Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Fjármálaáætlun 2018-2022 

1.Umfang

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra velferðarráðuneytisins. Það skiptist í þrjá málaflokka, en þeir eru:

  • Lýðheilsa, forvarnir og eftirlit.
  • Jafnréttismál.
  • Stjórnsýsla velferðarmála.

Málefnasviðið nær yfir starfsemi er tengist lýðheilsu, forvörnum, eftirliti, jafnréttismálum og stjórnsýslu velferðarmála.

Lýðheilsa, forvarnir og eftirlit. Undir þennan flokk falla aðgerðir hins opinbera til að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, þjóðfélagshópa og þjóðarinnar í heild. Heilbrigðisráðherra ber ábyrgð á málaflokknum en lögð er áhersla á samvinnu við félags- og jafnréttismálaráðherra varðandi málaflokka sem eiga sameiginlega tengifleti s.s. vegna forvarna.

Helstu verkefni málaflokksins eru á sviði lýðheilsu og forvarna þ.m.t. sóttvarna og geislavarna.  Einnig  eftirlit  í heilbrigðisþjónustu,  sjúkraskrár,  lífvísindi,  starfsréttindi  og vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.

Unnið hefur verið að gerð geðheilbrigðisstefnu, krabbameinsáætlunar, lýðheilsustefnu með áherslu á börn og ungmenni til 18 ára aldurs, stefnu í áfengis- og vímuvörnum og stefnu í tóbaksvörnum í samstarfi við hagsmunaðila. Ýmist er um fullbúnar stefnur og aðgerðaáætlanir að ræða eða stefnu, sýn og meginmarkmið sem síðar verður fylgt eftir með aðgerðaáætlun. Helstu lög sem skapa umgjörð um málaflokkinn eru lög um landlækni og lýðheilsu nr.  41/2007, sóttvarnalög  nr.19/1997,  lög  um  vísindarannsóknir  á  heilbrigðissviði  nr. 44/2014, lög um sjúkraskrár nr. 55/2009, lög um geislavarnir nr.44/2002 og lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Þá má einnig nefna lög um tóbaksvarnir nr. 6/2002 og lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975.

Jafnréttismál. Undir málaflokkinn falla aðgerðir hins opinbera á sviði kynjajafnréttismála sbr. lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, með síðari breytingum,  og  framkvæmdaáætlun  í  jafnréttismálum  fyrir  árin 2016–2019  (lögð  fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015-2016). Félags- og jafnréttismálaráðherra ber ábyrgð á á málaflokknum. Velferðarráðuneytið fer með yfirstjórn málaflokksins og hefur reglulegt samráð við önnur ráðuneyti um verkefni á sviði kynjajafnréttismála. Jafnréttisstofa annast framkvæmd jafnréttismála í umboði félags- og jafnréttismálaráðherra og Jafnréttisráð er ráðherra til ráðgjafar. Hlutverk Jafnréttisstofu er jafnframt að hafa eftirlit með framkvæmd laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Velferðarráðuneytið fer einnig með stjórnsýslu og starfsemi Jafnréttissjóðs Íslands og Framkvæmdasjóðs jafnréttismála.

Stjórnsýsla velferðarmála. Undir málaflokkinn heyra m.a. aðalskrifstofa velferðarráðuneytisins, Tryggingastofnun ríkisins (TR), kæru- og úrskurðarnefndir og Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Heilbrigðisráðherra ber ábyrgð á aðalskrifstofu velferðarráðuneytisins og SÍ en félags- og jafnréttismálaráðherra ber ábyrgð á TR og úrskurðarnefndum. Stofnanir sem taldar eru hér upp sjá um framkvæmd annarra málaflokka en þann sem þær falla undir. Þess hefur verið gætt að tilgreina stofnanir við umfjöllun viðkomandi málaflokka og verður því umfjöllun í þessu stefnuskjali einskorðuð við velferðarráðuneytið. Um verkefni ráðuneytisins er nánar tilgreint í forsetaúrskurði nr. 1/2017. 

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Lýðheilsa, forvarnir og eftirlit. Lýðheilsustefna með áherslu á börn og ungmenni til 18 ára aldurs var samþykkt árið 2016 og fyrir liggur skýrsla um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Hafinn er undirbúningur að innleiðingu skráningar- og  úrvinnslukerfis  atvika  á  landsvísu  og  starfshópur  hefur  verið skipaður til að skoða möguleika á að nýta erfðaupplýsingar í forvarnaskyni. Þá hefur starfshópur skilað skýrslu um heildarendurskoðun á lögum nr.25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.

Helstu áskoranir málaflokksins tengjast áhættuþáttum og vaxandi sjúkdómabyrði vegna sjúkdóma sem tengjast lífsstíl og ójöfnuði í heilsu. Ofþyngd og offita er vaxandi vandamál og  vísbendingar  eru  um  aukinn  geðrænan  vanda,  t.d.  meðal ungs  fólks.  Hér  er  efling forvarnarstarfs og starfs á sviði lýðheilsu mikilvægt til að draga úr beinum og óbeinum kostnaði samfélagsins til framtíðar, bæta heilsu og auka lífsgæði. Mikilvægt er að halda áfram að efla forvarnir sjúkdóma og að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini sem er þriðja algengasta krabbamein hjá báðum kynjum hér á landi. Þá er aðkallandi að auka samfellu, gæði, öryggi, hagkvæmni og skilvirkni í heilbrigðisþjónustu með því að halda áfram þróun, framkvæmd og innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár og rafrænna samskipta með heilbrigðisupplýsingar á landsvísu og að auka samskipti við sjúklinga í gegnum vefsvæðið Heilsuveru. Tryggja þarf aðstöðu og stuðning til öflugra vísindarannsókna til að auka gæði þjónustunnar og efla mannafla.

Jafnréttismál.   Ráðgert   er  að   breyta   hlutverki   Jafnréttisstofu   m.t.t.   hugsanlegrar útvíkkunar á verkefnum í tengslum við aðrar breytingar á stjórnsýslu jafnréttismála vegna innleiðingar  mismununartilskipana Evrópusambandsins í íslenska  löggjöf  sem  og  lögfestingu jafnlaunavottunar. Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismála til næstu fjögurra ára (2016–2019) er lagt til að skipaður verði starfshópur sérfræðinga sem stýri úttekt á þróun, framkvæmd og eftirfylgni íslenskrar löggjafar og stjórnsýslu jafnréttismála.

Árið 2016 var unnið að tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til fjögurra ára gegn ofbeldi  í  íslensku  samfélagi, sem  byggir  á  samstarfsyfirlýsingu  fjögurra  ráðherra  um aðgerðir gegn ofbeldi. Ný þjónustumiðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis var opnuð á árinu, sem er samstarfsverkefni bæði ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka.

Meginverkefni á sviði jafnréttismála tengjast viðvarandi launamuni kvenna og karla, kynjaskiptingu starfa á vinnumarkaði, ójafnri valdastöðu kynjanna og kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi sem kostar samfélagið háar fjárhæðir ár hvert. Mikilvægt er að ráðist verði í gerð heildstæðrar áætlunar um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og ákvarðanatöku ráðuneyta og stofnana ríkisins. Efla þarf rannsóknir á stöðu kynjanna í nútíð og fortíð, og fjölga verkefnum sem varpa ljósi á samfélagslegan og efnahagslegan ávinning aukins kynjajafnréttis.  Auka  þarf  fræðslu  í  kynjafræðum,  hvetja  ungt  fólk  til  aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stjórnmálastarfi og stuðla að aukinni kosningaþátttöku.

Stjórnsýsla velferðarmála. Helstu áskoranir velferðarráðuneytisins snúa að innleiðingu tilskipana ESB og að samræmingu á þjónustu ráðuneytisins. Starfsmönnum ráðuneytisins hefur fækkað á síðustu árum sem hefur leitt til þess að ekki hefur náðst að innleiða allar tilskipanir ESB innan settra tímamarka. Ráðuneytið mun grípa til ráðstafana til að minnka innleiðingarhallann. Einnig er samræming þjónustu áskorun og í innri stefnu ráðuneytisins er áhersla lögð á stöðugar umbætur í þjónustu. 

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Málaflokkar  málefnasviðs  um  lýðheilsu  og  stjórnsýslu  eru  mjög  ólíkir  og  því  er umfjöllun þessa kafla skipt niður á hvern málaflokk.

Lýðheilsa, forvarnir og eftirlit. Framtíðarsýnin er samfélag þar sem stutt er við heilsu og vellíðan, unnið er markvisst að forvörnum og heilsueflingu þannig að sem flestir njóti æviára sem einkennast af lífsgæðum og góðri heilsu. Góð heilsa byggir á öflugu lýðheilsustarfi og samþættri heilbrigðisþjónustu sem styðst við gagnreynda þekkingu og bestu reynslu á hverjum tíma.

Meginmarkmið málaflokksins er að stuðla að góðri heilsu og vellíðan landsmanna með því að tryggja kraftmikið lýðheilsustarf og örugga og góða heilbrigðisþjónustu sem byggir á gagnreyndri þekkingu og bestu reynslu á hverjum tíma. Dregið er til framtíðar úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt með því að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu með sérstakri áherslu á heilbrigða lífshætti, geðheilbrigði og heilsu og velferð barna og ungmenna. Til að gera lýðheilsustarf markvissara er mikilvægt að meta áhrif ákvarðana og aðgerða stjórnvalda á heilsu (Health Impact Assessment).

Jafnréttismál. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að jafnrétti í víðtækri merkingu sé órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi. Þar vegi jafnrétti á vinnumarkaði þungt. Framtíðarsýn stjórnvalda er að útrýma hvers konar mismunun, svo sem á vinnumarkaði, vegna kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, aldurs, kynhneigðar eða kynvitundar. Einnig er framtíðarsýnin að allar ríkisstofnanir og sveitarfélög sem og fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri, á ársgrundvelli, undirgangist jafnlaunavottun. Fram fari markvisst kynningarstarf á faggiltri vottun jafnlaunakerfa samkvæmt gildandi reglurgerð, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli jafnlaunastaðalsins, og jafnlaunamerkið. Stefnt er að lögbindingu jafnlaunavottunar og grundvelli staðals um jafnlaunakerfi, kröfur og leiðbeiningar, ÍST 85.

Meginmarkmið málaflokksins er að uppræta kynbundinn launamun og vinna að því að draga úr mun á atvinnutekjum karla og kvenna.

Stjórnsýsla velferðarmála. Framtíðarsýn velferðarráðuneytisins er velferð fyrir alla þar sem  þjónustan  er framúrskarandi,  áherslur  ráðherra komast  í  framkvæmd  og  öll  vinna ráðuneytisins er fagleg og skilvirk.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Lýðheilsa, forvarnir og eftirlit. Þrjú markmið hafa verið skilgreind fyrir málaflokkinn.

1.  Heilsa  og  heilbrigðir  lifnaðarhættir  efldir.  Áhættuþættir  sjúkdóma  sem  tengjast lífsstíl eru vaxandi vandi og eru eitt helsta viðfangsefni samfélagsins á sviði lýðheilsu sem endurspeglast í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og leiðbeiningum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar. Þá eru vísbendingar um að áhættirþættir sem tengjast ójöfnuði til heilsu hafi einnig vaxið. Sjúkdómabyrði sem þessu tengist dregur úr lífsgæðum og eykur kostnað. Verkefni á sviði lýðheilsu og forvarna eru árangursrík leið til að sporna við lífsstílstengdum sjúkdómum og mikilvægt að leggja áherslu á verkefni tengd geðrækt, offitu, tóbaks- áfengis- og vímuvörnum, skaðaminnkun, kynheilbrigði og forvörnum gegn kynsjúkdómum og að styrkja áfram heilsueflandi skóla og heilsueflandi samfélag. Forvarnir þarf að efla m.a. með því að efla skimun, þ.m.t. skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi og að skimunin nái til fleiri aldurshópa.

2.  Öryggi  sjúklinga  og  heilbrigðisstarfsmanna  aukið.  Vaxandi  áhersla  er  lögð  á aðkomu einstaklinga í ákvarðanatöku og meðferð og aðgangi þeirra að eigin upplýsingum. Örugg rafræn skráning og samskipti með heilbrigðisupplýsingar eru grundvallaratriði til að tryggja öryggi. Þjónusta þarf að byggja á gagnreyndri þekkingu og bestu reynslu á hverjum tíma.

3. Hagkvæmni, skilvirkni og gæði heilbrigðisþjónustu aukin. Góð upplýsingamiðlun eflir, skilvirkni, hagkvæmni, samfellu og gæði þjónustunnar og til þess þarf að halda áfram uppbyggingu og þróun rafrænnar skráningar, rafrænna samskipta og uppbyggingu rafrænnar sjúkraskrár á landsvísu. Tryggja þarf aðgengi einstaklinga og heilbrigðisstarfsfólks að nauðsynlegum upplýsingum til að auðvelda eftirlit með ýmsum sjúkdómum. Bæta þarf rafræn samskipti við sjúklinga og auka þarf fjarheilbrigðisþjónustu. Þá er mikilvægt að efla upplýsingavinnslu innan heilbrigðisþjónustunnar.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Heilsa og
heilbrigðir lifnaðarhættir
efldir
3.4, 3.5,
3.7, 3.a
Tíðni offitu
meðal fullorðinna
 
 
22%
 
 
19%
 
 
17%
Hlutfall
framhaldsskóla- nemenda 16 og
17 ára sem a. reykja
daglega b. hafa
orðið ölvuð einu sinni eða oftar sl
30 daga c.
prófað marjuana einu sinni eða
oftar um ævina,
sbr. kannanir
R&G
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
a: 4% b: 25% c: 11%
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
a: 4% b: 22% c: 10%
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
a: 4% b: 19% c: 9%
Hlutfall
landsmanna sem býr í heilsueflandi
samfélagi/sveita félagi
 
 
 
 
 
65%
 
 
 
 
 
75%
 
 
 
 
 
90%
2
Öryggi
sjúklinga og heilbrigðis- starfsmanna aukið
3.8, 3.9
Hlutfall
heilbrigðis- stofnana sem tengdar eru samræmdu kerfi skráninga og úrvinnslu atvika á landsvísu
 
 
 
 
 
 
 
20%
 
 
 
 
 
 
 
50%
 
 
 
 
 
 
 
100%
 
 
 
Hlutfall lækna
sem notar lyfjagagnagrunn (tekur ekki til lækna á sjúkrahúsum)
 
 
 
 
 
50%
 
 
 
 
 
90%
 
 
 
 
 
97%
Fjöldi tilkynntra
alvarlegra atvika í
heilbrigðis-
þjónustu sbr.
10.gr. laga um landlækni og
lýðheilsu
 
 
 
 
 
 
 
45
 
 
 
 
 
 
 
45
 
 
 
 
Viðmið verður ákveðið í lok árs 2018
3
Hagkvæmni,
skilvirkni og gæði
heilbrigðis-
þjónustu aukin.
3.4, 3.7,
3.8
Hlutfall
heilbrigðisstofn ana sem notar
gæðavísa
 
 
 
%
 
 
 
80%
 
 
 
100%
Hlutfall lands-
manna 18 ára og eldri sem notar Heilsuveru í samskiptum við heilbrigðis- þjónustuna
 
 
 
 
 
 
5%
 
 
 
 
 
 
20%
 
 
 
 
 
 
50%
Hlutfall
almennings sem ber mikið traust
til heilbrigðis-
þjónustu
 
 
46% (Gallup feb. 2016,
62% 2017)
 
 
 
 
70%
 
 
 
 
90%
NR.

Tengist markmiði

nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1, 2 og 3
Fella núgildandi stefnu í málaflokknum að
nýrri heildstæðri stefnu í heilbrigðisþjónustu
2017–
2019
 
VEL
2
1
Hvetja til og styðja við heilsueflandi samfélög
2017 -
2022
 
Embætti
landlæknis
3
1
Fylgt verður eftir aðgerðaáætlun frá árinu 2013
til að draga úr tíðni offitu auk annarra aðgerða til að styrkja jákvæða heilsuhegðun
 
2017–
2022
 
 
Embætti landlæknis
4
1
Skipuð verði verkefnisstjórn til að fylgja eftir
tillögu starfshóps um krabbameinsáætlun
2016–2020
 
2017 -
2022
 
VEL
5
 
 
1
Skimað verður fyrir krabbameini í ristli og
endaþarmi í aldurshópnum 60-69 ára í fyrstu og í lokin 50-74 ára
2017–
2022
 
 
 
VEL
6
 
 
1
Skipaður verður starfshópur til að gera
aðgerðaáætlun í áfengis-, vímuefna- og tóbaksvörnum
 
2017–
2018
 
VEL /
Embætti landlæknis
7
 
 
 
1
Skipuð verði fastanefnd eða samráðsvettvangur
sbr. tillaga starfshóps í skýrslu um leiðir til að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu í
íslensku samfélagi
 
 
2017–
2018
 
 
VEL / Embætti landlæknis
8
 
1 og 3
Ný lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi
kynheilbrigði og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir
2017–
2018
 
 
VEL

 

9
 
 
 
 
 
 
2 og 3
Áframhaldandi uppbygging á rafrænni
skráningu, rafrænni sjúkraskrá og þróun rafrænna samskipta, áhersla á öruggan aðgang
sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna að sjúkraskráupplýsingum. Þar með talið vegna sjúkraflutninga, fjarheilbrigðisþjónustu og þjónustukannana
 
 
 
 
 
2017–
2022
 
 
 
 
 
 
Embætti landlæknis
10
 
1 til 3
Unnið verður að stofnun heilbrigðisvísinda-
sjóðs
 
2019
 
 
VEL
11
2 og 3
Aukin áhersla á gæðamál og vottun gæðakerfa
í eftirliti með notkun geislatækja og geislavirkra efna
 
2017 -
2019
 
Geisla-
varnir ríkisins
12
 
 
2 og 3
Innleiða notkun gæðakerfa og gæðavísa hjá
veitendum heilbrigðisþjónustu með sérstakri áherslu á minni stofnannir
 
2017–
2018
 
 
Embætti landlæknis

 

Jafnréttismál. Þrjú markmið hafa verið skilgreind sérstaklega fyrir málaflokkinn.

1. Að uppræta kynbundinn launamun í samræmi við lagaskyldur og alþjóðlegar skuldbindingar. Meginverkefni á sviði jafnréttismála tengjast viðvarandi launamuni kvenna og karla, kynjaskiptingu starfa á vinnumarkaði, ójafnri valdastöðu kynjanna og kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi sem kostar samfélagið háar fjárhæðir ár hvert.

2.  Samþætting kynja og jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og ákvarðanatöku ráðuneyta og stofnana ríkisins. Leita þarf leiða til að tryggja samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og ákvarðanatöku ráðuneyta og stofnana ríkisins. Stefnt er að gerð heildstæðrar áætlunar til fjögurra ára um innleiðingu kynjasamþættingar í stefnumótun og ákvörðunartöku ráðuneyta og stofnana ríkisins.

3.  Draga  úr  heimilisofbeldi,  kynferðislegu  og  kynbundnu  ofbeldi,  með  auknu  og efldu samstarfi milli menntakerfisins, réttarvörslukerfisins og velferðarkerfisins. Kynbundið ofbeldi er einn af meginveikleikum Íslands á sviði jafnréttismála og kostar ofbeldið samfélagið háar fjárhæðir ár hvert.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Að uppræta
kynbundinn launamun í samræmi við
lagaskyldur
og alþjóðlegar skuld- bindingar
5 og 8
Fjöldi
launagreiðenda sem innleiðir staðalinn og
undirgengst jafnlaunavottun
Tilraunaverk-
efni lýkur Reynsla þátttakenda
dregin fram
Gildstaka
breytinga á lögum 10/2008 (jafnlauna-
vottun). Ráðu- neyti og ríkis- stofnanir hafi undirgengist
jafnlaunavottun.
Skylda til
jafnlaunavott- unar nái til allra launa-
greiðenda
Rannsókn á
launamun karla og kvenna
Kynbundinn
launamunur á vinumarkaði í
heild 7,6%
Kynbundinn
launamunur á vinumarkaði í
heild 5,0%
Kynbundinn
launamunur á vinumarkaði í
heild 3,0%
Rannsókn á
áhrifum innleiðingar
jafnlauna-
staðalsins
Ekki hafið
Viðmið verður
sett þegar niðurstöður
liggja fyrir
Verður
ákveðið þegar viðmið ársins
2018 hefur
verið sett
2
Samþætting
5 og 8
Jafnréttismat
Tilraunaverke
Árangur metinn
Árangur
 
kynja og
jafnréttissjóna rmiða í stefnumótun og
ákvarðanatöku ráðuneyta og stofnana ríkisins
 
stjórnar-
frumvarpa
fni á
málefnasviði hvers ráðuneytis
í skýrslu
ráðherra 2015-
2017
metinn í
skýrslu ráðherra
2017–2019
Gátlisti um
jafnréttismál fylgi stjórnar- frumvörpum
Tilrauna-
verkefni á málaefna- sviði hvers
ráðuneytis framkvæmd
Árangur metinn
í skýrslu ráðherra 2015-
2017
Árangur
metinn í skýrslu ráðherra
2017–2019
3
Draga úr
heimilis- ofbeldi, kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi, með auknu og
efldu
samstarfi milli menntakerfis-
ins, réttar-
vörslukerfis- ins og
velferðar- kerfisins
5.2
Niðurstöður úr
þolendakönnun Ríkislögreglustj óra og Lögregl- unnar á höfuð- borgarsvæðinu um hlutfall þeirra er urðu fyrir heimilis- ofbeldi og tilkynntu það til lögreglu. Stefnt er að því að hækka hlutfall þeirra sem tilkynna.
Niðurstöður
mælinga liggja ekki fyrir
5% aukning frá
árinu 2015
5% aukning
frá árinu 2017
Nr.
Tengist mark-
miði nr.

Aðgerð

ma- áætlu

n

Kostnaður

Ábyrgðar

-aðili

1
1
Verkefni um jafnrétti á vinnumarkaði og
launajafnrétti kynja í samræmi við verkefni 8. í framkvæmdaáætlun stjórnvalda um
jafnréttismál
2017–
2019
 
VEL og
FJR
2
2
Gátlisti um jafnréttismál fylgi
stjórnarfrumvörpum
2017–
2019
 
VEL og
FJR
3
1
Ráðuneyti og stofnanir ríkisins innleiði
jafnlaunastaðal og hljóti jafnlaunavottun. Skilgreina þarf kröfur faggildingasviðs til
vottunarstofa og efla verktæki til innleiðingar staðalsins.
2017–
2022
 
VEL
4
2
Gerð og innleiðing heildstæðrar áætlunar um
samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og ákvarðanatöku ráðuneyta og stofnana ríkisins
2017 –
2019
 
VEL
5
3
Innleiðing áætlunar um aðgerðir gegn ofbeldi
samkvæmt samstarfsyfirlýsingu fjögurra ráðherra um aðgerðir gegn ofbeldi í íslensku samfélagi
2017–
2019
 
VEL, IRR
og MRN
6
3
Eftirfylgni innleiðingar Istanbúl
alþjóðasáttmálans með tilliti til þess að veita þolendum heimilisofbeldis/kynbundins ofbeldis viðeigandi/nauðsynlega aðstoð og
stuðning.
2017–
2019
 
VEL og
IRR

 

Stjórnsýsla velferðarmála. Tvö markmið hafa verið skilgreind sérstaklega fyrir málaflokkinn.

1.  Full innleiðing á tilskipunum ESB. Gagnrýnt hefur verið af ESB og EES að ekki hafi náðst að innleiða tilskipanir ESB innan settra tímamarka. Grípa þarf til ráðstafana til að leiðrétta þann halla.

2.  Bætt þjónusta við stofnanir. Í þjónustukönnun meðal forstöðumanna stofnana hefur komið fram að þeir leggi áherslu á meira samstarf við ráðuneytið í verkefnum.

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022

1

Full innleiðing
á tilskipunum
ESB
 
Fjöldi inn-
leiðinga sem ekki hefur náðst
að innleiða innan settra tímamarka

10

tilskipanir

Ekki fleiri
en 2 tilskipanir
Fullt samræmi
milli tilskip- ana ESB og
laga og reglu- gerða VEL
2
Bætt þjónusta
við stofnanir
 
Könnun meðal
forstöðumanna, ánægja með samstarf við ráðuneytið
54%
Ekki lægra en
80%
Ekki lægra en
90%

 

NR.

Tengist markmiði nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
 
 
 
 
 
 
1
1
Fylgjast með tilskipunum í mótun hjá ESB og
hefja innleiðingu fyrr í ferlinu
2018–
2022
 
Velferðar-
ráðuneytið
2
1 og 2
Tryggja aukið samræmi milli verkefna og
fjölda starfsmanna
2018–
2020
 
Velferðar-
ráðuneytið
3
2
Reglulegir fundir og gagnkvæm
upplýsingagjöf. Endurskoða samskiptaáætlun við stofnanir sem og nýtingu fjarfundarbúnaðar
til að efla samskipti við stofnanir óháð
staðsetningu þeirra.
2018–
2022
 
Velferðar-
ráðuneytið
4
2
Þjónustukönnun meðal forstöðumanna
framkvæmd árið 2018 og annað hvert ár eftir það
2018–
2022
 
Velferðar-

ráðuneytið

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn