Sjávarútvegur og fiskeldi

Fjármálaáætlun 2018-2022

1. Umfang

Starfsemi á þessu málefnasviði varðar hagnýtingu lifandi auðlinda hafs og vatna, auk matvælaframleiðslu sjávarútvegs og fiskeldis, og er á ábyrgð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Málefnasviðið skiptist í tvo málaflokka, en þeir eru:

  • Stjórnun sjávarútvegs og fiskeldis.
  • Rannsóknir, þróun og nýsköpun.

Stjórnun sjávarútvegs og fiskeldis varðar stjórnsýslu Fiskistofu, nýtingu auðlinda hafs og vatna, vöktun og eftirlit stjórnvalda.

Rannsóknir, þróun og nýsköpun varðar aðgerðir til að stuðla að sjálfbærri hagnýtingu lifandi auðlinda hafs og vatna, þ.m.t. á grunni rannsókna Hafrannsóknastofnunar, þróun nýrra afurða og aukinni verðmætasköpun matvælaframleiðslu greinarinnar.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Á undanförnum áratugum hafa starfshættir í sjávarútvegi og fiskeldi tekið miklum breytingum og orðið hagkvæmari og skilvirkari. Þetta má m.a. rekja til bættrar fiskveiðistjórnunar, rannsókna, vöruþróunar og tækninýjunga, enda eru sjávarafurðir seldar á alþjóðamörkuðum þar sem ríkir mikil samkeppni. Á þeim markaði starfa öflugar matvælakeðjur og verslun með matvæli á netinu fer vaxandi, sem gerir alþjóðlegt samkeppnisumhverfi matvælaframleiðenda enn meira krefjandi.

Á síðustu árum hefur áhersla stjórnvalda beinst að því að byggja upp nytjastofna, s.s. þorskstofninn, bæta nýtingu og auka virði sjávarafurða. Umfang fiskeldis hefur aukist umtalsvert og stjórnvöld hafa lagt drög að stefnumótun um þróun greinarinnar. Til framtíðar litið verður staðinn vörður um áframhaldandi þróun og verðmætasköpun sjávarútvegs og fiskeldis.

Sé litið til lengri tíma standa sjávarútvegur og fiskeldi frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Hér má nefna loftslagsbreytingar, breytingar í vistkerfinu t.d. á útbreiðslu fiskistofna, aukna áherslu á fæðu- og matvælaöryggi, kröfur um lágmörkun sóunar í virðiskeðjunni og aukna áherslu markaðsaðila á vottun á sjálfbærum fiskveiðum. Stefna stjórnvalda er að styðja við framgang greinarinnar m.a. með aukinni áherslu á ábyrga stjórnun fiskveiða og fiskeldis, rannsóknir og vöktun umhverfis.

Fiskveiðar og vinnsla sjávarafurða eru langmikilvægasti þáttur málefnasviðsins í efnahagslegu tilliti, en fiskeldi er nú hraðvaxandi grein. Einnig má nefna annars konar framþróun t.d. vinnsla á þangi og þara, auk annarra vannýttra tegunda. Efnahagsleg staða sjávarútvegs er nokkuð sterk enda hafa efnahagsleg ytri áhrif verið greininni hagfelld síðustu ár, þrátt fyrir að styrking krónunnar hafi haft neikvæð áhrif á afkomu greinarinnar. Þá benda spár til að eftirspurn eftir heilnæmum matvælum, þ.m.t. sjávarfangi úr villtum stofnum, aukist næstu ár.

Heildarafli íslenskra skipa á fiskveiðiárinu 2015/2016 var 1.047 þúsund tonn. Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 265 milljörðum króna árið 2015, sem var 42% af vöruútflutningi frá landinu það ár og 22% af útfluttum vörum og þjónustu. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi undanfarin ár vegna vaxandi útflutningstekna annarra greina, einkum ferðaþjónustu. Hlutur fiskveiða og fiskvinnslu í vergri landsframleiðslu var 8,1% árið 2015. Um 4% starfandi mannafla vinnur við fiskveiðar og fiskvinnslu á landsvísu en hlutfallslega fleiri utan höfuðborgarsvæðis, eða 10%. Heildarupphæð innheimtra veiðigjalda fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 nam alls 6,9 milljörðum króna. Frá fiskveiðiárinu 2012/2013 hafa innheimt veiðigjöld dregist saman, en þá námu þau alls 12,8 milljörðum króna.

Veiðar á laxi og silungi í ám og vötnum landsins er mikilvæg tekjulind fyrir landeigendur og bændur. Velta í kringum stangveiði er um 15 milljarðar króna á ári. Um 1.000 störf eru tilkomin vegna stangveiða, sem er rótgróinn hluti ferðaþjónustu.

Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein en framleiðsla eldisfisks, einkum lax, bleikju og regnbogasilungs nam um 12 þúsund tonnum árið 2016. Ársverk í fiskeldi hér á landi eru um 560 að meðtöldum 200 afleiddum þjónustustörfum. Árið 2016 nam útflutningsverðmæti fiskeldis alls 13 milljörðum króna og hlutur fiskeldis í landsframleiðslu árið 2015 var 0,2%.

Áform eru uppi um aukningu í framleiðslu á næstu árum bæði í sjókvíum og í landeldi. Mikilvægt er að þróa eldisaðferðir, sem henta aðstæðum hér á landi, m.a. með tilliti til verndunar villtra fiskistofna. Til þess þarf auknar rannsóknir, markvissa stjórnsýslu og skilvirkt eftirlit.

Yfir 95% afurða sjávarútvegs og fiskeldis eru seldar á alþjóðlegum mörkuðum, þar sem væntingar til áreiðanlegra upplýsinga, vöruþróunar og framsetningar aukast sífellt. Vægi sjávarafurða er nú um 22% af útflutningi vöru og þjónustu, sem er mun meira en í flestum öðrum ríkjum heims. Hagsmunir íslensks sjávarútvegs á alþjóðlegum vettvangi kalla á að atvinnugreinin og stjórnvöld séu samhent í að viðhalda góðu orðspori íslenskra sjávarafurða í samkeppni við önnur matvæli á alþjóðamörkuðum. Til þess þarf íslenskur sjávarútvegur að standast strangar kröfur um sjálfbærar veiðar, vottun, gæði afurða og traust.

Á næstu árum er mikilvægt að styrkja enn frekar umgjörð sjávarútvegs og fiskeldis. Sjálfbær og ábyrg nýting auðlinda sjávar á traustum vísindalegum grunni er forsenda samkeppnishæfni íslenskra sjávarafurða á alþjóðamörkuðum. Í því ljósi munu stjórnvöld leggja áherslu á rannsóknir og vöktun á lífríki hafsins til að auka þekkingu á þeim miklu breytingum, sem eiga sér stað innan íslenskra hafsvæða, og stuðla að samfélagslegri sátt um greinina.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn stjórnvalda er að Ísland sé leiðandi í sjálfbærri nýtingu lifandi auðlinda hafs og vatna og í framleiðslu heilnæmra afurða á grunni sérstöðu, hreinleika umhverfis, fagmennsku og gæða.

Meginmarkmið málefnasviðsins er aukin samkeppnishæfni sjávarútvegs- og fiskeldis á grunni efnahagslegs, umhverfislegs og samfélagslegs jafnvægis. Atvinnugreinarnar  byggja á nýtingu lifandi náttúruauðlinda og huga þarf vel að áhrifum starfsemi þeirra á umhverfið. Þá þarf stjórnun fiskveiða og fiskeldis að vera skilvirk og rekstrarumhverfi greinanna að vera hagkvæmt, fyrirsjáanlegt og stuðla að aukinni verðmætasköpun. Loks er mikilvægt að sátt ríki í samfélaginu um stjórnkerfi sjávarútvegs og fiskeldis.

Til að framtíðarsýn og meginmarkmið málefnasviðsins nái fram að ganga verður lögð áhersla á auknar rannsóknir á vistkerfi hafsins, bætta nýtingu afla s.s. með líftækni og hagnýtingu rekjanleika og gagna í virðiskeðju sjávarfangs til umbóta í eftirliti, veiði- og framleiðslustjórnun og upprunamiðlun til neytenda. Þá verður mótuð stefna um þróun og starfsumhverfi fiskeldis. Með auknum rannsóknum leggja stjórnvöld grunn að ábyrgari stjórnun og arðsemi sjávarútvegs og fiskeldis til lengri tíma. Þá er fyrirhugaðri endurskoðun á gjaldtöku fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda hafsins ætlað að tryggja aukna sátt um stjórnkerfi sjávarútvegs.

Meginmarkmið málefnasviðsins er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem tóku gildi í byrjun árs 2016. Markmiðin felast m.a. í verndun og sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Stjórnun sjávarútvegs og fiskeldis. Í kaflanum eru sett fram markmið og lagðar til aðgerðir, sem miða að því að ná fram auknum árangri. Við markmiðssetninguna er litið til þess að skapa jafnvægi milli efnahagslegra, umhverfislegra og samfélagslegra þátta.

Markmið 1. Árleg aukning framleiðni sjávarútvegs.

Markmiðið felur í sér að framleiðni sjávarútvegs aukist árlega um 1,5 prósent yfir tímabil áætlunarinnar. Við mat á framleiðni verði byggt á mælikvarða um heildarþáttaframleiðni.

Mikilvægt er að stjórnvöld fylgist með þróun framleiðni milli ára m.a. við mat á aðgerðum til að styðja við verðmætasköpun, til að stuðla að heilbrigðum rekstrarskilyrðum og til að geta lagt mat á samkeppnishæfni greinarinnar í samanburði við aðra atvinnuvegi.

Markmið 2. Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi.

Markmiðið byggir á grunni Parísarsamkomulagsins, þar sem töluleg viðmið um skuldbindingar samningsríkja koma fram. Hlutverk stjórnvalda er að leggja grunn að aðgerðum, sem leiði til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi greinarinnar.

Markmið 3: Aukin sátt um gjaldtöku fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda hafsins.

Markmiðið felur í sér að stjórnvöld stuðli markvisst að aukinni sátt um gjaldtöku fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda hafsins.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Árleg aukning
framleiðni sjávarútvegs.
12,14
Heildarþátta-
framleiðni
Grunngildi
+1,5%
+1,5%
2
Draga úr
losun gróður- húsaloft-
14
Heildarlosun
gróðurhúsalofttegunda (þúsund
-43% miðað
við losun
199056
-44% miðað við
losun 1990
-45% miðað
við losun
1990
 
tegunda frá sjávarútvegi 55.
 
tonn CO2-
ígilda)
 
 
 
3
Aukin sátt um
gjaldtöku fyrir nýtingu sameiginlegra
auðlinda hafsins.
14
Hlutdeild
samfélags í auðlindaarði í hlutfalli við
afrakstur veiða
6,9 ma.kr.57
10,2 ma.kr. 58
Í skoðun

 

NR.
Tengist markmiði
nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Móta stefnu um þróun og starfsumhverfi
fiskeldis.
2018
Verður
forgangsraðað innan
ramma
ANR
2
1
Auka áhrif Íslands í alþjóðlegu samstarfi.
2018–
2022
Verður
forgangsraðað innan
ramma
ANR
3
1
Endurskoða löggjöf um eftirlit með veiðum og
vinnslu sjávarafla, þ.m.t. um fyrirkomulag vigtunar.
2018–
2019
Verður
forgangsraðað innan ramma
ANR
4
2
Endurskoða fyrirkomulag áhættumats, auka
vöktun á áhættuþáttum matvælaöryggis og framkvæma áhættumat vegna fiskisjúkdóma.
2018–
2020
Verður
forgangsraðað innan ramma
ANR/
Matvæla- stofnun
5
2
Leggja fram og innleiða heildstæða áætlun um
rannsóknir og vöktun á vistkerfi hafs.
2018–
2020
Verkefnið
fjármagnað samkvæmt fjármála-
áætlun
2017–2021
ANR/Haf-
rannsókna- stofnun
6
3
Þróa gögn og fyrirkomulag um birtingu
upplýsinga um frammistöðu fyrirtækja sem framleiða matvæli.
2018–
2019
Verður
forgangsraðað innan
ramma
ANR/
Matvæla- stofnun
7
3
Endurskoða gjaldtöku fyrir nýtingu
sameiginlegra auðlinda hafsins.
2018
Kostnaður
liggur ekki fyrir en verður forgangs- raðað innan ramma
ANR

Rannsóknir, þróun og nýsköpun. Í kaflanum koma fram markmið og aðgerðir, sem miða að því að ná fram auknum árangri í starfsemi sjávarútvegs og fiskeldis á grunni rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Í því ljósi er rétt að hafa í huga að bein tengsl eru milli rannsóknastarfs og framleiðni, sbr. markmið málaflokks 13.1.

Markmið 1. Aukið umfang rannsókna og nýsköpunar.

Markmiðið miðar að auknu umfangi rannsókna- og þróunarverkefna, m.a. á sviði hafrannsókna vegna umtalsverðra vistkerfisbreytinga og til að hagnýta betur tækifæri rekjanleika í virðiskeðjunni. Rannsóknir leggja grunn að aukinni þekkingu um stöðu greinarinnar, ástand hafsvæða, mengun og efnainnihald sjávarfangs, útbreiðslu fiskistofna og breytingar á vistkerfinu og stuðla að markvissari stjórnun og eftirliti og ábyrgri nýtingu lifandi auðlinda hafsins. Lögð verður áhersla á hagnýtt gildi rannsókna og nýsköpunarstarfs.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Aukið umfang
rannsókna og nýsköpunar til
að auka
verðmæti framleiðslu í
sjávarútvegi og fiskeldi.
9, 12, 14
Árleg fjölgun
úthaldsdaga rannsóknaskipa
Grunngildi
+5%
+5%
Magn og gæði
upplýsinga og áætlana.59
Grunngildi
+5%
+5%

 

NR.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Auknar rannsóknir á vistkerfi hafsins m.t.t.
hagnýtingar villtra fiskistofna, umhverfisþátta og uppbyggingu fiskeldis.
2018–
2022
525 m.kr.
Verður forgangs-
raðað innan ramma
ANR/Haf-
rannsókna- stofnun
2
1
Auknar rannsóknir sem miða að bættri
meðhöndlun afla og aukinni verðmætasköpun, m.a. með beitingu líftækni.
2018–
2020
Verður
forgangs- raðað innan
ramma
ANR/
Matís
3
1
Hagnýting rekjanleika og gagna í virðiskeðju
sjávarfangs til umbóta í eftirliti, veiði- og framleiðslustjórnun, og upprunamiðlun til neytenda.
2018–
2022
Verður
forgangs- raðað innan ramma
ANR/
Fiskistofa
 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn