Utanríkismál

Fjármálaáætlun 2018-2022 

1.   Umfang

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð utanríkisráðuneytisins. Það skiptist í fjóra málaflokka, en þeir eru:

 • Utanríkisþjónusta og stjórnsýsla utanríkismála.
 • Utanríkisviðskipti.
 • Samstarf um öryggis- og varnarmál.
 • Þróunarsamvinna.
 • Samningsbundin framlög vegna fjölþjóðasamstarfs.

Samkvæmt 1. gr. laga nr.39/1971 um utanríkisþjónustu Íslands fer hún með utanríkismál og gætir í hvívetna hagsmuna Íslands gagnvart öðrum ríkjum. Hún skal einkum gæta hagsmuna Íslands að því er snertir stjórnmál og öryggismál, utanríkisviðskipti, og menningarmál. Einnig segir að utanríkisþjónustan annist í umboði forseta samningagerðir við önnur ríki, nema þar frá sé gerð undantekning í lögum eða forsetaúrskurði. Þá skal utanríkisþjónustan einnig veita ríkisborgurum vernd og aðstoð gagnvart erlendum stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum. Utanríkisráðherra ber ábyrgð á málefnasviði utanríkismála en virkt samráð fer fram við fagráðuneyti.

Utanríkisþjónusta  og  stjórnsýsla  utanríkismála.  Undir  málaflokkinn  falla  verkefni sem snúa að því að standa vörð um hag íslenskra ríkisborgara erlendis ásamt alþjóðlegri og svæðisbundinni  samvinnu  um  frið  og  öryggi,  þjóðarétt, mannréttindi og auðlinda- og umhverfismál.

Utanríkisviðskipti. Meginverkefni málaflokksins er að standa vörð um efnahags- og viðskiptahagsmuni Íslands erlendis.

Samstarf um öryggis- og varnarmál. Meginverkefni málaflokksins er að tryggja varnir landsins með samstarfsríkjum, þ.á m. rekstur aðstöðu samstarfsríkja á Keflavíkurflugvelli.

Þróunarsamvinna.  Meginverkefni  málaflokksins  er  tvíhliða  og  fjölþjóðleg  þróunarsamvinna í samstarfi við valin samstarfslönd og svæði, fjölþjóðastofnanir og borgarasamtök. Verkefnum er sinnt af þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, þremur sendiskrifstofum í Afríku, í Malaví, Mósambík og Úganda, og fastanefndum Íslands í New York, Genf og París.

Samningsbundin framlög vegna fjölþjóðasamstarfs. Undir málaflokkinn falla aðildargjöld Íslands vegna fjölþjóðasamstarfs þvert á ofangreind verkefni.

Framlög til utanríkisráðuneytisins á fjárlögum 2017 nema samtals 13.697 m.kr., um 1,8% af A-hluta fjárlaga. Þar af rennur um það bil helmingur eða 6.452 m.kr. til þróunarsamvinnu og alþjóðastofnana.  Framlög til utanríkisþjónustunnar,  þ.e. aðalskrifstofu  ráðuneytisins, þýðingamiðstöðvar, sendiskrifstofa og Íslandsstofu nema 5.696 m.kr. eða 42% af fjárlögum ráðuneytisins og um 0,7% af A-hluta fjárlaga. Unnið hefur verið að hagræðingu í utanríkisþjónustunni, m.a. með því að sameina stoðþjónustu við sendiskrifstofur á Íslandi, t.d. skjala- vörslu, tölvuþjónustu og bókhald. Einnig með bættum fjarskiptabúnaði, m.a. til fjarfunda, í húsnæðismálum og hagstæðum innkaupum.

Kakan hér á eftir sýnir áætlaða skiptingu fjárheimilda í fjárlögum 2017 niður á málaflokka málefnasviðsins.

 

Í eftirfarandi töflu má sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2015–2017. Athuga ber að í töflunni falla einungis útgjöld Íslandsstofu undir málaflokkinn utanríkisviðskipti, en að auki er stór hluti útgjalda aðalskrifstofu og sendiskrifstofa vegna málaflokksins.

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Utanríkismálum er sinnt af  utanríkisþjónustunni. Hún samanstendur af aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins  í Reykjavík, Íslandsstofu  og  þýðingamiðstöð, sem starfrækir  þrjú útibú á landsbyggðinni, þ.e. á Ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. Sendiskrifstofur Íslands erlendis eru nú 25 í 21 landi, þar af eru 13 tvíhliða sendiráð, fimm fastanefndir hjá alþjóðastofnunum (þar af hafa tvær einnig stöðu sendiráðs), fjórar aðalræðisskrifstofur og þrjár sendiskrifstofur í Afríkuríkjum sem starfa að þróunarsamvinnu. Einnig er starfrækt útibú skjalasafns sendiskrifstofa  á  Seyðisfirði. Sendiskrifstofurnar eru  fámennar,  en almennt viðmið Norðurlandanna er að við hverja sendiskrifstofu skuli starfa a.m.k. þrír útsendir starfsmenn,  en  rúmur helmingur íslenskra sendiskrifstofa er undir þessu viðmiði eftir niðurskurð sl. áratug. Tryggja verður að sendiskrifstofur hafi lágmarksmannafla til þess að halda úti starfsemi sinni, enda eru undir mannaðar skrifstofur óhagkvæmar í rekstri.

Það er ljóst að fámenn þjóð hefur ekki ráð á því að reka stóra utanríkisþjónustu og er því utanríkisþjónusta Íslands ein sú minnsta í Evrópu. Það kallar á góða forgangsröðun verkefna og hagkvæman rekstur. Hagræðing í ríkisrekstri undanfarin ár hefur óhjákvæmilega haft áhrif á starfsemi utanríkisþjónustunnar og möguleika hennar til að taka þátt í alþjóðasamstarfi  og  gæta  íslenskra  hagsmuna.  Þó  eru  ýmis  verkefni  í  alþjóðasamskiptum sem verður að sinna, óháð stærð þjóða. Starfsmenn íslenskra sendiskrifstofa finna mikið fyrir vaxandi áhuga á Íslandi og íslenskum vörum og eftirspurn eftir þjónustu þeirra hefur aukist jafnt og þétt. Tryggja verður að sendiskrifstofurnar geti staðið undir þessu aukna álagi og veitt einstaklingum, fyrirtækjum og erlendum stjórnvöldum góða þjónustu og greinargóðar upplýsingar. Brugðist  hefur  verið  við  þessu  að  einhverju  leyti  undanfarin  misseri  með fjölgun starfsmanna.

Nú eru tímar mikilla breytinga. Efnahagsmiðja heimsins þokast frá vestri til austurs og ný stjórnmálaöfl hafa sífellt meiri áhrif á þróun heimsmála. Tækni þróast hraðar en nokkru sinni fyrr,  þá  sérstaklega  samskiptatækni,  sem  skapar  mörg tækifæri,  en  einnig  áskoranir í samskiptum þjóða. Enginn hefur orðið varhluta af þeim lýðfræðilegu breytingum sem hafa orðið í heiminum undanfarin misseri. Óstöðugleiki í næsta nágrenni Evrópu og fjöldi flóttamanna og hælisleitenda streyma til Evrópu. Loftslagsbreytingar hafa einnig áhrif á þessa breyttu heimsmynd. Þetta kallar á endurskoðun á forgangsröðun í utanríkismálum.

Fyrirhuguð útganga Bretlands úr Evrópusambandinu mun marka þáttaskil í sögu Evrópu- samrunans. Bretland er eitt stærsta aðildarríki ESB. Landið er annað stærsta hagkerfi innan sambandsins, þriðja fjölmennasta aðildarríkið, eitt öflugasta hernaðarveldi í Evrópu og eitt af tveimur aðildarríkjum ESB sem eiga fast sæti í öryggisráði S.þ. Samskipti Íslands og Bretlands byggja á gömlum merg og Bretlandsmarkaður er einn mikilvægasti markaður fyrir íslenskt atvinnulíf.

Eitt mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnvalda þessi misserin er að búa í haginn fyrir viðræður um framtíðarskipan samskipta Íslands við Bretland. Nauðsynlegt er að tryggja að íslensk stjórnvöld mæti vel undirbúin til leiks í viðræðunum, hvort sem Ísland mun semja í hópi hinna EFTA-ríkjanna eða tvíhliða. Meginmarkmiðið verður að tryggja að íslenskir aðilar hafi sama greiða aðgang að Bretlandi og breskum mörkuðum og þeir njóta í dag í krafti EES-samningsins og annarra samninga Íslands við Evrópusambandið. Enn fremur verður horft til þess að bæta enn aðgang að breskum mörkuðum þar sem þess er kostur.

Nýr forseti tók við völdum í Bandaríkjunum í janúar á þessu ári og hefur það þegar sýnt sig að hann mun ekki ganga fram með hefðbundnum hætti. Málflutningur hans í kosningabaráttunni, sem og framganga fyrstu vikur hans í embætti, er þess eðlis að fyllsta ástæða er fyrir Íslendinga, rétt eins og aðrar þjóðir, að fylgjast grannt með þróun mála. Hann hefur m.a. haldið á lofti þeirri kröfu, sem lengi hefur verið uppi á borðum, að Evrópuríkin láti meira fé af hendi rakna til eigin varna, og blikur eru á lofti hvað varðar viðskipti milli landa.

Málefni norðurslóða hafa á undanförnum árum orðið æ fyrirferðameiri jafnt á alþjóðavettvangi sem innanlands. Tengist það ekki síst loftslagsbreytingum, umræðum um nýtingu og vernd náttúruauðlinda, landgrunns- og fullveldiskröfum, samfélagsbreytingum og opnun nýrra siglingaleiða. Ljóst er að fá ríki hafa jafn ríkra hagsmuna að gæta í hagfelldri þróun svæðisins, enda telst Ísland allt og stór hluti landhelginnar innan marka norðurslóða. Þetta er einstakt meðal ríkja Norðurskautsráðsins. Málefni norðurslóða snerta næstum allar hliðar íslensks samfélags og eru forgangsmál í íslenskri utanríkisstefnu. Starf íslenskra stjórnvalda að  norðurslóðamálum  einkennist  af  umfangsmiklu  samstarfi og samvinnu ráðuneyta, stofnana, háskólasamfélags, félagasamtaka og einkaaðila.

Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu af Finnum vorið 2019 og gegnir henni til  2021.  Frá  því  að  Ísland gegndi  síðast formennsku  í  ráðinu,  árin  2002-2004,  hefur starfsemi og þýðing þess á alþjóðavísu vaxið mikið. Ljóst er að formennskan verður meðal stærstu verkefna sem Ísland hefur tekið að sér á alþjóðavettvangi og mun krefjast mikils og vandaðs undirbúnings. Huga verður að því að tryggja fjármuni og mannafla til þess að hægt verði að sinna þessu verkefni með sóma og nýta þau mikilvægu tækifæri sem formennskan felur í sér. Jafnframt þarf að styrkja enn frekar innlent samstarf og samráð enda er mikil reynsla og þekking á málefnum norðurslóða til staðar víða í íslensku samfélagi.

Mikill og vaxandi áhugi er víðs vegar í heiminum á öllu því sem norrænt er og á því hvernig Norðurlönd leysa samfélagsleg viðfangsefni sín. Þessi aukni áhugi hefur m.a. leitt til þess að norræna sendiráðasamstarfið er orðið löndunum mikilvægara en áður. Á árinu hófst markviss vinna samkvæmt áætlun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um að efla sameiginlega landakynningu Norðurlanda með það að markmiði að efla samkeppnishæfni landanna í hnattvæddum heimi. Gildi þessarar aðferðarfræði er talið vera sérstaklega mikið þegar um er að ræða fjarlægari markaði, t.d. í Asíu, þar sem hugmyndir um hvert norrænt ríki fyrir sig eru mjög óljósar en Norðurlönd sem heild eru stærð sem auðveldara er að koma á framfæri. Áætlunin á mikið erindi við norræn sendiráð víðsvegar um heiminn og mun án efa ýta enn frekar undir norræna sendiráðasamstarfið.

Mikil aukning hefur orðið á eftirspurn eftir þjónustu sendiráða við Íslendinga erlendis, samhliða auknum ferðalögum og fjölgun íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis. Á undanförnum árum hefur utanríkisráðuneytið lagt áherslu á að styrkja og auka þjónustu við Íslendinga erlendis t.d. með því að koma upp bakvakt allan sólahringinn vegna neyðartilvika sem upp koma. Einnig hefur álag á sendiráðin aukist mikið vegna fjölgunar ferðamanna til landsins. Sem dæmi má nefna þá kemur fram á vef Ferðamálastofu að árið 2013 voru kínverskir ferðamenn, sem sóttu Ísland heim, um 17.600 en árið 2016 voru þeir um 66.781. Spáð er enn frekari fjölgun ferðamanna frá þeim heimshluta. Þessir ferðamenn kalla á aukna þjónustu sendiráða, t.d. vegna vegabréfsáritana.

Íslensk stjórnvöld styðja markmið Sameinuðu þjóðanna um að iðnríki skuli veita sem nemur 0,7% af vergum þjóðartekjum (VÞT) til þróunarsamvinnu. Framlag til þróunarsamvinnu nam hæst 0,36% af VÞT árið 2008 en var skorið niður í 0,20% árið 2011. Vegna aukinna framlaga  Íslands  til  aðstoðar  við  flóttamenn  og  hælisleitendur  er  áætlað  að framlögin hafi numið 0,25% árið 2016. Stefnt er að því að hlutfallið verði áfram 0,25% árið 2017, hækki í 0,26% árið 2018 og verði 0,26% til ársins 2022. Til samanburðar má nefna að meðaltal framlaga  aðildarríkja  að  Þróunarsamvinnunefnd OECD  (DAC)  er  0,3%.  Rík áhersla er lögð á að framlögin séu vel nýtt og sýnt sé fram á árangur af starfi Íslands á sviði þróunarsamvinnu. Þörfin fyrir mannúðaraðstoð hefur aldrei verið meiri og málefni flóttafólks hafa verið ofarlega á baugi síðustu misseri, jafnt á Íslandi sem annars staðar. Alþjóðastofnanir hafa kallað málefni flóttafólks einhverja alvarlegustu áskorun sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Heildarþörf fyrir framlög til mannúðaraðstoðar árið 2017 er, samkvæmt OCHA, 22,2 milljarðar Bandaríkjadala. Aukinn flóttamannastraumur snýst bæði um mannúð og mannréttindi en er einnig pólitískur öryggisvandi. Mikilvægt er að Ísland axli sína ábyrgð og skyldur í þessu samhengi.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Grunnhlutverk utanríkisþjónustunnar er annars vegar að vinna að hagsmunum lands og þjóðar erlendis og hins vegar að leggja sitt að mörkum í samstarfi þjóða við að stuðla að réttlátari  heimi.  Á  næstu  árum  verður  ein  helsta  áskorun utanríkisþjónustu  Íslands að aðlagast breyttri heimsmynd. Það kallar á rétta forgangsröðun, skýra stefnumótun og sveigjanleika til breytinga.

Meginmarkmið Íslands í utanríkismálum er að íslenska þjóðin verði áfram sjálfstæð, örugg, frjáls, búi við hagsæld og njóti mannréttinda. Í þeirri endurskoðun á forgangsröðun verkefna, sem framundan er ber að líta á beina hagsmuni íslensku þjóðarinnar og hvort aðrar þjóðir hafi sömu hagsmuna að gæta og eru þess vegna álitlegar til samstarfs. Einnig er mikilvægt að skoða vel á hvaða sviðum Ísland getur helst lagt sitt að mörkum í samstarfi þjóða.

Þrátt fyrir að margt í þróun heimsmála sé áhyggjuefni, þá felast tækifæri í öllum breytingum.  Settur hefur verið á fót stýrihópur sem ætlað er að kortleggja starfsemi utanríkisþjónustunnar og leggja til hvernig bregðast skuli við þróuninni á næstu árum. Hópurinn skilar tillögum í haust. Starfsemi allra sendiskrifstofa verður skoðuð, hvaða ávinningi þær skila og hvernig breytt heimsmynd hefur áhrif á forgangsröðun utanríkisþjónustunnar.

Nú þegar hefur verið ákveðið að fara sérstaklega yfir fyrirkomulag viðskiptaþjónustu með það að markmiði að skila meiri ávinningi fyrir íslenskt atvinnulíf. Einn liður í því starfi er að endurskoða lög um Íslandsstofu. Horfið hefur verið frá áformum um opnun fastanefndar í Strasbourg. Ákveðið hefur verið að loka einni af þremur sendiskrifstofum í Afríku með það að markmiði að framlög Íslands til þróunarsamvinnu nýtist betur.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Utanríkisþjónusta og stjórnsýsla utanríkismála. Markmið málaflokksins eru að:

 • Standa betur vörð um hag íslenskra ríkisborgara sem dvelja erlendis um lengri eða skemmri tíma og byggja upp og viðhalda tengslum við íslenska ríkisborgara erlendis.
 • Standa betur vörð um grunngildi utanríkisstefnu Íslands, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu og alþjóðalögum, mannúð og verndun mannréttinda, jafnrétti allra, sjálfbæra þróun, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála.
 • Standa betur vörð um sértæka hagsmuni Íslands, sérstaklega hvað varðar hafrétt og sjálfbæra nýtingu auðlinda, m.a. á norðurslóðum.

Borgaraþjónusta: Í fyrstu grein laga um utanríkisþjónustu Íslands nr. 39/1971 segir að utanríkisþjónustan skuli veita ríkisborgurum vernd og aðstoð gagnvart erlendum stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum, sbr. 1. markmið. Borgaraþjónustan er mikilvægur þáttur í starfsemi utanríkisþjónustunnar en á hverju ári koma starfsmenn ráðuneytisins og sendiskrifstofa, ásamt kjörræðismönnum víða um heim, að tugþúsundum slíkra mála.

Umfangið hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum, samhliða auknum ferðalögum og fjölgun íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis, en þeir eru nú um 46 þúsund eða um 13% þjóðarinnar, sem er með því mesta sem gerist. Til samanburðar má nefna að innan við 4% Norðmanna búa erlendis. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að á árinu 2016 hafi Íslendingar farið yfir 536 þús. ferðir til útlanda eða um 86 þús. fleiri en á árinu 2015. Utanríkisþjónustan finnur greinilega fyrir þessari aukningu og hefur mikið álag verið á borgaraþjónustuna í ráðuneytinu og sendiskrifstofum á síðustu árum. Sem dæmi má nefna að á árinu 2010 var tekið á móti 1.700 umsóknum um vegabréf á sendiskrifstofum, en árið 2016 var fjöldinn 4.621.

Borgaraþjónustan  starfar  með  öðrum  stjórnvöldum  á  Íslandi  og  utanríkisþjónustum annarra Norðurlanda og fleiri ríkja. Á grundvelli samstarfssamnings Norðurlanda frá árinu 1962 veitir starfsfólk norrænna sendiráða ríkisborgurum annarra Norðurlanda aðstoð þegar á þarf  að  halda.  Þá  hefur  íslenska  utanríkisþjónustan  komið  sér  upp  þéttriðnu neti 240 kjörræðismanna sem eru ómissandi hlekkur í borgaraþjónustunni og leggja margir þeirra á sig ómælda vinnu í þjónustu við Íslendinga, án þess að þiggja laun fyrir.

Gera má ráð fyrir að fjöldi Íslendinga, sem dvelur erlendis í lengri eða skemmri tíma, haldi áfram að aukast á næstu árum og að borgaraþjónustuerindum, sem berast utanríkisþjónustunni,  fjölgi  samhliða.  Áætlað  er  að  aðgerðir  vegna borgaraþjónustu  séu  nú  yfir 30.000 á ári. Utanríkisráðuneytið mun áfram rækja þetta mikilvæga hlutverk sitt af festu og alúð og leita leiða til að auka og bæta þjónustu við Íslendinga erlendis. Í þessu samhengi er litið til þeirra möguleika sem felast í samfélagsmiðlum og nýrri tækni, sérstaklega varðandi upplýsingagjöf og samskipti. Utanríkisþjónustan leggur áherslu á að vera ávallt reiðubúin til að vernda og aðstoða Íslendinga erlendis. Grundvallarmarkmið borgaraþjónustunnar er að þeir sem til hennar leita fái úrlausn sinna mála og séu ánægðir með þjónustuna.

Alþjóðleg og svæðisbundin samvinna um frið og öryggi, þjóðarétt, mannréttindi og auðlinda- og umhverfismál: Víðfeðm og fjölbreytt viðfangsefni í starfi utanríkisráðuneytisins falla undir þennan flokk, þar með talin virk þátttaka í starfi Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana og svæðisbundinna samtaka, tvíhliða samskipti við ríki nær og fjær, hagsmunagæsla, m.a. á sviði auðlinda- og umhverfismála, og aðild að alþjóðlegum samningum og dómstólum.

Unnið er að þessum verkefnum á alþjóða- og öryggisskrifstofu og laga- og stjórnsýslu- skrifstofu og í flestum sendiskrifstofum Íslands, tvíhliða og í alþjóða- og marghliðasamstarfi, m.a. á vettvangi S.þ., NATO, IAEA, ÖSE, Evrópuráðsins, Norðurskautsráðsins, Eystrasalts- ráðsins, Barentsráðsins, NAMMCO, ICES, NAFO, NEAFC, ICCAT, IWC, Alþjóðasakamáladómstólsins og í norrænu samstarfi.

Meginmarkmið íslenskrar utanríkisstefnu er að gæta hagsmuna lands og þjóðar á alþjóðavettvangi. Það er grundvallaratriði í samskiptum ríkja að alþjóðalög séu virt og að þjóðir leysi deilumál með friðsamlegum hætti. Samstarf þjóða er nauðsynlegt til að takast á við áskoranir og ógnir sem hafa áhrif þvert á landamæri. Á alþjóðavettvangi er Ísland málsvari virðingar fyrir alþjóðalögum, mannréttinda, jafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Skýr og réttlát alþjóðleg viðmið um þjóðarétt og mannréttindi, eru lykillinn að öryggi og hagsæld, ekki síst smærri þjóða.

Hagur íslensku þjóðarinnar byggir að mestu á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Því er alþjóðleg og svæðisbundin samvinna um vernd umhverfis og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda grundvallaratriði í hagsmunabaráttu Íslendinga erlendis.

Virðing  fyrir  mannréttindum  er  ein  af  grunnstoðum  utanríkisstefnu  Íslands  og  tala fulltrúar Íslands fyrir mannréttindum á vettvangi þeirra alþjóðastofnana sem Ísland er aðili að og í tvíhliða samskiptum ríkja. Sérstök áhersla er lögð á jafnrétti kynjanna og á Ísland m.a. stóran þátt í átakinu „HeforShe“ og heldur í því sambandi svonefndar rakararáðstefnur víða innan alþjóðastofnana.

Vægi auðlinda- og umhverfismála í utanríkismálum hefur farið vaxandi á umliðnum árum með aukinni vitundarvakningu og vísindalegri vitneskju um nauðsyn aðgerða. Nýlegt loftslagssamkomulag, sem gert var í París í lok árs 2015, er til marks um þetta. Nánari útfærsla á Parísarsamningnum fer nú í hönd ásamt viðræðum við ESB og Noreg um innri skiptingu ábyrgða, en samanlagt hafa þessar þjóðir ákveðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030 miðað við árið 1990. Ísland staðsetur sig meðal ríkja sem eru leiðandi í stefnumörkun í loftslagsmálum á alþjóðavettvangi. Í því skyni verður lögð áhersla á samþættingu loftslagsmála í utanríkisstefnunni og framkvæmd Parísarsamningsins.

Norðurskautsráðið hefur fest sig í sessi sem mikilvægasti alþjóðlegi samstarfsvettvangurinn um málefni norðurslóða. Ísland mun taka við formennsku í Norðurskautsráðinu vorið 2019 og gegnir henni til 2021. Formennskan veitir Íslendingum einstakt tækifæri til tryggja að áherslur Íslands á sjálfbæra þróun, umhverfisvernd og uppbyggingu á norðurslóðum fái hljómgrunn meðal ríkja ráðsins. Í því samhengi er ekki síst brýnt að beina sjónum að hafinu og orkumálum. Mikilvægt er að nýta þetta tækifæri sem allra best enda líklegt að kastljós umheimsins verði áfram á norðurslóðir og störf Norðurskautsráðsins.

Framundan er endurskoðun á norðurslóðastefnu Íslands í víðtæku samráði hlutaðeigandi aðila, sem taki mið af þeim breytingum sem orðið hafa í málefnum norðurslóða á undanförnum árum. Þar verði jafnt horft til tækifæra og áskorana. Framundan er einnig formennska Íslands í norrænu og norræn-baltnesku samstarfi á árinu 2019.

Framundan  eru  einnig  umfangsmikil  verkefni  á  sviði  hafréttar  sem  geta  varðað mikilvæga hagsmuni á úthafinu og sjálfbæra nýtingu auðlinda þar. Ábyrg fiskveiðistjórn síðustu áratuga og sá árangur sem hún hefur skilað skapar Íslandi sterka stöðu til að taka virkan þátt í viðræðum um gerð samninga til að verjast stjórnlausum veiðum í Norður- Íshafinu og um líffræðilega fjölbreytni utan lögsögu ríkja. Áhersla verður lögð á að unnið verði  áfram að málefnum hafsins á grundvelli  hafréttarsamningsins  og  samninga  sem tengjast honum. Einnig verður lögð áhersla á rétt strandríkja til sjálfbærrar nýtingar lifandi auðlinda hafsins og að fiskveiðistjórnun sé ýmist staðbundin eða svæðisbundin en ekki hnattræn.

 

Nr. Markm HM # Mælikvarðar Staða 2016 Viðmið 2018 Viðmið 2022
1 Að standa betur vörð um hag íslenskra ríkisborgara sem dvelja erlendis um lengri eða skemmri tíma og byggja upp og viðhalda tengslum við íslenska ríkis- borgara erlendis.   Hlutfall þeirrasem leita til borgaraþjónustunnar og eru ánægðir með þjónustuna. Þetta er erfitt aðmæla og verður byggt á sjálfsmati.    
Hversu regluleg og góð upplýsingamiðluner um öryggi á ferðalögum erlendis, meðalannars á samskiptamiðlum. Þetta er erfitt aðmæla og verður byggt ásjálfsmati.    
Hversu velviðbrögð við neyðarástandierlendis erusamræmd með öðrum Norður-löndum og viðbragsaðilum innanlands og hvort þau séuæfð reglulega. Þetta er erfitt að mæla og verður byggt á sjálfsmati.    
2 Að standa betur vörð um grunngildiutanríkis-stefnu Íslands- lýðræði og virðingu fyrirréttarríkinu ogalþjóðalögum, mannúð og verndun Öllmark- miðineiga viðog sérstak-lega 5 og 16 Hversu vel utanríkis- þjónustan nýtir þau tækifærisem gefast til að tala fyrir grunn-gildum í utanríkisstefnu Íslands. Þetta er erfitt að mæla og verður byggt á sjálfsmati.    
Hversu mikið er Þetta er erfitt að    

 

  mannréttinda, jafnrétti allra og sjálfbæra þróun, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála.   tekið mið afgrunngildum í utanríkisstefnu Íslands í alþjóðlegu og svæðisbundnu samstarfi. mæla og verður byggt á sjálfsmati.    
3 Að standa betur vörð um sértæka hagsmuni Íslands, sérstaklega hvað varðar hafrétt og sjálfbæra nýtingu auðlinda, m.a. á norðurslóðum. 7,14,15 Hversu vel utanríkisþjónustan nýtir þau tækifæri sem gefast í tvíhliða og marghliðasamskiptum til að vekja athygli á hagsmunum Íslands. Þetta er erfitt að mæla og verður byggt á sjálfsmati.    
Hversu vel ertekið mið af sjónarmiðum Íslands í alþjóðlegu og svæðisbundnu samstarfi. Þetta er erfitt að mæla og verður byggt á sjálfsmati.    

 

NR. Tengist markmiðinr. Aðgerð Tíma- áætlun Kostnaður Ábyrgðar- aðili
1 1, 2 og 3 Stýrihópur endurskoði forgangsröðun verkefnaog geri tillögur um breytingar á utanríkis- þjónustunni. 2017–2018   UTN
2 1 Bæta þjónustu við Íslendinga erlendis, m.a.með betri búnaði, og styrkja viðbragðsgetu ráðuneytisins og sendiskrifstofa í neyðar-tilvikum erlendis. 2018   UTN
3 1 Auka enn frekar virkni sendiskrifstofa ásamfélagsmiðlum til að auka skilvirka og skjóta upplýsingamiðlun. 2017–2018   UTN
4 2 og 3 Styrkja málsvarastarf, samvinnu og þátttöku ávettvangi alþjóðastofnana og svæðabundnu samstarfi; auka samráð innan utanríkis-þjónustunnar og stjórnarráðsins alls. 2017–2018   UTN
5 2 Styrkja stofnanir, verkefni og viðburði semstuðla að aukinni virðingu fyrir mannréttind- um, jafnrétti, þjóðarétti og mannúð áheimsvísu; bæði í samstarfi við aðra og að eigin frumkvæði sbr. t.d. rakarastofuviðburði, og fullgilda og staðfesta alþjóðlega samninga. 2017–2021 20 m.kr. UTN
6 2 Tryggja virka þátttöku svæðisbundnusamstarfi, m.a. á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurskautsráðinu og standa vel að formennsku í norrænusamstarfi (N5+NB8) 2019 og 2017–2021 278 m.kr. UTN
    Norðurskautsráðinu 2019+2021.      
7 3 Tryggja hagsmuni Íslands í málefnum er varðasjálfbæra nýtingu auðlinda, þ.m.t. á sviði hafréttar, með virkri þátttöku í samninga-viðræðum, alþjóðlegum viðburðum og svæða- samstarfi, með nægum mannafla og virkri stefnumótun þvert á fagráðuneyti. 2017–2019   UTN
8 3 Tryggja hagsmuni Íslands í alþjóðlegusamstarfi um umhverfis- og loftlagsmál, þ.m.t. samningaviðræðum við ESB og Noreg um innri skiptingu ábyrgða í loftslagsmálum. 2017–2018   UTN
9 1,2 og 3 Efla gerð og miðlun grunnupplýsinga um brýnhagsmunamál Íslands sem nýtast ráðuneytum og sendiskrifstofum til að efla þekkingu almennings á Íslandi og erlendis á málefna-sviðum ráðuneytisins í gegnum innlenda og erlenda fjölmiðla, samfélagsmiðla, með skýrslugjöf og fundum heima fyrir og erlendis. 2017–2021   UTN

 

Utanríkisviðskipti.  Umfangsmesta  verkefni  utanríkisþjónustunnar  er  að  vinna  að efnahags- og viðskiptahagsmunum Íslands erlendis. Markmið málaflokksins eru að:

 • Bæta aðgengi íslensks atvinnu- og menningarlífs  að  erlendum mörkuðum,  og  efla samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, m.a. með fríverslunarsamningum.
 • Styrkja kynningar- og markaðsstarf í samvinnu fyrirtækja og hins opinbera.
 • Innleiða allar reglur EES-samningsins tímanlega svo að tryggt sé að íslenskt atvinnulíf búi alltaf við sömu reglur og samkeppnisaðilar á EES-markaði.

Íslenskt efnahagslíf er mjög háð útflutningi en vöru- og þjónustuútflutningur nam 1,189 milljörðum króna á árinu 2016 sem var um 50% af landsframleiðslu þess árs. Áhrifin á íslenskt efnahagslíf sjást glögglega þegar gefur á bátinn á einstökum mörkuðum af ýmsum ástæðum og verðmæti dregst saman. Þá gefa niðurstöður greininga á vegum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld og Viðskiptaráðs til kynna að hagvöxtur til 2030 þurfi að vera drifinn áfram af útflutningi og af töluvert meiri krafti en nú er.

Unnið er að markmiðunum, annars vegar með gerð og rekstri viðskiptasamninga, en þar er EES-samningurinn veigamestur, og hins vegar með viðskiptaþjónustu við fyrirtæki. Viðskiptaskrifstofa ráðuneytisins, Íslandsstofa og sendiskrifstofur vinna í samstarfi að viðskiptaþjónustu, ferðamálum og menningarkynningu en sérstakir viðskiptafulltrúar eru við störf í sumum sendiskrifstofum. Þá er unnið að því að efla utanríkisviðskipti í tvíhliða-, marghliða- og alþjóðasamstarfi, m.a. á vettvangi EES, EFTA, WTO og OECD.

Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er mikilvægasti alþjóðaviðskiptasamningur sem Ísland á aðild að. Samningurinn er mun víðtækari en hefðbundinn viðskiptasamningur og felur í sér að Ísland er þátttakandi á innri markaði Evrópusambandsins, ásamt Noregi og Liechtenstein, og fylgir öllum reglum sem snúa að frjálsri för vöru, þjónustu, fólks og fjármagns. Meginmarkmið EES-samningsins er að koma á Evrópsku efnahagssvæði. Þannig eiga fyrirtæki og einstaklingar innan EES að geta treyst því að sömu reglur gilda innan efnahagssvæðisins á þeim sviðum sem samningurinn nær til. Utanríkisráðuneytið rekur skv. samningnum þýðingamiðstöð sem þýðir allar reglur hans yfir á íslensku. EFTA-samningurinn er einnig mikilvægur fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna.

Að auki er það net fríverslunarsamninga sem Ísland er aðili að afar mikilvægt til að tryggja aðgang íslenskra fyrirtækja að alþjóðlegum mörkuðum. Ísland vinnur að flestum þeirra  í  samstarfi  við  hin  EFTA-ríkin  (um  40  ríki).  Ísland hefur þó gert mikilvæga fríverslunarsamninga án aðkomu hinna EFTA-ríkjanna, þ.á m. við Kína og Færeyjar. Viðskiptasamningar ná einnig yfir fjárfestingasamninga og loftferðasamninga sem gefa íslenskum flugrekendum heimildir til að fljúga til og frá öðrum ríkjum með vörur og farþega.

Ísland beitir sér fyrir áframhaldandi viðleitni EFTA-ríkjanna til að efla fríverslunarnet samtakanna. Lögð er sérstök áhersla á að tryggja sem best íslenska hagsmuni í einstökum viðræðum. Stefnt er að því að styrkja samningateymi Íslands í fríverslunarviðræðum EFTA með aukinni þátttöku sérfræðinga utanríkisráðuneytis og einstakra fagráðuneyta eftir því sem unnt er. Ísland leggur áherslu á að EFTA-ríkin hefji sem fyrst fríverslunarviðræður við lönd þar sem íslenskir útflytjendur eiga umtalsverðra hagsmuna að gæta og sem ekki hefur verið gerður fríverslunarsamningur við. Kortið hér á eftir sýnir þá fríverslunarsamninga sem ýmist eru í gildi eða viðræður standa yfir um.

Utanríkisþjónustan aðstoðar íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum á margvíslegan hátt með svokallaðri viðskiptaþjónustu sem fyrst og fremst er sinnt í samstarfi sendiskrifstofa og Íslandsstofu. Meðal verkefna hennar er öflun markaðsupplýsinga og viðskiptasambanda, stuðningur við viðskiptahvetjandi aðgerðir og markaðssókn, efling orðspors Íslands (fjölmiðlar, kynningar o.fl.) og upplýsingagjöf til íslenskra og erlendra aðila um viðskiptatengd málefni (rekstrarumhverfi, löggjöf o.fl.).

Vaxandi áhugi er á íslenskri menningu um allan heim og er hún orðin mikilvægur liður í utanríkisviðskiptum. Hún er nú áberandi í almennri landkynningu og hvetur til aukinnar eftirspurnar eftir íslenskum vörum og þjónustu.

Um áratugaskeið hefur sjálfstæð eining heyrt undir utanríkisráðuneytið; hún hefur starfað með fyrirtækjum á erlendum mörkuðum, tekið þátt í almennu markaðs- og kynningarstarfi og  annast  fræðslu  varðandi  markaðssetningu.  Var þar fyrst  um að  ræða  Útflutningsráð Íslands en síðan 2010 gegnir Íslandsstofa því hlutverki. Íslandsstofa var stofnuð samkvæmt lögum nr. 38/2010 og segir þar að meginmarkmiðið sé að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins.

Íslenska hagkerfið er opið og hagvöxtur er drifinn áfram af útflutningi. Þróun heimsmála kallar á að Íslendingar blási til sóknar og finni hvar tækifærin leynast á næstu árum. Efnahagsmiðja heimsins þokast frá vestri til austurs. Útflutningur á þjónustu hefur verið í kröftugum  vexti  og  gegnir  ferðaþjónustan  þar  lykilhlutverki.  Aðrar  þjónustutekjur  hafa einnig farið vaxandi undanfarin ár. Heildatekjur vegna notkunar hugverka, sérleyfa og vörumerkja, fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónustu, menningar- og afþreyingarþjónustu og annarrar viðskipta- og tækniþjónustu nam samtals 103 milljörðum króna árið 2016, sem er ríflega tvöfalt meiri tekjur en allur vöruútflutningur til Bandaríkjanna. Stafræna hagkerfið, græna hagkerfið, laxeldi og aukin fullnýting sjávarafurða með aðstoð líftækni getur og hefur opnað nýja markaði, t.d. fyrir fæðubótarefni, lyf og snyrtivörur.

Rætt hefur verið um nauðsyn þess að gerð verði langtímastefna í markaðssetningu og útflutningsaðstoð í samvinnu atvinnulífsins og stjórnvalda. Hyggst ráðuneytið hvetja til þess að þessu verkefni verði hrundið í framkvæmd á árinu 2017 með skipun Útflutnings- og markaðsráðs. Íslandsstofa myndi gegna mikilvægu hlutverki í þessu verkefni.

Áfram verður unnið að því að tryggja íslenska viðskiptahagsmuni og stuðla að auknum útflutningi í tvíhliða viðskiptasamstarfi. Samningaviðræður við Bretland eftir BREXIT er eitt stærsta verkefni sem framundan er á sviði utanríkisviðskipta eins og fram kemur í 2. kafla. Áfram verður reynt að fá japönsk stjórnvöld til að semja um fríverslun og unnið verður að betri virkni fríverslunarsamningsins við Kína. Einnig verður áfram unnið að því í samráði við hagsmunasamtök útflytjenda að greiða fyrir viðskiptum Íslands og Nígeríu, auk þess sem reynt verður að greiða fyrir viðskiptum við Rússland.

Íslensk stjórnvöld munu hér eftir sem hingað til styðja dyggilega við viðleitni meðal aðildarríkja WTO til að tryggja frekari opnun markaða og afnám hindrana í viðskiptum milli ríkja stofnunarinnar. Ísland hefur sem áður segir tekið þátt í fjölþjóðlegum samningaviðræðum sem hluti WTO-ríkja hefur tekið sig saman um eftir að ljóst hefur orðið að ekki náist samstaða um einstök mál innan WTO. Þátttaka Íslands í slíkum viðræðum staðfestir ásetning íslenskra stjórnvalda til að greiða fyrir aðgangi íslenskra fyrirtækja að erlendum mörkuðum. Ísland mun áfram taka þátt í EGA- og TiSA-viðræðunum eftir því sem þeim vindur áfram.

Markmið Íslands í EES-samstarfinu er að koma íslenskum sjónarmiðum um ESB-gerðir fyrr að í upptökuferlinu, til að tryggja enn frekar íslenska hagsmuni á EES-svæðinu. Það hefur ávallt verið áskorun að tryggja fullnægjandi mannafla, m.a. hjá fagráðuneytum, við rekstur EES-samningsins og að nægjanlegar fjárheimildir væru til staðar til að sækja fundi erlendis til að fylgjast með þróun löggjafar. Þá er stefnt að því að draga úr upptöku- og innleiðingarhalla, til að tryggja að íslenskt atvinnulíf njóti sömu löggjafar og aðrir innan EES-svæðisins.

Allt frá gildistöku EES-samningsins hafa EFTA-ríkin innan EES, Noregur, Ísland og Liechtenstein, skuldbundið sig til að leggja sitt af mörkum til að draga úr félagslegum og efnahagslegum  ójöfnuði  á  Evrópska  efnahagssvæðinu.  Í þessari skuldbindingu felst að EFTA-ríkin fjármagna í gegnum sérstakan sjóð, Uppbyggingarsjóð EES.

Markmið uppbyggingarsjóðsins er að draga úr félagslegu- og efnahagslegu misræmi innan EES og efla tvíhliðasamstarf milli EES-/EFTA ríkjanna og viðtökuríkjanna fimmtán. Áhersla er lögð á að ljúka samningaviðræðum við viðtökuríkin 15 árið 2017. Ísland hefur sett sér markmið í starfi sjóðsins á komandi starfstímabili þar sem lögð verður áhersla á að koma forgangssviðum Íslands á framfæri í starfi sjóðsins, en þau eru: rannsóknir, nýsköpun, menntun, og menning, orku- og umhverfismál, samfélagslegar umbætur (þ.m.t. jafnréttismál) og málefni flóttamanna.

Kjarni Schengen-samstarfs Evrópuríkja er annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi.  Samstarfið fellur undir stefnu ESB á sviði dóms-  og innanríkismála.

Aðildarríki samstarfsins eru nú 26 talsins, þ.m.t. öll EFTA-ríkin. Áhersla verður lögð á að ljúka við gerð endurviðtökusamninga og samninga um vegabréfsáritanafrelsi.

Frá því að Ísland gerðist aðili að Schengen-samkomulaginu hafa vegabréfsáritanir fyrir þá sem vilja ferðast hingað til lands að mestu verið gefnar út fyrir Íslands hönd af sendiráðum annarra ríkja sem taka þátt í samstarfinu. Vegabréfsáritanir eru nú gefnar út í tveimur íslenskum sendiráðum, í Peking og Moskvu. Vegabréfsáritanir í íslenskum sendiskrifstofum gerir kleift að veita þeim sem hyggja á Íslandsferð betri þjónustu. Með auknum straumi ferðamanna til Íslands hefur álag aukist til muna sem kallar á heildarendurskoðun á starfsemi utanríkisþjónustunnar þegar kemur að vegabréfsáritunum. Sérstaklega þarf að huga að styrkingu sendiráðs Íslands í Peking, en í því sambandi ber að taka mið af því að ríkissjóður hefur tekjur af áritunum.

Nr. Markm HM # Mælikvarðar Staða 2016 Viðmið 2018 Viðmið 2022
1 Bæta aðgengi íslensks atvinnu- og menningarlífs að erlendum mörkuðum, m.a. með fríverslunar- samningum, og efla sam- keppnishæfni íslenskra fyrirtækja. 8,9,17 Ánægja fyrirtækja og hagaðila með þjónustu utanríkis- þjónustunnar og Íslandsstofu (á skalanum 1-5). 3,9 4,2 4,5
Útflutnings-verðmæti vöru og þjónustu sé komið yfir2.000 milljarðakróna árið 2030 á núverandi verðlagi. 1.175 ma.kr. 1.250 ma.kr. 1.350 ma.kr
2 Styrkjakynningar- og markaðsstarf í samvinnu fyrirtækja og hins opinbera. 8,9,17 Jákvætt viðhorfog aukin vitund á völdum erlendum markaðs- svæðum og markhópum gagnvart íslenskri vöru og þjónustu, áfangastað og erlendri fjárfestingu. Mælingar hafa ekki verið framkvæmdar. Utanríkisráðu-neytið mun skoða hvernig hægt er að mæla þetta.    
3 Innleiða allarreglur EES samningsins tímanlega svo tryggt sé að íslenskt atvinnulíf búialltaf við sömu reglur og samkeppnis-aðilar á EESmarkaði. 17 Frammistöðu-mat eftirlits- stofnunar EFTAsem mælir innleiðingar- halla. Innleiðingar-halli 2% Innleiðingar-halli innan við1% Innleiðingar-halli innan við1%
Allar nýjargerðir þýddar tímanlega. Engin töf áinnleiðingu vegnaþýðinga. Engin töf áinnleiðingu vegna þýðinga. Engin töf áinnleiðingu vegnaþýðinga.
Fjöldisamningsbrotamála fyrir EFTA- dómstólnum. 9 mál á ári 3 mál á ári 0 mál á ári

 

NR. Tengist markmiði nr. Aðgerð Tíma- áætlun Kostnaður Ábyrgðar- aðili
1 1 og 2 Styrkja samstarf sendiskrifstofa og Íslandsstofuog efla samstarf við atvinnulífið, m.a. með því að endurskoða lög um Íslandsstofu. 2017–2020   UTN/Íslands- stofa
2 1 og 2 Setja á fót útflutnings og markaðsráð og markalangtímastefnu er varðar útflutningsaðstoð og markaðssetningu. 2017–2018   UTN/Íslands- stofa
3 1 og 2 Styrkja menningarstarf sendiskrifstofa í sam-starfi við Íslandsstofu, menntamálaráðuneytið og hagsmunaaðila. 2018   UTN/Íslands- stofa
4 1 Tryggja hagsmuni Íslands í samningaviðræðumsem leiða af brotthvarfi Bretlands úr ESB, m.a. með nægum mannafla. 2017–2018   UTN
5 1 Kynna fríverslunarsamninga fyrir atvinnulífinuog efla samráð við haghafa. 2017–2018   UTN
6 1 Setja heildarstefnu á sviði utanríkisviðskipta,m.a. með það að markmiði að styrkja net viðskiptasamninga. 2017–2021   UTN
7 2 og 3 Tryggja virkari þátttöku Íslands í mótun EESlöggjafar. 2017–2018   UTN
8 2 og 3 Ljúka innleiðingu EES-gagnagrunns og gera aðhelsta vinnutæki stjórnvalda við utanumhaldEES-mála. 2017–2018   UTN
9 3 Auka samstarf við önnur EFTA-ríki á fyrristigum upptökuferlis. 2018   UTN

 

Samstarf um öryggis- og varnarmál. Markmið málaflokksins eru að:

 • Tryggja að ávallt séu til staðar á Íslandi trúverðugar og sýnilegar varnir sem byggja á alþjóðasamstarfi, einkum á vettvangi NATO og ÖSE, varnarsamningnum við Bandaríkin og virku samstarfi við grannríki á sviði öryggismála.
 • Tryggja rekstur og viðhald íslenska loftvarnakerfisins, kerfa NATO og varnarmannvirkja á Íslandi og að ávallt sé unnin og til staðar skýr stöðumynd af loftrýminu og hafsvæðinu við Ísland.
 • Tryggja að ávallt sé til staðar fullnægjandi gistiríkjastuðingur og viðbúnaðargeta og öryggi til þess að taka á móti liðsafla á friðar- sem og hættu- eða ófriðartímum ef þörf krefur.

Ísland er herlaus þjóð sem tryggir öryggi sitt og varnir með virku samstarfi við önnur ríki. Þátttaka Íslands í starfi NATO og ÖSE, virkt samstarf við grannríki á sviði öryggismála og varnarsamningurinn við Bandaríkin eru meginstoðir í stefnu Íslands um öryggi og varnir landsins. Í samstarfinu felst m.a. gistiríkjastuðningur, loftrýmiseftirlit, loftrýmisgæsla og varnaræfingar. Enn fremur ábyrgjast íslensk stjórnvöld rekstur íslenska loftvarnarkerfisins og annarra mannvirkja á Íslandi, þ.m.t. mannvirkja á eignalista NATO hér á landi.

Loftrýmiseftirlitið gegnir mikilvægu hlutverki í flugöryggismálum á Norður-Atlantshafi, við eftirlit á hafi og til eftirlits með ríkisförum. Ljósleiðarakerfi NATO, sem er hringtengt umhverfis landið, er einnig grunnstoð í öryggisfjarskiptum landsins. Þá er fjarskiptabúnaður fyrir  flugleiðsögu  og  öryggisfjarskipti  hýstur  á  ratsjár-  og  fjarskiptastöðvum  umhverfis landið.

Málaflokkurinn er á ábyrgð utanríkisráðherra en náið samstarf er við innanríkisráðuneytið og annast Landhelgisgæsla Íslands og Ríkislögreglustjóri framkvæmd varnar- og öryggistengdra verkefna á grundvelli samnings innanríkis- og utanríkisráðherra frá 2014. Einnig eru öryggis- og varnarmál ríkur þáttur í starfsemi sendiskrifstofa Íslands á erlendri grundu, ekki síst hjá fastanefndum Íslands hjá NATO, ÖSE og S.þ. og sendiráðinu í Washington.

Innan tíðar verður skipað í þjóðaröryggisráð og hefur þá stórt skref verið stigið í samhæfingu öryggis- og varnarmála Íslands, en á síðustu misserum hefur Alþingi samþykkt þingsályktun  um  þjóðaröryggisstefnu  fyrir  Ísland  og  lög  um  þjóðaröryggisráð.  Þjóðaröryggisstefnan nær jafnt til virkrar utanríkisstefnu, varnarstefnu og almannaöryggis og horfir því heildstætt til öryggis- og varnarmála sem nauðsynlegt er þegar horft er til breyttrar heimsmyndar, nýrrar tækni og þeirra áskorana sem ríki heims standa frammi fyrir. Í þjóðaröryggisstefnunni eru tilgreindir hornsteinar varna Íslands, aðildin að Atlantshafsbandalaginu og samstarfið við Bandaríkin á grundvelli varnarsamningsins, auk áhersluflokka eins og hryðjuverka og netógna, umhverfisöryggis á norðurslóðum og náttúruhamfara. Hlutverk þjóðaröryggisráðsins er að hafa eftirlit með framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar, standa fyrir umræðu um öryggis- og varnarmál og standa fyrir endurskoðun stefnunnar eigi sjaldnar en á fimm ára fresti.

Markvisst er unnið að því að tryggja varnir Íslands og styrkja samstarfið innan Atlantshafsbandalagins. Rekstur varnarmannvirkja á öryggissvæðinu og starfræksla ratsjárkerfisins sem nær yfir umfangsmikið svæði á Norður-Atlantshafinu er veigamikill þáttur í framlagi Íslands til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins og fyrir dyrum stendur allnokkur endurnýjun á þeim kerfum og ýmis viðhaldsverkefni eru í farvatninu.

Ísland undirbýr nú þátttöku í tveimur viðamiklum æfingum á vegum Atlantshafsbandalagsins. Annars vegar í kafbátarleitaræfingunni Dynamic Mongoose sem fer fram sumarið 2017 og hins vegar í varnaræfingunni Trident Juncture sem verður haldin haustið 2018. Undirbúningur vegna æfinganna kallar á víðtækt samráð helstu stofnana sem koma að framkvæmd öryggis- og varnarmála á Íslandi. Auk þessa tekur Ísland árlega þátt í Northern Challenge æfingu Atlantshafsbandalagsins en markmið hennar er að æfa sprengjueyðingar og viðbrögð við hryðjuverkum.

Nr. Markm HM # Mælikvarðar Staða 2016 Viðmið 2018 Viðmið 2022
1 Tryggja að á Íslandi séu trúverðugar og sýnilegar varnir sembyggja á alþjóðasamstarfi, einkum á vettvangi NATO og ÖSE, varnar- samningnum við Banda- ríkin og virku samstarfi við grannríki á sviði öryggismála. 16, 17 Árangur í aðkoma íslenskum sjónarmiðum í öryggis- og varnarmálum á framfæri. Þetta er erfittað mæla og verður byggt á sjálfsmati.    
Hlutfall fjár-veitinga og styrkja tilframkvæmda hér á landi úr sjóðum Atlants- hafsbandalagsins og meðvísan til varnarsamningsins. 20% 25% 25%
             
2 Tryggja rekstur og viðhald íslenska loftvarna- kerfisins, kerfa NATO og varnar- mannvirkja á Íslandi og að ávallt sé unninog til staðar skýr stöðu- mynd af loft- rýminu oghafsvæðinu við Ísland. 16, 17 Áreiðanleiki (e.availability) kerfa og viðhald þeirra sé í sam-ræmi við staðlaog reglur NATO (hversu hátthlutfall af tíma kerfin virka). Mæling ekkitil 90% 90%
Fjöldi athuga-semda úr gæðaeftirlits- skoðunum Landhelgis- gæslu og stofnana NATO. Engarathugasemdir Engarathugasemdir Engarathugasemdir
Fjöldi kerfaNATO sem aðgangur er aðhér á landi. Lágmarksaðgangur Óbreytt frá 2015 ACCSinnleiðing
3 Tryggja aðávallt sé til staðar fullnægjandi gistiríkja- stuðningur og viðbúnaðar- geta og öryggi til þess að taka á móti liðsafla á friðar- sem og hættu- eða ófriðartímum ef þörf krefur. 16, 17 Fjöldi athuga-semda úr gæða- eftirlits- skoðunum Landhelgis- gæslu og stofnana NATO Ásættanlegt Ásættanlegt Ásættanlegt
Fjöldi gistirýmainnan öryggis- svæðisins 200 200 300

NR. Tengist markmiðinr. Aðgerð Tíma- áætlun Kostnaður Ábyrgðar- aðili
1 1 Tryggja virka þátttöku Íslands í starfi NATO,ÖSE, NORDEFCO og SÞ á sviði öryggis- og varnarmála. 2017–2021   UTN
2 1 Tryggja nægar fjárveitingar til málaflokksinsbæði frá íslenska ríkinu og NATO í samræmi við skuldbindingar 2017–2021   UTN/Landhelgisgæslan
3 1 Uppfæra varnaráætlun NATO fyrir Noreg,Ísland og Norður-Atlantshafið og gera varnaráætlun fyrir Ísland. Æfa DynamicMongoose 2017 og Trident Juncture, 2018. Stefnt er að því að hluti þeirra varnaræfinga fari fram á og umhverfis Ísland. 2017–2018   UTN/Landhelgisgæslan
4 2 Viðhalda varnarmannvirkja og kerfa á Íslandi,þ.m.t. að uppfæra ratsjárkerfið og stjórn- stöðvarkerfið (ACCS). 2017–2020   UTN/Landhelgisgæslan
5 2 Tryggja rekstur og reglubundið viðhald tækjaog kerfa sem tengjast þátttöku Íslands í samþættu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæsluNATO við Ísland og eftirliti með hafinu, þ.m.t. að uppfæra ratsjárkerfið og stjórnstöðvarkerfið. 2018–2021   UTN/Landhelgisgæslan
 
           
6 2 Auka þjálfun og færni starfsmanna sem vinnaað loftrýmisgæslu og rekstur ratsjárskerfisins. 2017–2021   UTN/Landhelgis gæslan
7 3 Styrkja starfsemi Landhelgisgæslu Íslands áöryggissvæðinu til að takast á við aukningu í loftrýmisgæslu og varnartengdum verkefnum. 2017–2020   UTN/Landhelgis gæslan
8 3 Bæta aðbúnað, öryggi og fjölga gistirýmum áöryggissvæðunum. 2017–2021   UTN/Landhelgis gæslan

Þróunarsamvinna. Markmið íslenskra stjórnvalda í þróunarsamvinnu taka mið af Heimsmarkmiðum S.þ. um sjálfbæra þróun. Unnið verður að því að draga úr fátækt og stuðla að almennri velferð á grundvelli jafnréttis og sjálfbærrar þróunar með því að:

 • Bæta  lífsskilyrði  og  auka  tækifæri  fólks  með  sterkari  félagslegum  innviðum,  með jafnrétti að leiðarljósi.
 • Bæta  fæðuöryggi  og  örva  hagþróun  á  grundvelli  jafnaðar  og  sjálfbærrar  auðlinda- nýtingar m.a. með nýtingu á íslenskri sérþekkingu.
 • Auka viðnámsþrótt samfélaga og flýta endurreisn með aukinni samhæfingu mannúðar- aðstoðar og þróunarsamvinnu.

Alþjóðleg þróunarsamvinna er ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Með virkri þátttöku á þessu sviði leitast Ísland við að uppfylla skyldur sínar sem ábyrg þjóð. Þannig taka íslensk stjórnvöld þátt í baráttu alþjóðasamfélagsins gegn fátækt og fyrir friði og betri lífskjörum á heimsvísu. Aðild að Sameinuðu þjóðunum er helsti grundvöllur þróunarsamvinnu Íslands og Heimsmarkmið S.þ. um sjálfbæra þróun varða veginn. Heimsmarkmið S.þ. eru 17 talsins með 169 undirmarkmiðum og beinast bæði að innanlandsstarfi og starfi Íslands á alþjóðavettvangi. Utanríkiráðuneytið ber ábyrgð á framkvæmdinni hvað alþjóðastarf og þróunarsamvinnu áhrærir.

Í samræmi við 5. gr. laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands nr. 121/2008, með síðari breytingum, skal ráðherra fimmta hvert ár leggja fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um stefnu stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands til fimm ára í senn þar sem fram koma markmið og áherslur Íslands í málaflokknum. Í aðgerðaáætlun sem gildir til tveggja ára skal kveðið nánar á um framkvæmd stefnunnar.

Vinna við stefnu stjórnvalda á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu til fimm ára er yfirstandandi og verður hún lögð fyrir Alþingi ásamt aðgerðaráætlun til tveggja ára á næstu mánuðum. Viðskiptamál fá aukið vægi í starfinu framundan, en skoðað verður með hvaða hætti er hægt að veita þróunarríkjum stuðning á því sviði. Þá verður hlutverk og mögulega aukin aðkoma atvinnulífsins kortlögð ásamt því sem skoðað verður með hvaða hætti er hægt að nýta íslenska sérþekkingu betur í þágu sjálfbærrar þróunar.

Unnið er að því að setja á fót alþjóðlega stofnun Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) á Íslandi sem verði regnhlífarstofnun fyrir þá fjóra skóla sem staðsettir eru á Íslandi. Gert er ráð fyrir að hún verði hluti af HSÞ og alþjóðastofnun undir formerkjum S.þ.. Niðurstöður úttektar á skólum HSÞ á Íslandi, sem væntanlegar eru í júní 2017, verða nýttar í þá vinnu.

Þá er von á að starfshópur um framtíðarsýn og markmið Íslensku friðargæslunnar skili skýrslu til utanríkisráðherra. Á síðasta ári voru liðin fimmtán ár frá stofnun íslensku friðargæslunnar. Miklar breytingar og þróun hafa átt sér stað í hinu alþjóðlega umhverfi og mikilvægt að starf friðargæslunnar taki mið af því.

Árið 2019 mun Ísland taka við formennsku í kjördæmissamsstarfi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum og gegna því í tvö ár. Í því felst annars vegar að Ísland mun eiga aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans sem gegnir starfinu fyrir hönd kjördæmisins. Hins vegar mun Ísland leiða samræmingarstarf kjördæmislandanna en þeirri vinnu er sinnt í höfuðborgunum. Samræmingarstarfið er umfangsmikið en það snýr að öllu starfi kjördæmisins og málefnavinnu þess gagnvart bankanum. Vinna að undirbúningi þessa tímabils er þegar hafin í ráðuneytinu og mun halda áfram á komandi ári. Þá mun Ísland einnig eiga sæti í þróunarsamvinnunefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja árið 2019.

Eftirfarandi töflur endurspegla aðgerðaráætlun fyrir árin 2017–2018 sem lögð verður fyrir Alþingi með nýrri stefnu á sviði þróunarsamvinnu en aðgerðaráætlunin verður þó mun yfirgripsmeiri og ítarlegri.

 

Nr. Markm HM # Mælikvarðar Staða 2016 Viðmið 2018 Viðmið 2022
                     1                 Bæta lífsskilyrði og auka tækifæri fólks með sterkari félagslegum innviðum, með jafnrétti að leiðarljósi           4      Menntun: Betur búnir skólar í samstarfshéraði í Mangochi héraði í Malaví (dæmi) til að sinna grunn- menntun barna og unglinga.       Malaví(landsvísir,2012):60% barna á grunnskóla-aldri í héraðinu eru skráðir í skóla. Verkefnaskjal2012–2017: Bætt aðstaða í12 skólum sem34 þúsund börn heyra undir.• 52 nýjar kennslustofur• 36 kennarahús• 48 kamra• 96 vatnsað- staða• Skólahúsgögní 200 kennslu- stofur• Viðhald húsnæðis• Námsgögn• 60 nýir kennarar         Verður uppfært samkvæmt nýju verkefnaskjali
          3         Heilsa: Hlutfall mæðra- og barnadauða í Mangochihéraði (Malaví).        Malaví(landsvísir,2010): Mæðradauði31/1000Ungbarna- dauði 66/1000 Verkefnaskjal2012–2017 – Heilbrigðis- þjónusta semnær til 1 milljónar íbúa.• Ný fæðingar- deild við héraðs- spítalann. • 4 fæðingar- deildir á heilsugæslu- stöðvum.• 11 biðskýli við fæðingar- deildir.• 10 heilsuskýli í dreifbýli.         Verður uppfært samkvæmt nýju verkefnaskjali

 

          • 5 sjúkra- bifreiðar.  
      6 Vatn: Fjöldiheimila og skóla með aðgang að og not afaðstöðu með heilnæmu vatni og bættri salernisaðstöðu á þeim svæðumsem samstarfs- verkefni nær tilí Zambésía fylki í Mósambík).  Mósambík (Zambésía fylki, 2014):74% hafa ekki aðgang að hreinu vatni í fylkinu og75% geraþarfir sínar á víðavangi. Verkefnaskjal2014–2017• Vatn: 48 þúsund nýir notendur.• Kamrar: 300 þúsund nýir notendur• Skólar 14 þúsund nemendur með bættan aðgang     Verður uppfært samkvæmt nýju verkefnaskjali
                     2                 Bæta fæðuöryggi og örva hagþróun á grundvelli jafnaðar og sjálfbærrar auðlinda- nýtingar m.a. með nýtingu á íslenskri sérþekkingu.        2, 14  Fiskimál: Fjöldi útskrifaðra nemenda úr Sjávarútvegs- skóla HSÞ og fjöldi þátt- takenda í styttri námskeiðum á hans vegum í þróunarríkjum á ári.      23 útskrifaðir nemendur og59 þátt-takendur í styttri nám- skeiðum   Áætlaður fjöldi er ekki til, en miðað við þróun nemendafjölda síðustu ár gæti hann verið á bilinu 22-24 nemendur.Fjöldi þátt- takenda í styttrinámskeiðum er óþekktur. Áætlaðurfjöldi er ekki til, en miðaðvið þróun nemendafjöld a síðustu ár gæti hannverið á bilinu24-28 nemendur. Fjöldi þátt-takenda í styttri nám- skeiðum er óþekktur.
         7    Orkumál: Fjöldi útskrifaðra nemenda úr Jarðhitaskóla HSÞ og þátttakendur í styttri nám- skeiðum á hans vegum í þróunarlöndum á ári       34 útskrifaðir nemendur og u.þ.b. 133 þátttakendur í styttri nám- skeiðum. Áætlaður fjöldier ekki til, en miðað við þróun nemendafjöldasíðustu ár gæti hann verið á bilinu 28-32 nemendur [nem.fækkar vegna þess að sam- starfi við einn samstarfsaðilahefur verið hætt]. Fjöldi þátttakenda í styttri nám-skeiðum er óþekktur.   Áætlaður fjöldi er ekki til, en miðað við þróun nemenda- fjölda síðustu ár gæti hann verið á bilinu32-36 nemendur. Fjöldi þátt-takenda í styttri nám- skeiðum er óþekktur.
    15 Landgræðsla: Fjöldi út- skrifaðra nemenda úr Landgræðslu-skóla HSÞ og þátttakendur ístyttri nám- skeiðum á hans     11 útskrifaðir nemendur. Áætlaður fjöldi er ekki til, en miðað við þróun nemendafjölda síðustu ár gæti hann verið á bilinu 15-17 nemendur. Áætlaðurfjöldi er ekki til, en miðaðvið þróunnemenda- fjölda síðustuár gæti hann verið á bilinu17-21
      vegum íþróunarlöndum á ári.     nemendur.
     3 Aukaviðnámsþrótt samfélaga og flýta endur- reisn með aukinni samhæfingu mannúðar- aðstoðar og þróunar- samvinnu.      17   Mannúðar- aðstoð: Heildarfjöldi rammasamninga við áherslu- stofnanir og íslensk borgara- samtök      1      6      6

 

NR. Tengist markmiði nr. Aðgerð Tíma- áætlun Kostnaður Ábyrgðar- aðili
1 1 Menntun: Samstarfsverkefni í grunnmenntun íÚganda (Buikwe og Kangala) og Malaví(Mangochi). 2017–2018 2017:483 m.kr.  UTN
2 1 Heilsa: Samstarfsverkefni í heilbrigðiþjónustumeð héraðsyfirvöldum í Mangochi héraði íMalaví. Stuðningur við UNCEF í Palestínu. 2017–2018 2017:92 m.kr.  UTN
3 1 Vatn: Samstarfsverkefni í vatns- oghreinlætisþjónustu með héraðsyfirvöldum í Úganda (Buikwe) og Malaví (Mangochi). Stuðningur við UNICEF í Mósambík, (Zambesía).   2017–2018   2017:265 m.kr.   UTN
4 2 Fiskimál: Samstarfsverkefni með Noregi ásviði fiskimála með fiskimálaráðuneyti Mósambík, stuðningur við Sjávarútvegsskóla HSÞ á Íslandi og fiskisamstarf innanAlþjóðabankans.   2017–2018   2017:345 m.kr.   UTN
5 2 Jarðhiti: Stuðningur við jarðhitarannsóknir íAustur- Afríku,Jarðhitaskóla HSÞ á Íslandi, ESMAP innanAlþjóðabankans og SE4ALL.  2017–2018  2017:497 m.kr.   UTN
6 2 Landgræðsla: Stuðningur viðLandgræðsluskóla HSÞ á Íslandi. 2017–2018 2017:128 m.kr. UTN
7 3 Mannúðaraðstoð: Framlög til OCHA, CERF,UNHCR, WFP og ICRC. Rammasamningar við borgarasamtök og áherslustofnanir.Eyrnamerkt framlög og liðsafli til áherslustofnana, ICRC, Alþjóðabjörgunar- sveitarinnar/Landsbjargar.   2017–2018   2017:696 m.kr.  UTN
Það athugast að ofangreindur listi er ekki tæmandi og endurspeglar ekki alla opinbera þróunarsamvinnu Ísl.


  Samningsbundin framlög vegna fjölþjóðasamstarfs. 
Undir málaflokkinn falla aðildargjöld Íslands vegna fjölþjóðasamstarfs þvert á ofangreind verkefni. Framlögin sveiflast nokkuð milli ára en fjárhagsáætlanir flestra alþjóðastofnana eru ekki samþykktar fyrr en í lok árs og hlutdeild Íslands breytist reglulega í samræmi við reiknireglur hverrar stofnunar. Engin stefnumótun fer því fram í þessum málaflokki.

5.   Fjármögnun    

 

                                                                                 Áætlun Áætlun Áætlun Áætlun Áætlun
Útgjaldarammi í m.kr.                                          2018 2019 2020 2021 2022
4 Utanríkismál .............................................. 14.362 15.453 15.868 16.309 16.407

 

 

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn