Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Gunnars Braga Sveinssonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2016-11-28 14:42:0028. nóvember 2016Ræða á sjávarútvegsráðstefnunni, 25. nóv. 2016

Góðir tilheyrendur.<br /> <br /> Ég vil byrja á því að þakka fyrir það lofsverða framtak að standa ár eftir ár fyrir þessari ráðstefnu um sjávarútvegsmál. Hingað er stefnt öllum þeim sem með einum eða öðrum hætti koma að þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar - og hér eru málin skoðuð og rædd frá öllum hliðum.<br /> <br /> Auðvitað eru ekki allir á einu máli. Skoðanaleysi hefur víst aldrei verið einkennismerki þeirra sem starfa í sjávarútvegi. En þeim mun mikilvægara er að eiga þennan vettvang fyrir umræðu, fræðslu og skoðanaskipti.<br /> <br /> Sá sem að öllu ræður bjó þannig um hnútana í árdaga - að í hafinu kringum Ísland takast á tveir meginstraumar. Árekstur hlýs Golfstraumsins að sunnan við kalda Norður-Íshafs strauma skapar hér kjöraðstæður fyrir lífríki hafsins og fiska af flestum gerðum.<br /> <br /> Rétt eins og straumar hafsins róta upp næringu og bjóða öllu lífkerfinu til veislu – þá er verðmætið í þessari ráðstefnu fólgið í hreyfiaflinu sem fylgir því þegar einstaklingar koma, hver úr sinni áttinni, til að ræða saman, skiptast á hugmyndum þvert á skoðanir og hagsmuni, fræðast og treysta ný og gömul vináttu- og viðskiptabönd.<br /> <br /> Íslenskur sjávarútvegur er í öfundsverðri stöðu og sóknarfæri hans eru mikil. Við erum farin að skilja betur hve víðfemur sjávarútvegurinn er í reynd og hve víða í atvinnulífinu hann kemur við sögu.<br /> <br /> Okkur er að lærast betur mikilvægi þess að ólík fyrirtæki leggi saman í púkk og bæti hvert annað upp með vöruþróun og nýsköpun. Það er nefnilega þetta með gildi samvinnunnar sem að við framsóknarmenn höfum alltaf verið dálítið veikir fyrir.<br /> <br /> Afraksturinn af þessu samtali og samvinnu ólíkra fyrirtækja og frumkvöðla er - að verðmæti hvers fisks sem kemur að landi hefur á undanförnum misserum og árum stóraukist, og á eftir að aukast enn frekar. Það magnaða er að sjávarútvegurinn er að skapa gríðarleg verðmæti úr því sem áður var kallað slor og slóg. Það er nánast búið að útrýma hugtakinu fiskúrgangur – allt eru þetta verðmæti. <br /> <br /> Þessi breyting er tímanna tákn – og er jafnframt skýrt dæmi um þá óendanlegu möguleika sem búa í hinu hratt vaxandi lífhagkerfi. Við höfum ótal sjávarútvegstengdar sigursögur af þessum vettvangi - og það er sameiginlegt með mörgum þeirra að Sjávarklasinn blandast inn í þær með einum eða öðrum hætti. Án þess að ég ætli mér að gera Sjávarklasann að hinni nýju samvinnuhreyfingu - þá stendur sá ágæti klasi fyrir margt það besta í samvinnu fyrirtækja, nýsköpun og frumkvöðlastarfi.<br /> <br /> Við Íslendingar getum líka glaðst yfir því að flestir af okkar mikilvægustu fiskistofnum eru sterkir. Þessi staða er hins vegar langt frá því að vera sjálfgefin. Þetta byggir á því að við tókum ákvörðun um það hvernig haga skyldi nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Grunnurinn sem allt byggist á eru þau bestu vísindi sem við höfum yfir að ráða. Það er ekki lítil ábyrgð sem hvílir á Hafrannsóknarstofnun.<br /> <br /> Ábyrgð okkar stjórnmálamanna og sjávarútvegsins alls er hins vegar að halda kúrs og nýta vísindin okkur til ráðgjafar. Okkar hlutverk er að leita allra leiða til að gera sem mest verðmæti úr því magni sem náttúran skammtar okkur. Þessu er hins vegar á annan hátt farið þegar kemur að mörgum fiskistofnum sem að við nýtum og berum sameiginlega ábyrgð á með grannþjóðunum. Í of mörgum tilvikum hefur ekki skapast sátt milli þjóða um ábyrga nýtingu sem byggist á vísindalegum grunni og afleiðingin er að við horfum upp á óábyrgar veiðar sem eru langt umfram það sem vísindin ráðleggja. Það eru til dæmis gífurleg vonbrigði að það skuli ekki vera neinn alþjóðlegur samningur í gildi um nýtingu uppsjávarstofna í Norður Atlantshafi.<br /> <br /> Annað dæmi sem ég vil nefna er um veiðar á karfa á Reykjaneshrygg. Ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins er skýr - engar veiðar næstu tvö árin. Á samningafundi fyrr í mánuðinum studdum við Íslendingar þessa tillögu heilshugar. Engu að síður stefnir í ofveiði á karfa á Reykjaneshrygg Þar sem t.d. rússar hafa ákveðið að taka sér einhliða 25 þús. tonna kvóta. Þetta er auðvitað óþolandi ástand og þjóðir heims verða hreinlega að sýna meiri ábyrgð.<br /> <br /> Þrátt fyrir að staða íslensks sjávarútvegs sé að flestu leyti sterk þá megum við aldrei sofna á verðinum – það koma alltaf upp nýjar áskoranir. <br /> <br /> Sá algeri efnahagslegi viðsnúningur sem að við höfum náð á allra síðustu árum þýðir að íslenska krónan hefur styrkst mikið í samanburði við erlenda gjaldmiðla – og það hefur auðvitað sínar afleiðingar fyrir fiskútflytjendur.<br /> <br /> Markaðir eru jafnan síkvikir og það er eilífðarverkefni að standa vörð um þá markaði þar sem að staða okkar er sterk – og jafnframt að sækja fram á nýjum mörkuðum. Þessu tengt þá get ég ekki sleppt því að fara nokkrum orðum um viðskiptabann Rússa - þar sem að það var til umræðu hér við setningu ráðstefnunnar í gær. Í mínum huga snýst þetta mál um trúverðugleika. Við byggjum okkar velsæld – og við byggjum okkar fiskveiðar og sjávarútveg á þeim grunni að alþjóðalög og samninga beri að virða. Engin ríki eru eins háð því að þessi lög og samningar séu virtir og smáríki líkt og Ísland. Ef við ætlum einungis að trúa á slíka samninga þegar það er okkur í hag en hlaupast undan merkjum ella – þá getum við ekki vænst stuðnings frá öðrum ef á okkur verður brotið. <br /> <br /> Leikreglur sjávarútvegsins eru eitt af „erfiðu“ málunum í stjórnarmyndunarviðræðum undanfarinna - og komandi vikna.<br /> <br /> Sjómenn vita það öllum betur að veður geta fljótt skipast á lofti og það veit enginn hver stefna næstu ríkisstjórnar verður varðandi sjávarútveginn. Það verður að athuga að það umhverfi sem sjávarútvegurinn býr við í dag hefur gífurmikla þýðingu fyrir samfélög og íbúa um allt land. Bein störf í sjávarútvegi eru um 7800 og óbein á þriðja tug þúsunda. Þrátt fyrir allt er greinin enn undirstöðatvinnugrein þjóðarinnar og grunnur nýsköpunar og tækniframfara.<br /> <br /> Eitt er að búa við óvissu náttúrunnar en að þurfa sífellt að búa við hótanir stjórnmálamanna um uppstokkun á starfsumhverfinu og stóraukna gjaldtöku er óþolandi fyrir hvaða atvinnugrein sem er. Dettur einhverjum í hug að ofurkælingin sem verðlaunuð var hér í gær gæti orðið til ef Albert og félagar hefðu ekki haft öflug fyrirtæki sem trúðu á þá með sér í liði?Stjórnmálamenn verða að komast útúr frösunum og tala af skynsemi og þekkingu um þennan atvinnuveg okkar. <br /> <br /> Það veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér – en það veit ég hins vegar fyrir víst að íslenskur sjávarútvegur mun takast af krafti á við hverja þá áskorun sem framundan er og grípa þau tækifæri sem eru við sjónarrönd.<br /> <br /> Þess vegna er ráðstefna eins og þessi svo mikilvæg - þrátt fyrir að ágætur sjómaður sem ég ræddi við hafi sagt að svona ráðstefnustúss væri bara þægileg innivinna. En styrkur íslensks sjávarútvegs liggur í því hvað hann er óendanlega fjölbreyttur og hvað margir koma við sögu. Sjómaðurinn, vísindamaðurinn, bílstjórinn, markaðsmaðurinn, fiskifræðingurinn, kokkurinn, rafvirkinn, tölvugaurinn, hönnuðurinn, starfsfólkið í frystihúsinu, verslunarmaðurinn … og á endanum sá sem allt snýst um - sjálfur neytandinn. <br /> <br /> Sjávarútvegurinn hefur í gegnum tíðina haft frekar karllæga ímynd þótt að konur hafi borið hann uppi ekki síður en karlar. Sem betur fer sjáum við að hlutur kvenna sem leiðtogar í greininni fer vaxandi. Konur í sjávarútvegi er félagsskapur öflugra kvenna og vil ég nota tækifærið hér til að þakka þeim fyrir sín störf um leið og ég segi frá því að eftir helgina munu forsvarsmenn 500 fyrirtækja í sjávarútvegi fá senda til sín rannsókn sem Konur í Sjávarútvegi standa að og vil ég hvetja alla sem fá könnunin að svara henni um hæl.<br /> <br /> Ég vil að lokum þakka ykkur öllum sem hafa setið hér myrkranna á milli síðustu tvo dagana til að ræða sóknarfæri íslensks sjávarútvegs. Fiskurinn er auðlindin í hafinu – en hann væri lítils virði ef við hefðum ekki auðlind á landi til þess að skapa úr honum gæðavörur og verðmæti, landi og þjóð til heilla.<br /> <br /> Ráðstefnunni er slitið.

2016-09-13 00:00:0013. september 2016Ræða á þingi Fjórðungssambands Vestfjarða, 9. september 2016

<p align="justify"><br></p><p align="justify">Ágætu Fjórðungssambandsfulltrúar – það gleður okkur Framsóknarmenn alltaf að geta talað um sambandið og sambandsmenn!</p><p align="justify">Það er mér mikil ánægja að vera hér með ykkur og vil ég hér í dag ræða byggðamál á Vestfjörðum - og reyndar byggðamál á landinu öllu. </p><p align="justify">Ég hef mjög skýra sannfæringu og sýn þegar kemur að byggðamálum. Meginrökin fyrir því að við eigum að reka hér öfluga og skapandi Byggðastefnu eru þau - að það er Íslandi og íslensku samfélagi nauðsynlegt að landið allt sé í byggð. Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt – ekki bara fyrir landsbyggðina, heldur líka höfuðborgarsvæðið að það séu kraftmikil og verðmætaskapandi samfélög hringinn í kringum landið.</p><p align="justify">Það er að mínu viti mikilvægt að við segjum hlutina með þessum skýra hætti. Byggðastefna á ekki að hverfast um ölmusu eða einhverja misskilda aumingjagæsku höfuðborgarinnar. Byggðastefna er þvert á móti tækifæri fyrir íslenskt samfélag til að auka verðmætasköpun og framfarir. </p><p align="justify">Það er út frá þessum punkti sem ég vil taka umræðuna um byggðamál. Öflug landsbyggð gefur höfuðborginni þrótt. Og að sama skapi er kraftmikið höfuðborgarsvæði - landsbyggðinni mikilvægt til frekari sóknar. Hvorugt getur án hins verið!</p><p align="justify">En til þess að kapallinn gangi upp – þá þarf að vera rétt gefið. Það verður að tryggja að innviðir hvers konar á landsbyggðinni séu sem mest sambærilegir við það sem tíðkast í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu. </p><p align="justify">Sem ráðherra byggðamála þá höfum við í mínu ráðuneyti verið að velta við mörgum steinum í því augnamiði að finna leiðir til að bæta upp aðstöðumun á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Eitt af mínum fyrstu embætissverkum í vor í nýju ráðuneyti var að fela Byggðastofnun að útfæra tillögur um skattalegar ívilnanir í byggðalegum tilgangi. Slíkar aðgerðir hafa reynst vel í nágrannalöndum okkar - og þá sérstaklega í Noregi. Við erum meðal annars að horfa í lækkun á tryggingargjaldi því lengra sem dregur frá höfuðborginni, lækkun á ferðakostnaði fyrir þá sem þurfa að sækja vinnu langar leiðir og niðurfellingu á námslánum á veikum svæðum. Ég ítreka að slíkar aðgerðir væru engin ölmusa heldur réttlætismál - að rétt sé gefið. </p><p align="justify">Hér á eftir mun svo Ágúst Bjarni aðstoðarmaður forsætisráðherra kynna &nbsp;hugmyndir Vestfjarðanefndarinnar svokölluðu sem hefur verið að störfum í sumar. Sú nefnd varð að hluta til að veruleika vegna samstarfs okkar við Fjórðungssambandið og er slíkt frumkvæði og samvinna við heimamenn okkur mjög mikilvægt. Nefndin hefur unnið gott starf og nú er það okkar ráðherra og ráðuneytanna að taka tillögurnar til vinnslu og hlusta á vilja heimamanna. Tillögur nefndarinnar snúa bæði að viðameiri tillögum sem snúast um innviðauppbyggingu og stærri framfaraverkefnum og svo sértækum aðgerðum sem ættu að geta komist til framkvæmda skjótt. </p><p align="justify">Það er því ekki skortur á góðum hugmyndum eða tillögum sem stendur í vegi fyrir framförum í byggðamálum. Hins vegar hafa fjármunir verið af skornum skammti til innviðauppbygginar en með lækkun skulda og vaxtagreiðslna hefur núna skapast tækifæri til þess að spíta í lófana og auka fjárveitingar í innviði og þar með talið til byggðamála.</p><p align="justify">Þegar við förum yfir sviðið þá blasir við að aðstæður eru fyrir kraftmikla sókn á landsbyggðinni og ég er sérstaklega bjartsýnn fyrir Vestfirði. &nbsp;</p><p align="justify">Í fyrsta lagi þá er ástand efnahagsmála með allra besta móti - og staðan hefur tekið algerum stakkaskiptum á síðustu þremur árum. Það er nánast alveg sama hvaða hagvísar eru skoðaðir – þeir vísa allir í rétta átt. </p><p align="justify">Í annan stað þá eru flestir mikilvægustu fiskistofnarnir í sókn og aðstæður í sjávarútvegi hagfelldar. &nbsp;Má sérstaklega nefna mikinn vöxt í fiskeldinu.</p><p align="justify">Í þriðja lagi þá eru mikil sóknarfæri í íslenskum landbúnaði og íslenskri matvælaframleiðslu almennt. Það er ekki deilt um gæði íslenskra landbúnaðarvara – og tækifærin samhliða útflutningi á íslenskum matvælum og innflutningi á ferðamönnum eru mikil. Í þessu samhengi er rétt að minnast á „Matvælandið Ísland“ sem er stórhuga verkefni sem er verið að hleypa af stokkunum - og hefur það að markmiði að kynna gæði og fjölbreytileika íslenskra matvæla fyrir ferðamönnum sem sækja landið okkar heim. Þannig viljum við treysta orðspor og móta ímynd landsins okkar sem upprunalands hreinna og heilnæmra matvæla.</p><p align="justify">Í fjórða lagi vil ég svo nefna þann mikla vöxt sem er í ferðaþjónustunni. Ferðaþjónustan er ólík flestum öðrum atvinnugreinum að því leyti að hún er ekki eitthvað eitt sem auðvelt er að setja í þar til gert box. Ferðaþjónustan er nefnilega allt milli himins og jarðar – maturinn, gistingin, mannlífið, náttúran, blíðviðrið og stórviðrið, norðurljósin, dýralífið, lopapeysur, tónlist&nbsp; – allt sem á daga ferðamannsins getur drifið. Ferðamaðurinn sækir í þessa fjölbreytni og er hana að finna vítt og breitt um landið. </p><p align="justify">Vegna allra þessara jákvæðu þátta – betra efnahagsástands og sóknar í sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu – þá blasir við að hér eru að skapast kjöraðstæður fyrir allt hitt. Nýsköpun og atvinnuuppbyggingu á ótal sviðum.</p><p align="justify">Það er okkar allra að greina tækifærin, grípa þau og hagnýta.</p><p align="justify">Ég ætla svo hér að lokum að rekja sérstaklega af hverju ég er sérstaklega bjartsýnn fyrir hönd Vestfirðinga.&nbsp; Við þurfum ekki að orðlengja neitt um þá byltingu sem verður þegar Dýrafjarðargöng komast í gagnið en þau verða boðinn út í haust og var ánægjulegt að sjá í morgun að 7 aðilar eru í forvali fyrir útboðið. Vegurinn um Dynjandisheiði verður endurbyggður því samhliða og með því munu norðanverðir og sunnanverðir Vestfirðir loksins tengjast.&nbsp; </p><p align="justify">Mikill viðsnúningur hefur orðið tengdur uppbyggingu fiskeldis á sunnanverðum Vestfjörðum og innan skamms mun álíka uppbygging fara fram á norðanverðum fjörðunum líka. Maður þarf ekki að vera lengi á Patreksfirði, Tálknafirði eða Bíldudal til þess að sjá þá gjörbreyttu stöðu sem uppi er í þessum samfélögum. Við höfum svo horft á jarðýtuna plægja ljósleiðarann niður í Ísafjarðardjúpi í sumar sem vitnar um áform ríkisstjórnarinnar um ljósleiðaravæðingu landsins og svo er að verða gjörbreyting í raforkumálum Vestfirðinga. </p><p align="justify">Ég heimsótti fyrirhugað virkjunarstæði Austurgilsvirkjunar í Ísafjarðardjúpi í sumar og var fyrir tveimur vikum í Árneshreppi að ræða Hvalárvirkjun við heimamenn. Við Framsóknarþingmenn kjördæmisins höfum í langan tíma heitið fullum stuðningi við iðnaðarráðherra um að ákvarða tengipunkt í Ísafjarðardjúpi fyrir þetta nýja virkjunarsvæði og þrátt fyrir að við hefðum viljað sjá það gerast miklu fyrr sést loksins til lands í þeim efnum og verður ákvörðun þar um væntanlega tilkynnt mjög fljótlega.</p><p align="justify">Slagurinn er hins vegar ekki unninn þar heldur verður pólitíkin að leggja fram skýra stefnu um að í framhaldinu verði snúrunni komið frá tengipunktinum til byggðanna við norðanvert Djúp og það ætlum við að gera. Það verður að gerast til þess að hringtenging rafmagns myndist, til þess að raforkuöryggi Vestfirðinga stórbætist og til þess að ný atvinnutækifæri komi í dagsljósið.</p><p align="justify">Þrátt fyrir að ég hafi ekki mikið vit á knattspyrnu og hvað þá neitt í líkingu við markahrókinn, Pétur Markan sveitarstjóra og formann ykkar, þá leyfi ég mér að fullyrða- það er stórsókn að hefjast hjá Vestfirðingum!</p><p align="justify">&nbsp;</p>

2016-08-17 00:00:0017. ágúst 2016Ræða á fundi sjávarútvegsráðherra ríkja við N-Atlantshaf, Pétursborg 9. og 10. júní 2016

<p align="justify"><b><br></b></p><h3 align="justify"><b>Science and political courage</b></h3><p></p><p align="justify">Honorable ministers, ladies and gentlemen</p><p align="justify">I believe that the issue for discussion here today, is of fundamental importance for the future of our industry: How scientific research can&nbsp; help&nbsp; ensuring sustainable fisheries at peace with Mother Nature. </p><p align="justify">The oceans&nbsp; and&nbsp; capture fisheries have become symbolic in &nbsp;the way we treat our planet´s wild&nbsp; living resources:&nbsp; How to reconcile our need for large scale food extraction with our need to protect the planet from overexploitation and abuse. To ensure that we do not cause permanent damage to our ecosystems that are the foundations to &nbsp;our very existence.&nbsp; Of course this has been said many times.&nbsp; But now we do have strong scientific evidence to show that our human activities can interfere with the life processes of our Planet &nbsp;and with potentially disasterous consequences.&nbsp; That, of course has always been the key message of the environmental NGO´s &nbsp;which &nbsp;led to the rise of Green Politics&nbsp; as a perfectly logical reaction to the ecological problems facing humanity. That to me seems like &nbsp;common sense.</p><p align="justify">But as we all know, common sense is not so common and that is where Science comes in - &nbsp;the theme of our discussion today.&nbsp; Actually, Science is the best friend of “Common Sense“.&nbsp;&nbsp; But Science &nbsp;has also been given a more descriptive name, &nbsp;“The Evidence Based Approach“: If we want to find out what seems to be right we gather data and check out the facts as evidence for our reasoning. The bottom line for Science is “show me the data”. </p><p align="justify">When fisheries were being developed worldwide in the latter part of the 20th century science did <u>not</u> play a central role. Many saw fisheries as a kind of a large scale, self regulating hunting activity. Pristine waters were commonly fished without any prior research. With weak or non existing fisheries management a Klondyke gold-rush mentality was common. Fishery science was at best seen as an interesting academic exercise while at worst as a potential obstruction to honest straight-forward economic activity.&nbsp;</p><p align="justify">But we have come a long way in making progress in &nbsp;fishery science and fisheries managment , recognizing that these two are strongly linked.&nbsp; </p><p align="justify">Countries that have practiced systematic fisheries science for decades have a pretty good view of the size of the fish stocks in their waters. They know about the birth rates (or recruitment) for the different fish species as well as their whereabouts &nbsp;during their different &nbsp;life stages, i.e. spawning grounds, &nbsp;juvenile grounds and feeding grounds. We say in Iceland that when you count your wild &nbsp;fish every year, measure their recruitment and growth rates in order to &nbsp;calculate the amounts and sizes you are planning to catch next year, your are much closer to mariculture than “wild“ fisheries. But of course, nature is complex and pulls her surprizes so that &nbsp;caution must be taken to ensure sustainability. That is why most advanced fishing nations do apply a precautionary approach when deciding on fishing quotas. </p><p align="justify">And then to fisheries management: The system that should ensure that the fishing targets are not exceeded, that the landing statistics are correct – that the rules set for the fisheries are generally followed.&nbsp; Science is the guide to help us find which fisheries management systems are the most effective ones! </p><p align="justify">Historically, &nbsp;many countries have chosen very weak or ineffective systems to manage their fisheries, mostly based on “input controls“ such as limiting the number of fishing days at sea. This results in a race, &nbsp;firstly for the most valuable fish with many negative consequences and secondly by fostering a quantity mentality instead that of quality and value. But this is fast changing in many parts of the world with the introduction of highly self-policing output systems such as Individual Transferable Quotas, ITQ´s. &nbsp;</p><p align="justify">But environmentalism is making a very significant mark on fisheries science and fisheries management. Classical fishery science has focussed on individual target stocks that we want to harvest &nbsp;but the new “ecosystem approach“ demands&nbsp; taking the bigger environmental picture into account.&nbsp; A classic &nbsp;issue in that respect is the question of how fisheries are affecting food sources for other dependent animals &nbsp;e.g. seabirds or marine mammals or if particular fishing gears or fishing methods are causing harm to juvenile fish or the seafloor to name but a few examples. &nbsp;&nbsp;</p><p align="justify">This new approach was embraced by the groundbreaking Rio meeting on sustainable development in1992. Then the FAO Reykjavik Conference on Responsible Fisheries in the Marine Ecosystem held in 2001 addressed how these ideas could be put in action . The Reykjavik conference showed &nbsp;that “ecosystem based fisheries management“&nbsp; is&nbsp; far more demanding scientifically than the conventional one stock models that fisheries scientists had been dealing with. Moreover, the adopted Reykjavik Declaration stated that the objective of ecosystem considerations were&nbsp; “…to contribute to long term food security…“. Which of course means that man is part of the ecosystem. Something that obviously is not clear to many. </p><p align="justify">So where do we stand on these issues? </p><p align="justify">Firstly, even though wild capture fisheries have been at a constant level globally for some 25 years now, they still represent by far our largest use of wild animal populations for food and feed. Every year we catch globally around 90 million tonnes of “wild” fish. Some 70 million tonnes of wild fish are used for direct human consumption and in addition 67 million tonnes now come from aquaculture.&nbsp; So today wild capture fisheries are providing a little bit more than half of all the fish that we use for human consumption. Soon, we will see wild captured fish represent the minority of fish on the human food table. </p><p align="justify">&nbsp;Secondly, we have figured out how to measure what &nbsp;overfishing is and how to avoid it. We have come quite far in acting upon the ecosystem approach to fisheries management. In short, even though the science is never finished, we currently have most of the tools to ensure balanced harvesting of the common fish stocks in the North Atlantic Ocean. </p><p align="justify">The fact is, however, &nbsp;that when we look at what is happening in the North Atlantic we see classic &nbsp;examples of overfishing. Actually over &nbsp;many years now. And &nbsp;this overfishing &nbsp;is <u>neither</u> caused by of lack of knowledge nor imperfect science. I guess that an academic might use the term (quote) “political war mongering to get a bigger slice of the cake” &nbsp;(unqoute) to describe it.</p><p align="justify">I am not claiming that my country is totally innocent in this respect, I think that none of the nations involved are. We have all been playing the “blame game” to some extent. </p><p align="justify">So, what can we do?</p><p align="justify">In my view we have all been waiting for Science to provide us with all the answers. That, of course is very tempting. That is our excuse for not acting.</p><p align="justify">We insist on &nbsp;knowing how big <u>all </u>our fish stocks are, where they spawn, where &nbsp;they grow up as juveniles, where they live during their adult life, what and how much they eat and where their food comes from. Nothing &nbsp;simple, nothing easy, &nbsp;to say the least.&nbsp; Then, we charge our scientists with making a Formula on how to divide these stocks in a fair way between us &nbsp;based on these criteria. Despite the complexity this could&nbsp; undoubtetly &nbsp;be done if we had sufficient&nbsp; knowledge on the &nbsp;life histories of all these stocks. &nbsp;But we dont.&nbsp; </p><p align="justify">Moreover, in addition to this scientific excercise we also have the philosophical considerations such as this one: Which is more important, where they are born, where their food comes from or where they are caught? &nbsp;We could argue about that for a long long time! </p><p align="justify">And then of course all the issues I mentioned are changing from year to year as we see for example form the changing distribution patterns of important fish stocks like Atlantic mackerel, the fish stock we have argued about for years now. </p><p align="justify">I am sure that if Mother Nature (with captial letters) was a person at our meetings, she would have a good laugh from time to time. But she would, of course have more reason to be crying at our meetings. </p><p align="justify">The reason is that Science has been telling us very clearly &nbsp;that collectively we are overfishing most of &nbsp;the shared fish stocks in the North Atlantic. And that we have been doing &nbsp;that for years now. &nbsp;The data on this fact is clear. </p><p align="justify">All of the questions I mentioned, are being worked on by our scientists. However, &nbsp;if we examine these issues with open eyes it should be clear that it will take decades to come with sufficient data to feed into a Formula that will work out the &nbsp;“fair shares“ of each fishing nation involved. Not withstanding the philosopical questions I also mentioned. </p><p align="justify">I believe that all of the countries around this table have at one time or another, been &nbsp;using &nbsp;different wordings to say something to the effect that this overfishing in the North Atlantic&nbsp; must stop and that they really want to contribute to a solution!&nbsp; </p><p align="justify">To, me this is the perfect example when there is a need for <u>political courage and vision.</u> I repeat: Political courage and vision.</p><p align="justify">&nbsp;We do need a solution because the eyes of the world are on us, how the rich counties around the North Atlantic go about acting responsibly and in line with all their international commitments and declarations.&nbsp; </p><p align="justify">Critics of wild capture fisheries point to historical overfishing around the world and wrongly claim that fisheries in the wild cannot be controlled or managed. Increasingly we see calls for severely limiting or even stopping commercial wild capture fisheries. In the USA a highly restrictive environmental legislation is causing more and more fish stocks there to be underfished. The so called “foregone fisheries“ and I repeat “forgone fisheries“ which means leaving perfectly good fish to rot in the sea. &nbsp;In Australia the authorites are closing down commercial fisheries and giving the harvesting rights to sports fishers. </p><p align="justify">In a culturally complex world with clashing interests I believe that we have to lean on science as much as possible to guide us to a fair outcome. Science is the bedrock for nations to resolve their disputes internationally. &nbsp;But in such complex cases as we are faced with here, &nbsp;science can only provide a guide because the problems are not only scientifically &nbsp;complex but &nbsp;include social, economic and political dimentions. </p><p align="justify">We politicians are routinely faced with making decisions based on insufficient data. Scientists on the other hand must make sure that they do not overinterpret what lies in the data. Successful fisheries to me represents this very interesting interaction between these two worlds. We politicians should strive to make policies, based on science. Scientists should strive NOT to make science based on policies or politics. </p><p align="justify">So, dividing the straddling fish stocks in the North Atlantic is firmly on the tables of us the politicians. We have support from scientific analyses but decisions are largely of a political nature – at least for the time being. That is a reality we cannot escape from. </p><p align="justify">Let us remember the famous quote by Abba Eban the Israeli diplomat when addressing the United Nations in 1967 when he said (quote): “...<i> that men and nations do behave wisely once they have exhausted all other alternatives” (unquote) </i>.</p><p align="justify">But that was almost 40 years ago and we all know that the Middle East sadly has not yet “exhausted&nbsp; all other alternatives“ and keep on their struggles. </p><p align="justify">We do not have 40 years to squabble over fishing quotas in the North Atlantic. If we continue like we have in the last few years, the fish will be gone and the fishing licence might have been taken away from us. One way or the other. We should be reminded that public outcry has more power now than ever. &nbsp;</p><p align="justify">Honorable ministers, ladies and gentlemen.</p><p align="justify">I believe that we have “exhausted the alternatives“ to solve our outstanding&nbsp; fishery disputes in the North Atlantic . It is time for political courage. It is time for vision and good natured politcal brokering- based on science but not solved by science . Nothing less can be expected of us. </p><p align="justify">Thank you for your kind attention.</p><p align="justify">&nbsp;</p><p>&nbsp;</p><p>&nbsp;</p>

2016-06-30 00:00:0030. júní 2016Setning landsmóts hestamanna, Hólum, Hjaltadal 30. júní 2016

<p> </p> <p align="justify">Ágætu landsmótsgestir og Skagfirðingar, gleðilega hátíð og til hamingju með íslenska hestinn. Velkomin heim að Hólum!</p> <p align="justify">Heiðurinn er minn að fá að vera hérna með ykkur „heima að Hólum“ þar sem afi minn menntaði sig. Að vera hér sem landbúnaðarráðherra er mér sérstaklega ánægjulegt.</p> <p align="justify">Sjálfum finnst mér fátt jafn gaman og að horfa á glæsileg hross, frábæra knapa.</p> <p align="justify">Það er viðeigandi að landsmót hestamanna fari fram hér að Hólum enda eru Hólar Mekka íslenska hestsins þar sem nemendur geta tekið háskólapróf í reiðmennsku og reiðkennslu -- og í hestafræðum svo eitthvað sé nefnt, og Hólahrossin hafa lengi borið staðnum gott vitni.</p> <p align="justify">Saga íslenska hestsins er einnig nátengd staðnum. Ekki langt frá þessum merka stað, þar sem biskupar norðursins höfðu aðsetur, er Kolkuós. Ein elsta frásögn um hross á Íslandi er einmitt frásögnin af því þegar skip sem hlaðið var búfé kom í Kolkuós.</p> <p align="justify">Þar keypti Þórir dúfunef sér unghross sem hann kallaði Flugu og þótti „allra hrossa skjótast“. Fluga eignaðist hestfolald að nafni Eiðfaxi sem síðar var fluttur til Noregs, var mjög óstýrilátur og varð þar flokki manna að bana.</p> <p align="justify">Eins og við sjáum er nú öldin önnur; íslenski hesturinn vekur alls staðar hrifningu og er hugljúfi eigendum sínum víða um heim.</p> <p align="justify">Fluga hins vegar týndist í feni á Flugumýri.</p> <p align="justify">Og sem betur fer fór þetta ekki á hinn veginn, Eiðfaxamýrarbrenna á sturlungaöld hljómar ekki alveg nógu vel.</p> <p align="justify">Það er einnig vel við hæfi að afhjúpa hér á eftir minnisvarða hér að Hólum um leiðtogann Svein Guðmundsson. Sveini og reyndar mörgum öðrum eiga Skagfirðingar mikið að þakka er kemur að hestamennskunni. Við sem þekktum Svein vitum hversu hestamennskan, ræktunin, aðstaða og orðspor hestsins var honum mikilvægt. Hann barðist fyrir þessu öllu af sinni alkunnu eftirfylgni og ákefð og uppskar eftir því. Við starfi Sveins tóku Guðmundur, Auður og fjölskylda og áfram vex hróður starfs þeirra allra. </p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Kæru gestir</p> <p align="justify">Hrossarækt, kennsla þjálfun og hvað eina sem kemur að þjónustu við Íslenska hestinn er sí- stækkandi atvinnugrein og vaxandi verðmætasköpun í útflutningstekjum sem við verðum að hlúa vel að. Það gerum við meðal annars með því að halda í sér-einkenni íslenska hestsins og hlúa vel að þeim mörkuðum sem nú þegar eru fyrir íslenska hestinn, í þeim efnum má nefna fjögurra ára verkefni ríkisstjórnar Íslands og hagsmunaaðila sem nefnist <em>Markaðsverkefni íslenska hestsins og miðar að því aðstyrkja hina góðu ímynd íslenska hestsins með samhæfðum markaðsaðgerðum og kynningarstarfi. </em>Því fylgir vonandi aukin verðmætasköpun, ekki síst vegna aukinnar sölu hesta sem og á vörum og þjónustu honum tengdum.</p> <p align="justify">Ennfremur ber okkur að róa á ný mið í markaðssetningu og má þá nefna þann samning sem skrifað var undir við Kína í síðustu viku um sölu á lifandi hrossum. Íslensk hross uppfylla heilbrigðiskröfur kínverskra stjórnvalda og því getur útflutningur á grundvelli þess samnings hafist á næstu misserum.</p> <p align="justify">Við vitum að íslensk hross munu vinna hug og hjörtu Kínverja eins og landsliðið í knattspyrnu á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi hefur unnið hug og hjörtu heimsbyggðarinnar! Á landsmóti sjáum við knapa og hross keppa af mikilli alvöru og lítið er gefið eftir enda metnaður ykkar mikill. Þrátt fyrir þennan mikla metnað og oft á tíðum harða og óvægna keppni er andrúmsloftið gott og glatt yfir fólki.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Landsmót er enda stórviðburður, hátíð sem þúsundir sækja, atvinnumenn, áhugamenn, leikmenn og við sjáum flottar skepnur,fima knapa, við hlustum á sérfræðingana , sem eru ófáir hér, bera saman hross og knapa, segja sögur , sannar sem og ýktar og jafnvel örlítið skáldaðar af hrossum og mönnum.</p> <p align="justify">Friðrik Pálmason heitinn frá Svaðastöðum var einn af gersemum okkar Skagfirðinga, orðheppinn, oft óheflaður en sá gjarnan hið skemmtilega í lífinu. Ekki veit ég hversu snjall ræktandi Friðrik var en ég hef þó lært að frá Svaðastöðum komu gjarnan gæða hross.</p> <p align="justify">Í einni af bókum Björns Jóhanns Björnssonar , Skagfirskar skemmtisögur segir af Friðriki bónda en Friðrik var liðtækur í “braskinu” seldi jafnvel sama hrossið tvisvar!</p> <p align="justify">Eitt sinn mun Friðrik þó hafa viljað losa sig við hest er var illur viðureignar en ekkert gekk að ná hestinum. Leiddist Friðrik bónda þófið og sagði við þá sem áttu að fanga hestinn “Æi , skjótiði bara hana gránu gömlu , hún er svo gæf”</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Kæru landsmótsgestir. Enn og aftur hjartanlega velkomin í Skagafjörð, heim að Hólum í hjarta hestamennskunnar.</p>

2016-06-10 00:00:0010. júní 2016Mótaskrá á Landsmóti hestamanna 2016

<p>Ágætu landsmótsgestir, gleðilega hátíð.</p> <p>Til hamingju hestamenn! - til hamingju með íslenska hestinn.</p> <p>Framundan er mikil veisla. Veisla fyrir augað og sálina. Að fá tækifæri til að vera með hestafólki og úrvali bestu hesta landsins í nokkra daga eru forréttindi. Sjálfur hef ég beðið lengi eftir þessu tækifæri og fyllist stolti yfir að fá nú að vera virkur þátttakandi í landsmóti hestamanna, ekki aðeins persónulega heldur einnig sem ráðherra. Á þeim vettvangi eru skyldurnar margar og sumar ljúfari en aðrar – og svo er með þessa; að fylgja mótaskrá Landsmótsins 2016 úr hlaði.</p> <p>Ég hef komið á mörg landsmót enda eru þau afburðaskemmtun fyrir allt hestafólk og okkur hin sem höfum gaman af því að horfa á glæsileg hross og frábæra knapa. Tilhlökkunin síðastliðnar vikur hefur því verið mikil. Landsmót hestamanna vekur hvarvetna athygli erlendis jafnt sem hér á landi, enda ástæða til.</p> <p>Íslenski hesturinn hefur vakið heimsathygli fyrir sérstaka eiginleika sína; fjölhæfan gang, fallegt útlit, dugnað og styrk. Aftur í aldir hefur hann verið Íslendingum þarfasti þjónninn og nú á síðari árum, má segja að hann sé farinn úr þjónshlutverkinu yfir í æðra og meira hlutverk. Tugþúsundir manna njóta samvista við hann í stuttum sem löngum ferðum og hann er án efa ein allra besta landkynning Íslands meðal erlendra þjóða. Einstakur. Og þótt hann sé ekki stærsti hestur í heimi hefur hann stærsta hjartað og eðli hans samgróið landi og þjóð. Íslenska þjóðin er eins. Íslenski hesturinn er þjóðin.</p> <p>Fyrr á þessu ári undirritaði ríkisstjórn Íslands og hagsmunaaðilar íslenska hestsins samkomulag um fjármögnun og þátttöku fjölmargra aðila í verkefni til næstu fjögurra ára - Markaðsverkefni íslenska hestsins. Verkefnið snýst um að styrkja hina góðu ímynd íslenska hestsins með samhæfðum skilaboðum, markaðsaðgerðum og kynningarstarfi. Áhersla verkefnisins er verðmætasköpun og að auka tekjur af sölu hesta sem og vörum og þjónustu honum tengdum.</p> <p>Verðmætasköpun íslenska hestsins er mikilvæg en verðmæti hans eru engin ef umgengni fólks við hestinn eru ekki af þeirri virðingu sem hann á skilið. Ég veit að þjóðin er undirbúin fyrir slíkt átak og ekki þarf að efa að hestaunnendur taka því fagnandi. Von mín er að það skili miklum og góðum árangri íslenska hestinum til vegs og virðingar.</p> <p>Heiðruðu landsmótsgestir.</p> <p>Ég lýk þessum ávarpsorðum á erindi úr ljóði þjóðskáldsins Einars Benediktssonar – Fákar, en það segir í raun meira en mörg orð um eininguna – manninn og hestinn – sem eru eitt.</p> <p>Maður og hestur, þeir eru eitt</p> <p>fyrir utan hinn skammsýna markaða baug.</p> <p>Þar finnst, hvernig æðum alls fjörs er veitt</p> <p>úr farvegi einum, frá sömu taug.</p> <p>Þeir eru báðir með eilífum sálum,</p> <p>þó andann þeir lofi á tveimur málum,</p> <p>-og saman þeir teyga loftsins laug</p> <p>lífdrykk af morgunsins gullroðnu skálum.</p>

2016-05-23 00:00:0023. maí 2016Ræða Gunnars Braga á ráðstefnunni „Nordic Ruralities: Crisis and Resilence“, 22. maí 2016

<p><br></p><p align="justify">Dear guests.</p><p align="justify">It gives me pleasure to address you here today, and I am glad to see how many people have shown their interest in Nordic Rural development by coming to this conference held by the University of Akureyri.</p><p align="justify">Akureyri is the capital of Northern Iceland and a thriving center for Rural research and education – hosting the University of Akureyri, a partner in the Nordic Ruralities Network and host of this conference.</p><p align="justify">Since settlement, we have based our livelihood on what nature has to offer, both on land and from the sea. Icelanders have learned to live and adapt to the changes in the environment caused by the difficult forces of nature.</p><p align="justify">There are many pressing issues in the regional development sector. The Icelandic government has developed through active dialogue and collaboration between hundreds of Icelanders around the country a decentralised system in regional development – called <b>“The Regional plans of actions”</b>. </p><p align="justify">The process included consultation with regional federations, local authorities, trade unions and special interest groups. The guiding principle from the very outset was to establish an central vision and common objectives to ensure more targeted and effective policy making and planning within the public sector.</p><p align="justify"><b>The regional plans of action </b>have been formulated for each of the eight regions, for the years 2015-2019 with contracts with local governments associations. </p><p align="justify">The prioritization of specific projects within the plans is determined by the local inhabitants in each area. <b>Common forums</b> were defined in each region where local governments, economic and institutional representatives and community leaders within civil society take part. </p><p align="justify">The new regional plan will be submitted to the Parliament in December 2016. </p><p align="justify">Part of current regional plan is special programme for fragile communities. Nearly 8% of the country population live in areas with severe depopulation and lack of younger generations. These areas are sparsely populated with long term economic difficulties, limited resources and diminishing services. </p><p align="justify">The Icelandic Regional Development Institute runs the programme and its main goal is to halt depopulation and strengthen the communities. </p><p align="justify">Along with the fragile communities programme the government also distributes special regional fishing quota. The quota is intended for small coastal communities who relay mostly upon fisheries and fishing industry. The Regional Development Institute contracts for 3-5 years with the fisheries industry in these communities. The project aims to make more stabilisation in the 11 communities involved which are in the Westfjords, NortEast and SouthEast part of Iceland.</p><p align="justify"><b>Ladies and gentlemen</b></p><p align="justify">In the last years the government has aimed at enforcing the academic base for decision making in regional affairs. Two years ago a Regional Research Fund was established, its aim is to promote regional studies, thus improving the knowledge base for policy and action in regional affairs. This was a due action and already eight studies have received support. In addition grants have also been established for master's students working on theses, in the field of regional development.</p><p align="justify">I am very optimistic about the future prospects of the Regions. Over the course of the next years we will continue to seek new opportunities. Most importantly, the steps that we take must benefit the people and the communities. Economic diversification should be one priority. Many regions are too dependent on few industries and local economies need to be more resilient. &nbsp;For this the government has a new plan to put fiber obtic cable to remote areas with government grants.</p><p align="justify">In Iceland we are currently strong in sectors, such as fisheries, tourism, transportation, industry and geothermal knowhow. We welcome more diverse opportunities and welcome those that want to build on our current expertise.</p><p align="justify">The service sector particularly Tourism has significant growth potential and plays a very important part in Iceland's economy and that beholds significant opportunities for our regions. </p><p align="justify">Since taking office last month I have also commissioned the Icelandic regional development institute to make recommendations on how to utilize the tax system for the benefits of rural communities. </p><p align="justify"><b>Ladies and gentlemen</b></p><p align="justify">I am grateful for this opportunity to meet you here today, and I would like to express my best wishes to you all for your important work in strengthening the academic research in Regional development. - I wish you a good day!</p>

2016-05-19 00:00:0019. maí 2016Ræða ráðherra á ráðstefnunni "Matur er mikils virði", 19. maí 2016

<p><br></p><p align="justify">Ágætu gestir.</p><p align="justify">Það er mér sönn ánægja að ávarpa ykkur, sem nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem felur líka í sér að vera matvæla- og &nbsp;byggðamálaráðherra. </p><p align="justify">Á síðasta ári samþykkti ríkisstjórn Íslands að ráðast í verkefni sem hefur fengið nafnið <b>Matvælalandið Ísland</b>. Verkefninu hefur verið tryggt fjármagn næstu 5 ár og munu stjórnvöld&nbsp; veita samtals 400 milljónum kr. til verkefnisins. </p><p align="justify">Markmiðið er að bæta nýtingu hráefna og auðlinda og auka verðmætasköpun sem byggist á áhuga fólks á að upplifa og njóta matarmenningar. Það fest í því að kynna með betri hætti framleiðslu, uppruna, hefðir og sögur bakvið &nbsp;íslenska matvælaframleiðslu. Í þessu verkefni er því mikilvægt að okkar helstu atvinnugreinar, svo sem sjávarútvegur, landbúnaður, matvælaiðnaður og ferðaþjónusta &nbsp;vinni saman..&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; </p><p align="justify">Það er von mín að víðtæk samstaða náist um þetta verkefni. Ég tel mikilvægt að það muni, til að byrja með, beinast inn á við. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að ég álít mikilvægt að byggja traustan grunn sem síðar verður hægt að byggja ofan á. </p><p align="justify">Við eigum að spyrja okkur spurninga. </p><p align="justify"></p><ul><li>Hvað getum við gert betur hér heima?<br></li><li>Hvernig geta þessar helstu atvinnugreinar okkar, landbúnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta unnið meira og betur saman til að auka verðmætasköpun í landinu enn frekar?<br></li><li>Hvernig getum við nýtt okkur þá ferðamenn sem hingað koma til þess að búa til úr þeim nýja neytendur íslenskrar matarmenningar? Búið til úr þeim viðskiptavini sem sækja aftur og aftur það sem íslenskt er.<br></li></ul><p></p><p align="justify">Við erum að framleiða framúrskarandi afurðir hér á landi, hvort sem við horfum til lambsins okkar, á fiskinn, grænmetið eða jafnvel bjórinn okkar sem hlotið hefur alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar á undanförnum árum. Þetta er eitthvað sem við eigum að vera stolt af, kynna og tryggja þannig að ferðamaðurinn fái að upplifa og njóta þessara afurða. Eins og ég segi þá þarf þetta að gerast í víðtæku samstarfi og samráði, m.a., milli atvinnugreina, við landshlutasamtökin ásamt góðu samstarfi við Íslandsstofu. Þetta allt felur í sér tækifæri, bæði fyrir þá sem vilja grípa tækifærin hér innanlands og þá sem eru komnir á þann stað í ferlinu að þeir horfa til markaða utan landsteinanna.</p><p align="justify">Stuðningur við frumkvöðlastarf er einnig mikilvægur. Frumkvöðlasetrin og klasarnir eru góðir og þar sem hlutirnir gerast oft á tíðum. Matís hefur til að mynda unnið að &nbsp;uppbyggingu á&nbsp; starfsstöðvum og&nbsp; Matarsmiðjum víðs vegar um landið. Þar hefur verið stutt við bakið á frumkvöðlum í héraði, sem vilja nýta það frábæra hráefni sem Ísland hefur upp á að bjóða til sjávar og sveita. Þetta hefur síðan orðið til þess að ný fyrirtæki hafa verið stofnuð sem nýta í auknum mæli íslenskt hráefni. </p><p align="justify">Ísland er matvælaframleiðsluland og hefur byggt afkomu sína á sjávarútvegi og landbúnaði og nú á síðustu árum hefur fjölgun ferðamanna komið til sögunnar sem ein af undirstöðum okkar velmegunar. &nbsp;</p><p align="justify">Hér á landi höfum við mikla möguleika á að auka við framleiðslu heilnæmra og hollra matvæla úr okkar hreinu hráefnum og náttúru, bæði til að sinna aukinni þörf vegna fjölgunar ferðamanna &nbsp;og einnig til að auka möguleika á útflutningi matvæla, &nbsp;-&nbsp; &nbsp;það er markaður fyrir matvæli sem eru framleidd við náttúrulegar aðstæður og eftirspurn eftir mat úr héraði er að aukast Það felur að sjálfsögðu í sér mikla möguleika fyrir framleiðendur á landsbyggðinni þar sem fjöldi ferðamanna hefur aldrei verið meiri en hann er nú. Það er einnig eitt af markmiðum verkefnisins að treysta orðspor og ímynd Íslands sem upprunalands hreinna og heilnæmra matvæla.</p><p align="justify">Ágætu gestir</p><p align="justify">Eins og ég sagði, þá eru tækifærin mýmörg og svo sannarlega til staðar hér á landi. Það er von mín að verkefnið Matvælalandið Ísland muni skila árangri með ýmsu móti, svo sem að tryggja upplifun ferðamanna af Íslandi sem landi hreinna og góðra matvæla og einnig að skapa ný tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og fjölgunar á störfum um allt land.</p><p align="justify">Það er hagur okkar allra.</p><p align="justify">Takk fyrir. </p><p align="justify">&nbsp;</p>

2016-05-17 00:00:0017. maí 2016Framsöguræða á Alþingi með breytingu á búvörulögum, 17. maí 2016

<p><b>Virðulegi forseti</b><br></p><p>Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum, sem er þskj. 1108- 680. mál.</p><p>Með frumvarpi þessu, sem samið er í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, er fjallað um þær breytingar sem nauðsynlegt er að gera á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum í samræmi við búvörusamninga og búnaðarlagasamning sem undirritaðir voru 19. febrúar sl. Samningarnir eru gerðir á grundvelli búvörulaga, þ.e. samningur um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða, starfsskilyrði nautgriparæktar og starfsskilyrði sauðfjárræktar.</p><p>Búnaðarlagasamningur er gerður á grundvelli búnaðarlaga en það er svokallaður rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins. Samningarnir voru undirritaðir fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands af þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra með fyrirvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis.&nbsp;</p><p>Tilefni frumvarpsins er að lögfesta þær breytingar sem samningarnir gera ráð fyrir og nauðsynlegt er að gera svo samningarnir geti tekið gildi 1. janúar 2017. Þá voru samningar um starfsskilyrði nautgriparæktar og sauðfjárræktar undirritaðir af hálfu Bændasamtaka Íslands með fyrirvara um atkvæðagreiðslu bænda. Niðurstöður atkvæðagreiðslu bænda voru kynntar 29. mars sl. þar sem samningarnir voru samþykktir. (nautgriparækt 74,7% og sauðfjárrækt 60,4%).</p><p>Hér er um að ræða tímamótasamninga ekki bara fyrir bændur heldur einnig neytendur. Með samningunum er verið að auka byggðafestu í landinu og auðvelda nýliðun. En helstu markmið samninganna eru eftirfarandi:</p><p></p><ul><li>Stuðla að aukinni framleiðslu búvara, bæta samkeppnishæfni landbúnaðarins og afkomu bænda.<br></li><li>Stuðla að fjölbreyttu framboði heilnæmra gæðaafurða á sanngjörnu verði til neytenda.<br></li><li>Efla landbúnað sem atvinnugrein í dreifðum byggðum.<br></li><li>Standa vörð um fæðu- og matvælaöryggi þjóðarinnar.<br></li><li>Stuðla að sjálfbærri landnýtingu.</li></ul><p></p><p>Til að stuðla að þessum markmiðum þurfti að breyta&nbsp; núverandi kerfi, sérstaklega að auðvelda nýliðun og gera stuðningsformin almennari og minna háð einstökum búgreinum til að opna möguleika á nýtingu nýrra tækifæra.</p><p>Í ljósi þeirra markmiða sem að framan er lýst var lögð áhersla á það við samningsgerðina fyrir bæði sauðfjár- og nautgripaframleiðslu að hverfa frá stuðningsformi sem gerist hjá bændum, þannig að nýir aðilar þurfi alltaf að kaupa rétt til stuðnings og reyndar einnig til markaðsaðgangs hvað mjólkina varðar.</p><p>Núverandi kerfi felur það í sér að sífellt lægra hlutfall opinbers stuðnings nýtist starfandi bændum eftir því sem fleiri kaupa sig inn í greinarnar. Fyrirkomulagið eykur kostnað við framleiðsluna og torveldar nýliðun. Undið verður ofan af greiðslumarkskerfinu í áföngum og stuðningsformi breytt. Ennfremur eru tekin skref til að breikka stuðninginn, þannig að hann sé ekki eins fast bundinn við sauðfjár- og mjólkurframleiðslu og nú er. Slíkt eykur athafnarfrelsi og sveigjanleika bænda. Þannig er gert ráð fyrir að auka þá fjármuni sem renna til jarðræktar með tilfærslu úr mjólkur- og sauðfjársamningum.</p><p><b>Virðulegi forseti</b></p><p>Ávinningur þjóðarinnar af samningunum er fyrst og fremst að tryggja okkur fjölbreytt vöruúrval, á heilnæmum afurðum á sanngjörnu verði. Með fjárframlögum til landbúnaðarins er því í raun verið að niðurgreiða framleiðslukostnað sem endurspeglast síðan í lægra verði til neytenda en ella.</p><p>Staða mála vegna sýklalyfjaónæmis á Íslandi er talin góð og betri en í nágrannalöndum okkar. Þessi staða er m.a. til komin vegna þess að blöndun sýklalyfja í fóður dýra í vaxtaraukandi skyni hefur aldrei verið leyfð hér á landi og bæði dýralæknar og læknar hafa í auknu mæli tamið sér ábyrga notkun sýklalyfja. Þá er lögð áhersla á menningaleg mál sem skiptir okkur öll eins og varðveisla geitarstofns Íslands, afurðir eins og ullina og lífræna framleiðslu auk þess sem skógrækt er styrkt.</p><p>Byggðaáhrif samninganna eru að beina stuðningi í auknu mæli til bænda og byggðalaga, m.a. með hækkun greiðslna í svæðisbundinn stuðning, sérstakar gripagreiðslur og svokallaðann býlisstuðning. Þá felast einnig ný tækifæri í framleiðslu á nautakjöti til dæmis í þeim byggðum sem áður hafa verið nær eingöngu sauðfjárræktarsvæði. Einnig er tekinn upp fjárfestingastuðningur sem er nýmæli í samningunum, en hann er til þess fallinn að auðvelda nýjar fjárfestingar og nýliðun.</p><p>Í rammasamningi fylgdi bókun um byggðamál um að treysta innviði og búsetu í sveitum landsins. Í því felist meðal annars að finna skilgreindar leiðir sem stuðla að aukinni sjálfbærni sveitanna, eflingu framleiðslu og úrvinnslu matvæla ekki síst svo að meiri virðisauki verði í byggðunum. Sérstaklega verði skoðuð uppbygging innviða, svo sem samgangna, fjarskipta og raforku. Einnig möguleika sveitanna og framlag þeirra til þátttöku í aðgerðum vegna loftslagsmála. Þá verði litið til úrræða til að treysta fjárhag bænda og greiða enn frekar fyrir ættliðaskiptum á bújörðum. Ég hef þegar óskað eftir tilnefningum í starfshóp til að fjalla um þessi mál.</p><p><b>Virðulegi forseti</b></p><p>Þetta er í fyrsta skipti sem samið er um alla búvörusamninga og búnaðarlagasamning í einu. Tilgangur þess var m.a. að samræma tiltekin atriði samninganna og einnig að samræma gildistíma þeirra en samningarnir eru gerðir til tíu ára og taka gildi 1. janúar 2017 verði frumvarpið að lögum. Á samningstímabilinu er gert ráð fyrir endurskoðun samninganna tvisvar, þ.e. árin 2019 og 2023 þar sem lagt verður mat á það hvort markmið og þær breytingar sem lagðar eru til í samningunum hafi gengið eftir. Þá er í öllum samningum að finna tiltekin skilyrði til greiðslu fyrir framleiðendur sem fá framlög úr samningunum. Í fyrsta skipti er einnig kveðið á um rétt hjóna eða sambýlisfólks sem standa saman að búrekstri að óska eftir því að greiðslur samkvæmt samningunum verði skipt jafnt á milli aðila en kerfislægar hindranir í ákvæðum búvörulaga hafa komið í veg fyrir að unnt verði að skipta greiðslum með þessum hætti. Einnig er sett þak á þann stuðning sem einstakur framleiðandi getur fengið. Tel ég þetta jákvætt skref í jafnréttismálum á Íslandi.</p><p>Í samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða er ekki gert ráð fyrir viðamiklum breytingum. Áfram munu framleiðendur papriku, gúrku og tómata fá beingreiðslur vegna framleiðslu sinnar. Í samningnum er kveðið á um hlutdeild ríkisins í kostnaði við dreifingu og flutning raforku, en sérstakir samningar hafa gilt um það, sem ekki hafa verið hluti af búvörusamningi. Þá er mælt sérstaklega fyrir um hámarksstuðning við hvern framleiðanda vegna beingreiðslna og niðurgreiðslur á flutnings- og dreifingarkostnaði raforku.</p><p>Stefnt er að viðamiklum breytingum í samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar. Vægi greiðslna út á innvegna mjólk auk gripagreiðslna er aukið, en á móti mun vægi greiðslna út á greiðslumark verða þrepað niður. Viðskipti með greiðslumark verða einnig takmörkuð en með löngum aðlögunartíma fyrir framleiðendur. Við endurskoðun árið 2019 skal taka afstöðu til þess hvort kvótakerfi í mjólkurframleiðslu verði afnumið frá og með 1. janúar 2021. Þá er mælt fyrir um nokkur ný verkefni í samningnum, þ.e. stuðning við framleiðslu nautakjöts og fjárfestingastuðning. Einnig er í samningnum gert ráð fyrir breytingum á verðlagningu mjólkur og mjólkurafurða og opinber verðlagning í núverandi mynd felld brott. Þá er mælt fyrir um það í samningnum að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra beiti sér fyrir breytingum á tollalögum og magntollar færðir upp til verðlags á tilteknum mjólkurvörum.</p><p>Áherslur í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar eru nokkuð breyttar frá fyrri samningi. Í samningnum er vægi gæðastýringar aukið og greiðslur út á greiðslumark þrepaðar niður á móti. Teknar verða upp gripagreiðslur í sauðfjárrækt á árinu 2020 og býlisstuðningur á árinu 2018. Býlisstuðningnum er einkum ætlað að styðja við fjölskyldubú. Áfram verða veitt framlög til ullarnýtingar og svæðisbundins stuðnings, en hann verður nánar útfærður í samvinnu við Byggðastofnun. Þá er mælt fyrir um fjárfestingastuðning vegna nýframkvæmda og breytinga á byggingum og átaksverkefni um aukið virði sauðfjárafurða.</p><p>Nokkrar áherslu breytingar eru í rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins sé miðað við núgildandi búnaðarlagasamning. Áfram verða veitt framlög til leiðbeiningaþjónustu og kynbótaverkefna. Þá er lögð aukin áhersla á jarðræktarstyrki og tekinn upp nýr stuðningur með svokölluðum landgreiðslum sem greiddar eru út á allt ræktað land sem uppskorið er til fóðuröflunar. Þá er rík áhersla lögð á nýliðun samkvæmt samningnum. Aukin framlög eru veitt til aðlögunar að lífrænni framleiðslu og tekinn verður upp stuðningur við mat á gróðurauðlindum, geitfjárrækt, fjárfestingastuðningi í svínarækt og stuðning við framleiðslu skógarafurða. Áfram verða veitt framlög til þróunar tiltekinna búgreina ásamt framlögum til Erfðanendar landbúnaðarins og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.</p><p>Þar sem ákvæði núgildandi búvörulaga gera ráð fyrir að búvörusamningar renni sitt skeið í árslok 2016 er nauðsynlegt að gera þær lagabreytingar sem frumvarpið þetta mælir fyrir um.</p><p><b>Virðulegi forseti</b></p><p>Frumvarpið skiptist í þrjá kafla. Í I. kafla frumvarpsins er fjallað um breytingar ákvæða búvörulaga. Verulegar breytingar eru gerðar á verðlagningu búvara og er lagt til í frumvarpinu að verðlagsnefnd í núverandi mynd verði lögð niður. Í stað hennar verður skipuð svokölluð verðlagningarnefnd mjólkurvara sem mun hafa það hlutverk að setja afurðastöðvum mjólkur í markaðsráðandi stöðu tekjumörk og staðfesta verðskrá afurðastöðvar. Á meðan greiðslumark mjólkur er enn við líði mun nefndin einnig ákveða verð til framleiðenda fyrir mjólk sem framleidd er innan greiðslumarks. Þá eru einnig lagðar til breytingar á IX. og X. kafla laganna vegna kerfisbreytinga sem ákvæði samninga um starfsskilyrði sauðfjárræktar og nautgriparæktar gera ráð fyrir. Þá er í kaflanum lagðar til breytingar sem miða að því að skýra nánar hlutverk framkvæmdanefndar búvörusamninga.</p><p>Í II. kafla frumvarpsins er fjallað um helstu breytingar á ákvæðum búnaðarlaga vegna rammasamnings um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins sem fjallar um stuðning þvert á allar búgreinar. Í frumvarpinu eru gerðar breytingar á áherslum í markmiðum 2. gr. laganna. Þá er einnig mælt sérstaklega fyrir um þann stuðning sem samningurinn gerir ráð fyrir, m.a. kveðið á um landgreiðslur, þróunarframlög búgreina og átaksverkefni einstakra búgreina.</p><p>Í III. kafla frumvarpsins er að finna breytingar á 12. gr. tollalaga sem fjalla um tollkvóta sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutar og breytingar á magntollum tiltekinna mjólkurafurða.</p><p>Verði frumvarp þetta að lögum mun bændum verða sköpuð starfsskilyrði til lengri tíma en verið hefur sem tryggir ákveðinn fyrirsjáanleika fyrir landbúnaðinn. Einnig mun við endurskoðun samninganna verða unnt að grípa til ráðstafana ef ljóst er að markmið samninganna nái ekki fram að ganga. Þá munu þær breytingar sem frumvarpið gerir ráð fyrir leiða til fjölbreyttari landbúnaðar og aukins framboðs á íslenskum gæðaafurðum. Þá mun frumvarpið, verði það að lögum hafa nokkur áhrif á starfsemi Matvælastofnunar sem heldur utan um greiðslur til bænda, þar sem mælt er fyrir um ný framlög í samningunum sem munu leiða til aukinna verkefna fyrir stofnunina í uppfærslu kerfa og aukins utanumhalds með greiðslum til framleiðenda.</p><p><b>Virðulegi forseti.</b></p><p>Þær raddir heyrast gjarnan að ekki þurfi að styðja við íslenskan landbúnað. Hann verji sig sjálfur. Í þessu sambandi er rétt að muna að vegna legu Íslands á norðurhveli jarðar eru framleiðsluskilyrði erfiðari en í nágrannalöndum okkar. Viljum við vera sjálfbær í okkar matvælaframleiðslu og styðja við þá heilnæmu framleiðslu matvæla sem hér er.</p><p>OECD gefur árlega út lista yfir framleiðslustuðning (PSE, Producer Support Estimate)&nbsp; en það er mælieining yfir heildarstuðning við landbúnaðinn, bæði beinn stuðningur og svo markaðsstuðningur sem fellst í tollum á innflutningi. Árið 2014 var þessi stuðningur mældur hjá Íslandi 48% en löndin sem voru fyrir ofan okkur voru Noregur, Sviss, Kórea og Japan. Af þessu sést að stuðningur líkt þenkjandi ríkja er algengur og einkum á þeim svæðum þar sem framleiðsluskilyrði landbúnaðar eru erfið. Þá er vert að geta þess að Finnar hafa tímabundna heimild frá Evrópusambandinu sem endurnýja þarf reglulega, til að styrkja sinn landbúnað umfram það sem sambandið leyfir.</p><p><b>Virðulegi forseti.</b></p><p>Ég hef nú gert grein fyrir helstu atriðum frumvarpsins og ástæðum fyrir framlagningu frumvarpsins og legg til að því verði vísað til annarrar umræðu og hæstvirtrar atvinnuveganefndar.</p>

2016-05-12 00:00:0012. maí 2016Atvinnuráðstefna Egilsstöðum 12. Maí 2016

<p align="center">Ræða Gunnars Braga Sveinssonar <br> Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra<br> <b>Atvinnuráðstefna</b></p><p align="center"><b> Egilsstöðum 12. maí 2016<br></b></p><p><b>Ágætu ráðstefnugestir</b></p><p align="justify">Ég vil byrja á að þakka fyrir þessa glæsilegu ráðstefnu og þau fróðlegu erindi sem hér hafa verið flutt. <br> Það er mér mikið ánægjuefni að vera kominn í nýtt embætti ráðherra sjávarútvegs, landbúnaðar og byggðamála. Allt eru þetta málaflokkar sem skipta íbúa og sveitarfélögin í hinum dreifðu byggðum landsins miklu máli og er þar Fljótsdalshérað engin undantekning.&nbsp; Ég fagna frumkvæði sem þessu þar sem farið er yfir með fjölbreyttum hópi fólks úr stjórnkerfinu og atvinnulífinu hvernig atvinnumálum er háttað, hvað er gert vel og hvað er hægt að gera betur.</p><p align="justify">Sem fyrrverandi sveitarstjórnarmaður þekki ég vel þá varnarbaráttu sem við landsbyggðarfólk höfum háð. Þrátt fyrir góðan vilja hefur ekki tekist með fullnægjandi hætti að sporna við þeim raunveruleika að byggðirnar þurfi stanslaust að standa í baráttu við að verja sinn hlut og berjast gegn því að þjónusta minnki og að fólki fækki. </p><p align="justify">Þessu þarf að breyta. Við Íslendingar erum hinsvegar ekki eina þjóðin sem hefur glímt við þennan vanda. Um allan heim hefur þessi þróun átt sér stað og því ekki úr vegi að líta á hvaða úrræði hafa gagnast þar vel. </p><p align="justify">Í Noregi og Svíþjóð hefur skattkerfinu verið beitt til þess að styrkja byggðir og skapa þannig jákvæða hvata fyrir fólk að setjast að á dreifbýlum svæðum, árangurinn af þessum aðgerðum hefur verið jákvæður. Það er okkur lífsnauðsynlegt að landið sé í blómlegri byggð og það er ekki bara tilfinning heldur þjóðhagslega mikilvæg aðgerð.</p><p align="justify">Í ljósi þess hef ég því sett af stað vinnu sem miðar að því að skoða hvernig beita megi skattkerfinu&nbsp; með það að augnarmiði að styrkja byggðir landsins. Byggðastofnun mun leiða það verkefni.</p><p align="justify">Þetta er í takt við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkana sem innihélt sérstakan kafla um byggðamál og þar er lögð rík áhersla á að ná árangri í byggðamálum. </p><p><b>Ágæta fundarfólk</b></p><p align="justify">Um áramótin hófst vinna við að móta nýja byggðaáætlun til næstu sjö ára. Byggðastofnun leiðir að sjálfsögðu þá vinnu og ber að skila drögum að þingsályktun fyrir 1. nóvember nk. </p><p align="justify">Í þeirri vinnu er unnið eftir nýjum lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir sem samþykkt voru á Alþingi sl. sumar. Þar er kveðið á um að Byggðaáætlun skuli unnin í umboði ráðherra af Byggðastofnun í samvinnu við stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál. Við gerð byggðaáætlunar skal haft samráð við ráðuneyti, sveitarfélög, landshlutasamtök sveitarfélaga og aðra haghafa eftir þörfum. </p><p align="justify">Boðað var til fundar með öllum þingmönnum í janúar sl. og upphafstónninn sleginn að mótun nýrrar byggðaáætlunar, í framhaldi var boðað til funda í öllum landshlutum og með ráðuneytum og mun þeirri fundarherferð ljúka á næstu vikum. Með þessu samráði við mótun nýrrar byggðaáætlunar er sleginn nýr tónn, kallað er eftir hugmyndum og lausnum úr öllum áttum og mun almenningur jafnframt geta komið með sína sýn á vinnuna. Með þessu næst yfirsýn yfir aðgerðir í byggðamálum þvert á stjórnsýsluna og áhersluatriði heimamanna fá að njóta sín.</p><p align="justify">Ríkisstjórnin leggur einnig sérstaka áherslu á mikilvægi matvælaframleiðslu og þau sóknarfæri sem liggja í landbúnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Með nýjum búvörusamningum til 10 ára er sérstaklega horft til að treysta stoðir bænda um allt land til þess að framleiða fjölbreytt framboð af gæðaafurðum. Nýliðun er auðvelduð, stefnt er að aukinni verðmætasköpun og aðlögun að lífrænni framleiðslu hafin.</p><p align="justify">Eftirspurn eftir mat á heimsvísu skapar íslenskum landbúnaði sóknarfæri með möguleikum á aukinni framleiðslu og margbreytilegum afurðum. </p><p><b>Ágætu gestir</b></p><p align="justify">Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita 80 milljónum króna í fimm ár í verkefni undir merkjum Matvælalandsins Íslands. Með verkefninu er verið að styðja við uppbyggingu atvinnugreinarinnar með skýrri stefnumörkun og framtíðarsýn. </p><p align="justify">Tekjur af erlendum ferðamönnum hafa aukist með auknum fjölda en hægt er að auka verðmætasköpunina enn frekar með því að nýta tækifæri sem byggjast á áhuga fólks á að upplifa og njóta afþreyingar sem byggir á matarhefðum, kynnast framleiðslu og uppruna, sögu og hefðum. Vonast er til að verkefnið muni fjölga&nbsp; um allt land, bæði hjá framleiðendum og iðnaðinum, sem styrkt getur byggðafestu á ákveðnum svæðum. </p><p align="justify">Aukinn ferðamannastraumur hefur skapað margvísleg tækifæri fyrir byggðir landsins en í því samhengi er mjög mikilvægt að opna fleiri gáttir inn til landsins en í gegnum Keflavíkurflugvöll. </p><p align="justify">Beint millilandaflug til Egilsstaða er nauðsynlegt til þess dreifa bæði tekjum og álagi sem fylgir ferðamönnunum.</p><p align="justify">Það er ekki bara millilandaflugið sem er mikilvægt heldur einnig innanlandsflug. Styrkja þyrfti innanlandsflug með viðhaldi flugvalla um land allt og leita þarf leiða til að tryggja að verðlag á þessum almenningssamgöngum verði viðráðanlegt.</p><p align="justify">Nokkur umræða hefur verið um staðsetningu opinberra starfa m.a. í kjölfar flutnings Fiskistofu til Akureyrar. Mín afstaða er alveg skýr, opinber störf eiga að vera dreifð um landið eins og hægt er og hefur það auðveldast til muna á undanförnum árum þökk sé tækniframförum. </p><p align="justify">Það er til dæmis mjög ánægjulegt að sjá opinberar stofnanir auglýsa störf án staðsetningar og gefst þá umsækjendum kostur á að vinna starfið þar sem þeim hentar. Engu að síður getur það ekki verið á hendi ríkisins að tryggja ákveðið mörg störf á ákveðnum svæðum. Ríkið á að hafa það hlutverk að tryggja innviði svo svæði séu samkeppnishæf og skapa aðstæður þannig að fyrirtæki og sveitarfélög fái að blómstra. </p><p align="justify">Til þess að tryggja viðunandi innviði og þjónustu er lagt til í byggðaáætlun að skilgreindur verði réttur landsmanna til grunnþjónstu í öllum landshlutum, þar er um að ræða helstu svið opinberrar þjónustu svo sem heilbrigðisþjónustu, menntun, löggæslu, samgöngur, &nbsp;menningu og fjarskipti. </p><p align="justify">Byggðastofnun er langt komin með það verk og í framhaldi verða settar fram tillögur til úrbóta. Lögð verður áhersla á jafnrétti til búsetu og að íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi. </p><p><b>Að lokum </b></p><p align="justify">Að tryggja samfélögum slíka grunnþjónustu og innviði er langhlaup sem mikilvægt er að ná árangri í. Það mun, ef rétt er staðið að hlutunum, skila þjóðinni þoli til þess að hlaupa áfram inní framtíðina.</p><p>&nbsp;</p><p>Takk fyrir</p><p>&nbsp;</p>

2016-04-16 00:00:0016. apríl 2016Ræða á ársfundi Byggðastofnunar, 15. apríl 2016

<p align="justify"><br></p><p align="justify">Ágætu fundargestir,<br></p><p> </p><p align="justify">Þennan ársfund Byggðastofnunar er ég að sækja í fyrsta skipti&nbsp; sem &nbsp;ráðherra byggðamála. Vissulega hef ég fylgst með gangi mála, bæði í embætti mínu sem utanríkisráðherra og sem landsbyggðarþingmaður og áhugamaður um byggðamál almennt undanfarin ár. Það er því sérstaklega gleðilegt að fá að ávarpa ársfund stofnunarinnar að þessu sinni.</p><p> </p><p align="justify">Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er ríkisstjórn landsins alls. Það segi ég af þeirri ástæðu að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á byggðamál.&nbsp;</p><p> </p><p align="justify">Rík áhersla hefur verið lögð á jafnrétti til búsetu og að íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi. Reynt hefur verið að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni m.a. með dreifingu opinberra starfa og langar mig að nefna hér þrjú störf við skjalavinnslu sem ég sem utanríkisráðherra tók ákvörðun um að staðsett yrðu á Sauðárkróki, þar fyrir utan má nefna &nbsp;uppbyggingu fjarskiptanets, ljósleiðaravæðingu, jöfnun húshitunarkostnaðar og jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku. Allar þessar aðgerðir stuðla að jöfnun búsetuskilyrða.</p><p> </p><p align="justify">Byggðastofnun er mikilvægt verkfæri stjórnvalda til að vinna að verkefnum á sviði byggðamála. Ég veit að þetta var einnig skoðun fráfarandi ráðherra byggðamála og núverandi forsætisráðherra.</p><p> </p><p align="justify">Hjá Byggðastofnun starfar mjög hæft fólk sem ásamt stjórn hennar fást við spennandi verkefni á sviði atvinnumála á landsbyggðinni og takast á við oft á tíðum flókin verkefni lítilla samfélaga. Stofnun líkt og Byggðastofnun er nauðsynleg stjórnvöldum á hverjum tíma og treysti ég henni fyllilega til að taka faglegar og hlutlægar ákvarðanir.</p><p> </p><p align="justify">Af öðrum þáttum sem nefna má og horfa til framfara eru að sóknaráætlanir landshluta sem hafa verið festar í sessi með samningum til fimm ára. Búið er að sameina í einn samning verkefnin sóknaráætlanir landshluta, vaxtarsamninga og menningarsamninga. </p><p> </p><p align="justify">Með lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir sem Alþingi samþykkti í júlí sl. er fest í sessi það verklag sem þróast hefur undanfarin ár í samskiptum á sviði byggðamála milli ráðuneyta, innan hvers landshluta og milli stjórnsýslustiga. Jafnframt var með lögunum aukin ábyrgð færð til sveitastjórna á sviði byggðamála- og samfélagsþróunar og lögfest hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga um gerð og framkvæmd Sóknaráætlana.</p><p> </p><p align="justify">Þar er Byggðastofnun einnig ætlað aukið hlutverk við mótun nýrrar byggðaáætlunar til sjö ára og hefur stofnunin hafið samráð vegna þessa við ráðuneyti og landshlutasamtök sveitarfélaga. Ég vil einnig nefna Byggðarannsóknarsjóð sem settur hefur verið á laggirnar. Með stuðningi úr sjóðnum vonast ég til að verði hægt að sinna auknum rannsóknum og að niðurstöður þeirra geti þá lagt mikilsverðan grunn til uppbyggingar byggðastefnu til framtíðar.</p><p> </p><p align="justify">Ágætu fundagestir</p><p> </p><p align="justify">Íslensk menning og náttúra skapar ótal tækifæri um land allt, fjöldi ferðamanna sækir landið heim og fer vaxandi ár frá ári. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að landbúnaður og matvælaframleiðsla eigi sér bjarta framtíð, m.a. með því að nýta ný tækifæri bæði innanlands og utan. </p><p> </p><p align="justify">Spurn eftir matvælum er að aukast og kaupgeta fólks að styrkjast. Þessu þarf að mæta og tel ég að með nýgerðum búvörusamningum til 10 ára hafi verið stigið stórt og jákvætt skref í þessa átt. Þá vil ég geta þess að Byggðastofnun hefur á grundvelli samninganna verið falið að skilgreina þau svæði landsins sem eru háðust sauðfjárrækt og gera drög að reglum um hvernig styrkjum verður úthlutað. </p><p> </p><p align="justify">Ríkisstjórnin hefur einnig sett í gang verkefnið Matvælalandið Ísland. Þar er markmiðið að efla orðspor Íslands sem upprunalands hreinna og heilnæmra matvæla; auka verðmætasköpun byggða á mat og matarmenningu Íslendinga. Í því verkefni er fjöldinn allur af tækifærum og nauðsynlegt er að horfa til þeirra sóknarfæra sem liggja bæði í landbúnaði og sjávarútvegi ásamt ferðaþjónustunni.</p><p> </p><p align="justify">Áhugi fólks eykst sífellt á að upplifa og njóta afþreyingar sem byggir á matarhefðum, kynnast framleiðslu og uppruna, sögu og hefðum. Eitt af jákvæðum áhrifum verkefnisins er möguleg fjölgun á störfum um allt land, bæði hjá framleiðendum og úrvinnsluiðnaði sem einnig gæti styrkt byggðafestu.</p><p> </p><p align="justify">Ég nefndi áðan vaxandi fjölda ferðamanna sem kjósa að koma hingað til lands og þau tækifæri sem það skapar m.a. í hinum dreifðu byggðum. Margt hefur verið gert vel í þeim efnum, m.a. með bættri nýtingu gistirýma og fjárfestingum í hótel og veitingarekstri. Þá er verið vinna að uppbyggingu ferðamannastaða víða um land og bætta aðgengi að helstu náttúruperlum landsins. Vetrarferðamennska er áhugaverð þróun sem vert er að gefa gaum og getur haft mikla þýðingu fyrir landsbyggðina. En það er samspil og samvinna fjölmargra þátta sem þarf að eiga sér stað til áframhaldandi uppbyggingar á landsbyggðinni.&nbsp;</p><p> </p><p align="justify">Ágætu fundargestir</p><p> </p><p align="justify">Það er ekki sér íslenskt vandamál að það fækki í sveitum og fjölgi í borgum. Mörg lönd glíma við svipuð vandamál og er sjálfsagt að læra af reynslu annarra í þeim efnum.</p><p> </p><p align="justify">Ég tel að hér á landi séu nokkur atriði sem huga þarf sérstaklega að, til að spyrna við þessari þróun. Jafnrétti til búsetu, en í því felst að íbúar dreifbýlisins geti notið sjálfsagðrar grunnþjónustu, svo sem heilbrigðisþjónustu, menntunar, samgangna og góðs aðgengis að nettengingum um land allt. Það er nefnilega þannig að fjöldi fólks vill og hefur áhuga á að búa á landsbyggðinni, en innviðirnir þurfa að vera í lagi. Þá þarf að leita leiða til að efla atvinnulíf á landsbyggðinni og auka fjölbreyttni eins og kostur er.</p><p> </p><p align="justify">Ég geri mér grein fyrir því að hér er um langhlaup að ræða en stefnan er skýr. Byggðastofnun er eitt helsta tæki stjórnvalda til að koma þessari stefnu í framkvæmd. Stjórn og forsvarsmenn stofnunarinnar hafa lagt áherslu á að tryggja stofnuninni framtíðahúsnæði, hannað að þörfum stofnunarinnar. Ég er sammála þeim áherslum og mun leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða.</p><p> </p><p align="justify">Að lokum.</p><p> </p><p align="justify">Ég kom of seint á þennan fund vegna ríkisstjórnarfundar í morgun og því miður þarf ég að rjúka af stað á ný en ég þarf að vera kominn til Akureyrar innan “löglegs” tímaramma!</p><p> </p><p align="justify">Um leið og þakka starfsmönnum og stjórn Byggðastofnunar fyrir vel unnin störf þá &nbsp;hlakka ég til samstarfsins.</p><p> </p><p align="justify">&nbsp;</p>

2016-04-16 00:00:0016. apríl 2016Ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á ráðstefnunni "Sjávarútvegur á Norðurlandi", 15. apríl 2016

<h2><br></h2><p>Málstofustjórar, ágætu ráðstefnugestir.</p><p> </p><p>Mennt er máttur, á því leikur enginn vafi og ber ráðstefna Háskólans á Akureyri í dag þess glöggt vitni. &nbsp;Mikilvægi menntunar í sjávarútvegi, undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar, er lykilatriði til þess að bæta lífskjör okkar allra. &nbsp;Til þess að hámarka afrakstursgetu nytjastofna sjávar er nauðsynlegt að nýta sem best vísindin og rannsaka auðlindina eins og hægt er svo við gerum okkur grein fyrir ástandinu í þessari viðkvæmu auðlind okkar.</p><p> </p><p>Sjálfbær nýting og skynsamleg stjórnun veiða er hagur okkar allra. Það höfum við Íslendingar lagt áherslu á í okkar kerfi og það er ljóst að margar þjóðir líta til Íslands þegar málefni sjávarútvegsins ber á góma. &nbsp;Meðferð aflans frá því hann kemur um boð í veiðiskip hefur tekið stakkaskiptum frá seinni hluta síðustu aldar. Stjórnun veiðanna fyrir einstakar útgerðir með tilliti til markaðsaðstæðna á hverjum tíma, er undirstaða góðrar afkomu sem aftur þýðir aukinn hag fyrir þjóðarbúið í heild. </p><p> </p><p>Að geta hámarkað virðiskeðjuna er hverju fyrirtæki nauðsynlegt og hefur verið stórkostlegt að fylgjast með þróuninni síðustu ár sem hefur haft í för með sér nýsköpun, aukin gæði, betri nýtingu og aukna verðmætasköpun. </p><p> </p><p>Það er sérstaklega ánægjulegt að það séu íslensk fyrirtæki sem að miklu leyti leiða þessa þróun og má þar nefna þróun Alberts í 3X í samstarfi við FISK með ofurkælinguna sem dæmi.</p><p> </p><p>Úr góðu hráefni er hægt að gera fyrsta flokks afurð til neyslu á borðum neytenda um víða veröld – það höfum við Íslendingar gert af miklum myndarbrag.</p><p> </p><p>Umgengni um auðlindina og hafið er okkur dýrmæt, það vita allir sem að þessum málum koma – hættur steðja þó að. Samkvæmt þeim rannsóknum og spálíkönum um súrnun sjávar sem við stöndum frammi fyrir, ásamt breytingum á hitastigi&nbsp; er nauðsynlegt fyrir okkur öll að stíga varlegar til jarðar en við höfum gert hingað til – við þessu verðum við að bregðast. Þar kemur öflugt fræðasamfélag Háskólans á Akureyri sterkt inn og spilar mikilvægt hlutverk í fræðslu og rannsóknum tengdum hafinu og lífríki þess.</p><p> </p><p>Forveri minn í embætti Sigurður Ingi Jóhannsson lagði til við ríkisstjórnina og hún samþykkti á síðasta ári aukið fjármagn til Hafrannsóknastofnunar í tilefni af 50 ára starfsemi hennar. Hafrannsóknastofnun mun þannig á næstu 10 til 15 árum leggja ríka áherslu á kortlagningu og rannsóknir á hafsbotninum innan íslensku efnahagslögsögunnar. Kortlagningin mun styrkja stöðu Íslands sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar og getur skapað mikið markaðsgildi fyrir íslenskar sjávarafurðir. Þá mun kortlagningin verða mikilvæg undirstaða þegar kemur að því að skipuleggja nýtingu og vernd haf- og strandsvæða.</p><p> </p><p>Ágætu ráðstefnugestir</p><p> </p><p>Styrking opinberra starfa á landsbyggðinni er mikilvægur hlekkur í keðjunni allri til þess að halda dreifðri byggð landsins blómlegri.</p><p> </p><p>Flutningur höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar sýnir vilja ríkisstjórnarinnar til þess að efla sérfræðistörf á landsbyggðinni. Flutningurinn styrkir ennfrekar grunnstoðir Háskólans á Akureyri í að mennta hæft starsfólk sem unnið getur við stoðþjónustu sjávarútvegsins. Reiknað er með að alls verði til um 12 til 15 heilsársstörf á næstu misserum hjá Fiskistofu sem vonandi skiptir máli í varnarbaráttunni við fólksfækkun á landsbyggðinni.</p><p> </p><p>Mennt er máttur, eins og ég sagði í upphafi – á því leikur enginn vafi í mínum huga. Ég vil nota tækifærið hér og nú og óska Háskólanum á Akureyri til hamingju með þetta góða framlag um þetta mikilvæga málefni.</p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira