Hoppa yfir valmynd
Yfirfasteignamatsnefnd

Mál nr. 6/2014

Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar 29. ágúst 2014 í máli nr. 6/2014.

Fasteign: Ármúli [ ], Reykjavík, fnr. [ ].

Kæruefni: Gjaldflokkur fasteigna


Árið 2014, 29. ágúst, var af yfirfasteignamatsnefnd í máli nr. 6/2014 kveðinn upp svohljóðandi

ÚRSKURÐUR

Með bréfi, dags. 11. júní 2014, kærir Kristján Valdimarsson hdl. f.h. A, kt. [ ], álagningu fasteignagjalda fyrir Ármúla [ ], Reykjavík, fnr. [ ].

Samkvæmt gögnum málsins var erindi kæranda hafnað með bréfi Reykjavíkurborgar, dags. 20. desember 2013. Í þeirri ákvörðun er tekið fram að unnt sé að bera ágreining um greiðsluskyldu undir yfirfasteignamatsnefnd samkvæmt 3. mgr. 4. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Ekki er tekið fram í bréfi Reykjavíkurborgar hver kærufrestur sé og er það átalið.

Ekki er kveðið á um kærufrest í lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga og fer því um hann eftir 27. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þar segir í 1. mgr. að kæra skuli borin fram innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun, nema lög mæli á annan veg. Í 28. gr. stjórnsýslulaga er síðan kveðið á um hvernig með skuli fara þegar kæra berst að liðnum kærufresti en þar segir:

 „Hafi kæra borist að liðnum kærufresti skal vísa henni frá, nema:

  1. afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr, eða

  2. veigamiklar ástæður mæla með því að kæran verði tekin til meðferðar.

Kæru skal þó ekki sinnt ef meira en ár er liðið frá því að ákvörðun var tilkynnt aðila.“

Forsenda kæru til yfirfasteignamatsnefndar er að fyrir liggi ákvörðun sveitarfélags um greiðsluskyldu, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 4/1995. Þar sem kærufrestur vegna ofannefndrar ákvörðunar var liðinn þegar framangreind kæra barst nefndinni þann 11. júní 2014 og ekki verður séð að undanþáguákvæði 28. gr. stjórnsýslulaga geti átt við ber að vísa kærunni frá nefndinni.

Úrskurðarorð

Kæru A vegna Ármúla [ ], Reykjavík, fnr. [ ], er vísað frá yfirfasteignamatsnefnd þar sem hún er of seint fram komin.

 

 __________________________________

Inga Hersteinsdóttir

  

______________________________           ________________________________

   Ásgeir Jónsson                                  Hulda Árnadóttir

 


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum