Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Einars K. Guðfinnssonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2008-12-04 00:00:0004. desember 200826. þing Sjómannasambands Íslands 4. desember 2008

<p style="text-align: right;"><strong><span></span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>á 26. þingi Sjómannasambands Íslands</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>4. desember 2008</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu sjómenn.</span></p> <p><span>Það hefur stundum verið sagt að algengasta umræðuefnið þegar Íslendingar koma saman, að minnsta kosti þeir sem eiga sitt undir veðrum og vindi, sé tíðarfarið og þegar sjómenn eiga í hlut aflabrögðin. Þetta er örugglega rétt. Að minnsta kosti skal ég játa að þetta er ekki óalgengt umræðuefni þegar ég hitti vini mína í sjávarútvegi. Enda eru þetta hlutir sem skipta okkur öll miklu máli þó að margt í samtímanum hafi reyndar breyst með þeim hætti að ýmsir gera sér ekki grein fyrir samspili tíðarfars, aflabragða og þróunar lífskjara hér á landi.&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú er hins vegar svo komið að þessi mál eru ekki efst á baugi í umræðu dagsins, heldur sú alvarlega þróun sem orðið hefur í efnahagslífi okkar. Þetta rifjar upp fyrir mér litla sögu, þegar ég hitti að máli gamlan vin minn vestur í Bolungarvík í frekar vondu veðri að vetri fyrir nokkrum árum. Ég hafði orð á þessu að það væri leiðinlegt tíðarfarið og þá leit hann til himins og sagði: „Já, en Einar minn, það er við stóran að deila.“&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Kannski er það svo þegar við tölum um þann vanda sem nú er við að glíma í efnahagslífi okkar, að þá er við stóran að deila. Meginorsökin er sá mikli vandi sem hefur hellst yfir hinn vestræna heim í formi lausafjárkreppu sem&nbsp; varð svo að víðtækri efnahagskreppu.&nbsp; Þetta lætur engan ósnortinn og hefur komið harkalega við afkomu fyrirtækja og heimila í landinu. Ríkisstjórnin hefur með ýmsum aðgerðum reynt að bregðast við. En auðvitað er ekki hægt að líta framhjá því að þetta efnahagslega áfall veldur nú erfiðleikum í rekstri bæði&nbsp; heimila og fyrirtækja. Enda hlýtur það að hafa alvarleg áhrif á stöðuna þegar verðmætasköpunin minnkar, atvinnuleysi eykst og við þetta bætast svo gegndarlausar lántökur fyrirtækja og heimila á undanförnum árum, sem nú eru sem hinn þyngsti myllusteinn, þegar á móti blæs.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við þessar aðstæður gera menn sér hins vegar betur grein fyrir því en áður, hvaða þýðingu grundvallar atvinnuvegur eins og sjávarútvegurinn hefur fyrir þjóðarbúið. Ýmsir höfðu gert lítið úr mikilvægi hans fyrir efnahagslífið og kusu að ímynda sér að sjávarútvegurinn yrði hliðarbúgrein í öðru því sem einkenna myndi íslenskt efnahagslíf. Nú þegar harðnar á dalnum gera menn sér&nbsp; hins vegar ljóst betur en nokkru sinni fyrr, hversu mikla þýðingu atvinnugreinin hefur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Gríðarleg lækkun gengisins hefur í heild sinni haft mjög neikvæð áhrif fyrir þjóðarbúið. Þess vegna er nauðsynlegt að það takist að styrkja gengið að nýju, þótt enginn láti sér detta í hug að það geti verið raunverulegt markmið að gengið verði með svipuðum hætti og það var t.d. fyrri hluta þessa árs. Enda hefur gengi íslensku krónunnar undanfarin ár lengstum verið alltof sterkt sem olli því að lífskjör þeirra sem eiga sitt undir afurðaverði á erlendum mörkuðum voru lakari en efni stóðu til.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hið háa og sterka gengi skapaði líka falskan kaupmátt og laðaði erlent fé hingað til lands, sem hefur þó reynst kvikt fjármagn og lítið hægt að reiða sig á það. Hið ofursterka gengi sogaði þannig fjármuni frá sjávarútveginum og öðrum útflutningsgreinum og rýrði kjör sjómanna. Hefði ekki notið við jákvæðrar verðþróunar afurða á erlendum mörkuðum, hefði ástandið verið mun alvarlegra, bæði í sjávarútveginum í heild og sérstaklega hvað snertir launakjör sjómanna.&nbsp; Mér finnst ástæða til að rifja þetta upp, meðal annars vegna þess að nú heyrast, sem betur fer, jákvæðar fréttir af góðum tekjum í sjávarútveginum. Auðvitað eru slíkar fréttir góðar. Það er gott fyrir okkur öll þegar tekjumyndunin eykst í þeirri atvinnugrein sem er bakfiskurinn í efnahagslífi okkar. Og það er sannarlega ástæða til að fagna því að tekjustreymið og þar með gjaldeyrissköpunin í landinu sé sem mest og öflugust. Okkur skortir gjaldeyri og við viljum að til staðar séu vel launuð störf fyrir landsmenn. Eftirsóknarverð laun til sjós eru þess vegna jákvæð tíðindi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En ég get tekið undir það með mörgum sjómönnum að tröllasögur sem nú berast af góðum launum þeirra fá fólk til að gleyma því að svona var þetta alls ekki alltaf. Á tímum hágengisins upplifðum við að góðir sjómenn gengu í land og fengu sér vinnu í þenslugreinunum. Það var ekki góð þróun. Hún var satt að segja alveg afleit. Því að þenslan var knúin áfram af skuldasöfnun fyrirtækja og heimila sem nú hefnir sín. Við þær aðstæður átti sjávarútvegurinn litla samkeppnismöguleika.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En blessuð krónan sveiflast öfganna á milli. Hún hefur verið í eins konar rússibanareið, eins og ég hef orðað það áður. Og þótt sjávarútvegurinn kunni að njóta stundarhags í auknum tekjum vegna hins lága gengis þá vita menn að þetta er ekki heilbrigt ástand. Það eru okkar hagsmunir eins og allra annarra að krónan taki sér stöðu annars staðar á gengiskvarðanum. Styrking krónunnar er því&nbsp; ótvírætt hagsmunamál sjávarútvegsins og þar með talið sjómanna</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu sjómenn.</span></p> <p><span>Sjaldan er ein báran stök. Það á svo sannarlega við um okkar atvinnugrein því á henni skellur ýmislegt óviðráðanlegt. Kannski hafa þessi bitru sannindi aldrei ræst&nbsp; með svo áþreifanlegum hætti sem núna. Þrennt vil ég nefna í þessu sambandi sem birst hefur greininni með einstaklega köldu viðmóti.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í fyrsta lagi vil ég nefna þá erfiðu og umdeildu ákvörðun frá því í fyrra að draga mjög verulega úr heildarafla í þorski. Þetta var auðvitað umdeilt og er ekkert við því að segja. Þegar horft er um öxl tel ég þó að þessi ákvörðun hafi &nbsp;verið rétt. Hún var gerð til þess að byggja upp til framtíðar og bæta þannig hag okkar – og þá ekki síst ykkar sjómanna – þegar litið væri til lengdar. Þegar áhrif þessarar ákvörðunar er skoðuð&nbsp; er augljóst að hún hefur ekki valdið þeim búsifjum í sjávarútvegi sem margir töldu ástæðu til að óttast. Sjálfur var ég í þeim hópi sem taldi að rösklega 60 þúsund tonna niðurskurður myndi skilja eftir sig mikil sár og valda margvíslegri röskun. Þegar litið er yfir farinn veg er hins vegar ekki hægt að halda því fram með rökum. Ýmislegt kom þar til; hækkandi fiskverð og lægra gengi og almennt talað ástand sem gerði það að verkum að auðvelt var að ná fiskinum. Allt þetta hjálpaði til við þessar aðstæður og gerði ástandið bærilegra en ella hefði orðið. Fjölmargir hafa hins vegar komið að máli við mig upp á síðkastið og óskað eftir því að skoðað verði; hvort unnt sé að fara hægar í sakirnar við uppbyggingu þorskstofnsins en áður hefur verið ætlað. Rökin sækja menn ekki til fortíðarinnar heldur til þess að við siglum nú í gegn um gríðarlega djúpa efnahagskreppu sem kalli á endurmat; einnig á þessu sviði. Við þessar aðstæður tel ég mér skylt að fara yfir þessi mál. Ýmislegt veldur því að svörin hafa dregist, en þeirra er að vænta innan tíðar.&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í annan stað vil ég í þessu samhengi gera þá efnahagsstöðu sem nú er uppi, að umtalsefni. Þeir efnahagserfiðleikar sem við er að etja eru auðvitað að einhverju leyti heimatilbúnir en á margan hátt líka afleiðing af hlutum sem við gátum hvorki séð fyrir né voru okkur viðráðanlegir. Þar var sannarlega við stóra að deila, svo ég vitni enn í minn gamla sveitunga sem ég vék að hér fyrr í máli mínu. Þetta hörmungarástand hefur hins vegar birst með harkalegri hætti hér á landi heldur en víðast hvar annars staðar vegna þeirra aðstæðna sem við búum við – lítið hagkerfi þar sem byggðist upp gríðarlega stór fjármálageiri, sem hrundi með miklu brauki og bramli. Því miður sjáum við ýmis dæmi þess að aðrar þjóðir eigi eftir að feta álíka slóð. Eignahrun, bankavandræði og skuldasöfnun erlendra ríkja eru allt saman einkenni sem við þekkjum svo vel úr okkar eigin efnahagsranni. Þetta er þó engin huggun gegn okkar harmi. Alls ekki. En þetta setur þó þessi mál í það samhengi sem því ber. Þetta &nbsp;breytir heldur engu um að framundan eru mikil verkefni sem fara hvergi. Við eigum ekki annan kost en að bregðast samhent við erfiðleikum okkar og þannig hefur það ávallt verið hvenær sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir miklum erfiðleikum.&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þriðja dæmið um þann vanda sem við glímum við og kom í flasið á okkur með óvæntum hætti, eru hin alvarlegu tíðindi af síldinni. Þetta er þeim mun sárgrætilegra sem við vitum, að síldarstofninn hefur verið byggður upp með mjög markvissum hætti í 40 ár eða frá því að síldin hvarf – sjálft silfur hafsins hvarf út úr þjóðarbúskap okkar. Það er ef til vill táknrænt við þessar aðstæður þegar glímt er við svo mikinn efnahagsvanda að rifja upp að þegar síldin hvarf fyrir 40 árum og miklir erfiðleikar steðjuðu að þorskvinnslu okkar á Bandaríkjamarkað, þá tókust Íslendingar á við einhverja mestu efnahagserfiðleika sem yfir þjóðina höfðu dunið.&nbsp; Sennilega er ekki fráleitt að ætla að stærðargráða þeirra efnahagserfiðleika sem nú er við að etja sé álíka og þeirra sem riðu yfir fyrir 40 árum. Á þeim tíma féll þannig gjaldeyrisverðmæti sjávarútvegsins um 45% á tveimur árum. Ef til vill hefur fennt yfir þá atburði í huga margra og menn gera sér ekki grein fyrir umfanginu, en gleymum því ekki að hagkerfi okkar þá var vanmáttugra en nú og úr færri úrræðum að spila.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sú uppbyggingarstefna sem fylgt var í síldinni hefur komið okkur mjög til góða undanfarin ár. Aukinn kvóti í íslensku sumargotsíldinni hefur skipt verulegu máli. Með aukinni þekkingu, markvissri markaðsstarfsemi og tæknibyltingu í sjávarútveginum er mun meira af síld unnið til manneldis en áður Þannig hefur tekist að búa til miklu meiri verðmæti úr henni en nokkru sinni fyrr. Það má því segja að við höfum upplifað nýtt síldarævintýri á þennan hátt, þó að hlutfallslegu áhrifin á efnahagslíf okkar séu auðvitað ekki þau sömu og menn kynntust á sjöunda áratug síðustu aldar. Það breytir því ekki að síldin hefur verið gríðarleg búbót, bæði til sjós og lands. Þess vegna er það mjög mikið áfall þegar við stöndum nú frammi fyrir sýkingu í síldinni, sem hefur gert út af við manneldisvinnsluna, að minnsta kosti um stundar sakir, og við vitum ekki enn hver áhrifin verða fyrir vöxt og viðgang síldarstofnsins.&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eitt er auðvitað að standa frammi fyrir mjög umtalsverðu tekjutapi á þessari vertíð, sem virðist vera orðin óhagganleg staðreynd. Hitt er auðvitað miklu alvarlegra ef þessi sýking í síldinni skaðar stofninn sjálfan. Síldarstofninn hefur byggst upp á undanförnum árum. Við höfum fylgt einstaklega varkárri nýtingarstefnu, sem hefur gefið okkur færi á að auka aflaheimildir hin síðari ár. Sá 150 þúsund tonna síldarafli sem við drógum úr sjó á síðustu vertíð og ætlum okkur að veiða á þessari vertíð er til marks um vel heppnaða fiskveiðistjórnun sem byggt hefur á vandaðri ráðgjöf. Þeim mun dapurlegra er að standa nú frammi fyrir þeirri óvissu sem sýking í síldinni hefur skapað.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta færir okkur heim sanninn um að veraldargengið er valt. Enginn mannlegur máttur ræður við óvissuna í íslenskum sjávarútvegi og slík hafa viðfangsefnin verið í gegnum tíðina. Það er ekki síst með skírskotun til þessa sem ég vil undirstrika nauðsyn þess að við stjórnmálamenn reynum að skapa sjávarútveginum og þar með starfsumhverfi sjómanna sem best öryggi, þannig að menn geti tekið sem skynsamlegastar ákvarðanir hverju sinni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Ég nefndi áðan að gott fiskverð hefði fleytt mönnum yfir erfiðasta hjallann þegar gengi krónunnar var sem sterkast. Ef við bregðum upp mynd af verðþróun slægðs þorsks í beinum viðskiptum á síðasta fiskveiðiári, en þar er um langmesta magnið að ræða, þá hækkaði meðalverð á honum um fimmtung yfir tímabilið samkvæmt upplýsingum frá Verðlagsstofu skiptaverðs. Meðalverð á slægðri ýsu í beinum viðskiptum hækkaði um 5% miðað við sömu forsendur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ef við lítum okkur svo enn nær í tíma og til þeirra mánaða sem liðnir eru af núverandi fiskveiðiári sést hve ör þróunin er upp á við. Hér verður þó að hafa fyrirvara á, því tölurnar fyrir síðustu þrjá mánuðina eru til bráðabirgða þar sem endanlegt verð og magn er ekki komið inn í skrár Fiskistofu. Verð á þorski í beinum viðskiptum var 167,50 kr./kg í september í fyrra en viðmiðunarverðið nú í desember er 262 kr./kg eða 56% hærra. Á markaði var verðið 263 kr./kg en viðmiðunarverðið nú, sextán mánuðum síðar, er 350 kr./kg eða þriðjungi hærra.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessi þróun er allt önnur en á launamarkaði upp á síðkastið. Enda ræðst fiskverð af öðru en launaþróunin í landinu. Svo er nauðsynlegt að árétta það sem ég sagði áðan. Á velmektardögum þjóðfélagsins, þegar laun og kaupmáttur í landinu stigu sem aldrei fyrr, var afkoman í sjávarútveginum langt frá því að vera viðunandi vegna ofurgengisins. Slíkt hið sama endurspeglaðist í kjaraþróun í sjávarútvegi til sjós og lands.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fiskverðið getur ekki stigið endalaust, ekki frekar en að krónan falli endalaust. Því skiptir miklu máli að kosta sem fyrr kapps um að auka verðmæti sjávaraflans og nýta í þaula. &nbsp;Það hefur verið markviss stefna mín í ráðuneytinu að ýta undir og hlúa að eins og fjárheimildir leyfa, hvers kyns nýsköpun á þessu sviði. Með þetta fyrir augum hefur auknum krafti verið veitt til tveggja sjóða sem heyra undir ráðuneytið. Annars vegar er það AVS-sjóðurinn, <em>Aukið virði sjávarfangs,</em> og hins vegar samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fljótlega eftir að ég tók til starfa í ráðuneytinu kom ég á laggirnar samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins til að stuðla að fjölbreyttari sjávarrannsóknum um allt land. Með þessu kom ég til móts við þau sjónarmið að ástæða væri til að auka fjölbreytni hafrannsókna og hleypa fleirum að þeim en áður hafði verið, enda mjög í anda þess sem ég hafði áður talað fyrir. Í viðleitni til að ná meiri árangri við fiskveiðiráðgjöf þarf að skoða málin frá sem flestum hliðum. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr því sem hefur verið gert. Öðru nær. Þetta er hins vegar aðferð til að auka umfang rannsókna og það hefur tekist vel.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í þorskafla á fiskveiðiárinu 2007–2008 ákvað ég á síðasta ári að tvöfalda framlag til samkeppnisdeildarinnar. Þessari hækkun, úr 25 í 50 milljónir króna var að öðru jöfnu varið til verkefna á sviði þorskrannsókna.&nbsp; Fimmtán verkefni sem fjalla um 9 mismunandi tegundir sjávarlífvera voru styrkt. Þorskur var aðalviðfangsefnið í 6 verkefnum, og til þeirra rann um helmingur styrkfjárins eins og ráð var fyrir gert. Með þessari aukningu var unnt að styrkja um helming þeirra verkefna sem sótt var um til sjóðsins og styrkja flest samþykkt verkefni að fullu miðað við umsókn.</span></p> <p><span>Mörg þessara verkefna eru til lengri tíma, öðrum er lokið og hafa margar merkar niðurstöður litið dagsins ljós. Má þar nefna afar áhugaverðar niðurstöður um landnám nýrrar tegundar við Ísland, þ.e.a.s. ósakola eða ósalúru og niðurstöður sem auka skilning okkar á þeim þáttum sem hafa áhrif á hrygningu, klak og nýliðun þorsks, svo aðeins tvö dæmi séu nefnd.</span></p> <p><span>Á þessu hausti ákvað ég að auka enn framlög til samkeppnisdeildar sjóðsins um 25 milljónir og er þeirri aukningu ætlað að hækka styrki til styttri, hagnýtra verkefna. Sú ákvörðun er ekki síst tekin í ljósi þess að nú ríður á að styðja við hugmyndir eru líklegar til að skila árangri fljótt og geta þannig orðið lóð á vogarskálarnar hvað varðar atvinnusköpun og fjölbreytni í atvinnulífinu.</span></p> <p><span>Samkeppnisdeild sjóðsins hefur því 75 milljónir til ráðstöfunar vegna verkefna ársins 2009, eða þrisvar sinnum hærri upphæð en í byrjun. Gera má ráð fyrir að allt að 12 stærri verkefni verði styrkt um allt að 5 milljónir og um 15 smærri verkefni um allt að 2 milljónir króna. Þar sem reglur samkeppnisdeildarinnar gera ráð fyrir að umsækjendur leggi a.m.k. annað eins framlag á móti hverjum styrk sést að á þessum þrem árum mun sjóðurinn hafa stuðlað að rannsóknum fyrir a.m.k. 300 milljónir króna og væntanlega verður hér um enn hærri upphæð að ræða. Ég bind miklar vonir við að í árslok 2009 sjáum við fjölda gagnmerkra niðurstaðna og afrakstur hagnýtra verkefna sem unnin hafa verið í samstarfi mismunandi aðila um allt land og sem verða til hagsbóta fyrir atvinnu- og efnahagslífið í landinu, ekki síst á sviði sjávarútvegsins, á þessum erfiðu tímum.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Annar og enn öflugri sjóður starfar einnig á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Það er AVS-sjóðurinn<em>.</em> Hann hefur vaxið og dafnað frá stofnun 2003 og úthlutunarfé aukist ár hvert. Fyrsta árið voru 74 milljónir króna til skiptanna en nú hefur sjóðurinn úr liðlega 354 milljónum krónum að spila, sem er rétt um hundrað milljónum meira en í fyrra. Verja á að minnsta kosti 25 milljónum til kynbóta í þorskeldi, a.m.k. 10 mkr. í sérstakt markaðsátak vegna bleikju og rúmum 19 mkr. í eldi sjávardýra.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hér má sjá hvernig styrkir skiptast eftir tegundum verkefna. Langstærsti hlutinn tengist veiðum og vinnslu. Þá kemur fiskeldi, svo líftækni, kynbætur í þorskeldi, markaðsverkefni og að lokum markaðsátak bleikjuafurða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hér getur svo að líta hvernig þróunin hefur verið á þessum sex starfsárum sjóðsins. Þrjátíu og fjögur verkefni fengu styrk á fyrsta ári en eru nú 79. Þetta þýðir að þeim hefur fjölgað um rúm 130% og fjármunirnir aukist um 480%. Það munar um minna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Samtals hefur AVS-sjóðurinn úthlutað tæpum 1.250 mkr. á sex árum. Þegar við bætist upphæðin sem gert er ráð fyrir að sjóðurinn hafi úr að spila á næsta ári, sem er sú sama og í ár, eru þetta 1.600 milljónir króna. Þar sem styrkþegar verða að leggja a.m.k. annað eins af mörkum sjálfir þýðir þetta að vel á fjórða milljarð króna hafa verið leystir úr læðingi til nýsköpunar í sjávarútvegi fyrir tilstilli AVS. Við lok árs 2009 verður því búið að verja þremur og hálfum milljarði króna – og reyndar að öllum líkindum töluvert meira fé en það – til rannsókna og nýsköpunar í sjávarútvegi fyrir tilstuðlan sjóðanna tveggja – AVS og samkeppnisdeildar Verkefnasjóðsins. Þjóðfélagið allt nýtur góðs af þessu í aukinni verðmætasköpun.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Innan skamms verður auglýst eftir styrkjum í AVS-sjóðinn fyrir næsta ár. Vegna yfirstandandi erfiðleika þjóðarbúsins verður nú, líkt og hjá Verkefnasjóðnum, lögð sérstök áhersla á að styrkja stutt og hnitmiðuð verkefni sem skila fljótt og vel hagnýtum niðurstöðum og skapa verðmæti. Slík verkefni munu að öðru jöfnu njóta forgangs. Ég er ákaflega ánægður með starfsemi AVS. Af þessu stutta yfirliti sést vel hve öflugur sjóðurinn er og mikil lyftistöng. Á næstu misserum mun hann gegna enn þýðingarmeira hlutverki en fyrr. Einmitt þess vegna eru breyttar áherslur lagðar til grundvallar úthlutun næsta árs.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessir tveir sjóðir, sem starfa innan vébanda sjávarútvegsins eru afdráttarlaus dæmi um úrræði sem við höfum á okkar vettvangi til þess að auka verðmætin í greininni. Þeir eru til marks um þann sóknarhug sem einkennandi er. Einnig – og raunar alveg sérstaklega á þessum tímum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu sjómenn.</span></p> <p><span>Þegar á móti blæs þá er oftast viturlegt að slóa. Menn kölluðu það í gamla daga að rifa seglin. Og það hefur verið gert núna. En við ætlum að sjá til þess að fljótlega verði aftur tekið til við siglinguna. Við ætlum að nýta okkur það að þjóðarskútan er traustbyggt skip sem hefur verið endurbætt á síðustu árum. Hún er mönnuð úrvalsfólki, íslensku þjóðinni, sem ekki mun sætta sig við annað en að ná árangri. Til þess höfum við líka alla heimsins möguleika. Á velmegunarárunum tókst nefnilega að búa í haginn til framtíðarinnar. Greiða niður skuldir ríkissjóðs, fjárfesta í traustum innviðum. Bæta &nbsp;mjög samgöngukerfið og fjarskiptakerfið, stórefla menntun, setja mikið &nbsp;fé í velferðarkerfið og þannig má áfram telja. Og gleymum því ekki að þjóðin býr að eftirsóttum auðlindum, sem geta fært mikinn arð á komandi árum. Það á ekki síst við um sjávarauðlindina sem við þekkjum hvað best sem hér erum saman komin. Við getum því með öflugum hætti tekist á við vandamálin – og sigrast á þeim.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við viljum koma vitinu í verð fljótt og vel, bæði sjávarútveginum og þjóðarbúinu öllu til heilla. Þannig leggjum við okkar enn frekar að mörkum í uppbyggingu íslensks efnahagslífs, sem nú reiðir sig svo mjög aftur á þennan grundvallaratvinnuveg og ykkur þar með alveg sérstaklega. Nú er sem sé&nbsp; komið að því að spýta rösklega í lófana því við ætlum&nbsp; að ná árangri og rífa okkur upp úr kífinu. Og það skal takast.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Megi störf ykkar á 26. þingi Sjómannasambands Íslands ganga sem best. Gangi ykkur sem öðrum vel að draga björg í bú.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-11-19 00:00:0019. nóvember 2008Líftæknismiðja Matís opnuð á Sauðárkróki 18. nóvember 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>við opnun rannsóknastofu og líftæknismiðju Matís á Sauðárkróki</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>18. nóvember 2008</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Ágætu gestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er mér mikil ánægja að fá að fagna þessum merka áfanga með ykkur og opna líftæknismiðjuna formlega. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við komum hér saman til að fagna ánægjulegum tímamótum í starfrækslu Matís í Skagafirði. Í hvert sinn hefur starfseminni vaxið fiskur um hrygg, starfsmönnum fjölgað og umsvifin aukist. Ég segi nú bara - því oftar því betra.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Enda er markvisst unnið að því að efla starfsemi stofnana sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins úti á landi og er þetta gott dæmi um ávöxt þess. Ef við skoðum Matís sérstaklega þá fjölgar starfsmönnum fyrirtækisins hér í Skagafirði um þrjá með líftæknismiðjunni. Reiknað er með að þeim fjölgi svo enn frekar á næstu árum bæði hjá Matís og Iceprótein og bæði vísindamenn og nemendur leiti í smiðjuna og vinni að rannsóknum sínum hér. Með þessu fjölgar því störfum vísinda- og tæknimenntaðs fólks á Sauðárkróki og nágrenni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ef svo er litið á starfsemi Matís annars staðar á landinu og utan höfuðborgarsvæðisins þá eru starfsmennirnir 21 á sex stöðum &ndash; Ísafirði, Akureyri, Neskaupsstað, Höfn, Vestmannaeyjum og hér. Þessu til viðbótar eru svo tveir hjá Iceprótein. Þannig að starfsfólkinu úti á landi hefur fjölgað jafnt og þétt og gerir það vonandi áfram. Markmiðið er ekki að skapa eins einingar á öllum stöðum heldur þvert á móti að hver og ein hafi sína sérstöðu og þjóni ekki bara sínu nánasta umhverfi heldur landinu öllu.</span></p> <p><span>Það er markviss stefna stjórnenda Matís að þar sem heimamenn eru reiðubúnir til samstarfs, góðar hugmyndir, þekking og áhugi fara saman, þar er Matís reiðubúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að stuðla að hvers kyns uppbyggingu á sínu sviði. Nýjasta dæmi þessa er frá Hornafirði þar sem vöruþróunarsmiðja var opnuð fyrir hálfum mánuði. Þar líkt og hér hafa heimamenn sýnt bæði djörfung og dug til að þetta yrði að veruleika. Matvælasmiðjan verður vettvangur frumkvöðla til að prófa sig áfram og útfæra hugmyndir sínar og hráefni þannig að úr verði fullbúin markaðsvara. Með þessu móti verður þeim kleift að kanna, án mikils tilkostnaðar og með liðsinni sérfræðinga Matís, hvort raunhæft og hagkvæmt sé að framleiða tiltekna vöru.</span></p> <p><span>Ég sagði þá: &bdquo;Ekki veitir af í þessu árferði að ýta undir hvers kyns frumkvöðlastarf og nýsköpun og hlúa um leið að þeim fjölmörgu vaxtarsprotum sem við eigum. Þótt útlitið sé dökkt um þessar mundir þá megum við ekki gleyma því að ýmis konar tækifæri felast líka í stöðunni. Og nú ríður venju fremur á að nýta þau sem best og leggja þeim lið sem á þurfa að halda til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd.&ldquo; Þetta á fyllilega við hér líka.</span></p> <p><span>Ekki þarf að orðlengja neitt um þann gríðarlega vanda sem við er að glíma á efnahagssviði okkar. Hrun bankakerfis, samdráttur landsframleiðslu, mikil verðbólga, snarlækkun gengisins, vandræði í gjaldeyrisviðskiptum<span>&nbsp;</span> og háir vextir eru ástand sem við getum ekki búið við. Verkefnið framundan &ndash; og það er risaverkefni &ndash; er að breyta þessu ástandi; snúa vörn í sókn. Undanfarnar vikur hefur verið brugðist við hinum gríðarlega vanda sem að okkur hefur steðjað. En nú þarf að horfa til framtíðar. Hyggja að því hvernig byggja má upp.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Réttilega hefur verið sagt að við erfiðleikaaðstæður fæðist oft góðar hugmyndir, sem verða að veruleika. Menn sjái ný tækifæri, sem aðstæður hafi kannski ekki kallað eftir þegar vel hefur gengið. Ísland hefur verið dýrt land, hér hefur hátt gengi oft hamlað vexti nýrra sprota, en nú er þetta að breytast. Okkur er öllum ljóst að möguleikar til nýsköpunar geta orðið margvíslegri<span>&nbsp;</span> en áður - og kannski óvæntari.<span>&nbsp;</span> Þessi tækifæri eigum við að reyna að grípa &ndash; og grípa þau greitt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar svo háttar til skiptir miklu máli að við höfum styrkt grunngerð samfélags okkar á síðustu árum. Menntunarstigi þjóðarinnar hefur fleygt fram. Tæknibylting samtímans, sem við höfum verið fljót að tileinka okkur og aðgangur að þekkingu um allan heiminn telur með okkur og þetta er nokkuð sem okkur ber að nýta samfélaginu til heilla.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sú starfsemi sem Matís og fleiri fyrirtæki og stofnanir ríkisins hafa byggt upp um landið í nánu samstarfi við atvinnulífið og rannsókna- og menntastofnanir okkar eru dæmi um sterkari grunngerð sem með okkur mun telja í nánustu framtíð. Þetta er eins og í íþróttunum. Við höfum byggt upp þróað leikkerfi og skipulagt okkur til sóknarinnar og núna þegar færin gefast eigum við nýta okkur það, til þess að ná<span>&nbsp;</span> árangri.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við blásum til sóknar, mitt í þeim erfiðleikum sem við er að glíma. Mótlætið má nefnilega ekki buga okkur, heldur stæla til enn frekari átaka. Einfaldlega vegna þess að nú ríður á að okkur takist að rífa okkur upp, nýta okkur þá sprota sem við getum örvað til frekari vaxtar, undir formerkjum þekkingar og framtaks sem við, íslensk þjóð eigum kappnóg af.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við fögnum auðvitað hverju nýju starfi sem unnt er að skapa, ekki hvað síst á landsbyggðinni. Þar eiga stjórnendur og starfsmenn Matís heiður skilinn fyrir ötula og markvissa uppbyggingu víðs vegar um land. Um leið hefur fyrirtækið gengið til samstarfs við innlenda og erlenda háskóla og rannsóknastofnanir eins og við munum glögglega sjá dæmi um hér á eftir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ísland er ríkt af einstökum auðlindum og á þeim munum við byggja sem aldrei fyrr næstu árin. Hvað starfsemin hér snertir snýst hún um að nýta þá gnægð lífefna sem fyrirfinnast bæði til lands og sjávar. Með uppbyggingu arðbærs lífefnaiðnaðar skjótum við nýjum stoðum undir atvinnulífið og efnahag þjóðarinnar þar með. Markaður fyrir það sem við getum kallað náttúruvörur hefur vaxið skjótt undanfarin ár. Til dæmis er reiknað með hann vaxi árlega um fimmtung bæði í Evrópu og Norður-Ameríku næstu árin. Afurðirnar eru eftirsóttar á matvæla-, fóður-, lyfja- og snyrtivörumarkaði svo nokkuð sé nefnt. Efnin má vinna úr íslenskum þörungum, sjávarörverum, aukaafurðum fiskframleiðslu, vannýttum fisktegundum, skel og lindýrum og svona mætti áfram telja. Allt á þetta sameiginlegt að vera frekar lítið eða ekkert nýtt hingað til.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ætli megi ekki halda því fram að við sitjum á gullkistu sem ljúka þarf upp. Einn lyklanna að henni er hér á Sauðarkróki. Við Íslendingar búum svo vel að eiga vel menntað og fært fólk á þessu sviði en vegna annarra áherslna hafa tækifærin ekki verið nýtt sem skildi síðustu misseri. Nú hafa aðstæður breyst og ekki seinna vænna að beinum kröftunum í þessa átt. Sérstaða okkar - auk góðrar menntunar - er fólgin í sérstakri náttúru Íslands, hagstæðu rannsókna- og þróunarumhverfi, hreinu vatni og ódýrri hreinni orku. Gífurleg tækifæri fyrir aukna og betri nýtingu náttúruauðlinda og verðmætasköpun annars matvælaiðnaðar eru til staðar. Nýta á þá hugarorku og mannauð sem losnað hefur um, til að koma metnaðarfullum nýsköpunarverkefnum í framkvæmd og auka bæði gjaldeyristekjurnar og sjálfbærni okkar í matvælaframleiðslu. Við þurfum að koma vitinu í verð eins og það er kallað hjá Matís.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fyrirtækið hefur verið leiðandi á sínu sviði hér innanlands en stjórnendur og starfsmenn ætla ekki að láta þar við sitja. Þeir eru stórhuga og stefna ótrauðir á að vera í fararbroddi líftækni og lífvirkra afurða í Norður-Evrópu innan fimm ára. Líftæknismiðjan mun gegn lykilhlutverki í að þetta metnaðarfulla markmið nái fram að ganga. Í rannsóknastofunni eru tæki á heimsmælikvarða til lífefnarannsókna og öll rannsóknar- og þróunaraðstaða fyrsta flokks. Og það er engin tilviljun að smiðjan er hér í sveit sett. Allt umhverfi og aðbúnaðar er eins og best verður á kosið svo sem návígi við fjölbreyttan matvælaiðnað og öflug fyrirtæki eins og FISK sem hefur verið starfseminni hér ómetanlegur bakhjarl og samherji. Nálægðin við Háskólann á Hólum hefur vitaskuld mjög mikla þýðingu, þar sem afbragðs aðstöðu og þjónustu fyrir vísindamenn og nemendur er að finna. Þá felst líka mikill styrkur í nándinni við Iceprótein.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Rannsókna- og þróunarvinna Matís kemur til með að nýtast fyrirtækjum vel á svæðinu og allar forsendur eru fyrir öflugu og góðu samstarfi við þau. Ennfremur skapast góð tækifæri fyrir myndun nýrra fyrirtækja bæði í héraði og annars staðar á landinu. Sem dæmi má nefna að rannsóknastofan gegnir lykilhlutverki í fimm<span>&nbsp;</span> verkefnum sem styrkt eru af tækniþróunarsjóði Rannís og AVS sjóðnum. Þau eru <em>Heilsuvörur úr fiski, Gull í greipar Ægis, Lífvirk bragðefni unnin úr íslensku sjávarfangi, <span>&nbsp;</span>Náttúruleg ensím og andoxunarefni úr aukaafurðum og Brjósksykur og lífvirk efni úr sæbjúgum.</em> Ekki ætla ég mér þá dul að útlista þessi verkefni frekar, en þau eru til marks um hvernig stuðla má að fjölbreyttara atvinnulífi og það er jú keppikeflið. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Líftæknismiðjan mun vinna náið með fyrirtækjum alls staðar á landinu og skapar frumkvöðlum í líftækni aðstöðu til að þróa sínar vörur og vinnsluferla í samvinnu við sérfræðinga Matís. Jafnframt er hægt að fá aðstöðu til skemmri tíma til að framleiða afurðir. Smiðjan verður nokkurs konar klakstöð nýrra sprotafyrirtækja í líftækni og mjög mikilvæg til að stytta ferlið frá hugmynd til markaðar. Þetta er sem sagt af sama meiði og Matvælasmiðja Matís á Hornafirði en auðvitað á öðru sviði.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við horfum bjartsýn til framtíðar og eftir eins og hálfan áratug eða svo sjáum við fyrir okkur að nokkur fyrirtæki verið komin með sterka stöðu á erlendum mörkuðum með iðnaðarframleiðslu á verðmætum lífefnum. Einnig er markmiðið að sá árangur sem næst á Íslandi verði sýnilegur og laði að erlend fyrirtæki sem komi til með að nýta sér okkar miklu þekkingu og sérstöðu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hér verður unnið metnaðarfullt starf sem við bindum miklar vonir við. Þrótturinn og athafnagleðin sem hefur einkennt Matís frá fyrsta degi endurspeglast mjög vel í þessu. Um leið og ég lýsi mikilli ánægju minni með þetta og allt það góða starf sem Matís vinnur víða um land, óska ég heimamönnum sérstaklega og öllum öðrum hlutaðeigandi til hamingju með áfangann. Ég horfi bjartsýnn til framtíðar og vænti mikils af starfseminni. Gangi ykkur vel.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-11-07 00:00:0007. nóvember 2008Opnun Vöruþróunarsmiðju Matís á Höfn í Hornafirði, 5. nóvember 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>við opnun Vöruþróunarsmiðju Matís á Höfn í Hornafirði</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>5. nóvember 2008</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Það er svo sannarlega ánægjulegt að fá að taka þátt í því hér í dag að opna vöruþróunarsmiðju Matís. Ekki veitir af í þessu árferði að ýta undir hvers kyns frumkvöðlastarf og nýsköpun og hlúa um leið að þeim fjölmörgu vaxtarsprotum sem við eigum. Þótt útlitið sé dökkt um þessar mundir þá megum við ekki gleyma því að ýmis konar tækifæri felast líka í stöðunni. Og nú ríður venju fremur á að nýta þau sem best og leggja þeim lið sem á þurfa að halda til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd.</span></p> <p><span>Þá hefur vöruþróunarsmiðja eins og þessi miklu hlutverki að gegna því það er ekki á allra færi að leggja, upp á von og óvon, út í mikinn stofnkostnað við að breyta hugmynd og hráefni í markaðshæfa og eftirsótta vöru. Matvælasmiðjan er sérstaklega sett upp til að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki sem vilja hefja virðisaukandi smáframleiðslu matvæla úr íslensku hráefni. Hér er kominn kjörinn vettvangur til þess að prófa sig áfram, kanna markaðsgrundvöll og skapa virðisauka án mikillar áhættu og með liðsinni sérfræðinga. Gildi þessa er mikið og hvað heimamenn hér <em>Í ríki Vatnajökuls</em> snertir ætti setrið að ýta enn frekar undir þá hugmyndaauðgi og nýsköpun sem þið hafið svo myndarlega staðið fyrir.<span>&nbsp;</span> <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ef við hverfum svo norður yfir jökul og ofan í Eyjafjörð þá er þar að finna mjög gott dæmi um vel heppnaða mat- og menningartengda ferðaþjónustu. Veitingahúsið Friðrik V. á Akureyri hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli fyrir að hampa hvers kyns staðbundnu hráefni og setja það algjört í öndvegi. Staðurinn sérhæfir sig í fersku, svæðisbundnu hráefni og hefur að launum hlotið fjölmargar viðurkenningar. Nú síðast var hann tilnefndur til Fjöreggs Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands. Friðrik Valur vert nyrðra og hans fólk hefur glögglega sýnt fram á hvernig hægt er að skapa á sér nafn með áherslu á staðbundna sérstöðu.</span></p> <p><span>Þá stendur Matarkistan Skagafjörður mér auðvitað nærri. En eins og mörgum hér er eflaust kunnugt er það <span>samvinnuverkefni á héraðsvísu þar sem skagfirskir matvælaframleiðendur, ferðaþjónustuaðilar, veitingahús og verslanir, auk Háskólans á Hólum og Sveitarfélagsins Skagafjarðar taka höndum saman með það að markmiði að þróa matar- og menningartengda ferðaþjónustu í dreifbýli og vitaskuld halda á lofti öllu því gæðafæði sem skagfirskt er.</span></span></p> <p><span>Hugtakið matarferðamennska er tiltölulega nýtt af nálinni en í þess konar ferðaþjónustu felst mikill vaxtarbroddur, ekki hvað síst á landsbyggðinni. Hver kannast ekki við á ferðum sínum erlendis að kaupa sér svæðisbundnar kræsingar til að gæða sér á í góðu tómi. Undir svona lagað vil ég ýta hér á landi og hef gert til að mynda með því að skipa nefnd til ráðgjafar um hvernig best megi standa að og greiða fyrir þróun heimavinnslu og sölu afurða hjá bændum. Nefndin tengist náið verkefninu Beint frá býli sem Félag heimavinnsluaðila stendur að. Á þessum vettvangi er svo auðvitað viðeigandi að nefna að einn nefndarmanna er Guðmundur Gunnarsson deildarstjóri Matís hér á Hornafirði. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ég eins og svo margir aðrir skynja auðvitað vel hve áhugi bænda og margra fleiri fyrir heimavinnslu afurða hefur aukist hratt. Ekki hvað síst núna þegar allir gera sér glögga grein fyrir nauðsyn þess að velja íslenskt og efla þannig hvers kyns innlenda starfsemi. Í þessu felst vaxtarbroddur sem vert er að hlúa að. Hvers konar nýsköpun af þessu tagi getur bæði orðið landbúnaðinum og öðrum atvinnugreinum lyftistöng. <span>&nbsp;</span>Nefndin á að liðka fyrir og stuðla að árangursríku samstarfi hins opinbera og hagsmunaaðilanna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Innan sjávarútvegsins hefur alla tíð verið unnið ötullega að vöruþróun og nýsköpun. Þar standa menn á gömlum merg. Vegna mikillar alþjóðlegrar samkeppni hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki ávallt þurft að beita öllum ráðum til að skara fram úr og því lagt sig í líma við alls kyns vöruþróun. Þess vegna er þar bæði á miklu að byggja og miklu að miðla. Jafnframt á greinin líka örugglega eftir að njóta góðs af<span>&nbsp;</span> starfseminni hér. Stuðningur við frumkvöðla í gegnum vöruþróun og hönnun er einn mikilvægasti þátturinn í uppbyggingu matarferðamennsku sem og annarrar smáframleiðslu matvæla úr íslensku hráefni. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þar kemur vöruþróunarsmiðjan sterk inn. Hér er hægt að veita þeim sem hafa hug á að hefja vöruþróun tengda smáframleiðslu matvæla sérhæfða ráðgjöf um hvernig framleiðsluferli vörunnar verði best sett upp þannig að kröfum um gæði og öryggi sé mætt. Setrið býður upp á heildstæða ráðgjöf og aðstoð við tæknileg atriði, viðskiptaáætlanir, vöruþróun, dreifingu og hráefnisöflun. Með þessu móti má fá góða sýn á heildarmyndina og gera sér grein fyrir hvort raunhæft sé að ráðast í verkefnið eður ei, áður en miklu hefur verið kostað til.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Frumkvöðlar geta leigt aðgang bæði að tækjum og þekkingu til að fara í gegnum vöruþróunarferlið og lágmarkað þannig áhættu sína af því að fjárfesta í búnaði áður en varan hefur verið að fullu þróuð eða prófuð á markaði. Með þessu hyggst Matís auka líkur á að árangur náist í frumkvöðlaverkefnum og draga úr hættu á að fjárfesting í búnaði hindri að framleiðsla verði að veruleika.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Án þess að hafa um það mörg orð þá vil ég í lokin nefna einn þátt sem ávallt verður að hafa í fyrirrúmi hvers kyns matvælaframleiðslu - öryggi matvælanna. Það er algjört lykilatriði að heilnæmi og öryggi framleiðslunnar sé hvergi teflt í tvísýnu. Þar kemur liðsinni sérfræðinga Matís sér vel, meðal annars með rannsóknum á hagnýtum þáttum eins og geymsluþoli, skynmati, réttri pökkun og notkun íblöndunarefna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég bind miklar vonir við þessa starfsemi hér eystra og um leið og ég lýsi mikilli ánægju minni með hana og það góða starf sem Matís vinnur víða um land, óska ég heimamönnum sérstaklega og öllum öðrum hlutaðeigandi til hamingju með þennan áfanga og velfarnaðar í framtíðinni. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-11-07 00:00:0007. nóvember 2008Aðalfundur Félags hrossabænda 7. nóvember 2008

<p><strong><span></span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ávarp Einars Kristins Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span><span>&nbsp;</span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>flutt á aðalfundi Félags hrossabænda í Bændahöllinni</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>7. nóvember 2008</span></strong></p> <p align="center"><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu aðalfundarfulltrúar og aðrir góðir gestir.</span></p> <p><span>Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá því að ég ávarpaði ykkur hér af sama tilefni fyrir ári síðan. Atburðir hafa hent sem koma til með að hafa ómæld áhrif á líf okkar allra, vitaskuld misjöfn eftir efnum og ástæðum en láta engan ósnortinn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hvað hrossabúskapinn varðar hef ég minni áhyggjur af honum en mörgu öðru í þjóðfélaginu. Ég er sannfærður um að greinin er vel í stakk búin til að spjara sig en okkar allra bíða erfiðir tímar um sinn, það væri hreint ábyrgðarleysi af mér að halda öðru fram. Hrossabúskapurinn hefur búið við mikinn uppgang um árabil; hrossakynbætur standa á traustum grunni og taka sífelldum framförum, jafnframt sem tamningu, reiðmennsku og meðferð allri á hestinum fleygir fram. Þetta hefur gerst vegna þess að hið opinbera hefur frá upphafi sett greininni leikreglur, bæði með beinni laga- og reglugerðarsetningu og eins með verkefnum sem það hefur falið Búnaðarfélagi Íslands, nú Bændasamtökin, ábyrgð á. Samtímis hefur greinin alla tíð notið mikils sjálfræðis og frelsis, hún hefur því byggst upp á eigin forsendum þar sem aflavakinn hefur verið framtak einstaklinganna sjálfra sem í greininni starfa.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þau atriði sem ég gat um hér á undan mynda tvö af þremur kjarnaatriðum sem mig langar til að geta hér um og skapa bjartsýni þá er ég ber í brjósti fyrir ykkar hönd og raunar tel ég að hér séu til umræðu þættir er margir gætu af lært. Fyrsta atriðið er sem sagt virðing fyrir og þekking á faglegum vinnubrögðum, annað er virðing fyrir og viðurkenning á frelsi til orða og athafna innan greinarinnar, þriðja atriðið tengist hinum tveimur og er þekking á og tilfinning fyrir markaðsmálum. Ekki ætla ég að fara öllu lengra út í þessa sálma en læt í ljós ánægju mína með það hvernig greinin hefur brugðist við breyttum aðstæðum í markaðsmálunum en haft um leið á sér andvara gagnvart enn frekari breytingum. Á liðnum áratugum hefur verið byggður upp umtalsverður útflutningur á lífhrossum en á veltuárunum hér innanlands jókst innanlandsmarkaðurinn mjög bæði að umfangi og í verðmætum en útflutningurinn hélst jafnframt nokkuð stöðugur, þó að hann hafi eflaust dregist hlutfallslega saman. Núna þegar harðnað hefur á dalnum svo um munar og krónan fallið hefur útflutningurinn stóreflst. Þessi staðreynd segir meira en mörg orð um hvernig ber að hegða sér og bregðast við á opnum markaði. Grípa gæsina þegar hún gefst en vera alltaf á tánum og fást við hluti sem fólk hefur vit á. Það á svo sannarlega við um ykkur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ekki eru útflutningsmálin þó tómur dans á rósum en í kjölfar hruns bankakerfisins hafa komið upp mikil vandamál við yfirfærslu gjaldeyris til landsins. Vandamál þessi eiga sér ýmsar rætur en eru að stofni til þríþætt, í fyrsta lagi eru þau að einhverju leyti tæknilegs <span>&nbsp;</span>eðlis, þ.e. nýjar kennitölur og slíkt og í öðru lagi snúast þau um traust eða öllu heldur skort á trausti en það veit ég að þið hestamenn skiljið manna best sem vanir eruð að höndla á opnum mörkuðum að ef traustið er horfið eru viðskiptin strand. Endurreistu íslensku bankarnir eru fyllsta trausts verðir en þessi snurða hljóp eigi að síður á þráðinn. Síðast en ekki síst tilgreini ég þriðja atriðið og ekki það sísta en það eru afleiðingar þeirrar ótrúlegu óskammfeilni breskra stjórnvalda að beita gegn okkur, fámennri vinaþjóð, hryðjuverkalögum vegna deilna um bankaábyrgð, lögum sem sett voru til að ná höndum yfir helstu ómenni heimsbyggðarinnar!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hrossaútflytjendur fóru ekki varhluta af vandamálum þeim sem tregðan í gjaldeyrisyfirfærslunni orsakaði frekar en aðrar útflutningsgreinar. Úrlausn þessara mála hefur vitaskuld verið í algerum forgangi og hef ég sjálfur og ráðuneyti mitt unnið að lausn þessa og horfa málin nú mun betur við en það er hreint lífsspursmál á erfiðum tímum eins og við upplifum nú að leysa úr þessu vandamáli.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hrossabændur góðir að slepptum vandamálunum við gjaldeyrisyfirfærsluna hef ég leyft mér að vera nokkuð bjartsýnn fyrir ykkar hönd en ekki megið þið leggja þann skilning í orð mín að ég ofmeti stöðu ykkar eða hafi ekki skilning á að þið þurfið að horfast í augu við erfiðari tíma eins og aðrir. Ég ber hins vegar traust til ykkar og nú sem fyrr mun ráðuneytið leitast við að bæta stöðu greinarinnar. Fyrst og fremst með almennum aðgerðum en einnig með beinum stuðningi þar sem hann nýtist til að lyfta viðfangsefninu sem heild.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu fundargestir.</span></p> <p><span>Eins og ykkur er öllum kunnugt um hefur orðið mikil breyting í hrossahaldinu. Almenn eign á það stórum hrossahópum að kalla má stóð hefur stóraukist. Þetta tengist náttúrulega að hluta til hinni vaxandi sölu hrossa á innanlandsmarkaði sem ég gat um hér fyrr og eins stóraukinni almennri eign á jörðum, jaðarpörtum og landspildum. Nú þrengir hins vegar að eins og margoft hefur komið fram og þá verðum við að gæta þess að það komi ekki niður á þeim sem síst skyldi; það er að segja hrossunum sjálfum. Það liggur fyrir að hey eru mun dýrari núna en áður auk þess sem telja má líklegt að þau séu minni en oft áður. Þessa ályktun má draga af því að fyrir liggur að minna var keypt af áburði í vor en í eðlilegu ástandi. Þessar staðreyndir orsaka að meiri ástæða er nú en nokkru sinni að gæta að ásetningi. Ekki ætla ég mér þó hér að fara að kenna ykkur reyndu fólki grundvallaratriðin í hrossabúskap en einhvers staðar segir að góð vísa verði seint of oft kveðin. Hitt liggur mér þyngra á brjósti að fyrir liggur að æðimargir þeir sem fjárfest hafa í hrossum og löndum hafa misjafnlega mikið innsæi í hrossabúskap og búa að auki við gerbreyttar forsendur vegna alls þess sem hent hefur í þjóðfélaginu. Þegar svona er komið verður að hafa vara á sér, ég vil því biðja ykkur sem reynsluna hafið að leiðbeina og vanda um þar sem ástæða er til og því verður við komið, núna í vetur, en láta þar til bær yfirvöld vita þegar ástæða er til.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég ítreka það sem ég sagði hér áðan að við verðum að standa saman um það að ekkert verði til að skuggi falli á hrossaræktina og hrossabúskapinn í landinu. Ekki ætla ég að hafa þessi ávarpsorð öllu fleiri en óska ykkur góðs gengis í fundarstörfunum hér í dag sem og í öllum störfum ykkar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Takk fyrir.<span>&nbsp;</span></span></p> <br /> <br />

2008-10-30 00:00:0030. október 2008Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna 30. október 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>flutt á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>30. október 2008</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Við höldum þennan aðalfund Landssambands íslenskra útvegsmanna í skugga mestu efnahagserfiðleika sem yfir okkur hafa dunið. Erfiðleika sem engan láta ósnortinn, hvorki almenning, fyrirtæki né hið opinbera. Þegar við göngum frá þessum mikla hildarleik verðum við öll sár og móð og sum ef til vill óvíg. Það er engin ástæða til þess að draga fjöður yfir alvöru málsins. Að minnsta kosti mun ég ekki gera það. Við erum ennþá stödd í storminum miðjum og það er langt í land og í örugga höfn. Þangað ætlum við hins vegar ótrauð og megum aldrei missa sjónar á því markmiði.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Íslendingar eru ekki einir á báti í þessum miklu hremmingum. Daglega berast fréttir af því að erfiðleikar steðji að með miskunnarlausum hætti í hverju landinu á fætur öðru. Stærstu hagkerfi heims skjálfa og nötra og öflugustu fjármálastofnanir heimsins, sem við höfum hingað til talið nær óvinnandi vígi, hafa mátt láta í minni pokann og liggja nú eftir gjaldþrota eða illa á sig komnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við Íslendingar höfum byggt upp gríðarlega öflugt og fjölbreytt atvinnulíf á undanförnum árum sem skilaði miklum árangri. Lífskjör hafa batnað, ríkissjóður hefur greitt niður skuldir sínar, innviðir á flestum sviðum þjóðlífsins hafa verið styrktir myndarlega, framlög aukin til velferðarmála og menntamála og tekist á við nýja hluti sem áður voru einungis fjarlægur draumur. Við hösluðum okkur völl á nýjum sviðum. Með öðrum orðum;<span>&nbsp;</span> við lifðum ótrúlegt framfaraskeið. En á þessu ári hefur það gerst sem engan óraði fyrir. Stoðunum hefur verið kippt undan þessari miklu uppbyggingu og nú horfumst við í augu við veruleika sem við ímynduðum okkur ekki að við ættum nokkurn tíman eftir að líta.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Margir spyrja hvort við höfum ekki staðið vaktina nægilega vel &ndash; hvort við höfum ekki gáð að okkur, hvort ekki hefði mátt sjá alla þessa hluti fyrir? Þeir eru sannarlega margir sem nú stíga fram og segja að allt hafi þetta verið fyrirsjáanlegt. Gott er að vita að við eigum svo skynsamt og framsýnt fólk að það hafi séð alla þessa hluti fyrir. Og þeir eru auðvitað til, eins og við þekkjum svo sem, sem alltaf og alls staðar hafa sagt að allt sé á leið norður og niður. Núna eru þeir auðvitað mættir til leiks og segja; sagði ég ekki, og telja sjálfa sig hafa verið framsýna spámenn. En gleymum þá ekki hinu heldur,<span>&nbsp;</span> að það er ekki ýkja langt síðan, það var raunar langt fram á þetta ár, að<span>&nbsp;</span> fjármálafyrirtækin okkar &ndash; og svo ekki sé nú talaða um skuldalausan ríkissjóðinn &ndash; fengu fyrstu ágætiseinkunn hjá þeim alþjóðlegu matsfyrirtækjum sem mestrar viðurkenningar njóta.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sannarlega er rétt að það voru ýmsir váboðar sem gáfu okkur til kynna að rifa þyrfti seglin. Ég ætla þó að fullyrða að enginn er sá til í heiminum sem gat með neinum rökum sýnt fram á, til dæmis í ársbyrjun, að það stefndi í þá grafalvarlegu stöðu sem nú er komin upp. Því hefði þetta verið augljóst, þá væri staðan að sjálfsögðu ekki sú sem raun ber vitni. Bandaríkin, Evrópa og lönd um allar heimsins álfur glíma við svipuð vandamál og við. Þar hafa menn því augljóslega verið jafn glámskyggnir og við.<span>&nbsp;</span> Það sem greinir okkur hins vegar frá flestum öðrum er sú staðreynd að hagkerfið óx mjög hratt hér og skuldbindingar fyrirtækja, einkanlega fjármálafyrirtækja, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu voru miklu meiri vegna smæðar þjóðarinnar og stærðar þeirra fyrirtækja sem höfðu vaxið svo mjög á undanförnum árum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á næstunni setjast menn yfir þessi mál og reyna að átta sig á því hvers vegna svo fór sem fór. Ástæðurnar eru örugglega margslungnar og ýmislegt á þar eftir að koma í ljós. Þetta mikla endurmat verður ekki bara bundið við okkar litlu þjóð heldur mun það verða í öllum ríkjum heims þegar frá líður.<span>&nbsp;</span> Það er því ekki ástæða til þess að hrapa að of miklum ályktunum nú sem stendur. Vissulega þurfum við þó að átta okkur á ákveðnum hlutum strax í upphafi og hafa að leiðarljósi þegar farið er í þá nauðsynlegu uppbyggingu sem við blasir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Staða þjóðarinnar er gríðarlega erfið og framundan eru erfiðir mánuðir og misseri, þar sem tekist verður á við hluti sem áður voru okkur ókunnugir.<span>&nbsp;</span> Ýmislegt sem lagt var til hliðar í fortíðinni og við héldum að heyrði sögunni til, verður viðfangsefni að nýju.<span>&nbsp;</span> Ýmislegt sem menn héldu að ekki þyrfti að takast á við er orðið að vandamáli sem hittir okkur fyrir af miklum þunga. Þessi vandamál hafa ekki síst bitnað mjög grimmilega á íslenskum sjávarútvegi.<span>&nbsp;</span> Hann er auðvitað útflutningsgrein sem þar af leiðandi verður fyrir miklu höggi þegar gjaldeyrisviðskipti komast í uppnám og bankakerfið fer á hliðina. Það hefur verið gríðarlega þungbært.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Gjaldeyrisviðskipti gengu jafnan hratt fyrir sig hér á landi, bankakerfið var vel smurt og tryggði að greiðslur fyrir afurðir skiluðu sér<span>&nbsp;</span> á örskömmum tíma.<span>&nbsp;</span> Nú er það<span>&nbsp;</span> af sem áður var. Menn hafa kynnst því með harðneskjulegum hætti að gjaldeyrisviðskiptin eru í uppnámi.<span>&nbsp;</span> Þar hefur verið við stóra að deila. Ágreiningur við Breta hefur haft mikið að segja en það er líka ljóst að gjaldeyrisviðskipti við önnur lönd, t.d. á meginlandi Evrópu, hafa nánast verið lokuð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er kunnara en frá þarf að segja að verkefni útgerðarmanna og útflytjenda <span>&nbsp;</span>síðustu daga og vikur hefur verið að tryggja að greiðslur fyrir afurðir bærust hingað til lands og það eftir áður óþekktum leiðum og reyndar alls konar krókaleiðum, sem ég ætla ekki að fjölyrða um. Þá hafa<span>&nbsp;</span> stjórnvöld lagt sig fram um að greiða fyrir þessum viðskiptum. Seðlabankinn, ráðuneyti, sendiráð og fleiri hafa lagt þar sín lóð á vogarskálarnar. Ég fullyrði að þar hafa allir lagt sig fram og það ber mjög að þakka því ágæta starfsfólki sem hefur átt hlut að máli. Það er ekki við það að sakast að mál hafa þokast alltof hægt áfram.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Vandamálið kristallast hins vegar í því að marga af þessum rembihnútum í gjaldeyrisviðskiptunum hefur<span>&nbsp;</span> einfaldlega ekki verið á okkar valdi að leysa.<span>&nbsp;</span> Þar hafa aðrir tekið ákvarðanir og bókstaflega tekið af okkur völdin. Ég veit þetta vel, því sjálfur hef ég haft bein afskipti af þessum málum hvað eftir annað og reynt að beita því afli, því valdi og þeim áhrifum sem ég hef haft mátt til.<span>&nbsp;</span> Þar hef ég meðal annars leitað leiða í gegnum pólitísk sambönd í nágrannalöndum okkar, ekki síst í Bretlandi.<span>&nbsp;</span> Ég hef til dæmis átt samtöl við hinn nýja sjávarútvegsráðherra Bretlands, Huw Irranca Davies og aðra áhrifamenn þar ytra. Í þeim hópi vil ég sérstaklega nefna góðvin okkar Austin Mitchell þingmann Grimsbysvæðisins, sem hefur lagt okkur lið af alefli. Sumt af því hefur borið árangur og einstaka leiðir hafa opnast, eins og við þekkjum, en það breytir því ekki að<span>&nbsp;</span> gjaldeyrisviðskiptin eru ekki komin í eðlilegt horf. <span>&nbsp;</span>Því fer enn víðs fjarri.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta er þeim mun nöturlegra í því samhengi að þrátt fyrir allt er nú mikill kraftur í okkar útflutningsframleiðslu. Sjávarútvegurinn framleiðir gríðarleg verðmæti á degi hverjum, gjaldeyrisöflun þjóðarinnar hefur styrkst mjög með stóraukinni<span>&nbsp;</span> framleiðslu á áli og ferðaþjónustan hefur vaxið mikið. Það má því segja að úti í heimi séu gullkistur fullar af gjaldeyri sem íslenskir framleiðendur hafa búið til en nýtast okkur ekki vegna þess að fjármunirnir hafa ekki, sakir atbeina erlendra banka, ratað þá leið sem þeim ber, í hendur eigenda sinna hér á landi.<span>&nbsp;</span> Á sama tíma hefur dregið úr almennum innflutningi hingað til lands en vegna þess að gjaldeyrisviðskiptin eru ekki með eðlilegum hætti, þá hefur hið opinbera orðið að grípa til gjaldeyrisskömmtunar, með tilheyrandi vandræðum. Því er það algjört forgangsverkefni að greiða úr þessu máli og hafa stjórnvöld þar miklar skyldur. Ég fullyrði að það er eindreginn vilji og ásetningur okkar að leysa úr þessu svo hratt sem auðið er. Auðvitað er hér um tímabundinn vanda, en nógu bölvanlegur er hann á meðan á honum stendur.<span>&nbsp;</span> Það er enginn vafi á því að samkomulag okkar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn liðkar fyrir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fjölmörg önnur mál hvíla einnig þungt á greininni um þessar mundir. Ýmiss konar uppgjör sem þurfa að eiga sér stað við gömlu viðskiptabankana bíða nú afgreiðslu. Ég veit að þið þekkið þessi mál á ykkar eigin skinni þannig að óþarfi er að fara langt út í þá sálma. Þó vil ég leggja áherslu á hve gríðarlega mikilvægt er að þessari óvissu linni. Það gengur auðvitað ekki að útgerðir og fiskvinnslur hringinn í kringum landið búi við þetta óvissuástand sem nagar fyrirtækin að innan og gerir mönnum algjörlega ómögulegt að átta sig á sinni eigin stöðu. Hér eru miklir hagsmunir í húfi og sem geta ráðið miklu um framtíðina.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta er vitaskuld býsna flókið mál. Annars vegar uppgjör við gamla banka sem nú hafa hætt eiginlegri bankastarfsemi sinni og hins vegar hvernig taka á upp viðskipti við nýju bankana sem reistir hafa verið á grunni þeirra gömlu.<span>&nbsp;</span> Svo það liggi alveg skýrt fyrir þá eigið þið fullan stuðning minn í þessu verki og ég hef reynt að leggja mig fram um að greiða fyrir þessari vinnu á undanförnum vikum. Ég játa þó fúslega að við verklok á degi hverjum undanfarnar vikur hefur mér stundum fundist afrakstur erfiðisins ótrúlega rýr. Sannarlega hefði ég kosið að það sæist meiri árangur af erfiðu dagsverki sem margir hafa lagt á sig í því skyni að koma þessum málum í skikkanlegt horf. En auðvitað líður að því að þessu ljúki. Málin eru að komast í nauðsynlegan farveg þó að endanleg niðurstaða sé ekki fengin, en mikil áhersla verður lögð á það af minni hálfu líkt og ykkar að þessu ljúki <span>&nbsp;</span>sem fyrst. Bankarnir þurfa líka á þessum <span>&nbsp;</span>uppgjörum að halda til að vita stöðuna eins og hún er í raun og sanni og fyrir fyrirtækin er lykilatriði að ljúka þeim. Þetta ásamt því að koma á snurðulausum gjaldeyrisviðskiptum, er því sérstakt forgangsmál að mínu viti og sem veita þarf allan þann atbeina sem mögulegur er.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Það hefur ekki farið framhjá neinum að í tengslum við þessar hræringar allar hafa að nýju og með meira afgerandi hætti en áður, vaknað spurningar sem lúta að stöðu okkar innan Evrópu. Sú umræða er svo sem ekki ný af nálinni og hefur stundum áður verið fjallað um hana hér á þessum vettvangi. Því er þó ekki að neita að þunginn í kröfunni um aðild að Evrópusambandinu og evru hefur aukist. Ástæðan er einföld. Ferðalag krónunnar upp á síðkastið hefur verið eins og ein samfelld rússibanareið og með bankaáfallinu í byrjun þessa mánaðar, má segja að hún hafi verið sem í frjálsu falli. Þetta hefur leitt fram af miklum þunga kröfuna um að við leggjum gjaldmiðilinn af og höldum af stað inn á hinar eilífu veiðilendur Evrópusambandsins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er auðvitað ljóst að í kjölfar þeirrar kreppu sem við stríðum nú við þarf að fara fram margs konar uppgjör. Meðal annars að hraða endurskoðun peningamálastefnunnar sem forsætisráðherra boðaði síðastliðið vor að ráðist yrði í. Atburðirnir nú kalla í sjálfu sér á sjálfstætt endurmat þeirrar stefnu, til viðbótar þeim forsendum sem lágu til grundvallar ákvörðun forsætisráðherra á sínum tíma. Það mat mun segja mikið til um með hvaða hætti skipa skal peningamálastjórninni og þar með talið stöðu gjaldmiðilsins í komandi framtíð. Þessu verður ekki lokið á einni dagstund, enda mikið og vandasamt verk. Skynsamlegast er auðvitað að ljúka því mikla slökkvistarfi sem nú stendur yfir, áður en hugað er að því hvernig húsið skuli byggt upp að nýju. Þess vegna er rétt að láta endurskoðunina fara fram þegar við höfum komist á sléttari sjó og getum betur áttað okkur á hver staðan er og verður í framtíðinni. Það er líka ljóst að þetta endurmat mun fara fram í öðru kastljósi en við blasti fyrr á árinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nátengd þessu máli og óaðskiljanleg á vissan hátt, er spurningin um stöðu okkar í samvinnu Evrópuríkja á komandi árum.<span>&nbsp;</span> Ég tel að það sé mikið gagnrýnisefni hvernig sú umræða hefur þróast á undanförnum mánuðum.<span>&nbsp;</span> Sú var tíðin að staða okkar innan Evrópu var rædd með miklu víðtækari hætti og almennari en nú er gert.<span>&nbsp;</span> Þegar farið er yfir þessa umræðu, eins og hún hefur gengið fram, mætti ætla að spurningarnar lúti eingöngu að því hvernig haga eigi gjaldmiðli okkar á komandi árum. Það er mjög miður að Evrópuumræðan, svo mikil að vöxtum sem hún er, fari fram út frá jafn þröngu sjónarhorni og nú gerist. Þessu þarf að breyta. Þær spurningar sem þarf að svara um Evrópusamvinnuna eru miklu flóknari og miklu margslungnari en umræða síðustu vikna og mánaða hefur gefið til kynna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En þegar allt kemur til alls fela svörin við spurningunum einfaldlega í sér blákalt hagsmunamat að lokum. Hvar eigum við að skipa okkur í sveit svo hagsmunum þjóðarinnar sé sem best borgið? Svörin við þessari og viðlíka spurningum eru ekki einhlít. Það fer auðvitað ekki á milli mála að því geta fylgt kostir fyrir þjóð sem okkar að starfa innan vébanda Evrópusambandsins. Þetta er ekki bara svart eða hvítt. Þjóðir sem telja 400 milljónir manna álíta til dæmis hag sínum betur borgið innan þessa sambands en utan og framhjá því á ekki að líta. Þetta<span>&nbsp;</span> er eins og að bera saman<span>&nbsp;</span> plústölurnar og mínustölurnar. Útkoman af þeim útreikningum ræður því hvar við skipum okkur í sveit.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þjóðfélagið okkar er orðið býsna ólíkt því sem það var fyrr á þessu ári. Þær forsendur sem við gáfum okkur í Evrópuumræðunni fyrrmeir, eru einfaldlega ekki til staðar lengur, á því verðum við að átta okkur og umræðan verður að ná yfir víðtækara svið en gjaldmiðilinn einan</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú <span>&nbsp;</span>er ljóst að íslenska hagkerfið skreppur mjög mikið saman. Þær áskoranir sem okkar litli - og nú vinasnauði gjaldmiðill - stóð frammi fyrir verða öðruvísi en þegar fjármálakerfið var margföld stærð þjóðarframleiðslu okkar. Í annan stað má ekki gleyma því að í þessu samhengi koma óhjákvæmilega upp spurningar um stöðu okkar sem fullvalda þjóðar. Það er í raun ekki deilt um það að með aðild að Evrópusambandinu þyrftum við að afsala okkur að hluta til fullveldi sem við sannarlega höfum nú. Það er <span>&nbsp;</span>viðtekið sjónarmið, hvar í flokki sem menn skipa sér í þessu deiluefni, að ef við göngum í Evrópusambandið þyrfti að breyta stjórnarskránni til að möguleiki væri á slíku fullveldisafsali. Þetta hlýtur að vera áleitin spurning fyrir þjóð sem fagnaði sjálfstæði sínu fyrir ríflega 60 árum.<span>&nbsp;</span> Í þriðja lagi finnst mér undarlegt í þessari umræðu að svo virðist sem menn hafi lagt til hliðar spurninguna, sem þó var áleitnust þegar Evrópumálin voru mest rædd hér fyrrmeir; þ.e. hvað líður hagsmunum sjávarútvegsins og hvernig yrði þeim borgið innan ESB?</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í því sambandi er alveg ljóst að þegar við leggjum hið jákvæða og það neikvæða á vogarskálarnar, þá er sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins sannarlega eitt af því sem er ósamrýmanlegt íslenskum hagsmunum. Hún yrði örugglega í dálkinum með neikvæðu tölunum. <span>&nbsp;</span>Eða vill einhver halda því fram að sjávarútvegi okkar yrði betur borgið innan laga og regluverks ESB en hins íslenska.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Talað hefur verið um ýmiss konar möguleika á því að fá varanlegar undanþágur. Þegar glöggt er skoðað er þó alveg ljóst að þær undanþágur sem vísað hefur verið til eru af þeim toga að þær kæmu að litlu gagni fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð.<span>&nbsp;</span> Takmarkaðar undanþágur sem miðast við vanbúinn flota, sem veiðir fáein hundruð tonn, svo sem á Möltu sem stundum hefur verið tekið sem dæmi að fyrirmynd, eru auðvitað ekki almennt fordæmi sem fylgt verður þegar slík mál verða rædd við okkur. Takmarkaðar undanþágur sem helgast af viðkvæmum, afmörkuðum hafsvæðum gefa okkur ekki nein fyrirheit um að vera skilgreind sem sérstakt fiskveiðisvæði sem ekki lyti öllum almennum reglum fiskveiðistjórnunar Evrópusambandsins, eins og eitt sinn var nefnt. Hinn hlutfallslegi stöðugleiki sem er kjarni sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins er ansi valt völubein í ljósi þess að við endurskoðun fiskveiðistefnu ESB sem nú er að hefjast, er það fyrirkomulag undir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessir þættir og fleiri verða ekki undan skildir í því hagsmunamati sem fram mun fara á næstunni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Ég sagði áðan að endurmeta þyrfti stöðu okkar með margvíslegum hætti. Það er óhjákvæmileg afleiðing svo stórra atburða sem hér hafa orðið. Eitt af því sem við blasir er t.d. að hagkerfi okkar verður minna á næsta ári en þessu, enda heil atvinnugrein svo að segja horfin á braut sem lagði orðið meira til þjóðarframleiðslunnar en sjálfur sjávarútvegurinn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við höfum kallað sjávarútveginn burðarás efnahagslífsins á Íslandi og það hefur hann sannarlega verið.<span>&nbsp;</span> Nú verður enn meiri ábyrgð lögð á herðar okkar.<span>&nbsp;</span> Þess vegna þurfum við nú að velta fyrir okkur með almennum hætti, hvert beri að stefna. Hvernig við gerum okkur í hugarlund að sjávarútvegur framtíðarinnar verði á því breytta Íslandi sem blasir við. Þetta er ekki einfalt verkefni og síst af öllu neitt áhlaupsverk.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Umræðan um sjávarútvegsmál hefur að mínu mati verið á miklum villigötum.<span>&nbsp;</span> Hún hefur mikið til snúist um álitamál sem snerta fiskveiðistjórnun og þannig mun það örugglega verða áfram með einhverjum hætti. En upp úr því hjólfari þurfum við samt sem áður að komast.<span>&nbsp;</span> Menn verða að horfa til lengri tíma og gera sjálfum sér og þjóðinni grein fyrir því hvaða möguleikar felast í sjávarútveginum. Mér hefur fundist og hef áður sagt það, að umræðan um sjávarútveginn endurspegli mjög illa það sem er að gerast í greininni sjálfri og það er mjög miður.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hef því hug á að setja niður starfshóp sem hafi það hlutverk að átta sig á stöðu sjávarútvegsins í þessu gjörbreytta umhverfi; hvar tækifærin liggja, hvernig greinin þróist og í hverju möguleikar hennar eru fólgnir til að verða ennþá öflugri stoð þjóðarbúsins á komandi árum. Hér vil ég kalla til verka hóp fólks sem þekkir vel til í greininni og endurspeglar þann margbreytileika og þekkingu sem þar er að finna. Ég vona að þessum hugmyndum verði vel tekið og að innan tíðar taki slíkur hópur til starfa.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Sú undarlega hugmynd hefur skotið upp kollinum að nú eigi að nota tækifærið, þegar verst stendur á í sjávarútveginum, til að kippa undan honum fótunum. Hér á ég við þær hugmyndir sem ganga út á að leysa til ríkisins aflaheimildir í sjávarútvegi og ganga í því sambandi til einhvers konar skuldaskilasamninga við sjávarútvegsfyrirtækin, einmitt núna þegar efnahagsreikningar þeirra eru í uppnámi vegna gengishrunsins.<span>&nbsp;</span> Finnst mönnum virkilega ekki nóg að gert?<span>&nbsp;</span> Ímyndar sér<span>&nbsp;</span> einhver að það yrði þjóðfélaginu til gagns að reiða nú til höggs gagnvart sjálfri undirstöðuatvinnugreininni þegar við erum búin að missa fjármálakerfið okkar á hliðina? Er ekki skynsamlegra að taka saman höndum, reyna að vinna sig út úr þeim vanda sem við er að glíma og styrkja fjárhagslegan grundvöll atvinnugreinarinnar svo hún geti sem best tekist á við sín mikilvægu verkefni?<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessar hugmyndir eru óskiljanlegar, að minnsta kosti ef menn líta svo á að hlutverk sjávarútvegsins eigi að vera efnahagslegt og þjóðarbúinu til gagns. Þeir sem telja að best sé að nota þetta tækifæri þegar sjávarútvegurinn liggur svo vel við höggi horfa varla á hann sem atvinnugrein, heldur sjá þetta í einhverju allt öðru ljósi og það mjög skrítnu ljósi. Sjávarútvegurinn hefur á undanförnum árum tekist á við gríðarlegan vanda vegna óhagstæðs gengis, minni aflaheimilda og þeirra aðstæðna sem nú eru uppi og farist það ótrúlega vel úr hendi. Við slíkar aðstæður getur ekki verið skynsamlegt að auka enn á vandræðin, skapa ennþá meiri óvissu og draga úr fjárhagslegum mætti sjávarútvegsfyrirtækjanna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir útgerðarmenn.</span></p> <p><span>Nú læt ég gott heita í bili um það sem þyngst hvílir á okkur og vík um stund að öðru. Eins og þið þekkið er stór hluti þess afla sem íslensk skip veiða sóttur í fiskistofna sem eru ekki að öllu leyti innan íslenskrar lögsögu. Við verðum að semja við önnur ríki um stjórn veiða úr slíkum stofnum til að tryggja að heildarnýtingin sé sjálfbær. Ástand fiskistofnanna og samningsumhverfi stjórnunar veiða er mjög mismunandi. Ég tel óþarft að fjalla um þá alla hér, en þó er rétt að minnast á suma þeirra.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Norsk-íslenski síldarstofninn stendur mjög vel. Eftir nokkurra ára óvissuástand, þar sem útlitið var slæmt um tíma, virðist aftur vera kominn nokkuð góður stöðugleiki í samninga um stjórn veiðanna. Síldveiðar hafa verið miklar undanfarin ár og ekki útlit fyrir annað en að svo verði áfram.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ástand kolmunnastofnsins er lakara, enda hefur dregið mjög mikið úr nýliðun hans eftir nokkur góð ár þar á undan. Ljóst er að veiðarnar eru ennþá of miklar, en mikilvægt er að ramminn sem samkomulag strandríkjanna um stjórn veiða setur haldist. Hann skapar grundvöll fyrir því að með samhentu átaki geti viðkomandi ríkjum tekist að koma nýtingunni í skynsamlegri farveg. Viðræðum strandríkjanna þetta haustið er enn ekki lokið, en vonir standa til að gerð verði aðgerðaáætlun sem verði til þess að innan viðunandi tíma verði viðgangur stofnsins tryggður með sjálfbærum veiðum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Enn er þörf á miklum úrbótum varðandi stjórn karfaveiða á Reykjaneshrygg. Ágreiningur er um mörg grundvallaratriði varðandi karfann og því miður hefur ekki tekist að ná fram niðurstöðu sem væri viðunandi fyrir alla sem að málinu koma.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í kjölfar þess að vísindamenn settu fram nýja ráðgjöf um að draga verulega úr veiðum á grálúðu var ákveðið að leggja meiri áherslu en verið hefur undanfarin ár á tilraunir til að gera samning um heildstæða stjórn þeirra, sem næði til Grænlands og Færeyja auk Íslands. Í kjölfar fundar með starfsbróður mínum frá Grænlandi fyrr á þessu ári tókum við frumkvæði að því að hefja viðræður um stjórn veiðanna. Einn samningafundur hefur þegar farið fram og heldur ferlið áfram með það að markmiði að það leiði til samkomulags strax á næsta ári.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í u.þ.b. áratug hefur Ísland farið fram á að fá að sitja við samningaborðið meðal hinna strandríkjanna þegar samið er um stjórn makrílveiða, en þau hafa ekki viljað viðurkenna Ísland sem fullgilt strandríki varðandi makríl. Í ljósi þessa ber að fagna því að nú eru að verða breytingar í þessu efni. Svo vill til að það er einmitt í dag sem Ísland tekur í fyrsta sinn þátt í strandríkjafundi um makríl. Okkur er reyndar aðeins boðið til fundar sem áheyrnarfulltrúum, en sendinefnd Íslands mun að sjálfsögðu ítreka þá afstöðu á fundinum að Ísland geti ekki annað en talist sem fullgilt strandríki í ljósi þess að mikið er um makríl innan okkar lögsögu. Ríflega 100 þúsund tonna veiði hlýtur að segja sína sögu. Þrátt fyrir ágreining um formsatriði er rétt að fagna því að okkur hefur loksins tekist að komast að samningaborðinu. Vonandi gengur hratt og vel að ná niðurstöðu sem við getum sætt okkur við.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Málefni verndunar viðkvæmra vistkerfa í hafinu, svo sem kaldsjávarkóralla, hverastrýta og neðansjávartinda, fyrir hugsanlegum skaðlegum áhrifum fiskveiða hafa verið ofarlega á baugi undanfarin misseri. Algert samkomulag var milli þjóða heimsins um mikilvægi þess að vernda þessi viðkvæmu vistkerfi, en deilt var um hvaða aðferð væri best í því sambandi. Deilan var vegna þess að sum ríki vildu byggja á aðferð sem grundvallast á tvennu. Annars vegar á hnattrænni lausn þar sem sömu stjórnunarreglur eru settar fyrir öll hafsvæði heimsins óháð þeim ólíku aðstæðum sem eru á mismunandi svæðum. Hins vegar á því að horfa ekki til viðkvæmu vistkerfanna sjálfra heldur einblína á einstök veiðarfæri og takmarka eða jafnvel banna notkun þeirra almennt, óháð því hvort ástæða sé til að ætla að þau hafi skaðleg áhrif á því svæði þar sem þau eru notuð eða ekki.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Önnur ríki, þ.m.t. Ísland, vildu byggja á annarri aðferð. Annars vegar að sett væru hnattræn viðmið sem síðan væru útfærð nánar og framkvæmd á svæðisbundnum vettvangi, þar sem tillit væri tekið til þeirrar sérstöðu sem einkennir hvert hinna mismunandi hafsvæði heimsins. Hins vegar að ekki væri einblínt á einstök veiðarfæri heldur viðkvæmu vistkerfin sjálf, þannig að notkun veiðarfæra væri ekki takmörkuð þar sem ekki er ástæða til að ætla að þau valdi skaða og viðkvæmu vistkerfin væru vernduð óháð því hvaða veiðarfæri valdi álagi á þau.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Afstaðan sem Ísland studdi varð ofan á í viðræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, og varð það ýmsum tilefni til að gagnrýna Ísland mjög harkalega. Auk beinna árása á Ísland var þessari nálgun fundið allt til foráttu og mátti jafnvel skilja suma þannig að með samkomulagi þjóða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefði Ísland orðið til þess að viðkvæm vistkerfi yrðu eyðilögð víða um heimshöfin. Við litum hins vegar svo á að niðurstaðan fæli í sér skuldbindingar um raunhæfar, markvissar og skilvirkar aðgerðir til verndar viðkvæmum vistkerfum hafsins og héldum okkar striki í áframhaldandi vinnu í þessu máli á alþjóðavettangi, enda var henni hvergi nærri lokið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar hin alþjóðlega vinna að þessu máli fór frá almennum viðræðum um meginnálgun yfir í að snúa að praktískum lausnum við að framkvæma verndunina áttuðu sífellt fleiri sig á því að sú nálgun sem Ísland hafði stutt, ásamt fleiri ríkjum, var raunhæfust til að ná þeim markmiðum sem allir voru sammála um. Andstaðan hvarf og sú nálgun sem áður var harðlega gagnrýnd af ýmsum var nú studd af nánast öllum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á nýliðnu sumri samþykkti Matvæla- og landbúnaðarstofnun S.þ., FAO, alþjóðlegar leiðbeiningarreglur um stjórn djúpsjávarveiða á úthafinu. Í reglunum eru sett viðmið sem nauðsynleg eru til að tryggja góða framkvæmd verndunar viðkvæmra vistkerfa hafsins. Allt starfið innan FAO grundvallaðist á þeirri almennu sátt sem skapast hefur um meginaðferðafræðina.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Framkvæmd leiðbeiningareglna FAO er þegar hafin. Fánaríki og svæðisbundnar fiskveiðistjórnarstofnanir um allan heim hafa gert það að forgangsmáli að setja reglur í samræmi við niðurstöður Sameinuðu þjóðanna og FAO. Ísland hefur m.a. verið virkur þátttakandi í þessu verki á vettvangi Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC, og Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnunarinnar NAFO.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Rétt er að hafa í huga hvað staðfesta Íslands og líkt þenkjandi ríkja skipti miklu máli í þessu sambandi. Það hefði verið auðvelt að gefa eftir þegar alvarlegar ásakanir voru settar fram. Ef við hefðum vikið frá sannfæringu okkar hefði það hins vegar valdið miklu og óþörfu tjóni fyrir sjávarútveg sem notar veiðarfæri svo sem botnvörpu með ábyrgum hætti. Jafnframt hefði slík eftirgjöf skilað sér í alþjóðlegri nálgun við verndun viðkvæmra vistkerfa í hafinu sem hefði verið svo erfið í framkvæmd að hún hefði líklega litlu skilað í raun þótt hún hefði kannski litið fallega út á blaði.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú þegar horft er til baka er því óhætt að segja að við sem vorum úthrópuð og gagnrýnd fyrir afstöðu okkar og hér innanlands sökuð um að skaða ímynd Íslands, getum nú fagnað því að okkur nálgun varð ofan á og sjónarmið okkar viðurkennd. Það er ástæða til að undirstrika þetta og fagna þessu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta mál er dæmi um gott samstarf milli utanríkisráðuneytisins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Þetta er einnig gott dæmi um að starf Íslands á alþjóðavettvangi getur haft mikil áhrif, bæði til að verja íslenska hagsmuni og til að tryggja að alþjóðlegar niðurstöður séu skynsamlegar, praktískar og skilvirkar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Ég hóf ræðu mína á því að fjalla um þá grafalvarlegu stöðu sem uppi er í efnahagslífi okkar og tengdi hana þeirri þróun sem orðið hefur á alþjóðlegum mörkuðum.<span>&nbsp;</span> Það var ekki til að gera lítið úr okkar eigin ábyrgð eða reyna að breiða yfir að margt hefði örugglega mátt betur fara hjá okkur hér innanlands, bæði hjá fyrirtækjunum og stjórnvöldum. En það er hins vegar mikilvægt, samhengisins vegna, að átta sig á hvernig þessi þróun á alþjóðlegum mörkuðum hittir okkur fyrir.<span>&nbsp;</span> Þetta veldur m.a. erfiðleikum í sölu afurða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á undanförnum árum hefur fiskverð almennt farið hækkandi, þó með undantekningum sé, og þess hafa fyrirtækin svo sannarlega notið. Hærra þorskverð og afurðaverð í flestum tilvikum, ásamt veikara gengi á árinu, hefur í raun bætt upp það fjárhagslega áfall sem samdráttur í aflaheimildum kallaði fram. Því miður eru nú blikur á lofti á þessu sviði.<span>&nbsp;</span> Kreppa í alþjóðaviðskiptum, minnkandi kaupmáttur og óöryggi neytenda á markaðssvæðum okkar sem annars staðar, hefur það í för með sér að eftirspurn eftir íslenskum fiski fer minnkandi og þrýstingur til verðlækkunar hefur þegar gert vart við sig.<span>&nbsp;</span> Þetta er ekki alveg nýtt af nálinni heldur varð þessa vart fyrir nokkru síðan. Með dýpkandi kreppu í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum eykst þessi þrýstingur og nú þegar gætir sölutregðu og aukinnar birgðasöfnunar fyrirtækja á tilteknum mörkuðum.<span>&nbsp;</span> Ekki var nú á bætandi við önnur vandræði okkar en þetta er hins vegar sá bitri veruleiki sem við stöndum frammi fyrir og þurfum að fást við.<span>&nbsp;</span> Þau vandamál sem við glímum við eru þess vegna mikil og alvarleg og því fer fjarri að við sjáum út úr þeim vanda.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu útgerðarmenn.</span></p> <p><span>Það er óhætt að segja að við Íslendingar höfum ekki í okkar minni, séð hann svartari. Við upplifum raunverulega alþjóðakreppu sem hittir okkur fyrir með einstaklega harkalegum hætti. Það er athyglisvert að við þær aðstæður beina menn ekki síst sjónum sínum að sjávarútvegi og þeim möguleikum sem í honum felast. Þær heyrast að minnsta kosti ekki núna raddirnar sem spáðu því að sjávarútvegurinn yrði <span>&nbsp;</span>nánast afgangsstærð í þjóðarbúskap okkar. Í sjávarútvegi erum við á gamalkunnugum slóðum þar sem við þekkjum hvert fótmál; <span>&nbsp;</span>við allar venjulegar kringumstæður.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En hitt blasir við að aðstæðurnar eru ekki venjulegar núna. Það er eiginlega flest öfugsnúið og við fetum slóðina í nýrri veröld. Til sjávarútvegsins er <span>&nbsp;</span>því horft og í sjóinn ætlar þjóðin að sækja bjargræðið, eins og jafnan fyrr og síðar. <span>&nbsp;</span>Þetta er eðlilegt og þetta eru engar tálsýnir. Það má reiða sig á íslenskan sjávarútveg nú sem og <span>&nbsp;</span>í framtíðinni, líkt og í fortíðinni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En þá er líka eðlilegt að við sköpum þeirri grein, sem við ætlum enn stærra hlutverk í nánustu framtíð, öryggi og rekstrarlega vissu. Við verðum að sópa frá ykkur þeirri óvissu sem ég veit að hefur verið sem lamandi hönd í fyrirtækjunum undanfarnar vikur og þar með svo alltof lengi. Það er eðlileg krafa og ósk af ykkar hendi, sem ég ekki einasta skil og virði, heldur vil verða við, í þeim mæli sem mér er unnt. Sjávarútvegurinn þarf að sjá til lands, þannig að starfsfólk hans og stjórnendur fái ráðrúm og næði til að gera það sem enginn í heiminum kann betur; að veiða, vinna og selja fisk, þjóðarbúi okkar til gæfu og gagns. Þetta verður örugglega erfitt &ndash; mjög erfitt &ndash; en þetta er hægt og okkur mun takast það.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Frá því ég varð sjávarútegsráðherra fyrir þremur árum hefur mér verið vel tekið í ykkar ranni. Veit ég vel að ýmislegt sem ég hef gert og ákveðið, hefur ekki verið ykkur að skapi og það var auðvitað viðbúið. Það hefur hins vegar ekki breytt því að samstarf mitt við útvegsmenn um land allt og forystumenn LÍÚ hefur verið með miklum ágætum og fyrir það vil ég þakka af heilum hug. Nú verða þau tímamót að Björgólfur Jóhannsson lætur af formennsku í samtökum ykkar eftir áralangt og farsælt starf. Ég vil af því tilefni færa honum alúðarþakkir mínar fyrir einstaklega gott samstarf og fyrir þann dugnað, drenglyndi og festu sem hefur einkennt framkomu hans í störfunum fyrir LÍÚ.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ykkur, góðir útgerðarmenn og forsvarsmenn LÍÚ, þakka ég ennfremur gott samstarf á því ári sem er liðið frá síðasta aðalfundi ykkar og árna ykkur velfarnaðar í mikilvægum aðalfundarstörfum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-10-28 00:00:0028. október 2008Ráðstefna Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbærni sjávarútvegs, 24. október 2008

<p><span>Address by</span></p> <p align="center"><strong><span>The Minister of Fisheries and Agriculture,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Einar K. Gudfinnsson,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>given at the <em>Symposium on Sustainable Fisheries</em><br /> to celebrate the10th anniversary of the<br /> United Nations University Fisheries Training Programme.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>24. October 2008</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Ladies and gentlemen.</span></p> <p><span>United Nations University Fisheries Training Programme celebrates it´s 10th anniversary this year. It is a great honour and privilege for me to have the opportunity to address you here on this important occasion. We certainly take pride in participating in the United Nations University Fisheries Training Programme and are most committed to its advancement.</span></p> <p><span>In one of his genius novels, the Icelandic Nobel Prize winner, Halldór Kiljan Laxnes, had one of the main characters state the following, and I quote my informal translation: &ldquo;<em>What you are entrusted with&nbsp; -&nbsp; you are entrusted with</em>&rdquo; end of quote. Here the author is referring to how one shall not fail in the duties one shoulders.</span></p> <p><span>To me this short but magnificent sentence contains the core of the ideology of responsibility that every fishing nation must adopt and follow.&nbsp; The goal of the utilization of natural resources in the interest of the nation is first and foremost twofold:&nbsp;first, to handle the resources cautiously; second, to utilize the resources in a manner that provides the best living standards possible.&nbsp;</span></p> <p><span>It may be said that in the debate on the utilization of natural resources, the concept <em>sustainability</em> rooted itself long ago, both with respect to the natural resources on land and the ocean resources. The concept, <em>sustainable utilization</em>, does not mean that we should not utilize the natural resources. &nbsp;On the contrary, this implies cautious, sustainable utilization that provide opportunities for the creation of valuable products from natural resources that would otherwise not have yielded such valuable goods. Of course, this is a very ambitious goal and it cannot be said that mankind has always succeeded well in these matters. There are far too many examples of overexploitation of the natural resources , people not utilizing them in an appropriate manner. A nation that has the fortune of having a natural resource and is able to utilize it in a beneficial manner has many opportunities. Unfortunately, we know of several instances of nations that have extensive natural resources, yet have not managed to utilize them in a manner that serves their interests or in a responsible and credible fashion, i.e. in respect of renewable natural resources. The resources of a nation are no guarantee for it faring well.</span></p> <p><span>At the beginning of the 20<sup>th</sup> century, Iceland was one of the poorest nations in Europe. The current economic crisis we are in will not change the fact that we managed to break the chains of poverty and to establish one of the most prosperous societies in the world. There were many interacting and contributing factors involved; however, one of the main reasons for this success is that the fishing industry became the driving force of the economy.&nbsp; The performance of the fishing industry totally determined the situation of the national economy. This did not happen by itself; instead through the sensible, moderate and responsible utilization of the marine resources.&nbsp; Of course, an essential part of the equation was Iceland gaining full control over its 200-mile Exclusive Economic Zone. Considering that the fisheries have been the backbone of the Icelandic economy, the focal and unavoidable point has been how it must be subject to the law of economy and market conditions and not be the recipient of state subsidies. This is why the fishing industry has had to adjust itself to the competition it has always been in at the international markets.</span></p> <p><span>I have become aware in various parts of the world how Iceland is regarded to some extent as a model in terms of the utilization of the natural resources of the sea. Of course, we take pride in such praise.&nbsp; I wish to emphasize, nevertheless, that we can do better in many respects, in fact, much better!&nbsp; I am not saying this out of pure modesty - definitely not.&nbsp; It is my firm belief that the main reason for us generally having tried to approach our utilization of the natural resource on grounds of long-term interests, is simply that we had no other alternative. We rely and have based our livelihood on the natural resources. This despite the fact that the last half a decade or so has a bit washed us off-track by means of the bank turmoil we are in the midst of at this very moment. It is clearer than ever that our interests lie in the fish resources. It may therefore be said that we are driven more than ever by the interests entailed in carefully managing the natural resources, although there are as always different opinions as to how this is best ensured.</span></p> <p><span>There is every reason to emphasize that the management and utilization of the marine resources are never an easy task and there are many factors that must be included in the equation. In utilizing the marine resources in a sensible manner, we must remember that we are not tackling situations where all factors of the equation are known - far from it!&nbsp; This is a complex interaction of factors that in turn are affected by various things.&nbsp; We are not only talking about the utilization by mankind as being the only contributing factor; we must also understand the complex interactions in the ocean ecosystem. This is why our answer is first and foremost entailed in increasing research.&nbsp;</span></p> <p><span>In order to strengthen one fish stock, we must know how to utilize another one that may be in competition for feed, or is perhaps the basis of the feed of the stock that we want to preserve and base our livelihood on.&nbsp; The classic example in Iceland is the interaction between capelin and cod. The capelin is the cod&rsquo;s most important forage, yet is also an important commercial stock.&nbsp; We manage our utilization of this stock in a manner that does not jeopardize the productivity of the cod stock. This tells us how we must always focus on many factors in our utilization of the marine resources.&nbsp; This, however, can only be done on the basis of<span>&nbsp;</span> the best available knowledge and expertise.</span></p> <p><span>The fishing industry is, as before, the pillar of the Icelandic economy. We see this clearly now when storms are sweeping across the financial markets of the world. We regard our fishing industry as a solid industry to which major demands for yield are made as to any other field of business throughout the world.</span></p> <p><span>Unfortunately, there are too many people who do not regard the fishing industry in this manner. They believe that the fishing industry may hold a social and rural developmental role only, and should therefore not be subject to the rules of the market. Such thinking entails two things:&nbsp; one, sentencing those working in the fishing industry to lifelong poverty, and two, the risk, as has frequently materialized, that the demands made become less and thereby people treat the resource worse than before.</span></p> <p><span>This is why I believe that the fishing industry should be given the opportunity it needs for economizing and responding, thereby rendering it possible for it to be able to engage in competition.&nbsp; We have no choice. We must succeed in maintaining the fishing industry as a solid and prosperous industry. It is worth noting that we have succeeded in organizing the fishing industry in a manner that has made it the main driving force in improving the living conditions in Iceland over the last decades.&nbsp; This should not be taken for granted.&nbsp;</span></p> <p><span>The fishing industry in too many countries is deemed as being a second-rate industry that does not compete with other industries, neither for capital nor manpower. One of the adventures during the last decades in Iceland is that the living conditions improved rapidly, not least as a result of the input of the fishing industry. One thing is clear, namely that if the fishing industry had been a burden, the living conditions in Iceland would not have improved as rapidly and steadily as they did. This is how important the fishing industry is for the national economy of Iceland.</span></p> <p><span>&nbsp;Today the fishing industry is a knowledge based industry where we need to employ the best of the best. The technical improvements , the improved handling of the catches, market knowledge and progress in logistic, all of these factors have opened new doors to us and greatly increased the performance and yield of the fishing industry. Although the quotas have in some instances decreased;&nbsp; the value-creation increases. Additionally, the fishing industry has generated other industries producing top-quality technology.&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ladies and gentlemen,</span></p> <p><span>In recent weeks during the economic crisis, Icelanders and some of our guests here today may have questioned the basis for our success and economic wealth. After the ongoing reorganisation of our economy and perhaps some revision of our value judgements and societal values, we will soon find out how our highly developed fishing industry will serve as a backbone in a recovering Icelandic economy.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ladies and gentlemen,</span></p> <p><span>Let me</span> <span>express my appreciation to all those attending the</span> <span>Symposium on<br /> Sustainable Fisheries</span> <span>and welcome you to this event. Your contribution to research and development of this industry is important and highly appreciated.</span> <span>I thank all those who have helped out with organising this symposium and wish you all the best. <span>&nbsp;</span>Finally, may I congratulate the staff and board of the UNU Fisheries Training Programme at their 10 years anniversary at the same time as I wish this important activity to flourish in the future for the benefit of collaborating institutions abroad and future UN fellows attending the programme.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>By these words, I would like formally to open this international symposium on sustainable fisheries.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Thank you</span></p> <br /> <br />

2008-10-23 00:00:0023. október 2008Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda 23. október 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars Kristins Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>23. október 2008</span></strong></p> <p align="center"><span></span></p> <p align="center"><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Formaður og framkvæmdastjóri LS, fundarstjóri, aðalfundarfulltrúar og aðrir fundarmenn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fyrir skemmstu var efnt til hinnar glæsilegu alþjóðlegu sjávarútvegssýningar sem haldin er hér á landi þriðja hvert ár. Þessi sýning færði okkur heim sannin um það sem endranær, að sjávarútvegurinn er í mikilli sókn. Þar er mjög margt að gerast sem vekur athygli og veitir vísbendingar um hvert stefnir. Þarna gat að líta nýjustu tækni sem völ er á í greininni og var sýningin vel sótt líkt og jafnan. Bæði af fólki í atvinnugreininni og ekki síður öðrum sem vegna áhuga síns og stöðu sjávarútvegsins hér á landi, flyktust til að kynnast því sem fyrir augu bar. Útlendingar sóttu sýninguna einnig í miklum mæli enda er hún einn af hápunktunum á þessum vettvangi í okkar heimshluta.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það var þó því miður ekki þetta sem bar hæst á sýningunni sjálfri. Umræðuefni þeirra sem maður hitti snerist að mestu leyti um eitt og hið sama; þann gríðarlega efnahagsvanda sem nú steðjar að okkur Íslendingum. Í raun og veru má segja að þau vandamál sem þjóðin stendur nú frammi fyrir yfirskyggi allt annað. Það var á vissan hátt undarleg og dapurleg upplifun að sama við hvern rætt var þá barst umræðan stöðugt að þeim vanda sem nú er við að etja. Og því miður er staðan ennþá sú, að við sjáum ekki út úr þeim vanda.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þær fjárhagslegu hremmingar sem nú ríða yfir eru algjörlega einstæðar. Því miður eru þær ekki eingöngu bundnar við Ísland.<span>&nbsp;</span> Við erum sem lítill leiksoppur í þeim óskaplega darraðadansi sem gengur yfir alla heimsbyggðina og hefur lagt að velli öflugustu fjármálastofnanir og fjármálafyrirtæki heimsins. Að sönnu má segja að þessir erfiðleikar hafi hitt okkur fyrir með harðneskjulegri hætti en margar aðrar þjóðir. Einfaldlega vegna þess að hér er lítið, opið hagkerfi þar sem fjármálageirinn hefur vaxið mjög mikið á undanförnum árum, raunar svo mjög að hann lagði orðið meira til þjóðarframleiðslunnar en sjálfur sjávarútvegurinn. Þess vegna hefur það haft meiri áhrif á stöðu okkar heldur en orð fá lýst að fjármálageirinn hafi verið lagður að velli. Að undanförnu hefur verið reynt að byggja fjármálakerfið upp að nýju en öllum er þó ljóst að það verður mikið breytt og minna að umfangi en áður. Þetta hefur haft veruleg áhrif á stöðu fyrirtækja og viðskiptavina bankanna. Það á við um sjávarútveginn eins og alla aðra.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Almennt talað höfum við sagt að lágt gengi komi sjávarútveginum eins og öðrum útflutningsatvinnuvegum vel. En sú gengisstaða sem verið hefur undanfarnar vikur og mánuði hefur hins vegar einnig hitt sjávarútveginn mjög illa fyrir. Til skemmri tíma litið má segja sem svo að lágt gengi færi íslenskum útflutningsfyrirtækjum betri samkeppnisstöðu og hærri tekjur. Það breytir því hins vegar ekki að á þessu er önnur hlið. Þegar gengið lækkar svo skarpt og mikið sem núna þá fer ekkert á milli mála að hinar neikvæðu afleiðingar eru mjög miklar. Það þarf ekki að orðlengja þetta. Við vitum mætavel að lækkun gengisins að undanförnu hefur sett efnahagsreikninga sjávarútvegsfyrirtækja, eins og annarra fyrirtækja, í algjört uppnám. Skuldirnar hafa aukist og étið upp eigið fé fyrirtækjanna og gert mönnum þannig mjög erfitt fyrir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hinu má þó ekki gleyma að sjávarútvegurinn verður á næstunni stærri hluti af okkar þjóðarbúskap en áður og við eigum allt undir því að hann geti starfað með eðlilegum hætti og knúið þannig áfram þá efnahagslegu vél sem hagkerfið okkar er. Þess vegna ríður á að finna leiðir til þess að tryggja eðlileg gjaldeyrisviðskipti og koma á stöðugleika í genginu svo fyrirtækin geti unnið snurðulaust og sjávarútvegurinn verið sá burðarás sem við blasir á Íslandi á komandi vikum og mánuðum. Mín skilaboð til ykkar og annarra í sjávarútvegi eru þess vegna mjög skýr. Menn eiga ekki að leggja árar í bát við þessar aðstæður.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þótt staðan á efnahagsreikningum sé slæm um þessar mundir vegna hins lága gengis, er það aðeins um stundarsakir. Gengi krónunnar er langt undir jafnvægisgengi og mun styrkjast þegar frá líður. Við það lækka erlendar skuldir sjávarútvegsins eins og annarra atvinnugreina, mælt í innlendri mynt.<span>&nbsp;</span> Það er því <span>&nbsp;</span>rangt að leggja mat á stöðu einstakra fyrirtækja út frá skammvinnum stundarveruleika, einfaldlega vegna þess að við getum ekki vænst annars en þess að krónan eigi eftir að styrkjast þannig að hún leiti jafnvægis á allt öðrum og sterkari stað en nú er. Við eigum því sameiginlega að reyna að róa út úr þessum brimskafli og komast á sléttari sjó. Sjávarútvegurinn hefur allar forsendur til þess. Afurðaverð hefur almennt verið gott og samkeppnisstaða íslensks sjávarútvegs er góð, ekki síst vegna þess orðspors sem hann hefur notið. Þetta síðasta atriði er mjög þýðingarmikið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Orðspor Íslands á erlendum vettvangi hefur almennt beðið hnekki í þessum fjármálalegu erfiðleikum. Á móti kemur hitt að við höfum orðið þess áskynja að kaupendur íslensks fisks á erlendum mörkuðum skilja þessar aðstæður. Þeir gera sér grein fyrir því að eftir sem áður selja Íslendingar góða vöru og eru áreiðanlegir þegar kemur að því að afhenda afurðirnar. Þetta góða orðspor á mörkuðunum er enn til staðar. Í þessu felst okkar styrkur en auk þess nýtur íslenskur sjávarútvegur virðingar fyrir þá auðlindanýtingu sem við stöndum fyrir.<span>&nbsp;</span> Þann orðstír þurfum við að varðveita og það getum við vel gert.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Síðasta fiskveiðiár var ennfremur erfitt af öðrum ástæðum. Hinn mikli samdráttur í veiðiheimildum í þorski hefur auðvitað komið illa niður á útgerð minni báta eins og annars sjávarútvegs í landinu. Kannski má segja sem svo að hlutfallslega hafi áfallið verið þyngra vegna þess hve háðir menn eru þorskaflanum í krókaaflamarkinu. <span><span>&nbsp;</span></span>Lægra gengi krónunnar og hærra afurðaverð í þorski hefur þó gert það að verkum að þau áföll sem við óttuðumst komu ekki fram með þeim ofurþunga sem ég og margir aðrir töldu að blöstu við um það leyti sem ákvörðun um 130 þúsunda tonna þorskafla var tekin. Þær tölur sem nú liggja fyrir, sýna að útflutningsverðmæti þorskafurða jókst á milli fiskveiðiára. Það hefur að sjálfsögðu átt sinn þátt í því að hin neikvæðu áhrif af þorskaflaniðurskurði urðu ekki jafn miklar og við höfðum ástæðu til að óttast.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Að minnsta kosti er það svo þegar við horfum núna í baksýnisspeglinum á þróunina á síðasta fiskveiðiári, þá blasir við að ýmislegt af því sem spáð var rættist sem betur fer ekki. Mikil uppstokkun í sjávarútvegi, samþjöppun aflaheimilda og fjölda gjaldþrot urðu ekki raunin. Menn sigldu í gegnum þessar hremmingar af meira öryggi en kannski mátti vænta. Ástæðurnar eru margvíslegar og að þeim hef ég að hluta til vikið.<span>&nbsp;</span> Margir töldu líka að við myndum eiga erfiðari tíma framundan, ekki vegna þeirrar efnahagskreppu sem nú hefur riðið yfir, heldur vegna þess að við myndum hafa úr ennþá minna að moða á því fiskveiðiári sem hófst núna 1. september. Þær tölur sem við höfum um geymslu á aflaheimildum benda hins vegar ekki til þess að það verði ráðandi þáttur. Hremmingarnar í efnahagsmálunum munu verða miklu stærri áhrifavaldur en nokkrar ákvarðanir um heildarafla eða tengda hluti.<span>&nbsp;</span> Krókaaflamarksbátar fluttu með sér hér um bil jafnmikið magn af ýsu á milli síðustu fiskveiðiáramóta og árið á undan, sem er veruleg viðbót við það sem gerðist almennt á fiskveiðiárunum þar á undan. Sömu sögu er að segja um steinbítinn. Þar voru umtalsvert meiri aflaheimildir fluttar á milli síðustu fiskveiðiáramóta en áramótin þar á undan.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í kjölfar þeirra erfiðleika sem við stöndum núna í hefur þess m.a verið farið á leit við mig að endurskoða ákvörðunina um heildarafla á þorski. Með skírskotun til fortíðarinnar taldi ég ekki sérstaka ástæðu til að bregðast við þessu. Ég tel hins vegar að það hljóti að vera skylda mín sem ábyrgs sjávarútvegsráðherra að fara yfir þessi mál efnislega núna og komast að niðurstöðu. Hinir erfiðu tímar upp á síðkastið hafa hins vegar gert það að verkum að ekki hefur verið nægjanlegt tóm til þess að gera það með viðunandi hætti. Ég hef því ekki komist að niðurstöðu um þessi mál. Eitt vil ég þó segja, þannig að það liggi strax fyrir hér, og það er eftirfarandi: Við erum ábyrg auðlindanýtingarþjóð. Við njótum góðs orðspors af þeim ástæðum á veigamestu mörkuðum okkar og megum ekki undir neinum kringumstæðum fórna þeim ávinningi. Og gleymum því ekki að þrátt fyrir að ímynd okkar sem þjóðar hafi beðið hnekki, njótum við verðskuldaðs álits sem fiskveiðiþjóð. Það hefur ekki breyst og mun gagnast okkur. <span>&nbsp;</span>Ákvarðanir okkar verða því - án nokkurs afsláttar - að vera í samræmi við það sem við segjum hér á landi og erlendis; við byggjum á sjálfbærri nýtingu auðlinda þar sem ekki er gengið á fiskistofnana, en þeim haldið við og þeir efldir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á undanförnum misserum hefur verið unnið hörðum höndum af sjávarútveginum í heild, og undanskil ég þá engan, að koma á laggirnar nýju íslensku merki til vitnis um ábyrgar veiðar. Sú vinna er langt komin. Í þessu felast markaðsleg tækifæri og ég veit að ekki síst innan vébanda Landssambands smábátaeigenda hefur verið mikill áhugi á þessu starfi. Við finnum að á erlendum mörkuðum eru gerðar kröfur í þessa veru. Kröfur sem við höfum ekki getað staðið fyllilega undir, en nú styttist í það. Þess finnast jafnvel dæmi um að við höfum goldið fyrir það að hafa ekki slíkt viðurkennt merki. Það er ljóst að brýnna verður fyrir okkur á komandi árum að státa af slíku. Ákvörðun um heildarafla hlýtur því að taka mið af þessu. Við megum ekki, sakir stundarerfiðleika, fórna áratuga starfi sem byggt hefur upp okkar góða orðstír og fært okkur hærra fiskverð en mörgum þeim þjóðum sem við keppum við.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Á fundum Landssambands smábátaeigenda hef ég áður farið almennt yfir viðhorf mín um fiskveiðistjórnunina. Ég er þeirrar skoðunar að grundvallarreglan við stjórn fiskveiða hljóti að byggjast á einstaklingsbundnum, framseljanlegum fiskveiðiréttindum. Engum er betur treystandi en útgerðarmönnum sjálfum, stórum sem smáum, til að nýta á eigin forsendum og í þágu þjóðarbúsins þær aflaheimildir sem þeir hafa. Framseljanlegur fiskveiðiréttur, hvort sem menn mæla það í tímaeiningum eða tonnum, er hér algjört grundvallaratriði.<span>&nbsp;</span> Ávinningur þessa kerfis hefur m.a. verið sá að draga úr kostnaði við útgerðina og skipuleggja markaðssókn fyrir íslenskan fisk. En um leið eru óneitanlega neikvæðir fylgifiskar þessa fyrirkomulags. Þar á ég sérstaklega við áhrifin á ýmsar byggðir sem hafa misst frá sér fiskveiðiréttindin. Því tel ég - að rétt eins og við höfum gert - sé skynsamlegt og réttlætanlegt að taka til hliðar hluta af fiskveiðiréttinum með hagsmuni veikari sjávarútvegsbyggðanna að leiðarljósi. Það hefur m.a. verið gert með byggðakvótum sem hafa komið mjög mörgum minni fiskveiðisamfélögum til góða. Því miður hefur þó ekki tekist nægilega vel að nýta þessar aflaheimildir að öllu leyti í byggðalegum tilgangi. Á undanförnum árum hefur því verið unnið að töluverðum endurbótum á þessu fyrirkomulagi, sem hefur kallað á ýmsa erfiðleika í framkvæmdinni, en við erum smám saman að sigrast á þeim. Það fyrirkomulag sem nú er verið að festa í sessi er líklegra til þess að ná þeim yfirlýsta byggðalega tilgangi sem að baki býr.<span>&nbsp;</span> Gleymum því ekki að markmiðið með þessum aflaheimildum er að þær komi að gagni fyrir hin minni byggðarlög. Þess vegna er réttlætanlegt af hálfu löggjafans og framkvæmdavaldsins að gera annars konar kröfur um ráðstöfun þeirra heldur en almennt er gert um fiskveiðiréttindin. Kröfur eins og þær sem nú hafa verið settar fram eru líklegar til að stuðla að því að byggðakvóti nýtist til þeirrar nauðsynlegu uppbyggingar sem til er ætlast.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á undanförnum árum hafa margir talað illa um byggðakvótann enda er hann sannarlega umdeilanlegur. Að mínu mati er hann réttlætanlegur en ber um leið að halda innan hæfilegra marka. Þetta úrræði hefur nýst í einstökum byggðarlögum en ég leyni því þó ekki að ég tel að í ýmsum tilvikum hafi sveitarfélög lagt fram full flóknar útfærslur á fyrirkomulaginu, án þess að það hafi skilað því sem til er ætlast. Það er rétt sem sagt hefur verið. Þetta er millifærslukerfi og þegar grannt er skoðað er hlutdeild krókaaflamarksbáta í byggðakvótanum meiri heldur en endurspeglast í hlutdeild krókaaflamarksbáta í heildarkvóta þeirra tegunda sem úthlutað er í byggðakvótum. Aflamarksskip hafa undanfarin fiskveiðiár fengið um 60% af byggðakvótanum, sem er lægra hlutfall en svarar til hlutdeildar þeirra í úthlutuðum kvóta í þeim tegundum sem fara til ráðstöfunar vegna byggðakvótans. Þetta felur því í sér tilfærslur frá aflamarki til krókaaflamarks, en þó minna en ætla mætti af umræðunni. Í raun má segja að þessar tölur þýði að um eitt þúsund þorskígildistonn vanti upp á að hlutdeild aflamarksbátanna sé í samræmi við skiptingu heildarkvótans. Þetta er því óneitanlega millifærslukerfi frá stærri bátum til hinna minni, en kannski afkastaminna millifærslukerfi en reikna hefði mátt með. Þessi millifærsla markast auðvitað af þeirri einföldu og augljósu staðreynd að í minnstu byggðarlögunum, sem eiga rétt á byggðakvótum, er hlutur krókaaflamarksbáta einfaldlega stærri en annars staðar í heildarútgerðinni. Þetta endurspeglar því vel þýðinguna sem krókaaflamarksútgerðirnar hafa í minnstu byggðarlögunum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Svipað á við um línuívilnun. Ég stóð að henni á sínum tíma og þótt þetta hafi verið mjög umdeild pólitísk ákvörðun iðrast ég einskis í þeim efnum. Reynslan af línuívilnuninni hefur almennt verið góð og hún orðið til þess að styðja við útgerð í ýmsum byggðarlögum landsins. Á síðasta fiskveiðiári varð merkjanleg breyting á nýtingu línuívilnunarinnar. Þeim byggðarlögum sem fengu í sinn hlut yfir 100 tonn af línuívilnun fækkaði nokkuð, en annars staðar styrktist hún að sama skapi. Þetta á sér margar skýringar sem þið þekkið ekki síður en ég. Rétt er það að hluti af þeim þorskkvóta sem ætlaður var til línuívilnunar hefur ekki nýst, einfaldlega vegna þess að þegar hann var ákveðinn með lögum, þá gerðu menn á þeim tíma sér væntanlega ekki grein fyrir því að til þess gæti komið að við veiddum einungis 130 þúsund tonn.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hitt er ljóst að það munar verulega um línuívilnunina í mörgum byggðarlögum. Misjafnlega mikið að sjálfsögðu eftir því hvernig útgerðarhátturinn er. Þær tölur sem við sjáum hér eru heildartölur og segja út af fyrir sig ekki alla söguna um hlutfall þessa fyrirkomulags í löndunum í einstaka byggðarlögum. Þær endurspegla kannski fremur kvótastöðuna í byggðarlögunum í heild sinni og þar sem menn eru stærstir í krókaaflamarkinu, þá er líklegast að línuívilnunin verði meiri.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hvað sem þessu líður þá blasir við að hlutur krókaaflamarksbáta í heildarlöndunum í einstaka byggðarlögum er ómetanlegur og án þeirra er ljóst að daufara yrði um að litast í mörgum verstöðvum.<span>&nbsp;</span> Hlutur þessara báta á síðustu fimm árum hefur almennt talað farið vaxandi, hlutur krókabáta á síðastliðnum fimm fiskveiðiárum t.d. í þorski hefur almennt verið upp á við.<span>&nbsp;</span> Á árinu 2006-2007 lækkaði þetta hlutfall aðeins en náði sama styrkleika á síðasta fiskveiðiári. Hvað ýsuna áhrærir þá dró nokkuð úr hlutdeild krókaaflamarksbáta og sömu sögu er að segja um steinbítinn. Hér er þó um að ræða sveiflur milli ára sem ég tel ekki ástæðu til að gera mikið úr.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu smábátaeigendur.</span></p> <p><span>Oft hefur verið tekist hressilega á um fiskveiðistjórnarmál á undanförnum árum, bæði á Alþingi og í annarri opinberri umræðu. Og ég geri mér ekki í hugarlund að umræðum um þau mál ljúki nokkru sinni.<span>&nbsp;</span> Hér er fjallað um kviku efnahagslífs okkar og spurningarnar eru eðlilega áleitnar.<span>&nbsp;</span> Það er líka sjálfsagður hlutur að ræða þessi mál, en þá verður líka að hafa ýmislegt í huga.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þeir sem standa fyrir útgerð, hvort sem um er að ræða stærri eða minni báta, hljóta að eiga rétt á því að um málefni þeirra sé talað af yfirvegun og virðingu. Menn geta ekki talað með þeim hætti að það geti verið eðlilegt hlutverk stjórnmálamanna að svipta til fiskveiðiréttindum eins og taflmönnum á skákborði.<span>&nbsp;</span> Þetta er jú sú atvinnugrein sem við vitum nú betur en nokkru sinni fyrr, að muni skipta hvað mestu um það hvernig okkur gengur að vinna okkur út úr þeim erfiðleikum sem nú er við að etja. Á næstunni verður, á grundvelli stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og með hliðsjón af áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem öllum er kunnugt, farið yfir ýmis þau álitaefni sem uppi eru varðandi fiskveiðistjórnunina. Í því samhengi verða menn að muna að verið er að fást við megin auðlind þjóðarinnar og hvernig hana má nýta sem best öllum til hagsbóta. Þeir sem búa við stöðuga óvissu vegna pólitískra afskipta geta aldrei tekið skynsamlegustu ákvarðanirnar; einfaldlega vegna þess að óvissa skapar erfiðleika. Óvissa gerir það að verkum að menn geta ekki séð fram í tímann nema að mjög takmörkuðu leyti. Nægir eru nú óvissuþættirnir samt í sjávarútveginum þótt pólitískri óvissu sé ekki bætt ofan í kaupið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar erlendir greiningaraðilar hafa komið hingað til lands til þess að meta stöðu þjóðarbúsins, hafa þeir talið okkur til tekna að hér ríki pólitískur stöðugleiki og samhljómur um grundvallaratriði. Þetta hefur með réttu verið bent á að muni hjálpa þjóðfélaginu út úr þeim erfiðleikum sem við er að etja. Á þá ekki það sama við um sjávarútveginn? Menn hljóta að geta gert kröfur um einhvern fyrirsjáanleika svo unnt sé að taka stórar ákvarðanir með upplýstum hætti. Menn leggja hugsanlega allar sínar eigur undir og stundum rúmlega það og verða því að vita við hvaða aðstæður þeir búa til framtíðar. Þetta á ekki bara við stærstu útgerðarfyrirtækin í landinu. Þetta á ekki síður við um einyrkjann, manninn sem vinnur hörðum höndum að sjómennsku sinni og útgerð og hættir miklu fjárhagslega til að láta hlutina ganga upp. Mér finnst það ekki óbilgjörn krafa til okkar stjórnmálamannanna, af ykkar hálfu eða annarra þeirra sem um<span>&nbsp;</span> véla, að við högum orðum okkar og gjörðum með þeim hætti að þið rennið ekki blint í sjóinn. Mér finnst hafa skort mikið á það að við stjórnmálamenn höfum fullnægt þessari eðlilegu kröfu af ykkar hálfu.<span>&nbsp;</span> Nú þegar við hefjum bráðlega þá vinnu að fara yfir ýmsa þætti fiskveiðistjórnunarinnar er eðlilegt að árétta að þetta sé sjónarmið sem eigi að virða í hvívetna.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Ég hóf þessa ræðu á fremur dimmum nótum og það því miður mjög af gefnu tilefni. Staðan er alvarleg og afleiðingarnar verða það einnig. Við þessar aðstæður eigum við þó einungis einn kost. Hann er sá að sækja á. Þeir sem hafa stundað útgerð og haft atvinnu sína af sjómennsku vita betur en flestir aðrir að öll él birtir upp um síðir og þannig verður það auðvitað. Erfiðleikar sjávarútvegsins í fortíðinni sem á tíðum virtust óyfirstíganlegir, eru stundum þegar horft er til baka eins og lítið sandkorn á ströndinni og auðvitað komumst við líka út úr núverandi erfiðleikum, þessum dýrkeyptu erfiðleikum. Nú ríður á að menn standi þétt saman, geri sér grein fyrir heildarhagsmunum og geri sér grein fyrir því að sjávarútvegurinn mun á næstunni gegna ennþá þýðingarmeira hlutverki heldur en hann gerði allra síðustu árin. Ábyrgðin sem þar með er lögð á herðar okkar stjórnmálamanna sem fást um þessa hluti og ykkar sem standið fyrir rekstrinum er því gríðarlega mikil. Við munum sýna það að við öxlum þessa ábyrgð!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-10-16 00:00:0016. október 2008Ráðstefna Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, 16. október 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars Kristins Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á ráðstefnu Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands</span></strong></p> <p align="center"><strong><em><span>Íslenskar matarhefðir og héraðskrásir</span></em></strong></p> <p align="center"><strong><span>16. október 2008</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Ráðstefnustjóri og ágætu ráðstefnugestir.</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nóbelsskáldið okkar Halldór Laxness kemst svo að orði í bókinni Dagleið á fjöllum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&bdquo;Ef sveitafólkið getur ekki tekið á móti kaupstaðarmönnum sem jafníngjum, boðið þeim inn í sín viðhafnarlausu íveruherbergi, gefið þeim nákvæmlega sama mat og það borðar sjálft hversdagslega, - saltsoðningu, rúgbrauð, kartöflur, flot, slátur, mjólk og graut, - þá á alsekki að bjóða þeim neitt.&ldquo;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú er það svo góðir gestir að margt hefur breyst frá þeim tíma er þessi orð voru rituð og sannarlega er bæði á borðum sveitafólks og borgarbúans fjölbreyttara fæði er þarna er tiltekið.<span>&nbsp;</span> Langt er síðan nokkurs konar matarskömmtun átti sér stað hér á landi og fullyrða má að Íslendingar hafa getað valið og keypt flestar þær matvörur sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Þar má m.a. benda á það fjölbreytta úrval grænmetis og ávaxta sem hér er að finna en minna jafnframt á að svo var ekki áður fyrr og hreinn munaður þótti að fá epli og appelsínur rétt um jólahátíðirnar.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég sagði <em>áður fyrr</em> &ndash; og er það teygjanlegt hugtak.<span>&nbsp;</span> Sannleikurinn er sá að það er ekki svo langt síðan að margar vörur voru vart fáanlegar eða skammtaðar.<span>&nbsp;</span> Við sem erum rétt um og yfir miðjan aldur munum vel þegar jólaeplin komu í hús og tengjum ilm þessara ávaxta enn við jólin &ndash; eða öfugt. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sú upptalning á mat sem Halldór nefnir, <span>&nbsp;</span>minnir okkur Íslendinga einnig á þann mat sem íslensk þjóð lifði hvað mest á gegnum aldirnar að viðbættu kjöti af sauðkindinni. Þetta var ekki aðeins fábrotinn matur heldur hlaut hann að verða leiðigjarn dag eftir dag en samt sem áður var þetta kjarngóður matur. Alla vega fóðraði hann og ól upp dugmikla þjóð sem reis á örskömmum tíma upp úr snauðri fátækt í að verða eitt ríkasta land heimsins og þessi matur gerði þjóðinni mögulegt að breyta margra alda stöðnuðum vinnubrögðum yfir í eitt tæknivæddasta ríki veraldar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú sem stendur steðja að þjóðinni miklir efnahagsörðugleikar.<span>&nbsp;</span> Við slíkar þrengingar þjappar fólk sér saman, finnur til samkenndar og veit innst inni að aðeins með sameiginlegu átaki tekst að ná farsælli lendingu. Ég kann e.t.v. ekki að skýra til fulls tilfinningu mína en ég er viss um að nú eru að renna upp þeir tímar þegar Íslendingar skynja ennþá betur mikilvægi þeirrar Guðsgjafar að eiga möguleika á að brauðfæða sig sjálfir með eigin afla, hvort heldur hann kemur úr hafi eða af landi. Með öðrum orðum; ég tel að Íslendingar kom til með að velja meira af íslenskri matvöru á næstunni en þeir hafa gert til fjölda ára.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hér með er ég ekki að segja að það sé eingöngu af því góða en vissulega myndi það styrkja okkar undirstöðuatvinnugreinar sem við höfum til þessa lifað á og skapað okkar efnahagslegu velgengni og munu gegna meira hlutverki á komandi árum.<span>&nbsp;</span> Í öllu falli komum við til með að hugsa og velta vel fyrir okkur hverju við værum að fórna ef við sinntum ekki þessum greinum, þessum fjöreggjum þjóðarinnar, eða sem verra væri gleymdum þeim &ndash; eða jafnvel seldum fyrir stundargróða og vanhugsaða samninga.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í Íslandsklukku Halldórs Laxness segir &bdquo;Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin var til fjár.<span>&nbsp;</span> Það var klukka.&ldquo;<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þessi klukka var tekin af þjóðinni og aldrei skilað.<span>&nbsp;</span> Sem betur fer eru sameingir okkar fleiri nú og mun verðmætari.<span>&nbsp;</span> Þær megum við ekki af hendi láta í von um að bæta stundarhag. Veltum því augnablik fyrir okkur ef þjóðin væri þannig í heimi sett að hún þyrfti að kaupa allan mat frá útlöndum.<span>&nbsp;</span> Vegna auðlinda okkar erum við rík þjóð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Matarþörfin er sterkasta frumþörf mannsins.<span>&nbsp;</span> Það fyrsta sem ungviðið leitar að er speni móðurinnar og alla daga þurfum við á fæðu að halda.<span>&nbsp;</span> Sumar fátækar þjóðir eyða nær öllum deginum í það eitt að fá eitthvað að borða. Við Íslendingar erum lánsöm að eiga nógan mat og góðan.<span>&nbsp;</span> Við höfum lagt metnað okkar í að framleiða heilbrigða og góðar matvörur og skapað okkur markaði á erlendum vettvangi undir merkjum hreinleika og hollustu.<span>&nbsp;</span> Þessar vörur komum við til að með selja áfram &ndash; heimurinn vill og hefur þörf á mat.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta mikla og góða hráefni hefur verið uppspretta hugmynda færasta fólks við að hanna og útbúa fjölbreytta rétti &ndash; ekki aðeins samkvæmt nýjustu tísku ef svo má segja &ndash; heldur og að viðhalda og þróa þær fornu matarhefðir sem þjóðin þekkir.<span>&nbsp;</span> Ungt fólk tekur slátur og börnin kynnast slíkum réttum ekki aðeins heima fyrir, heldur og á dagheimilum og leikskólum.<span>&nbsp;</span> Þorrablótin vinsælu bera þess vitni að fólki finnst þessi gamli og þjóðlegi matur góður.<span>&nbsp;</span> Færustu matreiðslumenn útbúa nýtísku rétti úr hval, sel, fiski og jafnvel fisktegundum sem áður þóttu ekki mannamatur.<span>&nbsp;</span> Úr öllum afurðum sauðkindar og annars búpenings eru framleidd fjölbreytt matvæli undir ströngu gæðaeftirliti.<span>&nbsp;</span> Gæði íslenskrar mjólkur og mjólkurafurða þarf ekki að fjölyrða um en þær eru einstakar á heimsmælikvarða. Einnig minni ég á fjölbreytta framleiðslu grænmetis og garðávaxta sem standast hvaða samanburð sem er. Þetta er hráefnið sem við höfum úr að vinna og myndi nú mörg þjóðin sæl ef slíkar matarkistur væru í þeirra búri.<span>&nbsp;</span> <span>&nbsp;</span>Í þetta búr okkar leitum við og matreiðum dýrindis krásir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessi ráðstefna ber einmitt það skemmtilega nafn <em>Íslenskar matarhefðir og héraðskrásir.</em><span>&nbsp;</span> Sannarlega hafa Íslendingar ýmsar matarhefðir og annan eins fjölbreytileika af krásum, mismunandi eftir héruðum. Mér dettur í hug varðandi matarhefðir að nefna að áður var sagt að sá sem væri fljótur að borða myndi vinna hratt.<span>&nbsp;</span> Víst er um það að Íslendingar vinna hratt,<span>&nbsp;</span> eru duglegir og trúlega borða þeir einnig hratt.<span>&nbsp;</span> Staðfestingu á því fékk ég fyrir nokkrum vikum þegar grænlenskur starfsbróðir minn var hér í heimsókn.<span>&nbsp;</span> Er við kvöddumst þakkaði hann mjög móttökur og allan viðurgjörning en gat þess að aldrei hefði<span>&nbsp;</span> hann kynnst öðrum eins hraða við að borða eins og hjá okkur.<span>&nbsp;</span> Það skal að vísu tekið fram að dagskrá okkar var stíf og meira um vert að sjá og kynna það sem markverðast var fremur en sitja að snæðingi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hvað ýmsar staðbundnar orðlagðar héraðskrásir varðar dettur mér í hug að nefna vestfirskan rikling og kúllaðan steinbít með hnoðmör, reyktan lunda úr Vestmannaeyjum, laufabrauð að norðan og hangikjöt frá Hólsfjöllum, söl af suðurströnd og svo mætti lengi telja og ekki síður bæta við nýjum slíkum réttum eftir forsögn góðra bragðsmiða.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></strong></p> <p><span>Vera má að einhverjum finnist þetta ávarp mitt á nokkuð alvarlegum nótum.<span>&nbsp;</span> Vissulega var það hugsun mín að slá á létta strengi en jafnframt tel ég það skyldu mína, sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands, að minna á þá alvarlegu stöðu sem Íslendingar eiga í um þessar mundir.<span>&nbsp;</span> Hart og óvægið hefur verið sótt að okkur jafnvel af þeim sem síst skyldi, stórþjóð sem fyrir nokkrum áratugum átti líf sitt og afkomu að hluta til undir dugnaði og áræðni Íslendinga á stríðstímum þegar lífshættulegt að var sigla með fisk milli landa.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í upphafi máls míns vitnaði ég í Nóbelsskáldið Halldór Laxness.<span>&nbsp;</span> Ég kýs að enda þetta ávarp með að vitna í bók hans Íslandsklukkuna &ndash; Eldur í Kaupinhafn.<span>&nbsp;</span> Þar segir Arnas Arnæus:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&bdquo;Maður sem ætlar að kyrkja lítið dýr í greip sinni mun að lokum þreytast.<span>&nbsp;</span> Hann heldur því armslengd frá sér,<span>&nbsp;</span> herðir takið um kverkar þess sem má, en það deyr ekki; það horfir á hann; klær þess eru úti.<span>&nbsp;</span> Þetta dýr mun ekki vænta sér hjálpar þó tröll komi með blíðskaparyfirbragði og segist skuli frelsa það.<span>&nbsp;</span> Hitt er lífsvon þess að tíminn sé því hallkvæmur og lini afl óvinar þess.&ldquo;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Um leið og ég set ráðstefnuna vænti ég þess að hún verði í senn gagnleg og ánægjuleg öllum þátttakendum.</span></p> <br /> <br />

2008-10-15 00:00:0015. október 2008Haustfundur Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga (HES) með Matvælastofnun (MAST), Umhverfisstofnun (UST) og ráðuneytum, 14. og 15. október 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á haustfundi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga (HES) með</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Matvælastofnun (MAST), Umhverfisstofnun (UST) og ráðuneytum,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>haldinn 14. og 15. október 2008</span></strong></p> <p align="center"><span></span></p> <p align="center"><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fundarstjóri, góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil byrja á að þakka fyrir að fá tækifæri til að ávarpa starfsfólk heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og þeirra ríkisstofnana - Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar - sem fara með yfirumsjón þeirra málaflokka sem heilbrigðiseftirlitið hefur daglegt eftirlit með. Með flutningi matvælamálefna frá umhverfisráðuneyti yfir í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti fer ráðuneytið með yfirstjórn matvælalöggjafar í allri fæðukeðjunni og þar með þeirrar löggjafar sem heilbrigðiseftirlitið starfar eftir. Umhverfisráðuneytið fer eftir sem áður með yfirstjórn annarra mikilvægra málaflokka á verksviði heilbrigðiseftirlitsins. Fagleg málefni eftirlitsins heyra því undir þessi tvö ráðuneyti sem munu vissulega hafa samráð um ýmis sameiginleg hagsmunamál á sviði heilbrigðiseftirlits. Haustfundur stofnana og ráðuneyta með eftirlitinu er dæmi um slíkt samstarfsverkefni, þar sem fjallað er um stefnumótun og um samvinnu fulltrúa Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, Matvælastofnunar, og Umhverfisstofnunar um úrlausn verkefna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Stjórn og skipan mála, svo og starfsréttindi og skyldur<span>&nbsp;</span> heilbrigðisfulltrúa heyra eftir sem áður undir lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.<span>&nbsp;</span> Þá skal umhverfisráðherra, eins og hingað til, gefa út leiðbeinandi reglur um uppbyggingu gjaldskráa sveitarfélaga vegna heilbrigðiseftirlits. Ráðuneytin eru staðráðin í að hafa náið samráð um þessi mál og það sama á að sjálfsögðu við um önnur verkefni sem tengjast starfsemi heilbrigðiseftirlitsins og framtíðarskipan eftirlits í landinu. Ég get fullvissað ykkur um að þessi mál öll eru öruggum höndum í ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðar. Sú þekking, yfirsýn og reynsla sem er til staðar hjá heilbrigðiseftirlitinu tengir saman málaflokka ráðuneytanna tveggja því hollustuhættir, ómengað umhverfi og varleg notkun efna eru meðal þeirra grunnskilyrða sem þurfa að vera til staðar til að tryggja heilnæm og örugg matvæli.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hvað matvælamál varðar erum við stödd á miklum tímamótum. Matvælastofnun sem hóf störf um síðustu áramót, hefur fengið fjölmörg verkefni með sameiningu ríkisstofnana og eitt þeirra er að hafa yfirumsjón með matvælaeftirliti á vegum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Stofnunin sinnir bæði stjórnsýslu og eftirliti undir yfirstjórn ráðuneytisins og verður því helsti tengiliður þess og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga varðandi matvælalöggjöf og matvælaeftirlit. Í ráðuneytinu hefur í sumar verið unnið að endurskoðun á frumvarpi því sem ég flutti síðastliðið vor vegna upptöku okkar á 1. kafla 1. viðauka við EES samninginn, sem varðar búfjárafurðir, og innleiðingar á matvælalöggjöf ESB. Það frumvarp verður lagt fram á næstu dögum og verður vonandi lögleitt fyrir áramót.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þó svo að iðulega sé talað um</span> <span>&bdquo;</span><span>matvælafrumvarpið</span><span>&ldquo;</span> <span>í þessu samhengi, þá liggur fyrir að fjallað er um breytingar sem ekki aðeins verða gerðar á matvælalögum, heldur einnig lögum um eftirlit með sjávarafurðum, lögum um dýrasjúkdóma og um dýralækna, kjötlögum og fóðurlögum. Í beinu framhaldi þarf að innleiða í íslenskan rétt fjölda Evrópugerða á matvælasviði og þá þarf að gæta þess að eftirlitsaðilar hér á landi sinni þeim skyldum sem á þá eru lagðar og að verkaskipting milli eftirlitsaðila sé í samræmi við íslensk lög. Hér er átt við eftirlit á vegum Matvælastofnunar, Heilbrigðiseftirlitsins og sjálfstætt starfandi skoðunarstofa. Ég legg í þessu sambandi mikla áherslu á náið og gott samstarf Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlitsins við nauðsynlega áætlanagerð, fræðslustarfsemi, skilgreiningar á verklagi sem beitt verður og línum sem draga verður um skiptingu verkefna milli þeirra sem fara með matvælaeftirlit. Samstarf eftirlitsaðila verður að vera árangursríkt og á jafnframt að stuðla að góðum samskiptum við hagsmunaaðila eða eftirlitsþola, því sameiginlegt markmið allra er að stuðla að matvælaöryggi og neytendavernd. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er stefna mín og þar með ráðuneytisins að á næstu tveimur árum takist að lögfesta og hrinda í framkvæmd hér á landi nýrri matvælalöggjöf sem verði í samræmi við þá löggjöf og þá framkvæmd sem gilda mun hjá öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu. Markmiðið er að tryggja heilbrigði dýra og plantna, öryggi afurða og síðast en ekki síst hagsmuni neytenda. Einnig er haft að leiðarljósi að auka veg og virðingu íslenskra matvælafyrirtækja með því að byggja á góðri matvælalöggjöf og öflugu eftirliti sem er viðurkennt af öðrum ríkjum. Eins og þið vitið eru sjávarafurðir í frjálsu flæði á innri markaði Evrópusambandsins. Það er mikið hagsmunamál fyrir Ísland að þjóðin geti flutt út sjávarafurðir inn á EES svæðið með sama hætti og aðildarlönd Evrópusambandsins og Noregur. Í mínum huga er upptaka nýrrar matvælalöggjafar forsenda fyrir því að þetta fyrirkomulag haldist óbreytt. Landbúnaðarafurðir munu eftir þessa lagabreytingu vera í frjálsu flæði á EES-svæðinu, hvað heilbrigðisreglur varðar. Það þýðir að aðildarlönd Evrópusambandsins og önnur EES lönd geta flutt þessar vörur til Íslands ef heilbrigðiskröfur löggjafarinnar eru uppfylltar, án þess þó að það hafi áhrif á tollaumhverfi þessa innflutnings.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á Íslandi eru framleidd matvæli sem má treysta og ég<span>&nbsp;</span> vil leggja áherslu á að hvergi verður slakað á kröfum um markaðssetningu öruggra matvæla við þessa breytingu.<span>&nbsp;</span> Það er hlutverk okkar í ráðuneytinu og ykkar eftirlitsaðilanna að<span>&nbsp;</span> tryggja að svo verði. Við sjáum fram á aukið eftirlit með matvælum á markaði sem verður á verkssviði heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna og því þarf gott og náið samstarf ráðuneytis, Matvælastofnunar og viðkomandi heilbrigðisnefnda<span>&nbsp;</span> til að ná þessu markmiði. Mér er ljóst að frá því breytingar á stofnanaumhverfi á þessu sviði hófust fyrir tæpum þremur árum, með Landbúnaðarstofnun og nú Matvælastofnun, þá hafa orðið miklar og hraðar breytingar sem enn er ekki lokið. Breytingar reyna á starfsfólk og þá starfsemi sem þær varða, en það er mitt mat að við séum á réttri leið. Nú er yfirstjórn matvælamála í einu ráðuneyti og ein ríkisstofnun fer með stjórnsýslu, þó svo að eftirlit sé í höndum fleiri aðila. En þrátt fyrir að endurskoðun löggjafar sé hafin og að sumu leyti vel á veg komin, þá liggja þar fleiri verkefni og bíða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er skoðun mín að með innleiðingu á nýrri matvælalöggjöf hér á landi, sem byggð er á nýlegri Evrópulöggjöf á þessu sviði, þá sé ekki lengur þörf á öllum þeim lögum sem Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitið þurfa að framfylgja við eftirlit í fæðukeðjunni. Því mun ég láta skoða hvort ekki megi byggja á einum grundvallar lögum, sem nái yfir eftirlit með heilbrigði dýra og öryggi matvæla og fóðurs, í stað þess að hafa almenn matvælalög, auk sérlaga um þætti eins og fóður, kjöt, sjávarafurðir og dýraheilbrigði. Einföldun laga mun jafnframt draga úr hættu á tvíverknaði og skörun eftirlitsverkefna. Frekari endurskoðun og einföldun lagaumhverfis getur því orðið eitt af mikilvægum stefnumálum ráðuneytisins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Að lokum vil ég óska ykkur góðs gengis og árangurs í þeim störfum sem liggja fyrir á þessum sameiginlega fundi eftirlits- og stjórnsýsluaðila, þar sem m.a. verður rætt um hvernig samstarfi Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlitsins verður hagað þegar ný matvælalöggjöf tekur gildi hér á landi innan skamms. Ráðuneytið mun veita ykkur stuðning í þeirri vinnu og er ljóst að verkefnin eru mörg, en með samstilltu átaki mun okkar án efa takast að ná settum markmiðum og stuðla að heilnæmi matvæla og með því að heilbrigði fólksins í landinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-10-03 00:00:0003. október 2008Merki um ábyrgar fiskveiðar kynnt á Sjávarútvegssýningunni, 3. október 2008

<p></p> <p>Address by</p> <p>&nbsp;</p> <p align="center"><strong>The Minister of Fisheries and Agriculture,</strong></p> <p align="center"><strong>Einar K. Gudfinnsson,</strong></p> <p align="center"><strong>given at a presentation of</strong></p> <p align="center"><strong><em>The Icelandic Logo for Responsible Fisheries</em>,</strong></p> <p align="center"><strong>at a meeting held by the Icelandic Fisheries Association, 3 October 2008</strong></p> <p align="center"><strong>In connection with the Icelandic Fisheries Exhibition 2008</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p>Ladies and Gentlemen.</p> <p>&nbsp;</p> <p>A few years ago a fine Icelandic fishing-vessel owner went to a fish &amp; chips stand in London. When receiving his meal, he asked the person preparing it where the cod he was about to buy and consume came from. The British man looked deep into the eyes of the Icelandic fishing operator and then said in voice laden with conviction:<span>&nbsp;</span> "Dear fellow, I can tell you one thing for sure - this fish came from the sea"!</p> <p>&nbsp;</p> <p>This clearly illustrates an attitude that prevailed not so many years ago. The fish "just" came from the sea and that&#39;s all there was to it!<span>&nbsp;</span> Recent years, however, have seen this attitude changing. People&#39;s awareness of the importance of the environment and how we utilize the natural resources has greatly increased. This applies not least to those in charge, namely the purchasing managers of the supermarkets. This is why they want to know how the natural resources are utilized. And, the reason is also that they feel they need to be able to answer such questions by their customers. Not only questions about the fish coming from the ocean, but also questions on where exactly the fish came from and how it was caught. Customers raise questions about responsible, sustainable utilization of the fish and many more such questions. The sellers must be able to answer the questions of their customers about these pressing and complex issues.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Since becoming minister of fisheries back in 2005, I have certainly felt the demand in an international context for the views of Iceland about the utilization of natural resources. Admittedly, this came as a bit of surprise to me. I knew that the Icelandic fishing industry has always been admired and that the industry frequently benefitted in terms of higher prices than the competition. In my mind, however, this image has become much clearer in recent years.<span>&nbsp;</span> And, even though we can certainly do much better - which is what we are always striving for - there is no reason for us to feel embarrassed when a comparison is made between the Icelandic fishing industry and that at the forefront in our neighboring countries. Icelandic fish products have an excellent reputation - a well-deserved reputation, if I may so.<span>&nbsp;</span> We have solid foundations and abundance of opportunities.<span>&nbsp;</span> We can, nevertheless, further emphasize our special position and increase our competitiveness.</p> <p>&nbsp;</p> <p>The market demands confirmation of products&#39; origin. Such demands are perhaps not generally made by the man or woman doing the weekend shopping at the supermarket; instead they are made by those responsible for wholesale purchases for the large chains of stores. They make such demands simply because if they are to be able to offer fish products at their stores with good conscience, they need some kind of confirmation for the fish having been caught from sustainable stocks. They need to know that the legislation about the fisheries is responsible; that the fishing industry is subjected to the same rules and handle the utilization of this natural resource with caution - not carelessness! This has not escaped the attention of anyone trading in fish products. We know some chains of stores and supermarkets that have simply declared that they will not sell - and thereby not purchase - fish products that have not received an acknowledged certification of the responsible harvesting of the resource. To the best of my knowledge they do not generally demand any specific certification; nevertheless, a certification is a must!<span>&nbsp;</span> Surely, we must take such demands seriously and people have indeed listened and reacted. The debate has progressed and the picture is becoming clearer.</p> <p>&nbsp;</p> <p>The discussions on the Icelandic Logo for Responsible Fisheries and how to respond to the demands I am referring to here, have been ongoing during the period I have held the office of the minister of fisheries - in fact these debates reach further back than that. This period has seen quite a dramatic change in attitudes. It is my opinion that today; there is no doubt amongst those addressing these matters that there exists a pressing need to label our fish products with a certified eco and origin label.<span>&nbsp;</span> Furthermore, the conclusion is to aim towards an Icelandic ecolabel where we set the rules of the game. Also, to ensure that this is done in a transparent and credible manner that cannot be doubted. This is why an independent certification is needed - a certification we abide by and accept.</p> <p>&nbsp;</p> <p>A milestone in this progress was the Statement on Responsible Fisheries in Iceland which I signed on August 7th last year, together with the director of the Marine Research Institute, the Directorate of Fisheries and the chairman of the Fisheries Association of Iceland. This was a policy-setting statement. The focus was the FAO Code of Conduct, which is a principal document in the discussions on ecolabeling and will constitute the grounds of our work on such labeling. I know that various sellers of Icelandic fish products have used this statement and find it useful.<span>&nbsp;</span> It is clear to everyone, however, that more is needed. An Icelandic eco-logo is the conclusion we have reached.</p> <p>&nbsp;</p> <p>We are ready!<span>&nbsp;</span> Our position is strong. We have managed our resource in a highly responsible manner and with utmost caution - many say with "too much caution". We may therefore continue our efforts towards an Icelandic eco-logo. The authorities are not the body entering into such decisions; instead the industry itself must be the leader in this respect. Nevertheless, the authorities can help in many ways, as we have done and as requested, and are of course more than prepared to continue doing so.</p> <p>&nbsp;</p> <p>I believe that we are here addressing the most extensive task in today&#39;s fishing industry. This why it is essential that anything we do is as sophisticated as possible - and this is certainly the case.</p> <p>&nbsp;</p> <p>I know there are various people within the industry who feel that the Icelanders have not worked expediently enough in this matter and there are those who had doubts about taking up eco-labeling at all. Well - ladies and gentlemen - the fact is that people did not initially agree over where to set the course. The FAO rules that were set in 2005 fueled these matters in an international context, as well as the views of the supermarket chains which become significantly clearer in the spring of 2006.<span>&nbsp;</span> These matters called for detailed discussions and we certainly know that such discussions take time.</p> <p>&nbsp;</p> <p>At this meeting we will see the results of the efforts by the Fisheries Association of Iceland in preparing an Icelandic Logo for Responsible fisheries. This is phase 2. Phase 3, certification and the associated logo, will follow in due course. I know that much effort has been put into this and I look forward to seeing the results for the Icelandic fishing industry in months and years to come.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-10-02 00:00:0002. október 2008Setning Sjávarútvegssýningar 2. október 2008

<p align="center"><strong><span>Address by the Icelandic Minister of Fisheries and Agriculture,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Einar Kristinn Guðfinnsson</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>at the opening of the <em>Icelandic Fisheries Exhibition</em></span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Thursday 2. of October 2008.</span></strong></p> <p><span>Ladies and gentlemen</span></p> <p><span>The Icelandic Fisheries Exhibition 2008, which is now being opened,</span> <span>is a major event here in Iceland because the fisheries sector is a the backbone of our economy, and our countrymen are therefore interested in what is happening in this industry. The general public&#39;s incredible participation in the exhibition shows this graphically.</span> <span>The latest exhbition, held in 2005, broke all records in terms of <span></span> visits as some 15 thousand people from 50 countries visited the event.</span> <span>I am told that many exhibitors are amazed to meet Icelanders by the thousands from every part of the country; they come to discover the most important developments even though they do not work at anything directly connected with fisheries. This reflects the unique status of fisheries in Iceland.</span></p> <p><span>Then the international exhibition is also a major event in its field &ndash; we can perhaps say a world event &ndash; because it has long ago earned such status in the international fisheries community. Here is the great exhibition window affording us insight into the world of modern fisheries.</span></p> <p><span>This window opens on a high-technology sector of the economy that relies on the best available knowledge to engage in complex and challenging business operations. In the most successful countries, the fisheries sector has proved a major part of the economy and a workhorse for a high standard of living. Iceland is an excellent example of this.</span></p> <p><span>The Icelandic Fisheries Exhibition is a perfect venue for seeing and experiencing all kinds of innovations and progress in the industry. We at the Ministries of Fisheries and Agriculture intend to utilize and launch an improved information utility about Icelandic fisheries. The web address <em>fisheries.is</em> contains reliable information on the ecosystem and ocean environment around Iceland, on sustainable utilisation of the country&rsquo;s resources, and on the nutrients and healthiness of seafood in general.</span> <span>Statistical information is also available on fisheries and on the importance of utilising marine resources for the Icelandic economy.</span> <span>All the information will be in English.</span></p> <p><span>I would like to mention another important current issue on this occasion, namely one of the most extensive projects of the Icelandic fishing industry - the Icelandic Logo for Responsible Fisheries.</span> <span>Few nations are as dependent upon long-term utilisation of sustainable fisheries as Iceland is,</span> <span>making it of prime importance to utilise fishing stocks responsibly and sustainably.</span></p> <p><span>A decision has been taken to identify Icelandic seafood products, produced from catches in Icelandic waters, with a special symbol.</span> <span>The label indicates the product&rsquo;s origin in Iceland and from responsible fishing. It can be used on all markets for seafood products.</span> <span>It can also be used to identify catch of Icelandic vessels from straddling stocks which are under integrated management.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Fisheries stakeholders have also decided, with the support of the government, to request certification by an independent, recognised, international professional certification body to confirm that Iceland pursue responsible fisheries.</span></p> <p><span>The certification body will follow a list of requirements based on Guidelines of the UN Food and Agriculture Organisation, FAO, on procedures for certification and labelling of products from sustainable fisheries.</span> <span>Responsibility for the project will rest with the Fisheries Association of Iceland. In connection with the introduction of the Icelandic logo for responsible fisheries, an introductory presentation will be held at the new stand of the Kópavogur-football stadium here a cross the street tomorrow at 15.00. The presentations will be in English. I urge everyone interested in this urgent matter to attend the presentation.</span></p> <p><span>Competition is hard in fisheries. We are selling products in a demanding market. Meticulous working procedures and the latest technology are prerequisites for success. At each Icelandic Fisheries Exhibition we see the progress that has been made in this technical field. Technical innovations are always a determing factor for us being able to increase diversity in production and respond to new demands constantly emerging in our markets.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>The Icelandic Fisheries Exhibition is also a place for people in fisheries to meet, do business, compare notes and strengthen friendships and business contacts.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Dear guests.</span></p> <p><span>We are gathered here in the shadow of great economic turmoil. Iceland as other economies is severely affected by the harsh credit crunch, which is illustrated in recent events apparent to all of us. There are no easy solutions to these<span>&nbsp;</span> difficulties. That however does not allow us to turn a blind eye to<span>&nbsp;</span> our objective, which is to take all measures available to us to overcome these difficulties. The Icelandic government is determined to play its part, just as it has tried to do in the past.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>It is interesting to note that in these turbulent times, people now rely more than in recent years on the so called traditional industries, like fisheries. It is<span>&nbsp;</span> apparent that the role of fisheries becomes more important than before. We recognize our potentials and realize that the progress in the fishing industry could become a guding light, more than ever before,<span>&nbsp;</span> in an age of uncertainty as the one we are experiencing today. Thus fisheries will play an important role, not only in Iceland where it has been the backbone of our econmy, but in others areas as well. This means that we need to take all measures to economize, introduce new technological means and methods to maximize the yields from our econmomic activities and therefore preserving and strenghtening fisheries as a pillar of our society.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Having said this, ladies and gentlemen, <span>&nbsp;</span>I would now like to say a few words in Icelandic.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sjávarútvegssýningin sem nú er að hefjast er stór viðburður hér á landi enda er sjávarútvegurinn burðarás efnahagslífs okkar og landsmenn því áhugasamir um það sem gerist á vettvangi þessa atvinnuvegar. Hin ótrúlega þátttaka almennings að sýningunni sýnir þetta raunar svart á hvítu.<span>&nbsp;</span> Síðasta sjávarútvegssýning, árið 2005, sló öll vinsældamet þegar tæplega 15 þúsund gestir frá 50 löndum sóttu atburðinn. Mér er sagt að það veki furðu margra sýnenda að hitta fyrir Íslendinga í þúsundavís, alls staðar að af landinu, sem<span>&nbsp;</span> komi til þess að kynna sér það sem efst er á baugi; og það jafnvel þó þeir vinni alls ekkert að neinu sem tengist sjávarútveginum með beinum hætti. Þetta endurspeglar þá einstöku stöðu sem sjávarútvegurinn hefur hér á landi.</span></p> <p><span>Sýningin er líka stóratburður á sínu sviði<span>&nbsp;</span> &ndash; kannski má segja heimsviðburður &ndash; vegna þess að fyrir löngu hefur hún unnið sér slíkan sess í hinu alþjóðlega sjávarútvegssamfélagi. Hér er sýningarglugginn mikli sem veitir okkur innsýn í heim nútíma sjávarútvegs.</span></p> <p><span>Þar sést hátækni atvinnugrein, sem reiðir sig á bestu fáanlegu þekkingu til að stunda flókinn og vandasaman atvinnurekstur. Í löndum þar sem best hefur tekist til, hefur sjávarútvegurinn reynst burðarstoð í efnahagslífi og dráttarklár fyrir góð lífskjör. Ísland er prýðilegt dæmi um það.</span></p> <p><span>Hér á sjávarútvegssýningunni er tilvalinn vettvangur til að kynna hvers kyns nýjungar og framfarir í greininni. Það tækifæri ætlum við í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu að nýta og hleypa af stokkunum endurbættri gagnaveitu á um íslenskan sjávarútveg. Hana er að finna á vefslóðinni <em>fisheries.is</em>. Þar getur að líta upplýsingar um vistkerfi og náttúru hafsins við Ísland, sjálfbæra nýtingu auðlinda þess, efnainnihald og heilnæmi sjávarfangs. Upplýsingarnar verða allar á ensku.</span></p> <p><span>Annað langar mig að nefna sérstaklega við þetta tækifæri en það er eitt viðamesta verkefni íslensks sjávarútvegs um þessar mundir - umhverfismerki íslenskra sjávarafurða. Fáar þjóðir eru eins háðar því að arðbærar fiskveiðar verði stundaðar til frambúðar og Íslendingar. Því er það lykilatriði að fiskistofnarnir séu nýttir á ábyrgan og sjálfbæran hátt.</span></p> <p><span>Ákveðið hefur verið að auðkenna íslenskar sjávarafurðir sem unnar eru úr afla í íslenskri lögsögu með séríslensku merki, sem hér verður kynnt. Þetta merki vísar til íslensks uppruna afurðanna og ábyrgra fiskveiða. Heimilt verður að nota það á öllum mörkuðum fyrir sjávarafurðir. Merkið má einnig nota á afla íslenskra fiskiskipa úr deilistofnum sem lúta heildarstjórnun.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa jafnframt ákveðið með fulltingi stjórnvalda að óska eftir vottun óháðs og alþjóðlega viðurkennds, faggilts vottunaraðila til að staðfesta ábyrgar fiskveiðar Íslendinga.</span></p> <p><span>Vottunaraðili mun vinna eftir kröfulýsingu, sem byggir á leiðbeiningum FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, um verklag við vottun og merkingar afurða úr sjálfbærum fiskistofnum. Framkvæmd verkefnisins er í höndum Fiskifélags Íslands og verður kynnt sérstaklega á morgun klukkan 15 í stúkunni á Kópavogsvelli. Á þann fund hvet ég alla til að mæta sem áhuga hafa á þessu brýna hagsmunamáli.</span></p> <p><span>Á hverri sjávarútvegssýningu sjáum við hve mjög tækninni fleygir fram milli ára. Tækninýjungarnar eru einatt forsenda þess að við getum aukið fjölbreytni í framleiðslunni og svarað nýjum kröfum sem stöðugt verða á mörkuðum okkar.</span></p> <p><span>Svo er hér einnig góður vettvangur til að hittast, eiga viðskipti, bera saman bækur sínar og styrkja vinabönd og viðskiptasambönd.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Við hittumst hér við mjög erfiðar efnahagsaðstæður. Ísland eins og önnur lönd hefur orðið illa fyrir barðinu á þeirri fjármálakreppu sem nú skekur heiminn. Við gerum okkur vel grein fyrir því að það eru ekki til neinar auðveldar útgönguleiðir. Væri það svo hefðu menn fyrir löngu komið auga á þær. Verkefnið framundan er hins vegar það að leita þeirra leiða og grípa til allra þeirra ráða sem okkur eru tiltækar. Ríkisstjórnin er ákveðinn í því að vinna einbeitt að þeim málum, líkt og gert hefur verið að undanförnu. Hér þurfa þó allir að koma að málum, ríkisvaldið, atvinnulífið aðilar vinnumarkaðarins og aðrir þeir sem geta stuðlað að nýju efnahagslegu jafnvægi, sem þjóðarbú okkar þarf svo mjög á að halda.</span></p> <p><span>Það er áhugavert að nú er svo að sjá sem æ fleiri geri sér betur grein fyrir hlutverki atvinnugreina eins og sjávarútvegs. Ekki síst þegar nýir erfiðleikar steðja að. Það þarf ekki að orðlengja það að hlutverk sjávarútvegsins getur orðið enn veigameira en áður og það sjáum við af umræðunni sem á sér einmitt stað þessa dagana. Þetta á klárlega við á Íslandi en getur einnig skipt máli annars staðar þar sem sjávarútvegur hefur kannski ekki skipt jafn miklu máli. Þetta þýðir hins vegar að við verðum að gefa sjávarútvgeginum svigrúm til hagræðingar, við verðum að nýta okkur nýjustu tækni, eins og þá sem við sjáum hér á sjávarútvegssýningunni, í því skyni að auka arðsemi og skapa meiri verðmæti úr sjávarauðlindinni og skapa sjávarútveginum færi á því að vera í enn ríkari mæli hornsteinn í efnahagslífinu.</span></p> <p><span>Fyrir okkur Íslendinga er það sérstök ánægja að hýsa þennan mikilvæga viðburð. Það mér því mikill heiður og sérstök ánægja að bjóða ykkur velkomin hingað og segi Íslensku sjávarútvegssýninguna 2008 opna.</span></p> <p><span>For us Icelanders it is a unique pleasure to host this important exhibition. On behalf of all Icelanders, it is therefore my great honour and special pleasure to welcome you to this Icelandic Fisheries Exhibition. I declare the Icelandic Fisheries Exhibition 2008 opened.</span></p> <br /> <br />

2008-10-01 00:00:0001. október 2008Þorskeldisráðstefna á Grand hótel, 1. október 2008

<p><strong><span></span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Address by the Icelandic Minister of Fisheries and Agriculture,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Einar Kristinn Guðfinnsson</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>at the conference <em>Cod Farming in the Nordic countries</em></span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Wednesday 1. of October 2008.</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><span>Ladies and Gentlemen</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I want to express my appreciation to all those attending the Conference on Cod Farming in the Nordic Countries and welcome you to this event. Your contribution to research and development of this new industry is important and highly appreciated by the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fresh-water fish farming has taken place in Iceland over a long period of time. Shortly before the beginning of the 19th century, the fertilization of roe and the release of fry into the salmon rivers were launched with the purpose of increasing the sport fishery for salmon. The farming of rainbow trout began shortly after 1950. Extensive build-up of salmon farming took place in Iceland during 1985 to 1990; however, we did not sufficiently succeed in developing this as a lucrative industry.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fish farmers in Iceland have tested various species for this purpose, for example, turbot, abalone and halibut. Today, Iceland is the largest exporter of halibut fry in the world. The main fish-farming focus since 2000 has been on salmon, Arctic char and cod. The production of farmed fish peaked in 2006, reaching a quantity of about 10,000 tons. Fish-farming production now is less, or about 5,000 tons, and the interest in salmon farming has decreased, in fact it is very limited at this point. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fish farmers are now focusing on Arctic char and cod, and high hopes are attached to the farming of species that can yield attractive results. I would like to point out that Iceland is the home to the world&#39;s largest Arctic char producer, Samherji Ltd., which has three land-based facilities and an estimated production of just over 3,000 tons this year. Much expectation is also attached to<span>&nbsp;</span> cod, which is the main topic of discussion at this conference.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Some 15 fish-farming companies and research institutions engage in cod farming in Iceland. The cod-farming companies are still operating on a rather small scale and hatchery-reared farming is still limited. The generating force is capture-based farming of cod and the development of selective breeding for juvenile production which is a prerequisite for full-cycle cod farming.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Over the next several years further promotion of cod farming is needed, and the ministry will support this as much as possible.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;Cod farming is a good addition to the economy in rural areas and is a good support for what already exists in this field, the fisheries, fish processing and the marketing of fish products. It is essential for the fishing companies that participate incod farming succeed and that increased production in cod farming yields attractive profits from operations. Today, 11 companies are producing farmed cod. The production has increased from 10 tons in the year 2000 to 1450 in 2007, and this year the production is expected to rise to about 2000 tons.</span></p> <p><span>Most of the production is capture-based farming, but interest is growing in using hatchery-reared fry. Now for the first time the demand for fry is greater than the supply.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>In the Ministry of Fisheries and Agriculture, proposals are being prepared on how best to support cod fry production, and they will soon be finished.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Most of the farmed cod are filleted to produce fresh loins but other part of the fillet is mainly frozen. The main export market for fresh farmed cod from Iceland is in the United Kingdom. The two biggest producers of farmed cod in Iceland, the fisheries companies Hraðfrystihúsið-Gunnvör Ltd. and Brim Ltd.,are vertically integrated seafood enterprises, controlling the juvenile production, on-growing, harvesting, packaging and&nbsp;marketing of the products.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>The last annual 500-ton allocation of cod quota for on-growing will expire in 2010. In the near future a workgroup will be appointed to review the rules on on-growing. It is anticipated that the current arrangement will be changed so that on-growing of wild cod can be increased.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>In recent years breeding efforts in cod farming have been greatly bolstered. Plans call for this to continue since breeding is an essential element in building up profitable full-cycle cod farming in the future.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Many research and development projects on cod farming are international, and cod is also competing in markets with other kinds of whitefish. It is therefore important for Nordic scientists and cod farmers to work jointly on solving the main problems to ensure competitive cod farming.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I thank all those who have helped out with organizing this conference and I am certain that it will make a real contribution to the development of an important new part of our seafood sector.</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-09-26 00:00:0026. september 2008Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva, 26. september 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>flutt 26. september 2008</span></strong></p> <p align="center"><span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það hefur aldrei verið heiglum hent að stjórna íslensku sjávarútvegsfyrirtæki. Margs konar ógnir hafa steðjað að og stjórnendur í sjávarútvegi þurfa sennilega að hafa hliðsjón af fleiri áhættuþáttum og búa við meiri óvissu, heldur en stjórnendur í flestum öðrum atvinnugreinum. Sjávaraflinn er svipull, auðlindanýtingin er vandasöm, við berjumst á erfiðum alþjóðlegum mörkuðum og etjum kappi við keppinauta sem njóta ríkulegra ríkisstyrkja úr vösum skattborgaranna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Gangur efnahagslífsins er misjafn og hinar ytri aðstæður sem og hin almennu efnahagslegu rekstrarskilyrði hafa sveiflast í gegnum tíðina.<span>&nbsp;</span> Þrátt fyrir þetta hefur sjávarútvegurinn haldið sinni siglingu, að sönnu oft á tíðum í krappri brælu, og skilað þjóðarbúinu og þeim sem í greininni starfa tekjum sem hafa staðið undir mestu lífskjarasókn sem þjóðin hefur nokkru sinni tekið þátt í. <span>&nbsp;</span>Hvað sem öllu öðru líður þá er ljóst að sjávarútvegurinn hefur verið hryggjarstykkið í okkar efnahagslífi og dregið okkur fram á veginn. Því er þó ekki að neita að undanfarin ár hafa á margan hátt verið stormasöm í íslenskum sjávarútvegi og ýmislegt bjátað á sem við hefðum gjarnan kosið að vera án.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í fyrra vorum við hér saman komin í skugga þeirrar erfiðu ákvörðunar sem ég tók með fulltingi ríkisstjórnarinnar að færa niður þorskaflann um þriðjung. Það var öllum ljóst að þetta myndi skapa mikla erfiðleika í rekstri sjávarútvegsfyrirtækjanna, enda skiptir þorskurinn þar mestu máli. Þorskurinn vegur þyngst allra tegunda í útflutningi og löngum hefur framlegðin verið drýgst af honum, þótt vissulega hafi það verið mismunandi milli ára. Við skulum því gera okkur í hugarlund þann vanda sem menn stóðu andspænis fyrir rösku ári.<span>&nbsp;</span> Stjórnendur fyrirtækjanna urðu að hugsa sín mál upp á nýtt, endurskipuleggja reksturinn með hliðsjón af minnkandi tekjum og því að með færri tonnum yrði atvinnusköpunin minni en áður og möguleikar til að halda úti rekstri árið um kring sem því nemur skemmri, einkanlega í þeim fyrirtækjum sem háðust voru þorskinum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú liggur fyrir að það sama er upp á teningunum á þessu fiskveiðiári. Ákvörðunin sem var tekin í fyrra hvað þorskinn áhrærði, fól í sér að þorskaflinn á þessu fiskveiðiári yrði ekki minni en 130 þúsund tonn. Veit ég vel að mörgum fannst þetta ekki stórmannlegt; að tryggja einungis 130 þúsund tonna lágmarksafla. En í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir lágu í fyrra mátti allt eins búast við að ef farin yrði önnur leið en sú sem varð ofan á, mætti reikna með tillögum um ennþá frekari niðurskurð sem þá hefði þurft að taka afstöðu til. Ég er því sannfærður um að það var rétt að festa niður lágmarks aflaheimildir í þorski til tveggja ára, en ekki eins árs, eins og jafnan hefur verið gert og skapa þannig einhvern stöðugleika og lágmarks vissu um framtíðina.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Auðvitað voru það vonbrigði að ekki komu fram vísbendingar í rannsóknum Hafrannsóknastofnunarinnar sem gáfu tilefni til að auka aflaheimildirnar frá því sem ákveðið hafði verið. Það væri hins vegar ósanngjarnt að segja - og hreinlega rangt - að tillögurnar fyrir nýhafið fiskveiðiár hefðu komið á óvart.<span>&nbsp;</span> Segja má að þetta hafi blasað við í þeim gögnum sem fyrir lágu fyrir rúmu ári. Því miður verður yfirstandandi fiskveiðiár því líka magurt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Enginn vafi er á að þessar aðstæður hafa valdið margs konar vanda. Bæði af því tagi sem ég hef þegar nefnt og sannarlega líka á mörkuðunum. Þetta varð til þess að ýmsir framleiðendur urðu að taka erfiðar ákvarðanir, velja og hafna hvaða mörkuðum þeir gætu sinnt og hvaða markaði þeir yrðu að láta framhjá sér fara. Til þessa er auðvitað erfitt að vita þegar eftirspurn eftir þorskafurðum er sérlega góð og auðveldlega hefði mátt selja meiri fisk á fleiri markaði. Engu að síður er það svo að ákvörðunin sem tekin var á síðasta ári skapaði líka ný færi á mörkuðunum. Það er óumdeilt og hefur marg oft komið fram í samtölum mínum við fiskkaupendur víða í Evrópu, ekki síst í Bretlandi okkar helsta markaðslandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Verðþrýstingurinn hefur fram undir þetta verið uppávið, sem betur fer, og Íslendingar hafa notið þess undanfarin misseri. Ekki er þó við því að búast að sú þróun haldi endalaust áfram. Þrengingar í efnahagslífi markaðslanda okkar mun hafa áhrif á kaupmátt fólks og þar með markaðaðsaðstæður.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sú staðreynd að við vorum trú því sem við höfum lagt áherslu á &ndash; að vera ábyrg auðlindanýtingarþjóð &ndash; skapaði á hinn bóginn ný færi á mörkuðunum. Enginn vafi er á því að þetta er sannarlega markaðslegt tækifæri sem við megum ekki að láta framhjá okkur fara. Þessi erfiða ákvörðun endurspeglar viljann til að standa vel að nýtingu auðlindarinnar og umgangast af gætni, eins og vaxandi krafa er um. Sú hækkun sem varð á útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða á síðasta fiskveiðiári létti vitaskuld róðurinn. Að hluta má væntanlega rekja hana til minna framboðs af þorski frá Íslandi. Síðan bætist það við að hin mikla gengislækkun sem varð í upphafi þessa árs, hefur líka fært sjávarútveginum, eins og öðrum útflutningsgreinum, auknar tekjur.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á þessari stundu liggja ekki fyrir endanlegar upplýsingar um hvert útflutningsverðmæti þorsks eða annarra fiskafurða verður á nýliðnu fiskveiðiári og sá samanburður sem við getum því gripið til, nær einungis til fyrstu ellefu mánaða fiskveiðiársins. Sá samanburður er hins vegar skýr vísbending um hvernig greininni reiddi af í heild þegar reyndi á hinn mikla niðurskurð þorskaflans.<span>&nbsp;</span> Það er athyglivert að útflutningsverðmæti þorsks fyrstu ellefu mánuði síðasta fiskveiðiárs varð heldur meira en á sama tíma árið á undan. Útflutningsverðmæti þessara ellefu mánaða var nær 51 milljarður króna en var rúmlega 47,5 milljarðar króna á sama tíma árið áður. Jafnvel þótt ágúst 2007 sé tekinn með í dæmið þá eru útflutningsverðmæti þorsks fyrstu ellefu mánuði nýliðins fiskveiðárs þegar orðin meiri en á því fyrra<span>.</span> Það er því ljóst að þrátt fyrir hinn mikla samdrátt í þorskafla verður verðmæti útflutts þorsks heldur meira á síðastliðnu fiskveiðiári en árið á undan. Ástæður þessa eru tvenns konar. Annars vegar hefur verð á þorski hækkað á erlendum mörkuðum og hins vegar gengislækkunin.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Veit ég vel að þetta eru ekki allt krónur í vasann. Samhliða hafa útgjöld í sjávarútvegi aukist. Hækkandi olíuverð vegur hvað þyngst og er víða farið að valda miklum vanda. Auknar skuldir greinarinnar sem fylgja lækkun gengisins eru sömuleiðis alvarlegar og bíta sársaukafullt í efnahagsreikningi fyrirtækjanna. Þegar við bætast síðan svimandi háir vextir, er ástæða til að hafa áhyggjur. Okkur er öllum ljóst að þetta háa vaxtastig getur einfaldlega ekki gengið til nokkurrar lengdar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Svo er ástæða til þess að vekja athygli á því að á þessum umrótstímum hafa mörg sjávarútvegsfyrirtæki gripið til gengisvarna sem gera það að verkum að lækkun á gengi krónunnar skilar sér ekki að fullu í þeirra vasa. Því má ætla að verðmætisþróun einstakra fyrirtækja, vegna útflutnings á þorski, geti verið mismunandi og sé ekki endilega í samræmi við tölur um heildar aflaverðmæti, sem ég vísa hér til.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Margir hafa sagt við mig að fiskveiðiárið sem nú er nýhafið verði mun erfiðara en það síðasta vegna þess að aflamark sem fært var á milli fiskveiðiáranna 2007-2008 hafi verið mun meira á milli fiskveiðiáranna 2008-2009.<span>&nbsp;</span> Þetta er í sjálfu sér rétt.<span>&nbsp;</span> Þó er ástæða til þess að vekja athygli á því að þarna munar ekki jafn miklu og ég og margir höfðum talið. Þegar við skoðum til dæmis fært aflamark í þorski á milli fiskveiðiáranna 2007 og 2008 þá nemur það um 9.300 tonnum en rétt rúmum 6.000 tonnum við síðustu fiskveiðiáramót.<span>&nbsp;</span> Þarna munar ekki mjög miklu. Í sögulegu samhengi er talsvert mikið magn fært á milli fiskveiðiára. Á því eru örugglega margs konar skýringar sem ég ætla í sjálfu sér ekki að fjölyrða um.<span>&nbsp;</span> Ég vek einungis athygli á þessum staðreyndum sem eru kannski ekki öllum ljósar. Svipaða sögu er að segja af ýmsum öðrum tegundum. Fært aflamark í ýsu dregst nokkuð saman en er samt með því mesta sem við höfum séð á síðasta áratug og tölurnar um ufsa og karfa tala sínu máli.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég er ekki að segja þetta til að gera lítið úr þeim vanda sem við er að glíma.<span>&nbsp;</span> Þvert á móti. Mér er hann ljós. Ég vil þó fullyrða að þetta tiltekna atriði verður ekki ráðandi um þróunina í sjávarútveginum á yfirstandandi fiskveiðiári. Rétt eins og ég gerði grein fyrir þegar aflaákvörðunin var tekin í sumar, hef ég í hyggju að flytja frumvarp sem eykur möguleika á geymslu aflaheimilda yfir fiskveiðiáramót. Fyrir því eru margs konar rök og vil ég í því sambandi sérstaklega nefna að það eykur sveigjanleika í sjávarútveginum sem þörf er á við svo þröngar aðstæður.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er enginn vafi á því að íslenskur fiskur nýtur sterkrar stöðu og verðskuldaðrar viðurkenningar á mörkuðum sínum. Bæði vegna vandaðrar vöru og áreiðanleika við afhendingu, en einnig vegna þeirrar vöruþróunar sem einkennt hefur sjávarútveginn. Þá er það þekkt að íslenskir framleiðendur hafa ævinlega notið sannmælis fyrir afhendingaröryggi og getu til að uppfylla breytilegar kröfur markaðarins. Hér þarf ekki að hafa mörg orð um, en staða íslenskra sjávarafurða á mörkuðunum að þessu leyti helgast líka af því að við njótum sannmælis fyrir auðlindanýtingu okkar og ábyrga afstöðu til sjávarútvegsins í heild.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ekki fer á milli mála - og það þekkjum við öll, - að sú krafa hefur farið mjög vaxandi að menn geti framvísað upprunavottorðum vegna vöru sinnar. Markaðurinn krefst í meira mæli staðfestingar á uppruna vörunnar; vottaðra umhverfismerkinga sem mark er á takandi. Kannski ekki kerlingin eða karlinn sem fer út í búð til að gera helgarinnkaupin sín. En það er hins vegar mat þeirra sem annast innkaupin fyrir hinar stóru verslunarkeðjur að til þess að þeir geti með góðri samvisku boðið fisk í búðum sínum, þá þurfi þeir einhvers konar staðfestingu á því að fiskurinn sé veiddur úr sjálfbærum stofnum, að löggjöfin um veiðarnar sé ábyrg, sjávarútvegurinn lúti reglunum og nálgist auðlindanýtinguna af varúð en ekki af kæruleysi. Þetta hefur varla farið framhjá nokkrum þeim sem starfar í sjávarútvegi og eftir því sem menn eiga nánara samstarf við markaðinn eru þessar kröfur ljósari. Fjölmargir seljendur og framleiðendur á íslenskum fiski hafa komið að máli við mig og hvatt mjög til þess að við gætum framvísað upprunamerki. Ýmsar verslunarkeðjur hafa einfaldlega lýst því yfir að þær munu ekki selja og þar með ekki kaupa fisk sem ekki sé með viðurkennda umhverfisvottun. Mér vitanlega hafa þær ekki gert almennt kröfu um tiltekna vottun, en vottun skuli það vera. Þessar kröfur verður að taka alvarlega og það hefur sannarlega verið gert. Ég veit að marga hefur lengt eftir því að fá niðurstöðu í þetta mál. Umræðan hefur hins vegar þurft að þróast og myndin að skýrast. <span></span>Ein varðan á þessari leið er umhverfisyfirlýsing sú um fiskveiðar sem ég undirritaði þann 7. ágúst í fyrra ásamt forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar, Fiskistofu og formanns Fiskifélags Íslands í nafni sjávarútvegsins. Þetta er stefnumarkandi yfirlýsing sem unnið hafði verið að á vettvangi Fiskifélagsins og með þátttöku okkar annarra sem að henni stóðum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú er komið að þáttaskilum. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Við höfum sterka stöðu og getum þess vegna unnið áfram á þessari braut á leið til vottaðs íslensks umhverfismerkis. Þetta er ekki pólitísk ákvörðun. Þetta er ekki ákvörðun sem stjórnvöld troða ofaní kok hagsmunaaðila eða forsvarsmanna í sjávarútvegi með góðu eða illu. Þetta er ákvörðun sem greinin tekur sjálf. En það mega menn vita að það er gert með stuðningi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og þess sem hér stendur. <span>&nbsp;</span>Ég tel að með þessari ákvörðun öxlum við mikla ábyrgð. Við vitum að þetta setur ákveðnar skorður við því hvernig staðið verður að auðlindanýtingunni, en þetta skapar líka tækifæri. Að minnsta kosti er það ljóst að ef við virtum að vettugi þau skýru boð sem komið hafa frá markaðnum, þá kynnum við að lenda í vanda með hluta af okkar framleiðsluvörum.<span>&nbsp;</span> Ég held þess vegna að sjávarútvegurinn sem nú ætlar að kynna hið nýja merki og undirbúning þess á sjávarútvegssýningunni í byrjun október sé að taka rétta ákvörðun. Aðalmarkmiðið með því sem nú stendur fyrir dyrum er ósköp einfaldlega þetta:<span>&nbsp;</span> Búa til ramma, sem sannarlega leggur okkur skyldur á herðar, en er jafnframt til þess fallinn að efla íslenskan sjávarútveg.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Þótt mér hafi orðið tíðrætt um hina erfiðu aflaákvörðun í þorski á síðastliðnu ári, þá hygg ég að enn ofar í sinni flestra sjávarútvegsmanna séu þær miklu sveiflur sem hafa orðið á gengi íslensku krónunnar. Það hefði einhvern tímann þótt talsverð tíðindi að eitthvað það væri til í rekstrarumhverfinu sem skyggði á ákvörðun um þriðjungs samdrátt aflaheimilda í okkar mikilvægustu nytjategund. En þannig er þetta þó núna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Oftar en ekki höfum við staðið í þessum sporum og haft miklar áhyggjur af hinni sterku stöðu íslensku krónunnar sem sannarlega hefur komið illa við kaunin á rekstri sjávarútvegsfyrirtækja eins og annarra útflutningsgreina. Á þessum vettvangi í fyrra ræddum við þessi mál að vonum, í ljósi hinnar ofursterku stöðu íslensku krónunnar. Of hátt gengi færir fjármuni frá útflutningsgreinum. Það má kannski segja að í því felist harkalegasta auðlindagjaldið sem sjávarútvegurinn hefur lengi þurft að greiða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En skjótt skipast veður í lofti. Sú þróun sem orðið hefur á genginu - og enginn kann að spá um framtíðina í þeim efnum, - hefur valdið mikilli undrun og gert mönnum erfiðara fyrir að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þær miklu sviptingar sem orðið hafa í alþjóðlegum fjármálaheimi hafa ekki látið okkur ósnortin, enda erum við í vaxandi mæli hluti af hinu alþjóðavædda samfélagi. Sjávarútvegurinn hefur auðvitað ævinlega starfað berskjaldaður á harðsóttum erlendum mörkuðum. En þjóðfélag okkar í heild er nú viðkvæmara fyrir því sem gerist á alþjóðlegum vettvangi en nokkru sinni áður.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það sem einu sinni þótti óhugsandi er nú orðið óumflýjanlegt, án þess að hafa nokkru sinni orðið ósennilegt. Þannig var komist að orði í erlendu blaði sem ég las fyrir skömmu, þar sem verið var að lýsa þeim sviptingum sem hafa orðið á alþjóðlegum mörkuðum. Öflugustu fjármálastofnanir heims hafa riðað til falls. Ríkisstjórnir sem hingað til hafa haft þá afstöðu að grípa ekki inn í þróun markaða, hafa orðið að ráðstafa umtalsverðum hluta ríkistekna sinna til þess að hlaupa undir bagga og koma í veg fyrir fjármálalegt öngþveiti. Enginn veit enn hvernig þessi mál öll skipast. Hitt vitum við að þetta hefur áhrif á stöðu okkar. Sú mikla veiking íslensku krónunnar sem orðið hefur upp á síðkastið er auðvitað alvarlegt mál. Og þótt oft hafi verið kallað eftir veikingu krónunnar úr sölum sjávarútvegsins, þá er það ekki svo nú. Þessi staða krónunnar er of veik og er ekki að mati nokkurs þeirra sem um fjallar; jafnvægisgengi. Hagsmunir íslensks sjávarútvegs liggja þess vegna í því að gengi krónunnar verði sterkara en nú og ró skapist í fjármálaumhverfinu sem hefur svo mikil áhrif á stöðu mála í efnahagslífinu hér á landi.<span>&nbsp;</span> Svona veikt gengi er því fremur ógn en tækifæri.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fjölmargt hefur verið gert af hálfu íslenskra stjórnvalda til þess að reyna að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. Það er rangt sem reynt hefur verið að halda fram, að ríkisstjórnin hafi setið aðgerðarlítil hjá. Því fer raunar alveg víðsfjarri. Þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til með skattalækkunum gagnvart fyrirtækjum, verulegum inngripum til þess að styrkja gjaldeyrisstöðuna, aðgerðum sem auðvelda lánafyrirtækjum aðgang að lánsfé og ýmislegt fleira í þeim dúr, eru til marks um það að stjórnvöld hafa tekið þessi mál alvarlega. Það breytir hins vegar ekki því að við siglum í ólgusjó þar sem við ráðum hvorki veðri né vindum.<span>&nbsp;</span> Okkar eina svar er þá að búa þjóðarskútuna eins vel úr garði og unnt er þannig að hún þoli þessi áföll.<span>&nbsp;</span> Nýlegt álit hins alþjóðlega matsfyrirtækis Moody´s gefur til kynna að efnahagslífið hér standi ótrúlega sterkt þrátt fyrir þau áföll sem við höfum orðið fyrir eins og aðrar vestrænar þjóðir. Í raun og veru má segja að það sé visst afrek að okkur, lítilli þjóð, hafi tekist að standa af okkur þessa storma og fá það mat viðurkenndra erlendra aðila, að horfur efnahagslífsins séu stöðugar. Enginn skyldi gera lítið úr þessum árangri.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það þarf ekki að orðlengja þetta mikið frekar. <span></span>Ofursterka krónan var okkur hið versta fótakefli í fyrra. Núna kallar sjávarútvegurinn eins og annað atvinnulíf eftir stöðugleika og sterkara gengi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fiskvinnslumenn og aðrir fundargestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er ansi margt sem hefur verið okkur mótdrægt. En mitt í þessum miklu erfiðleikum hefur það orðið æ ljósara hversu sjávarútvegur er mikið hryggjarstykki í hagkerfi okkar. Leiðin út úr þeim vanda sem við glímum við er þess vegna ekki síst í því fólgin að leita allra leiða til að styrkja rekstrarskilyrði sjávarútvegsins. Það er það verkefni sem við þurfum að glíma við núna í nánustu framtíð.</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-09-22 00:00:0022. september 2008Þing Samtök sveitarfélag á Norðurlandi vestra, 19. september 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars Kristins Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á þingi Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>flutt 19. september 2008</span></strong></p> <p align="center"><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Nú er um það bil eitt ár liðið frá því að gildi tók hin umdeilda aflaákvörðun í þorski. Um hana voru vitaskuld skiptar skoðanir enda lítur hver sínum augum á silfrið. Þó að til grundvallar hafi legið álit okkar helstu fræðimanna á þessu sviði þá er það engu að síður þannig, eins og stundum hefur verið sagt, að Ísland er svo lánsamt að eiga 300 þúsund fiskifræðinga.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er enginn vafi á því að þessi ákvörðun reyndist mjög mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum afar erfið. Það á við hér á Norðurlandi vestra. Fram kom í tölum sem samtök ykkar lögðu fram að áhrifin voru auðvitað mismikil innan svæðisins. Allt frá því að vera mjög mikil ofan í tiltölulega lítil. Það breytir því þó ekki í sjálfu sér, að fyrir þá sem við eiga að búa, þ.e.a.s. útgerðarmenn og sjómenn, þá er aflasamdráttur af þessari stærðargráðu mjög sársaukafullur. En þegar ég lít um öxl og skoða áhrifin á síðastliðnu ári sýnist mér að þau hafi á margan hátt reynst minni en ég hugði. Fyrir því eru örugglega ýmsar ástæður. Hin veigamesta væntanlega sú, að á sama tíma og við urðum að láta okkur nægja 60 þúsund tonna minni þorskafla til þess að moða úr, þá hækkaði mjög verð á þorskafurðum á erlendum mörkuðum. Til viðbótar þessu lækkaði gengi krónunnar mjög í byrjun ársins, sem vitaskuld hafði einnig í för með sér talsverða tekjuaukningu fyrir sjávarútveginn í heild. Það breytir ekki því að verkefnin voru minni og það hefur<span>&nbsp;</span> því örugglega haft áhrif á atvinnusköpunina.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Engu að síður er það athyglisvert að á fyrri helmingi þessa árs, það er frá áramótum og til júní, hefur verðmæti þorsks einvörðungu minnkað um 2,5% sé miðað við sama tíma í fyrra. Þetta gerist þrátt fyrir hinn mikla niðurskurð í þorskafla. Þá er athyglisvert að umtalsverð verðmætaaukning á sér stað í öðrum botnfiskafla, þannig að heildarverðmæti botnfisksins eykst á milli ára þrátt fyrir allt</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Einn varnagla verða menn þó að slá, sem miklu máli skiptir. Það er ljóst að þessi tekjuaukning sem hér er vísað til vegna gengislækkunarinnar, mun ekki skila sér að fullu til sjávarútvegsfyrirtækjanna. Af eðlilegum ástæðum hafa menn gripið til gengisvarna sem nú hafa þau áhrif að lækkun á gengi íslensku krónunnar skila sér ekki eins og ella til útflytjenda. Þetta verðum við að hafa í huga þegar við ræðum stöðu og tekjuþróun greinarinnar. Tölur um útflutningsverðmæti segja þess vegna ekki alla söguna fyrir útflytjendur eins og til dæmis sjávarútvegsfyrirtækin.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Margir óttuðust að þessi ákvörðun um mikinn samdrátt heildarafla myndi líka hafa í för með sér aukna samþjöppun veiðiheimilda og flutning veiðiréttar frá einstökum byggðarlögum. Ef við skoðum þetta með sanngirni þá er hvorugt hægt að segja.<span>&nbsp;</span> Það er meira að segja þannig að þegar skoðaðar eru tölur um kvótaeign stærstu fyrirtækjanna, þá virðist í fyrsta skipti í allnokkur ár ekki hafa orðið þróun til frekari samþjöppunar heldur þvert á móti. Þótt ekki sé ráðlegt að draga miklar ályktanir út frá einu ári, þá er þetta engu að síður eftirtektarvert. Við höfum á undanförnum árum, á tímum þar sem afli og kvóti hefur verið meiri heldur en nú, upplifað talsverðan flutning á fiskveiðirétti. Það gerðist sem betur fer ekki í miklum mæli á síðastliðnu ári.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fyrir þessu eru væntanlega nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi að menn reyna vitaskuld í lengstu lög að halda í veiðirétt sinn þegar niðurskurður hefur átt sér stað. Það er einfaldlega ekki skynsamlegt að selja þegar aflaheimildir eru litlar. Í annan stað hefur staðan á fjármálamörkuðum og lausafjárkreppan gert það að verkum að erfitt er um fjármögnun; einnig til kvótakaupa.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á þessu ári gerðist það í fyrsta skipti að aðrar atvinnugreinar vógu þyngra en sjávarútvegur í útflutningsverðmætum. Það eru auðvitað heilmikil tíðindi. Við þessu mátti vissulega búast enda hafa Íslendingar fjárfest gríðarlega í nýjum atvinnugreinum sem skapa aukin verðmæti. Hér er ég auðvitað að vísa til hinna miklu fjárfestinga í stóriðju sem er nú farin að skila sér fyrir þjóðarbúið. Þetta er jákvæð þróun bæði frá þjóðhagslegu sjónarmiði og einnig útfrá sjónarhóli sjávarútvegsins, því það er ekki þægilegt fyrir eina atvinnugrein að bera uppi alla verðmætasköpunina. Þetta segir okkur hins vegar það, sem ég hef áður reynt að undirstrika; að sjávarútvegurinn glímir við mikla samkeppni hér innanlands og það verða menn auðvitað bæði að viðurkenna og virða. Sjávarútvegurinn þarf þess vegna á öllu sínu að halda til þess að takast á við þessa samkeppni, bæði um fólk og fjármagn. Þess vegna verður sjávarútvegurinn vitaskuld að hafa svigrúm til þeirrar hagræðingar sem nauðsynleg er.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á ársfundi ykkar í fyrra vakti ég athygli á þeirri hagræðingu sem orðið hefði í greininni, sem hefði m.a. leitt til þess að mun færri hendur vinna sömu verk. <span>&nbsp;</span>Þessi þróun heldur áfram. 50% framleiðniaukning á einum áratug, líkt og gerst hefur í fiskiðnaðinum, er auðvitað gríðarlegt afrek. Ekkert bendir til annars en að svipuð þróun verði á næstu 10 árum. Við sjáum raunar þegar ákveðin dæmi um þetta. Augljósast sennilega í uppsjávarveiðunum og vinnslunni þar sem nútímatækni hefur gert mönnum kleift að skapa æ meiri verðmæti úr aflanum. Nýlegar fréttir, t.d. úr minni heimabyggð um 140% afkastaaukningu í rækjuverksmiðju án þess að bæta þurfi við mannafla, eru dæmi um hið sama.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er óráðlegt fyrir okkur annað en að gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram og vitaskuld mun þetta hafa áhrif á atvinnusköpun í þeim byggðarlögum þar sem sjávarútvegurinn skiptir mestu. Hitt er ljóst að ef sjávarútvegurinn fylgir þessu ekki eftir þá verður hann ekki samkeppnisfær um fjármagn og ennþá síður um starfsfólk sem leitar þá nýrra tækifæra á öðrum slóðum. Þetta er í sjálfu sér ekki afleiðing fiskveiðistjórnarkerfis, þetta er afleiðing þeirrar hörðu samkeppni sem ríkir á erlendum mörkuðum og hér innanlands. Ekkert okkar getur í sjálfu sér harmað þessa þróun, enda er hún óhjákvæmileg.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er hins vegar ljóst mál að slíkar sviptingar hafa áhrif á byggðirnar. Þess vegna eru ákveðin úrræði í fiskveiðistjórnarkerfinu til þess að bregðast hér við, að sönnu ekki alltaf með markvissum hætti en þó vissulega virðingarverðum. Þetta millifærslukerfi hefur verið gagnrýnt harðlega af ýmsum. Mitt svar er einfaldlega þetta: Ég tel að það sé eðlilegt að fiskveiðistjórnarkerfið lúti almennum leikreglum og innan þeirra geti útgerðarmenn og sjómenn athafnað sig, en jafnframt að tekinn<span>&nbsp;</span> sé til hliðar tiltekinn og afmarkaður hluti fiskveiðiréttarins og honum ráðstafað með öðrum hætti. Það hefur verið gert í formi byggðakvóta og línuívilnunar svo dæmi sé tekið. En einnig með þeim rækjubótum og skelbótum sem hefur verið úthlutað sérstaklega undanfarin allmörg ár.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hið síðarnefnda hefur skipt verulegu máli fyrir sjávarútveg í hinu gamla kjördæmi Norðurlands vestra. Rækjuveiðar innfjarðar voru mjög þýðingarmikill þáttur atvinnulífsins við Húnaflóa og var einnig verðmætainnspýting í samfélagið í Skagafirði á sínum tíma. Ég tók þá ákvörðun í hitteðfyrra og aftur að nýju núna fyrir yfirstandandi fiskveiðiár að skerða ekki rækju- og skelbæturnar eins og tíðkast hafði lengst af. Með þessu vildi ég reyna að treysta forsendur útgerðar á þessum stöðum sem hafa átt undir högg að sækja. Þetta er klárlega byggðaleg aðgerð, til þess fallin að skapa meira öryggi og gefa mönnum frekari kost á að fjárfesta og sækja sér fjármagn til fjárfestingar í sjávarútveginum. Frá fiskveiðiárinu 2001/2002 nema bæturnar samtals 2.890 þorskígildistonnum í byggðarlögum á Norðvesturlandi. Sé Húnaflóinn allur tekinn með í dæmið nema bæturnar 4.670 þorskígildistonnum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ef við lítum á tölur um landaðan afla á þessu svæði við Húnaflóa og Skagafjörð undanfarin 10 ár má sjá að hluturinn minnkar aðeins sem hlutfall á landsvísu, en þar ráðast sveiflurnar fyrst og fremst af því hvernig fiskast í uppsjávartegundum. Engu að síður er þetta aðeins í annað skiptið sem hlutfallið er yfir 2%. Í kílóum talið hefur aflinn í verstöðvum á Norðurlandi vestra aukist um tæp 28% á áratug og ef miðað er við árið 2001 þegar minnst veiddist eru þetta rúm 47%.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á árinu 2006 voru gerðar talsverðar breytingar á úthlutunarreglum og rammanum um byggðakvótann. Sem betur fer tókst um það mjög gott samkomulag allra stjórnmálaafla á Alþingi og hef ég oft sagt að þetta séu talsverð tíðindi; pólitísk samstaða um byggðakvóta er hlutur sem ég gerði satt að segja ekki ráð fyrir að upplifa á minni tíð. Innleiðing þessara regla hefur hins vegar verið á margan hátt örðug.<span>&nbsp;</span> Talsverðar breytingar urðu með nýju lögunum og því ekki að undra að það hafi þurft nokkurn tíma til þess að átta sig á afleiðingum þeirra. Í sem skemmstu máli má segja að breytingarnar hafi falið í sér að meiri kröfur voru gerðar til þeirra sem fengu byggðakvótann en áður. Úthlutun byggðakvótans er gegnsæ og byggð á almennum leikreglum. Sveitarfélög hafa síðan svigrúm til þess að óska eftir sérreglum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta ferli þarf allt að vera mjög gegnsætt og bjóða upp á kærumöguleika þeirra sem ekki una sínum hlut. Lögin gera <span>&nbsp;</span>kröfur til þeirra sem hljóta kvótann að þeir landi aflanum til vinnslu í byggðalögum sínum og leggi til tvöfalt það magn sem fæst í byggðakvóta af eigin eða leigðum aflaheimildum. Þessar auknu og stífu formkröfur eru líka settar fram í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis gagnrýndi á sínum tíma útfærslu þá sem áður hafði viðgengist með lagasetningu og við framkvæmd laganna og í raun og veru krafðist þess að auka alla formfestu við úrvinnslu byggðakvótans. Ég vil vekja athygli á þessu hér. Meðal annars vegna þess að <span>&nbsp;</span>sveitarstjórnarmenn hafa margs konar tækifæri til að taka þátt í að ráðstafa byggðakvótanum. Fyrsta úthlutunarárið samkvæmt nýju reglunum var auðvitað lærdómsríkt fyrir alla. Í langflestum tilvikum tókst að úthluta þessum kvótum í bærilegri sátt. Ég hygg að á síðasta fiskveiðiári og á þessu fiskveiðiári reynist þetta þó auðveldara og betur takist til en áður. Ég vona því að byggðakvótinn geti orðið öflugra byggðatæki heldur en hann hefur verið fram að þessu.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eins og heyra má eru viðfangsefnin fjölbreytt í sjávarútveginum og eitt það viðamesta sem greinin stendur nú frammi fyrir er að koma sér upp umhverfismerki sem kallað er til að skerpa á sérstöðu íslenskra sjávarafurða. Það er stefna greinarinnar að taka upp íslenskt merki en ekki erlent þar sem við setjum þá leikreglurnar. Jafnframt sé tryggt að þetta sé gert með gegnsæjum og áreiðanlegum hætti sem ekki verði dreginn í efa. Þess vegna þurfi sjálfstæða vottun, tekna út af þar til bærum viðurkenndum erlendum aðila, sem við síðan lútum og undirgöngumst. Öllum verður að vera ljóst að slíkt merki setur mönnum talsverðar skorður. Til dæmis verður ekki hægt að taka ákvarðanir um heildarafla eða nýtingu auðlindarinnar án hliðsjónar af vísindalegum ráðleggingum. Trúverðuleiki íslensks umhverfismerkis færi til að mynda samstundis fyrir lítið ef veitt yrði langtum meira af þorski en fiskifræðingar legðu til. Með því að taka upp slíkt merki öxlum við Íslendingar ákveðna ábyrgð og setjum okkur um leið skorður sem þarf að lúta til að vera trúverðugir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En svo ég dragi þetta þá saman. Aðalmarkmiðið með því sem nú stendur fyrir dyrum er ósköp einfaldlega þetta:&nbsp; Búa til ramma, sem sannarlega leggur okkur skyldur á herðar, en er jafnframt til þess fallinn að efla íslenskan sjávarútveg</span><span>.</span> <span>Til þess er leikurinn gerður. Sjávarútvegurinn sjálfur hefur komist að þeirri niðurstöðu, sem ég hygg að sé skynsamleg; að setja á laggirnar trúverðugt<span>&nbsp;</span> íslenskt merki. Vottað af sjálfstæðum og alþjóðlega viðurkenndum aðila og sem kaupendur okkar geta treyst og notað í markaðslegum tilgangi þannig að til framdráttar sé fyrir íslenskar sjávarafurðir. Framkvæmd þess verkefnis er í höndum Fiskifélags Íslands og verður afraksturinn kynntur í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna eftir hálfan mánuð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Og frá einu viðurhlutamesta máli sjávarútvegsins til þess sama í landbúnaðinum &ndash; matvælafrumvarpsins margumtalaða.</span></p> <p><span>Þegar afgreiðslu matvælafrumvarpsins var frestað á Alþingi í vor, var það gert í þeim yfirlýsta tilgangi að endurskoða það í ljósi þegar fenginna umsagna og með hliðsjón af frekari sérfræðivinnu sem unnin yrði í sumar. Þær ráðagerðir gengu eftir. Í sumar var unnið að endurskoðun frumvarpsins í ráðuneytinu með hliðsjón af þeim athugasemdum sem lágu fyrir og hafa borist frá hagsmuna- og fagaðilum. Bændasamtök Íslands skiluðu umsögn sinni nú á dögunum, en samtökin fengu Lagastofnun Háskóla Íslands til að skrifa álitsgerð um veigamikla þætti frumvarpsins. Það var ljóst áður en þingið kom saman um daginn, að ekki yrði svigrúm til að útkljá svo veigamikið mál sem þetta á svo fáum dögum. Því var sú stefna tekin að endurflytja frumvarpið við upphaf þings í næsta mánuði. Ég hef lagt mig fram um og mun gera áfram að vinna þessi mál í sem mestri sátt við bændur og aðra hagsmunaaðila í landbúnaðargeiranum. Sjálfur er<span>&nbsp;</span> ég sannfærður um að slíkt samstarf getur dugað okkur til þess að ná niðurstöðu sem verður viðunandi landbúnaðinum og færir honum ný tækifæri.</span></p> <p><span>Eins og ég hef margoft lýst yfir stendur vilji minn ekki til að ganga lengra í lagabreytingum heldur en Evrópulöggjöfin krefst. Unnið hefur verið samkvæmt því við lagfæringar frumvarpsins. Þær breytingar sem fyrirsjáanlegar eru verða gerðar með matvælaöryggi þjóðarinnar og hagsmuni íslensks landbúnaðar að leiðarljósi. Gerðar verða strangar kröfur um heilbrigði matvæla og öll vitum við að slíkt þjónar hagsmunum landbúnaðarins. Þetta er enn ein sönnun þess að hagsmunir landbúnaðarins og neytenda fara jafnan saman.</span></p> <p><span>Fram hefur komið, meðal annars í áliti Lagastofnunar, að við ættum umtalsverða vörn í sjálfum EES samningnum og vegna sérstöðu okkar eigin framleiðslu. Er þetta í samræmi við það sem ég hef haldið fram frá upphafi.</span></p> <p><span>Hér á landi er stundaður öflugur og fjölbreyttur landbúnaður. Á grundvelli hans hafa risið kröftugar afurðastöðvar víða um land, sem gegna miklu hlutverki í atvinnusköpun og framleiðslu á landbúnaðarvörum. Það á ekki síst við hér á Norðurlandi vestra, eins og kunnugt er. Þessi fyrirtæki hafa fyrir löngu tileinkað sér þær reglur sem liggja munu til grundvallar nýjum matvælalögum. Þetta skapar þeim forskot. Þeim verður því ekki skotaskuld úr að mæta nýjum reglum. Ég er sannfærður um að við getum gengið þannig frá lagaumhverfinu að það skapi þessum fyrirtækjum viðunandi rekstrarumhverfi og ný tækifæri.</span></p> <p><span>Það er ljóst að stjórnvöld hafa svigrúm til að fylgja því eftir að innflutt matvæli standist kröfur okkar um hreinleika og heilbrigði. Það er ætlun mín að nýta það svigrúm til hins ítrasta. Ég ætla líka að fullyrða að fáir vilja ganga þannig frá löggjöfinni að hagsmunir landbúnaðarins og úrvinnslugreinanna verði fyrir borð bornir. Það er í það minnsta ásetningur stjórnvalda að hagsmuna landbúnaðar okkar sé gætt. Og ég lít meðal annars á það sem mitt hlutverk að tryggja það; verkefni sem ég vil axla af ábyrgð.</span></p> <p><span>Í fyrra gerði ég grein fyrir því á þessum vettvangi hve stór hlutur Norðvesturlands er í sauðfjárslátrun á landsvísu</span><span>, þ.e. að nær annar hver dilkur</span> <span>sem slátrað er fær náðarskotið í þessum landshluta. Hlutur sláturhúsanna þriggja hefur aukist aðeins frá því í fyrra, eða um 1,5 prósentustig. Og svo ítrustu nákvæmni sé nú gætt nemur þetta 49,97% á landsvísu.</span></p> <p><span>En þótt dilkarnir séu margir er vandi afurðastöðanna ærinn að mæta miklum kostnaðarhækkunum að undanförnu. Síðustu kjarasamningar <span>voru sláturhúsunum dýrir og háir afurðalánavextir eru mörgum húsunum þungur baggi. Bændasamtökin hafa nú leitað eftir því við mig að geta breytt samningi við sláturleyfishafa um vaxta- og geymslugjöld á þann hátt að greiðslum verði lokið í janúar, þ.e. að flýta til muna greiðslunum frá því sem nú er. Við það háa vaxtastig sem nú er munar þetta þó nokkru fyrir afurðastöðvarnar og ætti að stuðla að því að lækka fjármagnsgjöld.<span>&nbsp;</span> Þetta mun ég skoða með jákvæðum huga og svara fljótlega.</span></span></p> <p><span>Á undanförnum árum hefur verulegum fjármunum verið varið til hagræðingar í rekstri afurðastöðva, þ.e. með úreldingarframlögum. Forsendan fyrir þessum framlögum var að bæta hlut bænda; árangur hagræðingarinnar skyldi skila sér í hærra afurðaverði. Nú tel ég að nægilega langur tími sé liðinn til að unnt eigi að vera að meta árangur þessara aðgerða og hef hvatt bændur og afurðastöðvar til að beita sér fyrir úttekt á því hverju þær hafa skilað. Ráðuneyti mitt er reiðibúið að leggja slíkri úttekt lið verði þess óskað. Þannig yrði jafnframt varpað ljósi á hvernig verðmyndun dilkakjöts hefur þróast á undanförnum árum. Þetta er vitneskja sem öllum er nauðsynleg til að geta rætt stöðuna og mótað stefnu á skynsamlegum forsendum.</span></p> <p><span>En það er sama hvernig við skoðum þessi mál; allt ber að sama brunni. Það varðar mestu að rækta markaðinn. Íslenskir neytendur vilja kaupa íslenska vöru. Því er mikilvægt að búvöruframleiðendur hér á landi og vinnslustöðvar þeirra gæti vel að &bdquo;merkingum&ldquo; á framleiðsluvörum sínum. Hér ber okkur nánast að sama brunni og í umhverfismerkingum sjávarafurða nema hvað nú horfum við inn á við en ekki út á við. Árangur garðyrkjunnar með notkun á fánaröndinni á að vera öðrum greinum landbúnaðarins leiðarvísir á þessu sviði. Kaupendur þekkja það merki og vita að því má treysta.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eins og sauðfjársamningurinn sem skrifað var undir í janúar í fyrra ber með sér vildi sú ríkisstjórn sem hann gerði og sú sem nú situr, standa vörð um sauðfjárbúskap í landinu og gerir sér grein fyrir mikilvægi hans í byggðakeðjunni. Samningurinn fól í sér bæði aukningu á og tilfærslu yfir í framleiðslutengdar greiðslur. Það þýðir betri hag þeirra sem hafa aukið framleiðslu sína og ætla sér að lifa fyrst og fremst af sauðfjárbúskap. Við stöndum hins vegar frammi fyrir því, vegna alþjóðlegra skuldbindinga á vettvangi WTO - Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, að lengra verður varla gengið á þeirri braut; þvert á móti munum við þurfa í framtíðinni að draga fremur úr þeim greiðslum sem beint tengjast framleiðslu og í raun að endurskoða fyrirkomulag opinbers stuðnings við landbúnaðinn. Enda þótt viðræðurnar hjá WTO hafi siglt í strand í sumar, er næsta víst að niðurstaða næst á endanum. Ég vil svo leggja áherslu á að breytingarnar þurfa ekki að fela í sér minni stuðning við greinina, þótt forminu verði eitthvað breytt. Stjórnvöld ætla sér enn sem fyrr að standa vörð um landbúnaðinn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Tæknivæðing og sjálfvirkni sú sem einkennir íslenskan búskap er til marks um hve framsækin greinin er. Nú afkastar venjulegt fjölskyldubú margfalt á við það sem þekktist fyrir aðeins fáeinum áratugum, þótt miklu færri hendur vinni þau störf. Þetta köllum við framfarir og þetta eru framfarir. Heyskap er lokið á viku, mjaltir fara fram í hátæknivæddum fjósum, sauðfjárrækt útheimtir allt annars konar vinnu og auðveldari en áður. Og síðan það sem oft gleymist. Landbúnaður er annað og meira en bara mjólkur- og sauðfjárbúskapur; garðyrkja af margs konar tagi, umsýsla og rekstur frístundabyggða, skógrækt og landgræðsla, ferðaþjónusta af alls konar toga, loðdýrabúskapur, hlunnindanýting, til sjós og lands, í vötnum og ám, alifuglarækt, svínabúskapur, hrossarækt, afþreyingarþjónusta hvers kyns og ekki má á þessum orkunýtingartímum gleyma raforkubændunum. Og þótt þetta sé talsverð romsa er hvergi nærri allt upp talið sem einkennir íslenskan landbúnað.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Landbúnaðurinn í dag er fjölbreytt og skapandi atvinnugrein þar sem hæfileikaríkt og áhugasamt fólk getur fundið kröftum sínum viðspyrnu rétt eins og í sjávarútveginum. Ég held því ákveðið fram að starfstækifærin í landbúnaðinum séu fjölbreyttari núna en nokkru sinni fyrr.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sjávarútvegur og landbúnaður eru burðarásar atvinnulífsins á landsbyggðinni og þá ekki hvað síst hér á Norðvesturlandi. Við eigum því sérstaklega mikið undir að þessum atvinnugreinum farnist vel og þurfum öll að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að þær vaxi og dafni. Það er ekki einfalt mál. Þar verðum við að hafa í huga að við getum styrkt rekstrarforsendur þessara atvinnugreina og skapað þeim svigrúm til samkeppni, jafnframt því að hafa í huga sérstaka þýðingu þeirra í byggðalegu tilliti.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-09-12 00:00:0012. september 2008Ráðstefna Sjávarútvegsklasans á Vestfjörðum undir kjörorðinu: Er íslenskur sjávarútvegur að glata sérstöðu sinni?, 11. september 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>flutt í Flókalundi 11. september 2008</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á ráðstefnu Sjávarútvegsklasans á Vestfjörðum undir kjörorðinu:</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&ldquo;Er íslenskur sjávarútvegur að glata sérstöðu sinni?&rdquo;</span></strong></p> <p><span>Ágætur útgerðarmaður lagði leið sína fyrir fáeinum árum í Fish&amp;Chips verslun í London og í þann mund sem hann var að fá afgreiðslu spurði hann manninn bak við búðarborðið, hvaðan þessi þorskur væri sem hann væri að fara að kaupa. Sá breski horfði djúpt í augu hins íslenska útgerðarmanns og sagði síðan með miklum sannfæringarkrafti: &bdquo;Það get ég sagt þér, kæri vinur, hann er úr sjónum.&rdquo;</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Kannski var þetta sú sýn sem menn höfðu almennt. Það væri nægjanlegt að geta þess að fiskurinn kæmi úr sjónum, jafn augljóst og það nú er hygg ég flestum sem málið varðar.<span>&nbsp;</span> Auðvitað voru tengsl fiskframleiðendanna og markaðarins miklu veikari hér áður fyrr en nú. Þá voru fjarskipti lakari, samgöngur erfiðari og að hluta til töfðu kannski tungumálaörðugleikar samskipti framleiðenda og kaupenda erlendis. Fyrirkomulag sölumála var þannig að þau voru í höndunum á þremur stórum fyrirtækjum í aðalatriðum og hið beina og sterka samband framleiðandans og hins endanlega kaupanda var ekki til staðar í þeim mæli sem við þekkjum núna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mig rekur minni til þess sem strákur hér fyrir vestan að það voru nokkur tíðindi þegar erlendum kaupendum skolaði á fjörur okkar. Vissulega komu þeir á vettvang; ekki síst þegar verið var að fitja upp á nýrri framleiðslu. Mér eru til dæmis í minni heimsóknir belgískra grálúðukaupmanna þegar línuveiðarnar á grálúðu fyrir Norðurlandi voru að byrja, í kring um 1970, ef ég man rétt. Langsterkustu teiknin um tengsl kaupenda<span>&nbsp;</span> og seljenda sá maður hinsvegar við framleiðslu á loðnu og loðnuafurðum og síðar í rækjuvinnslunni þegar ég tók sjálfur þátt í útgerð á rækjuskipi með fullvinnslu um borð. Þar voru kröfurnar um sterk tengsl markaðarins og framleiðendanna fyrir hendi.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú er þetta mikið breytt, meðal annars af ástæðum sem ég hef tæpt á.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hygg að þið sem hér eruð inni og standið fyrir sjávarútvegsrekstri þekkið flestir að tengslin við markaðinn hafa eflst mjög mikið. Beinn útflutningur á óunnum, ísuðum fiski kallaði á sínum tíma á sterkari markaðstengsl kaupanda og seljanda. Síðan hefur það gerst að þróunin síðustu árin hefur af ýmsum ástæðum,<span>&nbsp;</span> orðið sú að markaðstengslin hafa vaxið mjög. Samhliða þessu hafa áherslurnar líka breyst á margan hátt. Þær spurningar sem kaupendur spyrja hafa breyst í tímans rás og meðvitund fólks um mikilvægi umhverfisins og hvernig staðið er að auðlindanýtingunni hefur aukist mikið. Þetta á<span>&nbsp;</span> ekki síst við hjá þeim sem mestu ráða, þ.e.a.s. hjá innkaupastjórum stórmarkaða. Þess vegna spyrja þeir<span>&nbsp;</span> spurninga um nýtingu auðlindanna. Og ástæðan er sú að þeir telja sig þurfa að geta svarað þessum spurningum gagnvart viðskiptavinum sínum. Svarið er ekki lengur nægjanlegt, að fiskurinn komi úr sjónum. Menn þurfa líka að svara af hvaða hafsvæðum og hvernig staðið sé að veiðunum. Er hann er nýttur með ábyrgum, sjálfbærum hætti og svo framvegis.<span>&nbsp;</span> Það eru svör við þessum áleitnu og vandasömu spurningum sem<span>&nbsp;</span> seljendur verða að geta veitt þeim sem þeir eiga viðskipti við.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eftir 17 ára þingmannsreynslu dugir sennilega ekki að segja annað en að það sé alltaf ánægjulegt að vera í framboði, en hitt skal ég þó segja ykkur; það er miklu ánægjulegra að vera í eftirspurn! Og ég hef svo sannarlega fundið fyrir því sem sjávarútvegsráðherra frá árinu 2005, að eftirspurn eftir sjónarmiðum Íslendinga þegar kemur að auðlindanýtingu er mikil á erlendri grund. Að sumu leyti kom þetta mér á óvart. Ég vissi að vísu að íslenskur sjávarútvegur hefur ævinlega notið mikils álits og greinin hefur oft notið góðs af því í hærra verði en keppinautarnir. Þessi mynd hefur hins vegar orðið miklu skýrari á undanförnum árum í mínum huga. Þess vegna leiðist mér að hlusta á niðurdrepandi og neikvæða umræðu um íslenskan sjávarútveg og hvernig að honum er staðið hér innanlands. Það er ekki sú mynd sem kunnáttufólk erlendis, sem getur borið okkar sjávarútveg saman við sjávarútveg annarra þjóða, hefur í huga sér. Því þótt við getum sannarlega gert betur &ndash; og það reyna menn stöðugt &ndash; þá þurfum við ekki að skammast okkur fyrir samanburð okkar sjávarútvegs við það sem best þekkist í nágrannalöndum okkar.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mér eru mjög ofarlega í sinni í þessu sambandi orð eins af stærstu kaupendunum á íslenskum fiski á meginlandi Evrópu sem ég hitti á síðastliðnum vetri, þegar ég var kallaður til að flytja fyrirlestur um íslenskan sjávarútveg og auðlindastefnu suður í Þýskalandi. Þessi ágæti maður sagði við mig: &bdquo;Þið gerið ykkur vonandi grein fyrir því að íslenskur fiskur er í sjálfu sér gæðamerki. Það að við sem þekkjum til getum með sanni sagt að sá fiskur sem við höndlum með sé veiddur innan íslenskrar fiskveiðilögsögu<span>&nbsp;</span> og unninn eftir íslenskum stöðlum og reglum, er í sjálfu sér nægjanlegt gæðavottorð fyrir okkur.&ldquo; Mér þótti ekki einasta vænt um þetta, af því að ég vissi að hér mælti maður sem mark er á takandi. Heldur var þetta auðvitað sönnun þess að við njótum góðs orðspors, sem á að geta gagnast okkur í markaðslegu tilliti.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þess vegna er svar mitt við yfirskrift fundarins: <em>Er íslenskur sjávarútvegur að glata sérstöðu sinni?</em> NEI - íslenskur fiskur hefur og heldur sérstöðu sinni. Íslenskur fiskur hefur gott orðspor. Íslenskur fiskur nýtur þess álits sem honum ber.<span>&nbsp;</span> Við höfum því á miklu að byggja og tækifærin eru margvísleg.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það breytir því hins vegar ekki því að þróunin hefur verið mjög skýr á undanförnum árum.<span>&nbsp;</span> Markaðurinn krefst staðfestingar á uppruna vörunnar. Kannski ekki kerlingin eða karlinn sem fer út í búð til að gera helgarinnkaupin sín, en það er mat þeirra sem sjá um innkaupin fyrir hinar stóru verslunarkeðjur, að til þess að þeir geti með góðri samvisku boðið fisk í búðum sínum, þá þurfi þeir einhvers konar staðfestingu á því að fiskurinn sé veiddur úr sjálfbærum stofnum. Að löggjöfin um veiðarnar sé ábyrg, að sjávarútvegurinn lúti reglunum og nálgist auðlindanýtinguna af varúð en ekki kæruleysi.<span>&nbsp;</span> Þetta hefur ekki farið framhjá neinum sem höndlar með fisk. Við þekkjum að ýmsar verslanakeðjur hafa einfaldlega lýst því yfir að þær muni ekki selja &ndash; og þar með þá ekki kaupa fisk &ndash; sem ekki sé með viðurkennda umhverfisvottun. Þeir gera mér vitanlega ekki almennt kröfu um tiltekna vottun, en vottun skal það vera. Þessar kröfur hljótum við að taka alvarlega og sannarlega hafa menn gert það. Umræðan hefur hins vegar þurft að þróast og myndin að skýrast.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Umræður um íslenskt umhverfismerki og hvernig bregðast á við kröfunum sem ég vísa hér til, hafa staðið allan þann tíma sem ég hef verið sjávarútvegsráðherra og gott betur. Það hefur orðið mjög merkjanleg viðhorfsbreyting á þeim tíma. Ég tel að í dag sé enginn vafi í hugum þeirra sem um véla að nauðsynlegt sé að merkja okkar fisk með vottuðu umhverfis- og upprunamerki, til þess að hann hafi að minnsta kosti sanngjarna samkeppnisstöðu á erlendum mörkuðum. Fjölmargir fundir sem ég hef sótt, þar sem setið hafa fulltrúar úr sjávarútvegi víðs vegar að af landinu og úr þeim hagsmunasamtökum sem láta sig málið varða, hafa verið á eina lund. Sem sé að verði niðurstaðan sú, að við þurfum að merkja okkar fisk sérstaklega, þá beri okkur að stefna að íslensku umhverfismerki þar sem við setjum leikreglurnar. Jafnframt sé tryggt að þetta sé gert með gagnsæjum og trúverðugum hætti sem ekki verði dreginn í efa. Þess vegna þurfi sjálfstæða vottun, sem við síðan lútum og undirgöngumst.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ein varðan á þessari leið var umhverfisyfirlýsing sú um fiskveiðar sem ég undirritaði þann 7. ágúst í fyrra ásamt forstjóra Hafrannsóknarsofnunarinnar, Fiskistofu og formanns Fiskifélags Íslands. Þetta var stefnumarkandi yfirlýsing, sem unnið hafði verið að á vettvangi Fiskifélagsins og með þátttöklu okkar annarra sem stóðum svo að henni. Hér er byggt á FAO code of conduct, sem er grundvallarplagg þegar kemur að umræðunni um umhverfismerkingar og verður lagt til grundvallar okkar starfs að þeim.<span>&nbsp;</span> Mér er kunnugt um að ýmsir seljendur á íslenskum sjávarafurðum hafa nýtt sér þessa yfirlýsingu og telja að hún sé til gagns. En þó er öllum ljóst að betur má ef duga skal. Umhverfismerki og þá íslenskt umhverfismerki er sú niðurstaða sem við höfum komist að.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég ætla í sjálfu sér ekki að hafa mörg orð um það, hvers vegna við höfum komist að þessari niðurstöðu. Ég tel hins vegar að hún sé skynsamleg, meðal annars út frá sjónarmiði auðlindanýtingar. Það er gríðarlega margt sem þá þarf að hafa í huga. Við setjum að sjálfsögðu leikreglurnar en síðan trygggir sjálfstæður aðili að þeim sé fylgt. Það í sjálfu sér leggur á herðar okkar heilmikla ábyrgð. Það er til dæmis öllum ljóst sem að þessum málum koma að þetta þýðir í raun að við getum ekki tekið ákvarðanir um heildarafla eða nýtingu okkar auðlindar, án hliðsjónar af því sem vísindalegar ráðleggingar kveða á um. Eða dettur einhverjum í hug að umhverfismerki, sem byggðist á því að við veiddum langtum meira heldur en fiskifræðingar leggðu til í þorski,&nbsp;yrði tekið trúanlegt á alþjóðlegum markaði?<span>&nbsp;</span> Ég veit að ég þarf ekki að svara þessari spurningu, svarið er svo augljóst. Með öðrum orðum &ndash; með því að taka upp umhverfismerki, hvort sem það er íslenskt eða erlent, þá öxlum við ákveðna ábyrgð og setjum ákveðnar skorður sem við ætlum að lúta. Við þurfum semsé að vera trúverðugir. Þótt við viljum hafa frelsi til að setja leikreglurnar, þá gerum við okkur líka grein fyrir því að sá rammi sem við undirgöngumst með ákvörðun um að taka upp umhverfismerki, setur okkur líka ákveðin mörk um ýmsa þætti auðlindanýtingarinnar.<span>&nbsp;</span> Þessu veit ég að menn gera sér grein fyrir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í raun og veru held ég að okkur sé ekkert að vanbúnaði. Við höfum sterka stöðu. Við höfum umgengist auðlind okkar af mikilli ábyrgð og varúð, alltof mikilli varúð, segja reyndar mjög margir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við getum því unnið <span>&nbsp;</span>áfram á þessari braut á leið til íslensks umhverfismerkis. Það eru þó ekki stjórnvöld sem geta í sjálfu sér tekið ákvarðanir í þá veru.<span>&nbsp;</span> Þar verður atvinnugreinin að vera leiðandi.<span>&nbsp;</span> Stjórnvöld geta aðstoðað á margvíslegan hátt eins og við höfum reynt að gera, eftir því sem óskað hefur verið eftir. Og ég vil lýsa hér yfir að við erum reiðubúin að leggja ykkur lið okkar í þessari vinnu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span>Það fer ekki á milli mála að ég hef verið þess hvetjandi að taka upp íslenskt umhverfismerki. Ég hef hins vegar ekki talið að ég ætti sem fulltrúi stjórnvalda, að reyna að troða þessari skoðun minni niður í kokið á atvinnugreininni, enda myndi það litlum tilgangi þjóna. Þess vegna hefur mér fundist gott að vinna að þessu með uppbyggjandi hætti, eins og gert hefur verið undanfarin ár, með fulltrúum íslensks sjávarútvegs.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þær meginreglur sem núna verða kynntar fyrir okkur, sem Fiskifélag Íslands og starfshópur á þess vegum hefur unnið, setja okkur ýmsar skorður. Og þannig er það líka með leikreglur. Það gera sér allir ljóst. Við lýsum því yfir að stjórnkerfi fiskveiða við Ísland byggist á því að ganga vel um auðlindina, vinna með ábyrgum hætti í samræmi við alþjóðlega og innlenda löggjöf og að leggja áherslu á sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Þetta hljómar kannski sem sjálfsagður hlutur, en þegar því er breytt í verkefni og ákvarðanir, þá hefur það í för með sér heilmiklar skyldur. Ég vil undirstrika þennan þátt málsins vegna þess að það má ekki líta þannig á að þetta sé létt eða auðvelt, eða geri mönnum kleift að bregðast við hvernig sem er. Það er ekki svo. Hins vegar eru himin hrópandi hagsmunir fólgnir í því að tryggja aðgengi okkar fiskafurða á erlenda markaði og það er til mikils að vinna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég átti fyrir skemmstu tal við fulltrúa eins helsta kaupanda á íslenskum fiski sem lagði ríka áherslu á þessa þætti. Hann benti einnig á að ef aðgengi íslenskra afurða væri tryggt í hillur gæðaverslana væri það auðvitað heilmikill vegsauki okkur til handa. Gæðastimpill sem við stæðum undir sem fiskframleiðendur vegna okkar góða orðspors.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Aðalmarkmiðið með því sem nú stendur fyrir dyrum er ósköp einfaldlega þetta:<span>&nbsp;</span> Búa til ramma, sem sannarlega leggur okkur skyldur á herðar, en er jafnframt til þess fallinn að efla íslenskan sjávarútveg. Þess vegna komum við hér saman til að ræða þessi mál. Ég vil þakka Sjávarútvegsklasanum á Vestfjörðum og þeim öðrum sem standa fyrir þessum fundi, fyrir þeirra frumkvæði og að bjóða mér hingað til að taka þátt í umræðunni.<span>&nbsp;</span> Ég tel að hér sé til umfjöllunar eitt stærsta viðfangsefni íslensks sjávarútvegs um þessar mundir og þess vegna skipti miklu máli að vandað sé til verka. Það hefur verið gert af þeim sem hafa undirbúið upptöku íslensks vottunarkerfis og umhverfismerkis. Ég vil í því sambandi sérstaklega þakka Kristjáni Þórarinssyni fyrir hans mikla atbeina en sömuleiðis öllum þeim öðrum sem að málinu hafa komið.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég veit að ýmsir innan greinarinnar hafa talið að við höfum ekki rekið trippin nægilega hratt.<span>&nbsp;</span> Of lengi hafi það dregist að ljúka þeirri vinnu sem við fjöllum um hér í dag. <span>&nbsp;</span>Því er nú til að svara, að í upphafi voru menn alls ekki á eitt sáttir um hvert stefna skyldi. Ýmsir höfðu efasemdir um þýðingu þess yfirhöfuð að vinna inna umhverfismerkis. Svo voru þeir líka til í bransanum sem vildu einfaldlega skella sér í bærðralag með MSC eða öðrum viðlíka um umhverfismerki. Þessi mál þurfti að ræða í þaula og fyrir því er margföld reynsla að slíkar umræður taka sinn tíma.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Svo til viðbótar vil ég segja að þetta er ekki áhlaupsverk og við verðum að vanda okkur, því það munu margir fylgjast með og reyna að skjóta okkur niður sé þess nokkur kostur.<span>&nbsp;</span> Þess vegna held ég að mánuður eða fáeinir mánuðir til eða frá skipti ekki öllu máli. Það er aðalatriðið að við erum komin að ákveðnum þáttaskilum &ndash; eftir þrjár vikur verður nýtt merki kynnt og síðan næstu skref í því verkefni. Ég heiti á íslenskan sjávarútveg að standa þétt saman og vinna vel að þessu mikla hagsmunamáli sínu og þjóðarinnar allrar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-09-01 00:00:0001. september 2008Málþingi um haf- og strandsvæðastjórnun í tilefni setningar meistaranáms við Háskólasetur Vestfjarða 31. ágúst 2008.

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á málþingi um haf- og strandsvæðastjórnun</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>í tilefni setningar meistaranáms við Háskólasetur Vestfjarða</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>31. ágúst 2008</span></strong></p> <p align="center"><span></span></p> <p align="center"><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn &ndash; Ladies and gentlemen; honoured guests.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir. Þessara fleygu orða, sem eru úr einni af bókum Halldórs Laxness, hef ég oft vitnað til í ræðum mínum, jafnt hér innanlands sem utan, þegar ég fjalla um nýtingu okkar á auðlindum hafsins. Mér finnst að þetta sé í hnotskurn það viðhorf sem við þurfum að tileinka okkur þegar ákvarðanir eru teknar um hvernig nýta skuli þessar takmörkuðu auðlindir, þessar guðsgjafir. Því þótt þær séu sannarlega gjöfular og hafi vitaskuld verið undirstaða lífskjarasóknar Íslendinga á síðustu og þessari öld eru þær engu að síður takmarkaðar. Í raun og veru eru þessi fáu orð skilmerkileg lýsing á því hve miklar skyldur við höfum á þessu sviði.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Okkur er trúað fyrir mikilvægum auðlindum og öllum er ljóst að þær þarf að nýta þannig að hámarks afrakstur náist, bæði fyrir þær kynslóðir sem nú eru uppi og afkomendur okkar. Þetta er afar þýðingarmikið verk sem ekki má afgreiða með neinni léttúð og um leið er það ákaflega vandasamt. Ekkert okkar skilur þessa hluti til fulls og allra síst við stjórnmálamenn. Enda er því auðvitað ekki að leyna að ákvarðanir á þessu sviði hljóta í eðli sínu að vera erfiðar og umdeildar - og það eru þær - ekki síst í landi þar sem nálægðin er mikil, ákvarðanirnar snerta stundarhag samtímans og varða framtíðina gríðarlega miklu.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er því ekki óeðlilegt að um þessa hluti séu skiptar skoðanir. Sínum augum lítur hver á silfrið, segir íslenskt máltæki, og ætli það eigi ekki einkar vel við þegar við ræðum þessi mál. En hvert er þá okkar svar? Í mínum huga getur svarið bara verið eitt. Aukum þekkinguna, rannsökum meira og ræðum saman.<span>&nbsp;</span> Reynum að varpa sem fjölbreyttustu ljósi á viðfangsefnið í því skyni að gera okkur grein fyrir hvert það er og hvaða úrræði bjóðast.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar ég tók við sem sjávarútvegsráðherra haustið 2005 hugleiddi ég þessa hluti mjög og hef gert æ síðan. Þær erfiðu ákvarðanir sem ég hef staðið frammi fyrir og tekið, hafa sannfært mig um það að við eigum enga aðra kosti en þá en að efla þekkingu okkar. Þess vegna hef ég litið á það sem einn af grundvallarþáttum starfs míns að stuðla að því, eftir því sem ég haft völd og áhrif til, að auka þessa þekkingu. Þess vegna hefur meira fé verið varið til hafrannsókna á síðustu árum en áður. Bæði með því að stækka fjárhagsramma Hafrannsóknastofnunarinnar og leggja svo til sérstaklega aukið fjármagn í hafrannsóknir vegna þeirra óvenjulegu aðstæðna sem nú eru varðandi þorskstofninn. Hafrannsóknastofnunin hefur verið efld m.a. með sérstökum fjármunum til að treysta undirstöður þorskrannsókna og styrkja forsendur hins umrædda togararalls. Þá hefur meira fé verið veitt til annarra hafrannsókna og á því verður framhald. Það er mín trú að á þessu ári verði meiri fjármunum varið til hafrannsókna við landið heldur en nokkru sinni áður. En það þarf líka fleira að koma til.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á undanförnum árum hefur orðið hrein menntasókn á Íslandi og þjóðin er nú<span>&nbsp;</span> betur menntuð en nokkru sinni fyrr. Þar af leiðandi og sem betur fer, þekkir nú fjöldi fólks víða í samfélaginu vel til í þessum geira og getur aukið þekkingu okkar og varpað skýrara ljósi á það viðfangsefni sem við glímum við. Því hef ég ennfremur beitt mér fyrir því að setja á laggirnar sérstakan sjóð sem þeir sem stunda hafrannsóknir og aðrar líffræðilegar rannsóknir á sjávarauðlindinni geta sótt í. Sjóðurinn fór rólega af stað, fjármunir hans voru svo<span>&nbsp;</span> tvöfaldaðir á þessu ári og enn er það ætlun mín að auka verulega fjármagn til þessa. Þannig er<span>&nbsp;</span> meðal annars brugðist við þeirri nauðsyn að varpa nýju ljósi og frá fleiri sjónarhornum á viðfangsefnið.<span>&nbsp;</span> Þetta held ég að sé eina ráðið sem við höfum til þess að komast að skynsamlegri niðurstöðu, þ.e. að auka þekkinguna og afla hennar sem víðast.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Viðfangsefni hafrannsókna á Íslandi eru gríðarlega fjölbreytt, þau eru flókin og krefjast mikillar þekkingar og vinnu. Meðal annars skoða menn staðbundna fiskistofna sem næst ströndum landsins, á grunnslóðinni. Hafrannsóknastofnun leggur fram tillögur um heildarafla 27 fiskistofna. Halda menn að það sé áhlaupsverk, sem ekki krefjist stöðugrar, samfelldrar og gríðarlegra víðtækra rannsókna? Auðvitað. Vitaskuld þurfum við að vanda okkur og leggja til þess verkefnis mikla fjármuni. Við þurfum að skilja hið flókna samhengi lífríkisins þar sem ein tegundin lifir á annarri og við þurfum að rannsaka allt hafsvæðið í kringum landið og allt norður í Íslandshaf. Þetta er ekki lítið viðfangsefni og þess vegna er ljóst mál að flóknum spurningum um þetta samspil verður ekki svarað með einföldum hætti. Enn er svarið það sama &ndash; auknar rannsóknir, aukin þekking og samræður vísindamanna, sjómanna og útvegsmanna og annarra þeirra sem geta lagt til þessarar vinnu.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sama á við þegar við veltum fyrir okkur þeim breytingum sem nú eru að verða á atvinnuháttum okkar í tengslum við nýtingu auðlindarinnar, m.a. hér á Vestfjörðum og er viðfangsefni þeirrar ráðstefnu sem nú er að hefjast. Við sjáum sem betur fer að sjávarútvegurinn er sífelld uppspretta nýrra hugmynda, nýrra tækifæra og að forsvarsmenn sjávarútvegsins leita stöðugt nýrra leiða til að efla greinina.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þorskeldi hefur farið vaxandi undanfarin ár og er gott dæmi um þetta. Það er mjög ánægjulegt að vagga þess er hér á Vestfjörðum, ekki síst hér við Ísafjarðardjúp. Þar hygg ég að spili saman framsýni, atorka og framtak þeirra manna sem starfa í atvinnugreininni. Þeir komu auga á tækifæri og hafa verið reiðubúnir til að hætta sínu eigin fé til að byggja upp þessa nýju atvinnugrein.<span>&nbsp;</span> En einnig á hér mikilvægan hlut að máli sú meðvitaða ákvörðun stjórnvalda að byggja upp aukna þekkingu á þorskeldi hér á þessu svæði, jafnt hjá Hafrannsóknastofnuninni sem og MATÍS.<span>&nbsp;</span> Enginn vafi er á að þetta samspil atvinnulífsins og þekkingarsamfélagsins hér á Ísafirði, á mestan þátt í því að örva þessa starfsemi.<span>&nbsp;</span> Nú starfar á mínum vegum sérstök nefnd sem á að leggja fram tillögur um framtíðarfyrirkomulag í uppbyggingu þorskeldisins. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar úr atvinnulífinu, fræðimenn og fulltrúar ráðuneytisins. Ég bind miklar vonir við starf þessarar nefndar og er þess fullviss að vinna hennar mun hafa mikil áhrif á framhaldið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Kræklingaeldi er sömuleiðis atvinnugrein sem á framtíð fyrir sér. Sérstök nefnd sem ég skipaði undir forystu Hauks Oddssonar frá Ísafirði hefur komist að þeirri niðurstöðu. Ég trúi því að á næstunni eigum við eftir að sjá frekari vöxt þeirrar atvinnustarfsemi enda hef ég ákveðið að verða að öllu, við þeim tillögum sem nefndin lagði til fyrr í sumar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þá er þess að geta að á undanförnum fáeinum árum hefur orðið gríðarleg uppbyggingu í sjóstangaveiði sem sömuleiðis hefur einkanlega eflst hér á Vestfjörðum, eins og flestum mun ábyggilega vera kunnugt. Það er enginn vafi á því að í henni felast mikil tækifæri sem framtíðin ein getur skorið úr um hve mikinn ávöxt ber. En ekki er að ætla annað en að hann geti orðið ríkulegur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta kemur til viðbótar þeirri hefðbundnu atvinnustarfsemi á sviði sjávarútvegs og auðlindanýtingar sem við þekkjum og ekki þarf að orðlengja.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessar miklu breytingar geta auðvitað haft heilmikið í för með sér &ndash; fyrst og fremst jákvæð áhrif fyrir byggðina og fyrir atvinnulífið á þeim svæðum þar sem starfsemin festir rætur. En við þurfum þá væntanlega líka að bregðast við og smíða ramma utan um þessa starfsemi alla með öðrum hætti heldur en áður hefur verið gert, með það að markmiði að öll þessi nýja starfsemi geti eflst í sátt og samlyndi og árekstralaust við umhverfið þar sem hún fer fram.<span>&nbsp;</span> Og hvernig gerum við það? Enn er svarið hið sama.<span>&nbsp;</span> Aukin þekking á fjölþættu sviði.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sú ráðstefna sem nú er að hefjast er einmitt skýrt dæmi um þetta. Hér koma saman erlendir og innlendir sérfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn og leggja á ráðin og fjalla um þessar breytingar sem ég hef rakið. Það fer afar vel á því að einmitt Háskólasetrið okkar hér á Vestfjörðum skuli efna til þessa málþings í tilefni af setningu meistaranáms í haf og strandsvæðastjórnun, sem hefst með formlegum hætti nú síðar í dag. Þetta er glæsilegt afsprengi þeirrar vinnu sem unnin hefur verið að uppbyggingu háskólanáms hér á Vestfjörðum og við vitum öll að mun vaxa hratt á komandi árum. Það eru einmitt þessi tengsl hins nýja háskólasamfélags og atvinnulífsins sem geta orðið öllum til góðs, háskólasamfélaginu, atvinnulífinu og samfélaginu.<span>&nbsp;</span> Ég fagna því þess vegna að þetta málþing sé nú að hefjast og finnst það einkar viðeigandi í tengslum við upphaf meistaranámsins, sem ég gat fyrr.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Vestfirðir hafa breyst hratt á undanförnum árum. Við höfum fengið okkar skerf af áföllum og mótlæti, en í því höfum við líka fundið ný tækifæri. Þau tækifæri nýta framsýnir menn hér á Vestfjörðum sér með margvíslegum hætti. Ég trúi því að það háskólanám sem er um það bil að leggja úr vör eigi eftir að verða bæði Vestfjörðum til framdráttar og þjóðfélaginu í heild. Hér er enn eitt dæmi um það hvernig við reynum að bæta samfélag okkar með aukinni þekkingu sem sótt er víða. Með þessum orðum vil ég leyfa mér að segja málþingið sett og óska ykkur öllum til hamingju.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-08-28 00:00:0028. ágúst 2008Fundur Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu 27. ágúst 2008

<p align="right"><span>SLR08030068/ 1.1.3</span></p> <p align="right"><span></span></p> <p align="center"><strong><span>Ræða Einars K. Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>flutt á fundi Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu 27. ágúst 2008</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég þakka Félagi sauðfjárbænda í Dalasýslu fyrir að bjóða mér að taka þátt í þessum fundi, sem haldinn er við upphaf sláturtíðar til að ræða stöðu sauðfjárræktar í ljósi markaðsaðstæðna og mikilla kostanaðarhækkana, sem dunið hafa yfir landbúnaðinn á þessu ári.</span></p> <p><span>Það er ætíð gott að hittast til að ræða málin. Markmiðið með svona fundi hlýtur &ndash; og ekki síst við þessar aðstæður &ndash; að vera það að reyna að leita lausna, eða að minnsta kosti freista þess að skýra myndina svo við getum betur gert okkur grein fyrir því sem við er að etja. Ég vil þó segja strax í upphafi að þau vandamál sem við munum ræða hér í kvöld eru ekki auðveld úrlausnar, né leiðir einhlítar.</span></p> <p><span>Mér finnst rétt í upphafi að rekja helstu markmið samningsins um starfsskilyrði sauðfjárræktar, sem tók gildi um síðustu áramót og gildir til 31. desember 2013. Ég bind miklar vonir við þennan nýja samning og tel hann að mörgu leyti marka framfaraspor fyrir greinina, og við megum ekki tapa sjónar af þessum markmiðum, þótt verðlagsþróunin sé bændum mótdræg nú um stundir.</span></p> <p><span>Helstu markmiðin eru þessi:</span></p> <ul> <li><span>Að efla sauðfjárrækt sem atvinnugrein og bæta afkomu sauðfjárbænda.</span></li> <li><span>Að stuðla að nýliðun í hópi sauðfjárbænda og styrkja búsetu í dreifbýli.</span></li> <li><span>Að sauðfjárrækt sé stunduð í samræmi við umhverfisvernd, landkosti og sjálfbæra landnýtingu.</span></li> <li><span>Að örva markaðsvitund bænda og afurðastöðva og halda jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar.</span></li> <li><span><span><span>&nbsp;</span></span></span><span>Að stuðla að framþróun í sauðfjárrækt.</span></li> </ul> <p><span>Þá er einnig rétt að rifja upp að helstu efnisatriði samningsins:</span></p> <ul type="disc"> <li><span>Framlög ríkisins hækkuðu um 300 millj. kr. og eru 3.538 millj. kr. á fyrsta ári samningsins. Framlögin lækka síðan í áföngum á samningstímanum um nær 1% á ári að raunvirði.</span></li> <li><span>Samningurinn er nokkuð einfaldaður frá eldri samningi. Greiðsluleiðum til bænda var fækkað, t.d. var jöfnunargreiðslum breytt í beingreiðslur auk þess að undanþága frá útflutningsskyldu er felld niður í áföngum. Útflutningsskylda fellur svo niður frá og með framleiðsluárinu 2009.</span></li> <li><span>Nýmæli í samningnum er sérstakt ákvæði um veitingu fjármuna til að efla nýliðun í stétt sauðfjárbænda.</span></li> <li><span>Framlög til gæðastýrðrar sauðfjárframleiðslu eru aukin og verða hærra hlutfall af greiðslum til bænda af samningsfé, en samkvæmt eldri samningi.</span></li> <li><span>Bændur sem eru orðnir 64 ára eiga áfram kost á að gera samning um búskaparlok án þess að tapa rétti til beingreiðslna.</span></li> <li><span>Greiðslur vegna ullarframleiðslu eru óbreyttar.</span></li> <li><span>Ákvæði um aðilaskipti að greiðslumarki eru óbreytt.</span></li> </ul> <p><span>Óhætt er að segja að bændur hafi almennt verið mjög sáttir við þennan samning, a.m.k. að flestu leyti, og menn voru bjartsýnir á framtíðina. Það sem síðan hefur breyst til verri vegar er hins vegar sú gríðarlega hækkun á aðföngum, sem bændur þurftu að mæta á síðasta vetri og ekki sér fyrir endann á. Þar ber hæst hækkun á áburði, fóðri og olíu, auk feiknalega hárra vaxta, sem forysta bænda metur svo að hafi hækkað framleiðslukostnað dilkakjöts um 90-100 kr. á kíló.</span></p> <p><span>Þessi sömu áhyggjuefni voru efst á baugi á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sl. vor, en í ávarpi mínu við setningu fundarins komst ég svo að orði:</span></p> <p><span>&ldquo;Það er engin ástæða til þess að draga fjöður yfir það að þessi þróun er bændum afar erfið, en jafnframt eru úrræðin ekki mjög mörg. Inngrip ríkisins, til dæmis með tímabundnum niðurgreiðslum, er til dæmis ekki alveg einfalt mál og árangurinn yrði væntanlega í besta falli umdeilanlegur. Það hefur því sjaldan verið brýnna en nú, að bændur og ráðunautar þeirra velti við hverjum steini til að ná fram sem hagkvæmastri nýtingu allra aðfanga. Sama gildir að sjálfsögðu um fjárfestingar. Þar geta bændur örugglega náð umtalsverðum árangri með því að vega og meta, betur en margir gera, arðsemi hverrar fjárfestingar áður en í hana er ráðist, hvort heldur er í tækjum, fasteignum eða öðrum framleiðsluþáttum.&rdquo;</span></p> <p><span>Ég treysti mér ekki til að orða þetta nokkuð öðruvísi í dag.</span></p> <p><span>Það var talsvert rætt um það í vor, hvort ríkið ætti að grípa inn í áburðarverðið með niðurgreiðslum en hvort tveggja var, að ekki var samstaða um það og eins að því var spáð að áburðarverðið mundi ekki lækka í bráð, þannig að einskiptis aðgerð, eins og um var rætt, væri engin lausn til frambúðar. Þar að auki yrði svona aðgerð ómarkviss hvað nýtingu fjármuna varðar. <em></em>Það sem ég á hér við er það að alls ekki var augljóst að niðurgreiðsla áburðarverðs af hálfu hins opinbera hefði skilað sér í vasa bænda. Við þær aðstæður sem hafa verið og eru til staðar á áburðarmarkaðnum, þar sem verðhækkun er svo mikil, er fráleitt ljóst að þeir fjármunir muni skila sér til bænda. Þess vegna deili ég því sjónarmiði með þeim mörgu sem hafa talið þessa aðferð óskilvirka. Því miður virðist nú liggja fyrir að áburður hækki enn í verði fyrir næsta sumar. Á hinn bóginn hefur fóðurverð lækkað nokkuð aftur og eins olían, þótt enginn reikni með að hækkanir síðasta árs gangi allar til baka. Við gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni hratt á næsta ári<span>&nbsp;</span> og að sú þróun hefjist fljótlega og þar með að vextir færist smám saman í eðlilegt horf. Hér er ekki um að ræða pólitískt mat mitt, heldur skoðun nær allra þeirra sem ræða efnahagsmálin, meðal annars allra greiningardeilda bankanna. Skýrar vísbendingar eru um þetta í þjóðarbúskapnum, svo sem minni einkaneysla, minni innflutningur ýmissa neysluvara og síðat en ekki síst sú staðreynd að jafnvægi virðist vera að myndast á innflutningi og útflutningi okkar. Hitt vil ég segja alveg skýrt. Við þetta ofurháa vaxtastig getur íslenskt atvinnulíf ekki búið til <em></em>langframa. Það er því geysimikið í húfi að vextirnir fari að lækka.</span></p> <p><span>En við skulum ekki horfa framhjá því, að enda þótt hinar erlendu hækkanir aðfanga valdi okkur búsifjum, þá er það ekki bundið við Ísland, heldur hefur þessi bylgja gengið yfiir allan heiminn, og í raun er það svo, sérstaklega vegna mikillar lækkunar á gengi krónunnar á fyrri hluta ársins, að samkeppnisstaða innlendrar matvöru gagnvart innflutningi hefur mikið lagast, og samanburðarmyndin sem við okkur blasir í verslunum er allt önnur í dag en hún var fyrir tveim árum. Sú mynd var auðvitað röng, af því að gengið var óraunhæft gagnvart allri samkeppnisstarfsemi hér á landi. Það er því hollt fyrir þá, sem mest hafa básúnað um dýrar íslenskar búvörur að skoða stöðuna í dag, og vonandi draga einhverjir þeirra réttar ályktanir af því.</span></p> <p><span>Ég sagði áðan að almenn sátt hefði ríkt um sauðfjársamninginn, enda tókst að verja í honum framlög ríkisins betur en margir þorðu að vona, og reyndar var bætt verulega í. Það er auðvitað vegna þess að ríkisstjórnin bæði sú sem stóð að gerð sauðfjársamningsins og sú sem nú situr, vill standa vörð um sauðfjárbúskap og gerir sér grein fyrir mikilvægi hans í byggðakeðjunni. Samningurinn fól í sér bæði aukningu á og tilfærslu yfir í framleiðslutengdar greiðslur, sem þýðir styrkingu fyrir þá sem hafa verið að auka framleiðslu og ætla sér að lifa fyrst og fremst af sauðfjárbúskap. Við stöndum hins vegar frammi fyrir því, vegna alþjóðlegra skuldbindinga á vettvangi WTO, Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, að lengra verður varla gengið á þeirri braut; þvert á móti munum við þurfa í framtíðinni að draga fremur úr þeim greiðslum sem beint tengjast framleiðslu og í raun að endurskoða fyrirkomulag opinbers stuðnings við landbúnaðinn. Enda þótt viðræðurnar hjá WTO hafi siglt í strand í sumar, er næsta víst að niðurstaða næst á endanum, þótt það dragist enn á langinn. Ég vil svo leggja áherslu á það, sem ég hef marg oft tekið fram, að breytingarnar þurfa ekki að fela í sér minni stuðning við landbúnaðinn, þótt forminu verði eitthvað breytt, og stjórnvöld ætla sér enn sem fyrr að standa vörð um landbúnaðinn.</span></p> <p><span>Það hlýtur alltaf að vera grundvallarstefna sauðfjárbænda að sækja sem mestan hluta tekna sinna með sölu afurðanna. Þess vegna er það umhugsunarefni, hvort það yrði greininni til framdráttar, til lengri tíma litið, að bæta við opinberan stuðning umfram það sem nú er. Það verður hins vegar <span>&nbsp;</span>að vera mat bændanna og þeirra sem annast afurðasölu þeirra, hvað þeir treysta sér til að sækja miklar verðhækkanir út á markaðinn. Til þessa fundar mun hafa verið boðað ekki síst vegna þess, að ekki er fullur samhljómur með forystu sauðfjárbænda og þeirra sem veita afurðasölunni forstöðu. Við höfum heyrt mismunandi viðhorf í þessum efnum. Þetta er í sjálfu sér ekki óeðlilegt. Það er varla nýtt að sá sem selur og sá sem kaupir séu ekki alltaf sammála um verðlagningu.<span>&nbsp;</span> Bændur benda á miklar kostnaðarhækkanir og það með réttu. Afurðasölurnar óttast á hinn bóginn að kröfur bænda geti ofboðið verðþoli markaðarins. Við þessu er auðvitað ekkert einhlítt svar, og við vitum öll að það er ekki til neitt eitt rétt verð.<span>&nbsp;</span> En ég undirstrika, til að forðast misskilning, að opinber verðlagning sauðfjárafurða var felld niður fyrir meira en áratug, þannig að stjórnvöld koma á engan hátt að ákvörðun um kjötverð.</span></p> <p><span>Það blasir við að ekki bara bændur heldur einnig afurðastöðvar hafa þurft að mæta miklum kostnaðarhækkunum að undanförnu. Síðustu kjarasamningar voru sláturhúsunum dýrir, og háir afurðalánavextir eru mörgum húsunum þungur baggi. Bændasamtökin hafa nú leitað eftir því við mig að geta breytt samningi við sláturleyfishafa um vaxta- og geymslugjöld á þann hátt að greiðslum verði lokið í janúar, þ.e. að flýta til muna greiðslunum frá því sem nú er. Við það háa vaxtastig sem nú er munar þetta þó nokkru fyrir afurðastöðvarnar og ætti að stuðla að því að lækka fjármagnsgjöld. <span>&nbsp;</span>Þetta mun ég skoða jákvæðum huga og svara fljótlega.</span></p> <p><span>Á undanförnum árum hefur verulegum fjármunum verið varið til hagræðingar í rekstri afurðastöðva, þ.e. með úreldingarframlögum. Forsendan fyrir þessum framlögum var að bæta hlut bænda; árangur hagræðingarinnar skyldi skila sér í hærra afurðaverði. Nú tel ég að nægilega langur tími sé liðinn til að unnt eigi að vera að meta árangur þessara aðgerða og vil hvetja til þess að bændur og afurðastöðvar beiti sér fyrir úttekt á því hverju þær hafa skilað. Sé þess óskað lýsi ég ráðuneyti mitt reiðibúið til þess að leggja slíkri úttekt lið<em>.</em> Með þeirri úttekt yrði jafnframt varpað ljósi á hvernig verðmyndun dilkakjöts hefur þróast á undanförnum árum. Þetta er vitneskja sem nauðsynlegt er fyrir alla aðila að hafa til að geta rætt stöðuna og mótað stefnu á skynsamlegum forsendum.</span></p> <p><span>Landssamtök sauðfjárbænda og ýmis aðildarfélög hafa farið fram á að hætt verði&nbsp; við að leggja niður útflutningsskylduna frá 1. júní 2009. Ég verð að endurtaka það sem ég sagði við setningu aðalfundar LS í vor, að þetta var helsta ágreiningsefnið milli bænda og ríkisvaldsins við gerð<span>&nbsp;</span> sauðfjársamningsins.&nbsp; Ágreiningurinn var leystur með því að ríkisvaldið ákvað að koma með aukið fjármagn inn í samninginn þ.e.a.s. 300 m.kr. og var samningstíminn lengdur um eitt ár frá því sem áður hafði verið rætt um. Um þetta varð samkomulag milli bænda og ríkisins sbr. 5. gr. samningsins, og það er ljóst að erfitt verður að snúa þarna til baka. Þessar 300 milljónir koma fyrst til greiðslu í ár sem aukið álag á dilkakjöt frá bændum sem eru þátttakendur í gæðastýringu, og má ætla að þetta nemi 45-50 kr. á kíló. Þessi hækkun mildar auðvitað þann skell sem kostnaðarhækkanirnar valda í ár, þótt ég geri mér jafnframt grein fyrir því að tilgangurinn var að mæta hugsanlegri lækkun á markaðsverði, eftir að útflutningsskyldan hefur verið afnumin.</span></p> <p><span>En það er sama hvernig við skoðum þessi mál; allt ber að sama brunni. Það varðar mestu að rækta markaðinn. Íslenskir neytendur eru jákvæðir gagnvart íslenskum landbúnaðarafurðum. Það hafa kannanir sýnt; síðast sú sem Bændasamtökin létu gera í upphafi síðasta árs og leiddi í ljós gríðarlega sterka stöðu bænda á innlendum markaði. En ekkert er stöðugt í okkar umhverfi og það kostar stöðuga vinnu og árvekni að viðhalda hinni jákvæðu ímynd. Og síðast en ekki síst; það verður að vera raunveruleg innistæða fyrir henni. Því verða vinnslustöðvar landbúnaðarins að vera stöðugt á verði í þeim tilgangi að þjóna neytendum sem best. Vöruþóun og nýjungar eru lykilatriði í harðnandi samkeppni til þess að halda hlut sínum og helst að sækja á. Íslenskir neytendur vilja kaupa íslenska vöru, og því er mikilvægt að búvöruframleiðendur hér á landi og vinnslustöðvar þeirra gæti vel að &bdquo;merkingum&ldquo; á framleiðsluvörum sínum. Árangur garðyrkjunnar með notkun á fánaröndinni á að vera öðrum greinum landbúnaðarins leiðarvísir á þessu sviði. Þá vil ég hvetja samtök sauðfjárbænda og forystumenn í einstökum félögum til að stofna til og rækta sambönd við verslunaraðila, hafa frumkvæði að kynningu á störfum bóndans og afurðum í samstarfi við verslanir og efla þannig skilning og traust milli sín og þeirra.</span></p> <p><span>Það þætti eflaust undarlegt ef ég lyki máli mínu án þess að minnast á matvælafrumvarpið.</span></p> <p><span>Að undanförnu hefur verið unnið að endurskoðun þessa umrædda frumvarps, með hliðsjón af þeim athugsemdum sem borist hafa frá hagsmunaaðilum. Síðar í mánuðinum er ráðgert að Bændasamtökin skili áliti sínu, sem ég mun fara yfir með opnum huga. Endanlegt ákvörðunarvald er hins vegar vitaskuld í höndum Alþingis. Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd þingsins mun á næstunni setjast að nýju yfir þetta mál og ég veit að í nefndinni mun það viðhorf ríkja að vinna sem mest og best í þágu íslensks landbúnaðar. Þær breytingar sem fyrirsjáanlegar eru vegna matvælafrumvarpsins verða því gerðar með hagsmuni íslensks landbúnaðar að leiðarljósi. Við munum gera strangar kröfur um heilbrigði matvæla og öll vitum við að slíkt þjónar hagsmunum landbúnaðarins, enda þótt það sé gert í þágu neytenda. Þetta er enn ein sönnun þess að hagsmunir landbúnaðarins og neytenda fara jafnan saman.</span></p> <p><span>Eins og ég hef margoft lýst yfir stendur vilji minn ekki til að ganga lengra í lagabreytingum, heldur en evrópulöggjöfin krefst. Með öðrum orðum, komi í ljós við yfirferð ráðuneytisins, hagsmunaaðila og Alþingis að frumvarpið gangi á einhverjum sviðum lengra en nauðsynlegt er, þannig að íþyngjandi sé, þá mun ég beita mér fyrir viðeigandi leiðréttingum.</span></p> <p><span>Ég vil leggja mig fram um að vinna þessi mál í sem mestri sátt við bændur og aðra hagsmunaaðila á sviði landbúnaðar. Sjálfur er&nbsp; ég sannfærður um að slíkt samstarf getur dugað okkur til þess að ná niðurstöðu sem verður viðunandi landbúnaðinum og færir honum ný tækifæri.</span></p> <p><span>Hér á landi er stundaður öflugur og fjölþættur landbúnaður. Á grundvelli hans hafa risið kröftugar afurðastöðvar víða um land, sem gegna miklu hlutverki í atvinnusköpun og framleiðslu á landbúnaðarvörum. Þessi fyrirtæki hafa fyrir löngu tileinkað sér þær reglur sem liggja munu til grundvallar nýjum matvælalögum. Þetta skapar þeim forskot. Þeim verður því ekki skotaskuld úr því að mæta nýjum reglum. Ég er því sannfærður um að við getum gengið þannig frá lagaumhverfinu að það skapi þessum fyrirtækjum viðunandi rekstrarumhverfi og ný tækifæri.</span></p> <p><span>Það er ljóst að stjórnvöld hafa svigrúm til að fylgja því eftir að innflutt matvæli standist kröfur okkar um hreinleika og heilbrigði. Það er ætlun mín að nýta það svigrúm til hins ítrasta. Ég ætla líka að fullyrða að fáir vilja ganga þannig frá löggjöfinni að hagsmunir landbúnaðarins og úrvinnslugreinanna verði fyrir borð bornir. Það er í það minnsta ásetningur stjórnvalda að hagsmuna landbúnaðar okkar sé gætt. Og ég lít meðal annars á það sem mitt hlutverk að tryggja það; verkefni sem ég vil axla af ábyrgð. Ég hlakka því til góðs samstarfs við bændur og samtök þeirra um nánari útfærslu þessara mála.</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Ég vil ítreka þakkir mínar fyrir þennan fund. Við sætum núna mótbyr, en það hefur áður nauðað um íslenska bændur og þeir hafa staðið þá storma og él af sér. Þrátt fyrir þennan mótbyr er margt í umhverfinu sem gefur tilefni til bjartsýni og sem færir ný tækifæri. Við skulum ekki missa sjónar af því. Landbúnaðurinn og bændur eiga mikinn stuðning meðal almennings og stjórnmálamenn tel ég í þeirra hópi. Við skulum því snúa okkur samhent að verkefnum framtíðarinnar og leita leiða út úr þeim vanda sem nú steðjar að.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-08-22 00:00:0022. ágúst 2008Landbúnaðarsýning í Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum 22. - 24. ágúst 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á opnunarhátíð landbúnaðarsýningar í Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>haldin 22.- 24. ágúst 2008</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarsambands Suðurlands</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í raun má segja að starfsemi Búnaðarsambands Suðurlands sé eins konar aldarspegill íslensks landbúnaðar.<span>&nbsp;</span> Samtök bænda sem starfað hafa í heila öld í öflugustu landbúnaðarhéruðum Íslands eru auðvitað sem opin bók, sem segja okkur sögu landbúnaðarins allt frá byrjun síðustu aldar og fram á okkar daga.</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>Upphaf 20. aldarinnar var mikill framfaratími í sögu landbúnaðarins. Oft hefur það verið mér ráðgáta hvernig við Íslendingar fórum hérumbil á heljarstökki inn í samtímann við lok 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. Aldirnar liðu og atvinnuhættirnir höfðu lítt breyst frá landnámi.<span>&nbsp;</span> Síðan hófust risaskrefin. Sannarlega ekki við auðveldar aðstæður. Á sama tíma og framfarahugurinn í landinu fann viðnám fyrir krafta sína, máttum við stríða gegn mestu þjóðflutningum frá landinu, þegar um fimmtungur þjóðarinnar flutti vestur um haf.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Stofnun Búnaðarsambands Suðurlands árið 1908 er ein birtingarmynd þeirra framfara sem voru að hefjast í atvinnuháttum okkar. Bændur bundust samtökum til þess að vinna að framfaramálum sínum. Menn sóttu sér ráðin í aukna þekkingu og því er sagt að fyrst um sinn hafi starfsemin aðallega verið í formi námskeiða um breytta og bætta búskaparhætti, einkum í plægingum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er þessi framfarahugur sem æ síðan hefur einkennt íslenskan landbúnað. <span>Gæfa landbúnaðarins og gæfa þjóðarinnar hefur falist í því að sá neisti framfara sem kveiktur var fyrir röskri öld hefur orðið sú framfaraglóð sem hefur ætíð varðveist í landbúnaðinum. Tækjavæðing og sjálfvirkni sem nú einkennir íslenskan búskap er til marks um það. Afköst á öllum sviðum hafa aukist. Fjölbreytni landbúnaðarins er margfalt meiri en hún var. Sveitaheimili voru fjölmenn fyrrmeir eins og við þekkjum. Í dag afkastar venjulegt íslenskt fjölskyldubú margfalt á við það sem þekktist fyrir aðeins fáeinum áratugum, þó miklu færri hendur vinni þau störf.</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þannig hefur landbúnaðurinn ekki einasta orðið þátttakandi í miklum breytingum sem einkennt hafa samfélag okkar heldur einnig verið leiðandi á því sviði. Landbúnaðurinn er þess vegna ekki leiksoppur þessara breytinga heldur þvert á móti gerandi. Bændur hafa<span>&nbsp;</span></span> <span>skynjað tækifærin og nýtt sér þau til hagsbóta fyrir sveitir landsins og þjóðfélagið allt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En jafnframt þessu hefur landbúnaðurinn verið mikilvæg kjölfesta. Hann hefur skipt gífurlega miklu máli í byggðaþróuninni og með fjölbreytni sinni og nýjungum opnað nýjar leiðir og möguleika til búsetu í hinum dreifðari byggðum landsins. Þetta hefur landbúnaðurinn ekki gert með því að varðveita kyrrstöðuna, heldur með því að auðvelda okkur að takast á við framtíðina og breytingarnar og nýta okkur þau tækifæri sem í þeim eru falin. Í því hefur styrkur landbúnaðarins einmitt falist.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Og þess vegna er landbúnaðurinn í dag gjörólíkur þeim landbúnaði sem við þekktum fyrir fáeinum árum. Núna er til dæmis heyskap lokið á viku, mjaltir fara fram í hátæknivæddum fjósum, sauðfjárrækt útheimtir allt annars konar vinnu og auðveldari en áður. Og síðan það sem oft gleymist. Landbúnaður er einnig garðyrkja af margs konar tagi, umsýsla og rekstur frístundabyggða, skógrækt og landgræðsla, ferðaþjónusta af alls konar toga, loðdýrabúskapur, hlunnindanýting, til sjós og lands, í vötnum og ám, alifuglarækt, svínabúskapur, hrossarækt, afþreyingarþjónusta af fjölþættasta tagi og ekki má á þessum orkunýtingartímum gleyma raforkubændunum okkar. Er það þó víðs fjarri að allt sé upp talið sem einkennir íslenskan landbúnað í dag og við teljum nú orðið sjálfsagt mál.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að við eigum ekki að óttast breytingarnar, né heldur líta á þær sem ógn. Þvert á móti. Hefði landbúnaðurinn ekki tekist á við breytingar í umhverfi sínu værum við einfaldlega ekki með landbúnað eins og við þekkjum hann í dag. Styrkurinn hefur einmitt falist í því að mæta nýjum tímum með framfarahug að vopni og að vera ótrauð í þeirri ætlan okkar að efla stöðu landbúnaðarins í nútíð sem framtíð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þær breytingar sem fyrirsjáanlegar eru, til dæmis með nýrri matvælalöggjöf, verða gerðar með hagsmuni íslensks landbúnaðar að leiðarljósi. Við munum gera strangar kröfur um heilbrigði matvæla og öll vitum við að slíkt þjónar hagsmunum landbúnaðarins, enda þótt það sé gert í þágu neytenda. Þetta er enn ein sönnun þess að hagsmunir landbúnaðarins og neytenda fara jafnan saman.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil leggja mig fram um að vinna þessi mál í sem mestri sátt við bændur og aðra hagsmunaaðila á sviði landbúnaðar. Sjálfur er<span>&nbsp;</span> ég sannfærður um að slíkt samstarf getur dugað okkur til þess að ná niðurstöðu sem verður viðunandi landbúnaðinum og færir honum ný tækifæri.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hér á Suðurlandi er stundaður öflugur og fjölþættur landbúnaður. Á grundvelli hans hafa risið kröftugar og landsþekktar afurðastöðvar, sem gegna miklu hlutverki í atvinnusköpun og framleiðslu á landbúnaðarvörum. Þessi fyrirtæki hafa fyrir löngu tileinkað sér þær reglur sem liggja munu til grundvallar nýjum matvælalögum. Þetta skapar þeim forskot. Þeim verður því ekki skotaskuld úr því að mæta nýjum reglum. Ég er því sannfærður um að við getum gengið þannig frá lagaumhverfinu að það skapi þessum fyrirtækjum ný tækifæri, nýja möguleika.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er ljóst að stjórnvöld hafa svigrúm til að fylgja því eftir að innflutt matvæli standist kröfur okkar um hreinleika og heilbrigði. Það er ætlun mín að nýta það svigrúm til hins ítrasta. Ég ætla líka að fullyrða að fáir vilja ganga þannig frá löggjöfinni að hagsmunir landbúnaðarins og úrvinnslugreinanna verði fyrir borð bornir. Það er í það minnsta ásetningur stjórnvalda að hagsmuna landbúnaðar okkar sé gætt. Og ég lít meðal annars á það sem mitt hlutverk að tryggja það; verkefni sem ég vil axla af ábyrgð. Ég hlakka því til góðs samstarfs við bændur og samtök þeirra um nánari útfærslu þessara mála.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu bændur og aðrir gestir.</span></p> <p><span>Sannarlega hefur ýmislegt verið mótdrægt landbúnaði okkar upp á síðkastið. Hækkanir á aðföngum svo sem á áburði, kjarnfóðri og olíu - en síðast og ekki síst - mun dýrara fjármagn, hefur reynst landbúnaðinum þungt í skauti. Erfitt hefur reynst vegna markaðsaðstæðna að velta þessum byrðum af herðum búvöruframleiðslunnar. Á hinn bóginn er ljóst að hlutfallsleg samkeppnisstaða íslenskra bænda í samanburði við innfluttar matvörur hefur batnað upp á síðkastið. Matvæli hafa hækkað mikið á erlendum mörkuðum, þó eitthvað hafi það gengið til baka. Gengi krónunnar hefur að þessu leyti verið hagstætt samkeppnisgrein eins og landbúnaðinum. Það er því ljóst að þeir sem hæst hafa galað, um hátt verð á íslenskum landbúnaðarvörum, þurfa nú að hugsa sín mál upp á nýtt. Verðsamanburður á landbúnaðarvörum okkar og sambærilegum vörum í nágrannalöndunum er allt annar nú en hann var fyrr á þessu ári, okkar íslenska landbúnaði í vil.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessi nýja staða skapar okkur tækfæri og styrkir stöðu innlendrar búvöruframleiðslu í þeim þrengingum sem dýrari aðföng kalla yfir okkur. Það er mikilvægt að menn átti sig á þessari stöðu og reyni að skapa sér forskot á sem flestum sviðum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sem fyrr hef ég því tröllatrú á möguleikum íslensks landbúnaðar. Við vitum að neytendur vilja íslenskar matvörur, umfram þær innfluttu. Við þekkjum að landbúnaðurinn getur nú boðið margfalt fjölþættari vöruflokka en nokkru sinni áður. Það liggur fyrir að íslensk landbúnaðarframleiðsla er af hæsta gæðaflokki og stenst því vel alla þá staðla og kröfur sem þeir gera sem lengst vilja ganga. Á ýmsum sviðum er veruleg aukning framleiðslunnar að eiga sér stað og það jafnvel þvert á spá manna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Landbúnaðurinn okkar á því mikil tækifæri og margþætta möguleika á komandi árum. Þau tækifæri geta bændur gripið. Og stjórnvöld vilja skapa sem best skilyrði til þess að slíkt sé unnt. Ég vil færa sunnlenskum bændum mínar bestu hamingjuóskir í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarsambands Suðurlands og óska þeim til hamingju með stórglæsilega Landbúnaðarsýningu, sem gaman verður að fá að kynna sér frekar hér á eftir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-08-21 00:00:0021. ágúst 2008Samnorræn ráðstefna skógarmálaráðherranna haldin á Selfossi 18. - 19. ágúst 2008

<p align="center"><strong><span>Samnorræn ráðstefna skógarmálaráðherranna</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>haldin á Selfossi 18. &ndash; 19. ágúst 2008</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Kæru norrænu vinir og samherjar.</span></p> <p><span>Mér er það sönn ánægja að bjóða ykkur til grillveislu á fallegum stað úti í sveit á Íslandi að loknum ströngum ferðadegi um skógræktarsvæði á Suðurlandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fyrir rúmu ári síðan var gerð sú breyting á stjórnarráði Íslands að málefni skóga færðust frá landbúnaðarráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Þá var einnig ákveðið að nýskógrækt bænda yrði áfram á vegum landbúnaðarráðherra.<span>&nbsp;</span> Því er það að í dag hef ég haft þá ánægju að fara með hópnum og sýna honum framkvæmdir á sviði skógræktar sem að mestu fara fram á jörðum bænda og heyra undir mitt ráðuneyti en á morgun mun umhverfisráðherra sitja ráðstefnu skógræktarráðherranna þar sem fjallað verður um skógræktina almennt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta hefur verið nokkuð langur dagur og dagskráin ströng, enda mikið að skoða og sýna.<span>&nbsp;</span> Þó er það sem við höfum séð aðeins toppurinn á þeim stóra ísjaka sem íslensk bændaskógrækt er.<span>&nbsp;</span> Segja má að hún hafi hafist fyrir alvöru fyrir tæpum 20 árum síðan, þá í smáum stíl á afmörkuðu landssvæði en árangur af henni síkur að bændur og jarðareigendur um allt land óskuðu eftir að fá að taka þátt og hefja skógrækt á sínum jörðum.<span>&nbsp;</span> Skógrækt þessi er nær alfarið kostuð af ríkinu en bændur sjá um gróðursetninguna og umhirðu trjánna.<span>&nbsp;</span> Í fyrstu var markmiðið að hefja á Íslandi timburskógrækt en með tímanum hefur áhersla verið lögð á gildi blandaðra skóga enda fjölþætt notagildi skóganna mun meira en eingöngu timburframleiðsla eins og þið þekkið svo vel.<span>&nbsp;</span> Enn skal á það minnt að þegar landnám hófst hér fyrir um 11 hundruð árum síðan var landið þakið skógi og kjarri.<span>&nbsp;</span> Búseta mannsins, eldgos og hörð veðrátta áttu hvað stærstan þátt í að þeir skógar eyddust.<span>&nbsp;</span> Um aldamótin 1900 var aðeins um 1% landsins skógi vaxið.<span>&nbsp;</span> Nú er stefnt að því að þekja 5% af landinu skógi á næstu 40 árum eða svo.<span>&nbsp;</span> Hvort og hvenær það markmið næst skal ósagt látið og nægir að nefna þá staðreynd að veðurfar er að breytast til hins hagstæðara en jafnframt skal á það minnt að náttúruöfl Íslands eru sterk og við þau ráðum við ekki.<span>&nbsp;</span> Nægir mér að minna á Heklu og umhverfi hennar því til sönnunar sem þið hafið nú farið um í dag.</span></p> <p><span>Skipulag þessarar skógræktar er með þeim hætti að í öllum landshlutum eru starfandi sérstök verkefni sem stýra gróðursetningunni.<span>&nbsp;</span> Jarðir eru metnar og bændum ráðlagt um val á plöntum og þeir aðstoðaðir af fagmönnum um allar framkvæmdir.<span>&nbsp;</span> Ísland hefur mikla sérstöðu meðal hinna norðurlandanna hvað skóg varðar.<span>&nbsp;</span> Varla er hægt að tala um skipulagða nýtingu skógarviðar enn sem komið er en áherslan lögð á gróðursetninguna.<span>&nbsp;</span> Fyrir okkur hefur því verið ómetanlegt að leita þekkingar til hinna Norðurlandanna sem hafa stutt íslenska skógrækt á margan máta og fyrir þann stuðning þökkum við.<span>&nbsp;</span> Flestir okkar fagmenn hafa stundað þar nám og þangað höfum við leitað þekkingar á fjölmörgum sviðum.<span>&nbsp;</span> Við höfum einnig leitað annað og að nokkru leyti má segja að skógræktarátak okkar sé að nokkru sambærilegt við þær skógræktarframkvæmdir sem eiga sér stað á Írlandi og Skotlandi.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Nú er stunduð skógrækt af tæplega 1000 einstaklingum og sannarlega er von okkar að þeir dagar komi að skógar verði taldir til auðlinda landsins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Kæru vinir.</span></p> <p><span>Í dag hafið þið farið um falleg sveitahéruð Suðurlands.<span>&nbsp;</span> Hér er hvað þéttast búið enda Suðurlandið gott til búsetu og einnig skýrist sú búseta af nágrenninu við höfuðborgarsvæðið.<span>&nbsp;</span> Ég vil hins vegar benda á að mjög víða á landinu eru þéttbýlar sveitir og fyrir þá sem ekkert þekkja til hefur það verið markmið okkar Íslendinga að byggja allt landið.<span>&nbsp;</span> Hafið og landið hafa verið þær auðlindir sem við höfum byggt okkar afkomu á og mun svo áfram verða.<span>&nbsp;</span> Með nýrri tækni er búskapurinn að verða léttari fyrir þá sem hann stunda og þrátt fyrir að veðurfar sé ekki eins gott til búskapar eins og víða annars staðar, er vandalaust að rækta hér fjölmargar tegundir af nytjaplöntum sem áður var talið að ekki myndi takast.<span>&nbsp;</span> Kornrækt er í mikilli sókn og hvers konar grænmetisræktun stendur traustum fótum m.a. vegna nýtingar jarðvarmans til þeirra hluta.<span>&nbsp;</span> Og nú á síðustu árum er skógræktin farin að gera sig gildandi.<span>&nbsp;</span> Ég hef þá trú að innan fárra ára verði nýting skógarafurða og atvinna við skógrækt orðinn stór þáttur í landbúnaði á Íslandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu gestir.</span></p> <p><span>Ég vona að þið hafið notið ferðarinnar í dag og séuð margs fróðari um íslenskan landbúnað og íslenska skógrækt.<span>&nbsp;</span> Hér erum við í fallegum gömlum skógarlundi og ætlum njóta matar í friðsælu umhverfi.</span></p> <p><span>Verið þið velkomin og gjörið þið svo vel.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span><a href="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/wordskjol/skogarmalaradherra_18-08-08-danska.doc">Ávarpið á dönsku</a></span></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-08-18 00:00:0018. ágúst 2008Ólafsdalshátíð 10. ágúst 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>flutt á Ólafsdalshátíð 10. ágúst 2008</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Oft hefur það verið mér ráðgáta hvernig við Íslendingar fórum hérumbil á heljarstökki inn í samtímann við lok 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. Aldirnar liðu og atvinnuhættirnir breyttust lítt frá landnámi. Við sátum við árarnar og dorguðum upp við sand, þegar sá guli var utar. Við beittum svipuðum vinnubrögðum við að erja landið og þeim sem við fluttum með okkur frá Noregi á níundu öldinni. Það var því ekki að undra að við upphaf 20. aldarinnar vorum við í hópi fátækustu þjóða Evrópu. Torfbæirnir voru athvarf okkar, þó þjóðir Evrópu og annarra heimsálfa hefðu öldum saman tileinkað sér byggingarmáta úr óforgengilegra efni. Frásagnir forfeðra okkar<span>&nbsp;</span> sýna að vinnubrögðum svipaði til þess sem við nú nemum úr sjónvarpinu hjá þeim þjóðum sem styst eru komnar á hinni efnahagslegu þróunarbraut.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En svo breyttist það allt, nánast sem á svipstundu. 20. öldin er tími þar sem breytingar í íslensku þjóðlífi urðu miklu meiri en á þeim eitt þúsund árum sem þá höfðu liðið frá landnámi. Í samanburði við allt það sem við höfum rætt og skrifað um hina pólitísku þróun sem leiddi til sjálfstæðis okkar, hefur miklu minna verið fjallað um þau risaskref sem við tókum á sviði atvinnumála. Það er þó ljóst að framfarirnar á atvinnusviðinu reistu þær stoðir sem sjálfstætt Ísland byggðist á.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Torfi Bjarnason í Ólafsdal var einn þeirra sem án nokkurra tvímæla var helsti gerandinn í framfaramálum landbúnaðarins og þar með í atvinnumálum okkar. Þó menn greini oft á um hvort einstaklingar séu sjálfstæðir áhrifavaldar í framvindu sögunnar, fer ekki á milli mála að frumkvæði hans og framsýni hafði gríðarleg áhrif. Og nú þegar við horfum til baka, er ástæða til þess að letra nafn hans gullnu letri í bækur þjóðarsögunnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Betur vinnur vit en strit, segir máltækið. Og vitaskuld blasir það við okkur öllum. Það vantaði ekki að forfeður okkur lögðu gríðarlega hart að<span>&nbsp;</span> sér og vinnudagurinn var oft langur og strangur. Árangurinn af þeirri lífbaráttu varð þó ekki í samræmi við erfiðið, eins og við sjáum. Keppikefli forfeðranna var einfaldlega að lifa af. Tækni og þekking og lögmál markaðarins lyftu okkur hins vegar af því stigi og fleytti okkur til þess veruleika sem við þekkjum í dag.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar ég sleit barnsskónum vestur í Bolungarvík á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar voru hinar ágætu Íslandssögubækur Jónasar Jónssonar frá Hriflu viðteknar við uppfræðslu mína og jafnaldra minna líkt og verið hafði um all langt skeið &ndash; og raunar síðar líka- eftir því sem ég best veit. Í Íslandssögubókunum sem ég las, ríkti engin feimni við að draga fram afrek einstaklinga á borð við Torfa í Ólafsdal. Með afdráttarlausum <span>&nbsp;</span>hætti var myndin dregin upp af því afreki sem í því fólst að íslenskir bændur fengu í hendur nýja ljái, skosku ljáina, sem einnig voru kenndir við frumkvöðulinn í Ólafsdal og kallaðir Torfaljáir. Dr. Magnús Jónsson guðfræðidósent skrifar í Sögu Íslendinga að nýju ljáirnir hafi aukið afköst manna við slátt um þriðjung eða jafnvel helming og forðað auk þess skógarleifunum í landinu frá kolagerðinni þar sem nú þurfti ekki lengur að dengja ljáina heita. Það er kannski örðugt að gera sér nú grein fyrir þýðingu þessarar nýju verktækni í bændasamfélagi 19. aldar, en hún var þó geysilega mikil. Torfaljáirnir bitu meira en þeir gömlu og dugðu betur. Þeir voru snar þáttur í heyverkun lengi fram eftir 20. öldinni; sjálfur lærði ég að beita slíku eggvopni í sveit norður í Skagafirði upp úr 1960, þó seint hefði ég talist slyngur á því sviði.<span>&nbsp;</span> Í dag sjáum við slíka ljái helst á byggðasöfnum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er einnig athyglisvert að skoða á hvern veg Íslendingar brugðust við þessu undratæki, Torfaljáunum. Ljáina kom Torfi með sér frá Skotlandi, prófaði þá hér og aðlagaði staðháttum. Sagt er að þeir hafi rutt sér til rúms á þremur árum, 1868-1871.<span>&nbsp;</span> Þetta er í rauninni svipað og gerðist í annarri atvinnulífsbyltingu, það er þegar vélvæðing íslenska fiskiskipaflotans hófst í árslok árið 1902. Þegar sú útgerð byrjaði svo með vertíðarróðrum frá Bolungarvík árið 1903, ríkti almenn ótrú á þetta ókunna verkfæri, en <span>&nbsp;</span>örskömmu síðar var nær allur íslenski bátaflotinn orðinn vélvæddur. Þessi dæmi hvorutveggja eru að mínu viti nokkuð lýsandi fyrir þá framfaraþrá sem leyndist með Íslendingum á þessari tíð. Menn kveiktu strax á möguleikunum sem ný tækni og þekking skapaði. Fyrst gerðist sem sé nær ekkert, en síðan tileinkuðu menn sér nýja tækni og möguleika á ljóshraða. Það var eins og alltaf væri veður til að skapa, á þeim tímum sem fóru í hönd, svo ég vitni til orðalags skáldsins Tómasar Guðmundssonar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En víkjum nú aftur að verkum Torfa og áhrifum þeirra. Hér langar mig að vitna í athyglisverða lýsingu Jóns Jónatanssonar búfræðings og jarðyrkjumanns sem hann brá upp í bréfi til Torfa. Í bréfinu segir:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><em><span>&ldquo;Ég þakka þér kærlega fyrir bréfin bæði og sendinguna á plógnum. Mér þótti sannarlega vænt um að fá að reyna hann og ekki síst þegar sú reynsla varð til að staðfesta það sem ég hef alltaf haldið fram að plógurinn frá þér er hinn lang hentugasti fyrir vorar kringumstæður, - og að við getum aldrei fengið útlendan plóg sem er jafn &ldquo;alsidig" sem þessi ... Ég er svo innilega ánægður með plóginn, að ég skal gjöra allt sem í mínu valdi stendur til að auka útbreiðslu hans ... Ég dáist að því hvílíkt fyrirtak ristillinn er fyrir seiga jörð og sömuleiðis skerinn ... Veltifjölin er ágæt ... Landhliðin einnig ... Gott þætti mér fyrir mitt leyti að sköftin væru ofurlítið lengri ... Ég skal ekki fjölyrða meira um plóginn. Hann er afbragð.&rdquo;</span></em></p> <p><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p><em><span>Afrek Torfa Bjarnasonar var fyrst og fremst í því fólgið að auka þekkingu í íslenskum landbúnaði og kynna nýja möguleika fyrir bændum á Íslandi. Athyglisvert er að hann sótti þekkinguna og hugmyndirnar handan yfir hafið, bæði til Norðurlandanna og til Vesturheims. Sumt af þessari verkþekkingu og tækni var fyrir löngu þekkt utan landsteina okkar, en hafði ekki ratað hingað. Einangrunin hafði orðið okkur sem hinn versti óvinur og hamlaði framförum.</span></em></p> <p><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p><em><span>Stofnun Búnaðarskóla hér í Ólafsdal árið 1880 var vitaskuld gríðarlegt afrek. Gleymum því ekki að aðstæður voru ekki mjög hagstæðar fyrir svo nýstárlega og djarfa hugmynd, svo ekki sé meira sagt. Héðan stóðu yfir mestu þjóðflutningar sem við höfðum nokkru sinni upplifað. Meira en 16 þúsund manns fluttu héðan frá Íslandi og vestur um haf. Þetta var ekki lítill hluti íslensku þjóðarinnar, þegar það er haft í huga að íbúar landsins voru á stofnári skólans, árið 188o um 72 þúsund. Sem hlutfall af þeirri tölu samsvara þessir þjóðflutningar til ríflega fimmtungs þjóðarinnar. Þessar staðreyndir endurspegla hve tímarnir voru erfiðir og þjóðin fátæk og smá.</span></em></p> <p><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p><em><span>Gegn þessum straumi sigldi Torfi í Ólafsdal. Sem rifjar kannski upp spurninguna sem ég tæpti á hér fyrr; um þátt einstaklingsins í að móta framvindu sögunnar. Það fer ekkert á milli mála að Torfi Bjarnason var tvímælalaus gerandi. Það voru ekki aðstæðurnar sem gerðu honum viðfangsefnið kleyft. Þvert á móti. Hann skóp aðstæðurnar og mótaði söguna.</span></em></p> <p><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p><em><span>Uppbygging skólahúsnæðisins hér var líka ævintrýri líkust. Sannarlega naut hann atbeina ýmissa og er of langt mál að telja það allt upp. Hann útvegaði sér mikinn rekavið og norskt timbur og naut fjárstuðnings Vesturamtsins. Þó var hann launalaus við skólastarfið fyrstu þrjú árin sem skólinn var starfræktur. Það var fyrst fimm árum eftir stofnun<span>&nbsp;</span> skólans að hann var formlega samþykktur sem opinber stofnun og fékk þar með nægjanlegt fjármagn til rekstrarins.</span></em></p> <p><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p><em><span>Það hefur verið líflegt um að litast hér í Ólafsdal. Ár hvert dvöldust hér 10 til 12 skólasveinar, flestir á aldrinum 18 til 25 ára og voru látnir sitja yfir bókum 48 stundir<span>&nbsp;</span> á viku, auk verknáms sem tilhlýðilegt var. Og skólastjórinn var ekki aðgerðarlaus. Hann samdi kennslubækur um svo fjölbreytileg efni sem hagfræði, fæðuefni, vatnsveitingu, fóðurjurtir og verkfæri. Og eftir hann liggja 55 greinar í blöðum og tímaritum &ndash; heilli öld fyrir daga internets og ritvinnsluforrita. Í Ólafsdal fengu menn innsýn i alveg nýjan heim. Þar voru meðal annars ræktaðar kartöflur, sem ágætur vestfirskur klerkur séra Björn í Sauðlauksdal hafði kynnt fyrir Íslendingum einni öld áður, raunar eftir að hinn sænski Hastfer hrútabarón hafði gert til þess hálf mislukkaða tilraun á Bessastöðum. Og í Ólafsdal fer einnig sögum af ræktun á næpum, gulrófum, höfrum, bortfellskum rótum, fóðursinnepi og byggi. Er ekki að efa að þetta hefur þótt all mikið nýnæmi hér við Gilsfjörðinn! <span>&nbsp;</span>Í Ólafsdal voru einnig smíðuð verkfæri. Heimildir herma að hér hafi verið smíðuð 800 jarðyrkjuverkfæri</span></em> <span>og tilheyrandi tæki s.s. plógar, herfi, hesthemlar, aktygi, hestakerrur, hestarekur og hjólbörur. Auk þessa 700 ristuspaðar og gífurlegt magn hestajárna, ljáblaða og heynála. Vitað er að þessi verkfæri dreifðust um allt land og hafa þannig stuðlað að aukinni ræktun og ýtt undir framfarir og verkmenningu í sveitunum.<span>&nbsp;</span> <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í rauninni hefur Ólafsdalur ekki einungis verið mennta og fræðastofnun á sviði landbúnaðar á sinni tíð. Hér hefur í raun farið fram umtalsverð verksmiðjuframleiðsla á landbúnaðartækjum sem seld voru um landsins byggðir. Þannig má segja að hin nýja verktækni hafi borist um landið með tvennum hætti. Annars vegar með því að Ólafsdalssveinar tileinkuðu sér hana og báru með sér heim á búin sín, kannski í heimahögunum. Og hins vegar með því að verkfærin voru seld um landið í hendur bænda.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sá minnisvarði sem óbrotgjarnastur verður um líf og starf Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal er örugglega sá að hann jók þekkingu og ýtti þar með undir framfarir í landbúnaði okkar. Það er því örugglega ekki ofmælt sem sagt hefur verið að</span> <span>áhrifin af frumkvæði Torfa í Ólafsdal<span>&nbsp;</span> hafi í raun verið hrein straumhvörf. <span>Þannig átti hann sinn ómetanlega þátt í að skapa þann framfarahug sem einkennir landbúnað okkar daga. Allir sem þekkja til vita að gríðarlegar breytingar hafa orðið í sveitum landins.</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er enginn vafi á því að þessi hugsunarháttur framfara hefur fylgt íslenskum bændum æ síðan. Veit ég vel að þar eiga margir hlut að máli, en Torfi í Ólafsdal var ótvíræður frumherji. Gæfa landbúnaðarins og gæfa þjóðarinnar hefur hins vegar falist í því að þessi framfaraglóð hefur ætíð varðveist í landbúnaðinum. Tækjavæðing og sjálfvirkni sú sem nú einkennir íslenskan búskap er til marks um það. Afköst á öllum sviðum hafa aukist. Fjölbreytni landbúnaðarins er margfalt meiri en hún var; hvað þá ef miðað er við tíma Torfa Bjarnasonar. Sveitaheimili voru fjölmenn fyrrmeir eins og við þekkjum. Húsbændur og hjú og barnaskarinn allur. <span>&nbsp;</span>Í dag afkastar venjulegt íslenskt fjölskyldubú margfalt á við það sem þekktist fyrir aðeins fáeinum áratugum, þó miklu færri hendur vinni þau störf. Þetta köllum við framfarir og þetta eru framfarir. Heyskap er lokið á viku, mjaltir fara fram í hátæknivæddum fjósum, sauðfjárrækt útheimtir allt annars konar vinnu og auðveldari en áður. Og síðan það sem oft gleymist. Landbúnaður er einnig í dag, garðyrkja af margs konar tagi, umsýsla og rekstur frístundabyggða, skógrækt og landgræðsla, ferðaþjónusta af alls konar toga, loðdýrabúskapur, hlunnindanýting, til sjós og lands, í vötnum og ám, alifuglarækt, svínabúskapur, hrossarækt, afþreyingarþjónusta af fjölþættasta tagi og ekki má á þessum orkunýtingartímum gleyma raforkubændunum. Er það þó víðs fjarri að allt sé upp talið sem einkennir íslenskan landbúnað, röskri öld eftir að búnaðarskólastarfsemi stóð hér með mestum blóma.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég er því viss um að Torfi Bjarnason og hans fólk hefðu litið með stolti til búskparins núna og fundist tækifærin óþrjótandi. Draumarnir hefðu ræst með öflugum og fjölþættum landbúnaði, en ótölulega margt hefði einnig gerst sem jafnvel svo stórhuga bjartsýnismaður sem hann hefði aldrei getað ímyndað sér.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það má kannski segja að vel fari á því nú að skírskota til íslensks máltækis og segja að íslenskur landbúnaður hafi þannig goldið Torfalögin með sóma og sann.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir samkomugestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mér er það mikill heiður að undirrita viljayfirlýsingu, ásamt forsvarsmönnum Ólafsdalsfélagsins ses. <span>&nbsp;</span>Er þessi yfirlýsing gerð með skírskotun til þegar gerðrar samþykktar Alþingis. Gert er ráð fyrir að</span> <span>fela félaginu varðveislu jarðarinnar og að gera samning til 50 ára um heimalandið</span><span>. Markmið félagsins er m.a. að standa fyrir endurbyggingu húsakosts og gera staðnum þann sóma sem honum ber. Ég vil þakka forráðamönnum Ólafsdalsfélagsins af heilum hug þann mikla myndarskap og stórhug sem þeir sýna með ákvörðun sinni. Það er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, sem fer með forræði jarðarinnar, sannur heiður að koma að þessu máli með þessum hætti og af þessu tilefni er stefnt að því að leggja fram lítilsháttar heimanmund sem duga mun fyrir leigugreiðslum næstu tíu árin.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í umróti samtímans gerum við aldrei nóg af því að vekja athygli á afrekum fortíðarinnar, sem lagði grundvöllinn að Íslandi samtímans. Það gerum við hins vegar í dag. Hafi forsvarsmenn Ólafsdalsfélagsins ses. heila þökk fyrir framtak sitt og megi ykkur farnast vel í varðveislu og uppbyggingarstarfinu hér á þessum sögufræga stað.</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-08-18 00:00:0018. ágúst 2008Sveitasæla, landbúnaðarsýning og bændahátíð á Sauðárkróki 15. ágúst 2008.

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span><span></span>flutt við upphaf Sveitasælu, landbúnaðarsýningar og bændahátíðar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á Sauðárkróki 15. ágúst 2008.</span></strong></p> <p align="right"><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p align="center"><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar allt velkist um hratt og fátt verður eins og var er ekki óeðlilegt að við spyrjum, hvort okkur sé ógnað eða hvort við sjáum tækifæri í framtíðinni. Íslenskur landbúnaður hefur verið vettvangur tækifæra. Ekki síst vegna þess að menn hafa mætavel gert sér grein fyrir því að fátt<span>&nbsp;</span> er hættulegra atvinnugrein sem vill vera í fararbroddi, en stöðnunin.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Og mönnunum munar annað hvort afturábak ellegar nokkuð á leið, sagði listaskáldið góða Jónas Hallgrímsson. Hann skynjaði það sem við vitum svo vel, að lífsneista hverrrar tíðar verður ekki haldið lifandi nema menn skynji æðaslátt samtímans og hræðist hann ekki.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Landbúnaðurinn hefur svo sannarlega upplifað miklar breytingar. Við sem höfum heyjað okkur nokkra lífsreynslu vitum það. Ótrúlegar breytingar hafa átt sér stað í sveitum landsins. Framfaranna sér hvarvetna stað. Og eitt vitum við. Ef bændur hefðu óttast breytingar væri hér enginn landbúnaður. Þess vegna er það skylda okkar sem viljum landbúnaðinum allt hið besta að tryggja að hann fái að auðgast með nýjum tækifærum og það jafnvel þótt þau virki ógnandi við fyrstu sýn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Íslenskir bændur hafa skynjað æðaslátt samtímans og hika ekki við að takast á við breytingar. Sú ótrúlega fjölbreytni sem er einkenni þess starfs sem í sveitunum er unnið er gleggsta merkið um þetta. Hún er til marks um að bændur hafa tekist óhikað á við breytingarnar. Ekki til þess að verða leiksoppur þeirra, heldur til þess að skynja tækifærin og nýta þau til hagsbóta fyrir það fólk sem starfar að landbúnaði.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á þeim breytingatímum sem við lifum nú skiptir það hins vegar máli að til staðar sé kjölfesta. Landbúnaðurinn er íslensku þjóðfélagi slík kjölfesta. Þess vegna meðal annars, viljum við tryggja hagsmuni hans í hvívetna. Þær breytingar sem fyrirsjáanlegar eru, til dæmis með nýrri matvælalöggjöf, verða gerðar með hagsmuni íslensks landbúnaðar að leiðarljósi. Við munum gera strangar kröfur um heilbrigði matvæla og öll vitum við að slíkt þjónar hagsmunum landbúnaðarins, enda þótt það sé gert í þágu neytenda. Er þetta enn ein sönnun þess að hagsmunir landbúnaðarins og neytenda fara jafnan saman.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Um þessar mundir fer fram þrotlaus vinna á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins varðandi nýja matvælalöggjöf. Við viljum kosta kapps um að vinna þá hluti í sem mestri sátt við bændur og aðra hagsmunaaðila á sviði landbúnaðar. Sjálfur er <span>&nbsp;</span>ég sannfærður um að slíkt samstarf getur dugað okkur til þess að ná niðurstöðu sem verður viðunandi landbúnaðinum og færir honum ný tækifæri.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á undanförnum árum hefur verið lagt mikið fjármagn í uppbyggingu afurðastöðva landbúnaðarins. Ekki síst hér á Norðurlandi vestra. Þrjú af helstu sláturhúsum landins eru til dæmis starfrækt hér í Skagafirði og í Austur og Vestur Húnavatnssýslum auk annarrar starfsemi við úrvinnslu landbúnaðarafurða. Þessi fyrirtæki eru vel í stakk búin til að mæta þeim skilyrðum sem vænta má. Við höfum nefnilega á undanförnum árum undirbúið okkur vel á margan hátt og gerum nú gríðarlega miklar kröfur til matvælaframleiðslu okkar. Nákvæmlega sömu kröfur &ndash; og alls ekki minni - verða gerðar til framleiðslu á öllum matvælum sem hér verða seldar. Slíkt er gert í þágu neytenda og tryggir um leið hina sterku stöðu íslenskrar matvælaframleiðslu, ekki síst framleiðslu á landbúnaðarafurðum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er ljóst að stjórnvöld hafa svigrúm í þá veru að setja skorður við innflutningi á matvælum sem ekki standast ítrustu kröfur. Það er ætlun mín að nýta það svigrúm til hins ítrasta. Ég ætla líka að fullyrða að fáir vilja ganga þannig frá löggjöfinni að hagmunir landbúnaðarins og úrvinnslugreinanna verði fyrir borð bornir. Það er í það minnsta ásetningur stjórnvalda að hagsmuna landbúnaðar okkar sé gætt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hér í Skagafirði sjáum við glæsileg dæmi um það hvernig landbúnaðurinn hefur á öllum tímum svarað kalli tímans. Öflugur og fjölþættur <span>&nbsp;</span>búrekstur um allan Skagafjörð, traust menntasetur landbúnaðarins á Hólum, kröftug úrvinnsla landbúnaðarafurða. Allt er þetta til marks um það góða starf sem hér er unnið á landbúnaðarsviðinu. Allt eru þetta dæmi um landbúnað sem við viljum að geti eflst á komandi árum og við vitum að getur eflst enn í framtíðinni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þess vegna eigum við ekki að óttast breytingar, heldur takast á við þær. Stjórnvöld hafa þar hlutverki að gegna. Það hlutverk felur í sér varðstöðu um hagsmuni landbúnaðarins. Ekki með því að varðveita kyrrstöðuna, heldur með því að auðvelda okkur að takast á við framtíðina og breytingarnar og nýta okkur þau tækifæri sem í þeim eru falin.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Sveitasæla er réttnefni á landbúnaðarsýningunni og bændahátíðinni sem við erum nú í þann mund að hefja. Og það er líka eitthvað svo skagfirskt við þetta nafn. Sveitasæla dregur strax upp í hugann minningar um Sæluviku, sælu og gleði. Við skulum nú í skagfirskri sveiflu, - skagfirskri sælusveiflu, vinda okkur inn í þessa hátíð og sýningu, kynna okkur það sem hæst ber, njóta afþreyingar, en umfram allt að eiga góðar stundir saman og sanna sem fyrr, að maður er manns gaman.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sveitasæla, landbúnaðarsýningin og bændahátíðin er sett.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-07-17 00:00:0017. júlí 2008Afhending Sleipnisbikarsins á landsmóti, 6. júlí 2008.

<p><span>Afhending Sleipnisbikarsins á landsmóti 2008, sunnudaginn 6. júlí kl. 14:30.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Landsmótsgestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sleipnisbikarinn er æðsta viðurkenning sem nokkrum getur hlotnast í hrossaræktinni. Hann hlýtur sá stóðhestur sem efstur stendur í heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi á landsmóti.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sleipnisbikarinn hefur verið veittur samfellt á öllum landsmótum frá upphafi þeirra 1950. Margir hafa verið kallaðir til að hljóta þá viðurkenningu en fáir verið útvaldir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það þarf margt að koma til svo að slíkur árangur náist að hönd sé fest á Sleipnisbikarnum og honum lyft á sigurstundu. Stóðhesturinn sem í hlut á þarf að vera slíkum afburða eðliseiginleikum gæddur að hann sé sannur kyngæðingur en ekkert má heldur upp á vanta að afkvæmi hans njóti framúrskarandi meðferðar og tamningar en þannig er um allt búfé og ekki síst hrosssin sem ræktuð eru til afkasta og fegurðar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hróður frá Refsstöðum vinnur Sleipnisbikarinn í ár og vil ég óska eiganda hans Metta Mannseth á Þúfum í Viðvíkursveit og ræktanda hans Jenný Sólborgu Franklínsdóttur sem lengi bjó á Refsstöðum í Hálsasveit innilega til hamingju með árangurinn. Þá vil ég þakka aðstandendum þessa móts fyrir hversu vel það hefur heppnast, þakka hrossaræktendum öllum og keppendum þeirra þátt og ekki síst ykkur áhorfendum og unnendum íslenska hestsins óþrjótandi áhuga.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú í dag endar þetta glæsilega landsmót, sem er í hugum okkar sem höfum verið hér undanfarna daga, algjörlega ógleymanlegt, bæði sakir góðs undirbúnings en alveg sérstaklega vegna þeirra glæsilegu hesta sem hafa fangað hugi okkar.<span>&nbsp;</span> Gleymum því ekki að hrossaræktin er eljustarf sem engan endi tekur og undirbúningur næstu landsmóta er löngu hafinn í ranni ræktenda víða um land. Engin veit með vissu hvað framtíðin ber í skauti sér. Við lifum á óvissum tímum eins og oft áður en eitt er þó víst: Íslensk þjóð og íslenski hesturinn munu eiga samleið á framfarabraut.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Lifið heil.</span></p> <br /> <br />

2008-07-17 00:00:0017. júlí 2008Opnun Hestatorgs í Rangárhöllinni á Gaddastaðaflötum fimmtudaginn 3. júlí 2008.

<p><span>Opnun Hestatorgs í Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum fimmtudaginn 3. júlí 2008 kl. 19</span></p> <p><span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu gestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er mér í senn heiður og ánægja að fá tækifæri til að ávarpa ykkur hér við opnun Hestatorgsins á landsmóti 2008. Eins og ég gat um í ávarpi mínu í mótskránni er mér til efs að þeir merku og stórhuga brautryðjendur sem grunn lögðu að landsmótshaldinu hefðu látið sér til hugar koma að mótin gætu orðið eins glæsileg og raun ber vitni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hjálpast þar allt að sífellt bætt og aukin umgjörð, byltingarkennd framför í hestakosti, aukinn fagmennska og almennur áhugi á viðfangsefninu. Þrátt fyrir þetta á starf okkar sér enga endastöð alltaf má gera betur og fitja upp á nýjungum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hestatorgið er ein slík en ég hafði gott tækifæri til þess á Heimsmeistaramótinu í fyrra að kynna mér vel starfsemi þess þar, en slík starfsemi er ekki síður mikilvæg hér á heimavelli ef svo má að orði komast. Mér finnst það einnig ánægjuefni að öll samtök og stofnanir sem innan greinarinnar starfa skulu standa sameiginlega að Hestatorginu, það er mikilvægt fordæmi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ein helsta ástæða framfarabyltingarinnar sem átt hefur sér stað í hestamennskunni er aukin kunnátta. Lengi vel var sá misskilningur við lýði að hestamennskan yrði ekki lærð, hún væri meðfædd náðargjöf og eins að árangur í hrossarækt næðist fyrir eitthvert óútskýrt innsæi. Hvoutveggja er þetta misskilningur, hestamennskan er fag sem flestir sem áhuga hafa geta lært og náð árangri í og eins er það með hrossaræktina en ef mikill árangur á að nást krefst það vitaskuld óhemjulegrar ástundunar og það hafa ekki allir aðstöðu eða vilja til að taka þátt í svo löngum spretti. Sumir vilja láta sér nægja minna en þó að setja sig inn í málin og ekki skal gert lítið úr því. Hér á Hestatorginu finna allir eitthvað við sitt hæfi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hestatorgið er mikilvæg viðbót og eflir landsmótin enn frekar, ég óska öllum aðstandendum þess til hamingju með þetta framtak og opna hér með Hestatorgið á landsmótinu 2008.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Skál!!!</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-07-04 00:00:0004. júlí 2008Matís ohf. og Veiðimálastofnun í samstarf og rannsóknir á erfðafræði íslenskra laxfiska, 3. júlí 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>þann 3. júlí 2008</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>við kynningu á samstarfi og rannsóknum Matís ohf. og Veiðimálastofnunar</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á erfðafræði íslenskra laxfiska (laxa, urriða og á bleikjum)</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Ágæta fjölmiðlafólk, rannsóknafólk og aðrir viðstaddir.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil þakka ykkur fyrir að koma hér og vera viðstödd þegar tvö af þeim fyrirtækjum og stofnunum, sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, innsigla samstarf sitt með nýjum samstarfssamningi.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Bæði eru þessi fyrirtæki afar mikilvæg.<span>&nbsp;</span> Matvælarannsóknir Íslands (Matís) er hlutafélag í eigu ríkisins og hefur það að markmiði að efla og þróa íslenska matvælaframleiðslu og efla alþjóðlega samkeppnishæfni hennar, auk þess að stuðla að hollustu og öryggi matvæla.<span>&nbsp;</span> Þá styður Matís vísindastarfsemi háskólastofnana, nýsköpun og sprotafyrirtæki og sinnir samfélagslegum skyldum gagnvart einstökum atvinnugreinum.<span>&nbsp;</span> Líftæknisvið Matís er Prokaria og hefur byggt upp öfluga erfðagreiningadeild.<span>&nbsp;</span> Prokaria er eina fyrirtækið sem byggt hefur upp víðtæka erfðagreiningaþjónustu á dýrum.<span>&nbsp;</span> Sú tækni nýtist við stofngreiningar, t.d. fiskistofna, og við kynbótarstarf í fiskeldi.<span>&nbsp;</span> Prokaria hefur t.d. þróað mörg ný erfðamörk fyrir þorsk og hefur nýlega lagt inn einkaleyfaumsókn á hagnýtingu á 20 þessara erfðamarka. Erfðamörk af þessu tagi geta nýst við rekjanleikarannsóknir, en mikil vakning er í rekjanleikarannsóknum og verður krafa neytandans sífellt háværari um vitneskju um hvort að tiltekinn fiskur sé veiddur úr stofnum sem nýttir eru á sjálfbæran hátt.</span></p> <p><span>Veiðimálastofnun er stofnun sem fer með rannsóknir á lífríki ferskvatns auk rannsókna og ráðgjöf í nýtingu fiskistofna í ferkvatni og í fiskrækt og fiskeldi.<span>&nbsp;</span> Báðar eru þessar stofnanir mjög mikilvægar íslenskum atvinnuvegum, ekki síst á landsbyggðinni þar sem matvælaframleiðsla, veiðinýting og fiskeldið fer að stórum hluta fram.<span>&nbsp;</span> Það að þessi fyrirtæki vinni saman er því afar mikilvægt.</span></p> <p><span>Veiðimálastofnun og Matís munu standa að nánu samstarfi um rannsóknir. Þessar rannsóknir spanna grunn- og hagnýtar rannsóknir í náttúru- og erfðafræði. Veiðimálastofnun hefur stundað stofnerfðarannsóknir á ferskvatnsfiskum og Matís stundað rannsóknir og hagnýtingu á erfðaauðlindum náttúrunnar og hefur byggt upp mikla þekkingu og færni í erfðagreiningu á alls kyns lífverum úr umhverfinu. Samvinna verður við stofnanir og fyrirtæki hérlendis og erlendis. Aðilar<span>&nbsp;</span> munu leitast við að sækja sameiginlega um rannsóknastyrki í samkeppnissjóði, og mynda með öðrum innlendum og erlendum stofnunum sterk rannsóknarteymi.</span></p> <p><span>Aðilar eru sammála um að samstarf sé gagnlegt fyrir báða. Það geti m.a. gert Matís kleift að þróa nýjar vörur og þjónustu í erfðagreiningum og að það geti gert Veiðimálastofnun kleift að hraða upplýsingaöflun og auka þjónustu við stjórnvöld og hagsmunaaðila á sviði stofnrannsókna, nýtingar og verndunar íslenskra fersvatnslífvera, sérstaklega þar sem erfðagreiningartækni getur komið að notum.<span>&nbsp;</span> Þá eru góðir og vaxandi samstarfsfletir í rannsóknum og þróun á fiskeldi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Gott samstarf hefur verið undanfarin ár milli fyrirtækjanna og má þar nefna laxaverkefni sem hefur það markmið að hægt sé að rekja lax til sinnar heimaár/árkerfis. Mikil hnignun hefur átt sér stað í flestum stofnum Norður- Atlantshafslaxins og er hann víða á válista. Mjög lítið er vitað um sjógöngur laxa og hafa rannsóknir byggt á hefðbundnum merkingum og rannsóknum með skipum. Veiðimálastofnun hóf nýlega rannsóknir á farleiðum laxa með rafeindmerkjum og hafa þegar fengist mikilvægar niðurstöður sem marka tímamót í rannsóknum á laxi í sjó.<span>&nbsp;</span> Íslendingar eru því í fararbroddi í rannsóknum á þessu sviði. Alþjóðlegt samstarf á sviði rannsókna á Atlantshafslaxi er í gangi og er lokamarkmið vísindamanna að geta svarað ýmsum spurningum með því að geta rakið laxa í Atlantshafinu til upprunaár/árkefis sinnar. Þetta er mjög metnaðarfullt markmið þar sem hvert land þarf að vinna mikla vinnu bæði í sýnasöfnun og erfðagreiningum. Íslendingar virðast komnir einna lengst í því að vinna &ldquo;heimavinnuna&rdquo; sína og er nú stefnt að næsta skrefi rannsóknarinnar sem tengist sjógöngulaxinum. Þar er stefnt að samvinnu við fiskveiðiflotann um að safna sýnum úr laxi sem slæðist með í veiðiafla skipanna. Marmiðið er að geta rakið fiskinn til uppruna síns.<span>&nbsp;</span> Með öflugan arfgerðagagnagrunn er hægt að upprunagreina lax í sjó til sinnar uppeldisstöðva. Þannig má kortleggja dreifingu og farleiðir laxa á mismunandi tímum eftir uppruna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er því sönn ánægja að staðfesta samstarfssamninginn og styrkja þannig öflugt starf þessara fyrirtækja sem eru undir styrkri stjórn þeirra Sjafnar og Sigurðar.<span>&nbsp;</span> Þau munu án efa svara spurningum ykkar ef einhverjar eru.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-06-09 00:00:0009. júní 2008Workshop II on Responsible fisheries management in Icelandic waters monday 9th. of June 2008

<p style="text-align: center;"><strong><span>Address by the Icelandic Minister of Fisheries and Agriculture,</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>Einar Kristinn Guðfinnsson</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>Given at the the Workshop II</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>on Responsible fisheries management in Icelandic waters</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>monday 9th. of June 2008</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><span></span></p> <p><span>Ladies and Gentlemen.</span></p> <p><span>In one of his genius novels, the Icelandic Nobel Prize winner, Halldór Kiljan Laxnes, had one of the main characters state the following, and I quote in an information translation: “<em>What you are entrusted with&nbsp; -&nbsp; you are entrusted with</em>” end of quote. Here the author is referring to how one shall not fail in the duties one shoulders.</span></p> <p><span>&nbsp;To me this short but magnificent sentence contains the core of the ideology of responsibility that every fishing nation must adopt and follow.&nbsp; The goal of the utilization of natural resources in the interest of the nation is first and foremost twofold:&nbsp; one, to handle the resources cautiously, and two, to utilize the resources in a manner that provides the best living standards possible.</span></p> <p><span>I have become aware in various parts of the world how Iceland is regarded to some extent as a model in terms of the utilization of the natural resources of the sea. Of course, we take pride in such praise.&nbsp; I wish to emphasize, nevertheless, that we can do better in many respects, in fact, much better!&nbsp; I am not saying this out of pure modesty - definitely not.&nbsp; It is my firm belief that the main reason for us generally having tried to approach our utilization of the natural resource on grounds of long-term interests, is simply that we had no other alternative. We rely and have based our livelihood on the natural resources. This is why it has been clear to us right from the beginning that we must see to their utilization in a manner that enables us to hand them over to the coming generations in at least the same condition as it was when we received them. This is where our interests lie. It may therefore be said that we are driven by the interests entailed in carefully managing the natural resources, although there are different opinions how this is best ensured.</span></p> <p><span>&nbsp;Obviously, there is much temptation to act differently in times and under circumstances we are faced with several other options.&nbsp; In such times the stakes may be less and occasionally results in people losing track of where they are headed.&nbsp; Of course it goes without saying that in instances where the relative importance of the fishing industry in society is less, people may focus less on the utilization of this natural resource.</span></p> <p><span>There is every reason to emphasize that the management and utilization of the marine resources are never an easy task and many factors that must be included in the equation. In utilizing the marine resources in a sensible manner, we must remember that we are not tackling situations where all factors of the equation are known - far from it!&nbsp; This is a complex interaction of factors that in turn are affected by various things.&nbsp; We are not only talking about the utilization by mankind as being the only contributing factor; we must also understand the complex interaction in the ocean. This is why our answer is first and foremost entailed in increasing research and thereby casting a clearer light on the ecosystem here being addressed.</span></p> <p><span>&nbsp;Changes in the temperature of the sea, the changing utilization of individual fish stocks, just to mention a couple of examples, are deemed as playing a major role in terms of comprehending the status of individual fish stocks. It is quite clear; for example, that the growth of the whale stocks here at the North Atlantic has had a negative impact on the size of various fish stocks, and also that the whale is literally in direct competition with man regarding the utilization of the fish stocks. This is a classic example of the interaction between a predator and a pray. This is why we believe that utilizing the whale stocks is an unavoidable part of utilizing the natural resources of the ocean in the best and most feasible manner. In order to strengthen one fish stock, we must know how to utilize another one that may be in competition for feed, or is perhaps the basis of the feed of the stock that we want to preserve and base our livelihood on.&nbsp; The classic example in Iceland is the interaction between capelin and cod. The capelin is the cod’s most important forage, yet is also an important commercial stock.&nbsp; We manage our utilization of this stock in a manner that prevents us from jeopardizing the strengthening of the cod stock. This tells us how we must always focus on many factors in our utilization of the marine resources.&nbsp; This, however, can only be done through the best available knowledge and expertise.</span></p> <p><span>Marine research in Iceland is extensive, yet more needs to be done.&nbsp; Over the years, we have emphasized increasing such research and calling for as varied views as possible from all aspects of science.&nbsp; We have furthermore sought the views of fishermen and fishing vessel operators, as I regard it as a prerequisite for us being able to arrive at a sensible conclusion to hear the opinions of as many as possible and to fuel debate.&nbsp; Decisions derived from such a standing are not always easy ones, and in the short term they may cause much difficulty, particularly for those who have the greatest interests to protect. Striking and ignoring knowledge, however, is not an option in my opinion - in fact it is totally unthinkable!&nbsp; We have no option but to base our actions on the best available knowledge, which we must seek with our scientists and those who possess the most experience, the fishermen and the fishing vessel operators.</span></p> <p><span>As your are all aware of a decision was made in Iceland last year to decrease the total allowable cod catch, the cod TAC, by one third. This was not, - I repeat NOT -, because of any collapse of the Icelandic cod stock. The stock had decreased, however, recruitment was not sufficiently good, and neither the size of the stock nor the spawning stock was acceptable. Fortunately, we had various options and were not in a position of being forced to do just anything. We could, for example, postpone addressing the problem without placing the cod stock in major jeopardy. This would have potentially weakened the stock and eventually we would of course never have been able to refrain from taking measures. Problems regarding resource utilization do not vanish into thin air just by people trying to ignore them.&nbsp; As a responsible nation we surely had to strengthen the cod stock, this our most important fish stock, in order to render it able to continue being a pillar in the Icelandic economy. This is why we chose to do the sensible thing to strengthen the cod stock again, namely expand it in order to generate the best yield and also to facilitate fisheries from the stock at minimum cost.&nbsp; The short-term impact will be negative and will unavoidably affect some more than others. As a nation, we try to shoulder this responsibility and attempt to even out the burden even though it is clear to us that those who will be hit the hardest by such measures are those who had the most interests to protect regarding the fisheries and processing of cod.</span></p> <p><span>I have frequently been asked whether this was not a hard decision to make.&nbsp; There is a simple answer to this question: yes - this was indeed a very difficult decision! Damn hard indeed ! The consequences, for example, affected the most the areas that I represent as a parliamentarian.&nbsp; I was born and raised in a fishing village that bases its entire livelihood on cod fisheries – I used to work in the fishing industry and I have worked in close proximity with people who totally rely on their income from the utilization of this fish stock. The impact was therefore very clear to me. But then again, this clearly illustrates how we take our role as a responsible nation very seriously.&nbsp; The fact that I, in my capacity as the minister of fisheries, was prepared to enter into this kind of a decision illustrates more than anything our position.</span></p> <p><span>This decision was furthermore much disputed for many reasons.&nbsp; There are those who questione the scientific grounds and those who felt that we should take things more slowly.&nbsp; Of course, these are matters that will always be disputed.&nbsp; One thing is clear, however, namely that when such a decision is made the main thing is having identified and knowing the goal and how to realize it. We all know how easy it is to get lost on the track.&nbsp; We all know how simple it is for those who focus on the short term to just take the easy and comfortable path.&nbsp; Such a path, however, is not one that yields good results although it may be popular for the time being.&nbsp; The main thing is that if one does not set the course straight, one is faced with the risk of being blown off course in the turmoil of the political winds and hardly make any progress at all. Demagoguery is not what we need when setting the course in important matters. A politician who has received the trust of the nation in public elections and been given an extensive mandate must of course focus on long-term strategies and must base his or her decisions on clear ideology and ethics.</span></p> <p><span>&nbsp;In this respect, of course, it is essential for the views on sustainable utilization and long-term focus being acknowledged in the society. Realizing when such a situation emerges may be difficult; however, the prerequisite for this is debate with the participation of many people. I believe that the discussions that have taken place in Iceland on the utilization of the marine resources and on how short time has passed since Iceland obtained full sovereignty over its economic zone, contributed to increasing the nation’s understanding for the importance of safeguarding and carefully managing the natural resources of the ocean.</span></p> <p><span>As will be discussed here we have now received the estimates and recommendation on next years TAC. Without going into any details, I just want to draw your attention to the fact, that when it comes to the cod stock, we already last year, laid out the groundrules for the future decision. And according to those decisions, which at that time was approved by the Icelandic government, the TAC for cod will be 130 thousand tons next year. With reference to other species I will discuss that further with our scientists and the interesting parties and I am planning to issue the quotas before the end of this month.</span></p> <p><span>Ladies and gentlemen.</span></p> <p><span>Sustainability is a term which I have frequently referred to during my presentation. This is in no way surprising. Ever since its emergence as an accepted part of the ecological jargon it has been a focal point in all international discussion of fishery issues and the utilisation of natural resources. Fish buyers today are much more concerned about whether they are buying fish that has been caught in a responsible and sustainable manner. Demands for products from sustainable fishery are becoming more vociferous and more frequent. More and more often, fish exporters are forced to answer questions on the state of the fish stocks, on advisory matters related to fishing, on the position of the Government towards fishing issues, and so on. And they must be prepared with answer to these questions. The Marine Stewardship Council (MSC) has been very active in this area, and it can be said that MSC and its labelling has virtually been a dictator in placating the market. In Iceland, we are of the opinion that MSC’s approach does not protect our interests, and therefore we have worked toward creating our own Icelandic label.</span></p> <p><span>In early August 2007, the Statement on Responsible Fisheries in Iceland was issued. The Statement is based on the conviction that the term “Icelandic fisheries management” has a positive connotation in the minds of people acquainted with the fishing industry. In the Statement, responsible parties within the industry – administrators, researchers, and other experts – describe how the Icelandic fisheries management system works. Since the Statement was issued, standards have been in preparation, and that work is progressing apace. Once the standards are fully developed, producers of fish products can receive certification from independent parties, meaning that the product offered for sale has been made from raw materials obtained in accordance with the Icelandic fisheries management system. This sort of certification will be a great step forward in terms of satisfying the demands of the marketplace. Upon receiving certification, manufacturers will be allowed to place a special label on their products, confirming that the requirements set by the system have been met. The Statement is a preparatory step for the certification process and has been issued primarily to emphasise that Icelanders are engaged in responsible fishing. The Statement on Responsible Fisheries has drawn well-deserved attention and is accessible in English, German, and French on the website www.fisheries.is.</span></p> <p><span>&nbsp;This work is based on the FAO guidelines, which were approved by the FAO Committee on Fisheries (COFI) in 2005. In March 2007, it was decided that the guidelines should be expounded and developed further, especially the chapter on minimum substantive requirements and criteria, which details the requirements that must be met with respect to fisheries management systems, fish stocks, impact on ecosystems, and other factors. The results of this work by the Committee are expected in the near future, and at that point we expect it will be possible to advertise the Icelandic standard.</span></p> <p><span>Closely connected to this are demands for safety and traceability of marine products. These demands are constantly increasing and can be expected to increase even more in the future. Traceability of a product actually means that it is possible to track the product, that it is possible to discover that product’s history – from the cradle to the grave, as it were – or to describe the path it has followed. In many respects, Icelanders are ahead of other nations when it comes to having an overview of catching fish, processing it, and selling the product. Traceability of marine products is the foundation for our being able to demonstrate whether Icelandic fisheries are sustainable or not. The environmental impact of the industry can be measured using methods such as LCA, or Life Cycle Analysis. Such methods enable us to determine how much impact a marine product has on the environment, all the way from the sea to the stomach of the consumer. We can then use this information in eco-labelling; we can tell our consumers that a given product has been manufactured without undue strain on natural resources, and that the producer is on the lookout for ways to minimise pollution in the manufacturing process. In this way, we can meet the demands of consumers who consider these matters important, and we can even generate discussion that may reach people who have not been especially concerned about environmental affairs.</span></p> <p><span>Ladies and gentlemen.</span></p> <p><span>Recent years have seen the Icelanders – both authorities and industry representatives - having to spend increasing time and effort explaining their fisheries policy, constantly pointing out and emphasizing how it is based on the ideology of sustainable utilization. One of the reasons for this time and effort are all kinds of nonsense and incorrect statements. Known organizations have literally presented distorted information that has proved difficult to correct. An example of this is the well known organization, World Wildlife Fund, the WWF, which has asserted in some of its publications and websites, among other things, that cod is facing extinction.&nbsp; WWF and others which behave likewise are acting as if there were only one fish stock in the world, called cod, and is subject to the same kind of fisheries management worldwide.&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;Needless to say, it is totally intolerable for a responsible fishing nation being subjected to such unbelievable distortions that damage our reputation and cause problems at our markets. One cannot but wonder why an organization that wants to be taken seriously behaves in this manner?</span></p> <p><span>&nbsp;We, the Icelandic people, have proved by our actions that we are prepared to enter into difficult decisions that cause temporary economic difficulties, decreased national income, and market restraints in the short run if the result of such measures strengthen our fish stocks. It is our firm belief that we have in fact only one real and responsible option - namely to work on grounds of sustainable utilization!</span></p> <p><span>I take the liberty of claiming that the state of the fish stocks in the Icelandic waters indicates that some achievements have certainly been made in recent years and decades - that today we operate a solid fishing industry capable of adjusting to changed circumstances. This does not mean, however, that we cannot do better - far from it!&nbsp; The task at hand, of course, is to do better, to learn from experience.&nbsp; In this respect, we must comprehend the importance of us basing our actions on caution and knowledge, accepting that our knowledge is limited and that the conditions are constantly changing - we must stay alert and adjust to such changes.&nbsp;Let us remember that the forces of nature cannot be controlled, however, through sensible fisheries management we may affect developments.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-06-02 00:00:0002. júní 2008Sjómannadagurinn 1. júní 2008

<p align="center"><strong><span>Ræða Einars Kristins Guðfinnssonar</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á sjómannadeginum 1. júní 2008</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>flutt á hátíðardagskrá í Reykjavík</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Ágætu sjómenn, fjölskyldur sjómanna og aðrir þeir sem á mál mitt hlýða.</span></p> <p><span>&bdquo;</span><span>Flest íslensk þéttbýli voru byggð úr þorskbeinum, þau eru stoðirnar undir hvolfþak draumanna.</span><span>&ldquo;</span> <span>Þannig kemst Jón Kalmann Stefánsson rithöfundur að orði í frábærri bók sinni Himnaríki og helvíti sem út kom nú fyrir jólin. Í þessari meitluðu setningu er sannleikur málsins falinn. Íslenskt þjóðfélag byggðist vegna framfara í sjávarútvegi. Það var sjávarútvegurinn sem færði okkur út úr örbirgðinni til allsnægtanna - þorskbeinin voru og eru sem sagt, stoðirnar undir hvolfþak draumanna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Og þetta gerðist á undraskömmum tíma. Á rífri öld urðum við velsældarþjóðfélag, drifið áfram af krafti sjávarútvegsins. Skynsamleg auðlindanýting, gott skipulag, framtak einstaklinganna, atgervi og dugnaður sjómanna og fiskverkafólks smíðaði þær undirstöður sem þjóðfélag okkar byggir allt sitt á. Þrátt fyrir aukna fjölbreytni atvinnulífsins er sjávarútvegurinn sem fyrr burðarstoðin, sem sjálf þjóðfélagsbyggingin er reist á.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En það er alls ekki sjálfgefið að þetta sé svona. Við þekkjum mýmörg dæmi<span>&nbsp;</span> um lönd sem bjuggu við miklu ríkari auðlindir til lands og sjávar þar sem lífskjörum hefur ekkert fleygt fram. Þau hafa jafnvel versnað. Er það ekki umhugsunarefni fyrir þjóð eins og okkar sem reiðir sig svona mikið á auðlindanýtinguna úr hafinu?</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ábyrgð okkar sem nú erum ofar moldu er mikil. Okkur er trúað fyrir auðlind sem getur verið sem fyrr uppspretta góðra lífskjara. Við eigum miklar skyldur við samtímann, en ríkastar eru skyldurnar þó við komandi kynslóðir, sem engu fá um það ráðið hvernig við göngum fram við að búa okkur til verðmæti úr auðlind sem ekki er ótakmörkuð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta er stærsta viðfangsefnið okkar. Við skulum líka viðurkenna að hér er mjög úr vöndu að ráða. Mat á stærð fiskistofna er ekki auðvelt viðureignar. Þrátt fyrir að við höfum aukið hafrannsóknir okkar, kallað eftir fjölbreyttari viðhorfum víða að úr vísindasamfélaginu, aukið samráð og leitað álits manna annars staðar að úr heiminum, er engu að síður mikill ágreiningur um mat á stærð fiskistofna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það hefur verið kallað eftir því að við tökum meira og betra tillit til fiskifræði sjómannsins. Það er sjálfsagt að virða það viðhorf og það hef ég reynt að gera með samtölum við fjölmarga sjómenn og útvegsmenn víða að af landinu. En jafnvel það gefur ekki eina eða einhlíta niðurstöðu. Sýn manna á hvað skynsamlegast sé að gera er alls ekki alls staðar hin sama. Veturinn í vetur var gott dæmi um það. Á meðan sumir <span>&nbsp;</span>sjómenn og útvegsmenn hvöttu mig til að auka loðnuveiðar, fékk ég áskoranir frá öðrum um <span>&nbsp;</span>banna þær með öllu. Hér á það við sem oft hefur verið sagt. Sínum augum lítur hver á silfrið; silfur hafsins, svo ég yfirfæri viðurkennt hugtak yfir á alla fiskistofna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við slíkar aðstæður gildir það eitt að fylgja meginreglum<span>&nbsp;</span> og taka þá ákvörðun sem telst skynsamlegust. Í stjórnmálum á hið sama við og þegar skipstjóri stýrir skipi sínu. Í báðum tilvikum verða menn að vita hvert þeir ætla og styðjast við þau bestu siglingatæki og kort sem fáanleg eru. Einungis þannig komast menn heilir í höfn að lokum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fyrir ári síðan stóð ég sömu sporum hér á Sjómannadegi og hafði nýverið fengið í hendur tillögur vísindamanna okkar um hámarksafla fyrir næsta fiskveiðiár. Þær boðuðu ekki góð tíðindi og sannarlega var úr vöndu að ráða. Eftir miklar viðræður við fjölmarga aðila varð niðurstaðan sú að draga mjög verulega úr veiði á þorski, jafnframt því að gripið var til margvíslegra ráðstafana af hálfu hins opinbera til þess að treysta innviði þeirra samfélaga sem verstan tekjuskellinn fengu vegna minni aflaheimilda í þorski. Enginn skyldi gera lítið úr alvarlegum afleiðingum þess að þorskaflinn var dreginn svo mjög saman. Störfum fækkar og tekjur fólks lækka. Fyrirtæki þurfa að breyta rekstri sínum og takast á við sömu skuldir með minni aflaheimildir til að vinna úr.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En enn sem fyrr sýndu stjórnendur og annað starfsfólk í sjávarútvegi þá ótrúlegu útsjónarsemi sem hefur verið aðalsmerki þessarar atvinnugreinar. Menn hafa fundið leiðir til að búa til meiri tekjur úr minni heimildum, m.a. með hjálp þeirrar stórkostlegu tækni, sem einkennir fiskvinnslu og fiskveiðar okkar. Hækkun afurðaverðs í þorski og lækkun gengis íslensku krónunnar hefur vegið á móti þeirri tekjuminnkun sem þorskaflaskerðingin hefur valdið atvinnugreininni og gert mönnum auðveldara en ella, að sigla í gegn um þennan mikla brimskafl. Á erlendum mörkuðum er þessi ákvörðun tekin til marks um að við Íslendingar séum sú ábyrga auðlindanýtingarþjóð sem orð hefur farið af. Enginn vafi er á því að þetta hefur skilað okkur árangri í markaðsstarfi og á sinn þátt í því að tryggja orðstí okkar um komandi ár.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á þessari stundu vitum við ekki hvað framundan er varðandi hámarksafla komandi fiskveiðiárs. Tillögur fiskifræðinga liggja ekki fyrir, - <span>&nbsp;</span>hvað þá ákvörðun stjórnvalda. Nema að því leiti, að á síðasta ári var ákveðið hvernig nýtingarstefnu næsta fiskveiðiárs yrði háttað, hvað þorskinn áhrærði. Við tókum sem sé ekki bara ákvörðun um þriðjungs lækkun þorskafla þessa fiskveiðiárs, heldur var einnig ákveðið að á komandi árum verði veiðihlutfallið í þorski 20% af viðmiðunarstofni og að á næsta fiskveiðiári yrði aftur tekin upp sú sveiflujöfnun sem hefur verið við ákvörðun heildarafla. Þá var sú ákvörðun jafnframt tekin í fyrra að aflamark í þorski yrði aldrei lægra á næsta fiskveiðiári en 130 þúsund tonn. Þannig var stefnan mörkuð í fyrra til lengri tíma. Það er í samræmi við óskir manna í sjávarútvegi, sem<span>&nbsp;</span> kallað hafa eftir því að dregið yrði úr óvissu og menn vissu sem mest og best um leikreglurnar sem ynnið yrði eftir á komandi árum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er líka sanngjörn krafa. Sjávarútvegurinn okkar hlýtur að eiga heimtingu á því gagnvart stjórnvöldum að leikreglurnar séu sem skýrastar. Óvissan er versta fylgikona hvers atvinnurekstrar. Nægir eru þó óvissuþættirnir í atvinnugrein sem keppir á grimmum alþjóðlegum samkeppnismarkaði<span>&nbsp;</span> og á líf sitt undir sjávarafla, sem getur verið svipull, eins og máltækið hefur kennt okkur í gegn um aldirnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Íslensk stjórnvöld hafa að undanförnu undirbúið svar til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna þeirra sjónarmiða sem nefndin setti fram um íslenska fiskveiðistjórnarkerfið. Frá upphafi hafa þessi mál verið tekin föstum tökum af okkar hálfu. Kvaddir hafa verið til hinir færustu menn til þess að fara yfir álitið. Það var þýtt á íslensku af stjórnvöldum, kynnt í tímariti lögfræðinga, rætt á Alþingi, farið ofan í saumana á því í viðeigandi þingnefnd og ítarlegt og vel rökstutt svar, sem kynnt var Alþingi á fimmtudag, verður sent nefndinni á tilsettum tíma. Er mér til efs um að finna megi dæmi um af viðlíka tilefni, að stjórnvöld annarra ríkja hafi brugðist svo ákveðið og markvisst við.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar þessi mál eru rædd er afar mikilvægt að undirstrika að sjávarútvegur okkar er undirstöðuatvinnugrein sem verður að lúta sömu hagræðingarkröfum og aðrar atvinnugreinar. Ella verður hann einfaldlega undir og laðar ekki til sín það fólk sem hann þarf á að halda. Víða um heim má einmitt sjá dæmi um sjávarútveg sem orðið hefur þeim örlögum að bráð. Sjávarútveg sem ekki hefur verið álitin alvöru atvinnugrein og er því ekki áhugaverður sem vettvangur lífsstarfs.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við þurfum að tryggja að okkar sjávarútvegur verði alltaf eftirsóttur starfsvettvangur, hvort sem er til sjós eða lands. Þar þurfum við á okkar besta fólki að halda. Slíkt mun hins vegar ekki verða, ætli menn að sækja fyrirmyndir að skipulagi hans til landa sem glutrað hafa niður sóknarfærum á þessu sviði. Við eigum eingöngu að horfa til þeirra landa sem hafa náð bestum árangri í leit að fyrirmyndum. Við getum ekki leyft okkur neitt annað en að keppa að því að vera alltaf í fremstu röð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Því miður er alltof oft horft framhjá þessum þætti málsins, þegar málefni sjávarútvegsins eru rædd. Við getum aldrei liðið það að sjávarútvegurinn okkar verði fátæktariðnaður, sem menn hafa ekki áhuga á að stunda. Slík dæmi þekkjum við hins vegar víða um lönd og álfur, þar sem auðlindanýtingin hefur orðið skammtímahugsuninni að bráð eða þar sem sóknin í sjávarfangið hefur ekki lotið almennu skipulagi sem stuðlað hefur að hámarksafrakstri. Það eru víti til að varast.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Ágætu íslenskir sjómenn og fjölskyldur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En handan við kólguna kalda<br /> býr kona, sem fagnar í nótt<br /> og raular við bláeygan, sofandi son,<br /> og systur hans, þaggandi hljótt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við skulum líka á þessum hátíðisdegi hugsa til fjölskyldna sjómanna. Þetta er ekki síður þeirra dagur. Dagurinn sem í 70 ár hefur sameinað sjómannsfjölskyldurnar í hátíð og gleði, en einnig oft í ljúfsárri minningu um föður eða son, góðan félaga eða vin sem hnigið hefur í vota gröf. <span>&nbsp;</span>Með markvissu átaki, baráttu sjómanna og útvegsmanna og góðum skilningi hefur sem betur fer tekist að fækka banaslysum til sjós. Því miður hefur það ár sem liðið er frá síðasta sjómannadegi þó ekki verið án slysa <span>&nbsp;</span>þar með banaslyss, sem tengjast sjómannsstarfinu.<span>&nbsp;</span> Það segir okkur það eitt að sem fyrr og um alla framtíð verða öryggismál sjómanna að vera forgangsverkefni okkar. Um það er mikil sátt og samhugur í samfélagi okkar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sjómannadagurinn er einstakur dagur í íslensku samfélagi og er haldinn hátíðlegur víðast hvar við sjávarsíðuna. Nú og í gær hafa tugir þúsunda manna vísast komið saman til þess að taka þátt í hátíðahöldunum. Jafnt til þess að gleðjast með sér og sínum, en einnig til þess að sýna góðan hug íslensku þjóðarinnar til sjómanna og fjölskyldna þeirra og láta þannig í ljósi þakklæti fyrir þau þýðingarmiklu störf sem sjómenn inna af hendi fyrir okkar íslensku þjóð. Saga sjómannadagsins í sjötíu ár sýnir okkur þetta svo ekki verður um villst.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Íslenskir sjómenn mega vera stoltir af starfi sínu og íslenska þjóðin er stolt og þakklát fyrir það undirstöðustarf sem sjómenn vinna í þágu þjóðarinnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Kæru sjómenn og fjölskyldur. Til hamingju með daginn, til hamingju með sjómannadaginn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-05-31 00:00:0031. maí 2008Enduropnun Sjóminjasafnsins í Reykjavík 31. maí 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>við enduropnun Sjóminjasafnsins í Reykjavík,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>31. maí 2008.</span></strong></p> <p><span>Góðir hátíðargestir.</span></p> <p><span>Íslensk saga og íslensk menning verða ekki aðskilin. En til að varðveita hvort tveggja þarf að hlúa að þeim og gæta þess að ekki falli í gleymsku ýmsir þeir þættir sem sagan og menningin byggjast á. Sjóminjasafnið í Reykjavík ber þessa fagurt merki. Nú er mikil uppskera í húsi sem vert er að halda upp á og ánægjulegt að safnið sé nú opnað aftur með viðhöfn í tengslum við <em>Hátíð hafsins</em>.</span></p> <p><span>Barátta íslenskra sjómanna við náttúruöflin var lengst af háð við erfiðar aðstæður. Segl og árar, máttur og afl mannsins var það sem menn höfðu til að bera. Það gerðist í rauninni fátt í hér um bil eitt þúsund ár. Auðvitað þróuðu menn veiðarfæri sín eitthvað, vitaskuld lærðu menn stöðugt betur á baráttuna við náttúruöflin en merkilegt er að allt fram yfir aldamótin 1900 beittu menn sömu tækni við fiskveiðar og gert hafði verið öld eftir öld allt frá því að land byggðist.</span></p> <p><span>Eftir aldamótin gjörbreyttust hlutirnir. Með vélvæðingu íslenska fiskiskipaflotans, með upphafi togaraútgerðar og vélvæðingu fiskvinnslunnar í landinu á þriðja áratug aldarinnar. Þetta var hin íslenska iðnbylting reynd. Það er í raun og veru ótrúlegt ævintýri að hugsa til þess að einungis rúmlega ein öld er liðin frá þessum tíma.</span></p> <p><span>Ég er þeirrar skoðunar að við nútímamenn höfum of lítið hugað að þessu sögulega samhengi. Ég tel ennfremur að sjávarútvegurinn eigi hér sérstökum skyldum að gegna. Okkur ber að minnast þessara hluta, okkur ber að setja þjóðfélagsbreytingar tuttugustu aldarinnar í samhengi við þær breytingar og þær framfarir sem sjávarútvegurinn stuðlaði að og var aflvaki fyrir. Það stendur engum nær en okkur. Þessu eru einmitt gerð verðug skil hér á efri hæð safnsins þar sem við getum fetað okkur eftir framfarasporunum í sjávarútvegi á sýningunni <em>Frá örbirgð til allsnægta</em>.</span></p> <p><span>Breytingarnar eru undraverðar, þær gerast svo hratt. Verkskipulag í fiskvinnslu sem var við lýði þegar ég sló úr pönnum í íshúsinu í Bolungarvík er löngu úrelt og pönnurnar orðnir safngripir hér. Það segir þó vonandi ekkert um örlög mín í bráð! <span> </span></span></p> <p><span>Hér getur að líta fimm glæsilegar sýningar og án þess að ég ætli að gera upp á milli þeirra með nokkrum hætti, þá gleður það mig óneitanlega mjög að sjá að<span> </span> Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði á hér hlut að máli, þar sem hákarlasýningin er. Þá er auðvitað sérstaklega mikill fengur að Óðni sem nú verður til sýnis hér fyrir utan. <span> </span></span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Eins og glöggt má sjá er unnið af miklum metnaði. Með þrotlausri elju og ómældum dugnaði hefur starfsfólk safnsins, með forstöðukonuna Sigrúnu Magnúsdóttur í broddi fylkingar, lyft grettistaki og það líklega án þess að spyrja um laun að<span> </span> kveldi.<span> </span> Ég ítreka það sem ég sagði hér í upphafi að það er mikilsvert að við gleymum hvorki uppruna okkar né sögunni.<span> </span> Hvort tveggja ber okkur að viðhalda og varðveita. Það er gert hér með glæsibrag.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ég óska ykkur og Íslendingum öllum til hamingju með framtakið. Megi Víkin vaxa og dafna í framtíðinni.</span></p> <p> </p> <br /> <br />

2008-05-30 00:00:0030. maí 2008Aðalfundur Landssambands fiskeldisstöðva 30. maí 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á ársfundi Landssambands fiskeldisstöðva</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>haldinn á Akureyri 30. maí 2008.</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu ársfundarfulltrúar!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er mikið ánægjuefni hitta ykkur fiskeldismenn hér í dag, ekki síst þar sem nú er orðið ljóst að lagafrumvörp sem ég lagði fram á vorþinginu og tengjast fiskeldi hafa verið samþykkt af Alþingi og verða að lögum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hér er í fyrsta lagi um að ræða ný lög um fiskeldi en með þeim eru sameinuð í ein lög ákvæði sem voru í lögum nr. 57/2006, um eldi vatnafiska og lögum nr. 33/2002, um eldi<span>&nbsp;</span> nytjastofna sjávar, sem bæði hafa verið felld úr gildi. Einnig er í nýju lögunum gert ráð fyrir að stjórnsýsla og eftirlit með fiskeldi verði að mestu flutt til frá Matvælastofnun til Fiskistofu. Áfram er þó að sjálfsögðu gert ráð fyrir að Matvælastofnun fari með eftirlit með lögum og stjórnvaldsreglum sem lúta að matvælaeftirliti og heilbrigði eldisfiska. Þá er í lögunum gert ráð fyrir að fiskeldisnefnd starfi ekki lengur eftir gildistöku þeirra en fiskeldið heyrði undir tvö ráðuneyti, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti fram að síðustu áramótum og var nefndin eins konar samvinnuvettvangur þessara ráðuneyta. Þar sem atvinnugreinin heyrir nú undir eitt ráðuneyti er ekki er lengur talin þörf á að hafa slíkan samvinnuvettvang. Að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir breytingum á framkvæmd eða inntaki stjórnsýslu og eftirlits í þessum málaflokki.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í öðru lagi er hér um að ræða lög um breytingar á ýmsum lögum vegna flutnings stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna á sviði lax- og silungsveiði, fiskræktar o.fl. til Fiskistofu. Með þeim er gert ráð fyrir að öll starfsemi samkvæmt lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði, lögum nr. 58/2006, um fiskrækt og fleiri verkefni sem varða stjórnsýslu og eftirlit með ferskvatnsfiskum verði flutt frá Matvælastofnun til Fiskistofu þar sem stofnað verði sérstakt starfssvið til að annast þessa málaflokka. Einnig felst í þeim lögum að Veiðimálastofnun verður veitt heimild til að eiga aðild að rannsókna- og þróunarfyrirtækjum sem eru hlutafélög eða önnur félög með takmarkaðri ábyrgð á tilteknum sviðum og áréttuð er tiltekin verkaskipting við söfnun gagna sem viðhöfð hefur verið í framkvæmd milli Veiðimálastofnunar og annarra stofnana sem fara með veiðimál. Þá hefur verið samþykkt frumvarp til nýrra laga Fiskræktarsjóð sem ég lagði einnig fyrir þingið en þau fela í sér nokkrar breytingar á starfsemi sjóðsins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Markmið nýju laganna um fiskeldi er að skapa skilyrði til uppbyggingar eldis vatnafiska og nytjastofna sjávar og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Þá er það einnig markmið laganna að einfalda og samræma stjórnsýslu og eftirlit á þeim sviðum sem þau gilda um. Ég vænti þess að að þær ráðstafanir sem felast í lögunum leiði til þess að öll starfsemi sem þau fjalla um verði mun skilvirkari og markvissari og að þau verði þannig til hagsbóta og til að efla og styrkja fiskeldi sem atvinnugrein hér á landi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Verulega sviptingar hafa verið í fiskeldinu að undanförnu. Fiskeldisfyrirtækin hafa að mestu lagt af laxeldið, þar sem samkeppnisaðstaða okkar er lakari en keppinautanna. Fiskeldisfyrirtækin hafa í auknum mæli lagt áherslu á bleikjueldi og tilraunir með þorskeldi. Í bleikjueldinu höfum við náð góðum árangri og þar erum við í forystu að því er varðar framleiðslu og eldistækni. En það er oft þannig að velgengni geta fylgt vandamál. Á árinu 2006 var slátrað um 1400 tonnum af bleikju<span>&nbsp;</span> Á árinu 2007 var slátrað um 2200 tonnum og á þessu ári er gert ráð fyrir 3000 tonna framleiðslu. Verðmæti hennar er áætlað um 1,5 milljarðar króna. Þótt vel hafi gengið að selja bleikjuna og hún seljist á mun hærra verði en lax, þá hefur ekki tekist að selja alla framleiðsluna ferska.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Bleikjan er lítt þekkt á mörkuðum og markaðssetningin krefst mikillar vinnu og fjármuna. Á þessu ári hefur orðið að frysta talsvert af eldisbleikju sem selst svo á lægra verði en fersk.<span>&nbsp;</span> Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur stutt verulega við markaðssetningu á bleikju. AVS sjóðurinn lagt fram umtalsverða fjármuni</span> <span>til markaðsverkefna fyrir eldisbleikju og hefur úthlutað um 38 m.kr til fimm verkefna á árunum 2007 og 2008. Þá</span> <span>hefur Framleiðnisjóður landbúnaðarins stutt við markaðassetningu bleikjunnar. Vonir standa til að þau markaðsverkefni sem nú er unnið að muni skila sér þannig að fljótlega<span>&nbsp;</span> <span>&nbsp;</span>skapist jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>AVS sjóðurinn hefur nýlega lokið við úthlutun í sjötta sinn og aldrei hafa fleiri verkefni fengið jafn öflugan stuðning og á þessu ári. Sjötíu og þrjú verkefni, stór og smá, hafa verið styrkt það sem af er árinu með alls 328 m.kr.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>AVS sjóðurinn úthlutaði fyrst árið 2003, 74 m.kr til 34 verkefna og síðan þá hefur hann vaxið jafnt og þétt og eflst til muna. Sjóðurinn skiptir miklu máli fyrir rannsóknir, þróun og nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi og hafa þeir sem stunda fiskeldi notið góðs af öflugri starfsemi hans. Alls hafa 45 verkefni sem teljast til fiskeldis verið styrkt. Þessi verkefni geta staðið yfir í 1-3 ár, þannig að styrkirnir eru umtalsvert fleiri eða um 80 talsins.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>AVS sjóðurinn hefur lagt tæplega 370 m.kr til rannsókan á sviði fiskeldis og ekki er óvarlega áætlað að unnin hafa verið verkefni sem efla greinina fyrir um 800 m.kr á síðastliðum árum, þar sem sjóðurinn fjármagnar að hámarki helming hvers verkefnis.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Tilraunir með þorskeldi hafa gengið vel á undanförnum árum. Áætlað er að framleiðslan verði um 1500 tonn á þessu ári. Eins og við vitum þá byggjast tilraunir með þorskeldi á úthlutun kvóta og söfnun á seiðum og ungfiski. Mikilvægt er að hægt verði að framleiða kynbætt eldisseiði sem þorskeldisfyrirtækin byggi framleiðslu sína á. Nefnd sem skipuð var af mér í november sl. og ætlað er að koma með tillögur um aðgerði til eflingar þorskeldis á Íslandi er enn að störfum, en mun skila niðurstöðu sinni fljótlega. Mikilvægt er að stórefla seiðaframleiðslu í þorski og veit ég að tillögur nefndarinnar munu fjalla um hvernig það verði best framkvæmt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Einnig er starfandi nefnd um kræklingaeldi og lýkur hún brátt störfum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Að lokum vil ég vil ég segja við ykkur ágætu aðalfundarfulltrúar að ég bind miklar vonir við fiskeldið og óska fundinum alls hins besta í störfum sínum</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-05-29 00:00:0029. maí 2008Alþjóðleg ráðstefna um dragnótaveiðar, 29. maí 2008

<p align="center"><strong><span>Opening address of Mr Einar Kristinn Guðfinnsson,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Minister of Fisheries and Agriculture of Iceland</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>International Workshop on Seine Net Fishing,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Keflavík</span></strong><strong><span>, Iceland</span></strong><strong><span>, 29 May 2008</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Ladies and gentlemen,</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>It is a pleasure for me to have the opportunity to address this interesting meeting that has the scope to discuss various matters <span>&nbsp;</span>related to the operation and performance of <span>&nbsp;</span>Danish-seine. Here in Iceland, the effects of the Danish-seine on benthic life and the fish stocks have been disputed for many decades. In fact, I believe it is correct to say that there has hardly been held a meeting related to marine resources, where these matters have not been debated.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>One of the first attempts to discuss the Danish-seine on a scientific basis here in Iceland was undertaken by Dr. Árni Friðriksson, a fisheries biologist and Director General of the then Fisheries Department of The University of Iceland, and which for a long time was a Secretary General of ICES (The International Council for the exploration of the Sea). In the year 1932 Dr Friðriksson published a paper entitled &ldquo;The Icelandic plaice fishery and the Danish-seine&rdquo; where he discusses the potential use of the Danish-seine for our fisheries. Here he explains the criticism that had been raised against the use of Danish-seine in Icelandic waters and his reasoning that where Danish-seine had been in use it seems not to have caused damages to the benthos and that the benthic animals seem to sustain the Danish-seine fishery. Dr Friðriksson hoped &ldquo;that every person does understand&rdquo; from his argumentation &ldquo;that Danish-seine can not to any great extant damage the benthic communities&rdquo;. Regarding the effects <span>&nbsp;</span>on juvenile fish he considered &ldquo;even though Danish-seine fishery was to be permitted within our territorial waters most of the fish stocks exploited for human consumption would not have <span>&nbsp;</span>to worry about the fate of their offspring&rdquo;. In conclusion he states that at least the Danish-seine <span>&nbsp;</span>would be less harmful for juveniles fish than the bottom-trawl.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>The objections against the Danish-seine did not stop with Dr Friðriksson&rsquo;s thorough argumentation and ever since Danish-seine fishery has by many people been considered causing damages for both benthic life and the fish stocks. In the late 70&rsquo;s of last century<span>&nbsp;</span> Mr Aðalsteinn Sigurðsson and Guðni Þorsteinsson of the Marine Research Institute, Reykjavik led an experimental study on the function of the Danish-seine and the behaviour of fish in the vicinity of the gear. The experiments showed that a Danish-seine with 170 mm mesh caught a lot less of juveniles fish than comparative bottom-trawl and in 1978 Sigurðsson reported in an article in Ægir that Danish-seine &ldquo;protects juvenile fish better than most other fishing-gear that are used in Icelandic waters&rdquo;. However, he mentions that the Danish-seine does harm the halibut stock because two year old halibut doesn&rsquo;t escape through the 170 mm mesh of the Danish-seine, while he also points out that a young halibut is caught by all fishing-gear. Aðalsteinn reflected on studies that had been done abroad on the influences of towed gears on the benthos and concluded that the Danish-seine caused limited damage on most benthic animals. <span>&nbsp;</span>As for advantage of the Danish-seine he mentioned direct observations in Faxaflói where &ldquo;The seine itself floated lightly over the benthos and touched it only now and again with the fall and rise of the waves. Only in a few places could there be seen little marks in the sand&rdquo;.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>So many words, but we still today are debating the Danish-seine. This led last year Mr Hrafnkell Eiríksson and Jónbjörn Pálsson at the Marine Research Institute, Reykjavik, to compile available information on the development of the Danish-seine as a fishing-gear and the development of Danish-seine operation in Icelandic waters from the beginning of its use. The report<span>&nbsp;</span> points out that the length of the trawling-robes is usually greater than during the mid 1990&rsquo;s, also rubber disks or stonestilts have been taken into use on the footropes. However, the interest amongst vessel owners for conducting Danish-seine fishery <span>&nbsp;</span>is at present a lot less than it was about 10 years ago so the fishing effort has gone down. The catch in the Danish-seine fishery has also decreased since it was at a peak in the years 1996-1997. That mainly results from a less catch of dab and rough dab even though the catch of round fish has increased, mostly because of increased catch of haddock almost all around the country. This is reflected in an increased round fish catch in almost every cast while the <span>&nbsp;</span>flatfish catch has been decreasing. This development in fishery, for example the increase in abundance of haddock in near shore areas north of the country, has resulted in continued dispute on the use of Danish-seine in competition with longline- and jigging in relatively shallow water. Some people have stated the need for further strengthening<span>&nbsp;</span> the legislation on the allowed size of<span>&nbsp;</span> the Danish-seine boats and also the design or size of Danish-seines. However, in this context it must be stated, <span>&nbsp;</span>that according to research conducted by the Marine Research Institute small fish is not caught to a lesser degree by the Danish-seine than by other fishing gear, except for gill nets.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>The above mentioned sums up the development of the use of Danish-seine in Icelandic waters and also demonstrates quite clearly the fact that the dispute mainly concerns the nature of different fishing-gears, i.e. it sort of competition between groups of stake holders using different fishing-gear to catch a limited resource in a limited ocean area. Also the dispute has emotional aspects. Thus a housewife or a small boat owner in a given village does not like when they see an efficient Danish-seine trawler sweeping the sea floor right in front of their kitchen window or, &ldquo;almost in their back yard&ldquo; as we sometimes say. But of course we are in favour of catching the fish with efficient and economic gear without damaging the environment and in harmony with other users of the resource.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Still there are people who believe the Danish-seine is an evil tool. However, with present-day technology there is more hope than before that we will be able to throw a light on the true nature of this matter. With this in mind I have secured financial support to the Marine Research Institute this summer for undertaking a detailed comparative study in two fjords in north Iceland, i.e. in an area that has for a long time been closed for Danish-seine fishing on the one hand and in an area where Danish-seine has been used over a prolonged period of time. Through</span> <span>such</span> <span>investigations and other related work we should be able to approach the answer to the question of flaws and advantages of the Danish-seine and therefore avoid unnecessary conflicts. Such research should also help us to identify and resolve issues that may emerge and in general help improving the fishing gear, which is in common <span>&nbsp;</span>interest for all of us<span>&nbsp;</span> working in <span>&nbsp;</span>the fishing industry.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I am confident that a conference like this, where exchange of views and information takes place will help constructive dialogue on this long debated fishing gear. I wish you a constructive and successful meeting and look forward learning about your conclusions.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ladies and gentlemen, it is a true honour for me to formally open this international symposium on the Danish-seine.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Thank you.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-05-16 00:00:0016. maí 2008Er lífrænn landbúnaður valkostur á Íslandi? 16. maí 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Einars K Guðfinnssonar</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á málþinginu</span></strong></p> <p align="center"><strong><em><span>Er lífrænn landbúnaður valkostur á Íslandi?</span></em></strong></p> <p align="center"><strong><span>Haldið af LbhÍ í Norræna húsinu 16. maí 2008.</span></strong></p> <p><span>Fundarstjóri góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Íslenskt atvinnulíf hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu áratugum en þó er það enn svo að matvælaframleiðsla er mikilvægasta framleiðslugreinin og sú sem skilar einna mestum virðisauka í þjóðarbúið. Mikill munur er á umfangi sjávarútvegs og landbúnaðar en sameiginlegt báðum þessum megingreinum matvælaframleiðslunnar er mikil og vaxandi krafa um meiri framleiðni og einnig að þær séu færar um að takast á við vaxandi alþjóðlega samkeppni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Samkeppni um verð ræður miklu en gæðin; svo sem ferskleiki, bragðgæði og efnasamsetning annars vegar og hinsvegar samspil framleiðslunnar við ýmiss náttúrugæði, ráða því hvernig framleiðslan stenst þessa samkeppni. Á þetta hefur reynt með mismunandi hætti í sjávarútvegi og landbúnaði en þó er margt svipað með þessum megingreinum matvælaframleiðslunnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í sjávarútvegi er allt kapp lagt á að varan sé sem ferskust eða að frysting, söltun eða önnur verkun sé með þeim hætti að upprunaleg gæði hráefnisins skili sér sem best í lokaafurðinni. Einnig verður nú mikilvægara með<span>&nbsp;</span> hverju árinu sem líður að hægt sé að svara spurningu neytenda um það hve sjálfbær framleiðslan er.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Er nýting auðlinda sjávar með þeim hætti að markmiðum alþjóðasamfélagsins um sjálfbæra þróun sé mætt? Er tekið tillit til líffræðilegs fjölbreytileika? Er framleiðslan vistvæn?<span>&nbsp;</span> Sjávarútvegurinn svarar þessum spurningum með veiðistjórnunarkerfinu sem er í sífelldri endurskoðun.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Landbúnaðurinn er á sömu slóð þó að það hafi brunnið á honum með öðrum hætti en sjávarútveginum, þar sem einungis lítið brot framleiðsunnar fer á erlendan markað. Á innanlandsmarkaði hefur minna reynt á beina samkeppni vegna tollaverndar, fjarlægðar og fleiri þátta. Þrátt fyrir þetta og jafnframt til að mæta óbeinni samkeppni milli vöruflokka hefur landbúnaðurinn um langt árabil leitast við að uppfylla sömu kröfur og sjávarútvegurinn og jafnvel gengið lengra á vissum sviðum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Matvælastofnun sem áður starfaði í allnokkrum einingum undir þremur ráðuneytum tryggir að ýtrustu kröfum á sviði heilbrigðis og meðferðar á búpeningi sé mætt og fylgir afurðunum alla leið í hendur neytenda. Ýtarleg löggjöf stýrir heilbrigðis-og gæðaþáttum aðfanga til landbúnaðarins og sömuleiðis eru strangar reglur um alla starfsemi afurðastöðva.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hvað varðar sjálfbærni framleiðslunnar þá beinist athyglin einkum að notkun bithaga og gildir það bæði um afrétti og heimalönd. Þannig var beitarþol afrétta eitt meginverkefni Rannsóknastofnunar landbúnaðarins um áratuga skeið og enn er sjálfbærni landnýtingar mjög ofarlega á baugi. Þetta hefur og verið leiðarstef í starfsemi Landgræðslu ríkisins þá öld sem sú stofnun og fyrirrennarar hennar hafa starfað. Sem dæmi liggur allt<span>&nbsp;</span> þetta starf allt til grundvallar því vottunarkerfi sem nefnist gæðastýrð sauðfjárrækt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Allar skoðanakannanir benda til þess að íslenskir neytendur kunni vel að meta íslenska búvöru og treysti á gæði hennar og það eftirlitskerfi sem sett hefur verið upp. Að auki virðist vera innbyggður gæðaþáttur í íslenskri búvöru sem neytendur jafnt og matreiðslumenn kunna að meta að verðleikum. Þekktir erlendir matreiðslumenn taka undir þessa skoðun<span>&nbsp;</span> t.d á matvælahátíðinni Food and Fun sem haldin hefur verið í nokkur ár.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í ljósi þeirrar ástandslýsingar sem ég hef hér stuttlega reifað er mjög áhugavert að rýna í hvað lífræn vottun búsafurða hefur að bjóða framleiðendum og neytendum á Íslandi og fagna ég því frumkvæði Landbúnaðarháskóla Íslands að efna til þessa málþings. Lífræn vottun landbúnaðarafurða hefur færst í aukana víða um heim og<span>&nbsp;</span> þær afurðir sem slíka vottun fá hasla sér aukið rúm í verslun með búvöru. All nokkur ríki í Evrópu og Evrópusambandið hafa stutt þessa þróun og sett sér stefnu<span>&nbsp;</span> um hlutfallslega aukningu lífrænt vottaðra afurða í búvöruframleiðslunni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Landbúnaðarráðuneyti hefur sett reglugerð um Lífræna vottun á Íslandi en hún sækir sér stoðir í reglugerðir Evrópusambandsins og samþykktir IFOAM sem eru alþjóðleg samtök þeirra sem stunda framleiðslu á lífrænt vottuðum búvörum. Sala lífrænt vottaðrar búvöru og þá einkum grænmetis hefur farið vaxandi á Íslandi en það byggist á miklu leiti á innflutningi þar sem innlend framleiðsla er takmörkuð. Talsmenn lífræns vottaðarar framleiðslu á Íslandi hafa ítrekað lýst vonbrigðum sínum yfir því hversu lítill fjöldi framleiðenda hefur tekið upp þessa framleiðsluhætti og kallað eftir auknum beinum stuðningi við þetta framleiðsluform.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Vissulega hafa styrkir til lífrænnar framleiðslu verið lægri hér en í nágrannalöndum<span>&nbsp;</span> og það endurspeglar líklega umfang framleiðslunnar hingað til hér á landi. Menn verða að hafa í huga að framleiðslan mun alltaf hafa tilhneigingu til þess að<span>&nbsp;</span> endurspegla þörfina sem kemur fram í markaðnum. Ýmislegt bendir til þess að vaxandi eftirspurn sé nú eftir lífrænni framleiðslu. Því má þess vænta að íslenskir bændur bregðist við og freisti þess að uppfylla slíka aukna eftirspurn. Á það hefur og verið bent að verðþróun ýmissa aðfanga ýti ennfremur undir áhuga manna á framleiðslu á lífrænum afurðum. Ákvarðanir um slíkt hvíla þó á herðum bænda sjálfra sem hljóta að vega og meta þær á grundvelli afkomu sinnar og hagkvæmni þess að breyta um kúrs. Slíkt verður ekki gert með valdboðum, heldur er hér um að ræða niðurstöðu sem framleiðendur búavara komast sjálfir að út frá þeim forsendum sem þeir gefa sér.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessi málefni eru nú til umfjöllunar í endurskoðun búnaðarlagasamningsins. Ég hef óskað eftir því að menn fari yfir það hvort forsendur hafi breyst varðandi stuðning við lífræna framleiðslu<span>&nbsp;</span> og mun ég taka tillit til þeirra sjónarmiða sem bændur setja þar fram.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn</span></p> <p><span>Ég ítreka ánægju mína með að þetta málþing skuli haldið. Það er áhugavert að skoða hvaða tækifæri kunna að felast í þessari framleiðsluaðferð í íslenskum landbúnaði.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Jafnan verður þó að hafa hugfast að lífræn vottun felur í sér vottun á ákveðinni framleiðsluaðferð en segir ekki til um gæði vörunnar eða umhverfisálag við framleiðslu hennar. Nauðsynlegt er að njóta leiðsagnar vísindanna í þeim efnum<span>&nbsp;</span> með sama hætti og í hefðbundinni framleiðslu. Lífrænt vottaðar búvörur þurfa að standast sömu kröfur um heilnæmi og<span>&nbsp;</span> hefðbundin framleiðsla og sækja fram á markaði á grundvelli staðfestra upplýsinga um gæði og áhrif á umhverfið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessi fundur sem Landbúnaðarháskóli Íslands stendur fyrir hér er liður í slíkri rýni og er ég<span>&nbsp;</span> þess fullviss að fleiri málstofur um ýmis álitamál í tengslum við lífræna vottun og stöðu hennar í íslenskum landbúnaði muni fylgja í kjölfarið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég óska ykkur góðs gengis á þessum mikilvæga fundi.</span></p> <br /> <br />

2008-05-08 00:00:0008. maí 2008Alþjóðlegur samráðsfundur um landnotkun í viðbrögðum við loftslagsvandanum, 8. maí 2008.

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K Guðfinnssonar, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á alþjóðlegum fundi í tengslum við landnotkun í viðbrögðum við loftslagsvandanum.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Third Informal Dialogue on the Role of Land Use, Land Use Change, including Forestry.</span></strong></p> <p><strong><span></span></strong></p> <p><strong><span>Chairman, Distinguished delegates.</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>It gives me great pleasure to welcome you here in Iceland to this Third Informal Dialogue of the role of LULUCF, Land use Land use Change including Forestry in our reaction to the serious effects of climatic change.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>There is no question that<span>&nbsp;</span> negotiations on the content of the second commitment period starting from the year 2012 will be difficult and taxing. All nations have wishes and aspirations that they want to press for and will want appreciation from other nations of their particular situation at the negotiating table. This is equally true for Iceland as for all other countries. We have many aspects related to our mission profile that we like to bring forth.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>In Iceland we are heavily dependent upon air traffic far north in the Atlantic ocean and cannot easily switch to other modes of transport as you undoubtedly experienced when you booked your journey to Iceland for this meeting.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Harvesting the rich fishing stocks around the country requires much energy in the often turbulent and taxing conditions of the Northern Atlantic. On the positive side we are blessed with large energy resources in geothermal regions and waterfalls that can be harnessed for the production of clean energy.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>During the latter part of last century we developed these natural resources to the extent that we can now offer technical solutions to other nations. The mastery of these technologies together with judicious use of our fishing grounds as well as fishing and processing technologies is the main reason for the economic success of the country during the latter part of last century.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>During the energy crisis in the early 70ties of last century we developed our geothermal resources for house heating to the extent that currently more than 90 % of our houses are heated with geothermal energy. We have therefore some unusual circumstances in relation to energy use and greenhouse gas emissions.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>It led to the results in the negotiations leading up to the Kyoto protocol that we were allowed to increase our emissions by 10 % compared to the baseyear of 1990 and also special provisions relating to expansion of heavy industries such as aluminium smelters that surely do emit greenhouse gasses but the energy production pertaining to it does not.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Land use is another area where our situation is rather special.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>When the country was settled at the end of the ninth century a lush vegetation , mostly birch forests covered more than a quarter of the land surface but currently natural forests or remnants of these cover only between one and two percent. Our volcanic soils are coarse and susceptible to wind erosion when the vegetation cover is weakened and this has given rise to extensive soil erosion seriously diminishing the carrying capacity of the land and its ability to sustain agriculture.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>You will be introduced to this situation in lectures and a field trip during your stay: I only want to draw your attention to the fact that we are now celebrating the centennial anniversary of organized forestry and revegetation efforts and thus have among the oldest public institutions in this field.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>These are the Forestry service and the Soil Conservation Service that together with the Agricultural University and the Farmers association have led the quest for land improvement during the last century and all these institutions participate in the preparation of this meeting. There is a general and widespread support for the effort to revegetate the country with trees and other vegetation and to reclaim it to its former fertility which is inherent in the volcanic soils.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>The fact that enhanced activity in this field can contribute to reduction in our net greenhouse gas emission is therefore<span>&nbsp;</span> welcome and we are keen to explore all ways in which this can be realized.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I´m glad that Iceland has become a venue<span>&nbsp;</span> for this third Informal Dialogue especially in view of the emphasis that we place on revegetation and afforestation in our long term commitments in the response to climatic change. I also note from the programme that you will be introduced to our newest and most modern Geothermal power station later today but we hope to contribute to our common quest through technical cooperation in this field and indeed Icelandic companies are already taking part in projects in other countries where geothermal energy will in the future replace fossil fuels as source of energy.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>In this context it is worth noting that for three decades Iceland has operated a United Nations University Geothermal training programme with special hands on training for professionals working with geothermal energy in developing countries. This programme is a part of Icelandic engagement in development aid and it has graduated 380 professionals from 41 countries many of which are now leading specialists in their respective countries on the use of geothermal power.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ten years ago a United Nations University fisheries training programme was started that is based on the same model and this year the<span>&nbsp;</span> a programme on Land restoration that we hope will become equally successful as the third UNU training programme in this country. I welcome the first trainees who are here today for the opening part of your Dialogue and also for selected parts of the programme.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>In his Book of Settlement written around eleven hundred Ari the wise Thorgilsson described the country that greeted the settlers to have been lush with woods from shore to mountain. Ari´s description is one of the most frequently sited lines from his book and constantly beacons to new efforts to restore the country to this green description.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>The threat of Climate change now gives us a new extra urgent motive to work in this direction. Iceland may have special circumstances in the field of soil erosion and climate change, but I think we can all learn from each other. I think one of the most exciting global challenges today is to combine the tasks of combatting climate change and halting and reversing the degradation of the Earth&rsquo;s green cover, which sustains agriculture and life itself. You have an important role in tackling this challenge and I wish you success in your deliberations during the coming days.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-05-07 00:00:0007. maí 2008Árleg stórsýning Hestamannafélagsins Fáks haldin í reiðhöllinni í Reykjavík laugardagskvöldið 3. maí 2008.

<p><span>Kæru sýningargestir,</span></p> <p><span>Það er mér mikil ánægja að eiga kost á því að vera með ykkur hér í kvöld á árlegri stórsýningu Hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. En Fákur er eins og við vitum öll fjölmennasta hestamannafélag landsins og hið elsta, stofnað 24. apríl 1922.</span></p> <p><span>Saga Fáks er stórmerk og hafa Fáksfélagar verið í fararbroddi allt frá fyrstu tíð í öllu því er lýtur að því starfi að vinna að viðgangi íslenska hestsins. Ég hygg að sú saga, þ.e. hvernig tilvist íslenska hestsins var tryggð þrátt fyrir að margir og jafnvel langflestir álitu hann úreltan við tilkomu bíla og dráttarvéla, sé eitthvert besta dæmi um þann árangur sem samstaða fólks í sveitum og þéttbýli gefur.</span></p> <p><span>Fyrir margt löngu eða rétt um 6 áratugum síðan skrifaði vís maður sem lengi starfaði innan félagskerfis landbúnaðarins og hét Arnór Sigurjónsson tímaritsgrein sem hann kallaði <em>Draum um íslenzka hestinn. <span></span></em>Hann hafði miklar áhyggjur af stöðu mála og þeirri hnignun sem hvarvetna blasti við í hestamennskunni og sagði á einum stað í greininni &bdquo;Helzt verður nú eitthvað úr góðhestaefnum, ef<span>&nbsp;</span> þau komast í einhvern hinna stærri kaupstaða.&ldquo;</span></p> <p><span>Jafnframt velti Arnór fyrir sér eðli góðrar hestamennsku og rökstuddi að rétt með farinn ætti reiðhesturinn auðugra og betra líf en jafnvel sá hestur sem alla tíð nýtur frelsins í haga. Þá fjallaði hann<span>&nbsp;</span> um möguleikana sem fælust í að íslenska hestinum yrði fundinn fótfesta erlendis og sagði að ef rétt væri að málum staðið væri auðvelt &bdquo;að kenna annarra þjóða mönnum að meta góðhestana íslenzku, eins og þeir geta beztir verið.&ldquo;</span></p> <p><span>Ágætu tilheyrendur mér finnst vel við hæfi að rifja hér stuttlega upp draum eins landbúnaðarmanns um framtíð og möguleika íslenska hestsins sem reiðhests, góðhests og gæðings þegar hæst ber. Þessi draumur hefur svo sannarlega ræst. Því munum við m.a. sjá stað hér í kvöld.</span></p> <p><span>Hins vegar er enginn endir í starfi eins og því að bæta íslenska hestinn. Þið sem vinnið að kynbótum eða takið þátt í keppnum vitið að kyrrstaða er sama og tap. Síðan stöndum við öll sem unnum íslenska gæðingum í samkeppni við ræktendur og unnendur annarra hrossakynja. Í þeirri baráttu er meiri og betri hestamannska á sífellt betri íslenskum góðhesti eina vopnið sem bítur. Að því vil ég hlúa með störfum mínum sem ráðherra landbúnaðarmála.</span></p> <p><span>Segi ég hér með stórsýningu Fáks vorið 2008 setta.</span></p> <br /> <br />

2008-04-16 00:00:0016. apríl 2008Vorráðstefna Matís og Matvælastofnunarinnar 16. apríl 2008

<p align="center"><strong><span>Setningarávarp Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á vorráðstefnu Matís og Matvælastofnunar 16. apríl 2008.</span></strong></p> <p><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Yfirskrift þessarar vorráðstefnu sem Matís og Matvælastofnun standa fyrir er <em>matur, öryggi</em> og <em>heilsa</em> og spurt er hvaðan kemur maturinn okkar og hvað er í honum? Þetta á vel við því fyrir hálfum mánuði mælti ég fyrir nýrri matvælalöggjöf á Alþingi þar sem neytendavernd er lykilatriði. Með breytingunum á að auka matvælaöryggi og tryggja hagsmuni neytenda. Um leið skapast íslenskum matvælaframleiðendum fleiri tækifæri til að markaðssetja vörur sínar á evrópska efnahagssvæðinu. Þar hafa íslenskar sjávarafurðir verið í frjálsu flæði og til að halda þeirri stöðu er nauðsynlegt að endurskoða matvælalöggjöf okkar og -eftirlitið. Að öðrum kosti yrði afar erfitt að flytja vörur út til Evrópusambandsins því þá væri litið á Ísland sem þriðja ríki með tilheyrandi kostnaði og óhagræði.</span></p> <p><span>Eftir því sem milliríkjaviðskipti með matvæli aukast og framboð verður fjölbreyttara er mikilvægara en nokkru sinni að huga að uppruna þeirra matvæla sem á boðstólum eru og borðum neytenda. Í þessu sambandi er rekjanleiki lykilatriði, bæði hvað snertir öryggi matvæla og ekki síður markaðssetningu afurðanna.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Ísland hefur náð langt í að skapa framleiðsluumhverfi matvæla sem þekkt er fyrir hreinleika og öryggi. Í því felast mikil tækifæri fyrir framleiðendur og seljendur, bæði hér heima og til landvinninga á erlendri grund. Mikið hefur áunnist á síðustu árum við kynningu og markaðssetningu íslenskra afurða erlendis og þar er hreinleiki hráefnisins einn helsti styrkleiki markaðsstarfsins. Þá hafa framleiðslufyrirtæki í matvælaiðnaði tekið á móti erlendum aðilum</span></p> <p><span>sem hafa haft hug á að læra af heimamönnum og fræðast um þann árangur sem náðst hefur í öruggri framleiðslu. Skapist hér á landi hefð fyrir metnaðarfullri framleiðslu matvæla - þar sem hreinleiki er í fyrirrúmi - skapast um leið þekking sem hæglega getur orðið að dýrmætri söluvöru til erlendra aðila, í formi ráðgjafar og jafnvel rannsóknavinnu á grundvelli íslenskrar reynslu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eitt er að selja íslensk matvæli úr landi en annað er að fá útlendinga til að heimsækja Ísland gagngert til að njóta allra þeirra dásemda sem íslenskt hráefni hefur upp á að bjóða. Hugtakið matarferðamennska er tiltölulega nýtt af nálinni. Inntak þess konar ferðaþjónustu felur í sér mikil tækifæri ekki hvað síst á landsbyggðinni. Áhugi eykst jafnt og þétt á framleiðslu á afurðum sem tengjast ákveðnum svæðum og einnig sögunni á hverjum stað. Með markvissri gæðastjórnun og markaðssetningu má hugsa sér að nýtt kort af Íslandi geti höfðað mjög til erlendra ferðamanna. Á því mætti t.d. merkja einstök landsvæði þeim krásum sem viðkomandi svæði sérhæfir sig í og hefur hefð fyrir.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ég hef sett á laggirnar nefnd</span> <span><span>&nbsp;</span>til ráðuneytis um hvernig best megi standa að og greiða fyrir þróun heimavinnslu og sölu afurða hjá bændum. Nefndinni er ætlað að hafa náið samráð við stjórn <em>Beint frá býli &ndash; Félags heimavinnsluaðila,</em> sem tók til starfa á hlaupársdag.<span>&nbsp;</span> G</span><span>löggt má merkja að áhugi bænda fyrir slíkri heimavinnslu afurða eykst hratt um þessar mundir. Þarna felst vaxtarbroddur sem vert er að hlúa að, því hvers kyns nýsköpun af þessu tagi getur orðið greininni lyftistöng. Nefndin á að liðka fyrir og stuðla að árangursríku samstarfi hins opinbera og hagsmunaaðilanna.</span></p> <p><span>Í þessu samhengi öllu skiptir gríðarlegu máli að rekjanleiki matvæla liggi fyrir <span>&nbsp;</span>og sé augljós svo áhugasamir geti áhyggjulaust notið þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Með því að leggja metnað í öryggisþáttinn gefst geysimikið sóknarfæri í markaðssetningu þar sem krafa um rekjanleika verður sífellt háværari hjá neytendum. Þeir láta sér ekki lengur nægja að vita hvað þeir borða, heldur vilja líka vita hvar, hvenær og við hvaða skilyrði maturinn varð til.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ekki er ólíklegt að framleiðendur sem virða þessa sjálfsögðu kröfu neytenda að vettugi muni fara halloka í sínum rekstri til lengri, ef ekki þegar til skemmri tíma litið. Með því að efla alla upplýsingasöfnun þegar í stað getur Ísland náð forskoti í hinu nýja alþjóðlega umhverfi matvæla þar sem rekjanleikinn er kominn í öndvegi. Miklu skiptir að með samstilltu átaki og metnaði nái Ísland að vera í fararbroddi frá byrjun í stað þess að dragast aftur úr. Þróunin lætur ekki bíða eftir sér. Rannsóknir, upplýsingaöflun og upplýsingagjöf er lykilatriði í að efla öryggi matvæla. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ýmsir hafa áhyggjur af opnun markaða og auknum innflutningi matvæla, sérstaklega í kjölfar fyrirhugaðra breytinga á matvælalögunum. Í því sambandi er rétt að minna á að matvælalöggjöfin er eitt, en tollar- og magntakmarkanir sem íslensk stjórnvöld ákveða - annað. Það er þó ljóst að breytingarnar leiða m.a. til þess að flugfarþegar geta tekið með sér hrátt kjöt hingað til lands frá ríkjum EES. Umfangsmeiri viðskipti ráðast aftur á móti væntanlega af því hvaða stjórntækjum verður beitt. Enda er það ekki markmið nýrra laga að auka milliríkjaviðskipti með hráar kjötvörur, heldur fyrst og fremst að stuðla að matvælaöryggi og neytendavernd. Með öðrum orðum; fyrirhuguð löggjöf er ekki viðskiptalöggjöf, heldur matvælalöggjöf.</span></p> <p><span>Hvað harðnandi samkeppni snertir þá eru vöruþóun og hvers kyns nýjungar nauðsynlegar. Þar njóta íslenskar landbúnaðarvörur einnig góðs af jákvæðri afstöðu íslenskra neytenda. Því er mikilvægt að búvöruframleiðendur hér á landi og vinnslustöðvar þeirra gæti vel að merkingum á framleiðsluvörum sínum svo ekki fari á milli mála hvaðan varan kemur. Það hafa garðyrkjubændur til dæmis orðið áþreifanlega varir við. Með því að sérmerkja sínar afurðir með íslensku fánaröndinni hefur salan aukist. Þarna er lögð áhersla á sérstöðuna og íslenska upprunann sem hvort tveggja höfðar greinilega vel til neytenda og það að vonum.</span></p> <p><span>Þegar horft er til framtíðar þarf að huga að þeirri sérstöðu sem hér er, bæði hvað varðar góða stöðu vegna búfjársjúkdóma og það mikla matvælaöryggi sem við njótum. Alvarlegir dýrasjúkdómar og alvarlegir matarsjúkdómar eru fátíðir hér á landi. <span>&nbsp;</span>Búa þarf svo um hnútana að unnt verði að fylgjast vel með því að ekki verði gefið eftir varðandi heilbrigði og heilnæmi þess kjöts sem heimilt verður að flytja inn. <span>&nbsp;</span>Við höfum háð aldalanga baráttu við að tryggja heilbrigði íslenskrar framleiðslu og náð þar góðum árangri. Okkar ætlan er að tefla þessu ekki í tvísýnu. Því markmiði verður aðeins náð með samstilltu átaki matvælafyrirtækja og öflugu eftirliti, þannig að alvarlegir dýrasjúkdómar berist ekki til landsins og matvæli hér á markaði standist settar kröfur.</span></p> <p><span>Við þessar breytingar er rétt - samhliða varfærni - að horfa til þeirra tækifæra sem gefast og takast á við ógnanirnar. Sókn er besta vörnin. Sækjum því fram með sérstöðu og styrk íslenskrar matvælavinnslu að vopni, tryggjum örugga framleiðslu, blásum nýju lífi í aldagamla verkþekkingu og einföldum regluverkið án þess að gefa afslátt á öryggi og heilnæmi íslenskra matvæla. Mikilvægt er að hið opinbera styðji við framleiðendur með einföldu og skilvirku starfsumhverfi sem ekki kemur í veg fyrir nýsköpun heldur styður við framþróun í matvælavinnslu sem víðast á landinu. Tækifæri liggja m.a. í handverkinu og eldri matarhefðum og nauðsynlegt er að styðja við þessa þróun með rannsóknum og nýrri þekkingu.<span>&nbsp;</span> Miðað við þróunina um þessar mundir á matvælamörkuðunum er þekking á uppruna matvælanna og rekjanleiki mikil verðmæti sem ættu að geta skapað íslenskri matvælaframleiðslu sérstöðu.</span> <span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Mér hefur orðið nokkuð tíðrætt um landbúnaðarvörur hér í dag, enda hefur umræða um nýju matvælalöggjöfin mest megnis snúist um þær og hvaða afleiðingar lögin hafi á íslenskan landbúnað. Við megum þó ekki gleyma að þau hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir sjávarútveginn, svo mikla að tæpast verður undirstrikað með fullnægjandi hætti. Matís og Matvælastofnun hafa líka báðar mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna gagnvart grundvallaratvinnuvegunum tveimur. Báðar eru að taka sín fyrstu skref á sumum sviðum - Matís liðlega eins árs og Matvælastofnun fárra mánaða. Ég vil nota tækifærið og óska starfsmönnum þeirra velfarnaðar og heilla og veit að vinna þeirra á eftir að bera ríkulegan ávöxt sem endranær.</span></p> <p><span>Að svo mæltu segi ég vorráðstefnu Matís og Matvælastofnunar setta.</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-04-10 00:00:0010. apríl 2008Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 10. apríl 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við setningu aðalfundar</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Landssamtaka sauðfjárbænda 10. apríl 2008.</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><strong><span>Ágætu aðalfundarfulltrúar,</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er ánægjulegt að vera viðstaddur þessa setningu aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda og fá um leið tækifæri til að fara nokkrum orðum um fáein mál sem hvað heitast brenna á bændum. Þar er af nógu að taka um þessar mundir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Enginn velkist í vafa um að íslenskur landbúnaður hefur tekið miklum breytingum og stórstígum framförum á undanförnum árum. Þetta á við um sauðfjárframleiðsluna ekki síður en annan landbúnað. Landbúnaðurinn þarf eins og aðrar atvinnugreinar að tileinka sér nýjustu tækni, en um leið að halda niðri kostnaði. Við vitum að framleiðsluferillinn er langur og því ekki alls kostar samanburðarhæfur við hefðbundna framleiðslu, s.s. í sjávarútvegi og iðnaði. Uppbygging og tæknivæðing felur í sér fækkun og stækkun búa, en er um leið tækifæri til framtíðar og mun styrkja íslenska búvöruframleiðslu í sífellt opnara samkeppnisumhverfi, sem bændur og úrvinnslugreinar landbúnaðarins hrærast í. Við vitum líka að þróun síðustu ára hefur fært sauðfjárframleiðslu fjær mesta þéttbýlinu og úr héruðum þar sem annars konar landbúnaður á borð við skógrækt, rekstur frístundabyggða og fleira hefur skotið dýpri rótum og stuðlað meðal annars að hærra jarðaverði. Þessi þróun er að mínu mati hvorki slæm né óæskileg og getur orðið til þess að styrkja búsetu á svæðum sem ella ættu undir högg að sækja. Þetta kallar hins vegar á rót og röskun, en hvort tveggja er óumflýjanlegur fylgifiskur þess þjóðfélags breytinga sem við lifum í.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er heldur ekki svo, eins og stundum er haldið fram, að bændur starfi í vernduðu umhverfi og þurfi ekki að taka tillit til samkeppni eða aðstæðna að öðru leyti.&nbsp; Þvert á móti er landbúnaðurinn í margs konar samkeppni um fólk og fjármagn og í samkeppni við innfluttar matvörur ýmis konar og þarf þess vegna að beita öllum úrræðum til að hagræða og lækka kostnað. Mikill árangur hefur einmitt náðst í þessa veru, ekki aðeins hjá bændum sjálfum, heldur einnig í slátrun og við vinnslu afurða þar sem þróunin heldur stöðugt áfram. Í þessu sambandi vil ég brýna fyrir sláturleyfishöfum að láta ekki deigan síga í þessum efnum. Sláturkostnaður er tiltölulega hár hér á landi og því nauðsynlegt samkeppninar vegna að leita allra leiða til þess að lækka hann og gildir þá einu hvort það er gert með sameiningu sláturhúsa og/eða aukinni tæknivæðingu. Þá verða vinnslustöðvar landbúnaðarins að vera stöðugt á verði í þeim tilgangi að þjóna neytendum sem best. Vöruþóun og nýjungar eru lykilatriði í harðnandi samkeppni til þess að halda hlut sínum og helst að sækja á. Að mínu mati er ljóst að íslenskir neytendur vilja kaupa íslenska vöru og því er mikilvægt að búvöruframleiðendur hér á landi og vinnslustöðvar þeirra gæti vel að &bdquo;merkingum&ldquo; á framleiðsluvörum sínum. Í þessu sambandi vil ég nefna athyglisverðan árangur sem íslensk garðyrkja hefur náð á undanförnum misserum í merkingum á framleiðsluvörum sínum með því að sameinast um notkun á fánaröndinni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Aukinn kostnaður við aðföng hefur valdið miklum áhyggjum og mun hafa neikvæð áhrif á landbúnaðinn og raunar þjóðarbúið í heild. Því miður eru engar horfur á, að þær kostnaðarhækkanir sem skollið hafa á landbúnaðinum að undanförnu, s.s. á fóðri, áburði og eldsneyti gangi til baka í bráð. Þvert á móti eru fóðurvörur og áburður enn að hækka og sér ekki fyrir endann á því. Það er engin ástæða til þess að draga fjöður yfir það að þessi þróun er bændum afar erfið, en jafnframt eru úrræðin ekki mjög mörg. Inngrip ríkisins, til dæmis með tímabundnum niðurgreiðslum, er til dæmis ekki alveg einfalt mál og árangurinn yrði væntanlega í besta falli umdeilanlegur. Það hefur því sjaldan verið brýnna en nú, að bændur og ráðunautar þeirra velti við hverjum steini til að ná fram sem hagkvæmastri nýtingu allra aðfanga. Sama gildir að sjálfsögðu um fjárfestingar. Þar geta bændur örugglega náð umtalsverðum árangri með því að vega og meta, betur en margir gera, arðsemi hverrar fjárfestingar áður en í hana er ráðist, hvort heldur er í tækjum, fasteignum eða öðrum framleiðsluþáttum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Um sl. áramót tók gildi nýr sauðfjársamningur</span> <span>um starfsskilyrði sauðfjárræktar til 6 ára og gildir hann til 31. desember 2013. Ég bind miklar vonir við þennan nýja samning og tel hann að mörgu leyti marka framfara spor til eflingar og um leið starfsöryggis fyrir sauðfjárbændur á komandi árum, en markmið samningsins eru:</span></p> <ul type="disc"> <li><span>Að efla sauðfjárrækt sem atvinnugrein og bæta afkomu sauðfjárbænda.</span></li> <li><span>Að stuðla að nýliðun í hópi sauðfjárbænda og styrkja búsetu í dreifbýli.</span></li> <li><span>Að sauðfjárrækt sé stunduð í samræmi við umhverfisvernd, landkosti og sjálfbæra landnýtingu.</span></li> <li><span>Að örva markaðsvitund bænda og afurðastöðva og halda jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar.</span></li> <li><span>Að stuðla að framþróun í sauðfjárrækt.</span></li> </ul> <p><span>Þá er einnig rétt að rifja upp að helstu efnisatriði samningsins:</span></p> <ul type="disc"> <li><span>Framlög ríkisins hækkuðu um 300 millj. kr. og eru 3.538 millj. kr á fyrsta ári samningsins. Framlögin lækka síðan í áföngum á samningstímanum um nær 1% á ári að raunvirði.</span></li> <li><span>Samningurinn er nokkuð einfaldaður frá eldri samningi. Greiðsluleiðum til bænda var fækkað, t.d. voru jöfnunargreiðslum breytt í beingreiðslur auk þess að undanþága frá útflutningsskyldu er felld niður í áföngum. Útflutningsskylda fellur svo niður frá og með framleiðsluárinu 2009.</span></li> <li><span>Nýmæli í samningnum er sérstakt ákvæði um veitingu fjármuna til að efla nýliðun í stétt sauðfjárbænda.</span></li> <li><span>Framlög til gæðastýrðrar sauðfjárframleiðslu eru aukin og verða hærra hlutfall af greiðslum til bænda af samningsfé, en samkvæmt eldri samningi.</span></li> <li><span>Bændur sem eru orðnir 64 ára eiga áfram kost á að gera samning um búskaparlok án þess að tapa rétti til beingreiðslna.</span></li> <li><span>Greiðslur vegna ullarframleiðslu eru óbreyttar.</span></li> <li><span>Ákvæði um aðilaskipti að greiðslumarki eru óbreytt.</span></li> </ul> <p><span>Að undanförnu hefur verið unnið að innleiðingu og framkvæmd samningsins, s.s. endurskoðun á reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu, sem tekið hefur gildi, og<span>&nbsp;</span> auglýstar hafa verið reglur um nýliðunar- og átaksverkefna. Þá gerir samningurinn ráð fyrir að framkvæmd og ábyrgð flytjist í auknum mæli til Bændasamtakanna, t.d. hvað varðar markaðsstarf og birgðahald.</span></p> <p><span>Sumir bændur og jafnvel félög sauðfjárbænda hafa ályktað um að hætt verði<span>&nbsp;</span> við að leggja niður útflutningsskylduna frá 1. júní 2009. Í þessu sambandi vil ég benda á að þetta var eitt af helstu ágreiningsefnunum milli bænda og ríkisvaldsins við gerð nýja sauðfjársamningsins.<span>&nbsp;</span> Ágreiningurinn var leystur með því að ríkisvaldið ákvað að koma með aukið fjármagn inn í samninginn þ.e.a.s. 300 m.kr. og var samningstíminn lengdur um eitt ár frá því sem áður hafði verið rætt um. Um þetta varð samkomulag milli bænda og ríkisins sbr. 5. gr. samningsins, og það er ljóst að erfitt verður að snúa þarna til baka.</span></p> <p><span>Þegar EES samningurinn var gerður á sínum tíma, en hann tók gildi hér á landi 1. janúar 1994, hafði Ísland undanþágu fá nokkrum veigamiklum málum á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar. Þessar undanþágur féllu niður á ýmsum sviðum sjávarútvegsins árið 1999 en undanþágan hélt áfram hvað landbúnaðinn varðaði. Með tilkomu nýrrar matvælalöggjafar í Evrópusambandinu, sem er samræmd fyrir allar tegundir matvæla, jafnt búfjárafurðir sem sjávarafurðir, lá ljóst fyrir að Ísland yrði að yfirtaka reglur ESB um búvöruframleiðslu, ef við ætluðum að halda stöðu okkar á innri markaði ESB fyrir sjávarafurðir og jafnframt að styrkja möguleika til útflutnings á landbúnaðarafurðum. Um tveggja ára skeið hefur verið unnið að<span>&nbsp;</span> samkomulagi um yfirtöku á viðauka I við EES samninginn.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Samkomulag þessa efnis var staðfest í sameiginlegu nefndinni í lok október sl. Samkomulagið<span>&nbsp;</span> felur í sér að samræmdar reglur gildi<span>&nbsp;</span> í aðal atriðum hér á landi og í löndum Evrópusambandsins að því er varðar eftirlit með framleiðslu matvæla. En það er þó mikilvægt, að við höldum áfram undanþágu varðandi lifandi dýr, þannig að slíkur innflutningur verður áfram bannaður.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum sem nauðsynlegar eru samfara yfirtöku viðaukans. Reiknað er með að þessi nýja matvælalöggjöf komi að fullu til framkvæmda í lok október á næsta ári.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Með tilkomu þessarar nýju matvælalöggjafar er ljóst að breytingar verða við innflutning á ýmsum matvælum. Vörur sem Evrópusambandið samþykkir eða viðurkennir eiga í heilbrigðislegu tilliti greiðan aðgang inn til landsins. Hins vegar er tollameðferð breytileg eftir uppruna vörunnar. Tökum dæmi af vöru frá Nýja&ndash;Sjálandi.<span>&nbsp;</span> Sé varan viðurkennd af Evrópusambandinu, á hún greiðan aðgang til landsins á grundvelli heilbrigðisreglna, en tollameðferð er önnur frá Nýja-Sjálandi en frá Evrópusambandinu. Þá fellur niður krafa um þrjátíu daga &bdquo;frystiskyldu&ldquo;. Við þá breytingu verður ekki neinn greinarmunur gerður á frosnum eða ófrosnum vörum. Ísland mun á hinn bóginn eins og Noregur og Svíþjóð hafa leyfi til þess að krefjast sérstaks &ldquo;salmonelluvottorðs&rdquo; á grundvelli svokallaðrar &bdquo;viðótartryggingar&ldquo;. Þessi krafa er gerð með tilliti til góð ástands í þeim málum hér á landi og er mikilvæg til að vernda heilsu manna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mér hefur fundist það nokkuð sérstakt að fylgjast með þeirri umræðu sem orðið hefur frá því að frumvarp það sem hér er gert að umræðuefni var lagt fram.<span>&nbsp;</span> Fyrir það fyrsta vegna þess að aðdragandinn að fyrirhugaðri lagasetningu hefur verið langur. Það eru liðin tvö ár eða svo frá því að hin pólitíska ákvörðun var tekin hérlendis <span>&nbsp;</span>um að lögfesta efni þeirra reglna ESB sem liggja til grundvallar nýrri matvælalöggjöf.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í annan stað vegna þess að mér hefur fundist að einstaka menn &ndash; og það jafnvel menn sem ég ætla að telji sig ná máli í þjóðfélagslegri umræðu &ndash; láti eins og sá kostur hafi verið til staðar að hafna algjörlega því að taka upp efni þessarar<span>&nbsp;</span> löggjafar án þess að það hefði áhrif á stöðu matvælaframleiðslu okkar, hverju nafni sem hún nefndist.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Gleymum því ekki að Evrópa er lang mikilvægasta markaðssvæði okkar. Möguleikar okkar á því að stunda útflutning matvæla stendur bókstaflega og fellur með því að þangað eigum við greiðan aðgang með matvæli okkar, hvort sem það er fiskur, kjöt, eða mjólkurafurðir. Með því að viðhalda óbreyttu ástandi hefðum við í raun dæmt útflutning okkar á þessum vörum til Evrópu til eins konar útlegðar. Litið hefði verið á þær sem þriðja lands framleiðslu og það þarf ekki að hafa um afleiðingar þess nokkur fleiri orð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta er bakgrunnur þessa frumvarps sem nú er komið til meðferðar í sjávarútvegs og landbúnaðarnefnd Alþingis. Þeir sem telja að það frumvarp sé óþarft eða til óþurftar eiga nú það verk fyrir höndum að benda okkur á aðra valkosti sem tryggja um leið hagsmuni matvælaútflutnings okkar inn á markaði Evrópu, okkar lang mikilvægustu markaði.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það hefur nokkuð borið á því í umræðunni undanfarna daga, að menn óttist að með hinni nýju löggjöf séu allar varnir landbúnaðarins brostnar og nú muni alls konar kjötafurðir flæða yfir án heilbrigðisskoðunar og tollverndar. Þetta er auðvitað ekki þannig vaxið. Í fyrsta lagi felur þessi lagabreyting ekki í sér neinar breytingar á tollvernd.<span>&nbsp;</span> Og ég vil ítreka það sem ég hef sagt æ ofan í æ. Ég hef engin áform uppi um að ganga hraðar fram í lækkun tolla en alþjóðlegar skuldbindingar munu krefjast, nema gagnkvæmar tollaívilnanir fáist í staðinn til að styrkja útflutningsmöguleika landbúnaðarins í breyttum heimi. Það er nauðsynlegt að árétta að íslenskum stjórnvöldum ber að reyna að stuðla að því að greiða leið fyrir íslenskar framleiðsluvörur inn á erlenda markaði. Það hafa stjórnvöld alltaf og ævinlega gert og þannig verður það. Slíkt verður hins vegar ekki gert nema með gagnkvæmum samningum og eru hinir fjölmörgu fríverslunarsamningar okkar við aðrar þjóðir glöggt dæmi um það. Ég held líka að enginn sá sem til dæmis hefur átt í samskiptum við ESB, - sem ég tek þó fram að hafa verið almennt góð, - velkist í vafa um að þar á bæ muni menn nokkurn tíma opna glufur í tollmúra sína fyrir íslenskar framleiðsluvörur nema að fá eitthvað í staðinn. Þess vegna miðast þær viðræður sem nú eiga sér stað við það að ná samkomulagi sem fela í sér gagnkvæmar tollalækkanir sem báðir aðilar telja hagkvæma.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í annan stað<span>&nbsp;</span> er opnunin eingöngu gagnvart ESB, sem hefur á undanförnum árum hert mjög mikið alla matvælalöggjöf sína og eftirlit, jafnvel svo okkur þykir nóg um á stundum. Nægir í þessu sambandi að minna á þær kröfur sem sláturleyfishafar þekkja frá ESB varðandi aðbúnað og hreinlæti í sláturhúsum hér á landi sem hafa aflað sér leyfis til útflutnings inn til ESB landa. Því tel ég ekki að við tökum umtalsverða áhættu á heilbrigðissviðinu með þessari breytingu. Í þessu sambandi vil ég því árétta,<span>&nbsp;</span> að engin matvæli verða flutt inn á grundvelli þessara fyrirhuguðu laga sem ekki hafa fengið blessun stofnana á hinu evrópska efnahagssvæði sem hafa sömu stöðu og okkar nýja og öfluga Matvælastofnun, MAST.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hvað sem þessu líður er afar mikilvægt fyrir okkur að gæta vel að því að unnt sé að fylgjast með því að ekki verði gefið eftir varðandi heilnæmi og heilbrigði þess kjöts sem heimilt verður að flytja inn, samkvæmt frumvarpinu. Við höfum háð aldalanga baráttu við að tryggja heilbrigði íslenskrar framleiðslu og á ýmsum sviðum náð þar miklum árangri. Það er okkar ætlan að tefla því ekki í tvísýnu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á hinn bóginn er enginn vafi í mínum huga um, að þegar opnað verður á möguleikann til að flytja inn ófrosið kjöt frá EES-svæðinu, muni það eitt og sér auka áhuga á innflutningi kjöts og þar með veita aukna samkeppni hér. Ég tel jafnframt, að í ljósi þessara breytinga, og ekki síst vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á alþjóðasamningum á síðasta áratug og við vorum aðilar að, sé erfitt að hafna til langframa öllum innflutningi á dilkakjöti, sem aðeins hefur verið leitað eftir síðustu ár. En ég hef ekki áhyggjur af því að íslenskt lambakjöt standist ekki þá samkeppni, með hæfilegri tollvernd, sem<span>&nbsp;</span> flestir eru sammála um að halda. Er í þessu sambandi rétt að undirstrika að í þeirri miklu umræðu sem hefur orðið síðustu vikur um tollamál hefur hvergi verið vikið að því að draga úr tollvernd íslenskrar dilkakjötsframleiðslu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við vitum að íslenskir neytendur hafa afar jákvæða afstöðu gagnvart íslenskum landbúnaðarafurðum. Þær merkingar sem íslenskir garðyrkjubændur hafa á sínum afurðum og ég vék að hér að undan, hafa skilað þeim betri sölu auk þess sem þær hafa ótvírætt upplýsingagildi fyrir neytendur. Mér er kunnugt um að á vettvangi íslenskra bænda hefur verið að því hugað að taka upp sambærilegar merkingar almennt fyrir íslenskar landbúnaðarvörur. Það tel ég vera skynsamlega hugsun og lýsi því yfir að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið er reiðubúið til þess að vinna að slíku með bændum standi hugur manna til þess. Alveg óháð hinni nýju matvælalöggjöf tel ég að slíkar merkingar feli í sér markaðsleg tækifæri fyrir íslenskan landbúnað, sem menn eigi að reyna að nýta sér.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><span>Ég greindi frá því í síðustu viku að við þær aðstæður, sem nú eru uppi, tel ég ekki einungis rétt heldur óhjákvæmilegt að fella niður það sem eftir stendur af kjarnfóðurtolli, en það eru nú 3,90 kr á kg af blönduðu fóðri, þótt það skipti kannski ekki sköpum fyrir sauðfjárbændur. Um þetta hefur margsinnis verið ályktað af kúabændum, Búnaðarþingi og fleirum. Ég hef ákveðið að breyta reglugerð um greiðslur úr fóðursjóði nr. 31/1996 á þann hátt, að frá 1. maí nk. verði allar fóðurblöndur frá ríkjum evrópska efnahagssvæðisins gjaldfrjálsar, en áfram verði innheimt óbreytt gjald af blöndum frá öðrum löndum. Þessi breyting verður tímabundin til næstu áramóta, og framhaldið ræðst af því hvernig samningar um gagnkvæmar tollaívilananir á landbúnaðarvörum þróast milli okkar og Evrópusambandsins.</span></p> <p><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir aðalfundarfulltrúar,</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við lifum sannarlega á breytingatímum. Breytingar fela í sér tækifæri, sem við skulum reyna að grípa. Það er eðlilegt að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau tryggi landbúnaðinum stöðugleika í rekstrarumhverfi eins og öðru atvinnulífi. Þess vegna er þróun æskilegri en kollsteypur. Nú um áramótin tók gildi nýr sauðfjársamningur sem vitaskuld verður virtur í hvívetna. Sannarlega er viss órói í starfsumhverfinu vegna verðhækkana á aðföngum. Samt sem áður sjáum við tækifærin blasa við og margt bendir til þess að samkeppnisstaða landbúnaðarins batni í framtíðinni, meðal annars vegna þróunar á alþjóðlegum matvörumörkuðum. Ég hef því sem fyrr fulla trú á landbúnaðinum og möguleikum hans og veit að hann mun sem fyrr gegna lykilhlutverki í þjóðlífi okkar um ókomna tíð.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-04-08 00:00:0008. apríl 2008Alþjóðleg ráðstefna í Færeyjum um áhrif loftlagsbreytinga á lífríki sjávar í N-Atlantshafi, 7. apríl 2008

<p align="center"><strong><span>Address by the Iceland Minister of Fisheries and Agriculture,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Einar K. Gudfinnsson,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>at the TransAtlantic Climate Conference in the Faroe Islands,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>7 April 2008</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>In one of his genius novels, the Icelandic Nobel Prize winner, Halldór Kiljan Laxnes, had one of the main characters state the following, and I quote in an information translation: &ldquo;<em>What you are entrusted with<span>&nbsp;</span> -<span>&nbsp;</span> you are entrusted with</em>&rdquo; end of quote. Here the author is referring to how one shall not fail in the duties one shoulders.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>To me this short but magnificent sentence contains the core of the ideology of responsibility that every fishing nation must adopt and follow.<span>&nbsp;</span> The goal of the utilization of natural resources in the interest of the nation is first and foremost twofold:<span>&nbsp;</span> one, to handle the resources cautiously, and two, to utilize the resources in a manner that provides the best living standards possible.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>It may be said that in the debate on the utilization of natural resources, the concept <em>sustainability</em></span> <span>rooted itself long ago, both in respect of the natural resources on land and in the ocean. The concept, <em>sustainable utilization</em>,</span> <span>does not mean that we should not utilize the natural resources. <span>&nbsp;</span>On the contrary, we are of the opinion that their sustainable utilization creates opportunity for the creation of valuables from natural resources that would otherwise not have yielded such valuables. Of course, this is a very ambitious goal and it cannot be said that mankind has succeeded well in these matters. There are far too many instances of people overexploiting the natural resources and not utilizing them in an appropriate manner. A nation that has the fortune of having a natural resource and is able to utilize it in a beneficial manner has many opportunities. Unfortunately, we know of several instances of nations that have extensive natural resources, yet have not managed to utilize them in a manner that serves their interests or in a responsible and credible fashion, i.e. in respect of renewable natural resources. The resources of a nation are no guarantee for it faring well.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>At the beginning of the 20<sup>th</sup> century, Iceland was one of the poorest nations in Europe. We managed, however, to break the chains of poverty and to establish one of the most prosperous societies in the world. There were many interacting and contributing factors involved; however, one of the main reasons for this success is that the fishing industry became the driving force of the economy.<span>&nbsp;</span> The performance of the fishing industry totally determined the situation of the national economy. This did not happen by itself; instead through the sensible, moderate and responsible utilization of the marine resources.<span>&nbsp;</span> Of course, an essential part of the equation was Iceland gaining full control over its 200-mile economic zone. Considering that the fisheries have been the pillar of the Icelandic economy, the focal and unavoidable point has been how it must be subject to the law of economy and market conditions and not be the recipient of state subsidies. This is why the fishing industry has had to adjust itself to the competition it has always been in at the international markets.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I have become aware in various parts of the world how Iceland is regarded to some extent as a model in terms of the utilization of the natural resources of the sea. Of course, we take pride in such praise.<span>&nbsp;</span> I wish to emphasize, nevertheless, that we can do better in many respects, in fact, much better!<span>&nbsp;</span> I am not saying this out of pure modesty - definitely not.<span>&nbsp;</span> It is my firm belief that the main reason for us generally having tried to approach our utilization of the natural resource on grounds of long-term interests, is simply that we had no other alternative. We rely and have based our livelihood on the natural resources. This is why it has been clear to us right from the beginning that we must see to their utilization in a manner that enables us to hand them over to the coming generations in at least the same condition as it was when we received them. This is where our interests lie. It may therefore be said that we are driven by the interests entailed in carefully managing the natural resources, although there are different opinions how this is best ensured.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Obviously, there is much temptation to act differently in times and under circumstances we are faced with several other options.<span>&nbsp;</span> In such times the stakes may be less and occasionally results in people losing track of where they are headed.<span>&nbsp;</span> Of course it goes without saying that in instances where the relative importance of the fishing industry in society is less, people may focus less on the utilization of this natural resource.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>There is every reason to emphasize that the management and utilization of the marine resources are never an easy task and many factors that must be included in the equation. In utilizing the marine resources in a sensible manner, we must remember that we are not tackling situations where all factors of the equation are known - far from it!<span>&nbsp;</span> This is a complex interaction of factors that in turn are affected by various things.<span>&nbsp;</span> We are not only talking about the utilization by mankind as being the only contributing factor; we must also understand the complex interaction in the ocean. This is why our answer is first and foremost entailed in increasing research and thereby casting a clearer light on the ecosystem here being addressed.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Changes in the temperature of the sea, the changing utilization of individual fish stocks, just to mention a couple of examples, are deemed as playing a major role in terms of comprehending the status of individual fish stocks. It is quite clear; for example, that the growth of the whale stocks here at the North Atlantic has had a negative impact on the size of various fish stocks, and also that the whale is literally in direct competition with man regarding the utilization of the fish stocks. This is a classic example of the interaction between a predator and a pray. This is why we believe that utilizing the whale stocks is an unavoidable part of utilizing the natural resources of the ocean in the best and most feasible manner. In order to strengthen one fish stock, we must know how to utilize another one that may be in competition for feed, or is perhaps the basis of the feed of the stock that we want to preserve and base our livelihood on.<span>&nbsp;</span> The classic example in Iceland is the interaction between capelin and cod. The capelin is the cod&rsquo;s most important forage, yet is also an important commercial stock.<span>&nbsp;</span> We manage our utilization of this stock in a manner that prevents us from jeopardizing the strengthening of the cod stock. This tells us how we must always focus on many factors in our utilization of the marine resources.<span>&nbsp;</span> This, however, can only be done through the best available knowledge and expertise.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Marine research in Iceland is extensive, yet more needs to be done.<span>&nbsp;</span> Over the years, we have emphasized increasing such research and calling for as varied views as possible from all aspects of science.<span>&nbsp;</span> We have furthermore sought the views of fishermen and fishing vessel operators, as I regard it as a prerequisite for us being able to arrive at a sensible conclusion to hear the opinions of as many as possible and to fuel debate.<span>&nbsp;</span> Decisions derived from such a standing are not always easy ones, and in the short term they may cause much difficulty, particularly for those who have the greatest interests to protect. Striking and ignoring knowledge, however, is not an option in my opinion - in fact it is totally unthinkable!<span>&nbsp;</span> We have no option but to base our actions on the best available knowledge, which we must seek with our scientists and those who possess the most experience, the fishermen and the fishing vessel operators.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>A decision was made in Iceland last year to decrease the total allowable cod catch, the cod TAC, by one third. This was not, - I repeat NOT -, because of any collapse of the Icelandic cod stock. The stock had decreased, however, recruitment was not sufficiently good, and neither the size of the stock nor the spawning stock was acceptable. Fortunately, we had various options and were not in a position of being forced to do just anything. We could, for example, postpone addressing the problem without placing the cod stock in major jeopardy. This would have weakened the stock, however, and eventually we would of course never have been able to refrain from taking measures. Problems regarding resource utilization do not vanish into thin air just by people trying to ignore them.<span>&nbsp;</span> As a responsible nation we surely had to strengthen the cod stock, this our most important fish stock, in order to render it able to continue being a pillar in the Icelandic economy. This is why we chose to do the sensible thing to strengthen the cod stock again, namely expand it in order to generate the best yield and also to facilitate fisheries from the stock at minimum cost.<span>&nbsp;</span> The short-term impact will be negative and will unavoidably affect some more than others. As a nation, we try to shoulder this responsibility and attempt to even out the burden even though it is clear to us that those who will be hit the hardest by such measures are those who had the most interests to protect regarding the fisheries and processing of cod.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I have frequently been asked whether this was not a hard decision to make.<span>&nbsp;</span> There is a simple answer to this question: yes - this was indeed a very difficult decision! The consequences, for example, affected the most the areas that I represent as a parliamentarian.<span>&nbsp;</span> I was born and raised in a fishing village that bases its entire livelihood on cod fisheries &ndash; I used to work in the fishing industry and I have worked in close proximity with people who totally rely on their income from the utilization of this fish stock. The impact was therefore very clear to me. But then again, this clearly illustrates how we take our role as a responsible nation very seriously.<span>&nbsp;</span> The fact that I, in my capacity as the minister of fisheries, was prepared to enter into this kind of a decision illustrates more than anything our position.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>This decision was furthermore much disputed for many reasons.<span>&nbsp;</span> There are those who questione the scientific grounds and those who felt that we should take things more slowly.<span>&nbsp;</span> Of course, these are matters that will always be disputed.<span>&nbsp;</span> One thing is clear, however, namely that when such a decision is made the main thing is having identified and knowing the goal and how to realize it. We all know how easy it is to get lost on the track.<span>&nbsp;</span> We all know how simple it is for those who focus on the short term to just take the easy and comfortable path.<span>&nbsp;</span> Such a path, however, is not one that yields good results although it may be popular for the time being.<span>&nbsp;</span> The main thing is that if one does not set the course straight, one is faced with the risk of being blown off course in the turmoil of the political winds and hardly make any progress at all. Demagoguery is not what we need when setting the course in important matters. A politician who has received the trust of the nation in public elections and been given an extensive mandate must of course focus on long-term strategies and must base his or her decisions on clear ideology and ethics.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>In this respect, of course, it is essential for the views on sustainable utilization and long-term focus being acknowledged in the society. Realizing when such a situation emerges may be difficult; however, the prerequisite for this is debate with the participation of many people. I believe that the discussions that have taken place in Iceland on the utilization of the marine resources and on how short time has passed since Iceland obtained full sovereignty over its economic zone, contributed to increasing the nation&rsquo;s understanding for the importance of safeguarding and carefully managing the natural resources of the ocean.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Furthermore, it is significant how we have strengthened our economy and society, and built it on more foundations.<span>&nbsp;</span> This is why we, as a nation, have been able to better tackle the short-term difficulties resulting from the cuts in the total allowable catch. This does not, however, change the fact that the fishing industry is, as before, the pillar of the Icelandic economy. We see this clearly now when storms are sweeping across the financial markets of the world. We recognise that the organization of our fishing industry should be perceived as a solid industry to which major demands for yield are made and that the fishing industry is looked upon as any other field of work wherever in the world.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Unfortunately, there are too many people who do not regard the fishing industry in this manner. They believe that the fishing industry may hold a social and rural developmental role only, and should therefore not be subject to the rules of the market. Such thinking entails two things:<span>&nbsp;</span> one, sentencing those working in the fishing industry to lifelong poverty, and two, the risk, as has frequently materialized, that the demands made become less and thereby people treat the resource worse than before.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>This is why I believe that the fishing industry should be given the opportunity it needs for economizing and responding, thereby rendering it possible for it to be able to engage in competition.<span>&nbsp;</span> We have no choice. If we do not succeed in maintaining the fishing industry as a solid and prosperous industry that generates good living standards, the living standards in Iceland will deteriorate at least when compared to other nations. It is worth noting that we have succeeded in organizing the fishing industry in a manner that has made it the main driving force in improving the living conditions in Iceland over the last decades.<span>&nbsp;</span> This should not be taken for granted.<span>&nbsp;</span> The fishing industry in too many countries is deemed as being a second-rate industry that does not compete with other industries, neither for capital nor manpower. One of the adventures during the last decades in Iceland is that the living conditions improved rapidly, not least as a result of the input of the fishing industry. One thing is clear, namely that if the fishing industry had been a burden, the living conditions in Iceland would not have improved as rapidly and steadily as they did. This is how important the fishing industry is for the national economy of Iceland.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>An actual fact is that today the fishing industry is a knowledge based industry where we need to employ the best of the best. The technical improvements , the improved handling of the catches, market knowledge and progress in logistic, all of these factors have opened new doors to us and greatly increased the performance and yield of the fishing industry. Although the quotas have in some instances decreased;<span>&nbsp;</span> the value-creation increases. Additionally, the fishing industry has generated other industries producing top-quality technology.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>It cannot be denied, however, that like in various parts of the world, the fishing industry in Iceland plays an important rural-development role. This should never be undermined. This, however, must not result in a decrease of the incentive for every district to economize and to strive towards better yields in the fishing industry as a whole. The route however entails putting aside a certain part of the fishing right and to utilize it under other prerequisites without, nevertheless, limiting the general possibilities for economizing in the industry. <span>&nbsp;</span>There is no doubt that this route is more attractive than constantly increasing the burden of the fishing industry as a whole, in the name of any kind of social views, which is a path various nations have gone with disastrous consequences as we know.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>In discussing these matters we must strongly emphasize how to define fishing rights. Let&rsquo;s not forget that this is something the nations which have reached the greatest results have focused on. Looking at the whole equation, to me it does not change everything whether we look at the fishing right as a quota &ndash; a measurable weight unit, as in Iceland and elsewhere, or as a catch-effort right, as is the case here at the Faroe Islands, for example. The main thing is that this is an individual right fueling rationalisation and also us creating as much valuables from the natural resource as possible. This furthermore generates long-term thinking, because he who receives the right to utilize the natural resource of course wants to do it in a manner that yields both him and the national economy permanent long-term valuables.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Earlier I touched up on how there are various examples in the world of nations having extensive natural resources, yet do not deal their cards right in respect of the opportunities entailed therein.<span>&nbsp;</span> This illustrates to us such a great paradox, namely, a natural resource, irrespective of how abundant it is, will not become tangible valuables unless it is sensible utilized. We see examples of this in many parts of the world - they stare us in the eyes. This is why we must always keep two things in mind:<span>&nbsp;</span> responsible utilization of the natural resources and an organization that results in less costs and fuels increased income.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ladies and gentlemen</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Buyers and consumers of fish products increasingly want to know whether the origin, catch methods and processing of such products are in conformity with the respect one must exercise for the marine resources and whether they are in conformity with the sensible utilization of the resources. More often than not we, the Icelanders, are asked such questions regarding the fish products we sell. Fortunately, we have succeeded in creating a good reputation throughout the world and enjoy this reputation at several international markets.<span>&nbsp;</span> It is felt that our resource utilization is symbolized by responsibility and that therefore it is safe to purchase and sell items whose origin is within the Icelandic fisheries management system and are processed by Icelandic enterprises.<span>&nbsp;</span> We strongly emphasize safeguarding this reputation, because it is easy to loose but hard to reconstruct. I have clearly become aware that the decision on reducing the cod TACs last year constitutes in the minds of many of our buyers as living proof how Iceland can be trusted regarding responsible natural-resource utilization.<span>&nbsp;</span> It is interesting in this respect to draw attention to how the prices of Icelandic cod products have increased considerably since the middle of last year, or since it became clear that the cod TACs in the Icelandic waters would be reduced significantly. This reflects the great interest of the buyers of Icelandic fish and also reflects that shortage of these products. This the sellers of Icelandic fish can vouch for. This is why I take exception when unsophisticated organizations maintain propaganda that has, directly or indirectly, smeared the reputation of those utilizing natural resources in a responsible manner.<span>&nbsp;</span> This does not only apply to us, Icelanders, but also to many other nations that find themselves in similar circumstances as ours. We must, of course, respond firmly and clearly, drawing attention to what we are doing.<span>&nbsp;</span> We should, of course, demand that any discussion about us is responsible and professional.<span>&nbsp;</span> Again, this puts pressure on us to do well in our efforts.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Responsible fishing nations at the North Atlantic should demand that they are judged by their actions; instead of being subjected to unfounded comments by those who cannot even be bothered to study matters, individuals or organizations that express themselves with total lack of knowledge and full prejudice, as we have unfortunately witnessed, even by parties that are respected and held in regard at the international arena.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Distinguished conference members</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>The Faroe Islands are setting a very good example for us all in initiating this international conference. Here is an opportunity for us to discuss important and pressing issues; to cast a light upon various issues of question, some of which are complex. This is furthermore a venue where various views are presented and in-depth and critical discussions are suggested.<span>&nbsp;</span> Here we, the nations whose livelihood depends on successful fisheries and other successful natural-resource utilization, are given opportunity to explain our cause and discuss in a wide context.<span>&nbsp;</span> Such an opportunity is rare.<span>&nbsp;</span> Most of us have probably, first and foremost, discussed these matters from a more narrow perspective, which in itself is normal and alright, however, expanding the debate deepens it and generates increased understanding, as we are at a venue where the topic is more extensive and the perspective is wider. This is a welcome opportunity for which I am grateful.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Friends and colleagues, thank you for this opportunity to share my views with you in an international context.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-04-07 00:00:0007. apríl 2008Fagráðstefna skógræktargeirans haldin á Hvolsvelli 3. - 4. apríl 2008.

<p align="center"><strong><span>Fagráðstefna skógræktargeirans,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>haldin á Hvolsvelli 3.-4. apríl 2008.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ráðstefnuslit.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Einars Kristins Guðfinnssonar.</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mér er það ánægja að ávarpa ykkur fáeinum orðum við slit þeirrar ráðstefnu skógræktarfólks sem hér hefur staðið í 2 daga.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eflaust hefði það talist til stórra tíðinda áður fyrr að skógræktarfólk gæti komið til slíks fundar og rætt málefni skóga á faglegum grundvelli í svo langan tíma. Þetta er samt staðan í dag og henni ber að fagna.<span>&nbsp;</span> Skógrækt er orðin viðurkennd, bæði sem búgrein og sömuleiðis er fjölþætt mikilvægi skóga fyrir landið í heild öllum ljóst.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hef ekki getað setið ráðstefnu ykkar en sé litið til þeirrar dagskrár sem ráðstefnan innihélt og þeirra erindi sem hér hafa verið flutt er öllum ljóst að ræktun skóga er orðinn umtalsverður þáttur í okkar þjóðarbúskap.<span>&nbsp;</span> Sömuleiðis má öllum vera ljóst að nýting skóga og fjölþætt hlutverk hans að öðru leyti er mun meiri en ýmsir vafalaust halda.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hér er hvorki tími til, né mér ætlað, að ræða einstaka þætti skógræktarinnar en samt sem áður leyfi ég mér að staldra við tvö atriði sem hér hafa verið til umræðu.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Vitundarvakning hefur orðið hjá þjóðum heims um fjölþætt gildi skóga.<span>&nbsp;</span> Áður og jafnvel fram til þessa hefur að stærstu leyti verið litið til beinna timburafurða þeirra og vil ég minna á að við stofnun Héraðsskóga fyrir tæpum 20 árum síðan var markmiðið þeirra fyrst og fremst timburskógrækt.<span>&nbsp;</span> Síðan þá hafa menn gert sér ljósari grein fyrir að skógurinn hefur fleira notagildi en timburframleiðslu og sé aðeins litið til könnunar sem fram hefur farið á heimsóknum landsmanna í skóga kemur í ljós að fjöldi heimsókna er ótrúlega hár.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á vettvangi Norðurlandanna hafa ráðherrar <span>beint sjónum að verðmæti skóga fyrir samfélög, atvinnulíf, útivist, ferðaþjónustu, umhverfi. Á sameiginlegum fundi þeirra ráðherra sem um skógarmál fjalla var fyrir þremur árum, samþykkt</span> <span>að efla umræðu um skóga, meðal íbúa, yfirvalda, skógareigenda, atvinnulífs og félagasamtaka.<span>&nbsp;</span></span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Með því er ætlunin að gera staðbundin og svæðisbundin verðmæti skóga sýnilegri og með því er einnig leitast við að hvetja sveitarfélög til þess að taka ábyrgð á gildum skógarins innan þeirra marka sem lögsaga þeirra nær til.<span>&nbsp;</span> Sömuleiðis er ætlunin að þróa frekar möguleika sveitarfélaga til þess að færa sér í nyt skóga til útivistar og til þess að fegra umhverfi þeirra, og bæta þjónustu þannig að almenningur njóti enn frekar útiveru í skógunum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í annan stað vildi ég undirstrika þátt skóga í kolefnisbindingu.</span></p> <p><span>Segja má að umræða um kolefnisbindingu og kolefnislosun sé nýtt fyrirbrigði, - alla vega í þeim mæli sem nú er.<span>&nbsp;</span> Þetta var eitthvað sem vísindamenn vissu um en fyrir almenning var binding og losun kolefnis atriði sem ekki þurfti að hafa áhyggjur af.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú er staða þessara mála í allt öðrum farvegi og ljóst að losun kolefnis er of mikil og þörf á aðgerðum þar til bóta.<span>&nbsp;</span> Í þeirri umræðu hefur oft verið bent á möguleika Íslands umfram flestar þjóðir að rækta skóg sem mótvægisaðgerð gegn losun kolefnis.<span>&nbsp;</span> Sérstaða Íslands er sú að hér er sem næst skóglaust land.<span>&nbsp;</span> Áður var talið nær vonlaust að rækta hér skóg en nú vita allir &ndash; í gegnum reynslu og rannsóknir að landið hefur upp á alla möguleika að bjóða í þeim efnum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Svo ný sem þessi umræða er í dag, má hiklaust halda því fram að hvergi sér fyrir endann á henni, né fram komin öll atriði málsins.<span>&nbsp;</span> Ljóst má hins vegar vera að hvers konar skógrækt er málinu til góða og okkur til tekna.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við þurfum því að vera vel vakandi gangvart þessum málaflokki og hver veit nema Íslendingar geti á þessu sviði lagt meira fram en okkur grunar og að þróun skógræktar í landinu verði hraðari og meiri en búist var við.<span>&nbsp;</span> Með þessu er ég að hvetja okkur til að fylgjast vel með og nýta okkar stöðu, jafnframt því að leggja fram okkar skerf til loftslagsmála.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fleiri atriði á dagskrá ykkar vöktu vissulega athygli þótt ég ræði þau ekki sérstaklega.<span>&nbsp;</span> Ég endurtek hins vegar hvað það er ánægjulegt að vita hvað málefni skóganna eru víða komin á dagskrá, ekki aðeins hjá þeim sem skógrækt stunda, heldur og meðal almennings og stjórnvalda.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við þær breytingar á Stjórnarrráðinu sem ákveðnar voru á síðasta ári og tóku gildi um áramótin kom í hlut míns ráðuneytis að vera í forsvari fyrir nýskógrækt á vegum landhlutaskóganna sem er lang stærsti aðilinn á þeim vettvangi.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ég mun beita mér fyrir auknu fjármagni til verkefnanna, ekki aðeins í þeirra þágu heldur í þágu landsmanna allra og þjóðarinnar.<span>&nbsp;</span> Það ætti að vera okkar sameiginlega markmið að efla nýskógræktina eins og kostur er á.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágæta ráðstefna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nóg hafið þið fengið af ræðuhöldum og ekki ástæða fyrir mig að hafa þessi lokaorð ráðstefnunnar miklu fleiri.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég endurtek þakkir mínar fyrir að fá að ávarpa ykkur fáeinum orðum og um leið og ég slít ráðstefnunni vil ég óska ykkur og öllu skógræktarfólki góðrar ræktunar og góðs gengis í framtíðinni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-04-07 00:00:0007. apríl 2008Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda 2008.

<p align="center"><strong><span>Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda 2008.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Haldinn á Hvolsvelli 4. &ndash; 5. apríl.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Setningarávarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Einars Kristins Guðfinnssonar.</span></strong></p> <p align="center"><span></span></p> <p><span>Ágætu skógarbændur, aðalfundarfulltrúar og gestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Nú kveikir sólin vor í blöðum blóma</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> og ber sitt ljós um dal og klettarið,</span></p> <p><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; og gamla kjarrið grænu laufi skrýðist</span></p> <p><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;og gleymir sér við nýjan þrastaklið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mér er það sönn ánægja að fá að ávarpa aðalfund ykkar skógarbænda og fannst til hlýða að velja upphafinu erindi úr fallegu ljóði Matthíasar Johannessen.</span></p> <p><span>Nýlokið er stórri efnismikilli ráðstefnu um skógarmál hér á sama stað og sú ráðstefna og nú ykkar aðalfundur undirstrikar enn frekar í mínum huga það mikla og ört vaxandi hlutverk sem skógrækt skipar á Íslandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eins kunnugt er urðu nokkrar breytingar á stjórnarráði Íslands á síðasta ári, sem m.a fólu það í sér að yfirstjórn skógræktarmála fluttist frá landbúnaðarráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið.<span>&nbsp;</span> Eflaust má deila um kosti þeirrar ákvörðunar og galla en það verður ekki gert hér.<span>&nbsp;</span> Hitt vil ég undirstrika að ég lagði á það mikla áherslu að landshlutabundnu skógræktarverkefnin sem taka til meirihluta allrar nýskógræktar í landinu, kæmu í hlut hins nýja ráðuneytis sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, enda slík skógrækt bæði í eðli sínu landbúnaður og auk þessi að stærstum hluta stunduð á bújörðum og af bændum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í Íslandssögunni skipar skógræktin hvorki stóran sess né að hún hafi verið virt fram á síðustu öld.<span>&nbsp;</span> Þá hófst hún í takmörkuðum mæli og þá fyrst af áhugafólki en við fikruðum okkur áfram undir forystu Skógræktarfélaganna og Skógræktar ríkisins sem unnið hefur frábært tilrauna og rannsóknastarf.<span>&nbsp;</span> Ég ætla mér ekki að rekja þessa sögu enda hún ykkur kunn en bendi þó á þá staðreynd að á grunni þessa áhugastarfs, tilrauna og rannsókna lukust upp augu manna fyrir því að hér á landi væri ef til vill hægt að rækta skóg.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það eru ekki nema tæp 20 ár síðan straumhvörf urðu á þessum vettvangi og leyfi ég mér þá að miða við er Héraðsskógaverkefnið var samþykkt á Alþingi.<span>&nbsp;</span> Reynslan af því verkefni gaf strax þær vonir að aðrir landshlutar fylgdu á eftir og þessa sögu þekkið þið einnig og betur en flestir aðrir.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er í raun gaman að hugleiða og hafa í sinni að það eru einmitt þið sem lifið þá tíma að hefja skógrækt á Íslandi með því markmiði að hér skuli endurgræða landið og skapa nýja auðlind fyrir þjóðina.<span>&nbsp;</span> Síðar meir mun verða horft til ykkar sem frumkvöðla eins og litið er í dag til þeirra sem fikruðu sig áfram með einstaka sprota undir húsvegg eða við annað skjól fyrir 100 árum.<span>&nbsp;</span> Ábyrgð ykkar er því mikil og ég efast ekki um að þið eruð bæði á réttri leið og leggið metnað í verk ykkar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Tímarnir breytast og þróunin er ör.<span>&nbsp;</span> Það á við um skógrækt sem annað.<span>&nbsp;</span> Eftirtektarvert er að sjá að í gömlu Héraðsskógalögunum, sem þó eru ekki nema rétt á unglingsaldri eða 17 ára gömul, er áherslan lögð á timburskógrækt.<span>&nbsp;</span> Á örfáum árum hefur áherslan breyst og nú er ekki síður viðurkennt annað og viðurhlutameira hlutverk skóganna en einungis timburframleiðsla.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessar breyttu áherslur komu strax fram við stofnun annarra landshlutaverkefna og stendur mér nærri að vitna til eftirfarandi lokaorða í skýrslu sem landbúnaðarráðuneytinu barst þegar rætt var um stofnun Skjólskóga:</span></p> <p><span>&bdquo;<em>Hér er lögð fram stórfelld skóg- og skjólbeltaræktun á einu erfiðasta svæði landsins.<span>&nbsp;</span> Þetta er í samræmi við nýjar áherslur í skógrækt og umhverfisvernd sem nú svífur yfir vötnum heimsins.<span>&nbsp;</span> Skógur skýlir mönnum fyrir næðingi, hann er fjölbreytt vistkerfi fjölda lífvera, bindur jarðveg, miðlar vatni og tekur til sín kolefni úr andrúmsloftinu svo eitthvað sé nefnt.<span>&nbsp;</span> Skógrækt er því nú á tímum talin hafa tilgang í sjálfu sér en ekki aðeins sem framleiðsla trjáviðar.</em>&ldquo;<em><span>&nbsp;</span></em></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Já þannig voru þessi orð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú er lagt upp úr blönduðum skógi og í því samhengi nefnd kolefnisbinding, yndis- og útivistargildi, skjól og fegurð svo nokkuð sé talið.<span>&nbsp;</span> Allt safnast þetta saman í allsherjar innistæðu þjóðarinnar og eykur verðgildi landsins, ekki einungis fyrir einstaka jarðareiganda heldur þjóðina í heild.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ríkidæmi og sjálfstæði hverrar þjóðar byggist ekki síst á auðlindum viðkomandi ríkis. Sumar þeirra eru af náttúrunnar hendi stórar og miklar og þannig auðlindir eigum við og er mér þá nærri skapi að nefna sjóinn með öllum sínum gjöfulleika.<span>&nbsp;</span> Og þótt við eigum ekki olíuna þá eigum við annars konar orku í iðrum jarðar sem hver þjóð öfundar okkur að.<span>&nbsp;</span> Svo eigum við líka landið okkar, þessa stóru auðlind, sem þrátt fyrir nokkuð óblíða veðráttu er svo gjöfult ef vel er hlúð að og því sinnt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Íslenskur landbúnaður er fjölbreyttur og ræktun margvíslegri en áður.<span>&nbsp;</span> Aldrei sem nú höfum við haft viðlíka tækifæri á að láta reyna á hvað hægt er á þeim sviðum.<span>&nbsp;</span> Þetta á ekki síst við skógræktina.<span>&nbsp;</span> Við höfum tæknina, þekkinguna, mannaflann og má ég segja fjármagnið, því þótt aldrei verði fullnægt öllum óskum um fjármagn til framkvæmda, er það þó víst að aldrei hefur verið varið meira fjármagni til skógræktar en þessi árin.<span>&nbsp;</span> Ekki er þar einungis um opinbert fjármagn að ræða heldur er ánægjulegt að vita hversu mörg fyrirtæki, félagasamtök, sveitarfélög og einstaklingar hafa lagt fram mikið fjármagn til skógræktarinnar.<span>&nbsp;</span> Það er ekki allt vegna ánægjunnar einnar því menn gera sér æ betur grein fyrir því að verið er að fjárfesta með skógrækt til langs tíma með arðvænlegum hætti.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í því sambandi eru þrjú atriði ofarlega í hugum skógræktenda.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í fyrsta lagi langtíma timburskógrækt sem skila mun arði til komandi kynslóða og er þá hugsað í öldum fremur en árum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í öðru lagi er gróðursett í land með það fyrir augum að gera það hlýlegra og fallegra með tilliti til útivistar og óska fólks um notaleg svæði.<span>&nbsp;</span> Slík skógrækt getur án efa margfaldað verðgildi lands og nú þegar land er bæði eftirsótt og í háu verði er þetta markmið vel skiljanlegt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í þriðja lagi vildi ég nefna kolefnisbindinguna sem er tiltölulega nýr verðmætaþáttur í skógrækt og ekki enn séð fyrir endann á hver útkoman verður.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þessi þáttur er nú ofarlega á baugi og m.a. minntu þið skógarbændur ítarlega á þennan þátt á fundi ykkar þann 9. október sl. þar sem þið ályktuðuð um eignarétt skógarbænda á bindingu þess kolefnis sem fram fer á ykkar jörðum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta er eins og áður segir tiltölulega nýr flötur á nýtingu skóga og afurðum þeirra og umræðan því öll á byrjunarstigi.<span>&nbsp;</span> Ég hlýt hins vegar að taka undir ykkar sjónarmið þess efnis að ykkar réttur sé virtur og metinn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu skógræktarbændur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Landssamtök skógareigenda eru ung að árum og verkefnin næg.</span></p> <p><span>Ykkar forsvarsmenn hafa gengið á fund minn og kynnt mér starfið og markmiðin.<span>&nbsp;</span> Mér er það ljóst að samtök skógarbænda eiga fullan rétt á sér og meira en það, ykkar félagsskapur er nauðsynlegur þáttur fyrir störf þeirra sem skógrækt stunda sem atvinnugrein.<span>&nbsp;</span> M.a. fyrir tilstuðlan ykkar samtaka hefur skógræktin öðlast þessa viðurkenningu þ.e. að teljast atvinnugrein.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú er höfuðáherslan lögð á ræktunina sjálfa en örskammt framundan eru fleiri þættir sem tengjast atvinnugreininni og þá fyrst og fremst úrvinnsla og nýting skógarafurðanna.<span>&nbsp;</span> Sem betur fer eigum við Íslendingar í mörg góð hús að venda til að leita ráða og afla upplýsinga, en samt sem áður munum við og viljum hafa okkar sérstöðu á þessu sviði sem öðrum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Félagsskapur ykkar tryggir samstöðu og þessi vettvangur gefur ykkur tækifæri á að koma saman, kynnast og ræða málin.<span>&nbsp;</span> &ldquo;Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur&rdquo; sagði skáldið Einar Benediktsson og þannig er það svo víða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eins og ég gat um í upphafi lagði ég áherslu á að málefni landshlutaverkefnanna tilheyrðu ráðuneyti landbúnaðarmála. <span>&nbsp;</span>Í mínum huga er landið okkar eitt og dýrmætt, hvar sem borið er niður.<span>&nbsp;</span> Vörslumenn þess eru ekki síst bændur og engum treysti ég betur til að græða það skógi eða öðrum foldargróða.<span>&nbsp;</span> Ykkur er fjöregg falið og ég mun reyna að standa að baki ykkar svo sem mér er kostur.<span>&nbsp;</span> Við vitum að skógurinn er auðlind sem við ætlum að skapa okkur og afkomendum okkar til góða.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vona að aðalfundurinn gangi vel og óska ykkur öllum giftu í störfum ykkar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-04-04 00:00:0004. apríl 2008Aðalfundur Landssambands kúabænda, 4. apríl 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>við setningu aðalfundar Landssambands kúabænda 4. apríl 2008.</span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Ágætu aðalfundarfulltrúar</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er ánægjulegt að vera viðstaddur þessa setningu aðalfundar Landssambands kúabænda og fá um leið tækifæri til að fara nokkrum orðum um fáein mál sem hvað heitast brenna á bændum. Þar er af nógu að taka um þessar mundir.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Enginn velkist í vafa um að íslenskur landbúnaður hefur tekið miklum breytingum og stórstígum framförum á undanförnum árum. Þar hafa kúabændur verið í broddi fylkingar. Landbúnaðurinn þarf líka eins og aðrar atvinnugreinar að tileinka sér nýjustu tækni. Allt kostar það sitt með tilheyrandi fjárfestingum og er síður en svo auðvelt, sérstaklega eftir að fjármagn varð dýrt að nýju. Uppbygging undanfarinna ára, fækkun og stækkun búanna felur í sér hagræðingu til framtíðar og mun styrkja íslenska búvöruframleiðslu í sífellt opnara samkeppnisumhverfi, sem bændur og úrvinnslugreinar landbúnaðarins hrærast í.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er ekki svo, eins og stundum er haldið fram, að bændur starfi í vernduðu umhverfi og þurfi ekki að taka tillit til samkeppni eða aðstæðna að öðru leyti.&nbsp;Þvert á móti er landbúnaðurinn í margs konar samkeppni um fólk og fjármagn og í samkeppni við innfluttar matvörur ýmis konar og þarf þess vegna að beita öllum úrræðum til að hagræða og lækka kostnað. Mikill árangur hefur einmitt náðst í þessa veru, ekki aðeins hjá bændum sjálfum, heldur hefur einnig náðst mikill árangur innan mjólkuriðnaðarins sem hvergi er lokið. Langt hagvaxtarskeið með stöðugri kaupmáttaraukningu hefur fært íslenskum bændum stærri markað en áður.&nbsp; Í þessu felast heilmikil tækifæri sem tvímælalaust á að reyna að nýta, bæði innanlands og utan.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Aukinn kostnaður við aðföng hefur valdið miklum áhyggjum og mun hafa neikvæð áhrif á landbúnaðinn og raunar þjóðarbúið í heild. Þetta hefur verið megin viðfangsefni Verðlagsnefndar búvöru á undanförnum vikum og mánuðum. Nýlega tók nefndin ákvörðun um 14 kr. hækkun á mjólkurlítra til framleiðenda, sem ég tel að hafi verið sanngjörn niðurstaða, og báðir aðilar, bændur og neytendur geti verið þokkalega sáttir við í ljósi aðstæðna. Hækkunin er meiri en við höfum séð í einum áfanga um áratuga skeið, en með henni er brugðist við miklum verðhækkunum á aðföngum til bænda s.s. kjarnfóðri, áburði og að hluta til vaxtaliðar verðlagsgrundvallarins. Þessi verðhækkun var ekki sjálfgefin m.a. með tilliti til þess að kjarasamningar höfðu verið gerðir milli aðila vinnumarkaðarins og því mikil áhersla lögð á það af þeirra hálfu að sporna við hækkunum á almennu verðlagi. Bændur þurftu þessa hækkun, þótt enginn velkist í vafa um að hún nægi ekki til þess að standa undir þeim kostnaðarauka sem búin hafa orðið fyrir síðustu mánuði og misseri.<span>&nbsp;</span> Hitt er jafnframt alveg ljóst <span>&nbsp;</span>að stjórnvöld voru í erfiðri stöðu til þess að standa að slíkum verðhækkunum með opinberri aðkomu sinni, á sama tíma og reynt er að halda öllu verðlagi í skefjum. Að öllu þessu virtu er það skoðun mín að hér hafi verið gætt sanngirni, sem einnig sést í því að um hana var býsna gott samkomulag og enginn fulltrúanna í Verðlagsnefnd lagðist gegn henni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Því miður eru engar horfur á, að þær kostnaðarhækkanir sem skollið hafa á landbúnaðinum að undanförnu, s.s. á fóðri, áburði og eldsneyti gangi til baka í bráð. Þvert á móti eru fóðurvörur og áburður enn að hækka og sér ekki fyrir endann á því. Það hefur því sjaldan verið brýnna en nú, að bændur og ráðunautar þeirra velti við hverjum steini til að ná fram sem hagkvæmastri nýtingu allra aðfanga. Sama gildir að sjálfsögðu um fjárfestingar. Þar geta bændur örugglega náð umtalsverðum árangri með því að vega og meta, betur en margir gera, arðsemi hverrar fjárfestingar áður en í hana er ráðist, hvort heldur er í tækjum fasteignum eða öðrum framleiðsluþáttum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við þær aðstæður, sem nú eru uppi, tel ég ekki einungis rétt heldur óhjákvæmilegt að fella niður það sem eftir stendur af kjarnfóðurtolli, en það eru nú 3,90 kr á kg af blönduðu fóðri. Um þetta hefur margsinnis verið ályktað af kúabændum, Búnaðarþingi og fleirum. Ég hef ákveðið að breyta reglugerð um greiðslur úr fóðursjóði nr. 31/1996 á þann hátt, að frá 1. maí nk. verði allar fóðurblöndur frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins gjaldfrjálsar, en áfram verði innheimt óbreytt gjald af blöndum frá öðrum löndum. Þessi breyting verður tímabundin til næstu áramóta, og framhaldið ræðst af því hvernig samningar um gagnkvæmar tollaívilananir á landbúnaðarvörum þróast milli okkar og Evrópusambandsins.</span></p> <p><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p><span>Í ræðu minni við setningu Búnaðarþings sagði ég eftirfarandi:</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span>&bdquo;Það er til dæmis ljóst að margt er að breytast í alþjóðlegu umhverfi og fjarri fer það því að við getum verið ónæm fyrir slíkum breytingum. Árum saman hafa staðið yfir á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunin, WTO, umræður sem meðal annars snúa að alþjóðlegum viðskiptum með landbúnaðarafurðir. Að sönnu hafa menn ekki komist að niðurstöðu og alls óvíst hvort og hvenær það tekst. Engu að síður er athyglisvert að sú stefna sem þessar viðræður hafa tekið er þegar farin að hafa áhrif á mótun landbúnaðarstefnu ýmissa ríkja og ríkjasambanda. Kom þetta til dæmis fram í viðræðum mínum við Marianne Fischer Boel, framkvæmdastjóra landbúnaðarmála Evrópusambandsins nú skömmu eftir áramótin. Þetta þarf að hafa í huga þegar við hyggjum að framtíðinni varðandi búvörusamningana. Við höfum sem betur fer góðan tíma fyrir okkur, en fimm ár eru samt fljót að líða. Því tel ég nauðsynlegt að við hyggjum að þessum málum í tæka tíð og gerum okkur fordómalausa grein fyrir þróuninni í kring um okkur. Við munum nefnilega ekki komast hjá því að taka tillit til hennar á tímum vaxandi alþjóðavæðingar.&ldquo;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í því sambandi er vert að greina frá því að nú nýverið hafa svissnesk stjórnvöld samþykkt að taka upp viðræður við Evrópusambandið um aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. Líklegt má telja að Sviss og Evrópusambandið semji um afnám tolla í viðskiptum sínum á næstu 3-5 árum og verði þannig á undan þeirri aðlögun sem fyrirhuguð er á vettvangi WTO. Þessi staða hefði ekki þótt líkleg fyrir aðeins örfáum árum, enda Svisslendingar kunnir fyrir aðgætni, þegar kemur að lækkun tolla og opnun markaða í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Sviss hefur verið í broddi fylkingar þeirra þjóða sem meðal annarra Íslendingar og Norðmenn skipa og vilja sjá hægfara þróun opnari viðskipta með<span>&nbsp;</span> landbúnaðarvörur á vettvangi WTO og reyndar eru þeir talsmenn þess hóps, svokallaðs G-10 hóps, sem stendur vörð um hægfara þróun í þessum viðskiptum. Þessi stefnubreyting Svisslendinga gagnvart ESB er því umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga og sterk vísbending um það, að viðskiptaumhverfi okkar geti tekið hraðari breytingum á næstunni en við höfðum reiknað með.</span></p> <p><span>En það er annað að gerast um þessar mundir, sem veldur straumhvörfum í búvöruviðskiptum heimsins og getur haft umtalsverð áhrif á samkeppnisstöðu íslenskra bænda í nálægri framtíð. S</span><span>vo lengi sem elstu menn muna hefur raunverð á matvörum farið lækkandi í heiminum og framleiðendum fækkað.&nbsp; Á árunum 1974-2005 lækkaði verð á matvælum á heimsmarkaði um ¾ að raungildi.&nbsp; Á allra síðustu misserum hefur eftirspurn eftir búvörum stóraukist og verðlag hefur hækkað hraðar en dæmi eru um af þeim sökum, einkum á korni og mjólkurvörum, og nú er talið að matvælaverð í heiminum sé hærra en nokkru sinni. Eins og ég rakti við setningu Búnaðarþings eru ástæður fyrir þessu margar.&nbsp; Þær má meðal annars rekja til vaxandi kaupgetu í Austur-Evrópu og Asíu, eldsneytisframleiðslu úr korni, einkum í Bandaríkjunum og S-Ameríku, óhagstæðs veðurfars víða um heim, ekki síst vegna mikilla þurrka í Ástralíu. Þá ber þess að geta að inn hafa komið ný markaðssvæði, sem eru fær um að greiða hærra markaðsverð en áður og hef ég orðað það svo; að segja megi að í Asíu hafi eftirspurn eftir hlutfallslega dýrari matvælum en áður aukist svo nemur neyslu heillrar Evrópu. Auðvitað hefur þetta áhrif á verðlagningu um heim allan. Þetta hefur líka leitt til þess að menn gera sér nú betur grein fyrir mikilvægi landbúnaðarframleiðslunnar og landbúnaðarins sjálfs, og það eitt út af fyrir sig varðar bændur miklu.&nbsp;Menn ræða nú matvælaöryggi af alvöru en ekki í hálfkæringi.</span></p> <p><span>Þótt undarlegt sé að hugsa til þess og það blasi kannski ekki við okkur við fyrstu sýn, þá er það engu að síður svo að margt bendir til þess að þær hræringar sem orðið hafa á alþjóðlegum matvælamarkaði kunni að styrkja hlutfallslega samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Lægra gengi íslensku krónunnar, skapar útflutningsmöguleikum okkar líka nýja viðspyrnu og bætir almennt samkepppnisstöðu íslenskrar framleiðslu &ndash; þar með talið landbúnaðarframleiðslu. Í þeirri umræðu sem nú fer fram um efnahagsmál og í ljósi vaxandi krafna um aukin alþjóðleg viðskipti, meðal annars með landbúnaðarvörur, er mikilvægt að hafa það í huga. Gleymum því ekki að við erum útflutningsþjóð og þegar við gerum viðskiptasamninga við önnur ríki eða ríkjasambönd þá hljótum við ekki síður að hafa þá hagsmuni í huga, en hagsmuni innflutningsins. Þess vegna hef ég lagt á það ofuráherslu að við semjum ekki<span>&nbsp;</span> um einhliða tollalækkanir heldur gagnkvæmar, svo að útflutningsgreinar okkar njóti ávinningsins einnig.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir aðalfundarfulltrúar,</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég tel mikilvægt að íslenskur landbúnaður fái að þróast og dafna á eigin forsendum og á þeim hraða sem okkur hentar. Við vitum öll hvert leiðin liggur hvað varðar alþjóðareglur um viðskipti og stuðning við landbúnað &ndash; við eigum ekki að bíða hugsunarlaust eftir því sem verða vill eða láta alþjóðasamninga þvinga okkur óundirbúið til aðgera. Við höfum verk að vinna við að búa okkur undir breytta framtíð. Í þeirri vinnu skulum við byggja á styrkleikum íslensks landbúnaðar og vera vakandi yfir þeim tækifærum sem framtíðin hefur upp á að bjóða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-03-31 00:00:0031. mars 2008Æskan og hesturinn í Reiðhöllinni í Víðidal 30. mars 2008.

<p align="center"><strong><span>Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einars K. Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á sýningunni <em>Æskan og hesturinn</em> í Reiðhöllinni í Víðidal 30. mars 2008</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Ágæta samkoma.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&bdquo;Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður&ldquo;<span>&nbsp;</span> segir í góðri vísu, og víst er um það að sérstök tengsl geta myndast milli þessara lífvera við stöðuga samveru og náin kynni.<span>&nbsp;</span> Ekki síst traust og væntumþykja.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Vinur minn einn fyrir norðan sagði mér að þegar hann fór í fyrsta skipti sem smástrákur í göngur hafði hann leitað ráða hjá föður sínum um hvað hann ætti að gera ef kæmi þoka og hann myndi ekki rata til byggða.<span>&nbsp;</span> &bdquo;Taktu þá beislið út úr Skugga gamla og legðu það upp á makkann og sestu svo á bak.<span>&nbsp;</span> Hann ratar heim og skilar þér heilum og höldnum.&ldquo;<span>&nbsp;</span> Til þessa kom þó ekki en sagan sýnir að óhætt yrði fyrir barnið að reiða sig á hestinn, og þannig hefur það verið á Íslandi frá því land byggðist.<span>&nbsp;</span> Heitið þarfasti þjónninn var hestinum ekki gefið að ástæðulausu.<span>&nbsp;</span> Hann var sá sem notaður var til flestra þeirra verka sem hægt var og hefur það vakið furðu marga þjóða hve eiginleikar íslenska hestsins eru margbreytilegir ekki síst þolið og aflið sem er ótrúlegt miðað við ekki stærri skepnu.</span></p> <p><span>Sívaxandi er sá hópur ungmenna sem hefur hestamennsku að tómstundagamni.<span>&nbsp;</span> Heilu dagana og heilu vikurnar geta ungmennin fundið gleði í því að annast sinn hest og njóta þess að ríða út, eitt sér eða í góðra vina hópi.<span>&nbsp;</span> Það er ekki lítil upplifun fyrir borgarbarn eða annan ungling sem ekki er í beinum tengslum við íslenskar sveitir að fá að kynnast þannig dýrunum og íslenskri náttúru.<span>&nbsp;</span> Njóta kyrrðar, kynnast mismunandi veðráttu, fá að taka til hendinni við að þrífa hesthús og annast hestinn.<span>&nbsp;</span> Smátt og smátt skynja þeir hvorn annan hesturinn og unglingurinn og milli þeirra tengist leyniþráður sem aðeins þeir tveir vita um, - eitthvað sem ekki er hægt að skýra og þarf ekki að skýra.<span>&nbsp;</span> Hver og einn sem hefur setið hest, þekkir þá tilfinningu að fara af baki, strjúka hestinum, tala í eyra hans og leyfa honum að nugga höfði í bak sér sem þakklæti fyrir blíðuhótin.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Í hestamennsku takast bæði börn og fullorðnir á við skapandi starf með erfiðu og agandi viðfangsefni. Það kennir mönnum að takast á við mótlæti með æðruleysi og sigra með stillingu og auðgar bæði andann og lífið. Það sjáum við glöggt á þessari merku sýningu hér ár eftir ár, þar sem gleði og einbeiting skín úr hverjum andlitsdrætti ungmennanna. Við sem höfum annast og umgengist hesta vitum hversu ögrandi og krefjandi hver og einn þeirra er. Reglusemi og virðing fyrir verkefninu er þar forsenda árangurs og hvort tveggja þurfa ungir hestamenn að temja sér. Að því búa menn svo allt sitt líf.</span></p> <p><span>Hestamennskan felur í sér bæði ögrandi æskulýðs- og forvarnarstarf og tæpast er hægt að hugsa sér heilnæmari útivist og líkamsrækt en þetta sport. Hér er líka framtíð greinarinnar fólgin - í ungviðinu. Og það er björt framtíð því við sjáum að kunnáttu og hestakosti fleygir stöðugt fram. Það er alveg óhætt að nefna þessa sýningu hér í sömu andrá og heimsmeistaramót og landsmót. Þótt ekki reyni menn með sér með alveg sama hætti hér þá er þessi sýning góður grunnur fyrir unga og upprennandi hestamenn að byggja á. Hér gefst æsku landsins gott tækifæri til að láta ljós sitt skína svo eftir sé tekið.</span></p> <p><span>Fjölmargir hafa atvinnu af hrossarækt og um allt land eru nú byggðar upp hestamiðstöðvar þar sem aðstaða er til þjálfunar og tamningar hesta.<span>&nbsp;</span> Þar hefur skapast aðstaða fyrir ungt fólk &ndash; æsku þessa lands &ndash; að kynnast hestinum, þekkja gangtegundir hans, eiginleika og jafnvel einstök litarafbrigði sem eru svo fjölbreytt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú er hesturinn að stærstum hluta notaður til tómstunda þótt nauðsynlegur sé enn í sveitum vegna smalamennsku á haustin. Þá hefur hann á síðari árum fengið nýtt hlutverk sem er að leyfa ferðafólki og þá einkum útlendingum að fara á bak og njóta þannig landsins og hestsins í bland. Fyrir svo fjölmarga er þetta einstæð upplifun og hefur orðið til þess að viðkomandi einstaklingar<span>&nbsp;</span> hafa tekið ævarandi tryggð við íslenska hestinn.</span></p> <p><span>Ég ætla ekki að þreyta ykkur með löngum ræðuhöldum en vil minna á að hestamennskan er órjúfanlegur þáttur íslenskrar þjóðmenningar og íslensks landbúnaðar. Megi þið njóta hennar sem best í dag í meðförum okkar ungu og efnilegu knapa. Gangi ykkur vel í framtíðinni og njótið samvistanna við þarfasta þjóninn okkar, - Íslenska hestinn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góða skemmtun.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-03-28 00:00:0028. mars 2008Ársfundur Veiðimálastofnunar 27. mars 2008

<p align="center"><strong><span>Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einars K. Guðfinnssonar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á ársfundi Veiðimálastofnunar 27. mars 2008</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Ágætu ársfundar- og ráðstefnugestir</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er ánægjulegt að fá að ávarpa ykkur hér og taka þátt í nokkurs konar uppskeruhátíð eftir fengsælt veiðisumar. Mikilvægt er að áhugafólk um stangveiði, laxfiska og hreinlega lífið í vatninu komi saman og líti yfir farinn veg og horfi til framtíðar. Þá er mikilvægt að fara yfir málin og leita ráða hvað snertir stórlaxinn því ekki viljum við missa þá höfðingja úr íslensku ánum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mikil auðæfi eru fólgin í íslenskum vötnum og ekki síður í þeim fiskstofnum sem þar þrífast. Mikil verðmæti eru fólgin í lax- og silungsveiðum. Þannig er efnahagslegt virði stangveiða í þjóðarbúinu metið um 12 milljarðar á ári.<span>&nbsp;</span> Stangveiði styður við um 1.200 störf á ári og er meginstoð búsetu á sumum svæðum landsins. Þá stundar um þriðjungur þjóðarinnar stangveiði sem er <span>&nbsp;</span>gríðarlega vinsæl og mikilvæg tómstundaiðja margra Íslendinga.<span>&nbsp;</span> Í stangveiðinni fer saman holl útivera í íslenskri náttúru og oft gleði yfir góðum feng.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Vel hefur tekist til í veiðimálum hér á Íslandi, laxastofnar okkar standa sterkar en víðast annars staðar og arður af veiðinni er meiri en í öðrum löndum. En við þurfum að vera vel á verði til að viðhalda þessu góða ástandi. Það verður ekki síst gert með öflugu rannsóknastarfi, eins og unnið er hjá Veiðimálastofnun. Fylgjast þarf vel með laxastofnum og ekki síst þarf að auka rannsóknir í sjó, en miklar breytingar hafa orðið á endurheimt laxa úr sjó, einkum stórlaxa.<span>&nbsp;</span> Mikilvægt er því að búa vel að þeirri auðlind sem fólgin er í veiðistofnum í ám og í vötnum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við eigum mörg ónýtt tækifæri í nýtingu silungsstofna og að fá meiri arð af þeirri veiði. Þarna eru miklir möguleikar. Afar mikilvægt er fyrir landsbyggðina og þar með land og þjóð að nýta þessi verðmæti meira og betur. Verkefnið er margþætt. Virkja þarf landeigendur og veiðifélög, <span>&nbsp;</span>byggja upp aðstöðu fyrir veiðimenn og kynna nýjar og lítt þekktar veiðilendur. Efla þarf athuganir á veiðimöguleikum og veiðiþoli fiskistofnanna. Síðast en ekki síst þarf að hlúa að nýjum stangveiðimönnum. Kynna þarf ungu fólki stangveiðina og fátt er betra en að leiða það þannig í faðm íslenskrar náttúru.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eins og kunnugt er, var skipulagi stjórnarráðsins breytt af núverandi ríkisstjórn og tóku þær breytingar gildi um síðustu áramót.<span>&nbsp;</span> Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneyti sameinuðust og til varð nýtt ráðuneyti. Sjálfur er ég ekki í vafa um að þessar breytingar eru til góðs og leiða til eflingar stjórnsýslunnar í heild.&nbsp; Með þeim skapast ný sóknarfæri sem við eigum að nýta okkur, enda fer vel á því að þessir tveir grundvallaratvinnuvegir íslensku þjóðarinnar, sjávarútvegur og landbúnaður, fylki nú liði í sama ráðuneyti og vinni að hagsmunum sínum og þjóðarinnar í heild. Með sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis hefur tekið til starfa nýtt öflugt og kraftmikið ráðuneyti byggt á góðum grunni. Verkefni okkar eru af margvíslegum toga og sum mjög umfangsmikil. Um leið og kraftarnir sameinast leggjum við þyngra lóð á vogarskálarnar í uppbyggingu þessara tveggja atvinnugreina. Þessi breyting hefur mikil áhrif, einnig á veiðimálin.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú hefur verið ákveðið að breyta skipulagi og lögum er lúta að þessum málaflokki. Lög um fiskeldi verða sameinuð í einn lagabálk, en voru áður í tveimur lagabálkum eftir því hvort um var að ræða eldi ferskvatnsfiska eða sjávarfiska. Lögum um fiskræktarsjóð verður breytt, en áralangar deilur hafa verið um greiðslur raforkufyrirtækja í sjóðinn. Verði það frumvarp að lögum sem nú liggur fyrir, mun það styrkja sjóðinn og gera starf hans öflugra, en sjóðurinn er einkar mikilvægur við rannsóknir og uppbyggingu á veiðivötnunum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þá verður stjórnsýsla veiðimála færð frá Matvælastofnun til Fiskistofu en sú starfsemi fer betur með starfsemi Fiskistofu, ekki síst eftir að Landbúnaðarstofnun varð að Matvælastofnun, sem var góð og þörf breyting. Á Fiskistofu verður sérstakt svið, Veiðimálasvið, sem mun hafa með höndum stjórnsýslu veiðimála og verður þessi breyting til að styrkja umsýslu starfseminnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Veiðimálastofnun mun áfram starfa sem sjálfstæð stofnun. Hún er afar mikilvæg og hefur sinnt sínu hlutverki vel en þó er æskilegt að efla <span>&nbsp;</span>hana enn frekar. Til skoðunar er í ráðuneytinu hvort heppilegt sé að breyta um rekstrarform og gera hana að opinberu hlutafélagi. Ein ástæða fyrir slíkri breytingu er að Veiðimálastofnun hefur miklar sértekjur og starfar því að hluta á samkeppnismarkaði. Slík breyting reyndist vel hjá Matís og hefur hleypt miklum þrótti í þá starfsemi. Ráðuneytið mun á næstunni skoða<span>&nbsp;</span> vandlega með stjórnendum og starfsfólki Veiðimálastofnunar hvort heppilegt sé að breyta stofnuninni í opinbert hlutafélag. Ég vil hins vegar undirstrika að um þessi mál hefur ekki enn fengist niðurstaða. Leiðarljós okkar er og verður heill þess starfs sem unnið er að á vettvangi Veiðimálastofnunar.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir ráðstefnu- og ársfundargestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Vettvangur sem þessi er afar mikilvægur. Bæði til að örva faglega umræðu en einnig til að gera okkur kleyft að bera saman bækur okkar og vekja máls á þýðingarmiklu umræðuefni. Slík umræða er kveikjan að skoðanaskiptum sem reynsla vísindamanna og skóli lífsins hafa fært okkur heim sanninn um að er oft forboði skynsamlegrar niðurstöðu. Þess vegna eru ársfundurinn og ráðstefnan í kjölfarið mikilvæg.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil að endingu færa öllum þeim sem hlut eiga að máli og hafa komið að undirbúningi þessara funda mínar bestu þakkir. Að svo mæltu vona ég að þið eigið ánægjulega og gagnlegan fund hér í dag.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <br /> <br />

2008-03-18 00:00:0018. mars 2008Ráðstefnu í Reykholti um eignarrétt og þjóðlendur 8. mars 2008

<p><span></span></p> <p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á ráðstefnu í Reykholti um eignarrétt og þjóðlendur 8. mars 2008.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Flutt af Sigurgeiri Þorgeirssyni.</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir tilheyrendur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil byrja á því að lýsa yfir sérstakri ánægju með það framtak að kveðja til málþings&nbsp; fræðimenn og lögspekinga til að fjalla um eignarrétt og hugtök honum tengd í aldanna rás.&nbsp;Einn dýrmætasti arfur hverrar þjóðar er menningin sem sagan geymir. Það er afskaplega viðeigandi að fræðileg umræða um þessi mál fari fram hér í Reykholti.&nbsp;Það hefur reynst íslenskri þjóð farsælast að hyggja að fortíðinni þegar grunnur framtíðar er lagður. Þetta á við um allt í okkar umhverfi, hvort sem við tölum um fólkið sjálft eða landið sem það byggir og síðast en ekki síst löggjöfina sem er ein mikilvægasta umgjörð samfélagsins og grundvöllur siðmenningar og velfarnaðar hverrar þjóðar.&nbsp;</span></p> <p><span>Eignarrétturinn er ein af grunnstoðum mannréttinda í íslensku samfélagi sem og hinum vestræna heimi.&nbsp;Hann er okkur svo helgur að rétt og nauðsynlegt þótti að verja hann sérstaklega í Stjórnarskrá landsins.&nbsp;Skilgreining og afmörkun eignarréttarins hefur svo verið sífellt verkefni löggjafans, meðal annars á grundvelli úrlausna dómstóla, frá því land byggðist.&nbsp;</span></p> <p><span>Í hinum gömlu lögbókum Grágás og Jónsbók frá því&nbsp; á fyrstu öldunum eftir landnám eru ákvæði um eignarrétt á landi og fyrirmæli um landnot sem gefa okkur til kynna hversu mikilvæg lög og regla voru samfélaginu í öndverðu. Sum þessara ákvæða eru enn í gildi. Það sýnir framsýni höfunda lögbókanna.&nbsp;Það hefur síðan verið verkefni Alþingis og dómstólanna að móta þessa löggjöf og færa til samtíma viðhorfa.&nbsp;Í þeirri sögu eru nokkur atvik sem eru áhrifavaldar.&nbsp;</span></p> <p><span>Þar má fyrst nefna setningu vatnalaganna 1923. Stórhuga áform um virkjunarframkvæmdir á hálendi Íslands á öndverðri síðustu öld komu á stað umræðu um eignarhald á vatnsafli í ám og fossum á afréttum.&nbsp;Það má segja að með skýrslu Bjarna Jónssonar frá Vogi til Fossanefndarinnar hafi umræðan varðandi eignarhaldið á hálendinu mótast. Deilur og óvissa um eignarhald á afréttum og hálendinu voru svo viðloðandi eftir miðja síðustu öld og verða nokkur þáttaskil þegar Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu í dómsmáli um Landmannaafrétt, í svokölluðum Landmannaafréttardómi 1981, að afréttarlandið sjálft sé einskis manns eign.&nbsp; Lögin um þjóðlendur á Íslandi eru leidd af þessum dómi og eru raunar sett í kjölfar þess sem þar segir, að löggjafinn hafi valdheimildir til að setja um þetta skýrar reglur.&nbsp; &nbsp;</span></p> <p><span>Það dylst engum að deilur hafa verið um framkvæmd þjóðlendulaganna.&nbsp;Það er skiljanlegt þegar tekist er á hendur jafn viðamikið og viðkvæmt verkefni eins og segir fyrir um í lögunum, að ákvarða mörk eignarlanda og þjóðlendu.&nbsp;Þau tímamörk sem sett voru í upphafi um&nbsp; framkvæmd laganna eru liðin, og ljóst að enn munu mörg ár líða uns endanleg niðurstaða liggur fyrir um þjóðlendur á Íslandi. Fjármálaráðherra hefur reyndar lagt á það áherslu, að menn leggi nú meira upp úr vönduðum vinnubrögðum en flýti við að klára verkefnið.&nbsp;Hátt á þriðja tug hæstaréttardóma hafa fallið um þjóðlendur og eignarlönd og fyrir liggur að fjórum slíkum hefur verið skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu.</span></p> <p><span>Það er freistandi að velta fyrir sér hvort eitthvað hefur farið öðruvísi um framkvæmd laganna um þjóðlendur á Íslandi en ætlað var við setningu þeirra á alþingi árið 1998.&nbsp;Í því sambandi vakna nokkrar spurningar. &nbsp;Eru ákvæði laganna víðtækari en ætlað var í upphafi?&nbsp;Eru hinar almennu sönnurnarreglur sem lögin kveða á um bærilegar og verður af öryggi risið undir kröfunni um sönnun á eignarrétti? Við getum einnig spurt þeirrar spurningar hvort nægar rannsóknir hafi legið fyrir á inntaki eignarréttar á landi í aðdraganda lagasetningarinnar. Þá vaknar einnig spurning um hvort umræða um lögin og áhrif þeirra hafi verið næg meðal hagsmunaaðila.&nbsp; Þetta segi ég í ljósi þess að á þeim tíma sem lögin voru sett var almenn samstaða um lagasetninguna.&nbsp; Allt eru þetta góð og gild umfjöllunarefni.&nbsp;Við getum allavega&nbsp; verið sammála um það að það málþing sem hér er til stofnað hefði að ósekju mátt fara fram 10 árum fyrr.</span></p> <p><span>Ég vil vekja á því athygli hér, að fjármálaráðherra hefur nú beitt sér fyrir breyttu verklagi við undirbúning á kröfulýsingu ríkisins í þjóðlendumálum, sem hann vonast til, -og ég tek undir með honum-, að verði til þess að kröfulýsingar ríkisins valdi ekki þeirri úlfúð sem borið hefur við á undanförnum árum. Breytingin felst í því, að ríkið fær lengri frest til undirbúnings kröfum sínum og mun ekki leggja fram kröfur fyrr en umfangsmikil rannsókn skjala og hvers kyns nauðsynlegra heimilda hefur farið fram. Allt á þetta að stuðla að vandaðri kröfugerð, og loks er vert að geta þess, að ríkið ákvað í fyrra að una úrskurði óbyggðanefndar á Norð-Austurlandi, þar sem nefndin taldi, andstætt kröfugerð ríkisins, að land jarða næði saman í fjallendi. Þessi ákvörðun hlýtur að einfalda nokkuð kröfugerð ríkisins í framhaldinu, þar sem líkt háttar til.</span></p> <p><span>Það er von mín að málþing það sem háð er hér í dag megi verða málefnalegt innlegg í umræðuna um eignarrétt á landinu fyrr og nú. Ég leyfi mér einnig að vona að bærileg sátt megi ríkja þegar endanleg niðurstaða er fengin um eignarlönd og þjóðlendur á Íslandi.&nbsp; &nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-03-04 00:00:0004. mars 2008Alþjóðleg sjávarútvegsráðstefna í Lilleström í Noregi (North Atlantic Seafood Forum - NASF), 4. mars 2008

<p align="center"><strong><span>State of the fish stocks in the Icelandic waters</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>-How may the resources&rsquo; continued sustainability be ensured?</span></strong></p> <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Address by the Icelandic Minister of Fisheries and Agriculture,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Einar K. Gudfinnsson</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Given at the North Atlantic Seafood Forum in Norway, 4 March 2008</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mr. Chairman, Ministers of Fisheries, ladies and gentlemen.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I am honored and pleased for this opportunity to participate in the North Atlantic Seafood Forum and to address the forum in the third consecutive year. There are many factors that need to be discussed in this field, however, today I will first and foremost focus on two issues:<span>&nbsp;</span> first, the state of the main whitefish stocks in the Icelandic waters, and second, the comments by certain environmentalist organizations that literally seem to have no scruples whatsoever in their unsophisticated and misleading comments about the fish stocks, and thereby damage the good reputation of a respected fishing nation.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Iceland</span> <span>is among the leading fishing nations of the world and considering that the first part of the forum is titled:<span>&nbsp;</span> <em>Outlook for seafood supply, demand and prices</em>, I wish to use this opportunity to briefly address the state of the fish stocks in the Icelandic waters. Unfortunately, we hear all kinds of misleading and incorrect statements on these matters, not least by known organizations that link their names to environmental protection; organizations claiming that their comments are both responsible and realistic. We all know this is frequently far from being true.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Various factors must be taken into account when we consider the prospects in supply and the current possibilities of the whitefish markets.<span>&nbsp;</span> We are facing the cod fishery at the North Atlantic still decreasing, or from 1.1 million tons in 2007 to 700,000 tons in 2008. Additionally, we hear of the decreasing supply of whitefish from the North Pacific Ocean. Naturally, we focus our attention on farmed species at the North Atlantic or from more distant areas when we try to contemplate what the development will be.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Aside from providing you with information about the condition and the state of the fish stocks in the Icelandic waters, which I know well, I would like to touch on a few issues in my address today. I will furthermore discuss general views about the utilization of the fish stocks and what is needed for things to progress positively, but first, a few comments about the whitefish farming at the North Atlantic.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>It is fair to say that our attention has increasingly been aimed during the last few months towards the opportunities entailed in cod farming. The main reason, of course, is the recession in the ground fish catches and the possibility of meeting current demand with high-quality farmed fish, that satisfies the quality demands of the market, for example, in terms of product freshness, which the conventional fisheries have more difficulty meeting. An attractive option is not least being able to tackle cod farming in light of the unutilized investments entailed in sophisticated, under-used technical equipment in fish processing, and a marketing system where farmed fish could easily be added. Even though there are plans in Norway, Britain, Ireland and Iceland, just to name a few examples, of carefully structuring large-scale cod farming over the next few years, the fact remains that the current demand cannot be met with farmed cod.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>We still have some way to go for such farming being a sound option, for it literally being feasible and economical. According to experts in this field, the production costs, not least of fry, must be lowered, and the quality and properties of the fry must be such that the fish grows fast and takes feed that must be both in extensive supply and at reasonable prices. Last but not least, wild cod must be bred and the best properties of farmed fish must be enhanced in order for the market price more than covering the farming costs. Work is currently taking place on these factors and significant achievements have been made, even though we still have some way to go, as stated earlier. In order for cod to meet our expectations at the whitefish market, however, we must also focus seriously on environmental factors and measures against pollution, both of which are becoming increasingly important from a marketing point of view.<span>&nbsp;</span> Additionally, we must emphasize preventive measures against disease, which is an area where very limited progress has been made in respect of farmed cod.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>This fact further underlines more than anything the importance of careful management of the fisheries from the wild fish stocks, which should be possible even though some things have gone amiss in recent years. Sophisticated catch control has become more essential than ever, both with respect to stock sustainability and their sensible utilization. Also, for marketing reasons, a negative image of the fisheries in the public eye due, among other things, to the bad state of some fish stocks, and the clear demand of modern times on the sensible and careful utilization of Earth&rsquo;s natural resources.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ladies and gentlemen</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Good fisheries management is based on the principal views of sustainability, the pre-cautionary approach of allowing the resource and nature the benefit of doubt, and on us exercising utmost caution.<span>&nbsp;</span> Good fisheries management is based on research yielding necessary knowledge to prevent us from making mistakes; instead guiding us in an informed manner towards sustainable utilization.<span>&nbsp;</span> It is based on a carefully planned and detailed fisheries management system that limits access to a limited resource as necessary, together with an efficient monitoring system and detailed follow-up measures.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Our guideline in Iceland has been the necessity to invest considerable funds in fish research although it may be assumed that some, not least the scientific community, feels that more is needed.<span>&nbsp;</span> Truth be told - <span>&nbsp;</span>the high level of technology constantly renders it easier to catch the quantity allowed; hence detailed stock assessment is more essential than ever as well as the level of knowledge being higher than ever in order to avoid things moving in the wrong direction.<span>&nbsp;</span> Although much has been said about the Icelandic fisheries management system, particularly the initial allocation of catch quotas and transferable quotas, there is no doubt that the system has indeed worked against the fishing fleets&rsquo; high-level catch capacity and the extensive competition over a limited resource.<span>&nbsp;</span> It may therefore still be claimed that most fishable stocks in the Icelandic waters are in good or fair state.<span>&nbsp;</span> Additionally, there is no doubt that the general acceptance that has been reached on a science-based management of the fish stocks, the knowledge and the experience, including the regulatory framework, the enforcement and control, are the principal reasons for the situation being as it is today.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>It can never be overemphasized in this respect how solid and mutual communications between parties, based on mutual respect and knowledge, play an important role in the creation of results. Active collaboration of scientists, the authorities and the fishing industry is of utmost importance. If the rules of the game are clear and if the role of everyone is well defined, a close collaboration between parties should not affect the important impartiality of scientists and advisors, however, one must always keep in mind that negotiating one&rsquo;s way out of reality is not the way to go; instead we must of course base our decisions on facts and conclusions.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>So, -<span>&nbsp;&nbsp;</span> what is the situation in the very country of this person standing before you - speaking so boldly about perfect circumstances?<span>&nbsp;</span> Well, the situation is not perfect although it must said that much has been achieved.</span></p> <p><span>From an economic point of view, cod is by far the most important fish stock for Iceland. Substantial capital has been invested in cod research in the past few decades, and the cod fishery is generally the most important focus of the fisheries management system. Though it is clear that there are very few cases where a cod stock as strong as Iceland&rsquo;s has been maintained through active fisheries management, restraint must be exerted through systematic measures if we are to guarantee steady and increased yields from the stock. With that as a guideline, I decided last summer to follow to the letter the recommendations of our experts and cut cod quotas by 30% to 130 thousand tonnes, at least for the next 1-2 years, so as to expedite the growth of the stock, especially in view of the enhanced likelihood of stronger recruitment in the years to come. This decision has been a painful one in the short term, however, it is important to protect the long-term interests of all who benefit from the exploitation of the cod stocks near Iceland. It is also consistent with responsible fisheries management and is an element in guaranteeing the sustainability of the fish stocks.</span></p> <p><span>The pollock stock near Iceland is primarily a local one, whose size has fluctuated somewhat in accordance with variable year class strength. This is therefore a situation requiring hands-on fisheries management. At present, the condition of the stock is fairly good, and has been improving in recent times. Hence, we may expect continued good yields from this stock, or about 60,000 tons.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>In the past decade, the Icelandic government has dedicated substantial financial resources to research on the redfish stock, both within and outside the Icelandic territorial waters &ndash; especially in the area between Iceland and Greenland, where international vessels exploit these stocks just as Icelanders do. The Icelandic government has deemed it as vital that we respond in a responsible manner in collaboration with the other nations that fish for redfish. It appears that this international collaboration is more successful now than it has been in the past, and indeed, it is a most important and welcome development if we can work together to manage the redfish fisheries in international waters more systematically.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Haddock is the ground fish species in Iceland that has clearly strengthened the most in the Icelandic waters in recent years. The catch more than doubled during the last decade and is currently about 100,000 tons. This increase is by en large due to a relatively moderate catch effort coinciding with favorable environmental conditions that have expanded the haddock&rsquo;s distribution area in the Icelandic waters. It should be pointed out in this respect that prior to this period the distribution area of haddock was limited to Iceland&rsquo;s southern coastline and along the west coast, whereas after the year 2000 haddock is also equally commonly found near northern Iceland. Even though haddock does not counter-balance the value of the cod recession, the importance of this development cannot be minimized when looking at the ground fish catch as a whole.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>There is no doubt that stringent fisheries management generates good results. The last few years, however, are an important reminder to all of us to be on guard, to obtain the necessary information, to draw on such experience and to enter into responsible decisions based on the best available scientific knowledge. We, who base our livelihood not least on fisheries and nature&rsquo;s resources, have been reminded of how dependent we are on the forces and whims of nature. After the turn of the century, we have seen conditions at the Icelandic fishing grounds that are unlike that we experienced during the last 25 years of the last century. This has strengthened the state of haddock, monkfish (angler fish) and other stocks, whereas other stocks have weakened.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>We cannot rule out that the warming in recent years and growth of whale stocks have weakened the cod stock in the Icelandic waters. However the most obvious impact on the state of the stock today which we can most obviously influence is the effort by the fishing fleet.<span>&nbsp;</span> Clearly, the changes in the conditions in the ocean around Iceland have had much impact on the capelin by the Icelandic coast, the spreading and migration of capelin, and possibly also its stock size.<span>&nbsp;</span> This in turn could have a major impact on the growth and yield of the cod stock in the long run, as capelin is the most important feed of cod, and in fact of other key species in the ecosystem of and near Iceland.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ladies and gentlemen</span></p> <p><span>Recent years have seen the Icelanders &ndash; both authorities and industry representatives - having to spend increasing time and effort explaining their fisheries policy, constantly pointing out and emphasizing how it is based on the ideology of sustainable utilization. One of the reasons for this time and effort are all kinds of nonsense and incorrect statements. Known organizations have literally presented distorted information that has proved difficult to correct. An example of this is the well known organization, World Wildlife Fund, the WWF, which has asserted in some of its publications and websites, among other things, that cod is facing extinction.<span>&nbsp;</span> WWF and others which behave likewise are acting as if there were only one fish stock in the world, called cod, and is subject to the same kind of fisheries management worldwide.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Needless to say, it is totally intolerable for a responsible fishing nation being subjected to such unbelievable distortions that damage our reputation and cause problems at our markets. One cannot but wonder why an organization that wants to be taken seriously behaves in this manner?</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>We, the Icelandic people, have proved by our actions that we are prepared to enter into difficult decisions that cause temporary economic difficulties, decreased national income, and market restraints in the short run if the result of such measures strengthen our fish stocks. It is our firm belief that we have in fact only one real and responsible option - namely to work on grounds of sustainable utilization!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Last summer, for example, I decided on a considerable reduction of the cod catch permits. This decision resulted in a significant loss of income, not least in the area where I live - my constituency.<span>&nbsp;</span> Of course, it is tempting for a politician to opt for another and more relaxing path, namely a path that would seem to lead to temporary political popularity.<span>&nbsp;</span> I chose not to!<span>&nbsp;</span> My commitments and duties, and those of the government, are for the future and the concept that we must utilize our natural resources in the spirit of sustainability; a view made world-known by the former Prime Minister of Norway, Gro Harlem Brundtland, in a report referred to as the Brundtland Report. The core of her views is:<span>&nbsp;</span> &ldquo;?development that meets the needs of the present without compromising the ability of future generations to meet their own needs.&rdquo;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>In our capacity as responsible utilizer of natural resources, including marine resources, we only request one thing:<span>&nbsp;</span> to be judged by our actions and decisions! Fortunately, Iceland is respected for acting responsibly in fisheries affairs.<span>&nbsp;</span> This is a reputation we will safeguard. We believe that we have proved that we certainly stand by the international acknowledgement our fish enjoys.<span>&nbsp;</span> If only for this reason, it is utterly unacceptable that unsophisticated and unfounded propaganda of individual parties that cannot be bothered to seek the truth is heard without criticism.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ladies and gentlemen</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I take the liberty of claiming that the state of the fish stocks in the Icelandic waters indicates that some achievements have certainly been made in recent years and decades - that today we operate a solid fishing industry capable of adjusting to changed circumstances. This does not mean, however, that we cannot do better - far from it!<span>&nbsp;</span> The task at hand, of course, is to do better, to learn from experience.<span>&nbsp;</span> In this respect, we must comprehend the importance of us basing our actions on caution and knowledge, accepting that our knowledge is limited and that the conditions are constantly changing - we must stay alert and adjust to such changes.<span>&nbsp;</span> Let us remember that the forces of nature cannot be controlled, however, through sensible fisheries management we may affect developments.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Thank you.</span></p> <br /> <br />

2008-03-03 00:00:0003. mars 2008Ávarp Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við setningu Búnaðarþings 2. mars 2008

<p align="left">Forseti Íslands, formaður Bændasamtakanna, þingfulltrúar, góðir gestir.</p> <p>&nbsp;Litla kveðju sem mér barst frá góðum vini mínum úr bændastétt þegar ég tók við starfi landbúnaðarráðherra nú í vor langar mig að gera að upphafsorðum þessa ávarps: Gott að fá þig til okkar í landbúnaðinn. Mér þótti vænt um þetta rétt eins og þær góðu viðtökur sem ég hef hvarvetna notið í ranni íslenskra bænda og forystumanna þeirra frá því að ég axlaði ábyrgð á nýju embætti á vormánuðum í fyrra. Fyrir það vil ég þakka og veit að samstarf okkar allra verður gott, hér eftir sem hingað til.</p> <p>Um áramótin tóku gildi talsverðar breytingar í stjórnsýslunni, sem lúta að landbúnaðinum.<span>&nbsp;</span> Markmið þessara breytinga eru margs konar. Má þar nefna fyrst og fremst vilja til þess að auka skilvirkni og er ætlunin að stuðla að öflugra stuðningsumhverfi landbúnaðar og sjávarútvegs. Í samfélagi okkar hafa átt sér stað margvíslegar skipulagsbreytingar sem tekið hafa til sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana á vegum ríkisins, en segja má að tiltölulega litlar breytingar hafi orðið á skipan Stjórnarráðsins sjálfs. Sjálfur er ég ekki í vafa um að þessar breytingar geta orðið til góðs og eiga að leiða til eflingar landbúnaðarins og stjórnsýslunnar í heild.<span>&nbsp;</span> Með þeim skapast ný sóknarfæri sem við eigum að nýta okkur enda fer vel á því að þessir tveir grundvallaratvinnuvegir íslensku þjóðarinnar, sjávarútvegur og landbúnaður, fylki nú liði í sama ráðuneyti og vinni að hagsbótum sínum og þjóðarinnar í heild. Með sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis hefur tekið til starfa nýtt öflugt og kraftmikið ráðuneyti byggt á góðum grunni. Verkefni okkar eru af margvíslegum toga og sum mjög umfangsmikil. Um leið og kraftarnir sameinast leggjum við þyngra lóð á vogarskálarnar í uppbyggingu þessara tveggja atvinnugreina.</p> <p>Vissulega get ég sagt að það er eftirsjá af ýmsum þeim verkefnum, sem flutt hafa verið frá landbúnaðarráðuneytinu til annarra ráðuneyta.<span>&nbsp;</span> En það er þó ekki kjarni málsins.<span>&nbsp;</span> Við hljótum að horfa til þess hvort unnt sé að sinna þeim verkefnum að minnsta kosti jafn vel og áður. Ég hygg að samningar sem gerðir hafa verið í tengslum við flutning verkefnanna tryggi að svo verði. Aðgangur landbúnaðarins verður hinn sami að þeim stofnunum sem fyrrum heyrðu undir landbúnaðarráðuneytið, en verða nú vistaðar undir öðrum ráðuneytum.</p> <p>Það er auðvitað eðlilegt að allt nám, hvort sem það er á framhalds- eða háskólastigi, heyri undir menntamálaráðuneytið og það er enginn vafi á því að það getur orðið landbúnaðarmenntun til framdráttar að svo sé.<span>&nbsp;</span> Gríðarleg uppbygging hefur orðið á háskólamenntun, vísinda og þróunarstarfi í landinu og engin ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram á sviði landbúnaðarfræðslu.<span>&nbsp;</span> Sérstaða landbúnaðarháskólanna felst auðvitað í þeim verkefnum sem þeir hafa kosið sér og ekki er ástæða til að ætla annað en að þeir sinni þeim vel hér eftir sem hingað til. Þar verða vaxtarmöguleikar þeirra. Auk þess er gert ráð fyrir og frá því raunar gengið, að gerður sé samningur milli sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins um tiltekin verkefni sem þessum skólum er ætlað sérstaklega að sinna í þágu íslensks landbúnaðar. Í þessum samningi er gert ráð fyrir því að um fjárlög míns ráðuneytis fari um 160 milljónir króna í þessum tilgangi. Því fer þess vegna víðs fjarri að Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið hafi sleppt hendinni af þessari starfsemi, þessum óskabörnum sínum.</p> <p><span>&nbsp;</span>Sama er að segja um skógrækt og landgræðslu - aðgangur okkar að þeirri þekkingu sem til staðar er í þessum mikilvægu stofnunum verður eftir sem áður til staðar, jafnframt því sem gerður er sérstakur samningur til að tryggja þetta enn frekar. Við skulum heldur ekki gleyma því að helstu framkvæmdaþættir skógræktar í landinu hafa á undanförnum árum farið fram í gegnum hin landshlutabundnu skógræktarverkefni, sem heyra áfram undir landbúnaðarráðuneytið. Þá mun hluti af fjármagni til rannsókna í skógrækt<span>&nbsp;</span> fara um okkar ráðuneyti. Um mótun sameiginlegra áherslna í skógræktarrannsóknum ríkir og gott samkomulag á milli sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Sama á við um verkefnið Bændur græða landið. Það er enda eðlilegt. Þessi verkefni eru unnin af bændum og því eðlilegt og sjálfsagt að þessum málaflokki sé skipað undir gunnfána landbúnaðarráðuneytisins okkar.<span>&nbsp;</span> Bæði þessi verkefni hafa á liðnum árum fengið aukið vægi vegna þýðingar þeirra í að sporna við gróðurhúsaáhrifum. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að skógur verði ræktaður á um 5% lands undir 400 m. hæð yfir sjó<span>&nbsp;</span> og var ætlunin að það næðist um árið 2040. Ljóst er að sett markmið hafa ekki náðst, en í ljósi þess hve skógrækt er mikilvæg til þess að ná markmiðum í loftslagsmálum mun ég beita mér fyrir endurskoðun á þessari framkvæmd. Þá vil ég geta þess að það varð að samkomulagi okkar umhverfisráðherra að tvöfalda það fé sem Landgræðsla ríkisins ver til verkefnisins Bændur græða landið. Með þessu undirstrikum við áherslur okkar og að formbreytingin dragi síst úr vægi þessa verkefnis.</p> <p>Jafnframt þessu færist nú allt matvælaeftirlit á vegum ríkisins undir nýja stofnun, Matvælastofnun.<span>&nbsp;</span> Áður var þessu eftirliti sinnt á vettvangi þriggja stofnana sem heyrðu undir jafnmörg ráðuneyti.<span>&nbsp;</span> Enginn vafi er á því að þessi samþætting er mjög til góðs og styrkir matvælaeftirlitið allt og gerir það líka skilvirkara og vonandi ódýrara þegar fram í sækir.<span>&nbsp;</span> Geri ég heldur ekki ráð fyrir því að um þá skipan mála sé mikill ágreiningur, enda þjónar þessi nýskipan jafnt hagsmunum neytenda og framleiðenda.<span>&nbsp;</span> Nú er því orðin<span>&nbsp;</span> til öflug stofnun, Matvælastofnun &ndash; MAST, þar sem við sameinum allt sem lýtur að reglum og eftirliti með dýraheilbrigði og matvælaframleiðslu í landinu.<span>&nbsp;</span> Ennþá verður hluti eftirlitsins áfram hjá sveitarfélögum og eru ekki sérstök áform uppi um að gera á því breytingar.<span>&nbsp;</span> Hér mun því áfram reyna á gott samstarf þess fólks sem starfar annars vegar á vettvangi sveitarfélaga og hins vegar ríkisins og treysti ég því að svo geti orðið.</p> <p>Ef litið er að öðru leyti til stofnana sem heyra undir hið nýja ráðuneyti, vil ég vekja athygli á því að hið tiltölulega nýlega stofnaða fyrirtæki, Matís ohf., annast matvælarannsóknir í landinu af hálfu hins opinbera og eru þar sameinuð verkefni sem áður heyrðu líka undir margar stofnanir og ráðuneyti.<span>&nbsp;</span> Hér eru líka mikil sóknarfæri á ferðinni sem ég hvet bændur til að nýta sér.<span>&nbsp;</span> Sameinað fyrirtæki á þessu sviði, MATÍS, <span>&nbsp;</span>skapar nýja möguleika, sem ég verð var við að íslenskur landbúnaður nýtir sér þegar.<span>&nbsp;</span></p> <p>Þá er þess að geta að tvær stofnanir sem sinna veiðiráðgjöf hvor á sínu sviði, Veiðimálastofnun og Hafrannsóknastofnun, heyra undir hið nýja ráðuneyti og má því ætla að það sé enn hægt að efla rannsóknir sem miklu máli skipta fyrir þessar atvinnugreinar.<span>&nbsp;</span> Af þessu sjáum við að styrkur hins nýja ráðuneytis, í sókn og vörn, verður meiri með sameiningu þess og uppstokkun stofnanakerfisins.<span>&nbsp;</span></p> <p>Landbúnaður stendur nú á miklum tímamótum og umhverfi okkar breytist hratt. Þetta segi ég í jákvæðum skilningi. Landbúnaðurinn verður sem fyrr kjölfesta en hann þarf líka að vera þátttakandi í þessum breytingum til gagns fyrir sveitir landsins, starfsfólk landbúnaðarins og þjóðfélagið í heild.<span>&nbsp;</span> Það er sama hvernig allt velkist í þjóðfélaginu; sjávarútvegur og landbúnaður<span>&nbsp;</span> munu um ókomna tíð gegna grundvallarhlutverki í samfélagsgerðinni. Þær miklu sviptingar sem hafa orðið í starfsumhverfi bæði fyrirtækja og í reynd þjóðarinnar allrar hafa ekki farið fram hjá neinum. Þær undirstrika enn á ný þýðingu þess að eiga öflugan landbúnað, líkt og öflugan sjávarútveg í landinu.<span>&nbsp;</span></p> <p>Enginn vafi er á því að framundan eru margs konar áframhaldandi breytingar í íslenskum landbúnaði.<span>&nbsp;</span> Stundum er því haldið fram að fátt hafi breyst á þeim vettvangi, en það er rangt. Landbúnaðurinn hefur tekið miklum breytingum og stórstígum framförum á undanförnum árum.<span>&nbsp;</span> Ekki þarf lengi að skyggnast um gáttir til að átta sig á því.</p> <p>Ég hef raunar haldið því fram að það sé úrelt á margan hátt að tala um <span>&nbsp;</span>hefðbundinn og óhefðbundinn landbúnað. Þessi skil eru í besta falli óljós og sennilega ekki til nema að litlu leyti. Landbúnaðurinn einkennist nefnilega af mikilli fjölbreytni. Í hugum þeirra sem standa utan við landbúnaðinn koma sjálfsagt oftast nær fyrst upp í hugann mjólkurframleiðsla og sauðfjárrækt, þegar orðið landbúnaður er nefnt. Það er hins vegar ekki rétt mynd af íslenskum landbúnaði, þó að bændur geti sannarlega verið stoltir af þeim atvinnugreinum sínum. Landbúnaðurinn stendur undir fjölbreyttri atvinnustarfsemi í sveitum landsins sem ekki er hægt að gera allri skil í stuttu máli hér.<span>&nbsp;</span></p> <p>Við vitum að það hefur orðið gríðarlegur vöxtur í skógrækt vítt og breitt um landið og fjöldi bænda og fjölskyldur þeirra hafa afkomu sína af slíkri iðju.<span>&nbsp;</span> Í vaxandi mæli sækja þéttbýlisbúar út í sveitirnar, eignast þar húsnæði og jarðnæði og setjast þar að og deila kjörum sínum með íbúum sveitanna. Hvers kyns hlunnindanýting fer vaxandi og skiptir æ meira máli í tekjuöflun landbúnaðarins. Í ýmsum héruðum eru slík hlunnindi, t.d. á borð við veiðihlunnindi, orðin helsta tekjuöflunin á mörgum jörðum. Starfsemi garðyrkjunnar vex jafnt og þétt og hafa stjórnvöld átt þátt í þeirri þróun, meðal annars með niðurgreiðslu á <span>&nbsp;</span>raforku. Það ásamt fleiru hefur átt sinn þátt í að stórauka framleiðsluna sem íslenskum neytendum fellur vel í geð.<span>&nbsp;</span> Ferðaþjónusta í sveitum er fyrir löngu orðin stór atvinnugrein sem skapar störf um land allt.<span>&nbsp;</span> Sama má segja um rekstur frístundabyggða, stórra og smárra. Atvinnugreinar á borð við loðdýrarækt sem áttu lengi undir högg að sækja, sjá nú nýja og vaxandi möguleika með hækkandi verði og aukinni eftirspurn. Tvöföld búseta og atvinnusókn úr dreifbýli í þéttbýli í krafti bættra samganga og nýjustu fjarskiptatækni eykur enn fjölbreytnina í flóru íslensks landbúnaðar.</p> <p>Og síðast en ekki síst vil ég nefna hestamennsku og hrossarækt sem fyrir margt löngu er orðin veigamikill þáttur í landbúnaði. Þar hef ég hugsað mér að stuðla að enn frekari eflingu og sókn á erlendum sem innlendum vettvangi, meðal annars með endurskoðun á markaðsstuðningi sem þegar er hafin og mótun stefnu um frekari kynningu á íslenska hestinum sem ég hef falið sérstakri nefnd að vinna að.</p> <p>Þessi fjölbreytni í íslenskum landbúnaði hefur <span>&nbsp;</span>breytt mjög mörgu.<span>&nbsp;</span> Landbúnaðurinn þarf eins og annað atvinnulíf að tileinka sér nýjustu tækni og fjárfestingu sem henni fylgir.<span>&nbsp;</span> Það er hins vegar ekki auðvelt, sérstaklega ekki nú eftir að fjármagn varð dýrt að nýju og kallar því á mikla hagræðingu, fækkun búa og stækkun þeirra.<span>&nbsp;</span> Ný tækni hefur þessi áhrif hér eins og víðar.<span>&nbsp;</span> Við eigum ekki að líta á þetta sem ógn heldur tækifæri og svar við sífelldri kröfu um lægra matarverð og svar við þeirri samkeppni sem landbúnaðurinn heyr.<span>&nbsp;</span> Því það er ekki svo, eins og stundum er haldið fram, að bændur starfi í vernduðu umhverfi og þurfi ekki að taka tillit til samkeppni eða aðstæðna að öðru leyti.<span>&nbsp;</span> Þvert á móti er landbúnaðurinn í margs konar samkeppni um fólk og fjármagn og í samkeppni við innfluttar matvörur ýmis konar og þarf þess vegna að beita öllum úrræðum til að hagræða og lækka kostnað, jafnframt því að hafa vakandi auga með möguleikum á auknum tekjum og nýjum og betri sóknarfærum.<span>&nbsp;</span> Hvað sem hver segir er landbúnaðurinn í deiglu íslensks samfélags og verður mótandi um framtíð þess.<span>&nbsp;</span></p> <p>Ný tækifæri verða líka sífellt til. Við verðum þess áskynja að áhugi bænda á heimavinnslu fer vaxandi og þar leynast örugglega margvíslegir möguleikar. Hef ég meðal annars sett á laggirnar nefnd til þess að halda utan um þessi mál <span>&nbsp;</span>af hálfu ráðuneytisins. Því vil ég við endurskoðun búnaðarlagasamningsins legga áherslu á þann þátt, jafnframt breyttum áherslum á stuðningskerfið, auk aðgerða til þess að styrkja rekstrarvitund og samkeppnishæfni bænda.</p> <p>Þegar EES samningurinn var gerður á sínum tíma, en hann tók gildi í ársbyrjun 1994, hafði Ísland undanþágu frá nokkrum veigamiklum málum á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Síðan hefur margt breyst. Þessar undanþágur eru fyrir löngu úr gildi fallnar gagnvart sjávarútveginum og hefur það verið mjög í þágu hagsmuna hans. Og með tilkomu nýrrar matvælalöggjafar ESB lá ljóst fyrir að endurskoða þyrfti afstöðu okkar varðandi landbúnaðinn. Í húfi voru bókstaflega allir útflutningshagsmunir okkar á sviði matvæla, þannig að þarna þurfti ekkert um að binda, eða í vafa velkjast. Nú hefur verið unnið að því um tveggja ára skeið að ná<span>&nbsp;</span> samkomulagi um yfirtöku á viðauka 1 við EES samninginn. Felur það í sér að samræmdar reglur gildi í aðalatriðum hér á landi og í löndum ESB að því er varðar eftirlit með framleiðslu matvæla. Innan tíðar mun ég leggja fram viðeigandi frumvörp til þess að unnt sé að innleiða nauðsynlegar breytingar samfara yfirtökunni. Við undirbúning hefur af minni hálfu verið lögð áhersla á gott samráð við hlutaðeigandi, enda er það nauðsynlegt. Þessi innleiðing matvælalöggjafarinnar felur í sér umtalsverðar breytingar, sem ég hvet bændur og aðra þá er málið varða til þess að kynna sér sem best.</p> <p>Umræður um matvælaverð hafa á tíðum verið háværar.<span>&nbsp;</span> Ekki er langt síðan sú umræða varð býsna hörð og kallað var eftir viðbrögðum landbúnaðarins í því sambandi. Það er ekki neinum blöðum um það að fletta að bændur og afurðastöðvar þeirra hafa tekið fullan þátt í því að stuðla að lækkun matvælaverðs í landinu.<span>&nbsp;</span> Sú verðstöðvun sem í raun ríkti á síðasta ári er glöggt merki um það.<span>&nbsp;</span> Þróunin er hröð á alþjóðlegum vettvangi og mun hafa áhrif á þessa umræðu sem og matvælaverð hér á landi rétt eins og í heiminum öllum.<span>&nbsp;</span> Vakin hefur verið athygli á því að svo lengi sem elstu menn muna hefur raunverð á matvörum farið lækkandi í heiminum og framleiðendum fækkað.<span>&nbsp;</span> Á árunum 1974-2005 lækkaði verð á matvælum á heimsmarkaði um ¾ að raungildi.<span>&nbsp;</span> Nú er augljóst að þessi þróun er að breytast. Hvarvetna berast fréttir utan úr heimi af hækkun matvælaverðs. Hið heimsþekkta og virta tímarit The Economist birti ítarlega úttekt á þróun matvælaverðs og lýsti því yfir á forsíðu sinni að tímar ódýrs matar væru að baki. Var þar meðal annars vitnað til matarverðsvísitölu sem blaðið hefur skráð frá árinu 1845 sem nú sýnir að verðlag á matvælum sé hærra en nokkru sinni á þessu tímabili.</p> <p>Þetta er er athyglisvert og hefur gerst skyndilega. Á allra síðustu misserum hefur eftirspurn eftir búvörum stóraukist og verðlag hefur hækkað af þeim sökum, einkum á korni og mjólkurvörum. Ástæður fyrir þessu eru auðvitað margar.<span>&nbsp;</span> Þær má meðal annars rekja til vaxandi kaupgetu í Austur-Evrópu og Asíu, eldsneytisframleiðslu úr korni, einkum í Bandaríkjunum og S-Ameríku, óhagstæðs veðurfars víða um heim, ekki síst vegna mikilla þurrka í Ástralíu. Þá ber þess að geta að inn hafa komið ný markaðssvæði, sem eru fær um að greiða hærra markaðsverð en áður og hef ég orðað það svo; að segja megi að í Asíu hafi spurn eftir hlutfallslega dýrari matvælum en áður aukist svo nemur neyslu heillrar Evrópu. Auðvitað hefur þetta áhrif á verðlagningu um heim allan. Þetta hefur líka leitt til þess að menn gera sér nú betur grein fyrir mikilvægi landbúnaðarframleiðslunnar og landbúnaðarins sjálfs.</p> <p><span>&nbsp;</span>Í stað þeirrar umræðu sem við erum býsna kunnug um offramleiðslu og skylda hluti, hefur tekið við umræða sem snýr að því hvernig við munum uppfylla fæðuþörf mannkyns á komandi árum.<span>&nbsp;</span> Sannast nú kannski orðin sem önfirski skáldbóndinn Guðmundur Ingi Kristjánsson orti á sinni tíð:</p> <p><em>Heimurinn metur matföng sín</em><br /> <em>og menn fá þau boð að heyra</em><br /> <em>sem biðjandi hljóma þá til þín:</em><br /> <em>Þú átt að framleiða meira !</em></p> <p>Öryggi matvæla verður nú sem sagt æ þýðingarmeira og það er af sem áður var þegar menn reyndu að hlæja út af borðinu alla umræðu sem fram fór hér á landi um matvælaöryggi þjóðarinnar. Menn sáu fyrir sér stórar frystigeymslur fullar af fiski og kjöti og spurðu í forundran, hvort við Íslendingar þyrftum að velta fyrir okkur hugtakinu matvælaöryggi að þessu leytinu. Víðast hvar um heiminn eru menn hættir að sproksetja slíkar umræður. Þær eru dauðans alvara. Spurningin er ekki lengur sú hvernig eigi að koma í lóg öllum þeim matvælum sem framleidd eru í heiminum. Heldur er spurningin þessi: Hvernig ætlar landbúnaðurinn og aðrir matvælaframleiðendur að anna þeirri miklu eftirspurn sem nú er um allan heim eftir matvöru. Þessi umræða hefur auðvitað líka áhrif hér á landi. Það er ekki ólíklegt að þróun matvælaverðs í heiminum hafi margvísleg áhrif á matvælaframleiðslu hér. Líklegt má telja að hlutfallslegar breytingar á verði á matvælum leiði til þess að samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar almennt verði betri. Þegar sjást ýmis teikn um þetta, þrátt fyrir hækkandi verð á aðföngum. Til viðbótar eykst stöðugt skilningur á mörkuðum á nauðsyn þess að framleiða hreina og heilnæma vöru. Oftar en ekki er spurt um uppruna vörunnar og gæði og þar höfum við Íslendingar ekkert að fela, öðru nær, í því felst okkar styrkur.<span>&nbsp;</span></p> <p>Langt hagvaxtarskeið með stöðugri kaupmáttaraukningu hefur fært íslenskum bændum stærri markað en áður.<span>&nbsp;</span> Í þessu felast heilmikil tækifæri sem tvímælalaust á að reyna að nýta. Samtímis hefur verið unnið með markvissari hætti en áður að útflutningi bæði á kjöti og mjólkurvörum þar sem hollusta, gæði og heilbrigðir framleiðsluhættir eru lagðir til grundvallar. Því miður hefur gengisþróunin á margan hátt tafið þetta mikilvæga starf, en þó felast þarna ýmis tækifæri. Við Íslendingar getum því litið svo á, að aukin fríverslun færi landbúnaðinum tækifæri eins og við höfum séð á undanförnum árum. Gagnkvæmir tollkvótar Íslands og Evrópusambandsins eru gott dæmi um það. Þeir hafa fært okkur möguleika á nýjum sviðum, sem vonandi getur orðið frekara framhald á.</p> <p>Það er einnig ánægjulegt fyrir einn sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra að skynja hvar hagsmunirnir liggja sameiginlega hjá þessum atvinnugreinum, sjávarútvegi og landbúnaði. Báðar byggja atvinnugreinarnar á matvælaframleiðslu. Báðar framleiða þær úrvalsvöru. Báðar geta vísað með stolti til hreins uppruna vörunnar. Báðar nýta náttúruauðlindir með sjálfbærum hætti.</p> <p>En góðir Búnaðarþingsfulltrúar.</p> <p>Við vitum að þótt mörgu hafi miðað í rétta átt í íslenskum landbúnaði hafa óveðursský hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Aukinn kostnaður við aðföng, veldur okkur miklum áhyggjum og mun hafa neikvæð áhrif á landbúnaðinn og raunar þjóðarbúið í heild. Hækkandi eldsneytisverð eykur útgjöld í landbúnaði. Aukinn fjármagnskostnaður í kjölfar versnandi skilyrða á fjármagnsmarkaði leggst með vaxandi þunga á atvinnugrein eins og landbúnaðinn sem hefur fjárfest mikið í framfarasókn sinni undanfarin ár.<span>&nbsp;</span> Því miður eru engar fyrirsjáanlegar breytingar til batnaðar á þessum þungu kostnaðarliðum.</p> <p>En einkanlega valda áhyggjum þær miklu hækkanir á áburði og fóðri sem nú eru að skella með ofurþunga yfir landbúnaðinn. Áburður hefur hækkað um helming frá árinu 2006 og er ekki fjarri lagi að ætla að hækkun á milli áranna 2007 og 2008 verði um 70%. Án þess að ég ætli að hafa uppi neina heimsendaspádóma, þá þarf ekki mikinn snilling til þess að sjá að þetta mun með einhverjum hætti bitna á bændum, afurðastöðvum og neytendum. Hækkun á verði aðfanga mun semsagt hafa neikvæð áhrif á lífskjör allra þeirra sem við þurfa að búa. Í þessu tilviki er víst enginn undanskilinn, svo mjög sem búvöruframleiðslan skiptir allan almenning máli, svo ekki sé talað um bændur og fyrirtæki þeirra. Þetta er þess vegna grafalvarlegt mál.</p> <p>Það er ljóst að það verður verkefni næstu mánaða og missera að bregðast við þessum breytingum og leita leiða til þess að vinna sig út úr þessum vanda. Verðlagsnefnd búvara hefur að undanförnu skoðað þessi mál og mun gera það áfram frá öllum hliðum. Ætla má að hækkun kostnaðarliða í landbúnaði muni enn auka hagræðingu í greininni og hvetja menn til þess að leita allra leiða til þess að draga úr kostnaði.</p> <p>Góðir Búnaðarþingsfulltrúar.</p> <p>Ég nefndi í upphafi að við stöndum á breytingatímum. Slíkar aðstæður fela í sér ný tækifæri, en líka að við göngum fram af gætni. Það er til dæmis ljóst að margt er að breytast í alþjóðlegu umhverfi og fjarri fer það því að við getum verið ónæm fyrir slíkum breytingum. Árum saman hafa staðið yfir á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunin, WTO, umræður sem meðal annars snúa að alþjóðlegum viðskiptum með landbúnaðarafurðir. Að sönnu hafa menn ekki komist að niðurstöðu og alls óvíst hvort og hvenær það tekst. Engu að síður er athyglisvert að sú stefna sem þessar viðræður hafa tekið er þegar farin að hafa áhrif á mótun landbúnaðarstefnu ýmissa ríkja og ríkjasambanda. Kom þetta til dæmis fram í viðræðum mínum við Marianne Fischer Boel, framkvæmdastjóra landbúnaðarmála Evrópusambandsins nú skömmu eftir áramótin. Þetta þarf að hafa í huga þegar við hyggjum að framtíðinni varðandi búvörusamningana. Við höfum sem betur fer góðan tíma fyrir okkur, en fimm ár eru samt fljót að líða. Því tel ég nauðsynlegt að við hyggjum að þessum málum í tæka tíð og gerum okkur fordómalausa grein fyrir þróuninni í kring um okkur. Við munum nefnilega ekki komast hjá því að taka tillit til hennar á tímum vaxandi alþjóðavæðingar.</p> <p>Íslenskur landbúnaður nýtur góðs stuðnings hér innanlands. Það hefur ítrekað komið fram í pólitískum umræðum, í viðhorfskönnunum og neytendur segja skoðun sína með afdráttarlausum hætti, með spurn eftir íslenskum framleiðsluvörum, íslenskum landbúnaðarvörum. Í þessu felst styrkur okkar. Landbúnaður okkar á þess vegna margvísleg tækifæri, sem hann getur gripið greitt. Og þótt á móti blási vegna hækkandi kostnaðar, blasa tækifærin við. <span>&nbsp;</span>Og þar &ndash; í þessum tækifærum - og í framtaki íslenskra bænda er björt framtíð íslensks landbúnaðar falin.</p> <br /> <br />

2008-02-14 00:00:0014. febrúar 2008Ráðstefna um íslenskan og þýskan sjávarútveg í Bremen 12. febrúar 2008

<p style="text-align: center;"><strong><span>Speech by Einar Kristinn Gudfinnsson, Ministry of Fisheries and Agriculture,</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>at a conference in Bremen, Germany, on 12 February 2008</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Ladies and gentlemen; honoured guests:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; The Icelandic nation has grown up by the sea and has always known it as a source of food and a foundation for our survival. The sea and the weather have been instrumental in the lives and the lucre of the Icelandic nation ever since the island was settled over 1,100 years ago. All around the country were fishing stations, with all the equipment that was in use at the time. In early times, these stations were merely simple facilities for fishermen who took to the sea in open boats, but later on there were fully equipped harbours with powerful fishing vessels and sophisticated fishery companies with state-of-the-art equipment.</span></p> <p><span>With the advent of new technology, increased knowledge, and changes in our societal structure, we have had to re-evaluate our attitudes toward fishing, including the methods we use to catch and process fish, the way we utilise fish products, and the way we market them.</span></p> <p><span>Sustainability is a focal point in all international discussion of fishery issues and the utilisation of natural resources. Fish buyers today are much more concerned about whether they are buying fish that has been caught in a responsible and sustainable manner. Demands for products from sustainable fishery are becoming more vociferous and more frequent. More and more often, fish exporters are forced to answer questions on the state of the fish stocks, on advisory matters related to fishing, on the position of the Government towards fishing issues, and so on. And they must be prepared with answer to these questions. The Marine Stewardship Council (MSC) has been very active in this area, and it can be said that MSC and its labelling has virtually been a dictator in placating the market. In Iceland, we are of the opinion that MSC’s approach does not protect our interests, and therefore we have worked toward creating our own Icelandic label.</span></p> <p><span>In early August 2007, the Statement on Responsible Fisheries in Iceland was issued. The Statement is based on the conviction that the term “Icelandic fisheries management” has a positive connotation in the minds of people acquainted with the fishing industry. In the Statement, responsible parties within the industry – administrators, researchers, and other experts – describe how the Icelandic fisheries management system works. Since the Statement was issued, standards have been in preparation, and that work is progressing apace. Once the standards are fully developed, producers of fish products can receive certification from independent parties, meaning that the product offered for sale has been made from raw materials obtained in accordance with the Icelandic fisheries management system. This sort of certification will be a great step forward in terms of satisfying the demands of the marketplace. Upon receiving certification, manufacturers will be allowed to place a special label on their products, confirming that the requirements set by the system have been met. The Statement is a preparatory step for the certification process and has been issued primarily to emphasise that Icelanders are engaged in responsible fishing. The Statement on Responsible Fisheries has drawn well-deserved attention and is accessible in English, German, and French on the website www.fisheries.is.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>This work is based on the FAO guidelines, which were approved by the FAO Committee on Fisheries (COFI) in 2005. In March 2007, it was decided that the guidelines should be expounded and developed further, especially the chapter on minimum substantive requirements and criteria, which details the requirements that must be met with respect to fisheries management systems, fish stocks, impact on ecosystems, and other factors. The results of this work by the Committee are expected in the near future, and at that point we expect it will be possible to advertise the Icelandic standard.</span></p> <p><span>Closely connected to this are demands for safety and traceability of marine products. These demands are constantly increasing and can be expected to increase even more in the future. Traceability of a product actually means that it is possible to track the product, that it is possible to discover that product’s history – from the cradle to the grave, as it were – or to describe the path it has followed. In many respects, Icelanders are ahead of other nations when it comes to having an overview of catching fish, processing it, and selling the product. Traceability of marine products is the foundation for our being able to demonstrate whether Icelandic fisheries are sustainable or not. The environmental impact of the industry can be measured using methods such as LCA, or Life Cycle Analysis. Such methods enable us to determine how much impact a marine product has on the environment, all the way from the sea to the stomach of the consumer. We can then use this information in eco-labelling; we can tell our consumers that a given product has been manufactured without undue strain on natural resources, and that the producer is on the lookout for ways to minimise pollution in the manufacturing process. In this way, we can meet the demands of consumers who consider these matters important, and we can even generate discussion that may reach people who have not been especially concerned about environmental affairs.</span></p> <p><span>Pirate fishing – or fishing by vessels operating under flags of convenience – has been discussed widely in recent months, and this is very fortunate. It is intolerable to witness illegal fishing at a time when legal fishing is constantly diminishing. In Iceland we work together with other nations – especially the members of the Northeast Atlantic Fisheries Commission – in order to do everything we can to uproot these illegal operations and make it as difficult as possible for them, so that their purses will suffer. This is the only thing they understand – after all, no one willingly operates a fishery that doesn’t pay.</span></p> <p><span>It is important to safeguard and strengthen the foundations we have built in the campaign against illegal fishing. These foundations are of two types. On the one hand, we have the work of regional fisheries management agencies such as the Northeast Atlantic Fisheries Commission, the North Atlantic Fisheries Organization, and the International Commission for the Conservation of Atlantic Tunas; and on the other hand, we have our own statutory provisions. More effective collaboration and stronger regional agencies benefit everyone, and not just in the battle against illegal fishing. They are also important in guaranteeing that regional agencies continue to manage fishery on the open ocean, that they exert a strong counterbalancing effect against the tendency toward global fisheries management. In this arena, Icelandic has been a leader among the nations that place primary emphasis on strengthening the foundation and the work of regional fisheries management agencies and strengthening the regulatory framework used to uproot illegal fishing on the open sea.</span></p> <p><span>Cod fishing in the Atlantic Ocean has diminished substantially in recent decades. In 1980 the cod catch exceeded 2 million tonnes in the North Atlantic, but by the turn of the century it had dropped by half. For this year, 2008, it is estimated that around 750 thousand tonnes of cod will be caught in the North Atlantic Ocean. In response to this deterioration of the fish stocks, aquaculture has increased. In 1980, farmed fish accounted for less than 8% of total human consumption of fish, while it currently accounts for 43%, according to an FAO report called <em>The State of World Aquaculture 2006</em>. Farming of what we can call new species has grown so rapidly that there is even the danger that some of these newcomers will take over the role that cod has played until now in the fish markets. Cod farming represents one of the clearest avenues for growth in the fishery industry, and it is one that must be considered carefully. It is a risky long-term venture, but it is also a necessary one. If we are to meet the demand for cod, and perhaps other species as well, the potential for growth in the future lies largely in aquaculture.</span></p> <p><span>Icelanders have had varying degrees of success in fish farming. A great number of operators tried salmon farming at one time, virtually all of them without success. On the other hand, our Arctic charr farming efforts have been quite fruitful, and we are leaders in the field. Cod farming, however, is still in the developmental stages in Iceland. In 2006 some 1,400 tonnes were produced, as compared with the Norwegians’ 11 thousand tonnes. But we have made a great deal of progress in the field of aquaculture. Breeding is carried out widely, and I believe that we Icelanders will soon be faced with a “do or die” decision where that is concerned. In other words, we will have to decide whether we want to try to increase this production to a measurable degree. So, as you can see, there are exciting times ahead. We know that there are risks, but when have economic advances been risk-free?</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Honoured guests.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Let us now consider Iceland by itself. Fishing has always been one of a cornerstone of the Icelandic nation, and it is extremely rare that a country should have built its society on a single industry. Without doubt, the Icelandic fishing industry has laid the foundation for the prosperity enjoyed by Icelanders today. Though marine products constitute a smaller proportion of the nation’s exports than they used to, they remain Iceland’s most important export by far. Sometimes it is necessary to remind people of this when they wonder where Iceland’s money comes from. The fishing industry is the catalyst for one of the best standards of living in the world – thanks to a group of competent, effective, and hard-working people.</span></p> <p><span>The premise for everything that has been accomplished in the Icelandic fishing industry was access to healthy markets for our products. Our fishing industry was part of the international division of labour that developed gradually because of the benefits of free international trade. We engaged in fishing because we could do it better than our competitors could. We could offer our products, and we were able to charge generally higher prices in many areas. This was partly because we were always on the lookout for ways to improve our work structure, increase our output, enhance our productivity, and improve our profits so as to withstand competition. The reason was simple. We had no other choice. We couldn’t rely on other sources of funds to support our fishing industry. There are no Government subsidies in the Icelandic fishing sector, and so people had to “sink or swim,” as the saying goes.</span></p> <p><span>The Member States of the European Union are by far Iceland’s most important market for marine products, with between 70 and 80% of our fish exports going to EU countries in recent years. Germany is our sixth-largest marketing area. Our exports to Germany were valued at over 70 million euros in 2006, or over 5% of Iceland’s total exports of marine products that year. In terms of the value of our exports to Germany, redfish is most important. We exported to Germany nearly 13 thousand tonnes of redfish products with a value of over 27 million euros. This was followed by more than 9,000 tonnes of pollock products valued at 19.5 million euros, and then by 5,500 tonnes of herring valued at 5.3 million euros.</span></p> <p><span>All of this production is based on sustainable fishery, which depends, of course, on successful management of the fishing industry and developments in environmental conditions. It is important that we continue carrying out extensive research in order to enhance our understanding of the state of the fish stocks and enable us to respond effectively to new conditions that may require systematic measures to protect the stocks. This is just as true of the species that are most important for the German market as it is of other species.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>In the past decade, the Icelandic Government has dedicated substantial financial resources to research on the redfish stock, both within and outside Icelandic territorial waters – especially in the area between Iceland and Greenland, where international vessels, including ships from the EU, exploit these stocks just as Icelanders do. The Icelandic Government has considered it vital that we respond in a responsible way in collaboration with the other nations that fish for redfish. It appears that this international collaboration is more successful now than it has been in the past, and indeed, it is a most important and welcome development if we can work together to manage the redfish fishery in international waters more systematically.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Research on Atlanto-Scandian herring, or Norwegian Spring Spawning herring, and management of the stock also take place in an international context, and it is very satisfying to report that this collaboration has proven very successful. This success can be seen in the excellent condition of the herring stock, which is one of the most valuable in the North Atlantic. At present, we expect that, in accordance with an agreement among the members of the Northeast Atlantic Fisheries Commission, it will be possible to catch approximately 1.5 million tonnes of herring, of which Iceland’s quota will be around 220 thousand tonnes. The total stock for the year 2009 is estimated at roughly 12 million tonnes. The outlook for that stock is therefore extremely good. Actually, this is also true of Icelandic summer spawning herring, which is caught only by Icelandic vessels within Iceland’s Exclusive Economic Zone. In accordance with my decision, it will be permissible to catch up to 150 thousand tonnes this year. As far as we can tell, the state of the stock is very good; in fact, Icelandic summer spawning herring has often been used as a textbook example of the intelligent build-up of a stock in a state of collapse. The systematic fishery management of the past few decades has built the stock to its strongest point since large-scale fishing began in the mid-20<sup>th</sup> century.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>The pollock stock near Iceland is primarily a local one, and its size has fluctuated somewhat in accordance with variable year class strength. This is therefore a situation that calls for hands-on fishery management. At present, the condition of the stock is fairly good, and it has been improving in recent times.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>From an economic point of view, cod is by far the most important fish stock for Iceland. Substantial capital has been invested in cod research in the past few decades, and the cod fishery is generally the most important focus of the fishery management system. Though it is clear that there are very few cases where a cod stock as strong as Iceland’s has been maintained through active fisheries management, restraint must be exerted through systematic measures if we are to guarantee steady and increased yields from the stock. With that as a guideline, I decided last summer to follow to the letter the recommendations of our experts and cut cod quotas by 30% to 130 thousand tonnes, at least for the next 1-2 years, so as to expedite the growth of the stock, especially in view of the enhanced likelihood of stronger recruitment in the years to come. This decision has been a painful one for the short term, but it is important to protect the long-term interests of all who benefit from the exploitation of the cod stocks near Iceland. It is also consistent with responsible fisheries management and is an element in guaranteeing the sustainability of the fish stocks.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Honoured guests.</span></p> <p><span>The EEA Agreement has proven beneficial to Iceland, and it is one of the pillars of our strong economy. Last year our so-called Committee on Europe published a detailed, in-depth report. The Committee was assigned the task of examining the relationship between Iceland and the EU, including the implementation of the EEA Agreement, the Icelandic Treasury’s short- and long-term costs for membership in the EU, the advantages and disadvantages of the euro for Iceland, and a clarification of Iceland’s position with respect to the European Constitution. The Committee was also assigned the task of discussing other issues that relate to Iceland’s relationship with the EU and may clarify Iceland’s position.</span></p> <p><span>In short, the Committee came to the conclusion that the EEA Agreement has proven its worth and that Icelandic politicians and public officials should participate more actively in European co-operation so as to increase Iceland’s influence over decisions made within the EU. The implementation of the Schengen Agreement has also proceeded very well, and both the Icelandic Parliament and the executive branch of our Government have been successful in promoting matters related to the two agreements.</span></p> <p><span>As for the current state of affairs in Iceland, according to the coalition agreement made by the Government that was formed last spring, the Committee on Europe’s report will form the foundation for closer examination of how Iceland’s future interests can best be protected in its relationship with the EU. A standing advisory forum will be established among the political parties represented in Parliament. The forum will follow trends in European affairs and will assess changes from the standpoint of Iceland’s interests.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Honoured guests.</span></p> <p><span>The Icelandic fishing industry has undergone radical changes in recent years, accompanied by necessary streamlining. The need to structure our operations even more economically increased still further this past fall, when it proved necessary to cut our cod quotas by one-third, or 60 thousand tonnes.</span></p> <p><span>Under such circumstances, the fishing industry has no choice but to adapt to the streamlining that has taken place. The sector must participate fully in the technological movement so as to cut costs, and it has certainly done so in the past several years. Since 1998, productivity has increased by an average of 5.5% per year in the Icelandic fish processing industry. In the fishing sector, the increase in productivity was 3.1% per year during the same period. This is considerably more than it was in the period from 1991 to 1997, when annual productivity increases were 4% in fish processing and 1.3% in fishing. These are signs of what is to come.</span></p> <p><span>The number of fish processing workers in Iceland has dropped by more than 50% in a single decade. Though all of the indicators suggest that this trend will continue, it will certainly happen faster because of the cut in the cod quota. This has already been shown in the past several months. If we are to be equal to the competition in our society, the fishing industry must be able to contribute a standard of living comparable to that contributed by other industries.</span></p> <p><span>In my travels abroad, I have often heard Iceland mentioned with respect because of our utilisation of resources, expertise, productivity, product quality, technology, knowledge of markets, and so on. Though praise is always a pleasant thing, I don’t intend to hide the fact that there are many things that we could do better. Our fisheries management system is not perfect. There are side effects that we have had difficulty addressing. There is no doubt, for example, that while a fisheries management system with transferable quotas enhances efficiency, it causes problems in the communities that lose out in competition with others. This is a persistent problem in Icelandic politics, and we have yet to find an acceptable solution to it. It is clear, however, that the solution can be found partly within the fisheries management system, and partly through direct intervention by the Government; for example, the Government could work toward generating jobs and could implement an aggressive regional development policy in order to avert the societal damage that occurs when coastal towns are weakened.</span></p> <p><span>The Government has a large role to play, even though it should not be a cumbersome factor in the economy. The Government sets the ground rules, which often generate new demands, but we most certainly want those ground rules to facilitate the operation of the industry. It is our desire – and actually, it is the aim of the Government’s work – to ease the way for the economy and not to put roadblocks in its path. It is the role of the managers of fishery companies to reduce costs and seek ways to increase revenues. The Government can contribute there as well.</span></p> <p><span>As a nation, we Icelanders have a large stake in utilising natural resources successfully. This is not commonly the case, especially in a country that enjoys a standard of living as high as ours. This tells us what a heavy responsibility we bear. The excellent progress we have made in the economic arena is a reflection of our success in the fishing industry.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-01-25 00:00:0025. janúar 2008Ávarp Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á ráðstefnu 25. janúar 2008 um þorsk á Íslandsmiðum

<p align="center"></p> <p><span>&nbsp;</span><span><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></span></p> <p><span>Það hlýtur að teljast til eindæma að fremstu skáld einnar þjóðar sæki sér innblástur í þorskinn, kalli hann bjargvættinn besta, þjóðfrelsishetju og fremstan í andlegri hermanna sveit. Þetta gerði þó Hannes Hafstein, sem var ekki einvörðungu eitt af fremstu skáldum okkar heldur líka fyrsti ráðherrann og áhrifamesti stjórnmálamaður í upphafi 20. aldar. Þetta segir kannski einhverja sögu um skáldið sjálft, en allt sem segja þarf í rauninni um stöðu þorsksins í samfélagi okkar.</span></p> <p><span>Við vitum öll að þorskurinn er okkar mikilvægasti fiskistofn í efnahagslegu tilliti, sem m.a. er ein ástæða þess að við eigum að venjast nokkrum átökum um stöðu og eðli þorskstofnsins, að ekki sé talað um veiðiþol hans og veiðar. Sú ráðstefna sem hér hefur verið blásið til, er hins vegar ekki um fiskveiðistjórnunina, heldur um sjálfan þekkingargrunninn og undirstöður skilnings okkar á skepnunni þorski, sem er ein forsenda þess að okkur takist að höndla veiðistjórnunina vel á komandi árum.</span></p> <p><span>Á síðastliðnu ári tóku stjórnvöld ákvörðun um 30% skerðingu þorskveiðiheimilda svo stofninn ætti möguleika á að styrkjast á komandi árum. Sú ráðstöfun var og er umdeild eins og við öll vitum, en við þá ákvaðanatöku gat ég þess að mikilvægt væri að stykja þekkingargrunninn í framtíðinni. Í því sambandi hefur ríkisstjórnin varið viðbótarfjármunum til að styrkja undirstöður ákvarðanatökunnar, m.a. hins svokallaða togararalls. Einnig hefur verið reynt með auknum styrkjum til afmarkaðra rannsóknaverkefna að leysa úr læðingi krafta í landinu utan Hafrannsóknastofnunarinnar eða í samstarfi við hana, sem burði hafa til að leggja af mörkum til þorskrannsóknanna.</span></p> <p><span>Sú ráðstefna sem hér er að hefjast er til marks um þá sókn og grósku sem er í þorskrannsóknum hér á landi. Það er sérstakt fagnaðarefni að Hafrannasóknastofnunin hafi efnt til þessara opnu ráðstefnu, þar sem auglýst var eftir þátttakendum og þannig stuðlað að öflugri kynningu á öllu því besta, sem hér er að gerast í landinu á þessu sviði. Á undanförnum árum hafa orðið verulegar framfarir í þekkingu okkar á líffræði þorsksins. Í þeim 22 erindum og 9 veggspjöldum sem hér verða kynnt, er að finna afrakstur yfirgripsmikilla rannsókna sérfræðinga sem hafa verið burðarásar í þorskrannsóknum á liðnum árum, athuganir nokkurra aðila sem haldið hafi uppi gagnrýni á túlkun niðurstaða um ástand þorskstofnsins á undanförnum árum, ásamt afrakstri hóps ungs fólks sem vinnur um þessar mundir að nýjum rannsóknum á þessu sviði og við öll bindum miklar væntingar við.</span></p> <p><span>Þó svo að Hafrannsóknastofnunin sé enn sem fyrr burðarás rannsóknastarfsins í landinu, hafa hér starfsmenn háskólanna og nemendur rækilega hvatt sér hljóðs með sjálfstæðum hætti eða í samstarfi við sérfræðinga Hafrannsóknastofnunarinnar, svo eftir er tekið. Það er mikilvægt að allir þeir sem eru í aðstöðu til að leggja af mörkum til vísindalegra rannsókna á fiskistofnum okkar leggist á eitt, vinni saman og stuðli þannig að því að samfélagið njóti góðs af fjárfestingunni í rannsóknunum með vel undirbyggðri nýtingarstefnu fyrir þorsk á komandi árum.</span></p> <p><span>Mikilvægasta verkefni okkar í íslenskum sjávarútvegi er að standa þann veg að auðlindanýtingu okkar, að afrakstur fiskistofnanna aukist. Sumt er í góðu lagi, en hinar litlu aflaheimildir okkar í þorskinum eru vitaskuld algjörlega óviðunandi. Sá kostur að damla áfram í lægð lítilla aflaheimilda í þorski er því ekki kostur fyrir okkur sem við getum unað við. Við verðum að standa þannig að málum, að á næstu árum sjáum við árangur þess erfiðis sem við leggjum á þjóðina, en umfram allt það fólk sem starfar í sjávarútvegi og sjávarbyggðirnar sem eiga að svo fáu öðru að hverfa.</span></p> <p><span>Það er því gríðarlega mikið í húfi. Það er af þeim ástæðum svo mikilvægt að okkur takist að sjá auknar aflaheimildir í framtíðinni, sem geti staðið undir kröfu okkar um lífskjarasókn. Því það vitum við - og höfum kynnst betur núna en nokkru sinni fyrr - að þrátt fyrir glæstan árangur í ýmsum öðrum efnum, er það sjávarútvegurinn sem er bakfiskurinn. Það slær víðar í bakseglin en í sjávarútveginum og í því umróti sem við göngum í gegnum núna er sjávarútvegurinn kjölfestan sem þjóðarskútan okkar reiðir sig á; jafnvel þó við höfum orðið að sætta okkur við lakari aflaheimildir um hríð.</span></p> <p><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Vísindalegar rannsóknir verða seint unnar í tómarúmi eða aflokaðar innan landamæra ríkja. Flestar af þeim rannsóknum sem hér eru kynntar, eru unnar í samstarfi íslenskra og erlendra vísindamanna eða með skírskotun til rannsókna í umheiminum. Það breytir ekki því að þorskrannsóknir okkar standast samanburð við það sem gerist á alþjóða vettvangi, enda er okkur nauðsyn að þessi starfsemi sé af hæstu gæðum. Við stuðlum að því m.a. með vel skipulögðum og vönduðum málþingum eins og það sem hér er að hefjast.</span> <span>Forsenda þess að vel takist til er að við eflum rannsóknir og grósku á því sviði, sem hér er til umfjöllunar og sem varpar ljósi á hið mikla viðfangsefni að skilja betur hið flókna gangverk hafrannsókna og fiskveiðiráðgjafarinnar. Sú frjóa umræða sem ég veit að mun fara fram hér í dag og á morgun með þátttöku fjölbreytts hóps vísindamanna mun stuðla að því.</span></p> <p><span>Ég vil sérstaklega þakka þeim erlendu vísindamönnum sem sáu sér fært að koma og miðla af reynslu sinni og þekkingu á þorskrannsóknum. Það er okkur mikils virði. Einnig vil ég þakka öllum aðstandendum ráðstefnunnar fyrir þetta góða framtak og að sjálfsögðu þátttakendum fyrir þeirra framlag. Er ég þess fullviss að málþingið færi okkur öll fram á veginn.</span></p> <p><span>Með þessum orðum segi ég ráðstefnuna setta.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2007-12-03 00:00:0003. desember 2007Ávarp Einars Kristins Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við setningu Stockholm International Horse Show í Globen

<p><span> </span></p> <p><span>Högtärad pub´likum, det är en stor ära för mej att inviga Stockholms internationala horse show här på Globen. Det är vigtigt för hästsporten i hela verlden att ha stora ståtliga pladser som här på Globen med et godt arrangemang till att visa op för alla intresserada hästens elegans och stolthet. I Island har Globen hästshowet et mychet fint rykte och ni som har grundad det och drivet igenom dom femmton åren kan so virkligen vara stolta. En lyckönskan till er alla!</span></p> <p><span> </span><span>I hela verlden, på alla sätt i den utvecklade delen, har hästens uppgift förändras helt. Mend hans roll är helt inte mindre vigtig nuidag mend förut. Han har en roll som människans vän och kopling till naturen och inom ridesporten och andra hästtevlingar är han i alla fall halvparten och även mera, tror mand ibland, när man ser på man och häst på bra lyckade opvisningar.</span></p> <p><span> </span><span>En gamal hästbonde och avlare i Island sagde engång i et intervju <em>Människans lycka är beroande av hur bestämt hun säger JA TILL LIVET!</em></span></p> <p><em><span> </span></em><span>Innehållet i detta hära är en visdom. Den individ som säger ja till livet, han vill leva sitt liv levande och inte bara en kort stund heller igenom hela livet. Mend det kand aldrig lyckas förutom att giva av sej selv. At träna op en häst och göra han bra är et sätt till at säga ja till livet och att vara duktig och ambitiös i hästavel är ålso en väg till det. Dom som håller på med hästar på et eller andet sätt och är seriösa i sit arbete säger virkligen ja till livet och har mycket att giva. Dom strävar mot ett mål att höga nivået på sin häst eller på sit avel, att förbättra sin hästeflock generation after generation. Detta är et skapande arbete mot en svår uppgift, det berikar livet och lärer os att sträva emo´t motgång utan fruktan och hålla sej sansad när mand segrar.</span></p> <p><span> </span><span>Käre åhörarer, jag har inte tänkt att utmatta er med et långt tal mend vill påminna att hästen och Islands nationalkultur är tvinnat ihop. Och hästens andel inom både lantbruket och flere arbetsgrenar i Island är ökande.</span></p> <p><span> </span><span>I Island har vi drivet avelsarbete för Islandshästen nu i drygt et hundra år och nu på senaste tjugo åren har vi havt nästan revolution i avelsframsteget med användning av nutidens avelsteori, et utvecklat bedömningssystem på avelsopvisnigarna, datateknik och professionalis´m helt över i behandling av hästen. Mend grunden för deta lagde arbetsama avlarer, häskarlar och konsulenter igenom dom årtionderne när tilltro på hästens existens var liten. Nu lever vi och hästen i en helt ny världen. I Island är vi mychet tacksama för alla dom många entusias´ta anhängare som Islandshästen har nu i stort antal länder.</span></p> <p><span> </span><span>Jag hopas och är faktiskt säker på att opvisningarna på Islandshästen lykkas bra här på Globen och det samma gäller självklart för show på hästar av andra raser.</span></p> <p><span> </span><span>I Island lever vi på en ö mend inom hästsporten med Islandshästen lever vi inte på en ö der lever vi i internationell samfund deresom alla som arbetar med hästa och hästavel kand lära mychet av varann.</span></p> <p><span> </span><span>Jag säger <em>Stockholm International Horse Show på</em> Globen år tjugohundra och syv öpnat</span>.</p> <p><span> </span></p> <br /> <br />

2007-11-29 00:00:0029. nóvember 2007Stöðumat og stefnumótun fyrir þorskeldi, ráðstefna á Grand hóteli Reykjavík 29. nóvember 2007.

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars Kristins Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>við setningu ráðstefnunnar <em>Stöðumat og stefnumótun fyrir þorskeldi</em>.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Grand hóteli Reykjavík 29. nóvember 2007.</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Það er mér mikil ánægja að sjá hversu vel þessi ráðstefna sem nú er að hefjast er sótt og ég sé á fyrirliggjandi dagskrá og ráðstefnugögnum að hér verður mikill fróðleikur fram borinn. Jafnframt vænti ég þess að umræður verði gagnlegar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú um nokkurra ára skeið hefur svokallaður AVS-sjóður starfað á vegum sjávarútvegsráðuneytisins. Sjóðurinn hefur að inntaki að auka verðmæti sjávarfangs og af því dregur hann nafn sitt. Meginstarfsemi sjóðsins felst vitaskuld í útdeilingu rannsókna- og þróunarstyrkja og því er slíku tengist en einnig er honum ætlað að efla fagstarf innan greinarinnar með annarri starfsemi og er ráðstefnan sem við erum saman komin á gott dæmi um slíkt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ráðuneytið hefur auðvitað stutt slíka viðleitni alla tíð svo sem í gegnum stofnanir sínar, nefndastarf ýmiss konar og með aðkomu að styrkveitingum, hvort sem er beint eða óbeint. Umfram annað hefur ráðuneytið og þeir sem þar hafa stýrt för, þ.e. sjávarútvegsráðherrar í gegnum tíðina, reynt að gera sitt til að skapa atvinnugreininni rekstrargrundvöll. Ekki með rekstrarstyrkjum og niðurgreiðslum heldur með því að tryggja heilbrigt rekstrarumhverfi og forðast íþyngjandi reglubyrði. Sú leið er hollust, rekstrarstyrkir og niðurgreiðslur geta fært líkn í bráð en gefa ekkert af sér til lengdar. Þá dugir það eitt að hafa aðstæður til að spjara sig sjálfur og minnast þess að sjálfs er höndin hollust. Þessum framtaksanda vil ég viðhalda í sjávarútveginum og á þessum grunni vil ég að við byggjum fiskeldið upp.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þannig er að það er ekki í fyrsta sinn núna sem menn hafa haft uppi miklar væntingar þegar fiskeldið er annars vegar og eflaust setur hroll að sumum þegar þeir heyra minnst á hið svokallaða fiskeldisævintýri sem reið hér yfir á níunda áratugnum. Hins vegar skulum við ekki líta svona á málin heldur þvert á móti. Reynslan er til að læra af henni og hvar stæðum við í vísindum og þekkingu ef aldrei hefðu verið gerðar tilraunir og sumar kostnaðarsamar. Skal ég nú skýra mál mitt ögn nánar. Þá er fyrst til að taka að grunngerð atvinnuvegarins, sjávarútvegs, er allt önnur í dag en hún var á níunda áratugnum. Fyrirtækjunum hefur vaxið þvílíkt fiskur um hrygg og þeim er nú ætlað að hafa alla forystu um uppbyggingu þessa atvinnuvegar en ekki hinu opinbera eins og þá var í of ríkum mæli. Hið opinbera mun þó ekki láta sitt eftir liggja og þannig kappkostum við í sjávarútvegsráðuneytinu að hafa forystu um að móta meginstefnu og setja atvinnugreininni trausta regluumgjörð í nánu samstarfi við greinina sjálfa. Hitt er ekki síður mikilvægt að hið opinbera stuðli að uppbyggingu þekkingar á þessu sviði. Þar munu styrkir úr AVS-rannsóknasjóðnum reynast mikilvægir, auk þeirrar starfsemi sem fram fer á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar, Matís og hjá skólastofnunum landsins , s.s. við Hólaskóla og Háskólann á Akureyri en við báðar þessar stofnanir hefur ráðuneytið átt gott samstarf.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Lengi vel var meira afli beint að eldi ferskvatns- en sjávarfisks og mun meiri þekking er þannig til staðar um t.d. laxeldi heldur en þorskeldi. Gildir þetta bæði um erlenda sem innlenda þekkingu. Hvað varðar uppbyggingu þorskeldis getum við þó mikið lært af laxeldinu, bæði hvað snertir yfirfærslu þekkingar og þróun í markaðsmálum. Í laxeldinu er t.d. þekkt hvernig verðið hrundi þegar hinn gríðarlega framleiðsla Chilemanna flæddi inn á Evrópumarkaðinn. Þannig varð dýr lúxusmatur eins og lax allt í einu að tiltölulega ódýrum hversdagsmat. Þetta hefur breytt öllum rekstrarforsendum laxeldis. Auk þess sem þessi mikla magnframleiðsla hefur aukið umhverfisálagið verulega þar sem framleiðslan fer fram. Af þessu verðum við að læra og hafa inntak sjálfbærrar nýtingar að leiðarljósi í fiskeldinu rétt eins og í fiskveiðum okkar. Hvað þorskeldið varðar verðum við að sækja fram. Sú stefna hefur nú verið mótuð að leggja áherslu á að koma upp kynbættum eldisstofni þorsks og stuðla þannig að því að þorskeldið verði sem allra fyrst starfrækt sem aleldi, þ.e. eldisferillinn spanni allt frá hrognastigi til sláturfisks. Fyrstu árin er þó mikilvægt að afla reynslu með hinu svokallaða áframeldi, þar sem smáþorskur er fangaður og alinn í sláturstærð í kvíum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við þurfum jafnframt að vera þess meðvituð að í þorskeldinu bíður okkar vafalaust hörð samkeppni. Við því er ekkert að gera annað en einfaldlega að gera betur. Mikil reynsla okkar á hvítfiskmörkuðunum erlendis mun reynast ómetanleg. Við erum ekki að fást við sölu með einhvern hverfulan lúxusmat sem fólk getur einn góðan veðurdag fengið leið á heldur erum við að fást við að selja hversdagsmat sem í sjálfu sér er lúxusmatur að hollustu til og gæðum en í eðli sínu þannig að enginn fær leið á honum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Það er einmitt þetta síðastnefnda atriði sem setur þorskinn í nokkra sérstöðu. Hann hefur lengi haft afar sterka stöðu á hvítfiskmörkuðunum og þ</span><span>orskstofninn hér við land hefur verið ein helsta auðlind okkar Íslendinga enda sá fiskstofn sem hefur gefið mest af sér til þjóðarbúsins. Efling þorskeldisins er mjög brýnt verkefni en fyrir liggur að markaðirnir æpa eftir meiri þorski því veiðar á þorski úr Norður-Atlantshafi hafa dregist saman um 3 milljónir tonna á tæpum fjórum áratugum, eða úr 3,9 milljónum tonna árið 1968 í um 840 þúsund tonn árið 2005 af þessu hafa allar fiskveiðiþjóðirnar sem í hlut eiga mátt súpa seiðið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þarna þarf þorskeldið að koma til auk þess sem við væntum vitaskuld góðs af uppbyggingu fiskstofnanna í hafinu. Þessi árin á sér stað mikil framþróun þorskeldisins, sérstaklega í Noregi. Framleiðsla á eldisþorski í Noregi hefur aukist mikið á síðustu árum eða úr tæpum tvöhundruð tonnum árið 2000 í u.þ.b. ellefuþúsund tonn árið 2006. Framan af kom framleiðslan fyrst og fremst úr áframeldi en þá er villtur fiskur fangaður og fóðraður í kvíum í ákveðinn tíma fyrir slátrun. Nú er aleldi, þ.e.a.s. eldi frá klaki upp í fisk í markaðsstærð, allsráðandi í norsku þorskeldi. Framleiðsla eða magn eldisþorsks sem var slátrað á Íslandi hefur aukist úr um tíu tonnum árið 2000 í um fjórtánhundruð tonn árið 2006. Framan af kom framleiðslan eingöngu úr áframeldi en nú á síðustu árum einnig úr aleldi. Í Bretlandi var slátrað um 550 tonnum árið 2006 en í öðrum löndum er eingöngu um að ræða tilraunaeldi og framleiðslan fram að þessu verið lítil.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við verðum að tryggja að við glötum ekki stöðu okkar á alþjóðamörkuðum fyrir þorsk. Sú hætta kann að skapast ef við drögumst aftur úr öðrum þjóðum á sviði þorskeldis. Gleymum því ekki að þorskurinn er okkar langmikilvægasta nytjategund og við höfum lagt gríðarlegt fjármagn í nýtingu hans. Gildir það ekki síst um störf okkar að markaðssetningu á þorski. Það er ljóst að aðrar þjóðir eru að setja umtalsverða fjármuni og þekkingu í þróun fiskeldis. Ef við sitjum hjá með hendur í skauti kunnum við að lenda í þeirri stöðu að glata því forystuhlutverki sem við höfum náð á mörkuðum erlendis. Við eigum hérna líka ákveðið tækifæri sem ekki er til staðar alls staðar annars staðar. Hér á landi hefur fjárfesting í þorskeldi fyrst og fremst átt sér stað á vegum fyrirtækja og einstaklinga sem starfa í sjávarútvegi. Hjá þessum aðilum er saman komin ómetanleg þekking á veiðum, meðferð, vinnslu og markaðssetningu á þorski og þorskafurðum. Víða erlendis, til dæmis í Noregi fer þessi fjárfesting fyrst og fremst fram hjá fjárfestum sem ekki hafa jafnframt til að dreifa þessari þekkingu. Hér er sem sagt til staðar forskot sem við eigum að nýta, okkur til framdráttar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við Íslendingar höfum aflað okkur umtalsverðrar færni í þorskeldi með tilraunum með áframeldi og þegar hafa fyrstu skrefin verið stigin hvað aleldið varðar<span>. Í því sambandi liggur fyrir að til þess að þorskeldið geti orðið af einhverri þeirri stærðargráðu sem vegur á móti niðurskurði á veiðum á villtum þorski svo að nokkru nemi þarf að stórauka aleldið Nú eru skipulegar kynbætur á þorski, með það að markmiði að koma upp eldisstofni með bætta arfgerð í mikilvægustu eldiseiginleikunum, komnar vel af stað. Í framhaldi af því verður að stórauka seiðaframleiðslu og um það markmið verður að nást samstaða sem byggist á þekkingu; erlendri og innlendri, og raunhæfum rekstrarviðmiðunum. Í seiðaframleiðslunni verður það markmið að nást hér á landi að kynbætt eldisseiði fáist á samkeppnishæfu verði gagnvart útlöndum en svo að það takist &ndash; og eins hitt að þorskeldið verði nægjanlega stórt í sniðum &ndash; þarf að koma upp seiðaeldisstöð með umtalsverða framleiðslugetu, a.m.k. 10 milljónir seiða árlega.</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hef nú</span> <span>skipað nefnd undir forystu Kristins Hugasonar búfjárkynbóta- og stjórnsýslufræðings í sjávarútvegsráðuneytinu. Nefndinni er ætlað að móta tillögur og framkvæmdaáætlun um uppbyggingu þorskeldis á Íslandi með sérstaka áherslu á að kanna möguleika á byggingu og starfrækslu slíkrar seiðaeldisstöðvar sem þjónað gæti allri matfiskframleiðslu í landinu. Nefndin er skipuð fulltrúum atvinnulífs og fræðimanna og hefur því víðtæka þekkingu á viðfangsefninu. Henni er enn fremur ætlað að leita fanga hjá þeim aðilum sem styrkt geta það efnislega starf sem nefndinni er ætlað að vinna. Nefndin mun skila áfangaskýrslu til mín í mars á næsta ári og þá verður tekin ákvörðun um næstu skref í málinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu tilheyrendur okkar getur beðið glæsilegt uppbyggingarskeið í þorskeldi hér á landi og að því þurfum við öll að stuðla með ráðum og dáð. En ég minni á orð mín hér fyrr í ræðunni: Frumkvæði og framkvæmdir verða að koma frá atvinnulífinu sjálfu. Það er farsælast í bráð og lengd.</span></p> <br /> <br />

2007-11-29 00:00:0029. nóvember 200743. þing Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, 29. nóvember 2007

<p style="text-align: center;"><strong><em><span>Ávarp Einars Kristins Guðfinnssonar</span></em></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><em><span>sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></em></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><em><span>á 43. þingi FFSÍ 29. nóvember 2007.</span></em></strong></p> <p><span>Þingforseti – ágætu þingfulltrúar. Velkomin til þings og til hamingju með 70 ára afmæli Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Sagan af brauðinu dýra, er stutt saga eftir nóbelsskáldið okkar Halldór Laxness. Sagan gerist í Mosfellsdal og í stuttu máli segir þar frá hrakningum Guðrúnar nokkurrar Jónsdóttur vinnukonu á Mosfelli, sem send var eftir nýju pottbrauði úr seyðslu í hverasandi hinum megin við ána og þessa leið hafði Guðrún gengið ótal sinnum. Er ekki að segja frá því að Guðrún villist á heimleiðinni og ráfar um nótt og dag, uns hún hnígur niður á þriðja degi, þreytt og hungruð, tilbúin að deyja sínum drottni.&nbsp; Þegar loks leitarmenn finna hana, og eftir að hún kemst til rænu, er hún spurð af hverju hún hafi aldrei brotið sér mola af þessum pottbrauðshleif sem hún hélt í hendinni á þessu lánga ferðalagi nótt og dag yfir fjöll og firnindi, og svarað þá konan:</span></p> <p><span>„Maður étur nú líklega ekki það sem manni er trúað fyrir barnið gott“.</span></p> <p><span>„Var þér þá sama hvort þú lifðir eða dóst, bara að brauðið kæmist af“, var aftur spurt.</span></p> <p><span>„Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir“, segir þá Guðrún Jónsdóttir vinnukona.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eitthvað viðlíka gæti ég eflaust sagt við ykkur á þessu þingi.&nbsp; Mér er fullljóst að þið eruð ekki alls kostar sáttir við þá ákvörðun mína að skera niður aflaheimildir í þorski.&nbsp; Ég hefði getað valið auðveldari leið. Til skamms tíma hefði það verið þægileg leið; kannski létta leiðin ljúfa – og ég efa ekki að ýmsir hefðu talið hana lofsverða. En eitt ætla ég að fullyrða. Það hefði verið skammgóður vermir. Allt það sem við sjáum í spilum hafrannsóknanna segir okkur að fyrir næsta Sjómannadag hefðum við þá staðið frammi fyrir ennþá alvarlegri stöðu. Ákvörðun mín frá því í júlí síðast liðinn tók mið af þessu. Ég taldi einfaldlega að af tveimur erfiðum kostum væri sá miklu lakari að forðast að takast á við verkefnið núna; eða að éta af því dýra brauði sem mér var trúað fyrir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hef á aðalfundum Landssambands íslenskra útvegsmanna,&nbsp; Landssambands smábátaeigenda og Samtaka fiskvinnslustöðva í haust gert ítarlega grein fyrir og rætt um ákvörðun mína um að minnka þorskkvótann á yfirstandandi fiskveiðiári, hvað lá til grundvallar og hvernig að þessu var staðið. Ég ætla því ekki að fara enn og aftur ofan í þá sauma hér.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mér er það ljóst að þessi harkalega ákvörðun mín hefur afleiðingar í för með sér – alvarlegar afleiðingar – sem mér voru ljósar strax frá upphafi; að minnsta kosti í meginatriðum. Hið sama gilti um ríkisstjórnina í heild sinni. Það var af þeim ástæðum sem ríkisstjórnin kynnti margháttaðar aðgerðir og kostnaðarsamar til þess að bregðast við. Það er nefnilega allsendis rangt sem ýmsir hafa látið í veðri vaka og reyndar sagt hreint út, að ekkert sé gert fyrir greinina og þá sem innan hennar starfa. Það er þvert á móti, eins og ég skal nú drepa á.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fyrst er þar til að taka að í beinhörðum peningum nema þær mótvægisaðgerðir sem beinlínis tengjast sjávarútvegsráðuneytinu og hægt er að meta til fjár á þessari stundu 570 milljónum króna. Þar af eru 250 milljónir vegna niðurfellingar á veiðigjaldi á þorski á þessu fiskveiðiári en ómögulegt er að segja til um hver upphæðin verður á næsta fiskveiðiári þar sem þetta er tengt afkomu greinarinnar. Hundrað og fimmtíu milljónir króna alls á þremur árum eru til að efla togararall Hafrannsóknastofnunarinnar og 120 milljónir króna skiptust jafnt á milli sex rannsóknastofnana og -setra vítt og breitt um landið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að efla samkeppnissjóði, hækka framlög til AVS-sjóðsins í fjárlögum 2008 um 50 milljónir króna. Því til viðbótar var ákveðið að verja öðrum 50 milljónum til AVS og nemur þetta því samtals 100 milljónum króna. Auk þessa ákvað ég að hækka framlag til samkeppnisrannsókna Verkefnasjóðs sjávarútvegsins úr 25 milljónum króna í 50 milljónir króna á ári. Auknu rannsóknafé skal fyrst og fremst beint til þorskrannsókna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar þetta er allt talið saman nemur upphæðin 645 milljónum króna og þar af eru 570 milljónir vegna mótvægisaðgerðanna. Þessi tala á eftir að hækka enn frekar þegar ljóst verður hvert veiðigjald af þorski hefði orðið á næsta fiskveiðiári. Sumir gera lítið úr þessu. Það verður hver og einn að meta fyrir sig en ég ítreka þá það sem ég sagði á sínum tíma: <em>Það kemur ekkert í staðinn fyrir 60 þúsund tonn af þorski.</em></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það ætti í sjálfu sér ekki að þurfa að segja svo sjálfsagðan hlut – en miðað við sumt úr umræðunni er eins og það veiti ekki af því að ítreka það og því segi ég þetta enn og aftur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil árétta að nú er verið að auka verulega fjármuni til hafrannsókna. Veit ég vel að menn greinir á um áreiðanleika þeirra eins og sakir standa. En um hitt held ég menn séu þó sammála, að svarið sé ekki að draga úr þessum rannsóknum. Þvert á móti. Svarið er að efla þær á alla lund. Sérstaklega hafa menn fundið að því að forsendur og fyrirkomulag togararallsins sé orðið úrelt þing. Svar okkar er að leggja 150 milljónir aukalega á þriggja ára tímabili til að efla þessar grundvallarrannsóknir vegna stofnstærðarmatsins. Það er að mínu mati engin smáupphæð og enginn getur haldið því fram með rökum að það muni ekki um annað eins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hafrannsóknastofnunin hefur nú það verkefni að vinna að undirbúningi hins nýja togararalls, með sjómönnum og útvegsmönnum – þ.e.&nbsp;þeim sem gleggst vita um þessi mál. Fara á skipulega yfir framkvæmd og niðurstöður togararalls undangenginna 20 ára með það í huga að betrumbæta verkefnið, gera tillögur þar um og laga að nýjum aðstæðum, m.a. þeim miklu umhverfisbreytingum sem orðið hafa í hafinu undanfarin ár. &nbsp;Markmiðið er &nbsp;að samstaða geti skapast um fyrirkomulagið og að okkur takist að vinna sem best úr þessum rannsóknum í þeim tilgangi að auka áreiðanleika þeirra. Nýlega var skipað í faghóp um þetta verkefni. Af hálfu Farmanna og fiskimannasambandsins voru Páll Halldórsson og Birgir Sigurjónsson tilnefndir. Frá LÍÚ eru Guðmundur Kristjánsson og Kristján Vilhelmsson og frá LS er Arthúr Bogason. Þá sitja fjórir fulltrúar Hafrannsóknastofnunarinnar í hópnum, Björn Ævar Steinarsson, Höskuldur Björnsson, Þorsteinn Sigurðsson og Jón Sólmundsson sem leiðir starfið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Enn fremur veit ég að á næstu dögum kemur saman samstarfshópur um þorskrannsóknir sem hefur á að skipa sérfræðingum frá Hafrannsóknastofnuninni og mönnum úr útveginum, þ.m.t. fulltrúum skipstjórnarmanna allt í kringum landið og af mismunandi skipum. Hópurinn hittist árlega á tveggja daga fundi til að ræða gang þorskveiðanna á árinu og horfur. Slíkt samráð er afar vel til þess fallið að auka samhljóm í atvinnugreininni sem nauðsynlegt er að skapa.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þá vek ég athygli á því að með okkar sértæku aðgerðum verða rannsóknir fjölbreyttari. Verið er að styrkja þau sjávarrannsóknasetur sem komið hefur verið á laggirnar úti um landið sem og útibú Hafrannsóknastofnunarinnar. Sérstakur samkeppnissjóður á sviði hafrannsókna sem ég beitti mér fyrir strax og ég settist í stól sjávarútvegsráðherra haustið 2005, verður nú tvöfaldaður og áherslum sérstaklega beint að þorskrannsóknum. Umsóknarfrestur vegna þessara rannsókna á yfirstandandi ári er liðinn og vænti ég mikils af því starfi. Þetta leiðir af sér tvennt: Í fyrsta lagi eykst fjölbreytni rannsókna og þeim ábendingum er mætt að opna þurfi fleirum leiðir en hingað til að hafrannsóknum hér við land. Í annan stað verður þetta til þess að við löðum fram aukið rannsóknafjármagn, sem á að geta orðið til að auka heildarumfang hafrannsókna við landið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eðlilega eru skiptar skoðanir um hvernig ráðstafa beri meira en 10 milljörðum króna, sem varið er til margvíslegra mótvægisaðgerða. Fyrir ríkisstjórninni vakti að veita þessu fé til stuðnings þeim byggðarlögum og þeim landsvæðum sem mest þurfa á því að halda vegna þorskaflaskerðingarinnar. Þar er bæði um skammtíma- og lengri tíma aðgerðir að ræða til að stuðla að breytingum sem gera sjávarbyggðirnar betur í stakk búnar til að mæta sveiflum. Kjarni aðgerða ríkisstjórnarinnar er að treysta forsendur atvinnulífsins með átaki til að styrkja innviði samfélaganna á sviði menntunar, samgangna, fjarskipta, rannsókna og vísinda. Þetta felur í sér að komið er til móts við þarfir sjávarútvegsins almennt og þarfir atvinnulífsins á landsbyggðinni sérstaklega. Ef menn gæta fyllstu sanngirni er ekki hægt að halda því fram að ekki muni um 10 milljarða króna aðgerðir sem miða sérstaklega að því að bæta stöðu sjávarbyggða og útvegsins. Og eitt ætla ég að segja fullum fetum og alveg sama hvað hver segir. Fjármagn sem fer til uppbyggingar samgangna, sem leiðir til lægri kostnaðar fyrir heimili og fyrirtæki og skapar nýja viðspyrnu í atvinnulegu tilliti, gagnast fólki í sjávarútvegi, hvort sem er til sjós eða lands. Uppbygging menntunar úti um landið er í þágu landverkafólks og sjómanna, ekki síður en annarra, bætt fjarskipti bæta lífsgæði fólks í sjávarútvegi ekki síður en annarra og styrkja forsendur þeirra byggða þar sem sjávarútvegurinn er undirstaðan. Úrræði sem hafa í för með sér aukin umsvif í öðrum atvinnugreinum á landsbyggðinni, skapa tækifæri fyrir sjómenn og landverkafólk í sjávarútvegi til atvinnuþátttöku í sínum heimbyggðum. Og því ítreka ég það. Þetta skal skipta máli!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Með þessu er ég ekki að gera lítið úr vandanum sem við blasir. Heldur aðeins að undirstrika að fyrir ríkisstjórninni vakti að setja fram tillögur sem væru í þágu íbúa þeirra svæða sem verða fyrir mestum búsifjum vegna minni tekna sem fylgja skertum aflaheimildum í þorski.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Árni Bjarnason forseti FFSÍ færði í tal við mig nú síðsumars að unnt sé með tilteknum aðgerðum að milda höggið sem sjómenn verði fyrir vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Hann nefndi sérstaklega tvennt í því sambandi: Annars vegar að breyta reglum og vinnubrögðum um svokölluð reglugerðarhólf og friðuð hólf innan lögsögunnar. Hins vegar að breyta viðmiðunarmörkum í ýsu. Ég brást við með þeim hætti að koma á fundi valinkunnra skipstjóra og fulltrúa Hafrannsóknastofnunarinnar þar sem ég lagði áherslu á að við leituðum leiða til þess að auka aðgengi að ýsu og fleiri tegundum sem ella væri hætt við að ekki væri unnt að nýta vegna minni aflaheimilda í þorski.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í framhaldi af þessum fundarhöldum ritað ég síðan Hafrannsóknastofnuninni bréf &nbsp;í september sl. þar sem ég óskaði &nbsp;eftir að því að stofnunin gerði tillögur um hvernig auka mætti veiðimöguleika á ýsu, ufsa og karfa. Óskað var sérstaklega eftir að kannaðir yrðu fimm þættir:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>? &nbsp; Í fyrsta lagi að stofnunin skoðaði gaumgæfilega hluta lokaðra hólfa norðanlands þar sem talin er líkleg ýsuslóð.</span></p> <p><span>? &nbsp; Í öðru lagi lækkun viðmiðunarmarka vegna ýsuveiða.</span></p> <p><span>? &nbsp; Í þriðja lagi rýmkun á notkun skilja fyrir suðausturlandi og útaf norðvesturlandi m.t.t. nýtingar ýsustofns.</span></p> <p><span>? &nbsp; Í fjórða lagi núgildandi reglugerðarákvæði um friðun á karfasvæði vestan við landið m.t.t. meiri veiðimöguleika á ýsu, ufsa og karfa.</span></p> <p><span>? &nbsp; Og í fimmta lagi að flýta rannsóknum á notkun lagskiptrar vörpu við togveiðar til að skilja að ýsu og þorsk.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ykkur er eflaust kunnugt um að sitt hvað er komið til framkvæmda af þessum liðum, sumt að hluta en annað að fullu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>–Viðmiðunarmörk við ýsuveiðar hafa t.d. verið lækkuð og eru nú miðuð við að ná fjögurra ára ýsu og eldri. Uppistaðan í veiðinni á yfirstandandi fiskveiðiári verður úr hinum stóra árgangi frá árinu 2003 sem olli stórauknum fjölda skyndilokana á ýsu allt þar til viðmiðunarmörkunum var breytt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>–Búið er að opna eitt hólf við utanverðan Húnaflóa og í þessari viku var numin úr gildi reglugerð sem áskildi notkun skilju norður af Horni.&nbsp;</span> <span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>–Rýmri heimildir hafa verið veittar fyrir notkun skilja úti fyrir suðausturlandi og til skoðunar er að gera slíkt hið sama úti fyrir norðvesturlandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>–Komið hefur verið til móts við óskir um að rýmka veiðisvæði vestan við landið með því að heimila veiðar að nóttu í hólfi vestur af Breiðafirði, svokallað næturhólf.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>–Og að síðustu hefur það sennilega ekki farið fram hjá neinum í ykkar röðum að tilraun var gerð með lagskiptri vörpu í lok síðasta mánaðar og lofa niðurstöðurnar góðu. Jafnframt hefur verið ákveðið að gera frekari tilraunir á þessu og hefjast þær að öllum líkindum í næstu viku. Gaman verður að fylgjast með þróun þessara rannsókna því ef vel tekst til má væntanlega auka valhæfni botnvörpunnar gagnvart mismunandi tegundum og hugsanlega gera notkun skilju þar með óþarfa.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Með þessum aðgerðum vildi ég freista þess að koma til móts við vel rökstuddan málflutning forystumanna ykkar og margra skipstjórnarmanna sem ég hef rætt við á umliðnum mánuðum í kjölfar niðurskurðar aflaheimilda. Mér er það ljóst að við verðum að gera allt sem unnt er til að það takist að gera sem mest verðmæti úr því sem veitt er og tryggja aðgengi að þeim fisktegundum sem við viljum ná. Það mun stuðla að bættum kjörum íslenskra sjómanna og útgerða og veitir svo sannarlega ekki af núna, eins og við vitum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu þingfulltrúar.</span></p> <p><span>Fyrir tæpu ári var mér fært fyrsta eintakið af fyrsta bindi mikils öndvegisrits, <em>Skipstjórnarmanna</em> eftir Þorstein Jónsson. Þetta er fyrsta bindið af sex um íslenska skipstjórnarmenn og sjávarútveg. Það er ekki ofsögum sagt að höfundurinn hafi unnið mikið þrekvirki við þrotlausa söfnun heimilda, skráningu þeirra og við að koma herlegheitunum á prent. Þetta er metnaðarfullt verk með æviskrám um það bil 7.600 skipstjórnarmanna, allt frá því Íslendingar hófu að gera út þilskip og til þeirra er luku skipstjórnarprófi 2006. Hvert bindi verður um 640 blaðsíður með vel á þriðja þúsund mynda og ritverkið allt hátt í 4.000 síður. Þetta er því tæpast bók sem menn glugga í upp í rúmi svona rétt fyrir svefninn. En því betra er að gefa sér gott tóm til að lesa og njóta hins ríkulega innihalds. Ég sagði í formála fyrsta bindis: <em>Augljóst er að ritstjórinn, Þorsteinn Jónsson, hefur haft allar árar úti við þrotlausa vinnu sína undanfarinn áratug. Óneitanlega leitar á hugann að höfundinn hafi ekki órað fyrir hve mikið var færst í fang en afraksturinn er glæsilegur, sannkallað tímamótaverk.</em> Ég held að þetta hafi síst verið ofmælt. Þarna er á ferð ómetanlegt heimildarit sem höfundur og ekki síður þið getið verið ákaflega stolt af.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er líka ástæða fyrir okkur að vekja athygli á starfi íslenskra sjómanna í gegnum aldirnar. Íslenskir sjómenn eru í fremstu röð og hefur tekist að gera það sem ekki er mjög algengt í hinum tæknivædda heimi. Að nýta sjávarauðlindina með sjálfbærum hætti og gera úr henni verðmæta vöru sem stendur undir einhverjum bestu lífskjörum í heimi. Eða dettur nokkrum í hug að við Íslendingar hefðum annars náð þeim einstæða árangri að vera komnir í efsta sæti á lista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um lífskjör. Sannarlega má margt betur fara í sjávarútvegi, en þetta er þó árangur sem enginn skyldi gera lítið úr.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Veit ég vel að hljóðið í mörgum sjómönnum er þungt þessa stundina, því ofan í minni aflaheimildir hafa dunið á okkur gengishækkanir sem skert hafa tekjur sjómanna, svo ekki séu nú nefndar haustbrælurnar. Gamall vinur minn, skipstjóri, sagði að vísu við mig einu sinni þegar ég var að kvarta undan tíðarfarinu. Það hefur aldrei komið svo langvinn bræla að ekki hafi lægt um síðir. Og þannig er það og á örugglega við um fleira en brælur hafsins. Við vitum að margt gengur okkur í mót en gleymum því þá ekki að markmið þess sem við erum að gera, er að bæta aðstæður til sjósóknar og sjávarútvegs almennt. Enginn mun því njóta þess jafn vel og sjómenn og aðrir þeir sem starfa í sjávarútvegi. Það ástand sem við glímum við er tímabundið og það er mín sannfæring að framtíðin muni bera í skauti sér aukin tækifæri og bætt kjör, íslenskri sjómannastétt og íslenskum sjávarútvegi til handa.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn</span></p> <p><span>Á þessu ári fagnar félag ykkar merkum tímamótum – 70 ára afmæli – sem vissulega telst stórafmæli. Ykkar félagsskapur líkt og fleiri á sér langa sögu sem leiðir hugann aftur í tímann þegar íslensk þjóð var að hefja sitt framfaraskeið. Félög – eitt af öðru – voru stofnuð og flest með það fyrir augum að berjast fyrir rétti síns fólks. Fjöldi þeirra starfar enn þótt verkefnin kunni að hafa breyst. Marga sigrana hafa ykkar hagsmunasamtök unnið en þrátt fyrir það er og verða alltaf verkefni fyrir stafni til að vinna að. Áhrifum fylgir vald, ekki aðeins til varnar heldur og til sóknar og þessu valdi kunni þið að stýra ekki síður en íslenska flotanum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Samstarf okkar hefur verið gott. Vissulega greinir okkur stundum á en það er til marks um hreinskiptin og heiðarleg skoðanaskipti sem ávallt eru fyrir bestu. Það eru óneitanlega forréttindi að geta leitað ráða hjá öflugum samtökum innan greinarinnar þegar á þarf að halda. Um leið og ég þakka árangursríkt og gott samstarf, hvort heldur er við hinn almenna félagsmann eða forystu ykkar, óska ég eftir að það megi verða svo áfram um ókomna tíð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég sömuleiðis vona að Farmanna- og fiskimannasamband Íslands muni um ókomin ár áfram reynast félagsmönnum sínum og öðrum þeim sem við sjávarútveginn vinna, traustur aðili, mikils metinn og vel virtur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Gæfan fylgi öllum störfum þess og ykkar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég óska þinginu árangursríkra starfa og ykkur og íslenskum sjávarútvegi hagsældar og góðs gengis.</span></p> <br /> <br />

2007-11-26 00:00:0026. nóvember 2007Ávarp ráðherra á 100 ára afmæli skógræktar og landgræðslu á Íslandi 23. nóvember 2007

<p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;"><strong><span>Hátíðarfundur í Salnum í Kópavogi</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>23. nóvember 2007</span></strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><span>100 ára afmæli skógræktar og landgræðslu á Íslandi</span></strong></p> <p style="text-align: center;">Ræða Einars Kristins Guðfinnssonar, landbúnaðarráðherra.</p> <p style="text-align: left;"><span>Vormenn Íslands yðar bíða<br /> eyðiflákar, heiðarlönd.<br /> Komið grænum skógi að skríða<br /> skriður berar, sendna strönd.<br /> Huldar landsins verndarvættir<br /> vonarglaðar stíga dans,<br /> eins og mjúkir hrynji hættir<br /> heilsa börnum vorhugans.</span></p> <p><span>Góðir hátíðargestir&nbsp;- til hamingju með daginn.</span></p> <p><span>Hér erum við samankomin til að fagna þeim merka áfanga að 100 ár eru liðin frá því fyrstu lög um skógrækt og landgræðslu á Íslandi voru samþykkt á Alþingi og staðfest með undirritun danakonungs Friðriks áttunda þann 22. nóvember 1907.</span></p> <p><span>Þótt þessi tímamót séu valin, hlýtur það að vera svo, að ekki er mögulegt að finna einhvern ákveðinn tímapunkt þegar ákveða skal hvenær skógrækt eða hvenær landgræðsla hófst hér á landi. Frumkvæði og ákvörðun stjórnmálamannanna kom ekki af engu af himni ofan! Auðvitað var þetta árangur af upplýsingaöflun, aukinni þekkingu, bættum ytri skilyrðum svo eitthvað sé nefnt; að ógleymdum betri þjóðarhag og almennri þjóðarvakningu Íslendinga, og áttu skáldin&nbsp;- hugsjónamennirnir, - e.t.v. örðum fremur hlut þar að máli.</span></p> <p><span>Ljóðið sem ég fór með í upphafi, orti Guðmundur Guðmundson, skólaskáld.</span></p> <p><span>Í ljóðinu kallar skáldið á vormenn Íslands út til verka. Kallar þá til að rækta landið að nýju, jafnt berar skriður og sendna strönd sem eyðifláka og heiðarlönd. Hvarvetna blasti við þörfin til að græða það land sem hafði fóstrað þjóðina í gegnum myrkar aldir og harðindaár og gert henni kleift að lifa og komast af. Nú var tíminn kominn til að endurgjalda fósturjörðinni lífgjöfina.</span></p> <p><span>Ljóð Guðmundar er aðeins eitt af fjölmörgum ljóðum sama eðlis og má fullyrða að aðeins lítið brot af slíkum hvatningaljóðum hafi verið skráð. Vísurnar og ljóðin voru e.t.v. að einhverju leyti miðlar þessa tíma eins; gegndu sama hlutverki og tölvupóstur og fjölmiðlar í dag. Til að boðin skiluðu sér, þurfti að meitla setningar þeirra og ljóðstafi í form sem ekki yrði haggað. Þannig komust þau óbrengluð áfram til þeirra sem á þurftu að halda og á vildu hlýða&nbsp;- bæ frá bæ, mann fram af manni.</span></p> <p><span>Mér er nær að halda að umræðan um uppgræðslu landsins í upphafi 20. aldar megi líkja við þá umræðu sem nú er alsráðandi um loftslagsmálin í heiminum eða þá umhverfisvakningu sem hér á sér stað í víðasta skilningi. Þjóðin sá og vissi, að margt var að og mörgu yrði úr að bæta. Þjóðin fór að skynja að til voru aðgerðir sem beita mátti og síðast en ekki síst: - þjóðin áttaði sig á því að hún var þess megnug að taka á þeim vanda sem við var að etja og var tilbúin til að greiða sína skuld.</span></p> <p><span>Já - tíminn var kominn og þá þurfti einhvern til að reka smishöggið á verkefnið; setja lög á Alþingi sem ekki aðeins viðurkenndi uppgræðslustarfið, heldur og, að ákveðið skipulag yrði að vera á hlutunum, fjármagni yrði að veita til verkefnisins og á því yrði að vera stjórn. Það þarf engan að undra þótt smiðshöggið á þessa lagasetningu hafi öðrum fremur rekið Hannes Hafstein. Hugsjónamaður og skáld; víðlesinn og gáfaður; - stjórnmálamaður og íslenskur ráðherra með tilheyrandi áhrif og völd.</span></p> <p><span>Lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands&nbsp;- eins og þau nefndust, voru ekki löng, aðeins 5 greinar. Það er hins vegar með þau eins og svo mörg önnur að lengdin segir ekki allt. Í raun og veru má segja að þessi lög gætu staðið óbreytt í dag og þrátt fyrir að sett hafi verið sérstök lög um skógrækt og önnur um landgræðslu eru þessi fyrstu lög rauði þráður þeirra beggja.</span></p> <p><span>Mér finnst ástæða til að lesa fyrstu grein laganna:</span></p> <p><span>?Skógrækt skal hefja með því markmiði að friða og bæta skóga þá og skógarleifar, sem enn eru hér á landi, rækta nýjan skóg og leiðbeina landsmönnum í meðferð skógs og gróðursetning. Í sambandi við það skal stund leggja á varnir gegn uppblæstri lands og sandfoki, þar sem því verður við komið. Yfirstjórn skógræktarmála og sandfoksmála hefur stjórnarráðið.?</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Allt er þetta í gildi enn í dag, 100 árum síðar. Í dag finnst mér rík ástæða til að staldra aðeins við þá stöðu sem ríkti fyrir einni öld til að skýra enn frekar af hverju lögin voru sett. Er fjarri því að líkja megi þeim við neyðarlög&nbsp;- ég spyr?</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Góðir hátíðargestir.</span></p> <p><span>Í lögunum er tiltekið að friða beri skógarleifar. Margir skynjuðu að skógurinn var á miklu undanhaldi en jafnframt var víða hægt að finna merki um að þar hefði hann verið áður. Enn fremur báru einstaka staðir vitni um að nytu skógarleifarnar verndar, - yxi þar skógur að nýju.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Í þessu sambandi langar mig til að rifja upp stutta frásögn um ?Fundarhrísluna? í Þórðarskógi í Fnjóskadal, skrifaða af Jóni Kr. Kristjánssyni frá Víðivöllum í Fnjóskadal. Jón vitnar í Ólaf Pálsson sem fæddur var 1874 en hann segir svo í endurminningum sínum:</span></p> <p><span>?Í Þórðarstaðaskógi var ein afarstór hrísla sem bar af öðrum hríslum og var hún kölluð ?Fundarhríslan?. Oft skemmtu menn sér við hríslu þessa, bæði dalbúar og aðkomufólk.&nbsp; Alloft kom þangað fólk af Akureyri. Stundum kom það fyrir að hlutaveltur voru haldnar þarna og skemmtisamkomur. Ég man þar eftir ræðuflutningi og kvæðalestri.?</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Annar maður, Jón Rögnvaldsson frá Fífilgerði, segir&nbsp; svo í endurminningum sínum:</span></p> <p><span>?Í Þórðarstaðaskógi, sem blasir við í hlíðinni gegnt Grjótagerði, var stórt rjóður. Þar var stór hrísla, talin stærsta tré skógarins og jafnvel á öllu Íslandi. Hún stóð ein og sér og var ákaflega mikið og fagurt tré. Þar voru haldnar samkomur á sumrin og fórum við þangað stundum með foreldrum okkar.?</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Spyrja má; hvernig stóð á því að þessi stóra hrísla var þarna?</span></p> <p><span>Um miðja 19. öldina og fram til 1893 bjó á Þórðarstöðum Jónatan Þorláksson sem ber að minnast sem eins fyrsta og merkasta verndara íslenskra skógarleifa á 19. öld. Ungur hafði hann verið smali föður síns og gerþekkti hinn víðlenda Þórðarstaðaskóg. Honum sveið að sjá hve nyrsti hluti hans, sem lá undir Fjósatungu, var illa farinn. Fjósatunga var þá í eigu eyfirskra presta er þóttu sumir harðdrægir og höfðu látið ryðja hvert skógarsvæðið eftir annað.</span></p> <p><span>Eftir að Jónatan fékk nokkur ráð í hendur og síðar eftir að hann var orðinn bóndi, tók hann til óspilltra mála að bæta þennan skóg. Hann setti fastar reglur um grisjun hans og leið engum þar högg nema undir ströngu eftirliti. Meira að segja var á orði haft hvað hann, sem taldist hófsemdar- og geðprýðismaður, hefði verið strangur við smala sína, ef þeir vildu taka sér hríslu eða gönguprik í hönd.</span></p> <p><span>Árangur þessara verka lét ekki á sér standa og við friðunina dafnaði skógurinn.</span></p> <p><span>Einn náttúrufræðingurinn sem leið átti um skóginn á þessum tíma, Sæmundur Eyjólfsson, tók þannig til orða:</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>?Þá farið er um Þórðarstaðaskóg má sjá þess glögg merki að hann hefur orðið fyrir betri meðferð um langan tíma og meiri ræktarsemi og umhyggju en venjulegt er um skóga hér á landi. Er það sannast af að segja, að ég hef engan mann hitt fyrr, er með meiri alúð hefur viljað vernda skóginn á bújörð sinni og hlynna að honum en Jóhann á Þórðarstöðum.?</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Með tilvitnun í frásagnir þessara&nbsp; heiðursmanna er ég að benda á að þótt víða hafi verið gengið nærri skógi landsins og honum eytt, mátti finna menn sem mátu gildi skógarins og vildu varðveita hann og auka. Það er ekki síst slíkum mönnum að þakka að lög um skógrækt voru sett á Íslandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Eins og fram hefur komið giltu hin nýju skógræktarlög einnig um ?varnir gegn uppblæstri lands?. Síðar voru sett sérlög um sandgræðslu og enn síðar um landgræðslu en allt það starf á einnig lagalega rætur sínar að rekja til hinna nýju laga sem sett voru fyrir 100 árum síðan.</span></p> <p><span>Að baráttu gegn uppblæstri lands hafði ekki síður verið hugað og reynt að finna leiðir til að sporna gegn landeyðingu af völdum sandfoks. Með lögunum komst það starf í fastan farveg. Mörgum Íslendingnum blöskraði hvernig komið var fyrir landinu; - það allt í tötrum eftir langvarandi náttúruharðindi og vægðarlausa nýtingu landsmanna á gæðum þess, með það að markmiði að halda lífi í skepnum svo börn þeirra gætu lifað. Að þreyja þorrann og góuna var fyrsta skrefið í þá veru og það þýddi að hver gróðurnál var beitt og afleiðingin var opin jörð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Þegar íslenska þjóðin fagnaði konungi sínum á Þingvöllum 1874 kvað Hjálmar Jónsson frá Bólu svo í nafni fjallkonunnar:</span></p> <p><span>Sjá nú, hvað ég er beinaber,<br /> brjóstin visin og fölar kinnar,<br /> eldsteyptu lýsa hraunin hér<br /> hörðum búsifjum ævi minnar.<br /> Kóróna mín er kaldur snjár<br /> klömbrur hafísa mitt aðsetur,<br /> þrautir mínar í þúsund ár<br /> þekkir guð einn og falið getur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;Þegar loks fór að rofa til varð mönnum ljóst að eitthvað yrði að gera til að stöðva sandana.</span></p> <p><span>Í ritgerð sem Guðmundur Árnason í Múla ritar í bókina Sandgræðslan 50 ára tiltekur hann 43 jarðir í Landssveit einni, sem fóru í eyði eða flytja þurfti bæina sökum uppblásturs eða sandfoks. Má öllum vera ljóst hvílík hætta hefur stafað af sandinum á þessum slóðum. Í sama riti skrifar Páll Sveinsson þáverandi sandgræðslustjóri: ?Þó má það ljóst vera, að það, sem réð úrslitum, að hafist var handa um að hefta sandfok og aðra jarðvegseyðingu um og eftir síðustu aldamót, voru hin köldu, þurru og stormasömu ár síðust aldar, þ.e. frá 1880, en vitað er, að aldrei hefur eyðing jarðvegs hér á landi orðið eins stórkostleg og á því tímabili.?</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Ágæta samkoma.</span></p> <p><span>Ég hef viljandi dvalið nokkuð við fortíðina með það að markmiði að varpa ljósi á þá stöðu sem hér ríkti varðandi skógareyðingu og uppblástur landsins fyrir einni öld. Þetta ástand landsins fór ekki framhjá sífellt betur upplýstri þjóð og mörgum, þ.á.m. ráðamönnum blöskraði svo, að þeir sáu að við svo búið mátti ekki lengur standa. Á grundvelli þessa var ákveðið að setja lög í landinu sem tækju á þessum málum, - og eins og einhversstaðar segir: Síðan eru liðin mörg ár.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Skógrækt ríkisins og landgræðsla ríkisins hafa unnið mikið starf. Báðar þessar stofnanir hafa verið svo lánssamar að þeim hafa stýrt <strong>forystumenn;</strong>&nbsp; - ekki aðeins dugnaðarmenn og hamhleypur til verka heldur og ekki síður einlægir hugsjónamenn sem aldrei hafa litið á líðandi stund sem markmið - heldur stöðugt horft fram til frekari átaka, - frekari ræktunar og uppgræðslu. Hver unnin bardagi er sigur í orrustunni sem vissulega stendur enn.</span></p> <p><span>Hvorki er sanngjarnt né réttmætt að staðnæmast ekki um stund og fagna þeim gífurlega árangri sem náðst hefur í þessum málaflokkum. Hver tími hefur fætt af sér nýjar aðferðir og tækni byggðar á rannsóknum og tilraunum sérmenntaðra einstaklinga og nú, eftir aldar langa baráttu geta Íslendingar sannarlega horft stoltir yfir farinn veg hvað störf landgræðslu og skógræktar varðar.</span></p> <p><span>Á báðum vígstöðum er gott um að litast og björgulegt bú. Skógrækt stunduð um allt land - orðin viðurkennd búgrein og íslenskir skógar skila nú arði í mörgum myndum og fjölbreytt nýting þeirra fer vaxandi. Landgræðslustarfið hefur skilað þeim árangri að loks má fullyrða að landið allt er í framför gróðurfarslega séð og tekist hefur að hefta eyðingu af völdum sandfoks á þeim svæðum þar sem sandurinn hefur verið hvað illvígastur. Ég leyfi mér því að fullyrða að lagasetningin fyrir 100 árum hefur skilað ríkulegum árangri.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Góðir hátíðargestir.</span></p> <p><span>Á þessum tímamótum er skylt að þakka stofnununum vel unnin störf og það geri ég hér með af einlægni. Ófært er að telja upp alla þá sem að verki hafa komið en mér finnst þó rétt að tiltaka þá einstaklinga sem verið hafa í forystuhlutverkinu.</span></p> <p><span>Agnar Kofoed Hansen, Gunnlaug Kristmundsson, Hákon Bjarnason, Runólf Sveinsson, Pál Sveinsson, Sigurð Blöndal og þá heiðursmenn sem nú standa við stjórnvölinn þá Jón Loftsson og Sveinn Runólfsson. Allt saman voru þetta og eru framsýnir og óeigingjarnir dugnaðarforkar sem unnið hafa að þessum málaflokkum af samviskusemi, framsýni og dugnaði. Bændum landsins, áhugafólki og öllu starfsliði stofnananna er sömuleiðis færðar þakkir fyrir allt þeirra framlag. Ég vil óska þess að handtökin öll megi áfram skila sem bestum árangri íslenskri þjóð og landinu okkar Íslandi til hagsbóta.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Ágæta samkoma.&nbsp;</span></p> <p><span>Ég lýk þessu ávarpi með því að biðja ykkur að sýna þakklæti ykkar til allra þeirra sem lagt hafa hönd á plóg í skógræktar- og landgræðslustarfi, hvar svo sem þeir eru og hvað svo sem þeir hafa gert Íslenskri fósturjörð til góða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2007-11-21 00:00:0021. nóvember 2007Ávarp ráðherra á aðalfundi FAO 20. nóvember 2007

<p align="center"></p> <p align="center">&nbsp;</p> <p align="center">&nbsp;</p> <p align="center"><strong><span>Address of H. E. Einar K. Guðfinnsson</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Minister of Fisheries and Agriculture of Iceland</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>at the 34<sup>th</sup> Conference of the FAO, 17 - 24 November 2007</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mr. Chairman, Excellencies, Distinguished Delegates.</span></p> <p><span>Allow me, Mr. Chairman and Mr. Vice Chairmen to congratulate you upon your election to chair this Conference. It is also a great pleasure for me to welcome Andorra and Montenegro to the FAO family, and especially my friends and neighbours from the Faroe Islands.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mr. Chairman.</span></p> <p><span>A significant proportion of animal proteins consumed in the world is from fisheries products, not least in the developing world. The economic benefits derived from the fisheries sector contribute greatly to development and economic well-being around the world, as well as to enhance food security. <span>&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>My country attaches great importance to the work of the FAO&rsquo;s Department of Fisheries and Aquaculture. We want to support its work regarding the Code of Conduct for Responsible Fisheries. In recent months we have been co-operating with the Department on issues including Vessel Monitoring Systems for fishing vessels. We welcome the good work done at the Department in this field and we remain convinced that it will continue to bring benefits to the world&rsquo;s fisheries and for safety at sea.</span></p> <p><span>I would like to emphasize the role of the FAO as the appropriate forum for addressing global issues in fisheries. The FAO has proved to be an important forum for co-operation and co-ordination, on a range of issues. These include the fight against Illegal, Unreported and Unregulated fisheries and the protection of vulnerable marine ecosystems. In cases where global co-operation is required, the FAO will continue to be of vital<span>&nbsp;</span> <span>&nbsp;</span>importance.</span></p> <p><span>Having said that, it should be stressed that responsible management of living marine resources is best carried out at national and regional level, and should be in the hands of those with most at stake and who are most affected by the decisions taken. Rights-based and market-driven fisheries, free of state subsidies, based on the best available scientific information, is the only way to secure sustainable utilisation of the fish stocks and the economic well-being of the people involved. It should be our aim to fully utilize our living marine resources on a sustainable basis, which should not be confused with over-utilizing fish-stocks.</span></p> <p><span>Iceland</span> <span>shares many of the concerns expressed about the state of the oceans and of fish stocks in some regions. While these concerns make it incumbent on States to work together, they are not best addressed with additional global instruments or initiatives. On the contrary, such an approach would in fact be counter-productive and harmful. There are no global fish stocks.<span>&nbsp;</span> The necessary legal framework for management of the living marine resources is in place in the UN Convention on the Law of the Sea. What needs to be done is to implement effectively existing instruments.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mr. Chairman.</span></p> <p><span>Enhancing food security has been the core of Iceland&rsquo;s development cooperation through the <span>&nbsp;</span>Icelandic International Development Agency and the UN University Fisheries Training Programme. Here the FAO is an important partner and has made a significant contribution to the development of international norms on sustainable fisheries and responsible fish trade. The UN University Geothermal Training Programme has been a second pillar in our capacity building efforts.</span></p> <p><span>Allow me to inform you that my Government has decided to markedly increase it&rsquo;s contribution to development cooperation. This includes funding of a three-year pilot program in capacity building in the field of soil conservation and land management. This programme is for post-graduate students and professionals from developing countries with dry-land areas and it is our hope that it will in future take the form of an UN University Training Programme. This field is one of the core normative activities of FAO and we therefore hope to have fruitful co-operation with its expert in the years to come. Through this we hope to strengthen our cooperation with FAO in the fields of agriculture and sustainable land use. Revegetation efforts through the development of sustainable land use, afforestation and combating active soil erosion has been a core activity in Icelandic agriculture from the enactment of laws on these issues that were passed in the Icelandic Parliament a century ago this week, on the 22<sup>nd</sup> of November 1907.</span></p> <p><span>Another area of particular interest is our participation in the important work of FAO within the area of preservation and sustainable use of domesticated plant and animal genetic resources. In this field the Nordic countries have had a close regional cooperation that has led to important technology transfer, especially to developing nations.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mr Chairman.</span></p> <p><span>I believe that the FAO has a great future, built on more than sixty years of experience and hard work. As a knowledge center in its fields of work it has no equal. We need to build on this solid foundation, but at the same time look ahead. Therefore, Iceland welcomes the report of the Independent External Evaluation. We believe that now is the momentum to reform the organisation, to apply modern management principles and in particular to implement gender equality. We are now preparing the FAO for its important tasks in the 21st century.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Thank you.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2007-11-21 00:00:0021. nóvember 200734. aðalfund Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO 17.-24. nóvember 2007

<p align="center"><strong><span>Address of H. E. Einar K. Guðfinnsson</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Minister of Fisheries and Agriculture of Iceland</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>at the 34<sup>th</sup> Conference of the FAO, 17 - 24 November 2007</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Mr. Chairman, Excellencies, Distinguished Delegates.</span></p> <p><span>Allow me, Mr. Chairman and Mr. Vice Chairmen to congratulate you upon your election to chair this Conference. It is also a great pleasure for me to welcome Andorra and Montenegro to the FAO family, and especially my friends and neighbours from the Faroe Islands.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mr. Chairman.</span></p> <p><span>A significant proportion of animal proteins consumed in the world is from fisheries products, not least in the developing world. The economic benefits derived from the fisheries sector contribute greatly to development and economic well-being around the world, as well as to enhance food security. <span>&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>My country attaches great importance to the work of the FAO&rsquo;s Department of Fisheries and Aquaculture. We want to support its work regarding the Code of Conduct for Responsible Fisheries. In recent months we have been co-operating with the Department on issues including Vessel Monitoring Systems for fishing vessels. We welcome the good work done at the Department in this field and we remain convinced that it will continue to bring benefits to the world&rsquo;s fisheries and for safety at sea.</span></p> <p><span>I would like to emphasize the role of the FAO as the appropriate forum for addressing global issues in fisheries. The FAO has proved to be an important forum for co-operation and co-ordination, on a range of issues. These include the fight against Illegal, Unreported and Unregulated fisheries and the protection of vulnerable marine ecosystems. In cases where global co-operation is required, the FAO will continue to be of vital<span>&nbsp;</span> <span>&nbsp;</span>importance.</span></p> <p><span>Having said that, it should be stressed that responsible management of living marine resources is best carried out at national and regional level, and should be in the hands of those with most at stake and who are most affected by the decisions taken. Rights-based and market-driven fisheries, free of state subsidies, based on the best available scientific information, is the only way to secure sustainable utilisation of the fish stocks and the economic well-being of the people involved. It should be our aim to fully utilize our living marine resources on a sustainable basis, which should not be confused with over-utilizing fish-stocks.</span></p> <p><span>Iceland</span> <span>shares many of the concerns expressed about the state of the oceans and of fish stocks in some regions. While these concerns make it incumbent on States to work together, they are not best addressed with additional global instruments or initiatives. On the contrary, such an approach would in fact be counter-productive and harmful. There are no global fish stocks.<span>&nbsp;</span> The necessary legal framework for management of the living marine resources is in place in the UN Convention on the Law of the Sea. What needs to be done is to implement effectively existing instruments.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mr. Chairman.</span></p> <p><span>Enhancing food security has been the core of Iceland&rsquo;s development cooperation through the <span>&nbsp;</span>Icelandic International Development Agency and the UN University Fisheries Training Programme. Here the FAO is an important partner and has made a significant contribution to the development of international norms on sustainable fisheries and responsible fish trade. The UN University Geothermal Training Programme has been a second pillar in our capacity building efforts.</span></p> <p><span>Allow me to inform you that my Government has decided to markedly increase it&rsquo;s contribution to development cooperation. This includes funding of a three-year pilot program in capacity building in the field of soil conservation and land management. This programme is for post-graduate students and professionals from developing countries with dry-land areas and it is our hope that it will in future take the form of an UN University Training Programme. This field is one of the core normative activities of FAO and we therefore hope to have fruitful co-operation with its expert in the years to come. Through this we hope to strengthen our cooperation with FAO in the fields of agriculture and sustainable land use. Revegetation efforts through the development of sustainable land use, afforestation and combating active soil erosion has been a core activity in Icelandic agriculture from the enactment of laws on these issues that were passed in the Icelandic Parliament a century ago this week, on the 22<sup>nd</sup> of November 1907.</span></p> <p><span>Another area of particular interest is our participation in the important work of FAO within the area of preservation and sustainable use of domesticated plant and animal genetic resources. In this field the Nordic countries have had a close regional cooperation that has led to important technology transfer, especially to developing nations.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mr Chairman.</span></p> <p><span>I believe that the FAO has a great future, built on more than sixty years of experience and hard work. As a knowledge center in its fields of work it has no equal. We need to build on this solid foundation, but at the same time look ahead. Therefore, Iceland welcomes the report of the Independent External Evaluation. We believe that now is the momentum to reform the organisation, to apply modern management principles and in particular to implement gender equality. We are now preparing the FAO for its important tasks in the 21st century.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Thank you.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2007-11-15 00:00:0015. nóvember 2007Haustráðstefna Matís 15. nóvember 2007

<p align="center"><strong><span>Haustráðstefna Matís, 15. nóv. 2007</span></strong></p> <p align="center"><span>Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,</span></p> <p align="center"><span>Einars Kristins Guðfinnssonar.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Ágætu tilheyrendur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í ævisögu séra Árna Þórarinssonar sem meistari Þorbergur Þórðarson ritaði eftir honum, segir Árni frá mataræði því sem tíðkaðist um sveitir Suðurlands er hann ólst upp á Miðfelli í Hrunamannahreppi um miðja 19. öldina.</span></p> <p><span>Árni segir svo frá:</span></p> <p><span>Fyrsta máltíð dagsins var etin klukkan 9 til 10. Hún var tvær merkur af flóaðri mjólk með hér um bil einn mörk af gulrófukáli út í.</span></p> <p><span>Næsta máltíð var klukkan 1til 2 Hún var á vetrum suma daga harðfiskur, bræðingur og söl meðan til entist en aðra daga saltfiskur og kartöflur og lítið eitt af smjöri með og stundum kjötsúpa með gulrófum, líklega tveir spaðbitar handa fullorðnum og einn handa krökkum. Súpan var alltaf gerð úr vatni og möluðu bankabyggi. Síðasta máltíðin var um kl. 5 til 6 á kvöldin. Þá var flóuð mjólk með káli eins og á morgnana. Rúgbrauð sást aldrei nema í veislum og flatkökur voru hafðar á stórhátíðunum þremur, einnig á sumardaginn fyrsta, á réttardaginn á haustin og einu sinni á dag allan túnasláttinn en hann stóð að jafnaði hálfan mánuð í venjulegu tíðarfari. Á vorin var oft hart í ári og fólkið vanalega tekið að verða guggið í útliti þegar fram á leið. Þá voru kýrnar farnar að fornbærast svo að mjólkurmáltíðinni með kálinu á morgnana varð að sleppa. Þess í stað var gerður þykkur bankabyggsgrautur með mjólk. Miðdegismatur var þá enginn en flóuð mjólk með káli á kvöldin. En svo bar það við að hafður var harðfiskur eða harðir þorskhausar og söl og bræðingur í staðinn fyrir bankabyggsgrautinn á morgnana. Ýmsir sem fluttust burtu úr hreppunum komust svo að orði hver við annan er þeir minntust fyrri æfi sinnar, &bdquo;Manstu eftir Hreppasultinum á vorin?&ldquo;.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Okkur sem nú lifum þætti þetta víst fábrotinn matseðill og þar að auki teldist hann nú vart mikil undirstaða. Kaloríurnar voru ekki margar og fólk gerði ekki betur en að halda í sér lífinu. Samt var það nú svo að fólk vann langan vinnudag enda vökulögin og vinnulöggjöf öll í órafjarlægð í tíma og rúmi. Gildi matarins var á þessari tíð vegið eftir fitunni &ndash; þeirri orkuríku fæðu sem fólk sóttist eftir. Ekki fyrir löngu sagði fullorðin kona af Suðurlandi mér að jólamaturinn hennar í bernsku hefði verið bringukollskjötsúpa. Þeir feitu bitar sem nú eru lítils metnir voru þá hafðir í hátíðarréttinn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú er öldin önnur hvað matinn snertir. Gnægð matar og góðra rétta og innihald þeirra bæði skilgreint og tilgreint, ekki aðeins hvort það er nú kjöt eða fiskur heldur hversu mikið af hinum og þessum efnum er í hverjum bitanum. Síðan fer hver maður í sína töflu og skoðar hvað hann má borða og hve mikið af hverju til að halda línunum eða hvað er bannað að borða ef hann á að framfylgja heilræðum læknavísindanna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við Íslendingar höfum það gott &ndash; ekki síst hvað matinn varðar og enginn líður sult. Vandamálið er fremur offita sem okkur er tjáð að stafi ekki hvað síst af óæskilegu innihaldi þess matar sem við neytum. Við Íslendingar eigum líka vísindafólk á heimsmælikvarða sem rannsakar og metur fæðuna og leggur sinn skerf að mörkum til þess að við getum við stært okkur af bæði hollum og hreinum matvælum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fyrst á annað borð ég fór að minnast á þann mat sem áður var borðaður hér á landi er það einnig næsta víst að sú fæða sem nú er á boðstólum getur á margan hátt verið varasamari en áður var, með öllum þeim íblöndunarefnum sem nú tíðkast ásamt fjölmörgum viðbótarefnum sem á einn eða annan máta hafa sest í fæðuna og koma frá nútímasamfélaginu. Það er krafa okkar að þessum efnum séu gerð skil og fólk upplýst um þau. Sú ráðstefna sem hér er haldin á vegum Matís er einmitt liður í því að upplýsa hvað verið er að gera á þessum vettvangi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Hlutafélagið Matís ohf. tók til starfa 1. janúar á þessu ári. Þar sameinuðust þrjár ríkisstofnanir sem unnið höfðu að matvælarannsóknum og þróun í tengslum við matvælaiðnað. Þetta voru Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar. Matís er því í senn nýtt og gamalt fyrirtæki. Nýtt hvað skipulag og uppbyggingu varðar en byggir um leið á áralöngu rannsóknastarfi og þekkingu.</span></p> <p><span>Þetta starf krefst vel menntaðs fólks og hefur Matís nú þegar náð að byggja upp öflugt samstarf við háskóla landsins og í sameiningu er verið að mennta nýja sérfræðinga sem eiga eftir að gegna lykilhlutverki í matvælarannsóknum og nýsköpun. Þannig mun Ísland ná að halda sterkri stöðu sinni á alþjóðamörkuðum í framtíðinni.</span></p> <p><span>Það er afar mikilvægt að á Íslandi starfi öflugt fyrirtæki á sviði matvælarannsókna, sem er í stakk búið til að takast á við auknar kröfur um öryggi og heilnæmi og er um leið í forystuhlutverki við að styðja við og ýta undir nýsköpun í matvælaframleiðslu landsmanna. Það var von okkar með stofnun fyrirtækisins að það gæti orðið öflugt bakland innlendrar matvælaframleiðslu og tryggt aðgengi afurða okkar að verðmætustu matvælamörkuðum heims. Matís vinnur jafnframt markvisst að því að byggja upp öfluga starfsemi víðs vegar um landið um leið og gengið er til samstarfs við innlenda og erlenda háskóla og rannsóknastofnanir. Það hefur því mikið gerst á þessum tíu mánuðum sem Matís hefur starfað og lofar góðu um framhaldið.</span></p> <p><span>Það er mjög ánægjulegt að hafa orðið vitni að þeim þrótti og athafnagleði sem einkennt hefur starfsemina frá fyrsta degi. Ekki svo að skilja að það hafi á nokkurn hátt komið á óvart. Síður en svo. Vitað var að þarna væri saman komið dugmikið fólk með yfirburða þekkingu á sínu sviði og því voru auðvitað bundnar miklar vonir við afraksturinn. Þær væntingar hafa ekki brugðist. Hvert verkefnið á fætur öðru hefur líka skilað áhugaverðum niðurstöðum sem oft og tíðum vekja athygli.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ef ég tek fáein dæmi:</span></p> <ul> <li><span>Þá var fyrir skemmstu greint frá því að starfsmönnum Matís hefði tekist að rækta áður óþekktar hverabakteríur sem kunna að geyma áhugaverð ensím.</span></li> </ul> <p><span>&nbsp;</span></p> <ul> <li><span>Hvannalömb úr Dölunum vöktu mikla lukku í haust. Þar var bæði bragðgóð og athyglisverð nýjung á ferð sem vonandi verður til þess að bændur láti reyna á fleiri nýstárlegar hugmyndir og tilraunir í búskapnum.</span></li> </ul> <p><span>&nbsp;</span></p> <ul> <li><span>Ýsa var það heillin segir í nýrri skýrslu Matís þar sem birt er samantekt á þeim upplýsingum sem fyrir liggja um neyslu Íslendinga á hinum ýmsu fisktegundum. Þar kemur m.a. fram að Íslendingar snæða ýsu öðrum fiskum fremur og kemur það sennilega fæstum á óvart. Þessi upplýsingar eru unnar úr viðhorfs- og neyslukönnun AVS verkefnisins &bdquo;<em>Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða</em>&ldquo; sem gerð var í fyrra og vakti mikla athygli. Þar svöruðu rúmlega 2000 manns spurningum um fiskneyslu sína og viðhorf.</span></li> </ul> <p><span>&nbsp;</span></p> <ul> <li><span>Þá er vert að nefna afar mikilvægan þátt í starfseminni &ndash; <em>vöktun lífríkis sjávar</em>. Rannsóknin sem er viðvarandi og niðurstöður kynntar árlega, skiptir meðal annars miklu máli fyrir sölu á íslensku sjávarfangi á erlendum mörkuðum þar sem hægt er að sýna fram á að veiðar fari fram í ómenguðu umhverfi.</span></li> </ul> <p><span>&nbsp;</span></p> <ul> <li><span>Og ætli nýjasta dæmið um athyglisverð verkefni sem unnin eru hjá Matís sé ekki um íslenska grænmetið sem er yfirleitt ferskara og betra en það innflutta og fjallað var um í gær og morgun í fjölmiðlum.</span></li> </ul> <p><span>&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Krafturinn var vissulega til staðar hjá einingunum sem runnu saman í Matís en þar hefur honum verið fundinn nýr farvegur svo eftir er tekið. Fyrirtækið ber líka víða niður. Sé litið til erindanna hér á eftir og þess sem kynnt er í básunum frammi er augljóst að fjölbreytt viðfangsefni og hagnýtar rannsóknir eru ær og kýr Matís.</span></p> <p><span>Matarmenning er virkilega spennandi liður í dagskrá ráðstefnunnar og er óhætt að segja að á Íslandi sé margt óunnið á þeim vettvangi. Þar dettur mér til dæmis í hug að efla megi ferðaþjónustu á þessu sviði með áherslu á sérstöðu viðkomandi svæða. Það er einnig mjög áhugavert að sjá að Listaháskóli Íslands skuli taka þátt í ráðstefnunni. Matarhönnun er nýtt hugtak og verður gaman að fylgjast með hvernig hönnuðirnir eiga eftir að setja enn frekar mark sitt á vöruþróun og nýsköpun í íslenskum matvælaiðnaði en dæmi um mjög áhugaverðar hugmyndir má sjá í básunum hér frammi.</span></p> <p><span>Fiskeldi stendur undir æ stærri hluta af neyslu sjávarfangs í heiminum og vex hlutur þess býsna hratt. Í þorskeldinum er því væntanlega fólginn mjög mikilvægur vaxtarbroddur sem við verðum að nýta og þróa. Unnið er að mikilvægum verkefnum í þorskeldi í samvinnu við fyrirtæki og erlendar og innlendar stofnanir og háskóla. Þar koma Vestfirðir sterkir inn. Þarna er verið að leggja grunninn að þorskeldi á Íslandi og nauðsynlegt að vandað sé til verka með þátttöku allra helstu sérfræðinga landsins.</span></p> <p><span>Líftæknin er hugtak sem lengi hefur verið í loftinu sem töfraorð til að skapa mikil verðmæti í sjávarútvegi, landbúnaði og víðar. Það hefur ekki allt gengið eftir sem að var stefnt í þeim efnum, en aftur á móti er mikil gróska hjá Matís á þessu sviði ásamt erfðatækni. Mikið af vel menntuðu fólki starfar hjá Matís og er líklegt að fyrirtækið&nbsp;eigi eftir að vera leiðandi á Íslandi á þessum vettvangi. Prokaria líf- og erfðatæknisvið Matís hefur nú þegar komið allmörgum afurðum á markað og reglulega bætast nýjar vörur við úrvalið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu gestir.</span></p> <p><span>Eins og sjá má kennir ýmissa grasa á ráðstefnunni og til dæmis er spurt; Veistu hvaðan maturinn þinn kemur? Eflaust telja margir sig vita svarið &ndash; og þó. Við flest vitum að mjólkin kemur úr kúnni, kjötið af kindinni og fleiri skepnum og grænmetið úr görðunum &ndash; eða hvað? Fljótlega rekur okkur í vörðurnar. Fyrir nokkrum vikum fór ég í kynnisferð með Félagi garðyrkjubænda um Suðurland og leit á starfsemi þeirra &ndash; sá hvernig lítil gró breyttust í sveppi og hvaða næringu þeir þurftu; hvernig gúrkan óx upp af vikrinum einum eða steinullinni &ndash; bara með því að fá sérstakan vökva sem drýpur niður í rótina. Hver þessi efni voru er mér að meira og minna leyti ókunnugt um. Hvað éta þau dýr sem við borðum kjötið af, hvaðan kemur fiskurinn og hvað er þetta allt saman. Svo nærri okkur er maturinn og svo sjálfsagður er hann að við erum hætt að velta svona grundvallarspurningum fyrir okkur. Í upplýstu samfélagi ætti það þó að vera skylda hvers manns að vita eitthvað um þetta og annað sem að fæðunni snýr. Þar kemur til kasta Matís.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Erindin hér á eftir eiga það öll sameiginlegt að snerta okkar daglega líf á einn eða annan hátt og kynningarnar í básunum eru forvitnilegar í meira lagi. Megi þetta allt verða okkur bæði til gagns og ekki síður gamans. Ég segi Haustráðstefnu Matís setta.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2007-11-09 00:00:0009. nóvember 2007Ávarp ráðherra á aðalfundi Félags hrossabænda 9. nóvember

<p><span></span></p> <p>Ágætu hrossabændur.</p> <p>Mér er það mikil ánægja að fá tækifæri til að ávarpa ykkur hér á aðalfundi Félags hrossabænda. <span>Ég þykist vita að við öll sem hér erum saman komin deilum þeirri skoðun sem mörg okkar líta raunar á sem staðreynd, að íslenski hesturinn sé einstakur í sinni röð og í margháttaðri starfsemi með hann búi fjölþættir möguleikar.</span></p> <p>Á nýliðnu sumri sótti ég mér til stóránægju og mikils fróðleiks glæsilegt heimsmeistaramót á íslenskum hestum sem fram fór í Oirschot í Hollandi. Heimsmeistaramótin eru ásamt með landsmótunum orðnar glæsilegar fagsýningar en um leið hörku keppni með miklum styrkleika og jafnframt vinasamkoma allra unnenda íslenska hestsins hvaðanæva úr heiminum. Það er okkur Íslendingum afar kærkomið, hvernig sem á það er litið, að fólk erlendis frá nái að deila íslenska hestinum með okkur.</p> <p><span>Íslenski hesturinn hefur nú verið kynbættur með markvissum hætti í um hundrað ár og hefur sóknarþunginn í kynbótastarfinu verið aukinn jafnt og þétt og höfum við Íslendingar fært okkur nýjustu þekkingu í kynbótafræði í nyt í því starfi. Auk upplýsingatækninnar og þekkingar í lífeðlisfræði með DNA-greiningum og slíku. Mest áberandi birtingarmynd hagnýtingar upplýsingatækninnar er World-Fengur sem er framúrakarandi tæki og er raunar einstakt í heimi búfjárræktarinnar að slíkt fjölþjóðlegt kerfi sé til um eitt búfjárkyn. Árangurinn er sá að íslenski hesturinn er nú í dag kunnur í alþjóðlega hestaheiminum sem frábær sporthestur en jafnframt hefur tekist að viðhalda því eðli í kyninu að hann er um leið fjölskylduhestur og reiðhestur fyrir allan almenning. Íslenski hesturinn getur raunar komið fram í ólíkum hlutverkum allt eftir því hvernig hann er til hafður.</span></p> <p><span>Þið eruð fulltrúar þeirrar búgreinar sem tekist hefur á hendur að rækta íslenska hestinn með sífellt meiri gæði að leiðarljósi. Afrekshross og afburða fagmennska er það sem dregur vagninn en hinu megum heldur ekki gleyma að það er almenn áhugamennska í hestamennsku sem skapar grasrótina. Þessi herskari fólks sem vill og kann að njóta hestsins sem vinar og félaga í almennum útreiðum og ferðalögum eða að hafa almennt sálufélag við hestinn án þess að ætla sér beinlínis annað en bara að njóta.</span></p> <p><span>Nú nýverið féll frá gamall skagfirskur bóndi sem ég veit að flest ykkar hafið kannast við og jafnvel þekkt, hann hét Björn Runólfsson kenndur við bæ sinn Hofsstaði í Viðvíkursveit. Hann var löngum ekki kallaður annað en Bjössi á Hofsstöðum og undir því kenninafni reikna ég með að flest ykkar þekki hann en Bjössi sagði eitt sinn í blaðaviðtali að <em>Lífshamingja manns markaðist af því að hve miklu leyti menn segðu JÁ VIÐ LÍFINU!</em></span></p> <p><span>Í þessu er fólgin djúp speki, sá einstaklingur sem segir já við lífinu, hann vill lifa lífinu lifandi og þá ekki bara um stutta stund heldur lengi og til að svo megi verða er ekki nóg bara að grípa til og neyta heldur líka að leggja til og auðga. Það eru fá viðfangsefni betur til þessa fallin en einmitt hestamennskan. Að byggja upp hest er einmitt dæmi um slíka lífsjátningu og ekki síður hrossaræktin. Með því að takast á við hestamennsku og hrossarækt segir fólk svo sannarlega já við lífinu. Það tekst á við skapandi starf með erfiðu og agandi viðfangsefni, það auðgar lífið og kennir mönnum að takast á við mótlæti með æðruleysi og sigra með stillingu. Þannig auðgar hestmennskan mannlífið og gerir það betra.</span></p> <p><span>Ágætu tilheyrendur ekki ætla ég hér að þreyta ykkur með löngum ræðuhöldum en vil minna á að hrossaræktin og hestamennskan er órjúfandi þáttur íslenskrar þjóðmenningar og íslensks landbúnaðar.</span></p> <p><span>Síðustu tvo áratugina eða svo hefur átt sér stað hrein framfarabylting í íslenskri hrossarækt og hestamennsku. Grunnurinn var lagður þar á undan með eljustarfi ár eftir ár og áratug eftir áratug. Enn má þó betur gera. Íslensk stjórnvöld hafa með vaxandi þunga gefið þessu starfi gaum en hinu megum við ekki gleyma að hið opinbera hefur stutt hrossaræktina með framlögum frá upphafi í gegnum búfjárræktarstyrki og framlög til leiðbeiningaþjónustu. Þannig ber að vinna; leggja grunninn traustlega og líta langt fram um veg en reikna ekki endilega með að öll daglaun verði heimt strax að kvöldi. Þetta veit ég að mörg ykkar skiljið sem lagt hafið ómælt fé og erfiði í uppbyggingu eigin ræktunar og starfsemi innan hrossageirans.</span></p> <p><span>Opinberir styrkir til hrossaræktarinnar hafa þó verið mikið minni en til annarra greina landbúnaðarins og það hygg ég að hafi verið gæfusamt fyrir greinina auk þess sem frjálst framtak og markaðslausnir hafa alltaf verið viðhafðar. Það hefur sem sagt náð að dafna frjáls framtaksandi í greininni. Ég vil í störfum mínum sem ráðherra stuðla að því að vegur íslenska hestsins verði meiri en nokkru sinni í krafti þessa anda. Besta leiðin til þess er að þið sem hestinum unnið og kunnið með hann að fara fáið sem mest svigrúm og tækifæri til að sinna verkum ykkar og þær aðstæður vil ég taka þátt í að skapa.</span></p> <p><span>Lifið heil og þakkir fyrir áheyrnina og megi fundarstörf ykkar hér í dag ganga sem best.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2007-11-09 00:00:0009. nóvember 2007Fundur með starfsmönnum Landbúnaðarstofnunar föstudaginn 9. nóvember

<p></p> <p align="center"><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil byrja á að þakka fyrir að fá tækifæri til að ávarpa starfsfólk Landbúnaðarstofnunar og fara yfir eitt og annað er að starfsemi stofnunarinnar lítur og snertir ykkur þar af leiðandi mjög. Sameinað ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðar og stofnanir þess standa nú frammi fyrir miklum áskorunum og þar mun mikið mæða á Landbúnaðarstofnun og starfsfólki hennar. Það má fullyrða að bæði ráðuneytið og stofnunin standi á tímamótum. Ég vísa hér m.a. til þess að Sameiginlega EES nefndin hefur samþykkt nokkrar ákvarðanir sem varða breytingu á undanþágu sem Ísland hefur haft frá I viðauka við EES samninginn og um leið tekur Ísland yfir nýja og verulega endurskoðaða löggjöf ESB um matvæli og fóður. Jafnframt mun Ísland fá formlega aðild að Matvælaöryggisstofnun Evrópu.</span></p> <p><span>Á sama tíma er unnið að endurskipulagningu ráðuneytisins og þá hefur á Alþingi verið lagt fram frumvarp til laga þar sem lagt er til að Landbúnaðarstofnun verði að matvælastofnun eða matvælaeftirliti og fái þá ný verkefni með sameiningu stofnunarinnar og matvælasviða Fiskistofu og Umhverfisstofnunar.</span></p> <p><span>Það má án efa fullyrða að fáar stofnanir Stjórnarráðsins horfi í dag til jafn umfangsmikilla og ögrandi breytinga og þeirra sem blasa við Matvælaeftirlitinu og ráðuneytinu á næstu mánuðum og árum. Ef til vill þarf í samanburði að hverfa til baka til þeirrar vinnu sem blasti við íslenskri stjórnsýslu í aðdraganda aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) fyrir rúmum áratug síðan. Þau verkefni sem nú liggja fyrir eru:</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Byggja upp Matvælaeftirlitið, ákvarða innra stjórnskipulag þess, taka ákvörðun um staðsetningu starfsstöðva og þar með starfsfólks, auk þess að móta stefnu í störfum.</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Ganga frá tillögum að nauðsynlegum lagabreytingum vegna breytinga á EES-samningnum.</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Endurskoða íslenska matvælalöggjöf í samræmi við EES-skuldbindingar.</span></p> <p><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Skipuleggja matvælaeftirlitið í landinu þannig að framkvæmd þess uppfylli þær kröfur sem gerðar eru með lögum og reglum.</span></p> <p><span>Af framansögðu er ljóst að verkefnin eru mörg og þó svo við fáum vissan aðlögunartíma, á sumum verkefnum að vera lokið á fyrri hluta næsta árs. Auk þess er gert ráð fyrir að Matvælaeftirlitið hefji störf þegar um næstu áramót. Ég vil því nota tækifærið og þakka Landbúnaðarstofnun fyrir að hafa tekið frumkvæði, í góðu samstarfi við matvælasvið Fiskistofu og Umhverfisstofnunar, að því að hefja nú þegar undirbúning að starfsemi Matvælaeftirlitsins.</span></p> <p><span>Það er stefna ráðuneytisins að Matvælaeftirlitið verði leiðandi stofnun í neytendavernd á Íslandi. Örugg matvæli á borð neytenda, fræðsla um samsetningu matvæla, geymsluþol og annað sem varðar hagsmuni neytenda eru þar lykilatriði. Til að þessum markmiðum verði náð þarf að hafa öflugt eftirlit með frumframleiðsu matvæla og á það bæði við um landbúnaðarframleiðslu og framleiðslu sjávarafurða. Í fæðukeðjunni þarf rekjanleikinn síðan að vera til staðar allt frá frumframleiðslu og til fullbúinnar vöru. Ábyrgð matvælaframleiðenda er því einnig mikil.</span></p> <p><span>Heilbrigði og velferð búfjár ásamt merkingum þess, eftirlit með fóðri og plöntuheilbrigði, allt eru þetta þættir sem verða á verksviði Matvælaeftirlitsins í flókinni fæðukeðju og reyndar eru verkefnin víðtækari, því starfsemin nær einnig til dýraheilbrigðis, dýravelferðar, plöntuheilbrigðis og annarra verkefna stofnunarinnar, sem ekki tengjast beint matvælaframleiðslu eða dreifingu matvæla. Matvælaöryggið er þó sá samnefnari sem tengir flest verkefni Matvælaeftirlitsins og fullyrða má að það eru ekki margir starfsmenn hér sem ekki koma að þeim málum með einum eða öðrum hætti.</span></p> <p><span>Það er rétt að draga fram hér að auk Matvælaeftirlitsins er gert ráð fyrir að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga (HES) gegni eftir sem áður mikilvægu hlutverki í matvælaeftirliti og neytendavernd. Hins vegar mun Matvælaeftirlitið taka yfir hlutverk Umhverfisstofnunar við yfirumsjón með starfi HES og í því felst fræðslu- og leiðbeiningahlutverk, ásamt samstarfi um eftirlitsverkefni, svo nokkuð sé nefnt. Reynslan af endurskipulögðu starfi hjá ríkinu vegna matvælalöggjafar og matvælaeftirlits verður síðan að leiða í ljós hvort enn frekari samræming á störfum ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði mun eiga sér stað. Engar ákvarðanir í þá veru liggja nú fyrir.</span></p> <p><span>Annað mál sem varðar verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga hefur ítrekað komið upp á yfirborðið og er það framkvæmd búfjáreftirlits, en þar sinnir Landbúnaðarstofnun nokkrum verkefnum í dag. Bein eftirlitsframkvæmd er þó á vegum sveitarfélaganna og hafa komið fram tillögur um breytingu á því fyrirkomulagi. Þetta mun ráðuneytið taka til frekari skoðunar.</span></p> <p><span>Mér er einnig kunnugt um að starfsfólk Landbúnaðarstofnunar hefði kosið að breyting á skipan dýraverndarmála hefði orðið meiri en fram kemur í frumvarpi því sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Hér erum við komin að mikilvægum störfum dýralækna hjá Landbúnaðarstofnun, sem sinna fjölmörgum verkefnum vegna heilbrigðis og velferðar dýra. Frumvarpið gerir ráð fyrir að reglur um flutning og aflífun búfjár verði undir stjórn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og er vissum áfanga þar með náð, en frekari umræða um skipan dýravernar bíður þess að skipuð verði nefnd til að fjalla um málið. Því er ekki tímabært að segja frekar til um hvort, hvenær eða hvers eðlis slíkar breytingar gætu orðið. Ég vil hins vegar hvetja Landbúnaðarstofnun til að setja saman álitsgerð eða minnispunkta um þær breytingar sem stofnunin vill sjá og færa rök fyrir þeim.</span></p> <p><span>Breytingar eru oft til góðs, en stundum gerast þær með miklum hraða og þá veltur það á samstilltu átaki okkar hvernig til tekst. Í tilfelli Landbúnaðarstofnunar og ykkar sem starfsmanna hafa orðið miklar breytingar á fáum árum og nú liggur fyrir að þeim er ekki lokið. Ég lagði á það áherslu að við endurskipan matvælamála yrði Landbúnaðarstofnun sá hornsteinn sem byggt yrði á. Stofnunin á, í samstarfi við nýjar starfseiningar og einnig starfsfólk ráðuneytisins, að hafa alla burði til að takast á við fyrirliggjandi verkefni. Þó svo stofnunin fái nú nýtt heiti er ætlunin að byggja á þeim grunni sem fyrir er, en að sjálfsögðu með því að aðlaga starfsemina að nýjum verkefnum.</span></p> <p><span>Eitt af því sem fyrir liggur er skoðun á innra stjórnskipulagi, sem ég vænti að allir taki þátt í með opnum huga. Jafnframt þarf að skoða starfsemi umdæmisskrifstofa stofnunarinnar, m.a. vegna nýrra verkefna við rekstur Landamærastöðva, sem tengjast innflutningi sjávarafurða og búfjárafurða frá þriðju ríkjum. Reyndar er &ldquo;Matvælaeftirlitinu&rdquo; ætlað að fara með allt inn- og útflutningseftirlit með matvælum, óháð því hvort vörurnar fara um Landamærastöðvar eða ekki. Að þessum þáttum þarf sérstaklega að huga og þá í samhengi við eftirlit með innflutningi og útflutningi á lifandi dýrum, fóðri, áburði, plöntum og öðrum vörum sem Landabúnaðarstofnun fer með nú þegar.</span></p> <p><span>Til viðbótar þeim verkefnum sem ég hef þegar nefnt mun ég ætla mér tíma til að skoða hvort einhver breyting verður gerð á skipan þeirra stjórnsýsluverkefna sem Landbúnaðarstofnun tók við á sínum tíma frá Bændasamtökum Íslands. Að líkindum get ég leitað ráða í því samhengi hjá nýráðnum ráðuneytisstjóra, sem ég veit að mörg ykkar þekkja, og vil ég um leið nota tækifærið til að bera ykkur kveðju frá honum. Með þessu vil ég þakka ykkur fyrir áheyrnina og óska ykkur góðs gengis og góðrar skemmtunar þegar líður að kvöldi og þeirri hátíð sem þá verður haldin. <span>&nbsp;</span></span></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2007-10-25 00:00:0025. október 2007Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna, 25. október 2007

<p align="center"><span>Ræða Einars Kristins Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></p> <p align="center"><span>á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna</span></p> <p align="center"><span>á Hilton Reykjavík Nordica hóteli 25. okt. 2007</span></p> <p><span>Ágætu útvegsmenn.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Það er eftirtektarvert hve íslensk tunga geymir mörg orð og orðtök sem snerta sjómennsku og veðurfar og nota má til að lýsa þeim erfiðleikum sem nú er við að etja. Ef til vill er það þó ekki svo sérkennilegt. Við vitum að sjórinn hefur oft verið erfiður til sóknar, það er aldrei á vísan að róa, svipull getur sjávaraflinn verið og sjaldan er ein báran stök. Svo getum við bætt við að skjótt geta skipast veður í lofti.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hvert<span>&nbsp;</span> og eitt þessara orðtaka eða þau öll saman má hæglega nota bæði til að lýsa þeim aðstæðum sem við stöndum nú frammi fyrir í sjávarútveginum og til að bregða upp mynd af því sem gerst hefur frá því við hittumst fyrir um ári síðan á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hér er ég auðvitað sérstaklega að vísa til þeirra erfiðleika sem við glímum við vegna minnkandi aflaheimilda í þorskinum - okkar lang mikilvægustu nytjategund.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En jafnframt er ég að vísa til þess óviðunandi ástands sem skapast af geysisterkri og óþolandi stöðu íslensku krónunnar sem hefur valdið íslenskum sjávarútvegi og öðrum útflutningsgreinum búsifjum á þessu ári. Er mér nær að halda að erfiðleikar vegna hinnar sterku stöðu gjaldmiðilsins séu síst minni og ef til vill meiri en þeir sem stafa af niðurskurði aflaheimilda í þorski og er ég þá ekki á nokkurn hátt að gera lítið úr því. Hvað þetta snertir stendur sjávarútvegurinn því núna frammi fyrir því að takast á við óvenjulegan og mikinn vanda.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En fyrst vil ég víkja að aflaákvörðuninni sem kom til framkvæmda við síðustu fiskveiðiáramót. Ég hygg að okkur öllum hafi verið svipað farið síðasta sjómannadag þegar við höfðum meðtekið þær tillögur sem fyrir lágu frá Hafrannsóknastofnuninni um minnkun þorskafla fyrir næsta fiskveiðiár. Óneitanlega brá öllum við. Tillögurnar kváðu á um þriðjungs niðurskurð aflaheimilda í þorski frá því sem áður hafði verið. Sannarlega gátu menn þó sagt sér sjálfir að ráðleggingar Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir núverandi fiskveiðiár myndu fela í sér einhverjar tillögur um niðurskurð frá því sem verið hafði.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er nauðsynlegt að setja þessa hluti í tiltekið samhengi. Í fyrra kom fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar mjög ákeðin viðvörun sem þó var ekki sett fram í eiginlegu tillöguformi. Þar var hins vegar dregin upp sú mynd að nauðsynlegt væri að setja sér skýr markmið við endurreisn þorskstofnsins og draga umtalsvert úr afla næstu ára til að hrygningarstofninn yxi í þá stærð sem gefur langtíma hámarksafrakstur, sem er 350 til 400 þúsund tonn. Í skýrslu stofnunarinnar var bent á mismunandi leiðir til að ná þessu markmiði. Til dæmis var nefnt að veiðihlutfall í þorski yrði 16% af veiðistofni fram til ársins 2010 í stað þeirra 25% sem þá var beitt. Það hefði þýtt að aflamark nýliðins fiskveiðiárs hefði verið 160 þúsund tonn en 130 til 150 þúsund tonn næstu fjögur fiskveiðiár þar á eftir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Að mati Hafrannsóknarstofnunarinnar hefði einnig verið mögulegt að ná sama markmiði með því að festa aflamarkið við 150 þúsund tonna hámark allt til ársins 2010.</span> <span>Það er því ljóst að Hafrannsóknastofnunin var með þessu að senda út mjög ákveðin viðvörunarmerki og hvetja stjórnvöld til að taka afstöðu til róttækrar tillögu. Ég leit svo á að við hefðum ekki fullnægjandi forsendur til að taka afstöðu til þess á þessum tíma. Niðurstaðan var því sú, eins og kunnugt er, að aflareglunni var breytt til samræmis við það sem tillögur höfðu verið uppi um og allgóð samstaða um að mínu mati en þó með þeirri veigamiklu undantekningu að veiðihlutfallið var ekki lækkað. Það var sem sagt sem fyrr 25%.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við skulum hafa það í huga að aflareglunefndir hafa gengið út frá því að skynsamlegasta veiðihlutfallið væri á bilinu 18 til 23% en ekki föst 25% eins og verið hefur undanfarin ár. Þegar þorskstofninn væri lítill væri eðlilegt að fara niður með veiðihlutfallið en þegar hann stækkaði væri hægt að hækka veiðihlutfallið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ástæða þess að ég ákvað að hlíta ekki tillögum og ábendingum Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir rúmu ári var sú að ég taldi vanta mjög miklar upplýsingar sem nauðsynlegar væru áður en ákvörðun væri tekin. Hér var ég fyrst og fremst með í huga áhrifin sem breytingar á veiðireglu hefðu á byggðir, útgerðir, útgerðarflokka og þjóðarbúið í heild. Því fól ég Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, eins og kunnugt er, að gera úttekt á þessu máli. Skýrsla Hagfræðistofnunar lá fyrir skömmu á eftir ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar nú í júní sl. og voru þessi tvö plögg grundvöllur þeirra samræðna og samráðs sem ég átti við hagsmunaaðila og vísindamenn víða að nú á síðast liðnu sumri.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>130 þúsund tonna heildarafli eins og tillaga Hafrannsóknastofnunarinnar fól í sér, jafngilti rúmlega 30% niðurskurði þorskveiðiheimilda. Gleymum því ekki að þorskurinn er okkar helsti nytjastofn, sumar útgerðir hafa einbeitt sér að þorskveiðum og vinnslu og heilu byggðarlögin standa og falla með slíkri iðju.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Forsendur tillagnanna fyrir yfirstandandi<span>&nbsp;</span> fiskveiðiár, voru þær að stærð veiðistofns þorsksins væri nú metin nálægt sögulegu lágmarki og hrygningarstofninn aðeins um helmingur þess sem talið er að gæfi hámarksafrakstur. Nýliðun sex síðustu ára hefði sömuleiðis verið slök og meðalþyngd allra aldurshópa í sögulegu lágmarki. Auk þessa væri ljóst að á næstunni kæmu almennt lélegir árgangar inn í veiðina. Þess vegna væri nauðsynlegt að hverfa frá þeirri sveiflujöfnun sem hefði verið í aflareglu okkar og færa aflahlutfallið þegar í stað úr 25% af viðmiðunarstofni og í nú 20%. Jafnframt þessu hefur verið bent á að 10 ára þorskur og eldri er einungis 2% eða ríflega það af fjölda í afla. Það er vitaskuld áhyggjuefni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þess er skemmst að minnast að ég ákvað að fara að þessu sinni með heildarþorskkvótann ofan í 130 þúsund tonn.</span> <span>Um það eru mjög skiptar skoðanir eins og við vitum. Ég vil leggja á það áherslu að í reynd hafði ég þar val. Það var ekki að mínu mati óhjákvæmilegt að fara þá leið sem ég kaus. Í því sambandi voru uppi allnokkrir kostir sem ég hugleiddi mjög á þeim vikum sem ég tók mér til þess að komast að niðurstöðu varðandi heildaraflann.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vek í fyrsta lagi athygli á því að tillaga Hafrannsóknastofnunarinnar fól í sér 130 þúsund tonna þorskafla. Alþjóðahafrannsóknaráðið talaði um 152 þúsund tonn. Miðað við stærð viðmiðunarstofns, óbreytta aflareglu og óbreytt veiðiálag hefði kvótinn verið 178 þúsund tonn. Með því að nota 30 þúsund tonna sveiflujöfnun, eða þá sveiflujöfnun sem gilt hefur, hefði heildaraflinn verið 162 til 163 þúsund tonn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Til viðbótar við þetta vil ég líka nefna að ef við nýttum núgildandi aflareglu og styddumst við 18% veiðiálag eins og aflareglunefnd hafði lagt til grundvallar sínu starfi þegar um væri að ræða lítinn þorskstofn þá hefði það leitt til 155 þúsund tonna, vegna þeirra sveiflujöfnunar sem byggð er inn í aflaregluna. Ennfremur er nauðsynlegt að hafa í huga að við ráðstöfum 5 til 6 þúsund tonnum árlega til margskonar annarra hluta, t.d. vegna veiðiráðgjafar Hafrannsóknastofnunarinnar, vegna þorskeldiskvóta og ýmissa annarra þátta sem ekki eru taldir með í heildaraflanum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar við veltum þessum kostum fyrir okkur þá þarf líka að hafa hugfast hver Hafrannsóknastofnunin telur að þróunin verði á næstu árum. Það þurfum við að gera af mörgum ástæðum, m.a. þeim að þær upplýsingar verða lagðar til grundvallar veiðiráðgjöf komandi ára. Veiðistofninn nú er talinn vera um 650 þúsund tonn og á næsta ári er hann áætlaður 570 þúsund tonn eða 80 þúsund tonnum minni en nú. Þess vegna eru því allar líkur á því að við þær aðstæður gerði Hafrannsóknastofnunin tillögur um frekari niðurskurð aflaheimilda á næsta ári. Ég tel að slík staða yrði afar dýrkeypt í íslenskum sjávarútvegi. Það skiptir því miklu máli að afstýra slíku ástandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mér er það mætavel ljóst að sá mikli niðurskurður sem við höfum mátt búa við árlega undanfarin ár er mjög farinn að reyna á þolrif íslenskrar útgerðar og þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Frekari niðurskurður og áframhald á þessari þróun myndi því draga mjög úr þreki manna í greininni og gæti stuðlað að mikilli samþjöppun og flótta úr henni. Það var ekki síst þetta atriði sem að ég hafði til hliðsjónar þegar ég var að skoða þessi mál. Að mínu mati komu því tvær leiðir til greina. Annars vegar tillaga Hafrannsóknastofnunarinnar upp á 130 þúsund tonn og hins vegar tillaga sem byggðist á hugmyndum aflareglunefndar frá árinu 2004. Sú leið <span>&nbsp;</span>fól <span>&nbsp;</span>í sér 18% veiðihlutfall vegna stöðu þorskstofnsins, sem með sveiflujöfnun hefði þýtt 155 þúsund tonn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar ég fór í saumana á þessu reyndi ég eftir því sem unnt var að setja mér tiltekin markmið sem ég vildi hafa að leiðarljósi. Í fyrsta lagi vildi ég auðvitað ganga þannig frá málum að hægt væri að segja með sanni að gætt væri ábyrgðar og varúðar. Í annan stað lagði ég áherslu á að ljúka þessu þannig að ekki þyrfti að skerða afla á næsta ári. Þá lagði ég til grundvallar þá forsendu að líklegt væri að kvótinn gæti aukist í framhaldinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú liggur fyrir, eins og ég hef áður sagt, að Hafrannsóknastofnunin metur veiðistofninn fyrir næsta ár 570 þúsund tonn að óbreyttu. Við vitum þó að þessir hlutir geta breyst. Betri aðstæður í lífríkinu, meira fæðuframboð, og fleira þar fram eftir götunum getur auðvitað stækkað veiðistofninn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er alveg ljóst af þeim gögnum sem við lögðum til grundvallar, bæði frá Hafrannsóknastofnuninni og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, að hagkvæmara væri að minnka kvótann í upphafi og byggja þannig upp. Það liggur líka ljóst fyrir að eftir því sem aflamarkið væri sett hærra ykist áhættan gagnvart þorskstofninum og jafnframt að slíkt myndi leiða til þess að við fengjum spíraláhrif, þ.e.a.s. að aflinn á næstu árum myndi líklega fara niður en ekki upp. Það var einkanlega þetta atriði sem réði úrslitum í mínum huga. Samandregið má því segja eftirfarandi:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í raun stillti ég því upp tveimur tölum. 130 þúsund tonna afla og 155 þúsund tonna afla. Hærri talan hefði leitt til þess að afli hefði að öllum líkindum minnkað aftur á fiskveiðiárinu 2008 til 2009 og kannski ennþá lengur. Það taldi ég óviðunandi fyrir íslenskan sjávarútveg og óttaðist að slíkt gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Alvarlegri heldur en þær að fara nú niður í 130 þúsund tonn. Þótt sú ákvörðun hafi ekki verið auðveld, þá varð niðurstaðan því 130 þúsund tonna þorskkvóti. Jafnframt þessu felur ákvörðunin í sér að sett er inn 20% aflaregla á næsta ári með sveiflujöfnun eins og aflareglunefnd hefur unnið útfrá og gólfi sem gildir fyrir það fiskveiðiár. Það þýðir að hvað sem öðru líður þá verður aflakvótinn á fiskveiðiárinu 2008 til 2009 ekki undir 130 þúsund tonnum. &ndash; Og þykir víst sannast engum sem hér situr það nokkur ofrausn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir útvegsmenn</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég taldi ástæðu til þess að fara mjög rækilega yfir hvernig niðurstaða mín var fundin nú í sumar. Ég veit að þið gerið ykkur ljóst að þessi ákvörðun var ekki auðveld. Hún er sannarlega umdeild og fyrstur manna skal ég líka viðurkenna - umdeilanleg. Í mínum huga vógu einfaldlega þau rök þyngra að skynsamlegra væri að fara í 130 þúsund tonn en einhverja millileið og hef ég nú gert grein fyrir þeim málsástæðum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á aðalfundi LÍÚ í fyrra vakti ég athygli á því að það væru miklar efasemdir um að tímabundnar fórnir í niðurskurði þorskveiðiheimilda myndu skila sér í viðreisn þorskstofnsins. Þess vegna hvatti ég til víðtækrar umræðu um fiskveiðiráðgjöfina og forsendur hennar <span>&nbsp;</span>á komandi ári. Því miður hafa þær umræður og viðræður ekki leitt til neinnar einnar niðurstöðu og kannski ekki við því að búast. Þetta eru svo flókin mál, álitamálin mörg <span>&nbsp;</span>og miklir hagsmunir í húfi að erfitt er að ímynda sér að menn nái fullkomlega saman.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þó vil ég segja eitt. Íslenskir útvegsmenn og samtök þeirra <span>&nbsp;</span>nálgast þessi mál af fullkominni ábyrgð og varfærni. Ég tel að Landssamband íslenskra útvegsmanna hafi t.d. sýnt það á undanförnum árum að það sé í fararbroddi bæði hvað snertir þorsknýtingu og nýtingu annarra nytjastofna innan og utan lögsögunnar. Er skemmst að minnast afstöðu samtakanna til nýlegrar ákvörðunar varðandi kolmunnaaflann. Enda stendur það auðvitað engum nær en þeim sem hafa atvinnu sína og alla hagsmuni af því að ganga vel um auðlindina, að hafa einmitt forystu um að nýta hana með ábyrgum hætti. Sjómenn og útvegsmenn eru í þeim hópi. Það eru mismunandi skoðanir á stærð fiskistofnanna, en ég fullyrði að almennt eru í ykkar hópi og meðal sjómanna þau viðhorf uppi að ganga beri vel og af ábyrgð um íslensku sjávarauðlindina. Ég mótmæli því harðlega öllum þeim sem reyna að halda öðru fram.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við höfum nú þegar séð afleiðingar hins mikla aflasamdráttar en þó einungis að nokkru leiti. Mér er það ljóst að sjávarútvegurinn fer nú <span>&nbsp;</span>skjótar í ýmsar hagræðingaraðgerðir en ella hefði verið. Sumt af því sem menn hafa gert og munu gera hefði örugglega komið til framkvæmda fyrr en síðar. Einfaldlega vegna þess að rekstrarleg rök hníga að því. Minni tekjur nú gera það hins vegar að verkum að gengið er hraðar til verks. Það er því ljóst að framundan er enn meiri hagræðing innan sjávarútvegsins og sem getur orðið sársaukafull en mun líka gera það að verkum að greinin verður öflugri þegar fram í sækir. Þannig þarf íslenskur sjávarútvegur líka að vera. Við vitum að greinin <span>&nbsp;</span>hefur verið og er í harðri samkeppni erlendis. Það sem er nýtt nú, er að sjávarútvegurinn stendur einnig í harðari samkeppni hér innanlands en nokkru sinni áður. Varðar þetta bæði samkeppni um fólk og fjármagn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Áður og fyrr hafði sjávarútvegurinn mjög mikla samkeppnis yfirburði gagnvart flestum atvinnugreinum í landinu. Jafnvel þótt greinin hafi oft búið við óhagstætt gengi og rekstrarskilyrði sem ekki voru boðleg. Afl greinarinnar var hins vegar slíkt að það skilaði sér í miklum yfirburðum hennar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hversu oft heyrðum við t.d. ekki talsmenn iðnaðarins kvarta undan því að gengi íslensku krónunnar miðaðist við hagsmuni sjávarútvegsins sem gæti búið við hærra og óhagstæðara gengi en iðnaðurinn og slíkt hefði síðan haft neikvæð áhrif fyrir iðnaðaruppbygginguna hér á landi. Þetta var vel að merkja á sínum tíma meginréttlæting þess að leggja á auðlindagjald, þótt þau falsrök heyrist ekki lengur; sem betur fer.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú hafa hins vegar skotið og skjóta rótum, atvinnugreinar sem hafa til að bera mikla framleiðni á öllum sviðum og geta þess vegna staðið sjávarútveginum á sporði og kannski rúmlega það. Þess vegna þarf sjávarútvegurinn nú á öllu sínu að halda til þess að bregðast við, ella verður hann undir í samkeppni hér innanlands um fólk og fé.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við verðum, ekki hvað síst við stjórnmálamenn, að sýna þessu máli skilning; og meiri skilning nú en nokkru sinni áður. Því þó að sjávarútvegurinn gegni margþættu hlutverki þá hafa stjórnendurnir auðvitað fyrst og fremst þær skyldur að reka fyrirtæki sín þannig að þau skili viðunandi arði, standist öðrum snúning í samkeppni og geti sem fyrr verið öflugasti bakhjarlinn í framfarasókn þjóðarinnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við vitum að sjávarútvegurinn hefur gengið í gegnum gríðarlega mikla hagræðingu sem hann hefur borið kostnaðinn af sjálfur, ólíkt því sem gerst hefur víða í samkeppnislöndum okkar. Sú þróun, að breyta og laga afkastagetu greinarinnar að afrakstursgetu fiskistofnanna, hefur verið kostnaðarsöm og erfið. En hún hefur líka borið þann ávöxt að sjávarútvegurinn er nú samkeppnisfærari en áður. Við höfum borið okkur<span>&nbsp;</span> saman við annað helsta sjávarútvegslandið við norðanvert Atlantshaf -<span>&nbsp;</span> Noreg - og stöndumst Norðmönnum algjörlega snúning í samkeppninni.<span>&nbsp;</span> Það liggur líka fyrir að sjávarútvegurinn getur staðið undir meiri skuldum en áður. Fyrir tuttugu árum var staðan t.d. mjög erfið þrátt fyrir að aflaheimildir væru meiri en nú og skuldirnar minni. Það lýsir betur en mörg orð, þeim rekstrarlega árangri sem hefur náðst.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það segir einnig sína sögu um þær framfarir sem orðið hafa, til að mynda<span>&nbsp;</span> með betra skipulagi veiðanna, markaðsmála og með örri tækniþróun á öllum sviðum, að sjávarútvegurinn hefur spjarað sig þrátt fyrir minni aflaheimildir. Það liggur líka fyrir að sjávarútvegurinn getur nú staðist sterkari krónu en áður. Þetta segir okkur fyrst og fremst að sú hagræðing sem greinin hefur gengið í gegnum er raunveruleg og hún skilar árangri sem sést m.a. á því að framleiðniaukningin í sjávarútveginum er ekki síðri en í öðrum greinum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Stjórnmálamenn verða rétt eins og aðrir að gera sér grein fyrir því að reka þarf íslenskan sjávarútveg eins og hverja aðra alvöru atvinnugrein og samkvæmt þeim lögmálum sem um slíkt gilda. Hvað sem því líður mun sjávarútvegurinn sem fyrr vera burðarás í atvinnulífinu vítt og breytt um landið á komandi árum. Þess vegna hafa meðal annars verið <span>&nbsp;</span>lagðar aðrar kvaðir á hann eins og við þekkjum. Þar verðum við hins vegar að kunna okkur hóf.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Byggðastefna framtíðarinnar verður að felast í því að breyta samfélagsgerðinni utan höfuðborgarinnar, þannig að unga fólkið okkar sæki þangað fjölbreytta atvinnu, menntun og njóti tækifæranna sem nútímaþjóðfélag býður upp á. Stóraukin framlög okkar til menntunar, fjarskipta, uppbyggingu samgangna, sem menn hafa þó látið sér sæma að úthrópa í tengslum við umræddar mótvægisaðgerðir, eru einmitt tilraun til þess. Tilraun til þess að breikka grundvöll byggðanna og færa sjávarútveginum og öðrum atvinnugreinum á landsbyggðinni nýja möguleika til þess að hagræða og takast á við samkepppni hér innanlands og erlendis.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar ég tók við starfi sjávarútvegsráðherra haustið 2005 lýsti ég því strax yfir að ég hygðist ekki auka aflamarkstilfærslur innan greinarinnar frá því sem gert hafði verið. Nú ættu menn að nema staðar og leyfa atvinnuveginum að fá frið fyrir miklum pólitískum afskiptum. Ég hef staðið við þessa yfirlýsingu. Það er rétt sem útgerðarmenn segja að ég hef hvorki lagt af <span>&nbsp;</span>byggðakvóta né línuívilnun, enda sagði ég það strax í upphafi að það væri ekki ætlunarverk mitt að gera það.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hef hins vegar verið að reyna að breyta lagaumhverfi byggðakvótans, gera hann gagnsærri og skilvirkari og ég tel að reynslan sýni að það væri afar óskynsamlegt að bæta í byggðakvótapottinn. Ég hef hins vegar talið að það væri sanngjarnt að meira jafnræði <span>&nbsp;</span>ríkti með útgerðum sem þurfa að leggja til aflaheimildir í þessar tilfærslur innan sjávarútvegsins. Það verk hefur hins vegar reynst bæði flóknara og torveldara en ég hugði og er því ekki komið lengra en raun ber vitni. Það er hins vegar sanngjarnt að breyta þessu og vonast ég til þess að okkur takist að finna leiðir að því setta marki.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Nú vendi ég kvæði mínu í kross og hverf á vit deilistofna. Snemma á þessu ári náðist samkomulag um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, í fyrsta sinn í hálfan áratug. Við þekkjum vel hvernig fer ef þessi mikilvægi fiskistofn er ofveiddur og lögðum því áherslu á að binda enda á þá vaxandi ofveiði sem stunduð var. Með samningnum ætti að vera tryggt að nýting síldarstofnsins sé sjálfbær og sjávarútvegurinn í þeim löndum sem taka þátt í veiðinni getur nú einbeitt sér að því að skapa eins mikil verðmæti og hægt er með veiðunum, frekar en að vera í kapphlaupi um að veiða sem mest.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við gerð svona samninga hugsa menn jafnan að þeir hefðu viljað að hlutur þeirra af heildinni væri stærri. Síldarsamningurinn er þar engin undantekning. Ég stend þó við það sem ég hef áður sagt um að mikilvægt sé að hafa í gildi samkomulag allra viðkomandi landa til að tryggja viðgang stofnsins og að sigurvegarinn í þessu máli hafi því verið heilbrigð skynsemi. Ástand norsk-íslenska síldarstofnsins er mjög gott um þessar mundir, og það hefði verið synd ef óstjórn hefði orsakað hnignun hans.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Líkt og varðandi síldina er ekki langt síðan samkomulag náðist um stjórn kolmunnaveiða, meðal allra landanna sem taka þátt í þeim veiðum. Stjórnlaus ofveiði á kolmunna hafði viðgengist í allt of langan tíma og því var mikilvægt að koma böndum á veiðarnar. Í því ljósi sættum við Íslendingar okkur við að leyfilegt heildaraflamagn væri sett hærra en vísindamenn ráðlögðu. Enda væri gert ráð fyrir því að draga úr veiðinni í kjölfar samningsins og tryggja sjálfbærar veiðar til lengri tíma. Í dag stöndum við frammi fyrir því að ástand stofnsins er enn verra en við óttuðumst fyrir ári. Því er mikilvægt að draga mun hraðar úr veiðum en gert hafði verið ráð fyrir í samkomulaginu frá því fyrir tveimur árum. Síðastliðinn þriðjudag var ákveðið á fundi strandríkja að veiðar næsta árs verði 597 þúsund tonnum minni en þær voru í ár, eða minnki um tæplega þriðjung. Þrátt fyrir þennan niðurskurð er ljóst að heildarveiðar verða enn um sinn meiri en ráðlegt er og því líklegt að á næstu árum verði áfram niðurskurður í kolmunnaveiðum. Ljóst er að ástandið við stjórn kolmunnaveiðanna hefur stórbatnað undanfarin ár þótt Ísland hefði viljað flýta því ferli enn frekar að veiðarnar yrðu sjálfbærar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er einnig ástæða til að hafa áhyggjur af ástandi karfa á Reykjaneshrygg. Alþjóðleg stjórnun þeirra veiða hefur ekki skilað viðunandi árangri og leggjum við því mikla áherslu á að bæta hana. Vonast er eftir góðu samstarfi við hinar þjóðirnar sem taka þátt í veiðunum, þar sem samhent átak þarf ef vel á að takast til.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í mörg ár hefur Ísland óskað eftir því að verða viðurkennt sem strandríki varðandi makríl, en okkur hefur ekki verið hleypt að samningaborðinu meðal hinna strandríkjanna fram að þessu. Veiðar íslenskra skipa í ár sýna svo ekki verður um villst að það er ekki hægt að ganga framhjá okkur þegar kemur að makrílveiðum og væntum við þess því að hefja viðræður á næstunni um hlut Íslands í þessu sambandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir útvegsmenn.</span></p> <p><span>Gengi íslensku krónunnar hefur sveiflast talsvert mikið frá því við hittumst hér fyrir ári síðan. Í nóvember 2006 var gengisvísitalan um 118. Hún sveiflaðist upp í 130 í upphafi þessa árs og hélst svo að mestu um og yfir 120 þar til fyrri part sumars að gengi krónunnar styrktist verulega og hélst sterkt fram í ágúst. Þá gaf það eftir en því miður hefur íslenska krónan enn og aftur endurheimt nokkuð af sínum fyrri styrk. Þetta er auðvitað óþolandi staða fyrir sjávarútveginn og útflutningsgreinarnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Gengissveiflur eru í sjálfu sér ekki nýjar meðal þjóða og þótt íslenska krónan sé lítill gjaldmiðill þá sjáum við að sveiflurnar eru líka til staðar í öðrum gjaldmiðlum. Bandaríkjadalur hefur til dæmis aldeilis ekki verið laus við sveiflurnar.<span>&nbsp;</span> Sé hann borinn saman við aðrar mynttegundir sjáum við það glöggt. Telst þó myntsvæði dalsins ekki vera neitt smáræði. En þrátt fyrir þessar sveiflur hef ég ekki heyrt þess getið að málsmetandi menn í landi Sáms frænda hvetji til þess að hverfa frá gjaldmiðlinum sínum, eins og nú er svo tíðkanlegt hér á landi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ef við svo lítum á þróun einstakra mynta gagnvart krónunni okkar þá er eftirfarandi að segja. Bandaríkjadalur <span>&nbsp;</span>er um 13% veikari gagnvart íslensku krónunni en hann var um síðustu áramót, sterlingspundið tæplega 10% veikara og evran 7% veikari. Gengisvísitalan sjálf sýnir að krónan hefur að meðaltali styrkst um 9% en þó er þess að geta að ýmsir gjaldmiðlar hafa lotið annarri sveiflu. <span>&nbsp;</span>Kanadadalur hefur t.d. styrkst gagnvart íslenskri krónu á þessu ári og norska krónan aðeins veikst lítilsháttar. Þannig að við sjáum að sveiflurnar geta verið á marga vegu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Almennt talað má segja að íslenska krónan hafi styrkst svo mikið gagnvart öðrum myntum sem raun ber vitni, vegna þess að Seðlabankinn heldur uppi hinum háu vöxtum. Þeir laða að erlent fjármagn sem veðjar á íslensku krónuna. Þetta er auðvitað ansi valt ástand og hefur valdið okkur miklum vanda.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Seðlabankinn heldur uppi vöxtum sínum m.a. til þess að berja niður verðbólgu. Það var því athyglisvert þegar sjá mátti fyrr í mánuðinum að verðbólga hér á landi, mæld á samræmdan mælikvarða Evrópusambandsins, er sú sama og gerist og gengur í Evrulandinu, þar sem að vextirnir eru þó miklu lægri, eins og frægt er orðið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við glímum hins vegar við verðbólgu sem stafar einkanlega <span>&nbsp;</span>af<span>&nbsp;</span> hækkun húsnæðisverðs. Þessi hækkun kemur því beint í bak útflutningsgreinanna, veikir stöðu þeirra <span>&nbsp;</span>og stuðlar m.a. að því að störfum hefur fækkað á því sviði. Þetta er að mínu mati mjög mikið umhugsunarefni og við hljótum að velta því alvarlega fyrir okkur hvort þeir mælikvarðar sem lagðir eru til grundvallar okkar hagstjórn séu að öllu leyti réttir. Athyglisvert er líka að skoða<span>HHHHvers</span> þær forsendur sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram um þróun ýmissa hagstærða hér innanlands og ekki verður betur séð en að stangist mjög á við þær forsendur sem unnið er eftir á öðrum sviðum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Gengi íslensku krónunnar er allt of sterkt. Krónan er klárlega ofmetin, enda er hún nú 10 til 15% yfir 10 ára meðaltali sínu. Þetta veldur útflutningsgreinum eins og sjávarútveginum miklu tjóni og það er auðvitað ömurlegt að þessi ofursterka króna skuli vera okkur þetta fótakefli einmitt þegar við erum að takast á við mikinn aflasamdrátt sem stafar af neikvæðum aðstæðum í hafinu. Bót er þó í máli að almennt er því spáð að gengi íslensku krónunnar muni veikjast á næsta ári.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Einhvern tímann hefði slíkt áfall eins og felst í þriðjungs niðurskurði á þorski leitt til þess að íslenska krónan hefði veikst. Þess vegna var stórfurðulegt að sjá að gjaldmiðillinn okkar styrktist þvert á móti þegar fréttir bárust af ákvörðun minni, sem ríkisstjórnin studdi, um lækkun aflamarksins. Höfðu þó greiningardeildir allra bankanna og Seðlabankinn sjálfur gengið út frá því í sínum forsendum að aflaniðurskurðurinn yrði mun minni og aflaheimildir þessa árs yrðu 150 til 160 þúsund tonn hið minnsta. Þess vegna er það undarleg reynsla að verða vitni að því að sjálfur burðarásinn í efnahagslífi okkar - sjávarútvegurinn, þorskveiðar og þorskvinnsla skuli ekki hafa önnur og meiri áhrif á gengið en raun ber vitni. Við sjáum að þar eru aðrir kraftar að verki; kraftar sem greinilega toga fastar á fjármálamörkuðunum en boðað tekjufall í meginútflutningsgrein okkar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir útvegsmenn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sannarlega hefði verið ánægjulegra að standa í þessum sporum nú við aðrar aðstæður. En lífið býður ekki alltaf upp á létta og ljúfa leið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mikilvægast er hins vegar að hafa trú á framtíðinni. Niðurskurður aflaheimilda núna er gerður til þess að mikilvægasti fiskistofn okkar verði stærri og afraksturinn betri. Með öðrum orðum; til þess að framtíð okkar verði bjartari. Þá er líka nauðsynlegt að þeir sem nú taka á sig skerðinguna, njóti ávaxta erfiðis síns. Það er aðalatriði. <span>&nbsp;</span>Skýr veiðiréttur stuðlar að ábyrgri umgengni um auðlindina og skapar mönnum forsendur til fjárfestinga sem eru til framfara fallnar. Það hefur einmitt verið aðall íslenskrar útgerðar. Þess vegna er það ófrávíkjanlegt að líkt eins og menn axla byrðar minni aflaheimilda á grundvelli aflahlutdeildar sinnar, þá njóti þeir aukningarinnar með sama hætti. Í þeim efnum hef ég talað og vil ég tala mjög skýrt og tel það raunar eina meginforsendu þess að við komumst klakklaust í gegn um andstreymi tekjuminnkunarinnar sem leiðir nú af minni afla - að menn njóti ávaxta erfiði síns.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég óska íslenskum útvegsmönnum farsældar í verkefnum sínum hér á aðalfundinum og í hinum mikilvægu störfum sínum í framtíðinni.</span></p> <span>&nbsp;</span><br /> <br /> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2007-10-23 00:00:0023. október 2007Konference"Fremtiden for fiskeindustrien i Norden"

<h1 align="center"><em><span>Fiskeriets fremtid i Norden og erfaringer med det islandske kvotesystem</span></em></h1> <p align="center"><strong><span>Foredrag v/fiskeri- og landbrugsminister Einar Kristinn Guðfinnsson</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>På konferencen "Fremtiden for fiskeindustrien i Norden"</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Aalborg, den 19. oktober 2007.</span></strong></p> <p align="center"><span></span></p> <p><span>Kære konferencedeltagere.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Den islandske nobelprismodtager, digteren Halldór Laxness, skrev følgende i sin roman "Guds gode gaver".</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>"Fisk &ndash; som andre mennesker finder attråværdige, kastede islænderne i havet igen, samtidigt med at de lavmælt hviskede en religiøs formel, hvis de ikke fandt denne fisk pæn nok i ansigtet. Rødfisk, ulk, bredflab og knoldlaks var af ovennævnte grunde ikke højt anskrevne hos islændere. Sødyr, der ikke regnedes for hvirveldyr, og som gourmeter attrår mest af alt, såsom skaldyr, krabber og blæksprutter, regnede islændere for frastødende kryb og turde ikke engang røre ved dem."</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Der spares ikke på de store ord, men der var nok noget om snakken. Fordi sådan var forholdene, - ikke engang silden fandt man pæn nok i ansigtet til at man ville spise den. Men i dag er der sandelig ændrede tider &ndash; de fiskearter, som digteren omtaler, er nu højt skattet af islændingene.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Med dette citat ønskede jeg at illustrere, hvordan islændingenes forhold til havfangst og udnyttelsen af denne, har ændret sig med tiden. Det gælder ikke kun selve fisken eller bestemte fiskearter. Også ny teknologi, større viden og ændrede samfundsforhold har bevirket, at vi har måttet revidere rodfæstede ideer om fiskeri, både når det gælder fangstmetoderne og fangstens forædling, udnyttelse og markedsføring. Disse uundgåelige ændringer har godt nok mødt hård kritik, hvor de bedrevidende ofte har fundet en anledning til at dømme tingene på forhånd. De store ændringer i Islands hovederhverv har selvfølgelig rokket ved det bestående, men heldigvis er det begyndt at gå op for folk, at disse omvæltninger også har medført resultater.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mit indlæg har overskriften "Fiskeriets fremtid i Norden og erfaringerne med det islandske kvotesystem". Hvis vi nu retter blikket fremad, fra en islandsk synsvinkel, så indebærer fremtiden vældig mange udfordringer. Derfor må jeg ty til begrænsningens kunst. Jeg har tænkt mig kort at skitsere nogle afgrænsede områder, som har stor betydning, nu og i den nærmeste fremtid.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Det første jeg vil nævne er den måde vi udnytter ressourcerne på. Bæredygtig udnyttelse af ressourcerne er et helt grundlæggende element i alle internationale forhandlinger om fiskeri og naturens ressourcer. Fiskeopkøbere bliver efterhånden mere og mere bevidste om, at fisken bør være fanget på en bæredygtig og ansvarlig vis. Og disse krav bliver mere udbredte og udtalte. Derfor bliver fiskeeksportørerne i stigende grad tvunget til at oplyse køberne om diverse forhold, såsom fiskebestandenes tilstand, fiskerirådgivningen og regeringens politik på området. Der er vi nødt til at have svar på rede hånd.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Her har Marine Stewardship Council, MSC, ført sig meget frem. Organisationens mærkning har stort set monopolstilling, når det gælder at berolige markedet. I Island anser vi ikke, at MSC&#39;s virksomhed tjener vores interesser optimalt og derfor har vi valgt at udvikle en islandsk mærkning.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>I begyndelsen af august i år blev der udstedt en såkaldt miljøerklæring for islandsk fiskeri. Ifølge denne skal "Islandsk fiskeriforvaltning" være et begreb, som skal klinge positivt i ørene på de alle dem, som er indsat i fiskeriets forhold. Her beskriver ansvarlige aktører inden for fiskeriet, både dem, der arbejder med administration og forskning og dem, som er aktive i selve fiskeriet, hvordan den islandske fiskeriforvaltning fungerer. Inden årets udgang har vi udarbejdet standarder, som skal gøre det muligt for fiskeproducenterne at få et certifikat, udstedt af uafhængige instanser, som oplyser at deres produkter er fremstillet af råstoffer, som blev fanget inden for rammerne af islandsk fiskeriforvaltning. Med certifikatet tager vi et stort skridt i den retning at opfylde krav, som nu stilles til fiskeprodukter på markedet. Dette vil medføre, at producenterne kan få et særligt mærke på deres produkter, som bekræfter at disse betingelser er opfyldt. Erklæringen markerede indledningen af en certificeringsproces, som skal fastslå at vi i Island står for ansvarligt fiskeri. Miljøerklæringen har vakt stor opmærksomhed. Den foreligger nu på engelsk, tysk og fransk på websiden fisheries.is, hvor den snart også vil foreligge på spansk.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Dette skal ses i lyset af et voksende krav om fiskeprodukternes sikkerhed og sporbarhed, et krav som vil vokse yderligere i fremtiden. Sporbarhed betyder, at man kan spore varen; at man kender varens historie fra vugge til grav, hvis man kan udtrykke det sådan, og derved kan beskrive hele processen. Tanken bag sporbarhed er den, at oplysninger om varen altid er ved hånden, alle steder i kæden, således at de altid er let tilgængelig for dem, der måtte have behov for dem. Sporbarheden er et vigtigt led i at sikre at fødevarerne er sunde og sikre. Men den omfatter ikke blot disse aspekter men også varens oprindelse, for eksempel hvor vidt fisken stammer fra bestande, som kan tænkes at være truede.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Her er vores stilling stærk, jeg tænker ikke blot på os i Island men på hele Norden. Øgede krav skaber behov for flere målinger og konstant overvågning, både af varer og miljøet. Kontinuerlig dataindsamling gør det også muligt at dokumentere fiskeprodukternes sundhed. Dermed forstærker man et positivt indtryk, som får forbrugerne til at opfatte fisk og fiskeprodukter som sund føde af høj kvalitet.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Piratfiskeri, eller fangst udøvet af skibe, som sejler under såkaldte bekvemmelighedsflag, har heldigvis været genstand for megen debat inden for de seneste år.</span> <span>Det er uholdbart at være vidne til disse skibes ulovlige fiskeri i tider hvor det lovlige fiskeri bliver stadig mindre. Island må gå sammen med andre lande, ikke mindst NEAFC&#39;s medlemslande, og gøre alt hvad der står i vores magt for at komme dette fiskeri til livs. Vi må gøre piraternes liv så besværligt som muligt, så det rammer dem på pengepungen. Det er det eneste argument de forstår, fordi ingen har lyst til at drive fiskeri der giver underskud.</span></p> <p><span>Det er vigtigt at vi sikrer og konsoliderer os i denne kamp. På den ene side har vi den virksomhed og det forum, som de regionale fiskeriorganisationer, NEAFC, NAFO og ICCAT, udgør. Og på den anden side har vi lovgivningen. Det er vigtigt at styrke samarbejdet og vilkårene for de regionale organisationer. Ikke kun for at bekæmpe det ulovlige fiskeri, men ikke mindst for at sikre at disse organisationer fortsat kan forvalte dybhavsfiskeriet og danne modvægt til en stigende tendens til global fiskeriforvaltning. Her har Island gået i spidsen for de lande, som lægger hovedvægt på to ting; at styrke de regionale fiskeriorganisationer og deres virksomhed, og at styrke deres regelværk med henblik på at bringe det ulovlige dybhavsfiskeri til livs.</span></p> <p><span>Fiskeri af torsk i Atlanterhavet er gået drastisk tilbage inden for de seneste årtier. I 1980 <em>(nitten hundrede og otti)</em> var fangsten i Nordatlanten lidt over to millioner tons, men ved årtusindskiftet var den blevet halveret. I år regner man med at der fanges cirka 750.000 (<em>syv hundrede og halvtreds tusind</em>) tons af torsk i disse farvande. I lyset af dette har man valgt at lægge større vægt på havbrug. I 1980 (<em>nitten hundrede og firs</em>) udgjorde havbrugsfisk mindre end 8 % (<em>otte procent</em>) af menneskets totale fiskeforbrug, mens tallet i dag er oppe på 43 % (<em>tre og fyrre procent</em>) ifølge en rapport fra FN&#39;s Fødevare- og landbrugsorganisation, FAO, fra sidste år (The State of World Aquaculture 2006). Opdræt af det, vi kan kalde nye fiskearter, er steget så voldsomt, at man risikerer at nogle af dem vil indtage den plads, som torsken har haft på fiskemarkederne indtil nu. Når det gælder torskeopdræt, er nordmændene nået længst. Vi i Island må beklage, at vi ikke er nået lige så langt som dem. Der er uden tvivl tale om det største vækstområde inden for fiskeriet, et område som de nordiske lande bør være mere opmærksomme på. Der er tale om et risikabelt og langsigtet projekt, men også et nødvendigt projekt. Hvis vi skal kunne imødekomme efterspørgslen efter torsk og måske flere fiskearter, må den fremtidige vækst bygge for en stor del på fiskeopdræt.</span></p> <p><span>Til sidst vil jeg nævne endnu et vigtigt punkt, når det gælder fremtidsudsigterne for fiskeriet &ndash; det er fri og uhindret handel.</span> <span>Selv om de punkter, jeg allerede har gennemgået, er vigtige, så vejer de nok let i en hård global konkurrence, - det vil sige hvis lande griber til foranstaltninger, som begunstiger deres egne virksomheder og dermed forvrider konkurrencen på verdensmarkedet. Derfor er det vigtigt, at de diskussioner, som finder sted i Verdenshandelsorganisationen WTOs (<em>dobbelt vi ti ús</em>) regi - om hvordan man begrænser skadelig statsstøtte i fiskeriet - at disse diskussioner resulterer i løsninger, som fører til bedre konkurrenceforhold for aktørerne på fiskemarkederne.</span></p> <p><span>I Verdenshandelsorganisationens regi forsøger man også at nå frem til en enighed om at nedbringe tolde i handel med fiskeprodukter. Flere lande, herunder Norge og Island, har fremlagt et forslag om dette. Vi ved endnu ikke hvad forhandlingerne vil føre til. Flere landes eksterne tolde er blevet så høje at de udgør en alvorlig konkurrencehindring, og derfor er det naturligt at man søger andre veje.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Lande undertegner frihandelsaftaler for at stimulere handlen og fjerne handelshindringer. Som et eksempel finder islandske og norske fiskeprodukter vej til EU&#39;s markeder, takket være EØS-aftalen. Ikke alle varer er fritaget for told, til trods for at EU har toldfri adgang til islandske og norske markeder.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>For at fremme handlen har EFTA-landene undertegnet omfattende frihandelsaftaler med flere lande. Takket være et ihærdigt samarbejde inden for rammerne af internationale organisationer, og bilaterale kontakter som de nordiske lande har knyttet til andre dele af verden, kan de nordiske lande bidrage med meget for at tilpasse fiskerivirksomhedernes erhvervsmiljø til moderne krav om lige konkurrencevilkår på markederne. De nordiske lande må hele tiden minde om, at frihandel med fiskeprodukter er lige så naturlig som frihandel med andre industriprodukter. Til sidst vil det lykkes os. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sammenfatningsvis kan jeg sige, at jeg anser at fortsat fremgang først og fremmest vil afhænge af ansvarlig og bæredygtig forvaltning af ressourcerne, produkternes sporbarhed og sundhed, havbrug og fri handel.</span></p> <p><span>Når alt det er taget i betragtning, så tror jeg at nordisk fiskeri har gode fremtidsudsigter. Her er det afgørende at vi tilpasser os ændrede forhold og markedets krav. Det er ikke usandsynligt, at man i stigende grad vil se på Norden som en foregangsregion for uspoleret natur og renhed. Det er det vi skal værne om og bygge videre på, fordi vores stilling er stærk når det gælder at konkurrere med andre lande på kvalitet.</span></p> <p><span>Kære konferencedeltagere.</span></p> <p><span>Lad os nu vende blikket mod Island.</span> <span>Igennem flere århundreder har fiskeri været islændingenes hovederhverv &ndash; og det er nærmest unikt, at et folk bygger deres samfund på udelukkende et enkelt erhverv. Fiskeriet har lagt grunden til vores velstand, det hersker der ingen tvivl om. Selv om fiskeprodukter udgør lidt mindre del af den samlede eksport, så er de stadigvæk den allervigtigste eksportvare. Det er man nødt til at forklare folk, når de spørger hvor pengene i Island kommer fra. Fiskeriet er kilden til nogen af de bedste levevilkår i verden. Det kan man takke effektive og kompetente mennesker.</span></p> <p><span>En generel forudsætning for det islandske fiskeri er afsætningen af varerne på gode markeder. Vores fiskeri er et led i en international arbejdsdeling, som efterhånden er opstået takket være fordelene ved fri international handel. Vi har drevet fiskeri fordi vi har været bedre til det end konkurrenterne. Vi har kunnet tilbyde vores produkter til generelt højere pris på mange markeder, og det er vi sluppet godt fra. Dette skyldes blandt andet det faktum at vi hele tiden har bestræbt os på at forbedre arbejdsgangen, øge præstationen, produktiviteten og lønsomheden for at kunne klare konkurrencen. Grunden var også simpel. Vi havde ingen anden udvej. Vi havde ingen nationale fonde, som kunne bakke op om vores fiskeri. Der er ingen statsstøtte til branchen og derfor var man nødt til at klare sig selv.</span></p> <p><span>Det er lige der vi står i dag. Fiskeriet er en global branche, hvor hver dag præges af hård konkurrence, ofte en urimelig konkurrence fordi konkurrenterne lukrerer på offentlig støtte, betalt af skatteborgerne i samfund som består af flere millioner borgere.</span></p> <p><span>Det er velkendt hvor vigtigt det er for os, at islandsk fiskeri altid er i første række, også i international sammenhæng. Islandsk fiskeris konkurrenceevne på internationale markeder er helt afgørende. Og den er den endelige indikator for fiskeriforvaltningens succes. For knapt to år siden blev der udarbejdet en udførlig videnskabelig udredning om islandsk fiskeris konkurrenceevne i forhold til andre lande. Her blev der for første gang lavet en omfattende sammenligning af forskellige faktorer i to landes fiskerier, det vil sige Island og Norge. Hidtil har man kendt til generelle konkurrenceparametre når et eller flere landet bliver sammenlignet, men her fokuserede man første gang på et enkelt erhverv. Forskellen viste sig at være ubetydelig. Selv om Island generelt fik en anelse højere karakter var der ikke tale om nogen signifikant forskel på de to lande.</span></p> <p><span>Sammenfatningsvis så klarer Island sig bedre end Norge på tre områder: Fiskeriforvaltning, forædling og markedsføring. Norge klarer sig til gengæld bedre på to felter: Økonomistyring og virksomhedsklima. Men når det gælder selve fiskeriet så står landene lige.</span></p> <p><span>Islandsk fiskeriforvaltning er lidt mere konkurrencevenlig end den norske. Det kan først og fremmest forklares med friere rammer for videresalg af fiskekvoter i Island end i Norge, og større stabilitet. Islandsk fiskeindustri er et skridt foran den norske. Islændingenes fortrin kan man først og fremmest takke høj teknologisering og godt samarbejde med islandske producenter af udstyr til fiskeforædling. Landingen af fangst sker også mere jævnligt. Dette kan måske forklares med et tættere samspil mellem fangst og forædling, da der i Island oftere er tale om samme ejerskab, end hvad der er tilfældet i Norge.</span></p> <p><span>Islandsk fiskeri har undergået voldsomme ændringer inden for de senere år og dette har krævet rationaliseringer. Behovet for at rationalisere driften yderligere steg markant nu i foråret, da det viste sig at være nødvendigt at mindske torskefangstkvoterne med en tredjedel, svarende til 60.000 (<em>tres tusinde</em>) tons.</span></p> <p><span>I den nuværende situation har fiskeriet ingen anden udvej end at følge yderligere op på den rationalisering, som allerede har fundet sted. Branchen er nødt til at deltage fuldt ud i teknologiseringen, for at mindske udgifterne. Dette har sandelig også været tilfældet inden for de senere år. Produktiviteten i islandsk fiskeindustri er øget gennemsnitligt med 5,5 % (<em>fem et halvt procent</em>) per år siden 1998 (<em>nitten hundrede otte og halvfems</em>). I fiskeriet er produktiviteten øget med 3,1 % (<em>tre komma et procent</em>) i samme periode. Det er en større stigning end i perioden 1991 (<em>nitten hundrede en og halvfems</em>) &ndash; (<em>til</em>) 1997 (<em>nitten hundrede syv og halvfems</em>), hvor tallene var 4 % (<em>fire procent</em>) for forædlingens del og 1,3 % (<em>et komma tre procent</em>) for fiskeriet. Dette siger noget om hvor udviklingen bærer hen.</span></p> <p><span>Bemandingen i fiskeindustrien i Island er mindsket med 50 % (<em>halvtreds procent</em>) i løbet af 10 (<em>ti</em>) år. Intet tyder på at denne udvikling ikke vil fortsætte, men det kan ikke benægtes at den voldsomme reduktion af torskekvoterne vil sætte yderligere fart i udviklingen. Det handler ikke om landets fiskeriforvaltning, men snarere om rationalisering og samfundets stigende krav til erhvervslivets værdiskabelse, for at kunne opretholde de levevilkår som borgerne retmæssigt gør krav på. Og hvis vi vil have en chance for at tage fat på konkurrencen i vores eget samfund, så må fiskeriet selvfølgelig bidrage til levevilkår, som kan sammenlignes med de konkurrerende erhverv.</span></p> <p><span>På mine rejser i udlandet hører jeg tit at islændinge nyder respekt på grund af hvordan vi udnytter naturressourcerne, vores viden, produktivitet, varernes kvalitet, teknik og viden om marketing, blot for at nævne nogle eksempler. Ros klinger sødt i vores øre men det kan nemt gå over gevind, og jeg ønsker heller ikke at lægge skjul på, at meget kunne gøres bedre hos os, ligesom andre steder.</span></p> <p><span>Myndighederne spiller en vigtig rolle, selv om de ikke dominerer erhvervslivet. Vi bestemmer spillereglerne, som ofte medfører nye forpligtelser, men vi ønsker skam også at de skal lette livet for aktørerne i vedkommende brancher. Det er regeringens vilje og mål at lette livet for erhvervslivet, og undgå at lægge hindringer i vejen. Ledere i fiskeriet har den opgave at minimere udgifter og finde veje til at skabe flere indtægter. Her kan myndighederne også bidrage.</span></p> <p><span>Da min i sin tid indførte fangstkvoter for pilkefiskeri for små fiskefartøjer, retfærdiggjorde man de meget rummelige fangstrammer med de tætte bånd mellem fiskeriet og befolkningen på landsbygden. Der er ingen tvivl om at netop dette faktum, samt at disse både ofte var den eneste redning, da der opstod krise i regionerne, var grunden til at disse både fik rigelige fangstkvoter. Systemet for de små fiskefartøjer er et regionalpolitisk værktøj. Men ikke desto mindre er fiskeriet faktisk et regionalt baseret erhverv i Island. Det har dog ikke forhindret, at der er sket vandring mellem landsdelene og at flere byer har været meget sårbare når fiskekvoterne bliver reduceret. Det kender jeg selv på egen krop.</span></p> <p><span>Vores overlevelse afhænger af hvordan det lykkes os at udnytte naturens ressourcer. Sådan er det ikke alle steder, især ikke der hvor folks levevilkår minder om dem, vi kender. Det siger noget om det store ansvar der hviler på vores skuldre. Vores økonomiske succes er et vidnesbyrd om hvor gode vi er til at forvalte fiskeriet.</span></p> <p><span>Når vi udformer vores politik vedrørende udnyttelsen af havets ressourcer, sker det ikke kun på grundlag af det ansvar, vi har for nulevende generationer, men først og fremmest af hensyn til de kommende generationer. Vi har en forpligtelse til at videregive naturens ressourcer i mindst lige så god stand som da vi overtog dem.</span> <span>Det handler om bæredygtig udnyttelse af ressourcerne og det ved alle, som på en eller anden måde er beskæftiget med fiskeri. Det ved det islandske folk, fordi vi ikke bygger på kortsigtet fiskeripolitik. Der er tale om et erhverv, som fortsat er økonomiens rygrad og grundlag. Derfor hviler meget ansvar på vores skuldre.</span></p> <p><span>Kvotesystemet i Island har selvfølgelig været diskuteret, da det, ligesom alt som er menneskeskabt, har sine fordele og ulemper. Men ingen vil dog næppe sætte spørgsmålstegn ved den påstand, at det er takket være kvotesystemet, at det er lykkedes at lægge bånd på urimelig udnyttelse af ressourcerne og begrænse overfiskning. Skibsrederne har indordnet sig spillereglerne og branchen har oplevet en kolossal rationalisering, hvorved det er lykkedes at vende defensiv til offensiv.</span></p> <br /> <br />

2007-10-18 00:00:0018. október 2007Aðafundur Landssambands smábátaeigenda 18. október 2007

<p align="center"><span>Ræða Einars Kristins Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></p> <p align="center"><span>á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda á Grand Hóteli 18. okt. 2007</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Ágætu smábátasjómenn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það eru gamalkunn sannindi sem minna á sig æ ofan í æ að veður getur skipast skjótt í lofti. Ég held að menn geti verið tiltölulega sammála um að harðvítugar deilur um sjávarútvegsmál voru farnar að minnka hér á landi allra síðustu ár frá því sem áður var. Þetta var athyglisverð og góð þróun. Í stað þess að deila eingöngu horfðu menn fram á veginn og einblíndu á tækifærin sem felast í þessum grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar. Umræðan var ekki jafn stríð og heiftúðleg. Sjávarútvegurinn verðskuldar að rætt sé um þau merkilegu viðfangsefni sem fengist er við innan greinarinnar, bæði í stórum fyrirtækjum og smáum, jafnt í útgerð sem fiskvinnslu, við markaðssetningu úti í hinum stóra heimi og þannig mætti áfram telja.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég tel að sjávarútvegurinn hafi um alllangt skeið liðið fyrir hina neikvæðu umræðu. Það er ekki dregin upp mynd af áhugaverðri atvinnugrein þar sem ungt fólk gæti haslað sér völl. Þetta hefur verið til trafala fyrir sjávarútveginn og þess vegna var ástæða til að fagna því að umræðan skuli hafa verið farin að snúast á aðra vegu. Því er hins vegar ekki að neita að á ný hefur brugðið í aðra átt. Ástæðan er einföld. Við stóðum frammi fyrir því rétt fyrir sjómannadag á þessu ári að okkar helsta vísindastofnun á sviði fiskveiðiráðgjafar, Hafrannsóknastofnunin, lagði til þriðjungs samdrátt í veiðum á okkar mikilvægasta nytjastofni &ndash; þorskinum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessi bitri veruleiki sem við mönnum blasti hafði vitaskuld áhrif á umræðuna um sjávarútvegsmálin. Ég vil árétta að það er ekki ástæða til að kvarta undan umræðunni. Umræða um grundvallaratriði í sjávarútvegsmálum er nauðsynleg, óhjákvæmileg og forsenda þess að við getum leitt fram skynsamlega niðurstöðu. Það er þó ástæða til að hvetja til þess að umræðan sé málefnaleg og hafi það að markmiði að skila niðurstöðu til hagsbóta fyrir okkur öll.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í sjálfu sér kom ekki á óvart að stofnunin teldi að staða þorskstofnsins hér við land væri ekki jafn góð og æskilegt væri. Í ástandsskýrslunni frá því í fyrra voru kveikt viðvörunarljós, sem við hlutum að taka alvarlega. Ég gerði það að minnsta kosti. Í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar sem út kom á síðasta ári voru stjórnvöld hvött til þess að setja<span>&nbsp;</span> sér markmið við endurreisn þorskstofnsins og dragi úr afla næstu árin svo hrygningarstofninn<span>&nbsp;</span> nái að vaxa í þá stærð sem gefur langtímaafrakstur, 350 til 400 þúsund tonn. Var í því sambandi bent á nokkrar leiðir að þessu setta marki.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mín niðurstaða þá var hins vegar sú að ég hefði ekki fullnægjandi forsendur til að taka afstöðu til þessara ábendinga Hafrannsóknastofnunarinnar eins og málum var háttað á þeim tíma. Þetta þyrfti að skoða í víðtækara samhengi. Því fól ég Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að leggja mat á málið til að reyna að glöggva okkur á því hverjar yrðu afleiðingarnar af mismunandi aflaákvörðun fyrir byggðir, fyrir útgerðarflokka og fyrir sjávarútveginn í heild - auk hinna þjóðhagslegu áhrifa að öðru leyti. Þessar upplýsingar lágu fyrir þegar leið á síðasta júnímánuð. Þær ásamt ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar voru grundvöllur þeirrar umræðu sem ég átti síðan við hagsmunaaðila og fjölmarga aðra á síðastliðnu sumri.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Niðurstaðan varð sú sem allir þekkja. Menn hafa sagt við mig að ég hafi með því horfið frá hugmyndafræðinni um fiskifræði sjómannsins. Það er rangt.</span></p> <p><span>Fiskifræði sjómannsins er hins vegar ekki alveg réttnefni. Það er eðlilegra að kalla þetta fiskifræði sjómannanna vegna þess að þær skoðanir sem koma fram þeirra á meðal eru svo misjafnar. Þær hins vegar skipta miklu máli. En að lokum hlýtur ákvörðunin að hvíla á herðum sjávarútvegsráðherra hverju sinni sem hann tekur svo með stuðningi ríkisstjórnarinnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við höfum byggt á svokallaðri aflareglu undanfarin ár. Ég breytti henni nokkuð í fyrra í átt við það sem lagt hafði verið til af sérfræðingum, þó að ákvörðunin um að draga úr veiðihlutfallinu hafi ekki verið tekin þá. Nú fól ákvörðunin það í sér að við festum sem lágmark tiltekinn heildarafla um tveggja ára skeið. Með öðrum orðum: Við vitum að þorskaflinn á þessu og næsta fiskveiðiári fer ekki niður fyrir 130 þúsund tonn. Það er ljóst að hefði ég kosið einhvers konar millilendingu hefði verið útilokað að festa lágmarksaflamark til tveggja ára. Árgangaskipting þorskstofnsins eins og hún mælist í stofnstærðarmælingum, hefði ekki gefið neitt tilefni til slíks. Þvert á móti. Himinhrópandi líkur eru á því, að tillaga næsta fiskveiðiárs hefði þá falið í sér frekari niðurskurð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En hverjar eru ástæður þess að við minnkuðum heildaraflann svo mikið nú? Þær eru í meginatriðum þrenns konar: Í fyrsta lagi er það niðurstaða Hafrannsóknastofnunarinnar að stærð veiðistofnsins sé nú metin nálægt sögulegu lágmarki. Í öðru lagi er stærð hrygningarstofnsins aðeins helmingur þess sem talið er að gefi hámarksafrakstur. Og í þriðja lagi þá hefur nýliðun síðustu sex ára verið slök og meðalþyngd allra aldurshópa er í sögulegu lágmarki. Loks má nefna atriði sem miklu máli skiptir. Því miður er stærsti fiskurinn í veiðistofninum nú aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem áður var, t.d. ef skoðað er 20 ár aftur í tímann. Allt eru þetta alvarleg mál.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fjarri er það mér að halda því fram að þorskstofninn okkar hafi verið að hruni kominn. Það er nefnilega kjarni málsins. Við áttum val. Sú leið að fara sér hægar var sannarlega til staðar, en að mínu mati hefði hún skaðað sjávarútveginn til lengri tíma litið og því kaus ég að fara þá leið sem allir þekkja. Veit ég vel að í hópi smábátaútgerðarmanna, eins og margra annarra, er óánægja með þessa ákvörðun mína. Margir töldu að eðlilegt væri að kæra sig kollóttan um tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar og gera ekkert með þær. Það var hin opinbera afstaða Landssambands smábátaeigenda.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég get vel skilið að um tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar séu skiptar skoðanir. Hafrannsóknir eru afskaplega vandasöm vísindi og vitaskuld eru þar mikil skekkjumörk. Það sjáum við t.d. á því að Hafrannsóknastofnunin hefur nú árum saman að eigin mati ofmetið stærð þorskstofnsins. Það er hins vegar mat margra starfandi sjómanna nú að stofnunin vanmeti stofninn svo um muni. Vonandi hafa sjómennirnir á réttu að standa. Vonandi er staða þorskstofnsins betri en Hafrannsóknastofnunin telur. Það mun þá koma fram í endurmati á stofninum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég verð hins vegar viðurkenna og segja hér hreinskilnislega að það stofnstærðarmat sem Landssamband smábátaeigenda leggur til grundvallar því að fara nær 100 þúsund tonnum fram úr veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar finnst mér afskaplega ótrúverðugt. Því þótt skekkja kunni að vera til staðar og sé sannarlega til staðar í stofnstærðarmatinu sjálfu, þá trúi ég því ekki að sú skekkja nemi slíku magni að það réttlæti að fara tæplega 100 þúsund tonnum fram úr ráðleggingum Hafrannsóknastofnunarinnar. Ég er því ósammála tillögu Landssambands smábátaeigenda. Reyndar höfðu allir aðrir hagsmunaaðilar hugmyndir um heildaraflamark sem var mun lægra og fól í sér niðurskurð sem um munaði í langflestum tilvikum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ríkisstjórnin gerði sér afskaplega vel grein fyrir því að afleiðingar svo mikils niðurskurðar yrðu neikvæðar fyrir byggðir sem háðar eru sjávarútvegi og þá sem starfa við greinina. Auðvitað er þetta áfall fyrir þjóðarbúið í heild, en það áfall er samt hjóm miðað við þær byrðar sem sjávarútvegssamfélögin, fyrirtæki í sjávarútvegi og starfsfólk þeirra þurfa að bera vegna minnkandi aflaheimilda í þorski.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Enginn skyldi leyfa sér að gera lítið úr því. Mér er a.m.k. afskaplega vel ljóst hvaða afleiðingar þetta hefur og því hlaut þessi ákvörðun mín að vera þungbær og erfið. Ég kvarta þó ekki undan þeirri ábyrgð sem ég tókst á hendur, hún hlaut að fylgja starfi mínu. Ríkisstjórnin hefur kynnt margs konar mótvægisaðgerðir, sem ég veit að ýmsir hafa reynt að gera lítið úr. Ég ætla í sjálfu sér ekki að orðlengja mjög um þessar aðgerðir, einungis vekja athygli á því að hluti þeirra hafði það að markmiði og leiðarljósi að reyna að tryggja áfram fjölbreytt útgerðarform. Tryggja að áfram gætu starfað sjálfstæðir einyrkjar út um allt land í stærri og minni útgerðum svo það fjölþætta útgerðarmynstur sem alla tíð hefur verið styrkur íslensks sjávarútvegs gæti þannig haldið áfram.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ákvörðunin um að efla Byggðastofnun sem var gagnrýnd harðlega af ýmsum, var m.a. tekin í þessum tilgangi. Við gerðum okkur ljóst að ýmsir kynnu að eiga erfitt framundan vegna minnkandi tekna. Sú ákvörðun að beina því til Byggðastofnunar að koma til liðs við útgerðarfyrirtæki og sjávarútvegsfyrirtæki við þessar aðstæður, hefur það að leiðarljósi að koma fyrirtækjunum í gegnum þann mikla brimskafl sem kvótaniðurskurðurinn felur í sér. Það er líka ánægjulegt til þess að vita að bankastofnanir okkar, þær öflugu fjármálastofnanir sem við þekkjum hér á landi og starfa um allt land, hafa almennt tekið því vel að taka á með sjávarútvegsfyrirtækjunum til þess að komast í gegnum erfiðleikana.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hef trú á því að nú hafi verið skapaðar fjárhagslegar forsendur til að menn geti staðið af sér storminn og tekist á við verkefni framtíðarinnar. Í þessu sambandi skiptir öllu máli að fyrir liggi klárt og kvitt og óumdeilt að þeir sem nú taka á sig byrðarnar og skerðinguna njóti ávaxtanna þegar betur horfir með þorskstofninn okkar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Undanfarin ár hefur farið fram mikil vinna við gerð svokallaðrar vigtarreglugerðar. Ég ætla í sjálfu sér ekki að orðlengja um efnisatriði hennar, flest ykkar þekkja þau. Reglugerðin var unnin í miklu samstarfi og samráði við fjölda fólks víðsvegar að af landinu og úr atvinnugreininni. Mjög var reynt að vanda til verksins og tók það lengri tíma en við flest hugðum. Vigtarreglugerðin tók gildi nú um mánaðamótin ágúst/september &ndash; við upphaf nýs fiskveiðiárs. Nokkur reynsla er komin á það starf og kom engum á óvart að ýmsir hnökrar komu í ljós enda er það augljós og óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að gera svo veigamiklar breytingar á flóknu regluverki. Nú erum við í sjávarútvegsráðuneytinu og Fiskistofu að fara yfir ýmsar ábendingar um það sem betur má fara og verður það lagfært eftir því sem forsendur gefa tilefni til.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í tengslum við þennan undirbúning að nýrri vigtarreglugerð fór fram athugun á slægingarstuðlinum svokallaða eins og kunnugt er. Sú nefnd sem undirbjó tillögur að breyttri vigtarreglugerð lét fara fram athuganir sem unnar voru af Matís (áður R.f.) þar sem að ætlunin var að leiða fram tölur um slægingarstuðla sem fyrst og fremst leiddu til þess að rétt væri vigtað. Aðalatriði þess máls er auðvitað að vigtin endurspegli það sem rétt er. Hin gamla setning sem tengist sögu Skúla Magnússonar landfógeta <em>mældu rétt strákur</em> er grundvallaratriði í þessum efnum og getur varla valdið ágreiningi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er skemmst frá því að segja að þessar athuganir leiddu til þess að gerð var tillaga um að lækka slægingarstuðulinn talsvert frá því sem verið hefur. Í þorski hefur slægingarstuðullinn verið 16%. Tillaga var gerð um að fara a.m.k. niður í 12% og var það ákveðið á sínum tíma þegar vigtarreglugerðin var upphaflega lögð fram og átti að taka gildi fyrir rúmu ári síðan. Vegna þess að vigtarreglugerðin frestaðist ákvað ég jafnframt að fresta því að nýr slægingarstuðull tæki gildi þótt í sjálfu sér gætu þetta verið óskyldir hlutir. Ég taldi hins vegar eðlilegast að þessar tvær ákvarðanir sem grundvölluðust á vinnu sömu nefndarinnar yrðu samferða þegar þar að kæmi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú var það hins vegar svo að við hinn mikla niðurskurð ákvað ég að láta hina nýju tölu um slægingarstuðulinn ekki taka gildi. Ástæðan var ekki sú að ég teldi að 12% talan væri í sjálfu sér röng, heldur gerði ég mér grein fyrir því að með því að láta slægingarstuðulinn taka gildi á sama tíma og verið væri að skera niður þorskaflann um þriðjung, þá kæmi það sérstaklega illa niður á tilteknum útgerðarflokkum. Áður en ég tók þessa ákvörðun hafði ég fengið margar áskoranir í þá veru frá fjölmörgum, sérstaklega smábátaeigendum víða um landið. Ég hlustaði á þau rök og brást við með þeim hætti sem að allir vita; slægingarstuðullinn er ennþá 16%.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það hefur hins vegar vakið athygli mína og heilmikla undrun að frá því að þessi ákvörðun var tekin hef ég hvorki heyrt hósta né stunu né yfir höfuð nokkur viðbrögð frá einum einasta fulltrúa sem starfar innan vébanda Landssambands smábátaeigenda. Ég hef lesið samviskusamlega, sem ég geri alltaf, ályktanir einstakra svæðafélaga og sé hvergi nokkurstaðar vikið að þessari umdeildu ákvörðun minni varðandi slægingarstuðulinn. Ég álykta af þessu tómlæti að þýðing ákvörðunar minnar um að taka ekki upp hinn nýja slægingarstuðul við þessi fiskveiðiáramót, hafi ekki skipt því máli sem mér var sagt.&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú vil ég víkja að öðru máli, sem skiptir líka miklu fyrir þá umræðu sem snýr að smábátaeigendum. Mikill styr hefur staðið um svokallaðan byggðakvóta og er það ekki að undra. Þetta er umdeilt fyrirkomulag eins og við öll vitum. Ég hef reynt að sníða annmarka af þessu kerfi eins og mér hefur verið unnt. Ég fagna því að á síðasta Alþingi var samþykkt samhljóða frumvarp sem ég flutti og fól í sér breytingar á lagaumhverfi byggðakvótans þannig að þeim málum er nú betur fyrir komið en áður. Alltaf má þó gera betur. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að nú beri okkur að gera byggðakvótann þannig úr garði að: Í fyrsta lagi endurspegli hann betur breytingar sem verða í heildaraflamarki einstakra byggðalaga t.d. við sölu eða kaup á kvóta. Og í öðru lagi tel ég eðlilegt að stefna að því að byggðakvótinn renni til færri byggðalaga en núna er.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta mun auðvitað hafa röskun í för með sér. Það verða menn að gera sér ljóst. Mér finnst nefnilega eins og ýmsir líti þannig á að byggðakvótinn sé eins konar almenn uppbót á aflaheimildir manna. Sú er þó ekki hugsunin á bak við byggðakvótann. Hann á að þjóna tilteknum tilgangi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í lögum er tilgangur byggðakvótans og hinna sérstöku aflabóta<span>&nbsp;</span> útlistaður með þessum hætti:</span></p> <p><a id="G10M1L1" name="G10M1L1"><span>Til að mæta áföllum sem fyrirsjáanleg eru vegna verulegra breytinga á aflamarki einstakra tegunda.<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></a><a id="G10M1L2" name="G10M1L2"></a><span><span>2. Til stuðnings byggðarlögum, í samráði við Byggðastofnun, þannig:<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span><a id="G10M1L3" name="G10M1L3"></a><span><span>a. Til minni byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðum eða vinnslu á botnfiski.<br /> &nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span><a id="G10M1L4" name="G10M1L4"></a><span><span>b. Til byggðarlaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað hafa afla í viðkomandi byggðarlögum og sem hefur haft veruleg áhrif á atvinnuástand í byggðarlögunum. Heimilt er að ráðstafa aflaheimildum samkvæmt þessum lið til allt að þriggja ára í senn.</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég tel að byggðakvótinn eigi ekki að vera stór og við eigum ekki að stefna að því að stækka hann frá því sem nú er. Það myndi síst af öllu leysa vanda heldur skapa ennþá fleiri vandamál en þau sem við glímum við um þessar mundir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Aðalatriðið er að úthlutun byggðakvótans sé markviss og sanngjörn og dragi ekki úr þeirri hvatningu sem þarf að vera til staðar hjá útgerðum eins og annars staðar í atvinnulífinu; þ.e.a.s. hvatann til að standa sig vel og gera betur. Við þurfum líka að byggja inn í úthlutunarreglurnar aðferð sem leiðir til þess að byggðakvótinn virki betur þegar skyndilegar breytingar verða í verstöðvum vegna missis kvóta eða samdráttar í fiskvinnslu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Gagnrýnt hefur verið að seint hafi gengið að úthluta byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2006/07. Það á sér sínar skýringar. Eins og ég nefndi áðan voru ný lög samþykkt samhljóða við lok þings síðasta vor. Þar voru reglur hertar, kæruferlar gerðir skýrari og kærufrestur lengri. Allt miðaði þetta að því að auka réttindi þeirra sem hlut eiga að máli. Í kjölfar lagasetningarinnar var gefin út reglugerð með almennum viðmiðunum um hvernig úthluta bæri byggðakvótanum. Sveitarfélögunum var jafnframt gefinn kostur á að óska eftir að settar yrðu sérreglur hjá þeim eftir efnum og aðstæðum á hverjum stað. Það gerðu 26 sveitarfélög en aðeins sex ákváðu að styðjast eingöngu við almennu reglurnar. Að auki hafa nokkur sveitarfélaganna óskað eftir að breyta sérreglum sínum eftir að annmarkar komu í ljós að þeirra mati við frumúthlutun Fiskistofu. Allt þarf þetta að fara eftir hefðbundinni leið hvað snertir t.d. birtingu og kærufrest. Fyrir vikið hafa hlutirnir dregist. En það er auðvitað ekki þannig að sjávarútvegsráðuneytið hafi verið að tefja úthlutun þessa kvóta. Breytingarnar sem gerðar voru leiddu einfaldlega til þess að það er tímafrekara að úthluta honum en gert var ráð fyrir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mig langar að rifja upp nokkrar staðreyndir. Reglugerðir varðandi byggðakvóta voru tilbúnar og útgefnar 16.maí sl. og byggðust á lögum frá því fyrr um vorið. Bréf til sveitarstjórna var sent strax í kjölfarið og þeim gefinn kostur til 4. júni að óska eftir sérreglum, kysu þær að viðhafa þær. Samkvæmt lögum og reglugerð ber svo að auglýsa reglurnar á vef sjávarútvegsráðuneytisins. Mjög vandlega þurfti að fara yfir þær reglur sem sveitarfélögin lögðu til og gæta þess að þær væru að fullu og öllu í samræmi við lög og stjórnsýslureglur. Engu að síður var búið að auglýsa reglur allra sveitarfélaganna 26, einum mánuði eftir að óskir þeirra um sérreglur höfðu borist ráðuneytinu. Eftir það komu hins vegar fram athugasemdir einstakra sveitarfélaga sem í stöku tilvikum kölluðu á að hefja þurfti ferlið að nýju. Slíkt lýsir því að við gerum strangar kröfur til þeirra sem hlut eiga að máli og að við leggjum áherslu á gagnsæi þeirra reglna sem stuðst er við. Til viðbótar komu fram þó nokkrar kærur frá aðilum sem höfðu eitthvað við úthlutunarreglurnar að athuga. Slíkar kærur geta leitt til tafa allt að tveimur mánuðum, en það er sá tími sem ráðuneytið hefur samkvæmt reglugerð til að úrskurða um efni kæranna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þá er þess og að geta að í lögum er afdráttarlaust skilyrði um að engir fái byggðakvóta til ráðstöfunar nema að hafa lagt fram og landað til vinnslu í heimabyggð sinni tvöföldu því magni sem nemur úthlutuðum byggðakvóta til viðkomandi báts. Hefur það reynst einstaka útgerðum nokkur þraut að uppfylla það skilyrði. Sjálfur er ég sannfærður um að úthlutun fyrir yfirstandandi fiskveiðiár mun nú ganga greiðlegar fyrir sig og er þess því að vænta trúi ég að byggðakvótinn muni liggja fyrir sem fyrst á næsta ári.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Á aðalfundum ykkar hef ég oft vikið að virkni línuívilnunarinnar eins og hún birtist í tölum frá Fiskistofu. Veit ég vel að línuívilnun er umdeild. Hún hefur sína kosti en auðvitað má líka benda á ýmsa ókosti henni samfara. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hún virki með jákvæðum hætti og að hún geti styrkt byggðalög sem af ýmsum ástæðum standa höllum fæti. Ég tel því að henni eigi að viðhalda en geri mér um leið grein fyrir að við þær aðstæður sem nú eru uppi þá vegur hún þungt og reyndar þyngra en oft áður þegar aflaheimildir hafa verið meiri. Þegar við skoðum tölur um línuívilnun er athyglisvert að sjá og blasir við að hún dreifist allvíða um landið eins og ég hef áður bent á. Það má segja að áhrifa hennar gæti markvissast og mest á þremur landsvæðum. Á Vestfjörðum, á Snæfellsnesi og á Suðurnesjunum. Fyrir því eru ýmsar ástæður sem að þið þekkið jafn vel og ég. Því finnst mér giska ósanngjörn sú gagnrýni að línuívilnun lýsi sérhagsmunapoti.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Smábátaútgerð í landinu er gríðarlega öflug. Smábátar veiddu á síðasta fiskveiðiári yfir 80 þúsund tonn. Einhvern tíma hefðu það þótt tíðindi ekki síst í ljósi þess að aflaheimildir, t.d. í þorski voru einungis 190 þúsund tonn. Þorskafli smábáta var um 43 þúsund tonn. Það er ljóst að þetta er útgerðarform sem hefur vaxið mjög mikið undanfarin ár.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er fróðlegt að skoða hvernig afli smábáta skiptist, annar svegar eftir heimahöfnum og hins vegar eftir löndunarhöfnum. Þar er þetta nokkuð misjafnt og endurspeglar auðvitað það sem að við vitum; að smábátaeigendur eru nokkuð kvikir og færa sig til eftir því hvernig afli gefur sig á veiðislóðinni. Engu að síður eru þessir bátar mjög oft og í vaxandi mæli, tengdir fiskvinnslustöðvum og skipta þar af leiðandi miklu máli í fiskvinnslu víða um landið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta er á margan hátt jákvæð þróun. Smábátaútgerðin er fyrir löngu búin að slíta sínum barnsskóm. Í dag einkennist útgerðin af mörgum öflugum bátum, í bland við smærri báta með minni aflaheimildir. Smábátaútgerðin er því í senn fjölbreytt sem fyrr og að sama skapi öflugri en áður. Bátarnir þjóna betur því hlutverki að tryggja hráefni fyrir fiskvinnsluna allan ársins hring enda er slíkt forsenda nútímalegrar og kröftugrar fiskvinnslu. Kaupendur á erlendum mörkuðum krefjast áreiðanleika við afhendingu á vörum. Ekki bara stundum og þegar best er og blíðast, heldur allan ársins hring. Hinir öflugu bátar sem eru innan krókaflamarksins hafa reynst kjörnir til hráefnisöflunar víða um landið. Þær tölur sem við sjáum um landaðan afla krókaaflamarksbátanna sýna okkur það.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir smábátasjómenn.</span></p> <p><span>Rétt er það að við fundum núna í skugga mikils samdráttar í aflaheimildum í þorski. Smábátaeigendur eiga hins vegar ekki að leggja árar í bát, langt frá því. Þeir hafa fengið stóraukinn hlut í þeim aflaheimildum sem deilt er út hér við land og það hafa orðið miklar breytingar á rekstarumhverfi þeirra. Þær breytingar hafa leitt til gríðarlegs styrks smábátaútgerðarinnar. Við eigum að trúa því að framundan séu betri horfur í þorskafla okkar. Sjómenn tala um að ástandið sé betra en fræðimenn okkar segja. Fræðimennirnir segja hins vegar að með niðurskurðinum nú leggjum við grundvöll að vaxandi þorskstofni. Í báðum tilvikum leiðir því röksemdafærslan til þess að við hljótum að ætla að framundan séu betri tímar fyrir þorskveiðiútgerðina í landinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þess vegna skiptir máli að okkur takist að komast í gegnum þennan skafl nú með tilstyrk stjórnvaldsaðgerða og með hjálp þeirrar miklu fiskverðshækkunar sem orðið hefur á undanförnum árum. Ég trúi því þess vegna að smábátaútgerð, eins og aðrir þættir sjávarútvegsins eigi sér blómlega framtíð þótt sannarlega hafi syrt í álin þessi misserin. Við skulum heita því að reyna að finna þær lausnir sem í okkar valdi standa til að komast áfram veginn og tryggja að sjávarútvegurinn verði sem fyrr burðarásinn og dráttarklárinn í íslensku efnahagslífi.</span></p> <br /> <br />

2007-10-09 00:00:0009. október 2007Ráðstefna um strandmenningu á Radisson SAS hótel Sögu 5. október 2007

<p></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><span>Ráðstefnustjóri &ndash; ágætu ráðstefnugestir</span></p> <p><span>Í mínum huga er menning þjóðar hvað sterkasti þráðurinn í þeim mikla vefnaði sem skapar hverja þjóð og þar af leiðandi er íslensk menning eitthvað sem við þurfum að standa vörð um og varðveita, eins konar fjöregg okkar.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>En menning hverrar þjóðar er líka breytileg og í áranna rás þróast hún og breytist í samræmi við aðstæður og tíðaranda viðkomandi þjóðar og það á einnig við um okkur Íslendinga.<span>&nbsp;</span> Fyrr en varði gleymist eitthvað; gamlar<span>&nbsp;</span> hefðir, - vinnubrögð, - aðstæður og þarfir sem áður sköpuðu þá menningu sem þá ríkti.</span></p> <p><span>Á þessari ráðstefnu er ætlunin að ræða einn þátt okkar íslensku menningar, - <u>strandmenningu.</u> Og hvað skyldi það nú vera?</span></p> <p><span>Í íslenskri orðabók er orðið menning m.a. skýrt svo:<span>&nbsp;</span> þroski mannlegra eiginleika, þjálfun mannsins, þjálfun hugans, venjuleg kunnátta, andlegt líf, sameiginlegur arfur &ndash; venjulega skapaður af mörgum kynslóðum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Skyldi þá ekki eitthvað vera sem vissulega gæti heitið strandmenning, - einhver kunnátta og sameiginlegur arfur þeirra sem lifað hafa og búið við Íslandsstrendur.<span>&nbsp;</span> Vissulega, - og ég leyfi mér að tiltaka nokkur tilbúin sýnishorn af íslenskri menningu sem hér skapaðist við sjávarsíðuna.<span>&nbsp;</span> Sumt af henni lifir enn en margt hefur líka breyst.<span>&nbsp;</span> Spurningin stóra er hvort og þá hvernig megi viðhalda og kannski ekki síður varðveita þessa sérstöku menningu til að styrkja sögu okkar og allan menningararf. Rétt er því að varpa ljósi á nokkur atriði og aðstæður sem skapaði þá strandmenningu sem áður var en er nú víkjandi eða horfin.</span></p> <p><span>Þessi mál eru mér hugleikin<span>&nbsp;</span> enda uppalinn við sjávarsíðuna og kominn af fólki sem lifði á sjónum. Eftir nokkra umhugsun kaus ég að varpa upp nokkrum myndum af daglegu lífi fjölda fólks sem áður fyrr lifðu við ströndina, nýttu hana og sjóinn og ætlun mí að þær veki einhverja til umhugsunar um þá menningu sem víða ríkti en er mörg hver að hverfa í gleymskunnar djúp.<span>&nbsp;</span> Okkar er að meta og taka ákvarðanir um hvað við viljum vernda og þá hvernig.</span></p> <p><span>Sannarlega lítur silfrið hver sínum augum og Nóbelsskáldið okkar lætur Sölku Völku, fiskistúlkuna sem fæddist og lifði í litlu sjávarþorpi taka svo til orða:<span>&nbsp;</span></span></p> <p><em><span>&ldquo;Öll menning og öll ánægja skapast á undirlendi.<span>&nbsp;</span> Á stað þar sem aldrei er hægt að komast neitt burt og aldrei getur verið von á neinum ókunnugum, þar getur heldur aldrei verið neins að vænta.<span>&nbsp;</span> Hvernig færi til dæmis ef prestssonurinn yrði leiður á að vera skotinn í dóttur kaupmannsins?<span>&nbsp;</span> Já hvernig færi?<span>&nbsp;</span> Ég spyr bara?</span></em></p> <p><span>*<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Í dæmigerðu sjávarþorpi á tímum Sölku Völku var lífið saltfiskur. Í hvíldarstundum<span>&nbsp;</span> settist þreytt fólkið saman í skúrana eða undir fiskihlaða og drakk volgt svart kaffið úr flösku í ullarsokk og borðaði brauð úr bréfi sem það hafði tekið með sér að heiman ásamt köldum fiskbitanum.<span>&nbsp;</span> Meðan það reykti Camel eða Chesterfield sígaretturnar var spjallað um fiskerí, saltfisk og síðast en ekki síst mannlífið í þorpinu; hver hafði það gott og hverjir slæmt og hverjir voru að stinga sér inn hjá hverjum. Sjóndeildarhringurinn var kannski ekki svo stór.<span>&nbsp;</span> Heima beið barnmargt húsið, eldaður fiskur, sofnað og byrjað aftur næsta dag.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þarna var sérstök menning.<span>&nbsp;</span> Það er mér ánægja að sjá hve hið myndarlega saltfisksetur í Grindavík gefur okkur góða innsýn í þessa veröld.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>*<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Lítið sjávarþorp breytist á einu sumri í síldarsöltunarstöð. Bátarnir koma drekkhlaðnir með silfur hafsins og unnið er dag og nótt á mörgum síldarplönum.<span>&nbsp;</span> Aðkomufólk ætlar að ná sér í miklar tekjur á skömmum tíma, - skyldur þess við þorpssamfélagið eru engar. Þorpsbúarnir í miklum minnihluta og hverfa í fjöldann.<span>&nbsp;</span> Í landlegum er séniverinn sóttur á pósthúsið.<span>&nbsp;</span> Ungt fólk skemmtir sér og í bröggunum er hópast saman á herbergjum og því fylgir, söngur og hávaði sem enda oft með pústrum en í öðrum eru tvö og tvö að leik og spjalli sem endar svo með farsælu hjónabandi.<span>&nbsp;</span> Í sjoppunni er keypt kók og malt og prins póló.<span>&nbsp;</span> Stungið er pening í djúpboxið og Prestley syngur fyrir fólkið sem tekur undir og á þröngu gólfinu er rokkað.<span>&nbsp;</span> Ball í kvöld og spilað á eina<span>&nbsp;</span> harmonikku.<span>&nbsp;</span> Aðalgatan í þorpinu er forarsvað enda fara um hana opnir vörubílar með hausa og slor frá plönunum í verksmiðjuna sem spúir mjölreyknum yfir þorpið og mettar það og öll hýbýli peningalyktinni. Það var góð lykt og gaf fyrirheit um nýtt hús, bát, bíl eða skólagöngu.<span>&nbsp;</span> Þetta var síldarævintýri.</span></p> <p><span>Í þessu þorpi og mörgum öðrum skapaðist viss menning sem enn lifir í hugum margra og bera sumir þessara staða merki þessa tíma.</span></p> <p><span>Það er fagnaðarefni að sjá hve vel hefur tekist til um uppbyggingu síldarminjasafnsins á Siglufirði sem gefur innsýn í það líf &ndash; þá menningu, sem ríkti á síldarárunum.</span></p> <p><span>*<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> &ldquo;Hér réri afi á árabát<br /> </span><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> og undi sér best á sjó.<br /> </span><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> En amma hafði á öldunni gát<br /> </span><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> og aflann úr fjörunni dró.</span></p> <p><span>Svona var þetta víða í sjávarplássum við strandir landsins.<span>&nbsp;</span> Róið var á miðin áður en sól heilsaði degi.<span>&nbsp;</span> Dorgað og dregið &ndash; stundum góður afli og stundum ekkert að fá. Veiðarfærin léleg á nútíma vísu og aðbúnaður langt fyrir neðan það sem nú þekkist.<span>&nbsp;</span> Heima beið amma með stóran hóp barna. Kannski voru þau gömlu hjónin fyrirvinnan.<span>&nbsp;</span> Kannski var móðirin lasin og faðirinn horfin sjónum í hvílu hins kalda mars.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Sé horft enn lengra aftur stóðu þarna verbúðir og í þeim héldu til vermenn komnir gangandi langt að, sumir á eigin vegum, aðrir leiguliðar stórbónda sem sendu þá í verið.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Gaman er að vita að við höfum reynt að fanga þessar aðstæður og brot af þeirri menningu sem í þessu lífi fólst með Ósvörinni í Bolungarvík.</span></p> <p><span>*<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Árið er 1870 og vetrarhörkur.<span>&nbsp;</span> Sjór er ísilagður og á landi sést hvergi á dökkan díl,.<span>&nbsp;</span> Matarskortur er í héraðinu.<span>&nbsp;</span> Stórhveli hefur lokast hefur inni milli ísrastanna springur við hamravegg.<span>&nbsp;</span> Fréttin berst<span>&nbsp;</span> um héraðið - nýtt og heilbrigt kjöt fyrir sveltandi fólk. Að drífur fjöldi manna, með hesta og sleða. Kveikt er undir stærstu pottinum. Menn vinna á hvalnum með öxum og fátæklegu hnífum. Hver arða úr hryggjarliðum eða hausbeini nýtt og beinin söguð og soðið úr þeim lýsið.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Hér má líta forna menningu sem m.a. fólst í samhjálp. <span>&nbsp;</span>Hreppa á milli var svona sjávarbjörg flutt við erfiðar aðstæður um allt hérað. <span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Enn notum við orðið Hvalreki yfir mikinn og óvæntan hagnað, svo rækilega hefur slík björg verið í bú áður fyrr við strendur landsins að merking orðsins hefur yfirfærst á annan hagnað og notað &ndash; jafnvel í bönkunum nú í dag.</span></p> <p><span>Verðugt verkefni væri að gefa nútíma Íslendingum betri innsýn í þessa fornu menningu.</span></p> <p><span>*<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Við suðurströndina eru skútur Fransmanna sem þar eru að fiska. Skyndilega brestur á hið versta veður og í birtingu næsta dags má sjá hvar ein skútan hrekst stjórnlaus inn með sandfjörunni.<span>&nbsp;</span> Heimamenn þekkja þetta og nú er hraðboði sendur milli bæja.<span>&nbsp;</span> Hesta eru sóttir og öll þau tól tekin fram sem koma að gagni við að bjarga mönnum, - og varningi.<span>&nbsp;</span> Mannbjörg tekst er að bjarga hinum dýrmæta útlenda varningi á land og sem meira er að ná skipinu á þurrt svo hægt sé að rífa það og nota efniviði þess.<span>&nbsp;</span> Allt gengur eftir og sýslumaður heldur axjón á strandstað.<span>&nbsp;</span> Boðið er í brauð og kex, koparkrana og káetuskápa, segl og snæri.<span>&nbsp;</span> Og hver rauðvínstunnan er seld á fætur annarri og endað á koníakstunnunni sem þó virðist hafa verið á opnuð á óútskýrðan máta eftir að í land kom.<span>&nbsp;</span> Innréttingar úr spegilfögru mahoníi eru settar upp í betristofur heldrimanna ásamt standklukku og koparslegnu stýrishjóli.<span>&nbsp;</span> Úr öðrum viði eru smíðaðir munir af hagleiksmönnum.<span>&nbsp;</span> Þetta var ekki fyrsta strandið og í öllu héraðinu má sjá muni, stóra sem litla komna úr fjarlægu landi, sem stinga óneitanlega í stúf við aðra gripi sem unnir hafa verið úr grófgerðum rekavið.<span>&nbsp;</span> Hlúð er að skipsbrotsmönnum og þeim sinnt af ungum heimasætum sem sannarlega veita þessum dökkhærðu fallegu mönnum athygli.<span>&nbsp;</span> Þeir bera með sér ferskan blæ til einangraðs byggðalags og vekja einkennilega kenndir.<span>&nbsp;</span> Gott ef ekki fjölgaði í sveitinni við ströndina er líða tók verulega á árið. Í þessum sveitum myndaðist ákveðin menning tengd viðskiptum við frönsku sjómennina og þau viðskipti, - stór og smá, - bein og óbein, <span>&nbsp;</span>settu sitt mark á viðkomandi byggðalag.</span></p> <p><span>Væri ekki ráð að sinna þessum þætti strandmenningarinnar betur en nú er gert?</span></p> <p><span>*<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Ég hef með vilja kosið að vekja athygli á einhverju sem við getum kallað lífsvenjum fyrri tíma við sjávarsíðuna og menningu þeim samfara.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Sumt af þeim verkum sem þar og þá voru unnin láta nú á sjá vegna breyttra þarfa, tækni og þróunar.<span>&nbsp;</span> Ég nefni sem dæmi nýtingu rekaviðar.<span>&nbsp;</span> Reki var talin til helstu hlunninda og ferðir voru farnar með hesta um langan veg, jafnvel yfir jökla eins og frá Ströndum til byggða við Ísafjarðardjúp.<span>&nbsp;</span> Stórtré voru hengd upp og söguð langsum, önnur voru bútuð niður og rifin með fleyg og sleggju.<span>&nbsp;</span> Morið var nýtt í smærri áhöld og í eldinn.<span>&nbsp;</span> Þessi fornu handtök og sú þekking og menning sem nýting rekaviðar skapaði er á hröðu undanhaldi.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Mér finnst ástæða til að vekja athygli á þessum þætti.</span></p> <p><span>Enn má nefna nýtingu fuglabjarga sem var undirstaða búsetu á mörgum stöðum en er nú hverfandi í samanburði við það sem var.<span>&nbsp;</span> Selveiðar voru stundaðar um allt land og þeim fyldi ákveðin menning og fagna ég þar enn uppbyggingu eins safnsins í viðbót &ndash; Selasafninu á Hvammstanga.<span>&nbsp;</span> Sömuleiðis þessi fræga rauðmaga- og grásleppuveiði sem stunduð var hringinn í kringum landið, m.a. út frá Reykjavík og nú er rætt um að byggja upp gömlu grásleppuskúrana að nýju.<span>&nbsp;</span> Það er gott framtak.</span></p> <p><span>Fjörubeit þótti hlunnindi á tímum þegar heyforði var lítill eða enginn en treyst á útigöngu sauðfjár.<span>&nbsp;</span> Henni samfara var flóðahætta og þurfti að vakta féð.<span>&nbsp;</span> <span>&nbsp;</span> Hafís vakti ótta og lífseigar voru sögur af bjarndýrum.<span>&nbsp;</span> Væri ekki ráð að kalla fram myndir þar að lútandi og gefa nútímafólki innsýn í þá veröld, - þá reynslu mannsins, - þá menningu.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Enn má nefna Eyjabúskap og þá sérstöku menningu sem þróaðist henni samfara.<span>&nbsp;</span> Einfaldlega virðist úr nógu að velja.</span></p> <p><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Ég ítreka ánægju mína með að fá þetta tækifæri til að ávarpa ykkur.<span>&nbsp;</span> Hafi ég með innleggi mínu vakið einhverjar spurningar meðal ykkar hef ég náð markmiði mínu.</span></p> <p><span>Ég vænti góðs árangurs af fundi ykkar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2007-10-08 00:00:0008. október 2007Ráðstefna um strandmennignu, á Radisson SAS hótel Sögu 5. október 2007

<strong><span></span></strong><br /> <br /> <p align="center"><span><strong>Ávarp</strong></span></p> <p align="center"><span><strong>á Ráðstefnu um strandmenningu,</strong></span></p> <p align="center"><span><strong>á Radisson SAS hótel Sögu 5. október 2007</strong></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ráðstefnustjóri &ndash; ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Í mínum huga er menning þjóðar hvað sterkasti þráðurinn í þeim mikla vefnaði sem skapar hverja þjóð og þar af leiðandi er íslensk menning eitthvað sem við þurfum að standa vörð um og varðveita, eins konar fjöregg okkar.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>En menning hverrar þjóðar er líka breytileg og í áranna rás þróast hún og breytist í samræmi við aðstæður og tíðaranda viðkomandi þjóðar og það á einnig við um okkur Íslendinga.<span>&nbsp;</span> Fyrr en varði gleymist eitthvað; gamlar<span>&nbsp;</span> hefðir, - vinnubrögð, - aðstæður og þarfir sem áður sköpuðu þá menningu sem þá ríkti.</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Á þessari ráðstefnu er ætlunin að ræða einn þátt okkar íslensku menningar, - <u>strandmenningu.</u> Og hvað skyldi það nú vera?</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Í íslenskri orðabók er orðið menning m.a. skýrt svo:<span>&nbsp;</span> þroski mannlegra eiginleika, þjálfun mannsins, þjálfun hugans, venjuleg kunnátta, andlegt líf, sameiginlegur arfur &ndash; venjulega skapaður af mörgum kynslóðum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Skyldi þá ekki eitthvað vera sem vissulega gæti heitið strandmenning, - einhver kunnátta og sameiginlegur arfur þeirra sem lifað hafa og búið við Íslandsstrendur.<span>&nbsp;</span> Vissulega, - og ég leyfi mér að tiltaka nokkur tilbúin sýnishorn af íslenskri menningu sem hér skapaðist við sjávarsíðuna.<span>&nbsp;</span> Sumt af henni lifir enn en margt hefur líka breyst.<span>&nbsp;</span> Spurningin stóra er hvort og þá hvernig megi viðhalda og kannski ekki síður varðveita þessa sérstöku menningu til að styrkja sögu okkar og allan menningararf. Rétt er því að varpa ljósi á nokkur atriði og aðstæður sem skapaði þá strandmenningu sem áður var en er nú víkjandi eða horfin.</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> <span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Þessi mál eru mér hugleikin<span>&nbsp;</span> enda uppalinn við sjávarsíðuna og kominn af fólki sem lifði á sjónum. Eftir nokkra umhugsun kaus ég að varpa upp nokkrum myndum af daglegu lífi fjölda fólks sem áður fyrr lifðu við ströndina, nýttu hana og sjóinn og ætlun mí að þær veki einhverja til umhugsunar um þá menningu sem víða ríkti en er mörg hver að hverfa í gleymskunnar djúp.<span>&nbsp;</span> Okkar er að meta og taka ákvarðanir um hvað við viljum vernda og þá hvernig.</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Sannarlega lítur silfrið hver sínum augum og Nóbelsskáldið okkar lætur Sölku Völku, fiskistúlkuna sem fæddist og lifði í litlu sjávarþorpi taka svo til orða:<span>&nbsp;</span></span></p> <p><em><span>&ldquo;Öll menning og öll ánægja skapast á undirlendi.<span>&nbsp;</span> Á stað þar sem aldrei er hægt að komast neitt burt og aldrei getur verið von á neinum ókunnugum, þar getur heldur aldrei verið neins að vænta.<span>&nbsp;</span> Hvernig færi til dæmis ef prestssonurinn yrði leiður á að vera skotinn í dóttur kaupmannsins?<span>&nbsp;</span> Já hvernig færi?<span>&nbsp;</span> Ég spyr bara?</span></em></p> <p><span>*<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Í dæmigerðu sjávarþorpi á tímum Sölku Völku var lífið saltfiskur. Í hvíldarstundum<span>&nbsp;</span> settist þreytt fólkið saman í skúrana eða undir fiskihlaða og drakk volgt svart kaffið úr flösku í ullarsokk og borðaði brauð úr bréfi sem það hafði tekið með sér að heiman ásamt köldum fiskbitanum.<span>&nbsp;</span> Meðan það reykti Camel eða Chesterfield sígaretturnar var spjallað um fiskerí, saltfisk og síðast en ekki síst mannlífið í þorpinu; hver hafði það gott og hverjir slæmt og hverjir voru að stinga sér inn hjá hverjum. Sjóndeildarhringurinn var kannski ekki svo stór.<span>&nbsp;</span> Heima beið barnmargt húsið, eldaður fiskur, sofnað og byrjað aftur næsta dag.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Þarna var sérstök menning.<span>&nbsp;</span> Það er mér ánægja að sjá hve hið myndarlega saltfisksetur í Grindavík gefur okkur góða innsýn í þessa veröld.</span></p> <p align="center"><span>&nbsp;</span></p> <p><span>*<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Lítið sjávarþorp breytist á einu sumri í síldarsöltunarstöð. Bátarnir koma drekkhlaðnir með silfur hafsins og unnið er dag og nótt á mörgum síldarplönum.<span>&nbsp;</span> Aðkomufólk ætlar að ná sér í miklar tekjur á skömmum tíma, - skyldur þess við þorpssamfélagið eru engar. Þorpsbúarnir í miklum minnihluta og hverfa í fjöldann.<span>&nbsp;</span> Í landlegum er séniverinn sóttur á pósthúsið.<span>&nbsp;</span> Ungt fólk skemmtir sér og í bröggunum er hópast saman á herbergjum og því fylgir, söngur og hávaði sem enda oft með pústrum en í öðrum eru tvö og tvö að leik og spjalli sem endar svo með farsælu hjónabandi.<span>&nbsp;</span> Í sjoppunni er keypt kók og malt og prins póló.<span>&nbsp;</span> Stungið er pening í djúpboxið og Prestley syngur fyrir fólkið sem tekur undir og á þröngu gólfinu er rokkað.<span>&nbsp;</span> Ball í kvöld og spilað á eina<span>&nbsp;</span> harmonikku.<span>&nbsp;</span> Aðalgatan í þorpinu er forarsvað enda fara um hana opnir vörubílar með hausa og slor frá plönunum í verksmiðjuna sem spúir mjölreyknum yfir þorpið og mettar það og öll hýbýli peningalyktinni. Það var góð lykt og gaf fyrirheit um nýtt hús, bát, bíl eða skólagöngu.<span>&nbsp;</span> Þetta var síldarævintýri.</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Í þessu þorpi og mörgum öðrum skapaðist viss menning sem enn lifir í hugum margra og bera sumir þessara staða merki þessa tíma.</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Það er fagnaðarefni að sjá hve vel hefur tekist til um uppbyggingu síldarminjasafnsins á Siglufirði sem gefur innsýn í það líf &ndash; þá menningu, sem ríkti á síldarárunum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>*<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> &ldquo;Hér réri afi á árabát</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> og undi sér best á sjó.</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> En amma hafði á öldunni gát</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> og aflann úr fjörunni dró.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Svona var þetta víða í sjávarplássum við strandir landsins.<span>&nbsp;</span> Róið var á miðin áður en sól heilsaði degi.<span>&nbsp;</span> Dorgað og dregið &ndash; stundum góður afli og stundum ekkert að fá. Veiðarfærin léleg á nútíma vísu og aðbúnaður langt fyrir neðan það sem nú þekkist.<span>&nbsp;</span> Heima beið amma með stóran hóp barna. Kannski voru þau gömlu hjónin fyrirvinnan.<span>&nbsp;</span> Kannski var móðirin lasin og faðirinn horfin sjónum í hvílu hins kalda mars.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Sé horft enn lengra aftur stóðu þarna verbúðir og í þeim héldu til vermenn komnir gangandi langt að, sumir á eigin vegum, aðrir leiguliðar stórbónda sem sendu þá í verið.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Gaman er að vita að við höfum reynt að fanga þessar aðstæður og brot af þeirri menningu sem í þessu lífi fólst með Ósvörinni í Bolungarvík.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>*<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Árið er 1870 og vetrarhörkur.<span>&nbsp;</span> Sjór er ísilagður og á landi sést hvergi á dökkan díl,.<span>&nbsp;</span> Matarskortur er í héraðinu.<span>&nbsp;</span> Stórhveli hefur lokast hefur inni milli ísrastanna springur við hamravegg.<span>&nbsp;</span> Fréttin berst<span>&nbsp;</span> um héraðið - nýtt og heilbrigt kjöt fyrir sveltandi fólk. Að drífur fjöldi manna, með hesta og sleða. Kveikt er undir stærstu pottinum. Menn vinna á hvalnum með öxum og fátæklegu hnífum. Hver arða úr hryggjarliðum eða hausbeini nýtt og beinin söguð og soðið úr þeim lýsið.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Hér má líta forna menningu sem m.a. fólst í samhjálp. <span>&nbsp;</span>Hreppa á milli var svona sjávarbjörg flutt við erfiðar aðstæður um allt hérað. <span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Enn notum við orðið Hvalreki yfir mikinn og óvæntan hagnað, svo rækilega hefur slík björg verið í bú áður fyrr við strendur landsins að merking orðsins hefur yfirfærst á annan hagnað og notað &ndash; jafnvel í bönkunum nú í dag.</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Verðugt verkefni væri að gefa nútíma Íslendingum betri innsýn í þessa fornu menningu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>*<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Við suðurströndina eru skútur Fransmanna sem þar eru að fiska. Skyndilega brestur á hið versta veður og í birtingu næsta dags má sjá hvar ein skútan hrekst stjórnlaus inn með sandfjörunni.<span>&nbsp;</span> Heimamenn þekkja þetta og nú er hraðboði sendur milli bæja.<span>&nbsp;</span> Hesta eru sóttir og öll þau tól tekin fram sem koma að gagni við að bjarga mönnum, - og varningi.<span>&nbsp;</span> Mannbjörg tekst er að bjarga hinum dýrmæta útlenda varningi á land og sem meira er að ná skipinu á þurrt svo hægt sé að rífa það og nota efniviði þess.<span>&nbsp;</span> Allt gengur eftir og sýslumaður heldur axjón á strandstað.<span>&nbsp;</span> Boðið er í brauð og kex, koparkrana og káetuskápa, segl og snæri.<span>&nbsp;</span> Og hver rauðvínstunnan er seld á fætur annarri og endað á koníakstunnunni sem þó virðist hafa verið á opnuð á óútskýrðan máta eftir að í land kom.<span>&nbsp;</span> Innréttingar úr spegilfögru mahoníi eru settar upp í betristofur heldrimanna ásamt standklukku og koparslegnu stýrishjóli.<span>&nbsp;</span> Úr öðrum viði eru smíðaðir munir af hagleiksmönnum.<span>&nbsp;</span> Þetta var ekki fyrsta strandið og í öllu héraðinu má sjá muni, stóra sem litla komna úr fjarlægu landi, sem stinga óneitanlega í stúf við aðra gripi sem unnir hafa verið úr grófgerðum rekavið.<span>&nbsp;</span> Hlúð er að skipsbrotsmönnum og þeim sinnt af ungum heimasætum sem sannarlega veita þessum dökkhærðu fallegu mönnum athygli.<span>&nbsp;</span> Þeir bera með sér ferskan blæ til einangraðs byggðalags og vekja einkennilega kenndir.<span>&nbsp;</span> Gott ef ekki fjölgaði í sveitinni við ströndina er líða tók verulega á árið. Í þessum sveitum myndaðist ákveðin menning tengd viðskiptum við frönsku sjómennina og þau viðskipti, - stór og smá, - bein og óbein, <span>&nbsp;</span>settu sitt mark á viðkomandi byggðalag.</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Væri ekki ráð að sinna þessum þætti strandmenningarinnar betur en nú er gert?</span></p> <p><span>*<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Ég hef með vilja kosið að vekja athygli á einhverju sem við getum kallað lífsvenjum fyrri tíma við sjávarsíðuna og menningu þeim samfara.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Sumt af þeim verkum sem þar og þá voru unnin láta nú á sjá vegna breyttra þarfa, tækni og þróunar.<span>&nbsp;</span> Ég nefni sem dæmi nýtingu rekaviðar.<span>&nbsp;</span> Reki var talin til helstu hlunninda og ferðir voru farnar með hesta um langan veg, jafnvel yfir jökla eins og frá Ströndum til byggða við Ísafjarðardjúp.<span>&nbsp;</span> Stórtré voru hengd upp og söguð langsum, önnur voru bútuð niður og rifin með fleyg og sleggju.<span>&nbsp;</span> Morið var nýtt í smærri áhöld og í eldinn.<span>&nbsp;</span> Þessi fornu handtök og sú þekking og menning sem nýting rekaviðar skapaði er á hröðu undanhaldi.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Mér finnst ástæða til að vekja athygli á þessum þætti.</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Enn má nefna nýtingu fuglabjarga sem var undirstaða búsetu á mörgum stöðum en er nú hverfandi í samanburði við það sem var.<span>&nbsp;</span> Selveiðar voru stundaðar um allt land og þeim fyldi ákveðin menning og fagna ég þar enn uppbyggingu eins safnsins í viðbót &ndash; Selasafninu á Hvammstanga.<span>&nbsp;</span> Sömuleiðis þessi fræga rauðmaga- og grásleppuveiði sem stunduð var hringinn í kringum landið, m.a. út frá Reykjavík og nú er rætt um að byggja upp gömlu grásleppuskúrana að nýju.<span>&nbsp;</span> Það er gott framtak.</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Fjörubeit þótti hlunnindi á tímum þegar heyforði var lítill eða enginn en treyst á útigöngu sauðfjár.<span>&nbsp;</span> Henni samfara var flóðahætta og þurfti að vakta féð.<span>&nbsp;</span> <span>&nbsp;</span> Hafís vakti ótta og lífseigar voru sögur af bjarndýrum.<span>&nbsp;</span> Væri ekki ráð að kalla fram myndir þar að lútandi og gefa nútímafólki innsýn í þá veröld, - þá reynslu mannsins, - þá menningu.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Enn má nefna Eyjabúskap og þá sérstöku menningu sem þróaðist henni samfara.<span>&nbsp;</span> Einfaldlega virðist úr nógu að velja.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Góðir ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Ég ítreka ánægju mína með að fá þetta tækifæri til að ávarpa ykkur.<span>&nbsp;</span> Hafi ég með innleggi mínu vakið einhverjar spurningar meðal ykkar hef ég náð markmiði mínu.</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Ég vænti góðs árangurs af fundi ykkar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2007-09-28 00:00:0028. september 2007Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva 28. september 2007

<p align="center"><strong><span>Ræða Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á a</span></strong><strong><span>ðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva 28. september 2007</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Ágætu fundargestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við erum hér stödd á aðalfundi Samtaka fiskvinnslunnar í skugga umtalsverðra uppsagna sem hafa átt sér stað í stórum fiskvinnslufyrirtækjum. Þær koma í kjölfar annarra uppsagna sem þegar hafa orðið í ýmsum fyrirtækjum, stórum og smáum, víða um landið. Minni aflaheimildir þýða einfaldlega að störfum fækkar jafnt til sjós og lands. Enginn sem hugsaði þau mál gekk þess dulinn að samdráttur aflaheimilda mundi leiða til minni atvinnusköpunar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Enginn getur heldur á þessari stundu útilokað að til frekari uppsagna komi, því miður. Minni aflaheimildir þýða lægri tekjur útgerðar og fiskvinnslu, sjómanna og fiskverkunarfólks. Við þær aðstæður leita stjórnendur allra leiða til þess að draga úr kostnaði. Uppsagnir starfsfólks eru meðal þeirra úrræða, eins og við vitum. Þegar ríkisstjórnin kynnti, við ákvörðun aflaheimilda næsta árs, að ætlunin væri að leggja fram sérstakar tillögur til<span>&nbsp;</span> þess að bregðast við var það gert vegna þess að ljóst var að minni aflaheimildir leiddu til færri starfa í sjávarútvegi. Sagt hefur verið að slíkar aðgerðir hafi verið tilefnislausar vegna þess að heildarumsvifin í þjóðfélaginu séu svo mikil að engin þörf hafi verið á slíkum úrræðum af hálfu ríkisstjórnarinnar. Því er ég ósammála. Sannarlega er þensla víða í samfélaginu. En sú þensla er ekki í þeim byggðum sem háðastar eru þorskveiðum og vinnslu. Þar er þörf á atvinnusköpun eins og ég hygg að öllum sé ljóst sem þennan fund sitja.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er óhætt að segja að flest hafi breyst í starfsumhverfi fiskvinnslunnar frá því við hittumst hér um þetta leyti á síðasta ári. Þar ber auðvitað hæst ákvörðun mína og ríkisstjórnarinnar um heildarafla fyrir nýhafið fiskveiðiár.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar litið er til ráðgjafar Hafrannsóknastofnunarinnar annars vegar og ákvörðunar minnar hins vegar þá blasir við að tíðindalítið var varðandi flesta fiskistofnana. Þeim mun meiri tíðindi fólust hins vegar í niðustöðunni um okkar veigamestu nytjategund, þorskinum. Alvarleg viðvörunarljós voru kveikt í fyrra af hálfu Hafrannsóknastofnunarinnar. Kaus ég að undirbúa málið sem best með því m.a. að fela Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að skoða ýmsa þætti aflaákvörðunarinnar með hliðsjón af stöðu atvinnugreinanna, einstakra hluta sjávarútvegsins, sjávarútvegsbyggðanna og ýmsu öðru því sem mér fannst nauðsynlegt til þess að átta mig á þeirri heildarmynd sem liggja þyrfti fyrir áður en ákvörðun yrði tekin. Þetta fannst mér nauðsynlegt að gera. Aflaákvörðun er ekki bara ákvörðun sem er líffræðilegs eðlis. Hún hefur efnahagslegar afleiðingar; jafnt í bráð og lengd. Þess vegna var svo nauðsynlegt að kunna skil á hinum efnahagslegu og þar með rekstrarlegu afleiðingum ákvarðana varðandi heildaraflann.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Án þess að ég ætli að fara út í grundvallaratriðin í þeirri ákvörðun sem kunngerð var í byrjun júlímánaðar þá er mikilvægt að menn hafi aðalatriðin í huga sem eru þessi: Að mati vísindamanna okkar er viðmiðunarstofn þorsksins of lítill og nýliðun þorskstofnsins hefur ekki tekist sem skyldi það sem af er þessari öld.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Vandinn sem við glímum við í ljósi þessara upplýsinga er því vandi sem takast þarf á við í framtíðinni. Við vitum að aflabrögð voru góð en miðað við það mat sem fyrir liggur á stöðu einstakra árganga sem eiga að bera uppi veiðina á næstu árum þá var öllum ljóst að grípa þyrfti í taumana. Spurningin var eingöngu sú hversu langt ætti að ganga í þessum efnum og/eða hvort taka ætti ákvörðun um nægilega minnkun sóknarinnar í einum eða tveimur áföngum. Mín niðurstaða var sú sem ríkisstjórnin var sammála um og við kunngerðum í byrjun júlí.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mér er mætavel ljóst hvaða afleiðingar slíkt mun hafa og ríkisstjórnin hefur kynnt í þessu sambandi ýmsar mótvægisaðgerðir til að bregðast við. Um þær aðgerðir eru vitaskuld skiptar skoðanir. Telja sumir að slíkar aðgerðir séu óþarfar, til marks um eyðslu úr ríkissjóði og til skaða fyrir efnahagslífið, en aðrir að ekki sé nóg að gert. Um það mál ætla ég hins vegar ekki að fjölyrða hér og nú.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á þessum vettvangi langar mig hins vegar til að reyna að átta mig á, reifa og deila með ykkur skoðunum á hver áhrif þorskaflaskerðingarinnar kunna að verða á markaðinn fyrir íslenskan fisk og þá einkanlega þorskinn, á næstu misserum. Frá markaðslegu sjónarmiði þá stöndum við sem betur fer vel hvað snertir sölu á okkar þorskafurðum. Verðið hefur hækkað og að nokkru vegið upp það óhagræði sem greinin hefur búið við undanfarið vegna allt of sterkrar íslenskrar krónu. Þetta er afskaplega mikilvægt og hefur fleytt sjávarútveginum í raun í gegn um öldudal gengisbrælunnar sem við höfum upplifað.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það þarf ekki að hitta að máli marga kaupendur að íslenskum fiski til að skynja að áhugi á verslun með íslenskan fisk er mjög mikill víða. Það álit og það orðspor sem við höfum notið undanfarin ár vinnur þar með okkur. Ég skal játa að stundum hefur mér fundist nóg um þegar ég hitti fulltrúa kaupenda á erlendum mörkuðum, stjórnmálamenn og starfsbræður mína í öðrum löndum sem ljúka miklu lofsorði á það sem við höfum gert í íslenskum sjávarútvegi. Fjarri er það mér að gera lítið úr þeim árangri sem við höfum náð en stundum finnst mér að menn hafi full gyllta mynd af því sem gerst hefur í okkar góðu atvinnugrein.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Engu að síður er það svo að í samanburði við mjög margar aðrar þjóðir hefur árangur Íslendinga verið afar góður. Margar þjóðir hafa mátt búa við algeran brest í sínum helstu nytjastofnum, sem ekki hefur tekist að laga og árangurinn í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja víða um lönd hefur ekki verið góður miðað við það sem við þekkjum hér á landi. Fyrir vikið hafa mjög margir sóst eftir fjármagni og sérfræðiþekkingu Íslendinga inn í sinn sjávarútveg. Íslenskur sjávarútvegur og afurðir hans er í raun og veru gæðastimpill, sem fullt mark er tekið á.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það skiptir auðvitað miklu máli að varðveita okkar góða orðspor. Við vitum líka að það getur verið auðvelt að tapa því á skömmum tíma en tekur langan tíma að byggja það upp. Orðspor okkar hefur ekki síst markast á því að menn telja að við göngum af ábyrgð um íslensku fiskveiðilögsöguna. Og sú er líka raunin.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nákvæmlega hið sama gildir vitaskuld um markaðinn fyrir okkar afurðir. Hann hefur byggst upp á löngum tíma. Markaðsaðstæður hafa upp á síðkastið verið okkur hagstæðar af ýmsum ástæðum og þess vegna skiptir miklu máli að geta uppfyllt þarfir viðskiptavinanna. Ella er hættan auðvitað sú að aðrir leysi okkur af hólmi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Skammtímavandinn getur orðið ýmiss konar á erlendum mörkuðum. Það er auðvitað ljóst mál að sú ákvörðun að draga úr þorskaflaheimildunum um þriðjung getur valdið erfiðleikum á mörkuðum okkar. Ýmsir fiskverkendur munu standa frammi fyrir því að geta ekki uppfyllt þarfir sinna viðskiptavina. Það er vandi til skemmri tíma sem getur hins vegar orðið lengri tíma vandamál ef ekki er gætt að. Þetta viðfangsefni er hins vegar hrein hátíð hjá þeim ógöngum sem við myndum rata í ef þorskstofninn stækkaði ekki. Við eigum því mikið undir því að vel takist til með stækkun þorskstofnsins á komandi árum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Stóra málið er því að úr rætist og framundan sé aukið framboð með stækkandi veiðistofnum. Við skulum þó ekki gera okkur í hugarlund að sú breyting gerist á einni nóttu eða með einhverjum ógnar hraða. Vonirnar standa fyrst og fremst til þess að það takist að byggja upp þorskstofninn þannig að á komandi árum verði hann öflugur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég legg hins vegar áherslu á að staðan var auðvitað ekki sú að þorskstofninn hafi verið í útrýmingarhættu á því tímabili sem ákvörðunin var tekin. Hún var tekin fyrst og fremst með framtíðarhagsmuni að leiðarljósi og til að tryggja að ekki þyrfti að grípa til enn erfiðari aðgerða síðar. Þetta var rökrétt skref í ljósi þess sem við höfum sjálf talað fyrir á alþjóðlegum vettvangi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það var því ekki af einhverri meinbægni sem ég ákvað að fara með heildarafla í þorski ofan í 130 þúsund tonn, eins og mér finnst stundum mega skilja af umræðunni. Þvert á móti varð það niðurstaðan að þessi leið væri hagfelldari fyrir sjávarútveginn þótt vissulega væri hún erfið. Lítilsháttar en viðvarandi niðurskurður aflaheimilda á næstu árum, sem var hinn kosturinn, hefði að mínu mati verið miklu verri kostur fyrir atvinnugreinina.</span></p> <p><span>-----</span></p> <p><span>Ágætu gestir.</span></p> <p><span>Í byrjun júní sótti ég fund í Lundúnum þar sem saman voru komnir fulltrúar margra helstu kaupenda íslenskra sjávarafurða í Bretlandi. Fundurinn var haldinn til að kynna íslenska fiskveiðistjórn og auðlindanýtingu. Frumkvæði að fundinum hafði LÍÚ og að honum komu helstu markaðsaðilar okkar í Bretlandi og sendiráð okkar þar í landi. Þetta var fáeinum dögum eftir að Hafrannsóknastofnunin kynnti ráðgjöf sína og greindi <span>&nbsp;</span>Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri nytjastofnasviðs frá niðurstöðunum, jafnframt því sem Kristján Þórarinsson stofnvistfræðingur LÍÚ flutti erindi og ég ávarp.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það vakti athygli mína á þessum fundi hve kaupendur spurðu ákveðið um hver yrðu viðbrögð mín við tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar. Ekki leyndi sér hvar áhersla þeirra lá. Þeir vitnuðu til þess orðspors sem við Íslendingar nytum á alþjóðlegum vettvangi vegna auðlindanýtingar okkar og létu í ljósi að ákvörðunin nú gæti orðið nokkur prófsteinn á trúverðugleika okkar.</span></p> <p><span>Minnugur þessa, <span>&nbsp;</span>sendi ég fundarmönnum bréf þar sem aflaákvörðunin var tíunduð og það álit mitt að þetta væri íslenskum sjávarútvegi fyrir bestu &ndash; til lengri tíma litið.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er skemmst frá því að segja að viðbrögð þeirra sem sent hafa svarbréf eru öll á sömu <span>lund</span><span>. Bréfritarar lýsa einróma stuðningi</span> við ákvörðunina. Hún hafi verið sú eina rétta í stöðunni, framtakið sé lofsvert, öðrum til eftirbreytni og auki hróður Íslands sem leiðandi þjóðar á þessu sviði.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Kaupendurnir sjá vitaskuld einnig annmarka á þessu fyrir sitt leyti. Þeir draga fram vandamálin sem verða samfara því að framboðið minnkar. Og enn frekar láta þeir í ljós áhyggjur af því að vegna meiri samkeppni um minni fisk hækki verðið. Við kvörtum auðvitað ekki yfir hærra fiskverði en þó verður að gæta þess að boginn verði ekki spenntur um of og íslenskur fiskur verðlagður út af markaðnum. Við þekkjum það að of mikil og skyndileg verðhækkun getur hefnt sín, þótt síðar sé. Það getur verið erfitt og jafnvel ógjörningur í sumum tilfellum að endurheimta tapaðan markað eða markaðshlutdeild. En þrátt fyrir að kaupendurnir sjái fram á að verð hækki þá lýstu þeir því samt sem áður yfir að vegna þessarar ábyrgu afstöðu til nýtingar auðlindarinnar hyggðust þeir enn frekar en áður kaupa þorsk héðan.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Eins og gefur að skilja gæti þó verið annmörkum háð fyrir þá að kaupa meira en áður en þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi. Ég tel að í þessu geti því falist markaðsleg tækifæri. Við hljótum að hamra á þessum þáttum, ekki síst í ljósi yfirlýsts vilja flestra helstu kaupenda okkar að vita um uppruna fisksins til þess að geta borið þær upplýsingar á borð fyrir viðskiptavini sína. Þetta sýnir líka hvert lykilatriði það er að gæta að og verja það góða orðspor sem íslenskur sjávarútvegur nýtur og að hingað sé</span> <span>litið til fyrirmyndar að sjálfbærri og ábyrgri nýtingu auðlindarinnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í samhengi við þetta liggur beint við að víkja að umhverfisyfirlýsingunni um íslenskar fiskveiðar sem kynnt var í byrjun ágúst. Krafa markaðarins um upplýsingar um hvernig staðið er að veiðum nytjastofna eykst stöðugt. Við höfum ekki farið varhluta af þrýstingi á að íslenskar sjávarafurðir verði merktar sérstaklega, til staðfestingar því að nýting fiskistofnanna sé með ábyrgum hætti og í <span>samræmi við afrakstursgetu þeirra. Við þessu varð að bregðast til að tryggja áfram öndvegissess íslenskra afurða.</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fiskifélag Íslands hefur í samstarfi við aðildarfélög sín unnið að því að mæta þessum kröfum. Fyrsta skrefið er yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar þar sem gengið var út frá því að hugtakið &bdquo;íslensk fiskveiðistjórnun&ldquo;</span> <span></span><span>hefði jákvætt gildi í hugum þeirra sem kynnt hafa sér sjávarútveg. Með umhverfisyfirlýsingunni lýsa ábyrgir aðilar innan sjávarútvegsins, sem fást við stjórnsýslu, rannsóknir og starfa innan greinarinnar hvernig íslensk fiskveiðistjórnun virkar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fiskifélagið hefur í framhaldinu unnið frekar í þessum málum og mun vonandi fyrir árslok hafa tilbúna staðla, sem gera framleiðendum sjávarafurða kleift að fá vottað af óháðum aðila að sú afurð, sem boðin er til sölu hafi verið unnin úr hráefni, sem aflað hefur verið undir íslenskri fiskveiðistjórnun. Vottun af þessu tagi myndi vera stórt skref fram á við til þess að fullnægja þeim kröfum sem nú eru uppi á mörkuðum sjávarafurða. Í kjölfarið gætu framleiðendur svo fengið að nota sérstakt merki á afurðir sínar til staðfestingar því að þeim skilyrðum sé fullnægt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Yfirlýsingin er undirbúningur fyrir þetta vottaða ferli og fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að árétta að við Íslendingar stundum ábyrgar veiðar. Víða er höndlað með fisk sem er ólöglega veiddur eða veiddur úr stofnum sem eru ofnýttir. Kaupendur krefjast því í vaxandi mæli upplýsinga um uppruna vöru og því er mikill styrkur fyrir greinina að geta lagt þetta fram.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Umhverfisyfirlýsingin hefur vakið verðskuldaða athygli <span>erlendis sem og hér heima og viðbrögðin við henni verið góð. Hún er samin á ensku</span> og í kjölfar mikils áhuga ytra hefur hún verið þýdd bæði á frönsku og þýsku og er innan skamms einnig væntanleg á spænsku. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>-----------</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eins og kunnugt er tók Matís - Matvælarannsóknir Íslands til starfa í upphafi þessa árs. Þar sameinuðust þrjár einingar sem unnið höfðu að matvælarannsóknum og -þróun og úr varð öflugt nýsköpunar- og rannsóknafyrirtæki. Hlutverk Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs, bæta lýðheilsu og tryggja matvælaöryggi og sjálfbærni umhverfisins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Helstu markmið Matís eru að stuðla að nýsköpun og öryggi í matvælaiðnaði, stunda öflugt rannsókna- og þróunarstarf, auka verðmætasköpun og efla samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu á alþjóðlegum vettvangi. Höfuðáhersla fyrirtækisins er að sinna arðvænlegum rannsóknaverkefnum í samvinnu við atvinnulífið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Gott dæmi um nýsköpunarverkefni sem getur leitt til aukinnar samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs er rannsókn á mismunandi nýtingu flaka eftir veiðisvæðum. Í ljós hefur komið að nýting flaks af þorski sem er veiddur út af Suðausturlandi er t.d. betri heldur en af þorski sem er veiddur út af Norðurlandi. Þá nýtast flök betur frá júní til ágúst en aðra ársfjórðunga. Þetta er samstarfsverkefni Matís og nokkurra sjávarútvegsfyrirtækja sem eflaust eiga eftir að njóta góðs af niðurstöðunum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eitt af stóru verkefnum Matís eru eldisrannsóknir á þorski, bleikju og lúðu. Eldi er stór hluti af framleiðslu á sjávarfangi og fer stækkandi á heimsvísu. Því er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að vera virkir þátttakendur á þessu sviði. Ljóst er að fiskeldi getur, ef rétt er að málum staðið, orðið mikill vaxtarbroddur hérlendis. Með því að hraða þróuninni væri hægt að margfalda framleiðslugetu greinarinnar, skapa aukin atvinnutækifæri víða um land og útvega gott hráefni fyrir kröfuharða markaði. En ég ítreka viðvörunarorð sem ég hafði uppi á fundi á Ísafirði í fyrradag og vara við gullgrafarstemningu í tengslum við þorskeldið. Við eigum að taka næstu skref á grundvelli reynslu frumkvöðlanna og þeirri þekkingu sem þeir og vísindasamfélagið búa yfir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Matís sinnir ekki bara nýsköpunarstarfsemi heldur annast fyrirtækið einnig vöktun á lífríki hafsins umhverfis Ísland. Slíkar rannsóknir skipta miklu máli fyrir sölu á íslensku sjávarfangi á erlendum mörkuðum og gera okkur kleift að sýna fram á að veiðar fari fram í ómenguðu umhverfi. Ágætt dæmi um rannsókn af þessum toga er skýrsla Matís um breytingar á lífríki sjávar við landið. Þar kemur fram að mengun þungmálma í hafinu umhverfis landið er almennt vel undir alþjóðlegum viðmiðunarmörkum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Með stofnun Matís er búið er að sameina öflugar einingar í framsækið rannsókna- og nýsköpunarfyrirtæki og hefur sú sameining tekist vel. Fyrirtækið er með starfsemi á sjö stöðum víðs vegar um landið og er þar af leiðandi mikilvægur þáttur í uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Ég horfi bjartsýnn til framtíðar fyrir hönd Matís og vænti mikils af starfseminni í bráð og lengd.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>-----------</span></p> <p><span>Góðir áheyrendur.</span></p> <p><span>Það má heita orðið árvisst og er reyndar sennilega tíðara, að umræður hefjiast hér á landi um kosti og galla þess að leggja niður íslensku krónuna. Um það snýst sú umræða sem hefur það að leiðarljósi að taka upp evruna, þ.e. að kasta krónunni. Þetta er ekki ný umræða og þess vegna finnst mér það hlálegt en um leið ergilegt, að hlusta á þegar menn tala með þeim hætti að nú þurfi að hefja upplýsta umræðu. Vita menn ekki að umræða um Evrópumál hefur staðið linnulítið um margra ára skeið? Muna menn ekki umræðuna um EES-samninginn og hafa menn ekki tekið eftir því að þessi Evrópuumræða hefur verið mjög áberandi af hálfu stjórnmálamanna, álitsgjafa í fjölmiðlum og hinna svokölluðu talandi stétta í þjóðfélaginu? Almenningur hefur aftur á móti minni áhuga á þessu tali. Þetta er hins vegar spennandi umræða og sannarlega skiptir hún máli.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég fullyrði hins vegar að um fá mál hefur jafnmikið verið rætt og ritað eins og Evrópumálin og flesta anga þeirra. Sjálfur sat ég í nefnd sem forsætisráðherra skipaði um Evrópumálefni og skilaði viðamikilli skýrslu rétt fyrir síðustu alþingiskosningar. Í upphafi þess verks reyndum við að átta okkur á umfangi umfjöllunar um þessi mál það sem af væri og þá kom í ljós að stórir staflar af skýrslum höfðu safnast upp á nokkrum síðustu árum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er því ekki svo að umfjöllun hafi skort. Hitt er annað mál að umræðan um að kasta íslensku krónunni hefur oftar en ekki einkennst af einhverri óskhyggju um að það kynni að leysa öll heimsins vandamál. Vöruverð hér myndi lækka, draga úr gengissveiflum og betri skilyrði skapast fyrir íslenskt atvinnulíf. Þetta er óskapleg einföldun á flóknum veruleika. Ég held að flestir þeir sem rætt hafa þessi mál við fólk frá löndum sem horfið hafa frá eigin mynt þekki að víðast hvar hefur það leitt til tímabundinna verðhækkana, að minnsta kosti að mati almennings.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er líka þannig að hagstjórnarvandinn verður ekki úr sögunni við að leggja krónuna af. Þótt margir telji að með upptöku evru eða annars gjaldmiðils hér á landi yrði gengissveiflum útrýmt að mestu leyti, þá er það ekki svo að allir séu á eitt sáttir um það. Við skulum ekki gleyma því að jafnvel stór myntsambönd eins og evran og eins og bandaríkjadalur hafa sveiflast gegnum tíðina og fyrir því gefst engin trygging að þannig verði það ekki líka í framtíðinni. Það eru því á ferðinni ýmiss konar falsrök þegar rætt er um kosti og galla evrunnar. Hinu er þó ekki að neita að það er hægt að færa tiltekin rök fyrir upptöku evru sem enginn sem vill láta taka sig alvarlega í þessari umræðu lítur framhjá. Þau rök eru m.a. tíunduð rækilega í skýrslu Evrópustefnunefndar og nægir að vísa til þess. Það eru hins vegar líka á því mjög veigamiklir gallar sem menn verða að horfast í augu við. Þeir eru fyrst og fremst að með því afsölum við okkur hagstjórnartæki sem getur skipt miklu máli. Síðan er hitt að hagsveiflur hér á landi eru ekki endilega í takt við hagsveiflur á því myntsvæði sem við kynnum að vilja taka okkur bólfestu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er því ljóst að mikið misgengi og erfiðleikar gætu orðið hér í efnahagsstjórn ef við værum hluti af myntbandalagi þar sem gangur efnahagslífsins væri annar en hér á landi. Það er t.a.m. ljóst að á undanförnum mánuðum hefðum við orðið að beita gríðarlega hörðum aðgerðum í ríkisfjármálum ef við hefðum starfað innan Evrópumyntarinnar, evrunnar. Við hefðum örugglega orðið að draga mjög úr útgjöldum ríkisins til að minnka þensluna hér innanlands sem hefði trúlegast haft áhrif á atvinnustig, laun opinberra starfsmanna og þjónustu hins opinbera með einhverjum hætti.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta er hin pólitíski veruleiki sem menn verða auðvitað að horfast í augu við. Það er ljóst mál að með því að varpa fyrir róða þeim hagstjórnartækjum sem íslenski Seðlabankinn hefur yfir að ráða þyrftum við að beita þeim sem eftir stæðu með óbilgjarnari og afdráttarlausari hætti en áður.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég skil vel að ýmsir hafi efasemdir um íslensku krónuna þótt ég hafi þær ekki. En það er ljóst mál að menn verða að vanda sig við röksemdafærsluna þegar fjallað er um svo alvarlegan hlut og þvílíkt grundvallaratriði sem staða íslenska gjaldmiðilsins er. Menn taka ekki ákvarðanir á grundvelli falsraka. Menn breyta ekki um kúrs í þessum efnum á grundvelli upplýsinga sem ekki standast. Í þessari umræðu er vandasamt að taka þátt og hún krefst mikillar þekkingar og yfirvegaðrar afstöðu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hef tekið eftir því að forsvarsmenn stórra fyrirtækja hafa talað um nauðsyn þess að hverfa frá íslensku krónunni í sínum rekstri. Það er ákvörðun fyrirtækja og getur vel sýnst <span>&nbsp;</span>eðlileg út frá þeirra sjónarhóli, um það dæmi ég ekki. Fyrirtæki sem sækir sínar tekjur og hefur sín umsvif á erlendum vettvangi getur þess vegna talið að sér henti að slíta frekar tengslin við Ísland og er það auðvitað ákvörðun stjórnenda viðkomandi fyrirtækja. Það er að mínu mati hins vegar ekki rök fyrir því að íslenska þjóðin varpi frá sér sínum eigin gjaldmiðli.</span></p> <p><span>Og má ég svo bæta enn einu við, sem mér finnst stundum gleymast, ef til vill vegna þess að velgengnin hefur byrgt mönnum einhverja sýn.</span></p> <p><span>Það er ástæða til þess að <span>&nbsp;</span>undirstrika að styrkur fjármálastofnana okkar <span>&nbsp;</span>ræðst meðal annars af því efnahagsumhverfi sem þær starfa í. Því þótt bankarnir hafi eflst mjög á eigin forsendum með útrás, nýbreytni og fleiri stoðum undir reksturinn, er ljóst að eitt og sér dygði það ekki.</span></p> <p><span>Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbanka Íslands víkur meðal annars að þessu í viðtali við Fréttablaðið 25. febrúar sl. <span>&nbsp;</span>Þar segir hann:</span></p> <p><span>&bdquo;Það kemur nú bönkunum til góða hversu mikilvægir þeir eru í íslensku efnahagskerfi í heild sinni og hvaða þýðingu þeir hafa í greiðslumiðlunarkerfi landsins. Moodys lítur meðal annars á það sem styrk að þeir skuli vera staðsettir í ríki þar sem seðlabanki fari með prentunarvald, það er eigin mynt.&ldquo;</span> <span></span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þetta er athyglisvert og verðskuldar að á það sé bent. Gagnstætt því sem ýmsir hafa sagt þá felst styrkleiki í íslensku krónunni. Hér ekki vísað í pólitískt mat, heldur mat alþjóðlegs matsfyrirtækis, sem nýtur slíks álits að skoðanir þess ráða lánshæfi banka, fjármálastofnana og heilla þjóðríkja. Eftir þessu ber því að hlusta og þessa staðreynd ber að undirstrika.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Það er<span>&nbsp;</span> vandi að stýra íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við þær aðstæður sem nú eru. Mikil ferð er á efnahagslífinu, uppbygging á fjölmörgum sviðum og samkeppni hörð um fólk og fjármagn. Sjávarútvegurinn hefur úr minna hráefni að moða almennt vegna þorskaflaniðurskurðarins. Við höfum hins vegar séð hvernig stjórnendur greinarinnar hafa náð þeim ævintýralega árangri að búa til meiri verðmæti úr minna hráefni. Markaðsaðstæður eru okkur hagfelldar, kunnátta og þekking starfsfólks og stjórnenda er ótvíræð. Það er því mín trú að upp úr þessum öldudal muni okkur takast að sigla, þótt vænta megi ágjafar. Trú mín á íslenskan sjávarútveg og það fólk sem þar starfar er því sem fyrr algjörlega óbilandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2007-09-27 00:00:0027. september 2007Kynningarfundur á Ísafirði um þorskeldi 26. september 2007

<p align="center"><strong><span>Ávarp Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>á opnum kynningarfundi á Ísafirði um þorskeldi, 26. september 2007</span></strong></p> <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p><span>Ágætu gestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil þakka fyrir þetta tækifæri til að koma hingað og vera með ykkur og fá að heyra af eigin raun um stöðu fiskeldis hér á landi, sér í lagi á Vestfjörðum, enda hefur framþróunin í þorskeldi verið hvað mest hér á þessu svæði af landinu öllu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eldi er stór hluti af framleiðslu á sjávarfangi og fer stækkandi á heimsvísu. Því er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að vera virkir þátttakendur í rannsóknum og þróun á þessu sviði. Í þorskeldisrannsóknum hér á landi hefur verið unnið að því að seinka kynþroska þorsks eins og mögulegt er svo hann haldi áfram að stækka þannig að hægt verði að auka hagkvæmni í eldinu. Uppbygging þorskeldis á Íslandi í atvinnuskyni er mjög mikilvægt en um leið áhættusamt langtímaverkefni sem krefst samstillts átaks opinberra aðila og einkafyrirtækja.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eitt af stóru verkefnum Matís eru eldisrannsóknir og þróun í eldi fyrir þorsk, bleikju og lúðu. Matís hefur á Vestfjörðum rannsakað leiðir til þess að tryggja að eldisþorskur nái sláturstærð á sem skemmstum tíma. Notuð eru sérhönnuð ljós fyrir sjókvíaeldi sem koma í veg fyrir að þorskurinn upplifi skammdegið, en þegar sumri fer að halla og sól lækkar á lofti fer þorskurinn að þroska með sér kynkirtla. Hann verður svo kynþroska að vori og hrygnir frá febrúar til maí.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Með því að hraða þróun í fiskeldi hér á landi er mögulegt að margfalda framleiðslugetu fyrir greinina, skapa aukin atvinnutækifæri víða um land og útvega gott hráefni fyrir kröfuharða markaði. Fram hefur komið hjá norskum prófessor að ekki sé hægt að ala þorsk fyrir sunnan Bergen í Noregi sem ætla má að gefi Íslandi aukið tækifæri á þessu sviði. Það er því ljóst að fiskeldi getur nýst afar vel við að byggja upp hagkvæma grein í íslenskum sjávarútvegi, ekki síst við firði á landsbyggðinni þar sem nægilegt rými er til staðar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við erum nú á þessum tímapunkti stödd á eins konar þröskuldi hvað þorskeldið áhrærir. Við þurfum að taka ákvarðanir um framtíðina og hvert skuli stefna. Þrotlaus, kostnaðarsöm og þolinmóð vinna er að baki. Við höfum lært mikið og nú er komið að því að taka skrefin fram á við. Þótt öllum spurningunum hafi ekki verið svarað vitum við að það felast miklir möguleikar í þorskeldinu; möguleikar sem ég er ekki einn um að binda miklar vonir við.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En gáum að okkur. Mér finnst ég skynja núna dálítið svipaða umræðu um þorskeldið og í árdaga þeirrar atvinnustarfsemi. Gullgrafarastemninguna. Hún á lítinn rétt á sér. Þorskeldið krefst sem fyrr mikils fjármagns og<span>&nbsp;</span> þekkingar sem bara fæst af reynslu og með vísindalegri nálgun. Menn byggja ekki upp þorskeldi eins og hendi sé veifað. Það krefst allt annarra vinnubragða og gríðarlegrar ögunar. Það kennir okkur reynslan og er hún ekki alltaf ólygnust? Hér inni má finna menn með þessa miklu reynslu og þekkingu sem geta borið um allt þetta. Það er á grundvelli þeirrar reynslu sem ég held að við eigum að byggja okkar næstu skref. Og því tel ég að stjórnvöld eigi að styðja við slíka viðleitni af hálfu atvinnugreinarinnar sjálfrar, þar sem menn byggja á þeirri þekkingu sem hefur safnast upp innan fyrirtækjanna og í vísindasamfélaginu okkar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Prokaria, sem er líftæknisvið Matís, hefur ennfremur unnið náið að eldisrannsóknum með því að rannsaka fiskafjölskyldur; skoða vöxt og kynþroska út frá erfðaefnum. Með slíkri aðferð er hægt að velja hvaða fjölskyldur henta best til eldis og býður þetta upp á ýmsa spennandi möguleika. Nú þegar er farið að selja slíkar rannsóknir erlendis, svo sem til Noregs.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Vonast er til þess að hægt verði að selja þessar rannsóknir víðar þegar fram líða stundir. Matís gerir sér ennfremur vonir um að notfæra þekkingu Prokaria, á sviði erfðatækni og erfðagreiningar, fyrir matvælaiðnaðinn í heild sinni. Þar eru því tækifæri til að tengja upplýsingar um samsetningu og innihald í matvælum við upplýsingar um neyslu matvæla.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>AVS-sjóðnum er fátt óviðkomandi þegar kemur að uppbyggingu í sjávarútvegi, og er markvisst reynt að hafa fjölbreytnina að leiðarljósi og skapa ný tækifæri við hlið hefðbundinna greina. Þorskeldið hefur allt frá byrjun skipað veglegan sess hjá AVS, stutt af árlegri kvótaúthlutun til áframeldis á þorski. Þannig hefur fyrirtækjum gefist tækifæri til að öðlast reynslu, þekkingu og færni til að takast á við vaxandi atvinnugrein. AVS hefur einnig styrkt verkefni sem tengist kynbótum í þorskeldi. Þá hefur sjóðurinn átt þátt í að renna styrkari stoðum undir bleikjueldi þar sem hátt á annan tug milljóna er varið í markaðsátak fyrir bleikjuafurðir.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Árið 2007 er fimmta árið sem AVS úthlutar til rannsókna og þróunarverkefna í sjávarútvegi. Á þessum fimm árum hefur AVS-sjóðurinn veitt hátt á þriðja hundrað styrki að upphæð tæpar 900 milljónir kr. Er þetta innan við helmingur kostnaði þessara verkefna og því má fullyrða að AVS hefur gert það að verkum að unnin hafa verið rannsókna- og þróunarverkefni í íslenskum sjávarútvegi fyrir rúma 2 milljarða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Langflest þessara verkefna eru samvinnuverkefni fyrirtækja, rannsóknastofnana og háskóla um allt land. Allnokkrir mastersnemar hafa tengst verkefnum AVS og innan skamms munu fyrstu doktorsnemarnir ljúka sínu námi sem byggt er að stórum hluta á verkefnum styrktum af AVS. Þannig hefur sjóðurinn náð að efla þekkingu og laða að nýja og velmenntaða sérfræðinga í sjávarútvegi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sjávarlíftækniverkefni hafa einnig verið á borði AVS ásamt fjölbreyttum verkefnum er tengjast hefðbundnum sjávarútvegi, svo sem veiðum og vinnslu og einnig eru nokkur verkefni styrkt sem taka á markaðssetningu nýrra og hefðbundinna afurða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sjávarútvegsfyrirtæki munu áfram gegna lykilhlutverki í uppbyggingu þorskeldis hér á landi á næstu árum en þó með aðkomu hins opinbera að nokkrum þáttum. Sem dæmi má nefna að veittur var beinn styrkur til uppbyggingar á kynbótafiski sem nemur 25 m.kr. á ári til Icecod í gegnum AVS.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Norðmenn hafa haft forystu í þorskeldi í heiminum og því er sérstaklega áhugavert að byggja upp markvisst samstarf við SINTEF sem er norsk tæknirannsóknastofnun í Þrándheimi.<span>&nbsp;</span> Það er ljóst að Norðmenn og Íslendingar geta lært mikið hvor af öðrum þar sem afkoma sjávarútvegs landanna byggist mjög mikið á þorski.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu gestir,</span></p> <p><span>Eins og ég nefndi í upphafi leggur Matís mikla áherslu á nýsköpun, öflugt rannsókna- og þróunarstarf og verðmætasköpun. Þessi mikla þekking sem er til staðar hjá fyrirtækinu nýtist allri landsbyggðinni því Matís er staðsett á 7 stöðum víðs vegar um landið. Þá hefur verið lögð mikil áhersla á að fjölga sérfræðistörfum á landsbyggðinni, svo sem hér á Vestfjörðum. Fyrirtækið leggur ennfremur áherslu á að laða að erlenda aðila til landsins, eins og fulltrúa SINTEF hingað á Vestfirði, til þess að þróa alþjóðlegt samstarf enn frekar og efla þekkingu til hagsbóta fyrir svæðið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Matís er því mikilvægur þáttur í uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni til framtíðar og sem fyrr vænti ég mikils af starfinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2007-09-03 00:00:0003. september 200740 ára afmæli Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, 31. ágúst 2007

<p>Ávarp Einars Kristins Guðfinnssonar, landbúnaðarráðherra í tilefni þess, flutt 31. ágúst 2007</p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Ágæta samkoma, heiðraði sendiherra Noregs&nbsp;- Margit Tveiten.</span></p> <p><span>Til hamingju með daginn.</span></p> <p><span>Við erum hingað saman komin til að fagna merkum áfanga í sögu íslenskrar skógræktar; 40 ár eru liðin frá því Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins hóf starfsemi sína hér á Mógilsá. Það er kunnara en frá þurfi að segja að rannsóknastöðin var þjóðargjöf Norðmanna til Íslendinga og ég get fullyrt að sú gjöf kom sér vel og hefur ávaxtað sitt pund ef svo má segja.</span></p> <p><span>Rætur frændsemi og vináttu liggja djúpt og eru sterkar milli Noregs og Íslendinga, og þarf engan að undra; náskyldar þjóðir af sama uppruna og bú að sömu menningu.</span></p> <p><span>Timbur, smíðavið og ýmsa verkkunnáttu er lýtur að nýtingu skógarafurða höfum við fengið frá Noregi og get ég m.a. nefnt að fjölmörg timburhús voru flutt tilhöggvin hingað til lands og prýða marga staði enn. Þá höfum við sótt ýmsa þekkingu er lýtur að skógrækt til Noregs og nægir þar að nefna fjölda Íslendinga sem stundað hafa skógræktarnám við Háskólann í Ási og komið þaðan fullnuma í fræðunum og nýtt þekkingu sína við íslenska skógrækt.</span></p> <p><span>Norðmenn gerðu sér hins vegar grein fyrir því að þessi frændþjóð þeirra átti langt í land hvað skógrækt varðaði og að flest vantaði til að rækta mætti á Íslandi skóg með sæmilegu móti. Þótti þeim ráð að hlaupa undir bagga og gefa þessari skóglausu þjóð eitthvað sem um munaði svo að hún gæti orðið sæmilega bjargálna hvað þetta varðaði.</span></p> <p><span>Það var sjálfur Ólafur V. Noregskonungur sem hingað kom færandi hendi fyrir 40 árum síðan og færði Íslendingum 1 milljón norskra króna sem þjóðargjöf frá Norðmönnum og skyldi gjöfinni vera ætlað að styrkja íslenska skógrækt og vera jafnframt sýnilegur minnisvarði til framtíðar um þessa höfðinglegu norsku þjóðargjöf.</span></p> <p><span>Niðurstaðan varð sú að upp reis Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins hér á Mógilsá á Kjalarnesi, - á jörð sem var þá berangur einn. Breyting hefur orðið þar á eins og sjá má.</span></p> <p><span>Ágæti sendiherra Noregs.</span></p> <p><span>Enn leyfi ég mér fyrir hönd Íslendinga að flytja norsku þjóðinni kærar þakkir fyrir þeirra höfðinglegu gjöf.</span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Ég ætla mér ekki að rekja frekar sögu Mógilsár undanfarin 40 ár, - til þess eru aðrir betur bærir. Hitt er mér ljóst, bæði nú og áður, hve þessi gjöf Norðmanna og það starf sem unnið hefur verið á Mógilsá hefur verið Íslendingum mikilvægt. Þekking sem þaðan er runnin, byggð á tilraunum og rannsóknum á skógi, hefur skipt sköpum fyrir allt skógræktarstarf Íslendinga.</span></p> <p><span>Við skulum hafa í huga að ekki eru nema fáeinir áratugir síðan vafasamt var talið að hægt væri að rækta skóg á Íslandi og örfá ár síðan talið var að það yrði ekki gert nema á takmörkuðum svæðum landsins.</span></p> <p><span>Allt er þetta breytt og nú vita menn að hægt er að rækta skóg á öllu landinu og sem meira er - með hreint ágætum árangri. Ég er þess fullviss að þessi nýja afstaða byggir ekki hvað síst á því þekkingarstarfi sem hér hefur verið unnið á Mógilsá.</span></p> <p><span>Það er löngu vitað, að eigi atvinnuvegur eða hvaða framkvæmdir sem eru að takast vel, verður þekking og reynsla að vera til staðar. Íslensk skógrækt er ung að árum og kannanir hafa sýnt að hún nýtur velvildar hjá þjóðinni. Að sama skapi má fullyrða að þjóðin fylgist með árangrinum. Því er afar mikilvægt að við framkvæmdina sé vel að verki staðið; að valin séu rétt erfðaefni til ræktunar, að rétt sé að ræktun staðið og skóginum viðhaldið með réttum hætti. Það voru þessi sjónarmið sem réðu því að hér á Mógilsá var komið á fót rannsóknarstöð í skógrækt.</span></p> <p><span>Málefni skógræktar hafa verið vistuð í landbúnaðarráðuneytinu frá því það tók til starfa og áður í atvinnumálaráðuneytinu. Nú er ljóst að það breytist eins og kunnugt er.</span></p> <p><span>Mér er hér og nú skylt að nefna að þótt og þrátt fyrir að málaflokkurinn fari frá landbúnaðarráðuneytinu, að þá verði enn sem áður að vera mikil og góð samvinna milli íslensks landbúnaðar og íslenskra sveita við þá sem stjórna skógræktinni og þar með rannsóknum og tilraunum á hennar vegum.</span></p> <p><span>Í fyrsta skipti má sjá vísi að því að skógræktin sé að verða atvinnugrein, - ný búgrein hér á landi. Hún sem slík verður að geta sótt sér þekkingu og það hlýtur að vera skylda þeirra sem yfir viskubrunninum ráða að gæta þess að þar sé jafnan eitthvað í að sækja fyrir þá sem þangað þurfa að leita.</span></p> <p><span>Ágætu hátíðargestir.</span></p> <p><span>Um leið og ég óska Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins til hamingju með 40 ára farsælt starf, leyfi ég mér að láta þá von í ljós að skógræktarrannsóknir megi áfram eflast og dafna og að þær skili áfram og enn frekar mikilvægum niðurstöðum til þeirra sem á þurfa að halda.</span></p> <br /> <br />

2007-08-31 00:00:0031. ágúst 2007Alþjóðlegt samráðsþing um jarðvegsvernd á Selfossi þann 31. ágúst 2007

<br /> <br /> <p><strong><span>Mr chairman, distinguished guests.</span></strong></p> <p><span>I welcome you to this important gathering here in Selfoss to deliberate on Soils Society and Global change. It is a pressing and timely subject. At the same time we use the occasion here in Iceland to reflect on our efforts in restoring our damaged ecosystem during the last century.</span></p> <p><span>At the turn of the nineteenth century many things were happening simultaneously. Icelanders were reassessing their ties to the Danish state and its Monarch, home rule was established in 1904, independence followed in 1918 and the establishment of the republic in 1944.</span></p> <p><span>A law on forestry including the fight against soil erosion and moving sand was passed in Althingi on the 22nd of November 1907. The law marked the onset of systematic public efforts in these fields although some initiatives had been taken earlier.</span></p> <p><span>Ungmennafélag Íslands, the Youth Society of Iceland, was founded that same year 1907. Chapters within the Youth Society were formed in all districts of the country. The emphasis was upon cultural and physical education, voluntary work in land betterment through tree planting and revegetation efforts. There was a general awakening. Optimism and commitment to improvement swept the country.</span></p> <p><span>The law on Forestry and on combating erosion is therefore closely linked to the resurrection of the Icelandic nation led by Hannes Hafstein, the first Icelandic minister under home rule. Hannes Hafstein was a visionary and a poet and galvanised the nation with his vision of improved life. The cornerstone was judicious use of natural resources of land and sea.</span></p> <p><span>His poem Aldamótaljóð, Ode to the new Century, is often cited especially these two verses.:</span></p> <p><span>The time will come, Iceland, when you will arise<br /> from the depths of the ages, your birthright the prize.<br /> Your energy will <span> </span>burst forth where hidden it lies,<br /> your rocks clad once more in growth?s colourful guise.</span></p> <p><span>The time will come when the land?s wounds are healed,<br /> the countryside thriving, the moors clad with fields,<br /> sons harvesting bread that the fertile soil yields,<br /> culture will bloom in the new forest?s shield.</span></p> <p><span>The task was overwhelming. Erosion was rampant following a very cold and difficult century. Only small remains were left of the natural birch forests. They are estimated to have covered a quarter of the land surface at the time of settlement in the ninth century, Overexploitation was still present through the harvest of firewood and increased grazing pressure. The nation prevailed while the forests died.</span></p> <p><span>Icelanders have a long tradition of seeking knowledge in other countries and adapting ideas and processes to national circumstances. It was therefore natural that Hannes Hafstein recruited a Danish forester, Agnar Kofoed Hansen, to shape and lead the new Forestry and land reclamation institute . Kofoed Hansen had wide experience in reforestation including sand dune containment in the Baltic countries. The experience and successes gained through establishing the windbreaks that saved the western districts of Jutland in Denmark was an inspiration for the work facing the Icelanders.</span></p> <p><span>Kofoed-Hansen was keenly aware of the special nature of the Icelandic soils and wrote a remarkable treatise on the loessial characteristics of these soils and their propensity for erosion and the significance this had for the possibilities of tree growth. He received an offer of an honorary doctorate from the University of Krakow in Poland for this treatise. This is one of the first serious scientific papers on the special nature of Icelandic soils that have received increased attention in latter years.</span></p> <p><span>The work of the Forestry Service evolved in two main directions, on the one hand traditional forestry including management and trials with new introduced species, and on the other hand was the tough struggle to halt the extensive soil erosion and sand movement. It was deemed that these tasks would be best handled in two separate organisations and so it has been since 1914. However, the two sister organisations the Forestry Service of Iceland and the Soil Conservation Service with common roots in the law from 1907 share many goals and aspirations and cooperate extensively on many issues.</span></p> <p><span>The headquarters for the Soil Conservation Service was built in the eye of the storm, literally, at the historic farm Gunnarsholt which had been abandoned because of serious sandstorms that had ravaged the formerly fertile farmland. Black basalt sand filled the air and destroyed the vegetation.</span></p> <p><span> Gap vas Ginnunga en gras hvergi</span></p> <p><span>There was a great dark void<span> </span> and no grass</span></p> <p><span>to quote the ancient poem Völuspá or Prophecy.</span></p> <p><span>This afternoon and evening we will visit Gunnarsholt. Our chairman and director of the Soil Conservation Service, Sveinn Runólfsson, will be our host and you will witness the transformation of land that was almost completely barren to the productive farmland that it is today.</span><span> </span></p> <p><span>To restore the whole of Iceland to good farmland that would sustain a productive farming community and growing urban population was the aim set forth at the beginning of the last century. In large districts this has been successful and the Icelandic people keenly follow the work and successes of this centennial effort.</span></p> <p><span>Energy, dedication, and enthusiasm are but a few of the positive adjectives that can be used in praise of the staff of the Soil Conservation Service. There has always been a new frontier mindset and courage to enter new paths to improve on the results in containing the destructive forces of sand movement and revegetate barren land.</span></p> <p><span>Due praise must also be given to the sister organisations that have worked closely with the Soil Conservation Service in research and innovation relating to sustainable land use and land reclamation. The efforts of the Agricultural University of Iceland and its predecessor, the Agricultural Research Institute have contributed in no small measure to the success of this work. The Agricultural Advisory service and farmers also deserve recognition for their role in large land reclamation projects. Here the spirit from the Youth movement is still vibrantly alive.</span><span> </span></p> <p><span>Lastly homage is gratefully given to persons and institutes of learning in other countries. Virtually all our scientific staff seeks their education abroad leading to an exchange of ideas and new approaches. This has significantly impacted the progress made here in Iceland.</span></p> <p><span>It is especially gratifying to be able to reciprocate by introducing this Icelandic model to international community in this important forum. We believe that the development of this work in our special environment may hold some interesting features that may be fruitfully employed in many of the developing countries that face the threats of desertification in much the same way as Icelanders did at the start of last century.</span></p> <p><span>The Icelandic government has decided that development cooperation will play a more significant role in the foreign policy of Iceland in the coming years. Our most successful examples of such cooperation are those where we share our own experience and know-how with countries that are now in a position akin to that which we experienced ourselves almost within living memory of present day Icelanders.</span></p> <p><span>Through the initiative of the Ministry for Foreign Affairs a project has been launched in education and training in cooperation with the developing countries. We wish to share our experiences with others who find themselves in a similar position to Icelanders at the beginning of the twentieth century. This model in development cooperation has been successfully applied in the fields of fisheries and geothermal energy utilisation.</span></p> <p><span>It is therefore with a particular pleasure for us today to welcome a small group of young professionals from five countries that are taking part in a training course in soil conservation. This is a first small step towards a fully-fledged training programme that may within few years become a part of the United Nations University and the family of capacity building programmes.</span></p> <p><span>I extend my welcome and gratitude to you all for attending and contributing to this forum. I wish you success with your important work.</span></p> <br /> <br />

2007-08-27 00:00:0027. ágúst 2007Ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 24. ágúst 2007

<p align="center"><strong>Ræða Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á 15. ársfundi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, haldinn að Húnavöllum 24. - 25. ágúst.</strong></p> <p align="center"><span> </span></p> <p><span>Ágætu fundarmenn</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ég vil í upphafi þakka kærlega fyrir það tækifæri að fá að flytja hér fáein orð um þá málaflokka sem ég hef nú með höndum í þeim tveimur ráðuneytum sem ég stjórna, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ég neita því ekki að það urðu talsverðar breytingar á mínum högum þegar það var ákveðið við nýja stjórnarmyndun að breyta í umtalsverðu mæli skipulagningu þessara tveggja ráðuneyta. Þau verða sameinuð og munu starfa sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Þó er það ekki þannig, að um sé að ræða algjöra sameiningu á þeirri starfsemi sem áður fór fram í ráðuneytunum tveimur, því jafnframt þessu er ætlunin að að stokka nokkuð upp skipulag þeirra. <span><span> </span></span>Auðvitað má segja sem svo að allt orki tvímælis þá gjört er og vissulega kunna að vera skiptar skoðanir um það fyrirkomulag sem tekið verður upp. Ég vil í því sambandi þó fyrst og fremst segja að við höfum séð gríðarlegar breytingar verða á flestum sviðum þjóðlífsins og á það við jafnt um opinber fyrirtæki sem einkafyrirtæki. Flest það sem við þekkjum í kringum okkur, í skipulagi sveitarstjórna svo dæmi sé tekið, hefur sömuleiðis breyst. Það má segja að tiltölulega litlar breytingar hafi orðið á sjálfu stjórnarráðinu og því er ekki óeðlilegt að þau mál séu tekin til endurskoðunar nú sem endranær.<span> </span></span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Hvað varðar landbúnaðarráðuneytið þá hefur sú ákvörðun verið tekin að flytja landbúnaðarskólana undir menntamálaráðuneytið. Það er skynsamlegt að mínu mati því auðvitað er eðlilegast að menntamálunum sé skipað í sameiginlegan sess innan stjórnarráðsins. Þetta er þó ekki einfalt mál. Það þarf til að mynda að ganga þannig frá rannsóknaþættinum að aðgengi atvinnugreinarinnar sjálfrar að rannsóknastarfseminni sé fyrir hendi og tryggt. Eins og menn vita var Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri stofnaður fyrir skömmu og þar er jafnframt staðsett sú rannsóknastarfsemi sem áður fór fram innan RALA.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Þá er gert ráð fyrir því að skógrækt og landgræðsla færist til umhverfisráðuneytis en með veigamikilli undantekningu þó. Það er gengið út frá því að sú landshlutabundna skógræktarstarfsemi sem fer fram á vettvangi bændanna sjálfra vítt og breitt um landið verði áfram innan vébanda landbúnaðarráðuneytisins. Það er eðlilegt enda er þetta landbúnaðartengd starfsemi að öllu leyti. Sú tilfærsla sem verður hins vegar<span> </span> með færslu skógræktar og landgræðslu felur eingöngu í sér flutning þessara tilteknu stofnana en sá hluti þessarar starfsemi sem lítur beint að umsvifum bændanna verður innan vébænda landbúnaðarráðuneytisins.<span> </span> Þessi mál hafa þó ekki verið útfærð að öllu leyti en sú útfærsla mun líta dagsins ljós á haustdögum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Matvælaeftirlit fer nú fram í þremur stofnunum sem heyra undir jafn mörg ráðuneyti. Þessi starfsemi verður sameinuð, færð undir einn hatt og mun heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Þetta á að geta aukið skilvirkni og lækkað kostnað þegar fram í sækir.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Landbúnaðarráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið verða eitt ráðuneyti og það hefur auðvitað i för með sér ýmiskonar breytingar. Hér er ekki um að ræða að þessi ráðuneyti starfi hvort í sínu lagi heldur sem ein heild þar sem ætlunin er að samnýta kraftana. Markmiðið er auðvitað að reyna að ná betur utan um þá málaflokka sem ráðuneytunum er ætlað að þjóna. Ég tel að í þessu geti falist margs konar tækifæri sem er tilhlökkunarefni að takast á við.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Stundum er reynt að halda því fram að þessar tvær atvinnugreinar séu á vissan hátt atvinnugreinar gærdagsins. Það er að öllu leyti rangt. Að mínu mati verða þessar atvinnugreinar áfram um ókomin ár burðarásar í íslensku atvinnulífi, ekki síst á landsbyggðinni. Sannarlega eru margskonar breytingar að eiga sér stað í efnahagsumhverfi okkar. Við þekkjum ævintýralegan vöxt nýrra atvinnugreina sem hafa ekki síst sótt tekjur sínar og styrk<span> </span> til erlendrar starfsemi sem hefur flutt hingað mikinn auð og efnahagsleg áhrif. Það breytir því þó ekki að enn sem fyrr verður hlutur sjávarútvegs og landbúnaðar mikill.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Á hinn bóginn er alveg ljóst mál að þessar atvinnugreinar standa núna frammi fyrir mjög miklum breytingum. Einkanlega vegna þess að sú þróun sem hefur orðið í okkar efnahagslega umhverfi kallar á þessar breytingar. Sjávarútvegur jafnt og landbúnaður þarf á öllu sínu að halda til að standast samkeppni við aðrar atvinnugreinar í landinu. Engu að síður verða þessar atvinnugreinar lykilþáttur í byggðaþróuninni okkar af þeirri einföldu ástæðu að sú starfsemi sem þar fer fram er að mestu leyti á landsbyggðinni.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ég held þess vegna að það sé ákaflega mikilvægt fyrir okkur sem hér erum stödd, að gera okkur grein fyrir breytingunum sem nú eru að verða í þessu umhverfi. Tökum landbúnaðinn fyrst sem dæmi. Íslenskur landbúnaður hefur breyst ótrúlega mikið á mjög skömmum tíma. Það er enginn vafi á því að í umræðunni í þjóðfélaginu er þeirri mynd ekki brugðið upp. Þó eru þar miklar breytingar, við sjáum t.d. gríðarlega stækkun búa, sérstaklega á sviði mjólkurframleiðslu í landinu. Mjólkurbúunum hefur fækkað mjög mikið. Þetta er að mínu mati algerlega óumflýjanleg þróun. Það eru miklar kröfur af hálfu neytenda um lækkandi vöruverð og það eru miklar kröfur um heilbrigði í framleiðslunni og sömuleiðis þarf atvinnugreinin að standast þá miklu samkeppni sem aðrar atvinnugreinar veita henni.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Stærðarhagkvæmni er augljóslega mikil í mjólkurframleiðslu og þess vegna er það þannig að við þurfum að gera ráð fyrir því að þessi þróun haldi áfram með einhverjum hætti á komandi árum. Það á sér líka svo mikil tækniþróun stað innan mjólkurframleiðslunnar. Það kallar á mikla fjárfestingu og sú fjárfesting verður einungis borin uppi af stórum búum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Sömu sögu er í raun að segja af sauðfjárræktinni. Hún er líka undir mikilli pressu um lækkun vöruverðs. Jafnframt hefur átt sér stað gríðarlega mikil tækniþróun. Um síðustu helgi var ég á landbúnaðarsýningu á Sauðárkróki þar sem þetta kom mjög vel fram. Tæknilegir þróunarmöguleikar í sauðfjárræktinni eru miklu meiri heldur en margur hyggur og afkastaaukningin verður þar mikil. Það kallar líka á stærri bú. Við sjáum ennfremur að það hefur orðið gríðarleg breyting að ýmsu leyti í landbúnaðinum, það er vaxandi sókn æ fleiri til þess að eignast jarðir til margvíslegra nota.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í raun og veru er að mínu mati að verða úrelt að tala um skil milli þess sem kallað hefur verið hefðbundinn landbúnaður og annars landbúnaðar. Íslenskur landbúnaður er núna fjölþættari heldur en nokkru sinni fyrr. Það gerir það að verkum að jarðir verða stöðugt verðmætari. Það er ekki langt síðan bændur stóðu oft á tíðum frammi fyrir því að loknu ævistarfi sínu að eignir þeirra voru lítils sem einskis metnar. Nú er þetta breytt. Eignamyndunin í landbúnaðinum er gríðarlega mikil. Það er ekki síst að þakka þeirri breytingu sem ég hef þegar rakið og því að notin og nýting landsins eru orðin fjölþættari en áður.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Þetta er ánægjulegt. Aukin eignamyndun í sveitum skapar nýja möguleika, en býr vitaskuld til ný úrlausnarefni. Það er til dæmis ljóst að þetta þrýstir búgreinum eins og mjólkurframleiðslu ? en einkum þó sauðfjárframleiðslu ? fjær mesta þéttbýlinu og út á jaðrana. Því er líklegt að áhrifa þessa muni mjög gæta á komandi árum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Hestamennska, ferðaþjónusta og veiðihlunnindi eru allt í dag orðin hluti af almennum íslenskum landbúnaði, og í sumum héruðum er það svo að til að mynda veiðihlunnindi bera uppi tekjumyndun íslensks landbúnaðar. Hér í Húnavatnssýslu er það m.a. þannig að veiðihlunnindi eru veigamikill þáttur í atvinnusköpun innan landbúnaðarins og tekjumyndun innan greinarinnar. Sama er að segja um ferðaþjónustu og ekki þarf að fjölyrða um þátt hestamennskunnar í þeirri miklu breytingu sem hefur átt sér stað í íslenskum landbúnaði.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Það er líka athyglisvert að sjá hvernig þróunin hefur orðið hér á landi, við sjáum þessa þróun varðandi stækkun framleiðslueininganna, mjólkurbúanna og sláturhúsanna. Það er líka merkilegt að mál skulu vera þannig hér á vestanverðu landinu að einungis þrjú sláturhús starfa nú í öllu norðvesturkjördæminu, og þau eru öll staðsett innan tiltölulega lítils radíuss hér á Norðvesturlandi. Þetta er mikil breyting á undraskömmum tíma.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Frá því að sláturhúsin urðu aðeins þrjú hafa þau öll aukið hlut sinn á landsvísu í sauðfjárslátrun, mismikið þó. Sölufélag Austur-Húnvetninga eða SAH Afurðir ehf. hafa aukið sýnu mest við sig. Árið 2003 var slátrað þar tæplega 66 þúsund fjár eða sem nam 11,8% á landsvísu. Í fyrra voru það liðlega 87 þúsund fjár og 16,3% landsframleiðslunnar. Á sama tíma jókst hlutur Kaupfélags Skagfirðinga um ríflega tvö prósentustig og nam í fyrra 19,7%. Hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga er breytingin lítil á þessum fjórum árum. Þar hefur verið lógað um og yfir 12% sláturfjár á ári, eða sextíu og eitt til sextíu og sjö þúsund kindum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í fyrra var því tæplega helmingi alls sláturfjár á landinu lógað í þessum þremur húsum og hefur hlutur þeirra vaxið um 17% frá 2003. Þetta er sem sagt veruleikinn. Nær annar hver dilkur sem bíður örlaga sinna í sláturhúsum á haustin fer um sláturhúsin hér á Norðvesturlandi. Þetta er athyglisvert og sýnir eftirtektarverða þróun.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ég á ekki von á því að þessi þróun breytist mikið. Við kunnum hins vegar að sjá vaxtarbrodda sem fela í sér hugmyndafræðina, framleiðsla beint frá býli. Það er þáttur sem ég hef áhuga á að styðja við eftir föngum á næstunni. En í stórum dráttum hygg ég að við munum sjá öflug stór úrvinnslufyrirtæki og tiltölulega fá smærri.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Íslenskur sjávarútvegur er sömuleiðis að ganga í gegnum gríðarlega miklar breytingar. Þessar breytingar helgast ekki síst af þeirri staðreynd sem ég nefndi, þeirri miklu samkeppni sem hann stendur í hér innanlands. Þar er gríðarleg krafa um hagræðingu, sem segja má að hafi fengið tvöfaldan byr undir vængi sína með þeim niðurskurði aflaheimilda í þorski sem allir þekkja og er að taka gildi innan fáeinna daga.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Sjávarútvegurinn á engan kost í þessari stöðu nema fylgja þeirri hagræðingu sem átt hefur sér stað. Sjávarútvegurinn á ekki annan kost en þann að taka að fullu þátt í tæknivæðingunni sem leiðir til lækkunar á kostnaði. Í þessu sambandi vil ég vekja athygli á því sem fram kemur m.a. í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kynnt var í tengslum við aflaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að framleiðniaukning í fiskvinnslu á Íslandi nemur 5,5% á ári að jafnaði frá 1998. Í fiskveiðum var framleiðniaukningin 3,1% á sama tíma. Þetta er talsvert meira en á tímabilinu 1991 ? 1997 þegar tölurnar voru 4% í vinnslu og 1,3 % í veiðum. Þetta er vísbending um það sem koma skal.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Á síðasta Alþingi komu fram tölur um þróun ársverka í sjávarútvegi sem að ríma mjög við þessar tölur Hagfræðistofnunar.<span> </span> Þær sýna að mannafli í fiskvinnslu hefur dregist saman um ríflega 50% á einum áratug.</span> <span>Ekkert bendir til annars en að þessi þróun haldi áfram. Það hefur ekkert að gera með fiskveiðistjórnun í landinu heldur lýtur eingöngu þeim lögmálum hagræðingar og kröfunnar sem uppi er í þjóðfélaginu að atvinnugreinar skapi stöðugt meiri verðmæti til að standa undir þeim lífskjörum sem almenningur gerir réttmæta kröfu til. Og ef að við ætlum að eiga möguleika til þess að takast á við samkeppnina í okkar þjóðfélagi þá verður það auðvitað að vera svo að sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn<span> </span> geti lagt af mörkum sambærileg lífskjör.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Við vitum að ýmislegt hefur gengið okkur mót undanfarin ár. Á Norðvesturlandi er það þannig að umtalsverður hluti af sjávarútvegi í ýmsum byggðum á hinu gamla Norðvesturlandi byggðist á rækjuiðnaði, veiðum innfjarða og rækjuvinnslu. Fyrir einungis tíu árum voru veidd rúm fjögurþúsund tonn af innfjarðarækju hér í Húnaflóa og Skagafirði. Frá þessum tíma hefur leiðin legið niður á við og undanfarin ár hefur ekki veiðst eitt einasta gramm á þessum slóðum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Við þekkjum líka að rækjuiðnaðurinn hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika af ýmsum og fjölþættum ástæðum. Þetta hefur auðvitað haft gríðarlega mikil og neikvæð áhrif á stöðu byggðanna og sjávarútvegsins í þessum byggðarlögum. Stjórnvöld hafa reynt að bregðast við með því að úthluta sérstökum aflabótum til þessara útgerða og á margan hátt hefur það skilað árangri. Frá fiskveiðiárinu 2001/2002 hafa bæturnar numið samtals 2.615 þorskígildistonnum í byggðarlögum á Norðvesturlandi. Sé Húnaflóinn allur tekinn með í dæmið nema bæturnar 4.256 þorskígildistonnum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Gallinn er hins vegar sá að ýmsir þeir bátar sem njóta þessara aflabóta eru ekki lengur til staðar í okkar byggðum og því er það svo að aflabæturnar gagnast ekki byggðarlögunum sjálfum. Því hef ég ákveðið að halda áfram að lækka þessar aflabætur á næsta fiskveiðiári gagnstætt því sem gert var á síðasta fiskveiðiári, þar sem mér er ljóst að þær koma ekki að því gagni í byggðarlegu tilliti sem ég hafði ætlað. Í þessu sambandi verðum við að nýta önnur úrræði innan fiskveiðistjórnunarkerfisins sem eru markvissari og sértækari.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Sömu sögu er í reynd að segja um fiskvinnsluna. Hún hefur ekki skotið rótum eins víða hér og sums staðar annarsstaðar og samþjöppunin því ef til vill verið meiri. Mjög öflug fiskvinnsla er í Skagafirði, það er fiskvinnsla á Skagaströnd og auðvitað víðar og útgerð er sömuleiðis auðvitað víðar hér við Húnaflóann. Fiskgengd út af Norðurlandinu hefur verið mikil og það sjáum við af lönduðum afla sem hefur aukist umtalsvert í höfnunum hér í Húnaflóa og Skagafirði. Í kílóum talið hefur aflinn aukist um 55% á svæðinu frá árinu 2001 til 2006, og töluvert meira en tvöfaldast sem hlutfall landaðs afla á landsvísu.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Þessi mikla aukning á lönduðum afla er auðvitað jákvæð í sjálfu sér, því að hún skapar tækifæri. Við vitum að útgerð felur í sér umsvif. Það höfum við séð í þeim höfnum sem mest hafa notið aukningar í lönduðum afla og eru Skagaströnd og Sauðárkrókur að sjálfsögðu gleggstu dæmin um það. Landaður afli á Skagaströnd hefur aukist um 50% og tvöfaldast á Sauðárkróki á áratug. <span> </span></span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Það er áhugavert að víða hefur hlutur landvinnslu verið að aukast. Þetta helgast ekki síst af bættum samgöngum, bættri geymslumeðferð og bættri meðhöndlun á fiski sem gefur möguleika á aukinni fiskvinnslu. Hér hljóta því að liggja tækifæri. Þetta er afskaplega mikilvægt að hafa í huga, ekki síst vegna þess að bent hefur verið á að þáttur fiskvinnslu sé kannski meiri í byggðaþróuninni en hlutur fiskveiðanna. Þetta er mikið umhugsunarefni fyrir okkur öll.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Fiskvinnslan felur einnig í sér mikil tækifæri til nýsköpunar. Fyrirtæki sem vilja skara fram úr leggja verulega fjármuni til þess arna. Þá skiptir máli að geta notið jákvæðs umhverfis háskóla og þróunarstarfs. Uppbygging Versins á Sauðárkróki er einmitt gott dæmi um þetta. Þar sameina krafta sína; Háskólinn á Hólum, Matís sem heyrir undir sjávarútvegsráðuneytið, öflugt fyrirtæki - FISK Seafood og fleiri. Án samstarfs atvinnulífs, háskóla og vísindastarfs væri þessi starfsemi óhugsandi.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Það fer auðvitað ekki á milli mála að framundan er erfiður tími í sjávarútvegi, sérstaklega þeim byggðum sem háðastar eru vinnslu á þorski. Það er ljóst mál að sjávarbyggðir eru fjarri því að vera eins settar í þessum efnum og gríðarlegur munur er á vægi þorsksins í framleiðsluverðmæti sjávarafurða í einstökum sjávarbyggðum. Þess vegna er ljóst að það högg sem verður vegna minnkandi þorskafla kemur mjög misjafnlega niður. Þetta er líka mjög misjafnt eftir fyrirtækjum eins og allir vita. Þannig getur sú staða verið uppi í byggðarlagi sem ekki er mjög háð þorskafla í heild sinni að þar séu einstök fyrirtæki sem eingöngu byggja eða nær eingöngu byggja afkomu sína á þorskveiðum eða þorskvinnslu.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Staðan er því fjarri því að vera einföld. Hins vegar er það ásetningur stjórnvalda að reyna að bregðast við. Bæði með skammtímaaðgerðum eins og kunngerðar hafa verið og unnið er að því að hrinda í framkvæmd þessar vikurnar og lengri tíma aðgerðum sem sumar hafa litið dagsins ljós og hafa það markmið að styrkja forsendur byggðanna til lengri tíma og skjóta fleiri stoðum undir þær.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Þetta er ekki auðvelt verk og það er fjarri mér að gera lítið úr þeim vanda sem framundan er, eða að halda því fram að þær aðgerðir sem gerðar verða komi að öllu leyti í staðinn fyrir þá tekjuminnkun sem verður víða í byggðunum. Hins vegar eru að mínu mati forsendur til þess að efla sjávarbyggðirnar til lengri tíma, Ekki hvað síst vegna þess að í framtíð sjávarútvegsins eru miklir möguleikar faldir, einkum og sér í lagi á landsbyggðinni.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ég hygg t.d. að dæmið af HB-Granda nú nýverið, verði til þess að fleiri komist að svipaðri niðurstöðu. Að hið háa húsnæðis- og lóðaverð á höfuðborgarsvæðinu sé ekki aðlaðandi fyrir starfsemi á borð við sjávarútveg og raunar fleiri atvinnugreinar. Við sjáum þessa þróun í landbúnaði, hátt lóðaverð og jarðaverð hefur áhrif á samsetningu hans og af hverju ætti ekki hið sama að gerast í öðrum atvinnugreinum? Ég held að það blasi við og reynslan frá öðrum löndum sýnir okkur einmitt þetta.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Frá sjónarhóli landsbyggðarinnar, hljóta þess vegna að felast í slíku spennandi tækifæri sem við vitum ekki nákvæmlega hvar muni liggja. En það er okkar hlutverk að koma auga á þau reyna að nýta.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Góðir fundarmenn</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í raun og veru er það óhjákvæmilegt að sjávarútvegur og landbúnaður verði burðarásar í atvinnulífi á landsbyggðinni. Hins vegar er það jafnnauðsynlegt að við breikkum þann grundvöll sem við störfum á jafnframt því sem við verðum að tryggja að þessar atvinnugreinar, okkar hefðbundnu atvinnugreinar á landsbyggðinni, fái tækifæri til þess að þróast með þeim hætti sem aðstæðurnar krefja. Við megum heldur ekki gleyma því að það verður ekkert sem var. Íslenskur landbúnaður hefur tekið stakkaskiptum rétt eins og sjávarútvegurinn. Í því felast auðvitað ógnanir en líka tækifæri. Stjórnvöld hafa sum þessara ráða í hendi sér en leiðarljósið verður hins vegar alltaf<span> </span> að vera það að þessar atvinnugreinar fái sömu tækifæri til að eflast eins og aðrar atvinnugreinar, ella verða þær atvinnugreinar fátæktar og það viljum við ekki bjóða íbúum okkar svæða.</span></p> <p><a href="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/pdf-skjal/SSNV_24._agust_2007.ppt">ppt - kynning</a> 820 Kb</p> <p> </p> <p><img class="big" height="524" alt="EKG SSNV 24 ágúst 2007" src="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/nyjar-myndir/EKG_SSNV_24_agust_2007.jpg" width="944" border="0" /></p> <p> </p> <br /> <br />

2007-08-27 00:00:0027. ágúst 2007Ávarp ráðherra á 15. ársfundi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, 27. ágúst 2007

<p align="center"></p> <p align="center">&nbsp;</p> <p><span><a href="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Ymislegt/Sladusyning_med_avarpi_radherra_a_arstingi_SSNV.pps">Slæðusýning sem fylgir ávarpinu á PowerPoint formi.</a></span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Ágætu fundarmenn</span></p> <p><span>Ég vil í upphafi þakka kærlega fyrir það tækifæri að fá að flytja hér fáein orð um þá málaflokka sem ég hef nú með höndum í þeim tveimur ráðuneytum sem ég stjórna, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytum.</span></p> <p><span>Ég neita því ekki að það urðu talsverðar breytingar á mínum högum þegar það var ákveðið við nýja stjórnarmyndun að breyta í umtalsverðu mæli skipulagningu þessara tveggja ráðuneyta. Þau verða sameinuð og munu starfa sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Þó er það ekki þannig, að um sé að ræða algjöra sameiningu á þeirri starfsemi sem áður fór fram í ráðuneytunum tveimur, því jafnframt þessu er ætlunin að að stokka nokkuð upp skipulag þeirra. <span><span>&nbsp;</span></span>Auðvitað má segja sem svo að allt orki tvímælis þá gjört er og vissulega kunna að vera skiptar skoðanir um það fyrirkomulag sem tekið verður upp. Ég vil í því sambandi þó fyrst og fremst segja að við höfum séð gríðarlegar breytingar verða á flestum sviðum þjóðlífsins og á það við jafnt um opinber fyrirtæki sem einkafyrirtæki. Flest það sem við þekkjum í kringum okkur, í skipulagi sveitarstjórna svo dæmi sé tekið, hefur sömuleiðis breyst. Það má segja að tiltölulega litlar breytingar hafi orðið á sjálfu stjórnarráðinu og því er ekki óeðlilegt að þau mál séu tekin til endurskoðunar nú sem endranær.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Hvað varðar landbúnaðarráðuneytið þá hefur sú ákvörðun verið tekin að flytja landbúnaðarskólana undir menntamálaráðuneytið. Það er skynsamlegt að mínu mati því auðvitað er eðlilegast að menntamálunum sé skipað í sameiginlegan sess innan stjórnarráðsins. Þetta er þó ekki einfalt mál. Það þarf til að mynda að ganga þannig frá rannsóknaþættinum að aðgengi atvinnugreinarinnar sjálfrar að rannsóknastarfseminni sé fyrir hendi og tryggt. Eins og menn vita var Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri stofnaður fyrir skömmu og þar er jafnframt staðsett sú rannsóknastarfsemi sem áður fór fram innan RALA.</span></p> <p><span>Þá er gert ráð fyrir því að skógrækt og landgræðsla færist til umhverfisráðuneytis en með veigamikilli undantekningu þó. Það er gengið út frá því að sú landshlutabundna skógræktarstarfsemi sem fer fram á vettvangi bændanna sjálfra vítt og breitt um landið verði áfram innan vébanda landbúnaðarráðuneytisins. Það er eðlilegt enda er þetta landbúnaðartengd starfsemi að öllu leyti. Sú tilfærsla sem verður hins vegar<span>&nbsp;</span> með færslu skógræktar og landgræðslu felur eingöngu í sér flutning þessara tilteknu stofnana en sá hluti þessarar starfsemi sem lítur beint að umsvifum bændanna verður innan vébænda landbúnaðarráðuneytisins.<span>&nbsp;</span> Þessi mál hafa þó ekki verið útfærð að öllu leyti en sú útfærsla mun líta dagsins ljós á haustdögum.</span></p> <p><span>Matvælaeftirlit fer nú fram í þremur stofnunum sem heyra undir jafn mörg ráðuneyti. Þessi starfsemi verður sameinuð, færð undir einn hatt og mun heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Þetta á að geta aukið skilvirkni og lækkað kostnað þegar fram í sækir.</span></p> <p><span>Landbúnaðarráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið verða eitt ráðuneyti og það hefur auðvitað i för með sér ýmiskonar breytingar. Hér er ekki um að ræða að þessi ráðuneyti starfi hvort í sínu lagi heldur sem ein heild þar sem ætlunin er að samnýta kraftana. Markmiðið er auðvitað að reyna að ná betur utan um þá málaflokka sem ráðuneytunum er ætlað að þjóna. Ég tel að í þessu geti falist margs konar tækifæri sem er tilhlökkunarefni að takast á við.</span></p> <p><span>Stundum er reynt að halda því fram að þessar tvær atvinnugreinar séu á vissan hátt atvinnugreinar gærdagsins. Það er að öllu leyti rangt. Að mínu mati verða þessar atvinnugreinar áfram um ókomin ár burðarásar í íslensku atvinnulífi, ekki síst á landsbyggðinni. Sannarlega eru margskonar breytingar að eiga sér stað í efnahagsumhverfi okkar. Við þekkjum ævintýralegan vöxt nýrra atvinnugreina sem hafa ekki síst sótt tekjur sínar og styrk<span>&nbsp;</span> til erlendrar starfsemi sem hefur flutt hingað mikinn auð og efnahagsleg áhrif. Það breytir því þó ekki að enn sem fyrr verður hlutur sjávarútvegs og landbúnaðar mikill.</span></p> <p><span>Á hinn bóginn er alveg ljóst mál að þessar atvinnugreinar standa núna frammi fyrir mjög miklum breytingum. Einkanlega vegna þess að sú þróun sem hefur orðið í okkar efnahagslega umhverfi kallar á þessar breytingar. Sjávarútvegur jafnt og landbúnaður þarf á öllu sínu að halda til að standast samkeppni við aðrar atvinnugreinar í landinu. Engu að síður verða þessar atvinnugreinar lykilþáttur í byggðaþróuninni okkar af þeirri einföldu ástæðu að sú starfsemi sem þar fer fram er að mestu leyti á landsbyggðinni.</span></p> <p><span>Ég held þess vegna að það sé ákaflega mikilvægt fyrir okkur sem hér erum stödd, að gera okkur grein fyrir breytingunum sem nú eru að verða í þessu umhverfi. Tökum landbúnaðinn fyrst sem dæmi. Íslenskur landbúnaður hefur breyst ótrúlega mikið á mjög skömmum tíma. Það er enginn vafi á því að í umræðunni í þjóðfélaginu er þeirri mynd ekki brugðið upp. Þó eru þar miklar breytingar, við sjáum t.d. gríðarlega stækkun búa, sérstaklega á sviði mjólkurframleiðslu í landinu. Mjólkurbúunum hefur fækkað mjög mikið. Þetta er að mínu mati algerlega óumflýjanleg þróun. Það eru miklar kröfur af hálfu neytenda um lækkandi vöruverð og það eru miklar kröfur um heilbrigði í framleiðslunni og sömuleiðis þarf atvinnugreinin að standast þá miklu samkeppni sem aðrar atvinnugreinar veita henni.</span></p> <p><span>Stærðarhagkvæmni er augljóslega mikil í mjólkurframleiðslu og þess vegna er það þannig að við þurfum að gera ráð fyrir því að þessi þróun haldi áfram með einhverjum hætti á komandi árum. Það á sér líka svo mikil tækniþróun stað innan mjólkurframleiðslunnar. Það kallar á mikla fjárfestingu og sú fjárfesting verður einungis borin uppi af stórum búum.</span></p> <p><span>Sömu sögu er í raun að segja af sauðfjárræktinni. Hún er líka undir mikilli pressu um lækkun vöruverðs. Jafnframt hefur átt sér stað gríðarlega mikil tækniþróun. Um síðustu helgi var ég á landbúnaðarsýningu á Sauðárkróki þar sem þetta kom mjög vel fram. Tæknilegir þróunarmöguleikar í sauðfjárræktinni eru miklu meiri heldur en margur hyggur og afkastaaukningin verður þar mikil. Það kallar líka á stærri bú. Við sjáum ennfremur að það hefur orðið gríðarleg breyting að ýmsu leyti í landbúnaðinum, það er vaxandi sókn æ fleiri til þess að eignast jarðir til margvíslegra nota.</span></p> <p><span>Í raun og veru er að mínu mati að verða úrelt að tala um skil milli þess sem kallað hefur verið hefðbundinn landbúnaður og annars landbúnaðar. Íslenskur landbúnaður er núna fjölþættari heldur en nokkru sinni fyrr. Það gerir það að verkum að jarðir verða stöðugt verðmætari. Það er ekki langt síðan bændur stóðu oft á tíðum frammi fyrir því að loknu ævistarfi sínu að eignir þeirra voru lítils sem einskis metnar. Nú er þetta breytt. Eignamyndunin í landbúnaðinum er gríðarlega mikil. Það er ekki síst að þakka þeirri breytingu sem ég hef þegar rakið og því að notin og nýting landsins eru orðin fjölþættari en áður.</span></p> <p><span>Þetta er ánægjulegt. Aukin eignamyndun í sveitum skapar nýja möguleika, en býr vitaskuld til ný úrlausnarefni. Það er til dæmis ljóst að þetta þrýstir búgreinum eins og mjólkurframleiðslu ? en einkum þó sauðfjárframleiðslu ? fjær mesta þéttbýlinu og út á jaðrana. Því er líklegt að áhrifa þessa muni mjög gæta á komandi árum.</span></p> <p><span>Hestamennska, ferðaþjónusta og veiðihlunnindi eru allt í dag orðin hluti af almennum íslenskum landbúnaði, og í sumum héruðum er það svo að til að mynda veiðihlunnindi bera uppi tekjumyndun íslensks landbúnaðar. Hér í Húnavatnssýslu er það m.a. þannig að veiðihlunnindi eru veigamikill þáttur í atvinnusköpun innan landbúnaðarins og tekjumyndun innan greinarinnar. Sama er að segja um ferðaþjónustu og ekki þarf að fjölyrða um þátt hestamennskunnar í þeirri miklu breytingu sem hefur átt sér stað í íslenskum landbúnaði.</span></p> <p><span>Það er líka athyglisvert að sjá hvernig þróunin hefur orðið hér á landi, við sjáum þessa þróun varðandi stækkun framleiðslueininganna, mjólkurbúanna og sláturhúsanna. Það er líka merkilegt að mál skulu vera þannig hér á vestanverðu landinu að einungis þrjú sláturhús starfa nú í öllu norðvesturkjördæminu, og þau eru öll staðsett innan tiltölulega lítils radíuss hér á Norðvesturlandi. Þetta er mikil breyting á undraskömmum tíma.</span></p> <p><span>Frá því að sláturhúsin urðu aðeins þrjú hafa þau öll aukið hlut sinn á landsvísu í sauðfjárslátrun, mismikið þó. Sölufélag Austur-Húnvetninga eða SAH Afurðir ehf. hafa aukið sýnu mest við sig. Árið 2003 var slátrað þar tæplega 66 þúsund fjár eða sem nam 11,8% á landsvísu. Í fyrra voru það liðlega 87 þúsund fjár og 16,3% landsframleiðslunnar. Á sama tíma jókst hlutur Kaupfélags Skagfirðinga um ríflega tvö prósentustig og nam í fyrra 19,7%. Hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga er breytingin lítil á þessum fjórum árum. Þar hefur verið lógað um og yfir 12% sláturfjár á ári, eða sextíu og eitt til sextíu og sjö þúsund kindum.</span></p> <p><span>Í fyrra var því tæplega helmingi alls sláturfjár á landinu lógað í þessum þremur húsum og hefur hlutur þeirra vaxið um 17% frá 2003. Þetta er sem sagt veruleikinn. Nær annar hver dilkur sem bíður örlaga sinna í sláturhúsum á haustin fer um sláturhúsin hér á Norðvesturlandi. Þetta er athyglisvert og sýnir eftirtektarverða þróun.</span></p> <p><span>Ég á ekki von á því að þessi þróun breytist mikið. Við kunnum hins vegar að sjá vaxtarbrodda sem fela í sér hugmyndafræðina, framleiðsla beint frá býli. Það er þáttur sem ég hef áhuga á að styðja við eftir föngum á næstunni. En í stórum dráttum hygg ég að við munum sjá öflug stór úrvinnslufyrirtæki og tiltölulega fá smærri.</span></p> <p><span>Íslenskur sjávarútvegur er sömuleiðis að ganga í gegnum gríðarlega miklar breytingar. Þessar breytingar helgast ekki síst af þeirri staðreynd sem ég nefndi, þeirri miklu samkeppni sem hann stendur í hér innanlands. Þar er gríðarleg krafa um hagræðingu, sem segja má að hafi fengið tvöfaldan byr undir vængi sína með þeim niðurskurði aflaheimilda í þorski sem allir þekkja og er að taka gildi innan fáeinna daga.</span></p> <p><span>Sjávarútvegurinn á engan kost í þessari stöðu nema fylgja þeirri hagræðingu sem átt hefur sér stað. Sjávarútvegurinn á ekki annan kost en þann að taka að fullu þátt í tæknivæðingunni sem leiðir til lækkunar á kostnaði. Í þessu sambandi vil ég vekja athygli á því sem fram kemur m.a. í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kynnt var í tengslum við aflaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að framleiðniaukning í fiskvinnslu á Íslandi nemur 5,5% á ári að jafnaði frá 1998. Í fiskveiðum var framleiðniaukningin 3,1% á sama tíma. Þetta er talsvert meira en á tímabilinu 1991 ? 1997 þegar tölurnar voru 4% í vinnslu og 1,3 % í veiðum. Þetta er vísbending um það sem koma skal.</span></p> <p><span>Á síðasta Alþingi komu fram tölur um þróun ársverka í sjávarútvegi sem að ríma mjög við þessar tölur Hagfræðistofnunar.<span>&nbsp;</span> Þær sýna að mannafli í fiskvinnslu hefur dregist saman um ríflega 50% á einum áratug.</span> <span>Ekkert bendir til annars en að þessi þróun haldi áfram. Það hefur ekkert að gera með fiskveiðistjórnun í landinu heldur lýtur eingöngu þeim lögmálum hagræðingar og kröfunnar sem uppi er í þjóðfélaginu að atvinnugreinar skapi stöðugt meiri verðmæti til að standa undir þeim lífskjörum sem almenningur gerir réttmæta kröfu til. Og ef að við ætlum að eiga möguleika til þess að takast á við samkeppnina í okkar þjóðfélagi þá verður það auðvitað að vera svo að sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn<span>&nbsp;</span> geti lagt af mörkum sambærileg lífskjör.</span></p> <p><span>Við vitum að ýmislegt hefur gengið okkur mót undanfarin ár. Á Norðvesturlandi er það þannig að umtalsverður hluti af sjávarútvegi í ýmsum byggðum á hinu gamla Norðvesturlandi byggðist á rækjuiðnaði, veiðum innfjarða og rækjuvinnslu. Fyrir einungis tíu árum voru veidd rúm fjögurþúsund tonn af innfjarðarækju hér í Húnaflóa og Skagafirði. Frá þessum tíma hefur leiðin legið niður á við og undanfarin ár hefur ekki veiðst eitt einasta gramm á þessum slóðum.</span></p> <p><span>Við þekkjum líka að rækjuiðnaðurinn hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika af ýmsum og fjölþættum ástæðum. Þetta hefur auðvitað haft gríðarlega mikil og neikvæð áhrif á stöðu byggðanna og sjávarútvegsins í þessum byggðarlögum. Stjórnvöld hafa reynt að bregðast við með því að úthluta sérstökum aflabótum til þessara útgerða og á margan hátt hefur það skilað árangri. Frá fiskveiðiárinu 2001/2002 hafa bæturnar numið samtals 2.615 þorskígildistonnum í byggðarlögum á Norðvesturlandi. Sé Húnaflóinn allur tekinn með í dæmið nema bæturnar 4.256 þorskígildistonnum.</span></p> <p><span>Gallinn er hins vegar sá að ýmsir þeir bátar sem njóta þessara aflabóta eru ekki lengur til staðar í okkar byggðum og því er það svo að aflabæturnar gagnast ekki byggðarlögunum sjálfum. Því hef ég ákveðið að halda áfram að lækka þessar aflabætur á næsta fiskveiðiári gagnstætt því sem gert var á síðasta fiskveiðiári, þar sem mér er ljóst að þær koma ekki að því gagni í byggðarlegu tilliti sem ég hafði ætlað. Í þessu sambandi verðum við að nýta önnur úrræði innan fiskveiðistjórnunarkerfisins sem eru markvissari og sértækari.</span></p> <p><span>Sömu sögu er í reynd að segja um fiskvinnsluna. Hún hefur ekki skotið rótum eins víða hér og sums staðar annarsstaðar og samþjöppunin því ef til vill verið meiri. Mjög öflug fiskvinnsla er í Skagafirði, það er fiskvinnsla á Skagaströnd og auðvitað víðar og útgerð er sömuleiðis auðvitað víðar hér við Húnaflóann. Fiskgengd út af Norðurlandinu hefur verið mikil og það sjáum við af lönduðum afla sem hefur aukist umtalsvert í höfnunum hér í Húnaflóa og Skagafirði. Í kílóum talið hefur aflinn aukist um 55% á svæðinu frá árinu 2001 til 2006, og töluvert meira en tvöfaldast sem hlutfall landaðs afla á landsvísu.</span></p> <p><span>Þessi mikla aukning á lönduðum afla er auðvitað jákvæð í sjálfu sér, því að hún skapar tækifæri. Við vitum að útgerð felur í sér umsvif. Það höfum við séð í þeim höfnum sem mest hafa notið aukningar í lönduðum afla og eru Skagaströnd og Sauðárkrókur að sjálfsögðu gleggstu dæmin um það. Landaður afli á Skagaströnd hefur aukist um 50% og tvöfaldast á Sauðárkróki á áratug. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Það er áhugavert að víða hefur hlutur landvinnslu verið að aukast. Þetta helgast ekki síst af bættum samgöngum, bættri geymslumeðferð og bættri meðhöndlun á fiski sem gefur möguleika á aukinni fiskvinnslu. Hér hljóta því að liggja tækifæri. Þetta er afskaplega mikilvægt að hafa í huga, ekki síst vegna þess að bent hefur verið á að þáttur fiskvinnslu sé kannski meiri í byggðaþróuninni en hlutur fiskveiðanna. Þetta er mikið umhugsunarefni fyrir okkur öll.</span></p> <p><span>Fiskvinnslan felur einnig í sér mikil tækifæri til nýsköpunar. Fyrirtæki sem vilja skara fram úr leggja verulega fjármuni til þess arna. Þá skiptir máli að geta notið jákvæðs umhverfis háskóla og þróunarstarfs. Uppbygging Versins á Sauðárkróki er einmitt gott dæmi um þetta. Þar sameina krafta sína; Háskólinn á Hólum, Matís sem heyrir undir sjávarútvegsráðuneytið, öflugt fyrirtæki - FISK Seafood og fleiri. Án samstarfs atvinnulífs, háskóla og vísindastarfs væri þessi starfsemi óhugsandi.</span></p> <p><span>Það fer auðvitað ekki á milli mála að framundan er erfiður tími í sjávarútvegi, sérstaklega þeim byggðum sem háðastar eru vinnslu á þorski. Það er ljóst mál að sjávarbyggðir eru fjarri því að vera eins settar í þessum efnum og gríðarlegur munur er á vægi þorsksins í framleiðsluverðmæti sjávarafurða í einstökum sjávarbyggðum. Þess vegna er ljóst að það högg sem verður vegna minnkandi þorskafla kemur mjög misjafnlega niður. Þetta er líka mjög misjafnt eftir fyrirtækjum eins og allir vita. Þannig getur sú staða verið uppi í byggðarlagi sem ekki er mjög háð þorskafla í heild sinni að þar séu einstök fyrirtæki sem eingöngu byggja eða nær eingöngu byggja afkomu sína á þorskveiðum eða þorskvinnslu.</span></p> <p><span>Staðan er því fjarri því að vera einföld. Hins vegar er það ásetningur stjórnvalda að reyna að bregðast við. Bæði með skammtímaaðgerðum eins og kunngerðar hafa verið og unnið er að því að hrinda í framkvæmd þessar vikurnar og lengri tíma aðgerðum sem sumar hafa litið dagsins ljós og hafa það markmið að styrkja forsendur byggðanna til lengri tíma og skjóta fleiri stoðum undir þær.</span></p> <p><span>Þetta er ekki auðvelt verk og það er fjarri mér að gera lítið úr þeim vanda sem framundan er, eða að