Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Finns Ingólfssonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
1999-10-05 00:00:0005. október 1999Ræða á Alþingi við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra

<DIV align=center> </DIV> <DIV align=left>Herra forseti. Góðir Íslendingar.<BR><BR>Við Íslendingar lifum nú einhvert mesta velsældarskeið í sögu þjóðarinnar og gildir þá einu hvaða mælistiku við berum á lífsgæðin. Okkur hefur tekist á fáum árum að koma okkur í fremstu röð þjóða heims þegar lífsgæði eru metin.<BR><BR>Fimm megin ástæður eru fyrir þessum árangri okkar:<BR><BR>Í fyrsta lagi að við höfum nýtt náttúruauðlindir okkar með skynsamlegum hætti í sátt við náttúruna og með hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi.<BR><BR>Í öðru lagi höfum við skapað fjölbreyttara atvinnulíf þar sem samkeppnishæfni þess hefur verið treyst og um leið lagt áherslu á vaxtarbrodda íslensks atvinnulífs á sviði þekkingariðnaðar, afþreyingariðnaðar og ýmiss konar þjónustu. Við höfum eflt alþjóðavæðingu atvinnulífsins með aukinni erlendri fjárfestingu á Íslandi og útrás íslenskra fyrirtækja til starfa í útlöndum.<BR><BR>Í þriðja lagi tókst verkalýðshreyfingunni og vinnuveitendum í samvinnu við ríkið að gera skynsamlega kjarasamninga sem treyst hafa efnahagslegan stöðugleika í sessi og á þeim trausta grunni sem nú hefur verið lagður má byggja enn frekari ávinning og kjarabætur fyrir Íslendinga alla.<BR><BR>Í fjórða lagi hefur raunsæ stefna í ríkisfjármálum sem einkennt hefur störf okkar síðustu fjögur ár stuðlað að sókn í atvinnulífi og stöðugleika í efnahagsmálum.<BR><BR>Í fimmta lagi þá hefur tekist að skapa bjartsýni í þjóðfélaginu ólíkt því þrúgandi ástandi atvinnuleysis og svartsýni sem var áberandi hér í upphafi þessa áratugar. Þessa bjartsýni þarf að beisla til nýrrar framsóknar þjóðarinnar allrar inn í næstu öld.<BR><BR>Stjórnarandstaðan hér á Alþingi hefur enga vörðu hlaðið á þessari leið.<BR><BR>Sóknarfæri okkar Íslendinga í dagrenningu nýs árþúsunds eru á flestan hátt betri en nokkru sinni fyrr. Tækifærin blasa við hvert sem litið er. Við erum hins vegar misjafnlega vel í stakk búin til að grípa tækifærin, - því við erum ólík. Sum okkar búa við góða heilsu, önnur við heilsuleysi. Sumir eru uppfullir af hugmyndum og miklum krafti til að koma þeim í framkvæmd. Aðrir kjósa að lifa hæglátu lífi og sinna ýmsum hugðarefnum í friði.<BR><BR>Þetta er mikilvægt að hafa í huga, þannig að sérhver einstaklingur geti notið ávaxta aukinnar verðmætasköpunar. Það er hlutverk okkar að sjá til þess að enginn meðbræðra okkar eða systra verði þar út undan.<BR><BR>Góður árangur og sóknarfæri geta horfið eins og dögg fyrir sólu ef fyrirhyggjuleysis gætir við stjórn landsins. Jafnvægi og stöðugleiki í efnahagsmálum er viðkvæmt ástand sem ekki má við miklum sveiflum.<BR><BR>Blikur eru á lofti í þeim efnum núna, - því miður. Verðbólgan er aftur farin að sýna klærnar. Við hana verður ekki ráðið með aðferðum stjórnarandstöðunnar þar sem ósamstaðan og úrræðaleysið er algjört. Má ég herra forseti nefna nokkur dæmi úr umræðu síðustu daga um viðbrögð stjórnarandstöðunnar við aðgerðum sem gripið hefur verið til, til að sporna við þenslu og vaxandi verðbólgu.<BR><BR>Þegar Seðlabankinn hækkaði vexti til að sporna við þenslu, þá mótmælti stjórnarandstaðan og vildi gera eitthvað annað. Þegar ríkissjóði er skilað með tekjuafgangi í þeim tilgangi að halda aftur af þenslunni, - þá flytur stjórnarandstaðan tillögur um að stórauka ríkisútgjöld. Þegar fresta á framkvæmdum til að draga úr þenslu, þá mótmælir stjórnarandstaðan harðlega. Þegar stjórnarandstaðan er spurð hvað hún vilji gera er svarið: "Bara eitthvað annað". Eitthvað annað er stefna stjórnarandstöðunnar í efnahagsmálum sem og í atvinnumálum.<BR><BR>En hvergi er málflutningur stjórnarandstöðunnar þó eins ótrúverðugur eins og í byggðamálum og uppbyggingu atvinnulífs á sviði orkufreks iðnaðar. Nú reyna nokkrir fyrrum forystumenn Alþýðuflokksins sem nú er Samfylkingin, að villa um fyrir þjóðinni og hlaupast undan ábyrgð á verkum sínum. En Alþýðuflokkurinn hefur í áratugi verið eitt aðal baráttuaflið fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Íslandi.<BR><BR><BR><BR>Það voru iðnaðar- og umhverfisráðherrar Alþýðuflokksins sem voru í fararbroddi fyrir virkjun Jökulsár í Fljótsdal með uppistöðulóni við Eyjabakka.<BR>* Þá var ætlunin að leggja 80 km² gróins lands undir vatn<BR>* Grafa skurði um þvera og endilanga Fljótsdalsheiði.<BR>* Reisa tvær 400 kWt háspennulínur þvert yfir hálendi landsins til að flytja orkuna að austan og suður á Reykjanes og selja hana þar á útsöluverði.<BR><BR>Nú koma þessir sömu menn og leggjast gegn áformum um uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Austurlandi<BR>* þó svo að búið sé að minnka um helming svæði gróins lands sem fer undir vatn,<BR>* þó svo að hætt sé við að leggja háspennulínur þvert yfir hálendi landsins og orkuna eigi að nýta á Austurlandi til að treysta byggð þar í sessi<BR>* og þó svo að orkan verði ekki seld nema að hún skili Landsvirkjun góðum arði sem skapað getur fólki og fyrirtækjum í landinu lægra orkuverð.<BR><BR>Er þessi málflutningur fyrrum forystumanna Alþýðuflokksins trúverðugur? Nei, hann er tækifærismennska af verstu gerð og í þeim tilgangi að skapa ósætti í samfélaginu, átök og togstreitu milli fólks og landshluta.<BR><BR>Öll umræða um umhverfismál, sérstaklega í sambandi við nýtingu miðhálendisins og náttúruvernd hefur aukist síðustu misserin. - Það er af hinu góða. Jafnframt hafa talsmenn byggða, þar sem byggð og atvinnulíf á í vök að verjast bent á hve mikilvægt sé að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar. Ég taldi því nauðsynlegt að efna til faglegrar og málefnalegrar umfjöllunar um nýtingu orkulindanna og áhrif hennar á hið náttúrulega umhverfi en jafnframt um áhrif nýtingarinnar á efnahag þjóðarinnar, atvinnu og byggðaþróun.<BR><BR>Því er farin af stað vinna við stefnumótun um rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma til langs tíma. Þess er vænst að sú vinna geti stuðlað að almennri sátt í samfélaginu um sambýli manns og náttúru við nýting auðlindanna. Að þessu starfi kemur fjölmenn sveit fagmanna hvaðanæfa að af landinu frá hagsmunahópum á sviði umhverfisverndar og atvinnulífs.<BR><BR>Virkjun Jökulsár í Fljótsdal fellur utan þessa starfs af þeirri ástæðu að Alþingi hafði áður veitt Landsvirkjun rétt til þess að virkja þar og sá réttur verður ekki tekin af fyrirtækinu nema með lögum frá Alþingi. Til þess að reyna að skapa sátt í samfélaginu um þessi virkjanaáform og til að kanna ótvírætt hver vilji Alþingis er til þessara framkvæmda mun ég um leið og skýrslan um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar er tilbúin, leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun. Sú tillaga mun byggja á skýrslunni um mat á umhverfisáhrifum.<BR><BR>Það er á fleiri sviðum sem málstaður stjórnarandstöðunnar er ekki trúverðugur. Í bankamálum hafa einstakir þingmenn stjórnarandstöðunnar barist gegn öllum breytingum. Gerðar hafa verið einhverjar róttækustu skipulagsbreytingar á íslenskum fjármagnsmarkaði sem nokkru sinni hefur verið ráðist í. Fjárfestingalánasjóðir atvinnulífsins voru sameinaðir í FBA, í mikilli andstöðu við stjórnarandstöðuna. Ríkisviðskiptabönkunum var breytt í hlutafélög og tugþúsundir Íslendinga eignuðust hlut í bönkunum. Allt í harðri andstöðu við stjórnarandstöðuna á Alþingi. Nú eru þessar eignir þjóðarinnar tugmilljarða króna virði, eignir eins og Fjárfestingabanki atvinnulífsins sem metinn er á 20 milljarða króna, var að mati stjórnarandstöðunnar lítils virði og því rétt að gefa hann bönkunum.<BR><BR>Undirstaða samhjálpar og velferðar fólksins í landinu er öflugt atvinnulíf og blómlegar byggðir. Með áframhaldandi skynsamlegri hagstjórn og markvissri og skipulagðri stefnu í atvinnumálum og enn frekari hagræðingu í bankakerfinu sem leiðir til lægri vaxta og minni kostnaðar fyrir fólk og fyrirtæki tekst okkur að tryggja stöðu okkar í fremstu röð þjóða heims.<BR><BR>Þannig viðhöldum við stöðugleika, - höldum áfram að greiða niður skuldir ríkisins, - auka kaupmátt og skapa svigrúm til lífskjarajöfnunar og berjast fyrir mörgum mikilvægum verkefnum sem nú blasa við í íslensku samfélagi.<BR><BR>Þar má nefna:<BR>* Baráttuna gegn fíkniefnum og sölumönnum dauðans sem nú er hafin.<BR>* Baráttuna fyrir blómlegri byggðum þar sem öflugt og fjölbreytt atvinnu- og menningarlíf, aðgangur að góðri menntun og velferðarþjónustu ásamt jafnari orkukostnaði verða höfð að leiðarljósi.<BR>* Baráttuna fyrir því að skapa þjóðarsátt um skynsamlega nýtingu orkulinda landsins og um byggð í landinu öllu. <BR>* Baráttuna fyrir réttlátari tekjuskiptingu til að styrkja fjölskylduna sem hornstein samfélagsins og treysta samheldni hennar og velferð. Mikilvægur liður í því er að draga úr tekjutengingu í barnabótakerfinu en stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir því að það verði gert með útgáfu sérstakra barnakorta en slíkar breytingar verði gerðar samhliða breytingum á skattalögum og þær aðgerðir verði miðaðar við að þær ýti ekki undir þenslu í hagkerfinu.<BR><BR>Herra forseti.<BR>Verkefnin, sem við Alþingi blasa nú í upphafi nýs kjörtímabils eru mörg og stór. Framsóknarflokkurinn hefur ávallt verið reiðubúinn að takast á við erfið og mikilvæg úrlausnarefni. Við munum ekki skorast undan því á nýrri öld, heldur leitast við að ná sátt um verkefni framtíðarinnar. </DIV> <P></P>

1999-09-08 00:00:0008. september 1999Ávarp á Venture Iceland ´99 - Fjárfestingaþingi, 8. september 1999

<P> <DIV align=left><BR>Ágætu gestir.</DIV> <DIV align=center>I.</DIV>Það er mér ánægja að fá tækifæri til að ávarpa hið árlega Fjárfestingarþing, Venture Iceland, sem er haldið í því skyni að auka áhættufé íslenskra fyrirtækja í hugbúnaðar- og hátækniiðnaði. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til með fyrri þingin tvö, því að yfir helmingur þátttökufyrirtækja hefur fengið erlenda fjármögnun. Ef tekið er mið af þeim verkefnum sem hugbúnaðarfyrirtækin átta bjóða upp á hér í dag má fastlega búast við því að góður árangur náist einnig að þessu sinni og að nokkur þeirra verði valinn á fjárfestingarþing Evrópusambandins í Helsinki í nóvember. Útflutningsráð, Fjárfestingarstofan og Aflvaki eiga þakkir skildar fyrir það hve myndarlega hefur verið staðið að þessu þingi. <BR>Mér finnst það mjög athyglisvert að fjárfestingarþingið beinir sjónum sínum að þessu sinni að innlendum fjárfestum. Þetta sýnir hvað áhættufjármagnsmarkaðurinn á Íslandi er orðinn öflugur. Stór hópur velmenntaðra og -þjálfaðra starfsmanna verðbréfafyrirtækja og sérhæfðra áhættufjármagnsfyrirtækja leita að hagstæðum fjárfestingartækifærum, ekki bara á hefðbundnum sviðum íslensks atvinnulífs heldur ekki síður í vaxtarbroddum sem við Íslendingar létum okkur fyrir örfáum árum aðeins dreyma um að gætu orðið að veruleika. En draumurinn hefur ræst. Það er enginn skortur á fjármagni ef frumkvöðull kemur með góða hugmynd. Það er heldur enginn skortur á góðum hugmyndum eins og hefur komið í ljós hér í dag. <BR> <DIV align=center>II.</DIV>Það sem einkennir tíðaranda líðandi stundar eru hraðfara framfarir og umfram annað framfarir á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni. Við höfum orðið vitni að því - að fjarlægðir til nærliggjandi landa og viðskiptavina okkar verða smátt og smátt minni og minni - og í sumum tilfellum er ekki unnt að tala um fjarlægðir - þar sem hinn landfræðilegi veruleiki hefur í raun enga þýðingu lengur.<BR>Það er athyglivert hversu vel okkur Íslendingum hefur tekist upp við hagnýtingu upplýsinga- og fjarskiptatækninnar. Það er ekki langt síðan að við vorum fremur aftarlega á merinni í alþjóðlegum samanburði á tæknistigi. Í því sambandi má hafa í huga að sú mikla uppbygging í atvinnulífi margra landa er tengdist rafeindatækninni fór að mestu leyti fram hjá okkur. Við vorum ekki undir hana búin - við höfðum ekki þá hvatningu sem til þurfti og við höfðum ekki þá tækniþekkingu sem rafeindaiðnaðurinn byggði á. Hefði jarðvegurinn verið annar er ekki ólíklegt að okkur hefði tekist að byggja hér upp smáiðnað í kringum rafeindatæknina miklu fyrr en síðar varð.<BR>Með þetta í huga er árangur okkar í tengslum við hagnýtingu upplýsinga- og fjarskiptatækninnar með ólíkindum. Ég sá nýlega bandaríska könnun um notkun Netsins þar sem Norðurlöndin raða sér í fjögur efstu sætin um fjölda notenda á 100 þúsund íbúa, en Bandaríkin komu þar í fimmta sæti - en efst sat Ísland. Notkun Netsins finnst mér einkar áhugaverður mælikvarði sem gefi vísbendingu um þekkingarstig þjóðarinnar og þá möguleika sem við höfum til að nota upplýsinga- og fjarskiptatæknina til efnahagslegs ávinnings í framtíðinni. <DIV align=center>III.</DIV>Upplýsingaiðnaður hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Þar er hlutur hugbúnaðargerðar stór. Hugbúnaðargerð hefur nú skipað sér fastan sess sem ein af útflutningsgreinum þjóðarinnar á aðeins örfáum árum og nokkur íslensk hugbúnaðarfyrirtæki hafa náð umtalsverðum árangri í þróun sérlausna og sölu þeirra á erlendum mörkuðum. Seðlabankinn hefur metið að útflutningstekjur hugbúnaðariðnaðarins hafi verið tæpir tveir milljarðar á síðasta ári. Þetta er athyglisverður árangur, ekki hvað síst í ljósi þess að verkefni hér innanlands hafa verið ærinn og vinnuaflsskortur hefur háð greininni verulega. Útflutningur á hugviti byggist þó enn að mestu á útrás fárra fyrirtækja. <BR>Upplýsingatæknin byggir á þekkingu og hugviti og munu þær þjóðir bera mest úr býtum sem standa fremst í því að nýta þann mannauð. Talið er að hugbúnaðargerð og reyndar upplýsingatækni almennt verði í enn ríkari mæli en nú er helsti vaxtarbroddur atvinnulífins. Ef rétt er að málum staðið höfum við mikla möguleika <BR>· til að skapa öflugan þekkingariðnað, <BR>· auka fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og <BR>· skapa áhugaverð hálaunastörf fyrir ungt fólk.<BR>Helstu úrræði stjórnvalda til þess að bæta stöðu upplýsingatækniiðnaðar og samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði lúta að <BR>· mikilvægum endurbótum á skattlagningu fyrirtækja, <BR>· styrkingu menntakerfisins, <BR>· áframhaldandi uppbyggingu grunnkerfis Landssímans, <BR>· jafnræði í samkeppnisrekstri síma- og fjarskiptaþjónustu og <BR>· sértækum stuðningsaðgerðum við útflutning upplýsingatækni. <BR>Í niðurstöðum nefndar sem ég skipaði um stöðu hugbúnaðariðnaðarins og skilaði af sér í fyrra var megináherslan lögð á skattamál. Nefndin gerði það m.a. að tillögu sinni að fyrirtækjum verði, að danskri fyrirmynd, heimilaður sérstakur viðbótarfrádráttur frá skattstofni sem geti numið allt að helmingi þess kostnaðar sem þau hafa haft af rannsókna- og þróunarstarfi. Þetta væri gert í því skyni að hvetja fyrirtæki til stóraukins rannsókna- og þróunarstarfs. <BR>Þá var lögð áhersla á umbreytingu hugverks í hlutafé. Aðilar sem búa yfir ákveðinni þekkingu og vilja stofna fyrirtæki um hugmyndina með öflun utanaðkomandi hlutafjár geta í mörgum tilfellum ekkert lagt til félagsins annað en þekkinguna sjálfa. Til að hugverkið verði tekið gilt sem hlutafé þarf að liggja fyrir sérfræðiskýrsla þar sem fram kemur að um fjárhagsleg verðmæti er að ræða, og mat á þeim. Hugmyndasmiðurinn þarf þá að leggja fram reikning vegna hugverksins sem hann leggur til sem hlutafé. Sú skattalega eignaaukning sem á sér stað þegar hugverkið verður að verðmætum í formi hlutafjár verður í dag skattskylt hjá hugmyndasmiðnum. Á móti kemur þó að bókfærður rekstrarkostnaður vegna vinnu við hugmyndina er frádráttarbær frá tekjum. Þetta skattalega óhagræði hefur latt frumkvöðla til að stofna fyrirtæki um þær hugmyndir og þekkingu sem þeir búa yfir og getur það eitt og sér orðið góðum hugmyndum að falli. <BR>Tillögur nefndarinnar voru kynntar fjármálaráðuneytinu á síðasta ári. Þess ber hins vegar að geta að breytingar á skattareglum eru í eðli sínu flóknar og þurfa þar af leiðandi að eiga sér langan aðdraganda. <BR> <DIV align=center>IV.</DIV>Góðir gestir. <BR>Fjárfestingarþingið tengir saman fjárfesta og frumkvöðla. Eitt af meginviðfangsefnum ráðuneyta minna á síðustu árum hefur einmitt lotið að þessari tengingu, þ.e. annars vegar að skapa hagstæð skilyrði fyrir frumkvöðla til að ryðja sér braut í þekkingariðnaði og hins vegar að bæta umgjörð fjármagnsmarkaðarins með viðamiklum skipulagsumbótum. <BR>Nú hefur ný ríkisstjórn tekið við. Áherslur hennar eru svipaðar. Mikið mun mæða á ráðuneytum iðnaðar og viðskipta í málum er snerta samkeppnishæfni atvinnulífsins. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að auka fjölbreytni atvinnulífs og útflutningsgreina, ekki síst með eflingu þeirra vaxtarsprota sem byggjast á menntun og þekkingu. Jafnframt er lögð áhersla á að örva starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og styðja frumkvöðla í atvinnulífinu. Í sáttmálanum er sérstaklega vikið að því að settar verði skýrar reglur um vernd eignarréttar á einkaleyfum og hagnýtingu hugverka með það að markmiði að styrkja stöðu íslenskra frumkvöðla og hönnuða. <BR>Fjárfestingarþingið sýnir svo ekki verður um villst hve langt við Íslendingar höfum náð á stuttum tíma. Innlendir fjárfestar eiga hér möguleika á að auka arðsemi sína með því að koma fyrr inn í fjárfestingarferlið og hugbúnaðarfyrirtækin eiga möguleika á að afla sér fjármagns innanlands áður en útrás hefst. Það er trú mín og vissa að íslensku hugbúnaðarfyrirtækjunum átta sem kynna viðskiptaáætlanir sínar hér í dag; Gagarín - Inn - HV Grettir HugNet - SmartKort Þróun - ZooM - og Origo, eiga eftir að geta sér gott orð og óska ég þeim alls hins besta. Ég þakka fyrir. <P></P>

1999-04-24 00:00:0024. apríl 1999Ávarp á Grundartanga vegna Norðuráls

<p>Dear Mr. Ken Peterson.<br /> <br /> This day is full of good feelings, - a day when a dream comes true. It is not only important for you. - It is also important for the Icelandic people in general - and for me personally. From the very beginning I have been convinced that I would have the opportunity to celibrate this occation with you. - And now that has come true.<br /> <br /> </p> <p>Ágætu hátíðargestir.<br /> <br /> Í dag fögnum við þeim merka áfanga að fyrsti hluti álvers Norðuráls hér á Grundartanga er kominn í fullan rekstur. Það er ánægjulegt að líta yfir farinn veg og sjá að allt hefur þetta gengið eins og best varð á kosið. Þáttur Kens sjálfs er eðlilega mestur í þessu öllu saman en auk þess getum við Íslendingar unað vel við okkar hlut.<br /> <br /> Stax í upphafi tókst mikið og gott samstarf milli allra sem að málinu komu. Fyrst voru það samningarnir um orkuverðið og hin ýmsu ytri skilyrði málsins. Komu þá kostir smæðar samfélags okkar greinilega ljós. Kostir þess að boðleiðir voru stuttar og greiðar - og að með samhentu átaki var unnt að yfirstíga hvern vanda sem að garði bar. Byggingarframkvæmdirnar sem fylgdu í kjölfarið tókust mjög vel og vakti það athygli langt út fyrir landssteinana hversu hratt og vel var unnið að byggingu verksmiðjunnar.<br /> <br /> Allar framkvæmdir er tengjast byggingu verksmiðjunnar er mikilsverður vitnisburður um íslenskt hugvit og verkkunnáttu og jafnframt staðfesting á því hversu vel var að verki staðið við allan undirbúning verksins. Ég er þess fullviss að undirbúningurinn og framkvæmdirnar hér á Grundartanga hafa reynst mikil lyftistöng fyrir okkur - langt út fyrir raðir þeirra fjölmörgu sem með beinum hætti komu að verkum hér.<br /> <br /> En sagan er rétt að hefjast - væntanlega er langur og farsæll starfsferill framundan. Þá eins og hingað til eru hagsmunir verksmiðjunnar nátengdir hagsmunir okkar Íslendinga, ekki aðeins þeirra okkar sem hér starfa heldur einnig hinna sem engin afskipti hafa af gangi mála hér. Með þessari 60 þúsund tonna framleiðslu af áli mun útflutningur þjóðarbúsins vaxa um 6,8 milljarða króna á ári. Beinar og óbeinar tekjur af starfseminni verða auk þess miklar. Sem dæmi má taka að með tilkomu þessa álvers og stækkun verksmiðju Ísal í Straumsvík hefur rafmagnsframleiðsla Landsvirkjunar aukist um tæp 50%. - Mikilvægt er að við gleymum því ekki að ein helsta ástæða þess að okkur tókst að vinna okkur upp úr áralangri og þungbærri efnahagskreppu má rekja til þessara framkvæmda, byggingu virkjananna og orkusölunni sem þeim tengjast. Af þeim leiddi stórkostlegar umbreytingar í íslensku efnahagslífi þar sem þungbærri vörn var snúið í kröftuga sókn.</p> <p>Þrátt fyrir óumdeilanlegan ávinning af orkufrekum iðnaði fyrir þjóðarbúið hafa sumar orku- og stóriðjuframkvæmdir fengið heldur kaldar kveðjur frá ýmsum sem fjarri þeim standa. Vissulega er ábyrg umræða um nýtingu orkulindanna, uppbygging orkufreks iðnaðar og tengsl þeirra framkvæmda við umhverfi okkar af hinu góða. Lykillinn að farsælum lyktum slíkrar umræðu hlýtur þó alltaf að vera að hún sé málefnaleg og að litið sé á umfjöllunarefnið á heildstæðan hátt út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar allrar.<br /> <br /> Það er ótækt að stilla atvinnukostum sífell upp andstætt hvor öðrum og fullyrða að eitt sé gott og annað vont. Umræðan má ekki snúast um að - annað hvort verði hér á landi byggður upp orkufrekur iðnaður eða t.d. ferðaþjónusta. Í þeirri umræðu hafa ýmsir hafnað skynsamlegri nýtingu orkulindanna - til aukinnar hagsældar - á forsendum algjörrar friðunar. Slíkur hugsunarháttur ber vott um skammsýni.<br /> <br /> Í þeim tilgangi að ná utanum hin mismunandi sjónarmið þessarar flóknu umræðu og í þeirri von að einhver samstaða geti myndast um nýtingu orkuauðlindanna hef ég hrint af stað undirbúningi að gerð rammaáætlunar til langs tíma um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Áætlunin á að vera í samræmi við samhæfða stefnu í umhverfis-, orku-, iðnaðar-, og efnahagsmálum.<br /> <br /> Þetta verkefni hefur fengið yfirskriftina :</p> <div> Maður - nýting - náttúra;<br /> rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. </div> <br /> <p>Eins og af yfirskriftinni má ráða verður lagt mat á hina ýmsu virkjunarkosti, m.a. út frá hagkvæmni þeirra og þjóðhagslegu gildi, - jafnframt því að meta áhrif þeirra á náttúrufar og menningarminjar. Áætluninni er ætlað að leggja grunn að forgangsröðun virkjunarkosta með tilliti til þarfa þjóðfélagsins, atvinnuþróunar, og varðveislu náttúrugæða.<br /> <br /> Ágætu samkomugestir.<br /> <br /> Senn líður að því að ég læt af störfum sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Á því fjögurra ára tímabili sem brátt rennur sitt skeið á enda hafa ýmsir eftirminnilegir atburðið orðið er tengjast starfsvettvangi mínum. Um suma hefur ríkt kyrrð og sátt en um aðra hefur gustað nokkuð. Eins og við er að búast eru það þeir umdeildari sem yfirleitt hafa mesta þýðingu og gera mestar kröfur til þess að viðunandi árangur náist. Í þeim flokki er umræðan um orku- og stóriðjumál.<br /> <br /> Ljóst er að framundan er tími nýrra viðhorfa. Þau viðhorf geta þróast til ýmissa átta og fer það að nokkru leyti eftir því hver á heldur. Ég leyfi mér þó að vona að mál þróist í átt að víðtækari skilningi á hinu órjúfanlega samspili umhverfisvendar, atvinnuþróunar og búsetu í landinu öllu. - Mergur málsins er nefnilega sá - að eitt verður ekki án annars.<br /> </p>

1999-04-23 00:00:0023. apríl 1999Ávarp á samráðsfundi Landsvirkjunar 23. apríl 1999.

<P> <P> </P><BR><BR>Ágætu fundarmenn.<BR>Gleðilegt sumar!<BR> <DIV align=center>I.</DIV>Margt hefur borið til tíðinda hjá Landsvirkjun frá síðasta samráðsfundi. Halldór Jónatansson hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu eftir að hafa starfað við það allt frá stofnun, fyrst sem skifstofustjóri og síðast sem forstjóri. Hann hefur því tekið virkan þátt í þeim gífurlegu breytingum sem hafa orðið í orkumálum síðasta aldarþriðjunginn. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka honum fyrir samstarfið um leið og ég býð nýjan forstjóra, Friðrik Sophusson velkominn til þessa krefjandi starfs. <BR><BR>Landsvirkjun hefur staðið í miklum framkvæmdum til að mæta aukinni orkuþörf, einkum vegna Norðuráls og Íslenska járnblendifélagsins og frekari framkvædir eru í undirbúningi. Undir þinglok setti Alþingi tvenn lög sem skipta fyrirtækið miklu. <BR><BR>Annars vegar var lögunum um raforkuver breytt, þannig að nú er heimilt að veita Landsvirkjun leyfi til virkunar Tungnaár bæði við Vatnsfell og Búðarháls og fyrir jarðgufuvirkjun í Bjarnarflagi. Áður en virkjunarleyfin verða gefin út þarf m.a. að fara fram mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna. Hvað Vatnfellsvirkjun varðar er því mati lokið og Skipulagsstofnun hefur samþykkt framkvæmdina við mat á umhverfisáhrifum. <BR><BR>Hins vegar var Landsvirkjunarlögunum breytt þannig að nú er fyrirtækinu heimilt að stofna og eiga hlut í innlendum fyrirtækjum sem annast rannsóknar- og þróunarverkefni enda séu þau ekki í samkeppni við önnur fyrirtæki á almennum markaði hér á landi. Jafnframt má Landsvirkjun eiga aðild að fyrirtækjum sem annast framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu á orku. Þessi lög skapa ný sóknarfæri til að nýta þá þekkingu sem Landsvirkjun býr yfir í þágu fyrirtækisins og þjóðfélagsins.<BR> <DIV align=center>II.</DIV>En það er ekki bara hjá Landsvirkjun sem árið hefur verið viðburðarríkt. Ný lög hafa verið sett um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu, en þau lög taka m.a. til jarðhita og við þinglok setti Alþingi ný lög um Orkusjóð. Og á næstu árum má vænta ennfrekari breytinga á orkulögum. <BR><BR>Markmið með breytingunum á skipan orkumála á að vera að koma á markaðsbúskap í viðskiptum með raforku um leið og stuðlað verði að þjóðhagslega hagkvæmri nýtingu orkulindanna.<BR>Nýlega kynnti ráðuneytið drög að frumvarpi til raforkulaga sem unnið var að á nýliðnum vetri. Frumvarpsdrögin taka mið af niðurstöðum nefndar um skipan orkumála sem skilaði niðurstöðum sínum í október árið 1996. Þau byggja einnig á umræðum á Alþingi um þingsályktunartillögu sem lögð var fram á þinginu í lok árs 1997 og nefndaráliti meirihluta iðnaðarnefndar um tillöguna.<BR><BR>Hugmynd mín með því að kynna frumvarpið nú er að fyrirhugaðar breytingar fái sem vandaðasta umfjöllun. Ég hef því óskað eftir ábendingum um það sem betur mætti fara í umræddum drögum fyrir lok aprílmánaðar með það fyrir augum að láta vinna að þeim í sumar. Þannig gæti iðnaðarráðherra – hver sem það verður – lagt fram í haust á Alþingi frumvarp um þetta efni sem hefur fengið ítarlega og vandaða skoðun. <BR><BR>Í drögunum er gert ráð fyrir að draga úr hlutverki ríkisins meðal annars í sambandi við ákvarðanir í orkuframkvæmdum. Hlutverk Alþingis og ráðherra verður að setja skýrar og gagnsæjar reglur fyrir starfsemina og móta stefnu um nýtingu orkulindanna. Framkvæmdavaldið þarf að hafa eðlilegt eftirlit með því að reglum sé fylgt. Jafnframt má ætla að ríkið muni reka meginflutningskerfið.<BR><BR>Hér gefst ekki tími til að kynna efni frumvarpsdraganna nánar en ljóst er að áður en ný skipan verður ákveðin þarf að ræða og greina ýmis álitamál nánar. Dæmi um slík álitamál eru: Hvernig verður hægt að tryggja samkeppni í vinnslu og sölu? Og með hvaða hætti drögum við út skuldbindingum orkufyrirtækjanna gagnvart viðskiptamönnum sínum, án þess að skapa óöryggi varðandi afhendingu orku? <BR><BR>Forsenda samkeppni er að skilja á milli vinnslu, flutnings, dreifingar og sölu á rafmagni. Tryggja verður rétt bæði þeirra sem vinna og kaupa rafmagn að flutnings- og dreifikerfunum. Ella verður samkeppni ekki komið á. Flutningskerfið gegnir lykilhlutverki í því sambandi. Þess vegna skipaði ég á síðastliðnu hausti nefnd til að fjalla um flutningskerfið. Starf þeirrar nefndar er þýðingarmikið fyrir framhald málsins. Hún fjallar um mörg þýðingarmikil álitamál. Svo sem: Hvar skilið verði milli flutningskerfisins og dreifikerfisins? Hvernig eigi að tryggja vinnsluaðilum og kaupendum aðgang að flutningskerfinu? Niðurstöður nefndarinnar og ákvarðanir sem taka þarf þegar þær liggja fyrir munu að verulegu leyti marka framhaldið.<BR><BR>Nefndarstarfinu hefur miðað vel áfram. Reiknað er með að nefndin skili tillögum sínum fyrir sumarið. Þetta er mikilvægt því skoða þarf frumvarp til raforkulaga og flutningskerfið í samhengi.<BR> <DIV align=center>III.</DIV>Í síðusta mánuði var hafin vinna við rammaáætlun til langs tíma um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Kveðið er á um þetta verkefni í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum. Í henni segir m.a. að áætlunin skuli vera í samræmi við samhæfða stefnu í umhverfis-, orku-, iðnaðar- og efnahagsmálum og að í henni skuli sérstaklega fjallað um verndargildi einstakra svæða.<BR><BR>Unnið var að undirbúningi áætlunarinnar í samvinnu við umhverfisráðuneytið. Þess er vænst að þetta starf geti stuðlað að almennri sátt um sambýli manns og náttúru við nýtingu auðlindanna. Kjörorð verkefnisins er því: Maður - Nýting - Náttúra. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. <BR><BR>Markmið áætlunarinnar er að leggja mat á og flokka virkjunarkosti, jafnt jarðhita og vatnsafls, með tilliti til orkugetu, hagkvæmni og annars þjóðhagslegs gildis, samhliða því að skilgreina, meta og flokka áhrif þeirra á náttúrufar, náttúru- og menningarminjar svo og hagsmuni þeirra sem nýta þessi svæði. <BR><BR>Með verkefninu verður lagður grundvöllur að forgangsröðun virkjunarkosta með tilliti til þarfa þjóðfélagsins hvað varðar atvinnustarfsemi, varðveislu náttúrugæða, styrkingu landsbyggðar og hagsmuna allra þeirra sem nýta þessi sömu gæði. Allt þetta verður gert með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. <BR><BR>Í samráði við umhverfisráðherra var skipuð fimmtán manna verkefnisstjórn undir forustu Sveinbjörns Björnssonar, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, til að stýra verkinu. <BR><BR>Nauðsynleg forsenda þess að verkefnið skili þeim árangri sem að er stefnt er að það njóti trausts í samfélaginu. Því er mikilvægt að koma á öflugu samráði við hagsmunaaðila og almenning um allt land meðan unnið er að því. <BR><BR>Mikilvægt er að sú gríðarleg þekking á orkulindunum og reynsla af nýtingu þeirra sem Landvirkjun og starfsmenn hennar búa yfir nýtist við gerð áætlunarinnar.<BR> <DIV align=center>IV.</DIV>Í fjárlögum yfirstandandi árs voru fjárveitingar til niðurgreiðslu á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis auknar um rúmlega 100 milljónir króna. Með hliðsjón af því voru niðurgreiðslur hækkaðar frá og með 1. janúar sl. úr 44.100 krónum í 53.100 krónur á íbúð á ári, miðað við 30.000 kWst. notkun á ári.<BR><BR>Með hækkun niðurgreiðslna ríkissjóðs lækkaði hitunarkostnaður meðalnotandans hjá Rafmagnsveitum ríkisins úr 78.306 krónum á ári í tæplega 68.840 krónur, eða rúmlega 12%. Árlegur kostnaður fjölskyldu sem býr á orkuveitusvæði Rafmagnsveitna ríkisins væri rúmlega 151 þúsund ef ekki kæmu til niðurgreiðslur ríkissjóðs, afsláttur orkufyrirtækjanna og endurgreiðslna á hluta af virðisaukaskatti. Notandinn greiðir eins og áður sagði tæplega 69 þúsund krónur eða rúmlega 45%. <BR><BR>Rafhitunarkostnaður hefur gjarna verið borinn saman við hitunarkostnað hjá Hitaveitu Reykjavíkur (nú Orkuveitu Reykjavíkur). Við lok síðasta áratugar og fram á miðjan þennan var hlutfallið milli Rafmagnsveitnanna og Hitaveitu Reykjavíkur um 2,2, þ.e. hvað Rarik var dýrara. Nú er það komið niður í 1,62 og hefur ekki verið lægra. Það hefur því náðst verulegur árangur í að lækka og jafna orkuverð á síðustu árum.<BR><BR>En við getum gert enn betur. Í mars skipaði ég verkefnisstjórn í svokölluðu orkusparnaðarátaki. Því verkefni er ætlað að kynna húseigendum, sem nota óvenju mikla raforku til húshitunar, leiðir til að lækka húshitunarkostnað með orkusparnaði og ná þannig enn að lækka rafmagnsreikninginn.<BR><BR>Ágætu gestir<BR>Ég vil að lokum þakka stjórn Landsvirkjunar, forstjórum og starfsmönnum fyrirtækisins gott og ánægjulegt samstarf á viðburðarríku ári. <BR><BR> <P></P>

1999-04-21 00:00:0021. apríl 1999ÍSAL afhendir styrki til rannsóknaverkefna á sviði umhverfismála og rannsókna á náttúru landsins.

<P> <P> <P><BR><BR><BR>Ágætu samkomugestir.<BR><BR>Almennt er þess að vænta að öll málefnaleg umræða sé til nokkurs gagns. Þó hefur, á seinustu misserum, borið við að umræðan um stóriðju og nýtingu orkulinda landsins hafi verið heldur neikvæð og einhliða. <BR><BR>Fram hjá því verður vissulega ekki litið að virkjun fallvatnanna breytir ásýnd öræfanna og rekstur stórra iðjuvera er ekki án áhrifa á umhverfið. Engu að síður má ekki gleyma grundvallaratriði málsins - sem er að við - íbúar þessa lands- byggjum afkomu okkar fyrst og fremst á nýtingu auðlinda þess jafnt til lands og sjávar. Þær auðlindir, sem staðið hafa undir efnahagslegum-, félagslegum- og ekkert síður umhverfislegum framförum seinustu ára eru umfram annað orkulindirnar - og farsæl hagnýting okkar á orku fallvatnanna og jarðhitans.<BR><BR>Einnig fer sú umræða lágt að framleiðsla áls er í raun umhverfisvæn - þótt með óbeinum hætti sé. Þetta byggist m.a. á því að hin síðari ár hefur notkun áls í bifreiðar og önnur farartæki, svo sem sporvagna og járnbrautarlestir aukist. Við það léttast þau með tilheyrandi sparnaði á eldsneyti og minni mengun andrúmsloftsins. Álframleiðsla til notkunar í bílaiðnaði er því dæmi um jákvæða iðnaðarframleiðslu með tilliti til umhverfisáhrifa. Sérstaða íslenskrar álframleiðslu, umfram það sem er víðast annarsstaðar, liggur í því að íslenskt ál er framleitt með vatns- og jarðvarmaorku sem er vistvænasta orkan sem mannkyninu stendur til boða.<BR><BR>Mikilvægt er að hafa hugfast að umhverfisvernd og iðnaður eru ekki andstæðar stærðir - og í samræmi við það hafa fyrirtæki í auknum mæli beint augum að mikilvægi umhverfisstjórnunar fyrir reksturinn. ISAL hefur verið í fararbroddi íslenskra fyrirtækja í umhverfisvernd og er fyrsta og eina fyrirtækið í landinu sem komið hefur á fót umhverfisstjórnunarkerfi sem hlotið hefur viðurkenningu alþjóðlegs vottunarfyrirtækis. ISAL kynnti nýlega, að það ætlaði að verja á þessu ári um 500 milljónum króna til þess að bæta búnað til mengunarvarna. Þessi ráðstöfun er hluti af þriggja ára framkvæmdaáætlun sem nær bæði til ytra umhverfis fyrirtækisins og þeirra starfsmanna sem í verksmiðjunni vinna. Fyrirtækið sýnir með þessu að það fylgist með kröfum tímans um stöðugar endurbætur.<BR><BR>Þær kröfur eru einnig lagðar á stjórnvöld og við því verður að bregðast á jákvæðan hátt. Í samræmi við það hef ég hrint af stað undirbúningi að gerð rammaáætlunar til langs tíma um nýtingu vatnsafls og jarðvarma undir yfirskriftinni: <DIV align=center>Maður - nýting - náttúra. </DIV>Eins og af yfirskriftinni má ráða verður lagt mat á hina ýmsu virkjunarkosti, m.a. út frá hagkvæmni þeirra og þjóðhagslegu gildi, - jafnframt því að meta áhrif þeirra á náttúrufar og menningarminjar. Áætluninni er ætlað að leggja grunn að forgangsröðun virkjunarkosta með tilliti til þarfa þjóðfélagsins, atvinnuþróunar, og varðveislu náttúrugæða.<BR><BR>Rannsóknir á náttúru landsins eru nauðsynlegar til þess að afla okkur þekkingar - - enda er þekkingin forsenda þess að geta betur spáð hvernig náttúran bregst við athöfnum okkar. Þekking á eðli náttúrunnar og samspili hennar og athafna okkar mannanna á að gera okkur mögulegt að varðveita verðmæta náttúru landsins eins og best verður á kosið og gerir okkur mögulegt að skila henni í betra ástandi til afkomenda okkar.<BR><BR>Ágætu samkomugestir.<BR><BR>ISAL hefur um nokkurt skeið styrkt rannsóknir á náttúru landsins. Það mun vera í samræmi við markmið félagsins í umhverfismálum og hluti af umhverfisstjórnunarkerfi þess. Ég tel stuðning við slíka rannsóknarstarfsemi öðrum til eftirbreytni og vona að rannsóknirnar nýtist til góðs. Ég vil að lokum óska styrkþegunum til hamingju - og óska þeim velfarnaðar í störfum sínum á komandi árum. <P> <P><BR></P>

1999-04-16 00:00:0016. apríl 1999Ávarp á Byggingadögum 1999

<P> <P> <P><BR><BR>Ágætu samkomugestir.<BR><BR>Byggingadagar Samtaka iðnaðarins fara senn að verða jafn árvissir atburðir og vorkoman. Það sem vorið og byggingadagarnir eiga auk þess sameiginlegt er að hvoru tveggja fylgir fyrirheit um nýjan og ferskan vöxt. Byggingadagarnir eru nefnilega ekki aðeins forvitnileg sýning, - sem í sjálfu sér er full gott og gilt, - heldur gerist það á byggingadögum að fagmönnum jafnt og almenningi, húsbyggjendum og húseigendum gefst kostur á að fræðast um það nýjasta, besta og hagkvæmasta á sviði byggingarmála. <BR><BR>Mikilvægi þess er augljóst út frá þeirri staðreynd að lífssparnaður flestra okkar er að meginstofni til bundinn í húseignum okkar, - húseignum sem við höfum eytt vænum hluta af blómaskeiði lífs okkar til að koma upp. Framfarir í byggingariðnaði hafa því veigameiri þýðingu en í fljótu bragði virðist og hafa mun víðtækari áhrif.<BR><BR>Þessi staðreynd verður enn ljósari sé hún skoðuð í stærra samhengi. Þá kemur í ljós að um 80 % af þjóðarauði okkar Íslendinga er bundinn í byggingum og um 60 % af árlegri fjárfestingu er í mannvirkjagerð. Út frá þessu ætti engum að leynast að hverskonar byggingarstarfsemi hefur geysimikil áhrif á lífskjör okkar. <BR><BR>Sama er trúlega uppi á teningnum fyrir flestar aðrar norðlægar þjóðir. Það sem gerir stöðu okkar þó frábrugðna þeim er að hér á landi eru ríkjandi mjög svo sérstakar landfræðilegar- og veðurfarslegar aðstæður sem eru erfiðari viðureignar en á flestum öðrum byggðum bólum í heiminum. <BR><BR>Þessi lítt eftirsótta sérstaða Íslands hefur gert það að verkum að byggingarrannsóknir og tækniþróun í byggingariðnaði hefur sérstaklega mikla þýðingu hér á landi. Við búum ekki við þann lúxus flestra annarra Evrópulanda að geta með tiltölulega auðveldum hætti nýtt okkur niðurstöður rannsókna og hagnýta reynslu nágrannaþjóðanna. <BR><BR>Einn mætur byggingamaður orðaði það svo að fyrir Ísland dygði ekkert minna en bestu erlendu lausnirnar - en þær væru þó yfirleitt frekar haldlitlar án verulegra endurbóta.<BR><BR>Ég dreg þetta fram hér til þess að undirstrika mikilvægi þess að við þurfum stöðugt að vera vakandi um endurbætur í íslenskum byggingariðnaði, - endurbætur sem byggja á íslenskum forsendum. Þess ber þó að gæta að ekki er nóg að þróa nýjar lausnir, hvorki hjá hinu opinbera né hjá einkaaðilum ef þær ná ekki augum og eyrum væntanlegra notenda. Byggingadagar gegna mikilvægu hlutverki í þessu tilliti enda er viðskiptahópurinn stærri og margbreytilegri en í flestum öðrum tilfellum. <BR><BR>Á byggingardögum er nýbyggingar jafnt og viðhald bygginga til umfjöllunar. Viðhaldið hefur stöðugt verið að fá meiri og meiri athygli enda líður brátt að því að viðhald bygginga verði engu umfangsminni þáttur byggingarstarfseminnar en nýbyggingarnar sjálfar. Þetta mun valda breytingum á byggingariðnaðinum sem atvinnugrein, þar sem verksvið, efnisnotkun og verklag þarf að taka mið af breyttu hlutverki. <BR><BR>Viðhald bygginga hefur fengið stóraukna þýðingu fyrir húseigendur því skaði aðgerðar- og þekkingarleysis verður ekki borinn af neinum öðrum en þeim sjálfum. Það er mér því ánægjuefni að sjá að á byggingardögunum gefst húseigendum gott tækifæri til að gera sér grein fyrir ýmsum valkostum varðandi viðhald húsa, hvernig því verður best fyrir komið og fá upplýsingar um kostnað þess.<BR><BR>Ágætu samkomugestir,<BR>Byggingadagar Samtaka iðnaðarins eru nú haldnir sjötta árið í röð. Byggingadagar hafa fengið verðskuldaða athygli og síaukna aðsókn. <BR>Ég vil óska Samtökum iðnaðarins, sýnendum öllum og þeim fjölmörgu sem að þessum atburði standa til hamingju með framtakið.<BR><BR><BR></P>

1999-04-15 00:00:0015. apríl 1999Ávarp hjá Axis húsgögnum

<P> <P> <P><BR>Ágætu samkomugestir.<BR><BR>Eftir að hafa lítillega kynnt mér 64 ára sögu þessa rótgróna fyrirtækis komst ég að þeirri niðurstöðu að það sem sennilega einkennir feril Axis umfram annað megi fella í eitt orð, - þ.e.- þrautseigja. <BR><BR>Ástæða þessarar niðurstöðu minnar er sú, að þrátt fyrir að á löngum ferli sínum hafi fyrirtækið gengið í gegnum bæði súrt og sætt hefur því ætíð tekist að halda sjó - og rétta sig af - þrátt fyrir að stundum hafi hressilega gefið á. Þar hefur árvekni og eljusemi stjórnendanna vafalítið ráðið úrslitum - þótt vissulega vinnist engir sigrar í rekstri fyrirtækja án góðra starfsmanna.<BR><BR>Axel Eyjólfsson, sem var fyrstur í röð þeirra þriggja kynslóða sem að rekstri þessa fyrirtækis hafa komið, var frumkvöðull í íslenskum húsgagna- og innréttingaiðnaði. Eftirstríðsárin voru ár nýrra tíma, aukins kaupmáttar og nýrra framleiðsluhátta. Í anda þeirra umbreytinga hóf Axel framleiðslu fataskápa og var fyrstur til að hefja framleiðslu á stöðluðum fataskápum hér á landi. Þar með var framtíð þessa fyrirtækis mörkuð, enda hefur sú framleiðsla verið kjölfesta starfseminnar allt fram á þennan dag - þótt framleiðslan sé nú fjölbreyttari en áður var. <BR><BR>Á þeim tíma sem liðinn er hefur margt breyst. Af þeim breytingum ber einna hæst að vernd innlends framleiðsluiðnaðar hefur verið afnumin og erum við nú orðin hluti af 375 milljóna innri markaði Evrópu. Þrátt fyrir að frelsinu hafi ótvírætt fylgt margvíslegir góðir kostir er engu að síður ljóst að aukið frelsi í milliríkjaviðskiptum hefur leitt til þess að inn á hinn örsmáa og viðkvæma markað okkar hafa flætt margvísleg og misgóð húsgögn og innréttingar frá erlendum framleiðendum. <BR><BR>Í sjálfu sér er það allnokkuð afrek að hafa staðist þá samkeppni. Mörgum íslenskum fyrirtækjum tókst það ekki. Til að lágmarka skaðann hefur ekki ósjaldan verið gripið til þess ráðs að breyta rekstrinum til samræmis - úr framleiðslufyrirtæki - í umboðssölu fyrir hina sterkari erlendu samkeppnisaðila. Það áfellist þeim enginn fyrir það, - þannig eru leikreglur samkeppninnar. <BR><BR>Reyndin er líka sú að hin stóru fjölþjóðlegu fyrirtæki sem selja á alþjóðlegum markaði njóta stærðar sinnar umfram þá smærri á ýmsan hátt. Þau njóta, m.a. magnsins í innkaupum og vélvæðingu - og geta jafnað út sveiflur á markaði, en húsgögn og innréttingar eru umfram flest annað næmar fyrir sveiflum efnahagslífsins og kaupmætti einstaklinga og fyrirtækja. Lítið íslenskt fyrirtæki sem býr við smáan einleitan markað á ekki kost á sambærilegum kjörum og markaðsaðlögun. <BR><BR>Þrátt fyrir þetta er staðreyndin sú að Axis hefur slegið í gegn á erlendum markaði - og gerði það með mjög svo eftirminnilegum hætti. Axis náði á sínum tíma góðri fótfestu í Bretlandi og Bandaríkjunum og fleiri löndum með húsgagnalínuna Maxis. Vandamálið var þá ekki smæð markaðarins, heldur stærð hans. Þrátt fyrir að þessi útrás hafi verið ýmsum þyrnum stráð er ég fullviss um að þar fékkst mikilvæg reynsla sem fyrirtækið býr enn að.<BR><BR>Það er mér fagnaðarefni að Axis er ekki að bugast undan hinni erlendu samkeppni. Þvert á móti hafa forráðamenn Axis og starfsmenn fyrirtækisins blásið til nýrrar sóknar til að styrkja stöðu fyrirtækisins í húsgagnaframleiðslu. Sú fjárfesting sem fyrirtækið hefur ráðist í er nauðsynlegur þáttur í þeirri sókn og það er mér sönn ánægja að vera þátttakandi í þeirri athöfn er þessi afkastamikla plötusög er tekin í notkun. <BR><BR>Hinn bætti vélarkostur mun gera fyrirtækinu kleift að auka afköst og lækka einingarkostnað, en um leið að auka gæði framleiðslunnar. Aukin framleiðni og meiri gæði eru sennilega þeir tveir lykilþættir sem mestu máli skipta á sífellt kröfuharðari markaði. Á það ber einnig að líta að velgengni íslenskra framleiðslufyrirtækja mun væntanlega fyrst og fremst byggjast á gæðum og kröfuhörðum neytendum. <BR><BR>Ég vil óska eigendum og öllum starfsmönnum Axis innilega til hamingju með þetta glæsilega framleiðslutæki. Ég er fullviss um að það, - ásamt þrautseigju stjórnendanna og starfsmanna mun styrkja stöðu Axis í röð þeirra fremstu sem framleiða gæðavöru á kröfuhörðum samkeppnismarkaði.<BR><BR>Takk fyrir.<BR><BR></P>

1999-04-13 00:00:0013. apríl 1999Frumsýning hópferðabifreiðarinnar Berserks.

<P> <P><BR>Ágætu samkomugestir.<BR><BR>Sú var tíðin að bifreiðasmíði var all umfangsmikill iðnaður hér á landi. Hver man ekki eftir Willisunum gömlu með yfirbyggingu frá Agli Vilhjálmssyni, eða rútunum sem smíðað hefði verið yfir hjá Bílasmiðjunni hf, sem áður rak smíðaverkstæði á þeim stað á Laugaveginum sem hýst hefur Sjónvarpið frá upphafi. Það húsnæði varð laust þar sem Bílasmiðjan þurfti að stækka við sig vegna tilkomu hægrihandar umferðarinnar og flutti þá starfsemi sína hingað í Ártúnsholtið.<BR><BR>Bifreiðasmíðin dafnaði vel á þeim tímum þegar gjaldeyrir var að skornum skammti og aðdrættir ýmsum takmörkunum bundnir. Þeir tímar eru löngu liðnir og íslnenskur bílaiðnaður hefur tekið þeim eðlilegu breytingum að fást nú fyrst og fremst við sértækar lausnir sem mótaðst hafa - annars vegar af séstökum landfræðilegum- og veðurfarslegum aðstæðum okkar og - hins vegar af háu þekkingarstigi þjóðarinnar. <BR><BR>Þetta hefur m.a. leitt til þess að breytingar á jeppabílum hefur þróast frá því að vera afþreying fárra sérvitringa í það að verða fullgild atvinnugrein sem notið hefur virðingar víða um heim og borið hróður okkar allt frá nyrsta bóli jarðarinnar til Suðurskautslandsins. Ekki er því heldur að gleyma að þessi sérviskulega sýslan okkar hefur skapaða af sér nýja grein innan akstursíþróttarinnar. <BR> <DIV align=center>*</DIV>Það lá eiginlega í loftinu að allt frá því að Hummerinn birtist okkur á skjánum í Persaflóastríðinu myndi þetta einstaka undratæki ná til okkar. Á þeim tíma var Hummerinn nýstárlegt stríðstól sem komst allt og átti sér fá ef nokkur takmörk - eða svo virtist að minnsta kosti af þeim fregnum sem bárust. Tilkoma hans inn á íslanskan jeppamarkað var aðeins spurningu um tíma - ekki hvort, - aðeins hvenær. <BR><BR>Það kom líka að því að tveir framsýnir bræður kynntu þetta undratæki fyrir okkur og viðbrögðin létu ekki á sér standa, - enda nýjungagirni okkar Íslendinga viðbrugðið. Hertólið hafði þar með fengið nýtt og friðsælt hlutverk fyrir íslenska jeppa- og ferðamenn.<BR> <DIV align=center>*</DIV>Tíminn líður hratt og um þessar mundir er liðið vel á annað ár frá því að bræðurnir, umboðsmenn Hummersins, kynntu fyrir mér hugmyndir sínar um að nýta grunngerð Hummersins til að smíða dugmikla fjallarútu. Það vakti strax athygli mína að hér var ekki eingöngu um það að ræða - að byggja boddí á grind - eins og áður var, heldur fólst í þessum ráðagerðum bísna framsækin hugmynd, þ.e. að hanna nýjan bíl frá grunni þar sem til grundvallar var lögð öll sú þekking sem íslenska jeppasamfélagið hafði byggt upp á liðnum árum. Á grundvelli þessa hefur verkefnið notið nokkurs stuðnings frá verkefninu "Átak til atvinnusköpunar". <BR><BR>Nú er stund sannleikans runnin upp og verð ég að viðurkenna að ég bíð nokkuð spenntur eftir að skoða afrakstur vinnunar betur en ég hef haft tækifæri til, - svo og að ræða við þá sem dómbærir telja sig vera á eiginleika gripsins. <BR><BR>Í tilefni þessa merka áfanga í jeppasögunni vil ég óska þeim bræðrum Stefáni og Ævari til hamingju með smíðina á "Berserknum" og góðs árangurs á komandi árum. Sömu óskir færi ég fyrirtækinu Allrahanda sem er eigandi frumgerðarinnar. <BR><BR><BR> <P></P>

1999-04-09 00:00:0009. apríl 1999Ávarp á stofnfundi Félags kvenna í atvinnurekstri, 9. apríl 1999.

<P> <P> <P>| <P></P>Fundarstjóri, ágætu stofnfélagar og aðrir gestir,<BR><BR>Konur reka aðeins 18% íslenskra fyrirtækja sem verður að teljast lágt hlutfall, sérstaklega með tilliti til þess að atvinnuþátttaka kvenna er meiri á Íslandi en víðast hvar annars staðar og ekki síður í ljósi þess að sennilega eru konur betri stjórnendur en karlar. <BR><BR>Í starfi mínu sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra hef ég lagt megináherslu á að styrkja stoðir atvinnulífsins. Það hefur m.a. verið gert með eftirfarandi hætti:<BR><BR>Í fyrsta lagi með því að nýta náttúruauðlindir og orku með skynsamlegum hætti í sátt við náttúruna og komandi kynslóðir.<BR><BR>Í öðru lagi með breyttu skipulagi á fjármagsnmarkaði þar sem fjárfestingarlánasjóðum atvinnulífsins var fækkað og þeir sameinaðir í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.<BR><BR>Og í þriðja lagi með aukinni áherslu á vaxtarbrodda atvinnulífsins á sviði þekkingariðnaðar og afþreyingariðnaðar eins og kvikmyndir og tónlist.<BR><BR>Þá hefur af minni hálfu verið lögð rík áherslu á breytingar í starfi Iðntæknistofnunar í þá átt að hún fái víðtækt og þverfaglegt leiðsagnar- og ráðgjafarhlutverk við atvinulífið og einstaklinga og þá sérstaklega lítil og meðalstór fyrirtæki. Þau eru hér, líkt og annars staðar í Evrópu, grundvöllur efnahagslífsins. Meira en 98% evrópskra fyrirtækja falla í þann flokk og eru íslensk fyrirtæki engin undantekning. En einmitt í þessum fyrirtækjum verður mesta verðmætasköpunin, helstu nýjungarnar og flest störfin. Fyrirtæki kvenna sem karla á Íslandi eru í öllum greinum atvinnurekstrar og af öllum stærðum en fyrirtæki kvenna eru þó hlutfallslega flest á sviði verslunar og þjónustu. <BR><BR>Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti hefur stutt lítil og meðalstór fyrirtæki sérstaklega með rekstri "Átaks til atvinnusköpunar" en þar sameinast stuðningsaðgerðir ráðuneytisins við atvinnulífið. Með Átakinu hafa verið kostuð mörg hundruð stuðningsverkefna og m.a. studdar áhugaverðar hugmyndir frumkvöðla. Þá starfar Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins einkum á frumstigi fjárfestingar og nýtist vel þeim er þurfa á slíku að halda.<BR><BR>Í samkeppnislöndum Íslands er víða lögð mikil áhersla á að auka veg kvenna í fyrirtækjarekstri og stjórnun. Sérstaða "kvennafyrirtækja" er almennt viðurkennd og algengt er að skipulagðar séu sérstakar stuðningsaðgerðir sem taka mið af þörfum þeirra. Þá hafa rannsóknir sýnt að fyrirtæki þar sem konur eru við stjórn, eru oftar en ekki betur rekin en þau sem karlar stýra, auk þess sem sjaldgæfara er að þau fari í þrot en þau sem rekin eru af körlum. Á þessu er atvinnulífið smám saman að átta sig og sumir hafa tekið svo djúpt í árinni að segja að í náinni framtíð verði konur í meirihluta stjórnenda í atvinnulífinu.<BR><BR>Í janúar 1997 skipaði ég nefnd sem fékk það hlutverk að meta þörf fyrir sérstakar stuðningsaðgerðir sem tækju mið af þörfum kvenna í atvinnurekstri. Nefndin lauk störfum í nóvember 1998 og var það niðurstaða hennar að stuðnings sé þörf. Meginforsendan fyrir mati nefndarinnar var sú, að hlutur kvenna í eigin atvinnurekstri sé í engu samræmi við mikla þátttöku kvenna í atvinnulífinu og að stuðningur sem leiði til fjölgunar fyrirtækja kvenna og aukinnar þátttöku þeirra í atvinnurekstri, treysti stöðu íslensks atvinnu- og efnahagslífs. <BR><BR>Í starfi nefndarinnar var sérstaklega leitað upplýsinga um það með hvaða hætti ýmsar samkeppnisþjóðir okkar standa að stuðningi við konur í atvinnurekstri. Einkum er áberandi hversu vel hefur tekist til við þær aðgerðir í Kanada og Bandaríkjunum. Tillögur nefndarinnar taka mið af þeim aðgerðum. Þær eru einkum tvenns konar. <BR><BR>· Annars vegar að komið verði á fót þjónustu- og upplýsingamiðstöð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, þar sem hlut kvenna væri sérstakur gaumur gefinn. <BR>· Hins vegar lagði nefndin til að stofnað yrði félag eða "tengslanet" kvenatvinnurekenda, með stuðningi stjórnvalda, sem hefði það að meginmarkmiði að efla samvinnu og samstöðu þeirra m.a. með það fyrir augum að þær verði áhugaverður markhópur fyrir banka og lánastofnanir.<BR><BR>Fyrir tveimur vikum tók til starfa á Iðntæknistofnun þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja, sem hlotið hefur nafnið IMPRA. IMPRA leggur, þó hún sé öllum opin, sérstaka áherslu á að veita konum sem hyggja á atvinnurekstur aðstoð við stofnun fyrirtækja. Einnig geta þær konur sem eru í atvinnurekstri fengið leiðsögn varðandi framtíðarmöguleika fyrirtækja sinna. Það er afar mikilvægt að við styðjum konur við að stíga fyrstu skrefin í rekstri sínum og sú þjónusta sem hér lýst er sett fram til þess.<BR><BR>Í ljósi niðurstaðna og tillagna fyrrgreindar nefndar skipaði ég starfshóp í byrjun janúar 1999, sem hafa skyldi forgöngu um stofnun félags kvenna í atvinnurekstri. Það félag er að verða að veruleika hér í dag. Ráðuneyti mitt mun létta undir rekstri félagsins fyrstu árin með starfsmanni hjá IMPRU sem sjá mun um útgáfu fréttabréfa, uppfæra félagatal, innheimta félagsgjöld og aðstoða við rekstur félagsins. <BR><BR>Ágætu athafnakonur,<BR>Mannaauðurinn er ein mikilvægasta stoð nýsköpunar atvinnulífs og efnahagslegra framfara. Eins og áður segir er hlutur kvenna í eigi atvinnurekstri ekki sem skyldi. Með stofnun Félags kvenna í atvinnurekstri vænti ég nokkurra breytinga á því enda byggist framtíð okkar á samstilltu átaki okkar allra, - jafnt karla og kvenna.<BR></P>

1999-03-30 00:00:0030. mars 1999Ræða á ársfundi Seðlabankans

<P> <P><BR><BR><BR> <DIV align=center><BR>&nbsp;</DIV><BR> <DIV align=center>I.<BR></DIV><BR>Góðir ársfundargestir. <BR>Á sama tíma og virkur fjármagnsmarkaður hefur komist á hér á landi á síðustu árum hefur viðhorf til greinarinnar breyst. Fjármálastarfsemi er nú almennt viðurkennd sem mikilvæg atvinnugrein í stað þess að vera talin milliliður sem litlu skilar í þjóðarbúið. Öflugur fjármagnsmarkaður er nauðsynlegur hlekkur í samkeppnishæfni atvinnulífsins og einn af grundvallarþáttum nútíma efnahagslífs. <BR>Fá dæmi eru um jafn hraða framþróun í einni atvinnugrein og verið hefur í íslenskri fjármálastarfsemi á undanförnum árum. Almennar reglur og viðskiptaleg sjónarmið hafa á skömmum tíma rutt úr vegi sérhagsmunum og höftum af ýmsu tagi. Greinin hefur færst í nútímalegt horf á nokkrum árum og grunnur hefur verið lagður að því að Íslendingar geti mætt með fullri reisn vaxandi samkeppni og alþjóðavæðingu sem svo mjög setur svip sinn á þróun fjármála á alþjóðavettvangi um þessar mundir. Stefna okkar hlýtur að vera sú að komast í fremstu röð þjóða á þessu sviði eins og öðrum. Við höfum verið á réttri leið og verði framþróunin jafn ör og að undanförnu náum við þessu markmiði á fáum árum.<BR>Það er þó ekki ofmælt að kennileitin í fjármálaumhverfinu hafi breyst mikið á síðustu árum. Í því sambandi nægir að nefna nýlega sölu hlutabréfa ríkisins í þremur fjármálafyrirtækjum, hraða uppbyggingu hlutabréfa- og skuldabréfamarkaða og uppgang verðbréfafyrirtækja og verðbréfastofa banka og sparisjóða. Á verðbréfamarkaði starfa nú mörg hundruð sérhæfðra starfsmanna sem standa starfsmönnum erlendra verðbréfafyrirtækja fyllilega jafnfætis. <BR>Þessar umbætur í fjármálum þjóðarinnar hafa þegar skilað sér í minnkandi vaxtamun. Jafnframt hafa þær skapað traustari forsendur fyrir hagstjórn. Það fer því ekki á milli mála að við erum á réttri braut í þessum efnum. Með því að halda áfram á sömu braut á næstu misserum og árum getur fjármálalífið lagt enn meira af mörkum til þess að efla atvinnuvegina og bæta lífskjörin hér á landi.<BR> <DIV align=center>II.</DIV>Mörg stór mál hafa náð fram að ganga á kjörtímabilinu á fjármagnsmarkaði. Þar má nefna fækkun fjármálastofnana í eigu ríkisins, hlutafélagavæðingu ríkisviðskiptabankanna og endurskipulagningu og fækkun fjárfestingarlánasjóðanna með stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Síðan hefur markvisst verið unnið að því að draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum með útboði á nýju hlutafé í viðskiptabönkunum og sölu á eignarhlut ríkisins í FBA. Þá hefur hafið starfsemi nýtt og sterkara fjármálaeftirlit, með sameiningu bankaeftirlits Seðlabankans og Vátryggingareftirlitsins. Með nýrri löggjöf um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða var einkaréttur Verðbréfaþings Íslands á kauphallarstarfsemi afnuminn og sett inn ýmis ákvæði til eflingar verðbréfamarkaði. Frá og með síðustu áramótum er Verðbréfaþing Íslands rekið í formi hlutafélags. Með nýrri löggjöf um rafræna eignarskráningu verðbréfa og stofnun félags um verðbréfamiðstöð hefur verið lagður grunnur að pappírslausum viðskiptum með verðbréf. Að síðustu má nefna mikið starf sem unnið hefur verið til að laða erlent fjármagn til landsins. <BR> <DIV align=center>III.</DIV>Við aldahvörf getum við verið sátt við þann árangur sem náðst hefur á fjármagnsmarkaði. Ekki er þó allt eins og best verður á kosið. Þótt mikið hafi vissulega áunnist erum við að sumu leyti aftarlega á merinni. Kannski er það ekki furða. Við höfum ekki haft áratugi eða árhundruð til að byggja upp okkar fjármagnsmarkað eins og nágrannalönd okkar. <BR>Ég ætlað hér að nefna þrennt sem skilur okkur helst frá nágrannalöndunum. Í fyrsta lagi vil ég nefna takmarkaða og frekar einhliða tengingu íslenska fjármagnsmarkaðarins við erlenda fjármagnsmarkaði. Fjármagn streymir úr landi í kaup á verðbréfum erlendis, sér í lagi frá lífeyrissjóðum. Þó svo erlend fjárfesting hafi aukist í atvinnurekstri hér á landi á síðustu árum þá fjárfesta útlendingar nánast ekkert í íslenskum verðbréfum. Einnig virðast einstaka atburðir úti í heimi sem koma róti á fjármálamarkaði í kringum okkur hafa takmörkuð áhrif hér á landi enn sem komið er. Að þessu leytinu til er Ísland eyland í annars konar merkingu en landfræðilegri. Að vísu er brúarsmíð til alþjóðlegra markaða hafin en ekki er gott að segja til um hvenær henni lýkur. <BR>Í öðru lagi vil ég nefna meiri vaxtamun og kostnað en þekkist í nágrannalöndum okkar. Á síðustu misserum hefur þó orðið breyting þar á. Þannig minnkaði vaxtamunur banka og sparisjóða verulega á síðasta ári. Kostnaður banka og sparisjóða sem hlutfall af vaxtamun og þjónustutekjum er hins vegar enn mun hærri hér heldur en í löndunum í kringum okkur. Hagræðingar er því þörf í greininni. <BR>Þróunin á vestrænum bankamarkaði hefur verið geysilega ör á þessum áratug. Aukin samkeppni, alþjóðavæðing, opnun hólfa á milli einstakra tegunda fjármálafyrirtækja, lægri vaxtamunur og aukið framboð af nýrri þjónustu hefur verið einkennandi fyrir markaðinn. Ekkert lát virðist vera á þessari þróun. Bankar búa sig undir enn harðnandi samkeppni með samruna og yfirtökum. Ef við lítum til þróunar í Evrópu á síðustu árum má búast við að það sé einungis tímaspursmál hvenær samrunahrina gengur yfir íslenskan fjármagnsmarkað. <BR>Í þriðja lagi vil ég nefna stóran hlut ríkisins á fjármagnsmarkaði. Þó margt hafi gerst í þessum efnum ræður ríkið enn yfir meirihluta í þremur af fimm stærstu fjármálafyrirtækjunum. Ljóst má þó vera að þetta er tímabundið ástand. Sala banka í eigu ríkisins gengur samkvæmt áætlun. Yfir 110 þúsund manns keyptu sér hlut í bönkunum þremur síðastliðið haust í einkar vel heppnuðum útboðum. Landsbankinn, Búnaðarbankinn og Fjárfestingarbankinn lúta nú allir aga markaðarins og njóta trausts fjárfesta. Unnið er að undirbúningi að sölu FBA í samræmi við þá stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að bankinn verði allur seldur. <BR>Í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um sölu hlutafjár í Landsbanka og Búnaðarbanka var lögð mikil áhersla á tafarlausa skráningu bankanna á Verðbréfaþing Íslands. Með skráningunni yrði verðmæti bankanna mælt með viðskiptum á markaði og viðskiptalegur agi skráningar nýttur þeim til framdráttar. Útboð á nýju hlutafé og skráning á Verðbréfaþing eiga stjórnendur bankanna að nýta til hins ítrasta til að styrkja markaðslega ímynd þeirra og efla samkeppnishæfni, meðal annars með innri hagræðingu og tækninýjungum. Það verður síðan þeirrar ríkisstjórnar sem verður við völd eftir kosningar að móta stefnu um sölu á hlutafé ríkisins í bönkunum með hliðsjón af árangri bankanna og þeim aðgerðum sem þegar hefur verið gripið til. <BR> <DIV align=center>IV.</DIV>Nokkur umræða hefur verið síðustu daga um nýjar reglur Seðlabankans um lausafjárskyldu og vexti sem bankinn greiðir viðskiptabönkum og sparisjóðum af bundnu fé. Þar hafa bankastjórar viðskiptabankanna og Seðlabankans skipst á skoðunum. Mikilvægast er að þessar deilur verða farsællega til lykta leiddar og er vonandi að þær breyttu lausafjárreglur sem Seðlabankinn kynnti í morgun stuðli að lausn málsins.<BR>Hér skiptir tvennt mestu máli. Annars vegar er brýnt að draga úr erlendum skammtímaskuldum lánastofnana. Þetta hefur Seðlabankinn ítrekað bent á og er auðvitað sjónarmið sem ekki má líta fram hjá í ljósi stöðu innlendra efnahagsmála og þeirra kosta sem blasa við. Hins vegar þarf að gæta þess að nýjar lausafjárreglur skaði ekki það uppbyggingarstarf sem unnið hefur verið á þessum vettvangi undanfarin ár. Verkefnið er því alveg skýrt, þ.e. finna þarf leið til að draga úr umræddum skammtímaskuldum án þess að tefla í tvísýnu skilvirkni fjármagnsmarkaðarins. <BR>Útlánaaukning banka og sparisjóða á síðustu tólf mánuðum er meiri en samræmst getur stöðugleika í efnahagsmálum til lengri tíma litið. Nýjustu tölur um útlánaaukningu benda einnig til að ekkert lát sé á henni. Fjármálafyrirtæki þurfa að huga vel að gæðum útlána við þær aðstæður sem nú ríkja. Við erum nú nálægt toppi hagsveiflunnar eftir langvinnt hagvaxtarskeið. Þótt spár Þjóðhagsstofnunar og alþjóðastofnana bendi eindregið í þá átt að Íslendingar geti vænst áframhaldandi hagsældar á næstu árum, og núverandi hagvaxtarskeið verði því hið lengsta í sögunni, þá sýnir reynslan erlendis frá að bankar þurfa að fara að öllu með gát þegar hagvaxtarskeið hefur staðið jafn lengi yfir eins og það hefur gert hér á landi. <BR> <DIV align=center>V.</DIV>Góðir ársfundargestir. <BR>Viðburðarríku kjörtímabili er að ljúka. Auðvitað er margt ógert enda á ungur og óharðnaður fjármagnsmarkaður að vera í stöðugri mótun. Ég tel að á næstu árum verði að fara út í miklar laga- og skipulagsbreytingar á fjármagnsmarkaði. Þetta á t.d. við um lög um viðskiptabanka og sparisjóði annars vegar og lög um aðrar lánastofnanir hins vegar. Í þessu sambandi er sérstaklega mikilvægt að horft verði til breytinga á lagaumhverfi sparisjóðanna sem geri þeim kleift að laga sig að breyttum aðstæðum á fjármagnsmarkaði. Þannig væri hægt að gera breytingar á rekstrarformi þeirra, opna fyrir möguleika til að auka eigið fé sparisjóða á markaði og stækka hóp eigenda að sparisjóðunum sem taki þátt í rekstri þeirra á viðskiptalegum forsendum.<BR>Önnur lög sem þarfnast endurskoðunar á næstu árum með hliðsjón af breyttum aðstæðum eru t.d. vaxtalög, lög um verðbréfasjóði og lög um Seðlabanka Íslands. Á öðrum sviðum þar sem þróunin er hröð þarf að setja ný ákvæði í lög, t.d. um rafeyri. Jafnframt er mikilvægt að sátt náist um skipulag greiðslumiðlunar í landinu og settar verði hlutlægar reglur um aðgang að greiðslumiðlunarkerfum. <BR>Af þessu sést að það þarf að mörgu að hyggja. Fyrir nokkrum árum gerðum við okkur ekki vonir um að vöxtur og viðgangur fjármagnsmarkaðarins yrði jafn mikill og raun ber vitni. Nú höfum við góðan grunn til að byggja á. Það verðum við að nýta okkur til að blása saman til sóknar og styrkja fjármagnsmarkaðinn enn frekar á komandi árum. Verkefnið er að koma okkur í fremstu röð á þessu sviði. Í ljósi þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum er alls ekki óraunhæft að setja sér svo metnaðarfullt markmið.<BR>Ég vil að endingu þakka bankaráði Seðlabanka, bankastjórum hans og starfsfólki fyrir samstarfið á síðasta ári. <BR><BR>Ég þakka fyrir. <BR><BR><BR><BR> <P></P>

1999-03-22 00:00:0022. mars 1999Ávarp á kynningarfundi um breytingar á starfsemi Iðntæknistofnunar.

<P> <P> <P><BR><BR>Ágætu gestir.<BR><BR>Það hefur verið eitt af meginmarkmiðum mínum sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra að vinna að framgangi nýsköpunar og atvinnuþróunar hér á landi. Þrátt fyrir að fyrirtæki og einstaklingar séu augljóslega drifkraftur þeirrar þróunar verður ekki fram hjá því litið að ábyrgð hins opinbera er engu að síður talsverð í mótun ytri umgjarðar málsins. <BR><BR>Í hnotskurn hefur meginmarkmið mitt varðandi nýsköpun verið:<BR></P> <DIV align=left>Að skapa þau skilyrði sem skila mestum ávinningi fyrir uppbyggingu framsækins atvinnulífs.</DIV><BR><BR>Í málefnavinnu ráðuneytisins hefur þessu meginmarkmiði verið skipt upp í þessi undirmarkmið:<BR> <UL> <UL> <UL> <UL> <UL> <P align=left><BR>1. Að skapa ný og vellaunuð störf<BR>2. Að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins<BR>3. Að stuðla að atvinnuþróun í sátt við umhverfið.</P></UL></UL></UL></UL></UL><BR><BR>Í samræmi við þessi markmið hefur farið fram endurskoðun á aðkomu stofnana iðnaðarráðuneytisins að nýsköpunarmálum. Ein af ástæðum þess er, að þrátt fyrir hátt menntastig og góðan árangur í vísindum hefur okkur miðað fremur hægt í því að skila þeim árangri út í þjóðfélagið í formi söluhæfra afurða. Eftir að hafa skoðað líklegar ástæður þessa fékkst sú niðurstaða að ástæða væri til að auka þann þátt starfseminnar sem lítur að miðlun vísindalegrar þekkingar til atvinnulífsins, -án þess þó að gegnið væri á hlut vísindarannsóknna sjálfra. <BR><BR>Í stærra samhengi má segja að um sé að ræða heilan og samofinn vef sem byggir – <BR>· í fyrsta lagi á: - öflun vísindalegrar þekkingar, <BR>· í öðru lagi á: - miðlun hennar til atvinnulífsins og <BR>· í þriðja lagi á: - hagnýtingu þekkingarinnar til að standa undir efnahagslegum framförum þjóðarinnar. <BR>Þetta hefur verið dregið fram í þessari mynd sem kölluð hefur verið: <BR>- <U>stoðkerfi þekkingar og nýsköpunar.</U><BR><BR>Sú starfsemi sem kynnt er ér í dag hverfist um þetta samspil - miðlunar þekkingarinnar og - svöruninni við þörfum hins alþjóðlega samkeppnis-markaðar. Kynnt verður tvennskomnar nátengd starfsemi. Annars vegar IMPRU, sem svo hefur verið kölluð, og er þjónustumiðstöð fyrir frumkvöðla og fyrirtæki og hins vegar Frumkvöðlasetur fyrir nýsköpunarfyrirtæki.<BR><BR>Jafnframt þessu verður kynnt nýtt skipurit sem byggir á áherslubreytingum sem orðið hafa í starfsemi Iðntæknistofnunar. Í meginatriðum felast breytingarnar í því að starfsemin hefur verið skipulögð út frá því - að fjárhagslega- og stjórnunarlega hefur verið skilið á milli þeirrar starfsemi sem er rekinn í samkeppni við aðila á almennum markaði og þess hluta starfseminar sem ekki er í slíkri starfsemi og rekinn er af ríkisfé. Þessi ráðstöfun er í beinu framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar - að vinna skuli að fullu jafnræði í samkeppni einkafyrirtækja og ríkisstofnana, - að efla skuli kostnaðarvitund ríkisstofnana og - að gera skuli kostnað við samkeppnisstarfsemi á vegum ríkisins sýnilegan.<BR><BR>Með þessu er m.a. hvatt til hámarksnýtingar mannauðs og eigna. Mikilvægi þessa er augljóst í ljósi smæðar íslensks þjóðfélags þar sem meginmáli skiptir að okkur takist að nýta hinn dýrmæta mannauð okkar og takmörkuð fjárráð á sem bestan hátt.<BR><BR>Einmitt á þeirri forsendu mun þessi þjónusta Iðntæknistofnunar ekki verða einskorðuð við þá starfsemi sem felst í hefðbundnum skilning orðsins iðnaður, - enda er svo þröng afmörkun löngu úr sér gengin og í engu samhengi við nútíma tækni- og atvinnuþróun.<BR><BR>Það er þvert á móti á grundvelli þverfaglegrar þekkingarmiðlunar sem þessi starfsemi er reist, - þar sem haft verður að leiðarljósi að farsæl hagnýting hverskonar vísindalegrar- og tæknilegrar þekkingar er ráðandi þáttur í efnahagslegri afkomu atvinnulífsins og þjóðarinnar allrar.<BR><BR> <P></P>

1999-03-22 00:00:0022. mars 1999Ávarp á aðalfundi Landsbankans, 22. mars 1999.

<P> <P> <P>| <P> <DIV align=center><B>I.</B></DIV> <P><BR>Góðir aðalfundargestir. </P> <P>Árið 1998 var viðburðarríkt í sögu Landsbankans. Bankinn skilaði bestu rekstrarafkomu frá upphafi. Bankinn tók formlega til starfa sem hlutafélag, nýtt hlutafé var selt til rúmlega 12 þúsund aðila og hann var skráður á Verðbréfaþing Íslands. Verðbréfaþingið mun verða hinn harði húsbóndi stjórnenda og starfsfólks bankans því nýir eigendur munu gera ríkar kröfur um arð. </P> <P>Á vordögum 1998 sögðu allir þrír bankastjórar bankans upp störfum, af mismunandi ástæðum þó, þegar skýrsla ríkisendurskoðanda um laxveiðikostnað Landsbankans lá fyrir. Í kjölfar þess var einn nýr bankastjóri ráðinn og stjórnskipulagi bankans breytt. <P>Allt þetta umrót leiddi til þess að bankinn var mikið í þjóðmálaumræðunni. Landsbankinn stóðst prófið með sínu trausta starfsfólki og stjórnendum og stendur mun sterkari eftir. Með breytingum á bankanum hefur verið búið í haginn fyrir framtíðina. <P>Landsbankinn jók umsvif sín á flestum sviðum á árinu 1998. Efnahagsreikningur bankans stækkaði um 26,8% á árinu. Landsbankinn, eins og önnur fjármálafyrirtæki, þurfa að huga vel að gæðum útlána við þær aðstæður sem nú ríkja. Við erum nú nálægt toppi hagsveiflunnar eftir langvinnt hagvaxtarskeið. <P>Þó spár Þjóðhagsstofnunar og alþjóðastofnana bendi eindregið í þá átt að Íslendingar geti vænst áframhaldandi hagsældar á næstu árum, og núverandi hagvaxtarskeið verði því hið lengsta í sögunni, sýnir reynslan erlendis frá að bankar þurfa að fara að öllu með gát þegar hagvaxtarskeið hefur staðið jafn lengi yfir og nú. <P> <DIV align=center><BR>II.</DIV><BR>Þróunin á vestrænum bankamarkaði hefur verið geysilega ör á þessum áratug. Aukin samkeppni, alþjóðavæðing, opnun hólfa á milli einstakra tegunda fjármálafyrirtækja, lægri vaxtamunur og aukið framboð af nýrri þjónustu hefur verið einkennandi fyrir markaðinn. Ekkert lát virðist vera á þessari þróun. Bankar búa sig undir enn harðari samkeppni með samruna og yfirtökum. <P>Íslendingar þurfa að fylgjast grannt með þessari þróun því samanburður við kennitölur erlendra banka er hérlendum bönkum enn að flestu leyti óhagstæður. Vaxtamunur er hærri hér á landi en í löndunum í kringum okkur og kostnaður sem hlutfall af tekjum hærri, þó mikil lækkun hafi orðið á þessum hlutföllum á undanförnum misserum. <P>Íslenskir bankar sækja nú fram af fullum krafti eftir langt stöðnunarskeið. Hagnaður og arðsemi hefur aukist. Þjónusta banka hefur batnað auk þess sem þeir hasla sér nú völl á sífellt fleiri sviðum, ekki bara hér á landi heldur einnig erlendis. Það hafa orðið ánægjulegri umskipti á íslenskum bankamarkaði á sl. fjórum árum en bjartsýnustu menn þorðu að vona. <P> <DIV align=center><BR>III.</DIV><BR>Landsbankinn fór fyrstur hinna þriggja banka í eigu ríkisins í útboð í september síðastliðnum. Áhugi landsmanna á kaupum í bankanum var gríðarlegur og sýndi að stefna ríkisstjórnarinnar í bankamálum var skynsamleg. Jafnframt var þátttakan í útboðinu mikil traustsyfirlýsing við bankann. Bankinn var síðan tekinn til skráningar á Verðbréfaþingi Íslands. Gengi á hlutabréfum í bankanum hefur hækkað um rúmlega 30% á Verðbréfaþingi síðan hann var tekinn til skráningar sem sýnir enn og aftur að fjárfestar hafa trú á bankanum. <P>Ákvörðun um sölu hlutafjár í Landsbankanum bíður þeirrar ríkisstjórnar sem við tekur eftir kosningar í maí. Heimildir eru ekki fyrir hendi til að selja hlutafé ríkisins í bankanum. Ekkert liggur fyrir um hvernig að sölu hlutafjárins verður staðið, þegar sú heimild fæst, nema sú samþykkt ríkisstjórnar, sem ég staðfesti með yfirlýsingu í tengslum við sölu hlutafjárins rétt fyrir áramót, að tryggt yrði að eigi síðar en 1. júní árið 2000 yrði meira en 25% af heildarhlutafé Landsbankans í dreifðri eignaraðild í samræmi við reglur Verðbréfaþings Íslands. <P>Ég vil að lokum óska bankaráði Landsbankans, bankastjóra og öðrum starfsmönnum til hamingju með góðan rekstrarárangur á síðasta ári og óska þeim velfarnaðar í störfum í framtíðinni. Ég þakka fyrir. <P> <P> <P> <P> <P> <P></P>

1999-03-17 00:00:0017. mars 1999Ávarp á ársfundi Orkustofnunar, 17. mars 1999.

<P> <P> <P><BR>Síðastliðið sumar voru sett lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Markmið laganna er að setja samræmdar reglur um nýtingu auðlinda í jörðu, hvar sem þær er að finna. Með lögunum er stjórnsýsla vegna rannsókna og nýtingar auðlindanna samræmd og stefnt að því að meðferð mála verði í einu samfelldu ferli, þar sem þess er gætt að öll viðkomandi stjórnvöld komi að.<BR><BR>Lögin taka til auðlinda í landi, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjárvarbotni innan netlaga. Meðal auðlinda í þessu sambandi eru jarðhiti, jarðefni og grunnvatn. Í lögunum er fjallað um eignarrétt að auðlindunum, sem og um rannsóknir, leit og nýtingu auðlindanna. Samkvæmt lögunum fylgir eignarréttur að auðlindum eignarlöndum, en í þjóðlendum eru þær eign ríkisins. <BR><BR>Lögin heimila iðnaðarráðherra að láta rannsaka og leita að auðlindum í jörðu hvar sem er á landinu og gefa út rannsóknarleyfi í því skyni og skiptir ekki máli hvort um er að ræða eignarland eða ekki. Þá er nýting auðlinda úr jörðu háð leyfi iðnaðarráðherra hvort sem það er til nýtingar auðlinda í eignarlöndum eða þjóðlendum og hefur landeigandi ekki forgang að nýtingarleyfi í eignarlandi sínu. Með lögunum er þannig gerður skýr greinarmunur á eign að auðlindunum og rétti til að nýta þær. Það er gert meðal annars til að eigendur geti ekki komið í veg fyrir þjóðhagslega skynsamlega nýtingu auðlindanna. <BR><BR>Samkvæmt lögunum hefur Orkustofnun fengið þýðingarmikið hlutverk. Leita skal umsagnar stofnunarinnar áður en leyfi eru veitt og hún annast eftirlit með leitar- og vinnslusvæðum jarðhita, jarðefna og grunnvatns. Mikilvægt er að stofnunin komi upp skilvirku eftirliti í þessu sambandi og nýti sér í því efni innra eftirlit fyrirtækjanna sem nýta auðlindirnar.<BR><BR>Í síðstu viku setti Alþingi sérstök lög um Orkusjóð. Með lögunum fær sjóðurinn nokkuð breytt hlutverk. Þannig verður heimilt að fjármagna yfirlits- og undirbúningsrannsóknir á orkulindum landsins samkvæmt áætlun sem sjóðurinn á að gera á grundvelli rannsóknaáætlunar frá Orkustofnun. Stjórn sjóðsins, Orkuráði, er breytt og rofin þau sterku tengsl sem hafa verið milli sjóðsins og Orkustofnunar. Meðal annars verður orkumálastjóri ekki áfram framkvæmdastjóri sjóðsins, enda myndi það leiða til hagsmunaárekstra eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið á hlutverki sjóðsins. Í lögunum er kveðið með skýrari hætti á um að ef ráðist er í orkuframkvæmdir sem undirbúnar hafa verið með fé ríkisins, þar með töldu fé Orkusjóðs, skuli framkvæmaraðili endurgreiða þann kostnað við veitingu virkjunar- eða nýtingarleyfa. Þeim skal að fullu lokið eigi síðar en sjö árum eftir að leyfi hefur verið gefið út og skal verja þeim til yfirlits- og undirbúningsrannsókna á orkulindum landsins. <BR><BR>Þessar breytingar eiga að styrkja Orkusjóð og efla undirbúningsrannsóknir á orkulindum okkar. Á fjárlögum þessa árs fær sjóðurinn 50 milljónir króna til virkjanarannsókna og gert er ráð fyrir svipaðri fjárhæð næstu fimm árin. <BR><BR>Í síðustu viku var hafin vinna við rammaáætlun til langs tíma um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Kveðið er á um þetta verkefni í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum. Í henni segir m.a. að áætlunin skuli vera í samræmi við samhæfða stefnu í umhverfis-, orku-, iðnaðar- og efnahagsmálum og að í henni skuli sérstaklega fjallað um verndargildi einstakra svæða. Unnið hefur verið að undirbúningi áætlunarinnar undanfarna mánuði í samvinnu við umhverfisráðuneytið og Orkustofnun. Þess er vænst að þetta starf geti stuðlað að almennri sátt um sambýli manns og náttúru við nýtingu auðlindanna. Kjörorð verkefnisins er því: <B><I>Maður - Nýting - Náttúra. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. </I></B><BR><BR>Markmið áætlunarinnar er að leggja mat á og flokka virkjunarkosti, jafnt jarðhita og vatnsafls, með tilliti til orkugetu, hagkvæmni og annars þjóðhagslegs gildis, samhliða því að skilgreina, meta og flokka áhrif þeirra á náttúrufar, náttúru- og menningarminjar svo og hagsmuni þeirra sem nýta þessi svæði. <BR><BR>Með verkefninu verður lagður grundvöllur að forgangsröðun virkjunarkosta með tilliti til þarfa þjóðfélagsins hvað varðar atvinnustarfsemi, varðveislu náttúrugæða, styrkingu landsbyggðar og hagsmuna allra þeirra sem nýta þessi sömu gæði. Allt þetta verður gert með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. <BR><BR>Skipulag verkefnisins mun rúma bæði faglega vinnu í faghópum og almennan samráðsvettvang þeirra fjölmörgu aðila sem eðlilegt er að komi að málinu. <BR><BR>Fimmtán manna verkefnisstjórn undir forustu Sveinbjörns Björnssonar, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, mun stjórna verkinu. Hlutverk hennar verður meðal annars:<BR>· Að skilgreina og afmarka viðfangsefnið og setja því meginramma.<BR>· Að móta verklagsreglur fyrir starf faghópanna.<BR>· Að finna og skilgreina aðferðir til að meta orkukostina á grundvelli flokkunar faghópanna.<BR>· Að fjalla um tillögur faghópanna um gagnaöflun og rannsóknarþörf.<BR>· Að vinna úr niðurstöðum faghópanna og flokka virkjunarkostina á grundvelli þeirra.<BR><BR>Fjórum faghópum verður komið á til að fjalla sinn um hvert eftirtalinna efna:<BR><BR>· <B>Náttúru- og minjavernd</B>. Formaður hópsins verður Þóra Ellen Þórhallsdóttir líffræðingur og prófessor.<BR>· <B>Útivist og hlunnindi</B>. Haukur Jóhannesson jarðfræðingur og formaður Ferðafélags Íslands verður formaður hópsins.<BR>· <B>Þjóðhagsmál, atvinnulíf og byggðaþróun</B>. Formaður verður Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur.<BR>· <B>Orkulindir.</B> Þorkeli Helgasyni stærðfræðing og orkumálastjóra hefur verið falið að leiða störf hópsins.<BR><BR>Hlutverk faghópanna er að fara yfir virkjunarkosti hver frá sínum sjónarhóli, meta þá, gefa þeim stig með tilliti til þeirra þátta sem hópnum er ætlað að fjalla um og loks gera tillögur til verkefnisstjórnarinnar.<BR><BR>Nauðsynleg forsenda þess að verkefnið skili þeim árangri sem að er stefnt er að það njóti trausts í samfélaginu. Því er mikilvægt að koma á öflugu samráði við hagsmunaaðila og almenning um allt land meðan unnið er að því. Í þessu sambandi er gert ráð fyrir að efnt verði til fundarhalda, opnuð heimasíða o.fl. Með þeim hætti verður tryggður beinn aðgangur almennings til að koma skoðunum sínum á framfæri. Ákveðið hefur verið að óska eftir því að Landvernd annist samráðsvettvanginn. <BR><BR>Orkustofnun mun gegna þýðingarmiklu hlutverki í verkefninu enda liggur gríðarleg þekking á orkulindunum hjá stofnuninni og starfsmönnum hennar. Sú breytings sem gerð hefur verið á Orkusjóði á að geta stuðlað að því að unnt verði að taka myndarlega á þessu máli og verður stjóðurinn væntanlega sterkur fjárhagslegur bakhjarl verkefnisins. <BR><BR>Ég vonast til þess að góð samvinna takist við alla aðila sem að málinu koma og að við getum skapað nauðsynlega sátt sem gerir okkur í senn kleift að nýta orkulindirnar, aðrar auðlindir landsins og vernda náttúruperlur þess. Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja ykkur til að taka virkan þátt í verkefninu.<BR><BR>Rammaáætlunin á að auðvelda breytingar á skipan raforkumála sem ég mun nú víkja að, því flokkun virkjanakosta á að draga úr hættu á að við göngum of nærri hinu náttúrulega umhverfi um leið og áhætta fyrirtækja sem hyggja á nýtingu orkulindanna minnkar. <BR><BR>Í morgun kynnti ráðuneytið drög að frumvarpi til raforkulaga sem unnið hefur verið að í vetur. Frumvarpsdrögin taka mið af niðurstöðum nefndar um skipan orkumála sem skilaði niðurstöðum sínum í október árið 1996. Þau byggja einnig á umræðum á Alþingi um þingsályktunartillögu sem lögð var fram á þinginu í lok árs 1997 og nefndaráliti meirihluta iðnaðarnefndar um tillöguna. <BR><BR>Þrátt fyrir að skipulag raforkumála, sem hefur að stofni til verið óbreytt síðasta aldarþriðjunginn, hafi gefist vel til að byggja upp greinina, fylgja því ýmsir annmarkar og vandamál. Nefna má: <BR><BR>· Að í lögum um Landsvirkjun eru lagðar miklar skyldur á fyrirtækið án þess að það hafi einkarétt til orkuvinnslu eða orkuflutnings.<BR>· Að í gjaldskrá Landsvirkjunar er ekki greint milli vinnslu og flutnings á rafmagninu. Sama á við um gjaldskrár annarra orkufyrirtækja.<BR>· Að sumar rafveitur telja sig geta lækka kostnað við orkuöflun með því að virkja. Þá bera þær raunar gjarnan saman kostnað við stöðvarvegg virkjunar og gjaldskrá Landsvirkjunar, en hún felur í sér bæði orkuvinnslu og flutning orkunnar.<BR>· Að ekki er skilið á milli samkeppnisþátta í starfsemi orkufyrirtækjanna, þ.e. vinnslu og sölu, og starfsemi sem nýtur einkaréttar, þ.e. flutnings og dreifingar.<BR><BR>Markmið með breytingunum er að koma á markaðsbúskap í viðskiptum með raforku um leið og stuðlað er að þjóðhagslega hagkvæmri nýtingu orkulindanna. Breytingarnar þurfa að stuðla að öflugra atvinnulífi og styrkingu byggðar í landinu um leið og tekið verði tillit til umhverfisverndarsjónarmiða og hefðbundinna landnytja. Með þeim verður stefnt að því að draga úr opinberum rekstri, tryggja gagnsæja verðmyndun og stuðla að lækkun orkuverðs. Stefnt er að því að auka skilvirkni í starfseminni og laða nýtt fjármagn til greinarinnar. Að endingu ber að nefna að einnig þarf að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Rétt er þó að taka fram að þær eru ekki og eiga ekki að vera drifkrafturinn í breytingunum og ljóst er að á mörgum sviðum ganga fyrirliggjandi drög lengra í átt til markaðsbúskapar en t.d. tilskipun Evrópusambandsins gerir um innri markað á sviði raforku.<BR><BR>Í drögunum er gert ráð fyrir að draga úr hlutverki ríkisins meðal annars í sambandi við ákvarðanir í orkuframkvæmdum. Hlutverk Alþingis og ráðherra verður að setja skýrar og gagnsæjar reglur fyrir starfsemina og móta stefnu um nýtingu orkulindanna. Framkvæmdavaldið þarf að hafa eftirlit með því að reglum sé fylgt. Jafnframt má ætla að ríkið muni reka meginflutningskerfið, a.m.k. fyrst um sinn. <BR><BR>Forsenda samkeppni er að skilja á milli vinnslu, flutnings, dreifingar og sölu á rafmagni. Tryggja verður rétt bæði þeirra sem vinna og kaupa rafmagn að flutnings- og dreifikerfunum. Ella verður samkeppni ekki komið á.<BR><BR>Hér gefst ekki tími til að kynna efni frumvarpsdraganna nánar. Ljóst er að áður en ný skipan verður ákveðin þarf að ræða og greina ýmis álitamál nánar. Meðal álitaefna má nefna, hvaða skref þarf að stíga, hvenær er rétt að stíga þau og hve stór eiga þau að vera? Hvernig tryggjum við nauðsynlegt jafnvægi í samkeppni, þ.e.a.s. samkeppni í vinnslu og sölu? Með hvaða hætti afnemum við skuldbindingar orkufyrirtækjanna gagnvart viðskiptamönnum sínum? Hvernig verður farið með kostnað og skuldbindingar sem fyrirtækin bera nú og koma til með að þurfa að standa undir þó svo að einkaréttur þeirra falli niður? Hvernig verður eftirliti sinnt með skilvirkum hætti? Svo mætti áfram spyrja. <BR><BR>Hugmynd mín með því að kynna frumvarpið nú er að fyrirhugaðar breytingar fái sem vandaðasta umfjöllun. Ég hef því óksða eftir ábendingum um það sem betur mætti fara í umræddum drögum fyrir lok aprílmánaðar með það fyrir augum að láta vinna að þeim í sumar. Þannig gæti iðnaðarráðherra – hver sem það verður – lagt fram í haust á Alþingi frumvarp um þetta efni sem hefur fengið ítarlega og vandaða skoðun.<BR><BR>Eins og mörgum ykkar er kunnugt um var sl. haust skipuð nefnd til að fjalla um flutningskerfið. Starf þeirrar nefndar er þýðingarmikið fyrir framhald málsins. Hún fjallar um mörg þýðingarmikil álitamál. Svo sem: Hvar skilið verði milli flutningskerfisins og dreifikerfisins? Hvernig eigi að tryggja vinnsluaðilum og kaupendum aðgang að flutningskerfinu? Niðurstöður nefndarinnar og ákvarðanir sem taka þarf þegar þær liggja fyrir munu að verulegu leyti marka framhaldið, því flutningskerfið er lykillinn að því að það takist að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. <BR><BR>Ég vil að lokum þakka stjórn Orkustofnunar, orkumálastjóra og starfsmönnum stofnunarinnar gott og ánægjulegt samstarf á viðburðarríku ári. <BR><BR><BR><BR><BR> <P></P>

1999-03-12 00:00:0012. mars 1999Ávarp á aðalfundi Samorku, 12. mars 1999.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P> <DIV align=center><B></B></DIV><BR><BR>Á aðalfundi Samorku fyrir ári fjallaði ég um nýtingu orkulindanna til atvinnuuppbyggingar, aðgerðir til að lækka hitunarkostnað og hugmyndir að breyttri skipan raforkumála. Margt hefur gerst í þessum málum á árinu og mun ég drepa á nokkur þessara mála, sem og önnur verkefni sem varðar veitufyrirtækin í landinu miklu.<BR><BR>Síðastliðið sumar voru sett lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Markmið laganna er að setja samræmdar reglur um nýtingu auðlinda í jörðu, hvar sem þær er að finna. Með lögunum er stjórnssýsla vegna rannsókna og nýtingar auðlindanna samræmd og stefnt að því að meðferð mála verði í einu samfelldu ferli, þar sem þess er gætt að öll viðkomandi stjórnvöld komi að.<BR><BR>Lögin taka til auðlinda í landi, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjárvarbotni innan netlaga. Meðal auðlinda í þessu sambandi eru bæði jarðhiti og grunnvatn. Í lögunum er fjallað um eignarrétt að auðlindunum, sem og um rannsóknir, leit og nýtingu auðlindanna. Samkvæmt lögunum fylgir eignarréttur að auðlindum eignarlöndum, en í þjóðlendum eru þær eign ríkisins. <BR><BR>Lögin heimila iðnaðarráðherra að láta rannsaka og leita að auðlindum í jörðu hvar sem er á landinu og gefa út rannsóknarleyfi í því skyni og skiptir ekki máli hvort um er að ræða eignarland eða ekki. Þá er nýting auðlinda úr jörðu háð leyfi iðnaðarráðherra hvort sem það er til nýtingar auðlinda í eignarlöndum eða þjóðlendum og hefur landeigandi ekki forgang að nýtingarleyfi í eignarlandi sínu. Með lögunum er þannig gerður skýr greinarmunur á eign að auðlindunum og rétti til að nýta þær. Það er gert meðal annars til að eigendur geti ekki komið í veg fyrir þjóðhagslega skynsamlega nýtingu auðlindanna. <BR><BR>Í lögunum er kveðið á um að sveitarfélög hafi forgang til nýtingarleyfa vegna jarðhita og grunnvatns innan marka sveitarfélagsins vegna hita- og vatnsveitna sem þar eru reknar. Mikilvægt er að forráðamenn orkufyrirtækja og vatnsveitna kynni sér þessi lög vel, því þau hafa mikla þýðingu fyrir starfsemi fyrirtækjanna.<BR><BR>Í þessari viku hefur Alþingi sett ný lög og breytt eldri lögum um orkumál. Í fyrsta lagi var lögum um raforkuver breytt og er nú iðnaðarráðherra heimilt að veita Landsvirkjun leyfi til virkja vatn sem veitt er um Vatnsfellsveitu úr Þórisvatni í Krókslón, til virkjunar á ármótum Köldukvíslar og Tungnaár við Búðarháls og til jarðvarmavirkjunar í Bjarnarflagi. Nauðsynlegt var að afla þessara heimilda vegna yfirstandandi samningaviðræðna Landsvirkjuna um aukna orkusölu meðal annars til Norðuráls. <BR><BR>Með lögunum verður iðnaðarráðherra ennfremur heimilt að veita Rafmagnsveitum ríkisins í félagi með aðilum í Skagafirði leyfi til að reisa og reka virkjun Héraðsvatna við Villinganes, en frá 1982 hefur sú heimild verið bundin við Landsvirkjun. Þessi breyting tengist þeirri stefnumótum sem ég gerði að umtalsefni á síðasta aðalfundi Samorku.<BR><BR>Alþingi samþykkti einnig breytingar á Orkulögum og lögum um Landsvirkjun. Tilgangur þeirra breytinga var að heimila Rafmagnsveitum ríkisins og Landsvirkjun að stofna og eiga hlut í fyrirtækjum sem takast á hendur rannsóknar- og þróunarverkefni, eða framleiðslu, flutning, dreifingu eða sölu orku. Með þessum breytingum geta Rafmagnsveiturnar t.d. stofnað hlutafélag um Villinganesvirkjun með aðilum í Skagafirði og Landsvirkjun gerst aðili að Vistorku hf. Tekið skal fram að fyrirtækjunum verður ekki heimilt að taka að sér ráðgjöf eða verktöku í samkeppni við önnur fyrirtæki á almennum markaði hér á landi.<BR><BR>Síðast en ekki síst ber að telja að sett hafa verið sérstök lög um Orkusjóð. Með lögunum fær sjóðurinn nokkuð breytt hlutverk. Þannig verður heimilt að fjármagna yfirlits- og undirbúningsrannsóknir á orkulindum landsins samkvæmt áætlun sem sjóðurinn á að gera á grundvelli rannsóknaáætlunar frá Orkustofnun. Stjórn sjóðsins, Orkuráði, er breytt og sterk tengsl sjóðsins og Orkustofnunar rofin. Orkumálastjóri verður ekki framkvæmdastjóri sjóðsins eins og verið hefur, enda myndi það leiða til hagsmunaárekstra eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið á hlutverki sjóðsins. Í lögunum er ennfremur kveðið með skýrari hætti á um að ef ráðist er í orkuframkvæmdir sem undirbúnar hafa verið með fé ríkisins, þar með töldu fé Orkusjóðs, skuli framkvæmaraðili endurgreiða þann kostnað við veitingu virkjunar- eða nýtingarleyfa. <BR><BR>Í þessari viku var hafin vinna við rammaáætlun til langs tíma um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Kveðið er á um þetta verkefni í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum. Í henni segir m.a. að áætlunin skuli vera í samræmi við samhæfða stefnu í umhverfis-, orku-, iðnaðar- og efnahagsmálum og að í henni skuli sérstaklega fjallað um verndargildi einstakra svæða. Unnið hefur verið að undirbúningi áætlunarinnar undanfarna mánuði í samvinnu við umhverfisráðuneytið og Orkustofnun. Verkefnið er skipulagt undir kjörorðinu: Maður - Nýting - Náttúra. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. <BR><BR>Markmið áætlunarinnar er að leggja mat á og flokka virkjunarkosti, með tilliti til orkugetu, hagkvæmni og annars þjóðhagslegs gildis, samhliða því að skilgreina, meta og flokka áhrif þeirra á náttúrufar, náttúru- og menningarminjar svo og hagsmuni þeirra sem nýta þessi svæði. Allt þetta verður gert með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Ég vonast til þess að góð samvinna takist við alla aðila sem að málinu koma og að við getum skapað nauðsynlega sátt sem gerir okkur í senn kleyft að nýta orkulindirnar, aðrar auðlindir landsins og vernda náttúruperlur þess. Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja orkufyrirtækin til að taka virkan þátt í verkefninu og leggja því til þá miklu þekkingu sem þau og starfsmenn þeirra búa yfir.<BR><BR>Þessi mál, þó ólík séu, tengjast endurskoðun á skipan orkumála sem unnið hefur verið að undanfarin ár. Breytingar á Orkusjóði eiga að leiða til skilvirkari undirbúnings nýrra virkjana, og aðgreiningar á hlutverki ríkisvaldsins og orkufyrirtækjanna í því efni. Jafnframt er þess vænst að þær tryggi Orkusjóði tekjur sem geti með tímanum staðið undir verulegum hluta af kostnaði ríkissjóðs við forathuganir á virkjunarkostum bæði vatnsafls og jarðhita. <BR><BR>Orkusjóður verður væntanlega einnig sterkur fjárhagslegur bakhjarl vegna vinnu við rammaáætlunina. Rammaáætlunin á að auðvelda breytingar á skipan raforkumála, því flokkun virkjanakosta á að draga úr hættu á að við göngum of nærri hinu náttúrulega umhverfi um leið og áhætta fyrirtækja sem hyggja á nýtingu orkulindanna minnkar. <BR><BR>Heimild orkufyrirtækjanna til að taka þátt í hlutafélögum um orkuverkefni, þar sem þekking þeirra, reynsla og búnaður nýtist, er í samræmi við aukna ábyrgð sem fyrirtækin þurfa að axla í framtíðinni eftir að markaðsbúskap hefur verið komið á í viðskiptum með rafmagn. Þátttaka fyrirtækjanna í hlutafélögum er einnig í samræmi við áherslur um að draga úr lánsþörf og ábyrgð hins opinbera vegna nýrra fjárfestinga. <BR><BR>Í næstu viku verða hagsmunaðilum kynnt drög að frumvarpi til raforkulaga sem unnið hefur verið að í vetur. Auk fulltrúa raforkufyrirtæja verður boðið til fundarins fulltrúum atvinnurekenda, launþega, sveitarfélaga, ráðuneyta, Alþingis og nokkurra stofnana. Frumvarpsdrögin taka mið af niðurstöðum nefndar um skipan orkumála sem skilaði niðurstöðum sínum í október árið 1996. Þau byggja einnig á umræðum á Alþingi um þingsályktunartillögu sem lögð var fram á þinginu í lok árs 1997 og nefndaráliti meirihluta iðnaðarnefndar um tillöguna. <BR><BR>Þrátt fyrir að skipulag raforkumála, sem hefur að stofni til verið óbreytt síðasta aldarþriðjunginn, hafi gefist vel til að byggja upp greinina, fylgja því ýmsir annmarkar og vandamál. Nefna má: <BR><BR>· Að í lögum um Landsvirkjun eru lagðar miklar skyldur á fyrirtækið án þess að það hafi einkarétt til orkuvinnslu eða orkuflutnings.<BR>· Að í gjaldskrá Landsvirkjunar er ekki greint milli vinnslu og flutnings á rafmagninu. Sama á við um gjaldskrár annarra orkufyrirtækja.<BR>· Að sumar rafveitur telja sig geta lækka kostnað við orkuöflun með því að virkja. Þá bera þær raunar gjarnan saman kostnað við stöðvarvegg virkjunar og gjaldskrá Landsvirkjunar, en hún felur í sér bæði orkuvinnslu og flutning orkunnar.<BR>· Að ekki er skilið á milli samkeppnisþátta í starfsemi orkufyrirtækjanna, þ.e. vinnslu og sölu, og starfsemi sem nýtur einkaréttar, þ.e. flutnings og dreifingar.<BR><BR>Markmið með breytingunum er að koma á markaðsbúskap í viðskiptum með raforku um leið og stuðlað er að þjóðhagslega hagkvæmri nýtingu orkulindanna. Breytingarnar þurfa að stuðla að öflugra atvinnulífi og styrkingu byggðar í landinu um leið og tekið verði tillit til umhverfisverndarsjónarmiða og hefðbundinna landnytja. Með þeim verður stefnt að því að draga úr opinberum rekstri, tryggja gagnsæja verðmyndun og stuðla að lækkun orkuverðs. Stefnt er að því að auka skilvirkni í starfseminni og laða nýtt fjármagn til greinarinnar. Að endingu ber að nefna að einnig þarf að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Rétt er þó að taka fram að þær eru ekki og eiga ekki að vera drifkrafturinn í breytingunum og ljóst er að á mörgum sviðum ganga fyrirliggjandi drög lengra í átt til markaðsbúskapar en t.d. tilskipun Evrópusambandsins um innri markað á sviði raforku.<BR><BR>Í drögunum er gert ráð fyrir að draga úr hlutverki ríkisins meðal annars í sambandi við ákvarðanir í orkuframkvæmdum. Hlutverk Alþingis og ráðherra verður að setja skýrar og gagnsæjar reglur fyrir starfsemina og móta stefnu um nýtingu orkulindanna. Framkvæmdavaldið þarf að hafa eftirlit með því að reglum sé fylgt. Jafnframt má ætla að ríkið muni reka meginflutningskerfið. <BR><BR>Forsenda samkeppni er að skilja á milli vinnslu, flutnings, dreifingar og sölu á rafmagni. Tryggja verður rétt bæði þeirra sem vinna og kaupa rafmagn að flutnings- og dreifikerfunum. Ella verður samkeppni ekki komið á.<BR><BR>Hér gefst ekki tími til að kynna efni frumvarpsdraganna nánar. Ljóst er að áður en ný skipan verður ákveðin þarf að ræða og greina ýmis álitamál nánar. Meðal álitaefna má nefna, hvaða skref þarf að stíga, hvenær er rétt að stíga þau og hve stór eiga þau að vera? Hvernig tryggjum við nauðsynlegt jafnvægi í samkeppni, þ.e.a.s. samkeppni í vinnslu og sölu? Með hvaða hætti afnemum við skuldbindingar orkufyrirtækjanna gagnvart viðskiptamönnum sínum? Hvernig verður farið með kostnað og skuldbindingar sem fyrirtækin bera nú og koma til með að þurfa að standa undir þó svo að einkaréttur þeirra falli niður? Hvernig verður eftirliti sinnt með skilvirkum hætti? Svo mætti áfram spyrja. <BR><BR>Eins og mörgum ykkar er kunnugt um var sl. haust skipuð nefnd til að fjalla um flutningskerfið. Starf þeirrar nefndar er þýðingarmikið fyrir framhald málsins. Hún fjallar um mörg þýðingarmikil álitamál. Svo sem: Hvar skilið verði milli flutningskerfisins og dreifikerfisins? Hvernig eigi að tryggja vinnsluaðilum og kaupendum aðgang að flutningskerfinu? Niðurstöður nefndarinnar og ákvarðanir sem taka þarf þegar þær liggja fyrir munu að verulegu leyti marka framhaldið, því flutningskerfið er lykillinn að því að það takist að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. <BR><BR>Ég vil að lokum þakka Samorku og orkufyrirtækjunum gott samstarf á árinu með von um að nýtt skipulag orkumála muni leiða til enn skilvirkari starfsemi orkufyritækja í landinu.<BR><BR><BR><BR><BR> <P></P>

1999-02-26 00:00:0026. febrúar 1999Ræða á Iðnþingi, 26. febrúar 1999.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P>&nbsp; <DIV align=center><B>Ísland í fremstu röð.</B></DIV><BR><BR><B>1. Hagþróun og hugarfar.</B><BR>Góðir Iðnþingsgestir. Nú við aldahvörf er velsæld meiri á Íslandi og byggð á traustari grunni en nokkru sinni áður á lýðveldistímanum. Síðustu ár hafa verið okkur Íslendingum einstaklega hagstæð. Þar tala hagstærðir sínu máli. Hagvöxtur hefur verið mikill, verðbólga lág, atvinnuleysi nánast útrýmt, skuldir lækkaðar og útgjöld til heilbrigðis-, mennta- og félagsmála stóraukin. Framleiðni í atvinnulífinu hefur aukist hröðum skrefum, erlend fjárfesting margfaldast, kaupmáttur hefur vaxið meira en áður eru dæmi um og ríkissjóður er rekinn með afgangi og lán hans greidd upp í stórum stíl, innanlands sem utan. <BR>Þetta eru ekki nýjar fréttir. Jafnvel mætti kalla þennan söng lofsöng. En hann er ekki bara sunginn af okkur í okkar eigin garði, heldur hvað hæst af alþjóðastofnunum sem bera mikið lof á árangur undangenginna ára í íslensku efnahagslífi. Það er ekki að ófyrirsynju. Hugarfarið hefur breyst. Á því leikur ekki nokkur vafi. Í stað barlóms fyrri ára hleypur nú ungum framtakssömum mönnum og konum kapp í kinn við að byggja upp fyrirtæki í nýjum atvinnugreinum og sækja gjarnan á fjarlæg erlend mið í markaðssókn sinni. Þannig verður útflutningur fjölbreyttari og stoðir atvinnulífsins traustari. Fáum hefði dottið í hug í byrjun þessa áratugar að hámenntaðir íslenskir vísindamenn myndu flytja heim í tugatali til að starfa við erfðatækni, hugbúnaðarfyrirtæki myndu gera risasamninga við erlend stórfyrirtæki og útrás íslenskra fyrirtækja yrði jafn víðtæk og raun ber vitni, svo fátt eitt sé nefnt í sífellt fjölbreyttari flóru íslensks atvinnulífs. <BR>Sá árangur sem nú hefur náðst er lítill í samanburði við þann árangur sem við getum náð á næstu árum auðnist okkur að halda jafnvel á spilunum og vera jafn staðföst við stjórn efnahagsmála og við höfum verið á síðastliðnum fjórum árum. Markmiðið er að Ísland verði í fremstu röð meðal þjóða heims sem búa þegnum sínum bestu lífsgæðin að fjórum árum liðnum. Til að ná því marki þurfum við að ráðast í ýmsar róttækar breytingar á íslensku efnahags- og atvinnulífi þannig að við sjáum nýjar atvinnugreinar vaxa og dafna. <BR>Þar blasa tækifærin við á öllum sviðum fyrir utan þau sóknarfæri sem einnig eru fyrir hendi í hefðbundnum og rótgrónum atvinnugreinum eins og í sjávarútvegi og iðnaði. Hér á eftir vil ég nefna þrjú svið atvinnu- og efnahagslífsins þar sem ég tel að mikil sóknarfæri liggi.<BR><BR><B>2. Sóknarfæri í atvinnulífinu. </B><BR><BR><I>2.1. Rafræn viðskipti</I><BR>Í upphafi vil ég nefna rafræn viðskipti. Í rafrænum viðskiptum felast nánast óþrjótandi möguleikar fyrir atvinnulífið. Rafræn viðskipti eru að gjörbylta hefðbundnum viðskiptaháttum. Viðteknar viðskiptavenjur breytast, milliliðum fækkar, viðskiptakostnaður minnkar, nánara samband ríkir á milli fyrirtækja og neytenda og nýir markaðir og vörur spretta upp. Hver sá sem hefur aðgang að Netinu getur boðið fram vörur og þjónustu og náð til neytenda hvar sem er í heiminum og með sama hætti getur neytandi keypt vörur og þjónustu á hinu sameiginlega markaðstorgi heimsins óháð tíma og stað. <BR>Talið er að rafræn viðskipti verði helsta uppspretta hagvaxtar þegar ný öld gengur í garð. Rafræn viðskipti skapa ný sóknarfæri fyrir fyrirtæki og neytendur. Tækifæri fyrirtækja felast t.d. í opnum alþjóðlegum markaði, styttri afhendingartíma og minni útgjöldum. Ávinningur neytenda getur t.d. falist í alþjóðlegu vöruvali, skjótri úrlausn á þörfum og lægra verði. <BR>Þrátt fyrir gríðarlegan vöxt rafrænna viðskipta eru enn ljón á veginum sem nauðsynlegt er að stjórnvöld og einkaaðilar fjarlægi í sameiningu. Þannig þarf að skapa traust á viðskiptunum, tryggja öryggi gagna og persónuupplýsinga og neytendavernd. <BR>Að undanförnu hefur verið unnið að stefnumótun um rafræn viðskipti í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum. Markmiðið með stefnumótuninni er að tryggja að rafræn viðskipti njóti viðurkenningar að lögum þannig að frjór jarðvegur skapist fyrir íslenskt viðskiptalíf til að vera í fararbroddi á þessu sviði. Ég mun nú á næstu vikum kynna aðgerðir sem ráðuneytið hyggst beita sér fyrir til að treysta undirstöður fyrir rafræn viðskipti. <BR><BR><I>2.2. Upplýsingatækni- og hugbúnaðariðnaður</I><BR>Annað svið þar sem sóknarfærin eru gríðarleg er upplýsingatækni- og hugbúnaðariðnaður. Við Íslendingar höfum verið duglegir að tileinka okkur þessa nýju tækni og náð umtalsverðum árangri í hugbúnaðariðnaði. Ástæða þess er einkum sú að okkur hefur tekist að finna afmörkuð sérsvið innan upplýsingatækninnar þar sem lítil hugbúnaðarfyrirtæki hafa haslað sér völl með góðum árangri. Í nýlegri viðskiptaferð til Malasíu tók ég eftir því að það voru ekki hvað síst hugbúnaðarfyrirtækin sem vöktu athygli og komu mest á óvart. Flestum reynist þar létt að tengja fiskveiðar við Ísland, - en það þóttu nokkur tíðindi að hér á landi hafði tekist að byggja upp eins öflugt þekkingarsamfélag og raun bar vitni. <BR>Það er flestum nokkuð ljóst að hugbúnaðariðnaðurinn mun á komandi árum verða einn af megin burðarásum atvinnuþróunarinnar og að þar munu skapast fleiri hálaunastörf en víðast annars staðar. Áhrif upplýsingatækninnar munu þó verða miklu víðtækari þar sem rétt notkun hennar mun geta leitt til aukins félagslegs jöfnuðar meðal landsmanna og styrkt búsetu á þeim stöðum sem nú eiga undir högg að sækja. Í þessu tilfelli má til glöggvunar benda á mikilvægi - fjarnáms, - fjarlækninga og - fjarvinnslu. Hina ískyggilegu byggðaþróun sem við höfum staðið frammi fyrir undanfarna áratugi þarf að stöðva og snúa við ef einhver kostur er á því.<BR>Á grundvelli "Framtíðarsýnar ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið" samþykkti ríkisstjórnin nýverið "markáætlun um rannsóknir og þróunarstarf í upplýsingatækni og umhverfismálum". Meðal þess sem þar er tekið á er nýting upplýsingatækninnar til að jafna aðstöðu til búsetu og sporna við byggðaröskun. Annar mikilvægur þáttur áætlunarinnar er að stuðla að kröftugri nýtingu upplýsingatækni innan fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu. Tilgangur þess er að hvetja til aukinnar framleiðni í fyrirtækjum landsins, bæta arðsemi þeirra og efla alþjóðlega samkeppishæfni þeirra. <BR>Með markáætluninni er boðið upp á stuðning við verkefni sem eru unnin í samvinnu upplýsingatæknifyrirtækja og framleiðslufyrirtækja í öðrum greinum atvinnulífsins. Ég tel mikilvægt að aðilar Samtaka iðnaðarins kynni sér þessa áætlun, enda eru þeir öðrum líklegri til að geta notið góðs af þeim verkefnum sem þar er boðið upp á.<BR>Annað áhugavert verkefni sem vert er að kynna hér er sameiginleg vefsíða iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og Samtaka iðnaðarins um íslenskan iðnað sem verið er að vinna að um þessar mundir. Markmiðið með vefnum er að gera skólafólki og almenningi kleift að fræðast um iðnaðinn með nýstárlegum hætti og sýna fram á að kröftugur iðnaður hljóti í vaxandi mæli að vera undirstaða nýrra starfa og betri lífskjara.<BR><BR><I>2.3. Afþreyingariðnaður</I><BR>Ég vil í þriðja lagi víkja máli mínu að þeim geira atvinnulífsins sem tilheyrir svokölluðum afþreyingariðnaði. Víða í hinum vestræna heimi skipa greinar sem tilheyra afþreyingariðnaði efstu sæti þegar horft er til verðmæta- og atvinnusköpunar. Best þekktu dæmin um þetta eru ef til vill kvikmyndaiðnaðurinn í Bandaríkjunum og tónlistariðnaðurinn í Bretlandi. Hér á landi hefur hins vegar verið rík tilhneiging til þess að líta á þessar greinar fremur sem menningu eða hreinlega tómstundagaman en minna verið um, að fjallað væri um þær sem fullgildar atvinnugreinar. Eflaust er þar ýmsu um að kenna. Stjórnvöld eiga sinn þátt í því að svo er en það eiga einnig þeir sem þessar greinar stunda.<BR>Við sjáum þess dæmi í samkeppnislöndum okkar að með markvissum aðgerðum stjórnvalda hafa þær vaxið mjög að umfangi. Taka má dæmi af kvikmyndaiðnaði á Írlandi. Í á að giska áratug hafa Írar lagt þunga áherslu á eflingu þessara greina með ótvíræðum árangri. Enginn velkist í vafa um að þaðan hafa komið afbragðsafurðir hvort sem litið er til kvikmynda eða tónlistar. Nýja Sjáland hefur á örfáum árum skapað sér nafn í kvikmyndaheiminum, Svíar eru orðnir með mestu útflutningsþjóðum á sviði tónlistar. Í Kanada voru á síðasta ári framleiddar meira en 100 kvikmyndir í fullri lengd á meðan þær voru 350 í Hollywood. Í öllum tilvikum hafa orðið til fjölmörg vel borguð störf, útflutningstekjur hafa aukist og verðmætin byggjast öll á einni ákveðinni auðlind – mannauðinum.<BR>Ég tel að Íslendingar eigi mikla möguleika á þessu sviði. Við eigum hér ákaflega frjóan jarðveg sem úr sprettur fyrsta flokks fagfólk. Við getum nefnt dæmi eins Björk, Móu, Emilíönu Torrini og Bellatrix, allt tónlistarfólk, raunar konur, sem eru mislangt komnar á sinni þróunarbraut en eiga allar mikla möguleika. Í kvikmyndaiðnaði getur það sama gerst, þar eigum við fjölmarga góða fagmenn sem hafa sýnt og sannað að þeir eiga erindi á alþjóðamarkað. Þar nægir að nefna Íslensku kvikmyndasamsteypuna og Saga film sem dæmi. Á sviði kvikmyndanna eigum við líka einhverja mögnuðustu og fjölbreyttustu náttúrulegu leikmynd sem um getur. Allt eru þetta verðmæti ef rétt er á haldið. <BR>Ég er þeirrar skoðunar að stjórnvöld eigi nú að þora að stíga djarft skref í að efla stuðning við þessar greinar og gera það af myndarskap. Í ráðuneytum mínum hefur á undanförnum árum farið fram mikil vinna með þessum atvinnugreinum og nú er komið að aðgerðum. Við eigum að styðja enn frekar og skipulegar við útflutning íslenskrar tónlistar og við eigum að efla íslenska kvikmyndagerð, ma. með því að laða hingað alþjóðleg kvikmyndafyrirtæki, sem við höfum nú betri tök á en nokkru sinni fyrr. Það mun efla innlend fyrirtæki og fagfólk í greininni. <BR><BR><B>3. Verkefni næstu fjögurra ára. </B><BR>Góðir Iðnþingsgestir. Ísland er nú í 5. sæti á lista yfir ríkustu þjóðir heims samkvæmt OECD og í 5. sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þær þjóðir heims þar sem lífsgæðin eru mest. Árið 1994 var Ísland hins vegar í 11. sæti á lista OECD. Við höfum því færst upp um sex sæti á síðustu fjórum árum. <BR>Ef rétt er á málum haldið má ná sambærilegum árangri á næstu fjórum árum. Markmiðið á að vera "Ísland í fremstu röð". Hagvöxtur gæti að jafnaði verið um 4-5% á ári á næstu fjórum árum. Í þessu fælist að lífskjör héldu áfram að batna með sama hraða og undanfarin ár og fyrir vikið færðist þjóðin upp listann yfir auðugustu þjóðir heims þar sem önnur lífsgæði eins og öryggi og velferð borgaranna, minni mengun og betri menntun eru lögð að jöfnu við auðinn. <BR>En hvað þurfum við gera til að ná þessu markmiði á næstu fjórum árum? <BR>· Í fyrsta lagi þurfum við að skapa fjölbreyttara atvinnulíf þar sem áhersla er lögð á þekkingariðnað. Þá munu nýjar greinar spretta upp sem byggjast á hugviti og þekkingu. Undir þeim kröfum atvinnulífsins verður menntakerfið að rísa, faglega og fjárhagslega.<BR>· Í öðru lagi þurfum við að auka enn frekar alþjóðavæðingu atvinnulífsins. Þrátt fyrir gríðarlegan vöxt erlendra fjárfestinga og útrásar íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum stöndum við þeim þjóðum sem við viljum helst bera okkur saman við langt að baki í alþjóðavæðingu atvinnulífins. Þessu þarf að breyta ef við ætlum okkur að vera í fremstu röð. Við bindum vonir við að frumvarp það um Alþjóðleg viðskiptafélög sem nú liggur fyrir Alþingi verði að lögum og muni vega þungt í aukinni alþjóðavæðingu. En stjórnvöld eiga að gera fleira. Þannig er til dæmis nauðsynlegt að huga betur að skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja og starfsmanna erlendis. <BR>· Í þriðja lagi þurfum við að efla samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins. Aukin velsæld á Íslandi byggist að miklu leyti á því að hér starfi öflug fyrirtæki í samkeppnisumhverfi. Á mörgum sviðum er samkeppni hins vegar enn takmörkuð, m.a. í raforkuvinnslu og fjarskiptum. Úr því verður að bæta á næstu fjórum árum. Jafnframt þarf að endurskoða samkeppnislöggjöfina með tilliti til þeirrar öru þróunar sem orðið hefur á atvinnulífinu frá setningu hennar. <BR>· Í fjórða lagi þarf að undirbúa fjármálamarkaðinn fyrir vaxandi alþjóðasamkeppni því fjármálaþjónusta mun í auknum mæli verða veitt yfir landamæri. Íslenska bankakerfið hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum og er nú betur í stakk búið en nokkru sinni áður að takast á við samkeppnina. Fyrir stjórnvöldum liggur því að halda áfram markaðsvæðingu banka og stuðla þannig að enn frekari hagræðingu í bankakerfinu. <BR>En allt er þetta unnið fyrir gýg ef ekki tekst að varðveita efnahagslegan stöðugleika með áframhaldandi styrkri hagstjórn. Brýnt er að á næstu misserum verði ríkissjóður rekinn með myndarlegum afgangi og sparnaður einkageirans aukist. Hvort tveggja stuðlar að meiri þjóðhagslegum sparnaði. <BR>Aðeins með styrkri efnahagsstjórn og metnaðarfullri uppbyggingu atvinnulífs tekst okkur að ná markmiðinu; Að Ísland verði í fremstu röð. <BR>Góðir Iðnþingsgestir. Ég vil að lokum þakka Samtökum iðnaðarins fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Ég þakka fyrir. <BR><BR> <P></P>

1998-11-25 00:00:0025. nóvember 1998Grein í MBL 25. nóvember 1998: "Stóriðja og þjóðarhagur"

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P><BR>Að undanförnu hefur átt sér stað lífleg þjóðmálaumræða um frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar og áhrif hans á umhverfið. Frjó umræða af þessu tagi er nauðsynleg til að leiða erfið deilumál til lykta. Ég hef lagt áherslu á að sátt náist um eðlilega nýtingu landsins og auðlinda þess, hvort sem það er til orkuvinnslu, ferðamennsku eða annarra nota um leið og tekið er tillit til verndunarsjónarmiða. Ég tel að eftir stóryrtar og tilfinningaþrungnar yfirlýsingar í byrjun umræðunnar hafi hún nú færst í málefnalegri búning og er þess fullviss að ásættanleg lausn finnist. <BR><BR><B>Skrif Tryggva Felixsonar</B><BR>Enn ber þó nokkuð á óvandaðri umfjöllun um orkufrekan iðnað. Ein slík grein birtist í Morgunblaðinu í gær þegar Tryggvi Felixson, embættismaður í þjónustu ríkisstjórnarinnar, reynir að gera tölur mínar um þjóðhagsleg áhrif frekari stóriðjuframkvæmda tortryggilegar með villandi samanburði við niðurstöðu Páls Harðarsonar hagfræðings. Embættismaðurinn fer villur vegar í sínum samanburði. Hann segir að mismunurinn felist aðallega í þeim aðferðum sem beitt er. Það er ekki rétt. Hann felst fyrst og fremst í því að ekki er verið að bera saman sambærileg dæmi, enda er í mínu dæmi, sem reiknað er af Þjóðhagsstofnun, miðað við að komi til byggingar 360 þúsund tonna álvers í Reyðarfirði. Embættismaðurinn las það einnig út úr orðum mínum að stóriðjuáformin leiddu til 4,5% árlegrar aukningar landsframleiðslunnar. Það er ekki rétt. Landsframleiðslan eykst varanlega um 4,5% sem þýðir að framleiðslugeta hagkerfisins eykst sem þessu nemur. Þó Páll Harðarson hafi ekki tekið nákvæmlega sambærilegt dæmi í sínum ágæta fyrirlestri á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands má af samanburði við svipuð dæmi sjá að ekki er mikill munur á niðurstöðu hans og Þjóðhagsstofnunar. <BR><BR><B>Áhrif framkvæmda að mati Þjóðhagsstofnunar</B><BR>Í haust fól iðnaðarráðuneytið Þjóðhagsstofnun að meta þjóðhagsleg áhrif af byggingu nokkurra stóriðjuvera. Niðurstaða Þjóðhagsstofnunar er sú að ef gert er ráð fyrir að álver Norðuráls stækki um 30 þúsund tonn og nýtt álver rísi á Reyðarfirði í tveimur áföngum frá 2003-2006 megi, að öðru óbreyttu, reikna með að landsframleiðsla aukist varanlega um 4-5%, þjóðarframleiðsla og einkneysla um ríflega 3%, útflutningur um 10-15%, fjárfesting um 180 milljarða á byggingartíma og bein ný framtíðarstörf við iðjuverin yrðu 530. Hins vegar mætti gera ráð fyrir að viðskiptajöfnuður á byggingartíma yrði um 3,5% lakari sem hlutfall af landsframleiðslu en ella. <BR><BR><B>Góðærið og stóriðjan</B><BR>Ekki er nokkrum blöðum um það að fletta að efnahagsuppveiflan á Íslandi á ekki hvað síst rót sína að rekja til stóraukinnar fjárfestingar atvinnuveganna undanfarin ár. Þar bera hæst framkvæmdir í tengslum við stóriðju og tengd orkumannvirki. Alls má gera ráð fyrir að þessar framkvæmdir nemi rúmum 56 milljörðum króna og þar af sé erlend fjárfesting um 27 milljarðar króna. <BR>Erlend fjárfesting í atvinnurekstri hefur stóraukist með uppbyggingu orkufreks iðnaðar á síðustu árum. Erlend fjárfesting var nær engin á fyrra hluta þessa áratugar. Bein fjármunaeign erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi nam rúmum 8 milljörðum króna á árslok 1995. Um síðustu áramót var bein fjármunaeign erlendra aðila tæpir 24 milljarðar og hefur vaxið umtalsvert á þessu ári. Í fyrra var erlend fjárfesting um 2% af landsframleiðslu en algengt er meðal OECD-ríkja að erlend fjárfesting nemi á bilinu 2-3% af landsframleiðsu. Á þessu sviði hafa því orðið straumhvörf. <BR>Stóriðjuframkvæmdirnar hafa átt verulegan þátt í auka tiltrú Íslendinga á efnahagslífinu og væntanlega einnig stuðlað að auknum fjárfestingum á öðrum sviðum. Þær hafa hins vegar ekki leitt til slíkrar þenslu í hagkerfisinu sem títt var um stórar framkvæmdir á árum áður. Þannig spáir Seðlabankinn að verðbólga á þessu ári verði aðeins um 0,6%. <BR>Reikna má með að framkvæmdirnar auki landsframleiðslu varanlega um 2% og bæti þannig við framleiðslugetu þjóðarbúsins. Útflutningur mun aukast um 16 milljarða þegar framleiðslugeta iðjuveranna verður að fullu nýtt. Það er um 8% aukning útflutnings ef miðað er við heildarútfluning vöru og þjónustu í ár. Framkvæmdirnar hafa á hinn bóginn haft tímabundið neikvæð áhrif á halla á viðskiptum við útlönd. <BR>Uppbygging orkufreks iðnaðar að undanförnu hefur dregið úr vægi sjávarútvegs í útflutningi og aukið fjölbreytni í efnahagslífinu. Bandarísku matsfyrirtækin Standard &amp; Poor}s og Moodys hafa einmitt nefnt minnkandi einhæfni útflutningsatvinnuvega sem eina af meginröksemdum sínum fyrir að hækka lánshæfismat Íslands. <BR>Ótvírætt er hægt að fullyrða að uppbygging orkufreks iðnaðar á undanförnum árum hefur reynst þjóðarbúinu farsæl. Hún hefur aukið vægi annarra greina en sjávarútvegs í þjóðarbúskapnum, rennt fleiri styrkum stoðum undir útflutningsatvinnuvegina, aukið framleiðslugetu þjóðfélagsins, skapað fjölbreyttara atvinnulíf og flutt inn erlent fjármagn, tækniþekkingu og hundruð nýrra hálaunastarfa. Síðast en ekki síst leiðir meiri fjölbreytni til sveiflujöfnunar og bættra lánskjara.<BR><BR><BR><BR> <P></P>

1998-10-20 00:00:0020. október 1998Grein í afmælisrit Sambands iðnmenntaskóla

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P>Mannauðurinn er mikilvægasti og óbrigðulasti auður hverrar þjóðar. Það má m.a. merkja af því að bera saman efnalega velgengni mismunandi þjóða og hvernig þeim hefur tekist að verja sig fyrir áföllum þegar á brattan hefur verið að sækja. Þær þjóðir sem þar standa sig einna best byggja afkomu sína umfram annað á þekkingu, enda búa þessar þjóðir oft við fremur litlar náttúruauðlindir. <BR><BR>Mannauðurinn er ekki sjálfsprottinn. Hann byggist aftur á móti á ýmsum menningarlegum og þjóðfélagslegum þáttum. Sennilega byggist mannauðurinn umfram annað á menningararfleifð þjóðarinnar sem mótar heildarviðmót einstaklinganna til menningarinnar, lista, vísinda og menntunar. Bókmenntaarfur okkar vegur hér vafalítið þyngst, enda hefur hann ítrekað orðið okkur uppspretta nýrra hugmynda og skerpt meðvitund okkar um það hversu lítil smáþjóð, og við sjálf hver fyrir sig, getur í raun áorkað. <BR><BR>Annar mikilvægur mótunarþáttur mannauðsins er menntunin og sú margbreytilega reynsla sem við öflum okkur á lífsleiðinni. Mikilvægi menntunarinnar er öllum ljós og með meiri skilningi á kennslufræðilegum málefnum og stöðugt vaxandi meðvitund þorra landsmanna á mikilvægi endurmenntunar og símenntunar hefur menntunin jafnframt fengið meira vægi í uppbyggingu mannauðs þjóðarinnar.<BR><BR>Ekki fer á milli mála að samtök iðnaðarmanna hafa frá upphafi borið menntun og menningarvitund félagsmanna sinna mjög fyrir brjósti. Þau stóðu fyrir námskeiðum áður en iðnskólarnir voru stofnaðir og hafa ávallt barist fyrir eflingu iðnskólanna og gætt hagsmuna þeirra í hvívetna. Hin síðari ár hafa þau, með áberandi hætti, kvatt sér hljóðs á nýjum vettvangi og verið leiðandi í símenntun fyrir félagsmenn sína og aðra þá sem þangað hafa viljað leita. Framtak iðnaðarmanna í menntamálum hefur vakið verðskuldaða athygli og m.a. leitt til þess að þorri manna hefur áttað sig á því að menntunin er ekki einstakur atburður sem bundin er við ákveðið æviskeið með ákveðnum lokum við upphaf starfsævinnar, heldur viðvarandi verkefni sem aldrei þrýtur. <BR><BR>Samband iðnmenntaskóla er fimmtíu ára á þessu ári. Sambandið getur með stolti horft yfir farinn veg og hefur vissulega ástæðu til að fagna þessum merku tímamótum. Ég færi Sambandinu mínar bestu kveðjur og óska því velfarnaðar á komandi árum. <BR><BR>Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.<BR></P>

1998-09-20 00:00:0020. september 1998Grein í MBL 20. september 1998: "Bankar og breytingar"

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P> <DIV align=center><B></B></DIV><BR>Ríkisstjórnin hefur haft að leiðarljósi á kjörtímabilinu að jafna aðstæður á milli ríkis og einkaaðila og draga úr hlutverki ríkisins í starfsemi sem einkaaðilar geta stundað og þar sem samkeppni þrífst. Þetta á t.d. við um fjármagnsmarkaðinn. Velheppnuð breyting á rekstrarformi ríkisviðskiptabanka og sameining fjárfestingarlánasjóða í einn öflugan fjárfestingarbanka og einn nýsköpunarsjóð gekk í gildi um síðustu áramót. Með þessu fyrsta skrefi var almennri fjármálastarfsemi ríkisins mótað sama form og fjármálafyrirtækja á samkeppnismarkaði, en hlutverk ríkisins í nýsköpun staðfest. <BR>Ekki er lengur um deilt að ríkið eigi í framhaldinu að draga sig út úr rekstri fjármálafyrirtækja. Með hlutafjárútboði Landsbankans er stigið fyrsta skrefið í þessa átt og fleiri skref verða stigin á næstunni. Stefnt er að því að á næstu mánuðum verði Landsbankinn, Búnaðarbankinn og Fjárfestingarbanki atvinnulífins allir skráðir á Verðbréfaþingi Íslands og að hluta í eigu íslensks almennings. Þetta er grundvallarbreyting á íslenskum fjármagnsmarkaði.<BR><BR><B>Árangurinn að koma í ljós</B><BR>Síðan 1995 hefur viðskiptaráðuneytið markvisst unnið að áðurnefndum umbótum. Þessi breyting var mjög umfangsmikil en tókst í alla staði vel og í mjög góðri samvinnu við starfsmenn. Sérstaklega ber að þakka starfsmönnum bankanna fyrir þeirra þátt í þessari víðtæku breytingu á rekstrarformi. <BR>Breytingarnar tóku gildi um síðustu áramót. Þá urðu Landsbankinn og Búnaðarbankinn að hlutafélögum og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins stofnaðir úr fjórum fjárfestingarlánasjóðum í eigu ríkisins. <BR>Árangurinn af þessum aðgerðum er þegar að koma í ljós. Rekstur Landsbankans og Búnaðarbankans hefur gengið ákaflega vel á þessu ári og er hagnaður þeirra meiri en um mjög langt skeið þrátt fyrir að vaxtamunur hafi lækkað verulega. Áhyggjur manna um að bankarnir þyrftu langan tíma til aðlögunar áður en hægt væri að hefja sölu hlutafjár ríkissjóðs hafa ekki átt við rök að styðjast. Aðlögunarhæfni bankanna hefur verið með ágætum, svo sem sést á hagnaði þeirra og lægri lántökukostnaði á nýjum lánum þrátt fyrir afnám ríkisábyrgðar. <BR>Óhætt er að fullyrða að rekstur Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hafi gengið vel. Í stað gamalla sérhæfðra atvinnugreinasjóða er komið eitt framsæknasta fjármálafyrirtæki landsins sem hefur virkað sem vítamínsprauta á markaðinn og bryddað upp á nýjungum við fjármögnun. Þessi róttæka skipulagsbreyting, þar sem fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins var fækkað, hefur án nokkurs vafa aukið verðmæti þessara eigna þjóðarinnar. <BR><BR><B>Stefnumörkun ríkisstjórnar</B><BR>Að formbreytingu ríkisviðskiptabankanna og fjárfestingarlánasjóðanna afstaðinni tók við að móta stefnu um með hvaða hætti ríkið ætti að draga sig úr rekstri bankanna þriggja. Þegar lágu fyrir heimildir um að selja 49% hlutafjár í Fjárfestingarbanka atvinnulífins og að gefa út nýtt hlutafé í Landsbanka og Búnaðarbanka þannig að aðrir en ríkissjóður ættu 35% af bönkunum. Undir forystu viðskiptaráðuneytis voru ýmsir valkostir kannaðir og þeir teknir til umfjöllunar í ráðherranefnd um einkavæðingu, sem í eiga sæti forsætisráðherra, utanríkisráðherra, viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra. <BR>Sem lið í undirbúningi þessarar stefnumörkunar lét viðskiptaráðuneytið leggja mat á virði bankanna þriggja og átti viðræður við ýmsa aðila, erlenda og innlenda, um þær gríðarlegu hröðu breytingar sem nú eiga sér stað á alþjóðlegum bankamarkaði. Þannig átti ráðuneytið fundi með sérfræðingum nokkurra erlendra fjármálastofnana í London sem hafa í gegnum störf sín hér á landi öðlast þekkingu á íslenskum fjármagnsmarkaði. Leitað var viðhorfa þessara aðila um hvaða aðgerða væri þörf og hver væru líkindi á þátttöku erlendra aðila í þeim breytingum sem framundan eru. <BR>Um mitt ár ákvað ráðherranefnd um einkavæðingu síðan að ganga til viðræðna við Skandinavíska Enskilda Banken um kaup bankans á hlutafé í Landsbankanum, en hinn sænski banki hafði lýst yfir áhuga sínum á að gerast kjölfestufjárfestir í Landsbankanum. Skömmu síðar ákvað ráðherranefndin að ganga til könnunarviðræðna við Íslandsbanka um kaup hans á öllu hlutafé ríkissjóðs í Búnaðarbankanum og við Samband íslenskra sparisjóða um kaup sparisjóðanna á öllu hlutafé ríkissjóðs í Fjárfestingabanka atvinnulífsins, en þessir aðilar höfðu óskað eftir viðræðunum, og Íslandsbanki raunar sett fram formlegt tilboð.<BR>Samhliða þessu fór fram mikil umræða um bankamál, bæði í ríkisstjórn, þingflokkum og á vettvangi fjölmiðla. Þessi umræða var mjög gagnleg. Skýrt kom í ljós að umræðan er stutt á veg komin og var það mat stjórnvalda að rétt væri að láta reyna frekar á rekstur bankanna í nýju rekstrarformi áður en ráðist yrði í svo róttækar aðgerðir. Þannig ætti að nýta betur þau sóknarfæri sem til staðar eru að óbreyttu, svo sem með skráningu á Verðbréfaþingi. Hins vegar var ákveðið að ganga hraðar fram við sölu á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir og afla á komandi löggjafarþingi heimildar til sölu alls hlutafjár ríkisins í bankanum. <BR>Þessi stefnumörkun ríkisstjórninnar er skynsamleg. Skjót skráning bankanna á Verðbréfaþingi veitir þeim nauðsynlegt aðhald og skapar festu og aga í rekstri þeirra. Verðmæti bankanna verður þá mælt með viðskiptum á markaði og viðskiptalegur agi skráningar nýttur þeim til framdráttar. Markmiðið er að sala hlutafjár verði nýtt til hins ítrasta af stjórnendum bankannna til að styrkja markaðslega ímynd þeirra og efla samkeppnishæni, meðal annars með innri hagræðingu og tækninýjungum. Þetta er mjög mikilvægt. Ennfremur er mikilvægt að tryggja dreifða eignaraðild, enda verður við það miðað við sölu hlutafjár að almenningur eigi þess kost að eignast hlut í bönkunum að svo miklu leyti sem markaðsaðstæður leyfa. <BR><BR><B>Undirbúningur sölu</B><BR>Þegar hefur verið hafist handa við að koma stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í verk. Nú stendur yfir sala nýs hlutafjár í Landsbankanum að nafnvirði einn milljarður króna. Að útboði loknu mun ríkissjóður eiga 85% hlutafjár í bankanum. Ekki er ástæða til að ætla annað en að almenningur muni taka þessum nýja fjárfestingarkosti vel. Landsbankinn er rótgróinn banki og hefur verið stærsta fjármálastofnun þjóðarinnar um áratugaskeið. Rekstur bankans gengur nú vel og á þessu ári hafa verið gerðar víðtækar skipulagsbreytingar sem leitt hafa til nútímalegri stjórnunarhátta. Áhugi eins best rekna banka á Norðurlöndum, SE-bankans, á að eignast hlut í honum sýnir vel þá möguleika sem felast í bankanum og þá framtíðarmöguleika sem til staðar eru. <BR>Mjög mikilvægur þáttur í hlutafjárútboði Landsbankans er sala til starfsmanna. Ríkisstjórnin ákvað í lok síðasta árs að starfsmönnum og eftirlaunasjóðum Landsbanka og Búnaðarbanka yrði boðið tiltekið hluthall heildarhlutafjár til sölu á gengi sem samsvaraði verðmæti jafnháu eigin fé í árslok 1997. Í því skyni að gæta samræmis ákvað ríkisstjórnin þann 20. mars síðastliðinn að starfsmönnum Fjárfestingarbanka atvinnulífsins yrði tryggður réttur sem jafna mætti til fyrrgreindrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. Aðgerðir af þessu tagi eru vel þekktar hér á landi og erlendis og miða að því að treysta böndin á milli fyrirtækja og starfsmanna þeirra. Starfsmönnum mun gefast færi á að fylgjast betur með bankanum sínum og hagsmunir starfsmanna, stjórnenda og hluthafa almennt verða samtvinnaðir, þ.e. að vinna bankanum vel. <BR>Auk hlutafjárútboðs Landsbankans er nú unnið að sölu hlutafjár í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu vinnur að undirbúningi sölunnar í samráði við iðnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og stjórnendur bankans. Lögð verður mikil áhersla á dreifða sölu til almennings. Þessi sala mun fara fram fyrir áramót og verður stærsta einkavæðingarverkefni í sögu ríkisins. Bankinn verður síðan að sölu lokinni skráður á Verðbréfaþingi Íslands. Auk þess verður nú á haustþingi lagt fram frumvarp um heimild til að selja allt hlutafé ríkissjóðs í bankanum. <BR>Búnaðarbankinn mun ekki sitja eftir í þessari þróun. Rekstur bankans er mjög traustur og hafa eignir bankans vaxið um 56% á síðustu tveimur árum. Allt bendir til að Búnaðarbankinn fari á næstu mánuðum út í hlutafjárútboð, í líkingu við útboð Landsbankans,og fái skráningu á Verðbréfaþingi. <BR><BR><B>Traustir bankar en breytingar örar</B><BR>Þróunin á vestrænum bankamarkaði hefur verið geysilega ör á þessum áratug. Aukin samkeppni, alþjóðavæðing, opnun hólfa á milli einstakra tegunda fjármálafyrirtækja, lægri vaxtamunur og aukið framboð af nýrri þjónustu hefur verið einkennandi fyrir markaðinn. Ekkert lát virðist vera á þessari þróun. Bankar búa sig undir enn harðari samkeppni með samruna og yfirtökum. Mikil bylgja samruna gengur nú yfir Evrópu og þá ekki síst Norðurlöndin. Norrænir bankar hrepptu mikinn andbyr í byrjun þessa áratugar en hafa nú náð sér að fullu. Á síðustu tveimur árum hafa níu stórir bankasamrunar gengið í gegn á Norðurlöndum. <BR>Íslendingar þurfa að fylgjast grannt með þessari þróun því samanburður við kennitölur erlendra banka er hérlendum bönkum enn að flestu leyti óhagstæður. Vaxtamunur er mun meiri hér á landi en í löndunum í kringum okkur og kostnaður sem hlutfall af tekjum hærri. Hins vegar stendur rekstur íslenskra banka traustari fótum nú en um mjög langt skeið. Íslenskir bankar sækja nú fram af fullum krafti eftir langt stöðnunarskeið. Hagnaður og arðsemi hafa aukist og vaxtamunur minnkað. Þjónusta banka hefur batnað auk þess sem þeir hasla sér nú völl á sífellt fleiri sviðum, ekki bara hér á landi heldur einnig erlendis. <BR>Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar miðar að því að gera rekstur íslenskra fjármálafyrirtækja enn traustari og líkari því sem gengur og gerist erlendis. Þar hefur sala til almennings og skráning á Verðbréfaþingi mest að segja. Verðmæti þjóðarinnar í bönkunum þremur eru mikil og því skiptir það þjóðina miklu máli að vel sé staðið að rekstri þeirra. Gera má ráð fyrir að verðmæti bankanna þriggja nemi um 30 milljörðum króna. Með sölu þeirra á næstu árum má lækka hreinar skuldir íslenska ríkisins um nærri fimmtung og auka markaðsverðmæti skráðra hlutafélaga um sama hlutfall. Það er því til mikils að vinna.<BR>Í mínum huga er það það lykilatriði að þær aðgerðir sem gripið verður til íframtíðinni leiði til þess að einstaklingar og fyrirtæki hafi aðgang að þjónustu sem er samkeppnishæf, bæði að verði og gæðum. <BR>Það er hins vegar mikilvægt að ríkið sem eigandi vandi ákvarðanir sínar sem varða veginn að þessu markmiði. Þannig verður að tryggja að þær breytingar sem ráðist er í tryggi nægt framboð þjónustu á öllum landssvæðum og að staðið verði hagræðingaraðgerðum með þeim hætti að það valdi sem minnstri röskun.<BR><BR> <P></P>

1998-09-15 00:00:0015. september 1998Grein í MBL, 27. ágúst 1998: "Rafræn viðskipti"

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P>Enginn vafi leikur á að rafræn viðskipti eru á góðri leið með að bylta hefðbundnum viðskiptaháttum. Viðteknar viðskiptavenjur breytast, milliliðum fækkar, viðskiptakostnaður minnkar, nánara samband ríkir á milli fyrirtækja og neytenda og nýir markaðir og vörur spretta upp. Hver sá sem hefur aðgang að Internetinu getur boðið fram vörur og þjónustu og náð til neytenda hvar sem er í heiminum og með sama hætti getur neytandi keypt vörur og þjónustu á hinu sameiginlega markaðstorgi heimsins óháð tíma og stað. Það er því ekki að undra að rætt sé um hinn fullkomna markað. <BR><BR><B>Hvað eru rafræn viðskipti?</B><BR>Með rafrænum viðskiptum er átt við viðskipti sem byggjast á gagnaflutningi um tölvur eða aðra rafeindatækni. Viðskiptin geta falist í verslun með hefðbundnar vörur eða þjónustu, verslun með stafrænt efni, fjármagnsflutningum, inn- og útflutningsskýrslum, útboðum og tilboðum svo fátt eitt sé nefnt. Í stórum dráttum má skipta rafrænum viðskiptum í eftirfarandi fjóra flokka:<BR>1. Viðskipti milli fyrirtækja. Dæmi um þetta er þegar fyrirtæki notar samskiptanet, t.d. Internetið, til að panta vöru frá öðru fyrirtæki, fær reikning og annast greiðslu fyrir vöruna á rafrænan hátt, sbr. EDI-viðskipti. Um 80% rafrænna viðskipta eru á milli fyrirtækja.<BR>2. Viðskipti fyrirtækis og neytenda, svokölluð rafræn smásala. Dæmi um þetta eru almenn milliliðalaus vöru- og þjónustuviðskipti á Internetinu. <BR>3. Viðskipti fyrirtækis og stjórnvalda. Dæmi um þetta eru útboð opinberra framkvæmda, gerð tollskjala og greiðsla opinberra gjalda. <BR>4. Viðskipti almenns borgara og stjórnvalda, sem eru skemmst á veg komin en munu væntanlega ná til flestra þátta opinberrar stjórnsýslu, t.d. greiðslu hins opinbera vegna velferðarmála og greiðslu borgaranna á opinberum gjöldum. <BR><BR><B>"Smellið hér" hagkerfið</B><BR>Þrátt fyrir að rafræn viðskipti hafi enn sem komið er aðeins stigið sín fyrstu skref hafa þau nú þegar markað veigamikil spor í alþjóðavæðingu viðskipta og munu gjörbreyta öllum viðskiptaháttum í framtíðinni. En rafræn viðskipti munu einnig breyta uppbyggingu innan fyrirtækja, auðvelda birgðahald, framleiðslustýringu, framleiðslustjórnun o.fl. Þau eru því ekki aðeins viðbót við núgildandi viðskiptahefðir heldur gjörbreyting á öllu viðskiptalegu umhverfi fyrirtækjanna inn á við sem út á við.<BR>Tækifæri fyrir framleiðendur og neytendur eru óþrjótandi. Tækifæri framleiðenda felast t.d. í opnum alþjóðlegum markaði, aukinni samkeppnishæfni, styttri afhendingartíma og minni útgjöldum. Þannig hafa rannsóknir sýnt að rafræn viðskipti hafa lækkað kostnað þeirri fyrirtækja sem lengst eru komin á þessari braut um 10% að meðaltali. Ávinningur neytenda getur hins vegar falist í alþjóðlegu vöruvali, auknum gæðum, skjótri úrlausn á þörfum og lægra verði. <BR>Talið er að rafræn viðskipti muni tvöfaldast árlega fram til 2002 og muni þá nema um 25 þúsund milljörðum króna sem er svipað og landsframleiðsla Hollands. Ef áætlanir um varanlega aukningu landsframleiðslu vegna slíkra viðskipta í Bandaríkjunum eru heimfærðar á Ísland má reikna með að landsframleiðsla muni aukast varanlega um 3500 milljónir króna vegna lægra verðs, aukinnar eftirspurnar og minni birgða. Þetta samsvarar um 0,6% af landsframleiðslu. Þess ber að geta að rafræn viðskipti hafa sérstaka þýðingu fyrir okkur Íslendinga vegna smæðar þjóðarinnar og legu landsins.<BR><BR><B>Fjölmörg úrlausnarefni</B><BR>Fjölmörg vandamál eru enn í vegi rafrænna viðskipta, m.a. á sviði samninga og fjármála. Til glöggvunar má draga upp mynd af íslensku fyrirtæki sem hefur komist í samband við erlent. Vilji fyrirtækin eiga viðskipti sín á milli, að varan verði pöntuð rafrænt, hún afhent rafrænt og greiðsla fari á sama hátt fram á rafrænan hátt, vakna nokkrar spurningar: <UL> <LI>Á hvaða stigi er kominn á bindandi samningur milli fyrirtækjanna? <LI>Hver er lagaleg staða slíks samnings? <LI>Hver hefur lögsögu um samninginn? <LI>Hvernig fer greiðslan fram og hvernig er móttaka hennar staðfest? <LI>Hvaða skatta- og tollareglur gilda? <LI>Hvernig er eftirliti með slíkum gjöldum háttað og hvernig eru þau innheimt?</LI></UL>Rafræn viðskipti um opin kerfi krefjast fyllsta öryggis fyrir gögnin, m.a. til að verja höfundarétt, verja þau gegn spellvirkjum og til að vernda trúnaðarmál, hvort sem þau eru viðskiptalegs eðlis eða snerta hagi einstaklinga. Slíkt öryggi er ekki hægt að tryggja á fullkominn hátt enn sem komið er. Það er lykilatriði að tryggja öryggi þeirra gagna sem um netkerfin fara. Setja þarf reglur um verndun einkalífsins og um höfundarétt en hvortveggja er vandmeðfarnara á opinni netrás en ella væri. Jafnframt þarf að sporna gegn siðlausu efni og ólögmætri notkun netanna og skilgreina ábyrgð notenda.<BR>Í dag er tæknilega flest til staðar sem þarf fyrir stóraukin rafræn viðskipti. Aftur á móti er nokkuð í land með að samræma notkun tæknibúnaðar og ekki síður í því að ákveða hið lagalega umhverfi rafrænna viðskipta.<BR><BR><B>Alþjóðleg stefnumótun</B><BR>Flest bendir til þess að fylgt verði tillögu Clintons Bandaríkjaforseta um að Internetið verði fríverslunarsvæði. Jafnframt virðast flestir hallast að því meginsjónarmiði að þær reglur sem gilda í viðskiptum utan netsins skuli einnig gilda í viðskiptum innan þess. Forðast skuli að setja reglur um rafræn viðskipti sérstaklega enda leiddi slíkt til lítils annars en óeðlilegra viðskiptahátta og tafa á því að rafræn viðskipti þróist á farsælan hátt. <BR>Mikil vinna er unnin á vegum alþjóðastofnana, eins og OECD og Alþjóðaviðskiptastofnuninni, um samræmingu rafrænna viðskipta. Á ráðherraráðstefnu OECD í Ottava næstkomandi október er ráðgert að setja leikreglur sem muni stuðla að enn frekari framgangi rafrænna viðskipta í heiminum. <BR>Við Íslendingar þurfum að fylgjast grannt með þróun rafrænna viðskipta og taka frumkvæði þegar svo ber undir. Þó Íslendingar séu ekki eftirbátar annarra í að taka upp nýja tækni í atvinnulífinu þá bendir margt til að brýnt sé að herða róðurinn í þessum efnum. Að ýmsu er þó unnið um þessar mundir sem mun auka rafræn viðskipti hér á landi, eins og rafræn tollskjöl, pappírslaus verðbréfaviðskipti í verðbréfamiðstöð, lagarammi um fjarsölu og notkun rafeyris í viðskiptum og samræmingarstarf verkefnisstjórnar forsætis-ráðuneytis um upplýsingasamfélagið. <BR>Á næstu misserum er brýnt að yfirfara lög og reglugerðir með tilliti til rafrænna viðskipta. Markmiðið er að þau verði jafnrétthá öðrum viðskiptum. Það þarf að hlúa að rafrænum viðskiptum til að ná því meginmarkmiði Framtíðarsýnar ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið, sem samþykkt var í september 1996, að Íslendingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar. <BR><BR> <P></P>

1998-05-11 00:00:0011. maí 1998Grein í MBL: "Tvíefldir Byggingardagar"

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P><BR>Flest leggjum við stærstan hluta ævisparnaðar okkar í að eignast sómasamlegt húsnæði og til að viðhalda því og bæta. Þetta hefur m.a. leitt til þess að á þessari öld höfum við að mestu leyti endurnýjað svo til allan þann húsakost, sem hér var um seinustu aldamót, auk þess sem mikið hefur verið byggt vegna fólksfjölgunar, nýrrar atvinnustarfsemi og breyttra þjóðfélagshátta. Hinar öru þjóðfélagsbreytingar þessarar aldar og sú nauðsynlega byggingarstarfsemi sem þeim hefur fylgt hefur leitt til þess að meðalaldur húsa hér á landi er nú aðeins um 30 ár. <BR><BR>Nú er svo komið að um 80% af þjóðarauði okkar liggur í mannvirkjum og er árleg fjármunamyndun í byggingariðnaði um 50 milljarðar, þar af um 20 milljarðar í húsum. Þetta þýðir að nærri lætur að um 60% af árlegri fjárfestingu þjóðarinnar sé bundin í mannvirkjagerð og má því ljóst vera að farsæl framþróun byggingariðnaðarins hefur afgerandi áhrif á lífskjör og afkomu alls þorra landsmanna.<BR><BR>Í samanburði við önnur lönd búum við Íslendingar við mjög sérstakar aðstæður sem mótast af því að hér á landi eru önnur veðurfarsleg- og landfræðileg skilyrði en víðast annarsstaðar. Það hefur leitt til þess að við höfum ekki getað nýtt okkur eins vel og ella væri tækninýjungar annarra þjóða án umtalsverðrar aðlögunar að íslenskum aðstæðum. Þessar aðstæður mótast af norðlægri legu landsins í miðju norður Atlantshafi, í braut lægða og sveiflukennds veðurfars, auk þess sem landið á tilvist sína því að þakka að það liggur á skilum tveggja meginlandsfleka með tilheyrandi kvikuuppstreymi, eldgosum og landreki. <BR><BR>Afleiðingar þessa eru umhleypingar, mikið vindálag, slagregn og snjóflóð; eldgos, jarðskjálftar og stórflóð í ám og vötnum. Allt þetta gerir meiri kröfur til íslenskrar mannvirkjagerðar en ella væri og hafa íslenskir byggingarmenn sýnt það og sannað að þeir eru fyllilega þeim vanda vaxnir, sem þeir þurfa að glíma við. Með aukinni verk- og tækniþekkingu hefur íslenskur byggingariðnaður tekið stórstígum framförum og athygli hefur vakið að hér á landi hafa þróast byggingarhefðir sem um margt eru einstakar. Framan af öldinni var það, umfram margt annað, sérstæð notkun bárujárnsins og síðar margbreytileg notkun steinsteypunnar.<BR><BR>Hin síðari ár hefur víðsýni vaxið. Í stað takmarkaðra og staðbundinna verkefna lítur byggingariðnaðurinn nú á landið allt sem einn markað frjálsrar samkeppni, þar sem hæfni og verð veitir öllum, stórum sem smáum, jafna möguleika til athafna. Jafnframt því hafa þeir framsæknari séð möguleika á því að ná hlutdeild á hinum alþjóðlega markaði sem stöðugt er að verða opnari. Hin aukna samkeppni á innlendum- og alþjóðlegum markaði hefur verið hvati til öflugrar tækniþróunar, bættrar framleiðslustýringar, gæðastjórnunar og aukinnar vitundar um mikilvægi umhverfismála. Þannig hefur byggingariðnaðurinn í auknum mæli tekið upp umhverfisvæn efni, aðferðir og tækni sem skilar góðum og vistvænum mannvirkjum á eðlilegum tíma.<BR><BR>Með alþjóðavæðingu viðskipta, sem m.a. felst í því að víða um lönd eru nú litlar hömlur á atvinnustarfsemi erlendra fyrirtækja, fjárfestingum, flutningi fólks og fjármagns á milli landa, hefur útflutningur á íslensku hugviti, handbragði, hráefnum og fullunnum byggingarhlutum verið að aukast. Íslenskir byggingarmenn hafa á undanförnum árum starfað í öllum heimsálfum um lengri eða skemmri tíma. Af þeim hefur farið gott orð og eftir því tekið hversu úrræðagóðir þeir hafa verið við lausn hinna margvíslegustu verkefna. Skýringin á þessu liggur eflaust í því að í fámennu þjóðfélagi kynnast einstaklingarnir fleiri hliðum atvinnulífsins og þeir fá tækifæri til að glíma við margbreytilegri úrlausnarefni en ella væri. Þetta hefur leitt til þess að Íslendingar hafa unnið að margvíslegum ráðgjafastörfum um allan heim m.a. við virkjunar- og vegaframkvæmdir, hafnargerð, byggingu húsnæðis, fráveitu- og umhverfismál, hitaveituframkvæmdir og aðrar framkvæmdir í löndum þar sem svipar til Íslands. Mikilvægt er að styrkja þessa starfsemi enn frekar enda er smár heimamarkaðar okkar ekki líklegur til að geta veitt byggingarfyrirtækjum þann sveigjanleika sem nauðsynlegur er þegar um hægist á fremur sveiflukenndum markaði.<BR><BR>Mikilvægast þáttur þess að bæta samkeppnisstöðu íslensks byggingariðnaðar er aukin menntun. Virðing fyrir iðnnámi og öðru starfsnámi hefur farið vaxandi og er það vel. Aukin áhersla hefur verið lögð á gildi góðrar fagmennsku með auknum menntakröfum til fagréttinda og endurmenntunar. Smátt og smátt hefur skilningur vaxið fyrir því að menntun er ekki einstakur atburður sem markar upphaf ævistafs, heldur verður menntunin að vera viðvarandi verkefni. <BR><BR>Tæknivæðing fyrirtækja er sífellt að aukast sem útheimtir stöðugt meiri verk- og tækniþekkingu. Jafnframt eru stöðugt gerðar meiri kröfur til framleiðslustýringar, gæðastjórnunar, umhverfisverndar og vinnuverndarmála. Hver sá sem vill verða gjaldgengur á alþjóðlegum samkeppnismarkaði framtíðarinnar, sem Ísland er vissulega hluti af, þarf að vera meðvitaður um þessar auknu kröfur og setja sér raunhæf markmið um endurmenntun til samræmis. <BR><BR></P>

1998-05-02 00:00:0002. maí 1998Ávarp við lagningu hornsteins að Nesjavallarvirkjun

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P>&nbsp; <DIV align=center>I.</DIV>Góðir gestir. <BR><BR>Stóriðjuframkvæmdir sem unnið er að um þessar mundir kalla á mikla aukningu í raforkuvinnslu. Álver Norðuráls og stækkun ÍSALs og Járnblendiverksmiðjunnar auka raforkuvinnsluna um rúmlega 50% milli áranna 1995 og 2000. Raforkan frá Nesjavallarvirkjun er mjög mikilvægur hlekkur í langri keðju raforkuframkvæmda sem ráðast þurfti í til að mæta orkuþörf iðjuveranna. Virkjunin er einn áfangi á leið okkar til aukinnar nýtingar orkulindanna og betri lífskjara þjóðarinnar. Þess vegna er lagning hornsteins að Nesjavallarvirkjun mikil gleðistund. <BR>En það er ekki síður gleðilegt að sjá hversu vel hefur tekist til við framkvæmdir hér að Nesjavöllum. Þrátt fyrir unnið hafi verið undir mikilli tímapressu við að reisa þessa virkjun hefur kostnaður verið um 800 milljónum undir áætlun. Arðsemi virkjunarinnar hækkar úr 7,6% í 9% vegna þessa. Allir þeir sem að virkjun þessari hafa staðið eiga því þakkir skildar fyrir það hversu vel hefur tekist til. <BR>Ekki má heldur gleyma því að meiri arðsemi virkjunarinnar og hagstæður samningur Reykjavíkurborgar og Landsvirkjunar um Nesjavallarvirkjun mun koma öllum Reykvíkingum til góða með enn lægra raforkuverði í framtíðinni. Á síðustu fjórum árum hefur raunlækkun raforkuverðs í Reykjavík verið um 5%. Raforkuverð mun fara enn lækkandi. Þannig hafa eigendur Landsvirkjunar sett fyrirtækinu skýrt markmið um 2-3% árlega raunlækkun raforkuverðs á árunum 2001-2010. Raforkuverð gæti því hæglega orðið þriðjungi lægra árið 2010 en það var árið 1995. <BR> <DIV align=center>II.</DIV>Ég er ekki í nokkrum vafa um það að aukin nýting orkulindanna til stóriðju á síðustu misserum er ein helsta forsenda þess að okkur hefur tekist að snúa vörn í sókn í atvinnumálum, auka hagvöxt og fjárfestingu og skapa þannig skilyrði til bættra lífskjara. Þetta birtist meðal annars í því að kaupmáttur heimilanna hefur aukist um nálega 20% frá árinu 1995. <BR>Þessu þarf að fylgja eftir. Framkvæmdir við orkuver og þegar umsamda stóriðju sem hófst í lok árs 1995 munu halda áfram fram á árið 2000. Ef ekki kemur til ný erlend fjárfesting á sviði orkufreks iðnaðar að þessum framkvæmdum loknum er hætt við að mjög dragi úr hagvexti. Til að koma í veg fyrir að það ástand skapist er þegar farið að huga að næstu skrefum í nýtingu orkulindanna eins og kunnugt er. <BR>Nokkur verkefna bera þar hæst. Áhugi Norðuráls á því að stækka verksmiðju sína um 30 þúsund tonn er þekktur og líklegt að ákvörðun um stækkun verði tekin fljótlega eftir að sá áfangi verksmiðjunnar sem nú er á lokastigi verður kominn í fullan rekstur. Íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun eru í samvinnu við Hydro Aluminum að kanna möguleika á að reisa álver og orkuver hér á landi. Með kaupum ástralska fyrirtækisins Australian Magnesium Investment í þessum mánuði á 40% hlut í Íslenska magnesíumfélaginu hefur magnesíumverkefnið góðan liðsstyrk en félagið vinnur sem kunnugt er að undirbúningi magnesíumverksmiðju á Reykjanesi. Auk þessa hafa minni iðjukostir verið til skoðunar af ýmsum aðilum, svo sem verksmiðja til framleiðslu á polyoli og slípiefnum. <BR>Það eru því mörg járn í eldinum enda nauðsynlegt því stóriðjuverkefni eiga langan meðgöngutíma. Þó nauðsynlegt sé að horfa til framtíðar skulum við í dag gleðjast yfir þeim merka áfanga sem bygging Nesjavallarvirkjunar óneitanlega er. <BR><BR>Ég þakka fyrir. <BR><BR><BR> <P></P>

1998-04-03 00:00:0003. apríl 1998Umhverfisstyrkir ÍSAL

<P> <P> <P> <DIV align=center><B></B></DIV><BR><BR>Ágætu samkomugestir,<BR><BR>Á undanförnum misserum hafa orðið mikil umskipti í orkumálum. Það voru tímamót þegar ÍSAL ákvað í nóvember 1995 að auka framleiðsluna sína og átti sú ákvörðun ríkan þátt í því að löngu stöðnunarskeiði í nýting orkulindanna lauk. Nýting þeirra á síðustu misserum hefur verið ein helsta forsenda þess að okkur hefur tekist að snúa vörn í sókn í atvinnumálum, efla hagvöxt og skapa skilyrði til bættra lífsskilyrða. Þessa sér glögglega stað í því að kaupmáttur heimilanna hefur aukist um nálega 20% frá árinu 1995.<BR><BR>Það er nú ljóst að framkvæmdir við þessi iðjuver og tengd orkumannvirki sem hófust í lok ársins 1995 munu halda áfram fram á árið 2000 eða í rúm fjögur ár. Þegar er farið að huga að næstu skrefum í nýtingu orkulindanna eins og kunnugt er. ÍSAL mun þar gegna mikilvægu hlutverki.<BR><BR><BR>Við Íslendingar höfum líka þá sérstöðu að eiga miklar endurnýjanlegar orkulindir sem hafa einungis verið nýttar að litlu leyti. Viðurkennt er, m.a. í Kyotobókuninni, að mikilvægt sé að hagnýta þessar orkulindir til að sporna gegn hugsanlegum loftslagsbreytingum. Ísland er hins vegar í þeirri einkennilegu stöðu að sú nýting sem er nærtækust, þ.e. til orkufrekrar stóriðju myndi leiða til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda, vegna efnaferla við sjálfa framleiðsluna. Sú losun á sér að sjálfsögðu stað hvar sem framleiðslan fer fram og því ætti auðvitað að stuðla að því að hún fari fram þar sem endurnýjanlegar orkulindir eru tiltækar og heildarlosun minnst. Annað er rökleysa og andstætt samningnum um lofstlagsbreytingar. <BR><BR>Í niðurstöðum aðildarríkjaþings að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna sem haldið var í Kyoto í desember síðastliðnum var sérstaða Íslands staðfest. Sérstöðu Íslands má fyrst og fremst rekja til þess mikla árangurs sem náðist á 8. og 9. áratugnum í að nýta jarðhita og vatnsorku í stað olíu. Sá árangur kemur m.a. fram í því að hlutur endurnýjanlegra orklinda í orkubúskapnum er hærri hér en hjá nokkurri annarri þjóð. Hér á landi er hlutur losunar gróðurhúsalofttegunda vegna raforkuvinnslu nánast engin og sama á við um jarðhitann sem notaður er til húshitunar. Á orkusviðinu höfum við náð hámarksárangri í að draga úr losun, en á því sviði ætla aðrar þjóðir að ná mestum árangri á næstu árum. <BR><BR>Útfærsla á íslenska ákvæðinu sem samþykkt var í Kyoto þarf að tryggja að slík nýting verði ekki takmörkuð. Þetta er eitt mesta hagmunamál íslensku þjóðarinnar um þessar mundir og eitt helsta viðfangsefni stjórnvalda. Við megum ekki setja okkur í heimatilbúna fjötra sem ógna myndu efnahagslegri og félagslegri framþróun þjóðarinnar með ófyrirséðum afleiðingum, enda væri slíkt í andstöðu við markmið rammasamningsins. <BR><BR>Umræðan um gróðurhúsaáhrif hér á landi hefur að verulegu leyti snúist um orkufrekra stóriðju. Í þeirri umræðu hefur fyrst of fremst verið fjallað um þá losun sem óhjákvæmilega er samfara framleiðslunni. Í umfjöllun um málið hefur hins vegar þeim mikla árangri sem stóriðjufyrirtækin hafa náð í að draga úr losun verið gefinn lítill gaumur. ÍSAL hefur með skipulögðum aðgerðum tekist að draga mjög verulega úr losun kolflúorefna og hún var á árinu 1996 einungis um einn tíundi hluti þess sem var á viðmiðunarárinu 1990. Auk þess sem fyrirtækið nýtir rafmagn í auknum mæli í stað olíu, m.a. í flutningum. Þessar aðgerðir ÍSAL jafngiltu á árinu 1996 nálega 10% af allri - ég endurtek allri losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum árið 1990. Önnur stóru iðnfyrirtækin hafa einnig gripið til aðgerða sem tiltækar voru og samtals hafa þessar aðgerðir og aukin sala á ótryggðu rafmagni á rafskautakatla í fiskimjölsverksmiðjum dregið úr heildarlosun Íslendinga sem nemur 12%, eða sem jafngildir allri losun frá ÍSAL í dag! Bæði stóriðjuverin og orkufyrirtækin hafa því tekið málið föstum tökum og það ber að þakka. <BR><BR>Í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum, Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi er lögð áhersla á að iðnfyrirtækin taki upp umhverfisstjórnunarkerfi. ÍSAL hefur tekið upp slíkt kerfi og var fyrsta íslenska fyrirtækið sem fékk vottun samkvæmt alþjóðlegum umhverfisstjórnunar staðli. Það má því fullyrða að fyrirtækið er nú í fararbroddi á þessu sviði. <BR><BR>Í almennri umræðu hefur stundum verið haldið fram að stærri iðnfyrirtæki framleiði eingöngu hráefni til útflutnings og að virðisaukinn sé lítill. Þetta er ekki rétt. Árleg verðmætaaukning hjá ÍSAL vegna framleiðslu sérvöru og steypu á hágæða áli, þ.e. úrvinnsluþátturinn, er álíka mikill og ársvelta stærri íslenskra iðnfyrirtækja, þ.e. um 1,5 milljarður króna. Bæði ÍSAL og Járnblendiverksmiðjan hafa stuðlað að rannsóknum og nýsköpun sem tengjast framleiðslu fyrirtækjanna. Í því sambandi má nefna þróun Altech á róbótum fyrir ÍSAL, en Altech flytur þennan búnað út í talsverðum mæli. Þessi stuðningur ÍSAL er raunar ekki bundinn álframleiðslu, því við erum hér saman komin í tilefni af því að ÍSAL er að styrkja rannsóknir á sviði umhverfismála. Verkefni sem meðal annars tengjast baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. <BR><BR>Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka stjórn ÍSAL, forstjóra og öðrum starfsmönnum fyrir frumkvæði og framsýni við mótun og framkvæmd umhverfisstefnu, sem fellur vel að alþjóðlegri stefnumótun á sviði umhverfisstjórnar og umhverfismála.<BR><BR> <P></P>

1998-04-02 00:00:0002. apríl 1998Ræða á ársfundi Verðbréfaþings Íslands, 2. apríl 1998.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P><BR>Ágætu ársfundargestir!<BR>Einn mikilvægasti þáttur í uppbyggingu og vexti fjölbreyttrar atvinnustarfsemi er greiður aðgangur atvinnufyrirtækja að áhættu- og lánsfé. Brýnast í þessu efni er greiður aðgangur að hlutafé sérstaklega til að efla nýsköpun og vöxt í litlum og meðalstórum fyrirtækjunum. Þetta hefur verið eitt af meginmarkmiðum stjórnvalda við endurskipulagningu og þróun íslensks fjármagnsmarkaðar á liðnum misserum. <BR>Hér hefur Verðbréfaþing Íslands lykilhlutverki að gegna og það er mér því sérstök ánægja að fá tækifæri til að ávarpa þennan ársfund.<BR><BR><B>Efnahagsstefnan – styrkleikar og veikleikar í íslensku efnahagslífi</B><BR>Alþjóðastofnanir hafa undanfarið lofað þann góða árangur sem náðst hefur á sviði efnahagsmála meðal annars vegna endurskipulagningar á fjármagnsmarkaði og aukinnar erlendrar fjárfestingar. Hækkandi lánshæfismat íslenska ríkisins ber efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar gott vitni. <BR><BR><B>Styrkleikar</B><BR>Hin viðamikla árlega athugun um samkeppnishæfni þjóða, <I>World Competiveness Report</I>, sýnir að staða okkar er að styrkjast. Á síðasta ári lentum við í 21. sæti af 46 þjóðum og hækkuðum um fjögur sæti frá árinu á undan. Í ljós kemur að efnhagslegur styrkur þjóðarinnar er mikill. Innviðir þjóðfélagsins eru traustir enda mannauður með því besta sem gerist. Þetta kemur væntanlega ekki á óvart. <BR>Íslenskt efnhagslíf hefur tekið algerum stakkaskiptum á undanförnum árum. Aukið viðskiptafrelsi, frjálsir fjármagnsflutningar, lág verðbólga samfara miklum hagvexti, vaxandi fjárfesting, lækkandi vextir og jafnvægi í ríkisbúskapnum eru allt atriði sem bera vitni um að efnahagslegur styrkur þjóðarinnar er mikill um þessar mundir. Það sem meira er um vert; við sjáum fram á að búa við hagstætt umhverfi næstu árin og tækifæri er til þess að skapa enn betri grunn fyrir komandi kynslóðir. Við þurfum að byggja upp nýjar stoðir í efnhagslífinu, auka samkeppni, greiða niður erlendar skuldir og auka sparnað þjóðarinnar. <BR><BR><B><I></I></B><B>Veikleikar</B><BR>Til að auka styrk okkar Íslendinga er nauðsynlegt að skoða þá þætti í atvinnu- og efnahagslífinu sem að mati alþjóðlegra stofnana þarf helst að bæta úr, en þau atriði eru: <BR>að auka fjölbreytni á fjármagnsmarkaðnum <BR>að efla samkeppni á öllum sviðum<BR>að auka alþjóðavæðingu efnahagslífsins og <BR>treysta vísinda- og tæknistarf. <BR>Á síðustu misserum hafa verið gerðar róttækar breytingar á þessum sviðum sem munu án efa bæta samkeppnisstöðu okkar og leggja grunn að enn frekari efnhagslegum framförum í landinu. Hér vil ég þó sérstaklega gera að umtalsefni málefni fjármagnsmarkaðarins og aukna alþjóðavæðingu í íslensku viðskiptalífi.<BR><BR><B>Fjármagnsmarkaður</B><BR>Miklar umbætur hafa orðið á fjármagnsmarkaði á allra síðustu missserum. <BR>Með hlutafélagavæðingu ríkisbankanna og sameiningu fjögurra fjárfestingarlánasjóða í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins h.f. og Nýsköpunarsjóð urðu tímamót. Þessum breytingum hafði verið beðið eftir í áratug. <BR>Þessar skipulagsbreytingar á fjármagnsmarkaði voru endanlega staðfestar á fyrstu reglulegu aðalfundum Landsbanka Íslands h.f., Búnaðarbanka Íslands h.f. og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins h.f., sem allir voru haldnir í síðasta mánuði. Á aðalfundi félaganna voru stofnreikningar staðfestir og ákvarðanir kynntar um að félögin yrðu öll skráð á Verðbréfaþingi Íslands á þessu ári. <BR>Endurskipulagning á fjármagnsmarkaðnum og ákvörðun um að hinir þrír nýstofnuðu hlutafélagabankar verði skráðir á hlutabréfamarkaði mun hafa veruleg áhrif á hlutabréfamarkaðinn. Miðað við áætlað markaðsvirði hlutafjár þessara aðila, gæti skráning þess, aukið markaðsverðmæti skráðra félaga um allt að fimmtung. Þetta myndi einnig þrefalda markaðsvirði fjármálafyrirtækja sem standa almenningi til boða á Verðbréfaþingi Íslands og myndi vera til þess fallið að dýpka þennan markað frá því sem nú er. <BR><BR><B>Alþjóðavæðing íslensks viðskiptalífs</B><BR>Annar þáttur sem styrkja þarf er alþjóðavæðing atvinnustarfseminnar. Hér skiptir sköpum að erlend fjárfesting er að aukast, bæði í atvinnurekstri og í verðbréfaviðskiptum. Mikill árangur hefur orðið af markaðsstarfi á sviði stóriðju. Þá er hugað markvisst að aukinni erlendri fjárfestingu á öðrum sviðum. Árangurinn af undirbúningsstarfi stjórnvalda er þegar farinn að skila sér í nýjum fjárfestingum.<BR>Hin hliðin á alþjóðavæðingunni er aukinn útflutningur og fjárfestingar Íslendinga erlendis. Erlendar rannsóknir sýna að margfeldisáhrif af fjárfestingu erlendis á innlent atvinnulíf geti verið um 3.5 falt og því er mikilvægt að greiða fyrir þeim. Þar hafa stjórnvöld beitt sér fyrir margvíslegum aðgerðum.<BR><BR><B><I>Í fyrsta lagi</I></B> er Nýsköpunarsjóðnum ætlað stórt hlutverk við fjárfestingar íslenskra aðila erlendis en það er eitt af þremur meginverkefnum sjóðsins. <BR><BR><B><I>Í öðru lagi</I></B> tekur viðskiptaráðuneytið þátt fyrir Íslands hönd í samningaviðræðum OECD um fjölþjóðlegan fjárfestingarsáttmála sem mun sérstaklega koma litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hyggja á landvinninga erlendis til góða. <BR><BR><B><I>Í þriðja lagi</I></B> hefur ríkisstjórnin ákveðið að endurskoða skattamál íslenskra fyrirtækja. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem mun meðal annars auðvelda heimflutning hagnaðar og koma í veg fyrir tvísköttun á arði. Það tel ég að sé lykilatriði varðandi fjárfestingar innlendra aðila erlendis. <BR><BR>Aukin fjárfesting innlendra aðila erlendis krefst í flestum tilvikum styrkingar á eiginfjárstöðu viðkomandi félags. Skilvirkur og öflugur hlutabréfamarkaður er í því sambandi mikilvægur þáttur til að greiða fyrir alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs. <BR><BR><B>Ný löggjöf um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða</B><BR>Hér á undan hef ég rætt nokkuð um samkeppnisstöðu Íslands og með hvaða hætti ríkisstjórnin hefur beitt sér til að styrkja efnahagslífið.<BR>Ég er ekki í nokkrum vafa um það að sú starfsemi sem fram fer hjá Verðbréfaþingi Íslands hafi miklu hlutverki að gegna til þess að unnt sé að skjóta enn styrkari stoðum undir atvinnulífið í landinu. Á undanförnum árum hefur sést þess glöggt merki að íslensk atvinnufyrirtæki líta æ meir til hlutabréfamarkaðarins og þeirra möguleika sem þar bjóðast til öflunar á auknu eigin fé. <BR><BR><B>Aukin samkeppni og einn innri markaður í Evrópu</B><BR>Hinn sameiginlegi innri markaður í Evrópu hefur haft hér áhrif. Íslenskum fyrirtækjum gefast nú aukin tækifæri erlendis. Jafnframt eykst samkeppni á öllum sviðum, einnig á sviði fjármálaþjónustu. <BR>Í nágrannaríkjum okkar hefur samkeppni aukist á undanförnum árum í viðskiptum á hlutabréfamörkuðum svo og öðrum hlutum verðbréfamarkaðarins. Til þess að vera betur í stakk búin til þess að mæta harðnandi samkeppni hafa ýmis ríki ákveðið að afnema einkarétt kauphalla á því að skrá og stunda viðskipti með skráningarhæf verðbréf. Meginaflvaki að afnámi einkaréttar hefur því verið að auka samkeppnislegt aðhald með starfseminni og útrýma reglum sem kunna að hamla virkri samkeppni og frjálsum viðskiptum á verðbréfamarkaðnum. Auk þess er brýnt að rýmka starfsheimildir kauphalla til þess að þær fái betur staðist hina alþjóðlegu samkeppni. <BR><BR><B>Afnám einkaréttar</B><BR>Þegar breytt var gildandi lögum um Verðbréfaþing Íslands árið 1996 ákvað Alþingi að stefnt skyldi að því að afnema einkarétt Verðbréfaþings Íslands af verðbréfaþingsstarfsemi eigi síðar en við árslok 1997.<BR>Á grundvelli þessarar stefnumörkunar á Alþingi skipaði ég nefnd sem skilaði á síðast liðnu hausti frumvarpi til laga um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða. Á næstunni mun Alþingi væntanlega afgreiða frumvarp þetta sem lög frá Alþingi<BR><BR><B>Nýmæli í löggjöf - skipulegur tilboðsmarkaður og yfirtökutilboð</B><BR>Auk þess að afnema einkarétt af verðbréfaþingsstarfsemi þá er í frumvarpinu að finna nokkur mikilvæg nýmæli. <BR><B><I>Í fyrsta lagi</I></B><I> </I>er kveðið þar sérstaklega á um starfsemi <I>skipulegra tilboðsmarkaða</I> þar sem viðskipti fara fram með verðbréf sem ekki hafa verið opinberlega skráð í kauphöll. Nauðsynlegt er að til séu viðurkenndir markaðir þar sem stunduð eru viðskipti með verðbréf sem lúta öðrum og vægari kröfum en gerðar eru í kauphöll. <BR>Slíkir markaðir eru nauðsynlegir fyrir smærri fyrirtæki svo og fyrir þau fyrirtæki sem vegna sérstakra aðstæðna telja sér ekki fært að leita eftir opinberri skráningu í kauphöll. <BR>Eins og ég gat um í upphafi þá tel ég mikilvægt að litlum og meðalstórum fyrirtækjum séu skapaðir betri möguleikar á að afla hlutafjár á markaði. Til lengri tíma litið þá mun þetta verða til þess fallið að styrkja nýsköpun og atvinnuuppbyggingu í landinu. Samkvæmt frumvarpinu og í samræmi við þá stefnumörkun að rýmka skuli starfsheimildir samhliða afnámi einkaréttar á starfsemi Verðbréfaþingsins þá verður því heimilt að starfrækja skipulegan tilboðsmarkað til viðbótar við þá starfsemi sem fellur undir starfsemi kauphallar.<BR><BR><B><I>Í öðru lagi</I></B> er gerð tillaga um að lögfesta hér á landi í fyrsta sinn ákvæði um <I>yfirtökutilboð </I>í félagi sem hefur verið opinberlega skráð í kauphöll. Í mörg ár hefur verið rætt um nauðsyn þess að hér á landi skuli sett ákvæði í lög um þetta efni. Þannig ályktaði Alþingi árið 1992 að nauðsynlegt væri að setja reglur þar um. Það er því ánægjulegt að nú verði lögleidd hér á landi ákvæði sem vernda minnihluta hluthafa í skráðum félögum. Lagt er til að um yfirtökutilboð gildi skýrar reglur meðal annars um hvenær skylt er að gera öðrum hluthöfum tilboð um að kaupa hlut þeirra í félagi þar sem einn aðili hefur eignast meirihluta hlutafjár eða stjórnar félaginu á annan hátt. <BR><BR><B><I>Í þriðja lagi</I></B> er að finna ákvæði í frumvarpinu sem skjóta styrkari stoðum undir starfsemi Verðbréfaþingsins, eða kauphallarinnar. Þetta á m.a. við um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa sem tekin hafa verið til skráningar í kauphöll. Það er afar mikilvægt til þess að treysta viðskipti og verðmyndun í kauphöll, að skýrar reglur gildi um upplýsingagjöf fyrirtækja og miðlun þeirra til markaðarins. Skýrari reglur eru settar um rétt og skyldu stjórnar kauphallar til þess að hafa eftirlit með þeim viðskiptum sem eiga sér stað á vettvangi hennar, svo og um réttindi og skyldur markaðsaðilanna. <BR><BR>Ný lög um starfsemi kauphalla og skipulega tilboðsmarkaði munu skapa traustan grundvöll fyrir skipulögðum verðbréfaviðskiptum hér á landi þar sem fylgt er sömu meginreglum og gilda um þessi efni hjá nágrannaríkjum okkar. <BR>Ég tel mikilvægt að byggð verði upp öflug íslensk kauphöll þar sem fullnægjandi sérhæfing á sér stað í viðskiptum með innlend verðbréf og önnur þau bréf sem markaðurinn telur nauðsynlegt hverju sinni. Því er brýnt að gott samkomulag takist um stofnun hlutafélags um starfsemi kauphallar á grundvelli hinna nýju laga. Stefna ber að því að hið nýja félag taki til starfa eigi síðar en 1. júlí 1999. <BR><BR><B>Góðir fundargestir</B><BR>Mörg verkefni hafa verið unnin á síðustu misserum til þess að efla og tryggja samkeppnisstöðu þeirra sem starfa á fjármagnsmarkaði. Þjóðhagsleg nauðsyn á áreiðanlegu fjármálakerfi er óumdeilanleg. Jafnframt verður að vera tryggt að skipulag þess sé með þeim hætti að það styðji við uppbyggingu og nýsköpun í atvinnulífinu. Framundan bíða því mörg verkefni að hrinda þessari stefnu í framkvæmd og eins og ég gat um í upphafi þá hefur Verðbréfaþing Íslands þar veigamiklu hlutverki að gegna.<BR><BR>Ég þakka áheyrnina. <BR> <DIV align=center></DIV><BR><BR> <P></P>

1998-03-26 00:00:0026. mars 1998Byggðastefna og nýsköpun, Ráðstefna á Hótel Örk

<P> <P>Finnur Ingólfsson,<BR>iðnaðar- og viðskiptaráðherra <DIV align=right></DIV> <DIV align=center><B></B> </DIV><BR> <P>Ágætu ráðstefnugestir. <P>Eitt af brýnustu viðfangsefnum íslenskra stjórnmála er glíman við flutning fólks af landsbyggðinni. Nátengd þeirri glímu er baráttan fyrir fjölgun starfa, áhugaverðra og vel launaðra starfa á landsbyggðinni og þar með nýsköpun í atvinnulífinu. Því er ekki nema eðlilegt að þessi tvö viðfangsefni séu fléttuð saman á ráðstefnu sem þessari. <DIV align=center><BR>I.</DIV><BR>Auðvitað eru fjölgun starfa og nýsköpun í atvinnulífinu alls ekki einu atriðin sem hafa þarf í huga þegar rætt er um byggðamál og tilhneigingu landsbyggðarfólks til að flytjast búferlum, setjast að í Reykjavík eða næsta nágrenni hennar. Rannsóknir Byggðastofnunar hafa t.d. sýnt að menntun, þjónusta við íbúana, framboð á ýmis konar menningu og afþreyingu, nálægð við skyldmenni og ýmislegt fleira hefur hér mikil áhrif. Þetta breytir því hins vegar ekki að fjölbreytt atvinnulíf, sem stendur styrkum fótum, er ein þeirra meginstoða sem þurfa að vera til staðar, eigi byggð að þrífast á viðkomandi svæði. <P>Um leið og ég segi þetta vil ég hins vegar undirstrika að ég tel að tími bjargráða stjórnvalda gagnvart einstökum fyrirtækjum eða byggðarlögum sé liðinn. Ég tel að við þurfum að beita öðrum tækjum og annarri tækni í framtíðinni, til að tryggja byggð í landinu og færi fyrir því ákveðin rök, sem m.a. byggja á rannsóknum Byggðastofnunar. Rannsóknir stofnunarinnar marka raunar nokkur tímamót og eiga að mínu mati þátt í því að umræðan um byggðamál hefur á síðustu mánuðum verið að færast á annað og heillavænlegra stig en áður var. <DIV align=center><BR>II.</DIV><BR>Meðal þess sem þær hafa sýnt fram á er að íbúar smæstu þéttbýliskjarnanna eru oft ánægðari með búsetu sína en þeir sem búa í miðlungsstórum bæjum. Kröfur hinna síðarnefndu til umhverfisins virðast oft vera meiri en hinna, viðmiðunin eru bæir með mörg þúsund eða jafnvel tugi þúsunda íbúa. Þessi miðlungsstóru sveitarfélög standa hins vegar oft ekki undir væntingum íbúanna og því fer sem fer. <P>Ég tel að sterkasta vopnið til að snúa þessari þróun við sé uppbygging sterkra byggðakjarna á nokkrum stöðum á landinu. Byggðakjarna sem að minnsta kosti eru á stærð við Akureyri, eða eigum við að segja Eyjafjarðarsvæðið. Byggðakjarna sem hafa um eða yfir 10.000 íbúa og geta þar með risið undir þeim kröfum sem nútímafólk gerir um lífskjör og ýmis konar þjónustu. <P>Í þessum kjörnum á að vera hægt að veita menntun við hæfi, þar á að vera hægt að viðhalda öflugri heilbrigðisþjónustu, menning og afþreying ýmis konar eiga að geta blómstrað þar og þannig mætti áfram halda. Ein meginforsenda þess að þessir kjarnar geti orðið til og þrifist er hins vegar enn og aftur; <B><U>fjölbreytt og öflugt atvinnulíf.</U></B> <P>Til uppbyggingar atvinnulífsins og nýsköpunar höfum við ýmis tæki, ýmsar stofnanir, félög og fyrirtæki. Ég nefni Byggðastofnun, Iðntæknistofnun, atvinnuþróunarfélög, Iðnþróunar-félög, atvinnuráðgjafa, framfarafélög, ýmis konar sjóði og eignarhaldsfélög. Listinn er ekki tæmandi en gefur vísbendingu um þann fjölda aðila sem eru að sinna verkefninu. <P> <DIV align=center><BR>III.</DIV><BR>Oft, og það er miður, vinna þessir aðilar hver í sínu horni, vita lítt hver af öðrum og vilja jafnvel ekki vita. Menn halda fast í sitt, kæra sig ekki um að aðrir horfi yfir öxl þeirra og árangurinn er eftir því. <P>Vissulega má benda á árangursríkt starf hjá öllum þeim aðilum sem ég taldi upp hér að framan en ég er algjörlega sannfærður um að við getum gert miklu betur. Ef stjórnvöld, sveitarfélög og þær stofnanir, félög og fyrirtæki, sem nú eru að sinna málaflokknum, leggðust á eitt með ákveðinni samtengingu, tækju upp mun nánara samstarf en nú er og rynnu jafnvel saman í eitt með tímanum, er ég viss um að við næðum betri árangri. <P>Nú sé ég, sem betur fer, ýmis teikn á lofti um að breyting kunni að verða hér á. Í farvatninu kunna að vera breytingar á starfsemi Byggðastofnunar sem leiða til þess að starf atvinnu-þróunar--félaga, atvinnuráðgjafa, iðnþróunarfélaga og fleiri slíkra aðila eflist og samstarf þeirra eykst. Ég tel rétt að efla samstarf þessara aðila en einnig Iðntæknistofnunar og er reiðubúinn að beita mér fyrir slíku. Ég vil líka beita mér fyrir mun nánara samstarfi en nú er milli þessara aðila og Markaðsskrifstofu Iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar annars vegar en Fjárfestingar-skrifstofu Íslands hins vegar. <P>Með því að samtengjast, samhæfa krafta sína og skipta með sér verkum með meðvituðum hætti er ég sannfærður um að allir þessir aðilar nytu góðs af. Fyrst og síðast nyti þó atvinnulífið og þar með fólkið í landinu góðs af slíkum breytingum. <DIV align=center><BR>IV.</DIV><BR>Þegar hugað er að eflingu landsbyggðarinnar og bættum lífsskilyðrum þar tel ég að tvö atriði vegi þyngst á vogarskálunum:<BR>· Í fyrsta lagi öflugt atvinnulíf.<BR>· Og í öðru lagi lækkun orkuverðs. <P>Í iðnaðarráðuneytinu hefur á kjörtímabilinu verið lagður grunnur að lækkun orkuverðs á landsbyggðinni. Þar ber hæst stefnumörkun um skipulagsbreytingar á orkumarkaði sem í stuttu máli fela einkum tvennt í sér sem lækkað getur orkuverð.<BR>· Í fyrsta lagi stefnumótun eigenda Landsvirkjunar sem gerir ráð fyrir að frá og með árinu 2000 lækki orkuverð fyrirtækisins að raunvirði um 2%-3% á ári í amk. 10 ár eða um 20-30%. Stóraukin erlend fjárfesting í orkufrekum iðnaði undanfarin þrjú ár gerir þetta mögulegt.<BR>· Í öðru lagi stefnumótun sem lögð hefur verið fram á Alþingi og gerir ráð fyrir að smám saman verði opnað fyrir samkeppni í orkuvinnslu og sölu. Með aukinni samkeppni má gera ráð fyrir lækkun orkuverðs til neytenda en orkujöfnun jafnframt tryggð. <P>Aðrar aðgerðir til lækkunar orkuverðs sem nú er unnið að í ráðuneytinu í samvinnu við Orkustofnun og fleiri eru:<BR>· Í fyrsta lagi sérstakt átak í leit að jarðhita á svæðum sem til þessa hafa verið talin köld og frekari rannsóknir á svæðum þar sem frumrannsóknir gefa tilefni til frekari aðgerða.<BR>· Og í öðru lagi átak sem ætlað er að koma til móts við þá neytendur á köldum svæðum, sem einhverra hluta vegna, s.s. vegna lélegrar einangrunar, vanstillingar hitakerfa eða af öðrum orsökum, bera meiri kostnað af kyndingu en eðlilegt má teljast. <P>Að orkumálunum frátöldum tel ég atvinnumálin skipta mestu máli við styrkingu landsbyggðarinnar og vík ég þá aftur að uppbyggingu stórra og öflugra byggðakjarna sem boðið geta höfuðborgarsvæðinu byrginn, í jákvæðri merkingu þó. <P>Þá þróun sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum, og felur í sér stöðugan straum fólks af landsbyggðinni, verður að stöðva. Það verður hins vegar ekki gert með boðvaldsaðgerðum eða hindrunum af nokkru tagi. Það verður einungis gert með því að bæta búsetuskilyrði á landsbyggðinni, sem aftur verður best gert með uppbyggingu sterkra byggðakjarna. Þessir byggðakjarnar verða að skapast á fleiri stöðum en suðvesturhorninu eins og nú er. <P>Búferlaflutningar fólks úr sveitum og fámennari þéttbýlis-kjörnum til stærri staða eru langt í frá sér íslenskt fyrirbrigði. Það að straumurinn liggi nánast allur í eina átt er hins vegar sérstakt vandamál. Í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við hefur þróunin víðast orðið sú að úr sveitum og smábæjum flyst fólk í nærliggjandi sterka byggðakjarna, þeir styrkast enn frekar og mynda þannig mótvægi við stærstu borgirnar. Þessari stöðu verðum við að ná. <P> <DIV align=center><BR>V.</DIV><BR>Í ráðuneytum mínum og undirstofnunum þess hefur að undanförnu verið lögð nokkur vinna í það að skilgreina kosti einstakra landssvæða, sérstaklega með tilliti til mögulegrar uppbyggingar iðnaðar sem nýtir orkuauðlindirnar, þ.e. raforkuna og gufuna. Þetta hefur raunar verið gert á fleiri sviðum, s.s. á sviði matvælaiðnaðar. <P>Í slíkri greiningu er farið ofan í saumana á kostum og göllum viðkomandi landssvæðis og horft til ótal margra ólíkra atriða. Lagt er mat á vinnumarkað, menntun á svæðinu, aðgang að orku, náttúruleg skilyrði, s.s. höfn, möguleika á vatnsöflun, samgöngur og þannig gæti ég haldið áfram. Þetta starf tel ég mjög mikilvægt og legg áherslu á að samstarf á þessu sviði geti komist á sem fyrst. <P>Á niðurstöðum slíkra greininga má svo byggja áframhaldandi vinnu, hvort sem hún lítur að leit að erlendum fjárfestum inn í starfandi fyrirtæki á svæðinu, uppbyggingu orkufreks iðnaðar, uppbyggingu ferðaþjónustu, jarðefnaiðnaðar, matvælavinnslu, þekkingariðnaðar eða raunar hvers sem er. <P> <P>Með þessum greiningum má einnig gera sér grein fyrir með hvaða hætti er skynsamlegast að byggja upp þá byggðakjarna sem ég lýsti hér að fram yfir að ég teldi að þyrftu að byggjast upp. Lesa má úr þeim hvaða úrbætur þurfi að gera í samgöngumálum, hvort þurfi og þá hvernig megi, efla menntun á svæðinu, hvort afla megi nægilegrar orku til atvinnuuppbyggingar, með hvaða hætti megi og þurfi að breyta eða bæta samsetningu vinnumarkaðar, og svo framvegis. Allt eru þetta atriði sem eru til þess fallin að styrkja byggðina og hægja á straumnum suður. <P>Góðir ráðstefnugestir. <P>Ég tel að við berum öll nokkra ábyrgð á því hvernig til tekst á næstu misserum við uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni og nýsköpun þess. Við þurfum að taka höndum saman við það verkefni, það getum við og það eigum við að gera. Heimamenn þurfa að hafa frumkvæði að atvinnuskapandi verkefnum og hafa kjark og dug til að drífa þau áfram en stjórnvöld, hvort sem eru á landsvísu eða í héraði verða að styðja slíka viðleitni með ráðum og dáð. <P>Í þessu sambandi bendi ég á að barlómur heimamanna og að því er virðist misvel ígrundaðar spár t.d. Byggðastofnunar um búsetuþróun í landinu, geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Það að spá fyrir um stórkostlegan fólksflótta frá ákveðnum svæðum og nánast eyðingu þeirra í búsetulegum skilningi getur verið stórkostlega varasamt. <P> <P>Ef Byggðastofnun eða einhver annar hefði t.d. tekið mið af þeirri þróun sem átti sér stað frá árinu 1973 til fyrstu ára níunda áratugarins, þegar heldur fleiri fluttust frá höfuðborgarsvæðinu en til þess og byggt framtíðarspár sínar á þeim staðreyndum, hefði niðurstaðan eflaust orðið sú að enginn byggi þar að einhverjum tíma liðnum. Raunin er allt önnur og því ættum við að varast heimsendaspár í þessu samhengi sem öðru. <P>Ábyrgð stjórnmálamannanna í þessu efni er hins vegar einnig mjög mikil og þá gildir einu hvort horft er til alþingismanna eða sveitarstjórnarmanna. Aðgerðir okkar skipta miklu máli en við skulum vera minnug þess að það getur líka skipt sköpum hvernig við tölum. Með því að berja sífellt lóminn og kvarta yfir því hvað allt sé nú grámóskulegt, tilbreytingarlítið og óspennandi í héraði en glansandi, lítríkt og fjölbreytt í henni Reykjavík, erum við að hvetja landsbyggðarfólk til að flytjast til höfuðborgarinnar. <P>Okkar hlutverk er þvert á móti að vekja með íbúunum bjartsýni, hvetja þá til dáða, hrífa þá til samstarfs og hefja nú þegar sókn til betra lífs í landinu öllu. <P><BR></P>

1998-03-26 00:00:0026. mars 1998Afhending nýsköpunarverðlauna Rannsóknaráðs og Útflutningsráðs 1998.

<P> <P><BR> <DIV align=center> </DIV> <DIV align=center><BR>I.</DIV><BR> <P>Ágætu fundarmenn. <P>Í starfi mínu sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra hef ég m.a. lagt áherslu á þessi meginatriði:<BR><BR>· Samkeppnishæft rekstrarumhverfi.<BR>· Aukna framleiðni.<BR>· Fjölgun atvinnutækifæra.<BR>· Fleiri og betur launuð störf.<BR>· Aukna erlenda fjárfestingu.<BR>· Markvissan stuðning við atvinnulífið.<BR>· Uppbyggingu atvinnulífsins á landinu öllu.<BR><BR>Þessi atriði eiga það sammerkt að þau tengjast atvinnuþróunar- og nýsköpunarstefnu stjórnvalda, sem ég mun nú fjalla stuttlega um. <DIV align=center>II.</DIV><BR>Í grófum dráttum má lýsa nýsköpunarumhverfinu svo að það standi á þrem megin stoðum. Þær eru: <BR><BR>1. Fjármagnsmarkaðurinn.<BR>2. Leiðsögn og þekkingarmiðlun fyrir atvinnulífið. <BR>3. Vísinda- og tækniumhverfi atvinnulífsins<BR><BR>Hugum fyrst að fjármagnsmarkaðinum. Um síðustu áramót urðu þau þáttaskil á íslenskum fjármagnsmarkaði að gömlu ríkisbönkunum, Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands, var breytt í hlutafélög og fjórir fjárfestingalánasjóðir sameinuðu starfsemi sína í Fjárfestingabanka atvinnulífsins h.f. og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.<BR><BR>Þessar breytingar á fjármagnsmarkaðinum hafa eftirfarandi fimm megin markmið:<BR><BR>· Í fyrsta lagi að draga úr umsvifum ríksins í almennri fjármálastarfsemi og leggja af ríkisábyrgðir.<BR>· Í öðru lagi að brjóta niður þá múra sem verið hafa á fjármagnsmarkaði á milli einstakra atvinnugreina.<BR>· Í þriðja lagi að greina á milli og skýra ábyrgð þróunar- og áhættufjármögnunar annars vegar og almennrar fjármálastarfsemi hins vegar.<BR>· Í fjórða lagi að efla framboð áhættufjármagns fyrir atvinnulífið.<BR>· Í fimmta lagi að ná fram hagræðingu á fjármagnsmarkaðinum með aukinni samkeppni, sem á að skila sér í ódýrari og betri fjármálaþjónustu fyrir atvinnulífið.<BR>· <BR>Þessum endurbótum á fyrstu stoð nýsköpunarumhverfi atvinnulífsins er lokið og vænti ég mikils af þeim breytingum.<BR> <DIV align=center>III.</DIV><BR>Aðra stoð nýsköpunarumhverfisins má kalla þekkingarmiðstöð, þar sem atvinnulífinu er boðið upp á margvíslegan aðgang að þekkingu og leiðsögn, t.d. hjálp við að komast í alþjóðleg samstarfsverkefni sem okkur stendur til boða. <P> <P>Í hnotskurn er markmiðið með slíkri þekkingarmiðstöð:<BR> <UL> <UL>að leggja áherslu á, að umbreyta þeirri vísindalegu þekkingu <BR>sem við höfum aflað, eða eigum aðgang að í raunverulegar söluhæfar afurðir.<BR></UL></UL>Til þess að ná þessu markmiði getur hlutverk þekkingarmiðstöðvarinnar m.a. verið:<BR>1. Skapa sterka þekkingarheild á einum stað, sk. "one-stop-shop" fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem atvinnulífið hafi greiðan aðgang að upplýsingum og þjónustu.<BR>2. Tækniyfirfærsla til fyrirtækja og betri nýting tækniþekkingar.<BR>3. Starfrækja "uppeldisstöð", þar sem álitlegar hugmyndir eru fóstraðar í þeim tilgangi að til verði ný fyrirtæki um framleiðslu vöru sem byggja á nýjum hugmyndum.<BR>4. Starfrækja tæknitengda viðskipta- og markaðsleiðsögn, sem aðrir veita ekki.<BR>5. Starfrækja tæknivöktun að eigin frumkvæði og í umboði fyrirtækja sem þess óska.<BR>6. Koma á netsamstarfi lítill og meðalstórra fyrirtækja og milli þeirra og rannsóknarstofnana, háskóla o.fl. <BR>7. Reka sérstök átaksverkefni sem eru sniðin að því að bæta rekstur, framleiðslu og samkeppnishæfni fyrirtækja.<BR>8. Vera tengiliður á milli fyrirtækja sem eru á frumstigi vaxtar og áhættufjármögnunaraðila.<BR><BR>Það getur varla nokkrum dulist mikilvægi þess að hér verði til sterk þverfagleg þekkingarmiðstöð í líkingu við það sem hér er lýst. Í framtíðarþróun Iðntæknistofnunar vil ég sjá að þar verði til slík þekkingarmiðstöð sem geti sinnt þörfum atvinnulífsins án tillits til hvar í flokki fyrirtækin falla samkvæmt hefðbundnum atvinnugreina skilgreiningum. <DIV align=center>IV.<BR></DIV><BR>Þriðja stoð nýsköpunarumhverfisins er hið vísinda- og tæknilega umhverfi nýsköpunarinnar. Þar standa rannsóknarstofnanir atvinnulífsins ríkisvaldinu að sjálfsögðu næst. Í mörg ár hefur verið rætt um aukið samstarf rannsóknarstofnana atvinnulífsins í þeim tilgangi að hámarka nýtingu mannafla, tækja og húsnæðis. Lítið sem ekkert hefur þó orðið af þessu og virðast sérhagsmunir hvers og eins hafa ráðið þar mestu. Þetta er afleit staða, sem getur ekki leitt til neins annars en að veikja enn frekar veikburða stöðu þessara stofnana.<BR><BR>Úr þessu verður að bæta enda er farsæl framþróun opinberrar rannsókna- og þróunarstarfsemi undir því komin að hér verði til sterkar rannsóknarheildir sem hafa burði til að keppa við erlendar rannsóknarstofnanir í því alþjóðlega samkeppnisumhverfi sem rannsóknarstofnanirnar standa frammi fyrir engu síður en fyrirtækin.<BR><BR>Þær þrjár stoðir nýsköpunarumhverfis atvinnulífsins sem ég hef hér gert að umtalsefni, þ.e. fjármagnsmarkaðurinn, þverfagleg þekkingarmiðstöð atvinnulífsins og rannsóknarstofnanirnar mynda eina heild. Þekkingarmiðstöðinni verður best fyrir komið í sterku rannsóknarumhverfi og án greiðs aðgangs að þróunarfjármagni náum við skammt.<BR> <DIV align=center>V.<BR></DIV><BR>Vafalítið viljum við öll stuðla að öflugri atvinnuppbyggingu sem víðast um land. Þessi áhugi hefur leitt til þess að ósamstæður flokkur stofnana og fyrirtækja hefur haslað sér völl í atvinnuþróunarmálum. Sem dæmi má nefna Byggðastofnun, atvinnuráðgjafa, framfarafélög, iðnþróunarfélög, ráðuneyti og stofnanir. Í hnotskurn er vandamálið það að allt of margir eru að fást við atvinnuþróunar- og nýsköpunarstuðning með allt of litlum árangri. Starfsemi þessara aðila og fleiri, t.d. ferðamálafulltrúa og jafnvel landbúnaðarráðgjafa, vil ég sjá sameinaða sem mest til að ná fram sem sterkustum heildum á hverjum stað. Án þess munum við ekki ná þeim árangri sem við þörfnumst. <BR><BR>Til viðbótar því að styrkja þessar einingar þarf að gera enn betur með því að skapa atvinnuskrifstofunum á landsbyggðinni traust bakland. Það má gera með því að koma á samstarfi þeirra við rannsóknarstofnanir og háskóla. Ég get t.d. séð fyrir mér að sterk þekkingarmiðstöð hjá Iðntæknistofnun gæti gengt þar veigamiklu hlutverki með netsamstarfi við atvinnuskrifstofur landsbyggðarinnar. <BR><BR>Ágætu fundarmenn.<BR>Ég hef í þessum fáu orðum stiklað á stóru um þær áherslur sem ég hef lagt í nýsköpunar- og atvinnuþróunarmálum. Mér er fullljóst að þar er ég ekki einn örlagavaldur. Málefnið snertir fjöldamarga aðra þar á meðal önnur ráðuneyti. Það er engu að síður von mín að áður en langt um líður skapist víðtækari samstaða um þessi mál, - þó í upphafi væri ekki annað en að augu manna opnist fyrir því að hagsmunir atvinnulífsins eru ekki einkamál sem bundið er við einstakar atvinnugreinar.<BR><BR>Ég þakka áheyrnina.<BR><BR> <P></P>

1998-03-26 00:00:0026. mars 1998Rafræn viðskipti í verslun

<P> <P>Finnur Ingólfsson,<BR>Iðnaðar- og viðskiptaráðherra<BR><BR> <DIV align=center><B></B> </DIV> <DIV align=center>I.</DIV>Ágætu ráðstefnugestir. <BR>Það er deginum ljósara að örar framfarir í tölvu- og fjarskiptatækni munu gjörbreyta viðskiptaháttum okkar í komandi framtíð. Við Íslendingar höfum fylgst vel með þessum breytingum og höfum að flestra mati ekki verið eftirbátar annarra í innleiðingu nýrrar tækni sem nýtist atvinnulífinu. Ráðstefna Kaupmannasamtakanna hér í dag og sýningin um rafrænar lausnir í verslun eru svo sannarlega til vitnis um það. <BR><BR>Viðfangsefni ráðstefnunnar er margslungið, enda oft erfitt að sjá skóginn fyrir trjánum þegar rafræn viðskipti eru annars vegar. Þrátt fyrir að rafræn viðskipti hafi enn sem komið er aðeins stigið sín fyrstu spor hafa þau nú þegar markað veigamikil spor í alþjóðavæðingu viðskipta. Rafræn viðskipti hafa einnig haft umtalsverð áhrif á rekstur fyrirtækja með því að auðvelda þeim birgðahald, framleiðslustýringu og fjármálastjórnun svo dæmi séu tekin. Rafræn viðskipti eru því ekki aðeins viðbót við núgildandi viðskiptavenjur heldur gjörbreyting á öllu viðskiptalegu umhverfi fyrirtækja jafnt innan dyra sem út á við. <BR> <DIV align=center>II.</DIV>Fjölmörg vandamál eru enn í vegi rafrænna viðskipta. Meðal þessara vandamála sem huga þarf að eru samningsleg og fjármálaleg úrlausnarefni. Til glöggvunar má draga upp mynd af íslensku fyrirtæki sem hefur komist í samband við t.d. rússneskt fyrirtæki. Í upphafi þarf að yfirstíga þá hindrun sem er á milli þessara landa vegna gjörólíkra tungumála og glíma þarf við óvissu um gagnkvæman skilning á viðskiptavenjum hins landsins sem í mörgum tilfellum byggjast á ríkjandi hefð og eru óskrifaðar. Vilji fyrirtækin eiga viðskipti sín á milli, að varan verði pöntuð rafrænt, hún afhent rafrænt og greiðsla fari á sama hátt fram á rafrænan hátt, vakna nokkrar spurningar:<BR>· Á hvaða stigi er kominn á bindandi samningur milli fyrirtækjanna? <BR>· Hver er lagaleg staða slíks samnings? <BR>· Hver hefur lögsögu um samninginn? <BR>· Hvernig fer greiðslan fram og hvernig er móttaka hennar staðfest? <BR>· Hvaða skatta- og tollareglur gilda? <BR>· Hvernig er eftirliti með slíkum gjöldum háttað og hvernig eru þau innheimt?<BR><BR>Rafræn viðskipti um opin kerfi krefjast fyllsta öryggis fyrir gögnin, m.a. til að verja höfundarétt, verja þau gegn spellvirkjum og til að vernda trúnaðarmál, hvort sem þau eru viðskiptalegs eðlis eða snerta hagi einstaklinga. Slíkt öryggi er ekki hægt að tryggja á fullkominn hátt enn sem komið er.<BR><BR>Þótt vissulega hafi margt áunnist eru úrlausnarmálin sem glíma þarf við enn fjöldamörg. Staðan um þessar mundir er í grófum dráttum þannig að tæknilega er flest til staðar sem þarf fyrir stóraukin rafræn viðskipti. Aftur á móti er nokkuð í land með að samræma notkun tæknibúnaðar og ekki síður í því að ákveða hið lagalega umhverfi rafrænna viðskipta.<BR><BR>Netkerfi eru eðli sínu þannig að þau eru öllum opin. Því er lykilkatriði að tryggja öryggi þeirra gagna sem um netkerfin fara. Setja þarf reglur um verndun einkalífsins og um höfundarétt en hvortveggja er vandmeðfarnara á opinni netrás en ella væri. Jafnframt þarf að sporna gegn siðlausu efni og ólögmætri notkun netanna og skilgreina ábyrgð notenda.<BR><BR>Ég hef hallast að þeirri skoðun sem Clinton Bandaríkjaforseti setti fram í skýrslu sinni um rafræn viðskipti á seinasta ári. Þar lagði hann til að Internetið yrði einskonar fríverslunarsvæði, án tolla og hafta á viðskipti með rafrænar vörur og þjónustu. Jafnframt yrði það meginsjónarmið haft að leiðarljósi að þær reglur sem gilda í viðskiptum utan netsins skuli einnig gilda um viðskipti innan þess. Í þessu felst að eftir megni skuli forðast að setja sérstakar reglur um rafræn viðskipti enda leiddi slíkt til lítils annars en óeðlilegra viðskiptahátta og tafa á því að rafræn viðskipti þróist á farsælan hátt. Aftur á móti taki hinar almennu viðskiptareglur mið af því að rafræn viðskipti sé fullgildur viðskiptamáti til jafns við þær hefðbundnari.<BR> <DIV align=center>III.</DIV>Rafræn viðskipti spanna verksvið allra ráðuneytanna. Þau snerta verksvið iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis fyrst og fremst vegna banka- og verðbréfaviðskipta, hugverkaréttar, neytendaverndar og almennra hagsmuna atvinnulífsins. Ráðuneytið hefur verið að vinna að stefnumörkun um rafræn viðskipti í upplýsingasamfélaginu og hlutverk ráðuneytisins í því sambandi. Ýmsu sem snýr að þjónustu ráðuneytisins við almenning hefur nú þegar verið hrint í framkvæmd, svo sem að koma umsóknareyðublöðum er varða starfsleyfi ásamt viðeigandi laga- og reglugerðartilvísunum á gagnvirkan gagnagrunn. Jafnframt hafa öll rit ráðuneytisins verið sett á opinn gagnagrunn til skoðunar og afritunar án endurgjalds. <BR><BR>Önnur verkefni sem ráðuneytið hyggst beita sér fyrir snúa að ýmsum aðilum og mun ráðuneytið taka þau upp innan verkefnisstjórnar forsætisráðuneytisins um framkvæmd stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið. Hér má nefna tillögu um að upplýsingakerfi hins opinbera og aðgengi að þeim verði samhæfð og komið verði á innra neti stjórnarráðsins með sameiginlegum og sérstökum gagnagrunnum. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið mun jafnframt beita sér fyrir því að opinberar upplýsingar sem nýst geta atvinnulífinu og aukið samkeppnisfærni þess verði atvinnulífinu aðgengilegar á opnum upplýsingakerfum. <BR> <DIV align=center>IV.</DIV>Ágætu ráðstefnugestir. <BR>Ég vil í lok máls míns þakka Kaupmannasamtökunum fyrir að halda svo glæsilega ráðstefnu um rafræn viðskipti í verslun. Þetta er svo sannarlega tímabært framtak því rafræn viðskipti í verslun snertir okkur öll. Ég þakka fyrir. <BR><BR> <P></P>

1998-03-23 00:00:0023. mars 1998Ávarp á ársfundi Orkustofnunar

<P> <P><BR>Á undanförnum misserum hafa orðið mikil umskipti í orkumálum. Um miðjan síðasta áratug var því spáð að Blönduvirkjun yrði síðasta stórvirkjun þessarar aldar og því væri búið að rannsaka og undirbúa nýtingu orkulindanna langt fram á næstu öld. Þessir spádómar reyndust sem betur fer ekki réttir. Nýting orkulindanna á síðustu misserum hefur verið ein helsta forsenda þess að okkur hefur tekist að snúa vörn í sókn í atvinnumálum, efla hagvöxt og skapa skilyrði til bættra lífsskilyrða. Þessa sér glögglega stað í því að kaupmáttur heimilanna hefur aukist um nálega 20% frá árinu 1995.<BR><BR>Nú er rúmlega hálft ár liðið frá því að framleiðsla hófst í þriðja kerskála álverksmiðjunnar í Straumsvík. Allt bendir til þess að rekstur Norðuráls á Grundartanga hefjist í byrjun sumars og í síðustu viku tók stjórn Íslenska járnblendifélagsins lokaákvörðun um þriðja ofn verksmiðjunnar og munu framkvæmdir hefjast í næstu viku. Stefnt er að því að ofninn verði tekinn í notkun í október á næsta ári. Þessi verkefni munu kalla á aukna raforkuvinnslu sem nemur tæplega 2.250 GWh á ári og alls er gert ráð fyrir að raforkuvinnsla aukist um tæplega 2.700 GWh á ári milli áranna 1995 og 2000, eða um 54%. <BR>Það er nú ljóst að framkvæmdir við þessi iðjuver og tengd orkumannvirki sem hófust í lok ársins 1995 munu halda áfram fram á árið 2000 eða í rúm fjögur ár. Þessir áfangar eru stórir á íslenskan mælikvarða en eru tiltölulega litlir borið saman við t.d. álver sem hafa risið í Kanada, Suður-Afríku og Mið-austurlöndum á undanförnum árum. Framkvæmdir við iðjuverin hafa skarast lítilega, en þó þannig að það hefur ekki leitt til óheppilegrar samkeppni um vinnuafl og þennslu sem henni er samfara. Þegar er farið að huga að næstu skrefum í nýtingu orkulindanna eins og kunnugt er. Áhugi Norðuráls á því að stækka verksmiðju sína um 30.000 tonn er þekktur og líklegt er að ákvörðun um stækkun verði tekin fljótlega eftir að sá áfangi verksmiðjunnar sem nú er á lokastig er kominn í eðlilegan rekstur. Við mat á umhverfisáhrifum álversins og í starfsleyfi þess er miðað við 180 þúsund tonna framleiðslu. <BR>Íslenska magnesíumfélagið heldur aðalfund í þessari viku, en sem kunnugt er hefur félagið verið að leita að erlendum fjárfestum til að koma því verkefni til framkvæmda, þ.e. að reisa 50.000 tonna magnesíumverksmiðju á Reykjanesi. Íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun eru í samvinnu við Hydro Aluminium að kanna hagkvæmni heildarverkefnis, þ.e. frá vatni til útflutts áls. Of snemmt er að segja hvort það verkefni leiðir til framkvæmda. ÍSAL hefur starfsleyfi sem gefur fyrirtækinu rétt til að auka framleiðsluna um tæplega 40 þúsund tonn og mat á umhverfisáhrifum álversins miðaðist við 200 þúsund tonna framleiðslu á ári. Loks er gert ráð fyrir að síðar komi til frekari stækkun járnblendiverksmiðjunnar, en áður en ákvarðanir um það yrðu teknar þyrfti að sjálfsögðu að fara fram mat á umhverfisáhrifum. Auk þessa hafa fáeinir minni iðjukostir verið til skoðunar af ýmsum aðilum, svo sem verksmiðja til framleiðslu á polyoli, vetnisperoxíði og slípiefnum.<BR><BR>Ef ekki kemur til ný erlend fjárfesting á sviði orkufreks iðnaðar þegar þeim framkvæmdum lýkur sem nú eru í gangi, en það mun verða um aldómót, þá er hætta á að svipað ástand geti orðið í efnahags- og atvinnumálum og var á árunum 1991 til 1995. Það er því forgangsverkefni að tryggja áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífs á grundvelli okkar hreinu orkulinda.<BR><BR>Mér hefur orðið tíðrætt um framkvæmdir við iðjuverin. Þær framkvæmdir byggja að sjálfsögðu á miklum orkulindum sem hagkvæmt er að virkja og hagnýtingu þeirra fylgir engin eða óveruleg losun gróðurhúsalofttegunda. Til þess að mæta orkuþörf iðjuveranna hefur verið ráðist í ýmsar framkvæmdir á Þjórsár-Tungaársvæðinu, hækkun stíflu við Blöndu, stækkun Kröfluvirkjunar og raforkuver við Nesjavelli. Með þessum framkvæmdum hafa verið nýttir flestir þeir virkjunarkostir sem voru á lokastigi undirbúnings og heimildir lágu fyrir um. Það er því ljóst að efla verður undirbúnings- og hönnunarrannsóknir vegna nýrra orkuvera, ella er hætt við að ekki verði unnt að mæta orkuþörf þeirra iðjuvera sem kunna að vera á næsta leyti. Það er ljóst að erlendir sem innlendir fjárfestar ganga ekki til samninga um orkukaup langt fram í tímann, og orkuver þyrftu að geta hafið rekstur um leið og iðjuverin eru tilbúin. Þetta þýðir í raun að orkuframkvæmir þyrftu að geta hafist a.m.k. ári á undan framkvæmdum við iðjuverin, þar sem framkvæmdatími iðjuveranna er skemmri. Slíkt kallar á að hægt sé að bjóða út framkvæmdir við virkjanir um leið og gengið hefur verið frá samningum. Við vorum í þessari stöðu þegar samningar um stækkun Ísal tókust, en við höfum gengið verulega á tankana og þá verður að fara að fylla að nýju.<BR><BR>Síðastliðið haust lagði ég fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um framtíðarskipan raforkumála. Meginmarkmið tillögunnar eru:<BR><BR>· Að auka samkeppni í orkugeiranum,<BR>· að skapa möguleika til frekari jöfnunar orkuverðs,<BR>· að auka skilvirkni í orkugeiranum og<BR>· að auka sjálfstæði orkufyrirtækja og ábyrgð stjórnenda.<BR><BR>Tillagan miðar að því að sköpuð verði skilyrði til aukinnar samkeppni í vinnslu og sölu raforku og aukinnar skilvirkni í greininni, með öðrum orðum að komið verði á markaðsbúskap í raforkumálum. Ég geri mér vonir um að tillagan hljóti stuðning þingsins og verður þá hafinn frekari undirbúningur á að koma á nýrri skipan. Þetta er mikið og tímafrekt verkefni. Mikilvægt er að taka eðlilegt tillit til stöðu fyrirtækjanna nú og ætla þeim hæfilegan tíma til að laga sig að breyttum aðstæðum. Sömuleiðis mega breytingarnar ekki hafa í för með sér minna öryggi í orkuafhendingu og að sjálfsögðu verður að taka tillit til umhverfismála. Eitt mikilvægasta verkefnið verður að tryggja að nægur hvati verði í hinni breyttu skipan til þess að stundaðar verði nauðsynlegar orkurannsóknir og undirbúningi virkjana sé sinnt. Í því efni vænti ég góðs stuðnings frá Orkustofnun. Umsagnir um tillöguna hafa almennt verið jákvæðar, þó er það auðvitað þannig að þeir sem hafa hagsmuna að gæta hafa fyrirvara við breytingar á sínu sviði um leið og þeir vilja breytingar á öðrum og auðvitað eru skiptar skoðanir um hve hratt skuli gengið til verks. Ég tel þýðingarmikið að tillagan verði samþykkt og að skipuleg vinna geti hafist um hvernig skynsamlegast og þjóðhagslega hagkvæmast verði að koma á markaðsbúskap í raforkumálum. <BR><BR>Ég hef sömuleiðis lagt fram frumvarp til laga um eignarhald og nýtingu auðlinda í jörðu. Í frumvarpinu er miðað við að reglur um nýtingu auðlinda í jörðu, jarðhita, grunnvatns og jarðefna verði samræmdar, undanskilin er þó nýting jarðhita til raforkuvinnslu. Stefnt er að því að reglur um þá nýtingu sem og vatnorkunnar verði sett í raforkulög. Nái frumvarpið fram að ganga verða sett heildstæð lög um nýtingu aulinda í jörðu og sköpuð samræmd skilyrði til nýtingar þeirra. Í frumvarpinu er miðað við að eignarréttur eins og hann hefur verið viðurkenndur í réttarframkvæmd síðari ára verði staðfestur en um leið að nýting auðlindanna verði auðvelduð og forræði ráðherra aukið. Þannig geti ráðherra veitt rannsóknar- og nýtingarleyfi og landeigandi geti ekki staðið gegn rannsóknum og nýtingu. Þetta er afar mikilvægt til að unnt sé að nýta þessar auðlindir með skilvirkum hætti.<BR><BR>Í frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir að ráðherra geti látið rannsaka auðlindir hvar sem er á landinu. Sömuleiðis getur ráðherra heimilað öðrum aðilum að rannsaka og leita að auðlindum í jörðu og skal hann þá veita til þess svokölluð rannsóknarleyfi. Í rannsóknarleyfum getur ráðherra veitt fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi í allt að tvö ár að gildistíma rannsóknarleyfis er lokið. Samkvæmt frumvarpinu verður nýting auðlinda í jörðu því háð leyfi ráðherra óháð því hvort um eignarlönd eða þjóðlendur er að ræða. <BR><BR>Í frumvarpinu er ennfremur gert ráð fyrir að Orkustofnun annist eftirlit með leitar- og vinnslusvæðum jarðefna, jarðhitasvæðum og vinnslusvæðum grunnvatns, þegar iðnaðarráðherra hefur veitt leyfi til rannsóknar eða nýtingar. Sömuleiðis að landeigendur sendi Orkustofnun upplýsingar um rannsóknir á þeirra vegum. Gögn um rannsóknir, leit og nýtingu verði varðveittar á Orkustofnun. Með frumvarpinu verða Orkustofnun þannig falin ný verkefni, utan orkusviðsins hvað varðar jarðefni og grunnvatn. Ég vonast til að þetta stuðli að því að orkumálasvið Orkustofnunar eflist.<BR><BR>Eins og ég hef þegar komið inná er mikilvægt að tryggja að ný skipan raforkumála feli í sér nauðsynlegan hvata til rannsókna á orkulindunum og undirbúnings virkjana til þess að mæta aukinni raforkuþörf. Ein leiðin sem til greina kemur í því efni er að fara svipaða leið og farin er í frumvarpinu um auðlindir í jörðu, þ.e. að veita rannsóknar- og leitarleyfi og að leyfishafi fái forgang að nýtingarleyfi ef rannsóknir sýna að um góðan virkjunarkost er að ræða, sem fallist er á að loknu mati á umhverfisáhrifum. Önnur leið gæti verið að veita einkaaðilum, t.d. fjárfestum sem vilja ávaxta fé til langs tíma, leyfi til rannsókna, sem þeir gætu síðar selt þeim sem áhuga hefðu á að nýta sér rannsóknirnar. Óháð því hvaða leið verður farin í þessu efni verður að tryggja nauðsynlegan undirbúning að nýjum virkjunum til þess að við getum haldið áfram að nýta orkulindirnar til atvinnusköpunar. <BR><BR>Ég vil nú víkja nokkrum orðum að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar en aðildarríkjaþing samningsins var sem kunnugt er haldið var í Kyoto í desember síðastliðinn. Í niðurstöðum þingsins er sérstaða Íslands staðfest. <BR><BR>Sérstöðu Íslands má fyrst og fremst rekja til þess mikla árangurs sem náðist á 8. og 9. áratugnum í að nýta jarðhita og vatnsorku í stað olíu. Sá árangur kemur m.a. fram í því að hlutur endurnýjanlegra orklinda í orkubúskapnum er hærri hér en hjá nokkurri annarri þjóð. Hér á landi er hlutur losunar gróðurhúsalofttegunda vegna raforkuvinnslu nánast engin og sama á við um jarðhitann sem notaður er til húshitunar. Orkuvinnslan hér á landi er því hreinni en hjá öðrum þjóðum. Það er fyrst og fremst þess vegna sem Ísland fékk hærri hlutfallstölu fyrir losun í Kyotobókuninni, en önnur iðnríki og ríki Austur-Evrópu. Ég nefni í þessu sambandi að ef einungis er miðað við almenna raforkunotkun á árinu 1995, þ.e. allri stóriðju sleppt, hefði losun okkar verið um 57% hærri ef raforkuvinnsla okkar hefði fylgt sama losun og í Þýskalandi. Sambærileg tala ef miðað er við Danmörku er 68%. Orkustofnun hefur reiknað út að aðgerðir til að draga úr hlut olíu í húshitun á 8. og 9. áratugnum svari til um 40% lækkunar í losun miðað við árið 1990. Þessar tölur lýsa vel sérstöðu okkar. Á orkusviðinu höfum við náð hámarksárangri í að draga úr losun, en á því sviði ætla aðrar þjóðir að ná mestum árangri á næstu árum.<BR><BR>En við höfum líka þá sérstöðu að eiga miklar endurnýjanlegar orkulindir sem hafa einungis verið nýttar að litlu leyti. Viðurkennt er, m.a. í Kyotobókuninni, að mikilvægt sé að hagnýta þessar orkulindir til að sporna gegn hugsanlegum loftslagsbreytingum. Ísland er hins vegar í þeirri einkennilegu stöðu að sú nýting sem er nærtækust, þ.e. til orkufrek stóriðja myndi leiða til aukinna losunar gróðurhúsalofttegunda, vegna efnaferla við sjálfa framleiðsluna. Sú losun á sér að sjálfsögðu stað hvar sem framleiðslan fer fram og því ætti auðvitað að stuðla að því að hún fari fram þar sem endurnýjanlegar orkulindir eru tiltækar og heildarlosun minnst. Annað er rökleysa og andstætt samningnum um lofstlagsbreytingar. Útfærsla á íslenska ákvæðinu sem samþykkt var í Kyoto þarf að tryggja að slík nýting verði ekki takmörkuð. Þetta er eitt mesta hagmunamál íslensku þjóðarinnar um þessar mundir og eitt helsta viðfangsefni stjórnvalda. Við megum ekki setja okkur í heimatilbúna fjötra sem ógna myndu efnahagslegri og félagslegri framþróun þjóðarinnar með ófyrirséðum afleiðingum, enda væri slíkt í andstöðu við markmið rammasamningsins. <BR><BR>Nú er liðið rúmlega ár frá því að starfsemi Orkustofnunar var skipt í rekstrareiningar sem eiga að vera fjárhagslega sjálfstæðar. Tekjur rannsóknasviðsins og vatnamælinga eiga að standa undir öllum kostnaði sem starfseminni er samfara, m.a. með kaupum orkumálasviðs stofnunarinnar á þjónustu. Þessar breytingar voru m.a. gerðar til þess að aðgreina samkeppnisrekstur í starfsemi stofnunarinnar frá öðrum rekstri í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Þessi nýskipan er lengra komin á stofnuninni en hjá flestum ríkisstofnunum. Sú reynsla sem fengin er af breytingunni virðist almennt vera góð, þó auðvitað komi eitthvað upp sem betur má fara. Á það hefur verið bent af forráðamönnum stofnunarinnar að á sumum sviðum búi rannsóknasviðið við lakari samkeppnisstöðu en einkafyrirtæki, t.d. í sambandi við endurgreiðslu virðisaukaskatts. Það þarf að lagfæra. Ég vil þakka gott samstarf við stofnunina við að koma þessum skipulagsbreytingum til framkvæmda.<BR><BR>Nú er unnið að gerð árangursstjórnunarsamnings við Orkustofnun eins og aðrar ríkisstofnanir. Í samningnum munu koma fram þær megináherslur sem ráðuneytið hefur í starfsemi stofnunarinnar. Meðal þess sem væntanlega verður lögð aukin áhersla á eru almennar orkubúskaparrannsóknir, upplýsingasöfnun um hagkvæma orkunotkun og útgáfumál. Í því sambandi er ánægjulegt að ritið Orkumál er farið að koma út að nýju. Sömuleiðis verður lögð áhersla á að rannsóknir á orkulindunum miði að nýtingu þeirra til að efla atvinnu og stuðla að nýsköpun. Ennfremur verður stofnuninni væntanlega falið að vinna að endurmati á orkulindum landsins, m.a. með tilliti til umhverfisverndar.<BR><BR>Ég vil að lokum nota þetta tækifæri og þakka starfsmönnum Orkustofnunar fyrir gott og ánægjulegt samstarf á liðnu ári.<BR></P>

1998-03-22 00:00:0022. mars 1998Grein í MBL, 22. mars 1998: Fjölþjóðlegur fjárfestingarsáttmáli

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P><BR><BR>Það er mér mikilvægt að fá tilefni til þess að gera grein fyrir stöðu samningaviðræðna sem nú standa yfir um hinn fjölþjóðlega fjárfestingarsáttmála, MAI (Multilateral Agreement on Investment). Ég vil þakka Steingrími J. Sigfússyni, alþingismanni, fyrir að hafa opnað umræðuna á opinberum vettvangi hér í Morgunblaðinu og vona ég að grein þessi muni svara spurningum hans um þátttöku Íslands í samningaferlinu.<BR><BR><B>Forsaga </B><BR>Mál þetta á sér nokkra forsögu því allt frá 1991 hefur verið unnið að undirbúningi fjölþjóðlegs fjárfestingarsáttmála á vettvangi OECD sem fæli í sér aukið frelsi í alþjóðlegri fjárfestingu, örugga fjárfestingarvernd og virka lausn deilumála er kynnu að koma upp á milli aðildaríkja eða aðildaríkis og einstakra fjárfesta. <BR>Hinar eiginlegu viðræður hófust í maí 1995 samkvæmt ákvörðun ráðherraráðs OECD og er MAI ætlað að skapa víðtækan ramma utan um alþjóðlegar fjárfestingar. Þó sáttmálinn sé unninn á vettvangi OECD er mikilvægi hans ekki síst fólgið í því að ríki utan OECD geta orðið aðilar að honum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einnig er Evrópusambandið aðili að samningnum.<BR>Viðskiptaráðuneytið hefur tekið þátt í viðræðunum frá upphafi í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Nefnd ráðuneytisstjóra hefur verið samningamönnum til ráðuneytis, auk þess sem sérfræðingar hinna ýmsu ráðuneyta hafa komið að málinu eftir þörfum.<BR><BR><B>Tilgangur sáttmálans</B><BR>Gildi sáttmálans er sérstaklega mikið fyrir smáríki eins og Ísland sem ekki er í sömu aðstöðu og viðskiptastórveldi sem geta beitt hernaðarmætti eða umfangsmiklum fjárfestingarhvötum í samskiptum sínum við önnur ríki eða til þess að laða hingað fjárfesta. <BR>Sáttmálinn er íslenskum fjárfestum hvatning til sóknar erlendis og mun fjárfesting erlendis skapa störf hér innanlands. Þá geta erlendir fjárfestar gengið að því sem vísu að hagsmunum þeirra hér á landi sé borgið vegna aðildar Íslands að MAI og ætti það að auka hlut þeirra í fjárfestingum hér á landi.<BR>Sáttmálinn mun sérstaklega koma litlum og meðalstórum fyrirtækjum til góða. Fjölþjóðleg risafyrirtæki ráða yfir þeim fjármunum og mannafla að þau geta á eigin vegum staðið í beinum samningaviðræðum við stjórnvöld um allan heim; MAI skiptir þau engum sköpum. Sáttmálinn mun því sem næst leysa af hólmi, eða gera óþarfa, tvíhliða fjárfestingarsamninga í framtíðinni. Slíkt leiðir til sparnaðar þegar til lengri tíma er litið.<BR>Tryggt verður forræði á náttúruauðlindum og ekki verður hróflað við þeim fullveldisrétti landsins að setja reglur sem tryggi skynsamlega nýtingu og umgengni um náttúru landsins enda gildi þær reglur jafnt um innlenda sem erlenda aðila. Af hálfu stjórnvalda hefur verið lögð á það áhersla að standa vörð um rétt okkar við stjórnun fiskveiðiauðlinda og rétt til takmarkana á fjárfestingum erlendra fjárfesta í sjávarútvegi og fiskvinnslu.<BR><BR><BR><B>Meginákvæði MAI</B> <BR><BR><B>1. Áhrif á fjárfesta og fjárfestingar</B><BR>Kjarni sáttmálans er að fjárfestum er tryggður sambærilegur réttur og innlendum fjárfestum í viðkomandi aðildarríki, auk þess sem meginreglan er að fjárfestum er tryggður sambærilegur réttur og aðrir fjárfestar hafa samkvæmt alþjóðasamningum sem viðkomandi ríki er aðili að. Jafnframt er í samningnum ákvæði er varða lykilstarfsmenn í fyrirtækjum, einkavæðingu, einokunarfyrirtæki, skilyrðingu fjárfestinga og fjárfestingarhvata.<BR>Upphafsákvæði sáttmálans fela í sér að aðilar taki fullt tillit til alþjóðlegra skuldbindinga á sviði umhverfisverndar og verður aðildarríkjunum óheimilt að slaka á umhverfisstöðlum til þess að laða til sín erlenda fjárfesta. Fulltrúar viðskiptaráðuneytis hafa lagt mikla áherslu á að möguleikar aðildarríkja á beitingu fjárfestingarhvata verði takmarkaðir. Beiting þeirra til að laða að erlenda fjárfesta gæti skaðað möguleika aðildarlanda eins og Íslands til þess að njóta þess samkeppnisforskots sem t.d. náttúruauðlindir eða mannauður annars gefa. <BR><BR><B>2. Fjárfestingarvernd </B><BR>Í MAI er að finna ítarleg ákvæði um fjárfestingarvernd þar sem m.a. er fjallað um skilgreiningu á eignarnámi, skilyrði til eignarnáms, virðingu og málsskot, bætur, svo sem um útreikning, vexti á ógreiddar bætur, gjaldmiðil bótagreiðslna, gengi og yfirfærslurétt. Þá eru ákvæði um frjálsan flutning fjármagns sem tengist fjárfestingum. Einnig eru tryggð réttindi sem aðildarlönd hafa öðlast samkvæmt öðrum samningum. Þá er kveðið á um að ríki geti tekið yfir kröfur fjárfesta gagnvart öðru aðildarríki.<BR><BR><B>3. Lausn deilumála </B><BR>Í MAI er gert ráð fyrir að kveðið verði á um lausn deilumála sem upp geta komið á milli aðildarríkja, en auk þess geta einstakir fjárfestar verið aðilar að deilumáli gagnvart aðildarríki. Fjallað verður um hvernig farið verður með slíkar deilur, þ.e. sáttaumleitanir, gerðardóma, kröfugerð, fullnustu úrskurða og tengd atriði. <BR><BR><B>4. Fyrirvarar </B><BR>Óraunhæft er að ætla að aðildarríki geti fyrirvaralaust tekið á sig allar skuldbindingar MAI. Því verður að heimila aðildarríkjunum að setja fyrirvara við viss ákvæði sáttmálans. Umræðum um þennan þátt hans er ekki lokið en gera má ráð fyrir þeim sveigjanleika að ekki verði vandkvæðum bundið fyrir Ísland að gerast aðili að honum. Aðildarlönd samningaviðræðnanna hafa þegar lagt inn bráðabirgðafyrirvara við einstök ákvæði samningsdraganna. Drög að fyrirvörum Íslands hafa verið samþykkt í ríkisstjórn. Þar er gert ráð fyrir fyrirvörum við fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi, fiskvinnslu, fasteignum, flugrekstri svo og orkufyrirtækjum. Þá hefur því einnig verið lýst yfir að Ísland áskilji sér rétt til þess að endurskoða fyrirvara sína þegar endanlegur samningstexti liggur fyrir.<BR><BR><B>5. Undanþágur </B><BR>Samningamenn eru sammála um að undanþiggja þurfi viss atriði gildissviði MAI. Má þar nefna aðgerðir sem aðildarríki kunni að þurfa að grípa til á stríðstímum. Nokkur aðildarríkjanna hafa einnig óskað eftir því að þau megi ganga gegn ákvæðum MAI á grundvelli allsherjarreglu svo og að fjárfestingar í menningargeiranum skuli vera undanþegnar ákvæðunum. Eins og fyrr er vikið að hefur Ísland lagt áherslu á sjálfsákvörðunarrétt að því er varðar nýtingu náttúruauðlinda. <BR><BR><B>6. Samspil við aðra alþjóðasamninga</B><BR>Á vettvangi OECD eru ýmsir sáttmálar og samþykktir sem tengjast hinum fjölþjóðlega fjárfestingarsáttmála og fjallar þessi hluti um samspil skuldbindinga samkvæmt MAI og þessara samninga, sérstaklega ef ákvæði stangast á. <BR>Má þar nefna gjaldeyrissamþykktir OECD sem eru bindandi fyrir aðildarlöndin. Aðrar samþykktir sem ekki eru bindandi eru t.d. jafngildissamþykktin og leiðbeiningareglur fyrir fjölþjóðafyrirtæki. Aðrir samningar utan OECD eru t.d. gagnkvæmir fjárfestingarsamningar, gagnkvæmir samningar í skattamálum (tvísköttunarsamningar), ýmsir svæðisbundnir samningar (t.d. NAFTA, EES), samningar á sérsviðum (t.d. Energy Charter Treaty) og síðast en ekki síst hinir ýmsu samningar sem tengjast Alþjóðaviðskiptastofnuninni.<BR><BR><B>Lokaorð</B><BR>Eins og í öðrum samningaviðræðum hafa verið skiptar skoðanir um nokkur atriði samningstextans. Því hafa verið lagðar fram fjölmargar textatillögur sem aðildarlöndin hafa ekki viljað að yrðu gerð opinber fyrr en nokkur sátt væri um texta. Íslensk stjórnvöld, eins og aðrir samningsaðilar, hafa tekið fullt tillit til þessara óska. Aðildarríkin hafa einnig óskað eftir því að fyrirvarar þeirra við einstök ákvæði samningsdraganna yrðu ekki gerðir opinberir fyrr en endanlegur samningstexti lægi fyrir.<BR>Að öðru leyti er ekki hægt að segja að sérstök leynd hafi ríkt um samningaviðræðurnar. Nefna má að samningurinn hefur verið kynntur fyrir stjórnvöldum um allan heim sem standa utan viðræðnanna. Þannig hafa verið haldnar kynningar í Seul í Suður-Kóreu fyrir lönd Asíu, í Kairó fyrir lönd Mið-Asíu og Afríku, í Brasilíu fyrir lönd latnesku Ameríku og í Riga fyrir lönd Mið- og Austur Evrópu. Kynningarfundir hafa verið haldnir með fulltrúum alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga (TUAC) og atvinnurekenda (BIAC) í OECD-löndunum, svo og með fulltrúum umhverfissamtaka og þeirra er láta sig þróunarmál varða. OECD hefur einnig gefið út bækling um samningaviðræðurnar, auk fréttatilkynninga, að ónefndri þeirri umfjöllun sem samningaviðræðurnar hafa fengið á Internetinu.<BR>Hér á landi hafa samningsdrög verið kynnt fyrir Samtökum iðnaðarins og fyrir fulltrúum hagsmunaaðila í sjávarútvegi.<BR>Í upphafi var stefnt að því að ljúka samningaferlinu í maí 1997. Ljóst var fljótlega að þau tímamörk voru of þröng og var fresturinn framlengdur til vors 1998. Mörg atriði eru þó enn óútkljáð og má því vænta að enn verði frestur samningamanna til að ljúka samningaviðræðum framlengdur.<BR><BR><BR></P>

1998-03-04 00:00:0004. mars 1998Ræða á aðalfundi Sambands ísl. tryggingafélaga, 4. mars 1998.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P><BR><B>I. Inngangur</B><BR><BR>Kæru fundargestir.<BR><BR>Ég vil byrja á því að þakka stjórn Sambands íslenskra tryggingafélaga fyrir þann heiður að fá að ávarpa aðalfund sambandsins.<BR><BR>Fjármálaþjónusta og þar með talin vátryggingastarfsemi stendur á tímamótum. Aukið þjónustuframboð og lægri tilkostnaður munu fara saman sem mikilvægustu þættirnir til þess að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs í framtíðinni.<BR><BR>Því er brýnt að gott samstarf sé á milli stjórnvalda og atvinnulífs varðandi þróun íslensks fjármálamarkaðar sem taki mið af því sem best gerist í samfélagi þjóðanna.<BR><BR>Alþjóðasamtök og –stofnanir hafa á undanförnum misserum hælt efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og lofað þann góða árangur sem hún hefur náð. Hækkandi lánshæfismat íslenska ríkisins ber til dæmis efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar gott vitni. En það er ekki síður athyglisvert að skoða hvað betur má fara. <BR><BR>Hin viðamikla árlega athugun um samkeppnishæfni þjóða, World Competitiveness Report, gefur til kynna að staða okkar er að styrkjast. Á síðasta ári lentum við í 21. sæti af 46 þjóðum og hækkuðum um fjögur sæti frá árinu á undan. Á þremur sviðum erum við í fremstu röð: <BR>· Efnahagslegur styrkleiki þjóðarinnar er mikill, <BR>· innviðir þjóðfélagsins eru mjög traustir og <BR>· mannauður með því besta sem gerist.<BR><BR>Á þremur öðrum sviðum stöndum við hins vegar ver að vígi í samanburði við aðrar þjóðir, það er á sviði: <BR>· Alþjóðavæðingar efnahagslífsins, <BR>· fjármálaþjónustu og <BR>· á vísinda- og tæknisviði eigum við að geta gert betur. <BR><BR>Íslenskt efnahagslíf hefur tekið algjörum stakkaskiptum á undanförnum árum eins og þeir vita sem starfa á fjármagnsmarkaði. Á fyrri hluta þessa áratugar var fjárfesting hættulega lítil, erlend fjárfesting engin, fjárlagahalli viðvarandi, vextir að sliga fyrirtæki og atvinnuleysi óx stöðugt. <BR>Engu þessu er til að dreifa núna, enda hefur staða okkar í alþjóðlegu samhengi batnað um heil 18 sæti, eða úr 25. sæti í það 7. Við búum við lága verðbólgu samfara miklum hagvexti, jafnvægi í ríkisbúskapnum, aukin kaupmátt launa, vaxandi fjárfestingu, lækkandi vexti og minnkandi atvinnuleysi. Það sem er meira um vert er að við sjáum fram á að búa við hagstætt umhverfi næstu árin án þess að komi til meiriháttar átaka á vinnumarkaði. Nú getum við skapað enn betri grunn fyrir framtíðarkynslóðir, byggt upp nýjar stoðir í efnahagslífinu, aukið samkeppni, greitt niður erlendar skuldir og aukið sparnað þjóðarinnar.<BR><BR>Annar styrkleiki okkar eru innviðir þjóðfélagsins. Sterk staða okkar skýrist fyrst og fremst af gnægð náttúrulegrar orku í vatnsafli og jarðhita. Einnig eru fjarskipti og samgöngur í fararbroddi og tölvueign og tölvulæsi með því besta sem þekkist. <BR>Ég hef trú á að staða okkar eigi enn eftir að batna. Sú stefna sem ríkisstjórnin markaði að Íslendingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar er mjög mikilvæg. Nú er unnið gott og markvisst starf við að koma þessari stefnu í framkvæmd. Ljóst má þó vera að markmiðinu verður ekki náð nema með fulltyngi atvinnulífsins og almennings. <BR><BR>Eins og ég vék að hér áðan er mannauður talinn einn af þremur helstu styrkleikum okkar Íslendinga. Það kemur reyndar ekki á óvart því við erum ofarlega á blaði í öllum könnunum þegar mannauður er metinn. Þó hann sé vandmetinn má ekki vanmeta hann. Það er mikilvægt að hafa hugfast að mannauðurinn er forsenda þess að við náum árangri á öðrum sviðum í þekkingarþjóðfélaginu. <BR><BR>Þegar mannauðurinn er metinn hafa atriði eins og lífsgæði, viðhorf og gildismat fólks, atvinnustig og minnkandi atvinnuleysi sterka stöðu, en með samstilltu átaki hefur tekist að auka atvinnu verulega samhliða því að draga úr atvinnuleysi. Hér hefur tekist betur til en margir þorðu að vona. Það þótti á sínum tíma djarft að ætla að draga svo hratt úr atvinnuleysinu að skilyrði fyrir 12 þúsund nýjum störfum til aldamóta yrðu sköpuð. Allt bendir til að það muni takast og gott betur.<BR><BR>Unnið er markvisst að því að auka fjölbreytni íslensks atvinnulífs. Aukin fjölbreytni dregur úr sveiflum í þjóðarbúskapnum og eflir lánshæfismat. Stefnt er að því að árið 2005 verði vægi sjávarafurða í útflutningi komið niður í 36% úr 51% eins og var árið 1995. <BR><BR><BR><B>II. Breyting á ytra umhverfi fjármagnsmarkaðar.</B><BR><BR><TT>Á nýliðnum árum hafa verið stigin stór skref í alþjóðavæðingu atvinnulífs. Hér skiptir sköpum að erlend fjárfesting hefur aukist verulega bæði í atvinnurekstri og í verðbréfaviðskiptum. &nbsp;Brýnt er þó að auka tækifæri fyrir erlenda fjárfesta, meðal annars með því að gera verðbréfaviðskipti aðgengilegri og auka heimildir þeirra til beinna fjárfestinga.</TT><BR><BR>Í því má nefna mikla möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu, líftækni, fiskeldi og annarri sérhæfðri matvælaframleiðslu, smærri iðnferlum sem samnýta gufu og rafmagn og hugbúnaði svo fátt eitt sé nefnt. <BR><BR><TT>Hin hliðin á alþjóðavæðingunni er aukinn útflutningur og fjárfestingar Íslendinga erlendis. Þar hef ég beitt mér fyrir margvíslegum aðgerðum. Í fyrsta lagi er Nýsköpunarsjóðnum ætlað stórt hlutverk við fjárfestingar íslenskra aðila erlendis en það er eitt af þremur meginverkefnum sjóðsins. Í öðru lagi tekur viðskiptaráðuneytið þátt fyrir Íslands hönd í samningaviðræðum OECD um fjölþjóðlegan fjárfestingarsáttmála, eins og ég mun víkja nánar að hér á eftir. Í þriðja lagi hef ég beitt mér fyrir að hafin verði vinna við að endurskoða skattamál íslenskra fyrirtækja sem starfa erlendis þannig að heimflutningur hagnaðar verði auðveldari en nú er. Það tel ég að sé lykilatriði varðandi fjárfestingar erlendis. </TT><BR><BR>Ég vil hér víkja nánar að tveimur þáttum í ytra umhverfi okkar sem ég tel að komi til með að skipta miklu fyrir þróun íslensks atvinnulífs á næstu misserum, þar á meðal íslenskra fjármálafyrirtækja.<BR><BR>Fyrra atriðið er aðild okkar að GATS (General Agreement on Trade in Services). Í desember s.l. lauk viðræðum um hinn almenna samning um þjónustuviðskipti, eins og heiti hans er á íslensku, á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Genf og tekur hann gildi þann 1. mars á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar nemur umfang milliríkjaviðskipta þeirra er samningurinn tekur til 18.000 milljörðum dollara í verðbréfaviðskiptum, 38.000 milljörðum dollara í alþjóðlegum bankalánum og 2.500 milljörðum dollara í vátryggingaiðgjöldum. Samningaviðræðurnar sem hófust í Uruguay árið 1986 hafa, ásamt þátttöku Íslands í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, gefið íslenskum stjórnvöldum tilefni og tækifæri til þess að hefja aðlögun íslensks fjármálamarkaðar að alþjóðlegum fjármálamarkaði. <BR><BR>Ekki er að vænta að GATS-samningurinn einn út af fyrir sig breyti miklu fyrir innlend fyrirtæki á fjármagnsmarkaði. Skuldbindingar Íslands gagnvart honum taka mið af gildandi löggjöf hér á landi og kalla því ekki á neinar breytingar á henni. Samningurinn opnar fyrst og fremst markaði í Asíu og latnesku Ameríku þar sem í gildi hafa verið miklar hömlur gagnvart erlendum þjónustuveitendum á þessu sviði. <BR><BR>Segja má að aðal ávinningur samningsins sé sá að hann setur samræmdan grunn að frekara afnámi hafta á fjármálasviðinu, en gert er ráð fyrir að næsta lota samningaviðræðna um víðtækari opnun markaða hefjist árið 2.000.<BR><BR>Það að tekist skyldi að ljúka samningaviðræðunum mitt í fjármálakreppunni í Asíu er kannski öruggasta vísbendingin um að alþjóðavæðing fjármálamarkaðarins verður ekki stöðvuð.<BR><BR>Hitt atriðið sem ég vil nefna er aðild okkar að fjölþjóðlegum fjárfestingarsamningi sem nú er í undirbúningi á vettvangi Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París, eða OECD eins og hún er almennt nefnd. Embættismenn úr viðskiptaráðuneytinu hafa tekið þátt í samningaferlinu fyrir Íslands hönd og er reiknað með að brátt fari að draga að lokum viðræðnanna.<BR><BR>Þótt sá samningur fjalli um mun víðtækara svið en fjármálaþjónustu þá fer ekki hjá því að áhrif hans kunna að verða veruleg á þá atvinnugrein. Meðal þátttakenda í viðræðunum eru öll helstu iðnríki heims; ríki sem hafa yfir að ráða reynslu og getu til fjárfestinga í flestum geirum atvinnulífsins.<BR><BR>Samningurinn gerir ráð fyrir að fjárfestum frá aðildarríkjunum verði frjálst að setja á stofn hvers konar atvinnurekstur í öðrum aðildarríkjum samningsins nema þar sem ríkin gera sérstaka fyrirvara. Skulu erlendir fjárfestar í þessu skyni njóta sömu réttinda og innlendir.<BR><BR>Það er ljóst að samningurinn skiptir engum sköpum fyrir fjölþjóðleg risafyrirtæki. Þau hafa yfir að ráða þeim mannafla og fjármunum að þau geta á eigin vegum staðið í samningaviðræðum við stjórnvöld um allan heim til þess að tryggja fjárfestingar sínar. Samningurinn mun sérstaklega koma litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hyggja á landvinninga til góða. Hann ætti því að verða íslenskum fjárfestum erlendis kærkominn svo og þeim minni- eða meðalstóru fjárfestum sem kunna að hafa áhuga á fjárfestingum hér á landi. <BR><BR>Samningurinn verður smáríkjum eins og Íslandi mikilvægur vegna þess að hann setur Ísland á kortið sem fjárfestingarvalkost, en dýrt er að halda úti öflugu kynningarstarfi. Það er því vonast til að hann komi til með að auka áhuga erlendra fjárfesta á valkostum hér. Þá má nefna að smæð landsins gerir það að verkum að við getum ekki beitt neina viðskiptaþvingunum ef við teljum brotið á fjárfestum okkar erlendis. Samningurinn mun innihalda virka vernd fyrir fjárfesta og tryggja að deilur sem upp kunna að koma verði leystar af viðurkenndum alþjóðlegum gerðardómum.<BR><BR>Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt bráðabirgðafyrirvara Íslands við ákvæði samningsins. Í fyrirvörum Íslands er gert ráð fyrir að fjárfestingar í sjávarútvegi og fiskvinnslu verði áfram takmarkaðar, svo og í flugrekstri, fasteignum og orkufyrirtækjum. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að fjárfestingar þegna aðildarríkja lúti sömu ákvæðum og fer um þegna ríkja Evrópska efnahagssvæðisins.<BR><BR>Þessi þróun er færir okkur enn heim sanninn um að við erum hluti af alþjóðlegum markaði, þar með töldum markaði í fjármálaþjónustu. Hindranir í vegi erlendra fjármálafyrirtækja til að bjóða þjónustu hér á landi í samkeppni við innlenda aðila eru að hverfa. Þetta verða íslensk fjármálafyrirtæki, bankar, vátryggingafélög sem og önnur fyrirtæki á fjármagnsmarkaði, að hafa í huga við alla stefnumótun til framtíðar. Aðgerðir stjórnvalda varðandi sameiningu fjárfestingarlánasjóða og hlutafélagavæðingu ríkisviðskiptabankanna hafa m.a. verið hugsaðar sem hluti aðgerða til þess að undirbúa innlenda fjármálastarfsemi undir aukna samkeppni erlendis frá. <BR><BR>Þótt íslenski markaðurinn sé smár er ekki að efa að þeir sem hafa augum opin fyrir sóknarfærum sjá hér ýmsa möguleika. Á vettvangi þeirra sem hér eru í dag hefur þegar orðið vart aukinnar samkeppni á vissum sviðum vátrygginga, svo sem í líftryggingum hér á landi. Óraunhæft er að ætla að þar verði látið staðar numið.<BR><BR><B>III. Breytingar á íslenskum fjármagnsmarkaði</B><BR><BR>Vík ég nú stuttlega að hinum innlenda fjármagnsmarkaði, þeim breytingum sem nú hafa verið gerðar og hvert við erum að stefna.<BR><BR>Allt fram á þennan dag hefur íslenskur fjármagnsmarkaður staðið illa að vígi á alþjóðlegan mælikvarða. Samkeppni á milli banka hefur verið takmörkuð, fjárfestingarlánasjóðirnir atvinnugreinaskiptir og viðskiptabankar búið við ólík starfsskilyrði þar sem þeir lutu ekki allir aga hlutafélagaformsins. Ríkið hefur verið allsráðandi á markaðnum en sinnti þó ekki sem skyldi þeim anga hans þar sem það hefur óhjákvæmilega hlutverki að gegna, en það er á fyrstu stigum nýsköpunar. <BR><BR>Öllu þessu hefur nú verið breytt. Með hlutafélagavæðingu ríkisbankanna og sameiningu fjögurra fjárfestingarlánasjóða í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóð urðu tímamót. Þessum breytingum hafði verið beðið eftir í áratug en gengu ekki eftir fyrr en nú um áramótin. <BR><BR>Um sameiningu fjárfestingarlánasjóðanna var hart deilt. Nú hafa úrtöluraddir að mestu þagnað eða þá breyst í umkvartanir yfir vaxandi samkeppni. <BR><BR>Hér hafa þó aðeins verið stigin fyrstu skrefin. Allir sem þekkja til íslensks fjármagnsmarkaðar vita að við stöndum á tímamótum í þróun hans. Stefnumótun um framtíð þeirra fjármálastofnana sem ríkið er enn eigandi að skipta hér meginmáli. Því er mikilvægt að stjórnvöld geri sér glögga grein fyrir þeim markmiðum sem stefna ber að.<BR><BR>Öllum er ljóst að íslenska bankakerfið er of dýrt. Vaxtamunur hér á landi sem hlutfall af heildareignum er mun hærri en í Evrópu, eða um 4% á meðan vaxtamunur í Evrópu er yfirleitt um og yfir 2%. Rekstrarkostnaður banka á Íslandi sem hlutfall af rekstrartekjum er í kringum 70% á meðan sama viðmiðun í Danmörku er undir 60% og undir 50% í Svíþjóð. Enn má nefna að um 1.500 íbúar eru á hvern afgreiðslustað banka hér á landi á meðan 3.500 íbúar eru um hvern afgreiðslustað í Svíþjóð og 2.400 íbúar um hvern afgreiðslustað í Danmörku.<BR><BR>Af þessu má ljóst vera að þjónusta við atvinnulíf og almenning er of dýr. Hagræðingarmöguleikar í íslensku bankakerfi eru miklir. Frá hendi okkar stjórnmálamanna hlýtur grunnmarkmið við stefnumótun á fjármagnsmarkaði að vera að útvega atvinnulífi og almenningi ódýrari þjónustu. <BR><BR>Önnur markmið liggja einnig til grundvallar og tengjast þessu markmiði. Þannig ber þeim sem fara með eignarhlut ríkissjóðs í fjármálafyrirtækjum að leitast við að hámarka verðmæti hlutafjár ríkissjóðs. Það er skylda okkar sem förum með eignir þessar að arðurinn af þeim verði sem mestur þjóðinni til hagsbóta. <BR><BR>Einnig þarf að tryggja aukna samkeppni á fjármagnsmarkaði<B>. </B>Rök sem færð voru fyrir stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. voru m.a. þau að með honum myndi samkeppni við hina hefðbundnu viðskiptabanka aukast, en það myndi knýja þá til meiri hagræðingar. Ennfremur ber að tryggja góða og örugga þjónustu við atvinnulíf og almenning. Tryggja þarf að góð þjónusta sé til staðar í öllum atvinnugreinum og á öllum landssvæðum, en mikilvægt er að slík þjónusta sé tryggð með lágmarkstilkostnaði. <BR><BR>Almennt hefur verið við það miðað við sölu ríkisfyrirtækja að almenningur eigi þess kost að gerast hluthafar. Þar með gefst þeim færi á að fylgjast með og taka þátt í rekstri þeirra. Það er einnig nauðsynlegt að meta í hverju tilviki hvort ekki þurfi að fá kjölfestufjárfesta að eignarhaldinu, fjárfesta sem hafi þekkingu á rekstri þessara stofnana og eigi nægilega stóran eignarhlut til að geta beitt áhrifum sínum. Að lokum má nefna að almennt er talið að þátttaka erlendra fjárfesta á íslenskum fjármagnsmarkaði styrki stöðu hans og auki samkeppnishæfni fjármálastofnana. Aukin tengsl markaðarins við erlenda markaði er nauðsynlegt skref í þróuninni.<BR><BR>Þessi markmið verður hafa í huga þegar næstu skref eru stigin. <BR><BR>En af hverju er ég að fjalla um þetta hér á aðalfundi Sambands íslenskra tryggingafélaga. Ljóst er að á vátryggingasviðinu hefur aðild ríkisins verði í lágmarki. Staðan er hins vegar sú að hin aukna samkeppni á fjármagnsmarkaði hefur fært saman svið sem áður voru aðskilin. Það eru því ekki aðeins landamæri á milli markaða sem hafa máðst út heldur hafa landamæri á milli vörutegunda á fjármálamarkaði verið að dofna. Á undanförnum árum hefur færst í aukana að vátryggingafélög og viðskiptabankar stilli saman strengi sína. Hér á landi hafa viðskiptabankar keypt hlut í vátryggingafélögum og bera þar hæst kaup og kaupréttur Landsbanka Íslands í Vátryggingafélagi Íslands.<BR><BR>Hagræði af samstarfi af þessu tagi er mismikið eftir eðli trygginga. Almennt er talið að líftryggingar og bankastarfsemi fari vel saman og er þróunin sú að viðskiptabönkum er nauðsyn að geta boðið upp á afurðir sem samanstanda af líftryggingu og sparnaði. Þjónustuform viðskiptabanka samrýmist einnig vel líftryggingastarfsemi.<BR><BR>Hins vegar er það mat flestra að skaðatryggingar og bankastarfsemi fari síður vel saman. Þjónusta í tengslum við skaðatryggingar er í eðli sínu frábrugðin bankastarfseminni og þekking í viðskiptabönkum fellur ekki eins vel að þessum tryggingum. Samlegðaráhrif eru því almennt takmarkaðri en innan hvers geira fyrir sig. <BR><BR>Með hliðsjón af öllu framansögðu munu vátryggingafélögin geta átt verulegan þátt í þeim breytingum á fjármagnsmarkaði sem nú standa yfir.<BR><BR><TT><B>IV. </B></TT><B>Opinbert eftirlit með starfsemi á fjármagnsmarkaði.</B><BR><BR>Hér að framan hef ég fjallað um breytingar á íslenskum fjármagnsmarkaði sem við óhjákvæmilega stöndum frammi fyrir, með hliðsjón af því alþjóðlega umhverfi sem við erum hluti af og með hliðsjón af nauðsyn þess að hér sé boðið upp á fjölbreytta, örugga og ódýra fjármálaþjónustu. Í þessu efni hef ég lagt áherslu á að draga úr ríkisumsvifum og að tryggja þurfi aukna samkeppni sem er öflugasta tækið til þess að ná fram hagkvæmni í fjármálakerfinu.<BR><BR>Um þetta getum við ekki fjallað án þess að taka líka til umfjöllunar umgjörð fjármagnsmarkaðarins. Segja má að EES- samningurinn hafi haft einna jákvæðust áhrif á fjármagnsmarkaðinn, vegna þess að samningurinn knúði okkur til að aðlaga löggjöf á þessu sviði löggjöf annarra landa á efnahagssvæðinu. Þetta var lykilatriði til þess að við gætum verið hluti af hinu alþjóðlega umhverfi. Almennt má því segja að fjármálafyrirtæki hér á landi búi við heildstæða og trausta löggjöf.<BR><BR>En við þurfum líka að huga að áhættuþáttunum í nýju umhverfi. Þess vegna skipaði ég fyrir tveimur árum nefnd til að endurskoða opinbert eftirlit með fjármálastofnunum, þ.e. það eftirlit sem er nú í höndum tveggja stofnana, Seðlabanka Íslands, bankaeftirlits og Vátryggingaeftirlits. Þeim breytingum á fjármagnsmarkaði og hinni almennu þróun markaðarins fylgja nefnilega óhjákæmilega nýjir áhættuþættir sem nauðsynlegt er að huga að. Augljóst er að hörð samkeppni og nýjar greinar þjónustu kalla á gott opinbert eftirlit sem er til þess bært að fylgjast með því að farið sé að lögum og reglum og að rekstur fjármálafyrirtækja sé heilbrigður og eðlilegur. <BR><BR>Flestir geta verið sammála um að núverandi eftirlit hefur reynst vel, en það má ekki koma í veg fyrir að stjórnvöld horfi fram á veginn í þessum efnum. Þjóðhagsleg nauðsyn áreiðanlegs fjármálakerfis er óumdeilanleg. Þess vegna er brýnt að á hverjum tíma sé fyrir hendi virkt og sveigjanlegt eftirlit með starfsemi á fjármagnsmarkaði. Slíkt eftirlit verður sífellt að laga að breyttum aðstæðum. Vegna hinnar öru þróunar á fjármagnsmarkaði verður reglulega að taka til skoðunar hvort það eftirlit sem til staðar er á hverjum tíma sé eins og best verður á kosið.<BR><BR>Í nefndinni áttu sæti fulltrúar fjármálastofnana sem heyra undir eftirlit bankaeftirlits og Vátryggingaeftirlits, fulltrúi Seðlabanka Íslands auk fulltrúa ráðuneytisins. Nefndinni var stýrt af Guðmundi Skaftasyni fyrrverandi Hæstaréttardómara. Nefndin fjallaði sérstaklega um þrjú viðfangsefni. Í fyrsta lagi fjallaði hún um hvort til greina kæmi að sameina þá starfsemi sem fram fer í bankaeftirlitinu og Vátryggingaeftirlitinu. Í öðru lagi tók hún til skoðunar stöðu eftirlitsstofnunar eða eftirlitsstofnana innan stjórnsýslunnar. Í þriðja lagi var fjallað um hvernig standa beri undir kostnaði af eftirlitsstarfsemi á fjármagnsmarkaði. <BR><BR>Nefndin skilaði mér niðurstöðum sínum nú fyrir áramótin en þær eru þessar helstar: <BR><BR><TT>· </TT>Í fyrsta lagi að virkast eftirlit með fjármagnsmarkaði náist með því að setja á stofn eitt almennt fjármálaeftirlit sem nái til allra greina markaðarins. <BR><TT>· </TT>Í öðru lagi að slík stofnun eigi að vera sjálfstæð stofnun sem stjórnsýslulega heyri undir viðskiptaráðherra.<BR><TT>· </TT>Í þriðja lagi að tryggja verði starfstengsl stofnunarinnar við Seðlabanka Íslands, til þess að hann geti í starfsemi sinni nýtt sér þær upplýsingar sem aflað er innan eftirlitsstofnunarinnar og öfugt. <BR><TT>· </TT>Í fjórða lagi að eftirlitsskyldir aðilar sem falla undir eftirlit hinnar nýju stofnunar standi undir kostnaði við það með svipuðum hætti og vátryggingafélögin gera nú, en eins og kunnugt er hefur Seðlabankinn greitt kostnað vegna bankaeftirlits án sérgreindrar gjaldtöku.<BR><BR>Ég styð meginniðurstöður nefndarinnar heilshugar, og tel þær falla vel að þeim heildarbreytingum á fjármagnsmarkaði sem ég hef hér lýst. Ég vil í því efni nefna nokkur rök sem ég legg til grundvallar.<BR><BR>Ljóst er að nú er boðin blönduð fjármálaþjónusta vátryggingafélaga og annarra fjármálastofnana. Einnig hefur þróunin verið sú að mynda fjármálasamstæður. Þannig hafa lánastofnanir, vátryggingafélög og verðbréfafyrirtæki verið tengd saman, annað hvort sem dóttur- og móðurfyrirtæki eða í gegnum eignarhaldsfélög.<BR><BR>Mörg atriði sem snerta eftirlit með svo samþættum markaði geta valdið erfiðleikum.<BR><BR>Flest bendir til þess að sameinað eftirlit verði öruggara og árangursríkara heldur en eftirlit fleiri aðskildra stofnana, þó úr ýmsum ókostum megi bæta með samvinnu eftirlitsstofnana og upplýsingaflæði milli þeirra. Líklegt er að þróun næstu ára muni þrýsta enn á og auka þörfina á samræmdu eftirliti á einni hendi. <BR><BR>Þegar litið er til nágrannalandanna kemur í ljós að öll þróun hnígur til sameiningar eftirlitstofnana. Þannig starfa sameinaðar eftirlitsstofnanir í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Í Finnlandi er einnig rætt um sameiningu eftirlita. Þá eru í undirbúningi miklar breytingar á eftirliti á breskum fjármagnsmarkaði, sem fela í sér heildstæðara eftirlit.<BR><BR>Eins og fyrr segir var það niðurstaða meirihluta eftirlitsnefndarinnar að skipa bæri eftirlitsstofnun af þessu tagi undir viðskiptaráðherra. Mjög er breytilegt eftir löndum hvort eftirliti með fjármálastarfsemi er skipað beint undir seðlabanka, hvort ráðuneyti eiga þar hlut að máli eða hvort eftirlitið er í höndum sérstakrar stofnunar. Í Danmörku, Svíþjóð og Noregi er eftirlit með fjármálastofnunum utan seðlabanka þessara landa. Í Finnlandi er eftirlit með fjármálastarfsemi annarri en vátryggingastarfsemi rekið í tengslum við seðlabankann, en með sjálfstæðri stjórn. Í Bretlandi hefur eftirlit með innlánsstofnunum verið í höndum seðlabankans, en eftirlit með annarri starfsemi á fjármagnsmarkaði í höndum ýmissa aðila. Nú standa yfir breytingar sem fela það í sér að færa bankaeftirlitið frá Seðlabanka Englands. Sjaldgæft er að seðlabankar hafi með höndum eftirlit með annarri starfsemi en starfsemi lánastofnana.<BR><BR>Almennt má segja að eftirlit bankaeftirlits Seðlabanka Íslands hafi gefist vel. Eftir því sem umfang eftirlitsins hefur aukist og fleiri svið fjármagnsmarkaðarins hafa verið felld undir bankaeftirlitið, má þó segja að þessi þáttur í starfsemi bankans hafi fjarlægst hið eiginlega hlutverk Seðlabankans. Rök eru fyrir því að eftirlit með innlánsstofnunum falli undir seðlabanka þar sem hann er lánveitandi til þrautavara. Önnur svið, svo sem verðbréfaviðskipti, lífeyrissjóðastarfsemi eða vátrygginga-starfsemi, eru fjarlægari hlutverki bankans.<BR><BR>Mikilvægt er að eftirlitstofnun fái að starfa óháð öðrum hagsmunum en þeim sem í eftirlitinu felast. Þetta verður best tryggt með því að tryggja þessari starfsemi sjálfstæði. Og á þetta legg ég áherslu. <BR><BR>Ég vil jafnframt tryggja góð tengsl eftirlitsstofnunar og Seðlabanka Íslands. Mikilvægt er að Seðlabankinn fái áfram notið þeirrar upplýsingaöflunar og þekkingar sem nú er til staðar í bankaeftirlitinu, og að ekki þurfi að koma til tvíverknaðar. Að sama skapi er brýnt að ný eftirlitsstofnun haldi góðum tengslum við Seðlabankann. Báðum stofnununum er þetta nauðsynlegt þannig að þær geti gegnt hlutverki sínu á sem árangursríkastan hátt. <BR><BR>Með hliðsjón af þessu öllu hef ég látið vinna í ráðuneytinu frumvarp til laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Þar er gert ráð fyrir að eftirlit sem nú fellur undir bankaeftirlitið og Vátryggingaeftirlitið verði í framtíðinni í höndum nýrrar stofnunar, Fjármálaeftirlitsins. Frumvarpsdrög hafa þegar verið kynnt samtökum fjármálafyrirtækja, Seðlabanka Íslands og Vátryggingaeftirliti. Hafa þessir aðilar komið sjónarmiðum sínum á framfæri og vil ég þakka það. Lít ég svo að þetta samráð hafi leitt í ljós almennan stuðning við áform mín í þessum efnum þótt vitaskuld sýnist sitt hverjum um einstök efnisatriði.<BR><BR>Helstu efnisatriði frumvarpsdraganna eru þessi:<BR><TT>· </TT>Í fyrsta lagi er eins og áður segir gert er ráð fyrir að komið verði á fót nýrri stofnun, Fjármálaeftirlitinu, sem annast skal þá starfsemi sem bankaeftirlit Seðlabanka Íslands og Vátryggingaeftirlitið hafa nú með höndum. Starfshemildir og úrræði verði svipuð því sem nú er.<BR><TT>· </TT>Í öðru lagi verði Fjármálaeftirlitið sjálfstæð ríkisstofnun með sérstakri stjórn, en heyri stjórnskipulega undir viðskiptaráðherra. Með daglega stjórn fari forstjóri. Stjórnendum og starfsmönnum verði sett ströng hæfisskilyrði. Sérstök ráðgjafarnefnd eftirlitsskyldra aðila starfi í tengslum við stofnunina. Hún hafi það hlutverk að taka þátt í stefnumótun og koma á framfæri viðhorfum sínum til starfshátta og reksturs.<BR><TT>· </TT>Í þriðja lagi er gert ráð fyrir að náin samskipti verði milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands, þannig að báðar stofnanir hafi stuðning af hvor annarri og að komið verði í veg fyrir tvíverknað.<BR><TT>· </TT>Í fjórða lagi er gert er ráð fyrir sérstakri kærunefnd, en þangað megi skjóta ákvörðunum stofnunarinnar.<BR><TT>· </TT>Í fimmta lagi verði öllum eftirlitsskyldum aðilum gert að greiða kostnað af eftirlitinu með svipuðum hætti og vátryggingafélög gera nú. Þetta er að mínu mati nauðsynlegt til þess að jafna starfsskilyrði á fjármagnsmarkaði.<BR><BR>Ég hef í hyggju að leggja frumvarp þetta fyrir ríkistjórn nú í vikunni með það að markmiði að leggja það fyrir Alþingi til afgreiðslu nú á vorþingi. Nái frumvarpið fram að ganga gæti hin nýja eftirlitsstofnun tekið til starfa í byrjun næsta árs.<BR><BR><TT><B>V. </B></TT><B>Lokaorð</B><BR><BR>Góðir fundargestir,<BR><BR>Hér að framan hef ég fjallað í stuttu máli um íslenskan fjármagnsmarkað með hliðsjón af stöðu okkar í samfélagi þjóðanna og þróun hér á landi og erlendis. Það er mín skoðun að við séum á réttri braut í þessum efnum. Ekki verður þó um það deilt að þær ráðstafanir sem stjórnvöld hafa nú ráðist í eru nokkrum árum of seinar á ferðinni. Þess vegna er brýnt er að hika ekki eftir að fyrstu skrefin hafa verið stigin, heldur halda ótrauðir fram á veg. Í því sambandi verðum við að bera gæfu til þess að horfa rökrétt á hagsmuni okkar og markmið. Von mín er að okkur auðnist að ganga þannig frá málum að hér þrífist fjölbreytt og hagkvæm fjármálastarfsemi sem geti boðið einstaklingum og atvinnufyrirtækjum ódýra og góða þjónustu og sé fyllilega samkeppnishæf við það besta annars staðar. Jafnframt að okkur takist að búa starfseminni umhverfi og aðstæður þar sem hætta á stórslysum í rekstri fjármálafyrirtækja sé í lágmarki.<BR><BR>Að þessu vil ég stefna.<BR><BR></P>

1998-02-26 00:00:0026. febrúar 1998Ávarp í tilefni 70 ára afmælis Málarameistarafélags Reykjavíkur, 26. febrúar 1998.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P><BR><B>Ágætu samkomugestir.</B><BR>Við minnumst hér í dag merkra tímamaóta í sögu Málarameistarafélags Reykjavíkur á 70 ára afmæli þess.<BR><BR>Sjötíu ár er stuttur tími í sögu þjóðar. Þó hefur verkmenning okkar Íslendinga á þeim 70 árum tekið stórstígari framförum en á því þúsund ára tímabili sem var aðdragandi þeirra. Því verður ekki hjá því komist að á slíkum tímamótum komi upp í hugann þáttur brautryðjendanna. Þá sé ég fyrir mér sögu málaraiðnarinnar sem sögu listar og handverks sem er svo samofin að oft á tíðum verður ekki glögglega skilið þar á milli. <BR><BR>Margir listamenn áttu sinn faglega uppruna í húsamálun og húsamálarar voru handgengnir listinni, - sennilega í meira mæli en flestir aðrir iðnaðarmenn. Þrátt fyrir að sú saga sé mér að allt of litlu leyti kunn minnist ég þess að hafa heyrt talað um málarameistarann Jón Björnsson, sem ásamt konu sinni Grétu málaði skreytingar í um 50 kirkjur víðsvegar um land. Listrænt handbragð þeirra var velþekkt.<BR><BR>Þá er mér minnistæðar sögur af "Ástu málara" sem svo var kölluð eftir iðn sinni. Hún var víðkunn afrekskona og einn af frumherjum ykkar. Hún þótti listfeng eins og hún átti kyn til, en hún var systir Magnúsar Árnasonar listmálara. Og var það ekki Þórbergur Þórðarson sem með henni starfaði eitthvert rigningarsumarið endur fyrir löngu, - þegar sólin skein á Móskarðshnjúkana meðan stöðugt rigndi í henni Reykjavík.<BR><BR>Mér finnst við hæfi að minnast á þessa frumkvöðla, sem dæmi um þá karla og konur sem gefið hafa starfsgreinum sínum þá breidd sem tekið hefur verið eftir. Ástæða þess er ekki síst sú að þessi mjúku gildi gleymast oft í þungum straumi dægurmálanna þar sem fyrst og fremst er tekist á um hin praktísku úrlausnarefni. <BR><BR>Tímarnir voru vissulega aðrir og erfiðari í þá daga. Við vorum að brjótast út úr kyrrstæðu bændasamfélagi sem hafði lítið breyst í þúsund ár. Þegar alda iðnmenningarinnar skall á ströndum Íslands upp úr síðustu aldamótum olli hún umróti í bændasamfélaginu. Framfarirnar hafa síðan þá ekki verið jafnar og stöðugar. Þær hafa þvert á móti gengið í rykkjum og skrykkjum einkum þegar varðveislumenn náðu að spyrna við fótum og koma við vörnum fyrir hin íhaldsamari gildi.<BR><BR>Staðan er nú allt önnur. Víðtækur sóknarhugur ríkir og unnið er markvissar en nokkru sinni fyrr að því að bæta efnahagslega- og ekki síður félagslega velferð okkar. Við höfum náð að sigrast á einni dýpstu efnahagskreppu þessarar aldar og framtíðin er björt. Ríkisfjármálin eru í góðu jafnvægi, verðbólga er lág, framleiðni í iðnaði fer batnandi og fyrirtækin geta nú skipulagt rekstur sinn fram í tímann í skjóli stöðugleika.<BR><BR>Ágætu samkomugestir.<BR>Ég ber fram hugheilar árnaðaróskir til ykkar allra á þessum merku tímamótum Málarameistarafélags Reykjavíkur. Ég óska ykkur velfarnaðar í öllum störfum ykkar í komandi framtíð við eflingu samvinnu meðal málarameistara og ekki síður við að efla menningu og símenntun stéttarinnar. <BR><BR>Þekkingin úreldist fljótt og nú fljótar en nokkru sinni fyrr. Tíminn bíður ekki eftir neinum. Hann verður ekki stöðvaður frekar en gangur himintunglanna um víddir alheimsins. Við þær aðstæður eru samtök eins og ykkar sérstaklega mikilvæg til að viðhalda og bæta verkmennt og menningu greinarinnar. Mikilvægi þess er ekki minna nú en áður.<BR><BR>Ég þakka fyrir áheyrnina.<BR><BR></P>

1998-02-25 00:00:0025. febrúar 1998Ræða á morgunverðarfundi Verslunarráðs Íslands

<P> <P><BR> <DIV align=center>I.</DIV>Ágætu fundarmenn.<BR>Fjárfestingar í atvinnurekstri hafa verið allt of litlar á undanförnum árum. Þetta má m.a. lesa úr samanburði á samkeppnisstöðu okkar við aðrar þjóðir. Þar kemur m.a. fram að í alþjóðavæðingu viðskipta lendum við í 39. sæti af 46. Þrátt fyrir að í þessum samanburði sé ekki búið að taka tillit til nýlegra stóriðjusamninga er engu að síður ljóst að betur þarf að gera. Meðal annars skortir mjög á að árangur sé viðunandi í erlendri fjárfestingu á örðrum sviðum en stóriðju og fjárfestingar íslenskra fyrirtækja erlendis eru einnig allt of litlar. <BR><BR>Það vekur því verðskuldaða athygli þegar við náum árangri á þessum sviðum. Nýlegt dæmi er samningur Íslenskrar erfðagreiningar við Hoffman-La Roche sem staðfestir að við eigum góða möguleika á erlendum fjárfestingum á öðrum sviðum en stóriðju. <BR><BR>Einnig vil ég nefna samning Hugvits og IBM um dreifingu á afurðum Hugvits á mörkuðum í 120 löndum í þrem heimsálfum, sem er dæmi um mikilvægan útflutning hátækniafurða sem við þurfum að huga meira að í framtíðinni. <BR><BR>Til þess að bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja þarf m.a. að huga að skattkerfisbreytingum. Markmið slíkra breytinga eru m.a.:<BR><BR>1. Greiða fyrir fjárfestingum erlendra aðila hér á landi. Fjárfesting erlendara aðila er mikilvægur þáttur í eflingu samkeppnisstöðu okkar. Með erlendum fjárfestingum skapast ekki eingöngu fjölmörg ný eftirsótt störf, - heldur er ekki síður mikilvægt að með þeim flyst ný tækni, þekking og hæfni inn í landið sem skapar forsendur til enn frekari afleiddrar nýsköpunar.<BR><BR>2. Hvetja til fjárfestinga íslenskra fyrirtækja í útlöndum. Reynslan bendir til að varanleg þátttaka í atvinnurekstri erlendis, meðal annars með beinni fjárfestingu, sé sú leið sem í raun gefur bestan árangur. Hún eykur ekki aðeins umsvif fyrirtækjanna og bætir afkomu þeirra, heldur skapar hún einnig ný störf hér á landi og leiðir til aukins útflutnings á vöru og þjónustu.<BR><BR>3. Auka útflutningsverðmæti íslenskra afurða, auka útflutningstekjur og bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja sem stunda útflutning. <BR><BR> <DIV align=center>II.</DIV>Almenna stefna stjórnvalda er að erlend fyrirtæki skuli njóta sömu kjara og innlend fyrirtæki, þ.e. að ákvæði skattalaga skuli gagnvart þeim gilda óbreytt. Þegar um hefur verið að ræða mjög stórar fjárfestingar sem verulegu máli hafa skipt fyrir íslenskt þjóðarbú hefur verið vikið frá þessu með sérstökum samningum. Með mjög stórum fjárfestingum á ég við samninga um stóriðju, eða fjárfestingar sem eru meiri en t.d. 100 m.USD.<BR><BR>Í fjárfestingarsamningi milli ríkisstjórnar Íslands og Columbia Ventures um verksmiðju Norðuráls á Grundartanga koma fram nokkrar breytingar á skattskyldu félagsins sem lýsa vel þeim megináherslum sem ég tel að innleiða þurfi í íslensk skattalög almennt.<BR> <UL> <LI>Í fyrsta lagi varð að samkomulagi að ákvæði laga um tekjuskatt og eignarskatt, sem heimila 7% frádrátt af nafnvirði hlutafjár frá skattskyldum tekjum , skuli ekki eiga við (8. tl. 1. mgr. laga nr. 75/1981).</LI></UL><BR>Með þessu vinnst það að ekki er skattalegt hagræði fyrir fyrirtækið að greiða 7% af nafnverði hlutafjár út til eigenda, - þ.e. greiða þetta fé út úr landinu. Jafnframt styrkir það stöðu fyrirtækisins að halda sem mestu af eigin fé inni í rekstrinum og efla þar með fjárfestingargetu þess.<BR> <UL> <LI>Í öðru lagi varð að samkomulagi að félaginu er gert heimilt að draga frá skattskyldum tekjum á hverju ári og færa á sérstakan fjárfestingarreikning fjárhæð sem nemur 4% af nafnvirði hlutafjár. Fé á reikningnum sem notað er til fjárfestingar í fyrnanlegum eignum innan sex ára frá því að það er fært á reikninginn, skal bætt við skattskyldar tekju félagsins á árinu sem fjárfestingin á sér stað.</LI></UL><BR>Þetta atriði þýðir að til móts við þá 7% frádráttarheimild sem félagið afsalaði sér til að lækka skattskyldar tekjur sínar fær það nú nokkra umbun með því að setja 4% af sama stofni á sérstakan fjárfestingareikning. Hér er um að ræða aðgerð sem er algerlega gagnvirk 7%-reglunni. 7%-reglan hvatti til flutnings fjármagns úr landi og til lakari eiginfjárstöðu til frekari fjárfestinga. 4%-fjárfestingarreglan sem hér um ræðir hefur gagnstæð áhrif.<BR> <UL> <LI>Ljóst er að framangreind 4% fjárfestingarregla vinnur ekki að fullu upp það óhagræði sem félagið varð fyrir með því að missa 7% frádráttarheimildina. Til móts við það var komið með tveim minniháttar atriðum auk þess þriðja og seinasta sem ég vil minnast á úr fjárfestingarsamningnum um Norðurál. Það var gert með því að félagið er undanþegið eignarskatti (skv. 1. mgr. 84. gr. l. nr. 75/1981) og sérstökum eignarskatti (skv. 3. gr. l. nr. 83/1989).</LI></UL><BR><BR>Eins og ég minntist á hér áðan koma fram í þessum breytingum þrjú þeirra meginatriða sem ég tel rétt að koma inn í íslensk skattalög. Hér á eftir koma síðan þrjú atriði til viðbótar.<BR><BR> <DIV align=center>III.</DIV>Eins og fram hefur komið gildir hér á landi sú regla að arðgreiðsla upp að 7% af nafnvirði hlutafjár er skattfrjáls hjá því fyrirtæki sem greiðir arðinn út. Þessi 7% frádráttarregla er sennilega sér-íslenskt ákvæði sem í sjálfu sér er auk þess ófullnægjandi þar sem arðsemiskrafa er almennt hærri. Víðast hvar erlendis er almenna reglan sú, að arður er ekki frádráttarbær hjá því félagi sem arðinn greiðir. Við útgreiðslu arðs til hluthafa verður arðurinn auk þess ekki skattskyldur að nýju ef það er félag sem á hlutinn.<BR><BR>Hér á landi er þessu svo farið að arður í hendi hluthafa er skattskyldur. Arður innan ákveðinna marka fer í 10% skattþrep hjá einstaklingum og í 33% skattþrep hjá fyrirtækjum. <BR><BR>Þessi mismunur í skattlagningu þýðir að íslenskt félag sem fjárfestir erlendis þarf fyrst að greiða skatt af arði dótturfélagsins og við flutning arðsins til Íslands er hann í annað sinn skattlagður (33%) hjá íslenska félaginu.<BR> <UL> <LI>Einfaldast er að leiðrétta þetta misræmi með viðbótarákvæði í tekjuskattslög (nr. 75/1981, t.d. 31. gr.), þar sem íslenskt fyrirtæki sem fjárfesta í erlendum félögum fengju heimild til að móttaka arð frá erlendu dótturfélagi án þess að arðurinn myndi tekjuskattsstofn hjá þeim á Íslandi. Réttmæti þessa byggist á því að arðurinn hafi þegar verið skattlagður hjá dótturfélaginu.</LI></UL> <UL> <LI>Í þessu getur falist nokkuð ósamræmi á milli íslenskra félaga eftir því hvort þau fjárfesta erlendis eða hér heima. (Þetta ósamræmi felst í vægi mismunar þess að geta annarsvegar dregið 7% arðgreiðslu nafnverðs frá tekjuskattsstofni og hinsvegar á lækkun heildarskattbyrgðar sem felst í hærri tekjuskattsstofni dótturfélags og afnámi skattgreiðslu yfirfærðs hagnaðar.)<BR> <LI>Hjá þessu ósamræmi er hægt að komast með því að afnema 7% frádráttarheimildina með öllu. Þetta leiðir til þess að arðurinn verður að fullu skattlagður hjá dótturfyrirtækinu erlendis. Jafnframt verði sú almenna regla tekin upp að arður sem greiddur er af hagnaði, sem að fullu hefur verið skattlagður í einu félagi, skuli ekki skattlagður að nýju hjá móttökufyrirtækinu.</LI></UL><BR> <DIV align=center>IV.</DIV>Þau atriði sem að framan er getið eru þau sem ég met veigamest að lagfæra nú. Mörg önnur atriði koma einnig til álita. Af þeim vil ég helst nefna að fyrirtæki fái heimild til þess að fresta tekjufærslu söluhagnaðar af sölu hlutabréfa og við skipti á hlutabréfum á milli fyrirtækja. Í þessu felst aðeins að sömu reglur verði látnar gilda um sölu og skipti hlutabréfa hjá lögaðilum og gilda hjá einstaklingum.<BR><BR>Af öðrum breytingum á skattalögunum eru m.a. breytingar á gjaldfærslu rannsóknar- og þróunar– og markaðskostnaðar, sem stuðlað geta að eflingu nýsköpunar í útflutningsiðnaði, einkum í hátækniiðnaði. Um þetta og fleiri atriði mun ég ræða við síðara tækifæri þegar skoðun á þeim lýkur í ráðuneytinu.<BR><BR> <DIV align=center>V.</DIV>Í samantekt vil ég draga fram þessi atriði sem megininntak máls míns:<BR> <UL> <LI>Skattkerfisbreytingar eiga ekki að leiða til aukinnar skattbyrði fyrirtækja. </LI></UL> <UL> <LI>Skattlagning þarf að vera hvetjandi til að byggja upp eiginfjárstöðu fyrirtækja og efla þau til frekari fjárfestingar.</LI></UL> <UL> <LI>Afnema á heimild til 7 % frádráttar af nafnvirði hlutafjár gegn öðrum skattalegum aðgerðum.</LI></UL> <UL> <LI>Á móti þarf að breyta reglum íslensku tekjuskattslaganna í þá átt að gera arð sem fer frá því félagi sem fjárfest er í til félags sem á hlutinn, skattfrjálsan hjá því síðarnefnda. Með þessari leið er einnig fjárfesting íslenskra félaga á Íslandi gerð auðveldari.</LI></UL> <UL> <LI>Til þess að rétta af þann halla sem vera kann vegna afnáms 7% reglunnar kemur til greina að lækka eignarskatt á fyrirtæki eða að lækka tekjuskattshlutfallið til að skattbyrði verði óbreytt.</LI></UL> <UL> <LI>Eðlilegt er að sömu reglur gildi fyrir fyrirtæki og einstaklinga um sölu og skipti hlutabréfa.</LI></UL> <UL> <LI>Athuga þarf hvata til að efla nýsköpun í atvinnulífinu, t.d. með breytingum á gjaldfærslu rannsóknar- og þróunar– og markaðskostnaðar.</LI></UL> <P></P>

1998-02-21 00:00:0021. febrúar 1998Grein í MBL, 21. febrúar 1998: "Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins"

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P>Mér er í mun að áfram verði haldið við að ryðja burtu þeim múrum, segir Finnur Ingólfsson, sem enn eru á milli atvinnugreinanna. Um síðustu áramót urðu þáttaskil á íslenskum fjármagnsmarkaði. Gömlu ríkisviðskipta-<BR>bönkunum Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands var breytt í hlutafélög og fjórir fjárfestingarlánasjóðir sameinuðu starfsemi sína í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Þessum breytingum á íslenskum fjármagnsmarkaði voru strax í upphafi sett skýr markmið: <BR> <UL> <LI>Í fyrsta lagi að draga úr umsvifum ríkisins í almennri fjármálastarfsemi og leggja af ríkisábyrgðir. <LI>Í öðru lagi að brjóta niður þá múra sem verið hafa á fjármagnsmarkaðinum á milli einstakra atvinnugreina. <LI>Í þriðja lagi að greina á milli og skýra ábyrgð þróunar og áhættufjármögnunar annars vegar og almennrar fjármálastarfsemi<BR>hins vegar. <LI>Í fjórða lagi að efla framboð áhættufjármagns fyrir atvinnulífið. <LI>Í fimmta lagi að ná fram hagræðingu á fjármagnsmarkaðinum með aukinni samkeppni, sem á að skila sér í ódýrari og betri<BR>fjármálaþjónustu fyrir atvinnulífið. </LI></UL><BR><B>Starfssvið Nýsköpunarsjóðs</B><BR>Auk starfrækslu tryggingadeildar útflutningslána verður starfssvið Nýsköpunarsjóðsins í meginatriðum tvíþætt: <BR>Annars vegar þátttaka í arðvænlegum fjárfestingarverkefnum með íslenskum og erlendum fyrirtækjum. <BR>Hins vegar stuðningur við forathuganir, vöruþróunar- og kynningarverkefni.<BR><BR><B>Starfar á fyrstu stigum fjárfestingar</B><BR>Nýsköpunarsjóði er fyrst og fremst ætlað að starfa sem áhættufjármagnssjóður. Í því felst að hann leggur fram fjármagn í formi hlutafjár eða lána með sambærilegum kjörum og hlutafé hvað varðar áhættu og arðsemisvon. Í hlutafélagaforminu er fólginn mikill styrkur því það gefur ramma um aðhald og eftirlit með verkefnunum. Þess vegna er eðlilegt að sjóðurinn taki þátt í félögum með kaupum á hlutafé. <BR><BR>Af þessu leiðir að þátttaka Nýsköpunarsjóðs í fjárfestingarverkefnum er ekki hefðbundin stofnlánastarfsemi. Sjóðurinn beinir sjónum sínum fyrst og fremst að áhættumeiri fjárfestingarverkefnum á fyrstu stigum vaxtar, þ.e. á þeim stigum þar sem hefðbundinn áhættufjármagnssjóður starfar ekki. Honum er því ekki ætlað að keppa við aðra fjárfesta, sem nú þegar hafa á farsælan hátt markað sér veigamikið hlutverk á síðari stigum áhættufjárfestinga, eins og t.d. Aflvaki, Þróunarfélagið, Burðarás og Eignarhaldsfélag Alþýðubankans hafa svo ágætlega gert. <BR><BR>Sjóðurinn mun jafnframt styðja við vöruþóun og ýmiss konar forathuganir og hagkvæmiathuganir, þar sem minni kröfur eru gerðar til beins arðs eða endurgreiðslu fjárframlaga, enda þótt ætla megi að þau geti leitt til arðsamra fjárfestinga eða framleiðslu síðar meir. <BR><BR>Nýsköpunarsjóðurinn mun sinna vandaðri áhættufjárfestingu á grundvelli þeirra meginreglna sem beitt hefur verið með góðum árangri á þróaðri mörkuðum en okkar. Nýsköpunarsjóðurinn er sem sagt sjóður sem fjárfestir á faglegum grunni þar sem arðsemisvon er í takt við áhættu. <BR><BR>Í umfjöllun Alþingis um frumvarp um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og í þeim starfsreglum sem nú hafa verið staðfestar kemur skýrt fram að Nýsköpunarsjóði er ætlað sérstakt hlutverk á íslenskum fjármálamarkaði á frumstigum fjárfestingar í íslenskum fyrirtækjum. Það er síðan á ábyrgð stjórnenda sjóðsins hvernig tekst til. <BR><BR><B>Múrum milli atvinnugreina rutt úr vegi</B><BR>Sú breyting sem nú hefur orðið á rekstrarformi ríkisviðskiptabankanna og fjárfestingalánasjóðanna er mér vissulega kærkomin. Jafnframt er mér í mun að áfram verði haldið við að ryðja burtu þeim múrum sem enn eru á milli<BR>atvinnugreinanna. Hætta verður að meta alla hluti út frá einangruðum sérhagsmunum einstakra atvinnugreina. Í stað þess þurfum við öll að opna augu okkar fyrir því að það er miklu meira sem sameinar atvinnugreinarnar en skilur þær að. Þetta hefur tekist vel í þeim tilvikum þar sem reynt hefur á þetta. Átak til atvinnusköpunar og Samstarfsvettvangur sjávarútvegs og iðnaðar eru góð dæmi um hvernig til hefur tekist. <BR><BR>Átak til atvinnusköpunar er samstarfsverkefni iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs, sem starfrækt hefur verið síðastliðin tvö ár. Þótt aðstandendur þess samstarfs hafi átt rætur í hefðbundnum iðnaði studdi það fyrst og fremst lítil og meðalstór fyrirtæki og nutu mörg fyrirtæki úr öðrum greinum, t.d. úr sjávarútvegi, ferðaþjónustu og landbúnaði, góðs af því. Nú eru gömlu samstarfsaðilarnir, þ.e. sjóðir iðnaðarins, horfnir af sjónarsviðinu. Brýnt er að halda<BR>þessu starfi áfram. <BR><BR>Nýsköpunarsjóður mun taka upp merki þeirra og halda áfram því uppbyggingarstafi sem þeir unnu að og áttu vissulega sinn hlut í að koma á fót. Hér er ég fyrst og fremst að hugsa um mikilvæga verkefnaflokka eins og Vöruþróun, verkefni þar sem fyrirtæki hafa verið studd gegnum vöruþróunarferlið allt frá hugmynd að markaðshæfri vöru, Frumkvæðiframkvæmd, sem snúist hefur um sértæka ráðgjöf við fyrirtæki á ýmsum sviðum, s.s. stjórnun og markaðsmál, Snjallræði, hugmyndasamkeppni fyrir snjalla einstaklinga og Samstarfsvettvang sjávarútvegs og iðnaðar, sem stutt hefur við þróun og gerð ýmissa tækja og aðferða sem tengja saman sjávarútveg og iðnað. Allt eru þetta verkefni sem unnið hafa sér traust og virðingu þeirra sem til þekkja. <BR><BR><B>Endurskipulagning rannsóknastofnana næsta skref</B><BR>Ekki þarf að fara mörgum orðum um nauðsyn þess að Nýsköpunarsjóður myndi sterk tengsl við rannsóknar- og þróunarumhverfið hér á landi. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að gott samstarf myndist við atvinnulífið og samtök þeirra. Það kemur bæði til af því að uppsprettu nýsköpunar er gjarnan að finna í frjóum nýsköpunarjarðvegi stærri fyrirtækja og nauðsyn þess að fá fagfjárfesta til samstarfs um fjárfestingu á frumstigi með öflugri þátttöku í framtakssjóði Nýsköpunarsjóðs. <BR><BR>Það er trú mín og vissa að tilkoma Nýsköpunarsjóðs muni leiða til efldrar nýsköpunar og aukinnar sóknar og uppbyggingar íslensks atvinnulífs, m.a. með erlendri samvinnu. Það mun hvíla á herðum stjórnar og starfsliðs sjóðsins að búa svo um hnútana að það takist. <BR><BR>Ég lít svo á að Nýsköpunarsjóður sé fyrsta skrefið í átt að breyttu nýsköpunarumhverfi hér á landi. Óhætt er að segja að stofnun sjóðsins sé mjög mikilvægt skref að því marki. Næsta skref er hins vegar að endurskipuleggja tækniog rannsóknarstofnanir atvinnulífsins. Það er verkefni næstu ára. <BR><BR> <P></P>

1998-02-20 00:00:0020. febrúar 1998Ræða á Iðnþingi, 20. febrúar 1998: Samkeppnisstaða Íslands

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P align=center><B></B>&nbsp;</P> <P align=center><B>I.</B></P>Nokkrum dögum eftir að ég tók við embætti iðnaðarráðherra ávarpaði ég Iðnþing í fyrsta sinn. Þá sagðist ég vona að mögru árin væru að baki og við þyrftum að treysta samkeppnisstöðu iðnaðarins og vinna þannig bug á atvinnuleysinu. Árið eftir lét ég svo um mælt að vorvindar blésu um íslenskan iðnað. Á síðasta ári var komið sumar í íslenskum iðnaði, sem enn stendur og sem betur fer sjást engin merki um að farið sé að hausta. <BR>Óhætt er að segja að vel hafi gengið að skapa iðnfyrirtækjum ákjósanleg starfsskilyrði. Mikill stöðugleiki er í efnahagsmálum, verðbólga er lág, fjárfesting vaxandi, hagvöxtur mikill, jafnvægi er á ríkisbúskapnum, vextir fara lækkandi, og kjarasamningar hafa verið gerðir til þriggja ára. Stjórnvöld hafa skapað góða umgjörð en atvinnugreinin sjálf tekið boltann á lofti og sent hann yfir marklínuna. <BR>Sem dæmi um sókn iðnaðarins má nefna að útflutningur iðnaðarvara jókst um tæp 17% á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs samanborið við árið á undan og velta jókst um 7%. Útflutningur iðnaðarvara á síðasta ári var 35% meiri en árið 1994.<BR>Í ræðu minni hér í dag ætla ég að fjalla um samkeppnisstöðu Íslands á víðum grunni með hliðsjón af aðgerðum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og hvað megi betur fara til að treysta samkeppnisstöðuna enn frekar. <BR> <DIV align=center><B>II.</B></DIV>Glöggt er gests augað segir máltækið. Alþjóðasamtök og -stofnanir hafa á undanförnum misserum hælt efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og lofað þann góða árangur sem hún hefur náð. Hækkandi lánshæfismat íslenska ríkisins ber til dæmis efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar gott vitni. En það er ekki síður athyglisvert að skoða hvað betur má fara. <BR>Hin viðamikla árlega athugun um samkeppnishæfni þjóða, World Competitiveness Report, sýnir að staða okkar er að styrkjast. Á síðasta ári lentum við í 21. sæti af 46 þjóðum og hækkuðum um fjögur sæti frá árinu á undan. Á þremur sviðum erum við í fremstu röð. <BR> <UL> <LI>Efnahagslegur styrkleiki þjóðarinnar er mikill, <LI>innviðir þjóðfélagsins eru mjög traustir og <LI>mannauður með því besta sem gerist. Á þremur öðrum sviðum stöndum við hins vegar illa að vígi í samanburði við aðrar þjóðir og erum neðarlega á lista. <LI>Alþjóðavæðing efnahagslífsins er lítil enn sem komið er, <LI>fjármagnsmarkaðurinn á enn langt í land og <LI>á vísinda- og tæknisviði eigum við geta gert betur. </LI></UL><BR>Ég vil nota tækifærið og fara nokkrum orðum um hvernig við getum viðhaldið styrkleikum okkar samhliða því að vinna bug á veikleikunum. <BR><BR><BR><B>II.1. Hagkerfi</B><BR>Íslenskt efnahagslíf hefur tekið algjörum stakkaskiptum á undanförnum árum, þó vart þurfi að rifja það upp fyrir iðnrekendum. Á fyrri hluta þessa áratugar var fjárfesting hættulega lítil, erlend fjárfesting engin, fjárlagahalli viðvarandi, vextir að sliga fyrirtæki og atvinnuleysi óx stöðugt. <BR>Engu þessu er til að dreifa núna, enda hefur staða okkar í alþjóðlegu samhengi batnað um heil 18 sæti, eða úr 25. sæti í það 7. Við búum við lága verðbólgu samfara miklum hagvexti, jafnvægi í ríkisbúskapnum, aukin kaupmátt, vaxandi fjárfestingu, lækkandi vexti og minnkandi atvinnuleysi. Það sem er meira um vert er að við sjáum fram á að búa við hagstætt umhverfi næstu árin án þess að komi til meiriháttar átaka á vinnumarkaði. Nú getum við skapað enn betri grunn fyrir framtíðarkynslóðir, byggt upp nýjar stoðir í efnahagslífinu, aukið samkeppni, greitt niður erlendar skuldir og aukið sparnað þjóðarinnar.<BR><BR><B>II.2. Innviðir þjóðfélagsins</B><BR>Annar styrkleiki okkar eru innviðir þjóðfélagsins. Sterk staða okkar skýrist fyrst og fremst af gnægð náttúrulegrar orku í vatnsafli og jarðhita. Einnig eru fjarskipti og samgöngur í fararbroddi og tölvueign og tölvulæsi með því besta sem þekkist. <BR>Ég hef trú á að staða okkar eigi enn eftir að batna. Sú stefna sem ríkisstjórnin markaði að Íslendingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar er mjög mikilvæg. Nú er unnið gott og markvisst starf við að koma þessari stefnu í framkvæmd. Ljóst má þó vera að markmiðinu verður ekki náð nema með fulltyngi atvinnulífsins og almennings. <BR>Opnun fyrir samkeppni í orkuframleiðslu mun leiða til aukinnar skilvirkni og samkeppni á því sviði og treysta enn frekar innviði hagkerfisins. Í haust lagði ég fram þingsályktunartillögu um framtíðarskipan orkumála þar sem ég lagði grunninn að samkeppni í framleiðslu raforku á næstu árum. Ég á von á því að tillagan verði samþykkt nú á vorþingi og þegar á þessu ári verði fyrstu skrefin stigin í átt að samkeppni á þessum markaði. <BR>Allt ber þetta að sama brunni. Engum vafa er undirorpið að innviðir þjóðfélagsins eru sterkir og munu styrkjast enn á komandi árum. Við verðum þó að halda vöku okkar og láta ekki glepjast af þeim óraunhæfu stóryrðum sem óneitanlega hefur borið nokkuð á í kjölfar Kyoto-fundarins og gætu, ef undir þau er tekið, orðið til að skaða mjög samkeppnisstöðu okkar og þar með lífskjör í framtíðinni. Það má ekki verða.<BR>Megininntak samþykktanna í Ríó og Kyoto er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Lögð er á það áhersla að auka nýtingu endurnýjanlegra orkulinda. Þetta þýðir í hnotskurn að samstaða er um að stuðla að því að framleiðsla fari fram þar sem losun þessara lofttegunda er minnst, m.ö.o. að nýr iðnaður nýti endurnýjanlegar orkulindir og dragi þar með úr losuninni á heimsvísu.<BR>Hér getum við lagt mikið að mörkum, einkum í ljósi þess að aðeins lítill hluti orkulinda okkar hefur enn sem komið er verið nýttur. Þessi sérstaða okkar var staðfest á ráðstefnunni í Kyoto með sérstakri bókun.<BR>Ég tel að þessi sérstaða Íslands eigi eftir að fá enn víðtækari viðurkenningu á alþjóðavettvangi. Við megum því ekki setja okkur í heimatilbúna fjötra sem ógna munu efnahagslegri og félagslegri framþróun þjóðarinnar með ófyrirséðum afleiðingum. <BR><BR><B>II.3. Mannauður.</B><BR>Einn af þremur helstu styrkleikum okkar Íslendinga er mannauður. Það kemur reyndar ekki á óvart því við erum ofarlega á blaði í öllum könnunum þegar mannauður er metinn. Þó hann sé vandmetinn má ekki vanmeta hann. Það er mikilvægt að hafa hugfast að mannauðurinn er forsenda þess að við náum árangri á öðrum sviðum í þekkingarþjóðfélaginu. <BR>Þegar mannauðurinn er metinn hafa atriði eins og lífsgæði, viðhorf og gildismat fólks, atvinnustig og minnkandi atvinnuleysi sterka stöðu, en með samstilltu átaki hefur tekist að auka atvinnu verulega samhliða því að draga úr atvinnuleysi. Hér hefur tekist betur til en margir þorðu að vona. Það þótti á sínum tíma djarft að ætla að draga svo hratt úr atvinnuleysinu að skilyrði fyrir 12 þúsund nýjum störfum til aldamóta yrðu sköpuð. Allt bendir til að það muni takast og gott betur. <BR> <DIV align=center><B>III.</B></DIV>Veikleikar okkar Íslendinga liggja, eins og áður sagði, á fjármagnsmarkaði, alþjóðavæðingu og í stuðningi við nýsköpun á sviði vísinda og tækni. Það er hins vegar á þessum sviðum sem gerðar hafa verið róttækar breytingar á síðustu misserum, breytingar sem munu án alls efa bæta samkeppnisstöðu okkar í framtíðinni og leggja grunn að efnahagslegum framförum fólks og fyrirtækja. <BR><BR><B>III.1 Fjármagnsmarkaður</B><BR>Á fjármagnsmarkaði stóðum við illa að vígi árið 1995. Samkeppni á milli banka var takmörkuð, vextir mjög háir og vaxtamunur hærri en í nokkru öðru landi OECD. Fjárfestingarlánasjóðum var skipt niður í hólf eftir atvinnugreinum. Viðskiptabankar bjuggu við ólík starfsskilyrði þar sem þeir lutu ekki allir aga hlutafélagaformsins. Ríkið var allsráðandi á markaðnum en sinnti þó ekki sem skyldi þeim anga hans þar sem ríkið hefur óhjákvæmilega hlutverki að gegna, en það er á fyrstu stigum nýsköpunar. <BR>Á fjármagnsmarkaði hafa breytingarnar verið hvað mestar á undanförnum þremur árum. Með hlutafélagavæðingu ríkisbankanna og sameiningu fjögurra fjárfestingarlánasjóða í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóð urðu tímamót. Þessum breytingum hafði verið beðið eftir í áratug. Þrátt fyrir áform síðustu ríkisstjórnar um sameiningu sjóðanna og formbreytingu ríkisviðskiptabankanna gekk hún ekki eftir fyrr en síðastliðið vor. <BR>Um sameiningu fjárfestingarlánasjóðanna var hart deilt. Nú hafa úrtöluraddir að mestu þagnað eða þá breyst í umkvartanir yfir vaxandi samkeppni. Fjárfestingarbankinn kemur vel út á fyrstu vikum æviferilsins. Þar blása ferskir vindar og hann mun veita viðskiptabönkum og sparisjóðum mikla samkeppni, til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf og heimilin í landinu. Nýsköpunarsjóður hefur fengið tugi umsókna frá áramótum og ljóst að verkefnaskortur mun ekki hrjá hann. <BR>Markmið endurskipulagningar og einkavæðingar á íslenskum fjármagnsmarkaði hlýtur að hafa það að leiðarljósi að gera sem mest verðmæti úr þessum eignum þjóðarinnar og lækka vaxtamun og kostnað. Vaxtamunur hér á landi sem hlutfall af heildareignum er mun hærri en í Evrópu, eða um 4% á meðan vaxtamunur í Evrópu er yfirleitt um og yfir 2%. Það liggur ljóst fyrir að bankakerfið er of dýrt hér á landi. <BR><BR><B>III.2. Alþjóðavæðing</B><BR>Annar helsti veikleiki okkar er lítil alþjóðavæðing. Hér skiptir sköpum að erlend fjárfesting er minni en annars staðar, bæði í atvinnurekstri og í verðbréfaviðskiptum. Mikill árangur hefur orðið af markaðsstarfi á sviði stóriðju. Það er hins vegar langt í frá að ekki sé hugað markvisst að erlendri fjárfestingu á öðrum sviðum. Sérstök skrifstofa, Fjárfestingarskrifstofa Íslands, hefur það verkefni með höndum og er árangurinn af undirbúningsstarfi hennar þegar farinn að skila sér í nýjum fjárfestingum. <BR>Möguleikar Íslendinga eru á mun fleiri sviðum en í raforkufrekum iðnaði. Þannig má nefna mikla möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu, líftækni, fiskeldi og annarri sérhæfðri matvælaframleiðslu, smærri iðnferlum sem samnýta gufu og rafmagn og hugbúnaði svo fátt eitt sé nefnt. Samningur Íslenskrar erfðagreiningar við Hoffman-La Roche er einstakur og staðfestir að við eigum góða möguleika á erlendum fjárfestingum á öðrum sviðum en stóriðju. Samningur Hugvits og IBM um dreifingu á afurðum Hugvits á mörkuðum í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku er annað dæmi og mikilsverð viðurkennig fyrir íslenskan upplýsingaiðnað. Samningar sem þessir eru til þess fallnir að styrkja tiltrú á íslensku hugviti á erlendum mörkuðum og eru jafnframt ómetanleg hvatning fyrir aðra sem eru að feta sig á sömu braut.<BR>Hin hliðin á alþjóðavæðingunni er aukinn útflutningur og fjárfestingar Íslendinga erlendis. Þar hef ég beitt mér fyrir margvíslegum aðgerðum. Í fyrsta lagi er Nýsköpunarsjóðnum ætlað stórt hlutverk við fjárfestingar íslenskra aðila erlendis en það er eitt af þremur meginverkefnum sjóðsins. Í öðru lagi tekur viðskiptaráðuneytið þátt fyrir Íslands hönd í samningaviðræðum OECD um fjölþjóðlegan fjárfestingarsáttmála sem mun sérstaklega koma litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hyggja á landvinninga erlendis til góða. Í þriðja lagi hef ég beitt mér fyrir að hafin verði vinna við að endurskoða skattamál íslenskra fyrirtækja sem starfa erlendis þannig að heimflutningur hagnaðar verði auðveldari en nú er. Það tel ég að sé lykilatriði varðandi fjárfestingar erlendis. <BR>Ég er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að Fjárfestingarskrifstofa Íslands og Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar sameini krafta sína í eina öfluga skrifstofu sem hafi það hlutverk að laða erlenda fjárfesta til landsins. Ég á von á að sú sameining gangi í gegn á þessu ári. Mér finnst ástæða til að samhliða verði skoðað hvort þörf sé á að breyta starfsemi Útflutningsráðs, en sem kunnugt er mun markaður tekjustofn ráðsins, markaðsgjald, renna skeið sitt á enda um næstu áramót. Ég hef viðrað þessar hugmyndir mínar við utanríkisráðherra.<BR><BR><B>III.3. Vísindi og tækni</B><BR>Þriðja sviðið þar sem við stöndum höllum fæti er nýsköpun á sviði vísinda og tækni. Hér verður að gera bragarbót á. Rannsóknarstofnanir atvinnulífsins eru veigamikið tæki stjórnvalda til að styðja við atvinnulífið hvað varðar hagnýtingu vísinda- og tæknilegrar þekkingar. Mér hefur nokkuð þótt á það skorta að þar sé ávallt gætt nægilega að heildarhagsmunum atvinnulífsins, en afmarkaðir sérhagsmunir einstakra atvinnugreina fremur verið látnir ráða. <BR>Þetta er afleit staða og hefði ég kosið að samstaða gæti náðst um endurskipulagningu rannsóknarstofnana atvinnulífsins, sem hefði það að markmiði að til yrði, ein eða fleiri, sterk þverfagleg rannsókna- og þekkingarmiðstöð. Þar vildi ég sjá að sérstök áhersla væri lögð á hagnýtingu vísinda- og tækniþekkingar til raunverulegrar afurðasköpunar. Þetta felur í sér umtalsverða breytingu frá starfsháttum hefðbundinna rannsóknarstofnana í þá veru að stórefla hlutverk leiðsagnar, þekkingarmiðlunar og tækniyfirfærslu.<BR>Iðntæknistofnun hefur á undanförnum árum byggt upp veigamikla þekkingu og reynslu sem líta má á sem vísi að svona þekkingarmiðstöð. Þessa starfsemi vil ég efla og bíð eftir því að stjórn stofnunarinnar ljúki yfirstandandi stefnumótunarvinnu, sem m.a. hefur sem forsendu að þar verði til sterk þverfagleg þekkingarmiðstöð sem þjóni öllu atvinnulífinu.<BR>Með skipulagsbreytingum á Orkustofnun var, líkt og á Iðntæknistofnun, rannsóknarhluti stofnunarinnar fjárhagslega- og stjórnunarlega skilinn frá annarri starfsemi. Með þessu er stefnt að því að auka samkeppni um rannsóknir, efla rannsóknastarfsemi á frjálsum markaði og auka skilvirkni fjármagns sem varið er til rannsókna.<BR>Við megum hins vegar aldrei gleyma því að til að nýsköpunarstarf verði sem öflugast þarf gott samstarf að ríkja á milli atvinnulífsins annars vegar og rannsóknastofnana, menntastofnana og háskóla hins vegar. <BR> <DIV align=center><B>IV.</B></DIV>Ágætu fundarmenn.<BR>Ég vil að endingu sýna ykkur sviðsmynd sem ég hef dregið upp af mögulegum útflutningi þjóðarinnar uppúr miðjum næsta áratug. Boðskapurinn er sá að við höfum núna betri tækifæri til að styrkja stoðir íslensks efnahagslífs en nokkurn tíma áður og draga úr vægi sjávarútvegs í þjóðarbúskapnum. Hér er ekki verið að kasta rýrð á sjávarútveginn. Sjávarútvegur hefur haldið uppi góðum lífskjörum í þessu landi á seinni hluta aldarinnar og er betur rekinn en sjávarútvegur annarra þjóða. Hins vegar er óráðlegt að ætla að verðmæti útfluttra sjávarafurða geti vaxið hröðum skrefum frá því sem nú er. Þess vegna er okkur nauðsynlegt að byggja upp fleiri stoðir. <BR>Þessar nýju stoðir geta svo sannarlega verið fleiri en stóriðja. Stóriðja mun ekki halda uppi atvinnu í þessu landi á nýrri öld. Hún er hins vegar mikilvægur hlekkur í þeirri viðleitni okkar að byggja upp fjölbreyttari iðnað hér á landi. <BR>Í skýrslu Samtaka iðnaðarins, sem kynnt er hér á þessum fundi, kemur fram að útflutningur annarra vara en sjávarafurða verði að aukast um nær 80% á næstu tíu árum til þess að halda uppi hagvexti og jafnvægi í viðskiptum við útlönd. Ég held að þetta sé rétt mat.<BR>Í sviðsmynd minni er gert ráð fyrir að útflutningur hugbúnaðar sexfaldist á tíu árum, og hlutdeild hugbúnaðar í útflutningi verði þá komin í 3%, útflutningur iðnaðarvara annarra en stóriðju þrefaldist og hlutdeild þeirra aukist úr 5% í 9% og gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar rúmlega tvöfaldist og hlutur hennar aukist í 13%. Miðað er við að hlutdeild stóriðju aukist í 22% og er þá ekki gert ráð fyrir öðru en einu miðlungsstóru iðjuveri til viðbótar við þær fjárfestingar sem nú þegar eru ákveðnar. Hlutdeild sjávarútvegs fellur við þessa aukningu annarra greina úr 51% í 35% þrátt fyrir 2% árlegan vöxt útflutningsverðmætis sjávarafurða. <BR>Þessi mikla breyting á samsetningu útflutnings krefst þess að nýjar áherslur verði lagðar í atvinnumálaumræðunni og megináherslan lögð á bætta samkeppnisstöðu með endurnýjun mannauðsins, miðlun vísinda- og tækniþekkingar, sveigjanleika í innra skipulagi fyrirtækja, virkni markaðsaflanna, skipulagi fjármagnsmarkaðarins og aðlögunarhæfni vinnumarkaðarins.<BR>Ágætu fundarmenn. Ég vil að endingu þakka Samtökum iðnaðarins fyrir gott og árangursríkt samstarf á liðnum árum. Ég þakka áheyrnina. <BR><BR><BR><BR> <P></P>

1998-01-22 00:00:0022. janúar 1998Ávarp við opnun Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P align=center><BR>I.</P>Ágætu stjórnendur og starfsmenn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, aðrir samkomugestir.<BR>Um síðustu áramót urðu þáttaskil á íslenskum fjármagnsmarkaði. Gömlu ríkisviðskiptabönkunum Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands var breytt í hlutafélög og fjórir fjárfestingarlánasjóðir sameinuðu starfsemi sína í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Hér í dag fögnum við þeim áfanga að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur starfsemi sína með formlegum hætti. <BR>Þessum breytingum á íslenskum fjármagnsmarkaði voru strax í upphafi sett skýr markmið: <UL> <LI>Í fyrsta lagi að draga úr umsvifum ríkisins í almennri fjármálastarfsemi og leggja af ríkisábyrgðir. <LI>Í öðru lagi að brjóta niður þá múra sem verið hafa á fjármagnsmarkaðinum á milli einstakra atvinnugreina. <LI>Í þriðja lagi að greina á milli og skýra ábyrgð þróunar- og áhættufjármögnunar annars vegar og almennrar fjármálastarfsemi hins vegar. <LI>Í fjórða lagi að efla framboð áhættufjármagns fyrir atvinnulífið og <LI>í fimmta lagi að ná fram hagræðingu á fjármagnsmarkaðinum með aukinni samkeppni, sem á að skila sér í ódýrari og betri fjármálaþjónustu fyrir atvinnulífið.</LI></UL> <DIV align=center>II.</DIV>Auk starfrækslu tryggingardeildar útflutningslána verður starfssvið Nýsköpunarsjóðsins í meginatriðum tvíþætt: <UL> <LI>Annars vegar þátttaka í arðvænlegum fjárfestingarverkefnum með íslenskum og erlendum fyrirtækjum. <LI>Hins vegar stuðningur við forathuganir, vöruþróunar- og kynningarverkefni.</LI></UL>Nýsköpunarsjóði er fyrst og fremst ætlað að starfa sem áhættufjármagnssjóður. Í því felst að hann leggur fram fjármagn í formi hlutafjár eða lána með sambærilegum kjörum og hlutafé hvað varðar áhættu og arðsemisvon. Í hlutafélagaforminu er fólginn mikill styrkur því það gefur ramma um aðhald og eftirlit með verkefnunum. Þess vegna er eðlilegt að sjóðurinn taki þátt í félögum með kaupum á hlutafé. <BR>Af þessu leiðir að þátttaka Nýsköpunarsjóðs í fjárfestingarverkefnum er ekki hefðbundin stofnlánastarfsemi. Sjóðurinn beinir sjónum sínum fyrst og fremst að áhættumeiri fjárfestingarverkefnum á fyrstu stigum vaxtar, þ.e. á þeim stigum þar sem hefðbundin áhættufjármagnssjóður starfa ekki. Honum er því <U>ekki </U>ætlað að keppa við aðra fjárfesta, sem nú þegar hafa á farsælan hátt markað sér veigamikið hlutverk á síðari stigum áhættufjárfestinga, eins og t.d. Aflvaki, Þróunarfélagið, Burðarás og Eignarhaldsfélag Alþýðubankans hafa svo ágætlega gert. Sjóðurinn mun jafnframt styðja við vöruþóun og ýmis konar forathuganir og hagkvæmiathuganir, þar sem minni kröfur eru gerðar til beins arðs eða endurgreiðslu fjárframlaga, enda þótt ætla megi að þau geti leitt til arðsamra fjárfestinga eða framleiðslu síðar meir.<BR>Nýsköpunarsjóðurinn mun sinna vandaðri áhættufjárfestingu á grundvelli þeirra meginreglna sem beitt hefur verið með góðum árangri á þróaðri mörkuðum en okkar. Nýsköpunarsjóðurinn er sem sagt sjóður sem fjárfestir á faglegum grunni þar sem arðsemisvon er í takt við áhættu.<BR>Í umfjöllun Alþingis um frumvarp um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og í þeim starfsreglum sem nú hafa verið staðfestir kemur skýrt fram að Nýsköpunarsjóði er ætlað sérstakt hlutverk á íslenskum fjármálamarkaði á frumstigum fjárfestingar í íslenskum fyrirtækjum. Það er síðan á ábyrgð stjórnenda sjóðsins hvernig tekst til.<BR> <DIV align=center>III.</DIV>Sú breyting sem nú hefur orðið á rekstrarformi ríkisviðskiptabankanna og fjárfestingalánasjóðanna er mér vissulega kærkomin. Jafnframt er mér í mun að áfram verði haldið við að ryðja burtu þeim múrum sem enn eru á milli atvinnugreinanna. Hætta verður að meta alla hluti út frá einangruðum sérhagsmunum einstakra atvinnugreina. Í stað þess þurfum við öll að opna augu okkar fyrir því að það er miklu meira sem sameinar atvinnugreinarnar en skilur þær að. Þetta hefur tekist vel í þeim tilvikum þar sem reynt hefur á þetta<I>. Átak til atvinnusköpunar</I> og <I>Samstarfsvettvangur sjávarútvegs og iðnaðar </I>eru góð<I> </I>dæmi um hvernig til hefur tekist. <BR><I>Átak til atvinnusköpunar</I> er samstarfsverkefni iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs, sem starfrækt hefur verið síðastliðin tvö ár. Þótt aðstandendur þess samstarfs hafi átt rætur í hefðbundnum iðnaði studdi það fyrst og fremst lítil og meðalstór fyrirtæki og nutu mörg fyrirtæki úr öðrum greinum, t.d. úr sjávarútvegi, ferðaþjónustu og landbúnaði, góðs af því. Nú eru gömlu samstarfsaðilarnir, þ.e. sjóðir iðnaðarins, horfnir af sjónarsviðinu. Brýnt er að halda þessu starfi áfram. Nýsköpunarsjóður mun taka upp merki þeirra og halda áfram því uppbyggingarstafi sem þeir unnu að og áttu vissulega sinn hlut í að koma á fót. Hér er ég fyrst og fremst að hugsa um mikilvæga verkefnaflokka eins og Vöruþróun, Frumkvæði-framkvæmd, Snjallræði, og Samstarfsvettvang sjávarútvegs og iðnaðar. Allt eru þetta verkefni sem unnið hafa sér traust og virðingu þeirra sem til þekkja.<BR> <DIV align=center>IV.</DIV>Ágætu samkomugestir,<BR>Ekki þarf að fara mörgum orðum um nauðsyn þess að Nýsköpunarsjóður myndi sterk tengsl við rannsóknar- og þróunarumhverfið hér á landi. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að gott samstarf myndist við atvinnulífið og samtök þeirra. Það kemur bæði til af því að uppspretta nýsköpunar er gjarnan að finna í frjóum nýsköpunarjarðvegi stærri fyrirtækja og nauðsyn þess að fá fagfjárfesta til samstarfs um fjárfestingu á frumstigi með öflugri þáttöku í framtakssjóði Nýsköpunarsjóðs.<BR>Það er trú mín og vissa að tilkoma Nýsköpunarsjóðs muni leiða til efldrar nýsköpunar og aukinnar sóknar og uppbyggingar íslensks atvinnulífs, m.a. með erlendri samvinnu. Það mun hvíla á herðum stjórnar og starfsliðs sjóðsins að búa svo um hnútana að það takist. Ég vil nota tækifærið að þakka stjórn og framkvæmdastjóra gott samstarf við mótun reglugerðar um sjóðinn og reglna um einstaka þætti í starfsemi hans.<BR>Ég lít svo á að Nýsköpunarsjóður sé fyrsta skrefið í átt að breyttu nýsköpunarumhverfi hér á landi. Óhætt er að segja að stofnun sjóðsins sé mjög mikilvægt skref að því marki. Næsta skref er hins vegar að endurskipuleggja tækni- og rannsóknarstofnanir atvinnulífsins. Það er verkefni næstu ára. <BR>Megi gæfa og gott gengi fylgja Nýsköpunarsjóði í þeim vandasömum störfum sem framundan eru.<BR><BR>Takk fyrir.<BR><BR> <P></P>

1998-01-04 00:00:0004. janúar 1998Canadian and Icelandic Investment and Trade Opportunities.

<P> <P> <P> <P> <DIV align=center> <P><BR><BR><B>"Iceland - a fresh location</B><BR><B>for investment and trade</B><BR><B>with natural resources </B><BR><B>and specialized skills for growth"</B></P></DIV><BR><BR>Ladies and Gentlemen.<BR><BR><B>"New Opportunities - Period of Growth". </B><BR>The Icelandic economy is in a period of renewed and strong growth and I am pleased to present new opportunities for investment and trade in Iceland for canadian companies and investors. Further I express my hope that new opportunities between our countries will emerge in the new year.<BR>In regard of various business opportunities in Iceland I want to highlight the following: <UL> <LI>Iceland is a fresh location for investment with clean environment, clean renewable energy resources and access to fresh resources for food production. <LI>Iceland with its Mid Atlantic Location is even placed to serve the two largest market blocks, namely the European Economic area and NAFTA. <LI>Iceland provides excellent location for specialized production with a dedecated and highly educated labour force.</LI></UL>Iceland is one of the fastest growing economies in the OECD.<BR><BR>The dynamic growth of the economy is demonstrated by the following: <UL> <LI>Iceland is one of the fastest growing economy in the OECD group of countries as evidenced by an annual 5% GDP growth in Iceland for the period 1996-98 as compared to about 3% in the Nordic Countries and 2% in the EU. <LI>Investment levels have risen sharply and are now projected to be above the OECD average in this new year. <LI>Foreign direct investment in Iceland has increased rapidly with three new large scale projects being approved in the past 18 months. These include enlargement of two existing plants, as well as new large greenfield investment. These three projects total an investment of about 1 billion USD and the participants consist of European and US investors. </LI></UL><BR><B>"Iceland Welcomes Foreign Investment".</B><BR>The Government of Iceland welcomes foreign investment and views increased international cooperation as important to ensure sustained economic growth. As part of its wider economic policy, the current government is further liberalising the legislation on foreign investment, with the aim of diversifying the economy. <BR>Increased foreign direct investment is an important catalyst to transfer of management, technology and marketing know how.<BR><BR><B>"Liberalisation of the Investment Act". </B><BR>Freedom to invest has been the basic principle applied in Iceland since the first comprehensive foreign investment act was enacted in 1991. Icelandic legislation is aimed at creating a friendly investment environment for foreign investors and corporations. It assures: <UL> <LI>A full right to own property related to industrial investments <LI>Complete freedom of capital movements <LI>Full right to repatriation of profits</LI></UL><BR>The government is also ensuring a streamlined decision making procedure at all levels to help the entry of foreign investors to Iceland.<BR><BR><B>"Government emphasis on stability, employment and growth". </B><BR>Continued economic growth and the creation of employment have been the highest priorities of the Government of Iceland over the past years. The government is also determined to create conditions for a managable, long term growth based on open foreign trade and investment policy.<BR>Economic stability has been maintained and that is best seen by the fact that Iceland is one out of a select few countries in Europe which have met the European Monetary Union criteria for participation in European Monetary union. These criteria relate to: <UL> <LI>Public sector balance. <LI>Public sector debt. <LI>Inflation rate. <LI>Long term interest rates.<B> </B></LI></UL><BR>Price stability is being maintained in Iceland through a combination of a stable exchange rate policy and moderate wage settlements.<BR>This policy has ensured growth in new employment and a low unemployment rate of less than 4% as compared to about 9-10% in the nordic countries and Europe.<BR><BR><B>"Foreign Investment - Recent Trends".</B><BR>Foreign investment has played an important part in the industrial development in Iceland, in particular in the field of power intensive industries. Increased foreign investment in services, including financial services and the transport sector, are also evident. With the liberalisation of foreign investments being introduced this year, we see new areas of growth in: <UL> <LI>Food production, including aquaculture <LI>Energy and energy intensive industries <LI>Financial services <LI>Investments in the growing software industry in Iceland <LI>Tourism and health facilities <LI>Value added - retail processing. <LI>Specialized production of high tech equipment for fisheries sector.</LI></UL><BR><B>"Favourable Tax Rates". </B><BR>The Icelandic Corporate Tax rate is 33% and with liberal dividend payments the effective tax rate can be about 24-26%. Bilateral taxation arrangements with Canada provide for a 5% dividend tax on distributed profits.<BR><BR>Social security contributions and other wage related taxes are low in Iceland or about 40% compared to 70-90% in several European countries.<BR><BR><B>"European Location for Export Oriented Companies".</B><BR>Iceland is an island and more dependent on foreign trade than most other OECD countries. The total export from Iceland, as a percentage of GDP, have been above 30% while the same figure for Sweden was about 25% and for the United States about 10%. Total imports to Iceland as a percentage of GDP have been in the same range. Liberal world trade and active participation in common economic areas and liberal bilateral trade arrangements are therefore crucial for Iceland due to the vital importance of foreign trade to the Icelandic economy. <BR><BR>The European Economic Area Agreement with the European Union (The EEA) provides for wide-ranging economic cooperation and assures foreign investors of the basic EU freedoms regarding unrestricted movements of goods, persons, services and capital. Iceland is an active member of the European market, has implemented all important EU trade legislation and is participating in all aspects of European harmonisation of laws and regulation.<BR><BR><B>"The EEA and Foreign Investors". </B><BR>Iceland's membership of the EEA represents a guarantee for foreign investors. The Agreement makes adherence to EU provisions and conditions the norm in Iceland, thus providing for direct rights for non-national investors. This is controlled by seperate surveillance authority. A company from any other member countries of the EEA has the same right for operations in Iceland as an Icelandic registered company.<BR>The OECD capital codes provide all OECD companies the same basic rights with regard to investment and trade in Iceland as those afforded to EEA members. There Iceland can serve as an excellent location for Canadian companies to serve the European Market. Using Iceland as a base for further production can ensure duty free access to this large unified market.<BR><BR><B>"Trade and Investment between Iceland and Canada". </B><BR>Canada is one of Iceland's closest foreign partners. For centuries there have been strong cultural and political links dating back to the strong wave of Icelandic emigration to Canada in the 18th Century. This has however not lead to as strong commercial links as one would have expected. In particular foreign direct investment has not developed between the countries in the past. Only last year some direct investment has started mainly Icelandic companies investing in the Atlantic region of Canada.<BR><BR>Canada has for several years now however, been an import export market accounting for about 1% of our total exports. Our main exports are, not surprisingly, dominatet by fish and fish products and high tech equipments for the fisheries sector. Iceland's main imports from Canada are wood, paper and household goods.<BR><BR><B>"Bilateral Arrangements for Investment and Trade" </B><BR>In order to encourage trade and investments, various initatives are being taken to strengthen the bilateral arrangements between Canada and Iceland. <UL> <LI>Firstly, a new convention between Iceland and Canada for the avoidance of double taxation has been concluded and it will enter into force in 1998. The purpose of the convention is to encourage investments and trade through avoidance of double taxation. <B>)</B> <LI>Secondly, a new arrangement on trade and economic cooperation have recently been proposed between Iceland and Canada. The objectives are to enhance economic relations with trade in goods, services and investments and liberalize trade. A consultative group will be set up to ensure the fulfilment of the arrangement and to promote trade and investment. Both public and private sector participation is anticipatet in this Group. <LI>Thirdly, In regard to bilateral arrangements, I believe that regional programms of cooperation can be of great importance. One example is a programme sponsored by the Atlantic Canadian Islands, Iceland, the Fareo Island and the Isle of Man to enhance cooperation between SME's in these countries. </LI></UL><BR><B>"Strengthening Bilateral Relations" </B><BR>My hope is that cooperation between Icelandic and Canadian companies will continue to strengthen. I believe this can be achieved by: <UL> <LI>Icelandic companies using Atlantic Canada as basis for North American operation. <LI>Atlantic Canadian companies using Iceland as basis for North European operation. <LI>Cooperation on export of services.</LI></UL><BR>Again I express my hope that stronger ties will be developed between Canada, in particular the Atlantic region and Iceland. We should build on the excellent air and sea connections between Iceland and this region to foster increased cooperation on all levels.<BR><BR>Thank you.<BR><BR><BR><BR><BR><BR> <P></P>

1998-01-02 00:00:0002. janúar 1998Ávarp við opnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., 2. janúar 1998.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P> <DIV align=center><B></B></DIV><BR>Ágætu stjórnendur, starfsfólk og samgestir. Gleðilegt nýtt ár.<BR>Ég hygg að ársins 1997, sem nú er liðið í aldanna skaut, verði minnst sem eins mikilvægasta árs í sögu íslenskrar fjármálaþjónustu. Ársins, þegar teknar voru ákvarðanir um einhverjar umfangsmestu skipulagsbreytingar á íslenskum fjármálamarkaði, sem ráðist hefur verið í. Þegar ákveðið var að breyta gömlu ríkisviðskiptabönkunum, Landsbanka og Búnaðarbanka í hlutafélög og fjórir fjárfestingarlánasjóðir í eigu ríkisins voru sameinaðir í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf.<BR>Um leið var ákveðið að selja ætti allt að 49% af eignarhlut ríkisins í Fjárfestingarbankanum. Þær eru því dálítið broslegar þær fullyrðingar, sem heyrst hafa frá einum og einum, að með þessum breytingum sé ríkið að auka umsvif sín á fjármagnsmarkaðnum.<BR>Þessar skipulagsbreytingar urðu ekki fyrir tilviljun heldur var strax í upphafi, ætlunin að ná fram með þeim skýrum markmiðum, markmiðum sem mér finnst rétt við þetta tækifæri að rifja upp.<BR>Í fyrsta lagi er verið að draga úr umsvifum ríkisins í almennri fjármálastarfsemi með einkavæðingu en um leið að styrkja áhættufjármögnun í atvinnulífinu með stofnun Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.<BR>Í öðru lagi er tilgangurinn sá að brjóta niður þá múra sem verið hafa á fjármagnsmarkaðnum milli einstakra atvinnugreina.<BR>Í þriðja lagi að ná fram hagræðingu á fjármagnsmarkaðnum með aukinni samkeppni, sem á að skila sér í ódýrari og betri fjármálaþjónustu fyrir atvinnulífið.<BR>Með þessum breytingum eru bundnar vonir við að alþjóðleg samkeppnisstaða Íslands banti á þessu sviði. Á því er full þörf því uppbygging fjármagnsmarkaðar hefur verið einn af okkar helstu veikleikum í þessu samhengi.<BR>Það verður horft til þess árs sem nú er nýgengið í garð þegar metið verður hvernig til hafi tekist við skipulagsbreytingar og hvort þau markmið sem menn settu sér í upphafi hafi gengið eftir. Það verður með okkur fylgst úr öllum áttum og margir tilbúnir að gagnrýna. Þar munu þeir fremstir í flokki fara, sem finnst að þeim stafi ógn af starfsemi hins nýja banka. Smjörþefinn af því hafið þið nú þegar fengið.<BR>Á Fjárfestingabankann eru lagðar ríkar skyldur og við hann bundnar miklar vonir. Sakir stærðar sinnar, traustrar stöðu og lítillar yfirbyggingar á hann að geta veitt íslensku atvinnulífi bestu fáanlega þjónustu á kjörum sem standast erlenda samkeppni.<BR>Hann á um leið að veita bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem hér starfa verðuga samkeppni og þannig stuðla að hagkvæmni í rekstri þeirra, lækkun vaxta og annars kostnaðar, sem á að koma fólki og fyrirtækjum í landinu til góða. Fyrstu vísbendingar um þetta eru strax komnar fram því keppinautarnir eru nú þegar farnir að kveinka sér undan samkeppninni. Það er ekki hægt í einu orðinu að tala um mikilvægi samkeppninnar en í hinu að hafna henni.<BR>Til forystu í Fjárfestingarbankanum hefur valist ungt og áræðið fólk. Þetta unga fólk tekst nú á við spennandi og krefjandi verkefni. Með því verður fylgst af áhuga, ekki einungis af eigendum og samkeppnisaðilunum heldur einnig af atvinnulífinu og öllum þeim sem um áraraðir hefur verið ljós nauðsyn frekari framþróunar á íslenskum fjármagnsmarkaði. Síðast en ekki síst verður með bankanum fylgst af væntanlegum fjárfestum. Það verður því í höndum þessarar rösku ungu sveitar og stjórnar Fjárfestingabankans að skapa bankanum tiltrú á markaðnum, gera hann fýsilegan fyrir fjárfesta og gera sem mest verðmæti úr þessari eign þjóðarinnar.<BR>Ég vil því nota tækifærið, við opnun Fjárfestingabanka atvinnulífsins hf. til að óska stjórn og starfsliði bankans gæfu og gengis í sínum störfum. Um leið þakka ég fráfarandi stjórnum og stjórnendum þeirra stofnana sem nú eru leystar af hólmi, gifturíkt og óeigingjarnt starf í áratugi. Ekki síst forstjórum sjóðanna, sem nú hafa hætt starfsemi sinni; þeim Braga Hannessyni, Má Elíassyni og Þorvarði Alfonssyni. Hafið þökk fyrir.<BR> <P></P>

1997-12-23 00:00:0023. desember 1997Orka og iðnaður á Austurlandi.

<P> <P><BR><BR> <DIV align=center><I></I>&nbsp;</DIV><BR><B>Umbrotatímar í orkumálum</B><BR>Það er kunnara en frá þurfi að segja að miklir umbrotatímar eru í íslenskum orkumálum um þessar mundir. Kemur þar tvennt til. Í fyrsta lagi hefur tveggja áratuga kyrrstaða í stórnýtingu íslenskra orkulinda verið rofin. Í öðru lagi hefur gjörbreytt skipulag orkumála verið til umræðu, meðal annars í ljósi reynslu margra þjóða af því að virkja markaðsöflin á þessu sviði.<BR>Með nýju álveri Norðuráls og stækkun álversins í Straumsvík og járblendiverksmiðjunnar á Grundartanga bætast 2300 GWst. við raforkunotkun landsmanna, sem er um 40% aukning. Raforkunotkun Íslendinga um aldamótin verður þá komin í rúmar 7000 GWst., þar af um tveir þriðju hlutar til stóriðju. <BR>Þessir stóriðjusamningar eru hagstæðir fyrir þjóðarbúið og orkufyrirtækin. Þeir skapa fjölbreyttara atvinnulíf og flytja inn erlent fjármagn, tækniþekkingu og hundruð nýrra hálaunastarfa. Fjárhagsstaða Landsvirkjunar batnar einnig og fyrirtækið er því betur í stakk búið að lækka orkuverð til almenningsveitna.<BR><BR><B>Staða Austurlands</B> <BR>Íslendingar hafa enn ekki nýtt nema lítinn hluta orkulinda landsins og eiga því mikla möguleika á að efla iðnað, stóran sem smáan, sem nýtir hina umhverfisvænu orku landsins. Þörf er á að nýta orkulindirnar eins og samræmst getur stefnu okkar í efnahags- og umhverfismálum. Orkufrekur iðnaður þarf þó ekki ætíð að vera stór í sniðum. Sem velheppnað dæmi um minni iðnað sem nýtir umhverfisvæna orku er þurrkun harðviðar á Húsavík.<BR>Til þessa hafa stóriðjuver einungis verið reistar á Faxaflóasvæðinu, þó svo hugmyndir hafi lengi verið uppi um stóriðju á landsbyggðinni, sér í lagi á Reyðarfirði. Ég er þeirrar skoðunar að stefna eigi að því að næsta raforkufreka stóriðja rísi á Reyðarfirði. Jafnframt á að stefna að því að minni iðjuver, sem hæfa aðstæðum á hverjum stað, rísi við stærri byggðakjarna á Norðurlandi og Suðurlandi. Hins vegar ætti ekki að leggja áherslu á uppbyggingu stærri iðnaðar á Faxaflóasvæðinu, nema í tengslum við stækkun fyrirliggjandi verksmiðja og þau verkefni sem nú eru í lokaathugun, svo sem magnesíumverksmiðjan á Reykjanesi.<BR>Margar ástæður eru fyrir því að næsta raforkufreka stóriðja rísi á Reyðarfirði. Fyrst má nefna nálægð við virkjanasvæði. Næsta raforkufreka stóriðja þarf óhjákvæmilega á raforku frá virkjunum norðan Vatnajökuls að halda. Kostnaður við flutning raforkunnar til Reyðarfjarðar er mun minni en til annarra mögulegra stóriðjusvæða. Að auki eru góðar iðnaðarlóðir á Reyðarfirði, góðar aðstæður til hafnargerðar og hagstæð lega Austfjarða með tilliti til siglinga til Evrópu. Síðast en ekki síst er rétt að nefna þá möguleika sem fyrir hendi hendi eru á Austfjörðum til að skapa öflugan byggðakjarna sem getur tekið við stóru iðjuveri. Nú núverið tóku íbúar Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Neskaupstaðar þá skynsamlegu ákvörðun að sameinast í eitt sveitarfélag. Það liggur beint við að í framtíðinni myndist enn stærri kjarni; 10-15 þúsund manna kjarni sem næði jafnframt til Egilsstaða, Seyðisfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og tengdist saman með jarðgöngum. <BR><BR><B>Hugsanlegir stóriðjukostir á Reyðarfirði</B><BR>Á þessu ári hefur verið rætt um fjögur verkefni á Reyðarfirði. Það verkefni sem lengst er komið, og mesta athygli fengið, er álver Norsk-Hydro. Nú stendur yfir sameiginleg athugun íslenskra stjórnvalda, Landsvirkjunar, MIL og Norsk-Hydro á byggingu stórs álvers á Íslandi. Hugmyndin felst í stofnun tveggja sjálfstæðra fyrirtækja með mismunandi eignaraðild, annað um álverið og hitt um orkufyrirtækið. Álverið yrði í meirihlutaeigu Norsk-Hydro og íslenskra fjárfesta. Orkufyrirtækið yrði verkefnafjármagnað með blandaðri eignaraðild raforkufyrirtækja og stofnanafjárfesta. Ríkið mundi ekki gangast í ábyrgð fyrir heildarskuldum orkufyrirtækisins eins og nú er raunin með Landsvirkjun og reksturinn yrði að standa undir endurgreiðslu lána. Framleiðslugeta álversins yrði í upphafi a.m.k. 200 þúsund tonn, fjárfesting í álveri í virkjunum hefur verið áætluð um 100 milljarðar og starfsmannafjöldi yrði hátt í 600 manns. Hagkvæmniathugun mun ljúka á fyrri hluta næsta árs.<BR>Fleiri fjárfestar hafa sýnt Reyðarfirði áhuga. Þannig hefur rússneskt-bandarískt einkafyrirtæki, MD-Seis, sýnt áhuga á að reisa olíuhreinsunarstöð á Reyðarfirði. Ég hef þó sett fram þá skoðun mína að starfsemi af þessu tagi, sem ekki er raforkufrek, eigi betur heima annars staðar á landinu. Hugmynd MD-Seis er að hreinsa olíu hér á landi í leið frá olíuríkum Barentshafshéruðum Rússlands til markaða í Evrópu og Bandaríkjunum. Olíuhreinsunarstöð gæti verið fjárfesting fyrir allt að 70 milljarða og skapað 300-400 störf. Hagkvæmniathugun mun ljúka nú um áramótin.<BR>Erlend fyrirtæki hafa einnig sýnt áhuga á að kanna möguleika á slípiefnaframleiðslu hérlendis og hefur Reyðarfjörður verið nefndur í því sambandi. Fjárfesting í slíkri verksmiðju væri væntanlega um 25 milljarðar og starfsmannafjöldi um 70.<BR>Að síðustu má nefna að MIL er að hefja endurskoðun á hagkvæmni þess að reisa kísilmálmbræðslu á Reyðarfirði. Fyrir níu árum voru áform um byggingu slíkrar verksmiðju lögð til hliðar eftir að markaðsverð á kísilmálmi lækkaði. Eftirspurn eftir kísilmálmi hefur nú aukist aftur og því þykir rétt að skoða málið að nýju.<BR><BR><B>Niðurlag</B><BR>Ljóst er að meiri áhugi er meðal erlendra fjárfesta á að reisa iðjuver á Reyðarfirði en um mjög langt skeið. Eins og reynslan sýnir er þó varhugavert að spá fyrir um árangurinn. Þar spilar margt inn, ekki síst vilji heimamanna til að taka á móti slíkum iðjuverum.<BR><BR><BR><BR><BR><BR><BR> <P></P>

1997-11-21 00:00:0021. nóvember 1997Grein í Byggiðn

<p> </p> <div style="text-align: center;"> <p><strong>I. Inngangur.</strong></p> </div> Byggingariðnaðurinn hefur ekki farið varhluta af þeim sveiflum sem gengið hafa yfir efnahag þjóðarinnar á undangengnum árum. Þótt breytingar í efnahagslegri afkomu snerti alla þegnana að einhverju marki er þó sennilegt að byggingariðnaðurinn finni meira fyrir slíkum lægðum og hæðum en flestar aðrar greinar. <br /> <br /> Eftir langvinnt samdráttarskeið í upphafi áratugarins gengur nú flest byggingariðnaðinum í haginn. Ein helsta ástæða þess eru framkvæmdir sem tengjast byggingu nýrra iðjuvera og orkumannvirkja. Í ljósi þessa hef ég kosið að gera framkvæmdum þessum nokkur skil í þessari grein. Ástæða er þó að benda á að þrátt fyrir að stóriðjuumræðan hafi verið fyrirfararmest í almennri umfjöllun eru margir aðrir iðjukostir í athugun hjá stjórnvöldum, á vegum sveitarstjórna, veitufyrirtækja o.fl. <br /> <br /> <div style="text-align: center;"><strong>II. Þrjú ný iðjuver.</strong></div> Hinn mikli uppgangur í byggingariðnaði hefur ekki hvað síst verið vegna stórfelldra framkvæmda á sviði orku- og stóriðjuframkvæmda síðastliðin tvö ár. Þegar samningurinn um stækkun álvers<em> Ísal</em> var undirritaður í nóvember 1995 var loks séð fyrir endann á margra ára stöðnun, en þá voru liðin 12 ár frá því bygging Blönduvirkjunar hófst. <br /> <br /> Framkvæmdir við stækkun álversins hófust snemma á árinu 1996. Þær gengu mun betur en ráð var fyrir gert og varð framkvæmdakostnaður nærri 10% lægri en áætlanir. Í heild varð verkið um þrem mánuðum á undan áætlun, sem er góður vitnisburður fyrir íslenskan byggingariðnað. Segja má að þarna hafi íslenskir framkvæmdaaðilar, tæknimenn og iðnaðarmenn sýnt að þeir voru fyllilega sambærilegir við það besta sem aðrar iðnvæddar þjóðir geta boðið upp á. Frammistaða íslenskra byggingarmanna í Straumsvík var veigamikill þáttur í að efla trú þeirra fjárfesta sem á eftir fylgdu á íslenskri verkkunnáttu.<br /> <br /> Í apríl á þessu ári, eða rúmu ári eftir að stækkunin í Straumsvík hófst, byrjuðu framkvæmdir við álbræðslu<em> Norðuráls</em> á Grundartanga. Þær hafa gengið vel og eru í samræmi við áætlanir sem miða við að rekstur verksmiðjunnar hefjist í júní á næsta ári. Lóðarframkvæmdum er nánast lokið og steypuvinna við kerskála er rúmlega hálfnuð. Um miðjan september var byrjað að reisa yfirbyggingu kerskálans sem á að ljúka í byrjun apríl. Jafnframt er hafin vinna á hafnarsvæðinu með steypingu súrálstanka og lengingu hafnarbakkans sem á að ljúka í júní. <br /> <br /> Eins og sjá má af þessu fer háannatími framkvæmdanna á Grundartanga í hönd og er gert ráð fyrir að um 400 iðnaðar- og verkamenn verði við vinnu á svæðinu þegar þeir verða flestir á fyrsta ársfjórðungi 1998.<br /> <br /> Væntanlega munu slög byggingarmanna á Grundartanga ekki þagna er líður á næsta ár þótt framkvæmdum Norðuráls ljúki þá. Vonir standa til að þau hafi aðeins fært sig um set og að þá verði unnið að stækkun verksmiðju <em>Íslenska Járnblendifélagsins.</em> Hér er um að ræða þriðja ofn verksmiðjunnar. <br /> <br /> Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir endanleg ákvörðun um stækkunina þótt allar líkur bendi til að af henni verði. Nú er unnið að lokaáætlun um verkið sem felur í sér hönnun ofnsins og þess búnaðar sem tengist honum. Jafnframt er unnið að endanlegum áætlunum um kostnað, verktíma, mannaflaþörf og arðsemi. Þá tekur við lokahönnun og gerð útboðsgagna og má vænta þess að verkið verði boðið út í byrjun næsta árs. Miðað við þetta gangi eftir ætti jarðvinna og steyping undirstaðna að geta hafist á fyrri hluta ársins. Áætlað er að starfsmenn á byggingarstað verði um 140 þegar mest er á síðari hluta næsta árs og fram á árið 1999. <br /> <br /> Þessar þrjár framkvæmdir hafa fallið nokkuð vel saman, sem er mikilvægt til að fá hámarksnýtingu á innlendu vinnuafli og tækjabúnaði. Það er líka mikilvægt til að komast hjá óþarfa þenslu sem oft er fylgifiskur tímabundinna stórframkvæmda. Upphaf framkvæmda Norðuráls var gott framhald framkvæmdanna í Straumsvík og útlit er fyrir að verulega verði farið að draga úr verkþunga við álver Norðuráls þegar framkvæmdir við þriðja ofn Járnblendifélagsins ná hámarki.<br /> <br /> <div style="text-align: center;"><strong>III. Orkuöflun vegna nýrrar stóriðju.</strong></div> Orkuþörf þessara nýju iðjuvera þarf að mæta með samsvarandi orkuframkvæmdum. Alls er orkuþörf iðjuveranna um 2.400 GWst. á ári, sem svarar til rúmlega þriggja Blönduvirkjana. Það sem greinir þessar framkvæmdir frá fyrri orkuframkvæmdum er að nú er unnt að ná betri nýtingu tiltæks vatns og eldri orkuvera. Með aukningu miðlunarrýmis fyrir vatnsforðann og með endurbótum á eldri virkjunum verður um þriðjungi orkuþarfarinnar sinnt. <br /> <br /> Til þess að nýta vatnið í Blöndu betur hefur <em>Blöndustífla</em> verið hækkuð um fjóra metra og miðlunarrými fyrir virkjunina þannig aukið úr 200 Gl í 400 Gl, sem jók orkuvinnslugetu stöðvarinnar um 160 GWst. á ári.<br /> <br /> Á sama hátt er tilgangur 5. áfanga <em>Kvíslaveitu&nbsp;</em>sá að nýta vatn Þjórsár betur. Framkvæmdir þar hófust vorið 1996 og lauk því verki nú í haust. Verkið felst í því að Þjórsá er stífluð suðaustan Hofsjökuls og vatninu veitt um kerfi skurða til Þórisvatns þar sem því verður miðlað eftir þörfum til virkjananna neðar. Fyrst rennur vatnið úr Þórisvatni til Sigölduvirkjunar, þaðan til Hrauneyjafossvirkjunar sem er rétt neðar í Tungnaá. Þaðan fer vatnið í Sultartangalón sem er við ármót Tungnaár og Þjórsár og verður aðalmiðlunin fyrir Sultartangavirkjun. Frá Sultartangavirkjun rennur vatnið til Búrfellsvirkjunar. Með tilkomu þessa 5. áfanga Kvíslaveitu vex orkuvinnslugeta þessara stöðva um 290 GWst. á ári.<br /> <br /> <em>Hágöngumiðlun</em> gegnir sama hlutverki og Kvíslaveitan. Hágöngumiðlun verður 385 Gl miðlun í Köldukvísl norðaustan Syðri-Hágöngu, en úr því er vatni miðlað niður til Þórisvatns og þaðan til virkjananna eins og áður er rekið. Áætlanir gera ráð fyrir að hægt verði að byrja að safna vatni í lónið um miðjan júlí og ljúka framkvæmdum að fullu í nóvember 1998. Miðlunin mun auka orkuvinnslugetu raforkukerfisins um 200 GWst. á ári.<br /> <br /> <em>Búrfellsvirkjun</em> er nú komin hátt á þrítugsaldur og þótt hún hafi lítið látið á sjá á þeim tíma hafa tækninýjungar gert það mögulegt að bæta nýtni stöðvarinnar. Með því að skipta um vatnshjól í aflvélum Búrfellsstöðvar, auka rennsli og endurnýja hluta rafala, spenna og ýmsan annan búnað stöðvarinnar er unnt að auka afl hennar um 60 MW og orkuvinnsluna um 90 GWst. á ári. Fyrsta vélin með nýju vatnshjóli var gangsett í mars sl. og er nú lokið endurnýjun fjögurra aflvéla af sex.<br /> <br /> Í tengslum við stóriðjuna verður byggð ein ný vatnsaflsvirkjun, Sultatangavirkjun, ný jarðvarmavirkjun til raforkuframleiðslu á Nesjavöllum og lokið við Kröfluvirkjun.<br /> <br /> <em>Sultartangavirkjun</em> er skammt ofan Búrfells, neðan ármóta Þjórsár og Tungnaár. Uppsett afl virkjunarinnar verður 120 MW í tveim aflvélum, 60 MW hvor. Með tilkomu virkjunarinnar verður orkuaukning í raforkukerfi landsins um 800 GWst. á ári. Gerðir hafa verið allir meiri háttar verksamningar um byggingarvinnu og um kaup og uppsetningu véla og rafbúnaðar. Byrjað var að grafa fyrir stöðvarhúsi og jöfnunarþró um miðjan apríl sl. og í kjölfarið fylgdi gröftur skurða og gerð jarðganga. Framkvæmdir hafa verið skv. áætlun og er að því stefnt að fyrri vélin verði tekin í notkun í október 1999 og sú seinni í janúar árið 2000. Í september sl. unnu rúmlega 100 manns á byggingarstað en gera má ráð fyrir að þeir verði flestir um 350 á árinu 1999.<br /> <br /> Á <em>Nesjavöllum</em> standa yfir framkvæmdir við stækkun varmaorkuvers úr 150 MW (varmaorka) í 200 MW og byggingu raforkuvers með 2 x 30 MW afli. Samkvæmt fyrirliggjandi samningum á fyrri vélasamstæða raforkuversins að hefja framleiðslu inn á net Landsvirkjunar í október 1998 og sú síðari í janúar 1999. Á Nesjavöllum hafa verið boraðar 18 holur og fæst úr þeim næg orka fyrir orkuverið og er undirbúningur og framkvæmdir nokkurn veginn samkvæmt áætlun.<br /> <br /> Nú hyllir undir að unnt verði að ljúka við byggingu <em>Kröfluvirkjunar</em>, en horfið var frá niðursetningu 2. vélar virkjunarinnar á sínum tíma vegna eldsumbrota og breytinga í efnasamsetningu jarðvatnsins sem tengdust þeim. Með tilkomu vélarinnar eykst afl virkjunarinnar um 30 MW og orkuvinnslugetan um 240 GWst. á ári. Verkinu verður skipt í tvo áfanga. Fyrsta áfanga er lokið, en í honum fólst öflun lágþrýstigufu og uppsetningu vélarinnar. Seinni áfangi felst í öflun háþrýstigufu sem þarf til fullrar nýtingar afls vélarinnar. Báðum áföngum á að vera lokið í september 1998.<br /> <br /> <div style="text-align: center;"><strong>IV. Þjóðhagsleg áhrif umsaminna framkvæmda.</strong></div> Á meðfylgjandi töflu er yfirlit um heildarfjárfestingar í iðjuverum og orkuframkvæmdum sem tengjast þeim og yfirlit um þjóðhagsleg áhrif þessara framkvæmda. Af 52 milljarða kr. heildarfjárfestingu eru um það bil 25 milljarðar kr. í orkuframkvæmdum en 27 milljarðar kr. í iðjuverum<br /> <br /> <table width="100%" border="1"> <tbody> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;"></td> <td style="width: 18%;"> <div style="text-align: center;"><strong>ÍSAL</strong></div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;"><strong>Norðurál</strong></div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;"><strong>Járnblendið</strong></div> </td> <td style="width: 17%;"> <div style="text-align: center;"><strong>Samtals</strong></div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;"><strong>Framkvæmdir</strong></td> <td style="width: 18%;"> <div style="text-align: center;"><strong>1996-1997</strong></div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;"><strong>1997-2000</strong></div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;"><strong>1998-2000</strong></div> </td> <td style="width: 17%;"></td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;"></td> <td style="width: 18%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 17%;"></td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;">Framlag til landsframleiðslu</td> <td style="width: 18%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 17%;"></td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;">- Í ma. kr. ári</td> <td style="width: 18%;"> <div style="text-align: center;">4,0</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">4,0</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">1,5</div> </td> <td style="width: 17%;"> <div style="text-align: center;">9,5</div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;">- Hlutfall</td> <td style="width: 18%;"> <div style="text-align: center;">0,8%</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">0,8%</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">0,3%</div> </td> <td style="width: 17%;"> <div style="text-align: center;">1,9%</div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;"></td> <td style="width: 18%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 17%;"></td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;">Útflutningur</td> <td style="width: 18%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 17%;"></td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;">- Í ma. kr. á ári</td> <td style="width: 18%;"> <div style="text-align: center;">7,3</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">6,8</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">1,7</div> </td> <td style="width: 17%;"> <div style="text-align: center;">15,8</div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;">- Hlutfall af vöruútflutningi 1996</td> <td style="width: 18%;"> <div style="text-align: center;">5,8%</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">5,4%</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">1,3%</div> </td> <td style="width: 17%;"> <div style="text-align: center;">12,5%</div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;"></td> <td style="width: 18%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 17%;"></td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;">Fjárfesting</td> <td style="width: 18%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 17%;"></td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;">- Í ma. kr. á framkvæmdatíma</td> <td style="width: 18%;"> <div style="text-align: center;">16</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">30</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">6</div> </td> <td style="width: 17%;"> <div style="text-align: center;">52</div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;">- Hlutfall af fjárfestingu 1996</td> <td style="width: 18%;"> <div style="text-align: center;">19%</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">35%</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">7%</div> </td> <td style="width: 17%;"> <div style="text-align: center;">61%</div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;"></td> <td style="width: 18%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 17%;"></td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;">Mannafli</td> <td style="width: 18%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 16%;"></td> <td style="width: 17%;"></td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;">- Ársverk við framkvæmdir</td> <td style="width: 18%;"> <div style="text-align: center;">750</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">1300</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">300</div> </td> <td style="width: 17%;"> <div style="text-align: center;">2350</div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td style="width: 33%;"><strong>- </strong>Frambúðarstörf</td> <td style="width: 18%;"> <div style="text-align: center;">80</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">150</div> </td> <td style="width: 16%;"> <div style="text-align: center;">30</div> </td> <td style="width: 17%;"> <div style="text-align: center;">260</div> </td> </tr> </tbody> </table> <br /> <div style="text-align: center;"><strong>V. Framtíðarhugmyndir um virkjanir á Þjórsár- Tungnaár svæðinu.</strong></div> Meginþungi virkjunarframkvæmda okkar hafa miðað að því að nýta sem best hagstæð skilyrði til orkuöflunar á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár. Nú eru þar þrjár virkjanir í rekstri, Búrfellsvirkjun, Sigölduvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun, og sú fjórða, Sultartangavirkjun, bætist fljótlega í hópinn. Með þessu er þó vatnið úr Þórisvatnsmiðlun, og fallið þaðan niður fyrir Búrfellsvirkjun, ekki að fullu nýtt. <br /> <br /> Einhvern tímann síðar verður væntanlega unnt að byggja tvær virkjanir til viðbótar í þessum vatnsvegi án þess að í frekari framkvæmdir þurfi að ráðast vegna miðlana. Þessar virkjanir eru Vatnsfellsvirkjun sem nýtir fallið milli Þórisvatns og Sigölduvirkjunar og Búðarhálsvirkjun sem nýta myndi fallið á milli Hrauneyjafossvirkjunar og Sultartangavirkjunar. <br /> <br /> Í þjórsá, ofan ármóta við Tungnaá, hafa nokkrir virkjunarmöguleikar komið til álita. Þær hafa tekið breytingum sem m.a. hafa mótast af aukinni vitund um verndun Þjórsárvera og aukinni þekkingu á nýjum byggingaraðferðum, t.d. jarðgangagerð. Á meðfylgjandi mynd sem sýnir núverandi og fyrirhugaðar virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu er m.a. eldri hugmynd um stórvirkjun í Gljúfurleit á Gnúpverjaafrétti sem nýtti allt fallið milli Norðlingaöldu og Sultartangalóns. Þessi hugmynd hefur nú vikið fyrir annarri sem felst í því að vatn úr Þjórsá, sem miðlað yrði úr Norðlingaöldumiðlun, fari um jarðgöng í Þórisvatnsmiðlun og nýtist til orkuframleiðslu í öllum virkjununum sex sem að framan greinir.<br /> <br /> <br /> <p>&nbsp;</p>

1997-11-13 00:00:0013. nóvember 1997Afhending verðlauna Lagnafélags Íslands, 13. nóvember 1997.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <DIV align=center> <P><B>"Lofsvert lagnaverk 1997"</B><BR></P></DIV><BR><BR>Ágætu samkomugestir.<BR><BR>Það hefur vakið athygli mína, um nokkurra ára skeið, hversu ötulir lagnamenn hafa verið í því að uppfræða almenning um nýjungar á fagsviði sínu. Þeir hafið markvisst miðlað af faglegri reynslu sinni og ítrekað varað við mistökum sem þeir hafið orðið varir við í starfi sínu.<BR><BR>Hér vísa ég m.a. til vikulegra lagnafrétta í einu dagblaðanna, sem ég hef ekki, frekar en svo fjölmargir aðrir, komist hjá að sjá og lesa. Ekki hefur heldur farið fram hjá mér tíðar auglýsingar ykkar lagnamanna um hverskonar fræðslufundi sem þið hafið haldið víðsvegar um landið.<BR><BR>Ástæða þess að ég geri þetta að umræðuefni er að endurmenntun siptir okkur öll stöðugt meira máli vegna örra framfara og stöðugra breytinga þar sem lausnir úreldast nú fljótar en nokkru sinni fyrr. Slík endurmenntun er augljóslega mikilvæg fyrir ykkur fagmennina sjálfa sem starfa við lagnir, en fræðslan er einnig mikilvæg fyrir almenning sem að öllu jöfnu hugsa lítið um þessi mál. Þetta framtak skyldi enginn vanmeta. Hinn almenni neytandi þarf að hafa aðgang að fræðsluefni um lagnamál, sem og önnur málefni sem snerta daglegt líf hans. Það eykur þekkingu hans og eflir vitund hans um eigin hagsmuni. Síðast en ekki síst eykur þessi fræðasla virðingu neytenda fyrir þessari dularfullu og vandskildu starfsgrein og leiðir til þess að til verður kröfuharður og meðvitaður hópur neytanda sem gerir sér gamlar og úreltar lausnir ekki að góðu.<BR>Sú athöfn sem við erum samankomnir til hér í dag er grein af sama meiði. Á hana má líta sem enn eina hvatningu Lagnafélags Íslands til að gera enn betur. Hún er jákvætt framtak þar sem fram fyrir skjöldu eru dregin tvö verk sem eru hönnuðum og iðnaðarmönnum til sóma og öðrum til eftirbreytni.<BR><BR>Ég óska verðlaunahöfum til hamingju með verðskuldaðan árangur og Lagnafélaginu alls velfarnaðar í áframhaldandi uppbyggingarstarfi á komandi árum.<BR><BR> <P></P>

1997-10-24 00:00:0024. október 1997Ræða á afmælisráðstefnu Orkustofnunar, 24. október 1997.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <DIV align=center> <P><BR><B>I.</B></P></DIV>Nærfellt alla þessa öld hafa Íslendingar gert sér ljósa þá möguleika sem felast í nýtingu orkulindanna, jafnt til einkanota sem nýtingar í atvinnuskyni. Við höfum verið meðvituð um að með aukinni nýtingu þeirra leggðum við grunn að efnahagslegum framförum í landinu, bættum lífskjörum og nú í seinni tíð hreinna umhverfis og bættri umgengni um náttúruna. Við höfum með öðrum orðum gert okkur grein fyrir því að rafmagnið myndi ekki einungis lýsa upp híbýli landsmanna, heldur einnig skapa skilyrði til aukinnar velmegunar. <BR>Eftir því sem liðið hefur á öldina hefur færni okkar og þekking til að beisla orkuna aukist og er nú svo komið að aðrar þjóðir líta til okkar við þekkingaröflun á því sviði. Jafnframt hefur markaður fyrir orkuna aukist, hvort heldur litið er til einkaneyslu eða þarfa atvinnulífsins. Í dag státum við af því að vera í fararbroddi þjóða heims hvað varðar hlutdeild endurnýjanlegra orkulinda í heildar orkunotkun og af því megum við sannarlega vera stolt.<BR>Í upphafi var fátt sem setti okkur skorður við nýtingu orkulindanna annað en tæknin og þekkingin en nú í seinni tíð hefur umræðan um umhverfismál orðið æ fyrirferðarmeiri í þessu sambandi. Sú umræða setur okkur þó ekki einungis skorður heldur býður hún einnig upp á tækifæri, sem við hljótum að reyna að nýta, landi og þjóð til heilla.<BR> <DIV align=center><B>II.</B></DIV>Nýtingu á orkulindum landsmanna má skipta í þrjú tímabil: <UL> <UL> <LI>Hið fyrsta telst vara fram að síðari heimsstyrjöld en þá hófst nýting orkulindanna í takmörkuðum mæli. Rafveitur voru stofnaðar, þótt litlar væru og bundnar við einstaka byggðakjarna. Rafmagnið var í fyrstu einvörðungu notað til lýsingar en á þessu tímabili var einnig byrjað að nýta jarðvarmann til húshitunar, þótt í litlum mæli væri.</LI></UL></UL> <UL> <UL> <LI>Upphaf annars tímabilsins má rekja til loka síðari heimsstyrjaldar og setningar raforkulaga, sem öðluðust gildi í ársbyrjun 1947. Með þeim fékk ríkið einkarétt á að virkja og reka raforkuver en tók jafnframt að sér dreifingu raforkunnar um landið, á þeim svæðum þar sem ekki voru rafveitur í eigu sveitarfélaga. Á þessu tímabili var lagður grundvöllur að nýtingu jarðhitans hjá Jarðborunum ríkisins og embætti raforkumálastjóra, síðar orkumálastjóra. Framsýni frumherjanna og starfsliðs þeirra var ein af forsendum þess að svo vel hefur tekist til í beislun jarðhitans sem sagan sýnir. <LI>Segja má að í upphafi sjöunda áratugarins verði ákveðin straumhvörf með áformum um stórfellda nýtingu orkulindanna til uppbyggingar orkufreks iðnaðar. Samningar við Alusuisse um álbræðslu í Straumsvík, tengdar stórframkvæmdir á orkusviðinu, auk heildarendurskoðunar á skipan raforkumála ásamt auknum áhuga á nýtingu jarðvarmans, marka upphaf þriðja tímabilsins. Við þessa endurskoðun voru raforkulögin felld úr gildi með setningu orkulaga jafnframt því sem Landsvirkjun var stofnuð með lögum frá Alþingi. Líta má svo á að með setningu orkulaga hafi verið mótuð heildarstefna í orkumálum þjóðarinnar og jarðhitinn fengið þann sess sem hann verðskuldar. Með lögunum var Orkustofnun einnig sett á stofn. <LI>Búast má við að í framtíðinni verði litið svo á að fjórða tímabilið hafi haldið innreið sína um miðjan þennan áratug. Það kemur í fyrsta lagi til af stóraukinni raforkuframleiðslu í kjölfar þriggja nýrra stóriðjusamninga og í öðru lagi af framtíðarsýn þeirri í raforkumálum sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi á þessu þingi. </LI></UL></UL>Í þessari framtíðarsýn er mörkuð stefna til langs tíma og vel afmarkaðir áfangar skilgreindir, sem taka mið af þróun í nágrannaríkjum en jafnframt íslenskum aðstæðum. Í stefnumörkuninni er kveðið á um að sköpuð verði skilyrði til aukinnar samkeppni í vinnslu og sölu raforku. Í upphafi skuli unnið að aðskilnaði vinnslu, flutnings, dreifingar og sölu raforku innan orkufyrirtækjanna, endurskipulagningu á meginflutningskerfi raforkunnar og breyttu fyrirkomulagi á orkusölu til stórra notenda. Í kjölfarið verði unnið að því að koma á samkeppni í viðskiptum með raforku. <BR>Í framtíðarsýninni er ekki gert ráð fyrir að samkeppni komist á í einni svipan. Að mörgu þarf að hyggja og því ástæða til að flýta sér hægt. Fyrstu skrefin verða þó tekin strax en sem dæmi um tímamörk sem fram koma í framtíðarsýninni má nefna að gert er ráð fyrir að raforkufyrirtækjum sem ríkið á eignarhlut í verði breytt í hlutafélög eigi síðar en árið 2003 og raforkumarkaður taki til starfa eigi síðar en árið 2009.<BR> <DIV align=center><B>III.</B></DIV>Á þessu ári eru 30 ár liðin frá því Orkustofnun hóf störf, og af því tilefni erum við hér saman komin. Hún og þar með starfsfólk hennar, hefur sett mikið mark á þróun orkumála síðustu þrjá áratugina. Óhætt er að fullyrða að stofnunin og starfsfólk hennar hefur gegnt lykilhlutverki í þeirri hröðu þróun sem átt hefur sér stað við hagnýtingu orkulinda landsins, hagnýtingu sem hefur bæði bætt hagsæld og velferð þjóðarinnar.<BR> <DIV align=center><B>IV.</B></DIV>Þegar fyrri orkukreppan skall á í lok ársins 1973 var unnt að ganga hratt og örugglega til verks við frekari nýtingu orkulindanna á grunni þeirra verkefna sem einkum höfðu verið unnin á vegum Orkustofnunar. Þar ber hæst stofnun fjölmargra hitaveitna, en hlutur jarðvarmans í húshitun hefur aukist úr um 50% árið 1973 í tæp 90% nú. Sömuleiðis á starfsfólk stofnunarinnar drjúgan þátt í undirbúningi Byggðalínunnar og undirbúningsrannsóknum vegna helstu stórvirkjana.<BR>Sú stefna sem fylgt var í kjölfar olíukreppunar á áttunda áratugnum fólst m.a. í eftirfarandi: <UL> <UL> <LI>Í fyrsta lagi að nýta innlendar orkulindir til húshitunar í stað olíu, með þeim árangri að nú er einungis um tveimur prósentum orkuþarfarinnar mætt með olíu. <LI>Í öðru lagi að nýta innlendar orkulindir í stað olíu á öðrum sviðum, þar sem það var unnt án of mikils kostnaðar. Árangurinn er glæsilegur - um tveir þriðju hlutar allrar orkunotkunar okkar koma nú frá endurnýjanlegum orkulindum. <LI>Og í þriðja lagi að skipta úr gasolíu yfir í svartolíu á skipaflota okkar en það er mun ódýrari kostur.</LI></UL></UL>Auk þess árangurs sem áður er lýst, náðist með aðgerðunum fram umtalsverður gjaldeyrissparnaður og þannig dró úr skuldasöfnun erlendis. Jafnframt varð samdráttur í olíunotkun hér á landi til þess að við urðum í fararbroddi þjóða heims við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda - jafnvel áður en flestar aðrar þjóðir fóru að gefa vandanum gaum. <DIV align=center><BR><B>V.</B></DIV>Í ljósi þess hve verð á olíu lækkaði mikið á síðari hluta áttunda áratugarins dróg úr þrýstingi á olíusparnað. Hann hefur hins vegar vaxið á ný á síðustu árum vegna þeirrar hættu sem stafar af svokölluðum gróðurhúsaáhrifum. Þær aðgerðir sem við gripum til vegna olíukreppunar, einkum áhersla á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og þar með samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda, setur Ísland í allt aðra stöðu í þessum efnum en önnur lönd. <BR>Í raun má líkja stöðu okkar við stöðu óvirks alkóhólista, sem verið hefur þurr í meira en 20 ár. Núna fyrst hafa hins vegar gömlu drykkjufélagarnir áttað sig á gildi edrúmennskunnar og krefjast þess að sá óvirki komi í meðferð með þeim - þó hann hafi fyrir löngu tekið á vandanum! <DIV align=center><B>VI.</B></DIV>Eftir langt hlé í stóriðjumálum og virkjunarframkvæmdum horfir nú vænlega í þeim efnum. Á síðastliðnum tveimur árum hafa tekist hér þrír samningar á þessu sviði en á sama tíma eru samningarnir 15 í Evrópu allri.<BR>Í kjölfar framangreindra samninga höfum við orðið vör við vaxandi áhuga erlendra og raunar einnig innlendra aðila á því að reisa orkufrek iðjuver hér á landi og nýta sér með þeim hætti orkulindir landsins. Okkur sem hér erum er það örugglega öllum ljóst að í þeim efnum setja umhverfismálin og verndun náttúrunnar okkur verulegar skorður. Einmitt þess vegna höfum við sett okkur leikreglur að fara eftir, reglur sem tryggja að farið sé fram með fullri gát og af ríkri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum en þar á ég við lögin um mat á umhverfisáhrifum. <BR>Á síðustu misserum hefur það glögglega komið í ljós að það sýnist sitt hverjum þegar kemur að nýtingu orkulindanna til atvinnuuppbyggingar. Ég hef áður lagt á það áherslu og vil ítreka það hér, að í þeirri umræðu er mikilvægt að menn hafi sannleikann að leiðarljósi en byggi ekki málflutning sinn á sleggjudómum og upphrópunum. <BR><BR>Umhverfismál eru ekki bundin við landamæri, þau eru hnattræn og það skyldum við ætíð hafa í huga við þessa umræðu. Við skulum líka vera þess meðvituð að umhverfismál og efnahagsmál eru nátengd og verða tæpast sundur slitin, um það vitnar glöggt sú staðreynd að flestar stærstu fjármálastofnanir heims horfa sérstaklega til þeirra í starfsemi sinni. Að auki er áherslan á umhverfismál nú mjög áberandi í rekstri fyrirtækja og raunar hefur það verið orðað svo að nú, þegar stjórnendur flestra fyrirtækja hafa áttað sig á gildi gæðastjórnunar á reksturinn, er næsta skrefið að taka upp aðferðir umhverfisstjórnunar. Þessi er þróunin í ríkjunum í kringum okkur og hennar er þegar orðið vart hér á landi enda fara saman markmið um gæði og framleiðni annars vegar og virðing fyrir náttúrunni hins vegar .<BR> <DIV align=center><B>VII.</B></DIV>Í Dagskrá 21. Aldarinnar, sem er eitt þeirra skjala sem samþykkt var á Ríó-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun árið 1992, var sérstök áhersla lögð á <UL> <UL> <LI>að hlutur endurnýjanlegra orkulinda yrði aukinn í orkubúskap heimsins, <LI>að ríki heims ynnu saman að lausn á hnattrænum vandamálum, og <LI>að ríki sem hefðu yfir slíkri orku að ráða miðluðu henni til ríkja sem ekki réðu yfir slíkum orkulindum. </LI></UL></UL>Á sömu ráðstefnu var rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar samþykktur. Lokamarkmið þess samnings er að koma í veg fyrir hættulegar breytingar á loftslaginu af mannavöldum. Það er í fullu samræmi við ákvæði samningsins að stuðla að því að orkufrek framleiðsla iðnvarnings fari fram þar sem losun gróðurhúsalofttegunda er minnst. <BR>Hér á landi þar sem vatnsafl er nýtt til raforkuvinnslu er losun gróðurhúsalofttegunda við álframleiðslu í lágmarki, en eins og ég vék áður að er hún hnattrænt vandamál. Þannig skiptir ekki máli hvar losunin á sér stað, heldur hversu mikil hún er. Í ljósi þessa lokamarkmiðs loftslagssamningsins og þess hve brennsla jarðefnaeldsneytis á stóran þátt í losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum, ber að stuðla að því að orkufrek framleiðsla iðnaðarvöru fari fram í ríkjum þar sem hrein orka er nýtt til framleiðslunnar. Annað væri rökleysa.<BR><BR>Þessu til rökstuðnings má nefna að losun koldíoxíðs vegna álframleiðslu hér á landi er einungis um tíundi hluti þess sem yrði ef nýtt væru kol til framleiðslunnar. Í því sambandi er má benda á að koldíoxíðlosun frá einu 180.000 tonna álveri, sem nýtir raforku framleidda með jarðefnaeldsneyti, jafngildir allri losun Íslendinga og raunar ríflega það! Slíkt hlýtur að vekja menn til umhugsunar um það hvort ekki sé skynsamlegt að nýta endurnýjanlegar orkulindir okkar í þessum tilgangi enda má öllum vera ljóst gildi þess, með tilliti til umhverfismála. <DIV align=center><B>VIII.</B></DIV>Hugmyndir ýmissa ríkja og ríkjasamtaka um landsbundin útblástursmörk mega ekki einar og sér verða ráðandi um samningsniðurstöðu í Kyoto í Japan. Slíkar hugmyndir geta takmarkað möguleika til alþjóðlegs árangurs, nái þær fram að ganga. Það er því mikilvægt að markviss kynning eigi sér stað á sjónarmiðum Íslands jafnt heima sem erlendis. Með því er lagður grunnur að því að lokamarkmið samingsins verði í öndvegi og skilningur á sérstöðu okkar aukist.<BR>Niðurstaða þeirra samningaviðræðna sem nú standa yfir í Bonn og á að ljúka í Kyoto í desember, á ekki og má ekki koma í veg fyrir að endurnýjanlegar orkulindir séu nýttar til efnahagslegra framfara, hvorki á Íslandi eða í öðrum löndum. Skynsamleg nýting orkulinda okkar til atvinnuuppbyggingar hér á landi og alþjóðleg markmið í loftslagsmálum fara saman og undirstrika það enn og aftur að efnahagsmál og umhverfismál eru nátengd.<BR>Að nýta sér rammasamning Sameinuðu þjóðanna til að vinna gegn nýtingu endurnýjanlegra orkulinda væri misnotkun á samningnum og markmiðum hans. Í hve miklum mæli við viljum nýta orkulindirnar hlýtur þó að verulegu leyti að ráðast af því hvort virkjanirnar ganga gegn annarri nýtingu landsins, svo sem vegna landbúnaðar, veiði og ferðamennsku. <BR><BR>Þegar slíkir hagsmunir rekast á hlýtur arðsemi nýtingar að skipta miklu máli en ennfremur sjónarmið náttúruverndar. Auðvitað verður hverju sinni að meta verndargildi út frá náttúrufarslegum sjónarmiðum, svo sem vegna jarðmyndana, gróðurs, dýralífs, vatnafars og jarðhitasvæða auk lífríkis þeirra. <BR>Þegar horft er til hlutverks Orkustofnunar við stefnumótun um nýtingu orkulinda landsins til atvinnuuppbyggingar er ljóst að hún hlýtur að verða leiðandi á því sviði enda þekkingin óvíða meiri. Á hana mun ekki síst reyna við gerð rammaáætlunar þeirrar sem Orkumálastjóri minntist á hér að framan og fjallar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma en hún er hluti af framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi<BR> <DIV align=center><B>IX.</B></DIV>Þessi ráðstefna er mikilvægt skref í að hefja umræðu um málið. Ég vil því nota þetta tækifæri til að þakka Orkustofnun það frumkvæði sem tekið hefur verið með því að boða til ráðstefnunar, þeim stofnunum og öðrum aðilum sem leggja fram erindi og öllum þátttakendum fyrir þátttökuna.<BR>Ég vil ljúka máli mínu með því að óska stofnuninni og starfsmönnum hennar til hamingju með 30 ára afmælið. Þið hafið skilað miklu og góðu starfi í þágu þjóðarinnar. Ég veit að svo verður áfram.<BR> <P></P>

1997-10-05 00:00:0005. október 1997Statement at Grundartangi, October 5, 1997.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <DIV align=left><BR>Distinguished guests,<BR><BR>It is my great pleasure to attend this gathering to celebrate the milestone that has now been reached in ratifying all decisions relating to the implementation by Columbia Ventures of the Norðurál Project at Grundartangi.<BR><BR>The Project will have a great impact on the national economy of Iceland. <BR>It will contribute:</DIV> <UL> <LI>one percent increase of the GDP and <LI>create more than 150 permanent jobs and <LI>result in total investment around 400 million dollars.</LI></UL><BR>I compliment Columbia Ventures Corporation and all those connected with the projects implementation for their efforts. <BR>Allow me to highlight the following: <UL> <LI>Norðurál is a milestone in the history of foreign investment in Iceland, being the first large new greenfield project confirmed since 1977 when Icelandic Alloys was founded. <LI>Norðurál is the first non-recourse project of its kind to be implemented in Iceland. I would like to complement INB-Bearings and Banque Paribas especially for their important role. <LI>On the operational side I am pleased to note the active role taken by Billiton International in entering a long term tolling agreement with the smelter which is an important component in securing the project. <LI>The smelter will be built with state of the art technology supplied by VAW, which active participation from the outset has been instrumental in making it a reality. <LI>On the construction and equipment supply, innovative solutions by local and foreign contractors, such as ABB, have been instrumental in making this project possible. I am encouraged by the large role that Icelandic contractors and advisors have assumed. <LI>The project is being realized in a very short time frame. It is therefore important that strong supervision is exercised at the site. Ken Home Engineers are indeed very suited to ensure this. <LI>I would also like to thank the Harbour Fund for their constructive participation in the realization of the project. <LI>Finally, co-operation between the Government and Landsvirkjun on various aspects has been essential and the Management of Landsvirkjun is to be complimented on its ability to ensure power delivery in a very short lead time.</LI></UL><BR>Allow me to express formally at this occasion my gratitude to all those who have worked so hard to ensure the realization of this project. In particular I pay tribute to the Senior Management of Columbia Ventures headed by Mr. Ken Peterson.<BR> <P></P>

1997-10-03 00:00:0003. október 1997Opnun málþings um siðareglur

<P> <DIV align=center> <P><B>Hótel Sögu, föstudaginn 3. október 1997.</B></P></DIV> <DIV align=center><B>I.</B></DIV>Góðir málþingsgestir.<BR><BR>Siðareglur gegna sífellt mikilvægara hlutverki í vestrænum ríkjum. Þeim fyrirtækjum fjölgar sem móta siðareglur og bjóða starfsmönnum sínum þjálfun í að takst á við siðferðileg álitamál. Þannig hafa langflest stærri fyrirtæki í Bandaríkjunum innleitt skráðar siðareglur, þriðjungur þeirra hefur ráðið siðastjóra og eitt af hverjum fimm hefur komið á fót siðadeild.<BR>Hvers vegna hefur þessi þróun átt sér stað? Jú, stjórnendur þessara fyrirtækja hafa væntanlega komist að þeirri niðurstöðu að siðferðilega ábyrg viðskipti séu jafnframt þau ábatasömustu. Hagnaðarvon fyrirtækja er af þessum sökum meiri til langs tíma litið ef það kemur fram af siðferðilegri festu og ábyrgð gagnvart umhverfi sínu. <BR>Þessi boðskapur á einnig erindi til íslenskra fyrirtækja. Enn sem komið er hafa þó fá íslensk fyrirtæki innleitt skráðar siðareglur, þó frá því séu vissulega undantekningar. En orð eru til alls fyrst og því má vænta að málþing Siðfræðistofnunar hér í dag verði mikilvægt framlag í umræðuna um siðareglur í íslensku viðskiptalífi og fyrirtækjum hvatning til dáða. <BR> <DIV align=center><B>II.</B></DIV>Siðareglum á ekki að þröngva upp á fyrirtæki, stofnanir eða starfsstéttir. Þessir aðilar eiga að finna hjá sér þörfina til að fara í naflaskoðun og gera alla, undirmenn sem yfirmenn, meðvitaða um gildi slíkra reglna. Siðareglur eiga því koma frá fyrirtækjunum sjálfum og mótast af aðstæðum á hverjum stað.<BR>Hvert er þá hlutverk stjórnvalda? Í fyrsta lagi er stjórnvöldum mikilvægt, ekki síður en fyrirtækjum, að setja sér siðareglur um samskipti sín við almenning. Í öðru lagi hafa stjórnvöld því mikilvæga hlutverki að gegna að móta lagalega umgjörð um samfélagið. <BR>Flest frumvörp sem unnin eru í viðskiptaráðuneytinu miða að því að skapa siðferðilega ábyrgar leikreglur um verslun og viðskipti. Frumvörpin byggjast á leikreglum frjáls markaðsbúskapar þar sem samkeppni fyrirtækja ræður ríkjum en hagsmunir neytenda eru tryggðir með ákvæðum þeim til verndar. <BR> <DIV align=center><B>III.</B></DIV>Stjórnvöld geta með ýmsum hætti stuðlað að aga og ábyrgð í viðskiptum. Á ýmsum sviðum er þörf á virkari aðgerðum, t.d. á rannsóknum efnahagsbrota. Á liðnum árum hefur orðið mikið tjón vegna manna sem stofnsett hafa fyrirtæki að því er virðist í þeim eina tilgangi að svíkja út verðmæti frá viðskiptavinum sínum og ríkinu. Þeir koma hverju fyrirtækinu á fætur öðru í þrot en birtast jafnharðan á nýjan leik í skjóli fyrirtækja með nýja kennitölu í farteskinu. Erfitt hefur reynst að eiga við þetta en vissulega er hér þörf á harðari viðurlögum. <BR> <DIV align=center><B>IV.</B></DIV>Í bankakerfinu koma oft upp erfið álitaefni. Þegar gjaldþrot fyrirtækja urðu hvað flest á fyrstu árum þessa áratugar lentu fjármálastofnanir oft í því að yfirtaka fyrirtæki í fjárhagsvanda og reka þau áfram í samkeppni við viðskiptamenn sína. Þetta vakti áleitnar spurningar. <BR>Viðskiptaráðuneytið gaf út skýrslu í fyrra með tillögum nefndar um siðareglur fjármálastofnana. Nefndin lagði til að fjármálastofnanir aðskildu í daglegum rekstri ákvarðanir um lánveitingar og yfirtöku. Um leið og yfirtaka ætti sér stað skyldi gefa upp lágmarkssöluverð á viðkomandi eign og bjóða hana til sölu. Sérstakt rekstrarfélag, með aðrar bækistöðvar en fjármálastofnunin, skyldi hafi reksturinn með hendi á meðan fyrirtækið væri í eigu fjármálastofnunar. Skýrsla þessi nýttist sem þarft innlegg inn í umræðu um góða bankavenju.<BR>Annað dæmi um siðferðilegt álitamál innan bankakerfisins eru ábyrgðir þriðja aðila sem bankar krefjast að jafnaði við lánveitingar. Ýmis dæmi hafa verið nefnd þar sem lánveitanda hefði átt að vera ljóst að lántaki væri ekki borgunarmaður fyrir skuldinni og skuldin myndi því lenda á ábyrgðarmanni. Talið er að um 90 þúsund Íslendingar eða um 50% einstaklinga á aldrinum 18-75 ára séu í ábyrgð fyrir þriðja aðila, á meðan annars staðar á Norðurlöndunum eru innan við 10% einstaklinga í ábyrgðum. Bankakerfinu hefur oft verið legið á hálsi fyrir gjörðir sínar á þessu sviði og stjórnvöld hvött til þess að setja lög til að vernda ábyrgðarmenn fyrir ágangi lánveitenda. Nú eru bankarnir smátt og smátt að taka ábyrgari afstöðu til ábyrgðarmanna og hefur myndast gott samstarf á milli bankanna, stjórnvalda og Neytendasamtakanna um þetta mál.<BR> <DIV align=center><B>V.</B></DIV>Ég vil hér að síðustu taka dæmi úr stóriðju. Síðasta vetur urðu harðar deilur um fyrirhugað álver Columbia á Grundartanga. Þær raddir heyrðust að Columbia væri óstöndugt fyrirtæki og með sitthvað á samviskunni í umhverfismálum. Forsvarsmenn Columbia gerðu sér frá fyrstu tíð grein fyrir mikilvægi þess að ná góðum tengslum við heimamenn. Þeir komu fram með siðferðilega ábyrgum hætti, lögðu spilin á borðið og áunnu sér traust. Þeir lögðu sig í líma við að sannfæra landsmenn að þeim væri enginn hagur í að brjóta umhverfisstaðla eða gera litlar öryggiskröfur. Þvert á móti. Þeirra framtíð byggðist á að þessir hlutir væru í lagi.<BR>Í umræðunni um álverið á Grundartanga var því einnig haldið fram að það væri óábyrgt af stjórnvöldum gagnvart komandi kynslóðum að stuðla að aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er ekki rétt. Gróðurhúsaáhrifin ráðast af samanlagðri losun í öllum löndum og því ber að lágmarka heildarlosun. Einn liður í því er að tryggja að framleiðslan fari fram á þeim stöðum þar sem heildarlosun er minnst. Það á við um framleiðslu hér á landi þar sem heildarlosun gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu er nánast eingöngu vegna notkunar kolaskauta í framleiðsluferlinu. Þess má geta að heildarlosun koltvísýrings í álframleiðslu er um tífalt minni ef vatnsafl frekar en kol er notað til framleiðslunnar.<BR> <DIV align=center><B>VI.</B></DIV>Góðir málþingsgestir. Mikilvægt er að umræða um siðareglur í viðskiptum aukist. Slík umræða stuðlar að aga og ábyrgð í íslensku viðskiptalífi. Ég vil að lokum þakka Siðfræðistofnun fyrir þarft framtak og vona að málþingið hér í dag verði hið mesta þarfaþing. Þakka ykkur fyrir.<BR><BR> <P></P>

1997-08-07 00:00:0007. ágúst 1997Ávarp vegna undirritunar samninga um Norðurál

<P> <P> <P>Góðir gestir.<BR><BR>Ég býð ykkur velkomin til þessa hádegisverðar. I welcome you to this lunch today and allow me to offer some brief remarks in Icelandic.<BR><BR>Samningar þeir sem nú hafa verið undirritaðir marka tímamót í nýtingu orkulinda landsins til atvinnuuppbyggingar. Með samningum um stækkun ÍSAL sem staðfestur var í árslok 1995 og stækkun Járnblendifélagsins í febrúar síðast liðinn var kyrrstaðan í uppbyggingunni rofin. Nú er hins vegar lagður grunnur að samstarfi við nýtt fyrirtæki í fyrsta sinn frá því samningar um járnblendið voru gerðir fyrir réttum tuttugu árum.<BR><BR>Áhrifum þeirra samninga sem nú hafa verið staðfestir sér stað á mörgum sviðum þjóðlífsins meðal annars með fjölgun starfa, auknum hagvexti og uppbyggingu á fjölmörgum sviðum.<BR><BR>Aukin erlend fjárfesting er æskileg viðbót við þá grósku sem er í innlendum atvinnufyrirtækjum. Auk atvinnusköpunar leiðir erlend þátttaka í atvinnurekstri til þess að markaðsþekking og markaðstengsl styrkjast og tækniþekking og stjórnunarreynsla færist milli landa.<BR><BR>Samningar þessir eru einnig sögulegir vegna þeirrar fjármögnunarleiðar sem um er samið. Hér er brotið í blað með verkefnafjármögnun stórs nýs iðnfyrirtækis. Með því taka fjármögnunaraðilar beina fjárhagslega áhættu af verkefninu, án ábyrgða eigenda. Fjármögnun af þessu tagi mun vafalaust auka möguleika íslenskra fyrirtækja til fjármögnunar.<BR><BR>Vilji virtra fjárfestingarbanka til að taka slíka áhættu er enn eitt dæmið um það aukna traust sem Ísland nýtur á alþjóðlegum mörkuðum.<BR><BR>Þessi áfangi álvers Norðuráls á Grundartanga mun auka árlegan útflutning íslenska þjóðarbúsins um 6,8 milljarða króna. Framkvæmdum við byggingu álversins miðar vel áfram og er áætlað að rekstur álversins hefjist um mitt ár 1998.<BR><BR>Ég er þess fullviss að sá áfangi sem nú hefur verið staðfestur er aðeins fyrsti áfangi í víðtækara samstarfi. Samningarnir eru í aðalatriðum miðaðir við að skapa ramma um uppbyggingu allt að 180 þúsund tonna álvers.<BR><BR>Allow me to express formally at this occasion my gratitude to those who have worked so hard to prepare this signing today. In particular I pay tribute to the Senior Management of Columbia Ventures headed by Mr. Ken Peterson.<BR><BR>I believe you have designed an excellent project which fits well into the Icelandic industrial development.<BR><BR>This is a important moment in the history of foreign investment in Iceland. It is the first large new greenfield project confirmed since 1977 when Icelandic Alloys was founded. This is a state of the art smelter with regard to all operational aspects. It will not only contribute to growth and employment but also bring new technical and marketing skill to Iceland.<BR><BR>This is also a milestone in the sense that project financing without direct owners guarantee of such an industrial project is being implemented for the first time. Allow me to complement the Banks in this regard. I view this as a sign of increased confidence in Iceland by the international financial community. <BR><BR>Iceland is on a strong path of sustained and manageable economic growth which has been clearly noted by the international community, most recently expressed through the double A rating issued by Moody}s investor service. We are pleased that Columbia Ventures and the Project Banks have decided to be part thereof.<BR><BR>Once again I thank all those who have made this vision a reality.<BR><BR>Thank you.<BR>Ég vil ítreka þakkir ríkisstjórnar Íslands.<BR></P>

1997-06-06 00:00:0006. júní 1997Ársfundur RARIK: Stefnumótun í orkumálum, 6. júní 1997.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P><BR><BR>Flutt af Halldóri J. Kristjánssyni ráðuneytisstjóra <BR><BR>Góðir ársfundargestir. <BR><BR>Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Raforkulög voru sett fyrir rúmlega fimmtíu árum. Þau lög mörkuðu tímamót í rafvæðingu landsins og með þeim var í senn mótuð stefna í raforkumálum og komið á heildstæðri löggjöf til að framfylgja þeirri stefnu. Lögin fólu meðal annars í sér að: <BR> <UL>1. Ríkið fékk einkarétt til að reisa og reka raforkuver sem voru stærri en 100 hestöfl, þó með þeirri undanþágu að þeim sem áttu eða voru að reisa slík orkuver fengu leyfi til að reka þau. Ekki var heimilt að framselja þann rétt ríkisins nema með samþykki Alþingis. <BR>2. Rafmagnsveitur ríkisins voru settar á fót um leið og Rafveitur ríkisins sem stofnaðar höfðu verið 5 árum áður voru lagðar niður. Hlutverk rafmagnsveitnanna var meðal annars að afla almenningi og atvinnuvegum landsins nægrar raforku, veita henni um landið og selja hana í heildsölu til héraðsrafmagnsveitna. <BR>3. Héraðsrafmagnsveitur ríkisins voru stofnaðar meðal annars til að selja notendum rafmagn á þeim svæðum landsins þar sem ekki voru starfandi rafveitur í eigu sveitarfélaga. Skipuleg rafvæðing sveitanna var þannig hafin. Rafmagnsveitur ríkisins önnuðust rekstur Héraðsrafmagnsveitna ríkisins, en fyrirtækin voru fjárhagslega aðskilin. <BR>4. Raforkusjóður sem stofnaður hafði verið árið 1942 var efldur og hlutverk hans aukið. <BR>5. Embætti raforkumálastjóra var stofnað og var hlutverk hans meðal annars að vera ráðunautur ríkisstjórnarinnar í raforkumálum og hafa yfirumsjón með rafmagnsveitum ríkisins, rekstri þeirra og framkvæmdum. </UL><BR><BR>Eins og þessi upptalning ber með sér fékk ríkið mjög stórt hlutverk í raforkumálum og hafði nánast einkarétt til vinnslu og flutnings raforku sem og sölu á rafmagni í heildsölu. <BR><BR>Jakob Gíslason, síðar orkumálastjóri, var skipaður raforkumálastjóri og Eiríkur Briem, síðar forstjóri Landsvirkjunar, rafmagnsveitustjóri. Báðir gengdu þeir þessum stöðum þar til löggjöf um orkumál var endurskoðuð um miðjan sjöunda áratuginn og Landsvirkjun og Orkustofnun settar á fót. Jakob og Eiríkur voru framsýnir menn og spor þeirra og þeirra starfsmanna sem hófu störf hjá Raforkumálaskrifstofunni og Rarik fyrir hálfri öld sér víða stað í orkumálum þjóðarinnar. <BR><BR>Fullyrða má að sú skipan sem komið var á með raforkulögunum hafi reynst Íslendingum farsæl. Sömuleiðis má fullyrða að endurskoðun orkulöggjafarinnar um miðjan sjöunda áratuginn hafi skilað landsmönnum þeim árangri sem að var stefnt. Orkuverð hér á landi, einkum til hitunar húsnæðis, er mjög lágt þrátt fyrir að landið sé strjálbýlt og kostnaður við flutning orkunnar sé hár. Hlutur endurnýjanlegrar orku er hærri en hjá öðrum ríkjum og loftmengun vegna orkuvinnslunnar óveruleg. Nú er hins vegar kominn tími til breytinga. <BR><BR>Þessi 1. ársfundur Rarik er haldinn á umbrotatímum í íslenskum orkumálum. Heildarendurskoðun á orkulöggjöfinni er hafin og tveggja áratuga kyrrstaða í stórnýtingu íslenskra orkulinda til raforkufreks iðnaðar hefur verið rofin. Vík ég nú nánar að þessu tvennu. <BR><BR>Þrír nýir samningar um orkufrekan iðnað hafa verið gerðir á örfáum misserum eftir tveggja áratuga hlé: <BR> <UL> <LI>Framleiðsla hefst í nýjum kerskála í Straumsvík á næstu vikum, þremur mánuðum fyrr en áætlað var. <LI>Samningar milli ríkisins, Elkem og Sumitomo um stækkun Járnblendiverksmiðjunnar hafa verið staðfestir og lögum um verksmiðjuna breytt. <LI>Lög hafa verið sett um nýtt álver Norðuráls hf. á Grundartanga og eru framkvæmdir þegar hafnar.</LI></UL><BR>Með þessum samningum munu 2.300 gígavattstundir bætast við raforkunotkun landsmanna, sem er um 40% aukning. Raforkunotkun Íslendinga um aldamótin verður þá komin í 7.000 gígavattstundir, þar af eru um tveir þriðju hlutar til stóriðju. <BR><BR>Þessir samningar eru hagkvæmir fyrir þjóðarbúið og orkufyrirtækin. Þeir munu draga úr vægi sjávarútvegs í þjóðarbúskapnum, renna fleiri styrkum stoðum undir útflutningsatvinnuvegina, skapa fjölbreyttara atvinnulíf og flytja inn erlent fjármagn, tækniþekkingu og hundruð nýrra hálaunastarfa. Síðast en ekki síst leiðir meiri fjölbreytni í atvinnulífinu til sveiflujöfnunar og bættra lánskjara. <BR><BR>Þessir samningar eru mjög hagstæðir fyrir Landsvirkjun. Núvirtur hagnaður af orkusölu til Columbia og Járnblendifélagsins er yfir 1.700 milljónir króna miðað við ávöxtunarkröfuna 5,5% og innri vextir af fjárfestingunni eru 6,7%. Þetta þýðir að fjárhagsstaða Landsvirkjunar batnar með tilkomu nýju samningana og fyrirtækið verður betur í stakk búið en áður að lækka orkuverð til almenningsveitna og fylgja þannig eftir þeirri stefnu eigenda fyrirtækisins að lækka orkuverð eins og síðar verður vikið að. <BR><BR>Með þessum samningum hefur öll umframorka í kerfinu verið seld, jafnframt því sem hefja hefur þurft framkvæmdir, s.s. við <BR> <UL> <LI>Að ljúka Kvíslaveitu, <LI>Sultartangavirkjun, <LI>Nesjavallavirkjun, <LI>Hágöngumiðlun, <LI>Stækkun Kröflu og <LI>Blöndulóns. </LI></UL><BR>Á næstu árum mun verða þörf fyrir frekari virkjanir og hafa Hitaveita Suðurnesja, Rarik o.fl. aðilar gefið til kynna áhuga á að taka þátt í þeirri uppbyggingu. Stjórnarformaður hefur þegar kynnt ályktun um að fyrirtækið muni leita langtímasamninga við Landsvirkjun um kaup á raforku á verði sem er sambærilegt við verð frá nýjum virkjunum sem fyrirtækið gæti reist. Þessi ályktun stjórnarinnar er eðlileg og lýsandi dæmi um breytta tíma í orkumálum. Nú er farið að líta í æ ríkara mæli á raforku sem vöru og að venjuleg viðskipta- og markaðssjónarmið eigi að gilda. <BR><BR>Aukin markaður og þörf fyrir nýjar virkjanir á næstu árum mun auðvelda þá endurskipulagningu raforkumála sem hefur verið í brennidepli að undanförnu. Lögum um Landsvirkjun hefur verið breytt og í byrjun liðins vetrar skilaði ráðgjafarnefnd fulltrúa orkufyrirtækja, þingflokka, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins tillögum um endurskoðun á skipulagi raforkumála. <BR><BR>Á grundvelli tillagna nefndarinnar er nú unnið að stefnumótun um framtíðarskipulag raforkumála í landinu. Áður en málið verður lagt fyrir Alþingi í haust er nauðsynlegt að haft verði samráð við hagsmunaaðila meðal annars orkufyrirtækin og verður það gert í sumar. <BR><BR>Í þeirri stefnumótun verður megináhersla lögð á að skilja að náttúrulega einkasöluþætti raforkukerfisins og þá þætti þar sem samkeppni verður við komið. Í þessu felst, að í áföngum verði unnið að því að skapa forsendur fyrir aðskilnaði vinnslu, flutnings og dreifingar rafmagns. Jafnframt er nauðsynlegt að búa svo um hnútana að samkeppni geti þróast eðlilega á þeim sviðum þar sem hún á við, þ.e. í vinnslu og sölu rafmagns, og að komið verði á virku eftirlitskerfi á sviðum einkaréttar, þ.e. í flutningi og dreifingu rafmagns. Þessar breytingar þurfa að eiga sér stað í áföngum þar sem fullt tillit verður tekið til stöðu raforkufyrirtækjanna og þeim veitt nauðsynlegt svigrúm til að laga sig að breyttum aðstæðum. <BR><BR>Fyrsta skrefið í átt að breyttu skipulagi raforkumála gæti verið að aðskilja vinnslu, flutning, dreifingu og sölu bókhaldslega í reikningum orkufyrirtækja. Sum fyrirtækjanna hafa þegar tekið upp þessa nýbreytni. Annað skrefið gæti verið að stofna félag um meginflutningskerfið - Landsnetið. Á vegum ráðuneytisins er verið að skoða hvaða tæknilega þætti þurfi sérstaklega að kanna vegna stofnunar Landsnets. Sömuleiðis er verið að athuga með hvaða hætti unnt er að greina milli Landsnetsins og dreifikerfa og meta kosti og galla þessara kosta. Sérstaklega verður hugað að því hvaða leiðir eru til gjaldtöku fyrir flutninginn, m.a. með tilliti til jöfnunar orkuverðs. Þegar þessari vinnu er lokið verður tekin afstaða til frekari könnunar á tæknilegum þáttum sem þarfnast sérstakrar athugunar og verður í því sambandi væntanlega leitað til viðkomandi orkufyrirtækja. Sömuleiðis verður tekin afstaða til þess hvaða leiðir varðandi aðgreiningu Landsnetsins og dreifikerfisins vilji er til að kanna frekar. Að því máli þurfa bæði<BR>stjórnmálamenn og fulltrúar orkufyrirtækjanna að koma. Stefnt er að því að þessari vinnu geti lokið í haust og unnt verði að leggja frumvarp til laga fyrir Alþingi á næsta ári. <BR><BR>Þriðja skrefið gæti verið að breyta stjórnskipulagi orkufyrirtækja og móta arðstefnu þeirra. Ekki er ólíklegt að <BR> <UL> <LI>á árunum fram til 2004 verði orkufyrirtækjum breytt í hlutafélög, <LI>á árunum 2004-2007 verði lokið við að innleiða samkeppni til að mæta aukinni raforkuþörf til almenningsnota og loks <LI>á árunum 2007-2009 verði myndaður orkumarkaður á vegum Landsnetsins. Frjáls samkeppni ríki þá í viðskiptum með raforku. </LI></UL><BR>Stefnumótun eigenda Landsvirkjunar og nýsamþykktar breytingar á lögum um Landsvirkjun er í fullu samræmi við þetta. Breytingar á lögum og sameignarsamningi um Landsvirkjun fela meðal annars í sér að: <BR> <UL> <LI>Landsvirkjun verður rekin sem sameignarfélag fyrst um sinn en eigi síðar en á árinu 2003 verði metið hvort ástæða sé til að stofna hlutafélag um fyrirtækið. <LI>Stjórnskipulag félagsins hefur verið fært til aukins samræmis við ákvæði hlutafélagalaga, meðal annars hvað varðar hlutverk ársfundar og verksvið stjórnar og framkvæmdastjóra. <LI>Skýr markmið hafa verið sett um raunlækkun á verði raforku til almennings, sem tryggi 3% árlega raunlækkun frá 2001 til 2010. <LI>Skýr stefna hefur verið sett um arðsemi fyrirtækisins og samkomulag gert um hóflegar arðgreiðslur til eigenda, sem eru vel samrýmanlegar markmiðum um verðlækkun á raforku. </LI></UL><BR>Það er tímabært að fram fari sambærilegt mat á verðmæti annarra orkufyrirtækja sem ríkið á eitt eða með öðrum. Ráðuneytið mun hlutast til um það við þessi fyrirtæki. Slíkt mat er forsenda þess að unnt sé að gera eðlilega arðgjafarkröfu til fyrirtækjanna og forsenda þess að stjórnskipulagi þeirra verði breytt. <BR><BR>Í alþjóðlegu samstarfi eru sífellt gerðar meiri kröfur til umhverfismála. Þetta má sjá í áherslu á sjálfbæra þróun, notkun endurnýjanlegra orkugjafa og að draga úr mengun vegna orkuframleiðslu. Í samþykktum ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó um umhverfismál og þróun fyrir 5 árum var rík áhersla lögð á þetta. Í umræðum að undanförnu um stóriðju hafa andstæðingar hennar staðhæft að slík nýting sé ekki í samræmi við Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna, þar sem við framleiðsluna myndist gróðurhúsalofttegundir. Þetta er alrangt. Lokamarkmið samningsins er skýrt, það er að halda styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu innan þeirra marka að komið verði í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum. Gróðurhúsaáhrifin ráðast af samanlagðri losun í öllum löndum og því ber að lágmarka heildarlosun. Einn liðurinn í því er að tryggja að framleiðslan fari fram á þeim stöðum þar sem heildarlosun er minnst. Það á við um framleiðslu hér á landi þar sem óveruleg losun er vegna orkuöflunar til framleiðslun<BR>nar. Í þessu sambandi má geta þess að árleg heildarlosun Íslendinga á koldíoxíði er álíka og losun frá 180 þúsund tonna álveri sem notar rafmagn sem framleitt er í kolarafstöð. Til samanburðar má nefna að álveri ISAL mun framleiða rúm 160 þúsund tonn á ári eftir stækkun. Bent hefur verið á að með tilflutningi raforkufreks iðnaðar frá ríkjum þar sem jarðefnaeldsneyti er nýtt til orkuvinnslu til ríkja þar sem mögulegt er að mæta slíkri þörf með nýjum vatnsorkuverum væri hægt að draga umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Niðurstöðutala þeirra jafngildir meira en 100 faldri losun Íslendinga á koldíoxíði árið 1995. <BR><BR>Orkufyrirtækin hafa að flestu leyti staðið sig með miklum ágætum í umhverfismálum en sjónarmið þeirra og aðgerðir í umhverfismálum hafa ekki komist nægilega skýrt til skila í almennri umræðu. Þörf er á átaki í því efni til að sjónarmið orkufyrirtækjanna verði ekki útundan í þeirri umræðu sem nú á sér stað jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Hagkvæm nýting orkulinda landsins, að teknu tilliti til umhverfisþátta, er hagsmunamál fyrir þjóðina alla. Jafnframt mun aukin nýting hreinna og endurnýjanlegra orkulinda Íslendinga, m.a. til iðnaðarframleiðslu, draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og því mikilvægt að um slíka nýtingu ríki samstaða. <BR><BR>Góðir fundargestir. <BR><BR>Rafmagnsveitur ríkisins eiga að baki hálfrar aldar gifturíkt starf við uppbyggingu raforkumála í landinu. Í sveitum landsins voru frumherjarnir auðfúsugestir og sögur fara af þeim veislum sem haldnar voru í sveitum landsins þegar farið var að reisa staurana til að flytja rafmagnið heim á bæina. Afmælisgjöf fyrirtækisins til landsins að reisa tré fyrir staur er táknræn fyrir breytta tíma, þá áherslu sem orkufyrirtækin leggja á umhverfismálin, og í anda sjálfbærrar þróunar eins og raunar nýting vatnsorkunnar. <BR><BR>Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim fjölmörgu sem starfað hafa hjá Rarik fyrr og síðar fyrir góð og farsæl störf í þágu fyrirtækisins. Ég vil einnig þakka stjórnarmönnum, sérstaklega þeim sem nú hverfa úr stjórninni fyrir þeirra framlag. Fráfarandi stjórnarformanni, Gylfa Magnússyni, vil ég fyrir hönd ráðherra og stjórnvalda þakka sérstaklega fyrir ánægjulegt samstarf. Ég vil að lokum þakka rafmagnsveitustjóra og starfsmönnum fyrirtækisins fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf á liðnum árum. <BR> <P></P>

1997-04-30 00:00:0030. apríl 1997Framsaga á fundi um stóriðju í Eyjafirði, 30. apríl 1997.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P><BR>&nbsp; <DIV align=center>I.</DIV><BR>Sú kyrrstaða sem ríkt hefur í orkufrekum iðnaði hefur verið rofin. Ísland er áþreifanlega komið á landakort fjárfesta á vissum sviðum. Í því sambandi má nefna að á síðustu tólf mánuðum hefur einungis verið tilkynnt um fimmtán nýjar fjárfestingar í málmvinnslum í Evrópu. Nú hefur okkur Íslendingum tekist að laða að þrjú verkefni á þessu sviði á undanförnum átján mánuðum. Óhætt er að segja að nú sé svo komið að ekki komi til fjárfesting á þessu sviði í Evrópu nema Ísland sé skoðað sem vænlegur valkostur. <BR><BR>Með þremur nýjum stóriðjusamningum á örfáum misserum rofar aftur til í orkumálum eftir langvarandi stöðnum. Vinnsla hefst í nýjum kerskála í Straumsvík á miðju þessu ári og hafa framkvæmdir gengið þar framar vonum. Samningar voru undirritaðir milli ríkisins, Elkem og Sumitomo um stækkun Járnblendiverksmiðjunnar með þriðja ofni sem á að komast í rekstur haustið 1999. Í samkomulaginu er jafnframt lagður grunnur að fjórða og fimmta bræðsluofni. Framkvæmdir eru þegar hafnar við byggingu álvers Columbia sem mun hefja rekstur á Grundartanga um mitt ár 1998. <BR><BR>Þessir samningar eru hagkvæmir fyrir þjóðarbúið. Þeir munu draga úr vægi sjávarútvegs í þjóðarbúskapnum, renna fleiri styrkum stoðum undir útflutningsatvinnuvegina, auka framleiðslugetu þjóðfélagsins, skapa fjölbreyttara atvinnulíf og flytja inn erlent fjármagn, tækniþekkingu og hundruð nýrra hálaunastarfa. Síðast en ekki síst leiðir meiri fjölbreytni til sveiflujöfnunar og bættra lánskjara. <BR> <DIV align=center>II.</DIV><BR>Það krefst mikillar vinnu og þolinmæði að laða erlenda fjárfesta til landsins. Það höfum við Íslendingar svo sannarlega fengið að reyna. Við Íslendingar stöndum þó mun betur að vígi nú en áður vegna langvarandi stöðugleika í þjóðarbúskapnum, rýmkunar laga um erlendar fjárfestingar, opnunar hagkerfisins með aðild að EES, betra viðskiptaumhverfis og breyttra viðhorfa til erlendrar fjárfestingar. Uppsveifla á ýmsum mörkuðum stóriðnaðar, svo sem í málmvinnslu, hefur einnig leitt til aukins áhuga á Íslandi. Þetta hefur skapað okkur ný sóknarfæri á síðustu árum. <BR><BR>Þessi þrjú nýju verkefni á sviði stóriðju sem nú eru í burðarliðnum falla öll til á suðvesturhluta landsins. Tvö þeirra eru stækkun á iðjuverum sem fyrir voru og eitt er byggt upp frá grunni. Erlendir fjárfestar líta á marga þætti við staðarval fyrir orkufrekan iðnað. Nauðsynlegt er að nægilegt landrými sé til staðar, hafnaraðstaða sé góð, vinnumarkaðurinn stór og fjölbreyttur, rétt umhverfisskilyrði séu til staðar, kostnaður við raforkuflutning sé lítill og stuðningur sé meðal staðbundinna stjórnvalda og almennings á svæðinu. <BR><BR>Þegar þessir þættir; landrými, hafnaraðstaða, vinnumarkaður, umhverfisskilyrði og raforkuflutningur, eru metnir fyrir þá staði á landinu, sem taldir eru koma til greina fyrir stóriðju, koma valkostir á suðvesturhorni landsins best út frá sjónarhóli erlendra fjárfesta, sér í lagi Keilisnes og Grundartangi. Aðrir valkostir, svo sem Eyjafjörður og Reyðarfjörður, koma þar á eftir. Álitlegasti staðurinn við Eyjafjörð, Dysnes, þykir þó ákjósanlegur kostur, þar er aðstaða fyrir höfn góð, vinnumarkaður góður og landrými og umhverfisskilyrði viðunandi. <BR> <DIV align=center>III.</DIV><BR>Sú spurning sem borin er upp hér á þessum fundi um hlut stóriðju í framtíðarsýn í atvinnumálum Eyfirðinga er eðlileg í ljósi nýjustu viðburða í stóriðjusögu Íslendinga. Mikil uppbygging í stóriðju er hafin og því eðlilegt að menn staldri við og leiði hugann að framtíðarsýn í atvinnumálum. Mitt svar við spurningu þeirri sem varpað er upp á fundinum er skýrt: Stærri iðnaður getur að sjálfsögðu verið hluti af blómlegu atvinnulífi í Eyjafirði í framtíðinni, enda skilyrði til slíkra fjárfestinga að mörgu leyti ákjósanleg í firðinum. En þetta, og það vil ég undirstrika, er undir Eyfirðingum sjálfum komið. <BR><BR>Það er mjög mikilvægt að sveitarfélög í Eyjafirði móti skýra stefnu um hvort kynna beri möguleika á stóriðju í Eyjafirði sem vænlegan kost fyrir erlenda fjárfesta. Jafnframt er mikilvægt að fyrir liggi skýr afstaða til þess hvaða svæði Eyfirðingar telja vænlegast til slíks iðnaðar. Kaupandi í fasteignahugleiðingum hugsar sig tvisvar um ef hann sér eigendur hússins hnakkrífast í eldhúsinu um hvort húsið sé til sölu. <BR><BR>Að mínu mati er Dysnes hagkvæmasti kosturinn fyrir stærri iðnað í Eyjafirði. Mikil vinna hefur farið fram í hálfan annan áratug að rannsaka svæðið. Á fyrri hluta níunda áratugarins fóru fram margháttaðar rannsóknir vegna hugsanlegs álvers á Dysnesi. Má þar nefna vindmælingar ofan við Hjalteyri, kortagerð, jarðvegsdýpi á lóð, dýptarmælingar á sjó, botnrannsóknir vegna hafnargerðar, straummælingar vegna losunar úrgangsefna, náttúrufarskönnun á vesturströnd Eyjafjarðar, hitamælingar á Vaðlaheiði vegna dreifingarspár, sýnataka og mælingar á flúor í gróðri o.fl. Þetta er hér nefnt sem dæmi en rannsóknir á svæðinu hafa síðan haldið áfram með hléum. Miklum tíma og peningum hefur verið varið til þessara rannsókna. Á árunum 1990-1994 greiddi Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar 18 milljónir í umhverfisrannsóknir og lóðarathuganir við Dysnes. Samt sem áður liggur ekki ljóst fyrir í dag hvort hægt sé að bjóða fjárfestum Dysnes. <BR><BR>Komið hafa upp hugmyndir um að rannsaka Árskógssand sem mögulegt stóriðjusvæði. Það tel ég lakari kost. Heilt byggðarlag er í túnfætinum, aðstaða til hafnargerðar lakari en á Dysnesi og vinnumarkaður fjær, svo eitthvað sé nefnt. Ríkið getur ekki lagt út í kostnaðarsamar rannsóknir á mörgum stöðum á Eyjafirði, þegar engin trygging er fyrir hendi að heimild fáist þegar áhugasamir fjárfestar knýja dyra. Gert er ráð fyrir að kostnaður við rannsóknir á Árskógssandi nemi um 15 milljónum. Það er ekki forsvaranlegt að leggja út í slíkan kostnað ef mikil óvissa ríkir um vilja heimamanna til stóriðju á svæðinu. <BR><BR>Í fyrra var komið á samstarfsnefnd Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar, Byggðastofnunar og Héraðsnefndar Eyjafjarðar um framhald staðarvalsathugana í Eyjafirði. Ég er þeirrar skoðunar að rétt væri að endurskipuleggja starf þessarar nefndar og fá sveitarfélögin á svæðinu sterkar inn í hana. <BR><BR>Verkefni nefndarinnar gætu verið: <BR> <UL> <LI>að gera viðamikla viðhorfskönnun meðal Eyfirðinga um stóriðju, <LI>festa stóriðjusvæði hjá sveitarfélögum og í skipulagi, <LI>gera tillögur um hvaða rannsóknir þurfi að fara fram og <LI>gera tillögu um kostnaðarskiptingu. </LI></UL><BR>Ég er þeirrar skoðunar að heimamenn eigi að taka meiri þátt í fjármögnun rannsóknanna en verið hefur og verði að bera allan kostnað ef fallið verður frá því á síðari stigum að bjóða svæði undir stóriðju. <BR> <DIV align=center>IV.</DIV><BR>Góðir fundarmenn <BR>Ég vil að lokum geta þess að Eyfirðingar, sem aðrir landsmenn, geta ekki vænst þess að stóriðja verði grundvöllur efnahagslegra framfara á næstu áratugum. Vissulega er hún mikilvæg viðbót en atvinnuuppbygging verður að mestu á öðrum sviðum. Það þarf frjóan jarðveg svo atvinnulífið blómgist. Aflið sem býr í fólkinu sjálfu mun knýja þjóðarskútuna fram á næstu öld. Áherslur iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins taka mið af þessu. Þar er byggt á litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem meginstoðum. <BR><BR>Í fyrra lagði Fjárfestingarskrifstofa Íslands upp í langferð með Eyfirðingum í því skyni að laða að erlenda fjárfestingu í matvælavinnslu. Þessu verkefni miðar vel áfram þó enn hafi það ekki skilað tilætluðum árangri. Ég hef mikinn hug á að verkefni þessu verði framhaldið því það er trú mín og vissa að Eyjafjörður sé ákjósanlegt svæði fyrir erlenda fjárfestingu. <BR><BR>Ég þakka fyrir. <BR> <P></P>

1997-04-29 00:00:0029. apríl 1997Presentation at the Conference: "Information Technology in Fisheries and Aquaculture", Apríl 4, 1997. 

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P><BR>&nbsp; <DIV align=center>I.</DIV><BR>Distinguished foreign guests, ladies and gentlemen. <BR><BR>It is with great pleasure that I accept the opportunity to adress this Conference on Information Technology in Fisheries and Aquaculture. Fisheries and fishing industry play a major role in our every day life and are dominating factors in the Icelandic economy. Aquaculture is a growing industry and Information Technology is the key to continuous growth of the economy and a prosperous future for our citizens and their well being in general. <BR><BR>I welcome our guests from the Commission which have made this Conference possible and have helped in its preparation. I also welcome all our other foreign guests which have come to us from Greenland, Ireland, the UK, Germany and Finland. <BR><BR>Please allow me to revert back to Icelandic for some brief opening remarks. <BR> <DIV align=center>II.</DIV><BR>Ágætu ráðstefnugestir. <BR>Mikilvægasta verkefni okkar á komandi árum er að bæta samkeppnisstöðu atvinnuveganna sem leiða mun til - nýrra, - fjölbreyttari og - betur launaðra starfa. Í þessu felst m.a. sú viðleitni okkar að greina styrkleika Íslands í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og finna leiðir til að nýta auðlindirnar en ekki síður mannauðinn til víðtækrar nýsköpunar í atvinnulífinu. <BR><BR>Upplýsingatæknin mun skipta sköpum í þeim efnum og er mikilvægt að við sláum hvergi slöku við í að tileinka okkur allt það nýjasta og besta sem getur orðið okkur til framdráttar. Þar sem hæfnin til að nýta upplýsingatæknina verður sífellt mikilvægari í alþjóðlegri samkeppni er brýnt að atvinnulífið og stjórnvöld vinni saman að því að upplýsingatæknin nýtist atvinnulífinu sem allra best og á sem allra flestum sviðum. Meðal annars er ljóst að með markvissri nýtingu uppýsingatækninnnar má auka hagræðingu og framleiðni á öllum sviðum íslensks atvinnulífs. Þetta á augljóslega við í framleiðslugreinunum en mun ekki einskorðast við þær. Upplýsingatæknin mun breyta öllum atvinnuháttum okkar og öllum samskiptum manna á milli. <BR><BR>Ein helsta sérstaða upplýsingatækninnar er að hún tengist öllum greinum atvinnulífsins með einum eða öðrum hætti. Þetta hefur m.a. orðið til þess að hin hefðbundna skipting atvinnulífsins í -landbúnað, -sjávarútveg og -iðnað verður stöðugt óljósari. Upplýsingatæknin hefur þannig glögglega sýnt okkur á óumdeilanlegan hátt að hagsmunir þessara höfguðatvinnugreina okkar eru ekki andstæðir heldur sameiginlegir í umhverfi þar sem einn getur ekki án annars verið. Þannig undirstrikar upplýsingaiðnaðurinn mikilvægi heildstæðrar og þverfaglegrar atvinnustefnu. <BR><BR>Gleggsta dæmið um þetta eru hin samfléttuðu tengsl iðnaðar og sjávarútvegs. Sjávarútvegurinn hefur um langt árabil verið ein helsta undirstaða íslensks atvinnulífs og skapað um helming gjaldeyristekna okkar. Í skjóli hans hefur vaxið upp öflugur iðnaður sem í rás tímans hefur þróast úr eldsmíði í flókinn hátækniiðnað. Sú þróun byggir á sérhæfðri tæknikunnáttu sem stendur styrkum fótum á grunni mikillar og almennrar þekkingar á þörfum atvinnulífsins. <BR><BR>Þessi samfléttuðu tengsl sjávarútvegs og iðnaðar, auk fjölmargs annars, eru hér til umfjöllunar í dag - og það er tímanna tákn að öll sú umræða mun hverfast um upplýsingatæknina og hugbúnaðariðnaðinn. <BR><BR>Gott brautargengi hugbúnaðariðnaðarins má fyrst og fremst þakka dugmiklum skapandi einstaklingum sem með þekkingu sinni og eljusemi hafa komist yfir ótrúlegar hindranir og náð aðdáunarverðum árangri á margvíslegum sviðum upplýsingatækninnar. Það eru þessir menn og fyrirtæki þeirra sem munu draga vagninn inn í velferðarþjóðfélag komandi ára. <BR><BR>Hlutverk stjórnvalda er fyrst og fremst að skapa og viðhalda hagstæðum ytri skilyrðum til þess að sú ferð verði sem greiðust. Lykilatriðin í því sambandi eru hagstæð efnahagsskilyrði, afnám óþarfa hindrana og heilbrigt samkeppnisumhverfi. <DIV align=center>III.</DIV><BR>Ágætu ráðstefnugestir. <BR>Nýsköpun er lykillinn að því að auka framleiðni og skapa ný störf í heimi aukinnar samkeppni. Fyrir okkur, eins og margar aðrar þjóðir, mun nýsköpun tengd upplýsingaiðnaði gegna veigamiklu hlutverki. Mér segir svo hugur, að þrátt fyrir smæð okkar á þessu sviði, sem svo mörgum öðrum í alþjóðlegu samhengi, megi þar vænta umtalsverðs árangurs. Ég tel jafnframt raunhæft að álykta að ýmis konar iðnaðarframleiðsla, sem byggir á háþróuðum hugbúnaði, verði undirstaða nýrrar atvinnuþróunar og aukins hagvaxtar á komandi árum. <BR><BR>Það er von mín að ráðstefna þessi reynist ykkur gefandi, - að þið fáið tækifæri til að kynnast því nýjasta sem er að gerast á þeim mikilvægu sviðum sem til umfjöllunar verða og - að hún geti, nú eða síðar, orðið uppspretta að nýjum samstarfsverkefnum. Með þessum óskum lýsi ég ráðstefnuna "Information Technology in Fisheries and Aquaculture" setta. <BR> <P></P>

1997-04-28 00:00:0028. apríl 1997Ræða á samráðsfundi Landsvirkjunar, 28. apríl 1997.

<P><BR> <DIV align=center>I.</DIV><BR>Góðir fundargestir. <BR>Óhætt er að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá síðasta ársfundi Landsvirkjunar. Eigendur fyrirtækisins hafa mótað fyrirtækinu stefnu, þar sem skýr markmið eru sett um raunlækkun á verði raforku til almennings, arðsemi og arðgreiðslur. Einnig hafa eigendur Landsvirkjunar tekið áfanga í átt að formbreytingu á rekstri með því að færa stjórnskipulag fyrirtækisins nær ákvæðum hlutafélagalaga. Alþingi hefur samþykkt þessa stefnumótun með breytingu á lögum um Landsvirkjun. Þessi ársfundur er því haldinn með nokkuð öðru sniði en verið hefur og markar tímamót í merkri sögu Landsvirkjunar. <BR><BR>Samráðsfundurfundur Landsvirkjunar er einnig haldinn á miklum umbrotatímum í íslenskum orkumálum. Kemur þar tvennt til. Í fyrsta lagi hefur tveggja áratuga kyrrstaða í stórnýtingu íslenskra orkulinda verið rofin. Í öðru lagi hefur gjörbreytt skipulag orkumála verið til umræðu, meðal annars í ljósi reynslu margra þjóða af því að virkja markaðsöflin á þessu sviði. Vík ég nú nánar að þessu tvennu. <BR> <DIV align=center>II.</DIV><BR>Með þremur nýjum stóriðjusamningum á örfáum misserum rofar aftur til í orkumálum eftir langvarandi stöðnum. Vinnsla hefst í nýjum kerskála í Straumsvík á miðju þessu ári og hafa framkvæmdir gengið þar framar vonum. Samningar voru undirritaðir milli ríkisins, Elkem og Sumitomo um stækkun Járnblendiverksmiðjunnar með þriðja ofni sem á að komast í rekstur haustið 1999. Í samkomulaginu er jafnframt lagður grunnur að fjórða og fimmta bræðsluofni. Framkvæmdir eru þegar hafnar við byggingu álvers Columbia sem mun hefja rekstur á Grundartanga um mitt ár 1998. <BR><BR>Með þessum samningum munu 2300 gígavattstundir bætast við raforkunotkun landsmanna, sem er um 40% aukning. Raforkunotkun Íslendinga um aldamótin verður þá komin í 7000 gígavattstundir, þar af um tveir þriðju hlutar til stóriðju. <BR><BR>Þessir samningar eru hagkvæmir fyrir þjóðarbúið. Þeir munu draga úr vægi sjávarútvegs í þjóðarbúskapnum, renna fleiri styrkum stoðum undir útflutningsatvinnuvegina, auka framleiðslugetu þjóðfélagsins, skapa fjölbreyttara atvinnulíf og flytja inn erlent fjármagn, tækniþekkingu og hundruð nýrra hálaunastarfa. Síðast en ekki síst leiðir meiri fjölbreytni til sveiflujöfnunar og bættra lánskjara. <BR><BR>Áhrif framkvæmda við álver Columbia og járnblendiverksmiðjunar á hagsveifluna verða töluverð fram til aldamóta, án þess þó að stöðugleikanum í þjóðarbúskapnum sé fórnað. Hagvöxtur á þessu ári verður þannig 3,7% í stað 2,5% ef ekki hefði komið til stóriðjuframkvæmda. Ársverk vegna framkvæmdanna verða um 1600. Fjárfesting á næstu þremur árum eykst um 36 milljarða vegna framkvæmdanna. Fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu verður svipuð og í löndum OECD á næsta ári, en lítil fjárfesting hefur verið eitt stærsta efnahagsvandamál okkar á þessum áratug. <BR><BR>Þessir samningar eru mjög hagstæðir fyrir Landsvirkjun. Núvirtur hagnaður af orkusölu til Columbia og Járnblendifélagsins er um 1700 milljónir króna miðað við ávöxtunarkröfuna 5,5% og innri vextir af fjárfestingunni 6,7%. Þetta þýðir að fjárhagsstaða Landsvirkjunar batnar með tilkomu nýju samningana og fyrirtækið verður betur í stakk búið en áður að lækka orkuverð til almenningsveitna og fylgja þannig eftir þeirri stefnumótun sem eigendur fyrirtækisins hafa sett því. <BR> <DIV align=center>III.</DIV><BR>Skipulag raforkumála hefur verið mjög í brennidepli síðustu misserin. Auk viðræðunefndar eigenda Landsvirkjunar um endurskoðun á eignarhaldi, rekstrarformi og hlutverki fyrirtækisins skilaði ráðgjafarnefnd fulltrúa orkufyrirtækja, þingflokka, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins, undir forystu Þórðar Friðjónssonar, tillögum til mín um endurskoðun á skipulagi raforkumála. <BR><BR>Á grundvelli tillagna nefndarinnar er nú unnið að stefnumótun um framtíðarskipulag raforkumála í landinu. Áður en málið verður lagt fyrir Alþingi tel ég nauðsynlegt að eiga samráð við hagsmunaaðila um þá stefnumörkun og verður það gert í sumar. <BR><BR>Ég tel að megináherslu eigi að leggja á að skilja í sundur náttúrulega einkasöluþætti raforkukerfisins og þá þætti þar sem samkeppni verður við komið. Í þessu felst, að í áföngum verði unnið að því að skapa forsendur fyrir aðskilnaði vinnslu, flutnings, dreifingar og sölu rafmagns. Jafnframt er nauðsynlegt að búa svo um hnútana að samkeppni geti þróast eðlilega á þeim sviðum þar sem hún á við, þ.e. í vinnslu og sölu rafmagns, og að komið verði á virku eftirlitskerfi á sviðum einkaréttar, þ.e. í flutningi og dreifingu rafmagns. Þessar breytingar þurfa að eiga sér stað í áföngum þar sem fullt tillit verður tekið til stöðu raforkufyrirtækjanna og þeim veitt nauðsynlegt svigrúm til að laga sig að breyttum aðstæðum. <BR><BR>Fyrstu skrefin í átt að breyttu skipulagi raforkumála gætu verið að aðskilja vinnslu, flutning, dreifingu og sölu bókhaldslega í reikningum orkufyrirtækja, stofna félag um meginflutningskerfið, leggja frumvarp til raforkulaga fyrir Alþingi, breyta stjórnskipulagi orkufyrirtækja og móta arðstefnu þeirra. Jafnframt verði unnið að athugun á tæknilegum og fjárhagslegum möguleikum þess að tengja íslenska raforkukerfið við Evrópu. <BR><BR>Ef litið er lengra fram á veg má í ljósi þessa gera ráð fyrir að á árunum 2000-2005 verði orkufyrirtækjum breytt í hlutafélög, 2005-2007 verði lokið við að innleiða samkeppni til að mæta aukinni raforkuþörf til almenningsnota og loks 2007-2009 verði myndaður orkumarkaður á vegum Landsnetsins. Frjáls samkeppni ríki þá í viðskiptum með raforku. <BR> <DIV align=center>IV.</DIV> <UL> <LI>Stefnumótun eigenda Landsvirkjunar og nýsamþykktar breytingar á lögum um Landsvirkjun er í fullu samræmi við þetta. Breytingar á lögum og sameignarsamningi um Landsvirkjun fela meðal annars í sér að <LI>Landsvirkjun verði rekin sem sameignarfélag fyrst um sinn en fyrir árið 2003 verði metið hvort ástæða sé til að stofna hlutafélag um fyrirtækið, <LI>Stjórnskipulag félagsins verður fært til aukins samræmis við ákvæði hlutafélagalaga, meðal annars hvað varðar hlutverk ársfundar og verksvið stjórnar og framkvæmdastjóra, <LI>Skýr markmið eru sett um raunlækkun á verði raforku til almennings, sem tryggi 3% árlega raunlækkun frá 2001 til 2010, <LI>Skýr stefna er sett um arðsemi fyrirtækisins og samkomulag gert um hóflegar arðgreiðslur til eigenda, sem eru vel samrýmanlegar markmiðum um verðlækkun á raforku, <LI>Endurmat á eigendaframlögum sem verða notuð sem arðgreiðslustofn og <LI>Að Landsvirkjun verði heimiluð þátttaka í félögum á sviði orkumála </LI></UL><BR><BR> <DIV align=center>V.</DIV><BR>Árangur er nú að koma í ljós af því markaðsstarfi sem unnið hefur verið á Markaðskrifstofu iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar. Þar hefur verið unnið mjög gott starf. Stofnun skrifstofunnar árið 1988 var skynsamlegt skref, sem tryggði að þekking og reynsla af þessu starfi byggðist upp á einum stað. Markaðsskrifstofan hefur gegnt eðlilegu og mikilvægu hlutverki við að greiða fyrir fjárfestingarverkefnum með hliðstæðum hætti og erlendar fjárfestingarskrifstofur almennt vinna. <BR><BR>Breska ráðgjafarfyrirtækið Ernst og Young, sem hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf við erlendar fjárfestingar, er nú að ljúka úttekt á Markaðsskrifstofunni. Er það mat ráðgjafarfyrirtækisins að mikilvægur árangur hafi náðst. Fyrir utan þann beina árangur sem nú blasir við í þeim verkefnum sem verið er að leiða til lykta er ljóst að Ísland er komið á landakort fjárfesta á þeim sviðum sem Markaðsskrifstofan hefur einkum sinnt. Á síðustu tólf mánuðum hefur einungis verið tilkynnt um fimmtán nýjar fjárfestingar í málmvinnslum í Evrópu. Nú hefur okkur Íslendingum tekist að laða að þrjú verkefni á þessu sviði á undanförnum átján mánuðum. Óhætt er að segja að nú sé svo komið að ekki komi til fjárfesting á þessu sviði í Evrópu nema Ísland sé skoðað sem vænlegur valkostur. <BR><BR>Með stofnun Fjárfestingarskrifstofu Íslands, sem viðskiptaráðuneytið rekur í samvinnu við Útflutningsráð, var stefnt að því að auka kynningu á kostum fjárfestingar á öðrum sviðum hér á landi. Starfsemi þeirrar skrifstofu er nú komin í fast horf og ýmis fjárfestingarverkefni verið skilgreind, m.a. á sviði matvælaframleiðslu, hugbúnaðarþjónustu og vegna innflutnings starfandi fyrirtækja. <BR><BR>Brýnt er að auka erlenda fjárfestingu hér á landi og efla markaðsstarf á því sviði. Meðal þess sem þar kemur til athugunar er að sameina þessar tvær skrifstofur í eina öfluga fjárfestingarskrifstofu sem rekin yrði með virkri þátttöku Landsvirkjunar. <BR> <DIV align=center>VI.</DIV><BR>Í alþjóðlegu samstarfi eru sífellt gerðar meiri kröfur til umhverfismála á sviði orkumála. Þetta má sjá í áherslu á sjálfbæra þróun, notkun endurnýjanlegra orkugjafa og að draga úr mengun vegna orkuframleiðslu. <BR><BR>Orkufyrirtækin hafa staðið sig með miklum ágætum á þessu sviði en sjónarmið þeirra hafa ekki komist nægilega skýrt til skila í almennri umræðu. Ég hef nýlega boðað forsvarsmenn stærstu orkufyrirtækja landsins saman til fundar til að ræða þörfina á átaki í umhverfismálum í orkugeiranum. Eru þeir sammála um að slíkt samstarf sé nauðsynlegt til að ná megi sem bestum árangri á þessu sviði og að sjónarmið orkufyrirtækjanna verði ekki útundan í þeirri umræðu sem nú á sér stað jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Hagkvæm nýting orkulinda landsins, að teknu tilliti til umhverfisþátta, er hagsmunamál fyrir þjóðina alla. Jafnframt mun aukin nýting hreinna og endurnýjanlegra orkulinda Íslendinga, m.a. til iðnaðarframleiðslu, draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og því mikilvægt að um slíka nýtingu ríki samstaða. <BR> <DIV align=center>VII.</DIV><BR>Góðir fundargestir. <BR>Í kjölfar þeirra breytinga sem orðið hafa á lögum um Landsvirkjun verður breyting á stjórn fyrirtækisins. Ég vil því nota þetta tækifæri til að þakka þeim sem nú hverfa úr stjórn fyrir mikið og farsælt starf í þágu fyrirtækisins. Fráfarandi formanni, Helgu Jónsdóttur, vil ég þakka sérstaklega fyrir ánægjulegt samstarf um leið og ég býð nýja stjórn velkomna til starfa. Ég vil að lokum þakka starfsmönnum fyrirtækisins fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf á liðnum árum. <BR> <P></P>

1997-04-28 00:00:0028. apríl 1997Kynningarhátíð MIDAS-net skrifstofunnar

<P> <P> <P><B>Ávarp á kynningarhátíð í Þjóðleikhúsinu 23. apríl 1997 vegna opnunar MIDAS-net skrifstofu á Íslandi í samvinnu við ESB DG-XIII. </B><BR><BR>Ágætu hátíðargestir, <BR><BR>I.<BR>Menning þjóðar okkar á sér djúpar rætur í ríkulegum bókmenntaarfi hennar. Bókmenntirnar eru fyrst og fremst vitnisburður andlegs atgerfis þjóðarinnar sem aldrei hefur látið bugast þrátt fyrir margvíslegt andstreymi, - hungur og náttúruhamfarir. Ekki er ólíklegt að bókmenntirnar hafi átt sinn þátt í því að þrátt fyrir allt erum við hér enn sem ein þjóð, -óbuguð, -sjálfstæð og -sókndjörf. <BR><BR>Bókmenntirnar eru vissulega fyrst og fremst vitnisburður um ríkulegan andlegan þroska en þær eru óneitanlega einnig dæmi um fágætt listrænt handbragð. Í þeim fer saman snilld hugar og handar, sem ætíð verða hornsteinar farsællar velgengni. <BR><BR>II.<BR><BR><BR>Sagt er að breytingar á högum manna komi í bylgjum. Í ljósi sögunnar má greina nokkrar meiriháttar breytingar sem hver um sig gerði þjóðfélagið óþekkjanlegt frá því sem áður var. Ef við setjum okkur á byrjunarreit við upphaf sagnaritunar á Íslandi verður fyrsta stóra breytingarskeiðið við tilkomu prentlistarinnar, - síðan með virkjun gufuaflsins sem leiddi af sér iðnbyltinguna, - þar á eftir við nýtingu rafmagnsins sem leiddi af sér símann, útvarpið, sjónvarpið og ótalmargt fleira og loks - sú gerbreyting sem við stöndum nú frammi fyrir vegna stórstígra og hraðfara framfara í upplýsinga- og fjarskiptatækni. <BR><BR>Þessar breytingar hafa nú þegar haft afgerandi áhrif á líf margra okkar og munu á komandi árum gjörbreyta atvinnuháttum okkar og öllum samskiptum manna á milli. <BR><BR>Breytingarnar byggja á óhindruðu flæði upplýsinga og greiðum aðgangi sem er að opnast okkur að helstu þekkingarbrunnum heimsins. - Þær breytingar verða miklu víðtækari og munu ganga mun hraðar fyrir sig en fyrri samfélagsbreytingar. -og- - Þær verða ekki bundnar við atvinnu- og viðskiptalíf heldur snerta alla borgarana og alla þætti samfélagsins. <BR><BR>Sú nýja samfélagsmynd sem til verður við þessar breytingar er nefnd "upplýsingasamfélagið". <BR><BR>Við gerð stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar á vormánuðum árið 1995 lögðum við grunn að stefnumótun í málefnum upplýsingasamfélagsins. Þar gáfum við þau fyrirheit að móta heildarstefnu um hagnýtingu upplýsingatækninnar í þágu efnahagslegra framfara og uppbyggingar í atvinnulífinu, - vísindarannsókna, - lista og -annarra menningarmála. <BR><BR>Þar hétum við því - að greiða fyrir aðgangi fólks að opinberum upplýsingum, - að draga úr skrifræði í samskiptum borgaranna við stjórnvöld og - að afnema óþarfa laga og reglugerðarákvæði er stæðu eðlilegum framförum fyrir þrifum. <BR><BR>Samhliða þessu yrði þjónusta ríkisins sniðin að nútímatækni, m.a. með nettengingu þjónustustofnana og pappírslausum viðskiptum. <BR><BR>Í þessu felst sá ásetningur ríkisstjórnarinnar að ný upplýsinga- og fjarskiptatækni verði sem best nýtt til að tryggja vaxandi hagsæld í landinu svo unnt verði að halda uppi velferðarkerfi og menningarstigi eins og best gerist. <BR><BR>Nú hefur stefnan verið mótuð og förin á vit upplýsingasamfélagsins er hafin. Sú för verður varla átakalaus og má í hinni nýju samfélagsmynd sjá jafnt ógnun sem tækifæri til sóknar. Í því sambandi þurfum við einkum að horfa til þess að nýta öll tiltæk ráð - til eflingar lýðræðisins, - til aukins félagslegs jafnréttis og - til eflingar sérstæðrar menningar okkar og tungu. <BR><BR>Slíkt mun ekki gerast af sjálfu sér. Upplýsingabrautirnar verða yfirfullar af erlendu efni af margvíslegri gerð. Samkeppnin um að ná athygli notenda verður mikil og hætta er á að þar geti hagsmunir okkar orðið undir ef við höldum ekki vöku okkar. Í þessu sambandi á ég t.d. við menningarlega hagsmuni okkar en ekki síður þá hættu að við glötum margbreytileika tungunnar vegna erlendra áhrifa. Mikilvægt er að við séum meðvituð um þessar hættur því þær hljóta að marka sín spor í sókn okkar til að nýta þá möguleika sem bjóðast. Í þeim efnum mun markviss sókn reynast okkur heilladrýgst, eins og oftast fyrr. Við verðum að nota hina nýju tækni og boðleiðir til að koma sékennum okkar á framfæri og festa einstaka menningarlega stöðu okkar í sessi í alþjóðlegu samhengi. <BR><BR>Við fyrstu sýn virðist flest ganga okkur í haginn í þeim efnum. Fyrir réttri viku fréttum við af því að vinna væri að hefjast við að yfirfæra um hálfa milljón blaðsíður af handritum og prentuðu efni á stafrænt form, - fyrst og fremst íslenskar fornsögur og rímur ortar út frá þeim. Allt þetta verður síðan aðgengilegt fyrir alla heimsbyggðina á alnetinu. Þetta er aðeins upphafið af því sem koma skal - og viss er ég um að það íslenska efni sem erlent fólk mun komast í kynni við í gegnum netkerfin mun kveikja og efla áhuga þess fyrir sérkennum okkar og leiða til eflingar íslenskrar menningar og jafnframt til bættrar efnahagslegrar afkomu þjóðarinnar í kjölfar þess. <BR><BR>III.<BR>Margmiðlunin, sem er hinn samfellandi rammi texta, hljóðs og myndar, er grundvöllur hinna nýju möguleika. Margmiðlunin færir okkur ný tækifæri til að kynnast ótæmandi fróðleik og skemmtiefni, - hún er hinn nýi útgáfumiðill. Margmiðlunin er dæmi um á hvern hátt okkur getur tekist að styrkja menningu okkar og tungu og er jafnframt dæmi um á hvern hátt við getum bætt samkeppnisstöðu íslenskra atvinnuvega, aukið framleiðni og nýsköpun fyrirtækja, skapað ný, fjölbreyttari og betur launuð störf og aukið félagslega velferð í landinu. <BR><BR>Sú starfsemi sem við munum kynnast hér betur í dag er nátengd öllu þessu. Midas-skrifstofan hefur það hlutverk að efla skilning okkar á mikilvægi þess að nýta tækifæri upplýsingasamfélagsins okkur til velfarnaðar. Sérstök áhersla verður lögð á að örfa og styðja þróun á evrópsku margmiðlunarefni, en ekki síður að hvetja til notkunar almennings og fyrirtækja á rafrænum gögnum í viðskiptum og til fróðleiks og skemmtunar. <BR><BR>Í ljósi þess að atvinnuþróun næstu ára mun að töluverðu leyti byggjast á nýtingu upplýsingatækni og þróun búnaðar tengdum upplýsingatækni er mikilvægt að við Íslendingar fylgjumst vel með framvindu þessara mála. Eitt markmið Mids-skrifstofunnar er að örva framleiðslu á hágæða margmiðlunarefni sem nýst getur þjóðum Evrópu. Margmiðlunarefnið þarf að geta höfðað til mismunandi málsvæða, byggja á evrópskum grunni og samvinnu. Það þarf að hafa burði til að yfirvinna tæknilegar-, menningarlegar- og markaðslegar hindranir sem standa í vegi fyrir vexti evrópsks upplýsingaiðnaðar. <BR><BR>Eins og sjá má af þessu fellur verkefnið í einu og öllu að hagsmunum okkar Íslendinga sem, ekki síður en margar aðrar Evrópuþjóðir, búum við vissar tæknilegar-, menningarlegar- og markaðslegar hindranir, samanborið við hinar stærri þjóðir. <BR><BR>Ágætu hátíðargestir. <BR>Málefni upplýsingasamfélagsins munu á komandi árum skipta okkur stöðugt meira máli. Mikilvægt er að allir geti orðið virkir þátttakendur í þeim breytingum sem nú þegar mótar fyrir - svo enginn sitji eftir afskiptur. Midas-skrifstofan gegnir þar veigamiklu hlutverki á sviði margmiðlunar. Ég færi aðstandendum skrifstofunnar mínar bestu óskir um gæfuríkt starf við þau mikilvægu störf sem þeir eiga framundan. Takk fyrir.</P> <P></P>

1997-04-22 00:00:0022. apríl 1997Ávarp á ársfundi Iðnlánasjóðs

<P> <P><BR><BR>Góðir ársfundargestir, <BR><BR>I.<BR>Á síðustu fjórum til fimm árum hefur starfsemi á fjármagnsmarkaði þróast í átt til opnunar gagnvart umheiminum og aukinnar samkeppni milli fyrirtækja. Þetta hefur meðal annars lýst sér í því að hefðbundin skipan fjármálastarfsemi og fyrirtækja í ákveðna flokka hefur raskast. Skýrt dæmi um þetta eru nýleg kaup viðskiptabanka og sparisjóða á eignarhlutum í vátryggingastarfsemi. <BR><BR>Þrátt fyrir þessa þróun sýnir samanburður á íslenskum fjármagnsmarkaði og mörkuðum þeirra landa sem við eigum í mestri samkeppni við að nauðsyn er frekari endurskipulagningar. Vextir hjá okkur eru hærri en víðast hvar kostnaður við bankaþjónustu sömuleiðis og ríkið er hér umfangsmikið á fjármagnsmarkaði. <BR><BR>II.<BR>Hinir hefðbundnu fjárfestingarlánasjóðir voru stofnaðir með sérlögum fyrr á þessari öld til þess að sinna ákveðnum og afmörkuðum sviðum atvinnulífsins við allt aðrar aðstæður en nú eru orðnar. Því er nauðsynlegt að endurskoða skipulag þeirra, eignarhald og starfsemi. Þess vegna hefur ríkisstjórnin staðið fyrir víðtækri endurskoðun á sjóðakerfi atvinnulífsins. Raunar hefur skipulag fjárfestingarlánasjóðanna verið til umræðu á annan áratug, án þess að nokkuð markvert hafi gerst. Nú eru rótttækar breytingar hins vegar í þann veginn að nást fram með stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. <BR><BR>III.<BR>Ríkisstjórnin hefur að undanförnu verið gagnrýnd af sumum fyrir þá stefnu sem hún hefur markað í þessum málum. Þannig telja ýmsir að með því að setja á stofn nýjan fjárfestingarbanka sé verið að spyrna við fótum gegn þróun á fjármagnsmarkaði. <BR><BR>Þetta er alls ekki svo. Markmiðið með fyrirhuguðum breytingum er margþætt. Ætlunin er að auðvelda atvinnufyrirtækjum að afla sér hagstæðrar fjármögnunar í gegnum öfluga stofnun sem hafi möguleika á að ná hagstæðum samningum við lánveitendur sína og reka starfsemi sína með lágmarks tilkostnaði. Þannig megi draga úr kostnaði íslenskra fyrirtækja við langtímafjármögnun með minni vaxtamun og bættri þjónustu. <BR><BR>Annað markmið er að fækka lánastofnunum í eigu ríkisins og draga úr áhrifum ríkisins á fjármagnsmarkaðnum með einkavæðingu. Í skýrslum alþjóðastofnana hefur margoft komið fram, að víðtæk þátttaka ríkisins á fjármagnsmarkaði sé tímaskekkja. Standard &amp; Poor}s telur að lánshæfiseinkunn Íslands séu settar skorður af þátttöku ríkisins í fjármálalífinu. Það er því mat ráðuneytisins að framtíðarhlutverk ríkisins á fjármagnsmarkaði, auk hins opinbera tilsjónarvalds, verði fyrst og fremst að tryggja að fyrir hendi sé sérhæfð fjárfestingarþjónusta. Meðal annars þess vegna þarf einnig að aðgreina áhættufjármögnun frá hefðbundinni fjárfestingarlánastarfsemi. <BR><BR>Þriðja markmiðið er að skapa fyrirtækjum og stofnunum á fjármagnsmarkaði heilbrigða samkeppni sem leiði til bætts rekstrar og bættrar þjónustu almennt. <BR><BR>Fjórða markmiðið er vissulega að nýta eign sína á þann hátt að sem mest fáist fyrir hana. Þess vegna er sett á stofn arðvænleg, traust og seljanleg fjármálastofnun. <BR><BR>Síðast en ekki síst byggist sú leið sem valin hefur verið á því að nýta þann trausta grunn sem fyrir hendi er, á sem árangursríkastan hátt. Í starfandi fjárfestingarlánasjóðum hefur verið byggð upp mikil þekking á atvinnulífinu í landinu. Jafnframt hefur tekist að reka þessa starfsemi með lágum tilkostnaði og afla lánsfjár á hagstæðum kjörum. Það er því skynsamlegt þegar hugað er að breytingum að byggja á þessum grunni. Á þessum grundvelli gefst síðan færi á að þróa nýja sérhæfða fjármálaþjónustu. Má þar nefna að fjárfestingarbankinn kynni að eiga þess kost að taka þátt í fjármögnun stórverkefna ef svo ber undir. <BR><BR>Í þessu sambandi vek ég athygli á nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins, VSÍ og Verslunarráðs Íslands um aga og ábyrgð í viðskiptalífinu. Þar er lagt til að lánastofnanir verði í auknum mæli að skoða greiðslugetu skuldara og fylgjast betur með rekstrinum, gera meiri kröfur um áætlanagerð og arðsemisútreikninga, enn mat á tryggingum. Náin tengsl við atvinnufyrirtæki, sem starfsemi fjárfestingarbankans og raunar einnig Nýsköpunarsjóðs er ætlað að byggja á, grundvallast einmitt á slíkum sjónarmiðum. <BR><BR>IV.<BR>Með hliðsjón af öllu framansögðu má fullyrða að stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hafi í för með sér róttækustu og umfangsmestu skipulags- og hagræðingaraðgerðir sem gerðar hafa verið á íslenskum fjármagnsmarkaði um langt skeið. <BR><BR>Stofnun fjárfestingarbanka felur fyrst og fremst í sér tiltekið upphaf á þróun á fjármagnsmarkaði. Stjórnvöld hyggjast ekki viðhalda starfsemi sérstakra fjárfestingarlánasjóða til framtíðar. Reynslan ein mun leiða í ljós hver þróun mála verður þegar fjárfestingarbankanum hefur verið komið á fót. Þar mun markaðurinn og þeir hluthafar sem gerast meðeigendur ríkisins í upphafi ráða för. <BR><BR>V.<BR>Óþarft er að fjölyrða nánar um efni þeirra frumvarpa sem nú eru til meðferðar á Alþingi. Svo mjög hefur verið fjallað um þau að undanförnu. Þó er rétt að víkja að þeim breytingum sem lagðar hafa verið til í meðförum þingsins. <BR><BR>Við umfjöllun um fjárfestingarbankann hefur þeirri skoðun verið haldið hátt á lofti að draga megi úr sterkri eiginfjárstöðu hins tilvonandi banka. Með því verði ríkissjóði gert meira úr eign sinni, bankinn verði arðvænlegri og um leið fýsilegri fjárfestingarkostur. Því hefur á Alþingi verið lagt til að draga einn milljarð út úr fjárfestingarbankanum þannig að stofnfé bankans verði um 7,5 milljarðar í stað um 8,5 milljarða króna. <BR><BR>Á móti þessari tillögu má færa þau rök að fjárfestingarbankanum muni reynast erfiðara að afla sér hagstæðs lánsfjár og að meiri hætta verði á gjaldfellingu lána starfandi sjóða, einkum Fiskveiðasjóðs. Það er mat flestra sem um málið hafa fjallað að þessi breyting muni ekki hafa neikvæðar afleiðingar í þessa veru. Mestu skipti að vel verði staðið að kynningu fyrirhugaðra breytinga. <BR><BR>Samfara þessum tillögum hefur verið lagt til að milljarðinum, sem áður er nefndur, verði ráðstafað með sérstökum hætti í gegnum Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Lagt er til að milljarðinum verði varið til hlutafjárkaupa í fyrirtækjum í nýsköpun og þróun, einkum á sviði upplýsinga og hátækni og með áherslu á landsbyggðina. <BR><BR>Við ráðstöfun þessara fjármuna er lagt til að stjórn Nýsköpunarsjóðs fái verðbréfafyrirtæki og aðra til þess bæra aðila að annast umsýslu og ráðstöfun fjárins. Tilteknir hlutar höfuðstólsins verði því fengnir nokkrum aðilum til ráðstöfunar þannig að unnt verði að fylgjast með og bera saman árangur þeirra aðila sem fengnir hafa verið til verksins. Að tilteknum tíma liðnum verði hlutafé í nýsköpunarfyrirtækjum selt og andvirðið renni í ríkissjóð. <BR><BR>Það er mat ráðuneytisins að þessar breytingar á frumvarpinu séu til bóta og er fullur stuðningur við þær. <BR><BR>VI.<BR>Góðir fundargestir, <BR>Nái hin umtöluðu frumvörp fram að ganga er stigið fyrsta skrefið í framkvæmd fyrirhugaðra breytinga. Mikið verk og vandasamt er þó framundan. Til þess að þessar breytingar nái farsællega fram að ganga og fjárfestingarbankinn nái tilgangi sínum verða allir að leggjast á eitt um framkvæmdina. Þar er átt við stjórnendur og starfsmenn starfandi fjárfestingarlánasjóða og jafnframt samtök atvinnufyrirtækja sem eru bakhjarl fjárfestingarlánasjóðanna. Hagsmunir ríkisins, atvinnufyrirtækja og starfandi fjárfestingarlánasjóða fara saman í þessu efni. Gott samstarf tókst um undirbúning fyrirliggjandi frumvarpa og vænti ég þess að það samstarf eigi áfram eftir að vera farsælt. Þar sem þetta kann að vera síðasti ársfundur Iðnlánasjóðs í núverandi mynd eru stjórnendum og starfsfólki sjóðsins færðar bestu þakkir fyrir gott samstarf á liðnum misserum. <BR><BR></P>

1997-04-15 00:00:0015. apríl 1997Ræða á ársfundi Evrópubankans

<P> <P>Statement by Finnur Ingólfsson, Minister of Industry and Commerce, Governor for Iceland<BR><BR>Mr. Chairman, fellow Governors, Ladies and Gentlemen. <BR>The 1996 operational results of the Bank demonstrate that the EBRD is on the right path. Allow me to congratulate the President, the Board of Directors and the staff of the Bank on the results achieved. The Bank was able to ensure continued growth while financing more complex projects. This is well evidenced in an increase of projects in countries in early stage of transition as well as an more complex projects with deeper involvement in the private sector. <BR><BR>We welcome the Banks work through financial intermediaries and the growth of equity investments. This deepens the Banks involvement in the emerging local private sector and contributes to the transaction process by strengthening of institutions. Furthermore it transfers expertise in general business conduct. <BR><BR>I am pleased to note that the Bank has now been involved in several projects which have as their main objectives to increase energy efficiency. Increased energy efficiency would contribute very rapidly to improve the environment in many countries and I wish to complement the Bank}s management for its emphasis on energy efficiency. <BR><BR>Mr. chairman, while the transition process advanced very significantly in most of the Bank}s countries of operations, several of the countries face new serious challenges and even backlash. Implementation of sound macro-economic and structural reforms at the national level is the only way forward. Recent developments also show, however, that strengthening of legal structures and in particular effective licensing and regulatory structures are of paramount importance. Strong financial sector supervision matters much in this regard. <BR><BR>The Report to Governors on Capital Utilization and Sustainability provides the parameters for sustainable growth based on the capital increase agreed to last year at the annual meeting in Sofia. I endorse the Report and offer the following comments. <BR><BR>•The transition impact must increasingly form the basis of project development, in particular institution building and transfer of financial skills. Continued emphasis on wholesale operations and equity investments should form the core component of the Bank}s effort in this regard. •An active portfolio turnover effort will be a key to the overall strategy of sustained growth. The divestment of, in particular, equity investments already achieved, is encouraging in this regard. An active equity policy will also contribute positively to portfolio turnover. •In order to further foster the growth of the local private sector it is important to support investments of smaller companies. We therefore support increased emphasis on locally managed early stage equity instruments that are of great value in this area as is well evidenced through the Baltic Investment Programme.<BR><BR><BR><BR>Mr chairman. <BR>Over the last two years we have seen strong signs of renewed economic growth in many countries. World-wide foreign direct investment is also steady and even increasing. Positive trends will open new opportunities for the Bank which will allow it to strengthen and deepen its involvement in the region. The operational results of 1996 shows that the goals set by you Mr. President, to develop the Bank into a cost efficient institution with clear priorities has been achieved. I sincerely hope that the Bank will continue to benefit from your strong leadership. <BR><BR></P>

1997-04-09 00:00:0009. apríl 1997Ávarp á ársfundi Sementsverksmiðjunnar

<P> <P> <P><BR><BR>I.<BR>Ágætu aðalfundargestir. <BR>Mér er það mikil ánægja að ávarpa aðalfund Sementsverksmiðjunnar. Engum blöðum er um það að fletta að Sementsverksmiðjan hefur í hartnær fjörutíu ár átt drjúgan þátt í að efla og auka mannvirkjagerð hérlendis og hefur auk þess verið atvinnulífi á Akranesi mikil lyftistöng. <BR><BR>Rekstrartekjur Sementsverksmiðjunnar hækkuðu um nær 20% á síðasta ári í samanburði við 1995. Sementssala tók við sér á síðasta ári eftir að hafa minnkað ár frá ári frá 1988. Sementssala var minni árið 1995 en hún hafði verið frá byrjun sjöunda áratugarins. Aukin sementsala í fyrra á rót sína að rekja til aukinna byggingarframkvæmda, stækkun álversins í Straumsvík og jarðgangna við Hvalfjörð. Bættur hagur þjóðarinnar gerir það að verkum að vel horfir til með sementssölu næstu misserin. <BR><BR>Þrátt fyrir auknar tekjur varð hagnaður verksmiðjunnar af reglulegri starfsemi minni en árið áður því rekstrargjöld jukust um 25% á milli áranna 1995 og 1996. Fjárhagsstaða verksmiðjunnar er engu að síður góð og hefur batnað verulega á undanförnum árum. Handbært fé frá rekstri nam 66 milljónum og var það að mestu nýtt til að greiða niður langtímaskuldir. Langtímaskuldir hafa lækkað verulega síðustu árin og ef svo fer fram sem horfir verða þær að mestu uppgreiddar um aldamótin. <BR><BR>Það er sérstaklega athyglisvert hve vel stjórnendum Sementsverksmiðjunnar hafa náð að laga verksmiðjuna vel að minnkandi sölu. Þannig var sementssala um 130 þúsund tonn og starfsmannafjöldi um 180 í byrjun níunda áratugarins. Árið 1995 var sementssala komin niður í 76 þúsund tonn og starfsmönnum hafði fækkað um helming. <BR><BR>II.<BR>Iðnaðarráðuneytið hefur hingað til ekki sett stjórn Sementsverksmiðjunnar skýr arðsemismarkmið til að starfa eftir. Kemur það til af því að fjárhagsstaða verksmiðjunnar hefur lengstum verið erfið. Oft á tíðum reyndist erfitt að fá stjórnvöld til að samþykkja verðhækkun og hefur sementsverð langt í frá haldið í við byggingarvísitölu. Nú hefur fjárhagsstaða verksmiðjunnar hins vegar styrkst og er hún nú betur í stakk búinn en nokkru sinni að greiða arð í ríkissjóð. <BR><BR>Að undanförnu hefur iðnaðarráðuneytið kannað hvaða leiðir séu best til þess fallnar að setja verksmiðjunni markmið um arðsemi og arðgreiðslur. Ég er þeirrar skoðunar að eðlilegt sé að ríkið geri 7,5% arðsemiskröfu til matsvirðis eignarinnar, eða um 2% álag ofan á traustustu skuldabréfavexti. Ég tel ekki að áhætta ríkisins af eign sinni í Sementsverksmiðjunni réttlæti hærri arðsemiskröfu. <BR><BR>Í þessu felst að stjórn verksmiðjunnar skal hafa 7,5% arðsemi að leiðarljósi við stefnumörkun fyrir verksmiðjuna. Ef tekið er mið af skýrslu verðbréfafyrirtækisins Fjárvangs um virðismat á Sementsverksmiðjunni þá ætti sú arðsemiskrafa ein og sér ekki að leiða til hækkunar á sementsverði. Miðað við verðmat Fjárvangs frá síðastliðnu hausti væri krafan um arðsemi upp á rúmlega 50 m.kr. <BR><BR>Fyrir Sementsverksmiðjuna skiptir meira máli hve mikið fé eigandinn hyggst taka út úr fyrirtækinu í arð af eign sinni. Ég tel að eðlileg arðgreiðslukrafa ríkisins næstu tvö til þrjú árin sé 3% af núverandi nafnverði hlutafjár, eða 30 m.kr. Þessar arðgreiðslur eiga ekki að koma í veg fyrir að verksmiðjan geti greitt niður langtímaskuldir. Afborganir af langtímalánum verksmiðjunnar verða á bilinu 70-80 m.kr. á þessu og næstu tveimur árum og gerir verksmiðjan ekki ráð fyrir að þurfa að taka langtímalán á þessu tímabili. Langtímaskuldir verksmiðjunnar verða því litlar um aldamótin. Hægt væri að taka meiri arð út úr félaginu fram til aldamóta í stað þess að greiða niður langtímaskuldir. Þó ávallt megi deila um hagkvæmustu samsetningu langtímaskulda og eigin fjár, telur iðnaðarráðuneytið farsælast að verksmiðjan fái tóm á næstu tveimur árum til að greiða niður langtímaskuldir. Tillögur mínar um arðgreiðslur Sementsverksmiðjunnar hafa verið samþykktar í ríkisstjórn. <BR><BR>III.<BR>Eins og aðalfundargestum mun eflaust vera kunnugt þá hefur iðnaðarráðuneytið í samráði við Framkvæmdanefnd um einkavæðingu nú um eins árs skeið hugað að sölu hlutafjár ríkisins í Sementsverksmiðjunni. Í fjárlögum þessa árs er heimild fyrir sölu 25% hlutafjár í Sementsverksmiðjunni. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að nýta þessa heimild og mun hún ekki verða tekin nema í góðu samráði við heimamenn. <BR><BR>Að mörgu þarf að hyggja áður en ákvörðun um hvort selja skuli Sementsverksmiðjuna verður tekin. Það er að verða viðtekin skoðun að ríkið eigi ekki að sinna atvinnustarfsemi sem einkaaðilar geta sinnt. Það verður ekki séð að brýn þörf sé fyrir ríkið að stunda sementsframleiðslu, enda þess ekki dæmi í vestrænum löndum. Að þessu leyti er ríkiseign á Sementsverksmiðjunni barn síns tíma. <BR><BR>Á hinn bóginn ber að líta á að Sementsverksmiðjan er allsráðandi á íslenskum markaði. Það gerir sölu verksmiðjunnar erfiðari. Reyndar eru til dæmi um velheppnaða einkavæðingu á markaðsráðandi fyrirtæki, en það er sala ríkis og Reykjavíkurborgar á Jarðborunum hf. <BR><BR>Ekki er hægt að líta framhjá því að Sementsverksmiðjan er í mikilli samkeppni við innflutt sement. Sementsverð hér er hærra heldur en í þeim löndum sem við Íslendingar viljum helst bera okkur saman við. Verðmunurinn er tilkominn vegna smæðar verksmiðjunnar og lítils markaðssvæðis. Engu að síður hefur ekki komið til innflutnings á sementi, nema í örlitlu magni til sérstakra nota, í þá rúmlega tvo áratugi sem innflutningur á sementi hefur verið frjáls. Það stafar fyrst og fremst af háum flutningskostnaði og kostnaði við búnað sem innflytjandi þarf að koma sér upp. Þó ekki hafi hingað til komið til innflutnings á sementi þarf Sementsverksmiðjan ætíð að vera viðbúin að mæta erlendri samkeppni. Ljóst má þó vera að Sementsverksmiðjan á erfitt með að keppa við margfalt stærri erlendar verksmiðjur, takist að halda flutningskostnaði niðri. <BR><BR>Það er skoðun mín að æskilegt sé að fá starfsmenn verksmiðjunnar og heimamenn sem meðeigendur að Sementsverksmiðjunni. Það myndi þjóna þeim tilgangi að færa starfsmenn og heimamenn nær ákvarðanatöku um stefnu og framtíð verksmiðjunnar. Ég vil þó ítreka að ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um hvort selja skuli hlutabréf ríkissjóðs, eða með hvaða hætti það skuli gert. <BR><BR>IV.<BR>Góðir aðalfundargestir. Ég vil að endingu þakka stjórn, framkvæmdastjórn og starfsfólki Sementsverksmiðjunnar fyrir ánægjulegt samstarf þau tvö ár sem ég hef gegnt stöðu iðnaðarráðherra og vonast eftir góðu samstarfi í framtíðinni. Ég þakka fyrir. <BR><BR></P>

1997-03-25 00:00:0025. mars 1997Ræða á ársfundi Seðlabankans

<P> <P><BR>I.<BR>Ágætu ársfundargestir. <BR>Í nýlegri skýrslu World Economic Forum um samkeppnishæfni þjóða lenti Ísland um miðjan hóp þeirra fimmtíu þjóða sem þar voru bornar saman. Það er ekki síst uppbygging, eignarhald og lítil samkeppni á fjármagnsmarkaðnum sem setur okkur skorður í samkeppnishæfni. <BR><BR>Með þeim frumvörpum sem ríkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi um breytingu ríkisviðskiptabankanna í hlutafélög og stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóðs eru boðaðar róttækustu og umfangsmestu skipulags- og hagræðingaraðgerðir sem gerðar hafa verið á íslenskum fjármagnsmarkaði um langt skeið. Megintilgangur aðgerðanna er að stuðla að því að íslenskur fjármagnsmarkaður geti í framtíðinni séð einstaklingum og fyrirtækjum fyrir öflugri og hagkvæmri þjónustu á sem hagstæðustum kjörum og um leið að treysta samkeppnishæfni þjóðarinnar. <BR><BR>II.<BR>Lengi hefur verið rætt um nauðsyn þess að breyta ríkisviðskiptabönkunum í hlutafélög, meðal annars í því skyni að jafna samkeppnisaðstæður á íslenskum fjármagnsmarkaði, treysta samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja og auka samkeppni á markaðnum. Nú hillir undir að það takist. <BR><BR>Frumvarpið um formbreytingu ríkisviðskiptabankanna gerir ráð fyrir meirihlutaeign ríkissjóðs í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. fyrstu rekstrarár hlutafélaganna. Ríkisstjórnin telur að tryggja verði hlutafélagsbönkunum nokkurn tíma til að sanna að þeir njóti sama trausts og fyrirrennarar þeirra. Þau sjónarmið hafa komið fram að óvissa um eignarhald hlutafélagsbankanna geti leitt til þess að þeir eigi erfiðara með að ná hagstæðum kjörum í lánasamningum við erlenda lánveitendur. Til að tryggja festu í rekstri hlutafélagsbankanna er miðað við að ríkissjóður haldi meirihluta í þeim fyrstu fjögur rekstrarár þeirra. Mikilvægt er hins vegar að nýjum aðilum gefist færi á að eignast hlut í þeim sem fyrst eftir formbreytinguna. <BR><BR>III.<BR>Uppstokkun fjárfestingarlánasjóðskerfisins hefur verið til umræðu á annan áratug án þess að nokkuð markvert hafi gerst. Nú hefur ríkisstjórnin hins vegar lagt fram á Alþingi frumvörp sem gera ráð fyrir að Fiskveiðisjóður, Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður og Útflutningslánasjóður verði sameinaðir í einn öflugan fjárfestingarbanka fyrir atvinnulífið. Við sameininguna verði jafnframt myndaður Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins. <BR><BR>Tilgangurinn er að fækka lánastofnunum í eigu ríkisins, að draga úr áhrifum ríkisins á fjármagnsmarkaðnum með einkavæðingu, að brjóta niður þá múra sem verið hafa í íslensku atvinnulífi og að draga úr kostnaði íslenskra fyrirtækja við langtímafjármögnun með minni vaxtamun og bættri þjónustu. <BR><BR>Það er mat ríkisstjórnarinnar að framtíðarhlutverk ríkisins á fjármagnsmarkaði, auk hins opinbera tilsjónarvalds, verði fyrst og fremst að tryggja að fyrir hendi sé fjárfestingarþjónusta eins og verkefnafjármögnun og bein áhættufjármögnun. Meðal annars þess vegna þarf einnig að aðgreina áhættufjármögnun frá hefðbundinni fjárfestingarlánastarfsemi. Hlutverk Nýsköpunarsjóðs verður fyrst og fremst að stuðla að arðbærri uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingarverkefnum á sviði nýsköpunar með áhættufjármagni og að styðja við þróunar- og kynningarverkefni. <BR><BR>Megináhersla í starfsemi Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. mun hins vegar snúa að hefðbundinni starfsemi sem tengist veitingu langtímaveðlána. Auk þess má ætla að hann komi til með að sinna fjármögnun skilgreindra og afmarkaðra verkefna. Þá er ljóst að fjárfestingarbankanum verða sett ströng markmið um hagkvæmni og ódýra þjónustu. <BR><BR>Fjárfestingarbanki af þessu tagi getur náð hagstæðum samningum við lánveitendur og með því, ásamt lágum rekstrarkostnaði, veitt fyrirtækjum hagstæð lán og skapað starfandi viðskiptabönkum heilbrigða samkeppni og jafnframt verið í samstarfi við þá um fjármögnun stórverkefna ef svo ber undir. Einnig er með þessari leið varðveitt og nýtt mikil fyrirliggjandi þekking núverandi sjóða á atvinnulífinu og náin tengsl þeirra við viðskiptafyrirtæki sín. <BR><BR>IV.<BR>Við undirbúning að endurskipulagningu sjóðakerfisins var leitað til ýmissa aðila um mat á helstu leiðum við endurskoðun á sjóðakerfi atvinnuveganna. Meðal annars var leitað til fjármálafyrirtækisins JP-Morgan í London. <BR><BR>Það er mat JP-Morgan að með tilliti til líklegrar þróunar næstu ára, megi ætla að starfsemi fjárfestingarlánasjóða og viðskiptabanka verði samþætt, meðal annars vegna þess að viðskiptamenn þessara stofnana séu að miklu leyti hinir sömu. Engu að síður er það niðurstaða athugunarinnar að fjárfestingarlánasjóðir muni áfram hafa hlutverki að gegna. Einkum er bent á tvö atriði sem marka fjárfestingarlánasjóðunum sérstöðu sem geti nýst íslensku atvinnulífi. <BR><BR>Annars vegar eru möguleikar sjóðanna til að viðhalda og þróa áfram náin tengsl sín við atvinnulífið, sem leiði til bættrar þjónustu á þessu sviði. Þannig geti slíkir sjóðir veitt þjónustu til hliðar við þjónustu viðskiptabanka og annarra fjármálafyrirtækja og verið valkostur við aðra starfsemi á fjármagnsmarkaði. <BR><BR>Hins vegar geta fjárfestingarlánasjóðirnir áfram veitt langtímalán á mjög hagstæðum kjörum, vegna góðrar stöðu á lánamarkaði og lágs rekstrarkostnaðar. <BR><BR>Þá er það mat JP-Morgan að sameining sjóðanna í einn fjárfestingarbanka og stofnun nýsköpunarsjóðs hafi marga kosti. Með sameiningu megi ná fram hagræðingu í rekstri. Einnig gefi þessi nýskipan færi á að aðgreina hefðbundna fjárfestingarlánastarfsemi frá áhættufjármögnun. Stofnun fjárfestingarbanka geti ýtt undir samkeppni á fjármagnsmarkaði, auðveldað einkavæðingu og leitt til sérhæfðari fjármálaþjónustu. Fjárfestingarbankinn geti aukið þjónustu á íslenskum fjármagnsmarkaði, meðal annars með verkefnafjármögnun. Þá geti nýr fjárfestingarbanki orðið álitlegur kostur fyrir erlenda lánveitendur og fjárfesta. <BR><BR>V.<BR>Ekki verður um það deilt að endurskipulagning er íslenskum fjármagnsmarkaði nauðsyn. Samanburður á íslenskum fjármagnsmarkaði og mörkuðum þeirra landa sem við eigum í mestri samkeppni við sýnir að við eigum langt í land á þessu sviði. Vextir hjá okkur eru hærri en víðast hvar, kostnaður við bankaþjónustu sömuleiðis og ríkið er hér umfangsmikið á fjármagnsmarkaði en er þó ekki að sinna þeim þáttum hans sem eðlilegast væri. <BR><BR>Ýmis samtök atvinnulífsins í sjávarútvegi og iðnaði hafa komið að undirbúningi málsins og lýst sig samþykk hugmyndum ríkisstjórnarinnar. Einstaka bankar og sparisjóðir hafa hins vegar greint frá áhuga sínum á að yfirtaka fjárfestingarlánasjóðina og því hefur verið haldið fram að sameining sjóðanna sé spor aftur á bak því verið sé að stofna nýjan ríkisbanka. <BR><BR>Það er undarlegt að halda því fram að með sameiningu nokkurra opinberra fjárfestingarlánasjóða fjölgi ríkisbönkum. Sameiningin fækkar lánastofnunum í eigu ríkisins og það sem mikilvægast er að í kjölfar sameiningarinnar hefst einkavæðing, því gert er ráð fyrir að ríkið selji strax 49% af hlut sínum í Fjárfestingarbankanum. Þannig mun ríkið draga úr þeirri yfirburðarstöðu sem það hefur haft í fjárfestingarlánastarfsemi og um leið verða brotnir niður múrar sem verið hafa milli einstakra atvinnugreina. <BR><BR>Síðast en ekki síst verður að líta til þess að líklegt má telja að umbæturnar á fjármagnsmarkaði hækki lánshæfi Íslands á alþjóðlegum mörkuðum. Í skýrslum alþjóðastofnana hefur margoft komið fram að víðtæk þátttaka ríkisins á fjármagnsmarkaði sé tímaskekkja og Standard &amp; Poor}s telur að lánshæfiseinkunn Íslands séu settar skorður af þátttöku ríkisins í fjármálalífinu. <BR><BR>VI.<BR>Þó fjármagnsmarkaður hafi tekið miklum breytingum á undanförnum árum á hann þó enn langt í land. Við lifum hins vegar nú á spennandi umbrotatímum í íslensku fjármálalífi. Kaup vátryggingafélags á verðbréfafyrirtæki og kaup viðskiptabanka á vátryggingafélagi, sýna svo ekki verði um villst að þessar hræringar eru án alls efa vegvísir að frekari breytingum á fjármagnsmarkaði. Þessi teikn sem við sjáum nú á lofti eru í samræmi við þá þróun sem átt hefur sér stað í kringum okkur. Fyrirtæki úr ólíkum þáttum fjármálastarfsemi eru að leita samstarfs og sameinast öðrum fyrirtækjum í þeim tilgangi að nýta sér kosti hvers annars. <BR><BR>Þessar breytingar staðfesta að nauðsynlegt er í tengslum við þá endurskoðun sem nú fer fram á fyrirkomulagi eftirlits með fjármálastofnunum að taka tillit til þessara breytinga sem orðið hafa, því nauðsynlegt er að tryggja samræmt opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Búa þarf svo um hnútana að stofnanir sem sinna þessu eftirliti geti brugðist á fullnægjandi hátt við þeim breytingum á fjármagnsmarkaði sem ég hef hér lýst. Til þess að svo megi verða þurfi meðal annars að íhuga vandlega hvort auka beri samstarf Vátryggingaeftirlits og bankaeftirlits eða færa með einhverjum hætti saman þá starfsemi sem þar fer fram. <BR><BR>VII.<BR>Þróun á fjármagnsmarkaði er gífurlega hröð og mörg verkefni framundan. Á næstu misserum verður að huga betur að möguleikum á samkeppni um lífeyrissparnað auk þess sem fylgjast verður grannt með undirbúningi sameiginlegrar myntar í Evrópu. Einnig verður að kanna til hlítar með hvaða hætti sé best að setja nánari lagaákvæði um greiðslumiðlun. <BR><BR>Tvennt er í undirbúningi í viðskiptaráðuneytinu sem mun stuðla að framgangi verðbréfamarkaðarins. Í fyrsta lagi er vinna að fara í gang við að kanna möguleika þess að afnema einkarétt Verðbréfaþings Íslands á verðbréfaþingsstarfsemi og athugun á lagaramma um þá starfsemi. Þar verður meðal annars til skoðunar hvort kveða eigi á um heimild til B-skráningar hlutabréfa á Verðbréfaþingi, með minni kröfum en gerðar eru um fjölda hluthafa og eigin fé í núverandi reglum. <BR><BR>Í öðru lagi hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp um rafræn verðbréfaviðskipti, líkt og þekkist á öllum þróuðum verðbréfamörkuðum. Rafræn skráning eignarhalds verðbréfa í svokallaðri verðbréfamiðstöð kæmi þá í stað pappírsverðbréfa. Slík stöðlun viðskipta mun leiða til hagkvæmari og öruggari verðbréfaviðskipta, enda er mikil samstaða á verðbréfamarkaði um nauðsyn þess að koma verðbréfamiðstöð á laggirnar. <BR><BR>VIII.<BR>Ágætu ársfundargestir. <BR>Eins og þið hafið heyrt hefur ríkisstjórnin fyrirætlanir um róttækar skipulagsbreytingar á fjármagnsmarkaði til þess að hann þjóni betur þörfum nútíma atvinnulífs. Mikilvægt er að þau lagafrumvörp sen nú liggja fyrir Alþingi um breytingar á fjármagnsmarkaðnum verði lögfest áður en Alþingi lýkur störfum í vor. Það er ásetningur ríkisstjórnarinnar að svo verði. Þar með verður þeirri óvissu eytt sem óhjákvæmilega er til staðar í tengslum við jafnumfangsmiklar skipulagsbreytingar. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka bankaráði, bankastjórn og öðrum starfsmönnum Seðlabankans fyrir gott samstarf. <BR><BR></P>

1997-03-20 00:00:0020. mars 1997Ræða á ársfundi Orkustofnunar

<P><B><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Ræða á ársfundi Orkustofnunar </FONT></B><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ágætu ársfundargestir. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">I.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Hefðbundin viðhorf til ríkisreksturs hafa verið að breytast á undanförnum árum. Hvarvetna er leitast við að auka hagkvæmni hans og draga úr útgjöldum. Það hefur þó ekki reynst auðvelt verk, þar sem stöðugt eru gerðar meiri kröfur á hendur ríkinu um meiri samfélagslega þjónustu. Ein helsta forsenda þess að unnt sé að verða við slíkum kröfum er markvissari og skilvirkari ríkisbúskapur. Það getur m.a. falist í því að ríkið dragi sig smám saman út úr almennum rekstri og eignaraðild að fyrirtækjum sem einkaaðilar geta sinnt fullt eins vel. - Minnkandi ríkisafskipti af almennri atvinnustarfsemi eru hluti af þeirri viðleytni stjórnvalda að minnka opinber útgjöld, auka hagræði og framleiðni í rekstri og bæta þjónustu. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Þessar breytingar snerta ráðuneyti mín talsvert. Það er m.a. vegna þess að þar eru miklvægir málaflokkar, sem á komandi árum munu taka veigamiklum breytingum í átt til aukins markaðsbúskapar. Eitt þessarra mála snertir framtíðarskipan raforkumála sem ég mun nú fjalla nokkuð nánar um. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">II.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Núverandi skipan raforkumála hefur um margt reynst vel. Raforkukerfið stendur á traustum grunni, er tæknilega mjög gott og notendur búa við mikið afhendingaröryggi. Þrátt fyrir þetta er ástæða til að horfa til framtíðarinnar í ljósi breyttra viðhorfa og nýta sér þau sóknarfæri sem leitt geta til enn betri árangurs. Í því felst að virkja þarf markaðsöflin í því skyni að auka hagkvæmni í raforkubúskapnum. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Meginefni þeirra breytinga á framtíðarskipan raforkumála sem til umræðu hafa verið felst í því að skilja í sundur náttúrulega einkasöluþætti raforkukerfisins og þá þætti þar sem samkeppni verður við komið. Í þessu felst, að í áföngum verði unnið að því að skapa forsendur fyrir aðskilnaði - vinnslu, - flutnings, - dreifingar og - sölu rafmagns. Jafnframt er nauðsynlegt að búa svo um hnútana að samkeppni geti þróast eðlilega á þeim sviðum þar sem hún á við, þ.e. í - vinnslu og - sölu rafmagns, og að komið verði á virku eftirlitskerfi á sviðum einkaréttar, þ.e. í - flutningi og -dreifingu rafmagns. Þessar breytingar þurfa að eiga sér stað í áföngum þar sem fullt tillit verður tekið til stöðu raforkufyrirtækjanna og þeim veitt nauðsynlegt svigrúm til að laga sig að breyttum aðstæðum. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eðlilegur fyrsti áfangi þess að koma á samkeppni í viðskiptum með rafmagn er að vinnsla, flutningur, dreifing og sala rafmagns verði bókhaldslega aðskilin í starfsemi þeirra raforkufyrirtækja sem eru með blandaðan rekstur. Ástæður þess að bókhaldslegur aðskilnaður er nauðsynlegur eru fyrst og fremst þær að hluti af orkugeiranum, þ.e. flutnings og dreifikerfið, býr við náttúrulega einkasölu og því koma aðstæður í veg fyrir að samkeppni geti átt sér stað á þeim sviðum. Vinnsla og sala rafmagns er hins vegar þess eðlis að þar má beita markaðslausnum. Til þess að unnt verði að tryggja samkeppni á jafnréttisgrundvelli verða þessi þættir augljóslega að vera aðgreindir. Slíkur bókhaldslegur aðskilnaður hefur nú þegar verið tekinn upp hjá Landsvirkjun og fleiri munu vera með það í undirbúningi. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Næsta skref í þessari framtíðarskipan gæti verið stofnun félags um flutningskerfið sem nefna má Landsnet. Gert er ráð fyrir að framleiðendur raforku selji rafmagn inn á Landsnetið þannig að til verði virkur markaður með rafmagn. Auk þess að reka flutningskerfið og annast álagsstýringu myndi Landsnetið þurfa að tryggja afhendingaröryggi og gæði raforkunnar. Ekki er augljóst hvar mörkin á milli Landsnetsins og dreifiveitnanna eigi að liggja og bíður það nánari skoðunar. Margt styður þó það sjónarmið að Landsnetið yfirtaki að lágmarki flutningskerfi Landsvirkjunar og þann hlut af flutningskerfi RARIK sem þarf til að tryggja að allar rafveitur eigi beinan aðgang að Landsnetinu. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Annar skilgreinanlegur áfangi í markaðsvæðingu raforkukerfisins er að skapa svigrúm fyrir frjáls viðskipti kaupenda og seljenda rafmagns. Í þessu felst m.a. að einkaleyfi rafveitna á sölu rafmagns á tilteknum orkusölusvæðum verði afnumin í áföngum. Í stað þess yrðu viðskipti með rafmagn gefin frjáls. Frjáls viðskipti með rafmagn og tilkoma Landsnetsins þarf ekki að þýða að víkja þurfi frá verðjöfnun á raforku heldur gefst betra tækifæri verðjöfnunar með skýrari hætti. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fyrstu mætti hugsa sér að um takmarkaða samkeppni yrði að ræða, sem t.d. yrði bundin við aukna raforkuþörf þar sem nýjum stórnotendum yrði gert kleift að kaupa rafmagn frá nýjum raforkuverum og þeim tryggður flutningur um Landsnetið samkvæmt reglum sem miða að markaðsviðskiptum. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Við það að samkeppni komist á í vinnslu og sölu rafmagns mun starfsumhverfi raforkufyrirtækjanna breytast verulega. Í skýrslu nefndar um framtíðarskipan orkumála eru m.a. leiddar líkur að því að skynsamlegt kynni að vera að fá einkafjármagn inn í raforkugeirann og að breyta eingarhaldi á orkufyrirtækjum. Þessar hugmyndir eru enn á mótunarskeiði og bíða frekri skoðunar. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">III.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Þær breytingar á skipulagi raforkumarkaðarins sem ég hef hér í stuttu máli fjallað um hafa það að meginmarkmiði að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmari nýtingu orkulindanna. Þótt þær snerti fyrst og fremst rafveiturnar þá hljóta þær engu að síður að hafa nokkur áhrif á starfsemi Orkustofnunar. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Meðal annars munu breytingarnar kalla á skýrari ákvæði um fjármögnun orkurannsókna. Einkum þarf að skilgreina nauðsynlegar rannsóknir, t.d. svo kallaðar grundvallarrannsóknir, og ljóst þarf að vera hverjum sé ætlað að sjá til þess að slíkar rannsóknir séu stundaðar. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í því samkeppnisumhverfi, sem hér er lagður grunnur að, verður varla til þess ætlast að einstök orkufyrirtækin kosti rannsóknir - sem óvíst er hvort eða hvernig þær nýtast þeim, eða - sem geta jafnframt nýtst keppinautunum, án þess að til komi einhverskonar endurgreiðsla á útlögðum kostnaði. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Um þessi mál hefur verið fjallað all ítarlega í vinnuhópi um gerð orkurannsóknaráætlunar og mun ráðuneytið taka afstöðu til tillagna vinnuhópsins að fengnu áliti hans. Verður þá lagt mat á heildarniðurstöðuna út frá því sjónarmiði að nauðsynlegar orkurannsóknir raskist ekki og með það í huga að til verði hvati fyrir orkufyrirtækin til að taka þátt í orkurannsóknum í ekki minna mæli en hingað til. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">IV.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Orkustofnun og aðrar rannsóknarstofnanir ríkisins standa nú frammi fyrir aukinni samkeppni frá aðilum á frjálsum markaði. Fyrirtæki á einkamarkaði hafa í auknum mæli séð sér fært að bjóða upp á þjónustu sem samkvæmt hefð hefur verið sinnt af opinberum stofnunum. Samhliða þessu hefur orðið nauðsynlegra að gera ákveðnari kröfur um það að opinberir aðilar og einkaaðilar standi jafnfætis á markaði þegar þeir veita sömu eða sambærilega þjónustu. Kröfur verða því stöðugt háværari um að opinber samkeppnisrekstur verði fjárhagslega aðskilinn frá annarri starfsemi, þannig að greinileg fjárhagsleg skil verði á milli þeirra rekstrareininga sem eiga í samkeppni við einkaaðila og annarrar starfsemi sem er utan við slíka samkeppni. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Á sl. ári var skipulagi Orkustofnunar breytt til samræmis við ríkjandi viðhorf um nýskipan ríkisrekstursins. Þar hefur m.a. verið skilið á milli þess hluta starfseminnar sem annast framkvæmd rannsókna og þess hluta sem annast aðra þætti orkumálanna. Einnig er gerð sú krafa að sá hluti rannsóknarstarfseminnar sem telst vera í samkeppni á markaði sé rekinn á sömu forsendum og einkareksturinn sem hann keppir við. Þótt þetta sé ekki nýmæli í rekstri hins opinbera er Orkustofnun fyrsta rannsóknarstofnunin sem getur tekið þátt í samkeppnisrekstri á sama rekstrar- og efnahagslega grundvelli og einkareksturinn. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Á Orkustofnun ríkir nú rekstrarlegt umhverfi sem er sambærilegt við það sem einkareksturinn býr við og er því eðlilegt að stofnunin fái aukið svigrúm til að athafna sig á makaðnum í samræmi við hina auknu ábyrgð. Samkeppnisreksturinn fær þá að njóta góðs af faglegri færni sinni og hagkvæmni rekstursins. Takist honum að vaxa og dafna í viðskiptaumhverfi samkeppnisrekstursins, þar sem undanbragðalaust er keppt á jafnræðisgrundvelli, getur það ekki verið af öðru en hinu góða. Slíkt er aðeins til vitnis um að þar sé að fá góða og ódýra þjónustu. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">V.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eftir margra ára samdráttarskeið í virkjunar- og stóriðjuframkvæmdum horfir nú vænlegar í þeim efnum en oftast fyrr. Vel miðar með stækkun álvers ÍSAL í Straumsvík, samið hefur verið um stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og byggingu nýs álvers Columbia á sama stað. Eðli sínu samkvæmt eru slíkar framkvæmdir í stóriðju- og orkumálum svo risavaxnar í litlu hagkerfi okkar að þær hafa veruleg áhrif á þjóðhagsstærðir. Áhrifa þeirra mun gæta í þjóðfélaginu öllu, þær munu skapa fjölmörg ný störf og leiða til umtalsverðrar aukningar í landsframleiðslu okkar. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Um frekari framkvæmdir á Grundartanga, eða um aðra nýja stóriðju, er of fljótt að fullyrða nokkuð um á þessari stundu. Engu að síður er ástæðulaust að horfa fram hjá því að Columbia mun áforma að stækka verksmiðju sína þar. Þannig er í mati á umhverfisáhrifum miðað við allt að 180.000 árstonna framleiðslu, sem líta má á sem langtíma markmið eigenda. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Á sama hátt er ljóst að frekari stækkun verksmiðju Járnblendifélagsins yrði mjög hagkvæm og myndi styrkja samkeppnisstöðu hennar til lengri tíma litið. Í því sambandi hefur verið rætt um að til greina komi að bæta við IV. og V. ofni, hvorum um sig með 40.000 tonna framleiðslugetu. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">VI.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ágætu ársfundargestir. <BR>Framundan eru breyttir tímar í orkumálum okkar. Í bráð bera hæst stóraukin umsvif í virkjunar- og stóriðjuframkvæmdum eftir langvarandi samdráttarskeið. Jafnframt má sjá teikn á lofti um umtalsverðar breytingar í fyrirkomulagi raforkumála okkar í átt að markaðsvæðingu þeirra. Á sama tíma hefur Orkustofnun stigið veigamikil spor til þess að geta tekið þátt í samkeppnisrekstri á almennum markaði. Öll þessi atriði munu hafa nokkur áhrif á starfsemi Orkustofnunar. Í þeim felst nokkur ögrun, en það sem meira er um vert er að þau bjóða upp á tækifæri fyrir stofnunina til nýrrar sóknar og nýrra sigra. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Orkustofnun hefur senn starfað í þrjá áratugi og allan þann tíma gegnt lykilhlutverki í orkuvæðingu þjóðarinnar. Stofnunin hefur átt því láni að fagna að hafa notið farsællar forystu mikilla hæfileikamanna, fyrst Jakobs Gíslasonar og síðan Jakobs Björnssonar sem lét af störfum sl. haust. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Jakobi Björnssyni fyrir framúrskarandi starf sem orkumálastjóri. - Jafnframt vil ég óska Þorkeli Helgasyni orkumálastjóra gæfu og góðs gengis í hinu nýja og vandasama starfi hans. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Starf Orkustofnunar og starfsmanna allra hefur verið heilladrjúgt og hefur orðspor þeirra borist langt út fyrir landsteinana. Ástæða er til að ætla svo verði áfram. Í tilefni þessara merku tímamóta vil ég að lokum óska Orkustofnun farsældar á komandi árum og þakka fyrir hið góða samstarf sem ætíð hefur verið á milli stofnunarinnar og ráðuneytisins. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ég þakka áheyrnina. </FONT><BR><BR>

1997-03-14 00:00:0014. mars 1997Ávarp á ársfundi Samorku

<P> <P><B> </B><BR><BR><BR>Ágætu ársfundargestir <BR>I. <BR><BR>Það hefur lengi verið lenska hér á landi að margt sé rætt og ritað um sambúð okkar mannanna við náttúru landsins. Sú umræða hefur jafnan verið nauðsynleg til að halda vöku okkar um sameiginleg hagsmunamál þjóðarinnar og til þess að við gætum öll náð sameiginlega sátt um umgengni okkar við bæði landið og hafið umhverfis það og um nýtingu auðlinda láðs og lagar. <BR><BR>Lykill að farsælum lyktum slíkrar umræðu er, að hún sé málefnaleg og að litið sé á umfjöllunarefnið á heildstæðan hátt út frá raunhæfum heildarhagsmunum þjóðarinnar allrar. Því miður er því oft á annan veg farið. Af alkunnri sóknarfestu okkar Íslendinga vill það henda, að mönnum rennur slíkt kapp í kinn að úr verður málflutningur sem einkennst öðru fremur af órökstuddum gífuryrðum. Slíkur áróður, þar sem fyrst og fremst er reynt er að höfða til tilfinninga fólks en ekki til skynsemi þess, er engum til sóma en öllum til tjóns. <BR><BR>Sú umfjöllun sem átt hefur sér stað upp á síðkastið um nýtingu orkulindanna og uppbyggingu iðnaðar í landinu hefur því miður einkennst allt of mikið af þröngri sýn á þau mál. Ástæða þess kann að vera sú að umfjöllunarefnið er margbreytilegra og flóknara en mörg fyrri deilumál, sem þjóðin hefur látið sig varða, eins og t.d. líflegar deilur seinustu ára um kosti og galla lúpínunnar frá Alaska. <BR><BR>Umræðan um orku- og stóriðjumál snertir mörg svið og ólíka hagsmuni. Þar er m.a. tekist á um nýtingu orkulindanna, umhverfismál, landbúnað, ferðaþjónustu og síðast en ekki síst um efnahagslega afkomu þjóðarinnar. Það gefur auga leið að þegar svo margþætt mál er til skoðunar hljóta sjónarmið einhverstaðar að stangast á. Slíkt er eðlilegt, en umfjöllun sem einvörðungu snýst um afmarkaða viðnámspunkta lýsir engu öðru en þröngsýni eða baráttu fyrir afmörkuðum sérhagsmunum, sem er engu betra. <BR><BR>II. <BR><BR><BR>Umræðuefni þessa fundar er orku- og ferðamál. Það fyrsta sem skaut upp í huga mér þegar ég sá yfirskrift þessa var, að þrátt fyrir yfirlýsingar ýmissa um hið gagnstæða, er það fullvissa mín, - að hagnýting orku fallvatnanna og jarðhitans er fyllilega samrýmanleg hagsmunum ferðaþjónustunnar. <BR><BR>Augljósasta dæmið um þetta er hin farsæla sambúð ferðaþjónustunnar við orkuverið í Svartsengi. Þar hefur ferðaþjónustunni tekist að nýta sér frárennslisvatn virkjunarinnar í "Bláa lóninu" og skapað einn eftirsóttasta ferðamannastað hér suðvestanlands. Staðurinn er ekki hvað síst eftirsóknarverður vegna þeirra dulúðar sem gufur orkuversins skapa - í hinni hrópandi andstöðum úfins hraunsins og skínandi áferðar orkuversins sjálfs. <BR><BR>Þrátt fyrir sérkenni sín er orkuverið í Svartsengi ekki einstakt í því að vekja áhuga fólks. Mér er sagt, að virkjanir og iðjuver séu almennt eftirsóknarverðir ferðamannastaðir. Þetta kann að hljóma einkennilega í ljósi þeirrar neikvæðu umræðu sem svo mjög hefur borið á, - þar sem andstæðurnar eru málaðar hvað sterkustum litum. Sé þetta rétt, sem ég efa ekki, ætti að vera unnt að ná fram enn meiri ávinningi fyrir ferðaþjónustuna ef að skipulagningu orku- og iðnaðarmannvirkja væri unnið út frá þeim fyrirfram mótaða ásetningi, að gagnkvæmur ávinningur allra verði sem mestur. <BR><BR>Með þessum orðum vil ég draga fram það sjónarmið að umræðan má ekki stöðugt snúast um það viðhorf sem felst í orðunum ANNAÐ HVORT - EÐA, heldur ætti hún fremur að taka mið af þeim heildarhagsmunum sem felast í orðumum BÆÐI - OG. - Þannig ætti nýting auðlinda landsins, hverju nafni sem nefnist, ætíð að hafa að meginmarkmiði að gæta bæði að raunhæfri náttúruvernd og skynsamlegri nýtingu auðlindanna. <BR><BR>III.<BR><BR>Um það deila fáir, að orku- og stóriðjuframkvæmdir eru fýsilegir og góðir kostir fyrir efnahagslegt sjálfstæði okkar. Þær raddir sem á sínum tíma voru andvígar álverinu í Straumsvík eru löngu þagnaðar og almenn samstaða er um áframhaldandi uppbyggingu þar. <BR><BR>Álverið hefur ætíð verið eftirsóknarverður vinnustaður. Um það vitnar langur starfsaldur starfsmanna fyrirtækisins og gífurleg eftirspurn eftir nýjum störfum sem til verða vegna stækkunar verksmiðjunnar. Ástæður þess eru vafalítið þær, að í álverinu eru greidd hærri laun en almennt gerist á vinnumarkaði og að þar eru aðbúnaður og öryggismál starfsmanna með því besta sem finnst í fyrirtækjarekstri. <BR><BR>Framtíð þjóðarinnar byggir á því að við getum á farsælan hátt styrkt stoðir efnahagslífs okkar. Nýting orkulindanna er ótvírætt hluti af þeirri viðleitni, en einskorðast að sjálfsögðu ekki við einhliða uppbyggingu orkufreks iðnaðar, án skírskotunar til annars. Ferðaþjónustan hefur og mun án efa áfram gegna þar veigamiklu hlutverki ásamt fleiri atvinnugreinum. <BR><BR>Fullyrða má, að aukin nýting orkulindanna og efling ferðaþjónustu eru samrýmanleg markmið. Þannig hafa orkuframkvæmdir á sinn hátt stuðlað að ýmisskonar framförum í ferðamannaiðnaði, þótt það hafi sennilega verið ómeðvitað á sínum tíma. Ég hef hér á undan minnst á orkuverið í Svartsengi og "Bláa lónið" til vitnis um þetta. Ekki má heldur gleyma því að virkjunarrannsóknir og virkjunarframkvæmdir hafa orðið til þess að opna hálendið fyrir umferð ferðamanna og stórbætt aðgengi alls þorra manna til þess að njóta þeirrar undraveraldrar sem þar er að finna. Í þessu sambandi má m.a. velta því fyrir sér hvort enn væri komin brú á Tungnaá við Sigöldu ef ekki hefði komið til virkjunarrannsókna þar á árunum fyrir 1970. <BR><BR>Fegurð landsins er einstök og sérkenni þess verður okkur að auðnast að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Hornsteinn þess er raunhæf náttúruvernd sem byggir á skynsamlegri nýtingu náttúruauðlindanna. Þar þarf að vera rými fyrir eðlilega landnýtingu vegna - landbúnaðar, -ferðaþjónustu, - orkuvinnslu og -annarar atvinnustarfsemi, sem hver á sinn hátt taka vissulega toll af landinu. Náttúruverndarstefna sem felst í því að ekkert megi gera til að byggja upp innviði samfélagsins leiðir aðeins til stöðnunar. Hún hefur enga þá verðleika sem komandi kynslóðir munu þakka okkur og hún leiðir ekki til markvissrar náttúruverndar. Sameiginlegt takmark okkar hlýtur að felast í því að efla efnahagslega afkomu þjóðarinnar. Ávinningur þess er margbreytilegur, m.a. er það ein helsta forsenda þess að okkur takist að ná raunverulegum árangri í umhverfismálum. <BR><BR>IV.<BR><BR>Þótt það heyri ekki undir yfirskrift þessa ársfundar get ég ekki skilið við ykkur án þess að minnast í fáeinum orðum á rafmagnsöryggismál. <BR><BR>Mér er í fesku minni, að stuttu eftir að ég varð iðnaðar- og viskiptaráðherra átti ég fund með stjórn SÍR þar sem reifuð voru helstu áherslumál hennar í raforkumálum. Þar bar tvennt hæst. Annars vegar var það endurskoðun á fyrirkomulagi framleiðslu, flutnings og dreifingar rafmagns og hins vegar rafmagnsöryggismál. Þótt ekki sé langt um liðið, frá þessum fundi með stjórn SÍR, hef ég þegar markað stefnu fyrir báða þessa málaflokka og er nýskipan rafmagnsöryggismála komin til framkvæmda með nýsettum lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og með lögum um Löggildingarstofu sem tekur við fyrra hlutverki Rafmagnseftirlits ríkisins og Löggildingarstofunnar. <BR><BR>Mikil óvissa hafði ríkt um rafmagnsöryggismál um nokkurt skeið og var orðið brýnt að leysa úr þeim vanda. Það er von mín að með framkominni nýskipan rafmangsöryggismála hafi það tekist, m.a. með því að skapa málaflokknum nauðsynlega festu og skilvirkt verklag. Endurskoðun rafmangnsöryggismála er þó ekki þar með lokið í eitt skipti fyrir öll. Um er að ræða viðvarandi verkefni þar sem stöðugt þarf að taka tillit til nýrra viðmiða neytenda og stöðugra tækniframfara. Því þurfa bæði rafveitur og stjórnvöld að halda vöku sinni um málaflokkinn og er það von mín að með starfsmönnum Löggildingarstofu og ykkur Samorku- félögum takist farsælt og viðvarandi samstarf um framgang sameiginlegra hagsmuna okkar í rafmagnsöryggismálum. <BR><BR>Góðir ársfundargestir, ég þakka ykkur áheyrnina og óska ykkur farsældar í störfum ykkar. <BR><BR></P>

1997-03-14 00:00:0014. mars 1997Stóriðja og umhverfið.

<P> <P><BR><BR>Ágætu ráðgjafarverkfræðingar. <BR><BR>Í samræmi við framkomnar óskir ykkar og yfirskrift þessa fundar mun ég hér á eftir fjalla lauslega um hin samtvinnuðu tengsl orku- og stóriðjumála annarsvegar og umhverfismála hinsvegar. Í fyrri hluta erindisins er fjallað um "stóriðju og umhverfið", sem er yfirskrift fundarins, og sumir vilja líta á sem hin stóru ósættanlegu átakamál í þjóðmálaumræðunni. Í seinni hluta erindisins verður aftur á móti fjallað um þær stóriðjuframkvæmdir sem efstar eru á baugi þessa stundina. <BR><BR>I.<BR><BR>Það hefur lengi verið lenska hér á landi að margt sé rætt og ritað um sambúð okkar mannanna við náttúru landsins. Sú umræða hefur jafnan verið nauðsynleg til að halda vöku okkar um sameiginleg hagsmunamál þjóðarinnar og til þess að við gætum náð sameiginlegri sátt um umgengni okkar við bæði landið og hafið umhverfis það og um nýtingu auðlinda láðs og lagar. <BR><BR>Lykill að farsælum lyktum slíkrar umræðu er, að hún sé málefnaleg og að litið sé á umfjöllunarefnið á heildstæðan hátt út frá raunhæfum heildarhagsmunum þjóðarinnar allrar. Því miður er því oft á annan veg farið. Af alkunnri sóknarfestu okkar Íslendinga vill það henda, að mönnum rennur slíkt kapp í kinn að úr verður málflutningur sem einkennist öðru fremur af órökstuddum gífuryrðum. Þá tíðkast jafnvel þau áróðursbrögð að mála hlutina svo sterkum litum og ljótum að þeir sem ekki vita betur skipa sér fyrr en síðar í flokk gegn vargmenninu. Slíkur áróður, þar sem fyrst og fremst er reynt að höfða til tilfinninga fólks en ekki til skynsemi þess, er engum til sóma en öllum til tjóns. <BR><BR>Sú umfjöllun sem átt hefur sér stað upp á síðkastið um nýtingu orkulindanna og uppbyggingu iðnaðar í landinu hefur því miður einkennst allt of mikið af þröngri sýn á þau mál. Ástæða þess kann að vera sú að umfjöllunarefnið er margbreytilegra og flóknara en mörg fyrri deilumál, sem þjóðin hefur látið sig varða. <BR><BR>Umræðan um orku- og stóriðjumál snertir mörg svið og ólíka hagsmuni. Þar er m.a. tekist á um nýtingu orkulindanna, umhverfismál, landbúnað, ferðaþjónustu og síðast en ekki síst um efnahagslega afkomu þjóðarinnar. Það gefur auga leið að þegar svo margþætt mál er til skoðunar hljóta sjónarmið einhverstaðar að stangast á. Slíkt er eðlilegt, en umfjöllun sem einvörðungu snýst um afmarkaða viðnámspunkta lýsir engu öðru en þröngsýni eða baráttu fyrir afmörkuðum sérhagsmunum, sem er engu betra. <BR><BR>II.<BR><BR>Umræðuefni þessa fundar er stóriðja- og umhverfi. Það fyrsta sem skaut upp í huga mér þegar ég sá yfirskrift þessa var, að þrátt fyrir yfirlýsingar ýmissa um hið gagnstæða, er það fullvissa mín, - að hagnýting orku fallvatnanna og jarðhitans er fyllilega samrýmanleg hagsmunum umhverfisverndar. <BR><BR>Augljósasta dæmið um þetta er hið tignarlega samspil orkunýtingar og umhverfis við orkuverið í Svartsengi. Þar hefur tekist að nýta frárennslisvatn virkjunarinnar í "Bláa lóninu" og skapa einn eftirsóttasta ferðamannastað hér suðvestanlands. Staðurinn er ekki hvað síst eftirsóknarverður vegna þeirra dulúðar sem gufur orkuversins kalla fram - í hinni hrópandi andstöðum úfins hraunsins og skínandi áferðar orkuversins sjálfs. Fáum leynist fegurð og tignarleiki þessa staðar þar sem sérkenni íslenskrar náttúru og mannanna verk upphefja hvert annað. <BR><BR>Með þessu dæmi um "Bláa lónið" vil ég draga fram það sjónarmið að umræðan má ekki stöðugt snúast um það viðhorf sem felst í orðunum ANNAÐ HVORT - EÐA, heldur ætti hún fremur að taka mið af þeim heildarhagsmunum sem felast í orðumum BÆÐI - OG. <BR><BR>Álit þjóðarinnar í þessum efnum kemur raunar mjög skýrt fram í skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar í síðasta mánuði. Þar kemur m.a. fram að rúm 74% landsmanna telja að virkjanamannvirki á hálendinu hafi jákvæð eða engin áhrif á ferðamenn sem koma á þau svæði og rúm 84% telja að hægt sé að sætta sjónarmið til raforkuframleiðslu og umhverfisverndar í óbyggðum svo vel fari. <BR><BR>Þessi niðurstaða undirstrikar þá skoðun mína að nýting auðlinda landsins, hverju nafni sem nefnast, ætti ætíð að hafa að meginmarkmiði að gæta bæði að raunhæfri náttúruvernd og skynsamlegri nýtingu auðlindanna. <BR><BR>III.<BR><BR>Um það deila fáir, að orku- og stóriðjuframkvæmdir eru fýsilegir og góðir kostir fyrir efnahagslegt sjálfstæði okkar. Þær raddir sem á sínum tíma voru andvígar álverinu í Straumsvík eru löngu þagnaðar og almenn samstaða er um áframhaldandi uppbyggingu þar. <BR><BR>Framtíð þjóðarinnar byggir á því að við getum á farsælan hátt styrkt stoðir efnahagslífs okkar. Nýting orkulindanna og stóriðja er ótvírætt hluti af þeirri viðleitni, en einskorðast að sjálfsögðu ekki við einhliða uppbyggingu orkufreks iðnaðar, án skírskotunar til annars. <BR><BR>Fullyrða má, að aukin nýting orkulindanna, stóriðja og verndun umhverfisins eru samrýmanleg markmið. Fegurð landsins er einstök og sérkenni þess verður okkur að auðnast að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Hornsteinn þess er raunhæf náttúruvernd sem byggir á skynsamlegri nýtingu náttúruauðlindanna. Þar þarf að vera rými fyrir eðlilega landnýtingu vegna - landbúnaðar, -ferðaþjónustu, - orkuvinnslu og -annarar atvinnustarfsemi, sem hver á sinn hátt taka vissulega toll af landinu. <BR><BR>Náttúruverndarstefna sem felst í því að ekkert megi gera til að byggja upp innviði samfélagsins leiðir aðeins til stöðnunar. Hún hefur enga þá verðleika sem komandi kynslóðir munu þakka okkur og hún leiðir ekki til markvissrar náttúruverndar. Sameiginlegt takmark okkar hlýtur að felast í því að efla efnahagslega afkomu þjóðarinnar og bæta mannlífið hér á landi. Ávinningur þess er margbreytilegur, m.a. er það ein helsta forsenda þess að okkur takist að ná raunverulegum árangri í umhverfismálum. <BR><BR><BR><BR>IV.<BR><BR>Vík ég þá máli mínu að stóriðjuframkvæmdum. <BR><BR>Markmið og ávinningur <BR>Sem upphafsorð í umfjöllun minni um fyrihugaðar stóriðjuframkvæmdir hér á landi vil ég bregða upp mynd af helstu markmiðum slíkra framkvæmda. <BR><BR>Markmið: <BR><BR>1.Auka hagvöxt. 2.Auka atvinnu og kaupmátt 3.Afla aukinna úflutningstekna 4.Sveiflujöfnun í framleiðlsu og útflutningstekjum 5.Virkjun þekkingar og aukin þekkingaröflun 6.Skynsamleg nýting náttúruauðlindanna <BR><BR><BR><BR>Eðli sínu samkvæmt eru framkvæmdir í stóriðju- og orkumálum svo risavaxnar í litlu hagkerfi okkar að þær hafa veruleg áhrif á þjóðhagsstærðir. Sem dæmi má nefna að ef reist er 60 þús. tonna álver á Grundartanga og Járnblendiverksmiðjan stækkuð um einn ofn, með 40.000 tonna ársframleiðslu, myndi fjárfesting aukast um fimmtung umfram það sem vænta mætti án þeirra. <BR><BR>Vegna þess er ástæða til að líta nánar á þann þjóðhagslega ávinning sem leiðir af tilkomu þessara tveggja stóriðjuvera á Grundartanga. <BR><BR><BR><BR>Þjóðhagsleg áhrif álvers CVC og stækkun ÍJ <BR><BR>Framkvæmdatími: Fjárfesting fyrir 36,2, milljarða 1600 ársverk skapast á framkvæmdatíma<BR><BR><BR><BR><BR>(mynd 3) <BR>Full framleiðsla iðjuveranna: <BR><BR>•Útflutningur eykst um 8,5 milljarða kr. •180 störf í iðjuverum og raforkuvinnslu •Varanleg heildaraukning landsframleiðslu u.þ.b. 5,5 milljarðar •Varanleg heildaraukning þjóðarframleiðslu 0,7 %<BR><BR>. <BR><BR>Um mynd 2 <BR>Ráðgert er að framkvæmdir við byggingu þessara iðjuvera standi yfir á árunum 1997-2000 með hámarki 1998. Ársverk í framkvæmdum vegna stækkunarinnar verða alls um 1600 - að langmestu leyti Íslendingar. Mest verður eftirspurnin eftir mannafla tvö fyrstu byggingarárin 530 og 760 ársverk, sem nemur um 5-8 % aukningar mannafla þessi ár. <BR><BR>Eins og fram kemur á myndinni verður fjárfest fyrir rúmlega 32 milljarða króna vegna framkvæmdanna. Af þessari fjárfestingu er gert ráð fyrir að um 16 milljarðar komi í hlut innlendra aðila, eða um helmingur fjárfestingarkostnaðar. Fjárfestingakostnaðurinn skiptist þannig að um 22,2 milljarðar kr. eru vegna fjárfestinga í raforkumannvirkjum, 11,3 milljarðar vegna álversins og 2,7 milljarðar vegna járnblendiverksmiðjunnar. <BR><BR>Um mynd 3 <BR>Iðjuverin verða bæði rekin á fullum afköstum árið 2000 og útflutningur þeirra nemur þá um 8 1/2 milljarði á ári. Þetta mun svara til fjögurra komma fimm prósenta aukningar í heildarútflutningi allrar vöru og þjónustu, sem vex við þetta úr 11% í 15%. <BR><BR>Varanleg aukning starfa nemur um 180 ársverkum samanlagt í iðjuverunum tveimur og í raforkuvinnslu, sem samsvarar um 0,13 % af áætluðum heildarmannafla. <BR><BR>Áhrif framkvæmdanna á hagvöxt eru umtalsverð. Fjárfestingar í heild aukast um 14% og allt að 24% árið 1998. Þetta á að leiða til þess að hagvöxtur á þessu ári verði 4% í stað 2 1/2%, eða 1,2 % meiri en ella. Þessi áhrif fjárfestinganna fjara síðan út 1999-2000, en samtímis hefst framleiðsla iðjuveranna. <BR><BR>Reiknað er með að varanleg heildaraukning þjóðarframleiðslunnar geti orðið 0,7%. <BR><BR>Framhald framkvæmd á Grundartanga <BR>Um framhald framkvæmda á Grundartanga er of fljótt að fullyrða nokkuð um á þessri stundu. Engu að síður er ástæðulaust að horfa fram hjá því að CVC mun áforma að stækka verksmiðju sína á Grundartanga ef vel gengur með það verkefni sem nú er áætlað að ráðast í. Þannig er í mati á umhverfisáhrifum miðað við allt að 180.000 árstonna framleiðslu. <BR><BR>Framangreint yfirlit miðast við að hafist verði handa við byggingu 3ja ofns Járnblendiverksiðjunnar eins og nú hefur verið tryggt með samningum við Elkem. Hann mun auka árlega framleiðslugetu verksmiðjunnar um 40.000 tonn, þ.e. úr 70.000 tonnum í 110.000 tonn. Ljóst er að þessi stækkun er mjög hagstæð fyrir afkomu verksmiðjunnar og mun styrkja samkeppnisstöðu hennar til lengri tíma litið. <BR><BR>Í ljósi þess að stærri rekstrareining hefur í för með sér lækkun á framleiðslukostnaði og hagkvæmari rekstur hefur komið til tals að í framtíðinni verði hugað að enn frekari stækkun Járnblendi- verksmiðjunnar. Í því sambandi hefur verið rætt um að í framtíðinni komi til greina að bæta við IV. og V. ofni, hvorum fyrir sig með 40.000 tonna framleiðslugetu. Ekkert er ákveðið í þessu máli en rætt hefur verið um að til greina komi að V. ofninn verði kominn í starfrækslu innan 10 ára. <BR><BR>V.<BR><BR><BR>Um stækkum Járnblendiverksmiðjunnar: <BR>Málefni Járnblendiverksmiðjunnar hafa verið nokkuð í sviðsljósinu á undanförnum vikum. Fyrir réttum tveim vikum slitnaði upp úr samningaviðræðum okkar við ELKEM og daginn eftir (laugardaginn 8. mars) rann út frestur Landsvirkjunar um rafmagnsverð til verksmiðjunnar. Á þessum tímapunkti voru góð ráð dýr enda voru það sameiginlegir hagsmunir allra eigendanna að styrkja rekstur verksmiðjunnar með stækkun hennar. Þótt mögulegt hefði verið að knýja fram stækkun með liðsinni Sumitomo og 70% sameiginlegrar eignaraðildar í fyrirtækinu voru á því ýmsir hnökrar sem fyrst og fremst tengdust framkvæmd markaðssamningsins. Eina raunhæfa leiðin í stöðunni var að reyna til hlítar að ná samkomulagi milli allra eignaraðila um stækkunina. <BR><BR>Hagsmunir okkar Íslendinga í því máli voru miklir. Eignaraðildin að verksmiðjunni skipti þar ekki meginmáli. Hin þjóðhagslegu áhrif stækkunarinnar vógu þar mun þyngra. <BR><BR>Án þess að rekja þau áhrif í smáatriðum má sem dæmi benda á að án stækkunar Járnblendiverksmiðjunnar hefði hagvöxtur orðið um 3,5 % í stað 4,5 % og varanleg heildaraukning þjóðarramleiðslu 0,5 % í stað 0,7%. <BR><BR>Sá samningur sem nú hefur tekist, og undirritaður var í gær, á milli ELKEM og íslenska ríkisins felur í meginatriðum í sér eftirfarandi: <BR><BR>mynd 4 (vantar hér) <BR><BR>Ágætu ráðgjafaverkfræðingar. <BR><BR>Ég hef hér að framan farið yfir þau mál sem umfangsmest hafa verið í stóriðjuumræðunni að undanförnu. Virkjun orkulindanna og bygging stóriðjuvera er vitaskuld mikilvægur þáttur í því að styrkja efnahagslíf okkar. Því má þó ekki gleyma, að efling og uppbygging smærri fyrirtækja skiptir þar engu minna máli. Um allan heim eru það litlu og meðalstóru fyrirtækin sem skapa flest störf, mestu verðmætin og þar verða flestar nýjungarnar til. Ísland er engin undantekning frá þessu og væntanlega verður svo áfram. <BR><BR>Takk fyrir. <BR><BR></P>

1997-03-13 00:00:0013. mars 1997Framsöguræða vegna frumvarps til laga um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.

<P> <P><BR>Herra forseti. <BR>Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga á þingskjali nr. 704, sem er 407. mál þingsins, um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. <BR><BR>I.<BR>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er lögð áhersla á að stuðla að sókn og uppbyggingu atvinnulífsins um allt land, tryggja stöðug og góð rekstrarskilyrði útflutningsgreina og stuðla að nýsköpun og sókn í vöruþróun og markaðssetningu. <BR><BR>Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að tryggja atvinnulífinu aðgang að fjármagni til nýsköpunar og þróunar. <BR><BR>Eins og áður hefur komið fram ákváðu forsætisráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegsráðherra í upphafi kjörtímabilsins að fela ráðuneytisstjórum þessara ráðuneyta að vinna að endurskoðun á núverandi sjóðakerfi að því er varðar starfsemi Fiskveiðasjóðs Íslands, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. Höfðu þeir náið samráð við forsvarsmenn samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og iðnaði. Frumvarp til laga um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., sem ég hef þegar lagt fram og mælt fyrir, og frumvarp það er ég mæli nú fyrir er afrakstur þessarar vinnu. <BR><BR>II.<BR>Þrátt fyrir mikla þátttöku ríkisins á íslenskum fjármagnsmarkaði er almennt viðurkennt að mikið skorti á að nægileg aðstoð til nýsköpunar og þróunar sé fyrir hendi. <BR><BR>Þátttaka ríkisins í hinum hefðbundnu greinum fjármálastarfsemi er rótgróin. Hefðin er rík og þrátt fyrir að miklar breytingar hafi átt sér stað á fjármagnsmarkaði á síðustu árum, þar sem einkaaðilar hafa rutt sér til rúms, hefur ríkið lítið dregið úr starfsemi sinni á þessum sviðum. <BR><BR>Reynslu okkar sjálfra og erlendum samanburðarkönnunum ber saman um að aðstoð við nýsköpun, þróun og alþjóðavæðingu er ábótavant hér á landi. Með alþjóðavæðingu er átt við fjárfestingu íslenskra aðila erlendis og aukna fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi. Þetta eru hin áhættusamari svið fjármálaþjónustu og því er einkaaðilum síður kleift að bjóða upp á slíka þjónustu. Því er nauðsynlegt að ríkið tryggi að slík þjónusta sé fyrir hendi, svo atvinnulíf geti vaxið og dafnað á sem árangursríkastan hátt. Margt bendir til að skortur á þessu eigi veigamikinn þátt í því að Ísland hefur ekki komist í fremstu röð þegar litið er til alþjóðlegrar samkeppnisstöðu. <BR><BR>Það er því mat ríkisstjórnarinnar að framtíðarhlutverk ríkisins á fjármagnsmarkaði, auk hins opinbera tilsjónarvalds, verði fyrst og fremst að tryggja að fyrir hendi sé fjárfestingarþjónusta eins og verkefnafjármögnun og bein áhættufjármögnun. Meðal annars þess vegna þarf einnig að aðgreina áhættufjármögnun frá hefðbundinni fjárfestingarlánastarfsemi. <BR><BR>III.<BR>Með frumvarpi þessu er lagt til að stofnaður verði Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins. Er honum ætlað að starfa sem sjálfstæð ríkisstofnun samkvæmt sérstökum lögum. Hlutverk hans verði að stuðla að arðbærri uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingarverkefnum á sviði nýsköpunar með áhættufjármagni og að styðja við þróunar- og kynningarverkefni. Gert er ráð fyrir að sjóðnum verði lagt til stofnfé af sameiginlegu eigin fé Fiskveiðasjóðs Íslands, Iðnlánasjóðs, Útflutningslánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. Samhliða þessu frumvarpi er, eins og áður hefur komið fram, lagt fram frumvarp til laga um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. sem reistur verður á grunni fyrrgreindra sjóða. <BR><BR>Auk þessa er Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins ætlað að taka við starfsemi tryggingardeildar útflutningslána við Iðnlánasjóð og tryggingardeildar útflutningslána við Ríkisábyrgðasjóð. <BR><BR>IV.<BR>Ætla má að hinn nýji sjóður muni að nokkru leyti byggja á þeirri reynslu sem fengist hefur af starfsemi Iðnþróunarsjóðs sl. 2 ár og af starfsemi Vöruþróunar- og markaðsdeildar Iðnlánasjóðs. <BR><BR>Með tilliti til þess má ætla að starfssvið Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins verði þríþætt: þátttaka í arðvænlegum fjárfestingarverkefnum með íslenskum eða erlendum fyrirtækjum, stuðningur við forathuganir, vöruþróunar- og kynningarverkefni, og starfræksla tryggingardeildar útflutningslána. <BR><BR>Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins er ætlað að starfa fyrst og fremst sem áhættufjármagnssjóður. Í því felst að hann leggur fram fjármagn í formi hlutafjár eða lána með sambærilegum kjörum og hlutafé hvað varðar áhættu og arðsemisvon. Áhættufjármagn er gjarnan flokkað eftir því í hvaða tilgangi eða á hvaða stigi það er lagt fram. Af eðlilegum ástæðum er áhættan meiri á fyrri þrepum þróunar, enda er ekki gert ráð fyrir því að framlög til slíkra verkefna séu endurgreidd nema í undantekningartilvikum. Ljóst er að starfandi áhættufjármagnsfélög hafa tilhneigingu til að sinna áhættuminni verkefnum. Samkvæmt upplýsingum frá European Venture Capital Association má flokka áhættufjármögnun vegna nýsköpunar í nokkra flokka. <BR><BR>Í fyrsta lagi má nefna svokallað þróunarfjármagn eða hugmyndafé, en með því er átt við fjármagn til rannsókna og þróunar á vöru eða viðskiptahugmynd. Fjármagn á þessu stigi fer aðallega í gerð frumáætlana, fyrstu tilraunir við vöruþróun og forkönnun markaða. <BR><BR>Í öðru lagi má nefna byrjunarfjármagn eða upphafsfé sem tekur við af þróunarfjármagni, t.d. til að fullgera frumeintak vöru og til að hefja markaðsstarfsemi. <BR><BR>Í þriðja lagi má nefna fjármagn til vaxtar eða vaxtarfé en það er fjármagn til að útvíkka starfsemi að aflokinni þróun og öflun markaða. <BR><BR>Hlutverk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í fjárfestingarverkefnum mun aðallega falla að þriðja flokknum, þ.e. fjármögnun vaxtar. Einnig er sjóðnum ætlað að styðja við vöruþróunar- og kynningarverkefni, svo og forathuganir og hagkvæmniathuganir, en það fellur nær því sem nefnt er þróunarfjármagn eða byrjunarfjármagn. <BR><BR>V.<BR>Mikilvægt starfssvið Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins verður þátttaka í fjárfestingarverkefnum sem hafa það markmið að auka alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs, annars vegar með fjárfestingu íslenskra aðila erlendis og hins vegar með aukinni fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi. Vöxtur íslensks atvinnulífs í framtíðinni mun ráðast af því hvort hér nær að dafna atvinnustarfsemi, sem stenst samkeppni á alþjóðamarkaði og nær að auka hlutdeild sína í vaxandi alþjóðlegum viðskiptum. Til þess að svo megi verða þurfa íslensk fyrirtæki að taka í auknum mæli þátt í alþjóðlegum atvinnurekstri. <BR><BR>VI.<BR>Sjóðnum er ætlað að vera virkur þátttakandi í verkefnum og skapa þannig fjárhagslegan aga og styrk fyrir atvinnufyrirtæki. Eðli málsins samkvæmt mun hann oft ekki geta gengið að tryggingum öðrum en þeim sem liggja í verkefnunum sjálfum. Af því leiðir að tengsl sjóðsins við verkefnið verða náin og eftirlit og agi því mikilvægur þáttur í starfsemi hans. Þá mun sjóðnum verða heimilt að nýta afl atkvæða sinna í samræmi við hlutafjáreign og leiðir það til þess sama. Nýsköpunarsjóði er því í stuttu máli ætlað að vera traustur bakhjarl þeirra sem ráðast í áhættusöm verkefni. <BR><BR>VII.<BR>Með hliðsjón af ákvæðum 61.-64. gr. samnings um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, og ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA um málsmeðferð og efni reglna á sviði ríkisaðstoðar frá 19. janúar 1994 er ljóst að tilkynna verður til stofnunarinnar þá aðstoð við atvinnulífið sem felst í starfsemi Nýsköpunarsjóðs. Eins og áður segir mun stjórn sjóðsins móta sér starfsreglur og mun við gerð þeirra höfð hliðsjón af reglum EES. Slíkar starfsreglur, staðfestar af ráðherra, eða eftir atvikum reglugerð ráðherra, munu síðan tilkynntar Eftirlitsstofnun EFTA. <BR><BR>VIII.<BR>Gert er ráð fyrir að Nýsköpunarsjóði verði lagðar til 4.000 millj. kr. Þar af munu honum lagðar til 3.000 millj. kr., annars vegar í formi markaðshæfra hlutabréfa, og hins vegar í formi skuldabréfs, sem útgefið verður af Fjárfestingabanka atvinnulífsins h.f. Auk þess mun ríkissjóður leggja sjóðnum til 1.000 millj. kr. af söluandvirði hlutafjár í fjárfestingabankanum. Þá verða eignir Vöruþróunar- og markaðsdeildar vistaðar í sérstakri deild í tiltekinn tíma og ráðstafað til sérstakra verkefna. Samkomulag varð um þá tilhögun í ljósi þess að starfsemi deildarinnar er fjármögnuð með iðnlánasjóðsgjaldi sem innheimt er af iðnaðinum í landinu. <BR><BR>IX.<BR>Gert er ráð fyrir að sjóðnum verði óheimilt að skerða stofnfé sitt, og eðlilegt er að gera ráð fyrir að raunávöxtun hans til lengri tíma verði nokkur. Af þessum sökum mun ráðstöfunarfé sjóðsins á hverjum tíma ráðast af raunávöxtun stofnfjár. Í því sambandi skiptir tvennt miklu máli: árangur fjárfestingarverkefna (þ..e arðsemi, afskriftir og töp) og fjárhæð framlaga til stuðningsverkefna, sem ekki er reiknað með að endurgreiðist. Til þess að hindra að gengið verði á eigið fé er nauðsynlegt að fjárhagsuppgjör sjóðsins sýni ætíð raunhæft mat á þeirri áhættu sem tengist fjárfestingarverkefnum. <BR><BR>X.<BR>Lagt er til að hagsmunasamtökum í sjávarútvegi og iðnaði verði tryggð áhrif við stjórnun Nýsköpunarsjóðs. Þannig eigi samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og iðnaði, ásamt Alþýðusambandi Íslands, þrjá fulltrúa í fimm manna stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, auk tveggja fulltrúa ríkisins sem tilnefndir verði af iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra. Ástæður þessa eru hinar sömu og varða þátttöku samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og iðnaði í meðferð atkvæða ríkisjóðs í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. <BR><BR>XI.<BR>Í frumvarpinu er lagt til að Nýsköpunarsjóður taki við starfsemi tryggingardeildar útflutningslána hjá Iðnlánasjóði, skv. lögum nr. 76/1987 um Iðnlánasjóð, og tryggingardeildar útflutningslána við Ríkisábyrgðasjóð, skv. lögum nr. 60/1970. Eðlilegt þykir að starfsemi þessara deilda verði á einum stað. Tryggingardeild útflutningslána við Ríkisábyrgðarsjóð hefur dregið úr starfsemi sinni og hefur nú aðeins eitt verkefni á sinni könnu. <BR><BR>Sókn á nýja erlenda markaði er oft það áhættusöm, að einkaaðilar eru ekki í stakk búnir til þess að veita útflytjanda tryggingar gegn greiðslufalli erlends kaupanda. Þess vegna er ríkistryggð útflutningstryggingastarfsemi talin nauðsynleg forsenda þess að útflutningur aukist. <BR><BR>Ætla má að nauðsynlegt verði að endurskoða ákvæði þessa kafla á næstu árum með hliðsjón af þróun í nágrannalöndunum og reynslu af starfseminni. <BR><BR>XII.<BR>Skýrt er kveðið á um að ríkissjóður beri ekki ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins, nema hvað varðar skuldbindingar tryggingardeildar útflutningslána. <BR><BR>XIII.<BR>Gert er ráð fyrir að starfsmenn Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs eigi rétt á starfi hjá Nýsköpunarsjóðnum, hafi þeim ekki verið boðið starf hjá <BR><BR>Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Ákvæði þetta er sambærilegt 10. gr. frumvarps til laga um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. <BR><BR>XIV.<BR>Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins er ætlað að taka til starfa eigi 12. janúar 1998, eða á sama tíma og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Hins vegar er gert ráð fyrir að stjórn Nýsköpunarsjóðs verði skipuð a.m.k. hálfu ári áður en sjóðurinn tekur til starfa. Hlutverk hennar á þeim tíma verður að undirbúa starfsemi sjóðsins. <BR><BR>Herra forseti, <BR>Að lokinni þessari umræðu óska ég þess að frumvarpinu verði vísað til efnahags- og viðskiptanefndar og að það verði afgreitt á þessu þingi. <BR><BR></P>

1997-03-13 00:00:0013. mars 1997Framsöguræða vegna frumvarps til laga um stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf.

<P> <P><B> </B><BR><BR>Herra forseti. <BR>Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga á þingskjali nr. 705, sem er 408. mál þingsins, um stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. <BR><BR>I.<BR>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kemur fram að eitt af markmiðum hennar sé að breyta rekstrarformi ríkisviðskiptabanka og fjárfestingarlánasjóða og annarra fyrirtækja og stofnana í eigu ríkisins sem eru í samkeppni við einkaaðila. Jafnframt skuli unnið að sölu ríkisfyrirtækja á kjörtímabilinu í samræmi við ákvarðanir Alþingis. Þá er í stefnu ríkisstjórnarinnar lögð áhersla á að stuðla að sókn og uppbyggingu atvinnulífsins um allt land, tryggja stöðug og góð rekstrarskilyrði útflutningsgreina og stuðla að nýsköpun og sókn í vöruþróun og markaðssetningu. <BR><BR>Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að tryggja atvinnulífinu aðgang að fjármagni til fjárfestingar á markaðskjörum á sem hagkvæmastan hátt og að tryggja atvinnulífinu aðgang að fjármagni til nýsköpunar og þróunar. Jafnframt er nauðsynlegt að öll fyrirtæki, í hvaða atvinnugrein sem er, eigi jafnan aðgang að fjármagni. Í þessu skyni ákváðu forsætisráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegsráðherra að fela ráðuneytisstjórum þessara ráðuneyta að vinna að endurskoðun á núverandi sjóðakerfi að því er varðar starfsemi Fiskveiðasjóðs Íslands, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. Þessi hópur hefur síðan átt náið samráð við forsvarsmenn samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og iðnaði. Þessar atvinnugreinar hafa haft áhrif á stefnu og starfsemi sjóðanna með setu í stjórnum þeirra og lagt þeim til fé, einkum í formi skattlagningar á viðkomandi greinar, þó sjóðirnir séu í eigu ríkisins. <BR><BR>Frumvarp það er ég mæli hér fyrir er afrakstur þessarar vinnu. <BR><BR>II.<BR>Þátttaka ríkisins á íslenskum fjármagnsmarkaði er áberandi og mun meiri en í öðrum iðnríkjum. Starfandi eru fjárfestingarlánasjóðir í eigu ríkisins auk þess sem tveir af þremur starfandi viðskiptabönkum eru ríkisstofnanir. Starfsemi fjárfestingarlánasjóðanna er gjarnan bundin við afmörkuð svið eða atvinnugreinar og þeim eru settar sérreglur í lögum. <BR><BR>Kostir geta verið því samfara að njóta verndar ríkisins, ýmissa sérreglna sem gilda um einstaka fjárfestingarlánasjóði, og í sumum tilvikum ríkisábyrgðar. Á hinn bóginn hefur reynsla undanfarinna ára sýnt að svigrúm stofnana í eigu ríkisins til að bregðast við aukinni samkeppni er oft á tíðum lítið. <BR><BR>Á sama tíma benda erlendar samanburðarkannanir á alþjóðlegri samkeppnisstöðu til þess að Ísland sé aðeins um miðjan hóp ríkustu þjóða heims. Í nýlegri skýrslu World Economic Forum er Ísland í 32. sæti af 46 ríkjum ef einvörðungu er litið til fjármagnsmarkaðar. Ef litið er til alþjóðavæðingar er Ísland í 36. sæti í sama hópi, en með alþjóðavæðingu er átt við erlenda fjárfestingu, fjárfestingu innlendra aðila erlendis og tæknisamstarf. Margt bendir til þess að staða þessara tveggja sviða sé á meðal helstu veikleika íslensks atvinnulífs. <BR><BR>Í þessu ljósi er því afar brýnt að skilgreina að nýju hlutverk ríkisins á fjármagnsmarkaði. Meginhlutverk þess verður jafnan að tryggja að til staðar séu reglur um starfsemi á þessu sviði og að reglunum sé fylgt. Jafnframt kann á hverjum tíma að vera brýnt að ríkið hlutist til um fjármálastarfsemi sem nauðsynleg er til að efla atvinnulíf. Hins vegar ber að láta öðrum eftir að stunda þá starfsemi sem einkaaðilar eru tilbúnir að annast með eðlilegum hætti. <BR><BR>Þannig má færa fyrir því sterk rök að ríkinu beri í áföngum að draga úr vægi sínu í hefðbundinni fjármálastarfsemi á borð við viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarlánastarfsemi, en beita kröftum sínum fremur að áhættumeiri fjárfestingarþjónustu eins og verkefnafjármögnun og beinni áhættufjármögnun. Með frumvarpinu sem ég mæli nú fyrir, auk frumvarpa til laga um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands sem ég hef einnig lagt fram, eru stigin skref í þá átt sem hér var lýst. <BR><BR>Með þessu eru boðaðar róttækar og umfangsmiklar skipulags- og hagræðingaraðgerðir á íslenskum fjármagnsmarkaði. Megintilgangur aðgerðanna er að stuðla að því að íslenskur fjármagnsmarkaður geti í framtíðinni séð einstaklingum og fyrirtækjum fyrir öflugri og hagkvæmri þjónustu á sem hagstæðustum kjörum. <BR><BR>III.<BR>Frumvarpið sem hér er mælt fyrir gerir ráð fyrir að Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. verði stofnaður á grunni Fiskveiðasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Iðnlánasjóðs auk Útflutningslánasjóðs. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins verður einnig reistur á grunni þessara sjóða, ef þetta frumvarp og frumvarp til laga um Nýsköpunarsjóð verða að lögum. Til greina kemur að fleiri fjárfestingarlánasjóðir sameinist hinum nýja fjárfestingarbanka fljótlega eftir stofnun hans. Má í því sambandi nefna Ferðamálasjóð. <BR><BR>Fjárfestingarbankanum er ætlað að starfa eftir lögum nr. 123/1993 um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, og afmarkast starfsemin því af þeim heimildum sem hann hefur í þeim lögum. Megináhersla í starfsemi fjárfestingarbankans mun snúa að hefðbundinni starfsemi sem tengist veitingu langtímaveðlána. Auk þess má ætla að hann sinni fjármögnun skilgreindra og afmarkaðra verkefna. Þá er ljóst að fjárfestingarbankanum verða sett ströng markmið um hagkvæmni og ódýra þjónustu. Af þessu leiðir að öllum líkindum að áhersla verður lögð á þjónustu yfir tilteknum fjárhæðamörkum. <BR><BR>Helstu efnisatriði frumvarpsins eru þessi: <BR><BR>•Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. taki til starfa sem lánastofnun hinn 1. janúar 1998. Fjárfestingarbankinn muni þó verða stofnaður sem hlutafélag eigi síðar en 1. júlí 1997. Fram til 1. janúar 1998 verði unnið að undirbúningi þess að hann hefji starfsemi sem lánastofnun. •Ríkisjóður verði einn eigandi hlutafjár í fjárfestingarbankanum við stofnun hans. Heimilt verður að selja 49% hlutafjár ríkisjóðs og er gert ráð fyrir að undirbúningur að sölu verði þegar hafinn. •Samtökum fyrirtækja í iðnaði og sjávarútvegi verði tryggð aðild að meðferð atkvæða ríkissjóðs í fjárfestingarbankanum. •Ríkissjóður beri ábyrgð á skuldbindingum Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs sem stofnað var til í starfstíð þeirra. •Fjárfestingarbankinn taki við öllum eignum, skuldum og skuldbindingum Fiskveiðasjóðs Íslands, Iðnlánasjóðs, Útflutningslánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs sem ekki er ráðstafað til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Fjárfestingarbankinn taki jafnframt við öllum skattalegum réttindum og skyldum sjóðanna. •Starfsmönnum<BR>núverandi sjóða verði tryggð störf í fjárfestingarbankanum eða Nýsköpunarsjóði. <BR><BR>IV.<BR>Það er mat ríkisstjórnarinnar, að sú leið sem hér er farin þjóni best þeim meginmarkmiðum sem áður hefur verið lýst, þ.e. að tryggja atvinnulífinu aðgang að hagkvæmu fjármagni. Atvinnufyrirtækjum er nauðsynlegt að eiga slíka stofnun að bakhjarli, sem býður upp á raunhæfan valkost við fjármögnun. Fjárfestingarbanki af þessu tagi getur náð hagstæðum samningum við lánveitendur og með því, ásamt lágum rekstrarkostnaði, veitt fyrirtækjum hagstæð lán og skapað starfandi viðskiptabönkum heilbrigða samkeppni. Einnig er með þessari leið varðveitt og nýtt mikil fyrirliggjandi þekking núverandi sjóða á atvinnulífinu og náin tengsl þeirra við viðskiptafyrirtæki sín. Þá er atvinnugreinaskipting í starfsemi fjárfestingarlánasjóðanna afnumin, en það leiðir til hagstæðari áthættudreifingar. Í heild mun þessi leið því leiða til hagræðingar á fjármagnsmarkaði. <BR><BR>V.<BR>Við undirbúning málsins var leitað til ýmissa aðila um mat á helstu leiðum við endurskoðun á sjóðakerfi atvinnuveganna. Meðal annars var leitað til fjármálafyrirtækisins JP-Morgan í London, og óskað eftir að sérfræðingar legðu mat á hin mismunandi viðhorf og þær mismunandi leiðir sem um hefur verið fjallað á undanförnum misserum. Hliðsjón var höfð af þeirri þróun sem orðið hefur í nágrannalöndum okkar og líklegri þróun til framtíðar. <BR><BR>Það er mat JP-Morgan að með tilliti til líklegrar þróunar næstu ára, megi ætla að starfsemi fjárfestingarlánasjóða og viðskiptabanka verði samþætt. Viðskiptamenn þessara stofnana séu hinir sömu og þekking á starfseminni til staðar. Engu að síður er það niðurstaða athugunarinnar að fjárfestingarlánasjóðir muni áfram hafa hlutverki að gegna. Bent er einkum á tvö atriði sem marka fjárfestingarlánasjóðunum sérstöðu sem geti nýst íslensku atvinnulífi. <BR><BR>Annars vegar eru möguleikar sjóðanna til að viðhalda og þróa áfram náin tengsl sín við atvinnulífið, sem leiði til bættrar þjónustu á þessu sviði. Þannig geti slíkir sjóðir veitt þjónustu til hliðar við þjónustu viðskiptabanka og annarra fjármálafyrirtækja og verið valkostur við aðra starfsemi á fjármagnsmarkaði. Hins vegar geta fjárfestingarlánasjóðirnir áfram veitt langtímalán á mjög hagstæðum kjörum, vegna góðrar stöðu á lánamarkaði og lágs rekstrarkostnaðar. <BR><BR>Þá er það mat JP-Morgan að sameining sjóðanna í einn fjárfestingarbanka og stofnun nýsköpunarsjóðs hafi marga kosti. Með sameiningu megi ná fram hagræðingu í rekstri. Einnig gefi þessi nýskipan færi á að aðgreina hefðbundna fjárfestingarlánastarfsemi frá áhættufjármögnun. Stofnun fjárfestingarbanka geti ýtt undir samkeppni á fjármagnsmarkaði, auðveldað einkavæðingu og leitt til sérhæfðari fjármálaþjónustu. Þá geti nýr fjárfestingarbanki orðið álitlegur kostur fyrir erlenda lánveitendur og fjárfesta. Að mati JP-Morgan ætti nýr fjárfestingarbanki að starfa á sama grunni og Iðnlánasjóður og Fiskveiðasjóður, þ.e að veita langtímalán og tengda fjármálaþjónustu, en gæti einnig aukið sérhæfingu á fjármagnsmarkaði. <BR><BR>VI.<BR>Eins og bent er á má með sameiningu sjóðanna ná fram verulegri hagræðingu í rekstri sem mun skila sér í betri kjörum á lánum til fyrirtækja. <BR><BR>Fullri hagræðingu verður þó ekki náð í fyrstu. Nokkurn tíma mun taka að koma starfseminni í fastar skorður. Þá er gert ráð fyrir að starfsfólki sjóðanna þriggja verði tryggt starf í fjárfestingarbankanum eða Nýsköpunarsjóði, enda má ætla að uppbygging starfseminnar í fyrstu kalli á mikla vinnu. Reynslan sýnir hins vegar að náðst hefur hagræðing í starfsmannamálum þar sem svipuð leið hefur verið farin. Ekki liggja fyrir nákvæmar rekstraráætlanir fyrir bankann enda verður það hlutverk stjórnar bankans að taka endanlegar ákvarðanir um rekstur og mannahald. Samkvæmt áætlunum sem sem ég hef látið gera, og byggjast á fyrirliggjandi ársreikningum og rekstraráætlunum fjárfestingar-lánasjóðanna, má þó ætla að meginstærðir efnahagsreiknings fjárfestingarbankans við stofnun hans verði sem hér segir: <BR><BR>Eignir fjárfestingarbankans verði um 50.000 m.kr., en þar af næmu útlán um 43.300 m.kr. Skuldir samtals verði um 41.600 m.kr., en þar af væri lántaka 40.000 m.kr. <BR><BR>Eigið fé næmi tæpum 8.500 m.kr. <BR><BR>Ef rekstur fjárfestingarbankans á fyrsta ári, þ.e. 1998, er áætlaður með hliðsjón af reikningum sjóðanna fyrir þetta ár ásamt rekstraráætlunum samkvæmt framansögðu, má ætla að hagnaður fyrir skatta geti numið 845 m.kr. Hins vegar má ætla að á fyrstu rekstrarárum hans muni nást hagræðing sem skili meiri hagnaði. Þannig hefur í áætlunum verið gert ráð fyrir að rekstrargjöld lækki um 120-130 m.kr. á fyrstu þremur rekstrarárum fjárfestingarbankans. <BR><BR>Ætla má að arðsemi eigin fjár gæti numið um 8,1,% í árslok 1998. Fyrirliggjandi áætlanir gera þó ráð fyrir að vaxtamunur verði með svipuðum hætti og verið hefur eða um 1,8-2%. Ætla má hins vegar að samkeppni leiði til lægri vaxtamunar, en það mun hafa áhrif á arðsemi eigin fjár. <BR><BR>Ljóst er að eiginfjárhlutfall fjárfestingarbankans yrði sterkt. Samkvæmt fyrrgreindri rekstraráætlun gæti eiginfjárhlutfall fjárfestingarbankans numið um 17, 5%. <BR><BR>VII.<BR>Það er mat þeirra sérfræðinga sem leitað hefur verið til að staða fjárfestingarbankans á erlendum lánamarkaði verði sterk strax frá upphafi. Þannig hefur þess verið gætt í frumvarpinu að tryggja stöðu erlendra lánveitenda núverandi sjóða eftir því sem kostur er. Þá er það mat sérfræðinga að fjárfestingarbankinn muni allt frá upphafi eiga kost á hagstæðum lánakjörum. <BR><BR>Rekstur Fiskveiðasjóðs og Iðnlánasjóðs síðustu mánuði gefur góð fyrirheit um framhaldið og ekki verður séð að staða þeirra á erlendum lánamarkaði síðustu mánuði bendi til annars en að arftaki þeirra eigi einnig að geta náð góðri stöðu á skömmum tíma. <BR><BR>VIII.<BR>Í gegnum árin hafa verið skiptar skoðanir um eignarhald þeirra sjóða sem til umfjöllunar eru, einkum Fiskveiðasjóðs Íslands og Iðnlánasjóðs. Af hálfu hagsmunasamtaka í sjávarútvegi og iðnaði hefur verið lögð áhersla á að atvinnuvegirnir og jafnvel fyrirtæki hafi með viðskiptum sínum við sjóðina og greiðslum til þeirra öðlast eignarrétt eða hlutdeild í sjóðunum. Lögum samkvæmt er hins vegar ótvírætt að sjóðirnir eru í eigu ríkisins. Í umræðum um breytingar á sjóðunum hafa þó á liðnum árum komið fram hugmyndir að leiðum til að taka tillit til þessara sjónarmiða. <BR><BR>Við undirbúning þeirrar endurskipulagningar sem nú er á döfinni hefur verið miðað við að veita samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og iðnaði aðild að stjórnun fjárfestingarbankans við stofnun hans. Þannig er lagt til að atvinnuvegirnir eigi aðild að meðferð atkvæða fyrir hönd ríkissjóðs. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir að samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og iðnaði, ásamt Alþýðusambandi Íslands, eigi þrjá fulltrúa í fimm manna stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. <BR><BR>Ég tel hins vegar rétt að undirstrika að fjárfestingarbankanum er ætlað að sinna öllum atvinnugreinum, ekki bara sjávarútvegi og iðnaði. <BR><BR>IX.<BR>Í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að fjárfestingarbankinn taki við eignum, skuldum og skuldbindingum umræddra sjóða, að frádregnum 3.000 m.kr. sem lagðar verði til Nýsköpunarsjóðsins í formi markaðshæfra hlutabréfa sem nú eru í eigu sjóðanna, auk skuldabréfs sem gefið yrði út af fjárfestingarbankanum. <BR><BR>Einnig er gert ráð fyrir að til Nýsköpunarsjóðs renni eigið fé vöruþróunar- og markaðsdeildar Iðnlánasjóðs. Þessi deild hefur afmarkaðan tilgang á sviði iðnþróunar og er fjárhagur hennar aðskilinn frá annarri starfsemi. Til hennar rennur meginhluti svokallaðs iðnlánasjóðsgjalds, sem innheimt er af iðnaðinum í landinu. <BR><BR>X.<BR>Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að við gildistöku laganna verði hafinn undirbúningur að sölu á allt að 49% hlutafjár í fjárfestingarbankanum. Það mun ráðast af aðstæðum á markaði og hagsmunum fjárfestingarbankans að öðru leyti, hversu hratt hlutabréf verða seld. Hins vegar er lögð áhersla á að hin heimilaða sala fari fram strax og aðstæður leyfa. <BR><BR>Í ákvæðinu felst að ekki verður heimilt að selja meirihluta ríkissjóðs í fjárfestingarbankanum nema með heimild Alþingis. Í þessu sambandi verður að hafa í huga stöðu fjárfestingarbankans á erlendum lánamarkaði. Það er samdóma álit þeirra sérfræðinga sem leitað hefur verið til að mikilvægt sé að meirihluti ríkissjóðs verði ekki seldur fyrst um sinn, þannig að hinum nýja fjárfestingarbanka verði gefið nokkurt svigrúm til að fóta sig á markaði við öflun lánsfjár og afla sér trausts á erlendum lánamarkaði. Hafa verður og í huga stöðu núverandi lánardrottna sjóðanna, einkum með tilliti til þeirra skuldbindinga sem Fiskveiðasjóður Íslands er nú í, en hann nýtur ekki ríkisábyrgðar. <BR><BR>Gert er ráð fyrir að ríkissjóður greiði Nýsköpunarsjóði 1.000 m.kr. af söluandvirði hlutafjár í eigu ríkissjóðs í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Nauðsynlegt er með vísan til þessa að flýta fyrstu sölu hlutafjár í fjárfestingarbankanum. Gengið er út frá því að Nýsköpunarsjóði verði lagt til fyrsta söluandvirði bréfanna. <BR><BR>XI.<BR>Gert er ráð fyrir að Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. taki til starfa sem lánastofnun hinn 1. janúar 1998. Hins vegar verði hann stofnaður í síðasta lagi 1. júlí 1997 til þess að auðvelda og gera markvissari þann undirbúning sem nauðsynlegur er. <BR><BR>Á sama tíma skulu Fiskveiðasjóður, Iðnlánasjóður, Útflutningslánasjóður og Iðnþróunarsjóður lagðir niður og lög sem um þá gilda felld úr gildi. Rétt er að benda sérstaklega á að lög nr. 93/1986 um Stofnfjársjóð fiskiskipa falla niður, og með því sá greiðslumáti lána hjá Fiskveiðasjóði sem þar er gert ráð fyrir. Jafnframt er nauðsynlegt að gera breytingar á lögum nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins. <BR><BR>Nauðsynlegt þykir að hraða aðgerðum þeim sem lagðar eru til í frumvarpi þessu, til að eyða sem fyrst þeirri óvissu sem ríkt hefur um framtíð þessara sjóða og óvissu sem óhjákvæmilega fylgja breytingum af þessu tagi. <BR><BR>XII.<BR>Herra forseti, <BR>Umræða um endurskoðun á sjóðakerfi atvinnuveganna hefur verið á sér langa sögu. Síðustu ríkisstjórnir hafa gert sér grein fyrir mikilvægi breytinga, en ekki hefur enn tekist að efna til breytinga, þó frumvarp þar að lútandi hafi einu sinni verið lagt fram á Alþingi. <BR><BR>Nú er hins vegar brýnt að aflétt verði þeirri óvissu sem skapast hefur í kringum áform síðustu ára. Á þar hið sama við og um þær breytingar sem nú eru fyrirhugaðar á starfsemi Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. <BR><BR>Herra forseti, <BR>Að lokinni þessari umræðu óska ég þess að frumvarpinu verði vísað til efnahags- og viðskiptanefndar og að þau verði afgreidd á þessu þingi. <BR><BR></P>

1997-03-11 00:00:0011. mars 1997Framsöguræða vegna frumvarps til laga um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands.

<P> <P><BR>Herra forseti. <BR>Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga á þingskjali nr. 706, sem er 409. mál þingsins, um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. <BR><BR>I.<BR>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er ákveðið að breyta rekstrarformi ríkisviðskiptabankanna, þannig að þeir verði reknir sem hlutafélög. Það er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar að breyta í hlutafélög þeim ríkisfyrirtækjum sem starfa á samkeppnismarkaði þannig að þau starfi við sömu samkeppnisaðstæður og önnur fyrirtæki. <BR><BR>II.<BR>Á síðustu árum hefur átt sér stað ör þróun á fjármagnsmarkaði. Þannig hefur hann opnast og orðið alþjóðlegri og áherslur í viðskiptum haga breyst. Þessi þróun er í samræmi við þróun viðskiptaumhverfisins í heild. Samhliða þessu hafa áherslur í fjármálastarfsemi breyst og starfsaðferðir fjármálastofnana sömuleiðis. <BR><BR>Eitt megineinkenni þessara breytinga er að hefðbundin flokkun fjármálastarfsemi hefur riðlast. Í því felst m.a. að hinar rótgrónu og hefðbundnu fjármálastofnanir standa nú frammi fyrir samkeppni nýrra aðila, svo sem fyrirtækja í verðbréfaþjónustu, lífeyrissjóða o.fl. Sú þróun hefur leitt til aukinna krafna um jafna samkeppnisstöðu. <BR><BR>Þetta hefur beint athyglinni að aðstöðumun fjármálastofnana í ríkiseigu og annarra aðila á fjármagnsmarkaði. Sá munur er fjármálastofnunum í ríkiseigu bæði í hag og óhag. Kostir geta verið því samfara að njóta ríkisábyrgðar og verndar ríkisins. Á hinn bóginn hefur reynsla undanfarinna ára sýnt að svigrúm stofnana í eigu ríkisins til að bregðast við aukinni samkeppni er oft á tíðum lítið. <BR><BR>Á grundvelli samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði hefur löggjöf um fjármálastofnanir og fjármálastarfsemi verið aðlöguð reglum sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu og löggjöf á þessu sviði tekið stakkaskiptum. Kröfur um eðlileg samkeppnisskilyrði eiga sér stoð í EES-samningnum og Eftirlitsstofnun EFTA hefur um nokkurt skeið þrýst á úrbætur að því er rekstur ríkisviðskiptabanka hér á landi varðar. <BR><BR>III.<BR>Í nýlegri skýrslu World Economic Forum um alþjóðlega samkeppnisstöðu er efnahagslegur styrkleiki, stjórnsýsla, stjórnun fyrirtækja, vísindi og tækni, innviðir hagkerfis og fjármagnsmarkaður borin saman og þjóðum gefnar einkunnir fyrir frammistöðu á hverju sviði fyrir sig og samkeppnishæfni þjóða þannig borin saman. Í skýrslunni er Ísland talið vera í 25. sæti af 46 ríkjum. Við erum, sem sagt, um miðjan hóp ríkustu þjóða veraldar. Það getur ekki talist viðunandi. Ef aðeins er tekið mat á stöðu fjármagnsmarkaðar erum við hins vegar í 32. sæti af 46 ríkjum. Staða fjármagnsmarkaðar er samkvæmt því einn af helstu veikleikum íslensks efnahags- og atvinnulífs. <BR><BR>Það er áhyggjuefni hvað Ísland kemur illa út úr þessum samanburði og ljóst að það tekur langan tíma að snúa þessu við. Í þessu sambandi er hins vegar vert að hugleiða stöðu ríkisins á íslenskum fjármagnsmarkaði. Tveir af þremur starfandi viðskiptabönkum eru ríkisviðskiptabankar og í annarri fjármálaþjónustu er ríkið mjög umfangsmikið og í fjárfestingarlánastarfsemi alls ráðandi. <BR><BR>IV.<BR>Með hliðsjón af þeim atriðum sem ég hef hér nefnt er nauðsynlegt að skilgreina að nýju hlutverk ríkisins á fjármagnsmarkaði. Meginhlutverk þess hlýtur jafnan að vera að tryggja að til staðar séu reglur um starfsemi á þessu sviði og að reglunum sé fylgt. Jafnframt kann á hverjum tíma að vera nauðsynlegt að ríkið hlutist til um fjármálastarfsemi sem nauðsynleg er til að efla atvinnulíf og tryggja þjóðfélaginu ákveðin lífsgæði. <BR><BR>Hins vegar hníga ýmis rök að því að ríkið ætti að draga sig út úr hefðbundinni starfsemi á fjármagnsmarkaði eins og viðskiptabankastarfsemi, verðbréfaþjónustu ýmis konar, hefðbundinni fjárfestingarlánastarfsemi og fleiru. Sem dæmi um svið þar sem ríkið hefur enn mikilvægu hlutverki að gegna má nefna fjárfestingarþjónustu eins og verkefnafjármögnun og beina áhættufjármögnun. <BR><BR>Þó ekki sé ráðist í sölu á fjármálastofnunum í eigu ríkisins mælir margt með því að slík starfsemi sé rekin í formi hlutafélaga. Þetta á við jafnvel þótt ríkið sé eini eigandi viðkomandi hlutafélags, eins og gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi. Starfsemi hlutafélaga er í vandlega skilgreindu formi og hefur löggjafinn sett ítarlegar reglur þar um, m.a. um starfssvið stjórnar, framkvæmdastjórnar og aðalfundar. Einn megin kostur þessa er að hlutafélög geta styrkt eiginfjárstöðu sína með útboði á hlutafé. Með þeim hætti geta hlutafélög einnig styrkt samkeppnisstöðu sína. <BR><BR>V.<BR>Með frumvarpinu sem hér er lagt fram eru stigin skref í þá átt sem að framan er lýst. Samhliða þessu frumvarpi hef ég lagt fram frumvarp til laga um stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Frumvörpin tvö fela í sér umfangsmiklar breytingar á sjóðakerfi atvinnuveganna. <BR><BR>Með þessum breytingum eru boðaðar róttækustu og umfangsmestu skipulags- og hagræðingaraðgerðir sem gerðar hafa verið á íslenskum fjármagnsmarkaði. Megintilgangur aðgerðanna er að stuðla að því að íslenskur fjármagnsmarkaður geti í framtíðinni séð einstaklingum og fyrirtækjum fyrir öflugri og hagkvæmri þjónustu á sem hagstæðustum kjörum. <BR><BR>VI.<BR>Tilgangur þessa frumvarps er þríþættur: <BR><BR>•Í fyrsta lagi að jafna samkeppnisaðstæður á íslenskum fjármagnsmarkaði. •Í öðru lagi að treysta samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja. •Í þriðja lagi að skapa aukna samkeppni á markaðinum og þannig auka hagkvæmni í rekstri fyrirtækja og stofnana á þessu sviði, sem skilar sér í betri og ódýrri þjónustu til viðskiptavina.<BR><BR><BR><BR>Meginefni frumvarpsins er eftirfarandi: <BR><BR>1.Hlutafélagsbankarnir taki við öllum eignum, réttindum, skuldum og skuldbindingum ríkisviðskiptabankanna, þ.m.t. skattaréttarlegum réttindum og skyldum. 2.Ríkissjóður beri ábyrgð á öllum skuldbindingum ríkisviðskiptabankanna sem stofnað er til áður en rekstur þeirra er yfirtekinn af hlutafélagsbönkunum. Þó fellur niður ríkisábyrgð á innlánum öðrum en bundnum innlánum. 3.Ríkissjóður beri ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum ríkisviðskiptabankanna eins og þær eru við formbreytinguna og eins og um semst að öðru leyti. 4.Viðskiptaráðherra fari með hlut ríkissjóðs í hlutafélagsbönkunum. Það þýðir meðal annars að hann mun fara með atkvæði ríkissjóðs á aðalfundi. 5.Sérstakar nefndir verði skipaðar til að annast undirbúning vegna stofnunar hlutafélaga um hvorn ríkisviðskiptabankanna. Þær starfi í umboði viðskiptaráðherra og í samráði við hvorn banka fyrir sig. Þá er gert ráð fyrir að sérstök nefnd verði skipuð til að aðstoða við mat á heildarfjárhæð stofnhlutafjár. 6.Allir starfsmenn ríkisviðskiptabankanna sem taka laun <BR>samkvæmt kjarasamningum SÍB og kjarasamningum annarra stéttarfélaga eigi kost á sambærilegu starfi hjá viðkomandi hlutafélagsbanka við yfirtöku þeirra á ríkisviðskiptabönkunum. Starfsmaður njóti þá sömu réttinda og hann hafði samkvæmt kjarasamningum og/eða ráðningarsamningum. Um biðlaunarétt sem kann að hafa fylgt störfum í ríkisviðskiptabönkunum gildi ákvæði nýsettra laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. <BR><BR><BR><BR>VII.<BR>Frumvarpið gerir ráð fyrir að óheimilt verði að selja eignarhluti ríkissjóðs í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf., nema með samþykki Alþingis. Þannig er beinlínis tekið fram í 6. gr. frumvarpsins að hlutafé í eigu ríkissjóðs í bönkunum tveimur verði ekki selt nema með samþykki Alþingis. <BR><BR>Það er mat ríkisstjórnarinnar að tryggja verði hlutafélagsbönkunum nokkurn tíma til að sanna að þeir njóti sama trausts og fyrirrennarar þeirra. Þau sjónarmið hafa komið fram að óvissa um eignarhald hlutafélagsbankanna geti leitt til þess að þeir eigi erfiðara með að ná hagstæðum kjörum í lánasamningum við erlenda lánveitendur. Til að tryggja festu í rekstri hlutafélagsbankanna er miðað við að ríkissjóður selji ekki hlutabréf sín í þeim fyrstu fjögur rekstrarár þeirra. <BR><BR>Hins vegar er gert ráð fyrir að ráðherra geti heimilað útboð á nýju hlutafé í hlutafélagsbönkunum. Með þessum hætti er mögulegt að styrkja eiginfjárstöðu bankanna án þess að leita til ríkissjóðs, jafnframt því sem utanaðkomandi aðilum gefst færi á að eignast hlut í þeim. Hlutafjárútboð af þessu tagi ætti einnig að leiða til þess að virði bankanna verði ljósara. Í þessu sambandi verður og að hafa í huga að samkvæmt reglum um hámark lána og ábyrgða viðskiptabanka, sparisjóða og annarra lánastofnana, mega áhættuskuldbindingar vegna einstakra viðskiptamanna og fjárhagslega tengdra aðila ekki fara yfir 25% af eigin fé lánastofnunar frá og með 31. desember 2001. Hlutfall þetta er nú 40% af eigin fé, en mun fara stiglækkandi fram að fyrrgreindu tímamarki. Með tilliti til þessa er einnig mikilvægt að bankarnir auki við eigið fé sitt. <BR><BR>Útboði á hlutafé eru sett þau takmörk að samanlagður eignarhlutur annarra aðila en ríkissjóðs má ekki vera hærri en 35% af heildarfjárhæð hlutafjár í hvorum bankanna um sig. Í því felst takmörkun á heimildum til hlutafjárútboðs, en ekki vísbending um að selja eigi upp í þá heimild þegar í stað. <BR><BR>Þegar til sölu á hlutabréfum í hlutafélagsbönkunum kemur er það mat ríkisstjórnarinnar að allir aðilar í landinu eigi að hafa rétt til að eignast hlut í bönkunum. Jafnframt beri að stefna að dreifðri eignaraðild. Þá er að mínu mati rétt að huga að því hvernig veita megi starfsmönnum bankanna aukinn rétt eða aðgang að kaupum á hlutafé í bönkunum. <BR><BR>VIII.<BR>Það er ætlun mín að staða viðskiptamanna í hlutafélagsbönkunum verði tryggð og að hagsmunir þeirra skerðist ekki við breytinguna. Á það við um almenna viðskiptavini og innlánseigendur bankanna, svo og erlenda lánardrottna. Má nefna nokkur atriði sem tryggja eiga að hagsmunir þessara aðila skerðist ekki. <BR><BR>Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að ríkisábyrgð haldist á skuldbindingum sem til eru orðnar fyrir formbreytinguna. Þetta á þó tekki við um almenn innlán, en bundnar innstæður sem lagðar hafa verið inn fyrir yfirtökuna verða með ríkisábyrgð út binditímann. <BR><BR>Í öðru lagi er gert ráð fyrir að hlutafélagsbankarnir verði fyrst um sinn í eigu ríkissjóðs að meirihluta. <BR><BR>Í þriðja lagi er lagt til að ráðherra geti heimilað útboð á nýju hlutafé. Með því gefst færi á að styrkja eiginfjárstöðu bankanna og tryggja enn betur stöðu viðskiptamanna þeirra auk þess sem nýjum aðilum, þar með talið viðskiptamönnum, gefst færi á að eignast eignarhlut í bönkunum. <BR><BR>IX.<BR>Frumvarpið miðar að því að sem minnst röskun verði á starfshögum almennra starfsmanna við breytinguna. Gert er ráð fyrir að almennir starfsmenn ríkisviðskiptabankanna fái sambærilegt starf í hlutafélagsbönkunum við breytinguna. Í því felst að þeir haldi réttindum samkvæmt kjarasamningum og/eða ráðningarsamningum. Þá er ekki gert ráð fyrir breytingum á lögbundnum réttindum umfram það sem almennt fylgir breytingu sem þessari lögum samkvæmt. Um biðlaunarétt sem kann að hafa fylgt störfum í ríkisviðskiptabönkunum fer samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þau lög byggja á stefnu ríkisstjórnarinnar í starfsmannamálum ríkisins, sem m.a. miðar að því að gera réttarstöðu opinberra starfsmanna sem líkasta réttarstöðu starfsmanna hjá einkafyrirtækjum. <BR><BR>Bankastjórum og öðrum helstu stjórnendum bankanna eru ekki tryggð störf með sama hætti. Nauðsynlegt þykir að tryggja nýjum hlutafélagsbönkum nokkurt svigrúm til að gera breytingar á innra skipulagi bankanna með það fyrir augum að gera skipulag á yfirstjórn þeirra skýrara. <BR><BR>Á undanförnum mánuðum hefur endurskoðun lífeyrismála verið til umfjöllunar innan bankanna og liggja nú fyrir drög að nýjum reglugerðum fyrir Eftirlaunasjóð starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans og Eftirlaunasjóð Búnaðarbanka Íslands. Ekki er ljóst á þessari stundu hvernig þessum áformum muni lykta. Því er í frumvarpi þessu gert ráð fyrir almennu ákvæði þess efnis að ríkissjóður beri ábyrgð á skuldbindingum ríkisviðskiptabankanna gagnvart eftirlaunasjóðunum vegna starfsmanna bankanna, í samræmi við reglugerðir sem gilda þegar rekstur þeirra er yfirtekinn af hlutafélagsbönkunum, en jafnframt að heimilt sé að semja um annað eftir það tímamark. Ákvæðið er í samræmi við 12. gr. frumvarpsins, þar sem kveðið er á um ábyrgð ríkissjóðs á innlendum og erlendum skuldbindingum. <BR><BR>Það ræðst af þróun þessara mála nú á næstu vikum hvernig ákvæði frumvarpsins um lífeyrismál verður endanlega hagað. Í því efni verður að huga að því að skýra sem best lífeyrisréttindi starfsmanna og skuldbindingar ríkissjóðs og hlutafélagsbankanna. Vonast ég til að eiga um það gott samstarf við Alþingi. <BR><BR>X.<BR>Gert er ráð fyrir að hlutafélagsbankarnir taki við rekstri og starfsemi ríkisviðskiptabankanna 1. janúar 1998. Á þeim degi skulu ríkisviðskiptabankarnir lagðir niður. <BR><BR>Við undirbúning málsins hefur verið hugað að ýmsum leiðin við framkvæmd formbreytingarinnar. Niðurstaðan varð sú að leggja til að kveðið verði á um sérstakar undirbúningsnefndir fyrir hvorn banka, sem verði fengið það verkefni að undirbúa stofnun hlutafélagsbankanna og grípa til nauðsynlegra aðgerða vegna breytinganna. Nefndunum verði falið að annast undirbúning löggerninga er varða stofnun hlutafélagsbankanna og fyrirhugaða starfsrækslu þeirra. Gert er ráð fyrir að nefndirnar starfi í umboði viðskiptaráðherra og í samráði við viðkomandi ríkisviðskiptabanka. Nánar er vikið að því í athugasemdum með frumvarpinu í hverju verkefni nefndanna geta falist. <BR><BR>Með þessu tel ég að best verði tryggt samstarf þeirra aðila sem eðli málsins samkvæmt koma að þessum breytingum. Rétt er hins vegar að leggja áherslu á að umræddum nefndum er ekki ætlað að skerða lögbundið valdssvið bankastjórna og bankaráða ríkisviðskiptabankanna. Staðfestingar- eða ákvörðunarvald vegna þeirra löggerninga sem nefndunum er ætlað að undirbúa er í höndum þar til bærra bankaráða og eftir atvikum bankastjóra eða bankastjórna, lögum samkvæmt. <BR><BR>XI.<BR>Herra forseti. <BR>Með því frumvarpi sem ég mæli nú fyrir standa vonir til að hrint verði í framkvæmd áformum um breytingar sem verið hafa á stefnuskrá ríkisstjórna hin síðari ár. Með því verður létt af þessum stofnunum óvissu sem eflaust hefur um nokkurt skeið íþyngt starfsemi þeirra. Mikilvægt er því að vel takist til um vinnslu frumvarpsins og framkvæmd málsins er frumvarpið verður að lögum. <BR><BR>Herra forseti. <BR>Að lokinni þessari umræðu óska ég þess að frumvarpinu verði vísað til efnahags- og viðskiptanefndar og að það verði afgreitt á þessu þingi. <BR><BR></P>

1997-02-16 00:00:0016. febrúar 1997Formáli í blað um Framadaga

<P> <P><BR><BR>Með Framadögum, atvinnulífsdögum Háskóla Íslands, er þess freistað að tengja skólann íslensku atvinnulífi sterkari böndum. Hér gefst fyrirtækjum kostur á að kynna starfsemi sína og Háskólinn og nemendur hans tefla fram sínu besta. Þetta framtak er lofsvert og er vonandi að framhald verði þar á. <BR><BR>Brýna nauðsyn ber til að atvinnulíf og skólakerfið tengist sterkum böndum. Hagvöxtur framtíðarinnar byggist einkum á menntun, þekkingu og rannsókna- og þróunarstarfi. Sá auður sem í fólkinu býr skiptir sköpum í harðnandi samkeppni. Geysilegur kraftur í hagkerfum margra auðlindasnauðra þjóða á undanförnum áratugum samhliða hnignun þjóða, sem búa yfir gjöfulum auðlindum, sýnir þetta best. Því þarf að hlúa vel að helstu auðlind okkar, fólkinu í landinu. Við þurfum velmenntað fólk sem hefur kjark og dug til að skara fram úr og koma með nýjar hugmyndir. <BR><BR>Efnahagsaðstæður eru okkur Íslendingum hagstæðar um þessar mundir. Hagvöxtur er meiri hér en víðast hvar í nálægum löndum en verðbólga svipuð. Kaupmáttur hefur verið að aukast og á þessu ári verður ríkissjóður rekinn án halla í fyrsta sinn í langan tíma. Atvinnulausum hefur fækkað og störfum fjölgað. Við megum þó hvergi slaka á klónni, enda tækifæri til ýmissa búháttabreytinga í íslensku efnahagslífi. <BR><BR>Við Íslendingar verðum að gera okkur grein fyrir því að auðlindir hafsins eru ekki lengur ávísun á vaxandi velmegun. Stefna stjórnvalda verður að taka mið af þessu. Ég hef í tíð minni sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagt megináherslu á atvinnu- og verðmætasköpun með því að stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu. Atvinnulífið þarf ekki hvað síst að byggjast á vexti og viðgangi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, enda eru þau hvarvetna burðarásar hagvaxtar. Við stefnum í rétta átt. Nýskráðum fyrirtækjum fjölgaði um 18% á síðasta ári og áætlanir benda til að störfum hafi fjölgað um þrjú þúsund. Allt bendir til að störfum fjölgi meira fram til aldamóta en Framsóknarflokkurinn boðaði í síðustu kosningum. <BR><BR>Mikil umræða hefur verið um stóriðju að undanförnu, ekki síst vegna áforma um byggingu álvers á Grundartanga. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að draga til okkar stóriðju eins og samræmst getur skynsamlegri orkunýtingu og markmiðum í umhverfismálum. Við getum hins vegar ekki treyst því að stóriðja verði lykill að atvinnuuppbyggingu næstu áratuga. Stóriðja verður fyrst og fremst hliðargrein sem styður meginmarkmiðin. Með aukinni stóriðju skjótum við fleiri rótum undir útflutningsatvinnuvegi landsins, en síðustu ár hafa sjávarafurðir staðið undir rúmlega helmingi gjaldeyristekna. Aukin fjölbreytni mun væntanlega leiða til betra lánshæfismats Íslands á erlendum mörkuðum. Ekki má heldur gleyma að nýrri stóriðju fylgir ný tækni en einn af helstu kostum erlendrar fjárfestingar er einmitt innflutningur nýrrar tækni. Ekki má heldur gleyma því að reynsla okkar Íslendinga af stóriðju er góð og launakjör óvíða betri en þar. <BR><BR>Framadagar eru vel til þess fallnir að styrkja tengsl atvinnulífs og Háskólans, miðla þekkingu og upplýsingum og koma á mikilsverðum samböndum til framtíðar. Megi þetta samstarf verða aðstandendum þess til heilla. <BR><BR></P>

1997-02-13 00:00:0013. febrúar 1997Jafnræði og samkeppni: Viðskiptaþing Verslunarráðs Íslands.

<P> <P><BR><BR><BR>I.<BR>Góðir þinggestir. <BR><BR>Fyrir Viðskiptaþinginu liggja þrjár greinargóðar skýrslur um jafnræði í atvinnulífinu. Það er fengur í þessum skýrslum. Þær lýsa á aðgengilegan hátt að víða í atvinnulífinu er samkeppni skert eða ójafnræði á milli aðila. Oftast liggur stjórnvaldsákvörðun að baki, svo sem einkaleyfi til ákveðinnar starfsemi og vernd gegn samkeppni með ýmis konar höftum og hömlum. Skilaboð Verslunarráðs til stjórnvalda eru skýr: Gerið hina almennu jafnræðisreglu virka á öllum sviðum atvinnulífs. Undir þetta get ég tekið. <BR><BR>Stefna skal að frjálsræði í viðskiptum og koma í veg fyrir mismunun aðila í sömu grein. Spurningin sem lögð er fyrir þingið er hvort ríkisvaldið sé andsnúið jafnræði í atvinnulífinu. Svarið við spurningunni liggur ljóst fyrir: Nei. Ríkisstjórnin hefur sýnt það með orðum og aðgerðum að hún boðar frelsi til athafna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að gera þurfi ríkisreksturinn einfaldari og skilvirkari og jafna aðstöðumun þar sem ríkið stundar atvinnurekstur í samkeppni við einkaaðila. Áherslan er lögð á að breyta rekstrarformi þeirra ríkisfyrirtækja og stofnana sem eru í slíkri samkeppni. Að þessu hefur verið unnið og mörg mál eru í farvatninu sem bera þessari stefnumótun glöggt vitni. Það má því ljóst vera að ríkisstjórnin stefnir að auknu jafnræði fyrirtækja. <BR><BR>Ísland stefnir hraðbyri í átt til frjálsari markaðshátta. Það eru ekki nema nokkur ár síðan að þeir stimplar sem mest voru notaðir í viðskiptaráðuneytinu voru stimplar samstarfsnefndar um gjaldeyrismál. Annar var rauður en hinn blár. Sá rauði táknaði að gjaldeyrisumsókn hefði verið synjað en hinn blái bar vott um að yfirvöld samþykktu gjaldeyrisviðskiptin. Tímarnir breytast hratt. Við höfum losað okkur að mestu úr viðjum hafta og banna. Í stað þess hafa stjórnvöld kappkostað að setja samkeppnisskapandi leikreglur og skapa eins ákjósanleg rekstrarskilyrði fyrir atvinnulífið og kostur er. <BR><BR>Ég ætla hér ekki að rifja upp hvað gert hefur verið á starfstíma ríkisstjórnarinnar heldur fjalla um það sem fram kemur í skýrslum Verslunarráðsins og snýr að ráðuneytum iðnaðar og viðskipta. <BR><BR><BR>II.<BR>Í skýrslunni um jafnræði á milli opinberra aðila og einkaaðila er lögð áhersla á meiri eftirfylgni af hálfu samkeppnisyfirvalda og gerð tillaga um nýtt ákvæði í samkeppnislög sem bannar hvers kyns aðstoð sem veitt er af opinberu fé og raskar samkeppni. <BR><BR>Hver sú hugmynd sem er til þess fallin að auka svigrúm samkeppnisyfirvalda til að þróa heilbrigða samkeppni er skoðunar verð. Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að sú stutta reynsla sem við höfum af samkeppnislögunum er góð. Breyting á samkeppnislögum er ekki á forgangslista viðskiptaráðuneytis en búast má við að til endurskoðunar komi þegar meiri reynsla hefur fengist af þeim. <BR><BR>Samkeppnisyfirvöld gegna lykilhlutverki við að þróa eðlilega og heilbrigða samkeppni í íslensku atvinnulífi. Með samkeppnislögunum var stefnt að því að efla virka samkeppni þar sem hún getur tryggt hag neytenda og atvinnulífsins. Þetta er gert með því að skerpa samkeppnisreglur, auka gagnsæi markaðarins og draga úr opinberum samkeppnishömlum. <BR><BR>Sá mikli fjöldi mála sem samkeppnisyfirvöldum berst sýnir svo ekki verður um villst þörfina á virku samkeppniseftirliti. Þessi mikli fjöldi mála hefur gert það að verkum að Samkeppnisstofnun hefur lítið svigrúm til að rannsaka markaði að eigin frumkvæði. Viðamiklar úttektir hafa þó verið gerðar og aðrar eru í undirbúningi. Æskilegt væri þó að Samkeppnisstofnun hefði meiri tíma til sjálfstæðra athugana. <BR><BR>Á undanförnum árum hafa viðskiptahindranir á milli landa verið á hröðu undanhaldi og í kjölfarið hafa siglt aukin alþjóðaviðskipti. Þessi þróun hefur hrundið af stað umræðu á alþjóðavettvangi um þörfina á því að samræma framkvæmd samkeppnisreglna landa á milli til þess að koma í veg fyrir að fyrirtækjum sé sköpuð mismunandi samkeppnisstaða eftir því hvar þau eru staðsett á hnettinum. Evrópusambandið hefur verið að vinna að gerð tvíhliða samninga við til að mynda Japan og Bandaríkin til þess að tryggja sambærilega túlkun samkeppnisreglna. Reyndar hefur umræðan innan Evrópusambandsins gengið það langt að fyrir liggur tillaga frá Þjóðverjum að setja á fót sérstaka Samkeppnisstofnun Evrópu. Hver sem framvindan verður í þessum málum á alþjóðavettvangi er ljóst að áhrifanna mun gæta hér á landi. <BR><BR><BR>III.<BR>Með tilkomu samkeppnislaga voru skapaðar nauðsynlegar forsendur til að jafna samkeppnisaðstæður einkareksturs og opinbers reksturs. Eins og kunnugt er taka samkeppnislög til hverskonar starfsemi án tillits til þess hvort hún er rekin af hinu opinbera, einstaklingum, félögum eða öðrum. Hlutverk samkeppnisyfirvalda er því ekki síst að gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni, benda stjórnvöldum á leiðir til þess að gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra aðila að markaði. <BR><BR>Þetta hlutverk samkeppnisyfirvalda er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að þátttaka hins opinbera í atvinnurekstri hér á landi er allmikil. Í skýrslu Samkeppnisráðs um stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi, sem út kom í desember 1994, kemur fram að velta opinberra- og hálfopinberra fyrirtækja hafi numið tæplega 30% af heildarveltu atvinnufyrirtækja á árinu 1993. Miklir hagsmunir eru því í húfi að samkeppni opinbers reksturs og einkareksturs sé á jafnræðisgrundvelli. <BR><BR>Okkur er öllum vafalítið kunnar ásakanir forsvarsmanna einkarekinna fyrirtækja um ójafna samkeppnisaðstöðu þeirra í glímunni við ríkisreksturinn. Bent hefur verið á að opinber rekstur njóti í ýmsu eiganda síns, þ.e. að samkeppnisrekstur hins opinbera njóti góðs af því að vera rekinn af ríki og sveitarfélögum. Í því sambandi hefur m.a. verið minnst á skattfrelsi opinbers reksturs og því haldið fram að fé úr ríkissjóði hafi verið notað til að styrkja samkeppnisrekstur opinberra fyrirtækja. Einnig, að opinber fyrirtæki njóti ótakmarkaðrar ábyrgðar ríkissjóðs, hagstæðra lánskjara og að yfirleitt séu gerðar litlar arðsemiskröfur til þeirra. <BR><BR>Rekstrarlegt jafnræði milli hins opinbera og einkamarkaðar er mér nokkuð kappsmál, ekki eingöngu vegna þess að samkeppnismál eru veigamikill málaflokkur í ráðuneytum mínum, heldur einnig vegna þess að þar undir heyra stofnanir sem legið hafa undir ámæli fyrir að stunda ójafna samkeppni. Vissulega á þetta þó aðeins við um hluta af blandaðri starfsemi þeirra. <BR><BR>Samkvæmt samkeppnislögum er Samkeppnisráði heimilt að mæla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað þess hluta sem nýtur einkaleyfis eða verndar og þess hluta rekstrar sem er í frjálsri samkeppni við aðra. Jafnframt skal þess gætt að samkeppnisrekstur sé ekki niðurgreiddur af einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi. Óljóst hefur verið á hvern hátt skilja eigi hugtakið "fjárhagslegur aðskilnaður" og hefur það því komið í hlut samkeppnisyfirvalda að túlka hugtakið nánar. <BR><BR>Það er von mín að fljótlega verði leiðbeinandi reglur fyrir ríkisfyrirtæki og stofnanir um fjárhagslegan aðskilnað fullmótaðar, eins og unnið hefur verið að í fjármálaráðuneytinu, svo unnt verði að beita markvissum aðgerðum til að tryggja jafnræði á þeim sviðum sem opinber rekstur á í samkeppni við einkarekstur. <BR><BR>Í nýsettri reglugerð um Orkustofnun er kveðið á um fjárhagslega aðgreiningu og fjárhagslegan aðskilnað eins og við á um rekstur þeirrar stofnunar. Mun ég á sama hátt beita mér fyrir því, að eins verði um rekstur annarra stofnana sem undir ráðuneyti mín falla. <BR><BR><BR>IV.<BR>Í skýrslu Verslunarráðs um jafnræði í atvinnulífinu eru tilgreind nokkur dæmi um atvinnugreinar sem enn eru nánast lokaðar fyrir samkeppni og um aðrar þar sem ríkið hefur tögl og hagldir. Ég hef á undanförnum misserum undirbúið breytingar á tveimur mjög mikilvægum sviðum, þ.e. á raforkumarkaði og fjármagnsmarkaði. <BR><BR>Ég mun á næstunni leggja fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um framtíðarskipan raforkumála. Ég legg megináherslu á að breyta skipulagi raforkumála þannig að skilið verði á milli vinnslu, flutnings, dreifingar og sölu raforku. Í kjölfarið komi svo samkeppni í vinnslu og sölu raforku. <BR><BR>Skemmst er frá því að segja að skipan raforkumála hefur víða um lönd tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Breytingarnar eru undantekningalítið sama eðlis en taka þó mið af aðstæðum á hverjum stað. Meginefni þeirra felst í því að skilja í sundur náttúrulega einkasöluþætti raforkukerfisins og þá þætti þar sem samkeppni verður við komið. Þannig hefur verið lagður grunnur að markaðsbúskap í raforkukerfi margra landa. <BR><BR>Hefðbundin viðhorf til raforkumála hafa því verið að breytast. Hér áður fyrr var það viðtekin skoðun að hið opinbera hefði óhjákvæmilega lykilhlutverki að gegna á öllum sviðum raforkukerfisins vegna þess að markaðslausnir ættu þar ekki við, meðal annars vegna einkaréttar í starfsemi af þessu tagi. Á síðustu árum hafa hins vegar verið þróaðar aðferðir þar sem markaðsöflin hafa verið hreyfiaflið á mikilvægum sviðum, einkum í vinnslu og sölu raforku. Þessar aðferðir hafa í aðalatriðum reynst vel og er það nú skoðun flestra að samkeppnisumhverfi skili að jafnaði meiri árangri í vinnslu og sölu en hefðbundið einkaréttarumhverfi. <BR><BR>Þessi nýju sjónarmið er sjálfsagt að færa sér í nyt á Íslandi þótt hér eins og annars staðar þurfi jafnframt að taka mið af aðstæðum. Þetta verður best gert með því að endurskipuleggja raforkubúskapinn á núverandi grunni með markaðssjónarmið að leiðarljósi í vinnslu og sölu raforku. Aðskilnaður vinnslu, flutnings, dreifingar og sölu er þar höfuðatriði ásamt því að gefa vinnslu raforku og sölu frjálsa í áföngum. <BR><BR><BR>V.<BR>Í skýrslu Verslunarráðs er vikið að því að atvinnugreinar sitji ekki við sama borð þegar um aðgang að fjármagni er að ræða. Eitt brýnasta verkefnið í viðskiptaráðuneytinu þetta kjörtímabil eru gagngerar endurbætur á fjármagnsmarkaði. Tvö mál ber þar hæst, hlutafélagavæðing ríkisbankanna og einföldun sjóðakerfisins, sem jafnframt þarf að fela í sér bætta þjónustu í áhættufjármögnun fyrirtækja. Samanburður á okkar fjármagnsmarkaði og mörkuðum þeirra landa, sem við eigum í mestri samkeppni við, sýnir að við eigum langt í land á þessu sviði. Vextir hjá okkur eru hærri en víðast hvar, kostnaður við bankaþjónustu sömuleiðis, ríkið er hér ótrúlega umfangsmikið á fjármagnsmarkaði en er þó ekki að sinna sem skyldi, þeim þáttum hans sem eðlilegast væri. Með hlutafélagavæðinu ríkisviðskiptabankanna er jöfnuð samkeppnisstaða bankastofnanna hér innanlands, auk þess sem íslenska bankakerfið verður þá betur undir það búið að mæta erlendri samkeppni í náinni framtíð. Breytingin getur jafnframt haft í för með sér hagstæðari k<BR>jör fyrir viðskiptamenn, með aukinni samkeppni. <BR><BR>Nú er unnið að sameiningu Iðnlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Fiskveiðasjóðs og verður þá loks hrundið í framkvæmd þeirri áætlun margra undangenginna ríkisstjórna, að einfalda sjóðakerfið og ryðja úr vegi þeim hindrunum sem reistar hafa verið milli atvinnugreina. Með sameiningunni er verið að fækka sjóðum. Til verður einn sterkur fjárfestingarbanki atvinnulífsins, sem verður opinn öllum atvinnugreinum. Bankinn verður hlutafélag og er stefnt að því að ríkið hefji mjög fljótt sölu hlutabréfa í honum. Þannig er því ekki verið að stofna til nýs ríkisbanka eins og sumir hafa viljað halda fram, heldur að fækka opinberum fjárfestingarlánasjóðum. Eiginfjárstaða bankans verður svo sterk að stærstu íslensk fyrirtæki eiga ekki að þurfa að leita út fyrir landsteinana til fjármögnunar stærri verkefna, eins og þau neyðast til í dag. Að auki mun styrkur bankans tryggja honum hagstæð lánakjör á erlendum mörkuðum sem ætti að koma fram í lægri vöxtum, íslensku atvinnulífi til hagsbóta. <BR><BR>Um leið og fjárfestingarbankinn verður til verður settur á fót nýsköpunarsjóður sem jafnframt verður opinn öllum atvinnugreinum. Með honum verður bætt úr brýnni þörf atvinnulífsins á áhættufjármagni sem gerir ráð fyrir veði í hugmyndum og/eða framleiðslu fremur en steinsteypu og/eða framleiðslutækjum. Þegar fjármagnsmarkaðurinn hér er borinn saman við markaði nágrannalanda okkar kemur fljótt í ljós að víðast er ríkið umsvifalítið á almennum fjármagnsmarkaði en hefur hins vegar ríkum skyldum að gegna í áhættufjármögnun og kapp er lagt á að uppfylla þær þarfir. Hér hefur þessu verið öfugt farið, ríkið hefur verið umsvifamikið í almennri fjármálaþjónustu en látið sig alltof litlu varða áhættufjármögnun. Nú er stefnt að breytingum þar á. <BR><BR><BR>VI.<BR>Góðir þinggestir. <BR><BR>Ég vil að endingu þakka Verslunarráðinu fyrir ágætt samstarf á undanförnum misserum og vonast til að þar verði framhald á. Þakka ykkur fyrir. <BR><BR></P>

1996-12-10 00:00:0010. desember 1996Statement at the Singapore Ministerial Conference, December 10, 1996.

<P><BR>Chairman, distinguished delegates, <BR><BR>It is appropriate that the first Ministerial conference of the WTO should be held here in Singapore, where free trade has brought both success and prosperity. As another small island country heavily dependent on foreign trade we attach great importance to the work of the WTO. The first two years of the WTO have indeed shown that the organisation will be able to live up to the expectations. <BR><BR>The mandate of the WTO as a rules based body is clearly defined. The focus of the organisation is and should remain the defining and the implementation of trade rules. We have, however, to acknowledge that the trade environment is rapidly changing and the organisation has to evolve accordingly. A case in point is investment. The rise in foreign direct investment has blurred the dividing line between trade and investment. This is clearly an issue that has to be addressed and incorporated into the multilateral trading system. Other areas where WTO work could be expanded include trade and competition and trade facilitation. <BR><BR>The Uruguay Round can not be said to be truly completed until we have dealt with all unfinished business. In negotiations on maritime transport Iceland scheduled firm and liberal commitments as a sign of the importance we attach to the sector. On Telecommunications we have also tabled one of the most liberal offers to date and hope for results in the near future. Our participation in talks on financial services has been less active up to now but in practice we have adopted a liberal stance in this area and this will be reflected in our position. At the moment we are observers in the GPA but full participation is imminent. In the field of intellenctual property we have significantly added to the areas of protection and strengthened our international commitments. <BR><BR>In the preparations for this Ministerial Conference proposals were made to launch negotiations on industrial tariffs. Unfortunately no agreement on this was reached. Such negotiations would have provided an opportunity to further liberalise trade in fisheries products. Compared to the bulk of industrial products tariffs are still high in the fisheries sector and a number of other barriers to trade still exist. <BR><BR>Iceland}s economy is based on the exploitation of natural resources and the direct economic importance of a clean environment is therefore even more readily apparent to us than to others. Protection of the environment is a priority issue and an issue that has to be dealt with through international cooperation. The work in the Committee on Trade and the Environment has brought out the complexities of environmental issues but also demonstrated that trade liberalisation and the protection of the environment are not only compatible but mutually reinforcing. The basis has been laid and I am optimistic that we will reach a consensus on solutions ensuring both free trade and respect for the environment. <BR><BR></P>

1996-11-19 00:00:0019. nóvember 1996Ávarp á EDI-ráðstefnu um gildi staðlaðra pappírslausra viðskipta, 19. nóvember 1996.

<P> <P></P> <P> <P><BR> <DIV align=center>I.</DIV><BR>Ágætu ráðstefnugestir. <BR><BR>Framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið hefur nú litið dagsins ljós. Lykilorð hennar eru tvö: VEGSÖGN og VARÐSTAÐA. <BR><BR>Vegsögn vísar til þess hlutverks strjórnvalda að vísa upplýsigatækninni veg og greiða fyrir framgangi hennar á sem flestum sviðum, til hagsbóta fyrir landsmenn. <BR><BR>Varðstaða vísar til þess að stjórnvöld þurfa einnig að standa vörð um sjálskennd þjóðarinnar, um menningarleg og siðferðisleg verðmæti hennar og um vernd mannréttinda og einkalífs. <BR><BR>Í þessu felst að við þurfum stöðugt að taka mið af þróun upplýsingatækninnar og nýta hana til að bæta lífskjör okkar en jafnframt að setja nauðsynlegar skorður við notkun hennar þannig að hún skaði ekki hagsmuni þegnanna. Þessi tvö lykilorð skapa hið nauðsynlega jafnvægi sem við þurfum stöðugt að taka tillit til í umfjöllun okkar um upplýsingasamfélagið. <BR> <DIV align=center>II.</DIV><BR>Hæfni til að hagnýta upplýsingatækni verður sífellt mikilvægari í alþjóðlegri samkeppni og er brýnt að atvinnulífið og stjórnvöld vinni saman að því að upplýsingatæknin nýtist atvinnulífinu sem best. Meðal annars er ljóst að með markvissri nýtingu upplýsingatækni má ná fram aukinni hagræðingu og framleiðni á flestum sviðum íslensks atvinnulífs. Þetta á jafnt við í viðskipta- og þjónustugreinum sem í framleiðslugreinum. <BR><BR>Mikilvægur þáttur í sókn atvinnulífsins er virk íslensk þátttaka í alþjóða viðskiptum. Íslenskt atvinnu- og viðskiptalíf er vissulega alþjóðlegt og mun ný tækni og verkkunnátta enn hraða þróun í þá átt. Nýsköpun í íslensku atvinnulífi verður að taka mið af þessu og atvinnuþróun að verða á þann veg að útflutningur standi að mestu undir bættri afkomu. <BR><BR>Það er því verkefni mitt og ríkisstjórnarinnar allrar að tryggja að ný tækni verði á markvissan hátt nýtt - til að bæta þjónustu og starfsemi ríkisstofnana í samræmi við þá stefnu sem nú liggur fyrir. <BR><BR>Slíkar endurbætur verða ekki sjálfkrafa. Nauðsynlegt er að þeir sem málið varðar komi að því og sjónarmið sem flestra komi fram. Öll verðum við að hjálpast að við að bæta samskipti og auka samvinnu stjórnvalda við fyrirtæki og almenning. Þetta hefur EDI félagið og ICEPRO-nefndin gert m.a.með því að stuðla að bættu verklagi í viðskiptum og upptöku skjalasendinga á milli tölva. <BR><BR>Það eru einkum fjögur verkefni sem ég tel að við þurfum sérstaklega að vinna að á næstu misserum. Þau eru: <BR> <UL> <LI>Að nýta upplýsingatækni til að auka framleiðni og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. <LI>Að auka aðgang fyrirtæka og borgara að upplýsingum frá stjórnvöldum. <LI>Að minnka skrifræði í samskiptum almennings og fyrirtækja við stjórnvöld og að afnema óþarfa laga- og reglugerðarákvæði. <LI>Og seinast en ekki síst: - Að þjónusta ríkisins verði sniðin að nútímatækni, t.d. með nettengingu ríkisstofnanna og pappírslausum viðskiptum. </LI></UL><BR> <DIV align=center>III.<BR></DIV><BR>Í dag þurfa mörg fyrirtæki að sækja aðföng erlendis frá eða þau selja vöru og þjónustu á alþjóðlegum markaði. Viðskiptalöndin eru ekki lengur einvörðungu þau sem næst okkur standa í menningarlegu og landfræðilegu tilliti - heldur allt eins fjarlæg lönd, t.d. í Asíu eða Suður-Ameríku. Vörurnar sem fluttar eru milli fjarlægra staða eru tíðum dýrar og viðkvæmar. Fersk matvara er t.d. flutt milli heimsálfa og því ríður á að afgreiðsla allra aðila sem að starseminni koma sé hröð og örugg. <BR><BR>Um þetta eru sífellt auknar kröfur og okkar er að finna leiðir til að verða við þeim. Varla er lengur hægt að tala um tæknilega óyfirstíganleg vandamál. Fremur er um að ræða ýmiss lagaleg sjónarmið og atriði er snúa að framkvæmd í stjórnsýslunni. Þannig þarf með lagasetningu að bregðast við ýmsum álitamálum sem upplýsingatæknin vekur, t.d.: <BR> <UL> <LI>Hvernig eigi að tryggja höfundaréttindi þegar afrit þekkjast ekki lengur frá frumriti. <LI>Hvernig tolla eigi og skattleggja rafrænar upplýsingar. <LI>Hver sé lagalegur grundvöllur fyrirtækja sem reka viðskipti um allan heim úr tölvu, e.t.v. ekki innan lögsögu neins ríkis. <LI>Og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að rafrænt skjal tekjist löglegt í viðskiptum. </LI></UL><BR>Í Framtíðsrsýn ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið er mörkuð stefna fyrir okkur að fylgja. Mikilvægur hluti hennar er að greiða fyrir og bæta verklag í viðskiptum og afnema lagalegar viðskiptahindranir, sem m.a. verði til þess að greiða götu pappírslausra viðskipta. Slíkt mun leiða til einföldunar og sparnaðar og bæta samkeppnisstöðu okkar. Mikilvægt er að sem flestir verði virkir þátttakendur í þeirri þróun, hið opinbera, félaga- og hagsmunasamtök og almenningur. Það er vissulega gleðiefni að talsvert hefur þokast í rétta átt á seinustu árum, -ekki hvað síst vegna þeirrar forystu sem EDI félagið og ICEPRO nefndin hefur tekið í þessum efnum og er dagskrá þessarar ráðstefnu til vitnis um það. <BR><BR>Takk fyrir.<BR> <P></P>

1996-11-14 00:00:0014. nóvember 1996Ávarp og afhending viðurkenninga á 10 ára afmælisfundi Gæðastjórnunarfélags Íslands, 14. nóvember 1996.

<P> <P></P> <P> <P> <BR><BR>Ágætu samkomugestir. <BR><BR>Ég flyt ykkur kveðju Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem getur ekki vegna brýnna verkefna, sem upp komu fyrr í dag, verið viðstaddur þennan fund. <BR><BR>Gæðastjórnunarfélag Íslands fagnar nú 10 ára afmæli sínu. Það steig sín fyrstu spor á árum almenns samdráttar í efnahagslífi þjóðarinnar; - í kreppu sem var dýpri og langvinnari en við höfum áður kynnst. Við fyrstu sýn gáfu þessar aðstæður ekki tilefni til að ætla að einmitt þá væri helst nýsköpunar að vænta og það í mörgum tilfellum á nýjum og áður lítt viðurkenndum áherslusviðum. <BR><BR>Líklegt má telja að sú viðurkenning sem gæðastarfið fékk eigi einmitt rætur sínar að rekja til þessara erfiðu aðstæðna. Þær opnuðu augu manna fyrir mikilvægi þess að efla samkeppnisstöðuna og mikilvægi þess að ná almennum umbótum og hagræðingu í rekstri með því að beita tækjum gæðastjórnunar. Nú er svo komið að flestir stjórnendur viðurkenna mikilvægi gæðastarfsins í rekstri og til þess að ná fram öðrum markmiðum sínum. Gæðastarfið snýr að öllum þáttum rekstrarins, frá beinni framleiðslustýringu inni á gólfi, þjónustu hverskonar og einnig út fyrir fyrirtæki til viðskiptavina og neytenda. Allt er þar undir. <BR><BR>Ég sagði að skjótan framgang gæðastarfsins mætt að einhverju leyti rekja til yfirstaðinnar efnahagskreppu. Við það vil ég bæta, að uppsveiflan sem við nú búum við byggir jafnframt á virkri gæðastjórnun. Við höfum séð kostnað lækka, nýtingu starfskrafta og auðlinda bætta. Við höfum séð ánægt starfsfólk og ánægða viðskiptavini. Og allt hefur þetta leitt til þess að við höfum séð betri afkomu og ný tækifæri til nýrrar sóknar, auk jákvæðra umhverfisáhrifa. <BR><BR>Sú nýja sókn sem hvað mestu máli mun skipta fyrir okkur á næstu árum er sókn til aukinnar útrásar með vörur og þjónustu á erlenda markaði. Mér er það fullljóst, eins og eflaust öllum hér, að eitt helsta lykilatriðið til að efla varanlega tiltrú kaupenda á vörum okkar og þjónustu er að gæðastjórnun verði fest í sessi á sem flestum sviðum atvinnulífsins. Því hraðar og því markvissar sem það verður gert því betra. <BR><BR>Við verðum í fyrsta lagi að geta uppfyllt allar þær kröfur og væntingar sem viðskiptavinir okkar hafa til okkar nú þegar - og í öðru lagi að skapa okkur visst forskot með því að geta sýnt fram á meiri gæði og um leið meiri áreiðanleika en samkeppnisþjóðirnar. Mikilvægi þessa í hinu alþjóðlega viðskiptaumhverfi verður seint ofmetið. <BR><BR>Yfirskrift gæðaviku Gæðastjórnunarfélagsins að þessu sinni : "Vinnum saman - gæði í þágu þjóðar" á vel við. Hún leggur áherslu á að gæðamálin er ekki einagrað sérviskulegt fyrirbæri einhverra fárra sérfræðinga. Þvert á móti leggur þessi yfirskrift áherslu á að um er að ræða sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar. Um er að ræða mikilvægan þátt í að auka framleiðni og bæta lífskjör. Starf Gæðastjórnunarfélags Íslands er mjög mikilvægur þáttur í áframhaldandi uppbyggingu á öllum sviðum. <BR><BR>Ég vil að lokum óska Gæðastjórnunarfélaginu til hamingju með þann merka áfanga sem það hefur náð á tíu ára afmæli sínu. Félagið hefur áorkað miklu með framsýnu og farsælu starfi. Megi svo og verða um ókomin ár. Að lokum ítreka ég góðar óskir iðnaðar- og viðskiptaráðherra til félagsins á þessum tímamótum. <BR><BR></P>

1996-11-04 00:00:0004. nóvember 1996Ávarp á hádegisverðarfundi um nýtingu upplýsingatækni, 4. nóvember 1996.

<P> <P> <P><BR><BR>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar setti hún sér það markmið að mótuð skyldi heildarstefna í málefnum upplýsingasamfélagsins. Þar skyldi tekið á hagnýtingu upplýsingatækni í þágu efnahagslegra framfara og uppbyggingar í atvinnulífinu, vísindarannsókna, lista og annarra menningarmála. Tryggja skyldi aðgang almennings að opinberum upplýsingum, dregið úr skrifræði í samskiptum borgaranna við stjórnvöld og afnema skyldi óþörf laga- og reglugerðarákvæði. Nú - ári síðar - liggur fyrir framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um Upplýsingasamfélagið. <BR><BR>Í ljósi þess að vaxtarmöguleikra hefðbundinna atvinnuvega þjóðarinnar eru takmarkaðir er mikilvægt að tæki upplýsingasamfélagsins verði nýtt eins og kostur er til að skapa þeim ný sóknarfæri. Mikilvægur þáttur í þeirri sókn er virk íslensk þátttaka í alþjóða viðskiptum. Íslenskt atvinnu- og viðskiptalíf er vissulega alþjóðlegt og mun ný tækni og verkkunnátta enn hraða þróun í þá átt. Nýsköpun í íslensku atvinnulífi verðru að tka mið af þessu og atvinnuþróun að verða á þann veg að útflutningur standi að mestu undir bættri afkomu. <BR><BR>En þá að innviðunum. Það er stundum haft á orði að opinber stjórnsýsla einkennist af seinagangi og skriffinnsku. Slíkar ásakanir eiga í einhverjum tilvikum við rök að styðjast, en á það ber þó að minna að oftar en ekki eru viðfangsefnin sem leysa þarf umfangsmikil og vandmeðfarin. Núverandi aðferðir og verkskipulag bjóða etv. ekki upp á mikið hraðari afgreiðslu. <BR><BR>Hins vegar ber okkur sífellt að leita leiða til bættrar þjónustu, ekki síst í ljósi tækniframfara tengdum upplýsingasamfélaginu. Það er því mitt verkefni og ríkisstjórnar að hefja átak til að nýta nýja tækni - til að bæta þjónustu og starfsemi ríkisstofnana í samræmi við þá stefnu sem nú liggur fyrir. <BR><BR>Slíkar endurbætur verða ekki sjálfkrafa. Nauðsynlegt er að þeir sem málið varðar komi að því og sjónarmið sem flestra komi fram. Öll verðum við að hjálpast að við að bæta samskipti og auka samvinnu fyrirtækja og almennings við stjórnvöld. <BR><BR>Í framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar er tekið af skarið um nýtingu upplýsingatækni til að bæta stjórnsýslu og örva atvinnulíf - enda kom sá vilji strax fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, eins og áður sagði. Í framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar er m.a. lögð áhersla á: <BR> <UL> <LI>Nýtingu upplýsingatækni í samráði við fulltrúa atvinnulífsins til að auka framleiðni og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. <LI>Aukinn aðgang fyrirtæka og borgara að upplýsingum frá stjórnvöldum. <LI>Að minnka skrifræði í samskiptum almennings og fyrirtækja við stjórnvöld og að afnema óþarfa laga- og reglugerðarákvæði. <LI>Og að lokum - Að þjónusta ríkisins verði sniðin að nútímatækni, t.d. með nettengingu ríkisstofnanna og pappírslausum viðskiptum. <LI>Augljóst er að mikið verk er fyrir höndum en farið er af stað ferli sem mun engan endi taka - sífellt þarf að endurskoða vinnubrögð og bæta. <LI>Eðli umbótanna er slíkt að ekki er nóg að kaupa tæki og þjálfa starfsfólk. Það þarf að endurskoða öll vinnuferli - því þá aðeins nýtist tæknin að aðgangur að henni sé einfaldur og almennur. <LI>En hvernig verður tækninni beitt til að stytta vinnuferla? Þessu viljum við velta fyrir okkur í samvinnu við hagsmunaaðilia. </LI></UL><BR>Það er krafa almennings og fyrirtækja að ríkisstofnanir bæti sig og við þeirri kröfu er sjálfsagt að verða, sérlega þar sem tæknin gefur tækifæri til hagræðingar. Krafa almennings og fyrirtækja um hagræðingu hjá ríkisstofnunum kemur samt ekki fram tækninnar vegna heldur er umhverfið að breytast og kröfurnar að aukast. <BR><BR>Í dag þurfa mörg fyrirtæki að sækja aðföng erlendis frá eða þau selja vöru og þjónustu á alþjóðlegum markaði. Viðskiptalöndin eru ekki lengur einvörðungu þau sem næst okkur standa í menningarlegu og landfræðilegu tilliti - heldur allt eins fjarlæg lönd, t.d. í Asíu eða Suður-Ameríku. Vörurnar sem fluttar eru milli fjarlægra staða eru tíðum dýrar og viðkvæmar. Fersk matvara er t.d. flutt milli heimsálfa og því ríður á að afgreiðsla allra aðila sem að starseminni koma sé hröð og örugg. Um þetta eru sífellt auknar kröfur og okkar er að finna leiðir til að verða við þeim. <BR><BR>Umhugsunarvert er hvaða möguleika hagnýting upplýsingatækni gefur í alþjóðlegu umhverfi. Víst má telja að ef við verðum í fararbrodi þjóða, eins og ríkisstjórnin stefnir að, muni samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja verða á alþjóðavettvangi batna. Upplýsingatæknin getur því skilað umtalsverðum ábata til fyrirtækja og samfélagsins í heild. <BR><BR>Með því að hvetja til og styðja við fjárfestingu ríkis og fyrirtækja í upplýsingatækni getum við uppskorið ríkulega. Sérstakur ávinningur er að ýmis viðskiptakostnaður lækkar og á það ekki síst við um okkur sem búum fjarri stærstu mörkuðunum. Þannig er augljóst að íslensk fyrirtæki geta hagnast á þeirri þróun sem nú á sér stað í upplýsingatækni. Því hefur nýlega verið haldið fram að framfarirnar verði slíkar að eftir tæp tíu ár muni myndsímasamtal yfir Atlantshafið aðeins kosta örfáar krónur á klukkutímann - þetta verðum við að nýta okkur. <BR><BR>Það gera erlend fyrirtæki. Fjárfestingar bandarískra fyrirtækja í upplýsingatækni hafa aukist um 20-30% að raunvirði á undanförnum árum. Í ár fara 40% af fjárfestingu þeirra í upplýsingatækni. Augljóslega kalla þessar staðreyndir á frekari fjárfestingar okkar í upplýsingatækni þótt við stöndum framarlega á sumum sviðum eins og í nýtingu Internetsins. <BR><BR>Upplýsingatækni verður stöðugt stærri hluti þeirrar vöru og þjónustu sem seld er. Nýlega notaði yfirmaður ESPRIT áætlunar Evrópusambandsins, sem var í heimsókn hér, flugvélar sem dæmi. Hann sagði að ef horft væri til hlutfallslegs kostnaðar upplýsingartækni í byggingu vélanna þá væru þær ekkert annað en fljúgandi hugbúnaðarpakki. Þessi skondna saga felur í sér augljósa vísbendingu um hvert stefnir. <BR><BR>Margir efast um að fjárfestingar ríkis og fyrirtækja í upplýsingatækni skili hagnaði og benda á lítinn hagvöxt undanfarinna ára því til sönnunar. Þetta byggir að mínu viti á misskilnini. Í fyrsta lagi tekur tíma fyrir ríkið og fyrirtækin að átta sig á hver er besta notkun hug- og vélbúnaðar og hvaða búnað á að kaupa. Í öðru lagi hefur það sýnt sig í gegnum tíðina að það tekur langan tíma frá því að uppfinning kemur fram þar til hún skilar verulegum hagvexti - notkunin þarf að verða almenn. Í þriðja lagi má benda á að upplýsingatækni er í dag aðeins lítill hluti heildarfjárfestingar fyrirtækja. Og að lokum má benda á að almennt getur reynst erfitt að mæla þá framleiðsluaukningu sem á sér stað vegna upplýsingatækninnar þar sem stærstur hluti heildarframleiðslu landsmanna er þjónusta. <BR><BR>Heilbrigðisþjónusta hefur til að mynda batnað vegna fjarskipta - nefni ég í því sambandi fjarlækningar - röntgenmyndir eru sendar milli sjúkrahúsa með nýrri tækni þegar framkvæma þarf aðgerðir úti á landi. Þetta mælist illa í hagtölum. Jafnvel getur hugbúnaður sem leiðir til minni orkunotkunar dregið úr mælingu á hagvexti og þannig mætti lengi áfram telja <BR><BR>En hvað getur ríkið gert strax í dag til að nýta upplýsingatækni og bæta hag fyrirtækja og almennings: <BR> <UL> <LI>Byggt upp aðgengilegt og öflugt upplýsingakerfi og lagt áhersla á pappírslaus viðskipti - slíkt hjálpar til við hagræðingu og ávinningurinn berst út í hagkerfið. <LI>Numið á brott óþarfa hindranir með því að tryggja jákvæða afstöðu og hraða afgreiðslu fyrirspuna þeirra sem vilja og þurfa að sækja gögn í stjórnkerfið <LI>Með því að setja staðla um vinnslu gagna og staðsetningu, skýra ráðstöfunarvald, fjarlægja tæknilegar hindranir og lágmarka hagsmunaárekstra innan stjórnkerfisins. <LI>Ákvörðun þarf taka um greiðan og gjaldfrjálsan aðgang almennings og fyrirtækja að grunnupplýsingum. Hins vegar ber að forðast niðurgreiðslu kostnaðar vegna sérhæfðrar upplýsingaþarfar fyrirtækja og einstaklinga.</LI></UL><BR>Til að tryggja að atvinnulífið fái þær upplýsingar sem það þarfnast þurfa fyrirtæki sem sérhæfa sig í upplýsingaveitu að vinna grunnupplýsingarnar frekar. Ríkið skildi síst hindra slíka starfsemi því samkeppnihæfni atvinnulífsins myndi þá minnka. Upplýsingar á réttu formi eru nauðsynlegar framsæknum fyrirtækjum sem eiga í samkeppni. <BR><BR>Við verkið sem framundan er hjálpar að Íslendingar hafa margir mikinn áhugi á að nýta hina nýju tækni og að undirstöðumenntun okkar og tækniþekking er almennt góð. Jafnframt er mikilvægt að ríkisvaldið hafi áhuga og góða yfirsýn<BR>eins og stefnt er að í framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar. Mikilvægast er þó að samstaða og skilningur ríki þegar fyrirtækin eða einstakar stofnanir vilja taka upp bæta aðferðafræði við úrvinnslu gagna og þjónustu. <BR><BR>Best væri ef ríkið færi fremst í flokki við nýtingu upplýsingatækni. Þannig getur það stuðlaði að því að smærri aðilar nýti sér einnig nýja tækni og aðferðafræði. Stjórnvöld geta gefið tóninn um hvernig úrvinnslu gagna skuli háttað og sömuleiðis hvernig samskiptum er best fyrir komið. Minni fyrirtæki munu fylgja á eftir. Hér á ég t.d. við að ríkið fari á undan í að tileinka sér pappírslaus samskipti þar sem slíkt á við. Víst er að mörg framsæknustu fyrirtækin myndu hagnast strax í dag yrði framþróunin ör á þessu sviði <BR><BR>Því má ekki gleyma í þessari umræðu að fyrirtæki á landsbyggðinni munu ekki hvað síst hagnast á nýtingu upplýsingatækni. Það er kappsmál allra Íslendinga að sem flestir, hvar á landi sem þeir búa, geti séð sér og sínum farborða. Það að upplýsingatækni jafnar aðstöðumun er enn ein ástæða þess að við ættum að sækja hratt fram á við. Ég dreg það ekki í efa að slíkt er okkur fært. <BR><BR>Tvennt vil ég leggja áherslu á að lokum. Fyrst er að fjárfestingar ríkisins í upplýsingatækni samfara aukinni útboðsstefnu ríkisins geta skapað mörg ný tækifæri fyrir hugbúnaðarfyrirtæki. Þessi nýju tækifæri geta síðan orðið að útflutningsvörum fyrir Íslendinga. Dæmin sanna að íslensk hugbúnaðarfyrirtæki eru mjög framsækin og geta sem best starfað á alþjóðlegum markaði. Á næstu dögum hefur störf nefnd, sem ætlað er að athuga stöðu mála hvað varðar útboð hugbúnaðarverkefna ríkisins og hvernig stuðla má að sem flest verkefni á þessu svið verði boðin út. Ég vænti mikils af starfi hennar. <BR><BR>Hitt er að upplýsingatæknin nýtist ekki aðeins fyrirtækjum heldur líka almenningi. Ég hef hér lagt áherslu á fyrirtækin - en framsókn þeirra og útrás mun, ef vel tekst til, skapa hálaunastörf fyrir launþega. Almenningur mun líka hagnast af bættum starfsháttum og aukinni nýtingu upplýsingatækni - bæði til að fylgjast með og taka þátt en ekki síður til fá þá þjónustu sem hann þarfnast frá ríkinu. Það er því til mikils að vinna ef við stöndum saman að framförum - aukinni menntun, endurskipulagningu og nýtingu upplýsingatækni. <BR> <P></P>

1996-10-31 00:00:0031. október 1996Hátíðarræða á viðskiptakynningu í London, 31. október 1996.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P><BR>Ladies and gentlemen! <BR><BR>I am delighted to be here tonight for the Iceland Day Celabrations and to have the opportunity to adress you. Tonight I would like to outline my thoughts on Iceland's position changing world and on some of our universal human values. <BR><BR>With a new millenium only a few years off, we are increasingly focusing on the future and how our economies will be doing in the new age. It seems that the world economy is becoming increasingly global and it may well be that in the future success will only come to those countries able to meet global standards. <BR><BR>A few years of stagnation drove Icelandic managers and entrepreneurs to rethink and look beyond traditional boundaries. We have had some clear signs of favourable results and there are more to come. <P><BR>A decade ago when we started linking up computer systems there were various systems in use. Soon we aquired valuable expertise to link them - to build bridges. Now different technologies around the world are being linked up and our expertise in bridgebuilding has become marketable worldwide, resulting in a flourishing software industry propelled forward by exports. <BR><BR>The information industry has moved Iceland from the fringes of Europe to the very centre. Distances are irrelevant in this global culture. <BR><BR><B>High level of education</B> <BR><BR>In the future full employment in Iceland will depend on our expertise being marketed worldwide, which in turn rests on a high level of education and specialised skills. <BR><BR>In the fields of fisheries, hydroelectric power and geothermal utilization Icelandic know-how has been internationally recognised for decades. Our expertise in telecommunications and software is not, as yet, universally recognised. According to international surveys, we are one of the most computerliterate nations in the world and the utilisation of the Internet is relatively more widespread in Iceland than anywhere else. <BR><BR>The Icelandic economy has been diversifying rapidly. We have a great potential for economic development and prosperity. We are competitive and well able to face the challenges of the global market. <BR><BR>Iceland has indeed come a long way from its colonial past. <BR><BR><B>Strong ties to the United Kingdom </B><BR><BR>As you may be aware, Iceland was under Danish rule for centuries and needless to say very isolated. During the Napoleonic wars Iceland was completely cut off from Denmark which could not provide necessities such as grain, salt, iron, coal and timber. There was famine in the country. The shipping routes with the outside world were totally controlled by British warships and trading ships. It was, nevertheless, British grain that saved the Icelandic population from starvation. <BR><BR>John Steuart Mackenzie, who visited Iceland during this critical period, translated the following from Icelandic and made it the epitaph of his book, "Travel In the Island of Iceland" <BR> <UL><BR>"When the Danes shall have stripped<BR>off our shirts, the English will clothe<BR>us anew" <BR></UL><BR>We now know that we had no reason to blame the Danes. But it is equally true that the British saved the day. Unfortunately we didn't have much to offer at that time, but today there are many investment opportunities, from which both nations could benefit and you are still most welcome!<BR><BR><B>At peace with untamed nature </B><BR><BR>Despite modern technology and high levels of specilaised skills we are often quite helpless against Iceland's untamed nature. We were reminded of this only a few weeks ago when a volcano buried beneath a vast glacier erupted. The volcanic fires can strike at the root of our very existence every day. Since we have to live with natural hazards, perhaps it is better that our scientists cannot always predict how nature will behave. As written in Hávamál, one of the most famous Eddaic poems from a thousand years ago: <BR> <UL><BR>"A man's fate <BR>should be firmly hidden<BR>to preserve his peace of mind". <P></P></UL><BR>The ethics of Hávamál are above all rooted in belief in the value of the individual, who is however not alone in the world but tied by strong bonds to nature and society. Against this background we have learned to live in peace with nature. We have managed to harvest it in a productive way - even its volcanic activity. Natures geothermal water heats our houses, provides electrical power and has even enabled us to grow tropical fruits - the Times of London claims that we are responsible for Europes greatest output of bananas, - thanks to geyser heated hothouses. <BR><BR>The vikings believed that each individual had to create a life for himself from his own resources but in harmony with society and nature. Again their message is no less immediate to us, that mainly have based our livelihood on fishing, than it was a thousand years ago. <BR><BR>I mentioned earlier that we have achieved favourable results in linking ourselves to the global economy. There is increased interest in inward foreign investment that is a recognition to our enterprise culture, and our modern industries have proved globally competitive. Success feeds further success but we cannot afford to be complacent - we must continue to enhance our competitive advantage. <BR><BR>Ladies and gentlemen, in conclusion, I am honoured to propose a toast to further Anglo-Icelandic business co-operation. <BR> <P></P>

1996-10-30 00:00:0030. október 1996Presentation at "Icelandic Investment and Trade Seminar" held in London on 30. October 1996.

<P> <P> <P><BR>"Iceland - a fresh location for investment and trade with natural resources and specialized skills for growth." <BR><BR>Mr. Chairman, Ladies and Gentlemen. <BR><BR><B>"New Opportunities - Period of Growth" </B><BR><BR>The Icelandic economy is in a period of renewed and strong growth. New opportunities for trade, tourism and investments in various sectors are emerging. I therefore complement Ambassador Benedikt Ásgeirsson and the Icelandic Business Association for organising this meeting at an opportune time. <BR><BR>Allow me to add my words of welcome to all of you present today. I am pleased to present new opportunities in Iceland for British companies and investors. I express my hope that new opportunities for investment and trade will emerge from this meeting. <BR><BR><B>"Iceland Welcomes Foreign Investment" </B><BR><BR>The Government of Iceland welcomes foreign investment and views increased international cooperation as essential in ensuring sustained economic growth. As part of its wider economic policy, the current government is further liberalising the legislation on foreign investment. <BR><BR>Freedom to invest has been the basic principle applied in Iceland since the first comprehensive foreign investment act was enacted in 1991. Only a few exceptions were stipulated restricting foreign investment in: <BR> <UL> <LI>Fishing and primary fish processing; <LI>Energy production and distribution; <LI>Commercial banks above 25%; and <LI>Airline operations above 49%. </LI></UL><BR><B>"Liberalisation of the Investment Act"</B> <BR><BR>Further measures now being implemented provide for the liberalisation of all these restrictions, except for fisheries. For fisheries and primary fish processing - the only sector where restrictions will apply - indirect investments will however be permitted. <BR><BR>For foreign investors and corporations domiciled in other countries, Icelandic legislation is aimed at creating a friendly investment environment. It assures: <BR> <UL> <LI>A full right to own property related to industrial investments; <LI>Complete freedom of capital movements; and <LI>Full right to repatriation of profits; </LI></UL><BR>Concurrently with the implementation of liberalisation of the legal requirement, the Government is actively welcoming foreign investment. Specialized Agencies - the Invest in Iceland Bureau and the Energy Marketing Agency - have been established to provide expert confidential advice on all aspects of investments. The Government is ensuring a streamlined decision making procedure at all levels to facilitate the entry of foreign investors to Iceland. <BR><BR><B>"Favourable Economic Environment" </B><BR><BR>Economic stability and diversification of the economy are the key elements of the Governments policy to provide conditions favourable for investments. <BR><BR>Economic stability has been maintained and that is best evidenced by the fact that Iceland is one out of a select few countries in Europe which have met the European Monetary Union convergence criteria for participation in monetary union. <BR> <UL> <LI>Public sector balance has been contained within 3% of GDP. </LI></UL> <UL> <LI>The total public sector debt was about 55% of GDP at the end of last year. </LI></UL> <UL> <LI>Iceland recorded the lowest inflation rate of any OECD country in 1995 or about 1,7% and a 2,5% inflation rate is projected for 1996. </LI></UL> <UL> <LI>Interest rates on long term bonds are about 8,0% and indeed lower than the EU average. </LI></UL><BR><BR><BR>Price stability is being maintained in Iceland through a combination of a stable exchange-rate policy and moderate wage settlements. <BR><BR><B>"Foreign Investment - Recent Trends" </B><BR><BR>Foreign investment has played an important part in the industrial development in Iceland, in particular in the field of power intensive industries. About 60% of total foreign investment in Iceland is in this sector. The second largest sector for foreign investment is investment in commerce, in particular oil distribution. Increased foreign investment in services, including financial services and the transport sector, are also evident. <BR><BR>With the liberalisation of foreign investments being introduced this year, we expect new areas of growth to be: <BR> <UL> <LI>Food production; <LI>Energy; <LI>Financial services; <LI>Investments in the growing software industry in Iceland; <LI>Tourism and health facilities; <LI>Specialized production, including film production. </LI></UL><BR><B>"Foreign Investment in Food Production" </B><BR><BR>It might be particularely relevant to review, in this forum increased possibilities for foreign investment in food production. The liberalization of the investment act undertaken last spring opened up for foreign direct investments in secondary fish processing and the definition of secondary processing was further widened. All further fish processing of fish having been initially conserved is therefore open for foreign investment. This should provide British companies with new opportunities for food production in Iceland. <BR><BR>At the same time indirect minority foreign investment of up to 33% is welcomed in the fishing industry and primary fish processing. We trust that opportunities will arise from these new initiatives. <BR><BR><B>"Favourable Tax Rates"</B> <BR><BR>The Icelandic Corporate Tax rate is 33% and with liberal dividend payments the effective tax rate can be about 24-26%. Bilateral taxation arrangements with Great Britain provide for a 5% dividend tax on distributed profits. <BR><BR>Social security contributions and other wage related taxes are low in Iceland or about 40% compared to 70-90% in several European countries. <BR><BR><B>"European Location for Export Oriented Companies" </B><BR><BR>The European Economic Area Agreement with the European Union (The EEA) provides for wide-ranging economic cooperation and assures foreign investors of the basic EU freedoms regarding unrestricted movements of goods, persons, services and capital. These principles as well as EU competition rules apply automatically in the entire EEA. Iceland is an active member of the European market, has implemented all important EU trade legislation and is participating in all aspects of European harmonisation of laws and regulation. <BR><BR>Active participation in the common economic area is crucial for Iceland due to the vital importance of foreign trade to the Icelandic economy. Iceland is an island and more dependent on foreign trade than most other OECD countries. The total export from Iceland as a percentage of GDP have been above 30% while the same figure for Sweden was about 25% and for the United States about 10%. Total Imports to Iceland as a percentage of GDP have been in the same range. <BR><BR><B>"The EEA and Foreign Investors" </B><BR><BR>Iceland's membership of the EEA represents a guarantee for foreign investors. The Agreement makes adherence to EU provisions and conditions the norm in Iceland, thus providing for direct rights for non-national investors. A company domiciled in any of the other member countries of the EEA has the same right for operations in Iceland as an Icelandic registered company. <BR><BR>Non European investors are afforded equal treatment in Iceland. Equal treatment is assured through Icelands obligations under OECD capital codes. "Fresh Location - Resources for Growth" <BR><BR>While the countries natural resources provide unique opportunities for trade and investment, the human resources are indeed the most valuable resource for foreign investors. Iceland has a highly skilled, dedicated and flexible workforce. Based on such skills Icelandic companies have developed expertise and specialized skills in several sectors. Specialized Icelandic companies are increasingly expanding operations in other countries including The United Kingdom. Among the main sectors are: <BR> <UL> <LI>Fishing and fish processing; <LI>Software development and services; <LI>Various industrial production such as food production and beverages; <LI>Building materials and construction activities. </LI></UL><BR>We are actively encouraging Icelandic companies to seek business opportunities in Europe. <BR><BR><B>"Trade and Investment between Iceland and United Kingdom" </B><BR><BR>Iceland is one of Britains oldest trading partners. For centuries there have been strong commercial as well as cultural and political links dating back to the earliest fish trade in the 15th Century. <BR><BR>The United Kingdom, has for several years now, been Iceland's main export market accounting for about 20% of our total exports. Our main exports are, not surprisingly, dominated by fish and fish products which account for approximately 80%, aluminium approximately 15%, followed by fishing lines, cables and nets, knitted clothing, diatomite and live horses to name but a few. Iceland imports a wide variety of products from the United Kingdom. The largest import catagories are machinery and transport equipments, chemicals and related products. Direct investments between our two countries have been important, especially for Icelandic export companies. These are still growing especially Icelandic direct investment in United Kingdom. <BR><BR>However, two-way tourism is one of the fastest growing industries. In 1950 the total number of tourists visiting Iceland was 4,400; today it is nearly 200,000 with 18,000 coming form the UK alone. <BR><BR>My hope is that cooperation between Iceland and UK companies will continue to strengthen. Sound and stable economic conditions and liberal investment and trade regulation provide a firm basis for such increased cooperation. Abundant natural resources and specialized human skills should provide the direct sources for such growth. <BR><BR>Thank you <BR> <P></P>

1996-09-26 00:00:0026. september 1996Ávarp á ráðstefnu um bætta samkeppnisstöðu Íslands, Hótel Loftleiðum, 26. september 1996.

<P> <BR> <DIV align=center>I. </DIV><BR>First of all, it is a pleasure to welcome to this Conference on Competitiveness Policy all our foreign guests, Mr. Gassmann from OECD, Mr. Dobbie from the United Kingdom, Mr. Bausoleil from Canada and Mr. Hernæs from Norway. We appreciate very much the time and effort they have spent in coming to Iceland and I look forward to their presentations. Allow me to revert back to Icelandic for some brief opening remarks. <BR> <DIV align=center>II. </DIV><BR>Ágætu ráðstefnugestir. <BR><BR>Mikilvægasta verkefni stjórnvalda og atvinnulífs á næstu árum er að greina styrkleika Íslands í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og finna leiðir til að nýta auðlindir og mannauð til atvinnusköpunar. Vöxtur og nýsköpun ræðst af hæfni fyrirtækjanna til að byggja á styrk Íslands. Stjórnvöld þurfa að móta almenna umgjörð og almennar stuðningsaðgerðir sem styðja fyrirtækin á þeirri braut. Skipulega er unnið að því í ráðuneytum iðnaðar, viðskipta og fjármála. Fjármálaráðuneytið gaf síðastliðið vor út skýrslu nefndar forystumanna í atvinnulífi um bætta samkeppnisstöðu Íslands. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti hefur um eins árs skeið kannað leiðir til að bæta vaxtarskilyrði lítilla og meðalstórra fyrirtækja og hefur sérstök nefnd leitt það starf. <BR><BR>Ráðstefna þessi er hluti af þessari viðleitni og er ætlað að auka umfjöllun um þau atriði sem bætt geta samkeppnisstöðu Íslands. Jafnframt þarf að draga lærdóm af reynslu nágrannalanda og heimfæra það sem best hefur tekist erlendis yfir á íslenskar aðstæður. <BR><BR>Fljótlega verður dreift nýútkomnu riti um bætta samkeppnisstöðu Íslands. Að ritinu hefur verið unnið í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti í samstarfi við fjármálaráðuneyti. Í ritinu er útlistuð stefna ríkisstjórnarinnar á sviðum er varða samkeppnishæfni atvinnulífs. Lögð er áhersla á það að samkeppnisstaða verður ekki bætt með því að einblína á einn þátt umfram annan heldur mótast samkeppnisstaða af mörgum samverkandi þáttum. Ég vonast til að ritið verði þarft innlegg í umræðuna um bætta samkeppnisstöðu Íslands en nánari útfærsla ritsins er væntanleg innan tíðar. <BR> <DIV align=center>III. </DIV><BR>Íslenskt atvinnulíf býr við hagstæð efnahagsskilyrði um þessar mundir. Batinn í efnahagslífinu gefur svigrúm til að stuðla að nauðsynlegum búháttabreytingum í íslensku atvinnulífi og til þess að leggja grunn að enn frekari framfarasókn. Rétt greining á styrk Íslands mun ráða miklu um framtíð þjóðarinnar hvernig til tekst á næstu árum. <BR><BR>Í þessu sambandi er forvitnilegt að velta vöngum yfir stöðu Íslands. Í nýútkominni skýrslu World Economic Forum um alþjóðlega samkeppnisstöðu kemur fram að Ísland er í 25. sæti 46 ríkja. Við erum, sem sagt, um miðjan hóp ríkustu þjóða veraldar. Helstu styrkleikar hagkerfisins eru, samkvæmt þessari skýrslu, fólkið í landinu og innviðir þjóðfélagsins. Ísland fær meðaleinkunn fyrir efnahagslegan styrkleika, stjórnsýslu, stjórnun fyrirtækja og vísindi og tækni. Ljóst er af lestri skýrslunnar að bæta má verulega samkeppnisstöðuna með því að nýta betur tækifæri tengd aukinni alþjóðavæðingu atvinnustarfsemi og með styrkingu á fjármagnsmarkaði. <BR> <DIV align=center>IV. </DIV><BR>Umræða um bætta samkeppnisstöðu Íslands varðar fyrst og fremst framtíðina, þótt ávallt sé hollt að líta yfir farinn veg. Hvernig getum við stuðlað að vexti og viðgangi íslensks atvinnulífs? Þetta er lykilspurning. Atvinnulífið er aflið sem knýr vélina áfram. Stjórnvöld sjá síðan um að smyrja vélina svo hún gangi snurðulaust og hiksti ekki. Aflið er fyrirtækjanna. Um það efast enginn sem fór á sjávarútvegssýninguna um síðustu helgi og varð vitni að allri þeirri grósku sem einkennir íslenskan sjávarútveg og þann hátækniiðnað sem myndast hefur með sjávarútveg að bakhjarli. Þessi iðnfyrirtæki búa við öflugan heimamarkað og nýta sér þá þekkingu sem þau öðlast heima fyrir þegar þau sækja út fyrir landsteinanna. Það fé sem fyrirtækin leggja í atvinnustarfsemi erlendis skilar sér margfalt til baka fyrir íslenskt þjóðarbú. Þannig hafa til að mynda Danir metið að hver króna sem varið er til fjárfestingar erlendis skili þremur og hálfri krónu til baka inn í danskt þjóðarbú. <BR><BR>Samkeppnisstaða einstakra ríkja byggir í auknum mæli á almennri og víðtækri stefnumótun í stað sérgreindrar atvinnustefnu byggðri á hagsmunum einstakra atvinnugreina. Með ört stækkandi alþjóðlegum markaði eykst einnig samkeppni milli þjóða. Mikilvægi stefnumótunar stjórnvalda til aukinnar samkeppnishæfni atvinnulífs hefur aukist með vaxandi samkeppni þjóða, ekki síður en mikilvægi stefnumótunar innan fyrirtækja. <BR><BR>Til að auka samkeppnisstöðu atvinnulífs dugar ekki að beina spjótum að einu eða fáum sviðum. Við verðum að samhæfa aðgerðir á öllum sviðum til að ná sem bestum árangri. Þessu standa fyrirtæki frammi fyrir í sínum rekstri. Hið sama á við um þjóðfélagið í heild. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. <BR> <DIV align=center>V. </DIV><BR>Búa þarf atvinnulífinu gott heildarumhverfi til að nýta styrkleika Íslands, þ.e. - stöðugt efnahagsumhverfi, - einfalt laga- og reglugerðarumhverfi, - traustan fjármagnsmarkað, - frjálst utanríkisviðskiptaumhverfi, - aukin erlend fjárfesting, - skilvirkar stuðningsaðgerðir og þekkingarumhverfi. Ég vil í örstuttu máli tæpa á hlutverki stjórnvalda varðandi hvern þessara þátta. <BR><BR>Hlutverk stjórnvalda varðandi efnahagsumhverfið er að búa svo um hnúta að stöðugleiki haldist, verðbólga verði sambærileg og í viðskiptaríkjum og samkeppnisstaða, mæld með raungengi, versni ekki. Stjórnvöld skulu stuðla að því að skattaumhverfi sé svipað og gerist meðal viðskiptaríkja. Stjórnvöld eiga einnig að koma því til leiðar að virk samkeppni ríki á sem flestum sviðum atvinnulífs. <BR><BR>Bæta þarf laga- og reglugerðarumhverfi með því að einfalda og grisja lög og reglugerðir. Einfalda þarf skriffinnsku varðandi stofnun fyrirtækja sem og almenn samskipti fyrirtækja við stjórnvöld. Nýta þarf upplýsingatækni í auknum mæli til að bæta aðgang atvinnulífsins að upplýsingum. Síðast en ekki síst er brýn þörf á að gera laga- og skattaumhverfið stöðugra þannig að atvinnulífið geti treyst því að ekki sé verið að tjalda til einnar nætur. <BR><BR>Varðandi utanríkisviðskiptaumhverfi er hlutverk stjórnvalda fyrst og fremst að stuðla að því að hér ríki alþjóðlegt viðskiptaumhverfi, góð skilyrði séu til frjálsra viðskipta og vörur, fé og fólk geti flutt óhindrað milli landa. Stjórnvöld skulu einnig gera tvísköttunar- og fjárfestingarsamninga eins og kostur er. <BR><BR>Á fjármagnsmarkaði skulu stjórnvöld í auknum mæli beina athyglinni að flóknari fjárfestingarfyrirgreiðslu svo sem verkefnafjármögnun og beinni áhættufjármögnun. Þar er þörfin brýnust því að reynslan sýnir, hér á landi sem erlendis, að einkafjármagnið leitar síður á þau áhættusömu mið. Í flestum ríkjum sem búa við þróaðan fjármagnsmarkað hafa stjórnvöld einskorðað beina þátttöku sína við áhættufjármögnun en hætt afskiptum af viðskiptabankastarfsemi. <BR><BR>Stjórnvöld þurfa að skapa hagstæð skilyrði fyrir beinar fjárfestingar milli ríkja. Þar er bæði þörf aukinnar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi og fjárfestingar Íslendinga erlendis. Alþekkt er að áhugi erlendra aðila á beinni fjárfestingu á Íslandi hefur lengst af verið takmarkaður. Bein erlend fjárfesting hefur verið sáralítil hér á landi en víðast hvar erlendis nemur hún 2-3% af landsframleiðslu á hverju ári. Erlend fjárfesting hefur mikil margfeldisáhrif í þjóðarbúskapnum og styður því vöxt lítilla og meðalstórra fyrirtækja. <BR><BR>Stuðningsaðgerðir eru mikilvægur hlekkur í keðjunni. Hér er um að ræða almennar stuðningsaðgerðir sem örva atvinnulíf en eru ekki markaðstruflandi. Þetta eru til að mynda aðgerðir á sviði þjálfunar, þekkingaröflunar, ráðgjafar, samstarfs fyrirtækja, upplýsingamiðlunar, útflutnings, rannsókna, vöruþróunar og stofnunar fyrirtækja. Þessar aðgerðir eru sérstaklega mikilvægar við að hjálpa smáfyrirtækjum og frumkvöðlum til að koma nýjum hugmyndum í framkvæmd. <BR><BR>Síðasti hlekkurinn í keðjunni er þekkingarumhverfi. Mikilvægi menntunar og rannsókna- og þróunarstarfs verður seint ofmetið í þekkingarsamfélagi nútímans. Fyrirtæki verða að sækja þekkingu til fólksins í landinu. Fólkið er okkar helsta auðlind. <BR> <DIV align=center>VI. </DIV><BR>Góðir ráðstefnugestir. <BR><BR>Þessir sjö hlutar sem ég hef rakið mynda eina samverkandi heild. Ekki er hægt að segja að einn hluti öðrum fremur leiði til betri samkeppnisstöðu. Ef stjórnvöld móta farsæla umgjörð á þessum sjö sviðum þá efast ég ekki um getu atvinnulífsins til að byggja á styrk Íslands, auðlindum og mannauði. Vísbendingar benda til að störfum muni fjölga á þessu ári um tæplega þrjú þúsund. Flest þessara starfa eru í iðnaði, verslun, þjónustu og samgöngum. Þetta eru góð tíðindi og sýnir hvers atvinnulífið er megnugt fái það hagstæð skilyrði til vaxtar. Við erum að byggja grunninn og verðum að halda áfram á sömu braut. <BR><BR>Atvinnulífið þarf að byggjast á vexti og viðgangi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þau eru hvarvetna burðarásar hagvaxtar. Vissulega mun stóriðja vera mikilvæg viðbót við þann vöxt og styðja vöxt smárra fyrirtækja. Við getum hins vegar ekki vænst að stóriðja verði grundvöllur efnahagslegra framfara á næstu áratugum og auðlindir hafins eru ekki lengur óþrjótandi ávísun á verðmæti. Sá auður sem í fólkinu býr skiptir því sköpum í harðnandi samkeppni. Það verðum við að hafa í huga við mótun samkeppnisstefnu. <BR> <P></P>

1996-09-24 00:00:0024. september 1996Ávarp á ráðstefnunni "INFO 2000 Information Day", 24. september 1996.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P><BR>Ágætu ráðstefnugestir! <BR> <DIV align=center>I. </DIV><BR>Við stöndum nú við dagrenningu nýrra tíma. Ný þjóðfélagsgerð er að birtast sem mun geta fært okkur aukna hagsæld og bætt mannlíf ef rétt er að málum staðið. Þessu valda stórstígar framfarir í upplýsinga- og fjarskiptatækni sem byggja á aukinni þekkingu og nýrri tæknikunnáttu. Óhindrað flæði upplýsinga og greiður aðgangur að helstu þekkingarbrunnum heimsins munu breyta atvinnuháttum okkar og öllum samskiptum manna á milli. Þessi nýja samfélagsmynd er nefnd upplýsingasamfélagið. <BR><BR>Upplýsingaiðnaðurinn er burðarás þessara breytinga. Til upplýsingaiðnaðar telst öll sú starfsemi sem tengist vinnslu og meðhöndlun upplýsinga til útbreiðslu eða sölu og er því samnefni fyrir hugbúnaðargerð, gagnavinnslu og hvers konar upplýsingaþjónustu. <BR><BR>Upplýsingaiðnaður er ung atvinnugrein og hefur þá sérstöðu að hún tengist öllum greinum atvinnulífsins með einum eða öðrum hætti. Þetta hefur auk annars orðið til þess, að hin hefðbundna skipting atvinnulífsins í landbúnað, sjávarútveg og iðnað verður stöðugt óljósari. Upplýsingaiðnaðurinn hefur þannig glögglega sýnt, að hagsmunir þessara höfuðatvinnugreina okkar eru ekki andstæðir heldur sameiginlegir í umhverfi þar sem einn getur ekki án annars verið. Þannig undirstrikar upplýsingaiðnaðurinn mikilvægi heildstæðrar og þverfaglegrar atvinnustefnu. <BR><BR>Gleggsta dæmið um þetta eru hin samfléttuðu tengsl iðnaðar og sjávarútvegs. Sjávarútvegur hefur um langt árabil verið ein helsta undirstaða íslensks atvinnulífs og skapað um helming gjaldeyristekna okkar. Í skjóli hans hefur vaxið upp öflugur iðnaður sem í rás tímans hefur þróast úr eldsmíði í flókinn hátækniiðnað. Sú þróun hefur byggst á sérhæfðri tæknikunnáttu sem stendur styrkum fótum á grunni mikillar og almennrar þekkingar á þörfum atvinnulífsins. <BR><BR>Gott brautargengi hugbúnaðariðnaðarins má fyrst og fremst þakka dugmiklum skapandi einstaklingum sem með þekkingu sinni og eljusemi hafa komist yfir ótrúlegar hindranir og náð umtalsverðum árangri á margvíslegum sviðum upplýsingatækninnar. Það eru þessir menn og fyrirtæki þeirra sem munu draga vagninn inn í velferðarþjóðfélag komandi ára. Hlutverk stjórnvalda er fyrst og fremst að búa til hagstæð ytri skilyrði til þess að sú ferð verði sem greiðust. Lykilatriðið í því er að skapa sem hagstæðust efnahagsskilyrði, afnema óþarfa hindranir og tryggja heilbrigt samkeppnisumhverfi. <BR><BR>Nýsköpun er lykillinn að því að auka framleiðni og skapa ný störf í heimi aukinnar samkeppni. Fyrir okkur, eins og margar aðrar þjóðir, mun nýsköpun tengd upplýsingaiðnaði gegna veigamiklu hlutverki. Mér segir svo hugur, að þrátt fyrir smæð okkar á þessu sviði megi þar vænta umtalsverðs árangurs. Ég tel jafnframt raunhæft að álykta að ýmisskonar iðnaðarframleiðsla, er byggir á háþróuðum hugbúnaði, verði undirstaða nýrrar atvinnuþróunar og aukins útflutnings á komandi árum. <BR><BR>Það sem öðru fremur einkennir atvinnuhætti hér á landi er almenn smæð fyrirtækja. Hugbúnaðariðnaðurinn er dæmigerður fyrir þetta. Sé litið til þess, að flest ný störf verða til í smærri fyrirtækjum mætti ætla að staða okkar væri nokkuð góð. Þess ber þó að gæta að örsmá fyrirtæki er ekkert sérstakt markmið í sjálfu sér. Þau eiga vissulega sinn sess í litrófi fyrirtækjanna og gegna mikilvægu hlutverki í þjóðfélagsmynstrinu. Yfirburðir þessara smáu fyrirtækja eru ekki síst frumherjaandinn sem þar ríkir og mikil aðlögunarhæfni þeirra. Ekki er þó síður mikilvægt að í þessum smáu fyirirtækjum eru einmitt vaxtarmöguleikarnir mestir. Að þessum vaxtarmöguleikum verðum við að huga betur. <BR><BR>Við hjótum öll að sjá fyrir okkur þá miklu möguleika sem hugbúnaðariðnaðurinn getur haft í atvinnuþróun komandi ára. Til þess að svo megi verða þurfa að vera í röðum þeirra nokkur stór og öflug fyrirtæki. Stærð og styrkur býður t.d. upp á markvissari stjórnun, öflugra rannsóknar- og þróunarstarf og öflugri markaðssetningu en smærri fyrirtæki hafa bolmagn til. Þetta á ekki að koma niður á hinum smærri. Þvert á móti ættu minni fyrirtækin að geta notið góðs af sambúðinni við þau stærri, m.a. sem sérhæfðir samstarfsaðilar í sameiginlegum verkefnum. <BR><BR>Mikilvægur þáttur í framþróun upplýsingaiðnaðarins er alþjóðavæðing heimsviðskipta sem skapað hefur enn fleiri tækifæri fyrir framleiðendur jafnt og neytendur. Íslenskt atvinnu- og viðskiptalíf er vissulega alþjóðleg og mun ný tækni og útbreyðsla nýrrar verkkunnáttu enn hraða alþjóðavæðingu heimsviðskiptanna. Nýsköpun í íslensku atvinnulífi verður að taka mið af þessu og atvinnuþróun að verða á þann veg að útflutningur standi að mestu undir bættri afkomu. Hér mun upplýsingatæknin skipta sköpum og geta breytt samkeppnisstöði okkar mjög til hins betra. <BR><BR>Sérstaða Íslands er að upplýsinga- og fjarskiptatæknin mun nýtast okkur hlutfallslega betur en stærri þjóðum þar sem opinn aðgangur að upplýsingum og frjáls viðskipti um hraðvirka upplýsingabraut eykur samkeppnisstöðu smærri fyrirtækja gagnvart þeim stærri og gerir að engu þá fjarlægð við viðskiptaþjóðirnar sem ætíð hefur háð eðlilegri framþróun og samkeppnisstöðu atvinnulífsins hér á landi. <BR> <DIV align=center>II. </DIV><BR>Því ber ekki að neita, að á sama tíma og margir horfa sókndjarfir fram á veg til upplýsingasamfélagsins hefur fyrirsjáanleg þróun valdið ótta ýmissa við að störfum muni fækka og lífsskilyrði versna. Þannig sjá margir í hinni nýju samfélagsmynd ógnun frekar en tækifæri til sóknar. <BR><BR>Þrátt fyrir að engin sérstök rök séu fyrir því að fleiri störf tapist en skapist og að reynslan bendi í raun til hins gagnstæða er ástæðulaust að ganga fram af gáleysi. Ekki má fram hjá því líta, að málefni upplýsigasamfélagsins eru margbrotin og snúast ekki eingöngu um hin efnahagslegu gildi. Ekki er síður mikilvægt að okkur beri gæfa til að nýta tæknina til eflingar lýðræðis, aukins félagslegs jafnréttis og til eflingar sérstæðrar menningar okkar og tungu. Slíkt mun ekki gerast af sjálfu sér. Upplýsingabrautirnar verða yfirfullar af erlendu efni af margvíslegri og misjafnri gerð. Þar getum við orðið undir ef við höldum ekki vöku okkar. <BR><BR>Breyttir viðskiptahættir og opnun markaða ásamt örri tækniþróun hafa nú þegar, og munu óhjákvæmilega í auknum mæli, gjörbreyta atvinnuháttum okkar og þar með hafa áhrif á lífshætti okkar og tekjumyndun. Við þessum breyttu aðstæðum þarf að bregðast og gefa fólki á vinnumarkaði tækifæri til að afla sér nýrrar þekkingar til að nýta sér nýja tækni og afla sér nýrrar verkkunnáttu. Kröfur um menntun aukast stöðugt. Æ meiri þekkingar er þörf til að verða gjaldgengur á vinnumarkaði og störfum fyrir ófaglærða fækkar. Hlutverk menntunar í hinni nýju samfélagsgerð verður því aldrei ofmetið. Það má ekki verða, að einstaklingar á vinnumarkaði sem vilja leita sér frekari menntunar hafi ekki þá lágmarksmenntun sem nauðsynleg er til að viðbótarmenntun komi að gagni í störfum sem krefjast stöðugt meiri tækniþekkingar. Því verður að leggja sífellt meiri áherslu á almenna grunnþekkingu og símenntun. Menntun og kennsla getur því, til lengri tíma litið, ekki verið takmörkuð við hið opinbera skólakerfi. Hún verður að ná inn á vinn<BR>ustaði og verða að símenntun þar sem menn eru hvattir til að halda áfram að mennta sig allt lífið. <BR><BR>Ég geri þetta að sérstöku áhersluatriði hér þar sem menntun er undirstaða þeirrar þekkingar sem farsæl vegferð okkar á vit upplýsingasamfélagsins byggir á. <BR> <DIV align=center>III. </DIV><BR>Ekki fer á milli mála, að Ísland siglir nú inn í öld upplýsingasamfélagsins. Sú sigling er hröð enda tölvulæsi hér á landi meira og almennara en víða annarsstaðar. Boðleiðir eru stuttar og landsmenn almennt móttækilegir fyrir nýjungum. Stjórnvöld gera sér grein fyrir að tímabært er að móta framtíðarsýn um þessa siglingu. <BR><BR>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. apríl 1995 voru í fyrsta sinn á vettvangi opinberrar stjórnmálaumræðu sett fram markmið um nýtingu upplýsingatækni til að bæta stjórnsýslu og örva atvinnulífið. <BR> <UL> <LI>Þar er gefið fyrirheit um mótun heildarstefnu um hagnýtingu upplýsingatækni í samvinnu við fulltrúa atvinnulífsins er m.a. miði að því að auka framleiðni og bæta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. <LI>Upplýsingatækni verði nýtt í þágu efnahagslegra framfara og uppbyggingar í atvinnulífinu, vísindarannsóknum, listum og hvers kyns menningarmála. Jafnframt verði settar reglur er tryggi aðgang borgaranna að upplýsingum hjá stjórnvöldum. <LI>Dregið verði úr skrifræði í samskiptum borgaranna við stjórnvöld og óþarfa laga- og reglugerðarákvæði afnumin. <LI>Þjónusta ríkisins verði sniðin að nútímatækni t.d. með nettengingu ríkisstofnana og pappírslausum viðskiptum. </LI></UL><BR>Í þessu felst, að ný upplýsinga og fjarskiptatækni verði á sem bestan hátt nýtt til að tryggja vaxandi hagsæld í landinu svo unnt verði að halda uppi velferðarkerfi og menningarstigi eins og best gerist. <BR><BR>Á grundvelli stefnuyfirlýsingarinnar fól ríkisstjórnin mér í október 1995 að skipa nefnd til að gera tillögur um stefnumótun um málefni upplýsingasamfélagsins. Í nefndinni sátu 20 menn sem tilnefndir fulltrúar ráðuneyta, atvinnulífs og hagsmunaaðila. Formaður nefndarinnar var Tómas Ingi Olrich, alþingismaður. <BR><BR>Á vegum nefndarinnar var stofnað til níu starfshópa um helstu málaflokka upplýsingasamfélagsins. Málaflokkar þessir voru: Lýðræði, lög- og siðareglur; launafólk og neytendur; atvinnu- og viðskiptalíf; opinber stjórnsýsla; fjarskipti og margmiðlun; menntun, vísindi og menning; heilbrigðisþjónusta; félagsmálaþjónusta og samgöngumál og ferðaþjónusta. Nefndin hefur fyrir nokkru skilað tillögum sínum til mín og nefnist hún Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið og byggja tillögurnar á álitsgerð starfshópanna sem áður er getið. <BR><BR>Beinir þátttakendur í stefnumótunarvinnunni voru um 130 en nokkuð fleiri komu að henni með óformlegum hætti. Nærri lætur að í Framtíðsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið sé að finna samræmt álit um 200 manna sem tengjast flestum greinum þjóðlífsins. <BR><BR>Tillögur nefndarinnar eru nú til umfjöllunar í ríkisstjórninni og er þess að vænta að hún verði afgreidd þaðan fljótlega (og var hún samþykkt af henni nú í morgun?). Í framhaldi þess mun ég, ásamt formanni nefndarinnar Tómasi Inga Olrich alþingismanni, væntanlega kynna stefnu ríkisstjórnarinnar á næstu dögum. <BR><BR>Flest iðnríki hafa nú þegar mótað stefnu sína um upplýsingasamfélagið. Eitt þekktasta dæmið er skýrslan The National Information Infrastructure Act sem kennd er við Al Gore, varaforseta Bandaríkjanna og samþykkt var á Bandaríkjaþingi árið 1993. Ári síðar kom stefnumótun Evrópubandalagsins Europe and the global information society, sem unnin var undir forustu Martin Bangemann iðnaðarstjóra þess. Þar er m.a. hvatt til þess að bandalagslöndin fylgi því fordæmi og móti síns eigin upplýsingastefnu. Það höfum við Íslendingar nú gert. <BR><BR>Þrátt fyrir að samfélag okkar sé háþróað iðnaðarsamfélag, og fyllilega sambærilegt við iðnaðarsamfélög annarra Evrópuþjóða, er sérstaða okkar engu að síður mikil. Landfræðileg lega landsins er augljós og það er menning okkar og tunga einnig. Í ljósi þessa hlýtur íslensk upplýsingastefna að mótast umfram annað af þessum tveim sérkennum. Í huga mínum er því meginhlutverk stjórnvalda annarsvegar að vísa upplýsingatækninni veg og greiða fyrir framgangi hennar á sem flestum sviðum til hagsbóta fyrir landsmenn og hins vegar að standa vörð um sérstæða menningu og tungu, svo og um ýmis siðferðisleg verðmæti og vernd viðkvæmra persónuupplýsinga. <BR> <DIV align=center>IV. </DIV><BR>Það er okkur öllum áræðanlega ljóst að stefnumótun sem þessi markar ekki endi máls. Þvert á móti er stefnumótun í eðli sínu aðeins upphaf þar sem framkvæmdir fylgja á eftir. Án framkvæmda er stefnumótun dautt plagg. Að auki verður að líta svo á að stefnumótun sé lifandi og síbreytilegt verkefni sem þarfnast stöðugrar endurskoðunar. Áherslur munu breytast fljótt enda er ógjörningur að sjá fyrir enda þeirrar þróunar sem framundan er. Þar þarf stöðugt að taka mið af örri framþróun tækninnar og breytilegum þörfum þjóðfélagsins. <BR><BR>Nauðsynlegt er að stjórnvöld hafi góða yfirsýn yfir þróun málaflokksins í heild til að stuðla að framkvæmd stefnunnar, tryggja almenna þátttöku hins opinbera í nýtingu upplýsingatækninnar og ýta undir samræmingu og hagkvæmni í nýtingu þeirra miklu fjármuna sem nú þegar er varið til upplýsingamála. Í þessu sambandi er jafnframt mikilvægt að náið samráð verði haldið við launþega, atvinnurekendur og aðra þá sem áhrif vilja hafa á stefnuna og sem stefnan hefur áhrif á. <BR><BR>Ágætu ráðstefnugestir! <BR><BR>Framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið lítur brátt dagsins ljós. Það er trú mín að með henni verði mörkuð mikilvæg spor í upphafi vegferðar okkar á vit upplýsingasamfélagsins. Örlög þeirra vegferðar mun þó ekki einvörðungu ráðast af ásetningi stjórnvalda. Almenn samstaða þarf að verða um þá ferð enda augljóst að meginþungi þeirra breytinga sem við sjáum nú fyrir verður knúinn áfram af krafti og framsýni einstaklinga og fyrirtækja. Leiðarlok munu því ekki hvað síst markast af virkri og farsælli þátttöku þeirra. <BR><BR>Takk fyrir. <BR> <P></P>

1996-09-19 00:00:0019. september 1996Presentation at the opening of the Interprise in Iceland, September 19, 1996.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P><BR>Ladies and Gentlemen, <BR> <DIV align=center>I. </DIV><BR>It is an honour to have the opportunity to welcome the participants of the Interprise meeting to Iceland. The purpose of this event is to enhance cooperation between small and medium sized companies in Iceland, Danmark, Germany and Great Britain in the field of fisheries, fish processing and the manufacture of equipment for these industries. <BR> <DIV align=center>II. </DIV><BR>I would like to tell you why it is so valuable for us Icelanders to host this meeting. These industries are of great importance to the Icelandic economy. Seafood accounts for almost 80% of Iceland's merchandise export. Annual catches in recent years have averaged around 1,5 million tons. In terms of catch volume, Iceland ranks fifteenth in the world. Fish from Iceland, caught in the fresh and unpolluted waters of the North Atlantic, has established a world-wide reputation for its quality. Fish products from Iceland have been actively marketed in the USA, Europe and Japan and enjoy a leading position at the top end of the market. <BR><BR>Intense research and development in all areas of fishing and fish processing is a major reason for Iceland's status as one of the most-advanced seafood producing nations today. Icelandic fisheries equipment and know-how have become important export catagories. Modern technology is employed in the fisheries and fish processing industry on a very high scale. Computers, electronics, quality management techniques and biotechnology are applied intensively, geared to the special needs of the industry. <BR> <DIV align=center>III. </DIV><BR>I would like to emphasize that small size can be an advantage in the competitive global market. Coming from an island with 270 thousand inhabitants, Icelandic companies are naturally not as visible as much larger corporations from other countries in the industrialised world. However, Icelandic companies are compact and flexible and some of them highly specialised. They have often developed their own tailormade solutions to many problems, often because advanced solutions from bigger societies have not been applicable. Many of these solutions are now being transferred by the companies to other small countries or small provinces around the globe. <BR><BR>As an example, I would like to name a few projects in the seafood sector that Icelanders are involved in around the world. Icelandic trawler operators have invested in two of Germany's biggest deep-sea trawler companies. In Kamchatka, the Asian part of Russia, an Icelandic company is modernising a fleet of 25 deep sea-trawlers, processing on land and marketing. The same company is a participant in a tecnical transfer joint-venture project in Namibia. So too are a joint venture with long-standing Icelandic participation in Chile and two in Mexico. Besides direct investment, Icelandic engineerint firms have designed and installed many processing plants around the world. <BR> <DIV align=center>IV. </DIV><BR>Cooperations and collaborations are extremely important for Icelandic companies. By working together, SMEs can take on projects which they could not possibly handle alone. With the Agreement on the European Economic Area the opportunity was opened for Icelandic companies to participate in the various programmes established by the EU in support of SMEs. Many of these programmes are designed to promote cooperation between enterprises. Experience has shown that the success of these programmes has usually been considerable. <BR><BR>I would again like to wish our foreign guests welcome to Iceland and wish theim a pleasant stay. I hope that Interprise in Iceland will prove an effective means for them to increase their cooperations with Icelandic companies. <BR> <P></P>

1996-09-05 00:00:0005. september 1996Afhending skírteinis um gæðavottun til Skýrr hf. í Borgarleikhúsinu, 5. september 1996.

<P> <BR><BR>Ágætu samkomugestir. <BR><BR>Ísland siglir nú hraðbyri inn í öld upplýsingasamfélagsins. Hin nýja upplýsinga- og fjarskiptatækni hefur nú þegar haft gagnger áhrif á rekstur fyrirtækja og líf og störf almennings. Við höfum þó enn sem komið er aðeins séð upphaf mikilfenglegrar þróunar sem ógjörningur er að sjá fyrir enda á. Okkur er þó öllum ljóst að með virkri þátttöku í þessum breytingum býða tækifærin okkar við hvert fótmál og er því brýnt að okkur auðnist gæfa til að hagnýta okkur þau á sem farsælastan hátt. Í þessu sambandi hlýtur markmið okkar að vera, að Íslendingar verði í fararbroddi þjóða heimsins við nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar. <BR><BR>Mikilvægur þáttur í þessu er efling upplýsingaiðnaðarins. Við höfum um nokkurra ára skeið náð umtalsverðum árangri á þesssu sviði, bæði með þróun hugbúnaðar fyrir innlendan markað og í útflutningi hugbúnaðar. Útflutningurinn nemur nú mörg hundruð milljónum króna á ári og er þá ótalinn umfangsmikill útflutningur á margvíslegum iðnaðarvörum sem byggja á hugbúnaði. <BR><BR>Tiltrú viðskiptavina okkar er lykilatriði í því að árangur náist í útflutningi hugbúnaðar. Hún byggist ekki síður á orðspori okkar, reynslu og þekkingu en hugbúnaðinum sjálfum sem við erum að selja. Markaðurinn er vandfýsinn og þar skipast veður skjótt í lofti. Ef okkur mistekst í eitt skipti getur eftirleikurinn orðið okkur erfiður og kostnaðarsamur. Kaupendur vöru og þjónustu gera þá kröfu, að það sem þeir fá afhent sé í góðu lagi, sé afhent á réttum tíma og uppfylli að öllu leyti væntingar þeirra. Virk gæðastjórnun er skilvirkasta leiðin til að mæta þessum kröfum. <BR><BR>Okkur í iðnaðarráðuneytinu hefur verið það ánægjuefni að fylgjast með framgangi gæðastjórnunar undanfarin ár. Augu manna hafa opnast fyrir mikilvægi þessa mikilvirka tækis til að fækka göllum, auka gæði og lækka kostnað, auk þess að skapa þá viðskiptavild sem nauðsynleg er. <BR><BR>Innleiðing gæðastjórnunar í hugbúnaðariðnaði er trúlega mikilvægari fyrir litla og lítt þekkta þjóð sem okkar en margar hinar stærri þar sem lengri hefð er fyrir hugbúnaðargerð og meiri rótfestu hefur verið náð á alþjóðlegum mörkuðum. Það er ráðuneytinu því gleðiefni að vera þátttakandi í þessum merkisviðburði er Skýrr hf., annað íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja, fær hugbúnaðarframleiðslu sína vottaða. <BR><BR>Skýrr á sér langa og merka sögu. Stofnun Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar var á sínum tíma nauðsyn til unnt væri að byggja upp þá reikniþjónustu sem þessir aðilar höfðu þörf fyrir. Þá var ekki til nægilegt bolmagn né þekking á almennum markaði til að koma þessu fyrir með öðrum hætti. Síðan hefur margt breyst og hin síðari ár hefur borið á vaxandi gagnrýni á mikil umsvif Skýrr og þá sérstöðu sem stofnunin hafði í skjóli eigenda sinna. <BR><BR>Eflaust var margt í þeirri gagnrýni réttmætt. Ekki má þó gleyma því að með Skýrr byggðist upp öflugt og framsækið hugbúnaðarfyrirtæki sem er líklegt til að verða burðarás í útflutningi hugbúnaðarvöru, -þjónustu og -ráðgjafar á komandi árum. En jafnframt hefur Skýrr verið breytt í hlutafélag sem verður að spjara sig á samkeppnismarkaði. <BR><BR>Ég vil nú biðja Jón Þór Þórhallsson forstjóra Skýrr hf. að koma hingað og taka á móti þessu skjali, sem er til staðfestingar því að hugbúnaðarframleiðsla fyrirtækisins hefur verið vottuð skv. gæðastaðlinum ÍST ISO 9001 <BR></P>

1996-08-20 00:00:0020. ágúst 1996Presentation at the opening of The Food Technology Brokerage Event, Scandic Hotel Loftleidir, August 20, 1996.

<P> <P> <P><BR><BR>Ladies and Gentlemen,<BR><BR>It is an honour to have the opportunity to welcome the participants of the Food Technology Brokerage Event to Iceland. At the same time, I hope that the NordFood conference on Future, Culture and Know-how, which is now coming to an end, has been fruitful and rewarding. <BR><BR>I would like to tell you why it is of great importance for us Icelanders to host a conference and a brokerage event of food technology. Food production is a cornerstone of the Icelandic economy. Food production accounts for half of industrial production in Iceland, twenty percent of GDP and provides one out of every four jobs. More than 80 percent of Iceland's merchandise exports are accounted for by food, which is one of the highest in the world. There are more than 300 fish processing plants and over 200 companies engaged in other food production. <BR><BR>In order to thrive in an increasingly competitive global market, Icelanders produce high-quality food products at the upper end of the market. Quality is the name of the game. Strict quality control is operated in all food processing sectors: seafood, dairy products, meat and beverages. Many companies have attained certification of their quality systems to ISO and other international standards, and structures for achieving certifications are well established. Certification ensures full compliance with the strictest regulations applying in the 360 million people European Economic Area market, to which Iceland belongs. <BR><BR>Icelandic legislation and regulations regarding the food sector have been revised on the basis of directives applying in the European Economic Area and demands for control of fish products made by the Food and Drug Administration in the USA. Icelanders participate, as well, actively in many international research programmes in the field of food production. Participation has been particularly strong in Nordic and European R&amp;D programmes, especially focusing on fish production technology projects. <BR><BR>Seafood is by far the most important food production for the Icelandic economy. Annual catches in recent years have averaged around 1,5 million tons. In terms of catch volume, Iceland ranks fifteenth in the world. Fish from Iceland, caught in the fresh and unpolluted waters of the North Atlantic, has established a world-wide reputation for its superb quality. Fish products from Iceland have been actively marketed in the USA, Europe and Japan and enjoy a leading position at the top end of the market. <BR><BR>Intense research and development in all areas of fishing and fish processing is a major reason for Iceland's status as one of the most-advanced seafood producing nations today. Icelandic fisheries equipment and know-how have become important export catagories. Modern technology is employed in the fisheries and fish processing industry on a very high scale compared to other countries where fisheries play a less vital role in the national economy. Computers, electronics, quality management techniques and biotechnology are applied intensively, geared to the special needs of the industry. <BR><BR>Seafood is, however, not the only food produced in Iceland. Iceland offers a clean and natural environment for production of quality, wholesome food. One of the attractive aspects of Iceland's northern location is that there is less need for pesticides and herbicides than in most other countries. The use of hormone implants is strictly prohibited. Conditions for organic agricultral production are excellent in Iceland. The main agricultural products in Iceland are meat, dairy products, eggs, vegetables, potatoes, root crops and farmed fish. Iceland is self-sufficient in meat, dairy products and eggs. <BR><BR>The beverage industry is the fastest growing segment of the food industry in Iceland. Exports of beverages have more the quadruppled over the past five years. Studies and sampling of Icelandic water, undertaken both by official bodies in Iceland and in countries to which exports have been made, show a very high level of purity and contaminants. <BR><BR>Ladies and gentlemen. I am convinced that you will return home from this brokarage event with your hands full of ideas, after having this excellent opportunity to exchange ideas and participate in practical workshops and brainstorming sessions. I hope you will have a pleasant stay. Thank you very much <BR></P>

1996-07-11 00:00:0011. júlí 1996Opnun Útboðsbanka Evrópusambandsins, 11. júlí 1996.

<P> <P> <P><BR>Ágætu fundarmenn. <BR><BR>Ljóst er, að með samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði opnuðust mikilvæg tækifæri til náins samstarfs við Evrópsk fyrirtæki og stofnanir um hverskonar rannsóknir og þróun er styrkt geta undirstöður efnahagslegra framfara hér á landi. Ekki er síður mikilvægt, að með tilkomu samningsins erum við orðnir hluti af sameiginlegum innri markað Evrópu. Þar hefur okkur opnast markaður sem er kjörinn vettvangur fyrir þá auknu útrás sem er bráðnauðsynleg fyrir íslensk fyrirtæki og eðlilega framþróun íslensks atvinnulífs. Allar tiltækar leiðir til slíkrar útrásar þarf að nýta í sem ríkustum mæli. <BR><BR>Allar ytri forsendur eru nú fyrir hendi til að svo megi verða. Ríkjandi efnahagsstöðugleiki er undirstaða þess - með lágri verðbólgu og hagstæðri skráningu gengis. Ríkisstjórnin hefur einsett sér að ná hallalausum fjárlögum á næsta ári og viðhalda stöðugleika efnahagslífsins. Þessi stefna hefur leitt til þess, að starfsskilyrði fyrirtækja eru nú betri en verið hefur um langt árabil. Það hefur aftur leitt til aukins áhuga fyrirtækja og áræðni þeirra til nýrrar sóknar. <BR><BR>Afleiðing þessa er, að vart hefur orðið við meiri nýjungar í framleiðslu og framboði vöru en áður. Hið aukna vöru- og þjónustuúrval kallar á stækkun markaða okkar og meiri hlutdeild á hefðbundnum mörkuðum. Jafnframt hafa umbætur orðið í stjórnun og skipulagi fyrirtækja og mannauðurinn skilar sér í auknum mæli inn í fyrirtækin - um leið og vaxandi skilningur hefur orðið á gildi þekkingar. Þannig sé ég hægfara en markvissa breytingu á áherslum frá nokkuð einhliða nýtingu takmarkaðra náttúruauðlinda okkar til markvissari virkjunar mannauðs - og frá einblíningu á heimamarkað til virkrar alþjóðasóknar. Þrátt fyrir vaxandi alþjóðavæðingu í heimsviðskiptum okkar mun innri markaður Evrópu áfram verða okkur mikilvægastur, einkum vegna hinna margvíslegu tækifæra sem þar bjóðast. Mikilvægur þáttur í útrás okkar þangað er að við getum nýtt okkur opinber útboð Evrópusambandsins - til að koma þekkingu okkar, verkkunnáttu og vörum á framfæri. <BR><BR>Um þau tækifæri sem innlendum framleiðendum bjóðast með notkun bankans og þá aðstoð við tilboðsgerð, sem í boði verður, munu aðrir fjalla um hér á eftir. <BR><BR>Ég vil því að lokum aðeins nota tækifærið og þakka þeim fjöldamörgu sem að þessu máli hafa komið. Að öðrum ótöldum verður þó vart hjá komist að minnast framsýni Ásgeirs Jóhannssonar, fyrrverandi forstjóra Ríkiskaupa, sem af miklum dugnaði hefur unnið að kynningu og undirbúningi TED bankans. Fyrir óeigingjarnt starf hans ber að þakka <BR></P>

1996-06-28 00:00:0028. júní 1996Statement at the Eureka Ministerial Conference in Brussels, June 28, 1996. 

<P> <P> <P><BR>Strengthening competiveness and stimulating economic growth is a common nominator for most governments. In this process innovation plays an important role as every new enterprice and every new job is created through a sequence of events which to some extent is innovative in nature. <BR><BR>It is well established that the level of education, as well as the quality of scientific research and development work in Europe is second to none in the world. In spite of this the European countries have been less successful than our main competitors in both the United States and Japan in converting their competence into new products and gaining greater shares on the global market. The most distingt example of this is the high technology industry. <BR><BR>This paradox must be a matter of great concern for all of us. The comparatively limited capacity to convert scientific breakthrougts and technogical achiefments into industrial success is indeed the greatest weekness we are faced with today. Rectifying this is a constant challange where EUREKA plays an important role in building bridges between research and development and the creation of products for the markets. <BR><BR>Small and medium size enterprices (SMEs) are key players in the economic growth af Europe and subsequently EUREKA}s largest client. Generally we are seeing job losses in the larger companies but job creation in SMEs. In fact enterprices with fewer than 100 employees presently account for virtually all new jobs and are the major source of diversity in the industrial fabric. They innovate and export but they have specific problems to owercome. Their weekness is primarily in terms of financing, human resources and structural weekness in their management. <BR><BR>EUREKA has during the last ten years been an important contributor towards improving the competitiveness of European industry. In this respect it plays a major role jointly with the Framework Program in carrying us forwards towards less unemployment, future prosperity of our economy and overall increased quality of life for our citizens. <BR><BR>Our joint goals have been to stimulate transnational cooperation between enterprices and research institutes in advanced technologies that correspond to market demands. EUREKA has indeed been successful in promoting SME participation which is of particular satisfaction for me. <BR><BR>It is my belief that the relationship between EUREKA and other R &amp; D programs should be strengthened further, both at Community and national levels. In this respect more weight could be given to advice and assistance to companies on issues like patenting, legal matters and searching for partners. <BR><BR>Mr. Chairman, let me finish by thanking the Belgian chairmanship for its excellent leadership during the last year. In particular let me thank you personally for the outstanding reception that we enjoyed yesterday at the tenth anneverary celebrations of EUREKA and for your hospitality throughout the meeting. <BR><BR>My congratulations and best wishes to the upcomming United Kingdom chair. Thank you <BR></P>

1996-06-04 00:00:0004. júní 1996Ávarp á fundi um innlendan verðbréfamarkað, 4. júní 1996.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P><BR><BR>&nbsp; <DIV align=center>I. </DIV><BR>Góðir fundarmenn.<BR><BR>Verðbréfamarkaðir á Vesturlöndum hafa tekið stakkaskiptum á undanförnum áratug. Viðskipti með verðbréf hafa hvarvetna aukist gríðarlega og orðið æ mikilvægari hlekkur í gangverki hagkerfisins. Frjálsari löggjöf og opnun markaða hafa aukið samkeppni á fjármagnsmarkaði og nýjar tegundir fjármálastofnana fest sig í sessi. Framþróun upplýsinga- og fjarskiptatækninnar hefur gert aðilum á markaði kleift að nýta til fulls þau tækifæri sem opnun markaða gefur. Útgefendur bjóða sífellt upp á fjölbreyttari flóru verðbréfa og fjárfestar nota í auknum mæli vísindalegar aðferðir við að hámarka ávöxtun verðbréfasafna sinna að teknu tilliti til áhættu. <BR><BR>Þó þróunin hafi verið hröð þá byggðu verðbréfamarkaðir Vesturlanda á traustum grunni. Ýmis nýfrjáls ríki í Evrópu og Asíuhluta fyrrum Sovétríkjanna byrjuðu hins vegar ekki að feta sig áfram eftir grýttri braut verðbréfamarkaðar fyrr á fyrri hluta þessa áratugar. Mörgum þeirra hefur samt sem áður orðið vel ágengt á stuttum tíma. <BR><BR>Íslenskur verðbréfamarkaður byggir ekki á langri hefð. Líkt og markaðir nýfrjálsu ríkjanna hefur hann sprottið upp úr nánast engu á örstuttum tíma. Hann hefur þó, ólíkt nýfrjálsu ríkjunum, notið stöðugra efnahagskilyrða og öflugrar grunngerðar hagkerfisins. Íslenskur verðbréfamarkaður hefur farið vel af stað en óhætt er að segja að hann eigi þó enn langa leið fyrir höndum. <BR> <DIV align=center>II. </DIV><BR>Skýrslur starfshópanna tveggja sem ég skipaði síðastliðið haust eru kynntar hér í dag. Annar þeirra fjallaði um markaðssetningu íslenskra verðbréfa meðal erlendra fjárfesta. Ég vildi kanna hvort ekki væri unnt að selja bréf í íslenskum krónum til erlendra fjárfesta. Tilraunir til að selja erlendum fjárfestum innlend bréf hafa til þessa lítinn árangur borið þrátt fyrir góða ávöxtun bréfanna. Eftir að flæði fjármagns var gefið frjálst hefur fjármagn til verðbréfakaupa leitað út en nær ekkert inn. Verðbréfaeign Íslendinga í erlendri mynt var um 13 milljarðar króna um síðustu áramót en eign útlendinga í íslenskum bréfum var nánast engin. Því hefur verið spáð að verðbréfaeign lífeyrissjóða í bréfum í erlendri mynt muni nema um 35 milljörðum um aldamót. Fjárstraumar munu því aðeins leita í aðra áttina nema hérlendur fjármagnsmarkaður verði gerður aðgengilegri og áhugaverðari kostur fyrir erlenda fjárfesta. <BR><BR>Í skýrslu starfshópsins kemur fram að forsenda fyrir því að takast megi að markaðssetja innlend verðbréf til erlendra fjárfesta sé að innlendur markaður og form verðbréfa svari þeim kröfum sem almennt eru gerðar af hálfu alþjóðlegra fjárfesta. <BR><BR>Erlendir fjárfestar eru almennt ekki kunnugir verðtryggðum bréfum. Þeir setja einnig fyrir sig smæð verðbréfaflokka hér á landi auk þess sem þeir telja að seljanleika bréfanna sé ábótavant. Einnig er erfiðleikum bundið að verjast gengisáhættu, enda hafa ekki þróast hér á landi áhættuvarnir, eða svokallaðar afleiður, í sama mæli og víðast hvar annars staðar. Hópurinn bendir einnig á nauðsyn þess að sníða af ýmsa tæknilega vankanta á verðbréfaviðskiptum hér á landi, svo sem varðandi skráningu, uppgjör og vörslu verðbréfa. <BR><BR>Enn vantar talsvert upp á að innviðir fjármagnsmarkaðar og skipuleg meðferð verðbréfa sé með sama hætti hér á landi og tíðkast á grónum mörkuðum erlendis. Stofnun verðbréfamiðstöðvar og breyting yfir í pappírslaus viðskipti með stöðluð verðbréf er mjög mikilvæg til að koma á æskilegum úrbótum í þessum efnum. Að þessu er nú þegar unnið. Undirbúningsnefnd að stofnun verðbréfamiðstöðvar er að störfum og er ætlað að koma með tillögur um ýmis atriði er lúta að tæknilegri, lagalegri og rekstrarlegri umgjörð verðbréfamarkaðar. Forvali vegna hugbúnaðargerðar lýkur nú í júní og er stefnt að lokuðu útboði innan tíðar. Gera má ráð fyrir að verðbréfamiðstöð geti hafið starfsemi á árinu 1998. Búast má við að á næstu tveimur árum takist að sníða ýmsa vankanta af verðbréfamarkaðnum þannig að hann verði gildari á alþjóðavettvangi. <BR> <DIV align=center>III. </DIV><BR>Hinn starfshópurinn hafði með höndum að kanna skilvirkni á íslenskum skuldabréfamarkaði. Oft hafa heyrst raddir um að ýmsar hindranir séu í vegi frjálsrar vaxtamyndunar. Þannig valdi til að mynda ráðandi markaðsstaða ýmissa lánastofnana eða stofnfjárfesta því að vextir breytast ekki með hliðsjón af markaðsaðstæðum á hverjum tíma. <BR><BR>Mjög mikilvægt er að vextir séu í samræmi við framboð og eftirspurn. Skilvirk vaxtamyndun er grundvöllur þess að innlent fjármálakerfi geti staðist samkeppni á opnum markaði. Rétt áhættumat á skuldbindingum einstakra lántaka er einnig mikilvægt til að tryggja rekstrargrundvöll lánastofnana og fjármálafyrirtækja. Jafnframt er mikilvægt að lagaleg umgjörð um starfsemi fyrirtækja á verðbréfamarkaðnum sé sambærileg, þannig að ekki skapist misræmi í vaxtakjörum af þeim sökum. Hér er átt við ýmis atriði sem geta skekkt samkeppnisstöðu aðila, svo sem starfsheimildir fyrirtækja, takmarkanir á fjárfestingarstefnu, félagsform og skattareglur. Frá sjónarmiði fjárfesta og lántaka er einnig mikilvægt að verðbréfamarkaðurinn tryggi sem réttasta niðurstöðu og að vaxtamyndunin sé sýnileg og skiljanleg. <BR><BR>Í skýrslu sinni bendir starfshópurinn á fjölmörg atriði sem betur mættu fara á íslenskum fjármagnsmarkaði. Ekkert eitt atriði mun valda straumhvörfum á markaðnum en saman vísa þau veginn til skilvirkari markaðar. Hópurinn leggur mikið upp úr að viðskipti með skuldabréf verði sem sýnilegust. Í því skyni er lagt til að stuðlað verði að því að útboð fari í meira mæli fram sem opin útboð og viðskipti fari að mestu í gegnum Verðbréfaþing Íslands. <BR><BR>Hópurinn bendir á nauðsyn þess að bæta fyrirkomulag viðskiptavaktar á Verðbréfaþingi Íslands í því skyni að gera skuldabréf auðseljanlegri. Í því sambandi hvetur hópurinn banka og aðrar lánastofnanir til að vera virkari í verðbréfaviðskiptum og beinir því til stærstu útgefenda að fækka og stækka verðbréfaflokka sína. <BR><BR>Starfshópurinn hvetur til þess að settur verði rammi um fjárfestingar lífeyrissjóða. Jafnframt leggur hópurinn til að samkeppnisskilyrði á lánamarkaði verði samræmd, meðal annars með því að breyta ríkisbönkum og fjárfestingarlánasjóðum í hlutafélög. <BR><BR>Hópurinn leggur einnig til að könnuð verði áhrif þess og möguleiki á að afnema skylduaðild að tilteknum lífeyrissjóðum, með tilliti til þess hvaða áhrif það hefði á samkeppni á fjármagnsmarkaðnum. <BR><BR>Með annarra tillagna hópsins er að komið verði á formlegu áhættumati á verðbréfum, sala spariskírteina í áskrift verði tekin til endurskoðunar, bankar og sparisjóðir tengi vexti sína betur peningamarkaðsvöxtum og fyrirkomulag stimpilgjalda verði endurskoðað. Hópurinn vekur líka athygli á nauðsyn þess að sparnaður þjóðarinnar aukist og þess verði freistað að fá heimilin til að auka sparnað sinn. <BR> <DIV align=center>IV. </DIV><BR>Góðir fundarmenn.<BR>Tillögur starfshópanna eru ítarlegar og umfangsmiklar. Sátt ríkir um margar tillagnanna en deilt er um aðrar, eins og gengur. Tillögurnar eru varða á leið til virkari verðbréfamarkaðar. Til að hrinda þeim í framkvæmd þarf samstillt átak löggjafans, útgefenda, fjárfesta, miðlara og eftirlitsaðila. Við skulum vinna saman að því marki að efla og bæta íslenskan verðbréfamarkað. Þakka ykkur fyrir. <BR> <P></P>

1996-05-31 00:00:0031. maí 1996Statement at the Meeting of the Ministers in The Barents Euro-Arctic Council, Murmansk, May 31. 1996.

<P><BR><BR>Mr. Chairman, Ministers, distinguished delegates and guests. <BR><BR>I thank Mr. E. Yasin, Minister of Economy of the Russian Federation, for his invitation to this meeting. It gives me pleasure to participate in this meeting of the Barents Euro-Arctic Council. <BR><BR>I would like to make some general remarks before addressing some of the specific issues of this meeting. <BR><BR>"The Value of regional cooperation." <BR><BR>Firstly, our experience shows that regional cooperation can contribute effectively to economic development, including direct foreign investments. The Nordic financial institutions, in particular the Nordic Investment Bank, have been important facilitators of cross border investments in the Nordic region and have enhanced cooperation between nordic enterprises. The Nordic Development Fund and the Nordic Project Export Fund have proven important partners for Icelandic companies that are engaged in investment projects outside the Nordic region. These institutions have with their valuable working knowledge of Nordic business community and a flexible approach. been able to supplement in an effective manner the activities of multilateral financial institutions. <BR><BR>Secondly, deeper involvement of regional authorities within the Russian Federation to promote foreign cooperation, including facilitation of foreign investment, is welcomed and must continue. The regional authorities with their local knowledge and sectoral expertise can be very efficient partners in promoting cross border trade and investment, thus complementing the efforts of the central government. This holds true in most larger countries. One needs only to observe in that regard the prominent role played by various States within the USA in promoting direct inward investment into their regions. <BR><BR>Thirdly, regional cooperation has often been the driving force for wider economic integration. The European experience clearly demonstrates this. The role that the Benelux countries through their regional cooperation have played in the overall European integration process is one example, but the same holds true in the nordic context. <BR><BR>"Regional cooperation in a wider context." <BR><BR>With reference to the above, we support the work of the Barents Euro-Arctic Council and the strengthening of the regional cooperation within the Council. We believe that the Council can contribute to: <BR><BR>Stronger regional cooperation in economic affairs; <BR><BR>Wider economic integration through its role as a forum to discuss transboundary economic and trade issues and to review of bilateral trade and investment issues; <BR><BR>Furthermore, we believe that the Council can foster the: <BR><BR>Promotion of trade and in particular investments through support of specific projects and financial instruments. <BR><BR>Stronger relations between regional authorities and the International Financial Institutions. <BR><BR>"Improved framework for investment and trade." <BR><BR>Mr. Chairman, investor confidence in any country is first and foremost influenced by the overall stability and general conditions for investments and trade. This applies both to the economic situation as well as the regulatory and tax framework. Measures to upgrade tax and custom legislation undertaken by the Russian Federation are therefore of great importance. The intensification of national efforts in this regard will be the single most important factor to encourage trade and investment in the Barents-Euro-Arctic Region. <BR><BR>"Strengthening international cooperation". <BR><BR>We welcome the interest expressed on the part of the Russian Federation to strengthen international cooperation in the field of trade and investment. This has been evidenced through Russias accession to the WTO and the recent application for membership of the OECD. With regard to the OECD's current activities we are supporting strongly the early conclusion of the Multilateral Agreement on Investment. We expect the agreement to be a high quality instrument open to accession by other countries, including Russia. If signed by all members of this Council it would be an important instrument to promote investment in the Region. Early consultations on this agreement between the OECD and the Russian Federation should take place to ensure that. <BR><BR>"Cooperation with International Financial Institutions." <BR><BR>Given the particular expertise of the Nordic institutions in the Region and their competence in important sectors in the Region, we believe that they can play an increasing role in promoting cross border investments. We welcome the work underway on a framework agreement between the Ministry of Finance of Russia and the Nordic Investment Bank. We would hope that improvements in the overall regulatory framework in Russia, together with the conclusion of a satisfactory framework agreement, would allow the NIB to gradually resume its operations in the Russian part of the Barents Region. <BR><BR>The long term benefits of the cooperation within the Council will be, primarily, through its efforts in investment promotion. In order to further foster the growth of the local private sector it is important to support cross border investments between smaller companies in the Region. We trust that the preparatory work undertaken by the Council will facilitate and encourage the EBRD and the World Bank to increase their efforts in this Region. <BR><BR>With increased emphasis on the financial sector and work through equity instruments, such as the North West Regional Venture Fund, we are confident that the EBRD in particular can intensify its activities. That, however, is dependent on the ability of the privat sector-partners to develop high quality projects. <BR><BR>Increased growth in our countries has shown that small and medium sized companies are willing to explore partnerships in other countries. The International Financial Institutions could be well advised to market their financing facilities better vis a vis SME's in the Nordic countries. Better access to the various local financing instruments would be an important catalyst for partnerships between smaller companies in the Barents Region. <BR><BR>"Regional cooperation within the Russian Federation." <BR><BR>When it comes to investment in the Russian part of the Barents Region, we believe that guaranties offered by the local authorities could play an important role to ensure the financing of private sector projects. The local authorities can add stability to the fundamental operating conditions of the enterprises. The use of performance guaranties or assurances for important elements in a project can be of great value. This can apply to long term raw material supply agreements or utility services. Longer term assurance with regard to quota rights for fishing enterprises is a point of interest to Joint Ventures with Icelandic partners. <BR><BR>In order to encourage private sector investment in the Region, we stress the use of information networks and other ways to establish company to company contracts. Pragmatic and cost effective ways should be emphasized. <BR><BR>"Improvement of the environment." <BR><BR>The environmental situation in the Barents Region is a matter of continuing concern for all our Governments. <BR><BR>Increased energy efficiency would contribute very rapidly to improve the environment in many countries and I wish to place emphasis on energy efficiency measure. I am pleased to note that certain projects being prepared in the Region have as their main objectives to increase energy efficiency. And it is a matter of particular satisfaction for me that an Icelandic firm with vast experience in the energy field is among those who have put forward such proposals. <BR><BR>The most serious environmental issues can only be solved in the medium or long term and with strong involvement from the international community. We welcome the activities of the EBRD Nuclear Safety Account in the region and would strongly recommend that its mandate be widened to include treatment of nuclear waste to deal with a well known problem that could affect the Barent Sea and its important food resources. <BR><BR>"Cooperation between Icelandic and Russian companies." <BR><BR>The Icelandic Government wishes to achieve stronger economic cooperation between the private sector in the Barents Region and Icelandic companies. Our country is a relatively big and scarcely populated island and the economy is primarily based on renewable natural resources such as coastal fishing and hydro- and geothermal power. <BR><BR>There is considerable potential for cooperation with the coastal regions of the Russian Federation, namely here in the Barent Region and further east on the Pacific coast, were Icelandic companies in many fields have been participating in mutually beneficial projects. <BR><BR>The Icelandic private sector is well placed to establish joint ventures in the Region. The Government of Iceland is putting in place an improved package of complementary tools providing information, technology and financial instruments to those companies that wish to invest and permanently establish themselves abroad. There are in particular two financial instruments of relevance, both of which are open to projects in the Barents Arctic Region as a whole: <BR><BR>Firstly, the Export Credit Guaranties Scheme administered by the Icelandic Industrial Fund is available to cover financing of up to 70% of the value of Icelandic equipment or services exported in a project. <BR><BR>Secondly, the Icelandic Industrial Development Fund has recently been authorized to take equity positions or provide loan financing in Investment Projects with Icelandic participation. The Fund can only take minority positions in projects. Therefore cofinancing with other financial institutions or Funds, such as the Regional Venture Fund, would always be required in such projects. <BR><BR>Mr. Chairman, the Bilateral Investment Agreement between Russia and Iceland to be confirmed today will further strengthen the potential for private sector cooperation. We are convinced such an Agreement will be for the benefit of both our countries and the Barent Region as a whole. Allow, me, in conclusion to stress again our support for the regional cooperation within the Barents Euro-Arctic Council and the Council's role in the promotion of wider economic intergration. We believe that success will come to countries that succeed in linking their businesses with the global economy. <BR></P>

1996-05-21 00:00:0021. maí 1996Statement at the Meeting of the OECD Council at Ministerial Level, Paris, May 21-22, 1996.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P>Agenda Item 2: Promoting Growth and Employment <BR><BR>Mr. Chairman, <BR><BR>Allow me at the outset to thank the Secretary-General for the many excellent reports presented at this meeting. <BR><BR>The promotion of economic growth and employment while maintaining a stable macro-economic environment is an extremely important topic. For Europe it furthermore relates to another delicate and sensitive issue of how to effectively reduce the high unemployment rate. <BR><BR>Looking at the overall macroeconomic environment, there are mixed signals. The good news is that economic growth has increased to a steady and sustainable pace in many countries without any major upward pressure on prices. At the same time, the fiscal situation has improved and interest rates have fallen. This is a welcome development which reflects to some extent successful economic policies. <BR><BR>The bad news is that growth in many European countries has recently been disappointing and unemployment remains at high levels. We must face the fact that in Europe, more than 10 per cent of the labour force is still out of work and unemployment is still high in spite of the upturn in most European economies. <BR><BR>We certainly welcome extensive analysis by the OECD on unemployment and useful proposals for action. But the measures applied need to be reexamined with due regard to the size of the problem. Unemployment becomes more and more severe with every recession. This means in simple terms that dealing successfully with the problem becomes ever more difficult and calls for more extensive measures. <BR><BR>The economic upturn will not solve the problem like may have happened in the past. <BR><BR>1) We need to act upon it. <BR><BR>2) New mesures are called for. <BR><BR>3) We have to tackle the structural part of the problem. <BR><BR>4) We have to promote flexibility, not only in the labour market but in the product and service markets as well. <BR><BR>This is a difficult task that calls for many measures. Such as removing trade barriers and removing various priviledges in the wellfare system that have been in force for decades. <BR><BR>These measures must be supported by macroeconomic policy. In this respect, it is important that monetary policy provides sufficient support for domestic demand, as there is an overriding need for fiscal consolidation in most European countries. Improvement in fiscal position are a condition for a sustained non-inflationary growth and employment. The message must get across to people that fiscal consolidation contributes in the end to lower unemployment. <BR><BR>The policy problem we are facing is that the costs of the structural measures needed are born up front and are very visible while the benefits mostly come in later and may not be so visible. <BR><BR>Mr. Chairman, <BR><BR>I think the OECD can be of assistance in this context by focusing on the policy trade- offs and the long-term benefits of these various structural measures. A better understanding of these issues can help to raise both business and consumer confidence, which has remained weak in many European countries. <BR><BR>Statement by Mr. Finnur Ingólfsson, Minister of Commerce and Industry, Iceland At the meeting of the OECD Council at Ministerial Level in Paris, May 21-23, 1996 Item 4: Charting the future of the OECD <BR><BR>Mr. Chairman, <BR><BR>Only a few words on this item since, with the exception of the budget, we find ourselves more or less in the same position on the future of the OECD as we were last year. <BR><BR>We wish to emphasize a continued support for the policy of selective admittance to the Organization in the near future, while at the same time the Organization continues to reach out in different ways to non-member countries, engaging them in a dialogue on some of the more important economic and trade issues. This is especially important with regard to countries such as Russia, China, India and Brazil. <BR><BR>As stated in the Secretary-General's report, the present OECD workload encompasses nearly all realms of governmental policy. This is exactly what makes the OECD such an effective contributor for its members in seeking viable solutions for its members. This broad mandate should be kept more or less intact while at the same time adjustments are made for new tasks such as the globalisation of information infrastructure and the information society. As I stated last year, new technologies develop rapidly and their effects on financial markets and economic issues have to analyzed so that appropriate policy steps can be taken. This work should continue to be one of the major undertakings of the OECD, since it is uniquely equiped for the task. <BR><BR>If there is a need to redefine some of the present activities, it should only be done after a careful evaluation by all members as to the trade-offs, both in the budgetery sense and also in relation as to ongoing work in other organisations. <BR><BR>As for the budgetary issue itself, we can support maintaining the present level of financial contribution. The OECD is an extremely well-run organisation in comparison to many other international bodies and probably has the most rigorous budgetary process of any international organisation. therefore any further cost-cutting must be done with extreme skill. <BR><BR>Mr. Chairman, thank you Statement by Mr Finnur Ingólfsson, Minister of Commerce and Industry Iceland. At the meeting of the OECD Council at Ministerial Level, Paris, 21- 22 May 1996 <BR><BR>Agenda Item 3: <BR><BR>Strengthening the Multilateral System <BR><BR>Mr Chairman, <BR><BR>The World Trade Organization is now operational. The ministerial meeting later this year in Singapore will be an important forum to provide further direction for the WTO's future work. The effectiveness of WTO will ensure greater continuity and progress in global trade liberalization efforts. The strengthening of multilateral efforts through the creation of WTO calls for more focused work in areas where the inter dependence between OECD and WTO is particularly clear, such as in the area of investment. The complementary role of the OECD will be judged by the quality of its work in selected areas in particular the work on the Multilateral Agreement on Investments. Allow us in that regard to stress the following: <BR><BR>We welcome the progress of work made so far by the Negotiating Group on the Multilateral Agreement on Investment. We strongly support efforts to go beyond existing commitments to achieve a higher level of liberalization. <BR><BR>The quality of the agreement, will be measured against conclusions found in the Negotiating Groups report, namely those topics which go beyond existing liberalization commitments. In that regard effective provisions to regulate and control investment incentives must be included in the MAI. <BR><BR>There is room for certain general incentives for investments, for instance to encourage investments in innovation and research and development. Direct investments grants, and direct financial support of investment of the proportions seen in many recent investment decisions are clearly distorting capital flows. Such practices must be abolished both at national and the local level, albeit gradually. <BR><BR>The link between privatization and investment is indeed clear. That relation needs to be dealt with to assure a balance between the need to find acceptable ways to implement privatization on the one hand and the rights of foreign investors on the other. <BR><BR>A balance has to be found between the commitments and safeguard clauses and reservations. Lodging of unspecified reservations could severly undermine the effectiveness of the agreement. <BR><BR>The overall relationship between the MAI and other International agreements must be further examined. <BR><BR>We reaffirm our commitment to the early conclusions of the negotiations on the MAI. We look forward to a high quality agreement at the 1997 ministerial meeting. <BR><BR>A transparent, free and effective multilateral investment regime will contribute to economic growth. It allows countries to better exploit their competitive advantage. Hence there should be a strong incentive for other countries to adopt in due course the MAI through accession. Early and active consultation with those countries should aid that process. <BR><BR>Mr. Chairman, <BR><BR>The OECD can, make an important contribution to strengthen the multilateral trade and investment system. In addition to deeper involvement in investment affairs; further work in the area of trade and environment would seem to be an area where OECD activities could make an important contribution. <BR><BR>Finally Mr. Chairman, <BR><BR>For a small country like ours free trade and free flow of capital is of vital importance for innovation and economic growth. In these areas the OECD has an important role to play not least in ensuring stable conditions for foreign direct investment and through more effective controls on measure distorting investment flows. <BR><BR>Finnur Ingólfsson,<BR>Minister of Industry and Commerce <BR></P>

1996-05-13 00:00:0013. maí 1996Opening address at the Meeting of the CICA Central Committee, May 13, 1996.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P>&nbsp;<BR> <DIV align=center>I. </DIV><BR>Mr. Chairman, Ladies and Gentlemen<BR>I am honored to have the opportunity to address this CICA meeting and give you a short overview of the Icelandic economy, particularly the financial market. As you may know the Icelandic economy is primarily based on the use of renewable natural resources. The most important of these are the coastal fishing banks, hydro-electric and geothermal power and the grasslands which support the livestock industry. <BR><BR>Agriculture has traditionally been extremely important to the Icelandic economy. In 1940, 32% of the workforce was employed in agriculture. However, like in all industrial countries, the economic impact of agriculture has decreased. Now, agriculture contributes approximately 2.5 percent of GDP and employs under 5% of the workforce. Agriculture has, however, strong roots in the economy, much stronger than can be shown in economic statistics. <BR><BR>The agricultural sector has undergone some structural changes in recent years as demand for dairy products and lamb have declined. Price supports and export subsidies have been taken away and replaced with direct income payments to farmers. <BR><BR>Approximately one-fifth of the total area of Iceland is suitable for agriculture and the raising of livestock. About six percent of this area is under cultivation, with the remainder used for raising livestock or left unused. Iceland is self-sufficient in meat, dairy products and eggs. The principal crops are hay and potatoes. Some fruits, vegetables and flowers are cultivated in greenhouses heated with geothermal water and steam. Furthermore, a fur industry has developed over the past decade. <BR><BR>Although the Icelandic economy has traditionally been based on fisheries and agriculture, it has in the last decades, diversified into manufacturing, procesing and service industries. At the time Iceland has diversified its marine sector. The change to a service-oriented economy, along with a sensible use of our natural resources, has resulted in a diversified economy with one of the highest GDP per capita in the world. <BR> <DIV align=center>II. </DIV><BR>I would now like to turn to the developments of the financial market. The financial market has developed very rapidly in recent years as it has been liberalised and restrictions on capital movements between Iceland and other countries have been removed. <BR><BR>Broadly speaking, regulations which were based on the rule that everything was prohibited that was not specifically permitted has been replaced by prudential rules governing the operations of financial institutions. <BR><BR>In the middle of the 1980}s, <BR>interest rates were liberalised, <BR>a securities exchange, the Iceland Stock Exchange, was established, securities companies emerged and <BR>mutal funds were established. <BR><BR>At the end of the 1980}s important mergers of financial institutions took place when the number of commercial banks fell from severn to three. <BR><BR>At the beginning of the 1990}s the rules governing foreign direct investment were liberalised and the Government adopted a policy of a phased elimination of foreign exchange restriction. <BR><BR>In 1993, Iceland became a member of the European Economic Area, which, among other things, ensured open access for much of Iceland}s exports to the markets of the European Union. It has also meant that Icelandic legislation is in many respects modelled on European Union legislation. <BR><BR>Currently, there are four commercial banks operating in Iceland and over thirty savings banks, some of which are very small. Two of the commercial banks are state owned. One of them is your host, Búnaðarbanki Íslands. The Government plans to incorporate the state owned banks during its term in office. <BR><BR>So-called investment credit funds play an important role in the Icelandic financial system. They are for the most part government owned institutions and are involved in providing of long-term investment capital to enterprises. They finance their activity partly through bond issues in the domestic market and the largest ones through borrowings in foreign markets. The Government plans to incorporate the most important state owned investment credit funds. <BR><BR>Pension funds are the single most important source of long-term capital in Iceland. Membership in pension funds is obligatory for wage earners and self- employed people. The pension funds are independent non-governmental entities. They invest mainly in government and government guaranteed paper but have gradually begun to diversify into private bond issues, equity capital and foreign securities. <BR><BR>With the liberalisation of the financial markets there have been significant changes in new issue activity. For a long time the Government was the only issuer of bonds in the market. As the market developed and was deregulated other borrowers began to enter the market. This tendency has been very strong since the beginning of 1994. Local governments, financial institutions and private companies have tapped the domestic bond market in significant amounts. <BR> <DIV align=center>III. </DIV><BR>The Icelandic economy has been positively transformed in recent years. The economy is now characterised by <BR><BR>low inflation,<BR>more market orientation, <BR>a stable real-exchange rate and <BR>increased diversification within the major industries. <BR>These changes built on the advantages already present, such as the very high and evenly distributed standard of living,<BR>longstanding political stability, <BR>abundant natural resources, <BR>a developed infrastructure and <BR>a well-educated population. <BR><BR>In March, Standard &amp; Poor}s upgraded the long-term foreign currency debt of Iceland to single A+ based on the improved macroeconomic management. In a news release Standard &amp; Poor}s stated that the rating was underpinned by Iceland}s unchallanged social and political stability and its pool of physical and human capital, supporting one of the highest GDP per capita in the world. <BR><BR>Ladies and Gentelmen. I hope that you will make the most out of your visit to Iceland and your stay will be pleasant. Thank you very much <BR> <P></P>

1996-05-08 00:00:0008. maí 1996Ræða iðnaðarráðherra á ársfundi Iðnlánasjóðs, 8. maí 1996.

<P><BR> <DIV align=center>I. </DIV><BR>Ágætu ársfundargestir. <BR><BR>Það er kunnara en frá þurfi að segja að það er bjart yfir íslenskum þjóðarbúskap um þessar mundir. Iðnaðurinn er þar svo sannarlega ekki undanskilinn. Velta í iðnaði hefur aukist verulega og markaðshlutdeild íslenskra iðnaðarvara vaxið. Sérstaklega er þó ánægjulegt að sjá mikla sókn iðnaðarins á erlenda markaði. Þannig jókst útflutningur iðnaðarvara, að stóriðju undanskilinni, um tæp 19% að magni á síðasta ári. Á sama tíma dróst útflutningur þjóðarinnar saman um 2% að magni. <BR><BR>Við þessi skilyrði blómstrar atvinnulífið. Það hefur fengið tækifæri til að sýna hvað í því býr og nýtt sér það til fullnustu. Nýjum greinum vex fiskur um hrygg og skapa þúsundum atvinnu. Má þar nefna ferðaþjónustu og upplýsingaiðnað. Gamlar og rótgrónar greinar, eins og málm- og skipasmíði og húsgagnaiðnaður, sem voru nær dauða en lífi í byrjun áratugarins, standa nú mun traustari fótum. <BR><BR>Atvinnulífið hefur tekið stakkaskiptum og byggir í æ ríkari mæli á frjálsum markaðsbúskap. Fyrirtæki gera nú marktækar áætlanir fram í tímann. Samkeppnisstaða atvinnulífsins gagnvart erlendum keppinautum, mælt á mælikvaða raungengis, hefur ekki verið betri í áratugi. <BR><BR>Þegar litið er á vöxt útflutningsgreina er athyglisvert að sjá hvað iðngreinar sem tengjast sjávarútvegi hafa dafnað. Þannig nam útflutningur á: <BR> <UL> <LI>fiskinetum og línum 470 milljónum á síðasta ári, sem er 122% aukning frá árinu á undan, <LI>rafeindavogum 835 milljónum, sem er 42% aukning, <LI>vélum til fiskverkunar 254 milljónum, sem er 18% aukning og <LI>ýmsum búnaði til fiskveiða 263 milljónum, sem er 39% aukning. </LI></UL><BR>Þetta sýnir svo ekki verður um villst að iðnaður og sjávarútvegur eru að tengjast sterkari böndum en tengsl þessara greina hafa þó löngum verið mikil. Iðnaður tengdur sjávarútvegi er verulegur hluti iðnaðarframleiðslu hér á landi. Iðnfyrirtæki tengd sjávarútvegi hafa það fram yfir önnur íslensk iðnfyrirtæki að búa við mjög öflugan heimamarkað. Erlendir fræðimenn á sviði samkeppnishæfni þjóða, svo sem Michael Porter, hafa einmitt haldið því fram að öflugur heimamarkaður sé forsenda fyrir því að varanlegur árangur náist í útflutningi. <BR><BR>Margir halda því fram að íslenskur þjóðarbúskapur sé ofurseldur einni framleiðslugrein og því í eðli sínu sveiflukenndur og áhættusamur. Rétt er að sveiflur hafa verið meiri hér á landi en víðast hvar annars staðar. En það má að nokkru rekja til þess að hagstjórn hér á landi hefur oft á tíðum magnað þessar óumflýjanlegu sveiflur, frekar en mildað. <BR><BR>Það er hins vegar alrangt að Íslendingar hafi sett öll sín egg í eina brothætta körfu. Íslenskt atvinnulíf er einkar fjölbreytt. Skipting vinnuafls í atvinnugreinar er keimlík því sem tíðkast í helstu viðskiptalöndum okkar. Helmingur gjaldeyristekna kemur að sönnu frá einni atvinnugrein, sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur er hins vegar mjög fjölbreytileg atvinnugrein, því fisktegundir, vinnsluaðferðir og markaðir eru margir og ólíkir. Það má því með sanni segja að íslenskur þjóðarbúskapur standi traustum fótum. <BR><BR>Staðfesting á traustum þjóðarbúskap kom fram á dögunum þegar hið virta bandaríska matsfyrirtæki, Standard &amp; Poor}s, hækkaði mat sitt á lánshæfi Íslands. Þessi hækkun á lánshæfismati endurspeglar bætta hagstjórn. Standard &amp; Poor}s bendir á að bætt hagstjórn ásamt styrkri stjórn á auðlindum sjávar geri þjóðarbúskapinn síður viðkvæman fyrir ytri áföllum og að aukinn sveigjanleiki í ríkisfjármálum ætti að draga úr háu hlutfalli erlendra skulda opinberra aðila og leggja um leið grunn að stöðugri hagvexti í framtíðinni. <BR> <DIV align=center>II. </DIV><BR>Besta atvinnustefna sem ríkisstjórnin getur gefið atvinnulífinu er að halda raungengi óbreyttu. Atvinnulífið sér um afganginn með markvissri uppbyggingu á öllum sviðum. Ég er sannfærður um að við aldahvörf verðum við búin að skjóta traustari stoðum undir íslenskt atvinnulíf og útflutningur verður enn fjölbreyttari en nú er. Við megum ekki láta þetta tækifæri okkur úr greipum ganga. Stöðugleikanum, samhliða æskilegu raungengi, verður að viðhalda með öllum tiltækum ráðum. <BR><BR>Margir sjá ýmis hættumerki framundan. Forsvarsmenn iðnaðarins hafa til að mynda áhyggjur af afleiðingum mögulegrar aukningar á þorskkvótanum. Ég er þeirrar skoðunar að hófleg aukning þorskkvótans muni ekki valda slíkum straumhvörfum við núverandi aðstæður að ástæða sé til að ætla að aðrar atvinnugreinar bíði varanlegt heilsutjón. Þó að góður gangur sé í efnahagsvélinni um þessar mundir þá er ekki sérstök ástæða til að óttast að vélin ofhitni. Helst er að sjá þenslumerki í bifreiðakaupum og utanlandsferðum. Þessir þættir hafa hins vegar tilhneigingu til að sveiflast mikið og eru að ná sér eftir langvarandi lægð. Ekki er því hægt að alhæfa um þenslu á grunni þessa. <BR><BR>Verðbólgustig bendir heldur alls ekki til þenslu. Verðbólga er nú heldur lægri en að meðaltali í iðnríkjunum. Verðlag hefur hækkað umtalsvert minna frá áramótum en búist var við í upphafi árs. Seðlabankinn hefur endurmetið verðbólguspá sína og gerir nú ráð fyrir 2% hækkun verðlags á þessu ári. Verulegar launahækkanir á undanförnum misserum hafa þannig ekki hækkað verðlag að neinu marki. Svo virðist sem aukin samkeppni og framleiðniaukning í atvinnulífinu komi í veg fyrir að kostnaðarhækkanir komi fram í hærra útsöluverði. <BR><BR>Ég er þeirrar skoðunar að meiri festa og ögun í efnahagsmálum, meira frjálsræði í viðskiptum og almennt virkari hagstjórn geri það að verkum að hægt sé að takast á við hóflega aukningu þorskkvótans, eða nokkra hækkun á verði sjávarafurða á erlendum mörkuðum, án sértækra sveiflujöfnunaraðgerða í sjávarútvegi. Öðru máli gegnir um verulega aukningu þorskkvótans eða mikla verðhækkun á erlendum mörkuðum. Sú staða getur komið upp og við þurfum að vera við því búin. Ég bendi á í þessu sambandi að nú er starfandi nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins, sem ætlað er að finna leiðir til að skapa sem best og stöðugust hagvaxtarskilyrði fyrir þjóðarbúið til langs tíma litið. Mikil ábyrgð hvílir á þessari nefnd og er brýnt að hún nái sem fyrst samkomulagi um aðgerðir sem stuðla að raunverulegri sveiflujöfnun í þjóðarbúskapnum. <BR><BR>Auðlindagjald er það form sveiflujöfnunar sem mest hefur verið rætt um undanfarin misseri. Ég vil alls ekki útiloka að auðlindagjald verði tekið upp hér á landi. Ég er hins vegar ekki hlynntur því að tekið verði upp auðlindagjald á eina atvinnugrein umfram aðrar. Auðlindagjald ætti að leggjast á allar atvinnugreinar sem nýta sér sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Auðlindagjald, ef til þess kemur, mun skapa ríkissjóði tekjur og því væri eðlilegt að lækka skatta á atvinnulífið á móti. <BR> <DIV align=center>III. </DIV><BR>Lækkun vaxta á undanförnum tveimur mánuðum bendir heldur ekki til að mikil ólga sé í hagkerfinu. Á síðasta ári hækkuðu vextir hér á landi en lækkuðu umtalsvert í nær öllum viðskiptalöndum okkar. Í byrjun þessa árs var svo komið að mismunur á skammtímavöxtum hér og að meðaltali í viðskiptalöndum okkar var um 3%. Raunþáttur vaxta af lengri ríkisskuldabréfum var á sama tíma 2-3% hærri hér á landi. Á þessum tíma benti ríkisstjórnin ítrekað á að vextir væru of háir miðað við efnahagsaðstæður. Ósýnileg tregðulögmál réðu ferðinni á fjármagnsmarkaði í stað hinnar ósýnilegu handar markaðarins. <BR><BR>Vextir hafa nú lækkað allnokkuð og er ekki enn séð fyrir endann á vaxtalækkunum. Seðlabankinn reið á vaðið í byrjun apríl og lækkaði vexti á ríkisvíxlum um 0,75%. Síðan hefur Seðlabankinn lækkað vexti á skammtímamarkaði um 0,2% til viðbótar, þannig að í apríl stóð bankinn fyrir vaxtalækkun á skammtímamarkaði um 0,95%. Markaðurinn tók lækkuninni vel. Vextir fimm ára spariskírteina lækkuðu verulega í apríl og eru nú um 5,45%. Þess má geta að í ársbyrjun voru vextir fimm ára spariskírteina 5,9%. Sérstaklega er athyglisverð 1.6% vaxtalækkun á fimm ára óverðtryggðum ríkisbréfum. Þetta bendir til að markaðurinn hafi trú á að stöðugleikinn sé langvarandi. <BR><BR>Bankar og sparisjóðir hafa hins vegar ekki enn tekið við sér og fylgt þessum lækkunum eftir. Kjörvextir almennra skuldabréfalána banka eru nú 0,3% hærri en í desember. Í vaxtalækkunarhrinunni í apríl lækkuðu vextir aðeins óverulega. Það er athyglisvert hvað bankar og sparisjóðir taka lítið mið af vöxtum á peningamarkaði við ákvörðun óverðtryggðra vaxta. Sterk markaðsstaða banka og sparisjóða á skammtímamarkaði kann að skýra þetta, þó vissulega hafi samkeppnin aukist. Þessi sterka staða birtist einnig í miklum vaxtamun á óverðtryggðum út- og innlánum. Vaxtamunur út- og innlána á óverðtryggðum liðum hefur verið á bilinu 10-11% undanfarin ár en vaxtamunur á verðtryggðum liðum 4-5%. <BR><BR>Bankar hafa svigrúm til lækkunar vaxta. Bankar bjóða til að mynda gríðarlega góð kjör á 3-5 ára bundnum verðtryggðum sparireikningum. Þessir vextir eru nú nokkru hærri en ríkissjóður býður í áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Það hlýtur að teljast afar óeðlilegt því mikill munur er á eðli innlána annars vegar og spariskírteina hins vegar. Í viðskiptum með spariskírteini er fólgin vaxtaáhætta, sem ekki er til að dreifa varðandi innlánin. Sveigjanleikinn gagnvart fjárhæðum og dagsetningum er ekki hin sami við spariskírteini eins og innlán. Þessi form eru því alls ekki sambærileg. Hér er því tækifæri til lækkunar inn- og útlánsvaxta. <BR> <DIV align=center>IV. </DIV><BR>Þær skipulagsbreytingar sem fyrirhugaðar eru á fjármagnsmarkaði munu einnig stuðla að lækkun vaxta. Umskiptin gegna mikilvægu hlutverki í því að aðlaga íslenskt atvinnulíf að breyttum aðstæðum. Á fjármagnsmarkaði eru aðstæður gerbreyttar frá því sem var þegar núverandi skipan komst á, skipan sem einkennist af ríkisviðskiptabönkum og nokkrum fjárfestingarlánasjóðum í eigu ríkisins. Því er rökrétt að endurskoða skipulag og starfsemi allra fjármagnsfyrirtækja í eigu ríkisins. <BR><BR>Markmið þessarar endurskoðunar eru í fyrsta lagi að tryggja atvinnulífinu á sem hagkvæmastan hátt aðgang að langtímafjármagni til fjárfestingar á markaðskjörum, og í öðru lagi að tryggja atvinnulífinu aðgang að fjármagni til nýsköpunar og þróunar. Stefnt er að því að öll fyrirtæki, í hvaða atvinnugrein sem er, eigi jafnan aðgang að slíku fjármagni. <BR><BR>Með fyrrgreind markmið í huga hefur verið tekið til skoðunar hvernig best megi nýta það fjármagn sem þegar er til staðar í fyrirliggjandi fjárfestingarlánasjóðakerfi. Í því sambandi hefur einkum verið horft til Fiskveiðasjóðs Íslands, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. Samkvæmt þeim hugmyndum sem nú liggja fyrir er gert ráð fyrir að Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður og Fiskveiðasjóður hætti starfsemi í núverandi mynd en á grunni þeirra verði stofnaður fjárfestingarbanki atvinnulífsins sem verði lánastofnun í skilningi laga um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði. Fái bankinn það hlutverk að veita íslensku atvinnulífi fjármálaþjónustu og hafi í því skyni með höndum hverja þá starfsemi sem lánastofnunum er heimil. Það er mín skoðun að bankinn eigi í upphafi að vera hlutafélag í eigu ríkisins en það hlutafé selt um leið og markaðsaðstæður leyfa. Atvinnulífið mun síðan hafa þau áhrif sem það kýs með því að eignast hlut í bankanum. <BR><BR>Ennfremur er gert ráð fyrir að stofnaður verði nýsköpunarsjóður atvinnulífsins sem hafi það hlutverk að veita fyrirtækjum lán, ábyrgðir og styrki til þróunar- og nýsköpunarverkefna og stuðla þannig að vöru- og tækniþróun og markaðssetningu íslenskrar framleiðslu og þekkingar. Til að tryggja nýsköpunarsjóðnum nægilega fjármuni njóti hann arðs af hluta af eigin fé sjóðanna þriggja og arðs af hluta af hlutafé fjárfestingarbankans. <BR> <DIV align=center>V. </DIV><BR>Góðir ársfundargestir. <BR>Tilgangurinn með þessum breytingum á fjárfestingarlánasjóðakerfi atvinnuveganna er að skapa fjárhagslega traustar heildir og draga úr eða afnema hina óheillavænlegu skiptingu þessara sjóða eftir atvinnugreinum. Þetta er nauðsynlegt því að atvinnulífið tvinnast æ meira saman. Hlutföll á milli atvinnugreina eru sífelldum breytingum háð og nýjar atvinnugreinar skjóta rótum sem falla illa inn í fyrra mynstur. Skipulag fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna má ekki verða til þess að tefja nauðsynlegar breytingar í íslensku efnahagslífi. Síðast en ekki síst eru núverandi fjárfestingarlánasjóðir einfaldlega of litlir til að geta tekist á við harðnandi alþjóðlega samkeppni. Sameinaður og öflugur fjárfestingarbanki ætti að hafa bolmagn til að geta boðið íslenskum fyrirtækjum lán á hagstæðustu kjörum hverju sinni, til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Þakka ykkur fyrir <BR> <P></P>

1996-05-06 00:00:0006. maí 1996Ávarp á ráðstefnu um grænbók Evrópusambandsins um nýsköpun, 6. maí 1996.

<P> <P> <P><BR><BR>Dr. Constant Gitzinger. It is a pleasure to welcome you to this conference on the Green Paper on innovation. We appriciate the iniative of the European Union on this very important issue. Ágætu ráðstefnugestir. <BR><BR>Nýsköpun er grundvöllur nauðsynlegrar atvinnuþróunar og almennra framfara í þjóðfélaginu öllu. Ný og bætt framleiðsla verður fyrst og fremst til vegna nýsköpunar í fyrirtækjum þar sem hæfnin til að breyta hugmyndum og þekkingu í söluhæfa vöru skiptir megin máli. Nýsköpun er því ein af helstu undirstöðum öflugs og vaxandi atvinnulífs og forsenda þess að störfum fjölgi og unnt verði að greiða hærri laun. <BR><BR>Eitt af þeim verkefnum sem ég hef lagt hvað ríkasta áherslu á nýliðnu fyrsta starfsári mínu sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra eru nýsköpunar og atvinnuþróunarmál. Það er einnig eitt af áherslumálum ríkisstjórnarinnar, en í stefnuyfirlýsingu hennar segir m.a. að hún ætli sér að tryggja stöðug og góð rekstrarskilyrði útflutningsgreina og stuðla að nýsköpun og sókn í vöruþróun og markaðssetningu. <BR><BR>Frumskilyrði þessa er að skapa og viðhalda eðlilegu rekstrarumhverfi er veitt geti fyrirtækjum viðunandi afkomu til að stunda þær rannsóknir og vöruþróun sem nauðsyn ber til. Þessum ytri skilyrðum hefur að mestu verið fullnægt. Vaxandi stöðugleiki er í ríkisfjármálunum sem skapað hefur ný skilyrði fyrir hagvöxt. Raungengi er hagstætt og vextir eru að verða sambærilegir við það sem er í helstu viðskiptalöndum okkar. <BR><BR>Þrátt fyrir góða afkomu fyrirtækja sl. tvö ár er fjárfesting í atvinnulífinu enn allt of lítil. Eftir áralangan samdrátt í efnahagslífi þjóðarinnar virðist svo af fyrirtækjunum dregið að nokkurn tíma muni taka að byggja upp þá tiltrú og kraft sem nauðsynlegur er til árangursríkrar og almennrar útrásar. <BR><BR>Engu að síður hafa alþjóðleg umsvif fyrirtækja heldur aukist með batnandi afkomu. Athygli vekur að umsvif þessi eru ekki bundin við næstu nágrannalönd okkar heldur teygja þau sig til fjarlægra heimshorna. Þarna er að finna lýsandi dæmi um það hvernig okkur hefur tekist að nýta víðtæka þekkingu og reynslu okkar. Þessi þekking og reynsla hefur fyrst og fremst orðið til við nýsköpun á heimavelli á þeim sviðum sem við kunnum best. Þrátt fyrir þetta verður að líta svo á að alþjóðleg umsvif okkar séu enn á frumstigi og að margt eigi eftir að ávinnast á þeim vettvangi á komandi árum. Mikilvægur þáttur í eflingu þeirra er samningurinn um hið Evrópska efnahagssvæði. <BR><BR>Nú stendur yfir mótun 5. Rammaáætlunar Evrópusambandsins. Mikilvægt er að sú stefnumörkun takist vel svo hún geti nýst íslensku atvinnulífi sem best. Í þessu sambandi er mér efst í huga að hlúð verði sem best að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Smáfyrirtæki skipa veigamikinn sess í allri Evrópu og má til viðmiðunar geta þess að 91% fyrirtækja í Evrópusambandinu hafa færri en 20 starfsmenn. Flest ný störf verða til hjá slíkum fyrirtækjum svo draga má þá ályktun að vöxtur og efling atvinnulífsins mun að verulegu leyti hvíla á þeim. Vandi þeirra er fyrst og fremst aðgengi að fjármangni og erfiðleikar við að koma á tæknilegu og viðskiptalegu samstarfi. Þetta þekkist vel hér á landi og virðist af Grænbókinni að dæma vera sammerkt með Evrópskum fyrirtækjum. <BR><BR>Á undanförnum mánuðum hef ég heimsótt fjölda fyrirtækja víðsvegar um land. Umræður hafa þá fyrst og fremst snúist um nýsköpun og atvinnumál. Meðal annars hefur verið rætt um þá möguleika sem bjóðast með þátttöku í rannsóknaráætlunum Evrópubandalagsins. Mikill áhugi virðist vera á þessum áætlunum en vegna mikils fjölda og margbreytileika þeirra sýnist mér flestir eigi erfitt með að átta sig á því hvar ávinnings sé helst að leita fyrir þá. Þrátt fyrir að almennar kynnigar séu nauðsynlegar til að vekja fólk til almennrar vitundar um þessa möguleika tel ég að reynslan hafi sýnt að til þess að ná þeim árangri sem við sækjumst eftir í Evrópusamstarfinu þurfi að leggja meira upp úr beinu persónulegu sambandi við fyrirtækin þar sem þau fái handleiðslu til að feta veginn framávið. <BR><BR>Á þessum ferðum mínum hef ég m.a. kynnt verkefnið Átak til atvinnusköpunar sem er samstarfsverkefni iðnaðarráðuneytis, Iðnlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Iðntæknistofnunar. Átak til atvinnusköpunar hefur þann tilgang að samræma stuðningsaðgerðir þessara aðila við nýsköpun og greiða götu þeirra sem leita eftir opinberum stuðningi eða leiðsögn að Evrópusamstarfi. Þannig er unnið að því að vera leiðbeinandi með jákvæðum og hvetjandi hætti. Ljóst má þó vera að Átak til atvinnusköpunar leysir ekki þann stóra vanda sem er áhættufjármögnun nýsköpunarverkefna. Þar þarf meira að koma til. <BR><BR>Til lengri tíma litið er nýskipan fjárfestingalánasjóða atvinnuveganna eitt brýnasta framfaramálið er tengist nýsköpun og atvinnuþróun. Annars vegar þarf að stofna öflugan almennan fjárfestingarbanka. En hins vegar er mikilvægt er að samræma stuðningsaðgerðir við atvinnulífið og bjóða upp á áhættufjármagn. Í þessu sambandi þarf að brúa það bil sem er frá því að rannsóknum og annarri þekkingaröflun lýkur og þar til framleiðsla eða þjónusta er orðin markaðshæf. <BR><BR>Erfitt hefur reynst að afla áhættufjármagns til þessa, m.a. vegna þeirra veðkrafna sem tíðkast hafa. Sennilega hafa lánveitendur að einhverju leiti einnig verið illa í stakk búnir til að meta gildi nýsköpunarverkefna þannig að þeir gætu tryggt fjármagn sitt með öðrum hætti. Úr þessu þarf að bæta og er það ætlunin með hugmyndum sem eru í vinnslu í stjórnarráðinu að uppstokkun sjóðanna leiði til myndunar öflugs Nýsköpunarsjóðs. Hlutverk hans væri að styðja við hverskonar nýsköpun í öllum greinum íslensks atvinnulífs. <BR><BR>Ágætu ráðstefnugestir. Ráðstefna þessi um nýsköpun er mér fagnaðarefni. Hún snýst öðru fremur um Grænbók Evrópusambandsins, þau markmið og þær leiðir sem þar eru settar fram. Í fjótu bragði sýnist mér að aðstæður okkar Íslendinga séu að flestu leiti líkari því sem þar er lýst en ég hefði fyrirfram haldið. Engu að síður búum við við nokkra sérstöðu og væri áhugavert ef af vinnu ykkar hér í dag mætti draga fram niðurstöður er snéru öðru fremur að íslenskum aðstæðum. <BR></P>

1996-05-03 00:00:0003. maí 1996Ávarp ráðherra á þingi Neytendasamtakanna, 3. maí 1996.

<P><BR><BR>Fundarstjóri, formaður, ágætu þingfulltrúar. <BR><BR>Mér er það sérstakt ánægjuefni að fá tækifæri til að ávarpa þing Neytendasamtakanna en þessi samtök hafa mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna til hagsmuna fyrir fjölskyldurnar í landinu og þjóðfélagið í heild. <BR><BR>Flestar breytingar á íslensku samfélagi hafa áhrif á stöðu neytenda. Viðskipti milli landa og ferðir milli landa aukast stöðugt og íslenskir neytendur verða fyrir áhrifum af því sem gerist annarsstaðar í okkar heimshluta. Þátttaka okkar í fjölþjóðlegu samstarfi á Evrópska Efnahagssvæðinu gerir einnig kröfur til okkar sem þjóðar að uppfylla þá samningsskilmála og reglur, sem settar eru á þeim vettvangi. Neytendalöggjöf hefur því orðið sífellt viðameiri hér á landi og má í því sambandi nefna að sett hafa verið lög um skaðsemisábyrgð, lög um neytendalán,lög um alferðir, lög um húsgöngu- og fjarsölu,lög um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og breytingar á samningalögum. Einnig hafa verið sett lög án þess að til hafi komið kröfur erlendis frá eins og lög um sölu notaðra ökutækja. <BR><BR>Að undanförnu hefur mikið verið unnið að undirbúningi að nýrri lagasetningu á neytendasviðinu. Þar má nefna að nefnd sem ég skipaði m.a. með þáttöku neytendasamtakanna hefur skilað drögum að lagafrumvarpi um innheimtustarfsemi og nefnd er starfandi til að semja drög að frumvarpi um þjónustustarfsemi . Hér er um mjög mikilvæga löggjöf að ræða út frá sjónarmiði neytenda og hyggst ég leggja þessi frumvörp fyrir Alþingi sem allra fyrst. Þá er starfandi nefnd sem skoða á til hvaða aðgerða þarf að grípa til að vernda hagsmuni ábyrgðarmanna. Mjög mikilvægt er að þessi mál nái fram að ganga sem allra fyrst. <BR><BR>Áfram þarf að vinna á þessu sviði. Þar má nefna að hafin er vinna við löngu tímabærar og nauðsynlegar breytingar á lögum um lausafjárkaup,kaupalög, og færa þau til nútímahorfs. Stefni ég að því að leggja fram á Alþingi frumvarp þessa efnis síðar á þessu ári eða um leið og vinnu við nýtt frumvarp þessa efnis lýkur.Við þá endurskoðun hljótum við að horfa til annarra Norðurlanda og þá ekki síst til Noregs en norðmenn hafa nýlega endurskoðað sína löggjöf.Einnig má nefna nauðsyn þess að sett verði sem allra fyrst löggjöf um starfsábyrgðartryggingar til að tryggja að neytendur vegna tjóns fjölmargra starfsstétta. Þessi mál vill ráðuneytið vinna í nánu samráði við Neytendasamtökin enda í báðum tilvikum um mjög mikilvæga löggjöf að ræða hvað varðar neytendavernd. <BR><BR><B>Fjármál heimilanna</B> <BR><BR>Vandamál í fjármálum heimilanna er gríðarleg og skuldaaukning ár frá ári mikið áhyggjuefni. Það vekur að sjálfsögðu athygli að sjóðir sem hafa lánað til fyrirtækja hafa tapað stórlega. Á meðan hafa sjóðir sem eingöngu lána til heimila nánast tapað engu. Því má ætla að útlánatap banka og sparisjóða á undanförnum árum hafi einkum verið vegna lána til fyrirtækja. Ríkisstjórnin hefur að undanförnu gert tillögur til úrbóta, en ég legg áherslu á að þar er um tilraunaverkefni að ræða, en vissulega mikilvægt verkefni. Það hefur verið mjög gagnlegt að geta þar gengið að mikilli þekkingu og reynslu hjá Neytendasamtökunum. Ég vil nefna sem mikilvægt skref á þessu sviði sem er Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og er reynsluverkefni fjölmargra aðila til tveggja ára. Fyrir Alþingi liggja einnig frammi mikilvæg frumvörp til að reyna að leita leiða til úrbóta á þessu sviði, svo sem frumvarp til laga um nauðasamninga og fleiri því tvengt. Þarna á að gera tilraun til að fara aðra leið en nágrannaþjóðir okkar hafa farið, það<BR>er að í stað þess að fara leið lögþvingaðrar greiðsluaðlögunar að fara leið frjálsra nauðasamninga sem til þessa hefur í raun aðeins verið fyrir hendi gagnvart fyrirtækjum, en ekki skuldugum heimilum. Stjórnvöld munu að sjálfsögðu endurskoða þessa leið reynist hún ekki nægjanlegt úrræði fyrir einstaklinga. <BR><BR><B>Aðgengi neytenda að úrlausnarleiðum (Access to justice)</B> <BR><BR>Að frumkvæði Neytendasamtakanna hefur verið komið á fót úrskurðar- og kvörtunarnefndum á fjölmörgum sviðum. Með þessari leið hefur tekist að skapa greiða leið fyrir neytendur að úrlausn deilumála sinna vegna viðskipta við seljendur vöru og þjónustu, jafnframt því sem hér er um að ræða leið sem er bæði ódýr og fljótvirk fyrir aðila. Þessi leið sparar þjóðfélaginu einnig verulegar upphæðir þar sem hér er um að ræða ódýra málsmeðferð og sem í mörgum tilvikum ella hefðu farið fyrir dómstóla. Viðskiptaráðuneytið hefur mjög stutt það frumkvæði sem Neytendasamtökin hafa sýnt á þessu sviði. <BR><BR>Stjórmálamenn hafa almennt ekki gert sér að fullu grein fyrir mikilvægi þessarar úrlausnarleiðar sem Neytendasamtökin hafa valið að fara fyrir hönd neytenda. Nú þegar rætt er um innan Evrópusambandsins að byggja upp víðtækt kerfi um aðgengi neytenda úrlausnarleiðum í deilumálum við seljendur vöru og þjónustu (Access to Justice) er það ómetanlegt fyrir íslensk stjórnvöld að hafa þær úrskurðar- og kvörtunarnefndir sem Neytendasamtökin hafa haft frumkvæði að þegar kemur að því að koma á fót því úrræði sem við munum þurfa vegna aðgengis neytenda að úrskurðarleiðum. <BR><BR><B>Bankamál</B> <BR><BR>Nýlega vakti ég athygli á því að vaxtamunur væri nú meiri en nokkru sinni fyrr. Þegar bankar og sparisjóðir rökstuddu álagningu þjónustugjalda á sínum tíma var það gert með því að vaxtamunur væri óeðlilega mikill þar sem greiða þyrfti niður ýmsa þjónustu, en nú skyldi hún gjaldlögð. Í úrskurði Samkeppnisráðs vegna kæru Neytendasamtakanna um meinst samráð lánastofnana um þjónustugjöldin, sagði eitthvað á þá leið að samkeppnisyfirvöld myndu hafa sérstakt eftirlit með fjármálastofnunum vegna fákeppni á markaðinum, þar á meðal vaxtamun. Þetta mál mun örugglega koma til umræðu á þingi Neytendasamtakanna. <BR><BR>Af þessu tilefni vil ég segja ..... <BR><BR><BR><B>Stuðningur við neytendastarf </B><BR><BR>Viðskiptaráðuneytið gerir sér grein fyrir því að mikilvægi neytendastarfs hefur verið vanmetið af stjórnvöldum í gegnum árin. Það er ljóst að neytendastarf þarf að efla mjög mikið frá því sem nú er, ef skapa á sem jafnasta stöðu neytenda annars vegar og framleiðenda og seljenda hins vegar. Neytendasamtökin hafa vissulega fengið miklu áorkað með þeim fjármunum sem þau hafa sjálf aflað með félagsgjöldum. En meira þarf að koma til og hef ég vissulega hug á því að breyta því á meðan ég gegni starfi viðskiptaráðherra. <BR><BR>Þegar þetta er skoðað liggur fyrir, að um er að ræða aukna þörf á að stjórnvöld hafi í ríkara mæli en verið hefur afskipti af neytendamálum. Staðreyndin er líka sú, að stjórnvöld hafa nú meiri afskipti af neytendamálum en þau höfðu áður þó að sjálfsagt finnist mörgum eðlilegt að afskipti þeirra væru meiri. <BR><BR>Það er oft vandratað meðalhófið og vafalaust mundu mikil og virk afskipti stjórnvalda af neytendamálum draga nokkuð úr krafti frjálsra félagssamtaka neytenda. Hætt er við, að einhverjir mundu þá kvarta yfir of miklum afskiptum hins opinbera og vafalaust með réttu yrði hægt að benda á, að frumkvæðið yrði ekki eins mikið í opinberu neytendastarfi og í starfi sem mótað er og stýrt af samtökum áhugamanna um neytendamál. Þessi orð eru þó ekki sögð til að afsaka of mikið afskiptaleysi stjórnvalda á ýmsum tímum heldur til að leggja áherslu á það, að nauðsynlegt er eins og verið hefur, að samtök neytenda hér á landi Neytendasamtökin verði áfram það frumkvæðisafl og gagnrýnisafl í neytendamálum, sem heldur markaðnum og stjórnvöldum við efnið. <BR><BR>Neytendasamtökin hér á landi hafa náð miklum árangri. Þau eru hlutfallslega fjölmennustu samtök sinnar gerðar í heiminum og hafa náð að vera öflugur talsmaður neytenda í landinu. Samtök, sem tekið er tillit til og sjá til þess, að rödd neytenda heyrist og þau sjá einnig til þess, að tekið er í ríkum mæli tillit til sjónarmiða neytenda. Ég geri mér hinsvegar grein fyrir því, að vegna þeirra breytinga, sem hafa orðið á viðskiptalegu umhverfi okkar og þeirra breytinga, sem fyrirsjáanlegar eru á þessu umhverfi á næstu árum, þá verða stjórnvöld að koma að neytendamálum í ríkara mæli en verið hefur. Þar kemur til mótun sameiginlegra laga og reglna á sviði neytendamála og þáttaka í meðferð mála, sem auðveldar neytendum að ná fram rétti sínum. Einnig gera tækninýungar í síbreytilegum heimi auknar kröfur til þess, að stjórnvöld hyggi vel að réttindum og öryggi neytenda í hvívetna. <BR><BR>Á vegum viðskiptaráðuneytisins og á vegum nokkurra annarra ráðuneyta er nú unnið að margvíslegri lagasmíð, í sumum tilvikum vegna frumkvæðis Neytendasamtakanna, og athugun á ýmsum atriðum sem varða neytendur. Nefna má vinnu við undirbúning lagasetningar um innheimtustarfsemi, lagasetningu um kaup á þjónustu og athugun á stöðu ábyrgðarmanna á fjárskuldbindingum, þá nefni ég einnig væntanlegar breytingar á samkeppnislögum varðandi greiðslukort. Neytendaráðherrar Norðurlanda hafa ennfremur sett fram óskir um athugun á fjölmörgum atriðum, sem nú er unnið að á vegum nefnda á vegum Norðurlandaráðs. Allt miðar þetta að því, að íslenskir neytendur njóti sambærilegra kjara og best gerist í neytendamálum í okkar heimshluta, og það hlítur að vera langtímamarkmið okkar að þannig skuli það vera. <BR> <UL> <LI>Ég hef sett mér eftirtalin markmið í neytendamálum, sem ég mun vinna að ásamt ríkisstjórninni á kjörtímabilinu: <LI>Að fjölskyldan hafi góða aðstöðu til að nýta sér á sem áhrifa- ríkastan hátt fjárhagslega og aðra möguleika sína. <LI>Að neytendur hafi sterka stöðu á markaðnum og sjónarmið þeirra séu virt til jafns við aðra. <LI>Að gætt sé að heilsu og öryggi neytenda og <LI>Að þróun í neyslu og framleiðslu verði með þeim hætti, að um verði að ræða, sem jákvæðust áhrif á umhverfið. </LI></UL><BR>Þessum markmiðum verður ekki náð nema til komi góð og náin samvinna stjórnvalda og Neytendasamtakanna. Ég hef fullan hug á því, að sú samvinna megi verða sem best meðan ég hef með þessi mál að gera. <BR><BR>Jóhannes Gunnarsson, sem verið hefur formaður Neytendasamtakanna um árabil lætur nú af því starfi og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka honum fyrir góð og óeigingjörn störf í hans formannstíð. Jóhannes hefur verið einarður og góður talsmaður íslenskra neytenda og það er gott til þess að vita að hann mun áfram gegna mikilvægum störfum fyrirNeytendasamtökin þannig að við munum áfram njóta krafta hans. <BR><BR>En maður kemur í manns stað segir einhversstaðar, en nú háttar svo til, að kona kemur í manns stað, þar sem að Drífa Sigfúsdóttir mun taka við formennsku af Jóhannesi Gunnarssyni. Ég þekki það vel til starfa Drífu, að ég er þess fullviss, að hún muni verða verðugur fulltrúi íslenskra neytenda og ekki láta deigan síga ef hagsmunir þeirra eru í húfi. Ég bíð Drífu velkomna til starfa. <BR><BR>Góðir þingfulltrúar, ég færi ykkur mínar árnaðaróskir og vona að þing ykkar megi verða til þess, að þoka málum neytenda fram á við. <BR><BR>Ég veit að Neytendasamtökin munu ekki fara að með þessum hætti heldur þakka það, þegar stjórnvöld bregðast við kröfum þeirra, þó að ekki sé það gert að öllu leyti. <BR> <P></P>

1996-04-27 00:00:0027. apríl 1996Ávarp á afmælishátíð Hörpu hf., 27. apríl 1996.

<P> <P> <P>&nbsp;<BR><BR>Kyrrstaðan í íslensku efnahags- og atvinnulífi hefur verið rofin. Þannig jókst landsframleiðsla um 2% á síðasta ári og því er spáð að hún muni aukast um 3% á þessu ári. Jafnframt hefur því verið spáð að framhald verði á hagstæðri þróun fram til aldamóta. Verðbólga er svipuð, eða jafnvel heldur lægri, en í helstu samkeppnislöndum okkar, afkoma fyrirtækja hefur batnað og kaupmáttur launa eykst. Atvinnuleysi fer nú hratt minnkandi og erlendar skuldir hafa lækkað. Þessar aðstæður skapa okkur ný sóknarfæri. <BR><BR>Besta atvinnustefna sem ríkisstjórnin getur gefið atvinnulífinu er að halda raungengi óbreyttu. Atvinnulífið sér um afganginn með markvissri uppbyggingu á öllum sviðum. Samkeppnisstaða atvinnulífsins gagnvart erlendum keppinautum, mælt á mælikvarða raungengis, hefur ekki verið betri í áratugi. Við þessi skilyrði blómstrar atvinnulífið. Við aldahvörf verðum við búin að skjóta traustari stoðum undir íslenskt atvinnulíf, útflutningur verður fjölbreyttari og vægi hefðbundins sjávarútvegs verður minna. Við megum ekki láta þetta tækifæri okkur úr greipum ganga. Stöðugleikanum, samhliða lágu raungengi, verður að viðhalda með öllum tiltækum ráðum. <BR><BR>Íslenskur málningariðnaður stendur traustum fótum í samkeppni við innflutning. Hér á landi er framleidd hágæðamálning sem stenst erlendri framleiðslu fyllilega snúning í algjörlega óverndaðri samkeppni. Mörg störf eru í greininni. Á árinu 1993 voru ársverk í málningar-, lakk- og límgerð 169 í fjórum fyrirtækjum. <BR><BR>Harpa er fyrsti og elsti málningarframleiðandinn á Íslandi. Fyrirtækið hefur á 60 árum sveiflast með íslensku atvinnulífi í gegnum það umrót og þær breytingar sem orðið hafa á atvinnuháttum og viðskiptum landsmanna. Þeir sem eiga svo langan feril að baki í atvinnulífi okkar hafa borið gæfu til að aðlaga sig að aðstæðum hverju sinni og hafa því átt samleið með þjóðinni. Harpa hefur nú átt 60 ára samleið með íslensku þjóðinni. <BR><BR>Harpa er traust og gott fyrirtæki í arðsömum rekstri, eins og sem betur fer er reyndin með æ fleiri íslensk fyrirtæki. Uppistaðan í íslenskum iðnaði eru meðalstór og traust iðnfyrirtæki sem eru samkeppnisfær á sínu sviði, fyrirtæki sem stunda vöruþróun, framleiða gæðavörur og aðlaga sig að aðstæðum á hverjum tíma. Á sextíu ára afmælinu er Harpa hf. góður fulltrúi þessara fyrirtækja. <BR></P>

1996-04-25 00:00:0025. apríl 1996Presentation at the German-Icelandic Investment and Trade Seminar, Dusseldorf, April 25, 1996.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P align=left><STRONG>Iceland - a fresh location for investment and trade with abundant natural resources and specialized skills for growth</STRONG>.<BR><BR>Mr. Chairman, Ladies and Gentlemen. <BR><BR><B>"New Opportunities - Period of Growth" </B><BR><BR>The Icelandic economy is in a period of renewed and strong growth. New opportunities for trade, tourism and investments in various sectors are emerging. I therefore complement the German-Icelandic Commercial Association and the Düsseldorf Chamber of Commerce for organising this seminar at an opportune time. <BR><BR>Allow me to add my words of welcome to all of you present today. I am pleased to present new opportunities in Iceland for German companies and investors. I express my hope that new opportunities for investment and trade will emerge from this meeting. <BR><BR><B>"Iceland Welcomes Foreign Investment" (Slide 1) </B><BR><BR>The Government of Iceland welcomes foreign investment and views increased international cooperation as essential in ensuring sustained economic growth. As part of its wider economic policy, the current government is further liberalising the legislation on foreign investment. <BR><BR>Freedom to invest has been the basic principle applied in Iceland since the first comprehensive foreign investment act was enacted in 1991. Only a few exceptions were stipulated restricting foreign investment in: <BR></P> <UL> <LI>Fishing and primary fish processing; <LI>Energy production and distribution; <LI>Commercial banks above 25%; and <LI>Airline operations above 49%. </LI></UL><BR><B>"Liberalisation of the Investment Act" (Slide 2) </B><BR><BR>Further measures now being implemented provide for the liberalisation of all these restrictions, except for fisheries. For fisheries and primary fish processing - the only sector where restrictions will apply - indirect investments will however be permitted. <BR><BR>For foreign investors and corporations domiciled in other countries, Icelandic legislation is aimed at creating a friendly investment environment. It assures: <BR> <UL> <LI>A full right to own property related to industrial investments; <LI>Complete freedom of capital movements; and <LI>Full right to repatriation of profits; </LI></UL><BR>Concurrently with the implementation of liberalisation of the legal requirement, the Government is actively welcoming foreign investment. Specialized Agencies - the Invest in Iceland Bureau and the Energy Marketing Agency - have been established to provide expert confidential advice on all aspects of investments. The Government is ensuring a streamlined decision making procedure at all levels to facilitate the entry of foreign investors to Iceland. <BR><BR><BR><B>"Favourable Economic Environment" (Slide 3)</B> <BR><BR>Economic stability and diversification of the economy are the key elements of the Governments policy to provide conditions favourable for investments. <BR><BR>Economic stability has been maintained and that is best evidenced by the fact that Iceland is one out of a select few countries in Europe which have met the European Monetary Union convergence criteria for participation in monetary union. <BR> <UL> <LI>Public sector balance has been contained within 3% of GDP. <LI>The total public sector debt was about 55% of GDP at the end of last year. <LI>Iceland recorded the lowest inflation rate of any OECD country in 1995 or about 1,7% and a 2,5% inflation rate is projected for 1996. <LI>Interest rates on long term bonds are about 8,0% and indeed lower than the EU average. </LI></UL><BR>Price stability is being maintained in Iceland through a combination of a stable exchange-rate policy and moderate wage settlements. "Foreign Investment - Recent Trends" (Slide 4) Foreign investment has played an important part in the industrial development in Iceland, in particular in the field of power intensive industries. About 60% of total foreign investment in Iceland is in this sector. The second largest sector for foreign investment is investment in commerce, in particular oil distribution. Increased foreign investment in services, including financial services and the transport sector, are also evident. With the liberalisation of foreign investments being introduced this year, we expect new areas of growth to be: <BR> <UL> <LI>Food production; <LI>Energy; <LI>Financial services; <LI>Investments in the growing software industry in Iceland; <LI>Tourism and health facilities; <LI>Specialized production, including film production. </LI></UL><BR><B>"Favourable Tax Rates" (Slide 5)</B> <BR><BR>The Icelandic Corporate Tax rate is 33% and with liberal dividend payments the effective tax rate can be about 24-26%. Bilateral taxation arrangements with Germany provide for a 5% dividend tax on distributed profits. <BR><BR>Social security contributions and other wage related taxes are low in Iceland or about 40% compared to 70-90% in several European countries. <BR><BR><B>"European Location for Export Oriented Companies" (Slide 6)</B> <BR><BR>The European Economic Area Agreement with the European Union (The EEA) provides for wide-ranging economic cooperation and assures foreign investors of the basic EU freedoms regarding unrestricted movements of goods, persons, services and capital. These principles as well as EU competition rules apply automatically in the entire EEA. Iceland is an active member of the European market, has implemented all important EU trade legislation and is participating in all aspects of European harmonisation of laws and regulation. <BR><BR>Active participation in the common economic area is crucial for Iceland due to the vital importance of foreign trade to the Icelandic economy. Iceland is an island and more dependent on foreign trade than most other OECD countries. The total export from Iceland as a percentage of GDP have been above 30% while the same figure for Sweden was about 25% and for the United States about 10%. Total Imports to Iceland as a percentage of GDP have been in the same range. <BR><BR><B>"The EEA and Foreign Investors" (Slide 7)</B> <BR><BR>Iceland's membership of the EEA represents a guarantee for foreign investors. The Agreement makes adherence to EU provisions and conditions the norm in Iceland, thus providing for direct rights for non-national investors. A company domiciled in any of the other member countries of the EEA has the same right for operations in Iceland as an Icelandic registered company. <BR><BR><B>"Fresh Location - Resources for Growth" (Slide 8)</B> <BR><BR>While the countries natural resources provide unique opportunities for trade and investment, the human resources are indeed the most valuable resource for foreign investors. Iceland has a highly skilled, dedicated and flexible workforce. Based on such skills Icelandic companies have developed expertise and specialized skills in several sectors. Specialized Icelandic companies are increasingly expanding operations in other countries including Germany. Among the main sectors are: <BR> <UL> <LI>Fishing and fish processing; <LI>Software development and services; <LI>Various industrial production such as food production and beverages; <LI>Building materials and construction activities. </LI></UL><BR>We are actively encouraging Icelandic companies to seek business opportunities in Europe. <BR><BR><B>"Trade and Investment between Iceland and Germany" (Slides 9 + 10)</B> <BR><BR>Germany is one of the most important export market for Icelandic products accounting for about 13% of total exports. The main exports are aluminium, pumice, fishing lines, cables and nets, knitted clothing, diatomite, live horses and salmon and trout, to name a few. Iceland imports wide variety of products from Germany. The largest import catagories from Germany are machinery and transport equipment, chemicals and related products. Direct investments between our two countries have traditionally been rather low. Recently direct investments have grown especially Icelandic direct investment in Germany. My hope is that cooperation between Iceland and German companies will continue to strengthen. Sound and stable economic conditions and liberal investment and trade regulations provide a firm basis for such increased cooperation. Abundant natural resources and specialized human skills should provide the direct sources for growth. <BR><BR>Thank you. <BR> <P></P>

1996-04-19 00:00:0019. apríl 1996Ávarp á ársfundi Landsvirkjunar, 19. apríl 1996.

<P> <BR><BR>Góðir ársfundarfulltrúar. <BR><BR>Kyrrstaðan í íslensku efnahags- og atvinnulífi hefur verið rofin. Þannig jókst landsframleiðsla um 2% á síðasta ári og því er spáð að hún muni aukast um 3% á þessu ári og að framhald verði á hagstæðri þróun fram til aldamóta. Verðbólga er svipuð eða jafnvel heldur lægri en í helstu samkeppnislöndum okkar, afkoma fyrirtækja hefur batnað og kaupmáttur launa eykst. Atvinnuleysi fer nú minnkandi og erlendar skuldir hafa lækkað. Þessar aðstæður skapa okkur ný sóknarfæri - ekki hvað síst í orkufrekum iðnaði. <BR><BR>Fjárfesting erlendra aðila á Íslandi hefur verið ákaflega lítil á undanförnum árum. Á árinu 1994 nam bein fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri 351 milljón króna og árið 1995 var hún 477 milljónir króna eða um 0.1% af landsframleiðslu. Með samningum um stækkun ÍSAL er erlend fjárfesting tífölduð. Fjárfesting vegna álversframkvæmdanna er talin verða um 16.500 milljónir króna. Þessar framkvæmdir auka hagvöxt um 0,7% á þessu ári. Fyrir Landsvirkjun er stækkunin mjög þýðingarmikil eins og fram hefur komið. <BR><BR>Fjárfesting vegna stækkunar ÍSAL er hins vegar bara tveggja ára verkefni. Því þurfum við að vinna skipulega að því að laða hingað erlenda fjárfestingu í auknum mæli. Í samstarfi iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar í gegnum Markaðsskrifstofu þessara aðila hafa fjölmargir kostir verið kannaðir á sviði orkufreks iðnaðar: <BR><BR>Viðræður við Bandaríska fyrirtækið Columbia Aluminium um álver á Grundartanga en þær voru komnar langt áleiðis þegar skyndilega kom upp ágreiningur milli eigenda fyrirtækisins sem frestar ákvörðun. <BR><BR>Stjórn Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga ákvað í febrúar sl. að verja um 50 m.kr. til tæknilegs undirbúnings að stækkun verksmiðjunnar. Ríkið mun leggja áherslu á stækkunina enda mun hún auka hagkvæmni rekstrar verulega. <BR><BR>Í síðasta mánuði var undirrituð samstarfsyfirlýsing Atlantsálshópsins, ríkisstjórnarinnar, Landsvirkjunar og Vatnsleysustrandarhrepps um að endurskoða fyrri áætlanir um byggingu álvers á Keilisnesi. <BR><BR>Loks má nefna áhuga Kínverja á að reisa hér lítið álver. Íslensk viðræðunefnd fer til Kína á morgun til að halda áfram viðræðum. <BR><BR>Árangur sá sem náðst hefur við að kynna Ísland sem fjárfestingarkost hefur fyrst og fremst tengst ákveðnum verkefnum sem undirbúin hafa verið af íslenskum aðilum og hefur Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar þar gegnt afar þýðingarmiklu hlutverki. <BR><BR>Það er ljóst að áhugi erlendis á samstarfi á sviði orkufreks iðnaðar er meiri nú en verið hefur um langt skeið. Þetta sjónarmið hefur aðalframkvæmdastjóri OECD sem var hér á landi í þessari viku staðfest. Ég vil þó í ljósi reynslunnar vara við of miklum væntingum. Ég vil jafnframt minna á að við verðum að vinna enn frekar að því að búa í haginn fyrir slíka nýtingu, t.d. með því að stytta framkvæmdatíma við virkjanir. <BR><BR>Í iðnaðarráðuneytinu er nú í samvinnu við orkufyrirtækin, sveitarfélögin og aðra hagsmunaaðila unnið að víðtækri endurskoðun á skipan orkumála og löggjöf á því sviði. Þar er margt á döfinni og vil ég hér minnast örlítið á fjögur mál. <BR><BR>Í fyrsta lagi vil ég nefna endurskoðun á lögum um Rafmagnseftirlit ríkisins. Óvissuástand hefur ríkt í rafmagnseftirlitsmálum um nokkurt skeið vegna óskýrrar verkaskiptingar. Nauðsynlegt er að ábyrgð þeirra sem að þessum málum koma verði lögfest og viðunandi rafmagnsöryggi tryggt til frambúðar. Nefnd sú sem ég skipaði til að vinna að þessum málum hefur skilað af sér tillögum. Annars vegar er um að ræða tillögu sem tekur á framkvæmd og fyrirkomulagi rafmagnseftirlits. Hins vegar er tillaga sem gerir ráð fyrir að Rafmagnseftirlit ríkisins og Löggildingarstofan verði sameinaðar í eina stofnun. <BR><BR>Í öðru lagi nefni ég framtíðarskipan orkurannsókna. Í september sl. skipaði ég nefnd til að endurskoða starfsemi Orkustofnunar og Iðntæknistofnunar. Nefndin lagði til að Orkustofnun beri áfram ábyrgð á öflun grundvallarupplýsinga um orkulindirnar, en að vinna við rannsókna- og þjónustuverkefni verði framvegis boðin út eða keypt á markaði eins og frekast er unnt. Á fundi sem ég átti með stjórn Samorku í lok febrúar til að ræða tillögurnar var ákveðið að kanna möguleika á stofnun hlutafélags um verkefni sem gert er ráð fyrir að flytja frá stofnuninni og var skipuð viðræðunefnd í því skyni. Hún hefur lokið störfum og ég legg mikla áherslu á að fljótt verði úr því skorið hvort vilji er til þess meðal orkufyrirtækja að ganga til samstarfs þessa. <BR><BR>Í þriðja lagi vil ég nefna að í lok sl. árs skipaði ég nefnd með fulltrúum stjórnarflokkanna til að undirbúa löggjöf um eignarrétt á auðlindum í jörðu og rétt til virkjunar fallvatna. Ég tel að nú séu að skapast forsendur til þess að ná pólitískri samstöðu um skipan þessara mála, en eignarréttindi á auðlindum hafa verið tilefni deilna alla þessa öld. Það er sérstaklega mikilvægt að settar verði skýrar reglur um meðferð og eignarrétt þessara auðlinda nú þar sem fyrir liggur að okkur ber að fella úr gildi takmarkanir á heimildum aðila innan EES-svæðisins til að eiga virkjunarréttindi og jarðhita sem og stunda orkuvinnslu eða orkudreifingu hér á landi. Tillögur þar að lútandi hafa verið lagðar fyrir Alþingi með frumvarpi um breytingu á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Löggjöf um eignarrétt á auðlindum í jörðu og rétt til virkjunar fallvatna á að mínu mati að tryggja sem hagkvæmasta og greiðasta nýtingu auðlindanna, án þess þó að gengið verði á eignarrétt landeigenda. <BR><BR>Í fjórða lagi vil ég nefna að ég tel löngu tímabært að endurskoða orkulöggjöfina í heild sinni, þar með talin sérlög sem gilda um nokkur orkufyrirtæki. Orkulöggjöfin var að stofni til sett á miðjum sjöunda áratugnum við allt aðrar aðstæður en nú. Markmið þessarar endurskoðunar er að leggja grunn að hagkvæmri frambúðarskipan í orkumálum þjóðarinnar, með það að leiðarljósi: <BR> <UL> <LI>að auka hagkvæmni á orkusviðinu, <LI>að auka samkeppni en jafnframt stuðla að jöfnun orkuverðs, <LI>að tryggja gæði þjónustu og afhendingaröryggi, <LI>að auka sjálfstæði orkufyrirtækja og ábyrgð stjórnenda. </LI></UL><BR>Ég skipaði í gær ráðgjafarnefnd til að vera ráðuneytinu til ráðuneytis við endurskoðun á orkulöggjöfinni. Fjölmargir aðilar tilnefndu fulltrúa í nefndina, bæði frá hagsmunaaðilum og stjórnmálaflokkum. Formaður nefndarinnar er Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar. <BR><BR>Ég tel að færa þurfi lögin til nútímalegra horfs og að þau þurfi að vera gott og öflugt tæki til að koma í framkvæmd stefnu stjórnvalda svo sem um nýskipan í ríkisrekstri, meiri samkeppni og aukna nýtingu orkulindanna til atvinnusköpunar. Lögin þurfa að horfa til langs tíma og vera sveigjanleg. Þau þurfa jafnframt að taka mið af nýskipan orkumála í heiminum, aukinni áherslu á að nýta endurnýjanlegar orkulindir og alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að. <BR><BR>Ég vil nú víkja að málum Landsvirkjunar. Í byrjun þessa árs lögðu meðeigendur ríkisins í Landsvirkjun, Reykjavíkurborg og Akureyrarbær, formlega til við mig að eignaraðilar tækju upp viðræður um endurskoðun á eignarhaldi, rekstrarformi og hlutverki fyrirtækisins. Í febrúar skipuðu eignaraðilar fyrirtækisins fulltrúa sína í viðræðunefnd í þessu skyni og hóf hún störf í síðasta mánuði. Ég tel heppilegt að þessi vinna fari fram samhliða þeirri endurskoðun á orkulöggjöfinni sem nú er hafin, því það getur haft úrslita áhrif hvaða stefna verður tekin varðandi framtíðarhlutverk fyrirtækisins, M.a. varðandi eftirfarandi: <BR> <UL> <LI>Stöðu Landsvirkjunar sem meginorkuöflunarfyrirtækis landsmanna. <LI>Hlutverk Landsvirkjunar við rekstur meginflutningskerfisins og í að tryggja að tiltæk sé, með viðunandi öryggi, nægilega mikil orka til að anna þörfum landsmanna. <LI>Hlutverk Landsvirkjunar í atvinnuuppbyggingu á sviði orkufreks iðnaðar, sem ég legg mikla áherslu á, <LI>og hlutverk Landsvirkjunar vegna hugsanlegs útflutnings raforku. </LI></UL><BR>Nefndin þarf að láta gera úttekt á þeim áhrifum sem breytt eignarhald og rekstrarform kann að hafa á fjölmarga þætti, s.s.: <BR> <UL> <LI>Áhrif mismunandi rekstrarforms á lánskjör. <LI>Áhrif mismunandi mikillar opinberrar eignaraðildar á lánshæfni. <LI>Mat á verðmæti eignarhluta í Landsvirkjun. <LI>Mat á eftirspurn í eignarhluti ef sala á þeim yrði heimiluð, t.d. ef rekstrarformi fyrirtækisins yrði breytt. <LI>Áhrif opinberrar stefnu um verðlagningu orku til lengri tíma. <LI>Áhrif formbreytinga á traust Landsvirkjunar, t.d. varðandi samningagerð um nýja orkufreka stóriðju. </LI></UL><BR>Á því leikur enginn vafi að eignarhald, staða og traust Landsvirkjunar hefur gegnt lykilhlutverki við að koma á þeim samningum um orkufrekan iðnað sem við Íslendingar höfum gert. Við þessa endurskoðun verður því að gæta að því að traust og geta fyrirtækisins til þeirra hluta verði ekki veikt. <BR><BR>Ágætu ársfundargestir.<BR>Framundan eru tímar búháttabreytinga í íslensku atvinnulífi, ekki síst á sviði orkumála. Við þurfum að nýta batann í efnahagslífinu til þess að koma slíkum breytingum á eins og ég vék að í upphafi máls míns. Við þurfum að stilla saman strengina og vinna saman að því að finnan skipan sem stuðlar að þeim þjóðfélagslegu markmiðum sem við setjum. Á sviði orkumála vænti ég góðs samstarfs við alla þá fjölmörgu aðila sem að því máli koma. <BR><BR>Ég vil að endingu þakka gott samstarf við stjórn fyrirtækisins, forstjóra og annað starfsfólk fyrirtækisins. <BR> <P></P>

1996-04-19 00:00:0019. apríl 1996Matur '96. Ávarp ráðherra. 19. apríl 1996.

<P> <P> <P>&nbsp; <P> <P><BR>Ágætu gestir. <BR> <DIV align=center>I. </DIV><BR>Það er mér sönn ánægja að fá tækifæri til að opna þá glæsilegu sýningu sem hér er orðin að veruleika - Matur '96. Hæfileikar Íslendinga til vinnslu matvæla úr fyrsta flokks hráefnum, ásamt framreiðslu þeirra, eru á heimsmælikvarða. Hér gefur að líta þessa kunnáttu í öllu sínu veldi. <BR><BR>Við Íslendingar erum matvælaframleiðsluþjóð og þótt við höfum til skamms tíma gefið fullvinnslu matvælanna full lítinn gaum er góðu heilli að verða breyting þar á. Fjölmargir aðilar hafa orðið lifibrauð sitt af greininni, jafnt stórir sem smáir og það er vel. <BR><BR>Í heimsóknum mínum í fyrirtæki að undanförnu hef ég séð glögg dæmi slíks og án þess að fara að nefna þau sérstaklega hér, hafa þessar heimsóknir sannfært mig um að við eigum mikla möguleika á sviði matvælaframleiðslu. <BR> <DIV align=center>II. </DIV><BR>Það er hlutverk stjórnvalda að skapa fyrirtækjum það umhverfi í rekstri að þau geti jöfnum höndum greitt eigendum arð, starfsfólki hærri laun og fjárfest í tækifærum framtíðarinnar. <BR><BR>Meðal þess sem ég varð fljótlega var við þegar ég tók við mínu starfi fyrir ári var, að þrátt fyrir að við hefðum verið aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu um nokkurt skeið, höfðu íslensk fyrirtæki lítið gert til þess að nýta sér þau tækifæri sem samningurinn býður. Því setti ég af stað, í samvinnu við atvinnulífið og verkalýðshreyfinguna, skipulagða vinnu til að kanna með hvaða hætti íslensk fyrirtæki geti nýtt sér þau tækifæri sem EES-samningurinn býður upp á. Eitt fyrsta verkefnið var útgáfa upplýsingarits þar sem öll þau verkefni sem til þessa sviðs heyra eru kynnt. Ekki er nokkur vafi á að fyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu eiga þar mikla möguleika. <BR><BR>Þá hratt ég af stað, í samvinnu við sjóði iðnaðarins og Iðntæknistofnun, verkefninu Átak til atvinnusköpunar, en því er ætlað að vera frumkvöðlum, hvort sem er fyrirtækjum eða einstaklingum, innan handar við stuðning ýmiss konar. Í gegnum Átak til atvinnusköpunar er rekin Evrópumiðstöð lítilla og meðalstórra fyrirtækja og fyrir tilstuðlan hennar og starfsmanns iðnaðarráðuneytisins í Brussel var þess farið á leit við Evrópusambandið að það tæki fjárhagslegan þátt í stórum kynningarfundi hér á landi sem menn höfðu hug á að halda í tengslum við Sjávarútvegssýninguna í haust. Nú er komið á daginn að kynningarfundurinn verður að veruleika og tel ég mikinn feng í honum fyrir íslensk fyrirtæki. <BR><BR>Þetta verkefni ESB, sem þykir hafa gefið sérlega góða raun, byggir á því að fjöldi fyrirtækja, jafnvel nokkur hundruð, kynnir þar starfsemi sína með það í huga að afla samstarfsaðila í öðrum löndum. Samstarfsaðilar okkar í þessu verkefni verða Þjóðverjar, Englendingar, Danir og Skotar en reikna má með þátttöku fyrirtækja hvaðanæva að úr Evrópu. <BR><BR>Þá er ljóst að í ágúst verður haldinn hér á landi annar samevrópskur fundur þar sem megintilgangurinn er að hvetja til samvinnu fyrirtækja á matvælasviðinu. Með fundinum er þess freistað að skapa grundvöll til rannsókna- og þróunarsamstarfs meðal fyrirtækja á þessu sviði og verður hann haldinn í tengslum við NordFood - samnorræna matvælaráðstefnu. <BR> <DIV align=center>III. </DIV><BR>Því nefni ég þessa viðburði hér að mér finnst ástæða til að hvetja stjórnendur íslenskra fyrirtækja til að gefa þeim góðan gaum. Þarna höfum við tækifæri til að nýta okkur sóknarfærin á Evrópsku efnahagssvæði og ég er sannfærður um að þau liggja ekki síst á matvælasviðinu. Ef við ætlum okkur að efla og styrkja íslenskt atvinnulíf þurfum við að vera samkeppnisfær við löndin hér í kringum okkur. Það gerum við best með samvinnu á ýmsum sviðum milli fyrirtækja hér heima og erlendis. <BR><BR>Að lokum vil ég nefna gæðamálin sem ég er sannfærður um að eru einna mikilvægasti þátturinn í starfsemi hvers fyrirtækis, að ekki sé talað um á matvælasviði. Á undanförnum misserum hafa stjórnvöld tekið á í þessum efnum með greininni þótt vitanlega sé það fyrirtækjanna að fylgja slíkri vinnu eftir og sjá til þess að gæði framleiðslunnar og þjónustunnar séu eins og best verður á kosið. Sýning sem þessi er að mínu mati einmitt vel til þess fallin að hvetja til aukinna gæða og vöruvöndunar hjá þeim fyrirtækjum sem taka þátt í henni. Hér sjáum við trúlega brot af því besta sem við Íslendingar höfum fram að færa á sviði matvælaframleiðslu, eldunar og framreiðslu. Hér munu fagmenn etja kappi og það er vel - keppnisandinn svífur yfir vötnum og ég trúi því að allir sem hér kynna starfsemi sína séu ákveðnir í að tefla fram því besta sem þeir hafa yfir að ráða. Góðir gestir. Hér er vel að verki staðið og ég vil nota þetta tækifæri til að óska öllum sem hönd hafa lagt á plóginn til að gera þessa sýningu sem glæsilegasta<BR>, til hamingju með árangurinn. Ég segi matvælasýninguna Matur '96 setta.<BR> <P></P>

1996-04-18 00:00:0018. apríl 1996Ávarp við setningu ráðstefnu um framtíð iðnaðar, 18. apríl 1996.

<P> <BR> <DIV align=center>I. </DIV><BR>Góðir þinggestir. <BR>Bjart er yfir íslenskum iðnaði um þessar mundir. Hann hefur blómstrað við hagstæð ytri skilyrði undanfarin misseri eftir stöðnun áranna 1988 til 1993. Þess bera hagstærðir iðnaðarins glöggt vitni. Velta í iðnaði hefur aukist mjög og markaðshlutdeild íslenskra iðnaðarvara hefur vaxið á ný. Sérstaklega er þó ánægjulegt að sjá mikla sókn iðnaðarins á erlenda markaði. Þannig sýna tölur frá Þjóðhagsstofnun að útflutningur iðnaðarvara, að stóriðju undanskilinni, jókst um tæp 19% að magni á síðasta ári. Á sama tíma dróst útflutningur þjóðarinnar í heild saman um 2% að magni. <BR><BR>Þau efnahagslegu skilyrði sem iðnaðurinn býr við eru sérlega hagstæð um þessar mundir. Hagvöxtur hefur verið vel viðunandi síðustu tvö ár. Þjóðhagsstofnun spáir 3% hagvexti á þessu ári og reiknar með að framhald verði á hagstæðri þróun fram til aldamóta. Verðbólga er svipuð, eða jafnvel heldur lægri, en í helstu samkeppnislöndum okkar, afgangur er í viðskiptum við útlönd, afkoma fyrirtækja hefur batnað og kaupmáttur launa fer vaxandi. <BR> <DIV align=center>II. </DIV><BR>Það er mikilvægt að batinn í efnahagslífinu verði nýttur til að stuðla að nauðsynlegum búháttabreytingum í íslensku atvinnulífi og til þess að leggja grunn að enn frekari framfarasókn. Það mun ráða miklu um framtíð þjóðarinnar hvernig til tekst á næstu árum. <BR><BR>Í þessu sambandi er forvitnilegt að velta vöngum yfir því á hvaða sviðum við þurfum að taka okkur á. Í ítarlegri skýrslu World Economic Forum um alþjóðlega samkeppnisstöðu kemur fram að staða Íslands er hin 25 besta af 48 ríkjum. Við erum, sem sagt, um miðjan hóp ríkustu þjóða veraldar. Helstu styrkleikar hagkerfisins eru, samkvæmt þessari skýrslu, fólkið í landinu og innviðir þjóðfélagsins. Ísland fær meðaleinkunn fyrir efnahagslegan styrkleika, stjórnsýslu, stjórnun fyrirtækja og vísindi og tækni. Veikleikar íslensks atvinnulífs eru augljósir við lestur skýrslunnar. Þeir eru alþjóðvæðing og fjármál. <BR><BR>Ísland kemur mjög illa út úr samanburði um alþjóðavæðingu. Einungis örfá ríki hafa minni erlenda fjárfestingu og fjárfesta minna erlendis en við Íslendingar. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að mun minna er um samstarf við erlend fyrirtæki en almennt tíðkast í ríkjunum 48. Einnig er verndarstefna meiri hér á landi en gengur og gerist. <BR><BR>Það er áhyggjuefni hvað Ísland kemur illa út úr þessum samanburði og ljóst að það tekur langan tíma að snúa þessu við. Um þessar mundir er verið að skoða ýmsar hugmyndir um erlenda fjárfestingu á Íslandi. Nú er lag að auka erlenda fjárfestingu. Á árinu 1994 nam bein fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi 351 milljónir króna og árið 1995 var hún 477 milljónir króna. Þetta eru ekki háar tölur. Með samningum um stækkun ÍSAL hefur verið tryggð veruleg erlend fjárfesting á þessu ári og því næsta. Fjárfesting vegna álversframkvæmdanna er talin verða um 16,5 milljarðar króna, þar af eru um 14 milljarðar vegna álversins og um 2,5 milljarðar vegna raforkuframkvæmda. <BR><BR>Íslenski fjármagnsmarkaðurinn fær heldur ekki góða dóma í skýrslunni. Sérstaklega fær Ísland slaka einkunn fyrir takmarkaðan aðgang fyrirtækja að áhættufé og lítið sjálfstæði fjármálastofnana. Eins og fram hefur komið í fréttum þá eru miklar skipulagsbreytingar á fjármagnsmarkaði í burðarliðnum. Ég ætla ekki að fjalla nánar um það hér en fulltrúar ráðuneytisins munu gera betur grein fyrir þessum hugmundum í erindi sínu hér síðar í dag. <BR> <DIV align=center>III. </DIV><BR>Góðir þinggestir. Þó framtíð iðnaðar virðist björt þá má hvergi slaka á klónni. Það skiptir iðnaðinn í landinu höfuðmáli að ríkisstjórninni takist að viðhalda efnahagslegum stöðugleika. Gróskan í íslenskum iðnaði í dag er tilkomin vegna dugnaðar iðnrekenda sem létu tækifærið, sem stöðugleikinn gaf þeim, sér ekki úr greipum ganga. Möguleikar iðnaðarins til vaxtar eru gríðarlegir og takmarkast einungis af hugmyndaauðgi þeirra er þar starfa. Þetta þing um framtíð iðnaðar er hið mesta þarfaþing og ég vona að það verði árangursríkt. Þakka ykkur fyrir. <BR> <P></P>

1996-04-15 00:00:0015. apríl 1996Presentation at the fifth annual meeting of the Board of Governors of the EBRD, April 15-16, 1996.

<P> <P> <P><BR>Statements by Governors 15-16 April 1996<BR>Mr. Finnur Ingólfsson<BR>Minister of Commerce and Industry<BR>Governor for Iceland <BR><BR>Mr. Chairman, Ladies and Gentlemen <BR><BR>May I begin by thanking our hosts, the Bulgarian Government and the City of Sofia, for the generosity and hospitality they have extended to us who are guests in their country. The results of the European Bank in 1995 are a clear indication of increased operational efficiency. I commend the President of the Bank, for his leadership. The Bank is recognised as an efficient partner and investor in the Banks countries of operations. <BR><BR><B>New opportunities are emerging.</B> <BR><BR>Last year we saw strong signs of renewed economic growth in many countries where the Bank operates as well as in many OECD countries. Worldwide foreign direct investments are increasing. Positive trends will open new opportunities for the Bank. It is, therefore, timely for the Board of Governors to look at the Banks capital structure and examine its ability to meet such new opportunities. Before I address that matter, I would like to mention three issues. <BR><BR><B>Equity Investments. </B><BR><BR>From the outset my country has emphasised the importance of equity investments and the support for small and medium sized enterprises. We have maintained the position that even though equity investments might reduce the profitability of the Bank in the short term, we have considered this a more effective means of facilitating the transition process and in the long run to be more profitable. This seems to be coming true as we can see from last years financial results. Successful exit from two equity investments contributed to improved results. <BR><BR><B>The Environment - renewable energy. </B><BR><BR>Mr. Chairman, the environment is a continuing concern for the region in which the Bank operates. <BR><BR>Increased energy efficiency would contribute very rapidly to improve the environment in many countries and I wish to complement the Bank management for its emphasis on energy efficiency measure. I am pleased to note that the Bank has now been involved in two projects which have as their main objectives to increase energy efficiency. <BR><BR>The most serious environmental issues can only be solved in the medium to long term. Increased emphasis on the development of hydropower and geothermal energy, must form a large part of any longer term strategy for environmental improvements. I must encourage the Bank and its countries of operations to direct their attention increasingly to such solutions. <BR><BR><B>Financial Sector - Support for small and medium sized enterprises.</B> <BR><BR>I am pleased to note the increased emphasis on work in the financial sector in particular the development of locally managed early stage equity instruments. The support for the emerging local private sector has a vastly greater transition impact than any other support the Bank can render. <BR><BR>In order to further foster the growth of the local private sector it is important to support investments from smaller companies outside the region. Increased growth in the OECD countries has shown that small and medium sized companies are willing to explore partnerships in the countries where the Bank operates. The Bank could be well advised to set up a specialised team that would be exclusively devoted to foster such partnerships. Better access to the various local financing instruments the Bank is supporting, would be an important catalyst for partnerships between smaller companies in the region. <BR><BR><B>Growing Demand - Increased Resources.</B> <BR><BR>Mr. Chairman, let me now turn again to the main issue of this meeting, the capital increase. <BR><BR>There is a growing need to support difficult projects through early stage equity instruments, - investments in the local financial sector and more complex energy efficiency projects. In my view new resources are needed to deepen the Banks involvement through such projects. I therefore support a manageable growth strategy for the Bank and support the proposed capital increase. <BR><BR>Finally Mr. Chairman, I would like to welcome Bosnia-Herzegovina as a member of the Bank and a new country of operations. <BR></P>

1996-03-28 00:00:0028. mars 1996Ræða á ársfundi Seðlabanka Íslands, 28. mars 1996.

<P><BR> <DIV align=center>I. </DIV><BR>Ágætu ársfundargestir.<BR>Kyrrstaðan í íslensku efnahags- og atvinnulífi hefur verið rofin. Þannig jókst landsframleiðsla um 2% á síðasta ári og því er spáð að hún muni aukast um 3% á þessu ári og að framhald verði á hagstæðri þróun fram til aldamóta. Verðbólga er svipuð eða jafnvel heldur lægri en í helstu samkeppnislöndum okkar, afkoma fyrirtækja hefur batnað og kaupmáttur launa eykst. Atvinnuleysi fer nú minnkandi og erlendar skuldir hafa lækkað. Við þessar aðstæður er kjörið að takast á við þann mikla halla sem verið hefur á ríkissjóði á undanförnum árum. <BR><BR>Ríkisstjórnin telur það vera eitt brýnasta verkefni sitt að koma á jafnvægi í ríkisfjármálum og að því er stefnt á árinu 1997. Við það mun draga úr lánsfjáreftirspurn ríkisins og svigrúm skapast til enn frekari vaxtalækkunar, aukinnar fjárfestingar og hagvaxtar. Það er staðfastur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda áfram þannig á málum að hagvöxtur aukist jafnhliða því að tryggður sé áframhaldandi stöðugleiki. <BR><BR>Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur hlotið viðurkenningu hins virta bandaríska matsfyrirtækis Standard & Poor}s, því að fyrir skömmu bárust þau góðu tíðindi að fyrirtækið hefði hækkað mat sitt á lánshæfi Íslands. Ísland fær nú hæstu einkunn sem gefin er fyrir erlend skammtímalán. Einkunn sú sem landið fær fyrir innlend langtímalán lýsir einnig mjög mikilli getu til að greiða vexti og endurgreiða höfuðstól. Þessi hækkun á lánshæfismati endurspeglar bætta hagstjórn. Standard & Poor}s bendir á að bætt hagstjórn ásamt styrkri stjórn á auðlindum sjávar geri þjóðarbúskapinn síður viðkvæman fyrir ytri áföllum og að aukinn sveigjanleiki í ríkisfjármálum og peningamálum ætti að draga úr háu hlutfalli erlendra skulda opinberra aðila og leggja um leið grunn að stöðugri hagvexti í framtíðinni. <BR><BR>Hið nýja lánshæfismat er nú þegar farið að hafa áhrif til lækkunar vaxta. Ríkissjóður tók nú nýverið lán í þýskum mörkum og voru lánskjörin þau bestu sem íslenska ríkið hefur fengið á sambærilegum útboðum erlendis til þessa. Þetta sýnir vel það traust sem borið er til efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Vextir innanlands hafa farið lækkandi undanfarnar vikur, enda var slíks að vænta í ljósi efnahagsskilyrða. Vaxtamunur hérlendis og erlendis er þó enn meiri en efnahagsaðstæður gefa tilefni til. Því má vænta að verulega dragi úr þessum mun á næstunni. <BR><BR>Þó að sjálfsagt sé að gleðjast yfir góðum árangri þá má hvergi slaka á klónni. Standard & Poor}s tekur fram í áliti sínu að lánshæfiseinkunn Íslands séu settar skorður af víðtækri þátttöku hins opinbera í efnahagslífinu, einkum í fjármálalífinu. Það er mat bandaríska fyrirtækisins að víðtæk þátttaka hins opinbera í fjármálalífinu leiði af sér óhagkvæmar aðferðir við lánsfjárúthlutun. <BR><BR>Ég er mjög sammála þeirri mynd sem Standard og Poor}s dregur upp af íslensku fjármálalífi. Þar er víða pottur brotinn. Eitt af brýnustu verkefnum ríkisstjórnarinnar er að tryggja að íslenskar fjármálastofnanir aðlagist því viðskiptaumhverfi sem við búum við í dag. Að mínu mati hefur ekki verið hugað nægilega vel að þessu á undanförnum árum þó menn hafi kannski gert sér grein fyrir vandanum. <BR><BR>Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir róttækum skipulagsbreytingum á íslenskum fjármagnsmarkaði. Skipulagsbreytingarnar taka í fyrsta lagi til þess að breyta rekstrarformi ríkisviðskiptabankanna í hlutafélög. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að breyta rekstrarformi fjárfestingarlánasjóðanna. Í þriðja lagi er stefnt að því að flytja almenna húsnæðislánakerfið frá Húsnæðisstofnun yfir í bankakerfið og í fjórða lagi er gert ráð fyrir að starfsgrundvöllur alls lífeyrissjóðakerfis landsmanna verði tekinn til endurskoðunar. Vinna við undirbúning að þessum skipulagsbreytingum er nú hafin og nái þær fram að ganga er líklegast að tiltrú erlendra markaða á íslensku efnahagslífi aukist enn frekar. <BR> <DIV align=center>II. </DIV><BR>Í síðasta mánuði kynnti ríkisstjórnin sjónarmið sín í vaxtamálum fyrir Seðlabanka og ríkisviðskiptabönkunum. Þetta bar nokkurn árangur því bankavextir sem og vextir á verðbréfa- og peningamörkuðum hafa lækkað að undanförnu. Vextir eru þó óvíða hærri en hér á landi. Hærri vextir hér á landi en í löndunum í kringum okkur leiða til lakari samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. <BR><BR>Það er alkunna að háir vextir draga mátt úr fyrirtækjum sem hyggja á fjárfestingu. Fjárfesting var á síðasta ári tæp 16% af landsframleiðslu, sem er um 5 prósentustigum lægra hlutfall en í iðnríkjunum að meðaltali. Lágt fjárfestingarhlutfall er áhyggjuefni því það bendir til þess að þjóðin vanræki að treysta þann grunn sem hagvöxtur framtíðarinnar byggist að hluta til á. Það er því afar brýnt að auka fjárfestingu hér á landi. <BR><BR>Oft hefur verið látið að því liggja að háir vextir hér á landi stafi að miklu leyti af tregðu markaðarins við breytingar í stað þess að þeir endurspegli þjóðhagsleg skilyrði á hverjum tíma. Mikill raunvaxtamunur hérlendis og erlendis við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga og núverandi árferði í íslenskum þjóðarbúskap gæti verið til marks um óskilvirkni hérlends fjármagnsmarkaðar. <BR><BR>Síðastliðið haust skipaði ég starfshóp til að kanna skilvirkni á skuldabréfamarkaði. Starfshópnum er ætlað að draga fram í dagsljósið þær hindranir sem kunna að vera í vegi eðlilegrar þróunar á markaðnum, svo sem varðandi vexti, sýnileika viðskipta, auðseljanleika og áhættumat skuldabréfa. Hópurinn mun skila af sér innan skamms og vænti ég þess að í kjölfarið hefjist vinna við að hrinda ýmsum tillögum hans í framkvæmd. <BR><BR>Þó íslenskur fjármagnsmarkaður sé að mörgu leyti ófullkominn má ekki gleyma því að hann hefur sprottið upp úr engu á örstuttum tíma. Hann hefur ekki fengið áratugi eða árhundruð til þroskast með eðlilegum hætti eins og markaðir landanna í kringum okkur. Fjármagnsmarkaðurinn okkar er enn að slíta barnsskónum. Við verðum að hlúa að honum á hinum erfiðu uppvaxtarárum því skilvirkur fjármagnsmarkaður er öllum framfarasinnuðum þjóðum brýn nauðsyn. <BR><BR>Vera kann að einangrun íslenska fjármagnsmarkaðarins skýri hluta af stirðleika markaðarins. Erlendir fjárfestar þekkja lítt til íslenska markaðarins og setja smæð hans fyrir sig. Tilraunir til að selja erlendum fjárfestum innlend bréf hafa lítinn árangur borið þrátt fyrir góða ávöxtun bréfanna. Eftir að flæði fjármagns var gefið frjálst hefur fjármagn til verðbréfakaupa leitað út en nær ekkert inn. Um síðustu áramót nam verðbréfaeign útlendinga í íslenskum bréfum um 11 milljónum. Þetta er sláandi. Eign útlendinga í íslenskum verðbréfum samsvarar því verðmæti góðrar blokkaríbúðar í Reykjavík. Til samanburðar má geta þess að verðbréfaeign Íslendinga í erlendri mynt var um 13 milljarðar í lok síðasta árs. Því hefur síðan verið spáð að verðbréfaeign lífeyrissjóða í bréfum í erlendri mynt muni nema um 35 milljörðum um aldamót. Fjárstraumar munu því aðeins leita í aðra áttina nema hérlendur fjármagnsmarkaður verði gerður aðgengilegri og áhugaverðari kostur fyrir erlenda fjárfesta. <BR><BR>Síðastliðið haust skipaði ég starfshóp til að kanna möguleika á markaðssetningu innlendra bréfa meðal erlendra fjárfesta. Hópurinn hefur lokið störfum. Hópurinn telur að forsenda fyrir því að takast megi að markaðssetja innlend verðbréf til erlendra fjárfesta sé að innlendur markaður og form verðbréfa svari þeim kröfum sem almennt eru gerðar af hálfu alþjóðlegra fjárfesta. <BR><BR>Erlendir fjárfestar eru almennt ekki kunnugir verðtryggðum bréfum. Þeir setja einnig fyrir sig smæð verðbréfaflokka hér á landi auk þess sem þeir telja að seljanleika bréfanna sé ábótavant. Einnig er erfiðleikum bundið að verjast gengisáhættu, enda hafa ekki þróast hér á landi áhættuvarnir, eða svokallaðar afleiður, í sama mæli og víðast hvar annars staðar. Hópurinn bendir einnig á nauðsyn þess að sníða af ýmsa tæknilega vankanta á verðbréfaviðskiptum hér á landi, svo sem varðandi skráningu, uppgjör og vörslu verðbréfa. <BR><BR>Enn vantar talsvert upp á að innviðir fjármagnsmarkaðar og skipuleg meðferð verðbréfa sé með sama hætti hér á landi og tíðkast á grónum mörkuðum erlendis. Stofnun verðbréfamiðstöðvar og breyting yfir í pappírslaus viðskipti með stöðluð verðbréf er mjög mikilvæg til að koma á æskilegum úrbótum í þessum efnum. Að þessu er nú þegar unnið. Jafnframt er skipulega unnið að því að bæta viðskiptavakt og fækka og stækka verðbréfaflokka. Búast má við að á næstu tveimur árum takist að sníða ýmsa vankanta af verðbréfamarkaðnum þannig að hann verði gildari á alþjóðavettvangi. <BR> <DIV align=center>III. </DIV><BR>Þær skipulagsumbætur á fjármagnsmarkaði, sem ríkisstjórnin fyrirhugar, eiga að stuðla að aukinni hagkvæmni, greiðari aðgangi að fjármagni og lægri vöxtum. Umskiptin gegna mikilvægu hlutverki í því að aðlaga íslenskt efnahags- og atvinnulíf að breyttum aðstæðum. Á þessum sviðum sem öðrum verður að gæta þess að löggjöfin hamli ekki framþróun íslensks atvinnulífs og íslensk fyrirtæki búi ekki við lakari kjör en erlendir keppinautar. Þetta er ekki síst mikilvægt þegar allt viðskiptaumhverfið er orðið alþjóðlegra en áður og íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að keppa við erlenda aðila um hvers konar viðskipti hér á landi. <BR><BR>Á fjármagnsmarkaði eru aðstæður gerbreyttar frá því sem var þegar núverandi skipan komst á, skipan sem einkennist af ríkisviðskiptabönkum og nokkrum fjárfestingarlánasjóðum atvinnuveganna í eigu ríkisins. Þá var íslenskur fjármagnsmarkaður veikburða. Sífelldur skortur var á lánsfé og fáum stóð fyrirgreiðsla erlendra lánastofnana til boða. Þetta hefur gerbreyst. Því er rökrétt að endurskoða skipulag og starfsemi allra fjármagnsfyrirtækja í eigu ríkisins. <BR> <DIV align=center>IV. </DIV><BR>Hlutafélagavæðing ríkisviðskiptabankanna hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort lög um formbreytingu bankanna verða afgreidd á yfirstandandi þingi, þó enn sé stefnt að því. Það er vilji ríkisstjórnarinnar að formbreytingin eigi sér stað um næstu áramót. <BR><BR>Ég er þeirrar skoðunar að eftir fyrirhugaða formbreytingu eigi að auka hlutafé í ríkisviðskiptabönkunum, bjóða það út á almennum markaði þannig að með þeim hætti komi nýir aðilar inn sem eigendur að bönkunum ásamt ríkinu. Þannig yrði eiginfjárstaða bankanna styrkt og bankarnir yrðu betur í stakk búnir að mæta aukinni samkeppni. Ríkisviðskiptabankarnir þurfa á auknu eigin fé að halda. Ef hins vegar væri farin sú leið að selja eignarhluti ríkisins er aftur á móti ekki verið að styrkja eiginfjárstöðu bankanna heldur er einungis verið að skipta um eigendur á eignarhlutunum. <BR> <DIV align=center>V. </DIV><BR>Einnig er stefnt að því að breyta formi og skipan fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna. Það er brýnt að standa undir áhættufjármögnun til raunverulegrar nýsköpunar í því skyni að stuðla að framfarasókn í íslensku efnahags- og atvinnulífi og fjölga arðbærum störfum. Nýskipan fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna er því eitt af brýnustu verkefnum ríkisstjórnarinnar. <BR><BR>Það er skoðun mín að sameina eigi Fiskveiðisjóð, Iðnlánasjóð og Iðnþróunarsjóð og að á grunni þeirra eigi að stofna nýjan fjárfestingarbanka er hafi það hlutverk að veita atvinnulífinu almenna fyrirgreiðslu varðandi langtímalán. Til álita kemur að fleiri opinberir lánasjóðir komi að myndun fjárfestingarbankans. Ráðgert er að sú áhættufjármögnun sem nú fer fram í sjóðunum þremur verði sameinuð og efld í sérstökum nýsköpunarsjóði. Til að tryggja nýsköpunarsjóðnum nægilega fjármuni njóti hann arðs af hluta af eigin fé sjóðanna þriggja auk arðs af hluta af hlutafé fjárfestingarbankans. Að öðru leyti verði bankinn í upphafi hlutafélag í eigu ríkisins en það hlutafé selt um leið og markaðsaðstæður leyfa. Aðkoma atvinnuveganna verður tryggð að nýsköpunarsjóðnum og um leið áhrif þeirra á mótun fjárfestingarbankans. Atvinnulífið mun síðan að sjálfsögðu hafa þau áhrif sem það kýs með því að eignast hlut í bankanum. <BR><BR>Markmiðið með þessum breytingum er að skapa fjárhagslegar traustar heildir og draga úr eða afnema hina óheillavænlegu skiptingu þessara sjóða eftir atvinnugreinum. Atvinnulífið tvinnast æ meira saman. Hlutföll milli atvinnugreina eru sífelldum breytingum háð og nýjar atvinnugreinar skjóta rótum sem falla illa inn í fyrra mynstur. Skipulag fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna má ekki verða til þess að tefja nauðsynlegar breytingar í efnahagslífinu. Nýskipan á þessu sviði verður þó að hafa eðlilegan aðdraganda og að mörgu er þar að hyggja, ekki hvað síst trausti innlendra og erlendra lánardrottna sjóðanna. <BR> <DIV align=center>VI. </DIV><BR>Áform eru uppi um að flytja almenna húsnæðislánakerfið frá Húsnæðisstofnun yfir í bankakerfið. Þar yrði í raun um hefðbundna lánastarfsemi að ræða sem óþarft er að sinnt sé af sérstakri ríkisstofnun. Núverandi húsnæðislánakerfi er íþyngjandi fyrir ríkissjóð og hinar miklu ríkisábyrgðir hafa neikvæð áhrif á lánstraust ríkissjóðs. Núverandi kerfi skortir sveigjanleika og töluvert vantar á að allir njóti fullnægjandi fyrirgreiðslu. <BR> <DIV align=center>VII. </DIV><BR>Árið 1969 var lagður grunnurinn að því skipulagi í lífeyrismálum sem við búum við enn þann dag í dag. Á þessum 25 árum hefur mönnum ekki auðnast að ná samstöðu um heildstæða löggjöf um starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu ef frá er talin löggjöf frá árinu 1991. Sú löggjöf gerir ekki annað en leggja þá skyldu á stjórn lífeyrissjóðanna að sjá til þess að samdir og endurskoðaðir séu ársreikningar fyrir lífeyrissjóði og að slíkum endurskoðuðum reikningum sé skilað til bankaeftirlits Seðlabanka Íslands. Annað segir þessi löggjöf ekki. En á þessum árum hafa eignir lífeyrissjóðanna vaxið með miklum hraða. Um síðustu áramót voru eignir lífeyrissjóða 262 milljarðar, eignir bankakerfisins 228 milljarðar og eignir verðbréfasjóða 15 milljarðar. Því hefur verið spáð að eignir lífeyrissjóðanna muni nema um 400 milljörðum um aldamótin og verði þá langstærsti hluti lánakerfisins. <BR><BR>Lífeyriskerfið er nú stærra en bankakerfið og verðbréfasjóðir til samans. Ríkar kröfur eru gerðar til verðbréfafyrirtækja, banka og sparisjóða um ársreikninga, ársuppgjör, endurskoðun, hæfni stjórnenda, eiginfjárkröfur og þannig mætti lengi telja. Það getur því ekki talist eðlilegt, né verjandi að stærsti hluti fjármagnsmarkaðarins lúti engum slíkum reglum né kröfum og ekki síst þegar það er haft í huga að lífeyrissjóðirnir hafa einkarétt á því að varðveita lífeyrissparnað landsmanna þar sem launamennirnir eru skyldaðir til að greiða til ákveðinna lífeyrissjóða. Það hlýtur því að teljast eðlileg og sjálfsögð varúðarráðstöfun fyrir launþega, sem treysta á greiðslur úr lífeyrissjóðum í ellinni, að starfsemi lífeyrissjóða lúti virku eftirliti Bankaeftirlitsins og að sjóðirnir fjárfesti í framseljanlegum verðbréfum sem skráð hafa verið á opinberum verðbréfamarkaði. <BR><BR>Að mínu mati er orðið löngu tímabært að sett verði almenn lög um starfsemi lífeyrissjóðanna, þar sem gerðar verði sambærilegar kröfur til lífeyrissjóða og annarra fjármálastofnana í landinu. Jafnframt því verði sett lög um stöðu og hlutverk séreignasjóða lífeyrisréttinda þar sem launafólki verði heimilað að greiða hluta lífeyrissjóðsiðgjalds í slíka sjóði að eigin vali. <BR><BR>Ríkisstjórnin er nú með í heildarendurskoðun allt lífeyrissjóðakerfi landsmanna. Sú endurskoðun miðar ekki að því að leggja niður lífeyrissjóðina heldur að því að treysta þá, auka hagkvæmina og samkeppnina milli þeirra. Það er orðið brýnt að skapa samstöðu á milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins um nauðsynlegar og óumflýjanlegar breytingar á lífeyriskerfi landsmanna. <BR> <DIV align=center>VIII. </DIV><BR>Það er víðtæk samstaða um skylduaðild að lífeyriskerfinu, þar sem ella væri ekki víst að launamaðurinn legði til hliðar hluta launa sinna til efri áranna. Í því felst auðvitað ákveðin forsjárhyggja af hálfu ríkisins en það verður að hafa í huga að langtímahagsmunir samfélagsins eru best tryggðir með skylduaðild að lífeyriskerfinu sem leggur grunninn að langtímasparnaði í landinu og kemur í veg fyrir stórkostleg útgjöld ríkisins í framtíðinni. <BR><BR>Skylduaðildin þarf ekki að þýða skylduaðild að ákveðnum lífeyrissjóði. Þar á einstaklingurinn að geta valið um hvort hann vill greiða inn í hið hefðbundna lífeyrissjóðakerfi sameignarsjóðanna eða inn í séreignarsjóð lífeyrisréttinda. Með því að greiða í séreignarsjóð lífeyrisréttinda og kaupa um leið lífeyristryggingu hjá tryggingafélagi geta sjóðsfélagar greitt í séreignarsjóð og notið sambærilegra trygginga og jafnvel betri en sjóðsfélagar í núverandi sameignarsjóðum njóta. Með þessu móti vita sjóðsfélagar nákvæmlega hversu hátt hlutfall iðgjalda fer í eftirlaunasjóð annars vegar og tryggingar hins vegar. Þeir vita nákvæmlega hvað hver trygging kostar og hver inneign þeirra er í séreignarsjóðum á hverjum tíma. <BR><BR>Allir eru vonandi sammála um að lögbundin grunntryggingavernd sé óhjákvæmileg. Í samkomulagi því sem ASÍ og VSÍ hafa nýlega gert sín á milli um óbreytt fyrirkomulag lífeyriskerfisins er gert ráð fyrir að lágmarksréttindi séu fastákveðin en iðgjöldin breytileg. Hér tel ég að sé verið að stíga mikilvægt skref fram á við, en það er ekki verjandi að skylda einstaka launamenn til að greiða í tiltekna lífeyrissjóði sem vitað er fyrirfram að munu ekki geta staðið við skuldbindingar sínar í framtíðinni. Við getum ekki þvingað launamenn til þess að greiða inn í lífeyrissjóði þar sem áfallin réttindi eru skert ef eignir duga ekki fyrir skuldbindingum. <BR> <DIV align=center>IX. </DIV><BR>Ég legg áherslu á að sjóðssöfnun í lífeyriskerfinu er mjög mikilvæg. Sjóðssöfnun í gegnum lífeyriskerfið stuðlar að auknum þjóðhagslegum sparnaði og styrkir efnahagslíf þjóðarinnar. Íslenska lífeyriskerfið mun stækka mikið á komandi árum og er ekki fjarri lagi að það geti orðið um 1,5 sinnum stærra en nemur árlegri landsframleiðslu Íslendinga. Vöxtur í lífeyriskerfinu hefur átt mikinn þátt í eflingu fjármagnsmarkaðar hérlendis. Líklegt má telja að stór hluti ráðstöfunarfjár lífeyrissjóða á næstu árum muni fara í kaup á erlendum verðbréfum. Stjórnir lífeyrissjóðanna gæta mikilla hagsmuna mjög margra aðila og því skiptir miklu fyrir sjóðsfélagana og reyndar þjóðfélagið allt að vel sé með þessa hagsmuni farið. Því er nauðsynlegt að hagsmunaaðilarnir, þar með taldir launamennirnir, velji sjálfir þá sem stjórna eiga sjóðunum. Það virðist staðreynd að áhrif sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna á stjórnun þeirra og rekstur eru takmörkuð. Þannig hafa sjóðsfélagarnir sjaldnast beina aðild að aðalfundi eða fulltrúaráði heldur <BR>eru tilteknir aðalfundarfulltrúar kosnir sérstaklega til setu á aðalfundi eða stjórnir aðila vinnumarkaðarins tilnefna beint aðila í stjórn lífeyrissjóðanna. <BR><BR>Hér er um óeðlilega tilhögun að ræða sem hefur meðal annars leitt til þess að sjóðsfélagarnir hafa lítinn áhuga á réttindum sínum og hagsmunum í tilteknum sjóðum eða lífeyrissjóðsþátttöku yfirleitt þrátt fyrir skylduaðild lögum samkvæmt. Nauðsynlegt er að hver sjóðsfélagi geti átt þess kost að kynna sér að eigin raun málefni sjóðsins milliliðalaust. Það er því nauðsynlegt að virkja hvern sjóðsfélaga til vitundar um réttindi sín og skyldur. Það verður best gert með beinni þátttöku sjóðsfélaga í aðalfundi þar sem sjóðsfélagar geta komið skoðunum sínum á framfæri og beitt afli sínu með atkvæðisrétti sínum. Þannig munu sjóðsfélagarnir ennfremur veita stjórnum lífeyrissjóðanna nauðsynlegt aðhald í ákvarðanatöku um málefni sjóðanna. <BR> <DIV align=center>X. </DIV><BR>Ég vil í lokin geta þess að ég hef ákveðið að skipa nefnd til endurskoðunar á eftirliti með fjármálastofnunum. Þeirri nefnd er ætlað að taka til skoðunar með heildstæðum hætti hvernig eftirliti með fjármálastofnunum verði best háttað í framtíðinni, hvernig hagsmunir viðskiptavinanna verði best tryggðir og hvernig traust og trúverðugleiki gagnvart innlendum og erlendum aðilum verði best tryggður. Á grundvelli þeirrar skoðunar verði síðan hugað að breytingum á löggjöf þar að lútandi. Af hálfu ráðuneytisins mun verða óskað tilnefninga í nefndina á næstu dögum. <BR> <DIV align=center>XI. </DIV><BR>Ágætu ársfundargestir. Eins og þið heyrið hefur ríkisstjórnin fyrirætlanir um róttækar skipulagsbreytingar á fjármagnsmarkaðinum til að hann þjóni betur þörfum nútíma atvinnulífs. Ég er sannfærður um nauðsyn þessara skipulagsbreytinga til að fjármagnsmarkaður geti dafnað og þroskast með eðlilegum hætti. Ég vil nota tækifærið og þakka bankaráði, bankastjórum og öðrum starfsmönnum Seðlabankans fyrir gott samstarf. Ég þakka áheyrnina. <BR> <P></P>

1996-03-21 00:00:0021. mars 1996Ræða ráðherra á ársfundi Orkustofnunar, 21. mars 1996.

<P><BR><BR>Ágætu ársfundargestir. <BR><BR>Bjartara er framundan í efnahagslífinu en um langt skeið. Tveggja áratuga kyrrstaða í orkumálum og erlendri fjárfestingu var rofin með samningnum um stækkun álversins í Straumsvík. Stóriðjufyrirtækin eru rekin með nokkrum hagnaði og samkeppnisstaða atvinnulífsins gagnvart erlendum keppinautum hefur stórbatnað með raungengi í sögulegu lágmarki og meiri stöðugleika en íslenskt atvinnulíf hefur búið við um áratugaskeið. <BR><BR>Fjárfesting erlendra aðila á Íslandi hefur verið ákaflega lítil. Á árinu 1994 nam bein fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi 351 milljónir króna og árið 1995 var hún 477 milljónir króna. Þetta eru ekki háar tölur. Með samningum um stækkun ÍSAL sl. haust var rofin áratuga kyrrstaða í erlendri fjárfestingu hér á landi og tryggð veruleg erlend fjárfesting á þessu ári og því næsta. Fjárfesting vegna álversframkvæmdanna er talin verða um 16,5 milljarðar króna, þar af eru um 14 milljarðar vegna álversins og um 2,5 milljarðar vegna raforkuframkvæmda. Ársverk vegna framkvæmdanna verða alls um 750 til 800. Hagvöxtur er talinn aukast um 0,7% á þessu ári af þessum sökum. <BR><BR>Það sem helst er á döfinni um þessar mundir í orkufrekum iðnaði er, auk stækkunar álversins í Straumsvík, viðræður við Columbia Aluminium um álver á Grundartanga en þær voru komnar langt áleiðis þegar skyndilega kom upp ágreiningur milli eigenda fyrirtækisins sem valda mun frestun á ákvörðun. Hugmyndir eru um stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga um 60% og ákvað stjórn fyrirtækisins í síðasta mánuði að verja 50 M.kr. til frekari tæknilegs undirbúnings. Ríkið mun, sem 55% eignaraðili, leggja áherslu á stækkunina en hún mun auka hagkvæmni rekstrar verulega. Þá má nefna áhuga kínverskra aðila á að reisa hér lítið álver með 30-40 þúsund tonna framleiðslugetu. Íslensk viðræðunefnd fer til Kína í næsta mánuði til að halda áfram viðræðum. <BR><BR>Loks nefni ég áframhaldandi viðræður við Atlantálshópinn um álver á Keilisnesi. Í síðustu viku var undirrituð samstarfsyfirlýsing Atlantálshópsins, ríkisstjórnarinnar, Landsvirkjunar og Vatnsleysustrandarhrepps um að endurskoða fyrri áætlanir um byggingu álvers á Keilisnesi. Ég hef lagt áherslu á að aðilar nái fljótt niðurstöðu um hvort fýsilegt sé að ráðast í nýtt álver og vænti ég fyrstu niðurstöðu eftir 4-6 mánuði. Verði sú niðurstaða jákvæð eru aðilar sammála um að ljúka undirbúningi á fyrsta ársfjórðungi 1997. <BR><BR>Í áætlunum frá árinu 1991 um þjóðhagsleg áhrif framkvæmda við Atlansálsálverið og virkjanir var gert ráð fyrir að samanlögð fjárfesting yrði nálega 100 milljarðar króna. Talið var að landsframleiðslan yrði um 1% meiri en ella árið 1992 og að munurinn yrði enn meiri árin 1993 og 1994. Það hafði því mikil áhrif á þjóðarhag þegar ákvörðun um framkvæmdir var slegið á frest í nóvember 1991. <BR><BR>Þó að ljóst sé að áhugi erlendra aðila á samstarfi á sviði orkufreks iðnaðar sé meiri nú en verið hefur um langt skeið, þá vil ég í ljósi reynslunnar vara við of miklum væntingum um nýjar framkvæmdir á þessu sviði. <BR><BR>Árangur sá sem náðst hefur við að kynna Ísland sem fjárfestingarkost hefur fyrst og fremst tengst ákveðnum verkefnum sem undirbúin hafa verið af íslenskum aðilum. Þetta á bæði við um stækkun ISAL og álver á Grundartanga, en Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar hafði í báðum tilvikum unnið frumhagkvæmniáætlanir. Sama á við um hugsanlega stækkun Járnblendiverksmiðjunnar. <BR><BR>Hagvöxtur hefur verið að aukast síðustu tvö ár og Þjóðhagsstofnun spáir 3% hagvexti á þessu ári og að framhald verði á hagstæðri þróun fram til aldamóta. Verðbólga er svipuð, eða jafnvel heldur lægri, en í helstu samkeppnislöndum okkar, afgangur er í viðskiptum við útlönd, afkoma fyrirtækja hefur batnað og kaupmáttur launa eykst. Atvinnuleysi fer nú minnkandi og erlendar skuldir hafa lækkað. Við þessar aðstæður er kjörið að takast á við þann mikla halla sem verið hefur á ríkissjóði á undanförnum árum. Það er því eitt brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar að koma á jafnvægi í ríkisfjármálum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að það verði m.a. gert með nýskipan í ríkisrekstri, t.d. með auknum útboðum, sameiningu stofnana, þjónustusamningum, breyttu launakerfi og aukinni ábyrgð stjórnenda. <BR><BR>Í ljósi þessa hefur ríkisstjórnin samþykkt stefnu sem m.a. felur í sér að náð verður fram rekstrarhagræðingu með sameiningu stofnana ríkisins og með því að ríkið leggi niður starfsemi sem unnt er að fá á almennum markaði. Áhrifa þessa mun gæta í starfsemi allra fyrirtækja og stofnana ríkisins, þar á meðal Orkustofnunar. <BR><BR>Í september sl. skipaði ég nefnd til að endurskoða starfsemi Orkustofnunar og Iðntæknistofnunar. Í tillögum nefndarinnar, sem mér hafa nýlega borist, er ekki gert ráð fyrir breytingum á því meginverkefni Orkustofnunar að annast yfirlitsrannsóknir á orkulindum landsins, eðli þeirra og skilyrðum til hagnýtingar þeirra. Sú breyting verði þó gerð að vinna við rannsóknarverkefni, sem nú eru unnin af stofnuninni með eigin starfsfólki, verði framvegis boðin út eða keypt á almennum markaði eftir því sem frekast er unnt. Lagt er til að Orkustofnun taki virkari þátt í orkupólitískri stefnumótun og leggi aukna áherslu á almennar rannsóknir og þróunarverkefni varðandi nýtingu orkulinda þjóðarinnar. Jafnframt er í tillögunum gert ráð fyrir að stofnunin varðveiti áfram og viðhaldi gagnagrunnum um orkulindirnar og fái nýtt hlutverk sem verkkaupi fyrir ríkið við öflun grundvallarupplýsinga. <BR><BR>Í tillögum nefndarinnar felst að ríkið mun draga sig út úr ýmiss konar sölu á þjónusturannsóknum til orkufyrirtækja og annarra. Við það kemur upp sú staða að orkufyrirtækin jafnt sem ríkið þurfa að kaupa þessa þjónustu á almennum markaði. <BR><BR>Vatnamælingar Orkustofnunar hafa þó talsverða sérstöðu. Vatnamælingar eru grundvallarrannsóknir sem stunda þarf í tugi ára til að fá áreiðanlegar rennslisraðir til að meta orkuvinnslugetu fallvatnanna. Sama á hugsanlega við um vissa þætti á jarðhitasviði. <BR><BR>Á fundum um tillögur nefndarinnar sem ég hef átt með nokkrum forstöðumönnum orkufyrirtækja kom fram vilji hjá þeim, um að vatnamælingum og starfsemi á jarðhitasviði, sem ekki er með góðu móti unnt að setja á almennan markað, verði haldið saman í nýju hlutafélagi sem ríkið og orkufyrirtækin stæðu að. Hlutafélagið hefði fyrst og fremst þann tilgang að viðhalda samstæðri rannsóknarheild sem veitt gæti ríkinu og orkufyrirtækjunum nauðsynlega þjónustu við rannsóknir á innlendum orkulindum og sem lagt gæti grunn að útflutningi á þeirri sérfræðiþekkingu og reynslu sem starfsmenn Orkustofnunar og orkufyrirtækjanna búa yfir. Hlutafélag með orkufyrirtækin að bakhjarli mundi skapa ný og betri skilyrði til sóknar erlendis á þessu sviði og ég trúi því að slíkt félag muni jafnframt skapa sóknarfæri fyrir þá sem vilja leita erlendra verkefna á orkusviði. <BR><BR>Viðræður við orkufyrirtækin standa yfir og er markmið þeirra að ná sammælum um stofnun hlutafélags með aðild orkufyrirtækja, ríkisins og annarra sem telja sér hag af þátttöku í því. Fulltrúi starfsmannafélags Orkustofnunar tekur virkan þátt í þessum viðræðum og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka starfsmönnum stofnunarinnar fyrir ágæta fundi sem og tillögur sem þeir hafa sent ráðuneytinu. Ég legg á það áherslu að orkufyrirtækin þurfa að koma að stofnun félagsins með öflugum hætti. Ríkið mun ekki standi að því eitt, eða með mikilli meirihlutaeign. Náist ekki viðunandi samstaða um félagsstofnunina í þessum mánuði þá blasir við að ríkið verði að draga sig út úr umræddri rannsókna- og þjónustustarfsemi. <BR><BR>Auk þess að endurskoða starfsemi stofnana sem heyra undir ráðuneytið til að ná fram nauðsynlegri rekstrarhagræðingu og auka sveigjanleika í starfsemi stofnananna tel ég brýnt að endurskoða orkulöggjöfina í heild sinni, þar með talin sérlög sem gilda um nokkur orkufyrirtæki. Orkulöggjöfin er að stofni til frá miðjum sjöunda áratugnum. Aðstæður þá voru verulega frábrugðnar því sem nú er. Meirihluti landsmanna hitaði hús sín með olíu, raforkuver landsins voru ekki samtengd, unnið var að rafvæðingu sveitanna og svo mætti áfram telja. Markmið þessarar endurskoðunar á að vera fernskonar: <BR> <UL> <LI>að auka hagkvæmni á orkusviðinu, <LI>að auka samkeppni en jafnframt stuðla að jöfnun orkuverðs, <LI>að tryggja gæði þjónustu og afhendingaröryggi, <LI>að auka sjálfstæði orkufyrirtækja og ábyrgð stjórnenda. </LI></UL><BR>Ég hef ákveðið að skipa ráðgjafarnefnd til að vera ráðuneytinu til ráðuneytis við endurskoðun á orkulöggjöfinni. Ég óskaði í lok síðasta árs eftir tilnefningum frá fjölmörgum aðilum í nefndina, bæði hagsmunaaðilum og stjórnmálaflokkum. Nefndin verður skipuð á næstu dögum og ég legg áherslu á að hún ljúki störfum fyrir næsta haust. <BR><BR>Ég ætla ekki að fjalla ítarlega um endurskoðun orkulaganna hér, enda hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um hvaða breytingar eigi að gera á lögunum. Ef svo væri þyrfti ekki að skipa ráðgjafarnefnd. Ég tel að nefndin eigi að hafi rúman ramma til að starfa eftir. <BR><BR>Ég vil þó nota þetta tækifæri til að fara nokkrum orðum um þetta mál. Ég tel að færa þurfi lögin til nútímalegra horfs og að þau þurfi að vera gott og öflugt tæki til að koma í framkvæmd stefnu stjórnvalda svo sem um nýskipan í ríkisrekstri, meiri samkeppni og aukna nýtingu orkulindanna til atvinnusköpunar. Lögin þurfa að horfa til langs tíma og vera sveigjanleg. Þau þurfa jafnframt að taka mið af nýskipan orkumála í heiminum, aukinni áherslu á að nýta endurnýjanlegar orkulindir og draga þannig úr losun svokallaðra gróðurhúsalofttegunda og loks alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að. <BR><BR>Ég tel að orkufyrirtækin eigi almennt að starfa eftir sömu grundvallarreglum og önnur fyrirtæki og við svipuð starfsskilyrði. Stjórnendur fyrirtækjanna og stjórnir þurfa að axla aukna ábyrgð um leið og þau fá meira sjálfstæði. Ég tel að lykillinn að aukinni skilvirkni sé meiri samkeppni bæði í orkuvinnslu og orkusölu. Mér er ljóst að erfitt er að koma við beinni samkeppni milli hitaveitna, enda eru þær staðbundnar. Öðru máli gildir um raforkuna, jafnvel þó svo að eitt fyrirtæki, Landsvirkjun, framleiði yfirgnæfandi hluta raforkunnar eða um 93%. Ég tel aðgreiningu raforkukerfisins milli orkuframleiðslu, orkuflutnings og orkudreifingar mjög áhugaverða. Í því sambandi tel ég að skoða þurfi hvort heppilegt sé að kljúfa meginflutningskerfið frá vinnslunni, annað hvort bókhaldslega eða með stofnun nýs fyrirtækis, þannig að allir eigi jafnan möguleika á að selja inn á netið. Með því móti yrði unnt að koma á samkeppni í raforkuvinnslunni. Ég tel jafnframt rétt að kanna hvort heppilegt sé að kljúfa hluta af aðveitu- o<BR>g jafnvel dreifikerfinu frá orkusölu rafveitnanna til að koma á meiri samkeppni í orkusölu til endanlegra notenda. <BR><BR>Í lok síðast liðins árs skipaði ég nefnd með fulltrúum stjórnarflokkanna til að undirbúa löggjöf um eignarrétt á auðlindum í jörðu og rétt til virkjunar fallvatna. Ég tel að nú séu að skapast forsendur til þess að ná pólitískri samstöðu um skipan þessara mála, en eignarréttindi á auðlindum hafa verið tilefni deilna alla þessa öld. Það er sérstaklega mikilvægt að settar verði skýrar reglur um meðferð og eignarrétt þessara auðlinda nú þar sem fyrir liggur að okkur ber að fella úr gildi takmarkanir á heimildum aðila innan EES-svæðisins til að eiga virkjunarréttindi og jarðhita sem og stunda orkuvinnslu eða orkudreifingu hér á landi. Tillögur þar að lútandi hafa verið lagðar fyrir Alþingi með frumvarpi um breytingu á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. <BR><BR>Löggjöf um eignarrétt á auðlindum í jörðu og rétt til virkjunar fallvatna á að mínu mati að tryggja sem hagkvæmasta og greiðlegasta nýtingu auðlindanna, án þess þó að gengið verði á eignarrétt landeigenda. Einnig er að mínu mati nauðsynlegt að greiða fyrir því að niðurstaða fáist um inntak eignarheimilda á einstökum afréttarsvæðum. <BR><BR>Ágætu ársfundargestir. <BR><BR>Ég hef hér farið nokkrum orðum um þær breytingar sem ég tel að þurfi að gera á skipan orkurannsókna og orkumála í landinu. Ég minnti á að orkulöggjöfin sem nú er um þriggja áratuga gömul var sett við allt aðrar aðstæður í orkumálum, en við búum við í dag. Nú eiga nánast allir landsmenn aðgang að innlendri orku, einkum jarðvarma, til að hita híbýli sín, raforkukerfið er samtengt og nær nánast til allra bæja sem í byggð eru í landinu. Hlutur endurnýjanlegra orkulinda í orkubúskapnum er meiri hér en í nokkru öðru ríki og svo mætti áfram telja. Orkustofnun og orkumálastjóri, Jakob Björnsson, með starfsfólki sínu eiga stóran hlut í að þetta hefur tekist svo vel sem raun ber vitni. <BR><BR>Ég vil að endingu þakka gott samstarf við stjórn stofnunarinnar, orkumálastjóra og starfsfólk stofnunarinnar. Ég tel brýnt að efla starf í þessu sambandi og að myndað verði sterkt eignarhaldsfélag, hugsanlega í samstarfi við lífeyrissjóði og aðra innlenda fjárfesta, til að taka aukið fjárhagslegt frumkvæði að nýjum verkefnum. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að leggja mætti eignarhluti ríkisins í Íslenska járnblendifélaginu, Sementsverksmiðjunni, Steinullarverksmiðjunni og Kísiliðjunni til slíks félags. Hlutverk þess yrði að kanna möguleika á alls kyns nýiðnaði, að kynna þá hugsanlegum fjárfestum, vinna að undirbúningi iðnfyrirtækja og loks leggja fram hluta hlutafjár til að greiða fyrir stofnun slíkra fyrirtækja. Ef eignarhlutur ríkissjóðs í áðurgreindum hlutafélögum yrði lagður til félagsins hefði það frá upphafi burði til að vinna að þessum verkefnum. Í því sambandi má nefna að nafnvirði hlutafjár ríkisins í þessum fyrirtækjum var um 1.670 m.kr. í árslok 1995. Fyrirtækin voru öll rekin með hagnaði á <BR>síðastliðnu ári og var hann samtals um 650 m.kr. Hlutur ríkissjóðs í hagnaðinum var rúmlega 350 m.kr., sem jafngildir 21% arðsemi hlutafjár <BR> <P></P>

1996-03-15 00:00:0015. mars 1996Ræða iðnaðarráðherra á Iðnþingi 1996.

<P> <DIV align=center>I. </DIV><BR>Góðir þingfulltrúar.<BR>Vorvindar leika nú um íslenskan iðnað. Samkeppnisstaða iðnaðar gagnvart erlendum keppinautum hefur stórbatnað á undanförnum misserum með raungengi í sögulegu lágmarki og meiri stöðugleika en íslenskt atvinnulíf hefur búið við um áratugaskeið. Kyrrstaðan í erlendri fjárfestingu hefur verið rofin með samningum um stækkun álversins í Straumsvík. Við slíkar aðstæður er ánægjulegt að fá tækifæri til að ávarpa Iðnþing. Ég vil skipta ræðu minni í fjóra meginþætti. Í fyrsta lagi mun ég fjalla um þau efnahagsskilyrði sem iðnaðurinn býr við um þessar mundir, í öðru lagi um sambúð iðnaðar og sjávarútvegs, í þriðja lagi um vexti og umbætur á fjármagnsmarkaði og að síðustu um nýsköpun í atvinnulífinu. <BR> <DIV align=center>II. </DIV><BR>Óhætt er að segja að iðnaðurinn hafi nýtt sér stöðugleikann til hins ýtrasta. Hann hefur sýnt það hvers hann er megnugur og hefur hann blómstrað við hagstæð ytri skilyrði. Íslenskur iðnaður fór mjög illa út úr stöðnun áranna 1988 til 1993. Þess bera hagstærðir iðnaðarins glöggt vitni. Leiðin hefur hins vegar legið upp á við síðustu tvö ár. Velta í iðnaði hefur aukist mjög og markaðshlutdeild íslenskra iðnaðarvara hefur vaxið á ný. Sérstaklega er þó ánægjulegt að sjá mikla sókn iðnaðarins á erlenda markaði. <BR><BR>Bráðabirgðatölur Þjóðhagsstofnunar sýna að útflutningur iðnaðarvara, að stóriðju undanskilinni, jókst um tæp 19% að magni á síðasta ári. Á sama tíma dróst útflutningur þjóðarinnar í heild saman um 2% að magni. Verðmæti útflutnings annarra iðnaðarvara en stóriðju var tæpir 10 milljarðar á síðasta ári. Það er enn sem komið er ekki hátt hlutfall af heildarútflutningi, eða um 8%. Hlutfallið fer þó vaxandi og er hærra nú en það hefur verið frá árinu 1985. Ef stóriðja er tekin með í reikninginn nam hlutfall iðnaðarvara af heildarútflutningi um 21%. <BR><BR>Þau efnahagslegu skilyrði sem iðnaðurinn býr við eru sérlega hagstæð um þessar mundir. Hagvöxtur hefur verið vel viðunandi síðustu tvö ár. Þjóðhagsstofnun spáir 3% hagvexti á þessu ári og reiknar með að framhald verði á hagstæðri þróun fram til aldamóta. Verðbólga er svipuð, eða jafnvel heldur lægri, en í helstu samkeppnislöndum okkar, afgangur er í viðskiptum við útlönd, afkoma fyrirtækja hefur batnað og kaupmáttur launa fer vaxandi. <BR><BR>Það er mikilvægt að batinn í efnahagslífinu verði nýttur til að stuðla að nauðsynlegum búháttabreytingum í íslensku atvinnulífi og til þess að leggja grunn að enn frekari framfarasókn. Það mun ráða miklu um framtíð þjóðarinnar hvernig til tekst á næstu árum. Það blasir við að fram að aldamótum þarf að skapa þúsundir nýrra starfa fyrir þær vinnufúsu hendur sem þegar eru án verðugra verkefna og fyrir það unga fólk sem mun leita út á vinnumarkaðinn á næstu árum. <BR><BR>Fjárfesting erlendra aðila á Íslandi hefur verið ákaflega lítil. Á árinu 1994 nam bein fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi 351 milljónir króna og árið 1995 var hún 477 milljónir króna. Þetta eru ekki háar tölur. Með samningum um stækkun ÍSAL hefur verið tryggð veruleg erlend fjárfesting á þessu ári og því næsta. Fjárfesting vegna álversframkvæmdanna er talin verða um 16,5 milljarðar króna, þar af eru um 14 milljarðar vegna álversins og um 2,5 milljarðar vegna raforkuframkvæmda. Ársverk vegna framkvæmdanna verða alls um 750 til 800. Hagvöxtur er talinn aukast um 0,7% á þessu ári af þessum sökum. <BR>Ekki eru allar hagstærðir jákvæðar þó svo nú stefni í rétta átt. Hagvöxtur síðustu tveggja ára hefur ekki dregið úr atvinnuleysi í sama mæli og vonir stóðu til. Erlendar skuldir þjóðarbúsins eru einnig meiri en viðunandi getur talist. Atvinnuleysi fer nú minnkandi og erlendar skuldir hafa lækkað. En betur má ef duga skal. Eitt brýnasta verkefni hagstjórnar undanfarinna ára hefur verið að draga úr halla ríkissjóðs. Þar hefur fram til þessa lítið orðið ágengt. Hallinn er verulegt áhyggjuefni vegna þess hve fyrirferðarmikill ríkissjóður er á innlendum lánsfjármarkaði og lánsfjárþörf hans hefur átt þátt í að halda vöxtum háum. Þá eru erlendar skuldir þjóðarinnar miklar þannig að svigrúm til að fjármagna hallann erlendis er ekki mikið. Nú er fyrirsjáanlegt að lánsfjárþörf ríkisins sem og sveitarfélaganna minnki mjög á þessu ári. Stefnt er að hallalausum fjárlögum á næsta ári og er í gangi mikil vinna til að finna leiðir að því marki. <BR> <DIV align=center>III. </DIV><BR>Vík ég þá að sambúð iðnaðar og sjávarútvegs. Mesta hagsmunamál iðnaðarins er að fá áfram að njóta sín í skjóli hagstæðra efnahagsskilyrða. Samtök iðnaðarins hafa af því áhyggjur að þegar fiskafli eykst muni raungengi hækka og samkeppnisstaða iðnaðar versna. Þannig muni uppsveifla til sjávar gera að engu uppbyggingarstarfið í iðnaðinum. <BR><BR>Ef sagan er skoðuð má ljóst vera að sjávarútvegur hefur verið uppspretta sveiflna í þjóðarbúskapnum og hefur tekjuaukning í sjávarútvegi oft kæft vaxtarbrodda í öðrum atvinnugreinum. Ég er þeirrar skoðunar að breyttar aðstæður í þjóðarbúskapnum, svo sem aukin markaðshyggja og agaðri hagstjórn, geri það að verkum að áhrifin af uppsveiflu til sjávar verði mildari en áður. Almenn peninga- og fjármálastefna dugar því betur til hagstjórnar nú og síður er þörf á sértækum aðgerðum. <BR><BR>Með þessu er ég ekki að segja að ekki sé þörf á sértækum aðgerðum til sveiflujöfnunar við tilteknar aðstæður, svo sem við verulega uppsveiflu í sjávarútvegi vegna verðhækkana eða aflaaukningar. Sú staða getur hæglega komið upp og þá er slæmt að eiga engin verkfæri í kistunni önnur en hin almennu hagstjórnartæki. Nú er að störfum hagvaxtarnefnd undir forystu ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Mikilvægt er að nefndinni takist að finna leiðir til að skapa sem best og stöðugust vaxtarskilyrði fyrir þjóðarbúið til langs tíma litið. <BR><BR>Forsvarsmenn Samtaka iðnaðarins hafa verið eindregnir talsmenn þess að leggja auðlindagjald á sjávarútveginn. Ég get ekki tekið undir það sjónarmið eitt sér. Rök Samtakanna fyrir hagkvæmni auðlindagjalds eru tvenns konar. Annars vegar að gjaldið geti virkað til sveiflujöfnunar. Því er til að svara að erfitt er að útfæra auðlindagjald þannig að það nýtist til sveiflujöfnunar. Það eru til önnur tæki til að jafna sveiflur. Hins vegar telja Samtök iðnaðarins að gjaldið nýtist til að jafna starfsskilyrði iðnaðar og sjávarútvegs. Þetta verður að ræða í víðara samhengi. Ég er ekki hlynntur því að tekið verði upp auðlindagjald á eina atvinnugrein umfram aðrar. Auðlindagjald ætti þá að leggjast á allar atvinnugreinar sem nýta sér sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Auðlindagjald, ef til þess kemur, mun skapa ríkissjóði tekjur og þá er eðlilegt að lækka skatta á atvinnulífið á móti. <BR><BR>Það sem skiptir mestu máli fyrir iðnaðinn er að raungengið haldist svipað og verið hefur að undanförnu. Það væri iðnaðinum síst til framdráttar ef sú röskun sem óhjákvæmilega fylgir upptöku auðlindagjalds ógnaði stöðugleikanum í þjóðarbúskapnum. Ekki má síðan gleyma því að vart er hægt að tala um iðnað og sjávarútveg sem andstæður því tengsl þessara greina eru sterk. Tengslanefndin svokallaða sem iðnaðarráðherra skipaði og nýlega lauk störfum sýndi að iðnaður tengdur sjávarútvegi er verulegur hluti allrar iðnaðarframleiðslu. Iðnfyrirtæki tengd sjávarútvegi hafa það fram yfir önnur íslensk iðnfyrirtæki að búa við mjög öflugan heimamarkað. Þessi fyrirtæki eru mörg hver meðal öflugustu fyrirtækja í atvinnulífinu. <BR> <DIV align=center>IV. </DIV><BR>Vil ég nú gera að umtalsefni tvær hagstærðir sem varða iðnaðinn miklu. Það eru vextir og fjárfesting. Samspil vaxta og fjárfestingar er hverjum iðnrekanda augljóst. Háir vextir draga úr fjárfestingu. Um langt árabil var fjárfesting hér á landi mun hærri í hlutfalli af landsframleiðslu en í flestum öðrum iðnríkjum. Þetta snerist við um miðjan níunda áratuginn og er nú svo komið að fjárfesting er óvíða lægri en hér á landi. Lágt fjárfestingarhlutfall er áhyggjuefni því það bendir til að þjóðin vanræki að treysta þann grunn sem hagvöxtur framtíðarinnar byggir að hluta til á. <BR><BR>Sérstök ástæða er til að hafa áhyggjur af lítilli fjárfestingu í atvinnurekstri landsmanna en hún er orðin mun minni en nemur úreldingu framleiðslutækjanna. Fjárfesting atvinnuveganna hefur heldur aukist á undanförnum misserum og búist er við miklum vexti á þessu ári vegna stækkunar álversins. Þannig er gert ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting muni bera uppi hagvöxtinn á þessu ári. En almenn fjárfesting mun vart glæðast að ráði ef vextir eru hér mun hærri en í samkeppnislöndum. Ef vextir eru það háir að fyrirtæki veigra sér við að fjárfesta frestast nauðsynleg endurnýjun framleiðslutækja. <BR><BR>Þannig verka háir vextir sem dragbítur á atvinnustarfsemi. Í uppsveiflu efnahagslífsins hækka vextir að öðru óbreyttu og gegna mikilvægu aðhaldshlutverki. Þjóðhagsstofnun leggur í þjóðhagsspá áherslu á að góður gangur sé í efnahagslífinu og þensluhætta ekki sjáanleg. Þjóðhagsstofnun bendir hins vegar á að rétt sé að vera áfram á varðbergi gagnvart þenslu en gæta þess jafnframt að kæfa ekki vöxtinn í þjóðarbúskapnum. <BR><BR>Það er mat mitt að vextir séu of háir hér á landi miðað við efnahagsaðstæður. Ríki og sveitarfélög hafa dregið verulega úr lánsfjáreftirspurn sinni, bankar og sjóðir eru komnir yfir það versta í útlánaafskriftum og gott jafnvægi ríkir í þjóðarbúskapnum. Því eru engin efnahagsleg rök fyrir því að raunvextir ríkisskuldabréfa skuli vera 2-3 prósentustigum hærri hér á landi en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Í iðnríkjunum lækkuðu vextir allt síðasta ár og sú þróun hefur haldið áfram nú í byrjun þessa árs. Á sama tíma hafa vextir heldur hneigst til hækkunar hér á landi. Fyrr eða síðar munu lægri vextir erlendis hafa áhrif til lækkunar vaxta hér á landi. Annað er óhjákvæmilegt við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga. <BR><BR>Lágir vextir eru gríðarlegt hagsmunamál fyrir iðnaðinn þar sem íslensk iðnfyrirtæki eru skuldsettari en almennt gerist. Í skýrslu starfshóps um starfsskilyrði iðnaðar, sem kom út á vegum iðnaðarráðuneytisins haustið 1994, kom fram að raunvaxtakostnaður íslenskra iðnfyrirtækja er um tvöfalt hærri á Íslandi en í Evrópusambandinu og Japan og fjórfalt hærri en í Bandaríkjunum. Gera má ráð fyrir að staðan hafi ekki breyst mikið á síðustu árum þó svo íslensk fyrirtæki hafi að vísu greitt niður skuldir í nokkrum mæli að undanförnu. <BR> <DIV align=center>V. </DIV><BR>Næst vík ég að skipulagsumbótum á fjármagnsmarkaði. Þær skipulagsumbætur sem fyrirhugaðar eru eiga að stuðla að aukinni hagkvæmni, greiðari aðgangi að fjármagni og lægri vöxtum. Umskiptin gegna mikilvægu hlutverki í því að aðlaga íslenskt efnahags- og atvinnulíf að breyttum aðstæðum. Á þessum sviðum sem öðrum verður að gæta þess að löggjöfin hamli ekki framþróun íslensks atvinnulífs og íslensk fyrirtæki búi ekki við lakari kjör en erlendir keppinautar. Þetta er ekki síst mikilvægt þegar allt viðskiptaumhverfið er orðið alþjóðlegra en áður og íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að keppa við erlenda aðila um hvers konar viðskipti hér á landi. Á fjármagnsmarkaði eru aðstæður gerbreyttar frá því sem var þegar núverandi skipan komst á, skipan sem einkennist af ríkisviðskiptabönkum og nokkrum fjárfestingarlánasjóðum atvinnuveganna í eigu ríkisins. Þá var íslenskur fjármagnsmarkaður veikburða. Sífelldur skortur var á lánsfé og fáum stóð fyrirgreiðsla erlendra lánastofnana til boða. Þetta hefur gerbreyst. Því er rö<BR>krétt að endurskoða skipulag og starfsemi allra fjármagnsfyrirtækja í eigu ríkisins. <BR><BR>Hlutafélagavæðing ríkisviðskiptabankanna hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort lög um formbreytingu ríkisviðskiptabankanna verða afgreidd á yfirstandandi þingi, þó enn sé stefnt að því. Það er vilji ríkisstjórnarinnar að formbreytingin eigi sér stað um næstu áramót. <BR><BR>Ég er þeirrar skoðunar að eftir fyrirhugaða formbreytingu eigi að auka hlutafé í bönkunum, bjóða það út á almennum markaði þannig að með þeim hætti komi nýir aðilar inn sem eigendur að bönkunum ásamt ríkinu. Þannig yrði eiginfjárstaða bankanna styrkt og bankarnir yrðu betur í stakk búnir að mæta aukinni samkeppni í harðnandi heimi. Ríkisviðskiptabankarnir þurfa á auknu eigin fé að halda. Með því að selja eignarhluti ríkisins er aftur á móti ekki verið að styrkja eiginfjárstöðu bankanna heldur er fyrst og fremst verið að skipta um eigendur á eignarhlutunum. <BR><BR>Einnig er stefnt að því að breyta formi og skipan fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna. Það er brýnt að standa undir áhættufjármögnun til raunverulegrar nýsköpunar í því skyni að stuðla að framfarasókn í íslensku efnahags- og atvinnulífi og fjölga arðbærum störfum. Nýskipan fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna er því eitt af brýnustu verkefnum ríkisstjórnarinnar. Hluta arðs af fjárfestingarlánasjóðunum og hluta eigna þeirra á því að mínu mati að verja til áhættufjármögnunar, það er til þeirra verka á fjármagnsmarkaði sem hin frjálsu markaðsöfl sinna ekki sem skyldi. Unnið er að tillögugerð í þessum efnum. <BR><BR>Markmiðið með þessum breytingum er að skapa fjárhagslegar traustar heildir og draga úr eða afnema hina óheillavænlegu skiptingu þessara sjóða eftir atvinnugreinum. Atvinnulífið tvinnast æ meira saman. Hlutföll milli atvinnugreina eru sífelldum breytingum háð og nýjar atvinnugreinar skjóta rótum sem falla illa inn í fyrra mynstur. Skipulag fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna má ekki verða til þess að tefja nauðsynlegar breytingar í efnahagslífinu og allt þetta og fleira til eru rök fyrir því að tími sérgreindra fjárfestingarlánasjóða sé liðinn. Nýskipan á þessu sviði verður þó að hafa eðlilegan aðdraganda og að mörgu er þar að hyggja, ekki hvað síst trausti innlendra og erlendra lánardrottna sjóðanna. Það er mín skoðun að sameina eigi Fiskveiðisjóð, Iðnlánasjóð og Iðnþróunarsjóð og á grunni þeirra eigi að stofna nýjan fjárfestingarbanka er hafi það hlutverk að veita atvinnulífinu almenna fyrirgreiðslu varðandi langtímalán. Til álita kemur að fleiri opinberir lánasjóðir komi að myndun fjárfestingarbankans. Rá<BR>ðgert er að sú áhættufjármögnun sem nú fer fram í sjóðunum þremur verði sameinuð og efld í sérstökum nýsköpunarsjóði. Til að tryggja nýsköpunarsjóðnum nægilega fjármuni njóti hann arðs af hluta af eigin fé sjóðanna þriggja og/eða arðs af hluta af hlutafé fjárfestingarbankans. Að öðru leyti verði bankinn í upphafi hlutafélag í eigu ríkisins en það hlutafé selt um leið og markaðsaðstæður leyfa. Aðkoma atvinnuveganna verður tryggð að nýsköpunarsjóðnum og um leið áhrif þeirra á mótun fjárfestingarbankans. Atvinnulífið mun síðan að sjálfsögðu hafa þau áhrif sem það kýs með því að eignast hlut í bankanum. <BR><BR>Með lagabreytingu á síðastliðnu ári var Iðnþróunarsjóði falið að sinna áhættufjármögnun. Þetta hefur hann nú gert um árs skeið. Lagt verður fyrir yfirstandandi þing að framlengja ákvæðin um Iðnþróunarsjóð þar til væntanleg lög um nýsköpunarsjóð taka gildi. <BR> <DIV align=center>VI. </DIV><BR>Að síðustu vil ég fjalla um sértækari aðgerðir til eflingar atvinnulífsins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á atvinnu- og verðmætasköpun með því að stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu. Atvinnulífið þarf ekki hvað síst að byggjast á vexti og viðgangi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þau eru hvarvetna burðarásar hagvaxtar. Vissulega munum við freista þess að draga til okkar stóriðju eins og samræmst getur skynsamlegri orkunýtingu og markmiðum í umhverfismálum. Við getum ekki treyst á að stóriðja verði umtalsverður grundvöllur efnahagslegra framfara á næstu áratugum og auðlindir hafsins eru ekki lengur ávísun á vaxandi velmegun. Sá auður sem í fólkinu býr skiptir sköpum í harðnandi samkeppni. Geysilegur kraftur í hagkerfum margra auðlindasnauðra þjóða á undanförnum áratugum samhliða hnignum þjóða, sem búa yfir gjöfulum auðlindum, sýnir þetta best. <BR><BR>Ég hef í minni tíð sem ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála hleypt af stokkunum þremur verkefnum sem lúta að nýsköpun atvinnulífsins. Það er í fyrsta lagi Evrópuverkefni um lítil og meðalstór fyrirtæki. Í öðru lagi sérstakt átak til atvinnusköpunar. Og að síðustu er hér um að ræða aðgerðir til að laða að erlenda fjárfestingu. Ég vil stuttlega kynna markmið þessara verkefna. <BR><BR>Í nefnd um lítil og meðalstór fyrirtæki eru fulltrúar úr atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni og frá stjórnvöldum. Formaður hennar er Davíð Scheving Thorsteinsson. Hlutverk nefndarinnar er einkum að kortleggja þau tækifæri sem íslenskum fyrirtækjum kunna að bjóðast á Evrópska efnahagssvæðinu. Nefndin hefur nú gefið út kynningarrit sem ber heitið "Evrópuverkefni á sviði lítilla og meðalstórra fyrirtækja". Þar er greint frá ýmsum rannsókna- og ráðgjafaverkefnum sem standa íslenskum fyrirtækjum til boða sem og ýmsum verkefnum sem ætlað er að greiða fyrir samstarfi fyrirtækja. Ég hef farið um landið að undanförnu og kynnt þetta starf. Ég hef hvarvetna fundið fyrir gríðarlegum áhuga á þessu starfi og ljóst er að brýn þörf var á að leggja út í þessa vinnu. <BR><BR>Verkefnið "Átak til atvinnusköpunar" er samstarfsverkefni iðnaðarráðuneytisins, Iðnlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Iðntæknistofnunar. Markmið þess er þríþætt: Að standa sameiginlega að verkefnum sem stuðla að atvinnusköpun og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins, að samræma verkefni til hvatningar og stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja, svo og einstaklinga, á sviði atvinnu- og nýsköpunar og að síðustu að stuðla að auknu alþjóðasamstarfi fyrirtækja á sviði markaðsmála og tækniyfirfærslu. Hafin verður skipuleg leit að vænlegum fyrirtækjum sem flutt verði til landsins með það að leiðarljósi að efla íslenskt atvinnulíf og skapa ný störf. Góð reynsla er af innflutningi slíkra fyrirtækja. Átakið mun einnig veita ráðgjöf um stofnun fyrirtækja og frumkvöðlar og uppfinningamenn fá aðstoð til að koma hugmyndum sínum á framfæri og í framkvæmd. <BR><BR>Þriðja viðfangsefnið, sem ég hef lagt mikla áherslu á, stefnir að því að laða hingað erlenda fjárfestingu í auknum mæli. Alþekkt er það markaðsstarf sem stundað hefur verið um áratug í samvinnu Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytisins til að fá hingað fjárfesta í orkufrekum iðnaði. Fjölmargir kostir hafa þar verið kannaðir og kynntir. Það sem helst er á döfinni í þeim efnum um þessar mundir eru, auk stækkunar álversins í Straumsvík, viðræður við Columbia Aluminium um álver á Grundartanga en þær voru komnar langt áleiðis þegar skyndilega kom upp ágreiningur milli eigenda sem valda mun frestun á ákvörðun. Hugmyndir eru um stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga um 60% og mun ríkið, sem 55% eignaraðili, leggja áherslu á stækkunina en hún mun auka hagkvæmni rekstrar verulega. Þá má nefna áhuga kínverskra aðila á að reisa hér lítið álver með 30-40 þúsund tonna framleiðslugetu. Íslensk viðræðunefnd fer til Kína í næsta mánuði til að halda áfram viðræðum. <BR><BR>Loks nefni ég áframhaldandi viðræður við Atlantál-hópinn um álver á Keilisnesi. Í gær var undirrituð hér í Reykjavík samstarfsyfirlýsing Atlantál-hópsins og ríkisstjórnarinnar og Landsvirkjunar um að endurskoða fyrri áætlanir um byggingu álvers á Keilisnesi. Ég hef lagt áherslu á að aðilar nái fljótt niðurstöðu um hvort fýsilegt sé að ráðast í nýtt álver og vænti ég fyrstu niðurstöðu eftir 4-6 mánuði. Verði sú niðurstaða jákvæð eru aðilar sammála um að ljúka undirbúningi á fyrsta ársfjórðungi 1997. Þó að ljóst sé að áhugi erlendra aðila á samstarfi á sviði orkufreks iðnaðar sé meiri nú en verið hefur um langt skeið, þá vil ég í ljósi reynslunnar vara við of miklum væntingum um nýjar framkvæmdir á þessu sviði. <BR><BR>Árangur sá sem náðst hefur við að kynna Ísland sem fjárfestingarkost hefur fyrst og fremst tengst ákveðnum verkefnum sem undirbúin hafa verið af íslenskum aðilum. Ég tel brýnt að mynda hér sterkt eignarhaldsfélag, hugsanlega í samstarfi við lífeyrissjóði og aðra innlenda fjárfesta, til að taka aukið fjárhagslegt frumkvæði að nýjum verkefnum. <BR><BR>Að frátalinni stóriðju hefur erlend fjárfesting verið óveruleg hér á landi hingað til. Að hluta hefur löggjöf meðvitað haldið hugsanlegum erlendum fjárfestum fjarri, en í tengslum við samninginn um EES-svæðið hafa takmarkanir smám saman verið afnumdar. Að samþykktu stjórnarfrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi eru einungis eftir takmarkanir á beinni fjárfestingu í sjávarútvegi. Til þess að vinna að markvissri kynningarstarfsemi á kostum fjárfestingar í almennum atvinnurekstri hérlendis hefur í samstarfi iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og Útflutningsráðs verið sett á laggirnar sérstök Fjárfestingarskrifstofa. <BR><BR>Auk gerðar almenns kynningarefnis hyggst skrifstofan einbeita sér að markvissri kynningu á iðjukostum á tilteknum svæðum annars vegar og hins vegar í tilteknum iðngreinum. Þannig er unnið að kynningu á Reykjanesi sem svæði fyrir hvers konar iðnað sem samnýtir iðnaðargufu og raforku. Þá er Akureyri og umhverfi kynnt sem matvælaiðnaðarsvæði. Verið er að skilgreina önnur verkefni þar sem sérstakir kostir til fjárfestinga eru kynntir fyrir markhópi erlendra fjárfesta. Í þessu starfi er mikilvægt að íslensk fyrirtæki komi að einstökum verkefnum. Loks munu Fjárfestingarskrifstofan og Samtök iðnaðarins hyggja á samstarf um að kynna fyrir Norðurlandabúum sérstaklega kosti til fjárfestinga. Vonandi tekst að auka erlenda fjárfestingu hér á landi en eins og þið heyrið er margt í burðarliðnum í þeim efnum. <BR> <DIV align=center>VII. </DIV><BR>Góðir þingfulltrúar. Ég vil að endingu þakka Samtökum iðnaðarins fyrir gott og árangursríkt samstarf og vonast til að við höldum áfram á sömu braut. Ég þakka áheyrnina. <BR> <P></P>

1996-03-15 00:00:0015. mars 1996Ræða ráðherra á ársfundi Samorku, 15. mars 1996.

<P><BR><BR>Ágætu ársfundargestir.<BR>Hin áralanga kyrrstaða sem einkenndi efnahagslíf hinna vestrænu ríkja hefur nú verið rofin. Við Íslendingar fórum ekki varhluta af henni, né heldur þeim breytingum sem urðu í Austur Evrópu og víðar við hrun Járntjaldsins. Afleiðingar þessa varð m.a. frestun á framkvæmdum Atlantál hópsins haustið 1991, sem okkur flestum er eflaust í fersku minni. <BR><BR>Það er án efa mikilvægt fyrir orkufyrirtækin að áframhald verði á uppbyggingu orkufreks iðnaðar í landinu. Víst má telja að svo verði þótt enn sé ekki með öllu ljóst hvenær eða með hvaða hætti það verður. Nú er unnið að stækkun Álversins í Straumsvík og hugmyndir eru um stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Auk þess eru viðræður í gangi við Columbia Aluminium um álver á Grundartanga og áfram verður haldið sambandi við Atlantálhópinn um álver á Keilisnesi. Áhuginn er því greinilega nokkur og hafa jafnvel borist fyrirspurnir alla leið frá Kína. <BR><BR>Ekki er þó fært að einblína um of á stóriðjukosti heldur verður að horfa til almennrar atvinnusköpunar og til eflingar samkeppnishæfni atvinnulífsins. Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem lögð er sérstök áhersla á atvinnu- og nýsköpun í atvinnulífinu. Þar gegna lítil og meðalstór fyrirtæki veigamiklu hlutverki, enda eru þau hvarvetna helsti vaxtarbroddur hagvaxtar. Samhliða þessu þarf að stuðla að auknu alþjóðlegu samstarfi fyrirtækja á sviði markaðsmála og tækniyfirfærslu. Sennilega mættu orkufyrirtækin huga betur að erlendu samstarfi og að markaðssetningu á grundvelli þeirrar víðtæku þekkingar sem þau búa yfir. <BR><BR>Eitt af meginverkefnum ríkisstjórnarinnar er að ná niður ríkishallanum á næsta ári. Í ljósi þessa hefur ríkisstjórnin samþykkt stefnu um nýskipan í ríkisrekstri, þar sem m.a. verður reynt að ná fram rekstrarhagræðingu með sameiningu stofnana ríkisins og með því að ríkið leggi niður starfsemi sem unnt er að fá á almennum markaði. <BR><BR>Áhrifa þessa mun gæta í framkvæmd rafmagnsöryggismála og í starfsemi Orkustofnunar við öflun grundvallarupplýsinga vegna rannsókna og nýtingar orkulindanna. <BR><BR>Ef við víkjum fyrst að rafmagnsöryggismálum þá hef ég tilbúið á borði mínu frumvarp um sameiningu Rafmagnseftirlits ríkisins og Löggildingarstofunnar. Þetta er í samræmi við þá áherslu að leita verði leiða til að samræma eða sameina skilda eftirlitsstarfsemi þannig að ekki verði gerðar andstæðar kröfur til fyrirtækja af öðrum eftirlitsaðilanum. <BR><BR>Sameining starfsemi Rafmagnseftirlits ríkisins og Löggildingarstofunnar stuðlar að því að gera ríkisreksturinn einfaldari en um leið skilvirkari. Stofnanir þessar fjalla báðar um viðskipta- og neytendamál á tæknilegum forsendum. Með tilkomu nýrrar stofnunar, er annast þessa tvo málaflokka, næst umtalsverð hagræðing og beinn sparnaður án þess að nokkrum faglegum þáttum í starfsemi þeirra sé fórnað. <BR><BR>Líta verður svo á að með ráðstöfunum þessum sé aðeins fyrsta skrefið stigið í þá átt að endurskoða alla eftirlitsstarfsemi ríkisins. Heppilegast hefði verið að fella fleiri skylda eftirlitsþætti undir þessa nýju stofnun og skapa þannig enn tryggari grunn að samhæfingu opinberrar eftirlitsstarfsemi. <BR><BR>Hugmyndir um sameiningu þessara stofnana komu fram hjá nefnd sem ég skipaði síðastliðið sumar til að yfirfara lög um Rafmangnseftirlit ríkisins. Slík endurskoðun var nauðsynleg í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hafði af framkvæmd rafmagnsöryggismála eftir gildistöku reglugerðarinnar frá 1993, sem fjallar um verksvið og tilhögum rafmagnseftirlits. <BR><BR>Sú marglita umræða sem varð í kjölfar gildistöku reglugerðarinnar fór ekki fram hjá mér og hef ég fengið ótal athugasemdir og ábendingar um breytingar. Mér varð því fljótt ljóst að brýn nauðsyn var að eyða þeirri óvissu sem um mál þetta hafði skapast. M.a. var nauðsynlegt að gera framkvæmd rafmagnsöryggismála markvissari og skilvirkari og jafnframt brýnt að skilgreina betur ábyrgðar- og verksvið þeirra sem að málum koma. <BR><BR>Nefndin lauk störfum í október s.l. og skilaði tillögum sínum í formi frumvarps til laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga. Ég hef yfirfarið tillögur þessar og er þeim efnislega sammála. Þó hyggst ég gera nokkrar breytingar á fyrirkomulagi gjaldtöku vegna eftirlits með neysluveitum sem mér finnst nefndin hafa gert of flókna. <BR><BR>Eftirlit með neysluveitum er nú á ábyrgð rafveitnanna sjálfra. Það er skiljanlegt að rafveitur vilji losna undan þessari eftirlitsskyldu og fella neysluveiturnar undir eitt samstætt eftirlitskerfi. Rafveiturnar losna þar við mikla ábyrgð og kostnaðarsamt eftirlit flytst frá þeim til ríkisins. Mikilvægt er að samstaða náist um gjaldtöku fyrir skoðanir á þessum neysluveitum. Allur ágreiningur um þetta og önnur ákvæði frumvarpsins verður að vera leystur áður en það verður lagt fram, en það hefur dregist óþarflega mikið af ýmsum ástæðum. <BR><BR>Í frumvarpsdrögum þessum er lögð áhersla á tvö meginmál. Annars vegar er um að ræða aðskilnað stjórnsýsluþáttar rafmagnsöryggismála frá framkvæmd eftirlits. Slíkur aðskilnaður er nauðsynlegur til þess að stjórnsýslan sé óháð þeim aðilum sem annast framkvæmdina, geti óháð fylgst með störfum þeirra og fellt hlutlausa úrskurði í þeim álitamálum sem upp kunna að koma. <BR><BR>Faggiltum skoðunarstofum er falin framkvæmd eftirlits, sem hið opinbera hefur haft með höndum. Strangar kröfur verður að gera til þeirra sem taka að sér eftirlit, sérstaklega þegar um er að ræða að flytja það frá hinu opinbera til einkaaðila. Fyrst og fremst verða þeir að vera óháðir öllum þeim sem eftirlitið beinist að eða öðrum þeim sem gætu haft hagsmuni af niðurstöðum þess. Faggildingin er vel skilgreind aðferð sem á að geta tryggt að þeir sem falið hefur verið öryggiseftirlit á rafmagnssviði uppfylli allar tilskyldar kröfur. <BR><BR>Hins vegar er, í frumvarpsdrögum þessum, lögð áhersla á gæðastjórnun og innra eftirlit þeirra, sem rafmagnsöryggismál snerta. Innra gæðaeftirlit fyrirtækja er talið árangursríkasta leiðin til að tryggja öryggi og til að bæta starfsemina yfirleitt. Tekið er upp skipulag þar sem unnið verður eftir skilgreindum verklagsreglum og ótvírætt skilgreint hver beri ábyrgð á að lágmarks öryggiskröfum sé fullnægt og á hvern hátt að því er staðið. Þær auknu kröfur sem gerðar eru til rafveitna og rafverktaka um innleiðingu gæðastjórnunar í starfsemi sína eru í grundvallaratriðum þær sömu og almennt er beitt í atvinnulífinu við framleiðslu og þjónustustarfsemi. Hér er um að ræða mikilvæg áhersluatriði þar sem ábyrgð eigenda og umráðamanna raforkuvirkja er aukin, en það er einmitt forsenda þess að unnt verði að minnka eftirlit hins opinbera, eða hið ytra eftirlit. --- <BR><BR>Víkjum þá að Orkustofnun. Í september sl. skipaði ég nefnd til að endurskoða starfsemi Orkustofnunar og Iðntæknistofnunar. Í tillögum nefndarinnar, sem mér hafa nýlega borist, er ekki gert ráð fyrir neinum breytingum á því meginverkefni Orkustofnunar að annast yfirlitsrannsóknir á orkulindum landsins, eðli þeirra og skilyrðum til hagnýtingar þeirra. <BR><BR>Sú breyting verði þó gerð að vinna við rannsóknarverkefni, sem nú eru unnin hjá stofnuninni fyrir ríkisfé, verði framvegis boðin út eða keypt á almennum markaði eins og frekast er unnt. Við þetta verður Orkustofnun fyrst og fremst stjórnsýslustofnun. Hún mun annast ýmis mál fyrir ráðuneytið, sem m.a. munu snúa að orkupólitískri stefnumótun, sem efla þarf frá því sem nú er. Auk þess mun Orkustofnun varðveita áfram og viðhalda gagnagrunnum um orkulindirnar og fá nýtt hlutverk sem verkkaupi fyrir ríkið við öflun grundvallarupplýsinga um þær. <BR><BR>Í þessu felst að ríkið mun draga sig út úr ýmisskonar sölu á þjónusturannsóknum til orkufyrirtækja og annarra. Við það kemur upp sú staða að orkufyrirtækin jafnt sem ríkið þurfa að kaupa þessa þjónustu á almennum markaði. <BR><BR>Ég hef fallist á þessa megintillögu nefndarinnar og tel fulla ástæðu til að ríkið dragi sig alveg út úr rekstri á þeim sviðum sem aðrir geta sinnt. Jafnframt má telja víst að nú þegar sé fyrir hendi á almennum markaði færni og reynsla til að taka að sér mikið af þeim rannsókna- og þjónustuverkefnum sem Orkustofnun hefur sinnt. <BR><BR>Vatnamælingar Orkustofnunar hafa hér þó talsverða sérstöðu. Vatnamælingar eru grundvallarrannsóknir sem stunda þarf í tugi ára til að fá áræðanlegar rennslisraðir til að meta orkuvinnslugetu fallvatnanna. <BR><BR>Á fundum sem ég hef átt með nokkrum forstöðumönnum orkufyrirtækja kom fram vilji hjá þeim, að vatnamælingar Orkustofnunar og tiltekin sérhæfð starfsemi á jarðhitasviði, sem ekki er með góðu móti unnt að setja á almennan markað, verði haldið saman í nýju félagi sem ríkið og orkufyrirtækin stæðu að. Í ljósi þessa vilja hef ég ákveðið að láta reyna á það hvort af stofnun slíks félags geti orðið. Til þess ætla ég ekki nema þennan mánuð. Ástæða þess er að ég vil geta lagt fyrir yfirstandandi þing frumvarp til laga um nýtt hlutafélag sem tæki við vatnamælingum og takmarkaðri starfsemi á jarðhitasviði. <BR><BR>Viðræður við orkufyrirtækin standa nú yfir og er markmið þeirra að ná sammælum um stofnun hlutafélags með aðild orkufyrirtækja, ríkisins og annarra sem telja sér hag af þátttöku í því. Félagið hefði fyrst og fremst þann tilgang að viðhalda samstæðri rannsóknarheild sem veitt gæti ríkinu og orkufyrirtækjunum nauðsynlega þjónustu við rannsóknir á innlendum orkulindum og sem lagt gæti grunn að útflutningi á þeirri sérfræðiþekkingu sem starfsmenn Orkustofnunar og orkufyrirtækjanna búa yfir. <BR><BR>Ég tel mikilvægt að slíkt félag verði stofnað. Ekki síst þykir mér um vert, að með því skapast vettvangur fyrir orkufyrirtækin til að koma víðtækri þekkingu sinni á framfæri erlendis, en fram að þessu hafa ýmsar takmarkanir verið á möguleikum þess. <BR><BR>Ég vil þó leggja á það áherslu að orkufyrirtækin verða að koma að stofnun þess með öflugum hætti. Ekki er um það að ræða að ríkið standi að því eitt, eða með mikilli meirihlutaeign. Náist ekki viðunandi samstaða um félagsstofnunina í þessum mánuði tel ég varla um annað að ræða en að ríkið dragi sig einhliða út úr umræddri rannsókna- og þjónustustarfsemi. Það yrði gert eins hratt og unnt væri og yrði hafist handa við það strax í sumar. --- <BR><BR>Á undanförnum árum hefur endurskoðun orkulaga margsinnis borið á góma. Inn í þá umræðu hafa spunnist hugleiðingar um nýskipan orkumála í Evrópu og alþjóðlegar hugmyndir um þrískiptingu orkugeirans, en í þeim felst að greint verði á milli orkuframleiðslu, orkuflutnings og orkudreifingar. <BR><BR>Það er ekki ætlan mín að fjalla sérstaklega um hugmyndir þessar á þessum vettvagi í dag. Ykkur er þó flestum kunnugt um að ég hef ákveðið að hefja heildarendurskoðun á orkulöggjöfinni og skipa ráðgjafarnefnd til að vera mér til fulltingis um þau mál. Markmiði þessarar endurskoðunar á að vera fernskonar: <BR> <UL> <LI>að auka hagkvæmni á orkusviðinu, <LI>að auka samkeppni en jafnframt stuðla að jöfnun orkuverðs, <LI>að tryggja gæði þjónustu og afhendingaröryggi, og <LI>að auka sjálfstæði orkufyrirtækja og ábyrgð stjórnenda. </LI></UL><BR>Ég vænti þess að vinna við endurskoðun þessa geti hafist á næstu dögum. --- <BR><BR>Ágætu ársfundargestir.<BR>Samorka heldur nú sinn fyrsta ársfund eftir að orkuveitusamböndin sameinuðust um mitt seinasta ár. Ekki er ég í nokkrum vafa um að sú sameining hefur nýttst ykkur vel til að hagræða í rekstri og bæta þjónustuna við félaga ykkar og viðskiptavini, - öllum til hagsbóta. Þeim ávinning sem þið hafið náð með þessu vil ég einnig ná með hagræðingu í ríkisrekstrinum, eins og ég hef hér að framan lauslega drepið á. <BR><BR>Við sameinigu sambanda ykkar hafið þið vafalítið orðið að yfirstíga ýmsar hindranir og mætt bæði tómlæti og mótlæti. Í því sambandi er mikilvægt að missa ekki sjónar af marmkiðum sínum og láta ekki hrekja sig af leið að þeim. - Í orkumálum eigum við vafalítið sameiginlegra hagsmuna að gæta um flest. - Stuðningur Samorku við þau framfaramál sem við stöndum frammi fyrir er því mikilvægur <BR> <P></P>

1996-03-08 00:00:0008. mars 1996Erindi við undirritun ársreiknings Landsbankans. 8. mars 1996.

<P> <DIV align=center>I. </DIV><BR>Margt bendir til að bankakerfið sé að rétta úr kútnum eftir mörg döpur ár. Það versta er vonandi yfirstaðið í útlánaafskriftum og betri hagur neytenda og fyrirtækja bætir hag bankanna. Hins vegar er afkoma Landsbankans langt frá því að vera viðunandi og stendur alls ekki undir þeirri arðkröfu sem eðlilegt er að gera til fyrirtækisins. Breytinga er þörf á rekstri bankans. Ég mun í erindi mínu fjalla um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á fjármagnsmarkaði. Fyrir dyrum standa róttækari skipulagsbreytingar á innlendum fjármagnsmarkaði en við höfum áður kynnst. Þær taka í fyrsta lagi til þess að breyta rekstrarformi ríkisviðskiptabankanna í hlutafélög. Í öðru lagi er gert ráð fyrir því að breyta rekstrarformi fjárfestingarlánasjóðanna. Í þriðja lagi er stefnt að því að flytja almenna húsnæðislánakerfið frá Húsnæðisstofnun yfir í bankakerfið og í fjórða lagi er gert ráð fyrir því að starfsgrundvöllur alls lífeyrissjóðakerfis landsmanna verði tekinn til endurskoðunar. Ég ætla hér að fjalla um fyrstu þrjár breytingarn<BR>ar en geta þess þó að heildarendurskoðunar á lífeyrissjóðakerfinu er að vænta og tel ég að hlutverk bankanna þar muni aukast. Fyrst vil þó víkja stuttlega að vaxtamálum. <BR> <DIV align=center>II. </DIV><BR>Háir vextir á íslenskum fjármagnsmarkaði hafa orðið tilefni mikilla átaka að undanförnu. Kjarni vandans er sá að vextir á Íslandi eru nú hærri en efnahagsaðstæður gefa tilefni til. Háir vextir ógna þeirri uppsveiflu sem hafin er og draga móðinn úr fjölda íslenskra fyrirtækja sem sótt hafa fram með krafti og þor á mörkuðum innanlands sem utan á undanförnum misserum. <BR><BR>Ríkisstjórnin hefur að undanförnu kynnt sjónarmið sín fyrir Seðlabanka og ríkisviðskiptabönkunum. Þetta hefur borið nokkurn árangur því bankavextir sem og vextir á verðbréfa- og peningamörkuðum hafa lækkað nokkuð. En betur má ef duga skal. Rök ríkisstjórnarinnar fyrir frekari lækkun vaxta eru skýr. Í fyrsta lagi hafa vextir lækkað erlendis og horfur eru á frekari lækkun. Í öðru lagi hefur lánsfjáreftirspurn ríkis og sveitarfélaga minnkað. Í þriðja lagi hefur dregið úr þeirri spennu sem myndaðist í þjóðarbúskapnum í lok síðasta árs. Allt þetta stuðlar að lægri vöxtum. Eins og sakir standa er ekkert í farvatninu sem bendir til mikillar aukningar lánsfjáreftirspurnar heimila og fyrirtækja. <BR><BR>Hærri vextir hér á landi heldur en í löndunum í kringum okkur leiða til lakari samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Háir vextir draga úr fjárfestingu. Fjárfesting var á síðasta ári um 16% af landsframleiðslu, sem er um 5 prósentustigum lægra hlutfall en í iðnríkjunum að meðaltali. Lágt fjárfestingarhlutfall er áhyggjuefni því það bendir til þess að þjóðin vanræki að treysta þann grunn sem hagvöxtur framtíðarinnar byggist að hluta til á. Það er því afar brýnt að auka fjárfestingu hér á landi. Háir vextir verka þannig sem dragbítur á atvinnustarfsemi. Þeir draga úr hagvexti, auka atvinnuleysi og leiða aftur til efnahagslegrar stöðnunar. Þess vegna er svo brýnt að lækka vexti hér á landi. <BR><BR>Öll rök hníga að því að vextir hér á landi séu hærri um þessar mundir en aðstæður í þjóðarbúskapnum gefa tilefni til. Hinn gullni meðalvegur vaxtanna er þó vandrataður því fjárfestar eru fljótir að bregða sér bæjarleið ef ávöxtun reynist betri erlendis. Þegar efnahagslífið þenur sig hækka vextir, að öðru óbreyttu, og gegna mikilvægu aðhaldshlutverki. Slíkar aðstæður eru nú ekki fyrir hendi. Um þessar mundir er góður gangur í efnahagslífinu en þensluhætta ekki sjáanleg. Þjóðhagsstofnun bendir á að í þjóðhagsspá fyrir yfirstandandi ár að rétt sé að vera á varðbergi gagnvart þenslu en gæta þurfi þess að kæfa ekki vöxtinn í þjóðarbúskapnum. <BR> <DIV align=center>III. </DIV><BR>Vík ég þá að skipulagsumbótum á fjármagnsmarkaði. Þær miklu breytingar sem orðið hafa á innlendum fjármagnsmarkaði á undanförnum árum eru að hluta til komnar vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu en að hluta til vegna nýrra aðstæðna í íslensku þjóðfélagi og í alþjóðlegu efnahags- og viðskiptaumhverfi sem landið er hluti af. Umskiptin gegna mikilvægu hlutverki í því að aðlaga íslenskt efnahags- og atvinnulíf að breyttum aðstæðum. Á þessum sviðum sem öðrum verður að gæta þess að löggjöfin hamli ekki framþróun íslensks atvinnulífs og íslensk fyrirtæki búi ekki við lakari kost en erlendir keppinautar. Þetta er ekki síst mikilvægt þegar allt viðskiptaumhverfið er orðið alþjóðlegra en áður og íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að keppa við erlenda aðila um hvers konar viðskipti hér á landi. Á fjármagnsmarkaði eru aðstæður gerbreyttar frá því sem var þegar núverandi skipan komst á, skipan sem einkennist af ríkisviðskiptabönkum og nokkrum fjárfestingarlánasjóðum atvinnuveganna í eigu ríkisins. Þá var ísl<BR>enskur fjármagnsmarkaður veikburða. Sífelldur skortur var á lánsfé og fáum stóð fyrirgreiðsla erlendra lánastofnana til boða. Þetta hefur gerbreyst. Því er rökrétt að endurskoða skipulag og starfsemi allra fjármagnsfyrirtækja í eigu ríkisins. <BR> <DIV align=center>IV. </DIV><BR>Aukin samkeppni á fjármagnsmarkaði hefur beint sjónum að samkeppnisskilyrðum fyrirtækja á þessum markaði, sérstaklega mismunandi samkeppnisskilyrðum ríkisviðskiptabankanna og einkabankans. Í nýlegri greinargerð sem Seðlabankinn tók saman kemur fram að í sumum atriðum hallar á einkabankann en í öðrum hallar á ríkisviðskiptabankana. <BR><BR>Síðasta haust skipaði ég nefnd til þess að annast undirbúningsvinnu að formbreytingu ríkisviðskiptabanka í hlutafélagsbanka. Hlutverk nefndarinnar er að finna lausnir á ýmsum álitaefnum sem leysa verður við formbreytinguna. Hefur nefndin unnið að gerð frumvarps til laga hér að lútandi. Í því starfi hefur nefndin leitað eftir samráði við ríkisviðskiptabankana og fleiri aðila. <BR><BR>Við undirbúning formbreytingarinnar þarf að finna lausnir á mörgum erfiðum málum. Eins og kunnugt er hefur biðlaunaréttur ríkisstarfsmanna verið mikið í umræðunni að undanförnu og má nefna að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra laga um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna, þar sem meðal annars er tekið á þessum málum. Þetta nefni ég hér sem dæmi um þau álitaefni sem menn standa frammi fyrir við formbreytingu, vegna þess möguleika að einhverjir starfsmenn ríkisviðskiptabankanna eigi slíkan biðlaunarétt. <BR><BR>Á þessari stundu er ekki hægt að fullyrða það að lög um formbreytingu ríkisviðskiptabankanna verði afgreidd á yfirstandandi þingi þó enn sé stefnt að því. Það þýðir hins vegar ekki endilega að formbreytingin muni ekki eiga sér stað um næstu áramót ef lög þessa efnis verða samþykkt snemma á næsta haustþingi. <BR><BR>Mjög hefur verið til umræðu í þjóðfélaginu hvort núverandi ríkisstjórn muni stefna að sölu hlutafjár í tilvonandi hlutafélagsbönkum, og þá með hvaða hætti staðið verði að því. Eins og margoft hefur komið fram er það ekki ætlun ríkisstjórnarinnar að selja bankana þegar í stað. Það er einnig ljóst af minni hálfu að í lögum um formbreytingu ríkisviðskiptabankanna verður ákvæði sem tryggir að hlutafé verði ekki selt nema með samþykki Alþingis. <BR><BR>Ég er þeirrar skoðunar að eftir formbreytingu bankanna eigi að auka hlutafé í bönkunum, bjóða það út á almennum markaði þannig að með þeim hætti komi nýjir aðilar inn sem eigendur að bönkunum ásamt ríkinu. Þannig yrði eiginfjárstaða bankanna styrkt og þannig yrðu bankarnir betur í stakk búnir til að mæta aukinni samkeppni í harðnandi heimi. Ríkisviðskiptabankarnir þurfa á auknu eigin fé að halda. Með því að selja eignarhluti ríkisins er aftur á móti ekki verið að styrkja eiginfjárstöðu bankanna heldur er fyrst og fremst verið að skipta um eigendur að eignarhlutunum. <BR><BR>Hins vegar legg ég áherslu á að við framlagningu frumvarpsins liggi fyrir og verði kynnt áætlun ríkisstjórnarinnar um traust eignarhald á þessum bönkum í framtíðinni. <BR> <DIV align=center>V. </DIV><BR>Það er skoðun ríkisstjórnarinnar að ríkið eigi að draga sig sem mest út úr beinni þátttöku í almennri starfsemi á fjármagnsmarkaði. Því ber einnig að breyta fjárfestingarlánasjóðum atvinnuveganna í eigu ríkisins í hlutafélög. Hluta arðs af fjárfestingarlánasjóðunum eða hluta eigna þeirra á síðan að verja til þeirra verka á fjármagnsmarkaði sem hin frjálsu markaðsöfl sinna ekki. Það er brýnt að standa undir áhættufjármögnun til raunverulegrar nýsköpunar í því skyni að stuðla að framfarasókn í íslensku efnahags- og atvinnulífi og fjölga arðbærum störfum. Nýskipan fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna er því eitt af brýnustu verkefnum ríkisstjórnarinnar. Unnið er að undirbúningi þessa verks. <BR><BR>Þær hugmyndir sem nú eru helst uppi í þessum efnum lúta að því að á grunni nokkurra þeirra fjárfestingarlánasjóða sem nú eru starfandi, verði stofnaður nýr fjárfestingarbanki er hafi það hlutverk að veita atvinnulífinu nauðsynlega fyrirgreiðslu. Hins vegar verði áhættufjármögnun fyrst og fremst á hendi sérstaks nýsköpunarsjóðs. <BR><BR>Tilgangur með þessum breytingum er að skapa fjárhagslegar traustar heildir og draga úr eða afnema hina óheillavænlegu skiptingu þessara sjóða eftir atvinnugreinum. Atvinnulífið tvinnast æ meira saman. Hlutföll milli atvinnugreina eru sífelldum breytingum háð og nýjar atvinnugreinar skjóta rótum sem falla illa inn í fyrra mynstur. Skipulag fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna má ekki verða til þess að tefja nauðsynlegar breytingar í íslensku efnahagslífi og allt þetta og fleira til eru rök fyrir því að tími sérgreindra fjárfestingarlánasjóða sé liðinn. Nýskipan á þessu sviði verður þó að hafa eðlilegan aðdraganda og að mörgu er þar að hyggja ekki hvað síst trausti innlendra og erlendra lánadrottna sjóðanna. <BR> <DIV align=center>VI. </DIV><BR>Áform eru uppi um að flytja almenna húsnæðislánakerfið frá Húsnæðisstofnun yfir í bankakerfið. Þar yrði í raun um hefðbundna lánastarfsemi að ræða sem óþarft er að sinnt sé af sérstakri ríkisstofnun. Núverandi húsnæðislánakerfi er íþyngjandi fyrir ríkissjóð og hinar miklu ríkisábyrgðir hafa neikvæð áhrif á lánstraust ríkissjóðs. Núverandi kerfi skortir sveigjanleika og töluvert vantar á að allir njóti fullnægjandi fyrirgreiðslu. Því tel ég að eftirfarandi markmið þurfi að hafa að leiðarljósi við það færa húsnæðislánakerfið yfir til banka og sparisjóða: <BR> <UL> <LI>Í fyrsta lagi, að tryggja almenningi aðgang að löngum lánum með veði í fasteign á hagkvæmustu kjörum. <LI>Í öðru lagi, að draga umtalsvert úr ábyrgðum ríkisins á húsnæðislánum. <LI>Í þriðja lagi, að draga úr útgjöldum ríkissjóðs vegna húsnæðislánakerfisins. <LI>Í fjórða lagi, að auka sveigjanleika lánakerfisins þannig að það geti veitt fleirum úrlausn. <LI>Í fimmta lagi, að færa úrvinnslu og framkvæmd lánveitinga til bankakerfisins. <LI>Í sjötta lagi, að koma í veg fyrir að kerfisbreytingin hafi í för með sér vaxtahækkun. </LI></UL> <DIV align=center>VII. </DIV><BR>Góðir fundarmenn. Bankakerfið stendur nú á tímamótum. Tími opinbers rekstrar er að hverfa. Það er mín skoðun að núverandi rekstrarform ríkisviðskiptabankann útiloka þá framþróun sem er nauðsynleg eigi þessar stofnanir að halda velli. Ég þakka áheyrnina <BR> <P></P>

1996-03-06 00:00:0006. mars 1996Erindi á aðalfundi Sambands ísl. tryggingafélaga, 6. mars 1996.

<P><BR><BR>Fundarstjóri, ágætu aðalfundarfulltrúar og gestir. <BR> <DIV align=center>I. </DIV><BR>Á fyrri hluta árs 1995 fluttist hluti tryggingamálanna, þ.e. vátryggingamálin frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu til viðskiptaráðuneytisins en almannatryggingar urðu eftir hjá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. Þessi breyting er í samræmi við þær miklu breytingar sem orðið hafa á innlendum fjármagnsmarkaði á undanförnum árum. Tryggingafélögin eru hluti af fjármálamarkaðinum og því eðlilegt að þau heyri undir sama ráðuneyti og aðrar fjármálastofnanir svo sem bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki. Jafnframt verður að telja eðlilegt að bankaeftirlit og vátryggingaeftirlit heyri undir sama ráðuneytið. Ég tel að þessi skipulagsbreyting í stjórnkerfinu hafi gefið góða raun og fagna því sérstaklega að fá nú tækifæri til þess sem viðskiptaráðherra að ávarpa hér aðalfund Sambands íslenskra tryggingafélaga í fyrsta sinn. <BR> <DIV align=center>II. </DIV><BR>Þær miklu breytingar sem orðið hafa á innlendum fjármagnsmarkaði á undanförnum árum eru að hluta til komnar vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu en að hluta til vegna nýrra aðstæðna í íslensku þjóðfélagi og í alþjóðlegu efnahags- og viðskiptaumhverfi sem landið er hluti af. Umskiptin gegna mikilvægu hlutverki í því að aðlaga íslenskt efnahags- og atvinnulíf að breyttum aðstæðum. Á þessum sviðum sem öðrum verður að gæta þess að löggjöfin hamli ekki framþróun íslensks atvinnulífs og íslensk fyrirtæki búi ekki við lakari kost en erlendir keppinautar. Þetta er ekki síst mikilvægt þegar allt viðskiptaumhverfið er orðið alþjóðlegra en áður og íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að keppa við erlenda aðila um hvers konar viðskipti hér á landi. Á fjármagnsmarkaði eru aðstæður gerbreyttar frá því sem var þegar núverandi skipan komst á, skipan sem einkennist af ríkisviðskiptabönkum og nokkrum fjárfestingarlánasjóðum atvinnuveganna í eigu ríkisins. Þá var íslenskur fjármagnsmarkaður veikburða. Sífelldur skor<BR>tur var á lánsfé og fáum stóð fyrirgreiðsla erlendra lánastofnana til boða. Þetta hefur gerbreyst. Því er rökrétt að endurskoða skipulag og starfsemi allra fjármagnsfyrirtækja í eigu ríkisins. <BR> <DIV align=center>III. </DIV><BR>Fyrir dyrum standa því róttækari skipulagsbreytingar á innlendum fjármagnsmarkaði en við höfum áður kynnst. Þær taka í fyrsta lagi til þess að breyta rekstrarformi ríkisviðskiptabankanna í hlutafélög. Í öðru lagi er gert ráð fyrir því að breyta rekstrarformi fjárfestingarlánasjóðanna. Í þriðja lagi er stefnt að því að flytja almenna húsnæðislánakerfið frá Húsnæðisstofnun yfir í bankakerfið og í fjórða lagi er gert ráð fyrir því að starfsgrundvöllur alls lífeyrissjóðakerfis landsmanna verði tekinn til endurskoðunar. <BR><BR>Aukin samkeppni á fjármagnsmarkaði hefur beint sjónum að samkeppnisskilyrðum fyrirtækja á þessum markaði, sérstaklega mismunandi samkeppnisskilyrðum ríkisviðskiptabankanna og einkabankans. Í nýlegri greinargerð sem Seðlabankinn tók saman kemur fram að í sumum atriðum hallar á einkabankann en í öðrum hallar á ríkisviðskiptabankana. Ég hef nú hrundið af stað nauðsynlegri undirbúningsvinnu að formbreytingunni. Sérstök nefnd hefur verið skipuð til að annast þetta verk. Hlutverk hennar er að finna lausnir á ýmsum álitaefnum í tengslum við breytingar á ríkisviðskiptabönkunum í hlutafélagabanka og semja lagafrumvörp þar að lútandi. <BR><BR>Það þýðir ekki það að ákvörðun hafi verið tekin um að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur skýrt fram að Alþingi skuli fara með ákvörðun um hvernig og með hvaða hætti skuli staðið að sölu á eignarhlutum ríkisins í þeim fyrirtækjum og stofnunum sem það á eignarhlut í. <BR><BR>Ég er þeirrar skoðunar að eftir að búið er að breyta ríkisviðskiptabönkunum í hlutafélög eigi að auka hlutafé í bönkunum, bjóða það út á almennum markaði þannig að með þeim hætti komi nýir aðilar inn sem eigendur að bönkunum ásamt ríkinu. Þannig yrði eiginfjárstaða bankanna styrkt, þannig yrðu bankarnir betur í stakk búnir til að mæta aukinni samkeppni í harðnandi og síminnkandi heimi. Ríkisviðskiptabankarnir þurfa á auknu eigin fé að halda. Með því að selja eignarhluti ríkisins er ekki verið að styrkja eiginfjárstöðu bankanna heldur er fyrst og fremst verið að skipta um eigendur að eignarhlutunum. <BR> <DIV align=center>IV. </DIV><BR>Það er skoðun ríkisstjórnarinnar að ríkið eigi að draga sig sem mest út úr beinni þátttöku í almennri starfsemi á fjármagnsmarkaði. Því ber einnig að breyta fjárfestingarlánasjóðum atvinnuveganna í eigu ríkisins í hlutafélög. Hluta arðs af fjárfestingarlánasjóðunum á síðan að verja til þeirra verka á fjármagnsmarkaði sem hin frjálsu markaðsöfl sinna ekki. Það er brýnt að standa undir áhættufjármögnun til raunverulegrar nýsköpunar í því skyni að stuðla að framfarasókn í íslensku efnahags- og atvinnulífi og fjölga arðbærum störfum. Nýskipan fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna er því eitt af brýnustu verkefnum ríkisstjórnarinnar. Undirbúningsvinna er nú hafin við það verk. Tilgangurinn með því er að skapa fjárhagslegar traustar heildir og draga úr eða afnema hina óheillavænlegu skiptingu þessara sjóða eftir atvinnugreinum. Atvinnulífið tvinnast æ meira saman. Hlutföll milli atvinnugreina eru sífelldum breytingum háð og nýjar atvinnugreinar skjóta rótum sem falla illa inn í fyrra mynstur. Skipulag fjárfestingar<BR>lánasjóða atvinnuveganna má ekki verða til þess að tefja nauðsynlegar breytingar í íslensku efnahagslífi og allt þetta og fleira til eru rök fyrir því að tími sérgreindra fjárfestingarlánasjóða sé liðinn. Nýskipan á þessu sviði verður þó að hafa eðlilegan aðdraganda og að mörgu er þar að hyggja ekki hvað síst trausti innlendra og erlendra lánadrottna sjóðanna. <BR> <DIV align=center>V. </DIV><BR>Áform eru uppi um að flytja almenna húsnæðislánakerfið frá Húsnæðisstofnun yfir í bankakerfið. Þar yrði í raun um hefðbundna lánastarfsemi að ræða sem óþarft er að sinnt sé af sérstakri ríkisstofnun. Núverandi húsnæðislánakerfi er íþyngjandi fyrir ríkissjóð og hinar miklu ríkisábyrgðir hafa neikvæð áhrif á lánstraust ríkissjóðs. Núverandi kerfi skortir sveigjanleika og töluvert vantar á að allir njóti fullnægjandi fyrirgreiðslu. Því tel ég að eftirfarandi markmið þurfi að hafa að leiðarljósi við það færa húsnæðislánakerfið yfir til banka og sparisjóða: <BR> <UL> <LI>Í fyrsta lagi, að tryggja almenningi aðgang að löngum lánum með veði í fasteign á hagkvæmustu kjörum. <LI>Í öðru lagi, að draga umtalsvert úr ábyrgðum ríkisins á húsnæðislánum. <LI>Í þriðja lagi, að draga úr útgjöldum ríkissjóðs vegna húsnæðislánakerfisins. <LI>Í fjórða lagi, að auka sveigjanleika lánakerfisins þannig að það geti veitt fleirum úrlausn. <LI>Í fimmta lagi, að færa úrvinnslu og framkvæmd lánveitinga til bankakerfisins. <LI>Í sjötta lagi, að koma í veg fyrir að kerfisbreytingin hafi í för með sér vaxtahækkun. </LI></UL> <DIV align=center>VI. </DIV><BR>Árið 1969 var lagður grunnurinn að því skipulagi í lífeyrismálum sem við búum við enn þann dag í dag. Á þessum 25 árum hefur mönnum ekki auðnast að ná samstöðu um heildstæða löggjöf um starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu fyrir utan löggjöf frá árinu 1991. Sú löggjöf gerir ekki annað en leggja þá skyldu á stjórn lífeyrissjóðanna að sjá til þess að samdir og endurskoðaðir séu ársreikningar fyrir lífeyrissjóði og að slíkum endurskoðuðum reikningum skal vera skylt að skila inn til bankaeftirlits Seðlabanka Íslands. Annað segir þessi löggjöf ekki. En á þessum árum hafa eignir lífeyrissjóðanna vaxið með miklum hraða. Í lok september 1995 námu eignir lífeyrissjóðanna um 230 milljörðum kr. Á sama tíma námu innlán bankakerfisins 235 milljörðum kr. og eignir verðbréfasjóðanna námu 11 milljörðum kr. Og því er spáð að eignir lífeyrissjóðanna muni nema um 400 milljörðum um aldamótin og verða þá langstærsti hluti lánakerfisins. <BR><BR>Af þessu má sjá að lífeyrissjóðirnir eru álíka stórir og allt bankakerfið og verðbréfafyrirtækin samanlagt. Ríkar kröfur eru gerðar til verðbréfafyrirtækja, banka og sparisjóða um ársreikninga, ársuppgjör, endurskoðun, hæfni stjórnenda, eiginfjárkröfur og þannig mætti lengi telja. Það getur því ekki talist eðlilegt, né verjandi að stærsti hluti fjármálamarkaðarins lúti engum slíkum reglum né kröfum og ekki síst þegar það er haft í huga að lífeyrissjóðirnir hafa einkarétt á því að varðveita lífeyrissparnað landsmanna þar sem launamennirnir eru skyldaðir til að greiða til ákveðinna lífeyrissjóða. Sjóða sem vitað er að eiga oft á tíðum ekki fyrir lífeyrisskuldbindingum sínum. <BR><BR>Það er því orðið tímabært að sett verði almenn lög um starfsemi lífeyrissjóðanna, þar sem gerðar verði sambærilegar kröfur til lífeyrissjóða og til banka og sparisjóða í landinu. Jafnframt því verði sett lög um stöðu og hlutverk séreignasjóða lífeyrisréttinda þar sem launafólki verði heimilað að greiða hluta lífeyrissjóðsiðgjalds í slíka sjóði að eigin vali. <BR><BR>Hlutfall eldra fólks á vinnumarkaði fer hækkandi og mun sú þróun halda áfram næstu áratugi og reyna verulega á lífeyriskerfið. Við þurfum því að búa við traust, - sveigjanlegt, - opið og lýðræðislegt lífeyristryggingakerfi sem verður að byggjast á eftirfarandi meginatriðum: Skylduaðild, - lögbundinni grunntryggingavernd, - sjóðssöfnun, - sjóðsfélagalýðræði og valfrelsi einstaklinganna þar sem einstaklingarnir geta valið sér lífeyrissjóð og tryggingavernd. <BR><BR>Ríkisstjórnin er nú með í heildarendurskoðun allt lífeyrissjóðakerfi landsmanna. Sú endurskoðun miðar ekki að því að leggja niður lífeyrissjóðina heldur að því að treysta þá, auka hagkvæmina og samkeppnina milli þeirra. Það hlýtur þó að vera komið að því að afnema eigi einkarétt lífeyrissjóðanna til þess að taka á móti lífeyrissparnaði landsmanna. Fleiri aðilar verða að fá þann rétt, bankar, sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki, tryggingafélög og önnur fjármálafyrirtæki sem talin eru traust þess verð að fara með lífeyrissparnað landsmanna. Í lok nóvember á sl. ári skipaði fjármálaráðherra samstarfsnefnd sem enn er að störfum til að yfirfara lífeyrismál opinberra starfsmanna. Meginmarkiðið með endurskoðun laganna er: <BR> <UL> <LI>Að ríkissjóður og aðrir hliðstæðir launagreiðendur geri upp skuldbindingar sínar með tilliti til fortíðar. <LI>Að framvegis verði öllum skuldbindingum launagreiðenda fullnustað um leið og til þeirra er stofnað með iðgjaldagreiðslu í stað uppbótar á útborgaðan lífeyrir. <LI>Að áunninn réttur sjóðsfélaga til ellilífeyris verði gerður upp og staðfestur á grundvelli þeirra launa sem sjóðsfélagar hafa á uppgjörsdegi. <LI>Að framvegis ávinni sjóðsfélagar sér rétt til ellilífeyris á grundvelli innborgaðra iðgjalda og nemi samsvarandi réttarávinningur þeirra 2% árslauna fyrir hvert starfsár þar til ellilífseyrisaldri er náð. <LI>Að áunnin réttindi og útborgaður lífeyrir verði tryggður með tilliti til breytinga á neysluvöruvísitölu. <LI>Að leitast verði við að eignir sjóðsins njóti hámarks ávöxtunar að teknu tilliti til áhættu og tryggt að allar tekjur nýtist til útborgunar lífeyris. </LI></UL><BR>Í þeim frumvarpsdrögum sem nú eru til skoðunar milli opinberra starfsmanna og ríkisvaldsins er gert ráð fyrir þessum meginbreytingum: <BR> <UL> <LI>Í fyrsta lagi, óbreytt aðild að lífeyrissjóði opinberra starfsmanna er tryggð. <LI>Í öðru lagi, að í stað uppbótar á útborgaðan lífeyri er launagreiðendum gert skylt að greiða iðgjald til sjóðsins til að standa undir þeim skuldbindingum sem stofnað er til. <LI>Í þriðja lagi, í stað þess að miða rétt sjóðsfélaga til ellilífeyris við lokalaun tekur hann mið af samanlögðum iðgjöldum á starfsævinni, m.ö.o. er lagt til sambærilegt réttindakerfi og hjá almennu sjóðunum, sem byggist á stigaútreikningi og verðtryggingu á grundvelli vísitölu neysluvöruverðs. <LI>Í fjórða lagi, að í stað 95 ára reglu er ellilífeyrisaldur alfarið miðaður við 65 ára aldur. Hins vegar er sjóðsfélaga gefinn kostur á að flýta eða seinka töku lífeyris um allt að 5 ár samkvæmt almennum reglum um skerðingu eða aukningu réttinda. </LI></UL> <DIV align=center>VII. </DIV><BR>Það er víðtæk samstaða um, að um skylduaðild að lífeyriskerfinu eigi að vera að ræða, þar sem ella væri ekki víst að launamaðurinn legði til hliðar hluta launa sinna til efri áranna. Í því felst auðvitað ákveðin forsjárhyggja af hálfu ríkisins en það verður að hafa í huga að langtímahagsmunir samfélagsins eru best tryggðir með skylduaðild að lífeyriskerfinu sem leggur grunninn að langtímasparnaði í landinu og kemur í veg fyrir stórkostleg útgjöld ríkisins í framtíðinni. <BR><BR>Skylduaðildin þarf ekki að þýða skylduaðild að ákveðnum lífeyrissjóði. Þar á einstaklingurinn að geta valið um hvort hann vill greiða inn í hið hefðbundna lífeyrissjóðakerfi sameignarsjóðanna eða inn í séreignarsjóð lífeyrisréttinda. Með því að greiða í séreignarsjóð lífeyrisréttinda og kaupa um leið lífeyristryggingu hjá tryggingafélagi geta sjóðsfélagar greitt í séreignarsjóð og notið sambærilegra trygginga og jafnvel betri en sjóðsfélagar í núverandi sameignarsjóðum njóta. Með þessu móti vita sjóðsfélagar nákvæmlega hversu hátt hlutfall iðgjald fer í eftirlaunasjóð annars vegar og tryggingar hins vegar. Þeir vita nákvæmlega hvað hver trygging kostar og hver inneign þeirra er í séreignarsjóðum á hverjum tíma. <BR><BR>Andstæðingar þessa fyrirkomulags segja að eini gallinn við þetta fyrirkomulag sé það að dánardægur þurfi að vera vitað fyrirfram. Hér er um barnalegan útúrsnúning rökþrota manna að ræða. Tryggingarfélag sem ræki séreignarsjóð ætti að geta boðið sjóðsfélögum sínum líftryggingu sem tryggir afkomuöryggi til viðbótar séreign hvers og eins. Þannig má hugsa sér að greiðsla úr lífeyristryggingu taki við þegar sjóðsfélagi er búinn með inneign sína í séreignarsjóði, en eftir því sem inneignin eykst í séreignarsjóðnum minnkar þörfin á líftryggingunni. Til viðbótar geta sjóðsfélagar valið sér þá tryggingu sem hentar best hverju sinni en eru ekki rígbundnir af að greiða tryggingar í sameignarsjóðunum fyrir eitthvað sem þeir aldrei munu þurfa á að halda. <BR> <DIV align=center>VIII. </DIV><BR>Sem betur fer virðast augu manna vera að opnast fyrir því að lögbundin grunntryggingavernd sé nauðsynleg, því að í samkomulagi því sem ASÍ og VSÍ hafa nýlega gert um áframhald tiltölulega óbreytt fyrirkomulag lífeyriskerfisins og í þeim tillögum sem nú liggja fyrir vegna lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna er gert ráð fyrir að lágmarksréttindi séu fastákveðin en iðgjöldin breytileg. Hér tel ég að sé verið að stíga mikilvægt skref fram á við, en það er ekki verjandi að skylda einstaka launamenn til að greiða í tiltekna lífeyrissjóði sem vitað er fyrirfram að munu ekki geta staðið við skuldbindingar sínar í framtíðinni. Við getum ekki þvingað launamenn til þess að greiða inn í lífeyrissjóði þar sem áfallin réttindi eru skert ef eignir duga ekki fyrir skuldbindingum. Samtryggingin við slíkar kringumstæður er lítils virði. Launamennirnir hafa í raun engu getað treyst. Á undanförnum árum hafa lífeyrissjóðirnir verið að skera niður barnalífeyri og makalífeyri, réttindi sem greiðendur í lífeyrissjóðina töldu sig vera að <BR>afla sér. Þeir treystu á réttindin í framtíðinni og töldu að þau væru hlutur af samtryggingakerfi sjóðanna. <BR> <DIV align=center>IX. </DIV><BR>Stjórnir lífeyrissjóðanna gæta mikilla hagsmuna mjög margra aðila og því skiptir miklu fyrir sjóðsfélagana og reyndar þjóðfélagið allt að vel sé með þessa hagsmuni farið. Því er nauðsynlegt að hagsmunaaðilarnir, launamennirnir, velji sjálfir þá sem stjórna eiga sjóðunum. Það virðist staðreynd að áhrif sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna á stjórnun þeirra og rekstur er takmarkaður. Þannig hafa sjóðsfélagarnir oftast ekki beina aðild að aðalfundi eða fulltrúaráði heldur eru tilteknir aðalfundarfulltrúar kosnir sérstaklega til setu á aðalfundi eða stjórnir aðila vinnumarkaðarins tilnefna beint aðila í stjórn lífeyrissjóðanna. <BR><BR>Hér er um óeðlilega tilhögun að ræða sem hefur leitt m.a. til þess að sjóðsfélagarnir hafa lítinn áhuga á réttindum sínum og hagsmunum í tilteknum sjóðum eða lífeyrissjóðsþátttöku yfirleitt þrátt fyrir skylduaðild lögum samkvæmt. Nauðsynlegt er að hver sjóðsfélagi geti átt þess kost að kynna sér að eigin raun málefni sjóðsins milliliðalaust. Það er því nauðsynlegt að virkja hvern sjóðsfélaga til vitundar um réttindi sín og skyldur. Það verður best gert með beinni þátttöku sjóðsfélaga í aðalfundi þar sem sjóðsfélagar geta komið skoðunum sínum á framfæri og beitt afli sínu með atkvæðisrétti sínum. Þannig munu sjóðsfélagarnir ennfremur veita stjórnum lífeyrissjóðanna nauðsynlegt aðhald í ákvarðanatöku um málefni sjóðanna. <BR> <DIV align=center>X. </DIV><BR>Ég legg áherslu á að sjóðssöfnun í lífeyriskerfinu er mjög mikilvæg. Sjóðssöfnun í gegnum lífeyriskerfið stuðlar að auknum þjóðhagslegum sparnaði og styrkir efnahagslíf þjóðarinnar. Íslenska lífeyriskerfið mun stækka mikið á komandi árum og er ekki fjarri lagi að það geti orðið um 1,5 sinnum stærra en nemur árlegri landsframleiðslu Íslendinga. Vöxtur í lífeyriskerfinu hefur átt mikinn þátt í eflingu fjármagnsmarkaðar hérlendis og bætt framboð á langtímafjármagni. Líklegt má telja að stór hluti ráðstöfunarfjár lífeyrissjóða á næstu árum muni fara í kaup á erlendum verðbréfum. Því er spáð að lífeyriskerfið muni eiga um 35 milljarða í erlendum verðbréfum um aldamót. <BR><BR>Ágætu aðalfundarfulltrúar. <BR><BR>Ég hef reynt í þessu ávarpi mínu að gera sem gleggsta grein fyrir þeim fyrirhuguðu breytingum sem ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir á íslenskum fjármálamarkaði. En það kunna einhverjir að spyrja, hvað kemur það tryggingafélögunum við? Íslensku tryggingafélögin eru stór, sterk og öflug fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Þau gegna í dag mikilvægu hlutverki á íslenskum fjármálamarkaði. Hlutverk þeirra mun aukast í framtíðinni, nái þær skipulagsbreytingar fram að ganga sem ég hef hér verið að lýsa. <BR><BR>Samkeppnin mun fara vaxandi. Sú samkeppni mun bæði koma að innan og að utan. Við þurfum því að vera í stakk búin til þess að mæta vaxandi samkeppni og í þeim róttæku skipulagsbreytingum sem ég sé að framundan eru þá er ég sannfærður um að tryggingafélögin hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Ég er sannfærður um að með auknu valfrelsi í lífeyriskerfinu þar sem launamaðurinn getur valið milli séreignarsjóða og sameignarsjóða og því að sjóðirnir þurfa að keppa um að bjóða bestu ávöxtunina og lægstan rekstrarkostnað, þannig byggjum við upp öruggusta og besta lífeyriskerfið. <BR><BR>Hafið þið hins vegar búist við því, ágætu aðalfundarfulltrúar, að ég fjallaði hér einungis um iðgjöld og tryggingasjóði, þá er því fljótsvarað. Iðgjöldin eru of há fyrir þá sem þau þurfa að greiða og tryggingasjóðirnir eru of miklir fyrir þá sem ekki ná í þá. <BR><BR>Ég þakka áheyrnina <BR> <P></P>

1996-02-15 00:00:0015. febrúar 1996Ræða á aðalfundi Verslunarráðs, 15. febrúar 1996.

<P> <P> <P>&nbsp;<BR><BR>Ágætu aðalfundarfulltrúar,<BR>Kyrrstaðan í íslensku efnahags- og atvinnulífi hefur verið rofin. Þannig óx landsframleiðsla til að mynda um 2,6% á síðasta ári og því er spáð að hún muni aukast um 3.2% á þessu ári. Almennar hagrænar aðstæður hafa stuðlað að þessu auk aðgerða stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Raungengi krónunnar hefur nú um allnokkurt skeið verið í sögulegu lágmarki. Þetta hefur tvímælalaust hleypt lífi í ýmsan útflutning, ekki síst á sviði iðnaðar. Það er staðfastur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda þannig á málum að hagvöxturinn aukist jafnhliða því að tryggður sé áframhaldandi stöðugleiki. <BR><BR>Eina af þeim fáu hagstærðum, sem ekki hafa þróast í jákvæða átt í nýhafinni uppsveiflu, er almenna fjárfestingin í þjóðfélaginu. Fjárfesting jókst að vísu lítillega á síðasta ári en er engu að síður einungis um 16% af landsframleiðslu. Það er um 5 prósentustigum lægra hlutfall en í OECD-ríkjunum að meðaltali. <BR><BR>Lágt fjárfestingarhlutfall er áhyggjuefni því það bendir til þess að þjóðin vanræki að treysta þann grunn sem hagvöxtur framtíðarinnar byggist að hluta til á. Það er því afar brýnt að auka fjárfestingu í atvinnulífinu. Sérstaklega er áhyggjuefni hvað fjárfesting erlendra aðila er lítil í almennu atvinnulífi hér á landi í samanburði við það sem tíðkast með grannþjóðum okkar. Ég hef því beitt mér fyrir sérstökum aðgerðum til að kynna útlendingum fjárfestingarkosti hér eins og ég vík nánar að síðar. <BR><BR>Vextir hafa afgerandi áhrif á innlenda fjárfestingu, einkum vextir á langtímalánum. Vextir á peninga- og bankamarkaði hneigðust frekar til hækkunar í fyrra. Verðtryggðir meðalvextir bankanna hækkuðu til að mynda um hálft prósentustig og voru 8,8% um áramótin. Sama tilhneiging til vaxtahækkunar er upp á teningnum nú í ársbyrjun 1996. Þetta gerist á sama tíma og vextir allt í kringum okkur hafa farið lækkandi. Nú er svo komið að raunþáttur vaxta er hér um 3% hærri en almennt gerist í hinum vestræna heimi. Miðað við lönd eins og Bandaríkin, Þýskaland eða Japan þýðir það að vaxtastig er hér tvöfalt hærra en þar. Augljóslega hafa hinir háu vextir hér á landi lamandi áhrif á fjárfestingu í atvinnulífinu. Allar efnahagslegar forsendur eru nú til staðar til að vextir geti lækkað: <BR> <UL> <LI>Verðlag hefur þróast í samræmi við væntingar og samkvæmt seinustu tölum er verðbólguhraðinn jafnvel minni nú en margir töldu. <LI>Lánsfjárþörf ríkissjóðs hefur ekki um langt skeið verið minni eftir samþykkt fjárlaga fyrir þetta ár. <LI>Stöðugleiki er á vinnumarkaði. <LI>Eftir nokkurt umrót á gjaldeyrismarkaði innanlands á seinasta ársfjórðungi hefur jafnvægi skapast og er nú meira innstreymi gjaldeyris en útstreymi. Ekki verður því séð að þörf sé á háu vaxtastigi til að tempra viðskiptajöfnuðinn; allra síst kallar það á háa vexti á langtímaskuldbindingum. </LI></UL><BR>Hærri vextir hér á landi heldur en í löndunum í kringum okkur leiða til þess að samkeppnisaðstaða íslenskra fyrirtækja er lakari en ella. Háir vextir munu draga úr fjárfestingu í atvinnulífinu, draga úr hagvexti, auka atvinnuleysi og leiða hér aftur til efnahagslegrar stöðnunar. <BR><BR><B>Nýsköpun og framsókn í atvinnulífinu</B> <BR><BR>Vík ég nú að sértækari aðgerðum til eflingar atvinnulífsins. <BR><BR>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á atvinnu- og verðmætasköpun með því að stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu. Atvinnulífið þarf ekki hvað síst að byggjast á vexti og viðgangi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þau eru hvarvetna burðarásar hagvaxtar. Vissulega munum við freista þess að draga til okkar stóriðju eins og samræmst getur skynsamlegri orkunýtingu og markmiðum í umhverfismálum. Við getum ekki treyst á að stóriðja verði umtalsverður grundvöllur efnahagslegra framfara á næstu áratugum og auðlindir hafsins eru ekki lengur ávísun á vaxandi velmegun. Sá auður sem í fólkinu býr skiptir sköpum í harðnandi samkeppni. Geysilegur kraftur í hagkerfum margra auðlindasnauðra þjóða á undanförnum áratugum samhliða hnignum þjóða, sem búa yfir gjöfulum auðlindum, sýnir þetta best. <BR><BR>Ég hef í minni tíð sem ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála hleypt af stokkunum þremur verkefnum sem lúta að nýsköpun atvinnulífsins. Það er í fyrsta lagi Evrópuverkefni um lítil og meðalstór fyrirtæki. Í öðru lagi sérstakt átak til atvinnusköpunar. Og að síðustu er hér um að ræða aðgerðir til að laða að erlenda fjárfestingu, eins og ég hef þegar nefnt. Ég vil stuttlega kynna markmið þessara verkefna. <BR><BR>Í nefnd um lítil og meðalstór fyrirtæki eru fulltrúar úr atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni og frá stjórnvöldum. Formaður hennar er Davíð Scheving Thorsteinsson. Hlutverk nefndarinnar er einkum að kortleggja þau tækifæri sem íslenskum fyrirtækjum kunna að bjóðast á Evrópska efnahagssvæðinu. Nefndin hefur nú gefið út kynningarrit sem ber heitið "Evrópuverkefni á sviði lítilla og meðalstórra fyrirtækja". Þar er greint frá ýmsum rannsókna- og ráðgjafaverkefnum sem standa íslenskum fyrirtækjum til boða sem og ýmsum verkefnum sem ætlað er að greiða fyrir samstarfi fyrirtækja. Ég hef farið um landið að undanförnu og kynnt þetta starf. Ég hef hvarvetna fundið fyrir gríðarlegum áhuga á þessu starfi og ljóst er að brýn þörf var á að leggja út í þessa vinnu. <BR><BR>Stjórnendur íslenskra fyrirtækja hafa hins vegar enn sem komið er lítið nýtt sér þá möguleika sem EES-samningurinn býður upp á, enda erfitt, mitt í daglegu amstri, að henda reiður á starfsemi Evrópusambandsins. Hér er mikilvægt að stjórnvöld leggi fyrirtækjum lið. Að mínu mati er eðlilegt að stjórnvöld veiti upplýsingar um þau tækifæri sem bjóðast og hjálpi fyrirtækjum að stíga fyrstu skrefin. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytin eru nú tímabundið með starfsmann í Brussel sem veitir íslenskum fyrirtækjum slíka aðstoð. Beri þessi tilraun árangur vil ég halda starfinu áfram í samvinnu við atvinnulífið. <BR><BR>Nefndin hefur einnig sett fram margar athyglisverðar hugmyndir sem ég hyggst beita mér fyrir. Þar má nefna nauðsyn þess að aðgengi fyrirtækja að lögum og reglum verði bætt. Skref í þessa átt hefur nú þegar verið stigið með því að ríkisstjórnin hefur samþykkt að ganga til samninga við fyrirtækið Úrlausn-Aðgengi um útgáfu reglugerðarsafns á tölvutæku formi. Ég hef einnig áhuga á að óháður aðili innan stjórnsýslunnar meti, áður en ný lög eru sett, hvaða áhrif þau hafa á rekstur og samkeppnishæfni fyrirtækja. Ég hef lagt tillögu þess efnis fyrir ríkisstjórn. Ég er ekki í vafa um að slíkt mat mundi gagnast bæði stjórnvöldum og atvinnulífinu. <BR><BR>Verkefnið "Átak til atvinnusköpunar" er samstarfsverkefni iðnaðarráðuneytisins, Iðnlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Iðntæknistofnunar. Markmið þess er þríþætt: Að standa sameiginlega að verkefnum sem stuðla að atvinnusköpun og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins, að samræma verkefni til hvatningar og stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja, svo og einstaklinga, á sviði atvinnu- og nýsköpunar og að síðustu að stuðla að auknu alþjóðasamstarfi fyrirtækja á sviði markaðsmála og tækniyfirfærslu. Hafin verður skipuleg leit að vænlegum fyrirtækjum sem flutt verði til landsins með það að leiðarljósi að efla íslenskt atvinnulíf og skapa ný störf. Góð reynsla er af innflutningi slíkra fyrirtækja. Átakið mun einnig veita ráðgjöf um stofnun fyrirtækja og frumkvöðlar og uppfinningamenn fá aðstoð til að koma hugmyndum sínum á framfæri og í framkvæmd. <BR><BR>Þriðja viðfangsefnið, sem ég hef lagt mikla áherslu á, stefnir að því að laða hingað erlenda fjárfestingu í auknum mæli. Alþekkt er það markaðsstarf sem stundað hefur verið um áratug í samvinnu Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytisins til að fá hingað fjárfesta í orkufrekum iðnaði. Fjölmargir kostir hafa þar verið kannaðir og kynntir. Það sem helst er á döfinni í þeim efnum um þessar mundir er þekkt úr almennum fréttum: Stækkun álversins í Straumsvík, viðræður við Columbia Aluminium um álver á Grundartanga svo og hugmyndir um stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og áframhaldandi viðræður við Atlantál- hópinn um álver á Keilisnesi. <BR><BR>En að frátalinni stóriðju hefur erlend fjárfesting verið óveruleg hér á landi hingað til. Að hluta hefur löggjöf meðvitað haldið hugsanlegum erlendum fjárfestum fjarri, en í tengslum við samninginn um EES-svæðið hafa takmarkanir smám saman verið afnumdar. Að samþykktu lagafrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi eru einungis eftir takmarkanir á beinni fjárfestingu í sjávarútvegi. Til þess að vinna að markvissri kynningarstarfsemi á kostum fjárfestingar í almennum atvinnurekstri hérlendis hefur í samstarfi iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og Útflutningsráðs verið sett á laggirnar sérstök Fjárfestingarskrifstofa. Auk gerðar almenns kynningarefnis hyggst skrifstofan einbeita sér að markvissri kynningu á iðjukostum á tilteknum svæðum annars vegar og hins vegar í tilteknum iðngreinum. Þannig er unnið að kynningu á Reykjanesi sem svæði fyrir hvers konar iðnað sem samnýtir iðnaðargufu og raforku. Þá er Akureyri og umhverfi kynnt sem matvælaiðnaðarsvæði auk þess sem stóriðjukostir á Reyðarfirði eru enn til skoðunar. Einn<BR>ig er unnið að því að kynna kosti til fjárfestingar í starfandi fyrirtækjum í samráði við Verslunarráðið. <BR><BR><B>Umbætur á fjármálamarkaði </B><BR><BR>Eitt af brýnustu verkefnum ríkisstjórnarinnar er að tryggja að íslenskar fjármálastofnanir aðlagist því viðskiptaumhverfi sem við búum við í dag. Að mínu mati hefur ekki verið hugað nægilega vel að þessu á undanförnum árum, þó menn hafi kannski gert sér grein fyrir vandanum. <BR><BR>Það er skoðun mín að núverandi rekstrarform ríkisviðskiptabankanna útiloki þá framþróun sem er nauðsynleg eigi þessar stofnanir að halda velli. Þá tel ég einnig að sjóðakerfi atvinnuveganna þarfnist gagngerrar endurskoðunar af sömu ástæðum. Nauðsynlegt er að þessar stofnanir búi við rekstarform og starfsaðstæður sem tryggi svigrúm til hagræðingar og aukinnar hagkvæmni í rekstri, sem um leið styrki samkeppnisstöðu þeirra í sífellt stækkandi viðskiptaumhverfi. <BR><BR>Á vegum viðskiptaráðuneytisins er nú unnið að undirbúningi að breytingu ríkisviðskiptabankanna í hlutafélög. Nefnd var sett á laggirnar á haustdögum til að finna lausnir á ýmsum álitaefnum í tengslum við breytingu ríkisviðskiptabankanna í hlutafélagabanka og semja lagafrumvörp þar að lútandi. Nefndin mun á næstunni leggja lokahönd á samningu lagafrumvarps og er það ætlun mín að leggja fram slíkt frumvarp nú á vorþingi. <BR><BR>Þá er á vegum forsætisráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta og sjávarútvegsráðuneytis verið að vinna að hugmyndum um breytingar á sjóðakerfi atvinnuveganna. Markmið starfsins er að koma sjóðakerfinu þannig fyrir að atvinnulífinu verði á sem hagkvæmastan hátt tryggður aðgangur að langtímafjármagni til fjárfestingar á markaðskjörum jafnhliða sem því verði tryggður aðgangur að áhættufjármagni til nýsköpunar og þróunar. Með þessi markmið í huga hefur vinnuhópurinn haft til skoðunar hvernig best megi nýta það fjármagn sem þegar er til staðar í fyrirliggjandi sjóðakerfi og hvert eigi þá að vera skipulag þessara mála. <BR><BR>Svo sem kunnugt er eru lífeyrissjóðirnir einn stærsti áhrifavaldurinn í íslensku fjármálakerfi. Þeir hafa einkarétt á því að taka á móti lífeyrissparnaði landsmanna og í skjóli þess einkaréttar eru þeir orðnir stærri en bankakerfið og verðbréfafyrirtækin samanlagt, ef tekið er mið af peningalegum eignum. Þrátt fyrir þetta er er ekki til staðar nein heildstæð löggjöf um starfsemi lífeyrissjóða. Gildandi löggjöf tekur aðeins á afmörkuðum atriðum í rekstri og starfsemi þeirra. Það er því bráðnauðsynlegt að lífeyrissjóðunum verði sett með lögum sambærileg umgjörð og aðrar fjármálastofnanir í landinu búa við. Í slíkri löggjöf legg ég áherslu á tvennt: Í fyrsta lagi að launamönnum verði gert kleift að hafa áhrif á störf, stefnumörkun og stjórnarkjör í viðkomandi lífeyrissjóði og þannig orðið virkari þátttakendur í uppbyggingu atvinnulífsins. Í öðru lagi að lífeyrissjóðir sæti eftirliti bankaeftirlitsins og að það eftirlit verði skilgreint á svipaðan hátt og eftirlit annarra stofnana á fjármagnsmarkaði. <BR><BR>Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að yfirburðastaða lífeyrissjóðanna á markaði og mikil áhrif þeirra á vaxtastigið eigi stóran þátt í háu vaxtastigi. Það er því tímabært að mínu mati að tekið verði til skoðunar hvernig skapa megi aukna samkeppni á markaðnum, m.a. hvort ekki sé rétt að afnema einkarétt lífeyrissjóðanna til þess að taka á móti lífeyrissparnaði landsmanna. <BR><BR>Á vegum félagsmálaráðuneytisins er nú starfandi nefnd sem ætlað er að kanna möguleika á að draga úr ríkisábyrgðum í húsbréfakerfinu og flutningi almenna húsnæðiskerfisins til bankanna. Það er mín skoðun að nauðsynlegt sé að draga umtalsvert úr ábyrgðum ríkisins á húsnæðislánum og draga úr útgjöldum ríkisins vegna húsnæðislánakerfisins. Einnig er æskilegt að mínu mati að úrvinnsla og framkvæmd lánveitinga færist sem mest til bankakerfisins. Við slíkar breytingar verður að hafa að leiðarljósi að sveigjanleiki lánakerfisins aukist og að almenningi verði tryggður aðgangur að löngum lánum með veði í fasteign á hagkvæmum kjörum. Þau atriði sem ég hef hér drepið á eru að mínu mati lykilatriði, ætli menn að ná betri tökum á efnahagsstjórn landsins, þar með talið að ná niður vaxtastiginu. Árangur næstu ára í þessum málum mun því skipta miklu um stöðu íslensks atvinnulífs í hinu sístækkandi alþjóðlega viðskiptaumhverfi. <BR><BR><B>Samkeppnismál </B><BR><BR>Að lokum vil ég fara nokkrum orðum um samkeppnismál, enda er það sá málaflokkur sem snertir ykkur í Verslunarráði Íslands alveg sérstaklega. Vart er þörf á að hamra á mikilvægi samkeppni bæði til að stuðla að hagkvæmum atvinnurekstri og sanngjörnu verði samhliða góðri þjónustu fyrir neytendur. Það eru ekki mörg ár síðan við bjuggum að mestu við miðstýrðar verðlagsákvarðanir, þar sem samkeppni á markaði mátti sín lítils. Íslenskt hagkerfi hefur tekið grundvallarbreytingum hvað þetta varðar. Með fáum en vel skilgreindum undantekningum treystum við nú á markaðsöflin til verðákvarðana. Það er skiljanlegt að ýmsir voru efins í upphafi um þá stefnubreytingu. Menn óttuðust að hagkerfið væri ekki nægilega stórt til að kostir frjálsrar samkeppni fengju notið sín. Reynslan hefur á hinn bóginn verið góð. Fullyrða má að í velflestum tilvikum hefur samkeppni verið virk. Í því sambandi er sérstaklega mikilvægt að hagkerfið er nú orðið næsta opið út á við. Samkeppnin kemur því ekki aðeins að innan heldur og erlendis frá. Þa<BR>r sem misbrestur er á virkri samkeppni eða nauðsyn er talin á verðlagsstýringu er það einmitt vegna þess að erlend samkeppni hefur ekki komist á. <BR><BR>Nú eru tæp þrjú ár liðin frá því að samkeppnislögin tóku gildi. Á þeim tíma hefur starfsemi samkeppnisyfirvalda í stórum dráttum falist í að afgreiða þann mikla fjölda erinda sem þeim hefur borist til meðferðar frá fyrirtækjum og einstaklingum. Það er ljóst að svo mun verða áfram, a.m.k. um sinn. Vonir standa þó til að samkeppnisyfirvöld geti í ríkari mæli tekið upp mál að eigin frumkvæði og ljóst er af umfangi laganna að þar er af nógu að taka og að forgangsraða þarf verkefnum. <BR><BR>Með samkeppnislögunum var stefnt að því að efla virka samkeppni þar sem hún getur best tryggt hag neytenda og atvinnulífsins. Þetta er gert með því að skerpa samkeppnisreglur, auka gagnsæi markaðarins og draga úr opinberum samkeppnishömlum. Með samkeppnislögunum voru í fyrsta skipti sett lagaákvæði sem beinlínis vinna gegn samkeppnishindrunum og þá vísa ég sérstaklega til ákvæðisins sem heimilar Samkeppnisráði að mæla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað opinberra stofnana frá einkaréttarstarfsemi eða verndaðri starfsemi sömu stofnana. <BR><BR>Eðlilegt er að spurt sé hvernig til hafi tekist á þeim tíma sem liðinn er frá því að samkeppnislögin komu til framkvæmda. Á þessu tímabili hafa verið teknar ákvarðanir, gefin álit og haldið uppi annarri starfsemi sem marka tímamót og sem hafa þegar stuðlað að virkari og sanngjarnari samkeppni. Þó ber að hafa í huga að efling samkeppni er langtímaverkefni sem á að skila varanlegum árangri, andstætt beitingu verðlagsákvæða sem byggðist á skammtímalausnum. <BR><BR>Sá þáttur í starfi samkeppnisyfirvalda sem mesta athygli hefur vakið eru afskipti af opinberum samkeppnishindrunum. Í flestum tilvikum hafa opinber fyrirtæki brugðist vel við og gert ráðstafanir í samræmi við ákvarðanir yfirvaldanna. Í þessu sambandi hef ég skipað nefnd til að kortleggja þann rekstur ríkisins sem er í samkeppni við einkarekstur og á Verslunarráð fultrúa í henni. Nefndin mun skila niðurstöðum innan tíðar og vænti ég þess að starf hennar flýti því að opinberum samkeppnishindrunum verði rutt úr vegi. <BR><BR>Í samræmi við ofangreint er það stefna ríkisstjórnarinnar að færa starfsemi hins opinbera út á almennan markað þar sem því verður við komið. Hvað mín ráðuneyti varðar er ég m.a. að láta kanna í hvaða mæli er unnt að bjóða út verkefni rannsóknarstofnana. Við þetta minnkar fastur kostnaður þessara stofnana og um leið er auðveldara að aðlaga umfang rannsókna eftirspurn og þörfum á hverjum tíma. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem miklar sveiflur eru á rannsóknarþörfinni eins og t.d. í orkurannsóknum. <BR><BR>Eftirlitsiðnaðurinn svokallaði er annað dæmi um starfsemi sem á í sem ríkustum mæli að færast út á einkamarkað. Í ráðuneytum mínum hefur verið starfað með það að leiðarljósi. Jafnframt er brýnt að halda öllum kostnaði við eftirlitsstarfsemi í lágmarki bæði fyrir hið opinbera en ekki síður atvinnulífið. Í því sambandi vil ég á ný vekja athygli á þeirri tillögu sem ég hef flutt í ríkisstjórn um að stjórnarfrumvörp séu metin til kostnaðar fyrir atvinnulífið áður en þau eru lögð fram. <BR><BR><B>Lokaorð</B> <BR><BR>Ágætu aðalfundargestir!<BR>Í þessu ávarpi mínu hef ég aðeins drepið á nokkur atriði í viðfangsefnum ráðuneyta minna. Margt verður út undan enda spanna ráðuneytin mörg svið atvinnulífsins. Til fróðleiks má geta þess að undir ráðuneyti iðnaðar- og viðskipta falla atvinnugreinar sem samanlagt taka til tveggja þriðju hluta af þáttatekjum í einkaatvinnurekstrinum og sé opinber rekstur meðtalinn ná umsvifin til um helmings þjóðarteknanna. Það er því í mörg horn að líta, en líka mörg tækifæri til að þoka málum til betri vegar. Stuðningur samtaka í atvinnulífi, þar með talið Verslunarráðs Íslands, til farsælla verka er því vel þeginn. <BR><BR>Ég þakka fyrir áheyrnina! <BR> <P></P>

1996-01-18 00:00:0018. janúar 1996Verk- og kerfisfræðistofan hf.: Vottun gæðakefis skv. ISO 9001. Ávarp ráðherra, 18. janúar 1996.

<P> <BR><BR>Ágætu samkomugestir. <BR><BR>Það er álit margra, sem göggt til þekkja, að upplýsingaiðnaður verði helsti vaxtarbroddur íslensks atvinnulífs á komandi árum. <BR><BR>Þótt það sé sjaldan í hávegum haft höfum við Íslendingar náð umtalsverðum árangri á þessu sviði, eins og útflutningur hugbúnaðar ber glöggt vitni um. Hann nemur nú mörg hundruð milljóna króna á ári og er þá ótalinn umfangsmikill útflutningur á margvíslegum iðnaðarvörum sem byggja á hugbúnaði. <BR><BR>Hér er um vandfýsinn markað að ræða og er brýnt að í hvívetna sé vandað til verka. Mikilvægt er, að okkur auðnist gæfa til að ná varanlegri fótfestu á þeim mörkuðum þar sem við höfum knúið dyra. Það krefst þolinmæðis, en ekki síður tiltrúar viðskiptavina okkar á hæfni okkar og á því sem við höfum að bjóða þeim. <BR><BR>Fyrir fyrirtæki, sem huga að verkefnaútflutningi er þetta enn mikilvægara en þegar um beinan vöruútflutning er að ræða. Í því tilfelli er hið selda lítt áþreifanlegt og byggir að mestu á orðspori því sem fer af seljandanum. Fyrir litla og afskekkta þjóð sem okkar kann þetta að vera þraut þyngri, einkum í ljósi þess, að litlar hefðir eru hér á landi fyrir verkefnaútflutningi, samanborið við margar hinar stærri þjóðir. Íslensk fyrirtæki eru því enn í dag í sporum frumkvöðlanna, sem verða að brjótast til sigurs í óvæginni samkeppni, þar sem á brattan er að sækja. <BR><BR>En til mikils er að vinna og möguleikar okkar eru vissulega miklir. Við höfum um margt sérstöðu umfram aðra og smæð okkar er okkur ekki alltaf fjötur um fót, - getur þvert á móti talist til kosta á vissum mörkuðum, ef rétt er að málum staðið. Víðtæk almenn menntun og reynsla á hinum ólíklegustu sviðum svo og mikil tungumálakunnátta er okkur til framdráttar og hefur vakið athygli víða um lönd. <BR><BR>Þetta eitt og sér dugir þó skammt. Kaupendur vöru og þjónustu gera þá kröfu, að það sem þeir fá afhent sé í góðu lagi, sé afhent á réttum tíma og uppfylli að öllu leyti væntingar þeirra. Virk gæðastjórnun er lykilatriði til að mæta þessum kröfum. <BR><BR>Ég hef orðið var við, að gæðastjórnun mætir vaxandi skilningi hjá íslenskum fyrirtækjum. Augu manna hafa opnast fyrir því, að gæðastjórnum snýst ekki einvörungu um hagsmuni neytenda. Hún er ekki síður mikilvirkt tæki til að fækka göllum, auka gæði og lækka tilkostnað, auk þess að skapa þá viðvarandi viðskiptavild sem nauðsynleg er. Gæðastjórnun er því ekki fjárhagsleg áþján heldur langtíma fjárfesting. <BR><BR>Atburður þessi markar á vissan hátt tímamót. Verk- og kerfisfræðistofan hf. sem í dag tekur á móti staðfestingu þess, að gæðakerfi fyrirtækisins hafi verið vottað skv. alþjóðlegum staðli er fyrsta íslenska hugbúnaðarfyrirtækið sem slíka viðurkenningu hlýtur. Það er jafnframt til vitnis um, að íslensk hugbúnaðarfyrirtæki horfa af framsýni til nýrrar sóknar. Megi það verða öðrum til hvatningar og eftirbreytni. <BR><BR>Ég vil nú biðja Ara Arnalds framkvæmdastjóra Verk og kefisfræðistofunnar hf. að koma hingað og taka á móti skjali þessu, sem er til staðfestingar því, að gæðakerfi fyrirtækisins hefur verið vottað skv. gæðastðlinum ÍST ISO 9001. <BR></P>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira