Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Árna M. Mathiesen


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2005-08-08 00:00:0008. ágúst 2005Handverkshátíðin á Hrafnagili 4. ágúst 2005

<p><strong>Ávarp Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á Handverkshátíðinni á Hrafnagili þann 4. ágúst 2005.</strong></p> <p></p> <p>Handverkssýningin að Hrafnagili er orðin landsmönnum kunn enda er hún nú haldin í þrettánda sinn. Hefur sýningin gjarnan vakið athygli og verið mikið um hana fjallað í fjölmiðlum. Það er vel við hæfi að sýningin eigi sér heimili í Eyjafirði þar sem mannlíf og búskapur hefur blómstrað í gegnum tíðina. Sýningin er samt engan veginn bundin við þetta svæði þar sem sýnendur koma allsstaðar af landinu. Það skapar mikla fjölbreytni þar sem siðir og venjur eru ólíkar á milli landshluta. Sýnendur endurspegla því margir sérkenni þeirra staða eða byggðarlaga sem þeir koma frá hvort sem það er í gegnum efnisval og efnisnotkun eða menningu og hefðir viðkomandi staða.</p> <p>&nbsp;Þótt að í Eyjafirði hafi löngum verið blómlegur búskapur þá hefur sjávarútvegur ekki síður verið mikilvægur fyrir þetta byggðalag og hefur hann verið rekinn af miklum myndarskap í gegnum tíðina. Það er því ánægjulegt fyrir mig sem sjávarútvegsráðherra að fá tækifæri til þess að vera með ykkur hér í dag þar sem hafið er þema Handverkshátíðarinnar í ár.</p> <p>&nbsp;Það liggur í orðinu "handverk" að um er að ræða muni sem unnir eru í höndunum. Þetta geta verið munir sem við notum daglega en oft á tíðum er þetta hlutir sem við notum til skrauts og minja. Handverkið hefur því allt aðra þýðingu fyrir okkur í dag en áður fyrr. Handverk var alls ráðandi hér á árum áður. Öll tól og tæki til sjávar og sveita voru meira og minna unnin í höndunum. Amboð og önnur tól sem notuð voru til sveita voru unnin í höndunum og sama má segja um tæki og tól sem tilheyrðu sjávarútvegi. Sjálfur dáist ég einna mest af handbragði gömlu bátasmiðanna sem unnu vinnu sína við mjög frumstæðar aðstæður en með slíkum sóma að maður á erfitt með að trúa að slík listasmíð hafi verið möguleg. Þetta handbragð er því miður að glatast en ánægjulegt er þó til þess að vita að nokkrir framsýnir aðilar hér á landi hafa lagt sig fram um gera upp báta og skip og lagt sitt af mörkum til þess að varðveita handbragðið og þar með söguna okkur hinum til fræðslu, ánægju og yndisauka.</p> <p>&nbsp;Eins og ég kom inn á hér á undan þá endurspeglar handbragðið oft á tíðum sérstöðu einstakra byggðarlaga og undirstrikar hún gjarnan styrk einstakra svæða. Sjávarútvegsráðuneytið hefur í störfum sínum og skipulagi horft til landsbyggðarinnar með þetta að leiðarljósi, ekki síst þegar um ný verkefni er að ræða. Ég hef áður sagt það að besta leiðin til þess að verkefni séu flutt út á land sé sú að skapa aðstæður sem gerir slíkt eftirsóknarvert. Þá er það líka hlutverk þeirra sem eru í stjórnmálum og viðskiptalífinu að koma auga á slíkar aðstæður og nýta þær til frekari uppbyggingar.</p> <p>&nbsp;Fyrr á þessu ári tók ég þá ákvörðun að flytja stærsta hluta eftirlits Fiskistofu út á land þar sem mér finnst eðlilegt að eftirlit Fiskistofu fari fram þar sem sjávarútvegur er stundaður. Hér fyrir norðan hefur Fiskistofa reyndar verið með starfsemi en hún verður efld enn frekar á komandi árum. Þá verða stofnuð fjögur ný útibú Fiskistofu, í Vestmannaeyjum á Höfn, í Stykkishólmi og Grindavík. Þrjátíu og níu manns munu starfa við eftirlitið þegar breytingarnar eru um garð gengnar, þar af munu 31 starfa úti á landi.</p> <p>&nbsp;Eyjafjarðarsvæðið hefur mikla sérstöðu á landsbyggðinni og þar með mikil sóknarfæri. Bærinn hefur um langt skeið verið mikill skólabær og þótt eflaust komi Menntaskólinn upp í hugum margra þegar á það er minnst þá hefur um langt skeið verið rekinn hér öflugur verknámsskóli, fyrrum Iðnskólinn á Akureyri og síðar Verkmenntaskólinn. Nú í seinni tíð hefur Háskólinn á Akureyri svo gegnt mikilvægu hlutverki í eflingu Eyjafjarðarsvæðisins. Sjávarútvegsráðuneytið hefur átt mikið og gott samstarf við Háskólann og hefur háskólasamfélagið hér gert það eftirsóknarverk fyrir okkur að láta vinna einstök verkefni hér fyrir norðan. Við höfum líka viljað leggja okkar af mörkum til þess að efla Háskólann og var mjög ánægjulegt að geta komið til liðs við skólann þegar verið var að vinna rannsóknahúsinu, Borgum,<span>&nbsp;</span> brautargengi.</p> <p>&nbsp;Góðir gestir!</p> <p>&nbsp;Verðlagsstofa skiptaverðs, sem staðsett er á Akureyri og er ein af stofnunum ráðuneytisins, og Háskólinn á Akureyri hafa með markvissum hætti aukið samstarf sín á milli. Því til marks má nefna að þar eru nú verið að vinna úttekt á samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á þau atriði sem mestu máli skipta til þess að sjávarútvegur fái ekki aðeins staðist samkeppni heldur hvað gera má til að greinin öðlist frekara samkeppnis forskot. Og svo undarlega sem það kann að hljóma þá má segja að sjávarútvegur standi í mikilli samkeppni við handverkið. Samkeppnin við Kína er gífurlega hörð og okkar helsta svar við henni er aukin vél- og tæknivæðing. Hér verður því settur eins konar kvarði á samkeppnishæfnina sem nauðsynlegt er að mæla á hverju ári til þess að við getum gert okkur glögga grein fyrir stöðu sjávarútvegsins í alþjóðlegri samkeppni innan greinarinnar og hvernig hún<span>&nbsp;</span> birtist gagnvart öðrum greinum matvæla- og fóðuriðnaðarins.</p> <p>&nbsp;Þá hefur Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins fyrir hönd sjávarútvegsráðuneytisins gert sérstakt átak í að mæla efna í fiski. Megin niðurstöður þeirra mælinga er að íslenskur fiskur er allur undir viðmiðunarmörkum og lang stærsti hlutinn langt undir þeim. Þörf er á frekari rannsóknum á þessu sviði og munu þær rannsóknir fara fram hjá Rf í rannsóknahúsinu Borgum.</p> <p>&nbsp;Ég tel að þessi verkefni og fleiri til undirstriki það að verið sé af fullum heilindum að vinna í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að treysta undirstöður byggðar í landinu og jafna skilyrði til atvinnu.</p> <p>&nbsp;Að lokum góðir gestir. Við Eyjafjörð eru mörg athyglisverð söfn af margvíslegum toga og undirstrikar starfsemi Minjasafnsins á Akureyri áherslu byggðalagsins á að varðveita handbragð fyrri tíma. Sama má segja um þessa sýningu hér á Hrafnagili. Hún er liður í þessari varðveislu en jafnframt sjáum við nýjar strauma og nýtt handbragð hjá þeim fjölmörgu sem hér opinbera muni sína. Mér finnst framtakið lofsvert og lýsi sérstakri ánægju með þema hátíðarinnar í ár um leið og ég óska aðstandendum, sýnendum og gestum öllum til hamingju með þessa glæsilegu sýningu.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-08-08 00:00:0008. ágúst 2005Fiskidagurinn mikli á Dalvík 6. ágúst 2005

<p><strong><span>Ávarp Árna M. Mathiesen á Fiskideginum mikla,</span></strong></p> <p><strong><span>haldinn á Dalvík 6. ágúst 2005</span></strong></p> <p></p> <p>Fiskidagurinn mikli hefur á þeim fimm árum frá því að til hans var stofnað, markað sér sess sem einn af stóru viðburðum sumarsins hjá landanum. Hér er um mikið og merkilegt framtak að ræða þar sem við Íslendingar höfum gert of lítið af því að halda merkjum þessarar megin auðlindar okkar á lofti. Ef til vill skýrist það af því hversu fiskurinn hefur verið samofinn okkar samfélagsgerð. Nálægð þjóðarinnar við miðinn er mikil og við höfum í gegnum tíðina getað fengið með ódýrum hætti fisk í soðið. Í samanburði við aðrar þjóðir kemur líka í ljós að fiskneysla okkar er mjög mikil.</p> <p>En tímarnir breytast og mennirnir með eins og sagt er. Með breyttum efnahag og breyttu útgerðarmynstri þurfa flestir Íslendingar nú að borga sama verð og aðrir fyrir fisk í matinn. Samfara þessu hafa matarvenjur almennings verið að breytast mjög hratt undanfarin ár. Skyndibitamatur verður sífellt stærri hluti af matseðli okkar og verksmiðjuvæðing landbúnaðarins gerir bændum auðveldara að ýta undir neyslu afurða sinna með því að bjóða kjöt á lægra verði en áður.</p> <p>Að tala um fisk í soðið er kannski lýsandi fyrir það hvaða sess fiskurinn hefur haft á matseðli vikunnar hjá flestum fjölskyldum í gegnum tíðina. Hversdagsmatur sem skellt var í pott og lítið fyrir honum haft. Þetta hefur hefur verið að breytast sem má meðal annars sjá á matseðlum veitingahúsa þar sem fiskur er alltaf að verða meira áberandi. Það má því að mörgu leyti segja, svo undarlega sem það kann að hljóma, að fiskneysla hafi minnkað um leið og fiskur öðlast hærri sess í hugum fólks. Það þarf þó enginn að velkjast í vafa um að fiskurinn er ein hollasta fæða sem völ er á og því mikilvægt að viðhalda þeirri sterku hefð að hafa reglulega fisk á borðum þjóðarinnar. Fiskidagurinn mikli hefur því stóru hlutverki að gegna og hefur svo sannarlega verið öflugur í að kynna þessa mikilvægu afurð fyrir þjóðinni.</p> <p>Þó svo að við eigum öfluga talsmenn sjávarfangs hér á Dalvík og reyndar víða um heim og þrátt fyrir að allar helstu heilbrigðisstofnanir heims undirstriki hollustu fisks þá á fiskurinn sína óvildaraðila. Til eru sterk öfgasamtök sem standa undir rekstri sínum með því að valda uppnámi á ýmsum sviðum og fá síðan fjárframlög víðs vegar að til að bæta heiminn og er þá oft á tíðum beitt óvönduðum meðulum. Slíkar uppákomur geta stórskaðað ímynd fisks og um leið afkomu þjóðarinnar. Þá koma reglulega fram nýjar kröfur, boð og bönn, í tengslum við innflutning á fiski til ýmissa landa. Stjórnvaldsaðgerðir af slíkum toga geta skaðað útflutningstekjur okkar með beinum hætti ekki síst ef við höfum ekki upplýsingar á reiðum höndum, þá stöndum við varnarlaus. Neikvæð umfjöllun í fjölmiðlum getur á stuttum tíma eyðilagt jákvæða ímynd afurða sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Útflutningstekjurnar eru því háðar því að við tryggjum það að geta sýnt fram á öryggi sjávarafurða okkar og við verðum að geta með óyggjandi hætti sýnt fram á að þær séu öruggar með hliðsjón af þeim lögum og reglugerðum sem gilda á hverjum tíma svo og kröfum markaðarins. Gildir þar einu hvort um er að ræða ferskan fisk, unnar afurðir eða fiskeldi.</p> <p>Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins vinnur nú fyrir hönd Sjávarútvegsráðuneytisins að forvarnarstarfi sem hefur það að leiðarljósi að tryggja það að við verðum ekki fyrir skakkaföllum þó óvæntar nýjar kröfur skjóti upp kollinum. Við köllum þetta verkefni Öryggi útflutningstekna. Mikilvægt er að upplýsingasöfnun um óæskileg efni í sjávarafurðum Íslendinga sé gerð á skipulegan hátt og tryggt að á hverjum tíma séu til nýjar upplýsingar um efnainnihald þeirra. Megin niðurstöður þeirra mælinga sem nú liggja fyrir sýna að mengunarefni í íslensku sjávarfangi eru í langflestum tilvikum langt undir þeim mörkum sem sett hafa verið. Upplýsingarnar munu nýtast þeim sem vinna við að selja sjávarafurðir til að meta það hvernig afurðir standast þau mörk sem þegar eru í gildi á Íslandi, ESB og viðskiptaþjóðum Íslendinga. Þá munu upplýsingarnar nýtast til fræðslu fyrir neytendur. Frekari uppbygging verður á þessu sviði og munu viðbótar mælingar á heilnæmi sjávarfangs fyrst og fremst fara fram í nýrri aðstöðu Rf í Borgum, rannsóknahúsi Háskólans á Akureyri.</p> <p>&nbsp;Öflug útgerð á Eyjafjarðarsvæðinu, gott menntunarstig og öflugir skólar skapa mikil tækifæri hér á svæðinu. Til viðbótar við þau verkefni sem kunna að verða til í framtíðinni í tengslum við Rannsóknahús Háskólans á Akureyri og tengjast sjávarútvegsráðuneytinu þá hefur Verðlagsstofa skiptaverðs verið að taka að sér ný og fjölbreyttari verkefni. Eitt þeirra er að gera úttekt á samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs en verkefnisstjóri er Dalvíkingurinn Ottó Biering Ottósson.</p> <p>&nbsp;Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á þau atriði sem mestu máli skipta til þess að sjávarútvegur fái ekki aðeins staðist samkeppni heldur hvað gera má til að greinin öðlist frekara samkeppnis forskot. Þá þarf líka að sýna hvernig samkeppni sjávarútvegsins birtist gagnvart öðrum greinum matvæla- og fóðuriðnaðarins. Hér verður því settur einskonar kvarði á samkeppnishæfnina sem nauðsynlegt er að mæla á hverju ári. Við höfum kynnt þetta verkefni erlendis og er ljóst að í framtíðinni munu fleiri lönd koma að því.</p> <p>&nbsp;Ég tel að með þessum aðgerðum sé verið að stíga skref í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að treysta undirstöður byggðar í landinu og að jafna skilyrði til atvinnu.</p> <p>&nbsp;Ég hef áður komið inn á það að ég tel að forsendur þess að færa verkefni eða störf út á land sé að raunverulegur jarðvegur sé fyrir þau þar. Það er verðugt verkefni ekki aðeins að fjölga verkefnum úti á landi, heldur að auka jafnframt fjölbreytileika starfa þar. Hvað sjávarútvegsráðuneytið varðar er einn þáttur í stefnu þess að beita sér fyrir því störf á þess vegum séu unnin í byggðum landsins ef efni og aðstæður leyfa og er ljóst að mörg sóknarfæri eru á Eyjafjarðarsvæðinu. Ég var á ferð hér á Dalvík ekki alls fyrir löngu og sá þann dugnað og áræðni sem býr í fólkinu hér. Dalvíkurbær býr ekki aðeins að öflugri starfsemi eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, Samherja, heldur eru hér líka smærri aðilar sem búa yfir mikilli sérþekkingu og framleiða gæðavöru inn á sérhæfða markaði. Fiskidagurinn mikli undirstrikar þann mikla kraft og áræðni sem býr í Dalvíkingum og sýnir svo ekki verður um villst hversu miklu má koma til leiðar þegar allir leggjast á eitt.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Dalvíkingar og landsmenn allir til hamingju með daginn.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-06-21 00:00:0021. júní 2005Ráðstefna á vegum Vestnorræna ráðsins

<p align="center"><strong><span>Fiskeriminister Árni M. Mathiesens tale</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Vestnordisk Råds Temakonference, 15.-16. juni,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Fiskeripolitisk Samarbejde í Vestnorden.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p align="center"><strong><span>"Fiskeripolitiske problemstillinger í Vestnorden</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>í forhold til den Europæiske Union"</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p>Kære tilhørere!</p> <p>&nbsp;</p> <p><span>I århundreder har de vestnordiske staters livsgrundlag stået og faldet med det, som havet gav. Alt vedrørende havet ligger derfor vore nationer meget stærkt på sinde og grundlaget for vores politik med hensyn til havet må nødvendigvis være at vedligeholde havets sundhed og sikre en bæredygtig udnyttelse således at havet fortsat kan være en frodig kilde til sunde og værdifulde produkter, der underbygger nationernes velstand. Der må lægges vægt på betydningen af videnskabelig forskning og viden som grundlaget for en ansvarlig styring og foranstaltninger med hensyn til havet.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Island har længe deltaget aktivt i behandlingen af spørgsmål omkring havet i udlandet, og vi mindes med nogen stolthed, at Island stod i spidsen for de stater, som havde med forberedelsen og udformningen af FN&#39;s havretskonvention at gøre. De islandske myndigheder har kæmpet for beskyttelse mod forurening af havet på den internationale arena, og man har allerede opnået temmelig gode resultater på dette område. Vi kan endnu glæde os over, at havområdet omkring landet er meget lidt forurenet, og dette sikrer mere end noget andet, hvor sunde de islandske fiskeprodukter er. Vi vil påtage os store anstrengelser for at opretholde den status, men vi gør os udmærket klart, at der har vi selv mindst at skulle have sagt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Man kan sige, at Islands politik i fiskerispørgsmål hviler på tre grundpiller. Den første grundpille er Havretskonventionen, den anden grundpille er den bærende udviklings ideologi. Den tredje grundpille er så det synspunkt, at forvaltning og beslutningstagning vedrørende beskyttelse af havets økosystem og udnyttelse af levende ressourcer er noget, som de stater må tage sig af, der har de største interesser at varetage og som beslutningerne berører direkte. Med hensyn til alle disse faktorer gør vi os bedst selv klart, at der står vi ikke alene, men må opnå aftaler og samarbejde med en lang række andre nationer, og da ikke mindst med vore venner og frænder i Vestnorden.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fiskeri i internationale havområder overalt i verden kan aldrig blive ansvarligt medmindre de nationer, der udnytter havområderne, bliver enige om forvaltningen. Jeg går derfor ind for at de vestnordiske nationer styrker deres indbyrdes samarbejde og står sammen over for EU. For at dette skal være muligt skal tre forudsætninger være opfyldt. For det første, at der opnås aftaler om udnyttelse af de forskellige fiskebestande inden for NAFO og NEAFC. For det andet skal der være enighed mellem de vestnordiske nationer om fordelingen og forvaltningen af bestandene i områderne. For det tredje, og ikke mindst, der må være en vilje til samarbejde. Det er værd at spørge, findes den vilje?</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Først vil jeg komme ind på det tredje punkt og forsøge at besvare spørgsmålet, som jeg stillede. Samarbejdet mellem færinge og islændinge har en lang historie. Færingene har tilladelse til at fange rundfisk i den islandske fiskerizone og får en del af vores loddekvota. Desuden er der aftaler om, at der er åbent mellem staternes zoner for fiskeri af sild og kålmule. Dette kommer begge parter til gode, idet begge stater er nøgleparter i aftaler om bestandene. Fangsttilladelserne bevirker, at begge landes fiskeri øges, hvilket dernæst styrker forhandlingssituationen over for andre. Fiskeriet bliver også mere rentabelt for begge parter.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Islændinge har også et samarbejde med grønlænderne, og der henviser jeg til trepartsaftalen om loddefiskeri mellem Island, Grønland og Færøerne. Implementeringen af den har været vellykket og kunne i mange henseender være forbillede vedrørende andre aftaler. Endvidere er der gældende en tosidig aftale med Grønland om gensidige fangsttilladelser af rødfisk.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Det er vigtigt, at de tre vestnordiske nationer udviser solidaritet inden for NEAFC og NAFO, når der indgås aftaler om ovennævnte bestande. Ikke mindst i lyset af, at vi er de eneste kyststater, som det er tilfældet med rødfisken. Solidariteten skaber en vinderstatus eller i hvert fald næsten. Næsten alle stater inden for NAFO og NEAFC må stå sammen imod os før vi giver op.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Det tredje og sidste punkt, der har væsentlig indvirkning på, hvorvidt vi kan udvise solidaritet over for EU, er spørgsmålet om status med hensyn til Grønlands aftale med unionen. D.v.s. den aftale, der angår EU-staternes tilladelse til at fiske inden for grønlandsk territorium. Aftalen er, såvel som også flere af EU&#39;s aftaler, blevet udsat for stadigt kraftigere kritik, fordi den udelukkende vedrører ganske få landes interesser inden for EU. Derfor er det overordentlig sandsynligt, at den udløber, men det er dog vanskeligt at sige hvornår det sker. Dette vækker spørgsmålet om, hvorvidt islændinge og færinge kan komme ind i billedet, selvom det skete på en anden basis.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Kære tilhørere!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Vi i de vestnordiske nationer har ansvaret for udnyttelsen af enormt vidtstrakte og rige havområder. Vore muligheder, og samtidige ansvar er derfor stort. I de seneste år er der sket en enorm ændring med hensyn til internationalisering på alle områder. Fiskeriet er ikke gået ram forbi i den udvikling. Internationaliseringen indeholder både muligheder og trusler for fiskeriet. Én side af den sag er, at det aldrig har været vigtigere end nu, at verdens stater bliver enige om udnyttelsen af fælles fangststeder og taler samme sprog, når der tale om begreber inden for fiskeriforvaltning, således at udnyttelsen kan være baseret på anerkendte videnskabelige metoder.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Et andet problem, der kan følge med internationaliseringen, er, at det kan være vanskeligere at forhindre piratfiskeri, som løbende sker i ly af bekvemmelighedsflag. I sådanne tilfælde er det fuldstændig umuligt at have oversigt over den fangst, der kommer fra fangststederne.<span>&nbsp;</span> I begge disse tilfælde er det livsnødvendigt at opnå en samlet front inden for NAFO og NEAFC. Vores ubrudte solidaritet i Vestnorden kunne være et motiv for andre stater i denne retning.</span> Det må vi arbejde på.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Tak for opmærksomheden</p> <br /> <br />

2005-06-05 00:00:0005. júní 2005Sjómannadagurinn 5. júní 2005

<p><strong>Ávarp á sjómannadaginn 5. júní 2005, Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra</strong></p> <p>Ágætu sjómenn og fjölskyldur, aðrir tilheyrendur nær og fjær.</p> <p>Undanfarin ár hefur oft á tíðum gustað um sjávarútveginn þar sem tekist hefur verið á um fyrirkomulag fiskveiða hér við land. Ólík sjónarmið hafa verið upp milli útgerðarflokka, milli hópa innan greinarinnar og þjóðarinnar. Mikil og ör þróun hefur hins vegar átt sér stað í þá veru að ólík sjónarmið um sjávarútvegsmálin hafa verið að mætast. Undanfarin áratug hafa átök um kjarasamninga sett mark sitt á sjávarútveginn en nú í fyrsta skipti í 10 ár hafa kjarasamningar náðst á milli sjómanna og útvegsmanna án afskipta ríkisins. Ekki þarft að fjölyrða um það hversu mikils virði það er fyrir greinina og þjóðina alla að þessir hópar geti nú starfað í sátt og vil ég nota þetta tækifæri og óska sjómönnum og útvegsmönnum til hamingju með niðurstöðuna. Annað atriði sem hefur breytt miklu er að nú er fyrirkomulag fiskveiða orðið heildstætt þar sem allir innan greinarinnar starfa í megin atriðum eftir sömu leikreglum. Í þriðja lagi hefur verið tekið upp veiðigjald og mun útgerðin framvegis borga þjóðinni endurgjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.</p> <p>Rekstrarumhverfi greinarinnar hefur verið að breytast undanfarin misseri sem að stórum hluta má skýra með styrkri stöðu krónunnar. Hátt gengi hennar orsakar minni tekjur í krónum talið fyrir útfluttar vörur og veldur ekki aðeins erfiðleikum í sjávarútvegi heldur hjá útflutningsatvinnugreinunum í heild sinni. Þá hefur sjávarútvegurinn fengið harða og að mörgu leyti óvægna samkeppni frá Kína. Það er síður en svo létt verk fyrir fiskvinnslu á Íslandi að keppa við framleiðendur sem nýta sér vinnuafl þar sem borgaðar eru um eða innan við fjörutíu krónur á klukkustundina.</p> <p>Um þessar mundir á sér stað víða um heim mikil umræða um fyrirkomulag fiskveiða. Ég og samstarfsfólk mitt í sjávarútvegsráðuneytinu höfum orðið áþreifanlega vör við þetta þar sem ýmsir sýna fyrirkomulagi fiskveiða hér við land mikinn áhuga. Í flestum tilfellum, reyndar langflestum tilfellum, er áhuginn til kominn vegna þess að okkur hefur tekist betur til en flestum öðrum í þessum efnum. Og það er vissulega rétt að okkur hefur tekist vel til um flest enda hefur aldrei verið veitt eins mikið magn og á árunum um og eftir nýliðin aldamót. Hins vegar hefur ekki allt gengið jafn vel. Okkur hefur ekki tekist að stækka þorskstofninn eins og við stefndum að. Hann var 854 þúsund tonn á síðasta ári en var 803 þúsund tonn árið 1983 þegar við tókum upp kvótakerfið. Miðað við aðra er það ásættanlegur árangur því víðast hvar annarstaðar hefur þróunin verið neikvæðari.</p> <p>Áratug fyrr eða 1973 <span></span> var þorskstofninn 839 þúsund tonn en í framhaldi af því gaf Hafrannsóknastofnunin út "svörtu skýrsluna" svo kölluðu sem varð upphafið af því að fórum að leitast við að stjórna veiðunum. Þá má segja að við séum nú rúmum 30 árum síðar ennþá í sama farinu.</p> <p>Tíu árum þar á undan eða 1963 var þorskstofninn um 1,3 milljónir tonna og 1955 um 2,3 milljónir tonna. Það var því á þessu tímabili sem skaðinn varð mestur og við höfum því miður ekki náð okkur á strik síðan.</p> <p>Þó að við höfum vissulega náð árangri í mörgu tilliti með stjórn fiskveiða þá hefur aldrei tekist að beita&nbsp;henni þannig að sett markmið um samdrátt í þorskveiðum hafi náðst og munar þá stundum talsvert miklu.</p> <p>Nú kynni einhver að spyrja, hvað er maðurinn að fara? Á áttunda og níunda áratugnum veiddum við langtum meira en á þeim tíunda og á þeim árum sem nú er liðinn af fyrsta áratug 21. aldarinnar. Ástæðan er sú að á þessu tímabili á áttunda og framan af níunda áratugnum til ársins 1984 var nýliðunin miklu betri en hún hefur verið undanfarið, en á árunum 1985-1996 var hún mjög léleg. Með hugtakinu nýliðun er átt við fjölda þeirra fiska sem klekjast&nbsp;út&nbsp;tiltekið ár sem skilar sér sem 3 ára nýliðar inn í veiðistofninn, en á þeim aldri hefur lang stærsti hluti náttúrulegra affalla átt sér stað.&nbsp;Íframhaldi af þessu af þessu slaka&nbsp;tímabili&nbsp;fengum síðan fjögur þokkaleg ár frá 1997-2000 hvað nýliðun varðar og það er undirstaða tiltölulega góðrar veiði nú um stundir en því miður benda niðurstöður togararallsins í ár eindregið til þess að árgangar 2001- 2004 séu mun lélegri. Staðan er þó ekki sú að stofninn sé að hrynja. Líklegra er að næstu árin verðum við í svipuðu fari og þau ár sem liðin eru af þessari öld.</p> <p>Að þessu sögðu má ljóst vera að í 30 ár hefur veiðin og stofnstærðin algerlega ráðist af nýliðun einstakra ára. Og við höfum fengið tímabil þar sem hún hefur verið léleg 10 ár í röð. Stóra spurningin er því hvaða líffræðilegir þættir ráða nýliðuninni og hvað getum við gert til þess að bæta hana? Hvernig stendur á því að nýliðun í ýsu er orðin meiri en nýliðun í þorski? Hvernig stendur á því að hrygningarstofn ýsu slagar í stærð hrygningarstofns þorsksins? Er það stærð hrygningarstofnsins sem skiptir máli eða skiptir samsetning hrygningarstofnsins enn meira máli? Skipta auknar veiðar loðnu á þessu tímabili einhverju máli? Er kannski nóg til að snúa við taflinu að við á næstu árum náum þeim markmiðum sem við höfum sett okkur en ekki náð að framfylgja eða þurfum við að setja okkur ný markmið.</p> <p>Við þessum spurningum þurfum við að fá svör og í framhaldi af því að átta okkur á því hvað við getum gert til þess að bæta nýliðunina. Þetta þurfum við að ræða opinskátt og af yfirvegun. Við getum hins vegar sagt að niðurstaða þess að hafa alltaf veitt meira en til stóð, auk reynslunnar frá 6. og 7. áratuginum þegar veiðin var hömlulaus, að "veiða meira" kenningin er ólíkleg til að leysa vandann.</p> <p><span>Í haust mun sjávarútvegsráðuneytið og Hafrannsóknastofnunin boða til opinnar ráðstefnu um efni það sem ég hef reifað hér á undan. Ráðstefnan verður haldin í tengslum við fyrsta fund ráðgjafanefndar Hafrannsóknastofnunarinnar sem skipuð var fyrr á árinu. Nefndinni er ætlað það hlutverk að vera stjórn stofnunarinnar og forstjóra hennar til ráðuneytis um áherslur í starfseminni, jafnframt því að vera tengiliður hennar við sjávarútveginn og við innlenda og erlenda fagaðila.</span></p> <p><span>Góðir áheyrendur!</span></p> <p>Hafið gefur og hafið tekur og þrátt fyrir að verkefni líðandi stundar séu bæði mörg og spennandi þá megum við ekki gleyma sögunni og því fólki sem lagði grunninn að sjávarútvegi nútímans. Á þessu ári minnist heimsbyggðin þess að 60 ár eru liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Enginn stétt á Íslandi varð jafn áþreifanlega vör við stríðið og íslenska sjómannastéttin. Talið er að allt að 211 Íslendingar hafi látið lífið af völdum styrjaldarinnar, nær allt sjómenn. Framlag íslenskra sjómanna í síðari heimsstyrjöldinni var mjög mikilvægt þar sem fiskflutningarnir voru mikilvægir bæði fyrir bandamenn og íslensku þjóðina. Það er erfitt að setja sig í spor sjómanna og fjölskyldna þeirra sem lifðu þessa tíma, en okkur er þó öllum ljóst að mikið var lagt á fólkið þar sem hættan á árás vofði alltaf yfir. Hetjuskapur sumra var slíkur að þeir fundu sér nýtt skipspláss og héldu til hafs á ný eftir að hafa orðið skipreka. Íslenska þjóðin virðir framlag þessara manna og er þakklát fyrir það.</p> <p>Í Fossvogskirkjugarði er minnisvarði sem nefndur er Minningaröldur sjómannadagsins. Á þær eru skráð nöfn sjómanna sem hvíla í votri gröf. Til að minnast örlaga allra þeirra sem svo fór fyrir á árum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur ríkisstjórn Íslands ákveðið að tryggt verði að nöfn þeirra allra verði skráð á Minningaröldurnar.</p> <p>Nú í ár minnumst við jafnframt þess að 100 ár eru liðin frá því að fyrsti togarinn í eigu Íslendinga, Coot, kom til landsins. Segja má að tilkoma togarans hafi markað kaflaskil þar sem miklar breytingar á íslensku samfélagi fylgdu í kjölfarið. Atvinnuhættir breyttust og sjávarútvegur varð á örskotsstundu mikilvægasta atvinnugrein okkar og þéttbýlismyndun varð hröð.<span>&nbsp;</span> Sjávarútvegsráðuneytið hefur minnst þessara merku tímamóta í störfum sínum það sem af er árinu. Í lok mars var staðið fyrir fjölmennri ráðstefnu sem bar yfirskriftina "Framtíð sjávarútvegsins". Einnig stóðu sjávarútvegsráðuneytið og menntamálaráðuneytið á þessu misseri fyrir samkeppni meðal grunnskólabarna um gerð sjávarútvegsvefs. Markmiðið með samkeppninni var að auka innsýn skólabarna í þessa undirstöðu&shy;atvinnugrein okkar og veita þeim um leið tækifæri til að tjá eigin hug&shy;myndir um greinina. Jafnframt er verkefninu ætlað að vekja athygli skólastjórnenda, kennara og almennings á sjávarútvegi og víkka þá umræðu sem á sér stað um hana. Það er liðin tíð að ungmenni eigi þess kost að fara á sjó í sama mæli og áður var og kynnast sjómennsku af eigin raun og sífellt fleiri alast upp án þess að komast nokkru sinni í snertingu við fiskveiðar eða &ndash;vinnslu.</p> <p>Ímynd sjávarútvegsins er okkur Íslendingum afar mikilvæg. Þess vegna er nauðsynlegt að ungu<span>&nbsp;</span> kynslóðinni sé sinnt í þeim efnum og að hún fái jákvæða mynd af greininni, og tækifæri til að kynnast henni af eigin raun. Afrakstur keppninnar má sjá á heimasíðu ráðuneytanna í dag. Hér hafa nemendur samþætt námsgreinar, hvort heldur um er að ræða listgreinar, verklegar eða bóklegar greinar, og sjávarútveginn. Sjávarútvegsvefir þessara nemenda eru lifandi dæmi um þá frjóu og skapandi hugsun sem býr í unga fólkinu og sýna glögglega hvernig nýta má þann auð til að styrkja ímynd sjávarútvegsins og tengsl hans við umhverfi, samfélag og skóla.</p> <p>Góðir áheyrendur!</p> <p>Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands færi ég sjómönnum fyrr og síðar og fjölskyldum þeirra þakkir fyrir þeirra mikilvæga starf og árnaðaróskir á þessum hátíðardegi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-04-08 00:00:0008. apríl 2005Fiskiþing, 8. apríl 2005

<p></p> <p>Góðir fundarmenn!</p> <p>&nbsp;</p> <p>Við Íslendingar höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga ein af gjöfulustu fiskimiðum heims. Lengst af voru þau nýtt af erlendum flota sem sótti takmarkalaust í þessa miklu fiskveiðiauðlind. Þegar íslenskt þjóðfélag tók að breytast úr landbúnaðarþjóðfélagi yfir í þéttbýlissamfélag breyttust atvinnuhættirnir í grundvallaratriðum. Sjávarútvegur varð á skömmum tíma undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar í stað landbúnaðarins og hefur þjóðin byggt afkomu sína á honum allar götur síðan. Mikilvægi fiskveiða fyrir afkomu okkar alla síðustu öld skóp vitund um mikilvægi ábyrgrar nýtingar á auðlindum hafsins sem á sér vart hliðstæðu hjá öðrum þjóðum. Í gegnum alla okkar landhelgisbaráttu lögðum við verndun fiskistofnanna fram sem megin röksemd. Árið 1958 var stórt skref tekið þegar við færðum fiskveiðilögsöguna út í 12 sjómílur. Í kjölfarið fylgdi svo um tveggja áratuga barátta fyrir 200 mílna lögsögu. Í fyrstu var talið að það væri næg verndun í því fólgin að heimila einungis íslenskum fiskiskipum að veiða innan lögsögunnar en fljótlega varð ljóst að takmarka þyrfti veiðarnar með öðrum hætti þar sem íslenski flotinn varð sífellt afkastameiri. Vendipunkturinn varð svo þegar hin fræga svarta skýrsla Hafró kom út í október árið 1975 og var einmitt megin umræðuefni 34. Fiskiþings sama ár. Nafn sitt dróg skýrslan af kaflanum um ískyggilega stöðu þorskstofnsins.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Upp úr þessu gekk fiskveiðistjórnun eða takmörkun á veiðum í gegnum ákveðið þróunarskeið frá skrapdagakerfi, innleiðingu kvóta til heildstæðra laga um stjórn fiskveiða sem sett voru árið 1990 og skipulag fiskveiða hér við land byggir á í dag. Frá því að kerfið var tekið upp hefur mikil og ör þróun átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Ekki er neinum blöðum um það að fletta að greinin hefur tekið algerum stakkaskiptum. Fyrir upptöku kerfisins voru miklir erfiðleikar í sjávarútvegi og grundvallaðist rekstur margra sjávarútvegsfyrirtækja frekar á sókn í sjóði en sókn á fiskimiðin. Eftir að kerfið var tekið upp hefur mikil hagræðing og framleiðniaukning átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Á hinn bóginn hafa flest önnur ríki valið þá leið að reka sjávarútveginn á ríkisstyrkjum sem augljóslega dregur úr vilja til hagræðingar og eykur þrýsting á að fiskveiðiráðgjöf verði hunsuð.</p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>Skipulag fiskveiða við Ísland byggir á ábyrgum fiskveiðum í krafti viðskiptalegra forsendna sem fært hefur sjávarútvegsfyrirtækjum forskot á keppinauta í öðrum löndum. Ríkisstyrktur, niðurnjörfaður sjávarútvegur með boðum og bönnum eins og svo víða er staðreynd gerir útgerðina óhagkvæma og lítt samkeppnishæfa. Eigendur sjávarútvegsfyrirtækja berjast víða um heim fyrir því að bönd, sem ekki eru fyrir hendi hér á landi, verði leyst af rekstri fyrirtækjanna til að auka samkeppnishæfni þeirra. Á þeim árum sem ég hef verið sjávarútvegsráðherra hef ég merkt greinilega hugarfarsbreytingu í sömu átt hjá starfsbræðrum mínum. Víða í heiminum stendur nú yfir endurskoðun á skipulagi fiskveiða og í þeirri hagsmunagæslu sem sjávarútvegsráðuneytið sinnir gagnvart öðrum þjóðum verðum við þess greinilega áskynja að horft er til Íslands sem fyrirmynd. Þetta þýðir að það viðskiptalega forskot<span>&nbsp;</span> sem við höfum búið við vegna sveigjanlegs og samkeppnihæfs skipulags fiskveiða minnkar óðfluga. Í því felst ákveðin ógn sem felur í sér að við verðum að hugsa alvarlega um það hvernig við ætlum að beita okkur með nýjum hætti til að halda forskotinu.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Fiskiþing er tilvalinn vettvangur til þess að velta slíkum hlutum fyrir sér og því er ég ánægður með yfirskrift þingsins; <strong><span>Upplýsingar í markaðssetningu</span></strong> <em><span>&ldquo;Hvernig á að láta neytendur vita?&rdquo;.<span>&nbsp;</span></span></em> <em><span>Eitt að því sem er sífellt að verða mikilvægara í markaðssetningu sjávarafurða er öflug upplýsingagjöf. Undanfarin ár hefur ráðuneytið lagt ríka áherslu á að efla upplýsingamiðlun auk þess sem sérstök áhersla hefur verið lögð á aðgerðir til að auka virði sjávarafurða.</span></em></p> <p>&nbsp;</p> <p>Ábyrgar fiskveiðar eru grunnforsenda skipulags fiskveiða hér við land og því er ánægjulegt að kaupendur sjávarafurða skuli horfa í sífellt auknum mæli til slíkra þátta þegar innkaup á fiski eru ákveðinn. Ástæðan liggur í því að neytendur verða sífellt upplýstari og þar með meira vakandi fyrir umhverfi sínu. Þá sjá ýmsir sér hag í því að hvetja neytendur til þess að huga að ástandi einstakra stofna áður en keypt er í soðið.<span>&nbsp;</span> <em><span>Það eru því ákveðin markaðstækifæri fólgin í því að hér sé</span></em> skipulag fiskveiða sem tryggir betur en stjórnkerfi annarra þjóða að afli sé í samræmi við útgefna hámarksveiði. Hér er því um vissa yfirburði að ræða og þar með sóknarfæri sem nýta ber í markaðsstarfinu.</p> <p><em><span><span>&nbsp;</span></span></em></p> <p><em><span>Umhverfismerkingar fiskafurða<span>&nbsp;</span> geta verið undirstöðuatriði í öflugri upplýsingagjöf.</span></em> Nær áratugs vinnu fulltrúa sjávarútvegsráðuneytisins að umhverfismerkingum lauk nú í byrjun mars þegar fundur fiskimálanefndar Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna,<span>&nbsp;</span> FAO, samþykkti leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar sjávarafurða<span>.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span> <span>Norrænu ríkin unnu náið saman að þessu málum frá upphafi, en undanfarin fimm ár hefur Ísland verið megin drifkrafturinn<span>&nbsp;</span> í starfinu. Við höfum bæði stýrt starfinu á norrænum vettvangi og haft forgöngu um að vinna því<span>&nbsp;</span> brautargengi innan<span>&nbsp;</span> FAO. Reglurnar setja umhverfismerkingum sjávarafurða ramma þar sem meðal annars er kveðið á um efnisleg viðmið og lágmarkskröfur, stofnanalegt skipulag og framkvæmd slíkra merkinga.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Mikilvægi þessa áfanga fyrir framleiðendur sjávarafurða er ótvírætt. Umhverfismerki sjávarafurða eru þegar í boði og má í því sambandi nefna Marine Stewardship Council. Þeir sem bjóða umhverfismerki hafa til þessa geta ákveðið einhliða hvað felst í merkjunum og haft sjálfdæmi um skipulag merkinga og framkvæmd. Þannig hefur framkvæmd og eftirlit verið á einni hendi og slíkt fyrirkomulag gengur ekki upp. Með samþykkt FAO<span>&nbsp;</span> var tekið á þessum þáttum og merkingunum settar efnislegar reglur. Þrátt fyrir að reglur þessar séu í grunninn leiðbeinandi setja þær í raun staðal því ólíklegt er að kaupendur merkja fallist á að láta seljendum þeirra eftir sjálfdæmi um<span>&nbsp;</span> skipulag og framkvæmd þegar FAO-reglurnar kveða á um óháða faggildingu og vottun þriðja aðila.</span></p> <p><span>Til þess að neytendur sjávarafurða verði upplýstir um hvort fiskistofnar séu nýttir með sjálfbærum hætti, þarf að<span>&nbsp;</span> tryggja að umhverfismerkin séu trúverðug og&nbsp; byggi á sama grunni. Seljendum sjávarafurða þarf einnig að tryggja öryggi í samskiptum við þá sem bjóða merki. Hið sama gildir um seljendur merkja. Reglurnar eru þeim leiðsögn um inntak, stofnanalegt skipulag og framkvæmd frá öllum aðildarríkjum FAO.</span></p> <p><span>Og hvað gerist nú? Ég tel að komið sé að kaflaskilum og nú sé það ykkar sem starfið í sölu og markaðssetningu sjávarafurða að nýta þessa vinnu til sóknar á mörkuðum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þó boltinn sé nú hjá ykkur hvað umhverfismerkingar varðar er ráðuneytið engan veginn hætt að sinna verkefnum þessu tengdum. Nú er unnið að uppbyggingu öflugrar gagnaveitu um málefni hafsins þar sem upplýsingar um sjálfbæra nýtingu, hollustu og heilnæmi sjávarafurða eru settar í öndvegi. Veitan mun auðvelda alla fræðslu til þeirra sem láta sig þessi mál varða. Ef vel tekst getur upplýsingaveitan orðið ómetanlegt tæki í markaðssókn. Einnig þegar við þurfum að spyrna við fótum gegn þeim sjónarmiðum að allt sé að fara á versta veg er snertir ástand og nýtingu heimshafanna og vinna gegn þeirri bábilju að vernd og nýting fari ekki saman.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessu tengist annað verkefni sem unnið hefur verið að í ráðuneytinu og kallast "Öryggi útflutningstekna".</span> <span>Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins gerði árið&nbsp;2003 sérstakt átak í að&nbsp;mæla innihald óæskilegra efna í sjávarafurðum, bæði í mat, lýsi og mjöli. Upplýsingarnar munu nýtast þeim&nbsp; sem selja sjávarafurðir&nbsp;og til að meta það hvernig afurðir standast&nbsp; þau&nbsp; mörk sem þegar eru í gildi á Íslandi, hjá ESB og öðrum viðskiptaþjóðum Íslendinga.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Megin niðurstöður mælinganna sýna að mengunarefni í íslensku sjávarfangi eru nær undantekningalaust langt undir þeim mörkum sem sett hafa verið. Það eru dýrmætar upplýsingar sem við eigum að geta nýtt okkur í markaðssetningu.</span> <span>Niðurstöðurnar má nálgast á netinu bæði hjá Rf og á heimasíðu ráðuneytisins. Áfram verður haldið á þessari braut og munu frekari</span> mælingar á heilnæmi sjávarfangs að stórum hluta fara fram í nýrri aðstöðu Rf í Borgum, rannsóknahúsi Háskólans á Akureyri sem nýverið tók til starfa.</p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Góðir fundarmenn!</span></p> <p><span>Frumkvæði og þekking á nýjum vinnsluháttum og nýjum mörkuðum er nauðsynleg ef við ætlum okkur áfram að vera í hópi þeirra sem fá hæstu verð fyrir sjávarafurðir. Tilgangur AVS verkefnisins er að ýta undir aukið virði sjávarfangs. Sjávarfang það sem að landi berst í dag er fyrst og fremst nýtt í matvæli og dýrafóður. Allra síðustu ár hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki gert mikið átak í því hækka hlutfall sjávarafurða sem fer<span>&nbsp;</span> í matvæli í stað dýrafóðurs. Þetta er mikilvægur árangur og skiptir verulegu máli fyrir tekjur greinarinnar og þjóðarinnar allrar. En við getum gert enn betur. Möguleikar á nýtingu sjávarafurða ná miklu lengra en til hefðbundinna matvæla. Í skýrslu nefndar um aukið virði sjávarfangs kom fram mikilvægi þess að íslenskur sjávarútvegur næði að færa sig ofar í virðiskeðjunni svokölluðu. Eftir því sem okkur tekst að þróa vöruna inn á sérhæfðari markaði eins og heilsuvörumarkaðinn margfaldast það verð sem við fáum fyrir afurðina. Markmiðið er svo auðvitað að komast efst í virðiskeðjuna þar sem úrvinnsla á sjávarfangi nýtist til snyrtivöru- og lyfjaframleiðslu. Breyttar áherslur útibús Rf í Vestmannaeyjum taka mið af þessu. Aðstæður þar eru kjörnar í ljósi þess að þar eru miklar uppsjávarveiðar</span> og aðstæður til þess að nálgast nýjar tegundir mjög góðar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Næsta skref er að ná bættum tökum á framleiðslu á próteini úr sjávarfangi. Nú þegar eru nýjir möguleikar til próteinframleiðslu þar sem tilraunaverksmiðju hefur verið komið á fót á Akranesi. Þótt verksmiðjan sé ekki kominn á það stig að geta framleitt heilsuvörur þá er kominn grunnur að framleiðslu á próteinum sem nýta má í matvæli. Þetta er til dæmis hægt með því að vinna prótein úr flakaafskurði og nota aftur til íblöndunar í sjávarafurðir. Með slíkum aðferðum mætti bæta nýtingu um 10-20%. Síðan er aðeins spurning um tíma hvenær við komust á það stig að framleiða þurrkaðar vörur sem síðan nýtast í heilsufæði. Mikil vakning er nú í Bandaríkjunum um áhrif próteina í fiski<span>&nbsp;</span> þar sem talið er að þau hafi heilsubætandi áhrif ekki síður en<span>&nbsp;</span> omega 3 fitusýrur hafa. Til frekara marks um möguleika þessa þá eru sextíu og fimm prósent af fæðubótamarkaðnum í Evrópu vörur unnar úr mjólkurpróteinum. Árangur mjólkurframleiðenda er niðurstaða áralangra rannsókna og markaðssetningar en sérfræðingar fullyrða að fiskprótein sé síst verra þannig að sóknarfærið er augljóst.</p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu fundarmenn!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eins og þið gerið ykkur ábyggilega öll ljóst eru ennþá miklir möguleikar fyrir hendi í sjávarútveginum en þeir liggja allir í því að ná tökum á viðfangsefninu og gera betur í dag en í gær. Hvort sem varðar nýtingu fiskimiðanna eða vinnslu aflans. Undafarna tæpa tvo áratugina höfum við tryggt okkur forskot með hagrænum yfirburðum skipulags fiskveiða hér við land. Nú er hins vegar ljóst að aðrir eru í þann veginn að feta sömu braut. Því er komið að okkur að finna leiðir til að tryggja áframhaldandi forskot. Það munum við gera með betri og nánari samskiptum við neytendur, m.a. með því að upplýsa alla hlutaaðeigandi um ábyrgar fiskveiðar okkar, heilnæmi og hollustu sjávarfangs og vera sívakandi fyrir möguleikum nýrra úrvinnsluaðferða og vöruflokka. Við í sjávarútvegsráðuneytinu liggjum ekki á liði okkar til að skapa þessu starfi ykkar traustar forsendur. Þrátt fyrir það gildir enn hið fornkveðna; veldur hver á heldur og við sem í ráðuneytinu störfum megum okkar lítils ef ekki er öflug starfsemi og sífelld sókn í atvinnugreininni sjálfri.<span>&nbsp;</span></span></p> <p>&nbsp;</p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <br /> <br />

2005-04-05 00:00:0005. apríl 2005Rf fundur í Vestmanneyjum 5. apríl 2005

<p><strong><span></span></strong></p> <p>Ágætu fundarmenn!</p> <p>&nbsp;</p> <p>Síðastliðin tvö ár hafa verið tími breytinga hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins sem hafa haft í för með sér nýjar áherslur á starfsemi útibúa stofnunarinnar víðs vegar á landsbyggðinni. Markvisst hefur verið dregið úr svo kölluðum þjónusturannsóknum sem stundaðar hafa verið um langt skeið. Ekki er hægt að segja að þessi áherslubreyting á starfseminni hafi verið óvænt í ljósi þess að einkaaðilar geta ráða við sífellt fleiri verkefni og það hefur aldrei verið markmið Rf að stunda rannsóknir í samkeppni við þá. Rf hefur í störfum sínum tekið tillit til þessarar þróunar og lagt mikið upp úr því að rekstrarlegur aðskilnaður sé á milli þjónusturannsókna og annarra rannsókna. Þjónusturannsóknir Rf hafa tekið mið af því að þær séu gerðar í sem mestum og bestum tengslum við þau sjávarpláss þar sem mest útgerð er stunduð. Margt bendir til þess að þau einkafyrirtæki sem nú hafa tekið þessar rannsóknir yfir fylgi sömu stefnu og byggi jafnframt á þeirri þekkingu sem þegar er til staðar hjá heimamönnum. Þetta höfum við séð hér í Vestmannaeyjum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Samfara breyttum forsendum þjónusturannsókna Rf hefur verið mótuð sú stefna að efla rannsóknir útibúanna úti á landi og horfa til þeirra sérstöðu sem einstakir staðir hafa upp á að bjóða. Mikið er lagt upp úr góðri samvinnu við heimamenn því að það er auðvitað allra hagur að vel takist til. Ég hef lagt ríka áherslu á að stofnanir eins og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins eru ekki til fyrir sjálfa sig eða starfsfólk þess <span>heldur fyrir fyrirtækin sem starfa í greininni</span>. <span>Það er því greinin</span> sem á <span>í samstarfi við Rf.</span> að leggja línurnar í verkefnavali stofnunarinnar. Um leið hvílir sú ábyrgð á fyrirtækjunum að nýta sér þá samstarfsmöguleika sem stofnanir eins og Rf hafa upp á að bjóða. Íslensk fyrirtæki sem starfa í tengslum við sjávarútveg hafa yfirleitt ekki bolmagn til þess að stunda eigin rannsóknir en geta aukið mikið við þekkingu sína og greinarinnar allrar með samvinnu við Rf. Það er því nauðsynlegt að nýta starfsemi Rf til frekari sóknar í í sjávarútvegi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Sjávarútvegsráðuneytið hefur í samstarfi við Rf þegar haldið tvo samskonar fundi og við höldum nú hér í Vestmannaeyjum þar sem nýjar áherslu útibúa hafa verið kynntar. Annar fundurinn var á Akureyri og hinn á Ísafirði. Sérstaða Eyjafjarðarsvæðisins liggur ekki aðeins í því að þar eru rekin tvö af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, heldur er sterk hefð fyrir öflugri matvælaframleiðslu á svæðinu og nokkur af stærstu matvælafyrirtækjum landsins starfandi þar. Á Ísafirði, eða öllu heldur norðanverðum Vestfjörðum, þykir þorskeldi sérstaklega hentugt og hafa heimamenn sýnt mikið frumkvæði á því sviði.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hér í Vestmannaeyjum hefur Sigurður E. Vilhelmsson verið ráðinn sérfræðingur og verkefnisstjóri á sviði líftækni. Hann mun starfa við deild innan Rf sem ber heitið vinnsla og þróun. Sigurður er að leggja lokahönd á doktorsverkefni sitt og mun útskrifast frá læknadeild Háskóla Íslands. Hér í Eyjum verður lögð sérstök áhersla á að rannsaka áhrif efna úr sjávarfangi á starfsemi líkamans eins og til dæmis hjarta og kransæðasjúkdóma. Þá er verið að skoða hvernig nýta má nýjar tegundir og sjávarfang sem nú er nýtt, að takmörkuðu leyti, til þróunar á heilsufæði. Kjör aðstæður eru til slíkra rannsókna í Vestmannaeyjum þar sem hér eru miklar uppsjávarveiðar og aðstæður til þess að nálgast nýjar tegundir mjög góðar. Verkefni sem hér verða unnin tengjast því vel þeirri áherslu sem Rf hefur verið að leggja að undanförnu á nýtingu próteina úr uppsjávarafla og í því að auka verðmæti sjávarfangs með því að nýta prótein úr sjávarfangi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Áður en þessi áherslubreyting á starfsemi Rf kom til hafði stofnunin tvö stöðugildi hér í Eyjum og var annað þeirra eyrnamerkt Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Eftir breytingarnar réði Heilbrigðiseftirlitið til sín starfsmanninn sem sinnti þeirra verkefnum hjá Rf. Jafnframt hefur verið stofnað fyrirtæki utanum þjónusturannsóknirnar hér á staðnum. Ráðning Sigurðar kemur því í raun sem viðbót við þau verkefni sem voru hér í Eyjum. Kosturinn við nýju stöðuna er sá að nú verða sóknarfæri útibúsins fleiri enda stefnum við að því að efla starfsemina hér. Árangur í þá veru veltur ekki síst á góðu samstarfi við fyrirtækin í Vestmannaeyjum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Þá mun rannsóknastarf Rf í Eyjum hafa alla burði til þess að vera öflugur bakhjarl í átaki sjávarútvegsráðuneytisins í að auka virði sjávarfangs eða í AVS verkefninu svokallaða. Í tengslum við verkefnið hefur AVS sjóðurinn styrkt fjölda verkefna og eru sum þeirra þegar komin vel á legg. Úthlutað var úr sjóðnum í fyrsta skipti árið 2003 samtals um 74 milljónum króna. Síðan hefur sjóðurinn verið að eflast jafnt og þétt. Á síðasta ári hafði hann 120 milljónir króna til ráðstöfunar og í ár eru 200 milljónir króna eyrnamerktar AVS sjóðnum. Verkefni sjóðsins eru flokkuð niður í fiskeldi, gæði, líftækni, markaðssetningu og vinnslu. Af þessu má sjá að möguleikar Vestmannaeyinga til þess að fá styrk til einstakra verkefna ættu að vera talsverðir.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ágætu fundarmenn!</p> <p>&nbsp;</p> <p>Í fundarherferð sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir í upphafi árs voru haldnir fundir um land allt þar sem framsögumenn voru þingmenn og ráðherrar flokksins. Sjálfur var ég á fjölmörgum slíkum fundum, meðal annars hér í Vestmannaeyjum. Víða voru atvinnumál fundarmönnum ofarlega í huga og töldu þeir nauðsynlegt að athuga hvort ekki væru mögulegt að ýta undir fjölgun og meiri fjölbreytni starfa á landsbyggðinni, meðal annars með því að fá fleiri opinber störf út á land. Var fólk þá ekki síst að horfa til rekstur stofnana eins og Fiskistofu þar sem stærsti hluti starfseminnar fer fram utan höfuðborgarsvæðisins. Eins og staðan er í dag er Fiskistofa einungis með aðstöðu<span>&nbsp;</span> á tveimur stöðum utan Reykjavíkur, þ.e.a.s. á Akureyri og Ísafirði. Mér þótti því eðlilegt að skoða vel slíkar hugmyndir og í raun eðlilegt að starfsemi Fiskistofu tengdist landsbyggðinni með sterkari hætti.</p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>Í kjölfarið ákvað ég að óska eftir því við Fiskistofu að útfærðar yrðu tillögur um það hvernig færa mætti veiðieftirlit með markvissum hætti út á land. Þær liggja nú fyrir og koma til framkvæmda á næstu fjórum árum. Það er því ánægjulegt að geta tilkynnt það hér á þessum fundi, um leið og skýrt er frá breyttum áherslum á starfsemi Rf í Vestmannaeyjum, að<span>&nbsp;</span> á næsta ári verður nýtt<span>&nbsp;</span> útibú Fiskistofu opnað hér á staðnum og munu 5 starfsmenn vinna við það. Hér er að mestu leyti um nýja starfsemi að ræða en útibúið mun sjá um alla bakreikninga afurða og færa þá til afla fyrir Fiskistofu. Reynslan sýnir að þetta er flókið og erfitt verkefni og því nauðsynlegt að koma upp sérhæfingu á þessu sviði með því að stofna sérstaka bakreikningadeild á veiðieftirlitssviði sem jafnframt er ætlað að sinna öðru bókhaldseftirliti. Stofnun þessarar deildar er meðal annars nauðsynleg vegna nýrra og nútímalegra áherslna sem koma munu fram í nýrri vigtarreglugerð á næstu mánuðum. Í ljósi nútíma samskiptatækni er lag að hafa deildina hér í Vestmannaeyjum. Fjórir starfsmenn munu sinna þessum hluta í starfsemi útibúsins en jafnframt yrði ráðinn veiðieftirlitsmaður sem myndi annast eftirlit á sjó og landi hér í Eyjum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Á næsta ári verður einnig opnað nýtt útibú á Höfn í Hornafirði sem myndi þjónusta landssvæðinu frá Höfn að Vopnafirði. Í fyrstu yrðu ráðnir tveir eftirlitsmenn og yfirmaður útibús. Á árinu 2007 yrðu svo ráðnir tveir eftirlitsmenn til viðbótar á Höfn og því yrði heildarstarfsmannafjöldi þar sá sami og í Vestmannaeyjum eða fimm manns. Sama ár verður nýtt útibú opnað í Stykkishólmi með þremur eftirlitsmönnum auk yfirmanns en þjónustusvæði útibúsins yrði Snæfellsnes og Vestfirðir.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Árið 2008 verða svo þrír eftirlitsmenn til viðbótar ráðnir í Stykkishólm. Heildarfjöldi starfsmanna þar verður því sjö manns þar af yrðu 1-2 staðsettir á Vestfjörðum. Einnig verður á árinu 2008 opnað nýtt útibú á Grindavík með þremur eftirlitsmönnum auk yfirmanns sem sæi um eftirlit á Suðurnesjum og austur fyrir fjall. Síðasta árið í þessu átaki, árið 2009, verða svo ráðnir þrír eftirlitsmenn til Grindavíkur til viðbótar og verða þeir því sjö samtals. Einnig verða árið 2009 ráðnir tveir starfsmenn til viðbótar við þá fimm sem þegar starfa á Akureyri en það útibú mun sinna eftirliti frá Vopnafirði til og með Hvammstanga. Eftirlitið frá og með Akranesi í Hafnarfjörð myndi loks falla undir Fiskistofu í Reykjavík en þar munu í allt starfa 8 manns þar af tveir eftirlitsmenn.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Það verða því stofnuð fjögur ný útibú; í Vestmannaeyjum, Höfn, Stykkishólmi og Grindavík auk þess sem eftirlitsmönnum verður fjölgað á Akureyri. Árið 2009 verða starfsmenn veiðieftirlitsins því 39 talsins en eru nú 35. Nýju stöðurnar fjórar verða allar í nýju bakreikningsdeildinni hér í Vestmannaeyjum eins og áður segir.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég tel að með þessum aðgerðum sé verið að stíga skref í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að treysta undirstöður byggðar í landinu og að jafna skilyrði til atvinnu. Þá er það líka í anda stefnuyfirlýsingarinnar að nýta kosti upplýsingatækninnar en það má ljóst vera að ef ekki væri fyrir hana þá yrði vart mögulegt að koma á fyrirhugaðri starfsemi Fiskistofu hér í Vestmannaeyjum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég hef áður komið inn á það að ég tel að forsendur þess að færa verkefni eða störf út á land sé að raunverulegur jarðvegur sé fyrir þau þar. Við vitum öll að eitt af vandamálum landsbyggðarinnar liggur í því hversu einhæf störf er þar að finna, þó mikil breyting hafi orðið þar á síðastliðin ár. Hvað sjávarútvegsráðuneytið varðar er einn þáttur í stefnu þess að beita sér fyrir því störf á þess vegum séu unnin í byggðum landsins ef efni og aðstæður leyfa. Eftirlit Fiskistofu fer fram þar sem sjávarútvegur er stundaður og því er eðlilegt að starfseminn sé staðsett þar.<span>&nbsp;</span> Að mínu mati eru traustar forsendur fyrir þeim breytingum sem hér hafa verið kynntar á meðan starfsemi Fiskistofu er með þeim hætti sem við þekkjum nú.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2005-03-04 00:00:0004. mars 2005Fiskurinn og framtíðin

<p>Ávarp Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á ráðstefnunni Fiskurinn og framtíðin, haldin á Nordica Hotel, 4. mars 2005.</p> <p><br /> Góðir gestir!</p> <p>Sá merkisatburður átti sér stað þann 6. mars 1905 að fyrsti togarinn í eigu Íslendinga sigldi inn í Hafnarfjarðahöfn. Í tilefni þess að nú eru liðin eitt hundrað ár frá þessum atburði ákvað sjávarútvegsráðuneytið að efna til þessarar ráðstefnu; Fiskurinn og framtíðin, ráðstefnustjóri verður Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við HÍ og mun hún taka við hér strax á eftir. Markmiðið með ráðstefnunni er að fjalla um stöðu sjávarútvegs á Íslandi og framtíð íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum. Eins og ég sagði á útrásarráðstefnu sjávarútvegráðuneytisins fyrir tæpu ári síðan þá hafa áherslur og verkefni ráðuneytisins verið að breytast mjög mikið. Lengi vel voru velflest verkefni tengd fiskveiðunum en nú nær starfsemin yfir alla þætti sjávarútvegs og hefur hagsmunagæsla gagnvart alþjóðasamfélaginu sífellt mikilvægara hlutverki að gegna. Við lítum því á það sem hlutverk okkar í ráðuneytinu að ýta undir umfjöllun um stöðu sjávarútvegsins í víðu samhengi og var útrásarráðstefnan liður í því rétt eins og þessi ráðstefna hér í dag.</p> <p>Undirstöður íslensks efnahagslífs verða sífellt fleiri og öflugri þar sem íslenskt viðskiptalíf blómstrar sem aldrei fyrr. Atvinnugreinum, sem ekki voru burðugar eða fyrirferðamiklar fyrir aðeins nokkrum árum síðan, hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu árin og haft það í för með sér að staða sjávarútvegsins í efnahagskerfi þjóðarinnar er gjörbreytt þrátt fyrir að hafa ekki dregist saman. Sjávarútvegurinn ber ekki lengur höfuð og herðar yfir aðrar atvinnugreinar með þeim hætti að þær þurfi að sífellt að laga sig að stöðu hans. Nú er svo komið að sjávarútvegurinn þarf í ríkari mæli að laga sig að öðrum þáttum atvinnulífsins.</p> <p>Umhverfi sjávarútvegsins hefur jafnframt breyst að mörgu öðru leyti. Sífellt er verið að gera meiri kröfur til greinarinnar, bæði af hendi hins opinberra aðila svo og ýmissa samtaka víða um heim. Í sumum tilfellum er um öfgasmtök að ræða sem ekki taka rökum. Þá breytast kröfur kaupenda og neytenda sífellt og verða meiri og flóknari. Greinin þarf að geta svarað þessu og brugðist við með réttum hætti. Ég tel að eins og staðan er nú að þá sé hún að mörgu leyti vel í stakk búin til þess. Þrátt fyrir að ég hafi dregið fram ógnanir sem sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir hér að framan þá hefur ýmislegt í umhverfi hans skapað ný tækifæri til sóknar og marka ákveðin tímamót. Átök innan greinarinnar og átök milli hennar og þjóðarinnar eru ekki þau sömu og áður. Vil ég nefna þrjú atriði sem ég tel að verði til þess að meiri sátt verði um sjávarútvegsmálin og greininni verði þar með gert kleift að einbeita sér betur að rekstri fyrirtækjanna.</p> <p>Í fyrsta lagi þá hafa fulltrúar sjómanna og útvegsmanna náð kjarasamningi sín í milli og er það í fyrsta skipti í um 10 ár þar sem öll aðildarfélög sjómanna og útvegsmanna eru með samninga sín á milli án þess að ríkisvaldið komi þar að. Þetta er mjög mikilvægt þar sem spenna á milli þessara aðila dregur úr krafti til annarra verka. Þá er fiskveiðistjórnunarkerfið orðið heildstætt þar sem sem nú er einungis byggt á aflamarki og dagakerfið verið lagt niður. Það er því búið að setja niður deilur milli aðila sem hafa starfað í ólíkum kerfum. Síðast en ekki síst þá hefur þjóðinni verið rétt fram sáttahönd þar sem búið er að taka upp auðlindagjald. Allt þetta á að stuðla að því að greinin fái að starfa í friði og takast á við þau fjölmörgu og mikilvægu verkefni sem sjávarútvegurinn stendur nú frammi fyrir.</p> <p>Ég minnist þessara tímamóta hér í tengslum við tímamótin sem urðu þegar Íslendingar hófu togaraútgerð fyrir 100 árum síðan þegar Heimastjórnin var tekin við völdum og bjartsýni og áræðni blés þann byr sem í seglin þurfti. Í öðru bindi Sögu sjávarútvegsins á Íslandi eftir Jón Þ. Þór sem ber heitið; Uppgangsár og barningsskeið segir; "Íslendingar fengu heimastjórn árið áður en fyrsti togarinn var keyptur og hvarvetna blöstu við á þessum árum nýjungar í atvinnu og fjármálum. Með togaraútgerðinni hófst í raun nýtt skeið í íslenskri atvinnu- og hagsögu" (tilvitnun lýkur). Með tilkomu togaranna var stofnaður fjöldi útgerðarfyrirtækja sem urðu mörg hver stærri og öflugri en áður hafði þekkst og minna um margt á breytingarnar á atvinnulífinu sem við höfum verið að sjá hér á landi undanfarin ár. Að sama skapi þá treysti þetta nýja útgerðarform undirstöður þjóðarbúsins, ekki síst vegna þess að skipin gátu stundað veiðar sínar allan ársins hring og launakjör þeirra sem störfuðu í tengslum við útgerð breyttust mjög til batnaðar.</p> <p>Góðir fundarmenn</p> <p>Hlutverk stjórnvalda er fyrst og fremst að skapa sjávarútveginum vettvang og umgjörð sem gerir greinina ekki bara samkeppnishæfan heldur ýtir undir að hún sé fremst í sinni röð í heiminum. Það er stjórnvalda að búa til jarðveginn fyrir öflugt atvinnulíf og opna dyr þar sem það er mögulegt. Hér á landi eru það ekki stjórnvöld sem vinna fiskinn, markaðssetja fiskinn, kaupa togara eða annað sem þarf til þess að sækja og vinna fisk. Enda er það skýr stefna stjórnavalda á Íslandi að falla ekki í þá gryfju sem stjórnvöld víða annarsstaðar hafa fallið í að greiða niður sjávarútveginn. Fátt ef nokkuð myndi vinna greininni meira tjón. Frumkvæðið og krafturinn verður alltaf að koma frá fyrirtækjunum sjálfum. Það er von mín að ráðstefnan Fiskurinn og framtíðin sé innlegg í að sjávarútvegur á Íslandi haldi áfram að vera í fararbroddi á heimsvísu.</p> <p>Ég segi ráðstefnuna; Fiskurinn og framtíðin setta.</p> <br /> <br />

2005-02-24 00:00:0024. febrúar 2005Ársfundur Samtaka sjávarútvegsins í Þýskalandi

<p align="center"><strong><span>Fréttatilkynning</span></strong></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í gær 23. febrúar ávarpaði Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra ársfund Samtaka sjávarútvegsins í Þýskalandi sem fram fór í Berlín. Í ræðu sinni fjallaði ráðherra um sögu viðskipta þjóðanna í gegnum tíðina, jafnframt því sem hann fór yfir þau viðskipti sem þjóðirnar eiga með sér um þessar mundir og þá sérstaklega á sviði sjávarútvegs þar sem í Þýskaland er mjög mikilvægur markaður. <span> </span></span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í ræðunni fór sjávarútvegsráðherra einnig yfir þær breytingar sem hafa verið að eiga sér stað á allra síðustu árum í umhverfi sjávarútvegsins, ekki síst með tilkomu<span> </span> Kínverja inn á evrópska fiskmarkaði. Þá eru kröfur þeirra sem sjá um innkaup á fiski og kröfur neytenda að taka stöðugum breytingum og verða sífellt flóknari. Fiskútflytjendur standa að auki frammi fyrir þeirri staðreynd að ýmis öfgasamtök halda uppi rakalausum áróðri gegn fiskveiðum og hefur það sýnt sig hafa áhrif á neytendur að einhverju marki. Þá gerði ráðherra og að umtalsefni hvernig nýjar reglur og lög hins opinbera geta í sviphendingu breytt umhverfi sjávarútvegsins og tók hann sem dæmi þegar Evrópusambandið setti nýjar reglur um innflutning á mjöli sem komu illa við íslenska hagsmuni. Ráðherra benti á helsta svarið sem Íslendingar hefðu til að bregðast við nýjum aðstæðum og nýjum kröfum og tryggja þannig eins og best verður á kosið öryggi útflutningstekna, væri að hafa alltaf til reiðu allar hugsanlegar upplýsingar um efnainnihald fisks héðan frá Íslandi.<span> </span> Þá væri einnig nauðsynlegt allra hluta vegna að hafa trúverðugt skipulag á fiskveiðunum en núorðið leggja stórfyrirtæki á borð við Mc Donalds, Carrefour, Unilever og Waitros mikið upp úr því.</span></p> <p> </p> <p><span><img class="big" title="berlin_23_feb_05" alt="Berlin 23 feb 05" src="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/nyjar_myndir/berlin_23_feb_05.bmp" border="0" /></span></p> <p>Á myndinni eru: Ólafur Davíðsson sendiherra, Haraldur Grétarsson Framkvæmdastjóri DFFU Deutsche Fischfang Union, Cuxhaven, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Dr. Matthias Keller Framkvæmdastjóri Bundesmarktverband der Fischwirtschaft e.V., Klaus Hartmann, Forstjóri Bundesmarktverband der Fischwirtschaft e.V.Framkvæmdastjóri Ocean Food GmbH & Co.KG, Bremerhaven, </p> <p> </p> <p align="center"><span>Sjávarútvegsráðuneytið</span></p> <p align="center"><span>24. febrúar 2005</span></p> <br /> <br />

2004-12-14 00:00:0014. desember 2004Samkeppnishæfni í sjávarútvegi

<p><strong>Ræða Árna M. Mathiesen á Hótel KEA 14. september 2004 um verkefnið "samkeppnishæfni í sjávarútvegi".</strong></p> <p>Ágætu fundarmenn!</p> <p>Alþjóðleg viðskipti eru ein af megin undirstöðum íslenska efnahagskerfisins. Við byggjum afkomu okkar að óvenju stórum hluta á innflutningi og útflutningi í samanburði við önnur lönd vestrænna lýðræðisríkja. Það er því mikilvægt að samkeppnishæfni Íslands sé sterk. Í niðurstöðu rannsóknar sem World Economic Forum (WEF) birti í október þá erum við í 10 sæti af 104 löndum sem rannsóknin náði til sem hlýtur að teljast mjög góð niðurstaða.</p> <p><strong>Önnur rannsókn af sama toga, sem var kynnt af Háskólanum í Reykjavík, sýndi</strong> niðurstöður skýrslu <strong>IMD viðskiptaháskólans í Lausanne</strong> um samkeppnishæfni þjóða (<em>World Competitiveness Yearbook</em> <em>2004</em>). Samkvæmt skýrslunni er samkeppnishæfni Íslands sú hæsta meðal Evrópulanda og sú fimmta hæsta á heimsvísu. Löndin sem koma á undan okkur eru Bandaríkin, Singapore, Kanada og Ástralía. Skýrslan sýnir að rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur batnað heilmikið á undanförnum áratug og má sjá þess merki víða í íslensku efnahagslífi: Lífskjör eru betri, íslensk fyrirtæki hafa eflst og fært út kvíarnar og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi hefur aldrei verið meiri. Mörg íslensk útrásarfyrirtæki þekkja nú starfsumhverfi fyrirtækja í öðrum löndum en halda engu að síður móðurstarfseminni hérlendis og er ástæðan án efa eðli og umgjörð íslenska viðskiptaumhverfisins. Því vilja þau heldur ekki flytja inn þá umgjörð skattumhverfis og skrifræðis sem víða er til staðar í samkeppnislöndum okkar.</p> <p>Staða okkar getur hins vegar breyst mjög hratt ef stjórnvöld vinna ekki stöðugt að því að vera í fremstu röð. Í gögnum frá IMD er birtur listi yfir þau atriði þar sem hallar á Ísland í samanburði við aðrar þjóðir. Stofnunin bendir á ýmis atriði sem mikilvægt er að endurskoða hérlendis og stuðla að því að Ísland nái enn betri árangri. Þar eru m.a. nefnd atriði eins og eignarskattar og óbeinir skattar. Þá er þess sérstaklega getið að á Íslandi eru vinnudeilur algengar. Á hinn bóginn er stjórnkerfið á Íslandi talið gegnsætt og þar hefur ríkt stöðugleiki undanfarin ár. Til að geta staðið undir sífelldum kröfum um bætt lífskjör, verður að bæta samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs enn frekar.</p> <p>Það er því ánægjulegt að margt skuli nú þegar benda til þess að Ísland færist ofar á listann næstu árin. Fyrir liggur ákvörðun um að fella niður eignaskatta og skipaður hefur verið starfshópur sem hefur það hlutverk að endurskoða matarskattinn. Þá hefur verið brotið blað í íslenskri atvinnusögu ef horft er 10 til 20 ár aftur í tímann þar sem útvegsmenn og sjómenn hafa náð samningi sem nú býður dóms hins almenna félagsmanns. <em></em></p> <p>Sjávarútvegur hefur um langt skeið verið okkar mikilvægasta útflutningsatvinnugrein og mun svo verða um fyrirsjáanlega framtíð. Vægi hans muni þó væntanlega halda áfram að minnka sem er af hinu góða í ljósi þess að ef eggjakörfurnar eru fleiri ætti stöðugleiki efnahagslífsins að vera meiri. Alþjóðlegar rannsóknir á borð við þær sem ég nefndi hér að framan ættu að gefa nokkuð góða heildarmynd af stöðu mála en þær gefa ekki skýra mynd af stöðu sjávarútvegsins.</p> <p>Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja verður sífellt flóknari og á alþjóðavæðingin sinn þátt í því. Stjórnendur fyrirtækja þurfa sífellt að horfa til reksturs fyrirtækja sinna í víðara samhengi. Samkeppni við önnur lönd snýst ekki eingöngu um nokkur skilgreind lönd í nágrenni við Ísland heldur er heimsmarkaðurinn okkar heimamarkaður eins og orðhagur maður i sjávarútvegi sagði. Það er því mikilvægara nú en nokkru sinni áður að ekki halli á möguleika íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja til að standa sig í samkeppninni. Íslensk stjórnvöld munu ekki elta önnur lönd í niðurgreiðslum eða annarri álíka meðgjöf með greininni. Styrkur íslensks sjávarútvegs liggur í því að við höfum ekki farið slíka leið. Það styrkir greinina í samkeppni við aðra að hún sé rekin á viðskiptalegum forsendum. Slíkt hefur gefið okkur forskot sem ekki er sjálfgefið að við höldum í framtíðinni þar sem sífellt fleiri ríki eru að endurskoða stjórnkerfi fiskveiða með það að markmiði að færa greinina til hefðbundinna viðskiptahátta. Slíkar breytingar þýða harðari samkeppni í sjávarútvegi.</p> <p>Til þess að við getum gert okkur grein fyrir hver staða okkar er í samanburði við önnur lönd til skemmri og lengri tíma hef ég ákveðið að fara verði ýtarlega yfir samkeppnishæfni okkar í sjávarútvegi. Verðalagsstofa skiptaverðs hér á Akureyri hefur fengið það verkefni í hendur og hefur stýrihópur verkefnisins þegar verið skipaður. Í honum sitja; Valtýr Þ. Hreiðarsson fulltrúi Verðlagsstofu skiptaverðs, Eyjólfur Guðmundsson fulltrúi Háskólans á Akureyri og Vilhjálmur Egilsson fulltrúi Sjávarútvegsráðuneytisins. Verkefnastjóri er Ottó Biering Ottósson starfsmaður Verðlagsstofu skiptaverðs.</p> <p>Það er von mín að verkefnið geti varpað ljósi á þau atriði sem mestu máli skipta til þess að sjávarútvegur fái ekki aðeins staðist samkeppni heldur hvað gera má til að greinin öðlist frekara samkeppnis forskot. Þá þarf líka að sýna hvernig samkeppni sjávarútvegsins birtist gagnvart öðrum greinum matvæla- og fóðuriðnaðarins. Vonast ég til þess að verkefninu verið lokið á næsta ári.</p> <p>Í fyrstu mun megin vinnan snúast um það að ná utanum aðferðarfræðina og ákveða hvaða mælikvarðar skuli lagðir til grundvallar. Slíkt er flókið, jafnvel þótt hér á landi hafi verið unnar ýtarlegar rannsóknir í þessa veru. Stefnan er svo að í framtíðinni muni mat á samkeppnishæfni grundvallast á þessum tilteknu mælikvörðum og fundin verður út eins konar samkeppnisvísitala fyrir sjávarútveginn í hinum ýmsu löndum og hún gefin út með reglulegu millibili.</p> <p>Annað verkefni þessu tengt sem nú er unnið að er starf nefndar sem hefur fengið það hlutverk að gera úttekt á starfsumhverfi sjávarútvegsins og skoða hvort hægt sé að minnka álögur, einfalda og samhæfa ýmsa þjónustu og eftirlit sem ríkið innir af hendi í þeim tilgangi sérstaklega að lækka rekstrakostnað og gera kerfið skilvirkara.</p> <p>Bæði þessi verkefni eru í takt við þær breytingar sem hafa verið að eiga sér stað á sjávarútvegsráðuneytinu undanfarin ár, því hefur verið breytt úr nokkurs konar kvóta eða fiskveiðiráðuneyti yfir í það að vera ráðuneyti sjávarútvegsmála í víðum skilningi. Slík nálgun, hvort sem í hlut eiga stofnanir ríkisins eða fyrirtækin, er mikilvæg í þeirri viðleitni að efla og þróa íslenskan sjávarútveg. Vöxtur hans tengist ekki síst nýjungum í greininni þar sem ný störf verða til í tengslum við nýjungar í vinnslu og nýtingu sjávarafurða. Það var slík hugsun sem var höfð að leiðarljósi þegar sjávarútvegsráðuneytið ákvað að skipa nefnd um aukið virði sjávarfangs. Í framhaldi af niðurstöðum nefndarinnar var AVS sjóðurinn settur á fót. Úthlutað var úr sjóðnum í fyrsta sinn á síðasta ári samtals 74 milljónum króna. Í ár hefur sjóðurinn úr 120 m.kr. að spila og svo 200 m.kr. á næsta ári skv. fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Verkefni sjóðsins er af ýmsum toga en þau eru flokkuð upp í fiskeldi, gæðum, líftækni, markaðssetningu og vinnslu. Mesta fjármagnið hefur farið í fiskeldið sem undirstrikar þá miklu gerjun sem er í þeim málaflokki.</p> <p>Öryggi útflutningstekna er eitt þeirra nýju atriða sem ráðuneytið leggur sérstaka áherslu á. Við getum velt því fyrir okkur hvað myndi gerast ef ekki yrði hægt að selja íslenskan fisk úr landi. Augljós og áþreifanleg afleiðing sem myndi strax birtast okkur er hrun útflutningstekna þjóðarinnar. Það er því mikilvægt að horfa til þess hvernig við getum forðað okkur frá slíkum áföllum. Einn líklegasti orsakavaldur áfalls af þessum toga væri nýjar kröfur eða umræður um að efnainnihald fisks frá Íslandi væri skaðlegt. Ekki er hægt að vita hvenær fyrirtækjum, opinberum stofnunum eða öfgasamtökum dettur í hug að setja fram nýjar reglur um efnainnihald eða hræða almenning með röngum upplýsingum um skaðsemi efnainnihalds sjávarfangs. Það er því grundvallaratriði þegar fjallað er um öryggi útflutningstekna að hafa á reiðum höndum upplýsingar um efnainnihald fisksins sem veiddur er af íslenska fiskiskipaflotanum.</p> <p>Við munum öll eftir mjölfárinu á sínum tíma þar sem minnstu munaði að bannað yrði að nota fiskmjöl í allt dýrafóður. Með því að koma hratt og örugglega á framfæri upplýsingum í samstarfi við önnur ríki tókst að koma í veg fyrir algert bann, en því miður var engu að síður bannað að nota fiskmjöl í fóður jórturdýra sem hafði mjög slæm áhrif á markaðinn. Mjölfárið sýnir okkur að ef upplýsingar eru ekki á reiðum höndum, þá stöndum við varnarlaus. Neikvæð umfjöllun í fjölmiðlum getur á stuttum tíma eyðilagt jákvæða ímynd afurða sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Útflutningstekjurnar eru því háðar því að við getum sannað öryggi sjávarafurða með hliðsjón af þeim lögum og reglugerðum sem gilda á hverjum tíma svo og kröfum markaðarins. Gildir þar einu hvort um er að ræða ferskan fisk, unnar afurðir eða fiskeldi.</p> <p>Ég beitti mér því fyrir úttekt á málinu og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins skilaði af sér skýrslu sem kynnt var í sumar og hægt er að nálgast á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins. Í henni koma fram leiðir til að tryggja öryggi útflutningstekna. Mikilvægt er að upplýsingasöfnun um óæskileg efni í sjávarafurðum Íslendinga sé gerð á skipulegan hátt og tryggt að á hverjum tíma séu til nýjar upplýsingar um efnainnihald þeirra. Megin niðurstöður þeirra mælinga sem nú liggja fyrir sýna að mengunarefni í íslensku sjávarfangi eru í langflestum tilvikum langt undir þeim mörkum sem sett hafa verið. Til þess að tryggja frekari uppbyggingu á þessu sviði er í fjárlagafrumvarpi næsta árs gert ráð fyrir 30 milljónum sem sérstaklega eru ætlaðar í þetta verkefni. Viðbótar mælingar á heilnæmi sjávarfangs munu fyrst og fremst fara fram í nýrri aðstöðu Rf í Borgum, rannsóknahúsi Háskólans á Akureyri sem nýlega var tekið í notkun. Þannig hefur markvisst verið unnið að því að styrkja þennan þátt í öryggi útflutningstekna íslenskra sjávarafurða.</p> <p>Umræða sú sem nú er að þróast um umhverfismat á áhrifum sjávarútvegs snýr einnig að öryggi útflutningstekna. Ráðuneytið og stofnanir þess eru þegar farin að undirbúa sig fyrir frekari umræðu um umhverfisáhrif fiskveiða. Ísland ætti að hafa frumkvæði í því að þróa aðferðir við mat á umhverfisáhrifum sjávarútvegs, sem taka á réttan hátt tillit til allra aðstæðna í sjávarútveginum sem máli skipta. Á okkur hvílir sú skylda að hafa frumkvæði, annars getum við átt á hættu að umræðan og mat á umhverfisáhrifum verði leidd og aðferðir þróaðar, af öfgafullum umhverfissamtökum með fordóma í garð sjávarútvegsins. Slíkt gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg og þjóðarhag. Við höfum séð hvernig við gátum, með því að hafa frumkvæði að samstilltu átaki með hinum Norðurlandaþjóðunum, haft mikil áhrif á alþjóðlegra umræðu um umhverfismerkingar. Nú bendir allt til þess að FAO muni leggja línur sem ætti að tryggja hlutleysi umhverfismerkinga.</p> <p>Góðir fundarmenn, eins og ég hef rakið, hafa ný og mikilvæg verkefni verið að bætast við hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Breytingarnar hafa orðið til þess að efla tengsl ráðuneytisins við þennan landshluta og Akureyri alveg sérstaklega. Það er vel við hæfi að verkefni sem lýtur að því að skoða samkeppnishæfni íslenska sjávarútvegsins sé unnið í nánum tengslum við þann háskóla landsins sem mesta áherslu hefur lagt á sjávarútveg og tvö af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Slíkt styrkir verkefnið til muna. Einnig hafa breytingar á starfsemi Rf orðið til að efla rannsóknastarfsemi stofnunarinnar hér í bæ og er hið nýja rannsóknahús, Borgir, til vitnis um það hversu mikla áherslu ríkisstjórnin leggur á starfsemi Háskólans á Akureyri. Efling hans um leið og innviðir einstakra stofnana hér í bæ eru styrktir og þekking hleðst upp gefur nýja möguleika og ný sóknarfæri í atvinnulífi á þessu svæði. Ekki vegna þess að verkefni eru flutt með handafli til bæjarins heldur vegna þess að aðstæður hér skapa eftirspurn eftir því að láta vinna þau hér.</p> <p>Takk fyrir!</p> <br /> <br />

2004-12-01 00:00:0001. desember 2004Globale udfordringer for den islandske fiskeindustri

<p align="center"><strong>INDLÆG AF ÁRNI MATHIESEN PÅ KONFERENCE FOR ISLANDSKE KONSULER I DANMARK DEN 1. DECEMBER 2004</strong></p> <p></p> <p align="center"><strong>Globale udfordringer for den islandske fiskeindustri</strong></p> <p>Ambassadør, kære konsuler og gæster.</p> <p>Den islandske fiskeindustri har udviklet sig meget kraftigt fremad i de sidste år. Fiskeriministeriets opgaver er også blevet ændret i takt med industrien. Ministeriets arbejde drejede sig tidligere først og fremmest om selve fiskefangsten og hvordan den skulle organiseres. Lovgivningen om fiskekvotaer krævede mest tid i ministeriet og den var ofte et af de mest omstridte emner i den politiske debat i Island. Fiskeindustriens og Fiskeriministeriets opgaver strækker sig nu ud over mange flere områder end kun at strides om fiskekvoter.</p> <p>Fiskeindustrien står, som den vigtiske islandske exportindustri, i spidsen for globaliseringen af det islandske samfund. Fisk udgør næsten to tredjedele af vareeksporten og omkring 40% af den samlede eksport af varer og tjenester. Man kan sige, at fiskeindustrien er den eneste del af Islands økonomi eller erhvervsliv, hvor Island har en vægt i global sammenhæng. Island fanger mellem 2% - 2,5% af den vilde fisk, der fanges i verden og andelen af verdens udenrigshandel med fisk er endnu større. Island har kun 0,005% af verdens befolkning. Island er derfor afhængig af andre markeder for næsten hele sin fiskefangst. Det ville sikkert være umuligt for islændinge selv at spise hele denne fiskefangst.</p> <p>Markedsføring af islandsk fisk på markeder, der er parate til at betale rimelige priser for fisk af høj kvalitet, er derfor udgangspunktet for den islandske fiskeindustri. Markedsføringen er baseret på at skabe det billede af Island og islandsk fisk, at den er et naturprodukt med alle de bedste egenskaber man kan forvente af fødevarer. I Island tror vi også, at vi har haft relativ god success med markedsføringen af vores fisk. Vi har opbygget stærke salgsvirksomheder, der har opnået et godt ry på markederne og ofte været i førende position. De store salgsvirksomheder har været nødvendige for at opbygge troværdighed og stabilitet i leverancer til store kunder, men ved siden af dem findes der flere mindre spillere, der stræber efter at tjene på mindre og mere specialicerede markeder.</p> <p>En stor del af Fiskeriministeriets arbejde drejer sig om globaliseringen i et bredt perspektiv. Omkring 30% af den fisk, som Island fanger, kommer fra fiskbestande, der udnyttes til fælles med andre lande. Der må forhandles om fordelingen af fiskerettigheder mellem landene, og dette arbejde kræver meget tid og energi. Ministeriet deltager også i forhandlinger om adgang til markeder for islandsk fisk. De vigtigste markeder findes i Europa, hvor vi sælger to tredjedele af vores fisk, men vi forventer også, at nye frihandelsaftaler og udvidelse af WTO skaber nye muligheder. Andre vigtige sager, der behandles i ministeriet og er stærkt knyttet til globaliseringen, er spørgsmål angående miljøkrav over for fiskeriet og information om fiskeprodukternes indhold. Her er det nordiske samarbejde særdeles vigtigt. Sammen er de nordiske lande verdens største eksportør af fisk og vi har fælles interesse i, eller måske forpligtelse til, at være ledende i at bevare fiskens status på markederne. Vi må være førende i den globale debat og samarbejde om bæredygtigt fiskeri, udvikling af miljømærkninger, forskning og distribution af information om sundhedsfaktorer, og generelle indholdsoplysninger for fisk. Disse er kun nogle af de opgaver, som den øgede globalisering skaber for vores offentlige myndigheder, og er egnet til að støtte industrien som ledende magt på markederne.</p> <p>De store islandske fisksalgsvirksomeder, Icelandic og SIF, har haft væsentlige dele af deres aktiviteter i andre lande end Island. De har opbygget distributionsystemer og fabrikker i vigtige markedsområder. I de sidste år er disse aktiviteter blevet endnu vigtigere og virksomhederne har ændret sig fra at være producentfokuserede kooperativer til at være generelle distributions- og salgsvirksomheder med markedet som udgangspunkt. Disse virksomheder ejes i dag ikke længere primært af producenterne, men har fået nye investorer efter massiv omstrukturering og de bliver nu stort set drevet uafhængigt af enkelte fiskerivirksomheder.</p> <p>En del af omstruktureringen og de nye omgivelser for disse fisksalgsvirksomheder viser sig i deres forsøg på at vokse på markederne med at gå længere frem i værdikæden. Flere fordelingsfabrikker er blevet opkøbt og de har først og fremmest satset på at skabe sig plads på den del af markedet, der handler med ferske eller kølede varer. Vi har set store ændringer i den strategi som virksomhederne har ført. De bygger ikke helt nye fabriker som de gjorde før og de forsøger ikke længere til en billig pris at opkøbe andre virksomheder, der har haft driftsvanskeligheder .</p> <p>Vi lægger nu mærke til, at der er meget mere professionalisme til stede i fisksalgsvirksomhederne. Nu opsøger de ikke små innovationsvirksomheder, der er meget afhængige af et eller to mennesker. De ønsker, at opkøb og vækst er i harmoni med deres målsætninger, strategiske planer og deres relative styrke. De har mere tålmodighed til at vente på den rigtige chance i stedet for at gribe alle de forskellige chancer, som de får. Lederene af virksomhederne må også have styrke og vilje til at ændre, gå tilbage og endog at sælge ud, hvis der er noget, der ikke lykkedes.</p> <p>Vi har også set nogle traditionelle islandske fiskerivirksomheder investere i fiskeindustrien i andre lande. Den største spiller her er Samherji som nu markerer sig som en international fiskerivirksomed og har investeringer på Færøerne, i Storbritanien, Tyskland og Canada. Andre har også været aktive og vi kan nævne investeringer i blandt andet Chile, Mexico, Norge, Danmark, Sverige, Frankrig, Spanien, Rusland, Namibia og Mauritanien. Andre er aktive i fiskehandel som Sjovik og de har nu opkøbt SIFs fiskefabrik i USA.</p> <p>Erfaringerne fra de islandske fiskerivirksomheder i deres udenlandsinvesteringer har både været gode og dårlige. De har ofte mødt store vanskeligheder som de som oftest ikke har kunnet overstige. Selvom islændingene ofte har været dygtige, er det ofte ikke lykkedes for dem at vende driften hvor der har været store problemer eller bygge op i et fremmed samfund, hvor de fleste formelle eller uformelle regler og skikke er ukendte for dem. Men så findes også succeshistorier hvor man er stødt på problemer og har fundet løsninger eller har været heldige med sine investeringer. I det hele taget, så må vi erkende at succesraten kunne have været større.</p> <p>Man kan måske sige at fiskeindustrien er blevet en leder i globaliseringen af Islands erhvervsliv og har givet erfaringer som andre nu nyder godt af. Vi kan sige, at de islandske virksomheder,der nu gør sig gældende i udenlandske investeringer, arbejder meget mere professionelt end man tidligere mente, at der var behov for. Strategien hos dem, der investerer mest udenlands nu, er i højere grad at fokusere på virksomheder som allerede er i god drift og forsøge at lade dem vokse endnu mere. I disse tilfælde tror man at det til syvende og sidst er billigere at betale en høj pris for en god virksomhed end at betale en lav pris for en dårlig bedrift. Når man køber en god bedrift, er der blevet investeret i en god ledergruppe, et kendt varemærke med gode vækstmuligheder, solidt cash flow og muligvis undervurderede aktiver. I disse tilfælde sparer man ikke hjælp fra troværdige banker, advokater, rådgivere og public-relations folk. Der investeres kun i industridele eller bedrifter som man kender godt, og man lægger stor vægt på due diligence, god og klar regnskabsanalyse, grundlaget for businessplaner og markedsudsigter.</p> <p>Der er også en anden interessant vinkel i globaliseringen af den islandske fiskeindustri. Det er opgangen af bedrifter, der har solgt til denne industri på deres hjemmemarked og bruger deres erfaring til at vokse på andre markeder. Islandske fiskerivirksomheder stiller store krav som kundre, og de, som det er lykkedes for at sælge deres varer eller tjeneste til dem, kan forvente også at kunne sælge på andre markeder. Man peger ofte på Marel som et eksempel for denne virksomhed er faktisk vokset ud over fiskeindustrien og sælger nu sine produkter af elektronisk udstyr til en meget bredere kundegruppe.</p> <p>Det er også at Islandsbanki nu definerer sig selv som en bank for fiskeindustrien i store dele af verden. De søger efter kunder i lande, hvor de mener, at den økomiske situation er relativt god, hvor der er politisk stabilitet og fiskebestandene udnyttes på bæredygtig måde. Vi har nu set Islandsbanki låne penge til virksomheder i Norge, i Chile, i New Zealand og selv i Japan. De har også købt norske banker for at forbedre deres strategiske position på markedet.</p> <p>Vi, der bor i Island, har set store ændringer i de sidste år. Islands økonomi er nu 43% større end i 1994. Konsekvenserne kan ses over hele landet i bedre levestandarder og generel optimisme. Vi oplever nu en periode med massive investeringer i kraftværker og aluminumfabrikker, der løfter hele økonomien. Vi er nu bange for at opgangskonjunkturen er for stærk og regeringen forsøger at holde økonomien i så god balance som muligt.</p> <p>Men det er ikke kun disse store investeringer, der er nye. Vi får hele tiden flere nye godt uddannede mennesker ind på arbejdsmarkedet, hvoraf mange har studeret og boet i andre lande i mange år, og mange har sikkert boet her i Danmark, en tredjedel af islandske studerende i udlandet læser her. Alle disse unge mennesker rejser tilbage til Island med erfaringer og synspunkter fra andre dele af verden. Hvad der er nyt i Island er, at da man i de sidste år begyndte at opleve nogle af de successhistorier med investeringer i udlandet, først og fremmest på finansmarkedet, blev der sat et momentum i gang.</p> <p>Lederene af finansvirksomhederne fik større selvtillid og efter nogle succesfulde investeringer og expansioner og erfaringer fra disse var vejen fremad ryddet. Dette skyldes ikke mindst successen hos KB banki , der påbegyndte sine udenlandske operationer som Kaupthing i Luxembourg og New York, men nu har oplevet en enorm vækstperiode og nu er blevet større end alle islandske banker sammenlagt, hvis vi kun går få år tilbage. Der er udbud nok af uddannede unge mennesker i Island som let kan tilpasse sig det internationale finansmarked. Vi forventer dog aldrig at Island bliver et finanscentrum. Men hvad vi har set er, at væksten af islandske banker har hjulpet virksomheder i andre erhverv og også i fiskeindustrien med at vokse og gøre sig gældende på andre markeder. Islandske banker kender godt fiskeindustrien som deres kunde og kan give den nødvendigt backup i dens ekspansion på andre markeder.</p> <p>Til sidst er det også nødvendigt at pege på, at nu findes der pludselig penge i Island. Med opbygning af pensionssystemet i Island som i stadig højere grad er funderet med opsparinger, har Island allerede samlet større summer end dets BNP i pensionsfonde. Disse penge må investeres og der er ikke plads nok til dem i Island alene. De må investeres i obligationer og aktier både indenlands og udenlands. Islandske virksomheder har derfor god adgang til egenkapital og lånekapital til finansiering af væksten på andre markeder.</p> <p>Kære venner.</p> <p>Den islandske fiskeindustri er stadig den vigtiste industri i Island. I fremtiden vil denne industri forsøge at vokse i nye retninger. Vi vil se større vægt lagt på vækst i gennem investeringer i udlandet, vi vil se større vægt lagt på at få forøget værdi ud af den fisk, der fanges fra begrænsede fiskebestande og vi vil se større vægt på fiskeopdræt. Men der er noget som vi ved aldrig vil ændres i Island. Fiskeindustrien må altid være en globalt orienteret industri, internationelt konkurrencedygtig og altid villig til at være i spidsen for udviklingen af det islandske samfund.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2004-11-30 00:00:0030. nóvember 2004Ráðstefna Kauphallar Íslands 30. nóvember 2004

<p align="center"><strong>Er hlutabréfamarkaðurinn vannýtt auðlind?</strong></p> <p align="center"><strong><em>Fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi: Innlendar og erlendar,</em> 30. nóv. 2004</strong></p> <p>Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur frá því að hann tók til starfa fyrir um 12 árum verið mikilvægur í þróun íslensks viðskiptalífs og átt stóran þátt í því að fjármálamarkaðurinn hefur þróast með jafn jákvæðum hætti og raun ber vitni. Fyrirtæki í flestum geirum atvinnulífsins hafa haft hag af því að vera inni á markaðnum, sum til lengri tíma en önnur skemur. Saga sjávarútvegsfyrirtækja á markaðnum er býsna blómleg og hefur hann án vafa stuðlað að jákvæðri þróun í greininni og öfugt. Á þeim tíma sem almennur hlutabréfamarkaður hefur starfað þá hafa sjávarútvegsfyrirtæki skipað þar stóran sess og átt mikinn þátt í að móta hann á þroskaskeiði sínu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hlutabréfamarkaðurinn mun áfram vera jákvæður fyrir íslenskt viðskiptalíf og fyrirtækin og fjárfestar komi til með að geta nýtt sér hann enn frekar, ekki síst fyrirtæki í sjávarútvegi og svara því hiklaust játandi þegar spurt er hvort hlutabréfamarkaðurinn sé vannýtt auðlind.</p> <p>Fjölmargar ástæður liggja að baki því að sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið afskráð úr Kauphöllinni á undanförnum árum og er það ágætlega rakið í skýrslu þeirra félaga Friðriks Más og Stefáns. Ég er í sumum tilfellum sammála þeim en það eru þó nokkur atriði sem ég vil líta nánar á. Það er í fyrsta lagi óvissa um stjórnkerfi fiskveiða, í öðru lagi stærðartakmarkanir þegar horft er til kvótaeignar og í þriðja lagi erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi.</p> <p>Ég er ósammála skýrsluhöfundum í umfjöllun þeirra um óvissu um stjórn fiskveiða en í skýrslunni segir á þá leið að: <em>Stöðugleiki og öryggi í ytra umhverfi er ein meginforsenda góðs rekstrarárangurs. Sú viðvarandi óvissa um jafn mikilvæg mál eins og stjórnkerfi fiskveiða er fyrir sjávarútveg skapar óvissu sem hefur áhrif á fjárfesta. Hún leiðir til minni áhuga auk þess sem hún hækkar mat þeirra á áhættu fyrirtækjanna. Þessi óvissa hefur því leitt til minni áhuga fjárfesta á íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.</em></p> <p>Óvissan hefur ekki verið um stefnu stjórnvalda. Breytingar á fyrirkomulagi fiskveiða frá því að það var tekið upp árið 1984 hafa almennt verið í eina átt, að festa fyrirkomulagið í sessi. Markvisst hefur verið unnið að því að loka fyrir smugur til veiða frjálst og skapa samræmi í veiðunum. Þá hafa frá árinu 1984 hafa farið fram fimm kosningar og fjórar frá breytingunum sem Alþingi samþykkti árið 1990 og hefur fjórflokkurinn allur verið í ríkisstjórn til lengri eða skemmri tíma á tímabilinu frá 1984. Síðustu árin hafa forystumenn innan stjórnarflokkanna allir talað á þann veg að ekki yrði farið í neinar kollsteypur á fyrirkomulagi fiskveiða heldur myndu allar breytingar taka mið af því sem nú er. Í þeim nefndum sem skipaðar hafa verið í þeim tilgangi að auka sátt um stjórn fiskveiða hafa setið fulltrúar stærstu stjórnmálaflokkanna. Það er lengi búið að liggja fyrir mikill þrýstingur á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu þjóðinni veiðigjald í einhverju formi. Ekki er hægt að saka stjórnvöld um að hafa stokkið til í þeim efnum. Niðurstaðan um veiðigjaldið fékkst eftir mikla og ítarlega umfjöllun eftir þriggja ára vinnu Auðlindanefndar og Endurskoðunarnefndarinnar.</p> <p>Síðastliðið vor var svo lokaskrefið á Alþingi stigið í þá átt að gera fiskveiðistjórnunina heildstæða þar sem hún mun alfarið byggja á aflamarki og dagakerfið endanlega lagt af. Þetta gerir veiðistjórnunina ekki bara markvissari heldur verður miklu meiri samhljómur hjá öllum þeim sem starfa í greininni. Ef þessi ákvörðun Alþingis er ekki einmitt ákvörðun sem er til þess fallinn að festa kerfið í sessi þá veit ég ekki hvaða ákvörðun getur haft slík áhrif. En fjármaálamarkaðurinn virtist ekki taka eftir þessu og ég minnist þess ekki að fulltrúar eða álitsgjafar fjármálafyrirtækja hafi minnst á þetta og það á ég í ljósi þessarar umræðu erfitt með að skilja.</p> <p>Ef markaðurinn hefur metið það svo að óvissa ríki um kerfið þá er það vegna þess að hann hefur ekki verið að horfa til þess sem gert hefur verið á undanförnum árum heldur hlustað eftir úrtöluröddum þeirra sem eru í stjórnarandstöðu og smáflokkaframboðum sem gera út á það að vera gegn núverandi stjórnkerfi fiskveiða. Ef rétt væri, sem ég tel ekki, væri þetta undarlegt mat markaðarins, ekki síst í ljós sögunnar</p> <p>Annað atriði sem ég vil skoða nánar og nefnt er sem ástæða fyrir fækkun fyrirtækja í Kauphöllinni er takmörkun á stækkun þeirra þegar horft er til kvótaeignar. Sjálfur hef ég aldrei verið sérstaklega hrifin af því og get tekið undir það að kvótaþakið takmarkar samþjöppunar- og þar með vaxtamöguleika útgerðarfyrirtækja. En kvótaþakið er einn liðurinn í því að ná sátt um lögin um stjórn fiskveiða við þjóðina. Takmörkunin sem slík kemur þó ekki í veg fyrir ýmiskonar aðra hagræðingu sem ekki er háð kvótaeigninni. Einkenni íslenskra fiskvinnslufyrirtækja er að þau eru tiltölulega smá en það er ekkert sem kemur í veg fyrir að sjávarútvegsfyrirtæki nái fram meiri hagræðingu í vinnslunni. Á því sviði eru engar takmarkanir enda tel ég víst að mikil hagræðing eigi eftir að verða á þessu sviði. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að tvær eða fleiri útgerðir vinni saman í fiskvinnslu. Ýmsar þjóðir hafa til dæmis skilið á milli útgerðar og vinnslu, annað hvort með eignarhaldi eða lögum um aðskilnað milli vinnslu og útgerðar í rekstrinum. Aðrar hafa sett löndunarskyldur á fyrirtæki og í Alaska hefur verið settur fiskvinnslukvóti á sjávarútvegsfyrirtæki til viðbótar við kvótaþak. Við höfum ekki sett skorður af þessu tagi heldur sett þak á kvótaeignina. Þá eru örugglega ýmsir aðrir þættir sem snúa að rekstri fyrirtækjanna sem bjóða upp á heilmikla möguleika á frekari samvinnu í þeim tilgangi að auka arðsemi enn frekar og erum við þegar farin að sjá þessa þróun í fyrirkomulagi sölumála hjá útgerðarfyrirtækjum.</p> <p>Ágætu fundarmenn!</p> <p>Friðrik og Stefán telja í skýrslu sinni að takmarkanir á erlendum fjárfestingum í útgerð og vinnslu sjávarafurða séu greininni fjötur um fót og takmarki vaxtamöguleika hennar, æskilegt væri að aflétta banni við beinum fjárfestingum í sjávarútvegi en þess í stað mætti setja reglur um hámarkseign útlendinga.</p> <p>Ég er ekki sammála þessu. Fjárfestingarmöguleikar í íslenskum sjávarútvegi eru umtalsverðir þrátt fyrir að það mætti ætla af umræðunni að dæma að þeir væru nánast engir. Eignarhlutur erlendra aðila getur farið allt upp í 49,9 prósent í gegnum hlutdeildarfélög. Vitað er að útlendingar hafa fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi en ekki er vitað í hve miklum mæli það er. Ekki verðum við heldur vör við mikinn þrýsting erlendis frá. Starfsfólk sjávarútvegsráðuneytisins er í miklum erlendum samskiptum og hvorki það, né ég, hef fundið fyrir þrýstingi erlendra fyrirtækja um að breyta reglum um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi. Enda eru sjávarútvegsfyrirtæki ekki í stórum stíl á hlutbréfamörkuðum erlendis.</p> <p>Því sjónarmiði hefur verið haldið á loft að það sé óeðlilegt að takmarka fjárfestingu erlendra aðila í sjávarútvegi á Íslandi m.a. í ljósi þess að okkur er heimilt án takmarkana að fjárfesta í ríkjum Evrópusambandsins. Sjálfur er ég eindregið þeirrar skoðunar að rétt sé að takmarka erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi. Það þarf að tengja auðlindina við þjóðina í landinu svo hún njóti arðsins í sem ríkustum mæli. Ég var ekki alls fyrir löngu fenginn til þess að fara fyrir viðskiptasendinefnd sem fór á vegum Útflutningsráðs Íslands til Seattle og Alaska. Þá sá ég það svart á hvítu að þrátt fyrir hina gríðarlegu útgerð sem stunduð er í Alaska þá eru henni allri stjórnað frá Seattle. Það væri ekkert því til fyrirstöðu að stjórna útgerð við Íslandsstrendur annars staðar frá. Þetta getum við líka séð ef við horfum til íslenskra útgerða sem stunda veiðar við lönd á fjarlægum slóðum og stendur mér þá kannski næst að horfa til hinnar öflugu útgerðar Sjólaskip, sem stjórnar veiðum sínum við Máritaníu frá Hafnarfirði.</p> <p>Þá er ekki hægt að líkja hagsmunum okkar saman við hagsmuni Evrópusambandsins. Jafnvel þótt sjávarútvegur sé mikilvægur á einstökum landssvæðum sambandsins, þá er ekki hægt að líkja saman mikilvæginu ef horft er annars vegar til hagkerfis Evrópusambandsins og hins vegar til þess íslenska. Þessu til viðbótar bætist svo við að viðskiptaumhverfi fyrirtækja í sjávarútvegi er gjörólíkt þar sem sjávarútvegur á Íslandi nýtur ekki ríkisstyrkja. Þrátt fyrir að Evrópusambandið hafi þá stefnu að draga úr styrkjum til sjávarútvegsins þá hafa þeir ekki verið að vinna í anda þeirrar stefnu, heldur þvert á móti því þeir hafa verið að aukast. Hvað varðar lönd utan Evrópusambandsins þá er það algengt að hömlur séu á fjárfestingum erlendra aðila í sjávarútvegi þannig að Ísland er alls ekkert eyland í þessum efnum. Í Bandaríkjunum er hámarksfjárfesting erlendra aðila einungis 25 % og í Noregi eru hún 40% svo dæmi séu tekin.</p> <p>Með þessu er ég ekki að segja að sú aðferð sem við notum nú til að takmarka áhrif erlendra aðila sé sú eina rétta um aldur og ævi. Ég tel þó að ekki sé tímabært að breyta reglum um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi. Sennilega myndu fáar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða valda meiri pólitískri ólgu en rýmkun á heimildum erlendra aðila til að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Þá er ég ekki einungis að vísa til viðbragða stjórnarandstöðu heldur tel ég að þetta snerti marga Íslendinga mjög djúpt í ljósi sögunnar. Margir myndu líta á heimild til beinna fjárfestinga útlendinga í íslenskum sjávarútvegi sem afsal á yfirráðum yfir auðlindinni. Slíkt myndi valda ósætti og vinna gegn stöðugleika í stjórn fiskveiða en Friðrik Már og Stefán leggja einmitt mikið upp úr stöðugleika og öryggi. Eins er ekki skynsamlegt að gera miklar breytingar á meðan fyrirtækin eiga undir högg að sækja á verðbréfamarkaðnum.</p> <p>Takmörkun erlendra fjárfestinga í sjávarútvegi hefur ekki komið í veg fyrir útrás í greininni. Reyndar er sjávarútvegurinn frumkvöðull í íslenskri útrás ef við horfum til sögu sölufyrirtækja á sjávarafurðum. En sjávarútvegsfyrirtækin hafa sjálf verið að fikra sig áfram í útrásinni og á haustdögum voru fréttir af kaupum Samherja á fyrirtækjum í Evrópu og nú síðast af fjárfestingum GPG í Noregi en fyrirtækið hóf vinnslu þar fyrir nokkru síðan og hefur verið að vaxa hratt. Þá er Bakkavör án efa eitt áhugaverðasta útrásarfyrirtæki undanfarinna ára og undirstrikar hvað er hægt að gera ef stjórnendur fyrirtækja eru nógu víðsýnir og duglegir að nýta sér tækifærin.</p> <p>Góðir fundarmenn!</p> <p>Sjávarútvegsfyrirtækjum hefur vissulega fækkað í Kauphöllinni á undanförnum árum, framhjá því verður ekki litið. Þó ég sé ekki sammála skýrsluhöfundum í þeim atriðum sem ég hef rakið hér að framan þá get ég verið sammála þeim um annað. Aðgangur að lánsfé er orðinn miklu meiri og vextir hafa lækkað. Æskilegt væri að arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja væri meiri og vöxtur meiri. Þá hefur það einkennt ýmis fyrirtæki sem farið hafa af markaðnum að þau eru hrædd við yfirtöku. Þetta leiðir hugann að því hvers eðlis hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi er. Getur það verið að hann sé fyrst og fremst drifinn af svokölluðum hetjufjárfestum sem eingöngu horfa til svo kallaðra vaxtafyrirtækja og sjá ekki nein tækifæri í lykilfyrirtækjum í atvinnulífinu eins og sjávarútvegsfyrirtækin vissulega eru. Af hverju sjá menn ekki vaxtamöguleikana í sjávarútveginum? Ég tel gríðarlega mikla möguleika í því að auka verðmæti sjávarfangs og færa okkur ofar í hinni svo kölluðu virðiskeðju. Af hverju sjá fjárfestar ekki þessa möguleika. Getur það verið af því að þar erum við frumkvöðlarnir? Við tökum áhættuna á okkar eigin hugmyndum en eru ekki að vinna með hugmyndir sem aðrir eru búinir að taka áhættuna á.</p> <p>En hvað sem því öllu líður þá er ég ekki í vafa um að sjávarútvegurinn er mikilvægur og hefur verið mikilvægur í þroskaferli hlutafjármarkaðarins. Jafnframt tel ég að hlutabréfamarkaðurinn hafi gert margt gott fyrir sjávarútvegsfyrirtækin og þróað og þroskað rekstur fyrirtækjanna. Rétt eins og nauðsynlegt var að stofna til Verðbréfaþingsins á sínum tíma þá getur afskráning sjávarútvegsfyrirtækjanna verið eðlilegt ferli í þróun fyrirtækjanna. Mín spá er sú að þó að afskráning hafa hentað ýmsum sjávarútvegsfyrirtækjum nú síðustu ár þá munu mörg þeirra skrá sig í Kauphöllina á ný þegar fram líða stundir. Með vísan til þess sem ég sagði hér á undan varðandi vaxtamöguleika í sjávarútvegi þá er það niðurstaða mín að sjávarútvegur sé ekki síður en hlutabréfamarkaðurinn hin vannýtta auðlind.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2004-11-25 00:00:0025. nóvember 2004Sjómannasambandsþing 24. nóvember 2004

<p><strong>Ræða Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á Sjómannasambandsþingi 24. nóvember 2004.</strong></p> <p>Góðir fundarmenn!</p> <p>Allt frá því að fiskveiðistjórnunarkerfið var tekið upp hefur það verið í stöðugri þróun. Margar breytingar hafa verið gerðar á því í þeim tilgangi að auka sátt um kvótakerfið og festa það þar með í sessi, sumar hafa verið í andstöðu við greinina og ekki endilega til þess fallnar að efla fyrirtækin. En einhvern veginn er það samt svo að það þykir eðlilegt að setja ýmsar reglur&nbsp;um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja sem ganga lengra en reglur um fyrirtæki í öðrum rekstri.</p> <p>Umræða um sjávarútvegsmál er of oft bundin við neikvæða umræðu um kvótakerfið sem er auðvitað ekkert annað en þröngsýni og dregur úr því að unnið sé að framgangi þeirra mála sem skipta sjávarútveginn ekki síður máli. Kvótakerfið er komið til að vera og hvað sem um það má segja þá veit ég ekki um neina útgerð í heiminum sem skilar jafn miklum arði og útgerðin á Íslandi. Það virðist oft gleymast en er grundvallaratriði, ekki bara fyrir sjómenn heldur þjóðarbúið allt. Hlutverk okkar sem störfum að málefnum sjávarútvegsins ber skylda til að horfa til atvinnugreinarinnar í víðu samhengi. Samkeppni við sjávarfang frá Íslandi er mjög mikil og það skiptir fiskkaupendur úti í heimi litlu máli hvernig umræðan hér heima er um kvótakerfið, kröfur þeirra og hugsanir snúast um allt annað. Þetta þýðir að verk ramminn sem okkur er settur snýr að ferlinu frá því að fiskurinn er veiddur þar til neysla hans fer fram. Kvótakerfið er auðvitað hluti af heildar myndinni en það er svo margt, margt annað sem kemur til.</p> <p>Viðhorf og kröfur erlendra smásala með fiskafurðir hafa verið að breytast hratt að undanförnu. Hér áður fyrr voru þeir fyrst og fremst að spá í gæði þess fisks sem þeir keyptu burt séð frá því hvort og hvaða árangri fiskveiðistjórnun skilaði á því svæði sem fiskurinn var veiddur. Þeim var almennt séð alveg sama hvort veiðarnar væru sjálfbærar, hvaða veiðarfæri var notað eða hvert efnainnihald fisksins var. Allt skiptir þetta kaupendur máli í dag og spilar allt saman. Stórfyrirtæki eins og Carrefour, McDonalds, Unilever og Waitros hafa verið í sambandi við sjávarútvegsráðuneytið til þess að fara yfir þessa þætti. Á ferð minni til Englands í síðustu viku fór ég og skoðaði eina af verslunum Waitros sem staðsett er í Canary Wharf hverfinu í Lundúnum. Þar kom berlega í ljós þessi heildarhugsun frá miðum til maga. Fyrir ofan fiskborðið þar sem íslenskur fiskur var sérstaklega merktur hékk mynd af línubátnum Kristrúnu RE-177 ásamt texta um að þetta væri báturinn sem veiddi þann íslenska fisk sem var til sölu í fiskborðinu og að veiðarnar væru sjálfbærar.</p> <p>Þetta leiðir okkur að annarri umræðu sem snýr að öryggi útflutningstekna. Hvað myndi gerast ef fyrirtæki sem leggja mikið upp úr því að selja íslenskan fisk hættu því vegna nýrra reglna eða fyrir annarra hluta sakir. Slíkt myndi strax bitna harkalega á útflutningstekjum okkar. Það er því mikilvægt að tryggja sem frekast er kostur öryggi útflutningstekna. En hvernig er hægt að gera það? Líklegast er að nýjar kröfur eða umræður um efnainnihalds fisks gætu orsakað skyndilegt áfall í útflutningi á sjávarafurðum. Ekki er hægt að vita hvenær fyrirtækjum, opinberum stofnunum eða öfgasamtökum dettur í hug að setja fram nýjar reglur um efnainnihald eða hræða almenning með röngum upplýsingum um skaðsemi efnainnihalds sjávarfangs. Það er því grundvallaratriði þegar fjallað er um öryggi útflutningstekna að hafa á reiðum höndum upplýsingar um efnainnihald fisksins sem veiddur er af íslenska fiskiskipaflotanum.</p> <p>Við munum öll eftir mjölfárinu á sínum tíma þar sem minnstu munaði að bannað yrði að nota fiskmjöl í dýrafóður. Með því að koma hratt og örugglega á framfæri upplýsingum í samstarfi við önnur ríki tókst að koma í veg fyrir algert bann, en því miður var engu að síður bannað að nota fiskmjöl í fóður jórturdýra sem hafði mjög slæm áhrif á markaðinn. Binda menn nú vonir við að í ljósi þess að tekist hefur að endurbæta próf á íblöndun kjötmjöls í fóður þá muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins aflétta banninu sem mun væntanlega styrkja markaðinn á ný.</p> <p>Mjölfárið sýnir okkur að ef upplýsingar eru ekki á reiðum höndum, þá stöndum við varnarlaus. Neikvæð umfjöllun í fjölmiðlum getur á stuttum tíma eyðilagt jákvæða ímynd afurða sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Útflutningstekjurnar eru því háðar því að við getum sannað öryggi sjávarafurða með hliðsjón af þeim lögum og reglugerðum sem gilda á hverjum tíma svo og kröfum markaðarins. Gildir þar einu hvort um er að ræða ferskan fisk, unnar afurðir eða fiskeldi.</p> <p>Ég beitti mér fyrir úttekt á málinu og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins skilaði af sér skýrslu sem kynnt var í sumar og hægt er að nálgast á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins. Í henni koma fram leiðir til að tryggja öryggi útflutningstekna. Mikilvægt er að upplýsingasöfnun um óæskileg efni í sjávarafurðum Íslendinga sé gerð á skipulegan hátt og tryggt að á hverjum tíma séu til nýjar upplýsingar um efnainnihald þeirra. Megin niðurstöður þeirra mælinga sem nú liggja fyrir sýna að mengunarefni í íslensku sjávarfangi eru í langflestum tilvikum langt undir þeim mörkum sem sett hafa verið.</p> <p>Þá var að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins hafin vinna hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins árið 2003 sem snéri að því að&nbsp;mæla innihald óæskilegra efna í sjávarafurðum, bæði afurðum til&nbsp; manneldis og afurðum lýsis- og mjöliðnaðar. Upplýsingarnar munu nýtast þeim&nbsp; sem vinna við að selja sjávarafurðir&nbsp; til að meta það hvernig afurðir standast&nbsp; þau mörk sem þegar eru í gildi á Íslandi, ESB og hjá öðrum viðskiptaþjóðum Íslendinga,&nbsp; og sem stjórnvöld og söluaðilar sjávarfangs þurfa að geta upplýst kaupendur og neytendur um. Niðurstöður mælinganna er hægt að nálgast á heimsíðum sjávarútvegsráðuneytisins og hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Þá vil ég geta þess að til þess að tryggja frekari uppbyggingu á þessu sviði er í fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir gert ráð fyrir 30 milljónum sem sérstaklega eru ætlaðar í þetta verkefni. Viðbótar mælingar á heilnæmi sjávarfangs munu fyrst og fremst fara fram í nýrri aðstöðu Rf í Borgum, rannsóknahúsi Háskólans á Akureyri sem nýlega var tekið í notkun. Þannig hef ég markvisst verið að styrkja þennan þátt í öryggi útflutningstekna af íslenskum sjávarafurðum.</p> <p>Annað sem er að koma upp á yfirborðið og snýr að öryggi útflutningstekna er umræða sem er að þróast um umhverfismat á áhrifum sjávarútvegs. Fyrir stuttu síðan kom út bók eftir Charles Clover blaðamann á <em>Daily Telegraph</em> sem ber heitið <em>The End of the Line</em> og hefur undirtitilinn <em>How overfishing is changing the world and what we eat</em>, sem mætti þýða sem "Undir það síðasta, áhrif ofveiði á heimsmyndina og hvað við borðum". Ég hef áður vitnað í þessa bók og fengið bágt fyrir og var skýringin helst sú að höfundur bókarinnar er á móti notkun botndrægra veiðarfæra. En það sem stjórnmálamaður ætti síst af öllu að gera er að afneita umræðu sem á sér stað, hans hlutverk er miklu frekar að hlusta eftir öllum sjónarmiðum og leggja síðan mat á málefnin og taka frumkvæði í að breyta eða hafa áhrif á framvindu umræðunnar. Umhverfisáhrif fiskveiða er málefni sem mun verða fyrirferðameira í framtíðinni um heim allan og það endurspeglast einmitt í bókinni; <em>The End of the Line.</em></p> <p>Ráðuneytið og stofnanir þess eru þegar farin að undirbúa sig fyrir frekari umræðu um umhverfisáhrif fiskveiða. Nýverið var unnið rannsóknaverkefni sem ber heitið "Vistferilsgreining á þorskafurðum" og unnið var af starfsfólki Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins í samstarfi við Iðntæknistofnun. Verkefnið snýst um að gera tilraun til að finna út hver séu umhverfisáhrif þorskveiða, allt frá miðum til maga, með því að nota staðlaðar aðferðir sem unnið er með við mat á umhverfisáhrifum á ýmissi atvinnustarfsemi óskyldri sjávarútvegi. Niðurstöðurnar þurfa kannski ekki að koma á óvart en þær eru í grundvallaratriðum að olían hafi mest áhrif á umhverfið.</p> <p>Þetta er fyrsta rannsókn þessarar tegundar sem gerð er á umhverfisáhrifum íslensks sjávarútvegs en aðferðirnar þarf að aðlaga sérstaklega að sjávarútvegi. Stöðluðu aðferðirnar ganga fyrst og fremst út frá starfsemi á landi en ekki á sjó og engar upplýsingar liggja fyrir um þætti sem gætu skipt máli svo sem áhrif á hafsbotninn. Ég mun beita mér fyrir frekari vinnu á þessu sviði og meðal annars láta reyna á hvort félagar okkar á öðrum norðurlöndum hafi áhuga á að koma að slíku starfi. Norðurlöndin eru samanlagt stærsti útflytjandi af fiski í heiminum og við ásamt öðrum norðurlöndum verðum að hafa frumkvæði í því að þróa aðferðir við mat á umhverfisáhrifum sjávarútvegs, sem taka á réttan hátt tillit til allra aðstæðna í sjávarútveginum sem máli skipta. Á okkur hvílir sú skylda að hafa frumkvæði vegna þess að annars getum við átt á hættu að umræðan og mat á umhverfisáhrifum verði leidd og aðferðir þróaðar, af öfgafullum umhverfissamtökum með fordóma í garð sjávarútvegsins. Slíkt gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg og þjóðarhag.</p> <p>Annað atriði þessu tengdt er að ákvarðanir um friðun hafsvæða hafa hingað til fyrst og fremst verið teknar á grundvelli samsetningar á fiski á einstökum svæðum. Hefur þá bæði verið horft til stærðar og tegundasamsetningar. Hins vegar vitum við ekki nægilega mikið um hvaða áhrif landslagið á botninum hefur varðandi viðgang fiskistofnanna. Hafrannsóknastofnun hefur hafið rannsókn á botninum í kjölfar þess að stofnunin eignaðist nýtt rannsóknaskip með sérhæfðum búnaði til slíkra rannsókna.</p> <p>Nýverið skipaði ég nefnd sem hefur það hlutverk að skoða forsendur um friðun einstakra hafsvæða í víðu samhengi. Í störfum sínum mun nefndin skoða og skilgreina hvaða forsendur beri að leggja til grundvallar þegar teknar eru ákvarðanir um friðun viðkvæmra hafsvæða.</p> <p>Góðir fundarmenn!</p> <p>Vöxtur íslensks sjávarútvegs tengist nýjungum í greininni, ný störf verða til í tengslum við nýjungar í vinnslu og nýtingu sjávarafurða. Það var slík hugsun sem var höfð að leiðarljósi þegar sjávarútvegsráðuneytið ákvað að skipa nefnd um aukið virði sjávarfangs. Í framhaldi af niðurstöðum nefndarinnar var AVS sjóðurinn settur á fót og er það núna eitt af megin stefnumálum ráðuneytisins að auka enn frekar verðmæti þess sjávarfangs sem að landi berst. Úthlutað var úr sjóðnum í fyrsta sinn á síðasta ári samtals 74 milljónum króna. Í ár hefur sjóðurinn úr 120 m.kr. að spila og svo 200 m.kr. á næsta ári skv. fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Verkefnin sjóðsins eru af ýmsum toga en þau eru flokkuð upp í fiskeldi, gæði, líftækni, markaðssetningu og vinnslu. Mesta fjármagnið hefur farið í fiskeldið sem undirstrikar þá miklu gerjun sem er í þeim málaflokki.</p> <p>Þróunarvinna tekur tíma og því er kannski vart við því að búast að við sjáum mikinn árangur af starfi AVS fyrst til að byrja með. Engu að síður erum við þegar farin að uppskera í kjölfar úthlutana úr sjóðnum. Í því sambandi er skemmtilegt að segja frá því að AVS styrkti áhugavert verkefni varðandi nýtingu á tegund sem flestir héldu að væri ónýtanleg en þetta er &bdquo;Vinnsla á íslenskum sæbjúgum". Nú hefur verið komið á fót fyrirtæki um þetta verkefni sem er með aðsetur á Grundarfirði. Sæbjúgu hafa aldrei verið nýtt hér á landi áður en þessi dýrategund hefur verið þekkt matvara meðal margra Asíuþjóða. Eins og gefur að skilja þá þarf að mörgu að huga við veiðar og vinnslu nýrra tegunda, en framvindan í verkefninu hefur verið góð, búið að senda fjölda sýnishorna til kaupenda erlendis og hafa viðbrögðin verið jákvæð þó auðvitað þurfi sífellt að lagfæra þætti í vinnslunni til að mæta sérstökum óskum kaupenda. Erlenda vinnslutækni var ekki hægt að yfirfæra að öllu leyti þar sem íslensku sæbjúgun eru að nokkru leyti frábrugðin þeim sem þegar er verið að vinna. Nú er að baki mikil þróunar- og markaðsvinna og er verkefnisstjóri verkefnisins bjartsýnn á að góður grundvöllur sé fyrir nýtingu sæbjúgna þó enn sé að mörgu að hyggja. En vonandi verður innan tíðar hægt að tala um að ný tegund hafi bæst í flóru íslenskra sjávarafurða.</p> <p>Þá hefur Skaginn hf. á Akranesi hefur nýtt sér rannsóknaniðurstöður Rf við hönnun nýrrar vinnslulínu sem vakið hefur töluverða athygli. Þetta verkefni var og er styrkt af AVS og er eitt dæmi af mörgum um mjög jákvætt samstarf rannsóknastofnunar og fyrirtækis.</p> <p>Annað dæmi um verkefni sem við sjáum nú þegar að er að skila sér í auknum tekjum inn í sjávarútveginn er verkefni sem unnið er af Marorku og er hönnun á búnaði til að draga úr orkunotkun og mengun fiskiskipa. Verkefnið fékk ítarleg umfjöllun í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu.</p> <p>Bæði þessi verkefni, þ.e. AVS verkefnið og öryggi útflutningstekna snerta afkomu þjóðarbúsins, útgerðarinnar og síðast en alls ekki síst sjómanna. Þetta sýnir okkur jafnframt hversu nauðsynlegt það er að fara nú að beina umræðu um sjávarútvegsmál í jákvæðan farveg.</p> <p>Að lokum við ég segja að ég er ánægður með að niðurstaða skuli hafa fengist í viðræðum sjómanna og útvegsmanna, en nú er málið í dómi sjómanna og mun hafa sinn gang. Mín framtíðarsýn er sú að farið verði að horfa til sjávarútvegs í víðara samhengi og allir sem vinna í tengslum við sjávarútveg snúi bökum saman og vinni að framgangi hans útgerðarmönnum, sjómönnum og þjóðinni allri til heilla.</p> <p>Ég vil þakka Sjómannasambandinu, formanni þess og forsvarsmönnum gott samstarf og óska jafnframt eftir góðu samstarfi um ókomna tíð.</p> <p>Takk fyrir.</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2004-11-23 00:00:0023. nóvember 2004Málþing um matvælarannsóknir á Norðurlandi

<p align="center"><strong>Ávarp Árna M. Mathiesen á málþingi um</strong></p> <p align="center"><strong>matvælarannsóknir á Norðurlandi</strong></p> <p>Ágætu fundarmenn!</p> <p>Það er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að ávarpa ykkur hér í Borgum, nýju og glæsilegu rannsóknahúsi Háskólans á Akureyri. Mér finnst ótrúlega stutt síðan að ég kom í heimsókn hingað í háskólann stuttu eftir að ég varð ráðherra og Þorsteinn háskólarektor sýndi mér líkan af háskólasvæðinu, þar sem hann lagði sérstaka áherslu á væntanlegt rannsóknahús og mikilvægi þess í uppbyggingu skólans í framtíðinni. Þegar ég lít til baka tel ég að það hafi ekki síst verið fyrir framsetningu rektorsins að við Björn Bjarnason, sem þá var menntamálaráðherra, lögðum fram minnisblað um byggingu þessa húss í ríkisstjórninni. Jafnvel þótt hús það sem nú er risið sé að mörgu leyti frábrugðið því sem ég man eftir á líkaninu þá breytir það ekki því að hér er um glæsilega byggingu að ræða sem ég tel að eigi eftir að verða lyftistöng fyrir hvers kyns rannsóknir í þessum landshluta og háskólasamfélagið allt.</p> <p>Eins og ég hef skýrt frá áður á vettvangi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins þá standa yfir talsverðar áherslubreytingar hjá stofnuninni. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er öflugasta matvælarannsóknastofnun landsins með 70 ára sögu að baki. Áherslur Rf hafa tekið breytingum í gegnum tíðina og hef ég trú á að þær breytingar sem standa nú fyrir dyrum séu af hinu góða. Þær snúa fyrst og fremst að stofnuninni sjálfri þar sem hún hefur verið að draga sig að stórum hluta út úr þjónusturannsóknum sem eru í samkeppni við einkaaðila. Einnig hefur verið umræða um matvælarannsóknir og framtíð þeirra í mun víðara samhengi þar sem verið er að skoða hvort grundvöllur sé fyrir að sameina allar stofnanir sem leggja stund á matvælarannsóknir á vegum ríkisins.</p> <p>Hvað þjónusturannsóknirnar Rf. varðar þá er rétt að taka fram að það hefur aldrei verið markmið Rf að stunda samkeppni á því sviði rannsókna sem einkaaðilar geta sinnt. Á sínum tíma var ekki hjá því komist að Rf stundaði þjónusturannsóknir þar sem það var eina leið fyrirtækjanna til að fá nauðsynlega þjónustu. Nýir möguleikar hafa nú verið opnast fyrir einkaaðila til að bjóða upp á þjónusturannsóknir þar sem fjármögnun tækja og tóla verður sífellt viðráðanlegri. Það er því ekkert nema í samræmi við það sem áður er sagt að RF dragi sig út úr þeim.</p> <p>Minnkandi þjónusturannsóknir opinberra aðila þurfa alls ekki að veikja rannsóknastarfsemi úti á landi, heldur þvert á móti fela breytingarnar í sér ákveðin tækifæri. Í ljósi þess að í flestum tilfellum er hagkvæmast að framkvæma þjónusturannsóknir við sjávarútveginn í nálægð við þá staði sem mest útgerð er stunduð, bendir flest til að breytingarnar kalli á litla færslu þjónusturannsókna á milli staða. Þá er nálægð rannsóknastofnana við þær atvinnugreinar sem þær þjóna mikilvæg til þess að upplýsingaflæðið geti verið sem best og samvinnan mest. Í kjölfar breytinga á þjónustumælingunum Rf hefur þegar verið hafin vinna við að efla rannsóknaþátt útibúana úti á landi, ekki síst hér á Akureyri.</p> <p>En ábyrgðin um auknar rannsóknir hvílir ekki eingöngu á ríkinu heldur líka á heimamönnum og fyrirtækjunum. Stjórnendur fyrirtækja verða að nýta sér þá möguleika og sóknarfæri sem felast í samstarfi við rannsóknastofnanir atvinnuveganna. Flest íslensk fyrirtæki eru af þeirri stærðargráðu að þau megna ekki að leggja nema að hluta til í þann mikla kostnað sem fylgir öflugu rannsóknar og þróunarstarfi. Þau þurfa því vera opin fyrir samvinnu og að nýta þá miklu sérfræðiþekkingu sem í boði er.</p> <p>Styrkur Norðurlands þegar kemur að matvælarannsóknum liggur í því að hér er matvælaiðnaður mjög sterkur og hefur svo verið um langt skeið. Hér eru tvö af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins sem reka afkastamiklar fiskvinnslur á svæðinu bæði í bolfiski og rækju. Þessi sömu fyrirtæki hafa verið að hasla sér völl í fiskeldi og eru á margan hátt drifkraftur í þeim efnum.</p> <p>Þá er hér í nágrenni Akureyrar stundaður öflugur landbúnaður og í kringum hann hafa orðið til nokkur af stærstu matvælafyrirtækjum landsins sem dreifa vörum sínum um land allt og hafa jafnvel verið að þróa framleiðslu í neytendapakningar til útflutnings.</p> <p>Hitt atriðið sem ég minntist á varðandi breytingar á Rf er spurningin um það hvort grundvöllur sé fyrir að sameina allar stofnanir sem leggja stund á matvælarannsóknir á vegum ríkisins.</p> <p>Í síðustu viku skilaði starfshópur sem starfaði í umboði forsætisráðherra af sér skýrslu sem fjallaði um forsendur slíkrar sameiningar ásamt þarfagreininu fyrir matvælarannsóknir og þróun á því sviði. Markmiðið sem haft var að leiðarljósi var að stuðla að hagræðingu, samræmdum vinnubrögðum og betri þjónustu við sjávarútveg, landbúnað og annan matvælaiðnað. Starfshópnum var jafnframt falið að gera tillögur um formlegt samstarf nýrrar stofnunar og háskólanna í landinu í því augnamiði að tryggja samvinnu um menntun, rannsóknir og þróunarstarf og stuðla jafnframt að gagnkvæmu flæði starfsmanna og verkefna milli stofnana, háskóla og atvinnulífs.</p> <p>Eins og skipulagið er nú fara matvælarannsóknir sem kostaðar eru af ríkinu að mestu fram hjá fjórum stofnunum: Iðntæknistofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar og síðast en ekki síst hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Eðli málsins samkvæmt er sú síðastnefnda stærst, þar sem framleiðslan í atvinnugreininni sem hún þjónar er lang umfangsmest. Ef tekið er mið af starfsmannafjölda þá vinna 56 hjá Rf á meðan níu starfa hjá MÖTRU, þ.e. samstarfsvettvangi Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og 11 manns hjá Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar. Þá varpar sú staðreynd að um 40% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar verða til fyrir tilstuðlan sjávarútvegsins ljósi á mikilvægi greinarinnar fyrir afkomu þjóðarinnar.</p> <p>Ég held að enginn þurfi eftir þessa yfirferð að velkjast í vafa um að sjávarútvegsráðuneytið horfir mjög til starfa Rf. Tillaga starfshóps forsætisráðherra lýtur að því að komið verði á fót Matvælarannsóknastofnun Íslands og að verksvið hennar nái yfir rannsóknir, þróun, framleiðslu og meðferð matvæla frá hráefni til neytendavöru óháð uppruna. Stofnunin yrði því rannsókna og þjónustustofnun fyrir sjávarútveg, landbúnað og annan matvælaiðnað. Starfshópurinn leggur til að<em>; " málefni stofnunarinnar heyr[i] undir sjávarútvegsráðuneytið enda tengist það stærstu grein matvælaiðnaðar á Íslandi og þar eru hagsmunir mestir"</em> svo vitnað sé beint í skýrslu starfshópsins. Ég er ánægður með að starfshópurinn skuli hafa komist að þessari niðurstöðu. Samræming og sameining rannsókna í eina stofnun mun skila hagræðingu í rekstri, betri rannsóknum og betri þjónustu við matvælaiðnað í landinu. Ég hef ekki sóst eftir því að sölsa undir sjávarútvegsráðuneytið matvælarannsóknir annarra en tel niðurstöðu starfshópsins um hvar stofnunin verði vistuð rökrétta og skynsamlega.</p> <p>Ég er því tilbúinn til þess að stuðla að breytingum á umhverfi matvælarannsókna á þeim forsendum sem koma fram í skýrslunni.</p> <p>Í sjávarútvegsráðuneytinu er það skýr stefna að vinna beri að því að auka enn frekar verðmæti þess sjávarfangs sem að landi berst. Hér er ég meðal annars að vísa til AVS-sjóðsins sem hefur þann tilgang að flýta þróun verðmætuaukningar í sjávarútvegi. Úthlutað var úr sjóðnum í fyrsta sinn á síðasta ári samtals 74 milljónum króna. Í ár hefur sjóðurinn úr 120 m.kr. að spila og svo 200 m.kr. á næsta ári skv. fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Verkefnin sjóðsins eru af ýmsum toga en þau eru flokkuð upp í fiskeldi, gæði, líftækni, markaðssetningu og vinnslu. Mesta fjármagnið hefur farið í fiskeldið sem undirstrikar þá miklu gerjun sem er í þeim málaflokki.</p> <p>Fram til þessa hefur megin þunginn í fiskeldi snúið að eldi ferskvatnsfiska en AVS sjóðurinn einbeitir sér fyrst og fremst að eldi sjávarfiska. Engu að síður er nauðsynlegt að nýta þá reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur í fiskeldi í gegnum tíðina því margt sem við höfum framkvæmt safnast fyrir í reynslubrunninum. En þó við getum mikið lært af laxeldinu bæði hvað varðar þekkingu og þróun í markaðssetningu þá er nauðsynlegt að byggja upp sérhæfða þekkingu sem snýr að einstökum tegundum í eldi sjávarfiska. Hér á Akureyri verður í framtíðinni lögð enn frekari áhersla á þennan þátt. Nú þegar er í gildi samstarfssamningur milli Rf, Háskólans á Akureyri og Hóla um samstarf í fiskeldisrannsóknum sem hefur alla burði til þess að vera grunnur að öflugu og árangursríku starfi á þessu sviði í framtíðinni.</p> <p>Annað verkefni sem AVS sjóðurinn kemur að og er vistað hjá Háskólanum á Akureyri er átaksverkefni í líftækni eða Líftækninetið. Verkefnið er samstarfsverkefni þriggja ráðuneyta, sjávarútvegs-, iðnaðar og menntamálaráðuneytis. Líftækninetið sem hefur einn starfsmann á sínum vegum er gott dæmi um það hvernig nokkur ráðuneyti geta tekið höndum saman í þeim tilgangi að efla einstök verkefni. Aðkoma sjávarútvegsins felst í samvinnu við AVS verkefnið. Eins og ég nefndi hér að framan þá er sérstakur faghópur innan AVS verkefnisins sem fjallar um líftækni og mun hópurinn taka að sér að sjá um matsferli umsókna í tengslum við Líftækninetið.</p> <p>Ég hef að undanförnu undirstrikað það hversu mikilvægt er að hugsa sjávarútvegsmálin ekki of þröngt. Eins og umræðan hefur gjarnan verið mætti ætla að það væri upphaf og endir alls í sjávarútvegi að rífast um kvótamál. En ég fullyrði að sú umræða er úrelt og gerir ekkert annað en að rugla okkur í ríminu og leiða athyglina frá því sem máli skiptir. Við verðum að hugsa um sjávarútveginn í mun víðara samhengi, allt frá því að fiskurinn er veiddur þar til neysla hans fer fram og er kvótakerfið einungis hluti af þeirri hugsun. Kaupendur fisks gera sífellt strangari kröfur á öllum sviðum, ekki bara varðandi meðferð hans og gæði heldur varðandi alla umgjörð fiskveiða. Smásölum hér áður fyrr var nokkuð sama um umgjörð fiskveiðanna ef gæðin voru í lagi. Þeir voru ekki að spá í það hvernig hann var veiddur, hvort veiðarfæri væru vistvæn, hvort stundaðar væru sjálfbærar veiðar af viðkomandi ríki eða hvert efnainnihald sjávarfangsins var. Nú er þetta allt farið að spila saman og stórfyrirtæki eins og Carrefour, McDonalds, Unilever og Waitros hafa verið í sambandi við sjávarútvegsráðuneytið til þess að fara yfir þessa þætti. Á ferð minni til Englands í síðustu viku fór ég og skoðaði eina af verslunum Waitros sem staðsett er í Canary Wharf hverfinu í Lundúnum. Þar kom berlega í ljós þessi heildarhugsun frá miðum til maga. Fyrir ofan fiskborðið þar sem íslenskur fiskur var sérstaklega merktur hékk mynd af línubátnum Kristrúnu RE-177 ásamt texta um að þetta væri báturinn sem veiddi þann íslenska fisk sem var til sölu í fiskborðinu og að veiðarnar væru sjálfbærar.</p> <p>Eitt af því sem við þurfum alltaf að hafa á reiðum höndum eru upplýsingar um efnainnihald fisks sem veiddur er af íslenska fiskiskipaflotanum. Ef við höfum þær ekki geta útflutningstekjur okkar skerst verulega. Ekki er hægt að vita hvenær fyrirtæki, opinberar stofnanir eða öfgasamtökum dettur í hug að setja fram nýjar reglur um efnainnihald eða hræða almenning með röngum upplýsingum um skaðsemi á efnainnihaldi sjávarfangs. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur unnið markvisst að því að rannsaka efnainnihaldi fisks og geta allir nálgast niðurstöðurnar á heimsíðum Rf og sjávaútvegsráðuneytisins. Þá er mikilvægt að í fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir 30 milljónum sem sérstaklega eru ætlaðar í þetta verkefni og því tryggt að áframhaldandi uppbyggingu verður á þessu sviði. Munu viðbótar mælingar á heilnæmi sjávarfangs fyrst og fremst fara fram í nýrri aðstöðu Rf hér á Akureyri.</p> <p>Góðir fundarmenn, hér á þessu svæði er mikil almenn þekking í sjávarútvegi sem býður upp á enn frekara og öflugra samstarf við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Fundurinn sem haldinn er hér í dag sýnir að mikill hugur er í mönnum hvað varðar rannsóknir á ýmsum sviðum. Það er mín stefna að leggja áherslu á að starfsemi Rf á Akureyri vaxi ár frá ári og að innan nokkurra ára verði starfsstöð stofnunarinnar hér orðin að verulega öflugri einingu sem leggur mikið að mörkum til rannsókna á íslensku sjávarfangi. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem standa að ráðstefnunni fyrir framtakið.</p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <p><br /> <br /> </p>

2004-11-12 00:00:0012. nóvember 2004Aðalfundur Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins 12. nóvember 2004

<p><strong>Ræða Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á ársfundi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins 12. nóvember 2004.</strong></p> <p align="justify">Ágætu fundarmenn!</p> <p>Möguleg sameining opinberra matvælarannsókna í einni stofnun eða fyrirtæki er efni skýrslu starfshóps sem skilað var í vikunni en hópurinn var skipaður af forsætisráðherra í ágúst síðastliðnum. Starfshópurinn átti að skýra forsendur slíkrar sameiningar og meta þarfir fyrir matvælarannsóknir og þróun á sviðinu. Markmiðið skyldi vera að stuðla að hagræðingu, samræmdum vinnubrögðum og betri þjónustu við sjávarútveg, landbúnað og annan matvælaiðnað. Starfshópnum var jafnframt falið að gera tillögur um formlegt samstarf nýrrar stofnunar og háskólanna í landinu í því augnamiði að tryggja samvinnu um menntun, rannsóknir og þróunarstarf og stuðla jafnframt að gagnkvæmu flæði starfsmanna og verkefna milli stofnana, háskóla og atvinnulífs.</p> <p></p> <p>Matvælaframleiðsla er mikilvægasta atvinnugrein okkar Íslendinga. Sjávarútvegurinn ber höfuð og herðar yfir aðra matvælaframleiðslu enda færir hann í bú um 40% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Eins og skipulagið er nú fara matvælarannsóknir sem kostaðar eru af ríkinu að mestu fram hjá fjórum stofnunum: Iðntæknistofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar og síðast en alls ekki síst hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Eðli málsins samkvæmt er sú síðastnefnda stærst, þar sem framleiðslan í atvinnugreininni sem hún þjónar er lang umfangsmest. Ef tekið er mið af starfsmannafjölda þá vinna 56 hjá Rf á meðan níu starfa hjá MÖTRU, þ.e. samstarfsvettvangi Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og 11 manns hjá Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar.</p> <p>En Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er ekki bara öflug stofnun heldur á hún sér langa sögu sem spannar 70 ár. Áherslur Rf hafa tekið breytingum í gegnum tíðina þótt meginmarkmiðið hafi ætíð verið hið sama, að auka gæði íslensks sjávarfangs og jafnframt nú hin síðari ár að afla upplýsinga til að hægt sé að gefa skýr svör um efnainnihald þess. Rf er nú að ganga í gegnum nýtt breytingaskeið, stofnunin hefur verið að draga sig að stórum hluta út úr þjónusturannsóknum sem eru í samkeppni við einkaaðila.</p> <p>Þessi þróun er eðlileg og á sér sínar skýringar. Það hefur aldrei verið markmið Rf að stunda samkeppni á því sviði rannsókna sem einkaaðilar geta innt af hendi. Á sínum tíma var ekki hjá því komist að Rf stundaði þjónusturannsóknir því það var eina leiðin til þess að fyrirtækin gætu fengið þá þjónustu sem var þeim nauðsynleg. Nýir möguleikar hafa opnast fyrir einkaaðila í kjölfar þess að rannsóknartæki og tól verða sífellt umfangsminni og ódýrari. Af þeim sökum hafa einkaaðilar nú möguleika á að bjóða þjónusturannsóknir á viðráðanlegu verði fyrir fyrirtækin. Frá því að sjálfstætt starfandi þjónustuaðilar fóru að geta boðið þetta hefur Rf fylgt þeirri stefnu að kaupendur samsvarandi þjónustu þar, standi undir öllum tilheyrandi rekstrarkostnaði. Mikið hefur verið lagt upp úr því að rekstrarlegur aðskilnaður sé á milli þjónusturannsókna og annarra rannsókna eins og samkeppnislög gera ráð fyrir. Rétt er að taka það fram að hvorki Samkeppnisstofnun né Ríkisendurskoðun hafa gert athugasemdir við rekstrarlegan aðskilnað hjá Rf. Minnkandi þjónusturannsóknir munu hafa í för með sér að rannsóknaþáttur útibúanna á landsbyggðinni verður efldur.</p> <p>Stofnanir ríkisins á borð við Rf eru til þess að þjóna viðskiptavinum sínum og þannig hugsar starfsfólk stofnunarinnar. En það er líka nauðsynlegt að atvinnugreinin geri sér grein fyrir sínu hlutverki og nýti þá möguleika og sóknarfæri sem felast í samstarfi við Rf. Flest íslensk fyrirtæki eru af þeirri stærðargráðu að þau megna ekki að leggja nema að hluta til í þann gríðarlega kostnað sem fylgir öflugu rannsóknar og þróunarstarfi. Þau þurfa því vera opin fyrir samvinnu og að nýta þá miklu sérfræðiþekkingu sem starfsfólki Rf býr yfir. Ég tel reyndar, að innan greinarinnar sé einlægur vilji til að hún hagnýti sér þekkingu innan Rf í eigin þágu og þar með þjóðarinnar allrar.</p> <p>Eitt af stóru verkefnunum framundan snýst um öryggi matvæla. Kröfur þeirra sem hafa áhrif á útflutning fisks eru sífellt að verða flóknari. Ekki aðeins eru kröfur markaðarins verða sífellt flóknari heldur bætast þar við kröfur opinberra stofnana bæði hér á landi og erlendis ásamt aðgerðum og upphlaupi ýmissa öfgasamtaka sem kæra sig kollóta um staðreyndir og gera út á einfaldan boðskap og vilja fólks til að láta gott af sér leiða í náttúru og umhverfisvernd. Gengur þeim best að fá fólk til að styðja það sem er svo fjarlægt því að afleiðingarnar snerta það ekki sjálft. Sjávarútvegur er, hvort sem okkur líkar betur eða verr, í þeirri stöðu í borgar og tæknisamfélagi nútímans. En barátta slíkra samtaka sem ekki byggir á traustum grunni skilar litlu. Hún skapar hins vegar mikla vinnu fyrir þá sem þurfa að verjast ásókninni, og er því sinnt í samvinnu ráðuneytisins og stofnanna þess. Til dæmis er mikilvægt er að búa yfir vönduðum upplýsingum frá viðurkenndum aðilum og vera ætíð viðbúinn því að þurfa að koma þeim hratt og örugglega á framfæri. Til að koma í veg fyrir að útflutningstekjur þjóðarinnar skaðist vegna nýrra viðmiða eða krafna, verðum við með óyggjandi hætti að geta sýnt fram á að fiskafurðir okkar séu öruggar með hliðsjón af þeim viðmiðum sem í gildi eru hverju sinni.</p> <p>Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins gerði árið&nbsp;2003 sérstakt átak í að&nbsp;mæla innihald óæskilegra efna í sjávarafurðum, bæði afurðum til&nbsp; manneldis og afurðum lýsis- og mjöliðnaðar. Upplýsingarnar munu nýtast þeim&nbsp; sem vinna við að selja sjávarafurðir&nbsp; til að meta það hvernig afurðir standast&nbsp; þau&nbsp; mörk sem þegar eru í gildi á Íslandi, ESB og viðskiptaþjóðum Íslendinga,&nbsp; og sem stjórnvöld og söluaðilar sjávarfangs þurfa að geta upplýst kaupendur og neytendur um.</p> <p>Megin niðurstöður þeirra mælinga sem liggja fyrir, sýna að mengunarefni í íslensku sjávarfangi eru í langflestum tilvikum langt undir þeim mörkum sem sett hafa verið.</p> <p>Niðurstöðurnar má nálgast á netinu bæði hjá RF og á heimasíðu ráðuneytisins.</p> <p>Rétt að geta þess hér að til þess að tryggja frekari uppbyggingu á þessu sviði er í fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir gert ráð fyrir 30 milljónum sem sérstaklega eru ætlaðar í þetta verkefni. Viðbótar mælingar á heilnæmi sjávarfangs munu fyrst og fremst fara fram í nýrri aðstöðu Rf í rannsóknahúsi Háskólans á Akureyri sem nýverið tók til starfa.</p> <p>Útflutningstekjur sjávarútvegsins eru ein megin stoð íslenska efnahagskerfisins og því ber okkur að tryggja öryggi útflutningstekna eins og frekast er kostur. Í sumar var kynnt og birt skýrsla sem unnin var af Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Í henni er bent á fleiri leiðir til að tryggja öryggi útflutningstekna.</p> <p>Annað stórt verkefni snýr að AVS verkefninu svokallaða sem stendur fyrir aukið virði sjávarfangs. AVS sjóðurinn hefur nú starfað í um 2 ár og eru verkefni hans af margvíslegum toga og snúa meðal annars að fiskeldi, gæðum, líftækni, markaðssetningu og vinnslu. Sjóðurinn hefur veitt styrki til um 30 verkefna fyrir um 74 milljónir kr., 2003 og á yfirstandandi ári er búið að styrkja 25 verkefni fyrir samtals um 81 milljón króna en sjóðurinn hefur úr 120 milljónum að spila og því má reikna má með að verkefnum eigi eftir að fjölga nokkuð áður en árið er úti. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir 200 milljónum króna í AVS sjóðinn og það er trú mín að greinin geti nýtt sér þennan stuðning til að flýta enn frekar fyrir þróun og nýjungum í vinnslu sjávarafurða.</p> <p>Þróunarvinna tekur tíma og vart við því að búast að við sjáum strax mikinn árangur af starfi AVS. Engu að síður erum við þegar farin að uppskera í kjölfar úthlutana úr sjóðnum. Í því sambandi er skemmtilegt að segja frá því að AVS styrkti áhugavert verkefni varðandi nýtingu á tegund sem flestir héldu að væri ónýtanleg en þetta er &bdquo;Vinnsla á íslenskum sæbjúgum". Nú hefur verið komið á fót fyrirtæki um þetta verkefni á Grundarfirði. Sæbjúgu hafa aldrei verið nýtt hér á landi áður en þessi dýrategund hefur verið þekkt matvara meðal margra Asíuþjóða. Eins og gefur að skilja þá þarf að mörgu að huga við veiðar og vinnslu nýrra tegunda, en framvindan í verkefninu hefur verið góð, búið er að senda fjölda sýnishorna til kaupenda erlendis og hafa viðbrögðin verið jákvæð þótt auðvitað þurfi sífellt að lagfæra þætti í vinnslunni til að mæta sérstökum óskum kaupenda. Erlenda vinnslutækni var ekki hægt að yfirfæra að öllu leyti þar sem íslensku sæbjúgun eru að nokkru leyti frábrugðin þeim sem þegar er verið að vinna. Nú er að baki mikil þróunar- og markaðsvinna og er verkefnisstjóri verkefnisins bjartsýnn á að góður grundvöllur sé fyrir nýtingu sæbjúgna þó enn sé að mörgu að hyggja. Vonandi verður innan tíðar hægt að tala um að ný tegund hafi bæst í flóru íslenskra sjávarafurða.</p> <p>Nefna má fleiri dæmi um verkefni sem við sjáum nú þegar að er að skila sér í auknum tekjum inn í sjávarútveginn. Eitt af fyrstu verkefnunum sem AVS styrkti var samvinnuverkefni Skagans á Akranesi og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins við hönnun á nýrri flakavinnslulínu. Verkefnið byggist alfarið á hugmynd Skagans og tækni sem þeir hafa þróað, en þáttur Rf hefur fyrst og fremst falist í því að meta gæði og áhrif vinnslulínunnar á afurðirnar. Þannig hefur verið hægt að sýna fram á með vísindalegum hætti fram á kosti vinnslulínunnar og jafnframt að bæta hönnun með tilliti til þrifa. Vinnslulínan er komin í notkun á nokkrum stöðum á landinu og miðað við þær niðurstöður sem liggja fyrir, skilar línan betri afurðum með tilliti til gerlamengunar og loss heldur en hefðbundnar vinnslulínur. Þessir þættir eru mikilvægir ekki síst í ferskfiskvinnslu, þar sem geymsluþol og útlit skipta miklu máli.</p> <p>Þá hefur AVS rannsóknasjóðurinn í samvinnu við Útflutningsráð Íslands ákveðið að styrkja verkefni sem hefur það að markmiði að styrkja þróun og markaðssetningu líftækniafurða sem unnar eru úr íslensku sjávarfangi. Nokkur fyrirtæki hafa verið að hasla sér völl á þessum vettvangi og eru margar áhugaverðar afurðir að líta dagsins ljós. Mikil vinna fellst í því að afla réttra viðskiptatengsla og koma nýrri vöru á markað. Hugmyndin með þessu verkefni er að auðvelda frumkvöðlum á þessu sviði að nálgast markaðinn á réttan máta og auka líkurnar á að íslenskar líftækniafurðir komist á markað.</p> <p>Til þessa verkefnis hefur verið ráðinn sérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategro. Hann mun meðal annars afla upplýsinga um markaðinn í Bandaríkjunum fyrir líftækniafurðir en einnig aðstoða einstök fyrirtæki, við að afla upplýsinga tengdum þeirra afurðum.</p> <p>Þróun nýrra afurða lýkur í raun ekki fyrr en þær hafa öðlast sess á markaðnum og að kaupendur er tilbúnir að kaupa vöruna aftur og aftur. Þessi lokakafli hefur oft reynst fyrirtækjum mjög tímafrekur og ekki síst kostnaðarsamur. Með þessu verkefni er reynt að aðstoða íslensk fyrirtæki í öflun upplýsinga um markaðinn og gera tækifærin sýnilegri.</p> <p>Ef horft er til einstakra flokka AVS þá hafa hæstu úthlutanir farið til fiskeldis og er mikill hugur í fyrirtækjum á því sviði enda er það mikilvægt fyrir okkur að eldið geti orðið öflug atvinnugrein í framtíðinni. Skynsamlega hefur verið á málum haldið þar sem stigið hefur verið varlega til jarðar og kunnáttan aukist jafnt og þétt. Við ætlum okkur ekki að verða eftirbátar annarra þjóða í þessum efnum.</p> <p>Áheyrendur góðir!</p> <p>Þegar breytingar voru gerðar á fjármögnun á rannsóknum á þessu og síðasta ári var meginmarkmið þeirra að efla rannsóknir og jafnframt bæta gæði rannsókna með aukinni samkeppni. Auk endurskipulagningar kerfisins ákvað ríkisstjórnin að veita meira fé til rannsóknasjóðanna.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Það var ekki ætlun þeirra sem að þessum breytingum stóðu, að þær leiddu til samdráttar á starfsemi rannsóknastofnana sem stutt hafa atvinnulífið enda segir orðrétt í fyrsta lið vísinda og tæknistefnu forsætisráðuneytisins að það eigi að <em>"auka úthlutunarfé opinberra samkeppnissjóða og samhæfa starfsemi þeirra þannig að það nýtist sem best vísinda- og tæknirannsóknum og nýsköpun í íslensku atvinnulífi."</em> Hinu nýja skipulagi er því síst ætlað að draga úr tækifærum rannsóknastofnanna, nema síður sé.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Það eru því nokkur vonbrigði að samfara því að nýju skipulagi hefur verið hleypt í framkvæmd virðist hafa komið upp hreyfing sem stefnt er gegn því að rannsóknastofnanirnar geti sótt fé úr þessum sjóðum. Af einhverjum undarlegum og óskiljanlegum ástæðum virðist sem sterk öfl í vísindasamfélaginu vinni gegn því að svokallaðar hagnýtar rannsóknir fái brautargengi í rannsóknasjóðum ríkisins. Ég vil hvetja menn til að endurskoða hug sinn hvað þetta varðar. Bilið milli hagnýtra rannsókna og grunnrannsókna er oft og tíðum ekki raunverulegt. Rannsóknir sem leiða skjótt til endurbóta í starfsemi fyrirtækja og í framleiðslu skila fljótt arði og efla þjóðarhag.</p> <p>Ef við lítum til hinna stóru rannsóknaáætlana í ESB sem Íslendingar eru þátttakendur í, eru menn ekki feimnir við að leggja áherslu á tiltekna þætti sem óskað er eftir að vísindasamfélagið einbeiti sér að. Það eru hagnýtar rannsóknir í breiðum skilningi þess orðs. Við Íslendingar tökum þátt í þessum áætlunum ESB. Í því felst að íslenskir vísindamenn og stofnanir geta sótt um styrk til verkefna í samstarfi við fleiri aðila. Í því felst jafnframt að Ísland tekur þátt í að fjármagna þær rannsóknir.</p> <p>Við mótun á stefnu í rannsóknarmálum okkar þarf að taka tillit til þessara staðreynda og leggja meiri áherslu á að efla samstarf rannsóknastofnana og skóla við erlenda aðila. Þannig verður þeim kleift að taka þátt í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum í framtíðinni. Ella eigum við á hættu að staðna. Íslendingar hafa verið hópi þeirra sem eru í forystu á alþjóðavettvangi&nbsp;í ýmsum þáttum rannsókna er varða sjávarútveg, og atvinnugreinin og stjórnvöld hafa verið tiltölulega fljót að nýta sér niðurstöður þessara rannsókna, okkur öllum til hagsbóta. Til að styrkja greinina enn frekar þurfa vísindamenn áfram að geta leitað fanga víða og greinin að hagnýta sér þá þekkingu sem þar fæst. Í stystu máli má orða það svo; íslenskir vísindamenn verði áfram í fremstu röð.</p> <p>Góðir fundarmenn!</p> <p>Ég held að enginn þurfi eftir þessa yfirferð að velkjast í vafa um að sjávarútvegsráðuneytið horfir mjög til starfa Rf enda er stofnunin helsti burðarstólpinn í matvælarannsóknum á landinu. Þá undirstrikar tilkoma AVS sjóðsins enn frekar þá áherslu ráðuneytisins á matvælarannsóknir í víðum skilningi. Tillaga starfshóps forsætisráðherra sem ég fjallaði um hér í upphafi er að komið verði á fót Matvælarannsóknastofnun Íslands og að verksvið hennar nái yfir rannsóknir, þróun, framleiðslu og meðferð matvæla frá hráefni til neytendavöru óháð uppruna. Stofnunin yrði því rannsókna og þjónustustofnun fyrir sjávarútveg, landbúnað og annan matvælaiðnað. Starfshópurinn leggur til að<em>; " málefni stofnunarinnar heyrir undir sjávarútvegsráðuneytið enda tengist það stærstu grein matvælaiðnaðar á Íslandi og þar eru hagsmunir mestir"</em> svo vitnað sé beint í skýrslu starfshópsins. Ég lýsi yfir ánægju minni með að starfshópurinn skuli hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu. Samræming og sameining rannsókna í einni stofnun muni skila hagræðingu í rekstri, betri rannsóknum og betri þjónustu við matvælaiðnað í landinu. Ég hef ekki sóst eftir því að sölsa undir sjávarútvegsráðuneytið matvælarannsóknir annarra en tel niðurstöðu starfshópsins um hvar stofnunin verði vistuð rökrétta og skynsamlega.</p> <p>Ég er því tilbúinn til þess að stuðla að breytingum á umhverfi matvælarannsókna á þeim forsendum sem koma fram í skýrslunni.</p> <p>Þakka ykkur fyrir.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2004-11-05 00:00:0005. nóvember 2004Aðalfundur Samtaka fiskvinnslu án útgerðar 6. nóvember 2004

<p><strong>Ræða Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu án útgerðar 6. nóvember, 2004</strong></p> <p>Ágætu fundarmenn!</p> <p>Í ræðum mínum að undanförnu hefur mér orðið tíðrætt um miklar og örar breytingar í fiskvinnslunni á undanförnum árum. Fiskkaupendur verða sífellt kröfuharðari, auknar og breyttar kröfur um gæði, rekjanleika, stærðarflokkun og efnainnihald eru til merkis um það. Margir ykkar sem hér eru, hafið verið brautryðjendur í að aðlaga framleiðsluna nýjum kröfum fiskkaupenda þar sem þið hafið getað með skjótum hætti komið til móts við breytileika markaðarins. Þekking ykkar á útflutningi á ferskum fiski hefur verið mikils virði fyrir þjóðina. Þróun ykkar í ferskfiskútflutning undanfarin áratug hefur reynst okkur sérstaklega mikilvæg nú þegar samkeppni frá Kína er orðin eins mikil og raun ber vitni. Þessi staðreynd sýnir okkur að fyrirtækin í samtökum ykkar eru nauðsynlegur hlekkur í þeirri heildarkeðju sem útgerð, fiskvinnsla og útflutningur sjávarafurða á Íslandi er.</p> <p>Það eru hins vegar ekki aðeins að kröfur markaðarins verði sífellt flóknari heldur bætast þar við kröfur opinberra stofnana bæði hér á landi og erlendis ásamt aðgerðum og upphlaupi ýmissa öfgasamtaka sem skeyta of litlu um staðreyndir og gera út á einfaldan boðskap og vilja fólks til að láta gott af sér leiða í náttúru og umhverfisvernd. Gengur þeim best að fá fólk til að styðja það sem er svo fjarlægt því að afleiðingarnar snerta það ekki sjálft. Sjávarútvegur er, hvort sem okkur líkar betur eða verr, í þeirri stöðu í borgar og tæknisamfélagi nútímans. En barátta slíkra samtaka sem ekki byggir á traustum grunni skilar litlu. Hún skapar hins vegar mikla vinnu fyrir þá sem þurfa að verjast ásókninni. Þeir sem gæta hagsmuna Íslands og sjávarútvegsins í heild hafa að undanförnu beitt sé í meira mæli við að koma staðreyndum til skila bæði í alþjóðlegu starfi og heimavinnu í upplýsingamálum.</p> <p>Við þurfum að vera viðbúin því óvænta úr þessari átt annars getur útflutningur sjávarfangs hlotið mikinn skaða af. Það er því einnig mikilvægt að búa yfir vönduðum upplýsingum frá viðurkenndum aðilum og vera ætíð viðbúinn því að þurfa að koma þeim hratt og örugglega á framfæri. Það getur skipt sköpum varðandi markaðsaðgang okkar víða um heim eins og sýndi sig þegar lagt var til bann við innflutningi á fiskimjöli í dýrafóður. Í því tilfelli tókst að milda áhrifin til muna þó svo að ekki tækist að afstýra banni við að nota fiskmjöl í fóðri jórturdýra. Binda menn nú vonir við, að í ljósi þess að tekist hefur að endurbæta próf á greiningu kjötmjöls í fóður, muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins aflétta banninu. En það er við rammann reip að draga þar sem er "svokallað almenningsálit" sem birtist m.a. í þeirri skoðun nokkurra þingmanna á þingi ESB að ekki eigi að fella bannið úr gildi því að ekki sé eðlilegt að kýr éti fisk !! Mér þykja slík ummæli sýna vanþekkingu á nútíma fóðrun dýra.</p> <p>Af dæminu má sjá hvernig einstakar stjórnvaldsaðgerðir geta skaðað útflutningstekjur okkar með beinum hætti og óhætt er að fullyrða að verr hefði farið ef ekki hefðu verið til upplýsingar frá þar til bærum aðilum. Það getur tekið einn dag að eyðileggja markaðsstarf sem hefur tekið ár og jafnvel áratugi að byggja upp. Til að koma í veg fyrir að útflutningstekjur þjóðarinnar skaðist vegna nýrra viðmiða eða krafna þá verðum við að með óyggjandi hætti að geta sýnt fram á að fiskafurðir okkar séu öruggar með hliðsjón af þeim viðmiðum sem í gildi eru. Útflutningstekjur sjávarútvegsins eru ein megin stoð íslenska efnahagskerfisins og því ber okkur að tryggja þær eins og frekast er kostur.</p> <p>En það er fleira en slíkar stjórnvaldsaðgerðir og aðgerðir náttúruverndarsamtaka sem geta haft víðtæk áhrif á fismarkaði. Það færist sífellt í aukanna að stórfyrirtæki setji fram eigin kröfur varðandi öryggi matvæla. Við þurfum líka að vera búin undir að þær geti verið á skjön við það sem opinberir aðilar krefjast á hverjum tíma. Í þessu felst bæði ögrun en sannarlega líka mikil sóknarfæri fyrir íslenskan fiskútflutning. Það felast tækifæri í því fyrir okkur að stórfyrirtæki eins og Carrefour, McDonalds og Unilever séu farin að taka það upp hjá sjálfum sér að gera kröfur um að fiskur sem þau kaupa sé veiddur úr stofnum sem nýttir eru með sjálfbærum hætti. Nú þegar hefur starfsfólk sjávarútvegsráðuneytisins þurft að gefa skýringar á því hvers vegna við veiðum umfram það aflamark sem er ákveðið í upphafi hvers fiskveiðiárs. Fyrirtæki gera einnig ríka kröfu um öryggi matvæla. Af þessu má sjá hvernig þessir þættir spila allir saman og tengjast markaðsfærslu sjávarafurða með beinum hætti og ef við stöndum okkur ekki í öflun upplýsinga þá getur það komið í bakið á okkur fyrr en varir og hefur ráðuneytið og stofnanir þess verið meðvituð um þetta.</p> <p>Að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins hóf Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins</p> <p>árið 2003 að mæla innihald óæskilegra efna í sjávarafurðum, bæði afurðum</p> <p>til manneldis og afurðum lýsis- og mjöliðnaðar. Upplýsingarnar munu nýtast</p> <p>þeim sem vinna við að selja sjávarafurðir til að meta það hvernig afurðir</p> <p>standast þau mörk sem þegar eru í gildi á Íslandi, ESB og viðskiptaþjóðum</p> <p>Íslendinga, og sem stjórnvöld og söluaðilar sjávarfangs þurfa að geta upplýst</p> <p>kaupendur og neytendur um.</p> <p>Niðurstöður mælinganna hafa nú verið birtar á netinu, nánar tiltekið á</p> <p>heimsíðum sjávarútvegsráðuneytisins og hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.</p> <p>Megin niðurstöður þeirra mælinga sem liggja fyrir sýna að mengunarefni í íslensku sjávarfangi eru í langflestum tilvikum langt undir þeim mörkum sem sett hafa verið.</p> <p>Þá er rétt að geta þess að til þess að tryggja frekari uppbyggingu á þessu sviði er í fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir gert ráð fyrir 30 milljónum sem sérstaklega eru ætlaðar í þetta verkefni. Viðbótar mælingar á heilnæmi sjávarfangs munu fyrst og fremst fara fram í nýrri aðstöðu Rf í rannsóknahúsi Háskólans á Akureyri sem nýverið tók til starfa.</p> <p>Í sumar var kynnt skýrsla sem unnin var af Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og hægt er að nálgast á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins. Í henni er bent á fleiri leiðir til að tryggja öryggi útflutningstekna.</p> <p> </p> <p>Góðir fundarmenn!</p> <p>Við höfum áður rætt á þessum vettvangi um aukið virði sjávarfangs. Í skýrslu AVS-hópsins er gerð grein fyrir framtíðarsýn fagfólks í sjávarútvegi. Einn þeirra þátta sem ætlað er stórt hlutverk og mun snerta ykkur í framtíðinni er fiskeldið. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að hlutur þess geti vaxið úr einum milljarði frá árinu 2001 í 36 milljarða á árinu 2012. Vitaskuld hlýtur þessi framtíðarsýn að teljast nokkuð bjartsýn og fyrir liggur að ef hún á að verða að raun þarf að herða sóknina. Því nýjustu tölur sýna að útflutningstekjur fiskeldisafurða námu um 1500 milljónum króna á árinu 2003 eins og fram kemur í nýrri skýrslu Fiskeldisnefndar um <em>stöðu og framtíðaráform í íslensku fiskeldi</em> sem Valdimar Ingi Gunnarsson sjávarútvegsfræðingur tók saman.</p> <p>Eldi nýrra tegunda þarf ekki endilega að þróast með sama hætti og laxeldið. Þó margir horfi til þess að þorskeldi þróist þannig gæti það hæglega lagt drjúgan skerf til verðmætaaukningar þó mál þróist á annan veg. Benda má í því sambandi á að hér á landi hefur náðst mikill árangur í eldi á bleikju en styrkur hennar liggur meðal annars í því að hún er framleidd í litlu magni og því fæst gott verð fyrir hana inn á sérhæfða markaði. Þannig má hugsa sér að tækifæri okkar liggi í því að einblína ekki um of á magnframleiðslu heldur framleiða fleiri tegundir og leita sérhæfðra markaða þar sem hátt verð fæst fyrir fiskinn. Ég undirstrika þó að með þessum orðum er ég hvergi að leggjast gegn fiskeldi á stórum skala, ef sýnt þykir að það gefi góðan arð.</p> <p>Hvaða leið sem verður ofaná í þróun eldisins hér, þá er ljóst að það verður til þess að auka framboð á sjávarfangi í framtíðinni. Þetta skiptir ykkur miklu máli því þrátt fyrir ógnanir eldisins þá hljóta að felast í því fleiri tækifæri fyrir ykkur. Fiskvinnslur án útgerða munu án efa verða öflugir kaupendur á eldisfiski í framtíðinni og geta orðið þar sem annars staðar lykilaðilar í því að framleiða inn á sérhæfða markaði.</p> <p>Í sjávarútvegsráðuneytinu hefur um nokkurt skeið verið unnið að nýrri reglugerð um vigtun sjávarafla. Síðastliðið vor kynnti ráðuneytið á netinu drög að nýrri reglugerð sem fela í sér töluverðar breytingar frá núgildandi reglugerð. Markmiðið með hugmyndinni að breytingunum er að taka tillit til nýrrar tækni sem gerir okkur kleift að einfalda reglurnar til að auðveldara sé að fylgja þeim og jafnframt varðveita gæði aflans. Athugasemdir bárust frá Samtökum fiskvinnslu án útgerðar um ýmis atriði sem snéru meðal annars að meginreglunni um heilvigtun, hlutfalli íss í afla og vigtun á fiskmörkuðum. Í ljósi innkominna athugasemda hefur ráðuneytið ákveðið að fara yfir málið meðal annars í samstarfi við ykkur. Allir eru meðvitaðir um nauðsyn þess að endurskoða reglur um vigtun sjávarafla og þörfina á því að aðlaga reglurnar að starfsemi mismunandi fyrirtækja, fiskvinnslustöðva og fiskmarkaða þannig að sem mest sátt ríki um málið.</p> <p>Varðandi starfsumhverfi fiskmarkaða er rétt að taka það fram að í ráðuneytinu hefur verið hafin vinna við endurskoðun laga um uppboðsmarkaði sjávarafurða. Núgildandi lög eru frá árinu 1989. Þau eru ekki mjög ítarleg, en hafa gegnt hlutverki sínu vel. Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir því að markaðir setji sér starfsreglur sem ráðherra samþykkir. Þetta er fyrirkomulag sem ef til vill þarf að endurskoða með það í huga að setja ítarlegri efnisreglur í lögin eða reglugerð byggða á þeim, fremur en að láta fiskmörkuðum þetta eftir í eigin starfsreglum. Áður en þessari vinnu verður lokið verður hún að sjálfsögðu kynnt hagsmunaaðilum og þeim gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri.</p> <p>Ágætu fundarmenn!</p> <p>Þið haldið nú upp á 10 ára afmæli samtaka ykkar. Á þeim tíma og lengur hafið þið sýnt að fiskvinnslur sem ekki ráða yfir kvóta eru nauðsynlegur þáttur í flóru þeirra fyrirtækja sem starfa í þessum geira. Þið hafið sýnt fram á að með útsjónarsemi og sókn inn á sérhæfða markaði sem borga hátt verð fyrir góða vöru skila vinnslur ykkar arði. Útsjónarsemi og góður rekstur er gott veganesti inn í framtíðina sem styrkir þá trú mína að samtök ykkar eigi eftir að halda upp á mörg stór afmæli þegar fram líða stundir. Til hamingju.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <br /> <br />

2004-10-28 00:00:0028. október 2004Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna

<p><strong>Ræða Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna, 28. október 2004</strong></p> <p>Ágætu fundarmenn!</p> <p>Sjávarútvegsfyrirtæki hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum og er rekstur þeirra að verða sífellt víðtækari og flóknari. Mörg fyrirtækjanna skilgreina starfsemi sína sem eina heild eða keðju þar sem þau hafa hlutverki að gegna allt frá því að fiskurinn er veiddur, þar til hann kemur inn á borð neytandans. Í mörgum tilfellum er því úrelt að tengja þau við einn mikilvægan hlekk og tala um sjávarútvegsfyrirtæki, eðlilegra væri að tala um sjávarfangsfyrirtæki, svo víðtæk er starfsemi þeirra.</p> <p>Hér er ekki um séríslenska þróun að ræða heldur alþljóðlega. Í síðasta mánuði var ég staddur í Alaska þar sem ég fór fyrir viðskiptasendinefnd fyrirtækja tengdum sjávarútvegi í ferð sem skipulögð var af Útflutningsráði Íslands. Fékk ég meðal annars tækifæri til að kynna mér rekstur eins öflugasta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækis í Alaska. Óhætt er að segja að uppbygging fyrirtækisins sé með allt öðrum hætti en við eigum að venjast hér á landi. Öfugt við það sem gengur og gerist hjá okkur Íslendingum þá eru áhafnir skipa útgerðarinnar mjög fámennar, en vinnslan fjölmenn. Á tæplega 500 tonna togara sem ég skoðaði og gerir út á alaskaufsa eru aðeins 5 í áhöfn, en það skal tekið fram að fiskurinn er hvorki slægður né blóðgaður um borð. Í vinnslu sama fyrirtækis var hægt að vinna allt upp í 1.500 tonn af Alaskaufsa á sólarhring og var nánast hvert einasta gramm af fiskinum nýtt þar sem mjöl- og surimi vinnsla var hluti af heildar framleiðsluferli hússins. Mikil áhersla var á hagræðingu í fyrirtækinu og að ná góðri nýtingu á framleiðslutækjunum. Eitt af því sem menn voru sammála um þar á bæ var að breytingar úr ólympískum veiðum yfir í aflamarkskerfi hefðu breytt öllu til hins betra hvað varðar rekstur sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtækja á svæðinu. Mátti að mörgu leyti finna fyrir sama anda þar og var hér á landi á fyrstu árum fiskveiðistjórnunarkerfisins.</p> <p>Þrátt fyrir að þróun kvótakerfisins nái lengra aftur, hefur hagræðing í íslenskum sjávarútvegi fyrst og fremst átt sér stað á því tímabili sem núverandi lög hafa verið í gildi, eða frá árinu 1991. Þetta undirstrikar að afkoma greinarinnar veltur að mörgu leyti á því hvert stjórnkerfi fiskveiða er og sá tími sem nú er liðinn frá því að aflamarkskerfið var tekið upp talar sínu máli. Ragnar Árnason prófessor við Háskóla Íslands hefur sýnt fram á þetta í ræðum sínum og ritum en hann verður einmitt með erindi hjá ykkur á morgun um þýðingu sjávarútvegsins í þjóðarbúskapnum.</p> <p>Ein allra nýjasta rannsóknin þessu tengd er unnin af Háskólanum á Akureyri í samstarfi við háskóla í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Englandi. Í henni er leitast við að skýra hvernig mismunandi fiskveiðistjórnunarkerfi leiða til ólíkrar hegðunar sjávarútvegsfyrirtækja. Í þeim hluta rannsóknarinnar sem Háskólinn á Akureyri vann var þróun sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi skoðuð frá árinu 1980 til ársins 2000. Rannsóknin nær því til tveggja tímabila, fyrir og eftir að núverandi kvótakerfi er fest í sessi. Annars vegar er um að ræða stjórnun sem byggir bæði á sóknar- og aflamarksstýringu á árunum 1980-1991 og hins vegar á kvótakerfinu eins og það er byggt upp í dag, þ.e.a.s.á aflamarksstýringu. Í áfangaskýrslu sem fulltrúar Háskólans á Akureyri hafa þegar birt á netinu og kynnt fyrir sjávarútvegsráðuneytinu kemur fram sú megin niðurstaða rannsóknarinnar að hegðun útgerðaraðila sem starfa í aflamarkskerfi er önnur en hjá útgerðum sem byggja á sóknartengdum stjórnunaraðferðum. Þetta á við hvort heldur sem horft er til samanburðar við kerfið eins og það var áður, eða til hinna landanna sem þátt tóku í rannsókninni þar sem stjórnun fiskveiða byggir á sóknarstýringu.</p> <p>Samkvæmt rannsókninni eru íslensku sjávarútvegsfyrirtækin frábrugðin sjávarútvegsfyrirtækjum hinna landanna að því leyti að þau hafa sjálf frumkvæði að því að minnka fiskiskipaflotann. Því er hann mun hagkvæmari en togarafloti Norðmanna eða annarra landa sem borið er saman við. Þá benda niðurstöður til að íslenski flotinn geti minnkað enn frekar, eða um 30-50%, allt eftir ástandi skipanna, notkun þeirra og stærða stofna. Möguleiki hinna landanna hljóðar upp á 70-80% minnkun á flotastærð. Íslenska kvótakerfið hefur því náð lengst í að minnka flotann í þá stærð sem hæfir afrakstursgetu fiskimiðanna. Í mínum huga er niðurstaðan jafnframt ábending um að breytingar á fiskveiðistjórnun erlendis geti skapað tækifæri til útrásar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem búa yfir kunnáttu til að hagræða í rekstri sínum.</p> <p>Það verður reyndar að teljast nokkuð einkennilegt hversu margir telja kvótakerfinu það til lasts að það hefur ýtt undir hagræðingu og arðsemi í greininni, þegar það er í raun einn helsti styrkur kerfisins. Þetta er ekki síst skrýtin umræða þegar horft er til þess að engin önnur grein þarf að lúta samskonar takmörkunum og sjávarútvegsfyrirtæki hvað varðar stærð fyrirtækjanna.</p> <p>Í athyglisverðu erindi sem Kjartan Ólafsson hélt á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva fyrr í þessum mánuði fjallaði hann um ástæður þess að fyrirtæki í sjávarútvegi hafa verið að draga sig út úr Kauphöllinni. Þeim hefur fækkað úr 17 fyrirtækjum í 7 á aðeins fjórum árum og er nú svo komið að hlutfallslegt verðmæti sjávarútvegsins er einungis um 4% af markaðsverðmæti skráðra félaga í Kauphöll Íslands, en var um 16% árið 2001. Þá gerði hann einnig samanburð á þróun vísitölu sjávarútvegsins í samanburði við aðallista Kauphallarinnar. Sjávarútvegurinn hefur einungis hækkað um 2% á ári frá árinu 2000 á meðan vísitala fyrirtækja á aðallista hafði hækkað um 350%, hversu gott sem það nú er enda erum við að sjá hressilegar leiðréttingar á markaðnum þessa dagana. Taldi Kjartan að aðilum á markaði þættu sjávarútvegsfyrirtæki óspennandi þar sem þau ættu litla möguleika á að vaxa hratt. Við stöndum því frammi fyrir þeirri spurningu hvort verðbréfamarkaðurinn sé fyrst og fremst fyrir vaxtafyrirtæki og að það sé hreinlega ekki vilji til þess að fjárfesta í fyrirtækjum sem byggja á einni traustustu auðlind þjóðarinnar alla síðustu öld. Er íslenski markaðurinn kannski þess eðlis að "hetjufjárfestar" eins og einhver kallaði þá ráða því hvað er spennandi á hverjum tíma en ekki raunveruleg staða og grundvöllur fyrirtækjanna sjálfra.</p> <p>Vissulega er það rétt að þak á kvótaeign takmarkar samþjöppunar- og þar með vaxtamöguleika útgerðarfyrirtækja. Kvótaeignin sem slík kemur þó ekki í veg fyrir ýmiskonar hagræðingu sem ekki er háð kvótaeigninni. Þegar litið er til þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem horfið hafa úr Kauphöllinni þá hafa þau í flestum tilfellum ráðið bæði yfir vinnslu og útgerð.</p> <p>Einkenni íslenskra fiskvinnslufyrirtækja er að þau eru tiltölulega smá ekki síst ef við horfum til fyrrgreindrar fiskvinnslu í Alaska. Í mínum huga hafa sjávarútvegsfyrirtæki sem ráða bæði yfir útgerð og vinnslu haft góð tækifæri til þess að ná fram meiri hagræðingu í vinnslunni og ég tel að mikil hagræðing eigi eftir að verða á þessu sviði. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að tvær eða fleiri útgerðir vinni saman í fiskvinnslu. Við þekkjum það öll að verið er að reka frystihús svo til hlið við hlið á einstökum stöðum á landinu þegar önnur vinnslan gæti afkastað því sem báðar eru að vinna. Þá eru örugglega ýmsir aðrir þættir sem snúa að rekstri fyrirtækjanna sem bjóða upp á heilmikla möguleika á frekari samvinnu í þeim tilgangi að auka arðsemi enn frekar. Við erum þegar farin að sjá þessa þróun í fyrirkomulagi sölumála hjá útgerðarfyrirtækjum.</p> <p>Ágætu fundarmenn!</p> <p>Undir lok Alþingis síðastliðið vor var dagabátakerfi smábáta lagt niður. Þetta var að mínu mati nauðsynlegt til þess að koma á heildstæðu fiskveiðistjórnunarkerfi. Hitt er mér líka ljóst að þið útgerðarmenn voruð ekki sáttir við hversu mikið þessir aðilar fengu í sinn hlut og tölduð að verið væri að taka frá ykkur til að færa það öðrum. Ég hef hins vegar ekki verið sammála þessari túlkun eins og ykkur er kunnugt um. Því jafnvel þótt dagabátar hafi verið að fiska mun meira heldur en þeim var ætlað þegar lögin um dagakerfið tóku gildi, þá voru þeir að starfa samkvæmt lögum. Því hef ég sagt og segi það enn að það var ekki verið að taka frá neinum þó dagabátarnir hafi verið teknir inn í krókaflamarkið og þeim úthlutað því magni sem raun varð á. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá var þessi afli veiddur af þessum sömu bátum og fyrirsjáanlegt að það myndi ekki breytast þrátt fyrir allt að 10% fækkun daga á milli ára. Lögin heimiluðu stækkun véla bátanna auk þess sem hægt var að efla getu þeirra með nýrri hönnun án þess að stærð þeirra breyttist í brúttótonnum talið. Að þessu leyti var mikill hvati til aukinnar veiðigetu í kerfinu og því ekki við öðru að búast en að flotinn veiddi sífellt meira og langt umfram það sem honum var ætlað. Þetta var engu að síður óæskilegt og ekki í anda fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það breytir því samt ekki að afli dagabátanna gat aldrei komið annarsstaðar frá en úr auðlindinni sjálfri. Sá fiskur sem er veiddur stækkar ekki. Hann verður ekki veiddur að ári og hefur jafnvel aldrei náð að hrygna þegar hann er veiddur. Umframveiði dagabáta heyrir nú sögunni til og því mun sá afli skila sér í hærri úthlutun til aflamarksskipanna í framtíðinni.</p> <p>Þessu er hins vegar öfugt farið með línuívilnunina, í henni er klárlega verið að taka frá einum og færa öðrum. Það sem til úthlutunar kemur hverju sinni er hreinlega minnkað um það magn sem fært er til þeirra skipa sem nýta sér hana. Sama myndi gilda ef línuívilnuninni væri bætt við heildarúthlutunina samanber það sem ég sagði hér að framan um dagabátana.</p> <p>Nú þegar búið er að leggja af sóknarkerfi sem hluta af íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig umræðu um bæði þessi kerfi hefur verið. Ég minnist þess ekki að umræða um dagakerfi hafi nokkurn tíma verið af svipuðum toga og umræða um aflamarkskerfi. Áður en við tókum upp aflamarkskerfið var úthlutað dögum til veiða, en umræðan snérist aldrei um að ríkið væri að gefa nokkurn skapaðan hlut. Fljótlega eftir að dögum var breytt í tonn af fiski fór þessi umræða af stað. Í báðum tilfellum er þó um sömu grundvallaratriði að ræða þar sem verið er að veita þeim aðilum sem nýtt hafa auðlindina rétt til þess að gera það áfram með takmörkunum. Það var alveg greinilegt að dagar fengu verðmiða rétt eins og hlutdeild og því enginn munur á þessu tvennu og í dagakerfinu sáluga fengu menn milljónir fyrir það eitt að hafa dagaleyfi á bát sem nánast var einskis virði. Hvers vegna hefur umræða um sóknarkerfið og aflamarkskerfið þróast með ólíkum hætti? Af hverju telur þjóðin að hún eigi rétt gagnvart útgerð sem stundar veiðar í aflamarkskerfi en ekki í sóknarmarkskerfi? Það skyldi þó ekki vera fyrir þær sakir að aflamarkskerfið hefur sýnt að það bætir afkomu útgerðarinnar en sóknarmarkskerfið ekki. Því hefur velgengni kerfisins að mörgu leyti unnið gegn því. Bætt afkoma útgerðarinnar hefur skapað jarðveginn fyrir þá umræðu sem verið hefur undanfarin ár um að þjóðin eigi að fá beinan hlut í arðinum af auðlindinni. Það hefur hún nú fengið með upptöku veiðigjaldsins. Ég bind því miklar vonir við að heildstætt kerfi og upptaka veiðigjaldsins geti skapað frið um sjávarútvegsmálin, greinin og þjóðin á það inni hjá sjálfri sér og reyndar sérstaklega okkur stjórnmálamönnum.</p> <p>Upptaka veiðigjalds er ekki það eina sem hefur verið að breytast í rekstrarumhverfi útgerðarinnar. Ýmis utanaðkomandi áhrif hafa verið útgerðinni erfið, olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu og staða krónunnar hefur verið mjög sterk. Íslenskt efnahagslíf lagar sig ekki lengur að sjávarútveginum með sama hætti og áður þar sem umsvif sjávarútvegs í íslensku þjóðfélagi hafa verið að minnka hlutfallslega vegna aukinna umsvifa annarra atvinnugreina. Sjávarútvegur ræður því ekki lengur gengisskráningunni og ef að líkum lætur mun hann ekki gera það í framtíðinni vegna aukins umfangs annarra greina.</p> <p>Hlutverk stjórnvalda gagnvart atvinnulífinu er að skapa því samkeppnishæft umhverfi og umgjörð sem hvetur til sóknar. Núverandi ríkisstjórn hefur lagt metnað sinn í skapa slíkt umhverfi. En jafnvel þótt núverandi ríkisstjórn hafi lagt mikið upp úr slíku meðal annars með miklum skattalækkunum á fyrirtæki þá má aldrei sofna á verðinum og sífellt er hægt að gera betur. Útvegsmenn hafa talsvert rætt við mig að undanförnu um kostnað útgerðarinnar meðal annars það sem snýr að eftirliti íslenska ríkisins á fiskiskipaflotanum og greininni í heild. Vilja margir meina að það sé allt of flókið og jafnvel að útgerðarflokkum sé mismunað. Hafa þeir haldið þeirri skoðun á lofti að hægt sé að ná betri árangri með því að einfalda eftirlitið, gera það markvissara og draga um leið úr kostnaði útgerðarinnar. Ég hef því ákveðið að skipa nefnd sem hefur það hlutverk að gera úttekt á starfsumhverfi sjávarútvegsins og skoða hvort hægt sé að minnka álögur, einfalda og samhæfa ýmsa þjónustu og eftirlit sem ríkið innir af hendi í þeim tilgangi sérstaklega að lækka rekstrakostnað og gera kerfið skilvirkara. Formaður nefndarinnar verður Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu.</p> <p>Ágætu fundarmenn!</p> <p>Í ræðu sem ég hélt fyrr í þessum mánuði fjallaði ég um bók eftir Charles Clover blaðamann á <em>Daily Telegraph</em> sem ber heitið <em>The End of the Line</em> og hefur undirtitilinn <em>How overfishing is changing the world and what we eat</em>, sem mætti þýða sem "Undir það síðasta, áhrif ofveiði á heimsmyndina og hvað við borðum". Clover hefur ritstýrt umfjöllun Daily Telegraph um umhverfismál í 15 ár. Þá hefur hann þrisvar sinnum unnið til bresku umhverfis- og fjölmiðlaverðlaunanna, <em>British Environment and Media Awards</em>. Í bókinn kynnir höfundur fiskveiðistjórnunarkerfi víða um heim, spyr gagnrýnna spurninga varðandi þau, leggur mat á kosti þeirra og galla og gefur þeim loks einkunn. Höfundur kynnti sér íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og gaf því hæstu einkunn sína eða átta. Eitthvað hefur bókarval mitt farið öfugt ofaní einstaka aðila þar sem fundið er að því að ég skuli leyfa mér að lesa, hvað þá vitna í þessa bók. Rökin eru þau að rithöfundurinn óttast um afkomu fiskistofnanna ekki síst í Atlantshafi og hvetur fólk til að neyta ekki fisks úr þeim stofnum sem eru ofveiddir. Þá er hann á móti notkun botndrægra veiðarfæra. Í ljósi þess að sú umræða er að verða sífellt háværari er þá ekki beinlínis nauðsynlegt að við kynnum okkur þessi sjónarmið?</p> <p>Clover hefur það þó fram yfir ýmsa aðra sem skrifa um fiskveiðistjórnun að hann gerir greinarmun á þorskstofnum í Norður-Atlantshafi og nýtingu þeirra og hann kynnir sér Ísland alveg sérstaklega vel. Hvernig væri heimurinn eiginlega ef stjórnmálamenn neituðu sér um að lesa umfjallanir annarra en þeirra sem þeir vissu fyrirfram að væru sömu skoðunar og þeir sjálfir. Þetta minnir vissulega á orðatiltækið "heimskt er heimaalið barn" og ég vona svo sannarlega að það sé ekki slíkur sjávarútvegsráðherra sem fólk vill hafa í embætti. Það er svo aftur spurning hvort ekki skorti á víðsýni sumstaðar annarsstaðar í þjóðfélaginu og jafnvel á hinu háa Alþingi? Því "vits er þörf þeim er víða ratar."</p> <p>Góðir fundarmenn!</p> <p>Eins og ég nefndi fyrr í ræðunni þá hafa orðið mikla breytingar á umhverfi sjávarútvegsins. Svo vill til að í mars á næsta ári eru 100 ár liðin frá því fyrsti togarinn kom til Íslands og af því tilefni hef ég ákveðið að efna til ráðstefnu um framtíð og horfur í íslenskum sjávarútvegi. Hverjir eru möguleikarnir, hverjar eru líklegustu breytingarnar og hvernig ætlum við að nýta þær til frekari uppbyggingar og sóknar. Ég tel vel við hæfi að segja frá þessu opinberlega í fyrsta skipti hér á þessum aðalfundi því ég vil svo sannarlega sjá sem flest ykkar þar og vonast til að þið takið föstudaginn 4. mars frá nú þegar í dagbókum ykkar.</p> <p> </p> <p> </p> <br /> <br />

2004-10-22 00:00:0022. október 2004Ráðstefnan „Vænlegar eldistegundir í íslensku fiskeldi: Staða einstakra eldistegunda og þörf á rannsókna- og þróunarvinnu

<p>Ágætu ráðstefnugestir.</p> <p>Sjávarútvegsráðuneytið hefur á umliðnum árum staðið fyrir átaki til að auka verðmæti sjávarfangs undir merkjum AVS rannsóknasjóðsins í sjávarútvegi sem veitir styrki til rannsóknaverkefna innan allra greina sjávarútvegs, þ.m.t. fiskeldi. Styrkir rannsóknasjóðsins eru til hagnýtra rannsókna og eru ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum.</p> <p>Hvatinn að stofnun AVS sjóðsins var vitaskuld sá að við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að hefðbundnar fiskveiðar verða ekki auknar að ráði frá því sem nú er. Í ljósi þess þurfum við að beina sjónum að því að gera meiri verðmæti en áður úr þeim afla sem við veiðum. Því verður aðeins náð með virku þróunarstarfi, auk þess að renna fleiri stoðum undir atvinnugreinina í heild með öflugri nýsköpun. Svo við hugum ögn nánar að forsögu málsins þá skipaði ég stýrihóp í þessum tilgangi í janúar 2002. Hópnum var ætlað að vinna greinargerð um það með hvaða hætti megi efla verðmætaaukningu sjávarfangs undir þeim formerkjum sem ég gat um. Stýrihópurinn - AVS hópurinn - skilaði af sér með ýtarlegri skýrslu í október 2002. Ég þykist vita að flest ykkar þekkið nokkuð til helstu tillagna starfshópsins af lestri skýrslunnar eða hafið heyrt umfjöllun um hana.</p> <p>Á þeim tveimur árum sem AVS sjóðurinn hefur starfað hafa verið veittir styrkir til 55 verkefna. Á árinu 2003 voru veittar 74 milljónir og á yfirstandandi ári er búið að styrkja verkefni fyrir um 100 milljónir króna en sjóðurinn hefur úr 120 milljónum að spila og því má reikna má með að verkefnum eigi eftir að fjölga nokkuð áður en árið er úti. Í því fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir 200 milljónum króna í AVS sjóðinn og það er trú mín að greinin geti nýtt sér þennan stuðning til að flýta enn frekar fyrir þróun fiskeldis.</p> <p>Ráðstefna þessi er því mikilvægur þáttur í því að styrkja stefnumótun við uppbyggingu greinarinnar enda nauðsynlegt að hafa yfirlit yfir stöðu einstakra eldistegunda, ná að meta samkeppnishæfni tegundanna í alþjóðlegu samhengi og greina mikilvæg rannsókna- og þróunarverkefni sem styrkt geta íslenskt fiskeldi.</p> <p>Mikil breyting hefur orðið í fiskeldinu á fáeinum árum, ekki hvað síst í umhverfi þess og regluverki. Þannig voru á árinu 2002 sett ný lög um eldi nytjastofna sjávar og í framhaldinu setti ráðuneytið reglugerðir við þau lög. Á árinu 2001 voru samþykktar breytingar á lögum um lax- og silungsveiði. Í báðum þessum lögum eru ákvæði sem marka samstarfi ráðuneytanna sem með málaflokkinn fara, þ.e. landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti, ákveðinn farveg. Þar á ég hvað helst við skipun fiskeldisnefndar sem í sitja fulltrúar frá landbúnaðarráðuneytinu, sjávarútvegsráðuneytinu, Hafrannsóknastofnuninni og Veiðimálastofnun, þ.e. fulltrúar stjórnsýslu og rannsókna á þessu sviði en eins og þið vitið er verkaskiptingu ráðuneytanna á þann veg farið á sjávarútvegsráðuneytið fer með eldi sjávarfisks og annarra sjávardýra en landbúnaðarráðuneytið með eldi ferskvatnsfisks.</p> <p>Snemma árs 2003 tók fiskeldishópur AVS jafnframt til starfa en auk þeirra verkefna sem fylgja AVS rannsóknasjóðnum, tók hópurinn við verkefnum nefndarinnar: <em>Þorskeldi á Íslandi: Stefnumótun og upplýsingabanki.</em> Meginmarkmið þess voru að meta samkeppnishæfni þorskeldis á Íslandi, móta stefnu í rannsókna- og þróunarvinnu og að afla og miðla upplýsingum um þorskeldi. Verkefnið var samstarfsverkefni sjávarútvegsfyrirtækja, auðlindadeildar Háskólans á Akureyri, Hafrannsóknastofnunarinnar og sjávarútvegsráðuneytisins og stóð nefndin meðal annars að útgáfu ýtarlegrar skýrslu; <em>Þorskeldi á Íslandi: Stefnumótun í rannsókna og þróunarvinnu.</em> Þar sem verkefnisstjórnin lagði fram tillögur um á hvern veg hún teldi áframhaldandi starfsemi best fyrirkomið næstu árin. Við skipun fiskeldishóps AVS lagði sjávarútvegsráðuneytið áherslu á víðtækt samráð í þessu uppbyggingarstarfi á milli atvinnugreinarinnar, rannsóknastofnana og stjórnsýslu og að forystan yrði á hendi greinarinnar sjálfrar.</p> <p>Ýmislegt fleira mætti rifja upp sem gert hefur verið til að renna stoðum undir uppbyggingu fiskeldisins. Því þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn hafa haft miklar væntingar hér á landi þegar fiskeldið er annars vegar og eflaust setur hroll að sumum þegar þeir minnast hins svokallaða fiskeldisævintýris sem stóð hér yfir á níunda áratugnum. En þvert á móti er reynslan til að læra af henni og hvar stæðum við í vísindum og þekkingu ef aldrei hefðu verið gerðar tilraunir og sumar kostnaðarsamar. Skal ég nú skýra mál mitt ögn nánar. Fyrst til að taka að grunngerð atvinnuvegarins, sjávarútvegs, er allt önnur í dag en hún var á níunda áratugnum. Fyrirtækjunum hefur vaxið fiskur um hrygg og þeim er nú ætlað að hafa forystu um uppbyggingu þessarar atvinnugreinar en ekki hinu opinbera eins og áðar var í of ríkum mæli. Hið opinbera mun þó hafa hlutverki að gegna, þannig kappkostum við í sjávarútvegsráðuneytinu að hafa forystu um að móta meginstefnu og m.a. að setja atvinnugreininni trausta regluumgjörð í nánu samstarfi við greinina sjálfa. Hitt er ekki síður mikilvægt að hið opinbera stuðli að uppbyggingu þekkingar á þessu sviði. Þar munu styrkir úr AVS-rannsóknasjóðnum reynast mikilvægir, auk starfsemi þeirrar sem fram fer á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og hjá skólastofnunum landsins og þá einkum við Hólaskóla og Háskólann á Akureyri.</p> <p>Í framtíðarsýn fagfólks í sjávarútvegi sem greint er frá í skýrslu AVS-hópsins, er fiskeldinu ætlað stórt hlutverk. Í téðri framtíðarsýn er gert ráð fyrir að hlutur fiskeldis vaxi úr einum milljarði á árinu 2001 í 36 milljarða á árinu 2012. Vitaskuld hlýtur þessi framtíðarsýn að teljast nokkuð bjartsýn og fyrir liggur að að herða verður sóknina. Því nýjustu tölur sýna að útflutningstekjur fiskeldisafurða námu um 1,5-2 milljörðum króna á árinu 2003 eins og fram kemur í skýrslu Fiskeldisnefndar um <em>stöðu og framtíðaráform í íslensku fiskeldi</em> sem Valdimar Ingi Gunnarsson sjávarútvegsfræðingur tók saman og kynnt var í gær. Eldi nýrra tegunda þarf ekki endilega að þróast með sama hætti og laxeldið hefur gert þar sem áherslan er á magnframleiðslu. Þó nú sé horft til þess af mörgum að þorskeldi þróist á þann veg gæti það hæglega tekið lagt drjúgan skerf til verðmætaaukningar þó mál þróist á annan veg. Benda má í því sambandi á að hér á landi hefur náðst mikill árangur í eldi á bleikju en styrkur hennar liggur meðal annars í því að hún er framleidd í litlu magni og því fæst gott verð fyrir hana inn á sérhæfða markaði. Þannig má hugsa sér að tækifæri okkar liggi í því að einblína ekki um of á magnframleiðslu heldur framleiða fleiri tegundir og leita sérhæfðra markaða þar sem hátt verð fæst fyrir fiskinn. Ég undirstrika þó að með þessum orðum er ég hvergi að leggjast gegn fiskeldi á stórum skala ef arðsemin liggur þar.</p> <p>Fiskeldið er ung atvinnugrein hér á landi en á sér hins vegar geysilanga sögu víða erlendis, einkum í ýmsum Asíulöndum. Fiskeldi er ræktun ekkert ósvipað og landbúnaður, samanber það hversu lík orðin <em>agriculture</em> og <em>aquaculture</em> eru sem bæði eru af sama stofni. Enda var það svo að fiskeldið var lengi stundað sem eins konar hliðargrein við landbúnaðinn, t.d. á Norðurlöndum og snerist þá nánast eingöngu um ferskvatnsfisk. Sú breyting sem orðið hefur nú á síðustu árum er einkum sú að fiskeldið er orðið miklu tengdara sjávarútveginum með því að eldi sjávarfiska og annarra sjávardýra hefur stóraukist.</p> <p>Fiskeldi er á sambærilega hátt og fiskveiðistjórnun til þess fallið að auka arðsemi sjávarauðlindarinnar og vernda hana um leið. Fiskveiðistjórnun má raunar líkja við að land sé girt og þannig komið í veg fyrir stjórnlausan hjarðbúskap með tilheyrandi rányrkju. Enda er iðulega talað um upptöku fiskveiðistjórnunar með orðunum &bdquo;<em>Fencing of the Ocean</em> - Girðum hafið"! Hafa menn þá gjarna í huga þá efnahagsbyltingu sem varð þegar slétturnar miklu í Bandaríkjunum voru girtar og stjórnlaus hjarðbúskapur aflagður<em>.</em> Fiskeldið tekur síðan við þar sem fiskveiðstjórnuninni sleppir, því við tilkomu þess er hafið ræktað og afkastageta þess aukinn frá því sem hún er í villtri náttúru.</p> <p>Svo við víkjum ögn nánar að þorskeldinu þá hefur sjávarútvegsráðuneytið núna síðustu árin úthlutað 500 tonna aflamarki árlega í óslægðum þorski til tilrauna með áframeldi. Hins vegar liggur það ljóst fyrir að þorskeldið verður ekki byggt upp til neinna umtalsverðra afkasta í framleiðslu nema sem aleldi, þ.e. eldi allt frá hrognastigi til slátrunar. Ekki ætla ég hér að reifa öll þau úrlausnarefni sem bíða okkar viðvíkjandi uppbyggingu þorskeldisins eða annars fiskeldis, en vil þó víkja að nokkrum atriðum.</p> <p>Fyrst vil ég benda á nauðsyn rannsókna og þróunar til að unnt verði að framleiða kvíar sem þoli íslenskar aðstæður en séu þó ekki of dýrar í framleiðslu eða þungar og ómeðfærilegar. Þá þarf að huga að skipulagi fiskeldisins gagnvart staðsetningu þess á hinum ýmsu stöðum við landið. Síðan er það seiðaframleiðslan og markaðsfærslan. Nú þegar hefur verið stofnað sérstakt fyrirtæki í eigu einkafyrirtækja með aðkomu opinberra aðila til að standa í þorskseiðaframleiðslu og jafnframt er þar unnið að uppbyggingu kynbætts eldisstofns. Enda sýnir reynslan úr laxeldinu og raunar úr allri búfjárrækt hversu vonlaus starfsemi sem þessi er án skipulagðra kynbóta. Hvað seiðaframleiðslunni viðvíkur gefur hvorki íslenski markaðurinn né fjárhagsleg sjónarmið tilefni til að dreifa kröftunum, samkeppnin kemur eigi að síður til af fullum þunga og þá að utan og í framleiðslunni eftir að seiðastiginu sleppir.</p> <p>Þegar þar er komið sögu er framleiðslan alfarið í höndum einkaaðila, fyrst og fremst stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þar eru bæði til staðar fjárhagslegir burðir og þekking, t.d. í markaðsfærslu. Hvað henni viðvíkur vil ég láta eins hagnýts atriðis getið sem er mikilvægi þess að eldisfiski sé ekki blandað saman við villtan fisk heldur haldið sér og þess gætt í öllum skráningum. Í reglum Evrópusambandsins er að auki beinlínis gerð krafa um þetta. Við vinnslu og markaðsstarf þarf að taka tillit til þessara atriða.</p> <p>Þegar eru að koma fram vísbendingar um að við Íslendingar séum á réttri leið í þorskeldinu starfi og var ánægjulegt að sjá slegið upp á forsíðu <em>Morgunblaðsins</em> 3. október sl., að <em>íslenskur eldisþorskur hafi slegið í gegn,</em> eins og það var orðað. Og vel að merkja hér var um að ræða fisk úr áframeldi, því enn erum við ekki komnir með í framleiðslu fisk af kynbættum eldisstofni sem ræktaður er í aleldi. Þegar þar að kemur getum við gert enn betur því þá munum við vera með stofn með seinan kynþroska, hámarks holdgæði og vaxtarhraða, sem sagt frábæran vinnslufisk.</p> <p>Góðir ráðstefnugestir.</p> <p>Ráðstefnan hér í dag með þeirri dagskrá sem boðið er upp á fellur mjög vel að þeim áherslum sem ég hef komið hér inn á. Ég vænti því mikils af henni og veit að þau erindi sem hér verða flutt eru mikilvægt innlegg í áframhaldandi uppbyggingarstarf á leið okkar að öflugu íslensku fiskeldi.</p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2004-10-14 00:00:0014. október 2004Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda 14. október 2004

<p><strong>Ræða Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda 14. okt. 2004.</strong></p> <p>Ágætu fundarmenn!</p> <p>Fyrir stuttu síðan kom út bók eftir Charles Clover blaðamann á <em>Daily Telegraph</em> sem ber heitið <em>The End of the Line</em> og hefur undirtitilinn <em>How overfishing is changing the world and what we eat</em>, sem mætti þýða sem "Undir það síðasta, áhrif ofveiði á heimsmyndina og hvað við borðum". Clover hefur ritstýrt umfjöllun Daily Telgraph um umhverfismál í 15 ár. Þá hefur hann þrisvar sinnum unnið til bresku umhverfis- og fjölmiðlaverðlaunanna, <em>British Environment and Media Awards</em>. Í bókinn kynnir höfundur fiskveiðistjórnunarkerfi víða um heim, spyr gagnrýnna spurninga varðandi þau, leggur mat á kosti þeirra og galla og gefur þeim loks einkunn. Höfundur kynnti sér íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið ítarlega og ræddi við marga sem hafa verið virkir í umræðunni og ýmsa aðila sem lagt hafa stund á rannsóknir á fiskveiðistjórnunarkerfinu út frá ólíkum forsendum. Viðmælendur voru meðal annars atvinnurekendur úr greininni, stjórnmálamenn, fræðimenn, fjölmiðlafólk og fulltrúar hagsmunasamtaka, þar á meðal Arthúr Bogason sem hann kallar "charming and apparently "green" " eða sjarmerandi og grænan, við fyrstu sýn.</p> <p>Höfundur gerir góða grein fyrir uppbyggingu íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins og greinilegt er að hann hefur góðan skilning á virkni þess. Kerfið fær þó ekki nema átta í einkunn sem eigi að síður er hæsta einkunninn sem hann gefur nokkurri stjórnun úr stofnum sjávarfiska. Clover tiltekur sérstaklega að úthlutun kvótans í upphafi, stærð fiskiskipaflotans og dagabátakerfið dragi einkunn Íslands niður. Að öðru leyti er óhætt að segja að heildarniðurstaða höfundar sé sú að fiskveiðistjórnunarkerfið hér á landi sé að skila góðum árangri.</p> <p>Vinir okkar, Færeyingar, fá einkunina sex. Það sem dregur þá fyrst og fremst niður hjá Clover er hversu hátt hlutfall veiðistofns þorskins er veitt samanborið við ráðleggingar vísindamanna. Bæði þeirra sem starfa hjá færeysku hafrannsóknastofnuninni og hjá ICES sem hefur sagt að þorskstofninn þoli ekki að veidd séu 33% úr honum á hverju ári. Slíkt geti hugsanlega gengið til skamms tíma við ákveðnar umhverfisaðstæður en gangi ekki til lengri tíma. Í stað þess að horfa til ráðlegginga þessara opinberu og alþjóðlegu stofnana kýs þingið að fara eftir ráðleggingum annarra fiskifræðinga sem það sjálft velur sér. Við þessu varar Clover.</p> <p>Þá kemst ég ekki hjá því, fyrst ég er að vitna í þessa ágætu bók, að minnast á framtak Orra Vigfússonar. Er framtak hans til verndunar á laxastofnum í Norður-Atlantshafi lofað, en Orri hefur beitt sér fyrir því að uppræta laxveiði í sjó. Verndunaraðgerðir Orra fá 9 í einkunn þannig að hann er dúxinn í bókinni.</p> <p>Nú skulum við aðeins staldra við og horfa til þeirra atriða sem Clover taldi okkur vera til vansa. Hvað fyrsta atriðið varðar sem er upphafsúthlutun kvótans þá var það ákvörðun sem tekin var á sínum tíma þar sem útgerðin tók þá ábyrgu afstöðu að draga saman veiðar sínar í íslensku lögsögunni í samræmi við ráðgjöf vísindamanna. Á þessum tímapunkti var því verið að taka frá útgerðinni en ekki að færa henni nokkurn skapaðan hlut. Enginn gat séð fyrir hvernig mál myndu þróast en það verður ekki af útgerðarmönnum tekið að þeir sýndu ábyrga afstöðu og mikla fyrirhyggju með því að draga saman veiðarnar. Ekki er ólíklegt að staðið hefði verið öðruvísi að málum ef sést hefði fyrir hvernig mál myndu þróast. Ekki var heldur hægt að horfa til annarra ríkja þar sem við vorum frumkvöðlar á þessu sviði fiskveiðistjórnunar. Ekki er forsvaranlegt að velta sér lengur upp úr þessari sögu, þetta er gerður hlutur en vissulega var veiðigjaldið sett á til þess að koma til móts við gagnrýni af þessum toga. Lengra geta stjórnvöld ekki gengið í því að leiðrétta söguna. Hvað annað atriðið snertir, stærð flotans, þá voru stjórnvöld svift heimildum til að takmarka flotastærð með Valdimarsdómnum sem kveðinn var upp í hæstarétti í desember 1998. Samkvæmt honum er óheimilt að takmarka fjölda fiskiskipa með takmörkunum á útgáfu veiðileyfa.</p> <p>Þriðja atriðið sem dregur að mati Clovers úr trúverðugleika fiskveiðistjórnunarkerfisins á Íslandi snýr að sóknarkerfi smábáta. Ástæðan er augljós, því jafnvel þótt dagabátaflotinn hafi veitt löglega og í samræmi við það hvernig lögin gerðu ráð fyrir að afli þeirra myndi aðlagast réttu magni, þá veiddu dagabátar alltaf langt umfram það sem þeim var ætlað. Þetta atriði verður þó ekki lengur til þess að draga úr trúverðugleika íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins, þar sem dagakerfið er ekki lengur til staðar.</p> <p>Breytingarnar á dagakerfinu áttu sér nokkuð langan aðdraganda eða um tvö ár. Viðræður milli ráðuneytisins og Landssambandsins snéru upphaflega að því að stöðva þá aflaaukningu sem sjálfkrafa var byggð inn í kerfið. Segja má að einu skorðurnar sem dagabátum voru settar hafi annars vegar snúið að stærð báta, þ.e.a.s ef þeir voru stækkaðir í brúttótonnum þá fækkaði dögunum í ákveðnu hlutfalli. Hins vegar var það fækkun daga um allt að 10% á milli fiskveiðiára. Engar hömlur voru aftur á móti á stækkun véla auk þess sem hægt var að efla getu bátanna og í raun stækka án þess að hrófla við brúttótonnastærð. Þannig var innbyggður hvati til aukinnar veiðigetu í kerfinu og því ekki við öðru að búast en að flotinn nýtti sér þetta gat í lögunum og veiddi sífellt meira og meira umfram það sem honum var ætlað. Þetta var auðvitað óeðlilegt og engan veginn í anda fiskveiðistjórnunarkerfisins.</p> <p>Forsvarsmenn Landssambands smábátaeigenda og fulltrúar ykkar í daganefndinni voru alveg heilir í því að vilja sporna við þeim innbyggða hvata sem var til stækkunar í kerfinu. Í staðinn settu þeir fram þá kröfu að fá inn svokallað gólf í dagana. Samvinna ráðuneytisins og LS snérist því í byrjun fyrst og fremst um það að gera sér grein fyrir áhrifum vélastærðar á aflabrögð og hvernig taka mætti á þeim þætti til þess að gera dagakerfið skilvirkara. Niðurstaða þessara athugana var öll á einn veg og kemur ykkur ekki á óvart, að línulegt samband er á milli afla og vélastærðar. Að því fengnu var næsta skref að átta sig á því hvernig og hvort hægt væri að setja reglur um vélastærð. Fyrir lá að ekki var hægt að setja neinar afturvirkar reglur, því hefðu nýjar fyrst og fremst beinst að þeim bátum sem ekki höfðu þá þegar gengið í gegnum vélarstækkun. Þeir voru reyndar fjölmargir þar sem einn þriðji af dagabátaflotanum var með vélar undir 80 hestöflum. Það var svo stuttu fyrir síðustu Alþingiskosningar að ljóst var að ekki næðist saman með ráðuneytinu og Landssambandinu fyrir kosningarnar.</p> <p>Eftir kosningar var málið tekið upp að nýju og það nálgast út frá sömu forsendum enda höfðu fulltrúar Landssambandsins í raun enga heimild til þess að nálgast það öðruvísi þegar horft er til ályktana LS frá síðustu aðalfundum samtakanna. En segja má að upp hafi komið efasemdir hjá stjórnvöldum um gildi þess að setja reglur á vélastærð myndu virka eins og til væri ætlast í kjölfar skýrslu sem ráðuneytið lét vinna fyrir sig um þetta efni. Þá komu forsvarsmenn Félags dagabátaeigenda þeirri skoðun á framfæri við ráðuneytið að þeir hefðu miklar efasemdir um að þessi aðferðarfræði myndi skila þeim árangri sem til væri ætlast og höfðu auk þess aðrar hugmyndir um hvernig leysa bæri málið. Þegar líða tók á veturinn fór svo að magnast þrýstingur frá ýmsum eigendum dagabáta innan LS um að þeir fengju að flytja sig yfir í krókaflamark. Ég gerði forystu LS grein fyrir þessu en þeir töldu sig ekki hafa umboð til þess að ræða um neitt annað en að vinna að breytingum á dagakerfinu.</p> <p>Þegar hér var komið við sögu vildi ég fá betri sýn á það hver raunveruleg afstaða dagakarla væri án þess að þeir sem tilheyrðu öðrum kerfum smábáta kæmu þar að. Því bauð ég forystu LS og fulltrúum ykkar í daganefndinni upp á að gera skoðanakönnun hjá félagsmönnum sem gerðu út dagabáta í þeim tilgangi að athuga hvort afstaða dagakarla hefði breyst, eða væri önnur en fram kom í ályktun frá síðasta aðalfundi. Það þótti forystumönnum LS ekki koma til greina og viðurkenni ég fúslega að aðferðarfræðin er sérstök. Engu að síður hefði hún gefið okkur dýrmætar upplýsingar og því taldi ég sterk rök með því að beita slíku vinnulagi. Ég virti niðurstöður ykkar manna og því varð aldrei neitt úr könnuninni.</p> <p>Eftir nokkra umhugsun og í ljósi þess hversu margir dagakarlar höfðu komið á framfæri við mig þeirri skoðun sinni að rétt væri að taka upp krókaflamark, varð niðurstaða mín sú að leggja fram frumvarp þar sem aðilum yrði gefinn kostur á að velja milli þess að vera áfram í dagakerfinu eða flytjast yfir í krókaflamark. Í mínum huga var hér um jafngilda kosti að ræða enda var jafnframt gert ráð fyrir að gólf yrði sett í dagana. Ég gerði fulltrúum ykkar síðan grein fyrir þessari niðurstöðu og voru þeir ekki sáttir við hana. Þeir ákváðu hins vegar að taka málið til skoðunar áður en þeir tækju endanlega afstöðu til þess. Í kjölfarið tilkynntu þeir mér að þeir myndu ekki leggjast gegn málinu og framhaldið þekkja síðan allir þar sem forysta ykkar vann af fullum heilindum í málinu og lagði til, að úr því sem komið var væri rétt að allir færu í krókaflamark. Frumvarpið breyttist því í þá veru í meðförum sjávarútvegsnefndar í samráði við LS og sjávarútvegsráðuneytið. Frá sjónarhorni ráðuneytisins þá virðist smám saman hafa orðið afstöðubreyting hjá eigendum dagabáta sem setti forystu LS vissulega í erfiða stöðu, en að mínu mati þá fékkst skynsamleg niðurstaða í málið í samvinnu við forystuna.</p> <p>Hvað sem öllu líður þá er komin niðurstaða í málið og kerfið nú heildstætt og hagsmunirnir sameiginlegir. Hinn ágæti höfundur Charles Clover getur því þess vegna hækkað einkunn okkar upp í níu. Jafnframt geta fulltrúar heildsölufyrirtækja, verslana- og veitingahúsakeðja hætt að hafa áhyggjur af umframveiði dagabáta eins og sumir þeirra hafa verið að tíunda í samskiptum sínum við sjávarútvegsráðuneytið. Verkefni okkar nú er að snúa bökum saman, vinna með þessum aðilum og byggja þannig upp fyrir framtíðina.</p> <p>Það hafa ýmsir verið undrandi og pirraðir þegar ég hef sagt að ekki sé verið að taka frá neinum þó dagabátarnir hafi verið teknir inn í krókaflamarkið og þeim úthlutað mun hærra aflamarki heldur en gildandi lög sögðu til um. Ástæðan er í raun afar einföld, tonnin sem komu til viðbótar sem krókaflamark hjá dagabátum voru þegar veidd af þessum sömu bátum á löglegan hátt og fyrirsjáanlegt að veitt yrði svipað magn í framtíðinni. Enda voru mikil tækifæri samkvæmt lögunum sem þá voru í gildi til að efla dagabátaflotann enn frekar, meðal annars með stækkun véla. Sá fiskur sem dagabátarnir veiddu gat aldrei komið annarsstaðar frá en úr auðlindinni sjálfri. Sá fiskur sem er veiddur í ár hann hættir að stækka. Hann verður ekki veiddur á næsta ári og hann hrygnir ekki aftur og hrygnir jafnvel aldrei. Umframveiði dagabáta verður nú ekki lengur til staðar og því mun sá afli skila sér í hærri úthlutun til aflamarksskipanna í framtíðinni, að því leytinu fara hagsmunir smábátaútgerðar og LÍÚ flotans saman. Þessu er hins vegar öfugt farið með línuívilnunina, í henni er klárlega verið að taka frá einum og færa öðrum. Það sem til úthlutunar kemur hverju sinni er hreinlega minnkað um það magn sem fært er til þeirra skipa sem nýta sér hana. Sama myndi gilda ef línuívilnuninni væri bætt við samanber það sem ég sagði hér að framan um dagabátana.</p> <p>Góðir fundarmenn!</p> <p>Eins og fram kom hér fyrr í ræðunni þá eru heildsölufyrirtæki og verslana- og veitingahúsakeðjur farnar að horfa til fiskveiðistjórnunar við stefnumörkun fyrirtækjanna við kaup á fiski. Ekki aðeins að þeir horfi til þeirra þátta við innkaupin heldur upplýsa þeir jafnframt viðskiptavini um stefnu sína meðal annars með auglýsingaherferðum og með sérstökum merkingum á þeim fiski sem í boði er.</p> <p>Það sem ætti að vekja sérstaka athygli ykkar smábátasjómanna er samvinna sjávarútvegsráðuneytisins við stærstu matvörukeðju heims Carrefour í Frakklandi, um að veita sérstakar upplýsingar um efnainnihald og gæði íslensks fisks. Carrefour leggur sérstaka áherslu á línufisk ekki síst frá Íslandi og kynnir hann sem gæðafisk frá miðum þar sem sjálfbærar veiðar eru stundaðar. Auglýstu þeir þessa stefnu sína í útbreiddum fjölmiðlum víða í Evrópu.</p> <p>Þó þetta sé stefna þessa fyrirtækis þá þýðir það ekki að við eigum að fara að mismuna veiðarfærum. Ólíkar reglur fyrir einstök veiðarfæri verða að byggja á niðurstöðum viðurkenndra rannsókna. Hins vegar sýnir þetta að sameiginlegir hagsmunir okkar liggja í því að greina markaðina til hins ítrasta og sækja inn á hvern og einn þeirra á viðeigandi forsendum. Sóknarfæri fyrir línufisk á ekki að veikja markaðsstöðu okkar annarsstaðar heldur þvert á móti að nýtast til þess að auka meðbyr með íslensku sjávarfangi í heild. Sú viðurkenning sem fellst í því að við stundum sjálfbærar veiðar getur nýst á mörgum sviðum markaðssóknar.</p> <p>Ég hef vikið að því áður að ýmsar breytingar hafa verið gerðar á kvótakerfinu í gegnum tíðina með það að leiðarljósi að lægja öldurnar í kringum fiskveiðistjórnunarkerfið. Tvær síðustu breytingar voru grundvallarbreytingar sem ég hef m.a. fjallað um hér í dag, þ.e.a.s. upptaka veiðigjalds og breytingin á dagabátakerfinu. Nú er mál að linni, nú þarf greinin að fá frið til að efla sig enn frekar og nú eru komnar í megin atriðum sömu forsendur fyrir alla. Ég ítreka að við verðum að vinna saman og ef ráðuneytið getur haft forgöngu um slíka samvinnu þá lýsi ég því hér með yfir að við munum ekki skorast undan verkum.</p> <p></p> <br /> <br />

2004-10-08 00:00:0008. október 2004Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva 8. október 2004

<p><strong>Ræða Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva 8. október 2004.</strong></p> <p>Ágætu fundarmenn!</p> <p>Síðastliðið vor var óskað eftir því við mig að ég færi fyrir viðskiptasendinefnd í ferð sem skipulögð var af Útflutningsráði til Seattle og Kodiak eyju í Alaska nú í september. Ellefu íslensk fyrirtæki tóku þátt í sendinefndinni og buðu þau öll upp á þjónustu við sjávarútveginn og er gaman að geta þess að meðal fyrirtækjanna voru tveir bankar sem undirstrikar útrásarhug íslenskra fyrirtækja. Markmið ferðarinnar var að efla enn frekar tengsl landanna á sviði sjávarútvegs en bandarísk sjávarútvegsfyrirtæki hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum og hafa viðskipti landanna á þessu sviði verið að aukist jafnt og þétt, bæði hvað varðar viðskipti með sjávarafurðir og ekki síst með vélbúnað og hátækni fyrir fiskvinnslu og útgerð. Þar hafa fyrirtæki tileinkað sér nýjustu- og öflugustu tækni í fiskvinnslu og byggt upp mikla þekkingu sem snýr að öllum verkferlum og vöruvöndun.</p> <p>Í ferðinni gafst mér tækifæri til að kynna mér starfsemi fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja. Í einu þeirra fiskvinnsluhúsa sem ég skoðaði var hægt að vinna allt upp í 1.500 tonn af fiski á sólarhring. Þar var jafnframt fiskurinn allur nýttur og var mjöl- og surimi vinnsla hluti af heildarframleiðsluferlinu. Þessu til samanburðar má nefna að frystihús ÚA vann 150 tonn á sólarhring þegar mest var. Þá þótti mér merkilegt til þess að vita að í áhöfn tæplega 500 tonna togara sem veiðir Alaskaufsa eru einungis fimm manns.</p> <p>Ferð þessi var lærdómsrík fyrir mig og vonandi hefur hún skilað þeim fyrirtækjum sem þátt tóku í ferðinni góðum árangri.</p> <p>Það er staðreynd að erlendar fiskvinnslur eru sífellt að veita okkur harðari samkeppni á öllum sviðum framleiðslunnar. Ýmsar skýringar kunna að vera á því en ein þeirra er sú að mörg íslensk fyrirtæki lifa á því að koma þekkingu okkar í sjávarútvegi á framfæri og selja fiskvinnslum víða um heim upplýsingar um okkar eigin framleiðsluaðferðir. En um leið og við erum fús til þess að flytja okkar þekkingu úr landi þurfa íslensk fyrirtæki að vera dugleg að afla sér þekkingar annars staðar frá. Sérstaða okkar fer minnkandi, við búum í alþjóðlegu umhverfi þar sem upplýsingar fljóta hindrunarlítið á milli aðila. Það hefur því sjaldan eða aldrei verið nauðsynlegra fyrir okkur að halda vöku okkar en einmitt nú. Greinin verður því að búa við stöðugt umhverfi, fyrirtækin hafa einfaldlega ekki efni á að eyða dýrmætum kröftum sínum í að hafa áhyggjur af heimatilbúnum vandamálum í rekstri sínum.</p> <p>Allt frá því að fiskveiðistjórnunarkerfið var tekið upp hefur það gengið í gegnum stöðugt þróunarferli. Miklar breytingar hafa verið gerðar á því í gegnum tíðina og nýverið hafa gengið í gegn breytingar sem taka mið af því að auka sátt um kvótakerfið og festa það þar með í sessi. Ég geri mér eðlilega grein fyrir að það verður aldrei náð hinni fullkomnu sátt en einhversstaðar verða menn að mætast. Sumar þær breytingar sem gerðar hafa verið eru í andstöðu við greinina og ekki endilega til þess fallnar að efla fyrirtækin ef til skamms tíma er litið. Sem dæmi þá þótti sjálfsagt að binda hámarks heildarkvótaeign við 12% á fyrirtæki. En þegar löggjafinn ætlaði að setja 15% hámarkseign markaðsráðandi fyrirtækja ljósvakamiðla ætlaði allt að ganga af göflunum. En nú er mál að linni og ákveðin niðurstaða komin hvað fiskveiðistjórnunina varðar. Nú þurfa fyrirtæki, hvort sem þau eru í vinnslu eða útgerð, að geta treyst á stöðugt umhverfi og þau verða að fá það athafnarými sem þarf til að mögulegt sé að reka þau út frá viðskiptalegum forsendum.</p> <p>Ég hef lagt áherslu á það áður hér á þessum vettangi að ég telji nauðsynlegt að umræða um sjávarútvegsmál snúist ekki eingöngu um kvótakerfið. Slík umræða er allt of takmörkuð og kemur okkur lítt áfram í þeirri viðleitni að efla og þróa íslenskan sjávarútveg. Vöxtur íslensks sjávarútvegs tengist nýjungum í greininni, ný störf verða til í tengslum við nýjungar í vinnslu og nýtingu sjávarafurða. Það var slík hugsun sem var höfð að leiðarljósi þegar sjávarútvegsráðuneytið ákvað að skipa nefnd um aukið virði sjávarfangs. Í framhaldi af niðurstöðum nefndarinnar var AVS sjóðurinn settur á fót og er það núna eitt af megin stefnumálum ráðuneytisins að auka enn frekar verðmæti þess sjávarfangs sem að landi berst.</p> <p>AVS sjóðurinn hefur nú starfað í um 2 ár og eru verkefni hans af margvíslegum toga og snúa meðal annars að fiskeldi, gæðum, líftækni, markaðssetningu og vinnslu. Sjóðurinn hefur veitt styrkti til um 30 verkefna fyrir um 74 milljónir kr., 2003 og á yfirstandandi ári er búið að styrkja 25 verkefni fyrir samtals um 81 milljón króna en sjóðurinn hefur úr 120 milljónum að spila og því má reikna má með að verkefnum eigi eftir að fjölga nokkuð áður en árið er úti. Í því fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir 200 milljónum króna í AVS sjóðinn og það er trú mín að greinin geti nýtt sér þennan stuðning til að flýta enn frekar fyrir þróun og nýjungum í vinnslu sjávarafurða.</p> <p>Þróunarvinna tekur tíma og því er kannski vart við því að búast að við sjáum mikinn árangur af starfi AVS fyrst til að byrja með. Engu að síður erum við þegar farin að uppskera í kjölfar úthlutana úr sjóðnum. Í því sambandi er skemmtilegt að segja frá því að AVS styrkti áhugavert verkefni varðandi nýtingu á tegund sem flestir héldu að væri ónýtanleg en þetta er &bdquo;Vinnsla á íslenskum sæbjúgum". Nú hefur verið komið á fót fyrirtæki um þetta verkefni sem er með aðsetur á Grundarfirði. Sæbjúgu hafa aldrei verið nýtt hér á landi áður en þessi dýrategund hefur verið þekkt matvara meðal margra Asíuþjóða. Eins og gefur að skilja þá þarf að mörgu að huga við veiðar og vinnslu nýrra tegunda, en framvindan í verkefninu hefur verið góð, búið að senda fjölda sýnishorna til kaupenda erlendis og hafa viðbrögðin verið jákvæð þó auðvitað þurfi sífellt að lagfæra þætti í vinnslunni til að mæta sérstökum óskum kaupenda. Erlenda vinnslutækni var ekki hægt að yfirfæra að öllu leyti þar sem íslensku sæbjúgun eru að nokkru leyti frábrugðin þeim sem þegar er verið að vinna. Nú er að baki mikil þróunar- og markaðsvinna og er verkefnisstjóri verkefnisins bjartsýnn á að góður grundvöllur sé fyrir nýtingu sæbjúgna þó enn sé að mörgu að hyggja. En vonandi verður innan tíðar hægt að tala um að ný tegund hafi bæst í flóru íslenskra sjávarafurða.</p> <p>Annað dæmi um verkefni sem við sjáum nú þegar að er að skila sér í auknum tekjum inn í sjávarútveginn er verkefni sem unnið er af Marorku og er hönnun á búnaði til að draga úr orkunotkun og mengun fiskiskipa. Verkefnið fékk ítarleg umfjöllun í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu.</p> <p>Ef við horfum til einstakra flokka AVS þá hafa hæstu úthlutanir farið til fiskeldis og er mikill hugur í fyrirtækjum á því sviði enda er það mikilvægt fyrir okkur að eldið geti orðið öflug atvinnugrein í framtíðinni. Skynsamlega hefur verið á málum haldið þar sem stigið hefur verið varlega til jarðar kunnátan hlaðist upp jafnt og þétt. Við ætlum okkur ekki að verða eftirbátar annarra þjóða í þessum efnum en eins og staðan er nú þá eru ýmsir sem hafa lagt mikið undir í þessari atvinnugrein. Sú mikla fiskeldisþjóð, Norðmenn láta sitt ekki eftir liggja og stefna á að framleiða 100.000 tonn af þorski innan 8 ára. Þá erum við að sjá öfluga samkeppni frá löndum sem eru hafa verið okkur fjarlæg fram til þessa eins og t.d. Chile. Fyrir ykkur sem stundið fiskvinnslu skiptir hráefnið gríðarmiklu máli og þá bæði örugg öflun þess og jöfn og góð gæði. Á því sviði getur fiskeldið komið afar sterkt inn og á síðustu árum hefur sjávarútvegsráðuneytið beitt sér fyrir átaki til að auka eldi á sjávarfiski.</p> <p>Fiskeldi á sér töluverða sögu hér á landi en var lengi vel nær einskorðað við eldi ferskvatnsfisks; lax og bleikju. Gekk þar á ýmsu. Hvað eldi sjávarfiska varðar; á lúðueldi sér alllanga sögu hér á landi og hefur okkur tekist að ná ákveðinni forystu á því sviði á alþjóðavettvangi. Á allra síðustu árum hefur áhugi víða um heim aukist mjög á eldi hvítfisks en þar er einmitt um að ræða þann fisk sem hvað mest neysla er á í heiminum. Þannig hefur hvítfiskurinn örugga stöðu á mörkuðunum nú þegar. Hjá okkur og helstu nágrannaþjóðum er það þorskurinn sem er hvítfisktegund númer eitt og málið snýst fyrst og fremst um í eldi sjávarfiska.</p> <p>Við uppbyggingu á þorskeldinu höfum við gætt þess að klífa hamarinn með þeim hætti að ná öruggri fótfestu hverju sinni áður en næsta skref er tekið. Þannig höfum við lagt áherslu, nú til að byrja með, á svokallað áframeldi þar sem villtur fiskur fangaður og alinn í kvíum til slátrunar. Jafnframt höfum við komið á stað rannsóknastarfi sem miðar af því að ná fram kynbættum eldisstofni þorsks.</p> <p>Vitaskuld hefur ráðuneytið sem slíkt ekki staðið fyrir þessu starfi með öðrum hætti en þeim að koma upp reglu- og eftirlitsumhverfi sem geri greininni fært að vaxa og dafna á eigin forsendum og um leið að ýta undir rannsókna- og þróunarstarf meðal annars í gegnum AVS sjóðinn og með úthlutun sérstaks kvóta í þessum tilgangi. Ábyrgð og framvinda öll í atvinnurekstrinum hvílir hins vegar á herðum fyrirtækjanna sjálfra enda fer best á því.</p> <p>Nú þegar eru að koma fram vísbendingar um að við Íslendingar séum á réttri leið í þessu starfi og var ánægjulegt að sjá því slegið upp á forsíðu <em>Morgunblaðsins</em> síðastliðinn sunnudag, 3. október sl., að <em>íslenskur eldisþorskur hafi slegið í gegn,</em> eins og það var orðað. Og vel að merkja hér var um að ræða fisk úr áframeldi, því enn erum við ekki komnir með í framleiðslu fisk af kynbættum eldisstofni sem ræktaður er í aleldi. Þegar þar að kemur getum við gert enn betur því þá munum við vera með stofn með seinan kynþroska, hámarks holdgæði og mikinn vaxtarhraða, sem sagt frábæran vinnslufisk. Í áframeldinu safnast hins vegar ómetanleg þekking og reynsla á sviði fóðrunar og meðferðar. Ég bind því miklar vonir við framvindu fiskeldisins á komandi árum og veit raunar að margir hér inni eru á sama máli enda eru drjúg tengsl á milli samtaka ykkar og Landssambands fiskeldisstöðva. Það verður hins vegar aldrei of oft varað við of mikill bjartsýni.</p> <p>Ágætu fundarmenn!</p> <p>Fiskvinnsla verður sífellt flóknari, markaðurinn gerir mikla kröfur og þær breytast ört. Auk þess koma til auknar kröfur opinberra stofnana erlendis frá og þá má ekki gleyma upphlaupum ýmissa öfgasamtaka sem hreinlega hafa lifibrauð af því að valda uppnámi og er þá oft á tíðum beitt óvönduðum meðulum. Nýjar óraunhæfar kröfur og óvæntar uppákomur geta stórskaðað útflutning sjávarfangs. Hver af þeim sem hér eru man ekki eftir mjölfárinu á sínum tíma þar sem minnstu munaði bannað yrði að nota fiskmjöl í dýrafóður. Með því að koma hratt og örugglega á framfæri upplýsingum í samstarfi við önnur ríki tókst að koma í veg fyrir algert bann, en því miður var engu að síður bannað að nota fiskmjöl í fóður jórturdýra sem hafði mjög slæm áhrif á markaðinn. Binda menn nú vonir við að í ljósi þess að tekist hefur að endurbæta próf á íblöndun kjötmjöls í fóður þá muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins aflétta þessu banni fljótlega sem mun væntanlega styrkja markaðinn á ný.</p> <p>Þetta dæmi sýnir okkur hvernig einstakar stjórnvaldsaðgerðir geta skaðað útflutningstekjur okkar með beinum hætti ekki síst ef við höfum ekki upplýsingar á reiðum höndum, þá stöndum við varnarlaus. Neikvæð umfjöllun í fjölmiðlum getur á stuttum tíma eyðilagt jákvæða ímynd afurða sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Útflutningstekjurnar eru því háðar því að við tryggjum það að geta sýnt fram á öryggi sjávarafurða okkar og við verðum að geta með óyggjandi hætti sýnt fram á að þær séu öruggar með hliðsjón af þeim lögum, reglugerðum sem gilda á hverjum tíma svo og kröfum markaðarins. Gildir þar einu hvort um er að ræða ferskan fisk, unnar afurðir eða fiskeldi.</p> <p>Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins skilaði af sér skýrslu sem kynnt var í sumar og hægt er að nálgast á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins. Í henni koma fram leiðir til að tryggja öryggi útflutningstekna. Mikilvægt að upplýsingasöfnun um óæskileg efni í sjávarafurðum Íslendinga sé gerð á skipulegan hátt og tryggt að á hverjum tíma séu til nýjar upplýsingar um efnainnihald þeirra. Megin niðurstöður þeirra mælinga sem nú liggja fyrir sýna að mengunarefni í íslensku sjávarfangi eru í langflestum tilvikum langt undir þeim mörkum sem sett hafa verið.</p> <p>Að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins hóf Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins árið 2003 að&nbsp;mæla innihald óæskilegra efna í sjávarafurðum, bæði afurðum til&nbsp; manneldis og afurðum lýsis- og mjöliðnaðar. Upplýsingarnar munu nýtast þeim&nbsp; sem vinna við að selja sjávarafurðir&nbsp; til að meta það hvernig afurðir standast&nbsp; þau&nbsp; mörk sem þegar eru í gildi á Íslandi, ESB og viðskiptaþjóðum Íslendinga,&nbsp; og sem stjórnvöld og söluaðilar sjávarfangs þurfa að geta upplýst kaupendur og neytendur um.</p> <p>Í dag verða niðurstöður mælinganna birtar á netinu, nánar tiltekið á</p> <p>heimsíðum sjávarútvegsráðuneytisins og hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.</p> <p>Þá er rétt að geta þess að til þess að tryggja frekari uppbyggingu á þessu sviði er í fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir gert ráð fyrir 30 milljónum sem sérstaklega eru ætlaðar í þetta verkefni. Viðbótar mælingar á heilnæmi sjávarfangs munu fyrst og fremst fara fram í nýrri aðstöðu Rf í rannsóknahúsi Háskólans á Akureyri sem verið er að taka í notkun um þessar mundir.</p> <p>Fyrir nokkrum árum var talsverð umræða um nauðsyn þess að vinna siðareglur sjávarútvegsins. Gerð þeirra hefur hins vegar tafist vegna vinnu við stefnumótun tengdum umhverfismerkingum sem mikið hafa verið til umræðu. Í ljósi þess hvernig umhverfismerkingarnar hafa þróast þar sem heildsölufyrirtæki, verslana- og veitingahúsakeðjur hafa sjálf tekið upp sínar eigin merkingar og staðla þá er mikilvægt að koma vinnu við siðareglur sjávarútvegsins af stað á ný. Sjávarútvegsráðuneytið og Fiskifélag Íslands hafa því tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og er nú vinna við gerð siðareglna sjávarútvegsins hafin. Byggt verður á siðareglum FAO um ábyrgð í fiskimálum, nefnt <em>Code of Conduct for Responsible Fisheries</em>, sem samþykktar voru árið 1995. Í formála siðareglna FAO kemur fram að þar eru settar grunnreglur og alþjóðlegir staðlar fyrir ábyrga hegðun í sjávarútvegs- og fiskveiðimálum.</p> <p>Ég tel mikilvægt að íslenskur sjávarútvegur komi sér saman um reglur fyrir atvinnugreinina sem byggi á siðareglum FAO og taki tillit til aðstæðna og sérstöðu Íslands. Til þess hefur greinin sameiginlegan vettvang sem er Fiskifélag Íslands. Þannig getur greinin sjálf skapað sér sýn á þá fjölmörgu mikilvægu þætti sem siðareglunum er ætlað að ná til og eru í vaxandi mæli til umræðu innan sjávarútvegsins um allan heim.</p> <p>Siðareglur íslensks sjávarútvegs, sem atvinnugreinin í heild sinni sameinast um, styrkja málefnalega stöðu Íslands á vettvangi málefna hafsins. Þær tryggja enn frekar ábyrga umgengni um auðlindir hafsins og muna þannig enn frekar efla íslenskan sjávarútveg.</p> <p>Eitt sem mig langar að minnast hér í lokin er ný reglugerð um vigtun sjávarafla. Síðast liðið vor kynnti ráðuneytið á netinu drög að nýrri reglugerð um vigtun sjávarafla sem fela í sér töluverðar breytingar frá núgildandi reglugerð. Markmiðið með hugmyndinni að breytingunum er að taka tillit til nýrrar tækni sem gerir okkur kleift að&nbsp;einfalda reglurnar til að auðveldara sé að fylgja&nbsp; þeim. Athugasemdir bárust frá Samtökum fiskvinnslunnar um&nbsp;ýmis atriði &nbsp;og í ljósi þeirra hefur ráðuneytið ákveðið að fara yfir málið meðal annars í samstarfi við ykkur. Nauðsynlegt er að aðlaga reglurnar að starfsemi mismunandi fyrirtækja, fiskvinnslustöðva og fiskmarkaða og að sem mest sátt sé um málið.</p> <p>Góðir fundarmenn!</p> <p>Eins og ég hef rakið hér að framan þá verða viðskipti með fiskafurðir sífellt flóknari, í því felast ákveðnar ógnanir en um leið tækifæri. Við höfum alla burði til þess að búa yfir öflugasta upplýsingakerfi veraldar á þessu sviði. Annað sem styrkir stöðu okkar er alþjóðleg viðurkenning á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem gefur okkur forskot á margar samkeppnisþjóðir okkar, trúverðugleiki kerfisins er orðinn hluti af markaðssetningu stórfyrirtækja. Lokaorð mín eru því; gerum okkur grein fyrir ógnunum en spilum framliggjandi sókn á fiskmörkuðunum.</p> <br /> <br />

2004-09-10 00:00:0010. september 2004Opinn stjórnmálafundur á Höfn í Hornafirði 9. september 2004

<p><strong>Ræða Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á opnum stjórnmálafundi á Höfn, 9. september 2004.</strong></p> <p>Ágætu Hornfirðingar!</p> <p>Þegar kvótakerfið var tekið upp á sínum tíma stóð íslenska þjóðin frammi fyrir því að þorskstofninn hafði gefið mikið eftir og var einsýnt að grípa þyrfti til aðgerða til að sporna við þeirri þróun. Þetta var alls ekki auðvelt verkefni enda snérist það um að útgerðarmenn tækju á sig verulega aflaskerðingu en það vill oft gleymast í umræðunni. Engu að síður tókst mönnum að ná saman um takmörkun veiðanna sem grundvallaðar voru á aflamarksstýringu enda höfðu tilraunir til þess að takmarka afla með sóknarstýringu mistekist. Við gleymum því oft Íslendingar hvað við erum lánsöm að hér á landi hafa útgerðarmenn löngum haft skilning á náttúrunni og hvaða skorður hún setur okkur. Þá hafa þeir einnig haft skilning á mikilvægi sjávarútvegs þegar horft er til efnahagslegrar afkomu þjóðarinnar. Í ljósi þessa hefur verið mögulegt að fylgja stefnu um langvarandi skynsamlega nýtingu auðlinda hafsins. Útgerðarmenn á Íslandi greina sig frá útgerðamönnum ýmissa landa þar sem þeir hugsa um afrakstur fiskimiðanna til lengri tíma. Það hefur verið okkar gæfa og er í rauninni þvert á það sem við höfum séð í löndunum í kringum okkur.</p> <p>Fyrir stuttu síðan kom sjávarútvegsráðherra Bretlands í heimsókn hingað til lands í þeim tilgangi að kynna sér íslenska kvótakerfið frá öllum hliðum og lagði hann mikið upp úr því að fá fram ólík sjónarmið. Niðurstaða hans var samkvæmt yfirlýsingum í erlendum fjölmiðlum að það mætti margt gott af Íslendingum læra og hrósaði hann íslenska kvótakerfinu. En það sem honum fannst hvað athyglisverðast var ábyrg afstaða útgerðarmanna. Sagðist hann ekki hafa upplifað það að útgerðarmenn töluðu á þeim nótum að ef til vill væri verið nýta of stóran hluta þorskstofnsins og því væri skynsamlegt að draga úr veiðunum.</p> <p>Þetta er einmitt mergurinn málsins og þrátt fyrir að það hafi verið ósætti um kvótakerfið þá breytir það ekki þeirri staðreynd að útgerðarmenn hafa verið sammála því að það beri að takmarka veiðar, með því sé hagsmunum allra best borgið.</p> <p>Þá mátti lesa um það í morgunblaðinu í dag að Kjell Inge Rökke, eigandi norska útgerðarfélagsins Norway Seafood, telur að Norðmenn geti lært margt af Íslendingum þegar kemur að sjávarútvegi. Þar er haft eftir honum að Íslendingum hafi tekist að reka sjávarútveg sinn á hagkvæman hátt og náð fram hagræðingu í greininni. Ég vil líka nefna í þessu sambandi að við höfum fengið heimsókn norska sjávarútvegsráðherrans Sven Ludvigsen þar sem hann kom sérstaklega til landsins í þeim tilgangi að kynna sér íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið.</p> <p>Hér eru aðeins þrjú dæmi nefnd til sögunnar en ég hef enga tölu á því hversu margir erlendir gestir hafa komið til fundar í ráðuneytinu til þess að kynna sér kerfið okkar. Ekki vegna þess hversu slæmt það er, heldur vegna þess að það hefur skilað miklum árangri út frá flestum þeim mælikvörðum sem menn setja á slík kerfi, það gerir það einstakt.</p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ágætu fundarmenn!</p> <p>Það er dálítið merkilegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið, að á meðan umræðan hefur oft á tíðum snúist um að níða skóinn af íslenska kvótakerfinu þá hafa staðreyndirnar blasað við. Ég veit ekki um neina þjóð þar sem útgerð er rekin sem álvöru atvinnugrein, undirstöðu atvinnugrein í okkar tilviki, sem stendur á eigin fótum og er rekinn með hagnaði. Með kvótakerfinu geta útgerðarmenn hagrætt í sínum rekstri eins og Kjell Inge benti á, jafnframt því gerir kerfið útgerðarmönnum kleift að koma til móts við síauknar kröfur markaðarins. Kröfur um það að hafa jafnt framboð yfir árið, kröfur um að geta afhent þann fisk sem beðið er um, kröfur um gæði aflans, kröfur um rekjanleika aflans og svo mætti lengi telja Það eru líka fáar þjóðir ef nokkur sem státar af jafn miklum árangri í líffræðilegri stjórnun. Þrátt fyrir að ekki hafi allt gengið eftir nákvæmlega eins og við vildum, þá höfum við staðið skrambi vel, ekki síst í samanburði við aðra. Við verðum að fara að tala tæpitungulaust um þetta og hætta að mála skrattann á vegginn. Það verður ekki horfið aftur til fortíðar heldur munum við leggja áherslu á að sjávarútvegsfyrirtæki geti í framtíðinni verið rekinn sem öflug fyrirtæki á alþjóðavísu og hvað sem hver segir þá eigum við ekki annan kost í stöðunni. Annað er fortíðarhyggja og allar kollsteypur sem hingað til hafa verið boðaðar af sumum flokkum eru svo óábyrgar að það tekur ekki nokkru tali.</p> <p>Ég sé fyrir mér að framundan sé tími minni deilna og við taki tími uppbyggilegri umræðu. Ríkisstjórnin hefur ekki verið á móti því að núverandi kerfi tæki breytingum eða aðlögun. Frá því að kvótakerfið var tekið upp hefur það farið í gegnum miklar breytingar. Breytingarnar hafa verið af ólíkum toga. Sumar gerðar í þeim tilgangi að setja niður deilur en aðrar til þess að ná fram aukinni hagræðingu í greininni svo fátt eitt sé nefnt. Að undanförnu hafa ýmsar breytingar verið gerðar á fiskveiðistjórnunarlögunum sem í ljósi sögunnar ættu að verða til þess að sætta ólík sjónarmið. Vil ég þar fyrst nefna veiðileyfagjaldið sem tekið var upp í kjölfar rúmlega þriggja ára vinnu tveggja þverpólitískra nefnda, Auðlindanefndar og Endurskoðunarnefndarinnar. Gjaldið var lagt á í fyrsta sinn nú þegar nýtt fiskveiðiár tók gildi í byrjun september. Gjaldið er afkomutengt og kemur til framkvæmda í áföngum.</p> <p>Þá var tekið það stóra skref að gera kerfið heildstætt þar sem nú mun það alfarið byggja á aflamarki í kjölfar þess að Alþingi samþykkti að leggja niður dagakerfið. Þetta gerir fiskveiðistjórnunina markvissari þar sem veiðin verður mun nær því heildaraflamarki sem sett er fyrir hvert fiskveiðiár. Það eru ýmsir sem hafa viljað gera lítið úr þeim afla sem veiddur er umfram ráðgjöf. En nú á tímum svo til ótakmarkaðs aðgangs að upplýsingum hefur þrýstingur kaupenda sjávarafurða og ýmissa aðila sem láta sig umhverfismál varða verið á þann veg að ekki sé veitt umfram heildaraflamark. Þetta er stór hluti af okkar ímyndaruppbyggingu enda er það einlægur vilji okkar að stunda ábyrgar fiskveiðar og sína það í verki. Eftir sem áður höfum við smábátakerfi sem hefur sannað gildi sitt fyrir einstaka byggðir víðs vegar um landið.</p> <p>Í ljósi þessara staðreynda stöndum því frammi fyrir miklu tækifæri núna. Tækifæri sem við höfum ekki fengið með jafn afgerandi hætti frá því að kvótakerfið var tekið upp, en það er að horfa til framangreindra breytinga og viðurkenna sáttina sem í þeim felst. Við getum nú farið að einbeita okkur að því að horfa fram í tímann, takast á við vandamál morgundagsins og láta deilur lönd og leið. Ég geri mér grein fyrir að þegar einni deilu er lokið er alltaf hægt að búa til nýja. Sem dæmi um það þá er oft stutt í hnútukast milli þeirra sem stunda veiðar með ólíkum veiðarfærum. En það er nú eini sinni svo að fjölbreytt útgerðarmynstur er af hinu góða. Það er ekki hægt að fullyrða að það eigi frekar að einungis að gera út á einn hátt frekar en annan. Markaðir fyrir fisk eru fjölbreyttir og því þjóna ólík útgerðarmynstur þeim með ólíkum hætti og alveg víst að það fer best á því að hver og einn útgerðarmaður meti hvernig best er að haga veiðunum. Í gær afhenti LÍÚ Háskólanum á Akureyri nýja og fullkomna neðansjávarmyndavél. Hér er um merkilegt framtak útvegsmanna að ræða og sýnir enn og aftur ábyrga stöðu þeirra gagnvart fiskveiðum. Megin tilgangurinn með gjöfinni er að efla rannsóknir á veiðarfærum og áhrifum þeirra á umhverfið. Ég ætlast því til að menn sem hafa ólíkar skoðanir á áhrifum einstakra veiðarfæra slíðri sverð sín, við þurfum ekki að rífast um staðreyndir og því er einfaldast að bíða eftir niðurstöðum rannsóknanna og meta áhrifin þegar þær liggja fyrir.</p> <p>Staða sjávarútvegs á Íslandi breytist hratt. Verkefni okkar nú er að sækja fram til nýrrar sóknar. Íslenskt efnahagslíf aðlagar sig ekki lengur sjávarútveginum með sama hætti og áður. Áhrif sjávarútvegs í íslensku þjóðfélagi hafa verið að minnka. Ekki vegna þess að umfangið hafi verið að minnka heldur vegna þess að aðrar atvinnugreinar hafa verið að sækja í sig veðrið og því er einungis um hlutfallslega minnkun að ræða. Sjávarútvegur ræður gengisskráningunni ekki lengur og ef að líkum lætur mun hann ekki gera það í framtíðinni vegna aukins umfangs annarra greina. Ferðaþjónustan hefur verið á mikilli siglingu þar sem komum ferðamanna til landsins er farið að fjölga mjög hratt á ný eftir nokkurt bakslag um skeið í kjölfar voðaatburðanna sem kenndir eru við 11. september. Stóriðja hefur verið að eflast til muna og fjármálafyrirtækin eru orðin að öflugum alþjóðlegum fyrirtækjum. Þessi staðreynd sínir okkur að það er ákveðin hætta á að sjávarútvegur muni ekki dafna til jafns á við aðrar atvinnugreinar. Því megum við alls ekki eyða kröftum okkar í deilur og sundurlindi, slíkt þjónar aðeins hagsmunum samkeppnislanda okkar. Við verðum einfaldlega að snúa bökum saman og sækja fram.</p> <p>Í ljósi þess sem að framan er greint þá þurfum við að laga okkur að breyttu umhverfi. Verkefnin framundan eru næg og lykillinn að því að ná meiru út úr sjávarútveginum er að bæta innviði hans og aðstæður, auka verðmæti þess afla sem að landi berst, efla markaðssókn og útrás atvinnugreinarinnar og er þá fátt eitt talið. Útrásin er þegar hafin og bera nýjustu fregnir af kaupum Samherja á tveimur fyrirtækjum í Evrópu til viðbótar það sem áður var þess glöggt merki.</p> <p>Til að gefa innsýn í þau verkefni sem ráðuneytið er að fást við og teljast til nýrra verkefna sem tengjast breyttu umhverfi sjávarútvegsins má nefna siðareglur í sjávarútvegi, umhverfismerkingar sem snúa að upplýsingagjöf varðandi sjálfbærni veiða, öryggi útflutningstekna sem fjalla um markvissa upplýsingagjöf um efnainnihald í fiski. Einnig höfum við tekið upp samvinnu við eina stærstu matvörukeðju heims Carrefour í Frakklandi, um að veita sérstakar upplýsingar um efnainnihald og gæði íslensks fisks. Carrefour leggur sérstaka áherslu á línufisk ekki síst frá Íslandi og kynnir hann sem gæðafisk frá miðum þar sem sjálfbærar veiðar eru stundaðar. Þá tók ráðuneytið fyrir um tveimur árum síðan ásamt SH, SÍF og Útflutningsráði að styðja við bakið á Klúbbi matreiðslumeistara til þátttöku í Bocuse d&#39;Or matreiðslukeppninni, en hún nokkurs konar heimsmeistarakeppni í matargerð. Í kjölfar þessa stuðning hefur nú verið ákveðið að nota íslenskan fisk, skötusel, í keppnina á næsta ári. Það er vel til þess fallið að koma ferskum íslenskum fiski á framfæri og bindum við vonir okkar við að þetta styðji við bakið á ferskfiskútflutningi okkar.</p> <p>Ágætu fundarmenn!</p> <p>Vöxtur íslensks sjávarútvegs tengist nýjungum í greininni og því verða ný störf ekki til á grunni hins hefðbundna heldur tengjast þau öðrum og nýjum þáttum sem þurfa að koma til. Íslenskur sjávarútvegur ætlar að halda áfram að verða vaxtagrein í íslensku hagkerfi en það má engum dyljast að það eru tímar breytinga framundan í íslenskum sjávarútvegi. Þetta kostar mikla útsjónarsemi, fyrirhyggju og þolinmæði hjá greininni.</p> <p>Mikill hugur er í mönnum hvað varðar eldi sjávarfiska og er það mín trú að mögulegt sé að sú atvinnugrein eigi eftir að verða öflug í framtíðinni. Skynsamlega hefur verið á málum haldið þar sem stigið hefur verið varlega til jarðar kunnátan hlaðist upp jafnt og þétt. Við ætlum okkur ekki að verða eftirbátar annarra þjóða í þessum efnum en eins og staðan er nú þá eru ýmsir sem hafa lagt mikið undir í þessari atvinnugrein. Sú mikla fiskeldisþjóð, Norðmenn láta sitt ekki eftir liggja og stefna á að framleiða 100.000 tonn af þorski innan 8 ára. Þá erum við að sjá öfluga samkeppni frá löndum sem eru hafa verið okkur fjarlæg fram til þessa eins og t.d. Chile.</p> <p>Að lokum vil ég segja að ég er ánægður með að hafa fengið tækifæri til þess að funda með ykkur hér í dag. Eins og þið hafið heyrt á mér þá standa miklar breytingar yfir hjá þessari öflugustu atvinnugrein þjóðarinnar. Ógnanirnar eru víða en það sama á við um tækifærin. Það er hlutverk okkar sem störfum í sjávarútvegi að vera ávallt viðbúin því að gefið geti á bátinn og við verðum að vera tilbúinn að svara allri þeirri gagnrýni sem að okkur er beint, hvaðan sem hún kemur. Að sama skapi verðum við að kortleggja tækifærin og vinna að krafti og heilum hug að framgangi þessarar mikilvægu atvinnugreinar þjóðarinnar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira