Hoppa yfir valmynd
Mannanafnanefnd

Mál nr. 65/2015 Úrskurður 30. september 2015

Mál nr. 65/2015                     Millinafn:       Hólm

 


Hinn 30. september 2015 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 65/2015 en erindið barst nefndinni 25. ágúst:

Í máli þessu reynir á það hvort fallast beri á millinafnið Hólm en nafnið er þegar til sem ættarnafn og er nafnið einnig á mannanafnaskrá sem karlkyns eiginnafn. Af 7. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996 leiðir að það er meginregla að ættarnafn er óheimilt að nota sem millinafn. Aðeins þeir sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum, sbr. 1.–4. mgr. 7. gr. laga um mannanöfn, mega nota ættarnöfn sem millinöfn:

·         Hver maður sem ber ættarnafn í þjóðskrá má breyta því í millinafn.

·         Hver maður sem ekki ber ættarnafn en á rétt til þess má bera það sem millinafn.

·         Maður má bera ættarnafn sem millinafn hafi eitthvert alsystkini hans, foreldri, afi eða amma borið það sem eiginnafn, millinafn eða ættarnafn.

·         Maður á og rétt á að taka sér ættarnafn maka síns sem millinafn. Honum er einnig heimilt að taka sér nafnið sem millinafn beri maki hans það sem millinaf skv. 2. eða 3. mgr. 7. gr. laga um mannanöfn.

Ekki verður séð að neitt ofangreindra skilyrða eigi við í því máli sem hér um ræðir. Er því ekki heimilt að fallast á millinafnið Hólm.

 

Úrskurðarorð:

Hafnað er beiðni um millinafnið Hólm.


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum