Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Fjármálaáætlun 2018-2022

1. Umfang 

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og jafnréttismálaráðherra velferðarráðuneytisins. Það skiptist í tvo málaflokka, en þeir eru:

  • Vinnumál og atvinnuleysi.
  • Vinnumarkaður.

Vinnumál og atvinnuleysi. Málaflokkurinn tekur til aðstoðar við fólk í atvinnuleit, mat á vinnufærni þess og skipulags virkra vinnumarkaðsaðgerða auk starfsendurhæfingar. Undir málaflokkinn heyra Vinnumálastofnun, Atvinnuleysistryggingasjóður, Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga, Ábyrgðarsjóður launa, vinnumál, atvinnuleysi, starfsendurhæfing og starfsendurhæfingarsjóðir. Vinnumálastofnun aðstoðar fólk í atvinnuleit ásamt því að skipuleggja virkar vinnumarkaðsgerðir. Einnig sér stofnunin um umsýslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs og Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annarra verkefna. Þar á meðal hefur Vinnumálastofnun verið með lögum falin veiting atvinnuleyfa sem og eftirlit með útsendum starfsmönnum og starfsemi starfsmannaleigna í því skyni að koma í veg fyrir félagsleg undirboð á vinnumarkaði í nánu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og önnur stjórnvöld.

Starfsendurhæfing skiptist í tvo flokka, annars vegar atvinnutengda starfsendurhæfingu sem veitt er á grundvelli laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða og hins vegar aðra starfsendurhæfingu sem veitt er í gegnum Vinnumálastofnun, að mestu leyti á grundvelli þjónustusamninga við þjónustuveitendur. Starfsendurhæfingarsjóðir  annast  þjónustu  á  sviði  atvinnutengdrar  starfsendurhæfingar  sem er ætluð einstaklingum með skerta starfsgetu í kjölfar veikinda eða slysa til að þeir geti hafið eða haldið áfram þátttöku á vinnumarkaði eftir áföll. Á landinu starfar einn starfsendurhæfingarsjóður, VIRK – starfsendurhæfingasjóður ses., sem tók formlega til starfa árið 2009.

Vinnumarkaður. Undir málaflokkinn vinnumarkaður heyra vinnuvernd, Vinnueftirlit ríkisins, sáttamiðlun á vinnumarkaði og Embætti ríkissáttasemjara.

Vinnuvernd felur í sér að starfsumhverfi á vinnustöðum sé öruggt og heilsusamlegt. Starfsemi  Vinnueftirlits  ríkisins  skiptist  í  þrjár  meginstoðir  sem  eru  eftirlit,  fræðsla  og rannsóknir á sviði vinnuverndar. Áhersla er lögð á að vinnustaðir hafi gert áhættumat og áætlun um heilsu og öryggi en þar á meðal er undirstrikað mikilvægi forvarna á vinnustöðum. Enn fremur að tryggja skilyrði fyrir því að innan vinnustaðanna sjálfra sé unnt að leysa  öryggis-  og  heilbrigðisvandamál  í  samræmi  við  gildandi  lög  og  reglur  sem og  í samræmi við ráðleggingar og fyrirmæli Vinnueftirlits ríkisins. Sáttamiðlun á vinnumarkaði fellur einnig undir málaflokkinn en Embætti ríkissáttasemjara annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar. Enn fremur ber embættinu skylda til að fylgjast með ástandi og horfum í atvinnulífi og vinnumarkaði um allt land, einkum þróun kjaramála og atriðum sem valdið gætu ágreiningi í samskiptum samtaka atvinnurekenda og stéttarfélaga. 

2.   Starfsemi og helstu áskoranir

Vinnumál og atvinnuleysi. Meðal helstu áskorana málaflokksins er að áfram fjölgar þeim einstaklingum sem fá  greiddan  örorkulífeyri  innan almannatryggingakerfisins  sem bendir til þess að árangur starfsendurhæfingar og virkra vinnumarkaðsaðgerða sé ekki nægjanlegur. Einstaklingum sem metnir hafa verið með 75% örorku hefur fjölgað árlega og sýna mælingar að aukning milli áranna 2015 og 2016 er um 5,4%.

Tölulegar upplýsingar frá Tryggingastofnun ríkisins benda til að um 1.296 einstaklingar hafi að meðaltali árlega á síðustu tíu árum fengið ákvörðun um greiðslu örorkulífeyris. Á árinu 2014 fengu 1.235 einstaklingar örorkumat í fyrsta skipti hjá Tryggingastofnun ríkisins, 1.471 árið 2015 og 1.796 á árinu 2016 (nýgengi örorku).

Á síðustu árum hefur atvinnuástand verið gott en á árinu 2016 nam skráð atvinnuleysi að jafnaði 2,3% og hafði minnkað úr 2,9% á árinu 2015. Horfur eru á að þróunin á árinu 2017 verði áfram jákvæð og svipuð þróuninni síðustu tvö ár. Þó er það áskorun málaflokksins að árið 2016 höfðu að meðaltali rúmlega 20% eða 1.000 atvinnuleitendur af öllum skráðum atvinnuleitendum verið lengur en tólf mánuði á skrá hjá Vinnumálastofnun. Reynslan bendir til þess að eftir því sem lengri tími líður þarf viðkomandi á meiri þjónustu að halda til að finna starf. Því skiptir máli að fólk í atvinnuleit fái liðsinni og aðstoð fyrr í atvinnuleitinni en verið hefur til þess að aðstoðin beri tilætlaðan árangur. Einnig hefur reynslan sýnt að líkur á varanlegri örorku aukast eftir því sem lengri tími líður frá því að viðkomandi var virkur á vinnumarkaði. Það er áskorun að takast á við það hvernig megi aðstoða og liðsinna þeim sem lengi hafa verið atvinnulausir við að komast aftur inn á vinnumarkað. Jafnframt er gert ráð fyrir að Vinnumálastofnun aðstoði þá sem hafa lokið atvinnutengdri starfsendurhæfingu í atvinnuleit sinni í meira mæli en verið hefur. Þá veitir Vinnumálastofnun aðstoð við fólk með skerta starfsgetu, þar á meðal fötluðu fólki, en atvinnumál fatlaðs fólks voru formlega flutt til stofnunarinnar í ársbyrjun 2016.

Gert er ráð fyrir að árið 2017 muni kostnaður við rekstur Vinnumálastofnunar nema um 1.279 millj. kr. og stendur Atvinnuleysistryggingarsjóður straum af um 51,7% af heildarrekstrarkostnaði stofnunarinnar. Á árinu 2017 er gert ráð fyrir að 402 millj. kr. verði varið til verkefna tengdum starfsendurhæfingu. Hluti af gjaldstofni tryggingagjalds samkvæmt lögum um tryggingagjald rennur til VIRK og framlag ríkisins vegna ársins 2017 nemur 620 m.kr. Á síðastliðnu ári voru 1.710 nýir einstaklingar í þjónustu hjá VIRK og 1.112 einstaklingar luku þjónustu. Alls  voru  að  meðaltali  1.916 einstaklingar í  þjónustu hjá  sjóðnum í  hverjum mánuði.

Áhættuþáttur í rekstri Atvinnuleysistryggingasjóðs er atvinnuástandið á innlendum vinnumarkaði. Útgjöld sjóðsins ráðast af fjölda tryggðra einstaklinga innan atvinnuleysistryggingakerfisins sem eru án atvinnu og hversu langan tíma það tekur fólk að finna starf að nýju. Útgjöld sjóðsins vegna greiddra atvinnuleysisbóta til einstaklinga voru 9,1 ma.kr. á árinu 2016 og er áætluð að þau nemi 9,7 ma.kr. á árinu 2017. Er miðað við að 1% atvinnuleysi kosti sjóðinn um 4,5 ma.kr. á ársgrundvelli. 

Vinnumarkaður. Ein af helstu áskorunum málaflokksins hvað varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er að vinnuslysum fer nú fjölgandi og er fjöldinn orðinn svipaður og árið 2007. Samkvæmt Slysaskrá Íslands verða á bilinu 5.000 til 6.000 starfsmenn fyrir vinnuslysi árlega sem leiðir til heimsóknar til læknis, lögreglu eða annarra opinberra aðila en um 190.000 manns starfa á íslenskum vinnumarkaði. Slys í störfum tengdum gerð mannvirkja hafa lengi verið meðal algengustu og hættulegustu slysanna á íslenskum vinnumarkaði. Þessi slys náðu hámarki á árunum 2005 til 2008 en fækkaði síðan verulega. Fjöldi slysa í mannvirkjagerð hefur farið vaxandi á ný frá árinu 2014 sem endur- speglar væntanlega aukin umsvif í greininni. Opinber stjórnsýsla, þar með talið lögreglan, tilkynnir um langflest slys og óhöpp.

Önnur af helstu áskorunum málaflokksins eru atvinnutengdir sjúkdómar. Stoðkerfissjúkdómar er önnur helsta orsök örorku á Íslandi og algengi þeirra meðal kvenna er tvöfalt á við karla (Tryggingastofnun ríkisins, 2016). Óhófleg streita á vinnustöðum er til þess fallin að auka líkur á heilsutjóni af ýmsu tagi en streita er áhættuþáttur fyrir sjúkdóma í hreyfi- og stoðkerfi sem og geðsjúkdóma. Algengustu greiningar þeirra sem metnir hafa verið með örorku á árinu 2015 innan almannatryggingakerfisins voru geðraskanir og stór hluti hópsins var á aldrinum 18–39 ára. Jafnframt er talið að geðsjúkdómar ásamt sjúkdómum í hreyfi- og stoðkerfi séu ástæður fyrir tveimur þriðju til þremur fjórðu hlutum forfalla af vinnumarkaði í hinum vestræna heimi88. Er því mikilvægt að þjóðfélagið sé almennt meðvitað um mikilvægi vinnuverndar og sameiginlega ábyrgð þar að lútandi, ekki síður en stjórnvöld. Stjórnvöld þurfa að leggja áherslu á leiðir til að efla vinnuvernd inni á vinnustöðum í því skyni að draga úr stoðkerfissjúkdómum og geðröskunum sem rekja má til vinnuaðstæðna.

Þá er það áskorun málaflokksins að einungis 44% íslenskra fyrirtækja eru með áhættumat samkvæmt evrópskri könnun (ESSENER2) en 77% að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu. Einnig skiptir máli að innra forvarnarstarf fyrirtækja hér á landi er minna en í nágrannalöndum. Reynslan hefur sýnt að þessum málum þarf að fylgja eftir með eftirliti og fundarhöldum með stjórnendum fyrirtækjanna en þessi lagaskylda hefur hvílt á fyrirtækjum á innlendum vinnumarkaði frá árinu 2003. Viðmið Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) er einn eftirlitsmaður á hverja 10.000 starfandi en til samanburðar starfar að meðaltali 1,1 eftirlitsmaður á hverja 10.000 starfandi á Evrópska efnahagssvæðinu og 1,4 eftirlitsmenn á hverja 10.000 starfandi á dönskum og norskum vinnumörkuðum. Árið 2015 voru um 0,7–0,8 eftirlitsmenn starfandi á hverja 10.000 starfandi á innlendum vinnumarkaði.

Stöðugleiki á vinnumarkaði er mikilvæg forsenda jafnvægis og vaxtar í efnahagslífi. Einn af megináhættuþáttum málaflokksins að því er varðar sáttamiðlun á vinnumarkaði er fjöldi kjaradeilna milli aðila vinnumarkaðarins á hverjum tíma. Áskorun málaflokksins í þessu sambandi felst ekki síst í að tíðkast hefur að rof verði á samningssambandi milli aðila þegar eldri kjarasamningar renna út án þess að nýir hafi verið gerðir. Getur slík staða valdið spennu í viðræðum aðila og aukið líkurnar á að deilum sé vísað til ríkissáttasemjara til sáttameðferðar. Þá má segja að við þessar aðstæður aukist hættan á að til vinnustöðvana komi til að knýja fram nýja samninga enda félagsmenn stéttarfélaga þá orðnir langeygir eftir kjarabótum. Árið 2015 voru vinnustöðvanir boðaðar í 43 af 60 sáttamálum sem voru til meðferðar hjá ríkissáttasemjara og kom til vinnustöðvana í 29% tilvika. Árið 2016 var 11 sáttamálum vísað  til  ríkissáttasemjara  og  sjö voru  til  meðferðar  frá  fyrra  ári.  Voru  vinnustöðvanir boðaðar í níu málanna (50%) og hófst vinnustöðvun í sex þeirra.

Enn fremur er það áskorun málaflokksins að samningsaðilar í kjarasamningsviðræðum ólíkra starfsstétta hafa ekki komið sér saman um sameiginlegar efnahagslegar forsendur við gerð kjarasamninga sinna. Hefur það leitt til þess að samið er um kjarabætur í nýjum samningum sem þykja umfram kjarabætur undangenginna samninga og raska um leið forsendum þeirra síðarnefndu. Afleiðingin verður þá oft eins konar sjálfvirkar launahækkanir einstakra hópa og næstir sem koma á eftir vilja jafnvel gera enn betur. Í stað þess að leiða til aukins kaupmáttar fyrir launafólk er hætta á að raunin verði efnahagslegur óstöðugleiki. Því er mikilvægt að unnið verði markvisst að því að vanda vinnubrögð við undirbúning og gerð kjarasamninga þannig að auka megi kaupmátt launafólks á grundvelli lágrar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis.

Embætti ríkissáttasemjara myndi þjóna betur tilgangi sínum geti það boðið upp á svokallaða fyrirbyggjandi sáttamiðlun á samningstíma. Slík aðferðafræði eykur líkurnar á því að einn samningur taki við af öðrum án þess að rof verði á samningssambandinu. Til að það geti gengið eftir þarf að boða samningsaðila mun fyrr að samningaborðinu en tíðkast hefur. Einnig er mikilvægt að ríkissáttasemjari hafi betri yfirsýn yfir efndir samninga og bjóði upp á sáttamiðlunarþjónustu á samningstíma ef aðilar þurfa á að halda. Annar liður í því að sjá til þess að embættið þjóni betur tilgangi sínum er að vista vinnslu launatölfræði hjá embættinu en í því sambandi er unnt að koma á eins konar launatölfræðinefnd að norskri fyrirmynd. Nefndin heyrði undir málefnasvið félags- og jafnréttismálaráðherra og hefði það hlutverk að koma á sameiginlegri sýn á efnahagsforsendur og launaþróun. Hún nyti aðstoðar sérfræðinga Embættis ríkissáttasemjara við að leggja fram launatölfræði í tengslum við kjarasamningsgerðina þannig að koma mætti í veg fyrir ágreining milli aðila varðandi efnahagsforsendur samninganna.

3.   Framtíðarsýn og meginmarkmið

Stöðugleiki á vinnumarkaði er mikilvæg forsenda jafnvægis og vaxtar í efnahagslífi. Forsenda þess að sótt verði fram í átt að bættum lífskjörum er að stöðugleiki ríki í efnahagsmálum. Framtíðarsýn málefnasviðsins er sú að velferð þátttakenda á vinnumarkaði verði höfð í fyrirrúmi. Stuðlað verði að því að fólk sé virkt í samfélaginu og líði vel í starfi í öruggu  og heilsusamlegu  starfsumhverfi.  Þannig  verði  best  stuðlað  að  því  að  íslenskt atvinnulíf verði samkeppnishæft í alþjóðlegum samanburði.

Meginmarkmið málefnasviðsins er að flestir geti verið virkir þátttakendur á vinnumarkaði án tillits til aldurs, búsetu, fötlunar eða skertrar starfsgetu til að sjá sér og sínum farborða. Þá verði aðstæður á vinnustöðum í samræmi við félagslega framþróun og bestu þekkingu á hverjum tíma.

Ráðgert er að leggja frumvarp fram á Alþingi þar sem lagt er til að lögum nr. 55/2006, um atvinnuleysistryggingar, verði breytt þannig að sá tími sem heimilt er að greiða atvinnuleysisbætur til atvinnuleitenda verði 24 mánuðir í stað 30 mánaða eins og nú er. Markmiðið er að veita einstaklingsmiðaða þjónustu við fólk í atvinnuleit fyrr en verið hefur en til þess þarf að fjölga ráðgjöfum hjá Vinnumálastofnun sem liðsinna og aðstoða fólk í atvinnuleit eins fljótt og kostur er. Þar hefur ekki síst þýðingu að reynslan hefur sýnt að fólki reynist mun erfiðara að finna starf eftir því sem lengri tími líður frá virkni á atvinnumarkaði. Þá hefur þýðingu að ástand á atvinnumarkaði er sem stendur er afar gott, en gera má ráð fyrir að tímabil sem atvinnuleysisbætur verða greiddar út verði aftur lengt verði breyting á atvinnuástandi og við aðstæður sem gera þarf ráð fyrir að atvinnuleit taki lengri tíma.

Ljóst er að jafnrétti í víðtækri merkingu er órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi en þar vegur jafnrétti á vinnumarkaði þungt. Stendur því til að leggja fram frumvarp á Alþingi sem hefur það markmið að þátttakendum á vinnumarkaði verði ekki mismunað, hvorki beint né óbeint, svo sem á grundvelli fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, kynhneigðar, kynvitundar eða annarra þátta. Er þar með stefnt að því að vinna gegn mismunun og koma á og viðhalda jafnri meðferð einstaklinga á vinnumarkaði. Það er ekki síður mikilvægt í því skyni að stuðla að virkri þátttöku  sem  flestra  á  vinnumarkaði  en  almenn  þátttaka  á  vinnumarkaði  er  talin  ein þýðingarmesta leiðin til að koma í veg fyrir félagslega einangrun og fátækt.

4.   Markmið, mælikvarðar og aðgerðir

Vinnumál og atvinnuleysi. Þrjú markmið eru skilgreind sérstaklega fyrir málaflokkinn:

1. Hver tryggður atvinnuleitandi hafi fundið starf, hafið þátttöku í atvinnutengdri starfsendurhæfingu, fengið starfsþjálfunarsamning eða hafið nám að meðaltali innan við níu mánuði frá því að hann skráði sig án atvinnu hjá Vinnumálastofnun. Mikilvægt er að stuðla að virkri þátttöku sem flestra á vinnumarkaði en almenn þátttaka á vinnumarkaði er talin ein þýðingarmesta leiðin til að auka lífsgæði fólks. Reynslan sýnir að eftir því sem lengri tími líður frá því að fólk var virkt á vinnumarkaði þeim mun erfiðara reynist það fólki að byrja aftur að vinna. Atvinnumissir reynist oft áfall sem getur leitt til félagslegrar óvirkni og þá reynist atvinnumissir þeim gjarnan þyngri sem standa höllum fæti á atvinnumarkaði. Er þetta markmið því sett til að koma í veg fyrir langvarandi fjarveru frá vinnumarkaði sem aftur dregur úr hættu á viðvarandi óvirkni og hugsanlega til örorku.

Mikilvægt er að atvinnuleitendur sem hafa misst störf sín fái eins fljótt og kostur er viðeigandi persónubundna þjónustu við að finna sér starf að nýju. Eðlilegt er að veita fólki svigrúm til að leita sér að vinnu í þrjá til sex mánuði áður en við tekur einstaklingsmiðuð ráðgjöf starfs- og námsráðgjafa hjá Vinnumálastofnun. Þá kann einnig að koma til mats á starfshæfni viðkomandi þannig að unnt sé að grípa inn í sem fyrst þurfi atvinnuleitandi annars konar aðstoð áður en hann hefur aftur störf á vinnumarkaði.

2.  Auka hlutfall þátttakenda í atvinnutengdri starfsendurhæfingu sem áætlað er að hafi meira en 25% starfsgetu sem hafi fundið starf, fengið starfsþjálfunarsamning eða hafið nám innan við tólf mánuði eftir að virk atvinnuleit hófst með aðstoð Vinnumálastofnunar. Mikilvægt er að atvinnutengd starfsendurhæfing skili þeim árangri að einstaklingar geti aftur orðið virkir á vinnumarkaði eða hafið nám að henni lokinni. Með því aukast líkur á að einstaklingar með skerta starfsgetu geti séð sér og sínum farborða. Mikilvægt er að til staðar séu virk vinnumarkaðsúrræði sem einstaklingar geta nýtt sér, svo sem þríhliða starfsþjálfunarsamningar þar sem endurhæfingarlífeyrir er greiddur til vinnuveitanda og viðkomandi fær greidd laun samkvæmt kjarasamningi. Með þessum hætti er starfsendurhæfing með bætta starfshæfni að markmiði gerð atvinnutengdari og ætti að leita til betri árangurs. Nánar er vísað til umfjöllunar undir málefnasviði 27 um örorku. Er jafnframt mikilvægt að auka samstarf VIRK og Vinnumálastofnunar í því skyni að liðsinna einstaklingum með skerta starfgetu til að geta orðið virkir þátttakandi á vinnumarkaði.

3. Vinnusamningum öryrkja verði fjölgað á árunum 2017–2020. Í 27. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland undirritaði í mars 2007 og fullgilti í september 2016, kemur meðal annars fram að aðildarríkin viðurkenni rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu en í því felst réttur til að fá ráðrúm til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali eða vinnu sem er þegin á frjálsan hátt á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengilegt.

Atvinnuþátttaka fatlaðs fólks er almennt minni en annarra og hefur fötluðu fólki reynst erfiðara að fá störf. Í rannsókn um stöðu ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri frá október 2016 kemur fram að 41% þeirra sem voru í hópi fólks með meðfæddar skerðingar töldu þá staðreynd að þeir finni ekki starfs við hæfi hindra þá mjög eða frekar mikið að taka skrefið út á vinnumarkaðinn en 41% töldu sig jafnframt ekki finna nám við hæfi. Það er stefna stjórnvalda að sem flestir geti verið virkir á vinnumarkaði og er því mikilvægt að bjóða upp á virk vinnumarkaðsúrræði til að auðvelda fólki með skerta starfsgetu, þar á meðal fötluðu fólki, aðgengi að vinnumarkaðnum. Vinnusamningar öryrkja og Atvinna með stuðningi hafa reynst afar vel í þeim tilgangi að hvetja öryrkja til þátttöku á vinnumarkaði

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Hver tryggður
atvinnuleitand i hafi fundið
starf, hafið þátttöku í atvinnutengdri starfsendur-
hæfingu, fengið starfs- þjálfunarsamn ing eða hafið
nám að meðaltali innan við níu
mánuði frá því
að hann skráði sig án atvinnu hjá Vinnu- málastofnun
 
Hlutfall þeirra
sem hafa verið lengur en tólf
mánuði á skrá hjá Vinnumála- stofnun af heild
24%
18%
12%
Hlutfall
atvinnuleitenda sem afskrá sig vegna
vinnu/náms/ vinnumarkaðs- úrræðis eru komnir aftur inn
á skrá sex mánuðum síðar
Vinna 13%
Vinnumarkaðs úrræði 19% Nám 7%
Vinna 12%
Vinnumarkaðs- úrræði 18% Nám 7%
Vinna 11%
Vinnumarkaðs úrræði 16% Nám 7%
2
Auka hlutfall
þátttakenda í atvinnutengdri starfsendur-
hæfingu sem áætlað er að hafi meira en
25% starfs-
getu hafi fundið starf, fengið starfs- þjálfunar- samning eða hafið nám innan við tólf mánuði eftir að virk atvinnuleit hófst með
aðstoð Vinnu- málastofnunar
 
Hlutfall þeirra
sem fara yfir á örorkubætur af endurhæfingar-
bótum.
40% (mv
2015)
35%
30%
Hlutfall þeirra
sem eru í vinnu þremur
mánuðum eftir
að þeir fengu síðustu greiðslu
endurhæfingar- lífeyris
Ekki til
mælikvarði
35%
45%
3
Vinnusamn-
ingum öryrkja verði fjölgað á
árunum 2017–
2020
 
Fjöldi
vinnusamninga öryrkja.
750
870
1150
Hlutfall fatlaðs
fólks sem nýtur sértækrar þjón-
ustu sem fær starf eða úrræði sem leiðir til starfs.
Um 55%
58%
62%

 

 
 
 
 
 
 
Fjöldi nýrra starfa fyrir ungt fatlað fólk á ári
Fjöldi liggur
ekki fyrir en verður reiknaður fyrir árið 2017
Viðmið verður
skilgreint í framhaldi af útreikningum árið 2017
Viðmið
verður sett þegar viðmið
2018 hefur verið
skilgreint

 

NR.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Átaksverkefni því skyni að ná því markmiði að
atvinnuleitandi njóti einstaklingsmiðaðrar þjónustu þegar við níu mánaða atvinnuleysi.
2018–
2022
 
Vinnumála
stofnun
2
1
Hafi atvinnuleitandi verið í níu mánuði í virkri
atvinnuleit verði greindar ástæður þess að viðkomandi hafi ekki fengið vinnu og þá metið hvort ástæða sé til að leita eftir
starfsþjálfunarsamningi eða þjónustu VIRK. Í kjölfarið verði komið á reglulegu greiningarfyrirkomulagi.
2018
 
Vinnumála
stofnun
3
2
Leita leiða til að efla atvinnutengda starfs-
endurhæfingu
2018
 
Vinnumála
stofnun
4
2
Heimilað verði að gera þríhliða starfs-
þjálfunarsamninga í allt að ár milli
Vinnumálastofnunar, atvinnuleitanda og vinnuveitanda þar sem endurhæfingarbætur eru greiddar beint til vinnuveitanda sem aftur greiðir atvinnuleitanda laun samkvæmt kjarasamningi.
2018
 
Vinnumála
stofnun
5
3
Átak verði hafið við að finna störf fyrir fólk
með skerta starfsgetu
2018
 
Vinnumála
stofnun

 

Vinnumarkaður. Þrjú markmið hafa verið skilgreind sérstaklega fyrir málaflokkinn. Hið fyrsta lýtur að sáttamiðlun í kjarasamningsviðræðum aðila vinnumarkaðarins og seinni tvö lúta að aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum.

1. Fyrirbyggjandi sáttamiðlun verði innleidd og úrvinnsla launaupplýsinga hjá embætti ríkissáttasemjara verði efld fyrir áramótin 2018/2019. Það hefur lengi tíðkast á innlendum vinnumarkaði að rof verði í samningssambandi aðila vinnumarkaðarins og að gildistími kjarasamninga sé liðinn áður en að nýir samningar komast á. Fyrirbyggjandi sáttamiðlun eykur líkurnar á því að einn kjarasamningur taki við af öðrum samningi án þess að rof verði. Samhliða dregur það úr líkum á að kjarasamningum verði komið á með vinnustöðvunum eða öðrum aðgerðum sem oftar en ekki leiða til neikvæðra afleiðinga fyrir alla aðila. Með því að boða samningsaðila fyrr að samningaborðinu og veita þeim sáttamiðlunarþjónustu á samningstíma óski aðilar eftir því er unnt að sporna við þessu og stuðla að meira jafnvægi og sátt á vinnumarkaði.

Jafnframt er mikilvægt að samningsaðilar geti komið sér saman um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga áður en að eiginlegar viðræður hefjast milli aðila. Mikilvægt er því að vinnsla launatölfræði hjá embætti ríkissáttasemjara sem óháðum aðila í því skyni að bæta sáttamiðlunarþjónustu embættis ríkissáttasemjara. Þannig má koma í veg fyrir ágreining milli aðila varðandi efnahagsforsendur kjarasamninga.

2.  Tíðni vinnuslysa og þá sérstaklega þeirra þar sem beinbrot verða, lækki á árunum

2018–2021.  Vinnuslysum  fer  fjölgandi  og  gegn  því  ber  að  sporna.  Afleiðingar vinnuslysa eða óhappa geta verið mjög alvarlegar fyrir þann sem fyrir því verður. Enn fremur hafa slys og óhöpp í för með sér óhagræði fyrir vinnuveitandann. Kostnaður vegna slysa er oft meiri en í hefði verið við forvarnir til að koma í veg fyrir að slys eða óhöpp eigi sér stað. 

 

Nr.
Markm
HM #
Mælikvarðar
Staða 2016
Viðmið 2018
Viðmið 2022
1
Fyrirbyggjandi sátta- miðlun verði
innleidd og
úrvinnsla launaupplýs-
inga hjá embætti ríkis- sáttasemjara verði efld fyrir
áramótin
2018/2019
 
Hlutfall
samninga þar sem rof verður á
samnings-
sambandi milli samninga
Á tímabilinu
2015-2016:
100%
75%
50%
Hlutfall
samninga þar sem
viðræðuáætlanir eru gerðar
100%
100%
100%
Hversu langur
tími líður frá því að samninga-
nefndir hittast á
fyrsta formlega samninga-
fundinum og til þess tíma er gildistími gild- andi samnings
er liðinn
Minnst 4
vikur
Áður en
kjarasamningur rennur út í
minnst 25%
mála
Áður en
kjarasamn- ingur rennur
út í minnst
50% mála
Tímalengd
sáttamála hjá ríkissátta-
semjara, frá
fyrsta sáttafundi þar til að 95%
kjarasamningar takast
20 vikur
15 vikur
10 vikur
Hlutfall vinnu-
stöðvana þar
sem sáttamiðlun hófst áður en gildistími samnings var liðinn
0
15%
30%
Hlutfall vinnu-
stöðvana þar
sem sáttamiðlun hófst eftir að gildistími samnings var liðinn
100%
85%
70%
2
Tíðni
vinnuslysa og þá sérstaklega
 
Fjöldi tilkynntra
slysa samkvæmt skrá
1.979 (m.v.
2015)
1.800
1.650
 
þeirra þar sem
beinbrot verða, lækki á árunum 2018–
2021
 
Vinnueftirlits
ríkisins
 
 
 
Fjöldi slysa í
opinberri stjórnsýslu
435
400
380
Fjöldi slysa í
opinberri þjónustu
149
130
110

 

Nr.
Tengist markmiði nr.
Aðgerð
Tíma- áætlun
Kostnaður
Ábyrgðar- aðili
1
1
Skipun sérstakrar launatölfræðinefndar með
fulltrúum stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins
2018
 
VEL
2
1
Vinnsla launatölfræði upplýsinga hjá embætti
ríkissáttasemjara í því skyni að bæta þjónustu embættisins við sáttamiðlunarstörfin enn frekar
2018
 
Ríkissátta-
semjari
3
1
Átak í að kalla samninganefndir
atvinnurekenda og launafólks fyrr að samningaborðinu vegna kjarasamninga sem verða lausir undir lok árs 2018 og byrjun árs
2019 ásamt því að bjóða upp á fræðslu fyrir
samninganefndir
2018
 
Ríkissátta-
semjari
4
2
Aukið forvarnarstarf, þar á meðal fræðsla um
orsakir vinnuslysa í einstökum starfsgreinum
2018–
2022
 
Vinnueftir-
litið
5
2
Rannsókn um hugsanleg tengsl aðstæðna á
vinnustöðum, þar á meðal skipulag vinnunnar, vinnuálags og forvarnir, við brottfall fólks af vinnumarkaði inn í almannatryggingakerfið
2018
 
VEL
6
2
Í fyrirtækjaeftirliti Vinnueftirlitsins verði lögð
áhersla á þætti í skipulagi vinnunnar sem geta leitt til aukins álags á starfsfólk og þekkta
áhættuþætti í tengslum við stoðkerfisvanda ásamt því að eftirlit með vinnutíma starfsmanna verði eflt
2018–
2022
 
Vinnueftir-
litið


 5.   Fjármögnun

Vakin er athygli á því að taflan hér á eftir sýnir heildarútgjöld málefnasviðsins að meðtöldum atvinnuleysisbótum sem falla utan þess útgjaldaramma málefnasviðsins sem gengið  verður  út  frá  að  haldist  óbreyttur  að  raungildi  í  fjárlagagerð  ráðuneyta  og framkvæmd fjárlaga, sbr. umfjöllun í kafla 4.3.4 í þingsályktuninni.

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn