Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta

Fjármálaáætlun 2018-2022

1. Umfang

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka, em þeir eru:

  • Hjúkrunar-, dvalar- og dagdvalarrými.
  • Endurhæfingarrými.

Hjúkrunar-, dvalar- og dagdvalarrými. Undir málaflokkinn fellur starfsemi hjúkrunar- og dvalarrýma á hjúkrunar- og dvalarheimilum og einnig á heilbrigðisstofnunum. Undir flokkinn fellur einnig dagdvöl og Framkvæmdasjóður aldraðra.

Hjúkrunarrými eru ætluð einstaklingum, óháð aldri, sem eru of lasburða til að búa sjálfstæðri búsetu á eigin heimili þrátt fyrir aðstoð. Einstaklingar eiga einnig kost á að koma þangað til hvíldarinnlagna. Boðið er upp á dvöl í almennum hjúkrunarrýmum, geðhjúkrunarrýmum og hjúkrunarrýmum með endurhæfingu. Dvalarrými eru ætluð öldruðu fólki, 67 ára eða eldra, sem ekki er fært um að búa á eigin vegum þrátt fyrir heimaþjónustu. Sérstök færni- og heilsumatsnefnd í hverju heilbrigðisumdæmi, skipuð af ráðherra, metur þörf fólks fyrir dvöl í hjúkrunarrými og dvalarrými hvort sem er til langframa eða til styttri hvíldarinnlagna. Dagdvöl er ætluð fólki 67 ára og eldra. Boðið er upp á almenna dagdvöl, dagdvöl fyrir heilabilaða og dagdvöl með endurhæfingu.

Framkvæmdasjóður aldraðra stuðlar að uppbyggingu og eflingu öldrunarþjónustu um land  allt.  Fjármagni  sjóðsins  skal meðal  annars  varið  til  byggingar  og  nauðsynlegra breytinga og endurbóta á þjónustumiðstöðvum, dagdvöl og öðrum stofnunum fyrir aldraða, en þó ekki íbúða í eigu einstaklinga, félagasamtaka og/eða sveitarfélaga. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra annast stjórn sjóðsins og gerir árlega tillögur til ráðherra um úthlutun úr sjóðnum. Sjóðurinn fær tekjur af sérstöku gjaldi sem lagt er á þá sem eru á aldrinum 16–69  ára  og  greiða  tekjuskatt.  Frá  árinu 2011 hefur 625  m.kr.  verið  ráðstafað  árlega  úr Framkvæmdasjóði aldraðra til rekstrar hjúkrunarheimila.

Endurhæfingarrými. Tilgangurinn með endurhæfingarrými er að endurhæfa fólk óháð aldri með færniskerðingu af völdum veikinda, slysa eða annarra vandamála. Þau eru rekin á grundvelli þjónustusamninga ríkisins við rekstraraðila og á heilbrigðisstofnunum sem reknar eru af ríkinu. Einnig er endurhæfing í boði í sérstökum rýmum á hjúkrunarheimilum, bæði í sólarhrings- og dagþjónustu.

Helstu lög sem gilda um málefnasviðið eru lög um málefni aldraða, nr. 125/1999, lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, lög um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, og lög um sjúkratryggingar, nr. 112/2008.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Samningar náðust síðari hluta árs 2016 um þjónustu allra hjúkrunar- og dvalarrýma sem rekin eru á daggjöldum samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Hjúkrunar- og dvalarrými sem rekin eru af heilbrigðisstofnunum falla þó ekki undir þann rammasamning heldur eru greiðslur fyrir þau rými samkvæmt föstum fjárlögum. Áfram þarf að vinna að því markmiði að semja á sambærilegan hátt um þjónustu hjúkrunar- og dvalarrýma heilbrigðisstofnana og þjónustu í dagdvalarrýmum.

Í samræmi við markmið síðasta árs er hafin innleiðing á heildstæðu matskerfi (RAI- upphafsmat) til að stýra þjónustu í samræmi við þörf.

Helstu áskoranir málefnasviðsins í heild tengjast breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og fjölgun aldraðra. Með hækkandi aldri má gera ráð fyrir fjölgun þeirra sem glíma við aldurstengda sjúkdóma af einhverju tagi. Þá hefur fólki með tímabundna eða varanlega færniskerðingu fjölgað vegna betri meðferðar eftir áföll eða slys og bæta þarf aðgengi að viðeigandi endurhæfingu. Einnig þarf að bregðast við aukinni sjúkdómabyrði og áhættuþáttum vegna lífsstílstengdra sjúkdóma. Mikilvægt er að þjónusta hverju sinni taki mið af því markmiði að fólk sé stutt til sjálfsbjargar og sjálfstæðrar búsetu heima sem lengst og að þjónustan sé veitt á réttum tíma og réttum stað.

Aðrar megináskoranir eru í fyrsta lagi óskýr skil ábyrgðar milli ríkis og sveitarfélaga sem geta dregið úr skilvirkni þjónustunnar og hagkvæmni í nýtingu fjár. Í öðru lagi hvernig samþætta megi þjónustu hjúkrunarheimila og þjónustu utan sjúkrahúsa til að auka samfellu í þjónustunni, bæta hana og stuðla að því að fólk geti búið sem lengst á eigin heimili. Í þriðja lagi verður mönnun fagfólks og ófaglærðs fólks mikil áskorun á komandi árum vegna samkeppni  um  mannafla. Samþætting  þjónustunnar og mönnun  þarf  að  vinna  þvert  á málefnasvið.

Á málefnasviðinu hefur mesta aukning útgjalda að undanförnu verið vegna 1.500 m.kr. viðbótarfjárveitingar til að styrkja rekstrargrunn hjúkrunarheimila við gerð rammasamnings í samræmi við ákvæði laga um sjúkratryggingar, 1.000 m.kr. til að fjölga úrræðum fyrir aldraða vegna fráflæðisvanda Landspítalans. Auk þessa eru byggingar þriggja nýrra hjúkrunarheimila fyrirhugaðar, tveggja á höfuðborgarsvæðinu og eins í sveitarfélaginu Árborg.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn málefnasviðsins er að til sé heildstæð stefna í heilbrigðishluta þjónustunnar með  áherslu  á  lífsgæði  og sjálfstæði einstaklinganna  þar  sem  upplýsingar,  ráðgjöf  og stuðningur eru í brennidepli. Stefnan verði unnin í samráði við fulltrúa þeirra sem í hlut eiga. Þá er einnig mikilvægt að vinna áfram með áhersluatriði geðheilbrigðisstefnunnar, meðal annars með því að byggja upp meiri þekkingu á hjúkrunarheimilum til að veita öldruðu fólki geðheilbrigðisþjónustu.

Mikilvægt er að fólk sé stutt til sjálfstæðrar búsetu á eigin heimili með góðu aðgengi að dagdvalar- og endurhæfingarrýmum sem og tímabundinni dvöl í hjúkrunarrýmum. Einnig að tryggt  sé  gott  aðgengi  að  upplýsingum og fjarheilbrigðisþjónustu  þar  sem  hún  á  við. Jafnframt að fjölga fjölbreyttum stuðningsúrræðum fyrir einstaklinga sem búa heima og að þjónusta á stofnunum (hjúkrunar- og dvalarrými) standi til boða þegar hennar er þörf.

Meginmarkmið málefnasviðsins er að einstaklingum bjóðist endurhæfing og/eða önnur heilbrigðisþjónusta við hæfi til að viðhalda færni og stuðli þannig að sjálfstæðri búsetu heima sem lengst. Þegar öll raunhæf úrræði eru fullreynd bjóðist dvöl í hjúkrunarrýmum þar sem aðbúnaður er í samræmi við viðmið velferðarráðuneytisins og þjónusta í samræmi við kröfulýsingu þess.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Hjúkrunar-,  dvalar-  og  dagdvalarrými.  Þrjú  markmið  hafa  verið  skilgreind  fyrir málaflokkinn.

1.  Veita þjónustu í takt við færni og heilsu og lágmarka þörf fyrir dvöl á stofnun. Í lögum um málefni aldraðra kemur fram að áður en komi að dvöl einstaklinga í hjúkrunar- eða dvalarrými skuli öll önnur úrræði, sem miða að því að fólk geti búið heima, verið fullreynd. Í samfélaginu er einnig krafa um að fólk geti búið heima eins lengi og kostur er. Til að svo megi verða þarf þjónusta heima að vera í samræmi við þarfir  einstaklinga  hverju  sinni.  Dagdvalarrými  eru mikilvæg  þjónustuúrræði  fyrir aldrað fólk sem býr heima. Áður en einstaklingur flytur á stofnun þurfa öll raunhæf úrræði að vera fullreynd. Dvalartími íbúa í hjúkrunarrýmum hefur áhrif á þann fjölda nýrra hjúkrunarrýma sem þörf er fyrir sem og á biðtíma eftir rýmum. Lengd biðtíma og dvalartíma á hjúkrunarheimilum ákvarðast að miklu leyti af þeirri heilbrigðisþjónustu sem íbúar heimilanna njóta áður en þeir flytja inn á heimilið, umönnunarþyngd þeirra eftir að þeir flytja þar inn og heildarfjölda rýma sem er til ráðstöfunar.

2.  Fjölgun hjúkrunarrýma. Fjölga þarf hjúkrunarrýmum í takt við fjölgun aldraðra og fjölgun þeirra sem glíma við aldurstengda sjúkdóma. Fjölgun og staðsetning hjúkrunarrýma þarf að taka mið af reiknaðri þörf fyrir slík rými. Þörf er reiknuð út frá hlutfalli fólks af heildarfjölda á tilteknum aldri með færni- og heilsumat. Dvalartími íbúa í hjúkrunarrýmum og sú þjónusta sem mögulegt er að veita einstaklingum heima hafa áhrif á þann fjölda nýrra hjúkrunarrýma sem þörf er fyrir.

3.  Bæta  aðbúnað  hjúkrunarrýma  í  samræmi  við  viðmið  velferðarráðuneytisins.

Forsendum fyrir dvöl í hjúkrunarrýmum hefur verið breytt frá því sem áður var en með tilkomu færni- og heilsumats gefst fólki ekki kostur á hjúkrunarrými fyrr en öll önnur úrræði eru fullreynd. Um leið og forsendum fyrir dvöl var breytt voru sett fram viðmið af hálfu velferðarráðuneytisins um aðbúnað í hjúkrunarrýmum til að mæta betur mikilli þjónustuþörf. Bygging allra nýrra hjúkrunarrýma tekur mið af áðurnefndum viðmiðum og við endurbætur á eldri rýmum er einnig miðað við þau eins og mögulegt er.

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Veita þjónustu
í takt við færni og heilsu og lágmarka þörf
fyrir dvöl á stofnun.
 
Hlutfall
einstaklinga 80 ára og eldri sem búa á eigin
heimili
83%
84%
85%
Fjöldi
einstaklinga að meðaltali á
biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu öllu
324
einstaklingar
Færri en 280
einstaklingar
Færri en 220
einstaklingar
2
Fjölgun
hjúkrunar- rýma.
 
Fjöldi
hjúkrunarrýma
2.678 rými
2.720 rými
2.970 rými
Meðalbiðtími
þeirra sem fara í hjúkrunarrými
96 dagar
Að meðaltali 90
dagar eða færri
Að meðaltali
80 dagar eða færri
3
Bæta aðbúnað
 
Fjöldi
500 rými eða
600 rými eða
795 rými eða

 

 
hjúkrunar-
rýma til samræmis við viðmið ráðuneytisins.
 
hjúkrunarrýma
og hlutfall af heildarfjölda þeirra sem uppfylla kröfur um lágmarks- stærð samkvæmt viðmiðum ráðuneytisins83
20%84
22%
27%
Hlutfall fjölda hjúkrunarrýma sem eru einbýli án sérbaðherbergis
Tölur liggja
ekki fyrir
Hlutfall verður
kannað og viðmið um
úrbætur
skilgreind í framhaldi af
niðurstöðum
Verður sett í
framhaldi af útreikningum
á viðmiði
2018
Hlutfall fjölda einbýla af heildarfjölda
hjúkrunarrýma
80–85%
85%
90%

 

Nr.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1, 2 og 3
Gera heildstæða stefnu í heilbrigðisþjónustu
fyrir aldraða sem hluti af heildstæðri stefnu í heilbrigðisþjónustu
2017–
2019
 
VEL
2
1
Ljúka samningum um rekstur og þjónustu allra
hjúkrunar-, dvalar- og dagdvalarrýma
2018–
2022
 
VEL og
Sjúkra- tryggingar Íslands
3
1
Fjölga dagdvalarrýmum um 150
2017–
2022
 
VEL
4
2
Fjölga hjúkrunarrýmum um 292
2017–
2022
 
VEL og
sveitar- félög.
5
3
Bæta aðbúnað 115 rýma
2017–
2020
 
Framkvæmda sjóður aldraðra og rekstrar- aðilar /eigendur

Endurhæfingarrými. Eitt markmið hefur verið skilgreint fyrir málaflokkinn.

1.  Lágmarka biðtíma fólks eftir endurhæfingarrými. Virk þátttaka í samfélaginu og að lifa sjálfstæðu lífi heima án aðstoðar er hluti af lífsgæðum. Til að svo megi verða getur endurhæfing verið nauðsynleg, ýmist til ákveðins tíma eða reglubundin, hvort sem um er að ræða vandamál af líkamlegum eða geðrænum toga.

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Lágmarka
biðtíma fólks eftir endur-
hæfingarrými.
 
Biðtími eftir
endurhæfingar- rými
Tölur liggja
ekki fyrir
Biðtími verður
skilgreindur í framhaldi af
niðurstöðum
Verður sett í
framhaldi af niðurstöðum
og skilgreiningum 2018

 

Nr.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Gerð stefnu í málaflokknum sem hluti af heildstæðri stefnu í heilbrigðisþjónustu
2017–
2019
 
VEL
2
1
Afla upplýsinga um biðtíma eftir endurhæfingu
2017–
2018
 
VEL

 

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn