Markaðseftirlit neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála og nýsköpunar

Fjármálaáætlun 2018-2022

1.   Umfang

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Það skiptist í tvo málaflokka, en þeir eru:

  • Markaðseftirlit og neytendamál.
  • Stjórnsýsla atvinnumála og nýsköpunar.

Markaðseftirlit og neytendamál. Málaflokkurinn fjallar um markaðseftirlit, sem Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið fara með, og neytendamál á grunni starfsemi Neytendastofu.

Stjórnsýsla atvinnumála og nýsköpunar. Málaflokkurinn fjallar um stjórnsýslu atvinnumála og nýsköpunar, en undir hann fellur starfsemi aðalskrifstofu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið ber ábyrgð á þeim hluta málefnasviðsins sem varðar eftirlit með fjármálastarfsemi. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ber ábyrgð á þeim hluta málefnasviðsins sem varðar samkeppni og neytendamál, auk stjórnsýslu atvinnumála og nýsköpunar.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Fákeppni  og  samþjöppun  eru  helstu  áskoranir  í  íslensku  samkeppnisumhverfi.  Í fákeppnisumhverfi skapast aðstæður fyrir samráð eða misnotkun á markaðsráðandi stöðu með alvarlegum afleiðingum fyrir viðskiptamenn og hagkerfið í heild. Með sama hætti er brýnt að stjórnvöld gæti þess að draga ekki úr samkeppni með lögum, reglum og öðrum ákvörðunum sem varða starfsskilyrði atvinnuveganna, enda geta hvers kyns samkeppnishömlur valdið skaða.

Eftirlit með samkeppni miðar að því að vinna gegn takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri og skaðlegri fákeppni og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaði. Samkeppni knýr fyrirtæki til að hagræða í rekstri og vinnur gegn sóun. Um leið stuðlar samkeppni að nýsköpun, auknu vöruframboði, betri þjónustu og lægra verði. Það er hlutverk Samkeppniseftirlitsins að koma í veg fyrir samkeppnishömlur með því að stöðva brot á samkeppnislögum,  standa  gegn skaðlegri  samþjöppun,  tryggja  að  beiting  samkeppnislaga  uppfylli ítrustu kröfur á evrópska efnahagssvæðinu og benda stjórnvöldum á leiðir til að efla samkeppni.

Eftirlit með fjármálastarfsemi miðar að því að starfsemin sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur eða samþykktir sem um starfsemina gilda og hún sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti. Frá fjármálakreppunni haustið 2008 hefur eftirlit með fjármálamarkaði verið eflt til muna bæði hér og á meginlandi Evrópu. Með samræmingu leikreglna sem gilda á íslenskum mörkuðum og innan evrópska efnahagssvæðisins er ýtt undir aukna starfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi og íslenskra fyrirtækja erlendis sem er til hagsbóta bæði fyrir íslenska neytendur og fyrirtæki. Þetta er grundvallaratriði fyrir samkeppnishæfni atvinnulífsins, enda meginforsenda þess að ný fyrirtæki treysti sér til að hefja rekstur hér á landi og að fjárfesting atvinnuveganna aukist.

Margar Evrópureglna um fjármálamarkaði hafa enn ekki verið teknar upp í EES samninginn og þar af leiðandi ekki innleiddar í íslensk lög. Á næstu árum mun eftirlitsumhverfi á fjármálamarkaði hérlendis hins vegar taka miklum breytingum m.a. með auknum kröfum um gjaldþol og áhættustýringu vátryggingarfélaga, reglum um viðbúnað og skilameðferð fjármálafyrirtækja, auknum kröfum til fjárfestaverndar í verðbréfaviðskiptum, evrópskri samræmingu á reglum um verðbréfamiðstöðvar og –viðskipti og samevrópsku innstæðutryggingakerfi. Þessar breytingar munu óhjákvæmilega leiða til þess að umsvif Fjármálaeftirlitsins aukist.

Nýsköpun á fjármálamarkaði hefur aukist undanfarin ár m.a. vegna nýrrar tækni á borð við snjallsíma við að veita fjármálaþjónustu. Þá hefur þungt og kostnaðarsamt regluverk á fjármálamarkaði ýtt undir annars konar nýsköpun, t.a.m. vöxt skuggabankastarfsemi eða leiðir til þess að komast framhjá auknum eftirlitskröfum á fjármálafyrirtæki. Kostnaður sem fylgir eftirliti á fjármálamarkaði er íþyngjandi fyrir minni aðila sem veita þeim stærri mikilvæga samkeppni og aðhald. Að gæta jafnvægis milli nýsköpunar og öryggis á fjármálamarkaði er því krefjandi áskorun.

Eftirlit með neytendamálum og heilbrigðum viðskiptaháttum miðar að því að treysta öryggi og réttindi neytenda í viðskiptum við fyrirtæki. Í þessu felst að hafa eftirlit með réttmæti  upplýsinga  um  gæði,  verð  og  öryggi  vara  og bregðast  við  með  tilheyrandi aðgerðum s.s. ef vörur eru hættulegar heilsu neytenda. Þá er mikilvægt að hafa í huga að eftirlit með neytendamálum varðar einnig þjónustu s.s. með tilliti til starfsemi á fjármálamarkaði.

Á síðustu árum hefur mikilvægi neytendaverndar aukist á grunni vaxandi umsvifa í hagkerfinu. Hlutdeild verslunar og þjónustu í landsframleiðslu nemur um 28% og ör vöxtur í ferðaþjónustu, bæði meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna, hefur haft víðtæk áhrif á greinina.  Í  því  samhengi  hefur  umhverfi  verslunar  og  viðskipta  að  nokkru leyti orðið flóknara auk þess sem hröð þróun þjónustuviðskipta hefur breytt áherslum viðskiptalífsins svo sem á sviði fjarskiptaþjónustu og ýmiss konar ráðgjafarþjónustu. Þá hafa breyttir viðskiptahættir og nýjar áskoranir í neytendavernd enn fremur komið fram í vexti vefverslunar. Til að bregðast við því hefur m.a. verið þróað svokallað evrópskt leiðarkerfi fyrir neytendur, sem Neytendasamtökin bera ábyrgð á, en kerfið nær bæði til viðskipta milli landa og á netinu. Í þessu samhengi skal haft í huga að Neytendastofa og Neytendasamtökin mynda grunnstoðir neytendaverndar á Íslandi.

Tæknibreytingar,  aukin  umsvif  atvinnugreina,  þróun  verslunar,  þjónustu  og viðskiptahátta, m.a. með tilliti til vefverslunar og auknar kröfur almennings um markvissari neytendavernd, leiðir til þess að tímabært er auka rannsóknir á sviði verslunar og þjónustu og endurskoða stjórnkerfi neytendamála. Síðast voru gerðar breytingar á umgjörð neytendamála árið 2014 þegar embætti talsmanns neytenda var lagt niður og verkefni þess embættis falin Neytendastofu.

Meginverkefni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis er að stuðla að skilvirkri stjórnsýslu og eftirliti með þeirri starfsemi sem fellur undir ráðuneytið, sbr. starfsemi innan málefnasviða 7, 12, 13, 14 og 15, auk málefnasviðs nr. 16. Til að styrkja stjórnunar- og eftirlitshlutverk  ráðuneytisins  hefur  stefnumótun  og áætlanagerð  fyrir  málefnasvið  ráðuneytisins verið efld m.a. á grunni samræmds verklags og samvinnu ráðuneytisins og undirstofnana þess. Áherslur í starfi ráðuneytisins snúa m.a. að því að bæta enn frekar eftirfylgni með gæðum og afrakstri verkefna og aðgerða innan ráðuneytisins og meðal stofnana þess og samþætta eins og kostur er framkvæmd aðgerða, sem varða fleiri en eitt málefnasvið. Í því ljósi verður t.d. unnið að bættu fyrirkomulagi upplýsinga um efnahag, afkomu og starfsemi atvinuveganna í samstarfi við Hagstofuna til að tryggja að byggt sé á samanburðarhæfum gögnum um afkomu atvinnulífsins. Þá er stefnt að mótun og framkvæmd tillagna um einföldun regluverks og verkferla í þágu atvinnulífs auk þess sem mótuð verður aðgerða- áætlun um hlut einstakra atvinnuvega í því verkefni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og neikvæðum umhverfisáhrifum.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn stjórnvalda er skilvirk efnahagsstarfsemi og velferð á grunni stöðugleika, virkrar samkeppni, gegnsæis og heilbrigðra viðskiptahátta.

Meginmarkmið málefnasviðsins er alþjóðleg samkeppnishæfni atvinnulífs sem byggir á efnahagslegu, umhverfislegu og samfélagslegu jafnvægi.

Virk samkeppni, traust á fjármálamarkaði og markviss neytendavernd styðja við efnahagslega framþróun og arðsemi atvinnulífs. Framleiðsluhættir atvinnulífs byggja á nýtingu auðlinda og því þarf að huga að þolmörkum náttúru og umhverfis. Þá er mikilvægt að sátt ríki um starfsskilyrði atvinnuveganna og viðskiptahætti, en að öðrum kosti dregur úr trausti almennings á atvinnulífinu, sem aftur leiðir til óvissu sem hefur neikvæð áhrif á fjárfestingar og framleiðni. Eftirlitshlutverk stjórnvalda er því mikilvægt. Það felur í sér að stjórnvöld vinni m.a. gegn samkeppnishindrunum, stuðli að skilvirkum fjármálamarkaði og hafi eftirlit með  að  neytendavernd  sé  samkvæmt  lögum  og  reglum. Á  þann  hátt er stuðlað  að hagkvæmni, aukinni framleiðni og trúverðugleika atvinnulífs og grunnstoða þess.

Framtíðarsýn og meginmarkmið málefnasviðsins eru í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna frá 2016. 

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Markaðseftirlit og neytendamál. Markmið og aðgerðir innan málaflokksins miða að því að treysta alþjóðlega samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á grunni skilvirks og trúverðugs  markaðseftirlits.  Í  því  samhengi  felast fyrirhugaðar  aðgerðir  m.a.  í  bættri upplýsingagjöf  milli  stofnana  málaflokksins,  þeirra  aðila  sem  þær  hafa  eftirlit með  og almennings og endurskoðun á umgjörð neytendamála vegna örrar þróunar viðskiptahátta í verslun og þjónustu.

Mikilvægt  er  að  á Íslandi gildi  sömu  reglur  og  fyrir  fyrirtæki  annars  staðar á hinu evrópska efnahagssvæði. Samræmdar reglur leiða til aukins trúverðugleika, skapa viðskiptatækifæri fyrir innlend fyrirtæki erlendis og auðvelda þátttöku erlendra fyrirtækja á innlendum markaði. Því verður t.a.m. lögð áhersla á að fækka óinnleiddum Evrópugerðum á fjármálamarkaði.

Á sama hátt er mikilvægt að íslensk stjórnvöld uppfylli skyldur sínar við eftirlit á grundvelli samkeppnislaga, en Samkeppniseftirlitinu er falið það hlutverk að tryggja eftirfylgni við samkeppnisreglur EES-samningsins, undir umsjón Eftirlitsstofnunar EFTA. Innan Evrópska efnahagssvæðisins er lögð áhersla á að samkeppnisyfirvöld búi yfir sjálfstæði frá stjórnvöldum og atvinnulífi og hafi fullnægjandi úrræði til eftirlits á grundvelli samkeppnislaga. Fyrirhugað er að gera enn ríkari kröfur um þetta innan evrópska efnahagssvæðisins.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði mat á fylgni Fjármálaeftirlitsins við 29 kjarnaviðmið Baselnefndar um bankaeftirlit árið 2014. Forgangsröðun verkefna Fjármálaeftirlitsins mótast af lagalegri umgjörð þess og því myndi endurskoðun laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998 stuðla að betri fylgni við kjarnaviðmiðin. Markmið endurskoðunar laganna er að skýra hlutverk, stöðu og verkefni Fjármálaeftirlitsins, enda hefur það vaxið mjög samhliða flóknara regluverki og aukinni vitund um samfélagslegan kostnað áfalla á fjármálamarkaði. Einnig er þörf á að breyta lögum nr. 99/1999 um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi til að aðlaga þau að lögum um opinber fjármál nr. 123/2015.

Samkvæmt meginmarkmiði málefnasviðsins byggir aukin samkeppnishæfni atvinnulífs á efnahagslegu, umhverfislegu og samfélagslegu jafnvægi. Markmiðið byggir á þeirri forsendu að arðsemi og viðskiptahættir atvinnuvega verði að haldast í hendur við þolmörk náttúru og umhverfis, auk þess sem mikilvægt er að almenningur beri traust til starfsemi á markaði og til markaðseftirlits stjórnvalda. Slíkt jafnvægi leggur grunn að stöðugu, fyrirsjáanlegu og alþjóðlega samkeppnishæfu atvinnulífi.

Markmið   um   aukið   gegnsæi,   virka   samkeppni   og   heilbrigða   viðskiptahætti fjármála- og viðskiptalífs felur í sér grunnforsendur samkeppnishæfni í íslensku efnahagslífi. Markmiðið vísar m.a. til þess efnahagslega ábata sem leiðir af heilbrigðum viðskiptaháttum í fjármálastarfsemi og með því að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum, sem m.a. geta stafað frá háttsemi fyrirtækja og hamlandi umgjörð um atvinnustarfsemi. Það að ryðja úr vegi slíkum samkeppnishindrunum er mikilvæg forsenda þess að ná fram framleiðni- markmiðum í íslensku efnahagslífi, sbr. m.a. markmið sem sett eru fram í málefnasviðum 7, 12, 13 og 14.

Markmið um aukna umhverfisvitund og úrlausnir á grunni markaðseftirlits og samkeppni byggir á því að aukin þekking almennings og fyrirtækja um skaðleg áhrif vöru eða þjónustu og lögbundið eftirlit í því ljósi dragi til lengri tíma úr notkun hættulegra og skaðlegra efna í framleiðslu. Þá felst í markmiðinu sú forsenda að virk samkeppni geti í auknum mæli leitt til þróunar úrlausna í umhverfismálum þvert á atvinnugreinar, m.a. með betri nýtingu hráefna, afurða og úrgangs og á þann hátt takmarkað sóun. 

Markmið um aukið traust almennings og fyrirtækja til atvinnulífs og markaðseftirlits felur í sér að trúverðugleiki starfsemi á markaði og eftirlits stjórnvalda dragi úr óvissu og leiði til aukins stöðugleika og skilvirkni markaða.

Mikilvægt er að markaðseftirlit sé skilvirkt og fyrirsjáanlegt s.s. á grunni virks upplýsingaflæðis milli eftirlitsstofnana, þeirra aðila sem þær hafa eftirlit með og almennings.

Ekki er aðeins átt við áherslu á upplýsingagjöf stofnana og aðgengi eftirlitsskyldra aðila og almennings að þeim heldur jafnframt að bæta tækifæri almennings til að veita eftirlitsstofnunum ábendingar og upplýsingar. Fjármálaeftirlitið hyggst t.a.m. einfalda verklag við skil á skýrslum eftirlitsskyldra aðila til stofnunarinnar og taka upp rafræn skil á öllum gögnum. Stofnunin stefnir jafnframt að því að uppfæra rafræna þjónustugátt stofnunarinnar til að auðvelda almenningi og fyrirtækjum að skila gögnum, senda inn erindi og fyrirspurnir og fylgjast með framvindu og úrlausn mála. Samkeppniseftirlitið hyggst einnig auðvelda almenningi að senda stofnuninni ábendingar er varða brot á samkeppnislögum með því að innleiða dulkóðaða samskiptagátt, þar sem almenningur getur veitt samkeppnisyfirvöldum upplýsingar um samkeppnislagabrot. Þá er stefnt að því að auka fræðslu fyrir stjórnendur og almenning um samkeppnismál til að stuðla að aukinni þekkingu um eðlilega viðskiptahætti á markaði og draga úr líkum á samkeppnislagabrotum. Loks er með sama hætti stefnt að markvissari neytendavernd m.a. á grunni aukinnar fræðslu fyrir almenning og stjórnendur fyrirtækja um reglur og viðmið neytendaverndar, auk þess sem stefnt er að endurskoðun á fyrirkomulagi neytendamála.

 

 

Nr. Markm HM # Mælikvarðar Staða 2016 Viðmið 2018 Viðmið 2022
1 Aukið gegnsæi, virk samkeppni, og heilbrigðir viðskiptahættir fjármála- og viðskiptalífs 10.5 Meðaltal VLF og reiknaðs ábata vegna ákvarðana Samkeppnis- eftirlitsins sl. 10 ár  0,5% 0,5% að meðaltali sl. 10 ár 0,5% að meðaltali sl.10 ár
Árleg aukning innkallaðra ólöglegra vöru á markaði Grunngildi >5% >5%
Bankakerfi:1) Rekstrarkostnaður/ (hreinar vaxta- tekjur og þóknana tekjur)2) Rekstrarkostnaður/ heildareignir 1) 66,6%     2) 2,8% 1) <65%     2) <2,5% 1) <63%     2) <2%
Fjöldi óinnleiddra Evrópugerða á fjár-málamarkaði 31 <20 <5
Úttekt Alþjóða-gjaldeyrissjóðs á 29 kjarna- Lágmarksviðmiðum mætt:7 atriði. Lágmarksvið-miðum mætt: 10 atriði. Lágmarksviðmiðum mætt:13 atriði.
      viðmiðum Basel-nefndar um bankaeftirlit Viðmið uppfyllt að verulegu leyti: 9 atriði. Viðmið ekki uppfyllt að verulegu leyti:13 atriði. (2014) Viðmið uppfyllt að verulegu leyti: 13 atriði. Viðmið ekki uppfyllt að verulegu leyti: 6 atriði. Viðmið uppfyllt að verulegu leyti: 16 atriði. Viðmið ekki uppfyllt að verulegu leyti: 0 atriði. Úttekt fram-kvæmd 2020.
2 Aukin umhverfis- vitund og úrlausnir við umhverfisvernd á grunnimarkaðs- eftirlits og samkeppni 12 Þekking neytenda á skaðleg um umhverfisáhrifum vöru ogþjónustu Grunngildi >60% >65%
Árlegur fjöldiendurskoðaðra laga og reglnatil að auðveldaþróun úrlausna m.t.t. um-hverfisverndar Grunngildi +15% +15%
3 Aukið traust almennings og fyrirtækja til atvinnulífs og markaðseftirlits 16.6 Jákvætt viðhorf almennings til atvinnulífs Grunngildi >60% >65%
Jákvætt viðhorf almennings til markaðseftirlits Grunngildi >60% >65%

 

NR. Tengist markmiði nr. Aðgerð Tíma- áætlun Kostnaður Ábyrgðar- aðili
1 1, 3 Framkvæma mat á þekkingu stjórnendafyrirtækja á meginreglum samkeppnislaga og efla almenna fræðslu um áhrif markaðseftirlits, þ.m.t. neytendaverndar, á efnahagslífið. 2018–2022 Verður forgangs- raðað innan ramma ANR/Samkeppnis- eftirlitið/ Neytenda- stofa
2 2 Greina áhrif markaðseftirlits á grænan hagvöxt,umhverfisvernd og taka til skoðunar lög og reglur sem hindra geta þróun úrlausna á sviðiumhverfismála. 2018–2019 Verðurforgangs- raðað innanramma ANR
3 1, 3 Uppfæra rafræna þjónustugátt FME til aðeinfalda skil gagna, fyrirspurna og erinda. 2018–2019   FME
4 3 Endurskoða lög nr. 87/1998 um opinbert eftirlitmeð fjármálastarfsemi og lög nr. 99/1999 um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. 2017–2018   FJR
5 1,2,3 Endurskoða skipan neytendamála. 2017–2018 Verður forgangs raðað innan ramma ANR

 

Stjórnsýsla ANR. Markmið málaflokksins leggur grunn að skilvirkari stjórnsýslu atvinnumála og nýsköpunar og vandaðri áætlanagerð til lengri tíma. Í því ljósi skal haft í huga að fjallað er um markmið og aðgerðir í starfsemi landbúnaðar, sjávarútvegs- og fiskeldis, ferðaþjónustu og í orkumálum í umfjöllun um hlutaðeigandi málefnasvið. Þær aðgerðir sem tilgreindar eru í málaflokki 16.2 geta enn fremur varðað eitt eða fleiri málefnasvið ráðuneytisins.

Ráðuneytið hefur að undanförnu lagt aukna áherslu á stefnumótun og forgangsröðun verkefna í samráði við undirstofnanir ráðuneytisins. Stefnt er að því að treysta enn frekar áætlanagerð ráðuneytisins með áherslu á breytt verklag, heildaráhrif aðgerða og árangursmælingar í samræmi við lög um opinber fjármál.

Markmið 1. Bætt stefnumótun, vandaðri áætlanagerð og markvissara árangursmat

Markmiðið  byggir  á  mikilvægi  þess  að  stjórnsýsla  atvinnumála  og  nýsköpunar  sé skilvirk, hugað sé vandlega að forgangsröðun verkefna og leitað sé stöðugt leiða til umbóta og hagræðingar s.s. með því að endurmeta forsendur á skipulagi stjórnsýslu og eftirlits. Í þessu samhengi verður lögð áhersla á að móta skýrara verklag til að fylgjast með árangri af framkvæmd aðgerða og nýtingu fjármagns.

 

Nr. Markm HM # Mælikvarðar Staða 2016 Viðmið 2018 Viðmið 2022
1 Bætt stefnumótun, vandaðri áætlanagerðog markvissara árangursmat 16 Fjöldi verkefnasem lokið er á réttum tíma og í samræmi viðsett markmið og forsendur.78 Grunngildi >75% >80%

 

NR. Tengist markmiðinr. Aðgerð79 Tíma- áætlun Kostnaður Ábyrgðar- aðili
1 1 Greina fyrirkomulag áætlanagerðar með tillititil laga um opinber fjármál m.a. um forgangsröðun verkefna til lengri tíma, stjórnun og eftirlit. 2018 Verðurforgangs- raðað innan ramma ANR
2 1 Samræma söfnun og úrvinnslu gagna umefnahag, afkomu og starfsemi atvinnuvega. 2018–2019 Verðurforgangs- raðað innan ramma ANR
3 1 Stefna að alþjóðlegri viðurkenningufaggildingar og greina kosti þess að nýta faggiltar skoðunarstofur við opinbert eftirlit. 2018–2019 Verðurforgangs- raðað innan ramma ANR
4 1 Greina stöðu og skýra yfirsýn um þróun,starfsemi og áhrif þjónustugreina í hagkerfinu. 2018–2019 Verðurforgangs- raðað innan ramma ANR
5 1 Endurskoða fyrirkomulag upplýsingamiðlunarum matvæli og réttindi neytenda. 2018–2019 Verðurforgangs- raðað innan ramma ANR
       
 
6 1 Einfalda regluverk og verkferla í þáguatvinnulífs. 2018–2021 Verðurforgangsraðað innanramma ANR
7 1 Greina möguleika einstakra atvinnuvega til aðdraga úr umhverfisáhrifum starfsemi. 2018–2022 Verðurforgangsraðað innanramma ANR

 

 

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn