Hoppa yfir valmynd
Matsnefnd eignarnámsbóta

Matsnefnd eignarnámsbóta, úrskurður 12. nóvember 1986

Ár 1986, miðvikudaginn 12. nóvember var fundur í Matsnefnd eignarnámsbóta haldinn að Ingólfsstræti 10. Mættur var Egill Sigurgeirsson hrl., formaður nefndarinnar

Fyrir var tekið málið:

               Hafnarfjarðarbær
   gegn
               Gísla Björnssyni og
               Einari Gíslasyni

Mál þetta var sent Matsnefndinni með bréfi dags. 21. júní 1985.

Þann 10. júlí 1985 var málið tekið fyrir í Matsnefndinni og lögð fram skjöl merkt nr. 1-6, beiðni um mat ásamt fylgiskjölum. Var þá m.a. fært eftirfarandi til bókar:

"Lögmaður eignarnámsþola samþykkir að eignarnemi megi halda áfram og ljúka framkvæmdum við vegarlagninguna yfir suðurhorn lóðarinnar (göngugötuna)". Málinu var síðan frestað og tekið fyrir aftur 27. ágúst 1985. Var málinu þá enn frestað "til samkomulagsumleitana og/eða greinargerða".

Nú hefur Matsnefndinni borist svohljóðandi bréf dags. 30. október 1986 frá Ingimundi Einarssyni bæjarlögmanni Hafnarfjarðarbæjar:

"Með bréfi dags. 21/6 1985, fór ég þess á leit f.h. bæjarsjóðs Hafnarfjarðar, að Matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði hæfilegar bætur vegna fyrirhugaðs eignarnáms á fasteigninni nr. 13 við Einiberg í Hafnarfirði (áður nefnt Hraunbergsvegur 8 eða "Silfurberg"). Þinglesnir eigendur eignarinnar voru Gísli Björnsson og Einar Gíslason, báðir í Reykjavík.

Máli þessu var síðan frestað fyrir Matsnefndinni, að ósk lögmanns eignarnámsþola, þar sem reyna átti til þrautar að ná samkomulagi með aðilum.

Samkomulag hefur nú tekist með aðilum um kaup bæjarsjóðs á eigninni. Því vil ég með bréfi þessu hefja umrætt eignarnámsmál, sem rekið var fyrir Matsnefndinni."

Samkvæmt því, sem hefur verið rakið hér að framan er matsmálið hér með fellt niður, en rétt þykir með vísan til 11. greinar laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms, að eignarnemi greiði til ríkissjóðs kostnað af starfi Matsnefndarinnar kr. 10.000.-.

Þ v í ú r s k u r ð a s t :

Hafnarfjarðarbær greiði til ríkissjóðs kostnað af starfi Matsnefndarinnar í ofangreindu máli kr. 10.000.-.


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum