Samgöngu- og fjarskiptamál

Fjármálaáætlun 2018-2022

1. Umfang

Málefnasviðið er á ábyrgð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og skiptist í þrjá málaflokka, en þeir eru:

  • Samgöngur
  • Fjarskipti og póstþjónusta
  • Stjórnsýsla samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis

Stofnanir samgöngumála eru Samgöngustofa sem fer með stjórnsýslu, öryggisáætlanagerð, aðgerðir og eftirlit. Vegagerðin sem fer með þjónustu, viðhald og framkvæmdir við vegakerfi, viðhald og rekstur leiðsögukerfa á sjó, annast hlut ríkisins við sjóvarnir og hafnargerð, sér um almenningssamgöngur, auk þess að sinna ýmsum samgöngurannsóknum. Að auki vinnur opinbera hlutafélagið Isavia náið með samgönguyfirvöldum og annast viðhald, framkvæmdir og þjónustu á flugvallakerfinu auk þess að sinna flugumsjón og flugleiðsögu. Rannsóknanefnd samgönguslysa tilheyrir málefnasviðinu en hún starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum með það að markmiði að draga úr hættu á slysum og atvikum og afleiðingum slysa.

Í þingsályktun um samgönguáætlun er mörkuð stefna stjórnvalda til 12 ára sem nánar er útfærð í aðgerðaráætlun til 4 ára, samkvæmt lögum um samgönguáætlun. Í gildi er samgönguáætlun áranna 2011-2022 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2015–2018. Endurskoðuð 12 ára samgönguáætlun fyrir tímabilið 2015–2026 var lögð fram á Alþingi haust 2016 en hefur ekki verið samþykkt á Alþingi.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur umsjón með framkvæmd fjarskipta- og póstmála. Fjarskiptasjóður styrkir uppbyggingu fjarskiptainnviða utan markaðssvæða. Íslandspóstur hf. sinnir alþjónustu og fer með einkarétt á tiltekinni póstþjónustu á Íslandi (bréf undir 50. gr.).

Í gildi er þingsályktun um fjarskiptaáætlun 2011-2022 þar sem fram koma markmið, mælikvarðar og verkefni tengd fjarskiptum og póstmálum hér á landi og starfa Póst- og fjarskiptastofnun og fjarskiptasjóður m.a. samkvæmt markmiðum fjarskiptaáætlunar, sem tekin verður til endurskoðunar 2017.

Þá er unnið samkvæmt stefnu um net- og upplýsingaöryggi 2015–2026 og aðgerðaráætlun 2015–2018.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Álag  á  samgöngukerfið  hefur  aukist  mikið  síðastliðin  ár  með  vaxandi  áskorunum  í þjónustu, viðhaldi og rekstri. Vegur þar þyngst gríðarleg fjölgun ferðamanna og umsvif í ferðaþjónustu sem hefur áhrif á alla þætti samgangna. Þá hefur umferð á landinu öllu vaxið í takt við fólksfjölgun og hagvöxt. Vöxtur í ferðaþjónustu, er stærsti áhrifavaldur á samgöngustofnanir og starfsemi þeirra; stjórnsýslu, öryggi, eftirlit, þjónustu, viðhald og framkvæmdir.

Ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Samkvæmt spám frá Faxaflóahöfnum og Isavia er von á því að ríflega 2,4 milljónir ferðamanna muni sækja Ísland heim árið 2017, en þar af er gert ráð fyrir að 2,2 milljónir farþega komi með flugi og aðrir komi með skemmtiferðaskipum. Flugfarþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll hefur einnig fjölgað mikið og ef spár rætast fyrir árið 2017 verður um það bil 30% aukning milli ára.

Með auknum umsvifum í ferðaþjónustu hefur umfang verkefna Samgöngustofu aukist mikið. Vöxtur í starfsemi flugvalla eykur umfang öryggiseftirlits en starfsleyfi flugvalla eru útgefin samkvæmt evrópskri reglugerð. Einnig kallar fjölgun farþega á vöxt þeirra verkefna sem snúa að flytjendum farþeganna, það er að segja flugfélögum og starfsréttindum, flugvernd, flugvirkt, nýskráningu flugvéla og neytendavernd. Á árinu 2016 voru bílaleigubílar 48% nýskráninga ökutækja og voru mest um 22.000 bílaleigubílar í umferð. Sama á við um hópferðabíla og flest afþreying með vélknúnum farartækjum er leyfisskyld hjá stofnuninni til dæmis köfun og hvalaskoðun. Fjölgun ferðamanna hefur einnig mikil áhrif á öryggisáætlanir, þar með talin fræðslu til erlendra ökumanna. Gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti í ferðaþjónustu.

Mikil umferðaraukning á fjölförnustu leiðunum hefur leitt til þess að hagkvæmniathuganir hafa verið gerðar á nýjum lausnum s.s. hraðvögnum, léttlestum og hraðlestum. Í náinni framtíð þarf að aðlaga bæði regluverk og umferðarmannvirki að þeim lausnum sem hagkvæmastar eru.

Mikil umferðaraukning er í öllu vegakerfinu sem kallar á aukið viðhald og nýframkvæmdir.

Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist verulega eins og sjá má á mælingum. Sama á við um aðra þjóðvegi; á Keflavíkurvegi er aukning um 21% milli ára, um Hvalfjarðargöng 14% og umferð um Hringveginn um tugi prósenta.

Mikil umferðaraukning hefur áhrif á öryggi vegfarenda. Markmið stjórnvalda um fækkun slasaðra og slysa í umferðinni hafa því miður ekki náðst undanfarin ár. Að meðaltali látast fjórir einstaklingar fyrir hvern ekinn milljarð kílómetra og tugir slasast alvarlega þrátt fyrir sífellt betri öryggisbúnað bifreiða.

Á síðustu árum hefur fjárveitingum til vegamála verið forgangsraðað í þágu þjónustu og viðhalds, á kostnað framkvæmda. Þrátt fyrir þetta er  mikil  uppsöfnuð  þörf  fyrir  aukið viðhald, ekki síst vegna vaxandi fólks- og vöruflutninga. Sömuleiðis er mikil þörf fyrir uppbyggingu og þróun vegakerfisins til að auka öryggi og bregðast við aukinni umferð. Vetrarþjónusta er kostnaðarsöm og auknar kröfur eru gerðar til hennar ekki síst af hálfu ferðaþjónustunnar þar sem komið hafa til nýjar þarfir svo sem snjóruðningur á útskotum.

Hafnarsjóðir eru nær allir, utan Landeyjahafnar, reknir af sveitarfélögum. Samkvæmt hafnarlögum er ríkissjóði heimilt að styrkja framkvæmdir í höfnum að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Unnið er að smíði reglugerðar sem útfærir aðkomu ríkisins nánar. Á mörgum stöðum er kominn tími á endurnýjun hafnarkanta og fleiri hafnarmannvirki. Flestar hafnarframkvæmdir hafnasjóða eru styrkhæfar úr ríkissjóði, en undanfarin ár hafa fjárveitingar verið af skornum skammti og uppsöfnuð þörf mikil. Við sjóvarnir eru einnig mörg verkefni framundan og gera má ráð fyrir að hækkun sjávarborðs muni auka þarfir fyrir sjóvarnir til lengri tíma.

Fjárveitingar til viðhalds og nýframkvæmda við flugvelli hafa lækkað mikið að raungildi á undanförnum árum. Fjármunum er forgangsraðað í brýnustu verkefni; rekstur og viðhald áætlanaflugvalla í grunnneti, en aðrir flugvellir mæta afgangi eða er lokað. Endurnýjun öryggisbúnaðar svo sem ljósa- og leiðsögubúnaðar er sett í forgang þannig að vellirnir uppfylli alþjóðlegar kröfur. Á árinu 2017 var eingöngu fjárveiting til reksturs flugvalla en engin til viðhalds.

Rekstrarfyrirkomulagi almenningssamgangna hefur verið breytt undanfarin ár en áratuga gamalt kerfi sérleyfa þjónaði ekki lengur þörfum samfélagsins. Með breytingunni var sett það markmið að efla og styrkja samgöngur með áætlunarbílum um landið allt. Landshlutasamtök sveitarfélaga sjá í dag um að bjóða út leiðir og Vegagerðin annast samningagerð fyrir hönd ríkisins.

Árið 2016 ferðuðust um 13 milljónir farþega með Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu. Farþegum hefur fjölgað síðustu árin um það bil um 5% á ári. Stjórnvöld stuðla að eflingu almenningssamgangna og uppbyggingu göngu- og hjólastíga með samningi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið með samningnum er að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og lækka samgöngukostnað heimila.

Almenningssamgöngur eru ekki einvörðungu á landi, heldur styrkir ríkið einnig ferjur og flug. Mestu er varið til ferjusiglinga á milli lands og Vestmannaeyja. Aðrar styrktar ferjuleiðir eru siglingar til Grímseyjar, Hríseyjar, Mjóafjarðar, Vigurs og Æðeyjar og um Breiðafjörð. Þá styrkja stjórnvöld innanlandsflug á nokkrum flugleiðum, sem ekki bera sig markaðslega, til að tryggja aðgengi þeirra íbúa sem fjærst búa að nauðsynlegri opinberri þjónustu.

Miklar breytingar eru að verða á upplýsingatæknilausnum í samgöngum, bæði rauntímamiðlun upplýsinga við akstur, samskiptum ökutækja sín á milli og við umhverfið, auk sjálfvirknivæðingar ökutækja. Þessar breytingar auka þörf fyrir uppbygginu miðlægra lausna fyrir leiðsögu og ýmisskonar snjalltæki. Rafræn sjálfsafgreiðsla eykur hagkvæmni bæði stofnana og notenda, auk þess að draga úr óþarfa ferðum. Þá gerir aukin sjálfvirknivæðing ökutækja kröfu um betri vegmerkingar og vel málaða afmörkun miðlínu og kanta. Farnetsdekkun er forsenda virkni snjalltækja en getur einnig nýst til gjaldtöku eftir vegköflum og vegalengd.

Ríflega 33 milljörðum verður varið til samgöngumála samkvæmt fjárlögum 2017, þar af nemur tímabundin fjárveiting um 4,5 milljörðum króna. Á tímabili fjármálaáætlunar 2018–2022 er stefnt að því að tímabundin fjárveiting 2017 bætist varanlega við útgjaldarammann. Þar að auki er gert ráð fyrir frekari aukningu á tímabilinu. Um 1 milljarður bætist við árið 2018 og fer vaxandi út tímabilið. Mest er aukningin árið 2022, eins og sjá má í kafla 5.

Stórir áfangar hafa náðst í fjarskiptauppbyggingu í verkefninu Ísland ljóstengt36  en á árinu 2016 styrkti fjarskiptasjóður uppbyggingu 14 sveitarfélaga á 1000 ljósleiðaratengingum og á árinu 2017 mun sjóðurinn styrkja uppbyggingu 24 sveitarfélaga um 1400 ljósleiðaratengingar. Ljósleiðarahringtengingu Vestfjarða og Snæfellsness lauk í árlok 2016 og í ársbyrjun 2017 úthlutaði ráðherra sérstökum 100 m.kr. byggðastyrk til strjálbýlli sveitarfélaga til að jafna aðstöðu sveitarfélaga til þátttöku í samkeppnisútboði fjarskiptasjóðs vegna ljósleiðaratengingar.

Stóraukin áhersla í fjarskiptum er nú á netöryggismál. Innleiðing stefnu um net- og upplýsingaöryggi hefur ekki verið fjármögnuð í heild, aðeins er gert ráð fyrir fjármagni til úttekta og kannana á stöðu öryggismála á málefnasviði 6, Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál.

Hörð samkeppni innanlands og vaxandi samkeppni við erlendar efnis- og þjónustuveitur hefur sett þrýsting á tekju- og viðskiptalíkan fyrirtækja á þessum markaði sem og uppfærsluþörf kerfa, sem eykur hættu á fákeppni og markaðsbresti í aðgengi að nýjustu tækni og þjónustu. Þessi þróun er ekki bundin við Ísland. Farice og fjarskiptasjóður sömdu um framlengingu opinbers þjónustusamnings 2016 sem tryggir félaginu 450 m.kr. fjárstuðning frá ríkinu árin 2017 og 2018. Áætlanir félagsins gera ekki ráð fyrir frekari ríkisstuðningi eftir 2018.

Til að hafa heildstæða myndræna yfirsýn yfir fjarskiptainnviði landsins, bæði út frá sjónarmiðum um stöðu, þróun og uppbyggingu þeirra svo og vegna öryggissjónarmiða, þá er mikilvægt að setja á laggirnar heildstæðan gagnagrunn um fjarskiptainnviði Íslands. Póst- og fjarskiptastofnun hefur á undanförnum árum unnið að langtímaverkefni sem felst í gerð slíks innviðagrunns og hefur þegar komið upp frumgerð að grunninum, en mikið starf er enn óunnið. Með auknu  tímabundnu  fjármagni væri hægt að  hraða uppbyggingu  grunnsins, þannig að gögnin nýtist stjórnvöldum og öðrum mun fyrr en ella. Í fjármálaáætlun 2018–2022 er ekki svigrúm fyrir þetta.

Farsímasambandi er ábótavant á hluta vegakerfisins og jafnframt á stöðum þar  sem umferð ferðamanna fer stöðugt vaxandi. Uppfæra þarf reglulega greiningu á landsvísu á farsímasambandi með hliðsjón af þróun fjölda ferðamanna og áhættu. Póst- og fjarskiptastofnun er ætlað að stuðla að aukinni útbreiðslu með ráðstöfun fjarskiptatíðna. Fjarskiptasjóður kemur eftir atvikum að samstillingu og fjármögnun aðgerða og uppbyggingar með Neyðarlínunni, Framkvæmdasjóði ferðamála, innviðafyrirtækjum, sveitarfélögum og fjarskiptafyrirtækjum, og mögulega öðrum hagsmunaaðilum. Töluverð samlegð ætti að nást með Ísland ljóstengt og uppbyggingu öryggisfjarskipta.

Huga þarf að endurnýjun og verðlagningu fjarskiptatenginga við útlönd. Sæstrengirnir Farice-1 og Danice voru lagðir 2004 og 2009. Hönnun strengjanna var miðuð við að minnsta kosti 25 ára líftíma og mun þurfa að huga að endurnýjun með góðum fyrirvara fyrir árið 2030. Nýting strengjanna er lítil og í því liggja sóknartækifæri. Kallað hefur verið eftir fjarskiptastreng til BNA37 til að auðvelda markaðssetningu landsins fyrir gagnaver.

Á sviði póstþjónustu felast helstu áskoranir í afnámi einkaréttar og að opna póstmarkaðinn fyrir samkeppni. Þá hefur bréfamagn minnkað gífurlega undanfarin ár. Stjórnvöld samþykktu beiðni Íslandspósts í ársbyrjun 2016 um fækkun útburðardaga í dreifbýli í annan hvern virkan dag (þrjá daga eina viku og tvo þá næstu). Sambærilegt fyrirkomulag er viðhaft í þéttbýli. Breytingin var talin nauðsynleg til að lækka árlegan kostnað fyrirtækisins við 5 daga alþjónustu í dreifbýli. Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Íslandspósts ohf. Hagnaður Íslandspósts á árinu 2016 nam 121 m.kr. en á árinu 2015 var tap 118 m.kr.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn málefnasviðsins er tenging byggða, samfélaga og Íslands við umheiminn.

Meginmarkmið samgangna og fjarskipta eru tilgreind í lögum um samgönguáætlun og fjarskiptaáætlun. Þau eru greiðleiki, hagkvæmni, öryggi, umhverfisleg sjálfbærni og jákvæð byggðaþróun. Jafnframt skal meta og taka tillit til þarfa ferðaþjónustunnar fyrir bættar samgöngur.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar koma fram pólitískar áherslur í samgöngumálum og fjarskiptum. Stefnt er að því að bæta öryggi á vegum og stuðla að hagkvæmum og greiðum samgöngum. Einnig kemur þar fram að vilji er til að eiga samstarf við sveitarfélög um Borgarlínu og stuðla að lausn á deilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ennfremur hefur verið lögð fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem meðal annars tekur til orkuskipta í samgöngum. Í fjarskiptum er lögð áhersla á uppbyggingu ljósleiðarakerfa á markaðsbrestssvæðum á landsvísu og ljósleiðaratengja þannig landið allt.

Á meðal brýnna framkvæmda í samgöngum má nefna Dýrafjarðargöng og nýja Vestmannaeyjaferju. Þrátt fyrir tæplega 10 milljarða króna fjárveitingu til framkvæmda á vegum á fjárlögum 201738 er þörf á auknu fé til framkvæmda. Skoða þarf nýjar leiðir til fjármögnunar svo sem samstarfsfjármögnun. Í náinni framtíð þarf að aðlaga bæði regluverk og umferðarmannvirki að þeim lausnum sem hagkvæmastar eru. Ástæða er til að skoða breytingar á tekjuöflun af samgöngum, m.a. þar sem rafbílum og eyðslugrönnum bílum fjölgar ört. Árið 2018 verður Hvalfjarðargöngum skilað til ríkisins, samtímis þarf að huga að tvöföldun þeirra vegna vaxandi umferðar og öryggiskrafna. Aðrar stórar framkvæmdir sem eiga að borga sig upp sjálfar, en ríkið er þó í beinni eða óbeinni ábyrgð fyrir, eru Vaðlaheiðargöng og uppbygging á Keflavíkurflugvelli. Þá vinna einkaaðilar að undirbúningi hafnarframkvæmda í Finnafirði, þar á meðal fjármögnun verkefnisins.

Aukin áhersla verður í samgöngum á öryggis- og umhverfismál, einkum losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum, auk stöðugrar vinnu við að stytta leiðir, gera mannvirki öruggari, auka greiðfærni með bættri þjónustu til að bæta búsetugæði og skapa betri aðstæður fyrir atvinnulíf. Þá er leitast við að ná markmiðum um orkuskipti þannig að endurnýjanleg, innlend orka nýtist sem mest og með stuðningi við almenningssamgöngur á lofti, láði og legi, auk þess að auka fjölbreytni í vali ferðamáta innan þéttbýlis m.a. með sérreinum og þátttöku í stígagerð.

Átaksverkefnið Ísland ljóstengt er megin viðfangsefni stjórnvalda á sviði fjarskipta til ársins 2020. Verkefnið hefur verið skipulagt til fimm ára og hrint í framkvæmd. Stefnt er að fjármögnun verkefnisins í fjármálaáætlun 2018–2022. Þar er unnið að hagkvæmri uppbyggingu ljósleiðarakerfa á svæðum með skilgreindan markaðsbrest á landsvísu. Verkefnið varðar hagsmuni íbúa, ferðamanna, atvinnulífs, veitu- og fjarskiptafyrirtækja á viðkomandi svæðum og er sameiginlegt átak ríkisins, sveitarfélaga, íbúa, veitu- og fjarskiptafyrirtækja og verktaka, þar sem samstarf og hagkvæmni verður höfð að leiðarljósi.

Framundan er afnám einkaréttar á sviði póstþjónustu, í samræmi við skuldbindingar samkvæmt EES samningnum, en Ísland er eina land Evrópu sem enn er með einkarétt.

Unnið  er  að  endurskoðun  regluverks  þar  með  talin  heildarendurskoðun  laga  um  póstþjónustu. Markmiðið er að póstþjónusta til allra landsmanna verði sjálfbær í kjölfar afnáms einkaréttar. Í því sambandi verður leitað hagkvæmustu leiða á hverjum tíma fyrir ríkið að tryggja lágmarks póstþjónustu (alþjónustu) til allra landsmanna, auk þess að greiða fyrir samkeppni. Unnið er að innleiðingu netöryggisstefnu og eflingu netöryggissveitar meðal annars  með  þjónustusamningum og  samstarfi  við  lögreglu.  Koma  þarf  á  GOV-CERT39 þjónustu og efla eftirlit með öryggi fjarskiptainnviða. Innleiðing tilskipunar um net- og upplýsingaöryggi er viðamikið verkefni sem felur m.a. í sér að styrkja net- og upplýsingaöryggi mikilvægra innviða og nauðsynlegrar þjónustu.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Samgöngur

 

Nr. Markm HM # Mælikvarðar Staða 2016 Viðmið 2018 Viðmið 2022
1 Öruggar 98 Látnum ogalvarlega slösuðum íumferðinnifækki um 5%. 233 146 119
Látnum ogalvarlega slösuðum fækki um 5% miðaðvið ekinn milljarð km. 62 56 46
Skráðumflugslysum og alvarlegumflugatvikumfækki að meðaltali um5% árlega. 15 18 16
      Tilkynntumtilvikum á sjó til Sjúkratrygginga fækki að meðaltali um5% árlega m.v.5 ára meðaltal. 213 197 160
Fækkuneinbreiðra brúa á Hringvegi. 39 34 31
Viðvörunarljóssem vantar á einbreiðar brýr á hringvegi. 18 8 0
2 Greiðar   Vaxandimikilvægi flugs: úttektarskor Alþjóðaflugmál astofnunarinnar (ICAO) á öryggiseftirliti og stjórnsýslu með flugiðnaðiá Íslandi. 81,55% 85% 87%
Óbundið slitlag(km) á Hringvegi/hring leið40 umlandið. 33 km/8 km 25 km/0 km 19 km
3 Hagkvæmar   Rafrænstjórnsýsla, sjálfsafgreiðsla (ökutækja viðskipti, rafræn ökupróf, skipaskrá, loftfaraskrá ofl.) 20% 30% 98%
4 Umhverfislega sjálfbærar   Hlutfallalmenningssamgangna í fjölda ferða innan SSH (fjöldi innstiga). 13.000.000 14.500.000 18.000.000
Hlutfall losunarCO2 frá samgöngum af heildarlosun. 40% 40% 30%
Hlutfallnýskráðra ökutækja semnota endurnýjanlegt eldsneyti. 6,8% 10% 30%
5 Jákvæðbyggðaþróun   Óbundið slitlag(km) til allra 28 km 13 km 0 km
 
      þéttbýlisstaðameð fleiri íbúa en 100.      
Fjöldi farþegameð innanlandsflugi. 398.415 430.500 500.000

 

NR. Tengist markmiði nr. Aðgerð Tíma- áætlun Kostnaður Ábyrgðaraðili
1 1 Aukin fræðsla og áróður til erlendraökumanna. 2017–2018   Sam-göngustofa
2 1 Sjálfvirkt öryggiseftirlit aukið; Eftirlit meðmeðalhraðamyndavélum undirbúið. 2017–2018   Vegagerðin
3 1 og 2 Efling umferðaröryggisáætlunar. 2018–2022   Samgöngustofa
4 1 Efla slysaskráningu sjóslysa. 2017–2018   Samgöngustofa
5 1,2 og 3 Átak í rafrænni stjórnsýslu. 2017–2019   Samgöngustofa
6 1 Setja upp viðvörunarljós við brýr. 2018   Vegagerðin

 

Fjarskipti

 

Nr. Markm HM # Mælikvarðar Staða 2016 Viðmið 2018 Viðmið 2022
1 Aðgengi aðþráðbundnum nettengingum.   Aðgengilögheimila að50 Mb/s 92% 95% 99,9%
Aðgengilögheimila að100 Mb/s 80% 90% 99,9%
Aðgengi aðljósleiðara- tengingu 56% 70% 94%
2 Aðgengi aðfarsíma- og farneti til að auka öryggialmennings og ferðamanna.   Aðgengilögheimila 99,9%* 99,9%** 99,95%***
Talsamband/há-hraðanet á vegum utanþéttbýlis 91,5/81,7% 93/84% 94/88%
Talsamband/há-hraðanet á vegum í yfir200 m. yfir sjávarmáli. 79,9/57,4% 81/62% 85/70%
3 Aðgengi aðalþjónustu í pósti tryggt og afnámeinkaréttar.   Alþjónusta41 ípóstþjónustu tryggða) á markaðslegum forsendum b) eða með Undir-búningur laga- breytinga. Alþjónustatryggð á hagkvæmasta máta. Alþjónustatryggð án ríkisstyrkja.

 

      útboðic) eða útnefningu      
4 Þroskastignetöryggis skv. líkani Háskólans í Oxford ****   Þroskastigineru: 1. Á frumstigi (e. start- up); 2. Í mótun (e. formative);3. Kominn á legg (e. established); 4. Þættinum hefurverið forgangsraðað miðað við aðra þætti (e. strategic); 5.Kvikur og í sífelldri endurskoðun (e. dynamic). Háskólinn íOxford metur stöðuna 2017. Enginn þáttur áfrumstigi; a.m.k. þriðjungurþeirra sem voru í mótun 2017séu komin á legg. Enginn þátturá frumstigi; öll svið séu a.m.k. kominn á legg; a.m.k. helmingur sé á stigi 4 eðaofar. 

 

NR. Tengist markmiði nr. Aðgerð Tíma- áætlun Kostnaður Ábyrgðar-aðili
1 1 Ísland ljóstengt – landsátak í uppbygginguljósleiðarakerfa í dreifbýli utan markaðssvæða. 2016-2020 2018,450 m.kr.2019,450 m.kr.2020,450 m.kr. SAMog Fjarskipta sjóður
2 1,2 Innviðagagnagrunnur fjarskipta. 2017–2022 2018,15 m.kr.2019,10 m.kr.2020,5 m.kr.2021,5 m.kr.2022,5 m.kr Póst- ogfjarskipta- stofnun
3 2 Auka útbreiðslu farsíma/farnets á vegakerfi ogfjölförnum ferðamannastöðum. 2017–2022 2018,35 m.kr.2019,30 m.kr.2020, 25 m.kr.2021,20.m.kr.2022, 20 m.kr. Póst- ogfjarskipta- stofnun, Fjarskipta-sjóður
4 3 Afnám einkaréttar á póstmarkaði og tryggingalþjónustu. 2017–2019 2018–2022, 0 kr. SAM ogPóst- og fjarskipta- stofnun
5 4 Innleiðing, endurskoðun og framkvæmdnetöryggisstefnu, þar með talið innleiðing á 2017–2022 2018, 15m.kr. SAM
    NIS-tilskipuninni og efling CERT-ÍS.   2019, 10m.kr.2020, 10 m.kr.2021, 10m.kr.2022, 10 m.kr.  

 

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn