Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Fjármálaáætlun 2018-2022 

1.  Umfang

Stjórnarmálefni á þessu málefnasviði ber undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. Málefnasviðið skiptist í fjóra málaflokka:

 • Safnamál.
 • Menningarstofnanir.
 • Menningarsjóðir.
 • Íþrótta- og æskulýðsmál.

Meginhluti menningarstarfs í landinu er í höndum einstaklinga eða samtaka þeirra, án opinberrar íhlutunar um inntak og tilhögun starfseminnar. Að frátöldum rekstri nokkurra veigamikilla stofnana lýtur hlutverk ríkisins á þessu sviði einkum að því að búa í haginn fyrir starf sem aðrir eiga frumkvæði að og stuðla að því eftir föngum að slíkt frumkvæði fái notið sín.

Safnamál. Undir málaflokkinn fellur starfsemi safna á vegum ríkisins, sveitarfélaga, sjálfeignarstofnana og annarra aðila. Á vegum ríkisins eru rekin 10 söfn og 45 söfn í eigu annarra aðila sem njóta viðurkenningar skv. ákvæðum safnalaga. Undir málaflokkinn heyra einnig  málefni  almenningsbókasafna,  héraðsskjalasafna og  annarra  safna  sem ekki  falla undir safnalög og loks málefni sem tengjast fjárhagslegum stuðningi við starfsemi safna á öllum sviðum, m.a. í gegnum samninga og úthlutanir úr lögbundnum sjóðum.

Menningarstofnanir. Ríkið rekur eða á í samvinnu við aðra um rekstur menningar- stofnana og veitir fjárhagslegan stuðning. Stofnanirnar skapa m.a. undirstöðu fyrir aðra menningar- og listastarfsemi í landinu á viðkomandi sviði og þjóna landsmönnum öllum auk þess sem sumar þeirra sinna stjórnsýslu á sínu sviði.

Menningarsjóðir. Öðrum fjárveitingum ríkisins en þeim sem fara til ríkisstofnana eða eru bundnar í samningum við einkaaðila vegna stuðnings við ákveðin verkefni á sviði menningar og lista er að mestu úthlutað í gegnum lögbundna sjóði. Þeir eiga að stuðla að því að  fagleg  og  sjálfstæð  listastarfsemi  geti  átt  sér  stað  sem  og  samfellu  í  listastarfsemi. Úthlutun styrkja úr þeim sjóðum byggir á opnu umsóknarferli og tillögum faglegra úthlutunarnefnda sem byggja á jafningjamati. Tilgangur með starfslaunum til listamanna er að efla listsköpun í landinu, sbr. ákvæði laga þar að lútandi.

Um starfsemi innan málaflokksins gilda 14 sérlög og reglur um lögbundna og aðra sjóði. Helstu sjóðir málaflokksins eru fornminjasjóður, húsafriðunarsjóður, safnasjóður, myndlistarsjóður, launasjóðir listamanna, kvikmyndasjóður, útflutningssjóður íslenskrar tónlistar, bókasafnssjóður höfunda, tónlistarsjóður, hljóðritasjóður tónlistar, máltæknisjóður, starfsemi atvinnuleikhúsa og starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna.

Íþrótta- og æskulýðsmál. Starfsemi í málaflokknum er að mestu leyti á hendi frjálsra félaga og félagasamtaka sem og sveitarfélaga, í samstarfi við ríkið, enda byggist hún að stórum hluta á sjálfboðastarfi og eigin fjármögnun. Málaflokkurinn er í eðli sínu þverfaglegur og hefur þ.a.l. víða skírskotun. Meginmarkmið aðgerða ríkis og sveitarfélaga skv. íþróttalögum er að stuðla að því að allir landsmenn eigi þess kost að iðka íþróttir við sem hagstæðust skilyrði og tilgangur æskulýðslaga er að styðja börn og ungmenni til þátttöku í æskulýðsstarfi og skapa sem bestu aðstæður fyrir börn og ungmenni til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Samningar eru gerðir um framlög til helstu heildarsamtaka.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Endurnýjun á löggjöf á sviði menningar og lista undanfarin ár hefur orðið til að einfalda og  auka  samræmi  við afgreiðslu  skyldra viðfangsefna.  Þá  hafa  nokkrar  stofnanir  verið sameinaðar.

Aðsókn að menningarstofnunum og viðburðum hefur aukist undanfarin ár og þróunin sýnir að menningarframboð hér á landi hefur síðustu ár aukist í öllum listgreinum, bæði hjá opinberum stofnunum sem og í sjálfstæðri starfsemi. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa og önnur menningarhús sem tekin hafa verið í notkun víða um land hafa skipt sköpum fyrir aðstæður til tónlistarflutnings og menningarstarfs af ýmsum toga. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur fjöldi gesta á söfnum, setrum og sýningum aukist um tæp 50% milli 2008 og 2014; úr 1,4 milljónum gesta í 2,1 milljón gesta og fjöldi tónleikagesta Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur tvöfaldast á sama tíma. Útlán almenningsbókasafna hafa áfram verið mikil í alþjóðlegum samanburði, eða um 3,2 milljónir árið 2015.

Á síðustu árum hefur áhersla á aukinn stuðning við kvikmyndir og tónlist m.a. átt sinn þátt í að efla kynningu á íslenskum kvikmyndum og tónlist á erlendum vettvangi. Þetta kemur t.d. fram í nýjum sjóði sem ætlað er að styðja við hljóðritun tónlistar og auknum stuðningi  við  Íslensku  óperuna.  Hróður  íslenskra  listamanna  erlendis  fer  víða  og  fleiri erlendir listamenn sækja landið heim. Ísland er orðinn vinsæll tökustaður erlendra kvikmynda  enda  hefur  áhersla  stjórnvalda verið  að  hlúa  frekar  að  þessum vaxtarsprotum í íslensku atvinnulífi.

Þingsályktunartillaga um menningarstefnu var samþykkt á Alþingi árið 2013 og var það í fyrsta skipti sem sérstök stefna íslenska ríkisins á sviði lista og menningararfs var samþykkt. Í henni er lýst aðkomu ríkisins að málefnum menningar, lista og menningararfs en þar eru fjórir meginþættir lagðir til grundvallar; sköpun og þátttaka í menningarlífinu, gott aðgengi að listum og menningararfi, samvinna stjórnvalda við þá aðila sem starfa á sviði menningar og loks þátttaka barna og ungmenna í menningarlífinu. Samþykkt hefur verið og hrint í framkvæmd aðgerðaráætlun um menningu barna og ungmenna 2014–2017, m.a. með verkefninu List fyrir alla. Menningarstofnanir eru í vaxandi mæli að gera efni sitt aðgengilegra almenningi með stafrænum hætti. Samningar um menningarmál, sem nú eru hluti af sóknaráætlun landshluta, hafa skilað þróttmeira menningar- og listastarfi um landið allt. Að lokum skal nefna aukna áherslu á máltækni sem og stöðu íslenskrar tungu og táknmáls.

Íþróttaiðkun  almennings  hefur  farið  vaxandi  undanfarin  ár  og  má  rekja  vöxtinn  til aukinnar vitundar um heilbrigðan lífsstíl. Margvíslegur ávinningur er af skipulögðu íþróttastarfi, sbr. niðurstöður áfangaskýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, Íþróttir á Íslandi – umfang og hagræn áhrif, frá árinu 2015 og niðurstöður úr rannsóknunum „Ungt fólk“ sem rannsóknarmiðstöðin Rannsóknir og greining framkvæmir. Þær rannsóknir hafa lengi sýnt fram á mikilvægi skipulagðs íþrótta- og æskulýðsstarfs þegar horft er til forvarna, uppeldis og menntunar auk fjárhagslegs ávinnings sem er af starfinu eins og það er skipulagt. Mikilvægt er að viðhalda góðum árangri.

Undanfarin  ár  hefur  afreksíþróttafólk,  bæði  karlar  og  konur,  í  ýmsum greinum  náð góðum árangri og nú geta margar íþróttagreinar státað af íþróttafólki sem er framarlega á heimsvísu. Kröfur um faglega umgjörð fyrir afreksíþróttafólk hafa aukist mikið í alþjóðlegu samhengi, þ.e. aðstæður, umhverfi og starfsskilyrði sem aukið geta líkur á framúrskarandi árangri á heimsvísu. Framlög úr ríkissjóði standa að hluta til undir kostnaði við umgjörð hjá íslenskum sérsamböndum sem undirbúa keppendur og senda á alþjóðleg mót fyrir Íslands hönd. Hækkun framlags í afrekssjóð ÍSÍ mun styðja betur við afreksstarf íþróttafólks og auka getu til að hækka hlutfallslega kostnaðarhlutdeild í alþjóðlegum verkefnum sérsambanda.

Alþjóðlegar kröfur eru gerðar um lyfjaeftirlit í íþróttum og með lagabreytingu árið 2012 var lyfjaeftirlit gert sjálfstæðara. Stjórnvöld undirrituðu árið 2015 alþjóðasamning um hagræðingu  úrslita  í  íþróttakeppnum sem er  nýtt  viðfangsefni skipulagðrar  glæpastarfsemi.

Unnið verður að samstarfi í tengslum við alþjóðasamninginn á næstu árum.

Æskulýðsráð hefur sett fram stefnumótun í æskulýðsmálum 2014–2018 og er unnið að framkvæmd hennar í samstarfi við ráðið. Nokkrar breytingar hafa átt sér stað í því lagaumhverfi sem snýr að börnum og ungmennum, sérstaklega 18 ára og yngri. Helst er að nefna lögfestingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2013. Í undirbúningi er endurskoðun á stefnu ráðuneytisins í æskulýðsmálum og verður horft til þess með hvaða hætti stjórnvöld geti stuðlað enn frekar að því að jöfn tækifæri séu til tómstundaiðju ungmenna.

Undanfarin ár hefur þátttaka ungs fólks í æskulýðsstarfi aukist og ungt fólk, stelpur jafnt sem strákar, tekið virkari þátt í mótun síns nærumhverfis en áður. Ákvæði æskulýðslaga um að sveitarfélög skuli hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð hefur gefið ungmennum tækifæri á að láta til sín taka og í dag starfa ungmennaráð í 33 sveitarfélögum.

Niðurstöður úr rannsóknunum „Ungt fólk“, sem rannsóknarmiðstöðin Rannsóknir og greining framkvæmir, sýna að helstu áskoranir á sviði forvarna barna og ungmenna snúa að geðheilbrigði en í niðurstöðum kemur fram aukinn kvíði og þunglyndi meðal nemenda í 8.– 10. bekk grunnskóla og meðal framhaldsskólanema, sérstaklega stúlkna. Unnið verður frekar með þessar niðurstöður í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og aðra hagsmunaaðila sem vinna að málefnum barna og ungmenna.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Meginmarkmið aðgerða ríkisins á sviði menningar og lista er að auðvelda öllum landsmönnum, konum og körlum, að njóta menningar og lista og jafna og bæta aðstöðu til menningar- og listastarfsemi í landinu. Jafnframt að stuðla að verndun menningar- og náttúruminja  og menningararfleifðar  þjóðarinnar  fyrir  komandi  kynslóðir  og  tryggja jafnvægi verndunar og aðgengis fyrir almenning að menningararfinum.  Meginmarkmið aðgerða ríkisins á sviði íþrótta- og æskulýðsstarfs er að framboð og umgjörð um starfið geri öllum landsmönnum, konum og körlum, kleift að taka þátt eftir áhugasviði hvers og eins og efla lífsgæði fólks.

Sérstök áhersla er lögð á að:

 • Efla stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu með viðeigandi hætti á grundvelli íslenskrar málstefnu. Stuðla að því að íslensk tunga verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags með sérstakri áherslu á máltækniverkefni og í listum og menningarstarfi.
 • Endurskoða  stofnana- og stuðningskerfi  ríkisins  í  málefnum  menningar  og  lista.
 • Einfalda stjórnsýslu og efla þjónustu safna, menningarstofnana, miðstöðva listgreina og sjóða á málefnasviðinu og búa þeim hagstæð skilyrði til að sinna verkefnum sínum svo landsmenn og gestir eigi óháð búsetu aðgang að öflugu menningar- og listalífi sem byggir á menningarlegri fjölbreytni.
 • Bæta verndun menningar- og náttúruminja og aðgengi almennings að þeim. Nauðsynlegt er að vernda menningararf þjóðarinnar með markvissum hætti, rannsaka og skrá hann og miðla þannig að fortíð sé tengd við nútíð með upplýsandi hætti.
 • Stuðla enn frekar að því að efla og jafna tækifæri til nýsköpunar innan allra sjóða sem veita styrki til verkefna á sviði menningar og lista, einkum með aðgengi ungs listafólks í huga. Lögð er áhersla á að nýsköpun á sviði menningar og lista búi við hagstæð fjárhagsleg skilyrði og eigi möguleika á að ná til almennings.
 • Framlag til Skáksambands Íslands hefur hækkað á síðustu árum og starfsemi sambandsins eflst að sama skapi, hefur það m.a. staðið fyrir alþjóðlegum skákmótum. Lög um launasjóð stórmeistara nr. 58/1990 verða tekin til endurskoðunar á næstu misserum í því skyni að gera fyrirkomulag launanna skilvirkara og árangursmiðaðra og að það mæti þörfum nýrra kynslóða skákmanna, karla jafnt sem kvenna, og styðji þá í þeirri viðleitni að ná stórmeistaraárangri. Samfara þessu verða lög um Skákskóla Íslands nr.76/1990 tekin til endurskoðunar.
 • Starfandi eru tvö heildarsamtök á sviði æskulýðsmála, Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn. Það myndi styrkja málaflokkinn að hafa ein öflug heildarsamtök æskulýðsfélaga og mun ráðuneytið stuðla að frekari samvinnu og jafnvel sameiningu heildarsamtakanna í því skyni. Skv. æskulýðslögum nr. 70/2007 veitir Alþingi árlega fé í æskulýðssjóð til eflingar æskulýðsstarfi. Verið er að huga að breytingum í því skyni að rýmka umsóknaskilyrði í sjóðinn og opna möguleika fyrir t.d. frumkvöðlaverkefni.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Safnamál. Til að uppfylla meginmarkmið málefnasviðsins eru þrjú markmið skilgreind sérstaklega fyrir málaflokkinn.

1.  Bæta aðgengi að og miðlun á menningu og listum. Stefna ber að því að gestir eigi, með öflugu og samhæfðu safnastarfi og uppbyggingu nauðsynlegrar aðstöðu, sífellt betri  aðgang  að  menningar- og  náttúruarfi  þjóðarinnar  og  að  honum verði  miðlað þannig að fortíð sé tengd við nútíð með upplýsandi hætti.

2.  Efla vernd á menningararfi þjóðarinnar í samræmi við alþjóðlegar kröfur til að stuðla að markvissari verndun hansAuknar kröfur eru m.a. um öryggi safnmuna og að menningararfur þjóðarinnar verði verndaður undir öllum kringumstæðum, t.d. með stefnu í almannavarna- og öryggismálum.

3.  Efla rannsóknir og skráningu. Mikilvægt er að efla faglegt starf safna um land allt til að stuðla að markvissari varðveislu menningararfsins og þekkingu á honum til gagns fyrir komandi kynslóðir.

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Bæta aðgengi
að og miðlun á menningu
og listum.
 
Fjöldi
heimsókna í söfn landsins.
Fjöldi
heimsókna:
1.700.000, þar af u.þ.b.
830.000
heimsóknir
Íslendinga og
865.000 heimsóknir erlendra gesta.
Fjöldi
heimsókna:
2.000.000, þar af 900.000
heimsóknir
Íslendinga og
1.100.000 heimsóknir
erlendra gesta.
Fjöldi
heimsókna:
2.350.000, þar af 950.000
heimsóknir
Íslendinga og
1.400.000 heimsóknir
erlendra gesta.
Hlutfall
safneigna á stafrænu formi hjá minja-,
lista-, skjala- og
bókasöfnum.
1. des. 2016:
Um 6%
safneigna.
1. des. 2018:
Um 9%
safneigna.
1. des. 2022:
Um 20%
safneigna.
2
Efla vernd á
menningararfi þjóðarinnar í
samræmi við
alþjóðlegar kröfur.
11.4
Staðfestar
öryggis- og neyðaráætlanir
safna – sem eru
skilyrði fyrir viðurkenningu
Safnaráðs.
1. nóv. 2016
höfðu 45 söfn staðfestar
öryggis- og
neyðaráætlun.
46 söfn hafi
staðfestar öryggis- og
neyðaráætlun.
47 söfn hafi
staðfesta öryggis- og
neyðaráætlun.
3
Efla
rannsóknir og skráningu.
11.4
Skráningar í
Sarp.
1. júlí 2016
var fjöldi skráninga
1.301.498.
Fjölgun
skráninga hafi aukist um
50.000.
Fjölgun
skráninga hafi aukist um
200.000.
Skil gagna og
muna úr rannsóknum
1990-2015 til
lögbundinna vörsluaðila.
Skil á gripum:
Allir gripir úr
99 rannsóknum, hluti gripa úr 25 rannsóknum, engir gripir fundust í 123 rannsóknum, gripir úr 48 rannsóknum eru geymdir hjá rannsókn- araðila; staðan er óþekkt í 28 rannsóknum.
Skil á gögnum
og munum
2015-2018 verði í samræmi við ákvæði laga um umgjörð og tímaramma. Skil á gögnum úr eldri rann- sóknum verði
75-80%. Skil á gögnum á tímabilinu
2015-2016 verði
ekki lægra en
40%.
Skil á gögnum
og munum úr eldri rann-
sóknum verði
sem næst
100%. Skil á gögnum og
munum úr
rannsóknum
2015-2018 verði ekki
minni en 60%.

 

Nr.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
*
Ábyrgðar- aðili
1
1
Stuðla að auknu samstarfi og/eða sameiningu
safna í samráði við hagsmunaaðila og gera nauðsynlegar lagabreytingar til þess.
2017–
2019
 
MRN
2
1
Skilgreina árangursvísa um framboð
menningarsögulegs efnis á stafrænu formi og setja viðmið.
2017–
2019
 
MRN

 

3
2
Greina stöðu og þarfir fyrir húsnæði og búnað
og gera áætlun um uppbyggingu.
2017–
2019
 
MRN
4
2
Styrkja skráningu safnmuna í Sarp með
markvissum áherslum í úthlutun styrktarsjóða.
2017–
2019
 
Sjóðir
5
3
Styrkja sjálfstæðar rannsóknir safna.
2017–
2020
 
Söfn og
sjóðir

*Ráðuneytið birtir að þessu sinni ekki áætlaðan kostnað við einstaka aðgerðir. Það er mat ráðuneytisins að samræmdar verklagsreglur um hvernig skuli áætla fyrir slíkum kostnaði þurfi að liggja fyrir eigi slíkt að yfirlit að hafa það upplýsingagildi sem að er stefnt. Almennt er verkbókhald ekki haldið og því viðbúið að talsvert misræmi sé í því hvernig kostnaðurinn er áætlaður. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir að framkvæmd þeirra aðgerða sem tilgreindar eru rúmist innan fjárveitinga til viðkomandi ábyrgðaraðila.

Menningarstofnanir. Til að uppfylla meginmarkmið málefnasviðsins er eitt markmið skilgreint sérstaklega fyrir málaflokkinn.

1.  Bæta verndun og aðgengi að menningu og listum til að fleiri landsmenn fái notið þeirra. Í menningarstefnu stjórnvalda er lögð áhersla á aðgengi að menningarstarfi og verndun menningararfs. Aðgengi ólíkra þjóðfélagshópa, kvenna og karla, að menningu eykur víðsýni og umburðarlyndi og þátttaka í menningarstarfi eykur vitund um lýðræði, réttlæti og sögulegt samhengi. Menningarstarf um land allt hvetur til félagslegra samskipta og dregur úr hættu á menningarlegri einangrun einstaklinga og hópa. Á tímabilinu verður lögð sérstök áhersla á barnamenningu.

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Bæta verndun
og aðgengi að menningu og
listum.
11.4
Ánægjuvog:
Upplýsingar um notkun á og
gæði þeirrar
þjónustu sem borgararnir
sækja til þeirra menningar- stofnana sem falla undir
málaflokkinn.
Upplýsingar
liggja ekki fyrir.
Mælikvarði
skilgreindur.
Fer eftir
viðmiði 2018.
Fjöldi rannsókna, friðlýstra og aldursfriðaðra húsa og friðlýstra fornleifa.
Fjöldi verði
samtals 3.679.
Fjöldi verði
samtals 4.086.
Fjöldi verði
samtals 4.906.
 
 
 
Fjöldi skipulagðra viðburða fyrir börn og ungmenni og list fyrir alla (greind eftir búsetu).
Upplýsingar
um fjölda skipulagðra viðburða liggja ekki
fyrir. List fyrir alla: Höfuðborgarsvæði:
14 skólar,
1.210 nemendur. Landsbyggð: 66 skólar, 4.031 nemandi.
Mælikvarði um
fjölda skipulagðra viðburða skilgreindur. List fyrir alla: Höfuðborgar- svæði: Aukning um 20%, landsbyggð: Aukning um 20%.
Fjöldi við-
burða fer eftir viðmiði 2018.

 

Nr.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
*
Ábyrgðar- aðili
1
1
Greina stöðu og þörf menningarstofnana fyrir
húsnæði og búnað og gera áætlun um uppbyggingu.
2017–
2020
 
MRN
2
1
Ánægjuvog. Útfæra og hrinda í framkvæmd
könnun á nýtingu þeirrar þjónustu sem sótt er til menningarstofnana.
2017–
2018
 
MRN
3
1
Bjóða upp á listviðburði í grunnskólum sem og
í menningarhúsum víða um land.
2017–
2020
 
MRN og
stofnanir
4
1
Skilgreina árangursvísa og setja viðmið í
samráði við hagsmunaaðila.
2017–
2018
 
MRN

* Ráðuneytið birtir að þessu sinni ekki áætlaðan kostnað við einstaka aðgerðir. Það er mat ráðuneytisins að samræmdar verklagsreglur um hvernig skuli áætla fyrir slíkum kostnaði þurfi að liggja fyrir eigi slíkt að yfirlit að hafa það upplýsingagildi sem að er stefnt. Almennt er verkbókhald ekki haldið og því viðbúið að talsvert misræmi sé í því hvernig kostnaðurinn er áætlaður. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir að framkvæmd þeirra aðgerða sem tilgreindar eru rúmist innan fjárveitinga til viðkomandi ábyrgðaraðila.

Menningarsjóðir. Eðli  málaflokksins  er  með  þeim hætti  að  markmið  og  aðgerðir  í öllum málaflokkum málefnasviðsins eru að hluta til leiðandi fyrir úthlutun úr sjóðum. Til að uppfylla meginmarkmið málefnasviðsins eru jafnframt þrjú markmið skilgreind sérstaklega fyrir málaflokkinn.

1. Efla stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu með viðeigandi hætti á grundvelli íslenskrar málstefnu. Lögð verður áhersla á að íslensk tunga verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags með sérstakri áherslu á máltækniverkefni og í listum og menningarstarfi. Þetta verður gert með því að fylgja eftir íslenskri málstefnu sem samþykkt var af Alþingi árið 2013, m.a. með því að gera aðgerðaáætlun um aukinn stuðning við notkun íslensku á öllu sviðum, þar með talið í tölvutækni og framboði afþreyingarefnis. Jafnframt verður efnt til verkefna þar sem áhersla verður lögð á að byggja upp innviði íslenskrar máltækni í opnum aðgangi.

2.  Skapa betri skilyrði fyrir fjölbreytni, nýsköpun og frumkvæði í íslenskum listum og menningu. Umgjörð stuðnings við menningu og listir verður einfölduð með sameiningu og samhæfingu sjóða og stuðningskerfa. Stuðningsumhverfi listafólks verði eins gott og kostur er. Tækifæri til nýsköpunar innan allra listgreina verða jöfnuð og efld með mótun stefnu um skiptingu framlaga til launa- og verkefnasjóða og slíkri stefnu hrint í framkvæmd. Í henni verði staða ungs listafólks, kvenna og karla, í stoðkerfi listanna skoðuð sérstaklega.

3.  Efla íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu. Íslenskar kvikmyndir gegna mikilvægu menningarhlutverki. Í gegnum þær fer fram skoðun og skráning á menningu og sögu og þær varðveita og viðhalda íslenskri tungu. Stuðlað verður að því að konur og karlar fái jöfn tækifæri á sviði kvikmyndagerðar. Um stuðning við kvikmyndagerð er m.a. vísað til markmiðs um innlenda dagskrárgerð og framboð af íslensku barna- og menningarefni í málaflokknum fjölmiðlun.

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Efla stöðu
íslenskrar tungu í samfélaginu með viðeigandi hætti.
 
Fjöldi styrktra
máltækni- verkefna.
Styrkt verk-
efni samtals fjögur.
Styrkt verkefni
samtals átta.
Styrkt verk-
efni samtals
16.
2
Skapa betri
skilyrði fyrir fjölbreytni,
nýsköpun og
frumkvæði í íslenskum
listum og menningu.
 
Fjöldi sjóða.
Fimmtán inn-
lendir sjóðir á málefna-
sviðinu.
Viðmið
skilgreind.
Fer eftir
viðmiði 2018.
Úthlutanir úr
sjóðum til ungra umsækjenda.
Upplýsingar
liggja ekki fyrir.
Viðmið
skilgreind.
Fer eftir
viðmiði 2018.
Kynjahlutfall
úthlutana úr sjóðum.
Upplýsingar
liggja ekki fyrir.
Viðmið
skilgreind.
Fer eftir
viðmiði 2018.
3
Efla íslenska
kvikmyndagerð og
kvikmyndamenningu.
 
Hlutfall styrkja
og umsókna.
Upplýsingar
liggja ekki fyrir.
Viðmið
skilgreind.
Fer eftir
viðmiði 2018.
Kynjahlutfall
úthlutana úr kvikmynda-
sjóðum.
Upplýsingar
liggja ekki fyrir.
Viðmið
skilgreind.
Fer eftir
viðmiði 2018.

 

Nr.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
*
Ábyrgðar- aðili
1
1
Gera áætlun um stuðning við notkun íslensku á
öllum sviðum.
2017–
2019
 
MRN og
stofnanir
2
1
Byggja upp innviði íslenskrar máltækni í
opnum aðgangi.
2017–
2022
 
MRN og
stofnanir
3
2
Einfalda sjóða- og stuðningskerfi menningar
og lista.
2017–
2022
 
MRN
4
2
Móta stefnu um skiptingu framlaga til sjóða.
2017–
2018
 
MRN
5
2
Gera áætlun um stuðning við notkun íslensku á
öllum sviðum.
2017–
2019
 
MRN og
stofnanir
6
2
Byggja upp innviði íslenskrar máltækni í
opnum aðgangi.
2017–
2019
 
MRN og
stofnanir
7
3
Endurskoða stuðningskerfi kvikmyndagerðar.
2017–
2019
 
MRN

*Ráðuneytið birtir að þessu sinni ekki áætlaðan kostnað við einstaka aðgerðir. Það er mat ráðuneytisins að samræmdar verklagsreglur um hvernig skuli áætla fyrir slíkum kostnaði þurfi að liggja fyrir eigi slíkt að yfirlit að hafa það upplýsingagildi sem að er stefnt. Almennt er verkbókhald ekki haldið og því viðbúið að talsvert misræmi sé í því hvernig kostnaðurinn er áætlaður. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir að framkvæmd þeirra aðgerða sem tilgreindar eru rúmist innan fjárveitinga til viðkomandi ábyrgðaraðila.

Íþrótta- og æskulýðsmál. Til að uppfylla meginmarkmið íþrótta- og æskulýðsstarfs eru tvö markmið eru skilgreind sérstaklega fyrir málaflokkinn.

1.  Bæta umgjörð og auka gæði í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Forvarnargildi starfsins er staðreynd. Aðgerðir stjórnvalda felast fyrst og fremst í því að styrkja rekstur heildarsamtaka sem vinna að faglegri umgjörð. Sveitarfélög skapa aðstöðu og vinna með félögum í nærumhverfinu.

2. Efla umgjörð og stuðning við afreksíþróttafólk svo hægt sé að standa fyrir sambærilegu afreksstarfi og í nágrannalöndum Íslands. Íslenskir afreksíþróttamenn eru góðar fyrirmyndir og frammistaða þeirra er öðrum, s.s. ungu fólki, hvatning til þátttöku í íþróttum. Einnig bera þeir hróður landsins víða.

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Bæta umgjörð
og auka gæði í skipulögðu
íþrótta- og
æskulýðsstarfi
 
Fjöldi skráðra
iðkenda í skipulögðu
íþróttastarfi.
Árið 2015 var
fjöldi skráðra iðkenda sam-
tals 93.514,
þar af voru karlar 55.689
og konur
37.825.
Fjöldi skráðra
iðkenda verði
95.000, þar af verði karlar
56.000 og konur
39.000.
Fjöldi skráðra
iðkenda verði
97.000, þar af verði karlar
56.500 og konur 40.500.
Fjöldi skráðra
skáta og fjöldi skráðra þátt- takenda í barna- og unglingastarfi KFUM og KFUK.
Skráðir skátar
voru 2.174 og skráðir þátt- takendur hjá KFUM og KFUK voru
415 drengir og
523 stúlkur.
Skráðir skátar
verði 2.280 og skráðir þátttakendur hjá KFUM og KFUK verði
500 drengir og
600 stúlkur.
Skráðir skátar
verði 2.400 og skráðir þátttakendur hjá KFUM og KFUK verði
600 drengir og
700 stúlkur.
Leiðtogaþjálfun
skáta, leiðtoga- þjálfun KFUM og KFUK og fjöldi á námskeiðum ÍSÍ.
Í leiðtoga-
þjálfun skáta voru 272, hjá KFUM og KFUK voru
47 karlar og
56 konur og á námskeiðum ÍSÍ voru
samtals 113, þar af voru 46 karlar og 67 konur.
Í leiðtogaþjálfun
skáta verði 285, hjá KFUM og KFUK verði 65 karlar og 70 konur og á námskeiðum ÍSÍ verði samtals
125.
Í leiðtoga-
þjálfun skáta verði 300, hjá KFUM og KFUK verði
100 karlar og
100 konur og
á námskeiðum
ÍSÍ verði samtals 138.
2
Efla umgjörð
og stuðning við afreks- íþróttafólk.
 
Meðaltal
íþróttamanna á Ólympíuleikum og lokamótum
alþjóðlegra stórmóta.
Á árabilinu
2014–2016 voru 228 konur og 448
karlar á slíkum mótum.
Á árabilinu
2015-2016 verði
230 konur og
450 karlar á slíkum mótum.
Á árabilinu
2018–2019 verði 241 kona og 372
karlar á slíkum mótum.
Nr.
Tengist markmiði
nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
*
Ábyrgðar- aðili
1
1
Íþróttasamtök skili reglulega tölum um
iðkendur í skipulögðu íþróttastarfi.
2017–
2022
 
Íþrótta-
samtök
2
1
Æskulýðsfélög skili reglulega tölum um
þátttakendur og fjölda á leiðtoganámskeiðum.
2017–
2022
 
Æskulýðs-
félög
3
1
Árangursvísar verða skilgreindir og viðmið sett
í samráði við hagsmunaaðila.
2017–
2019
 
MRN
4
1 og 2
Gera lyfjaeftirlit að sjálfstæðri einingu.
2018
 
MRN og
ÍSÍ
5
1
Stefna að samningi við ein heildarsamtök á
sviði æskulýðsmála.
2018
 
MRN og
æskulýðs- félög

*Ráðuneytið birtir að þessu sinni ekki áætlaðan kostnað við einstaka aðgerðir. Það er mat ráðuneytisins að samræmdar verklagsreglur um hvernig skuli áætla fyrir slíkum kostnaði þurfi að liggja fyrir eigi slíkt að yfirlit að hafa það upplýsingagildi sem að er stefnt. Almennt er verkbókhald ekki haldið og því viðbúið að talsvert misræmi sé í því hvernig kostnaðurinn er áætlaður. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir að framkvæmd þeirra aðgerða sem tilgreindar eru rúmist innan fjárveitinga til viðkomandi ábyrgðaraðila.

 

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn