Hoppa yfir valmynd

Alþjóðlegt samstarf

Víðtækt alþjóðlegt samstarf tengist helst samningnum um evrópska efnahagssvæðið og norrænu samstarfi.

Opinbert samstarf Norðurlanda fer fram á vettvangi Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þingmanna en Norræna ráðherranefndin samstarfsstofnun ríkisstjórna Norðurlanda. Þrátt fyrir að nafnið gefi annað til kynna fer samstarfið fram í mörgum ráðherranefndum. Ráðuneytið tekur þátt í samstarfi á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar vegna málaflokka ráðuneytisins.

Ein af sjö nefndum norrænu ráðherranefndarinnar (Nordisk Ministerråd) er ráðherranefnd um atvinnu-, orku- og byggðamál - Nordisk Ministerråd for Erhvervs-, Energi- og Regionalpolitik (MR-NER). Undir ráðherranefndinni starfa þrjár embættismannanefndir, sem fjalla hver um sig um einn þriggja málaflokka ráðherranefndarinnar.

Helstu áhersluatriði norrænnar samvinnu um orkumál eru norræni raforkumarkaðurinn, orkunýtni og endurnýjanleg orka, til raforkuframleiðslu og samgangna. Einnig er lögð aukin áhersla á alþjóðlegt samstarf og samvinnu við önnur Evrópulönd.

Ráðuneytið á fulltrúa í embættismannanefndinni um orkumál (EK-E) og hittast ráðherrar málaflokksins að jafnaði einu sinni á ári til að fara yfir helstu áherslur í málaflokknum.

Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) Í dag eru aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (European Free Trade Association - EFTA) fjögur: Ísland, Lichtenstein, Noregur og Sviss. EFTA starfar einkum á tveimur sviðum. Annars vegar hafa Ísland, Noregur og Lichtenstein samvinnu við ESB á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Hins vegar starfar EFTA að eflingu fríverslunar við ríki utan ESB.

Vegna aðildar Íslands að EFTA tekur ráðuneytið þátt í samstarfi EFTA þjóðanna á þeim sviðum sem falla undir verkefnasvið ráðuneytisins.

Starfandi er sérstakur vinnuhópur EFTA um orkumál og sækir ráðuneytið fundi hans reglulega. Er þar farið yfir þær gerðir sem teknar eru upp í EES samninginn og varða orkumál almennt.

Íslensk stjórnvöld hafa gert tvíhliða samninga um orkumál við nokkrar erlendar þjóðir þar sem megin áhersla er á samstarf á sviði jarðhita.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira