Rannsóknir, nýsköpun og þekkingagreinar

Fjármálaáætlun 2018-2022

1.   Umfang

Starfsemi  á  málefnasviðinu  er  á  ábyrgð  mennta-  og  menningarmálaráðuneytis  og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Það skiptist í tvo málaflokka, en þeir eru:

  • Vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum.
  • Nýsköpun, samkeppni og þekkingargreinar.

Vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum. Málaflokkurinn nær yfir starfsemi Vísinda- og tækniráðs og samkeppnissjóði í rannsóknum. Umsýsla málaflokksins er að miklu leyti í höndum Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís). Vísinda- og tækniráð hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í landinu og marka stefnu stjórnvalda í vísinda- og tæknimálum. Þá fellur undir málaflokkinn þátttaka Íslands í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins (ESB), m.a. um menntun, rannsóknir og nýsköpun.

Nýsköpun, samkeppni og þekkingargreinar. Málaflokkurinn nær yfir aðgerðir ríkisins til að styðja við þróun atvinnulífs á grundvelli nýsköpunarstarfs, þ.m.t. með starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Einkaleyfastofu. Þá falla ýmis framlög og átaksverkefni um nýsköpun, atvinnuþróun og skapandi greinar undir málaflokkinn.

Í eftirfarandi töflu má sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2015–2017.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Starfsemi málefnasviðsins fjallar um aðgerðir stjórnvalda á sviði rannsókna og nýsköpunar sem stuðla eiga að aukinni þekkingu, tækniþróun og nýsköpun í atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Rannsóknir og nýsköpun leggja grunn að þekkingarsamfélagi og verðmætasköpun framtíðarinnar.

Áherslur stjórnvalda í rannsóknum og nýsköpun byggjast á stefnu Vísinda- og tækniráðs. Er nú unnið að stefnu ráðsins fyrir árin 2017–2019 og verður hún lögð fyrir til samþykktar á vorfundi ráðsins 2017. Áherslur ráðsins hafa síðustu ár miðað að eflingu nýliðunar í rannsóknum og nýsköpun, auknu samstarfi háskóla, rannsóknarstofnana og fyrirtækja, bættri fjármögnun rannsókna og nýsköpunar og auknum gæðum og afrakstri vísinda- og nýsköpunarstarfs.

Stuðningur við nýsköpun hefur að undanförnu einkum beinst að hugverka- og tæknigreinum til að skjóta styrkari stoðum undir uppbyggingu þekkingargreina. Þessum áherslum verður fylgt eftir næstu ár. Þá hefur skattalegt hagræði m.a. vegna rannsókna og kaupa á erlendri sérfræðiráðgjöf verið aukið. Í þessu samhengi ber að huga að mikilvægi samkeppni í rannsóknum og nýsköpun hjá háskólum, rannsóknarstofnunum og meðal sprotafyrirtækja jafnt sem rótgróinna fyrirtækja. Nýsköpun frumkvöðla og sprotafyrirtækja breytir hefð bundnum samkeppnismörkuðum, eflir samkeppni og knýr rótgrónari fyrirtæki til að leita nýjunga í starfsemi sinni.

Samfélagsbreytingar og alþjóðavæðing kalla á rannsóknir og nýsköpun sem styðja við þekkingaröflun, framgang þekkingargreina og samkeppnishæfni atvinnulífs. Í því samhengi nýtast t.d. líftæknirannsóknir til þróunar matvælaframleiðslu í landbúnaði og sjávarútvegi, gervigreind til framfara í framleiðsluiðnaði og ný tækni til þróunar innan heilsugæslu og skapandi greina. Þá stuðla rannsóknir að aukinni þekkingarsköpun í vísindastarfi háskóla og rannsóknarstofnana til lengri jafnt sem skemmri tíma.

Vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum er málaflokkur með áherslu á framúrskarandi gæði, afrakstur og skilvirkni og lýtur stefnumótun Vísinda- og tækniráðs. Ráðið færðist frá forsætisráðuneyti til mennta- og menningarmálaráðuneytis með forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 1/2017.

Ein leiða Vísinda- og tækniráðs til að ná fram markmiðum sínum er að nýta samkeppnissjóði í rannsóknum og tækni til að beina opinberri fjárfestingu að verkefnum sem líkleg eru til að skila afburðaárangri. Þá er þátttaka í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins nauðsynlegur hluti þess að tryggja að rannsóknir, þróun, menntun og menning standist alþjóðasamanburð. Til að ná markmiðum málaflokksins og auka þátttöku Íslands í samfjármögnuðu rannsóknarstarfi á alþjóðavettvangi liggur fyrir að endurskoða lög um vísinda- og tækniráð nr. 2/2003 og lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003.

Rannsóknasjóður styrkir vísindarannsóknir og rannsóknartengt framhaldsnám á grundvelli faglegs mats á framúrskarandi gæðum rannsóknarverkefna. Hlutur styrktra verkefna af heildarfjölda umsókna hefur verið um fjórðungur undanfarin ár og meðalupphæð veittra styrkja hækkað umtalsvert. Fagráðum Rannsóknasjóðs var breytt á árinu 2015 til að gera sjóðnum kleift að styðja betur við vísindarannsóknir á öllum sviðum, þ.m.t. listum. 

Innviðasjóði er ætlað að byggja upp rannsóknarinnviði með styrkjum til kaupa á tækjum, gagnagrunnum, hugbúnaði og öðrum búnaði sem telst mikilvægur í rannsóknastarfi. Ör þróun vísindaaðferða og tækjakosts og aukin áhersla á opin og aðgengileg vísindagögn kallar á aukna fjárfestingu í rannsóknarinnviðum innanlands og á alþjóðavettvangi. Ljóst er að ráðast þarf í stefnumótun um forgangsröðun um uppbyggingu rannsóknarinnviða og auka úthlutunarfé sjóðsins.

kniþróunarsjóður veitir styrki til þróunarstarfs og rannsókna á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í atvinnulífinu. Sjóðurinn hefur verið mikilvægur við að koma verkefnum af stigi grunnrannsókna í hagnýt verkefni svo sem vöru eða þjónustu.

Markáætlun á sviði vísinda og tækni er sérstaklega ætlað að styðja við áherslur í stefnu stjórnvalda í vísinda- og tæknimálum. Stefnt er að úthlutun úr markáætlun árin 2017 -2019 til að styðja við rannsóknir á samfélagslegum áskorunum sem Ísland þarf að takast á við á komandi árum.

Samstarfsáætlanir Evrópusambandsins eru á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og æskulýðsmála, kvikmynda og menningar og er rannsókna- og nýsköpunarstarf fjárhagslega umfangsmest. Ísland hefur náð afar góðum árangri í öllum áætlununum síðustu ár.

Starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Einkaleyfastofu mun á næstu árum beinast í auknum mæli að áframhaldandi þróun og vexti þekkingargreina m.a. á grunni fjórðu iðnbyltingarinnar og áskorunum í umhverfis- og loftslagsmálum. Hér er m.a. um að ræða þróun stafrænna kerfa og gervigreindar auk áskorana til að draga úr kolefnisfótspori og öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum atvinnuveganna.

Í rannsóknastarfi er lögð aukin áhersla á aðgang að vísindagögnum sem aflað er fyrir opinbert fé til að bæta nýtingu fjár og gagna til síaukinnar þekkingar. Þá er gerð aukin krafa um gagnsæi í birtingu niðurstaðna og árangurs rannsókna sem unnar eru fyrir ríkisstyrki eða föst framlög til háskóla og rannsóknarstofnana. Í þessu samhengi verður áfram unnið að innleiðingu upplýsingakerfis um rannsóknir, annars vegar til að afla áreiðanlegra og samræmdra upplýsinga um afurðir rannsóknar- og nýsköpunarstarfs í háskólum og opinberum rannsóknarstofnunum og eins til að auðvelda mat og greiningu á rannsókna- og nýsköpunarstarfi þeirra.

Í gildi er hugverkastefna fyrir Ísland til ársins 2022. Í stefnunni koma fram fjölmörg verkefni, þ.m.t. um stofnun tækni- og þekkingaryfirfærsluskrifstofu og ýmis áherslumál, sem stuðla eiga að aukinni vitund um mikilvægi hugverkaverndar. Hugverkavernd er grundvallarþáttur  í  samkeppnishæfu  umhverfi  rannsókna  og  nýsköpunar,  með  henni  skapast styrkari samkeppnisstaða fyrirtækja og þá leiðir markviss nýting hugverka til aukinnar verðmætasköpunar. Mikilvægt er að efla þekkingu fyrirtækja og frumkvöðla á hugverkaréttindum þvert á atvinnugreinar bæði til að styðja við þróun samkeppnisforskots fyrirtækja og til að vernda áunnin verðmæti atvinnugreina s.s. á sviði upplýsingatækni og orkumála. Þá er mikilvægt að treysta enn frekar stjórnkerfi og lagaumhverfi varðandi nýtingu og framfylgd slíkra réttinda m.a. í ljósi aukinnar alþjóðavæðingar atvinnulífs.

Auðlindagreinar standa undir stórum hluta íslensks útflutnings. Vaxtarmöguleikar þeirra eru þó takmarkaðir og umtalsverðar sveiflur geta verið í rekstrarskilyrðum auðlindagreina. Tækni- og hugverkagreinar öfluðu um 24% gjaldeyristekna árið 2015 og upplýsingatæknigeirinn hefur vaxið um 20% árlega síðustu ár. Til að tryggja samfelldan hagvöxt og fjölbreytt atvinnulíf þurfa verðmæti útflutnings þekkingargreina að aukast um allt að 1000 milljarða  til  ársins  2030  og  störfum  að  fjölga  um  20.000  yfir  sama  tímabil,  að  mati alþjóðlegra greiningaraðila.8  Þá þarf framleiðni vinnuafls og fjármagns að aukast til muna.

Til að svo verði er mikilvægt að bæta gæði innviða til rannsókna, styrkja enn frekar stoðkerfi fyrir frumkvöðla og draga enn frekar úr reglubyrði og öðrum samkeppnishamlandi skilyrðum.

 

Myndin dregur fram ferli rannsókna og viðskiptaþróunar allt frá grunnrannsóknum til lausna og nýrra aðferða.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn málefnasviðsins er að Ísland verði leiðandi á sviði rannsókna og þekkingar og á þeim grunni reiðubúið að takast á við samfélagslegar áskoranir.

Meginmarkmið málefnasviðsins er alþjóðlega samkeppnishæft umhverfi rannsókna og nýsköpunar þar sem áhersla er lögð á gæði, gagnsæi, alþjóðasamstarf og árangur.

Til að framtíðarsýn og meginmarkmið málefnasviðsins nái fram að ganga verður lögð áhersla á að aðgerðir og áherslur stjórnvalda verði í fullu samræmi við þær samfélagslegu áskoranir sem Ísland þarf að takast á við næstu ár. Í því samhengi þarf að huga sérstaklega að gæðum rannsóknainnviða, hagnýtingu rannsókna og tryggja nauðsynlega fjármögnun verkefna og aðgerða til að efla nýsköpun um land allt. Þá er mikilvægt að styðja markvisst við framþróun þekkingargreina og með því treysta stoðir atvinnulífs, fjölbreytni þess og framleiðni.

Framtíðarsýn og meginmarkmið málefnasviðsins er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá 2016.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Vísindi   og   samkeppnissjóðir   í   rannsóknum.   Til   að   uppfylla   meginmarkmið málefnasviðsins er eitt markmið skilgreint sérstaklega fyrir málaflokkinn.

Markmið 1. Fjármögnun rannsókna styðji við gæði, árangur og verðmætasköpun.

Til að fjármögnun rannsókna og nýsköpunar styðji við gæði og árangur verður lögð áhersla á að efla samkeppnissjóðina með sérstakri áherslu á fjármögnun rannsóknarinnviða og markáætlunar um vísindi og tækni. Svo best megi mynda stefnu um málaflokkinn til framtíðar og bæta nýtingu fjár sem til hans rennur, þarf að skilgreina vel þær krefjandi áskoranir sem íslenskt samfélag mun standa frammi fyrir næstu áratugi. Unnið verður að framkvæmd stefnu um opinn aðgang að birtingum og mótun stefnu um opinn aðgang að rannsóknargögnum. Enn fremur verður staðinn vörður um hlutlaust, gagnsætt og samræmt umsóknar- og matsferli ólíkra samkeppnissjóða á vegum ríkisins og gætt að bættum aðgangi háskóla og rannsóknarstofnana að erlendu samkeppnisfé. Einnig er vísað til málaflokks 21.1; háskólar.

 

Nr.

Markm

HM #

Mælikvarðar

Staða 2016

Viðmið 2018

Viðmið 2022

1

Fjármögnun

rannsókna styðji við

gæði, árangur

og verðmæta- sköpun

8, 2

Árangurshlutfall

umsókna í rannsóknar- og

nýsköpunar-

áætlun ESB

Árangursvísir

ekki til

Fer eftir stöðu

2016

Fer eftir

viðmiði 2018

Rannsóknir sem

fjármagnaðar eru úr samkeppnis- sjóðum: Hlutfall birtra niður- staðna í opnum aðgangi

Árangursvísir

ekki til

Fer eftir stöðu

2016

Fer eftir

viðmiði 2018

 

 

NR.

Tengist markmiði

nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun

Kostnaður

Ábyrgðar- aðili

1

1

Móta stefnu um opinn aðgang að rannsóknar-

gögnum.

2019

 

MRN

2

1

Skilgreina áskoranir og viðfangsefni sem

Ísland þarf að takast á við með aðkomu rannsókna og nýsköpunar og vinna vegvísi um

rannsóknarinnviði.

2018–

2019

 

Vísinda-

og tækni- ráð

3

1

Taka út starfsemi samkeppnissjóða í

rannsóknum sem hýstir eru hjá Rannís

(innlenda sem og áætlanir á vegum Evrópusambandsins) og framkvæmd og áhrif Erasmus.

2017

 

Rann-

sóknar- miðstöð

Íslands

Nýsköpun, samkeppni og þekkingargreinar. Í kaflanum koma fram markmið og aðgerðir, sem ætlað er að leggja grunn að aukinni nýsköpun og framþróun þekkingar og tækni innan atvinnugreina og hjá stjórnvöldum. Við markmiðssetningu er litið til þess að skapa jafnvægi milli efnahagslegra, umhverfislegra og samfélagslegra þátta.

Markmið 1. Aukin framleiðni á grunni nýsköpunar, samkeppni og minni reglubyrði.

Markmiðið varðar áskorun stjórnvalda um að stuðla að aukinni framleiðni og samkeppnishæfni atvinnulífs m.a. í ljósi aukinnar alþjóðavæðingar. Þetta verður einkum gert með því styðja áfram við þróun og nýsköpun atvinnugreina, tryggja virka samkeppni og draga úr reglubyrði.

Markmið 2. Aukin hagnýting lausna sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og neikvæðum umhverfisáhrifum.

Markmiðið felur í sér að stjórnvöld stuðli að þróun hagnýtra lausna, sem dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda, auk annarra neikvæðra umhverfisáhrifa, þvert á atvinnugreinar í samræmi við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins. Í málefnasviðum nr. 12, 13, 14 og 15 koma fram markmið sem miða í sömu átt fyrir einstakar atvinnugreinar.

Markmið 3. Ný störf skapist í þekkingargreinum.

Markmiðið felur í sér að nýsköpun og samkeppni stuðli að vexti þekkingargreina um land allt, þ.m.t. hugverka- og tæknigreina, og samsvarandi fjölgun starfa þvert á atvinnuvegi og í starfsemi hins opinbera.

 

Nr.

Markm

HM #

Mælikvarðar

Staða 2016

Viðmið 2018

Viðmið 2022

1

Árleg aukning

framleiðni á grunni nýsköpunar, samkeppni og

minni reglubyrði

9

Framleiðni vinnuafls9

30% lægri en

meðaltal

Norðurlanda

25% lægri en

meðaltal

Norðurlanda

20% lægri en

meðaltal

Norðurlanda

Aðgangs-

hindranir í samanburði við Norðurlönd

Mestar á

meðal

Norðurlanda

4. sæti

Norðurlanda

3. -4. sæti

Norðurlanda

Árleg aukning

sölutekna

Grunngildi

+3%

+3%

 

 

     

sprotafyrirtækja

10

     

2

Aukin hag-

nýting lausna sem draga úr

losun gróður-

húsaloft- tegunda og

neikvæðum umhverfis- áhrifum11

13

Fjöldi lausna og

nýrra aðferða til að draga úr

losun gróður-

húsaloft- tegunda12

Grunngildi

+5%

+5%

3

Fjölgun starfa

í þekkingar- greinum um land allt

9

Árleg fjölgun

starfa innan þekkingargreina

Grunngildi

3%

3%

 

NR.

Tengist markmiði nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun

Kostnaður

Ábyrgðar- aðili

1

1

Framkvæma samkeppnismat á lögum og

reglum valinna atvinnugreina.

2018–

2022

Verður

forgangs- raðað innan ramma

ANR

2

1

Móta tillögur um framkvæmd samkeppnismats við undirbúning lagasetningar13.

2018–

2020

Verður

forgangs- raðað innan

ramma

ANR

3

1, 2, 3

Meta árangur af starfsemi Tækniþróunarsjóðs og móta aukið hlutverk hans14.

2018–

2022

Verður

forgangs- raðað innan ramma

ANR

4

1, 3

Meta umhverfi nýsköpunar, árangur og móta

tillögur til úrbóta.

2018–

2022

Verður

forgangs- raðað innan ramma

ANR

5

1, 3

Bæta þjónustu við sókn fyrirtækja, háskóla og

rannsóknastofnana í alþjóðlega samkeppnissjóði.

2018–

2022

Verður

forgangs- raðað innan ramma

ANR

6

2, 3

Greina áhrif þekkingargreina á framþróun

atvinnuvega og lausnir til að styðja við umhverfisvernd.

2018–

2019

Verður

forgangs- raðað innan ramma

ANR

7

3

Efla byggingarannsóknir.

2018–

2022

Verður

forgangs- raðað innan

ramma

ANR/NMI

 

 

8

3

Auka rannsóknir um þróun og áhrif skapandi

greina á umhverfi og samfélag.

2018–

2022

Verður

forgangs- raðað innan ramma

ANR

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn