Sjúkrahúsþjónusta

Fjármálaáætlun 2018-2022

1.Umfang

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra velferðarráðuneytisins. Það skiptist í þrjá málaflokka, en þeir eru:

  • Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta.
  • Almenn sjúkrahúsþjónusta.
  • Erlend sjúkrahúsþjónusta.

Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri veita sérhæfða sjúkrahúsþjónustu hér á landi. Með sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu er átt við alla sjúkrahúsþjónustu sem ekki telst almenn sjúkrahúsþjónusta. Landspítalinn er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Hlutverk Landspítalans er að veita heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma samræmist skyldu slíks sjúkrahúss, meðal annars sérfræðiþjónustu í nær öllum viðurkenndum greinum læknisfræði, hjúkrunarfræði og eftir atvikum öðrum greinum heilbrigðisvísinda sem stundaðar eru hér á landi, með aðgengi að stoðdeildum og rannsóknardeildum. Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús. Hlutverk þess er að veita heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma samræmist skyldu slíks sjúkrahúss, meðal annars sérfræðiþjónustu í helstu greinum læknisfræði, hjúkrunarfræði og eftir atvikum öðrum greinum heilbrigðisvísinda sem stundaðar eru hér á landi, með aðgengi að stoðdeildum og rannsóknardeildum.

Með almennri sjúkrahúsþjónustu er átt við almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu og nauðsynlega stoðdeildaþjónustu. Almenn sjúkrahúsþjónusta er veitt á heilbrigðisstofnunum í heilbrigðisumdæmum. Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri veita almenna sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa sem búa í viðkomandi heilbrigðisumdæmi en allar fjárveitingar til þessara tveggja stofnana eru undir málaflokki 23.1.

Til erlendrar sjúkrahúsþjónustu telst sjúkrakostnaður vegna veikinda og slysa erlendis og brýn meðferð sem veitt er erlendis. Ef sjúkratryggðum einstaklingi sem er staddur erlendis er nauðsyn að leita sér lækninga greiða sjúkratryggingar kostnað af því eins og um læknishjálp innanlands væri að ræða. Ef sjúkratryggðum einstaklingi er brýn nauðsyn á alþjóðlega viðurkenndri læknismeðferð erlendis, vegna þess að ekki er unnt að veita honum nauðsynlega aðstoð hér á landi, greiða sjúkratryggingar kostnað við meðferðina.

Sjúkratryggingar Íslands annast umsýslu og afgreiðslu þessara mála.

Helstu lög sem gilda um málefnasviðið eru lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lög um sjúkratryggingar, nr. 112/2008.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Fjárheimild málefnasviðsins eru í gildandi fjárlögum um 83 ma.kr. sem er 11,7% hækkun frá niðurstöðu ríkisreiknings 2015. Að stærstum hluta er um að ræða launa- og verðlagsbreytingar en meðal helstu verkefna er bygging nýs Landspítala og er hönnun meðferðararkjarna spítalans nú hafin og áætlað að hefja verklegar framkvæmdir á honum á árinu 2019.

Þá mun framkvæmdum við nýtt sjúkrahótel ljúka á yfirstandandi ári. Einnig var veitt á annan milljarð kr. varanlegar fjárveitingar til heilbrigðistofnana til styrkingar á rekstrargrunni og til að mæta raunaukningu í eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Að lokum má nefna tímabundin framlög svo sem 840 m.kr. árlega til þriggja ára (2016–2018) til að stytta biðlista eftir völdum aðgerðum, tveimur fjárveitingum sem komu inn á fjárlögum 2017 annars vegar einum ma.kr. til viðhalds og endurbóta á Landspítalanum og hins vegar einum ma.kr. til að styrkja rekstrargrunn spítalans. Þá var veitt fjárheimild til þarfagreiningar vegna nýrrar legudeildar við Sjúkrahús Akureyrar.

Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar á næstu árum er áskorun fyrir sjúkrahúsþjónustu því hlutfallsleg fjölgun aldraðra er meiri en fjölgun landsmanna í heild og með hækkandi aldri fjölgar þeim hlutfallslega sem glíma við sjúkdóma af einhverju tagi. Einnig þarf að bregðast við aukinni sjúkdómabyrði og áhættuþáttum vegna lífsstílstengdra sjúkdóma sem og kröfu um öruggari og aðgengilegri heilbrigðisþjónustu.

Óskýr verkaskipting og skortur á skýrri heildarstefnu innan heilbrigðisþjónustunnar hefur áhrif á skilvirkni og nýtingu mannafla og sérfræðiþekkingar.

Skortur á hjúkrunarrýmum hefur einnig reynst mikil áskorun, einna helst á Landspítalanum, enda hafa einstaklingar ekki getað útskrifast vegna skorts á viðeigandi úrræðum utan sjúkrahússins. Þessum þætti eru gerð nánari skil á málefnasviði 25.1 þar sem sett eru fram markmið og aðgerðir til að bæta úr þessari stöðu.

Sumar byggingar Landspítalans þarfnast endurbóta um leið og unnið er að byggingu nýs Landspítala.

Nýtt sjúkrahótel á lóð Landspítalans verður tekið í notkun síðla árs 2017.

Landspítalinn undirbýr nú breytingu á starfsskipulagi heilbrigðisstarfsfólks til að stytta legutíma og auka hagkvæmni í rekstri í samræmi við ábendingar McKinsey ráðgjafafyrirtækisins sem vann úttekt á Landspítalanum að frumkvæði Alþingis.

Þrátt fyrir átak til að bæta tækjakost sjúkrahúsa, sem hófst árið 2013 og var haldið áfram árið 2016, vantar enn fjármuni til að mæta skilgreindri þörf.

Í maí 2017 mun nýtt greiðsluþátttökukerfi taka gildi sem hefur áhrif á kostnað sjúklinga vegna  göngudeildarþjónustu sjúkrahúsa.  Markmiðið er að verja sjúklinga fyrir háum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu og felur í sér hámarksþak á hlutdeild einstaklinga í kostnaði.

Fjölgun  ferðamanna  er  einnig  áskorun  fyrir  heilbrigðisþjónustuna.  Komum  erlendra ferðamanna á heilbrigðisstofnanir hefur fjölgað um allt að 350% milli áranna 2012 og 2016 og á Landspítala voru tæplega 10% rýma á gjörgæslu nýtt af ferðamönnum árið 2016. Ferðamannafjöldinn er mestur á sumrin þegar heilbrigðisstarfsmenn taka sumarfrí. Nauðsynlegt er að greina þörf ferðamanna fyrir sjúkrahúsþjónustu og gera áætlun um að styrkja innviði og mæta þörfum ferðamanna án þess að það komi niður á þjónustu við landsmenn.

Mönnun heilbrigðisþjónustunnar verður áfram áskorun. Heilbrigðisstofnanir fjarri höfuðborgarsvæðinu hafa átt í erfiðleikum með að fá lækna til starfa í fastar stöður og sérgreinalækna til að koma reglubundið. Þá er skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa sérstakt úrlausnarefni. Umtalsverður hluti nokkurra heilbrigðisstétta mun hefja töku lífeyris á næstu árum en nýliðun í þessum stéttum hefur ekki verið nægileg til að mæta því. Greina þarf stöðu málsins, gera mannaflaspá og áætlun um leiðir til að tryggja nægan mannafla fyrir heilbrigðisþjónustuna.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn málefnasviðsins er að á sjúkrahúsum njóti sjúklingar sérhæfðrar þjónustu viðkomandi sjúkrahúss þar sem þjónustuþörf sjúklinga er ætíð mætt og öryggi þeirra er í fyrirrúmi.

Sjúkrahús hafa á að skipa vel menntuðum heilbrigðisstarfsmönnum sem búa við gott starfsumhverfi, hæfileg starfskjör, markvissa þverfaglega teymisvinnu, tækifæri til starfsþróunar og þátttöku í þekkingarþróun og vísindastarfi.

Stofnanir heilbrigðisþjónustunnar hafa með sér samvinnu og samráð og sjúklingar hafa aðgang að þjónustu stofnana sem hæfir þörfum þeirra.

Meginmarkmið málefnasviðsins er að sjúklingar eigi kost á sjúkrahúsþjónustu þegar vandi þeirra verður ekki leystur á öðrum stigum heilbrigðisþjónustunnar.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta. Þrjú markmið hafa verið ákveðin fyrir málaflokkinn.

  1. Þarfir  90%  þeirra  sjúklinga  sem  njóta  þjónustu  sérhæfðra  sjúkrahúsa  verði þannig að aðrir kostir en þjónusta sérhæfðs sjúkrahúss koma ekki til greina. Sérhæfð sjúkrahús veita flóknustu þjónustuna innan heilbrigðisþjónustunnar. Því er afar mikilvægt að sú fjárfesting nýtist sem best en hún liggur í starfsfólki, húsnæði, tækjum og búnaði. Á Landspítalanum eru einstaklingar sem lokið hafa meðferð en ekki er hægt að útskrifa vegna þess að skortur er á úrræðum við hæfi utan spítalans. Einnig er talsverður  hópur  sem  kemur  á bráðamótttökur Landspítalans  og  Sjúkrahússins  á Akureyri sem gæti fengið úrlausn innan heilsugæslunnar. Á meðan þessi staða er uppi nýtist sérhæfing spítalanna ekki sem skyldi og kostnaður vegna einfaldrar meðferðar eða umönnunar verður of mikill auk þess óhagræðis sem sjúklingar spítalans verða fyrir.

  2. Sérhæfð sjúkrahús á Íslandi standast samanburð við sambærileg sjúkrahús á Norðurlöndum.  Aðeins  tvö  sjúkrahús  veita  sérhæfða  sjúkrahúsþjónustu  á  Íslandi. Annað þeirra, Landspítalinn, veitir margs konar þjónustu sem ekki er hægt að fá annars staðar á landinu. Því hefur hann engan beinan samanburð innanlands og nauðsynlegt að leita  til  annarra  landa  til  að  meta  raunverulega  stöðu  spítalans  varðandi  gæði  og árangur. Sjúkrahúsið á Akureyri er með gæðavottun samkvæmt gæðastaðli. Landspítalinn safnar reglulega upplýsingum um gæði starfsemi sinnar en ekki hafa verið innleidd árangurs- og gæðaviðmið til að bera saman við sambærilegar stofnanir annars staðar. Skilgreina þarf hvaða alþjóðlegu gæða- og árangursviðmið á að innleiða til að hægt sé að bera saman sjúkrahúsþjónustu á Íslandi við sjúkrahúsþjónustu erlendis varðandi aðgengi, gæði og árangur með hliðsjón af stærð og fjölbreytileika þjónustu.
  3. Stytta biðtíma eftir tilteknum aðgerðum og meðferð. Mikil bið hefur orðið á undanförnum árum eftir tilteknum aðgerðum, svo sem liðskiptaaðgerðum, aðgerðum á grindarholslíffærum kvenna og augasteinaaðgerðum. Með hækkandi aldri þjóðarinnar fjölgar þeim sem þurfa á þessum aðgerðum að halda en ekki hefur tekist að fjölga þeim í samræmi við aukna þörf. Þessar aðgerðir bæta mjög lífsgæði fólks auk þess sem annar kostnaður vegna biðar getur verið umtalsverður, svo sem vegna lyfja og hjálpartækja. Einnig er löng bið eftir geðheilbrigðisþjónustu, til dæmis þjónustu göngudeildar BUGL. Því verður lögð áhersla á að einstaklingar bíði ekki lengur en viðmið Embættis landlæknis segja til um varðandi framangreindar tegundir aðgerða.

 

Nr. Markm HM # Mælikvarðar Staða 2016 Viðmið 2018 Viðmið 2022
1 Þarfir 90% þeirra sjúklinga sem njóta þjónustu sérhæfðra sjúkrahúsa verði þannig að aðrir kostir en þjónusta sérhæfðs sjúkrahúss koma ekki tilgreina   Hlutfall sjúklinga á legudeild sem lokið hafameðferð Um 20% Undir 18% Undir 10%
Hlutfall sjúklinga á bráðamótttöku sem ætti frekarað fá þjónustu í heilsugæslu Um 20% Undir 18% Undir 10%
2 Sérhæfð sjúkrahús á Íslandi standist samanburð við sambærileg sjúkrahús á Norðurlöndun um   Skilgreindir alþjóðlegir mælikvarðar Ekki þekkt Viðmið verður skilgreint þegar staða liggurfyrir Viðmið verður skilgreint þegar staða liggur fyrir
3 Stytta biðtímaeftir tilteknum aðgerðum og meðferð   Hlutfall þeirrasem beðið hafa innan við 90 daga eftir aðgerð Niðurstöður,febrúar 2017: Liðskipti í mjöðm 31%. Liðskipti í hné26%. Valdar aðgerðir á grindarholslíf- færum kvenna25%. Augasteinaað gerðir 27% Liðskipti ímjöðm 36%. Liðskipti í hné30%. Valdar aðgerðir ágrindarholslíf- færum kvenna40%. Augasteinaaðgerðir 40% Biðtími undir90 dögum
Biðtími eftir þjónustu göngudeildar BUGL mældur í dögum Meðalbiðtími er 130 dagar Verður skilgreint þegar Embætti landlæknis hefur ákvarðað ásættanleg mörk Verður ákvarðað þegar viðmið 2018 hefur veriðskilgreint

 

Nr.

Tengist markmiði

nr.

Aðgerð

Tímaáætlun Kostnaður Ábyrgðaraðili
1 1, 2 og 3 Gerð stefnu í málaflokknum sem hluti afheildstæðri stefnu í heilbrigðisþjónustu 2018–2019   VEL
2 1 og 2 Bygging Nýs Landspítala við Hringbraut Verðilokið2023   Hlutafélagum byggingu nýs Landspítala
3 1 Uppbygging hjúkrunarrýma samkvæmtfyrirliggjandi áætlun 2017 (þessi aðgerð á sér Lokið2019–   VEL

 

 

    samsvörun í málefnasviði 25). 2020    
4 1 Áætlun um eflingu sérhæfðrar heimahjúkrunarí ljósi niðurstaðna tilraunaverkefnis íReykjavík í febrúar–mars 2017 2018   Landspítalinn
5 1 Breytt verklag í heilsugæsluþjónustu áhöfuðborgarsvæðinu með nýrri kröfulýsingu Verðiað fullukomið á 2019   Heilsugæsla höfuð-borgarsvæðisins
6 2 Bygging legudeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri 2021-2022   VEL
7 2 Ljúka vali á gæða- og árangursviðmiðum semeru samanburðarhæfir við mælikvarða sérhæfðra sjúkrahúsa á Norðurlöndum Lokið2018   Embættilandlæknis
8 2 Ljúka innleiðingu gæða og árangursmælikvarða sem eru samanburðarhæfir við mælikvarða sérhæfðra sjúkrahúsa á Norður- löndum Lokið2019   Landspítalinn og Sjúkra- húsið áAkureyri
9 2 Greina þörf ferðamanna fyrirsjúkrahúsþjónustu og gera áætlun um hvernig hægt sé að mæta henni án þess að það kominiður á þjónustu við landsmenn 2017–2018   VEL
10 3 Fjölga liðskiptaaðgerðum, aðgerðum ágrindarholslíffærum kvenna og augasteinaaðgerðum eða öðrum aðgerðum semEmbætti landlæknis forgangsraðar þannig aðbið eftir þeim verði innan skilgreindra tímamarka 2017–2022   Landspítaliog aðrar heilbrigðisstofnanir
11 3 Starfsfólki á göngudeild BUGL verði fjölgað ísamræmi við stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2017–2019   Landspítalinn

Almenn sjúkrahúsþjónusta. Eitt markmið hefur verið ákveðið fyrir málaflokkinn.

1.  Auka aðgengi sjúklinga að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita á sjúkrasviðum heilbrigðisstofnana. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu er um að ræða almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu og nauðsynlega stoðdeildarþjónustu. Á sjúkrasviðum heilbrigðisstofnana er húsnæði og búnaður til að sinna flóknari verkefnum en þar er sinnt að jafnaði. Einnig er heilbrigðisstarfsfólk til staðar sem gæti sinnt fjölþættari verkefnum með stuðningi frá sérhæfðari stofnunum. Með nútímasamskiptatækni og -samgöngum hafa sjúkrahús með almenna sjúkrahúsþjónustu aukna möguleika til að veita fjölþættari þjónustu, meðal annars með því að fá sérfræðinga til að koma reglulega og veita þjónustu sína tímabundið á almennum sjúkrahúsum og með fjarheilbrigðisþjónustu. Með aukinni samvinnu stofnana og stuðningi sérhæfðra sjúkrahúsa við almenn sjúkrahús er því hægt að veita fjölbreyttari þjónustu í nærumhverfi stærri hluta landsmanna en nú er.

 

Nr. Markm HM # Mælikvarðar Staða 2016 Viðmið 2018 Viðmið 2022
1 Auka aðgengi sjúklinga að sérhæfðri heilbrigðis- þjónustu sem hægt er að   Hlutdeildar-mæling ánotkun sérfræði- þjónustu eftir búsetu Höfuðborgar-svæði 64%, utan höfuð-borgarsvæðis36% Höfuðborgar-svæði 62%, utan höfuðborgar-svæðis 38% Höfuðborgar-svæði 58%, utan höfuð-borgarsvæðis42%
  veita á sjúkra-sviðum heilbrigðis- stofnana          
Nr.

Tengist markmiði nr.

Aðgerð

Tíma- áætlun Kostnaður Ábyrgðar- aðili
1 1 Gerð stefna í málaflokknum sem hluti afheildstæðri stefnu í heilbrigðisþjónustu 2017–2019   VEL
2 1 Meta þörf fyrir mismundandi sérfræðiþjónustuá heilbrigðisstofnunum utan höfuðborgarsvæðisins 2018   VEL
3 1 Móta samstarf sérhæfðra sjúkrahúsa ogheilbrigðisstofnana utan höfuðborgarsvæðisins 2019   VEL
4 1 Unnið í samræmi við tillögur starfshóps umfjarheilbrigðisþjónustu frá maí 2016 2017–2020   VEL 

Erlend sjúkrahúsþjónusta. Eðli málaflokksins er með þeim hætti að ekki verður fjallað um markmið og aðgerðir fyrir hann.

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn