Háskólastig

Fjármálaáætlun 2018-2022

1. Umfang

Stjórnarmálefni á þessu málefnasviði ber undir mennta- og menningarmálaráðuneyti. Málefnasviðið skiptist í þrjá málaflokka, en þeir eru:

 • Háskólar.
 • Rannsóknarstofnanir á háskólastigi.
 • Stuðningur við námsmenn.

Háskólar starfa samkvæmt lögum um háskóla nr. 63/2006 og til opinberra háskóla ná að auki lög um opinbera háskóla nr. 85/2008. Háskólar eru sjálfstæðar mennta- og rannsóknarstofnanir sem sinna kennslu, rannsóknum, varðveislu þekkingar, þekkingarleit og sköpun á sviðum  vísinda,  fræða,  tækniþróunar  og  lista.  Háskólar  eru  miðstöðvar þekkingar  og miðlunar hennar og hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi. Þeir styrkja innviði íslensks samfélags og efla samkeppnisstöðu þess. Háskólar mennta nemendur og búa þá undir  að  gegna  störfum  sem  krefjast  faglegra vinnubragða,  þekkingar  og  færni  og  til ábyrgrar þátttöku í lýðræðissamfélagi. Menntun sem háskólar veita tekur mið af þörfum samfélagsins hverju sinni og er bæði fræðilegs eðlis og starfsmiðuð. Háskólar hér á landi eru sjö; fjórir opinberir og þrír einkareknir.

Rannsóknarstarfsemi á háskólastigi er ætlað að efla þekkingarsköpun á ýmsum fræðasviðum auk þess að varðveita og miðla þekkingu. Undir málaflokkinn falla þrjár rannsóknarstofnanir  sem  vinna  allar  í  nánum  tengslum  við Háskóla Íslands;  Raunvísindastofnun, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meina- fræði að Keldum. Enn fremur tilheyrir Stofnun rannsóknarsetra Háskóla Íslands málaflokknum en hún skapar aðstöðu til rannsókna og háskólamenntunar á landsbyggðinni og starfar innan vébanda Háskólans. Rannsóknarsetur sem falla undir stofnunina eru staðsett á Hornafirði, Húsavík, Snæfellsnesi, Ströndum, Suðurlandi, Suðurnesjum, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.

Undir málaflokkinn falla einnig framlög ríkisins til átta rannsóknar-, fræða- og þekkingarsetra á landsbyggðinni, það eru Háskólasetur Vestfjarða, Þekkingarsetrið á Blönduósi, Þekkingarnet Þingeyinga, Austurbrú á Austurlandi, Þekkingarsetrið Nýheimar í Hornafirði,  Þekkingarsetur  Vestmannaeyja,  Háskólafélag  Suðurlands  og  Þekkingarsetur Suðurnesja. Hlutverk setranna er að efla þekkingarstarfsemi og rannsóknir í nærsamfélagi þeirra og eru þau í mörgum tilvikum í töluverðu samstarfi við háskóla og rannsóknarstofnanir. Setrin sinna einnig í sumum tilfellum þjónustu við háskólanemendur, t.d. með því að veita þeim aðstöðu til fjarnáms.

Stuðningur við námsmenn. Undir málaflokkinn fellur Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) sem starfar samkvæmt lögum nr. 21/1992. Meginhlutverk LÍN samkvæmt lögum er að veita nemendum fjárhagslegan stuðning og tryggja þeim tækifæri til náms án tillits til efnahags. Sjóðurinn er einnig tæki til að fjárfesta í menntuðu vinnuafli og alþjóðlegum tengslum þekkingarsamfélagsins.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Á fyrsta áratug aldarinnar óx háskólakerfið hér á landi hratt, nemendafjöldi tvöfaldaðist og alþjóðlegt samstarf jókst til muna. Frá 2011 hefur hins vegar orðið viðsnúningur og hefur nemendum fækkað lítilsháttar á hverju ári. Árið 2015 voru háskólanemar hér á landi tæplega 19.400,  þar  af  voru  konur  rúmlega  12  þúsund  eða  um  63%  og  karlar  37%.  Um  70% stunduðu nám á grunnstigi (grunndiplóma og bakkalárstig) og 30% á framhaldsstigi (viðbótardiplóma, meistara- og doktorsstig). Doktorsnemar við íslenska háskóla hafa verið um 450–480 á undanförnum árum. Ekki verður fjölgun í árgangi 19 ára til tvítugra fyrr en um 2023. Á móti kemur að tímabundin fjölgun verður vegna endurskipulagningar náms til stúdentsprófs á árunum 2018–2020. Talið er að álagið vegna endurskipulagningarinnar verði óverulegt því það kemur á tíma sem nemendum hefði að líkindum haldið áfram að fækka. Heildarfjöldi brautskráðra nemenda hefur verið rúmlega 4.000 undanfarin ár og var hann nærri 4.500 á árinu 2015. Um 47% fólks á aldrinum 30–34 ára hér á landi hefur lokið háskólanámi. Það vekur athygli að töluverður munur er á kynjum; 55% kvenna á þessum aldri hefur lokið háskólanámi en aðeins rúmlega 39% karla. Í takt við fjölgun brautskráninga hefur háskólamenntuðum á vinnumarkaði fjölgað umtalsvert. Rúmlega 95% ungs fólks sem lokið hefur háskólagráðu er virkt á vinnumarkaði og er það hærra hlutfall en í flestum nágrannaríkjum Íslands. Örum vexti háskólakerfisins í upphafi aldarinnar fylgdi töluverð breyting á starfsemi háskólanna, hlutverki þeirra og alþjóðlegum tengslum. Einkum hefur framboð á framhaldsnámi og áhersla á rannsóknir aukist. Þá er töluvert og vaxandi samstarf milli háskóla, fyrirtækja og stofnana. Því má segja að háskólarnir hafi, á síðustu árum, treyst sig í sessi sem miðstöðvar þekkingarsköpunar og -miðlunar í íslensku samfélagi.

Í breytingum síðustu ára felast bæði tækifæri og áskoranir. Innlend háskólastarfsemi hefur á síðustu áratugum færst nær því sem gerist erlendis með auknu framboði náms á öllum stigum,  aukinni  rannsóknarstarfsemi  og  virku  erlendu samstarfi.  Öflugir  háskólar styðja við þekkingarstarfsemi víðs vegar í samfélaginu, mennta og þjálfa fagfólk til starfa í atvinnulífinu, leggja rækt við menningu og samfélagsumræðu og stuðla að nýsköpun. Háskólar flytja enn fremur nýja þekkingu, tækni og aðferðir hingað til lands í gegnum erlent samstarf. Fjármögnun háskóla hefur hins vegar ekki fyllilega fylgt breyttri stöðu og hlutverki háskóla eftir. Þótt framlag ríkisins til háskóla sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (vlf) sé svipað því sem gerist að jafnaði í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), er heildarframlag, þ.e. ríkisframlag og sértekjur, á hvern háskólanema hér á landi töluvert lægra en að meðaltali hjá þessum ríkjum og munar enn meiru ef litið er til hinna Norðurlandanna. Samanburður á kerfinu hér á landi og í nágrannaríkjunum, þ.m.t. hinum Norðurlöndunum, leiðir einnig í ljós að víðast hvar eru aðgangstakmarkanir meiri en hér á landi. Það liggur fyrir að færa þarf háskólakerfið nær því sem gerist á hinum Norðurlöndunum ef tryggja á sambærilega  fjármögnun  á  hvern nemanda  og  gerist  í  nágrannaríkjunum.  Þá  hefur  í erlendum úttektum á rannsóknar- og nýsköpunarkerfinu hér á landi verið bent á að fjármagni og kröftum sé dreift víða og að auka megi skilvirkni, samstarf og gæði í háskólakerfinu með því að stækka stofnanir og skapa þannig öflugri einingar. Enn fremur sé tækifæri hér á landi til að tengja framboð náms við íslenska háskóla betur við þarfir atvinnulífsins fyrir fagmenntað vinnuafl, t.d. með því að laða fleiri nemendur í nám í verkfræði, raun- og tæknigreinum, í kennaranám og með því að efla starfsmenntun á háskólastigi (sjá t.d. úttekt á vegum Evrópskrar ráðgjafanefndar um rannsóknar- og nýsköpunarsvæði Evrópu (ERAC) frá 2014, skýrslu OECD um starfsmenntun á Íslandi „Leikni að loknu námi“ frá 2013 og úttekt ráðgjafahóps undir formennsku Christoffer Taxell fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið frá 2009). Því má segja að ein helsta áskorun háskólakerfisins sé falin í þeirri þróun  að  mun  hærra  hlutfall  fólks  á  atvinnumarkaði  framtíðarinnar  muni  hljóta menntun sína við innlenda háskóla en verið hefur. Það skiptir því verulegu máli fyrir íslenskt samfélag og samkeppnishæfni atvinnulífsins í framtíðinni að kennsla og námsgráður frá innlendum háskólum séu af sambærilegum gæðum og því sem best gerist erlendis. Ljóst er að  langvarandi  aðhald í  fjárheimildum  til  háskóla  á  síðustu  árum  hefur  leitt  til  minni þjónustu við nemendur og stærri nemendahópa. Horfa verður til þess hvernig ná megi mark- miðum um að efla gæði með því að auka skilvirkni í kerfinu, draga úr brotthvarfi nemenda og auka aðgangskröfur í háskóla. Auk þess er mikilvægt að styðja áfram við hreyfanleika nemenda og kennara, bæði frá landinu og hingað til lands.

Menntun kennara fellur undir málefnasviðið enda er hún á ábyrgð háskóla. Um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla gilda lög nr. 87/2008 og í reglugerð nr. 872/2009 er gerð grein fyrir inntaki menntunar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara. Boðið er upp á nám til kennsluréttinda við fjóra háskóla; Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri bjóða nám til kennsluréttinda í leik-, grunn- og framhaldsskólum, Listaháskóli Íslands menntar listgreinakennara og Háskólinn í Reykjavík býður kennaranám í heilsuþjálfun og á sviði íþrótta. Á síðustu árum hefur aðsókn í kennaranám minnkað, endurkomu- og brautskráningarhlutfall kennaranema við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri er almennt fremur lágt og mikil tækifæri til að efla námsframvindu. Meðalaldur starfandi kennara er hár og ljóst að margir reynslumiklir kennarar munu brátt hverfa úr starfi vegna aldurs. Nú er svo komið að háskólarnir ná ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að mæta þörfum fyrir nýliðun á þessum skólastigum.

Starfsemi þekkingarsetra á landsbyggðinni er fjölbreytt og flokkast ýmist undir rannsóknir, menningarstarfsemi, þjónustu við háskóla og símenntun. Setrin gegna mikilvægu hlutverki í nærsamfélagi þeirra, t.d. við að efla rannsóknir á svæðisbundinni menningu, samfélagi og lífríki og við að styðja við staðbundið atvinnulíf. Tækifæri eru til að efla samstarf ráðuneyta um rannsóknar- og þekkingarstarfsemi á landsbyggðinni, m.a. til að efla tengsl við háskóla og stefnu í byggðaþróun almennt. Mikilvægt er að bæta yfirsýn á starfsemi setranna og í kjölfarið skoða með hvaða hætti best megi styðja við gæði og þróun þeirra.

Meginhlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) er að jafna aðgang námsmanna að námi, án tillits til efnahags. Samfélagslegt hlutverk hans takmarkast þó ekki við þetta heldur hefur LÍN einnig verið tæki til að fjárfesta í háskólamenntuðu vinnuafli og alþjóðlegum tengslum þekkingarsamfélagsins, enda veitir LÍN lán til náms við erlenda skóla. Á undanförnum árum hefur meðalupphæð lána hjá LÍN hækkað og eru helstu ástæður þær að meðalnámstími hefur lengst og nemendur fara í dýrara nám bæði innanlands og erlendis. Þá hefur mjög háum námslánum til tiltölulega fámenns hóps lánþega fjölgað. Þetta hefur aukið útlánaáhættu lánasjóðsins töluvert. Framlag ríkisins til námsmanna í gegnum LÍN hefur verið metið 47% af útlánum hvers árs á undanförnum árum. Felst framlagið í lágum vöxtum námslána samanborið við fjármögnunarkjör sjóðsins, töpuðum lánum, t.d. við gjaldþrot lánþega, auk þess sem námslán falla niður við andlát lántaka. Hlutfall framlags ríkisins af heildarnámsstuðningi er svipað því sem gerist á hinum Norðurlöndunum en dreifist með nokkuð öðrum hætti til nemenda. Fyrirkomulagið hér á landi veldur því að hærra hlutfall af framlagi ríkisins rennur til einstaklinga sem taka há lán og fara seint í nám en til þeirra sem hefja nám ungir og taka lægri lán. Að þessu leyti er kerfið hér á landi ógagnsærra en á hinum Norðurlöndunum. Kallað hefur verið eftir breytingum á fyrirkomulaginu á undanförnum árum til efla hlutverk sjóðsins, draga úr fjárhagslegri áhættu hans og stuðla að markvissari og gagnsærri fjárfestingu í menntun.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn fyrir málefnasviðið er að hér á landi starfi öflugir háskólar og rannsóknarstofnanir sem eru virkir þátttakendur í uppbyggingu nútímalegs þekkingarsamfélags. Í þessu felst meðal annars að háskólar bjóði nám sem þjónar samfélagi í örum breytingum og undirbýr nemendur undir þátttöku í atvinnu- og þjóðlífi og að námið sé af sambærilegum gæðum og það sem best gerist erlendis. Í þessu felst einnig að rík tengsl séu milli háskóla og samfélags, á þann hátt að háskólar stuðli að þekkingarsköpun og -miðlun samfélaginu til heilla, s.s. í þágu menntunar, menningar, lýðheilsu, lýðræðis og fjölbreytts atvinnulífs. Enn fremur að íslenskir nemendur haldi áfram að fara utan til náms og að hingað komi erlendir nemendur; að hér á landi séu góðar aðstæður fyrir öflugar rannsóknir og að háskólar og rannsóknarstofnanir séu þátttakendur í alþjóðlegu vísinda- og fræðasamfélagi og að háskólar og rannsóknarstofnanir séu í stakk búin til að takast á við þær flóknu áskoranir sem samfélög nútímans standa frammi fyrir. Háskólar hér á landi starfa í alþjóðlegu samhengi og er mikilvægt að þeir geti laðað til sín fræðimenn og kennara í fremstu röð. Meginmarkmið málefnasviðsins er að efla gæði í starfsemi háskóla, rannsóknarstofnana og þekkingarsetra.

 • Háskólar og rannsóknarstofnanir séu framsæknar þekkingarmiðstöðvar. Mikilvægt er að stuðla að stofnanamenningu þar sem gæði, árangur og skilvirkni eru í fyrirrúmi. Árið 2015 lauk Gæðaráð íslenskra háskóla fyrsta hring úttekta á gæðum kennslu í háskólunum sjö og mun nýr hringur hefjast árið 2017. Unnið hefur verið að því að efla starfsemi Gæðaráðsins og munu nú úttektir þess ekki aðeins ná til kennslu heldur einnig til gæða rannsóknarstarfs. Reynslan af fyrsta hring úttekta leiðir í ljós að bæði vinna við innra gæðamat sem unnið er í tengslum við úttektir Gæðaráðs sem og niðurstöður úttektanna sjálfra hafa nýst háskólunum til að efla og bæta starf sitt. Ráðuneytið skoðar nú leiðir til að tengja niðurstöður úttekta Gæðaráðs betur við viðurkenningar háskóla.
 • Til framtíðar að efla gæði háskólastarfs svo þau verði sambærileg því sem best gerist í nágrannalöndunum. Greina þarf hvort verðflokkar reiknilíkans háskóla endurspegli nægilega vel kostnað við kennslu en í núverandi fyrirkomulagi er hvati til að fjölga nemendum, fækka námskeiðum, einfalda þau og stækka fremur en huga að gæðum. Núverandi fyrirkomulag er óhagstætt fyrir nám sem þar sem hópar eru litlir, jafnvel þótt litið sé á námið sem mikilvægt frá sjónarhóli atvinnulífs og samfélags. Dæmi um þetta er tungumálanám og ýmsar raungreinar, t.d. eðlisfræði og stærðfræði. Nýtt reiknilíkan þarf að hvetja til áherslu á aukin gæði náms. Í þessu felst m.a. að vinna áætlun um hversu marga nemendur ríkið getur greitt fyrir miðað við kröfur um gæði og fjölbreytni í háskólanámi. Enn fremur liggur fyrir að endurskoða lög um háskóla nr. 63/2006 og lög um opinbera háskóla nr. 85/2008 til að styðja betur við innra og ytra gæðastarf skólanna og til að tengja þau betur við alþjóðlegar skuldbindingar við gagnkvæma viðurkenningu háskólanáms.
 • Fyrir liggur að endurskoða lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda nr. 87/2008.
 • Efla árangur og skilvirkni rannsóknarstofnana og þekkingarsetra. Rannsóknarstofnanir og þekkingarsetur eru hluti af innlendu og alþjóðlegu vísinda- og fræðasamfélagi og mikilvægt að þau miðli þekkingarstarfsemi sinni með fjölbreyttum hætti, bæði til að efla skilning á fræðum og vísindum og til að hagnýta rannsóknir til hagsbóta fyrir nærsamfélag, atvinnulíf og landið allt. Á árunum 2017–2021 verður hús íslenskunnar reist og mun það hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auk íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Mun  húsið  efla  starfsemi  á  sviði íslensku og íslenskrar menningar, m.a. með verulega bættri aðstöðu fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á fornum íslenskum skinnhandritum. 
 • Endurskoða lög um stuðning við námsmenn. Lánasjóður íslenskra námsmanna haldi áfram að stuðla að jöfnu aðgengi að námi óháð efnahag og því að íslenskir námsmenn fari utan til að afla sér menntunar og reynslu við erlenda háskóla. Stefnt er að því að taka upp námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd og að námsaðstoð LÍN verði miðuð við fulla framfærslu.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Háskólar. Til að uppfylla meginmarkmið málefnasviðsins eru tvö markmið skilgreind sérstaklega fyrir málaflokkinn.

 1. Auka gæði í starfsemi háskóla, rannsóknarstofnana og þekkingarsetra. Áherslur ráðuneytisins  til  að  efla gæði  á  tímabilinu 2018–2022  eru  fimm.  Í  fyrsta  lagi  að Gæðaráð íslenskra háskóla ýti úr vör á árinu 2017 öðrum hring úttekta á gæðum og þær verði víkkaðar  út  til  gæða  rannsóknarstarfs.  Í  öðru  lagi  að  endurskoða reiknilíkan háskóla svo það styðji betur við gæðastarf háskólanna. Í þriðja lagi að innleiða upplýsingakerfi um rannsóknir í alla háskóla og rannsóknarstofnanirnar til að auka yfirsýn yfir afurðir af þekkingarstarfsemi þeirra. Í fjórða lagi að endurskoða lög um háskóla til að styðja betur við innra og ytra gæðastarf skólanna og til að tengja þau betur við alþjóðlegar skuldbindingar við gagnkvæma viðurkenningu háskólanáms. Í fimmta lagi að háskólarnir haldi áfram að efla alþjóðlegt samstarf, t.d. með því að hvetja til hreyfanleika nemenda, kennara og annars starfsfólks og með því að auka sókn í erlendar samstarfstarfsáætlanir. Einnig er vísað til málaflokks 7.1; vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum.
 2. Efla samstarf háskóla og tengsl við önnur skólastig, atvinnulíf og samfélag. Í erlendum úttektum á mennta-, vísinda- og nýsköpunarkerfinu hér á landi hefur ítrekað verið bent á að kerfið sé brotakennt og að víða sé þörf á að efla samstarf og samþættingu til að auka skilvirkni. Bent hefur verið á að auka þurfi tengsl milli þarfa vinnu- markaðarins, námsframboðs og brautskráninga, t.d. sé hlutfall verk-, tækni- og raungreinamenntaðra lágt. Eitt skref sem stigið verður til að bregðast við þessu er að líta til þess hvernig hvetja megi til meiri verklegrar kennslu og verkefna í samstarfi við atvinnulíf og stofnanir í endurskoðun reiknilíkans háskóla. Í öðru lagi verður unnið að því að skoða fýsileika svokallaðs fagháskólanáms með þróunarverkefni sem miðar að því að efla samstarf háskóla, atvinnulífs og framhaldsskóla um starfsmenntun á háskólastigi. Á árinu 2017 verður 100 m.kr. veitt í þróunarverkefni um fagháskólanám. Skref var stigið í þessa átt þegar lögreglunám var flutt á háskólastig haustið 2016. Í þriðja lagi verður því beint til háskóla og rannsóknarstofnana að þær leiti leiða til að efla samstarf sín á milli á sviði kennslu og rannsókna, er hér einnig átt við starfsemi þekkingarsetra á landsbyggðinni en þau falla undir málaflokk 21.2; rannsóknarstarfsemi á háskólastigi. Þetta verði t.d. gert með sameiginlegum umsóknum í erlendar samstarfs- áætlanir eða með auknu samstarfi á sviði rannsóknarinnviða en þeir falla undir mála- flokk 7.1; vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum.
 3. Bæta nýliðun kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Unnið verður að því að fjölga nemendum í kennaranámi, körlum jafnt sem konum, og draga úr brotthvarfi nemenda úr námi. Einn þáttur í að efla nýliðun er að endurskoða kennaramenntun og efla hana með þarfir kennaranema, skóla á öllum skólastigum og samfélagsins alls í huga. Vísað er til umfjöllunar á málefnasviðum 20; framhaldsskólastig og 22; önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og menningarmála.
Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Auka gæði í
starfsemi háskóla,
rannsóknar- stofnana og þekkingarsetra
4.3
Fjöldi árs-
nemenda á hvert ársverk
akademískra starfsmanna (fastráðinna og stundakennara),
eftir skólum.
Árið 2015 var
fjöldi ársnemenda á hvert
ársverk að meðaltali 11,7 og röðuðu þeir sér á bilið 3,8-17.
Fjöldi ársnem-
enda á hvert ársverk verði
ekki hærra en
15 hjá einstökum stofnunum.
Fjöldi ársnem-
enda á hvert ársverk verði
ekki hærri en
13 hjá einstökum stofnunum.
Meðalfjöldi
birtinga í ISI
tímaritum, á hvert ársverk
akademískra starfsmanna.
Meðalfjöldi
var 1,1 grein á hvert ársverk.
Meðalfjöldi
verði 1,2 greinar á hvert ársverk.
Meðalfjöldi
verði 1,4 grein á hvert
ársverk.
2
Efla samstarf
háskóla og tengsl við önnur skóla-
stig, atvinnulíf og samfélag.
4.4
Hlutfall braut-
skráninga úr verk,- tækni- og raungreinum af
heildarfjölda brautskráninga af bakkalár- og meistarastigi.
Árið 2015 var
hlutfall braut- skráninga úr þessum
greinum
15,7%.
Hlutfall braut-
skráninga úr þessum greinum verði 16%.
Hlutfall braut-
skráninga úr þessum greinum verði
18%.
Hlutfall umsók-
na, af heildar- fjölda umsókna, um rannsóknar-
styrki í opinbera samkeppnissjóði með aðkomu a) tveggja eða
fleiri innlendra skóla eða b) innlendra há- skóla og stofn-
ana eða fyrirtækja.
Upplýsingar
liggja ekki fyrir.
Fer eftir stöðu
2017.
Fer eftir
viðmiði 2018.
3
Bæta nýliðun
kennara í
leik-, grunn- og framhalds- skólum.
4.c
Kyngreindur
fjöldi nýnema í kennaranámi á meistarastigi.
Upplýsingar
liggja ekki fyrir.
Fer eftir stöðu
2017.
Fer eftir
viðmiði 2018.
 
 
 
Kyngreint
hlutfall kennara yngri en 40 ára af heildarfjölda
kennara á hverju
skólastigi.
Hlutfall
kennara yngri en 40 ára var
30% á leik- skólastigi,
28% á grunn- skólastigi og
24% á framhalds-
skólastigi.
Hlutfall kennara
yngri en 40 ára verði 33% á leikskólastigi,
30% á grunn-
skólastigi og
28% á fram- haldsskólastigi.
Hlutfall
kennara yngri en 40 ára verði 40% á
leikskólastigi,
37% á grunn- skólastigi og
32% á framhalds-
skólastigi.
Nr.
Tengist markmiði
nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
*
Ábyrgðar- aðili
1
1
Endurskoða reiknilíkan háskóla.
2017–
2018
 
MRN
2
1
Endurskoða lög um háskóla nr. 63/2006 og lög
um opinbera háskóla nr. 85/2008, í samráði við hagsmunaaðila. Í endurskoðuninni verður m.a.
litið til gæðamála og alþjóðlegra skuldbindinga
Íslands um viðurkenningu á menntun og hæfi.
2017
 
MRN
3
1
Gera sértækar úttektir á gæðum fjarnáms og
meistaranáms, þvert á háskóla og bregðast við niðurstöðum.
2019
 
MRN
4
2
Ýta úr vör þróunarverkefni um fagháskólanám
á grundvelli tillagna starfshóps og vinna nánar að mati á fýsileika námsins, útfærslu þess og
skipulagi. Í því felst einnig að skilgreina
raunfærnimat á háskólastigi og gera tillögu um innleiðingu þess.
2017–
2019
 
MRN
5
2
Gera úttekta á lögreglunámi á háskólastigi.
2017–
2019
 
MRN
6
3
Gera aðgerðaáætlun um nýliðun kennara til
framtíðar, í samráði við hagsmunaaðila.
2018–
2019
 
MRN
7
3
Breyta lögum um menntun og ráðningu
kennara og skólastjórnenda nr. 87/2008 og endurskoða reglugerð um inntak menntunar
leik-, grunn- og framhaldsskólakennara.
2018–
2019
 
MRN

*Ráðuneytið birtir að þessu sinni ekki áætlaðan kostnað við einstaka aðgerðir. Það er mat ráðuneytisins að samræmdar verklagsreglur um hvernig skuli áætla fyrir slíkum kostnaði þurfi að liggja fyrir eigi slíkt að yfirlit að hafa það upplýsingagildi sem að er stefnt. Almennt er verkbókhald ekki haldið og því viðbúið að talsvert misræmi sé í því hvernig kostnaðurinn er áætlaður. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir að framkvæmd þeirra aðgerða sem tilgreindar eru rúmist innan fjárveitinga til viðkomandi ábyrgðaraðila.

Rannsóknarstarfsemi á háskólastigi. Til að uppfylla meginmarkmið málefnasviðsins er eitt markmið skilgreint sérstaklega fyrir málaflokkinn.

1.  Efla tengsl þekkingarsetra á landsbyggðinni við háskóla og rannsóknarstofnanir, staðbundið atvinnulíf og samfélag. Í dag starfa þekkingarsetur víða um land og sinna þau fjölbreyttri starfsemi sem byggir gjarnan á svæðisbundinni sérstöðu samfélags, atvinnulífs og náttúru. Mikilvægt er að efla þekkingu á starfsemi hinna ólíku setra, m.a. með tilliti til verkefna, samstarfs, faglegra tengsla, fjármögnunar, skipulags og hlutverks. Tilgangurinn er að auka skilning á því hvernig efla megi samstarf þeirra á milli, við háskóla og rannsóknarstofnanir og nýta aðstöðu þeirra og mannauð sem best.

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Efla tengsl
þekkingarsetra á landsbyggðinni við
háskóla og rannsóknar-
stofnanir, staðbundið atvinnulíf og samfélag.
4.3
Fjöldi samstarfssamninga þriggja eða fleiri
aðila (þekkingarsetra, há- skóla/rannsókn-
arstofnana og fyrirtækja) eftir landshlutum.
Upplýsingar
liggja ekki fyrir.
Fer eftir stöðu
2017.
Fer eftir
viðmiði 2018.
Nr.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
*
Ábyrgðar- aðili
1
1
Kortleggja starfsemi rannsóknar-, fræða- og
þekkingarsetra og í kjölfarið móta stefnu um starfsemi þeirra, í samráði við setrin, háskóla
og nærsamfélagi.
2018
 
MRN

 

*Ráðuneytið birtir að þessu sinni ekki áætlaðan kostnað við einstaka aðgerðir. Það er mat ráðuneytisins að samræmdar verklagsreglur um hvernig skuli áætla fyrir slíkum kostnaði þurfi að liggja fyrir eigi slíkt að yfirlit að hafa það upplýsingagildi sem að er stefnt. Almennt er verkbókhald ekki haldið og því viðbúið að talsvert misræmi sé í því hvernig kostnaðurinn er áætlaður. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir að framkvæmd þeirra aðgerða sem tilgreindar eru rúmist innan fjárveitinga til viðkomandi ábyrgðaraðila.

Stuðningur við námsmenn. Þrjú markmið eru skilgreind sérstaklega fyrir málaflokkinn.

1.  Jafnari og gagnsærri dreifing á framlagi ríkisins til nemenda. Framlag ríkisins til námsmanna í gegnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hefur verið metið 47% af útlánum hvers árs á undanförnum árum. Annars vegar felst framlag eða styrkur ríkisins aðallega í því að vextir eru 1% lægri en meðalvextir við fjármögnun sjóðsins (3,69%,

2014–2015) og hins vegar í að lánin falla niður við andlát lánþega. Að auki eru afborganir af lánum sjóðsins tekjutengdar og því er greiðsluflæði lánanna ekki þekkt þótt greitt sé reglulega af þeim. Styrknum er mjög misskipt á milli einstaklinga þar sem stærstur hluti hans fer til þeirra sem taka hæstu lánin og fara seint í nám en þeir sem hefja nám ungir og taka hóflegri lán eru líklegri til að greiða námslán sín til baka að fullu. Það er markmið ráðuneytisins að gera dreifingu styrksins gagnsærri og jafnari og með því bregðast við ábendingum Ríkisendurskoðunar um fjárhagslega áhættu sjóðsins.

2. Hækka námsaðstoð að framfærsluviðmiði. Meginmarkmið LÍN, að tryggja að allir námsmenn fái tækifæri til náms án tillits til efnahags, verður treyst með því að hækka námsaðstoð úr 93% af framfærsluviðmiði sjóðsins í 100%.

3. Bætt námsframvinda nemenda í háskólum. Bætt námsframvinda dregur úr skuldsetningu nemenda og stuðlar að bættri nýtingu fjármuna í menntakerfinu og aukinni skilvirkni. Slíkt svigrúm má nýta til að auka þjónustu við nemendur og efla gæði kennslu. Til að stuðla að bættri námsframvindu er stefnt að því, með nýjum lögum um LÍN, að nemendur sem geta sýnt fram á fulla námsframvindu eigi rétt á námsstyrk til framfærslu meðan á skólaárinu stendur.

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Jafnari og
gagnsærri dreifing á
framlagi ríkisins til nemenda.
4.3
Mælikvarði ekki
skilgreindur.
 
Skilgreina
mælikvarða og setja viðmið.
Fer eftir
viðmiði 2018.
2
Hækka
námsaðstoð að framfærslu- viðmiði.
4.3
Hámarkshlutfall
námsaðstoðar af framfærsluviðm iði.
Hlutfall
námsaðstoðar af framfærsluviðmiði var 93%.
Hlutfall verði
100%.
Viðmiði náð.
3
Bætt náms-
framvinda nemenda í
háskólum.
4.3
Hlutfall nem-
enda sem hefur lokið bakkalár-
gráðu fjórum árum eftir að námið hófst.
Upplýsingar
liggja ekki fyrir.
Fer eftir stöðu
2017.
Fer eftir
viðmiði 2018.

 

Nr.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
*
Ábyrgðar- aðili
1
1, 2 og 3
Endurskoða lög um lánasjóð íslenskra námsmanna nr. 21/1992.
2017–
2018
 
MRN

*Ráðuneytið birtir að þessu sinni ekki áætlaðan kostnað við einstaka aðgerðir. Það er mat ráðuneytisins að samræmdar verklagsreglur um hvernig skuli áætla fyrir slíkum kostnaði þurfi að liggja fyrir eigi slíkt að yfirlit að hafa það upplýsingagildi sem að er stefnt. Almennt er verkbókhald ekki haldið og því viðbúið að talsvert misræmi sé í því hvernig kostnaðurinn er áætlaður. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir að framkvæmd þeirra aðgerða sem tilgreindar eru rúmist innan fjárveitinga til viðkomandi ábyrgðaraðila.

 

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn