Orkumál

 Fjármálaáætlun 2018-2022

1. Umfang

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Undir málefnasviðinu er einn málaflokkur, en hann er:

  • Stjórnun og þróun orkumála.

Stjórnun og þróun orkumála varðar stjórnsýslu Orkustofnunar og stefnumótun og eftirlit stjórnvalda s.s. vegna flutnings og dreifingar raforku, eftirlits með raforkumarkaði, orkuskipta, orkunýtni, nýtingar auðlinda í jörðu, orkuöryggis, hitaveita og kolvetnismála.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Á síðustu árum hafa orkumál á heimsvísu markast af áhrifum loftslagsbreytinga, sveiflukenndu  jafnvægi  framboðs  og eftirspurnar,  aukinni  samtengingu  markaða  og  auknum kröfum um sjálfbærni. Í þessu samhengi hefur raforkuverð farið hækkandi og áhersla verið lögð á mikilvægi raforkusparnaðar og aukna hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa. Þótt gert sé ráð fyrir að notkun endurnýjanlegrar orku aukist á næstu árum er ekki búist við að hlutfall hennar af orkunotkun á heimsvísu aukist hratt. Orkumál hafa einnig einkennst af afléttingu sérleyfa til að stuðla að aukinni samkeppni á raforkumörkuðum.

Öll raforkuframleiðsla á Íslandi er af endurnýjanlegum uppruna (73% vatnsafl, 26% jarðvarmi og 0,1% vindorka). Um 71% af endanlegri orkunotkun á Íslandi á uppruna sinn í endurnýjanlegum  orkugjöfum.  A.m.k.  99%  húshitunar  á  Íslandi  er  af  endurnýjanlegum uppruna (90% jarðvarmi og 9% raforka), hlutfall jarðefnaeldsneytis hefur minnkað jafnt og þétt í orkubúskap landsmanna undanfarna áratugi og er stefna stjórnvalda að sú þróun haldi áfram. Stjórnvöld hafa stutt við hitaveituvæðingu undanfarna áratuga með stofnstyrkjum til nýrra hitaveitna, og styrkjum til jarðhitaleitar, og áhersla hefur verið lögð á að draga úr rafhitun húsnæðis. Innlend notkun jarðefnaeldsneytis í dag stafar að mestu frá samgöngum á landi, í lofti og frá fiskiskipaflotanum.

Á síðustu áratugum hefur orkuframleiðsla einkum beinst að þörfum stóriðju en um 80% orkuframleiðslu fer til stóriðju. Í ljósi breyttra viðhorfa til umhverfismála er mikilvægt að leggja aukna áherslu á frekari nýtingu vistvænna orkugjafa, orkuskipti á landi og hafi og orkunýtni. Þá er forgangsmál stjórnvalda að tryggja raforkuöryggi og styrkja flutnings- og dreifikerfi raforku á Íslandi til að mæta eftirspurn og þróun orkunotkunar næstu ár, sérstaklega á þeim svæðum sem búa við skert afhendingaröryggi raforku (samanber Vestfirði og Norðurland eystra). Álag á flutningskerfi Landsnets, sem og dreifiveitur, hefur aukist jafnt og þétt, sem hefur leitt til vaxandi rekstraráhættu og minni tækifæra til nýrrar atvinnu- uppbyggingar  á  landsvísu.  Fyrirvaralausum  rekstrartruflunum  og  straumleysismínútum hefur að sama skapi fjölgað. Með kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku er reynt að kortleggja þær framkvæmdir sem hefja þarf á næstu árum til að tryggja viðunandi uppbyggingu og viðhald á flutningskerfi raforku.

Til að ná framangreindum markmiðum þarf m.a. að endurskoða leyfisveitingaferli að því er varðar framkvæmdir er bæði lúta að flutningi raforku og orkuvinnslu. Tækifæri eru til staðar til að bæta skilvirkni skipulags- og leyfisveitingaferla með áherslu á fyrirsjáanleika, einföldun og gagnsæi, án þess þó að slegið sé af eðlilegum kröfum til framkvæmda m.a. af umhverfislegum ástæðum. Í þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína frá 2015 koma fram megináherslur stjórnvalda um loftlínur og jarðstrengi.

Parísarsamkomulagið sem tók gildi 2016 er meðal stærstu áskorana á sviði orkumála á komandi  árum  og  atvinnulífsins  almennt.  Ísland  tekur  þátt  í  markmiði  ESB  um  40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við losun á árinu 1990. Unnið hefur verið að loftlagsmálum um margra ára skeið, meðal annars með sóknaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum, sem umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti í nóvember 2015, og með tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um orkuskipti sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hefur lagt fram á Alþingi og hefur að markmiði að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis með því að auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa. Meðal þeirra aðgerða sem tengjast orkumálum eru:

  • Orkuskipti í samgöngum þar sem stefnt er að því að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa verði 40% árið 2030.
  • Efling innviða rafbíla á landsvísu, þar sem stefnt er að því að byggja upp innviði sem mikilvægir eru rafbílavæðingu, svo sem uppsetningu hraðhleðslustöðva.
  • Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna sjávarútvegs, þar sem stefnt er að 10% hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa árið 2030 og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% árið 2030 miðað við 1990.
  • Þróun loftslagsvænni landbúnaðar, sem unnið verður að á grunni vegvísis um samdrátt í losun frá landbúnaði.

Orkumál eru undirstaða bættra lífsskilyrða og atvinnuþróunar og árangur í loftslagsmálum mun að verulegu leyti byggjast á því hvernig til tekst að vinna að orkuskiptum og orkusparnaði. Hagnýting orkuauðlinda verður að byggjast á sjálfbærni og styðja við ímynd og þróun atvinnlífs.

Í ferðaþjónustu er rafvæðing bílaflotans komin á skrið sem má hraða enn frekar með auknum hvötum og nýjum skilyrðum. Notkun endurnýjanlegra orkugjafa, eins og raforku, vetnis, metans, lífeldsneytis o.fl. munu skila verulegum árangri til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hér á landi er lífeldsneyti blandað í hefðbundið eldsneyti og dísil. Hlutdeild endurnýjanlegrar orku í samgöngum, þar sem uppistaðan er lífeldsneyti, metan og rafmagn er nú rúmlega 6%. Ferðaþjónustan hefur mikilvægu hlutverki að gegna við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með réttu vali samgöngutækja, t.d. val á vélbúnaði bílaleigubíla, tegund brennsluolíu skemmtiferðaskipa og tengingu þeirra við raforkukerfi í landi meðan þau dvelja í höfn. Í því ljósi geta stjórnvöld haft áhrif á val samgöngutækja s.s. með skattlagningu eða hagrænum hvötum. Uppbygging raforkukerfisins og annarra innviða eins og hleðslustöðva er mikilvæg fyrir vöxt og þróun ferðaþjónustu og tryggja þarf að uppbygging kerfisins nái til mikilvægra svæða greinarinnar um leið og orkuöryggi er tryggt.

Í sjávarútvegi er mögulegt að auka notkun endurnýjanlegs eldsneytis, lífdísils (t.d. úr sláturúrgangi) eða jurtaolíu á vélar skipaflotans og er sú leið talin ódýr og geta minnkað losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig eru möguleikar fólgnir í notkun metanóls og raforku t.d sem valkostar í tvíorkuskipum. Nýjar aðferðir til að hámarka orkunýtingu véla og kerfa hafa gefið góða raun og við að bæta nýtingu á hitaorku frá vélum. Þá þarf að huga frekar að orkuskiptum innan atvinnugreinarinnar, þ.m.t. hjá fiskimjölsverksmiðjum og með rafvæðingu hafna.

Í iðnaði er losun gróðarhúsalofttegunda frá stóriðju og jarðvarmavirkjunum umtalsverð. Iðnfyrirtæki hafa nú þegar áform um að auka föngun kolefnis frá starfsemi og nýta í efnaiðnaði. Þá er hægt að binda kolefni frá jarðvarmavirkjunum með niðurdælingu í jarðlög og með metanólframleiðslu. Vísbendingar eru um að unnt geti verið að draga úr útstreymi frá jarðvarmavirkjunum um allt að 90% með þessum aðgerðum.

Í landbúnaði er mögulegt að framleiða eldsneyti úr repjuolíu. Þessi aðferð er vel þekkt og tilraunir hér á landi gefa góð fyrirheit um aukningu í framleiðslu á repjuolíu. Þá má bæta fóðrun dýra til að minnka framleiðslu metans, bæta geymslu og nýtingu búfjáráburðar og mykju og hámarka orkunýtingu véla, sem jafnframt leiðir til minni losunar gróðurhúsalofttegunda. Möguleikar bænda eru einnig fólgnir í framleiðslu hauggass eða með þátttöku í verkefnum tengdum smávirkjunum í héraði.

Orkumál eru þekkingariðnaður sem byggir á viðamiklum rannsóknum á orkuauðlindunum, vinnslutækni og afurðaþróun sem markaðssettar hafa verið með góðum árangri á alþjóðamarkaði. Með djúpborun á háhitasvæðum er að opnast ný sýn á afkastagetu jarðhitasvæða. Mikilvægt er að Ísland verði áfram vettvangur fyrir öflun og miðlun alþjóðlegrar þekkingar á jarðhitanýtingu og miðlun hennar í formi menntunar, ráðgjafar og þróunar og verndunar hugverka. Efla þarf orkurannsóknir, leggja aukna áherslu á alþjóðlegt samstarf, m.a. til að auka árangur í sölu á vörum og þekkingu.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn stjórnvalda er að Ísland sé leiðandi í þróun og nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa á grunni sérstöðu og hreinleika umhverfis og orkuauðlinda, þekkingar og fagmennsku.

Í því ljósi er meginmarkmið málefnasviðsins aukin samkeppnishæfni orkumarkaðar á grunni efnahagslegs, umhverfislegs og samfélagslegs jafnvægis. Orkumál eru auðlindadrifin atvinnugrein og því þarf að huga að áhrifum greinarinnar á þróun umhverfis og auðlinda. Þá er mikilvægt að orðspor greinarinnar sé jákvætt í augum samfélags ekki síður en meðal erlendra aðila. Aukin verðmætasköpun orkumála má ekki ganga á sameiginlegar auðlindir á kostnað komandi kynslóða og stuðla verður að sátt um þróun greinarinnar og samfélagsleg áhrif.

Til að framtíðarsýn og meginmarkmið málefnasviðsins nái fram að ganga eru lögð til markmið og aðgerðir sem varða m.a. orkuöryggi, aukið hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa og jöfnun orkukostnaðar á landsvísu.

Framtíðarsýn  og  meginmarkmið  málefnasviðsins  eru  í  samræmi  við  heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna frá 2016. Meðal markmiða er að bæta verulega orkunýtni fyrir árið 2030 og að ýta undir fjárfestingu í innviðum og tækni á sviði umhverfisvænnar orku.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Stjórnun og þróun orkumála. Í kaflanum koma fram markmið og aðgerðir sem miða að því að ná fram auknum árangri. Við markmiðssetningu er litið til þess að skapa jafnvægi milli efnahagslegra, umhverfislegra og samfélagslegra þátta.

Markmið 1. Tryggja jafnvægi framboðs og eftirspurnar á almennum markaði.

Markmiðið byggir á því hlutverki ríkisins að tryggja jafnvægi framboðs og eftirspurnar raforku með hliðsjón af orkuspá. Í dag ríkir ójafnvægi á raforkumarkaði þar sem eftirspurn er umfram framboð, samkvæmt orkuspá.

Markmið 2. Auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkubúskap Íslands.

Markmiðið felur í sér að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa bæði í samgöngum og haftengdri starfsemi.

Markmið 3. Jafna orkukostnað vegna dreifingar raforku á landsvísu.

Markmiðið felur í sér að jafna orkukostnað á landsvísu með því að auka niðurgreiðslu á dreifingu raforku í dreifbýli. Stefnt er að því að niðurgreiðsla raforku í dreifbýli nemi 95-100% árið 2022.

Markmið 4. Lágmarkskröfur um afhendingaröryggi raforku gildi um allt land.

Markmiðið byggir á því að tryggja að lágmarkskröfur um afhendingaröryggi raforku gildi um allt land. Í því ljósi felur markmiðið það í sér að í lok tímabils áætlunarinnar hafi viðmiðum um rofið álag, straumleysismínútur og lengd truflana verið náð.

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Tryggja jafnvægi framboðs og eftirspurnar á
almennum markaði, og þar með orkuöryggi.
7
Hlutfall framboðs og eftirspurnar raforku
með hliðsjón af
orkuspá
Eftirspurn
umfram framboð
Framboð í takt
við eftirspurn
Framboð í takt
við eftirspurn
2
Auka hlutfall
endurnýjanlegra orku-
gjafa í orkubúskap
Íslands.
7
Hlutfall endur-
nýjanlegra orkugjafa í samgöngum
6%
8%
12%
Hlutfall endur-
nýjanlegra orku- gjafa í sjávarútvegi og skyldri starfsemi
0,1%
0,2%
2%
3
Jafna orkukostnað vegna dreifingar raforku á landsvísu.
7
Jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku í dreifbýli og þéttbýli
Jöfnunargjald
komið til framkvæmda
70%71
80% - 90%
4
Lágmarkskröfur um afhendingaröryggi raforku gildi um allt land
7
a) rofið álag
b) straumleysismínútur
c) lengd truflana
 
 
a) < 0,85
b)<50 mínútur
 
c)<10 mínútur

 

NR.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Tryggja orkuöryggi á heildsölumarkaði raforku
með því að skýra ábyrgð og hlutverk aðila, með lagabreytingu.
2018
15 m.kr.,
rúmast innan núverandi
fjárlaga- ramma
ANR
2
1,2,3
Miðla þekkingu um mikilvægi
hugverkaverndar í orkumálum.
2018–
2020
Verður
forgangs- raðað innan
ramma
ANR/ELS
3
1
Móta regluverk um olíuleit og olíuvinnslu
varðandi öryggis- og umhverfismál, samgöngur, slysavarnir, björgunarstarf og innviði olíuleitar og vinnslu olíu.
2018–
2020
10 m.kr.,
rúmast innan núverandi fjárlaga- ramma
ANR/OS
4
2
Vinna að orkuskiptum í samræmi við
aðgerðaáætlun á grunni þingsályktunar.
2018–
2022
50 m.kr.,
verður forgangs-
raðað innan ramma
ANR
5
2
Taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um
jarðhitanýtingu og hitaveituvæðingu.
2018–
2022
Verður
forgangs- raðað innan ramma
ANR
6
3
Nýta og greina tækifæri til að draga úr
raforkunotkun kyntra hitaveitna.
2018–
2020
Verður
forgangs- raðað innan ramma
ANR
7
3
Greina möguleika á smávirkjunum (undir
10MW) á landsvísu og staðbundnum lausnum í orkumálum72
2018–
2021
80 m.kr.,
verður forgangs- raðað innan
ramma
ANR/OS
8
4
Mat á endurbótum til að tryggja orkuöryggi
svæða sem búa við skert afhendingaröryggi.
2018–
2022
Verður
forgangs- raðað innan
ramma
ANR/OS

 

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn