Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og menningarmála

Fjármálaáætlun 2018-2022

 1.   Umfang

Stjórnarmálefni á þessu málefnasviði ber undir mennta- og menningarmálaráðuneyti. Málefnasviðið skiptist í þrjá málaflokka, en þeir eru:

 • Leikskóla- og grunnskólastig.
 • Framhaldsfræðsla og menntun óflokkuð á skólastig.
 • Stjórnsýsla mennta- og menningarmála.

Leikskóla- og grunnskólastig. Sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri, kostnaði, stefnu, skipulagi, eftirliti, innra og ytra mati og miðlun upplýsinga um leikskóla og grunnskóla. Ráðuneytið fer með yfirstjórn á leikskóla- og grunnskólastigi eins og lög kveða nánar á um, setur  aðalnámskrár, fer  með  ytra  mat  og  eftirlit,  annast  öflun,  greiningu  og  miðlun upplýsinga um skólastarf og lagaframkvæmd á grundvelli upplýsinga frá sveitarfélögum og eigin könnunum og það hefur úrskurðarvald í tilteknum tegundum ágreiningsmála í grunnskólum. Ríkið leggur grunnskólum til námsgögn en samkvæmt tímabundnu samkomulagi frá haustinu 2011, um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, bera sveitarfélögin ábyrgð á að fjármagna og reka námsgagnasjóð. Ríkið styður þróunarstarf gegnum þróunarsjóð námsgagna og sprotasjóð og er með samning við samtök höfundarréttarfélaga sem heimilar skólum að ljósrita höfundarréttarvarið efni.

Framhaldsfræðsla og menntun óflokkuð á skólastig. Framhaldsfræðsla tengist samstarfi ríkisins og samtaka á vinnumarkaði og samtaka um málefni fatlaðra. Starfsemin er að mestu hjá sjálfseignarstofnunum og félögum. Ráðuneytið ber ábyrgð á almennri stefnumótun í samráði við hagsmunaaðila, almennri stjórnsýslu og gæðaeftirliti, viðurkenningu fræðsluaðila sem er í höndum Menntamálastofnunar og málefnum Fræðslusjóðs sem fjármagnar starfsemi framhaldsfræðslu. Símenntunarmiðstöðvar eru 11 og tekur starfsemi þeirra mið af styrktarsamningum við ráðuneytið. Undir málaflokkinn falla Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Fjölmennt, símenntunarmiðstöð sem þjónar fullorðnum fötluðum á grundvelli samnings við ráðuneytið.

Stjórnsýsla mennta- og menningarmála. Stjórnarmálefni ráðuneytisins falla undir 17 málaflokka. Kveðið er á um heimildir og skyldur ráðherra í almennum lögum og 45 sérlögum. Ráðherra fer með yfirstjórn stjórnvalda sem heyra undir almennar stjórnunarheimildir hans og hefur eftirlit með starfrækslu, fjárreiðum og eignum á vegum þeirra. Hlutverk Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís) er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Starfsemi Rannís tengist öllum málefnasviðum ráðuneytisins. Hlutverk Menntamálastofnunar er að stuðla að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu menntunar í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið. Undir stjórnsýslu mennta- og menningarmála fellur einnig þátttaka í norrænni samvinnu og er samningur í gildi við Norræna félagið á Íslandi.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Breyting var gerð var á lögum um grunnskóla árið 2016 sem laut að starfsemi sjálfstætt rekinna grunnskóla. Með breytingunni er kveðið skýrar á um rekstur og stjórnun þessara skóla sem og um réttindi nemenda sem sækja nám í sjálfstætt rekna grunnskóla og foreldra þeirra. Einnig var í framangreindum lögum sett nýtt ákvæði um starfsemi frístundaheimila fyrir yngri nemendur í grunnskólum þar sem meðal annars er kveðið á um að mennta- og menningarmálaráðuneyti gefi út, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, viðmið um gæði frístundastarfs.

PISA  (Programme  for  International  Student  Assessment)  er  umfangsmikil  alþjóðleg rannsókn á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem gerð er á þriggja ára fresti. Hún mælir hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði. Niðurstöður rannsóknarinnar árið 2015 sýna að frammistaða íslenskra nemenda við lok grunnskóla er lakari en árið 2012. Læsi nemenda á náttúruvísindi hefur hrakað mikið á síðastliðnum áratug og læsi þeirra í stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá því það var fyrst metið, árið 2003. Lesskilningur minnkaði frá 2000 til 2006 en eftir það hefur hann ekki minnkað marktækt. Megináskorun stjórnvalda er að snúa þessari þróun við, einkum er nauðsynlegt að grípa til aðgerða í námi á unglingastigi, kennsluháttum á grunnskólastigi og starfsþróun kennara. Ríki, sveitarfélög og aðrir hagsmunaaðilar þurfa að koma að aðgerðum. Vinna að bættum lesskilningi hófst með markmiðasetningu til fimm ára í Hvítbók um umbætur í menntun sem ráðuneytið gaf út árið 2014. Í framhaldi gerðu ráðherra og öll sveitarfélög landsins, ásamt Heimili og skóla – landssamtökum foreldra, með sér þjóðarsáttmála um að a.m.k. 90% nemenda í hverju sveitarfélagi geti lesið sér til gagns árið 2018 en þá verður PISA rannsóknin með áherslu á læsi. Nemendum af erlendum uppruna heldur áfram að fjölga í skólakerfinu og er brýnt að allar umbótaaðgerðir til aukinna gæða í skólastarfi  taki  mið  af  þörfum  þessa  hóps,  sbr.  framkvæmdaáætlun  í  málefnum  innflytjenda 2016–2019.

Fyrir liggja niðurstöður úr úttekt Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir á innleiðingu hugmyndafræðinnar um menntun án aðgreiningar í leik-, grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Úttektin var að meginhluta gerð á árinu 2016 og aldrei hefur áður verið gerð jafn heildstæð úttekt sameiginlega fyrir þessi þrjú skólastig. Niðurstöður sýna að núverandi löggjöf og stefnumótun fræðsluyfirvalda felur í sér stuðning við markmið og áherslur skóla án aðgreiningar og eru í samræmi við alþjóðlega sáttmála og samninga sem Ísland hefur undirgengist. Hlutfallslega færri nemendur eru í sérskólum og sérúrræðum í skólum á Íslandi en víðast í Evrópu en formlegar greiningar á sérþörfum þeirra eru langt yfir meðallagi. Fram kemur einnig að menntakerfið í heild er vel fjármagnað en að endurhugsa þurfi úthlutun fjármagnsins þannig að það styðji betur við stefnuna um menntun án aðgreiningar. Þetta muni skipta höfuðmáli við umbætur í menntakerfinu til lengri tíma. Í úttektinni er lagt til að byrjað verði á að skoða þrjár forgangsaðgerðir: Þeir sem vinni að menntamálum ræði hvernig best verði staðið að menntun án aðgreiningar, núverandi reglur um fjárveitingar til skólakerfisins verði athugaðar og endurskoðaðar og að samkomulag verði gert um viðmið um lágmarksþjónustu til stuðnings menntunar án aðgreiningar í öllum skólum. Undirrituð hefur verið samstarfsyfirlýsing þeirra sem að úttektinni stóðu um að fylgja eftir niðurstöðum hennar. Skipaður verður stýrihópur til að móta aðgerðaáætlun sem afhent verður ráðherra að vori 2017.

Mikilvægt er að endurnýjun í hópi grunnskólakennara mæti þörfum fyrir nýliðun, sérstaklega til að bæta kennslu í lestri, stærðfræði og raungreinum. Á næstu árum munu reynslumiklir grunnskólakennarar hætta störfum vegna aldurs og um langt árabil hefur skort leikskólakenna um allt land, þótt einstaka sveitarfélög standi vel að því leyti. Til að bregðast við þessu tók samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda til starfa árið 2016 og er áætlað að það ljúki störfum árið 2018. Samstarfsráðinu er ætlað að vinna að aðgerðum til að efla starfsþróun, meðal annars með það að markmiði að gera kennarastarfið eftirsóknarvert. Önnur aðgerð er alþjóðleg rannsókn, árið 2018, á starfsaðstæðum og viðhorfi kennara á leikskólastigi og elsta stigi grunnskóla. Um bætta nýliðun kennara er m.a. vísað til markmiðs þar um í málaflokki 21.1; háskólar.

Talsverðar breytingar hafa orðið undanfarin ár á aðgengi að námsgögnum hér á landi sem erlendis. Nægir þar að nefna byltingu í tölvu- og upplýsingatækni sem hefur haft mikil og hröð áhrif á miðlunarmöguleika námsefnis. Áhersla hefur verið á að námsefni á grunnskólastigi samræmist betur kröfum aðalnámskrár grunnskóla og að efla útgáfu námsefnis á táknmáli fyrir grunnskólanemendur. Fyrirkomulag við námsgagnagerð verður endurskoðað, m.a. með það fyrir augum að færa útgáfu námsgagna í auknum mæli til sjálfstæðra útgefenda.

Til markhóps framhaldsfræðslu teljast hátt í 30% vinnuafls á Íslandi auk einstaklinga sem hvorki stunda nám né eru á atvinnumarkaði. Í þessum hópi eru margir innflytjendur. Fleiri konur en karlar eru í markhóp framhaldsfræðslunnar og hlutfallslega eru mun fleiri á lands- byggðinni sem annaðhvort hafa ekki stundað neitt nám frá því að skyldunámi í grunnskóla lauk eða hafa hætt námi án námsloka á framhaldsskólastigi. PIAAC (Programme for the International Assessment of Adult Competencies) er rannsókn á vegum OECD á grunnleikni fullorðinna, þ.e. læsi, tölulæsi og notkun upplýsingatækni við úrlausn daglegra verkefna. Ef niðurstöður rannsóknarinnar, sem gerð var 2013, eru heimfærðar upp á Ísland má álykta að meira en 20% fólks á vinnumarkaði geti ekki lesið sér til gagns. Mikilvægt er að skapa viðkomandi einstaklingum tækifæri til að meta og bæta stöðu sína í grunnleikni, það getur einfaldað þeim að hefja nám að nýju.

Á síðasta ári hófst vinna við endurskoðun laga um framhaldsfræðslu. Sú vinna hefur leitt til töluverðra umræðna um skipulag framhaldsfræðslu almennt og þörf fyrir að endurskoða kerfið í heild, án þess þó að leggja til grundvallarbreytingar á því. Helstu verkefni í því sambandi snúa að því að skilgreina markhópinn betur, skilgreina hugtök tengd fullorðins- og framhaldsfræðslu, skerpa á ferli tengdu viðurkenningu fræðsluaðila og gæðakerfa, skapa lagalegt svigrúm til að semja almenna námskrá fyrir framhaldsfræðslu, sníða lagaramma um íslenskukennslu fyrir innflytjendur og tryggja réttindi fatlaðs fólks án þess að fella þau undir þann hluta laga sem snúa að framhaldsfræðslu.

Störf á aðalskrifstofu ráðuneytisins voru 63 í byrjun árs 2016 sem er fækkun um 15% frá meðaltali síðustu tíu ára. Á sama tíma hafa kröfur til ráðuneytisins og stofnana þess aukist, nú síðast með lögum um opinber fjármál. Yfirstjórn og eftirlit ráðuneytisins nær til starfsemi meira en 50 ríkisstofnana og hátt í 40 sjóða og styrkjaliða. Ráðuneytið gerir og hefur eftirlit með samningum við flestar stofnanir sínar og um það bil 90 einkaaðila um ýmiss konar rekstrarverkefni og fjárveitingar í fjárlögum. Þá á ráðuneytið í beinum samskiptum við sveitarfélög,  leikskóla,  grunnskóla,  félög,  samtök  og aðra  ríkisaðila.  Stór  hluti  þessara stofnana, sjóða og aðila sem ráðuneytið er með samninga við hefur fátt starfsfólk og á því fullt í fangi með að uppfylla væntingar um þjónustu og stjórnsýslu. Því er mikið leitað til ráðuneytisins eftir stoðþjónustu. Til að efla starfsemi hefur ráðuneytið unnið að sameiningu og samstarfi stofnana og farið í skipulagsbreytingar innan ráðuneytisins. Jafnframt því hefur það endurbætt samninga sem því ber að gera og aukið eftirlit með framkvæmd þeirra. Þá hefur ráðuneytið flutt ýmis afgreiðslu- og þjónustuverkefni til stofnana og einfaldað framkvæmd.

Á undanförnum árum hefur umfang verkefna Rannís aukist og stofnunin þjónar nú breiðum hópi viðskiptavina. Leitast er við að stuðla að þróun þekkingarsamfélagsins með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Starfsemi Rannís er þríþætt: Rekstur innlendra samkeppnissjóða, alþjóðasamstarf og í þriðja lagi stuðningsverkefni og miðlun. Mikilvægt er að efla kynningarstarfsemi, samræma verklag og auka samlegð innlendra og erlendra sjóða og samstarfsáætlana. Einnig er mikilvægt að skerpa á starfsemi stofnunarinnar þannig að hún styðji við stefnu stjórnvalda í vísinda-, mennta- og menningarmálum.

Árið 2015 tók Menntamálastofnun við verkefnum Námsgagnastofnunar og Námsmatsstofnunar. Frá sama tíma hefur stofnunin einnig tekið við fjölbreyttum verkefnum þvert á skólastig frá ráðuneytinu auk þess sem stofnuninni hafa verið falin ný verkefni. Mikilvægt er að vel takist til með að byggja upp aukna sérþekkingu innan stofnunarinnar og heildstæðan grunn til að bæta þjónustu hennar þvert á málaflokka og auka gæði menntunar. Einnig er mikilvægt að skerpa á starfsemi stofnunarinnar svo hún styðji við stefnu stjórnvalda í menntamálum.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn  málefnasviðsins  er  að  menntun  á  Íslandi,  þjónusta  og  stuðningur  við menntakerfið verði í fremstu röð í samanburði við nágrannaríki og að einstaklingar hafi tækifæri til fjölbreytts náms og starfa, án aðgreiningar. Meginmarkmið málefnasviðsins er að skapa umhverfi fyrir eflingu leikskóla- og grunnskólastigs sem og framhaldsfræðslu, leggja grundvöll að virkri þátttöku allra í lýðræðissamfélagi og veita öllum viðeigandi undirbúning og fjölbreytt tækifæri fyrir frekara nám eða störf á vinnumarkaði. Sérstök áhersla er lögð á að:

 • Bæta lestrargetu og læsi nemenda svo þeir öðlist hæfni til að stunda nám á næsta skólastigi og geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Áfram verður líka unnið að því að bæta árangur í öðrum námsgreinum, s.s. náttúrufræði, stærðfræði og skapandi greinum eins og list- og verkgreinum, forritun og hönnun. Jafnframt verður markvissara eftirlit og eftirfylgni með því að nemendur njóti lágmarksfjölda kennslustunda á öllum námssviðum grunnskóla, sbr. ákvæði aðalnámskrár grunnskóla.
 • Styðja  við  nauðsynlegar  umbætur  í  námi  án  aðgreiningar  m.a.  út  frá  niðurstöðum úttektar um nám án aðgreiningar.
 • Stuðla að góðu framboði á vönduðu og fjölbreyttu námsefni sem hæfir mismunandi kennsluháttum og ólíkum nemendum á skólaskyldualdri.
 • Auðvelda fullorðnum einstaklingum að afla sér viðurkenndrar menntunar/starfsréttinda, þ.e. þeim sem ekki hafa lokið formlegu námi eftir grunnskóla.
 • Skerpa á starfsemi Menntamálastofnunar og Rannís.
 • Efla stefnumótun og móta stefnur á grundvelli góðra gagna og samráðs við hagsmunaaðila.
 • Endurskoðun á lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 verður fram haldið með það fyrir augum að einfalda lagarammann og skýra betur verksvið þeirra sem undir lögin heyra.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Leikskóla- og grunnskólastig. Til að koma til móts við meginmarkmið málefnasviðsins eru þrjú markmið skilgreind fyrir málaflokkinn.

 • Fleiri  grunnskólanemendur  hafi  við  lok  grunnskóla  náð  lágmarksviðmiðum  í lestri. Lesskilningur er forsenda þess að nemendur geti náð færni til að fóta sig í samfélaginu og tekist á við áframhaldandi nám. Hér á landi sem og í öðrum löndum er tölu- verður kynjamunur í lesskilningi og sérstaklega þarf að bæta lesskilning hjá drengjum. Mikilvægt er einnig að styðja betur nemendur af erlendum uppruna til að þeir nái betur að aðlagast grunnskólanum.
 • Auka gæði menntunar í leikskólum og grunnskólumNemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námslegar og félagslegar þarfir þeirra í almennum skóla án aðgreiningar. Ísland hefur verið í fararbroddi meðal þjóða í að skapa nám án aðgreiningar, sérstaklega á leikskóla- og grunnskólastigi.
 • Efla gerð og útgáfu námsgagna fyrir nemendur á skólaskyldualdri. Mikilvægt er að námsefni hæfi mismunandi kennsluháttum og ólíkum nemendum, s.s. stafrænt námsefni og námsgagnagerð í þágu nemenda sem nota táknmál.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Fleiri grunn-
skólanemendur hafi við lok grunnskóla náð lágmarks- viðmiðum í lestri.
4.1
4.2
PISA rannsókn í
lesskilningi, hlutfall nem- enda sem nær 2. stigi eða hærra, greint eftir kynjum.
Hlutfall nemenda sem náði
2. stigi eða hærra var
78%, 71%
drengja og
84% stúlkna.
Hlutfall nemenda sem nær 2. stigi eða hærra verði 83%, 75% drengja og 90% stúlkna.
Hlutfall nemenda sem nær
2. stigi eða hærra verði
88%, 80%
drengja og
95% stúlkna.
PISA rannsókn í
lesskilningi, hlutfall nemenda af erlendum uppruna sem nær 2. stigi eða
hærra.
Hlutfall nemenda af erlendum uppruna sem náði
2. stigi eða hærra var
39%.
Hlutfall nem-
enda af erlendum upp-
runa sem nær 2.
stigi eða hærra nái meðaltali
OECD.
Hlutfall nemenda af erlendum uppruna sem nær
2. stigi eða hærra verði
yfir meðaltali
OECD.
Hlutfall nemenda sem nær að lágmarki B í
samræmdum
könnunarpróf- um í 9./10.
bekk; í íslensku, stærðfræði og ensku.
Hlutfall nemenda sem náði lágmarki í 10.
bekk var
58,2% í ísl- ensku, 58,3%
í stærðfræði og 62,9% í ensku.
Hlutfall nemenda sem nær lágmarki í 9.
bekk verði 60%
í íslensku og stærðfræði og
64% í ensku.
Hlutfall nemenda sem nær lágmarki í 9.
bekk verði
62% í íslensku og stærðfræði
og 66% í ensku.
2
Auka gæði
menntunar í leikskólum og grunnskólum.
4.1
4.2
4.5
4.7
4.a
4.c
Hlutfall grunnskóla þar sem nemendur hafa aðgang að
þjónustu náms- og starfsráðgjafa.
Árið 2014 var
hlutfall nem- enda sem höfðu aðgang
að þjónustu- nni 67%.
Hlutfall grunn-
skóla þar sem nemendur hafa aðgang að
þjónustunni verði 75%.
Hlutfall
grunnskóla þar sem nem- endur hafa
aðgang að þjónustunni verði 80%.

 

 
 
 

 
 

Hlutfall
leikskóla- og grunnskóla-
kennara af starfsfólki við kennslu og umönnun.
Hlutfall
leikskóla- kennara var
32% og grunnskóla- kennara
94,6%.
Hlutfall leik-
skólakennara verði 35% og
grunnskóla- kennara 97%.
Hlutfall leik-
skólakennara verði 40% og
grunnskóla- kennara
100%.
3
Efla gerð og
útgáfu náms- gagna fyrir
nemendur á skólaskyldu- aldri.
4.1
4.7
4.a
Framboð af
námsgögnum fyrir nemendur
sem nota táknmál.
Fimm titlar
voru tilbúnir til notkunar í
skólum.
24 titlar verði
tilbúnir til notkunar í
skólum.
35 titlar verði
tilbúnir til notkunar í
skólum.
Hlutfall
prentaðs og útgefins náms-
efnis sem er í
samræmi við aðalnámskrá
grunnskóla
2011 og 2013.
Hlutfall
námsefnis í samræmi við
aðalnámskrá
var 31%.
Hlutfall
námsefnis í samræmi við
aðalnámskrá
verði 45%.
Hlutfall
námsefnis í samræmi við
aðalnámskrá
verði 75%.
Framboð á
stafrænum námsgögnum.
Aðgengilegt á
stafrænu formi voru
17% prentaðs efnis.
Aðgengilegt á
stafrænu formi verði 30% prentaðs námsefnis.
Aðgengilegt á
stafrænu formi verði
60% prentaðs efnis.

 

Nr.

Tengist markmiði

nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun

Kostnaður

*

Ábyrgðar- aðili
1
1
Efla ráðgjöf, stuðning og starfsþróun í skólum.
Búa til skimunarpróf fyrir grunnskóla og breyta inntaki samræmdra könnunarprófa. Auka
vitund foreldra um ábyrgð á læsi barna þeirra.
2015-
2018
 
Mennta-
málastofnun og Heimili og skóli
2
1
Auka stuðning við nemendur af erlendum uppruna, m.a. með mótun samræmds leiðarvísis fyrir móðurmálskennslu á leikskóla- og grunnskólastigi.
2017–
2018
 
MRN
3
2
Gera aðgerðaáætlun til að fylgja eftir niðurstöðum úttektar á menntun án aðgreiningar.
2017–
2020
 
MRN
4
2
Gera kannanir á þjónustu náms- og
starfsráðgjafa í grunnskólum og bregðast við í samræmi við niðurstöður.
2017–
2020
 
MRN
5
2
Setja viðmið um gæði frístundastarfs fyrir
yngri grunnskólanemendur í samræmi við ákvæði grunnskólalaga frá 2016 og fylgja þeim eftir með viðeigandi hætti.
2017–
2018
 
MRN
6
3
Fjölga námsgögnum sem gefin eru út í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla 2011 og
2013, þ.m.t. stafrænum námsgögnum og námsgögnum fyrir nemendur sem nota táknmál.
2017–
2022
 
Mennta-
málastofnun

 

*Ráðuneytið birtir að þessu sinni ekki áætlaðan kostnað við einstaka aðgerðir. Það er mat ráðuneytisins að samræmdar verklagsreglur um hvernig skuli áætla fyrir slíkum kostnaði þurfi að liggja fyrir eigi slíkt að yfirlit að hafa það upplýsingagildi sem að er stefnt. Almennt er verkbókhald ekki haldið og því viðbúið að talsvert misræmi sé í því hvernig kostnaðurinn er áætlaður. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir að framkvæmd þeirra aðgerða sem tilgreindar eru rúmist innan fjárveitinga til viðkomandi ábyrgðaraðila.

Framhaldsfræðsla og menntun óflokkuð á skólastig. Til að uppfylla meginmarkmið málefnasviðsins er eitt markmið skilgreint sérstaklega fyrir málaflokkinn.

 • Auðvelda einstaklingum sem ekki hafa lokið formlegu námi eftir grunnskóla að afla sér viðurkenndrar menntunar/starfsréttinda. Í þeirri viðleitni að greiða leið fullorðinna einstaklinga að formlegri menntun og auka starfshæfni þeirra gaf ríkisstjórnin árið 2015 út yfirlýsingu um að tryggja starfsemi símenntunarmiðstöðva og stuðla þannig að auknum námstækifærum fyrir nemendur 25 ára og eldri. Samhliða þessu er í málaflokki 20.1; framhaldsskólar, sett markmið um að fleiri nemendur ljúki prófi úr framhaldsskóla á tilskildum tíma og í málaflokki 21.1; háskólar, markmið um að efla samstarf háskóla og tengsl við önnur skólastig, atvinnulíf og samfélag.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Auðvelda
einstaklingum sem ekki hafa lokið form- legu námi eftir grunnskóla, að afla sér viðurkenndrar menntunar/sta rfsréttinda.
4.3
4.4
4.5
4.6
4.7
4.a
Hlutfall fólks
sem hefur ekki lokið formlegu námi umfram grunnmenntun á aldrinum 25-64 ára
Árið 2015 var
hlutfall fólks sem ekki hafði lokið grunn- menntun 25%,
25,6% karlar og 24,9% konur.
Hlutfall fólks
sem ekki hefur lokið formlegu námi verði ekki hærra en 23%.
Hlutfall fólks
sem ekki hefur lokið formlegu námi verði ekki hærra en
20%.
Fjöldi nemenda
í námsleiðum sem kenndar eru skv. vottaðri
námskrá.
Fjöldi
nemendanna var 2.316.
Fjöldi nemend-
anna verði
2.400.
Fjöldi
nemendanna verði 2.500.
Fjöldi einstakl-
inga sem fer í raunfærnimati.
Árið 2015
fóru 450 einstaklingar í
raunfærnimat.
Fjöldi einstakl-
inga sem fer í raunfærnimat
verði 500.
Fjöldi
einstaklinga sem fer í
raunfærnimat verði 550.

 

Nr.

Tengist markmiði

nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun

Kostnaður

*

Ábyrgðar- aðili
1
1
Endurskoða og fjölga vottuðum námskrám, í
samráði við hagsmunaaðila, samhliða endurskoðun á lögum um framhaldsfræðslu nr.
27/2010.
2017–
2020
 
MRN og
Fræðslu- miðstöð atvinnu- lífsins
2
1
Semja almenna námskrá fyrir framhalds-
fræðslu, í samráði við hagsmunaaðila, samhliða endurskoðun laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010.
2018–
2021
 
MRN
3
1
Þýða og aðlaga evrópskt rafrænt matstæki fyrir
grunnleikni í íslensku, stærðfræði, ensku og upplýsingatækni fyrir markhóp
framhaldsfræðslunnar.
2018–
2022
 
Fræðslu-
miðstöð atvinnu-
lífsins

 

*Ráðuneytið birtir að þessu sinni ekki áætlaðan kostnað við einstaka aðgerðir. Það er mat ráðuneytisins að samræmdar verklagsreglur um hvernig skuli áætla fyrir slíkum kostnaði þurfi að liggja fyrir eigi slíkt að yfirlit að hafa það upplýsingagildi sem að er stefnt. Almennt er verkbókhald ekki haldið og því viðbúið að talsvert misræmi sé í því hvernig kostnaðurinn er áætlaður. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir að framkvæmd þeirra aðgerða sem tilgreindar eru rúmist innan fjárveitinga til viðkomandi ábyrgðaraðila.

Stjórnsýsla mennta- og menningarmála. Til að styrkja starfsemi í stjórnsýslu mennta- og menningarmála eru þrjú markmið skilgreind sérstaklega fyrir málaflokkinn.

 • Efla stefnumótun og móta stefnur á grundvelli góðra gagna og samráðs við hagsmunaaðila.
 • Skerpa á starfsemi Menntamálastofnunar og Rannís.
 • Koma á innra eftirliti í ráðuneytinu til að stuðla að hagkvæmni rekstrar, öryggi fjármuna, áreiðanleika upplýsinga og almennt að markmiðum starfsemi ráðuneytisins verði náð.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Efla stefnu-
mótun á grundvelli
góðra gagna og samráðs
við hagsmuna- aðila.
 
Hlutfall tölu-
legra upplýsinga um málefnasvið
ráðuneytisins sem er aðgengilegt almenningi á
veflægu, gagn- virku formi.
Hlutfall
tölulegra upplýsinga
sem var aðgengilegt almenningi var 0%.
Hlutfall tölu-
legra upplýsinga sem verður
aðgengilegt almenningi verði 60%.
Hlutfall tölu-
legra upp- lýsinga sem
verður aðgengilegt almenningi verði 80%.
 
 
 
 
 
 
 
2
Koma á innra
eftirliti í ráðuneytinu.
 
Fjöldi innri
úttekta.
Engin úttekt
gerð.
Þrjár innri
úttektir verði gerðar.
Sex innri
úttektir verði gerðar.

 

Nr.

Tengist markmiði nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun

Kostnaður

*

Ábyrgðar- aðili
1
1
Endurskipuleggja greiningarvinnu ráðuneytisins og tryggja aðgengi að áreiðanlegum gögnum.
2018–
2022
 
MRN
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
2
2
Framkvæma reglubundið innra eftirlit í ráðuneytinu.
2018–
2022
 
MRN

 

*Ráðuneytið birtir að þessu sinni ekki áætlaðan kostnað við einstaka aðgerðir. Það er mat ráðuneytisins að samræmdar verklagsreglur um hvernig skuli áætla fyrir slíkum kostnaði þurfi að liggja fyrir eigi slíkt að yfirlit að hafa það upplýsingagildi sem að er stefnt. Almennt er verkbókhald ekki haldið og því viðbúið að talsvert misræmi sé í því hvernig kostnaðurinn er áætlaður. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir að framkvæmd þeirra aðgerða sem tilgreindar eru rúmist innan fjárveitinga til viðkomandi ábyrgðaraðila.

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn