Hoppa yfir valmynd
Matsnefnd eignarnámsbóta

Matsmál nr. 1/2009, úrskurður 6. október 2009

Þriðjudaginn 6. október 2009 var í Matsnefnd eignarnámsbóta tekið fyrir matsmálið nr. 1/2009

 

Vegagerðin

gegn

Hauki Geir Garðarssyni, eiganda Vakursstaða

 

og kveðinn upp svohljóðandi

 

úrskurður:

 

I.  Skipan matsnefndar eignarnámsbóta:

 

Matsnefnd eignarnámsbóta skipa í máli þessu, Helgi Jóhannesson, hrl., formaður, dr. Ragnar Ingimarsson, verkfr. og Benedikt Bogason, dómstjóri, en formaður kvaddi þá tvo síðastnefndu til starfans með vísan til 2. mgr. 2. gr. laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms.

 

II.  Matsbeiðni á ágreiningsefni:

 

Mál þetta varðar eignarnám á 4,19 ha. landspildu úr jörðinni Vakursstaðir I, Vopnafjarðarhreppi. Eignarnemi og eignarnámsþoli náðu ekki samkomulagi um bætur fyrir hið eignarnumda og var því málinu vísað til Matsnefndar eignarnámsbóta með matsbeiðni dags. 6. febrúar 2009. Við fyrirtöku matsmálsins hjá matsnefndinni þann 5. október sl. náðu aðilar sáttum um bætur fyrir hið eignarumda, en samkomulag var að vísa ágreiningi um málskostnað til matsnefndarinnar.

 

III. Álit matsnefndar.

 

Mál þetta hefur verið til meðferðar matsnefndarinnar frá því í febrúar sl. Báðir aðilar hafa lagt fram greinargerðir og aflað annarra gagna sem einnig hafa verið lögð fram. Þá hefur matsnefndin farið á vettvang og kynnt sér aðstæður með lögmönnum beggja aðila. Með hliðsjón af umfangi málsins, gagnaöflun og öðrum atvikum þykir rétt að eignarnemi greiði eignarnámsþola kr. 600.000, þ.m.t. virðisaukaskattur, í kostnað vegna reksturs málsins fyrir matsnefndinni. Þá skal eignarnemi greiða kr. 280.000 í ríkissjóð vegna starfa Matsnefndar eignarnámsbóta í máli þessu.

 

 

ÚRSKURÐARORÐ:

 

Eignarnemi, Vegagerðin, 680269-2900, Borgartúni 5 og 7, Reykjavík, greiði eignarnámsþola, Hauki Geir Garðarssyni, kt. 010659-3459 kr. 600.000, þ.m.t. virðisaukaskattur, í kostnað vegna reksturs matsmáls þessa.

 

Þá skal eignarnemi greiða kr. 280.000 í ríkissjóð vegna starfa Matsnefndar eignarnámsbóta að máli þessu.

 

 

________________________________

Helgi Jóhannesson

 

__________________________                   ____________________________

Benedikt Bogason                                         Ragnar Ingimarsson




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum