Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla innanríkismála

Fjármálaáætlun 2018-2022

1.   Umfang

Málefnasviðið nær yfir starfsemi stjórnvalda sem miðar með einum eða öðrum hætti að því að veita einstaklingum þjónustu og tryggja grundvallarréttindi þeirra. Starfsemi málefnasviðsins er á ábyrgð dómsmálaráðherra og skiptist það í eftirfarandi fimm málaflokka:

 • Persónuvernd
 • Útlendingamál
 • Trúmál
 • Sýslumenn
 • Stjórnsýsla dómsmála

Í fyrri fjármálaáætlun voru málaflokkarnir fjórir. Fyrsti málaflokkur hét þá Réttindi einstaklinga og undir hann heyrðu, persónuvernd, útlendingamál og neytendamál. Persónuvernd og útlendingamál eru nú sér málaflokkar en neytendamál hafa verið færð yfir á málefnasvið 16.

Persónuvernd. Undir málaflokkinn fellur starfsemi Persónuverndar sem annast m.a. eftirlit með framkvæmd persónuverndarlaga, úrskurðar í ágreiningsmálum um vinnslu persónuupplýsinga og mælir fyrir um ráðstafanir að því er varðar tækni, öryggi og skipulag vinnslu persónuupplýsinga. Stofnunin leiðbeinir þeim sem ráðgera að vinna með persónuupplýsingar,  afgreiðir leyfisumsóknir, tekur við tilkynningum og veitir umsagnir við setningu laga og reglna sem þýðingu hafa fyrir persónuvernd.

Útlendingamál. Undir málaflokkinn fellur starfsemi Útlendingastofnunnar og Kærunefndar  útlendingamála.  Útlendingastofnun  annast stjórnsýslulega  meðferð umsókna og erinda vegna áritana, dvalarleyfa, brottvísana, veitingar ríkisborgararéttar og umsókna um alþjóðlega vernd. Stofnunin ber ábyrgð á þjónustu við hælisleitendur ýmist með samningum við sveitarfélög eða með eigin móttökuúrræðum. Kostnaður vegna þjónustu við hælisleitendur er greiddur af sérstökum fjárlagalið sem stofnunin ber ábyrgð á. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd með sömu valdheimildir og ráðherra sem úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi.

Trúmál. Undir málaflokkinn trúmál falla útgjöld til starfsemi Þjóðkirkjunnar, kirkjumálasjóðs og kirkjugarða. Þá fellur einnig undir trúmál úthlutun sóknargjalda til safnaða Þjóðkirkjunnar og skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga.

Sýslumenn. Undir málaflokkinn fellur starfsemi sýslumannsembætta sem eru 9 talsins og fara þau með staðbundið framkvæmdarvald ríkisins á vissum sviðum, s.s. þinglýsingar, fjárnám, nauðungarsölur, fjölskyldumál, ýmsa leyfaútgáfu, innheimtu opinberra gjalda og umboð Tryggingastofnunar. Einstakir sýslumenn fara með sérverkefni á landsvísu t.d. ættleiðingar, bætur til þolenda afbrota, útgáfu Lögbirtingablaðsins og umsjón með skipulagsskrám sjálfeignarstofnana. Þá er innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar rekin af sýslumanninum á Norðurlandi vestra.

Stjórnsýsla dómsmála. Undir málaflokkinn fellur aðalskrifstofa ráðuneytisins, Stjórnartíðindi, Schengen landamærasjóður, kosningar og ýmis verkefni.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Persónuvernd. Stöðug aukning á notkun og miðlun persónuupplýsinga undanfarin ár, meðal  annars  vegna  aukinnar  notkunar veraldarvefsins  og  aukinnar meðvitundar um persónuvernd hefur leitt til aukins hlutverks Persónuverndar gagnvart einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Fjármögnun og fjöldi stöðugilda hjá Persónuvernd hefur hins vegar ekki  haldist  í  hendur við þróun í málafjölda og aukningu á verkefnum stofnunarinnar.

Framlög til stofnunarinnar voru 103,6 m.kr. árið 2016 sem er svipað framlag að raungildi og árið 2003. Hjá stofnuninni starfa sjö starfsmenn, þeim hefur fækkað um 4 frá árinu 2003, en sá fjöldi nægir ekki til þess að sinna lögbundnum verkefnum stofnunarinnar. Í því samhengi verður að geta þess að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum þá ályktun sína að sjálfstæði Persónuverndar sé ekki nægilega tryggt, m.a. með því að fjárveitingar til stofnunarinnar síðastliðin ár hafi ekki verið nægilegar.

Framundan eru verulegar breytingar á starfsemi og hlutverki Persónuverndar með gildistöku nýrrar Evrópureglugerðar á sviði persónuverndar, sem kemur til framkvæmdar í Evrópu í maí 2018. Hin nýja reglugerð felur í sér umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á þessu sviði í 20 ár. Breytingarnar eru margvíslegar, hvort sem er fyrir fyrirtæki, stofnanir eða einstaklinga, en hin nýja reglugerð hefur meðal annars að markmiði að auka vernd einstaklinga og færa einstaklingum aukin réttindi og stjórn yfir persónuupplýsingum sínum. Reglugerðin hefur jafnframt að markmiði að einfalda og samræma reglur á þessu sviði og ryðja þar með úr vegi hindrunum á stafrænum innri markaði EES. Samhliða auknum réttindum einstaklinga eru fjölmargar nýjar skyldur og kröfur lagðar á þá aðila sem vinna með persónuupplýsingar.

Hlutverk Persónuverndar mun því breytast til muna með hinu nýja regluverki. Hlutverk stofnunarinnar verður víðtækara, leiðbeiningarskylda mun aukast og því til viðbótar mun samvinna evrópskra persónuverndarstofnana aukast svo að erlent samstarf verður enn fyrirferðarmeira. Breyta þarf starfsaðferðum hjá Persónuvernd og móta ný sérhæfð upplýsingakerfi og innleiða öryggiskerfi svo dæmi séu nefnd.

Persónuvernd gegnir veigamiklu hlutverki við undirbúning og innleiðingu nýrrar löggjafar en þau verkefni sem leiða nú þegar af undirbúningi nýrrar löggjafar bætast við hefðbundin lögbundin verkefni stofnunarinnar. Ein þeirra breytinga sem felast í nýju regluverki er starf persónuverndarfulltrúa sem allar opinberar stofnanir og mörg fyrirtæki verður skylt að hafa. Þar sem sérþekkingin er hins vegar enn sem komið er aðeins á hendi fárra aðila má vænta þess að starfskraftar sérfræðinga Persónuverndar verði mjög eftirsóttir. Tryggja þarf að hjá stofnuninni starfi sérfræðingar sem leitt geta þær breytingar sem framundan eru.

Gildissvið löggjafar á sviði persónuverndar er einstaklega víðtækt enda á vinnsla með persónuupplýsingar sér stað víða hjá fyrirtækjum og stofnunum, eða nánast alls staðar að einhverju marki. Í hinu nýja regluverki felast nú að auki sektarheimildir ef ekki er farið eftir reglunum en fjárhæð sekta getur numið allt að 4 % af heildarveltu fyrirtækis á heimsmarkaði eða allt að 20 milljónum evra. Slíkar sektir geta hæglega kippt rekstrargrundvelli undan mörgum fyrirtækjum. Af þessu og af fleiri ástæðum er ljóst að miklir hagsmunir eru af því að undirbúningur og innleiðing nýs regluverks gangi vel fyrir sig. Tryggja verður Persónuvernd aukið fjármagn til að stofnunin geti sinnt lögbundnum verkefnum og því hlutverki sem henni er ætlað við innleiðingu nýs regluverks. Að óbreyttu er fyrirséð að afgreiðsla mála muni dragast úr hófi. Staðan mun bitna á viðskiptavinum stofnunarinnar, auk þess sem íslenska ríkið mun ekki standa undir skuldbindingum sem það hefur undirgengist með EES- samningnum.

Útlendingamál. Stjórnvöld hafa þurft að bregðast við auknum fjölda hælisleitenda með auknu fjármagni og fjölgun stöðugilda hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála. Jafnframt hefur fjölda hælisleitenda í umsjá Útlendingastofnunar eða sveitarfélaga, meðan þeir bíða niðurstöðu mála sinna, fjölgað verulega. Áður óþekktur fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd barst árið 2016, en í lok árs voru framlagðar umsóknir 1132. Til samanburðar voru þær 354 árið áður og enn færri árin þar á undan.

Mikil  og  ör  fjölgun  hælisleitenda  hefur  sett  allar  áætlanir  vegna  húsnæðismála  úr skorðum. Á síðustu mánuðum hefur þurft að grípa til bráðaúrræða til að tryggja fólki þak yfir höfuð. Markvisst er unnið að því ná hagstæðari samningum um húsnæði fyrir hælisleitendur.

Fjölga hefur þurft stöðugildum hjá Ríkislögreglustjóra í flutning auk þess sem gerður var samningur við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og lögregluna á Suðurnesjum um aðkomu að móttöku og greiningu umsækjenda um vernd sem og birtingu úrskurða. Einnig var gerður samningur við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (e. International Organization for Migration) um sjálfviljuga heimför.

Gera þarf ráð fyrir að sú þróun haldi áfram á árinu 2017 m.a. í ljósi þess að fyrstu mánuði þessa árs hafa borist fleiri umsóknir um vernd en sömu mánuði síðustu ár. Þá þarf jafnframt að gera ráð fyrir áframhaldandi sveiflum í málaflokknum með tilheyrandi ófyrirsjáanleika varðandi kostnað.

Kærunefnd útlendingamála tók til starfa í byrjun árs 2015 og með tilkomu hennar var almenn kæruleið vegna útlendingamála færð frá ráðuneyti til nefndarinnar. Frá því nefndin tók til starfa hefur þurft að bregðast við auknum fjölda kærumála með því að auka mannafla.

Á  haustþingi  2016  samþykkti  Alþingi  að  afturkalla  heimild  til  frestunar  réttaráhrifa vegna umsókna um vernd sem Útlendingastofnun metur bersýnilega tilhæfulausar, svo sem þegar umsækjandi kemur frá ríki sem er á lista yfir örugg upprunaríki. Þessi lagabreyting var liður í fjölmörgum aðgerðum til að bregðast við gríðarlegri aukningu umsókna frá Albaníu og Makedóníu þar sem synjunarhlutfall er yfir 99% og jafnframt draga út fjölda tilhæfulausra umsókna. Lagabreytingin veitir heimild til að vísa umsækjendum sem reynast með tilhæfulausa umsókn úr landi eftir synjun Útlendingastofnunar.

Tveir stærstu áhrifavaldarnir á málaflokkinn eru annars vegar þróun innlendrar löggjafar, breytingar og innleiðing reglna á sviði Evrópuréttur og hins vegar fjölgun hælisleitenda sem hingað leita. Málsmeðferðarkerfi stjórnvalda þarf að takast á við aukinn fjölda mála sem og örar breytingar á regluverki.

Trúmál. Íslendingum var tryggður rétturinn til trúfrelsis með stjórnarskránni árið 1874. Hin evangelíska lúterska kirkja er þjóðkirkja landsins og á ríkisvaldið að styðja hana og vernda. Öllum er frjálst að stofna trúfélög og iðka trú í samræmi við sannfæringu sína, en ekki má kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu.

Á undanförnum árum hefur skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum og meðlimum þeirra fjölgað talsvert en meðlimum í Þjóðkirkjunni hefur að sama skapi fækkað.

Tengsl ríkis og kirkju hafa verið náin öldum saman en voru formlega staðfest í stjórnarskránni 1874. Sambandið styrktist síðar með ýmsu móti, m.a. árið 1907 þegar sú breyting átti sér stað að ríkisvaldið tók að sér launagreiðslur til presta. Breytingin tengdist því að á sama tíma tók ríkið yfir vörslu kirkjueigna og launagreiðslur byggðust á arði af eignarstofni kirkna. Þrátt fyrir náin tengsl ríkis og kirkju hefur þjóðkirkjan haft sjálfstæði í innri málum sínum.

Árið 1997 urðu þáttaskil í sögu þjóðkirkjunnar þegar gerðar voru veigamiklar breytingar á stjórnskipun hennar og á sambandi hennar við ríkisvaldið. Gerður var samningur við kirkjuna um að kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir, að frátöldum prestssetrum, skyldu vera eign íslenska ríkisins og andvirði seldra jarða skyldi renna í ríkissjóð. Á móti myndi ríkið skuldbinda sig til að standa skil á launum tiltekins fjölda presta og starfsmanna biskupsembættisins. Með þessum samningum fékk kirkjan aukið sjálfstæði og meiri ábyrgð en stjórnskipulegum tengslum ríkis og kirkju var haldið eins og kveðið er á um í stjórnarskrá.

Viðræður hafa staðið yfir milli ríkis og kirkju um fjárhagsleg samskipti þeirra á milli. Vilji ríkisins stendur til að einfalda aðkomu þess að fjárveitingunum og auka sjálfstæði Þjóðkirkjunnar til ráðstöfunar fjármuna, meðal annars með endurskoðun svonefnds kirkjujarðasamkomulags. Þjóðkirkjan hefur hins vegar talið að stjórnvöld hafi ekki efnt kirkjujarðasamkomulagið að fullu á undanförunum árum auk þess hún hefur gert athugasemdir við uppgjör sóknargjalda.

Sýslumenn. Þann 1. janúar 2015 var löggæsla alfarið skilin frá verkefnum sýslumanna og umdæmum þeirra fækkað úr 24 í 9 en þjónustustöðvum sýslumanna fækkaði hins vegar ekki. Tilgangur breytinganna var meðal annars að efla rekstur og starfsemi sýslumannsembættanna og gera þau betur í stakk búin til að taka við nýjum verkefnum.

Unnið hefur verið að greiningu á fjárhagslegum rekstrargrundvelli embættanna en þau hafa glímt við rekstrarhalla sem að hluta til má rekja til uppsafnaðs halla frá forverum þeirra. Þrátt fyrir að brugðist hafi verið við með niðurfellingu eldri halla að hluta, hefur ekki tekist að skapa þeim fullnægjandi rekstrargrundvöll miðað við óbreytta starfsemi. Jafnvægi mun ekki nást í rekstri embættanna, nema leyst verði úr eldri halla og auknar fjárveitingar komi til. Að öðrum kosti mun þurfa draga verulega úr starfsemi embættanna í formi, fækkunar afgreiðslustaða og starfsfólks. Opnað hefur verið fyrir aukið samstarf sýslumanna og sveitarfélaga um rekstur útibúa sýslumanna þar sem það býður upp á bæði tækifæri til aukinnar þjónustu en einnig hagræðingar í rekstri m.a. með losun húsnæðis. Einnig má vera ljóst að fyrirhugaðar rafrænar þinglýsingar muni hafa töluverð áhrif á rekstur embættanna og mönnun. Vænta má þess að verkefnin/kostnaður muni aukast tímabundið á meðan á innleiðingu stendur, en til lengri tíma ætti að hljótast af þessu töluverður sparnaður.

Stjórnsýsla dómsmálaráðuneytis. Stefnt er að því að innanríkisráðuneytinu verði skipt upp í tvö aðskilin ráðuneyti, annars vegar dómsmálaráðuneyti og hins vegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Með þessari uppskiptingu er fyrst og fremst verið að skýra verkaskiptingu innan Stjórnarráðsins og skerpa hina pólitísku forystu í málaflokkum sem undir hvort ráðuneytið falla. Með breytingunni er verið að leitast við að auka svigrúm ráðherra til að rækja stefnumótandi hlutverk sitt og fylgja eftir stefnumálum ríkisstjórnar á hverjum tíma. Undir málaflokkinn falla aðalskrifstofa ráðuneytisins, Stjórnartíðindi, Schengen landamærasjóður og ýmiss verkefni. Verkefni dómsmálaráðuneytisins varða meðal annars dómstóla, réttarfar, almannavarnir, löggæslu, mannréttindi, trúmál og kosningar.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn málefnasviðsins er að tryggja öllum einstaklingum skilvirka og sanngjarna þjónustu svo þeir fái notið þeirra réttinda sem þeim ber hér á landi.

Meginmarkmið málefnasviðsins eru:

 • Réttindi einstaklinga séu gerð skýr og aðgengileg með greinargóðri upplýsingagjöf stjórnvalda.
 • Fagleg og skilvirk málsmeðferð stjórnvalda.
 • Ánægja viðskiptavina með þjónustu og gæði hennar.

Önnur áherslumál á þessu málefnasviði eru:

 • Að tryggja virkni útlendingalaga gagnvart viðeigandi stofnunum og þjónustu.
 • Að mannúðarsjónarmið séu höfð að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, samanber skyldur í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna. Að afgreiðslu tími sé styttur án þess að það bitni á vandaðri málsmeðferð.
 • Að einfalda veitingu atvinnuleyfa fyrir fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins. Að meta menntun þeirra sem flytjast til Íslands að verðleikum og tryggja að aðbúnaður geri landið eftirsóknarvert til framtíðar.
 • Að tryggja skilvirka og hraða málsmeðferð í umsóknum hælisleitenda. Til þess að halda niðri heildarkostnaði hæliskerfisins er einnig mikilvægt að tryggja heimflutning fólks eins skjótt og auðið er í kjölfar synjunar um vernd.
 • Að trúfrelsi ríki á Íslandi og allir einstaklingar séu jafnir að lögum, óháð trúar- og lífsskoðunum.

Stefnt er að einföldun á fjárhagslegum samskiptum ríkisins og Þjóðkirkjunnar með það m.a. að markmiði að auka fjárhagslegt sjálfstæði hennar. Þá er stefnt að hagkvæmni í rekstri kirkjugarða um land allt.

Áhersla verður lögð á það á árinu að greina verkefni og stytta málsmeðferðartíma hjá embættum sýslumanna, auk þess sem ferlar verða samræmdir á milli embætta til þess að tryggja sambærilega þjónustu um allt land. Stefnt er að því að fleiri deilumálum forsjáraðila, sérstaklega í umgengnismálum barna, ljúki með sátt.

Til  stendur  að  breyta  löggjöf  um  kosningar  með  það  að  markmiði  að  einfalda framkvæmd kosninga en mæta um leið kröfum um aukið öryggi við atkvæðagreiðslur. Fyrirliggjandi eru tillögur starfshóps forseta Alþingis um breytingar á framkvæmd kosninga sem eru til þess fallnar að lækka kostnað við kosningar til lengri tíma litið.

Vilji er til þess að innleiða valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna, gegn pyntingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Til greina  kemur  að  fela  Umboðsmanni  Alþingis  að  sinna  eftirlitinu.  Ekki  er  fjárhagslegt svigrúm til þess að ráðast í verkefnið að sinni.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Persónuvernd

 

Nr.
Markm
HM
#
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
2
Réttindi
einstaklinga séu gerð skýr
og aðgengileg með greinar- góðri upp- lýsingagjöf
stjórnvalda.
 
Skor í UT30
úttekt á gæðum heimasíðu fari ekki undir 80 af
100.
85
Yfir 80
Yfir 90
Innleiðing
persónuverndar- löggjafar.
 
 
 

 

Nr.
Tengist markmiði
nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1 og 2
Undirbúin fræðsla vegna nýrrar Evrópu-
löggjafar á sviði persónuverndar þar sem upplýst er m.a. um réttindi einstaklinga og skyldur fyrirtækja og stofnana skv. hinu nýja regluverki
2017–
2018
 
Persónu-
vernd
2
 
Undirbúin fræðsla vegna hlutverks persónu-
verndarfulltrúa sem öllum fyrirtækjum og stofnunum verður skylt að tilnefna samkvæmt
hinu nýja regluverki.
2017–
2018
 
Persónu-
vernd

 

Útlendingamál

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Fagleg og
skilvirk máls- meðferð stjórnvalda
 
Ferli til staðar
hjá undir- stofnunum sem taka til rýni ábendingar æðra
settra stjórn- valda um málsmeðferð vegna stjórn-
valdsákvarðana.
 
Mælikvarði
ákveðinn.
Eftirfylgni
hafin.
Málsmeðferðar-
tími stjórnvalda vegna umsókna
eða erinda sé að
jafnaði innan dagaviðmiða.
ÚTL31
Efnismeðferð:
79
Dyflinnarmál:
85
Forgangsmál:
36
KNU 32
Efnismeðferð:
98
Dyflinnarmál
33: 88
Forgangsmál:
9
ÚTL
Efnismeðferð:
70
Dyflinnarmál:
40
Forgangsmál:
7-14
KNU Efnismeðferð:
60
Dyflinnarmál:
30
Forgangsmál:
7-14
ÚTL
Efnismeðferð:
70
Dyflinnarmál:
40
Forgangsmál:
7
KNU Efnismeðferð:
60
Dyflinnarmál:
30
Forgangsmál:
7
Hlutfall
tilhæfulausra umsókna frá
öruggum
löndum fækki verulega.
61%
10%
5%
2
Réttindi
einstaklinga séu gerð skýr
 
Skor í UT34
úttekt á gæðum heimasíðu fari
71
Yfir 80
Yfir 90

 

 
og aðgengileg
með greinar- góðri upp- lýsingagjöf stjórnvalda.
 
ekki undir 80 af
100.
 
 
 

 

NR.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Móttöku og þjónustu hælisleitenda verði komið
í varanlegra húsnæði ásamt því að unnið verður að frekara samkomulagi við sveitarfélögin um þjónustu.
2017–
2018
 
ÚTL/DMR
2
1 og 2
Samræming ferla milli allra aðila frá móttöku
umsókna um alþjóðlega vernd til síðustu afgreiðslu mála svo halda megi markmiðum
um skilvirka og skjóta málsmeðferð.
2017–
2018
 
ÚTL

 

Trúmál. Trúfélög eru sjálfstæð um sín innri málefni. Stjórnvöld hafa eingöngu umsjón með skráningu og fjárframlögum trúfélaga.

 

Sýslumenn

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Fagleg og
skilvirk máls- meðferð stjórnvalda
 
Fjöldi rafrænna
eyðublaða.
 
Um 1/3
eyðublaða á vef sýslumanna eru rafræn.
Öll eyðublöð
á vef sýslu- manna orðin rafræn.
Fjöldi skjala-
tegunda sem er þinglýst rafrænt.
 
Tilraunaverk-
efni hefst.
Að minnsta
kosti 3 tegundum
skjala þinglýst rafrænt.
2
Aukin ánægja
viðskiptavina með þjónustu
og gæði
hennar.
 
Þjónustukann-
anir notaðar til að fylgjast með
ánægju
viðskiptavina og hverju beri að
bregðast við.
Meðtaltal
sýnir að 69%
viðskiptavina eru mjög ánægðir, ánægðir eða hlutlausir.
Að meðaltal sé
yfir 75% og hvert embætti
vinni að settum
markmiðum í árangursstjórn-
unarsamningi.
Að meðaltal
sé yfir 80% og hvert embætti
vinni að
settum markmiðum í
árangursstjórn unarsamningi.
3
Réttindi
einstaklinga gerð skýr og aðgengileg með greinar- góðri upp- lýsingagjöf stjórnvalda.
 
Skor í UT35
úttekt á gæðum heimasíðu.
Vefur
sýslumanna skoraði 68
2015.
Vefur skori yfir
76 í stigagjöf
Vefur skori
yfir 90 í stigagjöf

 

NR.
Tengist markmiði
nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1,2 og 3
Samræmdir verkferlar sýslumanna á landsvísu.
2016-
2020
 
Sýslumann
aráð
2
1,2 og 3
Eyðublöð á heimasíðu sýslumanna gerð rafræn.
2017–
2022
 
Sýslumann
aráð
3
1 og 2
Frumvarp um rafrænar þinglýsingar lagt fram.
2017
 
DMR

 

Stjórnsýsla dómsmálaráðuneytis

Ráðuneytið mun setja sér markmið og mælikvarða í kjölfar afgreiðslu Alþingis á þingsályktun um skiptingu innanríkisráðuneytis í dómsmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn