Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Gylfa Magnússonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2010-05-20 00:00:0020. maí 2010Ávarp við afhendingu upplýsingatækniverðlauna Skýrslutæknifélagsins 2010

<p>Það er mér ánægja að veita hér fyrstu heiðursverðlaun Skýrslutæknifélagsins, til einstaklings fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Verður afhending þeirra framvegis árlegur viðburður.<br /> </p> <p>Valið fór þannig fram að félagsmönnum í Skýrslutæknifélaginu var boðið að tilnefna einstakling eða forsvarsmann fyrirtækis sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni. Fimm manna dómnefnd skipuð af stjórn Skýrslutæknifélagsins valdi heiðursverðlaunahafann úr hópi þeirra sem voru tilnefndir.</p> <p>Sá einstaklingur sem hlýtur Upplýsingatækniverðlaun Skýrslutæknifélagsins árið 2010 hefur lengi starfað í upplýsingatækni og er sannkallaður frumkvöðull á fleiri en einu sviði tækni og viðskipta. Sem einn brautryðjenda í hugbúnaðarþróun og markaðssetningu hugbúnaðar á Netinu seint á níunda áratug liðinnar aldar, löngu fyrir daga alheimsvefsins, hefur hann verið þeim sem á eftir komu mikilvæg fyrirmynd. Hann var í hópi þeirra sem kenndi sér sjálfur fyrstu handtökin í forritun á þeim frumstæðu einkatölvum sem komu fyrst á markað í upphafi níunda áratugarins, þá nemandi í menntaskóla en lauk síðar prófi í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og setti upp sprotafyrirtæki í Tæknigarði Háskólans, sem nú hefur starfað í nærri 20 ár og veitir um 50 manns atvinnu.&#160;</p> <p>Fyrsti viðtakandi heiðursverðlaunanna var þannig einn af fyrstu Íslendingum til að hagnýta möguleika Netsins til hins ýtrasta við að selja sérhæfðan hugbúnað innanlands og til útlanda. Þetta gerði hann áður en flestir Íslendingar, eða atvinnurekendur höfðu gert sér grein fyrir möguleikum Netsins og Veraldarvefsins, eða vissu yfirhöfuð af því að þessi fyrirbæri væru til.</p> <p>Heiðursverðlaunahafinn vann einnig mikið brautryðjendastarf í að hagnýta tölvutækni við að greina málfræði íslenskunnar og smíðaði útbreiddasta hugbúnað til ritvilluleitar á íslensku. Hann hefur þar með aðstoðað þúsundir Íslendinga við að skrifa villulausan texta og lyft grettistaki í að setja íslenskuna á sama stall og erlend&#160; tungumál í ritvinnslu í einkatölvum.</p> <p>Þá átti hann frumkvæði að því að setja saman einn stærsta og metnaðarfyllsta gagnagrunn með ættfræðiupplýsingum sem til er í veröldinni og laðaði þar með inn í tölvuheiminn ýmsa þá sem ella létu tölvur og tölvunotkun sig litlu skipta.</p> <p>Það er mér því mikil ánægja að kynna að fyrsti handhafi upplýsingatækniverðlauna Skýrslutæknifélagsins er tölvunarfræðingurinn Friðrik Skúlason, stofnandi samnefnds fyrirtækis og höfundur veiruvarnarforritsins Lykla Péturs,&#160; villuleitarforritsins Púka og ættfræðigrunnsins Espolín og&#160; Íslendingabókar .<br /> Býð ég Friðriki að stíga fram til að taka við verðlaunagripnum sem er verk eftir Ingu Elínu, hönnuð og myndlistarmann.&#160;<br /> </p> <br />

2010-05-18 00:00:0018. maí 2010Iceland and the importance of becoming a member of the EU family

<p>Gylfi Magnusson Minister for Economic Affairs</p> <p>European Integration in Swedish Economic Research<br /> Mölle, Sweden May 18 2010</p> <p>Mr / Madam Chairman, Distinguished Guests,</p> <p>I want to begin by thanking you for this opportunity to talk about Iceland and the European Union. As you know, Iceland last year submitted an application for membership of the European Union and it is anticipated formal negotiations will start after the middle of this year.</p> <p>The idea of Iceland joining the EU is not new. It was already discussed half a century ago, when the first steps toward what is now the European Union, were taken. Membership has since been discussed from time to time, especially in the early 1990s with the formation of the European Economic Area and the subsequent entry of Sweden and Finland into the EU.</p> <p>The reason Icelanders have finally taken this step, after decades of waiting in the wings, is a complex one. Indeed, one could turn the question on its head and ask why Iceland has never applied before. Iceland was, until last year, the only state in our region that had never applied for membership, despite having an obvious right to do so. Iceland clearly has a great deal in common with other European countries. It is a country with a rich democratic tradition and deep-seated respect for human rights, a European culture, a sophisticated market-based economy and an enviable standard of living. It is very dependent on trade with the external world, especially the countries of Western Europe, with approximately three-quarters of Iceland‘s exports going to the EU. Iceland participates fully in all major European cooperative projects, including NATO, EFTA, the EEA and Schengen, in addition to its broad cooperation within the Nordic Region.</p> <p>Iceland has however stayed out of the European Union itself, like its closest neighbours, Norway, which has applied twice but in both instances abandoned the process following a referendum, the Faroe Islands, which chose not to follow Denmark into the EU in 1975 and Greenland, which left the EU in 1985 – the only state to have done so. In view of this shared geographic anomaly, with the North-West corner of Europe staying conspicuously out of the EU, one might pose another question – whether there is anything in the nature of the EU or the states in the North Atlantic, that makes a large part of their inhabitants believe that they have little in common with the EU or are at least highly suspect of this great European institution that seems to enjoy much greater support in other European countries.</p> <p>These North Atlantic states do of course have various things in common. When it comes to the economy, the main difference between them and the current EU member states is the relative importance of the utilisation of natural resources, especially fishing.</p> <p>Be that as it may. It is now a fact that Iceland has finally applied for membership of the EU. An important catalyst that made this happen now rather than at some other time is the economic turbulence in Icelandic in recent years, in particular the collapse of the financial sector in October of 2008.</p> <p>Before going further I will bring out a few important components of that story.</p> <p>The problems of the Icelandic economy have had an effect far beyond the economic sphere. They have had a profound effect on Icelandic politics and culture. Icelanders now have good reason to criticise and rethink many aspects of Icelandic society, draw the right conclusions, learn from the experience and correct serious mistakes.</p> <p>This we are indeed doing. An honest reckoning that makes those that carry responsibility accountable is critical for society, even though the process will neither be pretty nor comfortable. Alongside the reckoning, manifold changes need to be drawn up and put into action.</p> <p>The Icelandic financial system collapsed under its own weight in the autumn of 2008. The damage was enormous. All is not yet accounted for but it is clear that capital owners will lose staggering amounts, tens of billions of Euros. The bulk of the damage, measured in Euros or krona, will land outside Iceland but the part landing on Icelandic shoulders will be especially onerous.</p> <p>To name a few examples, it has been estimated that Icelandic pension funds will lose around a quarter of their total assets and that the net debt of the Icelandic state, financial liabilities minus financial assets, will have grown from nil to just over half of GDP. It is probably not far off to expect that the destruction of financial assets will, when all is counted – or should I say when the ash has settled – amount to four to six times the GDP of Iceland. This is unprecedented.</p> <p>Icelandic authorities let go of the reins of the Icelandic banking system a little under a decade ago, with privatisation and light touch regulation in the spirit of laissez-faire policies. It was a stated aim of the government to make Iceland an international financial centre, despite the conditions being about as favourable as would be needed to change the country into a tropical paradise.</p> <p>The banks could not handle their newfound freedom. They simply stepped on the accelerator and multiplied their balance sheets in a few years. Their lending was daring and ill-considered, especially lending to owners of the banks and related parties. Many people now go so far as to allege that the banks were robbed by their owners. It awaits the judicial system to pass a verdict on this.</p> <p>The banks absorbed capital with ever-increasing speed in the first years of the new century. When one well dried up another was found, in the last instance online deposit accounts. Six years after the last state-owned bank was privatised, the financial system collapsed.</p> <p>This collapsed financial system will of course never be resurrected. In its place a fundamentally different system will rise. The new system will be a great deal smaller, and first and foremost, domestic. Its entire framework has been re-thought and all major managers and owners replaced. Already, many radical changes to the law have been introduced and more are in the pipeline. The framework for the financial sector‘s supervisory institutions is changing and the institutions are under new leadership.</p> <p>The new financial system will have the difficult task of working through the financial difficulties of a large part of their clients. The financial status or balance sheets of a great many Icelandic businesses and actually also families, is in many cases badly damaged by the expansion and subsequent bursting of the Icelandic asset price bubble. The fall of the krona further increased the problem, as many loans to businesses and parts of loans to families, were in foreign currencies, especially low interest currencies, such as the Yen and the Swiss Franc, and have now more than doubled, measured in krona.</p> <p>The exchange rate of the krona fell by almost half in 2008. After a few months of substantial exchange rate fluctuation, the collapsed currency has now reached a degree of stability, with the aid of capital controls. In recent months, the exchange rate has even appreciated somewhat, although it still falls considerably short of what can be considered a reasonable long-term equilibrium exchange rate.</p> <p>This last chapter in the tragic history of the Icelandic currency has had considerable effect on the discourse on European Union membership in Iceland. The Icelandic krona has always been a troubled currency. Both the exchange rate and prices have been highly volatile, with inflation in double-digits in most years. Since the Icelandic and Danish krona were finally separated shortly before the Second World War, the exchange rate of the Icelandic krona has dropped by 99.95% against the Danish krona. This is despite there having been inflation in Denmark as well.</p> <p>Because of this, many people look toward the Euro as a more promising route to a stable monetary system for the Icelandic economy. Many have come to the conclusion that trying to attain such stability with an independent currency is practically hopeless.</p> <p>Adopting the Euro is of course not an instant solution to Iceland‘s monetary problems. It will foreseeably take many years to adopt up the euro. First we need to join the European Union, then complete the ERM2 rite of passage and finally meet the Maastricht criteria.</p> <p>But, battered as the króna may be, it is nevertheless undisputable that a common currency has both pros and cons. The discussion of the cons has become louder in Iceland, as it has elsewhere lately, due to the financial turmoil in several states within the euro-zone, in particular Greece, and the tension this has caused.</p> <p>How well this turmoil is tackled by the European Union will undoubtedly have considerable effect on the discussion of the EU in Iceland. Should things go catastrophically wrong, even to the degree that one or more states leave the common currency, default on sovereign debt or parts of the European financial system collapses, as happened in Iceland, it will force everybody, not just in Iceland, to rethink the common currency and even the European Union itself. Fortunately, such eventualities can in my mind be prevented. I will allow myself to hope and believe that this will indeed be so, although certainly the various players in this saga will have to play their cards skilfully for disaster to be avoided.</p> <p>One result of the current tension in the euro-zone could actually be that what I believe is the greatest weakness of the common currency will be dealt with, i.e. the shortage of automatic fiscal stabilizers that work across borders and the establishment of a permanent European equivalent to the IMF, which could play the role of lender of last resort for national governments better than the ECB or the IMF. Such changes would, in my opinion, be pivotal for the future of the common currency.</p> <p>A side-effect of this would be the impact on the discussion of membership of the European Union in Iceland and especially people‘s evaluation of the desirability of adopting the common currency. It would, however, not change fundamentally the position of those who consider it very important for Icelanders to have a flexible exchange rate which reflects the local economic situation. This is a valid argument that needs to be taken into account. Although Icelanders have managed singularly badly to maintain their own currency since the first days of the republic, an independent krona does also have its advantages.</p> <p>The recent fall of the krona certainly deepened the financial crisis in Iceland but it has at the same time played an important role in bringing about a necessary adjustment of Iceland‘s trade deficit. After years of massive deficits, Iceland has been running a current account surplus since the autumn of 2008. This has been thanks to a slight increase in exports, with a further increase expected in upcoming years, and a great reduction of imports. This development has been a decisive factor in keeping up domestic demand in Iceland and has played a significant role in preventing the decline in GDP becoming as great as was initially feared. In 2009, Iceland‘s GDP fell by 7%, far less than initially projected and surprisingly close to the EU average. This year, projections were for a drop by an additional 2-3% with the economy returning to growth in the second half of the year. We still hope that can be the case, although it has to be admitted that nature has not been very helpful for the economy in recent weeks. The effects of that remain to be seen.</p> <p>In this context, many have compared Iceland to Ireland. The Irish financial system has not collapsed, unlike its Icelandic counterpart, despite severe problems with toxic assets and an over-sized financial system relative to the local economy. It made all the difference for the Irish to have the ECB standing behind them and to have a stable currency. That certainly shows some of the benefits for a small country of being part of the Euro-zone. On the other hand, the Irish now need to achieve an internal devaluation. Experience shows this can be a slow and painful route to take. The fall of sterling against the euro makes it even harder for the Irish. History will determine whether the Irish, with the euro, will recuperate more quickly than Icelanders, with their krona.<br /> One of the things that matter, when evaluating the pros and cons of a common currency for Iceland, is how similar the business cycle in the euro-zone is to the Icelandic business cycle. Historical data does not point to a great deal of correlation between the two. The Icelandic economy is, for various reasons, more cyclical than is the norm in the larger industrial states of continental Europe. This will unlikely change much in the short or medium term, even if the Icelandic economy presumably would become more tightly integrated with that of the EU if Iceland joins the EU.</p> <p>To counteract this, the Icelandic labour market has also been quite flexible, both in labour market participation and working hours. Icelandic unions and employers generally have sought pragmatic solutions under challenging circumstances. These qualities of the Icelandic labour market would continue to be useful, should the euro be adopted in Iceland, and reduce the potential negative side-effect of a common currency. It should be noted that the Icelandic trade union movement has generally been very well-disposed toward Iceland´s membership of the EU and the membership is also generally well supported by employers outside the fishing industry and agriculture.</p> <p>With the EEA Agreement, Icelanders enjoy most of the benefits and drawbacks of full European Union membership from the point of view of the economy. It basically brings the four freedoms to Iceland. To this there are three main exceptions. First, the monetary system or the common currency, as detailed already, second, the fishing policy and third, the agricultural policy.</p> <p>For Icelanders, the fishing policy is of immense significance as fishing and fish processing is one of the most important industries in the country and produces well over a third of the country´s foreign exchange earnings. There is a great deal of opposition in Iceland to adopting the common fisheries policy of the European Union.</p> <p>his is not surprising. Icelanders have by and large managed to regulate this industry and protect fish stocks more successfully than has been the case within the European Union. Although several aspects of the quota system used to control fishing in Iceland are contentious domestically, it is beyond doubt that it has in the main achieved its aim of efficient fishing and preservation of fish stocks.</p> <p>In addition, it matters that Icelanders generally consider authority over the fisheries around the country as an integral part of independence and autonomy of the nation. The framework reached for the issue of fisheries during the negotiations on Iceland‘s entry to the EU will therefore have a significant effect on the probability of Iceland agreeing to join the European Union in a national referendum.</p> <p>Agriculture matters a great deal less for Iceland than fisheries from an economic point of view, as the climate in Iceland is ill-suited for most types of agriculture. As in many other European countries, however, the political importance of agriculture is much greater than its economic contribution would suggest. This applies in particular to traditional and relatively labour intensive sectors like sheep rearing and dairy production.</p> <p>ounteracting this is the fact that Icelandic consumers are long tired of high domestic food prices and limited supply of imported foodstuffs. Food prices in Iceland have in the last few decades measured among the highest in the world, although this has been temporarily relieved by the very low exchange rate of the krona. The outcome of negotiations on agricultural issues will therefore also have an important effect on the probability of an agreement on membership.</p> <p>For years, most opinion polls among Icelandic voters have shown a majority in favour of joining the European Union. Lately, however, opinion polls have presented a different picture and opposition to the European Union has increased. There could be several explanations for this. Basically, there has been no change in the possible pros and cons of Iceland´s membership of the European Union so the explanation is unlikely to be found there.</p> <p>This change in sentiment can possibly be traced in part to the so-called Icesave dispute, which involves claims by the British and the Dutch governments due to deposit insurance covering one of the failed Icelandic banks. This dispute has been very trying for Icelanders. One of the factors complicating the dispute, and the Icelandic discourse on this, is how deeply most Icelanders resent the actions the British government resorted to when the Icelandic banks were about to collapse in October of 2008, in particular using anti-terrorist legislation to freeze assets. The use of this particular tool was entirely unjustifiable and frankly incomprehensible.</p> <p>The Icesave dispute has not only affected the relationship of Iceland with Britain and the Netherlands but also created tension between Iceland and the other Nordic States, which have been dragged into the dispute due to conditions they posed for granting loans as part of the IMF package for Iceland. The European Union itself has not played a significant role in this dispute but is linked to it in the minds of many Icelanders. They resent the lack of understanding they believe the leaders of the other European nations and the EU have shown their cause during this dispute.</p> <p>It is also part of the discourse in Iceland that the EU directive on deposit insurance is flawed, leaving intentionally vague the role of the state if the financial industry itself cannot pay for the cost of deposit insurance. This question is at the heart of the Icesave debate.</p> <p>The demise of the Icelandic financial system also shows other weaknesses in the EU‘s framework for the financial system, including the so-called passport system of regulating cross-border banking activities. Furthermore, the story of the Icelandic banks also shows the urgent need for having in place ex ante a co-ordination mechanism to deal with troubled banks with substantial cross-border activities.</p> <p>Although Icelanders clearly recognise that the fundamental factors that brought down the Icelandic banks were predominantly domestic, these weaknesses in the European financial framework that the Icelandic banks exposed have an effect on Icelanders perception of the EU.</p> <p>The governments of Britain and the Netherlands have not directly linked the dispute about Icesave to Iceland´s application for membership of the EU, but individual politicians in these countries, especially the Netherlands, have done so, e.g. encouraged their countries to oppose the progression of the application unless Iceland accedes to their demands. Understandably, such threats are very hard for Icelanders to swallow and they have undermined support for EU membership in Iceland. The Icesave dispute has undoubtedly had a very negative effect on many Icelanders‘ attitudes to other European nations and the EU and has fuelled nationalism and isolationism.</p> <p>Happily, the disagreement between Iceland and Britain and the Netherlands is narrowing and there is considerable will to resolve it. Once that is done, which hopefully will happen sooner rather than later, Icelanders will turn to other issues and the effect of this dispute on Icelanders´ views of their neighbours in Europe will presumably slowly recede.</p> <p>Then we should be able to judge Iceland‘s EU membership on its merits. Then we will also know the results of the negotiations with the EU on the terms of entry for Iceland and will no longer have to base our analysis of the feasibility of EU membership on guesswork.</p> <p>It should also be kept in mind that other countries have also seen fluctuating support for EU membership during the period of accession negotiations. I believe that at one time polls in Sweden showed 28% in favour – but in the end the majority voted for membership. The story in Estonia was similar. So, it is far too early to tell whether Iceland‘s effort to join the EU ends up as in Norway – or as here in Sweden.</p> <p>In many ways, Icelanders are now at a crossroads. Generally, there is an argument to be made that Icelandic society is a very successful one, much like the societies of the other Nordic States. Iceland, despite a two to three year recession, has a very high GDP per capita and generally a very high quality of life; good education, health and pension systems. The country is peaceful, with a solid democratic tradition and a strong and blossoming culture. The distribution of income and wealth is fairly equitable, although certainly the rise and fall of Iceland‘s bubble economy has affected this, both while the bubble was expanding and when it burst.</p> <p>This said, Icelanders have done many foolish things in recent years. We got on the wrong track, even derailed rather spectacularly, but the foundations of a good society are all still there and all still strong. These will allow us to mend what is broken.</p> <p>All major production factors in the country are still in place and have not been seriously damaged by the crisis – human resources, infrastructure, production facilities and rich natural resources. The capacity to produce goods and services has not really decreased much, although resources must be to some extent reallocated. Long term prospects for the Icelandic economy are therefore good, although we are not out of the woods yet, there still being a great deal of work to be done in untangling the knots that the Icelandic bubble economy left behind.</p> <p>So even if Iceland has applied to join during a period of crisis, it is not from urgent economic need that Iceland applies for membership of the European Union. The membership holds within it pros and cons, some economic, some not. Without the Agreement on the European Economic Area, the situation would be more difficult. A small country such as Iceland, a mini-state in the society of nations, is generally more dependent on trade and communication with its neighbours than a larger state. The iron laws of economies of scale call for greater specialisation in small countries than large. Isolation is not a promising option for Iceland.</p> <p>One can even argue that the question of EU membership for Iceland – and even for other small European countries as well – is at the heart of it a question of the optimal size of a community. Does Iceland want to go it alone, developing its own solutions to the tasks that a society has to perform, depending mainly on trade to lessen the disadvantages of small scale and only selectively participate in the greater European community? Or do the people of Iceland want to integrate more closely with their neighbours, seeking common solutions to common problems and sharing some sovereignty and some burdens? The EEA agreement was a fairly large step towards the latter but did not bring us all the way.</p> <p>Both as a EU member state and as a member of the EEA, as we currently are, Icelanders must unavoidably solve many problems themselves at a proportionately greater cost than larger states.</p> <p>The public administrative system is an example of this. This matters in the discussion of Iceland´s membership of the EU and also the EEA. It is relatively expensive for a very small country to comply with all the demands made of states within the EU or the EEA. This concerns for example the adoption of Directives, providing detailed statistical information and participating in various cooperative projects. A system of governance and regulations that originate in and are designed for far bigger countries do not always suit the needs of a very small country that could manage with a simpler administration and regulatory framework.<br /> To put this into perspective, keep in mind that Iceland is inhabited by a little over 300 thousand people. That is only slightly more than the inhabitants of Malmö. Now imagine that Malmö had its own language, government, legal system, head of state, coast guard, media, various national sports teams etc. Maybe even its own Eurovision contestant. This would unavoidably be more costly for Malmö than sharing the cost of all of this with the rest of Sweden.</p> <p>Many of the costs of being small but independent would be incurred irrespective of EU or EEA membership but the cost of participating in the EU system of governance and responding to the various other demands that go with membership can be significant for a small entity. Of course there are benefits as well. After all it can also be fairly costly to develop home-grown rules and regulations for a small economy – often it is not worth the trouble even if such solutions can in theory be tailor-made for local needs.</p> <p>That said, I generally think that small is beautiful! Small states can be very dynamic and cohesive, with short lines of communication and several other advantages that counteract the lack of scalar economies. Statistical analysis does not suggest that small countries in general do worse than their larger counterparts economically. If anything the evidence suggests that they on average do fairly well.</p> <p>The task for Iceland – and the European Union as well – will be to ensure during the accession negotiations for Iceland that the advantages that this small country has enjoyed until now and has allowed Icelanders to build up and enjoy a good society are still preserved with Iceland as a member of the Union. These will then be complemented by the advantages for Iceland of participating fully in this great European endeavour. If we succeed in that, I am also certain that Iceland‘s entry will benefit the Union in many ways. Although small, Iceland has many valuable and even unique assets, both human and natural, that will in their own way complement the already substantial resources of the European Union.<br /> </p>

2010-04-30 00:00:0030. apríl 2010Framtíðarskipan íslenska fjármálakerfisins

<p>Fundarstjóri, ágætu fundargestir</p> <p>Ég vil þakka fyrir þetta tækifæri til að ræða um nokkra þætti í framtíðarskipan íslenska fjármálakerfisins við þá stétt sem mun líklega þurfa að inna meiri vinnu af hendi en nokkur önnur við að greiða úr flækjunum sem hið nýhrunda fjármálakerfi skilur eftir. Tímans vegna verður ekki hægt að ræða alla fleti málsins en vonandi tekst að varpa nokkru ljósi á málið.</p> <p>Það þarf ekki mörg orð um það að nútíma hagkerfi þurfa öll á fjármálakerfi að halda. Án sæmilega skilvirks fjármálamarkaðar er nær ógerningur að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir fjármagn og gera einstaklingum eða fjölskyldum kleift að sækja sér fé þegar þess er þörf, t.d. vegna húsnæðiskaupa, eða leggja fé til hliðar, t.d. vegna elliáranna.</p> <p>Fjármálageiri er því nauðsynlegur. Hins vegar má færa rök að því að ekki sé endilega til bóta að sá geiri sé allt of stór. Það kostar augljóslega mikið að reka stórt fjármálakerfi. Erfiðara er að meta ávinninginn. Hagnaður fjármálafyrirtækja er vafasamur mælikvarði, m.a. vegna þess að hann getur hæglega orðið til fyrst og fremst vegna verðhækkunar ýmissra peningalegra eigna, svo sem sem hlutabréfa og skuldabréfa, en ekki vegna framleiðslu á raunverulegum verðmætum. Vegna þess að fjármálageirinn er í eðli sínu stoðgrein þá liggur beint við að meta ávinning af rekstri hans fyrst og fremst út frá því hvernig hann styður við aðra geira samfélagsins.</p> <p>Hvaða skilyrði þarf þá fjármálageiri helst að uppfylla? Hann þarf umfram allt að vera skilvirkur, þ.e. miðla með litlum tilkostnaði fé til þeirra sem þurfa frá þeim sem eiga og veita aðra fjármálaþjónustu, greiðslumiðlun, gjaldeyrisviðskipti, verðbréfaútgáfu og miðlun, svo að nokkur dæmi séu nefnd nánast af handahófi, með ódýrum og öruggum hætti.</p> <p>Til að þetta gangi eftir þarf margt að vera vel gert. Það þarf nokkur fjármálafyrirtæki, nógu mörg til að tryggja heilbrigða samkeppni. Fjármálafyrirtækin sjálf þurfa að vera heilbrigð, sem felur í sér að efnahagsreikningar þeirra, stjórnunarhættir, eignarhald, starfsmenn og viðskiptavinir þurfa að vera í lagi. Umgjörðin um starfsemi fyrirtækjanna þarf jafnframt að vera traust, bæði löggjöf og eftirlit. Þá þarf undirstaða sérhvers fjármálakerfis, gjaldmiðillinn og peningakerfið, að vera ábyggjandi en það felur m.a. í sér nokkuð stöðugt verðlag og gengi.</p> <p>Loks þarf þetta allt saman, fjármálafyrirtækin og umgjörð þeirra, að njóta trausts, bæði innan lands og utan.<br /> Við Íslendingar höfum sannarlega verk að vinna til að íslenska fjármálakerfið uppfylli öll þessi skilyrði. Við erum ekki ein um það. Í nánast öllum vestrænum ríkjum blasir nú við að hugsa þarf margt í fjármálakerfum landanna upp á nýtt. Vandinn er hins vegar líklega hvergi stærri og augljósari en hér. Óvíða er mönnum líka ljósara hve miklu skiptir að ná utan um verkefnið en hér.</p> <p>Það er oft haft á orði að hershöfðingjar fáist helst við það á friðartímum að búa sig undir að heyja aftur síðasta stríð. Hvort sem það er rétt eða ekki þá blasir við að það fyrsta sem menn hafa í huga þegar teiknað er upp nýtt íslenskt fjármálakerfi er að tryggja að tekið sé á öllum helstu veikleikunum sem urðu því gamla að falli. Það er þó ekki nóg. Næsta fjármálakreppa – og við höfum alveg örugglega ekki upplifað þá síðustu – verður án efa ekki alveg eins og sú síðasta. Uppsprettan getur verið önnur og nýir veikleikar komið í ljós.<br /> Í grundvallaratriðum verður því að huga að tvennu. Annars vegar að hafa fjármálakerfið og umgjörð þess þannig að það dragi mjög úr líkum á fjármálaáföllum. Hins vegar þarf að hafa til staðar úrræði sem tryggja að hægt sé að bregðast við þeim áföllum sem þó verða með því að bjarga því sem bjargað verður, loka þeim fyrirtækjum sem ekki er við bjargandi og halda nauðsynlegri starfsemi áfram. Allt þarf þetta að gera með sem minnstum tilkostnaði. Sá kostnaður sem þó fellur til á fyrst og fremst að lenda á eigendum fjármálafyrirtækja og til vara lánveitendum þeirra. Þeirra er ávinningurinn þegar vel gengur og þeirra á því líka að verða tjónið þegar illa fer.</p> <p>Ekki verður öllu náð fram með breytingum á lögum en þær skipta þó miklu. Í grundvallaratriðum var áhættu skipt rangt í íslenska fjármálakerfinu sem hrundi. Eigendur og helstu stjórnendur fjármálafyrirtækja gátu teflt mjög djarft og notið þess ríkulega þegar vel gekk. Hagnaðarvonin var mest hjá þeim. Tapsáhættan var hins vegar ekki nema að litlu leyti hjá þeim. Hún hvíldi að mestu á þeim sem lánuðu bönkunum og að einhverju leyti ríkinu og þar með almenningi. Þá er einnig deginum ljósara nú að eigendur minni hluta, hvort heldur var í fjármálafyrirtækjum eða öðrum fyrirtækjum sem sóttu eigið fé til margra, áttu mjög undir högg að sækja við að verja hagsmuni sína fyrir þeim sem höfðu töglin og haldirnar við stjórn fyrirtækjanna.</p> <p>Bankarnir sóttu sér gríðarlegt fé á erlenda lánsfjármarkaði. Aðgangur þeirra að þeim mörkuðum var m.a. greiður vegna þeirrar trúar manna að sérhver hinna þriggja stóru íslensku banka væri það mikilvægur að óhugsandi væri að íslenska ríkið léti hann fara í þrot. Þetta var ekki séríslensk staða. Ýmsir erlendir bankar, svo sem Lehman, nutu góðra lánskjara á sömu forsendum.</p> <p>Sú staðreynd að íslensku bankarnir urðu gjaldþrota – og raunar Lehman einnig og margir fleiri – dregur eitthvað úr líkunum á því að svipuð staða komi upp aftur, að fé sé lánað út á trú og von um ríkisaðstoð í harðæri. Það er til bóta. Þó er full ástæða til að ganga lengra.<br /> Það þarf að vera skýrt fyrirfram hvers er að vænta lendi fjármálafyrirtæki í hremmingum. Liggja þarf fyrir hvaða starfsemi tryggt verður að haldi áfram, með aðstoð hins opinbera ef þörf krefur, og hver ekki. Þurfi að skipta fyrirtækjum upp eiga leikreglur vegna þess að liggja fyrir. Röð kröfuhafa þarf að vera skýr í öllum tilfellum. Það þurfa að vera til staðar neyðarúrræði en það á helst ekki að vera þörf á neyðarlögum.<br /> Skýrar reglur um þessi mál draga jafnframt fram hvernig áhættu er skipt. Liggi áhættan af rekstri banka fyrst og fremst hjá eigendum þeirra og, ef mjög illa fer, lánardrottnum þeirra, en ekki hjá hinu opinbera, þá er líklegra að þeir sem fjármagna banka geri það á réttum forsendum. Þetta er grundvallaratriði til að markaðurinn sjálfur veiti fjármálastofnunum eðlilegt aðhald.</p> <p>Þótt aðhald markaðarins sé mjög til bóta þá er það engan veginn nóg. Vitaskuld sýnist sitt hverjum um það hve mikil afskipti hið opinbera á almennt að hafa af efnahagslífinu. Það ætti þó nú að vera hafið yfir allan vafa að ríkið þarf að setja skýrar og stífar reglur um fjármálamarkaði og fylgja þeim vel eftir.</p> <p>Um hvað eiga þessar stífu og skýru reglur að fjalla? Sumt af því liggur nokkurn veginn fyrir núna. Nokkur frumvörp sem hafa verið unnin í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undanfarið eitt og hálft ár eiga að endurspegla það. Þar er sérstaklega tekið á þáttum eins og viðskiptum við tengda aðila, lánum gegn veði í hlutabréfum, m.a. blátt bann við lánum fjármálafyrirtækja gegn veði í eigin bréfum, spornað er við óeðlilegum hvatakerfum og ógagnsæju eignarhaldi og minnihlutavernd er aukin til muna. Um þetta er sérstaklega fjallað í frumvörpum til laga um fjármálafyrirtæki, hlutafélög og einkahlutafélög, verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Einnig eru til meðferðar á Alþingi frumvörp um vátryggingastarfsemi og innstæðutryggingar og gerð hefur verið tillaga um veigamikla breytingu á samkeppnislögum.</p> <p>Talsverðar breytingar hafa þegar verið gerðar á eftirlitsstofnunum fjármálamarkaðarins, þ.e. Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum, en ljóst er að frekari breytinga er þörf. Væntanlega verður bæði lögum um Seðlabankann og fjármálaeftirlit breytt á næsta vetri. Það sama má segja um lög um verðbréfaviðskipti.<br /> Þá er nú verið að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis með það sérstaklega í huga að draga fram hvaða frekari aðgerða eðlilegt er að ráðuneytið og undirstofnanir þess grípi til í ljósi þess sem þar kemur fram. Þótt ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að leggja fram lagafrumvörp vegna þessa verður að telja afar líklegt að það verði niðurstaðan.</p> <p>Þá er rétt að hafa í huga að á vettvangi Evrópusambandsins er mönnum ljóst að gera þarf breytingar á hinu evrópska regluverki fjármálamarkaðarins í ljósi þess sem gengið hefur á undanfarin misseri og sér raunar ekki fyrir endann á. Sú vinna mun óhjákvæmilega kalla á breytingar hér í fyllingu tímans, vegna aðildar okkar að evrópska efnahagssvæðinu.</p> <p>Til viðbótar þessu er svo rétt að benda á að hremmingar undanfarinna missera, bæði hérlendis og erlendis, kalla á rannsóknir á því hver hlutur þeirra sem sömdu, endurskoðuðu og skrifuðu undir reikninga jafnt fjármálafyrirtækja sem annarra fyrirtækja er í þessari sögu. Þar þarf bæði að draga fram hvort farið var að reglum og hvort reglurnar sjálfar voru eðlilegar. Þessi vinna er ekki langt komin en hún er óhjákvæmileg. Staðlar vegna reikningshalds og endurskoðunar eru að mestu alþjóðlegir. Því munu Íslendingar hér fyrst og fremst skoða það sem snýr að Íslandi sérstaklega, þ.e. hvort hér var farið að reglum. Við slíka rannsókn verður m.a. að draga skýrt fram hvort of langt var gengið í að túlka og sveigja reglur, jafnvel þannig að útkoman var þvert á tilgang þeirra.</p> <p>Hliðstæðra spurninga þarf að spyrja á fleiri sviðum. Regluverk mun seint ná tilætluðum árangri ef þeir sem eiga að hlíta því sýna markmiðum þess enga virðingu. Þetta á við um fjármálaeftirlit. Það er eitt af því sem ég tel skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sýna vel fram á. Það sama má segja um ýmist annað eftirlit af hálfu hins opinbera með efnahagslífinu, svo sem samkeppniseftirlit.</p> <p>Til að bæta hér úr er ekki nóg að styrkja lagagreinar og efla eftirlitsstofnanirnar sjálfar. Hér þarf hugarfarsbreytingu. Forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja og ráðgjafar þeirra – sem í mörgum tilfellum eru vitaskuld lögmenn – mega ekki líta svo á að horfa megi framhjá markmiðum laga, reglna og eftirlits, ef hægt er að þeirra mati að túlka bókstafinn á einhvern þann hátt sem þeim þykir betur henta hverju sinni. Það má ekki vera stefna fyrirtækja að dansa á mörkum hins löglega og ólöglega eða líta á sektir fyrir brot á lögum sem hvern annan rekstrarkostnað. Forsvarsmenn atvinnulífsins þurfa að bera virðingu fyrir eftirlitsstofnunum og starfi þeirra. Gott eftirlit er eðlilegur hluti af heilbrigðu efnahagslífi.</p> <p>Hér að framan hefur verið lýst margvíslegum breytingum. Sumar hafa þegar orðið en aðrar eru fyrirhugaðar. Þegar allt þetta er lagt saman er óhætt að fullyrða að sú umgjörð sem lög búa íslensku efnahagslífi og sérstaklega fjármálakerfinu verði gjörbreytt þegar upp verður staðið.</p> <p>Fjármálakerfið sjálft mun líklega líta nokkurn veginn út sem hér segir á næstu árum. Hér verða þrír alhliða bankar, allir byggðir á grunni innlendrar starfsemi hinna stóru föllnu banka. Tveir þeirra eru nú að mestu í óbeinni eigu þrotabúa forvera sinna en fyrir liggur að svo verður ekki til frambúðar. Þeir munu fyrr eða síðar komast í eigu annarra einkaaðila, annað hvort innlendra eða erlendra. Þriðji bankinn, Nýi Landsbankinn, er nú að mestu í eigu ríkisins og verður það væntanlega enn um sinn. Þessu til viðbótar verður sparisjóðakerfi, sem skiptir sérstaklega miklu utan höfuðborgarsvæðisins. Ríkið mun í fyrstu eiga talsverðan hlut í sparisjóðakerfinu en mjög æskilegt er að sjóðirnir eignist sem fyrst fleiri bakhjarla og þá helst frá þeim svæðum sem hver og einn sjóður þjónar. Loks eru nokkur smærri fjármálafyrirtæki í eigu einkaaðila, flest sérhæfð, og sjóðir í opinberri eigu, þar af Íbúðalánasjóður langstærstur. Raunar eru fyrirhugaðar breytingar á íbúðalánakerfinu en hér er ekki tími til að gera grein fyrir þeim. Til fjármálakerfisins teljast vitaskuld einnig lífeyrissjóðirnir.</p> <p>Óhjákvæmilega verða svo loks rekin hér nokkur þrotabú fjármálafyrirtækja. Það mun taka allmörg ár að vinda ofan af þeim rekstri, selja eignir og skila til kröfuhafa.</p> <p>Þetta kerfi allt saman, fyrir utan þrotabúin, mun fyrst og fremst þjóna innlendum aðilum, þ.m.t. inn- og útflutningsverslun. Afar ólíklegt verður að teljast að það fari aftur í útrás í einhverjum mæli á næstu árum. Umsvifin verða miklu minni en í fjármálakerfinu sem hrundi, hvort heldur horft er til eigna, skulda, veltu eða fjölda starfsmanna. Samdrátturinn verður mestur vegna þess að erlend starfsemi hinna föllnu banka hefur þegar minnkað mikið og mun loks hverfa nær alveg. Samdráttur innlendrar fjármálastarfsemi verður mun minni en þó óhjákvæmilega einnig nokkur. Kostnaður við innlent fjármálakerfi hefur þegar minnkað verulega en er enn of mikill.</p> <p>Þótt þessi mynd liggi nú fyrir af fjármálakerfi landsmanna næstu árin er ýmsum spurningum ósvarað. Sú stærsta er á hvaða mynt byggt verður. Upptaka evru myndi hafa mjög róttækar breytingar í för með sér, m.a. fyrir vaxtastig, stöðugleika verðlags og gengis og samkeppni á fjármálamarkaði. Þá myndi slík breyting gjörbreyta hlutverki Seðlabankans íslenska og draga hratt úr notkun verðtryggingar. Það verður þó tímans vegna að bíða betri tíma að draga upp þá mynd alla saman.<br /> </p>

2010-04-09 00:00:0009. apríl 2010Icelandic economy and outlook - glærur af fyrirlestri

<p>Þann 8. apríl hélt Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra fyrirlestur á ráðstefnu Íslensk-ameríska verslunarráðsins (IACC) í Scandinavia House í New York borg. Þann 9. apríl flutti ráðherra einnig fyrirlestur í Norræna safninu í Seattle á vegum Íslendingafélagsins í Seattle um sama efni. Fyrirlesturinn fjallar um stöðu íslenska hagkerfisins í sögulegum og alþjóðlegum samanburði.<br /> </p> <p>Glærur af fyrirlestrunum er að finna hér: <a href="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/raedur_greinar_radherra/Iceland-in-an-international-perspective.pdf">Iceland in an international perspective</a>.</p>

2010-03-25 00:00:0025. mars 2010Ræða efnahags- og viðskiptaráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands 25. mars 2010

<p>Góðir fundargestir<br /> <br /> Það er sérstök ánægja fyrir mig að fá að ávarpa ársfund Seðlabanka Íslands sem ráðherra efnahagsmála nú þegar hyllir undir hálfrar aldar afmæli bankans. Hinir nýskipuðu stjórnendur bankans eiga mjög erfitt verk fyrir höndum. Seðlabanki Íslands er, líkt og systurstofnanir hans um heim allan, helsti bakhjarl fjármála- og peningakerfis landsmanna. Bæði þessi kerfi eru nú í sárum.<br /> <br /> Nýtt fjármálakerfi er að sönnu risið úr rústum þess sem hrundi en það á langt í land með að vinna sér traust, hvort heldur er innanlands eða utan. Það er eðlilegt í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Fjármálafyrirtæki verða ekki hvítþvegin þótt skipt sé um stjórnendur, eigendur, nafn og kennitölu og ógreiddir reikningar eftirlátnir þrotabúum.<br /> <br /> Það sama á að ýmsu leyti við um Seðlabankann og almenn fjármálafyrirtæki. Það nægir ekki til að endurreisa bankann að skipa honum nýja stjórnendur og fjármagna að nýju. Gera þarf skýr skil milli fortíðar og framtíðar. Nýir stjórnendur endurreists Seðlabanka þurfa ekki að svara fyrir gerðir forvera sinna en þeir þurfa að sýna með óyggjandi hætti fram á að þeir skilji hvað fór úrskeiðis á árum áður og að þeir muni sjálfir fara allt öðru vísi að.<br /> <br /> Sé hægt að senda þjóðinni einhver skilaboð á hálfrar aldar afmæli bankans ættu þau að mínu mati að vera að næsta hálfa öldin verði allt öðru vísi en sú fyrsta í lífi Seðlabankans. Reynsla fortíðarinnar er svo dýru verði keypt að annað verður aldrei hægt að sætta sig við.<br /> <br /> Þessi skilaboð þurfa að vera skýr og snúa að báðum helstu verkefnum bankans, að tryggja stöðugleika annars vegar fjármálakerfisins og hins vegar gjaldmiðilsins.<br /> <br /> Jafnframt þarf að breyta mörgu í umgjörð bankans og raunar fjármálakerfisins alls, bæði löggjöf og öðrum þáttum. Það stendur fyrst og fremst upp á löggjafann og handhafa framkvæmdavaldsins, m.a. þann sem hér stendur.<br /> <br /> Þar þarf að bæta fyrir syndir margra áratuga. Íslenska krónan hefur misst meira en 99,9% af kaupmætti sínum, mældum í dönskum krónum, frá því að skilið var endanlega á milli þessara gjaldmiðla fyrir rúmum sjötíu árum. Hefur þó líka verið verðbólga í Danmörku.<br /> <br /> Skýring þessa liggur ekki eingöngu, jafnvel ekki nema að litlum hluta, innan Seðlabankans sjálfs. Hún liggur ekki síður í því hve skelfilega íslenskir stjórnmálamenn fóru með bankann áratugum saman með afskiptum sínum af honum og ákvörðunum hans og með meingallaðri löggjöf. Það stendur því ekki eingöngu upp á Seðlabankann að senda frá sér skilaboð um breytta tíma. Það er ekki síður mikilvægt að bankinn fái skýr skilaboð frá þeim sem móta umgjörð hans um eðlisbreytingu á henni.<br /> <br /> Það verður að hluta gert með breytingum á lögum. Fyrstu skrefin í þá átt hafa þegar verið stigin. Eitt þeirra var að koma á fót sérstakri, sjálfstæðri peningastefnunefnd. Ekki er langt um liðið síðan þetta var gert og því lítil reynsla komin á nýtt fyrirkomulag. Tel ég þó óhætt að fullyrða að þessi breyting hafi verið mjög til bóta. Fundargerðir nefndarinnar, sem eru birtar opinberlega, bera merki um vel undirbúnar og rökstuddar ákvarðanir.<br /> <br /> Það liggur í hlutarins eðli að ákvarðanir nefndar sem þessarar geta verið umdeildar. Slík umræða er eðlileg en það er afar mikilvægt að nefndin fái að starfa í friði og án óeðlilegs þrýstings frá vettvangi stjórnmálanna. Sá sem ætti síst allra að reyna að segja henni fyrir verkum er ráðherrann sem fer með málefni Seðlabankans.<br /> Sjálfstæði Seðlabankans þarf að vera tryggt. Slíku sjálfstæði fylgir mikil ábyrgð. Það er ekki sjálfgefið að ríkisstofnun sé falið svo mikið sjálfstæði við töku ákvarðana sem hafa mikil áhrif á hag allra, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja. Stofnunin verður að fara vel með þetta vald og með hæfilegri auðmýkt.<br /> <br /> Þá má aldrei gleyma því að bankinn er hluti af og starfar fyrir íslenskt samfélag. Ákvarðanir hans, hvort heldur er um stefnu í stórum málum eða hversdagslegri málum, svo sem um daglegan rekstur, laun og annað slíkt, þurfa að vera í góðu samræmi við veruleika og hagsmuni þeirra sem bankinn starfar fyrir. Fjárhagslegt sjálfstæði bankans undanskilur hann ekki sömu kröfum og aðra opinbera aðila um ráðdeild í rekstri.<br /> <br /> Verksvið bankans og markmið þurfa jafnframt að vera skýr og afmörkuð. Þótt lögum um Seðlabankann hafi verið breytt á síðasta ári er ljóst að frekari breytinga er þörf. Ég hef því ákveðið hefja vinnu við endurskoðun löggjafar um Seðlabanka Íslands,&#160;&#160; sem miði að því að tryggja sjálfstæði Seðlabankans enn betur, skýra til framtíðar markmið bankans og endurskoða þau tæki sem bankinn getur beitt við að ná þeim. Síðar verður svo lagt í nauðsynlega vinnu til að skipuleggja framtíðarfyrirkomulag samstarfs bankans við systurstofnun sína, Fjármálaeftirlitið, og verkaskiptingu á milli þessara tveggja stofnana sem hvor um sig gegnir lykilhlutverki á íslenskum fjármálamarkaði.&#160; Ég legg áherslu að víðtækt samráð verður haft við alla hlutaðeigandi í þessari vinnu til að stuðla að sátt um niðurstöðuna.<br /> <br /> Endurskoðun á umgjörð og starfsemi Seðlabanka Íslands tekur vitaskuld sérstaklega mið af því sem farið hefur úrskeiðis í íslensku fjármála- og peningakerfi. Sumt af því er séríslenskt en margt þess eðlis að í nágrannalöndum okkar er nú reynt að finna lausnir á sambærilegum vanda. Eðlilegt og raunar óhjákvæmilegt er að breytingar hér innanlands taki mið af þeirri umræðu og þeim lausnum sem þar verða kynntar.<br /> <br /> Þessi umræða snýr að mörgum hliðum fjármálakerfa. Eftirliti með bönkum, sérstaklega þeim sem starfa í fleiri en einu landi, lagaumgjörð fjármálamarkaðarins, hlutverki hins opinbera þegar bankar komast í vandræði, innstæðutryggingum, kröfum um eigið fé og laust fé og aðgerðir til að sjá fyrir og jafnvel koma í veg fyrir fjármálabólur svo að eitthvað sé nefnt. Margar athyglisverðar hugmyndir hafa verið reifaðar en fæstum þeirra hefur verið hrint í framkvæmd enn.<br /> <br /> Í grundvallaratriðum snýst þessi umræða um að koma í veg fyrir að bankar og aðrar fjármálastofnanir geti komið sínum rekstri þannig fyrir að gangi vel þá hagnist eigendur og helstu stjórnendur ríkulega en fari illa þá sitji almenningur uppi með reikninginn.<br /> <br /> Öllum ætti að vera orðið ljóst að í grundvallaratriðum gilda önnur lögmál um fjármálastarfsemi en almennan rekstur fyrirtækja. Hið opinbera verður að hafa strangt taumhald á fjármálafyrirtækjum og vera reiðubúið að grípa inn í löngu áður en í óefni er komið. Fáum ætti að vera þetta ljósara en Íslendingum.<br /> <br /> Umgjörð fjármálakerfisins þarf bæði að vera þannig að litlar líkur séu á áföllum og þannig að kostnaðurinn við þau áföll sem þó verða lendi ekki á almenningi heldur fyrst og fremst á eigendum fjármálafyrirtækjanna og til vara á almennum lánveitendum þeirra. Ein af þeim hugmyndum sem er fyllilega skoðunar verð í þessu samhengi er að bankar þurfi til viðbótar hefðbundnu eigin fé að fjármagna sig að nokkru marki með útgáfu skuldabréfa sem breytast í hlutafé við ákveðin skilyrði. Slíkar leikreglur þurfa að vera skýrar og öllum ljósar fyrirfram.<br /> <br /> Fjármálafyrirtæki eiga ekki að geta aflað fjár í trausti þess að þau séu svo stór og mikilvæg að hið opinbera hljóti að koma þeim til bjargar lendi þau í vandræðum. Það er ekki og má ekki vera hlutverk hins opinbera að taka á sig tjón til að bjarga lánveitendum eða eigendum fjármálafyrirtækja sem lenda í vandræðum. Ríkið hefur hlutverki að gegna við að lágmarka tjón allra en á ekki að taka það á sig og þar með skattgreiðendur. Þá verður ríkið vitaskuld að grípa inn í, sé þess þörf, til að tryggja grunnþjónustu bankakerfisins, svo sem greiðslumiðlun og innstæðukerfi, líkt og gert var hérlendis fyrir tæpu einu og hálfu ári. Bresti slík þjónusta þá verður hagkerfið fyrirsjáanlega nánast óstarfhæft.<br /> <br /> Hugmyndir sem fram hafa komið um að takmarka og skipta starfsleyfi fjármálafyrirtækja þannig að þau sem sinna grunnþjónustu og teljast kerfislega mikilvæg hafi ekki heimild til að sinna áhættusamri starfsemi eða fjárfesta í áhættusömum eignum eru skoðunar verðar. Með því væri í reynd nánast ákveðið fyrirfram hvaða fjármálastarfsemi hið opinbera myndi koma til bjargar á ögurstundu. Annar möguleiki er að ákveða fyrirfram hvaða afmörkuðu þáttum í starfsemi mikilvægra fjármálafyrirtækja ætlunin væri að bjarga í fjármálakreppu. Hvort heldur ákveðið væri að bjarga fyrirtækjum í heild eða að hluta myndi ríkið ekki taka á sig tap eigenda viðkomandi fyrirtækja.<br /> <br /> Í þessu samhengi hefur verið rætt um nokkurs konar erfðaskrá fjármálafyrirtækja. Með því er átt við áætlun um það hvernig fjármálafyrirtæki sem stefnir í þrot er skipt upp, hvaða hlutum þess er haldið á lífi og hver röð kröfuhafa verður til eigna hvers hluta. Umræða um hugmyndir sem þessar er enn ekki mjög þroskuð en það er full ástæða til að fylgjast með henni og bregðast við niðurstöðunum hérlendis þegar þar að kemur. Þjóð sem er vön hamförum, hvort heldur þær eru af náttúrunnar eða manna völdum, ætti að hafa djúpan skilning á kostum vandaðra viðbragðsáætlana.<br /> <br /> Góðir áheyrendur<br /> <br /> Þá tæpu hálfu öld sem Seðlabanki Íslands hefur starfað höfum við reynt tvenns konar fjármálakerfi. Lengst af var íslenska fjármálakerfið að mestu ríkisrekið og ítök stjórnmálamanna í því voru mikil. Það kerfi gafst afar illa.<br /> Síðan var fjármálakerfið einkavætt og nær öllum hömlum af því létt. Það gafst enn verr. Því kerfi tókst, þótt ótrúlegt megi virðast, á örfáum árum að valda tjóni sem samsvarar margfaldri landsframleiðslu Íslands. Hvorugt kerfið verður endurreist.<br /> <br /> Í þeirra stað reisum við nú nýtt fjármálakerfi. Seðlabanki Íslands mun gegna lykilhlutverki í því kerfi. Þegar liggur fyrir að það mun búa við mun meira aðhald af hálfu opinberra eftirlitsaðila en áður og mun stífari, skýrari og betri lagaramma en áður. Það verður jafnframt miklu minna og einfaldara en fjármálakerfið sem hrundi.<br /> Ýmsum spurningum um þetta nýja fjármálakerfi er þó enn ósvarað. Sú stærsta er hvaða mynt það mun nota. Óhjákvæmilegt er að fyrstu árin verður grunnur þess íslenska krónan, með öllum sínum kostum og göllum. Fljótlega munum við Íslendingar hins vegar þurfa að gera upp hug okkar um það hvort svo skuli vera til frambúðar eða hvort evran á að leysa íslensku krónuna af hólmi.<br /> <br /> Í mínum huga leikur enginn vafi á því að mjög erfitt verður að byggja upp skilvirkt fjármálakerfi hérlendis án þess að það fái traustari grunn til að byggja á en íslensku krónuna. Reynum við það þá munu Íslendingar fyrirsjáanlega búa áfram við óstöðugra verðlag, meiri gengissveiflur og hærri vexti, bæði raunvexti og nafnvexti, en viðskiptalönd okkar. Þá munum við jafnframt áfram ein landa í okkar heimshluta búa við tvískiptan gjaldmiðil, verðtryggðar og óverðtryggðar krónur. Kostir sveigjanleikans sem sjálfstæð mynt gefur vega ekki þungt á móti þessu. Jafnvel þótt við sættum okkur við bankakerfi sem verður lítið og að verulegu leyti einangrað frá bankakerfum nágrannalandanna, líkt og hið íslenska var lengst af, þá fylgja því miklir ókostir að byggja það á óstöðugri mynt.<br /> <br /> Seðlabankinn verður þó að búa sig undir að niðurstaðan geti orðið á hvorn veginn sem er, að hér verði króna áfram eða að tekin verði upp evra. Bankinn mun jafnframt gegna miklu hlutverki í að draga upp kosti og galla þessara tveggja leiða.<br /> <br /> Góðir áheyrendur<br /> <br /> Það eru mörg krefjandi verkefni framundan við endurreisn íslenska fjármálakerfisins. Mörg þeirra munu krefjast mikils framlags Seðlabanka Íslands. Ég ber fullt traust til nýrrar forystu bankans og starfsmanna hans í þeirri vinnu.<br /> Undanfarin misseri hafa verið afar krefjandi fyrir bankann og starfsfólk hans sem skilað hefur góðri vinnu við einstaklega erfiðar aðstæður. Ég vil hér sérstaklega þakka tvennt í þeirri vinnu, en vitaskuld er það ekki tæmandi upptalning á því sem er þakkarvert. Annars vegar gegndi bankinn og starfsfólk hans lykilhlutverki við að halda greiðslumiðlun landsmanna, bæði erlendri og innlendri, virkri þótt fjármálakerfið hryndi. Það tókst með ótrúlegu átaki.<br /> <br /> Hins vegar var fyrir ári síðan unnin&#160; afar mikilvæg rannsókn á skuldastöðu íslenskra heimila á vegum Seðlabankans.&#160; Slík vinna skiptir sköpum í vinnunni við að taka á þeim vanda. Ég veit ekki til þess að sambærileg rannsókn hafi verið unnin áður í neinu landi.<br /> <br /> Dæmi sem þessi sýna hve miklum mannauði bankinn býr að. Með öflugri forystu getur sú sveit gegnt lykilhlutverki í endurreisn íslenska fjármálakerfisins. Ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að það gangi eftir. Þá verður vissulega ástæða til að horfa björtum augum til næstu hálfrar aldar í lífi Seðlabanka Íslands.<br /> <br /> </p>

2010-03-25 00:00:0025. mars 2010Fyrst inn – fyrst út? Íslenska hagkerfið í sögulegum og alþjóðlegum samanburði

<p>Fyrst inn – fyrst út? Íslenska hagkerfið í sögulegum og alþjóðlegum samanburði - <a href="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Acrobat/Fyrirlestur-efnahags--og-vidskiptaradherra-25.-mars-2010.pdf">Glærur</a></p> <p>Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra.<br /> Fyrirlestur haldinn í Háskóla Íslands 25. mars 2010.</p>

2010-03-11 00:00:0011. mars 2010Ávarp Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu 11. mars 2010

<p>&#160;</p> <p>Fundarstjóri, ágætu aðalfundargestir</p> <p>Ég vil byrja á að þakka fyrir tækifæri til að ávarpa aðalfund Samtaka verslunar og þjónustu öðru sinni.</p> <p>Síðustu mánuði hef ég oft bent á þá staðreynd að burðastoðir íslenska hagkerfisins eru þrátt fyrir hrun fjármálakerfisins að mestu óskaddaðar. Þrátt fyrir talsverðan samdrátt kaupmáttar og þjóðartekna búum við nú í grófum dráttum við sömu kjör og við þekktum áður en þenslutímabil síðasta áratugar gekk í garð. Velferðarkerfið er enn öflugt og <span>&#160;</span>lífskjör hér þrátt fyrir allt með því besta sem gerist á vesturlöndum. <span>&#160;</span>Íslenska hagkerfið hrundi ekki þótt vissulega hafi fjármálakerfið íslenska gert það.</p> <p>Aðstæður eru auðvitað breyttar. Víða eru miklir erfiðleikar - en margt horfir til betri vegar – framleiðslu og þjónustugreinar standa betur í samkeppni um menntað vinnuafl en þegar fjármálakerfið var á sínu mikla þensluskeiði.<span>&#160;</span> Lægra gengi krónunnar gagnvart öðrum myntum hefur bætt samkeppnisstöðu útflutningsgreina og innlendrar framleiðslu, verslunar og þjónustu. <span>&#160;</span>Við höfum nú einstakt tækifæri til að auka fjölbreytni í efnahagslífinu og draga úr ójafnvægi sem óneitanlega fylgdi útrás og eignaverðsbólu sem reyndist án innstæðu.</p> <p>Margir hafa orðið fyrir búsifjum undanfarin misseri.<span>&#160;</span> Furðu lítið fer fyrir því í umræðunni hvernig þeim stóra og veigamikla geira verslunar og þjónustu, sem veitir fjórðungi allra landsmanna atvinnu, reiðir af.<span>&#160;&#160;</span> Þessi starfsemi sem borin er upp af litlum og meðalstórum fyrirtækjum um allt land hefur svo sannarlega þurft að bregðast við mun verri rekstrarskilyrðum. Samt ber mun minna á umræðu um hana en frumframleiðsluna sem aftur er orðin í brennidepli þjóðmálanna.<span>&#160;</span></p> <p>Það er því viðeigandi að Samtök verslunar- og þjónustu hafa valið þessa viku verslunarinnar til þess að vekja athygli á því starfi sem unnið er í verslunar- og þjónustufyrirtækjum um allt land.&#160; Þessi starfsemi á mikinn þátt í því að halda uppi atvinnu og lífsgæðum hér á landi.</p> <p>Við núverandi aðstæður er ekki óeðlilegt að almenn umræða um efnahagsmál hverfist um aðgerðir til að skapa aukin verðmæti og útflutningstekjur. <span>&#160;</span>Við höfum sem þjóð enduruppgötvað mikilvægi jöfnuðar í viðskiptum við útlönd. Þótt fyrr hefði verið, myndu víst sumir segja.<span>&#160;</span> Leiðirnar til að auka afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd eru auðvitað fyrst og fremst tvær: <span>&#160;</span>Að auka verðmæti útflutnings og draga úr verðmæti innflutnings, með því að kaupa minna af erlendri vöru og þjónustu og meira af innlendri vöru og þjónustu.</p> <p>Rætur þjóðmenningarinnar liggja í búskap og sjómennsku.<span>&#160;</span> Forfeður okkar skildu ekki eftir margar hetjusögur um vöruflutninga. Mikilvægi þeirra var þó öllum ljóst, eins og m.a. má sjá á því að í Gamla sáttmála var mikið lagt upp úr að tryggja skipaferðir til landsins. Bækur þjóðskáldanna geyma ekki fræknar lýsingar af afrekum veitingamanna eða verslunarfólks.<span>&#160;</span> Á samdráttartímum er freistandi að líta á verslun og þjónustu sem helbert prjál og óþarfa eyðslu<span>&#160;</span> – skiptir nokkru máli þótt lyfjabúð loki, vörubílstjóri þurfi að leggja trukknum eða auglýsingastofum fækki um eina? En hvernig væri samfélagið ef við byggjum ekki við blómlega verslun og virka samkeppni?</p> <p>Endanlega verður aðeins hluti verðmætasköpunar til í frumframleiðslunni. <span>&#160;</span>Stór hluti þjóðarteknanna er skapaður af starfsfólki sem vinnur við selja vöru og veita þjónustu.<span>&#160;</span> Engin vara kemst á leiðarenda til kaupenda án þess að hún fari um borð í flutningabíl, skip eða flugvél. <span>&#160;</span>Það er til lítils að framleiða en hafa engin tök á að koma afurðinni í hendur kaupenda.<span>&#160;</span> Verkið er aðeins hálfnað áður en varan hefur verið rækilega kynnt og seld.<span>&#160;</span> Þegar viðskiptin hafa átt sér stað þarf að skila peningunum til heim, færa bókhald, greiða skattinn. Hver hlekkur í þessari keðju er mikilvægur og<span>&#160;</span> á sinn hlut í að auka verðmæti framleiðslunnar og þar með hag eigandans, starfsfólksins og skattborgarans.</p> <p>Nú er mikil umræða um vaxtarbrodda og ný viðhorf í atvinnusköpun: <span>&#160;</span>Við þurfum að efla framleiðslu á öllum sviðum,<span>&#160;</span> skapa nýjan og fjölbreyttan varning til útflutnings og verða betri í því að taka á móti fleiri og betur borgandi ferðamönnum. <span>&#160;</span>En til þess að verða snillingar í að skapa og markaðssetja nýjar vörur til útflutnings eða skipuleggja innrás þúsunda ferðamanna sem snúa ánægðir heim er eins gott að við höldum rétt á spöðunum <span>&#160;</span>– kunnum að nýta fjárfestingu <span>&#160;</span>í sölu- og markaðsstarfi á sem bestan hátt, bjóðum upp á veitingahús og hótel sem standast ýtrustu kröfur, þekkjum bestu leiðir til að lækka flutnings- og sölukostnað og bjóðum upp á góða ráðgjöf við frumkvöðla og stofnendur sprotafyrirtækja.</p> <p>Yfirskrift viku verslunar- og þjónustu er ‚<strong><em>spilum saman</em></strong>.‘ Það endurspeglar hógværa og sjálfsögð kröfu starfsfólks og eigenda verslunar og þjónustufyrirtækja um að almenningur hugi að hlutverki þessara fjölmörgu fyrirtækja við að veita atvinnu og skapa verðmæti. Hér hefur ríkt blómleg samkeppni á ýmsum sviðum verslunar og þjónustu. Að styðja grósku og enn líflegri samkeppni í þessum geira hlýtur að vera keppikefli fyrir almenning og hið opinbera. Það er ekki síst mikilvægt að nýir aðilar með ferskar hugmyndir geti haslað sér völl í verslun og þjónustu og hvatt þá sem fyrir eru til dáða. Þannig bætum við kaupmátt og lífskjör í landinu.<span>&#160;</span></p> <p>Í lok síðasta árs lagði ég fram á Alþingi frumvarp til að innleiða tilskipun ESB um þjónustuviðskipti en markmið hennar er að greiða fyrir frjálsum viðskiptum og tryggja jafnræði þeirra sem veita þjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þessi tilskipun og lagasetning á sér langa forsögu. Markmiðið er að koma á raunverulegum innri markaði á sviði þjónustuviðskipta með því að fjarlægja lagalegar og stjórnsýslulegar hindranir svo að þjónustuveitendur og viðtakendur þjónustu eigi auðveldara með að veita og nýta sér þjónustu yfir landamæri. Með afnámi hindrana verður auðveldara fyrir þjónustuveitendur að veita þjónustu í öðru ríki EES án þess að veitandinn eigi þar heimili -<span>&#160;</span> en það eykur samkeppni og leiðir því til hagræðis fyrir viðtakendur í formi lægra verðs og meiri gæða. <span>&#160;</span></p> <p>Þessa tilskipun hefur áður borið á góma hér á aðalfundi SVÞ, en ný hyllir loks undir að lagasetning um þetta efni verði að veruleika.&#160; Ég nefndi hér áður aukna áherslu á útflutning og verðmætasköpun. Því er ánægjulegt að þetta mikilvæga mál sé bráðum í höfn, þar sem ljóst er að innleiðing tilskipunarinnar felur í sér margvísleg ný tækifæri fyrir viðskiptalífið og neytendur með útvíkkun og dýpkun innri markaðar Evrópu.</p> <p>Það er mikil áhersla lögð á fortíðina þessa dagana og augun virðast hvíla fyrst og fremst í baksýnispeglinum. Það er nauðsynlegt að huga að því sem áður fór úrskeiðis og læra af því en það verður einnig að horfa fram á veginn. Ég er þess fullviss að verslunar- og þjónustufyrirtæki á Íslandi séu vel í stakk búin til að mæta þeim áskorunum sem þar bíða og muni nýta þau tækifæri sem bjóðast við hinar breyttu aðstæður í hagkerfinu. Takist það verður þessa tímabils Íslandssögunnar ekki bara minnst fyrir hrun og erfiðleika heldur einnig og jafnvel ekki síður fyrir heilbrigðar breytingar og endurnýjun sem tryggðu Íslendingum áfram ein allra bestu lífskjör í heimi.</p>

2010-02-22 00:00:0022. febrúar 2010Ávarp Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra við afhendingu EDI verðlaunanna 22. febrúar 2010

<p>Ágætu gestir,</p> <p>Mér er það sönn ánægja að ávarpa aðalfund Icepro nefndarinnar, og afhenda EDI verðlaunin í þetta sinn.</p> <p>Icepro nefndin á langan ferill að baki sem samráðsnefnd um rafræn viðskipti. Nefndinni er ætlað að vera samstarfsvettvangur atvinnulífsins og opinberra aðila um rafræn viðskipti.</p> <p>Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur haft forgöngu um setningu laga og reglugerða um rafræn viðskipti og hefur stutt við starfssemi Icepro með framlagi undanfarin ár. &#160;</p> <p>Tækniforskrift um einfaldan rafrænan reikning var kynnt á ráðstefnu í október sl. Hún er lykilinn að unnt sé að þróa lausnir fyrir rafrænan reikning á samræmdan hátt.<span>&#160;</span> Þessi forskrift á að leiða til þess að hugbúnaðarhús geti þróað lausnir á ódýran hátt, til hagsbóta fyrir markaðinn.<span>&#160;</span> Mikilvægt er að vinna áfram að tækniforskrift rafrænna viðskipta og hefur ráðuneytið stutt við þessa vinnu bæði með framlagi til Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni (FUT) og Icepro.</p> <p>FUT og Icepro eru um þessar myndir að útfæra sameiginlega stefnu til þriggja ára um þróun, kynningu og innleiðingu á tækniforskrift er varða rafræn innkaup. Samræmd stefna og framtíðarsýn þessara aðila mun vonandi skila betri árangri og skilvirkari forgangsröðun verkefna í framtíðinni. Með þátttöku íslenska lausnaraðila í þróun lausna á þessu sviði, þá byggist upp reynsla og hæfni til að bjóða lausnir á breiðari grundvelli.</p> <p><span>Sameiginleg yfirlýsing ráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins og EFTA var undirrituð í Malmö þann 18. nóvember 2009</span> <span><span>&#160;</span>Samþykktin fjallar m.a. um að á meðan stjórnvöld grípa til aðgerða á erfiðum tímum í efnahags-, félags- og umhverfismálum þá aukist væntingar evrópskra borgara og fyrirtækja til stjórnvalda um opinbera þjónustu og að hún verði opnari, sveigjanlegri og samstarfsfúsari við almenning um alla álfuna.<span>&#160;</span> Sameiginleg sýn ríkjanna tekur m.a. mið af því að auka hreyfanleika á innri markaði með snurðulausri rafrænni opinberri þjónustu, þannig að stofna megi og reka fyrirtæki eða stunda nám, sækja störf eða flytja búsetu innan EES án teljandi hindrana.</span></p> <p>Með yfirlýsingunni í Malmö höfum við, ráðherrar sem berum ábyrgð á stefnu í rafrænni stjórnsýslu í aðildarríkjum Evrópusambandsins, inngönguríkjum og umsóknarlöndum um aðild að sambandinu og EFTA-ríkjunum, samþykkt að leitast við að ná þessum markmiðum og vinna náið með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að skilgreina aðgerðir til að ná markmiðunum á tímabilinu fram til 2015.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur að undanförnu unnið að verkefninu <em>20/20 sóknaráætlun</em> en ein af grunnstoðum þeirrar áætlunar sem kynnt verður síðar á þessu ári verður að auka samkeppnishæfni landsins. Fram hefur komið að einn af þeim þáttum sem dregur úr þeirri einkunn sem Ísland fær fyrir samkeppnishæfini í samanburði við önnur Evrópuríki er rafræn stjórnsýsla og aðgengi almennings að upplýsingum í stjórnkerfinu. Þrátt fyrir að íslenskt samfélag skari að mörgu leyti fram úr í upplýsinga- og tölvutækni er ljóst að enn er margt óunnið til að bæta og straumlínulaga ferla varðandi rafræn viðskipti á sviði stjórnsýslu og í samskiptum hins opinbera og atvinnulífsins. Mikilvægt er að við notum þá tækni sem til er til að auka aðgengi að opinberum upplýsingum og leggjum áherslu á rafræna stjórnsýslu til að draga úr stjórnsýslubyrði og bæta ferla.</p> <p>Í dag eru hið opinbera og flest fyrirtæki að ganga í gegnum mikinn niðurskurð til þess að leggja grunn að enduruppbyggingu íslensks efnahags- og viðskiptalífs.<span>&#160;</span> Stóra verkefnið er að treysta samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Ein meginstoð bættrar samkeppnishæfni er að viðhalda lágum kostnaði við helstu þætti viðskipta einstaklinga og fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þar sem íslenskt efnahagslíf verður ávalt háð fremur litlum einingum sem ekki ná fyllstu stærðarhagkvæmni eru allar leiðir til þess að draga úr þessum viðskiptakostnaði afar mikilvægar. Þannig leika rafræn viðskipti stórt hlutverk í að skapa grundvöll fyrir aukinni framleiðni og hagræði, þar sem sjálfvirkni og sjálfsafgreiðsla geta leyst af hólmi óhagkvæma og tímafreka handavinnu bæði í viðskiptum og stjórnsýslu.<span>&#160;</span></p> <p>Síðastu mánuðir hafa þannig verið fremur litaðir af niðurskurði og aðhaldi en uppbyggingu og fjárfestingu í nýjum verkefnum. Engu að síður er vert að hafa í huga að margt hefur áunnist á undanförnum árum og mikil fjárfesting í upplýsingatækni hefur skilað árangri.</p> <p>Að endingu langar mig því að nefna aðeins eitt dæmi um hvernig fjárfesting í upplýsingatækni skilar miklum og oft ómældum ábata. Eitt af því sem gleymist gjarnan í umfjöllun um afleiðingar bankahrunsins á Íslandi í október 2008 er að afleiðingarnar af þroti bankanna hefðu í reynd getað verið svo miklum mun verri. Þannig er hollt að velta fyrir sér hvaða brestir hefðu óhjákvæmilega komið í efnahagsstarfsemi á Íslandi þetta örlagaríka haust ef við byggjum ekki við eitt fullkomnasta og skilvirkasta greiðslumiðlunarkerfi í heimi sem byggt hefur verið upp á undanförnum árum af Reiknistofu bankanna, Seðlabankanum og fjármálastofnunum.</p> <p>Þrátt fyrir að þrír stærstu viðskiptabankar landsins færu allir í þrot á innan við viku hélt almenn bankastarfsemi engu að síður áfram viðstöðulaust, dyr bankaútibúa stóðu opnar, hraðbankar virkuðu allan sólarhringinn og hvorki hökt né hiksti kom í viðskipti með greiðslukort, gegnum netbanka eða aðra miðla rafrænna viðskipta.&#160; Lífæð viðskipta milli einstaklinga og fyrirtækja var furðu lítt snortin af þeim hamförum sem gengu yfir fjármálakerfið.</p> <p>Þessi reynsla kennir okkur það að íslenskt samfélag býr að miklum mannauð, þekkingu og tækni á sviði rafrænna viðskipta sem getur og hefur við erfiðar aðstæður komið í ótrúlega góðar þarfir.</p> <p>Þótt tímabundnir erfiðleikar dragi án efa úr sókndirfsku og fjárfestingu er mikilvægt að við missum ekki móðinn en höldum áfram að byggja á þeirri þekkingu og reynslu á þessu sviði sem er til staðar í landinu, enda er framtíð blómlegra viðskipta og þar með vöxtur efnahagslífsins að mörgu leyti háð því að við nýtum þau tækifæri sem til staðar eru á sviði upplýsingatækni og rafrænna viðskipta með sem bestum hætti.&#160;</p> <h4>Nú er komið af afhendingu verðlaunanna en í ár hlýtur Samkaup hf. EDI bikarinn. Matsnefnd EDI bikars voru Vilhjálmur Egilsson Samtökum Atvinnulífsins, Júlíus Sæberg Ólafsson Ríkiskaup og Karl Garðarson stjórnarmaður í Icepro.</h4> <p>Samkaup hefur verið með EDI kerfið nú í rúm 10 ár í skráningu vörukaupa. Í dag er verið að skrá um 450 þúsund reikninga á ári og allt ferlið frá pöntun til móttöku reiknings fyrir 53 verslanir um allt land er rafrænt. Þetta hefur leitt til mikillar hagræðingar og álíta forsvarsmenn fyrirtækisins að ekki sé óvarlegt að áætla að sparnaður geti numið um 700 krónum á hvern reikning, sem reiknast til rúmlega 300 milljóna króna hagræðingar á ári.</p> <p>Þetta gefur góða hugmynd um hversu mikils árángurs má vænta af frekari innleiðingu rafrænna viðskiptahátta í íslenskt viðskiptaumhverfi.</p> <p>Nú hefur verið tekin upp sú nýbreytni hjá Samkaupum, að stór hluti reikninga frá aðilum sem ekki nýta sér rafræn viðskipti eru afreiknaðir, kassasala, og í kjölfarið sendir rafrænt í gegnum EDI eins og um venjulegan EDI reikning sé að ræða. Þetta þýðir að um 95% allra reikninga eru rafrænir, reikningar sem færast þar með sjálfvirkt í fjárhags- og birgðarkerfi fyrirtækisins og villur eru orðnar innan við 2%. Öllu þessu verki er sinnt með þremur stöðugildum.</p> <p>Áætlað er að um 500 fyrirtæki í verslun gætu nýtt sér þetta fyrirkomulag til verulegrar hagræðingar þ.e. móttaka rafrænna pantana til sjálfvirkrar skráningar í fjárhags og birgðakerfi, fyrirtæki sem ekki eru að gera það í dag.</p> <p>Hjá Samkaupum er fylgst vel með þeirri þróun sem í gangi er varðandi XML og miklar væntingar í gangi varðandi frekari framgang þeirrar þróunar.</p> <p>Þá ætla ég að biðja framkvæmdarstjóra Samkaupa Ómar Valdimarsson að koma hér upp og taka við EDI bikarnum fyrir hönd Samkaupa.</p>

2010-02-15 00:00:0015. febrúar 2010The Icelandic Economy: Recovering From a Very Hard Landing

<p><strong>The Icelandic Economy: Recovering From a Very Hard Landing</strong></p> <p sizcache="10" sizset="2"><strong sizcache="10" sizset="2">By Gylfi Magnússon, Minister of Business Affairs</strong></p> <p><em>Adapted from lectures given at Harvard University, February 26<sup>th</sup> 2009, and Yale University, February 27<sup>th</sup> 2009.</em></p> <h4><strong>Introduction</strong></h4> <p>Let me begin with a brief outline of the lecture. I will begin with selected background material, to explain how Iceland ended up with a financial system that had a balance sheet which was approximately ten times larger than the annual GDP. This resulted in what has been called the most spectacular collapse of a financial system in the Western World. Whether or not that is true, it certainly is a monumental event in Icelandic history and has been observed abroad with great interest.<span>&nbsp;</span> I will then discuss how Icelandic authorities tried to prevent this occurrence, and what they did not do.<span>&nbsp;</span> Next, I will try to explain what has happened since the collapse and look a bit into the future. Finally, I will use Iceland as an example, to the extent possible, to shed light on what may or may not happen in other countries which have been observing what happened in Iceland with great interest, in part, perhaps, because they fear that they too may experience something similar.</p> <h4><strong>Background</strong></h4> <p>Iceland has for decades had a very well-developed economy by most standards, with high GDP per capita and an enviable standard of living by any measure. However, we have never had a very well-functioning banking system. Up until ten years ago or so it could have been described as a small local system, somewhat backward but reasonably solid. <span>&nbsp;</span>It was not highly leveraged.<span>&nbsp;</span> <span>&nbsp;</span>It had not been involved in large adventurous investments abroad.<span>&nbsp;&nbsp;</span> The system's main flaws were that it was somewhat costly and under considerable political influence. <span>&nbsp;</span>But there was certainly no danger of it collapsing and bringing down the economy.</p> <p>Historically, we have also had little success in running monetary policy. This was exemplified by very high inflation and an unstable exchange rate. To alleviate this, Iceland has widespread indexation of financial instruments. <span>&nbsp;</span>This meant that if you borrowed, the payments that you had to make on long-term loans in local currency were linked to the cost of living.<span>&nbsp;</span> Without this it would not have been feasible to have a market for long-term financial arrangements, such as housing loans, in an economy with a very unstable price level.</p> <p>Despite these weaknesses in the financial sector the rest of the economy functioned fairly well. Then we had a series of events. The first took place in the early 1990's, when Iceland joined what is known as the European Economic Area, EEA. This meant that Icelandic financial institutions had the opportunity to do business in all of Western Europe by setting up branches or subsidiaries. <span>&nbsp;</span>So even if Iceland was not, and still is not, a member of the European Union it was, and still is, a part of the EU's common market in most respects, including the financial market. <span></span></p> <p>Initially, the Icelandic banks did not take advantage of these circumstances to venture abroad in any significant way, and no foreign banks chose to operate in Iceland. So the EEA agreement had little immediate effect on the Icelandic financial market.</p> <h4><strong>Unleashing the financial system</strong></h4> <p>At the turn of the millennium the Icelandic Government decided to privatize the banking system, which until then had been mainly in government hands with small private sector players. This changed everything and was the beginning of an economic experiment. This experiment was not unique to Iceland though, because one saw a similar trend in many other countries at the same time. There was a political move towards deregulation and privatization.</p> <p>In Iceland this led to dramatic changes. The state-owned banks were sold to people that were fairly risk-loving and bold. They hired primarily young and well-educated but fairly inexperienced people to run the banks. This cocktail seemed at first to be a great idea. The bankers sought growth very aggressively. They expanded abroad, both by setting up branches and buying banks and using them as subsidiaries in continental Europe, London and Scandinavia, but not much outside Europe.</p> <p>To finance this expansion they borrowed quite heavily abroad. They had little access to domestic savings, their home-base being a small country with a low savings-rate, but they had very easy access to the European market, and to some degree also markets outside Europe.&nbsp; Initially they borrowed both by selling bonds and by taking interbank loans.</p> <p>At the time – perhaps from 2002 to 2005 or 2006 – funds were readily available for the Icelandic banking system. The banks could borrow abroad at very favorable rates. They had very good credit ratings, which in retrospect, of course, seems hard to explain. For a short period all the three large Icelandic banks even had a triple A rating.</p> <p>The main reason why the Icelandic banks got excellent credit ratings was that they were considered banks of such systemic importance for a Western economy that their government would never allow them to fail. But this logic was fundamentally flawed. The Icelandic government had quite solid finances by international standards, but a very small balance sheet and very small currency reserves relative to the size of the banks.&nbsp; So the banks were not too big to fail – they were too big to save. This was easy to see for anyone who looked at the figures for the banks on the one hand and the Icelandic government and the Icelandic economy on the other.</p> <p>But on the surface the Icelandic banks seemed to be doing very well. They grew very rapidly, made huge profits, paid high wages and hired the best and brightest of Iceland. Their stock soared and made a lot of people rich. For about five years the Icelandic banking system seemed a great success story – as long as you did not do the math and realize that it was based on a bubble. The banking system enjoyed great political and public support in Iceland. There were no serious questions asked or warnings made, at least not in public, neither by politicians nor by supervisory authorities such as the Central Bank and the Financial Supervisory Authority.</p> <p>At the same time, the banks' easy access to capital meant that they could provide plenty of funds for their customers both in Iceland and outside Iceland. Icelandic corporations took advantage of this situation and started growing very aggressively, both by making domestic investments and by investing overseas, particularly in the U.K. and Denmark. Most of these companies became highly leveraged, borrowing at breakneck speed. They made substantial profits on paper. These profits were usually the result of some sort of asset manipulation, bundling or unbundling, buying and selling assets, rather than operating profits. These profits depended on asset prices continuing to rise. For a while they did. Great paper profits by corporations made stock prices go up, which generated more paper profits. A classic example of a bubble in the making.</p> <p>The banks also started offering housing loans at favorable terms, both in local and foreign currency. This contributed significantly to a rise in housing prices. This again increased consumption and called for substantial investments in real estate. Household net worth increased dramatically on paper.</p> <p>Many parts of this story are not unique to Iceland. Much of this should sound familiar to those who have followed news from the U.S. and many other countries in recent years. But the scale of it makes Iceland unique, in particular the scale of everything that had to do with the banking system. In only a few years it grew from having a fairly small balance sheet, less than the one year's GDP, to having a balance sheet that was about ten times annual GDP. It was not just the financial sector that was highly leveraged, the whole economy was.</p> <p>The fact that Icelandic households and companies borrowed substantial amounts in foreign currency is now one of the problems that we have to address. They also borrowed in their national currency, but since the supply of domestic savings was limited and interest rates were high a lot of the funds that fuelled the Icelandic consumption and investment boom were in foreign currency, particularly low interest-rates currencies such as the Swiss franc or the Japanese yen. Households used borrowed funds to buy cars or houses and went on a consumption spree. Some of them played the stock market with borrowed money.</p> <p>Corporations borrowed in foreign currency to an even greater extent than households. One significant factor that contributed to this was that interest rates in Icelandic kronas were kept fairly high. This was the Central Bank's policy, aimed at cooling the economy. This, unfortunately, had the effect that people, instead of borrowing in Icelandic krona, borrowed to an even larger degree in yen, Swiss francs or other low interest-rate currencies. The exchange rate of the Icelandic krona rose, making it significantly over-valued. That contributed to a consumption spree and a very substantial trade deficit.&nbsp; Some years Iceland was close to having a world record trade deficit, in terms of percentage of GDP.</p> <h4><strong>The first signs of trouble</strong></h4> <p>Everything was, however, still rosy, at least on the surface, until 2006. The first significant warnings were issued that year. <span>&nbsp;</span>Some of these came from within, that is from Iceland, but those that made the largest waves came from foreigners, especially foreign banks and analysts. They started questioning the stability and viability of the Icelandic banking model. After these warning signs <span>&nbsp;</span>the Icelandic banks gradually found it harder to access capital abroad. They went from having easy access to almost unlimited funds to having to think very seriously about liquidity.</p> <p>At first this seemed to be a marginal problem. The banks could still borrow, but at higher interest rates than before. This caused some hiccups. The real economy, however, kept growing so this did not seem like a fundamental problem for Iceland.<span>&nbsp;</span> The banks were nevertheless obviously being squeezed. The stock market finally started sliding downwards in the summer of 2007 after almost uninterrupted growth at breakneck speed for 20 years with an average annual rise in share prices of about 20% in real terms.<span>&nbsp;</span> After 20 very good years the stock market finally seemed to have reached a plateau and then started sliding downwards.</p> <p>There were by now obvious problems in this paradise that the banks had created on paper. <span>&nbsp;</span>The banks had to seek new solutions to keep everything going and asset prices inflated. They needed a new source of cheap funds so that they could continue to grow and pump money into the economy in order to keep the party going. This led to what is now one of Iceland's major headaches.<span>&nbsp;&nbsp;</span></p> <p>Two of the three major banks saw an opportunity to solve their financing problems by attracting deposits in their overseas branches or subsidiaries over the Internet. They were quite aggressive in their marketing of these Internet accounts and they were hugely successful. The Icelandic banks managed to attract billions of euros and pounds as deposits over a very short period of time. They then claimed that this was all they needed to solve all their problems. Now they were on a roll again instead of heeding the warnings that they had seen in 2006.&nbsp;</p> <p>Rather than trying to address their problems and downsizing to make them more manageable the banks kept on growing, using funds from deposits to finance the growth. The fundamental problem with this is that this type of bank financing, unlike bank bonds or interbank lending, can cause a severe headache for the government due to deposit insurance. &nbsp;A bank failure could leave the Icelandic Government with a huge bill.</p> <p>The Icelandic Government did little, if anything, to try to stop this trend. The banks were on a very dangerous path, especially since the government did not have the means to support them if something went wrong. To give an example, the foreign currency reserves of the Central Bank were approximately equal to 2% of all the foreign liabilities of the banking system. Thus, we had banks that were operating in Western European markets with no credible lender of last resort. That is, of course, not the norm in a western banking system. Typically, banks mainly do business in their own currency and they have their home central bank behind them. The home central bank should always be able to provide local currency. In Iceland, the Central Bank could of course provide local currency, but the Central Bank had no means to provide the currency that the banks were operating in, euros and pounds and other hard currency.</p> <p>All the three large Icelandic banks collapsed within a week in the beginning of October last year. When the first bank collapsed, it was the one that had the biggest deposit insurance problem. The banks between them had foreign deposits covered by Icelandic deposit insurance equal to approximately 40% of GDP. This is one of the headaches that Iceland is experiencing at the moment and is trying to cure now. It should be kept in mind, though, that the situation is not quite as bad as this figure suggests, as this is the gross amount. When one takes into account the assets of the collapsed banks that will be used to pay depositors the net bill that the government may have to pay is reduced. It will, however, still be quite substantial.</p> <p>Before the collapse it should have been obvious to any reasonable observer that the Icelandic financial system was very unstable. The banks were highly leveraged and so were their customers. There was an asset price bubble and there was no useful lender of last resort. This was a ticking time bomb. What brought it down eventually was mainly the fact that the global situation was deteriorating. It is quite clear, however, that this system would have collapsed eventually even without a major international financial crisis.</p> <h4><strong>Attempts to save the Icelandic banking system</strong></h4> <p>This was the background, the story of how Iceland ended up in this mess. Now let us examine briefly what was done, or not done, to try to save the system. I expect you have all been following the attempts to prop up the U.S. banking system and banking systems in other major economies. Those attempts all involve, in one way or another, some sort of government assistance. The various governments have been providing liquidity and directly or indirectly taking bad assets of the books of the banks or providing equity directly.</p> <p>In Iceland none of this was an option. The reason was that the banks were mainly operating in currencies that the Icelandic government had limited means of supplying. The Icelandic government did try to solve this problem by borrowing abroad. The basic idea was that the Icelandic government would borrow huge amounts of money, at least several billion dollars. It would then have reserves which would make the Icelandic Central Bank a credible lender of last resort and make it possible for the Icelandic Government to help the banking system.</p> <p>This attempt to acquire sufficient reserves by borrowing failed completely. This was, in my view, very fortunate. In retrospect it seems quite clear that if the Icelandic government had managed to secure such a loan it probably would not have been sufficient to save the banking system. In the end the banks would have collapsed anyway. That would have left the government with a huge bill on its hands which would have been a new problem on top of all the other problems resulting from the collapse of the banks.&nbsp; The reason why this road was not taken was, however, simply that the funds were unavailable. The Icelandic government tried to borrow in foreign markets, both by talking to central banks and private parties, but it was not able to raise the amount that was thought to be needed.</p> <p>If the Icelandic Government had been able to raise sufficient funds to keep the banks liquid this would have meant that the banks would have become part of the government's balance sheet and thus the government's problem.</p> <p>The options that the Icelandic government had of course reflect the fact that the country and its economy are quite small and the local currency not widely accepted worldwide. The situation is fundamentally different in the United States, which issues the world's main reserve currency. There may, however, be similarities to the situation in Iceland in other countries with weak local currencies and an over-sized and deeply troubled financial sector. In such countries it may actually be better to have the banking system collapse than to spend enormous reserves to try to save it. The risk is that you try to save the banking system but fail and end up with both a huge bill for the government due to the rescue effort and a collapsed banking system.</p> <h4><strong>The collapse</strong></h4> <p>So instead of being saved, the Icelandic banks collapsed in October of last year. The three major banks in Iceland made up 85% of the banking system. They all closed within a week. The remainder of the banking system that was still operating was badly damaged as well. This is what people refer to when they talk of the most spectacular financial collapse in recent times in Western Europe.</p> <p>The stock market fell by about 95%. It had previously been worth more than two times GDP, so those who held listed shares lost something like two times GDP on paper. Bond holders and other lenders to the banks lost billions of dollars. No one knows exactly yet what the final bill will be, but the magnitude is staggering, several times GDP. Most of those bond holders are not Icelandic. Many of them are European banks, and the losses will be felt in many countries. Losses by U.S. creditors will not be substantial, however, as the Icelandic banks did not seek much funding here.</p> <p>The exchange rate fell by about 50%. This caused major problems because of loans denominated in foreign currencies that doubled in local currency. Many of the loans were in Japanese yen or Swiss francs. The strengthening of those currencies has made the problem even worse. The depreciation had a severe effect on the balance sheet of anyone who had borrowed in foreign currency. Liabilities shot up and the asset side was no brighter. Listed equities basically vanished. &nbsp;Housing prices did not fall quite as dramatically, but they have already fallen by about a quarter in real terms and may fall even more.</p> <p>The domestic deposit system was saved, but more or less all unsecured creditors of the banks will lose vast amounts. The government is also, as previously mentioned, facing a very substantial bill due to deposit insurance covering the overseas branches of one of the banks.</p> <p>No matter which financial measure one looks at this is not a pretty picture. Without wanting to sound overly optimistic it should be pointed out, however, that financial measures do not tell the whole story. Several other indicators look much better than the financial indicators. If we look at the real economy, using the Wall Street and Main Street metaphor as often is done in the U.S., we see that the real economy has been hit but not nearly as badly as the news from the financial sector suggests. Most production of goods and services has seen remarkable limited interruption.</p> <p>One reason for this is that Iceland managed to provide basic financial services with surprisingly little interruption despite the collapse of the banking system. The domestic payment systems continued working without any interruption. It was from a technical viewpoint state of the art and managed to survive unscathed even though the main users, the banks, collapsed. This is something of an achievement. A new banking system was also set up very quickly. The arrangement was fairly standard, even if the scale was staggering relative to the size of the economy. It involved taking each collapsed bank and splitting it into two, setting up a new bank with a healthy balance sheet and new equity from the government. The new banks then continued to operate as regular banks. This was set in motion almost overnight. The old banks, or bad banks, are technically bankrupt, but they hold sizable assets and their holdings now need to be unwound by selling these assets in an orderly fashion to maximize the amounts recoverable by creditors. &nbsp;</p> <p>The international payment system, for payments in and out of Iceland, experienced considerable problems for a while. At first the channels that the collapsed banks had been using were all closed, but they were either restored or new channels opened after a few weeks.&nbsp;&nbsp; This system is still not running as smoothly as it used to, but for all practical purposes the international payment system in and out of Iceland is up and running now. The global slowdown in international trade and problems with trade finance affect Iceland like everyone else. Nevertheless, the problems with trade finance and the international payment system in Iceland are now, five months after the collapse of the banking system, not really out of line with what we see in other countries. This is quite remarkable in light of what happened in Iceland.</p> <h4><strong>Recovery</strong></h4> <p>One reason why the restoration of the Icelandic economy got under way with little delay was that Iceland negotiated an agreement with the International Monetary Fund. This provided several things, including an economic plan and about five billion dollars in loans. This amount is more than sufficient to finance the recovery. Of the five billion dollars about two billion come from the IMF and three billion from various governments, mainly the Nordic countries. This is equivalent to approximately 40% of Iceland´s GDP and means that Iceland now has sufficient reserves to operate and finance the recovery process.</p> <p>There are some issues that have not been resolved completely, as you can expect, for it is only about five months since the collapse. We have not settled a dispute with Britain and the Netherlands regarding deposit insurance. This is however not an unsolvable problem.</p> <p>One important factor that helped Iceland in dealing with its problems was the fact that the Icelandic Government had very healthy finances to start with. Gross government debt was about 25% of GDP before all of this happened and net debt, i.e. debt minus financial assets, was practically zero. Unfortunately, many other countries that have been hit hard by the worldwide financial crisis have started from a much worse position in this respect. They had a lot of government debt to begin with. That of course means that the leeway they have to solve problems by the government taking on debt is much less.</p> <p>Iceland's public debt will rise dramatically. &nbsp;The gross government debt may equal one year's GDP or even a little more. The exact figure is not known at the moment. Government debt that is equal to annual GDP is fairly high by international standards, but not unheard of. But when the dust settles the assets of the failed banks will have been sold and the currency reserves that we received as part of the IMF program, will not be needed. Net government debt will then probably have increased by something like 50% of GDP. That is of course not a happy result, with the government going from zero netdebt up to 50% of GDP. It is, however, not crippling by any means. Many governments have had to deal with similar debt in the past and it has not been an insurmountable problem.</p> <p>A few other factors work in the government's favor. For example, we don't have much of a pension problem. Iceland had, before the crash, a fully financed pension system. Even if the pension funds have lost some assets they are still fairly healthy. This means that the government has much less to worry about than other governments which have a looming pension problem with unfunded pension systems and aging populations.</p> <p>Since the crash we have had our hands full, as you might expect. The most daunting task could be called the financial clean-up, including valuing and subsequently selling or holding to maturity the assets of the failed banks. It is a very delicate and complicated task. There are huge amounts at stake, so the work has to be done properly. The main aim, of course, is to recover as much as possible for the benefit of the creditors of the banks. The recovered funds all go to them. An important step towards regaining the trust that Iceland lost in the collapse is to make sure that these processes are transparent and fair.</p> <p>At the same time, we face a monumental task in restructuring the finances of the non-financial corporate sector. Many of Iceland's corporations have foreign denominated debt that has now&nbsp; risen dramatically measured in local currency, while most assets have fallen in value. As a result, many corporations are technically bankrupt. They have to be refinanced by writing down debt and providing new equity. This is an ongoing process which will take quite a while. It is unavoidable to go through with this. Otherwise we would be stuck with an economy of zombie companies with badly damaged balance sheets. Unavoidably, some of these companies will become formally bankrupt but then in most cases be resurrected under new ownership.</p> <p>An even more delicate task has to be carried out due to similar problems with household balance sheets. Many of them are not very healthy due to foreign currency denominated loans and mortgages and falling asset prices, in particular house prices. When dealing with the financial problems of households, one has to be much more careful than when dealing with corporations to avoid transforming financial problems into social problems. The financial problems of indebted households are being dealt with.</p> <h4>In the real economy, obviously, a lot of things have changed. For one thing, private consumption has already fallen significantly and will continue to fall this year. Over a three-year period it will probably drop by approximately 30%. Exports may increase at the same time, however, and they have already started increasing.<span>&nbsp;</span> <span>&nbsp;</span>This is of course is a very dramatic change for any economy and calls for major adjustments. The good news is that Iceland managed to turn its massive trade deficit around virtually overnight. By November of 2008 we were already running a trade surplus after having one of the world's largest trade deficits in the previous years, in relative terms of course. <span>&nbsp;</span>The trade surplus is generated both by increasing exports, which is remarkable given the current conditions in international markets, and also by dramatically reducing imports. For example, there are almost no cars being imported, and imports of items like furniture have fallen by something like 50%. Imports of necessities have not fallen as dramatically, but items such as cars and flat-screen TVs are basically not being imported.</h4> <p>This makes perfect sense from an Icelandic viewpoint, but it is obviously not helpful for countries that export cars or flat-screen TVs. The solution for Iceland may be logical for Iceland, but it is obviously not a viable solution for the worlds' greater problems. We will get back to that a little bit later.</p> <p>Among the changes needed in the real economy is that the government has to rein in expenditure. The government's finances were quite solid coming into the current situation but they have taken a fairly dramatic hit. The tax base has been eroded and there are serious calls for government expenditure, including funding for unemployment insurance and paying interest on all the debt that the government is facing. &nbsp;As a result, other government expenditure has to come down and taxes have to be raised. This will principally be achieved over a period of two to three years. There were no dramatic cuts this year, but there are certainly going to be dramatic cuts next year.</p> <p>Unemployment, as might be expected, rises when something like this happens to an economy. The financial sector has shrunk dramatically, shedding thousands of employees. Construction almost stopped as well, and many service industries contracted substantially. Unemployment has risen from about 1% to 8% in the space of a few months and the projections are that it may rise to about 10%. These figures are not overly dramatic by international standards but in Iceland this is without parallel. Historically, Iceland has almost always had an unemployment rate of 1 or 2%, so seeing figures on the order of 8% or even 10% is very bad news. Whether it will end up in 10% and then start declining, as predicted, is of course not certain. Macroeconomic forecasts come with a margin of error in a normal year but these are really uncharted waters. Trying to make normal macroeconomic predictions in these circumstances is a daunting task and the results must be interpreted with that in mind. A huge margin of error is possible.</p> <h4><strong>If this had to happen somewhere…</strong></h4> <p>One could argue that if this had to happen to any country in the world, Iceland was probably better equipped to deal with a disaster of this nature than most other countries. Icelandic authorities and business leaders made several catastrophically wrong decisions leading to the crash. But Iceland is probably better equipped to deal with the consequences than most other countries.</p> <p>One factor that comes into play is that Iceland has a fairly flexible labor market. We had in recent years a large number of migrant workers working in Iceland. The domestic labor market was over-heated and attracted a host of workers, mainly from low-wage countries in Europe. Many of them left within a period of a few weeks after the collapse of the banks, at least those that never intended to settle in Iceland. Their paycheck shrank by 50% in euros overnight, if they still had a job which many of them did not. So they had little reason to stay. That takes some of the pressure off those who remained behind.</p> <p>But we also have other factors, like a tradition of working overtime and even having two jobs. This means that many can cut down the number of working hours without becoming unemployed. Many of people have chosen to go back to school, particularly those that already have a college degree. Many have gone back to school to study for masters' degree. This is an excellent way to leave the labor market for a while and then come back better equipped when demand for labor has recovered. In addition, we have considerable flexibility in both the time when the young enter the labor market and the time when the old exit the labor market. Historically, Iceland has always had a very flexible labor market by Western European standards, much more like the American labor market than the average Continental European market.</p> <p>And then we also have, which is a mixed blessing, our own currency. The currency has depreciated dramatically. That is causing some serious problems, but it also has the obvious benefit that it helps export industries and reduces imports. With domestic demand falling dramatically increasing exports and substituting domestic goods for imports helps significantly.</p> <p>Iceland has other strengths. We have a rock-solid social infrastructure, a society which is open, democratic, with a low crime rate and a well-functioning welfare state. It is much easier for a country with this sort of structure to take a hit and come back than countries with an unstable democracy or more violent traditions, where things can turn ugly very quickly if there is social unrest. But there is very little danger of anything like that happening in Iceland.</p> <p>The export industries are more or less all healthy and up and running, even if they are experiencing some problems because of the state of the international economy. And Iceland has all the strengths of an advanced western economy. With very high GDP per capita you can take a hit and still have plenty of resources to provide all necessities.</p> <p>An affluent society can go on without some of its former income for quite a while without being pushed below the poverty line. Being a wealthy country makes it far easier to take a hit and come back than being poor to start with. Iceland can go on for quite a while without importing cars or electronics and even without investing in infrastructure. &nbsp;</p> <p>What Iceland is doing makes perfect sense for Iceland, but is obviously not a solution for the world economy.&nbsp; With world demand falling, it is not a viable solution that all countries should simply tighten their belts and reduce imports. That simply makes the problems worse for everybody. In Iceland's case, however, it is the only solution that is available.</p> <h4><strong>Looking forward</strong></h4> <p>If we look at the future one of the questions that Icelanders have to ask is whether we want to get rid of the currency that has caused us such great trouble. That is a complicated story and I am not going to go into it now because of time constraints. Let it suffice to say that an independent currency is a mixed blessing.</p> <p>To conclude with a few notes on the future it is obvious that short-term prospects are not rosy. Some hard decisions have to be made and implemented. The real economy will contract and unemployment will increase. Financial restructuring of the corporate sector is going to be painful. Equity has been lost, debt needs to be written off, some people will lose control of their businesses, many holding companies will be dismantled and foreign assets sold. None of that is particularly pleasant, but it has to be done to come out of this with a healthy corporate sector that can then go on producing goods and services. There are also going to be painful government cutbacks and tax increases.</p> <p>But the magnitude of the problem is not such that Iceland will have to scrap its welfare system. There is really no reason to think that Iceland cannot continue with a Scandinavian style welfare system. This is very important to prevent a financial crisis from turning into a social or even humanitarian crisis. There is no danger of that.</p> <p>The biggest unknown variable is the global situation. Iceland has a plan for solving its own problems, but troubles in the neighboring countries will make that process harder and delay it.</p> <p>When we come out of this we will have a small and primarily local banking system. This banking system should be sufficient for our needs. It will be healthy but it is hardly going to generate substantial profits like the old banking system did for a brief period, at least on paper.</p> <p>If we look beyond the time that this reorganization will take, Iceland actually has surprisingly good long-term prospects.</p> <p>&nbsp;The main reason for this is that even if our financial sector obviously was severely damaged, the real economy is surprisingly intact and has considerable strength. It possesses more or less all the resources that it possessed coming into all of this. Government debt will be higher than before, but not crippling and probably not out of line with what we could observe in many other Western European countries before the crash. Households and corporations will have considerable debt, but it should be serviceable and will presumably be paid up, or at least reduced, in the long run. There is no reason why this debt problem should not eventually be solved by taking hard decisions initially and then being prudent in the long run.<br clear="all" /> </p> <div sizcache="10" sizset="3"> <hr size="1" /> <div sizcache="10" sizset="3"> <p sizcache="10" sizset="3"><span>The author was Iceland‘s Minister of Business Affairs from February 1<sup>st</sup> 2009 until October 1<sup>st</sup> 2009. Since then he has served as Iceland‘s Minister of Economic Affairs. He is an economist and on leave from the faculty of the University of Iceland.</span></p> </div> </div>

2010-02-10 00:00:0010. febrúar 2010Ávarp efnahags- og viðskiptaráðherra við setningu fundarins „Virkjum karla og konur“ á Hótel Nordica miðvikudaginn 10. febrúar 2010

<p>&#160;</p> <p>Heiðruðu ráðstefnugestir</p> <p>Árin 2007 og 2008 stóðu <span>&#160;</span>Félag kvenna í atvinnurekstri, viðskiptaráðuneytið og Samtök atvinnulífsins að tveimur námsstefnum sem helgaðar voru því brýna umræðuefni hvernig virkja megi betur kraft og fjármagn <span>&#160;</span>kvenna í atvinnulífinu.<span>&#160;</span></p> <p>Í ár er yfirskrift fundarins „Virkjum karla og konur – fjölbreytni í forystu.“</p> <p>Í þessari yfirskrift eru fólgin mikilvæg skilaboð. <span>&#160;</span>Ójöfn staða kynjanna í atvinnulífi, menntakerfi og stjórnsýslu hefur án efa sett mark sitt á þróun þjóðmála hin síðari ár.<span>&#160;</span> Sennilega getum við verið sammála um það að einsleitni í hugarfari og ákvörðunum í viðskiptalífinu, sem tengist á sinn hátt því hversu kynbundin hlutverk eru í fyrirtækjum og stjórnkerfi, átti sinn þátt í þeim ósköpum sem yfir okkur hafa dunið.<span>&#160;</span></p> <p>Ef við gætum horfið til baka og endurtekið leikinn er nokkuð öruggt að við myndum breyta um reglur á vellinum.&#160; Kalla fleiri til forystu með ólíkan bakgrunn, leyfa fjölbreyttari skoðunum og gagnrýnni hugsun að hafa áhrif á ákvarðanir og stefnu.</p> <p><strong>II</strong></p> <p>Undanfarin ár hefur það margoft komið til álita að setja lög um hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja í ljósi þeirra niðurstaðna sem liggja fyrir um ójafnan hlut kynjanna.&#160; Þannig hefur nýleg athugun Hagstofunnar leitt í ljós að níu af hverjum tíu framkvæmdastjórum, stjórnarformönnum og stjórnarmönnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri eru karlar. Þar segir einnig að á tímabilinu 1999–2007 hafi kynjaskipting stjórnarmanna og stjórnarformanna nánast verið sú sama, fimmtungur konur og afgangurinn karlar.</p> <p>M.a. til að bregðast við þessum niðurstöðum lagði ég síðastliðið haust fram á Alþingi frumvarp<span>&#160;</span> um að í ákvæðum laganna um hlutafélög og laganna um einkahlutafélög um stjórnir verði tekið fram að gætt skuli að kynjahlutföllum og að í tilkynningum um stjórnir til hlutafélagaskrár skuli sundurliða upplýsingar um hlutföll kynjanna í stjórn og meðal starfsmanna og stjórnenda þegar fleiri en 25 starfsmenn starf að jafnaði hjá félaginu.<span>&#160;</span></p> <p>Í frumvarpinu er einnig lagt til ákvæði um að við ráðningu framkvæmdastjóra skuli gætt að kynjahlutföllum og að í tilkynningum til hlutafélagaskrár skuli gefa upplýsingar um hlutföll kynjanna meðal framkvæmdastjóra.</p> <p>Samkvæmt gildandi lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, skulu atvinnurekendur vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna í starfsemi sinni og á vinnumarkaði almennt. Fyrirtækjum og stofnunum, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði, er auk þess skylt að setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína.<span>&#160;</span> Jafnréttisstofa getur framfylgt þessari skyldu fyrirtækja og stofnana með því að mæla fyrir um úrbætur og<span>&#160;</span> lagt á hlutaðeigandi aðila dagsektir ef þeim tilmælum er ekki sinnt eða ef hlutaðeigandi sinna ekki upplýsingaskyldu.</p> <p>Í umræðum um hið nýja frumvarp á Alþingi hafa tekist á þau sjónarmið annarsvegar að ganga þurfi lengra til að skylda fyrirtæki að jafna hlut kvenna í stjórnunarstöðum og hinsvegar að í stað þess að boða og banna ætti hið opinbera að beita jákvæðri til fyrirtækja.&#160;</p> <p>Í þessum umræðum hefur m.a. verið vísað til þess átaks sem hrint var af stokkunum með samkomulagi SA, FKA og Viðskiptaráðs með stuðningi þingmanna í öllum flokkum þar sem hvatt er til fjölgunar kvenna í forystusveit í íslensku atvinnulífi.&#160; Markmiðið átaksins er að innan fjögurra ára, þ.e. í árslok 2013 verði hlutfall hvors kyns í stjórnunarstöðum ekki undir 40%.</p> <p>Hvað sem líður átaksverkefni og lagafrumvarpi er ljóst að endanlegt ákvörðunarvald og frumkvæði í þessum efnum liggur hjá eigendum og stjórnendum fyrirtækja eða stofnana.</p> <p><strong>III</strong></p> <p>Færri konur hafa völd og áhrif í viðskiptalífinu en karlar. Á móti kemur að slagsíðan annars staðar í samfélaginu getur einnig verið á hina hliðina. Þannig höfum við á undanförnum árum séð öra þróun innan skólakerfisins í átt til þess að konur sinna meirihluta kennslu á fyrstu skólastigum og eru í miklum meirihluta meðal nemenda á framhalds- og háskólastigi.</p> <p>Í grunnskólum og leikskólum eru konur því í yfirgnæfandi meirihluta kennara og meirihluti kennara í framhaldsskólum eru nú einnig konur.<span>&#160;</span> Enn saxast á forskot karla við kennslu í háskólum og stefnir allt í það að konur verði orðnar þar í meirihluta innan fárra ára. Kunnara er en frá þurfi að segja að konur eru einnig í meirihluta þeirra sem útskrifast úr framhaldsskólum og nær allar deildir á háskólastigi eru setnar fleiri konum en körlum.<span>&#160;</span></p> <p>Þetta ójafnvægi í menntakerfinu birtist okkur nú sem jákvæð leiðrétting frá fyrra ástandi þegar karlar voru yfirgnæfandi innan kennarastéttarinnar og í nemendahópi. &#160;Von bráðar munum við hinsvegar þurfa að takast á við það að leita meira jafnvægis á ný þannig að ákveðnar starfsstéttir og fræðigreinar verði ekki of einsleitar.</p> <p>Eins og er mun þessi þróun innan menntakerfisins hinsvegar án efa smita út frá sér inn í atvinnulífið. <span>&#160;</span>Viðskiptafræðingar og lögfræðingar eru t.d. mjög áberandi í æðstu stöðum í viðskiptalífinu og raunar einnig í stjórnkerfinu og stjórnmálum.<span>&#160;</span> Staðan varðandi kynjaskiptingu í stjórnum og stjórnunarstöðu í dag endurspeglar þannig að einhverju leyti kynjaskiptinguna meðal viðskipta- og laganema fortíðarinnar. Þar sem hlutföll kynjanna meðal útskrifaðra<span>&#160;</span> viðskiptafræðinga og lögfræðinga eru óðum að verða jöfn mun þróunin væntanlega verða í þá átt að fleiri konur veljist til æðstu ábyrgðar í viðskiptalífinu og hjá hinu opinbera. <span>&#160;</span>Hversu ör sú þróun verður er hinsvegar undir eigendum og stjórnendum komið eins og áður segir.</p> <p><strong>IV</strong></p> <p>Góðir áheyrendur,</p> <p>Sú staðreynd að konur eru minna áberandi í forystusveit íslensks atvinnulífs hefur verið lengi ljós en því miður gengur hægt að breyta henni.<span>&#160;</span> Með því að virkja ekki til fulls krafta beggja kynja á þessum vígstöðvum hefur samfélagið tvímælalaust orðið fyrir skaða. Það eru augljós gæði og gagn fólgið í fjölbreytni. Við sjáum þess stað í lífríkinu, í menningunni og í efnahagslífinu. Nútíma fjárfestingafræði byggir á þeirri grunnhugmynd að dreifð áhætta og ábati haldist í hendur.<span>&#160;</span> Að safna öllum eggjunum í eina körfu þóttu aldrei góð hússtjórnarfræði og reglan gildir enn.</p> <p>Hagur einstaks fyrirtækis eða stofnunar af því að gæta jafnræðis og auka fjölbreytni getur í sumum tilvikum verið minni en hagur heildarinnar. &#160;Því þarf hið opinbera að ætla sér hlutverk og marka skýra stefnu. Boð og bönn sem ætlað er að veita aðhald og leiðrétta misrétti geta hinsvegar orðið að óþarfa byrði og leitt til lakari niðurstöðu. Það verður því að gæta jafnvægis í þessum efnum. Almennt er eigendum og stjórnendum ávalt lögð rík skylda á herðar.</p> <p>Það er sameiginlegt verkefni okkar að virkja til fulls þá krafta sem liggja hjá einstaklingum af báðum kynjum og efla með því fjölbreytni athafna og sjónarmiða sem þjóðfélagið þarfnast nú sem aldrei fyrr. &#160;Þau markmið sem sett hafa verið í orði þurfa að nást á borði.</p> <p>Ég þakka fyrir það tækifæri að fá að ávarpa ykkur í dag og lýsi ráðstefnuna setta.</p>

2009-11-05 00:00:0005. nóvember 2009Ávarp efnahags- og viðskiptaráðherra á fundi eignastýringar Íslandsbanka um umhverfi fjárfesta 5. nóvember 2009

<p><em><span>Fundarstjóri, ágætu ráðstefnugestir</span></em></p> <p><span>Til að fá skýra sýn á framtíðarumhverfi íslenskra fjárfesta er nauðsynlegt að byrja á að horfa í baksýnisspegilinn &ndash; þótt útsýnið sé ekki fagurt. Miðbik þessa fyrsta áratugar 21. aldar, einkenndist af mjög mikilli fjárfestingu, bæði hér á landi sem í öðrum iðnríkjum, allt þar til efnahagsáföllin dundu yfir. Hagvöxtur var víðast hvar mikill og raunvextir lágir á heimsvísu. <span></span>Mikið framboð af ódýru fjármagni hrinti af stað eignaverðsbólu sem teygði anga sína um allan heiminn, ekki síst til Íslands. Fjármagnið streymdi inn á hlutabréfamarkað og húsnæðismarkað, eignaverð snarhækkaði á fáum árum og myndaði þannig veð fyrir frekari lánum.<span>&nbsp;</span> Við þessar aðstæður máttu menn hafa sig alla við til að vera ekki útmálaðir fjármálasnillingar og æ erfiðara var fyrir fjárfesta að greina hafrana frá sauðunum.</span></p> <p><span>Þegar lánsfé tók skyndilega að þverra haustið 2007 urðu afleiðingarnar magnþrungnar. Vaxandi áhættufælni skók fyrst hlutabréfamarkaði og síðan húsnæðismarkað, bankar urðu að stíga harkalega á bremsurnar,<span>&nbsp;</span> skuldsett fyrirtæki áttu skyndilega í engin hús að venda.<span>&nbsp;</span> Eins og öllum er kunnugt sprakk eignabólan bæði vestan hafs og<span>&nbsp;</span> austan og tók með sér fjölmörg fjármálafyrirtæki í fallinu en miklu tapi var velt yfir á almenning.<span>&nbsp;</span> Íslenskir bankar voru ekki einir á báti en nöfn þeirra verða hinsvegar greypt í sögubækurnar, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hvergi var þenslan hlutfallslega meiri og hvellurinn að sama skapi stærri.</span></p> <p><span>Þetta liggur nú allt fyrir og því miður einnig það að við súpum nú öll seyðið af þessu í einhverjum mæli og munum gera um hríð. Skulda- og greiðslubyrðin hefur þyngst, lífskjör dragast saman tímabundið og atvinnuleysi hefur vaxið langt umfram það sem við teljum ásættanlegt. <span>&nbsp;</span>Miklar pappírseignir og óraunhæf ávöxtun hafa horfið eins og dögg fyrir sólu. Það er ekki hátt risið á mörgum fjárfestum um þessar mundir.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þó má, ef nánar er að gáð, einnig sjá bjartar hliðar á þessu ástandi.<span>&nbsp;</span> Því verður ekki á móti mælt að íslenskt efnahagslíf &ndash; og þá sérstaklega sá hluti sem ég kýs að kalla raunhagkerfið, þau fyrirtæki sem byggja tekjur sínar á fjölbreyttri framleiðslu og þjónustu -<span>&nbsp;</span> hefur þrátt fyrir allt sýnt ótrúlegan sveigjanleika og getu til að skapa tekjur og störf.<span>&nbsp;</span> Eins og oft áður þarf gjarnan útlenda gesti til að benda okkur á það augljósa. Meira en níu af hverjum tíu eru enn við störf og samdráttur í framleiðslu er minni en búist var við og litlu meiri eða jafnvel minni en meðal margra nágrannaþjóða.<span>&nbsp;</span> Þetta sjónarmið hef ég heyrt oft að undanförnu frá erlendum viðmælendum sem líta flestir íslenska hagkerfið jákvæðum augum þrátt fyrir þau áföll sem dunið hafa yfir. Þeir sjá Ísland jákvæðari augum en margir heimamenn. Enda sjá þeir hér hagkerfi með afar háar tekjur á mann, hvort heldur er í sögulegum eða alþjóðlegum samanburði, mikinn mannauð og ríkulegar náttúruauðlindir. Glöggt er gests augað.</span></p> <p><span>Ein helsta skýringin á viðbragðsflýti íslenska hagkerfisins er að vexti og samkeppnishæfni útflutningsgreinanna voru á undanförnum árum settar skorður vegna ruðningsáhrifa fjármálakerfisins og sterks raungengis.<span>&nbsp;</span> Þessi fyrirtæki búa hinsvegar að miklum styrk og faglegri þekkingu sem nú er hægt að leysa úr læðingi. Það er full ástæða til að fagna því hvernig útflutningsfyrirtæki í mörgum öðrum greinum hafa náð að halda sjó og nýta þau tækifæri sem fólgin eru í hagstæðara gengi þrátt fyrir að samdráttur hafi orðið á erlendum mörkuðum.</span></p> <p><span>Hið sama má segja um fjöldamörg framleiðslu-, þjónustu- og verslunarfyrirtæki sem hafa sýnt mikla þrautseigju og endurskipulagt rekstur við erfiðar aðstæður. Mörg þeirra vinna nú nýja markaði innanlands á kostnað erlendra keppinauta.</span></p> <p><span>Þannig hefur þessum fyrirtækjum tekist að halda miklum meiri hluta vinnuafls á landinu í vinnu og komið í veg fyrir hrun í tekjum eða lífskjörum. Þessi mikilvægi varnarsigur hefur náðst þrátt fyrir að Íslendingar gangi nú í gegnum eitt versta banka- og gjaldmiðilshrun sem dunið hefur yfir vestræna þjóð. Varnarsigurinn er jafnframt fyrsta skrefið í nýrri sókn.</span></p> <p><span>Eignaverðsbóla þessa áratugar er hvorki sú fyrsta í sögunni né verður hún sú síðasta. Slíkar bólur eiga það sammerkt að eftir á að hyggja er vandinn augljós en það er aldrei erfiðara að sjá bólu en í henni miðri. Þegar rykið sest þurfum við að bera gæfu til að draga lærdóm af reynslu sem var dýru verði keypt. Stjórnendur fyrirtækja verða að hugsa margt upp á nýtt og stjórnvöldum ber að gera allt sem mögulegt er til þess að bæta úr þeim annmörkum sem nú virðast augljósir á umgjörð fjármála- og efnahagslífsins.</span></p> <p><span>Af hálfu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hefur þannig verið lagt í mikla vinnu við að endurskoða allt regluverk fjármálakerfisins. Þar þarf að búa svo um hnútana að bankakerfið geti stutt við vöxt og viðgang atvinnulífsins og staðið jafnframt traustari fótum en áður. Það verður ekki tjaldað til einnar nætur. Nú á haustmánuðum höfum við til að mynda stigið mikilvæg skref í þessa átt. Embættismenn víða að úr stjórnkerfinu og starfsmenn bankanna hafa þannig unnið mikið þrekvirki við að reisa við að nýju þrjá viðskiptabanka og ljúka samningum við kröfuhafa í þrotabú föllnu bankanna. Lokaskrefin verða tekin á næstu vikum. Það er óhætt að fullyrða að það eru engin fordæmi fyrir því í sögunni að tekist hafi að reisa nýtt fjármálakerfi úr rústum á jafnskömmum tíma.</span></p> <p><span>Þá hafa stjórnvöld og bankamenn unnið hörðum höndum að því að finna lausnir á <span>&nbsp;</span>skuldavanda heimila og fyrirtækja. Farsæl lausn á endurskipulagningu skulda verður án efa eitt vandasamasta verkefni næstu mánaða og ára. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld, bankamenn og fyrirtæki að leggjast á eitt til að finna réttlátar og hagfelldar lausnir með hagsmuni atvinnulífsins og almennings að leiðarljósi.</span></p> <p><span>Af hálfu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hafa verið undirbúnar veigamiklar breytingar á regluverki íslenska fjármálakerfisins þannig að unnt verði að efla eftirlitsstofnanir, auka ábyrgð stjórnenda fjármálastofnana og draga úr áhættu.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Meðal þess sem tekið verður á í þeim lagafrumvörpum sem ég hyggst leggja fyrir Alþingi á næstu vikum eru skýrari ákvæði um hegðunar- og hæfisreglur fyrir stjórnir og æðstu stjórnendur fjármálafyrirtækja,<span>&nbsp;</span> hertar verða reglur um lánveitingar með veði í hlutabréfum, krosseignarhald, lán til tengdra aðila og áhættuskuldbindingar auk þess sem meiri áhersla verður lögð á áhættustýringu og ábyrgð stjórnar og stjórnenda í því samhengi.<span>&nbsp;&nbsp;</span> Heimildir eftirlitsaðila til inngrips verða rýmkaðar, ábyrgð endurskoðunardeilda aukin og eftirlit aukið með eigendum virkra eignarhluta.</span></p> <p><span>Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur einnig lagt í heildarendurskoðun á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði sem tekur mið af þeirri umræðu sem fram hefur farið í kjölfar áfallsins. Þá hefur verið unnið að endurskoðun laga um hlutafélög og einkahlutafélög, einkum til að auka gegnsæi varðandi eignarhald,<span>&nbsp;</span> ábyrgð stjórnarmanna og réttindi hluthafa, sérstaklega þeirra sem eru í minni hluta.<span>&nbsp;</span> Öll munu þessi frumvörp hafa áhrif á umgjörð fjármálakerfisins og hag fjárfesta.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span>Á uppgangstímum bjuggu íslensk stjórnvöld í haginn fyrir fjárfesta: fjármagnstekjuskattar voru lágir,<span>&nbsp;</span> skattaumhverfi fyrirtækja varð sífellt hagstæðara; fremur aðhaldslítil peningastefna ásamt taumlausum vexti bankakerfisins tryggði að fjármagn var ódýrt og eignir uxu stöðugt í verði. Margir fjárfestar nýttu það tækifæri sem umhverfið bauð af skynsemi og varkárni en því verður ekki á móti mælt að mikið af fjármagni leitaði því miður tækifæra þar sem gróðinn virtist skjótfenginn en reyndist að sama skapi hverfull.<span>&nbsp;</span> Þá verður ekki undan því vikist að viðurkenna að stjórnvöld stóðu ekki vaktina af nægilegri festu og tryggðu að almenningur yrði ekki fyrir skaða af framferði einkaaðila.</span></p> <p><span>Ég hygg að við séum nú flest öll reynslunni ríkari og flestum er í huga að nýta þau tækifæri sem búa í efnahagsumhverfinu af skynsemi og ráðdeild.</span></p> <p><span>Mikilvægast er sennilega að hafa í huga að tækifæri sem eru of góð til að vera sönn eru sennilega hvorki góð né sönn: Í efnahagslífinu leynast á hverjum tíma mörg fjárfestingatækifæri sem falla í skuggann þar sem þau eru ekki líkleg til að gefa af sér skyndilegan eða mikinn gróða. Slíkar fjárfestingar þar sem skynsamlegur vöxtur helst í hendur við hæfilega áhættu eru hinsvegar oft líklegri til þess að standast tímans tönn og veita góða ávöxtun yfir langan tíma.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Í öðru lagi mega fjárfestar ekki halda sig með allt sitt fjármagn í öruggu skjóli bankainnstæðna og ríkisbréfa, þótt það hafi verið eðlileg viðbrögð meðan ringulreiðin var mest.<span>&nbsp;</span> Sennilega hafa tækifærin til að fjárfesta með viðunandi áhættu og góðri ávöxtun sjaldan verið betri.<span>&nbsp;</span> Þannig hefur sjaldan verið mikilvægara að fjárfestar hlúi að sprotafyrirtækjum eða fjárfestingartækifærum í framleiðslu og þjónustu sem áttu erfitt með að ná augum fjárfesta á uppgangstímum.<span>&nbsp;</span> Líkurnar á að þessi fyrirtæki og fjárfestingartækifæri nái að blómstra eru nú mun betri en áður, ekki síst vegna þess að ruðningsáhrifa hins fjármagnsfreka gamla bankakerfis og ofurlaunakerfis þess gætir ekki lengur. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Með því að draga úr þensluvekjandi áhrifum af ójafnvægi í fjármálakerfinu og styðja fjárfestingu í sprotafyrirtækjum með hagstæðri skattlagningu leggja stjórnvöld sitt af mörkum til þess að efla vöxt í þessum geira.</span></p> <p><span>Í þriðja lagi eru fjárfestingatækifæri víða þar sem hagstætt verð, vænt ávöxtun og viðunandi áhætta helst í hendur. Gengi íslensku krónunnar hefur sjaldan verið hagstæðara, jafnt fyrir útflutningsfyrirtæki sem eru nú skyndilega með betri samkeppnisstöðu en nokkru sinni áður og fyrir þá fjárfesta &ndash; innlenda sem erlenda &ndash; sem eiga erlendar eignir og geta nú ótrauðir flutt það fé til Íslands á bestu fáanlegu kjörum, sem líklega bjóðast aldrei aftur. Það gildir það sama um fjárfesta og ferðamenn &ndash; þeir fá líklega aldrei betra tækifæri til að sækja Ísland heim en nú.</span></p> <p><span>Þannig var það skref sem við tókum 1. nóvember við afnám fyrsta hluta fjármagnshaftanna afar mikilvægt &ndash; öllum fjárfestum býðst nú að flytja fé til landsins í þeirri vissu að það fé sem berst inn til nýrra fjárfestinga eða er skipt í krónur á innlendum reikningum sé hér óbundið.</span></p> <p><span>Meginmarkmið okkar hlýtur að vera að endurreisa hagkerfið og skjóta styrkari stoðum undir hagvöxt til lengri tíma litið. Þannig getur nýtt mynstur í efnahagslífinu orðið til með minni áherslu á fyrirtækjasamsteypur með flóknu eignarhaldi en meiri áherslu á fleiri, smærri og fjölbreyttari fyrirtæki með einfaldara og gagnsærra eignarhaldi.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Jafnvel í eðlilegu árferði tekur atvinnulíf sífelldum breytingum. Fyrirtæki koma og fara, nýjar viðskiptahugmyndir koma fram, nýjar vörur og framleiðsluaðferðir ryðja burt því sem áður var alls ráðandi. Þegar hagsveiflan er djúp og snörp verða þessar breytingar róttækari og örari. Hagfræðingar tala stundum um skapandi eyðileggingu eða <em>creative destruction</em> í þessu samhengi. Hugmyndin er alla jafna tengd nafni hagfræðingsins Joseph Schumpeter sem skrifaði um nauðsyn þess að ryðja burt viðskiptavenjum og fyrirtækjum sem ekki stæðust tímans tönn, til að rýma fyrir nýjum. Það er engin tilviljun að hugmyndin kom fram á einhverjum mesta umrótstíma mannkynssögunnar, í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar og að nýlokinni heimskreppu.</span></p> <p><span>Í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu munum við meðal annars beita okkur fyrir því að lagarammi um fjármálakerfið, hlutafélög, eignarhaldsfélög og fjárfestingarsjóði stuðli að heilbrigðri endurnýjun hagkerfisins. Ætlunin er ekki að endurreisa hagkerfið sem hrundi í lítt breyttri mynd.</span></p> <p><span>Fjármagnseigendur þurfa að sínu leyti að axla meiri ábyrgð &ndash; veita þeim sem stjórna fjárfestingu virkt aðhald og krefjast þess að áhætta sé gerð sýnileg og mælanleg.<span>&nbsp;</span> Þetta sjónarmið er einnig haft að leiðarljósi við þær lagabreytingar sem ég mun beita mér fyrir á næstunni.</span></p> <p><span>Einnig ættum við öll að vera sammála um það að búa verði svo um hnútana að einkaaðilar geti í fjárfestingum sínum og rekstri ekki firrt sjálfa sig áhættu og varpað henni yfir á almenning.<span>&nbsp;</span> Áhætta, ábyrgð og væntur ávinningur verða að haldast í hendur. Versta hugsanlega skipting áhættu er þegar einstakir fjárfestar njóta þess ríkulega ef vel gengur en ef illa gengur sitja skattgreiðendur eða grandalausir meðfjárfestar uppi með reikninginn. Endurbætur á regluverkinu og ný umgjörð fjármálamarkaðar munu að sjálfsögðu einnig markast af þessu. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Allar þær breytingar sem gerðar verða til að treysta stoðir efnahagslífsins og regluverk fjármálamarkaðar eru til þess fallnar að bæta hag fjárfesta, jafnt innlendra sem erlendra.</span></p> <p><span>Við þurfum öll að vera undir það búin að leiðin framundan verði grýtt. Vísast mun mörgum finnast þeir taka eitt skref aftur á bak fyrir hver tvö fram á við. Íslendingar eru ekki einir á báti &ndash; hið alþjóðlega fjármálakerfi hefur steytt á skeri og ríkisstjórnir um allan heim glíma nú við djúpstæðan og langvarandi efnahagsvanda. Væntanlega verða flestir útflutningsmarkaðir erfiðir og fjármagn dýrt enn um sinn.<span>&nbsp;</span> Það eru engar einfaldar og skjótvirkar lausnir í boði. Engu að síður bendir ekkert til annars en að við Íslendingar munum vinna okkur út úr þessum vanda og standa styrkari fótum eftir en áður. Fyrr en varir munum við sjá sköpunina sem eyðileggingin gerði mögulega.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2009-10-15 00:00:0015. október 2009Opnunarávarp Gylfa Magnússonar ráðherra á ráðstefnu um stjórnarhætti í fjármálaþjónustu

<p><span>Ráðstefnustjóri og ágætu fundargestir,</span></p> <p><span>Í kjölfar hruns bankanna í október 2008 hefur stjórnsýslan unnið mikið verk við endurskoðun á regluverki og umgjörð fjármálalífsins. Athygli efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hefur ekki síst beinst að þeim reglum sem gilda um stjórnarhætti fjármálafyrirtækja og þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra sem stjórna þessum fyrirtækjum.</span></p> <p><span>Í kjölfar bankahrunsins var finnski sérfræðingurinn Kaarlo Jännäri fenginn til að yfirfara regluverk á íslenskum fjármálamarkaði og skilaði hann skýrslu sinni fyrr á þessu ári.&nbsp;</span></p> <p><span>Meginniðurstaða Jännäri var að íslenskt regluverk væri sambærilegt því sem gerist í öðrum EES ríkjum</span><span>. Það kom ekki að koma á óvart því að hið íslenska regluverk er að uppistöðu til upprunnið í Evrópu</span><span>. Jännäri benti þó á nauðsyn þess að skerpa á reglum á ýmsum sviðum</span><span>. S</span><span>kipaði ég því nefnd til að yfirfara regluverkið frekar og smíða frumvarp um breytingar á lögum þar sem ábendingar Jännäri eru meðal annars hafðar til hliðsjónar.</span></p> <p><span>Nefndin um endurskoðun á lögum um fjármálafyrirtæki hefur einkum einbeitt sér að því að endurskoða ákvæði um hegðunar- og hæfisreglur. Einnig má nefna reglur um lánveitingar með veði í eigin hlutabréfum, krosseignarhald, áhættustýringu, lán til tengdra aðila, stórar áhættuskuldbindingar auk þess sem nefndin leggur til aukið eftirlit með eigendum virkra eignarhluta og skerpir á reglum um hæfi stjórnenda og framkvæmdastjóra. Einnig eru lagðar til breytingar á heimild eftirlitsaðila til inngrips, ábyrgð innri endurskoðunardeilda og áhættustýringar og bankaleynd. Ég stefni að því að leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi á næstu vikum.&nbsp;</span></p> <p><span>Ráðuneytið hefur jafnframt</span> <span>lagt í</span> <span>heildarendurskoðun á lögum um vátryggingastarfsemi</span><span>. Meðal þess sem það mun leiða til eru</span> <span>breytingar á hæfisskilyrðum og heimild til stjórnarsetu og verða</span> <span>tillögur</span> <span>þær lagðar fram á þingi á þessu hausti.&nbsp;</span></p> <p><span>Hið sama gildir um nýtt frumvarp til laga sem lagt verður fram á næstu vikum um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði</span><span>. Þar eru</span> <span>lagðar til breytingar á gildandi lögum, meðal annars hvað varðar fjárfestingarstefnu, hæfisskilyrði sjóðsstjóra, hæfi rekstrarfélaga og eftirlitsheimildir Fjármálaeftirlitsins.&nbsp;</span></p> <p><span>Þá hefur einnig verið unni</span><span>ð að</span> <span>endurskoðun laga um hlutafélög og laga um einkahlutafélög með tilliti til þess að auka ábyrgð stjórnarmanna, auka gegnsæi varðandi eignarhald og auka réttindi hluthafa. Stefni ég að því að leggja frumvarp þessa efnis fram á þingi nú í haust.&nbsp;</span></p> <p><span>Þótt þær aðstæður sem sköpuðust á Íslandi haustið 2008 séu um margt sérstæðar</span> <span>er</span> <span>engu að síður</span> <span>ástæða til að fylgjast náið með</span> <span>þeirri umræðu sem fer fram í nágrannaríkjum okkar</span> <span>og</span> <span>á vettvangi alþjóðastofnana og samtaka.&nbsp;</span></p> <p><span>Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) kemst þannig að þeirri niðurstöðu í nýlegri skýrslu sinni um lærdóm sem draga má af efnhagskreppunni að stjórnarháttum alþjóðlegra fjármálafyrirtækja hafi verið verulega ábótavant.&nbsp;</span></p> <p><span>Þannig brugðust áhættustýringardeildir</span> <span>augljóslega</span> <span>hlutverki sínu í mörgum tilvikum</span><span>. V</span><span>andinn var ekki aðeins fólgin í mistökum starfsmanna þessara sviða eða í þeim aðferðum sem þ</span><span>eir</span> <span>lögðu til grundvallar</span> <span>greiningar og</span> <span>ákvarðana</span><span>. S</span><span>tjórnir</span> <span>og framkvæmdastjórar</span> <span>viðkomandi fyrirtækja báru sig ekki eftir upplýsingum um áhættu og brugðust ekki við þeim upplýsingum sem fyrir lágu.&nbsp;</span></p> <p><span>Í mörgum tilvikum voru mjög skýrar og ítarlegar skráðar reglur um áhættu í fjárfestingum og lánveitingum til staðar</span><span>,</span> <span>samþykktar af stjórn eða eftirlitsaðilum</span><span>,</span> <span>en enginn</span> <span>virðist hafa</span> <span>fylgst með því hvort mælanlegum markmiðum væri náð.&nbsp;</span></p> <p><span>Ábyrgð æðstu stjórnenda gagnvart stjórnum fjármálafyrirtækja og ábyrgð stjórna fjármálafyrirtækja gagnvart hluthöfum var því ekki næg og eftirlit</span><span>i</span> <span>með því að viðkomandi aðilar væru að rækja hlutverk sitt sem skyldi var einnig ábótavant.&nbsp;</span></p> <p><span>OECD er einnig í hópi þeirra aðila sem benda á að of mikil brögð hafi verið að því að afkastahvetjandi launakerfi ýttu undir áhættusækni auk þess sem of lítið eftirlit hafi verið með því að fyrirtæki opinberuðu upplýsingar um áhættu og eða skýrðu fyrir almennum hluthöfum og fjárfestum hvaða kerfi væru til staðar til að takmarka og mæla áhættu. &nbsp;</span></p> <p><span>Þær breytingar sem fólgnar eru í</span> <span>fyrrnefndum</span> <span>frumvörpum til nýrra laga um fjármálastarfsemi, vátryggingarstarfsemi og hlutafélög munu vonandi svara að nokkru leyti þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á regluverk íslenska fjármálageirans og ábyrgð eða öllu heldur ábyrgðarleysi stjórnenda.&nbsp;</span></p> <p><span>Við leitumst einnig eftir því að fara að tilmælum ráðgjafa sem kallaðir hafa verið til innanlands og draga lærdóm af þeirri greiningu sem</span> <span>unnin hefur verið</span> <span>á orsökum fjármálakreppunnar á erlendum vettvangi.</span></p> <p><span>Eins og kunnugt er verður enn að bíða niðurstöðu rannsókna á aðdraganda og ástæðum hrunsins</span><span>. Töfin breytir því þó ekki að niðurstaða mun fást. A</span><span>uk þess</span> <span>mun</span> <span>ákæruvaldið og dómskerfið mun eiga sinn þátt í að draga fram þá annmarka sem voru á regluverkinu og í eftirliti.</span></p> <p><span>Þannig verður ekki staðar numið hér, heldur munum við halda áfram að endurskoða og leitast við að endurbæta þær stofnanir og reglur sem eru til staðar í ljósi þeirra staðreynda og greininga sem enn eiga eftir að koma í ljós. Eins og ég benti áður á erum við Íslendingar hinsvegar síður en svo ein</span><span>ir</span> <span>á báti</span><span>. M</span><span>á búast við því að sambærileg vinna</span> <span>verði unnin</span> <span>í stjórnkerfi flestra grannríkja okkar.&nbsp;</span></p> <p><span>Meginverkefni okkar hlýtur að vera að búa svo í haginn að áhætta sem er til staðar í viðskiptum með fé og fjármálagerninga verði gerð sýnilegri, mælanlegri og rekjanlegri og að ábyrgð hvers aðila sem á að stjórna eða hafa eftirlit með þessari áhættu sé vel skilgreind. &nbsp;</span></p> <p><span>Sú &nbsp;umgjörð sem einstaklingum og fyrirtækjum er búin með regluverki og eftirlitsstofnunum verður þannig að hafa tilætluð áhrif á hegðun og útkomu</span><span>. A</span><span>ðeins þannig munum við koma í veg fyrir að sagan geti endurtekið sig.&nbsp;</span></p> <p><span>Hlutverk eftirlitsstofnana, löggjafa,</span> <span>og handhafa</span> <span>framkvæmda</span><span>-</span> <span>og dómsvalds er hinsvegar aðeins hluti af heildarmyndinni. Mikilvægur þáttur í uppbyggingu heilbrigðs markaðar og fjármálakerfis hlýtur að vera ábyrg stjórnun fyrirtækja og þau gildi og markmið sem lögð eru til grundvallar í stjórnarháttum þeirra.</span></p> <p><span>Við munum því aðeins ná b</span><span>etri</span> <span>árangri og afstýra viðlíka áföllum í framtíðinni ef hið opinbera, stjórnendur fyrirtækja og eigendur setja sér það markmið að læra af mistökunum og lagfæra það sem miður fór með bætt</span><span>u</span> <span>regluverki, aukinni ábyrgð og heilbrigðari stjórnarháttum.</span></p> <p><span>Sem skólamanni er mér vitaskuld hugleikið hlutverk þeirra menntastofnana sem búa fólk undir störf í atvinnulífinu, þar á meðal fjármálakerfinu. Háskólarnir hafa með áherslum sínum í kennslu og rannsóknum mikil áhrif á þróun íslensks atvinnulífs. Þetta á ekki einungis við þær deildir þeirra sem útskrifa viðskiptafræðinga en þar er þó líklega ábyrgðin mest. Eftir hamfarir eins og þær sem við höfum nú upplifað hljóta þeir sem þar starfa að taka ýmislegt í námsefninu til endurskoðunar.</span></p> <p><span>Listinn yfir það sem virðist þurfa að skoða er langur. M.a. þarf að horfa með gagnrýnum hætti á umfjöllun um stjórnarhætti og viðskiptasiðferði og fjölmarga þætti fjármála, svo sem áhættumat og áhættustjórnun. Þá þarf að fara yfir regluverk reikningshalds og endurskoðunar og menntun þeirra sem framkvæmd þess sinna.</span></p> <p><span>Við Íslendingar erum ekki einir um að þurfa að huga að þeim málum sem hér hafa verið reifuð en líklega er engum ljósari þörfin en okkur.</span> <span>Ég vil því fagna framtaki skipuleggjanda ráðstefnunnar hér í dag og vonast eftir fróðlegri og líflegri umræðu um þe</span><span>ssi</span> <span>mikilvæg</span><span>u</span> <span>málefni.</span></p> <br /> <br />

2009-09-28 00:00:0028. september 2009Samkeppni á samdráttartímum eftir Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra

<p><span>Eitt af því mikilvægasta sem huga þarf að við endurreisn íslensks efnahagslífs er hvernig tryggja má að hagkerfi framtíðarinnar geti skilað landsmönnum sem bestum lífskjörum á næstu árum og áratugum. Í þeirri vinnu þarf augljóslega bæði að horfa til þess sem vel var gert á undanförnum árum og þess sem fór úrskeiðis. Við þurfum að byggja á því fyrra og koma í veg fyrir að það síðara geti endurtekið sig. Við getum einnig horft til reynslu annarra landa af alvarlegum efnahagsáföllum og hvað hefur gefist vel og hvað illa við að vinna á þeim.</span></p> <p><span>Reynsla annarra landa kennir að á samdráttartímum kann að virðast freistandi að reyna að styðja við illa stödd fyrirtæki með því að gefa þeim afslátt af eðlilegum samkeppnisreglum. Það er líka við því að búist að raddir þeirra sem vilja vernda innlend fyrirtæki fyrir erlendri samkeppni verði háværar.</span></p> <p><span>Reynsla annarra landa kennir líka að þetta er reginfirra. Það leysir engan vanda, ekki einu sinni til skamms tíma, að draga úr samkeppni á samdráttartímum. Það örvar ekki efnahagslífið. Þvert á móti. Fyrirtæki sem búa ekki við aðhald eðlilegra samkeppnisreglna setja upp hærra verð, framleiða minna, fjárfesta minna, setja minna í vöruþróun og leit að nýjum mörkuðum og veita færrum atvinnu en þau sem búa við heilbrigða samkeppni. Ein helsta skýring þess hve Bandaríkjamönnum gekk hægt að vinna sig út úr heimskreppunni á fjórða áratugnum er einmitt þau mistök sem þeir gerðu þá með því að draga úr aðhaldi með samkeppni fyrirtækja.</span></p> <p><span>Þegar Finnar lentu í djúpri efnahagslægð í upphafi tíunda áratugarins var þeim þetta ljóst. Mikilvægur þáttur í viðbrögðum þeirra við efnahagsvandanum var að efla samkeppniseftirlit þar í landi, m.a. með nýjum lagaheimildum. Samkeppniseftirlitin á Norðurlöndum draga þetta skýrt fram með dæmum frá fleiri löndum í sameiginlegri skýrslu þeirra um samkeppni í fjármálakreppunni sem út kom fyrr í þessum mánuði.</span></p> <p><span>Á fjórða áratugnum kom einnig skýrt í ljós hve skelfilegar afleiðingar það hefur ef einstök lönd reyna að vernda sinn heimamarkað til að vinna gegn samdrætti. Innflutningshöft í einu landi valda þarlendum neytendum beinum skaða. Um leið og önnur lönd svara í sömu mynt skaðast útflytjendur einnig. Tollmúrar og innflutningshöft valda á endanum tjóni fyrir alla. Því er það mjög mikilvægt, jafnt fyrir Ísland sem önnur lönd, að reyna ekki að varpa vanda eins lands vegna efnahagssamdráttar yfir á nágrannana með vanhugsuð aðgerðum. Það hefur aldrei gefist vel.</span></p> <p><span>Virk og heilbrigð samkeppni er nauðsynleg forsenda þess að íslenskt efnahagslíf geti náð vopnum sínum á ný. Það er vissulega erfitt að ganga í gegnum djúpan samdrátt efnahagslífsins en því má ekki gleyma að við getum og munum fyrirsjáanlega vinna okkur út úr vandanum. Umrótið skapar jafnframt margvísleg tækifæri. Margt má hugsa upp á nýtt. Við þurfum ekki og eigum ekki að endurreisa þær fyrirtækjasamsteypur og þau eignarhaldsfélög sem tröllriðu íslensku efnahagslífi undanfarin ár. Við getum líka og munum skipuleggja nýtt og heilbrigðara fjármálakerfi frá grunni. Nýtt hagkerfi á að geta risið með fleiri, smærri og fjölbreyttari fyrirtækjum, einfaldara og gagnsærra eignarhaldi og mun eðlilegri dreifingu arðs af starfsemi þeirra.</span></p> <p><span>Endurreist fjármálakerfi Íslendinga leikur lykilhlutverk í þessari vinnu. Mjög mikilvægt er að þegar lánastofnanir koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja á næstu mánuðum þá verði horft til samkeppnissjónarmiða. Gagnsæ og fagleg vinnubrögð lánastofnanna eru jafnframt nauðsynleg til að tryggja að skilið verði milli feigs og ófeigs í fyrirtækjaflórunni með skynsamlegum hætti. Þau fyrirtæki eiga að fá að lifa sem geta skapað verðmæti og skilað arði í harðri samkeppni við eðlilegar aðstæður. Það er hins vegar engum greiði gerður með því að halda fyrirtækjum á lífi sem ekki þola náttúruval heilbrigðs markaðar.</span></p> <p><span>Íslenskt efnahagslíf byggir þrátt fyrir allt á afar sterkum stoðum. Því má ekki gleyma að jafnvel áður en útrásarbólan bjó til óraunhæf lífskjör og keyrði neyslu landsmanna upp úr öllu valdi var afar gott að búa á Íslandi. Lífskjör höfðu aldrei verið betri í sögu landsins og stóðust vel samanburð við það sem best þekkist erlendis. Þótt við þurfum að leggja talsvert á okkur á næstu misserum til að leysa skammtímavanda höfum við ekki tapað neinu af því sem þurfti til að búa svo vel. Við höfum jafnframt alla burði til að gera enn betur á næstu áratugum.</span></p> <p><span>Höfundur er viðskiptaráðherra.</span></p> <p><span>Grein birtist í Fréttablaðinu þann 28. september 2009.</span></p> <br /> <br />

2009-09-10 00:00:0010. september 2009Ávarp Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra á Nordisk Konkurrencemøde, haldið á Selfossi 10. september 2009

<p>Kære konferencegæster</p> <p>Det er en stor ære for mig at få lov at tiltale dette årlige møde for de. nordiske konkurrancestyrelser.</p> <p>Disse oprørs- og omvæltingstider som vi liver i frembringer både chancer og problemmer for konkurrancemyndigheder. Chancerne ligger først og fremmest i mugligheder for at bidrage til det at når støvet lægger sig, står sundere økonomi som godt benytter fordele af konkurrance, alle til gavn.<br /> Det er ét værdigt og interessant projekt.</p> <p>Risikoen er derimod den at dette lykkes ikke, mugligvis fordi konkurranceaspekter ikke er i kridthuset i tid med recession og stigende arbejdsløshed.</p> <p>Ved sådan betingelser kan kortsynede politikere fristes at førsøge at lave et ly for dårlige stillede firmaer, med at give dem rabat af konkurranceregler. Det er også riskio for at de stemmer som ønsker at patronisere indenlandske firmaer fra fremmed konkurrance bliver mere højrøstet når markedet går ned. Disse stemmer høres her i Island ligesom mange andre steder i de foregående månder.</p> <p>Dette skal bekæmpes med alle tilgængelige råder. Selve konkurrancestyrelserne spiller en hovedrolle men de vil få svært med det får de ikke samfundets opbakning. Lovgiveren og indehaver den udøvende myndighed må stå sin pligt, reklamere for konkurranceaspekter, støtte konkurrancestyrelserne og holde vagt om konkurrancestyrelsens lovgrundlag.</p> <p>Historien fortæller os at ønsker man at forlænge krise og recssion, så er den sikkreste vej til det, at reducere konkurrance, bistå monopol og holde døende økonomi dinosaurer i live længere end råd står til</p> <p>Historien fortæller os også at selvom skarp reces´sion i det økonomiske system er smertefuld, kan den desuden være begyndelsen af et nyt angreb.</p> <p>Alle økonomiske systemer skal være i en uafbrudt fornyelse. Nye firmaer overtager de gamle som ikke består konkurrance og gamle firmaer ændrer kurs og fornyes.</p> <p>Sund konkurrance er nøglen for at denne uafbrudte fornyelse bliver og at den afleverer egentlig udvikling. Det er ét vigtigeste formål for alle konkurrancemyndigheder over hele verden at bidrage til. Den rolle har nok aldrig været vigtigere end i disse tider.</p> <br /> <br />

2009-09-10 00:00:0010. september 2009Ávarp Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra á ráðstefnu um bankaleynd haldin þann 10. september 2009

<p align="left">Good afternoon.</p> <p align="left">The financial crisis has initiated discussions and work by regulators, both at the national and the international level, aiming to strengthen the financial legal framework. There are indications that the European Union will form new rules with this same aim, including in the area of supervision of financial undertakings, disclosure and bank confidentiality. These rules are bound to affect our national legal framework in this respect.</p> <p align="left">Even though not defined in Icelandic law, daily discussions on the term &ldquo;bank confidentiality&rdquo; appear to be wider than indicated by law. The multifaceted term is and has through the years been rather controversial, mainly due to the many aspects involved. Therefore, when reforming rules on bank confidentiality, these aspects need to be well kept in mind.</p> <p align="left">On the one hand it must be secured that the rules will neither enable individuals nor companies to hide unsound and possibly even unlawful business practice. On the other hand it needs to be remembered that majority of the general public are lawfully abiding citizens that have nothing to hide. For this latter mentioned group it is important that they can rely on proper confidentiality with respect to their financial matters.</p> <p align="left">Changes aiming towards securing these goals are well obtainable. Firstly, bank confidentiality may not restrict access to information of those that have a supervisory role to play. Despite the fact that the Financial Supervisory Authority (the FSA) already has extensive authority to gather information from financial undertakings, further improvements could be made. This could for example be done by looking to Danish law, where the law stipulates that the right of others, having a supervisory role to play, to obtain information prevails FSA&rsquo;s bank confidentiality.</p> <p align="left">Secondly, public documents on financial undertakings, for example annual reports and other reports, including notices both from the undertakings themselves and the relevant supervisory authority need to reflect their position as accurately as possible.</p> <p align="left">Lastly, it is important to secure bank confidentiality in certain instances. Imposing an obligation on financial undertakings to reveal information to those clients that so request about who have, by the use of their computer systems, examined information relating to their financial interests could be an option. By law the health system currently allows for such right of patients; by request they have the right to know who have accessed information that relate to them personally.</p> <p align="left">When rebuilding our new financial system it is important that no shelter is being offered for those that have things to hide from supervisory authorities, whether it being the FSA, taxing authorities, competition authorities, police, prosecutors or others. At the same time there are those that need to be able to trust that bank confidentiality is honoured. Soundness and transparency are of key importance.</p> <p align="left">It is important to have healthy and open discussions about the financial system, including discussions on what has gone wrong in the past and in what areas improvements can be made. By referring to bank confidentiality the collapsed banks of the past, their owners and directors should not hinder these healthy and open discussions. As I mentioned earlier, due to the financial crisis, work is already underway, both at the national and the international level, aiming to strengthen the financial legal framework. This includes work at the Ministry of Business Affairs which is expected to lead to changes of the Act on Financial Undertakings, including rules relating to bank secrecy.</p> <p align="left">The most recent events, where an acting prosecutor has dismissed charges made by the Financial Supervisory Authority against some journalists for publishing information believed by the FSA to breach bank confidentiality, confirm the need to reconsider the legal framework involving bank confidentiality. This change needs however to be carried out cautiously and it is my personal opinion that bank confidentiality should not be extended to the media.</p> <p align="left">With these words and as I look forward to listen to our distinguished speakers I welcome you all to this conference on bank confidentiality</p> <p align="justify"><a href="/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Acrobat/Bankaleynd,_netauglysing.pdf">Ráðstefna um bankaleynd</a></p> <br /> <br />

2009-07-31 00:00:0031. júlí 2009Greiðslugeta og erlendar skuldir eftir Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra

<div> <div> Í umræðu um Icesave-samkomulagið hafa ýmsir haldið því fram að það sé Íslendingum eða íslenska ríkinu ofviða að standa við þær greiðslur sem þar er lofað. Hafa menn þá einkum vísað til þess að gjaldeyristekjur landsmanna verði ekki nægar. Þetta er sem betur fer augljóslega rangt, eins og sjá má með einföldum útreikningi. <p>Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir sáralitlum raunvexti útflutningstekna landsmanna á næstu 15 árum, sem er líftími Icesave-samkomulagsins, þá verða þær ríflega 100 milljarðar evra samanlagt á tímabilinu. Greiðslur vegna Icesave verða hins vegar varlega áætlað um það bil 2 milljarðar evra, einn milljarður í höfuðstólsgreiðslur og annað eins í vaxtagreiðslur.</p> <p>Til að búa til afgang á viðskiptum við útlönd sem nægir til að standa undir greiðslum vegna Icesave væri því nægjanlegt að auka útflutning um 2% frá því sem hann væri ella. Önnur leið væri að minnka innflutning um svipað hlutfall og enn önnur að auka útflutning um 1% og minnka innflutning um 1%. Það er ekki með nokkru skynsamlegu móti hægt að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé þjóðarbúinu ofviða. Íslendingar hafa þegar snúið miklum viðskiptahalla í verulegan afgang, nánast á einni nóttu, og ekki er útlit fyrir annað en að svo verði áfram á næstu árum.</p> <p>Íslenska þjóðarbúið stendur vissulega frammi fyrir mörgum úrlausnarefnum. Mörg þeirra eru erfið en ekkert óviðráðanlegt. Erfiðustu verkefnin tengjast Icesave ekki. Þau eru annars vegar að endurskipuleggja fjárhag og rekstur fjölmargra fyrirtækja sem eru nú í vandræðum vegna skulda og hins vegar að ná endum saman í rekstri hins opinbera á næstu árum. Það mun taka á en ekkert bendir til annars en að Íslendingum muni takast þetta.</p> <p>Það mun líka taka á að standa í skilum með verulegar erlendar skuldir landsmanna, sem fæstar tengjast Icesave. Þær skuldir eru fyrst og fremst afleiðingar af miklum innflutningi undanfarin ár, bæði á neyslu- og fjárfestingarvörum. Leiðin út úr þeim vanda er sú sama og áður var nefnd, aukinn útflutningur og minni innflutningur. Einnig það er þó vel viðráðanlegt. Það myndi t.d. duga vel að hafa innflutninginn á næstu árum svipaðan og hann var fyrir 6-7 árum, áður en allt fór úr böndunum í neyslu- og fjárfestingaræði útrásarbólunnar. Því fylgir ekkert harðræði.</p> </div> <p>Höfundur er Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.</p> <p>Grein birtist í Morgunblaðinu 31. júlí 2009.</p> </div> <br /> <br /> <br />

2009-07-01 00:00:0001. júlí 2009Greiðslur vegna Icesave eftir Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra

<p>Í umræðu um Icesave-samninginn og skuldbindingar vegna hans hafa ýmsir haldið því fram að byrðarnar sem lagðar verða á ríkissjóð vegna samningsins verði slíkar að engin von sé til að hægt verði að standa undir þeim. Vissulega er ekkert fagnaðarefni að íslenska ríkið hafi lent í þessari stöðu og rétt og eðlilegt að hafa áhyggjur af henni. Því fer þó fjarri að byrðarnar fyrir ríkið eða þjóðarbúið verði slíkar að ekki verði hægt að standa undir þeim. Byrðarnar verða engan veginn óbærilegar fyrir þjóðarbúið, þótt vissulega hefði verið mun betra að vera án þeirra.</p> <p>Nú liggur ekki fyrir hve mikið mun endurheimtast af eignum Landsbankans gamla upp í forgangskröfur. Það verður ekki vitað með vissu fyrr en upp er staðið eftir allmörg ár. Hins vegar liggur fyrir mat skilanefndar Landsbankans á því hvað talið er líklegast, 83% af forgangskröfum. Í Icesave-samningnum var miðað við nokkuð lægra hlutfall, 75%. Það var talið lágmark, þ.e. mjög litlar líkur væri á að ekki fengist a.m.k. þetta hlutfall upp í forgangskröfur. Aðrir hafa nefnt hærri tölur, t.d. ráðlagði breska ráðgjafafyrirtækið CIPFA breskum sveitarfélögum sem áttu fé á þessum reikningum að miða við 95%.</p> <p>Endurgreiðsluhlutfallið skiptir vitaskuld miklu fyrir það hve mikið fellur á tryggingasjóðinn íslenska vegna Icesave. Einnig skiptir miklu hve hratt gengur að fá greitt af eignum gamla Landsbankans og þar með greiða niður skuldir. Það hefur áhrif á vaxtakostnaðinn sem mun nær óhjákvæmilega á endanum lenda á tryggingasjóðnum íslenska. Í Icesave-samningnum er miðað við að eignir Landsbankans gamla dugi til að greiða 75% af forgangskröfum nokkuð jafnt og þétt á sjö árum.</p> <p>Skuldbindingar tryggingasjóðsins íslenska vegna Icesave eru annars vegar 2.350 milljónir punda, vegna Breta, og hins vegar 1.329 milljónir evra, vegna Hollendinga. Samtals gerir það rétt ríflega fjóra milljarða evra m.v. núverandi gengi. Hér eftir verður miðað við þá tölu til að nota einungis eina mynt í útreikningum.</p> <p>Dugi eignir Landsbankans gamla til að greiða 75% af forgangskröfum fellur því rétt um milljarður evra af höfuðstólnum á íslenska tryggingasjóðinn. Því til viðbótar koma vextir sem væru einnig rétt um milljarður evra eða samtals um tveir milljarðar evra. Ef mat skilanefndar Landsbankans er rétt (83% endurheimtur) myndu um 1.750 milljónir evra falla á tryggingasjóðinn að vöxtum meðtöldum. Hver svo sem niðurstaðan verður þá hefur tryggingasjóðurinn átta ár til að greiða það sem fellur á hann.</p> <p>Til að átta sig á því hver líkleg geta landsmanna til að greiða af þessu gæti verið er rétt að skoða annars vegar tekjur landsmanna af útflutningi og hins vegar landsframleiðslu. Til að fá samanburðarhæfar tölur er einfaldast að reikna allt í evrum. Árin 2007 og 2008 voru tekjur landsmanna af útflutningi á vörum og þjónustu vel rúmir fimm milljarðar evra hvort ár. Því til viðbótar höfðum við einnig nokkrar tekjur af eignum og vinnu erlendis en hér verður ekki gert ráð fyrir þeim.</p> <p>Útflutningurinn vex alla jafna ár frá ári. Hann hefur t.d. meira en þrefaldast á sl. 15 árum, mælt í evrum, sem gerir um 8,4% vöxt á ári. 15 ár er líftími Icesave samningins. Raunvöxtur var nokkuð minni vegna verðbólgu á evrusvæðinu en það skiptir ekki máli fyrir okkar útreikninga. Landsframleiðslan var að meðaltali um 14 milljarðar evra þessi sömu tvö ár. Hún hefur einnig aukist ár frá ári undanfarið, um 6,2% að meðaltali, mælt í evrum.</p> <p>Vegna gengisfalls krónunnar og samdráttar mælist landsframleiðslan þó talsvert minni í ár en árin á undan. Gengisfall krónunnar hefur hins vegar ekki sambærileg áhrif á útflutninginn. Raunar er við því að búast að hann aukist að öðru jöfnu ef gengið veikist. Fleira skiptir þó einnig máli, t.d. hvernig árar á helstu útflutningsmörkuðum okkar. Þrátt fyrir talsverðan samdrátt í heimsverslun hafa útflutningstekjur Íslendinga, mældar í evrum, sáralítið dregist saman undanfarið. Ekkert bendir til annars en að þær geti haldið áfram að vaxa á næstu árum. Geta landsmanna til að framleiða vörur og þjónustu til útflutnings hefur að stofni til ekki minnkað vegna þess áfalls sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir, þótt vissulega sé ekki útlit fyrir að mikið verði flutt út af þjónustu íslenskra fjármálafyrirtækja á næstu árum.</p> <p>Vitaskuld er þó talsverð óvissa um vöxt útflutningstekna landsmanna á næstu árum. Óvarlegt er að gera ráð fyrir að vöxturinn verði sá sami og undanfarin 15 ár (8,4%) en óhætt ætti að vera að gera ráð fyrir að hann verði a.m.k. helmingur þess (4,2%). Gangi það eftir þá verða árlegar tekjur landsmanna af útflutningi um 7,5 milljarðar evra þegar fyrst kemur að því að greiða af Icesave-lánunum. Gangi jafnframt eftir að eignir Landsbankans dugi til að greiða 75% af höfuðstól þá myndi þurfa að meðaltali rétt rúm 4% af útflutningstekjum til að greiða lánið niður á átta árum. Vaxi landsframleiðslan helmingi hægar, mælt í evrum, en hún hefur gert undanfarin 15 ár, þá myndu greiðslurnar jafnframt samsvara tæpum 2% af landsframleiðslu á ári, að meðaltali, þau átta ár sem íslenski tryggingarsjóðurinn greiðir af lánunum.</p> <p>Að ofan var miðað við mjög svartsýna spá um annars vegar endurheimtu eigna Landsbankans og hins vegar um vöxt útflutnings og landsframleiðslu. Sé miðað við enn svartsýnni spá, um engan vöxt útflutnings, verður greiðslubyrðin af Icesave-láninu um 6,8% af útflutningstekjum á ári að jafnaði. Sé hins vegar miðað við nokkuð bjartsýna spá, t.d. um að eignir Landsbankans dugi fyrir 95% af höfuðstól og að vöxtur útflutnings, mældur í evrum, verði svipaður á næstu 15 árum og á síðustu 15 árum, þá duga um 1,6% af útflutningstekjum landsins til að greiða Icesave-lánið.</p> <p>Ein af þeim hugmyndum sem haldið hefur verið á lofti er að Íslendingar ættu að neita að greiða meira en 1% af vergri landsframleiðslu á ári vegna Icesave. Engin sérstök rök hafa verið færð fyrir þeirri tölu og því ekki ljóst hvers vegna ætti að miða við hana öðrum fremur. Það er hins vegar ljóst að miðað við eðlilegar forsendur um vöxt landsframleiðslu og útflutnings, í evrum, þá væri hægt innan ramma núverandi samkomulags að ná þessu viðmiði. Þá þyrfti hins vegar að byrja að greiða af láninu strax en ekki bíða í sjö ár með það. Þar með væri fórnað einum mikilvægasta kostinum sem fékkst með Icesave-samkomulaginu, þeim að þurfa ekki að greiða af láninu á meðan unnið er úr núverandi bráðavanda. Ekki er því hægt að mæla með þeirri leið.</p> <p>Það er sama hvernig reiknað er. Ekkert bendir til annars en að landsmenn geti staðið undir skuldbindingum sínum vegna Icesave. Það verður að sönnu ekkert gleðiefni. Full ástæða er til að draga þá til ábyrgðar sem komu Íslandi í þessa stöðu, bæði fyrrverandi forsvarsmenn Landsbankans og aðra. Það væri hins vegar hreint glapræði að stefna endurreisn Íslands og öllum okkar samskiptum við umheiminn í stórhættu með því að neita að gangast við skuldbindingum okkar vegna Icesave og byggja það á þeirri augljóslega röngu forsendu að við ráðum ekki við þær.</p> <p>Höfundur er viðskiptaráðherra.</p> <p>Grein birtist í Morgunblaðinu 1. júlí 2009.</p> <br /> <br />

2009-06-04 00:00:0004. júní 2009Ávarp viðskiptaráðherra Gylfa Magnússonar við afhendingu EDI verðlaunanna 2009, flutt þann 4. júní 2009

<p align="left">Mér er það sönn ánægja að ávarpa aðalfund Icepro nefndarinnar, og afhenda EDI verðlaunin í þetta sinn.</p> <p align="left">Icepro er í fararbroddi við innleiðingu rafrænna viðskipta hér á landi. Tilgangur með starfsemi Icepro er samstarf hagsmunaaðila um rafræn viðskipti þar sem fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar geta unnið saman að þróun og uppbyggingu með áherslu á samþættingu og stöðlun. Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi gerir Icepro kleift að miðla Íslendingum fremstu lausnum heims á sviði rafrænna viðskipta.</p> <p align="left">Viðskiptaráðuneytið hefur það hlutverk að móta stefnu í tengslum við lög um rafræn viðskipti og undirskriftir og til að stuðla að rafrænum viðskiptum. Ráðuneytið leggur áherslu á að forgangsraða aðgerðum til að skjóta styrkari stoðum undir umhverfi rafrænna viðskipta á Íslandi á næstu árum, í þeim tilgangi að tryggja samræmt og skilvirkt umhverfi rafrænna viðskipta á Íslandi með tilliti til alþjóðlega samfélagsins, sérstaklega með hliðsjón af þróun á innri markaði ESB.</p> <p align="left">Nýlega var gerð skýrsla fyrir viðskiptaráðuneytið um stöðu rafrænna viðskipta hér á landi og er niðurstaða hennar að ávinningur af rafrænum viðskiptum hefur ekki skilað sér hér á landi eins og væntingar hafa staðið til. Ýmsar hindranir og fyrirstaða gera það að verkum að þróun og uppbygging rafrænna viðskipta er hæg. Það eru hins vegar ýmsar forsendur og drifkraftar sem eru öflugri hér á landi en víðast annarsstaðar og því mikil tækifæri til að auka sjálfvirkni og skilvirkni viðskipta með því að nýta möguleika rafrænnar úrfærslu viðskiptanna til fulls.</p> <p align="left">Nær öll fyrirtæki á Íslandi stunda rafræn viðskipti á einhvern hátt, að minnsta kosti ef öll ómótuð samskipti yfir Internetið við viðskiptavini, opinbera aðila eða aðra viðskiptaaðila teljast til rafrænna viðskipta. Tækifæri til ávinnings eru hins vegar mest þegar viðskipti eru gerð sjálfvirk með mótuðum rafrænum samskiptum, þar sem stöðluðum viðskiptaskeytum er miðlað á milli viðskiptaaðila.Samkvæmt nýlegri rannsókn Hagstofunnar nota einungis um 28% fyrirtækja á Íslandi mótuð rafræn samskipti.</p> <p align="left">Það eru ýmsar hindranir í vegi framþróunar á rafrænum viðskiptaháttum sem koma í veg fyrir að mögulegt sé að nýta rafræna tækni til fulls. Í áðurnefndri skýrslu kemur fram að ábendingar um hindranir eru margskonar og varða flesta þætti í umhverfi rafrænna viðskipta. Helstu hindranir eru þó taldar vera skortur á fjármagni fyrir þróun og útfærslu, að ávinningur sé ekki sýnilegur og að kostnaður við innleiðingu sé hár. Byrjunarkostnaður viðskiptaaðila er oft sýnilegri en mögulegur ávinningur. Það þarf að gera ávinning augljósan, ná sátt í samfélaginu um stefnu og viðmið og sameinast um bestu leiðir til að lækka kostnað við innleiðingu.</p> <p align="left">Það þarf að efla þá þætti sem liðka fyrir framgangi rafrænna viðskipta. Flestir telja að ef ávinningur af rafrænum viðskiptum er gerður sýnilegri þá verði það ekki einungis til þess að fækka hindrunum heldur verði það einnig hvati til aðgerða. En einstaklingar þurfa að hafa trú á framtíðinni til að vilja taka þátt í róttækum breytingum á nánasta umhverfi sínu. Það er því forsenda fyrir hvata og frumkvæði að þekking og skilningur á ávinningi, ógnum og áhættu sé til staðar..</p> <p align="left">Einn mikilvægasti hvatinn er frumkvæði stórra fyrirtækja og stofnana. Stórir aðilar hafa oft burði til að bera upphafskostnað, sem felst m.a. í þróun og prófunum, þannig að smærri aðilar geta komið inn í mótaða útfærslu sem skilar þeim ávinningi strax. Stórir aðilar þurfa að taka af skarið, tileinka sér hlutverk frumkvöðla og leiða uppbygginguna. Stærstu stofnanir ríkisins eru æskilegir frumkvöðlar í ljósi stærðar sinnar og áhrifa. Það þarf jafnframt að tryggja að smærri aðilar verði ekki þvingaðir í lausnir sem gefa þeim ekki ávinning. Uppbygging þarf því að vera í samræmi við stefnu og viðmið sem almenn sátt er um og byggja á öflugu samstarfi allra hagsmunaaðila í öllum atvinnugreinum og hjá hinu opinbera.</p> <p align="left">Hér er um gífurlegt hagsmunamál að ræða. Hagræðing rafrænna viðskipta felst í því að vinna sparast við prentun, sendingu, móttöku, flokkun og geymslu pappírs. Tímafrek handavinna verður að sjálfvirkri tölvuvinnslu og endurskráning gagna með tilheyrandi villuleiðréttingum hverfur. Tími og fjármunir sparast þar sem gögn og greiðslur berast hraðar.</p> <p align="left">Í Evrópu er reiknað með 8 evra sparnaði á hvern reikning, sem berst rafrænt í stað pappírs. Raunar gerir ICEPRO frekar ráð fyrir helmingi lægri sparnaði, eða 500 kr. á reikning, en hagræðingin er engu að síður umtalsverð.</p> <p align="left">Sjálfvirk rafræn viðskipti bæta einnig vistræna þætti með því að minnka þörf á pappír og spara tíma og orku.</p> <p align="left">Á árinu 2008 gaf ríkisstjórnin út nýja stefnu í sem ber yfirskriftina &bdquo;Netríkið Ísland" og er hún vegvísir hins opinbera að þróun rafrænnar stjórnsýslu og nýtingu upplýsingatækni á árunum 2008-2012.</p> <p align="left">Samkvæmt stefnunni verða tekin í notkun rafræn skilríki, rafrænar greiðslur og rafræn innkaup á tímabilinu auk þess sem gögn verða samnýtt og dregið úr margskráningu upplýsinga. Upplýsingatækni verður notuð í auknum mæli við nám og kennslu samkvæmt stefnunni, auk þess sem hana á að nýta til að auka möguleika fólks til lýðræðislegrar þátttöku. Í því skyni er stefnt að tilraun með rafrænar kosningar í tveimur sveitarfélögum í kosningum árið 2010. Jafnframt verður lögð áhersla á útvistun og notkun upplýsingatækni til að bæta alþjóðlegt samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja.</p> <p>Í stefnunni er fólgin sú framtíðarsýn að Íslendingar verði fremstir þjóða í rafrænni þjónustu og nýtingu upplýsingatækni. Þar eru jafnframt tilgreind fjölmörg þróunarverkefni í upplýsingatækni á vegum hins opinbera sem miða að því að bæta og auka rafræna þjónustu hins opinbera við almenning og fyrirtæki. Leiðarljós Netríkisins Íslands er að þjónusta hins opinbera verði notendavæn og skilvirk án biðraða.Nú er komið af afhendingu verðlaunanna en í ár hlýtur Fjársýsla ríkisins EDI bikarinn. Matsnefnd EDI bikars voru Vilhjálmur Egilsson Samtökum Atvinnulífsins, Júlíus Sæberg Ólafsson Ríkiskaup og formaður Icepro Karl Garðarson</p> <p align="left">Á undanförnum árum hefur Fjársýsla ríkisins unnið töluvert brautryðjandastarf í innleiðingu á rafrænni stjórnsýslu. Nægir þar að nefna þróun rafrænna greiðslna hjá ríkissjóði, rafrænan launaseðil og rafræna reikninga.</p> <p align="left">Þegar á árinu 2001 setti stofnunin fram í útboðsgögnum fyrir nýtt fjárhags og mannauðskerfi ríkisins kröfur um að nýtt kerfi gætti nýtt möguleika á rafrænum viðskiptum sem víðast og tilgreind voru nokkur rafræn viðskiptaskeyti s.s. pantanir og rafrænir reikningar.</p> <p align="left">Á árinu 2005 stóð danska ríkið fyrir miklu átaki í notkun rafrænna reikninga. Þeir völdu lögleiddu tiltekinn XML staðal og skylduðu alla birgja til að senda reikninga til hins opinbera á rafrænu formi.</p> <p align="left">Þetta átak Dana vakti mikla athygli. Í framhaldi af því tóku nokkrar þjóðir sig saman um að vinna að þróun á sameignlegum staðli byggðum á danska staðlinum. Sú vinna var síðan víkkuð út enn frekar á vegum Evrópusambandsins. FJS tók þátt í þessu starfi fyrir hönd íslenska ríkisins og var útkoman sameiginlegur staðall sem fékk vinnuheitið NES. Á árinu 2007 ákvað Fjársýslan að hefja vinnu við að aðlaga sín kerfi út frá þessum staðli.</p> <p align="left">Lausnin var í þróun og prufu fram á mitt ár 2008. Þá var opnað fyrir almenna notkun og í dag getur íslenska ríkið tekið við reikningum frá hverjum þeim birgja sem vill senda þá inn á NES formi.</p> <p align="left">Frá þeim tíma fóru fjölmargir reikningar að streyma inn í fjárhagskerfi ríkisins. Þeir berast fullskráðir inn í kerfið að öðru leyti en því að eftir var að fylla út bókunarupplýsingar, svo sem á hvaða kostnaðartegund á að bóka. Þetta var leyst með því að smíða svokallaða bókunarvél, þar sem skilgreint hefur verið fyrirfram hvernig viðkomandi reikningar eiga að bókast, t.d. út frá samningsnúmeri, mælanúmeri eða símanúmeri.</p> <p align="left">Í dag eru um 20 stofnanir að taka við reikningum frá um 10 birgjum. Fyrstu viðbrögð notenda eru frekar jákvæð. Þetta fyrirkomulag getur sparað mikla vinnu við skráningu, bókunarvélin tryggir að reikningar eru rétt bókaðir og vinna við leiðréttingar minnkar. Jafnframt gefa rafrænir reikningarnir aukna möguleika á stýringum þar allir reikningar koma inn á einum stað.</p> <p align="left">Fjársýslan hefur allt frá árinu 2005 unnið að því að kynna þá möguleika sem rafrænir reikningar bjóða upp á og reynt að vinna þeim brautargengi hjá birgjum og hinu opinbera.</p> <p align="left">Staðan í dag er í stuttu máli þessi. Við höfum kerfi sem er tilbúið til að taka á móti og senda út rafræna reikninga. Flestir þeir sem láta sig málið varða eru sammála um að hið opinbera eigi að leika stórt hlutverk í innleiðingu á rafrænum reikningum bæði sem kaupandi og seljandi. Fjársýslan hefur lagt sig fram um að sinna því hlutverki markvisst og verið í fararbroddi við að ryðja þessari nýjung braut hér á landi.</p> <br /> <br />

2009-05-30 00:00:0030. maí 2009Beinir skattar og óbeinir rýra kaupmátt á svipaðan hátt og áhrifin á greiðslubyrði verðtryggðra lána eru svipuð

<div> Í UMRÆÐU um skatta undanfarna daga hafa ýmsir lýst áhyggjum sínum af því að hækkun óbeinna skatta, eins og vörugjalda, sé mjög íþyngjandi fyrir þá sem hafa verðtryggð lán. Umræða um þennan flöt málsins hefur verið á nokkrum villigötum eins og sjá má ef málið er skoðað nánar. <p>Það er að vísu vitaskuld rétt að hækkun óbeinna skatta kemur sér alla jafna illa fyrir þá sem greiða þá. Það er hins vegar enginn grundvallarmunur á áhrifum óbeinna skatta og beinna, svo sem tekjuskatts, á þá sem hafa verðtryggð lán. Það er misskilningur.</p> <p>Til að skýra þetta er hægt að taka mjög einfaldað dæmi af ímynduðu landi. Í þessu landi er bara ein vara sem gengur kaupum og sölu, fiskur. Hver fiskur kostar 1.000 krónur þegar sagan hefst. Landsmenn hafa ákveðið að koma sér upp heilbrigðis- og menntakerfi og ætla að verja til þess fimmtungi landsframleiðslu. Til að greiða það þurfa þeir að leggja á skatta, sem þeir hafa ekki gert áður.</p> <p>Valið stendur á milli tekjuskatts (beinn skattur) og virðisaukaskatts (óbeinn skattur). Til að tekjuskattskerfið skili fimmtungi landsframleiðslu til hins opinbera þarf tekjuskattshlutfallið að vera þetta sama hlutfall, þ.e. fimmtungur eða 20%. Til að virðisaukaskattskerfið skili þessu hlutfalli af landsframleiðslu þarf skatthlutfallið að vera fjórðungur eða 25%. Skýringin á því að virðisaukaskatthlufallið þarf að vera 25% en ekki 20% er að virðisaukaskattur leggst ofan á verð. Ef hver fiskur hækkar um 25%, í 1.250 krónur og ríkið fær hækkunina, þá fær ríkið 250 krónur af 1.250 krónum eða fimmtung heildarinnar.</p> <p>Skoðum nú áhrif þessara tveggja leiða á dæmigerðan landsmann, sem er með launatekjur og verðtryggt lán. Hvor leiðin sem farin er þá minnkar kaupmáttur hans. Það er óhjákvæmilegt en hann nýtur vitaskuld á móti opinberrar þjónustu, sem hann hefði ekki notið ella.</p> <p>Setjum sem svo að maðurinn sé með 400 þúsund í tekjur á mánuði og greiði 100 þúsund í afborgun og vexti af verðtryggðu láni á mánuði.</p> <p>Sé tekjuskattsleiðin farin þá greiðir maðurinn 20% af 400 þúsundum eða 80 þúsund í tekjuskatt. Hann heldur eftir 320 þúsundum, sem nægir fyrir 320 fiskum, á 1.000 krónur hver. Af því borgar hann 100 þúsund í vexti og afborgun af láninu, eða sem samsvarar 100 fiskum. Eftir það hefur hann því 220 þúsund til ráðstöfunar, eða sem samsvarar 220 fiskum.</p> <p>Sé virðisaukaskattsleiðin farin þá hefur maðurinn 400 þúsund til ráðstöfunar en nú dugar það einungis til að kaupa 320 fiska, því að hver og einn kostar nú 1.250. Lánið hækkar um 25% vegna verðtryggingar og hann þarf því að borga 125 þúsund í vexti og afborgun af láninu eða sem samsvarar 100 fiskum. Hann hefur því til ráðstöfunar 275 þúsund sem dugar fyrir 220 fiskum.</p> <p>Staða mannsins er því nákvæmlega sú sama, hvort heldur virðisaukaskattsleiðin eða tekjuskattsleiðin er farin. Það er jafnerfitt eða auðvelt fyrir hann að standa í skilum með lán sitt í báðum tilfellum. Greiðslubyrðin er sú sama.</p> <p>Það skiptir heldur engu fyrir lánveitanda mannsins hvor leiðin er farin. Sé virðisaukaskattleiðin farin þá fær hann fleiri krónur í hverjum mánuði en hver króna er minna virði. Þess má þó geta að ef innheimtur væri fjármagnstekjuskattur í þessu einfalda dæmi þá væri virðisaukaskattleiðin verri fyrir lánveitandann. Skýringin er að hann þyrfti að greiða skatt af verðbótunum.</p> <p>Þetta dæmi er eins og fyrr segir mjög einfaldað. Grunnniðurstaðan verður þó sú sama þótt miðað sé við flóknari forsendur. Beinir skattar og óbeinir rýra kaupmátt á svipaðan hátt og áhrifin á greiðslubyrði verðtryggðra lána eru svipuð. Séu beinir skattar hækkaðir hafa menn færri krónur á milli handanna en áður. Séu óbeinir skattar hækkaðir hafa menn jafnmargar krónur á milli handanna en geta keypt minna fyrir hverja og eina.</p> <p>Í grundvallaratriðum er hægt að takast á við vandann í ríkisfjármálum Íslendinga með fimm leiðum. Fyrsta leiðin er að hækka óbeina skatta, önnur að hækka beina skatta, sú þriðja að draga úr opinberri þjónustu og þar með ríkisútgjöldum, sú fjórða að velta vandanum yfir á kynslóðir framtíðarinnar með því að skuldsetja ríkissjóð og sú fimmta að ná með hagvexti að auka tekjur ríkissjóðs.</p> <p>Engin leiðanna er auðveld. Sú fjórða gæti verið í boði við betri aðstæður, hefði einhver hug á henni, en er það ekki nú, af þeirri einföldu ástæðu að ríkið hefur takmarkaðan aðgang að lánsfé til að fara hana. Sú fimmta er ánægjulegust og við munum án efa feta hana fyrr en varir. Það er þó ekki hægt að bíða eftir því að hún leysi vandann og því sitjum við uppi með fyrstu þrjár leiðirnar um skeið.</p> <p>Það er lykilatriði við uppbyggingu íslensks efnahagslífs að jöfnuður náist í ríkisfjármálum. Án þess nær íslenskt efnahagslíf ekki aftur vopnum sínum. Það skiptir líka afar miklu hvernig það er gert. Aðgerðir til að vinna á miklum halla á rekstri ríkisins verða aldrei vinsælar en þær þurfa að vera eins sanngjarnar og hægt er. Það þarf að dreifa byrðunum á réttlátan hátt og gæta sérstaklega þeirra sem eiga undir högg að sækja. Það er hins vegar engin lausn að neita að horfast í augu við vandann.</p> </div> <p>Höfundur er Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra</p> <p>Grein birtist í Morgunblaðinu 30. maí 2009.</p> <br /> <br />

2009-05-28 00:00:0028. maí 2009Ávarp viðskiptaráðherra Gylfa Magnússonar á kynningarfundi Endurreisnar- og Þróunarbanka Evrópu Grand Hótel, 28. maí 2009

<p align="left">Ladies and gentlemen,</p> <p align="left">It is a pleasure to welcome you to this meeting of the European Bank for Reconstruction and Development. I especially would like to thank our guests from the bank who have travelled all the way to Iceland in order to introduce the policy and services of the EBRD.</p> <p align="left">International co-operation in the financial sector has never been more important than at present. Co-operation is vital to rebuilding economies accross eastern and western Europe. In this respect international financial institutions like the EBRD &ndash; play a vital role towards financial stability and growth. In these times limited access to international funding, institutions are of increasing importance.</p> <p align="left">With apologies to our foreign visitors I will now switch to Icelandic.</p> <p align="left">Góðir fundargestir:</p> <p align="left">Ég vil byrja á að þakka fyrir að fá tækifæri til að ávarpa ykkur hér í dag</p> <p align="left">Tilgangur þessa fundar er að kynna starfsemi Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu, en til hans er boðað í samstarfi viðskiptaráðuneytisins, EBRD og Útflutningsráðs Íslands. Endurreisnar og þróunarbanki Evrópu var stofnaður árið 1991 og er Ísland meðal 60 landa sem hlut eiga í honum. Meginhlutverk bankans er að stuðla að umbreytingum frá miðstýrðum áætlunarbúskap fyrrverandi austantjaldsríkja og ríkja í Mið - Asíu yfir í opin lýðræðis og markaðshagkerfi. Bankinn hefur gegnt veigamiklu hlutverki við umbreytingar í þessum löndum en ljóst er að því verkefni er hvergi nærri lokið, þó að miklum árangri hafi verið náð, m.a. fyrir tilstilli bankans. Hin alþjóðlega fjármálakreppa hefur einnig gert miklar og auknar kröfur til bankans, um aukið umfang og starfsemi.</p> <p align="left">Tækin sem bankinn hefur yfir að ráða í þessu sambandi eru fyrst og fremst fjármagn til endurreisnar og þróunar í formi lána og hlutafjár, en bankinn hefur einnig stutt þróun í átt til umbreytingar eða einkavæðingar ríkisfyrirtækja.</p> <p align="left">Stjórn bankans sinnir stefnumótun hans til lengri tíma og er stjórnin skipuð fulltrúum þeirra landa sem hlut eiga, sem eru einkum ráðherrar viðkomandi landa og sit ég til að mynda í stjórn bankans. Starfsemi bankans og dagleg stjórn hans er hins vegar falin framkvæmdastjórn bankans, sem skipuð er fulltrúum hinna ýmsu stjórnarskrifstofa. Baldur Pétursson aðstoðarframkvæmdarstjóri situr í framkvæmdastjórn bankans. Endurreisnar og þróunarbanki Evrópu veitir ekki einungis lán og tekur þátt í starfsemi fyrirtækja með eignaraðild, heldur er einnig möguleiki að fjármunum sé veitt til afmarkaðra ráðgjafaverkefna á vegum bankans.</p> <p align="left">Á tímum alþjóðavæðingar eykst umfang og mikilvægi fjölþjóðastarfsemi fyrir fyrirtæki, sérstaklega á tímum fjármálakreppu þar sem mikill skortur er á lánsfé. Þess vegna er mikilvægt að hafa náið samstarf við bankann þannig að íslenskt atvinnulíf get nýtt sér á sem bestan hátt þá þjónustu sem bankinn býður upp á.</p> <p align="left">Í þeirri fjármálakreppu sem gengið hefur yfir, hefur bankinn haft leiðandi hlutverk við endurreisn fjármálakerfisins í þeim löndum sem hann starfar í, með nánu samstarfi við aðrar alþjóðlegar fjármálastofnanir og viðkomandi lönd. Þetta starf hefur gengið hratt fyrir sig og skilað þegar miklum árangri í þessum löndum. Fjárhagslegur styrkur bankans samhliða sérfræðiþekkingu hefur gert honum þetta mögulegt, sem um leið hefur skilað sér til þeirra fyrirtækja og svæða sem bankinn starfar með.</p> <p align="left">Af þeim sökum eru fundir sem þessir mikilvægir, svo að atvinnulífið geti nýtt sér alla þá möguleika sem alþjóðlegir bankar og stofnanir bjóða og nýtast í útrás á erlenda markaði. Íslenskt atvinnulíf er orðið alþjóðlegt og verður það áfram, þrátt fyrir hremmingar undanfarinna mánaða. Það gerir auknar kröfur til allra aðila um samkeppnishæf starfsskilyrði á öllum sviðum, ekki síst á sviði gengis- og fjármálamarkaða, þannig að íslenskt atvinnulíf geti keppt á jafnréttisgrunni við erlenda aðila.</p> <p align="left">Ágætu fundargestir</p> <p align="left">Það verður áhugavert að fylgjast með því hvaða þjónustu og möguleika bankinn býður upp á fyrir íslensk fyrirtæki, sem þau geta síðan nýtt til sóknar, vaxtar og aukinnar verðmætasköpunar fyrir íslenskt þjóðarbú. Þetta er því eitt af þeim atriðum sem nýta verður í þeirri alþjóðasamvinnu og endurreisn sem framundan er.</p> <p align="left">Takk fyrir.</p> <br /> <br />

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira