Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Guðna Ágústssonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2007-03-26 00:00:0026. mars 2007Ávarp á Hólum 23. mars 2007

<p>Ágætu Skagfirðingar og aðrir vinir og velunnarar Hóla.</p> <p>Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin hingað heim að Hólum&nbsp; til að fagna með okkur þeim mikla áfanga í sögu Hóla, að Hólaskóli tekur formlega til starfa sem háskóli,&nbsp; Hólaskóli- Háskólinn á Hólum.</p> <p>Hólar í Hjaltadal eiga sér sterkan sess í vitund þjóðarinnar.&nbsp; Hólar, ásamt Skálholti og Þingvöllum eru mestu sögu og helgistaðir landsins.</p> <p>Við blessum þá jörð, sem í erfiði erjum.<br /> Hún er auður og hamingja vor.<br /> Hún er landið, sem allir með lífinu verjum,<br /> þar liggja vor framtíðarspor.<br /> Í skapandi starfinu skulum vér gjalda<br /> skuld vora landi og þjóð.<br /> Þá færum við kynslóðum komandi alda<br /> vorn kyndil með brennandi glóð.</p> <p>Það ríkir vor og kraftur í íslensku efnahagslífi.&nbsp; Aldrei hafa á jafn mörgum sviðum verið tækifæri fyrir duglegt, vel menntað fólk og í dag.&nbsp; Unga fólk, heimurinn er ykkar, tækifærin eru ykkar.&nbsp; Hér eru í dag mörkuð ný framtíðarspor.&nbsp; Alþingi Íslendinga réttir ykkur Hólamenn kyndil með brennandi glóð.&nbsp; Hinn 1. júlí n.k., í nóttlausri veraldarveröld, þegar sólin sest ekki hér í Skagafirði, verður Hólaskóli lögum samkvæmt háskóli.</p> <p>Ekkert skiptir jafnmiklu fyrir jafnvægi í byggðum landsins eins og framhaldsskólar og háskólar.&nbsp; Háskólar eiga að vera í öllum byggðum, ekki bara í Vatnsmýrinni í Reykjavík.&nbsp; Atvinnuvegirnir þurfa háskóla.&nbsp; Landbúnaðarháskóli Íslands og háskóli á Hólum munu leggja sveitunum til þá orku og það afl sem mestu skiptir og er gull þjóðanna, það er fólkið.&nbsp; Fólk sem kemur með ný úrræði og getu til að takast á við framtíðina.&nbsp; Við heyrum hamarshögg og uppbyggingu í íslenskum sveitum.&nbsp; Sveitirnar bjuggu við stopp í mörg ár, það stopp hafa íslenskir bændur rofið með bjartsýni og trú og þjóðin stendur með íslenska bóndanum.&nbsp; Menntun og rannsóknir skipta meira máli en áður, sá atvinnuvegur sem það skilur, sú þjóð sem það skilur, verður í fremstu röð á nýrri öld.</p> <p>Biskupsstóll var stofnaður á Hólum árið 1106 að kröfu Norðlendinga um eigin biskup til jafns við Skálholtsbiskup á Suðurlandi. Það er ánægjulegt til þess að hugsa að sá metnaður sem lá að baki kröfu Norðlendinga á sínum tíma um eigin biskupsstól lifir enn í þeim mikla metnaði sem Norðlendingar hafa fyrir uppbyggingu Hólastaðar. &nbsp;Ég vil samt halda því til haga að það var Sunnlendingurinn, Árnesingurinn Gissur Ísleifsson.&nbsp; Honum var svo lýst að hann hefði verið svo vel af Guði gerður að það hefði mátt gera úr honum konung, biskup eða víkingaforingja. Hann hafði þá víðsýni til að bera að koma til móts við sanngjarnar óskir Norðlendinga um stofnun biskupsstóls á Hólum fyrir 900 árum.</p> <p>Báðir staðirnir Hólar og Skálholt urðu aðsetur andlegs valds þjóðarinnar um aldaraðir eða allt til loka 17. aldar, en einnig veraldlegs valds, með eign sinni á jörðum og lausafé. Ekki er minna um vert að á báðum biskupsstólunum voru um langan aldur einu skólarnir á landinu þar sem bæði fór fram almennt nám og nám fyrir verðandi presta. Þá voru á báðum stöðunum reknar prentsmiðjur á vegum biskupsstólanna.</p> <p>Hólar í Hjaltadal koma víða við sögu lands og þjóðar. Á Sturlungaöld var Guðmundur Arason, góði, biskup á Hólum. Hann kom merkilega við sögu í veraldlegri valdabaráttuá þeim tíma,&nbsp; auk þess að skrá nafn sitt í örnefnum þeirra staða sem hann vígði. Þá er saga Jóns biskups Arasonar á Hólum&nbsp; samofin þjóðarsögunni og aftaka hans í Skálholti 7. nóvember 1550 einn kunnasti harmleikur Íslandssögunnar. Guðbrandur biskup Þorláksson sat lengst allra biskupa á biskupsstóli á Hólum í lok 16. aldar og framan af 17. öld.&nbsp; Hans verður lengst minnst fyrir prentun Biblíunnar, sem kom út árið 1584,&nbsp; en talið er að af einstökum viðburðum megi þakka þeirri útgáfu það að íslensk tunga varðveittist jafn vel og raun ber vitni.&nbsp; Já, íslenskan var fóstruð og varðveitt hér.</p> <p>Lengst af 19. öld, eftir að biskupsstóllinn var lagður niður, fór lítið fyrir Hólum í samtímanum, enda hagur þjóðarinnar þröngur um þær mundir.</p> <p>Aftur rofaði til þegar Hólaskóli var stofnaður árið 1882 sem búnaðarskóli. Skólinn hefur haldið nafni Hóla á lofti alla tíð síðan.&nbsp; Það er þó einkum eftir setningu reglugerðar um Hólaskóla að hann fékk nýtt hlutverk og fór að bjóða upp á nám á háskólastigi, sem ný athygli hefur beinst að skólanum.&nbsp; Þjóðkirkjan hefur á ný styrkt stöðu sína hér á Hólum.&nbsp; Kirkjan, háskólinn og Skagafjörður, með sitt öfluga og samstillta mannlíf, eru þrjár gullnar stoðir sem munu bera þennan stað til sóknar og sigurs í framtíðinni.</p> <p>Enginn þarf að fara í grafgötur um að það er hin sterka staða Hóla í þjóðarvitundinni, sérstaklega í Skagafirði og á Norðurlandi öllu,&nbsp; sem er forsenda þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað á Hólum á síðari árum.&nbsp; Hjaltadalur á eftir að verða í þjóðleið með jarðgöngum hér í gegnum tröllaskagann til að þétta og styrkja mið Norðurland til búsetu.</p> <p>Ef farið er yfir&nbsp; söguna kemur það glöggt í ljós að Skagfirðingum hefur farnast best með því að hafa sterkt miðstjórnarvald í héraði sínu. Vil ég þar nefna Ásbirninga og Gissur Þorvaldsson á Sturlungaöld, jarlinn sunnlenska sem alltaf átti stuðning í Skagafirði og stóð með Ásbirningum á hverju sem gekk og þeir með honum.&nbsp; Einnig biskupsstólinn á Hólum um hundruð ára og í dag er það Kaupfélag Skagfirðinga sem er hinn sterki bakhjarl héraðsins. Þessi sterka staða hefur birst annars vegar í þeim miklu framkvæmdum sem hér hafa verið og hins vegar í öflugu rannsókna og fræðslustarfsemi í þágu landbúnaðar í víðum skilningi, en einnig starfi tengdu biskupsstólnum þar sem vígslubiskup Hólastiftis situr á Hólum á nýjan leik.</p> <p>Stundum er það í hinu ómeðvitaða sem djúpur sannleikur er fólginn.&nbsp; Þeir sem sækja Hóla heim aka síðasta spölinn um 5 km beina braut þar sem staðurinn rís fyrir augum komumannsins.&nbsp; Vafamál er að nokkur mynd af landinu hafi greipt sig eins í vitund þjóðarinnar. Hjaltadalur umgjörð hans og fegurð er kyngimagnaður og í þeirri umgjörð blómstrar andagift og hér ríkir norræn hámenning.</p> <p>Ágætu samkomugestir.</p> <p>Margir merkir menn hafa komið við sögu Hólaskóla eftir stofnun hans 1882. &nbsp;Ég vil þakka sérstaklega starfið frá 1982 og þá sóknarbaráttu sem hófst þá og stendur enn.&nbsp; Ég þakka Jóni Bjarnasyni, sem skipaður var skólastjóri Hólaskóla árið 1982 og Skúla Skúlason skólameistara, nú rektor Háskólans á Hólum, sem verið hefur hér í forustu síðustu 8 árin.&nbsp; Ég vil líka taka fram að þingmenn og sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi og landbúnaðarráðherrar síðustu ára hafa mjög komið að þessari sögu.&nbsp; Það hafa einnig sveitarstjórnarmenn hér í Skagafirði svo og þeir einstaklingar sem sátu í stjórn Hólaskóla gert.</p> <p>Þá ber að nefna og þakka þátt skagfirskra fyrirtækja í þeirri uppbyggingu sem hér hefur orðið á undanförnum árum.&nbsp; Vil þar nefna&nbsp; rannsóknarverið á Sauðárkróki með stuðningi Fiskiðjunnar á&nbsp; Sauðárkróki og þátt Kaupfélags Skagfirðinga í uppbyggingu nemendagarða með 80 íbúðum og reiðhöllina góðu.&nbsp; Margt fleira mætti nefna sem stuðlað hefur að eflingu skólans og staðarins.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Ég er þeirrar skoðunar að háskóli í héraði sé eitt af grundvallar atriðum í uppbyggingu þróaðs samfélags. Ég hef sem landbúnaðarráðherra&nbsp; lagt áherslu á eflingu kennslu og rannsóknastarfs í þágu landbúnaðarins. &nbsp;Menntun og rannsóknir eru undirstaða þess að landbúnaður í víðum skilningi fái dafnað þannig að íbúar dreifbýlisins geti þróað þá möguleika sem felast í nýtingu landsins.&nbsp; Landbúnaðarháskóli Íslands og &nbsp;&nbsp;Háskólinn á Hólum eru þau orkuver þekkingar sem munu leiða þá þróun í framtíðinni.</p> <p>Hér á þessari háskólahátíð fögnum við enn einum áfanganum í uppbyggingu staðarins sem vígsla fullkominnar aðstöðu til reiðkennslu og er bylting í allri aðstöðu skólans.&nbsp; Tvöhundruð hestafla hesthús sem þýðir, ásamt nemendagörðunum og reiðhöll, að starfið hér mun rísa í nýjar hæðir í þjónustu við íslenska hestinn.&nbsp;</p> <p>Hér eru það enn kraftar í héraði sem sameinast í fyrirtækinu Hesthólum sem lyft hafa því grettistaki sem hér um ræður. Á undra skömmum tíma hefur risið hér fullkomnasta aðstaða á landinu hvað varðar kennslu í hestamennsku og aðstöðu fyrir nemendur og kennara en ekki síður hvað varðar alla umhirðu og aðbúnað hesta, aðstaða sem mun verða viðmið fyrir uppbyggingu slíkrar aðstöðu annars staðar á landinu í framtíðinni.&nbsp; Ég er sannfærður um að þessi nýja aðstaða ásamt reiðhúsunum sem nú er verið að reisa vítt og breitt um landið mun á næstunni lyfta allri fagmennsku í hestamennsku í áður ókunnar hæðir og treysta forustu Íslendinga í öllu sem varðar notkun íslenska hestsins. &nbsp;En ekki síður mun hún stuðla að því að æ fleiri &nbsp;&nbsp;fái tækifæri til að kynnast því ævintýri sem íslenski hesturinn er.&nbsp;</p> <p>Menntun hestafólksins og fagleg barátta félags tamningamanna hefur gert það að verkum að íslenski hesturinn er að verða ein öflugasta búgreinin í sveitum landsins, um leið og hann er í gegnum hestamannafélögin dáður og elskaður í þéttbýlinu og mörgum þjóðlöndum.&nbsp;</p> <p>Ágætu hestamenn.</p> <p>Öll eigið þið ykkar drauma um gæðinginn sem á engan sinn líka,&nbsp; hnarreistur, töltgengur og flugvakur. Öll leitum við að hinum fullkomna hesti sem oft birtist í draumum okkar, líkt og hin vængjaða Nótt sem Ásgeir í Gottorp sagði frá og Hjörtur Pálsson orti ljóðið um:</p> <p>Vængjaða Nótt!<br /> Nú heyri ég fax þíns flug<br /> sé froðuna löðra um granir<br /> á skýjanna vegi<br /> með styggð í blóði stefnir þú enn sem fyrr<br /> með stormbláar manir<br /> á móti glófextum degi.</p> <p>Ég vil að lokum þakka ykkur fyrir að koma hér heim að Hólum í dag til að fagna með okkur þeim mikla áfanga sem stofnun Hólaskóla- Háskólans á Hólum er, nýjum áfanga í merkri sögu.</p> <p>Ég endurtek, verið öll hjartanlega velkomin heim að Hólum á þessa háskólahátíð.&nbsp; Hér gleðji hver annan.&nbsp; Í dag færum við komandi kynslóðum kyndil mennta og menningar með brennandi glóð.&nbsp; Við skulum fagna með ferföldu húrrahrópi.</p>

2007-03-04 00:00:0004. mars 2007Ávarp á Búnaðarþingi 2007

<p></p> <p><span>Ágætu búnaðarþingsfulltrúar og aðrir hátíðargestir.</span></p> <p><span>Íslenska sveitin, - íslenskur landbúnaður stendur nærri hug og hjarta hvers einasta Íslendings.<span>&nbsp;</span> Öll er þjóðin af bændum komin, eigum rót okkar og uppruna á fallegum sveitarbæ, í sveit sem enn er blómleg, eða í afdal þar sem fífill og sóley umvefja minningar genginna kynslóða.<span>&nbsp;</span> Slíkan stað er gott að upplifa og dreyma.</span></p> <p><span>Í Heimsljósi &ndash; Höll sumarlandsins, kemst Nóbelsskáldið Halldór Laxnes svo að orði:</span></p> <p><span>&ldquo;Þegar hann lá hér meðal blómanna í grænu stekkatúninu og horfði uppí bláan himinn, og lækirnir sytra í kríng og fuglarnir kvaka til miðdegis í innilegri ró, og lambið sefur brosandi við hlið móður sinnar í hádegiskyrrðinni, og handan skínandi fjarðarins renna fjöllin saman í dularbláa móðu, þá skildi hann að náttúran var ein elskandi móðir, en hann sjálfur og alt sem lifir af einum anda, ekkert framar ljótt, ekkert ílt&rdquo;</span></p> <p><span>Já, það hlýtur að vera skylda hvers og eins Íslendings að standa vörð um sveitir landsins og stuðla að framförum þeirra á hverjum tíma.<span>&nbsp;</span> Þær framfarir kosta oft breytingar sem geta verið erfiðar og jafnvel sársaukafullar &ndash; en nauðsynlegar.<span>&nbsp;</span> Því veltur á miklu að þeir sem með völdin fara á hvaða sviði sem er, hafi skilning á sveitunum, beri virðingu fyrir þeim sem þar búa og njóti trausts þeirra.<span>&nbsp;</span> Íslendingar eru vel upplýst þjóð, þeir sem fylgjast með og eitthvað hugsa vita þá staðreynd að íslenskar sveitir og velferð þeirra er órjúfanlega tengd velferð þjóðarinnar allrar.</span></p> <p><span>Blessað veri grasið<br /> </span><span>sem grær kringum húsin<br /> </span><span>bóndans og les mér<br /> </span><span>ljóð hans<br /> </span><span>þrá og sigur<br /> </span><span>hins þögla manns.</span></p> <p><span>Svo orti Snorri Hjartarson.</span></p> <p><span>Hver kynslóð á sér þrá og vinnur sigra.<span>&nbsp;</span> Ísland geymir mikla örlagasögu og hvar sem við förum um landið er saga þar sem sviti og tár féllu í lífsins stríði.</span></p> <p><span>Það hefur á síðustu árum tekist að gera Ísland samkeppnishæft hvað búsetu og rekstur fyrirtækja varðar.<span>&nbsp;</span> Búsetuna í landinu ber að styrkja með þeim hætti að landsbyggðin verði samkeppnishæf við höfuðborgarsvæðið.</span></p> <p><span>Ísland var eitt fátækasta land Evrópu fyrir 100 árum, nú talið í hópi þeirra landa sem bjóða þegnum sínum best lífskjör og tækifæri í víðri veröld.<span>&nbsp;</span> Íslenski bóndinn hefur fundið á eigin skinni, hvernig vindarnir blása í samfélaginu, það hafa skipst á skin og skúrir í umræðunni.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Bóndinn er vinsæll þegar sjúkdómar herja í nágrannalöndunum.<span>&nbsp;</span> Þá er fagnað matvælaöryggi, hágæða afurðum, dýraheilbrigði og íslenskur landbúnaður lofaður.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Svo skrýtið sem það er, breytist þessi staða bóndans í umræðunni til hins verra þegar verðlag er rætt á matvælum hér á landi.<span>&nbsp;</span> Þá daga heyja stríð öfl, sem engu eira, bæði gegnum verslunarvald og pólitík.<span>&nbsp;</span> Undarleg verðkönnun stórkaupmanna fyrir skemmstu vitnar um slíka umræðu.<span>&nbsp;</span> Þó hefur það verið staðfest aftur og aftur, að þrátt fyrir hátt verðlag á Íslandi, eru innlendar landbúnaðarafurðir hlutfallslega ekki dýrari en annað í landinu.<span>&nbsp;</span> Innfluttar landbúnaðarafurðir, þess vegna tollalausar, hækka það mikið í hafi að þær eru dýrari en þær íslensku þegar upp er staðið.<span>&nbsp;</span> Samt sem áður er hamrað á verðmismun á einstökum, afmörkuðum matvörutegundum sem eru ódýrari út í heimi og hljóta alltaf að verða það, framleiðsluformsins vegna og annarra aðstæðna.</span></p> <p><span>Heimilin eyða 13-14% af útgjöldum sínum í matvæli, þar af eru innlendar búvörur með 5-6% af útgjöldunum.<span>&nbsp;</span> Hvað með fatnaðinn sem slær matvælin út, sé Ísland og Evrópa borin saman? Hvað með verð á dagblöðum og bókum, veitingum og þjónustu. <span>&nbsp;</span>Hvað með vexti bankanna og vaxtavexti í gegnum verðtrygginguna, sem er bæði öryggisnet og björgunarkútur bankakerfisins, sem íslenskur almenningur og fyrirtæki bera hér?<span>&nbsp;</span> Bretinn og Íslendingurinn sitja alls ekki við sama borð í sinni íslensku viðskiptastofnun.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ég óska hins vegar Íslendingum til hamingju með 1. mars og þá lækkun sem þá átti sér stað á matvælum.<span>&nbsp;</span> Matarskattur úr 14% í 7% og fer vonandi út á næsta kjörtímabili.<span>&nbsp;</span> Vörugjöld felld niður, tollar lækkaðir á innfluttum kjötvörum um allt að 40% og tollkvótar stækkaðir.<span>&nbsp;</span> Hverjir voru það svo sem færðu fórnir á þessu altari matvælanna?<span>&nbsp;</span> Kúabændur settu á sjálfa sig verðstöðvun í þágu neytenda í tvö ár, verðstöðvun sem mun reyna á þá og afurðastöðvar landbúnaðarins.<span>&nbsp;</span> Minnumst þess svo við þessar aðstæður, að það eru takmörk fyrir því hvað hún Brúnka ber.<span>&nbsp;</span> Bóndinn er verður launa sinna eins og sjómaðurinn og verkamaðurinn og hver annar sem gegnir mikilvægu starfi.</span></p> <p><span>Það er ekki hægt að gera kröfur um íslensk laun og spánskt verðlag á matvælum.<span>&nbsp;</span> Staðreyndin er sú að Íslendingar eru rík þjóð, hér ríkir velmegun á flestum sviðum í samanburði við aðrar þjóðir og þá hljóta allir að gera kröfu til hárra launa og það kallar á að verðlag sé í samræmi við það.<span>&nbsp;</span> Því er það fjarstæðukennt að bera saman Ísland og þjóðir þar sem laun eru lág, atvinnuleysi mikið og lífsgæðin lakari en við höfum eða viljum hafa.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Evra verður ekki tekin upp á Íslandi öðruvísi en því fylgi lækkun launa og atvinnuleysi.<span>&nbsp;</span> Þess vegna er mikilvægast að við sjálf, á flestum sviðum, greiðum og leysum úr okkar vandamálum og hagstjórnin sé okkar sjálfra.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Ágætu áheyrendur.</span></p> <p><span>Ég vil hér hrósa íslenskum landbúnaði og öllum búgreinum fyrir markvisst sóknarstarf síðustu ára.<span>&nbsp;</span> Markvisst hafa gæðin verið sett á oddinn og hagkvæmni til að búa sig undir meiri samkeppni og opnun markaða.</span></p> <p><span>&ldquo;Hver vegur að heiman er vegurinn heim.&rdquo;</span></p> <p><span>Erlendir neytendur og meistarakokkar og hágæða verslanir lofsyngja hráefnið frá bóndanum okkar og landið sjálft, náttúru þess og hreinleika, en ekki síst fjölskylduna sem svo vel hirðir sína hjörð.<span>&nbsp;</span> Í þessari umgjörð eigum við tækifæri og það er bændanna að þróa og sinna þessum nýja markaði til að skapa íslenskum landbúnaði frelsi, vöxt og virðingu.</span></p> <p><span>Bændur eiga frábært iðnverkafólk í afurðastöðvunum, þeir eiga líka ný tækifæri í sölu til neytenda beint af býli.<span>&nbsp;</span> Í slíku starfi rétta þeir neytandanum útrétta hönd.<span>&nbsp;</span> Fólkið í þéttbýlinu vill kynnast bóndanum og nálgast hann með nýjum hætti.<span>&nbsp;</span> Slík framleiðsla auðgar matvælamarkaðinn og stækkar hlut frumkvöðulsins, bóndans, sem skynjar ný tækifæri á sinni bújörð.<span>&nbsp;</span> Ég heyrði einn slíkan bónda segja á dögunum að hann vildi afla tekna í sínu ferðamannahéraði þannig, að búið skilaði jafnmiklum tekjum fyrir utan fjósgluggann eins og inn í fjósinu sjálfu.</span></p> <p><span>Ég tel að garðyrkjubændur hafi sýnt mikið frumkvæði síðustu ár með að sérmerkja sínar afurðir, þannig að neytandinn geti valið íslenskar afurðir fram yfir innfluttar.<span>&nbsp;</span> Þetta val vill fólkið í landinu eiga.</span></p> <p><span>Kjötvörur okkar ættu bændur og verslanir að merkja með sama hætti, íslensku fánalitirnir, afurðastöð eða bóndabýlið sjálft.<span>&nbsp;</span> Eins ættu veitingastaðir og hótel að gefa upp frá hvaða landi steikin er sem er á boðstólnum.<span>&nbsp;</span> Þetta gera þjóðir í dag, hví ekki við með okkar sérstöðu?</span></p> <p><span>Ég minni á að t.d. svínakjöt er ekki bara svínakjöt og kjúklingur ekki bara kjúklingur.<span>&nbsp;</span> Það liggur að baki einstakur árangur þessara búgreina hér í baráttunni við að verja neytendur fyrir hættunni af salmonellu og Camphylobakteríu, svo ekki sé talað um allar búgreinar hvað hormóna varðar og lyfjaleifar.<span>&nbsp;</span> Á þessu sviði erum við í sérflokki og hér eru akrar og tún ekki úðuð með eiturefnum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri og Háskólinn á Hólum marka framtíðinni nýja sýn og kalla til sín öflugt fólk, sem í gegnum menntun og starfsnám gerir landbúnaðinn framsækinn og öflugan.<span>&nbsp;</span> Íslenski hesturinn var ekki talinn búgrein fyrr en nú á allra seinustu árum.<span>&nbsp;</span> Nú vitna hrossabúgarðar um nýja tíma.<span>&nbsp;</span> Hesturinn er búgrein, þeim mun betur gengur sem þekkingunni fleygir fram og Hólar, þrátt fyrir mikla uppbyggingu, anna ekki eftirspurn.<span>&nbsp;</span> Námskeið og fræðslufundir eru sótt af þúsundum Íslendinga sem vilja eignast hestinn að vini.<span>&nbsp;</span> Íslenski hesturinn er auðlind eða einstök erfðalind sem við eigum og þúsundir íslandshestamanna um víða veröld eiga hlutdeild í hestinum með okkur.<span>&nbsp;</span> Hesturinn hefur byggt brú á milli bóndans og borgarbúans, þar er ekkert kynslóðabil til.<span>&nbsp;</span> Þegar að hestinum er komið er ekki til stéttaskipting.</span></p> <p><span>Ég trúi því að þeir búvörusamningar sem gerðir hafa verið á síðustu árum, hafi verið búgreinunum mikilvægir.<span>&nbsp;</span> Mikilvægir til að efla og stækka búin fyrir framtíðina.<span>&nbsp;</span> Mikilvægir fyrir afkomu bændanna.<span>&nbsp;</span> Mikilvægir til að lækka vöruverð á hollum matvælum á disk neytenda.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Íslenskur landbúnaður er sterkari en nokkru sinni fyrr og býr yfir meiri fjölhæfni en áður.<span>&nbsp;</span> Mörg stærstu vandamál síðustu ára eru að baki, svo sem offramleiðsla og birgðasöfnun.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Það skal heldur ekki gert lítið úr flóknum verkefnum morgundagsins svo sem WTO-samningum sem á ný eru komnir á hreyfingu.<span>&nbsp;</span> Lægri tollar, breyttur stuðningur innanlands, opnari viðskiptaheimur, meira frelsi þar sem samkeppnisstaðan kann að ráða úrslitum.<span>&nbsp;</span> Stórþjóðir ætla sér stærri markaði á kostnað smærri þjóða sem oft búa við erfiðari framleiðsluskilyrði.<span>&nbsp;</span> Flestar þjóðir heims vilja verja landbúnað í sínu landi.</span></p> <p><span>Á næstu mánuðum minnumst við þess þegar fátækir forfeður okkar strengdu þess heit að hefja orrustu við stríðandi náttúruöflin og hefja skógrækt og landgræðslu, en 100 ár eru nú liðin frá samþykkt fyrstu skógræktar- og landgræðslulaganna.<span>&nbsp;</span> Ólgandi stórfljót hafa verið beisluð og hamin, örfoka land hefur verið grætt upp.<span>&nbsp;</span> Sandurinn sem engu eirir, stöðvaður og græddur upp.<span>&nbsp;</span> Nú eru íslenskir bændur stærstu gerendurnir í skógræktinni, ný auðlind er að verða til.<span>&nbsp;</span> Álfu vorrar yngsta land eignast sinn skóg og sveitin breytir um svip.<span>&nbsp;</span> Landgræðslan og Skógrækt ríkisins hafa unnið þrekvirki á hundrað árum.<span>&nbsp;</span> Þessar stofnanir eru sannkölluð óskabörn íslensku þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Umhverfismál setja æ meira mark á umræðuna í samfélaginu. Eitt stærsta viðfangsefni heimsbyggðarinnar á því sviði eru hnattrænar loftslagsbreytingar af mannavöldum, sem þjóðir heims hafa einsett sér að bregðast við. <span>&nbsp;</span>Í skógrækt, landgræðslu og breyttri landnotkun felast stærstu möguleikar Íslendinga til að draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið. <span>&nbsp;</span>Með stuðningi öflugrar rannsókna-og þróunarstarfsemi verður íslenskum landbúnaði falið nýtt, mikilvægt hlutverk í þágu þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Ísland er á margan hátt gott landbúnaðarland, trúlega eitt af tíu bestu sauðfjárræktarlöndum heims.<span>&nbsp;</span> Okkar sérstaða gefur íslenskum bændum mikla möguleika ef allir vinna saman; stjórnvöld, bændur, verkalýðshreyfing og atvinnulíf.</span></p> <p><span>Aldrei sem fyrr er nauðsyn á því að bændur landsins standi saman og vinni að framgangi sinna hagsmunamála.<span>&nbsp;</span> Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú vilja margir sækja úr þéttbýlinu í sveitirnar og setjast þar að undir breyttum búskaparháttum.<span>&nbsp;</span> Eflaust er hægt að finna því margt til foráttu og auðvitað þarf þar að vega og meta það sem hverfur og það sem kemur.<span>&nbsp;</span> Ég trúi því hins vegar að þessar breytingar og þetta nýja viðhorf til sveitanna sé af hinu góða.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span> &ldquo;Það er svo bágt að standa í stað<br /> </span><span><span>&nbsp;</span> og mönnunum munar<br /> </span><span><span>&nbsp;</span> annað hvort aftur á bak<br /> </span><span><span>&nbsp;</span> ellegar nokkuð á leið&rdquo;</span></p> <p><span>orti Jónas Hallgrímsson fyrir einni og hálfri öld, en orð hans eru enn í gildi.</span></p> <p><span>Það er sókn og bjartsýni sem hefur einkennt íslenska bændur síðustu árin.<span>&nbsp;</span> Þessa sóknarstöðu ber fulltrúum á búnaðarþingi að efla og marka í ræðum sínum og samþykktum.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong><span>Hér á eftir munum við verðlauna sókndjarfa fyrirmyndarbændur sem skara framúr.<span>&nbsp;</span> Í þeim hópi eru einstakir ræktunarmenn á búfé &ndash; arðsamt sauðfé og nytháar mjólkurkýr.<span>&nbsp;</span> Loðdýrabændur sem skara framúr og keppa á heimsmarkaði, enda hefur loðdýraræktin haft gæði og mjög markviss vinnubrögð að leiðarljósi síðustu árin.<span>&nbsp;</span> Við verðlaunum einnig ferðaþjónustubónda sem byggt hefur sína eigin kirkju á jörð sinni, landi sínu og Guði til dýrðar.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Góðir þingfulltrúar og aðrir gestir.</span></p> <p><span>Ég hef verið svo lánssamur að hafa fengið tækifæri til að gegna starfi landbúnaðarráðherra í átta ár.<span>&nbsp;</span> Fyrir mér hefur þetta verið góður tími og skóli, nóg að gera, kynnst fjölda fólks en síðast en ekki síst hef ég þessi ár unnið að framgangi fjölmarga verka á sviði íslensks landbúnaðar.</span></p> <p><span>Gangið til verka glaðir og reifir, ykkar er framtíðin.<span>&nbsp;</span> Sá sem óttast dagar uppi, hinn sem þorir að takast á við straumþungann og trúir á &ldquo;Guð í alheimsgeymi, Guð í sjálfum sér,&rdquo; hans verða sigrar morgundagsins.<span>&nbsp;</span> Íslenski bóndinn, íslenska sveitin eiga samhug og velvilja fólksins í landinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p>

2006-11-10 00:00:0010. nóvember 2006Ávarp á Hotel Nordica 10. nóvember 2006

<p><strong><span>Kæru gestir</span></strong></p> <p><span>Mér veittist sá heiður á norðurlandaþingi að útnefna 12 sendiherra norrænna matvæla.</span></p> <p><span>Hinn 1. nóvember lagði úr vör <span></span>ný samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem hefur þann tilgang að varpa ljósi á þá fjölbreyttu mögleika til verðmætasköpunar sem felast í matvælaframleiðslu Norðurlanda. Tilgangurinn er að auka samstarf landanna í matvælaframleiðslu og matreiðslu og jafnframt að tengja þetta verkefnum á sviði ferðaþjónustu, heilbrigðis, byggðaþróunar, menningar, rannsókna og viðskipta.</span></p> <p><span>Matvæli gegna fjölþættu hlutverki í efnahagslífinu sem ekki hefur verið metið að verðleikum og ýmsir möguleikar á þessu sviði hafa enn ekki verið nýttir. Norrænu löndin eru þekkt fyrir hreinleika, ferskleika og einfaldleika og þetta eru þættir sem eiga ríkan þátt í lífsgæðum okkar. Þessi þættir einkenna einnig norræn matvæli. Okkur hættir oft til að gleyma því hve þessi gæði eru mikilvæg og hversu víðtæka efnhagslega þýðingu þau geta haft. Möguleikarnir til að nýta þessi tækifæri hafa langt frá því verið tæmdir.</span></p> <p><span>Þessi samstarfsáætlun um ,,Ný norræn matvæli&rdquo; sprettur ekki úr tómarúmi. Umræðan um þessi mál hefur verið vaxandi undanfarin ár og skilningur á gildi norrænna matvæla og matreiðsluhefðar hefur aukist mikið. Margir einstaklingar á Norðurlöndunum hafa átt ríkan þátt í þessu og stuðlað að því að matvæli Norðurlanda eru í dag litin öðrum augum en áður fyrir. Það þótti því tilvalið að leita til einstaklinga úr þessum hópi,<span>&nbsp;</span> tveggja frá hverju landi og biðja þá um að gegna sérstöku hlutverki til að efla samstarfsáætlunina. Við höfum valið að kalla þá <strong>&rdquo;sendiherra fyrir ný norræn matvæli&rdquo;.&nbsp;</strong></span><strong><span><span>&nbsp;</span></span></strong></p> <p><span>Í þessum hópi er fólk með fjölbreytta reynslu af kynningu á mat og matarhefðum,<span>&nbsp;</span> fólk sem unnið hefur að því að</span> <span>leysa úr læðingi hugmyndir og tækifæri til að nota mat til að efla þróun byggðanna, fólk sem vill nýta</span> <span><span>&nbsp;&nbsp;</span>mat sem <span>&nbsp;</span>tæki til að sameina fólk því bragðgóður matur&nbsp;bætir samskipti manna á milli og síðast en ekki síst fólk með sem getur <span>&nbsp;</span>stuðlað að því að koma Ny nordisk á framfæri á alþjóðavettvangi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sendiherrarnir eru:</span></p> <p><strong><span>Tina Nordström</span></strong> <span><span>&nbsp;</span>og <strong>Carl Jan Grandqvist frá Svíþjóð</strong></span></p> <p><strong><span>Wenche Andersen og</span></strong> <strong><span>Eivind Hålen frá Noregi</span></strong></p> <p><strong><span>Kim Palhus og Juha Korkeaoja<span>&nbsp;&nbsp;</span> frá Finnland</span></strong><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Rene Redzepi,</span></strong> <span><strong>Karen Kjældgård-Larsen og Tine Broksø frá Danmörku</strong></span></p> <p><span>Og svo <span>&nbsp;</span>eru það svo íslensku sendiherrarnir, en þeir eru:</span><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Sigurdur Hall,</span></strong> <span>sem vafalítið er<span>&nbsp;</span> þekktasti matreiðslumaður Íslands. Hann hefur kennt þjóð sinni að meta gæði íslensk hráefnis og stuðlað að aukinni þekkingu á íslenskum matvælum erlendis. Sem sendiherra mun hann tryggja hlut íslenskra matvæla í verkefninu og nota sín víðtæku tengsl til að koma norrænum matvælum á framfæri alþjóðlega. Hinn íslenski sendiherran er <strong>Baldvin Jónsson <span>&nbsp;</span></strong>sem <strong></strong>með markvissu starfi hefur aukið skilninginn á mikilvægi hreinleika íslenskra matvæla og stuðlað að því að vaxandi hópur fólks í öðrum löndum kann að meta gæði þeirra. Hann hefur náð einstökum árangri sem markaðsmaður og getur nýtt þá reynslu fyrir verkefnið.</span> <span></span></p> <p><span>Hlutverk þessa fólks er að standa vörð um þau gildi sem gera norræn matvæli og eldamennsku einstaka og tala fyrir mikilvægi þessara gilda. Þeir eiga að auka skilning á mikilvægi norrænna matvæla og fræða um norrænar matvælahefðir. Þeir eiga einnig að stuðla að nýsköpun og framþróun nýrra hugmynda um norræn matvæli og matvælamenningu.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er mín skoðun að þetta nýja verkefni sem Norræna ráðherranefndin hefur nú ýtt úr vör eigi eftir að haf mikla þýðingu fyrir matvælaframleiðslu og matarmenningu á Norðurlöndum og gera Norðurlöndin sýnilegri á því sviði.</span></p> <p><span>Við íslendingar erum á síðustu árum að átta okkur á því að við búum yfir mikilli sérstöðu hvað mat og matvæli varðar. Við höfum í 1100 ár verið matvælaland sjálfum okkur nógir lengst af, skiljum vonandi að eyja fjarri heimsins vígaslóð, verður að búa við matvælaöryggi og vera tilbúin ef heimsfaraldur brestur á að framleiða sjálf sinn mat og kunna með hráefni að fara.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hafið og landið &ndash; sveitin eru auðlindir íslendinga forðabúr, góðar matarkistur sem skila í gegnum verkþekkingu sjómanna og bænda, einhverju ferskasta og besta hráefni sem til er í víðri veröld.</span></p> <p><span>Meðferð matvælanna í höndum iðnaðarfólks okkar og meistarakokkanna býr að auki yfir dýrmætri þekkingu og menntun &ndash; þar utan við eru allir eldhúskokkarnir hvort sem þeir standa framan við eða fyrir aftan sínar eldavélar.</span></p> <p><span>Við búum við þá gæfu að fiskur hafsins, ánna og vatnanna er ferskur og ómengaður af eiturefnum.</span></p> <p><span>Íslenskur landbúnaður skilar neytendum fágætu hráefni og þar á hin hreina ómengaða náttúra móðir jörð stærstan hlut. Íslenskir bændur nota ekki hormona eða lyf eða þau eiturefni sem því miður eru staðreyndir víða í öðrum löndum.</span></p> <p><span>Það kann að vera áhyggjuefni landbúnaðarins hér og á norðurlöndum og reyndar víðar meðal smærri þjóða ekki síst á norðlægum slóðum að alþjóðasamningar ryðji landbúnaði þessara þjóða úr vegi. Því ber okkur að vera vel á verði og minnast þess að landbúnaður okkar og matvælaþekking og hefð eru okkur sem þjóð dýrmætar.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mér er sagt að sviðasalan hafi aukist í kjölfar þess að Mýrin fór á Hvítatjaldið ekki síst vegna þess að Ingvar Sigurðsson leikari í hlutverki Erlends lögreglumanns kunni svo vel þá gömlu hefð afa og ömmu að nota sjálfskeiðung og sneiða í sig sviðin. Það var tilkomumikið handtakið þegar hann skar augað úr kjammanum og stakk upp í sig.</span></p> <p><span>Nú seljum við skyr sem skyr á heimsmarkaði - þúsund ára verkkunnáttu íslendinga, matur íþróttamanna og allra þeirra sem hugsa um hreysti, heilsu og fegurð.</span></p> <p><span>Smjör er selt sem smjör og ostar okkar eru að gæðum jafnokar þeirra frönsku, Dímon og Höfðingi og hvað þeir heita nú allir.</span></p> <p><span>Lambið var áður fyrr étið upp til agna &ndash; meistarakokkar hafa í vaxandi mæli viljað kenna ungum sem eldri þessar aðferðir.</span></p> <p><span>Lambið er villibráð - náttúruafurð sem vart á sinn líka, fæðist út í náttúrunni á vorin drekkur móðurmjólk, teygar vatn úr tærum fjallalækjum, bítur gras sem sprettur undan sól og regni í villtri náttúru. Þroskast og vex í kyrrð öræfanna og svo sækjum við það til byggða á haustin á besta hesti heimsins, vekur áhuga flestra íslendinga og útlendinga sem sækjast eftir að taka þátt í þessu ævintýri.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég veit að okkar sendiherrar munu halda vel utan um okkar sérstöðu og einstöku matvælaauðlind og menningu. Jafnframt ber að þakka sérstaklega hér í dag þetta frumkvæði norrænu ráðherranefndarinnar það mun styrkja norðurlöndin öll.</span></p> <p><span>Norðurlöndin búa við mikil lífsgæði á öllum sviðum. Meðferð þessara þjóða á náttúrunni, virðing þeirra fyrir dýravelferð, búskapur þjóðanna er enn grundvallaður á bjargi. Á bak við hann í flestum tilfellum stendur fjölskylda. Það er sjálfbær landbúnaður í vaxandi mæli, lífrænn og vistrænn landbúnaður sem vill dekra við sína neytendur sem búa við öryggi frá haga í maga frá báti á borð.</span></p> <p><span>Til hamingju íslendingar að vera með í þessu framtaki.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <br /> <br />

2006-10-27 00:00:0027. október 2006Ráðstefna um bleikjueldi 27. október 2006

<p align="left"><span></span></p> <p><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Bleikjan er hánorrænn fiskur sem hefur dafnað í íslenskum ám og vötnum í árþúsundir. Bleikjan er um margt tákn hreinleika í fallegri ósnortinni íslenskri náttúru og einkennisfiskur heimskautasvæða, samanber enska nafn hennar &bdquo;Arctic charr&rdquo;. Bleikjan er mikill gæðafiskur og á undanförnum 17 árum hefur framleiðsla á bleikju aukist jafnt og þétt hérlendis. Áætlað er að hún verði um 2.000 tonn á yfirstandandi ári. Íslendingar eru stærstu framleiðendur á bleikju í heiminum og hér eru aðstæður til bleikjueldis betri en í öðrum löndum. Í ljósi sérstöðu Íslands er eðlilegt að við séum leiðandi í þróun þessarar atvinnustarfsemi.</span></p> <p><span>Öflugt kynbótastarf er ein megin forsenda þess að hægt sé að efla og auka bleikjueldi.<span>&nbsp;</span> Kynbætur á bleikju hafa verið stundaðar við Hólaskóla í nær 15 ár með stuðningi landbúnaðarráðuneytisins. Ég mun áfram beita mér fyrir áframhaldandi stuðningi ríkisins við bleikjukynbótaverkefnið á Hólum í Hjaltadal.<span>&nbsp;</span> Vegna markvissra kynbóta hefur vaxtarhraði bleikju aukist og eldistími styst. Einnig hefur dregið úr ótímabærum kynþroska og segja má að það vandamál sé nú að mestu úr sögunni. Þessi árangur hefur skilað sér til bleikjuframleiðanda og leitt til aukinnar framleiðslugetu eldisstöðvanna og stuðlað að lægri framleiðslukostnaði.</span></p> <p><span>Vel var vandað til kynbótaverkefnisins í upphafi. Borinn var saman vöxtur bleikjustofna úr fjölmörgum ám og vötnum áður en valdir voru stofnar til kynbótanna. Síðan þá hefur verið unnið að margvíslegum rannsóknum við Hólaskóla, sem hafa stutt kynbæturnar enn frekar. Nú eru að hefjast víðtækar erfðarannsóknir á bleikju í samstarfi við Svía og Kanadamenn. Þess er vænst að niðurstöður þessara rannsókna muni gera kynbætur á bleikju enn skilvirkari og hraða kynbótaframförum.</span></p> <p><span>Áætlanir bleikjuframleiðenda gera ráð fyrir því að heildarframleiðslan geti tvöfaldast innan næstu fimm ára. Telja má líklegt að bleikjuframleiðsla á Íslandi geti orðið 5.000-10.000 tonn á ári í framtíðinni. Gangi þessar spár eftir yrði útflutningsverðmæti bleikju 3-5 milljarðar króna á ári. Markaður fyrir eldisbleikju er lítill, enda er bleikjan ekki þekktur fiskur þó góður sé. Því er veruleg þörf á að hefja markaðssókn á þekktum mörkuðum og leita nýrra markaða fyrir bleikju. Ríkistjórn Íslands hefur því ákveðið að veita sérstöku 10 milljón króna árlegu framlagi næstu þrjú ár til markaðs- og kynningarstarfs á bleikju.</span></p> <p><span>Á undanförnum árum hafa stærstu fiskeldisfyrirtækin notið sérstakra afsláttarkjara í raforkuverði. Ég mun leita leiða og vinna að því að sambærilegt raforkuverð gildi fyrir stærstu fiskeldisfyrirtækin eftir að núverandi samkomuleg fyrirtækjanna og Landsvirkjunar rennur út. Ég legg áherslu á að fiskeldisfyrirtækin búi áfram við sömu kjör og nú gilda.</span></p> <br /> <br />

2006-08-21 00:00:0021. ágúst 2006Ávarp Guðna Ágústssonar vegna framboðs til varaformanns

<p align="center"></p> <p align="center"><span>&nbsp;</span></p> <p align="left"><span>&nbsp;</span><span>Þingforsetar.<span>&nbsp;</span> Ágætu Framsóknarmenn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á tímamótum liggja ný tækifæri, nýir möguleikar um sókn og sigra.<span>&nbsp;</span> En það er líka stund breytinga og þakklætis.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Að hryggjast og gleðjast</span></p> <p><span>hér um fáa daga,</span></p> <p><span>og heilsast og kveðjast</span></p> <p><span>það er lífsins saga.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Framsóknarflokkurinn og saga hans og þjóðarinnar samofin í 90 ár.<span>&nbsp;</span> Byltingarflokkur alþýðunnar, stofnaður af bændum og menntamönnum.<span>&nbsp;</span> Héraðsskólarnir, Jónas, Hermann og Eysteinn, þjóðréttarbarátta, útfærsla landhelginnar, Ólafur Jóhannesson, Einar Ágústsson, þjóðarsátt Steingríms og atvinnustefna Halldórs, 12 þúsund störf o.s.frv.</span></p> <p><span>Framsóknarflokkurinn á sér sterkar og rótgrónar hugsjónir.<span>&nbsp;</span> Lýðveldistíminn er í raun samfelld sigurganga.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Sókn til bættra lífskjara.<span>&nbsp;</span> Atvinna er mælikvarði á lífskjör og velgengni.<span>&nbsp;</span> Við tókun við erfiðu búi 1995 í kreppu, landflótta og erfiðleikum.<span>&nbsp;</span> Unga fólkið í dag kann að meta stór tækifæri í atvinnulífinu.<span>&nbsp;</span> Þúsundir Íslendinga hafa flust heim á ný vegna nýrra starfa.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ísland hefur breyst.<span>&nbsp;</span> Samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði var samningur breytinga, oft á tíðum jákvæðra breytinga.<span>&nbsp;</span> Segja má að um þennan samning ríki sátt í dag og mikilvæg viðskiptabrú til Evrópu.<span>&nbsp;</span> Þessu fylgdi sala á ríkisfyrirtækjum.<span>&nbsp;</span> Erlend fjárfesting.<span>&nbsp;</span> Orkufrekur iðnaður, var baráttumál í áratugi, án árangurs kratanna.<span>&nbsp;</span> Við unnum ný þrekvirki.<span>&nbsp;</span> Það vex gras í sporum okkar sé sagan skoðuð.</span></p> <p><span>Framsóknarflokkurinn er ekki bara stjórnmálaflokkur heldur einnig vinnuflokkur, kjölfestuflokkur, sem leysir málin og lætur verkin tala.<span>&nbsp;</span> Hver maður gengur í þau störf sem að hendi ber - svo koma hinir og segja nú get ég.</span></p> <p><span>Þetta á við Framsóknarflokkinn, bæði á Alþingi og ekki síður í sveitarstjórnum.<span>&nbsp;</span> Keppinautarnir miklast af sér í tölum og prósentum.<span>&nbsp;</span> Við unnum víða ágæta sigra í vor út um land í sveitarstjórnarkosningunum en fórum ver annars staðar.<span>&nbsp;</span> Við fórum t.d. í meirihlutasamstarf hér í borginni og í Kópavogi og miklu víðar.<span>&nbsp;</span> Ég dáðist að staðfestu ykkar og þeirri trú að gefast aldrei upp þótt áróðurshríðin væri óvægin.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Til hamingju Björn Ingi og félagar.<span>&nbsp;</span> Sigur í Reykjavík gefur okkur nýja von.<span>&nbsp;</span> Framsóknarflokkurinn þarf og á að njóta sanngirni og verka sinna.<span>&nbsp;</span> Sigurður heitinn Geirdal, með öflugu fólki, byggði upp 30% flokk í Kópavogi.<span>&nbsp;</span> Nú er það ykkar og okkar hér að vinna í anda Sigurðar á öllu höfuðborgarsvæðinu.<span>&nbsp;</span> Sigrún, Alfreð og Anna voru bestu verkamenn R-listans.<span>&nbsp;</span> Orkuveitan eitt öflugasta og framsæknasta fyrirtæki í landinu, kennt við besta borgarstjórann sem ég nefni svo, hann Alfreð Þorsteinsson.<span>&nbsp;</span> Skólarnir byggðir og gerðir einsetnir undir forystu okkar duglegu kvenna sem ég nefndi.<span>&nbsp;</span> Samt baðaði Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin sig í frægðinni.<span>&nbsp;</span> Við erum gerendur en verðum um allt land, ekki síst hér, að gera okkur gildandi og vera þekkt og vinsæl af okkar verkum.</span></p> <p><span>Ágætu vinir.</span></p> <p><span>Það þarf sterk bein til að þola góða daga.<span>&nbsp;</span> Þrátt fyrir það dýnamiska þjóðfélag sem við lifum í, erum við í varnarstöðu og snúa þarf vörn í sókn með bjartsýni og trú.</span></p> <p><span>Við seldum bankana og Símann meðal annars vegna EES-samningsins.<span>&nbsp;</span> Þeirri aðgerð hefur fylgt ný, mikilvæg þróun.<span>&nbsp;</span> Það þýðir hins vegar ekki að öll ríkisfyrirtæki séu og verði seld.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Við urðum að virkja og byggja orkufrekan iðnað.<span>&nbsp;</span> Það þýðir ekki að álver rísi í hverjum firði og Íslandi verði sökkt.</span></p> <p><span>Viðhorf breytast.<span>&nbsp;</span> Við erum náttúruverndarfólk og flokknum ber að marka sér skýra víglínu sem slíkur.<span>&nbsp;</span> Raforka er sótt í fallvötn og háhita, orkuna ber að nýta af hófsemi til að efla byggðirnar.<span>&nbsp;</span> Okkar stærstu verk í atvinnusköpun liggja ekki síst í hátækni og mannauði og útrás.<span>&nbsp;</span> Við seljum ekki Landsvirkjun og réttinn til að virkja í náttúrunni.<span>&nbsp;</span> Við stöndum vörð um Íbúðalánasjóð fólksins, hann er félagslegt öryggi alþýðunnar.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Fjölmiðlar eru í dag að mestu í eigu sterkríkra einstaklinga og fyrirtækja.<span>&nbsp;</span> Það er ógn við lýðræðislega umræðu.<span>&nbsp;</span> Því er Ríkisútvarpið mikilvægara sem frjáls þjóðarfjölmiðill í eigu landsmanna.</span></p> <p><span>Við höfum sem félagshyggjuflokkur ríkar skyldur við mennta- og heilbrigðiskerfið og verðum enn að auka samneyslu þess vegna.<span>&nbsp;</span> Okkur ber á tímum uppgangs og batnandi lífskjara að hlúa að fátækum, gera samninga eins og við beittum okkur fyrir um kjör aldraðra og snertir einnig öryrkja.<span>&nbsp;</span> Við eigum að vera í hlutverki hinnar umhyggjusömu móður í pólitíkinni.<span>&nbsp;</span> Við eigum öflugasta lífeyrissjóðakerfi heimsins, sem byggir á þremur stoðum: skylduaðild, sjóðsöfnun og samtryggingu.</span></p> <p><span>Við eigum að ræða um það sem sameinar framsóknarmenn í sterkum félagshyggjuflokki. Ótímabærar umræður um aðild að Evrópusambandinu hefur skapað óróa í flokknum.<span>&nbsp;</span> Aðild er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar eða flokksins.<span>&nbsp;</span> Við búum við meiri uppgang en aðrar þjóðir.<span>&nbsp;</span> Við höfum í gegnum EES-samninginn kosti Evrópu.<span>&nbsp;</span> Ráðum auðlindum okkar sjálf.<span>&nbsp;</span> Atvinnuleysi er fjarri.<span>&nbsp;</span> Fylgjumst áfram með þróuninni á alþjóðavísu með okkar sérstöðu að leiðarljósi.<span>&nbsp;</span> Átök um alþjóðamál eru ekki okkar venja og kunna að kljúfa alla flokka, þótt eðlilega öll mál séu á dagskrá sem slík.</span></p> <p><span>Sérstaða og gæði matvæla eru auðlind, fágæt auðlind.<span>&nbsp;</span> Að lækka verðlag á matvælum er verkefni sem nú er farið yfir.<span>&nbsp;</span> Þar eigum við leiðir án þess að fórna batnandi stöðu bænda og uppgangi sveitanna, það vill enginn Íslendingur í dag.<span>&nbsp;</span> Verðlag á Íslandi er almennt hátt og snýr ekki bara að matvælum.<span>&nbsp;</span> Það snýr einnig að mörgu öðru.<span>&nbsp;</span> Aktavis er íslenskt fyrirtæki, það selur okkur samheitalyfin.<span>&nbsp;</span> Þeir selja líka Dönum í Kaupmannahöfn þessi lyf.<span>&nbsp;</span> Nú liggur fyrir, ef Íslengingar ættu að fá lyfin á sama verði og Danir, þyrfti Aktavis að endurgreiða sjúklingum hér og ríkinu tvo milljarða á ári.<span>&nbsp;</span> Greiða Íslendingar lyfin niður fyrir Dani, er okrað á okkur til að keppa í Kaupmannahöfn? <span>&nbsp;</span>Hvers vegna er þetta ekki rætt?<span>&nbsp;</span> Hvar er verkalýðshreyfingin, neytendasamtökin, eldri borgarar, fjölmiðlar eða stjórnmálaflokkarnir?<span>&nbsp;</span> Ég spyr:<span>&nbsp;</span> Hvers vegna er þetta ekki í umræðunni?<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Útrás hágæða vöru er hafin til Evrópu og Bandaríkjanna; skyrið, osturinn og lambið gleður nú sælkerana þar.<span>&nbsp;</span> Allt þetta gerist fyrir frumkraft iðnaðirins og bændanna undir okkar forystu.</span></p> <p><span>Kjölfestuflokkur leitast við að ná þjóðarsátt.<span>&nbsp;</span> Ofurgróði og ofurlaun stinga í augu.<span>&nbsp;</span> Græðgin verður að víkja fyrir þeirri samstöðu sem lítil þjóð þarf á að halda.</span></p> <p><span>Við höfum aldrei átt meiri möguleika og nú að efla byggðinar; skólar og samgöngumannvirki vega þar þyngst.<span>&nbsp;</span> Glögg dæmi eru Bifröst, Hanneyri, Hólar og Háskólinn á Akureyri.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ágætu vinir.</span></p> <p><span>Ég hef verið ráðherra ykkar í sjö ár, varaformaður í fimm ár.<span>&nbsp;</span> Bjartsýni og trú er mitt leiðarljós.<span>&nbsp;</span> Landbúnaðurinn er í þeirri örustu uppbyggingu og þróun sem hann hefur verið í í áratugi.<span>&nbsp;</span> Sveitin er vinsæl og eftirsótt.<span>&nbsp;</span> Hesturinn í ævintýralegum uppgangi heima og heiman.</span></p> <p><span>Þið þekkið störfin mín, unnin í ykkar anda af bjartsýni, trú og gleði.<span>&nbsp;</span> Ég er blóð af þessu blóði og brot af landsins sál.<span>&nbsp;</span> Ungur gaf ég pólitíkinni og Framsóknarflokknum mitt hálfa líf.<span>&nbsp;</span> Nú stend ég hér og get ekki annað, bið um ykkar trúnað og stuðning áfram sem varaformaður.<span>&nbsp;</span> Ég trúi á samstöðu og nýjan styrk Framsóknarflokksins.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Við skulum með nýrri forystu, þingflokknum og lykilmönnum okkar í sveitarstjórnum fara í haust og vetur á grænu ljósi um landið inn í fyrirtækin og skólana til fólksins.<span>&nbsp;</span> Í sterkum flokki, sem boðar sókn og sátt og framfarir á Íslandi, það er okkar helgasta skylda.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><span>__________</span></p> <br /> <br />

2006-08-02 00:00:0002. ágúst 2006Ráðstefnan: Fifth International Charr Symposium, í Öskju 2. ágúst 2006

<p>Ágætu ráðstefnugestir.</p> <p>Ég vil hefja mál mitt á því að bjóða alla ráðstefnugesti velkomna og þá sérstaklega erlenda vísindamenn. Ég óska Háskóla Íslands, Hólaskóla, Veiðimálastofnun og Náttúrustofu Kópavogs til hamingju með ráðstefnuna og þá daga sem nú fara í hönd. Vísindin efla alla dáð og þessi ráðstefna, sem er sú fimmta sinnar tegundar, boðar ný tækifæri, nýja sýn og mikilvægan vettvang samræðu vísindamanna.</p> <p>Ísland er álfu vorrar yngsta land. Ísland býr við mikla sérstöðu hvað náttúruna varðar, hreinleika hennar og fegurð. Ísland býr einnig við mikla sérstöðu í heilbrigði dýra, hvort heldur eru búfjárstofnarnir okkar eða fiskar í ám og vötnum. Þennan líffræðilega fjölbreytileika þarf að sjálfsögðu að virða og varðveita og heilbrigði búfjárstofnanna.</p> <p>Ein dýrmætasta og sérstæðasta auðlind sem Íslendingar eiga og skiptir búsetu sveitanna miklu eru árnar og vötnin. Við höfum búið við mjög sterka löggjöf um lax- og silungsveiði í áratugi, sem var endurskoðuð á síðasta þingi.</p> <p>Bleikjan er verðugur fulltrúi íslensks vatnalífs. Líffræði hennar er mjög merkileg og þar rís hvað hæst fjölbreytileiki stofna og afbrigða sem hafa þróast í aldanna rás í sérstæðri íslenskri náttúru. Þingvallavatn, hið tæra og hreina vatn eins og blátt auga sannleikans, er undraheimur bleikjunnar; það sama má segja um hið undurfagra Mývatn.</p> <p>Bændur landsins hafa miklar nytjar af bleikju, bæði netaveiðum og sportveiði. Fjórði hver Íslendingur stundar stangaveiði í ám og vötnum. Ennfremur er vaxandi bleikjueldi þjóðinni mikilvægt. Því er það mjög mikilvægt að efla rannsóknir og auka þekkingu á bleikju og lífi í vötnum almennt. Hér hafa margvíslegar rannsóknir og þróunarvinna með bleikju skilað miklu á síðustu árum. Í því sambandi er alþjóðlegt samstarf afar mikilvægt, það endurspeglar þessi ráðstefna.</p> <p>Bleikjan er um margt tákn hreinleika og fegurðar náttúrunnar og er einkennisfiskur heimskautasvæða. Aukin þekking á líffræði norðurslóða er afar mikilvæg, t.d. vegna hugsanlegra veðurfarsbreytinga, því mun þessi ráðstefna og ykkar mikilvæga starf skila horft til framtíðar.</p> <p>Ég lýsi því yfir að ráðstefnan er sett.</p>

2006-06-30 00:00:0030. júní 2006Landsmót hestamanna 2006

<p></p> <p><span>Á</span><span>gætu Landsmótsgestir, gleðilega hátíð.</span></p> <p><span>Til hamingju hestamenn, til hamingju með íslenska hestinn.</span></p> <p><span>Dýrgripinn sem margar þjóðir heims eiga hlutdeild í með okkur.</span></p> <p><span>Hér er framundan stórbrotin veisla. Glæstir alhliða gæðingar, sigursæl ræktunarbú. Frábærir knapar og reiðmenn.</span></p> <p><span>Ógleymanleg stórsýning.</span></p> <p><span>Flyt ykkur öllum kveðju ríkisstjórnar Íslands.</span></p> <p><span>Því er oft haldið fram að ríkisstjórnin ætli að byggja álver í hverjum firði, það er ekki á dagskrá.</span></p> <p><span>Hitt liggur fyrir, að ríkisstjórnin og Alþingi hefur markað stefnu og lagt pening til reiðhalla og reiðskemma, sem munu rísa í hverju héraði Íslands.</span></p> <p><span>Þessi hús munu efla starf hestamannafélaga, jafna aðstöðu í landinu öllu, efla námskeiðahald og æskulýðsstarfið í hestamannafélögunum.</span></p> <p><span>Til hamingju hestamenn.</span></p> <p><span>Við upphaf landsmóts er hugur okkar fullur af þakklæti í garð frumherjanna sem trúðu á hestinn sem gullmola íslensku þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Við minnumst leiðtoganna miklu sem báru kyndilinn til sigurs. Ekki síst Gunnars Bjarnasonar og Þorkels Bjarnasonar sem trúðu á sigurför alhliða gæðingsins flugvakra. Blessuð sé minning þeirra.</span></p> <p><span>Uppgangur Hólaskóla og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri gefur fagmennskunni drifkraft og afl til sóknar. World fengur er gátt og hið sjáandi auga Óðins í samstöðu og við ræktunarstarf íslenska hestsins um víða veröld.</span></p> <p><span>Samningar hafa nú tekist um að 12% tollur verður felldur niður frá næstu áramótum af öllum seldum hestum frá Íslandi til Evrópusambandsríkjanna. Mikið fagnaðarefni og tímamót.</span></p> <p><span>Fyrsti áfangi í hestamennsku, knapamerkjakerfið er staðreynd.</span></p> <p><span>Hestamennska verður valgrein í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi og víðar um heim vonandi.</span></p> <p><span>Kæru hestamenn, við erum á uppskeruhátíð. Hér verður sungið Undir dalanna sól og Undir bláhimni blíðsumarsnætur verðu vakað og hlegið, í hinni nóttlausu voraldar veröld.</span></p> <p><span>Á landsmótum og heimsleikum, skynjum við framfarir og sigurför íslenska hestsins.</span></p> <p><span>Þið eruð aflið, þið eruð sigurliðið. Samstarf við ykkur hestamenn vil ég þakka sérstaklega sem ráðherra hestsins og hestamanna í 7 viðburðarrík ár.</span></p> <p><span>Maðurinn einn er ei nema hálfur,</span></p> <p><span>með öðrum er hann meiri en hann sjálfur</span></p> <p><span>og knapinn á hestbaki er kóngur um stund.</span></p> <p><span>Kórónulaus á hann ríki og álfur.</span></p> <p><span>Íslandsvinir og unnendur hestsins frá tugum þjóðlanda eru aufúsugestir íslensku þjóðarinnar á þessu landsmóti.</span></p> <p><span>Fánaborg &ldquo;Five&rdquo; landanna vitnar hér í dag um einingu Íslandshestamanna um víða veröld, um dýrgrip sem þjóð okkar hefur elskað og varðveitt í þúsund ár.</span></p> <p><span>Skagafjörður hlakkar af hófadyn.</span></p> <p><span>Hér er hafin sigurhátíð hestamanna.</span></p> <p><span>Til hamingju landsmósgestir gleðilega hátíð.</span></p> <br /> <br />

2006-03-05 00:00:0005. mars 2006Búnaðarþingi 5. mars 2006

<p><span>Ágætu búnaðarþingsfulltrúar og aðrir hátíðargestir.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Ég vil hér við upphaf búnaðarþings varpa sýn á stöðu landbúnaðarins, þróun búgreina og hvert ég tel stefna í náinni framtíð.</span></p> <p><span>Landbúnaðurinn býr nú við þær aðstæður að mikil eftirspurn ríkir eftir afurðum hans.<span>&nbsp;</span> Bóndinn á fullt í fangi með að anna eftirspurninni; það ríkir því sóknarstaða í flestum búgreinum, sem er samkvæmt öllum lögmálum kjöraðstæður.<span>&nbsp;</span> Ágætt jafnvægi hefur náðst á kjötmarkaði, en þó er skortur á nautakjöti, sem er áhyggjuefni.<span>&nbsp;</span> Það er brýnt að nautakjötsframleiðsla sé stöðug og í jafnvægi.</span></p> <p><span>Nýr mjólkursamningur tók gildi s.l. haust til styrkingar á starfsumhverfi mjólkurframleiðenda og afurðastöðva.<span>&nbsp;</span> Senn hefst vinna við gerð nýs sauðfjársamnings til að taka við af gildandi samningi, sem rennur út í árslok 2007.<span>&nbsp;</span> Er það mat mitt að núverandi samningur hafi reynst sauðfjárbændum vel og stuðlað að jákvæðri þróun í greininni.<span>&nbsp;</span> Markmið mitt er að nýr sauðfjársamningur hljóti staðfestingu á komandi haustþingi.</span></p> <p><span>Íslenskir bændur eru í dag vel virtir, sveitin er í örri þróun, jarðarverð er um þessar mundir hátt og mikil uppbygging á sér stað, bæði í greinum landbúnaðarins og í kringum orlofshúsabyggðir landsmanna.<span>&nbsp;</span> Ný lögbýli rísa til þjónustu, oft búgarðar í kringum íslenska hestinn, ferðaþjónustu, skógrækt eða hreinlega fólk sem lætur nú drauminn rætast um að velja sveitina sem aðsetur lífs síns.<span>&nbsp;</span> Sem dæmi get ég nefnt að formlega hefur á síðustu tveimur árum verið stofnað til um 70 nýrra lögbýla.</span></p> <p><span>Smjör- og kjötfjöll heyra fortíðinni til.<span>&nbsp;</span> Íslenskir neytendur kaupa meira af íslenskum mjólkur- og kjötvörum en nokkru sinni fyrr.<span>&nbsp;</span> Ég vil þakka sveitarfélögum og skólum landsins fyrir skólamáltíðir; það hefur mikla þýðingu fyrir börn og ungmenni að fá góðar og hollar máltíðir á þroskaskeiði lífsins.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þetta hefur ennfremur þýðingu fyrir landbúnaðinn og vöruþróun afurðastöðvanna eins og dæmin sanna.<span>&nbsp;</span> Bæði kjöt- og mjólkurvörur okkar vekja athygli og vaxandi áhuga neytenda, sem gera bæði kröfur um gæði og matvælaöryggi.<span>&nbsp;</span> Þetta fundum við glöggt núna á þeim góðu dögum Food &amp; Fun, sem eru samstarfsdagar landbúnaðarins og Icelandair.<span>&nbsp;</span> Höfuðborgin ilmaði af matarlykt og meistarakokkar víða að úr veröldinni, ásamt tugum blaðamanna, lofuðu hráefnið, hvort sem það var lambið, smjörið, ostarnir, skyrið eða grænmetið okkar.</span></p> <p><span>Ég hef tilfinningu fyrir því að Ísland, sem lengi hefur verið þekkt fyrir sinn frábæra fisk, á ekkert síðri tækifæri að kynna sem matvælaland landbúnaðarins.<span>&nbsp;</span> Ísland stefnir að því að hljóta viðurkenningu sem sjálfbært land, land sem fer vel með auðlindir sínar.<span>&nbsp;</span> Á bak við hið góða hráefni er bóndi og sjómaður, fólk sem ann landi sínu, lífríkinu og dýravelferðinni.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Hvar liggja okkar sóknarfæri?<span>&nbsp;</span> Þau liggja í gæðum og aftur gæðum, að gera vel og standa þar fremstir meðal jafningja.<span>&nbsp;</span> Góðir framleiðsluhættir, hollusta og heilnæmi skipta þar lykilmáli og undirstaðan er heilbrigði íslensks búfjár.<span>&nbsp;</span> Á tímum fuglaflensu og sjúkdóma sem herja víða, er mikilvægt að leitast við að tryggja að hingað berist ekki smitefni.<span>&nbsp;</span> Þær ógnanir sem heimsbyggðin býr við sýna enn og aftur hversu mikilvægt það er að hver þjóð leitist við að tryggja fullnægjandi matvælaframleiðslu heima fyrir og treysti ekki alfarið á milliríkjaviðskipti fyrir fæðuöryggi.<span>&nbsp;</span> Komi til heimsfaraldurs er íslenskur landbúnaður hornsteinn í hagvörnum landsins.<span>&nbsp;</span> <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Í vetur hefur nokkuð borið á umræðu um hátt matvælaverð á Íslandi og á vegum forsætisráðherra starfar nú nefnd, sem ætlað er að vinna að tillögum um úrbætur.<span>&nbsp;</span> Því fer fjarri að landbúnaðurinn eða landbúnaðarstefnan sé sérstakt vandamál í þeim efnum, því íslenskar landbúnaðarafurðir eru ekki hlutfallslega dýrari en aðrar matvörur hérlendis.<span>&nbsp;</span> Samanburður við verð í nágrannaríkjum sýnir þvert á móti að munurinn er oft mestur á vörum sem eru fluttar inn án tolla eða magntakmarkana.<span>&nbsp;</span> Hitt er annað mál að umræðan undirstrikar að íslenskur landbúnaður þarf að leitast við að tryggja neytendum sínar góðu afurðir á ásættanlegu verði; finna verður hverju sinni hinn gullna meðalveg verðs og gæða.<span>&nbsp;</span> Hagræðing og aukin hagkvæmni þurfa að skila sér jafnt til framleiðenda og neytenda.<span>&nbsp;</span> En það er mín skoðun að hér megi helst lækka vöruverð með lækkun vörugjalda og virðisaukaskatts á matvæli og efldu eftirliti með samkeppnisskilyrðum á smásölumarkaði.</span></p> <p><span>Stærstu tíðindi síðustu viku eru án efa nýtt <span>samkomulag milli Íslands og Evrópusambandsins um tvíhliða viðskipti með landbúnaðarvörur. Þetta samkomulag er merkilegt fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem íslensk stjórnvöld gera samning um gagnkvæma niðurfellingu á tollum, sem kann að verða öðrum fríverslunarsamningum til fyrirmyndar. Samkomulagið skapar ný sóknartækifæri fyrir íslenskan landbúnað.</span></span></p> <p><span>Niðurfelling tolla á hestum til Evrópu á eflaust eftir að auka útflutning héðan frá Íslandi, en Ísland hafði einungis 200 hesta kvóta. Eftir það þurfti að greiða 12,5% toll á reiðhestum. Þá var tollfrjáls lambakjötskvóti Íslands stækkaður úr 1.350 tonnum í 1.850 tonn og samið var um gagnkvæmt tollfrelsi fyrir vörur eins og tómata og gúrkur. Gert er ráð fyrir að samkomulagið komi til framkvæmda þann 1. janúar 2007.</span></p> <p><span>Jarðvarminn og raforkan okkar vekja athygli víða.<span>&nbsp;</span> Erlendir fjárfestar hafa sýnt Íslandi áhuga og þeim góðu framleiðsluaðstæðum sem hér eru í gróðurhúsum.<span>&nbsp;</span> Það kann að vera að hér geti þróast græn stóriðja undir gleri á tugum hektara.<span>&nbsp;</span> Þá þarf orkan að fást á sanngjörnu verði til þessa verkefnis, ekkert síður en álframleiðslunnar. <span>Ég minni á að árið 2003 gerði<span>&nbsp;</span> hollenskt ráðgjafafyrirtæki úttekt á alþjóðlegri samkeppnishæfni ylræktar á Íslandi og var landið talið samkeppnisfært við hollenska framleiðslu ef tollar yrðu felldir niður til Evrópu.</span> Ég tel að mikilvægt sé að fara yfir og kanna vel hvaða þýðingu hið nýja samkomulag við ESB kann að hafa í för með sér fyrir útflutning íslenskra gróðurhúsaafurða.</span></p> <p><span>Samband okkar við ESB innan samningsins um evrópska efnahagssvæðið heldur áfram að þróast og má gera ráð fyrir að framtíðin beri með sér samfelldari þróun á lögum og reglum aðildarríkjanna er varða matvælaframleiðslu, frá haga til maga.<span>&nbsp;</span> Stofnanaumhverfi landbúnaðarins þarf að aðlagast í samræmi við þessa þróun og þarf að geta staðið undir þeim miklu kröfum og væntingum sem gerðar eru til landbúnaðar og matvælaframleiðslu í dag, hvort sem er á sviði stjórnsýslu eða eftirlits.<span>&nbsp;</span> Í upphafi árs tók til starfa ný stofnun, Landbúnaðarstofnun með aðsetur á Selfossi, sem sameinar nokkrar af undirstofnunum landbúnaðarins í eina öfluga heild.<span>&nbsp;</span> Er ég sannfærður um að þessi ráðstöfun eigi eftir að reynast landbúnaðinum vel.</span></p> <p><span>Það eru ekki einungis breytingar hér heima fyrir sem móta landbúnaðinn, heldur einnig alþjóðlegir straumar.<span>&nbsp;</span> Hæst bera yfirstandandi samningaviðræður innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), en þar er m.a. stefnt að auknum markaðsaðgangi í milliríkjaviðskiptum með búvörur og skerðingu á heimildum aðildarríkjanna til að stunda framleiðslu- og markaðstruflandi stuðning.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Stefna stjórnvalda hefur verið að tryggja landbúnaðinum tækifæri til að aðlaga sig farsællega að þessari þróun.<span>&nbsp;</span> Við höfum ákveðna valkosti í því hvernig við bregðumst við hinum væntanlegu nýju skuldbindingum, en huga þarf að þeim við endurskoðun á mjólkursamningi og gerð nýs sauðfjársamnings.<span>&nbsp;</span> Best er fyrir bændur að búa við stöðugleika og fyrirsjáanleika á rekstrarumhverfi sínu og forðast kollsteypur, og því kann að vera heppilegra að hefja nauðsynlega aðlögun fyrr en síðar.</span></p> <p><span>Í upphafi ráðherraferils míns sagði ég að skógrækt væri landbúnaður.<span>&nbsp;</span> Mörgum fannst nokkuð djúpt í árinni tekið en sannarlega hefur skógrækt meðal bænda og jarðareigenda tekið við sér og fólk gerir sér grein fyrir að ný auðlind er að verða til á Íslandi.<span>&nbsp;</span> Nú hafa verið gerðir um 760 samningar við skógræktarbændur og aðra landeigendur og rúmlega 100 jarðir eru á biðlista. Alls hafa verið gróðursettar um 40 milljónir plantna í um 18 þúsund hektara lands.</span></p> <p><span>Eins og kunnugt er hafa þrenn lög gilt um landshlutabundin skógræktarverkefni &ndash; þó mjög samhljóða.<span>&nbsp;</span> Ég hef nú lagt fram á Alþingi frumvarp sem hefur það að markmiði að sameina þessi lög þannig að um þessa skógrækt gildi ein og sömu lögin.<span>&nbsp;</span> Vænti ég þess að frumvarpið fái góða afgreiðslu fyrir vorið.</span></p> <p><span>Samhliða ört vaxandi skógrækt þarf að fara að huga enn frekar að úrvinnslu skógarafurða.<span>&nbsp;</span> Unnið hefur verið í þá veru af sérstakri nefnd sem ég hef stutt fjárhagslega.<span>&nbsp;</span> Ljóst er að framundan er mikil vinna sem á að miða að því að finna okkar skógarafurðum verðugt hlutverk.</span></p> <p><span>Á vegum Skógræktar ríkisins fer fram mikil rannsóknavinna í skógrækt.<span>&nbsp;</span> Skógræktin fer einnig með umsjón Þjóðskóganna og er nú lögð áhersla á að opna þá og gera þá aðgengilega fyrir almenning.<span>&nbsp;</span> Allt þetta er liður í að kynna landsmönnum skóginn og leyfa fólki að njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða.<span>&nbsp;</span> Sömuleiðis er sífellt vaxandi áhugi á verkefninu Bændur græða landið sem er samstarfsverkefni bænda og Landgræðslunnar.<span>&nbsp;</span> Alls eru þar skráðir um 600 þátttakendur.<span>&nbsp;</span> Orðið hefur mikil breyting á viðhorfi bænda til sinna jarða og áhugi aukist á uppgræðslu þeirra, beitarstjórnun og betri nýtingu.</span></p> <p><span>Landgræðslan og Skógrækt ríkisins eru öflugar fagstofnanir sem ræktað hafa hlutverk sitt með miklum sóma.<span>&nbsp;</span> Megi slíkt verða til að styrkja stofnanalegan grunn þeirra mikilvægu verkefna sem þær vinna að hefur mér fundist koma til álita að sameina þessar tvær stofnanir.<span>&nbsp;</span> Hef ég kallað forsvarsmenn þeirra að borðinu til að leggja mat á hvort þetta kunni að vera hyggilegt og þá með hvaða hætti framkvæmd slíks samruna væri farsælust.<span>&nbsp;</span> Skýrsla um málið er í vinnslu og er væntanleg innan skamms.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ekki er hægt að líta framhjá því að hátt gengi krónunnar hefur valdið erfiðleikum hjá fiskeldisfyrirtækjum. Gera má ráð fyrir að verulega dragi úr framleiðslu eldislax hér á landi. Aftur á móti er gert ráð fyrir að framleiðsla eldisbleikju aukist mjög á næstunni og er gert ráð fyrir að framleiðslan á þessu ári verði rúmlega 2000 tonn. Þannig gætu útflutningsverðmæti eldisbleikju orðið á annan milljarð á þessu ári.<span>&nbsp;</span> Mikilvægt er að tryggja öflugt markaðsstarf samhliða þessari uppbyggingu, en Íslendingar eru nú leiðandi í bleikjuframleiðslu á heimsvísu.</span></p> <p><span>Dýrmæt auðlind er fólgin í ám og vötnum landsins. Miklar tekjur fylgja veiði og tengdri starfsemi, og er hún víða hornsteinn byggðar og atvinnu á landsbyggðinni. Samkvæmt rannsóknum Háskóla Íslands er ársveltan í þessari grein og tengdri starfsemi um 10 milljarðar. Ég hef lagt fram frumvörp um heildarendurskoðun laga um lax- og silungsveiði og vonast til að þau verði að lögum á þessu þingi, enda er hér um verulegt hagsmunamál að ræða fyrir land og þjóð.</span></p> <p><span>Viðskipti með jarðir hafa vaxið mjög á undanförnum árum með tilheyrandi áhrifum á búsetu. &nbsp;Þetta er að vísu nokkuð breytilegt eftir landshlutum, en ég tel fulla ástæðu til að gleðjast yfir þróuninni. &nbsp;Það eru ekki mörg ár síðan að fólk sem vildi bregða búi fékk lítið fyrir ævistarfið en nú eru jarðir almennt góð söluvara eins og eðlilegt er.<span>&nbsp;</span> Ég hef verið talsmaður þess að bændur ættu sjálfir jarðirnar og hefur ráðuneyti mitt selt yfir hundrað jarðir og jarðahluta síðan ég kom í ráðuneytið og flestar þeirra hafa ábúendur ríkisjarða keypt.</span></p> <p><span>Það er þó ekki sjálfgefið að ríkið eigi að selja allar jarðir, fullgildar ástæður eru fyrir því að þjóðin eigi slíkar eignir og er nærtækasta dæmið helgidómur þjóðarinnar, Þingvellir.<span>&nbsp;</span> Í þessu máli, eins og öðrum þarf að vera til stefna og fyrir skömmu lagði ég fyrir ríkisstjórn skýrslu sem ég lét vinna í landbúnaðarráðuneytinu. Þar eru tilgreindar jarðir á forræði landbúnaðarráðuneytisins sem lagt er til að ekki verði seldar, svokallaðar þjóðjarðir. &nbsp;Ég tel nauðsynlegt að önnur ráðuneyti og ríkisstofnanir fylgi í kjölfarið og listi upp þær jarðir sem rétt þykir að verði áfram sameign íslensku þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Eins og fyrr greinir hafa breytingar einkennt stofnanaumhverfi landbúnaðarins.<span>&nbsp;</span> Fyrr í vetur stóð ég fyrir</span> <span>sölu á Lánasjóði landbúnaðarins.<span>&nbsp;&nbsp;</span> Þær breytingar sem orðið höfðu á peningamarkaðnum síðustu misserin gerðu sjóðnum í raun ómögulegt að starfa áfram og hefðu eignir hans brunnið upp á skömmum tíma ef ekki hefði verið brugðist við.<span>&nbsp;</span> Ég mat það svo að skynsamlegra væri að selja sjóðinn og<span>&nbsp;</span> nýta söluandvirðið til að styrkja stöðu Lífeyrissjóðs bænda.<span>&nbsp;</span> Eftir þessa breytingu er staða lífeyrissjóðsins þannig að hann á fyrir skuldbindingum sínum.</span></p> <p><span>Í fyrravor var lokið reglubundinni endurskoðun búnaðarlagasamningsins og gildistími hans framlengdur til ársins 2010.<span>&nbsp;</span> Með þessum samningi er tryggður stuðningur ríkisins til leiðbeiningastarfseminnar,<span>&nbsp;</span> búfjárræktarinnar, til stuðnings þróunarverkefnum á bújörðum og til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.<span>&nbsp;</span> Þetta er mikið fé, rúmur hálfur milljarður á ári.<span>&nbsp;</span> Mikilvægt er að vera<span>&nbsp;</span> ávallt vakandi um það hvernig þessu fé verður best varið til framþróunar í landbúnaði og til stuðnings byggðinni í landinu.<span>&nbsp;</span> Áríðandi er að þessir fjármunir og sá stuðningur sem landbúnaðinum er veittur með búvörusamningum vinni í eina átt og taki mið af þörfum hvers tíma.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Hestamennska á landsbyggðinni hefur verið einn mikilvægasti vaxtarbroddur landbúnaðarins og hefur mér þótt mikilvægt að styðja þá þróun með því að tryggja landsbyggðinni nauðsynlega aðstöðu.<span>&nbsp;</span> Í framhaldi af skýrslu sem ég lét vinna á síðasta ári hefur Ríkisstjórn Íslands nú ákveðið að verja 270 milljónum króna til uppbyggingu reiðhalla, reiðskemma og reiðskála, en með þessum hætti er öflugum stuðningi veitt til fjölþættrar uppbyggingar og atvinnusköpunar í landbúnaði.</span></p> <p><span>Einnig vil ég nefna hér verkefnið Upplýsingatækni í dreifbýli, sem er átaksverkefni á vegum landbúnaðarráðuneytisins og miðar að því að nýta sér kosti upplýsingasamfélagsins og hvetja til tölvu- og netvæðingar í dreifbýli.<span>&nbsp;</span> Verkefnið hefur gengið framar vonum og var því framlengt til loka þessa árs.<span>&nbsp;</span> Um er að ræða öflugasta átak til þessa í tölvukennslu og tæknivæðingu í dreifbýli á Íslandi.</span></p> <p><span>Öll bera þessi verkefni landbúnaðarins að sama brunni, að styrkja búsetu, lífsskilyrði og atvinnumöguleika á landsbyggðinni.<span>&nbsp;</span> Landbúnaðurinn er uppspretta fjölþættra gilda, ekki einungis búvara og fæðuöryggis heldur einnig almannagæða á borð við búsetu og atvinnu í sveitum, umhverfisgæða og<span>&nbsp;</span> menningarverðmæta.<span>&nbsp;</span> Eðlilegt er að leggja þessi gæði á vogarskálarnar þegar fjallað er um stöðu og horfur í landbúnaðarmálum og aðkomu ríkisvaldsins að atvinnugreininni.<span>&nbsp;</span> Stuðla verður að nýsköpun í sveitunum ekkert síður en í þéttbýlinu, en þar gegna mennta- og vísindastofnanir landbúnaðarins lykilhlutverki.<span>&nbsp;</span> Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli eru í mikilli sókn, vegur þeirra fer vaxandi með hverjum nemanda og fjöldi nýrra verkefna bíða úrlausnar í fjölþættum íslenskum landbúnaði.</span></p> <p><span>Við bændur þessa lands vil ég segja að möguleikar morgundagsins eru miklir.<span>&nbsp;</span> Vil ég hvetja ykkur til dáða í nýtingu sóknarfæranna, en miklu skiptir að þið sýnið samstöðu um sameiginlega hagsmuni.<span>&nbsp;</span> Ég óska ykkur heilla í störfum ykkar hér og til framtíðar.</span></p> <br /> <br />

2005-11-10 00:00:0010. nóvember 2005Ráðstefnan Upplýsingatækni í dreifbýli sem haldin var í Reykholti 10. nóvember 2005

<h1><a id="_Toc119160386" name="_Toc119160386"></a></h1> <p><span><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></span></p> <p><span><span>Ég vil bjóða ykkur velkomin hingað í Reykholt í Borgarfirði. Það er vel við hæfi að halda hér á þessum stað málþing um hina upplýstu tækni því hér sat sagnaritarinn Snorri Sturluson.</span></span></p> <p><span><span>Það var á árinu 2001 að ég skipaði verkefnisstjórn er hafði það viðfangsefni að auka tölvu- og tæknivæðingu til sveita, auðvelda bændum að nýta sér kosti upplýsingasamfélagsins og hvetja til tölvu- og netvæðingar í dreifbýli. Markmiðið var meðal annars að auka þekkingu, atvinnumöguleika og samkeppnishæfi í sveitum landsins. Í þessa verkefnisstjórn voru skipuð: Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður, Björn Garðarsson kennslustjóri, Björn Sigurðsson útibússtjóri, Orri Hlöðversson bæjarstjóri, Sigurjón Rúnar Rafnsson skrifstofustjóri, Sólrún Ólafsdóttir bóndi og Sverrir Heiðar Júlíusson kennari. Verkefnisstjórnin kom saman og réð sér framkvæmdastjóra og í sameiningu unnu verkefnisstjórn og framkvæmdastjóri að verkefnislýsingu og framtíðarsýn verkefnisins. Allt það starf var unnið í góðri samvinnu við landbúnaðarráðuneytið, Bændasamtök Íslands, búnaðarsambönd o.fl. er málið varðar.</span></span></p> <p><span><span>Verkefnið hlaut nafnið Upplýsingatækni í dreifbýli (UD). Eitt af því sem UD verkefninu var ætlað skv. skipunarbréfi var að “eiga samstarf og samvinnu við aðra aðila og leita eftir mótframlögum frá þeim til þeirra verkefna sem í skyldi ráðist”. Í samræmi við þetta voru undirritaðir samningar við aðila úr atvinnulífinu um styrki til verkefnisins. Rafmagnsveitur ríkisins, Olíufélagið hf, Búnaðarbanki Íslands hf – og síðar KB-banki – Framleiðnisjóður landbúnaðarins og fjárlagaliðurinn Upplýsingasamfélagið, hafa frá upphafi veitt verkefninu verulegan fjárhagslegan stuðning. Árið 2003 bættist síðan Síminn hf. í hóp þessara samstarfsaðila. Þá hafa Bændasamtök Íslands, búnaðarsambönd og leiðbeiningamiðstöðvar, Kaupfélag Skagfirðinga, Félag ferðaþjónustubænda, Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði, Byggðastofnun og Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins einnig stutt verkefnið með vinnuframlagi og með því að leggja fram aðstöðu, búnað, fjármagn o.fl. Í sameiningu hafa þessir aðilar, ásamt verkefnisstjórn og starfsfólki UD og landbúnaðarráðuneytinu, staðið fyrir öflugasta tölvu- og upplýsingatækni átaki frá upphafi meðal íslenskra bænda.</span></span></p> <p><span><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></span></p> <p><span><span>Ég vil nota þetta tækifæri og þakka kærlega öllum sem hafa lagt hönd á plóg. Það þekkja íslenskir bændur að menn uppskera eins og sáð hefur verið til. En áður en hægt er að sá þarf að brjóta landið og vinna jarðveginn. Það hefur verið gert í þessu verkefni, við erum þegar farin að njóta uppskerunnar og eigum eftir að gera það enn frekar þegar fram líða stundir.</span></span></p> <p><span><span>Við framkvæmd UD verkefnisins hefur frá upphafi verið lögð áhersla á að þjóna öllum bændum á landinu óháð því hvar þeir eru staðsettir. Bændur á Melrakkasléttu þar sem samgöngur eru erfiðar, byggðin dreifðari og námskeið þar af leiðandi dýrari, hafa ekki þurft að greiða hærra gjald fyrir námskeið þó meira hafi verið til kostað við framkvæmd þeirra. Sömuleiðis hefur krafa bændasamtakanna og Upplýsingatækni í dreifbýli um bætt fjarskiptasamband ekki síst verið í þágu bænda fyrir vestan og á örðum jaðarsvæðum. Þannig hefur verið haft að leiðarljósi að allir bændur njóti viðunandi grunnþjónustu á sviði fjarskipta. Ég vil einnig nefna að varðandi þetta atriði hef ég átt ágætt samstarf við Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra, sem ekki getur verið með okkur hér í dag.</span></span></p> <p><span><span>Það er því sérstakt fagnaðarefni að hér í dag skuli fulltrúi frá Símanum tilkynna okkur að nú í þessum mánuði fái allir bændur, sem sótt hafa um, aðgang að ISDN-plús fjarskiptasambandi og aðgang að netinu fyrir fast verð, líkt og íbúum í þéttbýli hefur staðið til boða. Strangt til tekið þurfti Síminn ekki að bjóða öllum upp á ISDN samband til þess að uppfylla ákvæði fjarskiptalaga, en nú hefur sú ákvörðun verið tekin að enginn skuli vera útundan og fyrir það vil ég þakka.</span></span></p> <p><span><span>Hér á þessari ráðstefnu flytja einnig erindi fulltrúar fyrirtækja sem eru í samkepnni við Símann á fjarskiptamarkaði í dreifbýli. Reyndar er eitt af meginviðfangsefnum þessarar ráðstefnu að leitast við að svara spurningunni, hvort um sé að ræða virka samkeppni á fjarskiptamarkaði í dreifbýli. Ég held að engum blandist hugur um það, að víða um land hafa bændur nú þegar notið góðs af samkeppni fjarskiptafyrirtækja. Þróun tækninnar á þessu sviði er hröð, flutningsgeta fjarskiptakerfa eykst með nýrri tækni og hún verður jafnframt ódýrari, þannig að á þessu sviði vinnur tíminn með íslenska bóndanum.</span></span></p> <p><span><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></span></p> <p><span><span>Í minni tíð sem landbúnaðarráðherra hefur orðið gagnger breyting á viðhorfi til íslensks landbúnaðar. Ég ætla ekki að eigna mér þann heiður, en vonandi hef ég átt einhvern þátt í að bæta ímynd íslenska bóndans. En það er vissulega ánægjulegt fyrir landbúnaðarráðherra að sjá að sveitin er komin í tísku, íslenski bóndinn nýtur virðingar fyrir störf sín, íslenski hesturinn er sterkasta tákn lands og þjóðar á erlendum vettvangi og meira að segja er það svo, að lopapeysa í sauðalitunum er eitt megintákn hátískunnar á Íslandi í dag.</span></span></p> <p><span><span>Bætt samband við fjarskiptanetið og lægri kostnaður gerir sveitirnar samkeppnishæfari og ákjósanlegri til búsetu. Á þessu sviði hafa undanfarin misseri verið stigin mörg skref í rétta átt og það er von mín að svo megi verða áfram.</span></span></p> <h1><img title="icon_pdf" alt="" src="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Skyrslur/icon_pdf.gif" /><a href="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Skyrslur/Upplysingatakni_i_dreifbyli_2005.pdf">Upplýsingatækni í dreifbýli 2005</a> (893 KB)<br /> </h1>

2005-08-29 00:00:0029. ágúst 2005Skógarráðstefna í Danmörku

<p><span>Ráðherrar - ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span> </span><span>Mér er sérstök ánægja að taka þátt í þessari umræðu um skógrækt og fylgjast með því sem er að gerast.<span> </span> Ástæðan er fyrst og fremst sú hversu staða Íslands á sviði skógræktar er mikið að eflast og sannarlega styttist í þann tíma að Ísland geti talist í hópi skógræktarþjóða.</span></p> <p><span>Fræjunum að þeirri ráðstefnu sem við sitjum hér var sáð á Akureyrarfundinum 2004 á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði.<span> </span> Þær línur sem þar voru lagðar hafa nú þegar haft mikla þýðingu fyrir stefnumörkun í íslenskri skógrækt og eins fyrir þátttöku Íslands í mótun skógræktarstefnu á Norðurlöndum.<span> </span></span></p> <p><span> </span><span>Umheiminum er gjarnt að líta á Norðurlöndin sem samstæða heild, sem við vissulega erum, en hvað áhrærir skóginn þá er kjörum mjög misskipt.<span> </span> Austurhluti Norðurlandanna er þakinn skógum og er ein helsta þungamiðja skógariðnaðar í heiminum, skógum á vesturhluta svæðisins var hinsvegar nánast gjöreytt og er endurheimt þeirra mjög mislangt á veg komin.<span> </span> Leiðandi hlutverk Norðurlandanna í skógariðnaði og hverskyns þekkingu í skógrækt hefur aflað þeim virðingar og verkefna um heim allan.<span> </span> Þar hefur hinn skógarauðugi hluti Norðurlandanna lagt mest af mörkum.<span> </span> Það blasir hinsvegar við að verndun skógarleifa og endurheimt glataðra skóga verður eitt af þýðingarmestu verkefnum framtíðar enda eyðist nú á heimsvísu þrefalt stærra flatarmál skóglendis á ári hverju en grætt er upp.<span> </span> Þarna er því mikið verk að vinna við verndun og endurheimt og þar eiga Norðurlöndin að vera í fararbroddi.<span> </span> Íslendingar telja að einmitt á þessu sviði geti þeir, í samstarfi við hin Norðurlöndin, lagt þýðingarmikið lóð á vogarskálar og miðlað af sinni reynslu af enduruppbyggingu skóga eftir tíu alda skógareyðingu með tilheyrandi jarðvegseyðingu.<span> </span> Mig langar að vekja athygli fundarins á þessu starfi því ég tel að okkar reynsla geti nýst norrænum þekkingarbanka við endurheimt skóga.</span></p> <p><span> </span><span>Náttúrlegt skóglendi þekur aðeins 1,3% af flatarmáli Íslands og þorri þess skóglendis er lágvaxið kjarr. Ræktaðir skógar eru flestir ungir að árum; veginn meðalaldur slíkra skóga er innan við tvítugt. Sömuleiðis er skammur tími liðinn síðan að Íslendingar fóru að taka skógrækt alvarlega sem valkost við landnýtingu. Allt fram á níunda áratug síðustu aldar beindust aðgerðir í skógræktarmálum að því að sýna þjóðinni fram á að tré og skógar gætu vaxið til nytja á Íslandi; að landið væri ekki skóglaust vegna þess að tré gætu þar ekki vaxið.<span> </span> Með öðrum orðum<span> </span> - að sanna það fyrir þjóðinni að hægt væri að rækta skóg á Íslandi.</span></p> <p><span> </span><span>Árangur af skógrækt á Íslandi undanfarna áratugi sýnir að þar má rækta skóga til fjölþættra nytja. Vaxtarhraði margra trjátegunda á láglendi Íslands er sambærilegur við það sem þekkist í mið- og norðurhluta Finnlands, Svíþjóðar og Noregs. Með vaxandi skógum verða til verðmæti, í formi viðarafurða, sem skapa ný atvinnutækifæri í dreifðum byggðum. Skógar á Íslandi skapa einnig önnur verðmæti fyrir lífríki og mannlíf sem erfiðara að meta fjárhaglegan ávinning af þar sem þau ganga ekki kaupum og sölum. T.a.m. er meðal mikilvægustu hlutverka skógræktar til umhverfisbóta á Íslandi að stöðva og hindra jarðvegseyðingu, sem jafnframt er erfiðasta umhverfisvandamál sem Íslendingar eiga við að glíma. Önnur jákvæð umhverfisáhrif skógræktar felast í bindingu koldíoxíðs, aukinni frjósemi og framleiðslugetu lands, vatnsvernd og auknum fjölbreytileika lífríkis. Aukin útbreiðsla skóga virðist eiga ríku fylgi að fagna hjá íslenskum almenningi. Í nýlegri viðhorfskönnun IMG-Gallup meðal íslensku þjóðarinnar kom fram að 85% íslensku þjóðarinnar vill fá aukinn skóg í landið og þar af vildu 66% „miklu meiri skóg“. Um 95% landsmanna töldu aukna þekju skóga jákvæða fyrir land og þjóð. Einnig kom fram í fyrrnefndri könnun að heimsóknir Íslendinga í skóga eru næstum jafn margar og gerist hjá frændþjóð okkar, Dönum, þótt skógar Íslands séu fáir og strjálir, og hefðin fyrir nýtingu skóga til útiveru skemmri. Virkur stuðningur íslensks almennings við skógrækt endurspeglast m.a. í því að Skógræktarfélag Íslands (samtök 66 skógræktarfélaga á landinu) eru fjölmennustu frjálsu félagasamtökin, með beinni félagsaðild um 3% íbúa landsins.</span></p> <p><span> </span><span>Skógrækt er óðum að treysta sig í sessi sem einn helsti vaxtarsproti atvinnu og búsetu í dreifðum byggðum landsins, um leið og aukinn skógur til skjóls og yndis eykur aðdráttarafl íslenskra sveita til búsetu. Á fáum árum er orðin til ný stétt fólks í landinu „skógarbændr“ sem eru nú um 800 og þeim fer enn fjölgandi með hverju árinu sem líður.</span></p> <p><span> </span><span>Íslensk stjórnvöld, líkt og almenningur og landeigendur, hafa mikinn metnað til þess að klæða land sitt skógi. Á síðustu 10 árum hafa orðið alger þáttaskil í sögu skógræktar á Íslandi.<span> </span> Hvað best kemur hún frá í þeirri stefnu stjórnvalda að styrkja bændur og jarðareigendur í hverjum landshluta til skógræktar. <span> </span>Eru nú starfandi 6 slík verkefni í hverjum landshluta sem fá árlegar stigvaxandi fjárhæðir úr ríkissjóði.</span></p> <p><span>Á Alþingi Íslendinga var árið 2003 samþykkt „Þingsályktun um skógrækt 2004–2008“. Í þingsályktuninni er gert ráð fyrir 30% hækkun ríkisframlaga til skógræktar á þessu fimm ára tímabili. Sá stuðningur felst einkum í fjárhagslegum stuðningi við skógrækt á landi í einkaeign. Sá stuðningur hefur skilað sér í auknum umsvifum í skógrækt, og var á síðasta ári gróðursettur skógur á alls um 2000 hekturum lands. Í þeirri tölu er ekki talin með sjálfsáning birkiskóga sem víða eru í framför og eru að sá sér út. Samkvæmt gögnum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) bættist á<span> </span> áratugnum 1990-2000 árlega 2,2% við flatarmál skóglendis á Íslandi. Er það samkvæmt sömu heimild há hlutfallstala miðað við flest önnur þjóðríki á jörðinni.</span></p> <p><span> </span><span>Einnig hafa stjórnvöld aukið stuðning sinn við rannsóknir og nám á háskólastigi í skógrækt á Íslandi. Reynsla síðustu ára sýnir að með auknum umsvifum í skógrækt vakna sífellt fleiri og flóknari spurningar, sem ekki verður svarað nema með rannsóknum. Einnig er mikilvægt að tryggja staðgóða fag- og fræðiþekkingu um skógrækt með eflingu háskólanáms og símenntunar fyrir skógræktendur.<span> </span></span></p> <p><span> </span><span>Þessi ráðstefna sem við sitjum nú er skilgetið afkvæmi fundar Norðurlandaráðs á Akureyri í fyrra þar sem var kallað eftir norrænni skógræktarráðstefnu um trjárækt og framtíðarmöguleika skógræktar og skógariðnaðar á Norðurlöndum..<span> </span> Yfirlýsing norrænu landbúnaðarráðherranna á þeim fundi skipti sköpum varðandi umhverfi skógræktarmála á Íslandi.</span></p> <p><span><span>·<span> </span></span></span> <span>Við höfum aukið framlög til skógræktarmála og sú aukning gæti markað nýja stefnu Íslands í landbúnaðarmálum í tengslum við nýjan WTO samning (s.k. grænar greiðslur).</span></p> <p><span>Vinna er hafin að endurskoðun lagaramma skógræktar á Íslandi með áherslu á hvernig megi styrkja nýskógrækt með opinberum fjárframlögum.</span></p> <p><span>Við höfum lagt aukna áhersla á menntun og rannsóknir í skógrækt sem endurspeglast í nýrri prófessorsstöðu í skógrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands</span></p> <p><span>Við höfum styrkt þátttöku okkar í norrænu samstarfi í skógræktarmálum t.d. með Affornord-verkefninu þar sem unnið er að rannsóknum á áhrifum skógræktar á vistkerfi, landslag og byggðaþróun.<span> </span> Þá teljum við að þátttaka okkar í norrænu öndvegissetri um áhrif loftslagsbreytinga og skógræktaraðgerða á kolefnisbindindingu sé ekki síður mikilvæg.<span> </span> Á þessari stundu er einmitt verið er að halda sérstakt seminarum í Stokkhólmi um þau mál.<span> </span></span></p> <p><span> </span><span>Góðir áheyrendur.<span> </span> Norræna skógræktarráðstefnan er afar mikilvæg fyrir íslenska skógrækt.<span> </span> Hér eru saman komnir helstu stefnumótendur og stjórnendur skógræktarmála á Íslandi sem vænta mikils af því sem fram á að fara hér í dag.<span> </span> Ég óska mönnum góðs fundar.</span></p> <p><span> </span></p> <br /> <br />

2005-03-07 00:00:0007. mars 2005Ávarp á Búnaðarþingi 2005

<p><span>Forseti Íslands, formaður Bændasamtakanna, Haraldur Benediktsson og frú, ágætu Búnaðarþingsfulltrúar og aðrir góðir gestir.</span></p> <p><span>Margt hefur á dagana drifið á einu ári, merk tíðindi og nýjar áskoranir sem blasa nú við fulltrúum bænda á þessu Búnaðarþingi.<span>&nbsp;</span> Breytingar eru örar og á slíkum tímum reynir mjög á aðlögunarhæfni landbúnaðarins.<span>&nbsp;</span> Vil ég nota það tækifæri sem mér gefst hér í dag til að hvetja bændur til að viðhalda einbeittri samstöðu um sameiginlega hagsmuni og standa þéttan vörð um þau gildi sem liggja til grundvallar afkomu þeirra í órofinni heildarstefnu.<span>&nbsp;</span> Með því að snúa bökum saman skapa bændur sér allar forsendur til að mæta farsællega þeim áskorunum sem landbúnaðurinn stendur frammi fyrir.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Stærstu tíðindin úr stofnanakerfi landbúnaðarins frá því við komum síðast hér saman eru án efa stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands, sem byggður er á þremur traustum stoðum: Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Garðyrkjuskólanum á Reykjum og Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti.<span>&nbsp;</span> Hér er kominn til öflugur háskóli í kennslu, rannsóknum og leiðbeiningum, sannkallaður atvinnuvegaháskóli, sem verður nýtt flaggskip landbúnaðarins, háskóli sem boðar bændum framtíðarinnar nýja tíma og ný tækifæri.<span>&nbsp;</span> Ég trúi því að þessi tímamót séu ein þau áhugaverðugustu á sviði menntunar og vísinda í landinu.</span></p> <p><span>Hólaskóli hefur ennfremur verið í örum vexti og vil ég treysta stoðir hans sem mennta- og rannsóknastofnun á háskólastigi með breytingum þar að lútandi á lögum um búnaðarfræðslu.<span>&nbsp;</span> Fjölþætt starf skólans á sviði hrossaræktar og reiðmennsku, fiskeldis og ferðaþjónustu er landbúnaðinum mikilvægt og styrkir stoðir atvinnulífs til sveita í umbreytingum samtímans.</span></p> <p><span>Þegar þróun síðustu ára er skoðuð í sveitum þessa lands, blasir við hve menntun og rannsóknir hafa skilað landbúnaðinum og þeim sem hann stunda miklu.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Ný störf hafa skapast og bændur hafa eflst til sóknar og baráttu á nýjum sviðum.<span>&nbsp;</span> Hefðbundnar búgreinar byggja sókn sína á gömlum gildum.<span>&nbsp;</span> Þótt breytingar dagsins séu á margan hátt sárar, eins og fækkun og stækkun búa, þá verðum við að viðurkenna að vísindin og tæknin efla alla dáð og gera störf bóndans auðveldari og markvissari.<span>&nbsp;</span> Ennfremur verður framleiðsla hans líklegri til að standa undir fjölþættum væntingum neytenda í vaxandi samkeppnisumhverfi.</span></p> <p><span>Tilkoma Landbúnaðarháskóla Íslands er okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut við endurskoðun á stoðkerfi landbúnaðarins, stofnunum hans og leiðbeiningastarfi.<span>&nbsp;</span> Að þessu verkefni vil ég vinna í fullu samstarfi við forystumenn bænda.<span>&nbsp;</span> Ég hef þegar kynnt frumvarp um háskólavæðingu Hólaskóla og er nú með í undirbúningi frumvarp um svonefnda Landbúnaðarstofnun, öfluga stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun landbúnaðarins sem ætlað verður m.a. að sameina krafta nokkurra undirstofnana landbúnaðarráðuneytisins.</span></p> <p><span>Í ljósi þróunar fjármálamarkaðarins hér á landi, sem einkum felst í hagstæðari kjörum á lánsfé og auðveldara aðgengi að fjármagni, ákvað ég í byrjun þessa árs að skipa verkefnisstjórn til að fara sérstaklega yfir framtíðarhlutverk og tilgang Lánasjóðs landbúnaðarins. Verkefnisstjórnin hefur ekki lokið störfum, en ég tel samt sem áður mikilvægt að Búnaðarþing fjalli efnislega um málið og þá félagslegu þætti sem sjóðurinn hefur staðið vörð um.<span>&nbsp;</span> Ég tel afar þýðingarmikið að bændur komist að sameiginlegri niðurstöðu um framtíðarskipan þeirra mála er varða lánveitingar til landbúnaðarins og stöðu Lánasjóðsins í því sambandi.</span></p> <p><span>Jafnréttismálin eru mér ofarlega í huga og vil ég hvetja ykkur til að vinna að aukinni þátttöku kvenna í félagsmálefnum bænda.<span>&nbsp;</span> Það á að vera sameiginlegt verkefni kynjanna að vinna að jafnrétti.<span>&nbsp;</span> Af fulltrúum bænda á Búnaðarþingi eru einungis 9 konur en 40 karlar. Þessu þarf að breyta.<span>&nbsp;</span> Til að sjónarmið beggja kynja öðlist brautargengi í félagsmálum bænda þarf að hvetja konur til virkrar þátttöku.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ágætu Búnaðarþingsfulltrúar.</span></p> <p><span>Ísland er hreint land og fagurt, vissulega kalt land á mælikvarða heimsins, en stórbrotið og engu líkt í huga okkar Íslendinga og hins erlenda gests.<span>&nbsp;</span> Erlendir gestir sækja okkur heim, ekki bara landsins vegna heldur einnig fólksins vegna.<span>&nbsp;</span> Við höfum náð miklum árangri í sveitum landsins og landbúnaðurinn skilar af sér afurðum, sem vekja ekki síður áhuga og aðdáun en sjávarafurðir okkar.<span>&nbsp;</span> Verður Ísland fyrsta sjálfbæra þjóð heimsins á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs, þjóð sem lifir í sátt við náttúruna og varðveitir sínar auðlindir?<span>&nbsp;</span> Það metnaðarfulla markmið eigum við að setja okkur.</span></p> <p><span>Á fáeinum árum hafa bændur og afurðastöðvar þeirra tekið stór og markviss skref í átt til neytandans og á það við allar búgreinar.<span>&nbsp;</span> Lambið er ekki lengur selt í grisjupokum, gamalt og þurrt.<span>&nbsp;</span> Kjötiðnaðarmenn fullvinna það í afurðastöðvum og metnaður er í hávegum hafður.<span>&nbsp;</span> Smásöluverslunin keppir um að hafa kjötborð sín heillandi.<span>&nbsp;</span> Íslenskir og erlendir neytendur kunna að meta þessa þróun og þykir vænna um íslenskan landbúnað en áður og bændurnir okkar njóta verðskuldaðrar virðingar.</span></p> <p><span>Nýr samningur við mjólkurframleiðendur varð að veruleika á síðasta vori með gildistöku frá og með komandi hausti.<span>&nbsp;</span> Þessi samningur veitir atvinnugreininni eins mikinn stöðugleika og fyrirsjáanleika í starfsumhverfi sínu og talið var unnt til ársins 2012.<span>&nbsp;</span> Mikil samstaða var um samninginn á Alþingi bæði hjá stjórn og stjórnarandstöðu.<span>&nbsp;</span> Var starfsumhverfi mjólkuframleiðslunnar jafnframt styrkt með lagabreytingum, sem munu auðvelda iðnaðinum að mæta vaxandi samkeppni og halda áfram að mæta kröfum neytenda um vöruúrval, gæði, hollustu og verð.<span>&nbsp;</span> Umtalsverð hagræðing hefur átt sér stað í mjólkurframleiðslunni á undanförnum árum og heldur hún áfram.<span>&nbsp;</span> Hátt kvótaverð er vissulega áhyggjuefni og sú mikla skuldsetning sem þeir bændur undirgangast sem stækka við sig og endurnýja sína framleiðsluaðstöðu.<span>&nbsp;</span> Ljóst er að starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar mun þurfa endurskoðunar á samningstímabilinu, ekki síst með tilliti til þróunar alþjóðlegra samninga sem setja okkur vaxandi skorður í opinberum stuðningi og markaðsvernd.<span>&nbsp;</span> Um niðurstöður slíkrar endurskoðunar vil ég ekki spá en hlýt að hvetja bændur til að fara að öllu með gát og reisa sér ekki hurðarás um öxl.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>Sauðfjársamningurinn hefur reynst vel og hefur birt yfir stöðu og horfum í markaðsmálum greinarinnar, enda ríkir nú meira jafnvægi á kjötmarkaði en um nokkurra ára skeið.<span>&nbsp;</span> Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið allra kjötframleiðenda að slíkt jafnvægi ríki.<span>&nbsp;</span> Betur er að markaðsmálum sauðfjárframleiðslunnar staðið en nokkru sinni fyrr og með markvissum og vönduðum vinnubrögðum hefur tekist að finna íslensku lambakjöti fótfestu á erlendum mörkuðum, sem gefa hátt verð fyrir mikil gæði.<span>&nbsp;</span> Sóknarfæri til hækkunar á skilaverði til bænda liggja í útflutningi á fersku lambakjöti.<span>&nbsp;</span> Fer bilið milli afurðaverðs innanlands og utan minnkandi, sem skapar atvinnugreininni nýja stöðu og möguleika.<span>&nbsp;&nbsp;</span> Hin ótvíræðu gæði íslensks lambakjöts eru jafnframt hérlendum neytendum hvati til aukinnar neyslu.<span>&nbsp;</span> Nú hafa bændur hafið vinnu til undirbúnings nýjum sauðfjársamningi eftir að gildandi samningur rennur út árið 2007 og er ég fús til samstarfs um það mikilvæga starf, sem eins og í mjólkurframleiðslunni mun þurfa að taka tillit til þróunar alþjóðlegra samninga.</span></p> <p><span>Gott heilbrigðisástand íslensks búfjár er undirstaða þeirra gæða sem leiða af íslenskri búvöruframleiðslu.<span>&nbsp;</span> Mikilvægt er að tryggja að þetta góða ástand varðveitist.<span>&nbsp;</span> Þótt vel hafi til tekist tel ég tímabært að fara yfir þær baráttuaðferðir sem beitt hefur verið gegn búfjársjúkdómum með hliðsjón af fenginni reynslu og nýrri þekkingu á þessu sviði.<span>&nbsp;</span> Hef ég því ákveðið að skipa nefnd sérfræðinga og hagsmunaaðila til að yfirfara þessi mál og gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag þeirra.</span></p> <p><span>Ánægjulegt er að sjá þá þróun sem farin er að ryðja sér til rúms þar sem bændur fjárfesta sameiginlega í vélum og tækjum til að gera búrekstur sinn hagkvæmari.<span>&nbsp;</span> Hér getur verið um gríðarlegan sparnað að ræða fyrir hvert bú og mun betri nýtingu til að standa undir fjárfestingunni.<span>&nbsp;</span> Enn og aftur vil ég hvetja bændur til að meta hagsmuni sína sameiginlega og huga að hvers konar samstarfi um nýtingu á tækjakosti, öllum til hagsbóta.</span></p> <p><span>Þær breytingar sem ráðist var í á starfsumhverfi garðyrkjunnar fyrir þremur árum hafa reynst greininni vel.<span>&nbsp;</span> Garðyrkjan hefur styrkst, tæknivæðing aukist og greinin býður íslenskum neytendum gæðaafurðir á góðu verði allan ársins hring.<span>&nbsp;</span> Það stefndi í að breytingar á raforkulögum myndu raska jákvæðu starfsumhverfi garðyrkjunnar og auka framleiðslukostnað umtalsvert.<span>&nbsp;</span> Ég beitti mér fyrir því í Ríkisstjórn að framlög yrðu aukin úr ríkissjóði til að mæta viðbótarútgjöldum greinarinnar og hefur þannig tekist að viðhalda stöðugleika, framleiðendum og neytendum til heilla.</span></p> <p><span>Kjúklinga- og svínabúskapur er að jafna sig eftir mikil átök á markaði, undirboð og gjaldþrot.<span>&nbsp;</span> Ég hef oft sagt að þessar búgreinar hafi markvisst nálgast þarfir neytenda og gert það vel.<span>&nbsp;</span> Þessi hörðu og óvægnu átök settu mark sitt á kjötmarkaðinn í heild.<span>&nbsp;</span> Ég trúi því að mikið innra starf og vaxandi samstaða styrki þessar búgreinar á ný.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Loðdýrabændur hafa nú hægt og hljótt unnið markvisst með stjórnvöldum að því að efla og styrkja loðdýraræktina.<span>&nbsp;</span> Fullyrða má að samstarf þeirra með danska uppboðshúsinu og dönskum bændum hafi einnig skipt sköpum.<span>&nbsp;</span> Þrátt fyrir styrk íslensku krónunnar og þróun dollarsins horfa loðdýrabændur með bjartsýni fram á veginn og huga að bættum rekstri, meiri kynbótum og úrvals fóðri &ndash; þannig og aðeins þannig sækja þeir fram á heimsmarkaði.<span>&nbsp;</span> Ég er sannfærður um að ef í árdaga loðdýraræktar hefði verið unnið eftir þessari stefnu, væru loðdýrabú ekki bara nokkrir tugir heldur skiptu hundruðum.</span></p> <p><span>Nú er hafin endurskoðun Búnaðarlagasamnings milli ríkisvalds og bænda.<span>&nbsp;</span> Vel hefur tekist til í framkvæmd samningsins til þessa.<span>&nbsp;</span> Engu að síður tel ég afar mikilvægt að fara vel yfir allar áherslur hans með tilliti til reynslunnar og mótunar framtíðarstefnu.<span>&nbsp;</span> Slík stefna þarf að eiga kjölfestu í sameiginlegum hagsmunum bænda og neytenda. Með Búnaðarlagasamningi er samfélagið að fjárfesta í betri landbúnaði.</span></p> <p><span>Gott ástand íslenskra fiskstofna í ám og vötnum má ekki síst þakka því fyrirkomulagi sem viðhaldið er í veiðimálum hér á landi.<span>&nbsp;</span> Miklir möguleikar liggja í aukningu arðs af veiði, ekki síst í bættri nýtingu silungsvatna.<span>&nbsp;</span> Virkjun fallvatna hefur óneitanlega í för með sér rask á náttúru landsins.<span>&nbsp;</span> Hér á landi er orkufyrirtækjum sem vinna orku úr vatnsafli skylt að greiða í Fiskræktarsjóð, sem hefur ötullega styrkt rannsóknir á ám og vötnum og veiðistofnum þeirra, auk þess að styðja við uppbyggingu á veiðinýtingu á landsvísu.<span>&nbsp;</span> Landsvirkjun hefur nú kunngjört skoðanir í þá veru að afnema beri þessa gjaldtöku, sem þó er mun lægri hér en í nágrannalöndum okkar.<span>&nbsp;</span> Landsvirkjun er öflugt fyrirtæki reist fyrir almannafé.<span>&nbsp;</span> Fyrirtækinu ber að sýna ábyrgð gagnvart náttúrunni og efla rannsóknir á vatnafari og lífríki vatna í stað þess að reyna að komast undan eðlilegu gjaldi sem varið er til slíkra rannsókna.<span>&nbsp;</span> Vil ég með nýrri lagasetningu treysta stoðir Fiskræktarsjóð og mun ég beita mér fyrir því að málið nái fram að ganga.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ágætu Búnaðarþingsfulltrúar.</span></p> <p><span>Miklar breytingar eiga sér nú stað í sveitum landsins.<span>&nbsp;</span> Þar á sér stað mikil nýsköpun og búsháttabreytingar.<span>&nbsp;</span> Hefðbundinn landbúnaður þróast á færri bú og stærri, óhjákvæmilegt segja allir þeir sem reikna út þær tekjur sem fjölskylda í sveit þarf til að lifa af.<span>&nbsp;</span> Aukin tæknivæðing og kröfur um aðbúnað og vinnuaðstöðu bóndans styður þessa þróun, eins það aukna frjálsræði á milli landa í viðskiptum með landbúnaðarafurðir sem framtíðin er líkleg til að bera í skauti sér.<span>&nbsp;</span> Við skulum þó, íslenskir bændur, fara að með gát; verksmiðjur og rekstur hinna ofurstóru búa er hvorki sjálfstætt né sjálfbært markmið.<span>&nbsp;</span> Fjölskyldubúrekstur sem skilar tekjum og góðri vöru á lægra verði er kall dagsins.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þó þeim búum fækki sem stunda hefðbundinn búskap fjölgar þeim sem stunda aðra atvinnustarfsemi á sviði landbúnaðar.<span>&nbsp;</span> Tel ég að við eigum að leggja aukna rækt við nýsköpun og uppbyggingu nýrra búgreina og þjónustustarfsemi í sveitum landsins.<span>&nbsp;</span> <span>&nbsp;&nbsp;</span>Nýlega skilaði nefnd sem ég skipaði af sér skýrslu um heimasölu afurða bænda.<span>&nbsp;</span> Hér er á ferðinni tækifæri sem getur styrkt búsetu og tekjuöflun bænda í sveitum landsins, auk þess að stuðla að varðveislu mikilvægs menningararfs.<span>&nbsp;</span> Einnig hef ég nýlega kynnt skýrslu með tillögum er varða aðstöðu til hestamennsku á landsbyggðinni.<span>&nbsp;</span> Þar má meðal annars finna tillögur um opinberan stuðning við byggingu reiðhalla og reiðhúsa og reiðvega og uppbyggingu hins svokallaða knapamerkjakerfis, sem gæti orðið glæsilegur grundvöllur menntunar í hestamennsku um allt land og lagt grunninn að nýju og stórauknu markaðsstarfi við sölu á reiðhestum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Möguleikar landbúnaðar morgundagsins verða síst minni en þeir hafa verið til þessa.<span>&nbsp;</span> Með hagstæðari veðurskilyrðum, aukinni þekkingu og bættri tækni opnast ný tækifæri í ræktun lands.<span>&nbsp;</span> Nægir í þeim efnum að horfa til kornframleiðslu hérlendis.<span>&nbsp;</span> Hvet ég til málefnalegra umræðna um öll þau tækifæri sem blasa við.<span>&nbsp;</span> Ekki er svo ýkja langt síðan menn töldu fjarstæðukennt að rækta skóg á Íslandi eða berjast við náttúruöflin við að græða landið.<span>&nbsp;&nbsp;</span> Mikil gróska er nú í skógræktarstarfinu og það sama er að segja um landgræðslumál. <span>&nbsp;</span>Fullyrða má að án þessara verkefna væri staða sveita önnur og verri en hún er í dag.<span>&nbsp;</span> Enn minni ég á að með skógrækt og landgræðslu er verið að skapa nýja auðlind Íslands sem afkomendur okkar munu njóta góðs af.</span></p> <p><span>Mikil umræða<span>&nbsp;</span> hefur verið um votlendismál og losun koltvísýrings frá framræstum mýrum.<span>&nbsp;</span> Á mínum vegum hefur Votlendisnefnd unnið mikið og gott brautryðjendastarf sem miðar að endurheimt votlendis. Ljóst er að mun betri upplýsingar þurfa að vera til staðar um losun frá íslenskum landbúnaði en tiltækar eru.<span>&nbsp;</span> Á það við um fleiri þætti en mýrarnar einar.<span>&nbsp;</span> Hvað þær varðar sérstaklega er einnig ljóst að þær vísbendingar sem við fengum út frá könnun sem gerð var í Borgarfirði nægja ekki einar sér.<span>&nbsp;</span> Ég mun beita mér fyrir því í ríkisstjórn að sérstakir fjármunir verði settir í þetta verk.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hinn mikli áhugi og eftirsókn eftir því að búa í sveit og eiga land, hefur hækkað verðlag á bújörðum meira en annað á síðustu árum.<span>&nbsp;</span> Þótt hátt jarðaverð hafi þá ókosti að torvelda kynslóðaskipti, þá var hitt óásættanlegt að jarðir, jafnvel þjóðfrægar jarðir, væru verðlausar og óseljanlegar.<span>&nbsp;</span> Ég fagna því að bændur sem bregða búi fari ekki öreigar í litla kjallaraholu, heldur selji eign sína á hærra verði en tíðkast hefur um áratugi.</span></p> <p><span>Ný jarða- og ábúðarlög tóku gildi á síðasta ári, sem fela m.a. í sér metnaðarfulla skilgreiningu á landbúnaði í samræmi við fjölþætt hlutverk hans.<span>&nbsp;</span> Er það sannfæring mín að þær umtalsverðu breytingar sem lögin fela í sér verði landi og þjóð almennt til heilla, og þá ekki síst bændum.<span>&nbsp;</span> Þó er ávallt ástæða til að fylgjast með þróun mála, meta áhrifin og bregðast við breyttum aðstæðum ef tilefni er til.<span>&nbsp;</span> Hef ég fyrir mitt leyti viljað sjá bændur hafa sem ríkastan ráðstöfunarrétt á eignum sínum. <span>&nbsp;</span>Það er engin spurning að allir þeir sem eiga sumarhús eða heilsárshús, jarðir eða jarðarparta, renna styrkari stoðum undir búsetu í sveitunum.</span></p> <p><span>Landbúnaðurinn er hornsteinn hinna dreifðu byggða á Íslandi.<span>&nbsp;</span> Ekki er hægt að ímynda sér heilsteypta byggða- og atvinnustefnu án öflugs landbúnaðar og blómlegs lífs til sveita.<span>&nbsp;</span> Hvoru tveggja stendur og fellur með samstöðu bænda og einhug þeirra um sameiginleg gildi.<span>&nbsp;</span> Lífsýn hins dugmikla bónda er og hefur verið &ldquo;Morgunstund gefur gull í mund.&rdquo;<span>&nbsp;</span> Íslenskir bændur eru sókndjarfir á morgni nýrrar aldar.<span>&nbsp;</span> Standi bændur saman mun þjóðin standa með þeim.<span>&nbsp;</span> Ég óska ykkur heilla í störfum ykkar hér og til framtíðar. <span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2005-03-04 00:00:0004. mars 2005Stofnfundur Þristavinafélagsins 3. mars 2005

<p><span>Kæri Sveinn Runólfsson, flugmenn og aðrir hátíðargestir.</span></p> <p><span>Þessi senn 62 ára dýrgripur sem við ætlum að stofna hér félag um, á sér einstaka sögu. Við gæslu auðlinda hafsins í landhelgisgæslu, við flutninga fólks og framleiðslu bænda fyrir tíma vegasambands við afskekktar sveitir og við landbætur á síðustu 32 árum. Ég staðnæmist eðlilega við síðast talda þáttinn</span></p> <p><span>Vonir eldhuganna sem stuðluðu að upphafi landgræðsluflugs hér á landi fyrir hartnær hálfri öld, um byltingu í afköstum í uppgræðslustarfinu, rættust svo sannarlega. Það voru stórhuga menn sem sáu að hægt miðaði með þáverandi tækjum við að endurheimta glötuð landgæði. Þessi tækni markaði gríðarstór framfaraspor í landgræðslustarfinu og eiga allir þeir sem gerðu það mögulegt miklar þakkir skyldar. Með tilkomu Douglasins 1973 og þjóðargjafarinnar jukust möguleikarnir á að ná til fjarlægari svæða þar sem öðrum tækjum varð ekki við komið. Það magn sem unnt var að dreifa margfaldaðist og landgræðsluflugið varð stór þáttur í starfsemi Landgræðslunnar á áttunda áratugnum. Þvert á ýmsar hrakspár þá skilaði landgræðsluflugið miklum árangri. Nú eru þúsundir hektara af örfoka landi að breytast í víðikjarrlendi þar sem landgræðsluflugvélarnar dreifðu áburði og grasfræi.</span></p> <p><span>Þegar leið á níunda áratuginn fóru áherslur að breytast í landgræðslustarfinu. Vaxandi áhersla var lögð á að fá bændur og aðra umsjónarmenn lands til liðs við landgræðslustarfið. Þeir áttu nú orðið öflugar dráttarvélar sem komust yfir miklu torsóttara land en áður og tóku að sér æ fleiri verkefni í uppgræðslu. Ennfremur var lögð meiri áhersla á notkun melgresis til þess að hefta sandfokið en melfræið verður að herfa niður til þess að það komi að notum. Þar með dró úr landgræðslufluginu og verkefnin færðust til íbúa landbyggðarinnar og stuðluðu að öflugri búsetu víða um land.</span></p> <p><span>Nærri 80 atvinnuflugmenn hafa á sl 30 árum flogið endurgjaldslaust á Þristinum við að græða landið. Auðvitað hafa þeir annars vegar haft ánægju af því að fljúga þessum dýrgrip en hafi einhver þeirra ekki verið sannfærður um landgræðslustarfið þá urðu þeir það við þessi verkefni &ndash; sáu undraskjótt árangurinn af sínum verkum. Allir unnu þeir landinu okkar og hafa lagt að mörkum ómetanlegan skerf við uppgræðslu landsins okkar.<span>&nbsp;</span> Þristurinn gerði ykkur flugmennina að betri flugmönnum og í ykkar augum er hann eins og Sleipnir, fjölhæfur gæðingur sem klauf loftin blá, hnarrreistur á góðu tölti.<span>&nbsp;</span> Þið hafið skilað Íslandi grænu belti, þið elskið Ísland heitar vegna þess að í gegnum þetta flug kynntust þið landinu ykkar betur og sjálfboðastarf í þágu þjóðar er fjársjóður sem þroskar og bætir.</span></p> <p><span>Á þessum tímamótum færi ég einlægar þakkir öllum þeim sem að hafa lagt gjörfa hönd að verki við landgræðsluflugið. Það er stór hópur manna, fyrirtækja, bæjar- og sveitarfélaga sem þar eiga hlut að máli. Mér er einna efst í huga þakklæti til þeirra sem höfðu kjark og þor til að <u>hefja</u> flugið, til atvinnuflugmanna sem flogið hafa NPK-Páli Sveinssyni ENDURGJALDSLAUST frá upphafi og einnig til þeirra flugvirkja sem séð hafa um viðhald vélarinnar. Landhelgisgæsluna, Flugfélag Íslands, Loftleiðir og síðar Flugleiðir hafa alla tíð lagt þessu verkefni lið á margvíslegan hátt er varðar viðhald flugvélanna.</span></p> <p><span>Ég leyfi mér að þakka undirbúningsnefndinni fyrir hennar störf og tel að hér sé verið að taka mjög farsæl skref til varðveislu Þristsins okkar.</span></p> <p><span>Ég óska Þristavinafélaginu sem hér verður stofnað, allra heilla í sínum störfum.<span>&nbsp;</span> Megi þessi einstaki Þristur fljúga í önnur 60 ár og gleðja komandi kynslóðir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><span>______________</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2005-01-10 00:00:0010. janúar 2005Stofnsetning Landbúnaðarháskóla Íslands

<p></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Ágætu gestir og samstarfsfólk.</span></p> <p><span>Ég býð ykkur öll velkomin til þessa fagnaðar, sem haldinn er í tilefni þess að nýr og glæsilegur fánaberi menntunar og rannsókna í landbúnaði hefur nú tekið til starfa, Landbúnaðarháskóli Íslands.<span>&nbsp;</span> Vil ég fagna þessum merku tímamótum með ykkur hér í dag og óska íslenskum landbúnaði til hamingju með þessa nýju stofnun.</span></p> <p><span>Landbúnaðarháskólinn er tilkominn með sameiningu þriggja stofnana landbúnaðarins: Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Garðyrkjuskólans á Reykjum og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Allar þessar stofnanir eiga sér langa og merka sögu og hafa gegnt lykilhlutverki í þróun þess gróskumikla landbúnaðar sem við búum við í dag.<span>&nbsp;</span> Það starf sem þær hafa unnið í þágu landbúnaðarins er bæði mikið og merkilegt og fyrir það ber að þakka starfsfólki þeirra og forystumönnum fyrr og nú.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Með sameiningu þessara stofnana verður til öflugur rannsóknaháskóli í þágu mikilvægs undirstöðuatvinnuvegar, landbúnaðarins.<span>&nbsp;</span> Sóknarfæri hans á nýrri öld liggja í auknum rannsóknum, þekkingu og miðlun hennar til þeirra sem landbúnað stunda, en með þeim hætti má renna styrkum stoðum undir samkeppnishæfni atvinnuvegarins og afkomumöguleika bænda. Á síðustu árum og áratugum hefur menntakerfið í landinu tekið miklum breytingum. Þetta gerir nýjar kröfur til menntakerfis landbúnaðarins á framhalds- og háskólastigi auk þess sem endurmenntun og leiðbeiningar verða sífellt mikilvægari þáttur fræðslukerfisins.</span></p> <p><span>Framtíðin kallar eftir meiri sameiningu krafta, betri samhæfingu hagsmuna, og auknu samstarfi þeirra stofnana sem landbúnaðurinn hefur yfir að ráða.<span>&nbsp;</span> Vil ég leggja þunga áherslu á samstarf Landbúnaðarháskóla Íslands við aðrar fræðslu- og rannsóknastofnanir, innan landbúnaðarins sem utan.<span>&nbsp;</span> Systurstofnun Landbúnaðarháskólans að Hólum í Hjaltadal hefur verið að vinna öflugt starf á sviði hestamennsku, ferðaþjónustu og fiskeldis og er það von mín að þessir skólar í sameiningu muni leggja traustan grunn að hinu fjölþætta hlutverki landbúnaðarins þegar horft er til framtíðar.<span>&nbsp;</span> Einnig hef ég lagt áherslu á samstarf stofnana landbúnaðarins við hið almenna menntakerfi, ekki síst sterk tengsl við Háskóla Íslands, en bæði hann og menntamálaráðherra eiga fulltrúa í nýju háskólaráði Landbúnaðarháskóla Íslands.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>Stórfelldar breytingar á viðskiptaumhverfi landbúnaðarins, breytingar á fjármagnsmarkaði, og aukin milliríkjaverslun með búvörur kalla á nýja þekkingu og áherslur í atvinnugreininni. Matvælaframleiðsla er sífellt að verða flóknari og tæknivæddari og kröfur til gæða og heilbrigði búvara aukast stöðugt. Þessar breytingar boða ný vinnubrögð hjá framleiðendum, úrvinnsluiðnaðinum, eftirlitsaðilum og stjórnsýslunni.</span></p> <p><span>Bændur og landbúnaðurinn sem heild eru mikilvægustu vörsluaðilar landgæða. Bættur efnahagur og breytt lífsmynstur þjóðarinnar kallar á aukna notkun landsins til útiveru og búsetu fjarri þéttbýlinu.<span>&nbsp;</span> Með þessu koma til nýjar kröfur til landbúnaðarins um þjónustu og nýtingu auðlindarinnar og færir<span>&nbsp;</span> honum jafnframt meiri ábyrgð á vörslu hennar og þróun. Þetta útheimtir breytta áherslu í rannsóknum, menntun,<span>&nbsp;</span> framleiðslu og þjónustu.</span></p> <p><span>Ný tækni hefur á síðustu árum breytt öllu vinnuumhverfi<span>&nbsp;</span> í landbúnaði og sú þróun mun halda áfram. Þetta<span>&nbsp;</span> skapar nýja möguleika í öllum greinum landbúnaðar en eykur jafnframt kröfuna um þekkingu og færni þeirra sem við landbúnað starfa. Þá hefur alþjóðavæðing á öllum sviðum - einkum þó í viðskiptum, tækni og rannsóknum -óhjákvæmilega áhrif á landbúnaðinn og gerir þá kröfu að hann vinni í auknum mæli með erlendum samstarfsaðilum. Alþjóðleg samkeppni er um vinnuafl einkum þó í viðskiptum, vísindum og ýmsum sérfræðistörfum. Því verður landbúnaðurinn að bjóða samkeppnishæft vinnuumhverfi vilji hann laða til sín starfsmenn í fremstu röð.</span></p> <p><span>Í nýjum jarðalögum sem samþykkt voru í maí á s.l. ári er hugtakið landbúnaður skilgreint sem <strong><em>&ldquo;hvers konar varsla,<span>&nbsp;</span> verndun,<span>&nbsp;</span> nýting og ræktun búfjár, ferskvatnsdýra, lands og auðlinda<span>&nbsp;</span> þess til atvinnu- og verðmætasköpunar,<span>&nbsp;</span> matvælaframleiðslu og þjónustu sem tengist slíkri starfsemi.</em></strong> Þessi nýja og víðtæka skilgreining á landbúnaði er í samræmi við þá þróun sem orðið hefur á undanförnum árum og mun halda áfram á næstu árum og áratugum .Það er<span>&nbsp;</span> hlutverk hins nýja Landbúnaðarháskóla Íslands að aðstoða þá sem við landbúnað starfa að fóta sig í þessu nýja umhverfi og nýta þau sóknarfæri sem það gefur svo afkoma þeirra sem atvinnugreinina stunda batni, möguleikum í nýtingu landgæða og náttúruauðlinda fjölgi og almennur hagvöxtur aukist. Hvernig þar tekst til varðar ekki landbúnaðinn einan heldur þjóðfélagið allt.</span></p> <p><span>Stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands markar því merk tímamót í sögu landbúnaðarins og einnig í þróun háskólaumhverfisins á Íslandi. Ég vil á komandi árum sjá Landbúnaðarháskóla Íslands sem leiðandi afl<span>&nbsp;</span> á sviði náttúruvísinda og fræðslu og eftirsóttan samstarfsaðila í íslensku háskólasamfélagi og á alþjóðavettvangi.</span></p> <p><span>Starf þeirra þriggja stofnana sem nú hafa myndað Landbúnaðarháskóla Íslands er mikils metið, en nú hefur liði verið fylkt til nýrrar sóknar.<span>&nbsp;</span> Við ykkur sem fyrrverandi starfsfólk þessara stofnana vil ég segja:<span>&nbsp;</span> þið lögðuð grunninn, á ykkar góða starfi byggir framtíðin. Gildi vísinda- og menntastofnana er ekki fólgið í ytri umgjörð, húsakosti og búnaði,<span>&nbsp;</span> heldur í þeim mannauði sem þær hafa yfir að ráða.<span>&nbsp;</span> Ég hef því lagt á það áherslu við stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands að varðveita þennan mannauð. Ég vona að þetta hafi tekist og vil segja við ykkur sem starfsfólk hinnar nýju stofnunar: þið eruð Landbúnaðarháskóli Íslands.<span>&nbsp;</span> Ég óska ykkur til hamingju með það mikilvæga og spennandi verkefni sem ykkur hefur verið falið.</span></p> <p><span>Vil ég nota tækifærið og þakka forstöðumönnum hinna þriggja stofneininga Landbúnaðarháskóla Íslands, Magnúsi B. Jónssyni, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Sveini Aðalsteinssyni, skólameistara Garðyrkjuskólans á Reykjum, og Þorsteini Tómassyni, forstjóra Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, fyrir vel unnin störf í þágu landbúnaðarins. <span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span><span>&nbsp;</span>Úr ykkar höndum tekur Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands við góðu búi.</span></p> <p><span>Góðir gestir, ég óska ykkur að lokum öllum til hamingju með Landbúnaðarháskóla Íslands og þau mikilvægu og spennandi verkefni sem ykkur hafa verið falin með tilkomu hans.</span></p> <p>&nbsp;</p>

2004-10-22 00:00:0022. október 2004Þjóðarblómið

<p> </p> <p><span>Forseti Íslands Herra Ólafur Ragnar Grímsson, aðrir góðir gestir.</span></p> <p><span>Til hamingju með daginn og verið hjartanlega velkomin til þess mikla atburðar er við Íslendingar veljum okkur þjóðarblóm.<span> </span> Er við veljum eitt af okkar fallegu íslensku blómum til að vera í forsvari og sem merkisbera íslenskrar náttúru, hreinleika og fegurðar.</span></p> <p><span>Já blómin voru og eru fyrstu vorboðarnir og jafn mikið er enn beðið eftir að fífillinn og sóleyin láti sjá sig á Arnarhóli <span> </span>eins og eftirvæntingin var mikil í sveitinni áður fyrr.<span> </span> Hver þekkir ekki að börnin komi hlaupandi inn og segi:<span> </span> Mamma; það er kominn fífill.<span> </span></span></p> <p><span>Blómin hafa löngum verið skáldunum okkar yrkisefni og fallegt er kvæði Jónasar Hallgrímssonar:</span></p> <p><span><span> </span><span> </span> Fífilbrekka gróin grund</span></p> <p><span><span> </span> grösug hlíð með berjalautum.</span></p> <p><span><span> </span> Flóatetur fífusund</span></p> <p><span><span> </span> fífilbrekka smáragrund</span></p> <p><span><span> </span> yður hjá ég alla stund</span></p> <p><span><span> </span> undi best í sæld og þrautum.</span></p> <p><span><span> </span> Fífilbrekka gróin grund</span></p> <p><span><span> </span> grösug hlíð með berjalautum</span></p> <p><span> </span></p> <p><span><span> </span> Bunulækur blár og tær,</span></p> <p><span><span> </span> bakkafögur á í hvammi</span></p> <p><span><span> </span> sólarylur blíður blær</span></p> <p><span><span> </span> bunulækur fagurtær.</span></p> <p><span><span> </span> Yndið vekja ykkur nær</span></p> <p><span><span> </span> allra best í dalnum frammi</span></p> <p><span><span> </span> Bunulækur blár og tær,</span></p> <p><span><span> </span> bakkafögur á í hvammi</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Þegar mér barst erindi Ásdísar frá Skörðugili ákvað ég að leggja mitt að mörkum.<span> </span> Þar sem brýnt er að samstaða ríki um svona mál og þar sem það snertir svo marga taldi ég eðililegt að leita til þeirra samstarfsaðila minna í ríkisstjórn sem ég taldi að þetta mál myndir helst varða.<span> </span> Allir tóku þeir erindinu vel og niðurstaðan að fulltrúar okkar mynduðu starfshóp til að fylgja verkinu eftir.<span> </span> Þeim til liðsinnis var svo Lanvernd sem fór með framkvæmdina.</span></p> <p><span>Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka samráðherrum mínum aðildina að verkefninu, nefndarmönnum vel unnið verk og Landvernd fyrir einstaklega fagmannleg og góð vinnubrögð.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Eins og hér<span> </span> hefur verið skýrt fór fram eindanlegt val á þjóðarblómi með atkvæðagreiðslu þjóðarinnar.<span> </span></span></p> <p><span>Niðurstaðan liggur fyrir þar sem eitt blóm fékk fleiri atkvæði en önnur og því eðlilegast og réttast að það hljóti heiðurinn.</span></p> <p><span>Kosið var um 7 blóm og reiknuð stig fyrir hvert atkvæði eftir viðurkenndum leikreglum sem kynntar voru.<span> </span> Niðurstaðan er fengin og var hún kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun</span></p> <p><span>Niðurstðan var þessi:</span></p> <p><span><span> </span></span></p> <p><span>7. sæti<span> </span> Geldingahnappur<span> </span> 14. 597 stig</span></p> <p><span>6.<span> </span> --<span> </span> Lambagras<span> </span>15. 084<span> </span> --</span></p> <p><span>5.<span> </span> --<span> </span> Hrafnafífa<span> </span>15. 515<span> </span> --</span></p> <p><span>4.<span> </span> --<span> </span> Blágresi<span> </span><span> 1</span>9. 243<span> </span> --<span> </span></span></p> <p><span>3.<span> </span> --<span> </span> Blóðberg<span> 2</span>1. 384<span> </span> --<span> </span></span></p> <p><span>2.<span> </span> --<span> </span> Gleym-mér-ei<span> </span><span> </span>21. 802<span> </span> --</span></p> <p><span>1.<span> </span> --<span> </span> Holtasóley<span> </span>21. 942<span> </span> --<span> </span> <span> </span></span></p> <p><span><span> </span> <span> </span></span></p> <p><span>Það er því okkar velþekkta, fallega og íslenska Hotlasóley sem valin hefur verið af þjóðinni sem þjóðarblóm Íslendinga.<span> </span> Óska ég henni og okkur til hamingju með valið.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Kæru samkomugestir.</span></p> <p><span>Hvert þessara blóma hefur sér til ágætis mikið, og öll eiga þessi blóm sérstakt rúm í hjörtum okkar.<span> </span></span></p> <p><span>Geldingahnappurinn fallegi sem víða gægist upp úr auðninni,</span></p> <p><span>Lambagrasið með blómum skrýddan grænan kollinn,</span></p> <p><span>Fífan sem hefur lýst þjóðinni í gegnum aldirnar,</span></p> <p><span>Blágresið blíða í berjalautu vænni,</span></p> <p><span>Blóðbergið veitt bragð sitt og fjörefni í drykkinn,</span></p> <p><span>Gleym mér ei-in blóm unga fólksins, minninganna og ástarinnar og</span></p> <p><span>Holtasóleyan með sín stóru hvítu blöð sem umlykja hið gyllta höfuð.</span></p> <p><span>Nefndinni bárust margar ábendingar og þar á meðal flutu vísur.<span> </span> Einn sendandinn var Herra Pétur Sigurgeirsson biskup.<span> </span> Í tilefni þess að Holtasóleyjan hefur nú verið valin sem þjóðarblóm Íslendinga leyfi ég mér að fara með þá ágætu stöku.</span></p> <p><span><span> </span> Holt er vorri eyju á,</span></p> <p><span><span> </span> yndi holtin veita.</span></p> <p><span><span> </span> Holtum á þar helst má sjá</span></p> <p><span><span> </span> holta - sóley skreyta.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Nú vil ég biðja Forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson að gera svo vel að koma hingað og að taka við skjali sem vottar að Holtasóleyin hafi verið valin sem þjóðarblóm Íslensku þjóðarinnar árið 2004.<span> </span></span></p> <p><span>Sömuleiðs langar mig til að biðja frú Ásdísi Sigurjónsdóttur frá Skörðugili að koma hingað upp og taka á móti smá þakklætisvotti frá okkur ráðherrunum fyrir að vekja athygli á þessu þarfa verkefni.</span></p> <br /> <br />

2004-09-24 00:00:0024. september 2004Þing Neytendasamtakanna

<p><span>Ágætu þingfulltrúar, forystufólk og trúnaðarmenn Neytendasamtakanna.</span></p> <p><span>Það er mér mikil heiður að fá að ávarpa ykkar þing sem landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins og síðast en ekki síst sem neytandi. Minn flokkur fer með málefni neytenda í þessari ríkisstjórn og flyt ég ykkur bestu kveðjur frá Valgerði Sverrisdóttur ráðherra neytendamála. <span></span></span></p> <p><span>Sem neytandi geri ég mér grein fyrir því hve mikilvægt er fyrir þjóðfélagið og íslenska neytendur að hafa sterk félagasamtök eins og Neytendasamtök Íslands sem gæta hagsmuna litla mannsins í viðskiptaheimi þeirra stóru og sterku. Það er því engum blöðum um það að flétta að starf ykkar er mikilvægt og er það mat mitt að Neytendasamtökunum hafi oftast tekist að taka málefnalega á þeim málum sem upp hafa komið í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni.</span></p> <p><span>Ágætu þingfulltrúar.</span></p> <p><span>Hagsmunir landbúnaðararins og neytenda liggja saman og má í raun segja að án hins gæti hvorugt þrifist. <span>&nbsp;</span>Íslenskur landbúnaður hefur frá örófi alda verið ein af<span>&nbsp;</span> undirstöðuatvinnuvegum okkar Íslendinga og brauðfætt þjóðina allt frá landnámi.<span>&nbsp;</span> Nær alls staðar í landinu þar sem mögulegt var að fá beit fyrir ærnar eða tuggu í kýrnar setti fólk sig niður og framfleytti sér. Án efa varð þetta til þess að nær allt landið byggðist. Gamla tóftarbrotið vitnar um strit forfeðra okkar, strit og tár þess liðna.</span></p> <p><span>Í dag er staðan sú að íslenskur landbúnaður hefur sl. 10-15 ár gengið í gegnum einhverjar þær mestu breytingar sem átt hafa sér stað í sögu hans. Kröfur neytenda til landbúnaðarins aukast sífellt bæði hvað varðar verð og gæði og reynir því æ meira á íslenska bændur að standa sig og skila neytendum þeirri vöru sem þeir svo gjarnan vilja fá.</span></p> <p><span>Þegar rætt er um íslenskan landbúnað verður að hafa hina fjölþættu hagsmuni neytenda og sveitanna að leiðarljósi. Gæði íslenskra landbúnaðarrafurða er óvéfengjanleg og er erfitt að finna álíka gæði annars staðar á byggðu bóli.</span></p> <p><span>Ég tel t.d. afar mikilvægt sem íslenskur neytandi að geta treyst því að þau matvæli sem ég versla hér séu í lagi og beri ekki sjúkdóma sem gætu reynst mér og mínum lífshættuleg. Ég minnist þess sjálfur er ég heimsótti Kína að hafa orðið einum slíkum sjúkdómi að bráð. Ég vil ekki leggja slíka lífsreynslu á nokkurn mann. Hver hér inni man ekki eftir kúariðunni í Evrópu og óttanum sem fylgdi þeirri umræðu. Hversu margir voru þá þakklátir íslenskum bændum og okkar matvælaöryggi ?</span></p> <p><span>Ég minni á það að sl. vetur þurfti landbúnaðarráðuneytið að auglýsa bann við innflutning frá Bandaríkjunum, Kína, Tælandi, Suður-Kóreu, Víetnam, Japan, Tævan, Kambódíu, Indónesíu, Laos, Pakistan og Hong Kong vegna Avian Inflúensu eða fuglaflensu sem er skæður fuglasjúkdómur sem borist getur í menn og aldrei hefur greinst á Íslandi. Bannið náði til lifandi fugla, frjóeggja og hrárra og soðinna afurða alifugla frá ofangreindum löndum. Svona bönn virka oft í umræðunni sem duttlungar og sérhagsmunir. En liggur nokkuð við, já líf liggur við, heils og hamingja barna okkar, að öryggi okkar verði ekki ógnað.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Því tel ég afar brýnt að tryggja áframhaldandi hreinleika og heilbrigði íslensks landbúnaðar og því fæðuöryggi sem íslenskur landbúnaðar veitir, viðhaldist samhliða góðri samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Með hag neytenda og íslensk landbúnaðar að leiðarljósi var m.a. gefin út reglugerð á síðasta ári sem tryggir rekjanleika búfjárafurða frá fæðingu til sölu afurða til endaneytenda. Markmiðið með þessari reglugerð er að styrkja matvæla- og búfjáreftirlit á íslenskum búfjárafurðum.</span></p> <p><span>Ágætu þingfulltrúar.</span></p> <p><span>Íslenskur landbúnaður mun þurfa að keppa við innfluttar afurðir í meira mæli en áður hefur þekkst, ekki spurning um hvort heldur hvenær ! Staða mála innan WTO er með þeim hætti að það er fyrirsjáanlegt að frelsi í viðskiptum með landbúnaðarafurðir mun aukast. Það er því afar mikilvægt að íslenskur landbúnaður sé vel í stakk búinn til að mæta aukinni samkeppni. Á þetta lagði ég áherslu við gerð nýs mjólkursamnings við Bændasamtök Íslands, þar lagið ég einnig áherslu á það að sú hagræðing sem átt hefur sér stað í mjólkurbúskapnum skilaði sér í auknum mæli til neytenda og vil ég hér minna á mikilvægi þess fyrir íslenska neytendur, mjólkurframleiðendur og mjólkuriðnaðinn, að viðhaldið sé gagnsæi í verðlagningu á mjólkurvörum. Staðan á dagvörumarkaði í dag er þannig að það er beinlínis lífsspursmál fyrir heilbrigða samkeppni á þeim markaði að skipulag mjólkuriðnaðarins haldist.<span>&nbsp;</span> Þetta er í raun síðasta vígið fyrir &ldquo;kaupmanninn á horninu&rdquo; sem annars yrði kraminn af hinum stóru. Það er alveg ljóst að það er neytendum framtíðarinnar fyrir bestu að hér ríki ekki einokun eða fákeppni á dagvörumarkaði. Slík staða er ekki vænleg fyrir íslenskt samfélag og íslenskar neytendur.<span>&nbsp;</span> Það er því ljóst að það er beinlínis sameiginlegt hagsmunamál bænda og neytenda að viðhalda gagnsæri verðlagningu í mjólkuriðnaði.</span></p> <p><span>Ágætu þingfulltrúar.</span></p> <p><span>Nýlega lauk störfum nefnd viðskiptaráðherra sem fjallaði um íslenskt viðskiptaumhverfi. Margt af því sem nefndin fjallaði um skiptir neytendur miklu. Nú er unnið að því að útfæra tillögur nefndarinnar og má reikna með að viðskiptaráðherra kynni lagafrumvörp er varða neytenda- og samkeppnismál á næstu dögum. Tillögurnar tóku ekki aðeins til stjórnsýslunnar á þessu sviði heldur einnig til heimilda samkeppnisyfirvalda.</span></p> <p><span>Hvað stjórnsýsluþáttinn varðar lagði nefndin til að eftirlit með samkeppnishömlum verði aðskilið öðrum verkefnum sem Samkeppnisstofnun sinnir í dag. Með þeim hætti verði lögð skýrari áhersla á samkeppniseftirlitið. Það skiptir neytendur á okkar litlu mörkuðum afar miklu máli að samkeppniseftirlit sé öflugt. Þá er einnig lagt til að samkeppniseftirlit fái auknar heimildir, m.a. til að krefjast skipulagsbreytinga hjá fyrirtækjum. Með slíkt vald þarf auðvitað að fara varlega og aðeins að beita í ýtrustu neyð.</span></p> <p><span>Ég hvet Neytendasamtökin til að kynna sér vel þau frumvörp sem lögð verða fram á næstunni og taka þátt í því opna umræðuferli sem þau verða sett í.<span>&nbsp;</span> Það er okkur öllum mikilvægt að sem mest umræða eigi sér stað um þessi mál og að sem mest samstaða geti náðst um fyrirhugaðar breytingar.</span></p> <p><span>Ágætu þingfulltrúar.</span></p> <p><span>Nú er skollið á kennaraverkfall, sem hefur mikil áhrif á börn og foreldra.<span>&nbsp;</span> Ég ætla ekki hér að fjalla um þetta verkfall, tel sjálfur að kennarar eigi að hafa góð laun &ndash; en verkfall sé í dag úrelt og taktlaus lausn, sem skaðar mest stétt þeirra sem því beita og bitnar á saklausum aðila, sem í þessu tilfelli eru bæði börn og foreldrar.<span>&nbsp;</span> Ég ætla hins vegar af þessu tilefni að velta fyrir mér framtíðarneytendum þessa lands þ.e.a.s. börnum og ungmennum dagsins í dag, hvort ekki þurfi að stokka skólastarfið upp.</span></p> <p><span>Ég hef alltaf horft öfundaraugum til þeirra þjóða sem eru með íþróttastarfið í skólakerfinu sjálfu.<span>&nbsp;</span> Ég tel að lífsins vegna og framtíðarinnar vegna verðum við að efla íþróttir og hreyfingu barna og unglinga.<span>&nbsp;</span> Ég tel að við verðum að stórefla íþróttaiðkun í skólakerfinu og færa stóran hluta af íþróttastarfinu inn í skólakerfið.<span>&nbsp;</span> Íþróttir eiga að vera almenningseign en ekki séreign fárra í íþróttafélögum þeirra bestu.<span>&nbsp;</span> Íþróttafélögin eyða milljörðum í sjeníin, fótbolta- og handboltastrákar settir á laun en fjöldinn er ekki með í íþróttafélaginu.<span>&nbsp;</span> Skólakerfið okkar er staðið að því að skera niður lögboðna skyldu um útivist og hreyfingu.<span>&nbsp;</span> Samtímis færist neysla barna og unglinga frá hollum mat yfir í ruslfæði.<span>&nbsp;</span> Er stærsta tímasprengja heilbrigðiskerfisins að þróast á Íslandi ? Það sagði mér Anton Bjarnason íþróttakennari, á dögunum að það væri sitt mat að svo væri.<span>&nbsp;</span> Margir íþróttakennarar eru áhyggjufullir og talið er að hér á landi sé eitt af hverjum fjórum börnum illa statt líkamlega vegna offitu.<span>&nbsp;</span> Anton sagði mér frá merkilegri könnun á ástandi barna frá Exeter í Bretlandi.<span>&nbsp;</span> Læknavísindin segja að hjartavöðvi barns þurfi í 30 mínútur á hverjum degi að fá púls í 140 slög til að þroskast og eiga lífslíkur og hreysti í 80 ár.<span>&nbsp;</span> Af 400 barna úrtaki í þessari borg féllu 386 barnanna á prófinu, þessi börn horfa á sjónvarp og leika tölvuleiki í 35 klst. á viku.</span></p> <p><span>Nú spyr ég Neytendasamtökin, skólakerfið og foreldra þessa lands, hvort hér sé ekki verk að vinna?<span>&nbsp;</span> Er útrásarmaðurinn Magnús Scheving að útfæra aðferð til að bjarga börnum um víða veröld, sem ekki síst ætti að vera okkar verkefni hér heima, hreyfing og hollur matur?<span>&nbsp;</span> Er víkingaþjóðin að ala upp kynslóð sem fær músarhjarta og verður áhættuhópur sjúkdóma á næstu áratugum vegna hreyfingarleysis og mataræðis?<span>&nbsp;</span> Foreldrar dagsins í dag eru uppteknir við að aka börnum sínum hvern spöl.<span>&nbsp;</span> Ef þið farið um bæi þessa lands þá sjást börn sjaldan að leik útivið, miklu fremur sjást börn með gulan poka að bera videóspólu heim og dregið er fyrir glugga, þar sitja videógláparar lokaðir inni á björtum degi sem sækja orku sína eða orkuleysi í CocaCola og bland í poka.</span></p> <p><span>Ég hef hér velt upp áhyggjuefni við ykkur og spyr:<span>&nbsp;</span> Þurfum við ekki að gera þjóðarátak til að efla hreysti sem snýr að hreyfingu og mataræði?<span>&nbsp;</span> Ungviði þarfnast hreyfingar og skólinn, í samstarfi við foreldra, getur einn tekið þetta verkefni að sér, íþróttir og hreyfing fyrir alla.<span>&nbsp;</span> Það er mjólkin, kjötið, grænmetið og fiskurinn, ásamt hreyfingunni, sem skapar hraustan líkama.<span>&nbsp;</span> Ég set það hér fram, að starf íþróttafélaganna færist inn í skólastarfið og æskan fær afl til að öðlast betra líf.<span>&nbsp;</span> Ég spyr líka, eru gömlu skólaleikirnir, eins og fallin spýta og að hlaupa í skarðið, gleymdir?<span>&nbsp;</span> Það er sannað að börn sem stunda íþróttir eru betri nemendur á bókina og um leið eru íþróttir forvörn gegn tóbaki og vímuefnum.<span>&nbsp;</span> Ég hef það mikla trú á Neytendasamtökunum, að ég tel þau gætu orðið boðberar nýrra tíma á þessu sviði.</span></p> <p><span>Ágætu neytendur.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Hvað er það sem við Íslendingar eigum saman?<span>&nbsp;</span> Við eigum þetta land, með fjöll og dali og sjávarnið.<span>&nbsp;</span> Við eigum sögu um fátækt.<span>&nbsp;</span> Við eigum lýðveldissögu, þar sem þessi litla þjóð sneri sjálf þróuninni við og erum nú það land í Evrópu sem býr við einna bestu lífskjör og vaxandi hagsæld, vonandi um langa hríð.<span>&nbsp;</span> Stjórnvöld og atvinnulífið sjá stór tækifæri fyrir unga Íslendinga heima og að heiman.<span>&nbsp;</span> Eggjunum í hagkörfunni fjölgar, iðnaður og ferðamenn gefa gjaldeyristekjur til jafns við sjávarútveginn.<span>&nbsp;</span> Viljum við hverfa inn í valdablokkir til að sækja þangað skammvinnan gróða?<span>&nbsp;</span> Vinnan er móðir mannsins.<span>&nbsp;</span> Í mörgum löndum Evrópu hefur atvinnuleysi fætt af sér þrjár til fjórar kynslóðir manna í sömu fjölskyldu sem lifir án þess að vinnan sé til staðar.<span>&nbsp;</span> Um leið og við sköpum tækifæri með samningum við erlend ríki, skulum við minnast þess að halda fast um aðalatriðin, stjórna sjálf okkar auðlindum án erlendra yfirráða.<span>&nbsp;</span> Hafið er okkar gullkista, grundvöllur lífskjara komandi kynslóða.<span>&nbsp;</span> Neytendur þessa lands, þjóðin sjálf, á rétt á þeirri þjóðarsátt, að við ákveðum hvernig nýting auðlinda verður. Hverjar eru þær náttúruperlur sem mannshöndin þyrmir.</span></p> <p><span>Við eigum fossa og fegurð sem aldrei má raska.<span>&nbsp;</span> Við eigum auðnir og sanda sem vekja hughrif og hafa nýtt aðdráttarafl í veröld nýrra tækifæra.<span>&nbsp;</span> Þetta er verkefni stjórnmálamanna að ná samstöðu um á næstu árum.<span>&nbsp;</span> Við þurfum að fórna, en fyrst og fremst að forgangsraða og móta stefnu framtíðarinnar.<span>&nbsp;</span> Ísland á ærinn auð og þau stóru verkefni síðustu ára sem ráðist hefur verið í, ekki síst í iðnaði, skapa öryggi næstu ára.<span>&nbsp;</span> Ríkisstjórn athafna er ekki alltaf vinsæl í augnablikinu, en það gildir samt að þora að takast á við framtíðina.</span></p> <p><span>Neytendur þessa lands vilja góð lífskjör og ung kynslóð gerir kröfur um að vera í fremstu röð.<span>&nbsp;</span> Enn á það við sem sagt var á Hvítárvöllum forðum:<span>&nbsp;</span> &ldquo;Þar er fallegt ef vel veiðist.&rdquo;<span>&nbsp;</span> Neytendur eru þjóðin og Neytendasamtökin eiga að horfa inn í framtíðina með stjórnvöldum og marka stefnuna jákvætt, en gagnrýni má samt ekki skorta.<span>&nbsp;</span> Ég trúi á dugnað unga fólksins og auðlindir þessa lands og þá sérstöðu sem landið býr okkur.<span>&nbsp;</span> Í neyð eigum við eina þjóðarsál.<span>&nbsp;</span> Nú þurfum við að fara yfir það sem sameinar okkur og hætta að deila um smámuni, það á jafnt við um ykkur og okkur stjórnmálamennina ekki síður.</span></p> <p>&nbsp;</p>

2004-07-04 00:00:0004. júlí 2004Landsmóti hestamanna 2004

<p></p> <p><span>Gleðilega hátíð, hestamenn!</span></p> <p><span>Verið öll hjartanlega velkomin á Landsmót.<span>&nbsp;</span> Erlenda gesti býð ég sérstaklega velkomna til Íslands um leið og ég þakka þeim tryggð og vináttu við Ísland og íslenska hestinn.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ísland skartar fegurð sinni.<span>&nbsp;</span> Veðurguðirnir hafa verið með okkur þessa daga, að vísu laugað okkur með tárum himins í einni og einni skúr.<span>&nbsp;</span> Ég lít á skúrirnar sem gleðitár og hrifningu af hestinum.<span>&nbsp;</span> Þetta staðfestir þá trú okkar allra sem elskum íslenska hestinn, að hann einn sé hestur guðanna &ndash; lang flottastur.<span>&nbsp;</span> Ég flyt hestamönnum og landsmótsgestum kveðju ríkisstjórnarinnar allrar á hátíðarstund.<span>&nbsp;</span> Ég hef rætt við forystumenn ríkisstjórnarinnar og við erum sammála um að sá stuðningur sem ríkisstjórnin hefur tekið þátt í hafi heppnast vel.<span>&nbsp;</span> Við teljum að það sé þess virði að halda áfram á sömu braut með því að taka þátt í og leggja fjármagn í ný átaksverkefni.</span></p> <p><span>Vegna hestsins og ævintýranna í kringum hann er í dag eftirsóknarvert að vera landbúnaðarráðherra og í framtíðinni verður sóst eftir að sitja í því ráðherraembætti vegna hestsins og hestamanna, enda vegna átaksverkefnis ríkisstjórnarinnar kemur nú helmingur ráðherra ríkisstjórnarinnar að málefnum hestamanna.<span>&nbsp;</span> Jafnframt hefur sú breyting orðið á fimm árum að hið gamla góða heiti að vera bóndi, er komið í tísku og heiðursnafnbót þeirra sem eru að byggja upp ný og glæsileg býli í sveitum þessa lands.</span></p> <p><span>Í dag minnumst við frumherjanna sem ákváðu fyrir meira en 50 árum að gera íslenska hestinn að þessum yndislegasta fjölskylduhesti heimsins.<span>&nbsp;</span> Þúsundir manna um allan heim eiga nú hlutdeild í þessum hesti með okkur.<span>&nbsp;</span> Hér er uppskeruhátíð.<span>&nbsp;</span> Aldrei hefur Ísland átt öflugra reiðfólk og jafn mikið úrval gæðinga.<span>&nbsp;</span> Sjáið börnin, þau sitja hestinn eins og englar.<span>&nbsp;</span> Sunnlenskir hestamenn hafa unnið þrekvirki hér á Gaddstaðaflötum.</span></p> <blockquote dir="ltr"> <p><span>Rístu og sýndu sæmd og rögg</span></p> <p><span>sól er í miðjum hlíðum.</span></p> <p><span>Dagsins glymja hamars högg</span></p> <p><span>heimurinn er í smíðum.</span></p> <span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> (Höf. Helgi Sveinsson)</span> </blockquote> <p><span>Hér er nú glæsilegasta útivistarsvæði og íþróttavöllur landsins.<span>&nbsp;</span> Ég þakka brekkunni fyrir undirtektir og þakklæti til sunnlenskra hestamanna með þessu mikla lófaklappi.<span>&nbsp;</span> Ríkisvaldið hefur nú í fimm ár stutt við átaksverkefni hestamanna með sveitarfélögum, Flugleiðum, KB banka og Bændasamtökum Íslands.<span>&nbsp;</span> Stofnað hefur verið embætti umboðsmanns/sendiherra hestsins.<span>&nbsp;</span> Þessi verkefni hafa skapað nýja sókn og sigra.<span>&nbsp;</span> Hesturinn er íslensk gersemi og okkur Íslendingum ber að tryggja okkar forystuhlutverk.<span>&nbsp;</span> Ég tel að ríkisvaldið eigi áfram að styðja hestinn og hestamenn í gegnum slík átaksverkefni.</span></p> <p><span>Ágætu gestir.</span></p> <p><span>Verið velkomin á Suðurland.<span>&nbsp;</span> Hér rísa hrossabúgarðar og hetjur ríða um héruð sem forðum.<span>&nbsp;</span> Já, lífið er &ldquo;eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður Guð sinn og deyr.<span>&nbsp;</span> Íslands þúsund ár.&rdquo;</span></p> <p><span>Hér hefur hestamennskan lifað í þúsund ár.<span>&nbsp;</span> Hún er hluti af þjóðmenningu okkar.<span>&nbsp;</span> Fasmikill makki hestsins og töltið þýða, setur okkar hest fremstan meðal gæðinga.</span></p> <p><span>Ágætu landsmótsgestir.</span></p> <p><span>Þetta er íslenskur hestur, tákn landsins, mótaður af landinu.<span>&nbsp;</span> Hér er mekkan, uppsprettan, forystan í ræktun, ættbókin færð, hér er upprunalandið.<span>&nbsp;</span> Ábyrgð okkar er mikil gagnvart okkur sjálfum og öllum eigendum íslenska hestsins.</span></p> <p><span>Ágætu erlendu gestir.<span>&nbsp;</span> Góðir Íslendingar.</span></p> <p><span>Landsmótið er glæsilegra en nokkru sinni fyrr.<span>&nbsp;</span> Það lofar starf Landssambands hestamanna, Félags Hrossabænda, Félags tamningamanna, Háskólans á Hólum og allra þeirra sem hafa gert reiðkennslu og hestinn að sínu verkefni og áhugamáli í lífinu.<span>&nbsp;</span> Ég þakka þann metnað sem hestamenn setja á oddinn.<span>&nbsp;</span> Hér hefur ríkt gleði og vinafundur.<span>&nbsp;</span> Hér stendur yfir mikið ævintýri.<span>&nbsp;</span> Hér ómar hláturinn og gleðin.<span>&nbsp;</span> Hér hefur verið faðmast og kysst.<span>&nbsp;</span> Við höfum séð það besta í íslenskri hrossarækt og reiðmenningu.<span>&nbsp;</span> Miklar framfarir og jafn betri hesta en áður.<span>&nbsp;</span> Hesturinn er skaparans meistaramynd, er mátturinn, steyptur í hold og blóð, eins og skáldið orðaði það.</span></p> <p><span>Ég ætla hér að lokum að heiðra Tone Kolnes, formann FIVE.<span>&nbsp;</span> Hún hefur í 14 ár gegnt forystu í samtökum sem um heim allan eru að berjast fyrir íslenska hestinum.<span>&nbsp;</span> Hún er hinn dæmigerði Íslandshestamaður, elskar Ísland, hér giftist hún sínum norska manni, Per, fyrir 28 árum.<span>&nbsp;</span> Hún er nú fremst meðal jafninga í því starfi sem unnið er erlendis í okkar þágu og íslenska hestsins og hestamanna.</span></p> <br /> <br />

2004-06-06 00:00:0006. júní 2004Ávarp á norrænu mjólkuriðnaðarþingi

<p><strong></strong></p> <p>Ágætu mjólkurunnendur, frændur og vinir.</p> <p>Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til Íslands í hina nóttlausu voraldar veröld.&nbsp; Það er&nbsp; hin hreina og fagra náttúra landsins sem er&nbsp; grundvölur að framleiðslu þeirra hollu og hreinu landbúnaðarvara sem við Íslendingar framleiðum og erum svo stolt af.&nbsp; Hin bjarta sumarnótt ræður því að þótt vaxtartími gróðursins sé stuttur í mánuðum er hann samt sem áður langur vegna hinna björtu sumarnótta. Grasið er ferskt og kjarnmikið, eins og besta kjarnfóður fram undir haust.&nbsp; Gleggsta dæmið um þennan kyngimátt náttúrunnar er íslenska fjallalambið, sem fylgir eftir gróðurlínunni til fjalla, drekkur hreint og ómengað vatnið og móðurmjólkina og nær fullum þroska á aðeins 3 &ndash; 4 mánuðum.</p> <p><strong>Dýrin</strong></p> <p>Þá eru það húsdýrin okkar, kýrin, kindin og hesturinn sem urðu manninum samskipa til landsins fyrir meira en ellefu öldum og&nbsp;&nbsp; teljast til þjóðardýrgripanna.&nbsp; Þau hafa þolað súrt og sætt með þjóðinni &ndash; haldið lífi í henni á erfiðum tímum.&nbsp; Það er engin tilviljun að þegar til umræðu kom fyrir nokkrum árum að flytja inn nýjan og afkastameiri kúastofn þá hafnaði meirihluti kúabænda því í almennri atkvæðagreiðslu. Það hefur líka komið í ljós að íslenska mjólkin býr yfir eiginleikum sem önnur kúakyn hafa ekki eða í mun minna mæli.&nbsp;</p> <p><strong>Matarhefð Íslendinga</strong></p> <p>Í íslenskri matarhefð er margt merkilegt að finna, sem þróast hefur við þær aðstæður sem landið og náttúran skapar.&nbsp; Þar á meðal er tvennt sem tengist mjólkinni.&nbsp; Í fyrsta lagi er það skyrið sem er ævaforn aðferð við úrvinnslu, sem ég hefi fyrir satt að ekki tíðkist annars staðar í okkar heimshluta.&nbsp; Nú hefur þessi ævaforna matarhefð fengið flugið á ný.&nbsp; Ótal bragðtegundir af skyri fást í matvöruverslunum, neyslan vex stöðugt og segja má að skyrið flokkist nú undir það sem kalla má heilsufæði.&nbsp; Hitt sem ég vildi nefna varðandi skyrgerðina er mysan sem um aldir var notuð til þess að geyma í mat, þegar hvorki var til salt eða nútíma tækni til að frysta og kæla matvæli.</p> <p><strong>Menntun Íslendinga</strong></p> <p>Þið eruð hér saman komin á þingi norrænna mjólkurfræðinga.&nbsp; Í því sambandi er skylt að minnast þess að við Íslendingar eigum frændum okkar á Norðurlöndunum mikið að þakka vegna þess stuðnings sem við höfum fengið frá þeim við uppbyggingu nútíma mjólkuriðnaðar.&nbsp; Flestir íslenskir mjólkuriðnaðarmenn hafa sótt menntun sína til Noregs, Svíþjóðar og ekki síst til Danmerkur og sú frábæra tækni sem notuð er við mjólkurframleiðslu, hvort sem er í fjósi bóndans eða í mjólkurbúunum, kemur einnig frá þeim löndum.&nbsp; Þessi þróun hefur staðið í meira en heila öld,&nbsp; hófst með rjómabúunum upp úr aldamótunum 1900 og síðan með tilkomu mjólkurbúanna á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar.&nbsp; Fyrir þetta vil ég þakka fyrir hönd íslensks landbúnaðar.</p> <p><strong>Tilgangur mjólkuriðnaðarþingsins</strong></p> <p>Ég er þess fullviss að sú þekking og skoðanaskipti sem fagfólk í mjólkuriðnaði öðlast hér á þinginu skili sér fyrr en varir í enn betri og fjölbreyttari mjólkurafurðum, mjólk er ein af okkar þýðingarmestu matvælum og í raun ein af undirstöðu fæðutegundum mannfólksins. Sumir segja &ldquo;grunnurinn að hraustum líkama.&rdquo;</p> <p><strong>Mikilvægi mjólkurafurða</strong></p> <p>Ég er sannfærður um að mikilvægi mjólkur í fæðu okkar mun haldast og tel ég að heilsusamlegar mjólkurafurðir eigi að vera ein af áherslum stjórnvalda og almennings í fyrirbyggjandi heilsuvernd, svo draga megi úr mörgum sjúkdómum samtímans svo sem ofþyngd, sykursýki, vannæringu og hjarta- og æðasjúkdómum. Aukin þekking og mikið þróunarstarf hefur á liðnum áratugum gert mönnum kleift að framleiða sífellt betri mjólk og afurðir úr mjólk. &nbsp;Árangurinn sjáum við á hverjum degi í nýjum og betri afurðum í hillum kaupmannanna. &nbsp;Við erum stoltir af okkar íslensku afurðum og gerum okkur grein fyrir að sú mikla vöruþróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi er hvað helst að þakka þeirri menntun og þekkingu sem við höfum öðlast hjá frændum okkar á Norðurlöndunum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ágætu vinir.</p> <p>Sjálfur starfaði ég við mjólkuriðnaðinn hjá Mjólkurbúi Flóamanna áður en ég var kjörinn á Alþingi. &nbsp;Ég var mjólkureftirlitsmaður og ráðunautur úti í sveitum meðal bænda. &nbsp;Ég finn oft angan af grænni töðu og góða kaffilykt þegar ég sit undir löngum ræðum í þinginu. &nbsp;Sveitafólkið hér eins og í ykkar löndum er gott og gestrisið. &nbsp;</p> <p>Ég vil fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands bjóða ykkur öll velkomin til Íslands. Ferðist um og fræðist um yngsta land álfunnar, sem á margan hátt er ósnortið land.&nbsp; Hér ríkir fegurðin ein, blómlegir dalir, bleikir akrar og græn tún, eyðisandar og auðnir, öræfi og jöklar, þar sem fugl og refur eiga frelsi.&nbsp; Eldfjöll, ár, fossar og vötn setja svip á þetta land. &nbsp;Æðsti draumur hvers ferðamanns er að ríða íslenskum hesti um öræfi og upplifa bjartar sumarnætur í sól og regni á hesti sem býður upp á fimm gangtegundir.&nbsp; Ein þeirra er hið mjúka tölt sem á ekki sinn líka meðal gangtegunda hestakynjanna.&nbsp; Töltið þýða er eins og að sitja í hægindastól heima í stofu.</p> <p>Að lokum þetta.&nbsp; Ég segi eins og skáldið sem vitnaði til gestrisni Íslendinga.</p> <p>&ldquo;Gott er að koma að garði þeim<br /> sem góðir vinir byggja,<br /> þá er meir en hálfnað heim<br /> hvert sem vegir liggja.&rdquo;</p> <p>Megi ykkar góða starf tryggja og efla enn vináttu og samstarf Norðurlandanna.</p> <br /> <br />

2004-03-07 00:00:0007. mars 2004Ávarp á Búnaðarþingi 2004

<P> <P></P> <P><B> </B></P> <P>Ágætu Búnaðarþingsfulltrúar og aðrir góðir gestir.</P> <P>&nbsp;Við lifum á tímum umfangsmikilla breytinga.&nbsp; Undanfarin ár hefur átt sér stað gríðarlega ör þróun á nánast öllum sviðum þjóðlífs og þjóðarbúskapar.&nbsp; Margt er jákvætt í þeirri þróun.&nbsp; Á Íslandi býr nýjungagjörn, hámenntuð, hugmyndarík og kraftmikil þjóð, vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem breytingarnar boða og nýta þau tækifæri sem þær bera með sér.&nbsp; Nánast á hverjum degi berast stórtíðindi úr íslensku fjármála- og viðskiptalífi þessu til sönnunar.&nbsp; </P> <P>&nbsp;En kappi verður að fylgja forsjá.&nbsp; Framtíðin er þeirra sem búa sig undir hana.&nbsp; Erfiðlega getur reynst að ráða í hana, en tryggt er að hún kemur og oftast fyrr en menn eiga von á.&nbsp; Þeir sem hér sitja vita manna best að landbúnaðarinn hefur ekki farið varhluta af þeim gríðarlegu breytingum sem einkennt hafa undanfarin ár.&nbsp; Hefur þar margt verið til heilla en annað til tjóns. Hygg ég að augu manna á þessu Búnaðarþingi munu fyrst og síðast beinast fram á veginn til að bera kennsl á ógnanir og tækifæri landbúnaðarins, svo hámarka megi styrkleikana og sigrast á veikleikunum.&nbsp; Því ber að fagna og vil ég hér í þessu ávarpi leggja mitt á vogarskálarnar í þágu bjartrar framtíðar íslensks landbúnaðar.</P> <P>&nbsp;Sá tími er liðinn er þróun íslensks landbúnaðar réðst nær eingöngu af innlendum áhrifavöldum.&nbsp; Hnattvæðingin hefur náð fótfestu í landbúnaðinum sem og öðrum sviðum mannlífsins.&nbsp; Í dag hafa alþjóðlegir samningar og sú stefna sem einstök ríki eða ríkjahópar taka í framkvæmd skuldbindinga sinna á þeim vettvangi mikil áhrif á starfsumhverfi landbúnaðarins.&nbsp; Framhjá þeirri staðreynd verður ekki litið.&nbsp; Hitt er annað mál að við getum sjálf beitt okkur til að hafa áhrif á þróun alþjóðaumhverfisins með öflugum og rökföstum málflutningi sem miðast við þarfir okkar og sérstöðu og með þeim hætti leitast við að móta eigin framtíð heima og heiman.&nbsp; Í þessu sambandi vil ég fagna því ágæta samstarfi sem ríkir milli landbúnaðarráðuneytisins, utanríkisráðuneytisins og samtaka bænda.</P> <P>&nbsp;Ég tel mikið hafa áunnist á síðustu misserum í upplýstri umræðu um alþjóðlegt starfsumhverfi landbúnaðarins.&nbsp; Með meiri þekkingu og skilningi á fjölþjóðlegum áhrifavöldum getum við stuðlað að farsælli aðlögun landbúnaðarins að þeim breytingum sem þeir kunna að leiða af sér. Styrkleikar íslensks landbúnaðar eru ótvíræðir.&nbsp; Við búum við óviðjafnanlega náttúru og hreinleika sem á sér vart hliðstæðu.&nbsp; Ennfremur erum við blessunarlega laus við alvarlega dýrasjúkdóma, sem herjað hafa um víða veröld á undanförnum árum með alvarlegum afleiðingum fyrir heilsu bæði manna og dýra.&nbsp; Í þessu umhverfi getum við framleitt búvörur, sem eru fyrirmynd annarra þegar kemur að gæðum og hollustu.&nbsp; Það er mjög mikilvægt að fórna ekki þessum styrkleika á þróunarbraut landbúnaðarins.&nbsp; Hagræðing og aukin hagkvæmni er nauðsynleg í landbúnaði sem og öðrum atvinnurekstri í samkeppni.&nbsp; Hins vegar megum við ekki falla í þá gryfju að hirða krónuna en tapa glórunni.</P> <P>&nbsp;Íslenskur landbúnaður gegnir fjölþættu hlutverki í okkar samfélagi og verður umfjöllun um þróun hans að taka mið af þeirri staðreynd.&nbsp; Margþættir hagsmunir neytenda og bænda fara saman og felst framtíð íslensks landbúnaðar fremur öðru í sátt um hlutskipti beggja.&nbsp; Öryggi matvælanna, hollusta og gæði afurðanna, þetta eru mikilvægustu neytendamál samtíðarinnar og þessa kosti íslensks landbúnaðar ber okkur vitaskuld að varðveita.&nbsp; Í því sambandi hljótum við að þurfa að viðurkenna að hvaða marki þessi mikilvægu gildi eru afleiðing þeirra jákvæðu búskaparhátta, sem hér hafa verið stundaðir.&nbsp; &nbsp;&nbsp;</P> <P>&nbsp;Ég hef á undanförnum dögum verið að vekja máls á þessu mikilvæga atriði og í því sambandi lagt áherslu á fjölskyldubúskapinn.&nbsp; Fyrir liggur að hefja gerð nýs samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar og er nýlokið stefnumótunarvinnu í því sambandi með aðkomu fulltrúa ríkis, bænda og aðila vinnumarkaðarins.&nbsp; Í skýrslu stefnumótunarnefndarinnar kemur fram að margt hefur vel til tekist á undanförnum árum í mjólkurframleiðslunni.&nbsp; Staða mjólkur og mjólkurafurða á íslenskum markaði er sterk og vöruþróun hefur verið öflug.&nbsp; Hagræðing hefur verið að eiga sér stað í framleiðslu og vinnslu, en krafa neytenda nú er að þessi þróun skili sér í meira mæli til þeirra.&nbsp; Skuldaaukning mjólkurframleiðenda er eitt helsta áhyggjuefnið.</P> <P>&nbsp;Kúabændum hefur fækkað mikið á undanförnum árum og er tala þeirra nú komin niður fyrir 900, en hún var um 1500 við upphaf síðasta áratugar.&nbsp; Ljóst má vera að þessi þróun er á fullri ferð í dag.&nbsp; Margir líta hana jákvæðum augum og verður ekki horft framhjá því að hún hefur verið nauðsynleg og að hluta óhjákvæmileg.&nbsp; Hins vegar velti ég vöngum yfir því hvort þessi þróun getur talist sjálfbær og jákvæð út í hið óendanlega.&nbsp; Fyrir nokkru velti ég upp spurningunni: “Hversu fáir bændur eru nógu margir til að viðhalda blómlegri byggð og lífi í sveitunum?”&nbsp; Leitin að svarinu við þessari spurningu hlýtur að vera áskorun sem við þurfum að takast á við af skynsemi og ábyrgð.</P> <P>&nbsp;Skoða verður viðfangsefnið í ljósi þess að íslenski bóndinn gegnir fjölþættu lykilhlutverki um landið allt og er ekki einungis að framleiða búvörur, sem neytt er við matarborðið.&nbsp; Hans athafnir í búrekstri eru að skapa og viðhalda fjölmörgum gildum og gæðum, sem þjóðin og ekki síður erlendir ferðamenn sem sækja hana heim vilja njóta er þeir halda til sveita.&nbsp; Þau gildi og gæði eru e.t.v. tekin sem sjálfsagður hlutur af sumum, en þau verða seint aðskilin frá störfum bóndans og dvína því eðli máls samkvæmt með minnkuðum umsvifum hans.</P> <P>&nbsp;Það landslag sem við þekkjum og metum og er aðdráttarafl ferðamannastraums til landsins er nátengt starfi bóndans.&nbsp; Að viðhalda landkostum, að græða landið, byggja upp skóglendi, nýta og varðveita auðlindir vatna og veiðiáa – þessi göfugu markmið færu fyrir lítið ef ekki væru til staðar bændur til að vinna störfin og hlúa að þessum mikilvægu gildum þjóðarinnar.&nbsp; Í sveitum landsins er einnig varðveittur mikilvægur hluti af menningararfi þjóðarinnar.&nbsp; Ef við missum sveitirnar, glötum við okkur sjálfum.</P> <P>&nbsp;Ég hef á undanförnum dögum verið ásakaður fyrir að vera haldinn sveitarómantík.&nbsp; En ég segi, ef sveitarómantík er glæpur þá vil ég gerast síbrotamaður.&nbsp; Hygg ég að þjóðin standi með mér í þeim efnum og ber gríðarleg ásókn hennar í sveitirnar því skýran vitnisburð.&nbsp; Sú sýn sem ég hef sett fram og þau gildi sem ég vil með henni varðveita eru í dag öfund annarra þjóða, sem gengið hafa of nærri sinni náttúru og iðnvætt landbúnaðinn með alvarlegum afleiðingum.&nbsp; Ég er ekki á móti hagræðingu og aukinni hagkvæmni.&nbsp; Ég stend jafn fast með neytandanum og bóndanum og þeim hagsmunum sem báðir eiga í að viðhalda styrkleikum íslensks landbúnaðar.</P> <P>&nbsp;Búum fækkar og þau stækka, slík er einfaldlega þróunin.&nbsp; Hef ég ekki talað fyrir skerðingu á athafnafrelsi manna í þeim efnum.&nbsp; Það sem ég hef vakið athygli á er að það er ekki sjálfsagt að stuðningur ríkisvaldsins við búvöruframleiðsluna fylgi mönnum óbreyttur á þeirri braut.&nbsp; Í hagkvæmni stærðarinnar hljóta að liggja þau mörk að eðlilegt getur talist að ríkisstuðningur, þ.e.a.s. fjármunir skattgreiðenda sem veitt er í þessu tilfelli til mjólkurframleiðslu, dragist saman eftir að þeim mörkum er náð.&nbsp; Ef hagræðing er aðalmarkmiðið, leiðir það ekki af eðli máls að skýr mörk eiga að vera fyrir hlutskipti ríkisstuðnings í þróuninni og að markaðslögmálin fái í stað þess í vaxandi mæli að njóta sín? &nbsp;&nbsp;Þessi sjónarmið voru rædd í stefnumótunarnefndinni og voru um þau skiptar skoðanir.&nbsp; Ég tel hins vegar eðlilegt að þetta sé skoðað af ábyrgð og alvöru í þeim samningaviðræðum ríkis og bænda sem nú ganga í hönd.&nbsp; Mín skoðun er að samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar felist ekki síst í gæðum og hollustu og búskaparháttunum, sem skapa slíkar afurðir. </P> <P>&nbsp;Ég óttast það að í styrkleikum kúabúskaparins kunni að liggja veikleiki landbúnaðarins í heild þegar horft er til framtíðar.&nbsp; Í stefnumótunarskýrslunni er athygli vakin á þeim áhrifavaldi sem alþjóðlegir samningar eru.&nbsp; Jafnframt er mælst til þess að gildistími komandi samnings verði nýttur til að kanna til hlítar, hvort og þá hvernig koma megi stuðningi við landbúnað, þ.m.t. mjólkurframleiðslu, fyrir með öðrum hætti en tíðkast hefur, sem betur samræmist þeirri þróun sem alþjóðlegir samningar boða og víðtæk sátt getur ríkt um.&nbsp; Ekki verð ég sakaður um að vera talsmaður alþjóðavæðingar eða aðildar að Evrópusambandinu, en framhjá ákveðnum staðreyndum verðum samt ekki litið.</P> <P>&nbsp;Landbúnaðurinn er í örri þróun allt í kringum okkur.&nbsp; Á síðasta ári lauk til að mynda endurskoðun á sameiginilegri landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins þar sem gerðar eru grundvallarbreytingar á ýmsum þáttum er varða ríkisstuðning.&nbsp; Verið er að draga úr og hverfa jafnvel frá beinum stuðningi við búvöruframleiðslu og miða stuðninginn frekar við önnur gildi, í samræmi við hugsunina um fjölþætt hlutverk landbúnaðarins, t.d. byggðir og umhverfi.&nbsp; </P> <P>&nbsp;Þetta gerist í Evrópusambandinu og víðar m.a. sökum þrýstings frá samningum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, samningum sem eru ekki síður áhrifavaldar á okkur hér.&nbsp; Er það líklegt að vera til farsældar fyrir íslenskan landbúnað að ríkisstuðningur hér sé á annarri sporbraut en gengur og gerist þegar horft er til framtíðar?&nbsp; Er ekki farsælla að hefja aðlögun að því sem koma skal á okkar eigin forsendum, frekar en að lenda í nauðvörn á forsendum annarra?&nbsp; Um mál af þessu tagi þarf að fara fram upplýst umræða svo ákvarðanir geti verið í samræmi við skilgreind markmið og þróun landbúnaðarins geti orðið í sem víðtækastri sátt.</P> <P>&nbsp;Ég hef því í hyggju að hefja vinnu við gerð þess sem ég hef kosið að kalla grænbók landbúnaðarins, stefnumótunarbók um almenna þróun starfsumhverfis landbúnaðarins og opinbers stuðnings við hið fjölþætta hlutverk hans á næstu 15-20 árum.&nbsp; Það er fleira landbúnaður en ær og kýr.&nbsp; Landnotin breytast og Íslendingar sem ætla að gera ferðaþjónustu og afþreyingu að atvinnuvegi framtíðarinnar þurfa að huga að rótgrónum búgreinum, hvernig þær þróast og lifa af um leið og nýjar búgreinar skjóta rótum og fá aðhlynningu.&nbsp; Meginmarkmiðið hlýtur að þurfa að vera að auka sveigjanleika í íslenskum landbúnaði og landnýtingu almennt, með áherslu á aukna aðlögunar- og samkeppnishæfni landbúnaðarins, bæði í samfélagslegu og alþjóðlegu samhengi.&nbsp; Ég tel farsælast að nálgast viðfangsefnið út frá heildarstefnumörkun fyrir landbúnaðinn, þar sem einstakir hlutar hans ganga í takt og í samræmi við skilgreind heildarmarkmið.</P> <P>&nbsp;Landbúnaðurinn býr yfir gríðarlegum mannauði sem áorkað getur miklu.&nbsp; Viðfangsefni morgundagsins kalla eftir betri samhæfingu og samstillingu þeirra krafta en við höfum búið við fram til þessa.&nbsp; Á þetta jafnt við bændur sjálfa sem og stofnanir landbúnaðarins.&nbsp; Framsókn landbúnaðar felst ekki síst í þekkingu.&nbsp; Vil ég stuðla að öflugri landbúnaði með því að sameina krafta Landbúnaðarháskólans að Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.&nbsp; Með aukinni samþættingu rannsókna og menntunar færast hvoru tveggja nær atvinnuveginum og þörfum hans á hverjum tíma.&nbsp; Lít ég á þetta sem mikilvægt fyrsta skref í endurskipulagningu stofnanaumhverfis landbúnaðarins.&nbsp; Þarna verður til aðdráttarafl og kraftur sem mun laða til sín aðra starfsemi, landbúnaðinum til heilla.&nbsp; Sé ég til dæmis fyrir mér að með þessari endurskipulagningu skapist jákvæður grundvöllur til endurskoðunar á fyrirkomulagi leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði.</P> <P>&nbsp;Ég er ennfremur að leggja drög að endurskipulagningu á stjórnsýslu- og eftirlitsverkefnum landbúnaðarins og hef kynnt í þeim efnum hugmyndir mínar um Landbúnaðarstofnun.&nbsp; En það er ekki nóg að einungis hið opinbera hugi að endurskipulagningu sín megin.&nbsp; Bændur þurfa sjálfir að styrkja sína stöðu og stilla saman strengi.&nbsp; Á það ekki síst við í markaðsmálum landbúnaðarins, heima og heiman.&nbsp; </P> <P>&nbsp;Ástandið á kjötmarkaði hér heima hefur verið erfitt, m.a. sökum glórulausrar þróunar í framleiðslu á hvítu kjöti.&nbsp; Hinn meinti ávinningur neytenda í lægra vöruverði kemur nú í bakið á þeim með vöxtum vegna gjaldþrota í kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu.&nbsp; Ríkisstjórnin samþykkti undir lok síðasta árs að veita 140 m.kr. á fjáraukalögum til að greiða sauðfjárbændum bætur vegna tekjusamdráttar.&nbsp; Ennfremur hefur verið sett fjármagn til úreldingar sláturhúsa og uppbyggingu kjötvinnslustöðva.&nbsp; Sú þróun er nauðsynleg, en það er mikið undir bændum sjálfum komið hvernig úr þessu spilast.</P> <P>&nbsp;Það er trú mín að betur horfi í þessum efnum og að til staðar séu forsendur til framfara.&nbsp; Það hafa verið að gerast góðir hlutir í markaðsmálum landbúnaðarins erlendis, og þeim málum er betur hagað nú en áður.&nbsp; Hvort æskilegt sé að stofnuð verði einhvers konar útflutningsmiðstöð landbúnaðarins skal ég ekki segja til um hér og nú, einungis að það sé valkostur sem þurfi að skoða af alvöru til að tækifæri megi fullnýtast.&nbsp; Starfar nú í mínu umboði nefnd sem ætlað er að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag varðandi markaðssetningu dilkakjöts á erlendum mörkuðum og um samræmingu á markaðsstuðningi við sláturleyfishafa.&nbsp; Ennfremur hvernig hátta megi samnýtingu krafta og auka samstarf þeirra aðila sem þegar starfa að markaðssetningu íslenskra vara erlendis.</P> <P>&nbsp;Ágætu Búnaðarþingsfulltrúar.</P> <P>&nbsp;Fjölmargar áskoranir og tækifæri bíða okkar á komandi árum.&nbsp; Meira að segja íslenskt veðurfar lætur ekki sitt eftir liggja og boðar betri tíð og þar með tækifæri til frekari athafna og nýsköpunar til sveita.&nbsp; Fyrirsjáanlegt er að hið fjölþætta hlutverk landbúnaðarins verði áfram í örum vexti.&nbsp; Ég hef viljað hlúa að þessu hlutverki í mínu starfi sem landbúnaðarráðherra en í því sambandi má benda á þann árangur sem náðst hefur á undanförnum árum í uppbyggingu landgræðslu- og skógræktarverkefna, vexti ferðaþjónustu til sveita, framförum í upplýsingatækni í dreifbýli, uppbyggingu fiskeldis, &nbsp;gríðarlegum uppgangi í hrossarækt og hestamennsku og nýsköpun í landbúnaði, svo dæmi séu nefnd.&nbsp; </P> <P>&nbsp;Ég hef hér í dag boðað stefnumótunarstarf um starfsumhverfi landbúnaðarins til næstu 15-20 ára sem miðar að skipulegri útfærslu þeirrar hugsunar og þeirra gilda sem liggja að baki þessu fjölþætta hlutverki.&nbsp; Ég tel að slík stefnumörkun verði landbúnaðinum og íslenskri þjóð til heilla og hlakka til að takast á við það verkefni í samstarfi við ykkur á komandi misserum.&nbsp; Ég óska ykkur heilla í störfum ykkar hér og til framtíðar.</P> <P>&nbsp;Ég vil að lokum minnast á eina breytinguna enn sem er mér ofarlega í huga á þessari stundu.&nbsp; Ari Teitsson hefur ákveðið að láta af formennsku Bændasamtakanna.&nbsp; Ég vil hér bæði persónulega og fyrir hönd svo margra sem með Ara hafa starfað síðastliðin 9 ár þakka gott samstarf.&nbsp; Ari tók við forystu Bændasamtakanna á breytingatímum og farsæld hefur verið yfir störfum hans.&nbsp; Umbrotatímar í landbúnaði hafa reynt á hann og gert hann að víðsýnni og sterkari manni.&nbsp; Járn herðist í eldi; einstaklingurinn mótast af erfiðum verkefnum.&nbsp; Ari Teitsson.&nbsp; Rödd þín er skýr, sýn þín er mörkuð af draumum um betri framtíð og meiri sátt um starf bóndans.&nbsp; Þú hefur fengið miklu áorkað og landbúnaðurinn flaggar við hún mörgum nýjum tækifærum við starfslok þín.&nbsp; Þú ferð heim í Þingeyjarsýslu með hreinan skjöld; þú gerðir skyldu þína. &nbsp;Hér þökkum við þér Ari og konu þinni mikið starf og óeigingjarnt í þágu íslenskra bænda.</P> <P></P>

2003-11-05 00:00:0005. nóvember 2003Ræða ráðherra á fundi SVFR

<p> <br>Ísland býr við mikla sérstöðu hvað náttúruna varðar, hreinleika hennar og fegurð. Ísland býr einnig við mikla sérstöðu í heilbrigði dýra, hvort heldur eru húsdýr eða fiskar í ám, vötnum og sjó. Þennan líffræðilega fjölbreytileika þarf að sjálfsögðu að virða og varðveita eftir því sem kostur er, ekkert síður en heilbrigðisástandið. <br> <br>Landfræðileg einangrun og hversu við erum langt frá heimsins vígaslóð gerir það að verkum að varðhringurinn verður að vera sem traustastur og hef ég í mínum störfum viljað stuðla að því. En áhrifavaldarnir eru fjölþættir og hendur landbúnaðarráðherra ekki alltaf frjálsar. <br> <br>Fyrir liggur að Ísland hefur þurft, samkvæmt þjóðréttarlegri skuldbindingu sem gengist var undir í EES-samningunum, að innleiða Evróputilskipun 91/67 í íslenska löggjöf. Tilskipunin tekur til skilyrða á sviði heilbrigðis tiltekinna eldisdýra sem hafa áhrif á markaðssetningu fiskeldisteguna og afurða þeirra á EES-svæðinu. Innleiðing þessi hefur óhjákvæmilega kallað eftir lagabreytingum og aðlögun að samræmdum reglum á EES-svæðinu og hefur það verkefni ekki bara fallið í mitt skaut, heldur Ríkisstjórnarinnar og Alþingis Íslendinga. <br> <br>Ég hef aldrei frekar en starfsmenn mínir í landbúnaðarráðuneytinu sagt að hugsanlegur innflutningur á lifandi laxfiski sé hættulaus. Slíkur innflutningur getur vitaskuld verið hættulegur ef ekki er farið að ströngustu skilyrðum. Það segir sig sjálft að íslenskar laxveiðiár væru í minni hættu ef ekkert fiskeldi hefði þróast hér, engin fiskeldisdýr væru til staðar í landinu, og bann ríkti á að erlendir veiðimenn kæmu til landsins með tæki sín og tól, sem að vísu eru sótthreinsuð hér við komuna til landsins. Í veruleikanum verður áhættuþáttum aldrei eytt, en leitast verður við að stjórna þeim svo hugsanlegar áhættur í sambýli manns og náttúru geti talist ásættanlegar. <br> <br>Ég hef staðið í talsverðri orrahríð vegna þessa máls og ýmsir reynt að setja á mig sök eða gera mig að óvini laxveiðiánna. Það hefur hver sjálfsvald að velja sér vini og einnig óvini. Ég tel hins vegar enga sanngirni fólgna í því að ásaka mig um að ég hafi sem landbúnaðarráðherra horft framhjá hagsmunum laxveiðiánna og bændanna sem bújarðirnar eiga. Ég hef aldrei efast um að villtir laxastofnar eru mikil auðlind sem standa beri vörð um, sem og þeir fjölþættu hagsmunir sem þeim tengjast. <br> <br>Þegar ég tók við starfi sem landbúnaðarráðherra árið 1999 var búið að flytja til landsins norskan eldislax. Það var gert 1984 af fyrirtækinu Ísnó hf en fyrirtækið hóf laxeldi í sjókvíum í Lóni í Kelduhverfi árið 1987. Sú ákvörðun markaði tímamót, nýr framandi stofn af erlendum uppruna var fluttur inn í íslenska náttúru sem grunnur að nýjum atvinnuvegi, einkum fyrir landsbyggðina. Fiskeldi með Kollafjarðarstofni eða blönduðum íslenskum stofni var þá á útleið. Þessi innflutti stofn var í framleiðslu í seiðaeldisstöðvum, á stöðum í tilvikum sem enn orka tvímælis að mínu mati, svo sem á bökkum Laxár í Þingeyjasýslu. <br> <br>Árið 1991 ákvað þáverandi landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, að styrkja kynbætur norska stofnsins um 15 mkr. á ári í fimm ár og ákvörðun um nytjastofn var tekin. Ég ætla ekki að fullyrða að hann hafi ætlað fiskinn í sjókvíaeldi, en þá voru vonir bundnar við að strandeldi gæti gengið upp. Síðar taldi fiskeldið sig ekki samkeppnisfært við þær aðstæður. Ríkið seldi síðan Stofnfisk eða norska eldislaxinn, sem nú er orðinn mikilvæg útflutningsvara. Ekki er ástæða til að gera lítið úr því enda miklir möguleikar til staðar í fiskeldi á landsbyggðinni sem framtíðaratvinnugrein. <br> <br>Ég stóð frammi fyrir þessu öllu þegar ég varð ráðherra og við blasti nýr sóknartími í fiskeldi, vilji athafnamanna til að fara í laxeldi í sjó og ekki síður góður árangur og væntingar í eldi bleikju sem og sjávarfiska. Það var uppi áhugi á Hvalfirði, Faxaflóa og fleiri stöðum. Þegar óskir komu fram um heimildir til að ala lax af norskum uppruna í sjókvíum við strendur landsins ákvað ég að skipa nefnd til að fara yfir sambýli villtrar náttúru og fiskeldis. Farið var yfir lagalega stöðu fiskeldis, sögu þess og hugsanlega framtíðar staðsetningu þess. Í ljós kom m.a. að laxeldi í sjókvíum hafði ekki einungis verið stundað í Lóni í Kelduhverfi, heldur víða um landið, svo sem í Eyjafirði og á Austfjörðum. Þá kom einnig í ljós að löggjöfin hafði verið fátækleg og ekki gefið yfirvöldum svigrúm til að hafa afgerandi áhrif á mótun atvinnugreinarinnar. Í þessa vinnu var ráðist og lögunum breytt og starfsskilyrði fiskeldis hert til muna. <br> <br>Ekki er leyfilegt að hefja fiskeldi án starfsleyfis frá Umhverfisstofnun og rekstrarleyfis frá Veiðimálastjóra. Því fer fjarri að allt hugsanlegt eldi geti hlotið starfsleyfi, en í því ferli er m.a. hægt að horfa til erfða- og vistræðilegra þátta. Öll fiskeldisstarfsemi krefst einnig rekstrarleyfis, en í því ferli er m.a. lagt mat á hættuna á sjúkdómum, erfðablöndun og neikvæðum vistfræðilegum áhrifum. Starfsleyfi er forsenda rekstararleyfis og hægt er að svipta menn rekstrarleyfi, t.d. vegna ítrekaðra slysasleppinga. Óheimilt er með öllu að flytja laxfiska úr eldisstöð í náttúrulegt veiðivatn, það er bannað að nota kynbættan eldislax til annars en fiskeldis. Ennfremur hefur sá sem hér stendur víðtækar heimildir til að takmarka eða banna fiskeldi, hafbeit eða ákveðnar eldisaðferðir í einstaka fjörðum, flóum eða landsvæðum sem teljast sérlega viðkvæm fyrir slíkri starfsemi. Slíkar ákvarðanir taka mið af því að því markmiði að vernda og hlífa villtum laxfiskastofnum við erfðablöndun, fisksjúkdómum og neikvæðum vistfræðiáhrifum. Þessa heimild laganna hef ég nýtt mér í Auglýsingu nr. 226/2001 og takmarkað eldi frjórra laxa í sjókvíum við fáa langa og djúpa firði fyrir austan og vestan, fjarri bestu laxveiðiánum. Ég vildi ekki að eldiskví væri til staðar í árósum bestu veiðiánna. <br> <br>Ég kann sögur um mokveiði í Elliðaám, Laxá í Kjós o.fl. þegar lélegar kvíar rifnuðu í Faxaflóa. Þetta er nú liðin tíð. Ég tók ákvarðanir byggðar á lax- og silungsveiðilögum um að takmarka, um að loka og læsa fjörðum og heilu landsvæðunum fyrir sjókvíaeldi. Hef ég í hyggju á næstu dögum að útvíkka fyrrgreinda auglýsingu til að ná einnig yfir sjókvíaeldi ófrjórra laxa. Nú spyr ég ykkur: “Á ég einnig af öryggisástæðum að banna allt seiða- og laxfiskaeldi á bökkum laxveiðiáa, svo sem Laxár í Þingeyjasýslu?” <br> <br> <br>Góðir fundarmenn. <br> <br>• Að loka heilu landsvæðunum fyrir fiskeldi hefur vakið heimsathygli. <br>• Að gera kröfur um að eitt af hverjum 10 seiðum skuli merkt í fiskeldi þykir afar athyglisvert. <br>• Að slátra eldisfiski áður en hann verður kynþroska er mikilvægt, en nú mun aðeins 1% fisks í Mjóafirði vera kynþroska við slátrun og eru það nánast eingöngu hængar. <br>• Um allt sjókvíaeldi gilda gríðarlega strangar reglur um allt svið starfseminnar, í búnaði, frágangi, og umgengni allri. <br> <br>Mitt hlutskipti hefur verið, í stórum stíl að hafna beiðnum um innflutning á dýrum, þar með talið fiskum. Það hef ég gert samkvæmt lögum frá Alþingi til að vernda íslenska náttúru og heilbrigði dýrastofna á láði og legi. <br> <br>Ég hef ekki alltaf fengið þakkir eða lof fyrir þessa stefnu og neitun fremur en mínir fyrirrennarar. Þessi vísa var ort í einu slíku tilefni, vegna þess að ég hafnaði eldi krókódíla við Húsavík: <br> <br>Húsvíkingar sitja nú í sárum, <br>sviftir eru góðri tekjuvon. <br>Grætur köldum krókódílatárum, <br>kvikindið hann Guðni Ágústsson. <br> <br>Mín störf hafa öll gengið út frá því að fiskeldi, og ekki síst sjókvíaeldi, getur verið ógn við villtan lax og því beri að fara af varúð og byggja atvinnugreinina upp eftir ströngum reglum. Því hef ég sem landbúnaðarráðherra verið að takmarka umsvif og frelsi fiskeldis á Íslandi, ekki síst hvað varðar notkun norsk-íslenska stofnsins, og hert á lögum og reglugerðum. <br>Ég vil trúa að þessar aðgerðir þýði að skaði verði lágmarkaður og áhætta færð innan ásættanlegra marka, að laxveiðiauðlindir í hinum góðu veiðiám skaðist ekki og að þessar tvær auðlindir, laxeldi í kvíum og frjáls lax í veiðiánum, þrífist við þessar aðstæður. <br> <br> <br>Góðir fundarmenn. <br> <br>Mín lokaorð eru þessi: Ég er ekki síst varðmaður hins villta lax og laxveiðiánna, það mun sagan vitna um. <br></p>

2003-10-09 00:00:0009. október 2003Ræða ráðherra um vanda sauðfjárbænda

<p> <br>Þakka háttv. þm. fyrir ágæta ræðu og mjög góð viðhorf til sveitanna og skilning á því að afkoma og þróun sauðfjárbúskapar ræður miklu um þróun byggðarinnar í framtíðinni. Það gleður mig á stundu sem þessari að sjá að Samfylkingin skuli ekki einungis hafa gott hjarta heldur skuli það slá með landbúnaðinum og hinum dreifðu byggðum. <br> <br>Á síðustu 12-15 árum hefur ör tækniþróun og breytingar í búháttum, tæknibylting hér innanlands, samþjöppun í framleiðslu á hvítu kjöti og ekki síst minnkandi ríkisstuðningur við landbúnað gert það að verkum að búin stækka og þeim fækkar sem stunda matvælaframleiðslu. Til dæmis var fjöldi greiðslumarkshafa eftirfarandi: <br> <br> 1995 2001 Árleg fækkun <br>Kúabú 864 705 27 <br>Blönduð bú 459 268 32 <br>Sauðfjárbú 1.904 1.506 66 <br> <br> <br>Enn eru margir í sauðfé að framleiða of lítið til að hafa meðallaun. Útflutningsuppbætur voru slegnar af með sauðfjársamningum 1990, hafði mikil áhrif. <br> <br>Ríkisstuðningur á síðustu tveimur áratugum við landbúnað hefur dregist saman sem hlutfall heildarútgjalda ríkissjóðs úr 12% í rúm 4%. <br> <br>Á sama tíma hefur verð á landbúnaðarafurðum lækkað til neytenda úr 25% í 15%, eða um 40% alls. <br> <br>Allir búvörusamningar sem gerðir hafa verið, hafa miðað að því að bændur hefðu lífskjör eins og aðrir þjóðfélagsþegnar, atvinnugreinin þróaðist og búin stækkuðu. <br> <br>Sauðfjárbændur eru að litlum hluta eingöngu í því starfi, þeir sækja afkomu sína í aðrar búgreinar eða aðra atvinnu. <br> <br>Sauðfjárræktin er að stórum hluta aukabúgrein. Ung hjón sem í dag ætluðu eingöngu að búa með sauðfé og hafa lífskjör eins og viðmiðunarstétt, þyrftu að búa með eitt þúsund ær (1000-1500). <br> <br>Ég hef því sem landbúnaðarráðherra horft mjög til þess fjölþætta hlutverks sveitanna, skapa ný atvinnutækifæri bæði í landbúnaði sem með öðrum hætti. Skógrækt, landgræðsla, ferðaþjónusta, hestamennska eða atvinnusókn, kornið o.fl., o.fl., (ISDN verkefnið). <br> <br>Hinn gæðastýrði sauðfjársamningur frá 2000 á að efla þá sem vilja búa með sauðféð og nýta kosti þess. <br> <br>Ég lít á núverandi ástand á kjötmarkaði og átök þar sem tímabundin. Ég hef skipað nefnd sem nú fer yfir lífskjör og hvort og hvaða leiðir eru vænlegar til að bæta þá versnandi afkomu sem sauðfjárbændur búa nú við. Ég bíð eftir tillögum nefndarinnar og mun þá ræða þær í ríkisstjórn og hér á hinu háa Alþingi. <br> <br></p>

2003-10-06 00:00:0006. október 2003Ávarp ráðherra á blómasýningu

<P></P><BR>Ágætu aðstandendur Blómasýningar 2003.<BR><BR>Hér er að hefjast mikil og falleg sýning á vegum Samband garðyrkjubænda er lýtur að blómum og blómarækt. Þar eru margir kallaðir til eins og blómaframleiðendur, Gaðryrkjuskóli ríkisins í samstarfi við blómaskreyta, heildsölur í blómaverslun og félag blómaverslana. Til hamingju allir saman með glæsilega sýningu.<BR><BR>Í einu magnaðasta kvæði sem Íslendingar eiga; Áföngum eftir Jón Helgason prófessor segir hann svo í einu ljóðanna:<BR><BR>Séð hef ég skrautleg suðræn blóm<BR>sólvermd í hýjum garði;<BR>áburð og ljós og aðra virkt<BR>enginn til þeirra sparði;<BR>mér var þó löngum meir í hug<BR>melgrasskúfurinn harði,<BR>runninn upp þar sem Kaldahvísl<BR>kemur úr Vonarskarði.<BR><BR>Nú kann einhver að spyrja hvort það sé ætlun mín að líkja fallegu rósunum við melgrasskúfinn harða, en svo er nú ekki nema að hluta til. Hins vegar er melgrasskúfurinn í sjálfu sér fallegur en einkum er það hans undramáttur; að festa rætur í örfoka landi við hörðustu aðstæður sem heillar og kallar fram stolt Íslendingsins í brjóstum okkar allra.<BR><BR>Það hefði forðum þurft að segja mörgum manninum það tvisvar að hér á landi væri mögulegt að rækta hin fegurstu blóm sem ættu aðeins að finnast í heitum suðrænum görðum, en þetta er nú staðreyndin í dag. <BR>Til að gera það mögulegt hafa dugmiklir einstaklingar tekið í þjónustu sína þá krafta sem landinu tilheyra og beislað þá til göfugra verka. <BR>Heita vatnið úr iðrum jarðar hefur verið leitt í þúsunum kílómetra um gróðurhús íslenskra blómaframleiðenda og gert það mögulegt að halda á þessum viðkæma gróðri þeim kjörhita sem blómin þurfa og þegar sá árstími kemur að sólin kveður hér á norðurslóðum, kemur til kasta rafmagnsins sem fengið er úr fallvötnum landsins að lýsa upp húsin á jafn magnaðan hátt og sjálf sólin og er þá ekki við lítið jafnað.<BR>Með þessu, ásamt þrautsegju, dugnaði og þekkingu hvers framleiðanda hefur okkur íslendingum tekist að framleiða hinar fegustu rósir og önnur sólvermd suðræn blóm sem fyllilega standast allar gæðakröfur hvað varðar fegurð og fjölbreytileika. <BR>Og þá kemur til kasta annarra aðila; þeirra sem sjá um dreifinguna og söluna. Fulllestaðir bílar í tuga eða hundraða vís renna daglega með framleiðsluna á markaðinn þar sem fjölbreytilegur hópur viðskiptamanna bíður í ofvæni eftir rósinni rauðu eða einhverju öðru fallegu blómi. Blómanna bíður fjölbreytilegt hlutverk; að fara á fundarborð í ráðstefnusal; á tveggja manna borð á litlum veitingastað; í fallegan krans sem er hinsta kveðja aðstandenda til látins ástvinar; í kraga brúðgumans; í lófa unnustunnar á stefnumótsstað eða í vasa á heimilinu í upphafi helgar svo dæmi séu tekin. Tækifæri blómanna er óteljandi og sífellt færist þessi skemmtilegi siður í vöxt, - að láta blómin tala eins og gott slagorð segir til um. Til að blómin njóni sín til fulls fara skreyingar um hendur þar til hæfra meistara sem hafa sérhæft sig í blómaskreytingum og eru fullnuma í þeim fræðum, og hafa trúlega flestir þeirra numið í Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum.<BR><BR>Á þessari litlu einföldu mynd sést að mörg eru handtökin og öll skila þau okkur Íslendingum á einn eða annan hátt arði. Einn lifir á framleiðslunni, annar á sölunni, sá þriðji á skreytingunni og sá fjórði nýtur fegurðar blómanna ef svo mætti segja.<BR>Blóm hafa löngum glatt og margar fyrirgefningarnar hafa verið fengnar í stað lítils blómvandar. Þau eru litfögur og vekja aðdáun mannsins á verkum skaparans og þeim fylgir hlýja og gleði. <BR>Það hafa þau alltaf gert og orðið mörgu skáldinu að yrkisefni.<BR><BR>Áður var glóandi fífill undir veggjarbroti var fyrsta merki um að vorið væri komið. Ofinn var úr honum krans og börn settu á höfðu sér. Blésu svo á biðukolluna og óskuð sér. Sóleyjarbreiða í varpa litaði heilu túnflekkina og þrátt fyrir að hvorki hún né fífillinn væri sérstakt fóður fyrir skepnurnar sem mest um vert væri að lifðu af, var þessum smáblómum fyrirgefið af öllum tilurð sín vegna fegurðar og litadýrðar í annars tilbreytingasnauðu umhverfi daganna.<BR><BR>Ágæta samkoma.<BR>Ég óska öllum aðstandendum þessar glæsilegu sýningar til hamingju með daginn og vona að framtakið vekji tilætlaðan árangur og athygli landsmanna. <BR><BR>

2003-10-02 00:00:0002. október 2003Ræða landbúnaðarráðherra um stefnuræðu forsætisráðherra

<p> <br>Hæstvirtur forseti. Góðir Íslendingar. <br> <br>Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið <br>boðorð, hvar sem þér í fylking standið, <br>hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, <br>það er: að elska, byggja og treysta á landið. <br> <br>Þannig kvað fyrsti ráðherra Íslands, Hannes Hafstein. <br> <br>Hann var eldhugi, sem brýndi aldamótakynslóðina til starfa. Íslendingar voru ein fátækasta þjóð veraldar fyrir eitt hundrað árum, nú þjóð í fremstu röð, sem býður þegnum sínum góð lífskjör, velmegun, menntun og gott öryggisnet fyrir þá sem minna mega sín. <br> <br>Lífbeltin eru tvö, hafið og landið sjálft. Orka fallvatna og hitinn í iðrum jarðar eru okkar olíuauðlindir. “Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör,” kvað Einar Benediktsson. Það er dugnaðar- og framkvæmdahugurinn sem hefur sett Ísland og Íslendinga í fremstu röð. <br> <br>Stjórnmálamennirnir hafa gefið vilja einstaklingsins frelsi, við höfum ekki fest í ofstjórn margra þjóða sem deyða dugnað, drepa framtak og þurfa í dag hjálp vestrænna ríkja. <br> <br>Á Alþingi er nú að taka völd ný kynslóð þingmanna, kynslóð nýrra aldar. Allt það fólk vill vel og mun eflaust setja mark sitt á Alþingi næstu áratugi. Megi þessum nýju þingmönnum vegna vel. Minnist þess að þið eruð hingað kvödd til þjónustu við fólkið í landinu. Standið vörð um frelsi landsins og þau góðu lífskjör sem hér hafa þróast. Óvægin umræða og persónulegar árásir skaðar stjórnmálamennina sjálfa og vekur upp hatur sem fjarlægir okkur frá fólkinu sem í landinu býr og rýrir traust manna á Alþingi. <br> <br>Gefum þjóðinni og unga fólkinu bjartsýni og trú og höldum vörð um kristið siðgæði. Heimsendaumræðan er til þess fallin að fólkið okkar fer að trúa því að hér sé allt á hverfandi hveli og það flytur úr landi. <br> <br>Fyrir þúsund árum trúlofaðist Alþingi Íslendinga kristinni kirkju á Þingvöllum, það var gæfuspor. Löggjafarþingið og þjóðkirkjan hafa síðan haldist í hendur. Þetta samstarf er partur af okkar þjóðskipulagi og menningu. Ég og minn flokkur, Framsóknarflokkurinn, viljum ekki höggva á þann þráð. Samstarf ríkis og kirkju hafa í þúsund ár mótað öfluga þjóð og sterkan þjóðarvilja. Siðfræðigildi kristinnar trúar á meira erindi til okkar en oft áður. Löggjafarþingið og þjóðkirkjan eiga að halda utan um sitt samstarf áfram. <br> <br>Kosningarnar í vor voru varnarsigur þeirra sem vildu áfram. Ríkisstjórnin hafði þó á átta árum lagt grunn að öflugra Íslandi, lífskjör Íslendinga batnað um 30%, lægstu laun og tryggingabætur til þeirra verst settu hækkað um 50%, atvinna mikil í landinu og þúsundir Íslendinga flust á ný heim frá útlöndum. <br> <br>Þessi ríkisstjórn er ekki biðstjórn, hún hefur teflt sóknarskák. Mörg stærstu málin sem hagvöxtinn skapa og bætt lífskjör hafa kostað stjórnarflokkana svita og baráttu. Ríkisstjórnin hefur mætt ótrúlegri andstöðu af hálfu Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Landið er enn að rísa og lífskjör halda áfram að batna. Hagvöxtur fer hæst í 5-6%. Skattar launafólks verða lækkaðir um 20 milljarða og barnafjölskyldur eiga fyrirheit um 3 milljarða til tiltekinna verkefna til viðbótar. <br> <br>Þjóðin kaus áframhaldandi hagvöxt og stöðugleika. Traust ríkir á milli ríkisstjórnarflokkanna og ég efast ekki um að það mun haldast út kjörtímabilið. <br>Samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks síðustu átta árin hefur skilað ótrúlegum árangri, sem vakið hefur verðskuldaða athygli í hinum vestræna heimi. Lág verðbólga, lítið atvinnuleysi, stöðugur hagvöxtur og lækkun skulda ríkissjóða. <br>Áframhaldandi samstarf okkar Framsóknarmanna við Sjálfstæðisflokkinn var ekki sjálfgefið, en með tilliti til stefnu stjórnarandstöðuflokkanna og hvernig kosningabaráttunni var háttað af þeirra hálfu, var það okkar niðurstaða. <br> <br>Utanríkismál: <br>Ísland hefur tekið vaxandi þátt í alþjóðlegu samstarfi. <br> <br>Framboð í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna 2008 – 2009 sýnir vaxandi sjálfstraust okkar í samfélagi þjóðanna þótt smáir séu á mælikvarða íbúafjölda. <br> <br>Á Balkanskaga hefur Ísland tekið þátt í uppbyggingarstarfi eftir stríðið þar og alþjóðasamfélagið leitaði eftir þátttöku okkar í þeim verkefnum. <br> <br>Öryggismál og varnir gegn hryðjuverkum hafa verið fyrirferðarmikill málaflokkur í vestrænum samfélögum á síðustu árum. Mikilvægt er að Íslendingar hugi vel að öryggi borgaranna á viðsjárverðum tímum. <br> <br>Grundvöllur okkar í varnar- og öryggismálum er varnarsamningurinn við Bandaríkin, aðild að NATO og ekki síst aðild að Sameinuðu Þjóðunum. <br> <br>Ríkisstjórnin hefur sýnt festu og ákveðni í samskiptum við Bandaríkin varðandi breytingar á tvíhliða varnarsamningi þjóðanna. Mikilvægt er að ekki verði dregið úr varnarmætti á Keflavíkurflugvelli. <br> <br>Sjávarútvegur: <br>Sjávarútvegur hefur á síðustu árum stóraukið framlegð. Byggð hafa verið upp öflug fyrirtæki, sem hafa verið þess megnug að greiða góð laun. Þetta er árangur festu og stöðugleika í stjórnun fiskveiða, markaðsaðstæður hafa verið hagstæðar og afkastageta fiskistofna hefur á heildina litið verið góð. <br> <br>Margt bendir til að markaðsaðstæður sjávarafurða verði óhagstæðari á næstu árum. Því er mikilvægt að ríki stöðugleiki í atvinnugreininni og í fiskveiðistjórnun svo greininni auðnist að keppa við vaxandi fiskiðnað frá ríkjum í Asíu sem búa við lágan kostnað, ekki síst launakostnað sem er í mörgum tilfellum innan við 10% af því sem hann er hér á landi. <br> <br>Landbúnaður: <br>Staða landbúnaðar á Íslandi hefur batnað í tíð núverandi ríkisstjórnar. Kjör kúabænda hafa batnað verulega og er nú eru kúabændur ekki flokkaðir sem láglaunastétt. Þetta er góður árangur, sem ber að verja með nýjum samningi. <br> <br>Verulegur vöxtur hefur verið í kornrækt og skógrækt er að festa sig í sessi sem ný atvinnugrein. <br> <br>Stórkostlegur vöxtur er í fiskeldi, bæði í lax og bleikju, sem skapar aukna atvinnu og vaxandi útflutningstekjur. <br> <br>Því er ekki að neita að kjör sauðfjárbænda hafa versnað og eru með öllu óviðunandi. Erfiðleikar í sauðfjárframleiðslu stafa fyrst og fremst af óeðlilegri samkeppnisstöðu á kjötmarkaði. Vonir standa til að jafnvægi komist á kjötmarkaðinn fyrir lok næsta árs. Óhjákvæmilegt er að ríkisvaldið bregðist við þessum tímabundna vanda sauðfjárbænda. Á næstu vikum á ég von á tillögum stjórnskipaðrar nefndar um hvernig við verði brugðist og í framhaldi af því mun ríkisstjórnin taka málið til umfjöllunar. <br> <br>Árangur í landbúnaði á Íslandi á síðustu tveimur áratugum hefur verið ótrúlegur. Útgjöld vísitölufjölskyldunnar til matarkaupa sem hlutfall heildarútgjalda hefur lækkað á því tímabili úr 25% í 15%, eða um 40%. Á sama tíma hafa útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðarins sem hlutfall heildarútgjalda ríkissjóðs lækkað úr 12% í rúm 4%, eða með öðrum orðum; útgjöldin eru sem hlutfall aðeins 1/3 þess sem var fyrir tveimur áratugum. <br> <br>Landbúnaðarvörur hafa hækkað minnst allra vara á Íslandi á síðustu árum. <br> <br>Viðskiptalífið: <br>Mikill kraftur er nú í íslensku viðskiptalífi. Bankar og fjármálafyrirtæki eru í útrás með starfsemi á erlendri grundu. Þetta er jákvætt. <br>Hinsvegar er innkoma banka í íslensk fyrirtæki sem ráðandi eigendur ekki æskileg. Skoða þarf hvort aðskilja eigi með löggjöf starfsemi viðskiptabanka annarsvegar og fjárfestingarbanka hinsvegar. Traust og trúnaður verður að ríkja í öllum bankaviðskiptum. <br>Ef til vill eru þetta einungis vaxtarverkir í atvinnustarfsemi, sem er í mikilli sókn og hröðum vexti. <br> <br> <br>100 ára afmæli heimastjórnarinnar <br> <br>100 ára afmæli innlendrar stjórnar 1. febrúar á næsta ári eru merk tímamót. Samfelld sigurganga íslenskrar þjóðar í 100 ár á að vera okkur hvatning til enn frekari sóknar á eigin forsendum og á eigin ábyrgð. <br> <br>(Talað orð gildir) <br></p>

2003-08-22 00:00:0022. ágúst 2003Ávarp ráðherra á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands ágúst 2003

<P></P><BR>Ágætu skógræktendur og góðir gestir.<BR><BR>Það er mér ánægja að hitta ykkur - að sjálfsögu kát og hress - hér í miðjum Skagafirði þeirri fögru sveit. Ég hef oft vitnað til þjóðskáldanna og leyfi mér hér að minnast á þann andans auðjöfur og jarðræktanda Stephan G. Stephansson, Klettafjallaskáldið góða sem fæddist nánast hér í túnfætinum en flutti síðan vestur um haf og settist þar að; fyrst í Dakóta en þegar honum fannst að sér þrengja flutti hann sig um set yfir til Alberta í Kanada þar sem bústaður hans stendur til minningar um skáldið. Hér uppi á Arnarstapa er líka minnismerki okkar Íslendinga um þennan mæta landsins son.<BR><BR>Stepan var mikil jarðræktandi og færum við öld aftur í tímann eða hann væri ungur bóndi í Skagafirði nú hefði hann eflaust setið á þessum aðalfundi því skógrækt er landbúnaðar.<BR>Ekki er því úr vegi að vitna í skáldið:<BR><BR>Þó þú langförull legðir<BR>sérhvert land undir fót,<BR>Bera hugur og hjarta<BR>samt þíns heimalands mót.<BR>Frænka eldfjalls og íshafs<BR>sifji árfoss og hvers,<BR>dóttir langholts og lyngmós<BR>sonur landvers og skers.<BR><BR>"Vötn" í klaka kropin<BR>kveða á aðra hlið,<BR>gil og gljúfur opin<BR>gapa himni við.<BR>Bergmál brýst og líður<BR>bröttum eftir fellum,<BR>dunar dátt í svellum;<BR>Dæmdur maður ríður.<BR>Hér er sagan alls staðar á næsta leiti; Hólastaður með öllum sínum biskupum, biblíum og menningararfi; Tignarlegt fjallið Glóðafeykir, hvar Helga Sigurðardóttir, fylgikona Jóns biskups Arasonar, faldi gersemar Hólakirkju meðan óvinir leituðu staðinn og rændu eignum; Flugumýri, þar sem Gissur jarl Þorvaldsson bjargaði sér í bruna 1253 með því að fela sig í sýrukeri; Örlygsstaðir hvar Sturla Sighvatsson var felldur í líklega mestu orrustu Íslandssögunnar 1238 og þá er Bóla skammt undan hvar Hjálmar Jónsson bjó sín síðustu ár. Úti fyrir landi hvílir svo Málmey með sinni huldukonu og fyrir miðju fjarðarins gefur að líta Drangey, hinsta dvalarstað útlagans Grettis Ásmundarsonar. Héraðsvötni renna um miðjan fjörð og í stað þess að skipta byggðinni sem var háttur margra stórfljóta hafa þau líklega átt meiri þátt í því en menn grunar að skapa það líf, þá lífsgleði og félagslyndi sem einkennandi er í samskiptum manna í Skagafirði. Við staðnæmumst við Héraðsvötn fyrir neðan Miklabæ og rifjum upp kyngimagnaða sögu um Solveigu og síra Odd. Sú saga varð einu þjóðskáldanna okkar að yrkisefni. Einar Benediktsson sér einmana prestinn sundríða vötnin. Uppi í hlíðinni stendur Miklibær. Örlagastundin nálgast.<BR><BR>Hleypir skeiði hörðu<BR>halur yfir ísa.<BR>Glymja járn við jörðu<BR>jakar í spori rísa.<BR>Hátt slær nösum hvæstum<BR>hestur í veðri geistu.<BR>Gjósta af hjalla hæstum<BR>hvín í faxi reistu.<BR><BR>Já það er fallegt í Skagafirði og af mörgu að taka og þar sem annars staðar er skógrækt að festa rætur og verið að takast á við græða landið skógi með meiri þunga en verið hefur frá því land byggðist. <BR><BR><BR>Góðir aðalfundargestir.<BR><BR>Nú eru liðin 4 ár síðan ég ávarpaði ykkur fyrst sem landbúnaðarráðherra á Aðalfundi Skógræktarfélags Íslands á Laugarvatni. Þannig hafa mál þróast, - mér til mikillar ángægu að - mér var falinn þessi málaflokkur enn til forsjár við skipun núverandi ríkisstjórnar. Ég sagði til ánægju, því sannarlega get ég sagt að fáum störfum hef ég haft jafn gaman af að sinna og skógræktarmálum. Hvers vegna kunna ýmsir að spyrja? Við því er ef til vill ekki neitt einhlýtt svar en þó hlýt ég að staðnæmast við að skógrækt stendur uppruna mínum nærri sem uppalinn var í sveit og þekki starf jarðræktandans. Skógæktendur eru kappsfullir, vilja sjá árangur, sækja mál sín af þunga og hafa meðbyr í þjóðfélaginu um þessar mundir. Vonandi verður svo um ókomna tíð. Við skulum enn rifja upp þá staðreynd að Ísland er nær skóglaust land og þrátt fyrir öflugan stuðning og fjölda þátttakenda í skógræktarstarfi munu enn líða ár þar til skóginn verður sú mikla auðlind þjóðarinnar sem við stefnum að. Allt bendir hins vegar til að svo verði og má vitna til þess að hér vex skógurinn hraðar og skilar fleiri rúmmeturm á hektara en í sjálfri Skandinavíu og er þá ekki stutt seilst til jöfnunar.<BR><BR>Á þeim árum sem liðin eru síðan aðalfundur ykkar var haldinn 1999 hefur margt vatnið til sjávar runnið á sviði skógræktarmála. Þar hef ég reynt að leggja hönd á plóg og von mín er sú að nokkuð hafi áunnist - alla vega var það markmiðið. Þá voru lágu fyrir nýsamþykkt lög um landshlutabundin skógræktarverkefni en aðeins tvö starfandi; Héraðsskógar og Suðurlandsskógar. <BR>Frá þessum tíma hef ég heimilað stofnun fjögurra annarra verkefna. Norðurlandskógar, Vesturlandsskógar og Skjólskógar á Vestfjörðum voru settir á laggirnar árið 2000 og Austfjarðarskógar ári síðar. Nú eiga allir landshlutar kost á sömu fyrirgreiðslu hvað þetta varðar. <BR><BR>Á þeim aðalfundi sagði ég í ræðu minni: <BR><BR><I>"Eitt þeirra atriða sem þarf að taka til athugunar er breytt hlutverk hins opinbera og þá ekki síst Skógræktar ríkisins. Sú stofnun hefur unnið gífurlegt brautryðjendastarf á öllum sviðum skógræktar og án hennar tilstuðlan værum við ekki í þeim sporum sem við stöndum nú. Ljóst er hins vegar að nútíma viðskiptaumhverfi, ef svo má að orði komast, kallar á breytingar og aðrar áherslur. Því er nauðsynlegt að sest sé niður og markmið og hlutverk séu skilgreind."</I><BR><I></I><BR>Þetta hefur verið gert. Skógrækti hefur dregið sig út af markaði hvað plöntusölu varðar og plantar nú ekki trjám nema í sín eigin lönd. Áhersla hefur verið lögð á kynningu, leiðbeiningar, tilraunir, áætlanir og umsjón með þjóðskógum landsins. Markmiðið er að sú ágæta stofnun sé ávallt í stakk búin til að veita þjónustu og mæta faglegum þörfum skógræktenda á sem flestum sviðum<BR><BR>Ég leyfi mér að vitan enn til orða minna á aðalfundinum 1999 sem ég sat fyrst sem landbúnaðarráðherra.<BR><BR><I>"Ég geri mér ljóst að skógrækt kostar mikið fjármagn. Óhæfa væri að ætla að bændur, félagasamtök eða hugsjónamenn klæddu Ísland í skóg að nýju án opinberrar aðstoðar og sem betur fer dettur engum slíkt í hug. Á þessu sviði sem svo mörgum öðrum er það fjármagnið sem skiptir máli. Það mikla starf sem unnið er á sviði skógræktar og þau viðamiklu verkefni sem verið er að skipuleggja í öllum landshlutum kallar á stóraukin útgjöld hins opinbera til skógræktar ef sá árangur á að nást sem að er stefnt. </I><BR><I>Sem betur fer stendur hugur landsmanna til þessara mála og sú staðreynd vegur þungt þegar fjármagninu er skipt. Ég mun leggja mitt að mörkum í þeirri baráttu en geri mér ljóst að langt er í að fullnægt sé fjárþörf til skógræktar á Íslandi."</I><BR><BR>Fyrir þessu hef ég barist með hjálp góðra manna og náð árangri. <BR><BR>Ég gekk frá nýjum samningi við Skógræktafélag Íslands og fjármálaráðuneytið þann 17. ágúst 2000 þar sem kveðið er á um að á árunum 2004 - 2008 skuli Skógræktarfélag Íslands fá 20. mkr. árlega til landgræðsluskógaverkefnisins. Það verkefni hefur sýnt sig og sannað og með þessum samningi er framhald þess tryggt næstu árin. Fjölmörg félög njóta góðs af þessari fjárveitingu og veit ég að Landgræðsluskógarnir er mikill þáttur í starfi Skógræktarfélags Íslands auk þess sem óeigingjarnt starf skógræktarfólks við plöntun trjáa breytir fjármununum í gróið og skógivaxið land. Fyrir þetta starf ykkar er ég afar þakklátur og óska ykkur velfarnaðar á þeirri braut í framtíðinni. Það var ánægjulegt að þarna skyldu samningar takast.<BR><BR>Ekki var það mér minni ánægja að takast skyldi að fá samþykkta á Alþingi nú í vor, langtíma stefnumörkun og fjárveitingar til landshlutabundnu skógræktarverkefnanna og Skógræktar ríkisins. Í þingsályktuninni er kveðið á um ákveðin fjárframlög hins opinbera til ársins 2009. Það kom marg oft fram að forsenda árangurs hjá skógræktarverkefnunum væri að þau gætu vitað fram í tímann yfir hvaða fjármagni þau hefðu úr að spila. Panta þarf plöntur með margra mánaða fyrirvara og til að undirbúingsvinna nýtist verður að vera tryggt að fjármagn sé til staðar þegar út á mörkina er farið til að "sveifla haka og rækta nýjan skóg".<BR><BR><BR>Við viljum öll landi okkar vel og vitna ég aftur til Klettafjallaskáldsins:<BR><BR>Það er óskaland íslenskt<BR>sem að yfir þú býr.<BR>aðeins blómgróin björgin<BR>sérhver baldjökull hlýr.<BR>Frænka eldfjalls og íshafs<BR>sifji árfoss og hvers<BR>dóttir langholts og lyngmós<BR>sonur landvers og skers.<BR><BR><BR>Ágætu aðalfundargestir.<BR><BR>Ég ítreka ánægju mína með að vera meðal ykkar hér í dag og sömuleiðis hve ég hef haft gaman af að fylgjast með þeim mikla skógræktaráhuga sem nú ríkir. Það er sannarlega von mín og trú að skógrækt eflist og dafni og að hér muni vaxa skógur og verða ein af aulindum þessa lands í framtíðinni.<BR>Ég óska skógræktarfélögum landsins og Skógræktarfélagi Íslands góðra tíma og allrar blessunar.<BR><BR>

2003-08-05 00:00:0005. ágúst 2003Ávarp á HM íslenskra hesta í Herning.

<P><BR>Heimsmeistarar, reiðmenn, ágætu gestir.<BR><BR>Gleðilega hátíð. Til hamingju með Íslandshestinn. Ég flyt ykkur öllum bestu kveðjur frá íslensku ríkisstjórninni.<BR><BR>Þetta mót sýnir okkur svo ekki verður um villst þann mikla árangur sem náðst hefur í ræktun og reiðmennsku. Íslenski hesturinn er dásamlegasti hesturinn í heiminum. Við Íslendingar erum hamingjusamir með þann mikla áhuga sem milljónir manna um víða veröld sýna hestinum okkar og Íslandi í leiðinni. Við fögnum hverjum einstaklingi og hverri fjölskyldu sem gerir íslenska hestinn að ævintýri í lífi sínu. Íslendingar hvetja áhugamenn um hestinn til að heimsækja Ísland, fjöll þess og dali, að kynnast því frelsi sem hesturinn er alinn upp við. Nokkrir dagar á hestbaki í óbyggðum Íslands er ógleymanleg upplifun. Til að efla tengslin við unnendur íslenska hestsins um víða veröld hefur ríkisstjórnin stofnað embætti "sendiherra íslenska hestsins" sem mun efla veg hans og virðingu um víða veröld. <BR><BR>Ég vil þakka öllum þátttakendum og þá sérstaklega danska Landssambandinu fyrir frábært og vel heppnað mót. Ég hlakka til að sjá ykkur öll á Landsmóti hestamanna á Hellu næsta sumar. Lifið heil.<BR><BR><BR></P>

2003-03-04 00:00:0004. mars 2003Setningarávarp á Búnaðarþingi 2003

<P>Síðastliðin ár hafa verið mjög viðburðarrík í íslenskum landbúnaði, rétt eins og í öðru atvinnulífi landsmanna. Það er samkeppni um hylli neytenda, afurðastöðvar keppa sín á milli á markaði og breyttar neysluvenjur krefjast þess að stöðugt séu nýjungar á markaði.<BR><BR>Bændur landsins eru kraftmikið fólk, þeir bregðast við aðstæðum á hverjum tíma, hagræða, stækka, draga saman í einu en auka annað. Í landbúnaði eru tækifæri og íslenskir bændur hafa alltaf verið reiðubúnir til að nýta þau.<BR><BR>Íslenskur landbúnaður rær allur á sama báti. Það verður að gæta að ákveðnu jafnvægi og rugga ekki bátnum svo flæði yfir borðstokkinn. Baráttan á kjötmarkaðnum hefur verið mjög hörð undanfarið, ekki síst vegna þess að aðilar utan landbúnaðarins hafa lagt fjármagn í tvær kjötgreinar og skapað slagsíðu. Jákvæðu fréttirnar eru að kjötmarkaður stækkar en þær neikvæðu að verðlagning tekur ekki mið af framleiðslukostnaði og eðlilegri framlegð. Hér er nauðsynlegt að staldra við og fara rækilega yfir þessi mál áður en allt er komið í óefni. <BR><BR>Í nautgriparæktinni er margt ánægjulegt að gerast. Kynbætur og betri búskaparhættir hafa aukið meðalnyt mikið og á skömmum tíma hafa meðalafurðir farið úr tæpum fjögur þúsund lítrum yfir fimm þúsund lítra. Á sama tíma verður mjólkin próteinríkari en áður. Auðvitað á mjólkurframleiðslan í mikilli baráttu á markaði og margar vörur sem veita henni samkeppni. En mjólkin er manninum lífsnauðsynleg til að byggja upp hraustan og sterkan líkama. Þess vegna eru mín skilaboð til æsku þessa lands: "Meiri mjólk, minna gos". <BR><BR>Samningur við kúabændur um framleiðsluskilyrði í mjólkurframleiðslu gildir til ársins 2005. Sá samningur hefur reynst vel. Bændur hafa endurnýjað hús og framleiðslutæki og ungt fólk er viljugt að koma til starfa.<BR><BR>Á síðasta ári var skipuð nefnd til að vinna að nýjum samningi um mjólkurframleiðslu. Guðmundur B. Helgason ráðuneytisstjóri leiðir þá nefnd og til að tryggja sátt um nýjan samning höfum við leitað til aðila vinnumarkaðarins til að vinna að þessari samningsgerð með bændum og ríki. Þeir hafa samþykkt að taka þátt í þessu starfi og vil ég nota þetta tækifæri til að fagna því. <BR><BR>Í væntanlegum samningum er að mörgu að hyggja. Það verður að gera samning sem tryggir starfsskilyrði til ákveðins tíma og að jákvæð þróun greinarinnar haldi áfram.<BR><BR>Þá þarf samningurinn einnig að taka mið af þeim breytingum sem óhjákvæmilega munu verða í reglum um alþjóðaviðskipti með landbúnaðarvörur.<BR><BR>Þær viðræður, sem nú eru hafnar, um breytt umhverfi í alþjóðaviðskiptum með landbúnaðarvörur munu hafa áhrif á íslenskan landbúnað. Fyrstu tillögur þjóða og þjóðabandalaga eru mjög breytt mynd frá því sem nú er. Ísland hefur nú þegar hafnað þessum tillögum með formlegum hætti og talið þær óásættanlegar. Þar vegur þyngst að við metum það svo að ekki gefist nægur tími til aðlögunar að breyttu kerfi og að ekki sé tekið nægjanlegt tillit til sérstöðu þjóða eins og Íslands.<BR><BR>Það má hafa mörg orð um sérstöðu Íslands í verslun með landbúnaðarvörur. Trúlega viðgengst hér opnasti markaður fyrir landbúnaðarvörur í hinum vestræna heimi því 50% af allri orku sem við neytum í matvælum er innflutt vara, mest landbúnaðarvörur af ýmsum tegundum. Allt tal um verndarhyggju Íslendinga umfram aðrar þjóðir er rangt og auðvelt að sýna fram á það. Við þekkjum það þegar við flytjum út afurðir að alltaf er von á nýjum og strangari reglum hjá okkar viðskiptalöndum. Settar eru upp sérstakar innflutningshafnir þar sem varan verður að fara í gegn og þá er næsta lítið tillit tekið til þess hvort það henti öðrum ríkjum. <BR><BR>Íslensk yfirvöld munu því óhrædd halda fram sérstöðu Íslands og reyna eftir megni að fá þessa sérstöðu viðurkennda og skipa sér á bekk með þjóðum sem telja að útflutningsþjóðirnar eigi ekki skilyrðislausan rétt til að ryðja burt þeim landbúnaði sem þróast hefur í hverju ríki. <BR><BR>En íslenskur landbúnaður hefur áður staðið frammi fyrir miklum breytingum. Á hverjum tíma hefur framleiðslan verið aðlöguð aðstæðum og það mun einnig gerast nú. Við sjáum í þessu ákveðið tækifæri við að efla nýjar búgreinar og styrkja þannig búsetugrunn um landið allt. Fjölþætt hlutverk landbúnaðarins verður að meta að verðleikum og ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum er mikil.<BR><BR>Á síðasta ári fór ég til Kanada, á slóðir Vestur-Íslendinga í Manitoba. Þar upplifði ég sögu landnemanna sem brutust úr sárri neyð til þess þjóðfélags sem ég heimsótti og kynntist. Það var skemmtilegt að lesa bæjarheitin og sjá hversu vel þeir halda í sína íslensku arfleifð. Í þessari ferð hittum við meðal annarra hjónin Davíð og Gladys Gíslason á Svaðastöðum. Það var upplifun að heimsækja þau hjón og heyra af þeirra landbúnaði og þeirri félagslegu uppbyggingu sem þau hafa staðið fyrir. Mér fannst það eiga erindi til Íslendinga og það er mér sérstakur heiður að Davíð og frú þáðu boð mitt og Bændasamtaka Íslands um að koma í landsins og ávarpa Búnaðarþing.<BR><BR>Undanfarin fjögur ár hefur rýkt bjartsýni í sveitum og sátt um landbúnaðarstefnuna hjá þjóðinni. Þessa bjartsýni má sjá víða. Ég vil nefna hér að á síðustu fjórum árum hafa verið stofnuð 60 nýbýli til landbúnaðarframleiðslu. 60 ný fyrirtæki í landbúnaði eru miklar fréttir. Stór hluti þessara nýju býla er byggður vegna nýrra og aukinna verkefna í kringum skógrækt og hross.<BR><BR>Með því að efla landshlutabundnu skógræktarverkefnin með hverju árinu er verið að byggja upp fjöldamörg störf í íslenskum landbúnaði. Í hverjum landshluta hefur orðið til miðstöð með faglærðu fólki sem fær tækifæri til að vinna að fagi sínu út á landsbyggðinni. Í öllu tali um að lítt gangi að byggja upp atvinnu á landsbyggðinni, hefur of lítið farið fyrir þessu mikla starfi. Hér er virkilegt átaksverkefni á ferðinni sem mun hafa veruleg áhrif þegar fram líður, bæði í að byggja upp atvinnu í sveitum landsins og ekki síður við endurheimt landgæða. <BR><BR>Mér sem landbúnaðarráðherra finnst nauðsynlegt að efla enn frekar þessa starfsemi og hef því lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um fjárframlög og uppbyggingu hennar til næstu fimm ára. Reynslan sýnir að mjög mikill áhugi er fyrir því að taka þátt í þessu starfi og ekki hefur verið hægt að sinna öllum umsóknum. Þá sýnir reynslan einnig að þessi verkefni hafa veruleg byggðaleg áhrif.<BR><BR>Ég var sannfærður um það þegar ég tók við starfi landbúnaðarráðherra að í íslenska hestinum ættum við auðlind sem mætti og ætti að nýta betur. Þess vegna beitti ég mér fyrir því að setja á stofn samstarfsverkefni um aukið faglegt starf í þeirri grein. Hestamiðstöð Íslands í Skagafirði og Átaksverkefni hestamanna hafa nú starfað í þrjú ár og verið mjög gefandi fyrir greinina í heild. <BR><BR>Ég lagði áherslu á það í upphafi að möguleikar í hrossarækt byggðu ekki á auknum fjölda heldur faglegri vinnubrögðum. Ég vildi tryggja forystu Íslands í ræktun hestsins og hef því beitt mér fyrir því að Ísland sé viðurkennt sem upprunaland hans. Til að tryggja það urðum við að fullklára það starf Bændasamtaka Íslands að byggja upp Veraldar-Feng og fá önnur ríki til samstarfs um það verkefni. <BR><BR>Við þurftum einnig að byggja upp alhliða þekkingu og auka færni þeirra sem vinna í greininni. Þar hefur Hólaskóli farið fyrir með góðu starfi. Það starf hefur ekki eingöngu áhrif hér á landi því stór hluti nemenda á hestabraut, allt að helmingur, kemur frá öðrum löndum.<BR><BR>Landsmót á síðasta sumri var ein alherjar sigurhátíð fyrir íslenska hestinn. Þar mátti sjá stórstígar framfarir, glæsilega reiðmennsku og mótahald eins og það verður best í heiminum. Áberandi var hvað unga fólkið hefur náð miklum tökum í reiðlistinni, breiddin er orðin meiri og fagmennskan er alsráðandi. Uppskeruhátíðir eins og landsmót eru nauðsynlegar í hverri grein, því sú athygli sem þær kasta á greinina fjarar ekki út heldur viðheldur nauðsynlegri umræðu og eykur áhuga. <BR><BR>Heiðursgestur mótsins var hennar hátign Anna Bretaprinsessa. Heimspressan fylgdist með og hesturinn fékk verðskuldaða athygli. Ég á ekki von á að mörg hross hafi fengið viðlíka umfjöllum og reiðhestur hennar, Töfri frá Selfossi, glæsilegt afsprengi íslenskrar ræktunar. <BR><BR>Hesturinn hefur orðið aflvaki í annarri merkingu í íslenskum sveitum. Íslenskir hrossabændur hafa margir hverjir byggt upp glæsilega aðstöðu og erlendir auðmenn, sem hrifist hafa af hestinum, hafa keypt hér jarðir og byggt þær myndarlega upp með samstarfsmönnum sínum hér á landi. Með þessu móti er verið að reisa hestinum glæsilega umgjörð sem ekki er annað hægt en hrífast af. Ég bíð þessa samverkamenn íslensks landbúnaðar velkomna til landsins.<BR><BR>Á undanförnum árum höfum við glímt við samdrátt í útflutningi á hrossum. Sumarexem, hestapest, tollamál og aukin ræktun í öðrum löndum hafa gert það að verkum að markaðir fyrir meðal hross og lakari hafa dregist saman. Markaður fyrir góð hross er alltaf fyrir hendi og því þurfum við að vinna enn betur hér eftir en hingað til. <BR><BR>Margir einstaklingar hafa verið að vinna gott starf í markaðsmálum við erfiðar aðstæður. Margar góðar hugmyndir verða aldrei að veruleika vegna fjárskorts og oft hafa menn gengið verulega nærri sér í sínu brautryðjandastarfi. Ég hef því í samstarfi við utanríkisráðherra og samgönguráðherra ákveðið að setja á stofn embætti umboðsmanns hestsins. Tilgangur með því starfi verður fjölþættur en fyrst og fremst sá að aðstoða við og samræma markaðssetningu á hestinum, hestatengdri ferðaþjónustu og landinu í heild. Bændur og hagsmunaaðilar í hrossarækt verða að vera með í þessu starfi, mótun þess og framkvæmd. <BR><BR>Átaksverkefnið Áform hefur undanfarin ár unnið vel að markaðssetningu íslenskra landbúnaðarafurða víða um heim. Þó Áform hafi verið lagt niður verður í samræmi við ákvæði í búnaðarlagasamningi 25 milljónum kr. varið árlega til þessarar starfsemi og mun féð koma úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins.<BR><BR>Ég tel þetta starf mikilvægt og ljóst að mikið hefur áunnist, ekki síst í ímyndarvinnu fyrir Ísland. Stóra átakið Iceland Naturally hefur lyft grettistaki í Bandaríkjunum og því er auðveldara en ella að koma með íslenskar vörur á markað. Við vinnum á þröngum markaði sem tekur gæði fram yfir verð. Við höfum boðið samstarfsaðilum okkar hingað til lands, farið í heimsóknir til bænda og sýnt þeim hvar framleiðslan verður til. Viðbrögð þeirra eru ótrúleg. Þeir hrífast af landinu, afurðunum og hverning þær eru framleiddar. Litlu fjölskyldubúin í sauðfjárræktinni eru framleiðslueiningar sem þeir þekkja ekki annars staðar. Þeir eru allir af vilja gerðir til að vinna áfram með okkur og að því stefnum við. Við þurfum hins vegar að bæta okkar framleiðslu til að geta útvegað þeim þá vöru sem þeir vilja og þegar þeir vilja. <BR><BR>Ágætu Búnaðarþingsfulltrúar.<BR><BR>Ég hef stundum þótt tala af fullmikilli bjartsýni um möguleika íslenskra afurða. Hafi ég verið sannfærður áður, þá er ég þó enn sannfærðari nú. Á laugardagskvöldið síðasta var ég í mikilli veislu í Perlunni en þar var haldið lokahóf í mikilli matarhátíð, Food and Fun eða Fjör og Fæða. Á þá hátíð var boðið meistarakokkum frá Bandaríkjunum og Evrópu. Þeir voru gestakokkar á veitingahúsum bæjarins en á laugardag tóku þeir þátt í keppni þar sem eldaðar voru dýrindis krásir úr íslensku hráefni. Í lok keppninnar kepptust þeir við að lofa gæði hráefnisins, sérstaklega voru þeir hrifnir af lambakjötinu og skyrinu. Til að koma þessum skilaboðum áfram til neytenda var á sama tíma um 60 fréttamönnum, sem sérhæfa sig í að fjalla um mat og veitingahús, boðið hingað. Þetta er nauðsynlegur hluti þess að markaðssetja okkar vörur.<BR><BR>Þessir menn eru meistarar á sínu sviði. Þeir hafa unnið víða um heim og þekkja gott hráefni. Þegar ég heyrði lýsingar þeirra á okkar vörum og þeim möguleikum sem þeir telja að þær hafi á dýrustu veitingahúsum heimsins, þá varð ég glaður. Glaður fyrir hönd íslensks landbúnaðar og þá sérstaklega fyrir hönd íslenskra bænda. Ég heiti því að sem landbúnaðarráðherra skal ég gera hvað ég get til þess að sá dagur komi að íslenskar vörur skipi það öndvegi á markaði heimsins sem þeim ber.<BR><BR>Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem stóðu fyrir þessari hátíð, en það var ekki síst íslenskur landbúnaður.<BR><BR>Og þessi vinna heldur áfram. Nú er hafinn undirbúningur að því að Ísland verði skilgreind sem "sjálfbærasta eyja" veraldarinnar. Á grundvelli stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar um sjálfbært Íslands til ársins 2020 viljum við í samstarfi við alþjóðastofnanir og einstaklinga vinna að þessu máli áfram. Grunnhugsunin er sjálfbærni í hvívetna og af því hlýst að íslenskar vörur og íslensk ferðaþjónusta munu eiga enn meiri möguleika á markaði framtíðarinnar.<BR><BR>Ágætu tilheyrendur.<BR><BR>Ég hef nú nýlega kynnt í ríkisstjórn heildarendurskoðun á jarða- og ábúðarlögum. Í þessum frumvörpum er einfaldað mjög mikið það kerfi sem nú gildir um þessa málaflokka og litið þar til þeirrar reynslu sem fengist hefur á síðustu árum. Í frumvörpunum er verslun með jarðir gerð einfaldari og litið til fjölþættari nýtingu lands en áður var. Þá er einnig það nýmæli að jarðanefndir eru lagðar niður, enda er hlutverk þeirra minna eftir að sveitarfélögum fækkar og þau stækka. <BR><BR>Endurskoðun þessara laga var orðin tímabær. Nýting lands er nú með allt öðrum hætti en áður var. Tvöföld búseta og eftirspurn þéttbýlisbúa í land er vaxandi. Því fylgja margar jákvæðar hliðar fyrir landbúnaðinn og lífið í landinu. Líf í sveit er landbúnaður. Færri hafa lifibrauð af því sem við köllum hefðbundinn landbúnað en hinn fjölþætti verður æ meira ráðandi. Þessum nýju frumvörpum er ætlað að greiða fyrir þessari þróun í víðtækum skilningi.<BR><BR>Fleiri ný frumvörp sem snerta landbúnaðinn hafa komið fram. Eitt þeirra er frumvarp um Matvælastofu. Í því frumvarpi er gert ráð fyrir að verkefni sem nú heyra undir þrjú ráðuneyti og að hluta til undir sveitarfélög verði sameinuð í nýrri stofnun og sett undir eitt ráðuneyti.<BR><BR>Ég er á margan hátt hlyntur þessu frumvarpi. Ég hef sagt það áður við setningu Búnaðarþings, að við verðum að gæta vel að hreinleika okkar ágætu afurða. Ég orðaði það sem svo að ekki mætti koma móða á þá mynd. <BR><BR>Gallinn við það frumvarp sem fram er komið, er að það er ekki merkt neinu ráðuneyti. Ég hef kynnt það sem mína skoðun að það eigi að vistast í landbúnaðarráðuneytinu. Eftirlit með matvælum og heilbrigði búfjár hefur lengi verið einn möndullinn í starfi þess ráðuneytis. Undir minni stjórn hefur verið unnið að því að treysta þetta starf m.a. með því að styrkja embætti yfirdýralæknis. Þá hefur líka verið unnið að því að koma á gæðastýringu sem víðast, auka rekjanleika afurða og treysta í hvívetna heilbrigði afurða. Stjórn búvöruframleiðslunnar, bætt landnýting, menntun, leiðbeiningar og rannsóknir hafa allar tekið mið af þessu mikilvæga verkefni. Þess vegna vil ég að landbúnaðarráðuneytið stjórni áfram þessum málaflokki og beri ábyrgð á að það sé vel gert. Sú fyrirmynd er þekkt í Danmörku og fleiri löndum og reynslan af henni góð.<BR><BR>Ágætu Búnaðarþingsfulltrúar.<BR><BR>Eitt það ánægjulegasta sem ég hef komið að sem landbúnaðarráðherra er að vinna með samtökunum, "Lifandi landbúnaður – Gullið heima". Konurnar hafa verið að minna á sig og notað til þess skemmtilegar aðferðir sem duga. Íslenskar sveitakonur hafa staðið fyrir lífsgleðihátíðum og baráttu fyrir íslenskar sveitir. Þær eiga auðvelt með að nálgast neytendur, þær eru baráttusveit sem er að hefja stórsókn.<BR><BR>Ég hef lengi verið meðvitaður um nauðsyn góðrar leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði. Ég fagna meiri samvinnu búnaðarsambanda, sem gefur aukin færi á sérþekkingu starfsmanna. Ég fagna metnaðarfyllri leiðbeiningum þar sem hluti bænda er tekinn í fóstur í sérstökum tilraunaverkefnum eins og Sunnu-verkefninu hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Ég fagna því að aukin fjöldi búfræðikandidata frá hinum ágæta Landbúnaðarháskóla á Hvanneyri fer í framhaldsnám við erlenda háskóla og kemur til baka með víðsýni heimsmannsins. <BR><BR>Þegar ég heimsæki Búnaðarmiðstöð Suðurlands og hitti fyrir á sama stað ráðunautana, skógræktarmennina, dýralæknana og veiðiráðgjafann, þá fæ ég það sterklega á tilfinninguna að svona eigi þetta að vera. Búgarður á Akureyri og landbúnaðarmiðstöðin á Egilsstöðum eru stofnar af sama meiði.<BR><BR>Ég hef líka fylgst með þeim nýjungum sem einkenna rannsóknastarf stofnana í landbúnaði. Líftæknifyrirtækið ORF er að vinna að mjög áhugaverðum hlutum. Er heilbrigði framtíðarinnar bundið í ræktun íslenskra bænda? Munu lyfjaframleiðendur sækja hráefni vaxið úr íslenskri mold? Verða flugvélar framtíðarinnar unnar úr íslenskum afurðum? Þetta eru spurningar sem brenna á vörum þeirra manna sem þar vinna. Við verðum að finna leiðir til að fá þeim svarað. Með verulegu fjármagni til atvinnu- og vísindauppbyggingar hef ég trú á því að það takist.<BR><BR>Aukin samvinna stofnana og félaga landbúnaðarins er nauðsynleg. Í framtíðinni verða gerðar auknar kröfur til þeirra allra, kannski ekki alltaf sanngjarnar, en þessum kröfum þarf að mæta. Ísland er lítið land og í raun eru allar okkar stofnanir litlar. En þær eru öflugar og hafa unnið gott starf. Smæðin er falleg í eðli sínu og ég er ekki viss um að samruni sé alltaf lykilorðið. Samvinna er á mörgum sviðum betri, en þá verða menn að ganga í hana af heiðarleika og sanngirni.<BR><BR>Ágætu Búnaðarþingsfulltrúar.<BR><BR>Ég hef lagt mig eftir að treysta bönd milli þjóðar og landbúnaðar. Mig langar að nefna eitt dæmi þar sem ég tel að hafi tekist mjög vel. Með samningum við garðyrkjubændur var starfsskilyrðum þeirrar greinar breytt á veigamikinn hátt. Í stað tollverndar fá bændur nú beinar greiðslur vegna framleiðslu helstu tegunda og keppa því á heimsmarkaðsverði á innlendum markaði. Sérstök úttekt hefur verið gerð á þessari breytingu og þá kemur í ljós að neytendur fá nú vöruna á mun lægra verði en áður sem jafnfram þýðir að neysla afurðanna mun vaxa.<BR><BR>Ég vil enda þetta ávarp á ljóðinu Bátsferð eftir Einar Benediktsson skáld og stjórnmálamann. Á svipaðan hátt og hann lýsir þessari bátsferð sé ég fyrir mér framtíð landbúnaðar en minnumst þess að hver er sinnar gæfu smiður og landbúnaðurinn rær allur á sama báti eins og ég sagði í upphafi þessa ávarps.<BR><BR>Að leika upp æskunnar ævintýr<BR>Með áranna reynslu, sem var svo dýr<BR>Er lífið í ódáinslíki<BR>Ég gref allt hið liðna í gleðinnar skaut<BR>Ég gjöri <U>mér veginn að rósabraut</U><BR><U>Og heiminn að himnaríki.</U><BR><BR>Það er gaman að lifa, lífsgleðin á að vera í fyrirrúmi. Ég árna Búnaðarþingi og búnaðarþingsfulltrúum heilla í störfum. Íslenskur landbúnaður vekur athygli um víða veröld sem landbúnaður hágæða í einstakri náttúru. Bændafólki þessa lands sendi ég bestu kveðjur í lok kjörtímabils. Áfram skulum við stefna veginn að settu marki. Bændur gegna lykilhlutverki í byggðum Íslands.<BR><BR></P>

2002-11-22 00:00:0022. nóvember 2002Réttur sjávarjarða til útræðis.

<h3 align="center">RÉTTUR SJÁVARJARÐA TIL ÚTRÆÐIS</h3> <br /> <p>Við lesum það í Íslandssögunni að þegar illa áraði flutti fólkið að sjónum. Við lesum í Íslendingasögunum að höfðingjasetrin voru nálægt sjó eða áttu ítök við sjó. Nútímabóndinn fær þetta vart skilið. Þegar hann ekur um Breiðafjörðinn sér hann þar fyrrum stórbýli með lítið undirlendi og litla ræktunarmöguleika. En þar er gott sauðland og þar er fjaran og sjórinn með öllu síni lífi og lífríki. Íslenski bóndinn sótti björg í bú og nýtti til þess öll ráð sem hann kunni og þó erfitt væri til lands þá gaf sjórinn og fjaran lengi það sem þurfti til að komast af.<br /> <br /> Þegar ræktunarbúskapur varð lykilorð í íslenskum landbúnaði á síðustu öld urðu miklar breytingar. Sjálfsþurftarhugsunin vék fyrir nýjum tækifærum og bændur tóku þátt í þeirri þjóðfélagsbreytingu sem enn stendur. Landgæði og ræktunarmöguleikar voru aðgangur bænda að nýjum tímum, nýrri uppbyggingu, nýrri sókn. Þá gerist það að önnur gildi víkja og menn einhenda sér að nýjum verkefnum. Þéttbýlismyndun, verkaskipting, sérhæfing voru stór þáttur í þessum breytingum og bændur tóku þátt í þeim af heilum hug. Hlunnindabúskapur ýmiss konar var tímafrekur og oft erfiður og tækni til að létta störf fylgdi ekki öðrum tæknibreytingum. Þá tók sjórinn sinn skerf því það var aldrei hættulaust að róa til fiskjar á opnum bátum.<br /> <br /> Samfara þessum breytingum varð til öflug stétt útgerðamanna sem samhliða veiðum stundaði vinnslu á sínum afla, bast samtökum um sölu afurða og vann gott starf fyrir þjóðarbúið. Þá var erfitt fyrir bændur að keppa við útgerðamennina í sjósókn, samgöngur stopular og vont að koma afla til vinnslu þannig að uppfyllti þá staðla sem til hennar voru gerðir.<br /> <br /> Á þessum tímum háðum við einnig nýja sjálfstæðisbaráttu er landhelgin var stækkuð í áföngum í 200 mílur. Erlendu skipin hurfu og bændur og aðrir þeir sem stunduðu nærmiðin fengu að vera í friði með sín veiðarfæri.<br /> <br /> Þó ég hafi ekki farið ítarlega yfir þessa þróun s.s. aflatölur, fjölda jarða sem nýttu sitt útræði, fjárhagslega hagsmuni og aðrar lykilstærðir tel ég ljóst að nýting þessara réttinda minnkaði mjög mikið. Það hlýtur að vera tengt mikilli veiði annarra á þessum tíma og tiltölulega lágu verði afurða, a.m.k. í samburði við það sem nú þekkist.<br /> <br /> Þessi þróun hélt áfram, tækni jókst, skipum fjölgaði og þau stækkuðu og gátu sótt lengra en áður og haldið gæðum aflans lengur en áður. Svo fór að sóknin varð of mikil, fiskistofnar gáfu sig og nauðsynlegt var talið að takmarka sókn. Þá varð til grunnurinn að því fiskveiðistjórnunarkerfi sem við nú búum við.<br /> <br /> Það kerfi var sett af illri nauðsyn, um það er ekki deilt. Það er miklu fremur deilt um hvernig það hefur þróast og hver áhrif þess eru á þjóðarhag og byggðir landsins. Það var von þeirra sem settu þetta kerfi í upphafi að það væri tímabundið og sá réttur manna að sækja í sameiginlegan sjóð auðlindarinnar yrði aftur virkur. Það hefur ekki gerst enn.<br /> <br /> Það mál sem hér er sérstaklega til skoðunar er fyrir margra hluta sakir mjög áhugavert. Lögfræðingar hafa farið yfir þetta mál og eru auðvitað ekki sammála um þessa hluti. Ég þykist þó greina það í þeirra skrifum að réttur jarðanna sé fyrir hendi. Þessi réttur hefur verið metinn í fasteigna- og jarðamati og sannanlega eru þau nýtanleg með nútímatækni og nú er einnig nægur mannskapur til að sinna þessum störfum samhliða öðrum störfum í búskapnum.<br /> <br /> Mig undrar ekki að þessi umræða sé komin fram með þeim hætti sem þessi fundur boðar. Hér eru tækifæri til að treysta byggðir og til að auka atvinnu og það er ekki undarlegt að eigendur vilji kanna með hvaða hætti þessi meinta eign þeirra sé virk. Og sjórinn við strendur landsins bíður upp á fleiri möguleika en veiðar. Þar er hægt að stunda ýmsan atvinnurekstur, ég vil nefna hér kræklingaeldi, þannig að það er mjög skiljanlegt að vísað sé til fortíðar og þessi mál tekinn upp. Ég get ekki tekið afstöðu til þessa máls hér í dag en ég lýsi mig reiðubúinn til að vinna að lausn þess.<br /> <br /> Þessi umræða minnir á annað mál sem fer hátt í umræðu dagsins. Það er þjóðlendumálið. Í áratugi höfðu menn deilt um það hver væri eigandi ákveðinna landssvæða. Ákveðnir flokkar vildu taka allt land af bændum og nýtingu þess. Deilt var um hvort til væri einskinsmanns land, hver færi með afnotaréttinn og hver færi með opinbert forræði landsins. Alþingi leysti það mál með lögum um þjóðlendur og ég tel að í samráði við bændur hafi verið mörkuð góð stefna. Ég er auðvitað ekki ánægður með allan framgang þess máls en ég er sáttur við hversu dómar féllu á Suðurlandi. Í þeim lögum er líka kveðið skýrt á um beitarrétt, nýtingu veiðiréttar og forræði. Það kostar að vísu átök við stjórnarandstöðuna en þessi afnota- og beitarréttur hlaut að vera bændanna. Þúsund ára réttur bænda var staðfestur á Alþingi með stækkun sveitarfélaga til jökla. Auðvitað gátu bændur gerst óbilgjarnir og talið afrétti eign jarða eða sveitarfélaga. Þeir réttu sáttarhönd og áttu alls ekki von á stríði af hálfu ríkisins um þinglýst eignamörk jarða við hálendið.<br /> <br /> Ég velti því fyrir mér hvort hægt sé að fara sömu leið í þessu máli, hvort hægt sé að ná sátt um meintan eigna- eða afnotarétt. Þá yrði skoðaður réttur til að nýta bætur eða gjald til þeirra sem þennan rétt eiga, verði það metið svo.<br /> <br /> Ég óttast að verði málninu haldið áfram af fullum þunga og lítilli sanngirni af beggja hálfu þá stefni í óefni. Í lögfræðiáliti sem ég hef séð t.d. frá Skúla Magnússyni lektor og Má Péturssyni lögfræðingi Bændasamtaka Íslands eru álitaefnin mörg og það tæki alltof langan tíma að fá úrlausn eftir þeim leiðum.<br /> <br /> Fiskveiðistjórnunarkerfið er auðvitað stöðugt til endurskoðunar og við þá endurskoðun verður að taka tillit til margra þátta. Sá þáttur sem hér um ræðir er einn af þeim og nefndin sem endurskoðaði lögin um fiskveiðistjórnun tók hann með í sinni vinnu en lagðist gegn því að þessi meinti eignaréttur verði virkur.<br /> <br /> En lífið heldur áfram og ekkert stendur í stað. Nú heyrum við af nýjum kröfum Evrópusambandsins að við breytingar á EES-samningi verði það krafa þeirra að fá heimild til að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Fram að þessu hefur sú regla verið skýr að það er ekki heimilt. Fiskistofnarnir eru þjóðareign og ég sé ekki að þeir verði nein skiptimynt í samningum við ESB og munu aldrei verða. Áður en það gerist mun mikið vatn renna til sjávar.<br /> <br /> Það eru kannski svona hugmyndir og fréttir sem vekja mann til umhugsunar. Við verðum að vera reiðubúin til að líta í eigin barm og vera ófeimin við að skoða breytingar á því kerfi sem við búum við um stjórn fiskveiða. Réttur jarðeigenda til að nýta staðbundna fiskistofna er einn af þeim þáttum. Ég endurtek að ég er tilbúinn að fara yfir það mál með samherjum mínum á Alþingi og í ríkisstjórn.<br /> <br /> </p>

2002-09-11 00:00:0011. september 2002Sjálfbær matvælaframleiðsla og ferðaþjónusta

<h3 align="center">"Sjálfbær matvælaframleiðsla og ferðaþjónusta"<br /> </h3> <p>Ég vil byrja á að þakka fulltrúum verslana Whole Foods fyrir þá elju, dugnað og óbilandi trú á því að íslenskar landbúnaðarafurðir eigi erindi á markað í Bandaríkjunum. Ég vil einnig þakka fyrir það að styðja bændur og íslensku þjóðina til að halda hinar hefðbundnu framleiðsluaðferðir bænda og tryggja með þeim hætti að menningararfur sveitanna glatist ekki. Þetta er arfur frá fyrri tímum sem mótast hefur kynslóð fram af kynslóð. Sveitamenningin nær bæði til fortíðar og framtíðar. Það er arfur bóndans og forfeðra hans sem búið hafa á jörðinni okkar, sameiginlegri sögubók okkar lands.<br /> <br /> <strong>Inngangur</strong><br /> Matvælaframleiðsla í sinni víðustu mynd er höfuðatvinnuvegur Íslendinga og er þar bæði vísað í landbúnað og sjávarútveg. Ísland er eyja, umvafin hafi, nátengd náttúrunni og hennar öflum sem mestu hafa ráðið um velferð þjóðarinnar og gera enn. Ísland er stjálbýlt land og aðeins mjög lítill hluti þess er ræktaður. Það veldur því að við þekkjum ekki mörg þeirra vandamála sem glímt er við á þéttbýlum svæðum þar sem hver fermetri er ræktaður og afkastageta landsins er nýtt til hins ýtrasta og stundum rúmlega það. En við lifum í sama heimi og því þarf það ekki að koma á óvart þó sömu kröfur séu gerðar til okkar framleiðslu og framleiðsluþátta og það er okkar verkefni að vinna sem best úr þeim aðstæðum og nýta þau færi sem gefast í hrjáðum heimi.<br /> <br /> Undanfaran áratugi hafa Íslendingar eins og flestar aðrar þjóðir umgengist sínar náttúruauðlindir af varfærni og með skilningi á því að þær eru ekki óendanlegar. Þar höfum við á margan hátt verið til fyrirmyndar en okkur dugar ekki að standa sífellt fyrir framan spegilinn og dáðst af eigin ágæti. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að við verðum að halda vöku okkar og tryggja áframhaldandi traust neytenda á þeim vörum sem við bjóðum. Matvælaöryggi og neytendavernd eru lykilorð framtíðar í öllu okkar starfi. Landbúnaðarráðuneytið hefur einsett sér að vinna vel að þessum málum enda aldrei of varlega farið með þetta fjöregg þjóðarinnar.<br /> <br /> <strong>Hugmyndafræðin</strong><br /> Það eyðist allt sem af er tekið segir fornt íslenskt máltæki. Þetta er fleirum en Íslendingum ljóst því hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun, í sinni einföldustu mynd, byggir á því að ganga ekki á gæði náttúrunnar og tryggja að afkomendur okkar geti notið hennar á sama hátt og við. Auðvitað verður bæði að líta til austurs og vesturs til að gá að veðri og sama gildir um þessa hugmyndfræði. Það má ekki ganga svo langt að möguleikar til að lifa af verði skornir af með einu hnífsbragði.<br /> <br /> Íslenskur landbúnaður, bæði matvælaframleiðslan og ferðaþjónustan, hafa meðtekið þessa hugmyndafræði og gert að sinni. Og landbúnaðurinn hefur gengið lengra því hann er meðvitaður um mikilvægi neytendaverndar og umhverfismála almennt og vill ekki fyrir nokkurn mun glata því trausti sem neytendur hafa á afurðum og þjónustu.<br /> <br /> <strong>Möguleikar Íslands</strong><br /> Ísland er hreint land og hefur því alla burði til að standa í fararbroddi þeirra ríkja sem setja sjálfbæra þróun fram sem megin viðfangsefni. Við þekkjum ekki mörg þeirra vandamála sem glímt er við í öðrum löndum en höfum önnur séríslensk sem við verðum að taka á. Á sama hátt höfum við ekki jafn alvarleg vandamál hvað varðar hreinleika umhverfis og afurða og eigum því að geta nýtt okkur þá sérstöðu. Við eigum að líta á þessa umræðu sem sóknarfæri en ekki sem skelfilega ofstjórn. Það er hagur okkar að sem flest ríki taki upp strangar reglur í matvælaframleiðslu því það getur verið mun erfiðara fyrir þá en okkur. Við þurfum að viðhalda ströngum skilyrðum hjá okkur og vera ekki feimnir við að taka upp nýjar reglur, jafnvel þó okkur sýnist þær tilgangslausar. Við verðum að skilja að þó þær séu kostnaður fyrir okkur þá eru þær líka kostnaður fyrir önnur ríki og jafnvel meiri en fyrir okkur. Við verðum að hafa í huga að ef við töpum trausti neytenda þá verður það óbærilegur kostnaður. Mín niðurstaða er að við eigum að fara fyrir í þessum málum hér eftir sem hingað til og hvika hvergi í þeirri stefnu að allir neytendur íslenskra afurða geti áhyggjulausir sest að gnætarborði og notið þess sem boðið er.<br /> <br /> Þegar rætt er um kostnað sem þessari stefnu fylgir verður að vera samræmi milli þjóða. Ef yfirvöld í öðrum ríkjum greiða kostnað verður það að vera eins hér á landi. Við verðum auðvitað í samningum við aðrar þjóðir að gæta að þessu og láta ekki íslenska framleiðendur gjalda í samkeppni. Við getum einnig hugað að þessum þætti í samningum við framleiðendur, t.d. samningum um framleiðslu mjólkur og kindakjöts því þessar greiðslur yrðu vart taldar framleiðsluhvetjandi. Við erum eitt örfárra ríkja sem höfum aflagt útflutningsbætur á afurðir en það er ekkert sem bannar okkur að huga betur að umhverfismálum og neytendavernd. Þær raddir heyrast nú víða um Evrópu og í Bandaríkjunum að færa eigi stuðning við landbúnaðinn í þessa átt. Eftir þessu verðum við að hlusta og vera reiðubúin til að taka afstöðu eftir ítarlega innri skoðun á okkar eigin stefnu.<br /> <br /> <strong>Hvað er verið að gera?</strong><br /> Íslenskir bændur eru meðvitaðir um þessa þróun. Hver búgreinin á fætur annarri hefur breytt framleiðsluferlinum og tekið hugmyndafræði gæðastýringar inn í framleiðsluna. Á það jafnt við um frumframleiðsluna á búunum og í allri vinnslu og sölu afurða. Við þurfum auðvitað að breyta hugsuninni en það er auðveldara fyrir okkur en margar aðrar þjóðir vegna betri ytri aðstæðna. Auðvitað hafa nýjar hugmyndir mætt ákveðinni andstöðu, oft þeirra sem ekki hafa beina hagsmuni, en við verðum að halda áfram á þessari braut. Nú á tímum er ekkert talið sjálfsagt og því hafa orðið til kerfi er votta bæði framleiðslu og framleiðsluferla. Það er nauðsynlegt til að gera ferlið trúverðugt. Neytendur þessa lands, ekki síður en annarra, gera þessa kröfu og í upplýstu þjóðfélagi þýðir ekki að segja "af því bara". Neytendur vita hvað þeir vilja og þeir hafa leiðir til að ná því fram. Lítum á neytendur sem stuðningsmenn og þeirra kröfur sem eðlilegan þátt í skoðanaskiptum framleiðenda og kaupenda. Ef ekki þá töpum við.<br /> <br /> Við verðum auðvitað að kynna okkar vörur, heilnæmi þeirra og hollustu, en við verðum líka að geta fært á það sönnur. Gestir okkar hér í dag hafa látið sannfærast eftir að hafa komið til Íslands og séð og kynnt sér umhverfið, vinnubrögð og framleiðsluna. En þeir keyra strangar kröfur í sínum verslunum og geta e.t.v. ekki til frambúðar boðið okkar vörur nema þær séu vottaðar. Skilningur okkar á þeirra aðstæðum má ekki verða til þess að þessi markaður tapist.<br /> <br /> En það þarf að verða samræmi í þessum hlutum. Við eigum að gera sömu eða mjög svipaðar kröfur til þeirra matvæla sem framleiddar eru fyrir eigin markað og þeirra sem fluttar eru út. Við vinnum að því að bæta það hjá okkur og aðrar þjóðir verða að gera það einnig. Það hafa ekki öll okkar sláturhús heimild til að flytja út kjöt en eru samt að skila góðri vöru á markað. Við vitum það að afurðastöðvar í öðrum löndum fá ekki allar útflutningsleyfi. Hér er hefð fyrir ákveðinni verkaskiptingu og það er gott en við verðum samt að tryggja að allar afurðastöðvar vinni í hvívetna þannig að neytandinn geti treyst þeirra vörum. Það höfum við gert og munum gera áfram.<br /> <br /> Ferðaþjónustan í sveitum landsins veit og skilur að það sem viðskiptavinirnir sækja í er hin hreina og ægifagra náttúra. Þeir eru meðvitaðir um að komi móða á þá mynd er draumurinn búinn. Það er ánægjulegt að vita að ýmis stór fyrirtæki í þeim geira hafa sett sér formlega umhverfisstefnu og fylgja henni eftir. Sem dæmi um þetta má nefna Íshesta og Eldhesta sem selja í samráði við bændur lengri og styrri hestaferðir um allt land. Nauðsynlegt er einnig að greina áhuga og væntingar ferðamanna sem gista Ísland og mér þykir gaman að geta þess að Hólaskóli og Hestamiðstöð Íslands hafa tekið þessa þætti mjög upp á arma sína og vinna nú í samráði við bændur úttektir og rannsóknir á þessu sviði. Þar fæst grunnur sem framtíðin mun byggja á.<br /> <br /> <strong>Hvað á að gera?</strong><br /> Við munum halda áfram á sömu braut og mörkuð hefur verið. Gæðastýring sauðfjárræktarinnar er auðvitað prófsteinn á að íslenskur landbúnaður sinni kalli tímans. Við viljum framleiða góða vöru þar sem ekki er gengið nærri landi. Við viljum tryggja að framleiðsluferillinn sé þekktur og að rekjanleiki afurða sé tryggður. Rekjanleiki er besta þekkta ráðið til að geta gripið inn í ef einhversstaðar verða mistök. Öll markaðssetning framtíðar mun byggja á rekjanleika og eftirliti og það er útilokað annað en að Íslendingar sinni því kalli. Einstaklingsmerkingar hafa nú verið teknar upp fyrir allt búfé nema sauðfé en þar er unnið að því að samræma hið nýja kerfi hinu eldra.<br /> Við verðum einnig að gæta að ímynd landbúnaðarins. Fjölskyldubúið hefur lengi verið sú eining sem hann hefur byggt á og ég vil að svo verði áfram. Með því móti vinnst margt og ég tel engan vafa leika á að þannig verður hreinleika afurðanna og vönduðum vinnubrögðum best við haldið. Auðvitað verður að fara fram ákveðin hagræðing en hún má ekki verða á kostnað þess sem dýrmætast er. Ég tel að við verðum í auknum mæli að skoða hvernig við getum unnið að þessu markmiði í samningum ríkis og bænda. Hið fjölþætta hlutverk landbúnaðar er mikið og nú er vert að skoða þann þátt betur þegar við skipuleggjum landbúnaðinn til framtíðar.<br /> <br /> <strong>Niðurstaða</strong><br /> Það er mín niðurstaða að framtíð landbúnaðarins verði best tryggð með áframhaldandi virðingu fyrir náttúru landsins og vöruvöndun á öllum sviðum. Við þurfum að skilgreina hlutverk þeirra sem í greininni vinna á nýtt og taka þar verulegt tillit til hins fjölþætta hlutverks. Bændur eru vörlsumenn landsins og það hlutverk verður að meta að verðleikum. Yfirvalda er að setja leikreglurnar og það verðum við að gera í samstarfi við atvinnugreinina og hagsmunaaðila. Við verðum að tryggja að vel sé um landið gengið. Við verðum að tryggja vandaðan framleiðsluferil. Við verðum að útiloka að smituð matvæli komist á markað og við verðum að upplýsa neytendur og taka tillit til skoðana þeirra og óska. Þetta átak er dýrt í framkvæmd en nauðsynlegt til að viðhalda trausti milli framleiðenda og neytenda.<br /> <br /> Ég fagna því að íslenskur landbúnaður er meðvitaður um stöðu sína og ábyrgð og heiti því að vinna að framtíðaruppbyggingu hans með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.<br /> <br /> Það er mér því mikið gleðiefni að finna þann mikla áhuga sem þessir vinir okkar, sem hér eru komnir alla leið frá Ameríku, hafa sýnt okkar bændum. En stundum áttum við Íslendingar okkur ekki á því hversu mikilvægt það er í veröldinni í dag að framleiða heilnæmar náttúruafurðir í sátt við umhverfið og án notkunar aðskotaefna. Við erum því þakklát ykkur fyrir að kunna að meta íslenska bændur og vilja styðja þá við að halda uppteknum háttum í búskapnum og vernda þar með bæði dýrin, náttúruna og mannskepnuna.<br /> </p> <div align="center"> ______ </div>

2002-08-18 00:00:0018. ágúst 2002Ávarp á Hólahátíð 2002

<H3 align=center><BR>Ágætu kirkjugestir, gleðilega Hólahátíð.</H3> <P align=left><BR>Ágústmorgunn, ágústnótt, landið er fagurt og frítt. Hjaltadalurinn skartar sínu fegursta á síðsumardegi ágústmánaðar þegar ekið er heim að Hólum. Sagan og atburðir úr lífi og starfi kynslóðanna eru við hvert fótmál, hér á þessum helga stað réðust að hluta örlög lítillar þjóðar. Í þessum fagra fjallasal hugsuðu forystumenn kynslóðanna stórt og risu upp úr fátækt og flatneskju samtímans eins og fjöllin, stórir í lund, hugsjónaríkir athafnamenn sem trúðu á guð sinn og landið sjálft, sem leiddu fátæka þjóð á vit nýrra tíma, með menntun alþýðu að leiðarljósi.<BR><BR>Það smáa er stórt í harmanna heim, -<BR>höpp og slys bera dularlíki, -<BR>og aldrei er sama sinnið hjá tveim,<BR>þótt sama glysi þeir báðir flíki.<BR>En mundu þótt veröldin sé hjartahörð,<BR>þótt hrokinn sigri og rétturinn víki,<BR>bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð,<BR>var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki.<BR><BR>Þannig kvað Einar Benediktsson sem var skáld tilfinninga og ekki síður athafna. Það var hrokinn og hræðslan sem réð því að unnið var myrkraverk í Skálholti árið 1550, þegar erlent vald tók feðgana á Hólum af lífi. Þeir dóu píslarvættisdauða. Þegar bjartsýnishetjur og sannir foringjar lítillar þjóðar eru fjarlægðir af slíku miskunnarleysi er eins og þjóðinni sjálfri blæði út. Það gerðist og við tóku myrkar aldir og tilvistarkreppa.<BR><BR>Reistu í verki<BR>viljans merki<BR>vilji er allt sem þarf.<BR>Trúðu á sjálfs þíns hönd, en undur eigi.<BR>Upp með plóginn. Hér er þúfa í vegi.<BR>Bókadraumnum<BR>böguglaumnum<BR>breyt í vöku og starf.<BR><BR>Aldamótakynslóðin hóf sóknina með bjartsýni og þeirri lífsgleði sem einkenndi frelsishetjuna Jón Arason biskup. Undir þeim merkjum hefur íslenska þjóðin séð og sigrað. Eitt af fátækustu ríkjum veraldar í upphafi síðustu aldar er nú ein auðugasta þjóð heimsins, sem býður börnum sínum góð lífskjör. Sannleikurinn er sá, að á síðustu sjö árum höfum við Íslendingar náð undraverðum árangri í landi okkar, stjórnmálamennirnir og atvinnulífið hefur sigrast á versta meini samtímans, bægt atvinnuleysisvofunni frá landinu, sem á að vera mikilvægasta markmið stjórnmálamannanna á hverjum tíma. Vinnan er móðir mannsins, það að hafa hlutverk gefur lífinu gildi og varðveitir kristið hugarfar og sátt í sál einstaklingsins. Manni sem er hafnað, kraftar hans ekki nýttir, það er eitthvað sem deyr innra með honum, þetta vandamál er stærsta ógn auðugra stórþjóða um víða veröld. Þótt íslenskir stjórnmálamenn deili og deili hart má segja að fátt skilji þá að í viðhorfum og lífssýn. Við getum sagt að sem betur fer snúist okkar deilur um tittlingaskít. Góður var sá dómur sem íslenska stjórnsýslan fékk að mati Alþjóða efnahagsstofnunarinnar og Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar í Harvard háskólanum nú á dögunum. Ísland fær hæstu einkunn af 75 þjóðum fyrir litla spillingu í þjóðkerfinu. Nú blasir við, að mínu mati, enn nýtt hagvaxtarskeið, kannski önnur sjö ár undir merkjum sóknar í atvinnulífinu þar sem við treystum enn lífsgrundvöll þessarar þjóðar. Þrátt fyrir velgengni og nýjan kraft í þjóðfélaginu verðum við jafnan að huga að hættumerkjum sem geta ógnað samstöðu í okkar litla samfélagi. <BR><BR>Kirkjan og viðhorf hins kristna manns og boðskapur Jesú Krists á enn og um alla framtíð að vera okkur leiðarljós. Ef við hugsum um guðspjall þessa dags, þá snýst það um ferðalag meistarans frá Týrusarbyggðum um Sídon og yfir Dekapólisbyggðir til Galíleuvatnsins þar sem hann læknaði heyrnarlausa og mállausa manninn. Jesús sagði við manninn: "Effata" eða opnist þú. Maðurinn fékk heyrn og talaði skýrt. Já, allt gjörir hann vel, daufa lætur hann heyra og mállausa mæla og blindum gaf hann sýn. <BR><BR>Það er okkur hollt öðru hverju að huga að viðhorfum okkar, ekki síst gagnvart okkar minnstu bræðrum og systrum og varpa sjón okkar til landsins og lífsgæðanna. Hver er sýn okkar til landsins, kunnum við að meta auðlegð þess og fegurð, kunnum við að þakka þá farsæld sem fylgt hefur þjóðinni í hundrað ár og ekki síst á lýðveldistímanum? Hvers virði er að eiga föðurland? Hvers virði er að eiga Ísland og vera Íslendingur í nútíma heimi. Eiga tungumál, eiga ónumið land, búa við meira öryggi fyrir börn sín, þurfa aldrei að senda æsku landsins á vígvelli heimsins. Þurfum við á því að halda að einhver segi "opnist þú" til að við skynjum að við búum við aðstæður sem vart eiga sinn líka í veröldinni. Einnig erum við bundin órofa böndum við einstök héruð landsins og í dag leitar borgarbúinn að uppruna sínum og eignast sumarhús við gróna tóft af eyðikoti þar sem afi og amma erjuðu jörðina sæl í sinni fátækt og áttu um eitt að hugsa að fæða og klæða barnahópinn sinn. Þannig kallar landið okkur til sín. Hver bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu. Hvert hérað býr yfir duldu afli, Skagafjörðurinn er umgjörð um lífsglatt fólk í þúsund ár, enn er það söngur og bjartsýni sem einkenna mannlífið. Því hljómar það ekki sem rembingur heldur hin sanna ættjarðarást, þegar Haraldur Bessason prófessor hitti í Vesturheimi mann af Indíánaættum og þegar hann heyrði að hann talaði gullaldar íslensku spurði hann Indíánann: "Ertu Íslendingur." Hann svaraði að bragði: "Nei, ég er Skagfirðingur." Þessi maður var alinn upp af skagfirskum hjónum í Manitoba og hafði aldrei til Íslands komið, en þetta upplifðum við Margrét í Kanada, þessa ást og tryggð á Íslandi hjá fólki sem er af íslensku bergi brotið og líkt og skáldið:<BR><BR>Þó þú langförull legðir<BR>sérhvert land undir fót<BR>bera hugur og hjarta <BR>samt þíns heimalands mót.<BR><BR>Þegar maður heyrir svo setningar eins og þessar frá kærulausum mönnum sem sletta í góm og segja: "Við hérna á skerinu, tvö hundruð og áttatíu þúsund hræður, hvað ætli við getum annað en horft til sameiningar við stærri heildir." Allt í einu berast fréttir að Ísland sé svalasta tískuland Evrópu á eftir Ítalíu. Ætli það skipti engu máli í hugum þessara manna eða opni augu þeirra?<BR><BR>Nú efast ég ekki um að sem betur fer hafa margar þjóðir það gott og ríkjasambönd eru góð sambönd alveg eins og flestir þeir alþjóðasamningar sem við höfum gert voru mikilvægir og gagnast vel. Þetta er hins vegar spurningin um hvað á að ganga langt, hverju má fórna og hvað getur unnist. Ég efast t.d. ekki um að margt það sem Evrópusambandið gerir og áformar er til hagsbóta, ekki síst fyrir hin fátækari ríki, það hefur samhjálp að leiðarljósi og jöfnun lífskjara. Ég tel að upplýst umræða þurfi að eiga sér stað á kostum og göllum þess að Ísland gerist aðili eða gerist ekki aðili að slíku ríkjasambandi, þar er ég sammála utanríkisráðherra, það má aldrei gerast að á einni nóttu, án umræðu um okkar stöðu, værum við knúin í slíkt samband. Í áratugi var hér deilt um inngönguna í NATÓ, sú ákvörðun klauf þjóðina og var erfið innan stjórnmálaflokkanna í áratugi. Það er rangt að halda því fram að hispurslaust eigum við að ganga eða ganga ekki í sambandið, slíkt getur enginn sagt fyrirfram. Það er líka dómgreindarlaust að ætla að láta pólitíska félaga segja já eða nei í póstkosningu hvort sækja beri um aðild, eins og er að henda einn stjórnmálaflokkinn. Okkur ber að halda traustataki um þann samning sem við höfum og hugsa um stöðu og hagsmuni Íslendinga í þeim efnum. <BR><BR>Hins vegar er kröfugerð um tafarlausa aðild af hálfu hagsmunasamtaka út frá sínum hagsmunum móðgun við mörg önnur sjónarmið. Því verður ákveðin umræða um stöðu Íslands ekki umflúin, en það verður að vigta kostina og gallana inn á vogarskálarnar. Við búum ekki á skeri og erum ekki hræður, við erum þjóð sem best hefur vegnað eftir að fullu frelsi var náð og höfum háð stríð til að verja okkar auðlindir. Við eigum viðskiptasamning og verðum að standa vaktina um hann, um þetta eru allir sammála. Hins vegar, þegar stefnir í átök, má pólitíkin ekki skorast undan ábyrgð. Ísland þarf að eiga eina sál í málum sem snúa að ákvarðanatöku um framtíðarhagsmuni landsins í samskiptum við erlent vald. Ég tel fyrir bestu að slíðra þessi sverð og að stjórnmálaflokkarnir, stjórnmálamennirnir og aðilar vinnumarkaðarins yrðu ásáttir um að mynda þverpólitískt samstarf um að móta áætlun um stöðu Íslands og framtíðarmarkmið í alþjóðasamfélaginu. Þannig gæfum við okkur góðan tíma til að meta þetta mál og móta stefnu þar sem samstaða væri leiðarljósið og enginn þyrfti að efast um upplýsta umræðu þar sem hagsmunir þjóðarinnar sætu í fyrirrúmi.<BR><BR>Setning dagsins var: "Opnist þú." Þurfum við að huga að ýmsu öðru sem Kristur kenndi okkur. Er okkar litla þjóð á ferð inní viðhorf og framgöngu sem kunna að sundra kristnum viðhorfum og vinskap í litlu samfélagi? Þarf á ný að velta um borðum víxlaranna? Er samúðin gagnvart þeim veika og smáa að fjara út, eru öfl sem vilja sjá lögmálin auga fyrir auga og tönn fyrir tönn að taka við af hófstillingu og kærleika? Er einnig minnkandi skilningur á því að samhjálpin var hugsuð til þeirra sem hennar þurfa vegna fötlunar eða fátæktar? Aðalsmerki okkar samfélags hefur verið að prófessorinn, atvinnurekandinn og verkamaðurinn eru vinir í sömu götu og erfitt fyrir ókunnuga að þekkja þjóðfélagsstöðu þeirra, börnin þeirra leikfélagar og ganga í sama skóla. Barn verkamannsins fetar hér menntaslóð, auður og völd hafa ekki ráðið, deilt og drottnað. Hvað er þá að gerast hér þegar launakjör eru skoðuð. Hér áður fyrr hafði formaður eða skipsstjóri á bát tvo hluti meðan háseti hafði einn. Nú sýnist mér að ákveðið sjálftökulið sem skammtar sjálfu sér og nýrri aðalsstétt laun, sé að brjóta aldagamla hefð. Hver segir að forstjórar í þjónustufyrirtækjum samtímans eigi að meta sig svo mikils að þeir hafi forsætisráðherra landsins í hlutverki hásetans og telji sjálfsagt að skammta sér tvö- og þreföld laun hans og hiki ekki heldur við að staðsetja sig í launum langt fyrir ofan það sem forseti lýðveldisins fær, sem hefur tvo hluti meðan forsætisráðherra fær einn. Sá sem stýrir fyrirtæki er formaður á bát og ber góð laun, en þessi nýja þróun þolir ekki gleraugu réttlætis í litlu samfélagi þar sem allir gegna stóru hlutverki. Hvers vegna sjá þessir óhófsmenn ekki bjálkann í eigin auga, ekkert þýðir að telja okkur trú um að þetta stafi af alþjóðasamfélaginu þegar ýmsir taka tvöföld laun konunnar sem stýrir Álverinu.<BR><BR>Við þurfum með sama hætti að huga að eignaskiptingunni og hverjir halda utan um auðsuppsprettuna. Færast eignir á færri og færri hendur þarf löggjafinn að takmarka vald og huga að eignaskiptingunni. Aflvaki framfaranna á síðustu öld lá ekki síst í styrk fjöldans sem var hvati framfara og dugnaðar í landinu. Hverjir ráða yfir arði auðsuppsprettunnar og deila þeir henni til landsmanna eða safna fáir menn í nýrri valdastétt auði með augun rauð? Hver er þróun í sjávarútvegi, landbúnaði svo ekki sé talað um í þjónustugreinum, verslun, bönkum og samgöngum til og frá landinu? Allt eru þetta stórar spurningar á himni stjórnmálanna, spurningar sem kalla á umræðu og stefnumótun. Eru nýjar aðalsstéttir að ná tökum, hafa vaxtaverkir fylgt góðærinu eða hafa erlendir samningar sem við höfum gert haft áhrif á þessa þróun, eru hlutafélögin öll með fallegu nöfnunum tæki til að safna auði og ná í fjármagn í nýrri valdabaráttu? Stundum fær maður á tilfinninguna að allt sé þetta leikur stórra stráka í sandkassa. Við horfum á milljarða viðskipti í yfirtöku og sameiningu fyrirtækja, við skynjum að einyrkinn er hornreka og burtrækur úr aldingarði fjársýslumannanna. Við heyrum og sjáum stór gjaldþrot þar sem þeir minni eru féflettir. Við heyrum af auði manna sem svo vel hafa hagnast að þeir geta keypt banka, sparisjóði, fjölmiðla og allt milli himins og jarðar. Hér áður óttuðust menn kolkrabba og smokkfiska, en er ógnarskepnunum í undirdjúpunum ef til vill að fjölga? Hér þarf nýjar og skýrar línur, okkar samfélag þrífst best sé auði og völdum dreift og að eignaraðildin að auðsuppsprettunni sé margra en ekki fárra. <BR><BR>Hið kristna samfélag stendur frammi fyrir nýrri ógn, ekki bara í gegnum eiturlyf, ekki síður því virðingarleysi sem glæpamenn sýna lífinu og gleggst er dæmið með litlu stúlkurnar tvær í Bretlandi. Foreldrar eru í hættu með börn sín, þau byrja snemma að vafra um veraldarvefinn og kunna á tæknina. Því þurfa foreldrar, skólar og stjórnvöld að vinna nánar saman héðan í frá en hingað til. Skólarnir eru heimili númer tvö, þar verður að ríkja væntumþykja og vilji til að greina vanda barnanna sem stundum á uppsprettu í veikum foreldrum. Velferð barna felst í því að grípa inní áður en tjónið eyðileggur barnið. Eitt göfugasta starf sem unnið er í dag er mannúðarstarf og uppeldisstarf heimila sem hafa helgað sig þessu björgunarstarfi, heimila sem í mörgum tilfellum eru sveitaheimili sem finna að návistin við dýrin og ástúð færa barnið á ný til lífsins. Kirkjan gegnir stóru hlutverki í þessari baráttu og getur markvisst náð enn meiri árangri með skólum og foreldrum. Ég er sannfærður um að ef kirkjan, skólanir og foreldrarnir vinna nánar saman, dragi úr mestu ógn okkar tíma, hinum tíðu sjálfsvígum ungs fólks, harmleikur sem skekur og lamar lífshamingju alltof margra í dag. Hún er lamandi þögnin í kringum baráttu margra við eiturlyf og þann glæp að svipta sjálfan sig lífinu, fólkið sem er ráðvillt og þjáist þarf á ástúð og hjálp að halda. Ennfremur þurfum við að byrgja brunninn svo barnið detti ekki ofaní hann, þar þarf til öfluga nýja fjölskyldustefnu sem virkar gegn óhamingjunni. <BR><BR>Hér á Hólum er menntastaður, landbúnaðarskóli sem virkar að nokkru sem alþjóðlegur skóli vegna íslenska hestsins. Menntun og vísindi gegna stóru hlutverki í farsælu mannlífi, byggðaþróun og menningu landsins. Endurreisn vígslubiskupsembættanna að Hólum og í Skálholti marka ný tímamót í kirkjusögunni og ekki síður í virðingu þessara höfuðstaða. Hólaskóli og vígslubiskup hafa tekið höndum saman um að efla Hólastað með ýmsum hætti svo sem varðandi kennslu, menningarviðburði, ásýnd staðarins og viðhald húsnæðis. Hæst rís auðvitað viðgerð á dómkirkjunni, endurbygging gamla skólahússins og síðast en ekki síst bygging Auðunnarstofu hinnar nýju, sem byggð er í minningu þeirrar stofu sem hér var reist árið 1315.<BR><BR>Heim að Hólum mun kalla fleiri og fleiri ferðamenn til sín á næstu árum. Megi faðmur kirkjunnar og gestrisni skólans vitna um gestrisni hins íslenska bónda og sveitamanns. Hér er höfuðstaður, hér er samstarf kirkju og skóla, megi það blessast um alla framtíð. Eða eins og skáldið sagði:<BR><BR>því guð metur aldrei annað í heim<BR>en auðmýkt og hjartans trúnað.<BR>(E.Ben.)<BR></P>

2002-03-03 00:00:0003. mars 2002Setningarávarp á Búnaðarþingi 2002

<div align="left"> <br /> Þorrinn er liðinn og góan hefur heilsað. Hún getur verið grimm en fagrir eru dagar hennar. Það styttist í vormánuði með blíðari tíð, okkur sveitamennina og náttúrubörn þessa lands fer að dreyma um komu vorsins, eins og skáldið Guðmundur Böðvarsson kvað:<br /> <br /> Í nótt urðu allar grundir grænar í dalnum,<br /> því gróðursins drottinn<br /> kom sunnan af hafi og hafði um langvegu sótt.<br /> Og fljótið strauk boganum blítt yfir fiðlustrenginn<br /> og bláar dúnmjúkar skúrir liðu yfir engin<br /> í nótt.<br /> <br /> <br /> Náttúran verður seint beisluð og hún mun ávallt ráða miklu um afkomuna. Undanfarin ár hafa verið góð hvað þetta varðar. Heyfengur mikill og góður, kornuppskera með því mesta og besta. Það eykur bjartsýni og blæs þrótti í menn. Ytri skilyrðin hafa verið erfiðari. Verðbólgan fæst illa bætt í afurðaverði. Harðari samkeppni við sölu afurða hefur dregið úr tekjum. Óskýr staða og að hluti glundroði hjá sláturhúsum veldur óvissu og tekjutapi. Öllu þessu verða bændur að mæta með einbeittri samstöðu og sigurvilja en til viðbótar þá vissu að þjóðin stendur með þeim og henni finnst vænt um sinn landbúnað.<br /> <br /> Fækkun afurðastöðva, aukin samvinna og styrking þeirra hefur lengi verið lykilorð í íslenskum landbúnaði. Þessi þróun hefur gengið mjög misjafnlega eftir landsvæðum. Bændur á þeim svæðum þar sem þetta hefur ekki tekist kalla nú eftir viðskiptum við sterkari félög því víða hefur gengið illa að finna raunhæfan rekstrargrundvöll afurðastöðva. Sú staða sem var uppi í fyrra sumar þegar útlit var fyrir að bændur fengju ekki slátrað lömbum sínum og nautgripabændur voru í venju fremur miklum vandræðum með sláturgripi er ekki sú framtíðarsýn sem ég vil fyrir landbúnaðinn.<br /> <br /> Sú tilraun sem hér var gerð í fyrra undir merkjum Goða mistókst hrapalega. Þar var samt á ferðinni þróun og hugmynd sem nauðsynlegt er að vinna frekar. En það verður að vanda betur til undirbúnings. Í viðkvæmu starfi verður að sýna bændum, starfsfólki fyrirtækjanna og sveitarfélögum fyllsta trúnað. Það að geta ekki einu sinni skilgreint skuldastöðu þannig að vel sé sýnir að það vantaði verulega á vinnubrögðin. Öll þessi tilraun hrökk til baka og eftir sitja einstaklingar og félög með skuldir, tekjutap, vonbrigði og hræðslu við næstu skref. Það er e.t.v. ekki hlutverk ríkisins að hlutast til um eða stjórna uppstokkun atvinnulífsins en í þessu máli held ég að Byggðastofnun og landbúnaðarráðuneytið eigi að aðstoða eftir föngum. Við vitum að sláturhúsum hefur fækkað umtalsvert en við trúum að þau þurfi að vera í hverjum landsfjórðungi, jafnvel litlar einingar. En það má ekki gerast hvað sem það kostar. Er það t.d. rétt sem ágætur Vestfirðingur sagði við mig að eftir að þeir hættu að reyna að reka sláturhús hafi tekjur hans vaxið umtalsvert. Áður hafi hluti tekna farið í hutafjárkaup eða reddingar til skamms tíma sem engu skiluðu þegar upp var staðið. Þetta þarf að skoða til hlítar og í þessa vinnu get ég sett mína bestu menn.<br /> <br /> Þó staðan sé önnur hjá mjólkurbúunum er ljóst að þar þarf að auka samstarf og samvinnu. Aukin alþjóðavæðing og samkeppni, kröfur um frjálsari verðlagningu á mjólk og mjólkurvörum og allar aðstæður í þjóðfélaginu kalla á breytingar. Afurðastöðvar í mjólkuriðnaði hafa svarað þessu kalli að nokkru leiti hér á landi og þessa þróun má sjá allsstaðar um hinn vestræna heim. Í Danmörku og Svíþjóð er eitt fyrirtæki með mikla markaðsyfirburði. Í Nýja-Sjálandi eru tvö fyrirtæki í mjólkuriðnaði þar sem annað er miklu mun stærra. Samkeppni landbúnaðarvara um markað er alþjóðleg og því reyna löndin að búa sem best að sínu. Eftir því sem viðskipti með unnar mjólkurvörur aukast verður þessi alþjóðlega samkeppni sýnilegri. Við henni verða íslenskir bændur að bregðast. Það er enn hægt að hagræða og það verðum við að gera.<br /> Það hefur lengi undrað mig hversu illa gengur að selja það litla magn af nautakjöti sem hér er framleitt. Áður voru vörugæði ekki alltaf jafn mikil og neytandinn vissi stundum ekki hvað hann var að kaupa. Þetta hefur mikið breyst með innflutningi á holdakynjum, betri aðbúnaði og fóðrun og aukinnni vöruvöndun. Sambærilegur árangur hefur á síðustu árum einnig náðst í alifugla og svínaræktinni með innflutningi nýrra kynja og aukinni fagmennsku. Þetta gerir það að verkum að íslenskir bændur framleiða nú vöru sem á fullt erindi á heimsmarkað. Árangur skilar sér til svína- og alifuglabænda en ekki til kúabænda. Hvers vegna er það? Landssamband kúabænda sýnir gott fordæmi, á samstarf við sláturhús, kjötvinnslur, veitingahús og smásala. Vefur þeirra kjöt.is er skemmtileg nýjung sem sýnir að það er ýmislegt hægt að gera til að laða neytandann til samstarfs. En afkoman er slök. Verðið til bænda hefur jafnvel lækkað, gripum fæst ekki slátrað og verð til neytenda hefur hækkað. Hér er eitthvað sem ekki gengur upp. Okkar hreina nautakjöt ætti miklu frekar að vera eftirsótt útflutningsvara í hrjáðum heimi ekki síður en reyktur lax og bleykjan góða. En samkeppnin er grimmur húsbóndi og markaðsvinna tekur langan tíma.<br /> <br /> Nýlega kom út skýrsla ríkisendurskoðunar um framkvæmd sauðfjársamnings fyrir árabilið 1995 til 2000. Af henni má ráða að ýmislegt hefur tekist vel í sauðfjárræktinni en annað miður. Vegur þar þyngst að tekjur sauðfjárbænda hafa ekki fylgt almennri þróun og eru langt undir meðaltali.<br /> Þetta hefur verið vitað nokkurn tíma og því var nauðsynlegt í nýjum sauðfjársamningi að styrkja greinina til framtíðar.<br /> Þegar fulltrúar ríkisins í síðustu samningalotu kröfðu bændur um svör við þeirri spurningu hvað biði sauðfjárræktar þá komur bændur fram með tillögu að gæðastýrðu framleiðsluferli í greininni, svokallaðri gæðastýringu.<br /> Tilgangur með þessu gæðastýrða framleiðsluferli var fjölþættur. Samt held ég að einkum þrennt hafi vakað fyrir fulltrúum bænda.<br /> Í fyrsta lagi að bæta og efla sauðfjárbúskap.<br /> Í annan stað sáu fulltrúar bænda að með gæðastýrðu framleiðsluferli mætti búast við því að tekjur bænda af búskapnum myndu vaxa töluvert.<br /> Í þriðja lagi skynjuðu samningamenn bænda að með auknum kröfum um vönduð vinnubrögð væri meiri líkur en minni til að ríkið kæmi með meira fjármagn inn í samninginn.<br /> <br /> Þessi gæðastýrði framleiðsluferill var síðan lykilatriði í nýjum samningi sem 66% bænda samþykktu í almennnri atkvæðagreiðslu. Fyrsti og eini samningur um sauðfjárrækt sem þannig hefur verið samþykktur. Ég hef lagt mig eftir að fylgjast með hvernig þessu verkefni reiðir af. Ég trúi að því fylgi miklir möguleikar fyrir íslenska sauðfjárrækt. Þess vegna kom mér það á óvart þegar á minn fund gengu nokkrir sunnlenskir sauðfjárbændur og fundu gæðastýringunni allt til foráttu. Ég fer ekki yfir þeirra athugasemdir hér, þið þekkið þær. Þeir komu eftir á, ég hlutsaði á þeirra rök en þennan samning má ekki eyðileggja. Hann leggur grunn að nýrri markaðssókn. Sú sókn mun höfða til neytenda hér heima og á öllum sérmörkuðum heimsins.<br /> Ég hringdi hins vegar í 1000 kinda bóndann í N-Þingeyjarsýslu sem tekur þátt í tilraunaverkefni um gæðastýringu eins og aðrir bændur í þeirri sýslu. Hann þakkaði mér fyrir þennan samning. Hann taldi gæðastýringuna nauðsynlega hverjum þeim sem ætlaði að ná árangri í sauðfjárbúskap, og reyndar í hvaða atvinnugrein sem er. Hann þurfti lítilli vinnu að bæta við sig. Hann þekkti og skráði sínar ær. Hann merkir lömb sín og veit hvað hver ær gefur af sér. Hann tekur þátt í sameiginlegu kynbótastarfi sauðfjárræktarinnar sem ber uppi þróun í greininni. Hann skráir lyfjanotkun, veit hvaða áburður fer á túnin og af hverju. Hann heldur vinnuskýrslu og hann þekkir fóðrið sem kindurnar fá. Hann endaði á að segja að þessi vinna hefði ávallt skilað honum miklum kaupauka og nú kemur viðbót með gæðastýringunni.<br /> <br /> Það er gríðarlega mikilvægt að íslenskir bændur skynji kall tímans sem er matvælaöryggi og aukin neytendavernd. Ef við viljum vera gjaldgeng á mörkuðunum með okkar vöru gildir það að vera bestir. Íslenskur matvælamarkaður er í dag hluti af hinum alþjóðlega matvælamarkaði og við eigum að tryggja okkar íslensku neytendur ekki lakara öryggi en neytendur nágrannalandanna njóta. Og við skulum líka hafa í huga að öflugasta vopnið í samkeppni við innfluttar vörur er gæðin, það hefur sannast áþreifanlega á grænmetismarkaðnum.<br /> <br /> Ákvæði gæðastýringarinnar um landnot hafa verið lengi í vinnslu enda viðkvæmasti þáttur hennar. Öllum má ljóst vera að það er ekki ætlunin að flæma sauðfjárbændur af jörðum sínum, miklu fremur að byggja undir búskapinn. Öllum þeim sem fá athugasemdir frá Landgræðslunni vegna landnota verður boðið að vinna landbótaáætlun um breytta nýtingu. Ef einhverjir verða að hverfa frá sauðfjárbúskap vegna landnota hefðu þeir þurft að gera það hvort sem er. En þessi nýi samningur gefur færi á að vinna að landbótum og halda beingreiðslum, allt tal um að landnotaþáttur gæðastýringar leggi sauðfjárrækt af á stórum svæðum er því stórlega ýktur málflutningur þeirra sem ekki hafa lagt sig eftir grundvallaratriðum.<br /> Landnot og landnýting eru nú sem fyrr síbreytileg. Áður voru það auðæfi að eiga kindur sem björguðust á fjalli. Gnúpverjar, Skeiða- og Flóamenn mátu það áður svo að það besta sem hægt væri að gefa þeim sem var að hefja búskap væri gimbur undan á sem jafnan gekk í Þjórsárverum og Arnarfelli mikla. Það þótti heiður og sómi af þeim kindum. En bændur hafa jafnan sýnt frumkvæði í náttúruvernd og eiga að gera það. Það var fjallkóngurinn og sauðfjárbóndinn Sveinn heitinn Eiríksson í Steinsholti sem fór fyrir í því að vernda þessar náttúruvinjar með því aðleggja til að skera allt fé sem gekk á þessum slóðum. Það gekk eftir og nú er svo komið að það fer varla nokkur kind inn fyrir Fjórðungssand. Enn fjallmenn ríða áfram í Þjórsárver, þessa paradís og smala sem áður. Nú má telja kindurnar á fingrum annarrar handar en áður skiptu þær hundruðum.<br /> Ég trúi því að bændur nútímans séu ekki minni verndunarsinnar. Þeir líti ekki á það sem hlutverk sitt að beita síðustu þúfuna. Þeir vilja sjá landið vaxa og dafna og eru tilbúnir að leggja töluvert á sig í þeim tilgangi. Ef einhver er annarrar skoðunar vil ég gjarnan fá að vita það. Bændur taka hlutverk sitt alvarlega, þeir þekkja skyldur sínar. Þeir taka landbótastarfi opnum örmum enda hafa 550 bændur gengið til liðs við verkefnið "Bændur græða landið."<br /> Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hræðast ekki gæðastýringuna og hafa unnið að framgangi hennar með landbúnaðarráðuneytinu og stofnunum þess. Nú má ekkert verða til að stöðva framgang þessa máls enda er það forsenda þess að sauðfjárræktin þróist í takt við gildi þjóðfélagsins.<br /> <br /> Um nokkurra ára skeið hafa grænmetisbændur ranglega verið gerðir ábyrgir fyrir óheilsusamlegu mataræði þjóðarinnar vegna verðlags á grænmeti. Hinn 15. mars ár hvert hefur söngurinn byrjað. Þá lögðust verndartollar á tómata, gúrkur og paprikur, bæði magn- og verðtollar. Of langt mál er að rifja upp forsöguna en í lok EES viðræðnanna gerði íslenska ríkisstjórnin tvíhliða samning við ESB um tollalaust innflutningstímabil á þessum grænmetistegunum og ákv. tegundum afskorinna blóma. Þetta var gert án nokkurs samráðs við bændur. Þegar Ísland samdi á vettvangi GATT um vernd fyrir landbúnaðarvörur þá varð þarna til þröskuldur sem sífellt hefur verið hnotið um síðan. Þessi árvissa og skaðlega umræða um garðyrkjuna varð að hverfa.<br /> Til að bæta úr þessu ástandi kallaði ég til samstarfs aðila vinnumarkaðarins, bænda og ríkisins. Mörg sjónarmið varð að sætta í þessari vinnu en það tókst að lokum og nú er rétt að verða tilbúinn samningur ríkis og bænda um stuðning við garðyrkjubændur. Samningurinn er í mörgum liðum og tekur jafnt til orkumála, endurmenntunar og niðurfellingar og breytinga á tollum. Þá samþykktu bændur að felldir yrðu niður allir tollar á tómata, gúrkur og papriku gegn beingreiðslum úr ríkissjóði. Með hæfilegum stuðningi ríkisins ætla þeir að keppa á heimsmarkaðsverði við innfluttar vörur. Með þessari samþykkt sýna garðyrkjubændur mikinn kjark. Þeir höfðu sannanlega rétt til að halda í sínar fyrri varnir en í krafti gæða, hreinleika og faglegs metnaðar bjóða þeir samkeppninni birginn. Ég hef séð upplýsingar sem benda til að neysla þessara vörutegunda sé mest þegar íslenska gæðaframleiðslan er á markaði. Með vísan í það trúi ég að bændur hafi valið rétt og að neytendur muni verðlauna þá fyrir áræðið.<br /> <br /> Ágætu áheyrendur.<br /> Fyrir tveimur áratugum var mörkuð sú stefna að draga úr framleiðslu á nautgripa og sauðfjárafurðum. Þetta var upphafið að kvótakerfinu í mjólk og sauðfé eins og við þekkjum það í dag. Á þessum tíma hafa verið gerðar ýmsar breytingar á þessu kerfi. Sú alvarlegasta þeirra 1990 þegar útflutningsbætur voru skornar af með einu hnífsbragði. Ég hefði ekki viljað vera sá landbúnaðarráðherra sem það gerði og mér er til efs að nokkur stétt hafi mátt þola annan eins samdrátt.<br /> Nú er kominn tími til að líta fram á nýja öld og reyna að sjá þróunina fyrir. Nútíma samgöngur og fjarskiptatækni hafa opnað fólkinu aftur leiðina úr þéttbýlinu og út í sveitirnar. Landið er falt til fjölþættra nota og því mætum við á margan hátt t.d. með nýjum jarða og ábúðalögum. Við ætlum að styðja þessa breytingu því við teljum þetta veigamikinn þátt í nýrri byggðaþróun?<br /> Í landbúnaðarráðuneytinu er hafin vinna við að skoða þessa þætti. Hið fjölþætta hlutverk landbúnaðarins er spennandi viðfangsefni. Við þurfum að leita samstarfs við hagsmunaaðila í landbúnaði, faglegar stofnanir hans og alla þá sem láta sig málefnið varða. Róm var ekki byggð á einum degi og sama gildir um framtíðina.<br /> <br /> Ágætu búnaðarþingsfulltrúar.<br /> Ykkar bíða ærin viðfangsefni. Megi samstaða og lífsgleði einkenna ykkar störf – grátið ekki áföll og fortíð , horfið til nýrra sóknarfæra og þess, að íslenskur landbúnaður á mörg tækifæri ef rétt er á málum haldið.<br /> <br /> <br /> </div>

2001-11-11 00:00:0011. nóvember 2001Ræða á ensku, flutt við opnun sýningar Listasafns Íslands í Bandaríkjunum í október 2001.

<DIV ALIGN=right><P><FONT FACE="Times New Roman">10.10.01</FONT></DIV><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mr. GUÐNI ÁGÚSTSSON</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Confronting Nature</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Icelandic Art of the 20ieth Century</FONT></B><DIV ALIGN=center></DIV><DIV ALIGN=right><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Corcoran Gallery of Art</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Washington, D.C.</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">October 13 &#8211; November 26,2001</FONT></B></DIV><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Your excellencies</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Distinguished guests</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ladies and Gentlemen</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">This exhibition at the renowned Corcoran Gallery of Art in Washington, D.C. is the largest ever specifically devoted to Icelandic visual Art in the U.S.A. It is therefore a major Icelandic cultural event which we take pride in sharing with an American audience.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">For me it is a distinct honor to have this opportunity to represent the Government of Iceland at the formal opening of this exhibition of Icelandic 20ieth century art under the heading: </FONT><U><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Confronting Nature</FONT></U><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">You may of course wonder why the Minister of Agriculture &#8211; rather than the Minister of Culture, is representing the Government. But when you come to think about it everything that has to do with Nature, falls under the domain of the Minister of Agriculture &#8211; also the cultivation of the mind and senses through the unique landscapes of Iceland and the magic of its Nature.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">This exhibition was originally planned to be a part of the highly successful Millennium program of the L.E.M.C. in America in the year 2000. That program was designed to celebrate with Americans the 1000-year Anniversary of the Viking discovery of America with the arrival in the New World of Leif Eiríksson, the Icelandic explorer and navigator.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">In the year 2000 another distinguished cultural institution in this city, the Smithsonian, opened its doors to a major exhibition: </FONT><U><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vikings &#8211; the North Atlantic Saga</FONT></U><FONT SIZE=2 FACE="Arial">. And a direct descendant of Leif Eiríksson, a young Icelandic shipwright and navigator, built and sailed a replica of Leif's ship some 4000 miles in the wake of the ancient mariner. This was a human adventure story that caught the imagination of many Americans.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Many distinguished persons have been involved in the preparation of this exhibition &#8211; in addition to the artists themselves. Allow me to offer special thanks to the Director of the Corcoran Gallery of Art, Mr. David C. Levy, and chief curator Jacquelyn Days Serwer for their unfailing cooperation and to the staff of the Corcoran. Thanks are also due to Mrs. Martica Sawin, the Corcoran's consultant on this exhibition, for her rewarding cooperation.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">We gratefully acknowledge financial support received from the L.E.M.C. and the enthusiastic support of its executive director, Ambassador Einar Benediktsson. We would also like to extend our thanks to other financial sponsors, to the Icelandic Steamship Company Ltd., to Iceland Naturally, Icelandair and Icelandair Cargo.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ladies and Gentlemen.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">In her inspiring essay published in the Corcoran catalogue Martica Sawin reflects the spirit of this exhibition in the following words:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">"Since 1900 when Thórarinn B. Thorláksson, presented his work in Reykjavík's first art exhibition, Icelandic artists have carried on a dialogue with European and later with American art, into which they have inserted the experience that is uniquely theirs; that of living on the planet's youngest and most geologically active land mass. It is symbolic that this large island sits astride the divide between the North-American and European plates, indeed was formed by the magma flowing up from this rift; for it looks both east and west, to the old world whose dependency it has been and to the new world which its adventurous seafarers were the first to discover.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ladies and Gentlemen</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">This microcosmos of Icelandic 20ieth century art is now for you to discover.</FONT><BR>

2001-11-11 00:00:0011. nóvember 2001Ræða flutt við opnun sýningar Listasafns Íslands í Bandaríkjunum í október 2001.

<P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">GUÐNI ÁGÚSTSSON Corcoran Gallery of Art</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">landbúnaðarráðherra Confronting Nature: Icelandic Art of the 20th Century</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Virðulegu gestgjafar</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu gestir</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Dömur mínar og herrar:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Þessi myndlistarsýning sem haldin er á vegum hins víðfræga Corcoran listasafns í höfuðborg Bandaríkjanna er hin merkasta sinnar tegundar sem nokkru sinni hefur verið helguð íslenskri myndlist í Bandaríkjunum. Við erum því hér vitni að merkum menningarviðburði sem okkur þykir vænt um að mega deila með bandarískum listunnendum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Mér er það mikill heiður að vera fulltrúi íslensku ríkisstjórnarinnar við opnun þessarar sýningar. Hinn rauði þráður þessarar sýningar er íslenskt landslag &#8211; íslensk náttúra, séð með augum íslenskra myndlistarmanna á tuttugustu öld.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Einhverjum kann ef til vill að bregða í brún við að landbúnaðarráðherra &#8211; fremur en ráðherra menntamála &#8211; er fulltrúi ríkisstjórnarinnar af þessu tilefni. En við nánari umhugsun er það svo að allt sem tengist náttúrunni og landslaginu fellur undir valdsvið landbúnaðarráðherra &#8211; þar með talin þau listrænu hughrif sem hin stórbrotna íslenska náttúra vekur með þeim sem hennar njóta. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Upphaflega var áformað að þessi sýning væri hluti hinna miklu hátíðahalda sem Landafundanefnd efndi til í Norður-Ameríku á árinu 2000. Þau hátíðahöld voru sett á svið til að minna á og fagna því að 1000 ár voru liðin frá því að hinn íslenski sæfari og landkönnuður, Leifur Eiríksson, nam land í Norður-Ameríku, fyrstur Evrópumanna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Á árinu 2000 efndi önnur víðfræg menningarstofnun í þessari borg, Smithsonian-safnið, til sýningar sem sagði þá sögu í máli og myndum: Víkingar &#8211; sókn þeirra yfir Norður-Atlantshafið. Og afkomandi Leifs Eiríkssonar í 33. kynslóð, íslenskur skipasmiður og sæfari, byggði og sigldi eftirlíkingu af skipi Leifs 4000 sjómílna leið í kjölfar hins fræga sæfara, forföður síns. Þetta var ævintýri sem hreyfði við hugarflugi margra Bandaríkjamanna, sem upplifðu ævintýrið af sjónvarpsmyndum og frásögnum fjölmiðla.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Þau eru mörg, sem lagt hafa gjörva hönd á plóg við undirbúning þessarar sýningar &#8211; fyrir utan listamennina sjálfa. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka sérstaklega forstöðumanni Corcoran listasafnsins, hr. David C. Levy, og safnstjóranum, Jaqueline Days Serwer fyrir gestrisni þeirra og samstarfsvilja sem og þeirra starfsliði öllu. Sérstakar þakkir flyt ég frú Martica Sawin, sem var sérstakur ráðgjafi Corcoran-safnsins við undirbúning sýningarinnar og skrifar auk þess af óvenjulegu innsæi um íslenska myndlist í sýningarskrá. Þá vil ég nota tækifærið og þakka dr. Ólafi Kvaran, safnstjóra Listasafns Íslands, og samstarfsfólki hans fyrir þeirra framlag.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Draumurinn um svo veglega sýningu í þessum glæstu húsakynnum hefði ekki ræst nema fyrir rausnarlegan fjárhagsstuðning Landafundanefndar. Einar Benediktsson, sendiherra og framkvæmdastjóri Landafundanefndar á einnig þakkir skildar fyrir frumkvæði sitt að þessu máli. Aðrir sem lagt hafa sýningunni lið með fjárframlögum og öðrum stuðningi eiga einnig þakkir skildar. Þeirra á meðal Eimskipafélag Íslands, "Iceland Naturally &#8211; hópurinn", sem er samtök íslenskra fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði og Flugleiðir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Dömur mínar og herrar:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Martica Sawin kemst vel að orði í ritgerð sinni í sýningarskrá þar sem hún lýsir samspili landslags og listar með eftirfarandi orðum:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">"Allt frá aldamótaárinu 1900, þegar Þórarinn B. Þorláksson efndi til fyrstu myndlistarsýningarinnar í Reykjavík, hafa íslenskir listamenn verið í kallfæri við evrópska og síðar bandaríska listsköpun, þótt verk þeirra hafi alla tíð endurspeglað lífsreynslu, sem er þeirra einna. Nefnilega að byggja yngsta land jarðarkringlunnar í jarðfræðilegum skilningi, land sem er í sífelldri sköpun. Það er táknrænt að eyjan hvíta spannar jarðsprungu sem aðskilur meginlönd Evrópu og Ameríku og að hraunið, sem rutt hefur sér farveg upp um jarðsprunguna, myndar landið sjálft. Af þessum sjónarhól líta Íslendingar til beggja átta, í austur og vestur, til gamla heimsins þaðan sem þeir eru upprunnir og til nýja heimsins, sem áræðnir sæfarar eyþjóðarinnar fundu, fyrstir Evrópumanna."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Dömur mínar og herrar:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Þökk sé Corcoran-safninu fyrir að gefa ykkur kost á að njóta þessarar heillandi veraldar landslags og listar hins fjarlæga eylands í norðri.</FONT><BR>

2001-08-24 00:00:0024. ágúst 2001Ávarp við vígslu Hestamiðstöðvar Íslands í Skagafirði 24. ágúst 2001

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT FACE="Arial">Ávarp Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra</FONT></B><BR><B><FONT FACE="Arial">við vígslu Hestamiðstöðvar Íslands í Skagafirði </FONT></B><BR><B><FONT FACE="Arial">24. ágúst 2001</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu Skagfirðingar, góðir gestir!</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Gleðilega hátíð. Til hamingju með húsið mikla, kraft ykkar og dugnað. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er stormur og frelsi í faxins hvin</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">sem fellir af brjóstinu dægursins ok.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Jörðin, hún hlakkar af hófadyn,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">sem hverfandi sorg er jóreyksins fok.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Lognmóðan verður að fallandi fljóti</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> allt flýr að baki í hverfandi róti</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> hvert spor er sem flug í gegnum foss eða rok</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> sem slær funa í hjartað og neista úr grjóti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hver gat ort svo nema Einar Benediktsson, sem var hálfur Skagfirðingur og elskaði hestinn eins og þið gerið. Innilega til hamingju með ykkar verk hér, þeir sem að þessari byggingu hafa staðið, þeir sem hafa staðið að sókn og afrekum í Skagafirði í kringum íslenska hestinn í aldir, eiga þakkir skilið. Þið Skagfirðingar eigið fallegt hérað og hafið sótt fram með íslenska hestinn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mér finnst vel til valið af ykkur að nefna félagið Flugu, þið sem stóðuð að þessari sókn hér og þessari byggingu, ekki vegna hryssunnar frægu, heldur því hvað það er dýrmætt að eiga menn sem fá flugu í höfuðið öðru hvoru? Menn sem þora að horfa framan í tungl hins nýja tíma, sem þora að setja sér markmið; &quot;Rístu í verki, sýndu viljans merki, vilji er allt sem þarf.&quot; Það sannast á þessu húsi, á því hestaátaki sem hér er að eiga sér stað, Hestamiðstöð Íslands, að hér eru menn sem þora áfram, menn sem gefa byggðinni gildi, rísa með henni og gera hestinn, þetta lifandi listaverk, að þeim sigurfara sem nú fer um veröldina alla. Ég er nýkominn frá Austurríki þar sem tugir þúsunda manna komu saman til þess að hylla íslenska hestinn. Það er enginn knattspyrnuleikur, ekki einu sinni hér á Sauðárkróki, það er enginn handboltaleikur, það er ekkert sem líkist þeim tilfinningum, þeim fagnaðarlátum, því hrópi, þeim tárum og þeim hlátri sem ríkir í kringum þau mót. Þannig að við eigum stuðningsmenn um alla veröld sem hafa fundið þetta með íslenska hestinn, að hann er að hæfileikum engri skepnu líkur, hann gefur fjölskyldunni hamingjustundir, hann er magnaður kraftur, hann hefur hæfileika sem ekkert hestakyn í veröldinni hefur. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nafnið á höllinni, Svaðastaðir, er snjallt og tengist merkilegri sögu um íslenska hestsinn og framsýnan bónda, því að það er stundum svo að þegar harðindi dynja yfir eins og móðuharðindin miklu 1783, þá fórust hérumbil öll hross í Skagafirði. Bóndinn á Svaðastöðum gafst ekki upp og hóf mikla ræktun af nýjum krafti og hestakynið breiddist um Skagafjörð, það breiddist um Ísland og þetta kyn fer nú þess vegna um veröldina alla. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Til hamingju Svaðastaðamenn með forfeður ykkar og þeirra miklu verk, þau munu lifa í höndum þúsunda manna sem vilja rækta hestinn. Þessi höll er vel að þessu nafni komin. Það er heiður við þá menn sem svo vel unnu. Það er sagt að Svaðastaðahesturinn hafi fegursta höfuðlag og minni mjög á þann hest sem sagður er af mörgum fegursti hestur í veröldinni, arabíski hesturinn. Við trúum því samt að íslenski hesturinn, þessi mikli snillingur, sé sá fegursti. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu Skagfirðingar. Ég kom hér á vordögum og hitti hér kempurnar, þá bræður Svein Guðmundsson og Stefán Guðmundsson, og þegar ég kom inn í þessa stóru höll og gekk um hana með þeim, þá sagði ég við þá: &quot;Strákar, er þessi höll farin að skila einhverjum árangri?&quot; Það færðist bros yfir þá báða og samtímis sögðu þeir með barnslegri gleði. &quot;Já, já, hefurðu ekki frétt af því að Tindastóll vann Leiftur á Ólafsfirði í gær?&quot; Þannig er það, að þetta er menningarhús, þetta er ekki bara hús til að íslenski hesturinn nái árangri, heldur líka íþróttafólk og gefur tækifæri til að halda söng- og gleðihátíðir og hér mun margt fara fram í þessu glæsilega húsi ykkar, Skagfirðingar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil nota þetta tækifæri og biðja ykkur afsökunar á því sem ég sagði á Heimishátíðinni í vetur, en þá lét ég mér um munn fara að höllin væri svo stór, að hestur sem færi inn að morgni kæmi ekki út fyrr en að kvöldi. Þetta er alrangt, skagfirski hesturinn er miklu betri en þetta.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu Skagfirðingar. Ég trúi því að Hestamiðstöðin sé mikið verkefni, þetta skagfirska framtak lýsi öðrum, gefi öðrum kraft til að gera það sem þið gerðuð, hvetji sveitarfélög til að koma að slíkum verkefnum. Það er fyrst og fremst ykkar kraftur sem hefur gert það að verkum að þessi mál eru nú í höfn. Ég trúi á verk ykkar, ég trúi á fagmennsku ykkar og ég veit að þið eigið glæsilega hestamenn. Reiðlistin og sá agi sem nú ríkir meðal íslenskra hestamanna er ævintýrið sem skapar okkar mörgu sigra heima og að heiman. Ég flyt ykkur kveðjur ríkisstjórnar Íslands, sem skilur og styður þau miklu verkefni sem hér eru og sér að íslenski hesturinn á mikla sóknartíma framundan. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Til hamingju Skagfirðingar. Þið eruð hamingjumenn á þessu kvöldi. Þið eigið lífsgleðina, sönginn og þetta hús. Notið það ykkur til gagns og hagsbóta. Ég óska ykkur til hamingju.</FONT><BR>

2001-08-19 00:00:0019. ágúst 2001Ávarp á Heimsmeistaramóti í hestaíþróttum í Austurríki 19. ágúst 2001.

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">á Heimsmeistaramóti í hestaíþróttum</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">í Austurríki 19. ágúst 2001</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu heimsmeistaramótsgestir allra þjóða.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er íslenskum landbúnaðarráðherra sérstök gleði að fá að upplifa atburð eins og heimsmeistaramót íslenska hestsins, atburð sem dregur til sín þúsundir gesta af ólíku þjóðerni, atburð sem ég veit að tugþúsundir fylgjast með úr fjarlægð og eiga þá ósk heitasta að vera með okkur hér á þessu móti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sem landbúnaðarráðherra er ég stoltur af íslenska hestinum. Ég er stoltur af því fólki, sem með innsæi og alúð hefur ræktað hann og alið. Ég er stoltur af því fólki sem með þrautseigju og þori hefur borið hann um heiminn og ég er stoltur af þeim vinum okkar í hinum ýmsu löndum sem nú bera hann á höndum sér, njóta hans og nýta. En stoltastur er ég þó af hestinum sjálfum, þessu ævintýri sem lifað hefur með þjóðinni alla tíð og mun gera áfram.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samofinn menningu og sögu þjóðarinnar hefur hesturinn ávallt skipað veglegan sess hjá Íslendingum. Það lesum við í Íslendingasögunum, það lesum við úr ljóðum skáldanna og munnmælin og sögurnar ganga kynslóða á milli. Meitluð frásagnarlist og stórkostlegur skáldskapur hafa hjálpað til við að gera hestinn að "þarfasta þjóninum", "besta vininum" , ómetanlegum hverjum sem honum kynnist.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar ég kem á hátíð eins og heimsmeistaramót íslenska hestsins og sé hversu vel er að öllu staðið og hversir margir hylla hestinn á sigurstundu, þá veit ég að hesturinn á ekki aðeins glæsta framtíð á Íslandi heldur í heiminum öllum. Öll þau hjörtu sem hér slá í takt við hófaslög gæðinganna sannfæra mig um að saman munum við bera merki hans um um ókomin ár.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil við þetta tækifæri færa Austurríkismönnum bestu kveðjur og þakklæti frá íslensku þjóðinni. Dvölin hér er ánægjuleg og ekkert hefur verið til sparað til að gera hátíðina sem glæsilegasta.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við erum öll sammála um að íslenski hesturinn er eitt allsherjar ævintýri, ævintýri sem við viljum öll upplifa og trúum að hafi engan endi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil í lokin segja, að þó við hyllum hér í dag marga sigurvegara sem uppskera laun erfiðisins, þá er í raun aðeins einn sigurvegari krýndur. Sá hefur ekki aðeins unnið sigra á keppnisvellinum, heldur fyrst og síðast hug okkar og hjörtu. Sá sigurvegari er íslenski hesturinn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Um leið og ég færi ykkur öllum þakkir fyrir frábært mót, leyfi ég mér að vona að við hittumst öll á Landsmóti hestamanna, sem haldið verður á Vindheimamelum í Skagafirði sumarið 2002.</FONT><BR><BR>

2001-06-27 00:00:0027. júní 2001Ræða nr. 2 á norrænum sumarfundi 2001, "Skógrækt og varðveisla líffræðilegs fjölbreytileika á Íslandi".

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">á norrænum ráðherrafundi, </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">haldinn í Reykjavík 27. júní 2001</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">&quot;Skógrækt og varðveisla líffræðilegs fjölbreytileika á Íslandi&quot;</FONT></B><BR></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fundarstjóri, heiðruðu fundarmenn ....</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Flatarmál íslenskra skóga er harla lítið þegar borið er saman við skóga hinna Norðurlandanna og raunar allra annarra landa Evrópu. Núverandi skógleysi Íslands má að stórum hluta rekja til búsetunnar sem hér hófst á 9. öld. Við upphaf landnáms er álitið að skógar hafi þakið um fjórðung landsins, en á þeim ellefu öldum sem liðnar eru frá landnámi hefur flatarmál skóglendis rýrnað um 95%, vegna ósjálfbærrar nýtingar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Birkiskógar á Íslandi höfðu mikla efnahagslega þýðingu á Íslandi frá upphafi landnáms allt fram á fyrri hluta tuttugustu aldar, einkum sem orkugjafi og fóður fyrir sauðfé. Íslenskir birkiskógar voru mikilvæg búsvæði fyrir margar lífverutegundir sem í dag eru sjaldgæfar rétt eins og skógarnir sjálfir. Skógarnir gegndu auk þess mikilvægu jarðvegsverndar- og vatnsmiðlunarhlutverki, en skógur eða kjarr er sá gróður sem er öflugastur til jarðvegs- og vatnsverndar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í samanburði við skóga hinna Norðurlandanna eru náttúrlegir íslenskir skógar fábreyttir hvað snertir fjölda trjátegunda. Aðeins ein tegund náði að nema hér land og mynda skóga eftir lok ísaldar; ilmbjörk (Betula pubescens) sem kölluð er fjallabjörk á norrænum málum. Íslenskt birki getur verið afar breytilegt í útliti og vexti eftir því við hvaða aðstæður það vex og eftir erfðasamsetningu trjánna en stærsti hluti íslenskra birkiskóga er lágvaxið og hægvaxta kjarr. Undanfarna öld hefur hins vegar fengist góð reynsla af ræktun fjölmargra innfluttra trjátegunda, svo sem af rússalerki frá Norður-Rússlandi og af sitkagreni, stafafuru, alaskaösp og víðitegundum frá Alaska. Notkun þessara tegunda gefur aukið færi á atvinnu- og verðmætasköpun í sveitum landsins, svo sem með viðarframleiðslu, sem ekki væri fyrir hendi ef aðeins væri völ á innlendu tegundinni; birki. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ein öld er liðin frá því fyrstu skógræktartilraunir og aðgerðir til verndunar skóga hófust hérlendis. Í dag er árlega gróðursett í um 1200-1500 ha en áform eru um að nýræktun skóga verði stóraukin á næstu árum. Á árinu 1999 voru tveir þriðju gróðursettra trjáa af innfluttum tegundum en þriðjungur af íslensku birki. Margt bendir til að hlutfall birkis muni heldur aukast í framtíðinni með aukinni áherslu á skógrækt til landgræðslu og jarðvegsverndar, auk þess sem aukin friðun lands gagnvart sauðfjárbeit mun hafa í för með sér að birkiskógar breiðast út í auknum mæli með sjálfsáningu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Markmið skógræktar á Íslandi eru í stórum dráttum fjórþætt: </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. vistfræðileg endurheimt og landbætur (endurheimt horfinna skógvistkerfa)</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. verndun jarðvegs, vatnsbúskapar og andrúmslofts (að koma í veg fyrir jarðvegseyðingu og að binda kolefni úr andrúmslofti)</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. efnahagsleg (ræktun timburskóga)</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. félagsleg (ræktun skóga til útivistar og fegrunar) </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Stærstur hluti núverandi skógræktar fer fram á grundvelli laga um landshlutabundin skógræktarverkefni sem samþykkt voru á Alþingi Íslendinga árið 1999. Í hverju landshlutaverkefni er stefnt að ræktun skóga og skjólbelta á að minnsta kosti 5% af flatarmáli láglendis. Veitt eru framlög til landeigenda til ræktunar s.k. "fjölnytjaskóga", þ.e.a.s. skóga sem hafa fjölþætt markmið; að framleiða viðarafurðir til iðnaðarnota, til verndar og landbóta, og vegna fegurðar og útivistargildis. Auk þess eru framlög veitt til ræktunar skjólbelta, til að skýla búfé og mannvirkjum tengdum landbúnaði og belta sem hugsuð eru sem undanfari skógræktar á bersvæði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Um þessar mundir örlar nokkuð á umræðu í þjóðfélaginu um hugsanleg áhrif aukinnar skógræktar á náttúrufar á Íslandi. Þessi umræða endurspeglast m.a. í því að í nýlegum lögum um mat á umhverfisáhrifum er kveðið á um að skógrækt á yfir 200 ha svæði skuli vera háð mati. Bent er á að breyting verði á ásýnd lands þegar bersvæði er breytt í skóglendi. Hvort sú breyting er jákvæð eða neikvæð er háð afar huglægu mati sem erfitt er að meta, en við skipulag framkvæmda er kappkostað að fella skóg vel að landslagi. Einnig er bent á að skógrækt breyti aðstæðum fyrir lífverur, m.a. með því að skyggja út ljóselskar plöntutegundir og hugsanlega raska búsvæðum þeirra fugla sem nýta sér opin svæði til varps. Skógrækt breytir vissulega aðstæðum á þeim blettum þar sem skógur verður ræktaður og því er mikilvægt að rækta ekki skóg á fundarstöðum sjaldgæfra lífverutegunda. Hins vegar fer nánast öll skógrækt í dag fram á algengustu vistgerðum, s.s. rýru mólendi eða illa grónu landi og við skipulag er sneitt hjá þekktum fundarstöðum sjaldgæfra lífvera. Því ætti sú hætta að vera lítil. Áhrif skógræktar á líffræðilegan fjölbreytileika stærri landslagsheilda eða á landsvísu ætti hins vegar að geta verið jákvæð. Með þeim eru sköpuð ný búsvæði og þar með eykst fjölbreytni vistkerfa. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einnig hefur verið gagnrýnd sú staðreynd að skógrækt byggist hér að svo miklu leyti á "</FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">framandi lífverum</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">", þ.e.a.s. innfluttum trjátegundum, og að slík ræktun samræmist ekki samningnum um líffræðilega fjölbreytni sem gerður var í Río de Janeiro árið 1992.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á hitt skal þó bent að sá samningur fjallar um sjálfbæra nýtingu erfðaauðlinda og annarra auðlinda sem felast í líffræðilegri fjölbreytni. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fyrstu grein samningsins um líffræðilega fjölbreytni stendur:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">"Markmið samnings þessa ... eru vernd líffræðilegrar fjölbreytni, sjálfbær nýting efnisþátta hennar og sanngjörn og réttlát skipting þess hagnaðar sem stafar af nýtingu erfðaauðlinda, þ.m.t. hæfilegur aðgangur að erfðaauðlindum..."</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er með öðrum orðum skýrt kveðið á um að ekki skuli lagðar hömlur á nýtingu erfðaauðlinda utan upprunalegra heimkynna, sé slíkt gert á sjálfbæran hátt. Aðeins skal varast að nota </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">þær</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> tegundir sem taldar eru vera ágengar og sem geta rýrt líffræðilega fjölbreytni náttúrlegra vistkerfa. Ekki fæst séð af þeirri reynslu sem hingað til hefur fengist, að nokkur innflutt trjátegund á Íslandi teljist í hópi ágengra, framandi lífvera í náttúrlegum vistkerfum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í skóglausu landi með fátæka flóru trjátegunda er það ein meginforsendan fyrir efnahagslega og félagslega sjálfbærri og árangursríkri skógrækt að tryggður verði áframhaldandi aðgangur að erfðalindum annarra landa. Jafnframt verður að gera kröfu um að rannsóknir og vöktun á vistfræðilegum áhrifum skógræktar með innfluttum tegundum gefi svör um áhættu sem þessu fylgir. </FONT><BR><BR>

2001-06-27 00:00:0027. júní 2001Ræða nr. 1 á norrænum sumarfundi 2001, fiskeldi o.fl.

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra </FONT></B><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">á norrænum ráðherrafundi 27. júní 2001</FONT></B><P></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er þekkt vandamál að nútíma landbúnaður hefur veruleg áhrif á næsta umhverfi sitt, ekki síst vatn. Útskolun köfnunarefnis og fosfórs frá landbúnaði er alþekkt og undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að því að minnka þetta tap með jákvæðum árangri. Samt er það svo að alls ekki hefur náðst nógu góður árangur við að minnka mengun grunnvatns og áa.. Á Íslandi hefur þetta ekki verið álitið vandamál hvað varðar okkar hefðbundna búskap, enda er einungis um einn hundraðshluti landsins ræktaður. </FONT><P><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er fyrst með tilkomu fiskeldis að við höfum þurft að hafa áhyggjur af þessari tegund mengunar í landbúnaði.</FONT><P><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Frá því fyrst var byrjað var að stunda fiskeldi á Íslandi hefur mest áhersla verið lögð á eldi í kerjum á landi, þó svo að nú sé að vakna áhugi á að hefja kvíaeldi hér við landi. Fiskeldi í kerjum býður upp á ýmsa mjög góða kosti umfram aðrar eldisaðferðir. Með því að ala fiskinn í kerjum er hægt að nýta jarðhita við fiskeldi, en það er einmitt ein sérstaða Íslands að hafa aðgang að jarðhita sem nýta má til þess að hita eldisvatn. Með eldi í kerjum má halda umhverfisáhrifum fiskeldis í lágmarki. Nánast er hægt að útiloka möguleika á því að fiskar sleppi úr eldisstöðvum og geti þannig blandast villtum fiski. Einnig býður þessi aðferð upp á að eldisvatnið sé hreinsað áður en því er sleppt aftur út í náttúruna þannig að minni úrgangur er losaður í sjóinn. Með kerjaeldi má endurnýta vatn og draga þannig úr vatnsþörf og frárennsli fiskeldisstöðvanna. Þannig býður kerjaeldi upp á vistvænni nálgun við fiskeldi en aðrar aðferðir.</FONT><P><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á undanförnum árum hafa Íslendingar lagt umtalsverða fjármuni í rannsókna- og þróunarvinnu tengda kerjaeldi. Þessar rannsóknir hafa skilað góðum árangri og m.a. gerbreytt rekstrarforsendum laxeldisstöðva á landi. Íslendingar búa nú yfir umtalsverðri reynslu og sérfræðiþekkingu á þessu sviði - sérstaklega hvað varðar eldi í stórum eldiseiningum.</FONT><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tækni við það að hreinsa og endurnýta vatn til fiskeldis fleygir ört fram. Innan Evrópusambandsins hefur verið mikill áhugi á því að efla þessa tegund eldis, ekki síst vegna þess hve umhverfisáhrifin eru takmörkuð. Íslendingar hafa leitt rannsókna- og þróunarverkefni á þessu sviði í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir. Þessi verkefni hafa verið unnin að frumkvæði fiskeldisfyrirtækisins Máka sem ráðgerir að reisa stóra eldisstöð á Norðurlandi, þar sem alinn verður hlýsjávarfiskurinn barri. Með því að endurnýta eldisvatnið og nota jarðhita til upphitunar er hægt að viðhalda kjörhita barra 20-25 °C á einu snjóþyngsta svæði á Íslandi. Með þessari endurnýtingartækni verða umhverfisáhrif af fiskeldisstöðinni hverfandi miðað við umfang framleiðslunnar.</FONT><P><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eldisstöðin verður sú stærsta af sinni gerð í heiminum og áætlað er að hún geti framleitt allt að 1000 tonn af barra á ári. Það eru íslenskir fjárfestar, sem standa að baki fyrirtækinu. Fyrirtækið horfir til þess að geta aukið framleiðslu enn frekar í framtíðinni. allar athuganir benda til að hér sé um arðbæra fjárfestingu að ræða, sem standist samanburð við aðrar atvinnugreinar.</FONT><P><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kostnaður við rannsóknir og þróunarvinnu við undirbúning á byggingu stöðvarinnar er að stærstum hluta greiddur af sjóðum Evrópusambandsins. Um er að ræða samstarf fyrirtækja, skóla- og rannsóknastofnana á Íslandi og Frakklandi. Hægt er að beita þessari tækni á aðrar fiskitegundir og gert er ráð fyrir því að þessi þekking verði flutt út í framtíðinni. Í því sambandi er í undirbúningi stofnun alþjóðlegs ráðgjafafyrirtækis með þátttöku allra samstarfsaðilanna.</FONT><P><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er enginn vafi á því að við uppbyggingu á sjálfbæru fiskeldi verður í framtíðinni litið til kerjaeldis og sérstaklega endurnýtingarkerfa. Tæknin býður upp á að halda uppi mjög mikilli framleiðslu án teljandi umhverfisáhrifa. Áhrif á vistkerfi eru hverfandi og litlar líkur eru á því að eldið skaði líffræðilegan fjölbreytileika. </FONT><P><BR><BR>

2001-06-21 00:00:0021. júní 2001Ávarp í tilefni 100 ára afmælis jarðræktarrannsókna á Íslandi 21. júní 2001

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra,</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">flutt í Gróðrarstöð Reykjavíkur í tilefni aldarafmælis </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">samfelldra ræktunartilrauna á Íslandi </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">21. júní 2001</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu hátíðargestir</FONT><BR><BR><B><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sú kemur tíð er sárin foldar gróa,</FONT></I></B><BR><B><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">sveitirnar fyllast, akrar hylja móa.</FONT></I></B><BR><B><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,</FONT></I></B><BR><B><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">menningin vex í lundi nýrra skóga.</FONT></I></B><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Svo kvað skáldið góða Hannes Hafstein í aldamótaljóði sínu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Til að þessi framtíðarsýn gæti ræst þurfti bæði framtak og þekkingu. Íslensk menning í þúsund ár byggði á nánu sambandi manns og náttúru, en til að takast á við nýja tíma og sækja fram til aukinnar hagsældar þurfti aukna þekkingu á þeim möguleikum sem felast í ræktun í íslenskum jarðvegi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með starfi Gróðrarstöðvarinnar í Reykjavík hófst ný sókn til að efla og festa í sessi ræktunarmenningu á Íslandi. Sókn sem var ómissandi þáttur á braut Íslands til sjálfstæðis.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með Gróðrarstöðinni í Reykjavík um aldamótin síðustu og Gróðrarstöðinni á Akureyri skömmu síðar hófust tilraunir á vísindalegum grunni sem hafa vaxið og dafnað til dagsins í dag. Að mörgu var að hyggja. Fátt var um efnivið til ræktunar nytjajurta í landinu. Flytja þurfti inn nýjar tegundir og leita yrkja sem gætu hentað til ræktunar við þau sérstöku skilyrði sem ríkja í voru landi. Rannsaka þurfti notkun áburðar og aðferðir til ræktunar. Sviðið var vítt, garðyrkja og skógrækt auk ræktunar fóðurjurta handa búfé landsmanna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Leitin að nýrri þekkingu tók þegar að skila árangri og þróunin hélt áfram eftir að starfsemin lagðist niður í Garðyrkjustöðinni hér í Reykjavík. Það starf sem hér var hafið hélt áfram á tilraunastöðvum víða um landið. Landbúnaðurinn færðist til nútímahorfs með umfangsmikilli nýræktun lands, einkum um miðbik nýliðinnar aldar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Og bændur og aðrir ræktendur tóku vel við sér og árangurinn varð mikill og góður. Stundum fóru menn að vísu fram úr sjálfum sér ef svo má segja þegar rannsóknirnar voru ekki alltaf nægilega vel á undan atvinnuveginum og því urðu stundum nokkur áföll í ræktuninni svo sem á kalárum sem stöfuðu þó ekki síst af kólnandi tíðarfari um skeið en einnig af því að þekking á samspili erfða og umhverfis var ekki næg. Menn lærðu af þessari reynslu og rannsóknir og tilraunir voru auknar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í huga brautryðjenda eins og Klemenzar Kr. Kristjánssonar á Sámsstöðum og Ólafs Jónssonar á Akureyri var ræktunarmenning smári í túnum sem áburðargjafi og korn í sáðskiptum. Þetta heitir nú sjálfbær og vistvæn ræktun sem þjóðin hefur sett sér að stefna að.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vísindi og þróun eru stundum lengi að skila árangri. Við komumst langt áleiðis á 20. öldinni, en sjáum nú fyrst í upphafi 21. aldar þessar hugsjónir brautryðjandanna rætast. Kappsamlega er unnið að rannsóknum á ræktun smára og kornræktin hefur fest sig í sessi sem mikilvægur þáttur í búskap fjölda bænda í öllum landsfjórðungum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrir um það bil hálfum mánuði stóðu áhugamenn í bændastétt fyrir eins dags ráðstefnu um kornrækt á Sauðárkróki. Þar var sagan rakin og gömul og ný þekking lögð fram. Ráðstefnan var sérstaklega ánægjulegt og lærdómsríkt dæmi um það hvaða árangri það skilar þegar brautryðjendur í bændastétt og okkar bestu vísindamenn taka höndum saman. Rannsóknirnar hafa verið í takti við þarfir bændanna, og þó oftast skrefi á undan, og bændurnir hafa getað hagnýtt sér niðurstöðurnar jafnóðum og þær urðu til.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Landbúnaðurinn hefur verið nefndur móðir annarra atvinnuvega. Það er móðir jörð sem veitir okkur fæði, klæði og skæði. Til að svo megi verða um alla framtíð þarf nýting landsins gæða að vera sjálfbær og bændur og vísindamenn að vinna með samstilltum hætti. Hlutverk rannsókna er að tryggja næga þekkingu til að hagnýtingin verði sjálfbær. Gott dæmi um slíkt verkefni er gerð nýrrar jarðabókar, verkefnið Nytjaland sem unnið er undir forystu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Það er sannfæring mín að RALA í góðri samvinnu við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, Leiðbeiningaþjónustuna og aðra aðila muni byggja upp og miðla þeirri þekkingu, sem nauðsynleg er, þekkingu bæði á ræktun nytjaplantna og gjöfulli nýtingu úthagans.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á grunni þessara vísinda mun íslensk ræktunarmenning dafna og uppskera aukast að magni, gæðum og fjölbreytileika. Íslenskir bændur munu í vaxandi mæli rækta korn og fleiri nytjajurtir í sáðskiptum og skjóta stoðum undir fjölbreyttari og öflugri landbúnað. Til þess að svo megi verða þarf samstillt átak þeirra ágætu stofnana sem stunda rannsóknir, leiðbeiningar og fræðslu í þágu landbúnaðarins,- þættir sem svo ágætlega sameinaðist í starfi brautryðjandans Einar Helgason sem hér hóf störf í upphafi síðustu aldar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Framtíðarsýn Hannesar Hafstein frá því fyrir hundrað árum á jafn vel við nú og þá, og áletrunin á þeim minnisvarða, sem reistur er til minningar um upphaf jarðræktartilrauna hér á þessum stað fyrir 100 árum, er einmitt sótt þangað : " ... </FONT><B><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa ... "</FONT></I></B><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Til hamingju með Gróðrarstöðina í Reykjavík. Við þökkum í dag 100 ára þróunarstarf &#8211; fögnum miklum árangri og gleðjumst yfir ræktunarmenningu sem lagt hefur grunn að bættu mannlífi og betra Íslandi &#8211; til hamingju.</FONT><BR><BR>

2001-03-09 00:00:0009. mars 2001Ávarp á fundi Rannsóknarráðs og Útflutningsráðs 9. mars 2001 við afhendingu nýsköpunarverðlauna.

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">á fundi Rannsóknarráðs og Útflutningsráðs</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">föstudaginn 9. mars 2001</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">við afhendingu nýsköpunarverðlauna</FONT></B><BR></DIV><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">&quot;Lífvísindi - leiðin á markað.&quot;</FONT></B><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðan dag, ágætu athafna- og hugsjónamenn. Morgunstund gefur gull í mund.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrirsögn þessa fundar fellur vel að starfssviði manns sem fer með málefni landbúnaðar í ríkisstjórn. Landbúnaður er hagnýt lífvísindi, - nýsköpun og vöruþróun skiptir miklu fyrir framtíð þessa atvinnuvegar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nútíma landbúnaðarframleiðsla byggir á mjög fjölbreytilegri þekkingu þannig að fáir atvinnuvegir styðjast við jafn breiðan þekkingargrunn. Bóndinn þarf að vera vel að sér á mörgum sviðum. Þar má nefna tækni, byggingar, verkstjórn, markaðssetningu og fleira. Lífvísindin, og þá sérstaklega erfðafræðin, myndar grunninn að öllu sem hann gerir og er stöðugt viðfangsefni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hvort sem fengist er við ræktun eða úrvinnslu afurðanna er öflun þekkingar í lífvísindum nauðsynleg til að tryggja öryggi framleiðslunnar, magn hennar og gæði, og stuðlar að því að landbúnaðurinn geti brugðist við sífellt vaxandi samkeppni á markaði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skipuleg uppbygging reynslu og þekkingar með tilraunum á Íslandi er ekki gömul. Gaman er þó að geta þess að í ár eru eitt hundrað ár liðin frá því að jarðræktartilraunir hófust með núverandi sniði. Þá var stofnuð Gróðrarstöðin í Reykjavík á mótum Barónsstigs og Laufásvegar, rétt vestan við gamla Kennaraskólann. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hagnýting erfðafræðinnar í kynbótum er stöðugt að skila afurðameiri og betri búpeningi. Íslenska kýrin skilar að jafnaði eitt prósent afurðaaukningu á hverju ári vegna kynbótastarfsins og hliðstæður ávinningur er í sauðfjárræktinni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Erfðaframfarir í fiskeldi eru stórstígar og kynbætur verða snar þáttur í þeirri viðleitni að halda styrkri samkeppnisstöðu í lax- og silungseldi og reyndar í hverri þeirri tegund sem við kjósum að rækta.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í jarðræktinni hafa unnist miklir sigrar með uppskerumiklum nýjum yrkjum af grösum og belgjurtum sem treysta undirstöðu fóðuröflunar. Þá vil ég nefna sérstaklega nýtt íslenskt yrki af byggi, sem kynbætt hefur verið á Rannsóknastofnun landbúnaðarins og treystir undirstöðuna undir verðmætt nýsköpunarstarf í íslenskum landbúnaði sem kornræktin er.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Möguleikar okkar og árangur í skógrækt og landgræðslu hafa einnig stórbatnað á síðustu áratugum vegna þeirra rannsókna sem unnar hafa verið í ýmsum greinum lífvísinda, og þá einkum lífeðlisfræði og erfðafræði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það sem ég hef hér nefnt er allt dæmi um það, hvernig rannsókna- og þróunarstarfið í lífvísindum og landbúnaði hefur skilað sér með einum eða öðrum hætti til að bæta markaðsstöðu greinarinnar. Þessar framfarir eru stöðugar og jafnar og verða það væntanlega áfram. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En það er fleira matur en feitt ket!</FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Hvernig stöndum við í þeirri öru þróun lífvísindanna eða líftækninnar sem við verðum vitni að í fjölmiðlum nánast á hverjum degi? Þar vil ég nefna tvennt: Svo sýnist, sem skilin milli þeirra lífvera sem hingað til hafa verið nefnd nytjaplöntur og hefðbundinn búsmali og annarra lífvera, séu að minnka. Lífríkið er nú ekki lengur nýtt með hefðbundnum hætti, t.d. eru nú silungur, lax og lúða nýtt í eldi. Aðrar og ólíklegri tegundir verða með aðferðum líftækninnar uppspretta verðmæta svo sem lífefna sem nýtast með margvíslegum hætti. Hverjum hefði getað dottið í hug fyrir fáum árum að hveraörverur yrðu grunnurinn að öflugu rannsóknafyrirtæki?</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með líftækninni er einnig hægt að færa erfðaefni milli tegunda og ná árangri sem ekki var hægt að ná áður með hefðbundnum kynbótaaðferðum. Hægt er að færa erfðavísa sem auka vetrarþol milli plöntutegunda og til dæmis gera kartöfluna kuldaþolna þannig að ekki falli öll grös í byrjun ágústmánaðar á einni hélunótt, eins og iðulega kemur fyrir. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessa möguleika sem líftæknin bíður upp á þarf að nota til að efla íslenskan landbúnað og íslenskt atvinnulíf í heild. Vitaskuld þarf að gæta vel að hugsanlegum umhverfisáhrifum. Við þurfum að taka upp virkari umræðu um þessi mál og komast að niðurstöðu um hvernig við best beitum þessari nýju þekkingu landi og þjóð til góða. Sú áhugaverða staða virðist uppi að óblíð veðrátta, tegundafæð og erfið vaxtarskilyrði geti veitt okkur öryggi og sóknarfæri í plöntulíftækninni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sá þáttur líftækninnar og beiting hennar, sem einkum er til umfjöllunar hér í dag, siglir í meiri meðbyr. Margvísleg verðmæt lyf og lífefni eru framleidd með hjálp erfðabreyttra örvera nánast í iðnaðarumhverfi og hafa ekki kallað fram ákafa umræðu með sama hætti og orðið hefur þegar líftæknin er notuð til að flytja erfðavísa milli tegunda í plöntum og dýrum sem notuð eru til manneldis. Hér má nefna insulínið sem er framleitt með hjálp erfðabreyttra örvera.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Reyndar er það svo, að einnig hér eru skilin milli þess nýja og hins hefðbundna ekki eins skörp og áður. Á Rannsóknastofnun landbúnaðarins hófust rannsóknir í þróun og beitingu líftækninnar í þágu verkefna á sviði jarðræktar fyrir tæpum áratug. Lagt var upp með hugmyndir um flutning erfðaefnis úr melgresi í hveiti, sem skilaði miklum grunnupplýsingum. Einnig hjálpaði sú tækni sem þar var þróuð til að auka skilning okkar á erfðafræði íslensku bjarkarinnar og þar með hvernig staðið skuli að kynbótum á tegundinni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nú er hafið nýtt metnaðarfullt verkefni á Rannsóknastofnun landbúnaðarins sem unnið er í samstarfi við Iðntæknistofnun. Verkefnið beinist að því að nota plöntur, reyndar fyrsta íslenska kornyrkið, til að framleiða verðmæt lyf og lífefni með svipuðum hætti og tíðkast með ræktun örvera. Hugsanlega munu íslenskir bændur því rækta lyf og önnur nýstárleg verðmæti á ökrum sínum í framtíðinni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Verkefnið heitir ORF sem við í landbúnaðinum þekkjum vel, að minnsta kost þeir okkar sem unnu með þetta góða verkfæri á síðustu öld. Mér er sagt að orðið ORF sé einnig skammstöfun á miklivægu líftæknilegu fyrirbrigði (open reading frame). Í orðinu mætast með skemmtilegum hætti forn og ný tækni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Svo er og um lífvísindin sem við fjöllum um hér í dag. Landnámsmenn nýttu sér líftækni til að lyfta brauðdeigi, hleypa osti, til skyrgerðar og til að brugga mjöð. Tuttugasta öldin hófst með rannsóknum á baunum og enduruppgötvun á erfðalögmálum Mendels. Öldinni lauk með raðgreiningu á öllu erfðaefni fyrstu plöntunnar, og það sem meiri athygli vakti, - erfðamengi mannsins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er sannfæring mín að þessi fræði verði og framvegis undirstaða framfara í íslensku samfélagi, þar sem hugvitið verður í askana látið.</FONT><BR>

2001-03-06 00:00:0006. mars 2001Setningarávarp á Búnaðarþingi 2001

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Setningarávarp</FONT><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">á Búnaðarþingi 2001</FONT></B></DIV><BR><BR><UL><UL><UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Dagur er risinn, öld af öld er borin</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">aldarsól ný er send að skapa vorin</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Árdegið kallar, áfram liggja sporin</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Enn er ei vorri framtíð stakkur skorinn</FONT></UL></UL></UL><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Að undanförnu hef ég farið um landið og boðað til funda um framtíð landbúnaðarins undir yfirskriftinni "Árdegið kallar, áfram liggja sporin". Ég hef haldið 8 fundi á landsbyggðinni og í gærkvöld var glæsilegur fundur hér í Reykjavík. Á þessum fundum hef ég farið yfir þá sýn sem ég á til handa íslenskum landbúnaði á nýrri öld. Undantekningalaust hefur mæting verið góð og bændur ófeimnir við að ræða dægurmál og framtíð. Auðvitað sýnist sitt hverjum en ég lít á það sem eitt af hlutverkum mínum að blása anda í brjóst bænda, auka bjartsýni þeirra og vitund um að þjóðin stendur með þeim. Ég fer ekki um landið með bölmóð heldur von og vissu um að íslenskur landbúnaður á mikið hlutverk í framtíðinni. Þessu hefur verið vel tekið og ég finn vaxandi kraft og þor. Bændur hafa þörf til að koma saman og ræða sín mál, bæði sín á milli og við stjórnmálamenn. Bændur hafa líka þörf fyrir að koma saman og gleðjast, draga sig út úr amstri dagsins og halda hátíð. Ég hef verið á mörgum slíkum á síðasta ári. Þar sem bændur koma saman og minna á verk sín og vörur beinist athyglin að þeirra góða starfi. Upp í hugann kemur glæsilegt landsmót hestamanna sem haldið var hér í Reykjavík í sumar. Þangað komu þúsundir áhorfenda, þar af stór hluti útlendingar. Samhliða var haldin búvörusýning í Laugardalshöllinni þar sem kynntar voru afurðir landbúnaðarins. Hvoru tveggja tókst mjög vel og var góð kynning fyrir landbúnaðinn. Ég leyfi mér að minna á glæsilegan dag sunnlenskra bænda, kýr 2000. Um og yfir 1000 manns mættu á kúasýningu í Ölfushöllinni. Hverjum hefði dottið það í hug? Með góðu skipulagi og auglýsingu varð sunnlenskur landbúnaður miðdepill dægurmálaumræðunnar í fáeina daga, verðlaun veitt og menn voru glaðir. Jákvæð umræða er mjög mikilvæg og oftar en ekki geta bændur sjálfir haft áhrif á að svo sé.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Vegna þess að mér finnst nauðsynlegt að minnt sé á landbúnaðinn með jákvæðum hætti, hann eigi sína föstu daga í fréttunum, þá verð ég að lýsa vonbrigðum mínum með þá breytingu að setning Búnaðaþings hafi verið færð og henni breytt. Undanfarin ár hefur setning þess verið glæsileg athöfn. Hálfur sunnudagur hefur verið undir, ræðuhöld, tónlist, menning og verðlaun fyrir vel unnin störf. Við setninguna voru margir sem annars höfðu lítið af bændum að segja. Þeim líkaði vel að mæta á bændahátíð í Reykjavík. Ég minni á fundinn sem við áttum hér í gærkveld. Troðfullt hús af fólki sem telur sig hluta af landbúnaðinum og vill mæta. Það fólk gat það á sunnudegi og var velkomið. Áhrif þess dags fóru víða og voru jákvæð. Ég skil vel þörf Bændasamtaka Íslands á að draga saman og spara, nýta vel þá fjármuni sem þeim er trúað fyrir, en ég efast um þá ráðstöfun að breyta verulega þeirri hátíð sem hér var orðin. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Hvarvetna um hinn vestræna heim hefur umræða um landbúnaðarmál verið að breytast. Stjórnmálamönnum, bændum og öðrum þeim sem með skipulag og stefnumótun fara er löngu orðið ljóst að sífelld framleiðnikrafa og kall eftir ódýrari vörum gengur ekki upp. Kemur þar margt til. Í fyrsta lagi vil ég nefna að bændur eru starfsmenn náttúrunnar, reka fyrirtæki í náttúrunni, nýta gögn hennar og gæði og bera þess vegna ábyrgð á að ekki sé gengið of nærri henni. Í annan stað vil ég nefna að bændur bera ábyrgð á því búfé sem þeir halda hverju sinni. Þegar dýrafjöldinn er orðinn slíkur að hvert þeirra fær sekúndur af tíma bóndans getur margt farið að gefa sig. Og í þriðja lagi vil ég nefna afrakstur hinna tveggja fyrrnefndu atriða, það eru afurðirnar. Bregðist bóndinn náttúrunni eða búfénu er hætt við að afurðinar svari ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar. Þetta er auðvitað að gerast í allt of mörgum löndum heimsins í dag. Mér líður ekki vel þegar ég sé angist í augum evrópskra bænda, kvöldum af afleiðingum kúariðu, gin og klaufaveiki og þó kannski fyrst og fremst kerfi sem gengur ekki upp. Þeir geta ekki sinnt sínu starfi af þeirri samviskusemi sem þeir helst kjósa. Þeir eru þrælar kerfisins. Þetta vil ég ekki sjá gerast hér á Íslandi. Hér vil ég áfram sjá stolta stétt manna og kvenna sem bera höfuðið hátt þegar þau láta frá sér afurðir sínar. Þannig tel ég einnig best tryggt það jákvæða viðhorf sem landbúnaðurinn íslenski mætir hvarvetna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Umræðan hefur því í auknum máli horfið að hinu fjölþætta hlutverki landbúnaðarins. Ekki bara matvælaframleiðslunni, heldur náttúrunni, menningunni, sögunni, lífinu í landinu. Ég vil taka þátt í þessari umræðu. Ég vil að fulltrúar íslensks landbúnaðar taki þátt í þessari umræðu. Ég vil að rödd okkar heyrist víða, ekki bara hér á landi heldur hvar sem við getur komið því við. Í þessum efnum eigum við mikið að gefa. Hvaða þjóð er ríkari en við í þessum efnum? En hér verða hlutirnir að gerast hratt. Við þurfum að móta stefnuna, kynna hana og framfylgja. En þetta má ekki bara verða stefnan mín. Þetta verður að vera stefna okkar allra sem hér erum og stefna allrar þjóðarinnar. Ég hef það hlutverk að vera í brúnni og stjórna för en ég þarf mikið lið með mér, heilan her allra þeirra er meta lífið í landinu og vilja sjá það blómgast áfram.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Ég sé hið fjölbreytta hlutverk landbúnaðairns sem okkar bestu leið til að bæta afkomu bænda. Afkoma þeirra sem við landbúnað vinna er slök að meðaltali og það sem er kannski enn verra er að hún er mjög misjöfn eftir búgreinum. Auðvitað er það svo að það eru of margir að framleiða of lítið. 2500 beingreiðsluhafar í sauðfjárrækt voru alltof margir. 320 þeirra hafa nú selt rétt sinn í þeim uppkaupum sem nú standa og trúlega fylgja fleiri á eftir. Við þurfum að vinna grunn að öðrum viðfangsefnum fyrir þetta fólk. Að því vinn ég og breytt tækni og betri samgöngur "tölvuhraðbrautin" vinna með okkur í þeim efnum. Víst finnst sumum "okkur þröngur stakkur skorinn" en "áfram liggja sporin" og við megum ekki gefast upp. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef áður sagt í þessum stól að nautgriparæktin fer fyrir íslenskum landbúnaði. Mér líkar margt mjög vel sem þar er að gerast. Þangað sækir ungt og kraftmikið fólk sem gerir ríkar kröfur til sjálfs síns og þeirra sem með þeim vinna. Fjölskyldubúið er enn sú eining sem framleiðslan byggir á og verður vonandi áfram. Ég mun ekkert það gera sem breytir því. En ég hef áhyggjur af fjármálum greinarinnar. Mér geðjast ekki þau kvótakaup sem fram fara og tel að þessi aðferð kynslóðaskipta í sveitum gangi ekki upp. Að greiða yfir 200 kr. fyrir aðgang að markaði og stuðning ríkisins getur breyst í martröð þeirra sem nú eiga þann draum að gerast þátttakendur í íslenskum landbúnaði. Kerfið er gallað en það er bundið í samningi ríkis og bænda til ársins 2005. Ég mun ekki breyta þessu kerfi einhliða en ég er tilbúin til samráðs við bændur um breytingar ef þeir óska. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mér finnst það skref sem tekið var í nýjum samningi um framleiðslu sauðfjárafurða, að greiða hluta stuðnings ríkisins út á framleiðsluferli, gæðastýringu, vera góð framtíðarsýn. Gæðastýring sem tekur á öllu framleiðsluferlinu og nýtingu aðfanga og náttúrunnar er ferli sem allur búskapur framtíðarinnar mun byggja á. Það er auðvitað rétt að endurtaka það hér að þessi hugmynd kom frá bændum sjálfum en var ekki krafa ríkisins. Mér líkar vel að vinna með mönnum sem gera ekki bara kröfur til annarra. Í þessari gæðastýringu gera bændur verulega kröfur til sjálfra sín. En þeirra kröfum verður svarað með betri afkomu og ánægðari neytendum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Gæðastýringin er líka mikilvægt tækifæri fyrir stoðgreinar landbúnaðarins. Búfræðslan, ráðgjafaþjónustan og rannsóknirnar fá nú áður óþekkt tækifæri til að vinna með bændum alveg frá upphafi ferilsins. Nú ári eftir að skrifað var undir samninginn eru námskeið fyrir bændur að hefjast, tilraunaverkefni er þegar hafið í Norður-Þingeyjarsýslu og undirbúningur stofnana er allstaðar í gangi. Auðvitað finnst mér að undirbúningurinn hefði mátt ganga hraðar því tíminn flýgur frá okkur en ég trúi því að allir endar verði frágengnir áður en ferlið hefst.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Af einu hef ég þó sýnu mestar áhyggjur en það er mat á landnýtingu. Mér hefur verið það ljóst um langan tíma að beitarnýting sumra afrétta er ekki með þeim hætti sem vera ætti hjá vel upplýstri þjóð. Nýtingin er ekki alls staðar með þeim hætti að teljast sjálfbær, gróður sé í jafnvægi eða framför. Þess vegna taldi ég það mjög mikilvægt að semja sérstaklega í sauðfjársamningnum um þennan þátt. Ég taldi líka mikilvægt að hafa bæði Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðslu ríkisins með í þessu ferli. Þess vegna var samhliða samningi um framleiðsluna skrifað undir sérstaka viljayfirlýsingu varðandi landnýtingu. Ísland ber glögg merki 1100 ára mannvistar. Nú höfum við tækifæri til að snúa þessari þróun við. Við eigum að hefja þann viðsnúning á litlum skrefum, í sátt við bændur. Einungis þannig náum við árangri. Nú verða stofnanir landbúnaðarins að leggja fram sanngjarnt kerfi landnýtingar sem tekur þátt í þessum viðsnúningi og þá fyrst tryggjum við árangur í framtíðinni. Ég hef sagt áður og get sagt enn að ég er ekki sá landbúnaðarráðherra sem leggur niður sauðfjárrækt í landinu en ég vil sjá breytingar, raunhæfar til framtíðar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Nú fyrir nokkrum dögum var ég á fjölmennum fundi á Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Þar var ég spurður að því hvort ég væri því fylgjandi að gerðar yrðu auknar kröfur til þeirra er stunda landbúnað. Ég játti því. Landbúnaður er flókið ferli margra ólíkra þátta þar sem bóndinn verður að vera sérfróður um marga hluti. Í þeim efnum getur orðið of dýrkeypt að læra af reynslunni. Ég vil skoða það að gerð verði krafa um búfræðimenntun eða námskeið í búfræðum samhliða annarri menntun. Helst af öllu vildi ég þó sjá það gerast að búfræðinámið væri svo gefandi að engum dytti í hug að fara í búskap án menntunar. Á sunnudagskvöldið gafst mér kostur á að heimsækja Hótel og veitingaskólann í Kópavogi. Það er glæsilegur skóli, vel búinn tækjum og megnugur til að mennta fólk til að vinna greinum sínum vel. Mér var boðið til veislu þar sem meistarakokkar sáu um matreiðslu og gerðu það vel. Nemendur þessa skóla eru samstarfsmenn landbúnaðarins, tilbúnir og boðnir til að kynna ykkar glæsilegu vörur. En eru þeir ekki fyrst og fremst svona góðir vegna þeirrar menntunar sem þeira hafa hlotið, vegna þeirrar leiðsagnar sem þeir fá hjá þrautreyndum vel lesnum meisturum? Er þetta eitthvað öðruvísi í landbúnaðinum? Ég held ekki. Því verður það eitt af forgangsverkefnum mínum að efla búfræðsluna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Í gegnum tíðina hefur útflutningur landbúnaðarvara verið mikilvægur hluti landbúnaðarins. Ég hef hvatt til þess að við séum á hverjum tíma vakandi fyrir þeim möguleikum sem kunna að gefast. Margir hafa bent á að við þær aðstæður sem nú eru í heiminum hljóti að finnast markaður sem bæði vilji okkar vörur og kalli á þær. Okkar vörumerki eru gæði og hreinleiki í vörum sem neytendur geta treyst. Ég vil vinna með bændum og afurðastöðvum að átaksverkefni um útflutning landbúnaðarvara. En átakið verður að byggjast á skynsemi og samstarfi allra hagsmunaaðila. Ég sé mörg tækifæri en þeim er auðvelt að spilla af þeim sem ekki vilja taka á sig ábyrgð heldur einungis hirða afrakstur annarra. Ég er viljugur til að vinna því fylgi í ríkisstjórn að taka vel á með bændum í markaðssetningu erlendis ef þeir vilja koma sameinaðir í það samstarf. Það er vísasta leiðin til að ná árangri. Ég vil minna á verkefnið "Iceland naturally". Þar á landbúnaðurinn fulltrúa og þar er verið að vinna vel. Mikið starf í Bandaríkjunum í tengsum við Landafundanefnd hefur vakið verðskuldaða athygli. Víkingaskipið Íslendingur er talandi dæmi um vel heppnað átak og okkar er að fylgja því eftir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Miklar breytingar hafa orðið á starfi Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins á síðustu árum. Verkefni þessara stofnan hafa verið einkavædd í jákvæðustu merkingu þess orðs. Bændur, helstu vörslumenn landsins, hafa verið kallaðir til starfa og ábyrgðar. Verkefnin eru mikil og ég er ekki í neinum vafa um að framtíð landbúnaðar er falin í landvörslu og uppbyggingu landgæða. Yfir 500 bændur græða landið í samstarfi við landgræðsluna og fjölmargir bændur í öllum landshlutum eru þátttakendur í landshlutabundnum skógræktarverkefnum. Áhuginn er mikill og hann skal virkja. Eldhugar fá sjaldnast notið verka sinna og það má lengi bíða eftir árangrinum. En næsta kynslóð tekur við betra landi og sporgöngumanna bíður að byggja upp margskonar atvinnurekstur í kringum það átak sem nú er hafið. Ég er ekki í nokkrum vafa að hér er byggt til framtíðar og vextir af því fjármagni sem til uppbyggingarinnar fara verða gefandi. Mörg fyrirtæki og félög hafa látið til sín taka í þessum málaflokki. Áhugi almennings er gífurlegur. Við verðum að efla samstarfið og hvetja sem flesta til dáða. Sem lið í því hef ég fengið þá hugmynd að framlög til skógræktar og landgræðslu verði undanþegin skatti. Það er gífurleg þörf fyrir fjármagn og ef þetta er leið til að auka það er þess virði að skoða hugmyndina betur. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Annað verkefni skylt er mér hugleikið. Það er átaksverkefnið Fegurri sveitir. Það var eitt af mínum fyrstu verkum í stól landbúnaðarráðherra að óska eftir samstarfi við ýmsa aðila um að fegra sveitirnar. Ég vil að ónýtu húsin hverfi, fjarlægja vélaruslið, taka niður girðingarnar, mála og snyrta. Þessu átaki var vel tekið á síðasta ári og það mun halda áfram. Hreinleika og gæðum afurðanna verður að fylgja eftir með snyrtimennsku í hvívetna. Það er ekki sannfærandi að kynna gæðastýringu ef ásýndin er ekki í lagi. Fyrir svo utan hitt hvað ferðalangurinn verður glaðari að ferðast um þar sem náttúran nýtur sín og mannvistin verður ekki til að taka athyglina frá því sem mestu máli skiptir &#8211; heilnæmri náttúru í fegurri sveitum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Ég hef mikla trú á framtíð íslensks landbúnaðar. Ég hef mikla trú á íslensku bændafólki. Auðvitað á íslenskur landbúnaður sín vandamál en þau verður hann að leysa. Ég hef sagt á fundum með bændum undanfarnar vikur að þeir verði að efla innri samstöðu. Félagskerfið þarf að styrkja og það þarf að enduróma vilja bænda. Hver búgrein þarf sitt félag, hvert svæði sitt samband. Sameiginlega byggja þessar heildir Bændasamtök Íslands sem sterkasta meið þeirrar eikur sem landbúnaðurinn myndar. Brestur í samstöðunni veikir fyrst og fremst landbúnaðinn. Það vil ég ekki sjá gerast. Um leið og ég óska Búnaðarþingi góðra starfa, bíð ég fram krafta mína og landbúnaðarráðuneytisins til að byggja upp til framtíðar fyrir sterkan og framsækinn landbúnað.</FONT><BR><BR>

2001-02-23 00:00:0023. febrúar 2001Ávarp á aðalfundi Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva um málefni fiskeldis á Íslandi 23. febrúar 2001

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">á aðalfundi Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">um málefni fiskeldis á Íslandi</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> 23. febrúar 2001</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir ráðstefnugestir!</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á undanförnum mánuðum hefur áhugi manna á sjókvíaeldi á laxi aukist verulega. Landbúnaðarráðuneytinu og embætti Veiðimálastjóra hafa borist fjöldi umsókna um leyfi til reksturs slíkra stöðva</FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">.</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Samtals nema þessar umsóknir um 30 þúsund tonna framleiðslu. Ársframleiðsla á eldislaxi er nú um 3 þúsund, þannig að ef þessi áform um framleiðsluaukningu verða að veruleika, yrði um tíföldun á framleiðslumagni að ræða. Ljóst er að ekki er hægt að verða við öllum þessum beiðnum. Bæði er að seiðaframleiðslan er ekki nægjanleg fyrir alla þessa framleiðslu á eldislaxi og svo ekki síður hitt að ég tel ástæðu til að fara varlega og skoða vel þá reynslu sem við öðlumst með því eldi sem fljótlega hefst við Austfirði.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Laxeldi hér á landi byggir alfarið á stofnum sem fyrst voru fluttir til landsins 1984. ISNO - fyrirtækið flutti fyrst inn erfðaefni af norska Mowi-stofninum, en lax af þeim stofni hefur verið í eldi í Lóni í Kelduhverfi. Fiskeldisfélagið Íslandslax við Grindavík flutti einnig inn norskan lax af Bolaks-kyni. Þessir norsku laxastofnar eru í raun uppistaðan í því erfðaefni sem Stofnfiskur hf. hefur verið að framrækta á undanförnum árum. Með stofnun Stofnfisks tók ríkisvaldið ákvörðun um framræktun og notkun norskra laxastofna hér á landi. Það kemur því í sjálfu sér ekki á óvart þó að framkvæmdamenn vilji nota þessa stofna til eldis hér á landi. Þessir stofnar sem eru í framræktun hjá Stofnfiski eru taldir þeir heilbrigðustu sem völ er á í dag, enda eru hrogn af þessum stofnum eftirsótt í fiskeldi erlendis.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Veiðiréttareigendur og aðrir sem hafa hagsmuni af laxveiðum í ám hafa miklar áhyggjur af þróun fiskeldismála. Óttast þeir að of hröð uppbygging í fiskeldi muni geta leitt til slysa sem skaðað geti hina villtu laxastofna. Þá óttast þeir ekki síður að eldislaxinn er af norskum uppruna og því mjög ólíkur þeim íslenska. Síðastliðið haust var skipuð nefnd sem fjallar um sambýli villtra laxa og eldislax. Nefndin hefur ekki skilað formlegum tillögum en hún hefur farið vel yfir flesta þætti í þessu sambýli. Nefndarmenn hafa ólíkan bakgrunn og e.t.v. ólík viðhorf til eldis í fjörðum landsins. En um eitt eru þeir sammála. Það þarf að fara varlega og gæta að því að ofbjóða ekki náttúrunni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef nýlega mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingar á lögum nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði. Ljóst er að löggjöf um fiskeldi hefur lengi verið ábótavant hér á landi. Núgildandi löggjöf um þennan málaflokk er fábrotin og gefur stjórnvöldum ekki nægilegt svigrúm til að hafa afgerandi áhrif á mótun og starfsemi atvinnugreinarinnar. Í löggjöfina vantar ýmis ákvæði sem eðlilegt og nauðsynlegt má telja að þar sé að finna. Með frumvarpinu er leitast við að setja fram skýrari reglur um starfsemi fiskeldis og styrkja og treysta þau ákvæði laganna sem ætlað er að sporna gegn aukinni hættu á fisksjúkdómum, óæskilegri blöndun laxastofna og öðrum vistfræðilegum vandamálum. Það er von mín að frumvarpið muni einnig verða til að styrkja og treysta starfsemi fiskeldis hér á landi og þann rekstargrunn sem það býr við. Jafnframt er það von mín að frumvarpið muni stuðla að því að lægja þær öldur sem hafa staðið um þessa atvinnugrein og verða til farsældar fyrir starfsemi fiskeldis og nýtingu villtra laxastofna hér á landi í framtíðinni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Embætti veiðimálastjóra hefur nú lokið við að móta rekstrarleyfi vegna fiskeldis í Berufirði og Mjóafirði. Þau rekstrarleyfi eru unnin í góðri samvinnu við fyrirtækin sem þau fá og samtök eldismanna. Í þeim leyfum eru ákvæði sem skylda fyrirtækin til umhverfisvöktunar og ýmissa rannsókna á líffræðilegum þáttum sem tengjast vistkerfum í nágreni kvíanna. Ég er ánægður með viðbrögð greinarinnar við kröfum um varfærni. Ég get einnig upplýst hér að ég er jákvæður gagnvart því að veita tímabundið tilraunaleyfi til fiskeldis í Vestmannaeyjum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef margoft sagt að ég ætli að fara varlega við uppbyggingu fiskeldis. Það kemur ekki til greina að vera með eldi þar sem veiðiáin kyssir fjörðinn. Hvorki mér né ykkur er heimilt að gerast of djarftækir til íslenskrar náttúru. Við verðum að sameinast um að byggja upp þekkingu og skilning á áhrifum sambýlis eldis og viltrar náttúru. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa út reglugerð í næstu viku þar sem ákveðin svæði kringum landið verða skilgreind sem svæði þar sem kvíaeldi verður ekki leyft. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af orðum mínum hér að framan má öllum ljóst vera að ég tel heillavænlegast að fiskeldið taki verulegt mið af náttúrulegum aðstæðum. Ég skil fiskeldismenn þannig að þeir séu mér sammála. Ég fagna því. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég segi þessa ráðstefnu setta.</FONT><BR><BR><BR>

2001-01-31 00:00:0031. janúar 2001Ræða á blaðamannafundur 31. janúar 2001 varðandi innflutning landbúnaðarvara

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ræða ráðherra á</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">blaðamannafundi 31. janúar 2001</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">varðandi innflutning landbúnaðarvara</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef alla tíð verið talsmaður þess að Íslendingar færu varlega í innflutningi landbúnaðarvara. Um það vitna störf mín á Alþingi undanfarin 14 ár. Þess vegna var mér líkt og manninum á götunni brugðið við þá umræðu að eftirlit með innflutningi á landbúnaðarvörum hefði brugðist. En eftir lestur álitsgerðar Eiríks Tómassonar get ég glaðst yfir því að embætti yfirdýralæknis viðheldur öflugu eftirlitskerfi með innfluttum matvörum. Á sama hátt finnst mér miður að hnökrar koma fram í stjórnsýslunni. Það kemur mér á óvart hvernig stjórnsýslan milli landbúnaðarráðuneytisins, yfirdýralæknis og tollayfirvalda hefur þróast í kjölfar gildistöku WTO samningsins árið 1995. Þegar ég kom í landbúnaðarráðuneytið hófst ég þegar handa við að bæta og breyta stjórnsýslu þess ráðuneytis. Aukinn kraftur var settur í þá vinnu þegar Guðmundur B. Helgason ráðuneytisstjóri tók til starfa 1. september s.l. Hann hefur tekið þá vinnu föstum tökum en öll slík vinna tekur tíma. Því vil ég segja nú að álitsgerð Eiríks Tómassonar verður okkur hvatning í þessu starfi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar ég nú kynni þá álitsgerð sem prófessor Eiríkur Tómasson hefur unnið fyrir mig, landbúnaðarráðherra sem er annt um heilbrigði manna og dýra, vil ég leggja megin áherslur á eftirfarandi þætti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Túlkun og framkvæmd Íslands á samningi WTO um beitingu ráðstafana um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna er sú strangasta meðal aðildarríkja stofnunarinnar. Meginreglan er bann og innflutningur er ekki leyfður nema að uppfylltum ströngum skilyrðum. Ísland hefur algera sérstöðu hvað þetta varðar. Þess vegna er ekki ástæða til bráðaaðgerða hér á landi eins og víða annars staðar þar sem opnara innflutningsfyrirkomulag gildir. Þær þjóðir eru að taka upp fyrirkomulag íslendinga tímabundið. </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Flestir þeir sem nú hafa gagnrýnt mig og mína embættismenn hvað harðast ættu að huga að því hvað þeir sögðu þegar reglurnar voru settar 1993-1995. Hér væri önnur staða ef þeir hefðu ráðið.</FONT></B><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Í álitsgerð Eiríks kemur fram að embætti yfirdýralæknis hafi unnið vel og faglega þegar það heimilaði umræddan innflutning. Það sinnti bæði lögbundum skyldum og rannsóknarskyldu. Þetta álit Eiríks er mjög mikilvægt fyrir bændur og neytendur þessa lands. Þetta er grundvallaratriði gagnvart þeim trúnaði sem þarf að vera á milli eftirlitsaðila og neytenda og bænda. Fyrir ákvörðuninni lágu vísindaleg rök, auk aðildar okkar að GATT/WTO samningnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Ísland hefur alltaf lagt mikla áherslu á gildi vísindalegra raka þegar fjallað er um milliríkjaviðskipti með matvæli. Það má ekki breytast. Við sem byggjum afkomu okkar á útflutningi matvæla getum kallað yfir okkur skaðlegar gagnaðgerðir með ófyrirsjánlegum afleiðingum ef við hverfum af þeirri braut. Í þessu samhengi er rétt að minna á fiskimjölið og sumir halda því fram að fiskurinn geti orðið næstur. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Í álitsgerð Eiríks eru gerðar tvær athugasemdir sem ég sem landbúnaðarráðherra tek alvarlega. Annars vegar lúta þær að stjórnsýslulegri meðferð innflutnings landbúnaðarvara, sem falla undir tollkvótaskuldbindingar Íslands á vettvangi WTO og hins vegar að reglugerð og auglýsingu sem um innflutning gilda. Gagnrýnt er það verklag að láta heimild landbúnaðarráðuneytisins til innflutnings skv. búvörulögum ná einnig yfir innflutningsheimild skv. lögum um dýrasjúkdóma. Tilgangurinn var að minnka vinnu og fyrirhöfn. Þetta valdaframsal, eins og Eiríkur kallar þetta í álitsgerðinni stenst ekki og því verður hætt nú þegar. Reglugerð og auglýsing, sem landbúnaðráðuneytið hefur sett vegna þessa innflutnings hafa ekki næginlega lagastoð, eru með öðrum orðum meira íþyngjandi. Það fær ekki staðist. Þó hér sé síður en svo um einsdæmi að ræða verður það ekki til málsbóta hér. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En hvert verður framhald þessa máls? </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þar vil ég nefna tvennt:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fyrsta lagi að ríkisstjórn Íslands hefur falið Eiríki Tómassyni og Skúla Magnússyni, lektor, að gera úttekt á lögum, reglum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands, m.a. með tilliti til þess hvort auka megi takmarkanir á innflutningi kjöts og kjötvöru til þess að kom í veg fyrir að hingað til lands berist sjúkdómar, sem hættulegir geta verið heilbrigði manna og dýra. Þessari úttekt skal lokið fyrir 1. mars n.k. Ég mun miða aðgerðir landbúnaðarráðuneytisins við niðurstöður þeirrar úttektar, og gera þær tillögur um lagabreytingar sem ég tel nauðsynlegar til að treysta fyrirkomulag innflutningsmála og haga reglugerðarsetningu landbúnaðarráðuneytisins í samræmi við slíkar breytingar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Í öðru lagi að ríkisstjórn Íslands hefur falið Vilhjálmi Rafnssyni lækni og Ólafi Oddgeirssyni dýralækni, að gera úttekt byggða á fyrirliggjandi gögnum á hugsanlegri hættu sem neytendum stafar af neyslu á vörum sem innihalda innflutt nautakjöt eða nautakjötsafurðir. Eins og fram hefur komið í umræðu síðustu daga er nauðsynlegt að huga að öllu eftirliti með matvælum, ekki bara eftirliti með hráum afurðum. Þessari úttekt skal lokið fyrir 15. febrúar n.k.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Með þessu móti tel ég að Ísland geti haldið þeirri sérstöðu sem það hefur. Við gleðjumst með íslenskum bændum sem framleiða frábærar afurðir í hreinustu náttúru í heimi en um leið tekur það okkur sárt að sjá angist í augum neytenda margra annarra landa. Á sama hátt lýsi ég samúð minni með bændum í þeim löndum sem nú eru hart leiknir af búskaparháttum sem óraunhæfar kröfur um lágt matvælaverð leiða af sér. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Með vísan í allt það sem ég hef hér sagt ítreka ég að það er stefna ríkisstjórnarinnar að standa vörð um hreinleika og gæði innlendrar framleiðslu. Þá stefnu ríkisstjórnarinnar hafa neytendur tekið undir með þeim hætti að bergmálar um allan hinn vestræna heim.</FONT><BR><BR><BR>

2000-12-12 00:00:0012. desember 2000Ræða á fundi landbúnaðarráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, Kaupmannahöfn, 11-12.12.2000

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Nordic-Baltic Meeting of Ministers of Agriculture and Forestry</FONT><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Copenhagen, 11-12 December 2000</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Priorities of Icelandic agriculture, forestry and rural development</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mr. Gudni Agustsson, Minister of Agriculture, Republic of Iceland</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> I would like to begin by welcoming this opportunity to meet fellow Ministers from the Nordic and Baltic countries with a view to strengthening our friendship and cooperation in the fields of agriculture and forestry. I similarly wish to express my gratitude to the Government of Denmark for hosting this important event.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> The promotion of mutual understanding and cooperation in our region is made all the more valuable by the fact that the international environment in which our agricultural sectors operate has an ever-increasing impact on their development. This certainly applies to a country so historically isolated as Iceland. Factors such as geographical remoteness and the absence of animal and plant diseases common in most other countries have contributed to the pursuit of food security through self-sufficiency, a goal attained with respect to all animal products. Scientifically-backed sanitary regulations remain strict with a view to maintaining the appropriate level of protection from disease, but imports of agricultural products still constitute about half of the domestic consumption in calorific terms.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">As a high-cost, low-potential activity, agricultural production in Iceland has been largely dependent on direct and indirect government support which ranks among the highest in the OECD. This is dictated by factors such as the harsh climate, difficult topography and low population density. The sector has nevertheless undergone a process of structural reform in recent years, not least in light of commitments undertaken under the WTO Agreement on Agriculture and the EEA Agreement. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">The development of the EEA and relations with the European Union may play a major role in determining the future agricultural outlook, although no significant shifts in Iceland's policy are on the horizon.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">But what is certain is that the continuation of the reform process under the WTO and the closer integration of agriculture into the multilateral trading system will result in increased market access opportunities and hence competition with foreign producers, parallel to further reductions in domestic support and greater rigour in the disciplines it is subjected to. Increasing efficiency, promoting rationalization and preparing domestic producers for greater competition from abroad are priority objectives in this context. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> While world market competitiveness may prove an elusive goal, the key to our success in adapting to these changes lies in the quality and wholesomeness of Icelandic agricultural products and enhancement of our pure nature and clean environment. The promotion of education, new technologies, research and development are vital ingredients in this process. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> The Icelandic economy is based mainly on the exploitation of its renewable natural resources: geothermal and hydroelectric energy, fishing grounds and natural amenities. The fishing industry has remained the backbone of the economy, while the share of agriculture has progressively declined. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">A century ago, an estimated 73% of the population was engaged in agriculture in rural Iceland. This percentage had fallen to 32% in 1940, 8% in 1980 and presently stands at a mere 4%. Rural depopulation and migration to the capital area remain sources of serious concern and these can partly be addressed through appropriate agriculture policies, e.g. diversification of the rural economy and farmers' activities in particular. Government policy is to maintain the multifunctional role of agriculture and safeguard the provision of the public goods deriving therefrom. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> The agriculture sector now contributes an estimated 2% to GDP, down from some 3% in 1990 and 5% in 1980. Assistance to agriculture is the equivalent of some 1.5% of GDP. Less than 4,000 farms exist in Iceland.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">This has to be seen against the backdrop that only about a fifth of the total land area of Iceland is suitable for fodder production and the raising of livestock. About 6% of this area is presently under cultivation, with the remainder either devoted to the raising of livestock or left undeveloped. The main agricultural activities are cattle and sheep farming, which account for about two-thirds of the agricultural output by value. The principal crops are hay and potatoes. Abundant geothermal energy has promoted hothouse cultivation of various fruit, flowers, vegetables and other plants. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> The main features of the current agricultural policy in Iceland are laid out in Act no. 99/1993 on the production, pricing and sale of agricultural products. This legislation establishes official objectives for Iceland}s agricultural policy and provides the general policy framework for Icelandic agriculture and its regulation. The main objectives are to: </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">a) promote structural adjustment and increase efficiency in agricultural production and processing industries for the benefit of producers and consumers;</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">b) ensure that the level of production of agricultural products will be as close as possible to domestic demand and to guarantee at all times sufficient supply of agricultural products;</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">c) ensure that export opportunities for agricultural products will be utilized to the extent that is considered feasible; </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">d) ensure that the income of farmers will be equitable with the earnings of other comparable occupations;</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">e) utilize domestic inputs to the extent possible in agricultural production, with respect to security of production and employment;</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">f) facilitate equality between producers with respect to output prices and access to markets;</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">g) integrate environmental issues with agricultural policies.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> The desire to promote greater efficiency, rationalization and market orientation is further elaborated in the two agreements between the Government and the Farmers' Association as concerns dairy and sheep products. These agreements provide producers with a stable and predictable operating environment through 2005 and 2007, respectively, a period we must use wisely to chart the way ahead. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">The Government sets milk prices both at the producer and the wholesale level, while supply controls include production quotas. These quotas are now freely transferable, thus promoting more efficient production while facilitating retirement of those producers that so wish. Direct support payments are based on output with a linkage to production. </FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">The dairy agreement of 1998 aims to</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">a) secure an environment for the production and processing of dairy products which leads to increased proficiency;</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">b) increase potential profit in dairy production to encourage vital recruitment and a regular investment renewal;</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">c) utilize to its fullest the operating environment for dairy production on the domestic market and other markets considered profitable, and to retain the stability already achieved between production and demand.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> While implementation of the agreement has proceeded in accordance with expectations, there is still a concern that fundamental constraints will hinder the ability of Icelandic dairy producers to effectively compete in future with foreign imports. One such possible constraint is the native dairy cattle breed, which is smaller and less productive than those favoured by dairy-exporting countries. A limited experiment involving the importation of selected embryos from Norwegian NRF-cattle to be fostered at a quarantine facility in Iceland was recently permitted by the Ministry of Agriculture. A special research programme has been designed to provide policy-makers with a sound basis to make an informed decision within the next decade as to whether possible productivity and efficiency gains warrant such breeding on a general scale.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> With respect to sheepmeat production, government policies have aimed to decouple direct payments from the level of production and encourage retirement to promote efficiency. A new agreement is to enter into force on 1 January 2001. It aims to</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">a) strengthen sheep farming as a sector of the economy and to improve profits to sheep farmers;</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">b) increase rationalization of sheep farming methods;</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">c) ensure that sheep farming is carried out in consideration of environmental protection, land quality and desirable utilization of land;</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">d) maintain a balance between production and sales of sheepmeat;</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">e) increase the level of professionalism, knowledge and development in sheep farming.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> These objectives are i.a. to be reached by directing Government support more strongly toward quality control of production, strengthening research, training, instruction and development of the field and providing assistance to those sheep farmers who wish to cease production. For the purpose of rationalization the Government has embarked on the purchase of support entitlements from retiring producers. The Agreement also envisages the free transfer of such support entitlements between rightholders to promote retirement and efficiency gains.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> As much emphasis is being devoted to efficiency and rationalization, no less is being given to a range of non-trade concerns such as food safety and quality, animal welfare, environmental protection and resource sustainability, and regional development. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> With respect to food safety and quality, great care is taken to ensure that the positive sanitary situation remains unchanged through strict import regulations that comply with Iceland}s international obligations. Domestic production takes place against the very highest quality standards to safeguard public health and consumer welfare. Animal welfare plays an important part throughout the production process and no antibiotics or growth-promoting substances are permitted in feed. Iceland banned the use of meat and bone meal in ruminant feed over two decades ago. Domestically-produced fish meal is an important source of protein in feed. The implications for Icelandic agriculture and fishmeal producers of EU regulations in response to the threat of BSE and dioxin are a source of serious concern, but our hope is that science and reason will prevail.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Land conservation and rehabilitation is a priority task for Iceland, given the extensive deforestation, desertification and soil erosion that has occurred since settlement. This is indeed the country's greatest ecological problem. Government policy is that all Icelandic agriculture should meet the requirements of sustainable development. Significant steps have been taken in the last few years towards this objective. One can name that a comprehensive survey and mapping of soil erosion has been completed, paving the way for improved control over grazing and sustainable land use and ambitious afforestation and revegetation programmes have been greatly strengthened, partly in an effort to sequestrate carbon dioxide from the atmosphere to counter global warming.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Participation in farm afforestation increases farmers' awareness of their own land use practices in general, thereby promoting sustainable development. An increasing number of farmers are engaged in afforestation and land conservation projects, parallel to a reduction in the number engaged in traditional production. These projects have a significant positive impact on rural development. Some regional afforestation projects have timber production as a primary goal. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Rural and farm tourism has grown significantly in recent years and has proven to be an important source of income to many a farmer, sometimes surpassing the supplemental to the central. Fish farming represents another important opportunity to diversify the rural economy, and indeed that of the nation as a whole. In spite of negative past experiences, conditions are generally thought to be favourable and there is at present great interest in rearing Norwegian salmon in marine cages in several of Iceland's fjords considered ideal for this type of activity. Legislation must provide the necessary rigour and discipline for any activity of this nature to be carried out in safety and in full consideration of the environment, not least the possible effects on the wild Icelandic salmon stock. No decision has yet been taken to license proposed projects, but necessary amendments to the legal framework have been submitted to Parliament.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">To conclude, we have full faith in our capacity to meet the challenges and seize the opportunities confronting Icelandic agriculture. We thank you for providing us with this occasion to share our thoughts with you and look forward to our cooperation in the years to come.</FONT><BR><BR><BR>

2000-11-28 00:00:0028. nóvember 2000Ávarp ráðherra á ráðstefnunni "Framtíð villtra laxastofna og fiskeldi á Íslandi" 28. nóvember 2000

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">á ráðstefnunni </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">&quot;Framtíð villtra laxastofna og fiskeldi á Íslandi&quot;</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">haldin 28. nóvember 2000</FONT></B><BR><BR><BR></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir ráðstefnugestir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil í upphafi þakka fyrir þessa ráðstefnu. Nú þegar líður að því að taka ákvörðun um framtíð fiskeldis í landinu er nauðsynlegt að draga saman alla þá þekkingu og vitneskju sem til er, meta hana af hlutleysi og byggja ákvörðun á því mati. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sem landbúnaðarráðherra geri mér skýra grein fyrir því að nýting villtra laxastofna er veigamikið atriði í því að viðhalda byggð víða um land. Ég hef engar hugmyndir um að breyta því. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á sama tíma hafa valist til forystu fyrir sveit fiskeldismanna aðilar sem fylgst hafa með mikilli uppbyggingu í nágrannalöndum okkar. Þeir sjá tækifæri fyrir Ísland til að vera þátttakandi í fiskeldinu, því sem sumir vilja kalla fæðubrunni framtíðarinnar. Að því verðum við að gefa gaum því okkar er að nýta vel þau tækifæri sem gefast við fjölbreytta atvinnu uppbyggingu í dreifðum byggðum landsins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar óskir komu fram um heimild til að ala lax af norskum uppruna í sjókvíum við strendur landsins ákvað ég að skipa nefnd til að fara yfir sambýli villtrar náttúru og fiskeldis, lagalega stöðu fiskeldis og hugsanlega staðsetningu þess. Ég ákvað jafnfram að heimila tilraun með skiptieldi á Stakksfirði. Til að fylgja eftir þeirri tilraun var skipuð eftirlitsnefnd sérfræðinga sem hefur fylgst með eldinu. Fram að þessu hafa niðurstöður verið á einn veg en of snemmt er að draga miklar ályktanir. Tilraunin skal standa í tvö ár og framtíð skiptieldis í Stakksfirði ræðst af niðurstöðu hennar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sambýlisnefndin hefur unnið vel síðan hún tók til starfa í ágúst og hefur formaður hennar skilað til mín áfangaskýrslu. Þar er farið yfir störf nefndarinnar, saga eldis sögð í stuttu máli og vikið að þeim meginatriðum er snerta fyrrnefnt sambýli.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Rétt er þess vegna að rifja upp nokkur atriði úr áfangaskýrslunni. Hrogn af norskum uppruna voru fyrst flutt til landsins 1975 og hefur lax af þeim stofni verið í sjó hér við land frá þeim tíma, þ.e. í Rifós við Öxarfjörð. Einnig kemur fram að lax af norskum uppruna hefur verið í kvíum á fleiri stöðum við Norðurland og Austfirði þó ekki hafi verið til þess formleg leyfi. Það eldi hefur af ýmsum ástæðum gengið illa. Hvernig það má vera að þessi stofn finnist víðar enn í Kelduhverfi gefur auðvitað ástæðu til að endurskoða og auka það eftirlit sem nú er haft með eldi hér við land. Einnig er rétt að geta þess að seiði af þessum stofni eru alin í seiðaeldisstöðvum víða um land, þar af mörgum sem ekki hafa frárennsli beint í sjó. Athyglisvert er í þessu ljósi að ráðuneytinu er ekki kunnugt um að nokkru sinni hafi verið grunur um flökkulaxa af norskum uppruna í íslenskum veiðiám. Samt er fylgst vel með þessum þáttum í nokkrum ám eins og t.d. í Vopnafirði. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Áhugi eldismanna á þessum norska stofni er mjög skiljanlegur. Hann er talinn sá heilbrigðasti í heimi auk þess sem eiginleikar eins og kynþroski og vaxtargeta eru eins og best verður á kosið. Landbúnaðarráðuneytið beitti sér fyrir því á sínum tíma að viðhalda ræktun þessa stofns og styður nú starfsemi Stofnfisks sem heldur þeirri ræktun áfram. Það er ljóst að stofninn er öflugt framleiðslutæki sem sjálfsagt er að nýta, þó með gætni sé.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Dýralæknir fisksjúkdóma hefur staðfest við nefndina að út frá heilbrigðisástandi sé ekkert því til fyrirstöðu að nýta stofninn í kvíum hér við land. Hann bendir þó eðlilega á að við þéttleikabúskap eins og fiskeldi skapist oft aðstæður sem magni upp smit. Þess vegna verði á hverjum tíma að fylgjast vel með heilbrigðisástandi. Það á ekki síst við um snýkjudýr eins og fiski- og laxalús og í ýmsum heimildum sem nefndin hefur kynnt sér, kemur fram að smit lúsa frá eldiskvíum sé verulegt vandamál, ekki síst fyrir sjóbirting. Þetta gefur fyllstu ástæðu til að staðsetja heilsárseldi fjarri laxveiðiám. Í skiptieldi eins og í Stakkfirði þar sem lífsferillinn er rofinn er hættan minni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Erfðablöndun milli eldisfisks og náttúrulegra fiskistofna er sá þáttur sem án nokkurs vafa er erfiðast að meta í þeirri ákvörðun sem nú þarf að taka. Blöndunin verður ekki metin í lítrum, metrum eða öðrum mælieiningum sem við notum daglega. Við vitum að náttúran sjálf hefur sínar eigin leiðir við að viðhalda erfðafræðilegum breytileika og að náttúrleg villa mælist allt að 5%. Sérfræðingar eru ekki sammála um áhrif, sumir segja þau jákvæð en aðrir neikvæð. Menn eru þó sammála um að náttúran ástundar sitt eigið val og sé áreitnin ekki þeim mun meiri og standi þeim mun lengur á náttúran að ráða við þessa áreitni eins og svo margar aðrar. Það er auðvitað óumdeilt að áhrif mannvistar, hvort sem þau felast í veiðiskap, virkjunargerð, mengun, ræktun eða einhverju öðru hafa fram að þessu haft mun meiri áhrif og munu trúlega hafa áfram.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðalatriðið í þessu er þó að nota ekki önnur tæki eða aðra tækni en þá sem best er talin hverju sinni og takmarka því eins og kostur er sleppingu fiska úr kvíum. Bætt tækni hefur minnkað sleppingu og auknar kröfur um eftirlit og vöktun hafa stuðlað að betri búskap. Ég trúi því að eldismenn, rétt eins og sauðfjárbóndinn, stundi sína ræktun til að uppskera en ekki til að láta lömbin verða eftir á fjalli. Þá verður lítill afraksturinn í þeirri samkeppni sem nú fer fram á heimsmarkaði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sambýlisnefndin hefur farið yfir lagalegan grunn fiskeldis. Það er ljóst að hann er ófullkominn og hefur nefndin bent á nauðsyn þess að endurskoða lögin. Nú er til í ráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um breytingu á lax- og silungsveiðilögunum. Þessi drög sem verða kynnt á næstu dögum lúta að því að styrkja lagagrunn fyrir rekstrarleyfi því sem Veiðimálastjóri gefur fiskeldisstöðvum. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu ráðstefnugestir</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á næstu vikum liggur fyrir að taka ákvörðun um rekstrarleyfi fyrir þær eldisstöðvar sem sótt hafa um leyfi. Það verður ekki létt ákvörðun. Ég hef sagt það áður að á sumum stöðum kemur aldrei til greina að heimila eldi í sjó. Þar sem fjörðurinn kyssir laxveiðiána verður aldrei eldi. Þar sem við lágnættið má sjá gljáandi lax líða með ströndum og reka trjónuna í ferskvatnið verður aldrei eldi. Til þess er sú sjón of tengd íslenskum glæsileik að henni sé vogandi. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En e.t.v. eru einhverjir firðir sem vegna legu sinnar og veðurfars geta hentað til eldis. Að því verður að hyggja. Ef slíkt yrði leyft verður sú ákvörðun bundin þeim skilyrðum að í hvívetna verði farið gætilega í samskiptum við náttúruna og að stöðug athugun og vöktun fari fram á öllum þáttum. Þeir sem sótt hafa um þessi leyfi hafa staðfest við mig að þeir fagni ströngum skilyrðum enda komi það engum betur en þeim sjálfum að vera meðvitaðir á hverjum tíma um eldið og umhverfi þess. Því sjónarmiði ber að fagna. Ef leyfi verða veitt verða þau að vera tímabundin og ef rannsóknir og vöktun benda til röskunar á lífríki þá verði þau ekki endurnýjuð. Þá yrðu stærð leyfa eða umfang eldis að taka mið af þeirri staðreynd að vitneskja okkar um sjúkdóma og sambýli eldis og náttúru er mjög takmörkuð og trúlega ekkert nema reynslan getur svarað þyngstu spurningunum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er ljóst að við Íslendingar getum átt tækifæri í fiskeldi. Ef við kjósum að nýta þau eigum við alla möguleika á að stjórna uppbyggingu eldisins og minnka þannig líkur á því að náttúran bíði skaða ef slys verða. Aukum rannsóknir og verum því viðbúin með varnaraðgerðum að illa geti farið í íslenskum veiðiám, ekki bara vegna fiskeldis heldur ekki síður vegna ýmissa annarra áhrifa sem við þekkjum ekki á þessari stundu og gerum okkur ekki grein fyrir.</FONT><BR><BR>

2000-09-22 00:00:0022. september 2000Ávarp á ráðstefnu NASF - Norðurlax Laxárfélagsins "Villtur lax í brennidepli" haldin á Akureyri 22. september 2000

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">á ráðstefnu NASF - Norðurlax Laxárfélagsins</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">&quot;Villtur lax í brennidepli&quot;</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">haldin á Akureyri 22. september 2000</FONT></B></DIV><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT></B><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ráðstefnustjórar, góðir ráðstefnugestir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er hverjum atvinnuvegi, hverju málefni, hverri hugsjón nauðsyn að hafa sterka boðbera. Boðbera sem hvergi hlífa sér í því að efla, vernda og kynna málefnið og ekki síður þá sýn sem þeir hafa til framtíðar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þú átt að vernda og verja</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">þótt virðist það ekki fært</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">allt sem er hug þínum heilagt</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">og hjarta þínu kært.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Villti laxinn er svo heppinn að hafa slíka fylgismenn. Þess vegna erum við hér í dag til að ræða þá framtíð sem við viljum búa honum og þeirri umgjörð sem hann hefur haft. Verndarsjóður villtra laxastofna undir stjórn Orra Vigfússonar hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað og nú er svo komið að hann getur og hefur hervæðst í mörgun löndum. Liðsmennirnir eru ekki vopnaðir bareflum og stingjum heldur sameiginlegri ósk um framtíð þessa glæsilega fiskjar. Þetta er her sem í krafti áhugans hefur haft áhrif á ráðamenn víða um heim, hefur breytt áherslum í nýtingu og hefur áhrif á umgengni mannsins við náttúruna. Það er ekki síst vegna þessa afls sem við erum samankomin hér í dag og það er ekki ónýtt að vita af þessum styrka bandamanni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er ljóst að mannvistin hefur gríðarleg áhrif á náttúruna. Við þurfum ekki annað en að líta á eigið land og sjá þar hina miklu breytingu. Við lesum í Landnámabók um hver ásýnd landsins var þegar fyrstu mennirnir komu. Við lesum einnig um fiskgengd í ám og vötnum. Við vitum að breytingin hefur orðið mikil. Ég hef séð línurit sem sýna heildarveiði á Norður Atlandshafslaxi. Þessu línuriti verður ugglaust brugðið á loft hér í dag. Breytingin er ógnvænleg. En sem betur fer hefur breytingin verið miklu minni hjá okkur Íslendingum en þar er sýnt. Við höfum verið farsælli í að stjórna okkar veiðum eða kannski búið að því hversu strjálbýlt landið er. Samt höfum við auðvitað haft mikil áhrif með því að breyta vatnsbúskap með framræslu, virkjunum, vegagerð og ýmsu öðru sem til "framfara þótti" í eina tíð en telst nú til náttúruslysa. Allt orkar tvímælis eins og sagt var á Rangárvöllum forðum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En vegna þessara breytinga er auðvitað rétt að staldra við, líta yfir farinn veg og sjá hvað betur hefði mátt fara. "Laxinn í brennidepli" er einmitt tækifæri til þess og á sama hátt tækifæri til að kortleggja framtíðina sem ýmsum finnst uggvænleg. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vonlaust getur það verið</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">þótt vörn þín sé djörf og traust</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En afrek í ósigrum lífsins</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">er aldrei tilgangslaust.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég sagði hér áðan að við Íslendingar hefðum ekki lent í jafn slæmum málum og ýmsir af nágrönnum okkar og samstarfsmönnum. Við höfum lengi haft öfluga löggjöf um veiðarnar og ræktunina. Við höfum fyrir löngu hætt veiðum í sjó. Við höfum fyrir löngu byggt upp öflugt félagskerfi sem heldur utanum veiðarnar og nýtinguna. Við höfum haft öflugan stuðning í sérfræðingum og stofnunum, jafnvel þó eitthvað af þeirra störfum orki tvímælis á þekkingarstiku nútímans. Og við höfum hér á landi óskoraðan eignarrétt landeiganda á veiðirétti. Ég tel að þennan eignarrétt verði að vernda því hann sé líklegastur til að skila bestri nýtingu. En við megum ekki gleyma okkur því lögin þurfa á hverjum tíma að falla að þörfum greinarinnar. Nú liggur fyrir að endurskoða þessi lög og mun ég kalla eftir tillögum margra í því starfi. Rétt er hins vegar að komi fram að ég er hrifinn af heildarmyndinni. Öflug löggjöf er áhrifamesta hjálpartæki þess er vill laxinum vel.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Veiði í ám og vötnum er aðdráttarafl og afþreying sem skilar milljörðum í þjóðarbú íslendinga, auðlind sem á sér trygga viðskiftavini sem elska landið, auðlind sem er máttarstólpi í að halda uppi búsetu í dreifðri byggð.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Íslendingar hafa lengi lifað á því sem landið gefur og þeim aðstæðum sem náttúran bíður upp á. Nú sjá menn aukna möguleika í því að nýta hafið í kringum landið til fiskeldis. Við búum að biturri reynslu frá seinni hluta nýliðinnar aldar þegar stórhuga einstaklingar lögðu allt sitt undir og töpuðu. Í þá daga notuðum við stofna úr íslenskum ám í kvíaeldið en eftir á að hyggja buðum við náttúrunni upp í dans sem enginn sómi var að. Við getum huggað okkur við að sá dans fór heldur skár en Hrunadansinn forðum en hættan var fyrir hendi. En fiskeldið lifði áfram og þá ekki síst fyrir þær sakir að á árinu 1975 og aftur á árunum 1983-4 fluttum við til landsins hrogn úr norkum laxastofnum. Þessir stofnar hafa síðan verið notaðir í eldi í strandeldisstöðvum og eldið sjálft gengið vel. Þessum stofnum hefur verið fylgt eftir af krafti og þeir kynbættir áfram af íslenskum sérfræðingum. Það að hafa eldið upp á landi kallar á meiri kostnað og því hafa nú komið fram hugmyndir og óskir um að flytja eldið út í kvíar að hluta eða öllu leyti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er ekki ofsögum sagt að þessar hugmyndir hafa vakið sterk viðbrögð. Menn vísa ýmist í bitra reynslu fortíðar eða glæstan atvinnuveg Norðmanna. Landbúnaðarráðuneytið fer bæði með veiðar á villtum laxi og eldi. Það er því mitt hlutverk að reyna að vinna eins vel úr þessari stöðu og mér er unnt. Ég hlusta vel þegar eldismenn útskýra fyrir mér þá möguleika sem í eldinu eru. Dreifðar byggðir landsins kalla á nýsköpun. En ég hef líka látið hafa eftir mér að náttúran eigi að njóta vafans og við það stend ég. "Gamli netveiðihundurinn" eins og ég nefndi sjálfan mig í einhverju viðtali, þekkir allar þær tilfinningar sem tengjast velheppnaðri veiðiferð og verður ekki sá einstaklingur sem leggur þær niður.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Til að vinna úr þessu máli hef ég þegar gert tvennt. Ég hef heimilað tveggja ára tilraun með skiptieldi í Stakksfirði undir Vogastapa. Þar verður heimilt að fara með 500 gr. til 1000 gr. fisk út í kvíar gegn því að honum hafi öllum verið slátrað í desember. Ég hef skipað sérstaka nefnd til að fylgjast með þessari tilraun og gefa mér reglulega skýrslu um framkvæmdina. Það segja mér sérfræðingar sem ég trúi að það að setja fiskinn út þetta stóran minnki verulega líkur á því að hann lifi af ef hann sleppur út úr kvíum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í annan stað hef ég skipað hóp undir forystu aðstoðarmanns míns Sveinbjörns Eyjólfssonar til að kanna áhrif fiskeldis á villta náttúru, lagalega umgjörð fiskeldis og mögulega staðsetningu fiskeldis. Þessi hópur er að hefja störf og ég bind miklar vonir við að hann vinni vel og fari í saumana á þessu máli í heild sinni. Það hvarlar ekki að mér að kvíaeldi eigi að fara ofaní þá firði sem kyssa ósa dýrmætu veiðiánna en er einhver millileið fær, eru einhverjir firðir sem henta undir kvíaeldi og eru um leið hættulitlir fyrir veiðiárnar? Þetta verða okkar færustu menn að meta. Hitt verður svo pólitísk ákvörðun ef slík leyfi verða gefin.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar ég heyrði fyrst af þessum hugmyndum um fiskeldi var mér skapi næst að segja strax nei. En þá var mér bent á að við höfum alið norskan lax í sjó í 25 ár og það í töluverðu nábýli við íslenskar laxveiðiár. Við Rifós í Kelduhverfi hefur norksur lax verið í kvíum og það er vitað til þess að hann hafi sloppið út. Ég hef aldrei heyrt af árekstrum villtrar náttúru og þeirra laxa en kannski hefur það aldrei verið rannsakað. Ég hef hugsað mér að fara þess á leit við Veiðimálastofnun að hún kanni genamengi þessa stofns og beri saman við stofnana í nálægum ám. Kannski getur sú könnum svarað mörgun spurningum sem nú brenna á okkur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vitnaði hér í upphafi í landnámabók og þá breytingu sem orðið hefur. Ef við lítum hér út um gluggan sjáum við að öll mannanna verk eru ekki svo slæm. Eyjafjörðurinn er blómlegt hérað og Akureyri er einn fallegasti bær landsins, skógi vaxinn og hér er blómaangan. Við skulum því fara með gát og virða hvers annars rétt. Við eigum yndislegt land Íslendingar, ég virði baráttu ykkar og trú á málstaðinn. Enn er okkar verkefni sem fyrrum, það er ævarandi eins og skáldið sagði:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">boðorðið, hvar sem þér í fylking standið</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">hvernig sem stríðið þá og þá er blandið</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">það er ; að elska, byggja og treysta á landið</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Um leið og ég vil þakka fyrir boð á þessa ráðstefnu óska ég þess að allir velunnarar villta laxsins megi um ókomin ár eiga dýrðardaga við íslensk veiðivötn</FONT><BR><BR><BR><BR><BR><BR>

2000-08-25 00:00:0025. ágúst 2000Ávarp á aðalfundi skógræktarfélags Íslands á Akureyri 25.-27. ágúst 2000

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">haldinn á Akureyri 25.-27. ágúst 2000</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp landbúnaðarráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Guðna Ágústssonar</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Formaður Skógræktarfélags Íslands, góðir aðalfundarfulltrúar og gestir. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er ánægjulegt að vera hér í Eyjafirði á fallegum síðsumarsmorgni og ávarpa skógræktarfólk. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ekki er langt síðan ég var hér staddur í viðlíka erindum, er ég ávarpaði ráðstefnuna "Ásýnd Eyjafjarðar" sem haldin var í tilefni 70 ára afmælis Skógræktarfélags Eyfirðinga. Við það tækifæri tók ég mér í munn erindi úr kvæðinu "Sigling inn Eyjafjörð" eftir skáldið góða, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. </FONT><BR><UL><UL><UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Loks eftir langan dag</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">lít ég þig, helga jörð.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Seiddur um sólarlag</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">sigli ég inn Eyjafjörð.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ennþá á óskastund</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">opnaðist faðmur hans.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Berast um sólgyllt Sund</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">söngvar og geisladans.</FONT><BR></UL></UL></UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Já; það má halda því fram, að um þessar mundir berist frá skógræktarfólki háværir söngvar. Það fagnar nýju árþúsundi með einbeittum vilja og kraftmiklu starfi. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aldrei í sögu landsins hefur verið horft til jafn viðamikilla og fjölbreyttra verkefna í skógrækt og nú. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aldrei hefur svo miklu fjármagni verið varið til þessa málaflokks og aldrei hefur þjóðin verið eins samstíga í að græða landið skógi. Þetta á við hvort heldur litið er til opinberra aðila, félagasamtaka, fyrirtækja eða einstaklinga. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessi barátta skógræktarmanna hefur staðið í langan tíma en er nú að skila árangri.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Guðmundur Guðmundson, skólaskáld, orti svo til þjóðarinnar:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><UL><UL><UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vormenn Íslands yðar bíða</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">eyðiflákar, heiðarlönd.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Komið grænum skógi að skríða</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">skiður berar, sendna strönd.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Huldar landsins verndarvættir</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">vonarglaðar stíga dans,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">eins og mjúkir hrynji hættir</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">heilsa börnum vorhugans.</FONT><BR></UL></UL></UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Í ljóðinu kallar skáldið á vormenn Íslands út til verka. Kallar þá til að rækta landið að nýju, jaft berar skriður og sendna strönd sem eyðifláka og heiðarlönd. Hvarvetna blasti við þörfin til að græða það land sem hafði fóstrað þjóðina í gegnum myrkar aldir og harðindaár. Nú var tíminn kominn til að endurgjalda lífgjöfina.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Brugðist var við kalli, ekki aðeins þessu sem ég vitnaði í, heldur frá svo fjölmörgum öðrum sem vildu vekja þjóðina til dáða og vitundar um mátt sinn og framtíð. Meðal þeirra sem öxluðu amboð sín og skinn og gengu út í sólskinið voru áhugamenn um skógrækt. Sannarlega voru þeir í hópi vormanna Íslands, - og eru enn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það rúma ár sem ég hef gengt starfi landbúnaðarráðherra hefur verið mér á margan hátt lærdómsríkt. Fjölmörg verkefni af ólíkum málaflokkum hafa komið upp á borð til mín sem ég hef þurft að setja mig inn í og taka ákvarðanir um. Þau hafa verið misskemmtileg, eins og gengur, en flest veitt mér ánægju. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Meðal þeirra eru þau verkefni sem snúa að skógrækt. Sá málaflokkur hefur verið einkar mikið til umræðu enda margra tímamóta að minnast. Skógrækt ríkisins minntist á síðasta ári 100 ára starfsemi sinnar með mörgum hætti, m.a. með fjölsóttri ráðstefnu. Einstaka skógræktarfélög hafa átt merkisafmæli og Skógræktarfélag Íslands fagnar á þessu ári 70 ára afmæli sínu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá kom í minn hlut að setja formlega á stað þrjú ný landshlutabundin skógræktarverkefni og sömuleiðis hef ég tekið þátt í fundum á vegum nýrra landssamtaka skógareigenda. Þessi tilefni hafa gefið mér tækifæri til að ávarpa skógræktarfólk óg sömuleiðis að ræða skógræktarmálin með ítarlegum hætti</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í ræðu sem ég flutti á Þingvöllum í sumar, er Skógræktarfélag Íslands fagnaði 70 ára afmæli sínu, lét ég í ljós þann vilja minn að skógræktarfélögum í landinu yrði gefinn kostur á ríkisjörðum til skógræktar. Sá vilji minn stendur óbreyttur. Nú er það svo að nær allar ríkisjarðir eru á einn eða annan máta bundnar samningum. Þeir hafa sitt upphaf en jafnframt endi og þá er hægt að taka ráðstöfun viðkomandi jarðar til skoðunar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í mínum huga væri ekki úr vegi að miða við að skógræktarfélögin ættu, eða hefðu til umráða jörð í hverjum landsfjórðungi. Í ljósi þessa er mikilsvert að fyrir liggi óskir skógræktarfélaganna um ákveðnar jarðir, landssvæði eða spildur, svo auðveldara sé að verða við væntingum þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skógrækt á Íslandi stendur á tímamótum. Liðinn er tími efasemda og barátta einstaklinga við að sanna að hér sé hægt að rækta skóg. Nú er tekist á við þennan málaflokk af alvöru sem miðar meðal annars að því að skógrækt búgrein, sem skili þeim sem hana stunda lífvænlegum arði. Stefnt er að viðarframleiðslu í stórum stíl en jafnframt, - og það vil ég leggja áherslu á, - jafnframt er markmiðið að bæta almenn búsetuskilyrði, fegra landið, græða það og hefta rof. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Öll markmiðin eiga rétt á sér en að sjálfsögðu þarf einnig að taka tillit til fleiri sjónarmiða. Þannig þarf að gera sér grein fyrir þeim breytingum sem skógurinn hefur í för með sér og vera viðbúin þeim. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ekki verður bæði sleppt og haldið. Skógurinn mun breyta ásýnd landsins en jafnframt auka fjölbreytni þess og arðsemi. Á sama tíma munum við tapa, eða breyta þeirri mynd sem við höfum fyrir augunum í dag af viðkomandi landsvæði. Skógræktarmenn hafa með þrautseigju og baráttu áorkað því að ný, öflug atvinnugrein er að líta dagsins ljós. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skógrækt með tilheyrandi ræktun og úrvinnslu mun styrkja byggðir þessa lands. Um hana þarf að ríkja sátt þannig að markmiðin náist. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég geri mér grein fyrir kraftmiklu starfi skógræktarfélaganna um allt land, þar sem félagsmennirnir skipta þúsundum og einnig því mikla samræmingar- og stjórnunarstarfi sem innt er af hendi hjá Skógræktarfélagi Íslands. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þótt starf skógræktarfélaganna sé að nokkru leyti öðruvísi en starf hinna opinberu skógræktarverkefna, er megintilgangurinn hinn sami, að rækta skóg. Að starfi þeirra koma ótal einstaklingar sem langflestir stunda sína eigin skógrækt í litlum eða stórum mæli, hvort heldur það er heima við hús og sumarbústaði eða á öðrum landsvæðum sem þeir hafa yfir að ráða. Þar fá hinar mismunandi plöntur að njóta sín og fjölbreytnin er allsráðandi. Slíkir unaðsreitir eru víða um land og marga þeirra hefur náttúran sjálf séð um að skapa. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Um einn slíkan orti Steingrímur Thorsteinsson í ljóðinu "Systkinin á Berjamó".</FONT><BR><UL><UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ó hvað jörðin angar hér</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">einir, þekur grund og víðir.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lyngið þétta lautu skrýðir,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">móðurfold á borðin ber.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hér er, systir, sæla nóg,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">sætur ilmur heiðargrasa.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sjáðu blárra berja klasa,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">sólarvarma, svarta kló.</FONT></UL></UL><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágæta skógræktarfólk.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Megi starf ykkar blómgast og blessast og megi starfsemi skógræktarfélaganna og Skógræktarfélags Íslands dafna um ókomna tíð.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lifið heil.</FONT><BR><BR><BR><BR><BR>

2000-08-23 00:00:0023. ágúst 2000Ávarp á aðalfundi Landssambands kúabænda haldinn á Hótel Selfossi 23. ágúst 2000

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">á aðalfundi Landssambands kúabænda </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">haldinn á Hótel Selfossi 23. ágúst 2000</FONT><BR></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Íslenskur landbúnaður er atvinnugrein í mikilli þróun. Alla síðustu öld hafa breytingar verið örar. Veldur þar mestu aukin tæknivæðing, þjóðfélagsbreytingar, ytra áreiti s.s. alþjóðasamningar, og síðast en ekki síst er það atorka og framsýni íslenskra bænda sem þessu veldur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Áhrif þessara breytinga eru eðlilega mismikil innan einstakra búgreina. Við sjáum vöxt og framgang og við mætum erfiðleikum vegna samdráttar. Þessar breytingar hafa víðtæk áhrif á byggð og búsetu í landinu og því nauðsyn nú sem aldrei fyrr að gefa gaum að fjölbreyttu hlutverki landbúnaðarins. Hlutverk landbúnaðarins er ekki eingöngu það að sjá okkur fyrir nauðsynjum, landbúnaðurinn er undirstaða fjölbreyttrar atvinnusköpunar og hann hefur skyldur gagnvart landinu og lífríki þess, samspili manns og náttúru.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nautgriparæktin hefur ekki farið varhluta af breytingum undanfarinna áratuga en trúlega hafa þær aldrei verið jafn örar og nú. Ég er þó sannfærður um að staða greinarinnar er sterk. Um það vitnar kraftmikill búskapur, félagslegur áhugi, þróttmikil nýliðun, öflugt vinnslukerfi, frábær vöruþróun og markaðsstarf, svo og flestar þær hagtölur sem ég hef nýverið séð.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar er henni tryggður óbreyttur stuðningur ríkisvaldsins til ársloka 2005 og sköpuð skilyrði til þess að efla greinina til framtíðar þannig að hún verði hæfari til þess að takast á við aukna samkeppni. Ef litið er til þeirrar þróunar sem orðið hefur frá gildistöku samningsins er ljóst að hann opnar nýjar leiðir. Einingum í mjólkurframleiðslu fækkar um leið og þær stækka. Bændur virðast hafa fjármagn, tækni og tíma til að ráða við stærri einingar, sem líklegar eru til að mæta þeirri samkeppni sem nú ríkir og við blasir framundan. Þetta er hliðstæð þróun og í nágrannalöndum okkar. Ég álít að þessi þróun í átt til færri og stærri eininga upp að ákveðnu marki sé óhjákvæmileg. Ég ítreka hins vegar þá skoðun að takmörk séu fyrir því hvað skynsamlegt sé og réttlætanlegt að ganga langt í þeim efnum bæði með tilliti til umhverfissjónarmiða og þess að félagslegs jafnræðis sé gætt meðal framleiðenda varðandi stuðning samfélagsins við greinina.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tvennt vil ég nefna í sambandi við framkvæmd mjólkursamningsins sem ég hef nokkrar áhyggjur af:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fyrsta lagi það hvernig framleiðsluheimildir eru verðlagðar. Þær eru að mínu mati alltof hátt verðlagðar og vandséð hvernig rekstur búanna getur staðið undir slíkum fjárfestingum. Hafa þarf í huga að þarna er að hluta til verið að versla með stuðning samfélagsins við mjólkurframleiðsluna og ég óttast að þetta háa verð kunni að leiða til þess að í næstu samningum muni ýmsir telja að greiðslugeta mjólkurframleiðslunnar sé slík að svigrúm sé til þess að lækka þann stuðning, ennfremur að yngri kynslóð bænda verði um of skuldsett og búi þess vegna við lakari afkomu. Í starfsskilyrðasamningnum eru ákvæði um að hagsmunaaðilar skipi nefnd er kanni viðskipti með greiðslumark og geri eftir atvikum tillögur til ráðherra um aðgerðir sem draga úr þenslu í viðskiptum með greiðslumark. Engin niðurstaða hefur orðið af starfi þessarar nefndar og vandséð um framhald þess starfs. Ég vil hins vegar hreyfa þeirri hugmynd hér að landbúnaðarráðuneytið og Landssamband kúabænda setji sameiginlega á fót starfshóp sem fái það hlutverk að skoða rekstrarskilyrði mjólkurframleiðslunnar til lengri framtíðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hitt atriðið er sú staða sem við blasir vegna fækkunar búa. Enda þótt einhver samþjöppun í landbúnaði sé æskileg við núverandi aðstæður þarf að hafa í huga að á bak við hverja einingu í landbúnaði standa ekki bara byggingar, dráttarvélar og önnur tækni. Þar er líka fólk, undirstaða blómlegs lífs í hverju sveitarfélagi. Ekki má einblína svo á hagfræðihliðina að allt annað gleymist. Þá verður stærðin stjórnandinn og bóndinn þrællinn. Það er auðvitað mikilvægt að tryggja að íslenskt sveitafólk sé félagslega og fjárhagslega sterkt. En við skulum ekki láta það gerast með þeim hætti að eftir standi fáir einmana stórbændur. Það er ekki sú framtíð sem ég óska hinum hugprúða og lífsglaða sveitamanni. Ég get sagt það í þessu samhengi að um leið og ég dái athafnaþrek og dugnað þeirra bænda sem byggt hafa stóru eggja-, kjúklinga- og svínabúin þá er það ekki sú mynd sem ég sé fyrir mér um framtíð íslensks landbúnaðar. Vinir okkar á Morgunblaðinu óttast mjög þann óróa sem skapast hefur í þjóðfélaginu vegna þess hve veiðiheimildir í sjávarútvegi hafa færst á fáar hendur. Mér finnst hins vegar full ástæða til þess að benda þeim á það að sú mikla samþjöppun sem nú er að verða í alifugla og svínarækt og þeir lofsyngja á síðum blaðsins kann að leiða til eingu minna stríðs þegar fram líða stundir, ég tala nú ekki um ef það gerist einnig í röðum kúabænda.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég var nýlega á ferð um Noreg og naut þar gestrisni starfsbróður míns, norska landbúnaðarráðherrans. Í þeirri ferð sá ég að þótt þróun í norskum landbúnaði sé nokkuð önnur en hér, þá skilja þeir betur en flestir margþætt hlutverk landbúnaðarins. Þeir hafa sett reglur sem um margt hefta það sem við köllum framfarir hér á landi. Þar fær enginn að hafa fleiri en 50 gyltur á hverju svínabúi. Sumum þætti það lítið hér á landi. En þessar reglur draga um leið fram það besta. Ásýnd landbúnaðarins í Noregi er betri en hér á landi. Þar þarf ekki átak eins og "fegurri sveitir" því umgengni í sveitum og á búunum er til fyrirmyndar. Í Noregi finnur maður hugsun sem ég vil gjarnan innleiða hér í ríkari mæli. Það er skilningur á því að landbúnaður er miklu meira en bara framleiðsla. Við þurfum að gera hið margbreytta hlutverk landbúnaðarins sýnilegra og hér kalla ég eftir stuðningi kúabænda við þá hugsun. Það mun til lengri tíma verða íslensku þjóðfélagi happasælla en ýmislegt það sem nú ríður húsum í þjóðfélagi okkar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í vetur kynnti utanríkisráðherra á Alþingi skýrslu um stöðu Íslands í Evrópusamstarfi og hugsanleg áhrif aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þar er að finna sérstakan kafla um áhrif hennar á landbúnaðinn. Sá kafli er að mínum dómi ömurleg lesning frá sjónarhóli okkar sem viljum veg landbúnaðarins hér sem mestan. Tekjur mjólkurframleiðenda myndu t.d. lækka um rúmlega helming og þó búast megi við áframhaldandi stuðningi við landbúnaðinn úr sameiginlegum sjóðum Evrópusambandsins þá ríkir mikil óvissa um framhald á stuðningi við mjólkurframleiðslu. Um sölu unninna mjólkurafurða segir orðrétt í skýrslunni: "Verð á unnum mjólkurvörum myndi að öllum líkindum lækka verulega." Ég endurtek; lækka verulega. Ætli það stafi ekki af því að erlenda stóriðjan í Mið-Evrópu yfirtæki að stórum hluta íslenska matvælagerð og landbúnaðarframleiðslu.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég get ekki að því gert að mér finnst íslenskir bændur furðulega andvaralausir í þessu máli. Örfáir forystumenn bænda hafa rætt þessi mál við mig. Aðrir forystumenn og bændur almennt virðast taka þessu létt. Þegar ég vegna vandræða fyrri ára gaf eftir tollalausan innflutning á 15 tonnum af osti frá Noregi rigndi yfir mig skömmum frá kúabændum og á aðalfundi LK á síðasta ári fóru sumir hamförum yfir þeirri ósvífni. Með einu pennastriki yrði mjólkurframleiðslan minnkuð um eitt gott meðalbú, sögðu menn. Hvar eru þessir menn nú og hvar hafa þeir verið síðan í apríl að skýrsla utnríkisráðherra leit dagsins ljós? </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég er nýkominn heim af sameiginlegum fundi landbúnaðarráðherra Norðurlandanna. Þar ræddi ég við finnska landbúnaðarráðherrann um áhrifin af inngöngu Finnlands í Evrópusambandið. Í stuttu máli hefur það gerst að finnskum bændum hefur fækkað úr 80 þús. í 45 þús. á fimm árum. Verð á afurðum hefur lækkað verulega og samkeppni aukist. Samt hefur landbúnaðarframleiðslan í Finnlandi staðið í stað og tekjur bænda lítið breyst. Afköstin hafa með öðrum orðum aukist um helming en tekjurnar ekki. Þessi fækkun í sveitum Finnands hefur reynst þjóðfélaginu mjög erfið og afleiðingarnar eru enn ekki að fullu komnar í ljós. Ég hvet ykkur bændur til að skoða þessa sögu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég ætla ekki að tala meira um Evrópusambandið nú en ég geri það hér með að tillögu minni að landbúnaðarráðuneytið, Bændasamtökin, búgreinafélögin og afurðastöðvar í kjöti, mjólk og grænmeti, leggi saman í sjóð til að fjármagna ítarlega úttekt á áhrifum Evrópusambandsaðildar á íslenskan landbúnað. Í þeim efnum dugar ekkert hik, heldur verður að vinna hratt og vel. Hvort sem við viljum eða ekki verður umræðan um aðild að Evrópusambandinu á dagskrá næstu árin og það er skylda okkar að greina þjóðinni rétt frá því hvað verður um íslenskan landbúnað og bændastétt ef við göngum í Evrópusambandið. Málið snertir einnig iðnaðar- og verkafólk í borg og bæ.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í nokkur ár hefur staðið yfir umræða um innflutning á erfðaefni úr NRF- kúakyninu norska. Eðlilegt er að í vaxandi samkeppni og þegar krafan um aukna framleiðni verður sífellt háværari þá leiti menn leiða til þess að finna afkastameiri framleiðslutæki. Þessi umræða hefur oft á tíðum verið mjög hörð og skipt bændum og raunar þjóðinni allri í andstæðar fylkingar. Sú fylkingin sem leggst gegn innflutningi virðist sýnu stærri og lætur mun meira að sér kveða. Fyrstu hugmyndirnar sem settar voru fram um þetta efni og gerðu ráð fyrir umfangsmikilli samanburðarrannsókn á um 200 búum, hafa verið ráðandi í umræðunni og atkvæðagreiðslan, sem fram fór á meðal bænda um þær hugmyndir, vakti sterk viðbrögð. Hins vegar hefur sú umsókn um heimild til innflutnings á erfðaefni, sem liggur fyrir og umræðan ætti að snúast um, alltof lítið náð eyrum þeirra er mest láta sig málið varða. Það er augljóst að íslenska kýrin er nátengd því kerfi sem við höfum byggt upp í kringum mjólkurframleiðsluna og er hornsteinn þeirrar landbúnaðarstefnu sem ríkir. Ég hef í starfi mínu sem landbúnaðarráðherra lagt áherslu á að standa vörð um þá stefnu og get að sumu leyti tekið undir þá gagnrýni að í kynbótastarfi undanfarinna ára hafi ekki nægilega verið hugað að möguleikum íslensku kýrinnar í samanburði við þá norsku. Á undanförnum árum hefur orðið stöðug framför í afurðasemi íslenska kúastofnsins og það er staðreynd að bestu mjólkurframleiðendurnir hér á landi eru að ná árangri sem nálgast mjög það sem norsku kýrnar gefa. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hefi lagt á það áherslu að vanda vel til afgreiðslu þessarar umsóknar og leyft umsækjendum að fylgjast með þeirri vinnu. Til undirbúnings ákvarðanatöku í þessu máli hefi ég að ýmsu leyti farið ótroðnar leiðir s.s. með því að leita eftir áliti Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Hagþjónustu landbúnaðarins og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Þá var umsóknin send öðru sinni til umsagnar dýralækna vegna gildistöku nýrra laga um dýralækna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Öll þau gögn sem óskað var eftir hafa nú skilað sér í ráðuneytið. Einnig ýmis önnur gögn frá aðilum sem telja sig málið varða. Í þeim hópi eru bændur og sérfræðingar, sem í gegnum tíðina hafa verið þekktir fyrir að vilja landbúnaði vel. Þar er einnig maðurinn af götunni sem vill segja sitt álit. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Síðustu gögnin sem ég óskaði eftir bárust mér í hendur í byrjun ágúst. Vegna sumarleyfa og annarra frátafa hefur mér ekki enn unnist tími til þess að kynna mér þau til hlítar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að mörgu er að hyggja þegar meta skal kosti þess og galla að leyfa innflutning á erfaefni. Það sem ég tel mikilvægast er að varðveita heibrigði íslenska búfjárins sem er ein mesta sérstaða íslensks landbúnaðar og um leið undirstaða gæða íslenskra búvara. Í því sambandi vil ég minna á þá umræðu sem orðið hefur um áhrif innflutnings á erfðaefni á gæði mjólkurinnar. Í janúar síðastliðinn skipaði ég nefnd til þess að meta hvort rétt sé að mjólk úr íslenskum kúm sé sérstök með tilliti til gæða og hollustu og hvort vænta megi breytinga á þeim þáttum, verði innflutningur heimilaður á fósturvísum úr noskum kúm. Nefndin hefur nú skilað áliti þar sem m.a. kemur fram það álit að innflutningur muni að öllum líkindum hafa lækkandi frumutölu í för með sér sem muni auka gæði og nýtingu í vinnslu mjólkurafurða. Einnig að líkur séu á að einhverjar breytingar verði á prótein- og fituhlutfalli mjólkurinnar, en væntanlega verði þær óverulegar. Varðandi hættu á auknu nýgengi sýkursýki í börnum telur nefndin auðvelt að kanna tilvist viðkomandi erfðavísa hjá báðum foreldrum fósturvísis þannig að velja megi gripi af NRF-stofni sem framleiðir mjólk með lægra hlutfalli A1-B/A2 proteingerðanna heldur en íslenski kúastofninn gerir í í dag.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nefndin bendir á að á undanförnum árum hafi mörg ríki byrjað rannsóknir á sjúkdómaástandi búfjár innan landamæra sinna til að geta sett fram ákveðnar kröfur gagnvart útflutningslöndum þegar óskað er eftir að flytja inn lifandi dýr eða búfjárafurðir. Þessum aðgerðum hafi af skiljanlegum ástæðum mest verið beint gegn sjúkdómum sem mest hætta og tjón skapast af ef farsóttir berast til landsins. Sömu aðferðir megi nota þegar erfðaefni er flutt inn, að þá verði að taka tillit til erfðaþátta sem geta haft skaðleg áhrif á stofn sem fyrir er í landinu verði þeim blandað saman. Því verði að fara fram mat á því hver sú hætta sem skapast getur miðað við þann ávinning sem menn sjá við slíka blendingsræktun. Með þetta í huga verði að liggja fyrir niðurstöður rannsókna á hinu nýja erfðaefni áður en hafin er blöndun á því við þann stofn sem fyrir er í landinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá er í nefndarálitinu bent á að öllum innflutningi lifandi dýra eða erfðaefnis þeirra fylgi ákveðin áhætta. Ræktun nýs stofns verði að skila umtalsverðum ávinningi til að ásættanlegt sé að taka slíka áhættu og fyrir utan aukna framleiðni verði einnig að líta til þess að hollusta afurðanna verði að vera betri en fæst úr þeim kúastofni sem fyrir er í landinu í dag.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Undir þessi varnaðarorð vil ég taka.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það kann að vera að sumir ykkar saknið þess að hér er engin ákvörðun sett fram af minni hálfu. Hitt skal ég viðurkenna, að ég tel þessa ákvörðun erfiða og vandasama. Ég er ekki einn í heiminum, þið eruð það ekki heldur. Gjarnan vildi ég eiga leið sem sætti fylkingar og öll sjónarmið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég mun á næstu vikum fara yfir málið í heild með starfsmönnum ráðuneytisins og í góðu samstarfi við stjórn ykkar samtaka, Bændasamtakanna, og mun svar mitt við umsókn Landssambands kúabænda liggja fyrir nú á haustdögum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að svo mæltu óska ég ykkur heilla í störfum hér á fundinum.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><BR>

2000-08-17 00:00:0017. ágúst 2000Ávarp á fundi norrænna matvælaráðherra haldinn á Svalbarða 13. - 17. ágúst 2000

<UL><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">á fundi norrænna matvælaráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">haldinn á Svalbarða 13. - 17. ágúst 2000</FONT></B><BR></DIV><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fundarstjóri, fundarmenn. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég mun flytja ræðu mína á mínu móðurmáli, okkar gömlu norrænu tungu.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í upphafi vil ég fara nokkrum orðum um heilbrigðisástand búfjár og öryggi matvæla á Íslandi á undanförnum árum. Það þarf ekki að lýsa því að lega landsins og fjarlægð frá öðrum löndum hafa stuðlað að góðu heilbrigðisástandi búfjár eftir síðustu heimstyrjöld. Meðan á dvöl erlendra herja stóð var nauðsynlegt að flytja mikið magn matvæla til landsins og það var eins og við manninn mælt að nýir búfjársjúkdómar brutust út. Það tókst að utrýma þeim á nokkrum árum eftir að bannað var að nota matarleifar frá hernum nema þær væru soðnar. Afleiðingar þessa ástands situr í okkur Íslendingum og því viljum við gjarnan fá að ráða hvaða matvæli við neytum og hvaðan við flytjum þau inn. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Breytingar sem hafa verið gerðar á alþjóðasamningum á undanförnum árum til þess að opna markaði fyrir landbúnaðarafurðir eiga kannske ekki alltaf upp á pallborðið hjá okkur af fyrrgreindum ástæðum. Vissulega eru í þessum samningum ákvæði um að virða skuli gott heilbrigðisástand og stuðla að bættri heilsu manna og dýra hverrar þjóðar og því skuli ekki stofna í hættu með viðskiptum en það getur oft verið erfitt að standa á móti sterkum og óvægnum kaupsýslumönnum þegar á hólminn er komið. Hér er rétt að geta þess að við Íslendingar erum stórir innflytjendur á matvælum þar sem um 50 % af allri orku í matvælum er innflutt og eru ekki margar þjóðir sem eru í jafn ríkum mæli undir þá kvöð settar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Því er ekki að leyna að með auknum verksmiðjubúskap höfum við orðið fyrir áföllum vegna mengunar salmonellu og kamfýlubakter í matvælum. Á áttunda áratugnum komu upp allmörg tilfelli matarsýkinga sem rekja mátti til salmonellu í kjúklingum en brugðist var gegn þessum vágesti af hörku. Fyrir utan að meðferð fóðurs var bætt, umgengisvenjur hertar og menguðum afurðum eytt, keypti ríkið upp alifuglabú þar sem erfitt reyndist að ráða niðurlögum smitsins. Matareitrunum af völdum salmonella í kjúklingum eru í dag sjaldgæfar og þau tilfelli sem uppkoma eru af ókunnum orsökum. Af þeim sökum hefur verið gerð áætlum um að könnuð verði tíðni salmonella í öðrum búfjártegundum og í sjófugli á Suðurlandi en þar hefur salmonella helst stungið sér niður á síðustu misserum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á síðastliðnu ári varð mikil aukning í matarsýkingum af völdum kamfýlubakter og er talið að það hafi verið að heimiluð var sala á ófrosnum kjúklingum en þar til fyrir þrem til fjórum árum var eingöngu heimilt að selja frosna kjúklinga. Með þverfaglegu átaki heilbrigðisyfirvalda var gerð úttekt á fóðri, drykkjarvatni og umhvefisaðstæðum á kjúklingabúum og settar ákveðnar reglur í framhaldi af niðurstöðum sem þar fengust. Í sumar hefur sá ánægjulegi árangur náðst að fjöldi veikindatilfella hefur náðst niður á sama eða lægra stig en var í fyrrasumar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Annar þáttur sem við höfum áhyggjur af og deilum með nágrannaþjóðum okkar er notkun vaxtarhormóna í kjötframleiðslu, BST í mjólkurframleiðslu og notkun fúkalyfja í dýrafóður nema í lækningaskyni. Notkun þessara efna hefur aldrei verið leyfð í íslenskum landbúnaði. En megin vandamálið er hvernig er hægt að tryggja að afurðir framleiddar með hjálp þessara efna berist ekki inn á markað þar sem notkun þessara hjálparefna er bönnuð. Þetta er vandamál okkar allra og við því verðum við að bregaðst með einum eða öðrum hætti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Heilbrigð sál í heilbrigðum líkama var sagt í gamla daga og eins er sagt í dag heilbrigð dýr skapa örugg matvæli. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eftirlitið þarf því að taka jafnt til þess sem dýrið lætur ofan í sig eins og alls aðbúnaðar í uppvexti og á framleiðslustigi. Í nýgerðum búvörusamningi eru ákvæði um gæðastýringu á frumframleiðslunni þar sem ríkið leggur til ákveðna fjárhæð til að koma henni af stað. Þar er m.a. tekið á merkingum svo að rekjanleiki verði tryggður.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nauðsynlegt er að ábyrgð framleiðenda og vinnsluaðila verði aukin með því að innra eftirlit verði styrkt. Í þeim efnum verður hið opinbera að stuðla að því að innra eftirlitið verði sniðið betur að hverri tegund framleiðslu eða vinnslu svoað þeim verði ekki íþyngt og kröfurnar meiri en þykja nauðsynlegar. Komi í ljós að innra eftirlitið tryggi framleiðsluöryggi getur eftirlitsaðilinn umbunað viðkomandi með færri skoðunum og lægri kostnaði. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á undanförnum árum má segja að neytandinn hafi tekið sér húsbóndavald hvað varðar kröfur um öryggi matvæla. Í lífrænni framleiðslu, eins og búfjárframleiðsla, er ekki hægt að veita 100 % tryggingu fyrir að öll matvæli unnin úr búfjárafurðum séu örugg þegar þau eftir misjafnlega langa leið koma inn á borð neytenda. Slíkt er aðeins falskt öryggi. Því er nauðsynlegt að neytendur taki á sig ákveðna ábyrgð hvernig skal meðhöndla viðkvæm matvæli og að bregðast við hættum sem þeim getur fylgt. Hinu opinbera er skylt að uppfræða neytendur og veita þeim gott aðgengi að upplýsingum varðandi þessi atriði. Og síðast en ekki síst að við allan undirbúning nýrra reglna verði þær kynntar bæði framleiðendum og neytendum á sannfærandi hátt með hreinskilnum tjáskiptum sem auðvelt er að koma við á þessari öld upplýsingaflæðisins.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Opinbert matvælaeftirlit hefur orðið fyrir mörgum áföllum á síðari árum sem öllum hér inni er kunnugt um. Því er nú mikið rætt um hvernig bæta má og tryggja trúverðugleika þess á ný. Við teljum mikilvægt að allt matvælaeftirlit sé á einni hendi til að tryggja lóðrétta stjórn eftirlitsins sem er alfarið á höndum ríkisins til að koma í veg fyrir skörun og byggja upp þverfaglega þekkingu sem kemur fram með samstilltu átaki. Slík stofnun verður að vera og á að vera það sjálfstæð og gagnsæ að hagsmunagæsla og mismunun yrði lágmörkuð.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Það hefur verið áhugavert að fylgjast með þeim breytingum sem gerðar hafa verið víða um lönd á síðustu tveimur arum og við höfum verið að vinna að endurskoðun eftirlitsins með slíkar breytingar í huga. Með þetta í huga styðjum við þær breytingar sem kynntar hafa verið í sambandi við þennan fund um samþéttingu stofnana undir Norrænu ráðherranefndinni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sífellt berast okkur fréttir af aukinni útbreiðslu sjúkdóma til nýrra svæða eins og svínapest í Bretlandi, BSE í Danmörku og Noregi, illvígar E coli tegundir skjóta upp kollinum o.s.frv. Stöðugt áreiti af völdum innflutnings lifandi dýra og búfjárafurða krefst sífelldrar árvekni eftirlitsaðila og útgjalda til rannsókna og í sumum tilfellum róttækra ráðstafana eins og niðurskurðar og bótagreiðslna til útrýmingar innfluttra sjúkdóma. Því er það mikilvægt að lönd með svipað heilbrigðisástand búfjár og búfjárafurða standi saman um samræmdar aðgerðir til þess að tryggja núverandi ástand og þróun til að betrumbæta það ennfrekar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nú fer í hönd ný samninglota Íslands og Evrópubandalagsins varðandi undanþágur varaðndi heilbrigðisreglur í Viðauka I í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er von okkar að niðurstöður endurskoðunarinnar muni leiða til þess að núverandi heilbrigðisástandi dýra og afurða verði ekki stefnt í hættu heldur að nýr samningur tryggi áframhaldandi öryggi gagnvart því að nýir sjúkdómar eða smitefni berist til landsins. Þetta er nefnt hér og sú von að við Íslendingar getum leitað til ykkar um aðstoð og reitt okkur á stuðning ykkar í þessum efnum.</FONT></UL><BR><BR><BR>

2000-07-06 00:00:0006. júlí 2000Setningarávarp á landbúnaðarsýningunni Bú 2000

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">við setningu landbúnaðarsýningarinnar &quot;Bú 2000" </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">haldin 6. - 9. júlí 2000</FONT><BR></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Formaður Bændasamtaka Íslands, Ari Teitsson,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">aðstandendur landbúnaðarsýningarinnar BÚ 2000, góðir hátíðargestir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Landbúnaðurinn er kominn til borgarinnar. Inni í Víðidal stendur yfir glæsilegt Landsmót hestamanna og hér í Laugardalnum erum við stödd við opnun landbúnaðarsýningar. Þessir tveir atburðir eru til þess fallnir að efla vináttu og tengsl dreifbýlis og þéttbýlis og skerpa vitund okkar um það að við erum ein þjóð í einu landi.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Landbúnaðarsýningar hafa verið haldnar með reglulegu millibili allt frá árinu 1921, að hér í Reykjavík var haldin búnaðarverkfærasýning dagana 5. &#8211; 12. júlí, eða fyrir réttum 79 árum. Þar voru sýnd ýmiss konar áhöld og verkfæri, ný og gömul, innlend og erlend og má segja að sú sýning marki að vissu leyti upphaf tæknialdar í íslenskum landbúnaði. Slíkar sýningar eru mikilvægar fyrir landbúnaðinn, því þar gefst færi á að meta stöðuna, íhuga hvað vel hefur tekist og hvað miður, skoða nýjungar og horfa til framtíðar. Fyrir neytendur eru landbúnaðarsýningar einnig mikilvægar því þar gefst tækifæri til þess að skoða hið fjölbreytta úrval framleiðsluvara landbúnaðarins og kynnast nýjungum á því sviði. Á sýningu sem þessari verður okkur betur ljóst en áður hvað við Íslendingar erum gæfusöm þjóð að eiga öflugan landbúnað sem framleiðir hollar og heilnæmar afurðir. Fyrir nokkrum dögum fengum við enn sannanir fyrir því hversu hollar og ómengaðar íslenskar landbúnaðarafurðir eru, þegar umhverfisráðherra kynnti niðurstöður könnunar á hreinleika íslenskra garðyrkjuafurða, borðið saman við innfluttar vörur. Í þeirri könnun höfðu íslensku afurðirnar algera yfirburði. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við eigum að nýta okkur sterka stöðu landbúnaðarins á þessu sviði, þar liggja sóknarfæri okkar. Ég vil láta á það reyna á næstu misserum hvaða möguleika við eigum á útflutningi búvara undir merkjum hollustu, hreinleika og gæða og þá jafnframt láta skoða hvaða umbætur þarf að gera á rekstrarskilyrðum landbúnaðarins svo þetta sé mögulegt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Um aldir var það hlutverk landbúnaðarins að framleiða mat og klæði fyrir þjóðina. Til þess þurfti margar hendur, sem sést e.t.v. best á því að þar til fyrir rúmum 100 árum bjuggu um 90% þjóðarinnar í sveitum landsins. Tæknibyltingin hefur snúið þessu við, þannig að nú eru einungis rúm 4% vinnuafls þjóðarinnar starfandi við landbúnað. En breyttir tímar hafa opnað landbúnaðinum og þeim sem í sveitunum búa ný tækifæri. Landið, sem áður var undirstaða matvælaframleiðslunnar, er nú undirstaða margvíslegra tækifæra til atvinnusköpunar og nýrra viðfangsefna. Aukinn frítími og vaxandi velmegun þjóðarinnar skapar þörf fyrir ný viðfangsefni í tómstundum fólks. Mikill áhugi þjóðarinnar á skógrækt og landgræðslu er gleðilegur vottur um hug fólks til landsins og við eigum að gefa sem flestum kost á að sýna þennan hug sinn í verki og eignast sinn sælureit. Í landbúnaðarráðuneytinu verðum við áþreifanlega vör við þessa þörf fólks til þess að eignast blett og hlú að landinu, því tugir manna sækja um hverja jörð og hvern landskika sem auglýstur er til leigu eða sölu. Í þessu er fólgið tækifæri til þess að treysta stöðu dreifbýlisins með margvísiegri þjónustu við þá sem þannig leita á vit landsins og uppruna síns.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sá Íslendingur er vandfundinn sem ekki á ættir að rekja til einhvers bæjar eða þorps í dreifðum byggðum landsins. Öll erum við sveitafólk í hjarta okkar. Fyrr á árum voru tengslin ræktuð með því að flest þéttbýlisbörn fóru til sumardvalar í sveitum landsins. Smám saman hafa þessi tengsl rofnað og bilið breikkað milli landsbyggðar og þéttbýlis. Þetta á ekki eingöngu við um landbúnaðinn heldur sjávarútveginn einnig. Þessu þarf að breyta. Við Íslendingar höfum aldrei haft her og því aldrei efnt til herútboðs. Ég lýsi hins vegar vilja mínum til þess að efna til herútboðs af öðrum toga, herútboðs sem fólgið yrði í því að öll ungmenni fái tækifæri til þess einhvern tíma á uppvaxtarárunum að dvelja í sveit eða við sjó og kynnast af eigin raun undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar og fá tilfinningu fyrir uppruna sínum. Ef okkur tekst á þann hátt að treysta tengslin við uppruna okkar og landið, þá mun okkur áfram vel farnast sem þjóð.</FONT><BR><BR><BR><BR><BR><BR><BR><BR><BR>

2000-07-04 00:00:0004. júlí 2000Ávarp við setningu Landsmóts hestamanna 4. júlí 2000

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">við setningu Landsmóts hestamanna</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. júlí 2000</FONT></B><BR></DIV><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Forseti Íslands. Góðir landsmótsgestir, innlendir og erlendir. Gleðilega hátíð! </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Framundan eru dýrðardagar hér í Víðidalnum. Ég flyt ykkur góðar kveðjur frá ríkisstjórn Íslands. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">&quot;Hesturinn skaparans meistaramynd </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">er mátturinn, steyptur í hold og blóð. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sá sami sem bærir vog og vind </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">og vakir í listanna heilögu glóð.&quot;</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þannig kvað Einar Benediktsson.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Íslenski hesturinn er gersemi sem á sér aðdáendur um víða veröld. Hér heima er hann þjóðareign og treystir tengsl bæjar- og borgarbúanna við sveitina og landið sjálft. Hesturinn er ævintýrið í lífi margra. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er fjölhæfnin og töltið þíða, það er persónuleikinn sem hann ber. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">&quot;Hvert spor er sem flug gegnum foss eða rok</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">sem slær funa í hjartað og neista úr grjóti.&quot;</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það eru þúsundir erlendra manna sem elska Ísland og íslenska sveit í gegnum hestinn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ríkisstjórn Íslands ákvað á síðasta ári að styrkja hrossaræktina og gerði það á mörgum sviðum. Tilgangurinn er að taka á með þeim sem veðja á hestinn sem atvinnutæki og að þakka frábæran árangur ræktunarmanna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég fann það best í Rieden í Þýskalandi í fyrra á heimsmeistaramótinu, að það eru fleiri en bítlarnir sem eiga sér aðdáendur, fólk kom alls staðar að til að verða vitni af árangri og afrekum íslenska hestsins - ógleymanleg stund.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við eigum upprunaland hestsins og verðum að vera Mekka hans og brautryðjendur í framtíðinni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Gæðastýrður ræktunarbúskapur er boðskapur dagsins. Árangur næst með elju - enginn má misþyrma landinu kæra með ofbeit. Færri hross og betri er markmiðið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Íslenskir hestamenn hafa náð miklum árangri og eru í fremstu röð í reiðlist. Hesturinn er segull sem dregur hingað ferðamenn, bæði til útreiða um landið og til viðskipta.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einstaklingar og fyrirtæki veðja á hestinn, hestabúgarðar rísa, bæjar- og sveitafélög skynja hann sem vin og tækifæri fyrir fjölskylduna alla.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hólaskóli, ásamt einkareknum skólum, eru einu skólarnir hér sem draga að sér erlenda nemendur í stórum stíl. Á næstunni mun hesturinn og hestamenn verða í öndvegi þegar erlendir tignargestir heimsækja landið. Þessari hugmynd hefur verið vel tekið af forsætisráðherra og ríkisstjórn og sama er að segja um forseta Íslands.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu landsmótsgestir. Hér verður líf og fjör næstu daga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">við fjörgammsins stoltu og sterku tök</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">lát hamstökkva svo draumar þíns hjarta rætist.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ísland á eina þjóðarsál á stórum stundum. Á þessum dögum slær þjóðarhjarðað með íslenska hestinum. Heilir hildar til, heilir hildi frá, hestamenn. </FONT><BR><BR>

2000-07-04 00:00:0004. júlí 2000Ávarp við setningu Landsmóts hestamanna 4. júlí 2000

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">við setningu Landsmóts hestamanna</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. júlí 2000</FONT></B><BR></DIV><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Forseti Íslands. Góðir landsmótsgestir, innlendir og erlendir. Gleðilega hátíð! </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Framundan eru dýrðardagar hér í Víðidalnum. Ég flyt ykkur góðar kveðjur frá ríkisstjórn Íslands. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">&quot;Hesturinn skaparans meistaramynd </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">er mátturinn, steyptur í hold og blóð. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sá sami sem bærir vog og vind </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">og vakir í listanna heilögu glóð.&quot;</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þannig kvað Einar Benediktsson.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Íslenski hesturinn er gersemi sem á sér aðdáendur um víða veröld. Hér heima er hann þjóðareign og treystir tengsl bæjar- og borgarbúanna við sveitina og landið sjálft. Hesturinn er ævintýrið í lífi margra. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er fjölhæfnin og töltið þíða, það er persónuleikinn sem hann ber. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">&quot;Hvert spor er sem flug gegnum foss eða rok</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">sem slær funa í hjartað og neista úr grjóti.&quot;</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það eru þúsundir erlendra manna sem elska Ísland og íslenska sveit í gegnum hestinn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ríkisstjórn Íslands ákvað á síðasta ári að styrkja hrossaræktina og gerði það á mörgum sviðum. Tilgangurinn er að taka á með þeim sem veðja á hestinn sem atvinnutæki og að þakka frábæran árangur ræktunarmanna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég fann það best í Rieden í Þýskalandi í fyrra á heimsmeistaramótinu, að það eru fleiri en bítlarnir sem eiga sér aðdáendur, fólk kom alls staðar að til að verða vitni af árangri og afrekum íslenska hestsins - ógleymanleg stund.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við eigum upprunaland hestsins og verðum að vera Mekka hans og brautryðjendur í framtíðinni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Gæðastýrður ræktunarbúskapur er boðskapur dagsins. Árangur næst með elju - enginn má misþyrma landinu kæra með ofbeit. Færri hross og betri er markmiðið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Íslenskir hestamenn hafa náð miklum árangri og eru í fremstu röð í reiðlist. Hesturinn er segull sem dregur hingað ferðamenn, bæði til útreiða um landið og til viðskipta.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einstaklingar og fyrirtæki veðja á hestinn, hestabúgarðar rísa, bæjar- og sveitafélög skynja hann sem vin og tækifæri fyrir fjölskylduna alla.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hólaskóli, ásamt einkareknum skólum, eru einu skólarnir hér sem draga að sér erlenda nemendur í stórum stíl. Á næstunni mun hesturinn og hestamenn verða í öndvegi þegar erlendir tignargestir heimsækja landið. Þessari hugmynd hefur verið vel tekið af forsætisráðherra og ríkisstjórn og sama er að segja um forseta Íslands.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu landsmótsgestir. Hér verður líf og fjör næstu daga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">við fjörgammsins stoltu og sterku tök</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">lát hamstökkva svo draumar þíns hjarta rætist.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ísland á eina þjóðarsál á stórum stundum. Á þessum dögum slær þjóðarhjarðað með íslenska hestinum. Heilir hildar til, heilir hildi frá, hestamenn. </FONT><BR>

2000-04-06 00:00:0006. apríl 2000Framsöguræða landbúnaðarráðherra um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breytingum 6. apríl 2000.

<div> <p><strong>Framsöguræða landbúnaðarráðherra</strong><br /> <strong>um</strong><br /> <strong>frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/1993 um framleiðslu,</strong><br /> <strong>verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breytingum 6. apríl 2000.</strong></p> </div> <br /> <br /> <br /> Hæstvirtur forseti. Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga sem mun það hafa í för með sér breytingar á lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breytingum.<br /> <br /> Frumvarp þetta til laga um breytingu á lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum er lagt fram í þeim tilgangi að lögfesta nauðsynlegar breytingar á lögunum vegna ákvæða í samningi um framleiðslu sauðfjárafurða milli landbúnaðarráðherra f.h. ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands sem undirritaður var 11. mars 2000. Samningurinn er að verulegu leyti samhljóða eldri samningum um sama efni en felur einnig í sér nokkrar breytingar.<br /> <br /> Landbúnaðarráðherra hófst handa síðastliðið vor um að leggja drög að gerð nýs samnings um framleiðslu sauðfjárafurða í samræmi við ákvæði 30. gr. laga nr. 99/1993 en núverandi samningur um framleiðslu sauðfjárafurða gildir til ársloka 2000. Hófust þá óformlegar viðræður við Bændasamtök Íslands. Hinn 17. ágúst 2000 skipaði landbúnaðarráðherra nefnd til viðræðna við Bændasamtök Íslands um gerð nýs samnings. Í nefndinni áttu sæti fimm fulltrúar frá landbúnaðarráðuneyti, fjármálaráðuneyti og Byggðastofnun undir forystu Sveinbjörns Eyjólfssonar, aðstoðarmanns landbúnaðarráðherra. Formlegt starf nefndarinnar hófst þegar í ágúst með viðræðum við Bændasamtökin en af þeirra hálfu tóku fimm bændur þátt í samningagerðinni undir forustu Ara Teitssonar, formanns Bændasamtaka Íslands.<br /> <br /> Þegar í upphafi viðræðnanna var ljóst að gera þyrfti nokkrar breytingar á gildandi búvörusamningi enda þótt margt hefði tekist vel í framkvæmd hans og náðst hafi jafnvægi milli framleiðslu og afsetningu afurða. Mjög lítil framþróun hafði hins vegar orðið innan greinarinnar og eru lífskjör sauðfjárbænda víðast hvar bág eins og kemur fram í áliti nefndar dags. 7. október 1998, lífskjaranefndarinnar svonefndu, sem landbúnaðarráðherra skipaði í mars 1997 til að gera úttekt á lífskjörum bænda. Almennt er talið að vandi sauðfjárræktarinnar liggi í því að einingarnar séu of litlar, og nýting fastafjármuna og vinnuafls þar af leiðandi ekki næg og möguleikar til þess að afla tekna utan bús víða takmarkaðir. Eftir tekjuleysi undanfarinna ára eru margir sauðfjárbændur nú í þeirri aðstöðu að vilja eða þurfa að hætta búskap. Bændur og stjórnvöld hafa á liðnum árum reynt að stuðla að því að stækka sauðfjárbúin og hefur það m.a. verið gert með stuðningi ríkisins við bændur sem hætta vildu búskap samkvæmt ákvæðum í tveimur síðustu búvörusamningum, l991 og1995. Í hinum nýja sauðfjársamningi eru fjölmörg sóknarfæri fyrir bændur sem vilja halda áfram búskap og bæta afkomu sína og þar er einnig komið verulega til móts við þá bændur sem vilja hætta búskap. Þar er um að ræða tilboð ríkisins um kaup á greiðslumarki til þeirra sem vilja hætta og heimild til að framselja greiðslumark sem gefin verður frjáls á síðar á samningstímanum.<br /> <br /> Samningsaðilar hafa í starfi sínu haft ítarlegt samráð við ýmsa aðila, m.a. Hagþjónustu landbúnaðarins og Byggðastofnun, svo og Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðslu ríkisins varðandi landnýtingarþátt gæðastýringarkerfis þess sem ætlunin er að taka upp.<br /> <br /> Hæstvirtur forseti. Ég mun nú víkja að efnisatriðum hins nýja samnings um framleiðslu sauðfjárafurða og gera sérstaka grein fyrir þeim breytingum sem hann hefur að geyma miðað við það framleiðslustjórnunarkerfi sauðfjárræktar sem nú gildir.<br /> <br /> Samningur sá sem nú liggur fyrir nær yfir tímabilið 2001-2007. Um efni hans vísast til fylgiskjals I með frumvarpi þessu. Samningurinn er að nokkru leyti samhljóða sauðfjárhluta samnings sömu aðila um stefnumörkun í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt sem undirritaður var 11. mars 1991 með breytingum sem gerðar voru á honum með samningi um sauðfjárframleiðslu sem undirritaður var 1. október 1995. <br /> <br /> Í markmiðum samningsins kemur fram að styrkja skuli sauðfjárrækt sem atvinnugrein og bæta afkomu sauðfjárbænda. Skilyrði eru sköpuð til að ná fram aukinni hagræðingu í sauðfjárrækt, að sauðfjárrækt verði í samræmi við umhverfisvernd, landkosti og æskileg landnýtingarsjónarmið, að halda skuli jafnvægi milli framleiðslu og sölu sauðfjárafurða og að efla beri fagmennsku, þekkingu og þróun í sauðfjárrækt.<br /> <br /> Þessum markmiðum hyggjast samningsaðilar ná með því að beina stuðningi í ríkari mæli að gæðastýrðri framleiðslu, viðhalda því kerfi sem gildir um útflutning sauðfjárafurða, efla rannsóknir, kennslu, leiðbeiningar og þróun greinarinnar, vinna að sátt um mat á landnýtingu og aðstoð við þá bændur sem vilja hætta sauðfjárframleiðslu.<br /> <br /> Samkvæmt samningnum og frumvarpi þessu verður greiðslumark áfram bundið við lögbýli. Beingreiðslur verða áfram greiddar óháð framleiðslu. Framleiðsla og afurðauppgjör verður áfram óháð greiðslumarki lögbýlis. Á fyrsta ári gildistíma nýs samnings verður ásetningshlutfall 0.6, eins og verið hefur, þ.e. til þess að fá fullar beingreiðslur þarf sauðfjárbóndi að eiga að minnsta kosti 60 vetrarfóðraðar kindur fyrir hver 100 ærgildi greiðslumarks. Nái ásetningur ekki þeirri tölu skerðast beingreiðslur hlutfallslega. Að loknu þessu fyrsta ári samningstímans skal endurskoða ásetningshlutfallið árlega. Öllum sauðfjárframleiðendum er áfram heimilt að koma með til förgunar alla framleiðslu sína án takmarkana. Allir sauðfjárframleiðendur taka þátt í útflutningi í sama hlutfalli og áður. Undanþegnir útflutningsuppgjöri eru eins og áður þeir bændur sem hafa 0,7 vetrarfóðraðar kindur eða minna á hvert ærgildi greiðslumarks en það hlutfall tekur breytingum í samræmi við breytingar á sölu kindakjöts innan lands. Þeir bændur sem framleiða samkvæmt 0.7 ásetningsreglunni eru skuldbundnir til að leggja aðeins inn afurðir þess fjár, ef þeir vilja komast hjá skerðingu. Þá getur landbúnaðarráðherra eins og áður ákveðið að kjöt af sauðfé sem slátrað er á ákveðnum tímabilum utan haustsláturtíðar verði einnig undanþegið útflutningsuppgjöri. Verðlagning sauðfjárafurða verður frjáls og bændur semja sjálfir við sláturleyfishafa um verð fyrir framleiðslu sína. <br /> <br /> Frá og með 1. janúar 2001 verða heildarbeingeiðslur til sauðfjárbænda 1.740 milljónir króna og skiptast hlutfallslega eins milli lögbýla og beingreiðslur gerðu árið 2000. Beingreiðslur taka breytingum til samræmis við uppkaup ríkisins á greiðslumarki og einnig, frá árinu 2003, til samræmis við álagsgreiðslur á gæðastýrða framleiðslu. Gerð er nánari grein fyrir því í hinum nýja samningi og fylgiskjölum með honum, sbr. fylgiskjal I með frumvarpi þessu. <br /> <br /> Heimilt verður að framselja greiðslumark sauðfjárafurða eftir að ríkissjóður hefur keypt upp 45.000 ærgildi en eigi síðar en 1. janúar 2004. Eins og áður segir hefur slíkt framsal verið óheimilt frá árinu 1995. Að margra áliti hefur það staðið í vegi fyrir hagræðingu í greininni, m.a. hjá bændum með blandaðan búrekstur, að ekki hefur verið heimilt að framselja greiðslumark í sauðfé milli manna. Þeir sem stóðu að gerð sauðfjársamningsins töldu því óhjákvæmilegt að heimila slíkt framsal aftur og er með því stefnt að því að skapa aukið rými til hagræðingar innan greinarinnar. Í frumvarpinu er gert er ráð fyrir að framsal greiðslumarks milli lögbýla taki gildi 1. janúar ár hvert og nýr aðili taki beingreiðslur frá þeim tíma. Þetta síðastnefnda er einnig nýmæli en ekki hafa verið bein ákvæði í lögum um gildistíma slíks framsals áður. <br /> <br /> Sérstakar jöfnunargreiðslur verða greiddar þeim framleiðendum sem nýlega hafa byrjað sauðfjárrækt, hafa haft miklar og vaxandi afurðir eftir hverja á eða hafa stækkað bú sín á undanförnum árum. Frekari skilyrði eru sett í frumvarpinu fyrir því að hljóta slíkar jöfnunargreiðslur en gert er ráð fyrir að landbúnaðarráðherra setji nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis í reglugerð. Jöfnunargreiðslur geta að hámarki numið 100 kr. á hvert kg dilkakjöts. Gert er ráð fyrir að varið verði um 60 millj. kr. á ári til jöfnunargreiðslna. Jöfnunargreiðslur verða ekki uppkeyptar eða framseldar. Með jöfnunargreiðslum þessum er verið að koma til móts við framsæknasta hluta stéttarinnar, þ.e. þá sauðfjárbændur sem náð hafa bestum árangri í búrekstri sínum og þá sem nýlega hafa byrjað búskap. Mjög mikilvægt er fyrir framgang greinarinnar að þessir aðilar fái hvatningu til að halda áfram á sömu braut.<br /> <br /> Greiddar verða sérstakar álagsgreiðslur á gæðastýrða sauðfjárframleiðslu, þ.e. afurðir sem framleiddar hafa verið eftir kröfum um skilgreindan framleiðsluferil, hollustu og umhverfisvernd. Álagsgreiðslur greiðast fyrir tiltekna gæðaflokka dilkakjöts eftir ákvörðun landbúnaðarráðherra og að fengnum tillögum framkvæmdanefndar búvörusamninga. Álagsgreiðslur þessar hefjast árið 2003 og nema fyrsta árið 12.5% og hækka síðan árlega til loka samningstímans og verða þær þá orðnar 22.5% af beingreiðslum. Beingreiðslur til þeirra sem ekki taka þátt í gæðastýringunni lækka að sama skapi. Auk þess verða álagsgreiðslurnar fjármagnaðar með svokölluðu uppkaupaálagi, þ.e. hluta af þeim fjármunum sem beingreiðslur lækka um vegna uppkaupa ríkissjóðs á greiðslumarki. <br /> <br /> Með upptöku gæðastýringarkerfis eins og þess sem hér er stefnt að hefur verið náð mjög merkum áfanga. Í gæðastýringarkerfinu er landnýtingarþátturinn án efa einn sá mikilvægasti en með því er stefnt að því að sauðfjárframleiðsla verði á næstu árum og áratugum stunduð í sátt við landið. Með upptöku gæðastýringarkerfis eins og þess sem hér um ræðir er því stigið mikilvægt skref í þá átt að skapa nauðsynlega sátt um nýtigu landsins. Þar verður þó að hafa í huga að ágangur sauðfjár er aðeins einn þáttur þess máls. Sauðfé hefur fækkað mikið, en þáttur hrossa og gæsa, svo eitthvað sé nefnt, hefur farið vaxandi. Ljóst er að mikið starf er framundan á þessu sviði og árangurinn skilar sér ekki á skömmum tíma. <br /> <br /> Gæði íslenskrar sauðfjárframleiðslu eru mjög mikil en með gæðastýringarkerfi þessu er ætlunin að treysta enn betur og staðfesta þá gæðaímynd sem íslensk sauðfjárframleiðsla hefur. <br /> <br /> Jafnframt er gæðastýringarkerfið leið til þess að tryggja betri rekstur innan greinarinnar. <br /> <br /> Ljóst er að ef gæðastýringarkerfið verður að veruleika fá þeir bændur sem taka þátt í því álag á beingreiðslur og þar með hærri greiðslur en aðrir og ætti það að vera öllum hvatning til að gerast þátttakendur og stuðla þannig að því að sauðfjárframleiðsla verði í æ ríkari mæli gæðastýrð og vistvæn. <br /> <br /> Í fjölmiðlum og víðar hafa komið fram hugmyndir um að gæðastýringin feli í sér mismunun á milli bænda og þar með brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Í samantekt um gæðastýrða sauðfjárrækt sem fylgir hinum nýja sauðfjársamningi og er hluti fylgiskjals I með frumvarpi þessu koma fram upplýsingar um hvernig háttað verði stjórnun, ábyrgð, undirbúningi, framkvæmd, eftirliti og tilgangi gæðastýringar í sauðfjárrækt. Gæðastýringin tekur til landnota, einstaklingsmerkinga sauðfjár, kynbótaskýrsluhalds, gæðadagbókar, búfjáreftirlits, lyfjaeftirlits, áburðarnotkunar og fóðrunar. Gert er ráð fyrir að í gæðahandbók komi fram hvaða grunnkröfur (lágmarkskröfur) aðilar þurfa að uppfylla og að þær megi herða, auka eða breyta eftir því sem árangur næst. Um nánari útlistun á fyrirkomulagi gæðastýringarkerfisins vísa ég til fylgiskjals I með frumvarpi þessu. Eins og gæðastýringarkerfið er sett upp er stefnt að því, að við ákvörðun um hverjir geti orðið aðilar að gæðastýringu í sauðfjárrækt og þar með fengið álag á beingreiðslur samkvæmt hinum nýja sauðfjársamningi verði byggt á hlutlægum og fyrirfram ákveðnum mælikvarða, þannig að allir sauðfjárbændur eigi þess jafnan kost að uppfylla þau skilyrði sem þar eru sett og jafna möguleika á að verða aðilar að gæðastýringunni. Hins vegar má gera ráð fyrir að einhver hluti sauðfjárbænda sé ekki tilbúinn að leggja á sig þá viðbótarvinnu sem þetta útheimtir en það er alfarið þeirra val ef þeir kjósa að standa utan við gæðastýringarkerfið. Það er því ekki rétt sem sumir halda fram, að gæðastýringarkerfið feli í sér mismunun milli bænda sem brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. <br /> <br /> Þá felur hinn nýi sauðfjársamningur í sér verulega aðstoð ríkisins við þá sauðfjárbændur sem hætta vilja búskap. <br /> <br /> Ríkissjóði er í frumvarpinu veitt heimild til uppkaupa á greiðslumarki eftir nánari ákvæðum sem ráðherra setur í reglugerð. Beingreiðslum sem svara til fyrstu 25.000 ærgildanna sem ríkið kaupir skal varið til að greiða álag á framleitt dilkakjöt fyrstu tvö árin en eftir það verða þær eins og áður segir nýttar til greiðslu álags á gæðastýrða framleiðslu. Framkvæmdanefnd búvörusamninga getur ákveðið að uppkaupum verði hætt þegar keypt hafa verið 45.000 ærgildi. Gert er ráð fyrir að varið verði um 990 milljónum króna til uppkaupanna.<br /> <br /> Í hinum nýja sauðfjársamningi er samið um framlög til eflingar fagmennsku innan greinarinnar að fjárhæð 35 milljónir króna á ári. Fé þetta verður nýtt til að styðja kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greininni og til stuðnings átaksverkefnum á sauðfjársvæðum. Gert er ráð fyrir að uppbygging gæðastýringar verði studd af þessum lið. Þá er í sauðfjársamningnum ennfremur samið um framlög ríkissjóðs til þróunar- og þjónustukostnaðar að fjárhæð 235 milljónir króna á ári og framlög til niðurgreiðslna á ull að fjárhæð 220 milljónir króna á ári. Um er að ræða hliðstæðar greiðslur og bændur fá samkvæmt núgildandi sauðfjársamningi.<br /> <br /> Endurskoðunarákvæði er í hinum nýja sauðfjársamningi. Að þremur árum liðnum skulu samningsaðilar samkvæmt því gera úttekt á framkvæmd samningsins með tilliti til markmiða hans. Skal sérstaklega hugað að því hvernig til hefur tekist við undirbúning og framkvæmd gæðastýringar og endurskoðað hve stór hluti skuli greiddur út á gæðastýrða framleiðslu.<br /> <br /> Að lokum eru í frumvarpinu gerðar nokkrar leiðréttingar á tilvitnunum í önnur lög sem breyst hafa á undanförnum árum. Ákvæði þessi varða ekki framkvæmd nýs sauðfjársamnings og tel ég ekki ástæðu til að gera þessar breytingar að umræðuefni hér. <br /> <br /> Á fylgiskjali II með frumvarpi þessu er að finna kostnaðarumsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarpið og læt ég nægja að vísa þangað.<br /> <br /> Ég vil að öðru leyti vísa til greinargerðar þeirrar er fylgir frumvarpinu og athugasemda með frumvarpinu.<br /> <br /> Hæstvirtur forseti. <br /> <br /> Ég hefi nú gert grein fyrir meginefni frumvarpsins og um leið hins nýja sauðfjársamnings milli ríkisins og bænda. Hér er um viðkvæmt mál að ræða sem snertir hagsmuni mjög margra og skiptir jafnframt sköpum varðandi búsetu og afkomu fólks í hinum dreifðu byggðum landsins. Eðlilegt er að sitt sýnist hverjum þegar um svo viðkvæmt mál er að ræða, en að mínum dómi hefur með þessum samningi tekist að opna sauðfjárræktinni leið inn í framtíðina. Samningur þessi gerir þeim sem kjósa að hætta sauðfjárframleiðslu kleift að skapa sér verðmæti úr þeim eignum sem þeir eiga í greiðslumarki sínu og hasla sér völl á nýjum vettvangi. Fyrir þá sem áfram kjósa að starfa í greininni skapar samningurinn rekstraröryggi til næstu 7 ára og opnar þeim jafnframt leið til þess að treysta stöðu sína. Ég legg hins vegar áherslu á að ávinnungur hvers og eins bónda er fyrst og fremst undir hans eigin framtaki kominn og að hann verður fyrst og fremst sóttur inn á við í aukinni hagræðingu og bættum rekstri. Fyrir samfélagið í heild er þessi samningur fjárfesting í framtíð landbúnaðar og sterkari byggð; fjárfesting í auknum gæðum framleiðslunnar, betri rekstri og aukinni arðsemi greinarinnar í heild og síðast en ekki síst fjárfesting í umhverfisvænni búgrein.<br /> <br /> Hæstvirtur forseti<br /> <br /> Að lokinni þessari umræðu legg ég til að frumvarpinu verði vísað til 2. umræðu og hv. landbúnaðarnefndar.<br />

2000-03-05 00:00:0005. mars 2000Búnaðarþing 2000

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Búnaðarþing 2000</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5. mars 2000 á Hótel Sögu</FONT></DIV><BR><BR><UL><UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Er vorið kemur, grænka gömul tún</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">með glampa af sól við fjall og hamrabrún</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">og kveikir ljós við vetrarmyrkan mar</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">svo mjöllin deyr og grasið fæðist þar</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">sem hjarnið lá, og heiður dagur fer</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">um hæð og mó og fagnar einnig þér</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">svo hlýr og góður, feginn frelsi því</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">sem fjallblátt landið sækir enn á ný</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">í greipar frosts og snjóa: röðull rís</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">úr rauðu myrkri, þíðir fönn og ís</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">og heggur sundur hlekki lands og ber</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">sinn heita jarðarilm að vitum þér.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Og þá mun einnig þiðna klakaspöng</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">úr þínu brjósti, nótt þess myrk og löng</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">mun leita uppi ljós og sólaryl.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þér leggst á hverju vori eitthvað til.</FONT><BR></UL></UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessi erindi eru sótt í ljóð Matthíasar Johannessen, Fögnuður, sem er fyrsta ljóðið í IV kafla bókarinnar "fagur er dalur" en kaflinn ber yfirskriftina "Hér slær þitt hjarta, land".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessi erindi eiga vel við hér í upphafi Búnaðarþings. Þessi erindi lýsa í stuttu máli þeim kröftum sem drífa áfram íslenskt samfélag og hversu þráin eftir vorinu hefur lengi haldið lífinu í okkur Íslendingum. Hvernig sólin og vorið leysa hlekki vetrarins og lífið fær gildi og tilgang. Þegar tilveran breytir um svip og setur upp bros.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við aldahvörf getur verið holt að líta til baka, jafnvel allt til þess tíma er landbúnaður var höfuðatvinnuvegurinn, lífið sjálft. Þá varð maðurinn að treysta á sjálfan sig og gat ekki skotið sér bak við tækni nútímans heldur var einn sinnar gæfu smiður. Þá voru áræðni og þor besta veganestið og ef með fylgdi dugnaður og fylgni var framtíðin björt. Í þá tíð var bóndi bústólpi og bú landstólpi en er svo enn? Ég efast ekki um svarið "Hér slær þitt hjarta, land".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En söguskoðun verður að víkja fyrir verkefnum morgundagsins. Við vitum að maðurinn er fljótur að gleyma og þriðja kynslóð malarinnar sem nú tekst á við lífið hefur ekki þær taugar, þau tengsl, við landbúnaðinn sem nauðsynleg eru. Nauðsynleg eru til að menn skilji uppruna sinn og gildi þess að byggja Ísland og vera sjálfstæð þjóð. Sveitarómantík fyrri ára skáldsagna er fjarri tölvuleikjum nútímans, kúgildin eru fjarri gengi hlutabréfa og Kaupfélögin mistur í stórmörkuðum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sá landbúnaður, sem nauðsynlegur er hverri þjóð, verður að gera sig gildandi, verður að vera sýnilegur og þátttakandi í þjóðmálaumræðu hvers tíma. Það að vera sjálfum sér nægar um matvæli er ekki sjálfsagður hlutur fyrir þjóðir heimsins. Því sjálfstæði megum við Íslendingar ekki kasta frá okkur, það verðum við að vernda. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En landbúnaðurinn verður að svara kalli tímans og bjóða fram vörur sem neytandinn óskar eftir á verði sem er sem næst því verði sem þekkist í öðrum löndum. Úrvalið má ekki vera minna og gleymum ekki að ánægður neytandi er besti lagsmaður landbúnaðarins. Neysluvenjur eru að breytast og þróun í framboði matvæla líka. Þar hefur misvel tekist til. Mjólkuriðnaðurinn, garðyrkjan og svínabændur hafa unnið mjög vel að sínu. Þeir fara fyrir og eru til eftirbreytni. Verr gengur hjá öðrum og stöðugur samdráttur í neyslu lambakjöts er að mörguleyti áhyggjuefni. Hvernig má það vera að stærsta kjötgreinin skilur ekki betur en raun ber vitni kall tímans? Hvers vegna gerist þetta á sama tíma og heildarkjötneysla eykst? Hvenær mun "þiðna klakaspöng" sauðfjárræktarinnar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En í harðnandi baráttu um markað á íslenskur landbúnaður aðeins eitt lausnarorð, gæði. Hvar sem minnst er á íslenskan landbúnað og hvar sem afurðir hans eru boðnar verður að vera tryggt að þar fari gæðavara. Við Íslendingar byggjum hreint land, eigum gnægð vatns, hreint loft og ómengaða jörð. Þessi gæði notum við til að framleiða úrvalsvöru. Vöru sem neytendur, hvarvetna í heiminum geta treyst. Mér er það minnisstætt þegar ég var á ferð með útlendingum úti í náttúrunni. Það var heitt í veðri og lífið lék við hvurn sinn fingur. Mig þyrsti, ég gekk að næsta læk, kraup á kné og saup úr læknum. Þetta voru forréttindi í augum minna útlensku félaga. Forréttindi sem okkur finnast sjálfsögð en eru þau það?</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég get ekki leynt þeirri skoðun minni að mér finnst hreinleika ímynd íslensks landbúnaðar hafa beðið hnekki síðustu mánuði. Við höfum allt frá upphafi skipulegs eftirlits í landbúnaði lagt sóma okkar í að útrýma sjúkdómum, gæta að dýravelferð og bjóða heilnæma gæðavöru. Það hefur fallið móða á þessa mynd. Hver uppákoman eltir aðra og landbúnaðurinn er kominn í vörn. Hvers vegna er þetta að gerast? </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég kann ekki að skýra þetta ástand en ég hef fullan hug á að það verði gert. Ég hef skipað starfshópa undir forystu færustu vísindamanna til að greina vandamálið. Ég er þess fullviss að það liggur í umhverfinu. Mengun af mannavöldum, ágangur vargs, of mikill þéttleiki í búskap, búskaparhættirnir sjálfir, óhóflegt vinnuálag, draugur úr fortíðinni eða í sumum tilfellum menn sem skortir þekkingu á meðferð dýra og móður jörð.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef þá trú að þetta séu ný vandamál og við verðum að greina þau og gera viðeigandi ráðstafanir. Ef við erum farin að ofbjóða náttúrunni eða framleiðsluferlinu þá skal því linna. Neytendur íslenskra afurða skulu hér eftir sem hingað til geta notið þeirra, óhræddir við afleiðingar þess. Annað er óþolandi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En þessi atvik hafa vakið umræðu um eftirlitskerfi með landbúnaði og afurðum hans. Í ljós hefur komið að það er ekki nógu skilvirkt. Jafnvel höfum við orðið vitni að hinum ótrúlegustu atvikum þar sem eftilitsaðilar bera hvern annan sökum í fjölmiðlum. Þessar deilur sýndu betur en margt annað að kefið brást. Það brást bændum og það brást neytendum. Það má ekki koma fyrir aftur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef fært fyrir því rök að eftirlitið þurfi að vera á einni hendi, undir einni stjórn, allt frá "haga að maga". Danir ákváðu fyrir 5 árum að breyta öllu sínu kerfi. Það lítur nú stjórn eins ráðuneytis. Eftirlit sveitarfélaganna var fært frá þeim og nú er öll ábyrgðin á sömu hendi. Þar verður ekki öðrum um kennt ef illa fer. Þessi kerfisbreyting var ekki sársaukalaus en hún virkar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nú er unnið að því á vegum ríkisstjórnarinnar að skilgreina eftirlit með matvælum og matvælaframleiðslu. Í farmhaldi af þeirri vinnu verður ákveðið hvernig þessu verður fyrirkomið hér á landi. Í landbúnaðarráðuneytinu er nú unnið að því samhliða vinnu ríkisstjórnarinnar, að skipuleggja eftirlit ráðuneytisins upp á nýtt. Það verkefni gengur undir vinnuheitinu Búnaðarstofa og höfum við fengið Brynjólf Sandholt til sérstaks ráðuneytis í þeirri vinnu. Þar er ætlunin að skoða kosti þess að sameina á einn stað allt eftirlit og stjórnun. Með þeirri vinnu viljum við sjá vænlegan valkost til að takast á við sífellt meira krefjandi eftirlit framtíðarinnar. Og það sem er auðvitað aðalatriði. Kerfi sem virkar, öllum til hagsbóta.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þekking og eftir atvikum reynsla hefur ávallt verið gott búsílag hjá þeim sem landbúnað stunda. Nú á tímum stöðugt aukinna krafna, örrar þróunar og nýjunga er slíkt nauðsyn. Ég er stoltur af þeim stofnunum sem undir landbúnaðarráðuneytið heyra og sjá um menntun í landbúnaði. Ný löggjöf um búnaðarfræðslu og sá metnaður sem einkennir allt starf þessara skóla gefa fyrirheit um bjarta framtíð. Með vísan til þess sem ég sagði hér að ofan um hreinleika og gæði er ánægjulegt að sjá hversu mikla þýðingu þeir þættir hafa í öllu námi skólanna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lokið er gerð árangurstjórnunarsamninga við Landbúnaðar-háskólann á Hvanneyri og Hólaskóla. Þessir samningar eru sýn inn í framtíðina, bæði hvað varðar verkefni og áherslur. Reynsla af þessari samningsgerð er ekki mikil hér á landi en það er mikill kostur fyrir stjórnendur skólanna og ábyrgðaraðila í ráðuneytinu að geta unnið með skýr markmið. Þá getur Alþingi einnig unnið fjárveitingaráætlun til lengri tíma. Þessir samningar eins og allir aðrir eru ekki bara gefandi heldur ekki síður krefjandi fyrir skólana. Ég hef þá trú að styrkja eigi tengsl starfsréttinda í landbúnaði við menntun, ekki síst vegna þeirrar auknu ábyrgðar sem fylgir matvælaframleiðslu í hörðum samkeppnisheimi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tengsl stoðgreina í landbúnaði hafa gefið ótal tilefni til vangaveltna um samstarf, samvinnu eða samruna. Þríeykið kennsla , leiðbeiningar og rannsóknir eru auðvitað samtengd og geta ekki án hvers annars verið. Nú finnst mér nóg komið af þeirri umræðu, henni ber að ljúka svo viðkomandi geti snúið sér að alefli að verkum sínum. Á vegum ríkisstjórnarinnar er unnið að tillögugerð í þessum málaflokki og þó einkum í rannsóknum. Ég mun taka þeirri tillögugerð með jákvæðu viðhorfi og skoða kosti hennar og galla. Það mun ekki taka langan tíma eftir að tillögurnar berast því ég vil ekki að starfsfólk þessara stofnana búi við sífellda óvissu um framtíðina. Framtíðin er okkar og hana skal nýta.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nú er rétt að ljúka samningi við bændur um framleiðslu sauðfjárafurða. Um samningsgerðina má ýmislegt segja en það verður látið bíða betri tíma. Ég vil bara segja það að sú reynsla sem ég hef nú öðlast segir mér að við samning eins og þennan skal einhenda sér í verkefnið og vinna það á skömmum tíma. Allan undirbúning verður að sjálfsögðu að vinna vel og færustu sérfræðingar að vera til ráðgjafar þegar þarf.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í þeim samningi sem nú liggur fyrir var lagt til grundvallar að búgreinin gæti eflst og þróaðst, þeir sem hana stunda fái tækifæri til að njóta ávaxta sinna og aðstæðna, neytandinn hafi vissu fyrir gæðum vörunnar, uppruna hennar og framleiðsluaðstæðum og síðast en ekki síst að þeir sem vilja hætta framleiðslu geti það með sæmilegri reisn. Ég tel að eftir atvikum hafi þessi markmið náðst.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nú er það svo að hinar öru breytingar á kjötmarkaði hafa verið lambakjöti í óhag. Neyslan hefur fallið mikið en rétt er þó að benda á að frá 1995 hefur hægt mjög á fallinu. Tölur um 15 kg neyslu á mann innan 10 ára eru því vonandi fjarri lagi. Það er auðvitað gott að hafa fjölbreytni á markaði en ytri aðstæður mega ekki hafa svo afgerandi áhrif á val neytandans að sú vara sem mest byggir á innlendum aðföngum, vinnu og fóðri, verði ekki samkeppnishæf þrátt fyrir verulegan stuðning ríkisins og velvilja þjóðarinnar. Þegar Íslendingar gerðust aðilar að GATT og tóku á sig skuldbindingar varðandi verslun með landbúnaðarvörur þá var það sagt að heimsmarkaðsverð yrði hærra. Ríkisstuðningur við landbúnaðarvörur myndi allsstaðar lækka, sérstaklega útflutningsbæturnar og verð varanna færðist nær framleiðslukostnaði. Við þessar skuldbindingar hafa Íslendingar staðið. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En hvað hefur gerst hjá öðrum þjóðum. Nú nýlega var það kannað í landbúnaðarráðuneytinu hver hefði orðið verðþróun á innfluttu byggi. Grunngagna var leitað hjá Hagstofu Íslands. Á síðustu fjórum árum hefur verðið fallið úr kr. 11.60 á kg í kr 7.70 á kg eða um tæpar fjórar krónur. Á sama tíma höfum við lækkað þær álögur sem voru á þessu fóðri. Hér eru hlutirnir ekki eins og talað var fyrir. Með þessu er samkeppnin skekkt, hlutirnir færðir úr lagi. Þetta dæmi og önnur slík gefa tilefni til að áhrif GATT verði endurmetin af hlutlausum aðila og hef ég ákveðið að ræða þetta mál í ríkisstjórninni um leið og við ræðum frekari þátttöku í viðræðum um alheimsviðskipti með landbúnaðarvörur. Skuldbindingar verða að vera meira en orðin tóm.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En áður en ég segi skilið við sauðfjársamninginn þá vil ég gera að umtalsefni þá framtíðarsýn sem hann gefur vegna ákvæða um gæðastýringu. Þar hafa sauðfjárbændur haft frumkvæði að því að gera auknar kröfur til sjálfra sín m.a. með tilliti til landnota, beitar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hvílíkt heillaspor hér er stigið. Sauðkindin hefur til langstíma verið gerð að blóraböggli gagnvart því vandamáli sem mannvist hefur haft á ásýnd landsins. Nú er mál að linni. Sauðfjárbændur ganga nú móts við nýja tíma. Þeir óska samstafs við yfirvöld, stofnanir, samtök og einstaklinga sem vilja vinna með þeim að því að bæta landið. Héðan í frá verður engum vært að liggja á liði sínu. Nú tökum við á. Tilbúin er Viljayfirlýsing þeirra er mesta ábyrgð bera og verður hún undirrituð fljótlega. En þessi sátt tekur tíma, landið verður ekki grænt á einni nóttu og hluti þess verður aldrei grænn. En sóknarfærin eru mörg og að því verður unnið. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Og hverjir aðrir en bændur eru betur til þess fallnir að vinna þetta verk. Þeir hafa alist upp með landinu, skilja þarfir þess og getu. Þeir hafa tækin, þekkinguna og eru hluti af þeirri heild sem kallast menningarlandslag. Átak í landgræðslu skapar mörg störf á landsbyggðinni og hér eigum við tækifæri til að treysta byggð víða um land. Nú megum við ekki bregðast þjóðinni, byggðinni, bændunum og síðast en ekki síst, landinu sjálfu. Öllum þessum eigum við skuld að gjalda, nú er komið að skuldaskilum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Landgræðsla ríkisins og Skogræktin munu fá ærin verkefni vegna þessa átaks. Þar er styrk stjórn og hér á Búnaðarþingi verða kynnt fyrstu drög að langtíma landgræðsluáætlun. Með henni verður mótaður sá rammi sem starf okkar mun byggja á. Af því starfi nýtur framtíðin, næstu kynslóðir, ávaxtanna. Þegar ég hugsa um vel unnin verk landgræðslumanna liðinna ára og þá framtíð sem bíður með dyggri aðstoð bænda þá verður mér hugsað til skáldsins frá Rauðsgili í Hálsasveit þar sem hann yrkir sína Áfanga og þá væntanlega staddur í Kaupmannahöfn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Séð hef ég skrautleg suðræn blóm</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">sólvermd í hlýjum garði</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">áburð og ljós og aðra virkt </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">enginn til þeirra sparði</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">mér var þó löngum meir í hug</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">melgrasskúfurinn harði</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">runnin upp þar sem Kaldakvísl</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">kemur úr Vonarskarði</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar ég nú við upphaf Búnaðarþings lít til framtíðar og hef tækifæri til að taka á með stórum hópi dugmikilla íslenskra bænda, þá sé ég margt ánægjulegt. Ég vil til að mynda lýsa yfir gleði minni með aukna þátttöku kvenna í félagsstörfum bænda. Konur hafa auðvitað alla tíð verið virkir bændur heima á búunum, kannski undirstaðan sem annað byggði á. Í hópi íslenskra bændakvenna eigum við auð sem ég vil sjá vaxa og dafna. Nú á tímum finnst einhverjum orð eins og þessi lítis virði en ég brýni konur til enn frekari starfa. Íslenskur landbúnaður þarf á ykkur að halda, nú sem aldrei fyrr.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í landbúnaði eigum við sóknarfæri á mörgum sviðum. En á sama tíma get ég ekki sætt mig við þá miklu skuldaaukningu sem nú er hjá bændum. Það unga fólk sem nú býr sig undir lífsstarfið og margir þeirra sem við landbúnað hafa starfað, safna nú skuldum. Um leið mega sumir vart mæla fyrir hrifningu á þeirri hagræðingu sem orðið hefur. Hér hefur einhver slegið falskan tón. Hagræðingin hefur kallað á kerfi þar sem framtíðinni, unga fólkinu, er gert að kaupa sér rétt til að framleiða nauðþurftir þjóðarinnar. Afurðastöðvar, sveitarfélög og bændur stíga taktinn í þessum Hrunadansi og það svo knálega að fáum fipast enn. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að bændur framtíðarinnar verði þrælar þessa kerfis. 700 milljón kr. skuldaaukning kúabænda á einu ári er viðvörun sem við eigum að taka alvarlega.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Auðvitað verður ný kynslóð að kaupa sig inn í atvinnustarfsemi. Það hefur alltaf verið með þeim hætti. En þegar ríkisstuðningurinn er að verða megin verslunarvaran, þá er rétt að gá til veðurs. Kosti og galla þessa kerfis verður að greina og ég hef ákveðið að beita mér fyrir þeirri könnun á næstu mánuðum. Það verður gert í góðri sátt við bændur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Áður en ég kveð ykkur langar mig að minnast á athyglisverða umræðu, sem átti sér stað á fundi upp í Borgarnesi nú nýlega. Þar kom ungt fólk í ræðustólinn og sagði nú vera komið nóg af úttektum og skýrslum um hvað vont væri að búa úti á landi. Nú væri tímabært fyrir Byggðastofnun og fl. að gera úttekt á kostum þess að búa á landsbyggðinni. Hér og nú tek ég undir með þessu unga fólki og heiti því liðsinni mínu. Ég vil byggja landið því án lífs er landið minna virði. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vitnaði í upphafi í hvatningarljóð Matthíasar Johannessen. Um leið og ég óska Búnaðarþingi heilla í störfum sínum og hvet íslenska bændur til dáða þá leyfi ég mér, þrátt fyrir erfiðleika á ýmsum stöðum, að minna á lokaorð kvæðisins. Þau segja meira en langar ræður.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þér leggst á hverju vori eitthvað til.</FONT></B><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><BR><BR><BR>

1999-12-07 00:00:0007. desember 1999Ræða á aðalfundi sauðfjárbænda 1999

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Aðalfundur sauðfjárbænda 1999</FONT></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Það hefur löngum verið sagt að sauðkindin hafi gert manninum það mögulegt að byggja Ísland ekki síst þegar aðstæður voru sem verstar.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Þessi staðreynd tengir sauðkindina og manninn órjúfanlegum böndum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Þau bönd eru söguleg og menningarleg og ef marka má frásögnina af Bjarti í Sumarhúsum, hans lífsgildum, þá veitti hún ekki síður félagslegt samneyti og innblástur í dagsins önn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Nú þegar breytt þjóðfélag setur önnur gildi ofar sauðkindinni má þessi sögulegi þáttur ekki gleymast.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Nýr samningur um framleiðslu sauðfjárafurða er nú í vinnslu. Ég get ekki fjallað um efni hans hér á þessum fundi en það er ljóst að mikið er undir að vel takist til. Ég ræddi þessi mál í ríkisstjórn í morgun og þar voru menn sammála um að ljúka samningsgerðinni sem allra fyrst. Þá geta bændur á grundvelli hans gert sínar framtíðaráætlanir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sauðfjárræktin sem seigasti hlekkur byggðakeðjunnar má ekki veikjast meira en orðið er því þá gisnar byggðin með þeim afleiðingum sem við þekkjum víða. Það má hins vegar aldrei gerast að sauðfjárræktin verði látin borga byggðastefnuna. Þá gengur sauðfjárræktin handjárnuð ti þeirrar samkeppni sem framundan er.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Markmið með nýjum sauðfjársamningi verða að vera skýr. Helsta markmiðið verður að vera að treysta sauðfjárræktina sem atvinnugrein. Aðeins þannig getur hún fætt, klætt og sinnt þörfum þeirra er hana stunda. Fólkið í sveitinni gerir sömu kröfur til lífsins og aðrir landsmenn fyrir sig og sín börn. Fátækt og atvinnuleysi eru hverri atvinnugrein hættuleg. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í þeim útreikningum sem gerðir hafa verið á liðnum árum sést svo ekki verður um vilst að afkoma sauðfjárbænda er ekki ásættanleg. En þessir útreikningar sýna líka að hún er afar misjöfn milli bænda. Í þeim mun liggur auðlind sem rétt er að nýta.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ef í tengslum við nýjan samning verður hægt að auka skilning bænda á þeim þáttum sem ráða afkomunni þá getum við unnið stóra sigra. Gæðastýrð íslensk sauðfjárrækt með t.t. allra þátta er framtíðarsýn sem vekur vonir. Vonir um betri tíð og framleiðslu í öndvegi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sauðfjárræktin getur ekki gengið óstudd til móts við nýja öld. Ríkisvaldið er hér eftir sem hingað til ákveðið í að létta undir í þeirri baráttu sem framundan er.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Beinn stuðningur við eina grein á kjötmarkaði getur auðvitað orkað tvímælis en sú vernd sem öðrum búgreinum er sköpuð, mæld í PSE, er hærri. Þess vegan er ekki aðeins réttlætanlegt heldur beinlínis nauðsynlegt að létta undir með þeirri búgrein er mest innlend aðföng notar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eitt er að ákveða að styðja við sauðfjárræktina. Annað er að skipta stuðningnum milli þeirra sem hans njóta. Nú bíður það samninganefnda ríkis og bænda að finna þann flöt. Þeirra hlutverk er ekki öfundsvert.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég get ekki fjallað um þetta atriði frekar en vil þó segja að lokum. Ég tek ekki undir með þeim er segja að það geti verið liður í að styrkja sauðfjárræktina að láta þá sem eftir verða kaupa sér ríkisstuðning. Grein sem hefur verið jafn tekjulaus og sauðfjárræktin, hefur ekki þá getu sem þarf til að takast á við markaðsöflin eins og þau lýsa sér í kvótakaupum. Þá vísa ég bæði í kvótakaup í mjólkurframleiðslu og fiskveiðum. Gætum þess að greiðslumark í mjólk veitir rétt til að setja framleiðslu á markað og kvóti í sjávarútvegi veitir rétt til veiða. Sambærilegir þættir eru ekki til staðar í sauðfjárrækt. Þar er stuðningurinn ekki framleiðslutengdur, né heldur veitir hann rétt á markaði. Það eru tvær leiðir til. Annarsvegar sala milli bænda og hins vegar uppkaup ríkisins. Í Danmörku, landi sem setur 75 % framleiðslu sinnar á heimsmarkað, þar kostar mjólkurlíterinn 35-40 kr. Hér á landi kostar hann 185 kr. eða meira. Hvaða sögu segir þetta dæmi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á undanförnum árum hefur verið útbúið kerfi sem viðheldur jafnvægi á kindakjötsmarkaði. Sameiginleg ábyrgð framleiðenda á útflutningi tryggir að á hverjum tíma er öll framleiðsla seld.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sátt virðist ríkja um þetta fyrirkomulag og hafa allir þeir aðilar sem um málið fjalla lagt til að ekki verði hreyft við þessu kerfi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í nefnd er ég skipaði, sem gjarnan er kennt við formann hennar Einar Odd Kristjánsson alþingismann og fjallaði um útflutning á kindakjöti eru gerðar ýmsar tillögur til hagsbóta fyrir útflutning. Þar vegur þyngst að þeir leggja ekki til breytingar á kerfinu en vilja styrkja það og byggja upp. Tillögur nefndarinnar byggja m.a. á því að veita styrki til markaðssetningar, styðja við lífræna framleiðslu til útflutnings og að styrkja flutning á sláturfé. Þá er lagt til að þeir samningar sem Ísland á aðild að og snerta útflutning á dilkakjöti verði endurskoðaðir þannig að auðveldara verði að flytja út.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hér er á ferðinni stórt mál. Það er ljóst að ef tekst að styrkja markaði fyrir íslenskt gæðakjöt þá á íslenskur landbúnaður möguleika. Þeir eru ekki stórir á mælikvarða heimsins en duga okkur vel ef rétt er á haldið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Þá kom fram í fyrrnefndu nefndaráliti nauðsyn þess að hagræða á öllum stigum. Við höfum séð það í ýmsum þáttum okkar ágæta mannlífs að hagræðing leysir ekki allan vanda, en sóun má ekki vera innbyggð í kerfið. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Ágætu sauðfjárbændur. Ég hef nú farið víða en ég hef enn ekki minnst á þann þátt sem mest hefur breyst í seinni tíð og á eftir að hafa meiri áhrif á sauðfjárræktina en nokkuð annað. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Þessi þáttur er almenningsálitið. Ég skynja það þannig að íslensk þjóð sé stolt að sínum bændum og styðji landbúnaðarstefnuna sem m.a. felst í stuðningi við sauðfjárrækt. Borgarbúinn skynjar að landið er dýrmætara ef þar býr fólk.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> En það má ekki mikið gerast til að sú sátt hverfi. Sá þáttur sem er helst líklegur til að verða til þess er landnýting. Aukin umhverfisvitund almennings og önnur gildi en áður kalla á breytta og enn betri landnýtingu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Almenningur er nú betur upplýstur um umhverfi sitt og gerir kröfur um að fá að njóta þess á sinn hátt. Aukin ásókn í land, nýting til uppgræðslu og skógræktar kallar á aðra sýn. Þessa sýn verða bændur að skynja. Og bændur eiga auðvelt með það því hver les landið betur en sá sem þar starfar og hefur alist upp með því. Þetta gera þeir og taka að sér ný og stór verkefni í ferðaþjónustu og á sviði skógræktar</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Þessi breytta sýn gefur bændum stór tækifæri. Tækifæri til að sinna þörf þéttbýlisbúans og tækifæri til að taka þátt í endurheimt landsgæða.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Ef íslensk sauðfjárrækt tileinkar sér gæðastýringu allra þátta framleiðslunnar og ef íslenskir sauðfjárbændur bera gæfu til að taka þátt í þeirri vakningu sem nú er, þá er framtíðin björt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Að endingu óska ég fundinum heilla í störfum sínum.</FONT><BR><BR>

1999-12-03 00:00:0003. desember 1999Ávarp á ráðstefnu í tilefni af 100 ára afmæli skógræktar á Íslandi. Haldin 3. desember 1999.

<P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Guðni Ágústsson.</FONT></B><BR><DIV ALIGN=center><FONT FACE="Arial">Ráðstefna í tilefni af 100 ára afmæli skógræktar á Íslandi.</FONT><BR><FONT FACE="Arial">Haldin í Borgartúni 6, föstudaginn 3. desember 1999.</FONT><BR></DIV><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu ráðstefnugestir.</FONT></B><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á þessu ári hefur víða verið minnst þeirra tímamóta að 100 ár eru liðin frá því að skógrækt hófst hér á landi, og er þá miðað við gróðursetningu í Furulundinum á Þingvöllum og ætla ég ekki að rekja hana nánar hér, enda öllum kunn. Það hefur líka komið fram að sögu skógræktar á Íslandi mætti telja lengra aftur en frá einhverjum stað og frá einhverjum tíma verður að hefja gönguna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í sumar ávarpaði ég samkomu skógrækarmanna á Þingvöllum vegna þessara tímamóta. Var mér þá hugsað til sögunnar og vil raunar gera það enn í ávarpi mínu hér, minnugur spakmælisins; "að fortíð skal hyggja, </FONT><U><FONT SIZE=2 FACE="Arial">þegar framtíð skal byggja. "</FONT></U><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Þegar íslenska þjóðin fagnaði konungi sínum á Þingvöllum 1874 kvað Hjálmar Jónsson frá Bólu ljóðið Ísland í nafni fjallkonunnar og sagði meðal annars:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><UL><UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sjá nú, hvað ég er beinaber, </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">brjóstin visin og fölar kinnar, </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">eldsteyptu lýsa hraunin hér </FONT><UL><UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">hörðum búsifjum ævi minnar. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kóróna mín er kaldur snjár</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">klömbrur hafísa mitt aðsetur,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">þrautir mínar í þúsund ár</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">þekkir guð einn og falið getur.</FONT><BR></UL></UL></UL></UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í gegnum kaldar aldir, þegar þau áföll herjuðu sem gerðu landið óbyggilegt. Í fátækt og þrautagöngu forfeðra okkar var gengið á auðlindir þessa lands og búsetan kallaði á nýtingu skóganna í einni eða annarri mynd. Þeir voru nýttir til eldiviðar, smíða, kolagerðar, beitar og fleiri slíkra þátta sem búsetunni fylgdu. Þá sögu þekkja allir. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Því má heldur aldrei gleyma að nýting þeirra átti sinn hlut í að gera forfeðrum okkar kleift að búa í landinu, - sem jafnvel mætti frekar orða, - að þrauka af í landinu þegar harðindi og óáran kreppti að þjóðinni. Við megum því ekki dæma of hart þá sem eyddu þessum skógum í baráttu fyrir lífi sínu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nú er hins vegar liðin þessi tíð og senn kemur ný öld og á henni stefnum við að ræktun fjölbreyttra skóga um allt land.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þar sem áður óx skógur ætti nú að vera hægt að rækta hann að nýju. Í dag höfum við næga þekkingu, tækni og annað sem þarf til slíkra hluta og því er það skylda okkar að hefja endurgreiðslu á skuld okkar við landið. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Endurheimt skóglendis hefur margvíslegan ávinning í för með sér. Má þar nefna bindingu vatns og þar með jarðvegsvernd, bindingu kolefnis í jarðvegi, aukið beitiland, skjól fyrir annan gróður og síðast en ekki síst fegrar skógur ásýnd landsins og eykur á ánægju manna við hvers konar útivist. Þótt þessi þáttur sé illmælanlegur skal ekki vanmeta hann. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Í því sambandi langar mig til að rifja upp stutta frásögn sem birtist í Ársriti Skógræktarfélags Íslands árið 1988. Er hún um "Fundarhrísluna" í Þórðarskógi í Fnjóskadal og skrifuð af Jóni Kr. Kristjánssyni frá Víðivöllum í Fnjóskadal. Jón vitnar í Ólaf Pálsson sem fæddur var 1874 en hann segir svo í skráðum endurminningum sínum:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> "Í Þórðarstaðaskógi var ein afarstór hrísla sem bar af öðrum hríslum og var hún kölluð "Fundarhríslan". Oft skemmtu menn sér við hríslu þessa, bæði dalbúar og aðkomufólk. Alloft kom þangað fólk af Akureyri. Stundum kom það fyrir að hlutaveltur voru haldnar þarna og skemmtisamkomur. Ég man þar eftir ræðuflutningi og kvæðalestri."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Annar maður, Jón Rögnvaldsson frá Fífilgerði, segir svo í endurminningum sínum: "Í Þórðarstaðaskógi, sem blasir við í hlíðinni gegnt Grjótagerði, var stórt rjóður. Þar var stór hrísla, talin stærsta tré skógarins og jafnvel á öllu Íslandi. Hún stóð ein og sér og var ákaflega mikið og fagurt tré. Þar voru haldnar samkomur á sumrin og fórum við þangað stundum með foreldrum okkar."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Spyrja má; hvernig stóð á því að þessi stóra hrísla var þarna?</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Um miðja 19. öldina og fram til 1893 bjó á Þórðarstöðum Jónatan Þorláksson sem ber að minnast sem eins fyrsta og merkasta verndara íslenskra skógarleifa á 19. öld. Ungur hafði hann verið smali föður síns og gerþekkti hinn víðlenda Þórðarstaðaskóg. Honum sveið að sjá hve nyrsti hluti hans, sem lá undir Fjósatungu, var illa farinn. Fjósatunga var þá í eigu eyfirskra presta er þóttu sumir harðdrægir og höfðu látið ryðja hvert skógarsvæðið eftir annað. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Eftir að Jónatan fékk nokkur ráð í hendur og síðar eftir að hann var orðinn bóndi, tók hann til óspilltra mála að bæta þennan skóg. Hann setti fastar reglur um grisjun hans og leið engum þar högg nema undir ströngu eftirliti. Meira að segja var á orði haft hvað hann, sem taldist hófsemdar- og geðprýðismaður, hefði verið strangur við smala sína, ef þeir vildu taka sér hríslu eða gönguprik í hönd.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Árangur þessara verka lét ekki á sér standa og við friðunina dafnaði skógurinn. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Einn náttúrufræðingurinn sem leið átti um skóginn á þessum tíma, Sæmundur Eyjólfsson, tók þannig til orða: "Þá farið er um Þórðarstaðaskóg má sjá þess glögg merki að hann hefur orðið fyrir betri meðferð um langan tíma og meiri ræktarsemi og umhyggju en venjulegt er um skóga hér á landi. Er það sannast af að segja, að ég hef engan mann hitt fyrr, er með meiri alúð hefur viljað vernda skóginn á bújörð sinni og hlynna að honum en Jóhann á Þórðarstöðum. "</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Í þessu reit dafnaði þessi stóra og fræga hrísla þar til dagar hennar voru taldir og hún felld 1919 og notuð í vandaða smíðisgripi sem enn eru til.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vitna í þessar frásagnir til að ítreka hvað lítið rjóður og ein hrísla sem eflaust þætti ekki stór innan um þau tré sem víða má nú finna hér á landi, hvað þá erlendan skóg, vakti athygli. Hún skapaði skjól, hún dró að sér fólk og umhverfi hennar var samkomustaður hérðaðsbúa.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við rennum senn inn í nýja öld sem fela mun í sér margar breytingar sem við sjáum engan veginn fyrir og ómögulegt er að spá um. Ef hins vegar ekkert óvænt gerist getum við verið viss um að á sviði skógræktar verða þær miklar. Byggt verður á þeirri þekkingu sem til staðar er og hefur sannað að skóg má rækta nánast hvar sem er á landinu og í burðarliðnum eru skógrækarverkefni sem eiga að tryggja öfluga skógrækt í öllum landsfjórðungum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tímahjól skógræktarinnar fór vart að snúast fyrr en í upphafi þessarar aldar og snérist hægt lengi framan af, enda margir núningsfletirnir sem hömluðu. Hraði þess hefur hins vegar aukist mjög nú á síðustu 10 &#8211; 15 árum og virðist nú fátt geta stöðvað það. Mín spá er sú að þegar litið verður til baka seinna meir verði upphaf nytjaskógræktar á Íslandi miðuð við þessi aldamót. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðeins eru 8 ár síðan lög um Héraðsskóga voru samþykkt, sem kveða á um ræktun nytjaskóga á Fljótsdalshéraði. Með þeim var hrundið af stað stórmerkilegu átaki sem markar kaflaskil í skógræktarsögu okkar. Þetta verkefni gengur með ágætum. Með verkefninu er ekki einungis verið að skapa nýja auðlind í formi skógar heldur hefur það fært mikla atvinnu, aukið verðmæti jarða og treyst búsetu á öllu svæðinu. Ekkert bendir til annars en að Hérað verði eitt samfellt skógræktarsvæði í framtíðinni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kjölfar góðrar reynslu af Héraðsskógum var ákveðið fyrir tveimur árum að stofnsetja Suðurlandsskóga sem ætlað er enn fjölbreyttara hlutverk en Héraðsskógum. Stefnt er að ræktun fjölnytjaskóga og skjólbelta á Suðurlandi, þ.e.a.s. í Árnes- Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu</FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">.</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Nú hafa 80 bændur plantað skógarplöntum í lönd sín og nærri jafn margir hafa lagt út skjólbelti. Alls eru um 140 jarðir sem hafa tekið þátt í átakinu á fyrstu tveimur árum. Stefnt er að því að 190 jarðir verða komnar inn í Suðurlandsskóga árið 2000, en það er sá fjöldi sem hefur sótt um þáttöku í verkefninu nú þegar</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Og eitt kallar á annað.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á sl. vetri voru samþykkt lög um landshlutabundin skógræktarverkefni sem fela í sér að heimilt er að stofnsetja og styrkja staðbundin verkefni í skógrækt. Í framhaldi af lögunum var hafist handa við stofnun Norðurlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum og Vesturlandsskóga og liggja nú fyrir áætlanir vegna þeirra verkefna. Geri ég ráð fyrir að þeim verði öllum veitt fjármagn til starfseminnar við afgreiðslu fjárlaga. Þessi verkefni öll segja sína sögu um gífurlegan áhuga landsmanna á skógrækt. Vonandi eiga þessi verkefni öll eftir að skila þeim árangri sem til er ætlast. Án efa mun starfsemi þeirra marka stórt spor í skógrækt á Íslandi. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samhliða þessum verkefnum hafa risið upp ný samtök, Landssamtök skógareigenda sem eru farin að taka fullan þátt í skógræktarumræðunni. Þótt aðilar að samtökunum eigi lítinn eða engan raunverulega skóg í dag sjáum við fram á þá tíma að skógarreitir þeirra verða farnir að veita verulega atvinnu, skapa fjármagn og gera Íslendingum kleift að nýta innlendan trjávið í miklu magni í stað innflutts.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í þessari umræðu má ekki gleyma því mikla verkefni sem Skógrækt ríkisins hefur sinnt á þessari öld. Án þess værum við ekki á þeim reit á taflborði skógræktar sem við stöndum nú. Hlutverk hennar hefur verið brautryðjendastarf. Hún hefur sannað með gróðursetningum hvar og hvernig skóg er hægt að rækta á landinu og lengst af hefur hún framleitt mest af þeim plöntum sem notaðar hafa verið til skógræktar. Á vegum hennar hafa farið fram skógræktartilraunir sem eru forsenda þess að við getum nú hafið stór skógræktaverkefni. Val á kvæmum, tegundum og hvers kyns afbrigðum af plöntum byggist á þeirri þekkingu sem við höfum aflað okkur. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við höfum nýtt okkur reynslu annarra þjóða en sérstaða Íslands er mikil og landsvæðin mismunandi. Við ætlum okkur hins vegar að rækta skóg á Rangárvöllum, Reykhólum, Raufarhöfn og Reyðarfirði og það sem hentar á einum stað hentar ekki á þeim næsta. Því eru okkar eigin rannsóknir á sviði skógræktar nauðsynlegar og með stóraukinni skógrækt í landinu verður þörfin fyrir þær brýnni. Staðreyndin er að þeir fjármunir sem varið er til þessara rannsókna eru smámunir miðað við það ef eitthvað fer úrskeiðis og gróðursetning eða heilu skógarsvæðin misfarast eða eyðileggjast og rekja má til ónógra rannsókna og fræðslu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hlutverk Skógræktar ríkisins hefur breyst á liðnum misserum í samræmi við aðrar breytingar í þjóðfélaginu. Plöntuframleiðslu hefur verið hætt að mestu og draga mun úr gróðursetningu enda nú til staðar mikill fjöldi einstaklinga sem tekið hafa við þeim verkefnum. Framkvæmdir í skógrækt verða fluttar til fólksins. Þannig á þetta að vera, - hin mikla íslenska skógræktartilraun sem hófst í upphafi þessarar aldar hefur sannað sig og nú getur hinn almenni maður tekið við amboðunum og sagt: &quot;Nú get ég.&quot; </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í framtíðinni mun það verða hlutverk landbúnaðarráðuneytisins og Skógræktar ríkisins að aðstoða þjóðina við skógrækt frekar en að rækta skóg fyrir hana.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þættir sem áður voru nauðsynlegir og áberandi í starfsemi Skógræktarinar munu víkja fyrir ríkari áherslum á rannsóknir, miðlun þekkingar og reynslu og umsjón með hinum skógi vöxnu þjóðlendum, þjóðskógunum, en þeir verða æ mikilvægari sem útivistarsvæði fyrir þjóð sem býr að svo stórum hluta í þéttbýli. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Svo ég sletti nýyrði sem gaman er að, þá heitir þetta að sinna fólki sem kýs </FONT><U><FONT SIZE=2 FACE="Arial">afborgun</FONT></U><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> í ríkari mæli. Með orðinu afborgun er átt við að fólk vilji fara út úr borginni og út á land í frítímum sínum. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þann stutta tíma sem ég hef gegnt starfi landbúnaðarráðherra hef ég orðið áþreifanlega var við þessa ásókn sem kemur m.a. fram í sókn þéttbýlisbúans eftir jarðnæði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Breytingar á hlutverki Skógræktarinnar kalla á ný skógræktarlög og hef ég ákveðið að á næstunni muni hefjast stefnumótunarvinna og að henni ljúki með nýju frumvarpi skógræktarlaga. Geri ég mér vonir um að það frumvarp verði til umfjöllunar á næsta þingi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég geri mér ljóst að skógrækt kostar mikið fjármagn. Óhæfa væri að ætla að bændur, félagasamtök eða hugsjónamenn klæddu Ísland í skóg að nýju án opinberrar aðstoðar og sem betur fer dettur engum slíkt í hug. Á þessu sviði sem svo mörgum öðrum er það fjármagnið sem skiptir máli. Það mikla starf sem unnið er á sviði skógræktar og þau viðamiklu verkefni sem verið er að skipuleggja í öllum landshlutum kallar á stóraukin útgjöld hins opinbera til skógræktar ef sá árangur á að nást sem að er stefnt. </FONT><BR><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sem betur fer stendur hugur landsmanna til þessara mála og sú staðreynd vegur þungt þegar fjármagninu er skipt. Ég mun leggja mitt að mörkum í þeirri baráttu en geri mér ljóst að langt er í að fullnægt sé fjárþörf til skógræktar á Íslandi. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá skulum við hafa í huga að þótt skógurinn vaxi hægt þá flýgur tíminn og því verðum við að fara að huga enn frekar að markaðsþættinum. Hvernig getum við nýtt þær afurðir sem skógurinn gefur af sér í dag og hvernig eigum við að markaðssetja afurðirnar í framtíðinni. Þessum spurningum verðum við að svara innan tíðar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skógrækt er landbúnaður og fellur því að sjálfsögðu undir landbúnaðarráðuneytið enda málefni hennar ekki tengd betur stjórnsýslu annarra ráðuneyta. Að skógræktarmálum koma allir landsmenn, sveitarfélög, fyrirtæki, félög, stofnanir og einstaklingar. Mjög mikilvægt er því að milli þessara aðila og hins opinbera ríki gagnkvæmur trúnaður og samvinna. Ég tel að svo sé nú í dag og vil stuðla að því að þannig megi áfram verða.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil á þessum tímamótum minnast þess mikla starfs sem unnið hefur verið af hugsjónarmönnunum. Þeir voru brautryðjendurnir og vegna þeirra einlæga áhuga, vilja og baráttu tókst að sanna að hér var hægt að rækta skóg og kveikja áhuga annarra. Starf áhugamanna hefur verið gífurlega mikið og með Skógræktarfélag Íslands í fararbroddi hefur verið ráðist í stór verkefni og má þar nefna landgræðsluskógaverkefnið sem nú er að verða tíu ára. Því verkefni var tryggður rekstrargrundvöllur á síðasta ári. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég get ekki látið hjá líða að nefna hér umræðuna um gróðurhúsaáhrifin. Sú umræða mun ágerast á komandi árum, en í þeim efnum höfum við Íslendingar betri möguleika en flestar aðrar þjóðir á að taka á málum með jákvæðum hætti. Við getum bundið mikið magn koltvísýrings með aukinni skógrækt og þá skiptir ekki máli hvort við erum að binda það sem losað er hér á landi eða hinum megin á hnettinum. Mikilvægi íslenskrar skógræktar í þessum efnum mun aukast mjög þegar líða tekur á næstu öld. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrir fjórum árum samþykkti ríkisstjórnin að verja samtals 450 milljónum króna fram til ársins 2000 til að auka landgræðslu og skógrækt með það að markmiði að auka bindingu koltvísýrings í anda rammasáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og til að kanna bindimöguleika íslensku skóganna. Fyrstu rannsóknir benda til mikillar bindingar, bæði í skógi og landgræðslu og gefa þessar upplýsingar fyrirheit um mikla möguleika Íslands á þessu sviði. Hver veit nema sá tími komi fyrr en okkur grunar að það geti orðið veruleg tekjulind að selja erlendum aðilum aðgang að bindingu kolsýrings í íslenskum gróðri.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir ráðstefnugestir. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skógrækt er landbúnaður og skógrækt er byggðamál sem stuðlar að sjálfbærri byggðaþróun. Skógrækt kallar fram gleði og ást í brjóstum þeirra sem gera skóginn og skógrækt að áhugamáli. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sú reynsla sem við höfum fengið af nytjaskógrækt sannar að hún er öflugt vopn gegn þeim miklu þjóðflutningum sem nú eiga sér stað af landsbyggðinni. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég trúi því ekki að nokkur vilji í raun sjá byggðir landsins tæmast af fólki og að eftir standi gapandi húsin og yfirgefin fyrirtæki. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég er sannfærður um að ef okkur tekst að hefja öfluga skógrækt um allt land muni það efla byggðina. Fólkið fær vinnu, það horfir á auðlindina vaxa og starf þess hefur öðlast nýjan tilgang. Jarðir þeirra og aðrar eignir vaxa að verðmætum og "menningin vex í lundi nýrra skóga" eins og þjóðskáldið okkar Hannes Hafstein orðaði svo vel.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil þakka öllu því fólki, félögum, fyrirtækjum og stofnunum, sem hafa staðið að og stutt íslenska skógrækt, óeigingjarnt starf í 100 ár sem skilað hefur svo miklum árangri. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lifið heil.</FONT><BR>

1999-11-18 00:00:0018. nóvember 1999Ávarp á aðalráðstefnu FAO í Róm 12. - 23. nóvember 1999

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp Guðna Ágústssonar, landbúnaðarrádherra</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">á aðalráðstefnu FAO í Róm</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">12. - 23. nóvember 1999</FONT><BR><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hr. fundarstjóri, hr. aðalframkvæmdastjóri, virðulegu fundargestir, herrar mínir og frúr.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Ég vil hefja mál mitt á því að óska formanni og varaformönnum til hamingju med kjörið. Ennfremur vil ég óska Dr. Diouf til hamingju með endurkjörið í starf aðalframkvæmdastjóra FAO og óska honum áframhaldandi velferðar í starfi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Það er mér mikill heiður að ávarpa þessa samkomu sem nú undirbýr stofnunina að takast á við mikilvæg viðfangsefni á nýju árþúsundi. Þótt við stöndum á þröskuldi nýrra tíma sem virðast lofa framförum mannkyns sem aldrei fyrr, erum við samt víðsfjarri því að geta tryggt að allir fái notið réttarins til fæðu. Um leið og við fögnum komu þriðja árþúsundsins, ættum við að heita því að hin bjarta framtíð sem við gjarnan spáum verði björt öllu mannkyni. Fæðuöryggi fyrir alla hlýtur að vera grundvallarmarkmið. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Leiðtogafundurinn um matvælaöryggi fyrir þremur árum setti sér háleit markmið í baráttunni við hungrið. Það er ljóst að við verðum að herða okkur í baráttunni til að unnt verði að fækka þeim sem svelta með varanlegum og sjálfbærum hætti, án þess að skaða umhverfið. Til að ná þessu marki verður að tryggja FAO nægilegt fjármagn til að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd og samhæfa verður stefnu í öllu alþjóðlegu samstarfi. Eingöngu með því móti er von til þess að hægt verði að vinna á þeim þróunarvanda sem liggur að baki öryggisleysi hinna hungruðu. Við fögnum gerð rammaáætlunar FAO, sem ætti að verða okkur að leiðarljósi í þessu starfi. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Þessi fundur er haldinn á mikilvægum tímapunkti, því framundan eru umfangsmiklar samningaviðræður innan hins fjölþjóðlega viðskiptakerfis, m.a. á sviði landbúnaðar. Í því sambandi vildi ég leggja áherslu á mikilvægi hins fjölþætta hlutverks landbúnaðar. Landbúnaður er undirstaða fæduöryggis sérhvers lands, verndar umhverfið og - það sem er e.t.v. mikilvægast - rennir efnahagslegum og félagslegum stoðum undir landsbyggðina. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Þetta atriði er minni þjóð sérstaklega mikilvægt. Það kemur kannski mörgum á óvart að komast að því að á Íslandi sé stundaður landbúnaður, í landi lengst norður í Atlantshafinu, þar sem meðalhiti sumars nær hæst 10 gráðum og hveiti nær vart þroska. Samt sem áður er á Íslandi stundaður blómlegur landbúnaður með framleiðslu búfjárafurða, mjólkur og kjöts, og garð- og gróðurhúsaávaxta, allt í hæsta gæðaflokki, framleitt í tæru lofti og hreinu vatni, nær laust við öll skaðleg efni. Gróðurhús okkar og nær öll íslensk heimili nýta jarðhita.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Það er e.t.v. ástæðulaust að tíunda þá erfiðleika sem nálægðin við heimskautsbaug ber með sér, sem þó á sér sínar góðu hliðar. Birta hins náttlausa sumars og næg úrkoma bæta upp lágan hita sumarsins og gefa bændum mikið af góðu grasfóðri fyrir búfénaðinn. Þannig hefur landbúnaðurinn haldið lífinu í þjóðinni frá því að landið byggðist fyrir 1100 árum og fram á þessa öld sem nú tekur senn enda. Við erum staðráðin í að standa vörd um íslenskan landbúnað og þar með velferð þjóðarinnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Hr. formaður.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Erfið ár miðalda, eldgos, hafís og pestir léku þjóðina grátt. Eldgosin miklu á Íslandi fyrir rúmum 200 árum skyggðu ekki bara á sólina í Evrópu og leiddu til hungursneyðar, heldur lifðu aðeins af um 40.000 sálir þessi ósköp á Íslandi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Með nýrri tækni tóku Íslendingar að stunda sjóinn í auknum mæli. Á fyrri hluta þessarar aldar voru hin gjöfulu fiskimið í kringum landið full af fiskiskipum nágrannaþjóðanna. Síðan höfum við fengið full umráð yfir 200 mílna efnahagslögsögu og náð stjórn á fiskveiðum á miðunum umhverfis landið. Árangurinn er sjálfbærar fiskveiðar og stöðug aukning í afla. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Miðað við tekjur, lífskjör og lífsgæði eru Íslendingar nú meðal tíu efstu þjóða heims. Þar sem fiskveiðar eru aðalundirstaða þessara lífskjara hefur því verið </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">haldið fram að aðrar þjóðir gætu lært af Íslendingum hvernig stjórna eigi fiskveiðum til þess að þær séu ekki bara sjálfbærar heldur gefi aukinn afla með ári hverju. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Okkur langar því til, í samvinnu við FAO, að miðla öðrum af reynslu okkar og læra af reynslu annarra að sama skapi. Vonandi getum við náð alþjóðlegri samstöðu um hvernig vinna skuli bug á sameiginlegum vandamálum. Í þessu sambandi er mér ljúft að tilkynna hér fyrir hönd sjávarútvegsráðherra og ríkistjórnar Íslands að ákveðið hefur verið að bjóða FAO að halda árið 2001 á Íslandi alþjóðaráðstefnu undir vinnuheitinu: &quot;Sjálfbærar fiskveiðar í vistkerfinu&quot;. Þetta er að okkar mati mjög tímanlegt frumkvæði sem ætti að stuðla að markmiðinu um sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og í breiðara samhengi skynsamlegri stjórnun vistkerfis sjávar.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Hr. formaður.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Eins og þú ert eflaust meðvitaður um er Ísland nú í fyrsta skipti að sækjast eftir kjöri í FAO-ráðið. Í því tilefni hefur Ísland nú einnig í fyrsta skipti skipað staðarfulltrúa sinn hér í Róm til að sinna málefnum FAO. Má telja víst að þetta muni leiða til enn virkari þátttöku Íslands í störfum FAO og heitum við því að leggja okkar að mörkum til að þau verði sem farsælust.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Með þökkum til fundarstjóra.</FONT><BR>

1999-11-18 00:00:0018. nóvember 199930th FAO Conference, Rome, November 1999

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">30th FAO Conference, Rome, November 1999</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Statement by</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">H. E. Mr. Gudni Agustsson, Minister of Agriculture, Iceland</FONT><BR><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Mr. Chairman, Director-General, distinguished Delegates, Ladies and Gentlemen.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> I would like to begin by congratulating you, Mr. Chairman, and the Vice-Chairs, on your appointment. I would also like to congratulate Dr. Diouf on his re-election as Director-General of FAO and wish him continued success in his very important post.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> It is indeed an honour for me to address this distinguished assembly as it prepares the organization to face the many daunting challenges of the new millennium. So near to an era that promises to hold unprecedented advances over the spectrum of human activity, we remain far from ensuring that the basic right to food is enjoyed by all. As we prepare to celebrate our entry into the third millennium, we should pledge to make the bright future we so easily envisage truly universal. Global food security must surely be a priority concern. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Three years ago, the World Food Summit set ambitious objectives in our fight against hunger. It is all too clear that we have to intensify our efforts if these goals are to be met and the number of undernourished significantly reduced on a sustainable basis, taking into account the need to conserve our precious natural resources. In this endeavour, we must guarantee the FAO sufficient resources of its own to carry out mandated activities and, more broadly, pursue a coherent strategy over the entire range of international cooperation. Only by doing so can we successfully address the development failures underlying the world's food security problem. We welcome development of the Strategic Framework that should chart the appropriate course. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> The timing of this conference is significant in light of the upcoming launch of a new round of global trade negotiations, inter alia on agriculture. In this context, the multifunctional role of agriculture in our societies must be kept in the foreground. Agriculture forms the basis of domestic food security, preserves the environment and perhaps most fundamentally safeguards the very viability of rural areas.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> This is not least of importance to my own country. Many people may be surprised to discover that there exists such a thing as agriculture in Iceland, an island situated in the far north corner of the North Atlantic Ocean, where the mean summer temperature is all of 10 degrees Celsius and wheat hardly reaches maturity. The fact is, however, that in Iceland there is thriving agricultural activity with such livestock products as milk and meat as well as garden and greenhouse vegetables. These are all products of the highest quality, produced in clean air, with pure water and almost without the use of chemical inputs. The greenhouses and in fact most of our homes are heated with geothermal water.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> While there is no need to dwell on the constraints imposed by the vicinity of the Arctic Circle, it is not without its benefits. Our summers have no nights and the continuous light, together with ample rain, compensates for the moderate summer temperatures and gives farmers abundant high quality fodder for their livestock. Agriculture has kept our nation alive from the time Iceland was first settled 1100 years ago until the present dawn of the new millennium. We are fully committed to its preservation. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Mr. Chairman.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> There were times during the Middle Ages when our nation suffered gravely from volcanic eruptions, much colder climate and severe pest epidemics. The catastrophic volcanic eruptions which took place in Iceland over 200 years ago not only shaded the sun over most of Europe, causing famine, but left Iceland with only some 40.000 survivors.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> With new tools and technology Icelanders started to exploit the rich fishing grounds around the country. But the first half of this century saw the Icelandic fishing grounds over-crowded with foreign vessels. They came so close to our shores that it was said that they almost harvested our potatoes in their trawling nets! Since then we have gained control over our fisheries and learned how to manage this precious resource. The result is that our fishing industry is now truly sustainable and our fish catch is steadily increasing.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> On the basis of personal income, standards of living and quality of life, Iceland now ranks among the top ten nations of the world. As fisheries are the mainstay of our high living standards, it has been suggested that other nations could learn from us how to successfully manage their fisheries.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> We would thus like, in cooperation with FAO, to share our fisheries experience with others and learn from them in turn. Hopefully, we can achieve international consensus on how to tackle our common challenges. In this connection, it is my honour and privilege to inform you on behalf of the Minister of Fisheries and the Government of Iceland that we have decided to offer FAO to hold in the year 2001 an international conference in Iceland, tentatively titled &quot;Sustainable Fisheries in the Ecosystem&quot;. We see this as both a timely and relevant initiative that should further the goal of sustainable utilization of marine resources and, in broader terms, sound management of the ocean ecosystem. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Mr. Chairman.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> As you are no doubt aware, Iceland is now for the first time pursuing a seat on the FAO Council and has in this connection appointed a resident representative to the FAO in Rome. This is certain to lead to more active participation on the part of Iceland in the activities of the FAO, and we pledge to contribute constructively to their success.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Thank you, Mr. Chairman.</FONT><BR>

1999-10-30 00:00:0030. október 1999Ávarp á ráðstefnu "Framtíðarsýn og stefnumótun í íslensku fiskeldi" haldin 29.- 30. október 1999

<DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ávarp </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">á ráðst. &quot;Framtíðarsýn og stefnumótun í íslensku fiskeldi&quot;</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">haldin 29.- 30. október 1999</FONT><BR><BR><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu ráðstefnugestir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á undanförnum árum hafa erfiðleikar og fjárhagsvandi verið áberandi í umræðunni um fiskeldi hér á landi. Fiskeldisstöðvarnar skiluðu ekki þeirri framleiðslu sem að var stefnt, fyrirtækin urðu mörg gjaldþrota og allt virtist stefna á versta veg. Nú kveður við nokkuð annan tón og fréttir berast af góðum árangri fiskeldisfyrirtækja. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Landbúnaðarráðuneytið hefur á undanförnum árum veitt fiskeldinu mikilvægan stuðning. Ráðuneytið hefur haft forgöngu um uppbyggingu kynbóta fyrir fiskeldið. Stofnfiskur hf. hefur stundað kynbætur á laxi og regnbogasilungi, en Hólaskóli hefur séð um kynbætur fyrir bleikjueldið og erum við í dag forystuþjóð á sviði bleikjueldis. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er löngu ljóst að fiskeldi verður ekki stundað hér á landi án þessa kynbótastarfs, því samkeppnin er hörð. Fiskeldið sækir þekkingu sína í miklum mæli til landbúnaðarins, og á ég þar við fóðurfræði og erfðafræði sem að grunni til eru landbúnaðarvísindi. Fiskeldið er landbúnaðinum einnig mikilvægt og má í því sambandi nefna að árleg framleiðsla er um 4 þúsund tonn og útflutningsverðmæti eldisfisks eru um 1 milljarður. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Landbúnaðarráðuneytið hefur veitt nokkrum fiskeldisfyrirtækjum sérstök rekstrarlán og standa vonir til að eitthvert framhald geti orðið á slíkri fyrirgreiðslu. Forsenda fyrir slíkum lánveitingum er þó háð því að eldri lán endurgreiðist í einhverjum mæli.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Áhugi Íslendinga hefur lengi staðið til lax- og silungsveiða. Laxveiði var stunduð af kappi að fornu að því er virðist. Í skjali frá 1325 segir að vatni hafi verið veitt af Gljúfurá í Borgarfirði til að auðvelda veiðina. Andrés Fjeldsted á Hvítárvöllum tók á leigu alla veiði í Gljúfurá á á árunum 1860-70. Um það er ritað: &quot;Hlóð hann stíflu í kvíslina, þar sem hún fellur úr Langá, svo að Gljúfurá nær þornaði. Dró hann svo á hyljina neðar í ánni og gjöreyddi laxinum.&quot; Sennilegt er að Snorri Sturluson hafi farið að með svipuðum hætti í Grímsá. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af Andrési Fjeldsted er sögð eftirfarandi saga: Menn voru að draga á Hólmavaðskvörn í Grímsá og sást að mikill lax var í hylnum. En er drætti var nálega lokið, missti sá, er óð á eftir netinu fótanna og hrópaði á hjálp. En þá kallaði Andrés: &quot;Hugsið um laxinn. Látið skræfuna eiga sig.&quot; Ljóst er að laxveiðin hefur á þessum árum verið með mun skemmtilegri hætti en nú gerist.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fornar norrænar rúnaristur frá sjöttu öld greina frá flutningi á lifandi silungi í fisklaus vötn í Noregi. Þannig hafa menn snemma á öldum hugað að fiskeldi og fiskrækt. Með þessar staðreyndir í huga tel ég að fiskeldið sé komið til að vera. Það á mörg sóknarfæri, við fórum of hratt í upphafi eins og Íslendingum er títt, en í dag grundvallast atvinnugreinin á góðri þekkingu og dýrmætri reynslu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég segi þessa ráðstefnu setta.</FONT><BR>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira