Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Fjármálaáætlun 2018-2022 

1.   Umfang

Starfsemi á málefnasviðinu er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í fjóra málaflokka, en þeir eru:

  • Skattar og innheimta.
  • Eignaumsýsla ríkisins.
  • Fjármálaumsýsla ríkisins.
  • Stjórnsýsla ríkisfjármála.

Undir málefnasviðið fellur:

  • Skattframkvæmd sem er á hendi embættis ríkisskattstjóra, embættis skattrannsóknarstjóra, embættis tollstjóra og yfirskattanefndar. Fjármála- og efnahagsráðherra er æðsti yfirmaður skattamála og fer hann með stefnumótun, almenn samskipti og eftirlit með stofnunum sem sinna skattframkvæmd.
  • Eignir ríkisins þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með eigendahlutverk gagnvart félögum, eignarhald og umsýslu fasteigna, jarðeigna og auðlinda þar sem yfirumsjón er í höndum fjármála- og efnahagsráðuneytis, og opinberar framkvæmdir. Starfsemi sem hér fellur undir er í meginatriðum falin Bankasýslu ríkisins, Ríkiseignum og Framkvæmdasýslu ríkisins.
  • Viðfangsefni sem mynda fjármálalega og rekstrarlega innviði ríkisins og tryggja stofnunum og ráðuneytum margvíslega grunnþjónustu. Verkefnin eru fjölbreytt, þ.m.t. reikningsskil ríkisaðila, miðlun upplýsinga um fjármál ríkisins og skilvirk greiðslumiðlun, opinber innkaup og kjara- og mannauðsmál ríkisins. Undir málaflokkinn fellur starfsemi Fjársýslu ríkisins, Rekstrarfélags stjórnarráðsins, Kjararáðs, Ríkiskaupa og margvísleg smærri verkefni. Kjara- og mannauðssýsla er skipulagslega hluti fjármála- og efnahagsráðuneytisins en viðfangsefni hennar falla undir þennan málaflokk. Seðlabanki Íslands sér um framkvæmd og umsýslu lánamála ríkissjóðs samkvæmt samningi við fjármála- og efnahagsráðuneyti, er banki ríkissjóðs og sér um varðveislu innlendra innstæðna og gjaldeyriseigna.
  • Stjórnsýsla ríkisfjármála sem miðar m.a. að öflugri og vel heppnaðri innleiðingu og framkvæmd laga um opinber fjármál, sem miðar að því að styrkja aðgerðir og ná markmiðum sem birtast í málaflokkum þessa málefnasviðs ásamt öðrum málaflokkum á ábyrgð fjármála-   og efnahagsráðherra.   Undir málaflokkinn fellur aðalskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytis, ráðstöfunarfé og ýmis önnur verkefni sem ekki verða auðveldlega felld undir önnur málefnasvið eða málaflokka.

Í eftirfarandi töflu má sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2015–2017.

 


2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Í skattframkvæmd undanfarið ár hefur verið unnið að því að styrkja enn betur faglega stjórnsýslu skattamála með það að markmiði að auka skilvirkni þess jafnframt því að bæta þjónustu við almenning og fyrirtæki. Í júní 2016 gerðu ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri ríkisins og tollstjóri með sér samstarfssamning með það að leiðarljósi að efla og styrkja samstarfið á þeim sviðum þar sem verkefni þeirra skarast. Með auknu samráði og samræmdari stjórnsýslu milli stofnana skattkerfisins ætti þjónusta við skattaðila að batna og sama gildir um skattskil. Undanfarið ár hefur verið lögð sérstök áhersla á aðgerðir gegn skattundanskotum, meðal annars notkun eignarhaldsfélaga í skattaskjólum. Skattrannsóknarstjóri og ríkisskattstjóri vinna enn úr skattagögnum sem komu erlendis frá árið 2015 og upplýsingum úr Panamaskjölunum svokölluðu frá 2016. Sum þeirra mála sem gögnin hafa leitt fram eru þegar komin til refsimeðferðar hjá héraðssaksóknara. Þá hefur aðgerðaráætlun OECD og G20 ríkjanna gegn rýrnun skattstofna og tilfærslu hagnaðar (e. Base Erosion and Profit Shifting, BEPS) verið innleidd með virkum hætti hérlendis í formi ýmissa lagabreytinga. Má þar nefna nýlegar breytingar á tekjuskattslögum sem varða ákvæði um þunna eiginfjármögnun, fasta starfsstöð og ríki-fyrir-ríki skýrslur, en síðastnefnda breytingin snýr að milliverðlagningu fyrirtækjasamsteypa með tengsl við útlönd. Annar þáttur í umræddri aðgerðaráætlun er virk þátttaka í samstarfi OECD-ríkja um alþjóðleg upplýsingaskipti um fjármunalegar eignir og tekjur með sjálfvirkum og samhæfðum hætti og er þess að vænta að til Íslands fari að berast reglubundnar upplýsingar frá um og yfir 100 ríkjum vítt og breitt um heiminn. Þá munu fjármálaráðherrar frá þátttökuríkjum BEPS undirrita marghliða samningsviðauka í júní nk. milli, en í honum felst einskonar heildarendurskoðun á tvísköttunarsamningum ríkjanna í þá veru að koma í veg fyrir misnotkun á þeim með hertum kröfum gagnvart skattaðilum í viðkomandi ríkjum. Að lokum er rétt að nefna framkomna skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum, en fjármála- og efnahagsráðherra hefur þegar skipa tvo starfshópa til að vinna tillögur að aðgerðum til úrbóta vegna ábendinga sem fram koma í skýrslunni.

Við eignaumsýslu ríkisins undanfarið ár hefur markvisst verið unnið að því að meðferð eignarhalds allra ríkiseigna verði samræmd, fagleg og hagkvæm. Umsýsla og meðferð eignarhalds flestra ríkiseigna hefur verið færð til miðlægrar eignaumsýslu en stærstur hluti félaga í eigu ríkisins, fasteigna, jarða og auðlinda á ríkisjörðum er nú á forræði fjármála- og efnahagsráðuneytisins eða stofnana þess. Unnið hefur verið að miðlægri skráningu allra þessara eigna, réttinda og auðlinda sem er grundvöllur frekari stefnumörkunar á þessu sviði. Til að ná fram markmiðum um faglega umsýslu félaga af hálfu ríkisins og góða stjórnarhætti af hálfu félaganna sjálfra hefur verið gefin út eigandastefna ríkisins um almenn félög í eigu ríkisins, auk sérstakrar eigandastefnu um fjármálafyrirtæki í ríkiseigu.

Fjármálaumsýsla ríkisins hefur tekið miklum breytingum á liðnu ári með gildistöku laga um opinber fjármál í upphafi árs 2016. Auk breytinga á fyrirkomulagi reikningshalds hefur verið mótað nýtt verklag við eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Áhersla er lögð á vandaða og tímanlega áætlanagerð ríkisaðila og virkt eftirlit ráðuneyta þar sem öll frávik frá áætlunum kalla á aðgerðir svo lágmarka megi neikvæð áhrif til lengra tíma. Ný heildarlög um opinber innkaup voru samþykkt á Alþingi haustið 2016, sem auka skilvirkni í innkaupum og styðja við stefnumörkun um aukin sameiginleg innkaup stofnana. Þá hefur fjármögnun Ríkiskaupa verið breytt og er stofnunin hætt að innheimta þóknun hjá seljendum af veltu rammasamninga en þess í stað fær stofnunin fast framlag af fjárlögum og þjónustutekjur frá kaupendum. Áhrif þessara breytinga er að útgjaldarammi málaflokksins óx um 100 m.kr. en sú hækkun var fjármögnuð með samsvarandi lækkun á fjárveitingum til annarra A-hluta stofnana. Ný lög um kjararáð voru samþykkt á Alþingi í árslok 2016 og taka þau gildi 1. júlí 2017. Með lögunum breytist fyrirkomulag launaákvarðana embættismanna og fækkar þeim sem falla undir úrskurðarvald kjararáðs verulega. Sérstök starfseining, kjara- og mannauðs- sýsla ríkisins, mun fara með launamál forstöðumanna ríkisstofnana. Jafnframt kveða lögin á um að ráðherra skuli setja heildstæða stjórnendastefnu og setja fram verklagsreglur og leiðbeiningar, m.a. um hvaða almennu hæfnisþætti leggja skuli áherslu á, framkvæmd frammi- stöðumats og gerð starfsþróunaráætlunar fyrir forstöðumenn.

Stjórnsýsla ríkisfjármála hefur þróast mjög á liðnu ári, með gildistöku laga nr. 123/2015 um opinber fjármál. Helsti áfanginn er stefnumótun til lengri tíma og voru m.a. fjármálastefna og fjármálaáætlun til fimm ára lagðar fram í fyrsta sinn á grundvelli laganna. Framsetning fjárlagafrumvarps var verulega breytt og fjárheimildir málaflokka voru samþykktar á grundvelli  stefnumótunar  í  stað  fjárveitinga  til  einstakra  liða.  Samhliða  tók  vinnulag Alþingis og ráðuneyta breytingum. Þá má nefna að allir ríkisaðilar í A hluta unnu stefnu til a.m.k. 3ja ára auk hefðbundinna ársáætlana.

Ýmsar áskoranir blasa við á sviði skattamála, bæði varðandi stefnumótun og skattframkvæmd.  Einfaldara  skattkerfi með fáum  undanþágum  og  samræmdri  skattlagningu stuðlar að skilvirkara skattkerfi og jafnræði almennt sem eykur líkur á breyttu viðhorfi einstaklinga og fyrirtækja til þátttöku í sameiginlegum útgjöldum samfélagsins með greiðslu skatta. Aukin upplýsingagjöf stjórnvalda gegnir þar lykilhlutverki enda brýnt að skattborgarar og aðrir skattaðilar séu upplýstir um góða almenna þátttöku í tekjuöflun ríkisins öllum til heilla. Þá þarf að bregðast við samdrætti hefðbundinna skattstofna með útfærslu efnahagslegra hvata til umhverfisbóta með samræmdu kerfi grænna skatta í ríkari mæli en hingað til. Áskoranir felast einnig í örri tækniþróun í formi sölu rafrænnar þjónustu yfir landamæri og raunar hvers kyns netverslun almennt.

Helsta áskorun við umsýslu eignarhluta ríkisins í félögum er að auka samspil fjárfestingaáætlana ríkisfélaga og hagstjórnarmarkmiða ríkisins til að draga úr hagsveiflum án þess að takmarka eðlilegan vöxt félaganna. Mikil áskorun felst í því að ganga frá eignfærslu á eignum ríkisins í efnahagsreikning ríkissjóðs vegna breyttra reikningsskilareglna en móta þarf sérstakar verðmatsaðferðir vegna eignfærslu á landi og jörðum í eigu ríkisins. Þá þarf að auka fjárfestingar til húsnæðis- og framkvæmdarmála á vegum ríkisins og meðal áskorana í því sambandi er að gæta að vaxandi þenslu á markaðnum samhliða aukinni fjárfestingu.

Meðal áskorana í fjármálaumsýslu ríkisins er fjöldi smárra ríkisstofnana og hátt hlutfall fjármagns þeirra, sem fer til stjórnunar og stoðþjónustu. Á sama hátt dregur fjöldi rekstrareininga og skortur á samhæfingu þeirra á milli úr getu ríkisins til að njóta hagkvæmni af stærð sinni. Marvisst verður unnið að því að minnka áhrif þessara áskorana með auknum samrekstri og samhæfingu m.a. á sviði innkaupa og upplýsingatækni. Á Íslandi hefur framleiðni verið lág og framleiðnivöxturinn hægur á síðustu árum. Mikilvægt er að opinber þjónusta, þ.e. þjónusta ríkis og sveitarfélaga, sé veitt með sem skilvirkustum hætti enda nemur samneyslan um 24% af framleiðslu hagkerfisins og um 25% af fjölda starfa. Unnið verður að því að mæla og meta framleiðni helstu málaflokka opinberrar þjónustu. Þar sem framleiðni telst ófullnægjandi verða unnar tillögur til úrbóta á viðkomandi sviðum og þeim fylgt eftir með viðeigandi kerfisbreytingum og hagræðingaraðgerðum.

Helstu áskoranir við stjórnsýslu ríkisfjármála varðar innleiðingu og framkvæmd laga um opinber fjármál, einkum áframhaldandi þróun á ferlum við stefnumótun og áætlanagerð, fræðsla um nýtt verklag til ráðuneyta, stofnana og Alþingis, innleiðing nýrra kerfa og endurskoðað verklag innan ráðuneyta. Meðal annarra áskorana í málaflokknum er betri hagnýting upplýsingatækni í ríkisrekstri sem gefur mikil sóknarfæri að bæta rekstur, nýta fjármuni betur og bæta þjónustu við almenning. 

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn málefnasviðsins er: Ábyrg umsýsla fjármuna og eigna ríkisins sem styður við skilvirka og góða þjónustu og bætt lífskjör á Íslandi.

Meginmarkmið málefnasviðsins er að skatta,- fjármála- og eignaumsýsla ríkisins sé samræmd, gagnsæ, skilvirk og hagkvæm.

Auk markmiða og áherslna á þessu málefnasviði er umfjöllun um pólitískar áherslur ráðherra í skatta-, eigna- og fjármálaumsýslu að finna í inngangskafla fjármálastefnunnar.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Skattar og innheimta. Markmið málaflokksins miða að því að tryggja að skattaumsýsla, þ.e. skattframkvæmd og innheimta, sé í samræmi við þau meginmarkmið að stuðla að skilvirku skattkerfi fyrir sameiginleg útgjöld.

Með aðgerðum skattundanskotum, skattsvikum, skattaskjólum og þar af leiðandi svarta hagkerfinu er stuðlað að jafnræði milli skattaðila og bættri samkeppnisstöðu þeirra. Aðgerðirnar ásamt samræmdari stjórnsýslu skattamála tryggja betri skattskil fyrir sameiginleg útgjöld. Aukin upplýsingagjöf eflir samskipti við almenning, jafnframt því að stuðla að jafnræði og skýrri skattframkvæmd. Einföldun á innheimtu opinberra gjalda miðar að aukinni hagræðingu, dregur úr kostnaði ríkis og skattaðila og eykur hagkvæmni í stjórnsýslu skattkerfisins.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Bæta skattskil
og öflun tekna til sameigin- legra útgjalda.
17.1 og
10
Hlutfall þeirra
sem skila upp- lýsingum innan tímamarka:
a) skattframtöl einstaklinga
b) framtöl lög- aðila
c) virðisauka- skattskýrslur
 
 
 
Staða 2015:
a) 95,8% b) 72,7% c) 90,8%
 
 
 
 
a) 96,3% b) 73,5% c) 93,5%
 
 
 
 
a) 98,0% b) 80,0% c) 95,5%
Innheimtu-
hlutfall vegna a) Tekjuskatts
einstaklinga
b) tekjuskatts lögaðila
c) virðisauka- skatts
 
 
Staða 2015:
a) 83,6% b) 86,1% c) 81,7%
 
 
 
a) 83,8% b) 86,3% c) 81,9%
 
 
 
a) 84,5% b) 87,0% c) 82,5%
Afskriftir opin-
berra gjalda sem hlutfall af heildarskatttekjum á
rekstrargrunni.
 
 
0,87%
 
 
0,84%
 
 
0,80%
2
Bæta aðgengi,
framboð og gæði, að
upplýsingum
um skattamál, m.a. með
samræmdari stjórnsýslu skattamála.
5, 10 og
16.6
Álagning og
greiðslustaða aðgengileg í
sameiginlegri
þjónustugátt ríkisskattstjóra
og tollstjóra.
 
 
 
 
Ekki til staðar.
Birting á
álagningu og greiðslustöðu
hjá einstakling-
um á álögðum gjöldum sam-
kvæmt álagningarseðli.
Birt er hver er greiðslustaða hjá innheimtu- manni á öllum gjöldum einstaklinga
og fyrirtækja.
 
 
 
Meðalmálshraði hverrar stofnunar.
RSK 50,06
dagar.
SRS 5,5 mán. YSKN 4,0 mán.
Tollur
óskilgreint.
 
RSK 49 dagar. SRS 5,0 mán. YSKN 3,75 mán.
Tollur 50 dagar.
RSK 48
dagar.
SRS 4,5 mán. YSKN 3,5 mán.
Tollur 48
dagar.
 
Tíðari birtingar og aukin gæði tölulegra gagna, m.a. kyngreind gögn.
Útgefin tölfræði um skattamál ekki almennt
greind eftir kyni.
 
 
Útgefin tölfræði um skattamál greind eftir kyni þar sem við á.
Sérstakur
gagnapakki um skattamál með kyngreind gögn hjá opingogn.is.
3
Skilvirkari og
einfaldari opinber
innheimta.
16.6 og
17.1
Fjöldi gjalddaga
269
gjalddagar
150-200
gjalddagar
90 gjalddagar
Innheimtukostn
aður ríkissjóðs
520 milljónir
5% lækkun frá
2016
10% lækkun
frá 2016
 
Fjöldi innheimtu- manna
 
Níu innheimtu- menn
 
Viðmið ekki skilgreint.
Einn inn-
heimtuaðili með nokkrar starfsstöðvar.

 

 

Markmiðin hafa tekið nokkrum breytingum frá fyrra ári. Orðalag í markmiði 1, sem fjallar um bætt skattskil, breytist lítillega. Markmið 2 er breytt frá fyrra ári. Breytingin felur í sér útvíkkun þannig að í stað þess að markmiðið sé einungis að bæta og samræma betur stjórnsýslu skattamála er sjónum nú einnig beint að því að bæta aðgengi, framboð og gæði, að upplýsingum um skattamál, m.a. með kyngreindum gögnum. Markmið 3 hefur tekið þeim breytingum frá síðara ári að það hefur verið fellt inn í víðtækara markmið er varðar skilvirkari og einfaldari opinbera innheimtu.

NR.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
 
1
 
2
 
Sameiginleg þjónustugátt RSK og tollstjóra.
2017–
2018.
 
FJR, RSK
og
TOLLUR.
 
 
2
 
 
2
Bæta og samræma betur stjórnsýslu skattamála,
sbr. samstarfssamning ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og tollstjóra frá
21. júní 2016.
 
2016-
2022
 
 
FJR, RSK, SRS og TOLLUR.
3
1
Endurskoðun/fjölgun tvísköttunar- og
upplýsingaskiptasamninga.
2017–
2022
 
FJR
4
Vísun í málefna-
svið 17 (17.5)
Samræmt kerfi grænna skatta: Breytingar á málefnalögum um vörugjöld á ökutæki og eldsneyti, lögum um bifreiðagjald og lögum um olíugjald og kílómetragjald, ásamt lögum um umhverfis- og auðlindaskatta.
2018–2019
0
FJR í samráði
við IRR, ANR og UAR.
5
3
Tillögur starfshóps um endurskipulagningu
innheimtukerfisins.
2017–
2018
 
FJR
 
6
 
1
Fækkun endurákvarðana/leiðréttinga vegna færri áætlana.
2017–
2020
 
FJR, RSK
og tollstjóri.
 
 
7
 
 
1
Útfærsla á tillögum starfshópa um frekari
aðgerðir gegn skattundandrætti og skattaskjólum.
 
2017–
2018
 
 
 
FJR
8
1
Endurskoðun á lögum og reglum um
virðisaukaskatt af byggingastarfsemi.
2018
0
FJR
 
9
 
3
 
Endurskipulagning á innheimtukerfinu þar sem einn innheimtumaður kemur í stað níu.
2017–
2019
 
FJR í
samráði við IRR.

 

Eignaumsýsla ríkisins. Meginmarkmið málaflokksins er að stuðla að skýrri, skilvirkri og hagkvæmri meðferð á ríkiseignum hvort sem um er að ræða fyrirtæki, fasteignir, jarðir eða auðlindir í eigu ríkisins.

Tvö markmið hafa tekið breytingum frá fyrra ári, svo í stað markmiðs 1 um bætta formfestu og eftirfylgni kemur markmið um viðunandi arðsemi, bætta yfirsýn og aukið gagnsæi í rekstri félaga í eigu ríkisins, sem eykur líkur á að félögin skili því til samfélagsins sem til er ætlast, og stuðli að því að almennt traust ríki um stjórn og starfsemi þeirra. Markmið 2 er óbreytt, um bætta yfirsýn og fjárhagslegt gagnsæi sem tryggir hagkvæman og skilvirkan fasteignarekstur ríkisins. Í stað markmiðs 3 um bætta ferla kemur nýtt markmið um skýrari ramma um hagnýtingu lands, náttúru og auðlinda í umráðum ríkisins. Í ljósi vaxandi hagnýtingar vegna fjölgunar ferðamanna er þörf á bættri umgjörð um hvernig hagnýtingu auðlinda á ríkisjörðum er stýrt og til að tryggja sýnilega og eðlilega arðsemi.

Breytingar hafa verið gerðar á mælikvörðum til samræmis við breytingar á 1. og 3. markmiði. Þá hefur minni háttar breyting verið gerð á mælikvarða vegna markmiðs 2 um bætta yfirsýn og fjárhagslegt gagnsæi, svo nú verður miðað við að allt húsnæði í eigu ríkisins færist í markaðsleigu eða leigu sem byggir á ákveðnum kostnaðargrunni. Er það í samræmi við greingerð með fjárlagafrumvarpi 2017, þar sem settur var fram mælikvarði um hlutfall markaðsleigu fyrir ósérhæft skrifstofuhúsnæði í eigu ríkisins á höfuðborgarsvæðinu.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
 
 
 
 
 
 
 
1
 
 
 
 
Viðunandi arðsemi, bætt yfirsýn og aukið gagnsæi í rekstri félaga í eigu ríkisins.
 
 
 
 
 
 
 
12.6
Samfélagslegur
ávinningur mældur sem arðsemi heildar- eigna (viðmið er sýnt sem hlutfall um eða yfir arðsemiskröfu ríkisins)
 
 
 
 
Arðsemiskrafa ekki til.
 
 
 
 
25%
 
 
 
 
65%
Fjárhagslegur
ávinningur eiganda mældur sem arðsemi
eigin fjár (mælikvarði: hlutfall
félaga um eða yfir arðsemis- kröfu ríkisins).
 
 
Arðsemiskrafa ekki til.
 
 
30%
 
 
80%
 
 
 

 
 
 
Félög skili 5 ára
fjárhagsáætlun- um, yfirlýsing- um gagnvart
markmiðum eigandastefnu og uppgjörstöl- um skv. Snið-
máti FJR (mælikvarði: hlutfall sem skilar viðunandi
upplýsingum)
 
 
 
 
Uppfærslur á eiganda- stefnum í vinnslu og sniðmát ekki til.
 
 
 
 
 
 
50%
 
 
 
 
 
 
85%
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
2
 
 
 
 
 
 
 
 
Bæta yfirsýn og fjárhagslegt gagnsæi við meðferð eigna.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
16.6
 
 
 
Hlutfall eigna sem eru í mið- lægri umsýslu ríkisins.
Undirbúning-
ur að stofnun miðlægra
eignaumsýslu eininga. Allar fasteignir ríkisins verði í
umsýslu og rekstri þeirra.
 
 
 
 
60%
 
 
 
 
100%
Hlutfall eigna
sem skráð eru í miðlægan korta- og landupp- lýsingagrunn
um ríkisjarðir.
 
Kortavefsjá fyrir ríkis- jarðir liggur fyrir.
 
 
 
60%
 
 
 
100%
Hlutfall af hús-
næði í eigu ríkisins í
markaðsleigu eða leigu byggða á
kostnaðargrunni
 
 
 
>5%
 
 
 
50%
 
 
 
80%
 
 
 
 
 
 
 
 
 
3
 
 
 
 
 
 
Setja skýrari ramma um hagnýtingu lands, náttúru og auðlinda í umráðum ríkisins.
 
 
 
 
 
7.2
Hlutfall auðlinda- samninga sem uppfylla kröfur almenns ramma sem unnið er að um nýtingu auðlinda í eigu ríkisins.
Samstarfs-
hópur nokkurra
ráðuneyta vinnur að mótun ramma um nýtingu auðlinda á
landi í eigu ríkisins.
 
 
 
 
Skilgreining hlutfalls liggur fyrir
 
 
 
 
 
100%
 
 
 
8.4
Áætlaðar tekjur
af sérleyfum vegna hagnýtingar á landi, náttúru eða auðlindum.
 
Undirbúning- ur hafinn við mótun aðferða við veitingu sérleyfa.
 
 
 
Tugir milljóna
 
 
 
>milljarður
12.2
Sérgreining tekna af
auðlinda- samningum ríkisins.
Bæta þarf aðgreiningu
slíkra tekna í bókhaldi ríkisins.
60%
100%

 

 

NR.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
 
 
1
 
 
1
Uppfæra almenna eigandastefnu og
eigandastefnu fyrir fjármálafyrirtæki, með áherslu á opið og gagnsætt söluferli. Gerð reglna um val á stjórnarmönnum og eigandastefnu fyrir orkufyrirtæki.
 
 
2016-
2018
 
 
 
FJR.
 
 
2
 
 
1
Útbúa sniðmát fyrir lykilárangursmarkmið í
rekstri til 5 ára sem fyrirtæki afhenda fyrir skiladag fyrir stýringu og fjármálaáætlun.
Útbúa sniðmát fyrir lykilárangursmarkmið varðandi rekstur og markmið í eigandastefnu.
 
 
2017–
2018
 
 
 
FJR.
 
3
 
1
Gerð eigandastefnu fyrir land og jarðir í eigu
ríkisins. Úttekt á ábúðarkerfi ríkisjarða þar sem lagt verður mat á stöðu þess og hagkvæmni.
2017–
2018
 
 
FJR.
 
 
4
 
 
2
 
 
Stofna miðlægar eignaumsýslueiningar sem halda utan um allar fasteignir ríkisins.
 
 
2017
 
FJR leiðir
verkefnið í samráði
við Ríkis-
eignir
 
 
 
5
 
 
 
2
 
 
 
Eignfæra allar eignir ríkisins. Útfæra verðmatsaðferðir vegna jarða og lands.
 
 
 
2017
 
FJR leiðir
verkefnið í samráði
við Fjár- sýslu ríkis-
ins og
Ríkiseignir
 
 
 
 
6
 
 
 
 
2
 
 
 
Fjárfestingaráætlun gerð til 5 ára vegna húsnæðis- og framkvæmdarmála ríkisins.
 
 
 
2017–
2018
 
Fram-
kvæmda- sýsla ríkisins leiðir verk- efnið í samstarfi við FJR.
 
 
7
 
 
2
 
 
Upptaka markaðsleigu og leigu sem byggð er á kostnaðargrunni fyrir fasteignir ríkisins.
 
 
2018
 
FJR leiðir
verkefnið í samráði
við
Ríkiseignir
 
8
 
2 og 3
Bæta skráningu upplýsinga um jarðeignir og
auðlindir í eigu ríkisins í korta- og landgrunnupplýsingakerfi.
2017–
2018
 
 
Ríkiseignir
 
 
 
9
 
 
 
3
 
 
Ljúka gerð eigandastefnu um auðlindir á ríkisjörðum.
 
 
2017–
2018
 
FJR leiðir
verkefnið í samráði
við
Ríkiseignir
10
3
Skráning allra auðlindasamninga sem gerðir hafa verið af hálfu ríkis á jörðum í eigu ríkisins. Sérgreining tekna af auðlinda- samningum ríkisins.
2017
 
Ríkiseignir

Fjármálaumsýsla og rekstur ríkisins. Markmið málaflokksins miða að skilvirkri og hagkvæmri fjármálaumsýslu og rekstri ríkisins. Að auki er þeim ætlað að stuðla að aukinni framleiðni í opinberri þjónustu til hagsbóta fyrir notendur, starfsmenn og skattgreiðendur.

Breyting hefur verið gerð á mælikvarða við markmiði 1 um bættan rekstur og nýtingu fjármuna ríkisins. Í greinagerð með fjárlagafrumvarpi 2017 var settur fram mælikvarði um fjölda stofnana sem hefur aukið samrekstur upplýsingatæknikerfa en nýr mælikvarði mælir fjölda nettenginga út á internetið. Ástæða breytingarinnar er einfaldari mælikvarði en báðir sýna árangur við á koma á samrekstri í upplýsingatækni. Þá er skerpt á skilgreiningu tveggja mælikvarða  við  markmið  2  um  markvissari  stjórnun  og  skipulag.  Mælikvarði  um  skil stofnana á þriggja ára stefnumótun tilgreinir nú að stefnur þurfi að vera staðfestar og mæli- kvarðinn um samþykki ársáætlana tilgreinir nú að þær skuli verða lesnar inn í fjárhagskerfi ríkisins fyrir 31. desember ár hvert. Breytingin er gerð til að endurspegla betur verklag varðandi framkvæmd laga um opinber fjármál.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
 
 
 
 
 
 
 
 
 
1
 
 
 
 
 
 
 
Bæta rekstur og nýtingu fjármuna ríkisins
 
 
 
 
 
 
 
 
 
8.2
Hlutfall mála-
flokka þar sem rekstur er innan fjárheimilda
ársins.
 
 
Ekki skilgreint.
 
 
85%
 
 
95%
Hlutfall ríkis-
aðila með fjár- hagsbókhald í
Orra sem gerir reikninga vegna kaupa á vöru og þjónustu að-
gengilega almenningi á sérst. vefsíðu.
 
 
 
 
 
Ekki til staðar
 
 
 
 
 
70%
 
 
 
 
 
95%
Fjöldi net-
tenginga ríkisins við Internetið.
 
A.m.k. 100
 
80
 
4
 
 
 
 
 
 
 
 
 
2
 
 
 
 
 
 
 
Markvissari stjórnun og skipulag hjá stofnunum ríkisins
 
 
 
 
 
 
 
 
 
8.2
Hlutfall stofn-
ana sem tekur öllum sameigin- legum innkaup- um í skilgreind- um vöru- flokkum.
 
 
 
27%
 
 
95% taka þátt eða hafa málefnalega skýringu.
 
 
99% taka þátt eða hafa málefnalega skýringu.
Hlutfall ríkis-
aðila í A-hluta sem nota mið- lægt áætlana- kerfi vegna áætlanagerðar fyrir næstkomandi ár.
 
 
 
 
0%
 
 
 
 
70%
 
 
 
 
95%
Hlutfall ríkis-
aðila í A-hluta með staðfesta
stefnu til þriggja ára.
Kallað eftir
uppl frá ráðuneytum
95%
100%

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
3
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Bæta faglega stjórnun mannauðs og auka leiðtoga- hæfni stjórnenda
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
8.5
Hlutfall árs-
áætlana ríkis- aðila fyrir næstkomandi ár sem eru samþykktar af hlutaðeigandi ráðuneyti og lesnar inn í Orra fyrir 31. desember.
 
 
 
 
 
36%
 
 
 
 
 
95%
 
 
 
 
 
99%
Hlutfall
stofnana sem gert hefur
markmiða-
tengda mann- aflaspá og
aðgerðaáætlun fyrir a.m.k. næstu þrjú ár.
 
 
 
Ekki gert með samræmdum hætti
 
 
 
 
15%
 
 
 
 
60%
Hlutfall
forstöðumanna sem fengið hafa mat á eigin
frammistöðu og endurgjöf frá hlutaðeigandi ráðuneyti á
undangengnum
24 mánuðum
 
 
 
 
Ekki gert með samræmdum hætti
 
 
 
 
 
25%
 
 
 
 
 
95%

 

Með aðgerðum er snúa að auknum samrekstri í upplýsingatækni er áætlaður sparnaður um 1,5-2 ma.kr. árlega og með nýjum áherslum í innkaupum um 2-4 ma.kr. árlega.

 

NR.
Tengist markmiði
nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1,2
Að þróa aðferðir og hefja mælingu á framleiðni
í stærstu þjónustukerfum hins opinberra
2018
 
FJR
 
 
2
 
 
1
 
Innleiðing á innkaupakerfi fyrir A-hluta stofnanir.
 
2018–
2022
 
 
220 m.kr
FJR,
Fjársýsla ríkisins og
Ríkiskaup
3
1,2
Ljúka innleiðingu rafrænna reikninga og nýta
uppl. úr þeim til að auka rekstrarlega yfirsýn.
Lokið
2019
 
Fjársýslan
 
4
 
1,2
Innleiðing á skilvirku og gagnsæju verklagi við
áætlanagerð, áhættumat og eftirliti með framkvæmd fjárlaga.
2017–
2018
 
80 m.kr
 
FJR
5
1
Birting reikninga á netinu og bæta aðgengi
fyrir almenning að tölulegum gögnum.
2017–
2018
 
FJR og
Fjársýslan
 
6
 
1
Uppsetning tölvuskýjaumhverfis, samrekstur
gagnavera og samræming netstjórnar og vefumstjórnarkerfa hjá ríkinu.
2017–
2022
 
250 m.kr
 
FJR
7
2,3
Setning laga um stofnanakerfið og breytingar á
lögum um réttindi og skyldur starfsm. ríkisins.
2018–
2020
 
FJR
8
2,3
Unnið að innleiðingu jafnlaunastaðals í
ríkisstofnunum.
2018–
2022
 
FJR
 
 
9
 
 
2,3
Mótun heildstæðrar stjórnendastefnu og
verklagsreglna um hæfnisþætti, framkvæmd frammistöðumats og gerð starfsþróunaráætluna
fyrir forstöðumenn.
 
2018–
2020
 
 
 
FJR
 
 
10
 
 
3
Mat á stöðu og þróun mannaflaþarfar einstakra stofnana til a.m.k. næstu þriggja ára í tengslum við markmið og áherslur í starfsemi stofnunar. Aðgerðaáætlanir unnar á grundvelli matsins
 
 
2018–
2020
 
FJR í
samstarfi við hlutað-
eigandi stofnanir

 

Stjórnsýsla  ríkisfjármála.  Markmið  málaflokksins  miða  að  því  að  bæta  lífskjör  í landinu með vandaðri stjórnsýslu ríkisfjármála, skilvirkum ríkisrekstri og öflugri forystu um innleiðingu og framkvæmd laga um opinber fjármál. Aðgerðir málaflokksins styðja við markmiðin  en  fela  jafnframt  í  sér  að  fylgja  eftir  markmiðum  sem  birtast  í  öðrum málaflokkum sem fjármála- og efnahagsráðuneytið ber ábyrgð á.

Fyrra markmiðið er nær óbreytt frá fyrra ári en framgangur verður nú mældur frá ólíkum sjónarhornum. Síðara markmiðið er nýtt þar sem bætt lífskjör eru grunnhugsunin, þannig að markmið allra málaflokka fjármálaáætlunar ásamt mælikvörðum miði með skýrum hætti að auknu virði fyrir samfélagið.

Mælikvarðar birtast í fyrsta sinn fyrir málaflokkinn, m.a. fjöldi heildstæðra stefna fyrir málefnasvið. Tengingar milli málefnasviða eru taldar mikilvægar til að sýna fram á að ýmis nútímaviðfangsefni verða ekki leyst af einu ráðuneyti heldur tengist ábyrgð á úrlausn milli tveggja eða fleiri ráðherra eftir atvikum. Dæmi þar um er samræmt kerfi grænna skatta, sem er aðgerð á málefnasviði 5 með vísun í markmið á málefnasviði 17.

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
 
 
 
 
 
 
 
1
 
 
 
 
Farsæl innleiðing og framkvæmd laga um opinber fjármál.
 
 
 
 
 
 
10.4 og
16.6
Fjöldi heild-
stæðra stefna fyrir málefna-
svið.
0
3-5
34
Vísanir /
tengingar milli málaefnasviða.
Ekki mælt.
10 vísanir
30 vísanir
Framvinda
aðgerða í öðrum málaflokkum
sem fjármála- og efnahags- ráðuneytið ber ábyrgð á.
Ekki mælt.
>80%
>90%
 
 
 
 
2
Bætt markmið
allra málaflokka fjár-
málaáætlunar
ásamt mæli- kvörðum sem
miða með skýrum hætti að auknu virði fyrir
samfélagið.
 
 
 
 
10.4
Hlutfall mæli-
kvarða mála- flokka sem
mæla afurðir (e.
output) eða niðurstöðu
(samfélagsvirði, bætt lífsgæði) í árlegri fjármálaáætlun.
Ekki þekkt.
75%
100%

 

NR.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Tenging kynjaðrar fjárlagagerðar við ferla og
stefnumótun á grundvelli laga um opinber fjármál.
2018–
2020.
 
FJR
2
1
Þróun stefnumótunar og áætlanagerðar.
2017–
2020.
 
FJR
3
1
Nýtt verklag mótað og innleitt við framkvæmd
fjárlaga.
2017–
2018.
 
FJR
4
1
Þróun þjóðhagslíkans
2016-
2018.
 
FJR
5
1
Innleiðing á breyttu reikningshaldi (IPSAS),
eignfærsla varanlegra rekstrarfjármuna og afskriftir.
2017–
2018.
 
FJR
6
1
Lagabreytingar vegna markaðra tekna.
2017–
2018.
 
FJR
7
1
Endurnýjun og uppfærsla lausna og kerfa sem
styðja við innleiðingu og framkvæmd laga um opinber fjármál.
2018–
2022.
 
FJR
8
1
Þróun útgjaldagreininga á ýmsum þáttum
ríkisrekstrar
2017–
2022.
 
FJR
9
1
Efling greiningarstarfs og upplýsingamiðlunar.
2017–
2022.
 
FJR
10
2
Skilgreining viðmiða mælikvarða málaflokka
sem mæla afurðir (e. output) eða niðurstöðu
(samfélagsvirði / bætt lífsgæði).
2017–
2018.
 
FJR í

samvinnu við FOR

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn