þeirra á mörgum stöðum án samvinnu og samhæfingar, með tilheyrandi kostnaði. Að auki hefur ekki verið þróað samræmt heildarskipulag upplýsingakerfa (landsarkitektúr). Hver stofnun og hvert sveitarfélag ber ábyrgð á eigin tölvukerfum, netum og gögnum. Sóknarfæri felast í að fækka þeim sem hýsa og reka opinber upplýsingakerfi, vefi og net með það að markmiði að tryggja betur öryggi, hagkvæmni og gæði rafrænnar þjónustu.

Unnið er að því í áföngum að bæta tölfræði varðandi ferðaþjónustu, m.a. með árlegri ferðavenjukönnun sem verður gerð í fyrsta sinn 2017 og einnig með því að ná betur utan um greinina í þjóðhagsreikningum þannig að hlutdeild greinarinnar í útflutningi, landsframleiðslu og fjárfestingu verði aðgengilegur. Annar áhersluþáttur eru bættar upplýsingar um laun og vinnutíma en sú vinna er unnin í samstarfi nokkurra ráðuneyta og aðila vinnumarkaðarins. Þessi verkefni eru mikilvægur liður í að meta þróun efnahagslífsins og samfélagsins.

Gögn eru auðlind sem vex að verðmæti við notkun. Þegar opinberir aðilar hafa fjárfest í uppbyggingu gagnagrunna fæst almennt mestur samfélagslegur ávinningur af því að þeir séu sem mest notaðir, bæði í innri starfsemi hins opinbera, hjá fyrirtækjum og ekki hvað síst í nýsköpunarverkefnum. Þar sem tekið er gjald fyrir afnot af slíkum upplýsingum verður notkun þeirra mun minni en ella. Því hefur þróunin erlendis verið í þá átt að opna aðgengi að gögnum opinberra aðila og hvetja til þess að þau séu nýtt. Hér má benda á samsvörun við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 9 sem m.a. fjallar um að hlúa að nýsköpun.

Í flokki stærstu áhættuþátta sem tæknivætt  nútímasamfélag þarf að takast á við  eru vaxandi ógnir, glæpir, þekkingarskortur og lögfræðileg úrlausnarefni sem tengjast notkun netsins. Netöryggismál eru nú viðfangsefni sem tekin eru fyrir á leiðtogafundum, í innanríkis-, utanríkis- og varnarmálaráðuneytum og stjórnum fyrirtækja og stofnana. Þau eru því langt frá því að vera afmarkað viðfangsefni tæknifólks. Það er mjög kostnaðarsamt og oft ómögulegt að þróa áfram eldri kynslóðir tölvukerfa eða verja þau með viðhlítandi hætti. Opinberir aðilar þurfa því að gera ráð fyrir verkefnum og auknum kostnaði vegna þeirra á næstu  árum.  Sem dæmi má nefna fyrirsjáanlega innleiðingu nýrrar persónuverndarreglugerðar og tilskipunar um net- og upplýsingaöryggi  í íslensk lög. Hafin er umfangsmikil vinna við að koma skipulagi á netöryggismál opinberra aðila, eflingu netöryggissveitar og kynningar og fræðslu vegna þessa. Einnig þarf að gera reglulega úttektir/kannanir á öryggi gagnakerfa og neta.

Áskorunin felst í því að örugg sjálfsafgreiðsla á netinu verði meginleið almennings og fyrirtækja að opinberri þjónustu og stofnanir þrói og veiti þjónustu sína á stafrænu formi á netinu. Sem dæmi má nefna allar landfræðilegar upplýsingar (kort), hagtölur, tölfræði og hvers kyns ópersónugreinanlegir gagnagrunnar. 

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Hagskýrslur, grunnskrár og upplýsingamál eru ein af meginstoðum lýðræðislegs nútímasamfélags þar sem ákvarðanir eru teknar á grunni vandaðra upplýsinga. Opinber þjónusta færist jafnt og þétt yfir á stafrænt form á netinu þar sem slíkt er mögulegt.

Framtíðarsýn málefnasviðsins er að opinber þjónusta verði byggð upp með lýðræði, skilvirkni, öryggi, þarfir almennings og atvinnulífs að leiðarljósi.

Meginmarkmið málefnasviðsins er að í opinberri þjónustu verði sjálfsafgreiðsla reglan og að gögn stjórnsýslunnar verði örugg, heilleg, tímanleg og aðeins skráð einu sinni, varin með bestu tæknilegum lausnum á hverjum tíma. Hagskýrslur byggi á áreiðanlegum gögnum, þjóni þörfum upplýstrar umræðu og ákvarðanatöku í samfélaginu og uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar. Þjónusta opinberra aðila byggi á upplýsingakerfum sem mæta síbreytilegum þörfum og tæknilegum kröfum almennings og atvinnulífs. Almenningur og atvinnulíf geti nálgast á einum stað opin gögn með ópersónubundnum upplýsingum, fylgst með ýmsum málum og málaflokkum sem eru til meðferðar í stjórnsýslunni og tekið þátt í gegnsæju umsagnarferli um drög að frumvörpum, reglugerðum og stefnuskjölum. Opinber gögn verði gjaldfrjáls og endurnýtanleg eins og kostur er. Unnið er eftir samræmdu heildarskipulagi opinberra upplýsingakerfa (landsarkitektúr).

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Nr.

Markm

HM #

Mælikvarðar

Staða 2016

Viðmið 2018

Viðmið 2022

1

Bæta gæði,

framboð og aðgengi að opinberum hagtölum, m.a. með viðbótar- breytum, nýjum hagskýrslum og lýsi- gögnum fyrir hagskýrslur, ásamt

kynningarefni

í tengslum við birtingu

hagtalna.

Öll

Fjöldi viðbótar-

breyta og nýrra upplýsinga í hagskýrslur, ásamt aukinni sundurgreiningu í flokka eftir kyni, atvinnu- greinum, starfs- stéttum, menntun, vöru- og þjónustu- flokkum eða

eftir því sem við á í hverju tilviki.

Mikið hefur

áunnist í sundur- greiningu gagna, m.a. eftir kyni.

Meðal nýrra

breyta: Framleiðni vinnuafls brotið niður á atvinnu- greinar.

 

Aukið sundurbrot gagna, sem unnin eru mánaðarlega og ársfjórðungs- lega.

Meðal nýrra

breyta: Ítarlegra manntal, m.a. staðsetning í hús og menntun.

Fjöldi nýrra

hagskýrslna.

Ferðavenju-

rannsókn undirbúin.

Hagskýrslur um

ferðavenjur

Íslendinga og erlendra ferða- manna birtar.

Fyrsti áfangi

hagskýrslna um

umhverfis-

tölfræði birt.

Aðgengi á vef

Hagstofunnar metið á notendafundum

og með gæða- úttektum um innleiðingu meginreglna Eurostat3.

Erfitt er að

sækja mis- munandi töflur sjálf-

virkt og bera þær saman. Uppfylla þarf óskir um að

birta hagtölur frá öðrum

Hægt er að

nálgast hagtölur frá öðrum opinberum

aðilum á vef

Hagstofunnar.

 

Mat á aðgengi í könnun „ Hvað er spunnið í

Viðmót þar

sem hægt er

að sækja sjálf- virkt mismun-

andi töflur og bera þær

saman komið í gagnið. Ítarleg

lýsigögn

(e.metadata)

 

 
 
 

Mat á aðgengi í

könnun „Hvað er spunnið í opinbera vefi?“

opinberum

aðilum.

 

Aðgengi fékk

57 í niður- stöðum

könnunar

„Hvað er spunnið í

opinbera vefi?“ árið

2015.

opinbera vefi?“

er 80.

birt með

öllum hag- skýrslum. Rannsóknir kynntar í tengslum við í birtingu hagtalna.

 

Mat á aðgengi í könnun “Hvað er spunnið í opinbera vefi?“ er 100.

2

Að ljúka

uppsetningu og aðgengi að skilgreindum

gagnasettum á grundvelli grunngerðar land-

upplýsinga (skv. INSPIRE tilskipun4) á Íslandi.

9

Fjöldi gagna-

setta um land- upplýsingar.

 

Staða innleiðinga á viðaukum INSPIRE tilskipunarinnar.

142 skráð

gagnasett með lýsigögnum.

10 birt á

opingogn.is

 

Ný land- upplýsingagátt sett upp til að auðvelda aðgengi og skráningu gagna.

185 skráð

gagnasett með lýsigögnum

 

Gögn fyrir viðauka I og II eru samhæfð kröfum INSPIRE ásamt þjónustu.

Öll skráð gagnasett séu birt á

opingogn.is. Gerð áætlunar um innleiðingu viðauka III.

267(öll) skráð

gagnasett með lýsigögnum

 

Lýsigögn gagna úr viðaukum I, II, og III eru tiltæk. Öll gögn úr við- aukunum verði tiltæk í skoðunar- þjónustu.

Unnið að loka samhæfingu gagna úr

viðauka III við kröfur INSPIRE. Öll skráð

gagnasett séu birt á opingogn.is

3

Að auka

opinbera þjónustu byggða á

sjálfs- afgreiðslu.

 

Ísland.is:

Fjöldi rafrænna auðkenninga í auðkenninga-

þjónustu.

Fjöldi

auðkenninga var 4,4 millj. árið 2016.

Fjöldi

auðkenninga verði 6,5 millj. árið 2018.

Fjöldi

auðkenninga verði 10 millj. árið 2022.

Fjöldi

þjónustuveit- enda/stofnana í

rafrænu

pósthólfi

Ísland.is.

Fjöldi

þjónustuveit- enda/stofnana

í pósthólfi var

6.

Fjöldi

þjónustuveit- enda/stofnana í

pósthólfi verði

15.

Fjöldi

þjónustuveit- enda/stofnana

í pósthólfi

verði 20.

 
 

Í árslok 2017

eru öll vottorð og tilkynningar

 

 

 
 
 
 
 

úr þjóðskrá og

fasteignaskrá afhent með rafrænum hætti á Island.is

 

Stig í

Government usage mælingu WEF 5

4,7

5,0

6,5

4

Koma á

samræmdu skipulagi (samræmdri högun) upplýsinga- kerfa þar sem gætt er sérstaklega að hagkvæmni ásamt öryggi upplýsinga og kerfa til að verjast glæpum og ógnum á netinu.

 

Hlutfall af

frumvörpum, reglugerðum og stefnuskjölum sem fara í opið samráð í samráðsgátt.

Stefnt að

opnun 2017

50% af

stjórnar- frumvörpum sem verða að lögum, í opnu samráði í samráðsgátt í lok 2018

70% af

stjórnar- frumvörpum sem verða að lögum, í opnu samráði í samráðsgátt í lok 2022

Móta og inn-

leiða skipulag og stefnu um högun opinberra upplýsingakerfa

Heildarskipu-

lag upp- lýsingatækni- kerfa

/arkitektúr

ekki til.

Búið að móta

skipulag og stefnu og innleiðing hafin.

Innleiðing nýs

skipulags lokið.

Endurnýjun

helstu grunn- skráa ríkisins

svo þær verði tæknilega og rekstrarlega færar til að

mæta síbreytilegum nútímakröfum.

Undirbúning-

ur fyrir nýtt framleiðslu-

kerfi vegabréfa.

Innleiðing.

Nýtt kerfi

komið í notkun.

Núverandi

þjóðskrárkerfi mætir ekki nútíma- kröfum. Lögheimili einstaklinga eru meðal annars ekki skráð niður á íbúð.

Í árslok 2018

verða einstaklingar skráðir niður á íbúðir og upplýsingar um fjölskylduvensl og forsjá aðgengilegar til að mæta þörfum samfélagsins og draga úr ríkisgjöldum.

Fyrsta áfanga

nýs kerfis lokið og nýtt fyrirkomulag miðlunar upplýsinga úr þjóðskrá komið á.

Viðbúnaður

vegna vaxandi netglæpa.

Úttekt á gæð-

um og öryggi opinberra vefja fram-

kvæmd 2015. Könnun á öryggi upp- lýsinga, kerfa

og neta hjá

Úttekt á gæðum

og öryggi opin- berra vefja framkvæmd

2017. Könnun á öryggi upp- lýsinga, kerfa

og neta hjá

ríkisstofnunum

Aðferðir við

úttektir og kannanir á öryggi endur-

skoðaðar og nýjar úttektir framkvæmdar

2019–2022.

 

 
 
 
 

ríkis-

stofnunum og sveitar- félögum lokið

2016.

og sveitar-

félögum lokið

2018.

 

Námskeið, fræðsluefni, kröfur og viðmið fyrir opinber kerfi kynnt og aðstoð í boð 2017–

2018.

 

 

NR.

Tengist markmiði nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun

Kostnaður

Ábyrgðar- aðili

1

1

Bæta vinnumarkaðstölfræði (SALEK), þ.m.t.

um framleiðni vinnuafls

2017–

2019

 

Hagstofa

Íslands

2

1

Safna upplýsingum um umhverfisskatta og

gjöld, orkuflæðisreikninga og losun gróðurhúsalofttegunda

2017–

2019

 

Hagstofa

Íslands

3

1

Gera rafrænt manntal

2019–

2023

 

Hagstofa

Íslands

4

3

Undirbúa leyfisveitingagátt fyrir nýlega

lagabreytingu á lögum nr.85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

2016-

2019

 

Þjóðskrá

Íslands

5

3

Innleiðing á grunngerð stafrænna

landupplýsinga (INSPIRE).

2018–

2022

 

Land-

mælingar

Íslands

6

5

Móta og innleiða skipulag og stefnu um högun

opinberra upplýsingakerfa (landsarkitektúr).

2017–

2022

 

IRR

7

5

Smíði á nýju þjóðskrárkerfi og viðhald á

núverandi vinnslukerfi þjóðskrár. Koma meðal annars á skráningu og miðlun á upplýsingum

um skráningu einstaklinga í íbúðir.

2017–

2022

 

Þjóðskrá

Íslands

8

5

Kannanir, fræðsluefni, námskeið, ráðgjöf og

tæknilegur búnaður varðandi net- og upplýsingaöryggi og persónuvernd.

2017–

2022

 

IRR

9

5

Stefnumótun fyrir málefnasviðið í heild,

samstarfsvettvangur og mótun fyrirmyndar- forma og skjala sem nýtast öðrum málefna- sviðum auk samhæfingar miðlægra upplýsinga-

tækniverkefna.

2017

 

IRR, UAR

og FJR

 
 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn