Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Fjármálaáætlun 2018-2022

1. Umfang

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra velferðarráðuneytisins. Það skiptist í fjóra málaflokka, en þeir eru:

  • Heilsugæsla.
  • Sérfræðiþjónusta og hjúkrun.
  • Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun.
  • Sjúkraflutningar.

Heilsugæsla. Almennt er miðað við að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Heilsugæsluþjónustu veita Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, heilsugæslusvið heilbrigðisstofnana heilbrigðisumdæma og einkareknar heilsugæslustöðvar. Auk þess sinna sjálfstætt starfandi heimilislæknar ákveðnum þáttum heilsugæsluþjónustu. Undir starfsemi heilsugæslunnar falla almennar lækningar, hjúkrun, þar með talin heimahjúkrun, heilsuvernd og forvarnir, bráða- og slysamóttaka og önnur heilbrigðisþjónusta sem veitt er á vegum heilsugæslustöðva.

Sérfræðiþjónusta og hjúkrun. Sérfræðiþjónustu og hjúkrun, þar með talin heimahjúkrun, utan sjúkrahúsa veita sérgreinalæknar, tannlæknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og ljósmæður. Þjónustan er almennt veitt á grundvelli samninga viðkomandi faghópa við Sjúkratryggingar Íslands og nær til rannsókna og meðferða. Allir landsmenn skulu hafa aðgang að slíkri sérhæfðri þjónustu óháð búsetu og efnahag, með þjónustu í heilbrigðisumdæmum aðgengi að starfsstöðvum þeirra er veita sérfræðiþjónustu eða með fjarheilbrigðisþjónustu.

Starfsemi sjúkrahótels fellur undir þennan þátt. Sjúkrahótel er ætlað þeim sjúklingum sem dvelja þurfa fjarri heimili vegna rannsókna og meðferða. Einnig þeim sem lokið hafa sérhæfðri meðferð á sjúkrahúsi en eru enn í virkri meðferð og geta ekki dvalið á heimili sínu eða búa fjarri sérhæfðu sjúkrahúsi.

Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun. Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun utan sjúkrahúsa veita sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og talmeinafræðingar. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands heyrir einnig undir þennan þátt. Þjónustan er almennt veitt á grundvelli samninga viðkomandi faghópa við Sjúkratryggingar Íslands. Allir landsmenn skulu hafa aðgang að slíkri sérhæfðri þjónustu óháð búsetu og efnahag, með þjónustu í heilbrigðisumdæmum, aðgengi að starfsstöðvum þeirra er veita sérfræðiþjónustu eða með fjarheilbrigðisþjónustu.

Sjúkraflutningar. Til sjúkraflutninga teljast allir flutningar sjúkra og slasaðra utan sjúkrahúsa, á landi og í lofti. Þjónustan er veitt af rekstraraðilum sem starfa samkvæmt samningum eða á vegum heilbrigðisstofnana. Undir þennan málaflokk falla einnig ferðir innanlands sem greiddar eru á grundvelli reglugerðar um ferðakostnað.

Helstu lög sem gilda um málefnasviðið eru lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lög um sjúkratryggingar, nr. 112/2008.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Nýtt fjármögnunarkerfi hefur verið tekið upp innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hluti af því ferli var endurnýjun á gæða- og þjónustukröfum er varðar þjónustu heilsugæslunnar. Í kjölfar útboða var samið við tvo nýja rekstraraðila um rekstur einkarekinna heilsugæslustöðva í Reykjavík.

Heimahjúkrun hefur verið efld víða um land með viðbótarfjármagni og aukinni mönnun. Kvöld- og helgarþjónustu var komið á eða styrkt í flestum stærri sveitarfélögum á landsbyggðinni.

Sálfræðiþjónusta í heilsugæslunni hefur verið efld verulega í kjölfar stefnu í geðheilbrigðismálum. Miðað er við að ein staða sálfræðings sé innan heilsugæslunnar fyrir hverja 9.000 íbúa.

Helstu áskoranir málefnasviðsins í heild tengjast breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar en hlutfallsleg fjölgun aldraðra er meiri en fjölgun landsmanna. Einnig þarf að bregðast við aukinni sjúkdómabyrði og áhættuþáttum vegna lífsstílstengdra sjúkdóma og kröfu um öruggari og aðgengilegri heilbrigðisþjónustu.

Fjölgun ferðamanna er einnig áskorun fyrir heilbrigðisþjónustuna. Komum ferðamanna á heilbrigðisstofnanir hefur fjölgað um allt að 350% milli áranna 2012 og 2016 og á Landspítala voru tæplega 10% rýma á gjörgæslu nýtt af ferðamönnum árið 2016. Ferðamannafjöldinn er mestur á sumrin þegar heilbrigðisstarfsmenn taka sumarfrí. Nauðsynlegt er að greina þörf ferðamanna fyrir sjúkrahúsþjónustu og gera áætlun um að styrkja innviði og mæta þörfum ferðamanna án þess að það komi niður á þjónustu við landsmenn.

Aðrar áskoranir snúa að mikilvægi þess að bæta markvisst samstarf milli sérhæfðra sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og tryggja sem best jafnan aðgang allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, meðal annars með fjarheilbrigðisþjónustu.

Vinna þarf heildstæða stefnu í sjúkraflutningum á landi og í lofti.

Í maí 2017 mun nýtt greiðsluþátttökukerfi taka gildi sem hefur áhrif á kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Markmiðið er að verja sjúklinga fyrir háum kostnaði  vegna  heilbrigðisþjónustu  og felur  í  sér  hámarksþak á hlutdeild einstaklinga í kostnaði.

Mönnun heilbrigðisþjónustunnar verður áfram áskorun. Heilbrigðisstofnanir utan höfuð- borgarsvæðisins hafa átt í erfiðleikum með að manna stöður heilsugæslulækna, sálfræðinga og jafnvel fleiri fagaðila. Heilsugæslulæknar starfa í auknum mæli sem verktakar á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni sem getur leitt til minni samfellu í þjónustunni.

Umtalsverður hluti nokkurra heilbrigðisstétta mun hefja töku lífeyris á næstu árum en nýliðun í þessum stéttum hefur ekki verið nægileg til að mæta því. Þá leita heilbrigðisstarfsmenn í störf utan heilbrigðisþjónustunnar. Greina þarf stöðu mála, gera mannaflaspá og áætlun um leiðir til að tryggja nægan mannafla fyrir heilbrigðisþjónustuna.

Helstu sértæku áskoranir heilsugæslunnar eru að biðtími eftir viðtali við lækna er oft of langur. Greina þarf ástæður þessa og bregðast við, meðal annars með auknu aðgengi íbúa að öðrum fagstéttum innan heilsugæslunnar og aukinni teymisvinnu.

Helstu sértæku áskoranir sérfræðiþjónustu og hjúkrunar eru mismunandi aðgengi landsmanna að sérfræðiþjónustu. Þá hefur þörf fyrir sérhæfða heilbrigðisþjónustu í heimahúsum vaxið samhliða því að aldraðir búa lengur á eigin heimili.

Bregðast þarf við viðvarandi hækkun á gjaldalið sérfræðilæknaþjónustu hjá Sjúkratryggingum Íslands og að undirbúa nýjan samning við sérgreinalækna.

Helstu sértæku áskoranir vegna sjúkra-, iðju- og talþjálfunar eru að fjölgun aldraðra kallar á aukna þjálfun til að fyrirbyggja færnitap. Einnig mun fólki með tímabundna eða varanlega færniskerðingu fjölga vegna betri meðferðar eftir áföll eða slys. Þá er skortur á talmeinafræðingum og vaxandi þörf á að sinna tannheilsu eldri borgara og öryrkja.

Helstu  sértæku  áskoranir  varðandi  sjúkraflutninga  eru  vaxandi  þörf  fyrir  þjónustuna vegna breytinga á skipulagi heilbrigðisþjónustu og gríðarlegrar aukningar ferðamanna hér á landi. Þá eru gerðar auknar kröfur um færni og þekkingu sjúkraflutningamanna sem tengjast fyrstu viðbrögðum við sjúkdómsástandi eða slysum.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn málefnasviðsins er að heilbrigðisþjónusta sé samþætt og samfelld á öllum þjónustustigum sem byggist á heildstæðri stefnu í heilbrigðisþjónustu.

Landsmenn hafi sem jafnastan aðgang að þeim þjónustuþáttum sem undir málefnasviðið falla, óháð efnahag, menningarlegum bakgrunni og búsetu.

Upplýsingar um þjónustuna séu aðgengilegar og þjónustan skipulögð samkvæmt þörfum sjúklinga og í samráði við þá.

Þjónustan byggist á þverfaglegri teymisvinnu á öllum sviðum og að aðgengi að þjónustu fagstétta sé gott, þar á meðal að þjónustu sérfræðilækna og annarra sérhæfðra faghópa.

Starfsumhverfi  í  heilbrigðisþjónustu  um allt  land  laði  að  hæft  starfsfólk  og  hæfileg mönnun sé tryggð.

Möguleikar fjarheilbrigðisþjónustu á öllum stigum þjónustunnar, bæði í þéttbýli og dreifbýli, séu nýttir.

Meginmarkmið er að heilsugæsla verði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Sjúklingar njóti þjónustu á því þjónustustigi og hjá þjónustuaðila sem sé best til þess fallinn að leysa vanda hans. Öryggi og gæði þjónustunnar samrýmist bestu þekkingu.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Heilsugæsla. Þrjú markmið hafa verið skilgreind fyrir málaflokkinn.

1.  Skilvirkari þjónusta fyrir sjúklinga sem leita til heilsugæslu. Sjúklingar sem óska eftir þjónustu heilsugæslunnar hafa margþætt vandamál, sum læknisfræðileg, önnur sálræn, tengd lífsstíl, stoðkerfi og svo framvegis. Til að nýta sem best þekkingu hverrar heilbrigðisstéttar og veita sem besta heilbrigðisþjónustu á réttum tíma og á sem hagkvæmastan hátt er mikilvægt að sjúklingar geti haft aðgang að þverfaglegri þjónustu og þeim þjónustuaðilum sem þörf er á hverju sinni. Sjúklingar geti til dæmis leitað til sálfræðings vegna geðheilbrigðisvanda, til næringarfræðings vegna ofþyngdar og til sjúkraþjálfara   vegna   stoðkerfisvandamála.   Aukið   aðgengi   sjúklinga   að   öðrum faghópum en læknum getur einnig leitt til þess að biðtími eftir viðtali hjá lækni styttist, en biðtíminn hefur víða verið of langur.

2. Bætt aðgengi sjúklinga að fjölbreyttri geðheilbrigðisþjónustu óháð efnahag og búsetu. Rannsóknir hér á landi og erlendis hafa sýnt að í hátt í þriðjungi heimsókna á heilsugæslustöðvar kemur fram vandi vegna geðraskana. Í þingsályktun um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára frá 2016 er meðal annars sett fram áætlun um að fjölga geðheilsuteymum á höfuðborgarsvæðinu og koma slíkum teymum á fót í þeim landshlutum þar sem þau eru ekki þegar til staðar fyrir árslok 2019.

3.  Aukin fræðsla og stuðningur í boði fyrir sjúklinga varðandi lífsstíl og lífsstílstengda sjúkdóma. Dauðsföll af völdum ósmitnæmra sjúkdóma eru vaxandi vandamál um allan heim. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur bent á að 38 milljónir manna deyi árlega af þeirra völdum.80  Til ósmitnæmra sjúkdóma teljast meðal annars hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, sykursýki og langvinn lungnateppa. Þessa sjúkdóma má tengja áhættuþáttum eins og offitu, hreyfingarleysi, óhollu mataræði, reykingum og fleiru. Í gögnum frá Embætti landlæknis kemur fram að offita fer vaxandi hér á landi en árið 2012 töldust 22,2% Íslendinga of feit, þ.e. voru með líkamsþyngdarstuðul 30 eða hærri.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Skilvirkari
þjónusta fyrir sjúklinga sem
leita til heilsugæslu
 
Fjöldi faghópa
starfandi í heilsugæslunni
Fjórir til fimm
faghópar, misjafnt eftir
heilbrigðisum dæmum
Að lágmarki
fimm faghópar starfandi í heilsugæslunni í hverju heilbrigðisumdæmi
Að lágmarki
sex faghópar starfandi í
heilsugæslunni í hverju heilbrigðisumdæmi
Skráning
samskipta við einstaka faghópa
Liggur fyrir á
einstökum stöðvum
Hlutfall samskipta við faghópa verður reiknað árið
2017 og viðmið skilgreind í framhaldi af niðurstöðum
Verður sett í
framhaldi af útreikningum á viðmiði 2018
2
Bætt aðgengi
sjúklinga að fjölbreyttri geðheilbrigðisþjónustu óháð efnahag og búsetu
3.4
Fjöldi faghópa
sem hafa þekkingu á meðferð
geðvanda
Að lágmarki
tveir í hverju heilbrigðis- umdæmi
Að lágmarki
þrír í hverju heilbrigðis- umdæmi
Að lágmarki
fjórir í hverju heilbrigðisumdæmi
Fjöldi
stöðugilda sálfræðinga í
heilsugæslu
22,5
28
40
Innleiðing á
verkefninu
„Tölum við börnin“
Innleiðing
ekki hafin
Innleiðingu
lokið hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Innleiðingu
lokið á 70% heilsugæslustöðva
3
Aukin fræðsla og stuðningur í boði fyrir sjúklinga
varðandi lífs-
3.4.
Fræðsluefni um
lífsstíl og lífsstílstengda sjúkdóma er
aðgengilegt á
Misjafnt eftir
heilsugæslu- stöðvum og heilbrigðis-
umdæmum
Fræðsluefni um
lífsstíl og lífsstílstengda sjúkdóma er
aðgengilegt á
 

 

 
stíl og lífsstíls-
tengda sjúkdóma
 
öllum
heilsugæslustöðvum
 
öllum heilsugæslustöðvum í öllum heilbrigðis- umdæmum
 
Sjúklingar geta
bókað tíma hjá næringarfræðing
i á sinni heilsugæslustöð
 
Næringarfræðingar starfandi á a.m.k. helmingi
heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu
Næringarfræðingar starfandi á öllum
heilsugæslustöðvum á höfuðborgar- svæðinu og á
a.m.k. einni heilsugæslustöð í hverju heilbrigðisumdæmi á landsbyggðinni
Nr.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1, 2 og 3
Gerð stefnu í málaflokknum sem hluti af
heildstæðri stefnu í heilbrigðisþjónustu
2017–
2019
 
Velferðar-
ráðuneytið
2
1
Markvisst unnið að fjölgun faghópa sem starfa
í heilsugæslunni, til dæmis sálfræðinga, sjúkraþjálfara og næringarfræðinga, og teymisvinna aukin
2018–
2022
 
Yfirstjórn
heilsu- gæslu
3
1
Upplýsingar um þjónustu sem er í boði á
heilsugæslustöðvum aðgengilegar fyrir sjúklingana, til dæmis á vef heilsugæslustöðvar
2018–
2022
 
Yfirstjórn
heilsu- gæslu
4
1 og 2
Árangursvísar skilgreindir og viðmið þróuð í
samvinnu við hagsmunaaðila
2018–
2019
 
Velferðar-
ráðuneytið
5
2
Markvisst unnið að fjölgun faghópa sem hafa
þekkingu á meðferð geðvanda
2018–
2022
 
Yfirstjórn
heilsu- gæslu
6
3
Unnið að því að fá næringarfræðinga til starfa í
heilsugæslunni sem hafi beina móttöku og sinni fræðslu til sjúklinga
2018–
2022
 
Yfirstjórn
heilsu- gæslu

Sérfræðiþjónusta og hjúkrun. Þrjú markmið hafa verið skilgreind fyrir málaflokkinn.

1.  Lækka í áföngum hlutfall greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir heilbrigðisþjónustu. Í maí 2017 mun nýtt greiðsluþátttökukerfi taka gildi sem hefur áhrif á kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Markmiðið er að verja sjúklinga fyrir háum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu og felur í sér hámarksþak á hlutdeild einstaklinga í kostnaði.

2.  Jafna aðgengi sjúklinga um land allt að sérfræðiþjónustu og hjúkrun óháð búsetu og efnahag. Starfsstöðvar þeirra fagaðila sem veita sérfræðiþjónustu og hjúkrun samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands eru flestar í Reykjavík. Samantektir Sjúkratrygginga Íslands sýna að aðsókn að sérfræðilæknaþjónustu er mjög misjöfn eftir búsetu sjúklinga.

3.  Auka hlutfall þeirra sjúklinga sem fá sérhæfða hjúkrun á heimilum sínum í samræmi við mat á þörf. Mikilvægt er að gera öldruðum kleift að búa sem lengst á eigin heimili með viðeigandi heilbrigðis- og félagsþjónustu. Fjölgun aldraðra með fjölþætt heilsufarsvandamál kallar á aukna sérhæfða hjúkrunarþjónustu á heimilum fólks ef draga á úr þörf fyrir flutning á hjúkrunarheimili eða legu á sjúkrahúsum eftir að meðferð er lokið.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Lækka í
áföngum greiðsluþátt-
töku sjúklinga fyrir heilbrigðisþjónustu
 
Hlutfall
greiðslna einstaklinga af
heildar heilbrigðiskostnaði skv. samræmdu
viðmiði OECD
Samkvæmt
upplýsingum
Hagstofu
Íslands var þetta hlutfall
18% árið 2015
Verður ákveðið
þegar niðurstaða ársins 2017
liggur fyrir
Verður
ákveðið þegar niðurstaða
ársins 2018 liggur fyrir
2
Jafna aðgengi
sjúklinga um land allt að
sérfræðiþjónustu og hjúkrun
 
Notkun
sérfræðiþjónustu eftir
búsetu, hlutdeild
Höfuðborgar-
svæðið 64%, utan
höfuðborgar-
svæðis 36%
Höfuðborgar-
svæðið 62%, utan höfuð-
borgarsvæðis
38%
Höfuðborgar-
svæðið 58%, utan höfuð-
borgarsvæðis
42%
3
Auka hlutfall
þeirra sjúklinga sem fá sérhæfða
hjúkrun á heimilum sínum í samræmi við
mat á þörf
 
Fjöldi sjúklinga
sem fá sérhæfða heimahjúkrun
Var ekki
formlega í boði
Fjöldi verði
reiknaður og viðmið skilgreind í framhaldi af niðurstöðum
Verður sett í
framhaldi af útreikningum á viðmiði
2018
Nr.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðaraðili
1
1, 2 og 3
Gerð stefnu í málaflokknum sem hluti af
heildstæðri stefnu í heilbrigðisþjónustu.
2017–
2019
 
VEL
2
1
Draga í áföngum úr greiðsluþátttöku sjúklinga í
heilbrigðisþjónustu.
2018–
2022
 
VEL
3
2
Endurskoðun á fyrirkomulagi og kröfum á
veitingu sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa.
2017–
2018
 
VEL og
Sjúkra- tryggingar
Íslands
4
2
Meta þörf fyrir sérfræðiþjónustu í hverju
heilbrigðisumdæmi.
2017
 
Stjórnend-
ur heilbrigðis-
stofnana
5
2
Nýta tækni til fjarheilbrigðisþjónustu í
samræmi við skýrslu starfshóps um fjarheilbrigðisþjónustu frá maí 2016.
2017–
2022
 
VEL og
Embætti landlæknis
6
3
Unnin áætlun um eflingu sérhæfðrar
heimahjúkrunar í ljósi niðurstaðna tilraunaverkefnis í Reykjavík í febrúar–mars
2017.
2017–
2018
 
Land-
spítalinn
7
3
Árangursvísir skilgreindur og viðmið þróað í
samvinnu við hagsmunaaðila.
2018–
2019
 
VEL

Sjúkra-, iðju- og talþjálfun. Eitt markmið hefur verið skilgreint fyrir málaflokkinn.

1. Aukið aðgengi sjúklinga sem þarfnast endurhæfingar að þverfaglegri endurhæfingu innan og utan stofnana óháð eðli vanda, þar með taldir sjúklingar með geðvanda. Fólki með tímabundna eða varanlega færniskerðingu mun fjölga á næstu árum vegna betri meðferðar eftir áföll eða slys sem eykur þörf fyrir endurhæfingu. Þjálfun er veigamikill þáttur í meðferð sjúklinga með geðraskanir. Með fjölgun aldraðra eykst einnig þörf fyrir þjálfun til að fyrirbyggja færnitap.

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Aukið aðgengi
sjúklinga sem þarfnast
endurhæfingar að þverfag- legri endurhæfingu innan
og utan stofnana óháð eðli vanda, þar með taldir
sjúklingar
með geðvanda
 
Greining á þörf
fyrir sjúkra-, iðju- og talþjálfun utan sjúkrahúsa liggur fyrir
Hlutfall
verður reiknað fyrir árið
2017, 2018 og
2019
Viðmið verður
skilgreint í ljósi niðurstaðna
greiningar
Verður sett í
framhaldi af útreikningum
á viðmiði
2018
Gæða- og
þjónustukröfur fyrir þjálfun utan sjúkrahúsa liggja fyrir.
Gæða- og
þjónustu- kröfur ekki til
Gæða- og
þjónustukröfur verða skilgreindar í framhaldi af niðurstöðum
Verður sett í
framhaldi af útreikningum á viðmiði
2018
Nr.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tímaáætlun
Kostnaður
Ábyrgðaraðili
1
1
Gerð stefnu í málaflokknum sem hluti af heildstæðri stefnu í heilbrigðisþjónustu
2017–
2019
 
VEL
2
1
Vinnuhópur um þarfagreiningu á þjálfun utan sjúkrahúsa skipaður
2017–
2018
 
VEL

Sjúkraflutningar. Eitt markmið hefur verið skilgreint fyrir málaflokkinn.

1. Sjúklingar eigi greiðan aðgang að sjúkraflutningum óháð búsetu. Breytingar á þjónustu heilbrigðisstofnana um landið, þar með talið fæðingarþjónustu, leiða til þess að tryggja verður íbúum landsbyggðarinnar öruggan sjúkraflutning á sérhæfð sjúkrahús þegar aðstæður krefjast. Þá hefur þörf fyrir sjúkraflutninga aukist verulega með auknum fjölda ferðamanna sem eru ókunnir aðstæðum til aksturs og útivistar hér á landi. Aukning sjúkraflutninga á landi kallar á aukna mönnun og meiri menntun þeirra sem sinna sjúkraflutningum.

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Sjúklingar eigi
greiðan aðgang að
sjúkraflutning um óháð búsetu
 
Sjúkraflutningar
á landi og í lofti mæta þörfum í
hverju heilbrigðisumdæmi
Ekki ljós
Viðmið verður
skilgreint í ljósi niðurstaðna
þarfagreiningar
Verður sett í
framhaldi af útreikningi á
viðmiði 2018

 

NR.
Tengist markmiði
nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Gerð stefnu í málaflokknum sem hluti af
heildstæðri stefnu í heilbrigðisþjónustu
2017–
2019
 
VEL
2
1
Fagráð sjúkraflutninga í samráði við
heilbrigðisstofnanir vinni þarfagreiningar fyrir hvert heilbrigðisumdæmi og skili tillögum til
ráðherra
Fyrir
mitt ár
2018
 
Forstjórar
heilbrigðis stofnana
3
1
Unnin verði heildarstefnumörkun um
sjúkraflutninga í lofti og á landi
Lok
árs
2018
 
VEL

 

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn