Lýsing

Unnið fyrir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Markmið Greina líðan eldra fólks af íslenskum og erlendum uppruna, með sérstakri áherslu á félagslega einangrun og einmanaleika
Gagnaöflun Frá 24. apríl til 29. júní 2023
Skýrsluskil ‌5. júlí 2023
Framkvæmd Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands - fel.hi.is
Höfundar Helgi Guðmundsson og Guðný Gústafsdóttir

Helstu niðurstöður

Frá apríl til júní 2023 gerði Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands net-, síma- og póstönnun meðal eldra fólks á Íslandi í þeim tilangi að greina einangrun og einmanaleika eldra fólks ásamt líðan þeirra. Niðurstöður sýndu að almennt var heilsa góð á meðal eldra fólks, þá var 67% einstaklinga sem sagði líkamlega heilsu sína frekar eða mjög góða og var það hlutfall svipað í öllum aldurhópum nema á meðal 88 ára og eldri þar sem 51% taldi hana frekar eða mjög góða. Þá var 85% sem taldi andlega heilsu frekar eða mjög góða, jafnvel á meðal þeirra elstu var 90% sem taldi andlega heilsu góða.

Tæpur helmingur (41%) eldra fólks var ekki einmana og var 6% þeirra talsvert eða gífurlega einmana. Þá var hærra hlutfall fólks með tilfinningalegan einmanaleika fremur en félagslegan, þ.e.a.s. algengara var að skorta tengsl við fólk eða náin sambönd heldur en að þau skorti félagsleg samskipti við fólk. Vísbendingar voru fyrir að innflytjendur væru meira einmana en einstaklingar af íslenskum uppruna. Tíundi hver innflytjandi var talsvert eða gífurlega einmana (sjá mynd 2) samanborið við 4% einstaklinga af íslenskum uppruna. Munurinn var enn meiri þegar félagslegur einmanaleiki var skoðaður. Þá var 16% innflytjenda með gífurlegan félagslegan einmanaleika en 6% eldra fólks með íslenskan uppruna.

Almennt var eldra fólk félagslega virkt, rúmur þriðjungur hitti fólk utan heimilis daglega og 89% vikulega eða oftar (sjá greiningu 24). Félagsleg virkni var örlítið minni á meðal innflytjenda heldur en eldra fólks af íslenskum uppruna (sjá mynd 5 og mynd 6).

Kannað var hvaða helstu verkefni eldra fólks fengi aðstoð við í daglega lífinu. Töluverður munur var á því hver aðstoðaði þau eftir uppruna. Á meðal þeirra sem voru af íslenskum uppruna voru það aðstandendur sem aðstoðuðu í helming tilfella og 74% tilfella sem aðrir aðilar aðstoðuðu (svo sem heimaþjónusta, heimahjúkrun og aðkeypt aðstoð). Þessu var öfugt farið á meðal innflytjenda þar sem 78% fengu aðstoð frá aðstandendum en 43% hjá öðrum aðilum (sjá mynd 9).

Algengt var að ráðstöfunartekjur einstaklinga væru á bilinu 251-450 þúsund. Þó voru tekjur innflytjenda nokkuð lægri en þeirra sem voru af íslenskum uppruna. Þá var fjórðungur innflytjenda með 250 þúsund eða minna í ráðstöfunartekjur en 11% þeirra af íslenskum uppruna (sjá greiningu 52).

Inngangur

Í mannfjöldaspám er gert ráð fyrir áframhaldandi fólksfjölgun í heiminum á komandi áratugum og um leið breyttri samsetningu samfélaga. Á vesturlöndum felast breytingarnar m.a. í mikilli hlutfallslegri fjölgun eldra fólks, bæði innfæddra og innfluttra borgara (Rannsókna og upplýsingaskrifstofa Alþingis, 2021; UN DESA, 2022). Breytt samsetning þjóða kallar á endurskoðun félagslegra úrræða og þjónustu. Kortlagning á félagslegri líðan eldra fólks á Íslandi er nauðsynleg forsenda fyrir því að samfélagið geti tekist á við þessar breytingar og gerir samþætta stefnumótun málaflokksins markvissari.

Í skýrslu þessari er greint frá niðurstöðum rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Ísands sem unnin var að beiðni Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um líðan eldra fólks á Íslandi. Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á stöðu og líðan eldra fólks á Íslandi, bæði af íslenskum og erlendum uppruna. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að á sama tíma og eldra fólki fer fjölgandi í vestrænum samfélögum hefur einmanaleiki meðal þeirra aukist. Jafnframt hefur verið bent á að eldri innflytjendur samfélaga eru jafnan viðkvæmari hópur eldra fólks en innfæddir (sjá t.d. Olofsson o.fl., 2022).

Í rannsóknum á félagslegri stöðu og einangrun eldra fólks er talið nauðsynlegt að gera grein fyrir formgerð þess samfélags sem rannsóknin á sér stað í og þeirri þjónustu sem eldra fólki er boðið upp á í samfélaginu. Sömuleiðis þarf að kortleggja aðgengi og aðgengismöguleika eldra fólks að þeim félagslegum tækifærum sem samfélagið býður upp á. Þá þarf að leggja til grundvallar félagslegar og heilsufarslegar aðstæður þess hóps sem skoðaður er (sjá t.d. Portacolone o.fl., 2018).

Einmanaleiki er mikilvægur mælikvarði á félagslega líðan. Hugtakið endurspeglar mat einstaklinga á eigin félagslegri þátttöku eða einangrun (de Jong Gierveld og Van Tilburg, 2006). Sú skilgreining sem hér er lögð til grundvallar á hugtakinu einmanaleiki felur í sér tvo megin þætti; félagslegan einmanaleika, sem á við fjölda félagslegra samskipta fólks, og tilfinningalegan einmanaleika, sem vísar til skorts á tengslum við fólk eða náin sambönd eins og t.d. við maka (de Jong Gierveld og Van Tilburg, 2006; Weiss, 1973). Einmanaleiki endurspeglar ekki einungis líðan fólks og félagslega stöðu heldur er einmanaleiki einnig talinn hafa umtalsverð áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks og þar með á líf þess almennt (sjá t.d. National Academies of Science, 2020).

de Jong Gierveld, J. og Van Tilburg, T. (2006). A 6-Item Scale for Overall, Emotional, and Social Loneliness: Confirmatory Tests on Survey Data. Research on Aging. 28(5), 582-598. https://doi.org/10.1177/0164027506289723

National Academies of Sciences, Engineering, and Medicine. 2020. Social isolation and loneliness in older adults: Opportunities for the health care system. Washington, DC: The National Academies Press. https://doi.org/10.17226/25663.

Olofsson J., Rämgård, M., Sjögren Forss, K. og Bramhagen A. C. 2022. Older migrants’ experience of existential loneliness. Nurs Ethics. 28(7-8), 1183-1193. https://doi.org/10.1177/0969733021994167

Portacolone, E, Perissinotto, C. M., Yeh, J. C. og Greysen, S. R. (2018). “I feel trapped”: The tension between personal and structural factors of social isolation and the desire for social integration among older residents of a high-crime neighborhood. The Gerontologist, 58(1), 79–88. https://doi.org/10.1093/geront/gnw268

Rannsókna og upplýsingaskrifstofa Alþingis (2021). Fólksfjöldi fyrr nú og síðar: Lýðfræðibreytingin og horfum um þróun mannfjöldans. https://www.althingi.is/media/uncategorized/Folksfjoldi-fyrr-nu-og-sidar.pdf

UN DESA (2022, 10. apríl). World Population Prospects 2022: Summary of Results. https://population.un.org/wpp/Graphs/DemographicProfiles/Line/352

Weiss, R. S. (1973). Loneliness: The Experience of Emotional and Social Isolation. Cambridge, MA: MIT Press.

Framkvæmd og heimtur

Tekið var 3600 manna þrískipt úrtak 67 ára og eldri af landinu öllu úr þjóðskrá. Í fyrsta lagi var tekið 1800 manna einfalt slembiúrtak innfædds eldra fólks með íslenskan ríkisborgararétt. Svo var valið allt eldra fólk með erlent ríkisfang (n = 1213, þar af voru 1186 einnig með fæðingarstað erlendis). Loks var tekið slembiúrtak á meðal eldra fólks með íslenskt ríkisfang en erlendan fæðingarstað (n = 587).

Gagnaöflun hófst með því móti að sent var kynningarbréf á alla 3600 sem lentu í úrtakinu þann 24. apríl. Kynningarbréfið var á íslensku, ensku, pólsku og spænsku. Í kynningarbréfinu var vísað á könnunina þannig að fólk átti að slá inn netslóð eða nota QR kóða. Hringt var í þá sem höfðu ekki svarað könnuninni og var viðmælendum boðið að taka þátt í gegnum síma eða að fá sendan hlekk á könnun í vefpósti. Um helmingur þátttakenda (48%) svaraði könnun með að fara sjálft inn á netkönnun eftir að hafa fengið kynningarbréf í bréfpósti. Um þriðjungur (37%) kaus að svara könnuninni í gegnum síma og 15% svaraði sjálft á netinu eftir að hafa fengið sendan hlekk í tölvupósti á könnunina.

Gagnaöflun hófst 24. apríl 2023 og lauk 29. júní sama ár. Alls svöruðu 1382 könnuninni og er brúttó svarhlutfall því 38,4%. Alls voru 64 einstaklingar sem gátu ekki tekið þátt í könnuninni sökum veikinda. Eftir að hafa tekið tillit þess brottfalls er nettó svarhlutfall 39,1% (sjá töflu 1). Brúttó svarhlutfall á meðal eldra fólks með íslenskan ríkisborgararétt og fæddir hérlendis var 54,4%. Á meðal eldra fólks með erlent ríkisfang eða fæðingarstað erlendis var brúttó svarhlutfall 22,3%.

Nokkuð erfiðlega gekk að ná í eldra fólk með erlendan ríkisborgararétt fyrir könnunina. Einungis fannst símanúmer á 462 af þeim 1213 sem voru í þýðinu og voru 194 bréf endursend á meðal þessa hóps. Þar af voru 149 sem voru endursend vegna þess að viðtakandi fannst ekki á heimilisfanginu og 40 þar sem einstaklingur var fluttur. Þá voru 158 erlendir ríkisborgarar sem bæði fannst ekki símanúmer á og kynningarbréf var endursent.

Tafla 1. Framkvæmd könnunarinnar
Erlent ríkisfang og fæddir erlendis
Samtals Innfæddir með íslenskt ríkisfang Erlent ríkisfang Íslenskt ríkisfang, fæddir erlendis
Framkvæmdamáti Netkönnun
Gagnaöflun 24.04 2023 - 29.06 2023
Fjöldi í úrtaki 3.600 1.800 1.213 587
Fjöldi svarenda 1.382 980 193 209
Fjöldi ekki með skráð símanúmer 942 103 751 88
Fjöldi endursendra bréfa 257 37 194 26
Brottfall - Veikur 64 42 12 10
Talar ekki tungumál sem könnun var í boði á 23 0 9 14
Svarhlutfall - brúttó 38,4% 54,4% 15,9% 35,6%
Svarhlutfall - nettó 39,1% 55,7% 16,1% 36,2%

Í töflu 2 má sjá dreifingu meðal svarenda og í þýði eftir kyni, aldri og búsetu. Gögn voru ekki vigtuð, þar sem dreifing svarenda eftir þessum þremur breytum var keimlík því sem var í þýði.

Tafla 2. Samanburður á dreifingu eftir kyni, aldri og búsetu svarenda og þýðis
Fjöldi svarenda Hlutfall svarenda Fjöldi í þýði Hlutfall í þýði
Kyn
Karl 655 47% 24.375 48%
Kona 727 53% 26.484 52%
Aldur ***
67-69 ára 305 22% 10.895 21%
70-72 ára 269 19% 9.464 19%
73-75 ára 240 17% 8.359 16%
76-79 ára 269 19% 8.653 17%
80-87 ára 229 17% 9.589 19%
88 ára og eldri 70 5% 3.899 8%
Búseta ***
Höfuðborgarsvæði 925 67% 31.635 62%
Landsbyggð 457 33% 19.224 38%
Marktækur munur er á hópum: *p ≤ 0,05; **p ≤ 0,01; ***p ≤ 0,001

Spurningalisti

Í rannsókninni var líðan og staða eldra fólks mæld með beinum spurningum og spurningakvörðum. Beinar spurningar gefa kost á lokuðum svarmöguleikum þátttakenda, þ.e.a.s. þátttakendum er gefinn kostur á að svara spurningum með því að svara játandi, neitandi eða að þeir kjósi að svara ekki spurningunni. Í rannsókn þessari voru t.a.m. nokkrar grunnspurningar um aðgengi að upplýsingum og þjónustu fyrir eldra fólk lagðar fyrir þátttakendur með beinum hætti.

Spurningakvarðar eru gjarnan notaðir þegar spurt er um mat eða tilfinningu fólks fyrir tíðni athafna. Spurningakvarðarnir sem nýttir voru í rannsókninni til þess að mæla félagslega þátttöku og virkni þátttakenda buðu upp á svarkosti í ákveðinni vídd, t.d. frá daglega til aldrei.

Spurningalistinn var þýddur á ensku, pólsku og spænsku til að tryggja að sem flestir hefðu færi á að svara.

Tafla 3. Spurningalisti

Almennt heilbrigði
Myndir þú segja að líkamleg heilsa þín sé almennt góð eða slæm?
Myndir þú segja að andleg heilsa þín sé almennt góð eða slæm?
Áttu erfitt með að komast að heiman og milli staða vegna færniskerðingar?
Einmannaleiki
Hér fyrir neðan eru nokkrar fullyrðingar um líðan. Vinsamlega merktu við hversu oft eða sjaldan þú finnur fyrir eftirfarandi. - Ég finn fyrir tómleika
Hér fyrir neðan eru nokkrar fullyrðingar um líðan. Vinsamlega merktu við hversu oft eða sjaldan þú finnur fyrir eftirfarandi. - Það eru margir sem ég get leitað til ef ég lendi í erfiðleikum
Hér fyrir neðan eru nokkrar fullyrðingar um líðan. Vinsamlega merktu við hversu oft eða sjaldan þú finnur fyrir eftirfarandi. - Það eru margir sem ég get algjörlega treyst á
Hér fyrir neðan eru nokkrar fullyrðingar um líðan. Vinsamlega merktu við hversu oft eða sjaldan þú finnur fyrir eftirfarandi. - Ég sakna þess að hafa fólk í kringum mig
Hér fyrir neðan eru nokkrar fullyrðingar um líðan. Vinsamlega merktu við hversu oft eða sjaldan þú finnur fyrir eftirfarandi. - Það eru nægilega margir sem mér finnst ég náin/n
Hér fyrir neðan eru nokkrar fullyrðingar um líðan. Vinsamlega merktu við hversu oft eða sjaldan þú finnur fyrir eftirfarandi. - Mér finnst oft að mér sé hafnað
Félagsleg virkni og einangrun
Hversu oft að jafnaði gerir þú eftirfarandi? - Stundar þú reglubundna hreyfingu af einhverju tagi, s.s. dans, göngu, golf, líkamsrækt o.s.frv.?
Hversu oft að jafnaði gerir þú eftirfarandi? - Tekur þú þátt í félagsstarfi fyrir eldra fólk?
Hversu oft að jafnaði gerir þú eftirfarandi? - Tekur þú þátt öðru, skipulögðu félagsstarfi s.s. trúfélagi, kór, góðgerðarstarfi eða öðru?
Hversu oft hittir þú einhvern utan heimilis þíns?
Hversu oft koma börn, ættingjar og vinir í heimsókn eða þú ferð í heimsókn til þeirra?
Hversu oft ertu í símasambandi við börn, ættingja og vini?
Hversu oft ertu í sambandi við börn, ættingja og vini gegnum internetið?
Finnst þér auðvelt eða erfitt að nálgast upplýsingar um félagsstarf og réttindi eldra fólks?
Aðstoð í daglega lífinu
Hvað af eftirfarandi verkefnum færð þú aðstoð við frá fjölskyldu eða opinberum aðilum við í daglegu lífi? - Þrif
Hvað af eftirfarandi verkefnum færð þú aðstoð við frá fjölskyldu eða opinberum aðilum við í daglegu lífi? - Matseld
Hvað af eftirfarandi verkefnum færð þú aðstoð við frá fjölskyldu eða opinberum aðilum við í daglegu lífi? - Lyfjagjöf
Hvað af eftirfarandi verkefnum færð þú aðstoð við frá fjölskyldu eða opinberum aðilum við í daglegu lífi? - Að fara í bað eða sturtu
Hvað af eftirfarandi verkefnum færð þú aðstoð við frá fjölskyldu eða opinberum aðilum við í daglegu lífi? - Akstur til að sinna erindum
Hver eða hverjir aðstoða þig?
Tölvur og tækni
Hefur þú aðgang að internetinu í gegnum tölvu eða snjalltæki á heimili þínu?
Hversu oft eða sjaldan gerir þú eftirfarandi á internetinu? - Horfi á bíómyndir/þætti, spila leiki, spjall
Hversu oft eða sjaldan gerir þú eftirfarandi á internetinu? - Verslar á netinu
Hversu oft eða sjaldan gerir þú eftirfarandi á internetinu? - Ferð inn á heimasíður opinberra stofnana
Hversu oft eða sjaldan gerir þú eftirfarandi á internetinu? - Aflar þér upplýsinga um þjónustu og viðburði
Hversu oft eða sjaldan gerir þú eftirfarandi á internetinu? - Annað, hvað?
Búsetuhagir
Býrð þú ein/einn, með maka, sambýlismanni/konu eða öðrum?
Hver er búsetustaða þín?
Hefur þú flust á milli landa eða sveitarfélaga?
Atvinnuhagir
Ert þú í launaðri vinnu?
Hversu margar stundir á viku vinnur þú?
Hvenær hættir þú launavinnu?
Ertu í sjálfboðavinnu?
Hversu margar stundir á viku vinnur þú sjálfboðavinnu?
Undir hvern af eftirfarandi flokkum fellur aðalstarf þitt eða féll síðasta starf þitt ef þú ert ekki í vinnu?
Fjárhagur
Hverjar eru ráðstöfunartekjur þínar að jafnaði á mánuði eftir skatt?
Hverjar eru samanlagðar ráðstöfunartekjur heimilisins að jafnaði á mánuði eftir skatt?
Myndir þú segja að þú hafir oft, stundum, sjaldan eða aldrei fjárhagsáhyggjur?
Hefur þú/heimili þitt fengið eitthvað af eftirfarandi á undangengnum 12 mánuðum? - Fjárhagsaðstoð á vegum sveitarfélags
Hefur þú/heimili þitt fengið eitthvað af eftirfarandi á undangengnum 12 mánuðum? - Aðstoð frá vinum og ættingjum í formi matar eða peningagjafa
Hefur þú/heimili þitt fengið eitthvað af eftirfarandi á undangengnum 12 mánuðum? - Fjárhagsaðstoð frá félags- eða hjálparsamtökum
Hefur þú/heimili þitt fengið eitthvað af eftirfarandi á undangengnum 12 mánuðum? - Mataraðstoð frá hjálparsamtökum
Hefur þú/heimili þitt fengið eitthvað af eftirfarandi á undangengnum 12 mánuðum? - Nei, ég/heimili mitt hefur ekki fengið fjárhagsaðstoð
Áföll
Hefur þú misst maka þinn / sambýliskonu / sambýlismann?
Hversu langt er liðið síðan þú misstir maka þinn?
Hefur þú orðið fyrir alvarlegu áfalli þar sem þú eða einhver annar í nærumhverfi þínu var hætt kominn, varð fyrir alvarlegu slysi, ofbeldi eða lét lífið?
Bakgrunnur
Hvernig skilgreinir þú uppruna þinn?
Hversu góð er íslenskukunnátta þín?
Hvað hefur þú samanlagt búið lengi á Íslandi?
Hvert er hæsta stig menntunar sem þú hefur lokið?
Annað
Að lokum, er eitthvað sem þig langar að koma á framfæri?

Þættir

Til þess að mæla einmanaleika meðal eldra fólks á sem nákvæmasta máta var í rannsókn þessari notast við séstakan kvarða, einmanaleika kvarðann (e. The Loneliness Scale) sem var hannaður til þess að mæla félagslegan og tilfinningalegan einmanaleika af Prof. de Jong Gierveld í VU háskólanum í Amsterdam og hefur verið nýttur í rannsóknum víða um heim. Kvarðinn inniheldur 11 atriði sem meta félagsleg og tilfinningaleg tengsl og líðan. Svarmöguleikarnir eru alltaf, oftast, stundum, sjaldan og aldrei. Í rannsókninni var styttri útgáfa kvarðans nýtt sem inniheldur 6 atriði (de Jong Gierveld og Van Tilburg, 2006).

Við úrvinnslu niðurstaðna voru tekin saman þau atriði sem mynda félagslegan einmanaleika, tilfinningalegan einmanaleika og einangrun (sjá töflu 4). Spurningar fyrir einmanaleika voru á fimm punkta kvarða frá „Alltaf“ til „Aldrei“. Tilfinningalegur einmanaleiki var reiknaður þannig að talið var hve oft var merkt við „Stundum“, „Oftast“ eða „Alltaf“ á þeim þremur atriðum sem tilheyrðu þættinum. Því var einstaklingur sem fann oftast fyrir tómleika en saknaði sjaldan að hafa fólk í kringum sig og var aldrei hafnað með gildið 1 á kvarðanum, en einstaklingur sem merkti við „Stundum“ fyrir þessi þrjú atriði með hæsta gildi á kvarðanum, 3. Félagslegur einmanaleiki var reiknaður á sama máta, nema atriðin þar snéru öfugt. Þeir sem merktu við „Stundum“, „Sjaldan“ eða „Aldrei“ fengu gildið 1 á þessum þremur atriðum. Því var einstaklingur sem gat sjaldan leitað til einhvers, sjaldan einhver sem þau gátu treyst á og sjaldan einhver sem þau fannst þau náin með gildið 3 á kvarðanum. Einnig var myndaður einn heildar þáttur fyrir einmanaleika sem var samtala félagslegs og tilfinningalegs einmanaleika.

Atriði sem mældu einangrun voru á sex punkta kvarða frá „Daglega“ til „Aldrei“, þar sem „Daglega“ tók alltaf gildið 1 og „Aldrei“ tók gildið 6 við útreikning þáttar. Tekið var meðaltal af spurningum og skala umbreytt þannig hann var á kvarðanum 1-5.

de Jong Gierveld, J. og Van Tilburg, T. (2006). A 6-Item Scale for Overall, Emotional, and Social Loneliness: Confirmatory Tests on Survey Data. Research on Aging. 28(5), 582-598. https://doi.org/10.1177/0164027506289723

Tafla 4. Þættir

Íslenska Enska Pólska Spænska
Tilfinningalegur einmanaleiki
Ég finn fyrir tómleika I feel empty Czuję się pusty(-a) Me siento vacío/a
Ég sakna þess að hafa fólk í kringum mig I miss having people around me Brakuje mi obecności innych osób Echo de menos a la gente que me rodea
Mér finnst oft að mér sé hafnað I often feel rejected Często czuję się odrzucony(-a) A menudo me siento rechazado
Félagslegur einmanaleiki
Það eru margir sem ég get leitað til ef ég lendi í erfiðleikum I have many people I can turn to if I am in trouble Mam wiele osób, do których mogę się zwrócić w razie problemów Tengo a mucha gente a la que puedo acudir si estoy en un apuro
Það eru margir sem ég get algjörlega treyst á I have many people I can totally rely on Mam wiele osób, na których mogę całkowicie polegać Tengo a mucha gente en la que puedo confiar totalmente
Það eru nægilega margir sem mér finnst ég náin/n I have enough people in my life that I feel close to W moim życiu jest wystarczająco wiele bliskich mi osób Tengo suficientes personas en mi vida que están cercanas a mí
Einangrun
Hversu oft að jafnaði gerir þú eftirfarandi? - Tekur þú þátt í félagsstarfi fyrir eldra fólk? How often, on average, do you do the following? - Do you participate in social activities for senior citizens? Jak często wykonuje Pan/Pani poniższe czynności? - Czy uczestniczy Pan/Pani w aktywnościach społecznych dla osób starszych? ¿Con qué frecuencia, de media, hace lo siguiente? - ¿Participa en actividades sociales para personas mayores?
Hversu oft að jafnaði gerir þú eftirfarandi? - Tekur þú þátt öðru, skipulögðu félagsstarfi s.s. trúfélagi, kór, góðgerðarstarfi eða öðru? How often, on average, do you do the following? - Do you take part in other organised social activities, such as religious activities, choir practice, charity work or other such activities? Jak często wykonuje Pan/Pani poniższe czynności? - Czy bierze Pan/Pani udział w innych zorganizowanych aktywnościach społecznych, takich jak działalność religijna, ćwiczenia w chórze, działalność charytatywna lub inne tego typu aktywności? ¿Con qué frecuencia, de media, hace lo siguiente? - ¿Toma parte en otras actividades sociales organizadas, como actividades religiosas, práctica de coral, trabajo de caridad u otras actividades de este tipo?
Hversu oft hittir þú einhvern utan heimilis þíns? How often do you meet someone outside your home? Jak często spotyka się Pan/Pani z innymi osobami poza domem? ¿Con qué frecuencia se reúne con alguien fuera de su hogar?
Hversu oft koma börn, ættingjar og vinir í heimsókn eða þú ferð í heimsókn til þeirra? How often do your children, relatives and friends visit you, or you them? Jak często odwiedzają Pana/Panią dzieci, krewni i przyjaciele lub Pan/Pani odwiedza ich? ¿Con qué frecuencia sus hijos, familiares y amigos le visitan en casa, o usted a ellos?
Hversu oft ertu í símasambandi við börn, ættingja og vini? How often are you in contact with children, relatives and friends by telephone? Jak często kontaktuje się Pan/Pani telefonicznie z dziećmi, krewnymi i przyjaciółmi? ¿Con qué frecuencia se pone en contacto con sus hijos, familiares y amigos por teléfono?
Hversu oft ertu í sambandi við börn, ættingja og vini gegnum internetið? How often are you in contact with children, relatives and friends via the internet? Jak często kontaktuje się Pan/Pani z dziećmi, krewnymi i przyjaciółmi przez Internet? ¿Con qué frecuencia se pone en contacto con sus hijos, familiares y amigos por internet?

Úrvinnsla

Svör í könnuninni voru greind með þeirri tölfræði sem er viðeigandi fyrir hverja spurningu. Í töflum skýrslunnar eru hlutfallstölur reiknaðar út og eru aðeins birt svör þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sökum er mismunandi fjöldi svara á bak við hverja töflu. Töflurnar sýna hlutföll og fjölda svara skipt niður eftir bakgrunnsþáttunum kyni, aldri, búsetu, uppruna, menntun, atvinnustöðu og hjúskaparstöðu. Að auki var greint eftir íslenskukunnáttu og lengd búsetu á Íslandi, spurningar sem lagðar voru fyrir einstaklinga með erlendan bakgrunn eða skilgreindu sig sem innflytjendur. Sums staðar sýna súlurnar í töflunum samlagningu tveggja hlutfalla sem birtast í töflunni. Í þeim tilvikum getur það gerst að hlutfallið við súlurnar sé ekki nákvæmlega það sama og það hlutfall sem fæst þegar hlutföllin í töflunni eru lögð saman. Ástæða þessa er að í töflunum er námundað að næsta aukastaf. Í nokkrum töflum þar sem fjöldi dálka í bakgrunnstöflum er það mikill að erfitt er að lesa heiti dálka má færa músarbendilinn yfir heiti dálks til að lesa heitið.

Í niðurstöðukafla má sjá tíðni- og bakgrunnsgreiningu. Í þeim tilfellum þar sem spurning hafði áður verið lögð fyrir í könnuninni Hagir og líðan aldraðra má einnig sjá þróun. Gagnaaflanir voru á eftirtöldum tímapunktum: Mars 1999, desember 2006 til janúar 2007, nóvember til desember 2012, nóvember til desember 2016 og nóvember 2020 til janúar 2021. Við túlkun þróunar þarf að hafa í huga að könnunin Hagir og líðan aldraðra var einungis lögð fyrir á íslensku. Þessi könnun var hins vegar lögð fyrir úrtak eldra fólks með íslenskan ríkisborgararétt auk alls eldra fólks með erlendan ríkisborgararétt og var í boði að svara á fjórum tungumálum. Athugið að hlutfall innflytjenda og einstaklinga með erlendan bakgrunn í niðurstöðum endurspeglar ekki raunhlutfall í þýði. Þegar niðurstöður 2023 eru bornar saman við niðurstöður í Högum og líðan aldraðra fyrri ára þarf að hafa þetta í huga.

Marktektarprófið kí-kvaðrat var notað til að meta hvort tölfræðilega marktækur munur væri á hlutföllum mismunandi hópa. Ef tölfræðileg marktekt kemur fram er það gefið til kynna með stjörnum. Ein stjarna þýðir að innan við 5% líkur eru á því að munur sem sést á milli hópa svarenda komi til ef enginn munur er á milli hópanna í þýðinu (p ≤ 0,05), þ.e. meðal allra Íslendinga sem eru 67 ára eða eldri. Tvær stjörnur þýða að innan við 1% líkur eru á því að munur sem sést á milli hópa svarenda komi til ef enginn munur er á milli hópanna í þýðinu (p ≤ 0,01) og þrjár stjörnur þýða að innan við 0,1% líkur eru á því að munur sem sést á milli hópa svarenda komi til ef enginn munur er á milli hópanna í þýðinu (p ≤ 0,001). Reynist marktektarpróf ógilt vegna fámennis í hópum er skammstöfunin óg notuð.

Dreifigreining (one-way analysis of variance) var notuð til að sjá hvort marktækur munur væri á meðaltölum ólíkra hópa. Dreifigreining prófar þá núlltilgátu að úrtök hópa séu dregin úr þýðum sem hafa sömu meðaltöl. Ef próf er marktækt við 0,05 mörk (p ≤ 0,05) má segja að innan við 5% líkur séu á að draga úrtök sem gefa þessi ólíku meðaltöl ef enginn munur er á milli hópanna í þýði.

Myndrit

Í skýrslunni er m.a. notast við kassarit, en þau henta vel til að bera saman dreifingu ólíkra hópa á samfelldum breytum. Í kassaritum sýnir hver kassi miðju dreifingar og eru því 50% svarenda innan grænbláa kassans. Neðri mörk kassans sýna neðri fjórðungsmörk og efri mörk kassans sýna efri fjórðungsmörk, strikið sem þverar grænbláa kassann sýnir miðgildi. Utan kassans má sjá þverstrik sem sýnir hæstu og lægstu gildi að undanskildum útlögum (öfgagildum). Myndin hér að neðan sýnir dreifingu fyrir þáttinn einangrun. Í þessu dæmi má því sjá að 25% allra svarenda eru á bilinu 2.5 og 2.9. Nokkur öfgagildi má sjá við sitthvoran enda dreifingarinnar og eru 4 einstaklingar með hæsta gildið á kvarðanum, fimm.

Einnig eru birt dreifnirit í skýrslunni sem sýna dreifingu líkt og kassarit. Í ritunum má sjá ítarlegar hvernig dreifing gilda liggur. Í myndinni að neðan hefur verið merkt inn á dreifniritið miðgildi og sýna punktalínurnar tvær efri og neðri fjórðungsmörkin sem einnig eru sýnd á kassaritinu. Ritið sýnir því vel hvar flestir svarendur eru á kvarðanum, í þessu dæmi raðast svarendur nokkuð þétt í kringum miðgildið 2.9.

Mynd 1. Kassarit og þéttnirit.

Bakgrunnsupplýsingar

Greining 1. Kyn

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Karl 655 47% 3%  47%
Kona 727 53% 3%  53%
Alls 1382 100%

Greining 2. Aldur

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
67-69 ára 305 22% 2%  22%
70-72 ára 269 19% 2%  19%
73-75 ára 240 17% 2%  17%
76-79 ára 269 19% 2%  19%
80-87 ára 229 17% 2%  17%
88 ára og eldri 70 5% 1%  5%
Alls 1382 100%

Greining 3. Búseta

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Höfuðborgarsvæði 925 67% 2%  67%
Landsbyggð 457 33% 2%  33%
Alls 1382 100%

Greining 4. Hvert er hæsta stig menntunar sem þú hefur lokið?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Grunnskólanám eða minna 329 25% 2%  25%
Starfsnám 112 8% 1%  8%
Iðnnám - verklegt nám á framhaldsskólastigi 253 19% 2%  19%
Bóklegt nám á framhaldsskólastigi 168 13% 2%  13%
Nám í sérskóla á háskólastigi 89 7% 1%  7%
Grunnnám í háskóla 197 15% 2%  15%
Meistaranám í háskóla 142 11% 2%  11%
Doktorsnám 36 3% 1%  3%
Annað 2 0% 0%  0%
Fjöldi svara 1328 100%
Veit ekki 7
Vil ekki svara 20
Hætt(ur) að svara 27
Alls 1382
Grunnskólanám Nám á framhaldsskólastigi Háskólanám Fjöldi Nám á framhaldsskólastigi eða háskólanám
Heild 25% 40% 35% 1326  75%
Kyn ***
Karl 18% 48% 34% 630  82%
Kona 31% 33% 36% 696  69%
Aldur ***
67-69 ára 18% 36% 45% 291  82%
70-72 ára 21% 35% 44% 260  79%
73-75 ára 27% 41% 33% 233  73%
76-79 ára 26% 46% 28% 256  74%
80-87 ára 30% 44% 26% 219  70%
88 ára og eldri 40% 39% 21% 67  60%
Búseta ***
Höfuðborgarsvæði 20% 39% 41% 886  80%
Landsbyggð 34% 43% 22% 440  66%
Uppruni ***
Íslenskur uppruni 27% 42% 31% 991  73%
Erlendur uppruni 17% 37% 46% 114  83%
Innflytjandi 19% 34% 47% 211  81%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 17% 34% 49% 150  83%
Frekar góð 18% 41% 42% 79  82%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 20% 32% 48% 95  80%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
20 ár eða skemur 16% 33% 51% 67  84%
20 til 30 ár 34% 21% 45% 29  66%
Lengur en 30 ár 17% 37% 46% 228  83%
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 13% 38% 49% 195  87%
Ekki í launaðri vinnu 27% 41% 32% 1115  73%
Hjúskaparstaða *
Býr ein/n 30% 40% 31% 424  70%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 23% 40% 37% 894  77%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 5. Hvernig skilgreinir þú uppruna þinn?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Er af íslenskum uppruna 1003 75% 2%  75%
Er af erlendum uppruna 115 9% 2%  9%
Ég er innflytjandi 221 17% 2%  17%
Fjöldi svara 1339 100%
Vil ekki svara 16
Hætt(ur) að svara 27
Alls 1382
Er af íslenskum uppruna Er af erlendum uppruna Ég er innflytjandi Fjöldi Erlendur uppruni eða innflytjandi
Heild 75% 9% 17% 1339  25%
Kyn
Karl 76% 7% 17% 636  24%
Kona 74% 10% 17% 703  26%
Aldur **
67-69 ára 73% 4% 23% 291  27%
70-72 ára 78% 8% 15% 263  22%
73-75 ára 76% 9% 16% 237  24%
76-79 ára 74% 11% 15% 259  26%
80-87 ára 74% 13% 13% 224  26%
88 ára og eldri 78% 8% 14% 65  22%
Búseta *
Höfuðborgarsvæði 73% 10% 17% 892  27%
Landsbyggð 79% 6% 16% 447  21%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 0% 52% 48% 153  100%
Frekar góð 0% 29% 71% 80  100%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 0% 13% 87% 102  100%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 0% 13% 87% 71  100%
20 til 30 ár 0% 7% 93% 30  100%
Lengur en 30 ár 0% 44% 56% 234  100%
Menntun ***
Grunnskólanám 82% 6% 12% 327  18%
Nám á framhaldsskólastigi 79% 8% 13% 530  21%
Háskólanám 67% 12% 22% 459  33%
Atvinnustaða
Í launaðri vinnu 78% 8% 15% 197  22%
Ekki í launaðri vinnu 75% 9% 17% 1125  25%
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 75% 9% 16% 426  25%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 75% 9% 16% 903  25%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 6. Hversu góð er íslenskukunnátta þín?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Mjög góð 153 46% 5%  46%
Frekar góð 80 24% 5%  24%
Hvorki góð né léleg 28 8% 3%  8%
Frekar léleg 29 9% 3%  9%
Mjög léleg 45 13% 4%  13%
Fjöldi svara 335 100%
Á ekki við 1019
Vil ekki svara 1
Hætt(ur) að svara 27
Alls 1382
Innflytjendur og einstaklingar með erlendan bakgrunn spurð.
Mjög góð Frekar góð Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg Fjöldi Frekar eða mjög góð
Heild 46% 24% 30% 335  70%
Kyn ***
Karl 41% 17% 42% 150  58%
Kona 50% 29% 21% 185  79%
Aldur óg
67-69 ára 32% 24% 44% 79  56%
70-72 ára 41% 24% 36% 59  64%
73-75 ára 48% 17% 34% 58  66%
76-79 ára 49% 21% 30% 67  70%
80-87 ára 62% 31% 7% 58  93%
88 ára og eldri 50% 36% 14% 14  86%
Búseta *
Höfuðborgarsvæði 49% 20% 31% 241  69%
Landsbyggð 38% 33% 29% 94  71%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) ***
20 ár eða skemur 0% 3% 97% 71  3%
20 til 30 ár 24% 21% 55% 29  45%
Lengur en 30 ár 62% 31% 7% 234  93%
Menntun
Grunnskólanám 43% 24% 33% 58  67%
Nám á framhaldsskólastigi 45% 28% 27% 113  73%
Háskólanám 48% 22% 30% 153  70%
Atvinnustaða
Í launaðri vinnu 55% 14% 32% 44  68%
Ekki í launaðri vinnu 44% 25% 31% 285  69%
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 50% 25% 25% 106  75%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 44% 22% 34% 224  66%
Innflytjendur og einstaklingar með erlendan bakgrunn spurð. Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 7. Hvað hefur þú samanlagt búið lengi á Íslandi?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Skemur en 1 ár 7 2% 2%  2%
1 til 2 ár 6 2% 1%  2%
3 til 5 ár 13 4% 2%  4%
6 til 10 ár 14 4% 2%  4%
11 til 20 ár 31 9% 3%  9%
20 til 30 ár 30 9% 3%  9%
Lengur en 30 ár 234 70% 5%  70%
Fjöldi svara 335 100%
Á ekki við 1019
Vil ekki svara 1
Hætt(ur) að svara 27
Alls 1382
Innflytjendur og einstaklingar með erlendan bakgrunn spurð.
20 ár eða skemur 20 til 30 ár Lengur en 30 ár Fjöldi 20 ár eða lengur
Heild 21% 9% 70% 335  79%
Kyn ***
Karl 30% 10% 60% 150  70%
Kona 14% 8% 78% 185  86%
Aldur óg
67-69 ára 39% 9% 52% 79  61%
70-72 ára 20% 19% 61% 59  80%
73-75 ára 22% 10% 67% 58  78%
76-79 ára 21% 7% 72% 67  79%
80-87 ára 2% 2% 97% 58  98%
88 ára og eldri 0% 0% 100% 14  100%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 22% 8% 70% 240  78%
Landsbyggð 19% 12% 69% 95  81%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) ***
Mjög góð 0% 5% 95% 153  100%
Frekar góð 2% 8% 90% 80  98%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 68% 16% 16% 101  32%
Menntun
Grunnskólanám 19% 17% 64% 59  81%
Nám á framhaldsskólastigi 19% 5% 75% 113  81%
Háskólanám 22% 9% 69% 152  78%
Atvinnustaða óg
Í launaðri vinnu 25% 9% 66% 44  75%
Ekki í launaðri vinnu 21% 9% 70% 285  79%
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 16% 9% 75% 107  84%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 24% 9% 67% 223  76%
Innflytjendur og einstaklingar með erlendan bakgrunn spurð. Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Niðurstöður

Í þessum kafla er að finna niðurstöður úr könnuninni sem lögð var fyrir eldra fólk. Hafa ber í huga við túlkun niðurstaðna að svarhlutfall á meðal innflytjenda var lágt. Það er erfitt að segja til um hve mikil áhrif það hefur á niðurstöður fyrir hópinn, því ber að túlka niðurstöður fyrir innflytjendur sem svo að þetta gefi ákveðnar vísbendingar um hvernig landið liggur.

Hafa ber í huga við túlkun mynda sem sýna þróun að í fyrri könnunum var könnunin einungis lögð fyrir á íslensku og samsetning úrtaks ólík því sem er nú.

Almennt heilbrigði

Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður tölfræðigreiningar við tveimur spurningum, í greiningu 8 og greiningu 9. Í hvorri greiningu eru birtar þrjár mismunandi tegundir greininga undir þremur flipaheitum.

Undir fyrsta flipanum, tíðnitafla, er að finna fjölda svara eftir svarmöguleikum. Undir flipa tvö, þróun, má sjá samanburð við fyrri kannanir.

Undir þriðja flipanum, bakgrunnsgreining, má sjá flokkun svara eftir bakgrunnsbreytum, kyni, aldri, búsetu, uppruna, íslenskukunnáttu, lengd búsetu, menntun, atvinnustöðu og hjúskaparstöðu.

Þá má í greiningu 10 sjá hvort fólk eigi erfitt með að komast að heiman og milli staða vegna færniskerðingar og má sjá þar mikinn mun eftir aldri og fleiri bakgrunnsþáttum.

Greining 8. Myndir þú segja að líkamleg heilsa þín sé almennt góð eða slæm?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Mjög slæm 39 3% 1%  3%
Frekar slæm 159 12% 2%  12%
Hvorki góð né slæm 255 18% 2%  18%
Frekar góð 624 45% 3%  45%
Mjög góð 302 22% 2%  22%
Fjöldi svara 1379 100%
Vil ekki svara 3
Alls 1382
Frekar eða mjög slæm Hvorki góð né slæm Frekar góð Mjög góð Fjöldi Frekar eða mjög góð
Heild 14% 18% 45% 22% 1379  67%
Kyn ***
Karl 10% 16% 52% 21% 654  74%
Kona 18% 20% 39% 22% 725  61%
Aldur
67-69 ára 11% 22% 42% 25% 305  67%
70-72 ára 14% 18% 46% 22% 268  68%
73-75 ára 13% 14% 49% 25% 239  73%
76-79 ára 17% 18% 46% 19% 268  65%
80-87 ára 15% 17% 46% 21% 229  68%
88 ára og eldri 24% 24% 39% 13% 70  51%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 14% 19% 44% 23% 925  67%
Landsbyggð 15% 18% 48% 20% 454  68%
Uppruni
Íslenskur uppruni 14% 17% 45% 24% 1002  69%
Erlendur uppruni 17% 19% 43% 21% 115  64%
Innflytjandi 15% 20% 51% 14% 220  65%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 14% 23% 45% 18% 153  63%
Frekar góð 19% 18% 50% 14% 80  64%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 15% 18% 52% 15% 101  67%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 11% 18% 56% 14% 71  70%
20 til 30 ár 21% 28% 31% 21% 29  52%
Lengur en 30 ár 16% 20% 48% 16% 234  65%
Menntun *
Grunnskólanám 18% 19% 43% 20% 329  63%
Nám á framhaldsskólastigi 14% 21% 46% 20% 531  66%
Háskólanám 12% 14% 48% 26% 464  73%
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 5% 14% 45% 36% 198  81%
Ekki í launaðri vinnu 16% 19% 45% 20% 1143  65%
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 16% 19% 46% 18% 431  65%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 13% 18% 45% 23% 917  68%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 9. Myndir þú segja að andleg heilsa þín sé almennt góð eða slæm?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Mjög slæm 4 0% 0%  0%
Frekar slæm 48 3% 1%  3%
Hvorki góð né slæm 154 11% 2%  11%
Frekar góð 609 44% 3%  44%
Mjög góð 562 41% 3%  41%
Fjöldi svara 1377 100%
Vil ekki svara 5
Alls 1382
Frekar eða mjög slæm Hvorki góð né slæm Frekar góð Mjög góð Fjöldi Frekar eða mjög góð
Heild 4% 11% 44% 41% 1377  85%
Kyn *
Karl 3% 10% 44% 44% 655  87%
Kona 5% 12% 45% 38% 722  83%
Aldur óg
67-69 ára 3% 12% 44% 41% 305  85%
70-72 ára 4% 12% 43% 41% 269  84%
73-75 ára 5% 8% 44% 43% 240  87%
76-79 ára 3% 13% 44% 39% 267  83%
80-87 ára 4% 11% 45% 40% 227  85%
88 ára og eldri 3% 7% 46% 43% 69  90%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 4% 11% 44% 41% 923  85%
Landsbyggð 4% 11% 44% 41% 454  85%
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 3% 9% 46% 42% 1001  88%
Erlendur uppruni 5% 16% 32% 47% 114  79%
Innflytjandi 4% 15% 46% 35% 221  81%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 4% 16% 37% 43% 152  80%
Frekar góð 5% 16% 44% 35% 80  79%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 5% 13% 46% 36% 102  82%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 4% 14% 39% 42% 71  82%
20 til 30 ár 3% 10% 47% 40% 30  87%
Lengur en 30 ár 5% 16% 41% 38% 233  79%
Menntun **
Grunnskólanám 4% 15% 45% 36% 327  81%
Nám á framhaldsskólastigi 3% 11% 46% 40% 532  86%
Háskólanám 3% 7% 43% 47% 464  90%
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 2% 5% 43% 51% 198  94%
Ekki í launaðri vinnu 4% 12% 44% 39% 1142  84%
Hjúskaparstaða ***
Býr ein/n 3% 15% 49% 33% 430  83%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 4% 9% 42% 44% 917  87%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 10. Áttu erfitt með að komast að heiman og milli staða vegna færniskerðingar?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
178 13% 2%  13%
Nei 1168 87% 2%  87%
Fjöldi svara 1346 100%
Vil ekki svara 10
Hætt(ur) að svara 26
Alls 1382
Nei Fjöldi Nei
Heild 13% 87% 1346  87%
Kyn ***
Karl 8% 92% 640  92%
Kona 18% 82% 706  82%
Aldur ***
67-69 ára 8% 92% 295  92%
70-72 ára 8% 92% 263  92%
73-75 ára 8% 92% 237  92%
76-79 ára 12% 88% 259  88%
80-87 ára 20% 80% 226  80%
88 ára og eldri 61% 39% 66  39%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 14% 86% 900  86%
Landsbyggð 12% 88% 446  88%
Uppruni *
Íslenskur uppruni 12% 88% 999  88%
Erlendur uppruni 13% 87% 115  87%
Innflytjandi 18% 82% 218  82%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 13% 87% 152  87%
Frekar góð 20% 80% 79  80%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 19% 81% 101  81%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 14% 86% 70  86%
20 til 30 ár 31% 69% 29  69%
Lengur en 30 ár 15% 85% 233  85%
Menntun **
Grunnskólanám 19% 81% 326  81%
Nám á framhaldsskólastigi 12% 88% 531  88%
Háskólanám 10% 90% 462  90%
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 2% 98% 197  98%
Ekki í launaðri vinnu 15% 85% 1132  85%
Hjúskaparstaða ***
Býr ein/n 21% 79% 429  79%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 10% 90% 908  90%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Einmanaleiki

Á meðal innflytjenda var einmanaleiki nokkuð meiri á meðal eldra fólks sem skilgreindu sig sem innflytjendur heldur en eldra fólks með íslenskan eða erlendan uppruna líkt og sjá má á mynd 2. Þá var nokkuð lægra hlutfall innflytjenda sem var ekki einmana (29%) heldur en eldra fólk með íslenskan (44%) eða erlendan (44%) bakgrunn. Um 17% eldra fólk af íslenskum uppruna var nokkuð eða talsvert einmana (3-6 á kvarðanum) samanborið við 31% innflytjenda.

Munur á milli innflytjenda og einstaklinga með íslenskan uppruna var til staðar óháð atvinnustöðu (sjá mynd 2, seinni mynd). Þannig töldust um 76% starfandi einstaklinga af íslenskum uppruna ekki eða mjög lítið einmana, samanborið við 57% innflytjenda. Sömuleiðis töldust 67% einstaklinga með íslenskan bakgrunn sem voru ekki starfandi mjög lítið eða ekki einmana, en hlutfallið var 53% meðal innflytjenda.

Mynd 2. Einmannaleiki eftir uppruna

Mynd 2. Einmannaleiki eftir uppruna

Ef horft er til tilfinningalegs einmanaleika sérstaklega, þá komu innflytjendur einnig verr út hvað það varðar. Rétt rúmur þriðjungur (37%) þeirra telst ekki tilfinningalega einmana samanborið við helming eldra fólks með erlendan eða íslenskan bakgrunn. Innflytjendur voru því líklegri til að finna fyrir tómleika, sakna þess að hafa fólk í kringum sig og finnast sér hafnað (sjá mynd 3). Það má sjá að 5% eldra fólks af íslenskum uppruna mælast með gífurlegan tilfinningalegan einmanaleika (gildið 3 á kvarðanum) og skortir tengsl við fólk og náin sambönd. Tvöfalt hærra hlutfall svarenda sem voru innflytjendur mældust með sama tilfinningalegan einmanaleika.

Mynd 3. Tilfinningalegur einmanaleiki eftir uppruna

Um 3/4 (71%) eldra fólks taldist ekki með félagslegan einmanaleika (sjá greiningu 13). Þó stóðu þau betur að vígi sem höfðu íslenskan uppruna heldur en eldra fólk af erlendum uppruna eða þau sem voru innflytjendur. Á meðal einstaklinga með erlendan uppruna var 66% ekki félagslega einmana og 62% innflytjenda. Innflytjendur og fólk af erlendum uppruna var því ólíklegra til að hafa einhvern til að leita til, að eiga einhvern sem það gat algjörlega treyst á og hafa nógu marga sem þeim fannst þau náin (sjá mynd 4). Sex prósent eldra fólks með íslenskan bakgrunn mældist með gífurlegan félagslegan einmanaleika og hafa því takmörkuð félagsleg samskipti við fólk. Á meðal svarenda með erlendan bakgrunn var tvöfalt hærra hlutfall með gífurlegan félagslegan einmanaleika og þrefalt hærra á meðal svarenda sem voru innflytjendur.

Nánari greiningu einmanaleika í heild og tilfinningalegs og félagslegs sérstaklega má sjá í greiningum 11-13. Í greiningum 14 til 19 er að finna svör við einstökum spurningum sem mynda einmanaleika kvarðana.

Mynd 4. Félagslegur einmanaleiki eftir uppruna

Greining 11. Einmannaleiki, þar sem hærra gildi táknar meiri einmanaleika

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
0 551 41% 3%  41%
1 - 2 520 39% 3%  39%
3 - 4 187 14% 2%  14%
5 - 6 81 6% 1%  6%
Fjöldi svara 1339 100%
Svarar ekki 43
Alls 1382
Hærra gildi táknar meiri einmanaleika. Gildið 0 merkir að einstaklingur finnur sjaldan eða aldrei fyrir tómleika, líður sjaldan eða aldrei eins og er hafnað og saknar þess sjaldan eða aldrei að hafa fólk í kringum sig. Á meðan gildið 6 táknar að einstaklingur finnur alltaf, oftast eða stundum fyrir tómleika, líður alltaf, oftast eða stundum eins og er hafnað o.s.frv.
0 1 - 2 3 - 4 5 - 6 Fjöldi Meðaltal
Heild 41% 39% 14% 6% 1339  1,3
Kyn
Karl 45% 37% 13% 5% 636  1,2
Kona 38% 40% 15% 7% 703  1,4
Aldur óg
67-69 ára 45% 33% 15% 7% 294  1,4
70-72 ára 44% 32% 17% 8% 266  1,4
73-75 ára 41% 42% 14% 3% 236  1,3
76-79 ára 36% 45% 13% 6% 256  1,4
80-87 ára 42% 39% 12% 7% 219  1,3
88 ára og eldri 37% 54% 6% 3% 68  1,1
Búseta
Höfuðborgarsvæði 40% 38% 15% 7% 894  1,4
Landsbyggð 44% 40% 12% 5% 445  1,2
Uppruni ***
Íslenskur uppruni 44% 39% 13% 4% 988  1,2
Erlendur uppruni 44% 35% 10% 11% 111  1,5
Innflytjandi 29% 40% 20% 11% 213  1,8
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) **
Mjög góð 41% 33% 13% 12% 150  1,6
Frekar góð 27% 40% 16% 17% 77  2,0
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 27% 46% 23% 4% 96  1,7
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 30% 49% 16% 4% 67  1,6
20 til 30 ár 17% 41% 34% 7% 29  1,9
Lengur en 30 ár 37% 35% 15% 13% 227  1,7
Menntun **
Grunnskólanám 32% 45% 15% 8% 325  1,6
Nám á framhaldsskólastigi 42% 39% 13% 6% 523  1,3
Háskólanám 48% 35% 14% 4% 451  1,2
Atvinnustaða *
Í launaðri vinnu 51% 34% 12% 3% 196  1,0
Ekki í launaðri vinnu 39% 39% 14% 7% 1118  1,4
Hjúskaparstaða ***
Býr ein/n 28% 46% 19% 8% 426  1,7
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 48% 35% 12% 5% 896  1,1
Hærra gildi táknar meiri einmanaleika. Gildið 0 merkir að einstaklingur finnur sjaldan eða aldrei fyrir tómleika, líður sjaldan eða aldrei eins og er hafnað og saknar þess sjaldan eða aldrei að hafa fólk í kringum sig. Á meðan gildið 6 táknar að einstaklingur finnur alltaf, oftast eða stundum fyrir tómleika, líður alltaf, oftast eða stundum eins og er hafnað o.s.frv. Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 12. Tilfinningalegur einmanaleiki, þar sem hærra gildi táknar meiri einmanaleika

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
0 665 49% 3%  49%
1 379 28% 2%  28%
2 - 3 310 23% 2%  23%
Fjöldi svara 1354 100%
Svarar ekki 28
Alls 1382
Hærra gildi táknar meiri einmanaleika. Gildið 0 merkir að einstaklingur finnur sjaldan eða aldrei fyrir tómleika, líður sjaldan eða aldrei eins og er hafnað og saknar þess sjaldan eða aldrei að hafa fólk í kringum sig. Á meðan gildið 3 táknar að einstaklingur finnur alltaf, oftast eða stundum fyrir tómleika, líður alltaf, oftast eða stundum eins og er hafnað o.s.frv.
0 1 2 - 3 Fjöldi Meðaltal
Heild 49% 28% 23% 1354  0,8
Kyn ***
Karl 56% 27% 17% 642  0,7
Kona 43% 29% 28% 712  0,9
Aldur
67-69 ára 53% 23% 25% 297  0,8
70-72 ára 50% 27% 23% 266  0,8
73-75 ára 51% 29% 20% 238  0,7
76-79 ára 43% 32% 25% 261  0,9
80-87 ára 48% 29% 23% 224  0,8
88 ára og eldri 50% 32% 18% 68  0,7
Búseta
Höfuðborgarsvæði 48% 29% 24% 905  0,8
Landsbyggð 52% 27% 21% 449  0,8
Uppruni **
Íslenskur uppruni 51% 27% 21% 997  0,8
Erlendur uppruni 51% 23% 26% 112  0,8
Innflytjandi 37% 36% 27% 216  1,0
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 48% 27% 25% 151  0,8
Frekar góð 37% 33% 30% 79  1,1
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 36% 37% 27% 97  1,0
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
20 ár eða skemur 35% 41% 24% 68  1,0
20 til 30 ár 28% 45% 28% 29  1,1
Lengur en 30 ár 45% 27% 28% 230  0,9
Menntun ***
Grunnskólanám 39% 32% 29% 327  1,0
Nám á framhaldsskólastigi 50% 27% 23% 525  0,8
Háskólanám 56% 25% 19% 460  0,7
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 60% 25% 14% 197  0,6
Ekki í launaðri vinnu 47% 28% 24% 1132  0,8
Hjúskaparstaða ***
Býr ein/n 37% 29% 34% 430  1,1
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 55% 28% 17% 906  0,7
Hærra gildi táknar meiri einmanaleika. Gildið 0 merkir að einstaklingur finnur sjaldan eða aldrei fyrir tómleika, líður sjaldan eða aldrei eins og er hafnað og saknar þess sjaldan eða aldrei að hafa fólk í kringum sig. Á meðan gildið 3 táknar að einstaklingur finnur alltaf, oftast eða stundum fyrir tómleika, líður alltaf, oftast eða stundum eins og er hafnað o.s.frv. Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 13. Félagslegur einmanaleiki, þar sem hærra gildi táknar meiri einmanaleika

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
0 958 71% 2%  71%
1 167 12% 2%  12%
2 - 3 220 16% 2%  16%
Fjöldi svara 1345 100%
Svarar ekki 37
Alls 1382
Hærra gildi táknar meiri einmanaleika. Gildið 0 merkir að einstaklingur telur sig alltaf eða oftast geta leitað til einhvers, hefur alltaf eða oftast einhvern sem hann getur algjörlega treyst á og hefur alltaf eða oftast nægilega marga sem honum finnst hann náinn. Á meðan gildið 3 táknar að einstaklingur finnst hann stundum, sjaldan eða aldrei geta leitað til einhvers, hefur stundum, sjaldan eða aldrei einhvern til að treysta algjörlega o.s.frv.
0 1 2 - 3 Fjöldi Meðaltal
Heild 71% 12% 16% 1345  0,5
Kyn
Karl 70% 13% 17% 640  0,6
Kona 72% 12% 16% 705  0,5
Aldur
67-69 ára 71% 11% 18% 294  0,6
70-72 ára 69% 13% 18% 266  0,6
73-75 ára 74% 10% 17% 238  0,5
76-79 ára 72% 12% 16% 257  0,5
80-87 ára 71% 14% 15% 221  0,5
88 ára og eldri 71% 19% 10% 69  0,4
Búseta
Höfuðborgarsvæði 70% 12% 18% 899  0,6
Landsbyggð 74% 13% 13% 446  0,5
Uppruni ***
Íslenskur uppruni 74% 13% 13% 989  0,4
Erlendur uppruni 66% 11% 23% 113  0,7
Innflytjandi 62% 13% 25% 216  0,8
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 67% 9% 25% 151  0,7
Frekar góð 55% 14% 31% 78  0,9
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 64% 16% 20% 99  0,7
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 67% 14% 19% 69  0,6
20 til 30 ár 62% 10% 28% 29  0,8
Lengur en 30 ár 62% 12% 26% 230  0,8
Menntun
Grunnskólanám 67% 14% 18% 325  0,6
Nám á framhaldsskólastigi 72% 12% 16% 527  0,5
Háskólanám 74% 12% 15% 453  0,5
Atvinnustaða
Í launaðri vinnu 77% 10% 13% 196  0,4
Ekki í launaðri vinnu 70% 13% 17% 1124  0,6
Hjúskaparstaða **
Býr ein/n 65% 16% 19% 427  0,7
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 74% 11% 15% 901  0,5
Hærra gildi táknar meiri einmanaleika. Gildið 0 merkir að einstaklingur telur sig alltaf eða oftast geta leitað til einhvers, hefur alltaf eða oftast einhvern sem hann getur algjörlega treyst á og hefur alltaf eða oftast nægilega marga sem honum finnst hann náinn. Á meðan gildið 3 táknar að einstaklingur finnst hann stundum, sjaldan eða aldrei geta leitað til einhvers, hefur stundum, sjaldan eða aldrei einhvern til að treysta algjörlega o.s.frv. Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 14. Ég finn fyrir tómleika

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Alltaf 9 1% 0%  1%
Oftast 40 3% 1%  3%
Stundum 301 22% 2%  22%
Sjaldan 426 32% 2%  32%
Aldrei 570 42% 3%  42%
Fjöldi svara 1346 100%
Veit ekki 16
Vil ekki svara 8
Hætt(ur) að svara 12
Alls 1382
Alltaf eða oftast Stundum Sjaldan Aldrei Fjöldi Oftast eða alltaf
Heild 4% 22% 32% 42% 1346  4%
Kyn ***
Karl 3% 16% 33% 48% 639  3%
Kona 5% 28% 30% 37% 707  5%
Aldur óg
67-69 ára 3% 25% 34% 38% 296  3%
70-72 ára 5% 19% 32% 44% 265  5%
73-75 ára 1% 22% 35% 42% 233  1%
76-79 ára 5% 23% 30% 42% 261  5%
80-87 ára 4% 22% 28% 46% 223  4%
88 ára og eldri 1% 24% 26% 49% 68  1%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 4% 22% 31% 42% 899  4%
Landsbyggð 2% 22% 33% 42% 447  2%
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 3% 22% 33% 43% 995  3%
Erlendur uppruni 5% 22% 26% 46% 112  5%
Innflytjandi 4% 25% 30% 41% 212  4%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 4% 27% 26% 42% 151  4%
Frekar góð 8% 20% 28% 44% 79  8%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 3% 24% 32% 41% 93  3%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 3% 18% 37% 42% 65  3%
20 til 30 ár 0% 36% 29% 36% 28  0%
Lengur en 30 ár 6% 25% 26% 43% 230  6%
Menntun **
Grunnskólanám 7% 24% 28% 41% 327  7%
Nám á framhaldsskólastigi 3% 23% 30% 44% 522  3%
Háskólanám 2% 20% 36% 42% 459  2%
Atvinnustaða **
Í launaðri vinnu 1% 16% 33% 50% 197  1%
Ekki í launaðri vinnu 4% 23% 31% 41% 1124  4%
Hjúskaparstaða ***
Býr ein/n 6% 32% 29% 33% 426  6%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 3% 17% 33% 47% 902  3%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 15. Það eru margir sem ég get leitað til ef ég lendi í erfiðleikum

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Alltaf 553 42% 3%  42%
Oftast 502 38% 3%  38%
Stundum 128 10% 2%  10%
Sjaldan 106 8% 1%  8%
Aldrei 37 3% 1%  3%
Fjöldi svara 1326 100%
Veit ekki 33
Vil ekki svara 11
Hætt(ur) að svara 12
Alls 1382
Alltaf Oftast Stundum Sjaldan eða aldrei Fjöldi Sjaldan eða aldrei
Heild 42% 38% 10% 11% 1326  11%
Kyn
Karl 41% 37% 9% 13% 625  13%
Kona 42% 39% 10% 9% 701  9%
Aldur
67-69 ára 43% 38% 10% 9% 287  9%
70-72 ára 42% 37% 11% 10% 262  10%
73-75 ára 43% 35% 10% 12% 234  12%
76-79 ára 40% 39% 9% 12% 254  12%
80-87 ára 40% 40% 10% 11% 220  11%
88 ára og eldri 42% 42% 4% 12% 69  12%
Búseta *
Höfuðborgarsvæði 40% 37% 11% 11% 889  11%
Landsbyggð 44% 40% 7% 10% 437  10%
Uppruni **
Íslenskur uppruni 44% 39% 8% 10% 974  10%
Erlendur uppruni 33% 39% 16% 12% 109  12%
Innflytjandi 39% 33% 14% 14% 214  14%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 36% 36% 13% 15% 150  15%
Frekar góð 31% 36% 15% 18% 74  18%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 42% 34% 17% 7% 98  7%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 37% 40% 15% 9% 68  9%
20 til 30 ár 55% 14% 21% 10% 29  10%
Lengur en 30 ár 35% 36% 14% 15% 225  15%
Menntun
Grunnskólanám 42% 36% 8% 14% 318  14%
Nám á framhaldsskólastigi 41% 40% 10% 9% 521  9%
Háskólanám 43% 36% 10% 10% 448  10%
Atvinnustaða
Í launaðri vinnu 44% 41% 8% 7% 189  7%
Ekki í launaðri vinnu 41% 37% 10% 11% 1113  11%
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 38% 38% 12% 12% 425  12%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 44% 38% 8% 10% 884  10%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 16. Það eru margir sem ég get algjörlega treyst á

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Alltaf 672 50% 3%  50%
Oftast 435 33% 3%  33%
Stundum 118 9% 2%  9%
Sjaldan 87 7% 1%  7%
Aldrei 20 2% 1%  2%
Fjöldi svara 1332 100%
Veit ekki 26
Vil ekki svara 12
Hætt(ur) að svara 12
Alls 1382
Alltaf Oftast Stundum Sjaldan eða aldrei Fjöldi Sjaldan eða aldrei
Heild 50% 33% 9% 8% 1332  8%
Kyn
Karl 48% 34% 10% 8% 633  8%
Kona 53% 31% 8% 8% 699  8%
Aldur
67-69 ára 46% 33% 11% 9% 291  9%
70-72 ára 48% 34% 9% 9% 264  9%
73-75 ára 53% 31% 8% 8% 235  8%
76-79 ára 49% 35% 8% 8% 256  8%
80-87 ára 54% 30% 8% 7% 219  7%
88 ára og eldri 60% 30% 6% 4% 67  4%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 51% 32% 9% 9% 887  9%
Landsbyggð 50% 35% 9% 6% 445  6%
Uppruni ***
Íslenskur uppruni 53% 33% 7% 6% 980  6%
Erlendur uppruni 47% 29% 11% 12% 112  12%
Innflytjandi 42% 31% 14% 13% 215  13%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 46% 30% 9% 15% 149  15%
Frekar góð 36% 32% 18% 14% 78  14%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 45% 31% 14% 9% 99  9%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 45% 33% 10% 12% 69  12%
20 til 30 ár 52% 28% 14% 7% 29  7%
Lengur en 30 ár 43% 30% 14% 14% 228  14%
Menntun
Grunnskólanám 48% 34% 9% 9% 321  9%
Nám á framhaldsskólastigi 52% 32% 9% 7% 523  7%
Háskólanám 51% 33% 8% 8% 449  8%
Atvinnustaða
Í launaðri vinnu 52% 34% 9% 5% 194  5%
Ekki í launaðri vinnu 50% 32% 9% 8% 1114  8%
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 47% 34% 10% 9% 424  9%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 52% 32% 8% 7% 892  7%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 17. Ég sakna þess að hafa fólk í kringum mig

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Alltaf 56 4% 1%  4%
Oftast 124 9% 2%  9%
Stundum 385 29% 2%  29%
Sjaldan 354 26% 2%  26%
Aldrei 419 31% 2%  31%
Fjöldi svara 1338 100%
Veit ekki 23
Vil ekki svara 9
Hætt(ur) að svara 12
Alls 1382
Alltaf eða oftast Stundum Sjaldan Aldrei Fjöldi Oftast eða alltaf
Heild 13% 29% 26% 31% 1338  13%
Kyn ***
Karl 11% 26% 26% 36% 634  11%
Kona 16% 31% 27% 27% 704  16%
Aldur
67-69 ára 12% 27% 31% 31% 296  12%
70-72 ára 15% 29% 24% 32% 261  15%
73-75 ára 12% 29% 28% 31% 236  12%
76-79 ára 14% 31% 26% 29% 259  14%
80-87 ára 14% 29% 23% 34% 218  14%
88 ára og eldri 16% 25% 25% 34% 68  16%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 14% 30% 26% 31% 897  14%
Landsbyggð 13% 27% 28% 32% 441  13%
Uppruni *
Íslenskur uppruni 13% 27% 26% 34% 981  13%
Erlendur uppruni 13% 28% 27% 32% 111  13%
Innflytjandi 17% 36% 25% 23% 217  17%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 14% 28% 27% 32% 149  14%
Frekar góð 11% 41% 28% 20% 79  11%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 20% 36% 22% 21% 99  20%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 20% 39% 26% 16% 70  20%
20 til 30 ár 24% 31% 24% 21% 29  24%
Lengur en 30 ár 13% 32% 25% 30% 228  13%
Menntun ***
Grunnskólanám 18% 34% 21% 28% 320  18%
Nám á framhaldsskólastigi 15% 28% 24% 33% 524  15%
Háskólanám 8% 26% 32% 34% 454  8%
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 8% 22% 28% 42% 196  8%
Ekki í launaðri vinnu 15% 30% 26% 30% 1117  15%
Hjúskaparstaða ***
Býr ein/n 18% 37% 22% 23% 427  18%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 11% 25% 29% 35% 893  11%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 18. Það eru nægilega margir sem mér finnst ég náin/n

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Alltaf 601 45% 3%  45%
Oftast 507 38% 3%  38%
Stundum 121 9% 2%  9%
Sjaldan 77 6% 1%  6%
Aldrei 27 2% 1%  2%
Fjöldi svara 1333 100%
Veit ekki 29
Vil ekki svara 8
Hætt(ur) að svara 12
Alls 1382
Alltaf Oftast Stundum Sjaldan eða aldrei Fjöldi Sjaldan eða aldrei
Heild 45% 38% 9% 8% 1333  8%
Kyn
Karl 44% 39% 8% 9% 633  9%
Kona 46% 37% 10% 7% 700  7%
Aldur
67-69 ára 44% 39% 9% 8% 293  8%
70-72 ára 47% 34% 11% 8% 263  8%
73-75 ára 45% 39% 8% 7% 236  7%
76-79 ára 44% 40% 8% 7% 252  7%
80-87 ára 44% 38% 10% 9% 220  9%
88 ára og eldri 49% 35% 6% 10% 69  10%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 46% 37% 10% 8% 892  8%
Landsbyggð 44% 41% 8% 7% 441  7%
Uppruni **
Íslenskur uppruni 46% 39% 8% 7% 983  7%
Erlendur uppruni 43% 38% 10% 9% 112  9%
Innflytjandi 42% 32% 15% 11% 214  11%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 42% 36% 9% 13% 149  13%
Frekar góð 32% 36% 22% 9% 77  9%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 49% 30% 12% 8% 99  8%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 47% 35% 9% 9% 68  9%
20 til 30 ár 52% 17% 17% 14% 29  14%
Lengur en 30 ár 39% 36% 14% 11% 228  11%
Menntun *
Grunnskólanám 41% 37% 12% 10% 322  10%
Nám á framhaldsskólastigi 45% 38% 9% 8% 521  8%
Háskólanám 49% 38% 8% 5% 453  5%
Atvinnustaða
Í launaðri vinnu 51% 36% 7% 6% 194  6%
Ekki í launaðri vinnu 44% 38% 10% 8% 1115  8%
Hjúskaparstaða ***
Býr ein/n 38% 39% 14% 9% 419  9%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 49% 38% 7% 7% 898  7%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 19. Mér finnst oft að mér sé hafnað

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Alltaf 10 1% 0%  1%
Oftast 23 2% 1%  2%
Stundum 142 11% 2%  11%
Sjaldan 369 28% 2%  28%
Aldrei 792 59% 3%  59%
Fjöldi svara 1336 100%
Veit ekki 22
Vil ekki svara 12
Hætt(ur) að svara 12
Alls 1382
Alltaf eða oftast Stundum Sjaldan Aldrei Fjöldi Oftast eða alltaf
Heild 2% 11% 28% 59% 1336  2%
Kyn
Karl 2% 9% 28% 61% 634  2%
Kona 3% 12% 27% 58% 702  3%
Aldur óg
67-69 ára 2% 12% 33% 53% 294  2%
70-72 ára 4% 11% 29% 56% 263  4%
73-75 ára 0% 12% 30% 58% 236  0%
76-79 ára 3% 11% 25% 61% 258  3%
80-87 ára 3% 9% 22% 66% 219  3%
88 ára og eldri 0% 5% 17% 79% 66  0%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 2% 11% 26% 61% 891  2%
Landsbyggð 3% 9% 31% 56% 445  3%
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 2% 9% 28% 61% 987  2%
Erlendur uppruni 4% 8% 25% 63% 110  4%
Innflytjandi 2% 18% 26% 53% 212  2%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 3% 9% 23% 64% 150  3%
Frekar góð 4% 23% 27% 46% 74  4%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 1% 18% 30% 52% 97  1%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 1% 16% 28% 54% 68  1%
20 til 30 ár 0% 21% 34% 45% 29  0%
Lengur en 30 ár 4% 14% 24% 58% 224  4%
Menntun
Grunnskólanám 4% 12% 28% 56% 324  4%
Nám á framhaldsskólastigi 2% 9% 27% 62% 518  2%
Háskólanám 2% 11% 29% 58% 455  2%
Atvinnustaða óg
Í launaðri vinnu 1% 11% 32% 56% 195  1%
Ekki í launaðri vinnu 3% 11% 26% 60% 1117  3%
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 2% 12% 26% 60% 427  2%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 3% 10% 28% 59% 893  3%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Félagsleg virkni og einangrun

Félagsleg virkni og einangrun eldra fólks var mæld með sex spurningum, sjá greiningar 22.-27. Mynd 5 hér fyrir neðan sýnir samanburð á félagslegri virkni og einangrun eftir uppruna í kassariti og þéttniriti.

Ekki var mikill munur á einangrun einstaklinga eftir uppruna þó svo munurinn sé marktækur. Þéttnirit fyrir mynd 5 sýnir þetta ítarlega. Einangrun var örlítið lægri á meðal eldra fólks af íslenskum uppruna (m = 2,9) heldur en þeirra sem voru af erlendum uppruna (m = 3,0) eða innflytjendur (m = 3,0). Í greiningu 20 er að finna nánari greiningu á kvarðanum um félagslega virkni og einangrun.

Mynd 5. Einangrun eftir uppruna

Mynd 5. Einangrun eftir uppruna

Greining 20. Einangrun, þar sem hærra gildi táknar meiri einangrun

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
1,0 - 2,0 76 6% 1%  6%
2,1 - 3,0 775 57% 3%  57%
3,1 - 4,0 453 33% 3%  33%
4,1 - 5,0 58 4% 1%  4%
Fjöldi svara 1362 100%
Svarar ekki 20
Alls 1382
Hærra gildi táknar meiri einangrun. Gildið 1 merkir að einstaklingur tekur daglega þátt í félagsstarfi, hittir fólk utan heimilis daglega, fær börn, ættingja og vini daglega í heimsókn o.s.frv. Á meðan gildið 5 táknar að einstaklingur stundar aldrei félagsstarf, hittir aldrei fólk utan heimilis og fær aldrei börn, ættingja og vini í heimsókn o.s.frv.
Meðaltal Staðalfrávik Fjöldi Meðaltal
Heild 2,9 0,6 1362  2,9
Kyn ***
Karl 3,0 0,6 647  3,0
Kona 2,8 0,6 715  2,8
Aldur *
67-69 ára 2,9 0,6 298  2,9
70-72 ára 2,9 0,6 266  2,9
73-75 ára 2,9 0,6 240  2,9
76-79 ára 2,9 0,6 262  2,9
80-87 ára 3,0 0,6 227  3,0
88 ára og eldri 3,2 0,6 69  3,2
Búseta
Höfuðborgarsvæði 2,9 0,6 913  2,9
Landsbyggð 2,9 0,6 449  2,9
Uppruni **
Íslenskur uppruni 2,9 0,6 1001  2,9
Erlendur uppruni 3,0 0,6 114  3,0
Innflytjandi 3,0 0,6 221  3,0
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 3,0 0,5 152  3,0
Frekar góð 3,0 0,7 80  3,0
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 3,1 0,6 102  3,1
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 3,0 0,6 71  3,0
20 til 30 ár 3,0 0,4 30  3,0
Lengur en 30 ár 3,0 0,6 233  3,0
Menntun **
Grunnskólanám 3,0 0,6 329  3,0
Nám á framhaldsskólastigi 3,0 0,6 532  3,0
Háskólanám 2,8 0,6 463  2,8
Atvinnustaða
Í launaðri vinnu 2,8 0,5 197  2,8
Ekki í launaðri vinnu 2,9 0,6 1143  2,9
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 2,9 0,6 432  2,9
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 2,9 0,6 915  2,9
Hærra gildi táknar meiri einangrun. Gildið 1 merkir að einstaklingur tekur daglega þátt í félagsstarfi, hittir fólk utan heimilis daglega, fær börn, ættingja og vini daglega í heimsókn o.s.frv. Á meðan gildið 5 táknar að einstaklingur stundar aldrei félagsstarf, hittir aldrei fólk utan heimilis og fær aldrei börn, ættingja og vini í heimsókn o.s.frv. Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Mynd 6 sýnir svo hve hátt hlutfall fólks sinnti mismunandi virkni einu sinni í viku eða oftar. Almennt var eldra fólk reglulega í samskiptum við vini og fjölskyldumeðlimi. Fólk af erlendum uppruna og innflytjendur voru í örlítið minna mæli í samskiptum við fólk þó þau voru vissulega oftar í samskiptum í gegnum internetið.

Mynd 6. Hversu oft að jafnaði eldra fólk eru í samskiptum eða innan um fólk

Greining 21. Hversu oft að jafnaði gerir þú eftirfarandi? - Stundar þú reglubundna hreyfingu af einhverju tagi, s.s. dans, göngu, golf, líkamsrækt o.s.frv.?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Daglega 412 30% 2%  30%
Nokkrum sinnum í viku 578 43% 3%  43%
Einu sinni í viku 119 9% 2%  9%
2-3 í mánuði 61 5% 1%  5%
Einu sinni í mánuði 44 3% 1%  3%
Aldrei 139 10% 2%  10%
Fjöldi svara 1353 100%
Á ekki við 9
Vil ekki svara 7
Hætt(ur) að svara 13
Alls 1382
Daglega Nokkrum sinnum í viku Einu sinni í viku Einu sinni til þrisvar í mánuði Aldrei Fjöldi Nokkrum sinnum í viku eða oftar
Heild 30% 43% 9% 8% 10% 1353  73%
Kyn **
Karl 31% 43% 9% 10% 8% 643  74%
Kona 30% 43% 9% 6% 13% 710  73%
Aldur ***
67-69 ára 36% 41% 9% 10% 4% 294  78%
70-72 ára 30% 46% 9% 9% 7% 264  76%
73-75 ára 30% 40% 10% 7% 12% 240  71%
76-79 ára 26% 46% 7% 7% 14% 260  72%
80-87 ára 31% 42% 9% 6% 11% 227  74%
88 ára og eldri 24% 32% 9% 10% 25% 68  56%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 30% 43% 9% 8% 10% 912  73%
Landsbyggð 31% 42% 8% 8% 11% 441  73%
Uppruni
Íslenskur uppruni 30% 43% 9% 8% 10% 995  74%
Erlendur uppruni 31% 37% 6% 10% 17% 114  68%
Innflytjandi 31% 42% 12% 7% 8% 216  73%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 34% 41% 9% 5% 11% 153  75%
Frekar góð 29% 41% 5% 10% 14% 78  71%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 29% 37% 14% 12% 8% 98  65%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 29% 33% 16% 12% 10% 69  62%
20 til 30 ár 30% 43% 13% 7% 7% 30  73%
Lengur en 30 ár 32% 42% 7% 7% 12% 230  74%
Menntun *
Grunnskólanám 28% 39% 10% 9% 13% 324  68%
Nám á framhaldsskólastigi 31% 41% 8% 8% 11% 530  72%
Háskólanám 32% 47% 8% 6% 7% 460  79%
Atvinnustaða
Í launaðri vinnu 36% 44% 8% 7% 5% 196  81%
Ekki í launaðri vinnu 30% 42% 9% 8% 11% 1133  72%
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 29% 44% 8% 7% 13% 426  73%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 31% 42% 9% 8% 9% 910  73%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 22. Hversu oft að jafnaði gerir þú eftirfarandi? - Tekur þú þátt í félagsstarfi fyrir eldra fólk?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Daglega 13 1% 1%  1%
Nokkrum sinnum í viku 150 11% 2%  11%
Einu sinni í viku 106 8% 1%  8%
2-3 í mánuði 60 5% 1%  5%
Einu sinni í mánuði 88 7% 1%  7%
Aldrei 906 68% 3%  68%
Fjöldi svara 1323 100%
Á ekki við 40
Vil ekki svara 6
Hætt(ur) að svara 13
Alls 1382
Daglega Nokkrum sinnum í viku Einu sinni í viku Einu sinni til þrisvar í mánuði Aldrei Fjöldi Nokkrum sinnum í viku eða oftar
Heild 1% 11% 8% 11% 68% 1323  12%
Kyn ***
Karl 1% 7% 6% 11% 75% 629  8%
Kona 1% 15% 10% 11% 63% 694  16%
Aldur óg
67-69 ára 1% 6% 3% 8% 82% 290  7%
70-72 ára 0% 7% 7% 9% 75% 257  8%
73-75 ára 2% 12% 9% 13% 64% 233  14%
76-79 ára 1% 12% 12% 12% 63% 256  13%
80-87 ára 1% 17% 10% 14% 58% 219  18%
88 ára og eldri 1% 25% 9% 10% 54% 68  26%
Búseta óg
Höfuðborgarsvæði 1% 11% 8% 9% 72% 885  12%
Landsbyggð 0% 13% 9% 16% 62% 438  13%
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 1% 13% 8% 12% 66% 964  14%
Erlendur uppruni 0% 8% 8% 11% 74% 114  8%
Innflytjandi 1% 6% 6% 8% 78% 218  7%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 0% 7% 11% 10% 72% 152  7%
Frekar góð 2% 8% 5% 10% 75% 80  10%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 0% 5% 3% 6% 86% 99  5%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 0% 6% 3% 4% 87% 69  6%
20 til 30 ár 0% 0% 7% 13% 80% 30  0%
Lengur en 30 ár 1% 8% 8% 10% 73% 232  9%
Menntun óg
Grunnskólanám 2% 13% 10% 13% 61% 312  15%
Nám á framhaldsskólastigi 0% 12% 6% 11% 71% 518  12%
Háskólanám 0% 9% 9% 10% 72% 453  10%
Atvinnustaða óg
Í launaðri vinnu 0% 5% 2% 8% 85% 193  5%
Ekki í launaðri vinnu 1% 12% 9% 12% 66% 1106  14%
Hjúskaparstaða óg
Býr ein/n 1% 15% 10% 13% 60% 417  16%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 1% 9% 7% 10% 73% 889  10%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 23. Hversu oft að jafnaði gerir þú eftirfarandi? - Tekur þú þátt öðru, skipulögðu félagsstarfi s.s. trúfélagi, kór, góðgerðarstarfi eða öðru?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Daglega 10 1% 0%  1%
Nokkrum sinnum í viku 94 7% 1%  7%
Einu sinni í viku 135 10% 2%  10%
2-3 í mánuði 132 10% 2%  10%
Einu sinni í mánuði 98 7% 1%  7%
Aldrei 843 64% 3%  64%
Fjöldi svara 1312 100%
Á ekki við 43
Vil ekki svara 14
Hætt(ur) að svara 13
Alls 1382
Daglega Nokkrum sinnum í viku Einu sinni í viku Einu sinni til þrisvar í mánuði Aldrei Fjöldi Nokkrum sinnum í viku eða oftar
Heild 1% 7% 10% 18% 64% 1312  8%
Kyn óg
Karl 1% 8% 11% 17% 64% 623  9%
Kona 1% 7% 10% 18% 65% 689  7%
Aldur óg
67-69 ára 1% 6% 10% 22% 60% 290  7%
70-72 ára 0% 10% 11% 20% 58% 257  11%
73-75 ára 1% 7% 7% 17% 68% 229  7%
76-79 ára 1% 8% 10% 17% 64% 254  9%
80-87 ára 0% 6% 12% 13% 69% 216  6%
88 ára og eldri 0% 3% 12% 3% 82% 66  3%
Búseta óg
Höfuðborgarsvæði 1% 8% 10% 17% 64% 881  9%
Landsbyggð 1% 6% 10% 18% 65% 431  7%
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 1% 7% 10% 18% 64% 958  8%
Erlendur uppruni 1% 6% 12% 17% 64% 113  7%
Innflytjandi 0% 7% 9% 17% 67% 215  7%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 1% 4% 9% 19% 68% 149  5%
Frekar góð 1% 15% 15% 14% 54% 79  16%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 0% 4% 7% 16% 73% 99  4%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 0% 6% 7% 16% 71% 69  6%
20 til 30 ár 0% 0% 7% 23% 70% 30  0%
Lengur en 30 ár 1% 8% 11% 16% 64% 228  9%
Menntun óg
Grunnskólanám 0% 5% 8% 11% 76% 302  5%
Nám á framhaldsskólastigi 1% 7% 9% 17% 66% 516  8%
Háskólanám 1% 8% 14% 22% 55% 457  9%
Atvinnustaða óg
Í launaðri vinnu 2% 10% 11% 26% 50% 193  12%
Ekki í launaðri vinnu 1% 6% 10% 16% 67% 1096  7%
Hjúskaparstaða óg
Býr ein/n 1% 6% 9% 13% 70% 412  7%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 1% 7% 11% 20% 62% 883  8%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 24. Hversu oft hittir þú einhvern utan heimilis þíns?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Daglega 484 36% 3%  36%
Nokkrum sinnum í viku 563 42% 3%  42%
Einu sinni í viku 142 11% 2%  11%
2-3 í mánuði 89 7% 1%  7%
Einu sinni í mánuði 52 4% 1%  4%
Aldrei 22 2% 1%  2%
Fjöldi svara 1352 100%
Á ekki við 8
Vil ekki svara 7
Hætt(ur) að svara 15
Alls 1382
Daglega Nokkrum sinnum í viku Einu sinni í viku Einu sinni til þrisvar í mánuði Aldrei Fjöldi Nokkrum sinnum í viku eða oftar
Heild 36% 42% 11% 10% 2% 1352  77%
Kyn ***
Karl 41% 37% 11% 10% 1% 645  78%
Kona 31% 46% 10% 10% 2% 707  77%
Aldur óg
67-69 ára 42% 40% 8% 9% 1% 296  82%
70-72 ára 35% 45% 11% 9% 0% 265  80%
73-75 ára 37% 39% 13% 10% 1% 239  76%
76-79 ára 31% 44% 12% 12% 1% 259  75%
80-87 ára 35% 43% 8% 11% 3% 224  78%
88 ára og eldri 28% 36% 13% 13% 10% 69  64%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 35% 41% 11% 12% 2% 907  75%
Landsbyggð 38% 44% 9% 7% 2% 445  82%
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 38% 43% 9% 8% 2% 998  82%
Erlendur uppruni 28% 44% 15% 12% 2% 112  71%
Innflytjandi 30% 32% 14% 22% 1% 217  62%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 34% 38% 13% 15% 0% 151  72%
Frekar góð 34% 35% 17% 10% 4% 77  69%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 18% 34% 15% 31% 2% 100  52%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 14% 34% 17% 33% 1% 70  49%
20 til 30 ár 37% 30% 17% 17% 0% 30  67%
Lengur en 30 ár 33% 37% 14% 14% 2% 228  71%
Menntun óg
Grunnskólanám 33% 43% 11% 11% 3% 326  75%
Nám á framhaldsskólastigi 38% 41% 11% 10% 1% 529  78%
Háskólanám 37% 42% 9% 11% 1% 462  79%
Atvinnustaða óg
Í launaðri vinnu 60% 27% 7% 6% 0% 197  87%
Ekki í launaðri vinnu 32% 44% 11% 11% 2% 1134  76%
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 37% 41% 10% 10% 2% 429  79%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 35% 42% 11% 10% 1% 908  77%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 25. Hversu oft koma börn, ættingjar og vinir í heimsókn eða þú ferð í heimsókn til þeirra?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Daglega 137 10% 2%  10%
Nokkrum sinnum í viku 554 42% 3%  42%
Einu sinni í viku 296 22% 2%  22%
2-3 í mánuði 201 15% 2%  15%
Einu sinni í mánuði 100 8% 1%  8%
Aldrei 40 3% 1%  3%
Fjöldi svara 1328 100%
Á ekki við 26
Vil ekki svara 13
Hætt(ur) að svara 15
Alls 1382
Daglega Nokkrum sinnum í viku Einu sinni í viku Einu sinni til þrisvar í mánuði Aldrei Fjöldi Nokkrum sinnum í viku eða oftar
Heild 10% 42% 22% 23% 3% 1328  52%
Kyn
Karl 8% 42% 23% 24% 3% 631  50%
Kona 12% 42% 22% 22% 3% 697  54%
Aldur óg
67-69 ára 9% 42% 22% 23% 4% 288  51%
70-72 ára 8% 45% 22% 22% 4% 263  52%
73-75 ára 11% 41% 23% 23% 2% 233  52%
76-79 ára 12% 37% 24% 25% 2% 255  49%
80-87 ára 10% 43% 21% 21% 4% 221  54%
88 ára og eldri 16% 43% 19% 21% 1% 68  59%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 10% 42% 24% 21% 3% 894  52%
Landsbyggð 12% 41% 18% 25% 4% 434  53%
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 10% 44% 23% 22% 2% 981  53%
Erlendur uppruni 11% 32% 23% 27% 7% 112  43%
Innflytjandi 13% 37% 19% 26% 5% 210  50%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 8% 36% 24% 28% 4% 149  44%
Frekar góð 17% 32% 12% 32% 8% 76  49%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 16% 35% 21% 21% 7% 96  51%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 18% 30% 15% 29% 8% 66  48%
20 til 30 ár 11% 32% 25% 25% 7% 28  43%
Lengur en 30 ár 11% 37% 21% 26% 5% 227  48%
Menntun
Grunnskólanám 12% 41% 19% 25% 3% 316  53%
Nám á framhaldsskólastigi 10% 39% 23% 26% 2% 524  50%
Háskólanám 8% 45% 24% 19% 3% 450  54%
Atvinnustaða
Í launaðri vinnu 7% 41% 26% 22% 3% 194  48%
Ekki í launaðri vinnu 11% 42% 22% 23% 3% 1115  53%
Hjúskaparstaða *
Býr ein/n 11% 37% 23% 24% 5% 417  48%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 10% 44% 22% 22% 2% 898  54%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 26. Hversu oft ertu í símasambandi við börn, ættingja og vini?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Daglega 392 29% 2%  29%
Nokkrum sinnum í viku 596 44% 3%  44%
Einu sinni í viku 166 12% 2%  12%
2-3 í mánuði 109 8% 1%  8%
Einu sinni í mánuði 57 4% 1%  4%
Aldrei 25 2% 1%  2%
Fjöldi svara 1345 100%
Á ekki við 15
Vil ekki svara 7
Hætt(ur) að svara 15
Alls 1382
Daglega Nokkrum sinnum í viku Einu sinni í viku Einu sinni til þrisvar í mánuði Aldrei Fjöldi Nokkrum sinnum í viku eða oftar
Heild 29% 44% 12% 12% 2% 1345  73%
Kyn ***
Karl 23% 43% 15% 17% 2% 636  67%
Kona 35% 45% 10% 8% 2% 709  80%
Aldur óg
67-69 ára 31% 42% 13% 12% 2% 293  73%
70-72 ára 24% 52% 10% 13% 2% 262  76%
73-75 ára 29% 43% 13% 13% 2% 239  72%
76-79 ára 27% 47% 13% 12% 0% 257  75%
80-87 ára 33% 39% 13% 12% 3% 225  72%
88 ára og eldri 36% 39% 7% 12% 6% 69  75%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 31% 43% 12% 12% 2% 902  74%
Landsbyggð 25% 47% 13% 14% 2% 443  72%
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 30% 46% 12% 11% 2% 990  76%
Erlendur uppruni 28% 38% 15% 18% 1% 114  66%
Innflytjandi 27% 41% 14% 15% 3% 215  68%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 25% 40% 19% 15% 2% 151  64%
Frekar góð 28% 42% 13% 15% 3% 79  70%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 31% 39% 9% 18% 3% 98  69%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 38% 35% 7% 18% 1% 68  74%
20 til 30 ár 18% 61% 18% 0% 4% 28  79%
Lengur en 30 ár 25% 39% 16% 17% 3% 232  64%
Menntun
Grunnskólanám 31% 43% 12% 11% 2% 325  74%
Nám á framhaldsskólastigi 30% 43% 12% 13% 2% 525  73%
Háskólanám 27% 46% 14% 12% 1% 457  73%
Atvinnustaða óg
Í launaðri vinnu 30% 47% 11% 10% 2% 196  77%
Ekki í launaðri vinnu 29% 44% 13% 13% 2% 1128  73%
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 32% 41% 12% 12% 3% 426  73%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 28% 46% 13% 12% 1% 905  74%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 27. Hversu oft ertu í sambandi við börn, ættingja og vini gegnum internetið?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Daglega 227 17% 2%  17%
Nokkrum sinnum í viku 424 32% 2%  32%
Einu sinni í viku 167 13% 2%  13%
2-3 í mánuði 136 10% 2%  10%
Einu sinni í mánuði 74 6% 1%  6%
Aldrei 306 23% 2%  23%
Fjöldi svara 1334 100%
Á ekki við 22
Vil ekki svara 11
Hætt(ur) að svara 15
Alls 1382
Daglega Nokkrum sinnum í viku Einu sinni í viku 2-3 í mánuði Einu sinni í mánuði Aldrei Fjöldi Nokkrum sinnum í viku eða oftar
Heild 17% 32% 13% 10% 6% 23% 1334  49%
Kyn ***
Karl 12% 30% 13% 13% 6% 25% 631  42%
Kona 21% 33% 12% 7% 5% 21% 703  55%
Aldur óg
67-69 ára 24% 38% 11% 9% 6% 11% 295  62%
70-72 ára 17% 38% 14% 14% 5% 13% 259  55%
73-75 ára 16% 33% 18% 8% 6% 18% 234  49%
76-79 ára 15% 31% 11% 11% 5% 27% 255  46%
80-87 ára 15% 21% 11% 9% 6% 38% 223  35%
88 ára og eldri 7% 13% 1% 7% 4% 66% 68  21%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 18% 33% 13% 10% 6% 21% 893  51%
Landsbyggð 15% 30% 12% 11% 5% 27% 441  45%
Uppruni *
Íslenskur uppruni 15% 33% 12% 10% 5% 25% 978  48%
Erlendur uppruni 21% 26% 17% 10% 5% 21% 112  47%
Innflytjandi 23% 32% 12% 11% 7% 14% 219  55%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 19% 30% 17% 5% 5% 23% 151  50%
Frekar góð 22% 23% 12% 15% 10% 18% 78  45%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 28% 35% 11% 16% 6% 5% 101  62%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 28% 41% 8% 15% 7% 0% 71  69%
20 til 30 ár 28% 28% 21% 7% 7% 10% 29  55%
Lengur en 30 ár 20% 27% 15% 10% 6% 22% 230  47%
Menntun ***
Grunnskólanám 17% 26% 9% 9% 5% 34% 316  43%
Nám á framhaldsskólastigi 15% 29% 13% 11% 6% 26% 523  45%
Háskólanám 18% 40% 15% 11% 5% 11% 457  58%
Atvinnustaða **
Í launaðri vinnu 20% 40% 12% 10% 5% 12% 194  60%
Ekki í launaðri vinnu 17% 31% 13% 10% 5% 25% 1118  47%
Hjúskaparstaða ***
Býr ein/n 17% 28% 12% 7% 5% 31% 419  45%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 17% 34% 13% 12% 6% 19% 900  51%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Á mynd 7 má sjá samanburð á svörum þátttakenda við því hvor þeim finnist auðvelt eða erfitt að nálgast upplýsingar um félagsstarf og réttindi eldra fólks eftir uppruna og kunnáttu í íslensku. Fjórar súlur eru á myndinni en hver þeirra stendur fyrir þátttakendur af ákveðnum uppruna með tiltekna tungumálakunnáttu. Svörum þátttakenda er skipt með litum á hverri súlu fyrir sig. Um 10% einstaklinga af íslenskum uppruna telur aðgengi að upplýsingum um félagsstarf og réttindi eldra fólks erfitt, 42% hvorki auðvelt né erfitt og 48% segir aðgengi auðvelt. Eldra fólk af erlendum uppruna eða innflytjendur sem búa yfir góðri íslenskukunnáttu hafa áþekka reynslu. Aðeins fleiri úr hópi innflytjenda eða fólks af erlendum uppruna með góða íslenskukunnáttu, eða 15%, segja aðgengi erfitt, 40% hvorki erfitt né auðvelt og 46% segir aðgengi auðvelt. Þegar tveir síðustu hóparnir eru bornir saman, þ.e. eldra fólk af erlendum uppruna sem talar frekar góða íslensku eða hvorki góða né lélega, frekar eða mjög lélega íslensku má sjá að mun færri telja aðgengi að upplýsingum gott eða 29% sem tala frekar góða íslensku og 25% þeirra sem talar hvorki góða eða lélega íslensku. Þeir sem tala hvorki góða né lélega eða frekar eða mjög lélega íslensku, þ.e.a.s. það eldra fólk á Íslandi sem býr yfir takmarkaðri tungumálakunnáttu á þó áberandi erfiðast með að nálgast upplýsingar um félagsstarf og réttindi eldra fólks, eða 27% hópsins.

Mynd 7. Finnst þér auðvelt eða erfitt að nálgast upplýsingar um félagsstarf og réttindi eldra fólks? - greint eftir uppruna og kunnáttu í íslensku

Greining 28. Finnst þér auðvelt eða erfitt að nálgast upplýsingar um félagsstarf og réttindi eldra fólks?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Auðvelt 524 44% 3%  44%
Hvorki auðvelt né erfitt 515 43% 3%  43%
Erfitt 146 12% 2%  12%
Fjöldi svara 1185 100%
Á ekki við 157
Vil ekki svara 24
Hætt(ur) að svara 16
Alls 1382
Auðvelt Hvorki auðvelt né erfitt Erfitt Fjöldi Auðvelt
Heild 44% 43% 12% 1185  44%
Kyn
Karl 42% 47% 11% 539  42%
Kona 46% 41% 14% 646  46%
Aldur
67-69 ára 47% 41% 12% 249  47%
70-72 ára 42% 48% 10% 238  42%
73-75 ára 47% 44% 9% 215  47%
76-79 ára 48% 40% 13% 231  48%
80-87 ára 40% 44% 16% 195  40%
88 ára og eldri 32% 47% 21% 57  32%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 43% 45% 12% 796  43%
Landsbyggð 46% 41% 13% 389  46%
Uppruni ***
Íslenskur uppruni 48% 42% 10% 873  48%
Erlendur uppruni 43% 43% 15% 94  43%
Innflytjandi 32% 49% 20% 200  32%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) **
Mjög góð 46% 40% 15% 131  46%
Frekar góð 29% 58% 13% 69  29%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 25% 48% 27% 93  25%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 25% 45% 30% 64  25%
20 til 30 ár 37% 48% 15% 27  37%
Lengur en 30 ár 38% 47% 15% 203  38%
Menntun
Grunnskólanám 42% 44% 14% 294  42%
Nám á framhaldsskólastigi 45% 42% 13% 460  45%
Háskólanám 47% 44% 9% 401  47%
Atvinnustaða
Í launaðri vinnu 45% 45% 10% 150  45%
Ekki í launaðri vinnu 44% 43% 13% 1018  44%
Hjúskaparstaða *
Býr ein/n 39% 46% 15% 388  39%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 47% 42% 11% 783  47%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Aðstoð í daglega lífinu

Mynd 8 sýnir hversu mikla aðstoð eldra fólk á Íslandi fær frá fjölskyldu eða opinberum aðilum í daglegu lífi. Svörum þátttakenda var skipt í þrjár súlur eftir uppruna: íslenskan uppruna, erlendan uppruna og innflytjendur. Súlurnar sýna að 73% þátttakenda með íslenskan uppruna fær sjaldnast aðstoð en eldra fólk af erlendum uppruna fær hlutfallslega mesta aðstoð frá fjölskyldu eða opinberum aðilum í daglegu lífi.

Mynd 8. Fjöldi atriða sem einstaklingar fá aðstoð við frá fjölskyldu eða opinberum aðilum í daglegu lífi.

Greining 29. Hvað af eftirfarandi verkefnum færð þú aðstoð við frá fjölskyldu eða opinberum aðilum við í daglegu lífi? - Fjöldi atriða sem einstaklingar fá aðstoð með

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Fær ekki aðstoð 952 70% 2%  70%
Eitt atriði 208 15% 2%  15%
Tvö til þrjú atriði 142 10% 2%  10%
Þrjú til fimm atriði 58 4% 1%  4%
Fjöldi svara 1360 100%
Vil ekki svara 5
Hætt(ur) að svara 17
Alls 1382
Fær ekki aðstoð Eitt atriði Tvö til þrjú atriði Þrjú til fimm atriði Fjöldi Meðaltal
Heild 70% 15% 10% 4% 1360  0,6
Kyn ***
Karl 76% 12% 9% 3% 644  0,5
Kona 65% 18% 12% 5% 716  0,7
Aldur óg
67-69 ára 87% 9% 3% 1% 299  0,2
70-72 ára 86% 9% 5% 1% 266  0,2
73-75 ára 78% 12% 8% 3% 237  0,4
76-79 ára 65% 19% 14% 3% 263  0,6
80-87 ára 46% 28% 18% 7% 228  1,0
88 ára og eldri 7% 25% 36% 31% 67  2,4
Búseta
Höfuðborgarsvæði 69% 15% 12% 4% 910  0,6
Landsbyggð 72% 16% 8% 4% 450  0,5
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 73% 14% 9% 4% 1001  0,5
Erlendur uppruni 60% 24% 12% 4% 114  0,7
Innflytjandi 65% 17% 13% 5% 220  0,7
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 68% 17% 12% 3% 152  0,6
Frekar góð 63% 23% 9% 5% 79  0,6
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 56% 20% 16% 9% 102  0,9
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 58% 18% 13% 11% 71  1,0
20 til 30 ár 57% 27% 17% 0% 30  0,6
Lengur en 30 ár 66% 19% 12% 4% 232  0,6
Menntun ***
Grunnskólanám 60% 20% 12% 7% 327  0,8
Nám á framhaldsskólastigi 69% 17% 10% 4% 532  0,6
Háskólanám 79% 9% 9% 3% 463  0,4
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 91% 7% 3% 0% 197  0,1
Ekki í launaðri vinnu 66% 17% 12% 5% 1142  0,7
Hjúskaparstaða ***
Býr ein/n 58% 22% 14% 6% 432  0,8
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 75% 12% 9% 4% 915  0,5
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 30. Hvað af eftirfarandi verkefnum færð þú aðstoð við frá fjölskyldu eða opinberum aðilum við í daglegu lífi? - Þrif

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
312 23% 2%  23%
Nei 1044 77% 2%  77%
Fjöldi svara 1356 100%
Vil ekki svara 9
Hætt(ur) að svara 17
Alls 1382
Nei Fjöldi
Heild 23% 77% 1356  23%
Kyn **
Karl 19% 81% 644  19%
Kona 27% 73% 712  27%
Aldur ***
67-69 ára 7% 93% 298  7%
70-72 ára 11% 89% 266  11%
73-75 ára 15% 85% 236  15%
76-79 ára 27% 73% 263  27%
80-87 ára 44% 56% 227  44%
88 ára og eldri 85% 15% 66  85%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 24% 76% 906  24%
Landsbyggð 21% 79% 450  21%
Uppruni
Íslenskur uppruni 22% 78% 1001  22%
Erlendur uppruni 28% 72% 113  28%
Innflytjandi 22% 78% 217  22%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 25% 75% 150  25%
Frekar góð 24% 76% 79  24%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 23% 77% 100  23%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
20 ár eða skemur 25% 75% 69  25%
20 til 30 ár 17% 83% 30  17%
Lengur en 30 ár 24% 76% 230  24%
Menntun ***
Grunnskólanám 31% 69% 327  31%
Nám á framhaldsskólastigi 24% 76% 531  24%
Háskólanám 16% 84% 461  16%
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 7% 93% 196  7%
Ekki í launaðri vinnu 26% 74% 1139  26%
Hjúskaparstaða ***
Býr ein/n 35% 65% 431  35%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 18% 82% 912  18%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 31. Hvað af eftirfarandi verkefnum færð þú aðstoð við frá fjölskyldu eða opinberum aðilum við í daglegu lífi? - Matseld

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
139 10% 2%  10%
Nei 1216 90% 2%  90%
Fjöldi svara 1355 100%
Vil ekki svara 10
Hætt(ur) að svara 17
Alls 1382
Nei Fjöldi
Heild 10% 90% 1355  10%
Kyn
Karl 11% 89% 641  11%
Kona 10% 90% 714  10%
Aldur ***
67-69 ára 4% 96% 298  4%
70-72 ára 5% 95% 265  5%
73-75 ára 9% 91% 236  9%
76-79 ára 10% 90% 262  10%
80-87 ára 15% 85% 227  15%
88 ára og eldri 49% 51% 67  49%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 11% 89% 906  11%
Landsbyggð 9% 91% 449  9%
Uppruni
Íslenskur uppruni 9% 91% 1000  9%
Erlendur uppruni 12% 88% 113  12%
Innflytjandi 12% 88% 217  12%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 9% 91% 152  9%
Frekar góð 12% 88% 78  12%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 17% 83% 99  17%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 19% 81% 68  19%
20 til 30 ár 10% 90% 30  10%
Lengur en 30 ár 10% 90% 231  10%
Menntun
Grunnskólanám 12% 88% 325  12%
Nám á framhaldsskólastigi 10% 90% 529  10%
Háskólanám 8% 92% 463  8%
Atvinnustaða **
Í launaðri vinnu 4% 96% 196  4%
Ekki í launaðri vinnu 12% 88% 1138  12%
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 12% 88% 432  12%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 10% 90% 910  10%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 32. Hvað af eftirfarandi verkefnum færð þú aðstoð við frá fjölskyldu eða opinberum aðilum við í daglegu lífi? - Lyfjagjöf

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
96 7% 1%  7%
Nei 1262 93% 1%  93%
Fjöldi svara 1358 100%
Vil ekki svara 7
Hætt(ur) að svara 17
Alls 1382
Nei Fjöldi
Heild 7% 93% 1358  7%
Kyn
Karl 6% 94% 644  6%
Kona 8% 92% 714  8%
Aldur óg
67-69 ára 3% 97% 298  3%
70-72 ára 3% 97% 266  3%
73-75 ára 4% 96% 237  4%
76-79 ára 8% 92% 263  8%
80-87 ára 12% 88% 227  12%
88 ára og eldri 34% 66% 67  34%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 7% 93% 908  7%
Landsbyggð 7% 93% 450  7%
Uppruni ***
Íslenskur uppruni 5% 95% 1001  5%
Erlendur uppruni 12% 88% 113  12%
Innflytjandi 11% 89% 219  11%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) **
Mjög góð 7% 93% 152  7%
Frekar góð 8% 92% 78  8%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 21% 79% 101  21%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 24% 76% 70  24%
20 til 30 ár 7% 93% 30  7%
Lengur en 30 ár 8% 92% 231  8%
Menntun
Grunnskólanám 9% 91% 327  9%
Nám á framhaldsskólastigi 7% 93% 530  7%
Háskólanám 5% 95% 463  5%
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 1% 99% 196  1%
Ekki í launaðri vinnu 8% 92% 1141  8%
Hjúskaparstaða *
Býr ein/n 9% 91% 432  9%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 6% 94% 913  6%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 33. Hvað af eftirfarandi verkefnum færð þú aðstoð við frá fjölskyldu eða opinberum aðilum við í daglegu lífi? - Að fara í bað eða sturtu

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
64 5% 1%  5%
Nei 1294 95% 1%  95%
Fjöldi svara 1358 100%
Vil ekki svara 7
Hætt(ur) að svara 17
Alls 1382
Nei Fjöldi
Heild 5% 95% 1358  5%
Kyn *
Karl 3% 97% 644  3%
Kona 6% 94% 714  6%
Aldur óg
67-69 ára 1% 99% 298  1%
70-72 ára 1% 99% 266  1%
73-75 ára 3% 97% 237  3%
76-79 ára 5% 95% 263  5%
80-87 ára 7% 93% 227  7%
88 ára og eldri 34% 66% 67  34%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 5% 95% 908  5%
Landsbyggð 5% 95% 450  5%
Uppruni
Íslenskur uppruni 4% 96% 1001  4%
Erlendur uppruni 4% 96% 113  4%
Innflytjandi 5% 95% 219  5%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 5% 95% 152  5%
Frekar góð 4% 96% 78  4%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 5% 95% 101  5%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 6% 94% 70  6%
20 til 30 ár 0% 100% 30  0%
Lengur en 30 ár 5% 95% 231  5%
Menntun ***
Grunnskólanám 9% 91% 327  9%
Nám á framhaldsskólastigi 4% 96% 530  4%
Háskólanám 2% 98% 463  2%
Atvinnustaða **
Í launaðri vinnu 1% 99% 196  1%
Ekki í launaðri vinnu 6% 94% 1141  6%
Hjúskaparstaða *
Býr ein/n 7% 93% 432  7%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 4% 96% 913  4%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 34. Hvað af eftirfarandi verkefnum færð þú aðstoð við frá fjölskyldu eða opinberum aðilum við í daglegu lífi? - Akstur til að sinna erindum

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
186 14% 2%  14%
Nei 1168 86% 2%  86%
Fjöldi svara 1354 100%
Vil ekki svara 11
Hætt(ur) að svara 17
Alls 1382
Nei Fjöldi
Heild 14% 86% 1354  14%
Kyn ***
Karl 7% 93% 640  7%
Kona 19% 81% 714  19%
Aldur ***
67-69 ára 6% 94% 299  6%
70-72 ára 6% 94% 266  6%
73-75 ára 11% 89% 235  11%
76-79 ára 14% 86% 260  14%
80-87 ára 24% 76% 227  24%
88 ára og eldri 51% 49% 67  51%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 15% 85% 906  15%
Landsbyggð 12% 88% 448  12%
Uppruni **
Íslenskur uppruni 11% 89% 999  11%
Erlendur uppruni 18% 82% 113  18%
Innflytjandi 19% 81% 217  19%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) **
Mjög góð 12% 88% 152  12%
Frekar góð 19% 81% 78  19%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 29% 71% 99  29%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
20 ár eða skemur 25% 75% 68  25%
20 til 30 ár 30% 70% 30  30%
Lengur en 30 ár 16% 84% 231  16%
Menntun ***
Grunnskólanám 22% 78% 326  22%
Nám á framhaldsskólastigi 12% 88% 528  12%
Háskólanám 9% 91% 463  9%
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 1% 99% 197  1%
Ekki í launaðri vinnu 16% 84% 1136  16%
Hjúskaparstaða **
Býr ein/n 18% 82% 432  18%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 12% 88% 909  12%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Á meðal innflytjenda var algengara að leita til aðstandenda, samanborið við einstaklinga með erlendan eða íslenskan uppruna (sjá mynd 9). Þá var þessi munur enn greinilegri þegar skoðað var samband milli þess hver aðstoðar og lengd búsetu á Íslandi (sjá seinni mynd). Á meðal þeirra sem höfðu verið á Íslandi 20 ár eða skemur sögðu 90% svarenda aðstandendur aðstoða sig en einungis 24% aðra aðila (heimaþjónusta, heimahjúkrun, aðkeypt aðstoð eða annar aðili) gera það. Á meðal þeirra sem höfðu verið hér 30 ár eða lengur var nær jafnt hlutfall sem leitaði til aðstandenda og sem leitaði til annara aðila. Það má því ætla að ummönnunarálag sé meira á meðal fjölskyldna hjá innflytjendum.

Mynd 9. Hver eða hverjir aðstoða þig? - annarsvegar greint eftir uppruna og hins vegar eftir lengd dvalar á Íslandi

Mynd 9. Hver eða hverjir aðstoða þig? - annarsvegar greint eftir uppruna og hins vegar eftir lengd dvalar á Íslandi

Greining 35. Hver eða hverjir aðstoða þig? - flokkað

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Aðstandendur 231 59% 5%  59%
Aðrir aðilar 258 66% 5%  66%
Fjöldi svara 392
Á ekki við 957
Vil ekki svara 15
Hætt(ur) að svara 18
Alls 1382
Þátttakendur gátu merkt við fleira en eitt atriði. Þau spurð sem fékk aðstoð við eitthvað í daglegu lífi.
Aðstandendur Aðrir aðilar Fjöldi Aðstandendur
Heild 59% 66% 392  59%
Kyn
Karl 57% 62% 149  57%
Kona 60% 68% 243  60%
Aldur ** ***
67-69 ára 74% 36% 39  74%
70-72 ára 71% 65% 34  71%
73-75 ára 75% 46% 48  75%
76-79 ára 56% 63% 91  56%
80-87 ára 52% 76% 120  52%
88 ára og eldri 47% 87% 60  47%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 59% 66% 273  59%
Landsbyggð 58% 66% 119  58%
Uppruni *** ***
Íslenskur uppruni 53% 74% 262  53%
Erlendur uppruni 56% 64% 45  56%
Innflytjandi 78% 43% 74  78%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) *** ***
Mjög góð 52% 71% 48  52%
Frekar góð 72% 52% 29  72%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 88% 29% 42  88%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg ***
20 ár eða skemur 90% 24% 29  90%
20 til 30 ár 91% 36% 11  91%
Lengur en 30 ár 59% 64% 78  59%
Menntun
Grunnskólanám 58% 69% 127  58%
Nám á framhaldsskólastigi 53% 66% 158  53%
Háskólanám 65% 66% 92  65%
Atvinnustaða
Í launaðri vinnu 71% 59% 17  71%
Ekki í launaðri vinnu 58% 66% 372  58%
Hjúskaparstaða *** ***
Býr ein/n 44% 84% 172  44%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 72% 51% 218  72%
Þau spurð sem fékk aðstoð við eitthvað í daglegu lífi. Þátttakendur gátu merkt við fleira en eitt atriði.
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 36. Hver eða hverjir aðstoða þig?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Heimaþjónusta á vegum sveitarfélags 179 46% 5%  46%
Heimahjúkrun 26 7% 2%  7%
Maki/ sambýlismaður/ sambýliskona 115 29% 5%  29%
Dóttir sem býr á heimilinu 21 5% 2%  5%
Dóttir sem býr ekki á heimilinu 91 23% 4%  23%
Sonur sem býr á heimilinu 18 5% 2%  5%
Sonur sem býr ekki á heimilinu 77 20% 4%  20%
Tengdadóttir sem býr á heimilinu 5 1% 1%  1%
Tengdadóttir sem býr ekki á heimilinu 34 9% 3%  9%
Tengdasonur sem býr á heimilinu 5 1% 1%  1%
Tengdasonur sem býr ekki á heimilinu 30 8% 3%  8%
Aðkeypt aðstoð 48 12% 3%  12%
Annar aðili 53 14% 3%  14%
Fjöldi svara 392
Á ekki við 957
Vil ekki svara 15
Hætt(ur) að svara 18
Alls 1382
Þeir sem merktu við að þau hefðu þurft aðstoð við eitthvað af fimm liðum spurningarinnar „Hvað af eftirfarandi verkefnum færð þú aðstoð við frá fjölskyldu eða opinberum aðilum við í daglegu lífi?“ að ofan fengu þessa spurningu. Þátttakendur gátu merkt við fleira en eitt atriði.
Heimaþjónusta á vegum sveitarfélags Heimahjúkrun Maki/ sambýlismaður/ sambýliskona Dóttir Sonur Tengdadóttir Tengdasonur Aðkeypt aðstoð Annar aðili Fjöldi
Heild 46% 7% 29% 28% 24% 10% 9% 12% 14% 392
Kyn
Karl 44% 5% 34% 23% 22% 11% 7% 14% 13% 149
Kona 47% 7% 27% 31% 25% 9% 9% 11% 14% 243
Aldur *** óg *** óg óg óg óg
67-69 ára 23% 3% 44% 28% 26% 13% 15% 10% 3% 39
70-72 ára 29% 3% 41% 24% 35% 12% 6% 21% 24% 34
73-75 ára 29% 4% 42% 35% 27% 10% 8% 12% 12% 48
76-79 ára 49% 4% 35% 20% 12% 8% 10% 11% 9% 91
80-87 ára 53% 7% 23% 31% 27% 11% 11% 13% 15% 120
88 ára og eldri 62% 17% 7% 32% 27% 8% 0% 8% 20% 60
Búseta
Höfuðborgarsvæði 44% 6% 28% 28% 26% 12% 8% 13% 14% 273
Landsbyggð 50% 8% 33% 28% 20% 6% 9% 10% 13% 119
Uppruni *** óg óg óg
Íslenskur uppruni 55% 8% 28% 26% 22% 7% 7% 11% 13% 262
Erlendur uppruni 36% 7% 27% 24% 20% 7% 13% 22% 16% 45
Innflytjandi 26% 4% 34% 34% 32% 22% 11% 9% 12% 74
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg ** óg óg óg óg
Mjög góð 40% 8% 31% 17% 23% 8% 6% 19% 21% 48
Frekar góð 31% 3% 41% 28% 31% 10% 10% 17% 10% 29
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 17% 2% 24% 48% 31% 29% 19% 7% 7% 42
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg óg óg óg óg óg óg óg óg
20 ár eða skemur 14% 0% 21% 48% 31% 24% 14% 10% 3% 29
20 til 30 ár 9% 0% 27% 45% 36% 36% 9% 9% 27% 11
Lengur en 30 ár 38% 8% 35% 22% 26% 9% 10% 17% 15% 78
Menntun * **
Grunnskólanám 45% 7% 24% 29% 24% 8% 10% 7% 19% 127
Nám á framhaldsskólastigi 52% 8% 28% 25% 21% 9% 7% 11% 9% 158
Háskólanám 40% 4% 39% 28% 26% 12% 7% 23% 14% 92
Atvinnustaða óg óg óg óg óg óg óg óg
Í launaðri vinnu 29% 6% 53% 29% 35% 18% 12% 35% 0% 17
Ekki í launaðri vinnu 46% 7% 28% 28% 24% 10% 9% 11% 14% 372
Hjúskaparstaða *** *** *
Býr ein/n 65% 9% 1% 29% 26% 10% 8% 9% 18% 172
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 31% 5% 52% 28% 22% 10% 9% 15% 9% 218
Þau spurð sem fékk aðstoð við eitthvað í daglegu lífi. Í bakgrunnsgreiningu voru þau sameinuð sem fengu aðstoð frá dóttur, syni, tengdadóttur eða tengdasyni sem bjó ekki á heimili og sem bjó á heimili.
Þeir sem merktu við að þau hefðu þurft aðstoð við eitthvað af fimm liðum spurningarinnar „Hvað af eftirfarandi verkefnum færð þú aðstoð við frá fjölskyldu eða opinberum aðilum við í daglegu lífi?“ að ofan fengu þessa spurningu. Þátttakendur gátu merkt við fleira en eitt atriði.
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.
Stofnanir og fyrirtæki - Fjöldi = 10
Dvalarheimili
Dvalarheimili
Dvalarheimili
Dvalarheimili
Dvalarheimili
Dvalarheimili
Dvalarheimilið [nafn dvalarheimilis]
Sjúkraþjálfarar
Starfsmenn dvalarheimilis
Þjónustuíbúð við dvalarheimili
Barnabörn - Fjöldi = 8
Barnabarn
Barnabarn og maki þess
Barnabörn
Barnabörn
Barnabörn
Barnabörn
Barnabörn
Barnabörn og barnabarnabörn
Vinir og kunningjar - Fjöldi = 6
Vinir
Vinkona
Vinkona
Vinkona dóttir minnar
Vinkonur
Vinur
Aðrir fjölskyldumeðlimir - Fjöldi = 3
Frænka
Frænka
Systir
Aðrir - Fjöldi = 1
Enginn aðstoðar mig

Tölvur og tækni

Nokkuð hærra hlutfall hafði aðgang að tölvu eða snjalltæki í ár heldur en þegar spurt var árið 2020. Árið 2020 var 91% með aðgang að tölvu eða snjalltæki en 95% í ár (sjá greiningu 37). Þó vissulega var áður spurt hvort fólk ætti slíkt tæki.

Greining 37. Hefur þú aðgang að internetinu í gegnum tölvu eða snjalltæki á heimili þínu?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Ég hef aðgengi að tölvu (borðtölvu eða fartölvu) 1137 84% 2%  84%
Ég hef aðgengi að snjalltæki (snjallsíma eða spjaldtölvu) 1109 82% 2%  82%
Nei 66 5% 1%  5%
Fjöldi svara 1357
Vil ekki svara 7
Hætt(ur) að svara 18
Alls 1382
Þátttakendur gátu merkt við fleira en eitt atriði.
Ég hef aðgengi að tölvu (borðtölvu eða fartölvu) Ég hef aðgengi að snjalltæki (snjallsíma eða spjaldtölvu) Nei Fjöldi Nei
Heild 84% 82% 5% 1357  5%
Kyn ***
Karl 88% 80% 4% 643  4%
Kona 80% 83% 5% 714  5%
Aldur *** *** óg
67-69 ára 88% 87% 1% 299  1%
70-72 ára 88% 92% 1% 266  1%
73-75 ára 89% 85% 2% 239  2%
76-79 ára 85% 81% 4% 261  4%
80-87 ára 76% 69% 12% 225  12%
88 ára og eldri 49% 51% 28% 67  28%
Búseta *
Höfuðborgarsvæði 83% 84% 5% 907  5%
Landsbyggð 85% 78% 5% 450  5%
Uppruni
Íslenskur uppruni 85% 83% 5% 1001  5%
Erlendur uppruni 80% 81% 5% 114  5%
Innflytjandi 82% 78% 4% 219  4%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 83% 83% 4% 151  4%
Frekar góð 79% 76% 8% 80  8%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 80% 75% 2% 101  2%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 76% 79% 1% 70  1%
20 til 30 ár 87% 77% 0% 30  0%
Lengur en 30 ár 82% 79% 6% 232  6%
Menntun *** *** ***
Grunnskólanám 74% 77% 9% 328  9%
Nám á framhaldsskólastigi 85% 79% 5% 530  5%
Háskólanám 90% 89% 1% 463  1%
Atvinnustaða *** ** **
Í launaðri vinnu 95% 89% 1% 198  1%
Ekki í launaðri vinnu 82% 80% 6% 1140  6%
Hjúskaparstaða *** *** ***
Býr ein/n 75% 75% 8% 432  8%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 88% 85% 3% 912  3%
Þátttakendur gátu merkt við fleira en eitt atriði.
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Mynd 10. Hversu oft eða sjaldan gerir þú eftirfarandi á internetinu?

Greining 38. Hversu oft eða sjaldan gerir þú eftirfarandi á internetinu? - Horfi á bíómyndir/þætti, spila leiki, spjall

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Daglega 400 31% 3%  31%
Oftar en vikulega, en sjaldnar en daglega 201 16% 2%  16%
Vikulega 96 8% 1%  8%
Sjaldnar en vikulega 216 17% 2%  17%
Aldrei 363 28% 2%  28%
Fjöldi svara 1276 100%
Á ekki við 73
Vil ekki svara 15
Hætt(ur) að svara 18
Alls 1382
Daglega Einu sinni til sex sinnum í viku Sjaldnar en vikulega Aldrei Fjöldi Einu sinni í viku eða oftar
Heild 31% 23% 17% 28% 1276  55%
Kyn
Karl 29% 24% 18% 29% 611  53%
Kona 34% 23% 16% 28% 665  56%
Aldur ***
67-69 ára 37% 22% 20% 21% 290  59%
70-72 ára 32% 28% 17% 23% 263  60%
73-75 ára 34% 23% 16% 27% 232  57%
76-79 ára 29% 24% 16% 31% 248  53%
80-87 ára 25% 22% 14% 39% 195  47%
88 ára og eldri 21% 8% 19% 52% 48  29%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 33% 23% 16% 28% 852  56%
Landsbyggð 27% 24% 20% 29% 424  51%
Uppruni
Íslenskur uppruni 31% 24% 17% 27% 945  56%
Erlendur uppruni 37% 18% 17% 28% 106  55%
Innflytjandi 29% 21% 15% 35% 208  50%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 36% 20% 15% 29% 142  56%
Frekar góð 30% 24% 19% 27% 74  54%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 26% 16% 14% 43% 97  42%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 25% 16% 12% 47% 68  41%
20 til 30 ár 36% 21% 21% 21% 28  57%
Lengur en 30 ár 33% 21% 17% 29% 217  54%
Menntun **
Grunnskólanám 30% 21% 13% 36% 297  51%
Nám á framhaldsskólastigi 31% 25% 16% 28% 501  55%
Háskólanám 34% 23% 20% 23% 451  57%
Atvinnustaða *
Í launaðri vinnu 35% 28% 18% 19% 194  63%
Ekki í launaðri vinnu 31% 23% 17% 30% 1066  53%
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 35% 20% 15% 29% 395  55%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 29% 25% 18% 28% 873  54%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 39. Hversu oft eða sjaldan gerir þú eftirfarandi á internetinu? - Verslar á netinu

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Daglega 56 4% 1%  4%
Oftar en vikulega, en sjaldnar en daglega 71 6% 1%  6%
Vikulega 22 2% 1%  2%
Sjaldnar en vikulega 412 33% 3%  33%
Aldrei 700 56% 3%  56%
Fjöldi svara 1261 100%
Á ekki við 73
Vil ekki svara 30
Hætt(ur) að svara 18
Alls 1382

Mynd 10. Hversu oft eða sjaldan gerir þú eftirfarandi á internetinu?

Daglega Einu sinni til sex sinnum í viku Sjaldnar en vikulega Aldrei Fjöldi Einu sinni í viku eða oftar
Heild 4% 7% 33% 56% 1261  12%
Kyn **
Karl 4% 9% 36% 51% 602  13%
Kona 5% 6% 30% 60% 659  11%
Aldur óg
67-69 ára 5% 11% 47% 37% 285  16%
70-72 ára 4% 10% 40% 46% 260  14%
73-75 ára 6% 9% 37% 48% 228  15%
76-79 ára 5% 4% 24% 67% 245  10%
80-87 ára 2% 2% 16% 81% 195  3%
88 ára og eldri 2% 2% 2% 94% 48  4%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 5% 7% 33% 54% 841  12%
Landsbyggð 4% 8% 31% 58% 420  11%
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 1% 4% 35% 60% 936  5%
Erlendur uppruni 12% 7% 31% 50% 107  19%
Innflytjandi 13% 25% 22% 40% 203  38%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) ***
Mjög góð 5% 6% 36% 53% 143  10%
Frekar góð 15% 14% 21% 49% 71  30%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 23% 40% 12% 25% 95  63%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 21% 47% 6% 26% 66  68%
20 til 30 ár 32% 29% 14% 25% 28  61%
Lengur en 30 ár 8% 8% 33% 52% 215  16%
Menntun ***
Grunnskólanám 5% 6% 18% 71% 296  11%
Nám á framhaldsskólastigi 3% 4% 31% 62% 495  7%
Háskólanám 5% 11% 45% 39% 445  16%
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 2% 12% 45% 41% 192  14%
Ekki í launaðri vinnu 5% 7% 30% 58% 1055  11%
Hjúskaparstaða ***
Býr ein/n 4% 5% 26% 65% 393  9%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 5% 8% 36% 51% 861  13%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 40. Hversu oft eða sjaldan gerir þú eftirfarandi á internetinu? - Ferð inn á heimasíður opinberra stofnana

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Daglega 74 6% 1%  6%
Oftar en vikulega, en sjaldnar en daglega 171 13% 2%  13%
Vikulega 172 14% 2%  14%
Sjaldnar en vikulega 598 47% 3%  47%
Aldrei 254 20% 2%  20%
Fjöldi svara 1269 100%
Á ekki við 73
Vil ekki svara 22
Hætt(ur) að svara 18
Alls 1382
Daglega Einu sinni til sex sinnum í viku Sjaldnar en vikulega Aldrei Fjöldi Einu sinni í viku eða oftar
Heild 6% 27% 47% 20% 1269  33%
Kyn *
Karl 5% 31% 46% 18% 611  36%
Kona 7% 23% 48% 22% 658  30%
Aldur óg
67-69 ára 7% 30% 52% 11% 288  37%
70-72 ára 7% 30% 51% 11% 261  37%
73-75 ára 4% 30% 50% 16% 230  35%
76-79 ára 6% 22% 45% 27% 248  28%
80-87 ára 4% 24% 40% 32% 196  28%
88 ára og eldri 7% 11% 22% 61% 46  17%
Búseta **
Höfuðborgarsvæði 7% 27% 49% 17% 850  34%
Landsbyggð 4% 26% 44% 26% 419  31%
Uppruni ***
Íslenskur uppruni 3% 25% 52% 20% 943  28%
Erlendur uppruni 10% 31% 37% 22% 108  41%
Innflytjandi 15% 35% 31% 19% 204  50%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) ***
Mjög góð 6% 28% 44% 22% 143  34%
Frekar góð 12% 29% 36% 23% 73  41%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 24% 45% 15% 16% 95  69%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 22% 46% 15% 16% 67  69%
20 til 30 ár 32% 36% 21% 11% 28  68%
Lengur en 30 ár 8% 29% 40% 23% 216  37%
Menntun ***
Grunnskólanám 4% 19% 45% 33% 294  22%
Nám á framhaldsskólastigi 4% 27% 47% 22% 497  31%
Háskólanám 8% 32% 51% 10% 451  40%
Atvinnustaða
Í launaðri vinnu 7% 30% 49% 14% 194  37%
Ekki í launaðri vinnu 6% 27% 46% 21% 1059  32%
Hjúskaparstaða **
Býr ein/n 5% 23% 45% 26% 391  29%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 6% 29% 48% 17% 869  35%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 41. Hversu oft eða sjaldan gerir þú eftirfarandi á internetinu? - Aflar þér upplýsinga um þjónustu og viðburði

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Daglega 122 10% 2%  10%
Oftar en vikulega, en sjaldnar en daglega 281 22% 2%  22%
Vikulega 198 16% 2%  16%
Sjaldnar en vikulega 400 32% 3%  32%
Aldrei 265 21% 2%  21%
Fjöldi svara 1266 100%
Á ekki við 73
Vil ekki svara 25
Hætt(ur) að svara 18
Alls 1382

Mynd 10. Hversu oft eða sjaldan gerir þú eftirfarandi á internetinu?

Daglega Einu sinni til sex sinnum í viku Sjaldnar en vikulega Aldrei Fjöldi Einu sinni í viku eða oftar
Heild 10% 38% 32% 21% 1266  47%
Kyn
Karl 10% 39% 31% 19% 606  49%
Kona 9% 37% 32% 22% 660  46%
Aldur óg
67-69 ára 12% 42% 34% 12% 290  54%
70-72 ára 11% 43% 32% 15% 260  53%
73-75 ára 10% 40% 35% 14% 230  51%
76-79 ára 9% 36% 28% 27% 245  44%
80-87 ára 5% 32% 31% 32% 195  37%
88 ára og eldri 4% 11% 24% 61% 46  15%
Búseta *
Höfuðborgarsvæði 10% 40% 31% 19% 847  50%
Landsbyggð 9% 34% 32% 25% 419  43%
Uppruni ***
Íslenskur uppruni 8% 38% 34% 20% 941  46%
Erlendur uppruni 18% 29% 29% 25% 108  46%
Innflytjandi 14% 40% 24% 23% 204  53%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) *
Mjög góð 12% 30% 31% 27% 142  42%
Frekar góð 12% 34% 27% 26% 73  47%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 21% 47% 16% 17% 96  68%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 22% 48% 18% 12% 65  69%
20 til 30 ár 27% 37% 20% 17% 30  63%
Lengur en 30 ár 11% 32% 28% 28% 216  44%
Menntun ***
Grunnskólanám 6% 24% 34% 36% 294  31%
Nám á framhaldsskólastigi 10% 36% 33% 21% 492  47%
Háskólanám 11% 48% 30% 12% 454  59%
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 12% 44% 34% 10% 195  56%
Ekki í launaðri vinnu 9% 37% 31% 23% 1055  46%
Hjúskaparstaða ***
Býr ein/n 6% 32% 33% 29% 389  38%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 11% 40% 31% 18% 868  52%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 42. Hversu oft eða sjaldan gerir þú eftirfarandi á internetinu? - Annað

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Daglega 168 55% 6%  55%
Oftar en vikulega, en sjaldnar en daglega 80 26% 5%  26%
Vikulega 18 6% 3%  6%
Sjaldnar en vikulega 37 12% 4%  12%
Aldrei 0 0% 0%  0%
Fjöldi svara 303 100%
Á ekki við 813
Vil ekki svara 248
Hætt(ur) að svara 18
Alls 1382
Daglega Einu sinni til sex sinnum í viku Sjaldnar en vikulega Aldrei Fjöldi Einu sinni í viku eða oftar
Heild 55% 32% 12% 0% 303  88%
Kyn óg
Karl 59% 31% 10% 0% 149  90%
Kona 52% 34% 14% 0% 154  86%
Aldur óg
67-69 ára 62% 25% 13% 0% 77  87%
70-72 ára 55% 35% 10% 0% 69  90%
73-75 ára 47% 33% 19% 0% 57  81%
76-79 ára 59% 27% 14% 0% 49  86%
80-87 ára 51% 47% 2% 0% 45  98%
88 ára og eldri 50% 33% 17% 0% 6  83%
Búseta óg
Höfuðborgarsvæði 56% 32% 13% 0% 214  87%
Landsbyggð 55% 34% 11% 0% 89  89%
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 52% 35% 12% 0% 221  88%
Erlendur uppruni 62% 21% 17% 0% 24  83%
Innflytjandi 65% 25% 9% 0% 55  91%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 59% 31% 10% 0% 39  90%
Frekar góð 75% 12% 12% 0% 16  88%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 70% 22% 9% 0% 23  91%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 72% 22% 6% 0% 18  94%
20 til 30 ár 67% 17% 17% 0% 12  83%
Lengur en 30 ár 61% 27% 12% 0% 49  88%
Menntun óg
Grunnskólanám 40% 42% 18% 0% 55  82%
Nám á framhaldsskólastigi 51% 34% 15% 0% 114  85%
Háskólanám 67% 27% 6% 0% 129  94%
Atvinnustaða óg
Í launaðri vinnu 64% 30% 6% 0% 53  94%
Ekki í launaðri vinnu 53% 33% 14% 0% 248  86%
Hjúskaparstaða óg
Býr ein/n 48% 40% 12% 0% 84  88%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 58% 29% 12% 0% 218  88%
Fréttir - Fjöldi = 84
Dagblöð
Dagblöð
Fer inn á fréttasíður
Frétta og mannlífssíður
Fréttablöð
Fréttamiðla
Fréttamiðlar
Fréttamiðlar
Fréttamiðlar, Fésbókin
Fréttasíður
Fréttavef
Fréttaveitur
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir
Fréttir og slúður
Fréttir á RÚV
Fréttir, bankaþjónusta ofl.
Fréttir, íþróttir
Fylgist með mínu fagi,les blöð og tímarit
Hef eigin tölvu til afnota. Horfi þar oft á sjónvarpsfréttir. Hef einnig eigin síma og auka herbergi fyrir föndur.
Heimsfréttir
Les blaðið
Les blöð
Les blöð
Les blöðin
Les blöðin
Les dagblö
Les erlend dagblöð
Les erlendar fréttir
Les fjölmiðla
Les fréttablöð
Les fréttasíður
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir
Les fréttir, bækur ofl.
Les vefmiðla/dagblöð
Les íslensk og erlend blöð og fréttamiðla, skipulegg utanlandsferðir og panta hótel og flug og miða á viðburði
Les íslensk og þýsk fréttablöð
Lesa dagblöð
Lesa fréttir
Lesa fréttir
Lesa fréttir
Lesa fréttir
Lesa fréttir
Lesa fréttir
Lesa fréttir, uppskriftir, skype
Lestur fréttablaður
Skoða dagblöð og fréttamiðla
Skoða fréttir, veður o.fl
Spila bridge og fréttir
afþreying og fréttamiðlar
Samfélagsmiðlar - Fjöldi = 56
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook
Facebook og dagblöð
Facebook og fréttir
Facebook og messenger
Facebook og myndsendingar
Facebook og spænskunámskeið
Facebook og storytel
Facebook, email
Facebook, les fréttir
Facebook, lesa fréttir
Facebooki
Fer á heimasíður ættingja
Fréttir og fólk, facebook
Fréttir, samfélagsmiðlar, póstur, dagbók, sms
Hlusta á tónlist
Hlusta á tónlist og skrifa í nótnaforriti
Hlusta á tónlist, útvarp o.fl.
Les fréttir, fylgist með fréttum og vinum á facebook
Myndsímtöl, Facebook, Dagblöð, Instagram o.fl.
Samfélagsmiðla
Samfélagsmiðlar
Samfélagsmiðlar
Samfélagsmiðlar
Skoða facebook
Skoða hugmyndir (síður -Pinterest)
Skoða netmiðla
Skoða samfélagsmiðla, les fréttir o.fl.
Skoðar myndir á Facebook
Tungumálanám í Duolingo, Facebook
Tónlist
Tónlist
Tölvupóstur, samfélagsmiðlar, heimabanki o.fl.
Vinn við myndlr og tónlist
Ég sem tónlist, ljóð etc.
Annað - Fjöldi = 31
Afla mér upplýsinga um stjórnmál og sagnfræði.
Allt
Alskonar
Bílasíður
Bíómyndir
Dansa
Einu sinni á sex mánaða fresti
Ekkert sem mér dettur í hug
Er illa lesblindur
Fylgist með skipum og flugleiðum
Fylgist yfirleitt með þessu
Heyrnartækja app
Internet
Kann að nýta mér tölvu
Kosningar
Læknar
Nota tölvu mikið og eins Ipad.
Skoða heimasíður
Skoða tilboð hjá ýmsum
Tek þátt í hugbunaða þróun
Vafra á netinu
Vefmyndavél
Verðlagi
Íþróttir
Út að labba með hundinn!
Ýmislegt
Ýmislegt
Ýmislegt
Ýmsa vefi
Það er misjafnt bara eftir þörfum
Þegar á þarf að halda
Heimilisbókhald - Fjöldi = 19
Annast fjármál
Banka
Banka
Bankaerindi
Bankaerindi
Bankaerindi
Bankaviðskipti
Banki
Banki og fleira
Borga reikninga
Borga reikninga
Fer í heimabanka
Fjarmál
Heimabanki
Heimabanki
Heimabankinn
Nota heimabanka
Nota heimabanka
Sinni öllum bankamálum
Áhugamál - Fjöldi = 17
Er mikið að skoða islendingabok.is
Ferðir, bara allt mögulegt
Fræðsluþættir
Fylgist með áhugamálum
Garð- og sumarbústaðastörf
Googla fróðleik
Gönguferðir, sýningar og fleira slíkt
Les vísindagreinar í tengslum við starf mitt
Ljósmyndun - forrit Flickr
Læri tungumál
Læri tungumál á Duolingo, spila Netskrafl við tvær vinkonur, aðra á Íslandi og við æskuvinkonu sem býr í [land].
Ninguno
Skoða golfkennslu, prjónaskap, Orla o.fl.
Skoða loftmyndir af landinu og örnefni
Spila bridge
Spila með vinum
Sæki viðburði
Myndbönd - Fjöldi = 13
Fréttir, Youtube og öllu
Horfi á Netflix
Lesa fréttir, youtube og ýmsilegt
Myndbönd
Netflix
Nota Youtube til fræðslu
RÚV
Sjónvarp
Sjónvarp
Youtube
Youtube
Youtube
Youtube
Samskipti - Fjöldi = 13
Er með tölvupóst
Les pósta
Les tölvupóst, tala við vini erlendis á facetime
Nota gmail
Nota spjallforrit
Nota tölvupóst
Póstur
Samband við bróður og barnabörn erlendis gegnum facetime
Samskipti við aðila
Svara og sendi póst
Tölvupóstur
Tölvupóstur
Tölvupóstur
Önnur afþreying - Fjöldi = 11
Hljóðbók
Hljóðbókasafnið í símanum
Hlusta á hljóðbækur og fylgist með skak.is
Hlusta á podcast
Kaupi tónleikamiða og farseðla
Legg i kapal
Les - Storytel
Les rafbækur
Lestur
Lestur blaða
Ég tefli daglega
Upplýsingaöflun - Fjöldi = 9
Afla upplýsinga um ýmislegt á netinu, hlusta á músík ofl.
Fá upplýsingar um ýmislegt
Google
Leitar upplýsinga
Net leit
Símanúmer
Upplýsingar um fyrirtæki
Upplýsingar, verð og varahluti v/ vinnu
Þegar ég þarf upplýsingar
Vinna - Fjöldi = 8
Afla uppl. v/vinnu
Myndsímtöl, fundir ofl.
Nota netið í starfi
Vinna
Vinnar í gegnum internetið
Vinnunni
Viðskipta tengiliðir
Ég nota vefinn fyrir rannsóknir og samskipti
Menntun - Fjöldi = 5
Er í námi í HÍ
Fjarnám
Hlusta á fyrirlestra gegnum teams eða zoom og tek einnig sjálf þátt
Menntun
Námið við Háskóla Íslands

Búsetuhagir

Þriðjungur eldra fólks býr eitt (sjá greiningu 43), þó var það mun algengara á meðal kvenna, þar sem 40% þeirra bjuggu einar en 23% karla. Munurinn er minni á meðal þeirra sem voru yngri en þó enn til staðar, þar sem 9% karla og 14% kvenna á aldrinum 67-70 ára bjuggu eitt. Þá var algengast (81%) að einstaklingar bjuggu í eigin húsnæði, jafnvel á meðal elsta aldurshópsins var rétt rúmur helmingur sem bjó enn í eigin húsnæði (55%; sjá greiningu 44).

Greining 43. Býrð þú ein/einn, með maka, sambýlismanni/konu eða öðrum?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Ein/n 432 32% 2%  32%
Með maka 797 59% 3%  59%
Með sambýlismanni/sambýliskonu 44 3% 1%  3%
Með stórfjölskyldunni (barni/börnum og/eða barnabörnum) 53 4% 1%  4%
Með öðrum 24 2% 1%  2%
Fjöldi svara 1350 100%
Vil ekki svara 12
Hætt(ur) að svara 20
Alls 1382
Ein/n Með maka Með sambýlismanni/sambýliskonu Með stórfjölskyldunni (barni/börnum og/eða barnabörnum) Með öðrum Fjöldi Ein/n
Heild 32% 59% 3% 4% 2% 1350  32%
Kyn ***
Karl 23% 69% 3% 4% 1% 644  23%
Kona 40% 50% 3% 4% 2% 706  40%
Aldur óg
67-69 ára 21% 66% 6% 5% 2% 294  21%
70-72 ára 26% 67% 3% 2% 2% 263  26%
73-75 ára 28% 61% 4% 6% 1% 239  28%
76-79 ára 32% 62% 2% 3% 1% 263  32%
80-87 ára 48% 46% 1% 2% 3% 225  48%
88 ára og eldri 67% 20% 2% 6% 6% 66  67%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 32% 59% 3% 5% 2% 901  32%
Landsbyggð 32% 60% 3% 3% 2% 449  32%
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 32% 61% 3% 3% 2% 998  32%
Erlendur uppruni 33% 58% 3% 3% 2% 115  33%
Innflytjandi 32% 52% 5% 10% 2% 216  32%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 35% 58% 5% 1% 1% 151  35%
Frekar góð 35% 60% 3% 1% 1% 77  35%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 25% 45% 5% 22% 3% 102  25%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 24% 45% 4% 24% 3% 71  24%
20 til 30 ár 34% 41% 7% 10% 7% 29  34%
Lengur en 30 ár 35% 58% 4% 2% 1% 230  35%
Menntun *
Grunnskólanám 38% 53% 2% 4% 3% 328  38%
Nám á framhaldsskólastigi 32% 61% 4% 3% 1% 530  32%
Háskólanám 28% 63% 3% 5% 2% 460  28%
Atvinnustaða óg
Í launaðri vinnu 19% 73% 4% 3% 2% 194  19%
Ekki í launaðri vinnu 34% 57% 3% 4% 2% 1139  34%
Hjúskaparstaða ***
Býr ein/n 100% 0% 0% 0% 0% 432  100%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 0% 87% 5% 6% 3% 918  0%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 44. Hver er búsetustaða þín?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Bý hjá/með aðstandendum 24 2% 1%  2%
Bý í eigin húsnæði 1091 81% 2%  81%
Bý í eigin húsnæði fyrir eldra fólk 60+ 60 4% 1%  4%
Bý í leiguhúsnæði fyrir eldra fólk 60+ 21 2% 1%  2%
Bý á hjúkrunarheimili eða dvalarheimili 27 2% 1%  2%
Bý í þjónustuíbúð í eigu sveitarfélags 15 1% 1%  1%
Bý í leiguherbergi 11 1% 0%  1%
Leigi íbúð á almennum leigumarkaði 50 4% 1%  4%
Bý í félagslegu leiguhúsnæði 15 1% 1%  1%
Bý við annars konar búsetufyrirkomulag 37 3% 1%  3%
Fjöldi svara 1351 100%
Vil ekki svara 11
Hætt(ur) að svara 20
Alls 1382
Bý hjá/með aðstandendum Bý í eigin húsnæði Bý í eigin húsnæði fyrir eldra fólk 60+ Bý í leiguhúsnæði fyrir eldra fólk 60+ Bý á hjúkrunarheimili eða dvalarheimili Bý í þjónustuíbúð í eigu sveitarfélags Bý í leiguherbergi Leigi íbúð á almennum leigumarkaði Bý í félagslegu leiguhúsnæði Bý við annars konar búsetufyrirkomulag Fjöldi Bý í eigin húsnæði
Heild 2% 81% 4% 2% 2% 1% 1% 4% 1% 3% 1351  81%
Kyn
Karl 2% 83% 3% 2% 1% 1% 1% 4% 1% 3% 641  83%
Kona 2% 79% 5% 2% 3% 1% 1% 3% 1% 3% 710  79%
Aldur óg
67-69 ára 2% 85% 2% 0% 0% 0% 2% 4% 1% 4% 296  85%
70-72 ára 1% 85% 2% 1% 0% 1% 0% 6% 1% 2% 263  85%
73-75 ára 4% 82% 3% 0% 0% 1% 0% 5% 2% 3% 238  82%
76-79 ára 1% 79% 5% 2% 2% 2% 1% 3% 2% 4% 263  79%
80-87 ára 2% 78% 7% 4% 4% 1% 1% 2% 0% 1% 224  78%
88 ára og eldri 0% 55% 18% 4% 19% 3% 0% 0% 0% 0% 67  55%
Búseta óg
Höfuðborgarsvæði 2% 80% 5% 2% 2% 1% 1% 3% 1% 3% 904  80%
Landsbyggð 1% 82% 3% 2% 3% 1% 1% 4% 2% 2% 447  82%
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 1% 83% 5% 2% 2% 1% 0% 3% 1% 2% 998  83%
Erlendur uppruni 2% 81% 5% 1% 1% 3% 0% 3% 2% 3% 115  81%
Innflytjandi 5% 73% 3% 1% 1% 1% 3% 8% 1% 4% 218  73%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 1% 86% 4% 1% 1% 1% 0% 3% 2% 1% 153  86%
Frekar góð 0% 86% 5% 0% 3% 0% 1% 3% 0% 3% 79  86%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 11% 52% 2% 2% 0% 3% 5% 15% 2% 8% 100  52%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 12% 42% 3% 3% 0% 4% 6% 20% 0% 10% 69  42%
20 til 30 ár 10% 77% 0% 0% 0% 0% 3% 3% 7% 0% 30  77%
Lengur en 30 ár 0% 86% 4% 0% 1% 1% 0% 3% 1% 2% 233  86%
Menntun óg
Grunnskólanám 2% 75% 4% 3% 5% 2% 1% 6% 2% 2% 328  75%
Nám á framhaldsskólastigi 2% 80% 6% 2% 1% 1% 1% 4% 1% 3% 531  80%
Háskólanám 2% 87% 4% 0% 1% 0% 1% 2% 0% 3% 461  87%
Atvinnustaða óg
Í launaðri vinnu 1% 86% 1% 1% 0% 0% 2% 6% 1% 4% 197  86%
Ekki í launaðri vinnu 2% 80% 5% 2% 2% 1% 1% 3% 1% 3% 1139  80%
Hjúskaparstaða óg
Býr ein/n 1% 71% 6% 3% 4% 2% 2% 7% 2% 3% 431  71%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 2% 85% 4% 1% 1% 1% 0% 2% 1% 3% 912  85%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 45. Hefur þú flust á milli landa eða sveitarfélaga?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Já, á síðustu 12 mánuðum 35 3% 1%  3%
Já, á síðustu 13-24 mánuðum 21 2% 1%  2%
Já, á síðustu 2-5 árum 77 6% 1%  6%
Já, fyrir meira en 5 árum 499 37% 3%  37%
Nei 716 53% 3%  53%
Fjöldi svara 1348 100%
Vil ekki svara 9
Hætt(ur) að svara 25
Alls 1382
Já, á síðustu 12 mánuðum Já, á síðustu 13-24 mánuðum Já, á síðustu 2-5 árum Já, fyrir meira en 5 árum Nei Fjöldi
Heild 3% 2% 6% 37% 53% 1348  47%
Kyn
Karl 3% 2% 6% 38% 51% 640  49%
Kona 2% 2% 6% 36% 55% 708  45%
Aldur óg
67-69 ára 2% 3% 7% 29% 60% 294  40%
70-72 ára 3% 2% 5% 39% 52% 264  48%
73-75 ára 4% 1% 6% 37% 51% 236  49%
76-79 ára 4% 1% 5% 39% 50% 261  50%
80-87 ára 1% 1% 5% 43% 50% 226  50%
88 ára og eldri 0% 0% 3% 36% 61% 67  39%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 2% 2% 6% 38% 52% 899  48%
Landsbyggð 3% 1% 5% 35% 55% 449  45%
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 1% 1% 6% 34% 57% 1000  43%
Erlendur uppruni 4% 2% 5% 39% 50% 114  50%
Innflytjandi 8% 3% 5% 49% 35% 220  65%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 3% 1% 3% 50% 43% 152  57%
Frekar góð 4% 0% 1% 50% 45% 80  55%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 15% 6% 12% 36% 32% 101  68%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 17% 6% 17% 26% 34% 70  66%
20 til 30 ár 7% 0% 3% 59% 31% 29  69%
Lengur en 30 ár 3% 2% 2% 50% 44% 234  56%
Menntun ***
Grunnskólanám 2% 1% 5% 32% 60% 329  40%
Nám á framhaldsskólastigi 2% 1% 5% 34% 58% 531  42%
Háskólanám 3% 2% 6% 44% 44% 461  56%
Atvinnustaða óg
Í launaðri vinnu 2% 2% 4% 31% 62% 196  38%
Ekki í launaðri vinnu 3% 2% 6% 38% 51% 1136  49%
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 2% 1% 6% 40% 51% 429  49%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 3% 2% 6% 36% 54% 910  46%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Atvinnuhagir

Líkt og við fyrri mælingar var um sjötti hver einstaklingur vinnandi (15%; sjá greiningu 46). Á meðal þeirra sem voru á aldrinum 67-69 ára voru 37% vinnandi en helmingi færri á meðal þeirra sem voru á aldrinum 70-72 ára (16%). Þá var sama hlutfall einstaklinga sem stundaði sjálfboðastarf (sjá greiningu 49), þó fæstir sem stunduðu hvorutveggja (3%).

Greining 46. Ert þú í launaðri vinnu?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
198 15% 2%  15%
Nei 1145 85% 2%  85%
Fjöldi svara 1343 100%
Vil ekki svara 19
Hætt(ur) að svara 20
Alls 1382
Nei Fjöldi
Heild 15% 85% 1343  15%
Kyn ***
Karl 20% 80% 637  20%
Kona 10% 90% 706  10%
Aldur ***
67-69 ára 37% 63% 293  37%
70-72 ára 16% 84% 261  16%
73-75 ára 11% 89% 237  11%
76-79 ára 6% 94% 259  6%
80-87 ára 3% 97% 226  3%
88 ára og eldri 1% 99% 67  1%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 15% 85% 896  15%
Landsbyggð 15% 85% 447  15%
Uppruni
Íslenskur uppruni 15% 85% 992  15%
Erlendur uppruni 13% 87% 114  13%
Innflytjandi 13% 87% 216  13%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 16% 84% 150  16%
Frekar góð 8% 92% 78  8%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 14% 86% 101  14%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 16% 84% 70  16%
20 til 30 ár 13% 87% 30  13%
Lengur en 30 ár 13% 87% 229  13%
Menntun ***
Grunnskólanám 8% 92% 325  8%
Nám á framhaldsskólastigi 14% 86% 529  14%
Háskólanám 21% 79% 456  21%
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 100% 0% 198  100%
Ekki í launaðri vinnu 0% 100% 1145  0%
Hjúskaparstaða ***
Býr ein/n 8% 92% 427  8%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 17% 83% 906  17%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 47. Hversu margar stundir á viku vinnur þú?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Minna en 38 stundir 97 60% 8%  60%
38 stundir eða meira 65 40% 8%  40%
Fjöldi svara 162 100%
Á ekki við 1164
Vil ekki svara 36
Hætt(ur) að svara 20
Alls 1382
Þeir sem voru í launaðri vinnu fengu þessa spurningu.
Minna en 38 stundir 38 stundir eða meira Fjöldi Meðalfjöldi vinnustunda á viku
Heild 60% 40% 162  32,9
Kyn **
Karl 51% 49% 105  37,2
Kona 75% 25% 57  24,9
Búseta *
Höfuðborgarsvæði 67% 33% 107  31,1
Landsbyggð 45% 55% 55  36,5
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 60% 40% 126  33,8
Erlendur uppruni 67% 33% 12  29,7
Innflytjandi 57% 43% 23  29,6
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 60% 40% 20  31,0
Frekar góð 80% 20% 5  25,8
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 50% 50% 10  28,8
Menntun *
Grunnskólanám 58% 42% 19  37,3
Nám á framhaldsskólastigi 48% 52% 63  36,2
Háskólanám 71% 29% 78  29,1
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 67% 33% 33  26,7
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 59% 41% 128  34,5
Þeir sem voru í launaðri vinnu fengu þessa spurningu.
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 48. Hvenær hættir þú launavinnu?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Fyrir 1-12 mánuðum 62 6% 1%  6%
Fyrir 12 mánuðum eða meira 1054 94% 1%  94%
Fjöldi svara 1116 100%
Á ekki við 217
Vil ekki svara 28
Hætt(ur) að svara 21
Alls 1382
Þeir spurðir sem voru ekki í launaðri vinnu.
Fyrir 1-12 mánuðum Fyrir 12 mánuðum eða meira Fjöldi
Heild 6% 94% 1116
Kyn
Karl 7% 93% 500
Kona 5% 95% 616
Aldur óg
67-69 ára 18% 82% 181
70-72 ára 8% 92% 217
73-75 ára 3% 97% 204
76-79 ára 0% 100% 237
80-87 ára 1% 99% 215
88 ára og eldri 0% 100% 62
Búseta
Höfuðborgarsvæði 6% 94% 748
Landsbyggð 4% 96% 368
Uppruni
Íslenskur uppruni 5% 95% 827
Erlendur uppruni 4% 96% 96
Innflytjandi 8% 92% 179
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 6% 94% 126
Frekar góð 9% 91% 66
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 6% 94% 82
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 7% 93% 55
20 til 30 ár 15% 85% 26
Lengur en 30 ár 6% 94% 193
Menntun **
Grunnskólanám 2% 98% 288
Nám á framhaldsskólastigi 5% 95% 448
Háskólanám 9% 91% 353
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 5% 95% 383
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 6% 94% 730
Þeir spurðir sem voru ekki í launaðri vinnu. Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 49. Ertu í sjálfboðavinnu?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
203 15% 2%  15%
Nei 1144 85% 2%  85%
Fjöldi svara 1347 100%
Vil ekki svara 13
Hætt(ur) að svara 22
Alls 1382
Nei Fjöldi
Heild 15% 85% 1347  15%
Kyn
Karl 16% 84% 641  16%
Kona 14% 86% 706  14%
Aldur **
67-69 ára 17% 83% 296  17%
70-72 ára 21% 79% 262  21%
73-75 ára 18% 82% 238  18%
76-79 ára 12% 88% 258  12%
80-87 ára 12% 88% 226  12%
88 ára og eldri 3% 97% 67  3%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 14% 86% 903  14%
Landsbyggð 17% 83% 444  17%
Uppruni
Íslenskur uppruni 16% 84% 997  16%
Erlendur uppruni 10% 90% 112  10%
Innflytjandi 14% 86% 219  14%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 9% 91% 151  9%
Frekar góð 19% 81% 79  19%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 12% 88% 100  12%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 13% 87% 70  13%
20 til 30 ár 17% 83% 29  17%
Lengur en 30 ár 12% 88% 231  12%
Menntun ***
Grunnskólanám 10% 90% 327  10%
Nám á framhaldsskólastigi 13% 87% 529  13%
Háskólanám 21% 79% 461  21%
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 23% 77% 195  23%
Ekki í launaðri vinnu 14% 86% 1135  14%
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 14% 86% 429  14%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 16% 84% 909  16%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 50. Hversu margar stundir á viku vinnur þú sjálfboðavinnu?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Minna en tíu stundir 88 64% 8%  64%
Tíu stundir eða meira 50 36% 8%  36%
Fjöldi svara 138 100%
Á ekki við 1157
Vil ekki svara 65
Hætt(ur) að svara 22
Alls 1382
Þeir sem voru í sjálfboðavinnu fengu þessa spurningu.
Minna en tíu stundir Tíu stundir eða meira Fjöldi Meðalfjöldi tunda á viku
Heild 64% 36% 138  8,9
Kyn
Karl 63% 37% 75  9,5
Kona 65% 35% 63  8,3
Búseta
Höfuðborgarsvæði 65% 35% 92  8,3
Landsbyggð 61% 39% 46  10,2
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 62% 38% 113  9,2
Erlendur uppruni 71% 29% 7  12,8
Innflytjandi 72% 28% 18  5,8
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 82% 18% 11  4,7
Frekar góð 50% 50% 6  16,2
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 75% 25% 8  5,6
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 60% 40% 5  7,2
20 til 30 ár 75% 25% 4  8,8
Lengur en 30 ár 75% 25% 16  7,7
Menntun
Grunnskólanám 56% 44% 16  9,2
Nám á framhaldsskólastigi 58% 42% 50  10,3
Háskólanám 69% 31% 72  8,0
Atvinnustaða
Í launaðri vinnu 66% 34% 38  8,1
Ekki í launaðri vinnu 63% 37% 99  9,3
Hjúskaparstaða
Býr ein/n 61% 39% 38  8,6
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 65% 35% 100  9,1
Þeir sem voru í sjálfboðavinnu fengu þessa spurningu.
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 51. Undir hvern af eftirfarandi flokkum fellur aðalstarf þitt eða féll síðasta starf þitt ef þú ert ekki í vinnu?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Stjórnendur, kjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn 125 10% 2%  10%
Sérfræðingar með háskólapróf 302 23% 2%  23%
Tæknar og sérmenntað starfsfólk 133 10% 2%  10%
Skrifstofufólk 156 12% 2%  12%
Þjónustu-, umönnunar- sölu- og afgreiðslufólk 218 17% 2%  17%
Bændur og fiskimenn 97 7% 1%  7%
Iðnaðarmenn og sérhæft iðnverkafólk 163 12% 2%  12%
Bílstjórar véla- og vélgæslufólk 41 3% 1%  3%
Ósérhæft starfsfólk 69 5% 1%  5%
Fjöldi svara 1304 100%
Vil ekki svara 42
Veit ekki 13
Hætt(ur) að svara 23
Alls 1382
Stjórnendur og sérfræðingar Iðnaðarmenn, tæknar og sérmenntað starfsfólk Skrifstofu-, sölu- og þjónustufólk Bændur, fiskimenn, véla- og verkafólk Annað Fjöldi
Heild 33% 23% 29% 16% 0% 1304
Kyn óg
Karl 32% 36% 11% 21% 0% 628
Kona 33% 11% 45% 12% 0% 676
Aldur óg
67-69 ára 40% 23% 23% 14% 0% 283
70-72 ára 39% 24% 25% 12% 0% 257
73-75 ára 33% 24% 26% 17% 0% 231
76-79 ára 30% 19% 32% 18% 0% 250
80-87 ára 21% 25% 37% 18% 0% 219
88 ára og eldri 23% 17% 41% 19% 0% 64
Búseta óg
Höfuðborgarsvæði 39% 22% 29% 10% 0% 868
Landsbyggð 20% 24% 27% 28% 0% 436
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 31% 23% 30% 16% 0% 971
Erlendur uppruni 37% 23% 31% 10% 0% 111
Innflytjandi 36% 20% 23% 21% 0% 207
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 39% 19% 26% 16% 0% 150
Frekar góð 32% 25% 28% 16% 0% 76
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 36% 22% 22% 20% 0% 91
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 44% 20% 18% 18% 0% 61
20 til 30 ár 18% 25% 36% 21% 0% 28
Lengur en 30 ár 37% 21% 26% 16% 0% 228
Menntun óg
Grunnskólanám 6% 12% 50% 32% 0% 310
Nám á framhaldsskólastigi 12% 38% 33% 18% 0% 513
Háskólanám 75% 13% 9% 3% 0% 456
Atvinnustaða óg
Í launaðri vinnu 42% 27% 14% 16% 0% 194
Ekki í launaðri vinnu 31% 22% 31% 16% 0% 1096
Hjúskaparstaða óg
Býr ein/n 27% 19% 36% 17% 0% 414
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 35% 25% 25% 15% 0% 880
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Fjárhagur

Algengast (62%) var að ráðstöfunartekjur einstaklinga væru á bilinu 251-450 þúsund krónur á mánuði (sjá greiningu 52). Nokkur munur var á ráðstöfunartekjum einstaklinga eftir uppruna. Þá voru ráðstöfunartekjur þeirra sem voru af íslenskum og erlendum uppruna nokkuð svipaðar en tekjur lægri á meðal innflytjenda, þar sem fjórðungur var í með 250 þúsund krónur eða minna á milli handanna.

Mynd 11. Ráðstöfunartekjur einstaklinga eftir uppruna

Sambærilegt samband uppruna og tekna var fyrir ráðstöfunartekjur heimilis þar sem innflytjendur voru með nokkuð lægri ráðstöfunartekjur (sjá mynd 12). Um fimmta hvert heimili innflytjenda hafði 300 þúsund krónur eða minna til ráðstöfunar á mánuði. Þó var athyglisvert að sjá að ekki var munur á hópum hvað fjárhagsáhyggjur varðar (sjá greiningu 54). Þó var nokkuð hærra hlutfall (32%) sem hafði fjárhagsáhyggjur á meðal þeirra sem töluðu hvorki góða né lélega, frekar eða mjög lélega íslensku heldur en á meðal þeirra innflytjenda og af erlendum uppruna sem töluðu mjög góða íslensku (17%) eða voru af íslenskum uppruna (22%).

Mynd 12. Ráðstöfunartekjur heimilis eftir uppruna

Greining 52. Hverjar eru ráðstöfunartekjur þínar að jafnaði á mánuði eftir skatt?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
100 þúsund eða minna 12 3% 2%  3%
101-250 þúsund 38 10% 3%  10%
251-450 þúsund 229 62% 5%  62%
451-650 þúsund 70 19% 4%  19%
651-850 þúsund 10 3% 2%  3%
851-1 milljón 4 1% 1%  1%
1 milljón eða meira 4 1% 1%  1%
Fjöldi svara 367 100%
Á ekki við 915
Vil ekki svara 71
Hætt(ur) að svara 29
Alls 1382
Þeir sem búa einir spurðir.
100 þúsund eða minna 101-250 þúsund 251-450 þúsund 451-650 þúsund 651 eða meira Fjöldi 451 þúsund eða meira
Heild 3% 10% 62% 19% 5% 367  24%
Kyn óg
Karl 5% 9% 55% 23% 9% 127  31%
Kona 2% 11% 66% 17% 3% 240  20%
Aldur óg
67-69 ára 2% 19% 49% 19% 11% 57  30%
70-72 ára 0% 9% 60% 28% 3% 65  31%
73-75 ára 2% 5% 75% 13% 5% 55  18%
76-79 ára 6% 10% 62% 18% 4% 72  22%
80-87 ára 2% 9% 66% 19% 4% 85  22%
88 ára og eldri 12% 9% 61% 15% 3% 33  18%
Búseta óg
Höfuðborgarsvæði 3% 9% 62% 21% 5% 247  26%
Landsbyggð 4% 12% 64% 14% 5% 120  19%
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 3% 8% 63% 21% 6% 273  27%
Erlendur uppruni 0% 7% 73% 17% 3% 30  20%
Innflytjandi 7% 18% 60% 15% 0% 60  15%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 2% 2% 75% 18% 2% 44  20%
Frekar góð 0% 14% 67% 19% 0% 21  19%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 12% 33% 46% 8% 0% 24  8%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 12% 44% 31% 12% 0% 16  12%
20 til 30 ár 11% 22% 56% 11% 0% 9  11%
Lengur en 30 ár 2% 6% 74% 17% 2% 65  18%
Menntun óg
Grunnskólanám 6% 13% 74% 6% 2% 103  8%
Nám á framhaldsskólastigi 1% 10% 66% 19% 4% 142  23%
Háskólanám 3% 7% 50% 31% 9% 116  41%
Atvinnustaða óg
Í launaðri vinnu 3% 3% 48% 30% 15% 33  45%
Ekki í launaðri vinnu 3% 11% 64% 18% 4% 331  22%
Þeir sem búa einir spurðir. Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 53. Hverjar eru samanlagðar ráðstöfunartekjur heimilisins að jafnaði á mánuði eftir skatt?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
300 þúsund eða minna 49 7% 2%  7%
301-500 þúsund 155 21% 3%  21%
501-700 þúsund 225 31% 3%  31%
701-900 þúsund 196 27% 3%  27%
1 milljón eða meira 105 14% 3%  14%
Fjöldi svara 730 100%
Á ekki við 444
Vil ekki svara 184
Hætt(ur) að svara 24
Alls 1382
Þeir sem búa með maka, sambýlismanni eða konu, stórfjölskyldu eða öðrum spurðir.
300 þúsund eða minna 301-500 þúsund 501-700 þúsund 701-900 þúsund 1 milljón eða meira Fjöldi 501 þúsund eða meira
Heild 7% 21% 31% 27% 14% 730  72%
Kyn
Karl 5% 22% 30% 27% 17% 417  73%
Kona 9% 20% 32% 27% 12% 313  71%
Aldur óg
67-69 ára 7% 15% 26% 29% 23% 189  78%
70-72 ára 9% 17% 33% 22% 19% 154  74%
73-75 ára 5% 23% 30% 33% 9% 141  72%
76-79 ára 6% 24% 34% 28% 8% 141  70%
80-87 ára 4% 34% 33% 20% 9% 89  62%
88 ára og eldri 19% 31% 31% 12% 6% 16  50%
Búseta **
Höfuðborgarsvæði 7% 19% 29% 28% 17% 498  73%
Landsbyggð 5% 26% 35% 25% 9% 232  69%
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 3% 21% 32% 29% 16% 549  76%
Erlendur uppruni 7% 17% 40% 25% 12% 60  77%
Innflytjandi 21% 27% 22% 21% 10% 112  53%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 6% 16% 36% 28% 14% 81  78%
Frekar góð 6% 28% 44% 22% 0% 32  66%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 34% 31% 10% 14% 12% 59  36%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 39% 30% 5% 11% 16% 44  32%
20 til 30 ár 43% 21% 14% 14% 7% 14  36%
Lengur en 30 ár 4% 21% 39% 27% 9% 114  75%
Menntun ***
Grunnskólanám 10% 38% 36% 13% 3% 149  52%
Nám á framhaldsskólastigi 7% 22% 34% 28% 10% 291  71%
Háskólanám 4% 11% 26% 34% 25% 280  85%
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 2% 12% 21% 34% 31% 126  86%
Ekki í launaðri vinnu 8% 23% 33% 25% 11% 594  69%
Þeir sem búa með maka, sambýlismanni eða konu, stórfjölskyldu eða öðrum spurðir. Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 54. Myndir þú segja að þú hafir oft, stundum, sjaldan eða aldrei fjárhagsáhyggjur?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Oft 74 6% 1%  6%
Stundum 226 17% 2%  17%
Sjaldan 357 27% 2%  27%
Aldrei 684 51% 3%  51%
Fjöldi svara 1341 100%
Vil ekki svara 17
Hætt(ur) að svara 24
Alls 1382
Oft Stundum Sjaldan Aldrei Fjöldi Stundum eða oft
Heild 6% 17% 27% 51% 1341  22%
Kyn
Karl 4% 17% 29% 50% 639  21%
Kona 7% 17% 25% 52% 702  23%
Aldur óg
67-69 ára 9% 20% 29% 42% 292  29%
70-72 ára 10% 21% 27% 43% 263  30%
73-75 ára 5% 21% 28% 46% 238  26%
76-79 ára 3% 12% 30% 55% 259  15%
80-87 ára 2% 11% 22% 65% 223  13%
88 ára og eldri 0% 11% 14% 76% 66  11%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 5% 17% 27% 51% 894  22%
Landsbyggð 6% 17% 26% 51% 447  23%
Uppruni
Íslenskur uppruni 5% 17% 26% 53% 994  22%
Erlendur uppruni 7% 15% 24% 54% 114  22%
Innflytjandi 8% 17% 32% 43% 217  24%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) **
Mjög góð 5% 12% 28% 56% 151  17%
Frekar góð 9% 18% 22% 52% 79  27%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 11% 21% 38% 31% 101  32%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 16% 19% 37% 29% 70  34%
20 til 30 ár 7% 14% 48% 31% 29  21%
Lengur en 30 ár 5% 16% 24% 55% 231  21%
Menntun **
Grunnskólanám 7% 17% 22% 53% 325  24%
Nám á framhaldsskólastigi 6% 17% 23% 54% 531  23%
Háskólanám 4% 16% 34% 46% 456  20%
Atvinnustaða
Í launaðri vinnu 6% 15% 30% 50% 197  20%
Ekki í launaðri vinnu 5% 17% 26% 51% 1128  23%
Hjúskaparstaða **
Býr ein/n 8% 19% 22% 51% 430  27%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 4% 16% 29% 51% 902  20%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Fæstir (3%) höfðu þurft á fjárhagsaðstoð eða mataraðstoð undanfarna 12 mánuði. Einungis 1,3% einstaklinga af íslenskum uppruna hafði þurft eitthvað slíkt en 7,3% einstaklinga sem voru af erlendum uppruna eða innflytjendur. Marktækt samband var á milli íslenskukunnáttu og hvort fólk hafi fengið aðstoð. Einstaklingar sem voru af erlendum uppruna eða innflytjendur sem töluðu mjög góða íslensku höfðu almennt ekki þurft á þessari aðstoð að halda en 14% þeirra sem töluðu hvorki góða né lélega, frekar eða mjög lélega íslensku.

Greining 55. Hefur þú/heimili þitt fengið eitthvað af eftirfarandi á undangengnum 12 mánuðum?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Fjárhagsaðstoð á vegum sveitarfélags 20 2% 1%  2%
Aðstoð frá vinum og ættingjum í formi matar eða peningagjafa 20 2% 1%  2%
Fjárhagsaðstoð frá félags- eða hjálparsamtökum 2 0% 0%  0%
Mataraðstoð frá hjálparsamtökum 6 0% 0%  0%
Nei, ég/heimili mitt hefur ekki fengið fjárhagsaðstoð 1293 97% 1%  97%
Fjöldi svara 1329
Vil ekki svara 29
Hætt(ur) að svara 24
Alls 1382
Fjárhagsaðstoð á vegum sveitarfélags Aðstoð frá vinum og ættingjum í formi matar eða peningagjafa Fjárhagsaðstoð frá félags- eða hjálparsamtökum Mataraðstoð frá hjálparsamtökum Nei, ég/heimili mitt hefur ekki fengið fjárhagsaðstoð Fjöldi Nei
Heild 2% 2% 0% 0% 97% 1329  97%
Kyn óg óg
Karl 1% 1% 0% 0% 98% 632  98%
Kona 2% 2% 0% 0% 97% 697  97%
Aldur óg óg óg óg óg
67-69 ára 2% 1% 0% 1% 98% 290  98%
70-72 ára 2% 2% 0% 0% 97% 260  97%
73-75 ára 1% 2% 0% 0% 97% 232  97%
76-79 ára 2% 2% 0% 0% 97% 260  97%
80-87 ára 1% 2% 0% 0% 98% 223  98%
88 ára og eldri 2% 2% 0% 0% 98% 64  98%
Búseta óg óg
Höfuðborgarsvæði 1% 2% 0% 1% 97% 885  97%
Landsbyggð 2% 1% 0% 0% 97% 444  97%
Uppruni óg óg óg óg óg
Íslenskur uppruni 0% 1% 0% 0% 99% 987  99%
Erlendur uppruni 4% 3% 1% 2% 95% 111  95%
Innflytjandi 4% 4% 0% 1% 93% 217  93%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg óg óg óg ***
Mjög góð 1% 2% 1% 1% 99% 149  99%
Frekar góð 3% 4% 0% 0% 94% 79  94%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 10% 5% 1% 3% 86% 99  86%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg óg óg óg óg
20 ár eða skemur 11% 6% 1% 3% 84% 70  84%
20 til 30 ár 4% 4% 0% 4% 93% 28  93%
Lengur en 30 ár 2% 3% 0% 0% 97% 229  97%
Menntun óg óg óg óg
Grunnskólanám 1% 2% 0% 1% 96% 323  96%
Nám á framhaldsskólastigi 1% 1% 0% 1% 98% 523  98%
Háskólanám 1% 1% 0% 0% 98% 456  98%
Atvinnustaða óg óg óg óg
Í launaðri vinnu 1% 1% 0% 1% 98% 195  98%
Ekki í launaðri vinnu 2% 2% 0% 0% 97% 1118  97%
Hjúskaparstaða * óg óg *
Býr ein/n 2% 3% 0% 0% 96% 421  96%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 1% 1% 0% 1% 98% 899  98%
Þátttakendur gátu merkt við fleira en eitt atriði.
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Áföll

Um fjórðungur eldra fólks hafði sjálft lent í áfalli og tæpur fjórðungur misst maka.

Greining 56. Hefur þú misst maka þinn / sambýliskonu / sambýlismann?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
315 24% 2%  24%
Nei 1015 76% 2%  76%
Fjöldi svara 1330 100%
Vil ekki svara 27
Hætt(ur) að svara 25
Alls 1382
Nei Fjöldi
Heild 24% 76% 1330  24%
Kyn ***
Karl 16% 84% 634  16%
Kona 31% 69% 696  31%
Aldur ***
67-69 ára 14% 86% 292  14%
70-72 ára 14% 86% 259  14%
73-75 ára 19% 81% 232  19%
76-79 ára 24% 76% 258  24%
80-87 ára 40% 60% 224  40%
88 ára og eldri 71% 29% 65  71%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 22% 78% 890  22%
Landsbyggð 26% 74% 440  26%
Uppruni
Íslenskur uppruni 22% 78% 987  22%
Erlendur uppruni 29% 71% 114  29%
Innflytjandi 27% 73% 217  27%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 27% 73% 152  27%
Frekar góð 26% 74% 77  26%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 30% 70% 101  30%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
20 ár eða skemur 27% 73% 71  27%
20 til 30 ár 28% 72% 29  28%
Lengur en 30 ár 28% 72% 230  28%
Menntun ***
Grunnskólanám 29% 71% 323  29%
Nám á framhaldsskólastigi 26% 74% 524  26%
Háskólanám 17% 83% 456  17%
Atvinnustaða ***
Í launaðri vinnu 9% 91% 196  9%
Ekki í launaðri vinnu 26% 74% 1118  26%
Hjúskaparstaða ***
Býr ein/n 61% 39% 411  61%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 7% 93% 910  7%
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 57. Hversu langt er liðið síðan þú misstir maka þinn?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
1-6 mánuðir 12 4% 2%  4%
7-12 mánuðir 11 4% 2%  4%
12 mánuðir eða meira 290 93% 3%  93%
Fjöldi svara 313 100%
Á ekki við 1042
Vil ekki svara 2
Hætt(ur) að svara 25
Alls 1382
Þau spurð sem höfðu misst maka sinn.
1-6 mánuðir 7-12 mánuðir 12 mánuðir eða meira Fjöldi
Heild 4% 4% 93% 313
Kyn óg
Karl 2% 4% 94% 99
Kona 5% 3% 92% 214
Aldur óg
67-69 ára 5% 5% 90% 40
70-72 ára 0% 9% 91% 34
73-75 ára 9% 2% 89% 44
76-79 ára 5% 3% 92% 60
80-87 ára 2% 2% 96% 89
88 ára og eldri 2% 2% 96% 46
Búseta óg
Höfuðborgarsvæði 5% 5% 90% 199
Landsbyggð 3% 1% 96% 114
Uppruni óg
Íslenskur uppruni 5% 4% 91% 219
Erlendur uppruni 3% 0% 97% 32
Innflytjandi 0% 3% 97% 59
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
Mjög góð 0% 0% 100% 40
Frekar góð 0% 0% 100% 20
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 3% 7% 90% 30
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg
20 ár eða skemur 0% 11% 89% 19
20 til 30 ár 12% 0% 88% 8
Lengur en 30 ár 0% 0% 100% 64
Menntun óg
Grunnskólanám 4% 2% 93% 92
Nám á framhaldsskólastigi 3% 4% 93% 136
Háskólanám 5% 5% 90% 79
Atvinnustaða óg
Í launaðri vinnu 0% 0% 100% 17
Ekki í launaðri vinnu 4% 4% 92% 293
Hjúskaparstaða óg
Býr ein/n 4% 4% 93% 250
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 5% 2% 93% 60
Þau spurð sem höfðu misst maka sinn. Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Greining 58. Hefur þú orðið fyrir alvarlegu áfalli þar sem þú eða einhver annar í nærumhverfi þínu var hætt kominn, varð fyrir alvarlegu slysi, ofbeldi eða lét lífið?

Fjöldi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall
Varð fyrir því sjálf/ur 335 26% 2%  26%
Varð vitni að því 145 11% 2%  11%
Óbeint, heyrði að nákominn vinur eða ættingi hefði orðið fyrir áfalli 209 16% 2%  16%
Nei 718 56% 3%  56%
Fjöldi svara 1291
Vil ekki svara 66
Hætt(ur) að svara 25
Alls 1382
Þátttakendur gátu merkt við fleira en eitt atriði.
Varð fyrir því sjálf/ur Varð vitni að því Óbeint, heyrði að nákominn vinur eða ættingi hefði orðið fyrir áfalli Nei Fjöldi Nei
Heild 26% 11% 16% 56% 1291  56%
Kyn ** *
Karl 22% 10% 16% 59% 612  59%
Kona 30% 13% 17% 52% 679  52%
Aldur *
67-69 ára 26% 10% 19% 52% 278  52%
70-72 ára 28% 8% 16% 52% 253  52%
73-75 ára 28% 10% 19% 51% 225  51%
76-79 ára 23% 12% 12% 63% 252  63%
80-87 ára 26% 15% 14% 59% 220  59%
88 ára og eldri 22% 13% 17% 62% 63  62%
Búseta
Höfuðborgarsvæði 27% 11% 16% 55% 864  55%
Landsbyggð 24% 12% 17% 57% 427  57%
Uppruni *
Íslenskur uppruni 27% 11% 18% 55% 959  55%
Erlendur uppruni 22% 18% 12% 56% 108  56%
Innflytjandi 25% 9% 11% 60% 211  60%
Íslenskukunnátta (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur)
Mjög góð 24% 13% 13% 57% 148  57%
Frekar góð 16% 7% 12% 66% 74  66%
Hvorki góð né léleg, frekar eða mjög léleg 30% 14% 9% 54% 96  54%
Lengd búsetu á Íslandi (erlendur bakgrunnur eða innflytjendur) óg óg
20 ár eða skemur 28% 15% 9% 54% 65  54%
20 til 30 ár 37% 7% 23% 43% 30  43%
Lengur en 30 ár 21% 11% 11% 62% 223  62%
Menntun
Grunnskólanám 29% 11% 20% 53% 316  53%
Nám á framhaldsskólastigi 25% 12% 16% 56% 513  56%
Háskólanám 25% 10% 14% 57% 439  57%
Atvinnustaða
Í launaðri vinnu 29% 8% 21% 51% 188  51%
Ekki í launaðri vinnu 26% 12% 16% 56% 1088  56%
Hjúskaparstaða **
Býr ein/n 29% 15% 14% 54% 408  54%
Býr með maka, sambýlismanni/-konu, fjölskyldu eða öðrum 24% 9% 17% 57% 874  57%
Þátttakendur gátu merkt við fleira en eitt atriði.
Marktækur munur er á hópum: *p < 0,05; **p < 0,01; ***p < 0,001. óg merkir að gögnin uppfylltu ekki forsendur marktektarprófs.

Opin svör

Af þeim 1382 sem svöruðu könnuninni voru 198 sem tjáðu sig um ýmis málefni. Algengast var að eldra fólk tjáði sig um skerðingar (sjá greiningu 59) og lífeyrismál voru einnig ofarlega í huga margra. Til að mynda nefndi einn þátttakandi að “Lífeyrissjóðsgreiðslur ættu ekki að skerða eftirlaun greidd af Tryggingastofnun.” Þá voru einnig margir jákvæðir um efri árin og þakklátir.

Greining 59. Að lokum, er eitthvað sem þig langar að koma á framfæri?

Dæmi um svör
Tíðni
Skerðingar Lífeyrissjóðsgreiðslur ættu ekki að skerða eftirlaun greidd af Tryggingastofnun. Fjárhagslegar skerðingar hjá TR eru óþolandi valda áhyggjum enginn veit hvenær hann er í mínus hjá þeim eða hversu mikið og það er ekki hikað við að innheimta þegar fólk deyr ekki á réttum tíma mánaðarins að þeirra mati þetta ferli er ómannúðlegt þessi stofnun er með heljartök á eldri borgurum sem minnst mega sín. 33
Jákvæð um ýmis málefni Ég er mjög þakklátur fyrir hlutskipti mitt í lífinu, ekki síst fyrir það að vera Íslendingur og njóta þar með samfélags sem mjög er mótað af dýrmætustu gildum kristinnar trúar. Nóg að gera ef maður hefur áhuga á að vera með í því sem er í boði. 29
Lífeyrir Ellilífeyrisþegar eiga ekki að borga skatta eftir að þeir fara á ellilífeyrinn. Ættu að fá betri og meiri aðstoð frá yfirvöldum/sínu bæjarfélagi. Leyfa gamla fólkinu að eldast með reisn eftir að hafa unnið alla sína ævi. Erfitt að ná endum saman eftir starfslok, eftirlaunin/lífeyrir eru allt of lág. 27
Heilbrigðismál Aðgengi að heilbrigðsþjónustu er ekki ásættanlegt. Fréttaflutningur eykur á depurð og þunglyndi. Það er ömurlegt að eldast og finna færni sína til ýmissa athafna hraka. Það mætti vera auðveldara að eiga við lækna. Það er erfitt að fá lyfin mín úr apótekinu því læknirinn skrifaði ekki upp á það. 22
Skortur á peningum Það ef til skammar hvernig farið með eldri borgara á Íslandi, það getur engin lifað á þessu sem fólk er að fá, ég hreinlega get ekki hætt að vinna nema selja heimilið mitt. Ég hef áhyggjur af því hve margir aldraðir hefur það slæmt fjárhagslega. Við heilsuna ræður enginn, en hitt væri hægt að laga. 19
Huga betur að eldra fólki Það þarf að hugsa betur um eldri borgara á öllum stigum. Það mætti oft hlusta betur á eldri borgara þegar þeir eru að reyna að segja frá líðan sinni og hvort ekki væri hægt að gera eitthvað fyrir þá til að auka vellíðan þeirra. 16
Húsnæðismál Helstu áhyggjur fyrir margt eldra fólk sem enn er í sínu húsnæði gætu verið hvort þau fái húsnæði eða aðstoð þegar kemur að því að þurfa að minnka við sig eða breyta um búsetu. Vantar fleiri pláss á dvalarheimili fyrir aldraðra, fólk er ekki að komast inn fyrr en um 90+ út af plássleysi og þá löngu hætt að geta séð um sig sjálft. 16
Tjáir sig um veikindi Líf mitt er erfitt núna vegna alvarlegra veikinda maka míns. Ég kemst sjálf af heimilinu, en er bundin við manninn sem er veikari og þarf meiri aðstoð en ég. 13
Meiri stuðning frá hinu opinbera Stjórnvöld þurfa að styðja betur við eldri borgara, bæði andlega og fjárhagslega. Þegar öryrki verður 67 ára lækkar tekjurnar þótt örorkustigið er það sama. Eldra veikt fólk fær of litla aðstoð heima og þá reyni of mikið á makann. 7
Stjórnvöld Vildi bara óska þess að við værum með öðruvísi stjórnvöld, stjórnvöld sem hugsar um eldri borgara. Standa við loforðin það sem þau segja um eldri borgara og öryrkja. 6
Tjáir sig um stofnanir Ferlið að komast á stofnanir fyrir eldra fólk er of flókið. Það mæti auka framboð á félagsþjónustu fyrir eldri borgara sem væri flokkuð eftir aldri. 5
Bætur Vona að bætur eigi eftir að hækka í náinni framtíð. Bæturnar frá ríkinu eru ekki nógu háar og erfitt að lifa á þeim. 5
Einmanna og einvera Ekki beint ánægður með sjálfan mig og er mjög einmana eftir að konan dó. Innflytjendur verða stundum einmana i ellinni, hvort sem þau hafa afkomendur eða ekki. 3
Aðrar athugasemdir Að félagsstarf og réttindi eldra fólks sé ekki á sömu blaðsíðu. Það sé mun auðveldara að finna upplýsingar um félagsstarf þar sem það er auglýst meira en það vita alls ekki allir hvert á að leita eftir réttindum. Eldra fólk sé ekki jafn tæknivætt og unga fólkið og eigi erfiðara með að halda í við allar þær breytingar sem er verið að gera til að létta undir hjá “öllum” en eldra fólkið sé ekki inn í þessum “öllum”. Langar að taka þátt í félagsstarfi fyrir aldraða, en ég er ný flutt í þéttbýli. Hef átt góða æfi, unnið mikið alla ævi er uppalin í sveit og við sjávarsíðuna. Hef samt of þurft að flytja sem var oft erfitt, sérstaklega að þurfa að fara ung frá foreldrum mínum [í nám]. Flutningar milli staða með börn var erfitt, en þau hafa öll spjarað sig vel. Mér líst vel á komandi ár alltaf bjartsýn. 60
Fjöldi svarenda 198
Tíðni
Talar um skerðingar 24
Jákvæð um ýmis málefni 15
Tjáir sig um ellilífeyri 23
Heilbrigðismál 15
Skortur á peningum 12
Huga betur að eldra fólki 14
Húsnæðismál 12
Tjáir sig um veikindi 7
Meiri stuðning frá hinu opinbera 5
Stjórnvöld 4
Tjáir sig um stofnanir 5
Bætur 1
Einmanna og einvera 1
Aðrar athugasemdir 41
Fjöldi svarenda 137
Tíðni
Talar um skerðingar 9
Jákvæð um ýmis málefni 14
Tjáir sig um ellilífeyri 4
Heilbrigðismál 7
Skortur á peningum 7
Huga betur að eldra fólki 2
Húsnæðismál 4
Tjáir sig um veikindi 6
Meiri stuðning frá hinu opinbera 2
Stjórnvöld 1
Tjáir sig um stofnanir 0
Bætur 4
Einmanna og einvera 2
Aðrar athugasemdir 17
Fjöldi svarenda 59