Örorka og málefni fatlaðs fólks

Fjármálaáætlun 2018-2022

1.   Umfang

Málefnasviðið er á ábyrgð félags- og jafnréttismálaráðherra velferðarráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Það fjallar um bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar, bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð og málefni fatlaðs fólks sem falla undir velferðarráðuneytið en jöfnun á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða er viðfangsefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Málefnasviðið skiptist í fimm málaflokka, en þeir eru:

  • Bætur skv. lögum um almannatryggingar, örorkulífeyrir
  • Bætur skv. lögum um félagslega aðstoð, örorka
  • Málefni fatlaðs fólks
  • Aðrar örorkugreiðslur (Önnur velferðarmál, lífeyristryggingar)
  • Jöfnun á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða

tur skv. lögum um almannatryggingar, örorkulífeyrir og Bætur skv. lögum um félagslega aðstoð, örorka. Útgjöld málaflokkanna Bætur skv. lögum um almannatryggingar, örorkulífeyrir (27.1) og Bætur skv. lögum um félagslega aðstoð, örorka (27.2), eru  að  langmestu leyti  lífeyrisgreiðslur  samkvæmt  lögum  um  almannatryggingar,  nr. 100/2007, og greiðslur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007. Útgjaldabreytingar milli ára skýrast einkum af ákvörðunum um hækkun á bótafjárhæðum, lagabreytingum, fjölda fólks með skerta starfsgetu og tekjum þeirra.

Örorku- og endurhæfingarlífeyrir ásamt tengdum greiðslum er ætlaður til framfærslu þeirra sem hafa skerta starfsgetu og hafa tekjur undir tilteknu viðmiði. Örorkulífeyrir er greiddur samkvæmt lögum um almannatryggingar til þeirra sem metnir hafa verið til 75% örorku þegar aðrar tekjur þeirra eru undir tilteknu viðmiði og að uppfylltum skilyrðum um búsetu hér á landi. Þeir sem hafa verið metnir að lágmarki til 50% en þó minna en 75% örorku  geta  fengið  greiddan örorkustyrk.  Endurhæfingarlífeyrir  er  greiddur  samkvæmt lögum um félagslega aðstoð til fólks með skerta starfsgetu þegar ekki verður séð hver starfshæfnin  verður  til  frambúðar  eftir  sjúkdóma  eða  slys.  Greiðslurnar  eru tímabundnar og greiðast í allt að 18 mánuði en heimilt er að framlengja tímabilið um allt að 18 mánuði til viðbótar ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Sömu reglur gilda um útreikning örorku- og endurhæfingarlífeyris en til viðbótar lífeyrisgreiðslunum eru greiddir ýmiss konar styrkir og uppbætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Tryggingastofnun ríkisins ber ábyrgð á framkvæmd greiðslna er falla undir málaflokkana Bætur skv. lögum um almannatryggingar, örorkulífeyrir og Bætur skv. lögum um félagslega aðstoð, örorka.

Málefni fatlaðs fólks. Málaflokkurinn snýr einkum að þjónustu við fatlað fólk skv. lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 sem hafa það markmið að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþega og skapa því skilyrði til að lifa eðlilegu lífi. Ráðherra félags- og jafnréttismála fer með yfirstjórn málaflokksins en þjónusta við fatlað fólk er þó fyrst og fremst á hendi sveitarfélaganna. Sveitarfélög bera ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og mynda fimmtán þjónustusvæði. Til hópsins teljast þeir sem þarfnast sérstakrar þjónustu og stuðnings vegna fötlunar sinnar og falla undir skilgreiningu laganna, nr. 59/1992. Við framkvæmd laganna skal taka mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Réttindagæslu fyrir fatlað fólk er ætlað að tryggja því viðeigandi stuðning við að gæta réttinda sinna og að tryggja að sjálfsákvörðunarréttur sé virtur. Atvinnumál fatlaðs fólks heyra undir Vinnumálastofnun og sem nánar er fjallað um í stefnu fyrir málefnasvið 30 Vinnumál og atvinnuleysi.

Jöfnun  á  örorkubyrði  almennra  lífeyrissjóða.  Fjárframlagi  hefur  verið  veitt  úr ríkissjóði til að jafna mismunandi örorkubyrði lífeyrissjóða frá árinu 2007 í samræmi við lög nr.  113/1990,  um  tryggingagjald.  Frá  árinu  2010  hefur framlagið  numið  0,325%  af gjaldstofni tryggingagjalds og runnið til allra lífeyrissjóða.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Málaflokkar Bætur skv. lögum um almannatryggingar, örorkulífeyrir, og Bætur skv. lögum um félagslega aðstoð, örorka. Einstaklingum sem metnir hafa verið með 75% (fulla) örorku hjá almannatryggingum hefur fjölgað undanfarin ár en um 95% þeirra fá greiddan örorkulífeyri frá almannatryggingum. Í nóvember 2016 fengu 17.326 einstaklingar örorkulífeyri frá almannatryggingum en 18.200 einstaklingar höfðu verið metnir með 75% örorku á sama tíma. Til samanburðar þá fékk 16.351 einstaklingur örorkulífeyri frá almanna- tryggingum í nóvember 2015 en á sama tíma höfðu 17.275 einstaklingar verið metnir með 75% örorku. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs vegna örorkulífeyris og tengdra bóta verði tæplega 50 ma.kr. á árinu 2017. Á árinu 2016 voru útgjöldin um 45,6 ma.kr. og er því um 10% hækkun að ræða á milli ára.

Það er mikil áskorun í málaflokkunum að örorkulífeyrir almannatrygginga, ásamt öðrum greiðslum og aðstoð, nægi til framfærslu þeirra sem á þurfa að halda en að örorkulífeyriskerfið sé um leið einfalt og gagnsætt.

Einstaklingum sem metnir hafa verið með 75% örorku hjá almannatryggingum hefur fjölgað ár frá ári og sýna mælingar að aukning milli áranna 2015 og 2016 er um 5,4%. Tölulegar upplýsingar frá Tryggingastofnun ríkisins benda til þess að um 1.296 einstaklingar hafi að meðaltali árlega á síðustu tíu árum fengið ákvörðun um greiðslu örorkulífeyris en á árinu 2014 fengu 1.235 einstaklingar örorkumat í fyrsta skipti hjá Tryggingastofnun ríkisins, 1.471 árið 2015 og 1.796 á árinu 2016 (nýgengi örorku). Einn helsti áhættuþáttur málaflokksins er því hversu margir einstaklingar hafa verið metnir til örorku hjá almannatryggingum og fá greiddan örorkulífeyri ár hvert. Í því skyni að meta þann áhættuþátt er meðal annars litið til þróunar undanfarinna ára hvað varðar fjölda þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri. Í nágrannaríkjum okkar er áhersla lögð á að meta starfsgetu fólks í stað þess að meta örorku þess og hefur það markmið verið sett hér á landi að taka upp sams konar kerfi þar sem horft verði í auknum mæli á getu fólks til starfa.

Enn fremur þarf að líta til fyrirhugaðra aðgerða um hækkun lífeyrisaldurs almannatrygginga við mat á fjölda þeirra sem metnir eru til örorku. Hlutfallslega fleiri eru metnir til örorku í eldri aldurshópum auk þess sem örorkulífeyrir mun greiðast lengur ef lífeyristökualdur vegna ellilífeyris hækkar.

Alls fengu 1.490 einstaklingar greiddan endurhæfingarlífeyri frá almannatryggingum í nóvember 2016 en 2.719 einstaklingar fengu greiddan endurhæfingarlífeyri einhvern tíma á árinu. Endurhæfingarlífeyrisþegum hefur fjölgað á síðastliðnum árum. Þeir voru innan við eitt þúsund fyrir árið 2010 en hefur fjölgað eftir það. Nú virðist sem ákveðið jafnvægi hafi náðst í fjölda þeirra sem fá greiddan endurhæfingarlífeyri þótt búast megi við að þeim muni fjölga á nýjan leik með aukinni áherslu á starfsendurhæfingu. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs vegna endurhæfingarlífeyris og tengdra bóta verði rúmlega 3,5 ma.kr. á árinu 2017 en á árinu 2016 voru útgjöldin um 3,2 ma.kr. Hækkunin nemur því um 10% á milli ára.

Helsta   áskorun   framangreindra   málaflokka   er   því   áframhaldandi   fjölgun   þeirra einstaklinga sem metnir eru til örorku og fá greiddan örorkulífeyri frá almannatryggingum. Er því mikilvægt að kanna hvað það er sem veldur fjölgun öryrkja sem og að finna leiðir til að  auka  starfsgetu  og  stuðning  til  þessara  einstaklinga  með  öflugri starfsendurhæfingu þannig að fleiri geti framfleytt sér sjálfir með þátttöku á vinnumarkaði. Þannig má draga úr nýliðun örorkulífeyrisþega til lengri tíma þótt að það kunni að leiða til enn frekari aukningar útgjalda vegna endurhæfingarlífeyris, sem eru tímabundnar greiðslur. Markmiðið er að þeir sem hafa til þess burði og getu verði virkir í samfélaginu, enda felast í því betri lífskjör og aukin lífsgæði.

Ávinningurinn  er  jafnframt  sá  að  meðan  á  greiðslum  endurhæfingarlífeyris  stendur vinnur fólk áfram að því að bæta starfsgetu sína með það að markmiði að verða virkir þátttakendur  á  vinnumarkaði.  Reynslan  er  sú  að  hafi  fólk fengið örorkumat  og  fengið greiddan örorkulífeyri þá auki það hættu á að það fái slíkar greiðslur til frambúðar jafnvel þótt starfsgeta batni, þar sem núgildandi kerfi er flókið og inniheldur ekki nægilega hvata til þátttöku á vinnumarkaði vegna samspils bótakerfis, skattakerfis og launa. Kemur því til álita að skoða hvort rétt sé að lengja þann tíma sem einstaklingar með skerta starfsgetu geta verið á endurhæfingarlífeyri og hugsanlega aldurstengja það hversu lengi kröfur eru gerðar um þátttöku í starfsendurhæfingu áður en unnt verði að sækja um örorkulífeyri. Nánar er fjallað um atvinnutengda starfsendurhæfingu og virkar vinnumarkaðsaðgerðir í umfjöllun um málefnasvið 30.

Flókið almannatryggingakerfið hefur lengi verið áskorun í málaflokkunum. Það hefur valdið ákveðnu óöryggi þeirra sem þurfa að reiða sig á bætur almannatrygginga til framfærslu. Gagnrýnt hefur verið að smávægileg hækkun á öðrum tekjum örorkulífeyrisþega geti haft þau áhrif að heildarfjárhæð bótagreiðslna til hans lækki verulega. Sérstaklega hefur verið gagnrýnt hvernig aðrar tekjur lífeyrisþegans hafa áhrif á fjárhæð sérstakrar uppbótar til framfærslu. Það hefur verið talið til þess fallið að draga úr hvata fólks með skerta starfsgetu til að auka við tekjur sínar með atvinnuþátttöku.

Mikilvægt er að tryggja að samspil tekna fólks með skerta starfsgetu og örorkulífeyris sé með þeim hætti að hvati til virkrar þátttöku á vinnumarkaði sé til staðar. Það er viðurkennd staðreynd að það verða ekki allir virkir á vinnumarkaði í þeim tilvikum að starfsgeta er lítil og einnig þarf að auka stuðning við þann hóp öryrkja sem ekki hefur áunnið sér full réttindi hér á landi vegna búsetu erlendis, t.d. innflytjendur.

Málefni fatlaðs fólks. Stefna í málefnum fatlaðs fólks tekur mið af ákveðnum grunngildum, svo sem einu samfélagi fyrir alla, jöfnum tækifærum og lífskjörum, algildri hönnun sem gagnast öllum og því að fatlað fólk skuli vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Alþingi samþykkti haustið 2016 að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en þar er kveðið á um að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. Á vorþingi 2017 verður lagt fram frumvarp um málefni fatlaðs fólks sem m.a. felur í sér lögfestingu notendastýrðar persónulegar aðstoðar (NPA) Það er mikilvægur liður í að auka sjálfræði og sjálfstæði fatlaðs fólks og þar með getu þess til að lifa sjálfstæðu lífi. Fyrirséð er að m.a. með bættri heilbrigðisþjónustu mun fjölga í hópi fatlaðs fólks. Í samræmi við ríkjandi hugmyndafræði um einstaklingsbundna þjónustu mun þörf fyrir þjónustu aukast og mikilvægt að leita leiða til að mæta henni m.a. með nýsköpun í skipulagi og vinnuferlum þ.á.m. þróun tæknilausna.

Málaflokkurinn nær yfir þjónustu á víðfemu sviði, s.s á heimili, í menntun, atvinnu, heilsu og aðgengi. Ein af stærstu áskorunum er að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi, auk þess sem mikilvægt er að tryggja aðgengi til jafns við aðra, hvort sem um er að ræða aðgengi að manngerðu umhverfi, samgöngum, þjónustu, upplýsingum eða möguleikum til tjáskipta, sem auðveldar samfélagsþátttöku þess og virkni í daglegu lífi. Allt eru þetta mikilvægir þættir í að stuðla að auknum mannréttindum, aukinni virkni, atvinnuþátttöku og menntun. Í fyrrgreindu frumvarpi til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir verður lagt til að sveitarfélög bjóði fötluðum börnum og ungmennum upp á frístundaþjónustu eftir að reglubundnum skóladegi þeirra lýkur, og eftir atvikum áður en dagleg kennsla hefst svo og á þeim dögum þegar skóla starfa ekki, öðrum en lögbundnum frídögum. Með því eru m.a. auknir möguleikar foreldra á þátttöku á vinnumarkaði. Einnig er kveðið á um úrræði fyrir börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir.

Í tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017 eru gerðar tillögur um heildarsýn og samþætta þjónustu fyrir fötluð börn og fullorðna og aukna þjónustu fyrir börn og fullorðna sem þurfa á öryggisvistun að halda.

Jöfnun á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða. Fjárframlagi hefur verið veitt úr ríkissjóði til að jafna mismunandi örorkubyrði lífeyrissjóða frá árinu 2007 í samræmi við lög nr. 113/1990, um tryggingagjald. Frá árinu 2010 hefur framlagið numið 0,325% af gjaldstofni tryggingagjalds og runnið til allra lífeyrissjóða. Tillögur um breytingar á fjárframlaginu hafa ekki náð fram að ganga líkt og lagt var til í frumvarpi til fjárlaga ársins 2015, en þar var byggt á því lífeyrissjóðir myndu sjálfir jafna örorkubyrði sín á milli og fjárframlag ríkissjóðs til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða myndi falla niður í áföngum.

Nýverið voru gerðar breytingar á A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins til samræmist við það sem gildir um lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir heildstæð stefna um jöfnun á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða til framtíðar hafa nú skapast sterkari forsendur til þess að ráðast í niðurfellingu framlagsins.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framðarsýn málefnasviðsins er að sem flestir með skerta starfsgetu lifi sjálfstæðu lífi með auknum lífsgæðum, framfleyti sér með tekjum sínum og njóti viðeigandi stuðnings, þjónustu og greiðslna. Einnig að fatlað fólk búi við mannréttindi, valfrelsi og sjálfstæði. Til að nálgast þetta markmið verður m.a. notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) fest í ný lög sem lögð verða fyrir Alþingi á vorþingi 2017 með gildistöku 1. janúar 2018. Það er mikilvægur liður í að auka sjálfræði og sjálfstæði fatlaðs fólks og þar með getu þess til að lifa sjálfstæðu lífi. Aðstoðin sé alltaf í samræmi við gildandi lög og reglur og þá alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að.

Meginmarkmið málefnasviðsins er að öll þjónusta og stuðningur málefnasviðsins, þar á meðal bætur og greiðslur, stuðli að því að fólk með skerta starfsgetu geti lifað sjálfstæðu lífi. Þá  verði velferðarkerfi aðgengileg,  einföld og skilvirk  og uppbygging  þeirra auðveldi einstaklingum að taka virkan þátt í samfélaginu, þar á meðal á vinnumarkaði, í því felast lífsgæði.

Stefnt er að því að gerð verði aðgerðaráætlun í málefnum fólks með skerta starfsgetu þar sem markmiðið verði að koma á forvörnum með snemmtækum inngripum, jafnvel þegar í grunnskólum, þannig að koma megi í veg fyrir geðraskanir og stoðkerfisvanda sem eru helstu orsakir örorku hér á landi. Tilgangurinn er að fleiri einstaklingum verði gert kleift á fullorðinsárum að taka virkan þátt á vinnumarkaði og sjá fyrir sér með atvinnutekjum í stað örorkulífeyris. Þannig dragi úr fjölgun þeirra sem metnir eru til varanlegrar örorku. Horft verður til framkvæmdar við mat og tímalengd endurhæfingarlífeyris í þessu samhengi með það að markmiði að nýta endurhæfingarlífeyristímabil eins vel og mögulegt er og þá einkum til að auka tækifæri unga fólksins til að verða aftur virkt á vinnumarkaði sér og sínum til hagsbóta. Einnig er horft til þess að auka möguleika foreldra og forráðamanna fatlaðra barna að þátttöku á vinnumarkaði í frumvarpi til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar þjónustuþarfir m.a. með ákvæði um að frístundaþjónusta fyrir fötluð börn standi til boða allsstaðar.

Stefnt er að því að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð um einfaldara, sveigjanlegra og gagnsærra örorkulífeyriskerfi almannatrygginga. Þar verði lagt til að bótaflokkar verði sameinaðir og að allar aðrar tekjur lífeyrisþega hafi sömu áhrif á fjárhæð bótanna án tillits til tegundar tekna. Þar með er gert ráð fyrir að framfærsluuppbót með svokallaðri „krónu á móti krónu“ skerðingu verði afnumin og að útreikningar verði einfaldaðir. Enn fremur er lögð áhersla á að lífeyristryggingakerfi almannatrygginga verði þannig uppbyggt að það hvetji til atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu, þar sem það á við. Liður í því er að taka upp starfsgetumat, þar sem litið verði til getu einstaklinga til starfa í stað þess að líta eingöngu til læknisfræðilegs ástands. Einnig verður metið hvernig frítekjumark vegna tekna kann að hafa áhrif á atvinnuþátttöku þeirra sem hafa skerta starfsgetu en mikilvægt er talið að í kerfinu séu innbyggðir hvatar er stuðli að aukinni atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu.

Enn fremur er stefnt að því að starfsendurhæfing með bætta starfsgetu að markmiði verði ávallt reynd áður en til mats á örorku komi nema í þeim tilvikum þar sem fyrirséð er að hún verði árangurslaus. Þá er mikilvægt að tengja starfsendurhæfingu enn frekar virkni á vinnumarkaði og er í því sambandi stefnt að því að heimilt verði að greiða endurhæfingarlífeyri áfram í tiltekinn tíma eftir að viðkomandi hefur hafið virka atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunar. Hið sama gæti átt við þegar viðkomandi hefur nám að lokinni starfsendurhæfingu sem ekki er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna enda sé talið að námið geti aukið líkur á því að viðkomandi taki síðar virkan þátt á vinnumarkaði. Enn fremur er stefnt að því að heimila greiðslur endurhæfingarlífeyris beint til vinnuveitanda hafi þríhliða starfsþjálfunarsamningur verið gerður milli vinnuveitanda, einstaklingsins og Vinnumálastofnunar. Þannig er markmiðið að þeim fækki sem fara af endurhæfingarlífeyri á örorkulífeyri. 

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

tur skv. lögum um almannatryggingar, örorkulífeyrir. Tvö markmið hafa verið skilgreind sérstaklega fyrir málaflokkinn:

1.  Meiri áhersla verði lögð á getu fólks til starfa. Áherslu þarf að leggja á getu fólks til starfa í stað þess að líta eingöngu til skerðingar vegna sjúkdóms eða fötlunar. Þannig verði metið hver starfsgeta viðkomandi er í því skyni að auðvelda viðkomandi að sjá styrkleika sína til að verða virkur í samfélaginu, þar á meðal á vinnumarkaði. Er það í samræmi við þá þróun sem hefur átt sér stað í nágrannaríkjum okkar. Þar er áhersla lögð á að meta starfsgetu fólks í stað þess að meta eingöngu læknisfræðilega örorku þess og hefur það markmið verið sett hér á landi að taka upp sams konar kerfi.

2.  Einföldun örorkufeyriskerfis almannatrygginga. Mikilvægt er að þeir sem þurfa að reiða sig á örorkulífeyri almannatrygginga sér til framfærslu geti áttað sig á hver réttur þeirra er og þá ekki síst hver sú fjárhæð er sem þeir fá greidda mánaðarlega sér til framfærslu. Mikilvægt er að fólk geti með nokkuð einföldum hætti reiknað út hverjar mánaðarlegar  greiðslur  almannatrygginga  verða  ef  þeim býðst  til  dæmis  tilfallandi vinna og að eyða óvissu um áhrif atvinnutekna á fjárhæð lífeyris. Slíkt getur haft jákvæð áhrif fyrir fólk með skerta starfsgetu til að taka að sér ýmis verkefni ef það getur ekki verið í föstu starfi sökum skertrar starfsgetu eða fær ekki vinnu við hæfi.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Meiri áhersla
lögð á getu fólks til starfa
 
Fjöldi nýrra
örorkulífeyris- þega á ári hverju
1.796
1.600
1.200
Heildarfjöldi
fólks með 75% örorkumat í nóvember ár
hvert
18.107
19.300
20.700
Hlutfall fólks
með 75%
örorkumat af mannfjölda á aldrinum 18-66 ára
8%
8%
8%
2
Einföldun
örorkulífeyris kerfis almanna-
trygginga
 
Hlutfall lífeyris-
þega með of-
eða vangreiðslur innan 50.000 kr.
viðmiðunar- marka
54%
50%
30%

 

 

NR.

Tengist markmiði

nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Gerðar verði breytingar á lögum um
almannatryggingar sem miði að því að tekið verði upp starfsgetumat í stað læknisfræðilegs
örorkumats
2017
2020
 
VEL
2
1
Greina orsakir þess að öryrkjum fjölgar og finna leiðir til að bregðast við þeim
2017
2018
 
VEL
3
1
Auka áherslu á aðstoð og stuðning sem gerir ungu fólki með skerta starfsgetu kleift að vera þátttakendur á vinnumarkaði m.a. með aukinni
áherslu á starfsendurhæfingu, bættri félagsþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu
2017
2020
 
VEL
4
2
Gerðar verði breytingar á lögum um
almannatryggingar sem miði að því að tekið verði upp einfaldara bótakerfi vegna örorku þar
sem bótaflokkar verði sameinaðir og
útreikningar einfaldaðir
2017
2020
 
VEL
5
2
Koma í veg fyrir víxlverkanir í samspili
örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða
2017
2018
 
VEL og
FJR

 

tur skv. lögum um félagslega aðstoð, örorka. Eitt markmið hefur verið skilgreint sérstaklega fyrir málaflokkinn.

1Auka hlutfall þeirra sem hefja störf á vinnumarkaði að lokinni starfsendurhæfingu. Mikilvægt er að finna markvissar leiðir og jákvæðan stuðning sem auðvelda fólki með skerta starfsgetu aðgengi að störfum á vinnumarkaði. Gerð sérstakra starfs- þjálfunarsamninga í starfsgrein sem viðkomandi vill starfa er jákvætt skref í þá átt. Er þá gert ráð fyrir að gerður verði þríhliða samningur milli vinnuveitanda, einstaklingsins og Vinnumálastofnunar þar sem vinnuveitandi skuldbindur sig til að greiða laun samkvæmt gildandi kjarasamning og veita viðkomandi leiðsögn og stuðning inn á vinnustaðnum. Á móti verði ígildi endurhæfingarlífeyris viðkomandi greitt beint til vinnuveitanda. Reynslan er sú að þetta fyrirkomulag skilar mestum árangri til lengri tíma litið og felur í sér jákvæðan stuðning til atvinnuþátttöku. Ávinningur þessa er að auka líkur þess að fólk með skerta starfsgetu getið tekið virkan þátt á vinnumarkaði að hluta eða fullu og þurfi því ekki að reiða sig alfarið á örorkulífeyri almannatrygginga og jafnvel komið í veg fyrir varanlega örorku.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Auka hlutfall
þeirra sem hefja störf á vinnumarkaði
að lokinni starfsendur- hæfingu
 
Hlutfall þeirra
sem fá þríhliða starfsþjálfunar- samning sem
sækir um örorkulífeyri innan tólf mánaða frá því að samningstíma lauk
Ekki til
40%
35%
Fjöldi þríhliða
starfsþjálfunar- samninga
0
200
250
Hlutfall þeirra
sem fá þríhliða starfsþjálfunarsa mninga og eru
enn í vinnu sex mánuðum eftir að starfs- þjálfunar-
samningi lauk
0
60%
65%

 

NR.

Tengist markmiði

nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Þegar einstaklingur er talinn tilbúinn til að fara í virka atvinnuleit njóti hann aðstoðar Vinnumálastofnunar í atvinnuleitinni og heimilt verði að gera þríhliða starfsþjálfunarsamning til sex til tólf mánaða í þeirri starfsgrein sem viðkomandi vill starfa innan
2017
2018
 
VEL og
Vinnumála stofnun

Málefni fatlaðs fólks. Þrjú markmið hafa verið skilgreind fyrir málaflokkinn.

1.  Stuðningur, ðgjöf  og eftirlit  m þjónustu við fatl fólk verði aukið til að tryggja mannréttindi þessTil að bæta gæði og öryggi þjónustu við fatlað fólk þarf að efla eftirlit með þjónustunni og setja viðmið til að tryggja gæði og öryggi í þjónustunni. Þá verður réttindagæsla við fatlað fólk efld. Með því er unnið að því að uppfylla lagaskyldur og alþjóðlega samninga sem kveða á um að fötluðu fólki séu tryggð mannréttindi, jafnrétti og lífskjör sem eru sambærileg við aðra þjóðfélagsþega og því sköpuð skilyrði til að lifa eðlilegu lífi.

2.  Þjónusta við fatl fólk verði efld þannig  það geti lif sjálfstæðu fi. Ein af stærstu áskorunum er að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi, en til stendur að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) í lögum um málefni fatlaðs fólks, sem er mikilvægur liður í að auka sjálfræði og sjálfstæði fatlaðs fólks og þar með getu þess til að lifa sjálfstæðu lífi. Auk þess er mikilvægt að tryggja aðgengi til jafns við aðra, hvort sem um er að ræða aðgengi að manngerðu umhverfi, samgöngum, þjónustu, upplýsingum eða möguleikum til tjáskipta, sem auðveldar samfélagsþátttöku þess og virkni í daglegu lífi.

3. Að fötl börn og ungmenni eigi kost á frístundaþjónustu. Til að fötluð börn og ungmenni á grunn- og framhaldsskólaaldri geti lifað sjálfstæðu lífi til jafns við önnur börn þurfa þau að eiga kost á frístundatilboðum yfir daginn meðan skóli er starfandi, í skólafríum og á próftímum þegar hefðbundnir skóladagar eru skertir. Ávallt þegar þess er kostur skal frístundatilboð samþætt almennum frístundatilboðum fyrir börn og ungmenni á sama aldri.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Stuðningur,
ráðgjöf og eftirlit með
þjónustu við
fatlað fólk verði aukið til
að tryggja mannréttindi þess
10.2
Hlutfall
sértækra búsetuúrræða
þar sem úttekt
hefur verið framkvæmd
Óþekkt
25%
80%
2
Þjónusta við
fatlað fólk verði efld þannig að það geti lifað sjálfstæðu lífi
4.5
4.a
8.5
11.2
11.7
16.7
Hlutfall notenda
sem telja að þjónustan komi til móts við þarfir þeirra og auðveldi þeim að lifa sjálfstæðu lífi
Ekki til
A.m.k. 50%
notenda telja þjónustuna koma til móts við þarfir sínar og auka sjálfstæði sitt
A.m.k. 70%
notenda telja þjónustuna koma til móts við þarfir sínar og auka sjálfstæði sitt
3
Að fötluð
rn og ungmenni eigi kost á
frístunda- þjónustu
4.5
4.a
8.5
11.2
11.7
16.7
Hlutfall fatlaðra
nemenda í grunn- og framhaldsskólu
m sem eru í frístund að loknum skóladegi
Viðmið liggi
fyrir í ársbyrjun
2017
80% fatlaðra
nemenda í grunn- og framhaldsskólu
m eru í frístund að loknum skóladegi
95% fatlaðra
nemenda í grunn- og framhaldsskól
um eru í frístund að loknum skóladegi
NR.

Tengist markmiði

nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Stjórnsýslu og eftirlitsstofnun eða
ráðuneytisstofnun verði sett á laggirnar
2017
2018
 
VEL
2
2
Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í
lefnum fatlaðs fólks er gert ráð fyrir að gerð verði könnun til að mæla viðhorf fatlaðs fólks
meðal annars til þjónustu sem veitt er. Kynning meðal starfsmanna sveitarfélagana á samningi

2018
2022
 
VEL í
samvinnu við
hagsmuna-
aðila
3
2
Lögfesting á Notendastýrði persónuleg aðstoð
(NPA)
2018
 
VEL
4
3
tluð börn og ungmenni á grunn- og framhaldsskólaaldri eigi kost á frístundatilboðum yfir daginn meðan skóli er starfandi, í skólafríum og á próftímum þegar hefðbundnir skóladagar eru skertir. Frístundatilboð verði samþætt almennum frístundatilboðum fyrir börn og ungmenni á sama aldri, þegar við á
2018
 
VEL í
samvinnu við samtök
fatlaðs fólks.
 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn