Sveitarfélög og byggðamál

Fjármálaáætlun 2018-2022

1. Umfang

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka, en þeir eru:

  • Sveitarfélög.
  • Byggðamál.

Málaflokkurinn sveitarfélög skiptist niður á tvö viðföng, þ.e. Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og skipulagsmál sveitarfélaga sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga og er hlutverk hans að greiða sveitarfélögum framlög til jöfnunar á tekjum þeirra og útgjaldaþörf á grundvelli laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi hans. Þá greiðir sjóðurinn framlög til samtaka sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra aðila í samræmi við ákvæði laga. Jöfnunarhlutverk sjóðsins hefur aukist sem og umsvif og breyst á liðnum árum m.a. vegna yfirfærslu grunnskóla og málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Skipulagssjóður starfar á grundvelli skipulagslaga og hlutverk hans er að standa straum af kostnaði við gerð aðal- og svæðisskipulagsáætlana og þróunarverkefna og rannsókna á sviði skipulagsmála sem nýtast sveitarfélögum við gerð skipulagsáætlana og grunnkorta, s.s. gróður- og vistgerðarkorta.

Málaflokkurinn byggðamál skiptist í fjögur viðföng sem heyra undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,  þ.e. Byggðastofnun,  byggðaáætlun og sóknaráætlanir  landshluta, jöfnunarsjóð flutningskostnaðar og flutningssjóð olíuvara. Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Í byggðaáætlun koma fram markmið, mælikvarðar og verkefni tengd byggðamálum hér á landi. Um sóknaráætlanir landshluta 2015–2019 eru gildandi átta samningar milli ráðuneytis og landshlutasamtaka sveitarfélaga. Svæðisbundin flutningsjöfnun var sett á með lögum nr. 160/2011, og hefur það markmið að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem eru með framleiðslu og lögheimili fjarri innanlandsmarkaði  eða útflutningshöfn.  Flutningsjöfnunarsjóður olíuvara starfar samkvæmt lögum nr. 103/1994. Markmið hans er að jafna flutningskostnað olíuvara á milli landshluta. Lagt er flutningsjöfnunargjald á allar olíuvörur sem fluttar eru til landsins og ætlaðar eru til nota innan lands og rennur gjaldið í sérstakan sjóð.

Í eftirfarandi töflu má sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2015–2017.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Jöfnunarsjóður hefur um árabil greitt framlög til sveitarfélaga vegna greiðslu þeirra á húsaleigubótum samkvæmt lögum um húsaleigubætur. Samkvæmt lögum nr. 75/2016 um húsnæðisbætur fluttist ábyrgð á fjármögnun og framkvæmd almenns húsnæðisstuðnings til leigjenda alfarið til ríkisins og greiðist kostnaður vegna húsnæðisbóta úr ríkissjóði. Á sama tíma fluttist ábyrgð á greiðslum sérstakra húsaleigubóta (sérstakur húsnæðisstuðningur) til sveitarfélaganna. Sú breytinga varð þess vegna á starfsemi Jöfnunarsjóðs 1. janúar 2017 að verkefnið hvað varðar greiðslur húsaleigubóta til sveitarfélaga fór alfarið frá sjóðnum. Breytingarnar hafa það í för með sér að lögbundið framlag úr ríkissjóði í Jöfnunarsjóð lækkar úr 2,355% í 2,111%.

Jöfnunarhlutverk sjóðsins hefur aukist á undanförnum árum og má þar nefna yfirfærslu grunnskóla og málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Unnið hefur verið að undirbúningi að breytingum á regluverki sjóðsins um nokkurt skeið og haustið 2016 var skipuð nefnd til að gera endanlegar tillögur um nýjar aðferðir við jöfnun á útgjaldaþörfum og tekjumöguleikum sveitarfélag.

Ein stærsta áskorun málefnasviðsins er þróun sjálfbærra byggðalaga í landinu. Fjölmargt hefur áhrif þar á s.s. þróun samgangna og fjarskipta, orkumál, þróun atvinnugreina, opinber þjónusta, mannfjöldaþróun í landshlutum, þar með talið framboð og menntun starfsfólks. Í því skyni er mótuð byggðaáætlun og starfræktar sóknaráætlanir landshlutanna. Til að takast á við þetta er unnið að ýmsu á bæði sviði sveitarstjórnamála og byggðamála.

Í málaflokknum sveitarstjórnarmál er unnið að því að skilgreina tækifæri og leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið með stærri, öflugri og sjálfbærum sveitarfélögum og breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, markvissari samskiptum ríkis og sveitarfélaga, nýtingu rafrænnar tækni við stjórnsýslu og auknu samráði við íbúa um stefnumörkun og ákvarðanatöku á öllum sviðum.

Í málaflokknum byggðamál verður lögð fram þingsályktunartillaga um nýja byggðaáætlun fyrir árin 2018–2024, þar verður að finna aðgerðir til að ná fram lögfestum markmiðum áætlunarinnar. Mótun nýrrar stefnumótandi byggðaáætlunar hófst á árinu 2016. Byggðaáætlun mun gilda til sjö ára í stað fjögurra í samræmi við lög um byggðaáætlun og sóknaráætlanir. Þá voru fjárveitingar til málaflokks byggðamála auknar 2017 um tæplega 25% og munu þeir fjármunir verða settir í eflingu byggðamála og sóknaráætlanir landshluta. Byggðaáætlun 2018–2024 tekur við af gildandi byggðaáætlun 2014–2017 og í henni verða settar fram aðgerðir til að ná fram lögfestum markmiðum hennar. Vinnan við nýja áætlun hefur falið í sér mun víðtækara samráð en áður hefur verið og fundað hefur verið með alþingismönnum, samráðsvettvöngum allra landshlutasamtaka sveitarfélaga, öllum ráðuneytum auk ákveðinna stofnanna.

Sóknaráætlanir landshluta eru sameiginlegt verkefni ráðuneyta og landshlutasamtaka sveitarfélaga og fyrsta lögbundna verkefnið sem landshlutasamtökunum er falið. Sóknaráætlanir landshluta tiltaka svæðisbundnar áherslur heimamanna og byggja áhersluverkefni landshlutanna og úthlutanir úr uppbyggingasjóðum á þeim. Markmið sóknaráætlana er að færa aukna ábyrgð í hendur heimamanna og einfalda og efla samskipti ríkis og sveitarfélaga með því að tryggja gagnsæi, hagkvæmni og skilvirkni við úthlutun og umsýslu fjárveitinga úr ríkissjóði til verkefna á sviði byggða- og samfélagsþróunar.

Meðal áherslubreytinga í byggðamálum á síðasta ári var aukin áhersla á samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í lánastarfsemi Byggðastofnunar með það fyrir augum að fjölga fyrirtækjum í eigu kvenna, auka þátttöku kvenna í stjórnun fyrirtækja, fjölga fjölbreyttum störfum og stuðla að kynjasamþættingu vinnumarkaða byggðanna.  Þá var mikilvægt  skref  stigið  til  að  jafna  aðstöðu  sveitarfélaga þegar að ráðherra  úthlutaði  í ársbyrjun 2017 sérstökum 100 m.kr. byggðastyrk til strjálbýlli sveitarfélaga til þátttöku í samkeppnisútboði fjarskiptasjóðs vegna ljósleiðarateningar. Þessi aðgerð er hluti af verkefninu  Ísland  ljóstengt  sem snýst um að 99,9%  lögheimila með heilsársbúsetu og atvinnuhúsnæðis með heilsársstarfsemi óháð staðsetningu hafi aðgang að 100Mb/s þráðbundinni nettengingu fyrir árslok 2020.

Fylgst er með þróun byggðamála með ýmsum mælikvörðum svo sem svæðisbundinni þróun mannfjölda og atvinnutekna. Bæta þarf söfnun ákveðinna hagtalna sem hafa mikil áhrif á hvernig hægt er að fylgjast með þróuninni. Atvinnutekjur á landinu í heild jukust um 1,2% á milli áranna 2008 og 2015 og á sama tíma fjölgaði íbúum á landinu um rúmlega 5,4%. Hægt er að sjá breytingar milli mismunandi landsvæði hér að neðan.

Atvinnutekjur á höfuðborgarsvæði og á landsbyggð bornar saman árin 2008 og 2015

Þróun mannfjölda á höfuðborgarsvæði og landsbyggð borin saman 2008 og 2015

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn málefnasviðsins er að allir íbúar landsins hafi jöfn tækifæri til atvinnu og þjónustu og jafnra lífskjara.

Meginmarkmið málefnasviðsins sem jafnframt eru lögfest markmið byggðaáætlunar er að efla byggðaþróun innan hvers landshluta og jafna þannig tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðamála um allt land. Sérstaklega skal hlúa að svæðum sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar koma fram pólitískar áherslur næstu ára í sveitarstjórnar- og byggðamálum. Áfram verður unnið að því í gegnum byggðaáætlun að jafna búsetuskilyrði  landsmanna meðal annars hvað varðar raforku-  og fjarskiptamál.  Unnið verður að því að styrkja lýðræðislega aðkomu íbúa að ákvörðunum um byggðamál í gegnum sóknaráætlun landshluta. Þá verður reglulega gerð úttekt á aðgengi landsmanna að þjónustu í samvinnu við sveitarfélögin sem og unnið að mótun höfuðborgarstefnu í samvinnu við Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög.

Ennfremur mun endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs leiða fram tillögur um nýjar aðgerðir við jöfnun á útgjaldaþörf og tekjumöguleikum sveitarfélaga sem taka þarf afstöðu til á tímabilinu.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Sveitarfélög. Meginmarkmið varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga er einföldun regluverks, þróun útgjaldamælinga í því skyni að bæta jöfnunaráhrif framlaga sjóðsins og fá betri yfirsýn yfir starfsemi hans.

 

Byggðamál

 

Nr.

Markm17

HM #

Mælikvarðar

Staða 2016

Viðmið 2018

Viðmið 2022

1

Að jafna

tækifæri allra

 

Meðal-

atvinnutekjur á

Meðalatvinnu-

tekjur á íbúa

Mismunur hafi

minnkað um

Mismunur

hafi minnkað

 

landsmanna til

atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um allt land.

 

íbúa 18 til 67

ára á þeim svæðum sem voru undir meðaltali árið

2015 hækki hlutfallslega meira en meðalatvinnu-

tekjur á höfuðborgar- svæðinu.

18 til 67 ára á

Suðurnesjum voru 4,1 m.kr. árið 2015 en þar voru þær lægstar. Meðalatvinnu- tekjur á íbúa

18 til 67 ára á höfuðborgar-

svæðinu voru

sama ár 4,7 m.kr.

10%.

um 25%.

2

Aukinn verði

stuðningur við svæði þar sem

verið hefur langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi

og einhæft atvinnulíf.

 

Fjöldi

byggðarlaga sem taki þátt í

verkefninu Brothættar byggðir hverju sinni.

Sjö

byggðarlög hafa verið í

verkefninu Brothættum byggðum á árinu en eitt

þeirra, Bíldudalur, lauk verkefninu í árslok.

Starfað er með

átta byggðarlögum

og verkefnið rekið samkvæmt verkefnis- lýsingu.

Samstarfstíminn er 4-5 ár í

hverju byggðarlagi. Tvö byggðarlög

útskrifuð í árslok.

Starfað er með

átta byggðar- lögum og

verkefnið rekið samkvæmt verkefnis-

lýsingu. Samstarfs- tíminn er 4-5 ár í hverju byggðarlagi.

Tvö byggðarlög útskrifuð í árslok.

Unnin hafi verið verkefnastofn 18

í samfélögum sem taka þátt í verkefninu Brothættar byggðir í samvinnu við heimamenn, á fyrsta ári þátttöku.

Sex af þátt-

tökusamfélög- um hafa lokið

við að vinna verkefnastofn og vinna við skilgreiningar

stendur yfir. Verulega skortir á að tekist hafi að

samræma aðgerðir og samtal aðila og aðkomu þeirra að mál- um, þ.m.t. ríkis og stofnana þess.

Öll þátttaka

byggðarlaga hafa skilgreint

verkefnisáætlun og verkefna- stofn innan tólf mánaða frá

upphafi verk- efnis. Verk- efnisáætlun Brothættra

byggða hefur verið endur- skoðuð.

Öll þátttaka

byggðarlaga hafa skilgreint

verkefnis- áætlun og verkefnastofn innan tólf

mánaða frá upphafi verkefnis. Verkefnis-

áætlun Brothættra byggða hefur verið endur-

skoðuð

Þróun

íbúafjölda og aldurs- dreifingar í

brothættum byggðarlögum

Tekist hefur

að hægja á eða stöðva neikvæða

íbúaþróun í byggðarlögun-

Fólksfækkun

hefur stöðvast í öllum þátttöku byggðarlögum

þremur árum eftir upphaf

Fólksfækkun

hefur stöðvast í öllum þátt- töku byggðar-

lögum þremur árum eftir

 
 
 
 

um fjórum

sem hófu veg- ferðina 2013 m.v. tölur

2013 - 1.1.

2016. Önnur byggðarlög of skammt á veg komin til að breytingar séu marktækar.

verkefnis.

Aldursdreifing hefur jafnframt lagast m.v. NORDREGIO skilgreiningu.19

upphaf verk-

efnis. Aldurs- dreifing hefur jafnframt lagast m.v. NORD- REGIO skilgreiningu.

20

3

Framboð olíu-

vara um land allt, verði tryggt allt árið með sérstöku tilliti til öryggis íbúa í dreifbýli (sjúkra- flutningar og björgunar- sveitir) og vaxandi ferða- mannafjölda um land allt.

 

Unnið að

mælikvarða varðandi fjarlægð á milli sölustaða.

 
 
 

 

 

NR.

Tengist markmiði

nr.

 

Aðgerð

 

Tíma- áætlun

 

Kostnaður

 

Ábyrgðar- aðili

 

1

 

3

Mynda starfshóp sem vinnur að endurskoðun

laga nr. 103/1994, Jöfnun á flutningskostnaði olíuvara.

 

2017

 

2 m.kr.

 

SAM

2

1

Byggðastyrkir vegna ljósleiðaravæðingar.

Samningar gerðir við sveitarfélög.

2017–

2020

100 m.kr. á

ári.

SAM

 

3

 

1,2

Starfshópar um orkuöryggi vinni að tillögum

um bætt flutningskerfi raforku og bættu orkuöryggi.

2018–

2024

 

SAM og

ANR

 

4

 

1,2

 

Kortlagning á möguleikum til byggingar smærri virkjana um land allt.

2018–

2024

 

15,3 m.kr. á ári.

SAM og

Orku- stofnun

 

5

 

2

 

Styrking verkefnisins Brothættar byggðir

2018–

2024

 

100 m.kr. á ári.

SAM og

Byggða- stofnun

 

6

 

1,2

Unnið verði að útfærslu á jöfnun

flutningskostnaðar vegna verslunar í dreifbýli.

2018–

2024

 

 

SAM

 

7

 

1,2

Starfshópur vinni að tillögum að leiðum til að

auðvelda fólki utan höfuðborgarsvæðisins að sækja vinnu frá heimili um lengri veg.

2018–

2024

 

SAM og

Byggða- stofnun

 

8

 

1,2

Starfshópur vinni að tillögum til að tryggja um

jöfnun orkukostnaðar (að fullu á þeim kostnaðarmun sem er á dreifingu á raforku í

2018–

2024

 

SAM og

ANR

 
 

dreifbýli og þéttbýli).

 
 
 

 

9

 

1,2

Starfshópur vinni að tillögum um skattalega

hvata sem miði að því að fjölga störfum á landsbyggðinni.

2018–

2024

 

SAM og

FJR

 

10

 

1,2

 

Unnið verði áfram að skilgreiningu opinberrar þjónustu.

2018–

2024

 

15 m.kr.

SAM og

Byggða- stofnun

 

5.   Fjármögnun

 Vakin er athygli á því að taflan hér á eftir sýnir heildarútgjöld málefnasviðsins að meðtöldum framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem fellur utan þess útgjaldaramma málefnasviðsins sem gengið verður út frá að haldist óbreyttur að raungildi í fjárlagagerð ráðuneyta og framkvæmd fjárlaga, sbr. umfjöllun í kafla 4.3.4 í þingsályktuninni.

 

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn